Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikritin Manda_BA ritgerð... · Sannleikurinn er...

39
Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti Samfélagsmiðlafár, MeToo, opinberar persónur, hliðverðir og almannahagur Marín Manda Magnúsdóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til BA gráðu í nútímafræði Félagsvísindadeild Maí 2019

Transcript of Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikritin Manda_BA ritgerð... · Sannleikurinn er...

Page 1: Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikritin Manda_BA ritgerð... · Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti Samfélagsmiðlafár, MeToo, opinberar

Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti

Samfélagsmiðlafár, MeToo, opinberar persónur, hliðverðir og almannahagur

Marín Manda Magnúsdóttir

HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til BA gráðu í nútímafræði Félagsvísindadeild Maí 2019

Page 2: Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikritin Manda_BA ritgerð... · Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti Samfélagsmiðlafár, MeToo, opinberar

Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti

Samfélagsmiðlafár, MeToo, opinberar persónur, hliðverðir og

almannahagur

Marín Manda Magnúsdóttir

12 eininga lokaverkefni

sem er hluti af

Bachelor of Arts-prófi í nútímafræði

Leiðbeinandi

Sigrún Stefánsdóttir

Félagsvísindadeild

Hug- og félagsvísindasvið

Háskólinn á Akureyri

Akureyri, maí 2019

Page 3: Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikritin Manda_BA ritgerð... · Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti Samfélagsmiðlafár, MeToo, opinberar

Titill: Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti

Stuttur titill: Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti

12 eininga lokaverkefni sem er hluti af Bachelor of Arts-prófi í nútímafræði.

Höfundarréttur © 2019 Marín Manda Magnúsdóttir

Öll réttindi áskilin

Félagsvísindadeild

Hug- og félagsvísindasvið

Háskólinn á Akureyri

Sólborg, Norðurslóð 2

600 Akureyri

Sími: 460 8000

Skráningarupplýsingar:

Marín Manda Magnúsdóttir, 2019, B.A. verkefni, félagsvísindadeild, hug- og félagsvísindasvið,

Háskólinn á Akureyri, 39 bls.

Prentun: Pixel

Reykjavík, maí 2019

Page 4: Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikritin Manda_BA ritgerð... · Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti Samfélagsmiðlafár, MeToo, opinberar

i

Útdráttur

Umhverfi fjölmiðla hefur breyst mikið á undanförnum árum og miklar breytingar hafa

orðið á samskiptaformi almennings á internetinu. Eftir að samfélagsmiðlar komu upp á

yfirborðið og með tilkomu opinna fjölmiðla og athugasemdakerfa hefur verið opnuð ný gátt þar

sem fólk gefur tjáningarfrelsinu lausan tauminn um málefni líðandi stundar. Ónærgætnar

athugasemdir, tengdar fordómalausum skoðunum á umfjöllunarefninu, eru oft á tíðum í

brennidepli. Birting ummæla, sem og myndbirting á samfélagsmiðlum, hefur skapað

orðsporsáhættu. Í þessum stafræna heimi gilda önnur og ólík viðmið og reglur en hjá öðrum

fréttaveitum. Hlutverk og siðferðislegar reglur fjölmiðlafólks sem fagstéttar eru skýr og

fjölmiðlar eiga að vera hliðverðir (e. gatekeepers) sem veita aðhald með gagnsæ vinnubrögð að

leiðarljósi.

Kannað var hvernig heimar samfélagsmiðla og ritstýrðra miðla mætast í viðkvæmum

málum. Einnig var skoðað hvort dómstóll götunnar hafi áhrif á hefðbundinn fréttaflutning og

hvort þessi opnu samskiptaform almennings á samfélagsmiðlum séu að lita nútíma

blaðamennsku. Hvaða kosti og galla hefur opin blaðamennska í för með sér og hvaða áhrif hefur

hún á lýðræðisþróun á Íslandi?

Fjallað var um þróun mismunandi samfélagsmiðla, vinnu-og siðareglur fjölmiðla og

kannað hvort sömu siðareglur eigi við um fréttamiðla á netinu. Samfélagið á að geta treyst

fjölmiðlastéttinni fyrir faglegri og heiðarlegri rannsóknarblaðamennsku en hlutverk fjölmiðla

er að veita aðhald sem fjórða valdið. Forvitnilegt var að skoða hvort við værum að upplifa siðfár

í nútímafjölmiðlun með samfélagsmiðlafréttum sem grafa undan öllu sem tengist heilbrigðum

skoðanaskiptum. Notast var við eigindlegar rannsóknir með viðtölum við fagfólk, sem tengist

fjölmiðlastéttinni á einn eða annan hátt, til að fá dýpri skilning á rannsóknarefninu. Viðtöl voru

tekin við prófessor í heimspeki, prófessor í félagsfræði, formann Blaðamannfélags Íslands og

rýnt í viðtöl við starfandi fjölmiðlafólk og annað fræðifólk.

Niðurstaðan leiddi í ljós að tíðarandinn er gerbreyttur með tilkomu samfélagsmiðlanna,

bæði hjá almenningi og fjölmiðlum. Fjölmiðlar eru enn að fóta sig í þessu nýja umhverfi en

engin ritstjórn er á samfélagsmiðlum. Eftirliti á netinu er ábótavant og regluverkið þarf að vera

skýrara á samfélagsmiðlunum. Enn á eftir að festa niður siðareglur á samfélagsmiðlum til að

veita almenningi aðhald í samskiptum. Þannig væri hægt að koma í veg fyrir falsfréttir, netníð,

ærumeiðingar og fordæmingu eða svokallaða mannorðshnekki sem oft á tíðum geta haft í för

Page 5: Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikritin Manda_BA ritgerð... · Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti Samfélagsmiðlafár, MeToo, opinberar

ii

með sér óbætanlegt tilfinningalegt tjón. Sannleikurinn virðist hafa margar hliðar og því er

mikilvægt að halda í tjáningarfrelsið, þó með tilliti til þess að fólk beri ábyrgð á orðum sínum.

Fróðlegt var að sjá að fjölmiðlar sem svokallaðir hliðverðir virðast hafa dregið úr

hliðvörslunni og þeim hefur einfaldlega verið ýtt til hliðar af almenningsálitinu. Hins vegar, ef

allt efni er ritskoðað, er lýðræðið ekki að virka. Almenningur hefur að mörgu leyti tekið sér

hlutverk hlið „opnara“ þar sem allt fer í gegn án þess að nokkur maður beri ábyrgð á því.

Lykilhugtök: Fjölmiðlaumhverfi, samfélagsmiðlar, hliðverðir, MeToo, tjáningarfrelsi,

ábyrgð.

Page 6: Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikritin Manda_BA ritgerð... · Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti Samfélagsmiðlafár, MeToo, opinberar

iii

Abstract

The media environment has changed significantly in recent years, and at the same time, there

have been significant changes in the way the public communicates over the internet. With the

advent of social media and the introduction of open media and commenting systems, a new

gateway is now available where people are let loose to express their opinions on current affairs.

Unpleasant comments relating to open-minded views of a topic are often the focus of attention.

The publishing of comments and pictures on social media has also created a reputation risk. In

this digital world, different criteria and rules apply than for other news sources. The role and

ethical rules of the media as a professional class are clear, and the media should be gatekeepers,

who provide restraint with transparent working practices.

An examination was made of how the worlds of social media and edited media compare

in relation to sensitive issues. Also examined was whether the court of public opinion is

influencing traditional news reporting and whether this open form of public communication on

social media is influencing modern journalism. What are the advantages and disadvantages of

open journalism and what impact does it have on democratic development in Iceland?

The development of different types of social media, the work and ethical guidelines of

the media were discussed, and an examination was made as to whether the same code of conduct

applies to online media. The public should be able to trust the media to provide professional

and honest research journalism, as the role of the media is to provide checks and balances in its

position as the fourth estate. It was interesting to examine whether we are experiencing a moral

panic within modern media when social media undermines everything relating to healthy

dialogue.

Qualitative research was used with interviews with professionals who are connected to

the media in one way or another, to gain a deeper understanding of the research subject.

Interviews were conducted with a Professor of Philosophy, a Professor of Sociology, the

Chairman of the National Union of Icelandic Journalists, and interviews with employed

journalists and other academics were reviewed.

The results showed that times have utterly changed with the advent of social media, both

for the public and for the media. The media is still adapting to this new environment, as there

is no editorial on social media. Online monitoring is inadequate and the regulatory framework

Page 7: Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikritin Manda_BA ritgerð... · Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti Samfélagsmiðlafár, MeToo, opinberar

iv

for social media needs to be clarified. A social media code of conduct needs to be defined in

order to provide the public with guidance in relation to online communications. This would

make it possible to prevent fake news, internet bullying, defamation, or so-called denigration

that often can lead to irreparable emotional damage. The truth seems to have many sides, and

therefore it is important to maintain the freedom of expression, taking into account, however,

that people are responsible for their words.

It was interesting to see that the media, the so-called gatekeepers seem to have

withdrawn from their gatekeeping role and have simply been pushed aside by public opinion.

However, if all content is censored, democracy will not work. The public has, in many ways,

taken on the role of gate "opener", where everything goes, without anyone accepting any

responsibility.

Key terms: Media environment, social media, gatekeepers, MeToo, freedom of

expression, responsibility.

Page 8: Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikritin Manda_BA ritgerð... · Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti Samfélagsmiðlafár, MeToo, opinberar

v

Þakkarorð

Rannsóknarverkefni þetta er 12 ECTS eininga lokaverkefni til B.A. gráðu í nútímafræði við

Háskólann á Akureyri. Undirrituð þakkar Sigrúnu Stefánsdóttur, leiðbeinanda þessarar

rannsóknar, kærlega fyrir faglega leiðsögn og fyrir að vekja athygli mína og áhuga á

viðfangsefni ritgerðarinnar. Sérstakar þakkir færi ég þátttakendum rannsóknarinnar fyrir að

leggja mér lið en án þeirra hefði rannsókn þessi ekki verið framkvæmanleg. Einnig vil ég þakka

Báru Baldursdóttur, móður minni fyrir yfirlestur og góð ráð. Að lokum vil ég þakka fjölskyldu

minni, Hannesi Frímanni Hrólfssyni, fyrir ómetanlegan stuðning og hvatningu í náminu og að

sjálfsögðu börnunum mínum, Ölbu Mist og Bastian Blæ fyrir ómælda þolinmæði.

Page 9: Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikritin Manda_BA ritgerð... · Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti Samfélagsmiðlafár, MeToo, opinberar

vi

Efnisyfirlit

Útdráttur .................................................................................................................................................. i

Abstract ................................................................................................................................................... iii

Þakkarorð ................................................................................................................................................. v

Efnisyfirlit ................................................................................................................................................. vi

MeToo og valdefling samfélagsmiðla ...................................................................................................... 1

Erótísku bréfin ......................................................................................................................................... 3

Dæmdur án dóms og laga ....................................................................................................................... 5

Vörn fyrir æru .......................................................................................................................................... 6

Samfélagsmiðlar eins og villta vestrið ..................................................................................................... 8

Tilheyra hliðverðir fortíðinni? ................................................................................................................ 10

Opinber persóna er fréttamatur ........................................................................................................... 12

Skoðana- og tjáningarfrelsi mikilvægt fyrir lýðræðið ............................................................................ 13

Orðræða á Klausturbarnum .................................................................................................................. 14

Falsfréttir og upplýsingamengun ........................................................................................................... 16

Blaðamenn ekki ábyrgir fyrir orðum annarra ........................................................................................ 18

Lokaorð .................................................................................................................................................. 22

Viðauki ................................................................................................................................................... 26

Heimildaskrá .......................................................................................................................................... 27

Page 10: Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikritin Manda_BA ritgerð... · Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti Samfélagsmiðlafár, MeToo, opinberar

1

MeToo og valdefling samfélagsmiðla

MeToo hreyfingin spratt upp árið 2017 eftir að ásakanir í garð leikstjórans Harvey Weinstein

komust í hámæli. Fjölmargar leikkonur í Hollywood komu fram undir nafni og lýstu

kynferðisáreitni Weinstein í garð þeirra og þar með hófst MeToo hreyfingin sem beinist að

kynferðisáreitni og kynferðisofbeldi. Þessi atburðarrás rauf þögnina um allan heim og fljótlega

loguðu samfélagsmiðlar með slagorðinu MeToo (ég líka) og myllumerkinu #MeToo. Konur

hafa í gegnum tíðina verið smættaðar af karlmönnum í öllum stéttum þjóðfélagsins alls staðar

í heiminum og mikil vitundarvakning hefur orðið um kynbundið ofbeldi með tilkomu MeToo

hreyfingarnar. MeToo byltingin nær í dag út fyrir kynferðislega hluti og snýr einnig að valdefli

karla til kvenna á margan hátt. Nú standa konur þétt saman í því að skila skömminni þangað

sem hún á heima, hjá gerendum en ekki þolendum.

Fjölmiðlakonan, rithöfundurinn og aðgerðasinninn, Alexandra Pascalidou hélt

fyrirlestur í málstofu Norræna hússins í febrúar 2019 en hún hefur ferðast víða um Norðurlönd

og deilt reynslu sinni af MeToo hreyfingunni í Svíþjóð. Hún segir MeToo umræðuna á Íslandi

vera framarlega samanborið við önnur Norðurlönd. Umræðan væri þó oft neikvæð á

samfélagsmiðlum þar sem konur yrðu fyrir drusluskömm ef þær opnuðu sig og deildu reynslu

sinni. Nauðsynlegt væri að fá fleiri karlmenn í baráttuna þar sem um sameiginlega hagsmuni

væri um að ræða í þágu framtíðarkynslóða (Stefán Rafn Sigurbjörnsson, 2019). Á Íslandi hafa

fjölmargar konur í hinum ýmsu stéttum stigið fram opinberlega og greint frá kynferðisáreiti og

ofbeldi sem þær hafa upplifað. Leikkonur, fjölmiðlakonur, íþróttakonur, stjórnmálakonur og

jafnvel prestar. Listinn er ótæmandi og algengt er í dag að slík mál rati í fjölmiðla.

Eitt af mest áberandi MeToo málunum um þessar mundir snýr að áttræðum

þjóðþekktum manni. Hann er faðir, eiginmaður, fyrrverandi kennari, fyrrverandi ráðherra og

sendiherra. Hann hefur hlotið mikla virðingu í þjóðfélaginu í gegnum tíðina sem

stjórnmálamaður. Aðdragandi málsins er langur en nú sjö árum eftir að fyrsta ásökunin birtist

opinberlega var stofnaður lokaður Facebook hópur, MeToo Jón Baldvin Hannibalsson

tæpitungulaust og þar inni eru konur hvattar til þess að deila reynslu sinni af kynferðislegu áreiti

og ofbeldi af hálfu Jóns Baldvins. Meðlimir Facebook hópsins eru orðnir 1314 manns en meðal

þeirra eru konur tengdar Jóni Baldvin. Aldís Schram elsta dóttir hans, mágkona hans og dóttir

systur Bryndísar Schram eiginkonu hans. Einnig er þar að finna fyrrverandi nemendur Jóns

Page 11: Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikritin Manda_BA ritgerð... · Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti Samfélagsmiðlafár, MeToo, opinberar

2

Baldvins, bæði úr Hagaskóla og Menntaskólanum á Ísafirði, þar sem Jón Baldvin var

skólameistari.

Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort fjölmiðlar ganga harðar að opinberum

persónum en hinum almenna borgara í umfjöllunum sínum og hvaða hefðir gilda um umfjöllun

um opinberar persónur þegar kemur að friðhelgi einkalífsins. Einnig var kannað hvort

samfélagsmiðlar hafi gert að engu hið hefðbundna hlutverk hliðvarða fjölmiðla.

Frásagnir af meintri kynferðislegri áreitni Jóns Baldvins eru nú orðnar tuttugu og þrjár

talsins og eiga að hafa átt sér stað á löngu tímabili. Nýjasta frásögnin er frá því sumarið 2018,

en þær elstu eru frá 13–14 ára nemendum hans við Hagaskóla á sjöunda áratugnum. Lýsingarnar

eru misgrófar og eru birtar nafnlausar. Í kjölfarið stigu fram fjórar konur undir nafni í Stundinni

og lýstu meintri kynferðislegri áreitni Jóns Baldvins á rúmlega hálfrar aldar skeiði.

Umfjöllunina í heild má lesa í tölublaði Stundarinnar sem kom út þann 11. janúar, 2019 („Konur

segja frá“, 2019).

Á bloggsíðunni, metoo-jonbaldvin.blog.is birtast frásagnirnar tuttugu og þrjár undir

ólíkum nöfnum. Þær bera ártalið, sem atburðurinn á að hafa átt sér stað, stöðu Jóns Baldvins á

þeim tíma og stöðu kvennanna sem margar hverjar voru kornungar. Til að mynda bera þær

yfirskriftina:,

o 1962, Háskólastúdentinn Jón Baldvin - Mágkona.

o 1967, Kennarinn Jón Baldvin - 14 ára nemandi í Hagaskóla.

o 1979, Skólameistarinn Jón Baldvin - Útskriftarnemi í Menntaskólanum á Ísafirði.

o 1998, Flokksformaðurinn Jón Baldvin - Flokkssystir (MeToo-jónbaldvin, 2019).

Í yfirlýsingu Jóns Baldvins sem ber nafnið „Án dóms og laga“ og birtist í Fréttablaðinu

þann 18. janúar, 2019, hafnaði hann ásökununum og sagði þær fjarstæðukenndar. Hann hefur

verið borinn þungum sökum og í yfirlýsingunni svarar hann kynferðisásökununum ýmist sem

hreinum uppspuna eða skrumskælingu á veruleikanum. Þarna sé fyrst og fremst um

fjölskylduharmleik að ræða (Jón Baldvin Hannibalsson, 2019).

Inni á opnu bloggsíðunni MeToo-Jón Baldvin er ritað:

Okkur finnst margt benda til þess að nú sé samfélagið tilbúið að hlusta og vilji læra af fyrri

mistökum. Við erum stoltar af því að stíga þetta skref sem við vissum að yrði hvorki auðvelt né

sársaukalaust en það er styrkur að gera það sem hópur. Það er líka gott að vita að með því að

heyja þessa baráttu höfum við blásið öðrum konum kjark í brjóst. Það gerir þetta allt saman þess

virði. Sameinaðar erum við óttalausar (MeToo-jónbaldvin, 2019).

Page 12: Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikritin Manda_BA ritgerð... · Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti Samfélagsmiðlafár, MeToo, opinberar

3

Erótísku bréfin

Forsaga málsins er sú að árið 2012 birtist fyrsta ásökunin í garð Jóns Baldvins opinberlega í

grein í tímaritinu Nýju Lífi sem rituð var af Þóru Tómasdóttur. Greinin fjallaði um bréfaskriftir

Jóns Baldvins til unglings stúlkunnar Guðrúnar Harðardóttur, systurdóttur eiginkonu hans. Þar

segir Guðrún frá háttsemi Jóns Baldvins, sem sendiherra, en hann skrifaði henni kynferðisleg

bréf á bréfsefni sendiráðsins (Þóra Tómasdóttir, 2012). Jón Baldvin og Bryndís Schram,

eiginkona Jóns brugðust illa við greininni í Nýju Lífi, hótuðu málsókn og gagnrýndu Þóru fyrir

að stunda óheiðarleg vinnubrögð. Höfundur greinarinnar, Þóra Tómasdóttir, sem var jafnframt

þáverandi ritstjóri Nýs Lífs, vék ekki frá sínum skrifum og sagði í viðtali við Morgunblaðið

þann 16. mars árið 2012:

Jón Baldvin telur mig stunda óheiðarleg vinnubrögð og stinga málsgögnum sem kynnu að vera

honum í hag undir stól. Það er ekki rétt. Ríkissaksóknari taldi Jón Baldvin kunna að hafa brotið

íslensk lög með kynferðislegum bréfaskrifum til unglingsstúlku. Á grundvelli þeirrar niðurstöðu

ríkissaksóknara var umfjöllun Nýs lífs unnin („Ég stend við hvert orð“, 2012).

Sjálfur segir Jón Baldvin hafa gerst sekur um dómgreindarbrest sökum þess að hann

hafi verið strandaglópur á flugvelli, setið að drykkju og lesið erótíska bók sem hann vísaði til í

bréfi sínu til Guðrúnar. Í yfirlýsingu sem Jón Baldvin birti í Fréttablaðinu þann 18. janúar

viðurkenndi hann að bera þunga sök á því að hafa valdið langvarandi ósætti innan fjölskyldu

eiginkonu sinnar með því að senda Guðrúnu óviðeigandi bréf (Jón Baldvin Hannibalsson,

2019).

Hins vegar reyndust bréfin fleiri en eitt, skrifuð á milli áranna 1998 og 2001. Eftir að

Guðrún Harðardóttir tjáði sig um bréfin við fjölskyldu sína og óskaði þess jafnframt að bæði

börn og eiginkona Jóns Baldvins, fengju að lesa bréfin, bað hann Guðrúnu Harðardóttur og

fjölskyldu afsökunar. Guðrún segir frá því í viðtalinu í Nýju Lífi að Jón Baldvin hafi beðið hana

að leyna bréfunum (Þóra Tómasdóttir, 2012). Afsökunarbeiðnin féll ekki í góðan jarðveg og

brást fjölskyldan við með kæru á hendur honum.

Málalyktir urðu þær, að ríkissaksóknari taldi, að þó svo að Jón Baldvin kunni að hafa

gerst brotlegur að hinum meintu brotum samkvæmt íslenskum lögum þyrfti einnig að hafa

hliðsjón af lögum í Venesúela, þar sem Guðrún bjó þá. Samkvæmt þarlendum lögum verður

brot gegn blygðunarsemi að fara fram á almannafæri til að teljast saknæmt. Málið var fellt niður

Page 13: Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikritin Manda_BA ritgerð... · Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti Samfélagsmiðlafár, MeToo, opinberar

4

þar sem lögregluembættinu þótti ekki ástæða til þess að hefja lögreglurannsókn á málinu (Þóra

Tómasdóttir, 2012).

Í einu bréfinu skrifar Jón Baldvin, Guðrúnu frá Tallinn en bréfið birtist að hluta til í Nýju

lífi. Þar ritar hann:

Í A-Evrópu er alltaf fullt af háklassahórum á slíkum [veitinga]stað. Til að fá frið bauð ég einni

með mér í mat. [...] Hún var cirka 18 (ert þú ekki að nálgast það?) [...] Hún slóst í för með mér

á næsta stað sem var næturklúbburinn. Hann reyndist vera rússneskur (mafían) en af vægari

sortinni. [...] Stelpurnar voru frá Rússlandi, Úkraínu, Póllandi og Litháen – og ein þeldökk frá

Suður-Afríku. Þær voru á aldur við þig – allar slavnesk fegurð á háum hælum og með tagl,

naktar nema með fíkjulauf fyrir hið allra heilagasta og streng um rassinn og mittið þvert. (Þóra

Tómasdóttir, 2012).

Eitt nýjasta atvikið snýr að Carmen Jóhannsdóttur sem heimsótti hjónin í bænum

Salobreña í Andalúsíu á Spáni, að loknum leik Íslands og Argentínu á HM í knattspyrnu í júní

árið 2018. Þar var Carmen stödd ásamt móður sinni og lýsir hún meintri áreitni Jóns Baldvins

svo: „Svo sat vinkona þeirra á milli þeirra og ég og mamma. Ég sat næst honum. Þegar ég stóð

upp á einum tímapunkti og fór að skenkja í glösin, þá bara gerði kallinn sér lítið fyrir og byrjaði

að strjúka á mér rassinn. Og ekkert bara rétt aðeins, heldur upp og niður strjúka á mér rassinn“

(„Konur segja frá“, 2019).

Jón Baldvin neitaði ásökunum og sagði heimsóknina hafa verið sviðsetta þar sem

Carmen og móðir hennar væru í hópi í samfloti með Aldísi Schram dóttur hans. Í viðtali við

Vísi svarar Carmen: „Eini hópurinn sem ég tilheyri í þessu öllu saman er MeToo-hópurinn og

ég hef aldrei hitt Aldísi né átt við hana einkasamtal. Öll okkar samskipti hafa farið fram fyrir

framan aðra í hópnum og ég ber hennar hag ekkert sérstaklega fyrir brjósti,“ segir Carmen

(Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason, 2019).

Þann 29. mars 2019 birti Morgunblaðið fréttina: „Kærir Jón Baldvin til lögreglu“.

Samkvæmt yfirlýsingu sem Carmen sendi til Mbl segir: „Málið er nú komið í hendur lögregl-

unnar á höfuðborgarsvæðinu. Ég ber fullt traust til embættisins og trúi því að málið verði rann-

sakað af fagmennsku. Að teknu tilliti til þessa mun ég ekki tjá mig meira um málið opinberlega

að svo stöddu“.

Á Íslandi gildir sú regla í sakamálum, að: „Hver sá sem er borinn sökum um refsiverða

háttsemi skal talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð“ (Stjórnarskrá lýðveldisins

Íslands nr. 33/1944). Einnig er þessa reglu að finna í öllum helstu Mannréttindasáttmálum sem

Ísland á aðild að.

Page 14: Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikritin Manda_BA ritgerð... · Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti Samfélagsmiðlafár, MeToo, opinberar

5

Dæmdur án dóms og laga

Fram kemur í pistli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur í Stundinni þann 19. janúar, 2019 að frásögn

Aldísar Schram þyki sannfærandi en hún hafi vísað í sjúkraskýrslur, gögn Héraðsdóms og

lögregluskýrslur sér til málsbóta. Hún hefur borið upp á föður sinn að hafa misnotað sig í

barnæsku og þegar hún reyndi að segja frá ofbeldinu síðar á ævinni hafi hann notað vald sitt til

að láta nauðungarvista hana á geðdeild, allt að 6 sinnum. Þannig hafi hann svipt hana frelsinu

og ærunni (Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, 2019).

Jón Baldvin svarar þessum pistli sem og öðrum á heimasíðu sinni og í viðtali í Silfrinu

og segir fráleitt að hann hafi haft vald til þess að nauðungarvista dóttur sína:

Fólk verður að gera sér grein fyrir því að það er enginn einn maður sem nauðungarvistar annan

einstakling. Það er neyðarúrræði lækna, það þarf að koma til fleiri en einn læknir. Það þarf

úrskurð dómsmálaráðuneytis. Það sem var áður fyrr, áður en lögum var breytt, þá var það þannig

að aðstandendur voru settir í þá skelfilegu stöðu að gefa samþykki sitt (Fanney Birna Jónsdóttir,

2019).

Hann hefur verið borinn þungum sökum um kynferðisbrot og berst nú fyrir æru sinni á

fréttamiðlum landsins, aðallega með aðsendum greinum í Morgunblaðið, Fréttablaðið og

bloggfærslum á vefsíðu sinni, jbh.is. Hann er nánast útlægur í eigin landi og telur sig vera að

upplifa mannorðsherferð þar sem hann hefur verið dæmdur án dóms og laga.

Jón Baldvin hefur ekki setið á skoðunum sínum og telur málin vera rógburð leikstýrt af

Aldísi Schram dóttur sinni, til að koma í veg fyrir útgáfu afmælisbókar sinnar. Bókin sem gefa

átti út, átti meðal annars að innihalda ræður, rit og greinar Jóns Baldvins um frumkvæði Íslands

að stuðningi við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóða, samningana við ESB um Evrópska

efnahagssvæðið og Norræna módelið sem raunhæfan valkost við auðræði nýfrjálshyggjunnar

(Birgir Olgeirsson, 2019). Útgáfu bókarinnar hefur nú verið frestað í kjölfar ásakananna.

Sigurður Kristinsson prófessor í heimspeki (munnleg heimild, 2019) segir að lýsandi

fyrir málið sé mjög mikil óvissa um það hvað sé rétt að gera. MeeToo hreyfingin og þeir

atburðir sem henni tengjast á undanförnum tveimur árum hafa breytt forsendum sem voru í

gildi um hvernig menn nálguðust svona mál. Hann segir:

Mín tilfinning er sú að menn skynja þetta sem viðbrögð við neyðarástandi og sögurnar sem

slíkar komi með nýja sýn á misbeitingu kynferðisvalds og ofbeldis. Í ljósi þess, þá telji menn

að eina leiðin til þess að opna augu fólks og „kóa“ ekki áfram með valdbeitingunni og

Page 15: Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikritin Manda_BA ritgerð... · Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti Samfélagsmiðlafár, MeToo, opinberar

6

misréttinu, er að opna fyrir allar sögurnar og leyfa þessum mikla samfélaglega þrýstingi að

hafa sínar afleiðingar. Vandamálið er að þarna eru afnumin „prinsipp“ í réttarríki þar sem

menn eigi að njóta vafans og séu ekki sekir fyrr en sekt er sönnuð. Varnir réttarkerfisins eru

slíkar að betra er að tíu sekir gangi lausir en að einn saklaus verði dæmdur. Nú er meira um að

betra er að saklausum sé refsað en að einhver sekur gangi laus. Breyting er orðin í

útgangspunkti eftir MeToo. Bæði borgara- og fjölmiðlastéttir, stofnanir og fyrirtæki þurfa að

nú að bregðast við ásökunum sem upp koma.

Sigurður Kristinsson bendir einnig á að varnarviðbrögð Jóns Baldvins við

fréttaflutningnum í kringum málin sem snúa að honum séu afar óvenjuleg. Hann segir:

Það er sláandi að það er eins og honum hafi ekki tekist að setja sig í spor þeirra og hvers vegna

þeir tala eins og þeir tala. Hann er að mála sig út í horn. Eftir MeToo velur meirihluti fólks að

setja sig í spor þeirra sem verða fyrir áreitni. Hann er fastur í hlutverki fórnarlambsins sem er

ásakaður og í afneitun um að hann brotið af sér. Áhugavert er að hann viðurkenndi þetta eina

bréf sem hann gat ekki neitað fyrir. Hann játar ekkert á sig nema það nauðsynlega (Sigurður

Kristinsson, munnleg heimild, 2019).

Vörn fyrir æru

Þann 18. janúar 2019 sendi Jón Baldvin frá sér yfirlýsingu í Fréttablaðið vegna ásakananna

undir nafninu: Án dóms og laga. Þar skrifar hann að þær ásakanir sem hafa verið bornar upp á

hann undanfarna mánuði eigi það meðal annars sameiginlegt að vera ýmist hreinn uppspuni eða

þvílík skrumskæling á veruleikanum, að sannleikurinn sé óþekkjanlegur. Sannleikurinn sé því

fyrsta fórnarlambið í þessu meinta leikriti (Jón Baldvin Hannibalsson, 2019).

Hann segist sjálfur bera þunga sök á að hafa valdið langvarandi ósætti innan fjölskyldu

Bryndísar með bréfaskriftum til Guðrúnar Harðardóttur, systurdóttur Bryndísar, sem var með

öllu óviðeigandi og ámælisverð. Hann segir: „Á því hef ég beðist margfaldlega afsökunar, bæði

Guðrúnu sjálfa og fjölskyldu hennar, sem og opinberlega. Ég hef leitað eftir fyrirgefningu, en

án árangurs. Á þessu máli ber ég einn ábyrgð – og enginn annar“. Í yfirlýsingunni skrifar hann

að þau Bryndís séu sammála um að fjölskylduböl að þessu tagi verði ekki útkljáð í réttarsal né

í fjölmiðlum og því muni þau ekki stefna dóttur sinni fyrir dóm. Hann segir einnig:

Allar tilraunir til sátta, einnig með milligöngu sálusorgara og sérfræðinga, hafa engan árangur

borið. Þetta er nógu sár lífsreynsla fyrir alla, sem hlut eiga að máli, þótt ekki bætist við, að

fjölmiðlar vilji velta sér upp úr ógæfu annarra með því að lepja upp einhliða og óstaðfestan

óhróður, að óathuguðu máli. Það er satt að segja hreinn níðingsskapur að færa sér í nyt

fjölskylduharmleik eins og þann, sem við höfum mátt búa við í áratugi, til þess að ræna fólk

mannorðinu, í skjóli þess að vörnum verði vart við komið. Það verður hvorki réttlætt með

Page 16: Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikritin Manda_BA ritgerð... · Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti Samfélagsmiðlafár, MeToo, opinberar

7

sannleiksást né réttlætiskennd. Það er ekki rannsóknarblaðamennska. Það er sorp-blaðamennska

(Jón Baldvin Hannibalsson, 2019).

Nokkrum dögum seinna, þann 3. febrúar 2019 kom Jón Baldvin fram í

sjónvarpsþættinum Silfrinu á RÚV hjá Fanneyju Birnu Jónsdóttur, til þess að svara ásökunum

í hans garð. Í þættinum ræddi hann opinskátt um meint andleg veikindi Aldísar Schram dóttur

sinnar, erfið samskipti þeirra, og átakanlega æsku dóttur Aldísar, barnabarns síns. Jón Baldvin

vildi meina að þessar tuttugu og þrjár nafnleyndu frásagnir kvenna, væru uppspuni dóttur

sinnar. Hugarburður og heilaspuni. Hann neitaði að hafa beitt Aldísi nauðungarvistun á geðdeild

Landspítalans í fjölmörg skipti og benti á að þetta mál væri fjölskyldu harmsaga en ekki

einhvers konar MeToo áróður í hans garð. „Sannleikurinn er sá, ef ég ætti að lýsa líðan minni,

þá líður mér hér eins og ég sé sestur á sakamannabekk, og hafi þegar verið dæmdur og meira

að segja fordæmdur, án dóms og laga“ (Fanney Birna Jónsdóttir, 2019).

Fanney Birna Jónsdóttir þáttastjórnandi í Silfrinu gekk hart að honum og sagðist ekki

skilja hvernig þessar tuttugu og þrjár ólíku sögur ættu að tengjast deilum hans við dóttur sína

eða meint veikindi hennar. Frásagnirnar sagðist Jón Baldvin ekkert kannast við og þætti

óskiljanlegt að þessar konur skrifuðu undir nafnleynd ef atburðirnir hefðu raunverulega átt sér

stað.

Í opnu bréfi sínu til RÚV þann 13. febrúar, 2019, spyr Jón Baldvin hvort RÚV sé ábyrgur

fréttamiðill eða fráveita ósanninda og óhróðurs. Þar sakar hann tvo dagskrárgerðarmenn um

tilhæfulausar ásakanir, rangar fullyrðingar og ærumeiðandi ummæli á opinberum vettvangi (Jón

Baldvin Hannibalsson, 2019). Fréttamennirnir sem starfa hjá RÚV, Helgi Seljan og Sigmar

Guðmundsson tóku viðtal við Aldísi Schram í Morgunútvarpi Rásar 2 um samskipti þeirra

feðgina og meint kynferðisbrot að hálfu Jóns Baldvins. Þar lýsti hún upplifun sinni af

kynferðisáreitni föður síns í sinn garð, á yngri árum, ásamt áhugaleysi móður sinnar á uppeldi

sínu. Aldís Schram talaði í fyrsta sinn opinberlega um nauðungarvistunina og veikindi sem faðir

hennar hafi borið upp á hana í hvert sinn sem hún reyndi að segja frá. Hún lýsti hvernig faðir

hennar misnotaði vald sitt sem opinber persóna í mikilvægum stöðum í samfélaginu (Birgir Þór

Harðarson, 2019).

Bryndís Schram eiginkona Jóns Baldvins hefur staðið eins og klettur á bak við

eiginmann sinn, einnig með skrifum í fjölmiðla. Hvort sem ásakanirnar koma frá dóttur þeirra,

systur hennar eða systurdætrum þá spyr hún í aðsendri grein í Fréttablaðinu þann 6. febrúar

Page 17: Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikritin Manda_BA ritgerð... · Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti Samfélagsmiðlafár, MeToo, opinberar

8

2019: „Hvers vegna þessi iðandi ormagarður af hatri?“ Lifi ég í þjóðfélagi sem er sjúkt? Þarf

þetta þjóðfélag áfallahjálp? Og hvar er hennar að leita? (Oddur Freyr Þorsteinsson, 2019).

Hún skrifar:

Og enn einu sinni horfist ég í augu við ásýnd hatursins. Í þetta sinn er þetta ekki bara pólitík.

Ekki bara sviðsetning pólitískra mótherja, sem í hita leiksins vilja koma höggi á hættulegan

andstæðing. Að þessu sinni er andlit hatursins afskræmt af heift og hefnigirni út yfir gröf og

dauða. Það er helsjúkt og hamslaust. Það birtist mér í andliti dóttur minnar, systur minnar og

systurdætra minna. Dóttir mín skrifar mér níðbréf og segir: „Helvíti – það eruð þið“.

„Systurdóttir mín, þáttastjórnandi á RÚV, segir mig „siðblinda í meðvirkni“ og að ég sé „hætt

að vera sjálfstæð persóna (Oddur Freyr Þorsteinsson, 2019).

Samfélagsmiðlar eins og villta vestrið

Notkun samfélagsmiðla hefur farið eins og eldur í sinu síðan þeir komu upp á yfirborðið. Fólk

getur nálgast fréttir og upplýsingar með meiri hraða en nokkru sinni fyrr, hvar sem er, í gegnum

tölvuna, útvarpið, símann og sjónvarpið. Allir aldurshópar nota samfélagsmiðlana og deila

upplýsingum, endursenda fréttir af Facebook, Snapchat, Twitter, Instagram eða öðrum miðlum.

Fjölmargir sem nota samfélagsmiðlana hafa tekið að sér hlutverk sem áður var einungis í

höndum öflugra fjölmiðlafulltrúa. Almannatenglar, fyrirtæki og stofnanir nota miðlana óspart

með handhægum upplýsingum og auglýsingum til almennings. Áhrifavaldar eða

samfélagsmiðlastjörnur eru hin nýju „súper módel“ sem auglýsa allt milli himins og jarðar.

Fyrir einhverja eru samfélagsmiðlarnir þeirra lifibrauð, tengingin við umheiminn.

Á samfélagsmiðlunum gerist hlutirnir hratt og áreitið er mikið. Innan um hinar ýmsu

fréttir er að finna rógburð, falsfréttir og netníð sem breiðist hratt út meðal fólks sem gjarnan á

erfitt með að ákvarða hvort um réttar eða rangar upplýsingar er að ræða. Vandamálið stafar af

þeirri staðreynd að flestir samfélagsmiðla „útgefendur“ taka ekki ábyrgð á því efni sem þeir

dreifa. Þorbjörn Broddason prófessor (munnleg heimild, viðtal, 2019) segir:

Ég lít svo á að samfélagsmiðlar séu fjölmiðlar í þeirri sérkennilegu mynd þar sem allir

hafa tækifæri. Hin klassíska skilgreining á hefðbundnum fjölmiðlum er að fáir miðla til margra

og ná til þúsunda eða milljóna. Núna á samfélagsmiðlum er einnig hægt að ná til þúsunda eða

milljón manns en hver og einn einasti af þeim fjölda hefur sama tækifæri og þú til að bregðast

við og senda viðbrögð til baka. Það er mikilvægt að hafa í huga að fjölmiðlar hafa alltaf verið

gagnvirkir þar sem lesendur, áhorfendur og áheyrendur hafa alltaf haft sinn möguleika til að

bregðast við og hafa áhrif en það er grundvallar eðlismunur á því í dag og í gamla daga.

Page 18: Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikritin Manda_BA ritgerð... · Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti Samfélagsmiðlafár, MeToo, opinberar

9

Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélags Íslands (munnleg heimild, viðtal, 2019) segir að

fréttir hafa alltaf verið afþreyingarefni. Hann telur að blaðamannastéttin sé að fóta sig í nýju

umhverfi sem taki ákveðinn tíma. Með samfélagið yfirfljótandi af skoðunum, þá verði meiri

eftirspurn eftir faglegri blaðamennsku en áður. Hjálmar segir:

Hérna áður fyrr voru skilgreindir fjölmiðlar. Þá voru þeir hliðverðir og síuðu út bullið og á

tímum pólitísku fjölmiðlanna, dagblaðanna, þá fékkstu kannski einhliða mynd frá hverjum og

einum en með því að lesa til að mynda Þjóðviljann, Morgunblaðið og Tímann þá fékkstu ágætis

heildarmynd af þeim umræðum sem voru uppi. Eðli blaðamennskunnar hefur ekki breyst þar

sem þú leggur fram staðreyndir án þess að hafa skoðun á því sjálfur, að sjálfsögðu máttu hafa

skoðun á því en þínar skoðanir hljóta alltaf að mæta afgangi þegar þú þarft að segja fréttina.

Facebook eða Fésbókin varð aðgengileg fyrir almenning þann 26. september, árið 2006

sem samfélagsvettvangur (Barr, 2018). Fésbókin var allsráðandi um tíma en miðlun upplýsinga

og frétta hefur dreifst yfir á aðra miðla þar sem fjöldi fólks skoðar og rýnir í þær upplýsingar

sem birtast nokkrum sekúndum eftir birtingu. Hefðbundnum fréttum er dreift á Fésbókinni með

tengli eða krækjum yfir á Vísi, Morgunblaðið, Stundina, Kjarnann og fleiri miðla. Þar getur

almenningur eignast svokallaða Fésbókar „vini“ og fylgst með sínum vinum sem og öðrum

fyrirtækjum eða stofnunum. Þarna birtir fólk upplýsingar um allt mögulegt, deilir sigrum og

sorgum og stofnar hópa sem hafa sömu áhugamál. Meðgönguhópar, áhugaljósmyndarahópar,

Ketóhópar og göngugarpahópar. Listinn er ótæmandi með áhugasviðum fólks. Fésbókin hvetur

fólk til samskipta við umheiminn en getur einnig hamlað samskiptum fyrir suma sem tjá sig

frekar í gegnum tölvuna en auglitis til auglitis.

Snapchat er snjallsímaforrit sem virkar þannig að notendur senda á milli sín allt að 10

sekúnda myndskeið eða myndir en hægt er einnig að deila bæði myndum og myndskeiðum í

eigið „My story“, sem er sýnilegt í allt að 24 tíma fyrir alla fylgjendur að skoða. Skilaboð

Snapchat eru aðeins sýnileg þegar notandi skoðar þau í fyrsta skipti en eyðast svo. Þessi

samskiptaleið opnar dyr fyrir fólk að deila upplifunum sínum nánast samstundis með útvöldum

aðilum. Notandinn stjórnar auðveldlega hver sér skilaboðin eða myndskeiðin. Inni á Snapchat

er einnig hægt að lesa ýmsar fréttir eða skoða stutt myndskeið með linkum yfir á skrifaða frétt

eða annað afþreyingarefni. Snapchat hefur reynst yngri kynslóðinni vel en þar inni eru ýmsir

„filterar“ þar sem notendur geta breytt andliti sínu í hitt og þetta.

Instagram er einn af vinsælustu miðlunum um þessar mundir en þar er að finna myndir

með stuttum textum og myndbönd, sem er annað hvort deilt í svokallað „story“ eða „póstað“ á

Instagram vegginn. Á þessum vettvangi keppist fólk við að deila ljósmyndum af sínu daglega

Page 19: Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikritin Manda_BA ritgerð... · Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti Samfélagsmiðlafár, MeToo, opinberar

10

lífi. Raunveruleikastjörnur, fyrirsætur, leikarar, íþróttafólk, sjónvarpsfólk og tískufyrirmyndir

nota miðilinn óspart og glansmyndin er allsráðandi. Margir hverjir eru orðnir sjálflærðir

ljósmyndarar til að geta myndað hið fullkomna augnablik. Aðaláherslan er að fá fylgjendur en

því fleiri fylgjendur Instagram notandi hefur, þeim mun meiri tækifæri hefur sá einstaklingur á

samstarfi við stórfyrirtæki um heim allan sem nota áhrifavalda til að auglýsa vörur sínar á

samfélagsmiðlunum.

Youtube er stærsta myndbandasíðan á veraldarvefnum í dag. Hún var stofnuð 15.

febrúar 2005 af Chad Hurley, Steve Chen og Jawed Karim sem allir störfuðu áður hjá

fyrirtækinu PayPal (Rowell, 2011). Á Youtube geta notendur horft á og deilt myndböndum. Þar

er að finna ýmsa heimildaþætti, afþreyingarefni, bíómyndir og myndbrot af hverju sem er.

Youtube er einnig einn stærsti og öflugasti vettvangur fyrir tónlistarmyndbönd. Almenningur

getur opnað sína eigin Youtube rás og deilt þar efni en fjölmargar Youtube „stjörnur“ hafa orðið

til í kjölfarið. Þá skiptir öllu máli að öðlast fylgjendur.

Twitter eða Tístið er örbloggskerfi og netsamfélag en upphaflega hugmyndin var að

notendur gætu nýtt sér þennan samfélagsmiðil sem vettvang fyrir blogg í smáskilaboðum.

Twitter var stofnað árið 2006 af Jack Dorsey (Gillette, Frier og Stone, 2016). Á Twitter getur

notandi deilt 140 orða „tísti“ um hvað sem er að gerast í heiminum eða jafnvel hugleiðingum,

bröndurum, fréttum eða til að mynda hatursumræðu. Tíst opinberra persóna hafa oft á tíðum

ratað í aðra fjölmiðla. Einn þekktasti notandi Twitters er Donald Trump forseti Bandaríkjanna.

Trump hefur verið aðdáandi og tíður notandi Twitter eða Tístsins en slíkt hefur aldrei þekkst

áður að svo auðvelt sé að nálgast forseta Bandaríkjanna með viðbrögðum við tístunum hans.

Trump hefur verið afar umdeildur maður en í forsetabaráttu sinni náði hann til fjölmiðla og

almennings á mettíma með alls konar fyrirheitum og skoðunum um málefni sem snerti

forsetakosningarnar. Þó skiptar skoðanir hafi verið á reiki um Trump og hann gjarnan þótt

kræfur í tístunum sínum þá hefur hann náð valdi á samfélagsmiðli til að auglýsa sjálfan sig og

þannig nútímavætt forsetaembætti Bandaríkjanna.

Tilheyra hliðverðir fortíðinni?

Skýr og markviss miðlun upplýsinga er mikilvæg í nútímasamfélagi. Því er eitt mikilvægasta

hlutverk fjölmiðla að flytja sannar fréttir á faglegan hátt. Fréttaneytendur takast á við flóð af

Page 20: Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikritin Manda_BA ritgerð... · Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti Samfélagsmiðlafár, MeToo, opinberar

11

falsfréttum og upplýsingum í dag. Að greina milli staðreyndar og skáldskapar er því krefjandi

verkefni fyrir almenning. Í fjölmiðlun hefur verið talað um fréttamenn í hlutverki hliðvarðarins

(Colón, 2017). Fjölmiðillinn metur þannig mikilvægi fréttaefnisins, síar í gegn upplýsingar

til að meta mikilvægi þeirra og sannleiksgildi, hleypir einum atburði í gegnum hliðið, en lokar

á annan. Notandi fjölmiðilsins fær einungis vitneskju um það sem hleypt er í gegnum hliðið.

Öllu öðru er ýtt til hliðar og ekki talið eins mikilvægt að greina frá. Fjölmiðlum hefur verið

treyst til að flytja mikilvægar fréttir sem varða almannahag og samfélagið. Í dag er spurning

hvort fjölmiðlar séu virkir í hlutverki hliðvarða eða hvort það sé arfleifð hefðbundinna fjölmiðla

þar sem almenningur virðist hafa tekið sér stöðu útgefanda. Hraðinn og tæknin í

nútímasamfélaginu hefur ýtt undir þessa lýðræðislegu þróun. Eiríkur Bergmann

stjórnmálafræðingur telur að fjölmiðlarnir séu enn að fóta sig í þessu nýja umhverfi. Hann segir:

Tuttugasta og fyrsta öldin hefur valdið þungavigtarbreytingum á eðli fjölmiðlunar. Tuttugasta

öldin var öld hliðvörslu ritstjórna. Ritstjórnir réðu dagskránni. En það er tuttugustu aldar

fyrirbæri og aðeins tuttugustu aldar. Það var ekki þannig fyrir tuttugustu öldina og ekki eftir

hana heldur (Auður Jónsdóttir, Bára Huld Beck og Steinunn Stefánsdóttir, 2018, bls. 37).

Þorbjörn Broddason prófessor (munnleg heimild, 2019) telur að ef þessir grónu

fjölmiðlar ætli að eiga roð í samfélagsmiðla og vera með í umræðunni þá verði þeir að vera

sneggri að bregðast við. Því fyrr sem þeir bregðist við því meiri hætta sé fyrir hendi að þeir

sendi frá sér óvandað og óyfirvegað efni. Hann telur að hliðvarslan sé ekki farin alveg út um

þúfur en mikið hafi slaknað á henni, annars verði þeir undir í samkeppninni og þá sé ekkert

eftir fyrir þá. Hann segir:

Samfélagsmiðlarnir hafa geysilega sterk áhrif inn í þessa grónu fjölmiðla með þessum hætti og

öllu frekar slæm áhrif því vinnubrögðin eru ekki eins vönduð. Tvær meginreglur fjölmiðils eru

að hann á að flytja fréttir eins fljótt og kostur er, en hann verður líka að segja satt. Stundum rekst

þetta bara á. Fjölmiðilinn veit ekki alltaf hvort hann er að segja satt en ef hann birtir ekki fréttina

þá er hann ekki fréttamiðill.

Þann 2. nóvember flutti Óðinn Jónsson erindi sitt, Hliðvörðurinn úti á túni, á

málþinginu, Fjölmiðlar á bjargbrún nýrra tíma! í Þjóðminjasafninu. Þar sagði hann að fréttir

þurfi gæðastimpil vandvirkni og heilinda – til að greina sig frá skvaldrinu og falsinu. Hann benti

á að ritstjórnarvaldið sé ekki lengur hjá upplýstum og víðsýnum hliðverði heldur sé hver og

einn eiginlega orðinn sinn eigin fjölmiðill. Í erindi sínu benti hann á að nú séum við á tímum

þar sem víða sé mikið óþol í garð hefðbundinna fjölmiðla og á tímum ofgnótta upplýsinga.

Fjölmiðlar eigi að vera varðhundar en fólk nenni ekki lengur að hlusta þegar mikið sé gjammað

Page 21: Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikritin Manda_BA ritgerð... · Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti Samfélagsmiðlafár, MeToo, opinberar

12

og velji því frekar að draga sig í hlé og skoða eitthvað annað en fréttir í símunum sínum. Hann

sagði:

Fjölmiðlar elta samfélagsskvaldrið of mikið. Þá einhvern veginn flyst rit- stjórnarvaldið út af

ritstjórninni: Mikil umræða var á samfélagsmiðlum í dag! Samfélagsmiðlar loguðu!

Hliðvörðurinn er kominn út á tún. Eða flæktur í netinu. Netvæðingin hefur gert öll mörk óljósari.

Blaðamenn þurfa að skerpa á hlutverkinu, finna leiðir til að gera betur, vanda sig meira (Óðinn

Jónsson, 2018).

Opinber persóna er fréttamatur

Engin frétt er sjálfgefin. En hvað er frétt? Skilgreining Þorbjörns Broddasonar prófessors í

fjölmiðlafræði og félagsfræði (munnleg heimild, 2019) er að frétt sé frásögn af atburði eða

fyrirbæri sem varði almenning og ekki var kunnugt um áður. Í blaðamennsku er gjarnan notast

við Háin sex sem eru: hver, hvað, hvenær, hvar, hvers vegna og hvernig? Þannig eiga fjölmiðlar

að spegla samfélagið eins og það er, vera sanngjarnir, ábyrgðarfullir og greina frá atburðum

með skýrum hætti.

Það er almannahagur að misgjörðir fólks séu afhjúpaðar, svo ekki sé minnst á

einstaklega í ábyrgðarstöðu sem hafa gerst brotlegir. Ábyrgð fjölmiðla er því töluverð í

viðkvæmum fréttum. Þegar um faglega fréttamennsku er að ræða ber fréttafólki að hafa hugfast

að það þarf að gæta óhlutdrægni og segja rétt og satt frá. Fréttaefnið getur verið margs konar en

er oftast valið eftir mikilvægi og sannleiksgildi efnisins, óháð einhverjum hagsmunum. Æra

einstaklinga vegur hærra en tjáningarfrelsi fjölmiðils og því ber fjölmiðli að greina frá málum

án þess að eiga á hættu að fremja mannorðsmorð. Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélags

Íslands (munnleg heimild, 2019) segir að frétt sé eitthvað sem grípur athyglina og þeir sem séu

klókir í því, þeir séu góðir blaðamenn.

Að vera opinber persóna er tvíeggja sverð. Opinberar persónur hafa auðveldara aðgengi

að fjölmiðlum. Hins vegar mega þær búast við gildishlöðnum ummælum í sinn garð á

samfélagsmiðlum og almennt í umræðunni. Það var forvitnilegt að skoða hvort fjölmiðlar gangi

almennt harðar að opinberum persónum en hinum almenna óþekkta borgara og hvort aðrar

reglur gildi um opinberar persónur þegar kemur að friðhelgi einkalífsins? Þorbjörn Broddason

(munnleg heimild, 2019) svarar spurningunni:

Svona umræða (um Jón Baldvin) hefði aldrei átt sér stað um einhvern mann út í bæ sem hefði

verið vændur um eitthvað misjafnt. Það myndi varla þykja ýkja fréttnæmt. Óopinberir menn

Page 22: Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikritin Manda_BA ritgerð... · Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti Samfélagsmiðlafár, MeToo, opinberar

13

sem hafa ratað í fjölmiðla vegna kynferðisáreitni eða kynferðisofbeldis hafa gert miklu

svívirðilegri hluti en Jón er vændur um. Það eru menn sem eru utan áhugasviðs fjölmiðlanna í

sínu daglega lífi en verður að meiriháttar fjölmiðlaefni vegna þess að þeir eru sakaðir eftir

atvikum og það eru sannaðar svo miklar ávirðingar á þá, að það verður fréttnæmt. Þessar meintu

ávirðingar Jóns Baldvins verða fréttnæmar því hann er opinber persóna.

Hjálmar Jónsson (munnleg heimild, 2019) svarar spurningunni svona: „Þú nýtur þess á

margan hátt að vera opinber persóna en þú geldur þess líka því það eru aðrar reglur sem gilda.

Þú hefur ekki sömu persónuverndina því þekkt fólk lifir gjarnan á því að vera þekkt í gegnum

fjölmiðla. Langflestir eru meðvitaðir um það“.

Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður segir að það sé munur á opinberum

persónum og öðrum:

Meðal þess sem dómstólar huga að í meiðyrðamálum er hvort sá sem ummæli beinast að teljist

opinber persóna eða ekki. Með opinberri persónu er átt við fólk sem kemur sjálfu sér á framfæri,

stjórnmálamenn, kvikmyndastjörnur og annað þekkt fólk; þeir sem þannig er ástatt um þurfa að

þola neikvæðari umræðu en annað fólk (Auður Jónsdóttir, Bára Huld Beck og Steinunn

Stefánsdóttir, 2018, bls. 365).

Skoðana- og tjáningarfrelsi mikilvægt fyrir lýðræðið

Nú þegar stafrænir miðlar eru auðveldlega aðgengilegir og hver sem er getur dreift efni og

skoðunum sínum getur verið hætta á að neikvæð viðhorf almennings á ákveðnu málefni smitist

yfir á fjölmiðilinn. Fjölmiðlar eiga að koma upplýsingum til fólks sem hafa áhrif á lýðræðið en

ekki misnota skoðanafrelsi sitt. Með tilkomu netmiðla eru fréttir unnir á methraða, helst í

rauntíma og fréttamiðlarnir keppast við að verða fyrstir með fréttirnar. Netmiðlarnir gera það

að verkum að hægt er að birta meira efni en áður því á netinu er engar takmarkanir hvað varðar

orðafjölda eða plássleysi. Þar fá fréttaljósmyndarar birtar fjölmargar myndir af atburði í stað

jafnvel einnar myndar í fréttablaði og hægt er að birta texta, grafík, myndband, hljóð og

ljósmyndir, allt í einni frétt (Stovall, 2005).

Það kemur þó oft fyrir að fréttirnar eru sendar á netið of fljótt, áður en fréttamenn

ritskoða efnið sitt. Svo virðist einnig sem fleiri fréttir fari í gegnum hliðið en áður. Svokallaðar

„klikk beitur“ sem eru ekki raunverulegar fréttir heldur afþreyingarefni. Fyrirsögnin tengist þá

jafnvel ekkert umfjölluninni sjálfri. Fjölmiðlar geta ekki falið sig bak við prent- og

tjáningarfrelsi því vinnu- og siðferðisreglur fjölmiðla eru skýrar. Mynd- og nafnbirting getur

Page 23: Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikritin Manda_BA ritgerð... · Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti Samfélagsmiðlafár, MeToo, opinberar

14

því verið mjög óvægin blaðamennska þegar sterkur grunur liggur á að brot eða glæpur hafi

verið framinn en enginn dómur liggur fyrir.

Gagnvirk fjölmiðlun, samþætting milli fagmanna og hins almenna borgara er orðin

óskýrari. Þetta þarf að hafa í huga þegar aflað er upplýsinga um hin ýmsu málefni. Borgaraleg

blaðamennska felur í sér þátttöku almennings í samfélagsumræðunni en stundum getur verið

erfitt að átta sig á hvort borgaralegi blaðamaðurinn sé að horfa hlutlægt á málið eða sé í

krossferð. Gagnrýnin umræða um þjóðfélagsmál er að flestu leyti talin vera af hinu góða þar

sem langflestir í vestrænu samfélagi reyna að fylgja hinum óskrifaða sáttmála sem siðareglur

þjóðfélagsins fela í sér, þ.e.a.s. ekki meiða, ljúga, særa eða skaða náungann. Þó verða ávallt til

ákveðnir umdeildir kverúlantar sem eru virkir í athugasemdum og þurfa að tjá sig án þess að

fylgja neinum siðferðislegum reglum. Það sem gefur veraldarvefnum vald í dag umfram aðra

hefðbundna miðla er að vefurinn er varanlegur miðill þar sem ekkert þarf að glatast. Þessu á

fólk til að gleyma. Allt efni sem sett er á internetið verður ávallt aðgengilegt (Stovall, 2005).

Hvort sem fólki líkar það betur eða verr.

Tjáningarfrelsi er verndað í 73. grein stjórnarskrárinnar og hljóðar hún svo;

1. Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.

2. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi.

Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.

3. Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins,

til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist

þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum (Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr.

33/1944).

Orðræða á Klausturbarnum

Íslenskt samfélag fór nánast á hliðina í nóvember 2018 þegar fréttir bárust af sex þingmönnum

sem höfðu setið að drykkju á Klausturbarnum í miðbænum. Náðst hafði hljóðupptaka af margra

klukkustunda samræðum þingmannanna sem voru orðljótar, ógeðfelldar og niðrandi um

ákveðnar konur í pólitík, margar hverjar þeirra eigin samstarfskonur.

Þann 28. nóvember birti Stundin hljóðbrot af upptökunum (Jóhann Páll Jóhannsson og

Steindór Grétar Jónsson, 2018). og daginn eftir báðust þingmennirnir afsökunar, hver með

sínum hætti. Sögðust ýmist ekki muna eftir kvöldinu, hafa sagt minna en aðrir eða ættu ef til

Page 24: Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikritin Manda_BA ritgerð... · Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti Samfélagsmiðlafár, MeToo, opinberar

15

vill við áfengisvandamál að stríða. Í kjölfarið ræddu konur saman á Alþingi um skammarleg

ummæli þingmannanna til kvenna sem voru allar nafngreindar á upptökunni. Þingmenn

Miðflokksins, Sigmundur Davíð Guðlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólafsson og

Anna Kolbrún Árnadóttir ásamt þingmönnum Flokks fólksins, Karli Gauta Hjaltasyni og Ólafi

Ísleifssyni þurftu að sæta mikilli gagnrýni og voru hvattir af almenningi til að segja af sér.

Sigmundur Davíð brást fyrstur við og sagði að um hleranir væri að ræða. Klausturmálið

svokallaða rataði inn á borð siðanefndar Alþingis.

Hér eru nokkur dæmi um ummæli þingmannanna:

• „Þið eruð með þessa húrrandi klikkuðu kuntu“ - Bergþór Ólafsson.

• „Hjólum í helvítis tíkina“ - Gunnar Bragi Sveinsson.

• „Henni er ekki treystandi og hún spilar á karlmenn eins og kvenfólk kann“ - Sigmundur

Davíð Guðlaugsson.

• „Það hefur engin gugga teymt mig meira á asnaeyrunum en hún, sem ég hef ekki fengið

að ríða,“ - Bergþór Ólafsson.

• „Henni er bara fokking sama um hvað við erum að gera. Hjólum í helvítis tíkina! Það

er bara málið. Af hverju erum við að hlífa henni? Ég er að verða brjálaður! Af hverju

erum við að hlífa henni?“. Gunnar Bragi Sveinsson lét þessi orð falla um Lilju

Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra (Jóhann Páll Jóhannsson og Steindór

Grétar Jónsson, 2018).

Í viðtali í Kastljósi á RÚV þann 5. desember 2018 kveðst Lilja Alfreðsdóttir hafa

upplifað þessi ummæli sem algjört ofbeldi. Hún hafi tekið ummælin nærri sér en myndi ekki

brotna þótt hún hefði bognað (Einar Þorsteinsson, 2018).

Bára Halldórsdóttir, uppljóstrari sexmenninganna á Klausturbar kom að lokum fram

undir nafni og fékk ómældan stuðning og samúð almennings. Þarna var kona sitjandi inni á bar

sem verður vitni af ógeðfelldri umræðu af hálfu opinberra persóna sem sinna ábyrgðarstöðu í

samfélaginu. Hún tók sér stöðu rannsóknarblaðamanns, eins konar „hliðopnara“ (e. gateopener)

í þágu almennings. Það verður erfitt fyrir þingmennina sex að byggja upp traust almennings á

ný eftir þessa uppákomu en í dag vill samfélagið treysta fólki sem kosið er til að gegna

ábyrgðarstöðum á Alþingi sem beiti hvorki kúgunum né ljótum orðræðum í garð kvenna. Hefðu

sexmenningarnir verið óþekktir þá hefði orðræðan á Klausturbarnum einungis verið ógeðfellt

fylleríishjal milli manna sem ekki kynnu að haga sér á almannafæri.

Page 25: Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikritin Manda_BA ritgerð... · Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti Samfélagsmiðlafár, MeToo, opinberar

16

Falsfréttir og upplýsingamengun

Slúður og rangar upplýsingar eru engin nýlunda svo stöku sinnum getur reynst erfitt fyrir fólk

að greina sannleikann. Svokallaðar falsfréttir hafa verið mikið til umræðu eftir

forsetakosningarnar árið 2016 þegar farið var að rannsaka útbreiðslu þeirra, einkenni og áhrif

af meiri þunga en áður (Auður Jónsdóttir, Bára Huld Beck og Steinunn Stefánsdóttir, 2018, bls.

413). Í bókinni Þjáningarfrelsið segir Elfa Ýr Gylfadóttir í viðtali: „Umræðan um falsfréttir

tengist einnig svokölluðum bergmálsherbergjum (e. echo chambers) og síubólum (e. filter

bubles) sem taldar eru hafa áhrif á samfélagsumræðu, skoðanamótun almennings og þar með

þróun lýðræðis á Vesturlöndum (Auður Jónsdóttir, Bára Huld Beck og Steinunn Stefánsdóttir,

2018, bls. 413).

Sigurður Kristinsson siðfræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri segir

að samfélagsmiðlarnir séu óhjákvæmilega eins og villta vestrið því Internetið sé ekki innan

lögsögu neins ríkis. Því getur verið erfitt að stoppa falsfréttaverksmiðjur þar sem engin hefur

vald til þess að sinna því eftirliti. Hann segir:

Þetta er hálfgerður bútasaumur. Það er nauðsynlegt að viðtakandi læri að greina á á milli og

temji sér öðruvísi gagnrýna hugsun. Það er mikilvægara núna en almennt hefur verið áður að

borgarar myndi sér skoðun og spyrji gagnrýnna spurninga um gæði upplýsinganna, því við

munum alltaf hrífast með hjörðinni. Þegar það kemur að fjölmiðlunum þá eru lög og fagsiðferði

í fagvitund þeirra og ábyrgt samtal þeirra um hvernig þeir ætla að standa að vinnunni.

Siðanefnd blaðamanna hefur starfað í meira en 50 ár og siðareglur fjölmiðla eru skýrar.

Siðareglur Blaðamannafélags Íslands eru einungis sex talsins. Hér eru þær upptaldar:

1. grein Blaðamaður leitast við að gera ekkert það, sem til vanvirðu má telja fyrir stétt sína eða stéttarfélag,

blað eða fréttastofu. Honum ber að forðast hvaðeina sem rýrt gæti álit almennings á starfi blaðamanns

eða skert hagsmuni stéttarinnar. Blaðamaður skal jafnan sýna drengskap í skiptum sínum við starfsfélaga.

2. grein Blaðamanni er ljós persónuleg ábyrgð á öllu sem hann skrifar. Hann hefur í huga að almennt er

litið á hann sem blaðamann þó að hann komi fram utan síns eiginlega starfssviðs, í riti eða ræðu.

Blaðamaður virðir nauðsynlegan trúnað við heimildarmenn sína.

3. grein Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýnir

fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem

á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu.

Page 26: Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikritin Manda_BA ritgerð... · Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti Samfélagsmiðlafár, MeToo, opinberar

17

4. grein Það telst mjög alvarlegt brot þiggi blaðamaður mútur eða hafi í hótunum vegna birtingar efnis.

Blaðamenn skulu hafa ríkt í huga hvenær almennt öryggi borgaranna, sérstakir hagsmunir almennings

eða almannaheill krefst nafnbirtingar. Í frásögnum af dóms og refsimálum skulu blaðamenn virða þá

meginreglu laga að hver maður er talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð.

5. grein Blaðamaður varast að lenda í hagsmunaágreiningi, til dæmis með því að flytja fréttir eða frásagnir

af fyrirtækjum eða hagsmunasamtökum þar sem hann á sjálfur aðild. Hann skal fyrst og síðast gæta

hagsmuna lesenda og sóma blaðamannastéttarinnar í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur í nafni

starfs síns. Blaðamaður hefur í skrifum sínum sannfæringu sína að leiðarljósi. Hann gætir þess að rugla

ekki saman ritstjórnarlegu efni, sem hefur augljóst upplýsinga- og fræðslugildi, og auglýsingum í

myndum og/eða máli. Siðareglur þessar setja ekki hömlur á tjáningarfrelsi blaðamanna sem skrifa undir

fullu nafni afmarkaða þætti í fjölmiðlum, til dæmis gagnrýni, þar sem persónulegar skoðanir höfundar eru

í fyrirrúmi.

6. grein Hver sá sem telur að blaðamaður hafi brotið framangreindar reglur og á hagsmuna að gæta, getur

kært ætlað brot til Siðanefndar BÍ innan 2ja mánaða frá birtingu enda sé mál vegna birtingarinnar ekki

rekið fyrir almennum dómstólum á sama tíma. Áður skal hann þó leita leiðréttingar mála sinna hjá

viðkomandi fjölmiðli. Þó getur Siðanefnd úrskurðað um undanþágur frá leiðréttingarkröfum vegna

annarra aðstæðna. Siðanefndin tekur kæruna fyrir á fundi innan viku og kveður upp rökstuddan úrskurð

svo fljótt sem kostur er. Taki Siðanefnd kærumál til efnislegrar athugunar skal hún kanna heildarumfjöllun

um málið í hinum kærða fjölmiðli. Kærða skal gefinn kostur á að gera grein fyrir sjónarmiði sínu.

Siðanefnd greinir brot í flokka eftir eðli þeirra: a) ámælisvert b) alvarlegt c) mjög alvarlegt (Siðareglur

blaðamannafélags Íslands).

Málin eru eins misjöfn og þau eru mörg og mikilvægt er að skoða þau út frá öllum

hliðum. Þorbjörn Broddason (munnleg heimild, 2019) segir: „Fjölmiðlar eiga að skera úr um

það hver er að segja satt í þessu tiltekna máli (um Jón Baldvin). Það er ekkert ógerlegt að nálgast

sannleikann en það krefst vinnu og yfirlegu. Málsaðilar geta ekki skilað því hjálparlaust. Þetta

er náttúrulega sorgarsaga að þessi feðgin séu að takast á, á opinberum vettvangi um afskaplega

persónulega hluti. Það hjálpar í rauninni engum“.

Page 27: Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikritin Manda_BA ritgerð... · Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti Samfélagsmiðlafár, MeToo, opinberar

18

Blaðamenn ekki ábyrgir fyrir orðum annarra

Blaðamenn starfa á grundvelli gildandi fjölmiðlalaga sem tóku gildi þann 21. apríl 2011. Í

1.grein laganna segir: „Markmið laga þessara er að stuðla að tjáningarfrelsi, rétti til upplýsinga,

fjölmiðlalæsi, fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlun sem og að efla vernd neytenda á þeim

vettvangi. Markmið laganna er jafnframt að koma á samræmdri löggjöf á vettvangi fjölmiðlunar

óháð því miðlunarformi sem er notað“ (Lög um fjölmiðla 38/2011). Hjálmar Jónsson formaður

Blaðamannafélags Íslands (munnleg heimild, 2019) segir:

Ég var í blaðamennsku í 25 ár og ég er ekki mjög trúaður á sannleikann með stóru S-i. Þetta er

eilífðar viðfangsefni í mannlegu samfélagi. Staðreyndir eru ekki bara þarna æpandi á þig, þetta

er svona. Þess vegna er tjáningarfrelsið svo mikilvægt, það er mikilvægt að ólíkar skoðanir komi

fram af því að sannleikurinn er einhvers staðar þarna úti en það er ekki einfalt að finna hann og

leggja hann fram. Því fylgir auðvitað að þú þarft að bera ábyrgð á því sem þú segir og vera

meðvitaður um það. Við þurfum að vanda það sem við segjum. Að tvennu illu þegar það varðar

almannahagsmuni þá skiptir meira máli að það sé sagt meira en minna.

Samkvæmt 26. grein fjölmiðlalaganna um lýðræðislegar grundvallarreglur segir:

Fjölmiðlaveita skal í starfi sínu halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og standa vörð

um tjáningarfrelsi. [Hún skal virða mannréttindi og jafnrétti, og einnig friðhelgi einkalífs nema

lýðræðishlutverk fjölmiðlaveitu og upplýsingaréttur almennings krefjist annars.]

1) Fjölmiðlaveita skal gæta þess að uppfylla kröfur um hlutlægni og nákvæmni [í fréttum og

fréttatengdu efni] 1) og gæta þess að mismunandi sjónarmið komi fram, jafnt karla sem kvenna.

(Lög um fjölmiðla 38/2011). Hjálmar Jónsson (munnleg heimild, 2019) segir:

Það eru ekki nema 10 ár síðan Hæstiréttur felldi dóm þar sem fjallað var um með málaefnalegum

hætti um mansal á Íslandi. Bjarkar Eiðsdóttur málið. Sá dómur þótti mér algjört hneyksli vegna

þess að þar er verið að fjalla um gríðarlega mikilvæg mál sem varðar almannahag. Við

blaðamenn höfum frekar þurft að bera hallann í svona málum sem er ömurlegt. Ef vinnubrögðin

eru vönduð og þetta á erindi við almenning þá er þetta alveg skýrt hjá Mannréttindadómstóli í

gegnum tíðina.

Rétturinn til tjáningar er ákaflega mikilvægur svo hægt sé að nýta sér önnur réttindi.

Rétturinn til tjáningarfrelsis á sér margar hliðar sem getur einnig rekist á önnur réttindi eins og

friðhelgi einkalífsins. Töluvert er um að fjölmiðlum og blaðamönnum hafi verið stefnt í gegnum

tíðina fyrir meiðyrði og ásakanir. Sigríður Rut Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður segir:

Það er óhóflegur fjöldi mála rekinn gegn tjáningarfrelsinu hér og það hefur kælingaráhrif á

fjölmiðla að horfa upp á blaðamenn í sífellu verja tjáningu sína fyrir dómstólum. Þetta hefur

áhrif, ekki bara á blaðamenn heldur líka alla í kringum þá. Þeir fara að ritskoða sjálfa sig og

Page 28: Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikritin Manda_BA ritgerð... · Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti Samfélagsmiðlafár, MeToo, opinberar

19

burðast með spurninguna: Á ég að birta þetta og lenda mögulega í málsókn? Þannig að það er

alveg hægt að halda því fram að stefnur sé notaðar sem tæki til þöggunar (Auður Jónsdóttir,

Bára Huld Beck og Steinunn Stefánsdóttir, 2018, bls. 372).

Til eru dæmi um að Mannréttindadómstóll hafi snúið dómum Hæstaréttar í hag fjölmiðla ef

málin hafa átt erindi við almenning. Þá máttu, shock, defend and disturb eða ögra, verjast og

trufla (Auður Jónsdóttir, Bára Huld Beck og Steinunn Stefánsdóttir, 2018, bls. 371). Eitt af

þeim málum snýr að Björk Eiðsdóttur fyrrverandi ritstjóra Man Magasíns og núverandi ritstjóra

Glamúrs. Björk var sakfelld í Hæstarétti vegna viðtals sem hún tók árið 2007 við starfsstúlku

nektarstaðar sem kom fram undir nafni og lýsti ofbeldi og vændi á nektarstað í borginni sem

fór fram með fullri vitund eiganda staðarins.

Eigandinn stefndi ritstjórn blaðsins, blaðamanni greinarinnar og viðmælanda fyrir

ærumeiðandi orð. Þegar fallið var frá málinu í garð viðmælandans var gengið harðar að ritstjórn

og blaðamanni. Björk Eiðsdóttir var sú eina sem var dæmd en hún fór með málið fyrir

Mannréttindadómstólinn í samráði við Birting og Blaðamannafélagið og vann fullnaðarsigur

árið 2012 (Auður Jónsdóttir, Bára Huld Beck og Steinunn Stefánsdóttir, 2018, bls. 380 ). Þetta

mál tók fimm ár í réttarkerfinu en Björk Eiðsdóttir segist að lokum hafa fengið uppreist æru því

að þetta mál hafi verið sigur fyrir stéttina. Hún segir: „Niðurstaðan: Umræðan er þörf,

vinnubrögðin eru góð. Þarna er augljóslega verið að þagga niður nauðsynlega umfjöllun“

(Auður Jónsdóttir, Bára Huld Beck og Steinunn Stefánsdóttir, 2018, bls. 380).

Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður hefur reynslu af meiðyrðamálum og hefur

talið marga skjólstæðinga sína af því að fara í meiðyrðamál en birta frekar stutta

staðreyndaleiðréttingu. Það sé betra en að bíða í mörg ár eftir dómi sem endar hvort eð er aftur

í blöðunum. Hann segir:

Ef blaðamanni er stefnt í meiðyrðamáli og eigandi blaðsins stendur ekki fjárhagslega á bak við

hann, þá eru fjárhagslegar afleiðingar fyrir blaðamanninn alvarlegar, jafnvel þótt hann vinni

málið, og það hefur áhrif á skrif hans í framtíðinni. Það felst vissulega í þessu ákveðið ofbeldi

en tilgangurinn með málshöfðun gegn blaðamönnum er einkanlega sá að þagga niður umræðu

um ákveðið málefni (Auður Jónsdóttir, Bára Huld Beck og Steinunn Stefánsdóttir, 2018, bls.

372).

Í opnu bréfi sem birtist í Morgunblaðinu þann 13. febrúar 2019, gáfu hjónin Jón Baldvin

Hannibalsson og Bryndís Schram, Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra, starfsmönnum RÚV

og viðmælendum, viku til að biðjast afsökunar annars yrði þeim stefnt fyrir meiðyrði í þeirra

garð („Jón og Bryndís íhuga“, 2019). Jón Baldvin Hannibalsson skrifar í bréfi sínu:

Fréttamennirnir fullyrða, að þeir séu „ekki ábyrgir fyrir orðum viðmælenda sinna ...“ Sé það

rétt, þá hlýtur að vakna sú spurning, hvort þeir megi þá að ósekju lepja upp slúður, gróusögur,

Page 29: Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikritin Manda_BA ritgerð... · Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti Samfélagsmiðlafár, MeToo, opinberar

20

persónuníð eða aðra illmælgi – í útvarpi allra landsmanna? Og fá níðið niðurgreitt hjá skatt-

greiðendum. Það væri þá bara á ábyrgð þeirra, sem ljúga að þeim. Eruð þér, herra útvarpsstjóri,

sammála þessari starfslýsingu handa fréttamönnum Ríkisútvarpsins? („Jón og Bryndís íhuga“,

2019).

Annars staðar í greininni skrifar hann:

Vitað er, að illmælgi, persónuníð og annar óhróður ríður víða húsum á samfélagsmiðlum. Einnig

er það þekkt, bæði hér á landi og annars staðar, að svokölluð sorpblöð byggja beinlínis fjárhags-

lega afkomu sína á því að selja óhróður um fólk sem einatt er hafður eftir ónafngreindum per-

sónum – áður kallað gróusögur. En af sjálfu leiðir að þorri almennings lærir smám saman, að

fenginni reynslu, að taka mátulega lítið mark á slíkum miðlum. En við viljum trúa því, að öðru

máli gegni um sjálft Ríkisútvarpið – útvarp allra landsmanna – sem hingað til hefur talist vera

ein helsta menningarstofnun þjóðarinnar. Við viljum mega trúa því, að Ríkisútvarpið okkar vilji

standa undir þeirri nafngift, í orði og verki („Jón og Bryndís íhuga“, 2019).

Starfsmenn RÚV, sem um ræðir, eru þeir Helgi Seljan og Sigmar Guðmundsson en í

greininni saka hjónin þá um að tilhæfulausar ásakanir, rangar fullyrðingar og ærumeiðingar,

fyrst í viðtali við Aldísi Schram dóttur þeirra hjóna í Morgunútvarpi Rásar 2 í janúar, og aftur

í aðsendri grein Sigmars og Helga í Morgunblaðinu þann 8. febrúar 2019 („Helgi og Sigmar

svara“, 2019).

Í aðsendri grein þeirra til Morgunblaðsins svara þeir Jóni Baldvin á eftirfarandi hátt:

Mál Aldísar er þyngra en tárum taki. Í áratugi hefur hún mátt þola þöggun og útskúfun

út af meintum veikindum sínum. Í áraraðir hafa fjölmiðlar, undirritaðir þar ekki undan-

skildir, sýnt sögu hennar tómlæti, jafnvel þótt fólk sem greinist með geðhvörf sé ekki á

nokkurn hátt „í stöðugum ranghugmyndaheimi“. Blaðamenn geta ekki í dag afgreitt

sögu hennar sem „geðveiki“ eða „fjölskylduharmleik“. Fjöldi kvenna hefur staðfest

ásakanir hennar í gegnum árin með því að stíga fram og segja frá hegðun Jóns Baldvins.

Aldís styður mál sitt gögnum, svo sem sjúkraskýrslum, læknisvottorðum, lögreglu-

skýrslum og skráningu, og svo sendiráðspappírum. Viðtalið við hana átti því fullt erindi

við almenning og vonandi er sá tími liðinn að hægt sé að afgreiða upplifun þeirra sem

glíma við andleg veikindi sem óráðshjal (Helgi Seljan og Sigmar Guðmundsson, 2019).

Samkvæmt fjölmiðlalögunum eru blaðamenn ekki ábyrgir fyrir orðum viðmælanda sinna eins

og segir í 51.gr. laganna um ábyrgð á ritefni:

Ef ritefni brýtur í bága við lög fer um … 1) refsi- og fébótaábyrgð svo sem hér segir:

a. Einstaklingur ber ábyrgð á því efni sem hann ritar í eigin nafni eða merkir sér með augljósum

hætti sé hann heimilisfastur hér á landi eða lúti íslenskri lögsögu á öðrum grundvelli. Sé ritefni

réttilega haft eftir nafngreindum einstaklingi ber sá sem það er haft eftir ábyrgð á eigin

ummælum hafi hann samþykkt miðlun þeirra og sé annaðhvort heimilisfastur hér á landi eða

lúti íslenskri lögsögu á öðrum grundvelli.

Page 30: Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikritin Manda_BA ritgerð... · Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti Samfélagsmiðlafár, MeToo, opinberar

21

b. Kaupandi viðskiptaboða, hvort heldur sem um einstakling eða lögaðila er að ræða, ber ábyrgð

á efni þeirra sé hann heimilisfastur hér á landi eða lúti íslenskri lögsögu á öðrum grundvelli.

c. [Í öðrum tilvikum ber ábyrgðarmaður fjölmiðils ábyrgð á efni sem miðlað er.] 1)

Fjölmiðlaveita ber ábyrgð á greiðslu stjórnvaldssekta, fésekta og skaðabóta sem starfsmanni

hennar kann að vera gert að greiða samkvæmt þessari grein.

Skylt er fjölmiðlaveitu að veita hverjum þeim sem telur á sér brotið með miðlun ritefnis

upplýsingar um það hver beri ábyrgð á efninu. 1)L. 54/2013, 14. gr. (Lög um fjölmiðla nr.

38/2011)

Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri RÚV taldi ekki tilefni til afsökunarbeiðni að hálfu

stofnunarinnar og svaraði afarkostum Jóns Baldvins og Bryndísar í tilkynningu á ruv.is. Þar

gerði hann grein fyrir þeirri afstöðu að hann teldi ekki vera um slæm vinnubrögð að ræða hjá

RÚV. Hann skrifaði:

Umfjöllun RÚV var vönduð og Jóni voru gefin mörg tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum

á framfæri, sem hann svo gerði í löngu viðtali í Silfrinu. Dagskrárstjórar og fréttastjórar telja

sem fyrr að fréttagildi málsins hafi verið ótvírætt og ekkert sem bendir til annars en að

vinnureglur og siðareglur RÚV hafi verið virtar. Fjölmiðlar eiga að vera fulltrúar almennings

og í því felst að þurfa að taka á erfiðum málum. Með umræddri umfjöllun var Ríkisútvarpið að

sinna sínu hlutverki og skyldum (Magnús Geir Þórðarson, 2019).

Page 31: Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikritin Manda_BA ritgerð... · Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti Samfélagsmiðlafár, MeToo, opinberar

22

Lokaorð

Samfélagsmiðlar hafa opnað nýja veröld fyrir almenning sem nú getur tjáð sig örar og

oftar en nokkru sinni fyrr. Hvort sem það er á eigin miðlum eins og Facebook, Snapchat, Twitter

eða Instagram eða í kommentakerfum fjölmiðlanna á netinu. Samfélagsmiðlarnir eru bæði

slæmir og góðir. Til að mynda hefði MeToo byltingin ekki orðið svona útbreidd ef ekki hefði

verið fyrir samfélagsmiðlana. Fórnarlömb kynferðisáreitis - og ofbeldis hafa loksins fengið

vettvang til að tjá sig og segja frá. Tjáningarfrelsi, málfrelsi og skoðanafrelsi er stór partur af

lýðræðislegu samfélagi. Þó er þetta svokallaða „frelsi” vandmeðfarið. Þetta er alltaf spurningin

um að nota eða misnota tjáningarfrelsið. Tjáningarfrelsið ber að nota af mikilli nærgætni og

skynsemi. Málfrelsi fylgja bæði félagslegar og lagalegar takmarkanir sem erfitt hefur verið að

halda utan um á samfélagsmiðlunum þar sem engin eiginlegur lagarammi heldur utan um það

efni sem dreifist hratt milli fólks. Sannleikurinn virðist hafa margar hliðar og því er mikilvægt

að halda í tjáningarfrelsið, þó með tilliti til þess að fólk beri ábyrgð á orðum sínum.

Það getur verið erfitt og krefjandi fyrir almenning að greina sannleikann í öllu þessu

upplýsingaflæði því ekki er skýrt hverjar takmarkanir eru á boðum og bönnum á stafrænum

miðlum. Allt virðist leyfilegt sem gerir samfélagsmiðlana hættulegan vettvang fyrir þá sem vilja

dreifa særandi og vondum boðskap. Eftirliti á netinu er ábótavant og regluverkið þarf að vera

til staðar á samfélagsmiðlunum. Þannig væri hægt að koma í veg fyrir falsfréttir, netníð,

ærumeiðingar og fordæmingu eða svokallaða mannorðshnekki sem oft á tíðum geta haft í för

með sér óbætanlegt tilfinningalegt tjón.

Hjarðhegðun fólks á til að hvetja til múgsefjunar í viðkvæmum málefnum þar sem allir

virðast hafa eitthvað til málanna að leggja. Meira að segja blaðamenn litast af umræðunni en

tíðarandinn er gerbreyttur með tilkomu samfélagsmiðlanna.

Til að mynda Lúkasarmálið, um hundinn sem hvarf og átti að hafa verið drepinn og

Ísafjarðarmálið um kennarann sem tók sitt eigið líf eftir að hafa verið nafngreindur og sakaður

um barnaníð á forsíðu DV. Mynd birtist af manninum og greinin bar heitið: „Einhentur kennari

sagður nauðga piltum“. Maðurinn skildi eftir bréf þar sem hann bar þessar sakir af sér en sagðist

ekki geta staðið undir þessari fjölmiðlaatlögu (Sunna Ósk Logadóttir, 2006). Blaðamennirnir

tveir, sem skrifuðu greinina, sem og DV sem fjölmiðill voru gagnrýndir harðlega og sagðir ekki

hafa farið eftir siðareglum Blaðamannafélags Íslands. Orð eins og mannorðsmorð voru í

Page 32: Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikritin Manda_BA ritgerð... · Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti Samfélagsmiðlafár, MeToo, opinberar

23

umræðunni en þarna lést maður í kjölfar umfjöllunar og hann dæmdur af blaðamönnum án þess

að hafa verið dæmdur sekur samkvæmt lögum. Þolendurnir hálfpartinn gleymdust í umræðunni.

Enn á eftir að festa niður siðareglur á samfélagsmiðlum til þess að veita almenningi

aðhald í samskiptum. Þannig væri hægt að koma í veg fyrir falsfréttir, netníð, ærumeiðingar,

fordæmingu eða svokallaða mannorðshnekki sem oft á tíðum geta haft í för með sér óbætanlegt

tilfinningalegt tjón. Sannleikurinn virðist hafa margar hliðar og því er mikilvægt að halda í

tjáningarfrelsið, þó með tilliti til þess að fólk beri ábyrgð á orðum sínum.

Hjarðhegðunin getur einnig ýtt undir samviskubit og depurð hjá fólki. Fólk horfir á líf

annarra í gegnum miðlana, glansmyndina og mörgum líður eins og þeirra líf sé minna spennandi

fyrir vikið. Ef þú hefur ekki birt myndina af sólarlaginu á fallegu sumarkvöldi á Íslandi, varstu

þá nokkuð að gera eitthvað merkilegt? Augljóslega er þörf á ákveðinni reglugerð á

samfélagsmiðlum, bæði siðferðislegar reglur og einhvers konar lagaramma sem ver

einstaklinga á netinu. Einelti er alltaf einelti hvort sem það er í skólum, á vinnustöðum,

heimilinu eða á netinu. Mikið hefur verið um svokallað „hefniklám“ á samfélagsmiðlunum þar

sem myndum og myndböndum hefur verið dreift af stúlkum og konum af fyrrverandi

elskhugum og mökum. Þarna eru gerendur komnir með vettvang til þess að særa og meiða. Það

er ekkert annað en ofbeldi og ætti ekki að líðast í dag, sérstaklega í kjölfar MeToo

byltingarinnar. Með aukinni fræðslu hefst það vonandi að lokum að fólk fari að haga sér betur

á samfélagsmiðlum. Við þurfum að vanda okkur og meta hvaðan upplýsingarnar koma. Við

þurfum að rýna ofan í sannleiksgildi efnisins áður en við tjáum okkur og við þurfum að útrýma

ofbeldinu á netinu.

Ég hef reynt að svara þeim rannsóknarspurningum sem ég lagði fram í upphafi með

úrvinnslu þessa verkefnis. Hvort fjölmiðlar gangi harðar að opinberum persónum en hinum

almenna borgara í umfjöllunum sínum og hvaða hefðir gilda um umfjöllun um opinberar

persónur þegar kemur að friðhelgi einkalífsins? Einnig vildi ég kanna hvort samfélagsmiðlar

hafa gert að engu hið hefðbundna hlutverk hliðvarða fjölmiðla? Eðli málsins reyndist vera að

hefðin er sú að fjölmiðlar eru mun óvægari þegar kemur að umfjöllunum um opinberar persónur

en í umfjöllunum um hinn óþekkta borgara. Opinberar persónur eru berskjaldaðri.

Persónuverndarlögin eiga við um allar persónur en svo virðist sem þau séu ekki virt að fullu

þegar um opinbera persónu er að ræða í fjölmiðlum. Í 71. grein persónuverndarlaganna með

síðari breytingum er svohljóðandi:

Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Ekki má gera líkamsrannsókn eða

leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri

Page 33: Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikritin Manda_BA ritgerð... · Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti Samfélagsmiðlafár, MeToo, opinberar

24

lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum

fjarskiptum, svo og hvers konar sambærilega skerðingu á einkalífi manns. Þrátt fyrir ákvæði 1.

mgr. má með sérstakri lagaheimild takmarka á annan hátt friðhelgi einkalífs, heimilis eða

fjölskyldu ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra (Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr.

33/1944).

Opinberar persónur eru oftast áhugaverðara fréttaefni, sérstaklega þær persónur sem

gera einhverjar misgjörðir. Þegar kemur að hliðvörslu fjölmiðla í nútímafjölmiðlaumhverfi þá

eru viðmælendur mínir og aðrir fræðimenn ekki alveg sammála. Flestir vilja þó meina að

hliðvarslan sé ekki lengur til staðar eins og hún var áður fyrr. Hún sé takmörkuð og alls ekki

nógu skýr og góð. Blaðamenn eru enn að fóta sig í þessu nýja umhverfi sem

samfélagsmiðlaheimurinn er og það mun taka meiri tíma. Hliðvörsluhlutverki fjölmiðla er því

ábótavant en ég tel að það sé mikilvægt að blaðamenn haldi í fagmennskuna og sinni áfram því

hlutverki.

Það er nauðsynlegt fyrir lýðræðisríki að vera upplýst um málefni, sem varða

almannahag, sama hversu viðkvæm þau eru. Við getum ekki viðurkennt einhvers konar þöggun,

sama hver á í hlut hvort sem um er að ræða opinbera persónu eða ekki. Lengi vel hafa

blaðamenn leitast eftir því að hafa upplýsingar sínar eins réttar og mögulegt er, fara varlega í

fullyrðingar og án þess að gerast of persónulegir. Fyrir tíma internetsins og samfélagsmiðla var

minni áhersla lögð á umfjöllun um mjög persónuleg og erfið mál. Mál sem til að mynda tengdust

kúgun og ofbeldi innan veggja heimilisins. Í dag eru breyttir tímar. Sem betur fer. Nú krefst

almenningur þess að ofbeldismenn og kúgarar séu stöðvaðir, þeir séu nafngreindir og fái dóma.

Á Íslandi ríkir réttarríki. Hver svo sem niðurstaða þessara mála verður sem varða Jón

Baldvin Hannibalsson, hvort maðurinn hafi gerst sekur um brotlegt athæfi eður ei, þá mun hann

lúta niðurstöðu réttvísinnar eins og hver annar. Dómstóll götunnar er ekki hæfur að dæma hvort

Jón Baldvin sé saklaus eða sekur um það sem hann er ásakaður um.

Ókostur þessa verkefnis reyndist vera að erfitt var að ná tali af konum. Því eru

viðmælendur mínir í munnlegum heimildum einungis karlmenn. Það hefði verið gott að sjá

hvort konur hefðu brugðist harðar við umræðunni um MeToo og málið um Jón Baldvin

Hannibalsson sem hefur verið afar áberandi. Hins vegar notaði ég fjölmargar heimildir unnar

upp úr viðtölum við konur. Kostirnir voru að fjölmiðlafólk virðist almennt vera meðvitað um

hvað sé ábótavant í þessu nýja umhverfi og tala um það að hreinskilni.

Eftir að hafa kafað ofan í ýmis mál tengd þessari rannsókn þá þykir mér mikilvægt fyrir

samfélagið að skoða hvernig siðferðislega sé rétt að bregðast við hverju sinni þegar viðkvæm

Page 34: Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikritin Manda_BA ritgerð... · Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti Samfélagsmiðlafár, MeToo, opinberar

25

mál rata í samfélagsmiðlana. Lærdómurinn var einna helst sá að öll þurfum við að vera

meðvituð um hlutdrægni okkar, því við höfum tilhneigingu til að lesa, hlusta og horfa á fréttir

út frá okkar innbyggðu fordómum. Við eigum það til að meta upplýsingar út frá því sem við nú

þegar trúum.

Þá langar mig að vitna í orð Sigurðar Kristinssonar prófessors í heimspeki: „Það er erfitt

að setja sig í dómarasætið. Mergur málsins er að vera heiðarlegur og segja satt, það er kannski

eitt það mikilvægasta“. Í ljósi niðurstaða minna þá væri áhugavert að skoða betur hvort hægt

er að setja ákveðinn lagaramma um dreifingu efnis á samfélagsmiðlunum, sem einhvers konar

aðhald fyrir almenning. Það geta allir myndað sér skoðun á málefnum líðandi stundar en við

verðum að fara varlega í fullyrðingar um málefni sem við höfum enga þekkingu á.

Rannsóknin hefur víkkað sjóndeildarhring minn og opnað augu mín fyrir gagnrýnni

hugsun og hjálpað mér að rýna betur ofan í þær upplýsingar sem koma alls staðar frá á

samfélagsmiðlunum. Ekki er allt sem sýnist, svo er mikið víst. Sannleikurinn er svo sannarlega

sagna bestur.

Page 35: Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikritin Manda_BA ritgerð... · Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti Samfélagsmiðlafár, MeToo, opinberar

26

Viðauki

- Munnlegar heimildir

Við vinnslu þessarar rannsóknar var mikilvægt að taka viðtöl og þannig var aflað munnlegra

heimilda. Tekið var viðtal við Þorbjörn Broddason prófessor í félagsfræði í Háskóla Íslands á

vinnutíma.

Símaviðtal var tekið við Sigurð Kristinsson prófessor í heimspeki þar sem hann er búsettur á

Akureyri og kennir við Háskólann á Akureyri.

Einnig var tekið viðtal við Hjálmar Jónsson formann Blaðamannafélags Íslands á vinnutíma á

skrifstofu Blaðamannafélagsins í Reykjavík.

Page 36: Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikritin Manda_BA ritgerð... · Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti Samfélagsmiðlafár, MeToo, opinberar

27

Heimildaskrá

Auður Jónsdóttir, Bára Huld Beck og Steinunn Stefánsdóttir. (2018). Þjáningarfrelsið: Óreiða hugsjóna og

hagsmuna í heimi fjölmiðla. Reykjavík: Mál og menning.

Barr, S. ( 2018, 23. ágúst). When did Facebook start? A story behind a company that took over the world.

Independant. Sótt af https://www.independent.co.uk/life-style/gadgets-and-tech/facebook-when-started-

how-mark-zuckerberg-history-harvard-eduardo-saverin-a8505151.html

Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason (2019, 3. febrúar). „Það er algjörlega fráleitt að

þetta sé sviðsett“. Vísir. Sótt af https://www.visir.is/g/2019190209699

Birgir Þór Harðarson. (2019, 17. janúar). Segir Jón hafa misnotað stöðu sína í sendiráði. Rúv.is. Sótt af

http://www.ruv.is/frett/segir-jon-hafa-misnotad-stodu-sina-i-sendiradi

Birgir Olgeirsson. (2019, 15. janúar). Fresta útgáfu afmælisbókar Jóns Baldvins. Vísir. Sótt

af https://www.visir.is/g/2019190119244

Colón, A. (2017, 7. febrúar). You are the new gatekeeper of the news. The conversation. Sótt af

https://theconversation.com/you-are-the-new-gatekeeper-of-the-news-71862

Einar Þorsteinsson [dagskrárgerðarmaður]. (2018, 5. desember). Ég upplifi þetta sem algjört ofbeldi

[Fréttaþátturinn Kastljós, RÚV]. Sótt af vefnum RÚV http://www.ruv.is/frett/eg-upplifi-thetta-sem-

algjort-ofbeldi

Ég stend við hvert orð. (2012, 16. mars). Mbl.is. Sótt af

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/03/16/eg_stend_vid_hvert_ord/

Fanney Birna Jónsdóttir [dagskrárgerðarmaður]. (2019, 4. febrúar). Ræðir við Jón Baldvin í Silfrinu

[Fréttaþátturinn Silfrið, RÚV]. Sótt af vefnum RÚV http://www.ruv.is/spila/ruv/silfrid/20190204

Gillette, F., Frier, S. og Stone, B. (2016) The journey of Jack Dorsey. Bloomberg Businessweek (4469) bls. 54-

59.

Helgi og Sigmar svara Jóni Baldvin. (2019, 8. febrúar). Morgunblaðið. Sótt af

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/02/08/joni_baldvin_svarad/

Jóhann Páll Jóhannsson og Steindór Grétar Jónsson.(2018, 28. nóvember). Þingmenn úthúðuðu

stjórnmálakonum: „Hún er miklu minna hot í ár“. Stundin. Sótt af https://stundin.is/grein/7937/

Page 37: Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikritin Manda_BA ritgerð... · Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti Samfélagsmiðlafár, MeToo, opinberar

28

Jóhann Páll Jóhannsson og Steindór Grétar Jónsson. (2018, 29. nóvember). Vildu hefna sín á Lilju Alfreðsdóttur:

„Hjólum í helvítis tíkina!“. Stundin. Sótt af https://stundin.is/grein/7954/

Jón Baldvin Hannibalsson (2019, 13. febrúar). Er RÚV ábyrgur fréttamiðill eða fráveita ósanninda og óhróðurs?

Opið bréf til útvarpsstjóra [bloggfærsla]. Sótt af http://www.jbh.is/default.asp?ID=481

Jón Baldvin Hannibalsson. (2019, 18. janúar). Yfirlýsing frá Jóni Baldvin Hannibalssyni: Án dóms og laga.

Fréttablaðið. Sótt af https://www.visir.is/g/2019190118713

Jón og Bryndís íhuga að stefna RÚV. (2019, 13. febrúar). Rúv.is. Sótt af http://www.ruv.is/frett/jon-og-

bryndis-ihuga-ad-stefna-ruv

Konur segja frá áreitni Jóns Baldvins. (2019, 11. janúar). Stundin,(85), bls. 16-21.

Lög um fjölmiðla nr. 38/2011. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2011038.html

Magnús Geir Þórðarson. (2019, 14. febrúar). Svar við opnu bréfi Jóns Baldvins og Bryndísar Schram. RÚV. Sótt

af vefnum RÚV http://www.ruv.is/i-umraedunni/svar-vid-opnu-brefi-jons-baldvins-og-bryndisar-schram

MeToo-jonbaldvin. (2019, 4. febrúar). Yfirlýsing [bloggfærsla]. Sótt af https://metoo-

jonbaldvin.blog.is/blog/metoo-jonbaldvin/

Oddur Freyr Þorsteinsson. (2019, 6. febrúar). Sjúkt þjóðfélag. Fréttablaðið. Sótt af

https://www.frettabladid.is/skodun/sjukt-jofelag/

Óðinn Jónsson. (2018, nóvember). Hliðvörðurinn úti á túni. Blaðamaðurinn 40 (2), bls. 12-13. Sótt af

https://www.press.is/static/files/bladamadurinn/bladamadur_nov_18.pdf

Rowell, R. (2011). Youtube: the company and its founders. United States of a America: ABDO Publishing

company.

Siðareglur Blaðamannafélags Íslands. Sótt af https://www.press.is/is/log-sidareglur/sidavefur/sidareglur-bi

Stefán Rafn Sigurbjörnsson. ( 2019, 13. febrúar). Segir MeToo umræðuna framarlega á Íslandi samanborið við

Norðurlöndin. Vísir. Sótt af https://www.visir.is/g/2019190219509/segir-metoo-umraeduna-framarlega-

a-islandi-samanborid-vid-nordurlondin)

Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944.

Page 38: Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikritin Manda_BA ritgerð... · Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti Samfélagsmiðlafár, MeToo, opinberar

29

Stovall, J.G. (2005) Journalism: who, what, when, where, why and how. United States of America: Pearson

Education, Inc.

Sunna Ósk Logadóttir (2006, 12. janúar). Sagðist ekki geta staðið undir þessari fjölmiðlaatlögu. Morgunblaðið.

Sótt af http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=284047&lang=gl

Þóra Tómasdóttir. (2012, 25. febrúar). Meint kynferðisbrot Jóns Baldvins. Nýtt Líf ,(68-75). Sótt af

https://issuu.com/boratomasdottir/docs/68-75_brefin

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. (2019, 18. janúar). Réttarríkið Ísland: Áfellisdómur. Stundin. Sótt af

https://stundin.is/grein/8255/rettarrikid-island-afellisdomur/

Page 39: Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikritin Manda_BA ritgerð... · Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti Samfélagsmiðlafár, MeToo, opinberar

30

- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ