Sameining SORPU og Kölku · Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram...

57
Sameining SORPU og Kölku Greinargerð desember 2018 DRÖG til umræðu

Transcript of Sameining SORPU og Kölku · Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram...

Page 1: Sameining SORPU og Kölku · Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram að sameiningu félaganna. Eftirfarandi viljayfirlýsingu hafa báðar stjórnir

Sameining SORPU og

Kölku Greinargerð desember 2018

DRÖG til umræðu

Page 2: Sameining SORPU og Kölku · Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram að sameiningu félaganna. Eftirfarandi viljayfirlýsingu hafa báðar stjórnir

síða 2 af 11

DRÖG til umræðu

Efnisyfirlit

Viðauki

Page 3: Sameining SORPU og Kölku · Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram að sameiningu félaganna. Eftirfarandi viljayfirlýsingu hafa báðar stjórnir

síða 3 af 11

DRÖG til umræðu

1. Staðan

Um nokkurt skeið hafa SORPA bs. og Kalka sorpeyðingarstöð

sf. (áður Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf.) átt í viðræðum um

mögulega sameiningu félaganna.

Árið 2016 var Capacent ráðið að verkefninu til að vinna

verðmat og kanna hvort grundvöllur væri fyrir frekari

viðræðum milli aðila um sameiningu félaganna.

Meðfylgjandi samantekt er unnin af ráðgjöfum Capacent í

nánu samstarfi við framkvæmdastjóra félaganna og formenn

stjórna þeirra. Áhersla hefur verið lögð á að greina vel og

skilmerkilega frá gangi sameiningaviðræðnanna, m.a. í

fundargerðum stjórnar Kölku sem eru aðgengilegar á

heimasíðunni www.kalka.is og á fundum stjórnar SORPU bs.

1.1. Niðurstöður um eignaskiptingu og

aðferðafræði við uppfærslu

Capacent vann verðmat á félögunum þar sem niðurstaðan

var að virði eigin fjár hvors félags samsvaraði því að í

sameinuðu félagi myndi eignarhluti félaganna skiptast þannig

að eigendur SORPU myndu eignast 90% í félaginu og

eigendur Kölku 10%.

Verðmatið var unnið með því að núvirða áætlað fjárflæði

hvors félags. Við gerð áætlunar fyrir hvort félag var miðað við

að tekjur breyttust í takt við áætlaða breytingu á einkaneyslu

milli ára og áætlaða íbúðafjölgun. Miðað var við spár Hagstof-

unnar, þ.e. þjóðhagsspá og mannfjöldaspá.

Í sameiginlegu félagi SORPU og Kölku var gert ráð fyrir að

rekstrarkostnaður félaganna muni vera í sömu hlutföllum af

tekjum og spá ársins 2016 gaf tilefni til að undanskildum

stjórnenda- og skrifstofukostnaði sem gert er ráð fyrir að

muni lækka.

Fjárfestingar voru áætlaðar í samræmi við áætlanir félaganna

og ekki er gert ráð fyrir breyttri fjárfestingarstefnu við

sameiningu.

Niðurstaða verðmatsins var að á grunni rekstrarvirðis væru

eignarhlutföll SORPU/Kölku um 81/19, en að teknu tilliti til

skulda og sjóðstöðu væru eignarhlutföll (eigið fé) nær 90/10,

en það hlutfall endurspeglaði einnig hlutfallslega skiptingu

íbúa á starfssvæðum félaganna.

Uppfært verðmat

Í verðmati Capacent sem gert var árið 2016, var notast við

ársreikninga frá árunum 2013 til 2015, spá um árið 2016 og

áætlanir fyrir árin 2017-2020. Þar sem ársreikningar fyrir árin

2016 og 2017 liggja nú fyrir hefur verðmatið verið uppfært og

byggir það á EV/EBITDA.

EV/EBITDA

EBITDA segir til um það hver afgangur félagsins er áður en

kemur til greiðslu afborgana, vaxta og fjárfestinga.

Tekið er mið af EBITDA félaganna fyrir árin 2017 (liðið ár),

2018 (spá fyrir líðandi ár) og 2019 (áætlun fyrir framtíð).

Gert er ráð fyrir sömu EBITDA til framtíðar. Fengin EBITDA er

núvirt með ávöxtunarkröfu, við hana er bætt sjóðstaða hvers

félags og dregnar eru frá skuldir við banka og

lífeyrisskuldbindingar. Þannig fæst heildarvirði félaganna (EV

- Enterprise Value).

Eins og sést í töflunni hér að ofan liggur hlutur SORPU því á

bilinu 90-92% og Kölku á bilinu 8-10%.

Bókfært virði eigin fjár

Niðurstaða EV/EBITDA er borin saman við bókfært virði eigin

fjár hvors félags og er niðurstaðan skv. bókfærðu virði að

hlutföllin séu SORPA 90% og Kalka 10% ef horft er til

niðurstöðunnar í lok 2017, en 92% og 8% ef horft er til

áætlaðrar niðurstöðu ársins 2018.

1.2. Gangur mála

Unnið hefur verið verðmat á hvoru félagi fyrir sig og samein-

uðu félagi. Niðurstöður verðmatsins voru kynntar á fundum

með þeim sveitarfélögum sem aðild eiga að félögunum.

Haldnir voru sérstakir fundir með fulltrúum hvers sveitar-

félags, þ.e. bæjarráðum og borgarráði í Reykjavík, en auk

þess voru haldnar kynningar á eigendafundi með öllum

sveitarstjórnum á Suðurnesjum og fulltrúum í Samtökum

sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) ásamt

framkvæmdastjóra.

Á ofangreindum fundum voru niðurstöður verðmats kynntar

og gengið út frá því að sameining félaganna geti grundvallast

á 90/10 skiptingu sem samsvarar til skiptingar íbúafjölda á

starfssvæðunum.

Óskað var eftir afstöðu eigenda til þessarar niðurstöðu og

stuðningi við að tilteknu ferli verði fylgt hvað varðar næstu

skref.

SORPA 2017 2018 2019

EBITDA 573 635 656

Skuldir 427 360 2.128

Sjóður 910 714 0

EV 13.258 14.529 12.501

EV af heild 92% 91% 90%

Íbúar 90%

KALKA 2017 2018 2019

EBITDA 97 110 107

Skuldir 718 696 673

Sjóður 2 7 45

EV 1.125 1.386 1.392

EV af heild 8% 9% 10%

Íbúar 10%

Félag 2017 Hlutföll 2018 Hlutföll

SORPA 2.621 90% 3.422 92%

KALKA 275 10% 285 8%

Samtals 2.896 100% 3.708 100%

Page 4: Sameining SORPU og Kölku · Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram að sameiningu félaganna. Eftirfarandi viljayfirlýsingu hafa báðar stjórnir

síða 4 af 11

DRÖG til umræðu

Hvert sveitarfélag á Suðurnesjum sem stendur á bak við

Kölku hefur fjallað um verkefnið og samþykkt fyrir sitt leyti þá

hugmyndafræði sem lögð hefur verið til grundvallar

sameinuðu félagi, þ.e. að eignarhlutur í sameinuðu félagi

verði því sem næst 90% í eigu sveitarfélaga sem aðild eiga

að SORPU og 10% í eigu sveitarfélaga sem standa að Kölku.

Sveitarfélög sem standa á bak við SORPU hafa ekki gefið jafn

skýr fyrirheit um hvert skuli stefnt.

Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram

að sameiningu félaganna. Eftirfarandi viljayfirlýsingu hafa

báðar stjórnir samþykkt:

Kröfur er varða meðferð úrgangs verða sífellt flóknari og

strangari. Því er mikilvægt að stöðugt sé leitað hagkvæmra

og umhverfisvænna leiða við meðhöndlun úrgangs.

Úrgangur er málefni allra og því nauðsynlegt að aðilar sem

sinna úrgangsmálum á vegum sveitarfélaganna og sinna þar

með lagaskyldu, sameinist um lausnir eins og kostur er.

Þannig verði hámarks hagkvæmni náð um leið og sem

minnst umhverfisleg áhrif úrgangsmeðhöndlunar verða betur

tryggð. Stjórnir SORPU bs. og Sorpeyðingarstöðvar

Suðurnesja sf., lýsa þess vegna yfir ríkum vilja til að vinna

enn frekar að sameiningarmálum þessara félaga með

hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi.

Lóð samþykkt

Kalka sorpeyðingarstöð sf. sótti um að fá lóðina

Berghólabraut 6 í Helguvík undir sorpbrennslustöð.

Lóðarumsóknin var samþykkt á fundi umhverfis- og

skipulagsráðs Reykjanesbæjar þann 26. október 2018. Að

auki hefur fundargerðin verið afgreidd af bæjarstjórn

Reykjanesbæjar og voru engar athugasemdir gerðar við

samþykki lóðarumsóknarinnar.

1.3. Forsaga viðræðna um sameiningu

Sameiningaviðræður hófust fyrst síðla árs 2009 að frumkvæði

stjórnar Kölku, en þá var fjárhagsstaða félagsins mjög erfið.

Stjórn Kölku sleit viðræðum og ákveðið var að auglýsa Kölku

til sölu og bárust tvö tilboð. Hvorugt tilboðið reyndist

raunhæft. Árið 2012 hittust fulltrúar Kölku og SORPU aftur og

möguleg sameining rædd, en þá var fjárhagsstaða Kölku

þannig að eiginfjárstaðan var neikvæð sem nam 600

miljónum króna og skuldir voru um 1.300 miljónir króna.

Stjórn Kölku ákvað þá að fresta frekari viðræðum vegna

þessarar slæmu stöðu. Á miðju ári 2016 voru viðræður

félaganna teknar upp að nýju, enda fjárhagsstaða Kölku þá

orðin mun betri og önnur rekstrarmál höfðu batnað

umtalsvert. Skuldir höfðu lækkað um hundruð milljóna króna

og eiginfjárstaðan var orðin jákvæði sem nam 270 miljónum

króna. Algjör viðsnúningur hafði orðið í rekstrinum.

Þegar viðræður hófust aftur 2016 voru íbúar höfuðborgar-

svæðisins í þeim sex sveitarfélögum sem eiga SORPU um

213 þúsund og íbúar í fimm sveitarfélögum sem eiga Kölku

um 23 þúsund.

Vinna Capacent vegna viðræðna félaganna hefur meðal

annars byggt á þróun rekstrar og efnahags, eigna- og

skuldastöðu hvors félags, áætlaðar þarfir um fjárfestingar og

fleira. Niðurstöður um mögulega skiptingu eignahluta í

sameinuðu félagi byggir á niðurstöðum þessarar vinnu. Gert

er ráð fyrir að eignarhlutur SORPU verði um 90% og

eignarhlutur Kölku um 10%.

Af hverju fóru Kalka og SORPA að ræða

mögulega sameiningu?

Til margra ára hefur sú lagaskylda hvílt á sveitarfélögum að

annast meðhöndlun úrgangs til förgunar og/eða

endurvinnslu. Bætt umhverfisvitund og skilningur á nauðsyn

þess að hafa þennan málaflokk í sem bestu lagi, hefur haft í

för með sér mjög auknar kröfur. Með auknum og flóknari

kröfum sem stjórnvöld setja hefur kostnaður aukist

umtalsvert. Þessi þróun hefur leitt af sér aukið samstarf

sorpsamlaga og þannig hafa stjórnendur áttað sig betur á því

að enn meiri hagræðing gæti verið fólgin í sameiningu

fyrirtækjanna. Framvinda mála gæti mögulega verið á þá leið

að mun meiri áhersla verði lögð á endurvinnslu úrgangsefna,

metangas verði framleitt í auknu mæli úr lífrænum úrgangi,

þörf fyrir aukna brennslugetu fer vaxandi og og þarf að leysa

innan stutts tíma og tryggja þarf svæði til lengri framtíðar fyrir

urðun þeirra efna sem alls ekki er mögulegt að vinna úr með

öðrum hætti.

Sveitarfélög munu áfram þurfa að axla þá ábyrgð að móttaka

og ráðstafa mest öllum úrgangi sem til verður. Gert er ráð

fyrir að magn úrgangs muni aukast talsvert á næstu árum

eins og þróunin hefur verið síðustu misseri og ár.

Hagkvæmissjónarmið hafa ráðið för í úrgangsmálum og

markmið allra hafa snúist um að leita bestu og hagkvæmustu

leiða til úrlausna, bæði umhverfis- og fjárhagslega. Með

viðræðum um sameiningu Kölku og SORPU er markmiðið að

reyna að leiða í ljós hvort það geti verið besta leiðin til að ná

hámarks hagkvæmni í framtíðarskipan úrgangsmeðhöndlunar

fyrir Suðurnesin og höfuðborgarsvæðið og þannig verði

jafnframt best tryggð öll umhverfisleg áhrif.

Löggjöf og regluverk Evrópusambandsins í úrgangsmálum,

sem Íslendingar eru skuldbundnir til að fylgja, hafa verið

drifkraftur í framþróun hér á landi. Kröfur er varða meðferð

úrgangs verða sífellt flóknari og strangari. Því er mikilvægt að

stöðugt sé leitað hagkvæmra og umhverfisvænna leiða við

meðhöndlun úrgangs.

Úrgangur er málefni allra og því nauðsynlegt að aðilar sem

sinna úrgangsmálum á vegum sveitarfélaganna og sinna þar

með lagaskyldu, sameinist um lausnir eins og kostur er.

Þannig verði hámarks hagkvæmni náð um leið og sem

minnst umhverfisleg áhrif úrgangsmeðhöndlunar verða betur

tryggð.

1.4. Ábati af sameiningu félaganna

Við vinnslu verðmats félaganna kom fram í viðræðum aðila að

ábatinn af því að sameina félögin væri margþættur.

Page 5: Sameining SORPU og Kölku · Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram að sameiningu félaganna. Eftirfarandi viljayfirlýsingu hafa báðar stjórnir

síða 5 af 11

DRÖG til umræðu

Ábati allra

Sorpeyðingarlausnir nýttar á sem hagkvæmasta máta

⚫ Gera má ráð fyrir því að sameinað félag nýti betur

möguleikana sem felast í því að hafa á einni hendi

stjórn á öllum úrræðum til sorpeyðingar.

⚫ Með því móti má bæta nýtingu úrræða til

sorpeyðingar með endurvinnslu, urðun og brennslu.

⚫ Þannig eykst hagræði í rekstri auk þess sem gera má

ráð fyrir jákvæðum áhrifum á umhverfi.

Festir farsælt viðskiptasamband í sessi

⚫ Sameining mun festa í sessi og viðhalda því góða

viðskiptasambandi sem er annars vegar á milli

félaganna, SORPU og Kölku, og hins vegar sambandi

þeirra við félög sem sjá um úrgangsmál á Suður- og

Vesturlandi.

Meiri árangur í fræðslu og ímyndarmálum

⚫ Fræðsla og þekking almennings á úrgangsmálum er

nauðsynleg ef góður árangur á að nást í þeim efnum.

⚫ Sameinað félag getur náð betri árangri með því að

senda út skýr og samræmd skilaboð.

Takast á við áskoranir í úrgangsmálum saman

⚫ Kröfur er varða meðferð úrgangs verða sífellt flóknari

og strangari.

⚫ Nauðsynlegt að aðilar sem sinna úrgangsmálum á

vegum sveitarfélaganna og sinna þar með

lagaskyldu, sameinist um lausnir eins og kostur er.

Þannig verði hámarks hagkvæmni náð um leið og

sem minnst umhverfisleg áhrif

úrgangsmeðhöndlunar verða betur tryggð.

Fjárhagslegur ávinningur

⚫ Gera má ráð fyrir því að við sameiningu SORPU og Kölku

muni einstaka kostnaðarliðir lækka og til lengri tíma muni

sparast talsvert fé. Þetta eru kostnaðarliðir líkt og

endurskoðun og reikningsskil, sérfræðiþjónusta og

stjórnunarkostnaður. Að auki er gert ráð fyrir að skuldir

Kölku verði endurfjármagnaðar og við það hljótist betri

vaxtakjör en skuldirnar bera nú, þar sem færa má rök fyrir

því að fjármagnskostnaður SORPU sé um 2% lægri en

Kölku.

⚫ Þegar allt kemur til alls má gera ráð fyrir að sá kostnaður

sem sparist geti verið allt frá 20 m.kr. til 40 m.kr. árlega.

Ef við gefum okkur það að 30 m.kr. muni sparast við

sameininguna og að ávöxtunarkrafa sveitarfélagana sé

um 5% má gera ráð fyrir að til lengri tíma litið sparist um

600 m.kr., þ.e. núvirði framtíðarsparnaðar.

Frestun fjárfestinga:

⚫ Með frestun fjárfestinga má spara talsverðar

fjárhæðir.

⚫ Sem dæmi, frestun á 5 milljarða fjárfestingu um eitt

ár myndi „spara“ sveitarfélögunum um 216,5 m.kr.

eða sem samsvarar um 900 kr. á íbúa.

Ábati SORPU

Framtíðarsvæði fyrir brennslu er tryggt

⚫ Ljóst er að SORPA þarf að bæta sorpbrennslu við

sorpeyðingargetu sína innan 1- 2 áratuga. Til að

undirbúa slíka fjárfestingu þarf nokkurn undirbúning

og getur staðarval haft þar áhrif.

⚫ Með sameiningu við Kölku má fækka óvissuþáttum í

þeirri framtíðaruppbyggingu og auka líkur á

hagkvæmri uppbyggingu. Kalka hefur nú þegar

fengið samþykkta lóð fyrir aðra brennslustöð á

Suðurnesjunum.

⚫ Í því tilfelli að finna þyrfti land fyrir brennslustöð á

höfuðborgarsvæðinu má gera ráð fyrir að fer-

metraverð lóða sé nokkru hærra á höfuðborgar-

svæðinu en á Suðurnesjum. Ef miðað er við að land

fyrir stækkun brennsluofns sé um 3 ha og að

lóðarverð sé um 5 þ.kr. lægra á Suðurnesjunum

myndi fjárfesting lækka um 150 m.kr.

Frestun fjárfestingar í brennslu

⚫ Líklegur ábati SORPU af sameiningu við Kölku er að

með „hagkvæmasta vali“ á sorpi til urðunar, brennslu

og endurvinnslu má hugsanlega fresta fjárfestingum

þ.m.t. í sorpbrennslu.

Ábati Kölku

Lægri rekstrarkostnaður

⚫ Rekstrarkostnaður Kölku mun aukast á næstu árum

að óbreyttu. Brennslustöðin er að óbreyttu fullnýtt og

þurfa íbúar á Suðurnesjum því að reiða sig á viðskipti

við aðra.

Fjárfestingargeta meiri og uppbygging hagkvæmari

⚫ Þrátt fyrir að fjárhagur Kölku hafi verið tryggður með

aðgerðum stjórnenda á síðustu árum er óvíst um

getu félagsins til frekari fjárfestinga til að mæta

áætlaðri fólksfjölgun á Suðurnesjum á næstu árum.

⚫ Fjárfestingargeta sameinaðs félags er umtalsvert

meiri og myndi tryggja hagkvæmari uppbyggingu

sorpbrennslu til framtíðar.

Lægri fjármagnskostnaður

⚫ Þegar fjárfest yrði í nýjum 12 þúsund tonna ofni sem

kostar um 5 ma.kr. myndi sparast um 100 m.kr. þar

sem færa má rök fyrir því að fjármagnskostnaður

SORPU sé lægri en Kölku.

20 m.kr. 25 m.kr. 30 m.kr. 35 m.kr. 40 m.kr.

7% 286 m.kr. 357 m.kr. 429 m.kr. 500 m.kr. 571 m.kr.

6% 333 m.kr. 417 m.kr. 500 m.kr. 583 m.kr. 667 m.kr.

5% 400 m.kr. 500 m.kr. 600 m.kr. 700 m.kr. 800 m.kr.

4% 500 m.kr. 625 m.kr. 750 m.kr. 875 m.kr. 1.000 m.kr.

3% 667 m.kr. 833 m.kr. 1.000 m.kr. 1.167 m.kr. 1.333 m.kr.Áv

öx

tun

ark

rafa

Hagræðing

Page 6: Sameining SORPU og Kölku · Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram að sameiningu félaganna. Eftirfarandi viljayfirlýsingu hafa báðar stjórnir

síða 6 af 11

DRÖG til umræðu

2. Núverandi starfsemi

félaganna

Sorpsamlögin tvö hafa starfað með mismunandi hætti og í

mörgum tilfellum þurft að reiða sig á aðstoð hvers annars.

2.1. SORPA

Megintilgangur SORPU er að taka á móti og meðhöndla

úrgang í samræmi við þær skyldur sem eigendum

byggðasamlagsins eru settar í lögum.

Starfsstöðvar SORPU eru margar. SORPA er með móttöku-

og flokkunarstöð í Gufunesi, urðunarstað í Álfsnesi og

samkvæmt áætlunum mun gas- og jarðgerðarstöð verða

tekin í notkun á Álfsnesi í febrúar 2020. SORPA bs. rekur

einnig 6 endurvinnslustöðvar og yfir 80 grenndarstöðvar sem

staðsettar eru víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. Góði

hirðirinn er einnig rekinn af SORPU en þar er leitast við að

endurnýta hluti sem annars færu í urðun. SORPA á ekki

brennslustöð og þau spilliefna sem berast til SORPU og má

ekki urða eru send til Kölku til brennslu í gegnum þriðja aðila.

Tekjur SORPU ákvarðast af vegnu magni og tegund úrgangs

hvort sem úrgangurinn kemur frá íbúum aðildarsveitarfélags

eða öðrum. Endurvinnslustöðvarnar eru reknar skv.

sérstökum þjónustusamningi og greiða sveitarfélögin mismun

á eigin tekjum endurvinnslustöðvanna og rekstrarkostnaðar

eftir íbúafjölda.

Rekstur SORPU hefur verið stöðugur og fjárhagsstaða traust.

Árið 2017 var hagnaður félagsins um 428 m.kr. og EBITDA

sem hlutfall af rekstrartekjum um 15%.

Tafla 1: Helstu stærðir úr rekstri og efnahag SORPU

Í töflunni hér að ofan er yfirlit yfir helstu kennitölur úr rekstri

síðustu fimm ár. Þar má sjá að fjárhagur SORPU hefur verið

sterkur á tímabilinu og veltufjárhlutfall hefur verið að styrkjast

vegna undirbúnings samlagsins fyrir framkvæmdir næstu ára.

Skuldir í hlutfalli við tekjur hafa verið langt undir viðmiðunum

Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga (EFS). Viðmið

EFS er að skuldir í hlutfalli við tekjur séu ekki yfir 150% en

hlutfalli hefur verið 31-39% á tímabilinu.

2.2. Kalka

Tilgangur Kölku sorpeyðingarstöðvar er að annast alla

sorpeyðingu og sorphirðu í aðildarsveitarfélögunum og önnur

verkefni sem sveitarfélögin kunna að fela félaginu.

Starfsstöðvar Kölku eru fimm, þar af er ein brennslustöð, ein

móttökustöð og þrjár endurvinnslustöðvar. Einnig hefur

grenndargámum verið komið fyrir í sveitarfélögunum.

Undanfarin ár hefur afkastageta brennslustöðvarinnar Kölku

verið fullnýtt þrátt fyrir að flokkun efna í stöðinni hafi aukist

talsvert. Það er ekki hægt að brenna öll óendurvinnanleg

úrgangsefni í Kölku og talsvert magn úrgangs þarf þess

vegna að flytja til urðunar í SORPU.

Tekjur Kölku og greiðslur frá hverju sveitarfélagi ráðast af

fjölda íbúða hvers sveitarfélags. Sveitarfélögin greiða fast

gjald fyrir sorpeyðingu og sorphirðu og er rekstur

endurvinnslustöðva innifalinn í því gjaldi.

Árið 2017 var hagnaður félagsins um 9 m.kr. og EBITDA sem

hlutfall af rekstrartekjum um 16%.

Tafla 2: Helstu stærðir úr rekstri og efnahag Kölku

Í töflunni hér að ofan er yfirlit yfir helstu kennitölur úr rekstri

síðustu fimm ár. Þar má sjá að rekstur Kölku var erfiður allt til

ársins 2014 þegar félagið fór í gegnum fjárhagslega endur-

skipulagningu en í kjölfarið varð mikill viðsnúningur í rekstri

félagsins. Veltufjárhlutfallið er sem áður mjög lágt en stjórn-

endur félagsins telja samt sem áður að félagið geti staðið við

skuldbindingar sínar. Skuldir í hlutfalli við tekjur hafa farið

lækkandi og er undir viðmiðum EFS.

REKSTUR 2013 2014 2015 2016 2017

Tekjur 2.429 2.444 2.814 3.326 3.740

Móttökugjöld 1.259 1.712 2.038 2.473 2.930

Endurvinnsla og flokkun 1.150 1.388 1.584 1.847 2.012

Annað 21 -656 -808 -994 -1.202

Framlegð (EBITDA) 245 296 543 550 573

Hagnaður 97 197 417 419 428

EFNAHAGUR 2013 2014 2015 2016 2017

Eignir 1.967 2.307 2.718 3.233 3.860

Eigið fé 1.162 1.358 1.775 2.193 2.621

Vaxtaberandi skuldir 386 485 411 337 357

Aðrar skuldbindingar 419 464 531 703 882

Fjárfestingar ársins, nettó 232 204 253 335 601

NOKKRAR KENNITÖLUR 2013 2014 2015 2016 2017

EBITDA/tekjur 10% 12% 19% 17% 15%

Veltufé frá rekstri/tekjur 10% 14% 20% 17% 16%

Skuldir/tekjur 33% 39% 34% 31% 33%

Handb. fé frá rekstri/tekjur 7% 16% 19% 12% 14%

Veltufjárhlutfall 2,0 2,6 3,2 3,0 2,2

Eiginfjárhlutfall 59% 59% 65% 68% 68%

REKSTUR 2013 2014 2015 2016 2017

Tekjur 454 497 514 545 623

Sorpeyðing og -hirða 448 487 506 537 612

Endurvinnsla og flokkun 6 6 7 7 8

Annað 1 4 1 1 2

Framlegð (EBITDA) -65 100 95 82 97

Hagnaður 177 28 -1 -5 9

EFNAHAGUR 2013 2014 2015 2016 2017

Eignir 666 1.110 1.105 1.072 1.058

Eigið fé -240 272 271 266 275

Vaxtaberandi skuldir 725 789 770 729 718

Aðrar skuldbindingar 181 49 64 77 64

Fjárfestingar ársins, nettó 27 8 64 8 21

NOKKRAR KENNITÖLUR 2013 2014 2015 2016 2017

EBITDA/tekjur -14% 20% 19% 15% 16%

Veltufé frá rekstri/tekjur 16% 17% 12% 9% 11%

Skuldir/tekjur 200% 169% 162% 148% 126%

Handb. fé frá rekstri/tekjur 17% -8% 18% 11% 8%

Veltufjárhlutfall 0,2 0,2 0,2 0,2 0,4

Eiginfjárhlutfall -36% 25% 25% 25% 26%

Page 7: Sameining SORPU og Kölku · Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram að sameiningu félaganna. Eftirfarandi viljayfirlýsingu hafa báðar stjórnir

síða 7 af 11

DRÖG til umræðu

3. Sameinað félag

Mikilvægt er að eigendur gefi út eigendastefnu sem felur í sér

sameiginlega framtíðarsýn, taki á hlutverki og umboði aðila

máls og taki af öll tvímæli um hlutverk mismunandi

hagsmunaaðila bæði í stefnumótunar- og

ákvarðanatökuferlinu. Eigendur leggi þannig hinar stóru línur.

3.1. Tilgangur og markmið

Megintilgangur félagsins er að móttaka og meðhöndla úrgang

í samræmi við lagaskyldur eigenda.

Félagið mun stuðla að því að á starfssvæði þess verði

úrgangur meðhöndlaður á skilvirkan og umhverfisvænan hátt.

Félagið mun vinna að því að sorpeyðing á vegum þess

uppfylli alþjóðlega staðla og kröfur.

Skilvirkni verði höfð að leiðarljósi við val á leiðum til

meðhöndlunar úrgangs. Í því felst að hverju sinni verði litið til

samfélaglegs, umhverfislegs og fjárhagslegs samanburðar

við val á lausnum.

Verkefni byggðasamlagsins fela m.a. í sér eftirfarandi:

⚫ Útvega og starfrækja urðunarstað fyrir úrgang

⚫ Útvega og starfrækja brennslustöð fyrir úrgang

⚫ Byggja og reka móttöku- og söfnunarstöðvar fyrir

úrgang. Auk þess að flytja úrganginn frá stöðvunum

til meðhöndlunar.

⚫ Vinnslu og sölu á efnum úr úrgangi til endurnýtingar

eftir því sem hagkvæmt þykir.

⚫ Framleiðslu og sölu á eldsneyti og orku úr úrgangi

eftir því sem hagkvæmt þykir.

⚫ Sjá um eyðingu hættulegra úrgangsefna

⚫ Fylgjast með tækniþróun á sviði sorpeyðingar og

endurvinnslu

⚫ Þróa nýjar aðferðir til þess að vinna verðmæti úr

úrgangsefnum

⚫ Sinna kynningu á verkefnum félagsins og gildi

umhverfissjónarmiða við meðhöndlun úrgangs til að

tryggja heildarsamræmi í úrgangsmálum á

starfssvæðinu.

⚫ Leggja fram tillögu að svæðisáætlun um meðhöndlun

úrgangs sbr. lagakröfur hverju sinni.

⚫ Önnur verkefni sem aðildarsveitarfélögin fela félaginu

sérstaklega.

3.2. Framtíðarsýn

Félagið verður í fararbroddi í umhverfismálum og fylgist með

tækninýjungum á sviði förgunar og endurvinnslu úrgangs.

Það þróar nýjar aðferðir til að vinna verðmæti úr

úrgangsefnum og vinnur að því að upplýsa íbúa á starfssvæði

sínu um starfsemi sína og gildi umhverfissjónarmiða.

Félagið mun vinna að því að samræma meðhöndlun sorps á

starfssvæði sínu og hámarka möguleika á umhverfisvænni

úrgangs meðhöndlun.

3.3. Rekstrarform

Félagsform SORPU og Kölku er ekki hið sama, SORPA er

byggðasamlag en Kalka er sameignarfélag. Þar af leiðandi

eru ekki sömu lög sem að gilda um félögin tvö. Um

byggðasamlög er fjallað í sveitarstjórnarlögum, en sérstök lög

fjalla um sameignarfélög. Byggðasamlag skal fylgja

stjórnsýslulögum en lög sameignarfélaga eru einkaréttarlegs

eðlis. Að auki eru sameignarfélög fjárhagslega sjálfstæð en

fjárhagsáætlun byggðasamlaga þarf að rúmast innan ramma

fjárhagsáætlana sveitarfélaganna sem aðild eiga að þeim.

Við sameiningu

Mikilvægt er að velja félagsform sem hentar umfangi,

verkefnum og áhættustigi hverju sinni. Félagsformið á að

skapa þann ramma sem félaginu er ætlað að starfa eftir, þ.e.

segir fyrir um ábyrgð eigenda, fyrirkomulag samskipta

eigenda, reglur um málsmeðferð og hlutverk stjórnar. Taka

þarf mið af umfangi reksturs, uppbyggingu og viðfangsefnum.

Gert er ráð fyrir því að eigendur Kölku sorpeyðingarstöðvar

sf. verði aðilar að byggðasamlaginu SORPU bs. Eignir og

skuldir Kölku ganga þannig inn í SORPU sem stofnframlag,

en gert er ráð fyrir því að skuldir verði endurfjármagnaðar

innan SORPU. Á þann hátt er 3 gr. í samþykktum SORPU bs.

fullnægt.

Byggðasamlög eru sjálfstæðir lögaðilar sem skulu fylgja

stjórnsýslulögum þar sem þau fara með stjórnsýslu

sveitarfélags og gilda því sömu lög og reglur og um aðra

stofnanir sveitarfélaga.

Sveitarfélög sem standa að byggðasamlagi bera einfalda

ábyrgð á fjárhagslegum skuldbindingum byggðasamlags sem

þau eru aðilar að. Í einfaldri ábyrgð felst að sveitarsjóður er

ekki skyldugur til þess að standa skil á gjaldfallinni skuld-

bindingu byggðasamlags nema skuldareigandi hafi árangurs-

laust reynt að fá skuldina greidda hjá byggðasamlaginu. Afar

ólíklegt er að sú staða komi upp, en ef svo fer getur skuldar-

eigandi gengið að hverju aðildarsveitarfélaganna sem er, hafi

byggðasamlagið ekki greitt þrátt fyrir innheimtuaðgerðir.

Aðildarsveitarfélögin bera með öðrum orðum solidaríska

ábyrgð gagnvart kröfuhöfum byggðasamlags.

Skuldbinding sem aðildarsveitarfélag stendur skil á með þeim

hætti, þ.e. „eitt fyrir alla“, kemur síðan til innbyrðis uppgjörs

milli sveitarfélaganna og byggðist það uppgjör á hlutfalli við

íbúatölu, sbr. 5. mgr. 82. gr. gildandi sveitarstjórnarlaga. Er

þá miðað við íbúatölu á þeim tíma þegar reyndi á fullnustu

skuldbindingarinnar.

Helsti ókostur við byggðasamlag sem rekstrarform er að

núverandi regluverk þeirra þykir ekki skýrt varðandi

skilgreiningu á umboði stjórna og samvinnu eigenda. Þannig

Page 8: Sameining SORPU og Kölku · Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram að sameiningu félaganna. Eftirfarandi viljayfirlýsingu hafa báðar stjórnir

síða 8 af 11

DRÖG til umræðu

gætu eigendur hafnað ákvörðunum stjórna og tekið

ákvarðanir sem hafa veruleg áhrif á stöðu og fjárhag

byggðasamlaga án samráðs við stjórnir. Fyrir þetta má þó

líklega girða í samþykktum fyrir hið sameinaða félag.

Það hefur einnig verið nefnt að ábyrgð einstakra sveitarfélaga

kunni að vera ójöfn, vegna þess að fjárhagslegur styrkleiki

þeirra er mismunandi. Þannig kann að vera líklegra að gengið

verði fyrst á það sveitarfélag sem sterkasta fjárhagsstöðu

hefur. Þó ólíklegt kunni að vera að á ábyrgðina reyni, er þetta

engu að síður áhætta gagnvart viðkomandi sveitarfélagi.

3.4. Eignarhald

Eignarhald núverandi félaganna er ekki byggt á sömu

forsendum. Hjá Kölku breytist eignarhaldið árlega og fer eftir

íbúðafjölda í hverju sveitarfélagi fyrir sig ár hvert. Hjá SORPU

hefur eignarhlutur sveitarfélaganna verið sá sami frá árinu

2011.

Kalka er í eigu fjögurra sveitarfélaga á Suðurnesjunum.

Eignaraðild sveitarfélaganna er í réttu hlutfalli við framlag

þess til rekstrar- og eignabreytingarliða og eru þeir liðir í

hlutfalli við íbúðafjölda í hverju sveitarfélagi fyrir sig í lok

næstliðins árs. Hér að neðan má sjá eignarhlut

sveitarfélaganna fyrir árið 2017.

SORPA er í eigu sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Eignaraðild sveitarfélaganna er í hlutfalli við það stofnfé sem

sveitarfélögin hafa lagt til byggðasamlagsins frá upphafi og

hefur hún haldist sú sama frá árinu 2011. Frá því ári hefur

íbúum fjölgað mismikið í einstökum sveitarfélögum án þess

að gerðar hafi verið breytingar á eignarhaldi. Árið 2014 var

stofnfé endurvinnslustöðvanna fært út og lækkaði því

stofnféð sem nam því en eignarhlutfall hvers sveitarfélags

hélst það sama.

Við sameiningu

Við sameiningu félaganna tveggja yrði félagið í eigu 10

sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjunum.

Eignaraðild þeirra yrði skipt eftir íbúafjölda sveitarfélaganna

og yrði skipt líkt og íbúafjöldi sveitarfélaganna var 1.

desember 2017.

Uppgjör og leiðréttingarferli

Gert er ráð fyrir því að leiðrétt verði fyrir mismuni á

stofnframlögum og eignarhlut í sameinuðu félagi. Þannig yrði

innbyrðis uppgjör í hvoru félagi eins og sýnt er undir

yfirskriftinni leiðrétting í töflunum hér að neðan.

3.5. Stjórn

Stjórn SORPU er skipuð einum fulltrúa frá hverju aðildar-

sveitarfélagi og er atkvæðavægi stjórnarmanna í samræmi

við íbúafjölda þess sveitarfélags sem þau eru fulltrúar fyrir.

Reykjavíkurborg hefur því almennt lokaorðið við ákvarðana-

töku. Það á þó ekki við í stærri málum, s.s. stærri

fjárfestingarákvarðanir. Þá þarf samþykki 75% atkvæða í

stjórn og aldrei færri en þriggja sveitarfélaga. Kjörtímabil

stjórnar er tvö ár og skiptast fulltrúar sveitarfélaganna á að

sinna stjórnarformennsku.

Stjórn Kölku er skipuð fimm fulltrúum, tveimur frá Reykja-

nesbæ og einum frá hverju hinna sveitarfélaganna þar sem

hver stjórnarmaður er með eitt atkvæði. Ekkert eitt sveitar-

félag hefur ákvörðunarvald við ákvarðanatöku. Kjörtímabil

stjórnar er fjögur ár.

Við sameiningu

Við sameiningu félaganna tveggja verða eigendur félagsins

10 sveitarfélög og mun félagið því auk stjórnar vera með

framkvæmdaráð. Árlega verða svo haldnir eigendafundir.

Í samþykktum félagsins verður það útlistað hvaða ákvarðanir

framkvæmdaráð félagsins getur tekið og hvaða ákvarðanir

þarf að bera undir stjórn. Samþykktirnar munu einnig kveða á

um það hvaða ákvarðanir þurfa að fara fyrir eigendafund til

að fá endanlegt samþykki sveitarstjórna.

Eigendafundur

Árlega, eigi síðar en í apríl, skal halda eigendafund. Á

eigendafundi fer einn fulltrúi frá hverju sveitarfélagi með

atkvæðisrétt sveitarfélagsins. Auk þess fulltrúa geta

sveitarfélögin óskað eftir því að allt að tveir áheyrnarfulltrúar

sitji eigendafund, með málfrelsi og tillögurétti.

Dagskrá eigendafundar er eftirfarandi:

⚫ Kosning fundarstjóra og ritara.

⚫ Skýrsla stjórnar.

SveitarfélagSkipting

stofnfjárHlutfall íbúa

Höfuðborgarsvæðið 90% 89,60%

Suðurnesin 10% 10,40%

Sveitarfélag Stofn Íbúafjöldi Leiðrétting

Reykjavíkurborg 66,7% 56,77% -33,5m.kr.

Kópavogsbær 11,3% 16,16% 16,4m.kr.

Hafnarfjörður 10,7% 13,22% 8,5m.kr.

Garðabær 5,5% 7,06% 5,3m.kr.

Mosfellsbær 3,0% 4,73% 5,8m.kr.

Seltjarnarnes 2,8% 2,06% -2,5m.kr.

Samtals 100,0% 100,0% 0m.kr.

Stofnframlög 337m.kr.

Sveitarfélag Stofn Íbúafjöldi Leiðrétting

Reykjanesbær 71,1% 69,1% -4,0m.kr.

Grindavíkurbær 12,0% 12,9% 1,7m.kr.

Garður Sandgerði 12,3% 13,1% 1,6m.kr.

Vogar 4,6% 4,9% 0,6m.kr.

Samtals 100,0% 100,0% 0m.kr.

Stofnframlög 200m.kr.

Page 9: Sameining SORPU og Kölku · Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram að sameiningu félaganna. Eftirfarandi viljayfirlýsingu hafa báðar stjórnir

síða 9 af 11

DRÖG til umræðu

⚫ Staðfesting ársreiknings og umræða um skýrslu

endurskoðanda félagsins.

⚫ Ákvörðun um hvernig farið skuli með hagnað eða

hvernig tapi skuli mætt.

⚫ Ákvörðun um tillögu stjórnar að breytingum á stofn-

framlögum.

⚫ Staðfesting á tilnefningum aðildarsveitarfélaga um

aðalmenn og varamenn til stjórnar til tveggja ára í

senn og kjör formanns og varaformanns.

⚫ Þóknun stjórnar og framkvæmdaráðs.

⚫ Kosning endurskoðanda félagsins.

⚫ Önnur mál sem einstök sveitarfélög hafa óskað eftir

að tekin yrðu á dagskrá, enda hafi erindi um það

verið sent með fundarboði þar sem gerð er grein fyrir

málinu.

Stjórn

Stjórn félagsins verður skipuð einum aðila frá hverju

aðildarsveitarfélagi og skal hann vera aðalmaður í

sveitarstjórn eða framkvæmdastjóri sveitarfélags. Fundir

verða haldnir í það minnsta tvisvar á ári og oftar ef þurfa

þykir. Kjörtímabil stjórnar er tvö ár og skiptast fulltrúar

aðildarsveitarfélaganna á að sinna stjórnarformennsku.

Ákvarðanir stjórnar teljast samþykktar hljóti þær a.m.k. 70%

atkvæða og aldrei færri en fjögurra sveitarfélaga.

Atkvæðavægi stjórnarmanna verður í takt við íbúafjölda þess

sveitarfélags sem þeir eru fulltrúar fyrir og endurskoðast í

byrjun hvers árs miðað við íbúafjölda sveitarfélaganna 1.

desember árið á undan.

Hlutverk stjórnar:

⚫ Marka stefnu félagsins í samræmi við eigendastefnu

og skilgreina í henni mælikvarða í rekstri félagsins.

⚫ Undirbýr tillögur fyrir eigendafund og annast

undirbúning hans. Svo sem tillögur til eigenda um

breytingar á stofnframlögum.

⚫ Samþykkja fjárhagsáætlun og árlega fimm ára áætlun

um rekstur, fjárfestingu og fjármál.

⚫ Ákvörðun um stærri fjárfestingar, þ.e. fjárfestingar

sem krefjast aukinna stofnframlaga og skuldbindingar

sem fara yfir 5% af bókfærðu eigin fé félagsins.

Framkvæmdaráð

Framkvæmdaráð félagsins verður skipuð fimm einstaklingum,

sem kosnir eru af stjórn samkvæmt tilnefningum einstakra

sveitarfélaga. Fundir verða haldnir í það minnsta

mánaðarlega og oftar ef þurfa þykir. Heimilt er þó að fella

niður fundi á sumarleyfistíma. Kjörtímabil framkvæmdaráðs er

fjögur ár og kjósa tilnefndir einstaklingar sér formann.

Fulltrúar framkvæmdaráðs fara með atkvæði þeirra

sveitarfélaga sem þá tilnefndu. Ákvörðun telst samþykkt í

framkvæmdaráði hafi hún meirihluta atkvæða og að minnsta

kosti þriggja fulltrúa.

Hlutverk framkvæmdaráðs:

⚫ Hafa stöðugt og ítarlegt eftirlit með rekstri félagsins

og sjá um að lögum, reglugerðum, samþykktum og

markaðri stefnu félagsins sé fylgt.

⚫ Gera tillögu að fjárhagsáætlun.

⚫ Setja félaginu starfskjarastefnu.

⚫ Samþykkja starfsáætlun.

⚫ Vinna með framkvæmdastjóra að gerð tillögu um

árlega fimm ára áætlun um rekstur, fjárfestingu og

fjármál sem lögð er fyrir stjórn.

⚫ Ráða framkvæmdastjóra til starfa og ákveða

ráðningarkjör hans.

⚫ Staðfesta skipurit.

⚫ Setur sér starfsreglur sem fjalla nánar um hlutverk og

framkvæmd starf þess, verkaskiptingu og samskipti

milli sín, formanns og framkvæmdastjóra.

3.6. Fjárfestingar og fjármögnun

Fari fjárhæð einstakra nýrra skuldbindinga yfir 5% af

bókfærðu eigin fé félagsins í síðasta ársreikningi skal

viðkomandi skuldbinding vera lögð fyrir eigendafund til

samþykktar áður en til hennar er stofnað.

Ef til viðbótarfjárframlaga kemur frá sveitarfélögum vegna

fjárfestinga sem ekki verður hægt að greiða úr rekstri eða

með lántökum skulu þau vera greidd hlutfallslega miðað við

íbúatölu aðildarsveitarfélaganna hinn 1. desember næstan á

undan greiðsludegi.

3.7. Gjaldtaka

Í tilfelli SORPU þá greiða sveitarfélögin og aðrir eftir vigt og

tegund úrgangs fyrir sorpeyðingu, því meiri úrgangur sem

kemur frá sveitarfélagi því hærri verður kostnaðurinn fyrir það

sveitarfélag. Kostnaður sveitarfélaga vegna sorpeyðingar á

höfuðborgarsvæðinu er því óháður eignarhlut þeirra í

SORPU. Sveitarfélögin greiða einnig fyrir rekstur

endurvinnslustöðvanna skv. sérstökum þjónustusamningi og

greiða sveitarfélögin mismun á eigin tekjum

endurvinnslustöðvanna og rekstrarkostnaði eftir íbúafjölda.

Í tilfelli Kölku þá greiðir hvert sveitarfélag fast gjald fyrir

sorpeyðingu og sorphirðu sem fer eftir eignarhlut þeirra í

félaginu og er rekstur endurvinnslustöðva innifalinn í því

gjaldi.

Við sameiningu

Innheimta sorpgjalda verður með óbreyttu sniði, þ.e. hvert

sveitarfélag mun innheimta sorpgjöld fyrir sorphirðu og -

eyðingu.

Gert er ráð fyrir því að hið sameinaða félag muni innheimta

gjald fyrir förgun eftir magni og tegund sorps á sama hátt og

SORPA gerir í dag. Auk þess er gert ráð fyrir því að hvert

Page 10: Sameining SORPU og Kölku · Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram að sameiningu félaganna. Eftirfarandi viljayfirlýsingu hafa báðar stjórnir

síða 10 af 11

DRÖG til umræðu

sveitarfélag eigi þess kost að gera samning við hið samein-

aða félag um sorphirðu í sveitarfélaginu. Félagið myndi þá

standa að sameiginlegu útboði á einstökum svæðum eftir því

hvað metið er hagkvæmast í hverju tilviki fyrir sig. Gera má

ráð fyrir því að félagið hafi þóknun fyrir umsýslu slíkra

samninga.

Fyrirkomulag gagnvart fyrirtækjum verður með sama hætti

og verið hefur, þ.e. þau munu greiða gjald fyrir förgun skv.

gjaldskrá í samræmi við það magn sorps sem þau skila til

förgunar.

Sveitarfélögin munu halda áfram að greiða fyrir rekstur

endurvinnslustöðvanna og mun sú greiðsla fara eftir

íbúafjölda í hverju sveitarfélagi fyrir sig.

Endurvinnslustöðvar

Árið 2014 var gerð breyting á reikningsskilaaðferð vegna

endurvinnslustöðva SORPU bs. Stofnfé endurvinnslustöðva

var fært út, endurvinnslustöðvar voru afskrifaðar og færð upp

skuldbinding sem nam bókfærðu verði endurvinnslustöðva. Á

móti lánum sem tekin eru vegna endurvinnslustöðva er færð

krafa á sveitarfélögin. Krafan er nettuð á móti

skuldbindingunni til að þenja ekki út efnahagsreikning

byggðasamlagsins.

Gert er ráð fyrir því að við sameiningu félaganna verði gerður

þjónustusamningur við sveitarfélögin á Suðurnesjunum um

rekstur endurvinnslustöðva og grenndargáma líkt og gert

hefur verið fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu.

Sveitarfélögin á Suðurnesjunum myndu því greiða fyrir

rekstur endurvinnslustöðva og grenndargáma á

Suðurnesjunum og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðið

myndu greiða fyrir rekstur endurvinnslustöðva og

grenndargáma á höfuðborgarsvæðinu.

Page 11: Sameining SORPU og Kölku · Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram að sameiningu félaganna. Eftirfarandi viljayfirlýsingu hafa báðar stjórnir

síða 11 af 11

DRÖG til umræðu

Viðauki

Ávöxtunarkrafa

Áhætta fylgir því fjármagni sem lagt er til rekstursins. Í tilfelli

þessara félaga tengist hún helst lánsfjármögnun og því að

kostnaður sé í samræmi við spár. Ávöxtunarkrafa er

mælikvarði á þessa áhættu. Vegna eðli starfseminnar og

tengingar við rekstur sveitarfélaga verður að gera ráð fyrir að

ávöxtunarkrafa á félögin sé lægri en ella. Rekstrarreikningar

sem gætu staðið sjálfstæðir, þ.e. án ábyrgðar

sveitarfélaganna, ættu að bera hærri ávöxtunarkröfu.

Niðurstaða Capacent er að ávöxtunarkrafa lánsfjár sé um 2-

3% hærri en sem nemur ávöxtunarkröfu á ríkisskuldabréf, en

hún er nú um 1,7% (RIKS 30 0701). Tekur það meðal annars

mið af lánskjörum félaganna og/eða annarra sambærilegra

félaga. Gert hefur verið ráð fyrir að ávöxtunarkrafa lánsfjár

fyrir SORPU sé 3,7% og fyrir Kölku 4,5%.

Ávöxtunarkrafa eiginfjár er að jafnaði um 6% hærri en

ávöxtunarkrafa áhættulausra ríkisskuldabréfa og er

hefðbundin leið við mat á ávöxtunarkröfu eigin fjár að byggja

á CAPM líkaninu. Það er hins vegar ljóst að áhætta í rekstri

félaga í opinberum rekstri, líkt og SORPU og Kölku, er

umtalsvert lægri og er niðurstaða Capacent því sú að styðjast

skuli við aðferð sem á ágætlega við um opinberan rekstur.

Notast var við þessa aðferð í kostnaðar-og ábatagreiningu

ParX sem kom út í mars 2007 og ber heitið „Hagræn úttekt á

sex valkostum fyrir framtíðarstaðsetningu

Reykjavíkurflugvallar“. Aðferðin nefnist samfélagslegt

tímagildismat og má skipta þessu mati í tvo þætti. Annars

vegar einstaklingsbundið tímagildismat og hins vegar áhrif

þess að neyslukostir verði að öllum líkindum meiri í

framtíðinni en nú sökum hagvaxtar. Tímagildismatinu má lýsa

með eftirfarandi jöfnu:

r = p + g * e

Einstaklingsbundið tímagildismat er táknað sem p í jöfnunni

hér að ofan og mælir þann afvöxtunarstuðul sem gerir neyslu

samskonar vörukörfu jafngilda á tveimur mismunandi tímum.

Búast má við því að afvöxtunarstuðullinn sé 1,5% á

ársgrundvelli líkt og bresk stjórnvöld mæla með, en fátt

bendir til þess að íslenskir neytendur séu óþolinmóðari en

þeir bresku. Þar sem líklegt er að tekjur og neyslukostir verði

meiri í framtíðinni en nú, er tekið tillit til þess í seinni hluta

jöfnunar. Þar táknar g hagvöxt, en samkvæmt hagvaxtarspá

OECD ætti hagvöxtur að vera um 1,8% til lengri tíma litið.

Jaðarnotagildi er svo táknað með e, en þar er tekið tillit til

þess að með aukinni neyslu á vöru þá meti einstaklingur

viðbótarneyslu í framtíð en nú. Jaðarnotagildi hverrar krónu

er því meiri í nútíð en í framtíð og samkvæmt Evans í bókinni

„Green Book, Appraisal and Evaluation in Central

Government“ frá árinu 2006 er meðalgildi fyrir stuðulinn e

nálægt 1,4 og er því notast við það gildi hér. Þar sem SORPA

og Kalka eru félög í eigu sveitarfélaga en ekki sveitarfélög

sjálf er lagt álag ofan á tímagildismatið. Álagið er

mismunurinn á ríkisskuldabréfavöxtum og lánskjörum

félaganna. Þar af leiðandi verður ávöxtunarkrafa eiginfjár fyrir

SORPU 6,0% og fyrir Kölku 6,8%.

Af þessu leiðir að ávöxtunarkrafa SORPU er 4,4% og Kölku

5,2%.

WACC SORPA KALKA Vægi

Re 6,02% 6,82% 30%

Rd 3,70% 4,50% 70%

Vegin krafa 4,40% 5,20% 100%

Page 12: Sameining SORPU og Kölku · Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram að sameiningu félaganna. Eftirfarandi viljayfirlýsingu hafa báðar stjórnir

UMBOÐ

Stjórn SORPU bs., kt. 510588-1189, Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík, veitir hér með framkvæmdastjóra SORPU bs.,

Birni H. Halldórssyni, kt. 241262-5299, Klausturhvammi 36, 220 Hafnarfirði, fullt og ótakmarkað umboð til

þess að undirrita fyrir hönd SORPU bs. eftirtalin lánaskjöl:

1. Samningur um yfirdráttarheimild/yfirdráttarlán með hámarksfjárhæð 500.000.000 kr. (hér eftir

„yfirdráttarlánið“), og

2. Langtímalán að fjárhæð 1.000.000.000 kr. (hér eftir „langtímalánið“).

Umboð framkvæmdastjóra nær m.a. til eftirfarandi vegna yfirdráttarlánsins og langtímalánsins:

- Undirrita f.h. SORPU bs. lánasamningana vegna yfirdráttarlánsins og langtímalánsins.

- Undirrita útborgunarbeiðnir vegna langtímalánsins.

- Undirrita öll önnur skjöl sem umboðsmaður telur nauðsynlegt að undirrita í tengslum við

yfirdráttarlánið og langtímalánið.

Undirritun framkvæmdastjóra á ofangreind skjöl og önnur skjöl sem tengjast ofangreindum lánasamningum

skal hafa sama skuldbindingargildi fyrir SORPU bs. eins og stjórn félagsins hefði ritað undir þau.

Stjórn SORPU bs. hefur verið kynnt efni lánasamninganna og þær skuldbindingar og kvaðir sem koma þar

fram.

Allir stjórnarmenn í SORPU bs. hafa haft tök á því að fjalla um þá ákvörðun félagsins að undirrita og gerast

aðili að lánasamningunum.

Umboðið gildir til 30. mars 2020. Um umboðið gilda íslensk lög.

_______________________

Staður/dagsetning.

Í stjórn SORPU bs.:

Vottar að réttri dagsetningu og undirritun:

Nafn kennitala Nafn kennitala

Page 13: Sameining SORPU og Kölku · Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram að sameiningu félaganna. Eftirfarandi viljayfirlýsingu hafa báðar stjórnir
Page 14: Sameining SORPU og Kölku · Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram að sameiningu félaganna. Eftirfarandi viljayfirlýsingu hafa báðar stjórnir

SORPAViðhorfskönnun meðal íbúa Leirvogstungu og nágrennisNóvember 2018

Page 15: Sameining SORPU og Kölku · Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram að sameiningu félaganna. Eftirfarandi viljayfirlýsingu hafa báðar stjórnir

2

Efnisyfirlit

Bls.

3 Framkvæmdalýsing

4 Helstu niðurstöður

Ítarlegar niðurstöður

11 Sp. 1 Varstu oft, stundum, sjaldan eða aldrei var/vör við vonda lykt í hverfinu þínu síðastliðið sumar?

13 Sp. 2 Hvaðan telur þú að lyktin hafi komið?

14 Sp. 3 Hversu viss eða óviss ertu um að lyktin hafi komið frá urðunarstað SORPU í Álfsnesi?

16 Sp. 4 Hvaða daga vikunnar varðst þú helst var/vör við vonda lykt?

17 Sp. 5 En hvenær sólarhringsins varðst þú helst var/vör við vonda lykt?

19 Sp. 6 En við hvaða aðstæður verður þú helst var/vör við vonda lykt?

21 Sp. 7 Á heildina litið, varðst þú fyrir miklum eða litlum óþægindum vegna vondrar lyktar í hverfinu þínu sl. sumar?

23 Sp. 8 Hefur þú kvartað eða komið með athugasemd vegna lyktarinnar?

25 Sp. 9 Við hvaða aðila kvartaðir þú?

26 Sp. 10 Hvernig komst þú kvörtun þinni eða athugasemd á framfæri við SORPU?

27 Sp. 10b Hvernig komst þú kvörtun þinni eða athugasemd á framfæri við bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ?

28 Sp. 11 Hversu oft hefur þú kvartað eða komið með athugasemd vegna vondrar lyktar í hverfinu við Sorpu?

29 Sp. 11b Hversu oft hefur þú kvartað eða komið með athugasemd vegna vondrar lyktar í hverfinu við Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ?

30 Sp. 12 Ertu ánægð(ur) eða óánægð(ur) með þá afgreiðslu sem kvörtun þín fékk hjá SORPU?

31 Sp. 12b Ertu ánægð(ur) eða óánægð(ur) með þá afgreiðslu sem kvörtun þín fékk hjá Bæjaryfirvöldum í Mosfellsbæ?

32 Sp. 13 Hvað er það sem þú ert helst óánægð(ur) með við afgreiðslu kvörtunar þinnar hjá …?

33 Sp. 14 Hefurðu kynnt þér aðgerðir SORPU til að draga úr vondri lykt frá urðunarstaðnum í Álfsnesi?

35 Sp. 15 Hvar hefurðu kynnt þér þessar aðgerðir?

36 Sp. 16 Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ertu með aðgerðir SORPU til að draga úr vondri lykt frá urðunarstaðnum í Álfsnesi?

38 Sp. 17 Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ertu með upplýsingagjöf SORPU til íbúa Leirvogstungu um urðunarstaðinn í Álfsnesi?

40 Sp. 17b Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ertu með upplýsingagjöf bæjaryfirvalda í Mosfellsbæ til íbúa Leirvogstungu um urðunarstaðinn í Álfsnesi?

42 Sp. 18 Á heildina litið, hversu jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) ert þú gagnvart SORPU?

44 Leiðbeiningar um túlkun niðurstaðna

Page 16: Sameining SORPU og Kölku · Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram að sameiningu félaganna. Eftirfarandi viljayfirlýsingu hafa báðar stjórnir

3

Framkvæmdalýsing

Lýsing á rannsókn

Unnið fyrir SORPU

Markmið

Framkvæmdatími 1. - 25. nóvember 2018

Aðferð Símakönnun

Úrtak 259 manns af öllu landinu, 18 ára og eldri, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup

Verknúmer 4029118

Stærð úrtaks og svörun

Úrtak 259

Næst ekki í 66

Neita að svara 45

Finnst ekki 36

Fjöldi svarenda 108

Svarhlutfall 41,7%

Reykjavík, 6. desember 2018

Bestu þakkir fyrir gott samstarf,

Jóna Karen Sverrisdóttir

Sigríður Herdís Bjarkadóttir

Allur réttur áskilinn: © Gallup.

Skýrsla þessi og innihald hennar er eingöngu til innanhússnota hjá því fyrirtæki, stofnun eða einstaklingi sem hana keypti. Öll opinber birting eða

dreifing er óheimil án skriflegs leyfis Gallup. Starfsemi Gallup er með ISO 9001 gæðavottun. Auk þess er Gallup aðili að ESOMAR.

Að skoða viðhorf íbúa Leirvogstungu og nágrennis til SORPU og þeirra aðgerða sem SORPA hefur gripið til í kjölfar kvartana íbúa

vegna lyktarmengunar. Einnig að skoða þróun þar á.

Page 17: Sameining SORPU og Kölku · Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram að sameiningu félaganna. Eftirfarandi viljayfirlýsingu hafa báðar stjórnir

4

Helstu niðurstöður

Page 18: Sameining SORPU og Kölku · Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram að sameiningu félaganna. Eftirfarandi viljayfirlýsingu hafa báðar stjórnir

5

Varstu oft, stundum, sjaldan eða aldrei var/vör við vonda lykt í hverfinu þínu síðastliðið

sumar?

94,9% 94,5%

81,5% 79,1%

67,1%59,7%

53,7%

73,4% 74,8%

65,4%

Des. '09 Nóv.-des. '10 Nóv. '11 Nóv. '12 Nóv. - des. '13 Nóv. - des. '14 Nóv. '15 Nóv. '16 Nóv. '17 Nóv. '18

Þróun

Hefur þú kvartað eða komið með athugasemd vegna lyktarinnar?

40,5% 40,4%

27,9%

43,4% 45,3%39,1% 36,4%

32,8%27,5%

35,7%

Des. '09 Nóv.-des. '10 Nóv. '11 Nóv. '12 Nóv.'des. '13 Nóv. - des. '14 Nóv. '15 Nóv. '16 Nóv. '17 Nóv. '18

Þróun

Page 19: Sameining SORPU og Kölku · Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram að sameiningu félaganna. Eftirfarandi viljayfirlýsingu hafa báðar stjórnir

6

Á heildina litið, varðst þú fyrir miklum eða litlum óþægindum vegna vondrar lyktar í

hverfinu þínu sl. sumar?

32,4% 33,3%

52,4%45,3% 48,1%

63,0% 61,5%50,0%

65,3% 60,9%

16,2% 15,7%

14,3%

15,1% 11,5%

8,7% 7,7%

16,1%

12,5% 17,2%51,4% 51,0%

33,3%39,6% 40,4%

28,3% 30,8% 33,9%22,2% 21,9%

2,6 2,8 3,3 3,0 3,1

3,4 3,5 3,2

3,6 3,5

Des. '09 Nóv.-des. '10 Nóv. '11 Nóv. '12 Nóv.-des. '13 Nóv. - des. '14 Nóv. '15 Nóv. '16 Nóv. '17 Nóv. '18

Þróun

Litlum óþægindum Hvorki né Miklum óþægindum Meðaltal (1-5)

Page 20: Sameining SORPU og Kölku · Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram að sameiningu félaganna. Eftirfarandi viljayfirlýsingu hafa báðar stjórnir

7

Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ertu með aðgerðir SORPU til að draga úr vondri lykt frá

urðunarstaðnum í Álfsnesi?

41,7% 38,1% 35,9%

20,0%

52,7% 48,1%56,3%

41,4% 42,5%48,0%

20,8% 28,6%23,1%

22,0%

20,0% 26,9%

25,0%

29,3% 23,8%

36,0%

37,5% 33,3%41,0%

58,0%

27,3% 25,0%18,8%

29,3% 33,8%

16,0%

3,0 2,9 2,9 2,5

3,3 3,3 3,5 3,2 3,1

3,5

Des. '09 Nóv.-des. '10 Nóv. '11 Nóv. '12 Nóv.-des. '13 Nóv. - des. '14 Nóv. '15 Nóv. '16 Nóv. '17 Nóv. '18

Þróun

Ánægð(ur) Hvorki né Óánægð(ur) Meðaltal (1-5)

Page 21: Sameining SORPU og Kölku · Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram að sameiningu félaganna. Eftirfarandi viljayfirlýsingu hafa báðar stjórnir

8

Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ertu með upplýsingagjöf SORPU til íbúa Leirvogstungu

um urðunarstaðinn í Álfsnesi?

17,2% 19,1%13,0%

20,0%

40,6%

20,6%

36,7%

18,6%13,8%

22,5%

31,0%17,0%

23,9%

23,3%

25,0%

42,9%

28,3%

27,1%31,3%

30,0%

51,7%

63,8% 63,0%56,7%

34,4% 36,5% 35,0%

54,2% 55,0%47,5%

2,5 2,4 2,3 2,5 3,0 2,8

3,1

2,4 2,4 2,6

Des. '09 Nóv.-des. '10 Nóv. '11 Nóv. '12 Nóv.-des. '13 Nóv. - des. '14 Nóv. '15 Nóv. '16 Nóv. '17 Nóv. '18

Þróun

Ánægð(ur) Hvorki né Óánægð(ur) Meðaltal (1-5)

Page 22: Sameining SORPU og Kölku · Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram að sameiningu félaganna. Eftirfarandi viljayfirlýsingu hafa báðar stjórnir

9

Á heildina litið, hversu jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) ert þú gagnvart SORPU?

56,4%66,7%

60,4%

45,5%

69,2%64,1%

72,8% 75,0%69,2%

77,6%

28,2%14,8%

15,1%

13,6%

15,4%

12,8%

11,1%12,5%

14,0%

12,1%

15,4% 18,5%24,5%

40,9%

15,4%23,1%

16,0% 12,5% 16,8%10,3%

3,6 3,6 3,3

3,0

3,8 3,6 3,8 3,8 3,7 3,9

Des. '09 Nóv.-des. '10 Nóv. '11 Nóv. '12 Nóv.-des. '13 Nóv. - des. '14 Nóv. '15 Nóv. '16 Nóv. '17 Nóv. '18

Þróun

Jákvæð(ur) Hvorki né Neikvæð(ur) Meðaltal (1-5)

Page 23: Sameining SORPU og Kölku · Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram að sameiningu félaganna. Eftirfarandi viljayfirlýsingu hafa báðar stjórnir

10

Ítarlegar niðurstöður

Page 24: Sameining SORPU og Kölku · Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram að sameiningu félaganna. Eftirfarandi viljayfirlýsingu hafa báðar stjórnir

11

Fjöldi % +/-

Já, oft 12 11,2 6,0

Já, stundum 28 26,2 8,3

Já, sjaldan 30 28,0 8,5

Nei, aldrei 37 34,6 9,0

Fjöldi svara 107 100,0

Tóku afstöðu 107 99,1

Tók ekki afstöðu 1 0,9

Fjöldi svarenda 108 100,0

Sp. 1. Varstu oft, stundum, sjaldan eða aldrei var/vör við vonda lykt í hverfinu þínu

síðastliðið sumar?

11,2%

26,2%

28,0%

34,6%

Já, oft

Já, stundum

Já, sjaldan

Nei, aldrei

51,3%

34,5%

20,4%25,4%

17,7%9,1% 7,3%

17,7% 14,0% 11,2%

25,6%

36,4%

33,3%

38,8%

24,1%

19,5%14,6%

29,1%29,9%

26,2%

17,9%23,6%

27,8%14,9%

25,3%

31,2%

31,7%

26,6% 30,8%

28,0%

5,1% 5,5%

18,5% 20,9%

32,9%40,3%

46,3%

26,6% 25,2%34,6%

Des. '09 Nóv.-des. '10 Nóv. '11 Nóv. '12 Nóv. - des.

'13

Nóv. - des.

'14

Nóv. '15 Nóv. '16 Nóv. '17 Nóv. '18

Þróun

Já, oft Já, stundum Já, sjaldan Nei, aldrei

94,9% 94,5%81,5% 79,1%

67,1%59,7%

53,7%

73,4% 74,8%65,4%

Des. '09 Nóv.-des. '10 Nóv. '11 Nóv. '12 Nóv. - des.

'13

Nóv. - des.

'14

Nóv. '15 Nóv. '16 Nóv. '17 Nóv. '18

Page 25: Sameining SORPU og Kölku · Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram að sameiningu félaganna. Eftirfarandi viljayfirlýsingu hafa báðar stjórnir

12

Fjöldi

Heild 107

Kyn

Karlar 55

Konur 52

Aldur

25-34 ára 23

35-40 ára 19

41-50 ára 34

Eldri en 50 ára 31

Hefurðu kynnt þér aðgerðir SORPU til að draga úr vondri lykt frá urðunarstaðnum í Álfsnesi?

Já 34

Nei 73

Ekki marktækur munur

Sp. 1. Varstu oft, stundum, sjaldan eða aldrei var/vör við vonda lykt í hverfinu þínu

síðastliðið sumar?

Greiningar

37%

38%

37%

35%

53%

41%

26%

47%

33%

28%

25%

31%

30%

16%

29%

32%

29%

27%

35%

36%

33%

35%

32%

29%

42%

24%

40%

Já, oft/stundum Já, sjaldan Nei, aldrei

Page 26: Sameining SORPU og Kölku · Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram að sameiningu félaganna. Eftirfarandi viljayfirlýsingu hafa báðar stjórnir

13

Fjöldi % +/-

Urðunarstað SORPU í Álfsnesi 65 98,5 2,9

Nærliggjandi hesthúsabyggð 6 9,1 6,9

1 1,5 2,9

Fjöldi svara 72

Tóku afstöðu 66 94,3

Tóku ekki afstöðu 4 5,7

Fjöldi aðspurðra 70 100,0

Spurðir 70 64,8

Ekki spurðir 38 35,2

Fjöldi svarenda 108 100,0

Sp. 2. Hvaðan telur þú að lyktin hafi komið?

Landbúnaði/Fuglabúm/

Matvælaframleiðslu

98,5%

9,1%

1,5%

Urðunarstað SORPU í

Álfsnesi

Nærliggjandi

hesthúsabyggð

Landbúnaði/Fuglabúm/

Matvælaframleiðslu Í þessari spurningu mátti nefna fleiri en einn svarmöguleika. Hlutfallstölur eru því reiknaðar eftir fjölda þeirra sem tóku afstöðu en ekki fjölda svara.

Þeir sem urðu varir við vonda lykt í hverfinu sínu síðastliðið sumar (sp. 1) voru spurðir þessarar spurningar.

Vegna einsleitni í dreifingu svara eru greiningar ekki sýndar.

100,0%96,1% 95,2%

100,0%96,2%

93,3%97,7% 96,4% 97,5% 98,5%

8,1% 9,8%

2,4% 1,9% 1,9%

13,3%9,1%

3,6% 2,5%

9,1%

Des. '09 Nóv.-des.

'10

Nóv. '11 Nóv. '12 Nóv.-des.

'13

Nóv. - des.

'14

Nóv. '15 Nóv. '16 Nóv. '17 Nóv. '18

Þróun

Urðunarstað SORPU í Álfsnesi Nærliggjandi hesthúsabyggð

Page 27: Sameining SORPU og Kölku · Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram að sameiningu félaganna. Eftirfarandi viljayfirlýsingu hafa báðar stjórnir

14

Fjöldi % +/-

Mjög viss (5) 45 73,8 11,0

Frekar viss (4) 15 24,6 10,8

Hvorki né (3) 0 0,0 0,0

Frekar óviss (2) 1 1,6 3,2

Mjög óviss (1) 0 0,0 0,0

Viss 60 98,4 3,2

Hvorki né 0 0,0 0,0

Óviss 1 1,6 3,2

Fjöldi svara 61 100,0

Tóku afstöðu 61 93,8

Tóku ekki afstöðu 4 6,2

Fjöldi aðspurðra 65 100,0

Spurðir 65 60,2

Ekki spurðir 43 39,8

Fjöldi svarenda 108 100,0

Meðaltal (1-5) 4,7

Vikmörk ± 0,1

Sp. 3. Hversu viss eða óviss ertu um að lyktin hafi komið frá urðunarstað SORPU í Álfsnesi?

Viss98,4%

Óviss1,6%

Þeir sem telja að lyktin hafi komið frá urðunarstað SORPU í Álfsnesi voru spurðir þessarar spurningar (sp.2).

Meðaltal er reiknað með því að leggja saman margfeldi af vægi svars og fjölda sem velja það svar og deila upp í summuna með h eildarfjölda svara. Í töflunni hér fyrir ofan reiknast meðaltal skv. eftirfarandi formúlu: [Mjög viss(fj. x 5) + frekar viss (fj. x 4) + hvorki né (fj. x 3) + frekar óviss fj. x 2) + mjög óviss (fj. x 1)] / Heildarfjöldi svara. Meðaltalið tekur gildi á kvarðanum 1 til 5.

75,7%81,0% 77,5%

84,3%72,0% 71,4%

83,7% 80,8%71,1% 73,8%

21,6%16,7% 20,0%

15,7%

22,0% 23,8%

14,0% 19,2%

25,0% 24,6%

4,0% 4,8%

4,7 4,8 4,8 4,8 4,6 4,7 4,8 4,8 4,6 4,7

Des. '09 Nóv.-des.

'10

Nóv. '11 Nóv. '12 Nóv.-des.

'13

Nóv. - des.

'14

Nóv. '15 Nóv. '16 Nóv. '17 Nóv. '18

Þróun

Mjög viss Frekar viss Hvorki né Frekar óviss Mjög óviss Meðaltal (1-5)

Page 28: Sameining SORPU og Kölku · Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram að sameiningu félaganna. Eftirfarandi viljayfirlýsingu hafa báðar stjórnir

15

Fjöldi Meðaltal (1-5)

Heild 61

Kyn

Karlar 30

Konur 31

Aldur

25-34 ára 11

35-40 ára 13

41-50 ára 23

Eldri en 50 ára 14

Hefurðu kynnt þér aðgerðir SORPU til að draga úr vondri lykt frá urðunarstaðnum í Álfsnesi?

Já 26

Nei 35

Ekki er marktækur munur á meðaltölum

Sp. 3. Hversu viss eða óviss ertu um að lyktin hafi komið frá urðunarstað SORPU í Álfsnesi?

Greiningar

4,7

4,8

4,6

4,5

5,0

4,6

4,8

4,7

4,7

74%

77%

71%

64%

100%

61%

79%

77%

71%

25%

23%

26%

27%

39%

21%

19%

29%

3%

9%

4%

Mjög viss Frekar viss Hvorki né Frekar óviss Mjög óviss

Page 29: Sameining SORPU og Kölku · Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram að sameiningu félaganna. Eftirfarandi viljayfirlýsingu hafa báðar stjórnir

16

Fjöldi % +/-

Mánudaga 1 2,1 4,1

Þriðjudaga 1 2,1 4,1

Miðvikudaga 2 4,3 5,8

Fimmtudaga 1 2,1 4,1

Föstudaga 3 6,4 7,0

Laugardaga 5 10,6 8,8

Sunnudaga 3 6,4 7,0

Engan sérstakan dag 34 72,3 12,8

Alla daga 5 10,6 8,8

Fjöldi svara 55

Tóku afstöðu 47 67,1

Tóku ekki afstöðu 23 32,9

Fjöldi aðspurðra 70 100,0

Spurðir 70 64,8

Ekki spurðir 38 35,2

Fjöldi svarenda 108 100,0

Sp. 4. Hvaða daga vikunnar varðst þú helst var/vör við vonda lykt?

2,1%

2,1%

4,3%

2,1%

6,4%

10,6%

6,4%

72,3%

10,6%

Mánudaga

Þriðjudaga

Miðvikudaga

Fimmtudaga

Föstudaga

Laugardaga

Sunnudaga

Engan sérstakan dag

Alla daga

Þeir sem urðu varir við vonda lykt í hverfinu sínu síðastliðið sumar (sp. 1) voru spurðir þessarar spurningar .

Í þessari spurningu mátti nefna fleiri en einn svarmöguleika. Hlutfallstölur eru því reiknaðar eftir fjölda þeirra sem tóku a fstöðu en ekki fjölda svara.

Vegna mikillar dreifingar svara eru greiningar ekki sýndar.

77,8%81,1%

89,7%

77,8%72,7%

75,0% 75,9% 75,0%72,5% 72,3%

Des. '09 Nóv.-des.

'10

Nóv. '11 Nóv. '12 Nóv.-des.

'13

Nóv. - des.

'14

Nóv. '15 Nóv. '16 Nóv. '17 Nóv. '18

Þróun

Engan sérstakan dag

Page 30: Sameining SORPU og Kölku · Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram að sameiningu félaganna. Eftirfarandi viljayfirlýsingu hafa báðar stjórnir

17

Fjöldi % +/-

Fyrir klukkan níu á morgnana 6 9,1 6,9

Frá 9:00 til 11:00 á morgnana 4 6,1 5,8

Frá 11:01 til 13:00 11 16,7 9,0

Frá 13:01 til 17:00 28 42,4 11,9

Frá 17:01 til 19:00 21 31,8 11,2

Á engum sérstökum tíma 16 24,2 10,3

Fjöldi svara 86

Tóku afstöðu 66 94,3

Tóku ekki afstöðu 4 5,7

Fjöldi aðspurðra 70 100,0

Spurðir 70 64,8

Ekki spurðir 38 35,2

Fjöldi svarenda 108 100,0

Sp. 5. En hvenær sólarhringsins varðst þú helst var/vör við vonda lykt?

9,1%

6,1%

16,7%

42,4%

31,8%

24,2%

Fyrir klukkan níu á

morgnana

Frá 9:00 til 11:00 á

morgnana

Frá 11:01 til 13:00

Frá 13:01 til 17:00

Frá 17:01 til 19:00

Á engum sérstökum

tíma Í þessari spurningu mátti nefna fleiri en einn svarmöguleika. Hlutfallstölur eru því reiknaðar eftir fjölda þeirra sem tóku afstöðu en ekki fjölda svara.

Þeir sem urðu varir við vonda lykt í hverfinu sínu síðastliðið sumar (sp. 1) voru spurðir þessarar spurningar .

6,1% 10,4%2,9% 2,2% 4,1% 2,4%

5,4%5,7% 1,4%

9,1%12,1% 14,6%8,6% 8,9% 8,2% 4,8%

0,0%

7,5% 5,5%

6,1%

18,2% 18,8%17,1% 11,1% 18,4%

33,3%

5,4%

26,4%

11,0%16,7%

Þróun

Fyrir klukkan níu á morgnana Frá 9:00 til 11:00 á morgnana Frá 11:00 til 13:00

39,4%43,8%

60,0%40,0%

44,9%45,2%

45,9%

62,3%

49,3%42,4%

45,5%

31,3%37,1%

40,0%

44,9%

35,7%

51,4%

37,7%

27,4%31,8%

27,3%27,1%

25,7%37,8%

14,3%

23,8%16,2% 15,1% 24,7% 24,2%

Des. '09 Nóv.-des.

'10

Nóv. '11 Nóv. '12 Nóv.-des.

'13

Nóv. - des.

'14

Nóv. '15 Nóv. '16 Nóv. '17 Nóv. '18

Frá 13:00 til 17:00 Frá 17:00 til 19:00 Engum sérstökum tíma

Page 31: Sameining SORPU og Kölku · Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram að sameiningu félaganna. Eftirfarandi viljayfirlýsingu hafa báðar stjórnir

18

Fjöldi

Heild 66 9% 6% 17% 42% 32% 24%

Kyn

Karlar 33 9% 9% 18% 33% 45% 30%

Konur 33 9% 3% 15% 52% 18% 18%

Aldur

25-34 ára 14 14% 14% 43% 36%

35-40 ára 12 8% 17% 58% 25% 25%

41-50 ára 24 8% 13% 21% 33% 50% 25%

Eldri en 50 ára 16 6% 6% 13% 44% 38% 13%

Hefurðu kynnt þér aðgerðir SORPU til að draga úr vondri lykt frá urðunarstaðnum í Álfsnesi?

Já 25 8% 4% 40% 40% 24%

Nei 41 10% 7% 27% 44% 27% 24%

Þar sem prósentur eru feitletraðar og litaðar með bláu er marktækur munur á milli hópa

Sp. 5. En hvenær sólarhringsins varðst þú helst var/vör við vonda lykt?

Fyrir

klukkan níu

á morgnana

Frá 9:00 til

11:00 á

morgnana

Frá 11:01 til

13:00

Frá 13:01 til

17:00

Frá 17:01 til

19:00

Á engum

sérstökum

tímaGreiningar

24%

30%

18%

36%

25%

25%

13%

24%

24%

Á engum sérstökum tíma

Page 32: Sameining SORPU og Kölku · Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram að sameiningu félaganna. Eftirfarandi viljayfirlýsingu hafa báðar stjórnir

19

Fjöldi % +/-

Í ákveðinni vindátt 30 46,9 12,2

Logn eða hægviðri 23 35,9 11,8

Þegar það er gott veður/hlýtt 13 20,3 9,9

Þegar ég er úti/með opna glugga 7 10,9 7,6

Aðrar aðstæður 4 6,3 5,9

Fjöldi svara 77

Tóku afstöðu 64 91,4

Tóku ekki afstöðu 6 8,6

Fjöldi aðspurðra 70 100,0

Spurðir 70 64,8

Ekki spurðir 38 35,2

Fjöldi svarenda 108 100,0

Sp. 6. En við hvaða aðstæður verður þú helst var/vör við vonda lykt?

46,9%

35,9%

20,3%

10,9%

6,3%

Í ákveðinni vindátt

Logn eða hægviðri

Þegar það er gott

veður/hlýtt

Þegar ég er úti/með

opna glugga

Aðrar aðstæður

Þessi spurning var opin, þ.e. engir svarmöguleikar voru gefnir fyrirfram. Svarendur höfðu því frjálsar hendur um eðli og fjölda svara. Hlutfallstölur eru reiknaðar eftir fjölda þeirra sem tóku afstöðu en ekki fjölda svara.

Þeir sem urðu varir við vonda lykt í hverfinu sínu síðastliðið sumar (sp. 1) voru spurðir þessarar spurningar.

54,8%50,0%

42,1%

58,0%

31,9%

55,8%

64,9%

43,4%

50,7%46,9%

29,0%

22,0%

36,8%

44,0%

21,3%

39,5%

54,1%

30,2%

37,7% 35,9%35,5% 36,0%

23,7% 22,0%

40,4%

32,6%35,1% 30,2%

31,9%

20,3%

9,7%14,0% 18,4%

8,0% 6,4%9,3%

0,0%

18,9%

8,7%10,9%

Des. '09 Nóv.-des.

'10

Nóv. '11 Nóv. '12 Nóv.-des.

'13

Nóv. - des.

'14

Nóv. '15 Nóv. '16 Nóv. '17 Nóv. '18

Þróun

Í ákveðinni vindátt Logn eða hægviðri Þegar það er gott veður/hlýtt Þegar ég er úti/með opna glugga

Page 33: Sameining SORPU og Kölku · Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram að sameiningu félaganna. Eftirfarandi viljayfirlýsingu hafa báðar stjórnir

20

Fjöldi

Heild 64 47% 36% 20% 11% 6%

Kyn

Karlar 34 47% 38% 21% 9% 6%

Konur 30 47% 33% 20% 13% 7%

Aldur

25-34 ára 12 42% 50% 25%

35-40 ára 13 15% 54% 23% 23% 8%

41-50 ára 24 63% 25% 21% 8% 8%

Eldri en 50 ára 15 53% 27% 13% 13% 7%

Hefurðu kynnt þér aðgerðir SORPU til að draga úr vondri lykt frá urðunarstaðnum í Álfsnesi?

Já 25 48% 40% 20% 12% 4%

Nei 39 46% 33% 21% 10% 8%

Þar sem prósentur eru feitletraðar og litaðar með bláu er marktækur munur á milli hópa

Sp. 6. En við hvaða aðstæður verður þú helst var/vör við vonda lykt?

Í ákveðinni

vindátt

Logn eða

hægviðri

Þegar það er

gott

veður/hlýtt

Þegar ég er

úti/með opna

glugga

Aðrar

aðstæðurGreiningar

47%

47%

47%

42%

15%

63%

53%

48%

46%

Í ákveðinni vindátt

Page 34: Sameining SORPU og Kölku · Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram að sameiningu félaganna. Eftirfarandi viljayfirlýsingu hafa báðar stjórnir

21

Fjöldi % +/-

Mjög litlum óþægindum (5) 12 18,8 9,6

Frekar litlum óþægindum (4) 27 42,2 12,1

Hvorki né (3) 11 17,2 9,2

Frekar miklum óþægindum (2) 9 14,1 8,5

Mjög miklum óþægindum (1) 5 7,8 6,6

Litlum óþægindum 39 60,9 12,0

Hvorki né 11 17,2 9,2

Miklum óþægindum 14 21,9 10,1

Fjöldi svara 64 100,0

Tóku afstöðu 64 91,4

Engum óþægindum 5 7,1

Tók ekki afstöðu 1 1,4

Fjöldi aðspurðra 70 100,0

Spurðir 70 64,8

Ekki spurðir 38 35,2

Fjöldi svarenda 108 100,0

Meðaltal (1-5) 3,5

Vikmörk ± 0,3

Sp. 7. Á heildina litið, varðst þú fyrir miklum eða litlum óþægindum vegna vondrar lyktar í

hverfinu þínu sl. sumar?

Litlum óþægindum

60,9%

Hvorki né17,2%

Miklum óþægindum

21,9%

Þeir sem urðu varir við vonda lykt í hverfinu sínu síðastliðið sumar (sp. 1) voru spurðir þessarar spurningar .

5,4%11,8% 14,3%

7,5%13,5% 15,2%

28,2%17,9% 22,2% 18,8%

27,0%21,6%

38,1%

37,7%34,6%

47,8%33,3%

32,1%

43,1%42,2%16,2% 15,7%

14,3%

15,1% 11,5%

8,7% 7,7%

16,1%

12,5% 17,2%

29,7%37,3%

26,2%30,2% 28,8%

21,7% 23,1%21,4%

15,3% 14,1%21,6%

13,7%7,1% 9,4% 11,5%

6,5% 7,7% 12,5%6,9% 7,8%

2,6 2,8 3,3 3,0 3,1

3,4 3,5 3,2

3,6 3,5

Des. '09 Nóv.-des.

'10

Nóv. '11 Nóv. '12 Nóv.-des.

'13

Nóv. - des.

'14

Nóv. '15 Nóv. '16 Nóv. '17 Nóv. '18

Þróun

Mjög litlum óþægindum Frekar litlum óþægindum Hvorki né

Frekar miklum óþægindum Mjög miklum óþægindum Meðaltal (1-5)

Page 35: Sameining SORPU og Kölku · Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram að sameiningu félaganna. Eftirfarandi viljayfirlýsingu hafa báðar stjórnir

22

Fjöldi Meðaltal (1-5)

Heild 64

Kyn

Karlar 32

Konur 32

Aldur

25-34 ára 15

35-40 ára 12

41-50 ára 23

Eldri en 50 ára 14

Hefurðu kynnt þér aðgerðir SORPU til að draga úr vondri lykt frá urðunarstaðnum í Álfsnesi?

Já 26

Nei 38

Ekki er marktækur munur á meðaltölum

Sp. 7. Á heildina litið, varðst þú fyrir miklum eða litlum óþægindum vegna vondrar lyktar í

hverfinu þínu sl. sumar?

Greiningar

3,5

3,6

3,4

3,5

2,8

3,6

3,9

3,6

3,4

19%

19%

19%

27%

17%

29%

19%

18%

42%

47%

38%

40%

42%

43%

43%

42%

42%

17%

16%

19%

7%

8%

26%

21%

23%

13%

14%

9%

19%

7%

42%

9%

7%

8%

18%

8%

9%

6%

20%

8%

4%

8%

8%

Mjög litlum óþægindum Frekar litlum óþægindum Hvorki né Frekar miklum óþægindum Mjög miklum óþægindum

Page 36: Sameining SORPU og Kölku · Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram að sameiningu félaganna. Eftirfarandi viljayfirlýsingu hafa báðar stjórnir

23

Fjöldi % +/-

Já 25 35,7 11,2

Nei 45 64,3 11,2

Fjöldi svara 70 100,0

Spurðir 70 64,8

Ekki spurðir 38 35,2

Fjöldi svarenda 108 100,0

Sp. 8. Hefur þú kvartað eða komið með athugasemd vegna lyktarinnar?

Já35,7%

Nei64,3%

Þeir sem urðu varir við vonda lykt í hverfinu sínu síðastliðið sumar (sp. 1) voru spurðir þessarar spurningar .

40,5% 40,4%

27,9%

43,4% 45,3%39,1% 36,4% 32,8%

27,5%35,7%

59,5% 59,6%

72,1%

56,6% 54,7%60,9% 63,6%

67,2%72,5%

64,3%

Des. '09 Nóv.-des. '10 Nóv. '11 Nóv. '12 Nóv.'des. '13 Nóv. - des.

'14

Nóv. '15 Nóv. '16 Nóv. '17 Nóv. '18

Þróun

Já Nei

Page 37: Sameining SORPU og Kölku · Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram að sameiningu félaganna. Eftirfarandi viljayfirlýsingu hafa báðar stjórnir

24

Fjöldi

Heild 70

Kyn

Karlar 35

Konur 35

Aldur

25-34 ára 15

35-40 ára 13

41-50 ára 24

Eldri en 50 ára 18

Hefurðu kynnt þér aðgerðir SORPU til að draga úr vondri lykt frá urðunarstaðnum í Álfsnesi? *

Já 26

Nei 44

* Marktækur munur

Sp. 8. Hefur þú kvartað eða komið með athugasemd vegna lyktarinnar?

Greiningar

36%

31%

40%

27%

54%

38%

28%

54%

25%

64%

69%

60%

73%

46%

63%

72%

46%

75%

Já Nei

Page 38: Sameining SORPU og Kölku · Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram að sameiningu félaganna. Eftirfarandi viljayfirlýsingu hafa báðar stjórnir

25

Fjöldi % +/-

Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ 15 60,0 19,2

SORPU 9 36,0 18,8

Aðra aðila 3 12,0 12,7

Fjöldi svara 27

Spurðir 25 23,1

Ekki spurðir 83 76,9

Fjöldi svarenda 108 100,0

Sp. 9. Við hvaða aðila kvartaðir þú?

60,0%

36,0%

12,0%

Bæjaryfirvöld í

Mosfellsbæ

SORPU

Aðra aðila

Þeir sem hafa kvartað eða komið með athugasemd vegna lyktarinnar (sp.8) voru spurðir þessarrar spurningar.

Í þessari spurningu mátti nefna fleiri en einn svarmöguleika. Hlutfallstölur eru því reiknaðar eftir fjölda þeirra sem tóku a fstöðu en ekki fjölda svara.

Í þessari spurningu eru svarendur fáir og ber því að túlka hlutfallstölur með varúð. Af sömu ástæðu eru greiningar ekki sýndar.

35

8

1412 9

1416 15 15

7

10

6

9 9

84

6 79

Des. '09 Nóv.-des.

'10

Nóv. '11 Nóv. '12 Nóv.-des.

'13

Nóv. - des.

'14

Nóv. '15 Nóv. '16 Nóv. '17 Nóv. '18

Þróun

Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ SORPU

Page 39: Sameining SORPU og Kölku · Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram að sameiningu félaganna. Eftirfarandi viljayfirlýsingu hafa báðar stjórnir

26

Fjöldi % +/-

6

Með tölvupósti 2

Fjöldi svara 8

Tóku afstöðu 8 88,9

Tók ekki afstöðu 1 11,1

Fjöldi aðspurðra 9 100,0

Spurðir 9 8,3

Ekki spurðir 99 91,7

Fjöldi svarenda 108 100,0

Sp. 10. Hvernig komst þú kvörtun þinni eða athugasemd á framfæri við SORPU?

Í gegnum athugasemdahnapp á

vefsíðu SORPU

1

7

5 54

4

3

6

45

22

2

2 3

3

21

2

1

3

1 2 1

Des. '09 Nóv.-des.

'10

Nóv. '11 Nóv. '12 Nóv.-des.

'13

Nóv. - des.

'14

Nóv. '15 Nóv. '16 Nóv. '17 Nóv. '18

Þróun

Í gegnum athugasemdahnapp á vefsíðu SORPU Með tölvupósti Í gegnum síma

Þeir sem hafa kvartað við SORPU (sp.9) voru spurðir þessarar spurningar.

Í þessari spurningu mátti nefna fleiri en einn svarmöguleika.

Í þessari spurningu eru svarendur fáir og eru því hlutfallstölur og greiningar ekki sýndar.

Page 40: Sameining SORPU og Kölku · Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram að sameiningu félaganna. Eftirfarandi viljayfirlýsingu hafa báðar stjórnir

27

Fjöldi % +/-

10

Í gegnum síma 2

Með tölvupósti 2

Fjöldi svara 14

Tóku afstöðu 14 93,3

Tók ekki afstöðu 1 6,7

Fjöldi aðspurðra 15 100,0

Spurðir 15 13,9

Ekki spurðir 93 86,1

Fjöldi svarenda 108 100,0

Sp. 10b. Hvernig komst þú kvörtun þinni eða athugasemd á framfæri við bæjaryfirvöld í

Mosfellsbæ?

Í gegnum athugasemdahnapp á

vefsíðu Mosfellsbæjar

4

1110

7

1211

8

10

2

3

22

2

5 5

222

1 12

2

Nóv. '11 Nóv. '12 Nóv.-des. '13 Nóv. - des. '14 Nóv. '15 Nóv. '16 Nóv. '17 Nóv. '18

Þróun

Í gegnum athugasemdahnapp á vefsíðu Mosfellsbæjar Með tölvupósti Í gegnum síma

Þeir sem hafa kvartað við bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ (sp.9) voru spurðir þessarar spurningar.

Í þessari spurningu mátti nefna fleiri en einn svarmöguleika.

Í þessari spurningu eru svarendur fáir og eru því hlutfallstölur og greiningar ekki sýndar.

Page 41: Sameining SORPU og Kölku · Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram að sameiningu félaganna. Eftirfarandi viljayfirlýsingu hafa báðar stjórnir

28

Fjöldi % +/-

1 sinni 1

2 sinnum 2

3 sinnum 1

4-5 sinnum 1

6-7 sinnum 1

8 sinnum eða oftar 1

Fjöldi svara 7

Tóku afstöðu 7 87,5

Tók ekki afstöðu 1 12,5

Fjöldi aðspurðra 8 100,0

Spurðir 8 7,4

Ekki spurðir 100 92,6

Fjöldi svarenda 108 100,0

Meðaltal 7,1

Staðalfrávik 10,3

Hæsta gildi 30,0

Sp. 11. Hversu oft hefur þú kvartað eða komið með athugasemd vegna vondrar lyktar í

hverfinu við Sorpu?

Þeir sem hafa kvartað eða komið með athugasemd vegna lyktarinnar við SORPU (sp. 9) voru spurðir þessarrar spurningar.

Í þessari spurningu eru svarendur fáir og því eru hlutfallstölur og greiningar ekki sýndar.

4,3

6,0

3,4

12,113,5

8,87,4 7,1

Þróun

Meðaltal

1 1

32

1 1 1

12

1

1

12

21

1

2

1

21

1

1

1 1

1

1 1

5

12

2

1

Nóv. '11 Nóv. '12 Nóv.-des. '13 Nóv. - des. '14 Nóv. '15 Nóv. '16 Nóv. '17 Nóv. '18

1 sinni 2 sinnum 3 sinnum 4-5 sinnum 6-7 sinnum 8 sinnum eða oftar

Page 42: Sameining SORPU og Kölku · Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram að sameiningu félaganna. Eftirfarandi viljayfirlýsingu hafa báðar stjórnir

29

Fjöldi % +/-

1 sinni 2

2 sinnum 4

3 sinnum 1

4-5 sinnum 2

6-7 sinnum 1

8 sinnum eða oftar 2

Fjöldi svara 12

Tóku afstöðu 12 80,0

Tóku ekki afstöðu 3 20,0

Fjöldi aðspurðra 15 100,0

Spurðir 15 13,9

Ekki spurðir 93 86,1

Fjöldi svarenda 108 100,0

Meðaltal 4,0

Staðalfrávik 3,2

Hæsta gildi 10,0

Sp. 11b. Hversu oft hefur þú kvartað eða komið með athugasemd vegna vondrar lyktar í

hverfinu við Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ?

Þeir sem hafa kvartað eða komið með athugasemd vegna lyktarinnar við bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ (sp. 9) voru spurðir þessarrar spurningar.

Í þessari spurningu eru svarendur fáir og því eru hlutfallstölur og greiningar ekki sýndar.

6,8 7,0

3,9

10,511,7

10,0

7,5

4,0

Þróun

Meðaltal

23

23

12 2

1

14

1

4

1

2

2

1

12

1

2

2

2

3

2

21

21

21

1

3

4

2

4

34

4

2

Nóv. '11 Nóv. '12 Nóv.-des. '13 Nóv. - des. '14 Nóv. '15 Nóv. '16 Nóv. '17 Nóv. '18

1 sinni 2 sinnum 3 sinnum 4-5 sinnum 6-7 sinnum 8 sinnum eða oftar

Page 43: Sameining SORPU og Kölku · Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram að sameiningu félaganna. Eftirfarandi viljayfirlýsingu hafa báðar stjórnir

30

Fjöldi % +/-

Mjög ánægð(ur) (5) 0

Frekar ánægð(ur) (4) 0

Hvorki né (3) 5

Frekar óánægð(ur) (2) 1

Mjög óánægð(ur) (1) 3

Ánægð(ur) 0

Hvorki né 5

Óánægð(ur) 4

Fjöldi svara 9

Spurðir 9 8,3

Ekki spurðir 99 91,7

Fjöldi svarenda 108 100,0

Meðaltal (1-5) 2,2

Sp. 12. Ertu ánægð(ur) eða óánægð(ur) með þá afgreiðslu sem kvörtun þín fékk hjá SORPU?

Þeir sem hafa kvartað við SORPU (sp. 9) voru spurðir þessarar spurningar.

Vegna fárra svara eru hlutfallstölur og greiningar ekki sýndar. Af sömu ástæðu ber að túlka þróun af varúð.

1

1

3

2

1

2

1

3

1

2

3

1

3

1

1

2

5

2

1

3

4

1

2

1

1

3

1

2

2

2

2

1

2

3

Des. '09

Nóv.-des.'10

Nóv. '11

Nóv. '12

Nóv.-des. '13

Nóv. - des. '14

Nóv. '15

Nóv. '16

Nóv. '17

Nóv. '18

Þróun

Mjög ánægð(ur) Frekar ánægð(ur) Hvorki né Frekar óánægð(ur) Mjög óánægð(ur)

3,2

2,32,7

2,4

2,9

2,3

1,3

3,2

2,02,2

Des. '09 Nóv.-des.'10 Nóv. '11 Nóv. '12 Nóv.-des.

'13

Nóv. - des.

'14

Nóv. '15 Nóv. '16 Nóv. '17 Nóv. '18

Þróun

Meðaltal (1-5)

Page 44: Sameining SORPU og Kölku · Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram að sameiningu félaganna. Eftirfarandi viljayfirlýsingu hafa báðar stjórnir

31

Fjöldi % +/-

Mjög ánægð(ur) (5) 1

Frekar ánægð(ur) (4) 4

Hvorki né (3) 3

Frekar óánægð(ur) (2) 2

Mjög óánægð(ur) (1) 2

Ánægð(ur) 5

Hvorki né 3

Óánægð(ur) 4

Fjöldi svara 12

Tóku afstöðu 12 80,0

Tóku ekki afstöðu 3 20,0

Fjöldi aðspurðra 15 100,0

Spurðir 15 13,9

Ekki spurðir 93 86,1

Fjöldi svarenda 108 100,0

Meðaltal (1-5) 3,0

Sp. 12b. Ertu ánægð(ur) eða óánægð(ur) með þá afgreiðslu sem kvörtun þín fékk hjá

Bæjaryfirvöldum í Mosfellsbæ?

Þeir sem hafa kvartað við bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ (sp. 9) voru spurðir þessarar spurningar.

Vegna fárra svara eru hlutfallstölur og greiningar ekki sýndar. Af sömu ástæðu ber að túlka þróun af varúð.

1

2

1

1

1

1

4

2

2

1

2

2

4

5

1

6

2

3

7

4

3

3

2

3

1

2

2

1

4

1

4

1

5

2

Nóv. '11

Nóv. '12

Nóv.-des. '13

Nóv. - des. '14

Nóv. '15

Nóv. '16

Nóv. '17

Nóv. '18

Þróun

Mjög ánægð(ur) Frekar ánægð(ur) Hvorki né Frekar óánægð(ur) Mjög óánægð(ur)

3,1

2,4

3,6

2,72,3

3,1

2,2

3,0

Nóv. '11 Nóv. '12 Nóv.-des. '13 Nóv. - des. '14 Nóv. '15 Nóv. '16 Nóv. '17 Nóv. '18

Þróun

Meðaltal (1-5)

Page 45: Sameining SORPU og Kölku · Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram að sameiningu félaganna. Eftirfarandi viljayfirlýsingu hafa báðar stjórnir

32

Sp. 13. Hvað er það sem þú ert helst óánægð(ur) með við afgreiðslu kvörtunar þinnar hjá

…?

Þeir sem voru óánægð(ir) með þá afgreiðslu sem kvörtunin fékk í sp. 12 voru spurðir þessarar spurningar.

…SORPU? Það sem var nefnt:

Ekki svarað.

Engin svör.

Fá ekki svar og það er sama skítafýlan hér áfram.

Seinagangur.

…bæjaryfirvöldum í Mosfellsbæ? Það sem var nefnt:

Að heyra ekki neitt frá þeim, engin viðbrögð.

Ég fékk enga úrvinnslu eða svar.

Sé ekki staðið við upphaflega yfirlýsingar um sorpurðun þegar var byrjað að urða fyrir 20 árum.

Þegar ég skila inn kvörtun þá er mér ekkert svarað, ég fæ enga tilkynningu um að það hafi verið svarað henni eða engan tölvupóst eða neitt.

Page 46: Sameining SORPU og Kölku · Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram að sameiningu félaganna. Eftirfarandi viljayfirlýsingu hafa báðar stjórnir

33

Fjöldi % +/-

Já 34 31,5 8,8

Nei 74 68,5 8,8

Fjöldi svarenda 108 100,0

Sp. 14. Hefurðu kynnt þér aðgerðir SORPU til að draga úr vondri lykt frá urðunarstaðnum í

Álfsnesi?

Já31,5%

Nei68,5%

51,3%

61,8%

49,1% 47,0%

57,5%

46,8%

34,9% 35,0%30,6% 31,5%

48,7%

38,2%

50,9% 53,0%

42,5%

53,2%

65,1% 65,0% 69,4% 68,5%

Des. '09 Nóv.-des. '10 Nóv. '11 Nóv. '12 Nóv.-des. '13 Nóv. - des.

'14

Nóv. '15 Nóv. '16 Nóv. '17 Nóv. '18

Þróun

Já Nei

Page 47: Sameining SORPU og Kölku · Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram að sameiningu félaganna. Eftirfarandi viljayfirlýsingu hafa báðar stjórnir

34

Fjöldi

Heild 108

Kyn

Karlar 56

Konur 52

Aldur

25-34 ára 23

35-40 ára 19

41-50 ára 35

Eldri en 50 ára 31

Ekki marktækur munur

Sp. 14. Hefurðu kynnt þér aðgerðir SORPU til að draga úr vondri lykt frá urðunarstaðnum í

Álfsnesi?

Greiningar

31%

38%

25%

17%

32%

40%

32%

69%

63%

75%

83%

68%

60%

68%

Já Nei

Page 48: Sameining SORPU og Kölku · Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram að sameiningu félaganna. Eftirfarandi viljayfirlýsingu hafa báðar stjórnir

35

Fjöldi % +/-

Á fundi með m.a. fulltrúa frá SORPU 15 45,5 17,0

Á netinu 6 18,2 13,2

Í blöðunum 6 18,2 13,2

Hjá SORPU 5 15,2 12,2

Fengið upplýsingar í pósti 1 3,0 5,8

Annað 4 12,1 11,1

Fjöldi svara 37

Tóku afstöðu 33 97,1

Tók ekki afstöðu 1 2,9

Fjöldi aðspurðra 34 100,0

Spurðir 34 31,5

Ekki spurðir 74 68,5

Fjöldi svarenda 108 100,0

Sp. 15. Hvar hefurðu kynnt þér þessar aðgerðir?

45,5%

18,2%

18,2%

15,2%

3,0%

12,1%

Á fundi með m.a. fulltrúa

frá SORPU

Á netinu

Í blöðunum

Hjá SORPU

Fengið upplýsingar í

pósti

Annað

Þeir sem hafa kynnt sér aðgerðir SORPU til að draga úr vondri lykt frá urðunarstaðnum í Álfsnesi (sp. 14) voru spurðir þessarar spurningar.

Í þessari spurningu mátti nefna fleiri en einn svarmöguleika. Hlutfallstölur eru því reiknaðar eftir fjölda þeirra sem tóku a fstöðu en ekki fjölda svara.

Vegna fárra svara eru greiningar ekki sýndar.

57,9%60,6% 61,5%

51,6%

38,6%

55,2%58,6%

44,4%

29,0%

45,5%

9,1%

34,6%

22,6%

34,1%

37,9%

27,6% 29,6%

25,8%18,2%

18,2%

6,1%

19,2%

3,2%

13,6%

3,4%6,9% 7,4% 6,5%

15,2%

Des. '09 Nóv.-des.

'10

Nóv. '11 Nóv. '12 Nóv.-des.

'13

Nóv. - des.

'14

Nóv. '15 Nóv. '16 Nóv. '17 Nóv. '18

Þróun

Á fundi með m.a. fulltrúa frá SORPU Á netinu Í blöðunum Hjá SORPU

Page 49: Sameining SORPU og Kölku · Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram að sameiningu félaganna. Eftirfarandi viljayfirlýsingu hafa báðar stjórnir

36

Fjöldi % +/-

Mjög ánægð(ur) (5) 18 24,0 9,7

Frekar ánægð(ur) (4) 18 24,0 9,7

Hvorki né (3) 27 36,0 10,9

Frekar óánægð(ur) (2) 8 10,7 7,0

Mjög óánægð(ur) (1) 4 5,3 5,1

Ánægð(ur) 36 48,0 11,3

Hvorki né 27 36,0 10,9

Óánægð(ur) 12 16,0 8,3

Fjöldi svara 75 100,0

Tóku afstöðu 75 69,4

Tóku ekki afstöðu 33 30,6

Fjöldi svarenda 108 100,0

Meðaltal (1-5) 3,5

Vikmörk ± 0,3

Sp. 16. Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ertu með aðgerðir SORPU til að draga úr vondri

lykt frá urðunarstaðnum í Álfsnesi?

Ánægð(ur)48,0%

Hvorki né36,0%

Óánægð(ur)16,0%

12,5% 9,5% 10,3% 6,0%

18,2%11,5%

16,7% 17,2% 16,3%24,0%

29,2%28,6% 25,6%

14,0%

34,5%36,5%

39,6%

24,1% 26,3%24,0%

20,8% 28,6%23,1%

22,0%

20,0% 26,9%

25,0%

29,3% 23,8%

36,0%

25,0% 11,9% 28,2%

36,0%

14,5%15,4%

10,4%

15,5% 20,0%

10,7%

12,5%21,4%

12,8%22,0%

12,7% 9,6% 8,3%13,8% 13,8%

5,3%

3,0 2,9 2,9 2,5

3,3 3,3 3,5 3,2 3,1

3,5

Des. '09 Nóv.-des. '10 Nóv. '11 Nóv. '12 Nóv.-des. '13 Nóv. - des.

'14

Nóv. '15 Nóv. '16 Nóv. '17 Nóv. '18

Þróun

Mjög ánægð(ur) Frekar ánægð(ur) Hvorki né

Frekar óánægð(ur) Mjög óánægð(ur) Meðaltal (1-5)

Page 50: Sameining SORPU og Kölku · Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram að sameiningu félaganna. Eftirfarandi viljayfirlýsingu hafa báðar stjórnir

37

Fjöldi Meðaltal (1-5)

Heild 75

Kyn

Karlar 43

Konur 32

Aldur

25-34 ára 15

35-40 ára 14

41-50 ára 23

Eldri en 50 ára 23

Hefurðu kynnt þér aðgerðir SORPU til að draga úr vondri lykt frá urðunarstaðnum í Álfsnesi?

Já 30

Nei 45

Ekki er marktækur munur á meðaltölum

Sp. 16. Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ertu með aðgerðir SORPU til að draga úr vondri

lykt frá urðunarstaðnum í Álfsnesi?

Greiningar

3,5

3,5

3,5

3,1

3,6

3,6

3,7

3,4

3,6

24%

28%

19%

7%

21%

26%

35%

23%

24%

24%

21%

28%

33%

21%

26%

17%

23%

24%

36%

33%

41%

40%

50%

30%

30%

30%

40%

11%

14%

6%

7%

7%

13%

13%

17%

7%

5%

5%

6%

13%

4%

4%

7%

4%

Mjög ánægð(ur) Frekar ánægð(ur) Hvorki né Frekar óánægð(ur) Mjög óánægð(ur)

Page 51: Sameining SORPU og Kölku · Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram að sameiningu félaganna. Eftirfarandi viljayfirlýsingu hafa báðar stjórnir

38

Fjöldi % +/-

Mjög ánægð(ur) (5) 5 6,3 5,3

Frekar ánægð(ur) (4) 13 16,3 8,1

Hvorki né (3) 24 30,0 10,0

Frekar óánægð(ur) (2) 23 28,8 9,9

Mjög óánægð(ur) (1) 15 18,8 8,6

Ánægð(ur) 18 22,5 9,2

Hvorki né 24 30,0 10,0

Óánægð(ur) 38 47,5 10,9

Fjöldi svara 80 100,0

Tóku afstöðu 80 74,1

Tóku ekki afstöðu 28 25,9

Fjöldi svarenda 108 100,0

Meðaltal (1-5) 2,6

Vikmörk ± 0,3

Sp. 17. Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ertu með upplýsingagjöf SORPU til íbúa

Leirvogstungu um urðunarstaðinn í Álfsnesi?

Ánægð(ur)22,5%

Hvorki né30,0%

Óánægð(ur)47,5% 3,4% 4,3% 6,5% 10,9%

4,8%11,7%

6,8% 6,3%

13,8% 14,9% 6,5% 18,3%

29,7%

15,9%

25,0%

11,9%11,3%

16,3%

31,0%17,0%

23,9%

23,3%

25,0%

42,9%

28,3%

27,1%31,3%

30,0%

31,0%

42,6% 37,0%

38,3%

18,8%28,6% 28,3%

23,7%31,3%

28,8%

20,7% 21,3%26,1%

18,3% 15,6%7,9% 6,7%

30,5%23,8%

18,8%

2,5 2,4 2,3 2,5 3,0 2,8

3,1

2,4 2,4 2,6

Des. '09 Nóv.-des. '10 Nóv. '11 Nóv. '12 Nóv.-des. '13 Nóv. - des.

'14

Nóv. '15 Nóv. '16 Nóv. '17 Nóv. '18

Þróun

Mjög ánægð(ur) Frekar ánægð(ur) Hvorki né

Frekar óánægð(ur) Mjög óánægð(ur) Meðaltal (1-5)

Page 52: Sameining SORPU og Kölku · Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram að sameiningu félaganna. Eftirfarandi viljayfirlýsingu hafa báðar stjórnir

39

Fjöldi Meðaltal (1-5)

Heild 80

Kyn

Karlar 41

Konur 39

Aldur

25-34 ára 18

35-40 ára 17

41-50 ára 24

Eldri en 50 ára 21

Hefurðu kynnt þér aðgerðir SORPU til að draga úr vondri lykt frá urðunarstaðnum í Álfsnesi?

Já 31

Nei 49

Ekki er marktækur munur á meðaltölum

Sp. 17. Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ertu með upplýsingagjöf SORPU til íbúa

Leirvogstungu um urðunarstaðinn í Álfsnesi?

Greiningar

2,6

2,8

2,5

2,3

2,6

2,8

2,8

2,7

2,6

6%

7%

5%

8%

14%

13%

16%

24%

8%

6%

29%

21%

10%

16%

16%

30%

27%

33%

33%

18%

25%

43%

26%

33%

29%

22%

36%

44%

41%

29%

5%

19%

35%

19%

20%

18%

17%

12%

17%

29%

26%

14%

Mjög ánægð(ur) Frekar ánægð(ur) Hvorki né Frekar óánægð(ur) Mjög óánægð(ur)

Page 53: Sameining SORPU og Kölku · Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram að sameiningu félaganna. Eftirfarandi viljayfirlýsingu hafa báðar stjórnir

40

Fjöldi % +/-

Mjög ánægð(ur) (5) 4 4,8 4,6

Frekar ánægð(ur) (4) 14 16,9 8,1

Hvorki né (3) 25 30,1 9,9

Frekar óánægð(ur) (2) 29 34,9 10,3

Mjög óánægð(ur) (1) 11 13,3 7,3

Ánægð(ur) 18 21,7 8,9

Hvorki né 25 30,1 9,9

Óánægð(ur) 40 48,2 10,7

Fjöldi svara 83 100,0

Tóku afstöðu 83 76,9

Tóku ekki afstöðu 25 23,1

Fjöldi svarenda 108 100,0

Meðaltal (1-5) 2,7

Vikmörk ± 0,2

Sp. 17b. Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ertu með upplýsingagjöf bæjaryfirvalda í

Mosfellsbæ til íbúa Leirvogstungu um urðunarstaðinn í Álfsnesi?

Ánægð(ur)21,7%

Hvorki né30,1%

Óánægð(ur)48,2% 4,4% 7,0% 10,9% 9,5% 8,2% 3,5% 4,8%

11,1%

24,6%

37,5%

20,3%

19,0% 18,0%

14,0%16,9%

13,3%

24,6%

18,8%

39,1% 30,2%

18,0%26,7%

30,1%

42,2%

26,3%

25,0%28,1% 30,2%

31,1%25,6%

34,9%

28,9%17,5%

7,8% 10,9% 11,1%

24,6%30,2%

13,3%

2,2 2,8

3,2 2,7 2,9

2,5 2,3 2,7

Nóv. '11 Nóv. '12 Nóv. - des. '13 Nóv. - des. '14 Nóv. '15 Nóv. '16 Nóv. '17 Nóv. '18

Þróun

Mjög ánægð(ur) Frekar ánægð(ur) Hvorki né

Frekar óánægð(ur) Mjög óánægð(ur) Meðaltal (1-5)

Page 54: Sameining SORPU og Kölku · Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram að sameiningu félaganna. Eftirfarandi viljayfirlýsingu hafa báðar stjórnir

41

Fjöldi Meðaltal (1-5)

Heild 83

Kyn

Karlar 43

Konur 40

Aldur

25-34 ára 18

35-40 ára 17

41-50 ára 26

Eldri en 50 ára 22

Hefurðu kynnt þér aðgerðir SORPU til að draga úr vondri lykt frá urðunarstaðnum í Álfsnesi?

Já 31

Nei 52

Ekki er marktækur munur á meðaltölum

Sp. 17b. Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ertu með upplýsingagjöf bæjaryfirvalda í

Mosfellsbæ til íbúa Leirvogstungu um urðunarstaðinn í Álfsnesi?

Greiningar

2,7

2,7

2,6

2,6

2,6

2,7

2,6

2,7

2,6

5%

5%

5%

6%

8%

5%

10%

17%

19%

15%

11%

18%

19%

18%

19%

15%

30%

28%

33%

33%

41%

19%

32%

16%

38%

35%

37%

33%

39%

29%

42%

27%

39%

33%

13%

12%

15%

11%

12%

12%

18%

16%

12%

Mjög ánægð(ur) Frekar ánægð(ur) Hvorki né Frekar óánægð(ur) Mjög óánægð(ur)

Page 55: Sameining SORPU og Kölku · Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram að sameiningu félaganna. Eftirfarandi viljayfirlýsingu hafa báðar stjórnir

42

Fjöldi % +/-

Mjög jákvæð(ur) (5) 30 28,0 8,5

Frekar jákvæð(ur) (4) 53 49,5 9,5

Hvorki né (3) 13 12,1 6,2

Frekar neikvæð(ur) (2) 4 3,7 3,6

Mjög neikvæð(ur) (1) 7 6,5 4,7

Jákvæð(ur) 83 77,6 7,9

Hvorki né 13 12,1 6,2

Neikvæð(ur) 11 10,3 5,8

Fjöldi svara 107 100,0

Tóku afstöðu 107 99,1

Tók ekki afstöðu 1 0,9

Fjöldi svarenda 108 100,0

Meðaltal (1-5) 3,9

Vikmörk ± 0,2

Sp. 18. Á heildina litið, hversu jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) ert þú gagnvart SORPU?

Jákvæð(ur)77,6%

Hvorki né12,1%

Neikvæð(ur)10,3%

28,2%18,5%

11,3% 15,2%

29,5% 26,9% 30,9%25,0%

32,7% 28,0%

28,2% 48,1%

49,1%30,3%

39,7%37,2%

42,0% 50,0% 36,4% 49,5%

28,2%14,8%

15,1%

13,6%

15,4%

12,8%

11,1%12,5%

14,0%

12,1%5,1% 14,8%

9,4%

16,7%

11,5%

14,1%7,4%

6,3%5,6%

3,7%10,3%

3,7%15,1%

24,2%

3,8%9,0% 8,6% 6,3%

11,2% 6,5%

3,6 3,6 3,3

3,0

3,8 3,6 3,8 3,8 3,7 3,9

Des. '09 Nóv.-des. '10 Nóv. '11 Nóv. '12 Nóv.-des. '13 Nóv. - des.

'14

Nóv. '15 Nóv. '16 Nóv. '17 Nóv. '18

Þróun

Mjög jákvæð(ur) Frekar jákvæð(ur) Hvorki né

Frekar neikvæð(ur) Mjög neikvæð(ur) Meðaltal (1-5)

Page 56: Sameining SORPU og Kölku · Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram að sameiningu félaganna. Eftirfarandi viljayfirlýsingu hafa báðar stjórnir

43

Fjöldi Meðaltal (1-5)

Heild 107

Kyn

Karlar 55

Konur 52

Aldur

25-34 ára 23

35-40 ára 19

41-50 ára 34

Eldri en 50 ára 31

Hefurðu kynnt þér aðgerðir SORPU til að draga úr vondri lykt frá urðunarstaðnum í Álfsnesi? *

Já 33

Nei 74

* Marktækur munur á meðaltölum

Sp. 18. Á heildina litið, hversu jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) ert þú gagnvart SORPU?

Greiningar

3,5

4,1

3,9

3,8

4,0

3,6

4,0

4,0

3,9

28%

31%

25%

17%

37%

26%

32%

27%

28%

50%

44%

56%

52%

42%

59%

42%

33%

57%

12%

11%

13%

13%

11%

9%

16%

15%

11%

4%

4%

4%

4%

5%

3%

12%

7%

11%

13%

5%

6%

12%

4%

Mjög jákvæð(ur) Frekar jákvæð(ur) Hvorki né Frekar neikvæð(ur) Mjög neikvæð(ur)

3,9

3,7

3,9

4,7

2,9

1 5

Þessi könnun

Síðasta könnun

Öll fyrirtæki **

Meðaltal

Hæsta gildi

Lægsta gildi

Samanburður - Meðaltal (1-5)

** Samanburður við ímyndarkannanir sem Gallup hefur gert meðal opinberra stofnana og félagasamtaka frá 2010 .

Page 57: Sameining SORPU og Kölku · Vilji er fyrir því hjá stjórnum SORPU og Kölku að vinna áfram að sameiningu félaganna. Eftirfarandi viljayfirlýsingu hafa báðar stjórnir

44

Fjöldi % +/-

Mjög hlynnt(ur) (5) 217 27,6 3,1

Frekar hlynnt(ur) (4) 356 45,3 3,5

Hvorki né (3) 133 16,9 2,6

Frekar andvíg(ur) (2) 61 7,8 1,9

Mjög andvíg(ur) (1) 19 2,4 1,1

Hlynnt(ur) 72,9 3,1

Hvorki né 16,9 2,6

Andvíg(ur) 10,2 2,1

Fjöldi svara 786 100,0

Tóku afstöðu 786 69,2

Tóku ekki afstöðu 350 30,8

Fjöldi aðspurðra 1.136 100,0

Spurðir 1.136 95,8

Ekki spurðir 50 4,2

Fjöldi svarenda 1.186 100,0

Meðaltal (1-5) 3,9

Vikmörk ± 0,1

Leiðbeiningar um túlkun niðurstaðnaErtu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ...?

Í tíðnitöflu má sjá hvernig svör þátttakenda dreifast á ólíka svarkosti. Þar má einnig sjá hversu margir tóku afstöðu til spurningarinnar og hversu margir voru spurðir. Í töflunni hér fyrir ofan má sjá að tæplega 28% þátttakenda eru mjög hlynnt því sem spurt var um og ríflega 45% frekar hlynnt. Ef teknir eru saman þeir sem segjast frekar og mjög hlynntir má sjá að í heildina eru tæplega 73% hlynnt málefninu. Vekja ber athygli á að hátt hlutfall aðspurðra, eða 30,8%, tók ekki afstöðu til spurningarinnar og er talan því rauðlituð því til áherslu.

Meðaltal er reiknað með því að leggja saman margfeldi af vægi svars og fjölda sem velja það svar og deila upp í summuna með heildarfjölda svara. Í töflunni hér fyrir ofan reiknast meðaltal skv. eftirfarandi formúlu: [Mjög hlynnt(ur) (fj. x 5) + frekar hlynnt(ur) (fj. x 4) + hvorki né (fj. x 3) + frekar andvíg(ur)(fj. x 2) + mjög andvíg(ur) (fj. x 1)] / Heildarfjöldi svara. Í þessu dæmi tekur meðaltalið gildi á kvarðanum 1 til 5 en meðaltalið tekur gildi á því bili sem kvarðinn er hverju sinni.

Vikmörk (sjá +/- dálk í tíðnitöflu)Til að geta áttað sig betur á niðurstöðum rannsókna er nauðsynlegt að skilja hvað vikmörk eru.Vikmörk eru reiknuð fyrir hverj a hlutfallstölu og meðaltöl og ná jafn langt upp fyrir og niður fyrir töluna nema ef vikmörkin fara niður að 0% eða upp að 100%. Oftast er miðað við 95% vissu. Segja má með 95% vissu að niðurstaða sem fengin er úr rannsókn liggi innan þessara vikmarka ef allir í þýðinu eru spurðir. Í dæminu hér til hliðar má segja með 95% vissu að hefðu allir í þýði verið spurðir, hefðu á bilinu 24,5% til 30,7% (27,6% +/- 3,1%) verið mjög hlynnt málefninu. Einnig má nota vikmörk til að skoða hvort marktækur munur sé á fjölda þeirra sem velja ólíka svarkosti. Ef vikmörkin skarast ekki er marktækur munur á fjöldanum. T.d. væri hægt að segja með 95% vissu að marktækt fleiri einstaklingar séu frekar hlynntir málefninu en mjög hlynn tir því.

Greiningar og marktektOft er gerð greining á hverri spurningu eftir lýðfræðibreytum, s.s. kyni, aldri og búsetu, sem og eftir öðrum spurningum í sömu könnun. Hér fyrir neðan má sjá greiningu eftir kyni og aldri þátttakenda. Þar sést t.d. að 28% karla eru mjög hlynntir málefninu á móti 59% kvenna. Í greiningum er jafnframt sýnt meðaltal mismunandi hópa og tekið fram hvort sá munur á meðaltölum sem kom fram á hópum í könnuninni er tölfræðilega marktækur. Þegar munurinn er marktækur er titillinn stjörnumerktur, eins og í tilfelli kynja spurningarinnar í greiningunni hér fyrir neðan. Að auki eru súlur sem sýna meðaltöl litaðar dökkgráar til áherslu. Algengur misskilningur er að ef tölfræðiprófið er ekki marktækt þá sé ekkert að marka þá niðurstöðu. Það er hins vegar rangt, því merking tölfræðilegrar marktektar felst í því hvort hægt sé að alhæfa mun sem kemur fram í könnun yfir á þýði. Í dæminu hér fyrir neðan má sjá að konur eru hlynntari málefninu en karlar og staðhæfa má með 95% vissu að þessi munur eftir kyni eigi sér einnig stað í þýðinu (t.d. meða l þjóðarinnar).Lengst til hægri á myndinni hér fyrir neðan er sýndar breytingar á meðaltölum frá síðustu mælingu. Í þessu dæmi má sjá að meðaltal kvenna hefur lækkað um 0,2 stig frá síðustu mælingu (er nú 4,0 og var síðast 3,8). Stjörnumerkingin við súluna vísar til þess að munur mil li mælinga er tölfræðilega marktækur. Því má segja að konur séu nú að jafnaði síður hlynntar málefninu en þær voru í síðustu mælingu.