Námskrá fyrir áfengis- og vímuefnaráðgjafanám · Darryl S. Inaba and William Cohen (2011)....

10
Námskrá fyrir áfengis- og vímuefnaráðgjafanám Skóli SÁÁ fyrir heilbrigðisstarfsfólk. September 2017

Transcript of Námskrá fyrir áfengis- og vímuefnaráðgjafanám · Darryl S. Inaba and William Cohen (2011)....

Page 1: Námskrá fyrir áfengis- og vímuefnaráðgjafanám · Darryl S. Inaba and William Cohen (2011). Uppers, downers, all arounders; physical and mental effects of psychoactive drugs;

Námskrá fyrir áfengis- og vímuefnaráðgjafanám

Skóli SÁÁ fyrir heilbrigðisstarfsfólk.September 2017

Page 2: Námskrá fyrir áfengis- og vímuefnaráðgjafanám · Darryl S. Inaba and William Cohen (2011). Uppers, downers, all arounders; physical and mental effects of psychoactive drugs;

Inngangur

Á sjúkrahúsinu Vogi í Reykjavík hafa verið stundaðar áfengis- og vímuefnalækningar frá árinu 1984. Þar fer nú fram meginhluti áfengis- og vímuefnameðferðar í landinu. Tvö sjúkrahús, Vogur og fíknigeðdeild Landspítalans, bjóða áfengis- og vímuefnasjúklingum afeitrunarmeðferð undir stjórn og á ábyrgð sérfræðilækna og hafa á að skipa nægum fjölda heilbrigðisstarfsmanna til að uppfylla gæðakröfur landlæknisembættisins. Þessar stofnanir hafa nú um nokkurra ára skipt með sér verkum þannig að Vogur hefur séð um mestan hluta afeitrunar en Landspítalinn einbeitt kröftum sínum að sjúklingur sem eru með alvarlegan geðrænan vanda jafnframt áfengis- og vímuefnafíkn einkum þeim sjúklingum sem glíma við geðrofssjúkdóma. Vogur hefur einn séð um lyfjameðferð við fíkn í sterk verkjadeyfandi lyf þar með talið heróín.

Komur á sjúkrahúsið Vog eru um 2.200 á hverju ári en komur á fíknigeðdeild Landspílans eru um 400. Í allt voru komur á sjúkrahúsið Vog um það bil 60.000 á árunum 1984-2014 og fjöldi einstaklinganna um 20.000. Umfang starfsins er því mikið og þar hefur farið fram mikil kennsla og handleiðsla í sjúklingavinnu fyrir þá heilbrigðisstarfsmenn sem þar vinna.

Auk þess að veita læknum, hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum mikla aðlögunarfræðslu og endurmenntun hefur Skóli SÁÁ fyrir heilbrigðisstarfsfólk verið starfræktur á sjúkrahúsinu Vogi þar sem áfengis- og vímuefnaráðgjafar fá sína menntun og að loknu náminu réttindi sem heil-brigðisstarfsmenn frá embætti landlæknis.

Á sjúkrahúsinu Vogi hefur farið fram fjölþætt rannsóknarstarf hin seinni ár og þar orðið til þek-kingarsamfélag í áfengis- og vímuefnalækningum.

Heilbrigðisstarfsmenn og félagsráðgjafar, sem vinna við áfengis- og vímuefnalækningar hjá SÁÁ, þurfa að tileinka sér þessa þekkingu og meðferðaraðferðir, þ.e.a.s. undirstöðuþekkingu um áfengis- og vímuefnafíkn, sem ekki er kennd annars staðar, og þjálfun kennsla og handleiðsla í sjúklingavinnu. Þessi þekking í áfengis- og vímuefnalækningum nær út fyrir þröngt sjónarhorn hverrar heilbrigðisstéttar og þeirrar kennslu um áfengis- og vímuefnasjúkdóminn og meðferð hans sem hver stétt fær. Það er einungis á færi þekkingar- og meðferðarsamfélags á borð við það sem er að finna á sjúkrahúsinu Vogi og sér um alhliða meðferð og þjónustu við áfengis- og vímuefnasjúklinga að halda til haga slíkri þekkingu og þjálfa og kenna fagstéttum áfengis- og vímuefnalækningar.

Hægt er að skipta öllu heilbrigðisnámi í tvo meginhluta:

I. Undirstöðuþekking sem starf heilbrigðisstarfsmannanna er byggt á.II. Þjálfun, kennsla og handleiðsla sem fer fram í vinnu með sjúklingum á heilbrigðisstofnun.

Báðum þessum þáttum þarf að sinna vel, annars er mikil hætta á uppgjöf eða kulnun í starfi.

Page 3: Námskrá fyrir áfengis- og vímuefnaráðgjafanám · Darryl S. Inaba and William Cohen (2011). Uppers, downers, all arounders; physical and mental effects of psychoactive drugs;

Nám áfengis- og vímuefnaráðgjafa frá 2006

Með reglugerð frá árinu 2006 varð til ný heilbrigðisstétt með heitinu áfengis og vímuef-naráðgjafi. Með henni var viðurkennd staða og nám þeirra áfengis- og vímuefnaráðgjafa innan heilbrigðiþjónustunnar sem unnið höfðu hjá SÁÁ árum saman og fengið þar kennslu og handleiðslu. Starfið og námið var að fyrirmynd frá Bandaríkjunum og á upphafsárum SÁÁ sóttu ráðgjafar og kennarar þeirra hjá SÁÁ þekkinguna á ráðstefnur og í heimsóknum til mismunandi meðferðarstofnana þar. Ráðgjafaskipti fóru einnig fram milli ýmissa meðferðar-stofnana og SÁÁ.

Strax frá upphafi sótti fjöldi frumkvöðla og forystumanna áfengis- og vímuefnameðferðar í Bandaríkjum Norður-Ameríku SÁÁ heim og miðlaði starfsmönnunum af reynslu sinni og þekkingu. Kennsla og þjálfun áfengis- og vímuefnaráðgjafa mótaðist og komst í nokkuð fastar skorður á árunum 1980-1990.

Á árinu 2003 hófst formleg samvinna við NAADAC ( Samtök Áfengis- og vímuefnaráðgjafa í Bandaríkjunum) og þá skoðuðu fulltrúr NAADAC aðstæður á sjúkrahúsinu Vogi og viðurkenn-du sjúkrahúsið sem fullgilda menntastofnun til endurmenntunar fyrir áfengis- og vímuef-naráðgjafa í þeirra samtökum þann 12. maí 2003. Um leið var viðurkennt að áfengis- og vímuefnaráðgjafar, sem lokið höfðu námi hjá SÁÁ, gætu tekið próf NAADAC hér á landi og fengið með því leyfi til áfengis- og vímuefnaráðgjafar í USA. Fyrstu áfengis- og vímuef-naráðgjafarnir þreyttu og stóðust slík próf 25. nóvember 2003. Síðan hafa margir gengist undir próf NAADAC og staðist það.

Í reglugerðinni frá 28. nóvember 2006 eru sett eftirfarandi skilyrði fyrir veitingu starfsleyfis áfengis- og vímuefnaráðgjafa: 1. Lokið 3 ára eða 6.000 klukkustundum vinnu á þar til gerðri heilbrigðisstofnun. 2. Lokið 300 kennslustundum. 3. Fengið leiðsögn í 225 klukkustundir og beina handleiðslu í 75 klukkustundir. 4. Lokið tilskildum prófum og fengið vottun á starfshæfni.

Page 4: Námskrá fyrir áfengis- og vímuefnaráðgjafanám · Darryl S. Inaba and William Cohen (2011). Uppers, downers, all arounders; physical and mental effects of psychoactive drugs;

Lýsing á áfengis- og vímuefnaráðgjafanáminu

Námið fer nær eingöngu fram á heilbrigðisstofnunum SÁÁ þar sem áfengis- og vímuefnaráðgja-fanemar fá starfs- og námsaðlögun og kennslu í ákveðinn tíma. Að henni lokinni hefja þeir vinnu á sjúkrastofnunum SÁÁ undir handleiðslu og axla á námstímanum vaxandi ábyrgð í starfi. Námið fer fram með fyrirlestrum, verkefnavinnu, verkefnavinnu í hópi nemenda, hópumræðum með kennara, handleiðslu á starfsmannafundum, beinni handleiðslu í verkþáttum eins og fyrirlestrum, hópfundum, viðtölum og gerð meðferðaráætlunar með sjúklingi.

Fyrirlestrar eru haldnir á Sjúkrahúsinu Vogi á þriðjudögum og fimmtudögum. Hlé er tekið yfir sumarorlofstíma. Auk þess eru aukafyrirlestrar og námsdagar og ráðstefnur haldnar á vegum SÁÁ. Áfengis- og vímuefnaráðgjafar geta einnig fengið metna fyrirlestra sem haldnir eru á viðurkendum ráðstefnum eða starfsdögum annarra aðila.

Yfirlit: Verkefnavinna áfengis- og vímuefnaráðgjafanema og bein handleiðsla í sjúklingavinnu

Verkefnavinna: 0-6 mán. 6-12 mán. 12-24 mán. 24-36 mán.

Lesa bókarkafla og gera greinfyrir í hópnum í hópi nemenda:

Lesefni um líffræði og lyfjafræði 4 4 4 4Lesefni um viðtöl 1 2 1 1Lesefni um hópmeðferð 1 1 1Útbúa fyrirlestur að eigin valiog flytja á sal 1 2 3

Hópverkefni nema 3-4 í hóp: 0-6 mán. 6-12 mán. 12-24 mán. 24-36 mán.

Horfa á kennslumyndbönd 1 1 1Lesa og ræða bók/kafla 3 3 3 3Kynna sér og ræða umhelgarvakt á Vík 1Kynna sér og ræðaforeldrafræðslu á Vogi 1Spilafíkn, kynna sér og ræða námskeið 1

Verkefni með kennara: 0-6 mán. 6-12 mán. 12-24 mán. 24-36 mán.Hópavinna 5 5 5 5 Gera grein fyrir sjúkratilfelli 3 2 1 1

Bein handleiðsla í sjúklingavinnu: 0-6 mán. 6-12 mán. 12-24 mán. 24-36 mán.Viðtöl (horft á / framkvæmt sjálfur) 15/5 5/15 5/10 5/10Hópvinna 30/10 20/10 10/10 5/10Fyrirlestrar 10/10 10/10 5/5 5/5

Samtals bein handleiðsla í sjúklingavinnu 235

Page 5: Námskrá fyrir áfengis- og vímuefnaráðgjafanám · Darryl S. Inaba and William Cohen (2011). Uppers, downers, all arounders; physical and mental effects of psychoactive drugs;

Námsmat fer fram með þremur meginprófum:

Forpróf sem tekið er eftir 6-12 mánuði í starfsnámi. Forkröfur: Næg mæting á fyrirlestra (sótt 100 viðurkennda kennslutíma) og lokið tilskildum verkefnum. Lokið tilskildri sjúklingavinnu undir handleiðslu og sýnt þar eðlilegar framfarir

Próf í lyfjafræði vímuefna: Forkröfur: Lokið 1 ½ til 2 ára starfsnámi. Næg mæting á fyrirlestra (sótt 200 kennslustundir) og lokið tilskildum verkefnum. Lokið tilskildri sjúklingavinnu undir handleiðslu og sýnt þar eðlilegar framfarir

Lokapróf í almennri áfengis- og vímuefnaráðgjöf: Forkröfur: Lokið 3ja ára starfsnámi (300 ken-nslustundir). Næg mæting á fyrirlestra og lokið tilskildum verkefnum. Lokið tilskildri sjúklin-gavinnu undir handleiðslu og sýnt þar eðlilegar framfarir

Valgerður Rúnarsdóttir, læknir

Þórarinn Tyrfingsson, læknir

Ása Margrét Sigurjónsdóttir, sálfræðingur

Ingunn Hansdóttir, Phd, sálfræðingur

Þóra Björnsdóttir, hjúkrunarforstjóri SÁÁ

Sigurjón Helgason, áfengis- og vímuefnaráðgjafi

Sigurður Gunnsteinsson, áfengis- og vímuefnaráðgjafi

Páll Bjarnason, áfengis- og vímuefnaráðgjafi

Hjalti Björnsson, áfengis- og vímuefnaráðgjafi

Karl Gunnarsson, áfengis- og vímuefnaráðgjafi

Kennarar við áfengis- og vímuefnaráðgjafanámið hjá SÁÁ:

Page 6: Námskrá fyrir áfengis- og vímuefnaráðgjafanám · Darryl S. Inaba and William Cohen (2011). Uppers, downers, all arounders; physical and mental effects of psychoactive drugs;

Þáttagreining námsins með tilliti til fyrirlestra

I. Undirstöðuþekking: 1. Sjúkdómurinn 2. Taugalífeðlisfræði 3. Þekkingarviðmið: Bati, fallþróun, streita og sjálfsvirðing 4. Faraldsfræði 5. Lyfjafræði vímuefna a. Áfengi b. Róandi ávanalyf c. Morfínskyld lyf (ópíóíðar) d. Örvandi vímuefni e. Kannabisefni 40% f. Tóbak g. Önnur ávana og vímuefni 6. Geðrænir fylgikvillar og sjúkdómar áfengis- og vímuefnasjúkdómsins a. Geðklofi og geðrof b. Þunglyndi c. Kvíði d. Áfallastreituröskun e. Ofvirkni og athyglisbrestur f. Persónuleikaraskanir 7. Líkamlegir fylgikvillar og sjúkdómar áfengis- og vímuefnasjúkdómsinsII. Greining og meðferð: 1. Saga áfengis- og vímuefnameðferðar fram til 1980 2. Saga meðferðar SÁÁ 3. Greining, mat og íhlutun 4. Afeitrun 5. Samvinna við sjúkling og meðferðarmótþrói 6. Motivational interviewing 7. Hugræn atferlismeðferð 40% 8. Fallþróun og fallvörn 9. 12 spora samtök 10. Lyfjameðferð áfengis- og vímuefnasjúkdómsins 11. Þverfagleg vinna 12. Fyrirlestrar 13. Viðtöl 14. Hópvinna 15. SjúklingaumsjáIII. Sérstök viðfangsefni og sjúklingahópar: 1. Forvarnir 2. Skaðaminnkun 3. Konur og meðganga barna 4. Unglingar 5. Eldri sjúklingar 6. Sprautufíklar 20% 7. Sjálfsvíg 8. Ofbeldi 9. Verkir og áfengis- og vímuefnasjúkdómurinn 10. Áfengis- og vímuefnaneysla á vinnustöðum 11. Siðfræði og lög 12. Fjölskyldusjúkdómurinn og fjölskyldumeðferð

40%

40%

20%

Page 7: Námskrá fyrir áfengis- og vímuefnaráðgjafanám · Darryl S. Inaba and William Cohen (2011). Uppers, downers, all arounders; physical and mental effects of psychoactive drugs;

Námsefni

Aðalnámsefni:1. Bækur: Lesefni fyrir próf í almennri áfengisráðgjöf. Lesefni sem ÞT tók saman. Óútgefið hefti. Lyfjafræði vímuefna. Lesefni sem ÞT tók saman. Óútgefið hefti. The Basics of addiction counseling: Desk reference and study guide, Module I: The Pharmacology of Psychoactive Substance Use, Abuse and Dependence. (2009) Alexandria, Va: NAADAC, the Association for Addiction Professionals. The Basics of addiction counseling: Desk reference and study guide, Module II: Addiction Counseling Theories, Practices and Skills (2009) Alexandria, Va: NAADAC, the Association for Addiction Professionals.

The Basics of addiction counseling: Desk reference and study guide, Module III: Module III: Ethical and Professional Issues in Addiction Counseling. (2009) Alexandria, Va: NAADAC, the Association for Addiction Professionals.

William L. White (1998). Slaying the dragon: The history of addiction treatment and recovery in America. Chicago, IL: Chestnut Health Systems/Lighthouse Institute.

Darryl S. Inaba and William Cohen (2011). Uppers, downers, all arounders; physical and mental effects of psychoactive drugs; 7th. Edition. Medford, OR: CNS Publications. T.Gorsky (1986): Staying Sober, Herald house/Independence Press T.Gorsky (1989) Passages through recovery ; Herald house/Independence Press

LeClair Bissell M.D and James E. Royce S.J , Ph.D (1987): Ethics for addiction professionals Hazelden Foundation,

Frekara námsefni til uppflettingar og frekari lesturs og skilningsFrumheimildir: Melody Beattie (1987): Codependent no more; Harper/Hazelden Books 1987 Gary W Lawson et al: Essentials of cemical dependency counseling

1.

2.

3.

4.

5.

6.

7.

8.

9.

10.

1. 2.

Page 8: Námskrá fyrir áfengis- og vímuefnaráðgjafanám · Darryl S. Inaba and William Cohen (2011). Uppers, downers, all arounders; physical and mental effects of psychoactive drugs;

Kennsludagskrá - haustið 2016

Verkleg þjálfun

Klíník/Case-formulationHæfniviðmið: Nemar geti gert grein fyrir uppvinnslu á skjólstæðingi, frá mati, til meðferðar.

Sýna hæfni í að meta stöðu sjúklings á viðeigandi hátt, á Vogi: motivation og getu til áframhal-

dandi meðferðar, á Vík: stöðu í bataferlinu, mat á veikleikum og styrkleikum, á göngudeild: meta

framfarir og þætti sem hafa áhrif á bata. Tengja við hugtakalegan ramma um bataferlið (stages

of change, hugrænt model, Gorski batalíkan).

Námsmat: 20 mínútna kynning og metið staðið/fallið með umsögn. Verkefnið endurtekið ef

einhverju er ábótavant.

Dagsetningar: Miðvikudagana 28. sept, 19. október, 9. nóvember, 30. nóvember (8 nemar samtals).

Hóphandleiðsla vegna hópmeðferðar.Hæfniviðmið: Nemar æfa opnun/ lokun, markmiðið er að skilja eðli hópmeðferðar og tengsl

hópmeðferðar við heildar bata hugmyndafræði, hvernig hún nýtist skjólstæðingum í ná fram

bata. Lengra komnir ráðgjafanemar æfa það sama en vinna jafnframt að því að dýpka skilning á

hvernig þeir geti þróað sína hæfni sem hópterapistar áfram.

Námsmat: Nemar skila greinargerð um hvað þeir hafi lært og hvernig þeir hafi nýtt sér það í starfi.

Dagsetningar: Miðvikudagana 12. október, 26. október, 16. nóvember.

Handleiðsla fyrir handleiðara.Starfsmenn sem bera ábyrgð á aðlögun og handleiðslu annarra starfsmanna hittast einu sinni í

mánuði til að efla færni sína í að veita leiðsögn og handleiðslu.

Dagsetningar: Miðvikudagana 5. október, 2. nóvember, 7. desember.

FyrirlestrarMeð sama sniði og áður - fræðsla um:

I. Lyf og vímuefni sem valda fíkn

II. Um fíknsjúkdóminn og bata

III. Viðtöl og meðferðarþættir / starf ráðgjafans

IV. Geðrænar kvillar og neysla

V. Sérefni

Page 9: Námskrá fyrir áfengis- og vímuefnaráðgjafanám · Darryl S. Inaba and William Cohen (2011). Uppers, downers, all arounders; physical and mental effects of psychoactive drugs;

Kennslualmanak - haustið 2016

06.09.2016 13.09.2016 20.09.2016 27.09.201604.10.201611.10.2016 18.10.2016 25.10.2016 01.11.2016 08.11.2016 15.11.201622.11.201629.11.201606.12.201613.12.2016

IHÞTÞTÞTÞT SGSGHBHBPB /HBHBPBSGSGÁS

KynningBatiSjálfsvígshættaRugl/delerium Ráðgjöf Hópmeðferð I Hópmeðferð II Siðareglur áfengis-og vímuefnaráðgjafa SÁÁ Fagleg framganga áfengis-og vimuefnaráðgjafaAð bregðast við hinu óvæntaGóðir eiginleikar ráðgjafaStarf ráðgjafans Wallace Kvíði og mótþrói Börn alkóhólista

Þriðjudagar

08.09.201615.09.2016 22.09.2016 29.09.201606.10.2016 13.10.201620.10.201627.10.2016 03.11.201610.11.201617.11.2016 24.11.201601.12.201608.12.2016 15.12.2016

IHIHIHIH

ÞTÞTÞTÞTVRIHIHIHIHHB

línískt mat IKlínískt mat IICase formulation ICase formulation IIFellur niður Kannabis I Kannabis II Róandi ávanalyf Sterk verkjadeyfandi lyf NikótínFærniþjálfun: að styrkja úrlausnargetu (problem-solving) Færniþjálfun: að ná valdi á til�nningum Færniþjálfun: að stuðla að hjálplegum hugsunum Sjálfsvirðing (self-esteem)Samskipti og þjónusta við aðstandendur sjúklingar sem eru í meðferð

Fimmtudagar

Námsefni

Námsefni

Kennarar

Kennarar

ÁS: Ása Sigurjónsdóttir; HB: Hjalti Björnsson; IH: Ingunn Hansdóttir; PB: Páll Bjarnason; SG: Sigurður Gunnsteinsson; VR: Valgerður Rúnarsdóttir; ÞT: Þórarinn Tyrfingsson

Klíník/Case-formulation: Miðvikudagana 28. Sept, 19. Október, 9. Nóvember, 30. Nóvember (8 nemar samtals)

Hóphandleiðsla vegna hópmeðferðar:Miðvikudagana 12. Október, 26. Október, 16. Nóvember

Handleiðsla fyrir handleiðara:Miðvikudagana 5.október, 2.nóvember, 7. desember

Page 10: Námskrá fyrir áfengis- og vímuefnaráðgjafanám · Darryl S. Inaba and William Cohen (2011). Uppers, downers, all arounders; physical and mental effects of psychoactive drugs;

SÁÁEfstaleiti 7103 ReykjavíkSími: 530 [email protected]