Mars 2003 - 1. tbl. 4. árg. · er þó einungis um sýnishorn að ræða því vissulega er ekki...

16
Mars 2003 - 1. tbl. 4. árg.

Transcript of Mars 2003 - 1. tbl. 4. árg. · er þó einungis um sýnishorn að ræða því vissulega er ekki...

Page 1: Mars 2003 - 1. tbl. 4. árg. · er þó einungis um sýnishorn að ræða því vissulega er ekki hægt að gera öllu starfi fullnægjandi skil í einu blaði. Margir koma við sögu

Mars 2003 - 1. tbl. 4. árg.

Page 2: Mars 2003 - 1. tbl. 4. árg. · er þó einungis um sýnishorn að ræða því vissulega er ekki hægt að gera öllu starfi fullnægjandi skil í einu blaði. Margir koma við sögu

Safnaðarblað Akraneskirkju

22

Safnaðarblað Akraneskirkju

1. tölublað 4. árg. Mars 2003.

Útgefandi: Akranessókn.

Umsjón: Eðvarð Ingólfsson (ábm),Indriði Valdimarsson.

Prentun: Prentverk Akraness hf.

Gefið út í 2400 eintökum.

Sóknarnefnd:Þjóðbjörn Hannesson, formaður.

Jóhannes Ingibjartsson, ritari. BryndísBragadóttir, Brynja Einarsdóttir, DagbjörtFriðriksdóttir, Hörður Pálsson, IngimarMagnússon, Magnús Oddsson, Svandís

Sturludóttir, Þóra Björk Kristinsdóttir.

Ljósmyndir af fermingarbörnum:Myndsmiðjan

Kæri lesandiSafnaðarblað Akraneskirkju er nú gefið út í fjórða sinn. Tilgangurinn með

útgáfu þess er að kynna hið mikla starf sem unnið er í söfnuðinum. Hérer þó einungis um sýnishorn að ræða því vissulega er ekki hægt að gera öllustarfi fullnægjandi skil í einu blaði.

Margir koma við sögu á vettvangi Akraneskirkju árlega. Á síðasta ári sóttu26 þúsund manns athafnir í kirkjunni, svo að dæmi sé tekið, og svipaðurfjöldi kom í safnaðarheimilið. Flestir sækja útfarir – sé litið til einstakra at-hafna – en næstflestir hefðbundið helgihald á sunnudögum og stórhátíðum.

Það er útbreiddur misskilningur hjá þeim sem sjaldan koma til kirkju aðhelgihald sé ekki mikið sótt. Að jarðarförum frátöldum er ljóst að þúsundirmanna sækja árlega helgihald í Akraneskirkju. Marga sunnudaga og aðrahelgidaga er fullt út úr dyrum, svo sem á jólum og áramótum – og páskum,í poppmessum og 6 fermingarathöfnum á vorin, í fjölskylduguðsþjónustumsem eru einu sinni í mánuði yfir vetrartímann og í mörgum barnaguðsþjón-ustum á laugardögum, að ógleymdum guðsþjónustum á uppstigningardag(degi aldraðra), sjómannadag, degi hjónabandsins í október – o.s.frv. Eru þáónefndar ýmsar aðrar athafnir þegar eitthvað sérstakt er um að vera, svo semfermingarbarnaafmæli, æðruleysismessur og heimsóknir frá öðrum söfnuð-um. Einnig eru guðsþjónustur á Dvalarheimilinu Höfða afar vel sóttar.

En safnaðarstarf felst þó ekki aðeins í helgihaldi. Alla daga er starfsfólkkirkjunnar að störfum við margvísleg verkefni. Í safnaðarheimilinu eru t.a.m.haldnir fyrirlestrar og námskeið, fjöldi tónleika og annarra menningarvið-burða og samkomur fyrir eldri borgara – og fermingarbörn sækja þangaðkennslustundir. Fjöldi manns kemur á ári hverju í safnaðarheimilið til að talavið sóknarprest og starfsfólk kirkjunnar um ýmis mál. Akraneskirkja rekurm.a. útfararþjónustu og kirkjugarðsvörður hefur aðsetur í safnaðarheimilinu.

Af framansögðu er ljóst að það er mikið um að vera í starfi Akranessafn-aðar. Megi þetta blað, sem þú hefur nú í höndum, kæri lesandi, verða til þessað glæða áhuga þinn á því sem kirkjan er að gera – og verða þér hvatning tilþess að taka þar virkan þátt og njóta þess sem kirkjan hefur fram að færa.Markmið kristninnar er að vekja fólk til lifandi trúar á Jesú Krist sem frelsaraokkar og bróður. Biðjum Guð að leiða okkur áfram í því göfuga starfi semhann hefur falið okkur. Hann kallar okkur öll til fylgdar við sig!

A kraneskirkja og Bústaðakirkjaeru „vinakirkjur“ eins og fram

kom í síðasta safnaðarblaði. Það felurí sér að þær hafi samstarf á ýmsumsviðum safnaðarstarfs og miðli þekk-ingu og upplýsingum sín á milli semgætu auðgað starf beggja safnaða.

Nú þegar hafa nokkrir hópar fariðá milli og sameiginlegar guðsþjónust-ur verið haldnar. Síðast kom hingaðhópur úr félagsstarfi eldri borgara íBústaðakirkju á aðventunni. Var hon-um vel tekið. Fyrst var komið saman íkirkjunni en síðan tók við önnur dag-

skrá í Safnaðarheim-ilinu Vinaminni.

Gestur dagsins varGísli Gíslason bæjar-stjóri. Skemmti hannfólkinu með hljóð-færaleik og söng ogskemmtilegum sög-um – eins og honumer einum lagið. Sr.Pálmi Matthíassonsló líka á létta strengií sinni ræðu.

Þessar myndir voru teknar viðþetta tækifæri – en á forsíðu safnaðar-blaðsins getur að líta Gísla bæjarstjórameð gítarinn í hendi. Með sr. Pálma ámynd er Sigrún Sturludóttir sem hef-ur umsjón með félagsstarfi eldri borg-ara í Bústaðakirkju.

Heimsókn úr Bústaðakirkju

EfnisyfirlitHugleiðing sóknarprests . . . . 3Viðtal við Svein Arnar Sæmundsson . . . . . . . . . . . . . 4 Biskup Íslands - vísitasía . . . . 5 Ingibjörg Pálmadóttir - ræða . 6Fjarnám á netinu . . . . . . . . . 7 Einar Jón Ólafsson - ræða . . . 8Góðir gestir í heimsókn . . . . . 9 Hjónavígslur 2002 . . . . . . . . 10 Fermingarbörn safna . . . . . . 10Skipt um turn . . . . . . . . . . . 10 Myndir af fermingarbörnum 2002 . . . . . . . . . . . . . . . . . . 11 Fermingarbörn á Akranesi árið 2003 - nafnalisti . . . . . . 14Fermingarnámskeið í Skálholti 16 Félagsstarf eldri borgara . . . . 16

Page 3: Mars 2003 - 1. tbl. 4. árg. · er þó einungis um sýnishorn að ræða því vissulega er ekki hægt að gera öllu starfi fullnægjandi skil í einu blaði. Margir koma við sögu

V ið þekkjum flest, ef ekki öll, sög-una af týnda syninum.

Jesús Kristur sagði lærisveinumsínum þá sögu til þess að þeir sæjusjálfa sig í henni og lærðu af henni.Þetta er saga um samskipti Guðs ogmanna, saga um kærleika Guðs ogbreyskleika mannsins.

Þið munið hvernig þetta var meðtýnda soninn. Hann vildi halda á vitveraldar og lifa lífinu – eins og það erkallað nú á dögum. Hann heimtaðiföðurarfinn fyrirfram og fékk hann.Hann lifði hátt og sló mikið um sig –en áður en hann vissi af hafði hanneytt öllum peningunum. Hann varð,eins og sagt er á nútímamáli, gjald-þrota! Í þá daga voru engar banka-stofnanir sem buðu upp á yfirdrátt eðaskuldabréfalán. Enda hefði enginnbanki viljað lána honum, eignalausummanninum!

Svo hart var í ári hjá týnda synin-um að hann varð að gera sér að góðuað borða draf með svínunum. Eymdinvar slík!

En fátt er svo með öllu illt að eiboði gott! Týndi sonurinn tók út mik-inn þroska í þrengingunum. Hann sáhvernig hann hafði spilað öllu úrhöndum sér og hann fylltist mikilliiðrun og eftirsjá. Og hvað gera mennþegar fokið er í flest skjól? Þeir leita aðhlýjum faðmi og kærleika, þeir leita aðeinhverjum sem gott er að halla sér að.

Týndi sonurinn ákvað að snúaheim aftur, heim til föðurhúsa, þar

sem best var að vera þegar allt kom tilalls. Heimurinn hafði einungis færthonum niðurlægingu og sorgir, eymdog volæði. Og þar átti hann sjálfurmikla sök! Heimurinn hafði líkakennt honum mikla lexíu.

En hvernig brást faðirinn við?Munið þið það úr sögunni? Jú, hannbreiddi út faðminn og tók syni sínumfagnandi. Sonurinn, sem var týndur,var kominn heim aftur. Honum varfyrirgefið. Og það var slegið uppveislu.

Þetta er sagan sem Jesús sagði læri-sveinum sínum. Þetta gæti verið sagaaf mér og þér! Öll erum við breysk, öllhöfum við einhvern tíma tekið rangarákvarðanir á lífsleiðinni – og öll höf-um við einhvern tíma þurft á fyrir-gefningu annarra að halda. Öll höfumvið týnst, öll höfum við villst af leið ogverið óörugg um stefnuna. Þá hefurverið gott að eiga þess kost að snúa tilbaka.

Slæm reynsla getur, þrátt fyrir allt,þroskað mann, ef maður vinnur réttúr henni, hún getur gert mann aðheilsteyptari og betri manneskju enáður – með aukið næmi á dýrmætilífsins. Hægt er að nýta sér bitrareynslu, sjálfum sér og öðrum til góðs.Þannig snúum við líka böli í blessunog verðum þess umkomin að gefa afokkur, – að veita birtu og yl inn ímyrka og kalda veröld.

Guð stendur við hlið þeim semberjast við erfiðleika og gefur þeim

hugrekki og kraft. Hann gerir miklumeira en augu okkar nema. Þeir semstanda í mótvindinum mikla finnaþennan styrk – og þess vegna eru þeirþað sem þeir eru – þrátt fyrir allt!

Faðirinn í sögunni af týnda synin-um er Guð. Jesús Kristur er að segjaokkur hvernig Guð bregst við þeimsem fara villir vega, hvernig hannbregst við þeim sem iðrast gjörðasinna. Hann fyrirgefur. Kærleikurhans á sér engin takmörk. Hann geng-ur inn í aðstæður og mætir einstak-lingnum á hans eigin forsendum.

Umhyggja Guðs fyrir okkur er ein-stök. Hún er óverðskulduð. Hann sérþað besta í hverjum manni. Guðneyðir engan til fylgdar við sig. Okkarer valið.

Opnum huga okkar og hjarta fyrirJesú Kristi og gerum hann að sönnumleiðtoga lífs okkar. Þá mun okkurfarnast vel og þá munum við ekki týnasjálfum okkur í fallvöltum heimi.

Guð gefi okkur hugrekki og styrktil að lifa lífinu í kærleika, von og trú.

Safnaðarblað Akraneskirkju

33

Eðvarð Ingólfsson sóknarprestur:

Sagan af týnda syninum

Vel sóttar bænastundir

Íhádeginu á fimmtudögum er haldin bænastundí Akraneskirkju. Þetta er notaleg helgistund sem

tekur aðeins 15 mínútur. Beðið er fyrir sjúkum ogsorgmæddum, lesin ritningarorð og ljúfir orgeltón-ar heyrast. Allir, sem vilja, geta tendrað lítið kerta-ljós – um leið og þeir biðja í hljóði fyrir sér og sín-um. Léttar veitingar eru í safnaðarheimilinu á eftir.

Bænastundirnar í vetur hafa verið vel sóttar. All-ir eru velkomnir. Fyrirbænaefnum skal komið áframfæri við sóknarprest.

Page 4: Mars 2003 - 1. tbl. 4. árg. · er þó einungis um sýnishorn að ræða því vissulega er ekki hægt að gera öllu starfi fullnægjandi skil í einu blaði. Margir koma við sögu

Safnaðarblað Akraneskirkju

44

Sveinn Arnar Sæmundsson tók viðstarfi organista og kórstjóra hjá

Akraneskirkju 1. ágúst í fyrra. Hanner tæplega þrítugur að aldri, fæddurog uppalinn í Skagafirði. Foreldrarhans eru hjónin Sæmundur Sigur-björnsson og Þorbjörg Eyhildur Gísla-dóttir á Syðstu-Grund í Akrahreppi.Hann er næstyngstur 5 systkina.

Arnar hóf píanónám 8 ára og lauk5. stigi í næstefsta bekk grunnskóla.Þá gerði hann hlé á tónlistarnámi sínuog helgaði sig æfingum og keppni ífrjálsum íþróttum enda komu hæfi-leikar hans snemma í ljós á því sviði,ekki síður en í tónlistinni. Hann varðmargfaldur Íslandsmeistari í lang-stökki og hástökki í sínum aldurs-flokki en 17 ára varð hann að hættaíþróttaiðkun vegna þrálátra meiðsla.

Ætlaði að verðaíþróttakennari

„Hugur minn stefndi á íþrótta-kennaranám á þessum árum,“ segirArnar. „Ég var á íþróttabraut í Fram-haldsskólanum á Laugum í hálft ann-að ár en sneri mér síðan alfarið að tón-listinni þegar ég gat ekki lengur stund-að íþróttir. Þarna varð vendipunktur ímínu lífi.“

Arnar stundaði píanónám í nokkramánuði í Flórens á Ítalíu. Hann var íorgelnámi á Akureyri í 4 ár. Jafnframtlauk hann 8. stigi í einsöng í Tónlist-arskólanum á Akureyri og þar lærðihann einnig kórstjórn. Hann söngmeð Karlakórnum Heimi ogKirkjukór Akureyrar í nokkur ár þeg-ar hann var ekki sjálfur að leika undirí athöfnum.

Arnar er mjög starfssamur að eðlis-fari eins og tónlistar- og íþróttasagahans sýnir glöggt. Samhliða tónlistar-námi var hann organisti í Miklabæjar-prestakalli í 6 ár, auk þess sem hannkenndi á píanó í Tónlistarskóla Akur-eyrar. Sömuleiðis var hann afleysinga-organisti við Akureyrarkirkju umskeið. Ekki er þó allt upptalið því

hann var með Barna- og unglingakórAkureyrarkirkju í tvo vetur áður enhann fluttist hingað á Akranes, aukþess sem hann stofnaði og stjórnaðiSkagfirska kammerkórnum um árabil.Af framansögðu má ljóst vera að Arn-

ar hefur ekki setið auðum höndumfram að þessu.

En hvernig stóð á því að Arnar sóttium starf á Akranesi?

„Mér var bent á að Akraneskirkjaværi að auglýsa eftir organista,“ segirhann. „Ég leit á þetta sem áskorun.Fólk hældi hér aðstæðum og mig lang-aði til þess að komast í fast aðalstarf.Það er lýjandi til lengdar að vera ímörgum hlutastörfum. Ég þekkti líkadálítið til bæjarins því hér átti ég föð-urbróður sem nú er látinn.“

Hvernig kann svo nýi organistinnvið sig?

„Mér og fjöl-skyldu minni hefurverið tekið vel. Fátthefur komið á óvartað undanskildu þvíað hér eru ekki marg-ir tenórsöngvarar.Þeir eru til en það ábara eftir að upp-götva þá.“

Kórastarf í uppsveiflu

Frá því að Arnar kom til starfa hef-ur félögum í kirkjukórnum fjölgaðnokkuð. Hann æfir einnig tvo æsku-lýðskóra sem hann stofnaði sl. haust. Íbarnakórnum eru 36 félagar en 16 íungmennakórnum. Arnar og konahans, Sigríður Elliðadóttir, sem ersöngkennari í Tónlistarskóla Akra-ness, stjórna bæði Hljóm, kór eldriborgara. Hann segir að þeim finnistsérstaklega gaman að starfa með þvífólki og þau hlakki alltaf til æfing-anna.

„Mér finnst mjög spennandi aðtakast á við þau fjölmörgu viðfangs-efni sem fylgja starfi organista og kór-stjóra,“ segir Arnar. „Það er gaman aðfylgjast með framförum kóra og söng-fólks og ná settum markmiðumhverju sinni. Ég legg mikinn metnað ístarf mitt.“

Í vetur stundar Arnar kantorsnám íorgelleik hjá Herði Áskelssyni í Tón-skóla þjóðkirkjunnar. Hann ætlar aðreyna að ljúka því námi á næsta ári.

Arnar segir að fjölskyldunni líði velá Akranesi. Kona hans á tvö börn fyr-ir, þau Margréti Snæfríði og HróbjartTrausta, sem hann hefur gengið í föð-urstað. Fjölskyldan horfir björtumaugum til framtíðar á nýjum stað.

„Ég er mjög ánægður hjá Akranes-kirkju,“ segir Arnar. „Starf organista ogkórstjóra er mjög krefjandi – en það erlíka bæði fjölbreytilegt og skemmti-legt! Enginn dagur er eins – og mérfinnst gott að hafa nóg að gera.“

Að þessum orðum slepptum sláumvið botninn í viðtalið og óskum Arn-ari velfarnaðar í lífi og starfi.

Starf organista spennandi Rætt við Svein Arnar Sæmundsson

Barnakór Akraneskirkju.

Page 5: Mars 2003 - 1. tbl. 4. árg. · er þó einungis um sýnishorn að ræða því vissulega er ekki hægt að gera öllu starfi fullnægjandi skil í einu blaði. Margir koma við sögu

Safnaðarblað Akraneskirkju

55

Biskup Íslands, hr. Karl Sigur-björnsson, vísiteraði Akra-

nessöfnuð dagana 24. og 25. apríl ífyrra. Þetta er fjórða vísitasía biskups-embættisins á Akranesi á hálfri öld.Ásmundur Guðmundsson kom 1958,Sigurbjörn Einarsson 1969, ÓlafurSkúlason 1990, og nú síðast hr. Karl.

Tilgangur biskups með vísitasíu erað kynnast fólkinu í söfnuðunum ogstarfsemi kirkjunnar. Með biskupi íför var eiginkona hans, frú KristínGuðjónsdóttir. Biskupshjónin heim-sóttu fyrirtæki og stofnanir á Akranesiog var þeim alls staðar mjög vel tekið.

Í veislu sem haldin var biskups-hjónunum til heiðurs í Safnaðarheim-ilinu Vinaminni í lok vísitasíu var eft-irfarandi atburður rifjaður upp:

Árið 1863 var deilt um það á Al-þingi hvort Akranes fengi löggildingusem verslunarstaður. Pétur Pétursson,biskup Íslands, sem var konungkjör-inn þingmaður og andstæðingur máls-ins, kastaði þá fram eftirfarandi stökusem varð þjóðkunn:

Kaupstaður á Skipaskaga skötnum verður helst til baga eftir sér þann dilk mun draga: Drykkjurúta og letimaga.

Mörgum Akurnesingum sveiðundan þessari vísu. Skorað var á hr.Karl að bæta fyrir forvera sinn og gefaAkurnesingum nýja umsögn. Biskupþurfti ekki að hugsa sig lengi um. Þákom þessi staka:

Gott er hér á Skipaskaga skötnum er hér fátt til baga. Biskup fer til heimahaga með hlýju´ í sinni og mettan maga!

Þessari vísu var tekið með miklumfögnuði.

Það er mál manna að vísitasía hr.Karls á Akranesi hafi verið afskaplegavel heppnuð og söfnuðinum mikiluppörvun og hvatning. Velvild oghlýja biskupshjónanna skilur eftir signotalegar minningar.

Biskup Íslands á Akranesi

Page 6: Mars 2003 - 1. tbl. 4. árg. · er þó einungis um sýnishorn að ræða því vissulega er ekki hægt að gera öllu starfi fullnægjandi skil í einu blaði. Margir koma við sögu

Safnaðarblað Akraneskirkju

66

Góðir Akurnesingar, kæru kirkju-gestir!

Í dag, þegar við komum hér samaní húsi Guðs, minnumst við þess erJesús var uppnuminn. Því er lýst meðeftirfarandi orðum í Lúkasarguð-spjalli, 24. 50-52:

„Síðan fór hann með þá út í nándvið Betaníu, hóf upp hendur sínar ogblessaði þá. En það varð, meðan hannvar að blessa þá, að hann skildist fráþeim og var upp numinn til himins.En þeir féllu fram og tilbáðu hann ogsneru aftur til Jerúsalem með miklumfögnuði.“

Boðskapurinn er alltaf kærkominneins og morgunsólin sem stráir geisl-um sínum á dögg á nýjum degi. Boð-skapurinn er fyrir okkur öll, stendurokkur öllum til boða, án endurgjalds.Það er eins með boðskapinn og bæn-ina að bænin er okkur öllum opin, þarþurfum við ekki að bíða í röð eftirsambandi, við þurfum ekki að hafamikinn tíma eða rúm fyrir bænina.Við þurfum ekki að vanda ræðuform-ið, Guð skilur hugsanir okkar og hannþekkir vonir okkar og væntingar.

Í litlu bænabókinni sem ekki læturmikið yfir sér – en hefur svo margtgott að geyma – eru þessar línur:

„Drottinn, bæn mín stígur til þín,kærleikur þinn streymir ofan til mín.Ger bæn mína öfluga eins og kærleikaþinn.“

Við, sem hér erum, höfum öll þeg-ið gjafir Guðs og bænheyrslu og fyrirþað þökkum við.

Dagurinn í dag er helgaður öldruð-um. Eftirfarandi er haft eftir breskrikonu um fullorðinsárin og þau orð vilég einnig gera að mínum:

„Að kunna að eldast er hámarkviskunnar og einhver erfiðasti kafli

þeirrar listar er að kunna að lifa. Þeimmanni hefur farnast vel sem hefur lif-að vel, hlegið oft, elskað mikið. Hefuráunnið sér virðingu skynsamra mannaog ástir barnanna. Er tilbúinn að yfir-gefa veröldina betri en hann kom,hvort sem hann hefur umbætt hanameð aukinni ræktun, ágætu skáldverkieða frelsaðri sál. Hefur hvorki skortskyn á fegurð veraldarinnar né látiðundir höfuð leggjast að lofa hana.Hefur leitað þess besta í fari annarraog gert sitt ýtrasta sjálfur. Hefur lifaðsvo að líf hans verður öðrum hvatn-ing.“ Svo mörg voru þau orð þessararbresku konu.

Lífsgildin

Hamingja og friður er það sem all-ir þrá. Við vitum að hvort sem viðerum börn, ungar manneskjur, mið-aldra eða fullorðin, er lífið aldrei svofullkomið í sinni allra bestu mynd aðþar falli engir skuggar – og aldrei svoslæmt í sinni verstu mynd að ekkifinnist ljós. Það er aldrei einfalt að lifalífinu og því getum við treyst að aldreilifum við svo að öllum líki. Það tókstekki einu sinni frelsaranum. Hann áttisína öfundarmenn og jafnvel haturs-menn. Og vart getum við ætlast til aðverða allra yndi þótt við leggjum okk-ur öll fram.

Börn setja hlutina oft í einfalt ljós.Lítil stúlka fór með ömmu sinni íglæsilega dómkirkju erlendis. Eftir aðhafa skoðað glermyndlist í öllumgluggum kirkjunnar spurði húnömmu sína: „Hverjir eru þessir menní gluggunum“? Og amma svaraði:„Þetta eru helgir menn.“ „Já,“ sagðibarnið, „nú veit ég að helgir menn eruþeir sem ljósið skín í gegnum.“

Við leitum sífellt að ljósinu og gildilífsins þó að við eigum það til að farakrókaleiðir að því markmiði. Og hvaðer það sem gefur lífinu raunverulegtgildi, raunverulega hamingju og raun-verulega lífsfyllingu? Það getur veriðlítið blóm á götu þinni, lítið barn ífangi þér, óvænt bros á leið þinni,faðmlag eða einvera í faðmi fallegrarnáttúru. Bara það að fá að vakna tilnýs dags, nýrra verka, er kraftaverk útaf fyrir sig.

Ég vitna oft í afa minn sem var afarbjartsýnn og jákvæður maður. Ein-hvern tímann, þegar ég kvartaði und-an kvíða við hann vegna einhvers lítil-ræðis sem ég átti að skila daginn eftir,sagði hann: „Ég hef aldrei sofnað svoað kveldi að ég hlakkaði ekki til aðvakna að morgni.“ Ekki var það vegnaþess að lífsbaráttan var svo létt hjáhonum, lífið var vinna og aftur vinnaþó að pyngjan yrði aldrei þung.

Ég skildi það svo löngu seinna hvaðþað var sem gerði afa að hamingju-manni. Hann átti það sem er öðrudýrmætara og það sem mölur og ryðfá ekki eytt: Ást og virðingu samferða-manna sinna! Þegar við eldumstkunnum við sífellt að meta betur fólksem með jákvæðu hugarfari breytirdimmu í dagsljós og finnum hve já-kvætt hugarfar léttir glímuna við erfiðverkefni. Hvað glaðvært og skemmti-legt fólk gefur lífinu mikið gildi!

Ég hringdi í vin minn fyrir stuttusíðan, hann hafði lent í miklumhremmingum. Ég vildi vita hvernighann hefði það. Ég átti von á því aðþað væri dimmt í ranni.

„Hvað segirðu títt, Siggi minn?“spurði ég þegar ég innti hann eftir erf-iðleikunum. „Mikið gott, mikið gott,“

Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrum ráðherra:

Listin að kunna að lifa – og þakka! Hugleiðing flutt í Akraneskirkju á uppstigningardag, 24. maí 2002

Page 7: Mars 2003 - 1. tbl. 4. árg. · er þó einungis um sýnishorn að ræða því vissulega er ekki hægt að gera öllu starfi fullnægjandi skil í einu blaði. Margir koma við sögu

svaraði hann og bætti síðan við: „Égget ekki verið að velta mér upp úr þvísem ég fæ ekki breytt, það kemurhvorki mér né öðrum að gagni. Aðöllum erfiðleikum slepptum er alltgott.“ Og hann meinti þetta!

Þetta fannst mér hetjulega mælt.Auðvitað getum við ekki alltaf veriðglöð og sagt allt mikið gott – en ef viðreynum að breyta því sem við getumbreytt og sætt okkur við það sem viðfáum ekki breytt – erum við alltént áréttri leið.

Hvað skiptir raunverulega máli?

Kristin viðhorf og gildi eru undir-staða menningar, löggjafar og siðfræðiflestra nútímasamfélaga, þau eru einn-ig grundvöllur vísinda, fræða og hug-sjóna um samábyrgð. Það er nauðsyn-legt í nútímasamfélagi og nútíma-tækni að grundvöllurinn liggi í kristn-um viðhorfum og kristnum gildum. Ídagsins önn áttum við okkur kannskiekki alltaf á því hve hin kristnu gildihafa mikil áhrif. Móta og marka til-veru okkar, hugmyndir, siðferði ogframkomu. Þótt við séum upptekin aftækni og efnishyggju nútímans þá erþað nú þannig að þegar við gefumokkur stund til þess að íhuga hvaðraunverulega skiptir máli í lífinu, þá erþar efnishyggja tækniþjóðfélagsinsekki efst á blaði. Þá áttum við okkur áhvað er kjarninn og hvað er hismið.

Ég er sannfærð um að kjarninn sé íraun og veru sá að við eigum ekkertsem skiptir máli nema það sem viðgefum öðrum. Hvað er vinskapur ántryggðar? Hjónaband án trúfestu?Barnauppeldi án ástar, blóm án vatns?

Til að ná góðu dagsverki þurfumvið að leggja á okkur vinnu. Sem sagt,til að eignast þurfum við að gefa, gefaaf okkur sjálfum. Öll höfum við eitt-hvað að gefa og öll höfum við hlutverkí lífinu, þau geta verið mörg og mis-munandi.

Þótt þér finnist eitt hlutverk mikil-vægara en annað er þetta raunverulegaein keðja þar sem hver hlekkur skiptirmáli.

Það var verkefni Jesú að boða fögn-uð, lækna og líkna. Í boðskap kristn-innar er lækningin og líknin rauðiþráðurinn. Í hinni helgu bók kemurlækningin og umhyggjan víða fyrir.

Það eru mikilvægustu verkefni vest-rænna samfélaga í dag hvernig við get-um betur aðstoðað þá sem þurfa ámestu aðstoð samfélagsins að halda,hvernig við getum gefið okkarminnstu bræðrum nýja von, nýja trúog betra líf. Verum minnug þess semJesús sagði:

„Það allt sem þér gjörðuð ekki ein-um hinna minnstu bræðra minna, þaðhafið þér ekki heldur gjört mér.“ (Mt.25.40).

Ég vann fyrir mörgum árum ásjúkradeild þar sem mjög veikt aldraðfólk lá. Eins og gengur var starfsfólkiðmismunandi þolinmótt og þá varmikilvægt að minna sig á hvernig viðviljum að komið sé fram við okkarnánustu aðstandendur af þolinmæðiog virðingu.

Ljóð eftir Davíð Stefánsson semheitir: Ef sérð þú gamla konu – segirallt sem segja þarf í þessu samhengi:

Mörg okkar íslensku skálda hafagefið okkur tóninn, hreina tóninn, oghjálpað okkur til þess að setja hlutina

í rétt samhengi, hjálpað okkur til þessað sjá fegurðina í umhverfinu.

Já, ég sagði hér áðan að það er mik-ilvægt að geta horft til baka, hafa elsk-að mikið og hlegið dátt – og ekki sístað hafa verið elskaður af börnum. Tilþess að njóta þeirra lystisemda þurfumvið að gefa ofurlítið af okkur sjálfum.

Að vera aldraður er ein af gjöfumGuðs, að hafa fengið tækifæri til þessað leggja hönd á plóginn, að hafa séðbörnin vaxa úr grasi, séð lágvaxinngróður verða að skógi, öðlast visku aflöngum degi og hafa með þolgæðiþolað bæði súrt og sætt, getað horftyfir farinn veg og notið góðs dags-verks.

Í þessa kirkju eigum við erindi ástærstu tímamótum lífs okkar. Hingaðsækjum við fögnuð, hingað sækjumvið huggun.

Trúin er okkar haldreipi. Fyrirþetta allt er gott að þakka í kirkjunni

okkar, sem tekur á móti okkur meðopinn faðminn, þegar við leitum tilhennar.

Safnaðarblað Akraneskirkju

77

Ef sérð þú gamla konu, þá minnstu móður þinnar,sem mildast átti hjartað og þyngstu störfin vannog fórnaði þér kröftum og fegurð æsku sinnarog fræddi þig um lífið og gerði úr þér mann.

Þú veist, að gömul kona var ung og fögur forðum,og fátækasta ekkjan gaf drottni sínum mest.Ó sýndu henni vinsemd í verki og orðum,sú virðing sæmir henni og móður þinni best.

Því aðeins færð þú heiðrað og metið þína móður,að minning hennar verði þér alltaf hrein og skýr,og veki hjá þér löngun til að vera öðrum góðurog vaxa inn í himin – þar sem kærleikurinn býr.

E instöku sinnum eru fermd ung-menni í Akraneskirkju sem ekki

eiga þess kost að fermast með hópumað vori, t.d. vegna búsetu í útlöndum.

Þannig var um þessi tvö á síðastaári. Atli Guðjónsson fermdist 8. júní.Foreldrar hans eru Guðjón Þórðarsonog Hrönn Jónsdóttir. Þau eiga heima íEnglandi. Hanna María Guðbjarts-dóttir fermdist 24. nóvember. Foreldr-ar hennar eru Guðbjartur Hannessonog Sigrún Ásmundsdóttir. Þau dvöld-ust í Englandi í fyrravetur.

Bæði þessi ungmenni stunduðu

fjarnám á netinu meðan á „skírnar-uppfræðslunni“ stóð – eins og ferm-ingarundirbúningurinn heitir öðrunafni. Öll samskipti þeirra og prestsins– á meðan þau dvöldust ytra – fórufram á netinu!

Atli. Hanna María.

Fjarnám á netinu

Page 8: Mars 2003 - 1. tbl. 4. árg. · er þó einungis um sýnishorn að ræða því vissulega er ekki hægt að gera öllu starfi fullnægjandi skil í einu blaði. Margir koma við sögu

Safnaðarblað Akraneskirkju

88

Sóknarprestur, kæru fermingar-systkin og aðrir kirkjugestir.

Það var stór stund sem við ferm-ingarsystkinin hvert og eitt áttum hérí þessari okkar kæru kirkju, Akranes-kirkju, sunnudaginn 18. maí 1952.Þessa dags hafði verið beðið með mik-illi eftirvæntingu. Undirbúningurfermingarinnar, fermingarfræðslan,hafði staðið um margra mánaða skeiðog allir voru orðnir vel lesnir í Vegin-um en svo hét bók sú er fermingar-fræðslan byggði á og þeir sálmar ogbænir sem kunna þurfti utanbókarhöfðu verið samviskusamlega lærð.

Stóra stundin var nú runnin uppog á þessum fagra vordegi mættum viðfermingarbörnin viðhafnarklædd tilathafnarinnar, sum að morgninum ogsum eftir hádegi. Stúlkurnar í hvítumsíðum kjólum sem mikil vinna hafðiverið lögð í, kjólum sem hver og einnvar að sínu leyti listaverk og bar vottum hin vönduðu vinnubrögð og þáalúð sem mæður þeirra og aðrarsaumakonur höfðu lagt í verkið, oftvið erfiðar aðstæður, og erfiða efnisút-vegun á skömmtunartímum sem þávoru.

Drengirnir voru í dökkum fötumog hvítum skyrtum með hvítarþverslaufur, föt sem sérstaklega höfðuverið keypt eða saumuð á þá fyrir

ferminguna. Þetta voru fermingarföt-in fyrir daga fermingarkyrtlanna. Allirkomu með Nýjatestamentin sín ensóknarpresturinn okkar, sá miklimannvinur og ástríki lærifaðir, hafðiritað framan við titilblað hinnar helgubókar nafn eiganda hvers eintaksásamt ritningarorðum sem hver ogeinn hafði áður dregið af handahófi úrfjölda slíkra ritningargreina og semfylgja áttu viðkomandi út í lífið ogvera hans einkunnarorð og leiðarljós áframtíðarvegi. Þá voru ennfremur rit-uð í hina helgu bók blessunarorðin frásóknarprestinum, þau fögru orð, Guðifalinn. Undirbúningur fermingarinn-ar og sú mikla umhyggja og ástúð semallir fundu frá sóknarprestinum okkarmynduðu svo fagra og svo hlýja um-gjörð um þennan atburð í lífi okkar aðfermingin sem slík markaði ef til villdýpri spor í líf okkar og lífsviðhorf ennokkur annar atburður fyrr og síðar.

Þessi dagur var svo sannarlega sámerkasti sem við höfðum upplifað ogvar í raun upphaf göngu okkar á vitfullorðinsáranna, hins óskrifaða blaðsþeirra framtíðarvæntinga sem enginngat vitað hvert myndi leiða. Hann varí raun vorið í lífi okkar og tilveru.

Við vorum 51 fermingarbörninþetta vor, 26 stúlkur og 25 drengir. Ídag er þessi hópur verulega fámennari.Við höfum orðið að sjá á bak 7 góðumdrengjum og 2 góðum stúlkum yfirmóðuna miklu. Allt saman mikiðmannkostafólk, gætt góðum hæfileik-um hvert á sínu sviði og höfðu öllkomið miklu góðu til leiðar á lífs-göngu sinni. En þannig er nú lífið aðokkur er ekki öllum sköpuð jafnlöngstund í þessu jarðlífi og við sem eftirlifum drúpum höfði í einlægri þökkfyrir að hafa átt allt þetta góða fólk að

vinum og samferðamönnum. Ég leyfimér hér að lesa upp nöfn hinna látnuen þau voru: Guðmundur Guð-mundsson, Gísli Friðriksson, Hall-björn Sigurðsson, Huldar Smári Ás-mundsson, Halldóra Lárusdóttir, Sig-urbjörn Jónsson, Sigurður Hannes-son, Sigurgeir Sveinsson og Vilhelm-ína Elísdóttir. Ég bið góðan Guð aðblessa minningu þeirra allra.

Bjart yfir bernskuárum

Það voru ljúfir dagar sem við áttumá uppvaxtarárum okkar hér á Akra-nesi. Tíminn leið við leiki, nám ogvinnu. Við vorum svo gæfusöm aðbúa í þessum yndislega bæ og fá aðvera þátttakendur í öllu því sem var aðgerast í vaxandi bæ þar sem allar hend-ur höfðu verk að vinna. Leikir barn-anna tóku mið af störfum fullorðnafólksins og ekki var hann hár aldurinnþegar við fengum verk að vinna viðhlið hinna fullorðnu á hinum ýmsuvinnustöðum. Allt um kring voru svofjaran, fjallið, fegurðin og framtíðar-vonirnar. Aldurinn og tíminn voru þásvo afstæðar stærðir. Við fundum okk-ur í raun eldri en við vorum og tilbú-in til afreka hvert á sínu sviði. Þáfannst okkur í huganum langt um lið-ið frá lokum síðari heimsstyrjaldarinn-ar þó að árið 1952 væru aðeins liðin 7ár frá þeim tíma, 8 ár voru þá liðin frástofnun íslenska lýðveldisins og 10 árfrá því bærinn okkar Akranes hlautkaupstaðarréttindi.

Í dag finnst okkur ekki langur tímiliðinn frá fermingardeginum okkarfyrir 50 árum. Þessi ár hafa liðið semein sjónhending og við sjáum þó allahluti hafa breyst í kringum okkur. Það

Einar Jón Ólafsson:

Æskan á ætíð sín draumalönd Ræða flutt í Akraneskirkju 12. maí 2002

„Vertu trúr allt til dauða, og Guð

mun gefa þér kórónu lífsins“

(Op. Jóh. 2.10)

Page 9: Mars 2003 - 1. tbl. 4. árg. · er þó einungis um sýnishorn að ræða því vissulega er ekki hægt að gera öllu starfi fullnægjandi skil í einu blaði. Margir koma við sögu

Safnaðarblað Akraneskirkju

99

er aðeins eitt sem afar lítið hefurbreyst og það erum við sjálf. Það upp-lifði ég og við mörg okkar nú fyrirfáum dögum er við nutum dásamlegradaga saman á ferðalagi til Búdapest íUngverjalandi. Allt var sem áður ogvináttan sem varð til á æskudögunumsú sama, trausta og trygga, og á æsku-dögum áður. Hið sama á við um ykk-ur öll, hvar sem við hittumst erum viðöll sem fyrrum einlægir vinir og bund-in tryggðaböndum. Við höfum lítiðbreyst hið ytra en vissulega þroskastog vonandi orðið betra fólk með árun-um fyrir tilverknað þess góða boð-skapar sem við játuðumst með ferm-ingunni og sem aðeins laðar fram þaðbesta í hverjum og einum. Það er ogverður gæfa hvers manns að standa viðþað heiti að hafa Jesú Krist að leiðtogalífs síns og með fermingunni að stað-festa skírnarheiti foreldra sinna.

Lífið hefur farið um okkur flestmjúkum höndum. Margir hafa þóorðið fyrir mikilli og erfiðri lífsreynsluen birtan og gleðilegu stundirnar eruóteljandi. Flestir hafa eignast góðheimili, maka, börn og barnabörn,hafa haft góða heilsu og getað unniðað hinum margvíslegustu verkefnumog yfirhöfuð reynst mætir borgarar ognýtir þjóðfélagsþegnar. Hver og einn

getur litið í eigin barm og séð að geng-ið hefur verið til góðs götuna fram eft-ir veg. Það hefur því reynst farsæltveganestið sem við fengum út í lífið ervið okkur var sagt á fermingardaginn:Jesús sagði: „Vertu trúr allt til dauða,og ég mun gefa þér kórónu lífsins.“

Gæðadrengur og menningarfrömuður

Mér þykir við hæfi að víkja hérnokkrum orðum að sóknarprestinumokkar, séra Jóni M. Guðjónssyni, semfermdi okkur. Hann var slíkur gæða-drengur í allri umgengni við okkur ogsóknarbörn sín að vandfundinn munannar slíkur. Okkur þótti öllum ein-staklega vænt um hann og stöndum ímikilli þakkarskuld við hann fyrir allauppfræðsluna og manngæskuna semhann sýndi okkur. Hann var auk sinnaprestsstarfa ötull menningarfrömuðurí þessum bæ og listfengi hans og hug-myndauðgi viðbrugðið. Meðal verkahans og baráttumála voru byggðasafn-ið að Görðum og varðveisla minja fráliðinni tíð, sem tengdust sögu þessabæjar. Þá var sjómennskan og hafiðhugðarefni hans og var hann hug-myndasmiður þess að styttan sem þiðöll þekkið af sjómanninum var sett

upp á Akratorgi. Hún er veglegtminnismerki um lífið á Akranesi ígegnum árin sem svo mjög hefur ver-ið tengt sjónum. Við fermingarbörninfrá 1952 höfum ákveðið að gefa litlaafsteypu af þessari styttu, þessu bar-áttumáli séra Jóns, til varðveislu áskrifborðinu hans sem stendur enn áhinu gamla heimili hans á Kirkju-hvoli, sem nú er listasetur rekið afminningarsjóði séra Jóns M. Guðjóns-sonar. Þessi táknræna gjöf verður af-hent þangað og fylgja henni einlægarþakkir okkar allra fyrir leiðsögnina útí lífið. Á styttunni er lítil plata sem ástendur: Fermingarbörn séra Jóns M.Guðjónssonar, 1952 – 50 ár – 2002.

Elskulegu fermingarsystkin: Tilhamingju með 50 ára fermingaraf-mælið! Minnumst þess að æskan áætíð sín draumalönd. Leið okkar allrahefur með ýmsum hætti legið um þauog æskudraumarnir margir ræst.Höldum í þau draumalönd sem lengstog berum boðskap hins Hæsta áframtil samferðamannanna svo sem for-eldrar okkar og síðar við sjálf hétumvið skírn okkar og fermingu.

Akranesi og Akraneskirkju biðjumvið Guðs blessunar. Megi ykkur öllumvel vegna og hamingjan fylgja ykkurhverja stund.

Áhverju ári koma nokkrir góðir gestir af stór-Reykjavíkur-svæðinu til að flytja fyrirlestra, leiða námskeið eða skemmta

fólki í félagsstarfi Akraneskirkju. Sex komu í fyrra.

Í apríl skemmti hinn vinsæli dægurlagasöngvari, RagnarBjarnason, eldri borgurum í opnu húsi. Sr. Þórhallur Heimisson,prestur í Hafnarfirði, hélt „jákvætt námskeið um hjónaband ogsambúð“ í október og var það vel sótt. Róbert Arnfinnsson, einnástsælasti leikari þjóðarinnar, kom í nóvember og las kafla úrDagbók Högna Jónmundar eftir Harald Á. Sigurðsson með til-þrifum í félagsstarfi eldri borgara.

Sr. Sigfinnur Þorleifsson, sjúkrahúsprestur og stundakennari ísálgæslu við guðfræðideild Háskólans, flutti fyrirlestur um sorgog sorgarviðbrögð, einnig í nóvember. Í sama mánuði var BirnaHjaltadóttir, Skagakona, gestur í opnu húsi hjá eldri borgurumog sagði hún frá áralangri dvöl fjölskyldu sinnar í Kuwait. Þor-steinn Haukur Þorsteinsson, forvarnafulltrúi Tollgæslunnar, tal-aði við fermingarbörnin á aðventunni og með honum í för varBassi, einn „klárasti“ fíkniefnahundur landsins. – Öllum þessumgestum var mjög vel tekið!

Góðir gestir

Ragnar Bjarnason.

Róbert Arnfinnsson. Birna Hjaltadóttir.

Sr. SigfinnurÞorleifsson.

Page 10: Mars 2003 - 1. tbl. 4. árg. · er þó einungis um sýnishorn að ræða því vissulega er ekki hægt að gera öllu starfi fullnægjandi skil í einu blaði. Margir koma við sögu

Safnaðarblað Akraneskirkju

1010

Hjónavígslur í Garða-prestakalli 2002

13. apríl: Gísli Eyleifsson og Rúna Björk Smáradóttir, Laufengi 25, Reykjavík. 27. apríl: Steinar Berg Sævarsson og Vilborg Helga Kristinsdóttir, Jörundarholti 36. 18. maí: Aðalsteinn Davíð Jóhannsson og Ingibjörg Ösp Júlíusdóttir,

Akurgerði 11. 18. maí: Sigurjón Örn Stefánsson og Bryndís Böðvarsdóttir, Skarðsbraut 5. 22. maí: Guðmundur Kristján Sigurbjörnsson og Ásta Björk Arngrímsdóttir,

Vallholti 15. 1. júní: Alfreð Freyr Karlsson og Valdís Kvaran, Heiðarbraut 34. 20. júlí: Ómar Rögnvaldsson og Elín Ragna Þorsteinsdóttir,

Sjávargrund 11a, Garðabæ. 20. júlí: Gunnar Haukur Kristinsson og Hildur Karen Aðalsteinsdóttir,

Víðigrund 12. 10. ágúst: Bjarni Gunnarsson og Anna Lára Steindal, Lindargötu 54, Reykjavík. 10. ágúst: Gunnar Rúnar Gunnarsson og Marta Ester Einarsdóttir, Grenigrund 43. 17. ágúst: Einar Viðarsson og Kristín Sveinsdóttir, Háholti 32. 24. ágúst: Ólafur Geir Óskarsson og Bergþóra Björk Jóhannsdóttir,

Skerðingsstöðum, Hvammssveit, Dalasýslu. 24. ágúst: Sigurður Sævarsson og Ásdís Líndal Finnbogadóttir, Englandi. 31. ágúst: Valur Þór Einarsson og Helga Pálsdóttir, Vesturgötu 10. 3. sept.: Guðlaugur Elís Jónsson og Guðríður Dóra Árnadóttir, Vallarbraut 17. 21. sept.: Brynjar Sigurðsson og Aldís Aðalsteinsdóttir, Vesturgötu 59. 1. okt.: Snorri Þór Ómarsson og Þórunn Elfa Magnúsdóttir,

Sunnubraut 15. 9. nóv.: Ragnar Fjalar Þrastarson og Ingibjörg Indriðadóttir,

Gullengi 9, Reykjavík. 25. des.: Haraldur Valtýr Haraldsson og Hrönn Hafliðadóttir, Jörundarholti 139. 28. des.: Guðsteinn Júlíus Ágústsson og Jóhanna Soffía Símonardóttir,

Einigrund 5.

Skipt um kirkjuturn

Þessar einstöku myndir voru tekn-ar þegar skipt var um kirkjuturn

28. maí í fyrra. Burðarviður gamlaturnsins var orðinn fúinn í gegn og öllklæðning og frágangslistar ónýtir. Þessvegna var ráðist í þessa framkvæmd.Trésmiðjan Akur smíðaði nýja turn-inn og var öll sú vinna mjög vönduð.Næsta sumar verður kirkjan máluð aðutan.

Frábær árangur í söfnunarátaki!

Fermingarbörn á Akranesi tókuþátt í landssöfnun til styrktar fá-

tæku fólki í Eþíópíu í nóvember ífyrra. Alls söfnuðust 261 þús. kr. –en á landinu öllu tæpar 4 milljónirkróna. Tilgangurinn með söfnuninnivar m.a. sá að safna fyrir vatnsbrunn-um – en fjöldi manns í Eþíópíu þarfað ganga langa vegu daglega til aðafla vatns. Hver brunnur með upp-setningu kostar 90 þús. kr. Einnbrunnur getur séð 1000 manns fyrirhreinu vatni – alla ævi! Fyrir þá upp-

hæð sem safnaðist á Akranesi mákaupa 3 slíka brunna!

Fermingarbörnin á Akranesilögðu hart að sér í söfnuninni og létuausandi rigningu ekki aftra sér fráþví að ganga í hús í göfugum til-gangi! Á eftir fengu allir pítsu ogkók! – Þessar myndir voru teknarþetta kvöld.

Page 11: Mars 2003 - 1. tbl. 4. árg. · er þó einungis um sýnishorn að ræða því vissulega er ekki hægt að gera öllu starfi fullnægjandi skil í einu blaði. Margir koma við sögu

Safnaðarblað Akraneskirkju

1111

Fermingarbörn í Akraneskirkju sunnudaginn 7. apríl 2002 kl. 10:30.Með þeim á myndinni eru sr. Eðvarð Ingólfsson, sóknarprestur, sem fermdi

og sr. Björn Jónsson, fyrrv. sóknarprestur, sem aðstoðaði við útdeilingu altarissakramentis.

Fermingarbörn í Akraneskirkju sunnudaginn 7. apríl 2002 kl. 14.

Page 12: Mars 2003 - 1. tbl. 4. árg. · er þó einungis um sýnishorn að ræða því vissulega er ekki hægt að gera öllu starfi fullnægjandi skil í einu blaði. Margir koma við sögu

Safnaðarblað Akraneskirkju

1212

Fermingarbörn í Akraneskirkju sunnudaginn 14. apríl 2002 kl. 10:30.

Fermingarbörn í Akraneskirkju sunnudaginn 14. apríl 2002 kl. 14.

Page 13: Mars 2003 - 1. tbl. 4. árg. · er þó einungis um sýnishorn að ræða því vissulega er ekki hægt að gera öllu starfi fullnægjandi skil í einu blaði. Margir koma við sögu

Safnaðarblað Akraneskirkju

1313

Fermingarbörn í Akraneskirkju sunnudaginn 21. apríl 2002 kl. 10:30.

Fermingarbörn í Akraneskirkju sunnudaginn 21. apríl 2002 kl. 14.

Page 14: Mars 2003 - 1. tbl. 4. árg. · er þó einungis um sýnishorn að ræða því vissulega er ekki hægt að gera öllu starfi fullnægjandi skil í einu blaði. Margir koma við sögu

Safnaðarblað Akraneskirkju

1414

Sunnudagur 30. mars, kl. 10.30

Andri Már Marteinsson, Einigrund 18.(For.: Guðrún G. Sigurbjörnsdóttir og Marteinn Einarsson)

Elvar Már Sigurðsson, Skólabraut 25.(For.: Anna Sigfríður Reynisdóttir og Sigurður Steinarr Þóris-son. Fósturf.: Helgi Ólafur Jakobsson)

Eva Björk Pétursdóttir, Leynisbraut 1.(For.: Pétur Þór Lárusson og Kristín Bergþórsdóttir)

Eva Kristín Elvarsdóttir, Leynisbraut 31.(For.: Jóhanna Heiður Gestsdóttir og Elfar Þór Jósefsson)

Freyja Þöll Smáradóttir, Víðigrund 10.(For.: Ólöf Guðmundsdóttir og Smári Njálsson)

Freyr Karlsson, Espigrund 11.(For.: Elín Káradóttir og Karl Sigurgeirsson)

Guðrún Birna Ásgeirsdóttir, Vesturgötu 154.(For.: Kristín Frímannsdóttir og Ásgeir Haraldsson. Fósturf.:Ásgeir V. Hlinason)

Ísleifur Örn Guðmundsson, Jörundarholti 228.(For.: Guðmundur Skúlason og Guðrún Ísleifsdóttir)

Lára Guðríður Guðgeirsdóttir, Jörundarholti 12.(For.: Kristín Ármannsdóttir og Guðgeir Svavarsson)

Lena Gunnlaugsdóttir, Hjarðarholti 14.(For.: Kristín Aðalsteinsdóttir og Gunnlaugur Lárus Magnússon (✝)

Rikka Emilía Böðvarsdóttir, Jörundarholti 29.(For.: Jónína Rikka Steinþórsdóttir og Böðvar Ingvason)

Rögnvaldur Geir Hannah, Heiðarbraut 43.(For.: Svandís Rögnvaldsdóttir og Guðmundur B. Hannah)

Sunnudagur 30. mars, kl. 14

Arnar Jónsson, Skarðsbraut 17.(For.: Elín Ingibjörg Daðadóttir og Jón Brynjólfur Ólafsson)

Bergur Líndal Guðnason, Skólabraut 20.(For.: Lilja Líndal Aðalsteinsdóttir og Guðni Hannesson)

Birgitta Þura Birgisdóttir, Bárugötu 20a.(For.: Auður Hallgrímsdóttir og Birgir Arnar Birgisson)

Elín Carstensdóttir, Brekkubraut 6.(For.: Bryndís Bragadóttir og Carsten Jón Kristinsson)

Eva Dögg Héðinsdóttir, Vesturgötu 147.(For.: Guðlaug Ásmundsdóttir og Héðinn Ólafsson. Fóstur-for.: Elínborg Lárusdóttir og Birgir Snæfeld Björnsson)

Eva Sigurbjörg Þorkelsdóttir, Vogabraut 1.(For.: Þorkell Logi Steinsson og Eydís Aðalbjörnsdóttir)

Gréta Björg Björnsdóttir, Furugrund 13.(For.: Margrét Jóhannsdóttir og Björn Björgvin Jónsson)

Guðmundur Böðvar Guðjónsson, Vesturgötu 134.(For.: Ingibjörg Sigurðardóttir og Guðjón Kristjánsson)

Haraldur Haraldsson, Vesturgötu 32.(For.: Haraldur Sturlaugsson og Ingibjörg Pálmadóttir)

Marías Þór Skúlason, Jörundarholti 28.(For.: Áslaug Maríasdóttir og Skúli Lýðsson)

Páll Straumberg Guðsteinsson, Jörundarholti 124.(For.: Pálína Straumberg Pálsdóttir og Guðsteinn Oddsson)

Ragnheiður Smáradóttir, Lerkigrund 4.(For.: Guðbjörg Nielsdóttir Hansen og Smári Hrafn Jónsson)

Róbert Þór Henn, Garðabraut 18.(For.: Laufey Sigurðardóttir og Michael Edward Henn)

Steinar Dór Önundarson, Jaðarsbraut 9.(Móðir: Ingigerður Guðmundsdóttir. Fósturf.: Gissur Bachmann Bjarnason)

Þórey Hólm Heimisdóttir, Einigrund 11.(For.: Heimir Hallsson og Sigþóra Ævarsdóttir)

Sunnudagur 6. apríl, kl. 10.30

Anna Hallgrímsdóttir Kvaran, Hjarðarholti 16.(For.: Helga Margrét Arnardóttir og Hallgrímur GíslasonKvaran. Fósturf.: Helgi Hauksson)

Hólmfríður Magnúsdóttir, Kirkjubraut 1.(For.: Guðrún Jóhannesdóttir og Magnús Vagn Benediktsson)

Hulda Björk Einarsdóttir, Vesturgötu 139.(For.: Einar Pétur Bjargmundsson og Erla Signý Lúðvíks-dóttir)

Kolbrún Júlía Óladóttir, Jörundarholti 136.(For.: Guðrún Sigríður Sveinsdóttir og Óli Þór Heiðarsson)

Kristín Sandra Karlsdóttir, Furugrund 36.(For.: Guðrún B. Alfreðsdóttir og Karl Sigurjónsson)

Leifur Ingi Magnússon, Bjarkargrund 9.(For.: Magnús Sverrisson og Christine Devalden)

Lisbet Sigurðardóttir, Garðabraut 22.(For.: Valdís Ragnheiður Jakobsdóttir og Sigurður Einarsson)

Ólöf Vala Schram, Höfðabraut 6.(For.: Daðey Þóra Ólafsdóttir og Ólafur Stefán Schram)

Róbert Ketilsson, Háteigi 16.(For.: Ingibjörg Finnbogadóttir og Ketill Már Björnsson)

Rut Hallgrímsdóttir, Suðurgötu 103.(For.: Sólveig Rögnvaldsdóttir og Hallgrímur Agnar Jónsson.Fósturf.: Snæbjörn Erlendsson)

Sindri Sigurðarson, Krókatúni 12.(For.: Sigurður Már Jónsson og Sigríður Hallgrímsdóttir)

Smári Öfjörð Jóhannesson, Vallholti 21.(For.: Valdís Sigrún Valbergsdóttir og Jóhannes Snorrason)

Una Harðardóttir, Sunnubraut 12.(For.: Guðrún Margrét Jónsdóttir og Hörður Ragnarsson)

Sunnudagur 6. apríl, kl. 14

Alma Rut Sukanya Albertsdóttir, Vesturgötu 47.(For.: Alfa Ágústa Pálsdóttir og Albert Þórðarson. Fósturf.:Hervar Gunnarsson)

Ásmundur Jónsson, Jaðarsbraut 5.(For.: Guðrún Margrét Halldórsdóttir og Jón Óskar Ásmunds-son)

Guðmundur Freyr Hallgrímsson, Leynisbraut 33.(For.: Drífa Gústafsdóttir og Hallgrímur Guðmundsson. Fósturf.: Guðlaugur I. Maríasson)

Fermingarbörn á Akranesi 2003

Page 15: Mars 2003 - 1. tbl. 4. árg. · er þó einungis um sýnishorn að ræða því vissulega er ekki hægt að gera öllu starfi fullnægjandi skil í einu blaði. Margir koma við sögu

Safnaðarblað Akraneskirkju

1515

Ingólfur Eðvarðsson, Laugarbraut 3.(For.: Bryndís Sigurjónsdóttir og Eðvarð Ingólfsson)

Jóhanna Sigrún Andrésdóttir, Laugarbraut 13.(For.: Helga S. Pétursdóttir og Andrés Haukur Friðriksson (✝).Fósturf.: Vilhjálmur Gunnarsson)

Jón Haukur Sigurðarson, Suðurgötu 42.(For.: Sigríður Helga Einarsdóttir og Sigurður Kristjánsson.Fósturf.: Halldór Ingi Ólafsson)

Magnús Ingimarsson, Jörundarholti 160.(For.: Brynja Helgadóttir og Ingimar Magnússon)

Sara Björk Þorsteinsdóttir, Reynigrund 8.(For.: Eydís Rut Gunnarsd. og Hörður Þorsteinn Benónýsson)

Sigurður Ingi Grétarsson, Jörundarholti 130.(For.: Selma Sigurðardóttir og Grétar Már Ómarsson. Fósturf.: Þorvaldur Sveinsson)

Tómas Ævar Ólafsson, Jörundarholti 44.(For.: Kristín Svafa Tómasdóttir og Ólafur Rúnar Björnsson)

Valdís Þóra Jónsdóttir, Jörundarholti 116.(For.: Pálína Alfreðsdóttir og Jón Smári Svavarsson)

Sunnudagur 13. apríl, kl. 10.30

Ágúst Júlíusson, Suðurgötu 71.(For.: Fanney Björnsdóttir og Júlíus Víðir Guðnason)

Ásgerður Hlynsdóttir, Sandabraut 2.(For.: Ragnheiður Ásgeirsdóttir og Hlynur Sigurdórsson)

Bergþór Viðarsson, Brekkubraut 18.(For.: Fjóla Ásgeirsdóttir og Viðar Svavarsson)

Birgitta Ósk Tómasdóttir, Heiðarbraut 51.(For.: Marta Sigurðardóttir og Tómas Sigurðsson)

Björn Breiðfjörð Gíslason, Suðurgötu 88.(For.: Jórunn N. Sigtryggsdóttir og Gísli Breiðfjörð Árnason)

Egill Arason, Heiðarbraut 58.(For.: Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir og Ari J. Jóhannesson)

Hrafnkell Allan Sigurbjörnsson, Jörundarholti 13.(For.: Sesselja Laufey Allansdóttir og Sigurbjörn Hafsteinsson)

Jónas Gunnar Antonsson, Vesturgötu 40.(For.: Erna Björk Markúsdóttir og Anton Sigurður Agnarsson)

Júlíana Svanhvít Andrésdóttir, Stekkjarholti 7.(For.: Súsanna Ernudóttir og Andrés Magnússon)

Kristín Anna Erlingsdóttir, Laugarbraut 17.(For.: Þóra Gunnarsdóttir og Erlingur Smári Rafnsson)

Stefán Valentínusson, Reynigrund 26.(For.: Halldóra Jónsdóttir og Valentínus Ólason)

Steinþóra Guðrún Þórisdóttir, Jörundarholti 122.(For.: Barbara Guðrún Davis og Þórir Guðnason)

Tómas Árnason, Presthúsabraut 34.(For.: Svanborg Bergmannsdóttir og Árni Tómasson. Fósturf.: Heimir Kristjánsson)

Vilborg Lárusdóttir, Vogabraut 36.(For.: Lárus Þór Ólafsson og Valgerður Sveinbjörnsdóttir)

Vilhjálmur Rúnar Vilhjálmsson, Lerkigrund 6.(For.: Þórhildur Björg Þórisdóttir og Vilhjálmur E. Birgisson)

Ylfa Flosadóttir, Jörundarholti 232.(For.: Katla Hallsdóttir og Flosi Einarsson)

Sunnudagur 13. apríl, kl. 14

Aníta Lísa Svansdóttir, Höfðabraut 5.(For.: Ragna Hannesdóttir og Svanur P. Hilmarsson. Fósturf.: Valdimar Magnússon)

Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, Steinkoti 4, Bifröst.(For.: Brynja Kristbjörg Jósefsdóttir og Rúnar Þór Óskarsson)

Birkir Guðmundarson, Esjubraut 15.(For.: Rannveig Sigurjónsdóttir og Guðmundur Ólafsson.Fósturf.: Bergsteinn Metúsalemsson)

Birna Rún Ragnarsdóttir, Suðurgötu 62b.(For.: Gróa Herdís Ingvarsdóttir og Ragnar Eyþórsson)

Dagný Björt Dagsdóttir, Vesturgötu 142. (For.: Gerður Gunnarsdóttir og Dagur Grímur Ingvason.Fósturf.: Gylfi Ægisson)

Erla Dröfn Kristjánsdóttir, Reynigrund 5.(For.: Þórhildur Þorsteinsdóttir og Kristján S. Guðnason.Fósturf.: Rúnar Hreggviðsson)

Ester Björk Magnúsdóttir, Deildartúni 10.(For.: Magnús Magnússon og Guðbjörg R. Ásgeirsdóttir)

Eva Rós Karlsdóttir, Garðabraut 45.(For.: Birna Dís Björnsdóttir og Magnús Karl Daníelsson)

Jóhann Aðalsteinn Árnason, Vesturgötu 144.(For.: Ólöf Húnfjörð Samúelsdóttir og Árni Aðalsteinsson)

Jóhanna Gísladóttir, Jörundarholti 2.(For.: Ingibjörg G. Sigurvaldadóttir og Gísli S. Reimars-son (✝). Fósturf.: Kristján Heiðar Baldursson)

Katrín Björk Þórhallsdóttir, Brekkubraut 23.(For.: Ólöf Linda Ólafsdóttir og Þórhallur Másson. Fósturf.: Eiríkur Vignisson)

Marianne Sigurðardóttir, Laugarbraut 12.(For.: Barbro Elísabeth Glad og Sigurður Sigurðsson)

Ornella Kristín K. Thelmudóttir, Kirkjubraut 4.(Móðir: Thelma Jóna Björnsdóttir. Fósturf.: Einar PálmiÁrnason)

Petra Rán Jóhannsdóttir, Esjubraut 18.(For.: Þuríður Björnsdóttir og Jóhann Magnússon. Fósturf.: Björgvin Steinar Valdemarsson)

Sigurður Bachmann Sigurðsson, Vesturgötu 61.(For.: Sigríður Arnórsd. og Sigurður Bachmann Sólbergsson)

Sveinn Þórir Björnsson, Sunnubraut 5.(For.: Björn Grétar Þorsteinsson og Áslaug Sveinsdóttir)

Thelma Ýr Gylfadóttir, Ásabraut 9.(For.: Áslaug Róbertsdóttir og Gylfi Már Karlsson. Fósturf.: Sigurður M. Steinþórsson)

–––––––––––––––

Sunnudagur 18. maí, kl. 11

Eva Laufey Kjaran, Jörundarholti 13. (For.: Sigurrós Allansdóttir og Hermann Gunnarsson. Fósturf.: Steindór Óli Ólason)

Sunnudagur 29. júní, kl. 11

Bryndís Ottesen, Jörundarholti 46. (For.: Þóra Jónsdóttir og Pétur Ottesen. Fósturf.: Machiel Van den Berg)

Page 16: Mars 2003 - 1. tbl. 4. árg. · er þó einungis um sýnishorn að ræða því vissulega er ekki hægt að gera öllu starfi fullnægjandi skil í einu blaði. Margir koma við sögu

Fermingarbörn á Akranesi fóru einsog endranær á fermingarnámskeið

í Skálholti í fyrrahaust. Þessar ferðirhafa alltaf þótt bæði spennandi ogskemmtilegar! Farið var í tveim hóp-um og var um dagsferð að ræða aðþessu sinni.

Í Skálholti var boðið upp á áhuga-verða dagskrá. Helga Arnardóttir leik-kona hélt m.a. námskeið í sjálfsstyrk-ingu og kenndi leikræna tjáningu.

Örn Arnarson tón-listarmaður lék á gít-ar og stjórnaðifjöldasöng. Farið varí skoðunarferð umSkálholtssvæðið ogsíðdegis var haldinstutt guðsþjónusta íSkálholtsdómkirkjusem fermingarbörn-in sjálf stóðu að.

Félagsstarf eldri borgara í Akra-nessöfnuði hefur verið vel sótt í

vetur líkt og í fyrra. Það er annanhvern fimmtudag í SafnaðarheimilinuVinaminni. Félagsvist eða bingó er áfyrri hluta samkomunnar en síðan léttdagskrá í tali og tónum. 50 til 80manns mæta að meðaltali.

Margir góðir gestir hafa litið inn ívetur til að skemmtaeldra fólkinu. IndriðiValdimarsson hefurhaldið utan um þetta fé-lagsstarf af hálfu kirkj-unnar. Honum til full-tingis hafa verið hjóninMargrét Guðbrands-dóttir og GuðmundurSveinsson. Organistinnleikur undir í fjölda-söng. Allir eru velkomn-ir í þessar samverur.

Safnaðarblað Akraneskirkju

Félagsstarf eldri borgara vel sótt

Í vetur var m.a. sýndur klæðnaður fólksí Miðausturlöndum. Birna Hjaltadótt-ir, sem eitt sinn átti heima í Kuwait,fékk fermingarbörn til að sýna þessarflíkur.

Hljómur – kór eldri borgara – söng í einni samverunnií vetur.

Hjónin Guðmundur og Margrét.

Fermingar-námskeiðí Skálholti