M2014 02 13

24
frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikHÚs, listir, íÞróttir, matUr OG allt annaÐ Morgunblaðið | mbl.is fiMMtudagur 13. febrúar 2014 Monitorblaðið 6. tbl 5. árg.

description

Monitor kemur út alla fimmtudaga. Blaðinu er dreift frítt í verslanir, á bensínstöðvar og í skóla um allt land. Blaðið fylgir einnig með Morgunblaðinu inn á heimili allra áskrifenda.

Transcript of M2014 02 13

Page 1: M2014 02 13

frítt

eintak

tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikHÚs, listir, íÞróttir, matUr OG allt annaÐ

Morgunblaðið | mbl.isfiMMtudagur 13. febrúar 2014Monitorblaðið 6. tbl 5. árg.

Page 2: M2014 02 13

Glæný uppistandssýning í ÞjóðleikhúskjallaranumAri Eldjárn, Bergur Ebbi, Björn Bragi, Dóri DNA og Jóhann Alfreð

Glæný uppistandssýning í ÞjóðleikhúskjallaranumAri Eldjárn, Bergur Ebbi, Björn Bragi, Dóri DNA og Jóhann Alfreð

Miðasala á midi.is og miðasölu Þjóðleikhússins í síma 551-1200

Fös. 10. janúar kl. 20Lau. 11. janúar kl. 20Fim. 16. janúar kl. 20Fös. 17. janúar kl. 20

Lau. 18. janúar kl. 20Fim. 23. janúar kl. 20Fös. 24. janúar kl. 20Lau. 25. janúar kl. 20

Fös. 10. janúar kl. 20Lau. 11. janúar kl. 20Fim. 16. janúar kl. 20Fös. 17. janúar kl. 20

Lau. 18. janúar kl. 20Fim. 23. janúar kl. 20Fös. 24. janúar kl. 20Lau. 25. janúar kl. 20

UPPSELTUPPSELT

Miðaverðaðeins

2900kr.Tilboð til

fyrirtækja

og hópa

„Þetta grín náði svo í gegnhjá mér að ég grét í orðsinsfyllstu merkingu úr hlátri“- Fréttatíminn, MT

„Ábyrgist þriggjadaga

harðsperrur í maga á eftir.“

- Fanney Birna Jónsdóttir

ViðskiptaritstjóriFréttablaðsins.

"Besta grínið í bænum!Frábær skemmtun!"-Árni Páll Árnasonfyrrverandi ráðherra

Uppselt á25 sýningar

Nýjar sýningar komnar í sölu.

Page 3: M2014 02 13

Fyrir ástFangnaValentínusardagurinn er haldinnhátíðlegur í Bandaríkjunum á morg-un og er því kjörið tækifæri fyriralla ástfangnaað halda uppá ástina áeinhvern hátt.Þrátt fyrir aðþessi hefð séeinstaklegavæmin mælirMonitor með því að gera eitthvaðfallegt fyrir ástina sína á morgunhvort sem það er kærasti eða kær-asta, gæludýr eða bara einfaldlegaelsku besta mamma.

Fyrir dansþyrstaTónlistarhátíðin Sónar Reykjavíkhefst í kvöld með pompi og pragt enhún á sér stað í Hörpu og stendurframmálaugardag.Mikill fjöldiinnlendraog erlendralistamannakoma fram áhátíðinni ogmá þar nefna Major Lazer, Gus Gus,Moses Hightower og Trentemöller.Örfáir miðar eru til á hátíðina og erhægt að nálgast þá á miði.is

Fyrir tónelskaÁ laugardagskvöldið fara fram úr-slitin í Söngvakeppni Sjónvarpsinsog verða þau sýnd í beinni á RÚV.Í ár keppasex lög umfarmiða tilDanmerkurþar semEurovison ásér stað þettaárið og verðurspennandi að sjá hvaða lag þjóðinvelur að þessu sinni. Á það líf?

Elsta ástarlag sem vitað er um var samið fyrir meiraen 4000 árum við svæðið í kringum ána Tígris.

fyrst&fremst 3fimmtudagur 13. febrúar 2014 Monitorbla

ðið

ítölu

M ár var CamillaRut í Krossinum.18lög verða áfyrstu smáskífuHighlands. Þegar ég var fimmtán ára sagði ég við

mömmu: „Krakkarnir eru að pæla í að byrjaað drekka eftir samræmdu og ég er að pæla íað gera það líka“. Aldrei áður hafði ég fundiðþann þögla, nístandi kulda sem greip mig meðaugnaráði móður minnar. Raunarhefur mamma, sú annars ljúfaog skemmtilega kona, aðeinsdregið fram auga Saurons einusinni eftir það, þegar ég sagðihenni að mig langaði í tattú...

Helstu rök hennarfyrir andstöðu sinni við

húðflúr eru þau að tattú verðisvo ljótt þegar maður er orðinngamall og krumpaður. Persónulegaheld ég að hrukkurnar og lifrablettirnir verðiekkert minna aðlaðandi þó svo að það sé smá-blek á þeim. Ég mun líka ekki einu sinni getasagt við hjúkrunarfólkið á elliheimilinu: „Gamlavar sko villt í den,“ því í næsta herbergi verðureinhver Miley Cyrus-týpa með kómískt mústassá hverjum fingri og „inspirational quotes“ uppað augabrúnum. Þar að auki verður hjúkrunar-

fólkið sjálft með tunnel í gegnum geirvörturn-ar þar sem tattú verða orðin voða normal ogóspennandi á þeim tímapunkti.

Móðir mín hefur líka bent á hversuhallærisleg sum tattú verða með

tímanum en ég vil meina að træbaltrampstamp sé að eiga ákveðið„comeback“ þó í kaldhæðnisé. Það er reyndar það einasem hefur haldið afturmér til þessa, óttinn viðað tattúið sem ég veit aðég mun elska endi óvart á

stað sem ég mun hata. Ég vilekki að fallega húðflúrið mitt

endi sem trampstamp síns tíma.

Það styttist samt í þetta, mig hef-ur ekki dreymt um þetta í fimm

ár til þess eins að láta trampstamp-ótta stöðva mig.

Sorrý, mamma,Anna Marsý

[email protected]óri: Anna Marsibil Clausen([email protected]),Framleiðslustjóri: Hilmar Gunnarsson([email protected])Blaðamenn: Rósa María Árnadóttir,Auður Albertsdóttir, Lísa Hafliðadóttir(í fæðingarorlofi)Forsíða: þórður arnar þórðarson([email protected]) Umbrot: Monitorstaðirauglýsingar: AuglýsingadeildÁrvakurs ([email protected])Myndvinnsla: Ingólfur GuðmundssonÚtgefandi: Árvakur Prentun: Lands-prent sími: 569 1136

ga Monitor Efst í huga Monitor Efst í huga Monitor Efs

Trampstamp óttinn

Mælir Með...

num geirvörturn-voða normal ogkti.

nt á hversuverða meða að træbal

að einafturn viðeit að

ig hef-fimm

stamp-

mamma,a Marsý

www.facebook.com/monitorbladid

Vikaná facebook

6

Hinn 16. júní mun einn þekktasti plötusnúður heims, David Guetta,stíga á stokk í Laugardalshöllinni í tilefni af 25 ára afmæli FM957. TrondOpsahl er annar höfuðpaurinn á bakvið norska viðburðafyrirtækið SkyAgency sem á veg og vanda af komu Guetta til landsins. Sky Agencysérhæfir sig í tónleikahaldi plötusnúða og sá um tónleika plötusnúðsinsTiestos hér á landi árið 2012.„Þetta er auðvitað ekki slæmt fyrir viðskiptin en helsta ástæðan fyrir

því að við tökum að okkur verkefni hér er sú að við viljum gjarnan hafaástæðu til að koma aftur til Íslands,“ segir Trond sem kveðst heillaður aflandi og þjóð og þá sérstaklega tónlistarsenunni. „Miðað við fólksfjöld-ann er underground-senan hér mikið stærri en í Noregi og það finnst mérmjög svalt.“

Byrjuðu smáttMiðasala á tónleika Guetta er þegar hafin en Trond segir gríðarlega

vinnu fara í tónleikana sem heild. „Það er mikilvægt að áhorfendur fái aðupplifa hans sýn á tónleikana en það er búið að hanna þá út í ystu æsar.

Þetta er mikið meira en bara einfalt Dj-sett, þetta er heljarinnar sjónar-spil,“ segir Trond alvarlegur en hann kveðst þó ekki stressaður. „Ef maðurskipuleggur sig vel veit maður hvers er að vænta og er vel undirbúinn,“segir hann. „Þegar við byrjuðum að sjá um okkar fyrstu tónleika vorumvið alltaf rosalega stressaðir því við vissum ekkert við hverju var aðbúast. Þess vegna þarf maður að gera þetta í þrepum, byrja á minnisýningum og bæta svo við sig“.Trond og viðskiptafélagi hans Cristoffer Huse tóku sín fyrstu skref í

bransanum þegar þeir voru beðnir um að skipuleggja klúbbakvöld fyrirum 300 ungmenni árið 2009. „Út frá því fór boltinn að rúlla og verkefninurðu smám saman stærri og stærri,“ segir Trond en í dag standa þeirfélagar fyrir allt upp í 15 tónleikum á ári. Trond segir minna upp úrtónleikabransanum að hafa en margur myndi halda. „Maður verðurseint ríkur á þessu en maður getur haft lífsviðurværi af tónleikhaldinu.Auðvitað eru margir kostir við starfið og þá sérstaklega hvað maður færað ferðast mikið og hitta mikið af nýju og spennandi fólki. Það er þessvegna sem ég geri þetta,“ segir Trond.

Norðmaðurinn trond opshal stendur á bakvið komu plötusnúðsins Davidsguetta til Íslands í júní en hann segir mikið sjónarspil í vændum.

flytur innDavidguetta

Myn

d/Þó

rður

bestu frasanaúr „Með allt áhreinu“ má sjáá bls. 6.

Karl SigurðssonOh, ekkert í gangiá RÚV Íþróttum.Ég sem ætlaði aðfara að horfa áþátt um íþróttir.6. febrúar kl. 19:33

10

Haraldur F.GíslasonSigríður EyrúnFriðriksdóttirlánaði mérhleðslutæki. Það

eru allir vinir í skóginum. Engafordóma!

8. febrúar kl. 19:35

Thorunn Anton-ia MagnusdottirÞað er brjálaðstuð á hæðinnifyrir neðan migog partýlætin

halda fyrir mér vöku, sem ersvosem enginn glæpur EN þauvoru að blasta techno remixi afversta lagi heims Brown girl inthe ring með Boney M!!! ...hvaðer síminn hjá tónlistarlöggunni?

7. febrúar kl. 2:27

lúkk sjást íStílnum á bls. 84

EysteinnSigurðarsonÍ sturtuklefanumí laugardalslaugsá ég mannum fimmtugt

nota hárblásara til að þurrka ásér tærnar og hann var mjögalvarlegur og einbeittur á svipinn

11. febrúar kl. 22:46

Page 4: M2014 02 13

4 Monitor fimmtudagur 13. febrúar 2014

Myn

d/Þó

rður

Engin busuní Borgarleikhúsinu

Arnmundur Ernst B. Björnsson hefur vakið miklaathygli fyrir leik sinn í Jeppa á fjalli í Borgarleik-húsinu en nú leikur hann eitt af aðalhlutverkumí verki Tyrfings Tyrfingssonar, Bláskjár.

Þú ert tiltölulega nýútskrifaður úr LHÍ,bjóst þú við því að detta strax inn íBorgarleikhúsið?Þvert á móti. Ég vissi í raun lítið hvað

tæki við.

Hvernig kanntu við þig? Er vel tekið ámóti ungum leikurum í Borgarleikhús-inu?Ég kann virkilega vel við mig. Því miður

var engin busun og það var hálf-skrítiðhvað fólk var viðkunnanlegt, samt ekki.Þarna er allt krökkt af snillingum og góðufólki.

Ætlaðir þú alltaf að verða leikari?Það mætti segja að ég sé einskonar Yao

Ming íslenskrar leiklistar. Báðir foreldrarmínir voru atvinnuleikarar þannig aðég fékk í raun lítið um það ráðið hvertstefnan væri tekin. Leiklistarveiran varrituð í genamengin.

Þú hefur meðal annars verið kallaður„senuþjófur“ fyrir frammistöðu þínaí Jeppa á fjalli, en þar ferðu meðalannars með hálfgerða einræðu á hreintótúlegum hraða. Hvernig undirbjóstuþig fyrir hana?Ég rændi mikið sjoppur og verslanir til

að undirbúa senustuldinn, hvað varðarhraðmælskuna vil ég þakka Morfísárun-um mínum í MH fyrir hana.

Hlutverk þitt í Jeppa á fjalli er mjögkómískt en Bláskjár sem verk býr ein-hvers staðar mitt á milli gríns og alvöru.Hvort kanntu betur við þig í kómíkinnieða dramatíkinni?Hvort fyrir sig býr yfir einstökum

sjarma. Það er rosalega nærandifyrir sálina að koma fólki til að hlæja eneinnig gaman þegar maður getur hafttilfinningaleg áhrif á áhorfendur. Það ererfitt að gera upp á milli, líklegast er barahvort tveggja betra.

láskjár er glænýtt verk en Jeppiá fjalli er aftur á móti frá 18. öld.Hver er munurinn á því að takastá við svo gamalt verk og verk semdrei hefur verið sett upp áður?su er erfitt að svara, en líklega býr

ákveðið frelsi í því að takast á við glænýttverk. Algengasta gagnrýnin á Jeppa varsú að fólki var illa við þær breytingarsem gerðar voru á verkinu frá fyrri tíð.Þar sem margir hafa áður séð verkið hafaþeir því ákveðnar hugmyndir um hvernigeigi að fara með það. Á móti kemur aðþegar tekist er á við nýtt verk þarf aðfinna rétta nálgun að verkinu og þar semengin fordæmi eru til staðar getur þaðreynst þrautinni þyngra.

Átt þú eitthvað sameiginlegt meðpersónu þinni í Bláskjá?Sem leikari verður maður auðvitað að

tengja við persónuna sem maður tekstá við. En blessunarlega á ég ekki margtsameiginlegt með borderline-psychopat-anum sem ég leik í Bláskjá þó mér þykimjög vænt um hann.

Í Bláskjá kemur meðleikari þinn, HjörturJ. Jónsson, nakinn fram. Er ekkert skrítiðað vera allt í einu að æfa senur meðnöktum manni og finnst þér stressandiað þurfa ef til vill einhvern daginn aðkoma sjálfur nakinn fram?Ja, góð spurning. Ég verð að viðurkenna

að mér brá smá þegar Hjörtur var allt íeinu kominn úr öllum fötunum í fyrstaskiptið, en aðalega vegna þess að hanner með tröll í brók. Ég hlakka mikið tilað bera mig á sviði eða fyrir framanmyndavél vegna þess að þannig verðurmaður góður leikari, eins og Hilmir Snærhefur sýnt fram á. En að öllu gríni slepptuþá er nekt í leiklist oft vandmeðfarin.Ef hún þjónar listrænu hlutverki innanverksins getur hún verið stórkostleg enþað er leiðinlegt þegar hún er aðeins nýttnektarinnar vegna.

Áttu þér draumahlutverk?Heimavinnandi fjölskyldufaðir sem á

rafmagnsbíl, borðtölvu og hund.

Hvað er framundan hjá þér?Það eru einhver járn í eldinum.Við

erum nokkur að elda saman sjón-varpsþætti en það ríkir mikil leynd yfiröllu saman. Ég vona að ég fái fleiri góðtækifæri til að þroskast sem leikari ogmanneskja á komandi árum. Svo barabrosa, er það ekki inn í dag?

hvort tv

BáHá

aldÞess

ArnmundurFyrstu sex: 280989Lag á heilanum: Kissfrom a Rose með SealEf ég væri pítsa væriég: ÞunnbotnaFyrirmynd í æsku: ÚlfurHansson, æskuvinur

Page 5: M2014 02 13

Ólíkt flestum íþróttatoppum, þar sem brjóstin eru ekki aðskilin, tryggir VersatX stuðningstoppurinn

hvoru brjósti um sig fjöðrun, sem auðveldar alla hreyfingu og eykur stuðning og þægindi.

STUÐNINGURFimm punkta stuðningur

innbyggður í hvora skál

með stuðningsvefnum CW-X

Targeted Support WebTM.

Móðurfyrirtæki CW-X R, Wacoal Corporation, er einn stærsti nærfataframleiðandi í heimi og selur yfir 35 milljónir toppa árlega um allan heim.

BleikurSvartur með bleikri röndSvartur með grænni röndFjólublár

LOKSINS, ÍÞRÓTTATOPPURMEÐ STUÐNINGI VIÐ HVORTBRJÓST FYRIR SIG.

CW-X VERSATX STUÐNINGSTOPPURINN:

SVEIGJANLEIKIFranskur rennilás á hlýrum

og krækjur á baki tryggja að

toppurinn smellpassar.

RAKADRÆGNIInnbyggt teygjanlegt net undir

hvorri skál hleypir út raka.

LITIR:

Sölustaðir: Útilíf www.utilif.is • Intersport www.intersport.is • Afreksvörur www.afrek.is • Sportís www.sportis.isCrossfit Reykjavík www.cfr.is • Atlas göngugreining www.gongugreining.is

Page 6: M2014 02 13

6 Monitor fimmtudagur 13. febrúar 2014

Ertu meðallt áhreinu?Í síðustu viku frumsýndi nFVÍ söng-leikinn Með allt á hreinu í Austurbæ.Monitor rifjaði upp nokkur af bestuaugnablikum þessarar rúmlega tvítugukvikmyndaperlu.

1 „Nei, ég bara var að selja síðustublokkflautuna. En ég var að fá ansi

skemmtilegan rafmagnsbassa.“-Lars Himmelbjerg

2 „Þú einblínir endalaust á flísina entekur ekki notice af bjálkanum.“

-Harpa Sjöfn

3 „Það verður engin helvítis rúta, þaðverður langferðabíll.“

-Lars Himmelbjerg

4 „Gærurnar voru einungis hugsaðarsem hækjur og hjálpargögn og

hananú.“ - Frímann Flygering

5 „Ert þú stundum einmana ásíðkvöldum?“ - Frímann Flygering

6 „Þá segi ég auðvitað: Bassinn ersuður í Borgarfirði!“ -Dúddi

7 „Ég tvista til þess að gleyma.“-Óliver Twist

8 „Hér er komin ung stúlka, hún biðurfyrir geðveikislegar stuðkveðjur

til Skúla Pálssonar, hún finnur hvergibíllyklana.“ -Dúddi

9 „Lásinn er inn út, inn inn út.“-Dúddi

10 „Sá vægir sem skitið hefur meira.“-Lars Himmelbjerg

10 bEstuFrasarnir

Vissir þú.......að Grýlurnar höfðu aðeins verið til í um tvománuði þegar þær voru beðnar að taka þáttí myndinni sem Gærurnar?

...að fyrsta lag myndarinnar „Ástardúett“sömdu Valgeir Guðjónsson og Egill Ólafssoná innan við klukkutíma?

...að á ensku nefnist myndin On Top?

...að á tíunda áratugnum hlutu vinsældirmyndarinnar endurnýjun lífdaga þar semVHS-spólan fékkst gefin með pulsupökkum?

...að Sigurjón digri var byggður á húsverðin-um Ragnari í Sindrabæ?

...að atriði með Bubba Mortens var klippt útúr myndinni?

...að kvikmyndin fékk 125.000 króna styrkúr Kvikmyndasjóði?

... að upprunalega átti myndin að enda meðeldgosi í Heimaey?

...að búningar Gæranna og Stuðmanna í Eyj-um voru fengnir að láni frá lúðrasveitinni?

...að Árni Johnsen, þáverandi formaðurþjóðhátíðarnefndar, reyndi að stöðva tökur á„Útí eyjum“ þar sem hátíðahöldunum hafðiverið aflýst vegna veðurs?

...að á frumsýningu myndarinnar uppskarskyggnilýsing Dúdda dynjandi lófatak?

þEgarþú Varstkrakki......vissir þú ekkert af hverju Stinni„strokkar“ hljóðnemann þegar hanner fúll út í Hörpu í Ástardúett.

... hugsaðir þú ekkert frekar út í þaðþegar Harpa segir að Gærurnar þurfiað fá sér „rótara sem neglir allarhelvítis slordísirnar úti á landi.“

... tengdir þú líklega ekki lagið„Grikkir“ (Gæru laxera) við þaðhvað Gærurnar komu reiðar út afklósettbásunum.

... hafðir þú ekki hugmynd umaf hverju Stuðmenn hefðu þurfteinhvern kubb til að taka myndir af„geimverunum“.

... þekktir þú ekki merki Sovétríkj-anna sem blasir við í „Slá í gegn“.

... tókst þú ekkert eftir því hvað þaðeru mörg lög sem hafa hreinlegaekkert með söguþráðinn að gera.

MinniSTæðuSTuföTin

EinS GOTT að HJaRTaðDæli Ekki Blóði ÁþESSa DÁSEMD

GlæSilEGiR HaTTaROG SkyRTuR í STíl ílanGBESTu SJOppunni

fRíMann VaRallTaf flOTTuRí Tauinu

GæRuRnaR Hnykluðu VöðVanaí VíkinGaBÚninGunuM

pEySuföT ÚR ÁlpappíROG RuSlapökuM í aTlaVík

MaGakRaBBinn Á akuREyRiER SéRlEGa EfTiRMinnilEGuR

það fékkST alDREi ÚR þVí SkORiðHVER GuBBaði aSTRalTERTunni

Page 7: M2014 02 13
Page 8: M2014 02 13

8 Monitor fimmtudagur 6. febrúar 2014

rósa María Árnadó[email protected]

stíllinn

Hvað ertu að gera þessadagana ?Ég er í tölvunarfræði í HR

og dunda mér inná milli viðýmis grafísk verkefni.

Hefur þú alltaf spáð í hverjuþú átt að klæðast?Nei, alls ekki. Í seinni tíð

hef ég passað að kaupa baraföt sem mér finnst 100% faramér og sleppt þeim sem mérhefur ekki liðið vel í. Kaupifrekar færri en vandaðriflíkur.

Hver er best klæddi maður íheimi að þínu mati?Ég lít mikið upp þjóðarleið-

toga okkar, Ólafs Ragnars.Maður sem ávallt er meðputtann á púlsinum.

Í hvaða búðum kaupir þúhelst föt hér á Íslandi?Ætli það sé ekki GK og

Kultur.

Hver eru þín bestu kaupfyrr og síðar fyrir heimilið?En fataskápinn?Klárlega hengistóllinn. Hef

íhugað að selja allar mínarveraldlegu eignir og haldabara honum. Í fataskápinn erþað leðurjakkinn.

Hvað er algjört möst fyrirhaustið að þínu mati?Nál og tvinni til að tjasla

saman fötunum þegarsumarlaunin eru búin.

Stíllinn heimsótti smekkmanninn Kjartan oddason í vikunni og fékk að smella nokkrummyndum af honum og fallegu íbúðinni hans þar sem hann hefur komið sér vel fyrir með kisunumsínum, Skinku og Pepperoni. Kjartan stundar nám í HR og vinnur á Joe & the juice í Kringlunni.

Skinka og pepperoni

kósýJakki: spútnikpeysa: Marc O’pOlOBuxur: levis

partýJakki: ntc OutletBOlur: príMarkBuxur: H&M

spariJakki: frá afaBuxur: H&Mskyrta: Outlet10slaufa: kultur

HversdagsJakki: kúlturBOlur: araBa Búð í BarcelOnaBuxur: levis

Myn

dir/Golli

gaflinn er næstbestukaup sem ég hefgert, enda keyptur áútsölu í ikea. Myndiner plakat frá bróðurmínum og lampinn komúr góða hirðinum.

Page 9: M2014 02 13

9fimmtudagur 6. febrúar 2014 Monitor

Gestabók heimilisins er í miklu uppáhaldiog byrjaði um jólin. Mjög margarskemmtilegar minningar tengdar henni.

Flestar myndirnar áheimilinu prentaði égsjálfur í venjulegumprentara á 120gr pappír.Flestar eru úr myndaser-íu eftir Ryan Berkley oger þessi ein af þeim.

Krítarveggurinner venjuleg möttmálning og fyllistalltaf í hverju partýi.Núna prýðir vegginnlistaverk eftir vin.Hnötturinn var mesthataða jólagjöfin1998 frá foreldrun-um. Standurinn varónýtur, hnötturinnfékk nýtt heimili ágömlu lampastæði.

Borðið og stólarnir komafrá langömmu í Vín. Húnværi ekki sátt ef hún sæiað ég væri ekki að notaborðhlífina hennar.

Fallegar myndir á veggn-um í stofunni hjá Kjartani,Erró þarna neðst.

Neðri myndiner samstarfs-verkefni meðkrökkunum áleikskólanumsem ég vann á.Alltaf gamanað fá að vinnameð snillingum.

Eftir að ég settist í hengistólinn áKex var það mitt helsta markmiðí lífinu að eignast einn slíkan. Sáþennan í Hrím og fékk seinasta stykk-ið. Trúi á örlögin eftir það. Kanínan erverndarvættur frá móður minni.

Page 10: M2014 02 13

RÁÐSTEFNA Í HÁSKÓLABÍÓIFIMMTUDAGINN 10. APRÍL

HOW COOLBRANDSSTAY HOTBranding to generation Y& The Future of Social Media

Ekki missa af einum stærsta auglýsinga-og markaðsviðburði síðari ára á Íslandi.

Einstakt tækifæri til að öðlast djúpa þekkingu á mikilvægustu auglýsingakynslóð allra tíma.

Miðaverð: 34.900 kr.Miðasala á mbl.is

Joeri Van den Bergh Mattias Behrer Oliver Luckett

Page 11: M2014 02 13

11fimmtudagur 13. febrúar 2014 Monitor

og ungu söngkonunni Karini Sveinsdóttur. Þrátt fyrir ungan aldursveitarinnar og þá staðreynd að aðeins eitt lag með þeim hefur hljómaðopinberlega er nú þegar búið að bóka sveitina á helstu tónlistarhátíðirlandsins. ljómsveitin Highlands skaust upp á yfirborðið í haust oggaf fyrsta lag sitt, ”Hearts”, frítt út á netinu í nóvember.

Hljómsveitin Highlands samanstendur af reynsluboltanum Loga Pedro

„Þetta er baranáttúrublæti“

Page 12: M2014 02 13

Hljómsveitin Highlands skaustupp á yfirborðið í haust þegarþau gáfu út fyrsta lag sitt,„Hearts“ frítt út á netinu. Nústendur mikið til en sveitintreður upp á Sónar um helginaog verða þá fyrstu „alvöru“tónleikar sveitarinnar.

Blaðamaður Monitor skellti sér niður að höfn og hittimeðlimi sveitarinnar sem nutu febrúarblíðunnarmeð kúluís í vöffluformi..

Hvernig kynntust þið?L Ég var að dæma söngkeppni í Menntaskólanum íHamrahlíð og Karin var að keppa.K Ég vissi nú alveg svona hver Logi væri eða svona já,við eigum sameiginlega kunningja.L Ég er líka búin að vera að taka upp Emmsjé Gautasem er bróðir Karinar. Þetta var bara nett, hún var góðí söngkeppninni og bara stuttu eftir hana byrjuðumvið að vinna saman.

Hvernig er samband þitt, Karin, viðGauta? Eruð þið náin systkin?K Við erum mikið betri vinir núnaheldur en þegar við vorum yngri,enda alveg 7 ár á milli okkar. Þá varég meira bara pirrandi krakki fyrirhonum. Ég vissi heldur ekki að Gautiværi að rappa fyrr en ég var orðinsvona 12 ára, við erum alveg munnánari nú en áður.

Hafið þið einhverntímann unniðsaman í tónlistinni?K Nei, við höfum aldrei unniðsaman.

Er það eitthvað sem þið væruð mögulega spenntfyrir?K Það gæti verið spennandi að vinna saman, annarsstyður hann mig í tónlistinni sem ég er að gera og mérfinnst hann frábær tónlistarmaður sjálfur.

Hefur þú alltaf verið öflug í söngnum, Karin?K Ég söng mikið þegar ég var svona 11 til 14 ára ensvo hætti ég að syngja þegar ég kom í MH. Svo ákvaðég bara að taka þátt í söngvakeppninni í fyrra meðvinkonu minni sem spilaði á píanó.

Nú ert þú, Karin, á öðru ári í MH, er ekkert mál aðláta skólalífið og tónlistarlífið vinna saman?K Nei, í rauninni ekki, þetta er eiginlega eins og hvertannað hobbý. Ég er ekki í það mörgum einingum ogvið æfum bara á kvöldin þannig þetta blandast ekkimikið saman.

Eins og með Sónar, nú ertu að fara í fyrsta sinn átónlistarhátíð og þú ert tæknilega of ung til að kaupamiða á hana, hvernig líst foreldrum þínum á þetta?K Planið var alltaf að fara á Sónar og ég ætlaði núalveg að kaupa mér miða á hátíðina svona viku áðuren ég frétti að ég væri að fara að spila. Eiginlega alllirvinir mínir eru að fara og svo ætlar mamma að kíkjaog nokkrir aðrir í fjölskyldunni verða þarna, þettaverður bara gaman.

Hvernig ertu stemmd fyrir hátíðinni?K Ég er bæði stressuð og spennt. Stressuð yfir þvíað vera að koma fram og spennt fyrir hátíðinnisjálfri, enda allt frábærar hljómsveitir sem ég get ekkibeðið eftir að sjá. En það er örugglega óþarfi að verastressuð, ég er í góðum höndum með Loga og Kelatrommara mér við hlið.

Þið hafið ekki aðeins unnið saman sem Highlands,heldur samdi Logi lag í haust sem heitir „Út í nótt-ina“ sem Karin söng ásamt öðrum. Hver er saganbakvið það lag?K „Út í nóttina“ var semsagt grímuballslag MH.L Það var nú bara tilviljun að Karin var að syngja

þetta. Ég hef gert lag fyrir grímuball MH núna fjögurár í röð. Ég var beðinn um að gera lag núna og Kariner náttúrlega í skólanum. Það er ekkert gaman að geraskólalög þegar það eru ekki góðir söngvarar, það er þáalveg helmingi meiri vinna. Það voru fínir söngvarar álaginu en það var gott að hafa Karini.

Er „Út í nóttina“ sumsé ekki að fara að hljóma áSónar um helgina?K Nei.L Það náttúrlega tengist Highlands ekki neitt.

Fyrsta lagið ykkar í Highlands, „Hearts“, kom út ínóvember. Um hvað fjallar lagið?L Ég hef verið spurður oft að þessu og ég vil ekki gefaupp of mikið. Fólk á bara að rýna í textann. Ég heldað allir geti tengt textann við atburði í eigin lífi. Ég vilekki eyðileggja upplifanir annarra með því að komameð smáatriði um söguna í textanum.K Ég hef alveg fengið spurningar um hvort lagið fjallium „one night stand“ eða hvort þetta sé um ástarsam-band. Fólk túlkar bara lagið á sinn hátt.

L Textarnir okkar eru mjöghreinskilnir, en það er samt algjöróþarfi að segja hvaða fólk á hlut ísögunum og hvað gerðist hvenær.Þær manneskjur sem þetta fjallar umfatta það kannski.

Nú ákváðuð þið að gefa Hearts útfrítt á netinu. Hvað kom til?L Það er miklu skemmtilegra aðbúa til lög og gera bara plötu rétt einsog við værum að fara að gefa hanaút hjá plötufyrirtæki en gefa hanabara frítt. Ég fór á fund hjá nokkrumplötufyrirtækjum og við ákváðumað það væri bara miklu betra að geraþetta svona. Ég vil meina að þessi

útgáfa sé á mjög fagmannlegu leveli þegar það kemurað því hvernig hún er unnin. Siggi Odds gerir um-slagið, þetta er masterað af Styrmi Hauks sem hefurmeðal annars masterað Of Monsters and Men. Síðangerði Múm-remix sem kemur bráðum út og við erumbúin að gera myndband. Þetta er í rauninni bara týpískútgáfa nema það að útkoman verður ókeypis.K Mér finnst líka svo gaman að hvaða fólk sem ergetur hlustað á lagið hvenær sem er án þess að borgafyrir það. Mér finnst það frekar heillandi.

Er það kannski algengt nú til dags að tónlistarmenngefi verk sín frekar frítt út á netinu heldur en að gefaút hefðbundna plötu?L Já algjörlega. Plötumarkaðurinn sem við búum viðnúna á Íslandi gerir ekki ráð fyrir því að við getum gef-ið út plötu sem selst eitthvað.Við erumbara þannig band.Við erum að syngja áensku og þetta er „alternative“ tónlist,þannig séð, svo hún er langt frá þvíað vera vara sem selst mikið á Íslandi.Við í Retro Stefson seldum ekki mikiðaf plötunum okkar fyrr en við gáfumút þá þriðju, eftir að hafa eytt mörgummilljónum í að taka upp plötur. Þessvegna höfum við ákveðið að gera þettasjálf og gefa út á netinu.

Hvernig hafa viðbrögðin við laginuverið?K Bara mjög góð. Lagið hefur verið mikið spilað, þaðer mjög skemmtilegt. Svo er náttúrlega myndbandað koma út og það er mikil vinna og fullt af fólki semstendur á bakvið það.

Getið þið sagt okkur eitthvað frá myndbandinu?L Myndbandið býr til sína sögu út frá texta lagsins.Það er reyndar svolítið fyndið að leikararnir eru mikiðtil sama fólk og lék í kvikmyndinni Óróa, sumir gætukannski litið á myndbandið sem framhald af henni,sem það er það að sjálfsögðu ekki. Hera Hilmars, AtliÓskar og Haraldur Ari leika í því og það er tekið uppheima hjá mér. Narvi Creative sem samanstenduraf Elleni Lofts og Þorbirni Ingasyni leikstýra en þau

gerðu meðal annars myndbandið við lagið „Over“með GusGus. Mér finnst þetta mjög nett myndband.Það er líka fallegt að sjá hvað það er rosalega íslenskt.Þegar ég horfði á það minnti það mig á sjálfan migþegar ég var í MH. Mér finnst það mjög heiðarlegt ogfallegt.

En hvaðan kemur hljómsveitarnafnið Highlands?L Ég sá Gísla Martein segja á Twitter áðan að það séhvergi meiri ást fyrir íslenska hálendinu og lífrænnimjólk heldur en í 101. Þetta er bara náttúrublæti, þaðpælir enginn í íslenska hálendinu. Ég man ekki hversustór prósenta það er af landsvæði Íslands sem er baraóbyggt.K Já, þetta er rosalega fallegt svæði sem enginnpælir í.L Þetta er líka svo nett. Það eru náttúrlega til margarþjóðsögur og margar sérstaklega magnaðar gerast íkringum hálendið.

Hvernig skilgreinið þið tónlistina ykkar?L Ég myndi segja bara að þetta væri það sem geristþegar maður hlustar á of mikið rapp. Þetta er í grunn-inn allt byggt á einhverju rappi.K Svo bætist svona indí við og smá r‘n‘b sem er kúl.L Ég myndi segja að Íslendingar hlusti ekkert á rapp.Fyrir utan það allra vinsælasta er rappið sem verðurvinsælt hérna á Íslandi ekki rappið sem er vinsæltúti. Allt þetta rapp sem er í gangi í Bandaríkjunum áí ástarsambandi við indí-músík og grunge, pönk ogrokk. Fólk fattar það ekkert þegar það hlustar á þessarplötur hvaðan áhrifavaldarnir koma. Bandarískirapparinn Kid Cudi gaf til dæmis út um daginn tónlistsem var blanda af grunge og hip-hoppi sem var helvítiáhugaverð. Það er mjög erfitt að lýsa Highlands enþetta er einhver blanda af hip-hop, poppmúsík ogpönki.

Getið þið nefnt einhverja sérstaka tónlistarmennsem hafa haft áhrif á ykkur í Highlands?K Í rauninni ekki.L Nei, ég myndi ekki þora að nefna eitt sérstakt,nema Drake. Ég hlusta eiginlega of mikið á Drake ogþað hefur áhrif á allt í lífi mínu. Ég verð þunglyndur efég hlusta of mikið á Drake.

En hvað með fyrirmyndir, eigiðþið ykkur einhverjar persónulegarfyrirmyndir þegar það kemur aðtónlistinni?L Já, auðvitað. Mér finnst Björk alltafmjög nett, ég hef stúderað hana mjögmikið. Svo eru svo margir aðrir, éghlusta eiginlega bara á rapptónlist,mikið á mixtape-rapp eins og t.d.gaura frá Chicago sem eru bara íeinhverri vitleysu. Ég myndi barasegja að þetta verkefni sé blandaaf Björk, Chicago Drill, KanyeWest,Einari áttavillta og Backstreet Boys. Og

hana nú.K Ég er alveg sammála með Björk, svo hlusta égbara á svo mikið eins og The XX en það er ekki beintfyrirmynd. Ég hlusta líka mikið á íslenska tónlist einsog Mammút.

Hvernig gerið þið lögin ykkar?K Það er eiginlega bara Logi sem semur tónlistina ogtextana. Svo förum við í stúdíó og prófum að taka upp.Það gengur rosa vel og tekur yfirleitt ekki mikinn tíma.L Já, ég sem lögin en svo breytum við þeim yfirleitteitthvað. Ég syng sjálfur inn á demóin og löginvirka oft ekki með minni rödd. Svo vinnum við baramislengi í hverju lagi.

12 Monitor fimmtudagur 13. febrúar 2014

Texti: Auður Albertsdóttir [email protected]: Þórður Arnar Þórðarson [email protected]

Logiá 30 sekúndumFyrstu sex: 290892Ef ég væri hljóðfæri væriég: mPCMinn versti ótti: einmanaleikiÁ pítsuna fæ ég mér:kóngarækjur og kræklingÍ fyrra lífi var ég: samúræiÆskuátrúnaðargoð: Pharrell

Kariná 30 sekúndumFyrstu sex: 110896Ef ég væri hljóðfæri væri ég:eitthvað flókiðMinn versti ótti: myrkurÁ pítsuna fæ ég mér: kjúkling,rjómaost og 2x kantolíuÍ fyrra lífi var ég: tilÆskuátrúnaðargoð: svala,ég og systir mín hlustuðumendalaust á the Real me-plötuna hennar á sínum tíma.

Þetta er í rauninnibara týpísk útgáfa

nema það að útkomanverður ókeypis.

Page 13: M2014 02 13

13fimmtudagur 13. febrúar 2014 Monitor

Síðastasem ég...Síðasta borg semég heimsótti utan land-steinanna: Gautaborg.

Síðasti vetinga-staður sem égborðaði á: Gló.

Síðasti hlutur semég keypti mér: MacBookPro frá Macland.

Síðasta bíómyndsem ég horfði á: Frozen.

Síðasti aðili sem égknúsaði: Hún.

Síðastasem ég...Síðasta borg sem égheimsótti utan landstein-anna: Kaupmannahöfnmeð vinkonum mínum.

Síðasti vetinga-staður sem ég borðaðiá: The coocoo´s nest.

Síðasti hlutur semég keypti mér: Hvíturleðurbolur.

Síðasta bíómyndsem ég horfði á: Lovelybones.

Page 14: M2014 02 13

14 Monitor fimmtudagur 13. febrúar 2014

Er á döfinni að gefa út fleiri lög á næstunni?L Já, þetta verða semsagt sex lög á smáskífusem á að koma út á mánudaginn, 17. febrúará netinu. Það verður hægt að hala þessuniður, fólk þarf bara að fylgjast með á netinu.

Eru þau svipuð og „Hearts“ eða öðruvísi?L Þetta er alveg svipað en fólk er auðvitaðbara búið að heyra Hearts þannig ég heldað stefnan muni koma fólki alveg á óvart.Sum lögin eru mikið harðari og þá fattar fólkkannski betur hvað þetta er undir miklumhip hop-áhrifum.

Er það eitthvað komið á dagskrá að gefa útheila plötu?L Við erum ekki búin að ákveða neitt. Viðhöfum alveg rætt þetta við ýmsa aðila en þaðer ekkert komið á hreint.

Þið eruð ein af þeim sem koma fram áSónar um helgina. Við hverju má búast viðaf Highlands á hátíðinni?L Þetta verður bara fallegt „show“, sko.Við erum að leggja mikið upp úr því að geraþetta flott, tónleikarnir verða samt ekki einsog að fara á eitthvað sturlað dansiball. Fólkmá samt alveg dansa og gráta gleðitárum.Ég held að fólk muni kunna að meta góðatónleika bara.K Við ætlum bara að skila tónlistinni okkarvel frá okkur. Keli í Agent Fresco spilar meðokkur á trommur þannig við verðum þrjú enekki bara tvö.

Verða þetta fyrstu tónleikarnir ykkar?L Nei, við spiluðum á Harlem síðastalaugardag sem var smá-æfing fyrir okkur.Viðvorum semsagt að hita upp fyrir útgáfutón-leika Ultra Mega Technobandsins Stefáns.

Hvernig gekk?K Tónleikarnir voru góðir. Þetta var mjöggóð upphitun fyrir Sónar og nú veit ég viðhverju ég á að búast við þegar við förum ásvið þrátt fyrir að þeir tónleikar verði mikiðstærri.

Þið spilið á Sónar og svo var verið að bókaykkur á Iceland Airwaves í haust. Finnstykkur vera mikil pressa á ykkur að vera áþessum hátíðum þar sem fólk hefur baraheyrt þetta eina lag með ykkur?L Þau sem eru búin að bóka okkur erunáttúrlega búin að heyra fleiri lög, þannig aðþað er engin pressa. Mér finnst líka fólk veraalmennt hrifnara af hinum lögunum sem viðeigum eftir að gefa út. Þetta verður feitt bara.K Logi er náttúrlega búinn að vera að spilaá Airwaves síðan ég veit ekki hvenær.L Jú, síðan Karin var 10 ára.K Á meðan ég er að fara í fyrsta skipti ásvona tónlistarhátíð núna á Sónar, ég er ekkisvona vön eins og Logi.L Ég er samt ógeðslega stressaður. Þegar éger að spila sem Pedro Pilatus, „live“ og mínaeigin músík, þá fæ ég svona nett taugaáfall.En þar sem við erum þrjú saman á Sónar ermaður kannski minna berskjaldaður.

Logi, nú ert þú í Retro Stefson, meðsólóverkefnið Pedro Pilatus og núna íHighlands. Finnst tími hjá þér fyrir eitthvaðannað en tónlistina?L Mér finnst rosalega gaman að geraallskonar músík. Ég er svo í hljóðtækninámií Tækniskólanum núna en sem betur fer ervinnan mín öll tengd músík. Annars er lítilltími fyrir annað en músíkina og það bitnaroft á samböndum, sem getur verið grautfúlt.

Hvað er fleira á döfinni hjá ykkur?L Það er svolítið erfitt að segja frá því þarsem ég veit ekki hvað ég má segja. Það erverið að bóka ákveðnar hátíðir á Íslandi semvið munum líklegast spila á.Vonandi verðurkomið á hreint hvar við gefum út seinna í ár,hvar við semjum og við hvaða fyrirtæki.

Er ætlunin að fara eitthvað út fyrir land-steinanna?L Já, okkur finnst svo gaman að ferðast. Viðerum eiginlega bara búin að vera í viðræðumvið fyrirtæki erlendis. Öll tónlistarútgáfa erorðin svo glóbal með internetinu.

Þetta ereigin­lega

bara ein­s og hvertan­n­að hobbý.

Uppáhaldshundategund: Havaneseávöxtur: Bananarnammi: Reese’s Peanut Butter Cupsborg: New Yorkdrykkur: Fidel Castrovikudagur: Föstudagur

Uppáhaldshundategund: Er meira fyrir kisurávöxtur: Granat eplinammi: súkkulaðiborg: Kaupmannahöfndrykkur: Vatnvikudagur: Föstudagur

pssst...Kíktu á monitor.is og sjáði fyrstamyndband Highlands við lagið „Hearts”.

Page 15: M2014 02 13
Page 16: M2014 02 13

16 Monitor fimmtudagur 13. febrúar 2014

Á morgun eru það lið Fjölbrautaskólans íGarðabæ og Borgarholtsskóla sem keppa

í átta liða úrslitum Gettu Betur. Eflaustætla bæði lið sér að sigra en gáfnaljósin

vita þó að góð gretta er gulli betri.Grettu betur

Myn

dir/Kristin

n

Oddný HelgaeinarsdóttirFyrstu sex: 051195.námsbraut: Náttúrufræðibraut.lag á heilanum: „All Gold Ever-ything“ með Trinidad James.sérsvið: Raunvísindi.Uppáhalds spurningaflokkur:Vísbendingaspurningar.Uppáhalds prófasnarl:Saltstangir með sýrðum rjómaog púrrulaukssúpu.Uppáhalds námsgrein: Stærð-fræði 603 hjá Kristínu.skrítnasti kennarinn: IngvarArnarson, Hraunavinur.ef ég væri gettu betur-spyrillværi ég: Allavega ekki jafn góðog Björn Bragi.Ég veit ekkert um: Það semEinar veit.

einar Páll tryggvasOnFyrstu sex: 300794.námsbraut: Viðskipta- og hagfræðibraut.lag á heilanum: „Gleipnir“ með Skálmöld.sérsvið: Star Wars.Uppáhalds spurningaflokkur: Hraðaspurningar.Uppáhalds prófasnarl: Grænt Pringles.Uppáhalds námsgrein: Bókfærsla hjá Hrafnhildi.skrítnasti kennarinn: Kári Viðarsson.ef ég væri gettu betur-spyrill væri ég: Meðsjúklega mikið $wag.Ég veit ekkert um: Kosti þess að ganga í ESB.

daníel óli ólaFssOnFyrstu sex: 130591.námsbraut: Náttúrufræði.lag á heilanum: „Man Overboard“ - Blink-182.sérsvið: Vísindi & íslensk saga.Uppáhalds spurningaflokkur: Íslensk stjórnmálasaga.Uppáhalds prófasnarl: Howser-súkkulaði.Uppáhalds námsgrein: Eðlisfræði & líffræði.skrítnasti kennarinn: Meistari Dagur Hjartarson.ef ég væri gettu betur-spyrill væri ég: Björn Bragi.Ég veit ekkert um: Burðargetu íslenskra plastpoka.

arnór steinn ívarssOnFyrstu sex: 030295.námsbraut: Féló.lag á heilanum: „How’s Your Life Today“ - Porcupine Tree.sérsvið: Allt um Val.Uppáhalds spurningaflokkur: Vísbendingar.Uppáhalds prófasnarl: Hnetusmjör og mjólk.Uppáhalds námsgrein: Saga.skrítnasti kennarinn: Eva Leplat.ef ég væri gettu betur-spyrill væri ég: Davíd Thór.Ég veit ekkert um: Hvað gerist þegar Howser vinnur.

ingi erlingssOnFyrstu sex: 101095.námsbraut: Félagsfræði.lag á heilanum: „DFD“ - HuellHowser.sérsvið: Útdauðir íslenskir fuglar.Uppáhalds spurningaflokkur:Skrýtnar staðreyndir.Uppáhalds prófasnarl: Popp&kók.Uppáhalds námsgrein: Saga.skrítnasti kennarinn: SiggiSaga.ef ég væri gettu betur-spyrillværi ég: King Logi Bergman.Ég veit ekkert um: Howser.

Myn

dir/Þó

rður

tómas geir HOwserHarðarsOnFyrstu sex: 070995.námsbraut: Leiklistarbraut.lag á heilanum: Gettu betur stefið.sérsvið: Íslenskir bachelorþættir.Uppáhalds spurningaflokkur: Þegar égspila Ísland-spurningaspilið finnst mérbest að fá brúna spurningaflokkinn.Uppáhalds prófasnarl: Wasabi-hnetur.Uppáhalds námsgrein: Íslenska.skrítnasti kennarinn: Leifur Helgason.ef ég væri gettu betur-spyrill væri ég:Þorgeir Ástvaldsson.Ég veit ekkert um: Hælaskó.

Page 17: M2014 02 13

Koffín, guarana og ginseng... virkar strax15 kraftmiklar freyðitöflur í einum stauk.Skellt út í vatn nákvæmlega þegar þér hentar– heima, í vinnunni, skólanum, í ræktinni, í golfinu...

Handhægt, bragðgott ogfrábært verð

Vertu alltaf með orkuna við höndinaog gríptu einn stauk af FOCUS ínæsta apóteki .

Fæst í Fjarðarkaup og helstu apótekum um land alltbrokkoli.is

x!

Áhrifaríkinnihaldsefni- virkarsamstundis

Aðeins 2 hitaeiningar og 0,5 g kolvetni í 100 ml.

FOCUSKraftmikill og frískandiorkugefandidrykkur án sykurs!

Vantar þig aukna orku?

Page 18: M2014 02 13

18 Monitor fimmtudagur 13. febrúar 2014

@sigga_lund Lady er 2. ára í dag! Hún er svo mikill karakter,kúrari og kyssari. Alltaf í góðu skapi og skemmtileg, svo er húnsvo mikið bjútí!!! Gæti ekki lifað án hennar! #happy #birthday#lady #mydog #birthdaydog

@skjoldureyfjord #icelandic #leather #bling #band #costume#homemade #styling #stylist #stavanger #black #silver

#monitormynd

@unistefson Allelúja #péturjóhann

@berglindfestival Rúllukragi og nærur er málið í sumarstrákar!!!! (og stelpur!!) #trendnet #tiskublogg #gettubetur

@dnadori Þetta er besta samlokan í Rvk í dag.

@simmivill Eru karrýgular buxur í tísku eða var þetta tilviljun?#yellowpants @jrbanger

@atlierfannar Einhvers staðar í Reykjavík er einhverað háma í sig mjög þurrar Þykkvabæjarskrúfur.

@andrifv Það má með sanni segja að maður sé eins og fífl á milli þessara höfðingja!

@jonrjon Fallegur dagur í dag í Olhao. Eitt af því sem stóð uppúr var þegar við fögnuðum með þessum 19 ára brúðhjónumsem voru að gifta sig til að fá vegabréfsáritun. #visa #ekkima-estro #justmarried #atlanticcup

Ert þú í Instahring Monitor?Merktu þína mynd með #monitormynd og vertu

með í gleðinni. Myndirnar birtast sjálfkrafa ámonitor.is auk þess sem sniðugir Instagramm-

arar geta nælt sér í glaðning því í hverri vikuútnefnum við Monitormynd vikunnar.

Sérð þú lífið í filter? Líka Monitor! Hundur, Sómi, leður, brúðkaup, ídýfa ogBubbi og Bó. Það er sko allt leyfilegt á Instagram og við elskum það.

v ikUnnar

Mo

nitorMynd

Page 19: M2014 02 13

TexasborgariNautakjöt,laukhringir, nachos,jöklasalat, salsaog jalapenosósa

Borgari, franskar,gos og kokteilsósa

1.790 kr.

�������� � � �������� � ���� ��� ���� � ���� ���� ���� ��� ��

AkureyringurNautakjöt, ostur,tómatar, agúrkur,jöklasalat, franskarog hamborgarasósa

A

tjo

!"��#�$�Indverskt buff í grófunaanbrauði, grilluðpaprika, rauðlaukur,jöklasalat, raita ogmangó chutney

Page 20: M2014 02 13

20 Monitor fimmtudagur 13. febrúar 2014

Camilla RutFyrstu sex: 020994lag á heilanum: „Happy“ með C2CÍ bragðarefinn fæ ég mér: Banana,daim og oreo. Ég er manneskjansem allir þurfa að bíða eftir á meðanafgreiðslustúlkan leitar að banönum.Átrúnaðargoð: Etta Eames

Að alast uppCamilla rut Arnarsdóttir væri á flestan hátt eins og hver annarframhaldsskólanemi ef ekki væri fyrir það að afi hennar, GunnarÞorsteinsson, stofnaði eitt umdeildasta trúfélag landsins.

Page 21: M2014 02 13

21fimmtudagur 23. janúar 2014 Monitor

Camilla Rut Arnarsdóttir þekkir starfsemi Kross-ins betur en flestir. Hún sótti samkomur fráblautu barnsbeini en afa hennar og stofnandatrúfélagsins kannast einmitt flestir við sem

Gunnar í Krossinum. Undirrituð ræddi við Camillu yfirkaffibolla um herramanninn guð, öfgakenndar trúarið-kanir og ástæður þess að hún sagði skilið við Krossinn.

Líf þitt hefur alltaf verið samtvinnað Krossinum, ekkisatt?Ég sumsé fæðist inn í þessa fjölskyldu sem stofnaði

Krossinn svo það var í rauninni ekkert umflýjanlegt.Ég kann samt alveg vel að meta það þar sem ég lærðisvo mikið af góðum gildum í æsku sem ég bý að í dag.Fjölskyldan mín er rosalega tónelsk og hefur séð að mikluleyti um tónlistina í Krossinum. Sunnudagar hjá okkurvoru einfaldlega þannig að það var mætt á æfingu klukkantvö, svo var samkoma frá fjögur til sex og matur eftirá. Þetta var svo náinn hópur og þetta var auðvitað mittverndarnet þegar ég var að alast upp. Allir vildu einhvernveginn vera að knúsa mann og kyssa og eins pirrandi ogþað var stundum þá horfir maður til baka í dag og finnstþetta alveg rosalega fallegt.

Fylgdi félagsskapnum þá einhverskonar öryggistilfinn-ing?Já, það má segja það. Það var auðvitað allskonar fólk sem

var að flæða þarna inn og út. Krossinn rak áfangaheimiliþannig að það var eitthvað um fólk sem var að koma úrneyslu. Ég varð ekki mikið vör við þetta fólk en kannskimeira en venjulegt barn þar sem fjölskyldan mín var aðhjálpa því. Það var samt passað mjög vel upp á mig ogef það var eitthvert vesen þá var ég bara tekin eitthvertafsíðis, sett í leikherbergið eða eitthvað.

Varstu alltaf sátt við að taka þátt í starfinu?Sem barn mætti ég auðvitað á allar samkomur og sat

aftast og litaði í litabókina mína eða eitthvað svoleiðisen sem unglingur þá kemur oft upp í manni ákveðinuppreisn. Ég var svona 11 eða 12 ára þegar ég fór að setjaá mig svartan eye-liner og vera með hettur (hlær). Þá vildiég helst fara á móti öllu sem mamma og pabbi sögðu enundir þaki foreldra minna var það bara þannig að það varsamkoma á sunnudögum, punktur. Auðvitað reyndi ég oftað komast undan því og nennti ekki. Ég trúði samt alltaf águð, ég bara nennti ekki að feika eitthvert bros.Það að vera í Krossinum átti mikinn hlut í mínum

þroskaferli. Á ákveðnu tímabili var ég frekar þunglynd ogfannst sambandið við pabba minn til dæmis mjög erfitt.En ástæðan fyrir því að það var svo þægilegt að fara íKrossinn eftir þetta uppreisnartímabil var það að ég gatalltaf mætt á samkomur og ef mér leið illa þá bara satég og grét og allir sýndu því fullan skilning. Þá hreinsaðimaður einhvern veginn út og mætti svo bara ferskur ískólann daginn eftir.

Samkomur hjá Krossinum eru einmitt öllu frjálslegri enaðrar messur í Þjóðkirkjunni eða hvað?Já, maður fær að gefa tilfinningunum lausan tauminn.

Ég er mjög tilfinningarík og ástríðufull manneskja og heldmikið upp á það að koma fram í þessari gospel-tónlist semspiluð er á samkomum. Það skiptir ekki máli hvort maðurnær tónunum eða ekki svo lengi sem maður er ástríðufull-ur og það er alltaf jafn gott.

Sumir vilja meina að samkomurnar séu jafnvel eilítiðöfgakenndar, kannast þú við það?Ég veit alveg hvað fólk meinar en þetta eru auðvitað ekki

öfgar fyrir mér af því ég er bara vön þessu. Á samkomun-um má oft sjá allskonar óvenjulega hegðun eins og þegarfólk fer að hristast rosalega mikið. Ég lít þetta á þetta alltsem voða persónulega upplifun. T.d. þegar ég er að syngjaá samkomum þá er ég ekki að syngja fyrir þetta fólk.Ég upplifi andrúmsloftið, það fer í gegnum mig og finn

ég fyrir ákveðnum friði og vellíðan. Hvað hristinginn ogsvoleiðis varðar þá var mikið meira um svoleiðis hér áðurfyrr en þetta er orðið miklu penna í dag. Þegar eitthvaðnýtt er kynnt til leiks þá er það frekar öfgakennt, en alltleitar til jafnvægis.Það er svolítið skrítið að tala um svona hluti við fólk

sem þekkir þetta ekki af því að ég veit alveg hvernig þetta

hljómar. Aðrir horfa líka kannski á einhverjar kvikmyndirum drauga og alls konar fyrirbæri en ég trúi að þetta sé til.Vá, fólk á eftir að grýta mig fyrir að segja þetta (hlær) enég hef séð þetta. Ég hef séð konu standa upp úr hjólastól,ég hef séð konu fá heyrn, ég hef séð mann lyftast upp frágólfinu. Ég er alveg semí-hrædd við svona og þori ekki aðfikta með þetta. Ég læt mér nægja andlega uppfyllingutrúarinnar.

Þú kynntist kærastanum þínum í Krossinum; upplifðirþú pressu frá foreldrum þínum til að finna þér makainnan safnaðarins?Það var aldrei rætt neitt sérstaklega og mér var ekkert

skipað neitt fyrir. Þegar ég byrjaði að hitta stráka leistmömmu samt aldrei á neinn. Eftir að ég byrjaði með kær-astanum mínum uppgötvaði ég auðvitað að ástæðan varsú að hinir voru ekki í Krossinum (hlær). Allir í fjölskyld-unni minni kynntust mökum sínum þarna og ég kann aðmeta það að kærastinn minn skilji og upplifi sömu hlutiog ég. Það er svo gott að geta talað um trúna og hvað viðerum að upplifa gagnvart guði og svona. Ef ég væri baraein í þessu væri það rosalega skrítið.

Var einhver ákveðinn tímapunktur þar sem þú gerðir þérgrein fyrir því að það væri „öðruvísi“ að vera í Krossin-um?Maður gerði sér grein fyrir því smám saman að þetta

væri ekki normið en fyrir mér er þetta auðvitað ákveðiðnorm. Það hefur aldrei verið neitt vesen að passa inn í ogvið krakkarnir sem ólumst upp saman í Krossinum höfumalltaf verið vinamörg. Svo eigum við líka alltaf hvort ann-að. Það er erfitt að útskýra það en hvað varðar unglings-árin þá fann ég samt alveg að ég var ekkert eins og allirhinir í skólanum. Í grunnskóla fékk ég reglulega einhverfurðuleg skot eins og: „Hvernig sefur Gunnar í Krossinum,er hann í nærbuxum eða er hann í náttfötum?“Ég veit ekki hvernig það er viðeigandi spurning, hann er

ekki bara Gunnar í Krossinum, hann er afi minn. Ég spyraldrei neinn hvernig afar þeirra sofa.

Varðst þú sumsé fyrir miklu aðkasti eða áreiti í skóla?(Hikandi) Já, ég hef samt alltaf verið með svör á reiðum

höndum. Það kemur sér svona misvel að vera með beiní nefinu (hlær). Ég varð alveg fyrir aðkasti en ég hefaldrei látið það á mig fá. Mamma mín og systkini hennarurðu meira fyrir því. Þegar þau voru lítil voru konurnar íKrossinum alltaf í síðum pilsum og það mátti hvorki málasig né klippa á sér hárið og ég veit ekki hvað og hvað.Krossinn var tengdur við bandaríska kirkju en þau losuðusig undan þeirri kirkju af því að afi fékk opinberun um aðtrúariðkunin ætti bara ekkert að snúast um þetta. Þá varðeinmitt klofningur í Krossinum og Betanía var stofnuð.Ég var mikið hjá ömmu og afa þegar ég var lítil. Heima

hjá þeim var það þannig að ef maður gleymdi að taka tóliðaf á kvöldin þá var bara ekkert sofið. Sumt fólk var baraað leita sér hjálpar en annað fólk (andvarpar), guð minnalmáttugur hvað það voru mörg fylleríssímtöl um helgar.Ég hef sjálf fengið svona símtöl eftir að ég eltist. Það hefurlíka ýmislegt gengið á í fjölskyldunni og það jók áreitiðbara.

Þar ertu líklega að vísa til þess að Gunnar, afi þinn, varásakaður um kynferðislega áreitni af nokkrum konum,þar á meðal af móðursystrum þínum. Óháð sekt eðasakleysi hlýtur að hafa verið erfitt að takast á við samfé-lagsumræðuna sem fylgdi í kjölfarið?Já, ég var að fara í fyrstu prófin á fyrstu önninni minni í

menntaskóla og ákvað að taka mér pásu frá lærdómnumtil að vafra á netinu þegar ég heyri mömmu fara aðhágráta niðri. Þá var þetta komið á Pressuna, DV og útum allt. Ég féll í prófunum og fór að vinna á kassa í Kosti.Þar stóð fólk og var að lesa DV og hneykslast. Ég gat ekkiafgreitt þetta fólk. Það endaði með því að ég barði klinkinuþeirra bara í borðið og fór. Fólk þekkir okkur ekki, það veitekki að ég á stundum erfitt með að fara fram úr á morgn-ana ef mér líður illa. Það heldur bara að við séum skotheldog það megi skjóta á okkur að vild. Ég skrifaði á endanumsvona „note“ á Facebook af því að ég var komin með svomikið ógeð á því að allir voru að skrifa allskonar kjaftæði ákommentakerfunum. Aldrei myndi þetta fólk segja svonahluti við mig í eigin persónu, þetta er bara af því að þaueru örugg á bakvið skjáinn.

Nú ert þú hætt í Krossinum, hættir þú af trúarlegumástæðum?Nei, þetta snerist allt um pólitík. Mér fannst vera svo

mikið ranglæti í gangi gagnvart afa mínum og ég nenntiekki að vera hluti af því lengur svo ég sagði mig úrsöfnuðinum. Mér leið lengi eins og ég væri svolítið nakinog heimilislaus og þá gerði ég mér grein fyrir því hvaðþetta er mikilvægt fyrir mig. Þetta var svo mikið prógrammog lífið snerist bara um það. Nú kem ég fram í kristnuhjálparstarfi sem heitir United Reykjavík og syng þar alltafá mánudögum. Slagorðið er „Elskum fólk til lífs,“ því það ersvo mikil bæling í samfélaginu í dag. Það er líka haldið uppá gömlu góðu gildin. Ef maður fer út á lífið í dag er baraekkert eðlilegra en að fá einn skell í rassinn, detta í sleikog fara svo heim með fyrstu manneskjunni sem glottir tilmanns. Í United Reykjavík kemur maður inn og maður erbara nóg. Maður þarf ekki að fiska eftir athygli eða ást, þaðer t.d. einn gæi sem tók það að sér að knúsa bara alltaf allasem koma þarna inn. Það hljómar kannski hallærislega ensumir þurfa bara á því að halda.

Saknarðu þess að vera í Krossinum?Já, alveg rosalega mikið.

Nú ert þú búin að segja ýmislegt í okkar samtali sem þúveist að mun hljóta mikla gagnrýni enda hefur þú fundiðfyrir henni þegar þú hefur sjálf skrifað pistla á veraldar-vefinn. Hvernig stendur á því að þú þorir að tjá þig svonaopinskátt um þína trú?Ég horfi á bara á þetta sem mína persónulegu sannfær-

ingu og upplifun. Mér finnst það ekki vera manneskjunnarvið hliðina á mér að setja út á mína upplifun. Hún upplifireitthvað annað og það er allt í lagi en hún getur ekki rengtmínar upplifanir. Ég myndi aldrei þröngva minni trú upp áannað fólk. Guð gerir það ekki heldur, það er alveg ástæðafyrir því að það eru ekki allir kristnir. Guð er herramaður.Hann ryðst ekki inn, hann bankar og maður þarf að opna.

Þú segir að guð sé herramaður, gæti hann ekki veriðkona?Ó guð, ég veit það ekki. Eigum við að fara í þá umræðu?

(hlær). Jón úti í bæ má horfa á hann sem konu en fyrir mérer hann föðurímynd.

Svo við færum okkur út í annað. Gunnar hefur fariðhörðum orðum um samkynhneigða í gegnum tíðinaog viðkvæðið innan Krossins virðist vera að hjónabandsamkynhneigðra sé hreinlega rangt.Það hefur aldrei verið kennt neitt sérstaklega. Ástæðan

fyrir því að sumir horfa svona á þetta er einfaldlega sú aðsvona er þetta í Bibíunni. Það eru engar kenningar á bakviðþetta. Bestu vinkonur mínar í dag eru samkynhneigt parog það er ekkert mál eða öðruvísi. Ég veit líka ekki beturen svo að það hafi verið samkynhneigður maður að sjáum barnastarfið í Krossinum fyrir skemmstu. Ég hef aldreiupplifað að það sé eitthvert vesen gagnvart samkyn-hneigðum.

Hefur þú skoðun á því hvort samkynhneigðir eigi að fáað ganga í hjónaband eins og annað fólk?Nei, í rauninni ekki, mér finnst bara fólk eiga að gera það

sem gerir það hamingjusamt. Þegar ég var að byrja meðkærastanum mínum og við fluttum inn saman fór frændiminn að segja mér að það væri ekki samkvæmt Biblíunnien ég sagði honum að það kæmi honum ekki við. Það ereins með samkynhneigt fólk. Það er ekki mitt að dæma.Ég er með tvö tattú og það er ekki heldur samkvæmtBiblíunni. Það eru bara breyttir tímar og ég er ekki að faraað slátra kind í hvert skipti sem ég geri eitthvað af mér.Við gerum örugglega öll eitthvað rangt á hverjum degi enég trúi því að Jesú hafi dáið á Krossinum af einmitt þeirriástæðu.

Sérðu fyrir þér að fara einhvern tímann aftur í Krossinn?Nei, ekki af fullum krafti. Ég horfi á trúna sem mitt

persónulega athvarf. Ég nenni ekki að treysta fólki aftur.Fólk er alltaf að bregðast en ég sé það að guð bregst ekki.

Texti: Anna Marsibil Clausen [email protected]: Árni Sæberg [email protected]

...ef maður gleymdi aðtaka tólið af á kvöldin

þá var bara ekkert sofið.

í Krossinum

Page 22: M2014 02 13

Samskipti mannfólksinsog vélmenna hafa lengiverið efni rit- og hand-ritshöfunda en margirþeirra skrifað misgóðverkin úr þeim hug-myndabrunni. Leikstjóriog handritshöfundur Hersækir hér innblástur í þástaðreynd að í dag þarfekki nema að ýta á hnapp til aðsetja sig í samband við fjarskyldaættingja úti í heimi, tala viðeinhvern bláókunnugan aðilaeða eiga samskipti við tölvuforrit.Hann tekur þessa pælingu svoalla leið og sýnir á hvaða brautupplýsingaröldin gæti verið oghvert hún stefnir.

Kvikmyndin gerist í ótilgreindriframtíð þar sem öll tækni erlangt á veg kominn og gervi-greind virðist algjörlega ráða

ríkjum.Theodoreer einmana maður

sem á aðbaki erfiðanskilnað ogeyðir hanndögum

sínumí

samskipti við tölvur ogsamanstendur líf hansaf miklum tómleika ogdepurð. Það er þó ekkifyrr en einn daginn aðhann nýtir sér þjónustuforrits sem býðurhonum að kynnasttölvugerðri manneskjumeð einstaka gervi-

greind, sem gerir henni kleift aðlæra og þróast jafnóðum. Mikilvinátta myndast á milli Theodoreog forritsins, en það kallar sigSamönthu og tjáir sig með kven-mannsrödd. Áður en langt umlíður eru þau orðin kærustuparog ástfangin upp fyrir ,,haus” ensú ást er að sjálfsögðu einskorð-uð við samtöl, enda um tölvumeð gervigreind að ræða.

Her fer á áhugaverðar slóðirmeð þessum pælingum semvirðast ansi óhugnanlegar ogbirtir sagan ákveðna mynd afmögulegri framtíð sem byggirá samskiptum okkar við tölvur.Her er þrælgóð kvikmynd, meðeinvalalið leikara í hverju hlut-verki og tekur á mjög áhugaverðuefni. Það er þó ekki laust viðað kaldur hrollur hríslist niður

hrygg áhorfendansef þetta er það semkoma skal.

Alvöru ást í gerviheimikvikmynd

Herhjálmarkarlsson

Hemmi er bara venjulegur Lego-kubba-karl sem fyrir misskilning er settur í þaðvanþakkláta starf að bjarga heiminum.Aðalpersóna myndarinnar er hinn

löghlýðni og glaðlyndi verkakubba-karl Hemmi sem hefur nákvæmlegaenga reynslu af því að byggja lego ánleiðbeininga. Hann vill bara fara eftirsettum reglum. Byltingarsinnar viljahins vegar fá að kubba án leiðbeiningaog þeir eru sannfærðir um að Hemmisé hinn útvaldi og geti kubbað það sem

honum sýnist. Hann er því fenginntil að leiða baráttuna gegn hinum illaHarðstjóra sem hefur bannað að kubbaðsé án viðeigandi leiðbeiningabæklinga.Í fyrstu líst Hemma ekkert á hið nýja

hlutverk sitt enda hefur hann ekkihugmynd um hvernig á að kubba ánleiðbeininga. Sem betur fer nýtur hannaðstoðar góðra stuðningskubba einsog ofurkubbanna Batmans, Grænuluktarinnar og Supermans því annarsværi útlitið svart.

skjámenning

Frumsýning helgArinnAr

legO The Movie

If you’re a bird I’m a bird.noah - The notebook

22 moniTor fimmtudagur 13. febrúar 2014

aðalhlutverk: Enskt tal:Will Ferrell, Elizabeth Banks,Morgan Freeman, Jonah Hill,Channing Tatum, Will Arnett.Ísl. tal: Sigurður ÞórÓskarsson, Salka Sól Eyfeld,Arnar Jónsson, ÞorsteinnBackmann, Grettir Valsson,Orri Huginn Ágústsson ogÁgústa Eva Erlendsdóttirleikstjórn: Ensk útgáfa: PhilLord, Christopher MillerÍsl. útgáfa: HjálmarHjálmarsson.

Það má segja að tölvuleikja-persónan Lightning úr FinalFantasy-leikjunum sé eins ograðfullnæging, en hún kemuraftur og aftur og aftur... það er aðsegja kemur aftur og aftur framí hverjum Final Fantasy-leiknum á fætur öðrum– nú síðast í leiknumLightning Returns:Final FantasyXIII, en þettaer lokakaflinní Final FantasyXIII-þríleiknum.Lightning

Returns er beintframhald leiksinsFinal Fantasy XIII-2,en leikurinn gerist 500árum eftir atburði hans ogþarf Lightning að bjarga deginummeð því að berjast gegn hinumýmsu illmennum.Spilun leiksins er frábrugðin

fyrri leikjum þessa þríleiksog má þar helst minnast ábardagakerfið, en það hefurverið gjörsamlega endurhannaðog er það nú mun auðveldaraí notkun og einnig er hægt aðstilla það á óteljandi vegu og geraað sínu. Auk þessa er leikurinnallur mun opnari og frjálsari enfyrri leikirnir og geta leikmennvaðið um stór svæði og baristvið allskyns skrímsli og leysthin ýsmu verkefni. Svæðin eru íraun það stór að það tekur tæpanklukkutíma að hlaupa þvert yfir

það án nokkurrar truflunar, enspilun leiksins getur tekið margatugi klukkutíma.Það er léttari fílingur yfir

spiluninni í þessum lokakaflaog ljóst að framleiðendur

leiksins hafa viljað veitaleikmönnum meira

frelsi og gefa þeimmeiri aðgang aðþessum heillandiheimi. Spiluniner fjölbreytt,opin og ætti aðhenta þeim semunna góðumhlutverka- og

hasarleikjum.Grafíkin í leiknum

er stórkostleg og ljóst aðþar hefur hvergi verið slegið af

og sama má segja um tónlistina,en í henni er bróðurpartur aföllum fiðlum heimsins, endadugar ekkert minna í lokakaflaþessarar sögu.Við fyrirgefum

Lightning það aðkoma aftur ogaftur og aftur, þvíhún gerir þaðsvo vel og færnördahjartaðtil að sláhraðar íþessu flottalokauppgjöriFinal FantasyXIII-seríunn-ar.

Tegund:Hlutverkaleikur

Útgefandi:Square-Enix

Format:PS3, Xbox 360

dómar:5 af 10 – Gamespot

7 af 10 – IGN.com

8 af 10 –Eurogamer.net

Lightningreturns

Ólafur þÓrjÓElsson

TöLvuLe ikur

hún kemur afturog aftur..

ESSEMM

2014

/02

Háskólanám erlendisENGLAND | Í T A L Í A | S P ÁNN | S KOT LANDK NN NG E KL T A NA Í E K A ÍK

á sviði skapandi greina

Fyrirlestrar og kynningar í sal.13:00-13:30 AUB and the admissionsprocess and portfolio preparation

13:45-14:15 Your opportunities at Bour-nemouth University

14:30-15:00 Project Presentation: La Vio-leta in Barcelona

15:15-15:45 Study in Scotland at TheGlasgow School of Art

16:00-16:30 CreativeStudies at IED

alþjóðlegum fagháskólum

umboðsaðili á Íslandi

15. febrúar í Tjarnarbíó

Einstaklingsviðtöl í anddyri.

Page 23: M2014 02 13
Page 24: M2014 02 13

Hreinasta afbragð!

Notkunarmöguleikarnirmargfaldast ogþærnýtast einstaklega vel við lærdóminn.

ala Note erumeð ndroid stýriker nu semer lang vinsælasta og tbreiddasta

stýrirker ð f rir sn alltæki dag. ær f st nokkrumstærðumoggerðumþannig að

valtm nna tæki sem entar ver umogeinum fullkomlega.

Svo skil a ala Note s aldtölvurnar að s lfsögðu slensku.

Söluaðilar um land allt

Samsung ala Note s aldtölvurnar eru afbragðs góðar. ær veita notendum frelsi til at afna. enninn sem f lgir gerir

verkefnin skemmtilegri einfaldara er að skrifa glósur ogo na ný amöguleika til að le fa skö unargleðinni aðn óta s n.