Læsi og leikskóli Leikskólinn Miðborg · 2019-03-26 · 2 Læsi er mikilvægur þáttur í...

7
Læsi og leikskóli Leikskólinn Miðborg 2017

Transcript of Læsi og leikskóli Leikskólinn Miðborg · 2019-03-26 · 2 Læsi er mikilvægur þáttur í...

Page 1: Læsi og leikskóli Leikskólinn Miðborg · 2019-03-26 · 2 Læsi er mikilvægur þáttur í námi barna og í leikskólanum er lagður grunnur að læsi í víðum skilningi. Bæði

Læsi og leikskóli

Leikskólinn Miðborg

2017

Page 2: Læsi og leikskóli Leikskólinn Miðborg · 2019-03-26 · 2 Læsi er mikilvægur þáttur í námi barna og í leikskólanum er lagður grunnur að læsi í víðum skilningi. Bæði

2

Læsi er mikilvægur þáttur í námi barna og í leikskólanum er lagður grunnur að læsi í víðum

skilningi. Bæði í aðalnámskrá leikskóla og í stefnu Reykjavíkurborgar kemur fram að vinna

skuli að læsi barna í leikskóla og að hver leikskóli skuli móta sér læsisstefnu. Leikskólinn

Miðborg hefur mótað læsisstefnu en þessi bæklingur fjallar um leiðir til læsis sem styðja við

læsisstefnuna. Er bæklingurinn hugsaður sem aðgengileg fræðsla um fjölbreyttar leiðir til

læsis í Miðborg.

Áður en börn hefja hefðbundið lestrarnám þarf að byggja grunn og er það hlutverk

leikskólans. Efla þarf hljóðkerfisvitund barnanna, orðaforða, málskilning og hvetja til

bókstafaþekkingar og ritunar. Börn læra meðal annars með því að leika sér, upplifa á eigin

skinni, gera tilraunir, öðlast mismunandi lífsreynslu og að skapa. Þetta þýðir að þegar börn

eru að sulla með vatn, róla, leika sér í sandinum, fara í vettvangsferðir, hlaupa, skoða

skordýr, skoða blóm, leika sér með kubba, leika sér í hlutverkaleik, spila, syngja, spila á

hljóðfæri, hlusta á sögur, segja sögur, teikna, mála, leira, leika sér í roki, leika sér í rigningu

og leika sér í snjó eru þau að leggja grunn að lestri og ritun.

Aðferðirnar sem eru hér til umfjöllunar hafa víðtækari áhrif heldur en eingöngu á læsi í

hefðbundnum skilning (þ.e. lestur) en hér verður eingöngu fjallað um þann þátt í námi

barnanna.

Unnið af:

Lena Sólborg Valgarðsdóttir

Saga Stephensen

Stuðst var við eftirfarandi heimildir:

Aðalnámskrá leikskóla 2011

Lesið í leik – Læsisstefna leikskóla 2013

Ritröð um grunnþætti menntunnar – Læsi 2012

Page 3: Læsi og leikskóli Leikskólinn Miðborg · 2019-03-26 · 2 Læsi er mikilvægur þáttur í námi barna og í leikskólanum er lagður grunnur að læsi í víðum skilningi. Bæði

3

Teikna sögur og texta

Þegar sagðar eru sögur er gjarnan notast við tússtöflu eða stórt karton til að teikna söguna.

Atburðarásin er teiknuð á meðan sagan er sögð. Þegar notast er við stórt karton er sagan

gjarnan hengd upp á vegg. Þá geta

börnin skoðað söguna að vild og

endursagt hana sjálf í huganum

eða með vinum sínum. Með þessu

móti er auðvelt fyrir kennara að

vinna innan svæðis mögulegs

þroska hjá hverju barni. Það er að

segja, einfalda sögurnar fyrir þá

sem það þurfa og á sama tíma að

veita áskoranir fyrir þá sem lengra

eru komnir. Þar sem deildirnar eru aldursblandaðar getur það komið sér vel.

Börnin í Miðborg eru sífellt að læra ný lög og nýja texta. Sama aðferð er notuð við þá

kennslu. Notast er við tússtöflu eða stórt karton og teiknaðar eru myndir sem tákna

lykilorðin í textanum. Þannig er hægt að ræða einstaka orð og orðasambönd.

Þessar aðferðir hafa meðal annars stuðlað að því að

börnin teikni sínar eigin sögur, hvort sem að þau hafa

skáldað þær sjálf eða eru að endursegja sögur sem

þau hafa heyrt. Að teikna sögur og texta ýtir einnig

undir fjölbreyttari orðaforða barnanna. Þessir þættir

ýta m.a. undir orðaforða, en nú er talið að orðaforði

sé einn af mikilvægustu grunnum í læsisnámi barna

og fyrir lesskilning síðar á lífsleiðinni.

Page 4: Læsi og leikskóli Leikskólinn Miðborg · 2019-03-26 · 2 Læsi er mikilvægur þáttur í námi barna og í leikskólanum er lagður grunnur að læsi í víðum skilningi. Bæði

4

Ávallt er teiknað í lestrarátt til að ýta undir skilning á hvar eigi að byrja að lesa. Ekki er

engöngu stuðst við myndir heldur eru einnig notaðir bókstafir og hefur það haft jákvæð áhrif

á áhuga barna á letri. Börnin fara að veita ritmáli í umhverfinu meiri eftirtekt og nýta ýmsan

efnivið til að skapa bókstafi. Börnin hafa sum hver nýtt sér leir eða kubba til að móta

bókstafi og orð.

Munir og brúður

Þegar sagðar eru sögur er gjarnan

notast við muni eða brúður til að

styðja við söguna. Hægt er að

grípa í nálægan efnivið eða vera

með skjóðu sem hægt er að grípa

í.

Á myndinni má sjá hvernig

einingakubbar, dýr og lituð blöð

hafa verið nýtt á einfaldan máta til

að segja söguna um geiturnar

þrjár. Með þessari aðferð gefst kostur á að örva orðaforða á skemmtilegan hátt. Hægt er að

ræða um hver fer fyrstu yfir brúnna og hver fer síðastur. Hugtök eins og minnstur, stærstur,

yfir og undir verða ljóslifandi.

Page 5: Læsi og leikskóli Leikskólinn Miðborg · 2019-03-26 · 2 Læsi er mikilvægur þáttur í námi barna og í leikskólanum er lagður grunnur að læsi í víðum skilningi. Bæði

5

Þessi aðferð kveikir gjarnan í hugmyndaflugi barnanna og þau fara segja sögur sjálf, annað

hvort endursegja sögur sem þau hafa heyrt eða skapa sínar eigin. Hvoru tveggja er

mikilvægur þáttur í málþroska barnanna og þar af leiðandi læsi síðar meir.

Upplifanir

Leikur er mikilvægur þáttur í læsisnámi barna,

með því að nota skynfæri og öðlast reynslu

eykst orðaforði barnanna og þar af leiðandi

lesskilningur síðar meir. Í leik og skapandi

starfi þjálfa börnin einnig fínhreyfingar sem

kemur sér vel þegar kemur að ritun. Því er lögð

rík áhersla á leik barna og að skapa menntandi

umhverfi.

Í leikskólanum Miðborg er unnið eftir þema í

mánuð í senn. Unnið er með fjölbreytta þætti

eins og árstíðir, vísindi, náttúru og umhverfi og

heimamenningu. Leitast er við að þemavinnan

hverju sinni sé fjölbreytt og unnin út frá

áhugasviði barnanna. Unnin eru listaverk, farið

er í vettvangsferðir, ýmsir munir eru fengnir að

láni, sungin eru lög tengd þemanu og er það

tengt við leik barnanna.

Page 6: Læsi og leikskóli Leikskólinn Miðborg · 2019-03-26 · 2 Læsi er mikilvægur þáttur í námi barna og í leikskólanum er lagður grunnur að læsi í víðum skilningi. Bæði

6

Hversdagsleikinn í leikskólanum er ekki

síður mikilvægur þáttur í læsisnámi

barnanna. Helst ber að nefna frjálsan leik

og skapandi starf. Þar sem börnin fá

tækifæri til að örva málþroska sinn,

upplifa þyngdaraflið með því að hoppa úr

gluggakistunni, sulla með vatn og búa

þannig til kenningar um hvað sekkur og

hvað ekki, hverskonar ílát þarf til að halda

vatni, hvernig blandast mismunandi efni við vatn (drullumalla), upplifa veðráttu á eigin

skinni, teikna, leika í þykjustunni, spila, leggja á borð og syngja saman.

Sögutaska

Sögutöskur eru skjóður eða pokar með sögum og munum í og eru þær ýmist heimatilbúnar

eða aðkeyptar. Mismunandi er hvað er í hverri skjóðu en hægt er að finna hluti á borð við

brúður, söguteppi, bækur, spil og fleira en munirnir eru ætlaðir til að styðja við þá sögu sem

skjóðan inniheldur.

Í leikskólanum eru til aðkeyptar sögutöskur sem eru notaðar í samverustundum með

börnunum. Þá eru sagðar sögur sem skjóðurnar innihalda og munirnir notaðir til stuðnings.

Einnig er ítarefni í skjóðunni sem hvetur til þess að unnið er áfram með söguna.

Leikskólaárið 2016-2017 var gerð tilraun með

sögutösku á Hæð, elstu deild leikskólans. Í

töskunni eru bók, samstæðuspil, stílabók og

brúða ásamt leiðbeiningum til foreldra um

hvernig nota megi töskuna. Öll börn á deildinni

skiptust á að fá töskuna heim og fengu að vera

með hana í viku í senn. Bókin Dimmalimm varð

fyrir valinu m.a. vegna þess að hún var til á

nokkrum tungumálum í leikskólanum. Foreldrar voru hvattir til þess að lesa bókina fyrir

börnin en ef bókin var ekki til á móðurmáli barnanna voru þeir beðnir um að tala um það

sem var að gerast á myndunum á móðurmálinu. Í leikskólanum lásum við svo bókina á

Page 7: Læsi og leikskóli Leikskólinn Miðborg · 2019-03-26 · 2 Læsi er mikilvægur þáttur í námi barna og í leikskólanum er lagður grunnur að læsi í víðum skilningi. Bæði

7

íslensku. Foreldrar voru hvattir til þess að spila samstæðuspilið með börnunum á

móðurmálinu. Í stílabókina máttu börnin teikna myndir og semja sögu sem foreldrar þeirra

skrifuðu niður á móðurmálinu. Þátttaka í verkefninu var mjög góð og stefnt er að því að þróa

það áfram í vetur.

Bókin mín

Stefnt er að því að öll börn í Miðborg fái bók sem þau geta fyllt út í með starfsfólki eða með

foreldrum sínum. Nú þegar hefur hluti barnanna fengið slíka bók en hefð er fyrir því í

Miðborg að þau börn sem eru tví- eða fjöltyngd hafi bók sem fari á milli heimilis og leikskóla.

Áherslurnar með Bókinni minni breytast þó og kemur hún til með að vera nokkurs konar

ferilbók.

Bókin mun sýna ferli barnsins í gegnum myndir og frásagnir, sýna hvar áhugasvið barnsins

liggur hverju sinni og nám barnsins frá upphafi leikskólagöngunnar til loka. Barnið getur farið

með bókina heim að vild, skoðað hana og sett í hana myndir eða frásagnir með foreldrum

sínum.

Hægt er að nota bókina sem kveikjur að samræðum og getur það komið sér vel þegar byggja

þarf brú milli tveggja tungumála.