lifandi LANDfræðikben/BaeklingurVefutgafa.pdf · LANDfræði — fleira en Þig grunar —...

8
LANDfræði — fleira en Þig grunar — lifandi • Vanmetin list? Veggmyndir í Reykjavík • Landupplýsingar: Staðsetning skiptir máli • Allt á reiðiskjálfi! Jarðskjálftar í Evrópu • Hreyfing: Betri er einn kílómetri í skógi en tveir á hlaupabretti • Önnum kafin á Akureyri • Okkar kraftmikla land: Orka og landslag • Náttúruvernd: Hvernig er starf þjóðgarðsvarðar? • Hættulega Ísland: Glíman eilífa við náttúruvá • Einu sinni var... Magnaðar sögur úr moldinni

Transcript of lifandi LANDfræðikben/BaeklingurVefutgafa.pdf · LANDfræði — fleira en Þig grunar —...

  • LANDfræði— fleira en Þig grunar —

    lifand

    i

    • Vanmetin list? Veggmyndir í Reykjavík• Landupplýsingar: Staðsetning skiptir máli• Allt á reiðiskjálfi ! Jarðskjálftar í Evrópu• Hreyfi ng: Betri er einn kílómetri í skógi

    en tveir á hlaupabretti

    • Önnum kafi n á Akureyri• Okkar kraftmikla land: Orka og landslag• Náttúruvernd: Hvernig er starf þjóðgarðsvarðar?• Hættulega Ísland: Glíman eilífa við náttúruvá• Einu sinni var... Magnaðar sögur úr moldinni

  • Landupplýsingar:Staðsetning skiptir máli!HVAR er næsti pizzustaður? Hvað er strætó á leið 1 langt frá biðstöðinni þar sem ég er núna? Til þess að svara svona spurningum þurfum við landupplýsingar. Þetta eru hvers konar upplýsingar sem tengjast tiltek-inni staðsetningu. Umfang þeirra hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og þær eru orðnar eitt af helstu viðfangsefnum fólks með landfræðimenntun.

    Ása Margrét Einarsdóttir er slíkur landfræðingur. Hún lauk grunnámi frá Háskóla Íslands og hélt að því búnu til Glasgow til framhaldsnáms um landupplýsingar og kortagerð. Síðan hefur hún m.a. unnið með landupp-lýsingar sem tengjast virkjunum, ferðamennsku, mati á umhverfi sáætlunum og ýmsu fl eira. Nú sér Ása um landupplýsingar sem tengjast jörðum, lóðum, byggingum og auðlindum sem eru í eigu ríkisins. Oft er haldið utan landupplýsingar í gagnagrunnum opinberra stofnana. Ef við tökum dæmi af húsi, þá segja þær okkur ekki bara hvar húsið er, heldur einnig ýmislegt annað sem tengja má húsinu til dæmis fjölda íbúa, stærð, gerð og byggingarár.

    En landupplýsingar eru annars bókstafl ega út um allt. Í raun erum við öll að safna slíkum upplýsingum á hverjum degi, og slíkum upplýsingum er sífellt safnað um okkur, t.d. þegar maður setur inn í símann sinn að maður sé staddur á einhverjum ákveðnum stað, eða jafnvel bara þegar síminn okkar nær tengingu við þráðlaust net. Við leggjum sjálf inn, oft ómeðvitað, upplýsingar inn í pott landupplýsinga. Það eru því ekki aðeins sérfræðingar sem sjá um að skrá landupplýsingar, heldur allur almenningur með samskiptum sínum í gegnum snjalltæki á hverjum degi. Þetta er spennandi svið sem er í örri þróun.

    Van m etin l i st ? Veggmyndir í ReykjavíkBORGIR eru frjór vettvangur margs konar sköpunar. Veggjalist og veggjakrot í Reykjavík er til vitnis um þetta. Í borginni má fi nna allt frá myndum alþjóðlega viður kenndra listamanna til fl ókinna úðabrúsaverka óþekktra höf unda. Mörg þessara verka eru mjög áberandi og gæða gráa múrveggi litríku lífi , sem íbúar jafnt sem ferðamenn kunna vel að meta.

    Oft er veggjalist notuð til að koma á framfæri skilaboðum um sam félagið – hún hefur pólitíska þýðingu, eins og góð list hefur auðvitað gjarnan. En stundum er hins vegar um einfalt krot að ræða, þar sem lítið listrænt kemur við sögu.

    Nemendur við Háskóla Íslands tóku veggjalist í Reykja vík til skoðunar í námskeiði um menningarlandfræði. Staðsetning mynda var kortlögð og fólk á förnum vegi tekið tali um verkin. Fleiri rannsóknir sem tengjast menn ingu, samfélagi og rými borgar innar þyrfti að gera.

    Frá Frakkastíg í Reykjavík

    Vefsjá fyrir landupplýsingar

    Ása Margrét Einarsdóttir og félagar við mælingar

    2

  • Allt á reiDiskjálfi!Jarðskjálftar í Evrópu kortlagðir á nýstárlegan háttÁ KORTI er unnt að sýna landfræðilega dreifi ngu nánast hvaða fyrirbæris sem er. Þar á meðal er að sjálfsögðu ýmislegt sem tengist náttúrunni. Benjamin Hennig, sem kennir kortagerð og landupplýsingafræði við Háskóla Íslands, gerði kortið hér að neðan. Það sýnir hvaða svæði Evrópu (að meðtöldu Tyrklandi) búa við mesta hættu af völdum jarðskjálfta. Kortið er dæmi um svokölluð „kortagröf“, þar sem landfræðileg stærð er afbökuð út frá þeim tölulegu upplýsingum sem ætlunin er að sýna. Efst hægra megin á myndinni má sjá hefðbundnara Evrópukort, þar sem gagnapunktarnir sem að baki liggja koma fram.

    Hér virðast ýmis lönd álfunnar afar óvenjuleg í laginu, en það stafar af því að stærð hvers svæðis er í hlutfalli við þá hættu sem þar er til staðar. Litir undirstrika þetta einnig: Rautt táknar meiri hröðun jarðskorpunnar við skjálfta, sem endurspeglar kraft þeirra. Blátt sýnir hið gagnstæða. Af kortinu sést ljóslega að á Bretlandseyjum og löndunum í kringum Eystrasaltið er hættan harla lítil. Jarðskjálftahætta er hins vegar mest í sunnan- og suðaustanverðri Evrópu – á Ítalíu, í Albaníu og Grikklandi, og sér í lagi í Tyrklandi. Og líka á Íslandi!

    Ástæður þessarar dreifi ngar má að mestu skýra með brotalínum jarðskorpunnar. Ísland er á mótum tveggja jarðskorpufl eka sem hreyfast í átt hvor frá öðrum. Í sunnanverðri Evrópa rekast hins vegar saman Afríku- og Evrópufl ekinn. Meginhluti Tyrklands liggur á minni fl eka og umhverfi s hann eru fl ókin brotabelti.

    En tjónið sem jarðskjálftar valda fer hins vegar eftir því hversu þéttbýlt er á viðkomandi svæði, sem og hversu vel mannvirki eru úr garði gerð til að standast slíkar hamfarir. Í löndum Miðjarðarhafsins er tiltölulega þéttbýlt og byggingar margar ævagamlar. Skemmst er að minnast nýlegra jarðskjálfta á Ítalíu. Árið 2016 biðu þar 299 manns bana og 4500 misstu heimili sín í öfl ugum jarðskjálfta. Í byrjun ársins 2017 kom síðan annar jarðskjálfti á sömu slóðum og 34 manns til viðbótar fórust. Annars staðar Í Evrópu og í Tyrklandi hafa þúsundir farist í svipuðum hamförum.

    Á hinu strjálbýla Íslandi hefur manntjón af völdum jarðskjálfta hins vegar verið mjög lítið í gegnum aldirnar. Síðast gerðist það árið 1912. Oft hefur orðið talsvert tjón orðið á húsum, en mann virki hafa í seinni tíð verið hönnuð til að standast jarðskjálfta. Jafnvel tiltölulega stórir skjálftar, sem sunnar í álfunni hefðu getað valdið miklum skaða, hafa hér ekki gert ýkja mikinn usla.

    Benjamin Hennig hefur notað þessa aðferð við kortagerð til að setja fram landupplýsingar af mjög fjöl-breyttu tagi. Auk náttúrufarslegra aðstæðna hentar hún ekki síður til að kortleggja ýmislegt sem tengist fólki beint, svo sem fólksfjölda eða efnahagsleg mynstur. Oft kemur einmitt sitthvað merkilegt í ljós þegar dreifi ng mannfjöldans um jörðina er sett í samhengi við einhver ferli eða atburði í náttúrunni. Fleiri frumleg kort af þessu tagi og skýringar á þeim má sjá á vefsíðu Benjamins: http://www.viewsoftheworld.net/

    Allt á reiDiskjálfi!

    Benjamin Hennig

    3

  • Hreyfing:Betri er einn kílómetri í skógi en tveir á hlaupabretti!DAGLEG HREYFING af einhverju tagi er talið eitt áhrifaríkasta ráðið gegn ýmsum kvillum, andlegum sem líkamlegum, og fjölmargir hafa gert einhvers konar hreyfi ngu að hluta af daglegu lífi . Sumir láta að vísu duga að reka af og til út úr sér tunguna, en aðrir hjóla, ganga eða skokka, eða kannski lyfta lóðum. Ýmsir kjósa að stunda sína hreyfi ngu innan veggja líkamsræktarstöðva. Þar standa hlaupabrettin í röðum, ásamt með alls kyns öðrum tækjum og tólum sem mikið hugvit liggur á bak við. Svitinn bogar af fólkinu sem nýtir græjurnar – og til þess er leikurinn auðvitað gerður.

    En skiptir máli í hvers konar umhverfi hin daglega hreyfi ng fer fram? Þetta hefur landfræðingurinn Gunnþóra Ólafsdóttir rannsakað undanfarin ár, í samstarfi við fjölþjóð-legt og þverfaglegt teymi vísindamanna úr landfræði, sálfræði og lífeðlisfræði. Í einum hluta hennar voru hópar sjálfboðaliða – háskólanemar sem ekki höfðu stundað reglulega hreyfi ngu – fengnir til að ganga drjúgan spöl, á hlaupabretti inni á líkamsræktarstöð annars vegar og á skógarstíg í Elliðaárdal hins vegar. Þriðji hópurinn stundaði ekki hreyf-ingu, en horfði aftur á móti á náttúrulífsmynd í sjónvarpi.

    Ýmsar sálfræðilegar og lífeðlisfræðilegar breytur voru mældar að lokinni tilraun-inni, þar á meðal magn af streituhormóninu kortisol. Einnig voru tekin ítarleg viðtöl við þátttakendurna til að kanna þátt hugarfars í áhrifunum. Fram komu vísbendingar um að hugarfar skipti miklu máli í áhrifum hreyfi ngar og útivistar á streitulosun. Þegar nemend-ur voru undir litlu álagi reyndist enginn marktækur munur á streitulosun á milli hópa, en þegar álagið jókst (á próftíma) reyndist náttúran best til þess fallin að draga úr streitu. Hreyfi ng í náttúrulegu umhverfi hafði marktækt betri áhrif á andlega heilsu en hreyfi ng í líkamsræktarstöð eða að horfa á náttúrulífsmynd í sjónvarpi bæði á og utan próftíma.

    Fleiri íslenskir landfræðingar hafa einnig fengist við efni tengd lýðheilsu. Rannsóknir af þessu tagi sýna þá miklu möguleika sem felast í því að tengja fræðasvið sem við fyrstu sýn kunna að virðast gerólík.

    Gunnþóra Ólafsdóttir

    Önnum kafin á AkureyriHJÁ LANDUPPLÝSINGADEILD Þjóðskrár Íslands á Akureyri starfa allnokkir landfræðingar. Einn þeirra er Inga Elísabet Vésteinsdóttir, eða Inga Lísa eins og hún er jafnan kölluð. Hún og félagar hennar hafa á undanförnum árum tekist á hendur risavaxið verkefni, sem er að byggja upp frá grunni samræmda landeignaskrá fyrir landið allt. Slík skrá er mikilvægur hluti af þeim innviðum sem nauðsynlegir eru hverju nútímasam félagi. Þarna er haldið utan um mörk landeigna og margvíslegar upp lýsingar sem tengjast hverri landareign. Verkið kallar á þekk ingu úr tölvunarfræði auk landfræði, sem Inga Lísa leggur mikla áherslu á: „Sjónar horn landfræðinnar gefur ferska sýn á svo að segja öll viðfangs efni stofn unarinnar og möguleikarnir eru óþrjótandi.“ Hún telur að landfræðinám hafi nýst sér vel: „Að ólastaðri þeirri tækni legu færni sem ég tileinkaði mér í náminu tel ég þá heildarsýn sem landfræðin gaf mér vera besta veganestið sem ég gat fengið út á vinnumarkaðinn.“

    Inga Elísabet Vésteinsdóttir að starfi 4

  • OFT BER LANDSLAG merki um þá tækni sem samfélagið notar til að vinna orku og nýta hana. Akir þú til dæmis Reykjanesbrautina, með sínum fjórum akreinum, ljósastaurum og öllu öðru sem tilheyrir, gætir þú hugleitt hana út frá þessu sjónarhorni! Í fjarlægð grillir svo í rafl ínu úti í hrauninu: Stundum er tenging lands-lags og orku bein og auðskilin, en í öðrum tilfellum óbein.

    Hagkerfi heimsins eru að miklu leyti ennþá knúin jarðefnaeldsneyti, en í fl estum löndum er nú ofurkapp lagt á að skipta yfi r í endurnýjanlega orkugjafa hvar sem þess er kostur. Að þessu leyti er Ísland öðruvísi statt heldur en fl est önnur ríki, þar eð um 80% frumorku sem hér er nýtt kemur þegar frá slíkum orkugjöfum, að mestu jarðhita og vatnsafl i. Annað mál er svo að meira en þrír fjórðu hlutar af orkunni sem framleidd er í landinu fara ekki til almennra notenda – einstaklinga og fyrirtækja – heldur beint til stóriðjufyrirtækja, fyrst og fremst álveranna þriggja.

    Víða í Evrópu og annars staðar hefur uppbygging orkuvera og annarra mannvirkja sem tengjast endurnýjan-legri orku mætt vaxandi andstöðu almennings vegna þeirra miklu lands lagsáhrifa sem oft fylgja. Vindmyllur, sem hafa orðið sífellt stærri og afl meiri, þykja ekki alltaf æskilegir nágrannar. Ferkantaðar sellur sólarorkuvera stinga oft rækilega í stúf við landið sem þar sem þau eru byggð. Hér á Íslandi þekkjum við vel deilur sem oft hafa fylgt nýjum vatnsafl s- og jarðhitavirkjunum, sem og lagningu nýrra háspennulína til að dreifa orkunni. Áhyggjur af landslagi hafa oft ráðið miklu um afstöðu almennings til mannvirkja, bæði á hálendi og í byggð. Þýðing landslags og náttúru fyrir ferðamennsku gerir einnig að verkum að taka verður áhrif orkumannvirkja á þessi atriði alvarlega frá hreinu efnahagslegu sjónarmiði.

    Þessi mál hafa verið rannsökuð talsvert af landfræðingum við Háskóla Íslands. Auk þess að kanna viðhorf almennings og ferðafólks til orkumannvirkja í íslensku landslagi hafa þeir líka velt upp spurningum um þýð-ingu landslags almennt í skipulagi og náttúruvernd, sem og aðkomu almennings að ákvörðunum sem tengjast lands lagi. Í landslagshugtakinu sjálfu mætast einmitt samfélag og náttúra. Umfjöllun um þetta samspil má segja að sé kjarnaviðfangsefni landfræðinnar.

    Gufulagnir að Nesjavallavirkjun

    O k k a r k r a f t m i k l a l a n d �Hvernig fara orkumannvirki í landslagi?

    5

  • ÞJÓÐGARÐAR þekja meira en 14.000 km2 af Íslandi. Þeir eru þrír að tölu. Önnur friðlýst svæði eru 111 talsins og samtals eru hvorki meira né minna en rúmir 20.000 km2 af yfi rborði landsins friðaðir með einhverju móti, eða nær 20% af fl atarmáli þess. Að mörgu er að hyggja ef tryggja á að öll þessi náttúruverndar-svæði haldi ásýnd sinni og gildi fyrir komandi kynslóðir. Margir landfræðingar hafa gert náttúruvernd að starfsvettvangi sínum, og nú getur grunnnám í land-fræði raunar veitt réttindi til landvarðarstarfa, sem Umhverfi sstofnun viðurkennir

    Regína Hreinsdóttir er þjóðgarðsvörður á suðursvæði Vatnajökuls þjóðgarðs, með aðsetur í Skaftafelli í Öræfum. Regína lauk grunnnámi í landfræði frá Há skóla Íslands og síðan meistaranámi. Hún vann við rannsóknir á Náttúrufræði-stofnun í nokkur ár en hóf störf sem þjóðgarðsvörður árið 2007.

    Í Skaftafelli, eins og víðar í Vatnajökulsþjóðgarði, eru kjöraðstæður fyrir þá sem hafa áhuga á að fylgjast með breytingum á náttúrunni, svo sem hopun jökla og breytingum á gróðurfari. En Skaftafell, eins og allt sunnanvert Ísland, hefur breytt mjög um svip á undanförnum árum með hinum gríðarlega straumi ferðamanna sem nú sækir landið heim. Eitt meginverkefni þeirra sem stjórna Vatnajökulsþjóðgarði er að stýra þessum straumi þannig að unnt sé að koma í veg fyrir átroðning og skemmdir á náttúrunni. Til þess þarf bæði staðgóða þekk ingu á náttúrunni sjálfri og innsýn í mannlega hegðun og menningarleg einkenni gestanna.

    Regína telur að landfræðin sé góður grunnur fyrir þetta starf, sem felur í sér miklar áskoranir vegna vax andi fjölda ferðamanna. Landfræðin hefur m.a. nýst henni við að taka þátt í gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Vatnajökulsþjóðgarð, gerð ýmiskonar fræðsluefnis fyrir ferðamenn en ekki síður við að staðsetja og byggja upp gönguleiðir með tilliti til öryggis og hættu á jarðvegsrofi .

    Regína Hreinsdóttir ásamt barnabarni við

    Svartafoss

    Úr Morsárdal

    Náttúruvernd:Hvernig er starf þjóðgarðsvarðar?

    6

  • HÆTTULEGA ÍSLAND:Glíman eilífa við náttúruváÞÚ ERT að borða nestið þitt við Sandfell í Öræfum. Jörð byrjar að skjálfa. Eldgos er hafi ð í Öræfajökli. Þú hefur 20 mínútur til að forða þér áður en jökulfl óðið kaffærir láglendið! Lífi ð liggur við!

    Kortið hér til hliðar var gert af landfræð-ingnum Emmanuel Pagneux, sem starfar á Veðurstofu Íslands. Hann hefur sérþekkingu á hættumati og áhættu stjórnun við fl óðavá og hefur unnið mörg verkefni á undanförnum árum sem tengjast jökul hlaupum á Íslandi. Á kortinu má sjá reikn aðan lágmarkstíma í mínútum frá upphafi goss í hlíðum Öræfa-jökuls þar til hlaup úr Fall- og Virkisjökli og Kotárjökli nær að þjóðvegi og áfram lengra niður á láglendið.

    Náttúruvá hefur ávallt verið hluti af lífi fólks á Íslandi. Í gegnum aldirnar hefur veðrið orðið ótal manns að fjörtjóni, á sjó og landi. Á 20. öld einni létust 193 manns af völdum ofanfl óða – ef til vill einhver þér tengdur. Váin leynist víða; eldgos, jarðskjálftar, skriðuföll, snjófl óð, jökulhlaup og sjávarfl óð þar á meðal. Ýmsar athafn ir mann anna skapa hættu af náttúruvá eða auka hana. Vánni sjálfri verður sjaldnast eytt, en með aukinni þekk ingu má draga úr neikvæðum afl eið ingum hennar – lágmarka skaðann. Á þessu sviði starfa allmargir landfræðingar. Auk náttúrufarslegu ógnanna sjálfra og drifkrafta þeirra rannsaka þeir einnig t.d. viðhorf almennings, viðbrögð og viðbragðsáætlanir. Þekking á þessu nýtist ekki síst í skipulagsvinnu, þar sem huga þarf samtímis að hinum ólíku en nátengdu þáttum sem skapa náttúruvá.

    Einu sinni var...

    Magnaðar sögur úr moldinni Egill Erlendsson niðursokkinn í rannsóknum

    Emmanuel Pagneux

    Líkan af hlaupi úr Öræfajökli

    Að loknu hlaupi í Markarfl jóti 2010

    JARÐVEGUR er merkilegri en hann sýnist. Hann er hreinlega forsenda tilveru okkar, hvorki meira né minna! Hann geymir gnótt kolefnis og er forsenda matvælaframleiðslu. Líka má lesa úr moldinni margvíslegar sögur, þar á meðal um umhverfi sbreytingar, bæði af manna völdum og náttúrunnar sjálfrar.

    Landfræðingar við Háskóla Íslands, þar á meðal Egill Erlendsson, hafa rannsakað hvernig eldvirkni, loftslag og landnýting manna hefur haft áhrif á jarðveg á Íslandi. Jarðvegssniðið hér á myndinni, frá Steinadal í Suðursveit, geymir merkilega sögu. Í sniðinu má sjá misþykk lög af gjósku (eldfjallaösku), fl est dökk að lit, en hið þykkasta ljóst. Þetta lag er frá gosinu mikla í Öræfajökli árið 1362. Líklega eyddi gosið allri byggð í Öræfum á sínum tíma og hafði mikil áhrif í næstu sveitum. Ummerki þess eru enn sýnileg.

    7

  • LandfræðiNám og störf• Nám í landfræði er í boði við Líf- og

    umhverfi svísindadeild Háskóla Íslands, til BS-gráðu, meistaragráðu og til doktorsprófs.

    • Inntökuskilyrði í grunnnám (til BS-gráðu) eru almennt stúdentspróf. Slíkt nám tekur 3 ár.

    • Í grunnnámi kynnast nemendur helstu áherslusviðum landfræðinnar, þar á meðal mannvistarlandfræði, náttúrulandfræði, kortagerð og greiningu stafrænna landupplýsinga.

    • Á síðari stigum grunnnáms gefst kostur á að velja námskeið eftir áhugasviði.

    • Verkefnavinna skipar stóran sess í náminu. Hluti þess felst í verklegu námi á vettvangi, í námsferðum og á vel búnum tölvu- og rannsóknastofum.

    • BS-námið veitir góðan grunn til fram-haldsnáms, bæði í landfræði og t.d. á sviði umhverfi s- og skipulagsmála, sem og til ýmissa starfa hjá stofnunum og fyrirtækjum.

    https://www.hi.is/landfraedihttps://www.facebook.com/kortbladid/

    Vissir þú...

    ...að margir landfræðingar starfa við skipulag í borgum og bæjum?

    ...að þeir sem ljúka grunnnámi í landfræði við Háskóla Íslands geta fengið réttindi til starfa sem landverðir á náttúru verndar-svæðum?

    ...að túlkun fjarkönnunarmynda úr drónum, fl ugvélum og gervitunglum er hluti náms í landfræði?

    ...að ýmsir landfræðingar hafa farið til starfa við þróunarverkefni í fjarlægum heims-hlutum?

    ...að rannsóknir landfræðinga gegna lykilhlutverki við skipulag skógræktar og landgræðslu?

    ...að hin breiða þekking sem landfræðinám veitir er góður undirbúningur fyrir starf við fjölmiðla?

    ...að mat á umhverfi sáhrifum er meðal þeirra verkefna sem landfræðingar sinna?

    Þessi bæklingur er unninn í samstarfi Félags landfræðinga og námsbrautar í land- og ferðamálafræði við Háskóla Íslands. Karl Benediktsson sá um útgáfuna. Félag land-fræðinga kostaði prentun.

    ©Félag landfræðinga og Háskóli Íslands 2018

    Landfræðinemar við jarðvegsrannsóknir Askja , náttúrufræðahús HÍ

    Prentun: GuðjónÓ