Leiðbeiningar Að senda tölvupóst (e-mail) Hvað er netfang? · Gmail: (mail.google.com) er...

10
Að senda tölvupóst Mars 2012 1 Leiðbeiningar – Að senda tölvupóst (e-mail) Hvað er netfang? Til að senda tölvupóst er nauðsynlegt að hafa stofnað netfang (netfang er eins og heimilisfang, nokkurs konar póstkassi sem tekur við pósti og sendir út póst sömuleiðis). Samsetning netfangs: Netföng innihalda öll táknið (merkir „hjá“ á íslensku) og gefur þetta merki til kynna að um netfang sé að ræða. Ef ýtt er á Alt Gr + Q samtímis birtist táknið. Dæmi um netfang væri t.d. [email protected] (sem merkir jon jonsson hjá reykjavik.is) Engir íslenskir stafir eru notaðir í netföngum (á, í, é, ó, ö, ý, æ, ð, þ) og þess vegna er notað jon en ekki jón. Að lokum kemur .is en það gefur til kynna að netfangið er íslenskt. Skráning netfangs: Líklegt er að þeir sem eru með skráða nettengingu við eitthvað af símafyrirtækjunum (Síminn, Vodafone, Tal, Nova) séu með netfang skráð hjá þeim. Einnig eru fjölmörg erlend fyrirtæki sem bjóða uppá ókeypis póstfang t.d. gmail og yahoo og innlendir miðlar líkt og Vísir (www.visir.is) en fjallað verður um gmail sérstaklega hér síðar. Til dæmis, ef ég er í viðskiptum við Símann þá er mér úthlutað netfang hjá Símanum, og gæti það t.d. litið svona út [email protected]

Transcript of Leiðbeiningar Að senda tölvupóst (e-mail) Hvað er netfang? · Gmail: (mail.google.com) er...

  • Að senda tölvupóst

    Mars 2012

    1

    Leiðbeiningar – Að senda tölvupóst (e-mail)

    Hvað er netfang?

    Til að senda tölvupóst er nauðsynlegt að hafa stofnað netfang (netfang er eins

    og heimilisfang, nokkurs konar póstkassi sem tekur við pósti og sendir út póst

    sömuleiðis).

    Samsetning netfangs:

    Netföng innihalda öll táknið (merkir „hjá“ á íslensku) og gefur þetta merki

    til kynna að um netfang sé að ræða. Ef ýtt er á Alt Gr + Q samtímis birtist

    táknið.

    Dæmi um netfang væri t.d. [email protected] (sem merkir jon jonsson

    hjá reykjavik.is)

    Engir íslenskir stafir eru notaðir í netföngum (á, í, é, ó, ö, ý, æ, ð, þ) og þess

    vegna er notað jon en ekki jón.

    Að lokum kemur .is en það gefur til kynna að netfangið er íslenskt.

    Skráning netfangs:

    Líklegt er að þeir sem eru með skráða nettengingu við eitthvað af

    símafyrirtækjunum (Síminn, Vodafone, Tal, Nova) séu með netfang skráð hjá

    þeim. Einnig eru fjölmörg erlend fyrirtæki sem bjóða uppá ókeypis póstfang t.d.

    gmail og yahoo og innlendir miðlar líkt og Vísir (www.visir.is) en fjallað verður

    um gmail sérstaklega hér síðar.

    Til dæmis, ef ég er í viðskiptum við Símann þá er mér úthlutað netfang hjá

    Símanum, og gæti það t.d. litið svona út [email protected]

    mailto:[email protected]://www.visir.is/mailto:[email protected]

  • Að senda tölvupóst

    Mars 2012

    2

    jonjonsson (Jón Jónsson er nafnið á eiganda netfangsins en þar sem

    engir íslenskir stafir eru leyfilegir og jafnframt má ekki hafa bil á milli

    stafa og orða þá lítur þetta svona út)

    Þar næst kemur merkið.

    Því næst kemur siminn , nafnið á þeim sem útvegar netfangið sem í

    þessu tilfelli er Síminn.

    Að lokum kemur .is

    Tölvupóstforrit:

    Outlook: Til að sækja og senda póst í Outlook, sem getur verið merkt með

    einhverju af eftirfarandi merkjum á tölvuskjánum, er forritið opnað með því að

    tvísmella á merkið:

    Þegar Outlook póst-forritið er opnað þá blasir við gluggi líkt og sýnt er hér að

    neðan:

  • Að senda tölvupóst

    Mars 2012

    3

    Að skrifa og senda tölvupóst:

    Til að skrifa nýtt bréf er farið í og smellt á reit sem er efst í vinstra horni og gæti

    litið svona út eða svipað (sjá rauðu örina):

    Á ensku getur til dæmis staðið: „New E-mail“, „Compose Mail“, „Write Mail“

    eða „Create Mail“.

    Þegar við höfum opnað og ætlum að skrifa nýjan tölvupóst lítur glugginn ef til

    vill svona út (sjá hér að neðan):

    Textinn sem hér er í rauðum, bláum og fjólubláum lit er svæðið þar sem

    skilaboðin okkar eru rituð inn í (Venjulega er textinn og letrið svart).

    Að því loknu er ýtt á Send sem er ofarlega í vinstra horni.

  • Að senda tölvupóst

    Mars 2012

    4

    Gmail:

    (mail.google.com) er tölvupóstur aðgengilegur fyrir

    alla og þarf að nálgast slík netföng á internetinu sjálfu.

    Slík netföng geta verið mjög hentug þar sem hægt er að nálgast póstinn hvar og

    hvenær sem er, hvort sem farið er í sína eigin tölvu eða einhverja aðra (eins og

    á tölvunámskeiði).

    Þessi netföng teljast nokkuð örugg og því þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af

    því að utanað komandi aðilar komist í póstinn. Þó er mjög mikilvægt að passa

    ávallt vel upp á lykilorð og annað slíkt til að aðrir aðilar hafi ekki aðgang að

    póstinum. Einnig er mikilvægt að velja hentugt lykilorð sem festist vel í minni.

    Stofna Gmail:

    Til að stofna Gmail er farið á slóðina mail.google.com

    Til að stofna nýtt póstfang (Gmail) þá er smellt á rauða reitinn ofarlega í hægra

    horni þar sem stendur STOFNA REIKNING (sjá hér að neðan):

  • Að senda tölvupóst

    Mars 2012

    5

    Næsta skref er að skrá eftirfarandi:

    - Fornafn, eftirnafn, notendanafn (sem verður jafnframt netfangið þitt t.d.

    jonjonsson),

    - velja sér aðgangsorð (mikilvægt að muna).

    - Svo er beðið um að velja öryggisspurningu (eins og: hvað heitir gæludýrið

    þitt?)

    - og svar (Snati). Þetta er gert ef ske kynni að notandi gleymi lykilorðinu sínu

    þá er hægt að komast inn í tölvupóstinn með því að nota

    öryggisspurninguna. (sjá á mynd hér að neðan)

    -

  • Að senda tölvupóst

    Mars 2012

    6

    - Hægt er að skrá annað netfang (ef viðkomandi er með það tiltækt) ef

    aðgangsorð glatast sem dæmi.

    - Því næst er staðsetning og fæðingardagur sleginn inn.

    - Orðastaðfesting er svo til að ganga úr skugga um að skráningin sé

    raunveruleg. (sjá á mynd hér að neðan)

    Þegar allt hefur verið útfyllt er smellt á Ég samþykki neðst.

    Ef þú ert nú þegar búinn að stofna reikning og ert með Gmail þá einfaldlega

    slærðu inn notendanafnið þitt og síðan aðgangsorð í reitina og ýtir síðan á Skrá

    inn.

  • Að senda tölvupóst

    Mars 2012

    7

    Að því loknu ætti Gmail glugginn að líta svona út (sjá hér að neðan)

    Til að skrifa ný bréf er einfaldlega smellt á rauða reitinn vinstra megin þar sem

    stendur SKRIFA PÓST (eða COMPOSE ef stillt er á ensku).

    Þegar búið er að smella á SKRIFA PÓST blasir þessi skjámynd við (sjá hér að

    neðan)

  • Að senda tölvupóst

    Mars 2012

    8

    Næsta skref er svo að skrá inn netfang hjá þeim aðila sem senda á póstinn til og

    er það ritað í reitinn þar sem stendur TIL (t.d. [email protected])

    Þar fyrir neðan er svo Titill (subject á ensku) á bréfið sem er yfirskrift bréfsins

    (sjá hér að neðan). Í titli og svo í texta bréfsins má nota íslenska stafi.

    Þar fyrir neðan í stóra auða dálkinn er svo textinn skrifaður (bréfið sjálft).

    Þegar textinn er kominn er svo smellt á rauða dálkinn SENDA

  • Að senda tölvupóst

    Mars 2012

    9

    Þegar nýr póstur er sendur til þín þá birtist hann efst í listanum og er

    feitletraður (allur ólesinn póstur er feitletraður).

    Til að breyta stillingum úr ensku yfir í íslensku er smellt á táknið uppi í hægra

    horni (í rauða rammanum hér að neðan)

  • Að senda tölvupóst

    Mars 2012

    10

    og valið „Póststillingar“ (sjá hér að neðan)

    Á myndinni hér að neðan sést svo hvar tungumálastillingarnar eru og hvernig

    má breyta þeim (sjá í rauða rammanum hér að neðan).