Iðnaðarblaðið 3.tbl 2013

24
september 2013 » 3. tbl. » 5. árg. Þ J ó N U S T U M I ð I L L I ð N A ð A R I N S Lítil endurskipulagning hefur átt sér stað, fjárfestingum verið frestað en svipuðu vinnulagi og fyrr haldið til streitu. Orri Hauksson, framkvæmdarstjóri Samtaka Iðnaðarins Bætt eldsneytis- notkun flugvéla n Farþegaflutningar í heiminum hafa aukist um 53% á undan- förnum ellefu árum en á sama tíma hefur eldsneytisnotkun aukist um 3%. Álframleiðendur góður kostur n Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, segir það vera þjóðarinnar að ákveða með hvaða hætti auðlindirnar séu nýttar. Ef ákvörðun verður tekin um að nýta orkuna, þá séu álframleiðendur ákjósanlegir sem kaupendur hennar. Gott að búa úti á landi n Friðrik Vader Jónsson sem flutti frá Reykjavík til Eski- fjarðar fyrir þremur árum þegar honum bauðst vinna í álverinu á Reyðarfirði. Stóriðjuskóli Norðuráls n Tilgangur skólans er sá að starfsfólk geti sótt sér aukna menntun samhliða starfi. Kynna þarf tæknigreinar n Þrátt fyrir mikla umræðu undanfarin misseri um mikilvægi tæknináms og tæknistarfa er er tækninám stórkostlega vanmetið í þjóðfélaginu og hefur því miður átt undir högg að sækja. 12 Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari VMA, segir tækninám vanmetið 20 Styrkja fræðslu og rannsóknir n Vinir Vatnajökuls afla fjár til að sem flestir geti notið þeirrar einstöku náttúru og sögu sem Vatnajökulsþjóðgarður býr yfir. 4 8 2 19 14

description

 

Transcript of Iðnaðarblaðið 3.tbl 2013

Page 1: Iðnaðarblaðið 3.tbl 2013

s e p t e m b e r 2 0 1 3 » 3 . t b l . » 5 . á r g .

Þ j ó n u s t u m i ð i l l i ð n a ð a r i n s

Lítil endurskipulagning hefur átt sér stað, fjárfestingum verið frestað en svipuðu vinnulagi og fyrr haldið til streitu.

Orri Hauksson, framkvæmdarstjóri Samtaka Iðnaðarins

Bætt eldsneytis-notkun flugvélan Farþegaflutningar í heiminum hafa aukist um 53% á undan-förnum ellefu árum en á sama tíma hefur eldsneytisnotkun aukist um 3%.

Álframleiðendur góður kostur

n Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, segir það vera þjóðarinnar að ákveða með hvaða hætti auðlindirnar séu nýttar. Ef ákvörðun verður tekin um að nýta orkuna, þá séu

álframleiðendur ákjósanlegir sem kaupendur hennar.

Gott að búa úti á landin Friðrik Vader Jónsson sem flutti frá Reykjavík til Eski-fjarðar fyrir þremur árum þegar honum bauðst vinna í álverinu á Reyðarfirði.

Stóriðjuskóli Norðurálsn Tilgangur skólans er sá að starfsfólk geti sótt sér aukna menntun samhliða starfi.

Kynna þarf tæknigreinarn Þrátt fyrir mikla umræðu undanfarin misseri um mikilvægi tæknináms og tæknistarfa er er tækninám stórkostlega vanmetið í þjóðfélaginu og hefur því miður átt undir högg að sækja.

12

Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari VMA, segir tækninám vanmetið

20

Styrkja fræðslu og rannsóknirn Vinir Vatnajökuls afla fjár til að sem flestir geti notið þeirrar einstöku náttúru og sögu sem Vatnajökulsþjóðgarður býr yfir.

4

8

2

19

14

Page 2: Iðnaðarblaðið 3.tbl 2013

2 i ð n a ða r b l a ð i ð s e p t e m b e r 2 0 1 3

norðurál býður starfs-mönnum sínum upp á framhaldsnám í stór-iðjuskólanum í haust

en mikill áhugi á náminu hefur verið meðal starfsmanna norður-áls. Byrjað var að kenna í stóriðju-skólanum í janúar 2012 og voru fyrstu nemarnir útskrifaðir í vor.

Eykur sjálfstraust nemendastóriðjuskóli norðuráls var sett-ur í fyrsta sinn á Grundartanga í janúar 2012 en skólinn er rekinn í samstarfi við Fjölbrautarskóla Vesturlands á akranesi og sí-menntunarmiðstöð Vesturlands. námsskrá skólans er viðurkennd af mennta- og menningarmála-ráðuneytinu og hefur verið mjög

mikill áhugi á skólanum meðal starfsmanna. námið er þrjár annir og útskrifuðust fyrstu nemendurn-ir, 32 talsins, í maí. Við útskriftina sagði Gunnar Guðlaugsson, fram-kvæmdastjóri norðuráls, að aukin þekking starfsmanna stuðlaði að gagnkvæmum skilningi á störfum hvers annars, bættri stjórnun og öruggara vinnuumhverfi. Þá gerði námið starfsmenn færari um að taka að sér aukna ábyrgð innan fyrirtækisins og opnaði þannig ný tækifæri.

Mikil ánægja með námiðmarkmið grunnnámsins er að auka færni og þekkingu nemenda á lykilferlum við örugga og hag-kvæma framleiðslu á áli og bæta þannig árangur í rekstri. ,,til-gangur skólans er sá að þar geti starfsfólk okkar sótt sér aukna

menntun samhliða starfi sem það ætti að öðrum kosti ekki völ eða væri mun erfiðara fyrir það að gera,“ segir sólveig Kristín Berg-mann, fræðslustjóri norðuráls. Í skólanum væri kennt ýmislegt sem sneri að starfsemi fyrirtæk-isins sem og almenn grunnþekk-ing í ensku, stærðfræði og fleiri greinum. Fyrirkomulag námsins væri þannig að nemendur sinntu náminu að hluta í vinnutíma og að hluta í frítíma. námsmenn gangast ekki undir formleg próf og ekki eru gerðar kröfur til lág-marksskólagöngu áður en grunn-nám hefst. nemendur eru á öllum aldri og hafa margir hverjir ekki setið á skólabekk í langan tíma. Við námslok í vor sögðust nem-endurnir vera mjög ánægðir með námið og höfðu margir hverjir áhuga á framhaldanámi.

Boðið verður upp á framhalds-nám í fyrsta sinn í haust, meðfram grunnnáminu, og verður það líka þrjár annir. sem dæmi um náms-efni má nefna stærðfræði, tölvur, gæðamál, rafefnafræði, efna-fræði, vélfræði og umhverfismál.

Útgefandi: Goggur ehf., Grandagarði 16 101 Reykjavík. Sími: 445 9000. Útgáfustjóri: Sædís Eva Birgisdóttir. Ábyrgðarmaður: Hildur Sif Kristborgardóttir Vefsíður: idnadarbladid.is / goggur.is. Tölvupóstur: [email protected]. Prentun: Landsprent. ISNN 2298-2884

Mikil ánægja með námið meðal starfsfólks

Framhaldsnám í Stóriðjuskóla Norðuráls

„Námið er þrjár annir og útskrifuðust fyrstu nemendurnir, 32 talsins, í maí.“

Tilgangur skólans er sá að þar geti starfsfólk okkar sótt sér aukna menntun samhliða starfi sem það ætti að öðrum kosti ekki völ eða væri mun erfiðara fyrir það að gera.

Sigrún Erna Geirsdóttir

n samkvæmt Hagstofu Íslands var vísitala framleiðsluverðs í júlí 2013 203,1 stig (4. fjórðungur 2005 = 100) og lækkaði um 0,2% frá júní 2013. Vísitölur framleiðsluverðs fyrir sjáv-arafurðir, stóriðju og matvæli lækkuðu allar um 0,1% frá fyrri mánuði og vísitala fyrir annan iðnað lækkaði um 0,6% Vísitala framleiðsluverðs fyrir vörur sem

framleiddar voru og seldar innanlands lækkaði um 0,3% milli mánaða en vísitala

fyrir útfluttar afurðir lækkaði um 0,1%. miðað við júlí 2012 hefur vísitala

framleiðsluverðs lækkað um 2,9% og verðvísitala sjáv-arafurða lækkað um 6,3%. Á sama tíma hefur verð á

afurðum stóriðju lækkað um 4,5% en matvælaverð

hefur hækkað um 2,4%.

Vísitala framleiðsluverðs lækkar

Bygging gasskilju-stöðvar að hefjast n nú er að hefjast bygging gasskiljustöðvar við Hellis-heiðarvirkjun með það hlutverk að hreinsa brenni-steinsvetni úr útblæstri virkjunarinnar. Það er fyrir-tækjahópur undir forystu Héðins hf. sem vinnur verkið og á smíðinni að ljúka í mars 2014. Verkið kostar rúmar 290 milljónir króna. Gasskilju-stöðin verður 12x8 metrar að flatarmáli, stálgrindarhús á steyptu gólfi auk um 13 metra hás þvottaturns við stöðina. smíði gasskiljustöðvarinnar er þáttur í sulFix-verkefni Orkuveitunnar og hinna orkufyrirtækjanna á Íslandi sem vinna raforku úr jarðhita; Landsvirkjunar og HS Orku. markmið þess er að þróa og byggja hagkvæmar lausnir svo starfsemi jarðgufuvirkj-ana fyrirtækjanna uppfylli ákvæði reglugerðar um brennisteinsvetni í andrúms-lofti, sem sett var árið 2010.

Fleiri nýskrán-ingar og færri gjaldþrotn Í tölum Hagstofu Ís-lands má sjá að í júlímán-uði voru nýskráð 146 einka-hlutafélög, til samanburðar við 136 í ágúst 2012 og voru nýskráningar flestar í fjármála- og vátrygginga-starfsemi. Fyrstu 7 mánuði ársins var fjöldi nýskrán-inga 1.169, en það er 10,5% aukning frá sama tíma í fyrra þegar 1.058 fyrir-tæki voru skráð. Þá voru 49 fyrirtæki tekin til gjald-þrotaskipta í júlímánuði, flest í fasteignaviðskiptum. Fyrstu 7 mánuði ársins var fjöldi gjaldþrota 582, en það er rúmlega 5% fækkun frá sama tímabili í fyrra þegar 615 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta.

Page 3: Iðnaðarblaðið 3.tbl 2013

260x360 mm MANNVIT Heilsíða - Iðnaðarblaðið.

1 42 53 6

1 42 53 6

A

B

C

D

E

F

G

H

A

B

C

D

E

F

G

H

FRAMFARIR Í 50 ÁRÁrið 1963 hófst eldgos undir hafsbotni sem vitnar um hina gríðarlegu orku sem býr í jarðgrunni Íslands. Surtsey reis úr sæ og hefur nú staðið af sér brimrót í 50 ár. Þessa orku hefur Íslendingum tekist að beisla og nýta landi og þjóð til velferðar og hagsbóta.

Frá árinu 1963 hefur starfsfólk Mannvits og forverar þess verið leiðandi í ráðgjöf á fjölþættu sviði orkunýtingar, iðnaðar og mann-virkja á Íslandi.

Við þökkum samstarfsaðilum okkar og viðskiptavinum fyrir farsælt samstarf í hálfa öld. Megi næstu 50 ár leiða af sér aukna velferð með traust, víðsýni, þekkingu og gleði að leiðarljósi.

ns

so

n &

Le

’ma

ck

s

jl.i

s

sÍa

m

yn

d:

sig

ur

n e

ina

rs

so

n

Framhaldsnám í Stóriðjuskóla Norðuráls

Page 4: Iðnaðarblaðið 3.tbl 2013

4 i ð n a ða r b l a ð i ð s e p t e m b e r 2 0 1 3

Styrkir til orkuskipta í skipumn Hanna Birna Kristjáns-dóttir innanríkisráðherra afhenti nýverið styrki til verkefna á sviði orkuskipta í skipum. Verkefnin miða að því að auka notkun inn-lendra orkugjafa í skipum og draga þar með úr notkun jarðefnaeldsneytis, afla þekkingar á þessu sviði og auka rannsóknir og sam-starf. styrkirnir eru alls að upphæð 30 milljónir króna og verður 20 milljónum til viðbótar úthlutað síðar á árinu. Í stjórnarsáttmála rík-isstjórnarinnar segir meðal annars að mikilvægt sé að beita hvetjandi aðgerðum í efnahagslífinu til að ýta undir græna starfsemi, nýta beri vistvæna orkugjafa enn frekar við samgöngur og að hvatt verði til þess að dregið verði úr notkun jarðefna-eldsneytis.

Eftirtaldir aðilar hlutu styrki að þessu sinni:• Varðeldur ehf. lífmassa breytt í hráolíulíki. • GPO ehf. endurvinnsla á plasti í olíu. • Véltak ehf. dregið út notkun smurolíu í skipum. • Norðursigling ehf. rafknúin hjálparvél í segl-skipi.

Úttekt á sam-keppnishæfni Norðurlandan Formenn og framkvæmda-stjórar samtaka atvinnulífs og iðnaðar á norðurlönd-unum samþykktu á fundi í reykjavík nýverið að ráðast í sameiginlega úttekt á sam-keppnishæfni norðurlanda. markmið úttektarinnar er að finna leiðir til að efla atvinnu-líf í löndunum og bæta lífs-kjör fólks sem þar býr, en kraftmikið atvinnulíf er forsenda öflugrar norrænnar velferðar. Þó að margt sam-eini norðurlöndin er annað ólíkt. Í úttektinni verða nokkrir lykilþættir skoðaðir og það dregið fram sem best er gert, hvað megi betur fara og á hvaða sviðum er hægt að læra af reynslu annarra.

Verðlauna-brauð bakara-meistaran Landssamband bakara-meistara og Matís tilkynntu fyrir stuttu verðlaunabrauð LABAK. Brauðið er afrakstur keppni sem efnt var til meðal félagsmanna fyrr í sumar og var valið úr ellefu innsendum brauðum. Höfundur upp-skriftarinnar, Sigurður M. Guðjónsson hjá Bernhöfts-bakaríi, tók við verðlaunum í húsakynnum matís, þar sem viðstöddum gafst kostur á að smakka á brauðinu og kynna sér það nánar.

Ekki vernda störfin

Orri Hauksson framkvæmdastjóri SI skrifar

Þegar efnahagssamdrátt-urinn skall á var það yfir-lýst markmið stjórnvalda að vernda störfin. stefnan

var að halda eins mörgum á launa-skrá hins opinbera og framast væri unnt og missa ekki fólk úr virkni í atvinnuleysi. Í sumum tilvikum fjölgaði störfum, t.d. færðu reykja-víkurborg og ýmsar stofnanir ríkis-ins inn fyrir sína veggi verkþætti sem áður hafði verið sinnt utan þeirra. Kostnaðarliði á borð við

„verktöku“ og „ráðgjöf“ bar að lág-marka en launaliðir og annar innri kostnaður mátti hækka á móti.

Vandamálið við þessa stefnu er að til langs tíma litið leiðir hún fremur til þess að störfum fækkar í stað þess að fjölga. slælegt efna-hagsástand dró úr umsvifum og verkefnum í hagkerfinu almennt. Þar við bættist samdráttur hjá þjónustu- og iðnfyrirtækjum sem áður höfðu sinnt þeim þörfum sem hið opinbera tók að innvista.

aðferðirnar, sem valdar hafa verið við aðhald í rekstri, hafa í mörgum tilvikum ekki verið nægilega markvissar, heldur um of byggðar á flötum prósentum í niðurskurði. stefnan varðandi framtíðarskipan hins opinbera kerfis hefur ekki verið skýr. lítil endurskipulagning hefur átt sér stað, fjárfestingum verið frestað en svipuðu vinnulagi og fyrr haldið til streitu. reynt hefur verið að halda í við hækkun kostnaðar frá misseri til misseris eða ná honum niður. Höfuðstóll ríkiseigna hefur þannig rýrnað, viðhaldsþörf aukist

og margir hópar opinberra starfs-manna telja sig eiga inni myndar-legar kjarabætur eftir erfið ár. Þetta er ein af afleiðingum þess að reynt var að vernda störf, sem fyrir voru, í stað þess að hugsa alveg upp á nýtt aðferðafræðina við að veita ýmsa opinbera þjónustu.

ný ríkisstjórn hefur sett á lagg-irnar ýmsa hópa og ráð sem eiga að leggja til ýmsar umbætur, m.a. þingmannahóp til að gera tillögur um nýskipan ríkisrekstrarins. samtök iðnaðarins hafa í nokkur ár bent á að slá megi þrjár flugur í einu höggi, þ.e. skerpa þjónustu við almenning, spara skattfé og bæta um leið umhverfi atvinnu-lífsins. Verkefnið „Betri þjónusta fyrir minna fé“ frá 2010 var liður í þeirri viðleitni og þáverandi stjórnvöld tóku því frumkvæði vel. Hins vegar hefur gengið mun hægar að koma því verkefni af stað en vonast var til. Þetta verk-efni og ýmis önnur af sama meiði eru fólgin í að nýta gróskuna í ís-lenskum nýsköpunarfyrirtækjum til að leysa verkefni hins opinbera með nýjum og hagkvæmari hætti. ríkið hefur verið rekið með mörg hundruð milljarða halla undanfar-in ár og á engan annan kost en að spara í rekstri sínum. sú staðreynd veitir von um að hin nýja nefnd láti einskis ófreistað að koma opinberum rekstri á sjálfbært spor. megnið af útgjöldum hins opin-bera er launakostnaður og þess vegna verður að vera svigrúm til að endurskoða störf, færa þau til og leggja niður, sé þess þörf.

„Slælegt efnahagsástand dró úr umsvifum og verkefnum í hagkerfinu almennt. Þar við bættist samdráttur hjá þjónustu- og iðnfyrirtækjum sem áður höfðu sinnt þeim þörfum sem hið opinbera tók að innvista.“

Sú staðreynd veitir von um að hin nýja nefnd láti einskis ófreistað að koma opinberum rekstri á sjálfbært spor. Megnið af útgjöldum hins opinbera er launakostnaður og þess vegna verður að vera svigrúm til að endurskoða störf, færa þau til og leggja niður, sé þess þörf.

Orri Hauksson.

Page 5: Iðnaðarblaðið 3.tbl 2013

Orri Hauksson framkvæmdastjóri SI skrifar

islandsbanki.is | Sími 440 4000

Við bjóðumgóða þjónustu

Okkar vinna snýst um að þín vinna gangi vel. Við leggjum okkur fram um að setja okkur vel inn í það sem þú ert að gera, og þó við kunnum kannski ekki viðfangsefnin í þínu starfi jafn vel og þú, þá vitum við um hvað starfið snýst. Hjá Íslandsbanka starfar hópur fólks sem býr að mikilli reynslu á sviði orku og hefur víðtæka sérþekkingu á fjárhagsumhverfi og þörfum fyrirtækja í orkugeiranum. Þannig getum við ávallt tryggt þeim þá bankaþjónustu sem þau þarfnast.

Þekking sprettur af áhuga.

Hjörtur Þór Steindórsson hefur margra ára reynslu á sviði orkumála, bæði innanlands og erlendis.

Hjörtur er viðskiptastjóri Orkuteymis Íslandsbanka.

Við bjóðum fyrirtækjumsérþekkingu

Page 6: Iðnaðarblaðið 3.tbl 2013

6 i ð n a ða r b l a ð i ð s e p t e m b e r 2 0 1 3

Sími: 540 7000 • [email protected] • www.falkinn.is

er sérgrein okkarDrifbúnaður

Það borgar sig að nota það besta!

- Drifke›jur- Tannhjól- Flutningske›jur- Ástengi

- Kúlulegur- Rúllulegur- Nálalegur- Línulegur

Keilulegur Leguhús Ásflétti

Kílreimar - TímareimarViftureimar

Rafmótorar

BrunndælurMi›flóttaaflsdælur

SkömmtunardælurI›na›ardælur

I›na›arhjól

I›ntölvur - SkynjararHnappaefni - SpólurofarAflrofar - Hra›ast‡ringarTöfluskápar

Sjö lífeyrissjóðir þurfa að fjölga í stjórnn Þann 1. september n.k. taka gildi hér á landi ný lög um kynjakvóta í einkahlutafélögum, hlutafélögum og lífeyrissjóðum en þau hafa þegar tekið gildi í opinberum hlutafélögum. Þessi löggjöf mun eiga við fyrirtæki þar sem 50 starfs-menn eða fleiri starfa að jafnaði á ársgrundvelli. Heildarhlutfall kvenna í stjórnum allra lífeyrissjóða er nú samtals um 44,4%. sjö lífeyrissjóðir þurfa annað hvort að fjölga konum eða körlum í stjórn til að uppfylla skilyrði laga.

miklir möguleikar með rafbrynjun

Áprentaðir hlutir úr áli

Álverið ehf. í Garðabæ smíðar alls kyns hluti úr áli en hefur líka sér-hæft sig í yfirborðsmeð-

höndlun á áli, gjarnan í samvinnu við hönnuði og listamenn.

Yfirborðsmeðhöndlunin felst í að rafbrynja hlutina en rafbrynj-un er efnaferli sem umbreytir yfir-borði áls í áloxið. Er þetta gert með því að meðhöndla hlutina með raf-straumi ofan í sýrubaði. Ál oxast að vissu marki í náttúrulegu umhverfi en eftir því sem oxíðlagið þykknar dregur úr myndun þess. Þegar álið er rafbrynjað getur oxíðlagið hins vegar orðið allt að því 400 sinnum þykkara en við náttúrulegar að-stæður. Þetta oxiðlag kallar fyrir-tækið álbrynju.

Keramiklag en ekki málmurÁlbrynjan sem þarna myndast er þó ekki málmur heldur keramiklag sem er svo fastbundið undirliggj-andi málminum að það getur ekki

flagnað af nema það brotni. Harka þess er sömuleiðis mikil og er ein-ungis demantur harðari, enda hef-ur efnið verið notað sem slípiefni í steina og bönd. Álbrynjan sem myndast þarna gerir það í tveimur áföngum:

1. Fyrri áfanginn er uppbygging brynjulagsins. Þegar það hefur myndast einkennist það af mjög

smáholóttu yfirborði og eftir þurrkun er það viðkomu líkt og gips og hefur mikla viðloðun. Blautur fingur loðir við vegna hárpípukrafts.

2. seinni áfanginn er í flestum tilfellum þétting þar sem áloxið umbreytist að hluta til í álhy-droxið. Þá lokast holurnar og yfirborðið tekur á sig öndverðan eiginleika með lítilli viðloðun.

Þessi tvískipting á ferlinu skapar ótrúlega fjölbreitt notkunarsvið. mjög gott er t.d að mála brynjuna þegar hún hefur mikla viðloðun þar sem formeðferð fyrir málun á áli er torfundin. Á sama hátt má baða hlutinn í sérstökum litarefn-um sem hafa nægilega litlar korna-stærðir og lita allan flötinn fyrir þéttingu. Þannig lokast litarefnin inni í brynjunni. Á sama hátt má einnig prenta á brynjuna eða setja á hana letur eða mynstur.

Þetta skilti hefur verið álbrynjað með rafbrynjun og prentað á það.

Page 7: Iðnaðarblaðið 3.tbl 2013

Ál gefur okkur einstaka möguleika til að tryggja undirstöður atvinnulífs í landinu. Alcoa Fjarðaál hefur í starfsemi sinni mark visst unnið að því að ná jafnvægi milli umhverfis, efnahags og samfélags í anda sjálfbærrar þróunar. Með því að bjóða fjölskylduvænan vinnustað þar sem ýmis þjónusta stendur fjölskyldum starfsmanna til boða leggjum við áherslu á að vera virkur þátttakandi í að byggja upp sjálfbært samfélag til lengri tíma litið.

www.alcoa.is

Fyrir komandi kynslóðir

Öflug starfsemi í sátt við samfélagið

ÍSLENSK

A/SIA.IS ALC

65281 08/12

Fyrir samfélagið

Starfsmaður Alcoa, Hinrik Þór Oliversson, dorgar á Eskifjarðarbryggju með dóttur sinni, Ásdísi Iðu.

Áprentaðir hlutir úr áli

Page 8: Iðnaðarblaðið 3.tbl 2013

Lán til endurbótaog viðbyggingaÍbúðalánasjóður veitir lán til endurbóta á húsnæði að innan og utan. Meðal annars eru veitt lán til lóðarframkvæmda og viðbóta við húsnæði. Lán geta numið allt að 80% af framkvæmdakostnaði. Hámarkslán eru 20 milljónir og lánstími 5 til 40 ár. Sömu vextir eru á þessum lánum og almennum lánum Íbúðalánasjóðs.

Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969www.ils.is

8 I ð N a ða R B L a ð I ð s e p t e m b e r 2 0 1 3

Ál er notað í fleiri vörur en fólk gerir sér grein fyrir

Kemur við sögu á hverjum degi

Eins og flestir vita eru þrjú álver á Íslandi: norðurál í Hvalfirði, rio tinto alcan við Hafnar-

fjörð og alcoa við reyðarfjörð. Ekki er þó víst að fólk viti hvern-ig framleiðsluferli áls er háttað.

Úr grjóti í súrál til álsÁl er til margra hluta nýtt og er unnið úr málmgrýtinu báxíti sem í eru áloxíð og hefur tekið milljónir ára að myndast. Báxít finnst víða um heim, aðallega í kringum miðbaug, og er reyndar þriðja algengasta frumefni jarð-skorpunnar. Úr báxítinu er svo unnið hvítt púðurkennt efni sem er kallað súrál eða áloxíð. súrálið er flutt með skipum til landsins og eru álverin með eigin hafnir fyrir þessi skip. sú-rálinu er dælt úr gámum skips-ins yfir í súrálstanka og síðan er dælt aftur úr þeim í ker álversins, eftir þörfum.

4kg af báxíti gefur 1 kg af álitil þess að framleiða 1 kg af áli þarf 2 kg af súráli sem er fengið úr 4 kg af báxíti. Vinnslan sjálf krefst svo 15 kW stunda af raforku og 0,5 kg af kolefni. Vinnsla áls-ins fer þannig fram að rafstraumi er hleypt á kerin en þá klofnar sú-rálið annars vegar í ál sem fellur til botns í kerinu og hins vegar í súrefni sem bindst kolefnum úr sérstökum rafskautum. Hvert ker er búið til úr stálskel sem er hitaeinangruð að neðan með múrsteinslögum og ofan á þau er lagður botn úr kolefni, sem myndar bakskaut. Álið er svo flutt erlendis þar sem það er notað til að búa til fjölbreytta hluti sem við notum flestöll daglega.

fróðlEiKur uM HluTi Úr áli:n Um fimmtungur álnotkunar er í byggingariðnaði. Brýr, þök, hvolf og íþróttahallir eru dæmi um mannvirki þar sem ál er notað. Þá er það mikið notað í þök, klæðn-ingar, stiga, handrið, glugga-karma og hurðir.

n Um fjórðungur álnotkunar heimsins er í flutninga- og farar-tækjaiðnaði: grindur, yfirbygging-ar, blokkir, stimplar, lok, stuðarar, hjól o.s.frv.

n Um fjórðungur álnotkunar er í framleiðslu á alls konar neyt-endavörum, svo sem húsgögnum, húsbúnaði og heimilistækjum, t.d: geisladiskum, speglum, te-ljósum (sprittkerti), reiðhjólum, pottum og pönnum.

n Talsvert fer í alls kyns umbúðir, t.d áldósir. Inni í drykkjarfernum er líka gjarnan þunn álfilma.

Sigrún Erna Geirsdóttir

„Vinnsla álsins fer þannig fram að rafstraumi er hleypt á kerin en þá klofnar súrálið annars vegar í ál sem fellur til botns í kerinu og hins vegar í súrefni sem bindst kolefnum úr sérstökum rafskautum.“

Page 9: Iðnaðarblaðið 3.tbl 2013

TromsöNoregur

ÁrósarDanmörk

ImminghamEngland

BergenNoregur

MaaloyNoregur

ÁlasundNoregur

HammerfestNoregur

Båts�ordNoregur

MurmanskRússland

KirkenesNoregur

StavangerNoregur

HamborgÞýskaland

ROTTERDAMHolland

VelsenHolland

GrimsbyEngland

NuukGrænland

ArgentiaNýfundnaland

HalifaxNova Scotia

PortlandMaine, Bandaríkin

St. AnthonyNýfundnaland

BostonMA, Bandaríkin

SortlandNoregur

HelsingjaborgSvíþjóð

SwinoujsciePólland

FredrikstadNoregur

KlakksvíkFæreyjar

ÞÓRSHÖFNFæreyjar

Norð�örðurÍsland

HúsavíkÍsland

AberdeenSkotland

Reyðar�örðurÍsland

VágurFæreyjar

VestmannaeyjarÍsland

REYKJAVÍKÍsland

SauðárkrókurÍsland

AkureyriÍsland

Grundar�örðurÍsland

Ísa�örðurÍsland

BíldudalurÍslandGrundartangi

Ísland

nýtt leiðakerfi eimskips– með strandsiglingum við Ísland í beinni tengingu við Evrópu

Vikulegar strandsiglingar með beinni tengingu við Færeyjar, Bretland og meginland Evrópu.

Siglt með ferskan fisk vikulega frá Íslandi og Færeyjum

Aukin þjónusta við olíuiðnaðinn með siglingum til og frá Skotlandi

Tíðari ferðir og styttri siglingartími til og frá Bandaríkjunum.

Ný höfn í Bandaríkjunum, Portland, Maine

Möguleg viðkoma á Ísafirði og Akureyri á leiðinni frá Noregi

Ný viðkoma í Vágur í Færeyjum og Hamborg í Þýskalandi

Korngarðar 2 | 104 Reykjavík | 525 7000 | www.eimskip.is

FÍT

ON

/ S

ÍA

brún leiðRússland, Noregur, Holland, England, Skotland, Noregur

mögulegar norðurheimskauts leiðir

möguleg viðkoma / árstíðabundnar siglingar

græn leiðNoregur, Ísland, Nýfundnaland, Nova Scotia, Bandaríkin, Nýfundnaland, Ísland

blá leiðÍsland, Færeyjar, Holland, Pólland, Svíþjóð, Noregur, Danmörk, Færeyjar, Ísland

rauð leiðÍsland, Færeyjar, Skotland, Holland, Ísland

viðkomur

tengihöfn

stórtengihöfn

gul leiðÍsland, Færeyjar, England, Holland, Þýskaland, England, Ísland

Page 10: Iðnaðarblaðið 3.tbl 2013

10 I ð N a ða R B L a ð I ð s e p t e m b e r 2 0 1 3

Eldsneytisnotkun stendur í staðÞrátt fyrir mikla aukningu í farþegaflutningum síðustu ár

hefur eldsneytisnotkun einungis aukist um 3%. auknar kröfur til flugfélaga um að draga úr losun gróðurhús-lofttegunda og auka hagkvæmni í rekstri hafa ýtt undir

tæknilega þróun flugvéla og þar með dregið úr eldsneytisnotkun þeirra.

Auknar kröfur til iðnaðarinsFarþegaflutningar hafa aukist um 53% á undanförnum ellefu árum en á sama tíma hefur eldsneytisnotkun einungis aukist um 3%. Örn Valdimarsson, forstöðumaður hjá Eyri invest, segir skýr-inguna á þessari þróun liggja fyrst og fremst í góðum árangri flug-iðnaðarins í að bregðast við breyttum kröfum markaðarins á þess-um tíma. Þessar kröfur snúist annars vegar um að draga úr losun gróðurhúslofttegunda og hins vegar um að auka hagkvæmni í flugrekstri með því að lækka eldsneytiskostnað flugrekenda.

,,Flugiðnaðurinn hefur brugðist við þessu með því að þróa lausnir, t.d. hreyfla sem nýta eldsneyti betur, þróun í efnistækni sem gerir kleift að gera flugvélar léttari en áður og með annarri tækniþróun sem eykur hagkvæmni og afkastagetu flugvéla.“

innanlandsflug í Kína umfangmeira en EvrópuflugEyrir invest er 17% hluthafi í Fokker technologies sem er undir-verktaki fyrir framleiðendur svo sem Boeing, airbus, Gulfstream og lockheed martin. Hjá Fokker starfa um 3.700 starfsmenn í þremur deildum sem hanna og framleiða íhluti og rafeindakerfi fyrir flugiðnað, auk þess að þjónusta flugflota. ,,Þegar Eyrir hóf að fjárfesta í Fokker var horft til þess að langtímahorfur í flugiðnaði væru góðar, þar sem saman fer annars vegar undirliggjandi vöxtur vegna hagvaxtar og fólksfjölgunar á nýmörkuðum, og hins vegar endurnýjunarþörf á eldri flugflotum vegna aukinnar rekstrarhag-kvæmni og aukinna krafna um umhverfisvernd,“ segir Örn. Hann segir að þrátt fyrir allt það sem gengur hafi á í heimsbúskapnum undanfarin ár hafi þessi þróun í flugiðnaði gengið eftir í öllum aðalatriðum. ,,Á næstu árum er áfram spáð vexti í flugrekstri á nýmörkuðum, og má nefna sem dæmi að innan einhverra ára er reiknað með að innanlandsflug í Kína verði orðið umfangsmeira en allt flug innan Evrópu er í dag,“ segir Örn að lokum.

Miklar tækniframfarir í flugvélaiðnaði minnka eldsneytisþörf

Sigrún Erna Geirsdóttir

flugiðnaðurinn hefur brugðist við þessu með því að þróa lausnir, t.d. hreyfla sem nýta eldsneyti betur, þróun í efnistækni sem gerir kleift að gera flugvélar léttari en áður og með annarri tækniþróun sem eykur hagkvæmni og afkastagetu flugvéla.

80

90

100

110

120

130

140

150

160

2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011

Þróun farþegaflutninga í flugi samanborið við eldsneytisnotkun

Kvarðinn til vinstri er vísitala, báðar mælieiningar eru stilltar í 100 í upphafi og síðan sýnt hvernig sú vísitala þróast áfram.

Eldsneyti

flugvélar

Page 11: Iðnaðarblaðið 3.tbl 2013
Page 12: Iðnaðarblaðið 3.tbl 2013

12 I ð N a ða R B L a ð I ð s e p t e m b e r 2 0 1 3

Verkmenntaskólinn á ak-ureyri hefur verið starf-andi frá árinu 1984 og fagnar því 30 ára af-

mæli næsta vor. Við skólann eru nú rúmlega 1300 nemendur en auk þess stunda 4-500 nemend-ur fjarnám við skólann á hverju skólaári. námsval skólans er fjölbreytt, þar er t.d hægt að fara í matvælanám, sjúkraliðabraut, vélstjóranám og rafiðnaðar- og málmgreinar en líka bóklegt nám eins og félags- og náttúru-fræði eða viðskipta- og hagfræði-braut. Einnig geta nemendur lokið stúdentsprófi með eða að loknu starf-, iðn- og tækninámi við skólann.

Hjalti jón sveinsson, skóla-meistari Vma, segir tækninám vanmetið í samfélaginu.

Hugarfarsbreyting nauðsynleg„Það er mjög góð aðsókn í allt starfs- og tækninám sem við bjóðum upp á. meira að segja byggingadeildin hefur verið að ná vopnum sínum aftur eftir lægð í kjölfar efnahagshrunsins. Hins vegar finnst mér að þrátt fyrir miklar umræður undanfar-in misseri um mikilvægi tækni-menntunar og tæknistarfa sé tækninám stórkostlega vanmet-ið í samfélaginu og það hefur því miður átt undir högg að sækja,“ segir Hjalti. Hann segir að svo þetta breytist þurfi að verða hug-arfarsbreyting í samfélaginu en mikilvægt sé að tæknigreinum sé gert hátt undir höfði þar sem atvinnulíf landsins þurfi á því að halda.

,,Það verður hins vegar að segj-ast alveg eins og er að við Íslend-ingar erum mjög latínuskólasinn-aðir sem er reyndar skrýtið því við erum að upplagi bænda- og veiði-mannasamfélag og hér á akur-eyri hefur frá fornu fari verið mik-il iðnaðarstarfsemi sem hefur að hluta til byggt á tæknimenntuðu fólki.“ nauðsynlegt sé að kynna ungu fólki betur tæknigreinarnar og þeim störfum sem ungu fólki stendur til boða á þessu sviði. Hjalti segir að að ágætt sé að líta til Háskólans í reykjavík í þessu samhengi, síðan að hann hafi tekið yfir starfsemi tækniskól-ans hafi tæknigreinunum vaxið

fiskur um hrygg. Þar hafi verið blandað saman hefðbundnu bók-legu tækninámi og tæknigreinum og í framhaldinu orðið til spenn-andi lærdóms- og vísindasamfé-lag. margir af nemendum Vma hafi enda farið þangað til frekara náms. ,,Vöxtur Hr er til marks um að tæknigreinarnar eru þrátt fyrir allt að rétta úr kútnum og það er mjög mikilvægt,“ segir Hjalti.

Skólinn sífellt í þróunHjalti segir skólann sífellt vera í þróun og kröfur um sérhæfð-ara húsnæði og búnað alltaf að aukast.

,,Við höfum verið að bæta við greinum eins og bifvélavirkjun sem er kennd úti í bæ og list-námið hefur eflst mjög og nán-

ast frá upphafi hefur það verið í of þröngu húsnæði. Vélstjórnar-greinarnar hafa sömuleiðis búið við þrengsli og svo má áfram telja,“ segir hann. skólinn sé því farinn að reka sig utan í víða og

auk þess vanti betri aðstöðu fyrir nemendur. Búið sé að ræða það við bæjaryfirvöld á akureyri að mögulegt sé að skólinn þurfi enn að bæta við húsnæði og því hafi verið vel tekið. Hins vegar

þurfi ríkið líka að koma að því borði. innan skólans sé starf-andi vinnuhópur sem sé að fara yfir húsnæðisþörfina og niður-stöðurnar verði lagðir fyrir hlut-aðeigandi sveitarfélög og ráðu-

Þörf á hugarfarsbreytingu í samfélaginu Nauðsynlegt að kynna tæknigreinarnar betur

Sigrún Erna Geirsdóttir

Við höfum verið að bæta við greinum eins og bifvélavirkjun sem er kennd úti í bæ og listnámið hefur eflst mjög og nánast frá upphafi hefur það verið í of þröngu húsnæði. Vélstjórnargreinarnar hafa sömuleiðis búið við þrengsli og svo má áfram telja.

Hjalti Jón Sveinsson.

Page 13: Iðnaðarblaðið 3.tbl 2013

13 I ð N a ða R B L a ð I ð s e p t e m b e r 2 0 1 3

Þörf á hugarfarsbreytingu í samfélaginu

Það verður hins vegar að segjast alveg eins og er að við Íslendingar erum mjög latínuskólasinnaðir sem er reyndar skrýtið því við erum að upplagi bænda- og veiðimannasamfélag og hér á Akureyri hefur frá fornu fari verið mikil iðnaðarstarfsemi sem hefur að hluta til byggt á tæknimenntuðu fólki.

lÍTið SEM EKKErT fé Til TæKJAKAupAHjalti segir að Verkmenntaskólinn þurfi að fylgjast vel með þróuninni og bæta sig á ýmsum sviðum, t.d þurfi að fara að huga að því að bjóða upp á aukið nám á sviði upplýsinga-tækni, margmiðlun og fleira því tengdu. Niður-skurður í mörg undanfarin ár í framhaldsskóla-kerfinu hafi þó á vissan hátt hamlað framþróun í tækninámi, enda sé það töluvert dýrara en hefðbundið bóknám. „Það er vissulega ódýrast að kenna bóklegu greinarnar þar sem unnt er að hafa allt að þrjátíu nemendur í hóp

á sama tíma og ekki er mögulegt að hafa fleiri en tólf til fjórtán nemendur í hóp í verknám-inu. Það þarf fleiri kennara til þess að sinna verklegu námi og það þarf sömuleiðis góðan tækjabúnað sem kostar peninga.“ Undanfarin ár hafi þrengt svo að rekstri framhaldsskól-anna að lítið sem ekkert sé eftir til tækjakaupa. Það hafi hins vegar hjálpað mikið að skólinn hafi notið velvilja félagasamtaka og fyrirtækja sem hafi gefið skólanum tækjabúnað. Fyrir það sé skólinn afar þakklátur.

neyti. Kjarasamningar kennara eru lausir snemma næsta árs og segir Hjalti jón það vera einlæga von sína að ríkið og félög kenn-ara nái saman um nýjan kjara-samning. „Í síðasta kennaraverk-

falli sem var um síðustu aldamót skapaðist mjög alvarlegt ástand og ég vona sannarlega að það gerist ekki aftur. Þá hættu margir nemendur námi og byrjuðu ekki aftur.“

„Skólinn sé því farinn að reka sig utan í víða og auk þess vanti betri aðstöðu fyrir nemendur. Búið sé að ræða það við bæjaryfirvöld á Akureyri að mögulegt sé að skólinn þurfi enn að bæta við húsnæði og því hafi verið vel tekið.“

Page 14: Iðnaðarblaðið 3.tbl 2013

14 i ð n a ða r b l a ð i ð s e p t e m b e r 2 0 1 3

Vinir Vatnajökuls buðu upp á kvikmyndasýningu

Fljótlega eftir að ljóst varð að stofna átti Vatnajökul-sþjóðgarð kviknaði sú hugmynd að stofna sam-

tök til styrkar þjóðgarðinum sem myndu styrkja ýmis málefni er vörðuðu hann. Vel hefur gengið að afla vina og fjölmörg verkefni hafa verið styrkt. nýverið var frumsýnd kvikmynd um þjóðgarðinn.

fjölþætt verkefni styrktmarkmið Vina Vatnajökuls, holl-vinasamtaka Vatnajökulsþjóð-garðs, er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslustarf sem stuðlar að því að sem flestir geti notið þeirrar einstöku náttúru og sögu sem þjóðgarðurinn býr yfir. samtökin telja að með sameiginlegu fram-lagi innlendra og erlendra ein-staklinga, fyrirtækja, félaga og

stofnana geti Vinir Vatnajökuls styrkt góð og mikilvæg verkefni sem stuðla að þekkingu, leiða af sér tekjur og auka almenna vitund á sérstöðu og mikilvægi Vatnajök-ulsþjóðgarðs, stærsta þjóðgarðs í Evrópu. allt frá stofnun sam-takanna hefur fjöldi einstaklinga, fyrirtækja, stofnana og félaga sýnt þeim velvilja og styrkt á ýms-an hátt og hefur t.d alcoa verið einn af stærstu styrktaraðilunum.

samtökin auglýsa árlega eftir umsóknum um styrki og fer sérstök fagnefnd yfir umsóknirnar og legg-ur fram tillögur fyrir stjórn samtak-anna. Þau verkefni sem hafa verið styrkt stuðla að aukinni þekkingu almennings á þjóðgarðinum, sam-spili byggðarlaga innan garðsins, samspili útivistar, menningar og Vatnajökulsþjóðgarðs, tengslum barna og unglinga við náttúruna

og auknum skilningi umheims-ins á mikilvægi Vatnajökulsþjóð-garðs og einstakri náttúru hans á heimsvísu. Árið 2012 voru þrjátíu verkefni styrkt og nam styrktar-upphæðin alls 50 milljónum. um þessar mundir er hægt að senda inn umsókn um styrk og stendur fresturinn yfir til 30.september.

færri komust í bíó en vilduÁ menningarnótt buðu Vinir Vatna-jökuls og Vatnajökulsþjóðgarður upp á sýningar á kvikmynd um Vatnajökulsþjóðgarð í kvikmynda-húsinu the Cinema við Geirsgötu, en Valdimar leifsson hlaut styrk til gerðar hennar árið 2011. Boðið var upp á tíu sýningar, á ensku eða íslensku, og var svo mikil aðsókn að sýningunni að fólk varð frá að hverfa. Kvikmyndin sem er 48 mínútna löng fjallar um fegurð og

fjölbreytileika þjóðgarðsins. sam-tökin hafa að auki gefið út ýmislegt fræðsluefni og má nefna bókina leiðsögn um Vatnajökulsþjóðgarð en hún var gefin á íslensku, ensku og þýsku, og bókina upplifðu nátt-úru Vatnajökulsþjóðgarðs með barninu þínu en höfundar hennar fengu styrk til útgáfunnar árið 2011. Er bókin ætluð fjölskyldum sem heimsækja m.a Ásbyrgi og skafta-fell og hafa áhuga á að skoða og

upplifa þjóðgarðinn saman. auk fróðleiks um náttúru og sögu þjóð-garðsins er líka að finna í bókinni hugmyndir um það sem hægt er að gera í náttúrunni, svo sem að fylgjast með dýralífi, skoða plöntur, segja sögur og fara í leiki.

Þeim sem hafa áhuga á að styðja við uppgang Vatnajökulsþjóðgarðs-ins og gerast Vinur Vatnajökuls er bent á heimasíðu samtakanna, http://www.vinirvatnajokuls.is.

Hollvinasamtök Vatnajökulsþjóðgarðs styðja við þjóðgarðinn

„Markmið Vina Vatnajökuls, hollvinasamtaka Vatnajökulsþjóðgarðs, er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslustarf sem stuðlar að því að sem flestir geti notið þeirrar einstöku náttúru og sögu sem þjóðgarðurinn býr yfir.“

Page 15: Iðnaðarblaðið 3.tbl 2013

ÍSTAK hf. Bugðufljóti 19 270 Mosfellsbæ Sími 530 2700 Fax 530 2724 www.istak.is [email protected]

Liðsheild, uppbygging, árangur

PIPA

R\TB

WA

• S

ÍA •

123

671

Page 16: Iðnaðarblaðið 3.tbl 2013

16 I ð N a ða R B L a ð I ð s e p t e m b e r 2 0 1 3

Smiðjuvegi 11, 200 Kópavogur | Sími: 510 1400 | Fax: 510 1499 | www.vatnsvirkinn.is

• Veituefni

• Foreinangruð hitaveiturör

• Dælur, allar gerðir

• PPR rör og fittings

• Danfoss stýringar

• Ryðfrí rör og fittings

• Álpex rör og fittings

• Svart/Galv rör og fittings

• Festingar allar gerðir

FAGVERSLUN FYRIR FAGMENN

50ár

sumum vex það mögulega í augum að rífa sig upp og flytja út á land vegna vinnunnar. Það var þó

ekki tilfellið fyrir Friðrik Vader jónsson sem flutti frá reykjavík til Eskifjarðar fyrir þremur árum þeg-ar honum bauðst vinna í álverinu á reyðarfirði.

Vaktir henta mér vel,,Ég var að leita mér að vinnu og sá auglýsingu um störf á álverinu í

reyðarfirði og sótti bara um. Ég fékk síðan vinnuna og ákvað að slá bara til og flytja austur,“ segir Friðrik sem segist ánægður með þá ákvörð-un. aðspurður

segist hann ánægður með vinn-una. ,,Ég vinn á tólf tíma vöktum og kann vel við það fyrirkomulag þótt það geti auðvitað tekið á. maður fær hins vegar fín frí á milli og það hentar mér vel.“ Friðrik vinnur á

vegum launafls í kerskála álvers-ins og segir að stærsti kosturinn við vinnuna sé góður starfsandi. ,,Það eru svona 30 á vakt í einu og vinnu-félagarnir eru frábærir. Fólk hittist mikið utan vinnu og gerir eitt og annað saman. Þetta er mjög fjöl-breyttur hópur, ætli sá yngsti sé ekki 18 ára og sá elsti fimmtugur.“ Friðrik segir að þetta sé ómetan-

legt, ekki síst með tilliti til þess að skemmtanalíf Eskifjarðar sé tals-vert fábreyttara en í reykjavík.

Gott að prófa að búa úti á landiFriðriki segir að margt hafi komið sér á óvart þegar hann byrjaði í álverinu en hann hafi fljótt kom-ist inn í hlutina.,,Það var síðan óvæntur bónus að það myndaðist

góður vinahópur þarna. Ég þekkti engan á staðnum þegar ég flutti nema eina stelpu og ég flutti inn á hana og kærastann hennar. Við leigjum hins vegar núna, móna kærastan mín og ég. Hún er líka úr reykjavík og ég sannfærði hana um að flytja hingað með mér.“ Friðrik, sem er 25 ára, hafði alltaf búið í reykjavík en segir fínt að

búa í svo litlu samfélagi sem Eski-fjörður er. ,,Þetta var mikil breyt-ing í fyrstu en þetta vandist fljótt. auðvitað saknar maður reykjavík-ur stundum, þar sem fjölskyldan og aðrir vinir búa, en alcoa býður ódýrari flug svo maður fer reglu-lega þangað í heimsókn.“ Friðrik segist mæla með því að fólk prófi að flytja út á land, það myndi ef-laust gera mörgum reykvíkingum gott. ,,maður lærir að meta hér hluti sem maður hugsaði kannski lítið um áður. Hér er t.d náttúran allt í kring og maður er farinn að fara í gönguferðir og stökkva í sjó-inn þegar vel viðrar!“ Kostir þess að búa í dreifbýlinu séu ótvíræðir, þarna séu rólegheit og fólkið vin-gjarnlegt. Oft hefur verið að sagt að erfitt sé fyrir aðkomufólk að komast inn í bæjarlífið á lands-byggðinni en Friðrik er ekki sam-mála því. reyndar sé mikið af aðkomufólki á svæðinu vegna ál-versins og það hafi kannski áhrif. Friðrik hefur mörg húðflúr, reynd-ar svo mörg að hann hefur ekki á þeim tölu. sker hann sig ekki nokkuð úr á götum bæjarins? ,,jú, jú, því er ekki að neita. Húðflúr-menningin er ekki alveg komin hingað til Eskifjarðar!“

Frábærir vinnufélagar var óvæntur bónus Flutti út á land til að vinna í álverinu

Sigrún Erna Geirsdóttir

friðrik Vader Jónsson.

,,Það eru svona 30 á vakt í einu og vinnufélagarnir eru frábærir. fólk hittist mikið utan vinnu og gerir eitt og annað saman. Þetta er mjög fjölbreyttur hópur, ætli sá yngsti sé ekki 18 ára og sá elsti fimmtugur.“

Page 17: Iðnaðarblaðið 3.tbl 2013

Notað‘ann eins og þú hatir hann

Bráðsnjall sími sem er kröftugri en gengur og gerist!Samsung

GALAXY XCOVER 2 Öflugur snjallsími í kröftugum umbúðum. Xcover 2 er með stóran snertiskjá, Android 4.1.2 stýrikerfi, 5MP myndavél og að sjálfsögðu íslenska valmynd. Einnig er síminn með IP67 staðal sem þýðir að hann sé bæði vatns-, og rykvarinn. Galaxy Xcover 2 er fullkominn sími fyrir krefjandi aðstæður og því tilvalinn fyrir íslenskt veðurfar.

Page 18: Iðnaðarblaðið 3.tbl 2013

Brammer hefur verið starfrækt á Íslandi síðan árið 2006 en fyrirtækið er leiðandi dreifingar-

aðili í Evrópu á vörum fyrir iðn-aðarviðhald, viðgerðir, endurupp-gerðir og þjónustu. Er Brammer eini birgirinn með öll helstu vörumerkin í heiminum. Á lager fyrirtækisins er t.d að finna legur, vélrænar skiptingar, lofþrýsti-kerfi, vökvaþrýstikerfi og verkfæri, ásamt heilsu- og öryggisbún-aði. Brammer samsteypan er nú staðsett á 300 stöðum í fimmtán löndum.

Sérsniðnar lausnirsteve Winslade, ráðgjafi hjá Brammer, segir það markmið fyrirtækisins að halda hjólum fyrirtækja gangandi og koma í veg fyrir kostnaðarsamar tafir sem skapist þegar eitthvað bilar. Hann segir að Brammer sem var stofnað í Bretlandi árið 1920 búi yfir mikilli reynslu af því að vinna með framleiðendum og finna lausnir sem henta hverjum og einum. ,,Þegar kemur að stærri viðskiptavinum þá felst okkar framlag ekki eingöngu í því að sjá fyrir varahlutum eða viðgerðum heldur ekki síst að finna leiðir til þess að minnka kostnað þeirra.“ Þessi þjónusta getur falið í sér sérsniðna framleiðslu, viðgerðir og enduruppgerð sem og ýmsar virðisaukandi rekstrarlausnir sem gerðar eru til að bæta fram-leiðslunýtingu, draga úr veltufé og draga úr heildarkostnaði við að afla íhluta. Enginn annar á markaðinum bjóði slíkt þjónustu-svið né svo djúpstæða sérkunn-áttu. Þá megi nefna sem annað dæmi að ef ákveðinn hlutur bilar t.d mjög oft sé litið á hann og reynt að ákvarða hvers vegna það sé og hvort hægt sé að koma í veg fyrir þessar tíðu bilanir. sömuleiðis sé þessum viðskipta-vinum boðið að farið sé yfir ferla í þeim tilgangi að straumlínulaga þá.,,Fyrir okkur er það mjög mik-ilvægt að gefa viðskiptavininum þannig eitthvað til baka.“

Minni umsýslaÞar sem Brammer er birgir fyrir öll helstu vörumerki i heiminum á sviði varahluta og er að auki með viðgerðar- og endurnýjunar-þjónustu býður það upp á mikla hagræðingu fyrir fyrirtæki. ,,Það hefur ótvíræða kosti fyrir fyrir-tæki að fækka þjónustuaðilum sínum, að geta átt viðskipti við einn í stað margra. Það minnkar bæði tafir sem skapast vegna viðhalds eða bilana og eins er það mun þægilegra að greiða bara einn reikning. Öll umsýsla verður mun hagkvæmari,“ segir steve.

Hraður vöxturBrammer kom til Íslands fyrir sjö árum, eftir að hafa unnið útboð af hálfu alcoa Fjarðaráls. ,,Við vorum ekki komnir með skrif-stofu þegar við hófum starfsem-ina og deildum með þeim skrif-stofu á Eskifirði fyrst í stað. Við vorum átta og höfðum þrjú skrif-borð í litlu herbergi. Það var ansi

þröngt!“ segir steve. nokkrum mánuðum síðar var fyrirtækið þó komið með aðstöðu í gamalli rækjuvinnslu í bænum og upp-

bygging fyrirtækisins hefur ver-ið hröð síðan. starfsmannafjöldi hefur t.d vaxið frá því að vera átta í upphafi til að vera 50 í dag. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar sínar í Borgartúni í reykjavík og hefur vöruhús í Hafnarfirði en rekur að auki starfsstöðvar hjá bæði rio tinto og alcoa.

Margvíslegur ávinningurauk þægindanna sem skapast við að fá alla nauðsynlega varahluti og þjónustu á einum stað er ýmis annar rekstrarlegur ávinningur sem hlýst af því að eiga viðskipta við Brammer:

n Heildarinnkaupakostnaður minnkarn Bætt framleiðslunýtni n aukning á hreinu veltufé n Vettvangsþjónusta n stýrð birgðaþjónustun Orkusparnaður

svo stýrð birgðaþjónusta sé t.d útskýrð betur þá geta sérfræðing-ar Brammer í birgðahaldi greint ferla, straumlínulagað birgja-grunninn og komið á aðgengilegu geymslukerfi sem inniheldur lyk-ilvöru. að bjóða út utanumhald á ódýrum vörum hefur margs konar ávinning í för með sér, ekki síst að gera innkaupateyminu fært að einbeita sér að mikilvægari atriðum. Þetta hafi í för með sér:

n Betri innkaupanýtingu: með færri birgjum, pöntunum og reikningum er dýrmætur tími starfsmanna nýttur betur.

n Bætt geymslu-/lagerstýring: með því að hagræða lager og laga hann að neyslu næst betri stjórn

á lagernum og umsetningu, auk þess að losa pláss.

n Bætta framleiðni: Það fækkar fjölda heimsókna í verslanir, að-flutningsgjöld lækka og hægt er að útrýma alveg staðbundnum innkaupum án eftirlits.

áhersla á umhverfisverndHjá Brammer er lögð áhersla á umhverfisvænt verklag og vill fyr-irtækið þar með stuðla að velferð starfsmanna, viðskiptavina og samfélagsins í heild. sem dæmi um þetta hefur Brammer:

n Dregið úr kolefnislosun: Hæfni til að knýja fram betri nýtingu og orkusparnað þvert á framleiðslu-línur er lykilatriði í ábyrgri fram-leiðslu. Hjá fyrirtækinu er beitt heilbrigðum starfsreglum við eigin vinnu og hugsanleg um-hverfisáföll vegna ákvarðana og fjárfestinga eru ávallt höfð í huga.

n Bætt orkunýting.

n Dreifinet hefur verið gert eins skilvirkt, öruggt og umhverfis-vænt og hægt er. Brammer leggur áherslu á að draga úr eldsneytis-notkun og notar því næturaf-greiðslu þar sem því verður við komið og vinnur með birgjum að gagnkvæmum umbótum. Fyrir-tækið hvetur til notkunar á fyrir-tækisbílum með lítilli kolefnis-losun og hvetur starfsmenn með virkum hætti til að nota reiðhjól, aka saman í bíl og nota almenn-ingssamgöngur eftir föngum.

n lágmarkað umbúðir og beint úrgangi frá urðunarstöðum.

Brammer býður heildstæða þjónustu

18 I ð N a ða R B L a ð I ð s e p t e m b e r 2 0 1 3

Leiðandi dreifingaraðili á vélarhlutum

Page 19: Iðnaðarblaðið 3.tbl 2013

19 I ð N a ða R B L a ð I ð s e p t e m b e r 2 0 1 3

E F L A H F . • H Ö F Ð A B A K K I 9 • 1 1 0 R E Y K J A V Í K • 4 1 2 6 0 0 0 • W W W . E F L A . I S • Í S L A N D • D U B A I • F R A K K L A N D • N O R E G U R • P Ó L L A N D • R Ú S S L A N D • T Y R K L A N D

Júlíus Karlsson: Júlíus þekkir betur til orku og iðnaðar en flestir aðrir enda

með áratuga reynslu af verkefnum á þeim sviðum. Svo er

hann mikill laxveiðimaður og kann auk þess að virkja

vindinn á seglskútunni sinni.

Við eflum samfélagiðEFLA verkfræðistofa hefur það að markmiði að skapa lausnir sem stuðla að framförum og efla

samfélagið. Starfsfólkið er dýrmætasta auðlindin okkar og býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu

á öllu milli himins og jarðar. Það eru hæfileikar þess sem gera fjölbreytileg verkefni um allan

heim að veruleika á degi hverjum.

Afmælisútgáfa meðVERKFRÆÐISTOFA

Afmælisútgáfa hluti af slagorðinuALLT MÖGULEGT

Óbreytt lógóAfmælissetning notuð til hliðar

Möguleg notkuná afmælismerkingu.

Útfgáfa 1

n samkvæmt nýlegri könnun Capacent Gallup er mikill meirihluti landsmanna hlynntur því að reisa vindmyllur á Íslandi og eru aðeins 7% andvíg. rekstur rannsóknarvindmyllanna tveggja sem reistar voru í desember 2012 á Hafinu hefur gengið vel og ljóst er að miklir möguleikar eru á raforku-vinnslu úr vindorku hér á landi. Landsvirkjun hyggst halda rannsóknum sínum áfram en vonir standa til að vindorka geti orðið þriðja stoðin í raforkukerfi fyrirtækisins. næstu skref eru að meta hvort Hafið og nágrenni þess sé raunhæfur og hagkvæmur staður fyrir uppsetningu vindlunda. skrifað hefur verið samninga við verkfræðistofurn-ar Mannvit og Eflu um ráðgjafaþjónustu vegna mögulegrar uppbyggingar þessara vindlunda.

Meirihluti landsmanna hlynntur vindmyllum

SMS frá OR ef bilanir verðan Fulltrúar Orkuveitu Reykjavíkur og Neyðar-línunnar 1-1-2 skrifuðu á dögunum undir samning um að 1-1-2 sendi íbúum sms-skilaboð verði bilanir í veitukerfum Orkuveitunnar. með þessari auknu þjónustu vill Orkuveitan tryggja sem kostur er að íbúar fái sem fyrst glöggar upplýsingarnar þegar lokað er fyrir vatn eða rafmagn því við þær aðstæð-ur getur skapast hætta. mikil áhersla er lögð á öryggismál meðal starfsfólks Orkuveit-unnar og með þessari nýju þjónustu er ætlunin að auka öryggi viðskiptavina. Orku-veitan þjónar um tveimur-þriðju hlutum landsmanna.

Samstarf um nýsköp-unarhelgin Fimmtudaginn 29. ágúst 2013 skrifuðu fulltrúar Háskólans á Akureyri, Stefnu hugbúnaðarhúss, Tækifæris fjárfestinga-sjóðs og Akureyrarstofu undir samstarfssamning um framkvæmd og þróun atvinnu- og nýsköpunar-helgarinnar á akureyri. samningurinn felur í sér samstarf til næstu þriggja ára. atvinnu- og nýsköpun-arhelgin á akureyri hefur verið haldin undanfarin þrjú ár við góðan orðstír en henni er ætlað að stuðla að nýsköpun fyrirtækja og ein-staklinga á efnahagssvæði akureyrar. markmiðið er að gefa frumkvöðlum kost á sérhæfðri ráðgjöf í þróun og markaðssetningu viðskipta-hugmynda undir stjórn sér-fræðinga.

Page 20: Iðnaðarblaðið 3.tbl 2013

20 i ð n a ða r b l a ð i ð s e p t e m b e r 2 0 1 3

Pétur Blöndal tók nýverið við sem framkvæmda-stjóri samáls, samtaka ál-framleiðenda á Íslandi en hann

hefur starfað sem ritstjórnarfulltrúi á morgunblaðinu frá árinu 2006. Pétur er mikill útivistarmaður og náttúruunnandi og telur það ekki í mótsögn við starfssviðið.

fjölbreytt ferilskráPétur byrjaði á morgunblaðinu árið 1994 og hefur starfað þar með hléum síðan. Hann varð rit-stjórnarfulltrúi árið 2006 og stýrði menningardeild blaðsins auk þess sem hann ritstýrði sunnudags-mogganumum árabil. Pétur er líka stjórnarformaður stofnunar um fjármálalæsi og stundakennari við HÍ auk þess sem hann situr í stjórn Forlagsins. Þá hefur hann líka starfað sem forstöðumaður kynn-ingarmála og fjárfestatengsla hjá Íslandsbanka og stýrt almanna-tengsladeild auglýsingastofunnar Góðs fólks. Hann kemur því víða við. Vísnaáhuga hefur hann líka mikinn og mun hann vera áfram með Vísnahorn moggans ásamt föður sínum, Halldóri Blöndal.

fjölskylduhagirPétur sem er giftur Önnu sigríði arnardóttur, lögfræðingi, á tvö börn; ólöfu Kristrúnu, 12 ára og Örn óskar, 8 ára. ,,ólöf Kristrún var einmitt að byrja í Való sem er minn gamli gagnfræðaskóli og það vill svo skemmtilega til að hún hefur sama íslenskukennara og ég hafði á sínum tíma og var í miklu uppáhaldi. Ég orti meira að segja ljóð til hennar!“ Pétur segist hafa átt dásamlegt sumar með fjöl-skyldunni. Árlega fari fjölskyldan saman í ferðalag um landið í júlí og í ár hafi tekist að fylgja sólinni allan hringinn. ,,Við fórum t.d á Bræðsluna á Borgarfirði eystri og á ógleymanlega hlöðutónleika á Halldórsstöðum. Við fórum líka í fyrsta sinn í laugarvalladal og böð-uðum okkur í heitum fossi í 28 stiga hita og sól. Þetta er ótrúlega fallegt land sem við eigum og það er sama hvert maður fer, alls staðar sér maður eitthvað nýtt og dásamlegt.“

Útivist, fótbolti og bókmenntirFrá því að Pétur fór á fjallaskíð-anámskeið með skíðagengi Ís-lenskra fjallaleiðsögumanna í vetur hefur hans helsta afþreying verið að fara á fjallaskíði. ,,Það er mikil upplifun að fara í ferðir með þeim, t.d á sveinstind eða

móskarðshnúka. Þarna sameinast það að ferðast um fallega náttúru og heilbrigð hreyfing,“ segir Pétur. Fjölskyldan hjólar einnig mikið saman og voru fjögur hjól með í för um landið í sumar. Fótbolti er líka vinsæl tómstund og spilar Pétur fótbolta með nokkrum félögum, t.d öldungaliði Gróttu. Bókmenntir liggja nærri hjarta Péturs og gegnir hann því virðingarembætti að vera formaður lestrarfélagsins Krumma sem hittist einu sinni í mánuði og ræðir bókmenntir af öllum toga, hvort sem það eru skáldsögur,

ljóð eða bókmenntir sem taka á þjóðmálum. Krummi hefur verið starfræktur í bráðum áratug og er sennilega þekktastur fyrir að veita árlega hin virðulegu verðlaun rauðu hrafnsfjöðrina en hún er veitt fyrir athyglisverðustu kyn-lífslýsingu í bókmenntum liðins árs. segir Pétur þann íslenska höfund vandfundinn sem ekki hefur verið tilnefndur. Höfundarnir hafa undantekningarlaust verið afar upp með sér af verðlaununum og iðulega mætt á árshátíðina og lesið krassandi lýsingar úr verkum

sínum. ,,Við höfum jafnvel heyrt því fleygt að þetta varði veginn að bókmenntaverðlaunum nóbels!“ segir Pétur. Hvort það sé rétt muni tíminn einn leiða í ljós.

Talsmaður virkjana en ann náttúrunninýverið kom út bókin Fjallaland með myndum eftir rax og skrifaði Pétur textann í bókinni með hon-um. ,,Það var ógleymanleg reynsla að kynnast þessum stórbrotnu kar-akterum í hópi fjallamanna og fara inn jökulgil við landmannalaugar.

náttúran þar er hreint ótrúleg; auðnirnar, hamrarnir, sandarnir og litadýrðin. Hún er reyndar slík að prentararnir sem prentuðu bók-ina á Ítalíu héldu að litirnir hefðu brenglast í myndunum og hringdu til að tilkynna það. Þeir höfðu aldrei séð svona liti í náttúrunni áður,“ segir hann.

Mikilvæg stoð í efnahagslífi landsinsPétur hefur í gegnum tíðina skrifað mikið bæði um pólitík og atvinnu-líf og ekki legið á þeim skoðunum

Álframleiðendur góður kostur sem kaupendur orku

Skynsamleg nýting náttúruauðlinda er mikilvæg efnahagsstoð

Page 21: Iðnaðarblaðið 3.tbl 2013

MAKING MODERN LIVING POSSIBLE

Danfoss hf. • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími: 510 4100 • veffang: www.danfoss.is

Danfoss stjórnbúnaður fyrir íslenskan iðnað

Rofabúnaður • Mjúkræsar • Segullokar

Hitaliðar • Hitastillar • Hitanemar

Þrýstiliðar • Þrýstistillar • Þrýstinemar

Stjórnbúnaður með áratuga reynslu

við íslenskar aðstæður

Fagmenn til sjós og lands

kynntu þér málið á www.vm.is

F é l a g v é l s t j ó r a o g m á l m t æ k n i m a n n a

Stórhöfða 25 - 110 Reykjavík - 575 9800 - www.vm.is

21 I ð N a ða R B L a ð I ð s e p t e m b e r 2 0 1 3

að hann sé fylgjandi skynsamlegri nýtingu á auðlindum landsins.

,,sjálfbærar og endurnýjanlegar auðlindir getum við vel nýtt með skynsamlegum hætti,“ segir hann.

,,auðvitað vill enginn Íslendingur að allir virkjanakostir séu nýttir. En ég hef alla tíð talið mikilvægt að við finnum farveg fyrir orkuna þannig að hún geti verið mikilvæg stoð í efnahagslífi landsins.“ Þrátt fyrir að hafa í gegnum tíðina verið fylgjandi skynsamlegri nýtingu náttúruauðlinda er Pétur mikill náttúruunnandi og útivistar-maður og telur enga mótsögn í því fólgna. ,,Það er þjóðarinnar að ákveða með hvaða hætti auðlind-irnar eru nýttar. Ef ákvörðun er tekin um að nýta hana, þá eru ál-framleiðendur einn af þeim kost-um sem blasa við sem kaupendur þeirrar orku, enda hafa þeir staðið við sínar skuldbindingar hingað til og raforkunet landsvirkjunar hefur verið byggt upp með þeim viðskiptum,“ segir hann.

fjölbreyttar starfsskyldurVið spurðum Pétur hvernig nýja starfið leggðist í hann? ,,Bara mjög vel. Hér er nóg af verkefn-um svo mér mun ekki leiðast í vinnunni og svo er góður andi hér í Húsi atvinnulífsins. Það er gott fólk á öllum hæðum.“ að-spurður um starfsskyldurnar svarar Pétur því til að þær séu fjölbreyttar. samál séu samtök álframleiðenda og þau fáist því við allt sem lýtur að iðnaðinum í heild, hvort sem það er fræðsla og upplýsingagjöf um iðnaðinn eða annað sem varðar starfsemi og framþróun greinarinnar. Þá komi inn á hans borð ýmislegt sem varði framþróun í öryggis- og umhverfismálum, jafnt innan-lands sem á heimsvísu.“

Auðvitað vill enginn Íslendingur að allir virkjanakostir séu nýttir. En ég hef alla tíð talið mikilvægt að við finnum farveg fyrir orkuna þannig að hún geti verið mikilvæg stoð í efnahagslífi landsins.

Page 22: Iðnaðarblaðið 3.tbl 2013

22 i ð n a ða r b l a ð i ð s e p t e m b e r 2 0 1 3

Iðnaðurinn árið 2016 óskar eftir vel menntuðu fólki til starfa.

Á næstu árum verða vaxtarsprotar íslensks atvinnulífsí áliðnaði, byggingariðnaði, listiðnaði, líftækni, matvælaiðnaði, málm- og véltækni, prentiðnaðiog upplýsingatækni.

Nám í verkmenntaskólum, háskólum og öðrum menntastofnunum er skynsamleg leið til að búasig undir �ölbreytt tækifæri.

Byggingariðnaður

Áliðnaður

Líftækni

Prentiðnaður

Matvælaiðnaður

Listiðnaður

Véltækni

Málmtækni

Mótum eigin framtíð – Núna er rétti tíminn!Samtök iðnaðarins – www.si.is

bhs.isbifrost.is

fa.isfb.is

fg.is�v.is

fnv.isfrae.isfsh.isfss.isfsu.is

fva.ishi.ishr.is

idan.isidnskolinn.is

klak.ismisa.is

mk.issimey.istskoli.isunak.is

va.isvma.is

Upplýsingatækni

2016 tækifæriH

VÍT

A H

ÚS

IÐ/S

ÍA –

09

-00

66

Þekkingarfyrirtæki ívéltækni og málmiðnaði

Gjáhella 4 • 221 Hafnarfjörður • Sími 569 2100 • hedinn.is

álverin skipta efnahag þjóðarinnar miklu. Til að verðmæti verði til þarf margt að koma saman, ekki síst gott og dugandi starfsfólk. álverin hafa öll haft góð og afgerandi áhrif í sínum samfélögum. fjöldi fólks og fyrirtækja hafa atvinnu af þjónusta álverin.

Page 23: Iðnaðarblaðið 3.tbl 2013

Iðnaðurinn árið 2016 óskar eftir vel menntuðu fólki til starfa.

Á næstu árum verða vaxtarsprotar íslensks atvinnulífsí áliðnaði, byggingariðnaði, listiðnaði, líftækni, matvælaiðnaði, málm- og véltækni, prentiðnaðiog upplýsingatækni.

Nám í verkmenntaskólum, háskólum og öðrum menntastofnunum er skynsamleg leið til að búasig undir �ölbreytt tækifæri.

Byggingariðnaður

Áliðnaður

Líftækni

Prentiðnaður

Matvælaiðnaður

Listiðnaður

Véltækni

Málmtækni

Mótum eigin framtíð – Núna er rétti tíminn!Samtök iðnaðarins – www.si.is

bhs.isbifrost.is

fa.isfb.is

fg.is�v.is

fnv.isfrae.isfsh.isfss.isfsu.is

fva.ishi.ishr.is

idan.isidnskolinn.is

klak.ismisa.is

mk.issimey.istskoli.isunak.is

va.isvma.is

Upplýsingatækni

2016 tækifæri

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

– 0

9-0

06

6

Page 24: Iðnaðarblaðið 3.tbl 2013

HeilindiHagsýni Liðsheild nordural.is

Báturinn hans Eysteins heitir bara Bátur. Í frítíma sínum setur hann Bát út og veiðir. Þorskurinn tekur mest á hjá Eysteini og ýsan en stund-um fær hann lýsu og á vissum tíma ársins fyllast öll net af makríl. Og hann Eysteinn vill gera sínar eigin fiskibollur. Í þær notar hann lítið af hveiti en mikinn lauk.

Eysteinn hefur unnið á vélaverkstæði Norðuráls í sex ár. Þessa dagana er hann að gera upp brjóta. Hann vinnur dagvinnu þannig að í eftirmið-daginn og um helgar fer hann á sjó, veiðir í soðið og leitar uppi frelsi hafgolunnar.

Gangi þér vel Eysteinn og góða skemmtun!

Ég græði auðvitað á þessu því Ég veiði sjálfur í soðið