ÞHS-19-01 skýrsla final · Hægari vöxtur í kortunum. 1,1 % í ár og 3,1% á næsta ári....

17
Þjóðhagsspá 2018-2020 janúar 2019 Greining Íslandsbanka

Transcript of ÞHS-19-01 skýrsla final · Hægari vöxtur í kortunum. 1,1 % í ár og 3,1% á næsta ári....

Page 1: ÞHS-19-01 skýrsla final · Hægari vöxtur í kortunum. 1,1 % í ár og 3,1% á næsta ári. Íbúðafjárfesting leiðir vöxt fjárfestingar. 52% vöxtur fjárfestingar í íbúðar-

islandsbanki.is

Þjóðhagsspá 2018-2020janúar 2019

Greining Íslandsbanka

Page 2: ÞHS-19-01 skýrsla final · Hægari vöxtur í kortunum. 1,1 % í ár og 3,1% á næsta ári. Íbúðafjárfesting leiðir vöxt fjárfestingar. 52% vöxtur fjárfestingar í íbúðar-

Hægari vöxtur í kortunum. 1,1 % í ár og 3,1% á næsta ári.

Íbúðafjárfesting leiðir vöxt fjárfestingar. 52% vöxtur fjárfestingar í íbúðar-húsnæði á spátímanum.

Verðbólga talsverð á næstunni en hnígur síðan.. 3,6% á þessu ári en 3,2% í lok áratugarins.

Hægir á vexti kaupmáttar launa. 1,9% í ár og 1,9% á næsta ári.

Áfram myndarleg fjárfestingá spátímanum. 23% af VLF að jafnaði út áratuginn.

Áfram viðskiptaafgangur þrátt fyrir hægari vöxt ferðaþjónustu. Að jafnaði 2,7% af VLF á ári út áratuginn.

Nýr áratugur, ný hagsveifla?Helstu niðurstöður þjóðhagsspár

Page 3: ÞHS-19-01 skýrsla final · Hægari vöxtur í kortunum. 1,1 % í ár og 3,1% á næsta ári. Íbúðafjárfesting leiðir vöxt fjárfestingar. 52% vöxtur fjárfestingar í íbúðar-

Langri hagsveiflu lýkur, önnur byrjarFjárfesting, einkaneysla og þjónustuútflutningur í hvíldarstöðu á árinu 2019

Verg landsframleiðsla og framlag undirliðaMagnbreyting frá fyrra ári (%)

Þjóðhagsspá 2018-2020

Núverandi hagsveifla hefur reynst lífseigari

en margir töldu. Árin 2013–2017 var

hagvöxtur að jafnaði 4,4% ár hvert.

Uppgangur ferðaþjónustunnar á hér drjúgan

hluta að máli ásamt fleiri hagfelldum þáttum

sem ýtt hafa undir myndarlegan vöxt

einkaneyslu og fjárfestingar.

Tölur fyrir fyrstu 9 mánuði ársins 2018 sýna

áframhald þessarar þróunar. Hagvöxtur

mældist 5,0% á tímabilinu og skýrðist hann

ekki síst af allhröðum vexti einkaneyslu og

hagstæðu framlagi utanríkisviðskipta til

vaxtar. Ýmis merki eru hins vegar um að

hægt hafi talsvert á vextinum á lokafjórðungi

ársins og gerum við því ráð fyrir að vöxtur

hafi verið 3,7% á árinu 2018 í heild.

Útlit er fyrir mun hægari vöxt á árinu 2019.

Drifkraftar vaxtar undanfarinna missera munu

allir verða í einhvers konar hvíldarstöðu á

árinu. Einkaneysluvöxtur verður hægur,

vöxtur þjónustuútflutnings lítill og samdráttur

verður í fjárfestingu atvinnuvega frá fyrra ári

samkvæmt spá okkar, sem hljóðar upp á

1,1% hagvöxt á yfirstandandi ári.

Horfur eru á að vöxtur glæðist að nýju á árinu

2020 og reynist þá 3,1%. Þar kemur við sögu

líflegri vöxtur einkaneyslu, endurkoma vaxtar

í atvinnuvegafjárfestingu og áframhaldandi

vöxtur annarrar fjárfestingar sem og vöru- og

þjónustuútflutnings.

7.3

4.03.7

1.1

3.1

-21

-18

-15

-12

-9

-6

-3

0

3

6

9

12

15

18

21

1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020

Innflutningur Útflutningur Birgðabreytingar Fjármunamyndun Samneysla Einkaneysla Verg Landsframleiðsla

Heimild: Hagstofa Íslands og Greining Íslandsbanka

Page 4: ÞHS-19-01 skýrsla final · Hægari vöxtur í kortunum. 1,1 % í ár og 3,1% á næsta ári. Íbúðafjárfesting leiðir vöxt fjárfestingar. 52% vöxtur fjárfestingar í íbúðar-

Væntingar heimila og fyrirtækja hafa snarlækkaðLeiðandi hagvísar benda til minni vaxtar hérlendis sem erlendis á næstunni

Leiðandi hagvísar og hagvöxtur á Íslandi Samsettur leiðandi hagvísir OECD-ríkja

Þjóðhagsspá 2018-2020

Væntingar heimila og fyrirtækja gefa býsna góða vísbendingu um hvert stefnir með innlenda eftirspurn í íslensku hagkerfi á hverjum tíma. Væntingar þessara aðila náðu hámarki á árinu 2016. Á liðnu ári lækkuðu þær hins vegar verulega og gefur það sterka vísbendingu um hægari vöxt á komandi fjórðungum. Sömu sögu má segja af öðrum leiðandi hagvísum.

Efnahagshorfur erlendis eru einnig nokkuð dekkri en verið hefur síðustu ár. Óvissa tengd viðskiptaerjum Bandaríkjanna við önnur helstu hagkerfi heims, Brexit, áhrif hækkandi vaxta í Bandaríkjunum og víðar, sem og áhyggjur af miklum skuldum á heimsvísu eru meðal orsakanna.

Vísbendingar eru um að lækkandi væntingar hérlendis séu þegar farnar að hafa áhrif á neysluhegðun heimila og fjárfestingaráform fyrirtækja. Áhrifin koma fram með nokkurri töf, en við teljum að þau verði komin fram af fullum þunga þegar kemur fram á þetta ár.

-1012345

2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020Evrusvæði BNA Bretland Japan

Hagvöxtur í iðnríkjum% 2018-2020: samantektarspá Reuters

%

Heimild: Hagstofa Íslands, Gallup, Reuters, Analytica og Greining Íslandsbanka

-10

-8

-6

-4

-2

0

2

4

6

8

10

0

20

40

60

80

100

120

140

160

180

200

2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 20186m væntingar fyrirtækja6m væntingar neytendaLeiðandi hagvísir Analytica, 3m meðaltal skalað (h.ás)hagvöxtur, 4F meðaltal m. 6m töf (h.ás)

95

97

99

101

103

105

1968 1972 1976 1980 1984 1988 1992 1996 2000 2004 2008 2012 2016

Page 5: ÞHS-19-01 skýrsla final · Hægari vöxtur í kortunum. 1,1 % í ár og 3,1% á næsta ári. Íbúðafjárfesting leiðir vöxt fjárfestingar. 52% vöxtur fjárfestingar í íbúðar-

Hægari vaxtartaktur í ferðaþjónustuGreinin á leið í jafnvægisvöxt?

Þjónustuútflutningur og hagvísar úr ferðaþjónustu% breyting milli ára

Þjóðhagsspá 2018-2020

Enn er vöxtur í ferðaþjónustu þótt verulega hafi hægt á vextinum frá því hann var hvað hraðastur árin 2015–2016 þegar fjölgun ferðamanna milli ára nam 39%.

2018 var fyrsta árið frá því hinn ævintýralegi vöxtur ferðaþjónustunnar hófst fyrir alvöru þar sem gengi krónu styrktist ekki milli ára. Krónan fór að veikjast nokkuð síðastliðið haust eftir mikinn styrkingarfasa undanfarin ár. Ísland er því orðið heldur ódýrara fyrir ferðamanninn en það var um mitt síðasta ár. Ferðaþjónustan ber þess merki að hún er að fullorðnast, þar sem hagræðing og sameiningar hafa í vaxandi mæli tekið við af hröðum vexti og framboðsaukningu meðal margra fyrirtækja í geiranum.

Að okkar mati er ferðaþjónustan að færast í átt að auknu jafnvægi og þetta ár verður prófsteinn á hversu vel ferðaþjónustunni tekst að takast á við fullorðinsárin. Við spáum þó enn vexti í ferðaþjónustu á næstu misserum en töluvert hægari en verið hefur.

Heimild: Hagstofa Íslands, RSV, Ferðamálastofa og Greining Íslandsbanka

-10%

0%

10%

20%

30%

40%

50%

60%

70%

2013 2014 2015 2016 2017 2018

Þjónustuútflutningur Útflutn. Flug og ferðalög Brottfarir erlendra ferðamanna um KEF

Gistinætur á hótelum Kortavelta erlendra ferðamanna

Page 6: ÞHS-19-01 skýrsla final · Hægari vöxtur í kortunum. 1,1 % í ár og 3,1% á næsta ári. Íbúðafjárfesting leiðir vöxt fjárfestingar. 52% vöxtur fjárfestingar í íbúðar-

Hóflegri vöxtur útflutnings og innflutningsFramlag utanríkisviðskipta til vaxtar lítillega neikvætt á tímabilinu

Innflutningur og framlag helstu undirliða%

Útflutningur og framlag helstu undirliða%

Þjóðhagsspá 2018-2020

Utanríkisviðskipti voru talsvert hagfelldari á síðasta ári en útlit var fyrir. Á fyrstu 9 mánuðum ársins óx útflutningur vöru og þjónustu um 4,1% en innflutningur um 2,4%. Framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar var því jákvætt á tímabilinu. Á árinu 2018 í heild teljum við að jafnvægi hafi verið milli vaxtar útflutnings og innflutnings.

Við teljum að vöxtur bæði innflutnings og útflutnings verði hægari á lokaárum áratugarins en hann var lengst af á áratugnum. Spáum við 0,3% vexti útflutnings og 2,4% vexti innflutnings í ár, en 2,5% og 4,4% vexti sömu liða á næsta ári. Framlag utanríkisviðskipta verður því lítillega neikvætt á komandi misserum.

Útflutningur þjónustu, og þá sér í lagi ferðaþjónustu, mun áfram verða hryggjarstykkið í vexti útflutnings að mati okkar. Þessu er hins vegar öfugt farið í innflutningi, en þar mun vöruinnflutningur vega þyngst, sér í lagi þegar innlend eftirspurn tekur að glæðast á nýjan leik.

Heimild: Hagstofa Íslands og Greining Íslandsbanka

12.5

3.8

2.4

4.4

-5.0

-2.5

0.0

2.5

5.0

7.5

10.0

12.5

15.0

2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020

Innflutningur vöru Innflutningur þjónustu Innf lutningur vöru og þjónustu

5.5

3.6

0.3

2.5

-5.0

-2.5

0.0

2.5

5.0

7.5

10.0

12.5

15.0

2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020

Útflutningur vöru Útflutningur þjónustu Útflutningur vöru og þjónustu

Page 7: ÞHS-19-01 skýrsla final · Hægari vöxtur í kortunum. 1,1 % í ár og 3,1% á næsta ári. Íbúðafjárfesting leiðir vöxt fjárfestingar. 52% vöxtur fjárfestingar í íbúðar-

Viðskiptaafgangur út áratuginnLægra raungengi, jákvæð hrein staða við útlönd og hægari vöxtur innlendrar eftirspurnar

Viðskiptajöfnuður% af VLF*

Þjóðhagsspá 2018-2020

Viðskiptajöfnuður hefur aldrei á lýðveldistímanum verið hagstæðari en undanfarin ár. Yfirstandandi áratugur sker sig algerlega úr hvað varðar viðvarandi viðskiptaafgang á sama tíma og hagvöxtur hefur verið myndarlegur og raungengi krónu farið hækkandi. Góðar líkur eru á að samspil þessara stærða verði áfram hagfelldara en raunin var undanfarna áratugi.

Horfur um viðskiptajöfnuð hafa batnað nokkuð frá septemberspá okkar. Skýrist það m.a. af minni vexti innflutnings á síðasta ári en við gerðum ráð fyrir ásamt áframhaldandi bata á hreinni erlendri stöðu þjóðarbúsins. Gangi spáin eftir verður 2020 níunda árið í röð þar sem afgangur reynist af viðskiptum við útlönd.

Útlit er fyrir að viðskiptaafgangur hafi numið 3,2% af VLF á síðasta ári. Við spáum því að viðskiptaafgangur muni nema 2,8% af VLF í ár og 2,0% af VLF árið 2020.

Hrein erlend staða þjóðarbúsins mun því halda áfram að batna út áratuginn að öðru óbreyttu, en í septemberlok 2018 námu erlendar eignir umfram skuldbindingar ríflega 13% af VLF.

Heimild: Seðlabanki Íslands, Hagstofa Íslands og Greining Íslandsbanka

-10.3

-4.7

1.1

-5.0

-9.8

-15.7

-23.2

-14.2-16.4

1.3

-0.9-0.5

0.7

7.25.3 5.8

7.4

3.3 3.2 2.8 2.0

-25

-20

-15

-10

-5

0

5

10

15

2000 2002 2004 2006 2008 2010 2012 2014 2016 2018 2020

Vöru/þjónustujöfnuður Viðskiptajöfnuður

* 2009-2015: Viðsk.jöfnuður án áhrifa slitabúa

Viðskiptajöfnuður og hagvöxtur

-25

-20

-15

-10

-5

0

5

10

15

1946 1952 1958 1964 1970 1976 1982 1988 1994 2000 2006 2012 2018áætl.Viðskiptajöfnuður, % af VLF VLF, raunbreyting, %

Page 8: ÞHS-19-01 skýrsla final · Hægari vöxtur í kortunum. 1,1 % í ár og 3,1% á næsta ári. Íbúðafjárfesting leiðir vöxt fjárfestingar. 52% vöxtur fjárfestingar í íbúðar-

Fjárfestingarhlé á árinu 2019Íbúðafjárfesting og fjárfesting opinberra aðila vex bæði í ár og næsta ár

Fjárfesting% af VLF

Fjárfesting, raunbreyting og framlag helstu undirliða%

Þjóðhagsspá 2018-2020

Fjárfestingarstigið í íslensku hagkerfi hækkaði umtalsvert um miðjan áratug eftir tímabil lítillar fjárfestingar árin 2009–2013. Þessi þróun var að stórum hluta knúin af verulegum vexti í atvinnuvegafjárfestingu. Nam fjárfesting ríflega 22% af VLF á árinu 2017, en þetta hlutfall fór lægst í rúm 14% árið 2010.

Síðustu árin hefur vaxtarbroddurinn í fjárfestingu hins vegar færst yfir í íbúðafjárfestingu og fjárfestingu hins opinbera. Við áætlum að fjárfesting á síðasta ári hafi aukist um 3,4% frá árinu á undan þrátt fyrir samdrátt í fjárfestingu atvinnuvega þar sem myndarlegur vöxtur íbúðafjárfestingar vó þyngra á metum.

Í kjölfarið teljum við að fjárfesting muni standa í stað á árinu 2019 þar sem áframhaldandi samdráttur atvinnuvegafjárfestingar vegur upp vöxt í annarri fjárfestingu. Hins vegar munu allir helstu undirflokkar vaxa árið 2020 og skila í heild 6,7% vexti fjárfestingar það ár.

Fjárfestingarstigið í hagkerfinu mun nema ríflega fimmtungi af landsframleiðslu öll ár spátímans og verður fjárfesting í heild því allmyndarleg þrátt fyrir samdrátt í atvinnuvegafjárfestingunni.

Heimild: Hagstofa Íslands og Greining Íslandsbanka

0%

5%

10%

15%

20%

25%

30%

35%

40%

2000 2002 2004 2006 2008 2010 2012 2014 2016 2018 2020

Atvinnuvegir Íbúðarhúsnæði Hið opinbera

9.5

3.4

0.1

6.7

-10

-5

0

5

10

15

20

25

2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020

Hið opinbera Íbúðarhúsnæði Atvinnuvegir Fjármunamyndun

Page 9: ÞHS-19-01 skýrsla final · Hægari vöxtur í kortunum. 1,1 % í ár og 3,1% á næsta ári. Íbúðafjárfesting leiðir vöxt fjárfestingar. 52% vöxtur fjárfestingar í íbúðar-

Meiri ró að færast yfir íbúðamarkaðinnRaunverð íbúða og kaupmáttur launa saman í takt á ný

Raunverð íbúða og kaupmáttur launaBreyting milli ára, %

Fjárfesting í íbúðarhúsnæði og raunverð íbúðaMa.kr. (v.ás) og vísitala (h.ás)

Þjóðhagsspá 2018-2020

Myndarlegur vöxtur íbúðafjárfestingar undanfarið ár er kærkomin þróun þar sem íbúðamarkaður hafði til skamms tíma litast af mikilli eftirspurn og framboðsskorti. Á árinu 2017 hækkaði raunverð íbúðarhúsnæðis margfalt umfram aukningu kaupmáttar launa, en til lengri tíma er vöxtur þessara stærða að jafnaði svipaður.

Mun betra samræmi hefur verið upp á síðkastið í þróun íbúðaverðs og kaupmáttar, enda hefur framboð íbúða aukist jafnt og þétt og heldur hefur dregið úr eftirspurn. Áfram eru horfur á vaxandi framboði nýrra íbúða.

Íbúðaverð hækkaði um 5,2% að jafnaði að raunvirði á nýloknu ári frá árinu á undan. Á þessu ári spáum við 1,6% hækkun raunverðs íbúðarhúsnæðis og 1,2% raunverðshækkun árið 2020.

Hægari kaupmáttaraukning, minni fólksfjölgun og áframhaldandi aukning á framboði nýrra íbúða eru meðal helstu skýringa á hægari hækkun íbúðaverðs. Má segja að þróunin muni endurspegla betra jafnvægi og meiri ró á íbúðamarkaði en hefur verið á síðustu árum.

Heimild: Hagstofa Íslands og Greining Íslandsbanka

100

120

140

160

180

200

220

240

260

0

20

40

60

80

100

120

140

160

1997 1999 2001 2003 2005 2007 2009 2011 2013 2015 2017 2019

Fjárfest ing í íbúðum (ma.kr., fast verðlag 2017, v. ás)

Raunverð íbúða (vísitala h.ás)

-20

-15

-10

-5

0

5

10

15

20

25

2001 2003 2005 2007 2009 2011 2013 2015 2017 2019

Raunverð íbúðarhúsnæðis Kaupmáttur launa

Page 10: ÞHS-19-01 skýrsla final · Hægari vöxtur í kortunum. 1,1 % í ár og 3,1% á næsta ári. Íbúðafjárfesting leiðir vöxt fjárfestingar. 52% vöxtur fjárfestingar í íbúðar-

Minni kaupmáttaraukning og lækkandi væntingar heimila..sem bendir til hægari einkaneysluvaxtar á misserum

Einkaneysla og tengdir hagvísar% breyting milli ára (v.ás) og vísitala (h.ás)

Þjóðhagsspá 2018-2020

Vöxtur einkaneyslu hefur verið hraður undanfarin ár, enda hefur kaupmáttur launa vaxið hratt, atvinnuástand verið gott, fólksfjölgun verið umtalsverð og neytendur almennt verið bjartsýnir. Upp á síðkastið hefur þó hægt nokkuð á vexti einkaneyslu.

Þróun helstu hagvísa benda til þess að hægja muni enn frekar á vexti einkaneyslunnar. Væntingavísitala Gallup hefur ekki verið lægri í fimm ár, hægt hefur á kaupmáttarvexti og kortavelta óx helmingi hægar á lokafjórðungi síðasta árs en á fyrsta fjórðungi ársins.

Að okkar mati er það skýrt merki um að einkaneysluvöxtur muni reynast lítill á síðasta ársfjórðungi 2018, en vöxturinn nam 5,4% fyrstu þrjá ársfjórðunga 2018.

Heimild: Hagstofa Íslands, Gallup, Seðlabanki Íslands og Greining Íslandsbanka

0

25

50

75

100

125

150

-30

-25

-20

-15

-10

-5

0

5

10

15

2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018

Einkaneysla Kortavelta einst. Ka upmáttur launa Væntingavísitala (h.ás)

Page 11: ÞHS-19-01 skýrsla final · Hægari vöxtur í kortunum. 1,1 % í ár og 3,1% á næsta ári. Íbúðafjárfesting leiðir vöxt fjárfestingar. 52% vöxtur fjárfestingar í íbúðar-

Hægir á einkaneysluvextiHeimilin herða beltin

Atvinnuleysi sem hlutfall af vinnuafli og launavísitala%

Kaupmáttur og einkaneysla% breyting milli ára

Þjóðhagsspá 2018-2020

Mikill gangur hefur verið á íslenskum vinnumarkaði undanfarin ár, hækkun launa hefur verið hröð og atvinnuleysishlutfall lækkað jafnt og þétt. Þenslan á vinnumarkaði náði hámarki 2016–2017, á fyrrnefnda árinu hækkaði launavísitalan um 9,1% en á því síðara náði atvinnuleysi lágmarki í 2,8%.

Á næstu mánuðum verður veruleg óvissa á vinnumarkaði vegna kjarasamninga sem losnuðu í byrjun þessa árs. Atvinnuleysi hefur þokast upp á við og við teljum að atvinnuleysi muni halda áfram að aukast lítillega á næstu árum. Einnig gerum við ráð fyrir því að kaupmáttarvöxtur verði talsvert hægari en verið hefur.

Horfur eru því á að hægari einkaneysluvöxtur sé framundan. Við áætlum að vöxturinn hafi verið 4,4% árið 2018, verði 2,7% á þessu ári og 3,4% árið 2020. Það er hægari vöxtur en hefur verið undanfarið en nýlegar tölur um kortaveltu, væntingavísitölu og innflutning neysluvara styðja þessa skoðun okkar.

Heimild: Hagstofa Íslands og Greining Íslandsbanka

0

2.0

4.0

6.0

8.0

10.0

12.0

0

1.0

2.0

3.0

4.0

5.0

6.0

7.0

8.0

2003 2005 2007 2009 2011 2013 2015 2017 2019

Atvinnuleysi (v.ás) Launavísitala, ársbreyt. (h.ás)

-14

-12

-10

-8

-6

-4

-2

0

2

4

6

8

10

12

14

2000 2002 2004 2006 2008 2010 2012 2014 2016 2018 2020

Launavísitala Vísiatala neysluverðsKaupmáttur launa Einkaneysla

Page 12: ÞHS-19-01 skýrsla final · Hægari vöxtur í kortunum. 1,1 % í ár og 3,1% á næsta ári. Íbúðafjárfesting leiðir vöxt fjárfestingar. 52% vöxtur fjárfestingar í íbúðar-

Er gengi krónu að ná nýju jafnvægi?Líkur á nokkuð háu raungengi út áratuginn

Gengisvísitala, gildi og flökt Utanríkisviðskipti og raungengiHlutfall af VLF og vísitala

Þjóðhagsspá 2018-2020

Gengi krónu lækkaði um nærri 7% á seinasta

þriðjungi ársins 2018 eftir tímabil nokkuð

stöðugrar krónu næstu 12 mánuði á undan.

Að mati okkar var þessi gengishreyfing

fremur af hinu góða og til þess fallin að

minnka hættu á vaxandi ytra ójafnvægi

hagkerfisins til skemmri tíma litið.

Það eru þó ýmis rök að okkar áliti fyrir því að

raungengi krónu verði áfram fremur hátt.

Hrein eignastaða hagkerfisins er betri en hún

hefur verið áratugum saman. Seðlabankinn

hefur úr myndarlegum gjaldeyrisforða að

spila til að afstýra gengishruni vegna

tímabundins fjármagnsflótta. Gangi spá okkar

eftir mun talsverður afgangur verða af

viðskiptajöfnuði út áratuginn.

Stoðir hagkerfisins eru í flestum skilningi

traustar og horfur eru um ágætan vöxt til

lengri tíma. Því ætti áhugi erlendra fjárfesta á

Íslandi að vera nægur til að vega upp það

útflæði vegna vilja lífeyrissjóðanna til að

fjárfesta út fyrir landsteinana sem ekki verður

fjármagnað með viðskiptaafgangi.

Allt þetta ætti að vega til tiltölulega hás

raungengis út áratuginn.

Heimild: Hagstofa Íslands . Seðlabanki Íslands og Greining Íslandsbanka

60

65

70

75

80

85

90

95

100

105

110-20%

-15%

-10%

-5%

0%

5%

10%

15%

1990 1992 1994 1996 1998 2000 2002 2004 2006 2008 2010 2012 2014 2016 2018 2020

Vöru- og þjónustujöfnuður (v.ás)

Raungengi, hlutfallslegt neysluverð (h.ás)

0%

5%

10%

15%

20%

25%

30%

140

150

160

170

180

190

200

Jan16 Apr16 Jul16 Oct16 Jan17 Apr17 Jul17 Oct17 Jan18 Apr18 Jul18 Oct18

Gengisvísitala (v.ás) 21d flökt dagsbreytinga á á rsgrunni (h.ás)

Losun

hafta

tilkynnt

Fréttir af mótvindi

í ferðaþjónustu

Page 13: ÞHS-19-01 skýrsla final · Hægari vöxtur í kortunum. 1,1 % í ár og 3,1% á næsta ári. Íbúðafjárfesting leiðir vöxt fjárfestingar. 52% vöxtur fjárfestingar í íbúðar-

Verðbólga hjaðnar þegar frá líðurVerðbólguþrýstingur þokast frá húsnæði til innflutnings og launakostnaðar

Verðbólga eftir uppruna%

Verðbólga og verðbólguspár%

Þjóðhagsspá 2018-2020

Verðbólga hefur undanfarið nálgast jafnt og

þétt efri þolmörk verðbólgumarkmiðs

Seðlabankans. Yfir árið 2018 var verðbólga

3,7% og hefur ekki mælst meiri í fimm ár.

Breyting hefur orðið á samsetningu

verðbólgunnar, dregið hefur úr

hækkunarþrýstingi frá íbúðaverði á VNV en á

sama tíma skýra innfluttar vörur stærri hluta

verðbólguþrýstingsins í kjölfar veikingar

krónu.

Útlit er fyrir að verðbólga verði áfram talsverð

á árinu 2019 og nái hámarki á 3. ársfjórðungi

í 3,8%, en hjaðnar síðan jafnt og þétt að nýju.

Við spáum því að verðbólga mælist 3,6% í

árslok 2019 en verði að jafnaði 3,2% á árinu

2020.

Til grundvallar liggja forsendur um tiltölulega

hóflega hækkun launa og húsnæðisverðs

þegar fram í sækir ásamt forsendum um lítið

breytt gengi krónu. Kjarasamningar á

komandi mánuðum eru einn stærsti

óvissuþáttur spárinnar. Ef laun hækka meira

en spá okkar kveður á um getur það leitt til

meiri verðbólguþrýstings þegar frá líður.

Heimild: Hagstofa Íslands . Seðlabanki Íslands og Greining Íslandsbanka

-3

-2

-1

0

1

2

3

4

5

6

7

Jan12 Jan13 Jan14 Jan15 Jan16 Jan17 Jan18

Önnur þjónusta Opinber þjónusta Húsnæði

Innfluttar vörur Innlendar vörur VNV

0.0

0.5

1.0

1.5

2.0

2.5

3.0

3.5

4.0

2015 2016 2017 2018 2019 2020

Verðbólga Greining ÍSB jan. 2019 SBÍ nóvember 2018

Verðbólgumarkmið

Page 14: ÞHS-19-01 skýrsla final · Hægari vöxtur í kortunum. 1,1 % í ár og 3,1% á næsta ári. Íbúðafjárfesting leiðir vöxt fjárfestingar. 52% vöxtur fjárfestingar í íbúðar-

Langtímavextir á niðurleiðVerðbólguálag á markaði líklegt til að lækka fyrir lok áratugarins

Verðbólga og stýrivextir%

Vextir%

Þjóðhagsspá 2018-2020

Stýrivextir Seðlabankans voru hækkaðir um 0,25% í nóvember síðastliðnum. Vextirnir höfðu þá verið óbreyttir í ár. Versnandi verðbólguhorfur og hækkandi verðbólguvæntingar voru helstu ástæður fyrir vaxtahækkuninni í nóvember. Meginvextir Seðlabankans eru nú 4,5%.

Raunstýrivextir verða áfram lágir næsta kastið á meðan verðbólga helst á svipuðu róli og nú. Hægari vöxtur innlendrar eftirspurnar og stöðugri verðbólguhorfur og -væntingar ættu hins vegar að kalla á lága raunvexti að öðru jöfnu. Er verðbólga tekur að hjaðna á nýjan leik helst það í hendur við þörf fyrir heldur hærri raunvexti eftir því sem meiri gangur færist í hagvöxt á nýjan leik.

Langtímavextir á Íslandi hafa lækkað jafnt og þétt undanfarin ár. Langtímanafnvextir eru nú í kringum 5,4% og langtímaraunvextir í kringum 1,5% miðað við ríkisskuldabréf.

Við gerum ráð fyrir að langtímanafnvextir muni lækka að nýju á spátímanum en raunvextir hækka á móti. Spáum við því að langtímanafnvextir verði í kringum 4,9% og raunvextir nærri 1,7% undir lok spátímans. Langtímaverðbólguálag mun samkvæmt því lækka þegar frá líður.

Heimild: Kodiak. Seðlabanki Íslands og Greining Íslandsbanka

0

1

2

3

4

5

6

7

8

2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020

Virkir stýrivextir Langtíma nafnvextir (RIKB25)

Langtíma raunvextir HFF44/RIKS30

0

1

2

3

4

5

6

7

Jul14 Jan15 Jul15 Jan16 Jul16 Jan17 Jul17 Jan18 Jul18 Jan19 Jul19 Jan20 Jul20

Virkir stýrivextir Verðbólga Virkir raunstýrivextir

Page 15: ÞHS-19-01 skýrsla final · Hægari vöxtur í kortunum. 1,1 % í ár og 3,1% á næsta ári. Íbúðafjárfesting leiðir vöxt fjárfestingar. 52% vöxtur fjárfestingar í íbúðar-

Yfirlit þjóðhagsspárLandsframleiðsla og undirliðir

Þjóðhagsspá 2018-2020

Magnbreytingar frá fyrra ári % Árið 2017 Spá Spá Spá

í m.kr. 2017 2018 2019 2020Einkaneysla 1.315.669 7,9 4,4 2,7 3,4

Samneysla 613.559 3,7 3,1 2,6 2,4

Fjármunamyndun 579.655 9,0 3,4 0,1 6,7

Þ.a. atvinnuvegafjárfesting 400.821 4,8 -2,0 -4,3 4,2

Þ.a. íbúðarhús 98.031 18,4 21,3 9,0 15,0

Þ.a. fjárfesting hins opinbera 80.803 23,0 8,2 8,0 5,0

Birgðabreytingar 754 0,0 0,0 0,0 0,0

Þjóðarútgjöld, alls 2.509.637 7,0 3,8 2,1 3,9

Útflutningur vöru og þjónustu 1.206.292 5,5 3,6 0,3 2,5

Þ.a. útflutningur sjávarafurða 197.251 -3,8 10,1 -3,1 0,4

Þ.a. afurðir álvinnslu 202.893 4,4 -1,5 0,8 0,8

Þ.a. annar vöruútflutningur 127.197 1,3 2,7 1,6 0,9

Þ.a. útflutningur þjónustu 675.783 8,8 3,8 1,0 4,0

Innflutningur vöru og þjónustu 1.099.482 12,5 3,8 2,4 4,4

Þ.a. innflutningur vöru 695.097 11,5 -0,1 2,5 5,3

Þ.a. innflutningur þjónustu 404.385 14,1 10,5 2,3 3,0

Verg landsframleiðsla 2.616.447 4,0 3,7 1,1 3,1

Page 16: ÞHS-19-01 skýrsla final · Hægari vöxtur í kortunum. 1,1 % í ár og 3,1% á næsta ári. Íbúðafjárfesting leiðir vöxt fjárfestingar. 52% vöxtur fjárfestingar í íbúðar-

Yfirlit þjóðhagsspárLandsframleiðsla og undirliðir

Þjóðhagsspá 2018-2020

Spá Spá Spá

2017 2018 2019 2020

Sem % af VLF

Fjármunamyndun 22,2 22,8 23,1 23,8

Viðskiptajöfnuður 3,3 3,2 2,8 2,0

Vöru/þjónustujöfnuður 4,1 3,9 3,3 2,2

Breyting milli ársmeðaltala (%)

Neysluverð 1,8 2,7 3,6 3,2

Laun 6,9 6,5 5,6 5,2

Íbúðaverð 19,4 8,0 5,3 4,4

Meðalgengi erlendra gjaldmiðla -10,9 4,0 5,1 -0,1

Raungengi krónunnar m.v. verðlag 10,7 -3,0 -3,4 1,3

Kaupmáttur launa 5,0 3,7 1,9 1,9

Ársmeðaltal (%)

Atvinnuleysi (könnun Hagstofu) 2,8 3,0 3,2 3,4

Gengisvísitala krónunnar 160,3 166,7 175,2 175,0

Stýrivextir SBÍ (7d bundin innlán) 4,6 4,3 4,5 4,5

Langtímanafnvextir (RIKB 25) 4,9 5,4 5,2 4,9

Langtímaraunvextir (HFF 44) 2,2 1,8 1,5 1,7

Page 17: ÞHS-19-01 skýrsla final · Hægari vöxtur í kortunum. 1,1 % í ár og 3,1% á næsta ári. Íbúðafjárfesting leiðir vöxt fjárfestingar. 52% vöxtur fjárfestingar í íbúðar-

Lagalegur fyrirvari

Skýrsla þessi er tekin saman af Greiningu Íslandsbanka hf. Upplýsingar í skýrslunnieru upprunnar frá innlendum og erlendum upplýsinga- og fréttaveitum, sem taldar eru áreiðanlegar, ásamt opinberum upplýsingum, eigin úrvinnslu Greiningar og mati á hverjum tíma. Upplýsingarnar hafa ekki verið kannaðar sjálfstætt af Íslandsbankaog ábyrgist bankinn ekki nákvæmni þeirra, áreiðanleika eða réttmæti. Skoðanir höfunda geta breyst án fyrirvara og ber Íslandsbanka ekki skylda til að uppfæra,lagfæra eða breyta skýrslunni við breyttar forsendur.

Skýrslan er einungis birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum. Íslandsbanki og starfsmenn bankans bera ekki ábyrgð á viðskiptum sem kunna að vera gerð ágrundvelli þeirra upplýsinga sem fram koma í skýrslunni. Þeim aðilum sem hafa hugá viðskiptum er bent á að leita sér sérfræðilegrar ráðleggingar og kynna sér vel hina ýmsu fjárfestingarkosti sem í boði eru. Fjárfestingum fylgir ávallt fjárhagslegáhætta og ber m.a. að hafa í huga áhættu vegna alþjóðlegra fjárfestinga og gengisflökts gjaldmiðla. Fjárfestingamarkmið og fjárhagsstaða fjárfesta ermismunandi. Bent skal á að árangur í fortíð er ekki trygging um árangur í framtíð.

Skýrslur og aðrar upplýsingar sem berast frá Íslandsbanka eru einungis ætlaðar tileinkanota.

Hvorki má afrita efnið, vitna í það né dreifa því, í heild eða að hluta, án skriflegs leyfis frá Íslandsbanka.

Skýrsla þessi er stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í henni sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem hún fjallar um.

Eftirlitsaðili: Fjármálaeftirlitið (www.fme.is).

BandaríkinSkýrslu þessari eða afritum hennar má ekki dreifa í Bandaríkjunum eða tilviðtakenda sem eru bandarískir ríkisborgarar í andstöðu við takmarkanir sem kveðið er á um í bandarískum lögum. Dreifing skýrslunnar í Bandaríkjunum kynni að teljast brot á þeim lögum.

KanadaUpplýsingarnar í skýrslu þessari eru ekki ætlaðar til dreifingar eða útbreiðslu meðneinum hætti í Kanada og því ber ekki að líta á þær sem fjármálaráðgjöf eða ráðleggingu um fjárfestingar í skilningi kanadískra verðbréfalaga.

Önnur löndLög og reglugerðir í öðrum löndum kunna einnig að takmarka dreifingu skýrsluþessarar.

Frekari upplýsingar varðandi efni Greiningar Íslandsbanka má finna á vefsíðunni:www.islandsbanki.is