HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi....

87
HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

Transcript of HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi....

Page 1: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUNFYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU

Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

Page 2: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

Þetta verkefni er unnið með styrk frá Erasmus+, samstarfsáætlun ESB. Útgáfa þessi [miðlun] endurspeglar

eingöngu afstöðu höfundar og framkvæmdarstjórn ESB ber enga ábyrgð á því hvernig upplýsingar úr henni eru nýttar.

Page 3: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

1

6

2

7

3

4

5

6

4

16

25

17

38

20

32

11

12

13

9

14

10

15

44

54

66

58

75

61

81

858 37

Mannshugurinn

Tilfinningar og Geðbrigði

Inngangur

Tilfinningar

Geðbrigði

Sárar (eða afleiddar) Tilfinningar

Einkenni Sárra Tilfinninga

Að Þroska Getuna til að Hlusta og Taka Þátt

Tilfinningalegt Jafnvægi

Mismunun og Kúgun

Að Bæla Niður Andlega Vellíðan

Stétta Mismunun og Kúgun í Samfélögum

Kynþáttafordómar

Kynjafordómar og Yfirráð Karla

Hvernig er Hægt að Bæta Skaðann?

Hvernjg á að Skipulegg j a Stuðningstíma eða Stuðningshóp

Heimildaskrá

Page 4: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

4

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

InngangurÍ allri fullorðinsfræðslu er nauðsynlegt að fagaðilar séu til staðar sem stutt geta þá sem vilja bæta líf sitt með menntun og ýmiss konar þjálfun sem gagnast í daglegu lífi.

Margir búa við flóknar, ótryggar og einangrandi félagslegar aðstæður, sem gerir félagslega aðlögun erfiða. Í fullorðinsfræðslu þarf því að taka tillit til félagslegra aðstæðna fólks, því þær geta haft áhrif hvern einasta dag á getu einstaklingsins: til að læra nýja hluti, umgangast aðra og ekki síst hæfileikann til að ná markmiðum sínum.

Margar vísindarannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi tilfinningastjórnunar fyrir persónuþroska og nám. Engu að síður finna fagaðilar úr mennta-, heilbrigðis- og félagslega kerfinu oft til mikils vanmáttar gagnvart margvíslegum þörfum nemenda, sjúklinga og annarra skjólstæðinga. Þetta geta verið beinar þarfir, eins og ósk um

aðstoð, eða óbeinar þarfir sem lýsa sér í sjálfs- eyðileggjandi hegðun eða því að lenda í stöðugum árekstrum við umhverfið.

Allir þurfa að eiga einhvern að. Viss lífsgæði felast í tengslum við aðra og eftir því sem tengslin eru nánari og betri geta þau gætt líf okkar hamingju og öryggi.

Sumir búa í löndum þar sem ríkir sundrung og vantraust er allsráðandi. Í þeim löndum er algengt að örfáir einstaklingar hagnist á því að arðræna fólk og náttúruauðlindir. Það getur verið erfitt að búa í samfélagi þar sem flest virðist miðast við neyslu og framleiðslu en lítið sem ekkert tillit er tekið til persónulegra og/eða andlegra þarfa einstaklinga.

Í þess háttar umhverfi er ef til vill auðvelt að missa fótanna. Sambönd geta orðið erfið eða rofnað, lífið getur orðið þungbært og við sitjum uppi með óþægilegar

>> EFNISYFIRLIT

Page 5: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

5

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

tilfinningar sem við skiljum ekki.

Á lífsleiðinni fyllum við reynslubankann af skynjunum, margs konar tilfinningaupplifununum og öðrum upplýsingum. Í reynslubankann safnast þessar upplýsingar og við drögum af þeim vissan lærdóm.

Allt frá unga aldri eru ákveðnar upplýsingar sem við fáum og/eða ákveðin reynsla sem við verðum fyrir sem við erum ekki fær um að skilja og/eða vinna úr á réttan hátt. Það getur valdið aukinni hættu á að við sitjum eftir með hamlandi viðhorf og tilfinningar sem hafa neikvæð áhrif á daglegt líf.

Við leitum sífellt leiða til þess að vinna úr upplýsingum eða reynslu sem við höfum ekki unnið úr að fullu. Við reynum að tengjast þeim, vinna úr þeim, tjá okkur og finna vettvang þar sem við getum séð hlutina í stærra samhengi. Við höfum flest þörf fyrir félagsskap þar sem við upplifum okkur örugg. Slíkur félagsskapur getur eflt okkur á margan hátt og hjálpað okkur að takast á við stöðugar áskoranir lífsins.

Markmið þessarar handbókar er að auka skilning á mikilvægi tilfinningastjórnunar og útskýra þá þætti í félagslegu umhverfi sem geta valdið því að einstaklingar fara að tileinka sér eyðileggjandi hegðun. Eyðileggjandi hegðun sem getur truflað

daglegt líf og haft neikvæð áhrif á umhverfið.

Hér er að finna faglegar lausnir, vangaveltur og tillögur. Reynt er eftir fremsta megni að forðast að hafa þær ósveigjanlegar og stífar, en frekar stuðlað að því að þær ýti undir sjálfstæða hugsun og nýjar hugmyndir. Grundvallarmarkmiðið með handbókinni er að koma með hagnýt verkfæri fyrir þá sem starfa við fullorðinsfræðslu og getur vonandi nýst sem flestum s.s. kennurum, leiðbeinendum og skjólstæðingum.

Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast og aðlagast aðstæðum með eins miklum sveigjanleika og mögulegt er. Að því sögðu vonum við að þessi handbók verði betrumbætt næstu árin í takt við tímann.

>> EFNISYFIRLIT

Page 6: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

6

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

STUTT KYNNING Á STARFSEMI MANNSHUGARINS

Til að læra hvernig á að stjórna tilfinningum okkar er mikilvægt að skilja hvernig mannshugurinn starfar. Þúsundir rannsókna hafa verið gerðar til að dýpka og efla skilning okkar á starfsemi taugakerfisins. Þrátt fyrir það er enn afar margt á huldu og vitneskja okkar frekar lítil. Í eftirfarandi kafla verður stiklað á stóru um nýjustu hugmyndir og upplýsingar um starfsemi hans og reynt að gefa grófa mynd af því hvernig hann starfar. Vonandi geta þær orðið að gagnast sem flestum.

LÍKAMINN GEYMIR UPPLÝSINGAR Á TVO VEGU

Líkaminn notar tvær aðferðir til að

varðveita upplýsingar. Annars vegar eru grundvallarupplýsingar um okkur sem manneskjur varðveittar sem erfðaefnið, eða DNA keðjur í frumulitningunum. Þær upplýsingar eru stöðugar og stjórna miklu í lífi okkar.

Á hinn bóginn safnar hver einasta af þeim milljörðum fruma sem við erum gerð úr, upplýsingum um allt sem skynfærin upplifa, sérstaklega taugafrumurnar í heilanum. Þessu kerfi er oft líkt við harða drifið í tölvum. Þetta harða drif geymir upplýsingar um alla þá reynslu sem við höfum upplifað.

Kerfin tvö tjá sig sín á milli og eru í nánum tengslum hvort við annað, en eru engu að síður mjög ólík. Hugurinn (harða drifið) er síbreytilegur og ávallt viðbúinn að bregðast við því sem gerist en erfðaefnið heldur sér stöðugu.

Mannshugurinn1

>> EFNISYFIRLIT

Page 7: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

7

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

HVERNIG VARÐVEITUM VIÐ REYNSLU?

Við upplifum umhverfið og allt sem gerist í kringum okkur með skynfærunum.

Við eigum skynfærunum mikið að þakka: t.d. sjáum við með augunum, heyrum með eyrunum, finnum bragð með bragðlaukunum, finnum lykt, skynjum hita og kulda, höldum jafnvægi og svo má lengi telja.

Drekinn (e. Hippocampus) vinnur úr ógrynni upplýsinga sem heilinn fær á hverjum degi og sendir boð til taugafruma sem meta hvernig bregðast eigi við.

Notalegur göngutúr á kaffihús á sólskinsmorgni er dæmi um reynslu sem hefur víðtæk áhrif á skynfærin og veldur hughrifum. Sem dæmi um slík hughrif er hægt að nefna eftirfarandi dæmi: við vinnum úr þeim myndum sem við sjáum og þeirri lykt sem við finnum, njótum sólarinnar og ferska morgunloftsins. Við nemum hljóðin í umhverfinu, upplifum veðrið, finnum fyrir heitum bollanum, finnum bragðið af kaffinu, finnum hvernig okkur líður. Við upplifum hvert einasta smáatriði til hlítar.

Öll mannleg reynsla er varðveitt samanþjöppuð í neti taugatenginga þar sem er auðvelt er að nálgast hana og nýta síðar. Allt að þúsund

ólíkar taugafrumur mynda tengingarnar, hver og ein með sitt einstaka sérhæfða hlutverk.

Til að lýsa betur því sem gerist í huganum má taka göngutúrinn aftur sem dæmi, þá er umhverfið túlkað af fleiri en 60 ólíkum sjónhimnufrumum. Hver þessara sjónhimnufruma er með mjög sérhæft hlutverk, til að greina og umbreyta þeirri reynslu sem við verðum fyrir, í upplýsingar sem heilinn meðtekur.

Hver sjóntaug er gerð úr taugaþráðum frá 20 ólíkum tegundum sjónhimnufruma. Sumar þeirra greina hreyfingar í aðaláttir, aðrar eru sérhæfðar í að taka við upplýsingum um birtustig eða svarthvítar andstæður í umhverfi, enn aðrar greina liti og svo má lengi telja. Á tilheyrandi svæði bakvið augun safnar hver frumuhópur upplýsingunum þar sem þær eru túlkaðar og unnið úr þeim á viðeigandi hátt. (Koch og Marcus, 2014). 1

Taugalífeðlisfræðingar hafa með rannsóknum sínum fundið vísbendingar um hvernig heilinn vinnur úr öllum þeim upplýsingum sem við fáum. Þar er til staðar flókið úrvinnslukerfi sem les alla reynslu og umbreytir í alls kyns rafboð. Þrátt fyrir þessa vitneskju er ennþá takmörkuð þekking á því hvernig mannshugurinn geymir mismunandi skynjun, reynslu og þekkingu. En ljóst er að í mannshuganum er

1 Koch, C. og Marcus, G. (2014) El lenguaje del cerebro es una «Torre de Babel». MIT Technology Review, birt þann19.06.2014, þýðandi Lía Moya. Aðgengilegt á: http://www.technologyreview.es/biomedicina/45495/

1

>> EFNISYFIRLIT

Page 8: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

8

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

til staðar gífurlegt gagnamagn sem geymir upplýsingar um alla reynslu og upplifun okkar sem manneskju. Þetta gagnamagn er aðgengilegt og tilbúið til síðari notkunar.

TAFARLAUS, NÝ OG ÁRANGURSRÍK ÁKVARÐANATAKA

Taugaþræðir líkamans eru sífellt að taka við nýjum upplýsingum og bera nýja atburði saman við gamla.

Úrvinnslan er líklegast að einhverju leyti ómeðvituð en einnig metum við þær upplýsingar með meðvitaðri hugsun.

Hugurinn færir til upplýsingar á ótrúlegum hraða. Sífellt rifjar hann upp atburði úr fortíðinni, ber þær saman við nýjar aðstæður og metur hvernig skal bregðast við. Jafnhliða þessu ferli er hugurinn einnig að flokka upplýsingarnar og ákveða hvar eða hvernig skuli geyma þær svo hægt sé að nota þær seinna, þegar á þarf að halda.

Ný reynsla er tengd við gamlar minningar með taugatengingum. Á þennan hátt fjölgar taugatengingum utan um gamlar minningar. Það pláss sem ætlað er fyrir nýjar upplýsingar og/eða reynslu er ekki notað, því það svæði

er einungis fyrir nýjar upplýsingar og nýja reynslu sem við höfum ekki upplifað áður.

Þetta er eðlislæg leið hugans til að skilja, stjórna, meta og varðveita reynslu okkar úr daglegu lífi og er nákvæmlega það sem sumir skilgreina sem greind. Greind er hægt að skilgreina sem færnina til að færa til, meta, bera saman, skilgreina og flokka upplýsingar, án tillits til þess hverjar þær eru. Í greind felst einnig hæfileikinn hverrar manneskju til að læra nýja hluti, leysa ný verkefni eða laga sig að nýjum aðstæðum.

STUNDUM ER ERFITT AÐ VINNA ÚR ÖLLU SEM GERIST

Hugurinn framkvæmir milljarða aðgerða á hverri sekúndu, vinnur stöðugt úr utanaðkomandi áreiti og því sem hann geymir úr fortíðinni. Hann metur upplýsingarnar og býr til ný viðeigandi svör. Hann aðlagar svörin aðstæðum eins og hægt er, með því að senda út hundruð boða til líkamans svo hann starfi sem best.

Engu að síður geta verið margar ástæður fyrir því að hugurinn vinnur stundum ekki rétt úr þeim upplýsingum og/eða áreiti sem hann verður fyrir.

Sem dæmi um slíkt má nefna þegar einstaklingar

1

>> EFNISYFIRLIT

Page 9: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

9

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

búa við streituástand og/eða ofbeldi beinist mest öll orkan að því að lifa af og aukin hætta er á að hugurinn geti því ekki unnið úr upplýsingum eins og best verður á kosið.

Dæmi um aðstæður sem gera huganum erfiðara fyrir að vinna rétt úr upplýsingum eru:

. Vímuástand vegna neyslu (eiturlyf, lyf, svefnlyf).

. Einmanaleiki, skortur á hvatningu, niðurlæging, allar gerðir ofbeldis.

. Streita, hættuástand og lífshætta.

. Áföll og slys.

. Mikið áreiti (t.d. hávaði, öfgar í hitastigi og birtu).

ÞEGAR HUGURINN VINNUR EKKI AÐ FULLU ÚR UPPLÝSINGUM

Þegar atvik og/eða reynsla veldur sársauka, kemur okkur í uppnám eða ruglar okkur í ríminu, hvort sem það er líkamlegt eða tilfinningalegt, getur hugurinn átt í erfiðleikum með að vinna rétt úr því. Mestur hluti orkunnar fer í að finna leiðir til að lifa aðstæðurnar af, t.d.með því að senda margskonar boð um að bregðast við einhverju áreiti með hreyfingu.

Þessi viðbrögð sýna fram á hve líkaminn er í raun skynsamur. Hann reynir samstundis og setur í algjöran forgang að greina öll þau ógrynni upplýsinga sem eru þegar til staðar í undirvitundinni, í þeim tilgangi að lifa af. Hann notar fullkomnar aðferðir til þess að bera þær saman við aðstæður og grípur á örskotsstundu til viðeigandi ráðstafana , eins og t.d. að senda nauðsynleg boð af stað til líffæra.Til þess að þetta sé hægt þarf að fórna því sem er minniháttar, til að mynda því að greina nákvæmlega og til hlýtar það sem er að gerast.

Þegar við heyrum til dæmis óvæntan hávaða fyrir aftan okkur sendir líkaminn tafarlaust boð til nýrnahettanna um að framleiða adrenalín, sem er nauðsynlegt til að bregðast rétt við. Blóðmagn eykst, sjáöldrin þenjast út, heyrnin skerpist og blóðið flæðir af auknum krafti til handa og fóta til þess að við getum hreyft okkur hraðar. Öll orkan fer í að skerpa skilningarvitin og sýna skjót og árangursrík viðbrögð. Þessi ógrynni upplýsinga sem hugurinn skilur ekki til fulls veldur ruglingi en hugurinn stefnir að því að vinna vel úr þeim um leið og tækifæri gefst.

Upplýsingarnar safnast óunnar saman í randkerfi heilans. Randkerfið gegnir lykilhlutverki í tilfinningum eins og sársauka, ánægju, nautn, reiði, ótta, sorg, kynferðislegum tilfinningum, hlýðni og væntumþykju. Af þeim sökum er

1

>> EFNISYFIRLIT

Page 10: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

10

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

randkerfið stundum kallað „tilfinningaheilinn“. Þótt atferli sé stjórnað af öllu taugakerfinu stjórnar randkerfið flestum ósjálfráðum hliðum þess, eins og þeim sem snúa að því að lifa af. Tilraunir á dýrum gefa til kynna að það gegni lykilhlutverki við stjórnun atferlismynstra. Helstu hlutar randkerfisins eru undirstúka, dreki og mandla.

Undirstúka hefur margvísleg hlutverk. Hún stjórnar t.d. sjálfvirka taugakerfinu og samhæfir störf þess, stjórnar líkamshitanum og tengist tilfinningum eins og reiði, árásargirni, sársauka og vellíðan ásamt því að vera eitt þeirra svæða sem viðhalda meðvitund og svefnmynstri.

Dreki vinnur úr upplýsingum úr daglegu áreiti. Drekinn túlkar upplýsingarnar og velur þau viðbrögð sem hann telur við hæfi.

Mandla hjálpar til við að skilgreina áreiti og hvernig á að haga sér í samræmi við þau. Hún stjórnar að hluta til samhæfingu viðbragða taugakerfis, innkirtlakerfis og atferlis við áreiti í umhverfinu, einkum tilfinningatengdum áreitum.

HVAÐ GERIST ÞEGAR EKKI ER UNNIÐ ÚR UPPLÝSINGUM

Í mörgum tilfellum hefur líkaminn eðlislægar aðferðir til að lækna sjálfan sig. Aðferðirnar eru margar og fólk notar þær allt frá unga aldri.

Allt frá fæðingu reynum við að gefa til kynna hvernig okkur líður með því að gráta, geispa, hlæja og stundum skjálfa, en eftir því sem við þroskumst förum við hægt og bítandi að bæla niður þessi ósjálfráðu geðbrigði.

Afleiðingarnar af því að bæla niður slíka tilfinningalosun eru þær að í randkerfi heilans hlaðast upp upplýsingar sem heilinn hefur ekki unnið rétt úr. Þær upplýsingar sem heilinn hefur ekki fengið tækifæri til að vinna úr á réttan hátt, hlaðast upp í randkerfinu og geta þá staðið í vegi fyrir þeim verkefnum sem þetta heilasvæði þarf að sinna, sem er að meta og túlka upplýsingar. Með öðrum orðum, þegar nýjar upplýsingar koma inn þá hægja gömlu upplýsingarnar á og hefta úrvinnsluna.

Aðrar afleiðingar eru þær að nýjar upplýsingar geta vakið upp gamlar minningar. Mandlan framleiðir boðefni og sendir þau til drekans, sem aftur endurvekur minningarnar og þau áhrif og tilfinningar sem tengdust þeim. Við getum upplifað atburði dagsins í dag eins og við séum

1

>> EFNISYFIRLIT

Page 11: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

11

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

að endurupplifa gamla atburði. Líkaminn á erfitt með að greina muninn og framleiðir óheyrilegt magn boðefna sem þjóna engum tilgangi miðað við aðstæður. Þetta veldur því að við söfnum enn fleiri ruglingslegum upplýsingum í kringum gömlu minningarnar. Stöðugt fleiri upplýsingar verða til sem líkaminn geymir í kringum upphaflega atburðinn, án þess að tækifæri gefist til úrvinnslu. Af þeim sökum er líklegra að við endurupplifum atburðinn í framtíðinni.

Á þennan hátt getur smám saman orðið til svið þar sem við getum ekki hugsað skýrt og getum ekki brugðist við á þann hátt sem við viljum. Við byrjum smám saman að sjá og upplifa ýmislegt í lífinu á annan hátt.

UPPLÝSINGAR SEM ÞARF AÐ VINNA ÚR EFTIR AÐ ATBURÐIR GERÐUST

Þegar við slökum á ætti hugurinn að geta einbeitt sér að því að vinna úr öllum upplýsingunum. Skjálfti er til dæmis eðlilegt viðbragð eftir að hafa upplifað skelfilegt augnablik og kannski þarf viðkomandi að gráta í nokkrar mínútur til að jafna sig. Þar á eftir gæti sami einstaklingur t.d. farið að hlæja, slaka á og/eða geispa nokkrum sinnum. Líkaminn notar þessa tilfinningalegu losun til þess að losa sig við umframmagn adrenalíns og koma reglu á önnur

boðefni. Samtímis vinnur hugurinn úr því sem gerðist, greinir það og setur allar upplýsingarnar til varðveislu á réttum stað í kerfinu.

Við fæðumst með getuna til að jafna okkur eftir slys og áföll. Líkaminn notar nokkrar leiðir til að stjórna hve mikið af boðefnum hann framleiðir. Hlátur, grátur, geispi og skjálfti eru mikilvægar aðferðir líkamans við að stjórna hve mikið af boðefnum við framleiðum við streitufullar aðstæður. Stundum þarf líkaminn að hvetja til framleiðslu á boðefnum en oftar en ekki þarf hann að losna við umframmagn þeirra. Þau boðefni sem um ræðir eru meðal annars: Adrenalin, Dopamin, Oxytocin, ACTH, Beta-endorphine, Enkephaline, Acetylcholine, Nitric Oxide, GABA, Serotonin, Glutamate og MSH.

Til þess að tilfinningaleg losun geti átt sér stað, þarf að gæta þess að hugurinn verði ekki fyrir of mikilli örvun. Það þarf að nota allan þann tíma og athygli sem þarf til að einbeita sér að uppsöfnuðum upplýsingum sem ekki hefur verið unnið úr. Það sem getur stutt við tilfinningalega losun:

. Öryggistilfinning.

. Hófleg lýsing, hljóð og róandi umhverfi sem laust er við áreiti.

1

>> EFNISYFIRLIT

Page 12: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

12

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

. Kveikja sem getur hjálpað til við að muna eða finna það sem ekki fékkst tækifæri til að vinna úr.

. Að engar truflanir komi í veg fyrir ferlið.

Í tilfinningalegri losun felst úrvinnsla úr röngum og/eða eyðileggjandi upplýsingum í rand-kerfinu, þar sem þeim er breytt í gagnleg verkfæri sem nýtast í framtíðinni.

Þessi „endurstaðsetning” eða „endurmat” getur átt sér stað strax eftir sársaukafull atvik en einnig löngu síðar. Reynslan sýnir að hugurinn er sífellt að reyna að hreinsa og koma aftur í samt lag öllum þeim ruglandi upplýsingum sem hann er búinn að sanka að sér, hversu gamlar sem þær eru. Eðlislæga leiðin er að gera það um leið og atvikið/upplifunin verður, en ef aðstæður eða umhverfi kemur í veg fyrir það, hefur líkaminn getuna til að gera það síðar. Það er ástæðan fyrir því að tilfinningaleg losun er möguleg jafnvel þó að einstaklingur hafi bælt tilfinningar sínar svo árum skiptir, meðvitað eða ómeðvitað.

MYNDLÍKING: HUGURINN ER SEM FIMM STJÖRNU VEITINGASTAÐURAllt sem gerist fer í gegnum hugann og þannig skapast minningar sem við getum rifjað upp síðar. Hugurinn starfar allan sólarhringinn, allt líf okkar, hvort sem við áttum okkur á því eða ekki. Öll okkar reynsla: fortíð, þar sem gerist í nútíð og framtíðarhugleiðingar eru geymdar þar.

Hugurinn er í raun og veru eins og stjörnuveitingastaður, þar sem allt er til staðar sem þarf til að elda fullkomna rétti, með ótal skúffur og skápa fyrir öll innihaldsefni, borðpláss er nóg til að skera og blanda efnin og loks er hópur af frábærum þjónum sem taka við pöntunum og koma þeim á rétta staði.

Við getum jafnvel sagt að þegar við fæddumst hafi heill fimm stjörnu veitingastaður verið tilbúinn fyrir okkur, til að vinna sem best að því að allt gangi vel.

VIÐ FÁUM SKILABOÐ UM AÐ TREYSTA EKKI TILFINNINGALEGU INNSÆI

Margir alast upp við það að aðrir reyna að stjórna því hvernig þeir eigi að haga lífi sínu og hvað sé þeim fyrir bestu. Ef til vill fá þeir

1

>> EFNISYFIRLIT

Page 13: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

13

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

stöðug skilaboð um: að þeir viti ekki sjálfir hvað er rétt, að þeirra eigin mat er sífellt dregið í efa, að hegðun þeirra sé óviðeigandi og að þeir þurfi að breyta sér á einhvern átt. Þetta getur sérstaklega átt við þegar einstaklingar reyna að sýna tilfinningar sínar.

Allt frá unga aldri er algengt að þeir sem næst okkur standa reyni að hafa áhrif á hvernig við sýnum tilfinningar okkar t.d. reiði og gleði. Stundum gengur það svo langt að við þurfum að bæla tilfinningar okkar og megum ekki sýna hvernig okkur líður í raun og veru. Þegar við tölum um að við treystum ekki tilfinningalegu innsæi okkar þá erum við að vísa til þeirra áhrifa og skilaboða (bæði dulinna og augljósra) sem við fengum í uppvextinum.

Ef við notum aftur líkinguna við veitingastaðinn, þá má segja að við séum neydd til að elda mikið (gera of mikið) án þess að fá nægan tíma til að þrífa (við sýnum ekki tilfinningar okkar). Í hvert skipti sem við reynum að hreinsa til eða þrífa (sýna tilfinningar okkar) verður eitthvað til að leiða athygli okkar annað eða að við erum neydd til að róa okkur niður og fáum þar með ekki tækifæri til að hreinsa til í okkar innra eldhúsi.

Þegar við náum sjaldan eða aldrei að þrífa „veitingastaðinn“ okkar almennilega þá óhreinkast bæði allt nýtt sem kemur þangað

inn af „gömlu óhreinindum” sem eru fyrir eru, og ekkert fær að njóta sín að fullu.

Samfara þessu geta meiri „óhreinindi“ (erfiðar tilfinningar) safnast fyrir. Það verður sífellt erfiðara að vera til. Við eigum það á hættu að missa ánægju bæði í lífi og starfi. Ef ekkert er að gert aukast líkur á að ástandið versni stöðugt. Við getum einnig lent í áföllum og/eða slysum og líf okkar getur orðið stjórnlaust. Bæði við sjálf og umhverfi okkar verður þá fyrir áhrifum. Ef við notum myndlíkinguna aftur þá er „fimm stjörnu veitingastaðurinn“ orðinn að „hverfisbúllu“. Með tímanum verður eldhúsið óþrifalegra, við hættum að elda (við höfum ekki lengur orku eftir stöðugar úrtölur) og förum að lifa á „bragðlausum skyndibita“ (temjum okkur vélræna og einhæfa hegðun).

Margir hafa ekki þrifið „veitingastaðinn sinn“ (látið í ljós tilfinningar sínar) svo árum skiptir því þeir lærðu að þessi þyrfti ekki með. Með 30-40 ára uppsöfnuðum óhreinindum eru „veitingastaðirnir“ ekki þeir sömu. Við eigum kannski ágætt líf og gengur vel á mörgum sviðum en ýmislegt vantar upp á, sem hefur mikil áhrif á heildarmyndina.

1

>> EFNISYFIRLIT

Page 14: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

14

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

VIÐ ÞURFUM AÐ SKILGREINA LÍÐAN OKKAR OG ÞÁ TVO ÞÆTTI SEM HAFA MEST ÁHRIF

Í fyrsta lagi er aukin hætta á að við lifum lífinu á „hálfum snúningi“, þar sem við hreinsum aldrei til og því er aðeins lítið svæði eftir hreint og hæft til notkunar. Það er ýmislegt sem við höfum gefist upp á að reyna að búa til vegna þess að t.d. að verkfærin hafa verið skítug eða úr sér gengin eða að það hefur mistekist í hvert sinn.

Í öðru lagi, þrátt fyrir að „veitingastaðurinn“ okkar sé aðeins að hluta til starfhæfur (vegna eyðileggingar í gegnum árin) vegna lélegs hráefnis (rangar utanaðkomandi upplýsingar), pantanirnar eru of flóknar og þjónustufólkið sé orðið þreytt (uppgjöf og streita), þá höldum við áfram að skila þokkalegu starfi. Við getum oftast tekið skynsamlegar ákvarðanir. Við förum á fætur á hverjum morgni staðráðin í að standa okkur vel. Við getum þolað margt, reynt að gera okkar besta, hugsað ágætlega um fólkið okkar og haldið áfram að berjast til að bæta líf okkar.

Við vitum að lífið er fjarri því að vera fullkomið en ef til vill er gleðin horfin úr lífi okkar og dagleg verkefni eða áskoranir vekja ekki gleði lengur. Eldhúsin okkar eru enn starfhæf en þau eru orðin skítug og úr sér gengin. Vegna vanrækslu vantar mikið upp á að allt

sé til staðar sem við þurfum á að halda.

Það mjög áríðandi að gleyma ekki fyrrnefndum atriðum því það er auðvelt að fyllast neikvæðni yfir því sem gera þarf til að vinna að andlegu heilbrigði. Ef til vill erum við ekki sátt við lífið eins og það er og finnum þess vegna til vanlíðunar. Það sem við þurfum eru nýjar leiðir til að vinna og skipuleggja. Við þurfum að brjóta upp gamlar venjur og gefa okkur tíma til að hreinsa til.

Upprunalega eldhúsið okkar er fullkomið en það sem þarf er ný nálgun, ný vinnubrögð, endurskipulagning og síðast en ekki síst að taka tíma til að hreinsa til.

Staðreyndin er sú að við þurfum að nota meiri tíma til að þrífa en við kærum okkur um og á meðan eldhúsið heldur áfram starfsemi safnast auðvitað upp meiri óhreinindi. Hins vegar, þegar við áttum okkur á því að eldhúsið verður alltaf aftur óhreint eftir hverja máltíð, reynum við kannski að ganga snyrtilegar um og losa það við óhreinindi og þess háttar. Engu að síður þarf alltaf að taka svolítið til (losa um tilfinningarnar) eftir hverja máltíð sem elduð er.

Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá þarf hugurinn að vinna úr öllu sem gerist í lífi okkar, gildir það jafnt um jákvæða sem og

1

>> EFNISYFIRLIT

Page 15: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

15

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

þjáningarfulla og eyðileggjandi reynslu.

Við þurfum stöðugt að vera að hreinsa til í eldhúsinu okkar um leið og við eldum ef við viljum reyna að gera stjörnu- veitingastaðinn okkar aftur starfhæfan. Það sama gildir um okkur sjálf. Við þurfum að losa okkur við gamlar/sárar minningar, endurskoða hegðunarmynstur og þau viðhorf sem við höfum fengið í arf. Við þurfum að athuga vandlega hvaða hugsanir, hegðunarmunstur og tilfinningar gera okkur gott og hvaða hugsanir, hegðunarmunstur og tilfinningar menga huga okkar. Þetta getur virst mikil vinna og varla þess virði að leggja á sig. Okkur gæti þótt mikilvægara að halda áfram að gera það sem okkur hefur verið sagt og kennt síðan í æsku: að bíta á jaxlinn og halda áfram án þess að hika. Við getum haldið áfram að líta fram hjá viðvörunarmerkjum og því sem hefur neikvæð áhrif á okkur.

Ef ekki er hreinsað til getur það haft afar mikil áhrif á daglegt líf.

Það er nauðsynlegt og afar mikilvægt að finna tilfinningalegt jafnvægi. Það hefur áhrif á daglegt líf okkar og hvernig við tökumst á við þau verkefni og áskoranir sem mæta okkur í gegnum lífið.

>> EFNISYFIRLIT

Page 16: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

16

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

MIKILVÆGI ÞESS AÐ GREINA Á MILLI TILFINNINGA OG GEÐBRIGÐA

Þegar fjallað er á faglegan hátt og markvissan hátt um tilfinningastjórnun er mikilvægt að skilgreina muninn á tilfinningum og geðbrigðum. Slíkt getur verið harla snúið. Ýmsar ólíkar kenningar eru á lofti og innan sálfræðinnar er ekki einhugur um hvernig skilgreina eigi þessi hugtök.

Á síðustu árum höfum við unnið með og sótt vinnustofur með fjölda fagaðila s.s. læknum, sálfræðingum, sálgreinendum og prófessorum. Þar hafa komið fram skiptar skoðanir hvernig skilgreina eigi þessi hugtök og það verið rætt í þaula út frá ýmsum sjónarhornum.

Á næstu blaðsíðum munum við ræða þessi hugtök út frá þessum umræðum og vangaveltum. Við munum leitast við að endurskilgreina þau í takt við nýjustu þekkingu og ríkjandi hugmyndir í von um að það gefi

frekari innsýn merkingu þeirra og hvernig hægt er að skilja og/eða endurmeta þær.

AÐ ENDURSKOÐA SPURNINGAR

Eitt af því fyrsta sem við komumst að, var að öllum líkindum höfum við verið að spyrja rangra spurninga í gegnum árin. Spurningin snýst ekkki um hver er munurinn á milli tilfinninga og geðbrigða heldur frekar hver eru grundvallarviðmið sem þessir flokkar falla undir.

Við getum haldið því fram að tilfinningar skiptist í tvo hópa sem tengjast innbyrðis. Þessa hópa þarf að rannsaka sem heild til að dýpka enn skilning okkar á mismun geðbrigða og tilfinninga.

Með öðrum orðum þá þurfum við fyrst að rannsaka og skilgreina tilfinningar áður en við skilgreinum muninn á geðbrigðum og tilfinningum.

Tilfinningar og Geðbrigði2

>> EFNISYFIRLIT

Page 17: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

17

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

EÐLISLÆGAR TILFINNINGAR (INNBYGGÐAR) EÐA SÁRAR TILFINNINGAR (AFLEIDDAR)

Okkur líður vel þegar við erum t.d. afslöppuð og glöð, þegar við upplifum okkur örugg, elskuð og eftirvæntingarfull, þegar við erum full áhuga, löngunar og forvitni, full af sjálfstrausti, opin, sveigjanleg og eigum auðvelt með að tjá okkur.

Þær tilfinningar köllum við eðlislægar eða innbyggðar tilfinningar, af því að þær eru innbyggðar í öllum einstaklingum. Sérstaklega einkenna þær hegðun ungra barna, það er að segja ef ekkert alvarlegt hefur komið fyrir sem getur haft áhrif þar á.

Yfirleitt líður flestum illa þegar þeir eru sorgmæddir, reiðir, einmana, fullir streitu, ringlaðir, áhugalausir, óöruggir, hræddir, hafa

orðið fyrir vonbrigðum eða eru fullir vonleysis eða skömm, þótt segja megi að við séum mörg hver orðin vön þessari líðan. Við köllum þessar tilfinningar sárar eða afleiddar, vegna þess að við upplifum þær venjulega þegar upplifunin okkar er erfið eða sár, annað hvort á einhverjum sérstökum ákveðnum tímapunkti eða hún er viðvarandi t.d. vegna heimilisofbeldis.

Þetta eru niðurstöður sem komið hafa í ljós úr rannsóknum, vinnustofum, viðtölum, könnunum o.fl. síðustu tíu ára þar sem meira en 5.000 manns á mismunandi aldri, frá mismunandi menningarheimum, trúarbrögðum og þjóðfélagsstigum hafa tekið þátt. Útkoman leiddi í ljós að 98% þátttakenda voru sömu skoðunar.

Þannig kom í ljós að flestir telja rétt að flokka tilfinningar í tvennt, annars vegar þær sem láta okkur líða vel og hins vegar þær sem

Tilfinningar3

>> EFNISYFIRLIT

Page 18: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

HA

MIN

GJA

, GLE

ÐIA

TRA

UST

ÁST

DR

ÁTTA

RA

FLTE

NG

SLA

MY

ND

UN

FORV

ITN

I Á

HU

GI

ALL

SNÆ

GTI

RSA

KLE

YSI

FYR

IRG

EFN

ING

SVEI

GJA

NLE

IKI

SLÖ

KU

NAT

HA

FNA

SEM

IN

ÆM

ISA

MK

ENN

ÞVIN

GA

ÐU

RYG

GIS

TILF

INN

ING

H

UG

REK

KI

BLÍ

ÐA

LÖG

UN

AR

FNI

FRJÁ

LSLE

GU

RV

INSE

MD

FRIÐ

SAM

UR

SJÁ

LFSÖ

RYG

GI

ÁR

EIÐ

AN

LEG

UR

SAM

HEN

TUR

TEN

GD

UR

SKA

FULL

UR

ÁST

RÍK

UR

SKÝ

RÍ F

LÆÐ

ISÁ

TTU

ÐIN

NG

LEÐ

IR

ÓG

LAÐ

VÆR

SÁTT

HR

EIN

LEIK

I

SOR

GVA

NTR

AU

ST

HAT

UR

FNU

NEI

NA

NG

RUN

EI

NM

AN

ALE

IKI

ÁH

UG

ALE

YSI

SKO

RTU

RSE

KTA

RK

ENN

DG

REM

JAFR

ESTU

NA

RÁT

TA

SPEN

NA

GER

ÐA

RLE

YSI

TILL

ITSL

EYSI

AFS

KIP

TALE

YSI

STÍF

UR

ÓÖ

RYG

GI,

ÓTT

IH

AR

KA

FRÁ

HV

ERFA

BÆLD

UR

EIG

ING

IRN

ISK

LEG

UR

TORT

RYG

GN

IFA

LSK

UR

FJA

RR

TEN

GD

UR

LEIÐ

UR

FJA

RLÆ

GU

RR

ING

LAÐ

UR

STÍF

LAÐ

UR

ÓSÁ

TTU

R

FEIM

INN

REI

ÐI,

HEI

FTU

PPN

ÁM

INSA

TISF

ECH

OSI

NN

ULA

US

TÓM

LEIK

I M

ENG

UN

INNBYGGÐAR TILFINNINGAR

AFLEIDDAR TILFINNINGAR18

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

valda vanlíðan. Einnig töldu flestir að börn væru í grunninn oftast glöð, áhugasöm, til í að prófa nýja hluti og kynnast nýju fólki, og að almennt séð þætti börnum gaman að vera til (jafnvel þegar umhverfið er fjandsamlegt).

TAFLA: INNBYGGÐAR OG AFLEIDDAR TILFINNINGAR

Hér á eftir er listi sem útbúinn var af 200 nemendum og sálfræðiprófessorum. Þar hafa tilfinningar verið flokkaðar annarsvegar í tilfinningar sem þeim líkar við og sem þau telja að séu innbyggðar tilfinningar og hinsvegar í tilfinningar sem þau telja að hafi sprottið fram sem afleiðing af einhverjum atburði eða reynslu og teljast afleiddar tilfinningar:

>> EFNISYFIRLIT

Page 19: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

19

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

3ÁLYKTANIR

Hér er verið að ræða um innbyggðar tilfinningar sem okkur líkar við annars vegar og hins vegar þær tilfinningar sem okkur mislíkar og eru sárar. Innbyggðar tilfinningar hjálpa okkur að vaxa, sjá möguleika, tengjast öðru fólki og njóta þess að vera til. Sárar tilfinningar virka þvert á móti, þær takmarka, þrengja að, koma í veg fyrir félagsleg samskipti, einangra og geta haft ýmis önnur neikvæð áhrif á okkur.

Við fæðumst full af áhuga um lífið, með hæfileika og djúpa þörf til tengslamyndunar, afslöppuð en á sama tíma full af forvitni og lífsþrótti, ástrík og erum tilbúin að prófa nýja hluti.

Þegar við fylgjumst með börnum eru þetta eru eiginleikarnir sem auðvelt er að koma auga á. Fyrstu aldursárin upplifa börn oftast jákvæðar tilfinningar en eftir því sem þau eldast fer neikvæð líðan smám saman að gera vart við sig.

Eðli einstaklingsins er mótað af þeirri líðan og persónulegu eiginleikum sem við sjáum hjá börnum, svo lengi sem meðganga og fæðing hafa gengið eðlilega fyrir sig og engin áföll hafa valdið skaða.

Við getum líklegast haldið því fram að við fæðumst góð, hamingjusöm, heilbrigð og með

marga fleiri jákvæða eiginleika. Með tímanum þegar við eldumst getur þetta breyst og erfið reynsla, sem ekki hefur verið unnið úr, getur hlaðist upp. Þá getur neikvæð líðan smám saman farið að valda óþægindum og ruglingi og líkaminn gefur merki um að ekki sé allt eins og það eigi að vera. Hann setur þá í gang viðeigandi viðbrögð (stundum hæg og flókin viðbrögð en oft mikil og ofsafengin), svo að við getum áttað okkur á hvað það er sem meiðir og/eða skaðar okkur og reynt að stöðva það.

Það er ekkert slæmt við að upplifa erfiðar og ónotalegar tilfinningar. Það getur verið óþægilegt, en það er þeim að þakka að líkaminn setur í gang öflug bataviðbrögð, nefnilega geðbrigðin.

Áður en við fjöllum um skilgreiningu okkar á geðbrigðum viljum rifja aðeins upp hvernig við skiptum tilfinningum í tvo stóra hópa, s.s. innbyggðar tilfinningar og afleiddar tilfinningar. Mikilvægt að hafa í huga að hinar síðarnefndu geta birst af og til eða tímabundið. Við munum fjalla betur um báða flokka síðar.

>> EFNISYFIRLIT

Page 20: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

20

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

Geðbrigði4

Allt frá fæðingu upplifum við jákvæðar tilfinningar sem styðja við þroska okkar, gera okkur kleift að njóta lífsins og lifa því til fullnustu.

Þegar eitthvað særir okkur, líður okkur illa og líkaminn bregst við með tilfinningalosun og geðbrigðum til að vara okkur við: þetta má kalla einskonar varnarkerfi. Þetta varnarkerfi (geðbrigðin) gera okkur kleift að hefja hreinsunar- og bataferlið.

FJÖGUR ALGENGUSTU GEÐBRIGÐIN: GRÁTUR, GEISPI, HLÁTUR OG SKJÁLFTIAlgengust geðbrigðin eru: grátur, geispi, hlátur og skjálfti. Þessi skilgreining er ólík algengustu skilgreiningunni sem notast hefur verið við ( gleði, sorg, fyrirlitning,

reiði, hræðsla eða ótti). Latneska orðsifjabókin skilgreinir geðbrigði þannig:

«Enska orðið „emotion” kemur frá latneska orðinu „emotivo”, „emotionis”, sem kemur frá sögninni „emovere“. Sú sögn er byggð á sögninni „movere“ („hreyfa, færa til eða hafa áhrif á“). Forskeytið e- / ex (út frá, frá) merkir „taka aftur, bera út af ákveðnum stað, flytjast, hefjast handa“.».

Geðbrigði hafa getuna til að hrekja burt sára eða óþægilega tilfinningu sem viðkomandi upplifir.

Við getum lært mikið um okkur sjálf með því að vera meðvituð um hvaða geðbrigði við notum. Við höfum tilhneigingu til að gráta þegar við erum særð, til dæmis við missi ástvinar. Þegar við verðum mjög hrædd þá skjálfum við og geispum þegar við finnum fyrir spennu og/

>> EFNISYFIRLIT

Page 21: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

21

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

4eða leiða. Þegar við verðum örlítið taugaóstyrk eigum við það til að hlæja, geispa eða skjálfa.

Öll þessi viðbrögð eru ósjálfráð viðbrögð taugakerfisins. Þau gefa okkur tækifæri til að vinna allar mögulegar upplýsingar úr þeim aðstæðum sem upp koma. Geðbrigðin bjóða huganum upp á kjöraðstæður til úrvinnslu á „hættulegri” reynslu.

Í hvert sinn sem við förum í gegnum tilfinningalosun fer ferli í gang sem stillir af hormón í líkamanum. Annað hvort framleiðir hann hormón sem vantar eða losar líkamann við umframmagn af þeim.

GRÁTUR: JAFNVÆGISSTILLING

Þau tár sem líkaminn framleiðir við geðbrigði hafa önnur efnasambönd en tár sem líkaminn framleiðir til að smyrja augun.

Tárin sem verða til við geðbrigði (þ.e. þau tár sem verða til við tilfinningalosun), innihalda mikið magn af próteinunum prolactin og adrenokorticotropic.

Hormónið prolactin:

. Eykur framleiðslu á mjólkurpróteinum.

. Eykur kynhvöt.

. Getur komið í veg fyrir blöðruhálskirtils- og getuleysisvandamál.

. Örvar nýrnahetturnar.

Hormónið adrenokorticotropic (ACTH):

Grátur jafnvægisstillir þetta hormón. Það getur hjálpað til við:

. Svefnvandamál.

. Slökun.

. Minni og einbeitingu.

. Að bæta meltingu (magasár, sykursýki, vannæringu o.s.frv.).

. Að bæta ónæmiskerfið.

Grátur er mikilvægur fyrir líkamann. Okkur líður vel af að gráta. Heilinn fær örvun sem auðveldar okkur að vinna úr gömlum upplýsingum og greiða úr flóknum aðstæðum sem erfitt er að

>> EFNISYFIRLIT

Page 22: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

22

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

4vinna úr. Þetta er algjörlega eðlislægt og gerist hvort sem við erum meðvituð um það eða ekki (þ.e.a.s. án þess að vita af hverju við grátum). Beinn ávinningur af því að gráta:

. Linar verki (líkamlega og tilfinningalega).

. Eykur von og eldmóð.

. Vekur forvitni og löngun til að læra meira og öðlast nýja lífsreynslu.

. Eykur vellíðan (ef viðkomandi grét eins mikið og hann þurfti.

. Vinnur bug á sorg og söknuði.

GEISPI: LISTIN AÐ SLAKA Á

Í hvert sinn sem við geispum, hvort sem það gerist ósjálfrátt eða að við knýjum fram geispa, örvast áhugaverður hluti heilans, hnakkablaðið. Hnakkablaðið er eitt af fjórum heilahvelum mannsins og mikilvægastu hlutverk þess er sjónskynið, umsjón með rúmfræðilegri afstöðu hluta í sjónsviðinu ásamt öðrum sjón- og minnistengdum atriðum.

Beinn ágóði geispa:

. Aukin samkennd.

. Aukin geta til sjálfsskoðunar.

.Auknir vitsmunir.

. Hitastig heilans er jafnað.

. Róar taugarnar.

. Vinnur gegn ýmsum sjúkdómum, s.s. heila- og mænusiggi (MS), mígreni, sviðsskrekks, háum blóðþrýstingi, heyrnarskerðingu af völdum lyfja og o.s.frv.

. Minnkuð streita.

. Bætt minni.

. Löngun í nautnir og unað og aukin geta til nándar.

. Slökun.

. Aukin einbeiting og áhugi.

. Losar um verki og spennu.

>> EFNISYFIRLIT

Page 23: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

23

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

4Boðefni sem koma við sögu þegar við geispum:

. Asetýlkolín.

. Nituroxíð.

. ACTH.

. GABA.

. Serótonín.

. Glútamate.

. MSH.

. Dópamín.

. Oxýtósín.

. o.s.frv.

Geispi er eitt besta ráðið við streitu. Þegar við geispum sendir líkaminn flóð af efnum út í blóðið sem hjálpa okkur að slaka á og líða betur.

Hugurinn fer að starfa hraðar og við eigum auðveldara með að einbeita okkur að því sem við erum að gera. Það er engin tilviljun að við geispum þegar við verðum þreytt eða fer að leiðast, því þannig getum við

endurheimt einbeitingu og starfsgleði. Langir geispar bæta verulega heilsuna og þá sérstaklega andlega færni og félagsfærni.

HLÁTUR OG SKJÁLFTI

Hvað gerist þegar við hlæjum?

Framleiðsla á beta-endorfíni og enkefalíni örvast (amínósýrur sem virka eins og boðefni).

Þetta eru náttúruleg morfín sem láta okkur líða betur og þess vegna köllum við þau hamingjuhormónin. Eftir gott hláturskast geta beta-endorfín og enkefalín verið til staðar í líkamanum í allt að 24 klst. Hlátur:

. Hraðar hjartslætti og púlsi.

. Örvar framleiðslu endorfíns.

. Eykur teygjanleika kransæðanna.

. Minnkar blóðsykur.

. Styrkir ónæmiskerfið með því að örva framleiðslu á efnum sem vinna gegn ýmsum sjúkdómum.

. Losar um streitu og taugaveiklun.

>> EFNISYFIRLIT

Page 24: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

24

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

4Af hverju hlæjum við?

Hlátur getur losað okkur við spennu og vanlíðan, til dæmis feimni eða skömmustutilfinningu og látið okkur strax líða betur. Stundum hlæjum við líka í ofbeldisfullum, streituvaldandi og óþægilegum aðstæðum.

Oft hlæjum við einnig ef einhver dettur, ruglast í ríminu, o.s.frv. Í þeim kringumstæðum veldur hláturinn spennulosun þannig að auðveldara verður að endurskipuleggja úrvinnslu á flóknu áreiti.

Hlátur og hræðsla

Þótt það hljómi ótrúlega og jafnvel óskiljanlega þá er hlátur nátengdur hræðslutilfinningu.

Hlátur hjálpar til við að eyða hræðslu og ótta. Þegar við erum taugaóstyrk þá getum við farið að svitna, blikka augunum, fá vöðvakippi, skjálfta og/eða krampa og stundum kemur stundum óstjórnleg þörf til að pissa. Þetta er það sem við köllum venjulega að vera taugaóstyrkur.

Flestir hafa að öllum líkindum upplifað slík einkenni þegar þeir hafa þurft að halda mikilvægt erindi eða hafa lent í erfiðum aðstæðum.

Ef við lærum að stjórna hlátri og skilja hvað hlátur getur gert fyrir líkamann getum við notfært okkur hann til að vinna á áhyggjum og ótta. Við getum notað hlátur til að bægja frá okkur reiði og hjálpa öðrum þegar þeir hafa orðið fyrir niðurlægingu og/eða upplifað annars konar ofbeldi. Að hlæja getur aukið öryggistilfinningu, sjálfstraust, frumkvæði, samþykki, nánd og gleði.

Þegar við fáum tækifæri til að slaka vel á og upplifum að umhverfið sé öruggt er hægt að fara að vinna á ótta sem liggur dýpra. Til þess að losa um tilfinningar sem liggja dýpra notar líkaminn skjálfta. Hann getur verið mikill og langvarandi eða varað í smástund. Í öllu falli bendir hvers konar skjálfti, krampar og vöðvakippir til þess að hugurinn sé að reyna að vinna á uppsafnaðri spennu.

Skjálftar eru líklega sú tegund tilfinningalosunar sem er minnst rannsökuð og greind. Þeir eru einnig að öllum líkindum ein af viðbrögðum líkamans sem margir hræðast því þeir tengjast oft á tíðum alvarlegum ótta (þar er hugurinn að nota skjálfta til að losna við óttann), til dæmis þegar einstaklingur fær felmstursköst, krampa og/eða vöðvakippi. Stundum kemur fyrir að þegar einstaklingar fá slíkan skjálfta þá enda þeir á innlögn á sjúkrastofnun og í meðferð þar sem skjálftinn er stöðvaður með lyfjagjöf.

>> EFNISYFIRLIT

Page 25: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

25

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

Sárar (eða afleiddar) 5

Öll erfið lífsreynsla sem við verðum fyrir en getum ekki unnið úr, er geymd og bíður þess að unnið sé úr henni.

Minningarnar sem tengjast henni geta meðal annars verið lyktin sem við fundum, skynjun okkar, litir, ákvarðanir og yfirhöfuð allt sem var til staðar þegar atvikið átti sér stað.

Þegar ekki er unnið rétt úr upplýsingunum um það sem gerðist og hugurinn skildi ekki það sem átti sér stað, getur verið erfitt að læra af reynslunni. Þannig erum við skilin eftir með ruglingslegan og bjagaðan raunveruleika, sem hefur ekki verið greindur eða unnið nógu vel úr.

Þessar upplýsingar köllum við sárar (afleiddar) tilfinningar. Ef til vill er það ekki besta orðið en þetta er það orð sem við höfum hingað til notað um fyrirbærið. Í kafla 3. minntumst

við á að sárar (afleiddar) tilfinningar geta birst tímabundið eða verið samfelldar. Við munum fjalla nánar um hvoru tveggja.

TÍMABUNDNAR TILFINNINGAR

Flestir alast upp við það allt frá fyrstu dögum lífsins að tilfinningalosun á borð við grát er stöðvuð. Við eigum snemma á lífsleiðinni myndarlegt safn af atvikum og aðstæðum sem við höfum ekki unnið úr. Minningarnar geta síðan brenglað skilning okkar og skynjun á heiminum. Þegar við lewndum í erfiðri lífsreynslu en getum ekki melt hana (unnið úr henni), þá geymist hún sem tímabundnar tilfinningar.

Atvik sem síðar koma upp geta kveikt á tímabundnum tilfinningum og allri þeirri upplifun sem þeim fylgir. Þar má nefna sem dæmi lykt,

Tilfinningar

>> EFNISYFIRLIT

Page 26: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

26

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

hljóð og hluti. Allt þetta getur minnt okkur á upphaflega atvikið og líka valdið því að skynjunin sem fylgdi á sínum tíma kemur ósjálfrátt upp.

Með tímabundnum tilfinningar er átt við þær tilfinningar sem fara í tiltölulega stutta stund í gegnum hugann, hvort sem kveikjan er upplifun úr fortíðinni eða eitthvað sem gerist í nútíðinni. Tilfinningin getur varað í nokkrar mínútur, eða jafnvel nokkrar klukkustundir, en hverfur síðan og aftur verður til svigrúm fyrir náttúrulegu (innbyggðu) tilfinningarnar.

Minning ungs manns úr barnæsku getur verið gott dæmi um tímabundna tilfinningu:

„ Ég man að í hvert skipti sem hurðin inn í bílskúr var opnuð þá varð ég mjög taugaóstyrkur og fylltist hræðslu. Ástæðan var sú að faðir minn öskraði yfirleitt á mig þegar hann opnaði þessa hurð og í hvert skipti sem hann gerði það þá hrökk ég í kút. Eftir nokkur skipti voru viðbrögð mín orðin þau að hvenær sem hurðin var opnuð, (það gat verið litla systir mín eða vinur sem opnaði hurðina), þá tengdi hugur minn ískrið í hurðinni við hræðslutilfinningu og ég stökk upp úr sófanum eða hætti að spila tölvuleik til að vera viðbúinn. Þessar tilfinningar sem einkenndust af hræðslu og að vera á varðbergi vöruðu í stutta stund og eftir nokkurn tíma gat ég aftur einbeitt

mér að því sem ég hafði verið að gera“.

SAMFELLDAR TILFINNINGAR

Samfelldar tilfinningar eru þær tilfinningar sem við upplifum stöðugt og/eða ítrekað yfir lengri tímabil.

Þegar sársaukafull tilfinning er ítrekað endurvakin getur hún endað með því að vera alltaf „virk“, með öðrum orðum þá við eigum erfitt með að losna við hana. Þegar slíkt gerist erum við undir áhrifum sársaukans, án þess að átta okkur á að sú sé raunin.

Allar tímabundnar tilfinningar geta orðið samfelldar. Það eina sem þarf til, er að þær komi reglulega upp aftur og aftur og hafi áhrif á okkur. Smám saman geta þær orðið fastur hluti af lífi okkar, eins og ef skynjunin eða upplifunin hafi í rauninni alltaf verið þarna.

Sambönd fólks eru gott dæmi slíkt. Smám saman getum við upplifað vonbrigði á því sviði. Við erum fædd með þörfina til að tengjast, deila með öðrum og kanna heiminn í félagskap annarra. Við viljum og þráum að tengjast öðrum og leitum stöðugt að tækifærum til þess í daglegu lífi.

5

>> EFNISYFIRLIT

Page 27: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

27

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

Þegar við fylgjumst með börnum þá sjáum við hve mjög þau vilja tengjast öðrum og eignast vini. Ef við hugsum til dæmis um eigin barnæsku rifjast upp að við þurftum oft ekki annað en að nálgast nýjan hóp af leikfélögum og biðja þau um að vera vinir okkar til að skapa ný tengsl. Ein spurning og eitt „já“ var nóg til að opna hjörtu okkar og við urðum algjörlega opin í þessu nýja vináttusambandi. En sem fullorðnar manneskjur höfum við frekar leitað í þá átt að vantreysta öðrum og nýjir vinir hafa þurft að sanna vináttu sína á einhvern hátt fyrir okkur. Við höfum upplifað vonbrigði sem við höfum ekki haft tækifæri til að vinna úr og þau vonbrigði geta haft mikil áhrif á hæfileika okkar til tengslamyndunar.

Sem fullorðnir einstaklingar þurfum við að fá tækifæri til að ræða opinskátt um vonbrigði, vanmátt og óréttlæti sem við höfum upplifað í samskiptum við aðra. Það getur auðveldað, aukið löngun og áhuga til þess að stofna til nýrra vináttusambanda. Þannig fáum við einnig tækifæri til að endurvekja þá tilfinningu að langa til að kynnast öðrum og eiga í vináttu samböndum þar sem gagnkvæmt traust ríkir.

Á þann hátt getum við nýtt okkur og lært af þeim mistökum sem gerð voru í fyrri samböndum og/eða dregið lærdóm af þeim. Ef við fáum ekki tækifæri til þess þá getur

reynst erfitt að mynda ný vináttusambönd og við endum gjarnan með því að sætta okkur við hugmyndina um að okkur líði betur einum.

Önnur aðferð til að sjá og/eða skilja samfelldar tilfinningar felst í því að virða fyrir sér andlit. Þegar allt leikur í lyndi þá eru andlit okkar afslöppuð, augun eru björt og málrómur okkar vinsamlegur og að öllu öðru leyti berum við með okkur að okkur líður vel. Þegar við verðum hrædd, sorgmædd, reið, verðum fyrir vonbrigðum, upplifum óréttlæti eða stöðugan vanmátt getur andlit okkar borið merki þess. Ef tilfinningin og/eða upplifunin er tímabundin verður andlitið eðlilegt á ný (andlitið getur t.d. orðið afslappað, augun björt, málrómurinn vingjarnlegur) og almennt séð virðumst við glöð og sátt. Þegar þessar tilfinningar skjóta stöðugt upp kollinum hvað eftir annað og enginn tími er til að vinna úr þeim getur andlitið borið merki þess í langan tíma.

5

>> EFNISYFIRLIT

Page 28: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

28

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

Einkenni Sárra Tilfinninga6

ÞJÁNINGIN Á SÉR EIGIÐ LÍF

Sárar tilfinningar er ekki hægt að skilgreina sem hlutlaus eða áhrifalaus fyrirbæri. Þvert á móti virðast þær hafa sitt eigið, sjálfstæða líf og geta haft mikil áhrif á okkur, bæði meðvitað og/eða ómeðvitað.

Í gegnum undanfarin ár höfum við tekið viðtöl við fjölda einstaklinga sem hafa unnið í sjálfum sér m.a. í sárum tilfinningum. Þessi vinna hefur leitt margt sameiginlegt og áhugavert í ljós sem einkennir sárar tilfinningar og getur vonandi komið að gagni við meðferð og úrvinnslu á þeim.

Helstu einkenni sárra tilfinninga eru:

. Þær eru viðvarandi. Þær koma stöðugt upp í hugann.

. Þær rugla okkur í ríminu og fá okkur til að trúa upphaflegu upplifuninni af því sem gerðist og þeim tilfinningum sem fylgdu í kjölfarið.

. Þær fá okkur til að gleyma og aðskilja okkur frá því hver við erum í raun og veru.

. Þær eru ósveigjanlegar og halda sig fast við upphaflega skilninginn á atburðinum.

. Ef þær hafa búið um sig í langan tíma geta þær veitt meira viðnám.

. Þær eru ósýnilegar. Við getum átt erfitt með að skilgreina þær eða átta okkur á þeim því þær eru ómeðvitaðar.

>> EFNISYFIRLIT

Page 29: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

29

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

SÁRAR TILFINNINGAR ERU VIÐVARANDI

Þegar við upplifum atburði sem skaða okkur, eru okkur erfiðir, sársaukafullir, mjög tilfinningaþrungnir og/eða á einhvern hátt krefjandi, skiptir miklu máli að hugurinn fái tækifæri til að vinna úr því strax í kjölfarið. Ef ekki gefst slíkt tækifæri er algengt að hugurinn fari yfir og endurupplifi atburðinn aftur og aftur. Þá getur reynst erfitt að slaka á, hugleiða, einbeita sér að ákveðnu verkefni, og/eða hugsa um eitthvað annað því hugurinn beinir athyglinni sífellt aftur að minningunni um atburðinn. Þetta gerir hugurinn til að minna okkur á að vinna þurfi úr atburðinum sem fyrst.

Í gegnum lífið fáum við oft þau skilaboð að nauðsynlegt sé að beina athyglinni frá erfiðum atburðum og læra að lifa með þeim. Ómeðvitað höfum við þjálfast til að samþykkja atburðina og afleiðingarnar, frekar en að læra að vinna úr reynslunni og setja hana í rétt samhengi.

Hver og ein erfið reynsla er viðvarandi þar til önnur skaðlegri tekur yfir. Þegar það gerist hættir sú fyrri að ná athygli okkar. Hún færist djúpt niður í undirvitundina og verður nokkurs konar inngróinn hluti af okkur sjálfum.

SÁRAR TILFINNINGAR RUGLA OKKUR Í RÍMINU

Sárar tilfinningar eru fullar af upplýsingum sem ekki hefur verið unnið úr. Með öðrum orðum sitjum við uppi með ruglingslegar og bjagaðar upplýsingar vegna þess að ekki gafst tækifæri til að vinna rétt úr því sem gerðist og draga lærdóm af því.

Fyrstu æviárin er auðvelt að einbeita sér að því sem við viljum og láta þessar sáru tilfinningar ekki hafa of mikil áhrif. Eftir því sem árin líða fá sárar tilfinningar lengri tíma til að hreiðra um sig. Áhrifin geta orðið meiri og haft áhrif á skapgerð okkar og líðan. Einnig er aukin hætta á að við lifum lífi sem stjórnast af sárum tilfinningum og trúum þeim bjöguðu upplýsingum sem fylgja þeim.

ÞÆR FÁ OKKUR TIL AÐ GLEYMA

Þegar sárar tilfinningar taka yfir er aukin hætta á að við missum tökin á hugsunum okkar, gleymum hver við vorum, hvernig okkur leið og hvernig við skynjuðum heiminn áður en þær tóku völdin. Stundum þegar við fáum frelsi frá þeim hugsunum gefst kærkomið tækifæri til að staðsetja okkur aftur í tilverunni og slíkar stundir eru dýrmætar. Sem betur fer fyrirfinnast

6

>> EFNISYFIRLIT

Page 30: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

30

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

leiðir til að ná bata og njóta lífsins á ný.

ÞÆR ERU ÓSVEIGJANLEGAR

Þegar hegðun okkar miðast út frá aðstæðum og upplýsingum sem við höfum unnið vel úr (laus við streitu og sársauka) erum við sveigjanleg, eigum auðvelt með að aðlagast aðstæðum og sýna eðlileg viðbrögð við umhverfi okkar.

Þetta gerist ekki þegar við erum undir áhrifum streitu og sársauka. Þá getum við verið ósveigjanleg, klaufaleg og hegðað okkur á vélrænan hátt.

Ef við veitum því athygli hvaða sáru tilfinningar við upplifum við vissar aðstæður þá getum við reynt að skora þær tilfinningar á hólm. Á sama tíma þurfum við að athuga okkar ósjálfráðu viðbrögð og hvers konar tillfinningalosun fer sjálfkrafa af stað. Þar skiptir miklu að fylgjast með eigin líkamsstöðu, raddbeitingu og taka eftir þeim hugsunum sem koma upp í hugann.

Sumir þurfa t.d. að kljást við streitu og óþægindi út af líkamlegu útliti og sárar tilfinningar geta valdið því að við teljum ýmislegt að líkama okkar. Sumum finnst t.d. hárið ekki í lagi, fótleggir of mjóir eða nefið of stórt. Á einn eða annan hátt fáum við oft röng og/eða

villandi skilaboð um útlit okkar. Það sem við getum gert er að reyna að rökræða við okkur sjálf og um leið skorað þær sáru tilfinningar á hólm sem gefa okkur slík skilaboð.

Hvernig getum við gert það? Mjög einföld leið er að skoða sjálfan sig spegli og segja upphátt með stolti og leikrænni tjáningu: „ sjáðu hversu flottur þú ert, þú lítur rosalega vel út ...“ og/eða nota fleiri hvetjandi og jákvæðar staðhæfingar. Láttu röddina vera létta og lifandi, með ýktri og samþykkjandi líkamstjáningu og hreyfingum (t.d. snertingu, benda á spegilinn, blikka augum). Þegar þetta er gert með líkamstjáningu, orðum og í huganum erum við að vinna gegn sárum tilfinningum og skora þær á hólm og jafnvel eyða þeim smátt og smátt. Ef þetta ber árangur getum við ósjálfrátt farið að hlæja, svitna, skjálfa eða gráta.

ÞÆR VERJA SIG SJÁLFAR

Þegar hugurinn vinnur rétt úr því sem gerist í lífi okkar ber hann saman gamlar upplýsingar við nýjar svo að úr verður nýtt efni/ný útkoma.

Svipað á sér stað þegar hann vinnur ekki rétt úr atburðinum. Þegar það gerist þá bætast nýju upplýsingarnar við fyrri reynslu og leiða þannig af sér gagnagrunn sem getur smám saman

6

>> EFNISYFIRLIT

Page 31: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

31

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

gert skilning okkar flókinn og ruglingslegan.

Þetta getur valdið því að erfitt er að vinna á sársaukanum þar sem ólíkar upplýsingar geta tengst innbyrðis á flókinn hátt.

Til dæmis, ef þú skorar líkamlega vanlíðan á hólm, með því að standa fyrir framan spegilinn og hrósa sjálfum þér, þá geta aðrar sárar tilfinningar komið upp með ný skilaboð t.d. að þú eigir ekki að vera svona kjánalegur og gera þig að fífli. Ef þú ferð að gráta við æfinguna gæti einhverskonar skömmustutilfinning skotið upp kollinum (sérstaklega ef þú ert karlkyns) því í huganum gætu leynst skilaboð um að tilefnið sé það lítilmótlegt að engin ástæða sé til að gráta. Kvíðaefni af þessu tagi eru kölluð hindrandi sársauki.

ÞÆR ERU ÓSÝNILEGAR

Þegar við höfum safnað saman í huga okkar neti af kvíðvænlegum og sárum tilfinningum og þær verða viðvarandi, hættum við að taka eftir hve mikil áhrif þær hafa á okkur. Þær geta orðið að langvinnum kvíða og þegar eitthvað kveikir á honum hefur það áhrif á okkur jafnvel án þess að við áttum okkur á því. Viðbrögð okkar geta orðið ofsafengin eins og það sé okkur eðlislægt en raunverulega

þá koma viðbrögðin frá flóknu kerfi úr undirvitundinni. Þegar þetta gerist þá getur meðvitundin ekki skilgreint eða áttað sig á því sem gerist og þar af leiðandi kemst skynsemin ekki að til að takast á við afleiðingarnar.

6

>> EFNISYFIRLIT

Page 32: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

32

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

7

MÓTSTAÐA

Hugurinn heldur oft gömlum tilfinningum í heljargreipum þar sem þær geta truflað daglegt líf. Þegar okkur tekst að opna á þær og tjá þær getum við orðið frjáls frá þessum gömlu byrðum.

Slíkt er ekki alltaf auðvelt að gera. Stundum erum við búin að þróa afar sterka innri mótstöðu sem vinnur á móti okkur.

Ef við viljum aðstoða einstakling við að losa um sárar tilfinningar er mjög mikilvægt að hafa eftirfarandi lykilatriðið í huga.

Að Þroska Getuna til að Hlusta og Taka Þátt

>> EFNISYFIRLIT

Page 33: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

LYKILL(viðeigandi viðhorf)

NÁND, HLÝJA

EINMANALEIKI, EINANGRUN

HVAÐ Á AÐ GERALÁS (Innri mótstaða) HVAÐ Á EKKI AÐ GERA

GRÍPA FRAM Í, RÁÐLEGGJA, RÓA, TALA UM EIGIN VANDAMÁL

GERA LÍTIÐ ÚR HLUTUNUM, DREIFA ATHYGLINNI MEÐ ÞVÍ AÐ HUGSA UM EITTHVAÐ ANNAÐ

TORTRYGGJA, SKAPA TRUFLANDI AÐSTÆÐUR MEÐ ÓNÆÐI

VERA AÐ FLÝTA SÉR OG REYNA AÐ LAGA VANDAMÁLIÐ Í HVELLI

ATHYGLIN Á VIÐMÆLANDANUM OG VIÐEIGANDI SNERTINGAR, SÝNA ÁHUGA

SAMÞYKKJA TRÚNAÐ, FINNA ÖRUGGAN STAÐ TIL AÐ SPJALLA

VERA RÓLEGUR, GEFA NÆGAN TÍMA

HLUSTA, KUNNA AÐ META VIÐURKENNA OG BJÓÐA HNITMIÐUÐ FAGLEG / JÁKVÆÐ RÁÐ

RÓ, SKILNINGUR

TRAUST, VON

ÖRYGGI, NÆÐI

ÓTTI, KVÍÐI, ÓÖRYGGI

SVIK FRÁ FÓLKI OG SKORTUR Á STUÐNINGI

BEITA ÞRÝSTINGI

33

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

7

>> EFNISYFIRLIT

Page 34: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

TILFINNINGFYRIRSTAÐA

GEISPAR, TEYGJUR, ANDVÖRP FRIÐUR, ÁHUGI

TILFINNINGALOSUNLAUSN

ÞAÐ SEM VIÐ FÁUM AFTUR

ÁKAFI, TENGING, ÞRÁ, GLEÐI

ÖRYGGI, TRAUST, FRUMKVÆÐI

NÁND, SAMÞYKKI, GLEÐI

GRÁTUR, TÁR

HLÁTUR, HEITUR SVITI, REIÐIHLJÓÐ

SKJÁLFTI, KALDUR SVITI, NÝRUN VIRKJAST

STREITA, SPENNA, LÍKAMLEGUR SÁRSAUKI, LEIÐI

SÁRSAUKI, SORG, MISSIR, ÓHAMINGJA

RÁÐALEYSI, NIÐURLÆGING, REIÐI

ÓTTI, ÓÖRYGGI

34

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

Tilfinningar geta verið yfirþyrmandi, geta stundum tekið yfirhöndina og valdið því að við högum okkur á ófyrirséðan hátt t.d. brestum í grát eða verðum reið.

Listin að hlusta krefst þess að við gefum öðrum tækifæri til að losa sig við sársaukann.

Að hlusta á einhvern með athygli hjálpar okkur sjálfum að nota heilbrigða skynsemi til að aðstoða einstakling til að njóta lífsins og ná árangri.

7

>> EFNISYFIRLIT

Page 35: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

35

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

HLUTVERK OKKAR SEM HLUSTANDI OG ÞÁTTTAKANDI

Að hlusta er lykilverkfæri okkar í vinnu með skjólstæðingum og skiptir þá miklu máli að hlusta vel og af áhuga.

NOKKUR ATRIÐI SEM SKIPTA MÁLI Í VIÐTALI OG ÖNNUR SEM BER AÐ VARAST

Meginhlutverk okkar er að fylgja skjólstæðingnum á vegferð sinni. Það getur reynst erfitt fyrir suma að einbeita sér við að hlusta af áhuga án þess að byrja að miðla af eigin reynslu, gefa ráð og/eða koma með uppástungur að lausnum. Einstaklingurinn þarf sjálfur að fá tækifæri til að draga eigin ályktanir og skoða ofan í kjölinn hvað er að gerast.

Einnig er mikilvægt að tryggja að skjólstæðingnum líði vel, hann upplifi nánd og öryggi því þannig eru meiri líkur á að hann geti unnið úr sínum málum á áhrifaríkan hátt.

Hér eru nokkrir eiginleikar sem góður hlustandi þarf að tileinka sér:

· Nálægð, viðeigandi líkamleg snerting, horfa afslappað á einstaklinginn og sýna honum glaðlegt viðmót, hlýju og viðurkenningu.

· Sýna áhuga á því sem gerðist og spyrja spurninga um ýmis atriði/atburði sem gætu skipt máli (góða og/eða slæma).

· Vera rólegur, hafa nægan tíma fyrir skjólstæðinginn, vera með hugann við það sem er gerast og vera á öruggum stað (t.d. hljóðeinangrandi, engin hætta á truflun).

· Virða trúnað við skjólstæðinginn.

Góð ráð fyrir þátttakanda

· Taktu þér tíma til að kanna umhverfið, átta þig á með hverjum þú ert og segja frá því sem fyrst kemur upp í hugann, t.d. minningum, skynjunum, eða einhverju forvitnilegu. Það getur hjálpað þér að slaka á og muna að þessi tími er tileinkaður þér.

· Segðu frá einhverju jákvæðu sem þú upplifðir nýlega. Það getur hjálpað til við sjálfsmat.

· Segðu frá nýlegum upplifunum eða aðstæðum sem hafa haft áhrif á þig.

7

>> EFNISYFIRLIT

Page 36: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

36

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

· Sú skynjun sem við upplifum í nútíðinni kemur venjulega úr fortíðinni. Taktu þér andartak til að hugsa um eitthvað úr fortíðinni og það minningarbrot sem kemur fyrst upp í hugann skaltu ræða um.

· Hlutverk þitt í viðtölunum er að segja í smátriðum frá atburðum í lífi þínu. Það skiptir engu hvort þér finnst þín eigin frásögn ruglingsleg og/eða tilgangslaus. Það getur verið léttir að segja frá og hjálpar einnig til við að losa um gamlar tilfinnningar sem hafa staðnað.

7

>> EFNISYFIRLIT

Page 37: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

37

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

Tilfinningalegt Jafnvægi8

AÐ HAFA VÍÐSÝNI TIL AÐ FINNA RÉTTU LEIÐINA

Við þurfum að muna að fólk leitast við að vera hamingjusamt. Við fæddumst til að njóta lífsins og hinna fjölmörgu áskorana þess. Það er hluti af eðli mannsins og við þurfum aðeins að fylgjast með börnum sem oft bíða full eftirvæntingar fyrir áskorunum og ævintýrum hversdagsins. Við getum líka rifjað upp eigin barnæsku og hugsað um hvernig við nutum þess t.d. að læra að tala, ganga og hjóla og hvern dag bauð lífið upp á nýjar upplifanr og áskoranir.

Með aldrinum færumst við frá þessu náttúrulega ástandi, annað hvort smám saman eða í stórum stökkum. Við reynum samt eins og við getum að finna aftur þessar tilfinningar sem einkenndust af gleði, hamingju og vellíðan.

Hamingjan byggist á því að okkur líði vel. Sýn okkar á hamingjuna er nátengd heilsu okkar, heilsu fólksins í kringum okkur og umhverfinu sem við lifum í.

Ef eitthvað bjátar á, á þessum vígstöðvum, til dæmis ef veikindi eða heilsuleysi gerir vart við sig, þá lætur meðvitundin okkur vita að eitthvað sé í ólagi og að úr því þurfi að bæta. Við finnum þá fyrir óöryggi og ófullnægju.

Þar af leiðandi eru það mikilvæg skilaboð til þeirra sem vilja þroskast andlega, styðja hvert annað og læra að stjórna tilfinningum sínum að muna að vellíðan byggist á jafnvægi í: næringu, hvíld, líkamsþjálfun, vinnu, námi, leik og félagslegri virkni og samskiptum við aðra. Að öllu þessu þarf að huga.

>> EFNISYFIRLIT

Page 38: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

38

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

HVAÐ ÞURFUM VIÐ AÐ GERA TIL AÐ LÍÐA VEL?

Líffræðilega erum við byggð upp af frumum, svo við getum gert ráð fyrir því að þarfir okkar sem manneskjur séu líkar þörfum þeirra.

Frumurnar þurfa að nærast og hvíla sig. Þær vilja tengjast öðrum frumum og almennt séð eru þær virkar, þær kanna umhverfið, tengjast hver annarri, skiptast á upplýsingum, prófa að breyta sér, þroskast, fjölga sér, hafa eigin takt í tilverunni (án streitu) og þær þurfa að treysta á gott meltingar og hreinsiferli.

Við getum dregið þá ályktun að þarfir okkar sem manneskjur séu að grundvelli afar sambærilegar þörfum frumanna sem við erum gerð úr.

HVERJAR ERU ÞARFIR OKKAR?

Hér á eftir munum við skilgreina átta grunnþarfir mannsins. Þessar grunnþarfir eru undirstöður þess að við getum lifað ná sem skipta máli til að geta lifað heilbrigðu og góðu lífi.

Það er mikilvægt fyrir hvern og einn að skilgreina sjálfur hvernig hann ætlar að vinna með grunnþarfirnar og uppfylla þær. Það er hluti af persónulegum þroska sem

hver og einn þarf að ganga í gegnum.

Þegar unnið er með tilfinningastjórnun skiptir miklu máli að koma reglu á daglegt líf. Að taka lítil skref í einu og skrá niður þær hindranir sem verða á veginum og skrá einnig þá áfangasigra sem nást. Þannig er hægt að koma auga á og skilgreina þær tilfinningar sem þarf að kljást við.

Markmiðin geta verið misjöfn en mest er um vert að byrja smátt og taka lítil skref í einu. Skrefin þurfa að vera mælanleg, einföld, raunhæf og með tímafrest, til að hægt sé að meta reglulega hvernig gengur.

MATUR

Við þurfum hollan mat, hreint loft, nægt sólskin, hreint vatn og hollar og nærringarríkar máltíðir.

Því miður er hagnaður stundum settur ofar velferð fólks í samfélagi nútímans. Algengt er að mataræði fólks einkennist af skyndibitafæði. Í þannig fæði eru oft mörg aukaefni sem gera líkamanum lítið gagn eða gera líkamanum beinlínis ógagn og getur slíkt fæði beint og/eða óbeint leitt til ýmissa krankleika. Margir hafa einnig vanist og/eða alist upp við óheilbrigðar venjur varðandi mat, t.d. ofát eða óhóflega neyslu sætinda. Hvernig getur

8

>> EFNISYFIRLIT

Page 39: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

39

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

okkur liðið vel ef t.d. við borðum of mikið og maturinn inniheldur meira af eiturefnum og/eða aukaefnum en okkur grunar?.

LÍKAMSÞJÁLFUN

Við erum lifandi verur og þurfum á daglegri hreyfingu að halda. Við þurfum að viðhalda vöðvum og við þurfum einnig á ýmsum hormónum að halda sem líkaminn framleiðir aðeins við áreynslu. Við þurfum að hreyfa okkur reglulega og af skynsemi en ekki á öfgakenndan hátt. Útileikir barna eru gott dæmi um hvernig hægt er að nota hreyfingu á skemmtilegan og skapandi hátt.

Margt má nefna sem hefur áhrif á það hvort og hvernig við hreyfum okkur t.d. samfélagið sem við búum í, staðalímyndir, starfsval og búseta. Erfitt getur reynst að koma hreyfingu inn í daglegt líf þar sem tímaskortur og/eða hraði einkennir flesta daga.

HVÍLD

Mjög misjafnt er hversu mikið einstaklingar hvílast eða sofa, sumir hvílast og/eða sofa of mikið en aðrir of lítið en ljóst er að streita er viðvarandi vandamál í samfélagi

nútímans. Margir glíma við mikla streitu en hún getur haft gríðarleg áhrif á lífsgæði.

Hvíld og svefn hafa áhrif á getu líkamans til að melta mat og aðra næringu og vinna úr reynslu sem við verðum fyrir. Sömuleiðis hafa gæði matarins, hreyfing og annað sem við gerum bein áhrif á getu okkar til að hvílast og sofa . Við þurfum að hægja á okkur, stundum jafnvel að stöðva taktinn og hraðann á lífsstílnum sem við höfum tamið okkur. Til að endurheimta heilsu og hreysti þurfum við að hreinsa til bæði í líkama og huga. Hvíld og svefn er grundvallarforsenda þess að það sé hægt.

SAMBÖND OG TENGSLAMYNDUN

Ein af lykilþörfum okkar, til þess að þroskast eðlilega og njóta lífsins, er að eiga góð samskipti við aðra. Við þurfum á því að halda að sýna öðrum hlýju, upplifa að við séum elskuð og að einhver sé til staðar þegar við könnum og/eða upplifum heiminn. Samskiptin geta verið á ýmsa vegu bæði mjög náin og/eða yfirborðskennd og allt þar á milli.

Stöðugt þarf að þjálfa og fínstilla hæfnina til að tengjast öðrum því öll getum við upplifað erfileika og/eða höfnun í samböndum. Þetta er eitt af því sem við þurfum sjálf að tileinka

8

>> EFNISYFIRLIT

Page 40: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

40

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

okkur því slík tengslamyndun er ekki kennd í skólum og sjaldnast á heimilum. Eftir því sem við eldumst þá gerum við okkur grein fyrir því að sambönd geta verið flókin og erfið sérstaklega þegar um náin sambönd er að ræða. Við mætum ólíkum einstaklingum í gegnum lífið og á sama tíma erum við sjálf að þroskast og breytast.

Í því félagslega umhverfi sem við búum er stundum reynt að stía fólki í sundur, ýta undir innbyrðis samkeppni, framleiðni og neyslu. Þar er oft lögð mikil áhersla á að aðeins sé rými fyrir þá sem lenda í fyrsta sæti, séu „hæfastir“. Þetta getur haft mikil áhrif á okkur sjálf og aðra í umhverfinu.

Þess vegna er afar mikilvægt að nema staðar, horfast í augu við allan þann félagslega þrýsting sem við verðum fyrir og meta þau áhrif sem hann hefur. Einnig skiptir þar miklu máli að reyna að auka samskipti við aðra og efla með því móti tilfinningastjórnun okkar sjálfra.

ÞEKKING SEM BYGGIR Á STERKUM GRUNNI

Samfélög á Vesturlöndum eru yfirfull af upplýsingum og fróðleik. Hægt er að nálgast upplýsingar um nær hvað sem er á netinu en aftur á móti getur stundum reynst erfitt að

greina á milli hvaða upplýsingar eru hagnýtar og hvaða upplýsingar eru lítils virði eða jafnvel rangar. Við sem manneskjur höfum hæfileikann til að læra og tileinka okkur nýja hluti. Flestum þykir það skemmtileg áskorun. Samt sem áður hafa sumir misst trú á eigin getu vegna þess að þeir hafa átt í erfiðleikum í skóla sem börn og ekki staðið undir þeim væntingum sem fullorðnir gerðu til þeirra. Þessir einstaklingar þurfa að fá aðstoð til að efla trú á eigin getu og hvatningu til að lesa sér til gagns.

SKÖPUN, LEIKUR OG LISTRÆN TJÁNING

Mikilvægur hluti af því sem við lærum á sér stað með því að taka þátt í og þróa verkefni á skapandi hátt, með þeim upplýsingum sem við fáum. Við þurfum að fá tækifæri til að tengja saman bóklega þekkingu við verklegar æfingar til að ljúka lærdómsferlinu. Þetta þurfum við að gera vegna þess að í eðli okkar erum við skapandi og að skapa er ein af undirstöðum þess að skilja og læra nýja hluti. Það hjálpar okkur líka til þess að tjá okkur, setja í hlutina í samhengi, vinna úr upplýsingum og víkka sjóndeildarhringinn.

Sem börn notum við ímyndunaraflið á margskonar hátt í leikjum og athöfnum, t.d. blöndum töfradrykki, byggjum kastala í trjám

8

>> EFNISYFIRLIT

Page 41: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

41

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

og búum til leikrit. Þegar við verðum eldri og komum út á vinnumarkaðinn verður oftast minna um verkefni, leiki og/eða áskoranir sem krefjast þess að við notum ímyndaraflið og skapandi hugsun. Hverjar sem aðstæður og aldur okkar er þá er, lykilatriði að nota sköpun, tjáningu og leik til að auka vöxt og þroska því á þann hátt getum við auðveldlega lært og/eða tileinkað okkur nýja hluti eða þekkingu.

ATVINNA

Starfsval er að öllum líkindum eitt af því sem hefur hvað mest áhrif á líf hverrar manneskju. Öll þurfum við á einhvers konar tekjum að halda til að lifa af og/eða tryggja afkomu okkar á einhvern hátt. Forfeður okkar þurftu að tryggja afkomu sína á afar ólíkan hátt. Þeir þurftu t.d. að safna uppskeru, veiða dýr, útvega skjól, vefa og heyja og mest öll framleiðslan fór fram innan heimilisins eða í nálægð við það. Í nútíma samfélagi eru það stór sem smá fyrirtæki sem veita okkur atvinnutækifæri.

Við munum að öllum líkindum halda áfram að stunda atvinnu til að hafa þak yfir höfuðið, kaupa nauðsynjavörur og annað sem við teljum „nauðsynlegt“ að eiga. Æskilegt væri að vinnumarkaðurinn leyfði öllum að fá tækifæri til blómstra í starfi og auka þroska og

sköpunarkraft sinn. Því miður er það ekki alltaf raunin og dæmi eru um að atvinnuþátttaka hafi neikvæð áhrif á líf einstaklinga. Sem dæmi um það má nefna vinnustaði þar sem starfsaðstæður eru hættulegar, vinnudagur er langur, laun afar lág og jafnvel þar sem starfsmenn hnepptir í hálfgerðan þrældóm. Einnig má nefna dæmi þar sem vinnustaðir og/eða verksmiðjur menga nærliggjandi umhverfi svo varanlegur skaði hlýst af.

AÐ NÁ STJÓRN Á TILFINNINGUM

Mikilvægt er að vanda til mataræðis, stunda einhverskonar hreyfingu, sofa nóg, vera félagslega virkur, læra reglulega nýja hluti og leyfa sköpunarkraftinum að njóta sín. Við þurfum að fá tækifæri til að stunda vinnu við hæfi, þar sem við erum metin að verðleikum og fáum viðurkenningu fyrir störf okkar.

Að vanda til mataræðis, stunda einhverskonar hreyfingu, sofa nóg, vera félagslega virkur, læra reglulega nýja hluti og leyfa sköpunarkraftinum að njóta sín getur verið afar stór áskorun og tengist náið tilfinningaþroskanum. Það að vita hvað er rétt að gera og framkvæma það síðan, getur verið tvennt ólíkt. Mótstaða og/eða hræðsla við breytingar er oft okkar stærsti óvinur (jafnvel þó það geti bætt

8

>> EFNISYFIRLIT

Page 42: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

42

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

lífsgæði). Mótstaðan er ekkert annað en gamlar tilfinningar og viðhorf sem við höfum sankað að okkur í gegnum lífið og geta komið í veg fyrir rökréttar hugsanir og hegðun.

Í gegnum lífið meðtekur hugurinn alla reynslu sem við verðum fyrir, alla atburði sem við upplifum og reynir eftir fremsta megni að vinna úr því. Það er hægt að líkja þessu við þegar við meltum fæðuna: sumt nýtir líkaminn til næringar en annað er flokkað sem úrgangsefni. Hugurinn meltir allt en það eru ótal atriði sem þarf að vinna úr, sumt er notað og geymt en öðru er eytt.

Til þess að vinna úr öllum upplýsingunum um það sem gerist og/eða hefur gerst reynir hugurinn að skilja það sem er að gerast. Í frumbernsku, löngu áður en við lærum að tala, þá grátum við, hlæjum, geispum og skjálfum til að tjá líðan okkar. Eftir því sem við eldumst bætist talmálið við þessi grundvallar geðbrigði.

Stundum gefst ekki tækifæri til að vinna að fullu í tilfinningalosun í gegnum geðbrigðin. Nú til dags virðist tilhneigingin vera að stöðva tilfinningalosunina þ.e. einstaklingurinn fær ekki tækifæri til að fara í gegnum það mikilvæga ferli sem hugurinn þarf til að vinna úr atburðinum.

Sem dæmi um það má nefna, að daglega

verðum við vitni að því þegar að reynt er að stöðva grát barna. Við sjáum það allstaðar bæði á götum úti, á heimilum og á opinberum stöðum. Barn grætur sjaldan lengi áður en einhver reynir að nálgast það til að róa eða stöðva tilfinningalosunina. Þegar það gerist, getur það komið í veg fyrir það ferli sem hugurin þarf að ganga í gegnum til að vinna úr atburðinum.

Getur þú ímyndað þér ef þetta væri gert við barn sem þyrfti að pissa? Það væri stoppað af og sannfært um að það þyrfti ekki að pissa: því væri sagt að það væri all ekki nauðsynlegt þessi þörf myndi líða hjá eða því væri hótað t.d. líkamsmeiðingum ef það færi ekki eftir tilmælum.

Kannski er þetta dæmi frekar gróft en getur verið gagnlegt til að gera sér grein fyrir því að enginn efast um nauðsyn þess að losa sig við úrgangsefni líkamans … Svo af hverju ættum við að stoppa tilfinningalosun þar sem hugurinn er að losa sig við það sem hann þarf ekki á að halda.

Ljóst er að í samfélagi okkar fá fullorðnir frekar sjaldan tækifæri til að gráta (sérstaklega karlmenn). Að sýna slík geðbrigði á almannafæri er talið frekar óviðeigandi nema við sérstakar viðurkenndar aðstæður t.d. við jarðarfarir. Eftir því sem við eldumst er aukin hætta

8

>> EFNISYFIRLIT

Page 43: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

43

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

á því að við missum getuna til eða eigum erfiðara með að tjá hvernig okkur líður og skilja hvernig okkar eðlislæga tilfinningalosun fer fram og nýta hana á réttan hátt. Við höfum á vissan hátt misst tengslin við okkar eðlislægu leiðir til tilfinningalosunar.

Ef við viljum breyta lífi okkar getur verið mjög árangursríkt að vinna með öðru fólki til þess að ná þeim markmiðum.

Öflugt hópastarf þar sem meðlimir skiptast á skoðunum og vangaveltum, styðja hver annan, ræða nýjar hugmyndir og gömul viðhorf, getur því hjálpað mjög við slíka vinnu.

Við vonum að þessi handbók geti orðið til þess að hvetja einstaklinga til að taka fyrstu skrefin í slíkri vinnu.

>> EFNISYFIRLIT

Page 44: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

44

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

Mismunun og Kúgun9

Manneskjur hafa djúpa þörf og getu til að vinna saman, elska og hlúa að hver annarri. Þrátt fyrir það höfum við í gegnum aldir lifað í samfélögum þar sem manneskjum er att upp á móti hvor annarri t.d í stríðum eða stjórnmálum. Til að vinna gegn áhrifum þess er afar mikilvægt að hvert samfélag fyrir sig leggi metnað sinn í að tækifæri gefist á sem flestum stöðum, að hlúa að einstaklingunum sem byggja samfélagið.

Samfélög nútímans eru mjög ólík að uppruna, sum byggja á víðsýni og þekkingu þar sem réttur einstaklinga á að vera tryggður í samræmi við ýmsa alþjóðlega sáttmála. Önnur geta verið gjörólík þar sem samfélagið einkennist af kúgun og/eða ofbeldi á minnihlutahópum.

Í þessum kafla reynum við að átta okkur á hvað kúgunarsamfélag er í raun og veru. Hvernig það hefur þróast og hvernig því hefur verið viðhaldið.

Fjallað verður um hvernig ofbeldi og kúgun geta viðhaldið félagslegu kerfi þar sem mismunum er viðvarandi. Skilgreindir verða þættir eins og kynþáttafordómar, kynjamisrétti og útskýrt hvernig þeir geta samtvinnast og orðið hluti af menningu okkar, undirvitund og samfélagi. Þeir þættir eru ekki einstaklingsbundnir ágallar heldur eru þeir hluti af mun stærri og viðameiri vandamálum sem eru til staðar samfélögum.

Kúgun og ofbeldi er ómeðvituð hegðun sem getur orðið að óaðskiljanlegum hluta menningarinnar og samfélagsins, ef ekkert er að gert. Til þess að breyta því þarf að auka skilning og fræðslu um hvaða áhrif ofbeldi og kúgun geta haft. Greina þarf uppbyggingu þessara þátta og áhrif þeirra á tilfinningalífið.

Sektarkennd og refsing getur viðhaldið rótum ofbeldis og kúgunar á öllum sviðum

>> EFNISYFIRLIT

Page 45: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

45

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

samfélagsins og orðið leiðandi eyðileggjandi afl.

HVAÐAN KEMUR OFBELDI?

Eins og minnst hefur verið á er mikilvægt að einstaklingur sem hefur orðið vitni að ofbeldi og/eða orðið fyrir ofbeldi í æsku fái tækifæri til að vinna úr þeirri reynslu. Ef það er ekki gert þá eykst hættan á að einstaklingurinn sætti sig við samskonar ofbeldiseinna á lífsleiðinni. Hann hefur þá safnað að sér erfiðum og sárum tilfinningum sem birtast t.d. í ótta, mótstöðuleysi eða getuleysi við að horfast í augu við hlutina.

Hættan á því að fara í hlutverk gerandans er einnig fyrir hendi t.d. að skaða aðra manneskju á sama og/eða svipaðan hátt. Oft er þetta ómeðvitað og erfitt að greina þessar gjörðir en algengt er að sömu tilfinningar búi að baki þ.e. þær tilfinningar sem bærðust innra með viðkomandi þegar upphaflegu atburðirnir áttu sér stað.

Það þýðir að einstaklingur getur upplifað sjálfan sig sem fórnalamb þrátt fyrir að hann sé að beita aðra manneskju ofbeldi. Þetta getur virst afar flókið viðureignar en oftast tengist þetta upphaflegu atburðunum en hefur ekkert að gera með aðstæður dagsins í dag.

Flestir hafa að öllum líkindum annaðhvort orðið fyrir ofbeldi og/eða upplifað ofbeldi af hendi annarra og eiga því á hættu að beita aðra ofbeldi ef ekki hefur verið unnið úr þeim tilfinningum sem þeirri reynslu fylgdi.

Í samfélögum þar sem kynþáttafordómar ríkja, kynjamisrétti er til staðar og/eða annars konar kúgun er fyrir hendi, er afar líklegt að við verðum vitni að ofbeldi í daglegu lífi. Það getur orðið óaðskiljanlegur hluti af lífinu, síendurtekið og viðtekið eins og það sé eðlilegt. Það er erfitt að horfa upp á allt það ofbeldi sem börn búa við nú á tímum, bæði það ofbeldi sem börn verða fyrir og það ofbeldi sem þau beita. En að öllum líkindum hefur slíkt ofbeldi alltaf verið til staðar einnig þegar við sjálf vorum börn.

Við getum spurt eftirfarandi spurninga til þess að átta okkur á eigin tilhneigingu til að kúga aðra:

· Finnst þér stundum eins og þú „verðir“ að sigra, eða megir allavega ekki tapa?

· Finnst þér stundum eins og þú þurfir að eiga síðasta orðið eða hafa rétt fyrir þér?

·Bregstu stundum við með reiði? Langar þig til að beyta ofbeldi og lætur jafnvel verða af því?

9

>> EFNISYFIRLIT

Page 46: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

46

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

· Ertu fjarlæg/ur, kuldaleg/ur og fálát/ur?

· Forðast þú fulla samvinnu?

Yfirleitt þegar við spyrjum þessara spurninga þá eru margir sem kannast við eitthvað af þessum atriðum í fari sínu. Þetta eru afleiðingar þess að hafa upplifað ofbeldi án þess að hafa fengi tækifæri til að vinna sig frá því. Ef þú hefur svarað einhverjum af spurningunum játandi getur verið forvitnilegt að vita hver ástæðan er fyrir því.

Það er mikilvægt að hafa í huga að við höfum líklegast öll upplifað og/eða verið beitt ofbeldi á einhvern hátt í æsku og erum að öllum líkindum á fullorðinsárum enn undir áhrifum þess.

KÚGUN ER SKIPULAGT OFBELDI

Listinn hér að ofan er einungis lítið dæmi um þær tegundir ofbeldis sem hafa viðgengist í tímans rás. Í þúsundir ára hefur kúgun og tilheyrandi varnarleysi verið flutt á milli kynslóða, á sama tíma og samfélögin hafa orðið stærri og flóknari. Kúgun einstaklinga á öðrum einstaklingum hefur þróast með tímanum yfir í flókin valdakerfi og drottnun.

Ríkjandi valdakerfi í hverju samfélagi getur leitt

til mismununar. Ákveðnir hópar taka sér þá réttinn til að misbjóða öðrum hópum. Þetta er stór hluti af því kerfisbundna ofbeldi sem við köllum nú til dags kúgun. Kúgun er sjálfstætt kerfi sem hefur engan mannlegan tilgang.

Kúgun er hægt að skilgreina sem skipulagt ofbeldi, en það hefur orðið til í gegnum flókna víxlverkun frekar en meðvitaðan ásetning mannsins. Jafnvel þegar um ásetning er að ræða er hann drifinn áfram af tilhneigingunni til að endurgera ofbeldið. Það er ekki hægt að kenna neinum sérstökum um ástæðuna fyrir þessu kerfi kúgunar.

Önnur leið til að segja þetta er: Hver og einn einstaklingur er í áhættuhópi að misbjóða öðrum án þess að finnast hann vera að gera neitt af sér. Samfélög hafa þróast í gegnum aldir, þar sem ólíkum hópum fólks hefur verið úthlutað „svæði“ til að misbjóða öðrum. Til dæmis hefur karlmönnum verið úthlutað svæðið „að kúga konur”, til að skipuleggja og ýta undir kvennakúgun. Hvert svæði heldur utan um upplýsingar sem gagngert eru notaðar til að gera lítið úr markhópnum.

(Samkvæmt þessari skilgreiningu er hægt að skilja betur hvernig byltingar sem virðast heppnast vel þróast stundum á verri veg og verða uppspretta kúgunar í annarri og breyttri

9

>> EFNISYFIRLIT

Page 47: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

47

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

mynd. Nýir stjórnendur eru komnir í valdastöðu (stjórnendur sem hafa sjálfir upplifað kúgun og fá þar nýjan vettvang til að beita aðra kúgun).

REFSING OG SEKTARKENND HAFA ÞVERÖFUG ÁHRIF

Í samfélagi nútímans lendum allir sjálfkrafa í fyrirfram skilgreindum hópum. Innan þeirra og/eða milli þeirra geta þróast óæskileg viðhorf sem einkennast af ofbeldi og/eða mismunun. Vissir hópar fá síðan sökina á sig og er refsað ómælt fyrir það. Til dæmis hefur hvíta verkamannastéttin á sér orð fyrir að vera rasistar og eiga að finna til sektar fyrir það. Svartir karlmenn og múslimar hafa gjarnan á sér þann stimpil að beita kynjamisrétti og eru ásakaðir fyrir það.

Hluti af ofbeldinu sem þessir fyrrnefndu hópar þurfa að þola er að vera stimplaðir sem „kúgarar”. Allur hópurinn sem heild (t.d. hvíta verkamannastéttin, karlmenn eða múslimar) er skilgreindur á sama hátt, enginn sem tilheyrir hópnum er undaskilinn. Þetta getur verið afar ruglandi og valdið því að samskipti við þá verða einsleit og einkennast af fyrirfram ákveðnum hugmyndum sem eiga sér litla stoð í raunveruleikanum. Hóparnir mæta oft dómhörku og/eða meðlimir þeirra upplifa

kúgun og svara ef til vill á afar grimmdarlegan hátt t.d. með ofbeldi. Erfitt getur verið að gera sér grein fyrir heildarmyndinni þar sem flókin samskipti og og rótgrónar hugmyndir ráða oft ferðinni. Sérstaklega á það við þegar ákveðnir hópar eru ásakaðir og aðrir vilja ekki kannast við að eiga nokkurn hlut að máli. Til dæmis er kynjamismunun hjá hvítu fólki og kynþáttafordómar hjá miðstéttarfólki ekki dæmdir á eins harkalegan hátt og t.d. hvíta verkamannstéttin eða múslimar.

Oft er auðveldast og einfaldast að beina sökinni að öðrum en okkur sjálfum. En ef við sjálf erum ásökuð um þessi sömu og/eða álíka viðhorf þá er algengt að við hrökkvum í vörn. Ef tilhneigingin til að misbjóða fólki og kúga er til staðar, er algengt að reynt sé að fela hana og viðkomandi forðast þá þær félagslegar aðstæður þar sem hætta er á að slíkt gerist. Ef ofbeldi hefur þegar verið beitt þá eru margir sem neita alfarið sök.

Það er freistandi að benda á hópa sem „allir“ eru sammála um að séu „kúgarar“ eða „hinir vondu“, þar sem þetta beinir athyglinni frá okkar eigin tilhneigingu til kúgunar. Slíkt leysir engan vanda.

9

>> EFNISYFIRLIT

Page 48: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

48

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

VIÐ GETUM LOSAÐ OKKUR VIÐ TILHNEIGINGUNA TIL AÐ KÚGA

Einstaklingar sem beita aðra ofbeldi geta losað sig við þá tilhneigingu á margvíslegan hátt. Til dæmis getur reynst vel að tala um erfiðar tilfinningar sem tengast skaðlegri og ruglingslegri reynslu úr æsku (og nota geðbrigðin til tilfinningalosunar) því þannig gefst tækifæri til að vinna gegn tilhneigingunni til að beita aðra ofbeldi. Þetta reynist vel í umhverfi þar sem hlýja og stuðningur er til staðar. Tilfinningalosun hjálpar til við: að opna hugann, horfast í augu við eigin hegðun og neita að taka við villandi upplýsingum um sjálfan sig og aðra. Þetta getur reynst erfitt því stundum finnst okkur við þurfa að fela hugsanir og hegðun og/eða verja okkur gegn því sem við höfum tileinkað okkur.

Ásakanir og refsingar koma í veg fyrir tilfinningalosun og hafa tilhneigingu til að styrkja kúgun og misnotkun í sessi.

Það er gagnger munur á því annarsvegar að stöðva ofbeldi eða kúgun (sem skiptir gríðarlegu máli) og hinsvegar að saka einhvern um ofbeldi, lítillækka hann vegna þess og/eða refsa fyrir slíkt (sem styrkir kúgun og misnotkun í sessi).

SUNDRUNG OG KÚGUN

Í þúsundir ára hefur jafnvel heilu samfélögunum verið stjórnað með því að etja fólki gegn hvert öðru innbyrðis eða milli landa. Þjóðir keppa hver við aðra á ýmsum vettvangi og áður fyrr voru heilu löndunum og jafnvel heimsálfum stýrt í nafni heimsvelda. Einstaklingar keppa hver við annan og sumir fara smám saman að telja sér trú um að samkeppni sé hluti af hinu mannlega eðli. Sem dæmi um slíkt má nefna samstarfsfélaga á sama vinnustað sem keppa um hylli yfirmanns með öllum tiltækum ráðum.

Slík aðgreining og samkeppni getur gegnsýrt menningu okkar og komið í veg fyrir að við fáum yfirsýn yfir það hvernig best er að vinna að sameiginlegum markmiðum sem koma sem flestum til góða. Slík aðgreining og samkeppni getur einnig eyðilagt sambönd og samskipti t.d. milli þjóða, á vinnustað eða innan fjölskyldu.

(Sem dæmi má nefna, að hylla einu barni ómeðvitað umfram annað getur skaðað samband barnanna).

HLUTVERK MISMUNUNAR

Áhrifarík leið til að etja tveimur hópum upp á móti hvor öðrum er að gefa öðrum

9

>> EFNISYFIRLIT

Page 49: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

49

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

þeirra meiri völd og mikilvægari stöðu en hinum. Fólk með sömu völd og stöðu á auðveldara með að sameinast vegna þess að það sér hvert annað sem jafningja með sameiginlega hagsmuni að leiðarljósi.

En hvernig ferð þú að því að verða meðlimur í hópi sem misbýður þér án þess að taka eftir því? Og hvernig fer valdamikið fólk að því að sameinast hópi fólks sem það lítur á sem minnimáttar, lítilvægan, heimskan, veikan og vanþákklátan? Eða hvernig getur það sameinast hópi fólks sem það er reitt út í án greinilegrar ástæðu?

Valdapýramídar hafa viðhaldið þessu kerfi aðgreiningar og samkeppni fólks. Sum valdakerfi hafa lagskipt kerfi en í öðrum skiptast völdin þvert á lögin. Félagslegar stéttir eru dæmi um lagskiptingu, þar sem yfirstétt, miðstétt og lágstétt er skipt upp í margar undirstéttir. Dæmi um valdakerfi sem liggja þvert á lögin er aðgreining vegna kynþátta og kyns.

Þessi flókna skipting innan hvers samfélags hefur leitt af sér að hægt er að lenda á sama tíma í þeirri stöðu að vera kúgaður og að beita aðra kúgun.

Engu að síður er mikilvægt að muna að við sjálf tökum frekar eftir því þegar aðrir

misbjóða og/eða kúga okkur en neitum oftar en ekki ásökunum um að við komum illa fram og/eða misbjóðum öðrum. Stundum er það meira segja svo að við tökum hreinlega ekki eftir því þegar við misbjóðum öðrum eða komum illa fram við þá.

Þessi tilhneiging hefur verið afar ruglandi í gegnum tíðina fyrir margar frelsishreyfingar sem hafa barist gegn kúgun.

SAMVINNA

Mörg samfélög eru þannig uppbyggð að alið er á sundrungu svo að erfitt er fyrir íbúa að standa saman og vinna í sameiningu gegn mismunun.Eftirfarandi atriði geta haft mikil áhrif þar um:

• Takmarkaður aðgangur að menntun og þekkingu, sem kemur í veg fyrir grundvallarskilning á því hvernig samfélagið er uppbyggt.

• Lítið er um skapandi hugsun og/eða nýja sýn á þjóðfélagskerfið.

• Samfélagið einkennist af samkeppni og leynd. Þar af leiðandi ná íbúar ekki að sameinast eða vinna saman að hagsmunamálum.

• Stríð.

9

>> EFNISYFIRLIT

Page 50: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

50

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

Á vissan hátt má segja að sundruð þjóðfélög einkennist af þjóðfélagshópum sem vinna gegn hvor öðrum.

Ef við notum vektora reikning til að skoða þetta þá gæti myndin litið svona út:

9

Dæmi 1: styrkur 1 og styrkur 2 vinna á gegn hver öðrum, erfiða og vinna í andstöðu

Dæmi 2: styrkur 1 og styrkur 2 vinna í samvinnu, veita hvor öðrum styrk og vinna saman að lausnum

STYRKUR 1

STYRKUR 1

STYRKUR 2

STYRKUR 2

FRAMFÖR

FRAMFÖR

Ef svörtu örvarnar tákna afköst tiltekins hóps einstaklinga og rauðu örvarnar tákna afköst annars tiltekins hóps einstaklinga sem vinnur gegn þeim þá tákna bláu örvarnar heildarframleiðni þar sem unnið er við önnur skilyrði og af meiri einingu. Hlutfallsleg lengd bláu örvanna bendir til þess að framleiðnin

gæti aukist ef við sem manneskjur sameinumst um það. Slíkt er nauðsynlegt til að takast á við næstu kreppur sem gætu orðið vegna umhverfisspjalla og mengunar þar sem núverandi efnahagskerfi væri ógnað.

>> EFNISYFIRLIT

Page 51: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

51

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

9HVAÐA LAUSNIR ERU Í BOÐI?

Þau vandamál sem blasa við þegar unnið er gegn sundrungu eru samskonar og þau vandamál sem blasa við þegar unnið er gegn kynþáttafordómum, kynjamismunun og hverskonar kúgun. Vandamálið er flókið því þarna er um sambland af persónlegri og tilfinningalegri ringulreið einstaklinga að ræða sem tengist jafnframt samfélagslegum málefnum og stéttaskiptingu innan hvers þjóðfélags fyrir sig.

Barátta gegn hvers konar mismunun í samfélögum s.s. kynþáttafordómum, kynjamisrétti, kúgun og ofbeldi er stór áskorun og mun eflaust taka langan tíma. Skilgreina þarf hvernig mismunun tengist innbyrðis, sögulegan bakgrunn og áhrifamátt hennar. Bæta þarf þekkingu og auka víðsýni innan hvers samfélags fyrir sig og greina til hlítar þá þætti sem viðhalda ástandinu.

Í þessari handbók er leitast við að útskýra þá þætti og þau vandamál sem fylgja kúgun og sundrungu. Hér er ekki komið með tilbúnar lausnir á vandamálinu heldur einungis reynt að benda á þau undirstöðuatriði sem geta reynst vel þegar hugar er að lausnum.

Í tengslum við það er gott að hafa eftirfarandi þætti í huga:

1. Mikilvægt er að skilja hvernig tilfinningalegt tjón sem ekki hefur verið unnið úr getur leitt af sér tilhneiginguna til að valda öðrum skaða. Þetta vandamál er ekki eingöngu bundið við „slæma einstaklinga“ heldur getur hver einstaklingur í mannlegu samfélagi þurft að glíma við það.

2. Það gæti komið að góðum notum að þróa nýjar aðferðir sem bæta/heila tilfinningaskaðann sem veldur ofbeldishneigð, og koma þannig í veg fyrir að hann erfist til næstu kynslóðar.

3.Kúgun og sundrung eru yfirleitt skipulögð af ásettu ráði. Aftur á móti getur mismunun stundum verið viljandi en stundum á hún sér óviljandi stað. Það gerist þegar mismununin er orðin svo inngróin í samfélagið að viðkomandi aðili sem beitir henni tekur ekki lengur eftir því að mismunun eigi sér stað.

4.Gott er að þekkja sögu sundrungar og kúgunar í samfélögum heims og jafnframt hvernig hún birtist í nútíma samfélögum. Hafa þarf í huga að einstaklingar geta bæði verið þolendur og gerendur og skilja þarf hvaða áhrif það hefur haft í sögulegu samhengi þar sem einstaklingar og hópar hafa barist fyrir betri heimi.

>> EFNISYFIRLIT

Page 52: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

52

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

5. Stundum þarf að taka einstaklinga „úr umferð“ því talin er hætta á að þeir skaði aðra eða hafi óæskileg áhrif á aðra með skoðunum sínum.

6. Ásakanir á hendur tilteknum hópum og/eða einstaklingum fyrir að misnota aðra og/eða vera með kúgandi viðhorf leysa sjaldnast málin heldur geta slíkar ásakanir haft þveröfug áhrif. Þær geta ýtt undir afneitun og varnarstöðu þess sem í hlut á og komið í veg fyrir alhliða greiningu vandans. Síðast en ekki síst geta slíkar ásakanir komið í veg fyrir nauðsynlegan persónuþroska, sem er lykilatriði fyrir tilfinningabatann.

7. Tilhneigingin til að ásaka og refsa getur verið inngróin í undirvitund okkar og fastur hluti af þeirri menningu sem ríkir í samfélaginu. Þess vegna getur verið auðvelt að falla í þá gryfju að refsa og ásaka og að sama skapi erfitt að vinna gegn svo rógrónum hugmyndum. Þess vegna er mikilvægt vinna gegn slíku með öllum tiltækum ráðum.

ALLIR HAFA VERIÐ SKILYRTIR Á EINHVERN HÁTT

Allir hafa verið skilyrtir á einhvern hátt. Þeir sem upplifað hafa ofbeldi og/eða kúgun eru í aukinni áhættu að beita aðra ofbeldi. Með öðrum orðum þá getur sami einstaklingur upplifað einhverskonar

kúgun og á sama tíma kúgað annan.

Í flestum samfélögum heimsins fyrirfinnst mismunun, kúgun og/eða bæling á frelsi einstaklingsins í einhverri mynd. Hún getur verið mismikil og er stundum illgreinanleg eða falin.

Þegar stéttskipt samfélög komu til sögunnar má segja að mismunun og kúgun hafi fengið byr undir báða vængi. Þar myndaðist grundvöllur til að etja fólki sem tilheyrði mismunandi samfélagsstigum gegn hvert öðru á einn eða annan hátt.

Mismunun getur tekið á sig margar myndir, til dæmis út frá stétt og efnahag, aldri, kyni, kynþætti, húðlit, tungumálum, mállýskum, menntun, starfi, stærð og kynhneigð.

Margar leiðir eru til sem hægt er að nota til að ýta undir kúgun og viðhalda henni. Hægt er að nota t.d. her, lögreglu, lög og reglur, dómskerfi, fangelsi, áróður, falskar kenningar, sértrúarsöfnuði og stefnur í stjórnmálum í þeim tilgangi.

>> EFNISYFIRLIT

Page 53: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

53

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

KÚGUN OG AFLEIÐINGAR HENNAR

Að kúga aðra er ekki óhjákvæmilegur hluti af okkur sem manneskjum. Þeir sem kúga aðra eða taka þátt í að kúga aðra hafa á einhvern hátt sjálfir upplifað kúgun í einhverri mynd og sú reynsla fyrirfinnst í huga þeirra.

Margir geta á einhvern hátt verið þvingaðir til þess t.d. vegna félagslegs þrýsting eða ríkjandi fyrirkomulags í samfélaginu. Þeir verða gerendur. Sem gerendur hafa þeir hafa sjálfir upplifað sárar tilfinningar sem hafa búið um sig. Sumir upplifa fordæmingu frá samfélaginu annað hvort á meðan þeir beita kúgun eða á eftir. Í flestum nútíma menningarsamfélögum fá einstaklingar fá tækifæri til tilfinningalosunar en þannig aukast líkur á að kúgun verði viðhaldið og beitt meðan ekkert er að gert.

Tækifæri til tilfinningalosunar geta verið takmörkuð og innan samfélagsins eru oft skýrar reglur um hvað má og hvað má ekki. Eitt af skýrustu dæmunum um slíkt eru þau skilaboð til drengja í vestrænni menningu að „strákar gráta ekki“. Fyrst koma slík skilaboðin frá umhverfinu en verða fljótlega innbyggð í okkur sjálf og viðhaldið með viðhorfum samfélagsins.

Til að útrýma kúgun er nauðsynlegt að útrýma öllum gerðum hennar. Sérhver tegund kúgunar

hefur ákveðna eiginleika. Þær eiga líka ýmislegt sameiginlegt sem dæmi um sameiginlegan þátt er: virðingarleysi fyrir einstaklingi/einstaklingum. Það þarf að skilja og skilgreina hverja gerð kúgunar til að hægt sé að berjast gegn henni og útrýma henni að lokum.

>> EFNISYFIRLIT

Page 54: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

54

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

Hver einstaklingur er samsettur af milljónum fruma sem þurfa að vera í lagi, vinna saman og vera í samskiptum hver við aðra. Við eigum þeim líf okkar að þakka. Börn sem fæðast á eðlilegan hátt, án mikilla „vandamála“, eftir eðlilega meðgöngu, fæðast með eðlislæga forvitni, lífsþrótt og þörf fyrir að tengjast öðrum (sýna kærleika). Þau eru oftast félagslynd, samvinnuþýð, greind, næm og búa yfir ýmsum öðrum hæfileikum sem við lítum á sem jákvæða eiginleika.

Við erum fædd full af lífsþrótti, inn í samfélag sem við þurfum að aðlagast . Við erum fædd inn í samfélög sem eru misjöfn, sum samfélög eru illa undirbúin að takast á við og skilja mannlegar þarfir og geta ekki boðið, hvorki fullorðnum né börnum, upp á þær meðferðir og /eða aðstæður sem þau þurfa á að halda. Önnur samfélög eru betur í stakk búin til þess.

FJÓRAR EINFALDAR SPURNINGAR TIL AÐ SKILJA HVERNIG ANDLEG HEILSA ER BÆLD NIÐUR

Til að skilja hvernig kúgandi samfélag virkar er mikilvægt að skilja hvernig andleg heilsa er bæld niður.

Hvað er átt við með að „bæla niður andlega vellíðan“?

Það er kúgunin sem fólk þarf að þola í því samfélagi sem það lifir í, til að geta aðlagast.

Hvað er átt við með því að „aðlagast“?

Með því er átt við að tileinka sér gildin í þeirri menningu, eða því samfélagi, sem þú býrð í á tilteknum tíma, til þess að vera skilgreindur sem „eðlilegur“.

10 Andleg Heilsa

>> EFNISYFIRLIT

Page 55: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

55

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

Hvað er að vera eðlilegur?

Allt sem er í líkingu við ríkjandi gildi hjá þeirri stétt sem hefur völdin, til dæmis: Karlmaður, fyrirtækjaeigendur, gagnkynhneigðir, fullorðnir, hvítir, miðaldra, o.s.frv.

Hver eru þessi „gildi” sem við þurfum að aðlagast til að vera álitin „eðlileg“?

Ríkjandi gildi gætu til dæmis verið: að hafa stjórn á tilfinningum sínum, vera afkastamikill, áhrifaríkur, ofbeldisfullur, undirgefinn, hlýðinn, efnishyggjumaður, óvæginn, lítið meðvitaður, sjálfum sér nógur, keppnismaður, Ó-MANNLEGUR.

ALLT í umhverfi okkar (s.s. félagsþjónusta, sjúkrahús, skólar og vinnustaðir) tekur mið af og/eða er skipulagt með tilliti til ríkjandi gilda. Afar erfitt getur verið að ætla að vinna á móti ríkjandi gildum og eru einstaklingar sem gera það gjarnan litnir hornauga. Þannig þurfa t.d. mæður okkar, feður, kennarar, nágrannar, samstarfsfólk, stjórnmálamenn og fjölskyldur að tileinka sér ríkjandi gildi í hverju samfélagi.

AÐ AÐLAGAST SAMFÉLAGINU

Allt frá fæðingu þurfa einstaklingar að aðlagast þeim gildum sem ríkja í samfélaginu. Þannig þurfa sumir að breyta hegðun sinni, bæla tilfinningar sínar og því hvernig þeir sjá lífið.

Sífellt fáum við skilaboð frá umhverfinu og samfélaginu sem geta haft mikil áhrif á okkur. Ef skilaboðin eru neikvæð, fela í sér vanvirðingu og/eða stríða gegn samvisku okkar þá geta þau valdið innri átökum (meðvitað eða ómeðvitað). Okkar mannlega eðli berst á þann hátt gegn þeim því þau stríða gegn okkar innri sannfæringu.

Til að viðhalda mannlegum eiginleikum okkar býr hugurinn yfir úrvinnslukerfi sem tekur til starfa þegar við upplifum ofbeldi og/eða innri átök. Þetta kerfi felst aðallega í getunni til að tjá okkur um það sem er að gerast, tjá okkur um það sem við eigum erfitt með að skilja og/eða það sem veldur okkur sársauka.

Þegar við fæðumst eru grátur, hlátur, skjálfti og geispi einu leiðirnar sem við þekkjum til að tjá tilfinningar okkar því við höfum ekki náð valdi á talmáli.

Við notum tilfinningalosunina til að vinna úr þeim upplýsingum sem við skiljum ekki. Hún

10

>> EFNISYFIRLIT

Page 56: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

56

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

hjálpar okkur til að jafna okkur á því sem gerðist og gerir okkur kleift að vera mannleg. Ef við fáum ekki tækifæri til að losa um tilfinningar okkar á þennan hátt er hætta á að þær hlaðist upp og hafi neikvæð áhrif á andlega líðan og leiði af sér neikvæða hegðun.

Ef við búum í samfélagi sem einkennist af kerfi sem gerir lítið úr okkur sem manneskjum eykst hættan á því að við getum smám saman orðið tillitslaus, sjálfhverf, þröngsýn, óvægin, undir-gefin, í stöðugri samkeppni og óhamingjusöm.

Allt frá fæðingu þurfum við að aðlagast ríkjandi samfélagi og ef við streitumst á móti er aukin hætta á við munum upplifa ofbeldi og/eða mismunun að einhverju marki (ótta, refsingar, barsmíðar, fangelsisdvöl, lyfjagjöf, o.s.frv.), oftast í réttu hlutfalli við hversu mikla mótstöðu/mótþróa við veitum.

Þeir sem eiga erfiðast með að „passa inn í“ og gera það sem samfélagið ætlast til (fara eftir skráðum og óskráðum reglum þess), upplifa oft mesta ofbeldið og/eða mismunun. Þeir sem eru viðkvæmastir fyrir því eru t.d. börn, konur, hörundslitaðir og ungt fólk.

Að vera „eðlilegur“ getur því verið nær ómögulegt í kúgandi samfélagi. Hver manneskja er einstök og á að fá tækifæri til að þroskast

að fullu og halda sérkennum sínum.

AFLEIÐINGAR ÞESS AÐ STREITAST Á MÓTI

Ákaflega mikilvægt er að hlúa að andlegri heilsu áður en illa fer. Þar skiptir mestu að fá farveg fyrir reynslu og tilfinningar og fá tækifæri til að ræða um þær og vinna með þær. Ef ekkert er að gert getur einstaklingur fundið fyrir ýmsum óþægindum t.d. upplifað andlegt ójafnvægi, hegðað sér hættulega og lagt þar með sjálfan sig og umhverfi í hættu og/eða tekið rangar og illa ígrundaðar ákvarðanir. Margir velja þá leið að deyfa þjáninguna með áfengi, eiturlyfjum, klámi, vinnu, sjónvarpsglápi, mat og/eða verkjalyfjum.

Öfgakenndustu afleiðingarnar af því að bæla niður andlega vanlíðan eru t.d. að beita aðra ofbeldi, einangra sig frá öðrum og stunda ýmsa áhættuhegðun t.d. aka undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. Þegar slíkt á sér stað endar fólk oft í fangelsi, verður veikt, slasast eða deyr. Með tímanum getum við t.d. orðið sorgmæddari, ósáttari, hræddari, árásargjarnari og upplifað meiri einangrun. Við reynum að halda því leyndu með því að dylja það eða setja í felubúning til þess að fólk átti sig ekki á því hvað er að gerast.

10

>> EFNISYFIRLIT

Page 57: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

57

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

HVAÐ ER TIL RÁÐA?

Sú kúgun og sundrung sem viðgengst í sumum þjóðfélögum heims hefur mikil áhrif bæði íbúa þeirra, heimnn allan og einnig á umhverfið. Við gætum spurt okkur sjálf spurninga á borð við: „af hverju breytast hlutirnir lítið eða ekkert?“ en oft eru svörin eitthvað í þessa áttina: svona hefur þetta alltaf verið“ eða „allt er betra núna en það var áður“.

Til þess að losna undan andlegu álagi og vinna með okkar andlegu heilsu í stað þess að bæla hana (eða láta umhverfið bæla hana) þurfum við að átta okkur á áhrifum samfélagsins á okkur sjálf. Jafnframt þurfum við á sama tíma skilja það að við getum sjálf gert ótal margt til að ná tilfinningalegum bata og frelsa okkur sjálf frá heftandi sjónarmiðum og þjóðfélagsgildum. Við getum náð tilfinningalegum bata sem kemur fram sem gleði, eldmóður, kraftur, gjafmildi og náð fram okkar rétta eðli sem manneskjur. Við sjálf berum mikla ábyrgð.

>> EFNISYFIRLIT

Page 58: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

58

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

Stétta Mismunun og Kúgun í Samfélögum

Segja má að ýmiskonar kúgun og mismunun fyrirfinnist í nútímasamfélögum. Þar má nefna mismunun, vegna kyns, kynþáttar, trúar, aldurs, stéttaskiptingar, húðlitar eða fötlunar og síðan eru hópar einstaklinga sem verða fyrir kerfisbundinni kúgun.

Þeir sem verða fyrir kerfisbundinni kúgun er oft taldir vera minna virði, og þurfa stundum að taka á sig sök fyrir gjörðir sem þeir hafa ekki gert. Sem dæmi um slíkt má nefna: fanga sem sitja saklausir í fangelsi, eða þegar einstaklingar eru lagðir inn á geðsjúkrahús án þess að geðrannsókn hafi farið fram. Sumir eru neyddir til að sinna herskyldu og jafnvel taka þátt í hernaði á vígstöðvum. Aðrir verða fórnarlömb mansals og vændis. Hér er einungis verið að taka dæmi þar sem gróf mismunun og/eða kúgun á sér stað. Slík mismunun og/eða kúgun

getur haft margskonar og ófyrirséðar afleiðingar. Sem dæmi um slíkt má nefna að neysla eiturlyfja og áfengis getur aukist og einnig tíðni sjálfskaða og/eða sjálfsvíga. Af þessu má draga þá ályktun að barátta gegn mismunun eigi alltaf rétt á sér.

Afar fátt „venjulegt fólk” býr við aðstæður til að framleiða sjálft, því fæstir eiga: jarðskika, byggingar, verksmiðjur, bækur, vélar, samskiptatæki og/eða aðferðir og tæki til að dreifa framleiðsuvörum.

Tækniaðferðir nútímans hafa aukið svo framleiðni síðustu ár að fjarmagnstekjur aukast sífellt. Hins vegar eiga stöðugt færri einstaklingar æ stærri hluta af auðæfum heimsins. Þeim sem taka ákvarðanir tengdar stjórnmálum og efnahag virðist jafnframt fækka.

11

>> EFNISYFIRLIT

Page 59: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

59

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

STÉTTSKIPTING OG KÚGUN

Í stéttskiptum samfélögum getur kúgunin birst sem efnahagsleg nýting verkamanna stéttarinnar. Í stéttskiptum samfélögum fyrri tíma þegar þrælahald var við lýði var það oft á tíðum undirstaða efnahagslegrar velgengni nokkurra aðila eða fyrirtækjaeigenda. Þegar þrælahaldi var aflétt breyttist fyrirkomulagið og þá var það verkamannastéttinn og/eða þeir sem framleiddu afurðirnar sem var stjórnað af þeim sem áttu og fóru með peningavöldin. Slíkt fyrirkomulag er enn við lýði. Það er að segja að þeir sem eiga framleiðsluaðferðirnar, eiga verksmiðjurnar og vörumerkin fá stærsta hluta gróðans en verkamannastéttin eða þeir sem framleiða afurðirnar fá aðeins lítinn hluta gróðans í formi launa og/eða umbunar.

Allir gerðir kúgunar geta viðhaldið kúgunarmynstri sem viðgengst innan stéttskiptingar og þannig tafið fyrir og/eða komið í veg fyrir að einstaklingar sameinist í baráttunni fyrir betri kjörum.

EFNAHAGSLEG NÝTING

Kúgun í samfélögum getur birst á fjölbreyttan og ólíkan hátt. Efnahagslega nýtingu má skilgreina á eftirfarandi hátt. Stór hluti vinnandi

fólks á tiltölulega litlar eignir fæstir eiga til dæmis: land, byggingar, framleiðslufyrirtæki, verksmiðjur, námur, orkuver, banka og flutningaleiðir, skip eða flutningalestir. Eftir því sem samfélög stækka og þróast safnast auðurinn og eignirnar á hendur fárra aðila sem eiga bæði eignir, framleiðslu og flutningaleiðir.

Nútímatækni gerir það að verkum að framleiðsla hefur aukist gífurlega síðustu árin og hinn sístækkandi auður safnast í hendur fárra milljónamæringa. Aftur á móti er eftirtektarvert að sífellt færri aðilar virðast far með pólitísk og efnahagsleg völd.

SAMFÉLAGSGERÐIN HEFUR ÁHRIF

Við þurfum að skilja hvernig samfélagið getur haft áhrif á líf okkar, líðan og eftirbreytni. Við þurfum einnig að fá tækifæri til að vinna með tilfinningar okkar sem tengjast reynslu af ofbeldi og mismunun. Segja má að allir sem búa í nútímasamfélögum komist ekki hjá því að verða fyrir einhverskonar áhrifum. Þá skiptir ekki máli hvaða þjóðfélagsstétt þeir tilheyra.

Í aldanna rás og fram til dagsins í dag hefur eignastéttinni (eða sá hópur manna í heiminum sem á eignir, framleiðslu og flutningaleiðir) verið kennt um vandamál og það sem miður

11

>> EFNISYFIRLIT

Page 60: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

60

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

fer hjá þeim sem minna eiga. Það hafa verið gerðar byltingar, farnar herferðir og stofnaðar hreyfingar til að breyta þessu kerfi og færa auðinn í fleiri hendur. Árangur af slíku starfi hefur verið misjafn. Miklu máli skiptir að allar stéttir sameinist um að gera breytingar, því þá mun að öllum likindum verða meiri von um árangur.

Þeir sem byrja að vinna í tilfinningum sínum, vilja yfirleitt bæta líðan sína. Eftir ákveðinn tíma, þegar vinnan fer að skila árangri, er líklegast að við viljum sjá breytingar í samfélaginu, sérstaklega breytingar sem koma í veg fyrir þá mismunun sem við sjálf höfum upplifað.

Nú til dags verða stöðugt til fleiri hreyfingar sem hafa það að leiðarljósi að stöðva mismunun í hvaða mynd sem er.

11

>> EFNISYFIRLIT

Page 61: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

61

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

Kynþáttafordómar

Kynþáttafordómar eru viðvarandi samfélagsmein og fyrirfinnast víða. Eitt af því varhugaverða við þá er að þeir geta farið mjög leynt og birst á ótal mismunandi vegu. Kynþáttafordómar geta verið svo innbyggðir inn í okkur að við beitum þeim (án þess að gera okkur fulla grein fyrir því) gagnvart einstaklingum sem þurfa að búa við kynþáttafordóma hvern einasta dag.

INNBYGGÐIR KYNÞÁTTAFORDÓMAR

Kynþáttafordómar í samfélaginu geta verið svo innbyggðir, öfugsnúnir og eyðileggjandi að áhrif þeirra geta smám saman orðið innbyggð í einstaklinginn sem fyrir þeim verður.

Ástæðan er sú að einstaklingurinn þarf stöðugt að þola særandi skilaboð, neikvæð viðhorf

og „rasíska“ hegðun, sem getur orðið mjög erfitt og yfirþyrmandi fyrir hann. Slíkt getur orðið mjög eyðileggjandi þar sem neikvæð skilaboð búa um sig og einstaklingurinn fer að trúa því að hann og/eða hans kynþáttur sé annars flokks eða minna virði.

Einstaklingurinn getur þannig farið að misbjóða sjálfum sér og/eða öðrum á sama hátt og hann sjálfur upplifði. Þess vegna er mikilvægt að hlúa að eigin tilfinningum og viðhalda jákvæðri sjálfsmynd til að vinna á móti þeim neikvæðu áhrifum sem kynþáttafordómar hafa.

DÆMI UM INNBYGGÐA KYNÞÁTTAFORDÓMA

Kynþáttafordómar sem eru orðnir hluti af okkur

12

>> EFNISYFIRLIT

Page 62: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

62

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

geta birst á fjölbreyttan og afar ólíkan hátt.

Hér eru nokkur dæmi:

· Kynþáttafordómar sem fá okkur til að hugsa um okkur sjálf eða fólk í kringum okkur sem illa gefið, lítils virði eða minni máttar.

· Kynþáttafordómar sem láta okkur gagnrýna og/eða ráðast á hvert annað með orðum og/eða fordómafullum skilaboðum, eða taka þátt í slíku með hópi fólks vegna þess að við teljum að aðrir séu minna virði, og/eða hættulegir.

· Kynþáttafordómar sem fá okkur til að beita líkamlegu ofbeldi og/eða jafnvel drepa hvort annað og þannig láta í ljós uppsafnaða reiði sem hefur hlaðist upp gagnvart vissum hópi/hópum í þjóðfélaginu.

· Kynþáttafordómar sem valda því að við setjum eigin hag aftast á forgangslistann.

· Kynþáttafordómar sem gera okkur erfitt um vik að einbeita okkur að líkamlegri og andlegri heilsu og því verðum við ofurviðkvæm fyrir ýmsum sjúkdómum s.s. fyrir hjartasjúkdómum, offitu, sykursýki. Þar getur lélegt aðgengi að heilsugæslu (og í mörgum tilfellum lélegt aðgengi að hollum mat) haft mikil áhrif bæði á líkamlega og andlega heilsu.

· Kynþáttafordómar sem ýta okkur út í að vera harðari við börnin okkar í tilraun til að „herða” þau og koma í veg fyrir að þau láti í ljósi stolt og ánægju með sjálf sig opinberlega (þetta veldur því hins vegar að þau upplifa reiði og vanmátt).

· Kynþáttafordómar sem geta fyllt okkur örvæntingu, vonbrigðum og reiði, sem aftur eykur hættu á að við neytum áfengis og annarra efna til að lina þjáninguna. Þetta gerist jafnvel þó að vitneskjan um það að slík neysla eyðileggi fyrir okkur og auki erfiðleika bæði í eigin lífi og í lífi okkar nánustu.

· Kynþáttafordómar sem fá okkur til að ganga til liðs við hóp eða gengi til að berjast gegn öðrum hópum sem líka upplifa kynþáttafordóma.

· Kynþáttafordómar sem fá okkur til að ganga til liðs við aðra hópa sem styðja og/eða kynda undir kynþáttafordóma í samfélaginu.

·Kynþáttafordómar sem valda því að okkur finnst við vera aftengd og/eða aðskilin frá öðrum í hópnum. Þá er hegðun okkar og/eða lífsstíll dæmdur og gefið í skyn að aðrir sem fyrir eru séu „betri” og/eða eigi „meiri rétt á sér”.

· Kynþáttafordómar geta einnig valdið því að við metum hvíta einstaklinga meira að verðleikum en þá sem eru með dekkri húð og jafnframt síður þá

12

>> EFNISYFIRLIT

Page 63: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

63

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

sem eru með krullað hár og önnur „minna hvít” einkenni. Á sama tíma mismunum við líka fólki með ljósari hörundslit af því að það er ekki “nógu svart”.

Við ásökum engan fyrir þessi viðhorf eða hegðun. Það sem við getum gert: er að auka skilning okkar, umburðarlyndi og víðsýni, reynt að komast nær hvert öðru og reyna að bæta skaðann sem slíkir fordómar hafa valdið.

AÐ BÆTA TILFINNINGALEGAN SKAÐA AF VÖLDUM KYNÞÁTTAFORDÓMA

Til að bæta þann skaða sem kynþáttafordómar valda og átta okkur á því að hann er orðinn innbyggður í okkur þurfum við að vera tilbúin að segja sögu okkar. Við þurfum að deila því með öðrum hvaða áhrif þeir hafa haft.

Við þurfum að fá tækifæri til að tjá okkur opinskátt um þær tilfinningar og þá reynslu sem við höfum.

Þegar við gerum það gefst tækifæri til að bæta þann tilfinningalega skaða sem kynþáttafordómar hafa valdið. Við byrjum að sjá okkur sjálf sem góðar manneskjur, sterk, greind og mannleg. Jafnhliða fáum við tækifæri til að upplifa og hegða okkur á valdeflandi hátt og læra að koma fram

við aðra af meiri virðingu og tillitssemi.

Til þess að þetta gangi vel þurfum við hlustanda sem kann að hlusta af athygli og einlægum áhuga. Sá sem hlustar þarf að virða þig að verðleikum sem góða manneskju. Hlustandinn þarf að vera afslappaður og áhugasamur því þannig fáum við tækifæri til að tjá tilfinningar okkar og nota geðbrigðin til tilfinningalosunar: grát, hlátur, geispa og skjálfta.

Reynslan hefur sýnt að slík vinna getur einnig farið fram í stuðningshópi en þá skiptir miklu máli að þeir sem ætla að vinna saman eigi eitthvað sameiginlegt t.d. séu af sama kyni eða af sama þjóðerni.

Í stuðningshópum hefur hver einstaklingur svipaðan tíma til að deila reynslu sinni án þess að verða fyrir truflun, á meðan aðrir hlusta af athygli. Sá sem leiðir hópinn hvetur skjólstæðinga til að deila hugsunum sínum og tilfinningum með því að losa sig strax við tilfinningar sem upp koma með geðbrigðum (gráta, skjálfa, geispa, hlæja) og tala um sársaukann sem fylgir því að hafa þurft að þola og upplifa kynþáttafordóma.

Það er afar mikilvægt að hafa hugfast, að þegar við komum í stuðningshóp í fyrsta sinn geta innbyggðir kynþáttafordómar vakið upp

12

>> EFNISYFIRLIT

Page 64: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

64

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

í okkur neikvæðar tilfinningar gagnvart öðrum þátttakendum (vantraust, pirring o.sv.frv.).

Þess vegna þurfum við að reyna að leggja til hliðar tilfinningar sem aðgreina okkur frá hvert öðru og nota frekar tækifærið til að finna ástæður fyrir líðan okkar. Það auðveldar það ferli að finna rót vandans og skilja betur hvað þarf að vinna með.

SPURNINGAR SEM GETA REYNST VEL TIL AÐ VINNA Á INNRI SÁRSAUKA

Þegar við byggjum upp nýja stuðningshópa eða höldum fundi fyrir ákveðinn hóp þar sem ræða á tiltekin vandamál getur verið erfitt að ákveða hvernig á að byrja og um hvað eigi að tala. Margir upplifa að þeir viti ekki hvernig þeir eigi að koma orðum að því sem þeir vilja ræða, þegar þeim gefst loks tækifæri til að tala um allt það sem þeir hafa falið fyrir öðrum, s.s. atburði, reynslu.

Þá getur verið mjög hjálplegt að hafa einhvern sem byrjar með fyrirfram ákveðinni spurningu. Spurningin getur gagnast til að kveikja á umræðuefninu. Það mikilvægasta er, að sá sem talar upplifi að það sé hlustað á hann og að sá sem hlusti sýni áhuga og gefi hinum tækifæri á að tala. Þegar einhver byrjar að tala er mikilvægt að leyfa honum að tjá sig um

það sem kemur upp í hugann, jafnvel þó það taki athyglina frá upphaflegu spurningunni. Hugurinn er þá að leiða í ljós það sem fyrst þarf að vinna með. Sá sem hlustar þarf að treysta á ferlið og halda áfram að sýna áhuga. Seinna getur hann aftur spurt sömu eða svipaðrar spurningar og hlustað á svarið á ný.

Margir svara svipuðum spurningum aftur og aftur, en á ólíkan hátt í hvert sinn. Svörin geta leitað í ólíkar áttir og ýmis atriði sem skipta máli geta komið fram í dagsljósið. Atriði sem geta skipt sköpum, sem ef til vill hafa meiri dýpt og víðari skírskotun.

· Upplýsingar. Hvað viltu að aðrir viti um þig, um arfleifð þína, upprunaland, fjölskyldu, félagslega stöðu o.s.frv.?

· Hvað gerir þig stolta/n við að tilheyra þessum hópi og hvað finnst þér best við fólkið í honum?

· Hvað finnst þér erfiðast við að tilheyra þessum hópi og hvað mislíkar þér við hann?

· Hver er fyrri reynsla þín með öðrum í hópnum? Hvernig var komið fram við þig? Hvaða tilfinningar vakti þetta fólk með þér þegar þú varst barn?

Þegar tækifæri gefst til að tala um kynþáttafordóma og tjá tilfinningar sem tengjast

12

>> EFNISYFIRLIT

Page 65: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

65

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

þeim, er hægt að skora kynþáttafordómana beint á hólm. Þegar tilfinningalosunin á sér stað byrja einstaklingar að líta á sjálfa sig á jákvæðari hátt og gömul innbyggð viðhorf byrja að leysast upp sem getur auðveldað alla samvinnu.

Þegar tækifæri gefst í stuðningshópum til að vinna á innbyggðum sársauka getur það auðveldað einstaklingum að vinna með ólíku fólki og njóta fjölbreytileikans í mannlífinu á jákvæðan hátt.

Stuðningshópar geta nýst á margan hátt og á ólíkum stöðum. Þeir geta t.d. reynst vel á vinnustöðum, í skólum og í safnaðarstarfi. Þeir sem taka virkan þátt geta haft góðan ávinning af starfinu því þar fá þátttakendur tækifæri til að kynnast hver öðrum, verða nánari, fá meiri stuðning og þjálfast í að tjá tilfinningar sínar.

Til að stofna stuðningshóp þarf aðeins tvo einstaklinga sem eru fúsir til að hlusta á hvorn annan. En stuðningshópar geta líka verið stærri þar sem aðgreindir hópar hittast t.d. konur, börn, kennarar, verkamenn o.s.frv.

12

>> EFNISYFIRLIT

Page 66: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

66

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

BARÁTTA FRÁ ÓLÍKUM SJÓNARHORNUM

Barátta frá ólíkum sjónarhornum

Hugmyndirnar hér á eftir geta verið gagnlegar fyrir bæði kynin.

Ætla má að allir hafi hag af því að binda endi á kynjafordóma og yfirráð karla. Hér verður sjónum beint að sjónarmiðum kvenna og þeirri baráttu sem þær þurfa að heyja. Það er mikilvægt að karlmenn leggi hönd á plóg og þrói stefnu sem vinnur gegn yfirráðum karla og stuðlar að jafnrétti kynjanna.

Mikilvægt er fyrir konur að gera jafnréttisbaráttuna sýnilega. Þær þurfa einnig að vera vakandi fyrir því á hvaða sviðum samfélagsins kynjamismunun leynist og hvernig er hægt að bregðast við henni.

Að auki þurfa karlar og konur að fá tækifæri til að sameinast í baráttunni en hvor hópur (karlar og konur) verður sjálfur að taka næstu skref til eigin þroska. Aðgreining og kúgun hefur tilhneigingu til að skilja okkur í sundur og fá okkur til að taka afstöðu gegn hvort öðru þegar við horfumst í augu við eigið strit. Við dæmum aðra á ýmsan hátt t.d. sem varasama, óhæfa og slík viðhorf geta komið í veg fyrir að við getum skapað það samfélag sem við raunverulega viljum.

Karlar og konur hafa ólíkar sögur og lífsreynslu að baki og þessvegna þurfa allir að fá tækifæri til að segja frá. Kynin alast oft upp við ólíkar aðstæður, og þó sumt sé líkt er margt afar ólíkt. Að sama skapi má segja að barátta kvenna gegn kynjafordómum síðustu ár og sá árangur sem þar hefur náðst hafi verið mun þroskaðra og sterkara hreyfiafl en það sem karlmenn hafa

13 Kynjafordómar og Yfirráð Karla

>> EFNISYFIRLIT

Page 67: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

67

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

áorkað. Hjá karlmönnum er varla einu sinni hægt að tala um að þeir séu byrjaðir að standa saman.

Þetta leiðir hugann aftur að ólíkum sjónarhornum og vinnuaðstæðum, sem þarf að taka til greina í hverju samfélagi, menningu og félagslegri hreyfingu. Áður en karlar og konur geta unnið saman og náð sameiginlegum árangri í að uppræta kynjafordóma og draga úr yfirráðum karlmanna er nauðsynlegt að hver hópur setji eigin þroska í forgang og treysti á eigin mannauð. Það er að konur vinna saman í sínum málum innbyrðis og karlar sömuleiðis. Þegar slík vinna hefur verið innt af hendi auðveldar það samvinnu ólíkra hópa.

Karlar eiga mikla vinnu fyrir höndum. Þeir þurfum að byggja upp samstöðu, setja nafn á þá félagslegu kúgun sem þeir upplifa, eyða út þeim aðstæðum sem leiða til aðgreiningar hver frá öðrum. Þeir þurfa að fá tækifæri til að efla og/eða endurheimta hæfileikann til að deila tilfinningum sínum. Þeir þurfa að vinna gegn ýmsum þáttum s.s. ofbeldishneigð, keppnislund, einangrun, tillitsleysi og byggja upp félagslega sterk tengsl. Þegar unnið hefur verið að þessum þáttum, auðveldar það allt samstarf við konur og meiri árangur getur náðst í jafnréttismálum.

Vinsamlegast athugið að textinn hér fyrir ofan er fyrst og fremst skrifaður fyrir þá

baráttu sem konur þurfa að heyja þ.e. baráttu gegn kynjamismunun. Ef þú ert karlmaður getur lesefnið vonandi hvatt þig til að íhuga hvernig hægt er að vinna gegn og útrýma kynjafordómum og yfirráðum karla.

GRUNNHUGMYNDIR JAFNRÉTTISBARÁTTU

Eftirfarandi eru nokkrar grunnhugmyndir sem geta hjálpað konum til sjálfseflingar, minnkað áhrifum þess sem kynjamismunun og yfirráð karla hafa valdið þeim.

Sérhver kona þarf að líta í eigin barm og skoða hvernig og hvað hún getur gert í baráttunni gegn kynjamismunun. Þetta er nauðsynlegt til að gerlegt verði að útrýma kynjamismunun og yfirráðum karla. Að auki þurfa allir að sameinast um að „frelsa“ karlmenn frá þeirri stöðluðu samfélagsímynd að þeir eigi að vera sterkari og stjórna. Slíkt verður ekki gert nema karlar og konur sameinist í þeirri baráttu.

BARÁTTAN FYRIR FRELSI KVENNA HELDUR ÁFRAM

Í gegnum aldirnar hafa konur og kvennabarátta oft á tíðum orðið fyrir aðkasti og gagnrýni.

13

>> EFNISYFIRLIT

Page 68: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

68

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

Oft hefur því baráttan átt í vök að verjast.

Sumir halda því fram að að jafnréttisbaráttan hafi staðnað. Aðrir hafa þá skoðun að baráttan hafi skilað viðunandi árangri og því þurfi að eyða ekki meiri orku í hana. Þau viðhorf heyrast stundum sem hljóma eitthvað í þessa áttina „kynjafordómar eru ekki lengur til“, eða eru „ekki svo stórt vandamál“ lengur. Samt sem áður búa margar konur enn við fátækt, ójafnrétti og ójöfn tækifæri. Þess vegna er nauðsynlegt að jafnréttisbaráttan haldi áfram og fái byr undir báða vængi.

Eftirfarandi er gott að hafa í huga þegar rætt er um kynjafordóma:

1. Líffræðileg uppbygging kvenna á ekki að standa í vegi fyrir jafnrétti.

Oft eru þau skilaboð sem ýta undir kynjamismunun byggð á þeirri hugmynd að það sé eitthvað að líffræðilegri samsetningu kvenna s.s. að konan sé líkamlega veikari, þoli verr álag og hafi minna vit. Konur þurfa að trúa því að líffræðileg uppbygging þeirra sé fullkomin og þurfa að vera sættast við eigin líkama. Líffræðileg uppbygging bæði karla og kvenna er fullkomin þó ólík sé og engin ástæða til að efast um það.

2. Líkami kvenna er yfirskin, en ekki ástæða kúgunarinnar.Stundum þarf samfélagið að koma með ástæður og/eða yfirskin til að mismuna. Oft er gefið í skyn að líffræðileg uppbygging sé orsök og ástæða fyrir félagslegu, efnahagslegu og stjórnmálalegu ójafnrétti kynjanna. Með öðrum orðum að undirgefni kvenna og yfirráð karla séu okkur líffræðilega eðlislæg, frekar en afleiðing kúgunar.

Að auki hafa ýmsar hugmyndir um líffræðileg einkenni kvenna verið skilgreind sem tákn um meiri kvenleika. Þær hugmyndir kynda undir aðskilnað kvenna og þá mýtu að sumar konur séu meira virði en aðrar í augum karlmanna.

Áhugavert er að rifja upp að hjá frumstæðum þjóðfélögum voru konur taldar mikilvægari til að tryggja fjölgun innan hópsins og þar með að hópurinn myndi lifa af. Þar af leiðandi voru karlmenn taldir minna „virði“ í því samhengi. Þetta var ein af ástæðunum fyrir því að mennirnir voru látnir berjast en konurnar sinntu ræktunarstörfum. Síðar, þegar stéttaskipting kom til sögunnar, var aukin tilhneiging til að aðgreina karlmenn og konur og foreldrahlutverkið þá í auknum mæli notað sem yfirskin. Samskipti kynjanna urðu oft eldfim. Vandamálin jukust enn þegar farið var að hagnýta mannafla og auðurinn fór að safnast á hendur fárra, sem er grunnurinn

13

>> EFNISYFIRLIT

Page 69: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

69

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

að stéttskiptu samfélagi nútímans.

3. Hlutverk feðraveldis og ójafnréttis í stéttskiptu samfélagi.

Yfirráð karla og kynjafordómar geta leikið lykilhlutverk í stéttskiptu samfélagi og eru líklegast ein af elstu verkfærunum sem notuð hafa verið til að skipta þjóðfélögum í stéttir. Frá upphafi og allt til nútímans hefur nær öllum samfélögum verið stýrt af karlmönnum. Stjórnunin hefur tekið á sig ýmsar myndir (t.d. þrælahald og lénsskipulag) en í þessum samfélögum hafa yfirráð karla nær algjör.

Segja má að bæði feðraveldi og kynjamismunum séu fyrirfram skilgreind kerfi. Kynjamismunun er kerfi þar sem karlar eru yfirleitt þeir sem beita mismunun og konur er mismunað. Í feðraveldi eru karlar fulltrúar valdsins í samfélaginu (eignastéttin samanstendur í flestum tilfellum af körlum).

4. Yfirráð karla.

Að öllum líkindum hafa yfirráð karla tilheyrt nær öllum samfélögum heims og þeim yfirráðum hefur örsjaldan verið ógnað. Segja má að baráttan gegn slíkum yfirráðum sé nýbyrjuð í sögulegu samhengi. Erfitt getur verið að ímynda sér samfélag án kynjafordóma,

ójafnréttis kynjanna og/eða yfirráða karla.

Ástæðurnar eru eftirfarandi:

A) Skipting á atvinnu milli karlmanna og kvenna og kúgunin sem þeirri skiptingu fylgir gerir feðraveldið svo til altækt í heiminum.

B) Í umræðunni um ójafnrétti kynjanna og feðraveldið eru gerendur og þolendur oft tengdir nánum böndum. Stúlkur og konur geta átt systkini, foreldra, eiginmenn, frændur, vini, elskhuga sem mismuna og/eða beita ofbeldi. Þá getur verið erfitt að átta sig á hverskonar kúgun á sér stað og hvaða hlutverki hún gegnir. Það getur reynst áhugavert að greina þessi nánu sambönd. Neikvæð samskiptamynstur geta fest sig í sessi og haft áhrif á tilfinningar sem ekki gefst tækifæri til að vinna með. Þetta getur valdið langvarandi áhrifum, sérstaklega á ungt fólk og/eða einstaklinga sem tilheyra minni-hlutahópum. Þar skiptir miklu máli að hafa þekkingu og/eða getu til að rísa gegn ofbeldinu.

Eitt skýrasta dæmi um kúgun kvenna er kynferðisleg kúgun þeirra sem getur viðgengist í nánum samböndum. Ummönnunarstörf sem að mestu leyti eru unnin af konum hafa yfirleitt verið lítils metin í gegnum aldirnar og flokkast að mestu leyti sem láglaunastörf. Konur hafa oft verið sannfærðar og/eða neyddar til að

13

>> EFNISYFIRLIT

Page 70: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

70

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

vera fulltrúar þessa hlutverks, sem er þó svo mikilvægt fyrir viðhald mannkynsins. Það hefur verið gert lítið úr hlutverkinu og verðgildi þess.

Í samfélögum þar sem mismunun ríkir hefur móðurhlutverkið stundum verið notað til að takmarka líf kvenna og oft birst sem einskonar fórn, fórn sem felst í þvi að konur þurfa að „borga á einhvern hátt“ fyrir að eignast barn t.d. með því að þurfa að velja á milli starfsframa og barneigna.

Í nútíma samfélögum er kúgun kvenna enn fyrir hendi og nokkuð algengt er að gert sé ráð fyrir því að karlar fari með ákvörðunarvaldið en konur sýni undirgefni.

5. Kynjamisrétti er enn til staðar.

Margir halda því fram að kynjamisrétti hafi verið útrýmt. Ungar konur fá stundum þau skilaboð að þær þurfi ekki lengur að berjast eins og mæður þeirra og ömmur gerðu. Ástæðan sé sú að þær þurfi ekki lengur að óttast kúgunina, eða að þeim sé „minna mismunað“ en áður var gert.

Önnur goðsögn er sú að konum er talin trú um að þær séu „heppnar“, vegna þess að konur úr öðrum heimshlutum (Afríku, Asíu, Suður-Ameríku o.s.frv.) séu þær sem búa við raunverulega kúgun.

Í sumum samfélögum er reynt að halda þeirri hugmynd á lofti að konur séu „frjálsar” og að konur séu ekki lengur kúgaðar, ekki einu sinni i auglýsinga- eða kynlífsiðnaðinum. Raunveruleikinn er hins vegar sá að kynjamisrétti er enn til staðar og getur í ráðandi stöðu í samfélögum haft gífurleg áhrif bæði á einstaklinginn sjálfan og aðra í kringum hann, beint eða óbeint.

Kynjamisrétti og feðraveldi hafa að öllum líkindum alltaf verið til staðar en birtingarmyndin hefur verið ólík eftir kynslóðum og heimshlutum. Karlmenn geta líka upplifað misrétti t.d.vegna litarháttar, trúarbragða o.s.frv.

6. Konum getur verið mismunað á ýmsan hátt.

Konum er mismunað vegna kyns og oft upplifa þær einnig annars konar mismunun. Sem dæmi um slíkt má nefna mismunun vegna kynþáttar, félagslegrar stöðu, líkamlegrar getu og/eða aldurs.

Algengt er að konur upplifi að þær mæti litlum skilningi þegar um kynjamisrétti er að ræða og/eða að lítið sé gert úr því. Stundum þurfa þær að heyja tvenns konar baráttu, bæði baráttu gegn kynjafordómum og annars konar mismunun.

Til dæmis getur verið erfitt fyrir konu sem

13

>> EFNISYFIRLIT

Page 71: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

71

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

þarf að berjast við kynjamisrétti að stíga fram og segja frá því að hún upplifi einnig kynþáttafordóma. Hún þarf að færa sterk rök fyrir því að báðir þessir þættir hafi áhrif á hana og berjast fyrir því að á hana sé hlustað. Báðir þessir þættir geta haft mikil áhrif á líf hennar og að vinna gegn þeim getur verið stór áskorun.

7. Aðskilnaður kvenna.

Segja má að aðskilnað kvenna sé hægt að rekja til þess tíma er konur voru þrælar annars vegar og hinsvegar þeim hluta kvenna sem tilheyrðu yfirstéttinni. Að öllum líkindum upplifðu báðir hóparnir kynjamisrétti og/kynþáttafordóma jafnt innan síns svæðis sem utan.

Aðskilnaður hópanna, annars vegar kúgara og hins vegar þolenda, hefur viðhaldist á fjölbreyttan og ólíkan hátt allt til dagsins í dag. Í mörgum samfélögum nútímans eru kynþátta fordómar einn af áhrifamestu þáttunum sem valda aðskilnaði. Um allan heim hafa kynþáttafordómar áhrif á ýmsa kima samfélagsins og skarast á við t.d. nýlendustefnuna, fátækt og þjóðarmorð. Ungar stúlkur upplifa að þeim er ætlað að eiga börn til að viðhalda kynstofninum en eldri konur geta upplifað fordóma vegna aldurs.

Stúlkur og unglingar eru markhópar snyrtivöru-

og kynlífsiðnaðarins og allri þeirri hagnýtingu og misnotkun sem í honum felst. Til dæmis er fjölmiðla og auglýsingaiðnaðurinn mjög miðaður við útlit og líkamsstærðir, nýju „kvensjúkdómana“ (t.d. anórexíu, búlimíu) og að leyfa eigi klám eða vændi í nafni „frelsis“. Á sama tíma geta miðaldra og eldri konur upplifað kúgun vegna kyns og aldurs. Kynþáttur getur líka skipt máli í þessu samhengi. Sú táknmynd konunnar sem „allir girnast“ og oft er dregin upp í fjölmiðlum (s.s. kvikmyndum og auglýsingum) er í flestum tilfellum, ung, hvít og ljóshærð kona.

8. Karlmenn geta líka upplifað mismunun.

Karlmenn og drengir eru líka hluti af feðraveldinu, og þeir geta upplifað kúgun og/eða mismunun af hendi annarra karlmanna (yfirleitt feðra sinna). Það getur leitt til þess að þeir sjálfir fari að mismuna og drottna yfir öðrum t.d. stúlkum, drengjum, konum eða öðrum mönnum.

Nokkuð algengt er að mæðrum eða öðrum sterkum konum sé kennt um vandamál karla, þó ljóst sé að rót vandans megi oftar en ekki rekja til feðraveldisins. Karlar sem upplifa kynþáttafordóma upplifa þá af völdum hvíta kynstofnsins (bæði af hendi karla og kvenna).

13

>> EFNISYFIRLIT

Page 72: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

72

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

9. Karlmenn sem tilheyra kúguðum hópum eru oft harðlega dæmdir.

Samfélagið á það til að dæma karlmenn, sem tilheyra minnihlutahópum sem kvennakúgara. (araba, ameríska Afríkana, verkafólk o.s.frv.). Á sama tíma eru völd hvíta karlmannsins sem tilheyrir yfirstéttinni oft ekki dæmd á sambærilegan hátt og í þeim samanburði er lítið fjallað um feðraveldið og þá kúgun sem hvíti maðurinn beitir.

10. Kynjamisrétti af völdum samfélagsins.

Kynjamisrétti, eins og öll önnur kúgun, hefur orðið til í mörgum stofnunum samfélagsins og er oftar en ekki viðhaldið af þeim.

Sem dæmi um það má nefna: hjónabandið, auglýsinga og kynlífsiðnaðinn, umönnunarstörf og önnur störf sem vanalega eru flokkuð sem „kvennastörf“ (bæði launuð og ólaunuð) og öll þau störf sem tengjast mæðrahlutverkinu.

Konur og karlmenn þurfa að fá tækifæri til að tjá sig um þessa reynslu og upplifun, þar með talið villandi skilaboð samfélagsins, menningarlegar væntingar og viðmið á borð við „konur eiga að giftast“, „barneignir eru mikilvægasta starf konunnar“, „stjórnmál eru fyrir karlmenn”, o.s.frv. Öll þessi viðhorf

eru orðin hluti af sýn sem við erum búin að tileinka okkur af skilaboðum samfélagsins.

11. Við verðum að ræða kynferðislega misnotkun kvenna.

Allt fram á þennan dag hefur kynferðisleg misnotkun á konum verið til staðar í þeim stéttum þar sem karlmenn ráða.

Þetta hefur t.d. falið í sér kynferðisofbeldi í styrjöldum, kynferðisofbeldi í hjónaböndum (misnotkun, nauðganir), í fjölskyldum, á götunni, vændi, áreitni á vinnustöðum.

Í fjölmiðlum, á samfélagsmiðlum, í klámiðnaðinum og í margs konar afþreyingu er „kynferðisleg hagnýting“ kvenna sýnileg, oft samþykkt og í sumum tilfellum álitin eðlileg. Nauðsynlegt er að berjast á móti slíkum viðhorfum.

Í sumum samfélögum er því haldið fram að þar séu konur kynferðislega „frjálsari“ í samanburði við önnur lönd. Myndinni um kynferðislegt „frelsi“ kvenna, er stundum stillt upp gegn myndinni um kynferðislega „misnotkun“, má þar nefna dæmi um mýtuna um „hamingjusömu hóruna“. Það er hægt að nota þá mynd til að undiroka konur á nýja og blekkjandi vegu og hafa eyðileggjandi áhrif á mannleg sambönd.

13

>> EFNISYFIRLIT

Page 73: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

73

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

AÐ ÚTRÝMA KYNJAMISRÉTTI

Margt hefur áunnist í baráttunni gegn kynjamisrétti þó sé langt í land að viðunandi árangur hafi náðst. Ljóst er að mikið verk er fyrir höndum.

Baráttan þarf að vera leidd af konum en bæði kynin, karlar jafnt sem konur, þurfa að taka höndum saman og tryggja samstillt átak. Með réttum verkfærum s.s. fræðslu og þekkingu geta konur stutt hvor aðra og frelsast undan þeim tilfinningalega skaða sem orðið hefur vegna kynjamismununar og kúgunar kvenna.

Með því að berjast gegn ofbeldi gegn konum í hvaða mynd sem það birtist, endurskoða hlutverk konunnar í nútímasamfélagi og endurskilgreina sambönd karla og kvenna er mögulegt að breyta ríkjandi viðhorfum um þessi mál.

Miklu máli skiptir í þessu sambandi að hver sá sem hefur upplifað slíkt misrétti fái tækifæri til að vinna með afleiðingar þess.

Ef það er ekki gert getur það haft djúpstæð áhrif. Afleiðingarnar af misnotkun og ofbeldi hverfa ekki að sjálfu sér. Ýmis tilfinningatengd vanlíðan getur brotist fram sem afleiðing af misnotkun og ofbeldi. Það geta verið

tilfinningar eins og niðurlæging, lítið sjálfsálit, ótti, reiði og eftirsjá. Slíkar tilfinningar geta síðan haldið áfram að rugla okkur í ríminu og hindrað okkur í daglegum verkefnum. Jafnvel án þess að við gerum okkur grein fyrir því.

Þegar einstaklingur fær tækifæri til að vinna með tilfinningar sem tengjast kynjamisrétti getur hann orðið meðvitaðri um þá þætti innan samfélagsins sem viðhalda slíku misrétti.

Við þurfum að losna við allar afleiðingar af ofbeldinu til þess að geta horfst í augu við raunveruleikann með því hugrekki, þrautseigju og sjálfsöryggi sem þarf. Þetta er nauðsynlegt til að leiðrétta ójafnréttið og skapa réttar aðstæður fyrir alla. Ef það er ekki gert getur óréttlætið birst í nýrri mynd í samfélaginu og staðið í vegi fyrir þeim sem eru að reyna að bæta samfélagið og gert vinnu þeirra erfiðari.

Það að átta sig á vandamálinu og heila tilfinningaskaðann getur dregið verulega úr þeim vandamálum sem koma upp í ýmiss konar samvinnu fólks. Það gerir auðveldara um vik að mynda samstöðu og vinna á árangursríkan hátt að betri heimi.

13

>> EFNISYFIRLIT

Page 74: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

74

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

MISMUNANDI AFLEIÐINGAR KYNJAMISRÉTTIS

Flokka má mismunandi afleiðingar kynjamisréttis í þrjá meginflokka.

Kynjamisrétti getur haft margs konar áhrif s.s.:

1. Konur fá þau skilaboð að þær séu veikbyggðar, óæðri karmönnum, veikar fyrir og litlum gáfum gæddar.

Þeim er innprentað að líkamlegt útlit skipti miklu máli og þurfi að vera í samræmi við það sem samfélagið krefst hverju sinni. Konur fá einnig þau skilaboð beint og óbeint að þær eigi að sinna umönnun og þjóna öðrum.

2. Konur geta fengið afar skekkta mynd af sjálfum sér, líkama sínum og kynsystrum. Þær geta fyllst viðbjóði á eigin líkama og fundist þær lítils virði á allan hátt.

Þær missa stundum sjónar á sjálfum sér, sínum löngunum og þrám. Stundum keppa þær við hvor aðra í stað þess að sameinast í baráttunni fyrir betra lífi fyrir allar konur. Misréttið á sér svo djúpar rætur í samfélaginu að stundum getur verið afar erfitt að greina það.

3. Karlar geta tileinkað sér þau viðhorf að þeir séu meira virði og það sé í lagi að kúga og/eða beita konur ofbeldi.

Slík viðhorf eru ekki meðfædd heldur eru þau afleiðing viðvarandi félagslegs ofbeldis sem karlar hafa orðið fyrir. Þeir karlar sem kúga konur hafa að öllum líkindum upplifað einhverskonar ofbeldi sem þeir hafa ekki fengið tækifæri til að vinna úr. Ólíklegt er að nokkrum karlmanni líði vel við þessar kringumstæður þó svo hann geti kannski hagnast fjárhagslega á því.

13

>> EFNISYFIRLIT

Page 75: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

75

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

AÐ VINNA MEÐ AFLEIÐINGAR OFBELDIS

Ef einstaklingur fær tækifæri og hvatningu til að segja frá lífsreynslu sinni í smáatriðum á meðan annar hlustar af athygli og virðingu, getur það styrkt hann á ýmsan hátt. Viðkomandi getur farið að sjá hlutina í víðara samhengi. Hann getur farið að jafna sig á reynslu sinni og fengið tækifæri til að koma auga á eigin styrkleika. Einnig getur hann þannig staldrað við það sem vel gengur í lífinu, sem ef til vill hefur reynst erfitt að koma auga á.

Þegar þetta gerist geta ýmsar hugsanir skotið óvænt upp kollinum, hugsanir sem lágu í dvala. Að fá tækifæri til að finna, rifja upp og segja öðrum frá sinni persónulegu upplifun og reynslu og að tjá reiði, sorg, ótta og gleði sem tengjast atvikum úr fortíðinni getur hjálpað á ýmsan hátt.

Einstaklingur fær tækifæri til tilfinningalosunar, hann getur bætt eigin líðan, orðið sterkari og tengdari sjálfum sér og sínu mannlega eðli.

Að tala um ofbeldi og kúgun er öflugt móteitur gegn ómeðvituðum og ruglingslegum tilfinningum sem urðu hluti af okkur í fortíðinni þegar við upplifðum slíkar aðstæður. Þannig er hægt að vinna með afleiðingar ofbeldis og kúgunar ef einstaklingurinn fær nægan tíma, athygli og skilning.

Ef ekkert er að gert þá heldur reiði, sorg og ótti úr fortíðinni áfram að hafa áhrif á lífsgæði okkar og þær ákvarðanir sem við tökum, bæði meðvitað og ómeðvitað.

Það er hvorki fljótlegt né auðvelt að vinna með afleiðingar ofbeldis og kúgunar. Nokkuð

14 Hvernig er Hægt aðBæta Skaðann?

>> EFNISYFIRLIT

Page 76: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

76

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

algengt er að einstaklingar streitist gegn því og reyni að grafa eigin upplifanir djúpt niður í huganum því þeir hafa aldrei fengið tækifæri til að segja frá. Stundum getur tilhugsunin ein um að koma með reynsluna upp á yfirborðið og að skoða, segja frá og/eða upplifa aðstæðurnar aftur virst yfirþyrmandi og óbærileg.

Sumir standa í þeirri trú að mögulegt sé að deyfa sig gagnvart skaðanum og eina leiðin sé að reyna að bæla niður og halda í skefjum þeim tilfinningum sem tengjast honum. En sú afstaða er byggð á misskilningi. Tilfinningalosun getur reynst erfið og krafist mikilar vinnu og sjálfskoðunar en er jafnframt góð leið til að losna undan slæmri reynslu og hefja bataferli.

STUÐNINGSTÍMAR OG STUÐNINGSHÓPAR

Að taka þátt í stuðninghópi getur nýst vel til að losna undan neikvæðum áhrifum mismununar og ná aftur fullri virkni, sveigjanleika og mennsku. Slíkir tímar geta reynst vel til að vinna ýmis mál sem tengjast kúgun og/eða ofbeldi og/eða tilfinningalegum vanda. Hér á eftir verður verður þó sjónum aðallega beint að kynjamismunun og yfirráðum karla. Slíkir tímar geta einnig nýst körlum vel við að horfast í augun við eigin hegðun eða hegðun annarra sem einkennist af slíkri hegðun.

Það getur reynst vel að safna saman litlum hópi kvenna (eða karla) sem skiptast á að hlusta hvert á annað. Þetta köllum við stuðningshóp. Hver þátttakandi fær jafn mikinn tíma til að tala á meðan hinir í hópnum hlusta. Einn ákveðinn aðili leiðir hópinn og ákveður hve mikinn tíma hver þátttakandi hefur, hver byrjar o.s.frv. Gott er að nota skeiðklukku og tryggja þannig að allir fái jafn langan tíma. Sá sem leiðir hvetur þátttakendur áfram, sér um tímatöku, sýnir stuðning og aðstoðar þátttakendur við að losa um sársaukafullar tilfinningar. Einnig er gífurlega mikilvægt að leggja áherslu á að þátttakendur virði trúnað. Í lok tímans er gott að ákveða og skipuleggja næsta fund þ.e. ákveða tíma, stað og lengd.

Fjórir til átta einstaklingar virðist vera ákjósanlegur fjöldi í stuðningshópi. Hóparnir geta hist eins oft og þátttakendur vilja. Flestir ættu að geta unnið í stuðningshópi og það hjálpar til ef þátttakendur eru með svipaðan uppruna og/eða reynslu og/eða bakgrunn. Þannig gefst tækifæri til að ræða sameiginlegar og/eða svipaðar aðstæður og/eða reynslu. Þátttakendur fá þá tækifæri til að spegla sjálfa sig og sína reynslu í reynslu annarra í hópnum. Þegar hver og einn hefur fengið að tjá sig, í fyrirfram ákveðinn tíma, er hægt að ljúka fundi á ýmsan hátt. Til dæmis að gefa þátttakendum svigrúm til að meta

14

>> EFNISYFIRLIT

Page 77: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

77

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

hvernig fundurinn gekk s.s. hvað gekk vel og hvað gekk síður eða að segja frá hvað er framundan í lífi þeirra næstu daga eða vikur.

UPPBYGGING STUÐNINGSTÍMA EÐA STUÐNINGSHÓPS

Stuðningshópar samanstanda af tveimur eða fleirum einstaklingum sem tjá sig og hlusta á hvor annan til skiptis. Reynslan hefur sýnt að afar vel getur reynst þegar þátttakendur eru á bilinu fjórir til átta.

Það er auðvelt að byrja, það þarf aðeins tvo einstaklinga að lágmarki. Þá skilgreinum við það sem stuðningstíma. Finndu vin, maka eða einhvern tengdan þér sem þú treystir. Þið þurfið að samþykkja að skiptast á að hlusta án þess að grípa fram í. Jafnframt þarf að ákveða hvor byrjar sem hlustandi annars vegar og skjólstæðingur hins vegar. Fyrirfram þarf að ákveða hversu mikinn tíma á að nota og skipta honum jafnt á milli þátttakenda. Tíminn má vera eins langur og þátttakendur óska. Hlutverk hlustandans er einfaldlega að hlusta með athygli og áhuga, setja sig eins vel inn í aðstæður og hægt er án þess að: grípa fram í, gefa ráð eða koma með athugasemdir. Hlustandi á ekki að koma með lausnir eða spyrja um líðan skjólstæðings.

Þegar fyrirfram ákveðinn tími er liðinn er skipt um hlutverk og þá verður skjólstæðingurinn hlustandi og hlustandinn skjólstæðingur sem fær að tala um það sem honum hugnast.

Mikilvægt er að virða trúnað. Öryggistilfinningin sem fylgir trúnaði gerir þátttakendum kleift að tjá sig á frjálslegri hátt .

Því oftar sem þetta er gert, geta áhrifin orðið meiri. Eftir slíka stuðningstíma getur líðanin batnað, einbeiting aukist og vinna við önnur verkefni orðið auðveldari. Æskilegt er að nota skeiðklukku til að taka tímann því það skapar traust og vissu um að honum sé skipt jafnt.

HVAÐ GETUR GERST Í STUÐNINGSTÍMA EÐA STUÐNINGSHÓPI?

Þegar við deilum líðan okkar með hlustanda sem sýnir hlýju og virðingu geta ýmis umræðuefni borið á góma. Til dæmis getur umræðuefnið falið í sér að deila reynslu sem tengist kynja-misrétti, kynþáttafordómum, kynferðislegri misnotkun og/eða annarri mismunun og/eða kúgun. Stundum getur verið erfitt að koma reglu á þær hugsanir sem leita á hugann. Þá getur verið hjálplegt að hafa spurningar við hendina sem tengjast umræðuefninu og þátttakandi getur notað þær sem sér til stuðnings. Sem

14

>> EFNISYFIRLIT

Page 78: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

78

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

dæmi eru hér spurningar sem gætu nýst konu sem ræðir um upplifun sína af kynjamisrétti.

· Hvernig líkar þér við að vera stúlka / kona?·

·Áttu minningar um konur sem stóðu með þér þegar þú varst lítil stúlka?

· Áttu minningar um drengi og/eða karlmenn sem voru með þér í liði þegar þú varst lítil stúlka?

·Hver er fyrsta minningin þín um að komið var öðruvísi fram við stúlkur en drengi?

· Hvernig hefur kynjamisrétti haft áhrif á líf þitt?

· Hver er fyrsta minningin sem þú átt um að konum var mismunað vegna kyns?

Stundum nægir skjólstæðingnum að vita að hann hefur leyfi til að tala um allt sem kemur upp í hugann um tiltekið efni, eins og „kynjamisrétti og yfirráð karla“. Það er í lagi þó frásögnin verði ruglingsleg og fari um víðan völl.

Það er líka hægt að segja lífssögu sína og tala um þá reynslu sem tengist t.d. kyni, húðlit, aldri, félagslegri stöðu, kynhneigð og/eða menningu. Það sem mestu máli skiptir í þessu samhengi er að skjólstæðingurinn fái nægan tíma, athygli og skilning.

Þegar okkur gefst tækifæri til og er hvött til að segja öðrum hispurslaust frá okkur sjálfum okkar kostum og göllum og hvernig við höfum upplifað kynjamismunun, kynþáttafordóma þá getur það hjálpað okkur að endurheimta sjálfstraust og virðingu fyrir okkur sjálfum. Það getur minnkað áhrif atburðanna Þetta gerist þegar viið fáum nægan tima segja frá, fáum fulla athygli hlustanda og eða hlustenda og skilning.

Slíkir stuðningstímar gagnast best þeim sem talar en aftur á móti hefur komið í ljós að sá sem hlustar getur líka notið góðs af því. Til dæmis getur það hjálpað viðkomandi að koma auga á og skilja ýmislegt varðandi kúgun og fordóma sem viðgangast í samfélaginu.

HLUTVERK HLUSTANDANS

Miklu máli skiptir að hlustandi tileinki sér jákvætt viðhorf gagnvart skjólstæðingi t.d. að hann telji skjólstæðinginn greindan, sterkan og hlýlegan. Viðhorf hlustandans getur breytt miklu um það hve öruggur skjólstæðingurinn er, sem aftur hefur áhrif á getu hans til að kafa dýpra, finna meira og ræða málin opinskátt.

Athyglin þarf að vera á skjólstæðingnum og hans vandamálum. Þess vegna er afar mikilvægt að deila ekki eigin reynslu um svipuð mál, halda

14

>> EFNISYFIRLIT

Page 79: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

79

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

eigin minningum og tilfinningaviðbrögðum til hliðar og vera meðvitaður um það sem fram fer. Ekki á að reyna að greina eða gefa ráð. Ef til vill er skjólstæðingurinn að upplifa það í fyrsta skipti að hlustað sé á hann með fullkominni athygli og af virðingu. Það styrkir hann og gefur honum öryggistilfinningu sem er ef til vill algjör andstæða þess sem hann hefur upplifað í lífi sínu.

Það getur borið góðan árangur að treysta á getu skjólstæðingsins og gefa honum það svigrúm sem hann þarf til að vinna úr hlutunum. Þess vegna er mikilvægt að hlustandi segi sem minnst en gefi skjólstæðingnum orðið því þannig getur viðtalið orðið árangusríkara. Treysta þarf á ferlið í viðtalinu og möguleikana sem felast í því.

Oft getur það komið fyrir að skjólstæðingur fer að hlæja, gráta, geispa, skjálfa og/eða svitna. Þetta eru eðlislægar leiðir til að losna við spennu. Viðbúið er að einhverjum þyki slík viðbrögð í fyrstu mjög óþægileg en þegar þetta gerist gefur það merki um að viðtalið gangi vel, að hlustandi og skjólstæðingur nái vel saman og að tilfinningalosun eigi sér stað.

Þegar tilfinningalosunin á sér stað er möguleiki á að einstaklingurinn upplifi t.d. ótta, skömm, sorg og reiði. Líkaminn er nú að byrja að jafna sig og vinna úr þessum

tilfinningum (sem var ekki mögulegt áður fyrr). Hlustandinn ætti því að halda áfram að hlusta af athygli, á rólegan, yfirvegaðan hátt, án þess að stöðva tilfinningalosunina.

HLUTVERK SKJÓLSTÆÐINGS

Þegar við erum sjálf í hlutverki skjólstæðings þá er hægt að byrja á því að deila einhverju skemmtilegu sem við höfum upplifað nýlega, stóru sem smáu. Þetta gæti verið minning um fallegt sólarlag, fund með vini, vandamál sem var leyst eða eitthvað sem vakti gleði og/eða ánægju.

Þetta minnir okkur á að í lífi okkar er ýmislegt jákvætt að gerast. Hlutirnir ganga venjulega mun betur en okkur sýnist, miðað við álagið og þau áhrif sem streitan hefur haft á líf okkar. Með því að beina athyglinni eingöngu að því slæma, þeim bjöguðu upplýsingum og sáru tilfinningum sem við burðumst ef til vill með, getur verið viss hætta á að upplifa mikið vonleysi og hjálparleysi. Þessar sáru tilfinningar geta gert okkur verkstola, sinnulaus og örvæntingarfull. Slík líðan hjálpar okkur á engan hátt að losna undan tilfinningunum en getur hins vegar gert okkur erfitt um vik að njóta lífsins á þann hátt sem við helst viljum.

14

>> EFNISYFIRLIT

Page 80: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

80

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

Viðtalstímar eru góð leið til að tala um erfiðleika sem nýlega hafa átt sér stað. Fljótlega sérðu áhrifin af því að hafa til staðar góðan hlustanda, sem veitir því sem þú segir athygli án þess að gefa ráð eða grípa fram í. Þetta gefur þér tækifæri til að fá betri yfirsýn yfir það sem gerðist og hvernig þú getur brugðist við samsvarandi atburðum í framtíðinni. Venjulega finnurðu góðar lausnir. Að minnsta kosti er líklegt að þú finnir eitthvað nýtt sem þú vilt reyna. Það eina sem þú þarft í raun, er hlustandi sem hlustar af athygli og stuðlar með því að þú uppgötvir nýjar lausnir þegar þú færð tækifæri til að tjá þig frjálst og óþvingað.

Mörgum gagnast að spyrja sjálfa sig eftirfarandi spuringa: hvað minnir atvikið mig á, hvenær man ég fyrst eftir að hafa upplifað svipaða tilfinningu. Ef þetta er gert þá er oft auðvelt að gera sér grein fyrir að flest af því sem við upplifum í dag á sér gamlar rætur. Það getur gagnast vel að rifja upp okkar fyrstu minningar og getur flýtt fyrir bataferlinu.

Það er líka hægt að nota viðtalstímana til að segja lífssögu frá mörgum sjónarhornum (segja t.d. frá vinum þínum, afrekum sem þú hefur unnið, slysum sem þú hefur lent í, erfiðum tímabilum o.s.frv.).

Eitt af því sem getur gagnast vel í bataferlinu er að nota hluta af viðtalstímanum til að meta og

viðurkenna okkur sjálf, sem og að setja okkur sjálfum skammtíma og langtímamarkmið.

Eins og sjá má af þessu eru margar leiðir sem hægt er að nýta. Oft getur verið erfitt að byrja umræður og sumir eiga í meiri erfiðleikum með það en aðrir. Smám saman þjálfast þó þátttakendur og átta sig á, hvernig eigi að fylgja því eftir sem kemur upp í hugann og treysta þannig ferlinu og sjálfum sér.

Vel getur reynst að deila reynslu með öðrum sem hafa sjálfir upplifað eitthvað svipað t.d. kynjamisrétti eða kynþáttafordóma. Þannig geta þátttakendur borið eigin reynslu saman við reynslu annarra og unnið í sameiningu á afleiðingum mismununar. Allir þátttakendur fá þar með athygli og tækifæri til að segja sína sögu.

Í lokin, sérstaklega ef umræðurnar hafa verið krefjandi, er gott að beina athyglinni að einhverju t.d. í nærumhverfinu s.s. hlutum í herberginu eða einhverju sem er framundan. Það getur hjálpað til við að að beina huga skjólstæðingsins frá þeim erfiðu verkefnum sem hann stendur frammi fyrir og færa athyglina aftur í núið.

Þetta virðist einfalt en er ekki auðvelt í raun. Það er um að gera að prófa sig áfram og smám saman er hægt að tileinka sér þessa leikni.

14

>> EFNISYFIRLIT

Page 81: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

81

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

SKIPULAGNING OG ÁRANGUR

Til að ná sem mestum árangri mælum við með að minnsta kosti einum til tveimur stuðningstíma á viku. Sumum finnst erfitt í byrjun að hafa svo marga tíma í hverri viku og geta þá haft þá færri. Smám saman þjálfast upp meira úthald en það getur tekið tíma. Sumir þurfa nokkur ár til að byggja upp úthaldið og það er í lagi.

HVERNIG Á AÐ SKIPULEGGJA STUÐNINGSTÍMA

Finndu hlustanda sem þú vilt hitta reglulega.

Tilgreindu dag, hversu mikinn tíma á að nota og hvar þið ætlið að vera.

Undirbúðu staðinn þar sem viðtalið fer fram og forðastu allt sem gæti truflað á meðan á viðtalstímunum stendur (síma, mat, vinnu o.s.frv.).

Þegar þið hittist:

1. Takið ykkur tíma til að heilsast og átta ykkur á aðstæðum (í mesta lagi 15 mínútur). Ef þessi tími lengist gæti spjallið dregist á langinn og það verður erfiðara að hefja viðtalið.

2. Ákveðið hvor byrjar og reiknið út tímann.

3. Góð leið til að byrja getur verið að hvor um sig fái fimm mínútur til að tjá sig um: umhverfið, í hvaða málum þú viljir vinna, segja frá einhverju jákvæðu sem er að gerast og/eða hefur gerst, eða eitthvað sem vekur ánægju. Þessar fimm mínútur hjálpa til við að tengjast og hita upp.

15 Hvernjg á að Skipulegg j a Stuðningstíma eða Stuðningshóp

>> EFNISYFIRLIT

Page 82: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

82

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

4.Eftir þennan tíma skuluð þið byrja á að skipta tímanum sem eftir er á milli ykkar. Við mælum með því að í byrjun fái hvor þátttakandi 30-45 mínútur.

5. Í lok tímans skuluð þið fara yfir viðtalstímann og koma með endurgjöf. Endurgjöf getur hjálpað við að sleppa tökum af frásögninni og tilfinningunum sem tengdust henni og getur einnig hjálpað okkur að verða betri hlustendur. Spurningar sem geta komið að notum geta t.d. hljómað á eftirfarandi hátt:

Hvað gerðirðu vel sem hlustandi?

Hvernig líkaði þér vel við hinn aðilann sem skjólstæðing?

Hvernig líkaði þér við sjálfan þig sem skjólstæðing?

Hvernig líkaði þér vel við hinn aðilann sem hlustanda?

Ef þörf er á, geta þátttakendur einnig komið með tillögur um hvað má gera betur í næsta viðtali.

Í þessu ferli er eðlilegt að gera mistök og við getum lært mikið af þeim. Að því sögðu er mikilvægt að benda á að við þurfum líka að vanda til verka á allan hátt og virða þann sem vinnur með okkur.

1.Í lok tímans, þegar að báðir aðilar hafa fengið að vera þátttakendur og hlustendur og endurgjöf er lokið, er gott að ákveða hvenær næsti tími á að vera. Reynslan hefur leitt í ljós að slík ákvörðun eykur líkur á því að úr verði samfelld samvinna. Takið líka tillit til óska hvor annars varðandi hvar best er að hafa viðtalstímana.

2. Til hamingju!

HVERNIG Á AÐ SKIPULEGGJA STUÐNINGSHÓP?

Hér er u nokkur atriði sem geta komið að gagni ef þú hefur áhuga á að stofna og skipuleggja stuðningshóp.

1. Best er ef hópurinn hefur að hámarki sex meðlimi.

2. Bjóddu fólki en gættu þess að skilaboðin séu skýr, með upplýsingum um tímasetningu, stað, tímalengd og hverjum öðrum er boðið. Þú skalt biðja fólk um að staðfesta komu sína og gættu þess að fá staðfestingu hjá hverjum og einum. Stundum

15

>> EFNISYFIRLIT

Page 83: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

83

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

þurfum við á því að halda að einhver sýni áhuga og minni okkur á að við viljum og/eða þurfum deila tilfinningum okkar með öðrum, þrátt fyrir að vera feimin og hrædd.

3. Þegar allir eru mættir þarf að gæta þess að tefja ekki um of. Byrjið fljótlega.

4.Byrjið á því að biðja meðlimi að segja frá einhverju skemmtilegu sem gerst hefur síðustu daga eða einhverju sem er þeim mikilvægt. Allir taka þátt í þessu. Þetta er kynningin. Bijið alla að vera stuttorða og misnota ekki tímann.

5. Til að byrja með má einnig skipta meðlimum í tvo tveggja til þriggja manna hópa, þar sem hver og einn fær fimm til sjö mínútur til að tjá sig. Þetta er fín upphitun, sem gerir öllum auðveldara að hlusta á hvert annað.

6. Ákveðið í hvaða röð þið tjáið ykkur.

7. Ljúkið tímanum með því að allir segja frá einhverju sem þeim líkaði vel.

8. Notið tækifærið og ákveðiðhvenær þið hittist næst.

9. Faðmið hvert annað og kveðjið.

Það skiptir miklu máli að sá sem stýrir hópnum sé sveigjanlegur og fljótur að lesa hópinn. Þannig gengur hópastarfið betur.

FJÖGUR SKREF TIL AÐ VERA GÓÐUR HLUSTANDI

1. Mundu eftir og veittu því athygli hve góður hver þátttakandi er. Gerðu það að markmiði þínu að verðleikar hvers þátttakanda komi í ljós. Minntu sjálfan þig á það aftur og aftur að manneskjan fyrir framan þig er greind, mikilvæg, sterk og hafi góða getu til ákvarðanatöku en einnig þurfi hún stuðning til að losna við sársauka. Taktu sérstaklega eftir því hvað hver manneskja getur gert nú þegar, hversu verðmætt það er og hvar hlutirnir ganga vel nú þegar.

2. Taktu vel eftir hverjum þátttakanda og reyndu að átta þig á sársaukanum.

3. Hugleiddu hvernig má skora sársaukann á hólm.

Það að skora sársaukafulla minningu á hólm er eitthvað sem gerir skjólstæðingum kleift að sjá sársaukann og aðgreina hann frá raunveruleikanum.

Hlustandi þarf að vera til staðar fyrir skjólstæðinginn á meðan hann gengur í

15

>> EFNISYFIRLIT

Page 84: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

84

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

gegnum tilfinningalosunina. Beindu athygli viðkomandi aftur og aftur að því að losa um tilfinningarnar og minntu á að þannig er hægt að vinna á sársauka sem búið hefur um sig.

Hlutverk hlustanda er að standa með þátttakendum, gegn sársaukanum.

Þegar þú ert sjálfur þátttakandi/skjólstæðingur þá skaltu vera búinn að hugleiða hvað þú vilt vinna með og hvernig tíminn geti nýst þér sem best. Gott er að hugsa um hvernig þú ætlar að orða hlutina svo þú fáir tækifæri til að deila hugsunum þínum og tilfinningum.

Þegar þú ert hlustandi, þá hjálpar til að vera jákvæður, samþykkjandi, sýna skjólstæðingum hlýju, virðingu, traust og áhuga og vera með jákvæðar væntingar í hans garð. Sem hlustandi skaltu reyna að leggja til hliðar allt sem gæti truflað þig við að hlusta. Ekki grípa fram í til að miðla eigin reynslu af álíka eða samsvarandi atburðunum eða upplifunum heldur skaltu halda athyglinni á skjólstæðingnum og hlusta alfarið á hann.

15

„90% af því að vera góður hlustandi er einfaldlega að veita því fulla athygli sem aðrir vilja segja frá“ Harvey Jackins

>> EFNISYFIRLIT

Page 85: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

85

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

Heimildaskrá

• The Effects of Oppressive Societies, by Tim Jackins.

• The Elements of Oppression and the Struggle

for Liberation*, by Harvey Jackins.

• A Second Form of Damage Caused, by Racism:

Internalized Racism, by Tim Jackins and others.

• Healing from the Damage Inflicted by Racism and

Internalized Racism, by Tim Jackins and others.

• Giving Up the Victim Position, by Barbara Love.

• Black Liberation and Community Development

for this Millennium, by Barbara Love.

• To End the Class Society is in Everyone’s

Interest, by Tim Jackins.

• Facing and Organizing to End Classism

and Class Oppression, by Seán Ruth.

• Looking at Class, by Tim Jackins.

• “Mental Health” Liberation For Everybody, by Janet Foner.

• Getting Present and Staying That Way, by Janet Foner.

• The Next Stage of Middle Class Liberation, by Seán Ruth.

• Middle-Class People of the Global

Majority, by several people.

• Who is Owning Class?, by Harvey Jackins.

• Owning-Class Oppression: Why and How, by Jo Saunders.

• Basic Understandings from the Work on

Women’s Liberation, by Diane Balser.

• Draft Women’s Policy Statement, by Diane Balser.

• Draft Program to Eliminate Sexism, by Diane Balser.

• A Framework for understanding

exploitative societies, by Karl Lam.

• Ending the legacy of divide and rule.

>> EFNISYFIRLIT

Page 86: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

86

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

>> EFNISYFIRLIT

Page 87: HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR … · 2019. 9. 13. · Við búum í síbreytilegum heimi. Kröfur til menntastofnana eru fjölbreyttar og þess vegna þurfum við að þróast

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga

HANDBÓK Í TILFINNINGASTJÓRNUN

FYRIR FULLORÐINSFRÆÐSLU

Heimur hormóna, taugakerfis og tilfinninga