Handbók - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · Segðu í örstuttu máli frá Rauða krossinum (5...

25
Rauði krossinn á Íslandi 1. útgáfa 21. september 2018 Sjálfboðaliðastjórnun Handbók

Transcript of Handbók - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · Segðu í örstuttu máli frá Rauða krossinum (5...

Page 1: Handbók - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · Segðu í örstuttu máli frá Rauða krossinum (5 mín hámark) ef viðkomandi er nýr. - Upphafinu að stofnun Rauða krossins, stærstu

Rauði krossinn á Íslandi

1. útgáfa 21. september 2018

Sjálfboðaliðastjórnun Handbók

Page 2: Handbók - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · Segðu í örstuttu máli frá Rauða krossinum (5 mín hámark) ef viðkomandi er nýr. - Upphafinu að stofnun Rauða krossins, stærstu

1

Efnisyfirlit Sjálfboðaliðastjóri ................................................................................................................................ 2

Leiðtogastílar .................................................................................................................................... 3

Sjálfboðaliðahringurinn ........................................................................................................................ 4

Þarfagreining ........................................................................................................................................ 5

Áætlun .................................................................................................................................................. 6

Sjálfboðaliðaöflun ................................................................................................................................ 7

Móttaka nýrra sjálfboðaliða ................................................................................................................. 8

Fyrstu kynni og áhrif þeirra .............................................................................................................. 8

Umsóknir sjálfboðaliða ..................................................................................................................... 8

Viðtalið ............................................................................................................................................. 8

Kynning ......................................................................................................................................... 8

Grundvallarhugsjónir Rauða krossins ........................................................................................... 9

Viðtalið sjálft ..................................................................................................................................... 9

Úthlutun verkefna .............................................................................................................................. 10

Samningur....................................................................................................................................... 11

Skrá á verkefni ............................................................................................................................ 11

Félagsaðild .................................................................................................................................. 11

Persónuvernd .............................................................................................................................. 11

Sakavottorð ................................................................................................................................. 11

Rafrænt kerfi .................................................................................................................................. 12

Tímabundnir sjálfboðaliðar ............................................................................................................ 12

Fyrirvaralausir sjálfboðaliðar .......................................................................................................... 12

Ungir sjálfboðaliðar ........................................................................................................................ 13

Fræðsla og þjálfun .............................................................................................................................. 13

Eftirfylgni og stuðningur ..................................................................................................................... 15

Ánægðir sjálfboðaliðar ................................................................................................................... 15

Óánægðir sjálfboðaliðar ................................................................................................................. 16

Viðbrögð við gagnrýni .................................................................................................................... 16

Viðurkenning og hvatning .................................................................................................................. 17

Mat ..................................................................................................................................................... 18

Sjálfboðaliði hættir ............................................................................................................................. 19

Sjálfboðaliði sem hentar ekki verkefni ............................................................................................... 19

Um meðferð persónuupplýsinga ....................................................................................................... 20

Lokaorð............................................................................................................................................... 21

Viðaukar ............................................................................................................................................. 23

Page 3: Handbók - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · Segðu í örstuttu máli frá Rauða krossinum (5 mín hámark) ef viðkomandi er nýr. - Upphafinu að stofnun Rauða krossins, stærstu

2

Sjálfboðaliðastjóri Sjálfboðaliðastjóri samhæfir störf sjálfboðaliða, hann stýrir starfinu og ber ábyrgð á sjálfboðaliðum

í viðkomandi verkefni eða svæði þó hann taki að jafnaði ekki þátt í framkvæmd þess.

Sjálfboðaliðastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi getur verið stjórnarmaður í deild, útnefndur

sjálfboðaliðastjóri eða hópstjóri af stjórn deildar eða starfsmaður ráðinn af deild eða landsfélagi.

Sjálfboðaliðastjóri er leiðtogi í hópi sjálfboðaliða og fer með eitt af lykilhlutverkum innan hreyfingarinnar. Ýmiss konar ástæður geta legið að baki vali á einstaklingi í hlutverk sjálfboðaliðastjóra; viðkomandi gæti hafa sýnt leiðtogahæfni í hópi, haft frumkvæði að framþróun, sýnt áhuga á að vinna með öðrum og/eða sýnt málstaðnum hollustu og skuldbindingu.

Hlutverk sjálfboðaliðastjóra er margþætt en í hnotskurn snýst það um:

Umfram allt ber sjálfboðaliðastjóra að þekkja grundvallarhugsjónir, hefðir og sjónarmið Rauða kross

hreyfingarinnar mjög vel og bera til hennar jákvætt viðhorf.

Leiðtogahlutverk sjálfboðaliðastjóra er tækifæri fyrir persónulegan þroska viðkomandi og tilvalið að

bjóða reyndum og hæfileikaríkum sjálfboðaliðum að fara í hlutverk sjálfboðaliðaliðastjóra. Eins og

áður sagði leikur sjálfboðaliðastjóri eitt af lykilhlutverkum í starfi Rauða krossins og eru í beinum

samskiptum við sjálfboðaliða. Sjálfboðaliðastjóra verður að líða þægilega í hlutverki sínu sem

leiðtogi og til þess að það megi verða þarf sjálfboðaliðastjóri að vita af réttindum sínum og skyldum,

gagnvart sér og sjálfboðaliðum sínum. Jafnframt er áríðandi að sjálfboðaliðastjóri sé vel upplýstur

um ábyrgðina sem starfinu fylgir og valdssvið.

Meginhlutverk sjálfboðaliðastjóra er að leiða sjálfboðaliða í störfum og fylla þá af eldmóði í anda

grundvallahugsjóna hreyfingarinnar.

Góður leiðtogi er:

• skýr og skipulagður og hefur gott utanumhald.

• traustur og ákveðinn; nauðsynlegt getur verið að ljóst sé hver það er sem ræður og hver

tekur endanlega ákvörðun.

• skilningsríkur og veitir góða áheyrn; leiðtogi verður að virða og treysta sjálfboðaliðunum,

vera til staðar ef vandamál koma upp, hrósa þegar vel gengur og styðja eftir aðstæðum.

• hvetjandi; allir vinna betur þegar þeir eru áhugasamir og ánægðir. Leiðtogi getur gert mikið

til að hafa áhrif á líðan og úthald sjálfboðaliðans.

Að afla sjálfboðaliða

Að sjá til þess að skráningar séu

réttar

Að sjá til þess að sjálfboðaliðar fái

viðeigandi fræðslu og

þjálfun

Að sinna eftirfylgni og

stuðningi

Að veita viðurkenningu og hvatningu

Að leggja mat á störf

sjálfboðaliða

Að kveðja sjálfboðaliða

Page 4: Handbók - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · Segðu í örstuttu máli frá Rauða krossinum (5 mín hámark) ef viðkomandi er nýr. - Upphafinu að stofnun Rauða krossins, stærstu

3

Leiðtogastílar

Háttalag leiðtoga og aðferðafræði um leiðtogafærni hefur um árabil verið mikið til umræðu og

rannsóknar.

Sígildar flokkanir eru leiðtogar sem eru: ráðandi, áhyggjulausir (kærulausir) og lýðræðislegir en nú á

dögum er ólíklegt að einhver sé annað hvort eingöngu ráðríkur eða lýðræðislegur. Flest allir leiðtogar

hafa blandaðan stjórnunarstíl og bregðast mismunandi við í mismunandi aðstæðum.

Þrátt fyrir margslunginn stjórnunarstíl er ljóst að markmið, viðfangsefni og einstaklingar hafa

þýðingarmikil áhrif á val á stjórnunarstíl leiðtogans. Ánægja og áhugi eykst þegar fólk upplifir

samvinnu og einhug í því að ná að uppfylla markmið með góðum árangri.

Þegar leiðtoginn hvetur til hugmyndaauðgi og skapar andrúmsloft sem er hvetjandi, stuðlar hann að

skuldbindingu og samvinnu.

Í sumum tilfellum er óhjákvæmilegt fyrir leiðtoga að sýna ákveðni og beita ákvörðunarvaldi sínu.

Sjálfboðaliðastjóri hjá Rauða krossinum ætti að temja sér eftirfarandi leiðtogafærni í anda

grundvallarhugsjóna Rauða krossins:

MANNÚÐ

• Byggja upp tiltrú og traust og styðja og styrkja fólk sem vill takast á við nýjar áskoranir.

• Vera heiðarlegur og hreinskiptinn.

ÓHLUTDRÆGNI

• Skapa andrúmsloft sem hvetur alla til þátttöku eftir eigin getu.

HLUTLEYSI

• Takast á við árekstur og ágreining milli fólks án þess að taka afstöðu með eða á móti.

SJÁLFSTÆÐI

• Styðja samvinnu í hópnum og hreyfingunni, með yfirvöldum og öðrum stofnunum á grundvelli Rauða krossins og grundvallahugsjónanna.

SJÁLFBOÐIN ÞJÓNUSTA

• Sjálfboðaliðastjórar og sjálfboðaliðar taka á sig skuldbindingar af fúsum og frjálsum vilja í anda grundvallarhugsjóna.

EINING

• Vera í fararbroddi í samræmi við samþykkta nálgun Rauða krossins um hugsjónir, siðareglur og leiðarljós.

• Bjóða upp á samræmda þjálfun og tækifæri til þróunar innan hreyfingarinnar.

ALHEIMSHREYFING

• Rauði krossinn er alheimshreyfing og sjálfboðaliðastjórar eru hluti af henni.

• Leiðtogar laga sig að heildarsýn hreyfingarinnar og draga úr því að einblína einvörðungu á nærumhverfið.

Page 5: Handbók - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · Segðu í örstuttu máli frá Rauða krossinum (5 mín hámark) ef viðkomandi er nýr. - Upphafinu að stofnun Rauða krossins, stærstu

4

Sjálfboðaliðahringurinn Þegar smellt er á ákveðinn stað í sjálfboðaliðahringnum birtist viðeigandi kafli í handbókinni.

Þarfagreining

Áætlun

Sjálfboðaliða-öflun

Móttaka

Úthlutun verkefna

Fræðsla og þjálfun

Eftirfylgni og stuðningur

Viðurkenning og hvatning

Mat

Sjálfboðaliði hættir

Page 6: Handbók - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · Segðu í örstuttu máli frá Rauða krossinum (5 mín hámark) ef viðkomandi er nýr. - Upphafinu að stofnun Rauða krossins, stærstu

5

Þarfagreining Rauði krossinn á Íslandi sinnir margvíslegum verkefnum innanlands.

Hlutverk félagsins er fyrst og fremst að koma að þar sem þörfin er mest og úrræðin fæst og eru

forgangsverkefni ákveðin út frá rannsóknum og þarfagreiningum. Félagið gerir reglulega

landskönnunina „Hvar þrengir að?“ til að komast að því hvaða hópar á Íslandi standa höllum fæti í

samfélaginu til þess að geta veitt þeim stuðning.

Auk kannana á landsvísu

standa deildir félagsins fyrir

staðbundnum könnunum til

frekari upplýsingaöflunar um

sitt starfssvæði. Notast má

við eyðublað sem þetta á

stjórnarfundum deilda eða

starfshópum við val á

verkefnum. Eyðublað þetta

og frekari leiðbeiningar er

einnig að finna hér.

Page 7: Handbók - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · Segðu í örstuttu máli frá Rauða krossinum (5 mín hámark) ef viðkomandi er nýr. - Upphafinu að stofnun Rauða krossins, stærstu

6

Áætlun Þegar ákveðið hefur verið að starfrækja nýtt verkefni eða starfssvið verkefnis þarf að ýmsu að huga.

Leggja þarf fram áætlun til að meta þörfina á aðföngum. Hægt er að sækja um styrk í verkefnasjóð

Rauða krossins á Íslandi (hér má sjá reglur og umsóknareyðublað).

Ef ekki er sótt um styrk úr verkefnasjóði er gagnlegt að fara í gegnum áætlanalíkan til að öðlast betri

yfirsýn verkefnisins. Ætlunin með áætlun sem þessari er að auðvelda starf stjórna og starfsmanna

hvað varðar skipulag verkefna, framsetningu þeirra og framkvæmd. Þetta áætlanalíkan má nota sem

undirstöðu og hafa til til hliðsjónar á stjórnarfundum og fundum sem varða skipulag verkefna. Einnig

má notast við þessa verkefnaáætlun sem undirstöðu framkvæmdar- og fjárhagsáætlana og

ársskýrslu.

Áætlanalíkan nýs verkefnis/starfssvið verkefnis

Verkefni Rauða krossins hafa verið flokkuð í tíu yfirflokka af líkum verkefnum og starfssvið greina

verkefnin að (sjá kafla um úthlutun verkefna).

Hverju starfssviði sjálfboðaliða þarf að fylgja greinagóð starfslýsing svo sjálfboðaliði og

sjálfboðaliðastjóri skilji hlutverk sjálfboðaliðans í verkefninu. Formleg starfslýsing sjálfboðaliða er

eins konar samkomulag milli sjálfboðaliðans og félagsins þar sem hlutverk og kröfur til hans eru

útskýrðar og verndar þannig bæði hann og hreyfinguna gegn misskilningi. Starfslýsing sjálfboðaliða

segja til um kröfur um vinnuframlag, vikudag, tíma dagsins, kröfur um fræðslu og hver ábyrgð

sjálfboðaliða er. Gert er ráð fyrir að að starfslýsingar í verkefnum séu endurskoðaðar reglulega.

Hér má finna eyðublað fyrir starfslýsingu.

Verkefni

• Yfirheiti

• Starfsheiti

Markmið

• Hverju viljum við ná fram með verkefninu?

• Vísun í stefnu félagsins

Aðgerðarlýsing

• Hverjir?

• Hvernig?

• Hvar?

Tímaáætlun

• Upphaf verkefnis

• Endir verkefnis

• Endurskoðun

Ábyrgðarmaður

• Hver?

Samverkandi þættir

• Samstarfsaðilar

• Aðföng

Útreikningar

• Kostnaður

• Tekjur

Mat

• Hvenær?

• Hver?

• Árangur

Page 8: Handbók - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · Segðu í örstuttu máli frá Rauða krossinum (5 mín hámark) ef viðkomandi er nýr. - Upphafinu að stofnun Rauða krossins, stærstu

7

Sjálfboðaliðaöflun Þegar áætlun um nýtt verkefni liggur fyrir eða þegar kemur að öflun sjálfboðaliða er gagnlegt að vita

hvað það er sem deildina vantar aðstoð við, í hvaða verkefni og fjölda sjálfboðaliða í verkefni. Margar

leiðir eru fyrir hendi í sjálfboðaliðaöflun og engin ein leið rétt heldur er mikilvægt fyrir deildir að hafa

allar klær úti ef notast má við það orðatiltæki. Ef margir taka þátt í öflun sjálfboðaliða koma þeir víða

að og hafa fjölbreyttan bakgrunn. Ef reynt er að afla sjálfboðaliða eins víða og mögulegt er gefst

tækifæri til þess að ná til hópa sem eiga sér fáa fulltrúa innan deildarinnar.

Nokkrar leiðir eru færar í sjálfboðaliðaöflun í deild:

• Að mynda hóp sem er ábyrgur fyrir því starfi að afla nýrra sjálfboðaliða.

• Kunningjatengsl. Kunningsskapur er grundvöllurinn að öflun helmings allra sjálfboðaliða

Rauða krossins.

• Að hafa beint samband við valda aðila.

• Eiga samstarf við önnur félög á svæðinu eða annars staðar.

• Auglýsa á samfélagsmiðlum eða í nærsamfélaginu.

• Einbeita sér að ákveðnum markhópum í auglýsingum.

• Að grípa öll tækifæri við opinberar kynningar til að veita upplýsingar sem gætu laðað að

sjálfboðaliða.

• Að skrifa greinar eða þiggja tækifæri til að koma fram í fjölmiðlum í samstarfi við

upplýsingafulltrúa Rauða krossins.

• Að nýta það aðdráttarafl sem Rauði krossinn fær í umfjöllun í fjölmiðlum.

• Í viðtölum við væntanlega og áhugasama sjálfboðaliða:

o Leggja meiri áherslu á að sannfæra viðkomandi frekar en að skora á fólk að gerast

sjálfboðaliði.

o Hægt að laða fram áhuga með eigin áhuga og þátttöku.

o Árangursríkt getur verið að skapa tengingu milli verkefnisins og persónulegra áhugamála

viðkomandi.

o Hlusta og svara spurningum.

o Virða neitun viðkomandi.

Þeir sjálfboðaliðar sem aflað er verða að geta fengið svör við eftirfarandi spurningum:

• Hvað þarf ég að vita?

• Hvers vegna sinnir Rauði krossinn þessu verkefni?

• Hvar verður verkefnið mitt?

• Hvað tekur þetta mikinn tíma?

• Hvenær get ég hafið störf?

• Hverjir verða samstarfsmenn mínir og hver mun stjórna verkinu?

• Hvernig get ég haft áhrif?

• Hvaða aðstoð og þekkingu öðlast ég?

• Hver getur veitt mér meiri upplýsingar?

• Hver getur aðstoðað mig við lausn vandamála sem upp kunna að koma?

• Hvað gerir Rauði krossinn yfirleitt, í þessari deild, í landinu, í heiminum?

Page 9: Handbók - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · Segðu í örstuttu máli frá Rauða krossinum (5 mín hámark) ef viðkomandi er nýr. - Upphafinu að stofnun Rauða krossins, stærstu

8

Móttaka nýrra sjálfboðaliða

Fyrstu kynni og áhrif þeirra

„Ég er þeirrar skoðunar að þú færð eitt tækifæri til fyrstu

kynna“ (Kelin McCarthy)

Móttaka sjálfboðaliða er mikilvæg fyrir Rauða krossinn og

gefur tóninn í framtíðar samskiptum. Á þetta jafnt við um

samskipti augliti til auglitis og tölvupóstsamskipti og

símtöl.

Með fagmannlegri og jákvæðri móttöku eru árangursrík

samskipti og samstarf líklegri en ella.

Umsóknir sjálfboðaliða

Flestir sækja um að gerast sjálfboðaliðar í gegnum heimasíðu Rauða krossins og fær viðkomandi

deild upplýsingar um umsóknir. Í deildum þar sem

starfsmenn sinna umsóknum sjálfboðaliða sjá þeir sjálfir

um að fylgjast með nýjum umsóknum í skráningarkerfinu,

formenn deilda sem ekki eru með starfsmenn fá

umsóknirnar sendar í tölvupósti. Þeir upplýsa svæðis-

fulltrúa á svæðinu um framvindu málsins sem skrá í

skráningarkerfi Rauða krossins.

„Hamra skal járnið meðan heitt er“ segir máltækið og á það vel við hér. Góð regla er að hafa sem

allra fyrst samband við væntanlegan sjálfboðaliða og í síðasta lagi innan viku frá umsókn en þar sem

starfsfólk sinnir sjálfboðaliðastjórnun er gerð krafa um að ekki líði meira en þrír virkir dagar frá

umsókn.

Í viðauka má sjá skýringarmyndir sem skýra ferli sjálfboðaliðaumsókna eftir því hvort um er að ræða

deildir með starfsmenn eða ekki. Ferlin eru ólík sem og hlutverk hvers og eins í ferlinu.

Viðtalið

Boðið umsækjanda í viðtal við fyrsta tækifæri og gefið upp tímalengd viðtalsins í boðinu.

Gott að hafa í huga:

• Veldu afvikin stað þar sem hægt er að ræða í rólegheitum.

• Bjóddu upp á vatn, kaffi eða te (eftir aðstæðum).

• Þakkaðu umsækjandanum fyrir að hafa áhuga á að gerast sjálfboðaliði.

• Farðu yfir dagskrá viðtalsins.

Kynning

Segðu í örstuttu máli frá Rauða krossinum (5 mín hámark) ef viðkomandi er nýr.

- Upphafinu að stofnun Rauða krossins, stærstu mannúðarsamtaka heims.

- Starfseminni hér á Íslandi, t.d. fjölda sjálfboðaliða, þjónustu við skjólstæðinga o.s.frv.

Page 10: Handbók - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · Segðu í örstuttu máli frá Rauða krossinum (5 mín hámark) ef viðkomandi er nýr. - Upphafinu að stofnun Rauða krossins, stærstu

9

Grundvallarhugsjónir Rauða krossins

Upplýstu umsækjanda um þá hugmyndafræði sem Rauði krossinn starfar eftir (5 mínútur hámark):

- Mannúð: Alþjóðahreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans vinnur að því að létta

þjáningu fólks og koma í veg fyrir hana, að vernda líf og heilsu og tryggja einstaklingnum þá

virðingu sem að honum ber. Rauði krossinn vinnur að gagnkvæmum skilningi, vináttu,

samstarfi og friði meðal þjóða.

- Óhlutdrægni: Hreyfingin gerir engan mun milli manna eftir þjóðerni þeirra, uppruna,

trúarbrögðum, kyni, stétt eða stjórnmálaskoðunum. Hún reynir að draga úr þjáningum

einstaklinga og tekur þá eingöngu tillit til þarfa hvers og eins en veitir forgang þeim sem verst

eru staddir.

- Hlutleysi: Til að hreyfingin megi áfram njóta almenns trausts skal hún gæta hlutleysis í ófriði

og aldrei taka þátt í deilum vegna stjórnmála, uppruna, trúarbragða eða hugmyndafræði.

- Sjálfstæði: Hreyfingin er sjálfstæð. Þótt landsfélög veiti aðstoð í mannúðarstarfi stjórnvalda

og lúti lögum lands síns, verða þau ætíð að varðveita sjálfstæði sitt svo þau geti starfað í

samræmi við grundvallarhugsjónir hreyfingarinnar.

- Sjálfboðin þjónusta: Hreyfingin er borin uppi af sjálfboðnu hjálparstarfi og lætur aldrei

stjórnast af hagnaðarvon.

- Eining: Í hverju landi má aðeins vera eitt landsfélag Rauða krossins eða Rauða hálfmánans.

Það skal vera öllum opið og vinna mannúðarstarf um landið allt.

- Alheimshreyfing: Hreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans nær um heim allan, og öll

landsfélög hafa jafnan rétt og ábyrgð og sömu skyldur til gagnkvæmrar hjálpar.

Viðtalið sjálft

Í viðtalinu skaltu hlusta eftir:

• áhugasviði umsækjanda

• hæfileikum

• þörfum

• getu viðkomandi

Gott getur verið að styðjast við viðtalsblað. Sjá dæmi hér:

Sjálfboðaliðaviðtal Nafn sjálfboðaliða: Dagsetning viðtals: Hver tekur viðtal:

Hvað gerði það að verkum að þú sóttir um hjá Rauða krossinum?

Á hvaða tímum getur þú sinnt sjálfboðastarfi?

Hvað hefur þú fram að færa til starfsins?

Bakgrunnur, menntun og reynsla. Áhugamál eða annað sem viðkomandi vill koma á framfæri.

Eitthvað sérstakt verkefni (af hverju):

Page 11: Handbók - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · Segðu í örstuttu máli frá Rauða krossinum (5 mín hámark) ef viðkomandi er nýr. - Upphafinu að stofnun Rauða krossins, stærstu

10

Úthlutun verkefna Hafa ber í huga að sumir sjálfboðaliðar hafa ákveðna hugmynd um verkefni sem þeir vilja sinna, aðrir

hafa annað hvort ekki skoðað málið eða er sama.

Í viðtalinu þarf að gera fólki grein fyrir ábyrgð og skyldum sem Rauði krossinn gerir til allra

sjálfboðaliða og í hverju verkefni fyrir sig.

Sjálfboðaliðar allra verkefna Rauða krossins eiga að (hægt að smella á texta):

- taka grunnnámskeið um Rauða krossinn

- starfa eftir grundvallarhugsjónum

- starfa eftir siðareglum félagsins

Misjafnt er eftir verkefnum hversu mikil ábyrgð og miklar skyldur eru lagðar á herðar sjálfboðaliða.

Skyldur og ábyrgð geta verið:

- námskeið/fræðsla sem tilheyrir verkefni

- tímarammi verkefnisins (tími dags, tímafjöldi á viku/mánuði)

- skuldbinding í ákveðið fyrirframgefið tímabil

Á hverju starfssviði á að vera til starfslýsing sjálfboðaliða og öllu jöfnu geymt í skjalavistunarkerfi

Rauða krossins eða í fórum

stjórnar eða starfsmanna

deildar. Þessar lýsingar er

hægt að nota í viðtölum til

að skýra enn betur en áður

hlutverk sjálfboðaliðans.

Verkefni í deildum eru

misjöfn, fer það eftir þörfum

samfélagsins og umfangi

verkefna. Hægt er að flokka

öll verkefni Rauða krossins í

tíu yfirflokka sem sést hér á

þessari mynd. Starfssvið

verkefna geta verið

breytileg, hér má sjá dæmi

um starfssvið verkefna á

landinu. Uppfærða mynd er

að finna á sjálfboða-

liðavefnum hér.

Page 12: Handbók - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · Segðu í örstuttu máli frá Rauða krossinum (5 mín hámark) ef viðkomandi er nýr. - Upphafinu að stofnun Rauða krossins, stærstu

11

Samningur

Þegar sjálfboðaliði og sjálfboðaliðastjóri hafa náð saman um verkefni er samningur lagður fyrir

sjálfboðaliðann og hann upplýstur um tilgang samningsins.

Tilgangur með samningnum er:

• að slysatryggja sjálfboðaliða þegar hann starfar á vegum Rauða krossins

• að skuldbinda hann til að vinna eftir siðareglum, grundvallarhugsjónum og leiðarljósi Rauða

krossins

• yfirlýsing sjálfboðaliðans um trúnað og þagnarskyldu um málefni þiggjendur þjónustunnar

(þegar það á við)

• að gera starfs hans formlegra

Á samningnum þurfa að koma fram almennar upplýsingar um sjálfboðaliða s.s. kennitala,

heimilisfang, netfang og símanúmer.

Ef áður hefur verið gerður samningur við viðkomandi, hann er til í rafrænum kerfum Rauða krossins

og ekki hafa liðið tvö ár frá skráningu hans þá dugar sá samningur en gott er að rifja upp innihald

samningsins og tilgang.

Skrá á verkefni

Á samningseyðublaðinu er skráð í hvaða verkefni sjálfboðaliði ætlar að vinna og á hvaða starfssviði.

Í sumum tilfellum ætlar sjálfboðaliði að starfa í fleiri en einu verkefni og dugir að skrifa undir einn

samning fyrir öll verkefnin en nauðsynlegt er að skrá hann í skráningarkerfinu í öll verkefni sem hann

ætlar að sinna.

Félagsaðild

Á samningseyðublaðinu er spurt hvort sjálfboðaliði vilji gerast félagi hjá Rauða krossinum á Íslandi.

Skrifar hann sérstaklega undir þá yfirlýsingu.

Upplýsa þarf sjálfboðaliðann um það sem felst í því að gerast félagi:

• félagsmenn fá sendan reikning fyrir árgjaldi, sendur út í apríl ár hvert (gefa upp upphæð sem

er breytileg milli ára)

• félagsmenn eru kjörgengir í stjórnir deilda, að því gefnu að þeir hafi greitt árgjald

• félagsmenn taka þátt í að móta stefnu og starf Rauða krossins

Persónuvernd

Á samningseyðublaðinu er sjálfboðaliða jafnframt gerð grein fyrir tilganginum með því að halda utan

um persónuupplýsingar og skráningu hans í skráningarkerfi félagsins. Honum er bent á

persónuverndarstefnu Rauða krossins á heimasíðunni.

Sakavottorð

Í þeim verkefnum sem unnið er með þiggjendum þjónustu t.d. heimsóknavinir, námsaðstoð, starf

með fólki af erlendum uppruna o.s.frv. er óskað eftir að sjálfboðaliði útvegi sakavottorð sem nær

yfir kynferðisbrot, önnur ofbeldisbrot og brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni. Er

megintilgangurinn að staðreyna hvort viðkomandi hafi verið fundinn sekur um refsiverða háttsemi

Page 13: Handbók - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · Segðu í örstuttu máli frá Rauða krossinum (5 mín hámark) ef viðkomandi er nýr. - Upphafinu að stofnun Rauða krossins, stærstu

12

af því tagi að hann/hún teljist ekki hæf/ur til að gegna því sjálfboðaliðastarfi sem um er rætt. Hér

má finna eyðublaðið.

Nægilegt er að sýna sjálfboðaliðastjóra sakavottorð og engin ástæða til að geyma slíkan pappír og

mælt er með því að forðast það í lengstu lög.

Rafrænt kerfi

Þegar samningur liggur fyrir og hvaða verkefni sjálfboðaliði mun sinna, þarf að skrá samninginn í

skráningarkerfi Rauða krossins, Salesforce. Starfsmenn hafa aðgang að þessu kerfi og í þeim deildum

sem ekki eru starfsmenn sjá svæðisfulltrúar um að skrá samningana og sjálfboðaliðann í verkefni

deildarinnar.

Ef umsókn hefur komið í gegnum vefsíðu Rauða krossins eru til upplýsingar um sjálfboðaliðann en

gott er að yfirfara upplýsingarnar og breyta því sem breyta þarf.

Athugið:

• heimilisfang

• netfang

• símanúmer

Skráið:

• ef viðkomandi vill gerast félagi (setja hak)

o í hvaða deild (venjulega eftir búsetu nema

annað sé tekið fram)

o inngönguár

• eða ef viðkomandi vill ekki gerast félagi (setja hak)

Þegar samningur hefur verið skráður í skráningarkerfi

félagsins sér starfsmaður á skrifstofu um að prenta skírteini

sjálfboðaliða og senda í pósti ásamt hálsbandi og

upplýsingariti um Rauða krossinn.

Tímabundnir sjálfboðaliðar

Tímabundnir sjálfboðaliðar eru þeir sem vinna ákveðið verk í stuttan tíma. Til að mynda sækja árlega

margir háskólanemar um að gerast sjálfboðaliðar tímabundið til að uppfylla skólaskyldu sem þeir

geta unið í sjálfboðavinnu. Nauðsynlegt er að gera samning við þessa sjálfboðaliða líkt og aðra og

skylda þá til að taka grunnnámskeið Rauða krossins á vefnum áður en störf hefjast (sjá meiri

upplýsingar hér að neðan). Sum verkefni eru til þess fallin að vera tímabundin, svo sem fjáröflun

ýmiss konar og önnur tilfallandi verkefni. Móttökuferli þessara sjálfboðaliða er að jafnaði það sama

og hefðbundinna sjálfboðaliða.

Fyrirvaralausir sjálfboðaliðar

Fyrirvaralausir sjálfboðaliðar eru þeir sem bjóða fram aðstoð sína á neyðarstundum. Þessir

sjálfboðaliðar hafa jafnan samband við Rauða krossinn þegar mikið gengur á og vilja gjarnan leggja

hreyfingunni lið. Sumir með ákveðna hjálp í huga meðan aðrir vilja leggja fram vinnufúsar hendur í

Page 14: Handbók - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · Segðu í örstuttu máli frá Rauða krossinum (5 mín hámark) ef viðkomandi er nýr. - Upphafinu að stofnun Rauða krossins, stærstu

13

hvaða verkefni sem er. Sérstök áætlun er til um móttöku og stjórnun fyrirvaralausra sjálfboðaliða í

handbók fyrir neyðarnefndir Rauða krossins Fjöldahjálp (bls. 40).

Ungir sjálfboðaliðar

Fyrir kemur að fólk yngra en 18 ára sækir um að gerast sjálfboðaliðar. Í þeim tilfellum er nauðsynlegt

að vanda vel valið á verkefnum, bæði hvað varðar öryggi og ábyrgð þeirra. Ekki eru öll verkefni jafn

heppileg ungum einstaklingum. Nauðsynlegt er að fyrir liggi samþykki foreldra eða forráðamanna

um að viðkomandi einstaklingur megi ganga til liðs við Rauða krossinn og starfa sem sjálfboðaliði.

Samþykkið má vera á sama eyðublaði með undirritun og kennitölu foreldra/forráðamanns.

Fræðsla og þjálfun Öllum sjálfboðaliðum og starfsfólki er skylt að taka grunnnámskeið Rauða krossins sem finna má á

námskeiðssíðu Rauða krossins, namskeid.raudikrossinn.is. Á námskeiðinu er fjallað um sögu og

uppbyggingu Rauða krossins, grundvallarhugsjónir félagsins, merki hreyfingarinnar,

Genfarsamningana og starfsemi Rauða krossins á Íslandi

auk þátttöku í alþjóðastarfi. Námskeiðið tekur um eina

klukkustund og hægt er að taka hlé og taka þráðinn upp

að nýju. Þátttakendur taka könnun í lok námskeiðsins um

innihaldið og til að standast það þarf að svara 70%

spurninganna rétt. Rauði krossinn fær staðfestingu í

rafræna kerfið að námskeiði loknu en þó eru

upplýsingarnar einungis sendar einu sinni á sólarhring.

Jafnframt eru sjálfboðaliðar hvattir til að taka námskeið í skyndihjálp sem stendur til

boða þeim að kostnaðarlausu meðan þeir starfa sem sjálfboðaliðar hjá félaginu.

Námskeið eru reglulega auglýst á skyndihjálparvef Rauða krossins. Bóklegan hluta

skyndihjálpar er ávallt hægt að taka af namskeid.raudikrossinn.is og fæst fullnægjandi

þátttökustaðfesting þegar tveggja klukkustunda verklegu námskeiði hefur verið lokið.

Það er í höndum sjálfboðaliðastjóra að fylgja því eftir að sjálfboðaliðar taki þau

námskeið sem þeim er ætlað. Þeir sem ekki hafa aðgang að skráningarkerfi félagsins geta nálgast

upplýsingar um þátttöku sjálfboðaliða hjá svæðisfulltrúa eða starfsmanns skrifstofu Rauða krossins

sem sinnir skráningum og námskeiðsmálum hverju sinni. Jafnframt geta sjálfboðaliðarnir sjálfir

óskað eftir yfirliti yfir námskeið sem þeir hafa sótt og verkefni sem þeir eru skráðir í hér.

Er það í höndum sjálfboðaliðastjóra að sjá til þess að sjálfboðaliði fái viðeigandi þjálfun fyrir valið

verkefni og er misjafnt til hvers er ætlast eftir verkefnum. Í starfslýsingu verkefna er nauðsynlegt að

taka fram hversu viðamikillar þjálfunar er krafist. Áður en sérhæfð námskeið fyrir verkefni eru sótt

er nauðsynlegt að sjálfboðaliðar hafi lokið við grunnnámskeið Rauða krossins á vefnum.

Gott er að fá reynda sjálfboðaliða til að taka þátt í að þróa námskeið og taka þátt í þjálfun nýrra

sjálfboðaliða.

Page 15: Handbók - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · Segðu í örstuttu máli frá Rauða krossinum (5 mín hámark) ef viðkomandi er nýr. - Upphafinu að stofnun Rauða krossins, stærstu

14

Þjálfun sjálfboðaliðans þjónar þrenns konar markmiðum.

• Í fyrsta lagi að vinna að hugsjónum hreyfingarinnar.

• Í öðru lagi að uppfylla þau skilyrði um þekkingu sem verkefnið og þjónustan krefst.

• Í þriðja lagi mætir þjálfunin þörf sjálfboðaliðans fyrir aukna þekkingu og hæfni.

Mikilvægt er að þátttakendur sjái tilgang með þjálfuninni og í lokin að þeir skynji að unnið hafi verið

að yfirlýstum markmiðum.

Á námskeiðum þarf að huga að því að vel fari um þátttakendur og að skipta námskeiði niður í

viðráðanlega kennslutíma með viðeigandi hléum. Mikilvægt er að þægindi í rýminu sem kennt er í

séu ásættanleg til dæmis góð lýsing, kynding og uppröðun stóla. Í hléum er boðið upp á drykki og ef

um lengri námskeið er að ræða er boðið uppá annars konar hressingu, að öðrum kosti að tekið sé

fram að fólk taki með sér nesti. Leiðbeinandinn þarf að skapa andrúmsloft þar sem fólk finnur sig

öruggt til að tjá skoðanir sínar og deila reynslu sinni.

Við skipulagningu á námskeiðum skal hafa í huga fjölbreytni í kennsluháttum og uppbroti. Auk

hefðbundinna fyrirlestra má einnig notast við myndefni, umræður, hlutverkaleiki og æfingar.

Ég heyri og ég gleymi.

Ég sé og ég man.

Ég geri og ég skil.

Uppbygging námskeiðs ætti ávallt að hefjast á að sýna dagskrá þar sem kemur fram yfirferð

námskeiðsins ásamt þeim hléum sem áætluð eru, stutt og löng. Því næst að renna yfir hvað Rauði

krossinn stendur fyrir, grundvallarhugsjónir með áherslu á skilning, siðareglur og leiðarljós

hreyfingarinnar.

Þjálfun á vettvangi er mismunandi eftir verkefnum. Aftur getur verið heppilegt að fá reynda

sjálfboðaliða til að þjálfa nýtt fólk í starfið og tilgangurinn m.a. að spara vinnukrafta starfsfólks þar

sem það er eða mikið upptekna formenn deilda. Fyrir reyndan sjálfboðaliða getur það líka verið

upphefð að á hann er treyst og honum falið það ábyrgðarhlutverk að þjálfa nýtt fólk.

Vert er að taka fram hér að þau námskeið sem haldin eru af Rauða krossinum eru sjálfboðaliðum að

kostnaðarlausu.

Page 16: Handbók - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · Segðu í örstuttu máli frá Rauða krossinum (5 mín hámark) ef viðkomandi er nýr. - Upphafinu að stofnun Rauða krossins, stærstu

15

Eftirfylgni og stuðningur

Ánægðir sjálfboðaliðar

Nokkur atriði geta skipt sköpum um ánægju sjálfboðaliða í störfum.

Mjög mikilvægt er að hlutverk sjálfboðaliðans sé skýrt frá upphafi.

Góð regla er að hafa samband við sjálfboðaliða eftir að hann hefur hafið störf fyrir Rauða krossinn

og öðlast smávegis reynslu. Ætla mætti að tvö til fjögur skipti í verkefni gefi sjálfboðaliða smá innsýn

og að þeim tíma loknum gætu spurningar hafa vaknað. Stutt stuðningsviðtal eða símtal við

sjálfboðaliða eftir að hafa öðlast smá reynslu gæti skipt sköpum í ánægju hans í starfi.

Sjálfboðaliðastjórinn gæti skipulagt fundi með hópi sjálfboðaliða í líkum verkefnum þar sem þeir

hittast, ræða málin, sækja stuðning hver til annars og fá góð ráð um starfið. Hópumræður gætu

orðið góður vettvangur fyrir einlægar samræður í opnu og uppbyggilegu umhverfi þar sem reynsla,

þekking og viðhorf hvers og eins eru tekin alvarlega. Engin fyrirfram tilbúin svör eru til staðar, heldur

vinnur hópurinn að uppbyggilegum lausnum í sameiningu. Forðast skal þó að ræða einstaka

skjólstæðinga í umræðuhópum og ef til þess kemur að ítreka við umræðuhóp að það sem fram fer

er trúnaðarmál.

Öllum sjálfboðaliðum Rauða krossins stendur til boða að sækja handleiðslu sálfræðings félagsins ef

þeir óska eftir því en einnig geta þeir óskað eftir félagastuðningi þar sem því hefur verið komið við.

Gott er að sjálfboðaliði viti að hann hafi tækifæri til að þróa sig í starfi með fenginni reynslu m.a.

með aðkomu að námskeiðahaldi, þjálfun og hópstjórn.

Ánægðir sjálfboðaliðar taka þátt í því að afla nýrra sjálfboðaliða meðvitað eða ómeðvitað.

Page 17: Handbók - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · Segðu í örstuttu máli frá Rauða krossinum (5 mín hámark) ef viðkomandi er nýr. - Upphafinu að stofnun Rauða krossins, stærstu

16

Hundsun

Vörn

Afsökun

Skilningur

(Breyting)

Óánægðir sjálfboðaliðar

Nokkur atriði hafa sýnt sig að leiðir af sér óánægða sjálfboðaliða.

Það sem getur valdið óöryggi og óánægju í starfi eru atriði eins og skortur á stuðningi, ónóg þjálfun

og óskýrt hlutverk.

Forðast skal að ofhlaða viljuga sjálfboðaliða með tímafrekum verkefnum. Ef kröfur eru of miklar og

óraunhæfar væntingar gerðar til sjálfboðaliða getur ánægja af starfinu farið þverrandi.

Sjálfboðaliða þarf að vera ljóst að hann geti hætt í verkefni eða skipt um verkefni sé hann ekki

ánægður. Slíkri breytingu þarf sjálfboðaliðastjórinn að mæta með opnum huga og aðstoða

sjálfboðaliðann við að finna réttan farveg.

Viðbrögð við gagnrýni

Rauði krossinn er ekki hafinn yfir gagnrýni og hvorki starfsfólk né sjálfboðaliðar heldur, en fólk bregst

misjafnlega við gagnrýni. Með réttum viðbrögðum við gagnrýni er hægt að nota hana til að

betrumbæta aðstæður sem getur verið félaginu eða einstaklingnum til framdráttar. Ef gagnrýni er

hundsuð eða varin getur það leitt til deilna. Afsakanir eru ekki til framdráttar. Ef þú hlustar, lest milli

línanna og reynir að skilja hvers vegna viðkomandi líður á þann hátt sem hann lýsir, þá færðu betri

innsýn. Þannig geturðu ákveðið hvort eitthvað sé hæft í orðum viðkomandi og brugðist við því eða

ekki.

Mismunandi viðbrögð við gagnrýni geta verið þessi:

Verum tilbúin að taka við gagnrýni sjálfboðaliða og verum viðbúin því hvernig sjálfboðaliðar geta

brugðist við þegar þeirra störf eru gagnrýnd eða þeim gert að hætta í verkefnum (sjá kafla um

sjálfboðaliða sem henta ekki í verkefni).

Page 18: Handbók - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · Segðu í örstuttu máli frá Rauða krossinum (5 mín hámark) ef viðkomandi er nýr. - Upphafinu að stofnun Rauða krossins, stærstu

17

Viðurkenning og hvatning Það er í mannlegu eðli að vilja fá einhvers konar viðurkenningu fyrir störf sín, staðfestingu á að fólk

sé á réttri leið og að eftir því sé tekið. Það kemur í hlut sjálfboðaliðastjóra að hvetja sjálfboðaliða í

störfum og veita uppbyggjandi gagnrýni og er það mikilvægur verkliður í störfum hans.

Viðurkenning og hvatning þarf að vera:

Sjálfboðaliðastjórar þurfa að leggja sig fram við að hrósa sjálfboðaliðum fyrir góð störf og gæta þess

að þeir finni að tekið sé eftir þeim og verk þeirra séu metin að verðleikum. Viðurkenning og hrós

þarf að vera vel tímasett, vera veitt eins fljótt og auðið er þegar það á við.

Veitum hrós sem hefur merkingu!

Viðurkenning og hvatning getur komið fram á fjölbreyttan

máta; í formi beinnar viðurkenningar (í orði eða á blaði),

hróss eða í formi umbunar, t.d. leikhús- eða bíómiða,

samverustunda, þátttöku í ráðstefnum o.þ.h.

Kynnumst sjálfboðaliðunum svo við vitum hvernig við

eigum að umbuna þeim. Fólk sækir í sjálfboðaliðastörf af

mismunandi ástæðum og hafa þar af leiðandi ólíka þörf

fyrir hvatningu og umbun.

Gætum þess þó að halda samræmi í því hvernig við

hrósum og veitum viðurkenningu í sömu verkefnum

eða líkum verkefnum. Ef tveir sjálfboðaliðar bera

ábyrgð á svipuðu verkefni, ættu þeir að fá svipaða

viðurkenningu.

Fréttabréf til sjálfboðaliðahópa getur verið góð hvatning þegar fjallað er á jákvæðan hátt um gengi

verkefnis sem þeir vinna að og gengi eða upplifun einstakra sjálfboðaliða í verkefnum.

Eftirfylgni í upphafi og svo reglulegir fundir eða viðtöl við sjálfboðaliða er kjörið tækifæri til þess að

veita umbun og hvatningu.

Hvatning og hrós þarf hvorki að vera flókið né tímafrekt.

Það eitt að muna nafn sjálfboðaliðans og segja einfaldlega takk, getur skipt sköpum.

Sjálfboðaliði í Frú Ragnheiði sem brennur

fyrir málefninu um skaðaminnkun finnst

mikil umbun í því falist að fá niðurstöður úr

skýrslum og tölulegar staðreyndir um

framgang verkefnisins. Meðan sjálfboðaliði í

verkefninu Föt sem framlag getur haft

gaman af ýmis konar uppákomum og

samverustundum.

Hópur barna kemur með afrakstur tombólu til

deildar og fær mynd af sér í bæjarblaðið og jafnvel

smáhlut. Í næsta bæjarfélagi við hliðina er hvorki

myndbirting né smáhlutur veittur sem umbun.

regluleg

fjölbreytt

einlæg

persónuleg

Page 19: Handbók - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · Segðu í örstuttu máli frá Rauða krossinum (5 mín hámark) ef viðkomandi er nýr. - Upphafinu að stofnun Rauða krossins, stærstu

18

Mat Með því að meta gengi verkefna og líðan sjálfboðaliða fást mikilvægar upplýsingar fyrir

sjálfboðaliðastjóra ef þeim er safnað með skipulegum hætti.

Spurningakönnun er send út, af verkefnastjóra í sjálfboðaliðamálum á skrifstofu Rauða krossins,

með tölvupósti þremur mánuðum eftir að sjálfboðaliði skrifar undir sinn fyrsta samning. Spurt er um

þjálfun, stuðning, samskipti og álag í starfi.

Auk spurningakönnunarinnar er gott fyrir sjálfboðaliðastjóra að vera í beinu sambandi við

sjálfboðaliða. Um þremur mánuðum eftir að sjálfboðaliði hefur störf í verkefni er nauðsynlegt að

ræða við sjálfboðaliða, einslega eða í hópi, til að meta upplifun hans og líðan í starfi.

Matsferli felur í sér

Jafnframt er mikilvægt að meta hæfni viðkomandi í verkefni með því að fylgjast með starfi hans eða

með því að ræða við skjólstæðinga hans. Fer það eftir verkefnum hvernig best er að nálgast slíka

úttekt eða mat. Hægt er að gera þessa athugun með formlegum og óformlegum hætti.

Að minnsta kosti tvisvar á ári ætti sjálfboðaliðastjóri að bjóða sjálfboðaliða upp á að hittast og ræða

saman um gang mála í verkefnum. Það geta verið einstaklingsviðtöl, símtöl eða fundir innan

verkefna.

Reglulegt mat á starfi sjálfboðaliða í verkefni er ákveðinn lærdómur fyrir sjálfboðaliðastjórann og

sjálfboðaliðann sjálfan. Með þessum upplýsingum sköpum við vettvang þar sem við lærum af árangri

og mistökum og gefa vísbendingar um næstu skref.

Með mati á störfum sjálfboðaliðans erum við ekki einungis að stuðla að vellíðan hans í starfi og hæfni

í verkefni heldur erum við að fullvissa okkur um að við séum með rétt fólk á réttum stað. Aukinheldur

eru betri líkur á að hann endist lengur í sjálfboðaliðastarfinu, afli nýrra sjálfboðaliða og tali máli

Rauða krossins í samfélaginu.

1. Spurningar skilgreindar

2. Upplýsingum safnað

3. Upplýsingar greindar

4. Endurskoðun og/eða breytingar á áætlunum, verkferlum og verkefnum

Page 20: Handbók - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · Segðu í örstuttu máli frá Rauða krossinum (5 mín hámark) ef viðkomandi er nýr. - Upphafinu að stofnun Rauða krossins, stærstu

19

Sjálfboðaliði hættir Flestir sjálfboðaliðar hætta störfum vegna breytinga á eigin aðstæðum. Ef sjálfboðaliði vill hætta í

verkefni þar sem hann er þreyttur á því eða ósáttur í því verkefni er sjálfsagt að bjóða viðkomandi

að skoða önnur sjálfboðaliðastörf innan hreyfingarinnar.

Hver sem ástæðan er fyrir brotthvarfi einstaklings skiptir miklu máli fyrir alla aðila við lok starfs að

því sé tekið með opnum og jákvæðum huga. Viðurkenning til sjálfboðaliða fyrir unnin störf eða

þakkarorð gera sjálfboðaliða kleift að hætta án þess að fá sektarkennd eða finna til neikvæðni

gagnvart Rauða krossinum. Þetta er hægt að gera með einu símtali þar sem þeim er þakkað fyrir

stuðninginn. Þeir sem yfirgefa hreyfinguna taka heilmikla reynslu með sér og hefur það áhrif á

orðspor hreyfingarinnar. Með þessu eina viðtali eða símtali eru meiri líkur á að viðkomandi geti

hugsað sér að vinna með hreyfingunni í framtíðinni þegar aðstæður leyfa.

Sjálfboðaliði sem hentar ekki verkefni Það er ómögulegt að tryggja að allir sem bjóða fram krafta sína séu hæfir til að sinna hjálparstörfum.

Margar ástæður geta legið að baki því að sjálfboðaliði telst óhæfur til að sinna ákveðnum störfum.

Eftirtalda punkta má nýta sér til að hafna á virðingarverðan hátt boði um aðstoð sem ekki er hægt

að nýta:

• Útskýrðu að í augnablikinu séu engin verkefni sem henti viðkomandi einstaklingi.

• Þakkaðu honum fyrir boðið og taktu fram að þú hafir skráð hjá þér boð hans um aðstoð.

Ekki:

• Senda sjálfboðaliða til annarra sjálfboðaliðastjóra og færa þannig þína ábyrgð á aðra.

• Lofa að vera í sambandi við sjálfboðaliða síðar ef það er ekki ætlunin.

Þegar sjálfboðaliði hefur hafið störf í verkefni og sjálfboðaliðastjóri sér að sjálfboðaliði hentar ekki

verkefninu þarf að taka á málinu og ekki er talið líklegt að annað verkefni henti viðkomandi betur.

Gátlisti ef nauðsynlegt þykir að víkja sjálfboðaliða úr starfi:

• Mikilvægt er að tveir sjálfboðaliðastjórar séu viðstaddir þegar sjálfboðaliðanum er vikið úr

starfi. Æskilegt er að annar þeirra tveggja hafi reynslu af sálrænum stuðningi.

• Taktu fram að allt sem fram fari á fundinum sé trúnaðarmál.

• Þakkaðu sjálfboðaliðanum fyrir framlag hans.

• Notaðu samninginn, siðareglurnar, grundvallarhugsjónirnar eða leiðarljós Rauða krossins til

grundvallar brottrekstrinum.

• Gefðu ákveðin dæmi fyrir því sem hefur ekki gengið sem skyldi og útskýrðu hvers vegna.

• Spurðu sjálfboðaliðann um hans hlið á málinu.

• Tilkynntu um brottreksturinn til verkefnastjóra í sjálfboðaliðamálum á skrifstofu Rauða

krossins.

Page 21: Handbók - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · Segðu í örstuttu máli frá Rauða krossinum (5 mín hámark) ef viðkomandi er nýr. - Upphafinu að stofnun Rauða krossins, stærstu

20

Um meðferð persónuupplýsinga Þann 15. júlí 2018 tóku í gildi ný lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga með rafrænum

hætti til samræmis við nýja persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins.

Persónuverndarstefnu Rauða krossins á Íslandi má finna hér.

Starfsemi Rauða krossins gefur tilefni til að vinna með persónuverndarupplýsingar þeirra sem

tengjast okkur með einum eða öðrum hætti.

Tíu meginreglur Rauða krossins um meðferð persónuupplýsinga

1. Persónuupplýsingar geta verið t.d. nafn, kennitala, ljósmynd eða hvers kyns upplýsingar um

skjólstæðinga, sjálfboðaliða og starfsmenn Rauða krossins.

2. Við skráningar og aðra vinnslu persónuupplýsinga skal afla upplýsts og undirritaðs samþykkis

í þeim tilfellum þar sem hægt er að afla slíks samþykkis.

3. Ef einstaklingur er yngri en 18 ára þarf að afla samþykkis foreldra eða forráðamanna.

4. Ef samþykkis er ekki aflað þarf að skoða aðrar heimildir til vinnslu persónuupplýsinga.

Persónuverndarfulltrúi Rauða krossins metur hvort slíkar heimildir séu til staðar.

5. Gæta skal sérstaklega að vinnslu með viðkvæmar persónuupplýsingar, sem eru t.d.

heilsufarsupplýsingar, upplýsingar um kynhneigð, uppruna, stjórnmálaskoðanir eða

trúarbrögð.

6. Gæta skal þess að unnið sé með upplýsingar í lögmætum, málefnalegum tilgangi og ekki

umfram það sem nauðsynlegt er miðað við tilgang vinnslunnar.

7. Gæta skal öryggis persónuupplýsinga, t.d. með því að læsa tölvum og skjölum með

persónuupplýsingum með lykilorðum.

8. Gæta skal þess að persónuupplýsingar séu ekki afhentar þriðja aðila án þess að afla

samþykkis fyrst. Einnig skal passa að upplýsingum sé komið áleiðis til þriðja aðila með

öruggum hætti, hvort sem það er gert með tölvupósti eða með öðrum hætti.

9. Persónuupplýsingar skulu ekki varðveittar lengur en nauðsyn krefur.

10. Hafa skal í huga rétt hins skráða til upplýsinga um þær persónuupplýsingar sem unnið er með

um hann hjá Rauða krossinum ásamt réttinum til að fá upplýsingar leiðréttar eða eytt. Slík

erindi skulu send til persónuverndarfulltrúa Rauða krossins.

Persónuverndarfulltrúi Rauða krossins getur veitt aðstoð og leiðbeiningar ef einhverjar spurningar

vakna. Hægt er að senda erindi á [email protected]

Page 22: Handbók - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · Segðu í örstuttu máli frá Rauða krossinum (5 mín hámark) ef viðkomandi er nýr. - Upphafinu að stofnun Rauða krossins, stærstu

21

Lokaorð

Orðið sjálfboðaliðastjóri er hugtakasmíð þróunarteymis á höfuðborgarsvæðinu og notað í þessari

handbók til að ná utan um þann hóp sem kemur að því að vinna sem næst sjálfboðaliðum í

verkefnum. Vegna eðli starfseminnar, þar sem ýmist eru það starfsmenn eða mismunandi

sjálfboðaliðahópar sem stýra öðrum sjálfboðaliðum, þá þótti hópnum best að finna eitt samheiti

sem næði til allra þessara ólíku hópa.

Handbókin er í stöðugri þróun og er því gefin út hér sem rafræn handbók. Uppfærslur á henni eru

skráðar á forsíðunni með dagsetningu svo sjálfboðaliðastjórar hafa ávallt aðgengi að nýjustu

uppfærslu. Myndir og hlekkir sem tengdir eru handbókinni eiga að virka en ef svo er ekki vinsamlega

látið vita svo hægt sé að laga á [email protected], eða til að koma öðrum athugasemdum á

framfæri.

Page 23: Handbók - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · Segðu í örstuttu máli frá Rauða krossinum (5 mín hámark) ef viðkomandi er nýr. - Upphafinu að stofnun Rauða krossins, stærstu

22

Áhugavert lesefni:

The Membership Model e. Niklas Hill og Angeli Sjöström Hederberg hægt að fá að láni á skrifstofu

Rauða krossins.

Volunteer leadership – Swedish Red Cross leadership training programme

Voluntary service – Volunteer management cycle

Page 24: Handbók - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · Segðu í örstuttu máli frá Rauða krossinum (5 mín hámark) ef viðkomandi er nýr. - Upphafinu að stofnun Rauða krossins, stærstu

23

Viðaukar

Page 25: Handbók - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · Segðu í örstuttu máli frá Rauða krossinum (5 mín hámark) ef viðkomandi er nýr. - Upphafinu að stofnun Rauða krossins, stærstu

24