Gleðileg jól - Klúbburinn...

12
12. tbl. desember 2017 Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími: 551-5166, fax: 551-5136 Netfang: [email protected] Veffang: www.kgeysir.is Facebook: Klúbburinn Geysir Gleðileg jól Nú gengur senn í hönd fallegur tími að lýsa upp hjörtun mannanna, því afmæli frelsarans er á næsta leyti og þá er ástæða til að gleðjast. Ekki þarf að kvíða þessum tíma heldur njóta alls þess kærleika sem dvelur í hjarta hvers manns sökum fagnaðarerindisins. Ýmislegs er að njóta sem ekki þarf að kosta mikið. Fallegt hugarfar og ylur umlykur mannlífið við tendrun jólatrjáa. Hægt er að rölta um höfnina og njóta þar kyrrðar og öldugjálfurs. Svo má bregða sér í kirkju á aðventunni. Gleðileg jól.

Transcript of Gleðileg jól - Klúbburinn...

Page 1: Gleðileg jól - Klúbburinn Geysirkgeysir.is/wp-content/uploads/2014/05/Litli-Hver-2017.-12.-tbl.-12-bls..pdfHráefni 170 gr. smjör 1 bolli púðursykur 1 tesk. vanilludropar 2 egg

12. tbl. desember 2017

Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími: 551-5166, fax: 551-5136 Netfang: [email protected] Veffang: www.kgeysir.is

Facebook: Klúbburinn Geysir

Gleðileg jól

Nú gengur senn í hönd fallegur tími að lýsa upp hjörtun mannanna, því afmæli frelsarans er á næsta leyti og þá er ástæða til að gleðjast. Ekki þarf að kvíða þessum tíma heldur njóta alls þess kærleika sem dvelur í hjarta hvers manns sökum fagnaðarerindisins. Ýmislegs er að njóta sem ekki þarf að kosta mikið. Fallegt hugarfar og ylur umlykur mannlífið við tendrun jólatrjáa. Hægt er að rölta um höfnina og njóta þar kyrrðar og öldugjálfurs. Svo má bregða sér í kirkju á aðventunni. Gleðileg jól.

Page 2: Gleðileg jól - Klúbburinn Geysirkgeysir.is/wp-content/uploads/2014/05/Litli-Hver-2017.-12.-tbl.-12-bls..pdfHráefni 170 gr. smjör 1 bolli púðursykur 1 tesk. vanilludropar 2 egg

2

Helgi Halldórsson er fæddur 10 september á Sólvangi í Hafnarfirði og er meyja. Helgi hefur verið félagi í Geysi síðan í janúar 2011 og finnst mjög gott að vera í klúbbnum, honum hefur liðið vel frá fyrsta degi. Helga finnst vera yndislegt fólk í Klúbbnum, finnst gott fólk, bæði starfsfólk og félagar. Í Geysi á hann góða vini og finnst gott að koma í klúbbinn og taka þátt í því frábæra starfi. Pizza, hamborgarar, Nings og lasagnað frá 1944 sem og maturinn í Geysi er í uppáhaldi hjá Helga. Ef það er pizza verður Dominos oftast fyrir valinu. Helgi hefur haldið með Liverpool í enska boltanum frá 10 ára aldri

og uppáhalds liturinn hans er rauður af því að rauður klæðir Helga vel. Það er um auðugan garð að gresja þegar kemur að áhugamálum Helga, en hann hefur gaman af ljósmyndun, kvikmyndum, sjónvarpsþáttum, ræktinni, sundi, bíói, keilu, pool, kaffihúsaferðum og tónleikum. Helgi getur hlustað á alla tónlist nema þungarokk, klassík og óperur. Hann heldur hins vegar mest upp á 80´s tónlist, Michael Jackson og alla flóru tónlistar frá árinu 1950 til dagsins í dag. Meðal annnars eru uppáhaldshljómsveitir Helga, Bítlarnir, The Beach Boys, Bill Haley and The Comets, Queen, Huey Lewis and The News, Fleetwood Mac, Duran Duran,

Viðtalið:

„Hlakka til framtíðarinnar,“ segir Helgi Halldórsson

Helgi bendir hér á hið augljósa í stöðunni

Page 3: Gleðileg jól - Klúbburinn Geysirkgeysir.is/wp-content/uploads/2014/05/Litli-Hver-2017.-12.-tbl.-12-bls..pdfHráefni 170 gr. smjör 1 bolli púðursykur 1 tesk. vanilludropar 2 egg

3

Wham, Blur, Maroon 5 ásamt fleiri hjómsveitum. Uppáhalds bíómynd Helga er Star Wars Episode IV: A New Hope og var það jafnframt fyrsta myndin sem Helgi fór á, en hún var frumsýnd í Nýja Bíó snemma árs 1978. Hann heldur líka upp á bíómyndir eins og Indiana Jones, Back To The Future, hryllingsmyndir eins og Friday The 13th, Nightmare On Elm-Street, Dracula, Frankenstein, The Mummy og Úlfamannin. Chaplin myndirnar eru einnig í miklu uppáhaldi auk Casablanca, The African Queen, China Town, Jaws, First Blood, Blood Simple, The Big Lebowski, heimildamyndir og evrópskar kvikmyndir. Það má svo til gamans geta þess að Helgi fór 10 sinnum á E.T. í Laugarásbíói 1982. Áhugi Helga á ljósmyndun byrjaði árið 1991 þegar hann starfaði sem sendill hjá Morgunblaðinu. Hann hefur haldið að minnsta kosti 5 einkasýningar á myndum sínum og hefur tekið þátt í einni samsýningu. Nú er hann að undirbúa sína 6. sýningu, en hann segist örugglega geta haldið nokkrar ljósmyndasýningar því nóg er af efni að velja úr. Það er mikið að gera á nýju ári og Helga finnst gott ef hann getur lifað lífinu, vera áfram ánægður með það sem maður hefur á hverjum degi og að geta vaknað á morgnana og hlakkað til framtíðarinnar og já Helgi er á facebook. Viðtal Arnar Laufeyjarson

Hátíðarjólatoblerone

ís uppskrift

Toblerone ísinn sem er ómissandi yfir hátíðarnar.

5 eggjarauður 5 msk. sykur 150 g Toblerone, brætt 5 dl rjómi, þeyttur 100 g Toblerone, fínsaxað

1Þeytið eggjarauður og sykur saman í

hrærivél í 3-4 mínútur eða þar til blandan er orðin létt og ljós.

2Bræðið 150 g af Tobleronesúkkulaði

yfir vatnsbaði, kælið það lítillega og hellið því síðan út í eggjablönduna í mjórri bunu. Blandið vel saman.

3Hrærið rjómann að lokum varlega

saman við með sleif. Hellið blöndunni í fallegt mót og skreytið með söxuðu Toblerone.

4Frystið í a.m.k. 4 klst. Toblerone ís hefur lengi verið fastur liður á borðum landsmanna yfir hátíðarnar. Hér má finna uppskrift að mjög einföldum en bragðgóðum Toblerone ís.

Hráefni

Leiðbeiningar

Page 4: Gleðileg jól - Klúbburinn Geysirkgeysir.is/wp-content/uploads/2014/05/Litli-Hver-2017.-12.-tbl.-12-bls..pdfHráefni 170 gr. smjör 1 bolli púðursykur 1 tesk. vanilludropar 2 egg

4

Lítil jólahugvekja

Jólastemning í Slóvakíu Komið þið sæl

öllsömul. Hér er

stutt yfirlit yfir

jólahefðir í Slóvakíu

frá mínum

bæjardyrum séð. Ef

þið eigið eftir að

koma til Slóvakíu á

jólum þá munuð þið

taka eftir því að

Slóvakía er mjög

fátækt land borið

saman við Ísland,

þegar kemur að

fjölda

jólasveinanna.

Fram að þessu hefur aðeins verið einn

jólasveinn í Slóvakíu og ekki lítur út fyrir

að þeim fjölgi á næstunni. Jólasveinninn

okkar mætir þann 6. desember og

útdeilir þá nammi til barna sem hafa

hagað sér vel en þau börn sem hafa

hagað sér heimskulega fá kolamola. Svo

sést hann ekki aftur fyrr en að ári.

Um jólin sjálf... jæja... Ég minnist

ýmiskonar hátíðardagskrár um jólin í

fjölskyldu minni. Þegar ég var yngri man

ég eftir mörgum gjöfum, skreyttu tré og

einnig nokkurri ringulreið varðandi þrif

og eldamennsku. En þegar ég varð eldri

færðist andrúmloftið nær þeim

hugmyndum sem mér finnst að jólin eigi

að snúast um. Að njóta þess að

fjölskyldan sameinist og njóti friðarins og

kyrrðarinnar sem fylgir hátíðinni.

Ég man eftir indælum jólum fyrir

tveimur árum. Við eigum lítið 30 cm hátt

plasttré sem stillt er upp á borð umlukið

sælgæti sem við borðuðum, en féllumst á

að sleppa því að gefa hvort öðru gjafir.

Við borðuðum jólamatinn, sem saman

stóð af fiski og kartöflusalati,

oblátuflatkökum og linsubaunasúpu með

Ján Jakub Ilavsky

Fiskurinn með kartöflusalatinu.

Page 5: Gleðileg jól - Klúbburinn Geysirkgeysir.is/wp-content/uploads/2014/05/Litli-Hver-2017.-12.-tbl.-12-bls..pdfHráefni 170 gr. smjör 1 bolli púðursykur 1 tesk. vanilludropar 2 egg

5

niðursneiddum pylsum í. Einnig er alltaf

auður stóll við borðið og diskur, en á

hann er settur matur, sem ætlaður er

þeim sem látnir eru, eða ef einhvern

óvæntan gest bæri að garði. Þannig

nutum við

nálægðarinnar

við hvert

annað og þess

að gera ekki

neitt annað.

Síðustu

dagana fyrir

aðfangadag

einkennast af

stressi og

upplausn á

hlaupum við

að finna hina fullkomnu gjöf og verða

svo óhamingjusöm og óánægð þegar

kemur í ljós að hin fullkomna gjöf er

ekki undir trénu. Þetta er dálítið

í andsöðu við það sem mér

finnst að jólin eigi í raun að

snúast um; að vera með þeim

sem manni þykir vænt um og njóta

friðarins og kyrrðarinnar.

Ján Jakub Ilavsky.

Höfundur er sjálfboðaliði í

Klúbbnum Geysi

Auði stóllinn fyrir óvæntan gest

Hér er ein góð smáköku uppskrift sem vert er að prufa.

Hráefni 170 gr. smjör 1 bolli púðursykur 1 tesk. vanilludropar 2 egg 2 1/4 bolli hveiti 1 tesk. lyftiduft 1 tesk. matarsódi 1 bolli saxað súkkulaði 1 bolli grófsaxaðar salthnetur

Leiðbeiningar Bræðið smjörið og látið kólna lítillega eða í um 5 mínútur. Setjið smjörið ásamt púðursykri og vanilludropum í hrærivélarskál og hrærið þar til ljóst og létt. Hrærið þá eggjunum saman við ásamt hveiti, matarsóda og lyftidufti. Blandið súkkulaðinu og hnetunum saman við og kælið deigið í ísskáp í 20 mínútur. Setjið deigið á pappírsklædda bökunarplötu með tveimur teskeiðum og bakið við 175° í 12 mínútur.

Gleðileg jól og verði ykkur að góðu.

Súkkulaðibitakökur með salthnetum

Page 6: Gleðileg jól - Klúbburinn Geysirkgeysir.is/wp-content/uploads/2014/05/Litli-Hver-2017.-12.-tbl.-12-bls..pdfHráefni 170 gr. smjör 1 bolli púðursykur 1 tesk. vanilludropar 2 egg

6

Matseðill fyrir desember 2017

Mán. Þri. Mið.

4.

Biximatur

5.

Fiskigratín

6.

Fajitas hakk

11.

Beikonpasta

12.

Fiskisúpa að hætti Tótu

13. Kálbögglar

18.

Aspaassúpa

19.

Tartalettur

20. Risotto

25.

Lokað

26.

Jólakaffi 14:00 - 16:00

27. Kjötréttur

Hvað er fíllinn með marga fætur

Munið að skrá ykkur tímanlega

Gleðileg jól

Page 7: Gleðileg jól - Klúbburinn Geysirkgeysir.is/wp-content/uploads/2014/05/Litli-Hver-2017.-12.-tbl.-12-bls..pdfHráefni 170 gr. smjör 1 bolli púðursykur 1 tesk. vanilludropar 2 egg

7

Matseðill birtur með fyrirvara um breytingar

Matseðill fyrir desember 2017

Fim. Fös. Lau.

1. Hádegismatur: Síld,

rúgbrauð og egg

Jólaveislan 18:00 til 21:00.

Hamborgarhryggur

2.

7.

Hlaðborð

8.

Lambasneiðar í kryddi

9.

14.

Hlaðborð

15.

Pizza

16.

Litlu jólin 10:00 til 14:00

21.

Hlaðborð

22.

Skata

23./

24. Sunnudagur:

Aðfangadagur:

Lambalæri

10:00 - 14:00

28.

Hlaðborð

29.

Mexikóskt tacos

30./

31. Sunnudagur:

Gamlársdagur Humarsúpa

10:00 – 14:00

Myndagáta

Page 8: Gleðileg jól - Klúbburinn Geysirkgeysir.is/wp-content/uploads/2014/05/Litli-Hver-2017.-12.-tbl.-12-bls..pdfHráefni 170 gr. smjör 1 bolli púðursykur 1 tesk. vanilludropar 2 egg

8

Klúbburinn Geysir óskar félögum,

starfsfólki, samstarfsaðilum og

fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og

farsældar á nýju ári.

Svipmyndir frá jólaföndurkvöldi í Klúbbnum Geysi

Page 9: Gleðileg jól - Klúbburinn Geysirkgeysir.is/wp-content/uploads/2014/05/Litli-Hver-2017.-12.-tbl.-12-bls..pdfHráefni 170 gr. smjör 1 bolli púðursykur 1 tesk. vanilludropar 2 egg

9

Jólahald í Klúbbnum

Geysi 2017

1. desember. Jólaveislan. Húsið opnað kl. 18:00. Verð 3.000 kr.

16. desember. Litlu jólin frá kl: 10:00 til 14:00. Verð 2.500 kr.

22. desember. Skötuveislan frá kl. 12:30 til 13:15. Verð 2.000 kr.

24. desember. Jólalambið frá kl. 10:00 til 14:00. Verð 2.000 kr.

26. desember. Jólakökuboð frá kl. 14:00 til 16:00. Verð 150 kr.

Sneiðin og 80 kr. Kaffi, te eða kakóbolli. 31. desember.

Áramótasúpan frá kl. 10:00 til 14:00. Verð 700 kr. 2. janúar.

Rútínan byrjar á ný.

Félagar hvattir til að taka þátt í undirbúningi og

frágangi í þessum veislum

Page 10: Gleðileg jól - Klúbburinn Geysirkgeysir.is/wp-content/uploads/2014/05/Litli-Hver-2017.-12.-tbl.-12-bls..pdfHráefni 170 gr. smjör 1 bolli púðursykur 1 tesk. vanilludropar 2 egg

10

Úr Írlandsreisu 2017

6000 ára mannlíf Í júní síðastliðnum fór ég í ferðalag til Írlands. Flogið var til Dublin og þaðan var ekið þvert yfir Írland um blómlegar sveitir og bæi. Á leiðinni til borgarinnar Kinvarra í Galwaysýslu á norðvestur Írlandi var komið við í Clonmacnois við ána Shannon, þar sem varðveittar eru merkar minjar frá frumkristni. Farið var um Connemara skagann og áfram til Kylmore, þar sem hinn frægi klausturskóli er í afar fallegu umhverfi. Ekið var í gegnum Burren landsvæðið sem einkennist af sprungnum grjóthellum. Út við hafið skoðuðum við stórbrotið bjarg, sem er þverhnípt strandlengja, 200 metra há og 8 kílometra löng. Farið var

með ferju yfir Shannon fljót yfir til Tralee borgar , sem er í hinni fögru Kerry sýslu. Tralee er stærsti bær Kerry sýslunnar. Við fórum svo nefndan Kerry hring í vestur hluta

Írlands, farið var til Waterville, uppáhalds sumardvalarstaðar Charlie Chaplin. Ekið var yfir fjöllin, litið yfir landið frá útsýnisstaðnum Ladies view, stórbrotið landslag, niður að Killarney vötnunum og Killarney bænum. Síðan var farið út á hrjóstrugan og vogskorinn Dingle skagann. Hér er talið að mannlíf hafi þrifist í nærri 6000 ár. Frá Tralee héldum við í Cork sýslu og til næst stærstu borgar Írlands Cork. Þess má geta að Cork er uppvaxtarstaður hins fræga blús – rock gítarleikara Rory Gallagher. Þaðan fórum við til hafnarbæjarins Cobh en þaðan héldu margir Írar á vit betra lífs í vesturheimi, þegar þrengdi að heima. Það var litið á Midleton bæinn, þar sem hið fræga Jameson vískí er búið til. Að lokum keyrðum við til Dublin og skoðuðum borgina, fengum okkur Guinness bjór, hinn fræga. Sjálfur fór ég í Trinity háskólann og skoðaði hið fræga guðspjallahandrit og þjóðargersemi Íra Book of Kells. Frá

Í Waterville átti Charlie Chaplin sumardvalarstað hvar reist hefur verið stytta af honum. Hér er greinarhöfundur

fyrir miðju ásamt Rúdólfi og Charlie Chaplin.

Keltneskur kross

Page 11: Gleðileg jól - Klúbburinn Geysirkgeysir.is/wp-content/uploads/2014/05/Litli-Hver-2017.-12.-tbl.-12-bls..pdfHráefni 170 gr. smjör 1 bolli púðursykur 1 tesk. vanilludropar 2 egg

11

Lausar eru RTR-stöður á Bakka. Áhugasamir hafi samband við Benna í síma 551-5166.

Tölvuver er í boði fyrir félaga í Geysi á þriðjudögum frá kl. 11:15 til 12:15. Þar geta félagar fengið aðstoð og

leiðbeiningar í notkun ýmissa forrita, eins og Word, Publisher, internetsins og öðru sem félagar hafa áhuga á. Félagar eru hvattir til að kynna sér

aðstöðuna og taka þátt.

RTR-fréttir

Árlegt mat félaga á starfsmönnum fór í gang um miðjan nóvember. Þar gefst félögum einstakt tækifæri til þess að leggja mat á störf, árangur og útgeislun starfsmanna. Matið er skriflegt og ópersónugreinanlegt. Það fer þannig fram að félagar fá viku til þess að meta hvern starfsmann, þannig að fimm vikur fara í verkefnið. Starfsmannamatið hófst mánudaginn 13. nóvember. Þegar félögum berst þetta blað þá er Helena í mati þá kemur að Jacky 4. til 8. og Tóta rekur síðan lestina vikuna 11. til 15. desember. Félagar eru hvattir til þess að taka þátt.

Starfsmannamat

Afmælisveislan fyrir félaga sem eiga afmæli í

desember verður fimmtudaginn 28. desember

kl. 14:00

Tölvuverið

Dublin var svo flogið heim. Þetta var mjög áhugaverð ferð. Höf:Gunnar K. Geirsson

Götumynd frá Cork

Húsfundir Húsfundir eru miðvikudaga kl. 14:30. Þar er rétti

staðurinn fyrir félaga til að koma skoðunum sínum á framfæri og taka þátt í opnum umræðum.

Allir að mæta!

Jólagetraun Litla Hvers felst í því að finna hreindýrin og telja

þau sem hafa laumað sér á síður hversins. Lausnir skal

setja í lausnakassa í sjoppunni merkt nafni og símanúmeri. Dregið verður úr innsendum

lausnum á húsfundi miðvikudaginn 3. janúar 2018.

Vegleg verðlaun í boði. Gleðileg jól og gangi ykkur vel

Jólagetraun Litla Hvers 2017

Minnum á Pub-Quiz-ið Geðhjálp stendur fyrir pub-

quizi í Borgartúni 30 þriðjudaginn 5. desember kl.

19:30 Öflugt lið frá Klúbbnum Geysi

mun taka þátt. Áhugasamir hvattir til að mæta

og hvetja sín lið.

Page 12: Gleðileg jól - Klúbburinn Geysirkgeysir.is/wp-content/uploads/2014/05/Litli-Hver-2017.-12.-tbl.-12-bls..pdfHráefni 170 gr. smjör 1 bolli púðursykur 1 tesk. vanilludropar 2 egg

12

Föstudagur 1. des.

Jólaveisla Klúbbsins Geysis kl. Húsið opnað kl. 18:00

Fjölbreytt dagskrá til 21:00

Fimmtudagur 7. des. Ikea-ferð

16:00 - 19:00

Fimmtudagur 14.des.

Heimsókn í jólaþorpið í

Hafnarfirði 16:00– 18:00

Laugardagur 16. des. Litlu jólin 10:00– 14:00

Fimmtudagur 21.des.

Laugavegsganga 16:00– 18:00

Föstudagur 22. des.

Skötuveisla

Sunnudagur 24.des. Jólamatur 10:00-14:00

Þriðjudagur 26.des. Jólakaffi 14:00– 16:00

Fimmtudagur 28.des.

Opið hús 16:00– 19:00

Sunnudagur 31. des. Áramótamatur 10:00– 14:00

Þriðjudagur 2. jan.

Húsið opnað á nýju ári Kl. 8:30

Félagsleg dagskrá í desember

Deildarfundir Fundir í deildum eru haldnir á hverjum degi

kl. 9:15 og 13:15. Þar er farið yfir verkefni sem liggja fyrir hverju sinni.

Æskilegt er að félagar mæti á deildar fundina. Tökum ábyrgð og ræktum

vináttuböndin.

Klúbburinn Geysir er opinn alla virka daga frá kl. 8:30 - 16:00, nema

föstudaga er opið frá 8:30 - 15:00.

Jólakveðjur 2017

Athygli félaga er vakin á því að ekki verða send út jólakort frá

Klúbbnum Geysi í ár. Ástæðan er óheyrilegur

kostnaður vegna burðargjalda. Litli

Hver verður sendur út með hefðbundnum hætti og hann verður

að sjálfsögðu jólavæddur með góðum kveðjum.

Piparkökubakstur

Þriðjudaginn 5. desember ætlum við að koma saman og baka piparkökur. Byrjum að

hnoða deigið kl. 10.00 og haldið áfram að móta eftir

hádegið. Allir að mæta og efla stemninguna

Laufabrauðsskurður

Fimmtudaginn 14. desember ætlum við að setjast saman

og skera út laufabrauð. Dagskráin hefst kl. 14.00. Allir velkomnir og látum

sköpunarkraftinn njóta sín.