Ífarandi sýkingar af völdum grúppu B streptókokka í fullorðnum á ...³mas Magnason.pdf ·...

32
Ífarandi sýkingar af völdum grúppu B streptókokka í fullorðnum á Íslandi 1975-2012 Tómas Magnason Leiðbeinandi: Helga Erlendsdóttir Meðleiðbeinendur: Magnús Gottfreðsson, Erla Soffía Björnsdóttir Ritgerð til B.S. gráðu Háskóli Íslands Læknadeild Heilbrigðisvísindasvið

Transcript of Ífarandi sýkingar af völdum grúppu B streptókokka í fullorðnum á ...³mas Magnason.pdf ·...

Page 1: Ífarandi sýkingar af völdum grúppu B streptókokka í fullorðnum á ...³mas Magnason.pdf · Sýkingar voru frekar fátíðar fram að 1970, en varð þá einn helsti sýkingarvaldur

Ífarandi sýkingar af völdum grúppu B streptókokka í

fullorðnum á Íslandi 1975-2012

Tómas Magnason

Leiðbeinandi: Helga Erlendsdóttir

Meðleiðbeinendur: Magnús Gottfreðsson, Erla Soffía Björnsdóttir

Ritgerð til B.S. gráðu

Háskóli Íslands

Læknadeild

Heilbrigðisvísindasvið

Page 2: Ífarandi sýkingar af völdum grúppu B streptókokka í fullorðnum á ...³mas Magnason.pdf · Sýkingar voru frekar fátíðar fram að 1970, en varð þá einn helsti sýkingarvaldur
Page 3: Ífarandi sýkingar af völdum grúppu B streptókokka í fullorðnum á ...³mas Magnason.pdf · Sýkingar voru frekar fátíðar fram að 1970, en varð þá einn helsti sýkingarvaldur

Ágrip

Inngangur: Streptókokkar af flokki B (group B streptococcus; GBS) var fyrst lýst sem sýkingarvaldi í

mönnum árið 1938. Sýkingar voru frekar fátíðar fram að 1970, en varð þá einn helsti sýkingarvaldur í

nýburasýkingum. Síðustu áratugi hafa ífarandi GBS sýkingar í fullorðnum aukist, þá sérstaklega í

öldruðum og fólki með undirliggjandi sjúkdóma. GBS hefur um sig fjölsykruhjúp og á grundvelli

samsetningar hans er bakterían flokkuð í 10 mismunandi hjúpgerðir (serotypes) sem eru Ia, Ib og II –

IX. Til viðbótar hefur hver stofn eina tegund af yfirborðsprótínum (surface proteins) og eina eða tvær

gerðir af festiþráðum (pili). Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka hugsanleg tengsl milli

birtingarmyndar sýkingar eða undirliggjandi sjúkdóma við fyrrnefnda byggingarþætti bakteríunnar.

Efni og aðferðir: Fyrir lá listi allra ífarandi GBS sýkinga í fullorðnum (>16 ára) á Íslandi á árunum

1975-2012, alls 154 sýkingar. Einnig lágu fyrir upplýsingar um hjúpgerð, yfirborðsprótín og festiþræði

allra tiltækra stofna (n=133). Úr sjúkraskrám var safnað upplýsingum um einkenni, birtingarmyndir,

heilsufar og undirliggjandi sjúkdóma. Upplýsingar um greiningu fannst hjá 117 sjúklingum og um

undirliggjandi sjúkdóma hjá 116.

Niðurstöður: Konur voru 79, þar af 6 þungaðar, en karlar voru 54. Meðalaldur fullorðinna annarra en

þungaðra kvenna var 65 ár og dánarhlutfall innan 30 daga var 14.3%. Alls sýktust 6 sjúklingar oftar en

einu sinni. Nýgengi var 0.17/100.000/ár tímabilið 1975-1985, en 3.54/100.000/ár tímabilið 2004-2012

og var aukningin mest meðal 70 ára og eldri. Sýkillinn var ræktaður úr blóði (87%), liðvökva (12%) og

heila- og mænuvökva (1%). Algengustu hjúpgerðirnar voru hjúpgerð Ia (23.3%), V (18.8%) og III

(15.8%). Algengustu birtingarmyndirnar voru húð- og mjúkvefjasýkingar (33.3%), blóðsýkingar án

þekkts uppruna (18.0%) og bein- og liðsýkingar (15.3%). Af alvarlegum undirliggjandi sjúkdómum

komu illkynja sjúkdómar (34.5%), hjartasjúkdómar (25.5%) og lungnasjúkdómar (20.9%) oftast fyrir.

Ályktun: Mikil aukning hefur orðið á GBS sýkingum á Íslandi síðustu áratugi. Ástæður aukningarinnar

eru ekki að fullu ljósar. Áhættuhópar þessarar sýkingar eru aldraðir og sjúklingar með undirliggjandi

sjúkdóma, en tekist hefur að halda nýgengi hjá nýburum lágu, meðal annars vegna fyrirbyggjandi

sýklalyfjagjöf ef móðir fær hita í lok meðgöngu eða fæðingu. Þróun bóluefnis gegn annars vegar

hjúpgerðum og hins vegar festiþráðum er hafin, en ljóst er að frekari rannsókna er þörf til að sporna

gegn þessari neikvæðu þróun sýkingarinnar.

Page 4: Ífarandi sýkingar af völdum grúppu B streptókokka í fullorðnum á ...³mas Magnason.pdf · Sýkingar voru frekar fátíðar fram að 1970, en varð þá einn helsti sýkingarvaldur

Þakkarorð

Ég vil byrja á að þakka leiðbeinendum mínum, Helgu Erlendsdóttur, Magnúsi Gottfreðssyni og

Erlu Soffíu Björnsdóttur fyrir ómetanlega hjálp og aðstoð sem ég hef fengið og alla þá

undirbúningsvinnu sem þau unnu af hendi.

Einnig vil ég þakka föstudagshópnum í umsjón Ásgeirs Haraldssonar barnalæknis fyrir alla hjálp og

stuðning; Elíasi og Samúeli ásamt Ásu, Ástu, Bríeti Davíði, Hallfríði, Jóhönnu A, Jóhönnu V, Mörtu,

Olgu, Signýju og Viðari.

Sigrún Helga Lund fær þakkir fyrir alla tölfræðiaðstoð

Sýklafræðideild Landspítalans og sjúkraskrársafn Landspítalans Vesturhlíð fá þakkir fyrir einstaka

gestrisni og hjálp við leit að sjúkraskrám

Að lokum vil ég þakka fjölskyldu minni og vini fyrir frábæran stuðning

Page 5: Ífarandi sýkingar af völdum grúppu B streptókokka í fullorðnum á ...³mas Magnason.pdf · Sýkingar voru frekar fátíðar fram að 1970, en varð þá einn helsti sýkingarvaldur

Efnisyfirlit

Myndaskrá...............................................................................................................................................1

Töfluskrá..................................................................................................................................................2

Skammstafanir.........................................................................................................................................3

1. Inngangur ......................................................................................................................................... 4

1.1 Saga og faraldsfræði ............................................................................................................... 4

1.2 Sýkillinn og flokkun .................................................................................................................. 4

1.2.1 Fjölsykruhjúpgerð ................................................................................................................ 4

1.2.2 Yfirborðsprótín ..................................................................................................................... 5

1.2.3 Festiþæðir ............................................................................................................................ 6

1.2.4 Stofngerð ............................................................................................................................. 6

1.3 Birtingarmyndir ......................................................................................................................... 7

1.3.1 Blóðsýking án þekkts uppruna ............................................................................................. 7

1.3.2 Húð- og mjúkvefjasýkingar .................................................................................................. 7

1.3.3 Bein- og liðsýkingar ............................................................................................................. 7

1.3.4 Lungnabólga ........................................................................................................................ 8

1.3.5 Þvagfærasýkingar ................................................................................................................ 8

1.3.6 Hjartaþelsbólga .................................................................................................................... 8

1.3.7 Heilahimnubólga .................................................................................................................. 8

1.4 Undirliggjandi sjúkdómar, áhættuþættir og endurteknar sýkingar ........................................... 8

1.5 Markmið rannsóknar ................................................................................................................ 9

2 Efni og aðferðir ............................................................................................................................... 10

3 Niðurstöður ..................................................................................................................................... 11

3.1 Faraldsfræði ........................................................................................................................... 11

3.2 Eiginleikar bakteríunnar ......................................................................................................... 13

3.3 Ómeðgöngutengdar sýkingar ................................................................................................ 16

3.3.1 Birtingarmyndir ................................................................................................................... 17

3.3.2 Undirliggjandi sjúkdómar ................................................................................................... 18

3.4 Endurteknar sýkingar ............................................................................................................. 19

3.5 Meðgöngutengdar sýkingar ................................................................................................... 20

4 Umræða.......................................................................................................................................... 21

4.1 Meinvirkniþættir ..................................................................................................................... 21

4.2 Ómeðgöngutengdar sýkingar ................................................................................................ 22

4.3 Endurteknar sýkingar ............................................................................................................. 23

4.4 Meðgöngutengdar sýkingar ................................................................................................... 23

4.5 Styrkleikar og veikleikar rannsóknarinnar .............................................................................. 23

4.6 Ályktanir og næstu skref ........................................................................................................ 24

5 Heimildaskrá ................................................................................................................................... 25

Page 6: Ífarandi sýkingar af völdum grúppu B streptókokka í fullorðnum á ...³mas Magnason.pdf · Sýkingar voru frekar fátíðar fram að 1970, en varð þá einn helsti sýkingarvaldur

1

Myndaskrá

Mynd 1: Heildarnýgengi eftir tímabilum. ................................................................................................ 11

Mynd 2: Aldursbundið nýgengi. ............................................................................................................. 12

Mynd 3: Fjöldi GBS sýkinga í hverjum mánuði ársins. .......................................................................... 13

Mynd 4: Fjöldi GBS sýkinga eftir tímabilum. ......................................................................................... 13

Mynd 5: Algengi hjúpgerða eftir tímabilum. ........................................................................................... 14

Mynd 6: Fjöldi stofna með ákveðna hjúpgerð og ákveðið yfirborðsprótín. ............................................ 15

Page 7: Ífarandi sýkingar af völdum grúppu B streptókokka í fullorðnum á ...³mas Magnason.pdf · Sýkingar voru frekar fátíðar fram að 1970, en varð þá einn helsti sýkingarvaldur

2

Töfluskrá

Tafla 1: Fjöldi sýkinga af hverri fjölsykruhjúpgerð ................................................................................ 14

Tafla 2: Ífarandi GBS sýkingar ótengdum meðgöngu .......................................................................... 16

Tafla 3: Meinvirkniþættir sjúklinga sem létust innan 30 daga frá jákvæðri ræktun .............................. 16

Tafla 4: Algengustu sýkingar og helstu stofngerðir GBS sem valda þeim ........................................... 17

Tafla 5: Helstu undirliggjandi sjúkdómar og algengustu stofnar sem greindust hjá þeim sjúklingum .. 18

Tafla 6: Helstu þættir endurtekinna sýkinga ......................................................................................... 19

Tafla 7: Helstu þættir meðgöngutengdra sýkinga................................................................................. 20

Page 8: Ífarandi sýkingar af völdum grúppu B streptókokka í fullorðnum á ...³mas Magnason.pdf · Sýkingar voru frekar fátíðar fram að 1970, en varð þá einn helsti sýkingarvaldur

3

Skammstafanir

adhP: alkóhól dehydrogenasi

Alp: Alfa-like repetative protein

Atr: glútamín ferju protein

CC: Clonal complex

DIC: Disseminated Intravascular Coagulation

Eps: Epsilon

GBS: Grúppa B streptókokkar

glcK: glúkósa kinasi

glnA: glútamín synthetasi

LSH: Landspítali Háskólasjúkrahús

MLST: Multi-locus sequence typing

PCR: Polymerase chain reaction

PheS: fenylalanyl tRNA synthetasi

sdhA: serín dehydratasi

SNP: single nucleotide polymorphism

ST: Sequence type

tkt: transketólasi

Page 9: Ífarandi sýkingar af völdum grúppu B streptókokka í fullorðnum á ...³mas Magnason.pdf · Sýkingar voru frekar fátíðar fram að 1970, en varð þá einn helsti sýkingarvaldur

4

1 Inngangur Streptókokkum af Lancefield flokki B (Streptococcus agalactiae; Group B Streptococcus; GBS) var

fyrst lýst sem sýkingarvaldi í mönnum árið 1938, en það var ekki almennilega tekið eftir sýklinum fyrr

en á áttunda áratug 20. aldar, þegar mikil aukning varð á nýburasýkingum af völdum bakteríunnar (1).

Síðan þá hefur bakterían verið einn aðal orsakavaldur blóðsýkinga (sepsis) og heilahimnubólgu

(meningitis) í nýburum fyrstu vikur eftir fæðingu og þá helst fyrstu sjö dagana (2, 3). Síðustu áratugi

hefur mikið verið gert til að fækka nýburasýkingum með klíniskum leiðbeiningum og fyrirbyggjandi

sýklalyfjameðferð á meðgöngu. Hins vegar hefur orðið veruleg aukning á nýgengi hjá fullorðnum, þá

sérstaklega hjá eldri aldurshópum (2, 4). Þeir fullorðnir sem sýkjast eru aðallega eldra fólk og fólk með

undirliggjandi sjúkdóma, svo sem sykursýki, illkynja sjúkdóma og hjartasjúkdóma, en einnig

lifrarsjúkdómar og HIV sýking. Þar að auki skiptir kynþáttur máli, því nýgengi hjá hörundsdökkum er

marktækt hærra en hjá hvítum (3, 4).

1.1 Saga og faraldsfræði

Rebecca C. Lancefield var fyrst til að skipta streptókokkum niður í mismunandi flokka 1933. Til þess

notaði hún efni C (substance C), en það er kolvetni eða sykrusameind sem er mismunandi á milli

flokka streptókokka. Rannsóknin sýndi einnig að sýnin með GBS komu frá kúm og mjólk (5). Frekari

rannsóknir á hjúpgerðum stofnanna (Lancefield kallaði það substance S) leiddi í ljós þrjár mismunandi

hjúpgerðir með lítil sem engin krosstengsl sem og þrjá stofna án hjúpgerðargreiningar (6). Næstu þrjá

áratugina var vart tekið eftir sýkingum af völdum GBS, en um 1970 varð mikil aukning í nýgengi

nýburasýkinga (1, 7). Nýgengið hélst nokkurn veginn stöðugt fram yfir aldamótin 2000, en árið 2002

komu út klínískar leiðbeiningar til að sporna gegn slíkum sýkingum (1, 4) og nýgengi GBS sýkinga í

nýburum hefur lækkað töluvert síðan (4). Aftur á móti eru engar leiðbeiningar til sem beinast að

fullorðnum sem ekki eru barnshafandi og nýgengi hjá þessum hópi, sérstaklega eldra fólki með

undirliggjandi sjúkdóma, hefur aukist síðustu áratugi (4, 8). Dánarhlutfall meðal eldra fólks með

ífarandi GBS sýkingar er um það bil 15% (9).

1.2 Sýkillinn og flokkun

GBS er gram jákvæður diplókokkur. Þegar bakterían er ræktuð á föstu æti, blóðagar myndar hún

gráhvítar, slímkenndar þyrpingar. Þær eru oftast 3-4 mm í þvermál, með mjórri rönd af β-hemólýsu í

kring. Í sumum tilvikum sést ekki hemólýsan fyrr en þyrpingin hefur verið fjarlægð (1). Bakterían er oft

hluti af náttúrulegri skeiðarflóru kvenna sem og þarmaflóru beggja kynja (10). GBS hefur aðallega þrjá

þætti sem stuðla að meinvirkni hennar, en þeir eru: Fjölsykruhjúpur, yfirborðsprótín og festiþræðir.

1.2.1 Fjölsykruhjúpgerð

GBS hefur um sig fjölsykruhjúp (capsular polysaccharide) og á grundvelli samsetningar hans er

bakterían flokkuð eftir hjúpgerðum (serotypes) sem er ganglegt í faraldsfræðilegum tilgangi.

Fjölsykruhjúpurinn er einn helsti meinvirkni (virulence)- þáttur bakteríunnar. Alls hefur tíu hjúpgerðum

verið lýst (Ia, Ib og II-IX) (11). Af þeim eru hjúpgerðir Ia, Ib, II, III og V algengastar (10-13), en algengi

allra hjúpgerða er að sumu leiti afar staðbundið. Sem dæmi má nefna að áðurnefndar hjúpgerðir eru

algengar í Bandaríkjunum (4)(99-08), Kanada (11) og Írlandi (13)(07-11). Aftur á móti eru hjúpgerðir VI

Page 10: Ífarandi sýkingar af völdum grúppu B streptókokka í fullorðnum á ...³mas Magnason.pdf · Sýkingar voru frekar fátíðar fram að 1970, en varð þá einn helsti sýkingarvaldur

5

og VIII algengar í Japan (92-94) (14) og hjúpgerð VII á Indlandi (15). Á síðari árum virðist sem

hjúpgerð IV hafi verið að ryðja sér rúms á meðan lækkun hefur orðið á nýgengi hjúpgerðar III (2, 13,

16). Portúgölsk rannsókn á faraldsfræði GBS, sýndi fram á tuttugufalda aukningu á sýkingum með

hjúpgerð IV milli áranna 2006 og 2012 (16). Önnur rannsókn leiddi í ljós að þessa hjúpgerð var

eingöngu að finna í ífarandi (e.invasive) sýkingum, það er ræktuð úr blóði, mænuvökva eða liðvökva

(13). Enn fremur er ekki mjög langt síðan hjúpgerð V kom fram á sjónarsviðið, en hún er nú algeng á

Vesturlöndum eins og fyrr segir. Þessi hjúpgerð mjög einsleit því langflestir stofnar eru af sömu

stofngerð (ST-1) (17).

1.2.2 Yfirborðsprótín

Þó nokkur yfirborðsprótín hafa fundist og má þar nefna rib, eps, alp2, alp3 og bca (13). Bca er einnig

nefnt C prótín og er það yfirborðsprótín sem vitað er mest um. Það er samsett úr tveimur keðjum, α og

β, sem eru ótengdar. Stofnar GBS með Bca prótínið geta verið með annan eða báða hluta þess (18).

β-hlutinn finnst í 10% af öllum GBS stofnum og er brotinn niður af trypsíni. Hann tengist IgA-Fc og

faktor H, sem bendir til þess að hann taki þátt í undankomu sýkilsins gegn ónæmiskerfi líkamans. α-

hlutinn er ekki brotinn niður af trypsíni og stofnar með þetta prótín eiga auðveldara með að komast

fram hjá ónæmiskerfi líkamans, svo sem átfrumum og complementkerfi (1). Þessi hluti er stundum

talinn til Alp prótínfjölskyldunnar, þar sem uppbygging þeirra er sambærileg (18). Alfa-hlutinn finnst oft

í stofnum af hjúpgerð Ia, Ib og II, en afar sjaldan hjá hjúpgerð III og V. Önnur yfirborðsprótín eru til

dæmis α-like repetitive protein (Alp) sem svipar til α-hluta Bca prótínsins. Alp prótínin innihalda raðir af

tveggja niturbasa endurtekningum (19) og oftast er einungis ein tegund Alp yfirborðsprótína hjá

hverjum stofni (1, 18). Vegna þessarar endurtekningar var flókið að raðgreina genið sem skráir fyrir

prótínunum (18). Ekki er almennilega vitað hvernig líffræðilegir ferlar þessara prótína virka (19). Alp

prótínin eru fjögur talsins þar sem Alp1 er nefnt „epsilon“ (eps) og Alp4 nefnt rib. Genin sem skrá fyrir

prótínunum eru tengd ákveðinni hjúpgerð. Þannig er Eps tengt hjúpgerð Ia, Alp3 tengt hjúpgerð V og

Rib hjúpgerð III (1).

Rib prótínið er skylt α-hluta Bca prótínsins, þó svo að það sé ekkert krossónæmi milli þeirra, og það er

ekki brotið niður af trypsíni. Mótefni gegn prótíninu verndar gegn banvænum sýkingum af völdum GBS

stofna sem skrá fyrir þessu prótíni í músum. Prótínið er aðallega að finna í stofnum af hjúpgerð III, II

og V (18).

Alp3, einnig nefnt R28, var fyrst lýst í S. pyogenes, en við nánari rannsókn var sýnt að þetta prótín er

skylt Rib og α (18). Sumir vilja meina að þetta prótín sé blanda úr α, β og Rib og það væri því upprunið

í GBS, en að genið hafi flust yfir í S. pyogenes (18). Prótínið er aðallega að finna í stofnum af hjúpgerð

V og VIII (18).

Alp2 fannst fyrstí GBS stofni af hjúpgerð V. Það sker sig frá hinum því það hefur tvær gerðir af

endurtekningum, en hin bara eina (18). Annarri þeirra svipar til β-prótínsins, en hinni til α og annarra

Alp prótína. Alp2 er frekar sjaldgæf, en er helst að finna í stofnum af hjúpgerð Ia, III og V (18).

Page 11: Ífarandi sýkingar af völdum grúppu B streptókokka í fullorðnum á ...³mas Magnason.pdf · Sýkingar voru frekar fátíðar fram að 1970, en varð þá einn helsti sýkingarvaldur

6

1.2.3 Festiþæðir

Það eru til þrjár gerðir af festiþráðum: Pl-1, Pl-2a og Pl-2b. Þræðirnir hjálpa bakteríunni við að festa sig

og komast inn fyrir yfirborðsþekju hýsilsins. Allir GBS stofnar innihalda annað hvort Pl-2a eða Pl-2b og

fjölmargir eru líka með Pl-1 (1, 12, 20). PI-2a finnst í 70-85% stofna og PI-2b í 15-30% (12, 13, 20).

Algengi festiþráðanna er mismunandi eftir upprunalöndum stofnanna. Til dæmis er samsetningin

PI-1+PI-2a algeng í evrópskum og bandarískum stofnum (13, 20, 21). Festiþræðirnir eru gerðir úr

þremur prótínum, eitt nauðsynlegt hryggjarprótín (e. backbone protein) sem hin tvö eru tengd við (22).

Tilraunir í tilraunarglösum (in vitro) benda til þess að hryggjarprótínið taki þátt í að koma sýklinum

gegnum yfirborðsþekju (23), á meðan hin prótínin stuðla að viðloðun (24). Genin fyrir PI-2a og PI-2b

eru á sama stað í genamenginu og því geta stofnar eingöngu verið með annan hvorn þessara

festiþráða (25). PI-1 er hins vegar á öðrum stað í erfðaefni bakteríunnar, með beinar endurtekningar

beggja vegna sem auðveldar genaflutning milli baktería (25). Í nýlegri ítalskri rannsókn (20) var

erfðaefni GBS kortlagt á svæðum sem skrá fyrir festiþráðum, með það fyrir augum að nýta

festiþræðina sem væki í bóluefni. Í ljós kom að erfðabreytileikar í DNA-röðinni eru mjög fáir, en þeir

eru helst í Pl-2a. Bóluefnið var búið til úr blöndu af gerðunum þremur og fékkst marktæk vörn (>50%)

gegn helstu hjúpgerðum GBS. Til viðbótar má nefna “in-vitro“ rannsókn þar sem könnuð var viðloðun

GBS og hæfni bakteríunnar til að valda ífarandi sýkingum á yfirborðsþekju í lungum og leghálsi.

Rannsóknin leiddi í ljós að eftir meðhöndlun frumnanna með mótefnum gegn festiþráðunum, minnkaði

viðloðun um allt að 88% og hæfni til valda ífarandi sýkingu um allt að 82% (15).

1.2.4 Stofngerð

Alla GBS stofna má flokka á grundvelli stofngerða. Stofngerð byggist á raðgreiningu nokkurra gena,

sem samkomulag er um að skoða og mega genin ekki tengjast meinvirkni. Aðferð þessi sem á ensku

er nefnd multi-locus sequence typing (MLST) gefur síðan niðurstöðu sem unnt er að nota til flokkunar

á stofnum, oft nefnt raðgerð (sequence type, ST). Þau gen sem skoðuð eru í tilviki GBS eru alkóhól

dehydrogenasa (adhP), fenylalanyl tRNA synthetasa (PheS), glútamín ferju protein (atr), glútamín

synthetasa (glnA), serín dehydratasa (sdhA), glúkósa kinasa (glcK) og transketólasa (tkt) (26, 27).

Aðferðafræðin býður þannig upp á að unnt sé að bera saman skyldleika á milli stofna og skipta þeim í

hópa, sem oft eru kallaðir „clonal complex“ (CC), þar sem einn CC inniheldur nokkrar skyldar

raðgerðir . Síðustu áratugi hefur borið meira á ST-1, jafnan af hjúpgerð V, með yfirborðsprótínið Alp3

og festiþræðina PI-1 og PI-2a. Rannsókn á þessari stofngerð sýndi að breytileikar í svipgerð hennar

eru aðallega til komnir vegna einbasa breytileika (single nucleotide polymorphism; SNP) frekar en

endurröðun á stórum svæðum í erfðamenginu (17). Annar stofn sem hefur verið mikið skoðaður er ST-

17 (CC17), en hann er talinn mjög meinvirkur (e. hypervirulent). Rannsóknir á þessum CC leiddi í ljós

einkennandi gen (HvgA) og stofnarnir voru eingöngu af hjúpgerð III (11, 28). Vakti það furðu

rannsóknarmanna að í þessum einsleita CC uppgötvuðust einnig stofnar af hjúpgerð IV. Við nánari

rannsókn fannst 35.5 kb DNA bútur sem hafði flust á milli baktería og innihélt allt genagengið fyrir

fjölsykruhjúpinn (e. capsule switching) (28).

Page 12: Ífarandi sýkingar af völdum grúppu B streptókokka í fullorðnum á ...³mas Magnason.pdf · Sýkingar voru frekar fátíðar fram að 1970, en varð þá einn helsti sýkingarvaldur

7

1.3 Birtingarmyndir

Birtingarmyndir ífarandi GBS sýkingar geta verið misalvarlegar eða allt frá staðbundinni húðnetjubólgu

(e.cellulitis), upp í toxic shock syndrome eða heilahimnubólgu. Algengustu birtingamyndir ífarandi GBS

sýkinga eru blóðsýkingar án þekkts uppruna, húð- og mjúkvefjasýkingar , lið- og beinsýkingar,

lungnabólgur og þvagfærasýkingar (4, 9). Sjaldgæfari birtingamyndir eru til dæmis hjartaþelsbólga og

heilahimnubólga (4).

1.3.1 Blóðsýking án þekkts uppruna

Blóðsýking án þekkts uppruna er ásamt húð- og mjúkvefjasýkingum helsta birtingarmynd ífarandi

GBS sýkinga (9). Samkvæmt bandarískri rannsókn var þessi greining gefin í 48% tilvika (4). Hjá

sjúklingum með langvinna lifrarsjúkdóma gæti skert netþekjustarfsemi (e.reticuloendothelial

insufficiency) verið orsök að minnkaðri hreinsun GBS úr blóði. Til viðbótar getur verið mengun frá

æðaleggjum og annars konar aðskotahluti vegna sýkingar af völdum annarra baktería svo sem

Staphylokokka á sama tíma (9).

1.3.2 Húð- og mjúkvefjasýkingar

Húð- og mjúkvefjasýkingar af völdum GBS birtast oftast sem húðnetjubólga (cellulitis) (9). Slíkar

sýkingar koma oft fram í tengslum við eitlabjúg (e.lymphedema) og krónískar húðbólgur, en það eru

þættir sem auka líkur á netjubólgu (9). Þessar sýkingar koma helst fyrir hjá miðaldra fólki, það er 40-64

ára (2). Aðrir sem eru líklegri til að fá cellulitis eru konur sem hafa farið í brjóstnám (e.mastectomia)

vegna brjóstakrabbameins, en í aðgerðinni eru jafnframt nálægir eitlar oft teknir og því fylgir skerðing

á vessaflæði og skert ónæmissvar á því svæði. Því er auðveldara fyrir ýmsar bakteríur, þ.á.m. GBS að

valda sýkingu (9).

1.3.3 Bein- og liðsýkingar

Meirihluti þeirra sjúklinga sem greinast með GBS liðsýkingu eru með sýkingu í einum lið, oftast

mjaðmar-, hnjá- eða axlarlið, en fleiri en einn liður getur sýkst á sama tíma (9, 29). Síðkomin liðsýking í

gervilið getur komið vegna inngripa eins og ristilspeglunar eða vegna GBS sýkingar í fjarlægum vef

eins og til dæmis hjartaþelsbólga (29). Slíkar sýkingar geta komið allt að tíu árum eftir aðgerð og lýsa

sér sem liðverkir og hiti (9, 30). Með viðeigandi meðferð næst fullur bati hjá flestum og 80% verða ekki

fyrir hreyfiskerðingu (30).

Bein-sýkingar (osteomyelitis) er aldursbundin í sumum beinum. Ákveðin rannsókn (31) sýndi að

aldraðir eru ólíklegri heldur en yngra fólk til að fá slíkar sýkingar af völdum GBS í hrygg og löngum

beinum (2, 9). Staðir þar sem enginn munur var á fjölda sýkinga milli aldurshópa var til dæmis í

mjaðmabeinum hjá sjúklingum með gervilið í mjöðm og bein í fæti hjá sjúklingum með sykursýki,

útæðasjúkdóm og aðlæg fótasár (9, 29, 31). Þessar sýkingar koma oftast fram vegna dreifingar frá

aðlægum sýkingarstöðum eða við beint smit, til dæmis við gerviliðaaðgerð (29). Oft fylgja staðbundnir

verkir þessum sýkingum eða almenn einkenni svo sem hiti og slappleiki, en margir sjúklingar eru

hitalausir með eðlilegt blóðsökk (30). Blóðræktanir í slíkum sýkingum eru jákvæðar í um 40% tilvika,

en í 90% tilvika úr beinræktunum. Sjaldgæft er að sýkingar af þessum toga séu banvænar, en í

sumum tilvikum þarf aflimun til að ná bata (30).

Page 13: Ífarandi sýkingar af völdum grúppu B streptókokka í fullorðnum á ...³mas Magnason.pdf · Sýkingar voru frekar fátíðar fram að 1970, en varð þá einn helsti sýkingarvaldur

8

1.3.4 Lungnabólga

Lungnabólga ásamt jákvæðri blóðræktun með GBS kemur lang oftast fram í öldruðum, veikburða

einstaklingum. Sjúklingarnir geta verið með skerðingu á starfsemi taugakerfis vegna krabbameins eða

heilablóðfalls (9). Þessi tengsl benda til að ásvelging (e. aspiration) sé mikilvægur þáttur í

meinmyndun sýkingarinnar (32). Íferðir í lungunum geta komið fram í einum eða mörgum

lungnalöppum, en vökvasöfnun í fleiðru og drep í lungnavefnum er afar sjaldgæft (9, 29). Oft er önnur

bakteríusýking, svo sem S. aureus, samfara (9).

1.3.5 Þvagfærasýkingar

Þvagfærasýkingar ásamt jákvæðri blóðræktun með GBS greinast fremur sjaldan meðal ungs fólks

(6%), en mun oftar meðal aldraðra (39%) samkvæmt Trivalle et al (32). Margir þeirra sem fá slíka

sýkingu dvelja á hjúkrunarheimilum (8, 9) og flestir eru með undirliggjandi sjúkdóm svo sem sykursýki,

sjúkdóm í blöðruhálskirtli og fyrri sögu um þvagfærasýkingar (29). Aðrir kvillar tengdir þessari

birtingarmynd eru til dæmis inniliggjandi þvagleggur, blöðrulömun og nýrnasteinar, - þættir sem valda

þvagflæðishindrun (8, 9).

1.3.6 Hjartaþelsbólga

GBS sýkir aðallega vinstri hluta hjartans og frekar eigin hjartalokur. Rannsóknir benda til að líklegra sé

að sjúklingar fái hjartabilun af GBS hjartaþelsbólgu sem og septískar embolíur frekar en í

hjartaþelsbólgu vegna Staphylococcus aureus (33). Niðurstöður rannsóknar á Spáni (34) á 30

sjúklingum með GBS hjartþelsbólgu, leiddi í ljós að GBS sýkir lang oftast mitralloku hjartans (83%) og

47% létust á spítala. Til viðbótar var farið yfir 115 önnur eins tilfelli á árunum 1938-1945 og 1962-1998.

Þar sást hækkun á hlutfalli sjúklinga sem fóru í aðgerð vegna hjartaþelsbólgu úr 24% á árunum 1962-

1979 í 43% á árunum 1980-1998, en dánarhlutfall var þá orðið 34% (1980-1998) miðað við 45%

tímabilið á undan (34).

1.3.7 Heilahimnubólga

Heilahimnubólga af völdum GBS er lang algengust hjá nýburum yngri en þriggja mánaða (35, 36), en

er ekki meðal þeirra fimm baktería sem helst valda heilahimnubólgu í fullorðnum (36). Flestir fullorðnir

sem fá heilahimnubólgu vegna GBS eru 65 ára eða eldri og eru með að minnsta kosti einn

undirliggjandi sjúkdóm (9). Heilahimnubólga er oftast ,,sjálfsprottin” (e.spontaneous) en getur einnig

komið í kjölfar aðgerða á höfuðkúpu eða langvinnrar skútubólgu (9). Dánartíðni er oft há í þessum

sýkingum eða um 34% og enn hærri hjá sjúklingum eldri en 65 ára (56%) (37). Algengustu fylgikvillar

eru dreifð blóðstorknun (e. Disseminated Intravascular Coagulation; DIC), dá (e. coma) og

blóðsýkingarlost (e. septic shock) (37).

1.4 Undirliggjandi sjúkdómar, áhættuþættir og endurteknar sýkingar

Flestir þeirra sem fá ífarandi GBS sýkingu hafa að minnsta kosti einn undirliggjandi sjúkdóm (2, 8).

Þetta eru oft langvinnir sjúkdómar svo sem sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómar, illkynja sjúkdómar og

lifrar- og nýrnasjúkdómar. Sykursýki, illkynja sjúkdómar og HIV eru taldir auka líkur á sýkingu 30-falt í

ungum fullorðnum (20-40 ára) (8, 30). Taugasjúkdómar eru einnig taldir auka líkur á ífarandi sýkingu.

Page 14: Ífarandi sýkingar af völdum grúppu B streptókokka í fullorðnum á ...³mas Magnason.pdf · Sýkingar voru frekar fátíðar fram að 1970, en varð þá einn helsti sýkingarvaldur

9

Sem dæmi má nefna elliglöp, heilablóðþurrð/ heilablæðing sem breytir andlegri hegðun eða þverlömun

og fjórlömun (e. paraplegia og quadriplegia) (30). Aldur yfir 65 ára er einnig áhættuþáttur, en nýgengi

þess aldurshóps er tvöfalt hærra en nýgengi 50-64 ára (30).

Dánartíðni ífarandi GBS sýkinga meðal fullorðinna hefur síðustu ár verið 5-25%. Sýklasóttarlost,

áfengissýki og krabbamein virðist vera sjálfstæðir áhættuþættir og auka líkur á andláti vegna GBS

sýkingar. Einnig eru auknar líkur á andláti meðal aldraðra á hjúkrunarheimilum miðað við aldraðra utan

hjúkrunarheimila (30).

Endurteknar sýkingar eru skilgreindar sem ífarandi GBS sýkingar oftar en einu sinni í fullorðnum sem

eru ekki á meðgöngu. Um það bil 5% ífarandi GBS tilfella eru endurteknar sýkingar (2).

Meðaltímalengd milli sýkinga er eitt og hálft til tvö ár, en getur verið allt frá 31 degi upp í tæp 12 ár (2).

Endurteknu sýkingarnar voru einnig líklegri til að koma fram sem húð- og mjúkvefjasýkingar (43.8%

miðað við 24.6%) (2).

1.5 Markmið rannsóknar

Aðal markmið rannsóknarinnar er að skoða einkenni og birtingarmynd ífarandi sýkinga af völdum GBS

hjá fullorðnum á Íslandi og athuga hvort tengsl eru við ákveðna eiginleika bakteríunnar, svo sem

hjúpgerð, stofngerð (MLST), yfirborðsprótín og festiþræði. Jafnframt er skoðað hvort bakterían sýki

frekar sjúklinga með ákveðna undirliggjandi sjúkdóma.

Page 15: Ífarandi sýkingar af völdum grúppu B streptókokka í fullorðnum á ...³mas Magnason.pdf · Sýkingar voru frekar fátíðar fram að 1970, en varð þá einn helsti sýkingarvaldur

10

2 Efni og aðferðir

Upplýsingar um allar ífarandi GBS sýkingar á Íslandi á árunum 1975-2012 lágu fyrir í gagnagrunni sem

safnað var saman af Helgu Erlendsdóttur lífeindafræðingi MSc. Voru það persónuupplýsingar ásamt

dagsetningu jákvæðrar ræktunar, hvers konar sýni ræktaðist úr (blóði, mænuvökva eða liðvökva) og

upplýsingar um sýkingu ef þær fylgdu með ræktunarbeiðninni. Klínískar upplýsingar um einkenni

sýkingar,og heilsufar sjúklinga var fengið úr sjúkraskrám sjúklinganna, bæði á rafrænu formi og á

prenti í sögukerfi LSH og sjúkraskrársafni LSH í Vesturhlíð. Töluverður fjöldi breyta var skráð inn í

forritið Filemaker, en breyturnar voru: Einkenni sýkingar, greining, heilsufar (undirliggjandi sjúkdómar

og aðgerðir), sýklalyfjagjöf og hvaðan sýnið kom (ef það vantaði). Öll einkenni sýkingarinnar fram að

greiningardegi voru skráð. Sýkingardagur og greiningardagur miðaðist við dagsetningu jákvæðrar

ræktunar og hver sýking var úthlutað einni greiningu sem var túlkuð út frá upplýsingum í sjúkraskrá.

Heilsufarsupplýsingar voru allar aðgerðir og veikindi fram að núverandi sýkingu. Klínísku

upplýsingarnar voru sóttar eftir að upplýsingar um sýkilinn lágu fyrir og er því þessi rannsókn

afturskyggn.

Til að greina bakteríuna betur, voru allir tiltækir stofnar af GBS sem ræktuðust frá blóði, lið- eða

mænuvökva íslenskra sjúklinga á tímabilinu 1975-2012 sendir til samtarfsaðila ábyrgðarmanna

rannsóknarinnar í Portugal (Dr. Mario Ramirez) þar sem yfirborðsprótín (surface protein) og festiþræði

(pili) voru greind með PCR aðferðum. Einnig var gerð raðgreining á ákveðnum genum MLST, sem

áður hefur verið lýst til að athuga skyldleika milli stofna. Erla Soffía Björnsdóttir lífeindafræðingur MSc

á Sýklafræðideild Landspítala sá um þá vinnu

Tölfræðileg úrvinnsla var gerð í Microsoft Excel og tölfræðiforritinu R. Flest gröf og töflur voru gerð í

Excel en tölfræðipróf eins og Kí-kvaðrat og prófun á hlutföllum (prop.test) var gert í R. Mannfjöldatölur

og aldursdreifing Íslendinga fékkst frá Hagstofu Íslands (www.hagstofa.is). Niðurstöður töldust

marktækar ef p-gildi var minna en 0,05 .

Leyfi fyrir rannsókninni fékkst frá Vísindasiðanefnd (eldra leyfi og svo endurnýjað leyfi) og

lækningaforstjóra Landspítalans. Númer leyfis frá Vísindasiðanefnd er VSNb2015020023/03.01 og er

Magnús Gottfreðsson ábyrgðarmaður rannsóknar.

Page 16: Ífarandi sýkingar af völdum grúppu B streptókokka í fullorðnum á ...³mas Magnason.pdf · Sýkingar voru frekar fátíðar fram að 1970, en varð þá einn helsti sýkingarvaldur

11

3 Niðurstöður

Á árunum 1975-2012 greindust 156 ífarandi sýkingar af völdum GBS á Íslandi. Af þeim voru tveir

erlendir ríkisborgarar sem teljast ekki til íslenska þýðisins og því ekki teknir með í útreikningum.

Jafnframt var 21 stofn án hjúpgerðargreiningar. Sex sjúklingar voru með sýkingu í fleiri en eitt skipti;

einn sjúklingur var með tvo mismunandi stofna, einn sýktist þrisvar af sama stofni og hinir fjórir sýktust

tvisvar af sama stofni. Það þýðir að það voru 133 greiningar í 126 einstaklingum, en af þeim voru sex

konur með hita í fæðingu eða stuttu eftir fæðingu. Í sumum tilvikum fundust ekki nægjanlegar

upplýsingar um sýkingu og/eða heilsufar í sjúkraskrám, en nægjanlegar upplýsingar um heilsufar

fengust hjá 116 sjúklingum og upplýsingar um sýkingu og greiningu hjá 117 stofnum. Tekið verður

fram hversu margir voru teknir með í byrjun hvers hluta.

3.1 Faraldsfræði

Allar GBS sýkingar voru teknar með þegar nýgengisbreytingar voru reiknaðar. Heildarnýgengi yfir allt

tímabilið var 2,11/100.000 íbúa á ári. Á mynd 1 er öllu tímabilinu (37 ár) skipt í fernt og nýgengi á

hverju tímabili athugað.

Mynd 1: Heildarnýgengi eftir tímabilum.

Nýgengi og breytingar þess yfir fjögur tímabil en marktæk aukning var á milli síðustu þriggja tímabilanna (p=0.37,

0.004 og 0.03 , chi-square test for trend).

0,73

1,08

2,41

3,63

0

0,5

1

1,5

2

2,5

3

3,5

4

1975-1985 1986-1994 1995-2003 2004-2012

Nýg

en

gi (

tilf

elli

/ára

bil/

10

0.0

00

)

Árabil

Nýgengi

Page 17: Ífarandi sýkingar af völdum grúppu B streptókokka í fullorðnum á ...³mas Magnason.pdf · Sýkingar voru frekar fátíðar fram að 1970, en varð þá einn helsti sýkingarvaldur

12

Á mynd 2 eru nýgengisbreytingar yfir sömu tímabil og mynd 1, reiknað fyrir mismunandi aldursflokka.

Mesta aukningin er meðal elsta aldurshópsins (8.0/100000 árabilið 1995-2003 upp í 14.3/100000

árabilið 2004-2012)

Mynd 2: Aldursbundið nýgengi.

Nýgengisbreytingar voru ekki marktækar milli samliggjandi tímabila, en voru marktæk yfir allt tímabilið hjá elstu

tveimur aldurshópunum (p=0.01 (52-69 ára) og p=0.0001 (≥70 ára), chi-square test for trend).

Að auki var rannsakað hvenær á árinu GBS sýkir sem mest. Mynd 3 sýnir fjölda sýkinga í hverjum

mánuði.

0

2

4

6

8

10

12

14

16

1975-1985 1986-1994 1995-2003 2004-2012

Nýg

en

gi

(tilf

elli

/ára

bil/

10

0.0

00

)

Árabil

Aldursbundið nýgengi

≥ 70 ára

52-69 ára

34-51 ára

16-33 ára

Page 18: Ífarandi sýkingar af völdum grúppu B streptókokka í fullorðnum á ...³mas Magnason.pdf · Sýkingar voru frekar fátíðar fram að 1970, en varð þá einn helsti sýkingarvaldur

13

Mynd 3: Fjöldi GBS sýkinga í hverjum mánuði ársins.

Fjöldi sýkinga er á milli 4 (Janúar) og 17 (Júlí). Flestar sýkingar eru yfir sumarmánuðina (Maí – Ágúst)

3.2 Eiginleikar bakteríunnar

Allir tiltækir ífarandi stofnar (n=133) GBS voru rannsakaðir með tilliti til hjúpgerðar, yfirborðsprótína og

festiþráða. Mynd 4 sýnir heildarfjölda ífarandi GBS sýkinga eftir tímabilum og hlutfalli

hjúpgerðargreindra sýkinga.

Mynd 4: Fjöldi GBS sýkinga eftir tímabilum.

Einnig sést hlutfall þeirra stofna sem fundust til að hjúpgreina. Hlutfallið jókst úr 23.1% upp í 97.4%

0

2

4

6

8

10

12

14

16

18

Fjö

ldi

Mánuður

Fjöldi sýkinga eftir mánuðum

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

1975-1985 1986-1994 1995-2003 2004-2012

Hlutfall hjúpgerðargreindra stofna

Ekki hjúpgerðargreining

Hjúpgerðargreining

97.4%

23.1% 77.8%

88.9%

Page 19: Ífarandi sýkingar af völdum grúppu B streptókokka í fullorðnum á ...³mas Magnason.pdf · Sýkingar voru frekar fátíðar fram að 1970, en varð þá einn helsti sýkingarvaldur

14

Alls sex af tíu fjölsykruhjúpgerðum greindust í íslenska þýðinu. Tafla 1 sýnir hversu margar sýkingar

voru af hverri hjúpgerð, en hjúpgerð Ia var algengust í um fjórðungi tilvika (23.3%).

Tafla 1: Fjöldi sýkinga af hverri fjölsykruhjúpgerð

Hjúpgerð Fjöldi %

Ia 31 23.3

Ib 20 15.0

II 19 14.3

III 21 15.8

IV 10 7.5

V 25 18.8

NT* 7 5.3

*NT (non-typable) eða óhjúpgreinanleg

Allar hjúpgerðir hafa svipaðan fjölda sýkinga, nema hjúpgerð IV.

Engar sýkingar voru af völdum hjúpgerða VI, VII, VIII og IX

Algengi hverrar hjúpgerðar var breytilegt eftir tímabilum. Mynd 5 sýnir fjölda hjúpgerðargreindra

sýkinga fyrir hvert tímabil og hlutfall hverrar hjúpgerðar af þeim fjölda.

Mynd 5: Algengi hjúpgerða eftir tímabilum.

Hlutfall hjúpgerða Ia og V jókst úr 14.3% (báðar hjúpgerðir) tímabilið 1986-1994, upp í 28.9% (Ia) og 22.4% (V)

tímabilið 2004-2012. Til viðbótar var hjúpgerð IV 11.8% af heildarsýkingum á síðasta tímabilinu. Ekkert af þessu

reyndist þó marktækt (p>0.05).

0

10

20

30

40

50

60

70

80

1975-1985 1986-1994 1995-2003 2004-2012

Fjö

ldi

Tímabil

Algengi hjúpgerða eftir tímabilum

NT

V

IV

III

II

Ib

Ia

Page 20: Ífarandi sýkingar af völdum grúppu B streptókokka í fullorðnum á ...³mas Magnason.pdf · Sýkingar voru frekar fátíðar fram að 1970, en varð þá einn helsti sýkingarvaldur

15

Mynd 6 sýnir fjölda yfirborðsprótína hjá hverri og einni hjúpgerð, en hver GBS stofn tjáir eina hjúpgerð

og eitt yfirborðsprótín.

Mynd 6: Fjöldi stofna með ákveðna hjúpgerð og ákveðið yfirborðsprótín.

Marktækur munur er á hvaða yfirborðsprótín er hjá hverri hjúpgerð (p<2.2e-16). Í einu tilviki var GBS stofninn ekki

með yfirborðsprótín (dökkblár af hjúpgerð II) (chi-square test for trend)

GBS stofnarnir voru einnig með eina eða tvær gerðir af festiþráðum. Lang algengast var samsetningin

Pl-1+Pl-2a sem var hjá 89 (66.9%) stofnum. Aðrir möguleikar voru Pl-2a hjá alls 28 (21.1%) stofnum,

Pl-1+Pl-2b hjá 14 (10.5%) stofnum og Pl-2b hjá 2 (1.5%) stofnum. Allir stofnar voru með annað hvort

PI-2a eða PI-2b (88.0% og 12.0%) og (77.4%) voru með PI-1. Samsetningin PI-1+PI-2a var algengust

hjá öllum hjúpgerðum, nema hjúpgerð Ia þar sem PI-2a eingöngu var til staðar hjá 67.7% stofna.

Þegar PI-1+PI-2a var algengast, voru festiþræðirnir til staðar hjá allt frá 57% (óhjúpgreinanlegir) upp í

100% (hjúpgerð V) stofna.

Page 21: Ífarandi sýkingar af völdum grúppu B streptókokka í fullorðnum á ...³mas Magnason.pdf · Sýkingar voru frekar fátíðar fram að 1970, en varð þá einn helsti sýkingarvaldur

16

3.3 Ómeðgöngutengdar sýkingar

Ífarandi GBS sýkingar í fullorðnum á Íslandi ótengdum meðgöngu (e. non-pregnant adults) voru

samtals 127 og má sjá helstu upplýsingar þessara sýkinga í töflu 2.

Tafla 2: Ífarandi GBS sýkingar ótengdum meðgöngu

GBS sýkingar í fullorðnum >16 ára

Sýkingar N=127

Karlar* N=54

Konur* N=73

Meðalaldur 65,25 ár

Aldursbil 19-90 ára

Látnir innan 30 daga frá sýkingu N=18 (14.2%)

Endurteknar sýkingar 6 sjúklingar

* Karlar voru 42.5% sýkinga, en konur 57.5%

Eins og kemur fram í töflu 2, létust 18 sjúklingar innan 30 daga frá sýkingu. Tafla 3 sýnir

meinvirkniþætti stofna þeirra sjúklinga. Allar hjúpgerðir voru til staðar í þessum sýkingum, en

hjúpgerðir Ia, III og V ollu 55.6% þessara sýkinga.

Tafla 3: Meinvirkniþættir sjúklinga sem létust innan 30 daga frá jákvæðri ræktun

Dagar frá sýkingu til dánardags

a Hjúpgerð Festiþræðir Yfirborðsprótín Stofngerð

5 III PI-1+PI-2b RIB 17

1 Ib PI-1+PI-2a BCA 8

1 V PI-1+PI-2a ALP3 1

21 II PI-1+PI-2a BCA 10

10 NT PI-1+PI-2a RIB 19

0 III PI-1+PI-2a RIB 19

20 III PI-1+PI-2a RIB 19

5 Ib PI-1+PI-2a BCA 9

8 V PI-1+PI-2a ALP3 1

25 Ib PI-1+PI-2a BCA 12

3 IV PI-1+PI-2a EPS 196

10 Ia PI-2a EPS 23

-3 IV PI-1+PI-2a ALP3 1

6 Ia PI-1+PI-2a ALP2 88

27 V PI-1+PI-2a ALP3 1

12 Ia PI-2a EPS 23

5 Ia PI-2a EPS 23

-2 NT PI-1+PI-2a BCA 1 aNeikvæðar tölur og 0 vísar til að ræktun fékkst úr krufningu

61.1% sýkinga af völdum stofngerða 1, 19 og 23.

Page 22: Ífarandi sýkingar af völdum grúppu B streptókokka í fullorðnum á ...³mas Magnason.pdf · Sýkingar voru frekar fátíðar fram að 1970, en varð þá einn helsti sýkingarvaldur

17

3.3.1 Birtingarmyndir

Upplýsingar um sjúkdómsgreiningar fannst hjá 111 sjúklingum. Tafla 4 sýnir algengustu sýkingar og

nánari greiningu á algengustu bakteríunum sem valda þeim. Til viðbótar voru 11 aðrar greiningar sem

komu einu sinni fyrir svo sem brátt heilablóðfall, sarpbólga (diverticulitis) og bráður kviðarholskvilli

(e.acute abdomen). Stofngerð 1 er algengasta orsök 5 af 7 greiningum.

Tafla 4: Algengustu sýkingar og helstu stofngerðir GBS sem valda þeim

Greiningar Fjöldi Hlutfall (%)

Stofngerð Fjöldi Meinvirkniþættir

Húð- og mjúkvefjasýking

37 33,3

1 7 V

Alp3 PI-1+PI-2a

23 5 Ia Eps PI-2a

Blóðsýking án fókus

20 18,0 1 6 Va

Alp3 PI-1+PI-2a

Bein- og liðsýkingar

17 15,3

1 4 Va

Alp3 PI-1+PI-2a

19 4 III Rib PI-1+PI-2a

Lungnabólga 12 10,8 1 4 Vb Alp3 PI-1+PI-2a

Hjartaþelsbólga 6 5,4 12 2 II BCA PI-1+PI-2a

Þvagfærasýking 6 5,4

23 2 Ia Eps PI-2a

196 2 IV Eps PI-1+PI-2a

Heilahimnubólga 2 1,8 1 1 V Alp3 PI-1+PI-2a

10 1 II BCA PI-1+PI-2a a Einn stofn var óhjúpgreinanlegur en sama yfirborðsprótín og festiþræði.

b Einn stofn var af hjúpgerð IV með sama yfirborðsprótín og festiþræði. Tveir voru óhjúpgreinanlegir, annar með

BCA yfirborðsprótín og hinn með PI-1+PI-2b

Page 23: Ífarandi sýkingar af völdum grúppu B streptókokka í fullorðnum á ...³mas Magnason.pdf · Sýkingar voru frekar fátíðar fram að 1970, en varð þá einn helsti sýkingarvaldur

18

3.3.2 Undirliggjandi sjúkdómar

Upplýsingar um undirliggjandi sjúkdóma fannst hjá 110 sjúklingum. Tafla 5 sýnir það sama og tafla 4,

nema að hér sjást algengustu undirliggjandi sjúkdómarnir. Til viðbótar voru 11 sjúklingar með

blóðþurrðarsjúkdóm í heila eða heilablæðingu. Aftur kemur stofngerð 1 oft fyrir og er hún algengust í

öllum sjö tegundum af undirliggjandi sjúkdómum.

Tafla 5: Helstu undirliggjandi sjúkdómar og algengustu stofnar sem greindust hjá þeim sjúklingum

Sjúkdómar Fjöldi Hlutfall*

(%) Stofngerð Fjöldi Meinvirkniþættir

Illkynja

sjúkdómar** 38 34,5

1 5 Va

Alp3 PI-1+PI-2a

8 6 Ib BCA PI-1+PI-2a

Hjartasjúkdómar 28 25,5

1 10 Va

Alp3 PI-1+PI-2a

23 5 Ia Eps PI-2a

Lungnasjúkdómar 23 20,9

1 4 V Alp3 PI-1+PI-2a

19 5 IIIa Rib PI-1+PI-2a

Gigt 22 20,0

1 6 Vb Alp3 PI-1+PI-2a

19 5 III Rib PI-1+PI-2a

Sykursýki 20 18,2 1 5 V

c Alp3 PI-1+PI-2a

23 3 Ia Eps PI-2a

Gerviliðir 15 13,6

1 4 V Alp3 PI-1+PI-2a

19 3 III Rib PI-1+PI-2a

Nýrnasjúkdómar 10 9,1 1 5 V Alp3 PI-1+PI-2a

* Hver sjúklingur gat verið með fleiri en einn undirliggjandi sjúkdóm.

** 9 af 38 (23.7%) voru með illkynja sjúkdóm í blóði.

a Einn stofn var óhjúpgreinanlegur en sama yfirborðsprótín og festiþræði.

b Einn stofn var óhjúpgreinanlegur og með PI-1+PI-2b.

c Einn stofn var af hjúpgerð IV með sama yfirborðsprótín og festiþræði.

Page 24: Ífarandi sýkingar af völdum grúppu B streptókokka í fullorðnum á ...³mas Magnason.pdf · Sýkingar voru frekar fátíðar fram að 1970, en varð þá einn helsti sýkingarvaldur

19

3.4 Endurteknar sýkingar

Sex sjúklingar sýktust oftar en einu sinni. Tafla 6 sýnir helstu þætti þessara sýkinga. Tímabilið milli

sýkinga var allt frá 16 daga upp í 7 ár (2538 dagar). Húðnetjubólga var algengasta greiningin (61.5%

tilvika), fimm af sex sjúklingum höfðu verið með krabbamein og einu sinni var um aðra stofngerð að

ræða í endursýkingunni (sjúklingur 4).

Tafla 6: Helstu þættir endurtekinna sýkinga

Nr.

sj. Aldur Ár

Dagar

milli

sýkingar

Hjúp

gerð

Yfirborðs

prótín

Festi

þræðir

Stofn

gerð Greining Heilsufar

1 83,3 1996

II BCA PI-1+PI-2a 10

Blóðsýking án

þekkts uppruna Multiple myeloma,

magakrabbamein

83,4 1996 16 II BCA PI-1+PI-2a 10 Heilahimnubólga

2 74,6 2004

II BCA PI-1+PI-2a 12 Sárasýking DM,

Adenosquamus

krabbamein

74,8 2004 54 II BCA PI-1+PI-2a 12 Húðnetjubólga

3 67,4 2004

Ib BCA PI-1+PI-2a 8 Húðnetjubólga Brjósta-

krabbamein

68,6 2005 426 Ib BCA PI-1+PI-2a 8 Húðnetjubólga

4 19,2 2005

II RIB PI-1+PI-2a 28 Septic arthritis Krónískur

osteomyelitis.

26,2 2012 2538 II BCA PI-1+PI-2a 12 Septic arthritis

5 75,4 2005

IV EPS PI-1+PI-2a 196 Húðnetjubólga Brjósta-

krabbamein

80,1 2010 1738 IV EPS PI-1+PI-2a 196 Húðnetjubólga

6* 69,1 2009

V ALP3 PI-1+PI-2a 1 Húðnetjubólga

Langvinn

nýrnabilun,

þvagstoma, IHD

69,3 2009 71 V ALP3 PI-1+PI-2a 1 Húðnetjubólga

69,4 2009 56 V ALP3 PI-1+PI-2a 1 Húðnetjubólga

*Sjúklingur númer 6 er karlmaður, hinir sjúklingarnir eru konur. Sjúklingur 6 var með þvagblöðrukrabbamein og

fékk þvagstoma 2 mánuðum fyrir fyrstu sýkingu.

Page 25: Ífarandi sýkingar af völdum grúppu B streptókokka í fullorðnum á ...³mas Magnason.pdf · Sýkingar voru frekar fátíðar fram að 1970, en varð þá einn helsti sýkingarvaldur

20

3.5 Meðgöngutengdar sýkingar

Sex konur á tímabilinu sýktust af GBS á meðgöngu og var meðalaldur þeirra 27 ár. Tafla 7 sýnir helstu

þætti þessara sýkinga svo sem meinvirkniþætti og birtingarmynd hennar. Engin kona fæddi fyrirbura,

en eitt barn fæddist andvana.

Tafla 7: Helstu þættir meðgöngutengdra sýkinga

Tilfelli

(N=6) Ár Aldur Hiti Greining* Heilsufar Meinvirkniþættir

1 1978 21 Eftir

fæðingu

Postpartum

sepsis

Sykursýki,

háþrýstingur II BCA PI-2a

2 1990 24 Í fæðingu Blóðsýking án

fókus

III RIB PI-1+PI-2b

3 1995 30 Eftir

fæðingu

Sýking eftir

keisara Meðgöngueitrun III RIB PI-1+PI-2b

4 2007 31 Í fæðingu Blóðsýking án

fókus

Lömun á nervus

facialis V ALP3 PI-1+PI-2a

5 2010 30 Í fæðingu Blóðsýking án

fókus

Ia EPS PI-2a

6 2012 24 Eftir

fæðingu Spangartæting

Ia RIB PI-2a

* Allar konurnar fengu blóðsýkingu.

Helmingur tilfellanna orsakaðist af stofngerð 1 (sjúklingur 4) eða stofngerð 17 (sjúklingar 2 og 3)

Page 26: Ífarandi sýkingar af völdum grúppu B streptókokka í fullorðnum á ...³mas Magnason.pdf · Sýkingar voru frekar fátíðar fram að 1970, en varð þá einn helsti sýkingarvaldur

21

4 Umræða

Ljóst er að nýgengi GBS sýkinga á Íslandi hefur aukist marktækt síðustu áratugi (Mynd 1) eða á

árunum 1975-2012. Þegar nýgenginu var skipt eftir fjórum tímabilum, sást fimmföld aukning á

nýgenginu milli fyrsta (1975-1985) og síðasta (2004-2012) tímabilsins. Svipuð aukning hefur sést

annars staðar á Vesturlöndum (2, 4, 8, 38). Mögulegar skýringar á þessari aukningu gætu verið að

fleiri sýni eru tekin og því auðveldara að greina bakteríuna. Sömuleiðis gæti aukinn fjöldi sýkinga

stafað af hækkandi meðalaldri íslensku þjóðarinnar eða aukinn fjöldi einstaklinga á lífi með langvinna

undirliggjandi sjúkdóma. Líklega er ekki ein skýring, heldur eru margir þættir sem stuðla að þessari

þróun og þarf að rannsaka betur. Heildarnýgengi yfir allt tímabilið var 2,11 tilfelli á 100.000 íbúa á ári,

en fór úr 0,73/100.000 á árunum 1975-1985, upp í 2,41/100.000 á árunum 1995-2005 og

3,63/100.000 á árunum 2004-2012 (Mynd 1). Borið saman við önnur lönd má sjá að nýgengið á Íslandi

er lægra en í Bandaríkjunum þar sem það hefur verið 4,4/100.000 árin 1989-1990 (8), 6,0-7,9/100.000

á árunum 1999-2005 (4) og 3,6-7,3/100.000 á árunum 1990-2007 (2). Aftur á móti er nýgengið í

Noregi svipað, en það var 1,34/100.000 árin 1996-1998 og 3,1/100.000 á árunum 1999-2006. Skýring

á þessum mun milli landanna gæti meðal annars legið í mismunandi rannsóknarþýði (e.demographical

differences), en rannsóknir í Bandaríkjunum hafa sýnt hærra nýgengi hjá fólki af afrískum uppruna (2,

4, 8). Aðrar ástæður geta verið mismeinvirkir stofnar eftir löndum eða misalgengir sjúkdómar í

rannsóknarþýðinu sem útsetja sjúklinga fyrir GBS sýkingum (2).

Í rannsókninni var einnig skoðað aldursbundið nýgengi og breyting á því. Langmesta aukningin

reyndist vera meðal þeirra sjúklinga sem voru 70 ára eða eldri (Mynd 2). Út frá þeirri mynd má álykta

að nýgengisaukningin sem sést hefur á Íslandi sé aðallega tilkomin vegna aukningar í nýgengi innan

þessa aldurshóps og er þessi niðurstaða sambærileg við aðrar rannsóknir (2, 4, 8, 38). Reyndar sýndi

rannsókn Phares et al.(4) að nýgengi 15-64 ára jókst mest hlutfallslega, en mesta aukningin tölulega

séð var hjá hópnum sem var 65 ára eða eldri.

4.1 Meinvirkniþættir

Þegar hjúpgerðir ífarandi GBS stofna voru skoðaðir, kom í ljós að svipaður fjöldi sýkinga með hverri

hjúpgerð, en hjúpgerðir Ia (23.3%), V (18.8%) og III (15.8) voru algengastar yfir allt tímabilið (tafla 1).

Þessar þrjár hjúpgerðir eru meðal algengustu hjúpgerða annars staðar í Evrópu (13, 38),

Bandaríkjunum (2) og Kína (12). Hins vegar stóðu hjúpgerðir Ib og II fyrir tæpum 20% sýkinga hvor í

Brasilíu (10) og hjúpgerðir VI og VIII voru algengar meðal þungaðra kvenna í Japan (14). Ef algengi

hjúpgerða var skipt niður eftir tímabilum (Mynd 5), sást hins vegar mikil aukning á hjúpgerð IV (9

sýkingar 2004-2012, en 1 sýking 1975-2003). Aðrar rannsóknir hafa sýnt áþekkar breytingar (2, 16,

28) og er talið að það hafi orðið genaflutningur sem breytti hjúpgerð III í IV (28).

Athygli vakti þegar yfirborðsprótín hjúpgerðanna voru skoðuð (Mynd 6), að allir stofnar af hjúpgerð III

voru með yfirborðsprótínið Rib. Einnig voru langflestir stofnar af hjúpgerð V með yfirborðsprótínið Alp3.

Þetta bendir til þess að stofnar af hjúpgerð III og V séu mjög einsleitir. Rannsókn á „Clonal complex“

(CC) 17 sem inniheldur stofna af hjúpgerð III sem tjá Rib yfirborðsprótín og PI-1+PI-2b festiþræði,

sýndi þetta og er talað um þennan stofn sem mjög meinvirkan „hypervirulent“ (28).

Page 27: Ífarandi sýkingar af völdum grúppu B streptókokka í fullorðnum á ...³mas Magnason.pdf · Sýkingar voru frekar fátíðar fram að 1970, en varð þá einn helsti sýkingarvaldur

22

Þessi rannsókn leiddi í ljós að 66.9% stofna voru með festiþræðina Pl-1+Pl-2a, en 21.1% með Pl-2a

eingöngu.

PI-1+Pl-2b fannst hjá 10.5% stofna og Pl-2b hjá 1.5%. Aðrar rannsóknir gefa til kynna að PI-2a sé að

finna hjá 71.2-85.6% stofna og PI-2b hjá 14.4-28.8%, en í þessari rannsókn voru 88.0% stofna með

PI-2a (12, 13, 20). Allir stofnar af hjúpgerð V voru með festiþræðinaPI-1+PI-2a og undirstrikar það

einsleitini hjúpgerðarinnar.

4.2 Ómeðgöngutengdar sýkingar

Samtals voru 127 tilfelli af ómeðgöngutengdum sýkingum greind í 120 sjúklingum með tiltæka stofna

(tafla 1). Af þeim sjúklingum voru 52 karlar (43.3%) og 68 konur (56.7%). Meðalaldur var 65 ár,

aldursbil 19-90 ára. Þetta er í samræmi við aðrar rannsóknir (2, 39), en lægri meðalaldur sjúklinga

með ífarandi GBS sýkingar í Tælandi gæti skýrst af aldurssamsetningu þjóðarinnar.

18 sjúklingar létust innan 30 daga (14.2%). Athygli vakti að 44.4% þeirra voru sýktir af stofngerð 1 og

19, en hjúpgerðir þessara stofngerða eru V og III. Einnig voru 77.8% stofna þeirra sem létust með

festiþræðina PI-1+PI-2a, en það er ef til vill ekki svo óvænt þar sem meirihluti stofnanna var með

þessa festiþræði.

Upplýsingar um sjúkdómsgreiningu fékkst í 111 tilvikum ómeðgöngutengdra sýkinga. Húð- og

mjúkvefjasýkingar (33.3%) voru algengastar (Tafla 4). Næst á eftir voru blóðsýkingar án þekkst

uppruna (18.0%) og bein- og liðsýkingar (15.3%) og er þetta sambærilegt við niðurstöður annarra

rannsókna (2, 4, 29, 39). Þættir sem hafa verið nefndir sem áhættuþættir fyrir GBS húð- og

mjúkvefjasýkingar eru til dæmis sykursýki, legusár, brjóstakrabbamein (í kjölfar brjóstnáms),

geislameðferðir og krónísk húðsýking vegna sveppasýkingar (29, 32). Áhugavert var að sjá að

stofngerð 1 (V, Alp3, PI-1+PI-2a) var algengur stofn hjá mörgum þessara sýkinga.

Upplýsingar um heilsufar fannst hjá 110 sjúklingum (Tafla 5). Illkynja sjúkdómar (krabbamein),

hjartasjúkdómar og lungnasjúkdómar voru algengustu undirliggjandi sjúkdómarnir (34.5%, 25.5% og

20.9% hver um sig). Langflestir sjúklingar (91%) voru með alvarlega undirliggjandi sjúkdóma og er það

í samræmi við niðurstöður annarra (2, 4, 40, 41). Sykursýki er meðal algengustu undirliggjandi

sjúkdóma erlendis og er til staðar hjá 31-44% sjúklinga (2, 4, 8), en í þessari rannsókn var hlutfallið

18%. Þetta gæti hugsanlega verið vegna lægra algengi sykursýki á Íslandi eða að

sykursýkissjúklingum hér á landi gangi betur að stjórna henni og séu undir betra eftirliti. Ekki var

marktækur munur á algengi hjúpgerða hjá þessum sjúklingum, en hjúpgerðir II og V voru þar

algengastar. Athyglisvert þótti að stofngerð 1 kom aftur oft fyrir. Þetta gæti skýrst af því að fjölgun

hefur orðið síðustu áratugi á sýkingum af völdum þessarar stofngerðar.

Page 28: Ífarandi sýkingar af völdum grúppu B streptókokka í fullorðnum á ...³mas Magnason.pdf · Sýkingar voru frekar fátíðar fram að 1970, en varð þá einn helsti sýkingarvaldur

23

4.3 Endurteknar sýkingar

Sex sjúklingar (4.8%) sýktust aftur af GBS (Tafla 6). Fimm konur fengu tvær ífarandi GBS sýkingar og

einn karl þrjár. Tímalengd milli sýkinga var allt frá 16 daga upp í 7 ár (2538 dagar), en líklega hefur

ekki tekist að uppræta sýkilinn alveg í sýkingunum með 16 daga millibili. Rannsókn í Bandaríkjunum

sýndi enn víðara tímabil milli endursýkinga (2). Allar nema ein sýking var af sama stofni, en þar sem

það hafði liðið tæp 7 ár á milli er það ef til vill ekki óvænt niðurstaða. Áhugavert er að 9 af 13 sýkingum

voru af hjúpgerð II og V, ásamt því að allir stofnar voru með festiþræðina PI-1 og PI-2a, en hugsanlega

ástæðu þessa þyrfti að rannsaka nánar með tilliti til tengsla. Endursýkingar lýsa sér oft sem húð- og

mjúkvefjasýkingar, aðallega húðnetjubólga og geta verið fylgikvillar aðgerða (41).

4.4 Meðgöngutengdar sýkingar

Alls voru 6 tilfelli meðgöngutengdra GBS sýkinga á tímabilinu sem verið var að rannsaka. Meðalaldur

kvennanna var 27 ár. Bandarísk rannsókn (4) sýnir að miðgildi aldurs þungaðra kvenna með ífarandi

GBS sé 28 ár. Sama rannsókn fjallar um áhættuþætti fyrir slíkum sýkingum. Þar kemur fram að

reykingar, astmi, sykursýki, offita og áfengissýki auki líkur á ífarandi GBS sýkingu, en ein kona í

þessari rannsókn var með sykursýki. Konurnar voru allar með hita í fæðingu eða stuttu á eftir og

blóðsýkingu. Talið er að yfirborðsþekja í skeið eða spöng rifni örlítið í fæðingu, en nóg til þess að GBS

komist inn í blóð og sýki konurnar, sé bakteríuna að finna á yfirborði slímhúðar í skeið. Þetta er

eitthvað sem er áhugavert og væri gott að rannsaka nánar. Þar sem þetta er lítið þýði er í raun erfitt að

draga neinar skýrar ályktanir.

4.5 Styrkleikar og veikleikar rannsóknarinnar

Helstu styrkleikar þessarar rannsóknar eru þeir að hún nær yfir heila þjóð yfir langt tímabil, eða 37 ár.

Því eru minni líkur á valbjaga á rannsóknarþýði, sem gæti annars komið fram ef rannsóknin byggist

einungis á einum spítala. Einnig dregur langt tímabil úr áhrifum sem tilvijunarkenndar niðurstöður

kunna að hafa.

Helstu gallar rannsóknarinnar eru eins og í tilviki mjög margra afturskyggnra rannsókna sem ná yfir

langt tímabil að skráning gagna er ekki stöðluð og því vantar oft upplýsingar sem hefðu þurft að fylgja

með. Einnig var stundum erfitt að finna viðeigandi upplýsingar. Þar að auki þarf stundum að túlka

hvaða sjúkdómsgreining er aðalgreiningin, sem hefur áhrif á niðurstöðurnar. Til viðbótar má nefna að

rannsóknarþýðið er ekki nema 133 sýkingar sem takmarkar tölfræðilega skýringargetu (statistical

power). Þetta á sérstaklega við þegar um var að ræða breytur með marga flokka eins og til dæmis

þegar samband sykursýk og hjúpgerðar var skoðað.

Page 29: Ífarandi sýkingar af völdum grúppu B streptókokka í fullorðnum á ...³mas Magnason.pdf · Sýkingar voru frekar fátíðar fram að 1970, en varð þá einn helsti sýkingarvaldur

24

4.6 Ályktanir og næstu skref

Þróunin á ífarandi sýkingum af völdum GBS er sú sama hér og víða erlendis, nýgengi þeirra vex

meðal fullorðinna og þá sérstaklega meðal eldra fólks. Dánartíðni hefur farið lækkandi síðustu áratugi,

en líklega er dánartíðnin tengd því að langflestir sjúklingar eru með langvinna undirliggjandi sjúkdóma.

Algengustu stofnar hér á landi voru af hjúpgerð Ia, V og III, en engin tölfræðilega marktæk tengsl

fundust mili birtingarmyndar sjúkdóms eða undirliggjandi sjúkdóma við þá meinvirkniþætti bakteríunnar

sem rannsakaðir voru.

Í framhaldinu væri gott að halda áfram að skrá ítarlegar upplýsingar um ný – og jafnvel gömul – tilfelli.

Einnig væri áhugavert að rannsaka einstaka undirhópa og kanna betur hvort finnist hugsanleg tengsl

milli meinvirkniþátta og sjúkdóms.

Að lokum vil ég minnast á að bóluefni gegn GBS er í þróun, bæði gagnvart fjölsykruhjúpgerðunum (2)

og festiþráðunum (20).

Page 30: Ífarandi sýkingar af völdum grúppu B streptókokka í fullorðnum á ...³mas Magnason.pdf · Sýkingar voru frekar fátíðar fram að 1970, en varð þá einn helsti sýkingarvaldur

25

5 Heimildaskrá

1. Edwards MS, Nizet V, Baker CJ. Group B Streptococcal Infections. In: Maldonado JSROKBWNA, editor. Infectious Diseases of the Fetus and Newborn (Seventh Edition). Philadelphia: W.B. Saunders; 2011. p. 419-69. 2. Skoff TH, Farley MM, Petit S, Craig AS, Schaffner W, Gershman K, et al. Increasing burden of invasive group B streptococcal disease in nonpregnant adults, 1990-2007. Clinical infectious diseases : an official publication of the Infectious Diseases Society of America. 2009;49(1):85-92. 3. Schuchat A. Group B streptococcus. Lancet. 1999;353(9146):51-6. 4. Phares CR, Lynfield R, Farley MM, Mohle-Boetani J, Harrison LH, Petit S, et al. Epidemiology of invasive group B streptococcal disease in the United States, 1999-2005. Jama. 2008;299(17):2056-65. 5. Lancefield RC. A SEROLOGICAL DIFFERENTIATION OF HUMAN AND OTHER GROUPS OF HEMOLYTIC STREPTOCOCCI. The Journal of experimental medicine. 1933;57(4):571-95. 6. Lancefield RC. A SEROLOGICAL DIFFERENTIATION OF SPECIFIC TYPES OF BOVINE HEMOLYTIC STREPTOCOCCI (GROUP B). The Journal of experimental medicine. 1934;59(4):441-58. 7. Schrag SJ, Zywicki S, Farley MM, Reingold AL, Harrison LH, Lefkowitz LB, et al. Group B streptococcal disease in the era of intrapartum antibiotic prophylaxis. The New England journal of medicine. 2000;342(1):15-20. 8. Farley MM, Harvey C, Stull T, Smith JD, Schuchat A, Wenger JD, et al. A Population-Based Assessment of Invasive Disease Due to Group B Streptococcus in Nonpregnant Adults. New England Journal of Medicine. 1993;328(25):1807-11. 9. Edwards MS, Baker CJ. Group B streptococcal infections in elderly adults. Clinical Infectious Diseases. 2005;41(6):839-47. 10. Dutra VG, Alves VM, Olendzki AN, Dias CA, de Bastos AF, Santos GO, et al. Streptococcus agalactiae in Brazil: serotype distribution, virulence determinants and antimicrobial susceptibility. BMC infectious diseases. 2014;14:323. 11. Teatero S, McGeer A, Low DE, Li A, Demczuk W, Martin I, et al. Characterization of invasive group B streptococcus strains from the greater Toronto area, Canada. Journal of clinical microbiology. 2014;52(5):1441-7. 12. Lu B, Wang D, Zhou H, Zhu F, Li D, Zhang S, et al. Distribution of pilus islands and alpha-like protein genes of group B Streptococcus colonized in pregnant women in Beijing, China. European journal of clinical microbiology & infectious diseases : official publication of the European Society of Clinical Microbiology. 2015. 13. Meehan M, Cunney R, Cafferkey M. Molecular epidemiology of group B streptococci in Ireland reveals a diverse population with evidence of capsular switching. European journal of clinical microbiology & infectious diseases : official publication of the European Society of Clinical Microbiology. 2014;33(7):1155-62. 14. Lachenauer CS, Kasper DL, Shimada J, Ichiman Y, Ohtsuka H, Kaku M, et al. Serotypes VI and VIII predominate among group B streptococci isolated from pregnant Japanese women. The Journal of infectious diseases. 1999;179(4):1030-3. 15. Sharma P, Lata H, Arya DK, Kashyap AK, Kumar H, Dua M, et al. Role of pilus proteins in adherence and invasion of Streptococcus agalactiae to the lung and cervical epithelial cells. The Journal of biological chemistry. 2013;288(6):4023-34. 16. Florindo C, Damiao V, Silvestre I, Farinha C, Rodrigues F, Nogueira F, et al. Epidemiological surveillance of colonising group B Streptococcus epidemiology in the Lisbon and Tagus Valley regions, Portugal (2005 to 2012): emergence of a new epidemic type IV/clonal complex 17 clone. Euro surveillance : bulletin Europeen sur les maladies transmissibles = European communicable disease bulletin. 2014;19(23). 17. Flores AR, Galloway-Pena J, Sahasrabhojane P, Saldana M, Yao H, Su X, et al. Sequence type 1 group B Streptococcus, an emerging cause of invasive disease in adults, evolves by small genetic changes. Proceedings of the National Academy of Sciences of the United States of America. 2015.

Page 31: Ífarandi sýkingar af völdum grúppu B streptókokka í fullorðnum á ...³mas Magnason.pdf · Sýkingar voru frekar fátíðar fram að 1970, en varð þá einn helsti sýkingarvaldur

26

18. Lindahl G, Stalhammar-Carlemalm M, Areschoug T. Surface proteins of Streptococcus agalactiae and related proteins in other bacterial pathogens. Clinical microbiology reviews. 2005;18(1):102-27. 19. Gherardi G, Imperi M, Baldassarri L, Pataracchia M, Alfarone G, Recchia S, et al. Molecular epidemiology and distribution of serotypes, surface proteins, and antibiotic resistance among group B streptococci in Italy. Journal of clinical microbiology. 2007;45(9):2909-16. 20. Margarit I, Rinaudo CD, Galeotti CL, Maione D, Ghezzo C, Buttazzoni E, et al. Preventing Bacterial Infections with Pilus-Based Vaccines: the Group B Streptococcus Paradigm. Journal of Infectious Diseases. 2009;199(1):108-15. 21. Martins ER, Andreu A, Melo-Cristino J, Ramirez M. Distribution of pilus islands in Streptococcus agalactiae that cause human infections: insights into evolution and implication for vaccine development. Clinical and vaccine immunology : CVI. 2013;20(2):313-6. 22. Rosini R, Rinaudo CD, Soriani M, Lauer P, Mora M, Maione D, et al. Identification of novel genomic islands coding for antigenic pilus-like structures in Streptococcus agalactiae. Molecular microbiology. 2006;61(1):126-41. 23. Pezzicoli A, Santi I, Lauer P, Rosini R, Rinaudo D, Grandi G, et al. Pilus backbone contributes to group B Streptococcus paracellular translocation through epithelial cells. The Journal of infectious diseases. 2008;198(6):890-8. 24. Krishnan V, Gaspar AH, Ye N, Mandlik A, Ton-That H, Narayana SV. An IgG-like domain in the minor pilin GBS52 of Streptococcus agalactiae mediates lung epithelial cell adhesion. Structure (London, England : 1993). 2007;15(8):893-903. 25. Springman AC, Lacher DW, Waymire EA, Wengert SL, Singh P, Zadoks RN, et al. Pilus distribution among lineages of group b streptococcus: an evolutionary and clinical perspective. BMC microbiology. 2014;14:159. 26. Jolley K. Primers used for MLST of Streptococcus agalactiae 2015 [updated 08.05.2015; cited 2015 08.05]. Available from: http://pubmlst.org/ sagalactiae/. 27. Jones N, Bohnsack JF, Takahashi S, Oliver KA, Chan MS, Kunst F, et al. Multilocus sequence typing system for group B streptococcus. Journal of clinical microbiology. 2003;41(6):2530-6. 28. Bellais S, Six A, Fouet A, Longo M, Dmytruk N, Glaser P, et al. Capsular switching in group B Streptococcus CC17 hypervirulent clone: a future challenge for polysaccharide vaccine development. The Journal of infectious diseases. 2012;206(11):1745-52. 29. Farley MM. Group B streptococcal disease in nonpregnant adults. Clinical infectious diseases : an official publication of the Infectious Diseases Society of America. 2001;33(4):556-61. 30. Mandell GL, Douglas RG, Bennett JE. Principles and practice of infectious diseases. 8th edition ed2015. 31. Garcia-Lechuz JM, Bachiller P, Vasallo FJ, Munoz P, Padilla B, Bouza E. Group B streptococcal osteomyelitis in adults. Medicine. 1999;78(3):191-9. 32. Trivalle C, Martin E, Martel P, Jacque B, Menard JF, Lemeland JF. Group B streptococcal bacteraemia in the elderly. Journal of medical microbiology. 1998;47(7):649-52. 33. Sendi P, Ericsson M, Olaison L. Infective endocarditis caused by group B Streptococcus: the role of aminoglycoside-combination. The Journal of infection. 2012;64(1):127-9. 34. Sambola A, Miro JM, Tornos MP, Almirante B, Moreno-Torrico A, Gurgui M, et al. Streptococcus agalactiae infective endocarditis: analysis of 30 cases and review of the literature, 1962-1998. Clinical infectious diseases : an official publication of the Infectious Diseases Society of America. 2002;34(12):1576-84. 35. Thigpen MC, Whitney CG, Messonnier NE, Zell ER, Lynfield R, Hadler JL, et al. Bacterial meningitis in the United States, 1998-2007. The New England journal of medicine. 2011;364(21):2016-25. 36. Okike IO, Ribeiro S, Ramsay ME, Heath PT, Sharland M, Ladhani SN. Trends in bacterial, mycobacterial, and fungal meningitis in England and Wales 2004-11: an observational study. The Lancet Infectious diseases. 2014;14(4):301-7.

Page 32: Ífarandi sýkingar af völdum grúppu B streptókokka í fullorðnum á ...³mas Magnason.pdf · Sýkingar voru frekar fátíðar fram að 1970, en varð þá einn helsti sýkingarvaldur

27

37. Domingo P, Barquet N, Alvarez M, Coll P, Nava J, Garau J. Group B streptococcal meningitis in adults: report of twelve cases and review. Clinical infectious diseases : an official publication of the Infectious Diseases Society of America. 1997;25(5):1180-7. 38. Bergseng H, Rygg M, Bevanger L, Bergh K. Invasive group B streptococcus (GBS) disease in Norway 1996-2006. European journal of clinical microbiology & infectious diseases : official publication of the European Society of Clinical Microbiology. 2008;27(12):1193-9. 39. Chaiwarith R, Jullaket W, Bunchoo M, Nuntachit N, Sirisanthana T, Supparatpinyo K. Streptococcus agalactiae in adults at Chiang Mai University Hospital: a retrospective study. BMC infectious diseases. 2011;11:149. 40. Crespo-Ortiz Mdel P, Castaneda-Ramirez CR, Recalde-Bolanos M, Velez-Londono JD. Emerging trends in invasive and noninvasive isolates of Streptococcus agalactiae in a Latin American hospital: a 17-year study. BMC infectious diseases. 2014;14:428. 41. Sendi P, Johansson L, Norrby-Teglund A. Invasive group B Streptococcal disease in non-pregnant adults : a review with emphasis on skin and soft-tissue infections. Infection. 2008;36(2):100-11.