BA-ritgerð · 3 Formáli Þegar kom að því að velja ritgerðarefni stóð ég á gati og...

50
BA-ritgerð Almenn bókmenntafræði Klofið sjálf Birtingarmynd sjálfsins í völdum verkum Elísabetar Kristínar Jökulsdóttur Hólmfríður María Bjarnardóttir Leiðbeinandi Kjartan Már Ómarsson September 2019

Transcript of BA-ritgerð · 3 Formáli Þegar kom að því að velja ritgerðarefni stóð ég á gati og...

Page 1: BA-ritgerð · 3 Formáli Þegar kom að því að velja ritgerðarefni stóð ég á gati og leitaði í örvæntingu minni til vina minna, til kennara og leitaði að blaði sem

BA-ritgerð

Almenn bókmenntafræði

Klofið sjálf

Birtingarmynd sjálfsins í völdum verkum Elísabetar Kristínar Jökulsdóttur

Hólmfríður María Bjarnardóttir

Leiðbeinandi Kjartan Már Ómarsson September 2019

Page 2: BA-ritgerð · 3 Formáli Þegar kom að því að velja ritgerðarefni stóð ég á gati og leitaði í örvæntingu minni til vina minna, til kennara og leitaði að blaði sem

Háskóli Íslands

Hugvísindasvið

Almenn bókmenntafræði

Klofið sjálf

Birtingarmynd sjálfsins í völdum verkum Elísabetar Kristínar

Jökulsdóttur

Ritgerð til B.A.-prófs

Hólmfríður María Bjarnardóttir

Kt.: 261095-2709

Leiðbeinandi: Kjartan Már Ómarsson

September 2019

Page 3: BA-ritgerð · 3 Formáli Þegar kom að því að velja ritgerðarefni stóð ég á gati og leitaði í örvæntingu minni til vina minna, til kennara og leitaði að blaði sem

1

Útdráttur

Í ritgerðinni er fjallað um skrif Elísabetar Kristínar Jökulsdóttur út frá kenningum

Erving Goffmann um sviðsetningu sjálfsins og játningarbókmenntum Ágústínusar og

Rousseau. Rýnt er í valin verk Elísabetar en allt útgefið höfundarverk hennar var lesið

til þess að finna í því sameiginlega þræði og setja það í samhengi við hana sjálfa.

Viðburðir úr lífi Elísabetar fléttast inn í bækur hennar og tengja þær saman í eina heild.

Elísabet hefur að mestu leyti skrifað um ást, ástleysi, náttúruna, jaðarsetningu, geðveiki,

stríð og frið auk þess sem hún var í forystu skáldkvenna á Íslandi sem ortu um kynlíf,

langanir og líkamann. Annað vinsælt viðfangsefni Elísabetar er klofningurinn í sálinni

og sjálfinu. Sá klofningur gæti verið barátta eða hlutverkaspenna milli allra þeirra

mismunandi hlutverka sem einstaklingar leika. Í gegnum lífið bera einstaklingar

mismunandi grímur, mismunandi hatta og leika mismunandi hlutverk, allt eftir því hvað

á við hverju sinni. Í gegnum þessa sviðsetningu gefa þeir sjálfum sér, öðrum og

kringumstæðum merkingu.

Ég mun snerta á bókmenntasögu íslenskra kvenna og segja frá sundruðu sjálfi

skrifandi kvenna. Konur hafa fengið lítið pláss í bókmenntaheiminum og reynsla þeirra

almennt talin þýðingarlítil. Það hefur orsakað sundrað sjálf og skipta sjálfsvitund í

bókmenntum þeirra. Konur eru í sífellri leit að sjálfi sem þær geta samsamað sig við og

sæst við. Elísabet rannsakar áhrif berskunnar á sjálf sitt. Verk hennar eru minnismerki

um leit hennar að sjálfinu sem er sundrað, klofið margfalt og fullt af skömm. Elísabet

biður um að vera séð, svo hún geti speglað sig í þeim sem horfir og byggt upp sjálf.

Page 4: BA-ritgerð · 3 Formáli Þegar kom að því að velja ritgerðarefni stóð ég á gati og leitaði í örvæntingu minni til vina minna, til kennara og leitaði að blaði sem

2

Abstract

In this essay I discuss the writing of Elísabet Kristín Jökulsdóttir using Erving

Goffmann's theory of the presentation of the self and the confessional literature of

Augustine and Rousseau. Selected works by Elísabet are reviewed, but all of her

published works were read in order to find a common thread and put it in context with

her. The events of her life intertwines with her books and link them together as a whole.

Elísabet has mostly written about love and lovelessness, nature, marginalization, mental

illness, war, peace, and is one of the first female poets in Iceland who wrote about sex,

desires and the body. Another popular subject of hers is the divide in the soul and the

self. That divide could be a struggle or tension between all the different roles that

individuals play. Throughout life, individuals wear different masks, different hats, and

play different roles, depending on the occasion. Through this staging, they give meaning

to themselves, others, and circumstances.

I will briefly discuss the literary history of Icelandic women emphasizing their

fragmented self. Women have lacked space in the literary world and their experience is

generally considered insignificant. That has resulted in their divided self-awareness and

fragmented self in their literature. Women are constantly looking for a self that they can

relate to and make peace with. Elísabet examines the effects of her childhood on her

self. Her works are a monument to her quest for a self that is broken, fragmented and

full of shame. Elísabet asks to be seen so that she can reflect her self in those who watch

and build her self again.

Page 5: BA-ritgerð · 3 Formáli Þegar kom að því að velja ritgerðarefni stóð ég á gati og leitaði í örvæntingu minni til vina minna, til kennara og leitaði að blaði sem

3

Formáli

Þegar kom að því að velja ritgerðarefni stóð ég á gati og leitaði í örvæntingu minni til

vina minna, til kennara og leitaði að blaði sem ég hafði hripað ritgerðarhugmyndir á. Ég

taldi mig geta valið eina af þeim og búið til frábæra ritgerð sem yrði ógleymanleg. Við

nánari athugun var ekkert af viti á þessu blaði og ég stóð aftur á byrjunarreit. Ég fór á

fund Ástráðs Eysteinssonar, þáverandi greinarformanns í almennri bókmenntafræði,

sem dró upp úr mér ritgerðarefni sem ég hafði geymt eins og fiðrildi í maganum, að

skrifa um rithöfundinn og listakonuna Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur.

Ég hitti Elísabetu fyrst á æfingu leikhópsins RaTaTam á verki sínu Ahhh... sem

unnið var upp úr textum hennar. Ég sem bókmenntafræðinemi vissi vel hver Elísabet

var og var stjörnustjörf í návist hennar, þótt ég hefði ekki lesið mikið eftir hana. Á

frumsýningunni gaf hún mér ljóðabókina Ástin ein taugahrúga. Enginn dans við

Ufsaklett og eftir það var ekki aftur snúið. Ég var beðin um að vera með erindi á

málþingi í Gunnarshúsi til heiðurs Elísabetu. Þar fjallaði ég um bækurnar, leikritið

Ahhh... og konuna sjálfa. Það erindi plantaði fræi sem ég umpottaði þegar ég byrjaði á

ritgerðinni. Nú er þetta fræ orðið að blómi, þessari ritgerð.

Ég vil þakka leiðbeinandanum mínum, Kjartani Má Ómarssyni, fyrir uppbyggilega

gagnrýni, frábæra kennslu í þeim tímum sem ég sótti hjá honum og fyrir að gefast ekki

upp á mér þegar ég lét ekkert í mér heyra meðan ég mannaði mig upp í að segja honum

að ég þyrfti meiri tíma í ritgerðina. Því fylgdi mikil skömm og ég vil þakka þeim sem

gerðu mér grein fyrir því að það er í lagi að taka sér tíma.

Ég vil þakka vinum mínum og fjölskyldu fyrir hvatningarorð og hlýju, Ingólfi

Eiríkssyni og Stefáni Ingvari Vigfússyni fyrir ómetanlegan yfirlestur og hvatningu og

Nönnu Gunnarsdóttur fyrir prófarkalestur.

Page 6: BA-ritgerð · 3 Formáli Þegar kom að því að velja ritgerðarefni stóð ég á gati og leitaði í örvæntingu minni til vina minna, til kennara og leitaði að blaði sem

4

Efnisyfirlit

1 Inngangur .................................................................................................................... 5

2 Sundrað sjálf skrifandi kvenna ................................................................................... 9

2.1 Sjálfið og ævisögur ............................................................................................ 10

3 Sjálfið og þess mörgu myndir ................................................................................... 12

3.1 Erving Goffman og sviðsetning sjálfsins .......................................................... 15

3.2 Játningarbókmenntir .......................................................................................... 19

3.2.1 Ágústínus .................................................................................................... 19

3.2.2 Rousseau ..................................................................................................... 21

4 Sviðsetning Elísabetar .............................................................................................. 24

4.1 Leikhús Elísabetar ............................................................................................. 25

4.2 Yrkisefni Elísabetar ........................................................................................... 28

4.2.1 Sjálf Elísabetar ............................................................................................ 36

4.3 Kona, manneskja og barn. ................................................................................. 39

5 Lokaorð ..................................................................................................................... 43

Heimildaskrá ................................................................................................................... 45

Page 7: BA-ritgerð · 3 Formáli Þegar kom að því að velja ritgerðarefni stóð ég á gati og leitaði í örvæntingu minni til vina minna, til kennara og leitaði að blaði sem

5

1 Inngangur

Elísabet Kristín Jökulsdóttir er fædd í Reykjavík þann 16. apríl 1958. Hún ólst upp á

Seltjarnarnesi og í Reykjavík og dvaldi í eitt ár á Grikklandi sem barn1. Hún er með

stúdentspróf frá Kvennaskólanum og útskrifaðist með BA-próf í sviðslistum frá

Listaháskóla Íslands 2008. Elísabet er rithöfundur, athafnakona, listakona og

manneskja. Hún hefur gengið í mörg mismunandi störf gegnum tíðina, meðal annars

starfað sem blaðamaður, dagskrárkona í útvarpi, sendill, ráðskona á Ströndum, módel,

háseti, kennari og unnið í frystihúsi. Þessi sjálf Elísabetar sjást víða í skrifum hennar.

Ísbjörninn á Hótel Viktoría er til að mynda titluð minningabók, þar sem Elísabet yrkir

um tíma sinn sem ráðskona á Ströndum.

Elísabet kemur úr fjölskyldu sem er menningarlega miðlæg á Íslandi en hún er elsta

dóttir Jökuls Jakobssonar leikritaskálds og Jóhönnu Kristjánsdóttur, rithöfundar og

blaðamanns. Bræður hennar Illugi (1960) og Hrafn (1965) eru einnig rithöfundar. Faðir

hennar átti áður dótturina Unni Þóru með Áslaugu Sigurgrímsdóttur. Unnur er

rithöfundur líkt og hin systkinin. Auk þess á Elísabet tvö yngri hálfsystkini, Kolbra

Hoskuldsdottur (1971) og Magnus Hauk Jokulsson (1971). Föðursystir Elísabetar var

Svava Jakobsdóttir, einn fremsti rithöfundur Íslendinga á 20. öld.2 Skrif Svövu settu

mark sitt á íslenska bókmenntasögu en hún var einna þekktust fyrir súrrealísk og

feminísk verk. Elísabet hefur því haft margar fyrirmyndir í nærumhverfi sínu og kannski

ekki skrítið að hún hafi leiðst út á þessa braut.

Elísabet lýsir sér sem ástlausu barni sem var sífellt betlandi ást. Það hefur haft

áhrif á hana sjálfa og skáldskap hennar þar sem ást og ástleysi eru sterkir þræðir sem ná

inn í allar bækur hennar að einhverju leyti.

GUMMI:

Betlari?

LAUFEY:

Já ég á enga ást, það er hola í mér og ég er að reyna að fylla hana af ást.

GUMMI:

En af hverju betl.

LAUFEY:

1 Lítið hefur verið skrifað um Elísabetu og því taldi ég nauðsynlegt að byrja ritgerðina á því að stikla

aðeins á lífi hennar áður en lengra væri haldið. 2 Kristín Ástgeirsdottir. „Þingkonan Svava Jakobsdottir.“ Vera :23(2), 2004:bls.44–45.

Page 8: BA-ritgerð · 3 Formáli Þegar kom að því að velja ritgerðarefni stóð ég á gati og leitaði í örvæntingu minni til vina minna, til kennara og leitaði að blaði sem

6

Betlarakerling.

GUMMI:

En af hverju betl....

LAUFEY:

ég meina bet....

GUMMI:

Bet?

LAUFEY:

Elísa... bet.3

Þessi ástarþrá gagnvart foreldrum hennar sést vel í Ísbjörninn á hótel Viktoría (2006)

sem er minningarbók um föður hennar og Dauðinn í veiðafæraskúrnum (2018) sem er

tileinkuð móður hennar.

Fyrsta bók Elísabetar, ljóðabókin Dans í lokuðu herbergi, kom út árið 1989. Síðan

þá hefur hún skrifað fjölda verka; ljóðabóka, leikrita, boðið sig fram til forseta og

framkvæmt gjörninga, bæði hérlendis og erlendis. Skrif hennar hafa einnig verið birt í

mörgum safnbókum, tímaritum og á hljómdiskum auk þess sem nokkuð er varðveitt

eftir hana af óútgefnum verkum hjá Ríkisútvarpinu.4

Fyrsta leikverk Elísabetar var leikritið Eldhestur á ís, sem kom út 1990. Það er um

ástarkrísu tveggja persóna sem eru partar af sömu persónunni. Slík persónuskipting er

ekki óþekkt í verkum Elísabetar, en mörg verk hennar fjalla um marga hluta sömu

manneskjunnar eða klofning sálarinnar.5 Í Eldhestur á ís er einnig persóna sem kölluð er

Glerbúinn, en hún býr í glerkúlu og hinar persónurnar heyra hvorki í henni né sjá.

Persónur sem loka sig inni eða úti eru tíðar í skrifum hennar. Í bókinni

Heimsóknartíminn er kona lokuð inni í herbergi í 30 ár. Vörður gætir dyranna og hún

3 Elísabet Kristín Jokulsdottir. „Betlikerling.“ í RaTaTam. „Betlarakerling“ í Ahhh… Ástin er að halda

jafnvægi, nei fokk, ástin er að detta. Kabarett eftir leikhópinn RaTaTam. 9. febrúar. 2018:7 4 Útgefin verk Elísabetar eru nú 26 talsins. Þau eru eftirfarandi: Dans í lokuðu herbergi (1989), Eldhestur

á ís (1990), Rúm eru hættuleg (1991), Galdrabók Ellu Stínu (1993), Sjáðu, sjáðu mig. Það er eina leiðin

til að elska mig (1995), Lúðrasveit Ellu Stínu (1996), The table of plenty (1996), Sagan af Aðalheiði og

borðinu blíða (1998), Laufey (1999), Fótboltasögur (2001), Icelandic thousand tears (2001),

Hringavitleysusaga (2003), Vængjahurðin (2003), Englafriður (2004), The Secret-Face (2004), Síðan

þessi kona varð trúuð hefur hún verið til vandræða í húsinu (2005), Ísbjörninn á Hótel Viktoría (2006),

Heilræði lásasmiðsins (2007), Bænahús Ellu Stínu (2009), Heimsóknartíminn (2010), Kattahirðir í

Trékyllisvík (2011), Músin sem flaug á skottinu (2012), Enginn dans við Ufsaklett (2014), Anna á

Eyrabakka (2015), Næturvörðurinn (2016), Dauðinn í veiðafæraskúrnum (2018), Stjarna á himni - Lítil

sál sem aldrei komst til jarðar (2018). 5 Þar má meðal annars nefna örsöguna Afrek bls.18 í Galdrabók Ellu Stínu sbr. „Einu sinni var stulka sem

klauf sig í herðar niður og annar hlutinn sveif út í geiminn og líður þar um en hinn hlutinn gróf sig ofan í

jorðina og skríður þar um.“

Page 9: BA-ritgerð · 3 Formáli Þegar kom að því að velja ritgerðarefni stóð ég á gati og leitaði í örvæntingu minni til vina minna, til kennara og leitaði að blaði sem

7

fær 12 heimsóknir frá mismunandi fólki. Þau vilja öll koma henni út úr herberginu en

hún getur ekki farið fyrr en hún vill það sjálf. Elísabet hefur lýst skáldskap sínum sem

ólíkindatóli. Hann banki stundum upp á hjá henni og færi henni efni í hendurnar. Heilan

vetur var bankað bylmingsfast á útidyrahurðina öðru hverju. Þegar Elísabet fór til dyra

stóð þar Vörðurinn úr sögunni Heimsóknartíminn, skáldsagnapersóna hennar sjálfrar.6

Elísabet er vinsæll höfundur. Hún sló fyrst í gegn hjá almenningi með bókinni

Enginn dans við Ufsaklett sem kom út 2014, 25 árum eftir að hún gaf út sína fyrstu bók.

Bókin fjallar um ofbeldissamband Elísabetar og hvernig ljóðin frelsa hana úr því. Bókin

talaði inn í samtímann og menningarlega vinsælar aðstæður. Stutt er síðan nær algjör

þöggun ríkti vegna kynferðislegrar áreitni og kynferðisofbeldis en árið 2017 stigu konur

fram og sögðu opinberlega frá kynferðislegu ofbeldi á netinu undir myllumerkinu

#metoo og brutu þar með þagnarmúrinn. Elísabet yrkir einnig um frelsi. Frelsi úr

ofbeldissambandi og réttinn til þess að vera hún sjálf. Þessi frelsisleit kemur meðal

annars fram í þeim fuglum sem finnast víða í ljóðum hennar en fuglar eru þekkt

frelsismótíf.7 Elísabet yrkir úr stöðu hins jaðarsetta þar sem hún er geðveik kona og

þolandi ofbeldis.8 Hún yrkir opinskátt um baráttu sína við flöskuna, ástleysi og

geðheilbrigði. „Ég er brjáluð kona.”9

Elísabet fjallar um sammannleg efni og tilfinningar. Auðvelt reynist að finna

tilfinningarnar á bak við ljóð hennar. Hún nær á einhvern hátt að koma tilfinningum sem

allir finna fyrir í orð og sögur. Hún tekur atburði og tilfinningar úr eigin lífi og gefur

sögupersónum sínum þær. Tilfinningar sem flestir finna fyrir, óöryggi, öfundsýki, ást,

losta og hræðslu um að vera skilin útundan eða ástlaus. Skáldkonur af kynslóð

Elísabetar töluðu fæstar svo opinskátt um kynlíf og hún. Elísabet yrkir óhrædd um

kynlíf kvenna, kvenlíkamann, kynvitund, píkur, greddu, skömm og ástarfíkn. Fyrsta

ljóðið í fyrstu ljóðabók hennar er til að mynda um getnað:

6 Elísabet Kristín Jokulsdottir. „Um mig“ Elísabet Jökulsdóttir. Sótt 02.08.2019. af

http://www.elisabetjokulsdottir.is/Home/About 7 Linn, Denise. The Secret Language of Signs: How to Interpret the Coincidences and Symbols in Your

Life. BNA, Random House Publishing Group. 1996:102 Fugla sem frelsismótíf má einnig finna í

Biblíunni. Það hefur birtst víða í dægurmenningu, meðal annars í laginu „Ég er frjals“ eftir Pétur

Bjarnason, þar sem segir „Ég er frjals eins og fuglinn.“ 8„Ég er með geðhvarfasyki, veiktist þegar pabbi do og svo aftur þegar kvennagullið for fra mér og var

lokuð inni a Kleppi.“ segir Elísabet í viðtali í DV. Kolbrún Berþórsdóttir. Eins og landkönnuður með

landakort: Í verðlaunaljóðabók lýsir Elísabet Jökulsdóttir sambandi sínu við ofbeldismann. 30. janúar

2015. DV. bls.52 9 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Sjáðu, sjáðu mig. Það er eina leiðin til að elska mig: Sorgarljóð. Viti

menn, Reykjavík. 1995:24

Page 10: BA-ritgerð · 3 Formáli Þegar kom að því að velja ritgerðarefni stóð ég á gati og leitaði í örvæntingu minni til vina minna, til kennara og leitaði að blaði sem

8

Og á ókunnum stað og veist hvar það hófst.

Í myrkri og ást og tvær manneskjur bjuggu þig til.

Varðst í djúpu myrkrinu og alltaf síðan

hafa drunur getnaðarins fylgt þér.10

Litir, dýr og náttúran sömuleiðis koma iðulega fyrir í verkum Elísabetar. Hún

notast mikið við lýsingar tengdar hafinu í ljóðum sínum og sögum. Hún siglir um haf

ástarinnar sem er, líkt og hið raunverulega haf, blautt, sefandi, fallegt, hættulegt og

banvænt. Í þessari ritgerð mun ég draga fram lýsingar Elísabetar á ástinni og ástleysinu.

Ég mun einnig fjalla um verk Elísabetar út frá kenningum Erving Goffmann um

sviðsetningu sjálfsins og játningarbókmenntum Árelíusar Ágústínusar og Jean Jacques

Rousseau. Ég mun greina verk hennar, finna í þeim sameiginlega þræði, setja þau í

samhengi við hana sjálfa og sviðsetningu sjálfsins. Skáldverk hennar eru of víðamikil

og mörg til þess að ég nái að taka þau öll ítarlega fyrir. Ég mun minnast á flest verk

hennar en bækurnar sem ég tek einkum fyrir eru Eldhestur á ís (1990), Galdrabók Ellu

Stínu (1993), Sjáðu, sjáðu mig. Það er eina leiðin til að elska mig (1995), Vængjahurðin

(2003), Englafriður (2004), The Secret-Face (2004), Ísbjörninn á Hótel Viktoría (2006),

Heilræði lásasmiðsins (2007), Heimsóknartíminn (2010), Kattahirðir í Trékyllisvík

(2011) og Enginn dans við Ufsaklett (2014). Ég valdi þessi verk því ég tel þau best fær

um að afhjúpa hversu dreift sjálf Elísabetar er.

10 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Dans í lokuðu herbergi. Reykjavík, sjálfsútgefið. 1989:7

Page 11: BA-ritgerð · 3 Formáli Þegar kom að því að velja ritgerðarefni stóð ég á gati og leitaði í örvæntingu minni til vina minna, til kennara og leitaði að blaði sem

9

2 Sundrað sjálf skrifandi kvenna

„En auðvitað var hann að taka fra mér tungumalið einsog karlmenn gera við konur og

hafa gert svo lengi“.11

Íslensk bókmenntasaga er fátæk af konum, kvenrithöfunda vart getið og verk um konur

fá og lítils metin.12 Elísabet er skáldkona í samfélagi þar sem karlar hafa verið nær

einráðir og talið óæskilegt að konur skrifuðu. Konur hafa lögum samkvæmt sama rétt og

karlar en ekki sömu stöðu.13 Í ritgerð sinni, A Room of One’s Own (1929), bendir

Virginia Woolf á að meðan karlar hafa haft sérherbergi, peninga og tíma án truflunar til

þess að skrifa hafi konur þurft að sjá um börn og heimili.14 Bein tenging er á milli

þjóðfélagslegrar kúgunar kvenna og vöntunar á verkum eftir konur.15 Konur eru

bundnar allan sólarhringinn, verkum þeirra er aldrei lokið og þær eiga erfitt með að fá

stund fyrir sjálfa sig. Margar konur hafa gripið til þess ráðs að skrifa á nóttunni til þess

að fá frið til þess að skrifa en aðrar hafa vanið sig við að vinna í hávaða.16

Með kvenréttindahreyfingu 19. aldar verða þáttaskil í sögu kvenna og íslenskra

kvennabókmennta. Torfhildur Hólm, sem titluð er sem fyrsti íslenski

kvenrithöfundurinn, er einn fremsti brautryðjandi hreyfingarinnar á Íslandi. Hún fékk

ritstyrk frá Alþingi sem breytt var í styrktarfé til ekkna eftir mótspyrnu á þingi og í

blöðum. Önnur þáttaskil verða á síðustu árum sjöunda áratugarins. Nýja

kvenfrelsishreyfingin berst til landsins og fyrstu bækur Svövu Jakobsdóttur, föðursystur

Elísabetar, koma út. Verk Svövu innleiða nýtt tímabil í sögu kvennabaráttu og

kvennabókmennta.17 Smásögur hennar fjalla gjarnan um uppreisn gegn viðteknum

gildum samfélagsins. Í þeim er einnig mikið fjallað um sálarlíf og hugarástand

persónanna en sú lýsing gæti einnig átt við skrif Elísabetar. Svava sat á Alþingi í tæpan

áratug og beitti sér fyrir því að bæta stöðu og réttindi kvenna en þar, líkt og í skrifum

sínum, deildi hún oft hart á þá spennitreyju sem konur höfðu verið fastar í um aldir.18

11 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Heilræði lásasmiðsins. Reykjavík, JPV. 2007:113 12 Helga Kress. Draumur um veruleika. Reykjavík, Mál og menning. 1977:7 13 Bergljot Soffía Kristjansdottir & Guðrun Steinþorsdottir, 2017. „eða er það astin sem er að missa

harið“: um ast, þra og sarsauka í bokinni Ástin ein taugahruga - Enginn dans við ufsaklett eftir Elísabetu

Kristínu Jökulsdóttur. Són: Tímarit um óðfræði. Bls. 63–81. hér bls.76 14 Woolf, Virginia. A Room of One’s Own. London, Grafton. 1977:122-123 15 Helga Kress. 1977:11 16 Helga Kress. 1977:13-15 17 Helga Kress. 1977:24-31 18 Elínborg Ragnarsdóttir, Sólveig Einarsdóttir. 2017:Bls. 89-90

Page 12: BA-ritgerð · 3 Formáli Þegar kom að því að velja ritgerðarefni stóð ég á gati og leitaði í örvæntingu minni til vina minna, til kennara og leitaði að blaði sem

10

Margir kvenrithöfundar byrjuðu ekki að skrifa fyrr en um miðjan aldur en

einkennandi er hversu seint þær byrja að skrifa fyrir alvöru. Ástæðan gæti verið að þá

eru börnin uppkomin, heimilis erillinn liðinn hjá og loksins pláss og tími fyrir þær til

þess að gefa ritstörfunum tíma. Fyrsta bók Jakobínu Sigurðardóttur kom út þegar hún

var rúmlega fertug, Ragnheiður Jónsdóttir gaf út sína fyrstu skáldsögu komin hátt á

fimmtugsaldur og Guðrún frá Lundi var á sextugsaldri þegar hún byrjaði að skrifa.19

Elísabet var 31 árs þegar hún gaf út Dans í lokuðu herbergi, sína fyrstu ljóðabók.

Bókmenntaheimurinn hefur verið rekinn af feðraveldinu og því hafa skrif

kvenhöfunda átt erfiðara með að fá sinn sess í útgáfuheiminum og eru oft afskrifuð sem

óþarfa mas. Sú afstaða eykur á minnimáttarkennd kvenna sem efast um skrif sín og hafa

margar hverjar talað þau niður eða jafnvel eyðilagt án þess að sýna neinum.20 Enn í dag

eru svokallaðar skvísubókmenntir oft séðar sem ómerkileg skemmtun fyrir konur.21

Margir bókmenntafræðingar, þar á meðal Annette Kolodny og Jette Lundbo Levy,

hafa bent á sundrað sjálf eða skipta sjálfsvitund í bókmenntum kvenna. Konur sjá sig

samtímis að utan, þá með augum karla og hefðarinnar þar sem þær eru þolendur, og að

innan, þar sem þær reyna að losna undan hefðbundnum hlutverkum og verða gerendur í

sínu eigin lífi.22 Konur eru í sífelldri leit að sjálfi sem þær geta samsamað sig við og

sæst við. Estelle Jelinek, sem skrifað hefur um sjálfsævisögur kvenna, bendir á að

reynsla kvenna hefur almennt verið talin þýðingarlítil og stuðlar það ekki að jákvæðu og

heilu sjálfi í sjálfsævisögum þeirra.23 Í sjálfsævisögum kvenna býr brotakennt sjálf litað

af reynslu þeirra og kúgun, sundrað, óskrifað og að miklu leyti gleymt.

2.1 Sjálfið og ævisögur

Ljóðaskrif breyta höfundi þar sem hann þarf að mæta sjálfum sér og takast á við áður

ósnertar hugsanir og tilfinningar sem hann veit að eru vandráðnar en hefur ekki viljað

19 Helga Kress. 1977:13 20 Helga Kress. 1977:15-17 21 Alda Björk Valdimarsdóttir dósent við Háskóla Íslands hefur skrifað mikið um skvísubókmenntir (e.

Chic lit). Hún hefur skrifað meðal annars skrifað efni fyrir Ritið: Tímarit Hugvísindastofnunar. 22 Helga Kress. Kvennabokmenntir.“ bls.152-155 í Jakob Benediktsson. Hugtök og heiti í

bókmenntafræði. Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, Reykjavík. 1983. 23 Estelle C. Jelinek. Women's Autobiographies: Essays in Criticism. Bloomington: Indiana University

Press, 1980:5

Page 13: BA-ritgerð · 3 Formáli Þegar kom að því að velja ritgerðarefni stóð ég á gati og leitaði í örvæntingu minni til vina minna, til kennara og leitaði að blaði sem

11

eða náð að segja upphátt.24 Skrifin eru eins konar sjálfhjálp eða þerapía, Elísabet kemur

frá sér efni sem hefði annars heltekið hana og brennt hana.

Ég ber smyrsl á líkamann

Og svo skrifa ég ævisögur.25

Smyrsl koma oftar en einu sinni fyrir í ljóðum Elísabetar. Áhugavert að veita því athygli

að hún talar um smyrsl frekar en krem.26 Smyrsl er bæði sáraáburður og

fegurðaráburður. Hann læknar og fegrar eins og skrif geta líka gert. Elísabet hefur haft

orð á því að ljóðin beri hana úr eldinum.27

Að rata

Þegar ég er svona ráðvillt

er best að horfa í ljósið

og skrifa

og vita hvort penninn

ratar.28

Sjálfsævisöguleg skrif setja fram einfalda mynd af sjálfi og reynslu manna.29 Lacan

hélt því fram að sjálfsævisöguleg skrif væru tilraun okkar til þess að ná utan um hið

ómögulega og í raun væri sjálfið óþekkjanlegt.30 Philippe Lejeune lýsti sjálfsævisögum

sem frásögn raunverulegs einstaklings um sína eigin tilvist í óbundnu máli, þar sem líf

24 Bolton, Gillie. „'Every poem breaks a silence that had to be overcome': The therapeutic power of poetry

writing“, Feminist Review, nr. 62, 1999:118-133. 25 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. 1995:38 26 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Englafriður. 2004:31 27 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Ástin ein taugahrúga. Enginn dans við Ufsaklett. 2014:84 28 Eísabet Kristín Jökulsdóttir. Stjarna á himni. – Lítil sál sem aldrei komst til jarðar. Reykjavík, Viti

menn. 2018:27 29 Eakin, Paul John. How our lives become stories: Making selves. BNA, Cornell University Press.

1999:ix 30 Žižek, Slavoj, Haukur Mar Helgason, Andri Fannar Ottosson, Steinar Örn Erluson, Björn Þorsteinsson,

and Ólafur Páll Jónsson. Óraplágan. Hið íslenska Bókmenntafélag. Lærdómsrit Bókmenntafélagsins.

2007:18-23 Lacan taldi að hugveran (e. Subject) væri klofin, firrt og ætti sér engan stað í

hlutveruleikanum þar sem hún á ekki eiginlega sjálfsmynd. Hún er tóm og reynir að samsama sig við ytri

fyrirbæri á borð við ímyndir og táknmyndir en nær því ekki. Því er alltaf misræmi þar á milli. Hugveran

er afleiðing tungumálsins þar sem hún verður til fyrir tilstilli táknmynda en hefur þar að leiðandi engan

kjarna. Hið ímyndaða, hið táknræna og raunin mynda þríhyrnda formgerð hugverunnar og raunveruleika

hennar. Sjálfið er innan hins ímyndaða. Máltaka er innganga í hinn táknræna heim, fyrir hana er hugveran

einungis lífvera af holdi og blóði. Þegar við yfirgefum ímyndaða sviðið og förum inn á hið táknræna ráða

tungumálið og skynsemin ríkjum og við töpum þeirri tilfinningu að við séum heil. Þá myndast tóm sem

við erum alltaf að leitast að við að fylla.

Page 14: BA-ritgerð · 3 Formáli Þegar kom að því að velja ritgerðarefni stóð ég á gati og leitaði í örvæntingu minni til vina minna, til kennara og leitaði að blaði sem

12

hans sjálfs er í brennidepli, þar sérstaklega saga persónuleika hans.31 Fólk býr yfir

mörgum sjálfum margskonar reynslu þar sem það hefur margar sögur að segja og fleiri

en eitt sjálf til þess að miðla þeim.32 Elísabet dreifir sjálfinu sínu í sögur sínar.

Kattahirðir frá Trékyllisvík (2011) segir frá tímabili í lífi Elísabetar. Fyrsta ljóðið,

eða í raun sagan, gæti allt eins verið hluti af dagbókarfærslu og er mjög ævisöguleg.

Elísabet er 51 árs þegar hún heldur aftur, í þriðja sinn, á Strandir. Hún skrifar formála

fyrir ljóðin sem voru skrifuð af sextán ára ráðskonu sjálfi sínu. Í Skálholtskirkju

ímyndar Elísabet sér þrjúhundruð konur sem biðja hana að hætta að skrifa um sjálfa sig

en hun hefur heyrt annað eins fra fjolskyldu og vinum. „Kannski var ég skáld sem

skrifaði bara sína sogu.“33 Hún segir þó að hún þykist vera að yrkja um aðra persónu, þó

hún hljóti að sjá hana með sínum augum.34 Jean-Paul Sartre hélt því fram að menn væru

utan fyrir sjálfa sig og ættu sér í raun engan kjarna.35 Samkvæmt hans skilgreiningu ætti

Elísabet að einbeita sér að einhverju öðru en sjálfsleit.

Í Heilræði lásamiðsins segir Elísabet lesandanum frá persónulegum atburðum í lífi

sínu. Þar gefur hún líka í skyn og segir hreint út að aðrar sögur og ljóð séu byggðar á

hennar eigin lífi. „GLERBÚI : Fost í tíma og rumi.“36 HÚN og HIN ræddu um ísbjörn

undir rúmi, en Elísabet hefur skrifað um að hún, sem barn, hafi haldið að þar dveldi

ísbjörn. Það er önnur tenging við alvöru líf Elísabetar. Sjálf Elísabetar er dreift í

bókunum, klofið í margar myndir, fast í tíma og rúmi.

3 Sjálfið og þess mörgu myndir

Margir fræðimenn hafa fjallað um sjálfið og reynt að skilgreina það. Erfitt er að fjalla

um sjálfið án þess að minnast á Sigmund Freud. Með riti hans um Sjálfið og Þaðið37

kom þrískipting mannshugans í það (id), sjálf (ego) og yfirsjálf (superego).38 Freud hélt

31 Lejeune, Philippe. (Þýðandi Katherine Leary.) On Autobiography. Minneapolis: University of

Minnesota Press. 1989:4 „Retrospective prose narrative written by a real person concerning his own

existence, where the focus is his individual life, in particular the story of his personality.“ 32 Eakin, Paul John. 1999:xi 33 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Heiðræði lásasmiðsins. 2007:87 34 Elísabet Kristín Jokulsdottir. „Þott það sé refur?“ Ritstj. Berlgind Gunnarsdottir, Johann Hjalmarsson

og kjartan Árnason. Ljóðaárbók 1989. Reykjavík, Almenna bókafélagið. bls. 119-128 hér bls. 120 35 Žižek, Slavoj, Haukur Mar Helgason, Andri Fannar Ottosson, Steinar Örn Erluson, Bjorn Þorsteinsson,

and Ólafur Páll Jónsson. 2007:20 36 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Eldhestur á ís. 1990:26 37 Á frummálinu heitir ritið DAS ICH UND DAS ES og kom fyrst út árið 1923 hjá Internationaler

Psychoanalytischer Verlag, Leipzig, Vínarborg og Zurich. 38 Freud, Sigmund og Sigurjón Björnsson. Ritgerðir. Sálfræðirit ; 10. Reykjavík: Hið íslenska

bókmenntafélag. 2002:241. Með riti Freuds um Sjálfið og Þaðið kom þrískiptingin í það, sjálf og yfirsjálf.

Áður hafði þrískiptin verið í vitund, forvitund og dulvitund.

Page 15: BA-ritgerð · 3 Formáli Þegar kom að því að velja ritgerðarefni stóð ég á gati og leitaði í örvæntingu minni til vina minna, til kennara og leitaði að blaði sem

13

því fram að sálarlífið væri sundurgreint í það sem væri meðvitað og það sem væri

dulvitað.39 Hvatir mannsins búa í þaðinu, sem er dulvitað og einkennist af löngun til

unaðar og ánægju. Yfirsjálfið, sem er að hluta til meðvitað en annars dulvitað, er

miðstöð siðvitundar, gilda og sjálfsgagnrýni en hefur einnig verið talið ábyrgt fyrir

sjálfsást og sjálfsánægju. Sjálfið stendur fyrir skynsemi og dómgreind, gagnstætt þaðinu

sem inniheldur ástríðurnar.40 Einungis sjálfið hefur tengsl við þann heim sem persónan

býr í. Sjálfið sér um að samræma kröfur þaðsins, yfirsjálfsins og raunveruleikans og

tekur „akvarðanir“ um hvaða hegðun skuli eiga sér stað.41 Ef langanir, hugsanir eða

minningar eru í andstöðu við yfirsjálfið bælir sjálfið þær niður í dulvitundina til þess að

forðast kvíða eða ótta. Bæling er þannig ákveðinn varnarháttur sjálfsins en hún krefst

mikillar sálarorku og í sumum tilfellum nær sjálfið ekki að halda þessum löngunum,

hugsunum eða minningum niðri að fullu. Ef mikil orka fer í varnarhættina verður sjálfið

veiklað.42

Samskiptakenningar fást við afmörkuð svið samfélagsins og leggja aðal áherslu á

rannsóknir á daglegum samskiptum fólks.43 Samkvæmt kenningum um táknræn

samskipti (e. Symbolic interactionism) þróa einstaklingar sjálfið með því að setja sig í

hlutverk annarra og sjá sig í augum þeirra.44 Kenningar Ervings Goffman hafa verið

flokkaðar undir kenningar um taknræn samskipti, og þar deilir hann hatti með Charles

Horton Cooley, Herbert Blumer og Georg Herbert Mead, einum af upphafsmönnum

kenninga um táknræn samskipti.45 Mead hélt því fram að hugsanir, reynsla, sjálfsmynd

og framkoma fólks væru félagslega mótuð. Táknræn samskipti snúa að félagslegum

aðstæðum, mannlegri hegðun og samskiptum í litlum hópum. Fólk notar tákn til þess að

koma upplýsingum eða öðrum skilaboðum áleiðis í samskiptum við aðra.46 Tákn eru

39 Sama heimild 2002:245 40 Sama heimild 2002:249-458 41 Guðmundur D. Haraldsson. „Hver var Sigmund Freud, hverjar eru kenningar hans um mannshugann og

hvert er gildi þeirra í dag? “ Vísindavefurinn, 30. desember 2011. Sótt 31. maí 2019. af

http://visindavefur.is/svar.php?id=7599. 42 Heiða María Sigurðardottir. „Hverjir eru helstu salrænu varnarhættirnir?“ Vísindavefurinn, 31. mars

2006. Sótt 6. september 2019 af http://visindavefur.is/svar.php?id=5766 43 Garðar Gíslason. Kenningar og samfélag: Félagsfræði 2. Mál og menning, Reykjavík. 2016:118 42 Dillon, Michele. Introduction to Sociological Theory, Chichester: Wiley Blackwell. 2014: 276 45 Samskiptakenningar hafa verið gagnrýndar fyrir þröngt sjónarhorn, mótað af skoðunum hvítra,

vestrænna, gagnkynhneigðra karla. Garðar Gíslason. 2016:105-119 46 Í Óraplágunni talar Slavoj Žižek um Stóra hinn, hið táknræna kerfi sem mótar öll okkar samskipti,

þ.e.a.s. tungumálið eða orðræðuna. Við fæðumst inn í heim þar sem þetta táknræna kerfi er við lýði og

tökum þátt í því. Stóri hinn gerir okkur kleift að tjá okkur og gerir okkur að hugverum en fylgifiskur þess

er firring og því einkennumst við af ákveðnu tómi. Žižek, Slavoj, ísl þýðing eftir Hauk Má Helgason, með

inngangi eftir Andra Fannar Ottósson og Steinar Örn Erluson, ritstj. Björn Þorsteinsson og Ólafur Páll

Jónsson. Óraplágan. Hið íslenska Bókmenntafélag. Lærdómsrit Bókmenntafélagsins. 2007:23

Page 16: BA-ritgerð · 3 Formáli Þegar kom að því að velja ritgerðarefni stóð ég á gati og leitaði í örvæntingu minni til vina minna, til kennara og leitaði að blaði sem

14

huglægar hugmyndir sem verða að raunverulegum fyrirbærum eða hlutum í samskiptum

milli manna.47 Þegar fólk talar saman gefur það táknum merkingu. Menn verða að vera

sammála um merkingu orðsins, annars missir það merkingu.4849

Clifford Geertz heldur því fram að menning sé táknfræðilegt hugtak og merking

þess sé breytileg eftir viðtakendum hennar. Menning birtist í gjörðum fólks og túlkunum

annarra á þeim gjörðum. Hegðun manna treystir á fyrirfram ákveðið táknkerfi og

samhengi. Þessar hugmyndir Geertz svipa að miklu leyti til Goffmans.50

Fólk fylgist með því hvernig aðrir sjá það og byggja sjálf sitt á þeirri mynd.

Samfélagið virkar sem spegill þar sem fólk speglar sig í öðru fólki. Félagsfræðingurinn

Charles Horton Cooley kallaði þetta Spegilsjálf (e. Looking-glass self).51 Hugmyndir

Cooley um sjálfið byggja á þremur þáttum: að ímynda sér hvernig sjálfið birtist öðrum,

hvernig þeir dæma það sjálf og tilfinning okkar um eigið sjálf, hvort sem hún er

neikvæð eða jákvæð.52 Cooley hélt því fram að stolt og skömm væru samfélagslegar

tilfinningar en Goffman bætti við feimni og niðurlægingu sem afbrigðum af skömm.53

Bæði Cooley og Goffman hafa sagt að menn búi yfir kjörgerð (e. Ideal type), sem þeir

vilja vera metnir eftir. Cooley hélt því fram að sjálfið yrði til og þróaðist í gegnum

47 Ferdinand de Saussure umbylti málvísindum á fyrri hluta 20.aldar; Út frá honum stendur tákn alltaf

fyrir eitthvað annað en sig sjálft. Tungumálið samanstendur af táknmyndum (e. Signifier) og byggir á

mismun. Ekkert orð býr yfir merkingu í sjálfu sér en öðlast merkingu innan kerfisins í tengslum

táknmynda og táknmiða (e. Signified) og tengslum við önnur tákn. Táknmið er hvað við bendum á þegar

við segjum hlutina. Táknmynd -> tré, táknmið -> hugmyndin um tré. Barthes, Roland. Mythologies. New

York, The Noonday Press. 1972:110-117. Sótt 04.09.2019 af

https://monoskop.org/images/8/85/Barthes_Roland_Mythologies_EN_1972.pdf 48 Griffin E. A. A First Look at Communication Theory. Boston: McGraw-Hill Humanities. 2006:54-61.

sott 16.07.’19 af http://rosalia.mercubuana-yogya.ac.id/wp-

content/uploads/2016/04/ebooksclub.org__A_First_Look_at_Communication_Theory___8th_Edition_.pd

f 49 Með afbyggingu (e. deconstruction) skoðar Jasques Derrida spennu milli andstæðna og afhjúpar

hvernig þær eru ekki náttúrulögmál heldur búnar til í menningunni, þá aðallega í tungumálinu. Hlutir eru

byggðir upp af flóknu neti merkingarbærra tengla og margt sem fellur utan tvíhyggjunnar. Tákn eru hluti

af valdaformgerð og því ekki hlutlaus. Ef uppruni þeirra er kannaður verða þau marklaus þar sem þau

munu falla utan tvíhyggjunnar. 50 Geertz, Clifford. Interpretation of Cultures. New York, Basic Books. 1973:5-17 Sótt 02.09.2019 af

https://www.chairoflogicphiloscult.files.wordpress.com/2013/02/clifford-geertz-the-interpretation-of-

cultures.pdf 51 Jacques Lacan (1901-1981) bjó til hugmyndina um spegilstigið, tímabilið frá 6-18 mánaða aldri. Fyrir

það er einstaklingurinn sundurlaus líkami sem greinir ekki mun á sér og umhverfinu. Hann verður að

samræmdu heildinni „ég“ þegar hann sameinast því sem hann sér í spegilmynd sinni og innfærir þa

skynheild sem hann sér. Sjálfið er blekking en það veitir ímyndaða heildstæðni. Við fylgjumst með því

hvernig aðrir sjá okkur og reynum að leika það hlutverk sem við höldum að þeir vilji sjá, þannig fáum við

sjálf okkar úr öðrum. Žižek, Slavoj. 2007:21 52 Dillon. 2014:276-277 53 Scheff, Thomas. Looking glass selves: The Cooley/Goffman conjecture. (Outgefið). 2003:1-2. Sott 5.

júní af http://www.humiliationstudies.org/documents/ScheffLookingGlassSelves2003.pdf

Page 17: BA-ritgerð · 3 Formáli Þegar kom að því að velja ritgerðarefni stóð ég á gati og leitaði í örvæntingu minni til vina minna, til kennara og leitaði að blaði sem

15

samskipti, sama hvort þau samskipti væru raunveruleg eða hugarburður.54 Við fylgjumst

með því hvernig aðrir sjá okkur og bregðumst við því.

3.1 Erving Goffman og sviðsetning sjálfsins

Erving Goffman fæddist árið 1922 í Kanada.55 Verk Goffmans eru byggð á

kerfisbundinni greiningu á félagslegri hegðun í amerísku samfélagi í samtíma hans.

Hann rannsakaði einkum míkró félagsfræðirannsóknir (e. microsociology) á

félagslegum samskiptum, mismunandi hluta þjóðarskipulags og sjálfið.56 Hann vann

doktorsritgerð sína, Communication Conduct in an Island Community (1953), á

Hjaltlandseyjum í Skotlandi. Það stóð til að rannsaka þjóðfélagsgerð í eyjarsamfélaginu

en Goffman hreifst þess í stað af samskiptum eyjarskeggja og ferðamanna á hótelinu

sem hann gisti á. Goffman greindi mun á hegðun starfsmanna hótelsins þegar þeir áttu í

samskiptum við gesti hótelsins og þegar þeir voru í eldhúsinu í samskiptum við annað

starfsfólk, þá á vissan hátt baksviðs. Í The Presentation of the Self in Everyday Life

(1956) vinnur Goffman áfram með hugmyndir um samskipti og sjálfið.57 Hann líkir

lífinu við leiksvið og notar myndlíkingar úr leikhúsi til þess að lýsa mikilvægi

mannlegra samskipta. Sú nálgun hans þekktist seinna sem leikræn greining eða

dramatúrgísk nálgun.58

Samskipti fólks eru eins og leikrit þar sem menn setja upp viðeigandi grímu og

leika viðeigandi hlutverk. Þeir sem fylgjast með leiknum kallast áhorfendur en þeir

fylgjast með sviðsetningunni og bregðast við henni. Allt sem einstaklingar gera fyrir

framan áhorfendur kallar Goffman sviðsetningu (e. performance). Í gegnum þessa

sviðsetningu gefur viðkomandi sjálfum sér, öðrum og kringumstæðum merkingu.59

Hversdaglegir hlutir á borð við svipbrigði, líkamsstöðu og hreyfingar eru hluti af

54 Dillon. 2014:277 55 Burns, Tom. Erving Goffman. London; Routledge. 1992:0 56 Sama heimild 1992:8 57 Sama heimild 1992:11-12 58 Í gegnum lífið ber fólk mismunandi grímur, mismunandi hatta, leikur mismunandi hlutverk, allt eftir

því hvað á við hverju sinni. Lífið er leiksvið og fólkið á jörðinni leikendur sem koma inn á sviðið þegar

þau fæðast og fara út af sviðinu þegar þau deyja. Þetta birtist meðal annars í As You Like It (1598-1600)

eftir William Shakespeare. Í einræðu sem ein aðalpersónan fer með líkir hún heiminum við svið og lífinu

við leikrit. Í línunni „That ends this strange eventful history“ er líftími þeirra kallaður saga og með dauða

þeirra er komið að sögulokum. Leikritið endar þegar lífinu er lokið. William Shakespeare. As You like it.

1926:55-57 (Úr einræðunni All the world’s a stage Act II Scene VII Line 138-166). Leikritið var skrifað

og sýnt á tímabilinu 1598-1600 og kom fyrst út árið 1623. Bevington, David. „As you like it“. Britannica.

2019. https://www.britannica.com/topic/As-You-Like-It sott 11.06.’19 59 Goffman, Erving. Presentation of Self in Everyday Life. England, Penguin Books. 1990:28-32

Page 18: BA-ritgerð · 3 Formáli Þegar kom að því að velja ritgerðarefni stóð ég á gati og leitaði í örvæntingu minni til vina minna, til kennara og leitaði að blaði sem

16

leikrænni framkomu.60 Einstaklingurinn veit ef til vill ekki að hann sé að leika og hefur

því ekki alltaf markmið með leik sínum. Áhorfandinn er hins vegar alltaf að túlka

gjörðir og orð leikarans.61

Í leikritinu Nautn ráðvendninnar (Il piacere dell'onestà, 1918) eftir Luigi

Pirandello kemur gestur inn í hús virðulegrar fjölskyldu. Hann kynnir sig með ræðu sem

Goffman hefði orðið stoltur af en hún lýsir vel þeirri sviðsetningu sem menn setja upp í

daglegu lífi.

Óhjákvæmilega túlkum við okkur sjálf. Leyfið mér að útskýra þetta. Um leið og ég stíg

fæti mínum inn í þetta hús breytist ég strax og verð það sem ég þarf að verða, sem ég

get orðið: Ég túlka sjálfan mig. Með öðrum orðum þá kynni ég mig fyrir ykkur í þeirri

mynd sem hæfir þeim tengslum eða samskiptum sem ég óska að eiga við ykkur. Og að

sjálfsögðu kynnið þið ykkur á sömu forsendum gagnvart mér. 62

Fólk vill stjórna því hvernig aðrir sjá það og hegðar sér því og sýnir sig á

ákveðinn hátt, setur fram ákveðna kjörmynd (e. front) af sér.63 Menn búa til þá

kjörmynd sem þeir vilja sýna áhorfendum með því að stjórna svipbrigðum, raddblæ,

hreyfingum og í sumum tilfellum með því að gefa áhorfendum villandi upplýsingar.

Einstaklingurinn notar áhrif sín til þess að skilgreina kringumstæður sviðsetningarinnar

fyrir áhorfendum. Á þann veg reynir hann að stjórna því hvernig áhorfendur taka

áhrifunum sem hann vill koma til skila með leik sínum og leikrænni framkomu.64 Menn

nota til þess áhrifastjórnun (e. Impression management) og haga sér á ákveðinn máta til

þess að verða sjálfum sér og öðrum ekki til skammar. Við lesum í aðstæður og þá sem

við eigum í samskiptum við, áhorfendur, til þess að passa að við séum að leika rétt

hlutverk og þar með halda trúverðugleika þeirra hlutverka sem við leikum.65 Leikendur

og áhorfendur reyna að sammælast um hvaða kringumstæðum þeir eru í til þess að allir

60 Solomon, JF, Solomon, A, Joseph, NL & Norton, SD. „Impression management, myth creation and

fabrication in private social and environmental reporting: insights from Erving Goffman' Accounting.“

Organizations and Society, Bindi. 38, nr. 3, 2013, bls.195-213. hér bls.197-198

https://doi.org/10.1016/j.aos.2013.01.001 61 Crossman, Ashley. „The Presenation of Self in Everyday Life“ ThoughtCo. 01.07.2019. Sótt

02.08.2019 af https://www.thoughtco.com/the-presentation-of-self-in-everyday-life-3026754 62 Garðar Gíslason. 2016:126 63 Goffman. 1990:15 64 Solomon og fl., 2013:197-198 65 Sama heimild 197

Page 19: BA-ritgerð · 3 Formáli Þegar kom að því að velja ritgerðarefni stóð ég á gati og leitaði í örvæntingu minni til vina minna, til kennara og leitaði að blaði sem

17

viðstaddir viti hverju þeir eiga að búast við frá öðrum og hvernig þeir sjálfir eigi að

haga sér.66

Kjörmynd einstaklingsins skiptist í útlit (e. appearance) og viðmót (e. manner).

Útlit hans gefur áhorfendum hugmynd um félagslega stöðu hans. Það getur einnig sagt

til um stöðu hans eða tímabundið hlutverk.67 Hann gæti verið í einkenningsbúning í

vinnu, í hlaupafötum í afþreyingu og í fínum klæðnaði í samkvæmi. Klæðnaður og

leikmunir sem bera með sér ákveðin hugrenningartengsl á borð við kyn, stöðu,

starfsvettvang og aldur, miðla merkingu.68 Fatnaður einstaklingsins er búningur og

klipping, skartgripir og aðrir hlutir sem hann ber með sér eru leikmunir. Fólk klæðir sig

eftir hlutverki og stöðu en getur þó valið sér nýtt hlutverk og nýjan búning.69 Viðmót

gefur áhorfendum vísbendingu um hegðun leikarans í komandi samskiptum. Ef að

leikarinn hefur hrokafullt og ágengt viðmót þá er við því að búast að hann vilji stýra

samskiptunum en ef viðmót hans er auðmjúkt vill hann líklega fylgja stýringu annarra.70

Yfirbragð leikarans í félagslegum aðstæðum getur virkað eins og handrit.

Ákveðin samskipti og samræður verða að viðmiðum sem ber að fylgja í ákveðnum

félagslegum kringumstæðum.71 Þegar einhver tekur að sér nýtt hlutverk gætu því fylgt

fyrirfram ákveðnar kjörmyndir eða grímur sem hann verður að velja úr. Einstaklingar

nýta önnur handrit og grímur, eða brot úr þeim, í nýjum aðstæðum þó svo að það henti

ekki alltaf.72

Í einhverjum tilfellum bregður fólk frá handritinu og mistekst að leika rétt hlutverk,

það getur meðal annars átt sér stað þegar viðkomandi hagar sér ekki í samræmi við

samfélagslega stöðu sína. Þá verða til óþægilegar aðstæður vegna misræmis í því sem

einstaklingurinn setti fram sem sitt eigið sjálf. Hlutverki leikarans er ógnað og því getur

fylgt skömm ef hann missir grímuna og leiksýningin misheppnast. Leikarinn og

áhorfendur reyna að fela þetta misræmi til þess að koma í veg fyrir skömmina og

sýningin heldur áfram.73 Áhorfendur láta ekki ljós grun sinn um misræmi og leikarinn

getur haldið áfram að leika í bólstruðum veruleika áhrifastjórnunar. Þrátt fyrir að

66 Goffman 1990:17-18 67 Hlutverk fylgja stöðum. Staðan nemandi hefur það hlutverk að læra og hlusta á kennarann, staðan

kennari hefur það hlutverk að kenna, staðan foreldri hefur það hlutverk að ala upp barnið sitt. 68 Goffman. 1990:34 69 Hebdige, Dick. Subculture: The meaning of style. The Taylor & Francis e-Library. 202:101-102 70 Goffman. 1990:35 71 Crossman, Ashley. 2019 72 Goffman.1990:37-38 73 Solomon og fl., 2013:197 Þessi hegðun á sér einnig stað í raunverulegum leikhúsum. Leikritið er ekki

stoppað þó að einhver mismæli sig. Sýningin verður að halda áfram. Ef áhorfendur taka eftir misræminu

eiga þeir að láta það framhjá sér fara svo að sýningin geti haldið áfram.

Page 20: BA-ritgerð · 3 Formáli Þegar kom að því að velja ritgerðarefni stóð ég á gati og leitaði í örvæntingu minni til vina minna, til kennara og leitaði að blaði sem

18

áhorfendur taki þátt í að fela misræmið eru þeir á varðbergi gagnvart glufum í handriti

leikarans til þess að leggja áherslu á áreiðanleika frammistöðu hans.74

Samkvæmt Goffman eiga leikrit og daglegar sviðsetningar sér stað á þremur

sviðum. Þau eru framsvið (e. front stage/front region), baksvið (e.back stage) og utan

sviðs (e. off stage).75 Á framsviðinu er einstaklingur leikari á sviði frammi fyrir

áhorfendum. Þar þarf hann að fylgja ákveðnum reglum og haga sér á ákveðinn hátt þar

sem hann veit að áhorfendur horfa. Hann notar áhrifastjórnun til þess að sýna

áhorfendunum kjörmynd af sjálfum sér. Hann reynir einnig að skapa rétt umhverfi og

samfelld áhrif sem tengjast því hlutverki sem hann leikur. Til þess notar hann fatnað,

fylgihluti, málfar, svipbrigði og líkamstjáningu. Sá sem stefnir á yfirmannsstöðu í

fyrirtæki er þannig líklegur til þess að klæða sig í jakkaföt eða dragt í samræmi við þá

stöðu.76 Allt í umhverfi (e. setting) sviðsetningar verður hluti af leikmynd hennar og

hefur áhrif á hana, þar má nefna landslag, leikmuni og staðsetningu. Setja þarf upp

mismunandi grímur og leika mismunandi hlutverk eftir því sem hentar hverju sinni.77

Það er til dæmis óæskilegt að hlæja í kistulagningu en búist er við hlátri á uppistandi.

Allar leiksýningar eru kynningar á sjálfinu. Flestir vilja öðlast viðurkenningu og

aðdáun með ákveðinni ímynd af sér. Hlutir á heimilinu gefa ákveðna mynd af því hver

einstaklingurinn er eða vill vera. Sá sem skreytir heimili sitt með bókum til dæmis vill

gefa þá mynd af sér að hann sé vel lesinn.78 Fólk reynir að hagræða þeirri mynd sem

það sýnir öðrum til þess að sýna sjálfa sig í hagstæðu ljósi. Kröfur samfélagsins skipta

miklu máli og menn hafa tilhneigingu til að lifa eftir ríkjandi samfélaglegum gildum þó

svo að þeir séu ekki alltaf sammála þeim.79

Baksviðið er afslappaðra og óformlegra en framsviðið. Þar getur einstaklingurinn

slakað á og verið hann sjáfur án þess að setja sig í hlutverk. Þar undirbýr hann sig einnig

undir framsviðið þar sem sviðsetningin mun eiga sér stað.80 Hann skiptir ef til vill úr

vinnufotum í notaleg „heimafot“ og æfir handritið fyrir næstu sviðsetningu á

framsviðinu. Sum baksvið bjóða ekki upp á fullkomna slökun þar sem viðkomandi gæti

þurft að leika lítið hlutverk á móti maka, fjölskyldumeðlimum eða samstarfsaðilum á

74 Solomon og fl., 2013:197 75 Goffman. 1990:231 Lítið er minnst á þriðja sviðið: utan sviðs, í skrifum sem vitna í Goffman. 76 Garðar Gíslason. 2016:146 77 Crossman, Ashley. 2019 78 Garðar Gíslason. 2016:144-145 79 Goffman. 1990:45 80 Goffman. 1990:231 Í söguheimi George Orwell í 1984 gefst persónum nánast aldrei færi á að komast á

baksviðið þar sem stöðugt eftirlit heldur þeim á framsviðinu.

Page 21: BA-ritgerð · 3 Formáli Þegar kom að því að velja ritgerðarefni stóð ég á gati og leitaði í örvæntingu minni til vina minna, til kennara og leitaði að blaði sem

19

kaffistofunni.81 Að tjaldabaki hittast leikarinn og áhorfendur óháð leikritinu á

framsviðinu. Í samskiptum milli leikara og einstaka áhorfanda gæti leikarinn þurft að

setja á svið lítinn leikþátt.82

3.2 Játningarbókmenntir

Þegar einhver trúir ekki á sína eigin sviðsetningu og það skiptir hann ekki máli hvernig

áhorfendur taka henni er hann kallaður háðskur (e. cynical). Sá sem er háðskur getur

leikið sér með kringumstæður sem áhorfendur verða að taka alvarlega og fær ánægju úr

þeirri uppgerð. Hinir háðsku blekkja áhorfendur, þó ekki alltaf í sína eigin þágu, heldur

einnig til þess að gera það sem þeir telja að sé áhorfendum fyrir bestu. Þeir sem trúa á

áhrif sviðsetningarinnar eru kallaðir hinir einlægu (e. The sincere). Viðkomandi heldur

að sviðsetning sín sé raunveruleg og hann sé ekki að leika hlutverk.83 Sá aðili biður, rétt

eins og aðrir leikarar, um að áhorfendur taki hlutverk hans alvarlega og trúi á það. Trúi

að hann sé sá sem hann heldur að hann sé.

Margir vilja deila ævisögu sinni með öðrum, hvort sem þeir trúa á hlutverkin sem

þeir hafa leikið eða ekki en flestir flakka á milli þess að vera háðskir og einlægir.84

Form sjálfsævisagna getur verið margvíslegt. Frásagnir af ytri atburðum í lífi höfundar í

tímaröð gætu talist endurminningar en megináhersla á innra líf og andlegan þroskaferil

fellur oft undir játningar.85

Í næstu köflum mun ég fjalla um Játningar Ágústínusar (Confessiones, 397-401)

og Játningar Rousseau (Les Confessions, 1782-1789), þar sem grunnur sjálfsbókmennta

og ævisagna nútímans stendur á skrifum þeirra. Því er gagnlegt að líta aðeins til þeirra

áður en skrif Elísabetar, sem eru að mörgu leyti sjálfsævisöguleg, eru skoðuð frekar.

3.2.1 Ágústínus

Heilagur Ágústínus frá Hippó (354-430) tók mikinn þátt í því að móta hugmyndafræði

hinnar kristnu kirkju og með henni hugarheim vestrænna manna. Með Játningunum

skrifaði Ágústínus það sem hefur verið talið fyrsta sjálfsævisagan á Vesturlöndum.86

81 Crossman, Ashley. 2019 82 Sama heimild 83 Goffman 1990:28-29 84 Sama heimild 28-32 85 Jakob Benediktsson. Hugtök og heiti í bókmenntafræði. Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands,

Reykjavík. 1983:239 86 Gottskálk Þór Jensson & Hjalti Snær Ægisson, Sýnisbók heimsbókmennta. 2. útgáfa. Reykjavík,

Háskólaútgáfan. 2011:353

Page 22: BA-ritgerð · 3 Formáli Þegar kom að því að velja ritgerðarefni stóð ég á gati og leitaði í örvæntingu minni til vina minna, til kennara og leitaði að blaði sem

20

Hann skrifaði bókina á efri árum en hún er beint ávarp til Guðs þar sem hann stefnir að

frelsun sinni til trúarinnar.87 Bókin myndar þríhyrning þar sem Guð, Ágústínus og

lesandinn mætast. Í fyrri hluta bókarinnar fylgjum við þróunarferli Ágústínusar að

kristni fram að því þegar hann missir móður sína.88 Þá lýkur hér um bil

sjálfsævisögulega parti játninganna og við taka fjórar bækur um Guð og eðli tímans.

Játningarnar skiptast í þrettán bækur. Í fyrstu tveimur bókunum fjallar Ágústínus

um bernsku sína og æsku og ber sig saman við önnur börn og unglinga í fyrstu bókinni.

Hann segir að tungumálið sé sjálflært og allir geti lært að tala, nema þeir sem eru veikir.

Börn þurfa þó ekki að nota tungumálið til þess að ná sínu fram.89 Líkt og Goffman talar

Ágústínus um tungumálið sem tákn sem menn verða að vera sammála um til þess að

skilja hvern annan.90 Ágústínus lýsir börnum ekki á mjög jákvæðan hátt. Þau orga,

öfunda og eru fjarlæg Guði. Öfugt við hugmyndir rómantíska tímabilsins segir

Ágústínus börn bera syndir mannkynsins og að þau þurfi að læra sig frá þeim. Aðeins

með lærdómi og með því að ganga inn í tungumálið og siðfágaða hegðun er barnið

hólpið og getur fundið Guð.91

Ágústínus íhugar tilgang mannkynsins í bókinni. Margir spyrja sig afhverju við

séum hér á þessari jörð og sjást slíkar vangaveltur í mörgum sjálfsævisögum nútímans. Í

því fellst mikil sjálfsleit höfundanna. Játningarnar voru ekki ætlaðar sem sjálfsævisaga

en Ágústínus, líkt og aðrir sem skrifa sjálfsævisögur sínar, segir frá sjálfum sér og

skrifar bara það sem hann vill að lesendur sjái, deilir ákveðinni kjörmynd. Hann virkar

heiðarlegur, vill ekki fegra sinn hlut og gerir mikið úr hlutunum. Hann segir frá þjófnaði

þar sem hann og fleiri drengir stela perum. Þeir eru hvorki fátækir né soltnir. Þeir eru

því að syndga syndarinnar vegna. Hann veit innst inni hann er að gera rangt, bæði á

meðan og eftir en hópþrýstingur og andrúmsloftið hefur áhrif á hann.92 Slíkt getur breytt

gjörðum og hlutverki manns eins og Goffman minnist á í tengslum við framsviðið.

87 Sú frelsun sér stað í 8.bók og þar endar í raun frásögnin, ólíkt því sem maður hefði haldið á þessum

tíma, að hún myndi byrja þar. 88 Ágústínus, Árelíus, Kirkjufaðir, Sigurbjörn Einarsson, Eyjólfur Kjalar Emilsson, og Einar

Sigurbjörnsson. Játningar. 2. útgáfa] Reykjavík: Hið íslenska Bókmenntafélag. Lærdómsrit

Bókmenntafélagsins. 2006:309 89 Sama heimild 2006:67-90 90 Það minnir á Mead og hugmyndir hans um táknræn samskipti en eins og kom fram hér að ofan sagði

hann að hugsanir, reynsla, sjálfsmynd og framkoma einstaklinga væru félagslega mótuð. Einstaklingar

nota tákn til þess að eiga í samskiptum við aðra og verða að vera sammála um merkingu táknsins annars

missir það merkingu sína. 91 Ágústínus. 2006:67-72 Rousseau er ósammála Ágústínusi og segir í sínum játningum að barnið sé nær

Guði en hinn fullorðni og að samfélagið spilli barninu. 92 Ágústínus. 2006:97-106

Page 23: BA-ritgerð · 3 Formáli Þegar kom að því að velja ritgerðarefni stóð ég á gati og leitaði í örvæntingu minni til vina minna, til kennara og leitaði að blaði sem

21

Kröfur samfélagsins, í tilfelli Ágústínusar og vina hans, hafa áhrif á þá mynd sem menn

sýna.93 Ágústínus segist ekki myndu hafa gert þetta ef hann hefði verið einn.94

Sjálf Ágústínusar, eins og hann sviðsetur það í Játningunum, er beintengt sambandi

hans við Guð, í því hvernig hann ber kennsl á ást Guðs og hvernig hann bregst við

henni. Ágústínus sér sig og aðra í tengslum við Guð og telur að þeir þurfi að finna ást

Guðs til þess að geta fundið innri frið. Menn eru hverfulir og endanlegir en Guð er

eilífur og fullkominn. Allt er til í sambandi við Guð og er því tengt honum.95 Líkt og

Ágústínus leitar að Guði, vitsmunalegri svölun og andlegum þroska með skrifum sínum,

leitar Elísabet að sjálfri sér.96

3.2.2 Rousseau

Rithöfundurinn og heimsspekingurinn Jean Jacques Rousseau (1712-1778) fæddist í

Genf í Sviss. Hann var sjálfmenntaður og faðir hans hvatti hann til þess að lesa og elska

náttúruna.97 Verkið sem kom Rousseau á kortið var Discours sur les sciences et les arts

(1750) sem hann sendi í ritgerðarsamkeppni hjá Háskólanum í Dijon árið 1750. Þar hélt

hann því fram að vísindi og listir væru á kostnað dyggða. Rousseau er einnig þekktur

fyrir verk sín Julie ou La Nouvelle Héloïse (1761), eina af mest lesnu skáldsögum

samtíma hans, Émile ou de l'Éducation (1762), þar sem hann skrifar um barnauppeldi

og Les Rêveries d'un promeneur solitaire (1782), hugleiðingabók um ævi sína sem kom

af stað bylgju rómantísks natúralisma í Evrópu á síðari hluta átjándu aldar. Hann, líkt og

Ágústínus, skrifaði sjálfsævisögulegt rit sem hann kallaði Játningar en Játningar

Rousseau eru ásamt Játningum Ágústínusar með frægari sjálfsævisögulegu ritum sem

skrifuð hafa verið.98 Í riti Ágústínusar er áhersla á Guð en Rousseau leggur áherslu á

ævi sína, þá aðallega bernskuna, eins og Elísabet. Rousseau, líkt og Ágústínus, hikar

ekki við að lýsa sjálfum sér neikvætt og lofar í fyrstu bók að segja satt og rétt frá. Hann

telur fæðingu sína vera fyrsta óhappið á langri ævi óhappa, þar sem hún dró móður hans

til dauða.99

93 Goffman. 1990:45 94 Ágústínus. 2006:105-106 Það minnir einnig á yfirsjálf Freuds, miðstöð siðvitundar, gilda og

sjálfsgagrýni. 95 Ágústínus. 2006:68-69 96 Sigurbjörn Einarsson. 2006:15 (Í fyrstu bók játninganna) 97 Rousseau, Jean Jacques. The Confessions of Jean Jacques Rousseau. London, Privately Printed for the

Members of the Aldus Society. Sótt 30.04.2019 af https://www.gutenberg.org/files/3913/3913-h/3913-

h.htm 1903:Bók 1 98 Wokler, Robert. Rousseau: a very short introduction. Oxford, Oxford University Press. 2001:1-9 99 Rousseau. 1903:Bók 1

Page 24: BA-ritgerð · 3 Formáli Þegar kom að því að velja ritgerðarefni stóð ég á gati og leitaði í örvæntingu minni til vina minna, til kennara og leitaði að blaði sem

22

Rousseau setti fram þá byltingarkenndu hugmynd að maðurinn byggði ákvarðanir

sínar og hegðun á tilfinningum en ekki skynsemi og rökhugsun. Þótt þetta þyki ef til vill

algeng hugmynd í nútímanum var þetta á skjön við allt sem var í tísku á 18.öld.100

Rousseau var mjög umdeildur í samtíma sínum vegna kenninga sinna.101 Játningar

Rousseau eru í tólf bókum og eru skrifaðar yfir langt tímabil.102 Hann byrjaði á þeim 55

ára og eyddi síðustu þrettán árum ævinnar í að skrifa en dó áður en verkið kom út.

Játningarnar eru tilraun Rousseaus til þess að lýsa eigin lífi í ljósi hinna stóru hugmynda

sem hann er búinn að skilgreina í öðrum verkum. Þær eru einskonar samantekt sem

skrifuð er í nafni sannleikans, ef það er nokkuð til sem er sannleikur ef við erum öll

leikarar á leiksviði lífsins.

Rousseau byrjar játningar sínar á því segja að hann sé náttúrunnar maður.103 Hann

hafnar því að siðmenningin geri mennina betri og heldur því fram að maðurinn sé í eðli

sínu góður en öll illska heimsins sé þjóðfélaginu að kenna.104 Í upphafi voru menn

frjálsir og hamingjusamir því þeir bjuggu ekki í samfélagi heldur hver út af fyrir sig,

göfugir villimenn.105 Þá voru menn frjálsir, ekki bundnir að lögum eða eignarrétti.

Eignarrétturinn framkallaði öfund manna og til urðu græðgi og neikvæðar tilfinningar

sem leiða einstaklinga út í morð og glæpi. Náttúrulegur ójöfnuður á borð við stærð,

þyngd og gáfur er óumflýjandlegur en hægt er að sporna við félagslegum ójöfnuði.106

Þarfir mannkynsins hafa þróast í gegnum árin. Fyrst um sinn voru einu þarfirnar

tengdar því að lifa af og viðhalda tegund: matur, svefn og kynlíf en eftir því sem

samfélög urðu þróaðri urðu til þarfir sem eru ekki nauðsynlegar, blekkingarþarfir á borð

við afþreyingu, vini, þörf fyrir eignir og veraldleg gæði. Þessar þarfir eru ekki slæmar í

sjálfu sér en samfélagið eltist við að uppfylla þær og þeim heldur áfram að fjölga. Það er

grundvöllur siðferðislegs ójafnaðar samkvæmt Rousseau.107 Í 6. bók Játninganna er

100 Hjalti Snær Ægisson. „Rousseau.” Fyrirlestur í bokmenntasogu fluttur í Haskola Íslands, Reykjavík,

27.03.2017. 101 Wokler. 2001:1-2 102 Það sést meðal annars í 7. bók þegar hann skrifar að það séu 2 ár síðan hann skrifaði eitthvað síðast.

„After two years’ silence and patience, and notwithstanding my resolutions, I again take up my pen:“ 103 Rousseau. 1903:Bók 1 104 Það minnir á hugmyndir John Locke um Tabula Rasa, hugmyndina að öll fæðumst við sem óskrifað

blað, saklaus börn sem eigum eftir að verða lituð af reynslu okkar. 105 Thomas Hobbs er andsnúinn hugmyndum Rousseaus og segir að við séum öll úlfar. Maðurinn sé

manninum vargur. Þannig að ef ekkert er gert til að sporna við, engin lög eða regla, samfélag, þá verður

til samfélag þar sem sumir stjórna, aðrir verða undir. Marx sótti í hugmyndir Rousseaus og skrifar úr þeim

forskrift um framtíðina og um nýtt samfélag. 106 Hjalti Snær Ægisson. „Rousseau.” Það minnir a hugmyndir Karl Marx. 107 Hjalti Snær Ægisson. „Rousseau.”

Page 25: BA-ritgerð · 3 Formáli Þegar kom að því að velja ritgerðarefni stóð ég á gati og leitaði í örvæntingu minni til vina minna, til kennara og leitaði að blaði sem

23

þessu lýst með þekktri sögu um Marie Antoinette sem segir hvernig yfirstéttafólk gerir

ekki greinarmun á raunverulegum þörfum og blekkingarþörfum eins og kökum.108

Rousseau hélt því fram að menn byggju yfir tvenns konar sjálfsást: amour de soi,

áhuga á grundvallar þörfum109, sjálfsbjörg og hamingju, og amour-propre, hvernig

menn meta sjálfa sig eftir því hvernig aðrir sjá þá, eftir viðurkenningu annarra.110 Hið

náttúrulega ástand mannsins er frumstætt og einangrað. Það er ekki fyrr en fólk myndar

sambönd við aðra sem það byrjar að hafa áhyggjur af því hvað öðrum finnst, og

fjarlægist þá hið náttúrulega ástand. Þegar fólk lifir eftir amour-propre er ójöfnuður í

samfélaginu og skortur á samkennd. Menn breyta hegðun sinni vegna þess að þeir

sækjast eftir samþykki samfélagsins.111 Það tengist inn á framsvið Goffmans, þar sem

kröfur samfélagsins breyta því hvernig einstaklingar haga sér.112 Helsti munurinn er ef

til vill sá að á framsviðinu eru bæði einstaklingurinn og áhorfendur að forðast skömm

en þeir sem lifa eftir amour-propre niðurlægja aðra viljandi til þess að upphefja sjálfa

sig.113

Játningar Rousseaus er mjög kynferðislegt verk þar sem mikið er talað um kynlíf

og sjálfsfróun en hann var fyrstur til þess að rannsaka kynferði sem hluta af sjálfinu.114

Hann taldi að sjálfsfróun væri forsenda skáldgáfu hans þar sem sagnalistin verður til

þegar hann fróar sér.115 Hann rekur kynferðislegar hneigðir sínar til æskunnar og lýsir

því meðal annars hvernig hann örvast kynferðislega þegar uppeldissystir hans slær

hann.116

108 Marie Antoinette Frakklandsdrottning (1755-1793) er sögð hafa sagt „Afhverju fa þau sér ekki bara

koku” (Qu'ils mangent de la brioche) þegar hungraður almúginn átti ekki fyrir brauði. Hún var fædd inn í

ríkidæmi og hafði því ekki skilning á þessari svengd og örvæntingu fátæka fólksins. Þó er enginn

raunveruleg heimild fyrir því að hún hafi sagt þetta í alvörunni. 109 Tengist inn á yfirsjálf og Id Freuds. 110 Dent, N. J. H., and T. O'Hagan. „Rousseau on Amour-Propre." Proceedings of the Aristotelian Society,

Supplementary Bindi 72. 1998:57 Sott 30.04.’19 af http://www.jstor.org/stable/4107013. Það tengist

hugmyndum Goffmans um sviðsetningu sjálfsins og Cooley um spegilsjálf. 111 Delanay, James. „Rousseau, self-love, and an increasingly connected world“, blog.oup.com,

28.06.2017 sótt 26.06.2019 af https://blog.oup.com/2017/06/rousseau-self-love/ 112 Goffman. 1990:45 113 Dent, N. J. H., og T. O'Hagan. 1998: 57-58 114 Howells. 2005:174 115 Rousseau. 1903:Bók 1 Rousseau lýsir þrám sem hann þorði ekki að biðja um. Lýsingin minnir á

dómínur (e. Dominatrix) nútímans en þekkt er að menn sem njóti velgengni á sviði vinnu sæki í að láta

raða yfir sér og niðurlægja sig a saraukafullan hatt. „To fall at the feet of an imperious mistress, obey her

mandates, or implore pardon, were for me the most exquisite enjoyments, and the more my blood was

inflamed by the efforts of a lively imagination the more I acquired the appearance of a whining lover.” 116 Howells. 2005:174

Page 26: BA-ritgerð · 3 Formáli Þegar kom að því að velja ritgerðarefni stóð ég á gati og leitaði í örvæntingu minni til vina minna, til kennara og leitaði að blaði sem

24

4 Sviðsetning Elísabetar

Elísabet hefur skrifað leikrit, ljóð, sögur, örsögur, smásögur, satírur, nóvellu,

minningarbók, ævisögu og bænabók. Hún flokkar sjálf margar af bókum sínum undir

þessar skilgreiningar. Bænahús Ellu Stínu er bænabók, Galdrabók Ellu Stínu er örsögur,

Laufey er Nóvella og Heilræði lásasmiðsins er ævisaga, þó svo að öll verk hennar byggi

á einhvern hátt á hennar eigin ævi og reynslu. Greinarmunur á ljóðum, prósaljóðum,

örsögum og smásögum vefst fyrir fólki og ekki eru allir sammála um hvernig skuli

skilgreina þessi fyrirbæri. Ég mun að mestu styðjast við bókina Hugtök og heiti í

bókmenntafræði og draga skilgreiningar mínar þaðan.117

Í bók sinni, Hugleiðingar og viðtöl (1963), velur Matthías Johannessen ljóðið sem

fulltrúa skapandi menningar á Íslandi. Íslensk menningarsaga hefur oft á tíðum verið

rakin eftir ljóðum, allt frá Hávamálum, Völuspá, ljóðum og kvæðum Egils

Skallagrímssonar og Snorra Sturlusonar til bókmennta nútímans. Matthías telur að hægt

sé að lesa stöðu íslenskrar menningar úr ljóðum. Lífæð ljóðs er tilfinningin sem verður

ekki stjórnað af skynsemi eða rökvísi. Hún nær því að vera sönn túlkunarmynd innsta

eðlis mannsins.118

Undir ljóð falla líka óbundin ljóð og prósaljóð, þó þau fylgi ekki hefðbundnum

bragreglum. Prósaljóð eru ljóð í lausu máli sem hafa mörg einkenni ljóðstíls en eru

braglaus og skiptast ekki í ljóðlínur heldur hafa yfirbragð prósa. Þau eru ljóðræn tjáning

án formlegra einkenna ljóðs. Þau eru vinsæl í nútímaljóðlist, eru oft stutt og í

eintalsformi.119 Prósaljóð gætu einnig talist vera örstuttar smásögur, en það er líka

vinsæl skilgreining á örsögu.

Goethe sagði að smásaga snerist um einstæðan áður óheyrðan atburð, sú

skilgreining varð vinsæl meðal evrópska höfunda og bókmenntafræðinga. Yfirleitt er

smásögu lýst sem stuttri sögu en lengd þeirra getur spannað frá einni til yfir eitthundrað

blaðsíður og oft erfitt að greina á milli langrar smásögu og stuttrar skáldsögu. Smásaga

er oftar en ekki með þröngt sögusvið, fáar persónur, takmarkaðan sögutíma og ákveðinn

viðburð eða einfalda atburðarás. Mikil fjölbreytni er þó í stíltegundum og

frásagnaraðferðum og því ekki mögulegt að njörva skilgreininguna niður.120

117 Jakob Benediktsson. Hugtök og heiti í bókmenntafræði. Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands,

Reykjavík. 1983. 118 Guðmundur G. Hagalín. 1963. „Líf ljoðsins.“Lesblað Morgunblaðsins. 19.maí. 1963. 18. tölublað.

Bls.5-6. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3288063 sott19.08.’19 119 Jakob Benediktsson. 1983:206 120 Jakob Benediktsson. 1983:253-255

Page 27: BA-ritgerð · 3 Formáli Þegar kom að því að velja ritgerðarefni stóð ég á gati og leitaði í örvæntingu minni til vina minna, til kennara og leitaði að blaði sem

25

4.1 Leikhús Elísabetar

Leikhúsmaðurinn Jean-Lois Barrault hélt fyrirlestur, sem hann nefndi „Besta og versta

atvinnugreinin“, arið 1961 við Oxford-háskóla. Í fyrirlestrinum talaði hann meðal

annars um nauðsyn þess að varðveita barnið í sér og leyfa hinni fullorðnu manneskju

aldrei að ná völdum. Hann sagði að tvíeðli væri órjúfanlegur þáttur í fari hverrar

manneskju. Innra með öllum tækjust tvær persónur stöðugt á og hugmyndir okkar um

eigin tilveru skiptust í þrennt: það sem við erum, það sem við höldum að við séum og

það sem okkur langar til að vera í augum annarra. Tvíeðlið skapar þörf fyrir hamskipti

eða umbreytingu personuleikans. Hamskiptin kalla a leikþorfina „sem er ollum lífverum

eðlislæg.“121 Hugmyndir hans minna óneitanlega á hugmyndir Goffmans og Cooleys

um sjálfið. Við erum við sjálf, ef nokkuð slíkt er til, þegar við erum utan sviðs. Við

leikum það hlutverk sem hentar hverju sinni en teljum okkur ekki vera að leika hlutverk

auk þess sem við speglum okkur í augum annarra.

Hröð tækniþróun síðustu ára og aukin notkun samfélagsmiðla hefur breytt tjáningu

og samskiptum fólks. Nú er auðvelt að hafa samband milli landa en samskiptin eru

öðruvísi á netinu heldur en augliti til auglitis. Samskiptin verða oft ópersónulegri og

fjarlægari þar sem óyrt tjáskipti og tákn vantar.122 Erfitt er að ná að nota svipbrigði,

líkamsstöðu og hreyfingar sem hluta af leikrænni framkomu á netinu. Skrif virka á

svipaðan hátt. Þau eru takmörkuð á þann veg að þau takmarka eða loka á óyrt, eða

óskrifuð í þessu tilviki, tjáskipti. Þau eru einhliða og viðkomandi getur lesið í einrúmi

utan sviðs. Hann getur einnig lesið á framsviðinu en þá er lesefnið hluti af sviðsetningu

hans. Það er til að mynda ekki eins að lesa Moby Dick og Cosmopolitan- tímaritið.

Kenning Goffmans um kjörmyndir og áhrifastjórnun passar vel inn í glansímynd

nútímans þar sem fólk notar samfélagsmiðla til þess að varpa fram kjörmynd af sér.

Elísabet virðist ekki lifa eftir þessari glansmynd og varpar reglulega fram hráum

raunveruleika í verkum sínum og virðist skrifa, líkt og Rousseau, í nafni sannleikans.

Elísabet getur verið hæðin í ljóðum sínum en lendir sjaldan, ef einhverntíman, í

hlutverki hins háðska, þar sem hún er að leita að sjálfri sér og sannleikanum með

ljóðunum. Hún hleypir áhorfendum baksviðs eða færir baksviðið á framsviðið með

skrifum sínum en með því er þó ekki sagt að hún leiki aldrei hlutverk. Hún leikur sín

hlutverk eins og allir aðrir, meðal annars hlutverk móður, vinkonu, geðveikrar konu,

121 Hlín Agnarsdottir. „Þar sem er líf, þar er leikur.“ í Elísabet Kristín Jokulsdottir. Eldhestur á ís: Verk

fyrir leiksvið í einum þætti. Reykjvík, útgefanda ekki getið. 1990:62-64 122 Reynt var að bæta úr því með tjáknum (e. emoji)

Page 28: BA-ritgerð · 3 Formáli Þegar kom að því að velja ritgerðarefni stóð ég á gati og leitaði í örvæntingu minni til vina minna, til kennara og leitaði að blaði sem

26

skaldkonu og listakonu. Elísabet hefur sjalf sagt að það sé „mikilvægt að festa sig ekki í

gömlu hlutverki. Gamla hlutverkið manns virkar ekki alltaf við nýjar aðstæður.“123

Þegar hún las upp úr verkum sínum í Iðnó á viðburðinum Nornaseið, á vegum Rauða

Skáldhússins, var hún með brjóstahaldara á höfðinu.124 Það höfuðfat myndi ekki teljast

eðlilegt í hlutverki lögmanns á lögmannsstofu eða afgreiðslumanns í

byggingavöruverslun en í hlutverki Elísabetar sem listakonu var það hluti af búningi

hennar. „Ég rauk a fætur, þetta var leikrit. Leikrit um konu sem hafði verið læst inni og

lyklinum hent. Og snerti mína innstu kviku en nógu fjarlægt til að eiga við um leikritið

mitt.“125 Leikritið sem hún talar um hér er líf hennar.

Elísabet notar mismunandi svið fyrir ljóð sín og list. Hún gerir gjörninga, skrifar

fyrir leiksvið, skrifar bækur, ljóð, örsögur, bænir og skrifar listræna texta á Facebook.126

Þar skrifar hún mikið af ljóðum, gerir myndagjörninga og svarar spurningum vina sinna

og fylgjenda.127 Þar er hún ýmist í hlutverki sínu sem konan Elísabet eða listakonan

Elísabet og því getur allt sem hún setur á Facebook talist vera listaverk eða

gjörningur.128 Stuttir textar sem minna á örsögur eða prósaljóð enda ósjaldan á

Facebook og Twitter og samkvæmt notandaskilmálum Facebook eiga þeir allt efni sem

sett er þangað.129 Facebook hefur þó ekki enn notað verk Elísabetar. Verkin sem hún

skrifar á tímalínuna geta því týnst og fallið í gleymsku. Eins og brot úr ljóði sem hún

skrifaði 10. ágúst síðastliðinn:

123 Tomas Valgeirsson. „Elísabet um fosturmissi: Þu getur ekki tekið sorgina fra neinum.“ DV.

14.desember 2018. Sótt 16.08.2019 af https://www.dv.is/fokus/2018/12/14/elisabet-um-fosturmissi-thu-

getur-ekki-tekid-sorgina-fra-neinum/ Elísabet talar um reynslu sína af því þegar sonur hennar og

tengdadóttir urðu fyrir fósturmissi. 124 Rauða Skáldahúsið. „Rauða Skaldahusið: Nornaseiður//The Witching Hour“ 8.mars.2019.

https://www.facebook.com/events/326861344618248/?active_tab=about 125 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Heilræði lásasmiðsins. reykjavík, JPV, 2007:23 126 Elísabet skrifaði bænir og gaf þær út sbr. Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Bænahús Ellu Stínu. Reykjavík,

Viti menn. 2009. 127 Aðrir íslenskir höfundar sem skrifa ljóð á samskiptamiðlinum eru meðal annars Óskar Árni Óskarsson

og Kristín Ómarsdóttir. 128 Michel Foucault velti fyrir sér hvað höfundur væri. Hann skoðaði áhrifavald hugmyndarinnar um

höfundinn. Höfundum er veitt vald og virðing fyrir texta. Um leið og við tölum um höfund erum við að

tala um höfundaverk. Hvar drögum við mörkin um höfundarverk? Athugasemdir, fundarboð,

minnismiðar, tölvupóstar, Facebook uppfærslur? Svarið við því hlýtur að vera túlkunaratriði, afstætt og

skilgreint eftir tilvikum. Foucault, Michel, Björn Þorsteinsson, Garðar Baldvinsson, Sigurður Ingólfsson,

and Guðrún Nordal. „Hvað er hofundur?“ í Alsæi, vald og þekking : úrval Greina og

bókakafla. Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands. Þýðingar Bókmenntafræðistofnunar;8.2005.bls.72-

93 129 „Terms of service“ Facebook 31.julí.2019. Sott 28.08.’19 af https://www.facebook.com/terms.php

Twitter vill hinsvegar að notendur þess fai að eiga sitt eigið efni í friði: Boorstin, Julia. „Twitter’s Legal

Battle: Who Owns Your Tweets?“ 28.agust 2012. Sott 27.agust 2019 af

https://www.cnbc.com/id/48817077

Page 29: BA-ritgerð · 3 Formáli Þegar kom að því að velja ritgerðarefni stóð ég á gati og leitaði í örvæntingu minni til vina minna, til kennara og leitaði að blaði sem

27

ÓFULLGERT ÁSTARLJÓÐ EINSOG ÁSTIN

Ástin kom í heimsókn, settist og lét fara vel um sig, skrifaði á Feisbúkk og

heimtaði háhælaða skó, göngutúr í bókabúðina og ég veit ekki hvað.

Ég sagði: Ekki eina ferðina enn.

Ekki í eitt skipti í viðbót.

[ ... ] En þá heyrði ég rödd.

Það var rödd ljóðsins sem talaði,

já ég heyrði í ljóðinu þegar það sagði:

Leyfðu ástinni að ferðast með þér.130

Í þessu ljóði snertir hún á sambandi sínu við ástina og gæti þetta ljóð rétt eins hafa birst

í ljóðabók frá henni. Fólk byggir félagsheim sinn upp í samskiptum við aðra. Elísabet

byggir skrif sín á samskiptum sínum við aðra og upplifunum sínum á leiksviði lífsins.

Hún undirbýr sig fyrir framsviðið á baksviðinu og utan sviðs: „Ég er að byggja upp

málsvörn mína. Það geri ég alla daga á bak við tjöldin, raða orðunum á sinn stað, það

þyðir ekki að stama fyrir réttinum.”131

Elísabet er meðvituð um að fólk beri grímu og leiki hlutverk. Persóna í The Secret-

Face, einleik þar sem sama konan leikur þrjár persónur, vill taka andlitið af og segir að

hún sé með leynt andlit.132 Elísabet setur upp andlit, sem eru hennar grímur, yfir önnur

andlit. Hun setur upp grínandlit til þess að fela „hið grafalvarlega giftingarandlit.“133

Hún ver sjálfa sig og leikur hlutverk sem hún heldur að samfélagið búist við af henni.

Elísabet er þreytt á að vera á framsviðinu þar sem hún þarf að bera grímu og leika

hlutverk.

Þessi gríma,

þú fyrirgefur klisjuna,

en hún er mig lifandi að drepa.

Gríman.

Ég get ekki borið hana lengur.

130 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. ÓFULLGERT ÁSTARLJÓÐ EINSOG ÁSTIN. Facebook. 10.08.2019.

Sótt 29.98.2019 af https://www.facebook.com/elisabetkristin.jokulsdottir/posts/10157472461501170 131 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Heilræði lásasmiðsins. 2007:21 132 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. The Secret-Face (Blinda kindin). Reykjavík, Viti menn. 2004:27 Í

einleiknum birtast þekkt yrkisefni Elísabetar. Þar á meðal ástarþrá og klofningur sjálfsins. 133 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Heilræði lásasmiðsins. 2007:171

Page 30: BA-ritgerð · 3 Formáli Þegar kom að því að velja ritgerðarefni stóð ég á gati og leitaði í örvæntingu minni til vina minna, til kennara og leitaði að blaði sem

28

Ef þú vilt að ég orði þetta

öðruvísi

þá eru það þessir

stirnuðu andlitsdrættir

sem frosnir móta svipinn,

áhyggjuhrukkurnar á enninu,

fyrirlitningin við munnvikin

og sjálfsvorkunnin sem

dregur þau niður.

Og augun, augun eru sokkin,

barnsaugun mín blíðu.134

Í The Secret-Face (2004) ræða HIN og HÚN um hvernig börn geyma visku heimsins en

eru á sama tíma óskrifuð blöð.135 Það minnir á hugmyndir Rousseau sem taldi börn nær

Guði en fullorðna og sagði að samfélagið spillti þeim. Samfélagið hefur ekki enn spillt

börnunum í The Secret-Face og neytt þau til þess að bera grímur og leika viðurkennd

hlutverk. Í Síðan þessi kona varð trúuð hefur hún verið til vandræða í húsinu talar

afgreiðslumaðurinn um að honum líði eins og hann sé að leika afgreiðslumann.136

4.2 Yrkisefni Elísabetar

Þú segir að ég

yrki bara um

blóð, salt, eitur, fugla, rándýr,

sársauka, en ég bið eins,

veittu því athygli

að ég yrki ekki

134 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Sjáðu, sjáðu mig. Það er eina leiðin til að elska mig: sorgarljóð. 1995:42

Í sömu bók á bls. 32 er annað ljóð um grímur: [...]eða nei, ég bið, ég bið / um að fá að bjargast, [...] Finna

rautt, heitt blóðið / á andliti mínu / og finna það storkna / storkna yfir andlitið / Þegar gríman er horfin. 135 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Eldhestur á ís. 1990:19 136 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Síðan þessi kona varð trúuð hefur hún verið til vandræða í húsinu.

2005:83

Page 31: BA-ritgerð · 3 Formáli Þegar kom að því að velja ritgerðarefni stóð ég á gati og leitaði í örvæntingu minni til vina minna, til kennara og leitaði að blaði sem

29

um ávexti.137

Yrkir Elísabet í bók sinni Sjáðu, sjáðu mig. Það er eina leiðin til að elska mig:

Sorgarljóð. Árinu eftir hefur hún þó bætt sítrónum (Kona í Reykjavík, bls. 25), og eplum

(Sagan um eplið, bls. 52) við sem yrkisefni í Lúðrasveit Ellu Stínu (1996). Ávextir eru

þó ekki helsta yrkisefni Elísabetar. Hún tekst á við hið mannlega og hið persónulega,

skrifar um innilokun, klofning sjálfsins, geðveiki, höfnun, kynlíf, náttúruna, hafið, dýr

og „Uppa síðkastið hafa ny þemu gert vart við sig, minnið og gleymskan, og skruðinn

sem manneskjan klæðist til að leyna fatækt sinni.“138 Skrúðinn er búningurinn sem fólk

klæðist og er hluti af sviðsetningu þess. En einna mest skrifar hún um sjálfa sig, ást og

leit sína að hvoru tveggju:

Ég verð ástfangin af öllum, ef ég fer í strætó verð ég skotin í strætóbílstjóranum

og fer að hugsa um hvort þetta sé hann, ef ég fer í búð verð ég skotin í stráknum

á kassanum, ef ég fer AA-fund verð ég skotin í AA-manni, ef ég fer að sjá

leiksýningu verð ég skotin í einum leikaranum og fer jafnvel að hugsa um hvort

ég ætti að biðja hans í miðri sýningu, ef ég fer í bókabúð verð ég skotin í bók....

nei ég meina afgreiðslumanninum, ef ég labba niðrá bryggju verð ég skotin í

sjómanni, ef ég fer á kaffihús verð ég skotin í þjóninum og langar að sjá á

honum hendurnar, ef ég fer í flugvél verð ég skotin í manninum við hliðina á

mér og fer að reikna út hvað örlögin hafa verið lengi að pússa okkur saman; ef

ég er á rauðu ljósi er ég hugsa um manninn í bílnum við hliðina á, .... ég verð

bara skotin í öllum og svo fer ég að skamma mig og segi, þú ert með brókarsótt

og óhemjugang, og þú ert lufsa og getur ekki haldið þig við neinn sérstakan og

konur eiga ekki að vera svona, en svo fattaði ég alltíeinu að ég er betlari.139

137 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Sjáðu, sjáðu mig. Það er eina leiðin til að elska mig: sorgarljóð. 1995:20 138 Elísabet Kristín Jokulsdottir. „Um mig“ Elísabet Jökulsdóttir. Sótt 02.08.2019. af

http://www.elisabetjokulsdottir.is/Home/About 139 Elísabet Kristín Jokulsdottir. „Betlarakerling“ Í RaTam. Ahhh… Ástin er að halda jafnvægi, nei fokk,

ástin er að detta. Kabarett eftir leikhópinn RaTaTam. 9.febrúar. 2018:7 Leikhópurinn vinnur nú að

leikhverkinu HÚH! Sem frumsýnt verður 27.09.2019 í Borgarleikhúsinu. Þar vinnur hópurinn með sjálfið

eins og segir í lysingu a verkinu: „Hver er ég? Er ég það sem ég held að ég sé? Eða það sem þu heldur að

ég sé? Er ég kannski bara það sem ég held að þú haldir að ég sé? Í sturlaðri von um að vera nógu æðisleg,

sexý, fyndin og þroskuð engjumst við um í baráttunni við ófullkomleikann. Við finnum fiðringinn þegar

við hljotum viðurkenningu umhverfisins en fyllumst einmanaleika og skomm þegar við afhjupum okkur.“

sótt 30.08.2019 af https://www.borgarleikhus.is/syningar/huh

Page 32: BA-ritgerð · 3 Formáli Þegar kom að því að velja ritgerðarefni stóð ég á gati og leitaði í örvæntingu minni til vina minna, til kennara og leitaði að blaði sem

30

Hún vill verða ástfangin en ruglar því stundum og verður ástfangi. Betlar ást, leitar að

ást, snýst í kringum ást en opnar þó ekki hjarta sitt.140

Elísabet horfir til baka með kómískum, oft háðskum, augum á líf sitt og reynslu.

„Við skutum mav í flæðarmalinu, slitum vængina af, settum a Benedikt og tókum

mynd. Kaldhæðnislegt í ljósi þess að nokkrum vikum seinna lést hann voveiflega fyrir

utan skemmtistað í Reykjavík.“141 Í sögum sínum glímir hún gjarnan við fáránleika

tilverunnar og leitast við að einfalda flokinn heim. „Örsogurnar [og ljoðin] eru gjarnan

barnslegar í framsetningu en í þeim leynist dýpt og á köflum óhugnaður.“142

Dramatískar og merkingarbærar senur læðast oft inn í texta sem virtist vera saklaus við

fyrstu sýn. Afgreiðslumaðurinn man eftir konu sem hleypti börnum inn í garðskálann

sinn en ekki út og fannst sjálfur sofandi þar sem barn.143 Svo fer hann að tala um annað.

Alvarlegar sögur og karaktermótandi atvik koma oft fram á slíkan hátt í sögum

Elísabetar. Senur eða atriði sem virðast í fyrstu vera skrítin og súrrealísk geyma

raunverulegan alvarleika.

Elísabet tekst á við heimsmálin í skrifum sínum. Hún lætur sig varða

umhverfismál, mál innflytjenda og mál stríðshrjáðra landa. Hún skrifar ljóð og sögur

um slík mál auk þess sem hún deilir undirskriftarlistum á Facebook og hyggst stofna

nyjan stjornmalaflokk eða hreyfingu sem a „að vera verndarvættur Íslands“.144 Bók

hennar Hringavitleysusaga (2003) er titluð sem „villutruarrit“ og er adeila a virkjanir og

eyðileggingu náttúrunnar. Í The Secret-Face spyr ,The Blind and kind woman‘ hvort

náttúran sé til sölu og segir svo að heimspressan hafi ekki tíma fyrir hana og svöngu

börnin í Afríku því þau séu upptekin í Írak og með David Beckham.145

Elísabet fjallar í verkum sínum um stríð, þau sem háð eru í heiminum, í höfðinu og

hjartanu. Í Englafriði skrifar hún um stríð og frið í heiminum og hjartanu, flóttamenn,

ótta, morð og ástina og deilir á stríð og neyslumenningu. Friður er ekki það sama fyrir

Sýrlendingum og Íslendingum. Sýrlendingar hafi misst margt og marga í stríði og sjá

frið fyrir sér sem hugarró meðan Íslendingar finna frið þegar þeir hafa uppfyllt

140 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Englafriður. 2004:23 141 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Kattahirðir í Trékyllisvík. 2011:19 142 Elínborg Ragnarsdóttir, Sólveig Einarsdóttir, and JPV útgefandi. Skáld Skrifa þér : - Brot úr

bókmenntasögu frá 1920 til nútímans. 2017:Bls.192 143 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Síðan þessi kona varð trúuð hefur hún verið til vandræða í húsinu.

2005:87 144 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Facebook. Sótt. 29.08.2019 af

https://www.facebook.com/elisabetkristin.jokulsdottir/posts/10157481414141170

Snorri Masson. „Stofna nyjan umhverfisflokk.“ Morgunblaðið. 17.7.2019 sótt 20.7.2019 af

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/07/17/stofna_nyjan_umhverfisflokk/ 145 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. The Secret-Face. 2004:25

Page 33: BA-ritgerð · 3 Formáli Þegar kom að því að velja ritgerðarefni stóð ég á gati og leitaði í örvæntingu minni til vina minna, til kennara og leitaði að blaði sem

31

neysluþarfir sínar.146 Ljóð Nr.44 og Nr.45 í Englafriði tengjast inn á náttúrusjálf

Rousseau sem sagði að eignarétturinn framkallaði öfund, græðgi og neikvæðar

tilfinningar sem leiða menn út í morð og glæpi, stríð. 147

Nr. 44

Í Sýrlandi hugsa þeir mikið um friðinn,

hann er efst í huga þeirra

og leiða okkur um rústirnar

sem mörkuðu upphaf okkar menningar.

Nr.45

Á Íslandi ríkir friður þegar allir

eru búnir að kaupa allt

sem þá vantar. Og þegar engan vantar.

Í ljóði Nr.15 flýr Elísabet skaddað hjartað og er flóttamaður þaðan líkt og aðrir flýja

stríðshjáð heimalönd.

„Ég er flottamaður fra hjartanu,

snýst í hringi í höfðinu,

ef ég færi aftur til hjartans,

gæti farið að blæða.”148

Persónurnar í bókum hennar eru margvíslegar og oft á tíðum ævintýralegar. Þar má

finna vitavörð, sirkúsfólk, lírukassaleikara, áhorfendur, sjómenn, eldsmið, töframann,

trúða, fangaverði, lúðrasveit, menn, konur og börn. Persónurnar fá oftast við sig greini,

þau eru harmonikkuleikarinn, vörðurinn, afgreiðslumaðurinn, konan. Elísabet festir þau

í þessum greinandi hlutverkum á blaðsíðunum, þau eru föst á framsviðinu.

Aðalsöguhetja flestra bóka Elísabetar er kona, líkt og hún sjálf, sem segir frá atburðum

146 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Englafriður. 2004:19 147 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Englafriður. 2004:20 148 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Englafriður. 2004:9

Page 34: BA-ritgerð · 3 Formáli Þegar kom að því að velja ritgerðarefni stóð ég á gati og leitaði í örvæntingu minni til vina minna, til kennara og leitaði að blaði sem

32

og senum úr eigin lífi.149 Elísabet nær að stíga út fyrir sjálfa sig, kemur sér fyrir í

hlutverki konunnar og skrifar. Konan er oft að berjast við að ná fram einhverju æðra og

fylgir leiðbeiningum frá einhverju óskilgreindu, eins og söguhetja bókarinnar Síðan

þessi kona varð trúuð hefur hún verið til vandræða í húsinu. Hún stendur í miklum

framkvæmdum á húsinu sínu og hefur Afgreiðslumaðurinn orð á því að konan sé ef til

vill að gera upp hús innra með sér.150 Elísabet gæti verið að þróa sjálf sitt með því að

setja sig í hlutverk sögupersóna sinna og þannig sjá sig með þeirra augum.

Litir skipta miklu máli í verkum Elísabetar. Þeir eru oftast tengdir náttúrunni og

manneskjunni en hvít blóm, blá fjöll og fiðrildi, svört augu og nælonsokkar, rautt blóð

og grænir kjólar koma oftast fyrir. Náttúran kemur einnig iðulega fyrir í verkum

Elísabetar. Elísabet skrifar um blóm, fjöll, snjó, stjörnur, sól, eld, myrkur, ljós, ský, tré

og dýr. Oftast skrifar hún um fugla og fiska en hestar, köngulær og fiðrildi læðast líka

inn. Í öllum bókum hennar kemur vatn fyrir á einhvern máta, hvort sem það er haf, sjór,

fljót, lækur, djúp, foss, rigning eða tjörn.151 Hún siglir um haf ástarinnar sem er, líkt og

hið raunverulega haf, blautt, sefandi, fallegt og banvænt. Vatn hreinsar og gefur líf en

getur líka verið hættulegt en sjórinn hefur hrifsað til sín ófáar sálir. Vatn getur líka verið

merki þess að standa í stað, eins og ár renna alltaf niður sömu brautina. Vatn hefur

þannig margar merkingar í ljóðum Elísabetar.

Elísabet er mjög hrifin af Íslandi, lofar náttúru landsins í verkum sínum og vill

sjá sig sem hluta af henni, „Sa sem er bundinn Íslandi er að eilífu bundinn mér.“152

Náttúran er tengd kynorku í skrifum Elísabetar og vilja persónurnar oft stunda kynlíf í

snertingu við hana. „Ma ég leggja þig í mosann, svo skal ég koma úr fossi / eða

daggardropum, hvort heldur þu vilt.“153

Þegar ég kem við mig, hugsa ég um þig

eitthvað himneskt dónalegt.154

149 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Síðan þessi kona varð trúuð hefur hún verið til vandræða í húsinu. 2005 150 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Síðan þessi kona varð trúuð hefur hún verið til vandræða í húsinu.

2005:86 151 Síðasta ar hefur hun unnið í gjorningi a Facebook sem ber heitið „Einhversstaðar a bak við alheiminn

er lítil tjorn“. Þar fær hun einstaklinga til þess að taka myndir af þeim tjornum sem þeir finna víðs vegar í

heiminum, flestar eru þó á Íslandi, eða taka myndband af sér að fara með ljóðið. Samvinnugjörningur í

gegnum Facebook. Hlekkur á eina slíka mynd, sóttur 29.08.2019.

https://www.facebook.com/photo.php?fbid=10157515427201170&set=a.162832986169&type=3&theater 152 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Heilræði lásasmiðsins. 2007:88-89 153 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Vængjahurðin. 2003:39 154 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Vængjahurðin. 2003:11

Page 35: BA-ritgerð · 3 Formáli Þegar kom að því að velja ritgerðarefni stóð ég á gati og leitaði í örvæntingu minni til vina minna, til kennara og leitaði að blaði sem

33

Ókei, ég verð gröð við að sjá þig graðan

einföld sannindi um fegurðina og ljósið.155

Hægt væri að kalla sum skrif Elísabetar játningar, vegna uppsetningar þeirra og

persónulegs innihalds. Játningar Ágústínusar eru í 13 bókum, Játningar Rousseaus í 12

en „Jatningar Elísabetar“ spanna 26 boka hofundarverk hennar. Líkt og Játningar

Rousseaus eru „Jatningar Elísabetar“ mjog kynferðisleg verk þar sem mikið er talað um

kynlíf og sjálfsfróun. Rousseau var fyrstur til að rannsaka kynferði sem hluta af sjálfinu

og Elísabet var í forystu skáldkvenna á Íslandi sem ortu um kynlíf, langanir og

líkamann. „… [M]ig langar ekkert að vita hvaðan þessi maður er mig langar bara í

hann.“156 Skáldkonur af kynslóð Elísabetar töluðu fæstar eins opinskátt um kynlíf og

hún sem yrkir óhrædd um kynlíf kvenna, kvenlíkamann, kynvitund, píkur, greddu,

skömm og ástarfíkn. Bók hennar Vængjahurðin er titluð sem „astarljoð“ og er

sérstaklega opinská. Þar er að finna ljóð sem þessi, sem eru ekki feimin við að segja

„eitthvað himneskt donalegt”. 157 Hun tekur tabuið í burtu og setur í stað þess „einfold

sannindi um fegurðina og ljosið“.158 Hún skrifar bæði hispurslaust, eins og hér að ofan,

og notar myndmál, þá oftast tengt náttúrunni. Hérna er píkan musterið og stund

frelsunarinnar er fullnæging.

Eða viltu sjá musteri með gosbrunni í miðjunni

Og á stundu frelsunarinnar: Hvítar dúfur.159

Hún sér líka skoplegu hliðina á kynlífi og tekur sjálfa sig ekki of alvarlega. í The Secret-

Face fer ,The Blind and kind woman‘ með einræðu um að leita að typpi og biður um

hjálp frá Guði við leitina.160 Nornin í Hringavitleysusögunni býr til typpi fyrir

Prinsessuna. Typpið er hoggvið af þar til það lafir ofan í tjorn og „ekkert virðist geta híft

það upp, ekki einu sinni þreytulegur armur Prinsessunnar sem sagðist vera sönn

prinsessa og ekki geta horft a lafandi typpi.“161

155 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Vængjahurðin. 2003:55 156 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Næturvörðurinn. Reykjavík, Viti menn. 2016:14 157 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Vængjahurðin. 2003:11 158 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Vængjahurðin. 2003:55 159 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Vængjahurðin. 2003:15 160 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. The Secret-Face. 2004:15 161 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Hringavitleysusaga. 2003:18

Page 36: BA-ritgerð · 3 Formáli Þegar kom að því að velja ritgerðarefni stóð ég á gati og leitaði í örvæntingu minni til vina minna, til kennara og leitaði að blaði sem

34

Elísabet reif niður kynferðislega þagnarmúrinn en almenningur kunni ekki fyllilega

að meta framlag hennar til samfélagsins fyrr en Enginn dans við Ufsaklett kom út árið

2014. Bókin kom út þremur árum áður en MeToo-byltingin tröllreið öllu á Íslandi og

talaði inn í samtíma kvenna sem voru leiðar á því að hafa hljóð en stutt er síðan nær

algjör þöggun ríkti vegna kynferðislegrar áreitni og kynferðisofbeldis. Konur stigu yfir

rústirnar af þagnarmúrnum, aðeins frjálsari og aðeins sýnilegri en áður.

Elísabet yrkir um frelsi. Frelsi úr ofbeldissambandi, kynferðislegt frelsi og

réttinn til þess að vera hún sjálf. Þessi frelsisleit kemur meðal annars fram í þeim

fuglum sem finnast víða í ljóðum hennar en fuglar eru þekkt frelsismótíf. Elísabet vill

vera frjáls undan þeim hlutverkum sem hún leikur í leit að sjálfri sér. Frjáls undan

pressunni frá framsviðinu. Faðir Elísabetar sagði tveimur strákum sem ætluðu að veiða

dufur „að dufur væru vængjaðar verur sem mætti ekki loka inni heldur ætti að leyfa

þeim að fljuga frjalsum um.”162 HIN og HÚN tala um að drepa lítinn fugl.163 Kannski

eru þær að drepa frelsi Elísabetar og festa hana í ofbeldisamböndum og geðveiki.

Áðuren ég orti þessi ljóð vildi ég hafa bláar flísar á blaðinu,

en núna helst bleikar með blómum, ég er biluð.164

Elísabet yrkir úr stöðu hins jaðarsetta. Hún er þolandi ofbeldis. Hún yrkir um það í

ljóðabókinni Ástin ein taugahrúga. Enginn dans við Ufsaklett (2014). Ljóðin leiða

lesandann í gegnum ástarsamband ljóðmælanda, Elísabetar, við ofbeldismann. Bókinni

er skipt upp í þrjá hluta, hún byrjar á tilhugalífinu, fer næst í sambúðina og endar á

skilnaðinum. Bergljót Soffía Kristjánsdóttir og Guðrún Steinþórsdóttir segja að lesa

megi frásagnarljóðabálkinn í ljósi sögu hugmynda um ástaróvit og -ærslu.

Myndskreytinginarnar og ljóðin sýni þrá sem uppsprettu og afleiðingu ástaróvitsins.165

Elísabet er í ástarfíkn og getur ekki fengið sig til þess að slíta sig frá

ofbeldismanninum þrátt fyrir viðvörunarbjöllur, fyrst hennar eigin á fyrsta stefnumótinu

og svo frá öðrum.166 Hún breytir lífinu með honum í draum og neitar að sjá hið slæma. Í

ljóðinu Sýlindermaðurinn (41) segir hann henni „að konur hafi oft skipt um sylinder til

að varna honum inngongu“ og hun jatar að „ef allt hefði verið með felldu hefði ég att að

rjúka heim og skipta um sylinder“ en hun ætlaði að fa þessa sambuð, þetta samband,

162 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Ísbjörninn við Hótel Viktoría. 2006:14 163 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Eldhestur á ís. 1990:25 164 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Vængjahurðin. 2003:23 165 Bergljót Soffía Kristjánsdóttir & Guðrún Steinþórsdóttir, 2017:64 166 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Ástin ein taugahrúga. Enginn dans við Ufsaklett. 2014:13

Page 37: BA-ritgerð · 3 Formáli Þegar kom að því að velja ritgerðarefni stóð ég á gati og leitaði í örvæntingu minni til vina minna, til kennara og leitaði að blaði sem

35

vegna astarfíknarinnar, og verða ekki „ein af þessum vondu konum“ (42) sem sviku

hann. Í ljóðinu Engill spyr Elísabet sig hvort kærastinn hafi verið sendur henni svo hún

þyrfti ekki að sjá um ofbeldið gagnvart sjálfri sér.167

Ballið

Við fórum á ball

og ég er að hugsa um að bera upp bónorð

þegar ég man eftir geðhvörfunum mínum

svo það verður ekkert úr því

í staðinn kemur skólasystir mín

úr fortíðinni og segist vona

að hann berji mig ekki

einsog allar hinar konurnar

ég stífna upp

raunveruleikinn er að ráðast

á drauminn

hún er ekki að segja satt

en samt skýst mynd upp í hugann

þegar við fórum saman í sund

í fyrsta skipti og ég kom út úr

kvennaklefanum einsog drottning

þá tók hann utan um hendurnar á mér

einsog ég væri varnarlaust barn

það er það sem ofbeldismenn gera

þeir breyta konum í börn.168

Elísabet er með geðhvarfasýki og talar og yrkir opinskátt um geðheilbrigði og

geðveikina. „Ég er með geðhvarfasyki, veiktist þegar pabbi do og svo aftur þegar

kvennagullið for fra mér og var lokuð inni a Kleppi.“169 „Ég veit ekkert hver ég er. Ég

er brjaluð kona.“170 Raunveruleiki og draumur takast á í skrifum Elísabetar. Hún leyfir

draumnum oft að vinna, sbr. ljóðin í fyrsta hluta Enginn dans við Ufsaklett, þar sem hún

vill halda sig í draumnum þar sem hann er ekki ofbeldismaður, hún er ekki geðveik og

167 Sama heimild 2014:58 168 Sama heimild 2014:18 169 Kolbrún Berþórsdóttir. 2015:52 170 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Sjáðu, sjáðu mig. Það er eina leiðin til að elska mig. 1995:24

Page 38: BA-ritgerð · 3 Formáli Þegar kom að því að velja ritgerðarefni stóð ég á gati og leitaði í örvæntingu minni til vina minna, til kennara og leitaði að blaði sem

36

þau eru bara hamingjusöm og ástfangin. Elísabet tekur sér hlutverk í goðsögu eða

draumi því raunveruleikinn er of erfiður til að vera í honum. Hún segir að

raunveruleikinn sé samþykktur. Samfélagið er búið að sammælast um hvernig fólk eigi

að haga sér á framsviðinu. Geðsjúklingurinn, fíkillinn og alkahólistinn hafa ekki gert

þennan samning, þeir hafa gert samning við ruglið í höfðinu á sér.171

Þegar Elísabet heldur aftur á Strandir sér hún stelpu á klöppunum sem veifar sér

„Var hun raunveruleikinn og ég draumur hennar?“172 Það er fortíðarsjálf Elísabetar,

sextán ára stúlka sem var ráðskona á Ströndum. Elísabet er svo óörugg í sjálfri sér að

hún veit ekki hvor þeirra er raunveruleg og hörfar inn í drauminn.

4.2.1 Sjálf Elísabetar

Margar af persónum Elísabetar eru einangraðar eða læstar inni og leita að leiðum út.173

Þær leiðir geta verið fallegar, sorglegar og kómískar. Sumar skera úr sér augun, sumar

hafa týnt lyklinum að lokaða herberginu, sumar þora ekki út og sumar skipta sér í hluta.

Örsagan Fjólubláir Fuglar er um kofastelpu sem smíðaði fjólubláa kofa og setti hluta af

sér inn í hvern kofa.174 Elísabet hefur líka skrifað um að lokast inni í fólki, líkt og

herbergjum, eins og í þessu broti af ljóðinu Nafnlaust.

[…]

Ég lokaðist inni í honum

einsog í hverju öðru herbergi.

Ég var lokuð inni í mörgu fólki

og man ekkert síðan hvenær.175

Konan sem er læst inni í lokaða herberginu er Elísabet sjálf. Vörðurinn segir henni

hver hún er og reynir að sannfæra konuna, Elísabetu, um að hún sé hún sjálf. Konan

trúir því ekki og berst gegn því. Hún er full af skömm og Spákona segir að skömmin

171 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. „Á bak við alheiminn er lítil tjorn.“ Útvarp Elísabet. 23.08.’19 sott

29.08.’19 af https://soundcloud.com/user-535987440-

427822127?fbclid=IwAR12CvcfJa9vtt6QMzjjC4NXh1UunVBheb1X-8_XsCZXXU1BVn6FhJMhge8 172 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Kattahirðir í Trékyllisvík. 2011:25 173 Þessi einangrun og innilokun birtist meðal annars í Heimsóknartímanum, Rúm eru hættuleg, Heilræði

lásasmiðsins, Dans í lokuðu herbergi, Ástin ein taugahrúga. Enginn dans við Ufsaklett. 174 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Lúðrasveit Ellu Stínu. 1996:9 175 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Ástin ein taugahrúga. Enginn dans við Ufsaklett. 2014:57

Page 39: BA-ritgerð · 3 Formáli Þegar kom að því að velja ritgerðarefni stóð ég á gati og leitaði í örvæntingu minni til vina minna, til kennara og leitaði að blaði sem

37

stjórni lífi hennar.176 Kannski er það skömm af því að hún nær ekki að leika sjálfa sig og

samningurinn milli leikarans og áhorfenda er rifinn. Hún hefur misst grímuna og veit

ekki hvaða hlutverk hún á að leika. Sögumannsröddin flakkar á milli Varðarins og

konunnar en báðar eru þær Elísabet sem er skipt í mörg mismunandi sjálf í verkum

sínum.

„En skiptum við ekki um hlutverk?“ segir konan við Vorðinn.

„Það er bara eitt, getum við ekki skipt aftur um hlutverk?

Og þú orðið fáviti og ég vörðurinn.

Nei, svo ég geti orðið Elísabet Jökulsdóttir, þú sagðist vera hún manstu, getum

við ekki skipt aftur.

Þú viðurkennir þa að þu sért Elísabet Jokulsdottir?“

[ … ]

Ég gat ekki svarað því, ég þekkti ekki þessa Elísabetu Jökulsdóttur þótt ég hefði

heyrt hennar getið, hún skrifaði bara um sjálfa sig,177

Viðburðir úr lífi hennar fléttast inn í bókina og tengja þessa frásögn einnig við

aðrar bækur hennar þar sem sömu þemu, karakterar og viðburðir koma fyrir. Hún er

fótboltamamma (Fótboltasögur), hún fer til New York og leggur sig á bekk í Central

Park (Heilræði lásasmiðsins), hún skrifar um fiðrildi, innilokun, skömm, ástleysi og

klofið sjálf. Elísabet byggir upp stórt net tengsla í verkum sínum. Í Eldhestur á ís segir

HÚN, „Rum eru hættuleg.”,178 sem er titill á skáldsögu sem kom út ári seinni. Sömu

karakterarnir birtast víða í bókunum og eru orðnir að einhverjum öðrum. Í Laufey

syngur stúlka fyrir hafið. Sú stúlka birtist einnig í Vængjahurðinni og sem Elísabet sjálf

í Kattahirðir í Trékyllisvík.179

Til í að elska þótt enginn elskaði mig,

Og hárið frosni og opið í hálsinum

Söng ein um ástina fyrir hafið

176 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Heimsóknartíminn. 2010:8-30 177 Sama heimild 2010:34-36 178 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Eldhestur á ís. 1990:13 179 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Kattahirðir í Trékyllisvík. 2011:28,90

Page 40: BA-ritgerð · 3 Formáli Þegar kom að því að velja ritgerðarefni stóð ég á gati og leitaði í örvæntingu minni til vina minna, til kennara og leitaði að blaði sem

38

Og hafið varð eitt með himninum.180

Eitt af aðal viðfangsefnum Elísabetar er klofningurinn í sálinni og sjálfinu. Sá

klofningur gæti verið barátta eða hlutverkaspenna milli allra þeirra mismunandi

hlutverka sem einstaklingar leika. Það þema birtist í flestum, ef ekki öllum, bókum

hennar. Persónurnar í The Secret-Face eru The Blind and kind Woman, Funeral-Woman

og Universe-Woman. Þar sést klofningurinn í sjálfinu vel þar sem einn leikari leikur öll

hlutverkin, líkt og menn leika mörg mismunandi hlutverk í gegnum daginn.

Klofningurinn í þessum persónum sést einnig í því hvernig hendurnar, sem leika

Funeral-Woman og Universe-Woman, fara í sitthvora áttina eins og þær vilji kljúfa

Blind and Kind woman í sundur.181

Í Hringavitleysusögunni eru mörg mismunandi hlutverk og andlit. Sveitastelpa

breytir sér í prinsessu og svo Disney-barn. Samfélagið birtist í mynd tólf manna stjórnar

sem setti súkkulaðisjoppu á laggirnar til þess að bjarga þjoðarverðmætum. „Það

merkilega var stjórnin hafði öll sama andlitið og við nánari skoðun sást að hvert andlit

hafði tvö andlit. Það andlit er kallað konan í þessari sogu til einfoldunar.“ „Kannski

voru þetta lánsandlit en þau geta skotið svo djúpum rótum að þau loka fyrir uppstrettuna

sem hver og einn á fyrir sig. Það er helst á hættustundum að lánsandlitin geta lekið af

fólki og hið rétta andlit kemur í ljos.“182 Lánsandlitin loka á raunverulega sjálfið,

uppsprettuna, en á hættustundum, eins og þegar óþægilegar aðstæður myndast vegna

misræmis í handritinu, getur maður misst grímuna, lánsandlitið. Þá er hlutverki

leikarans ógnað og hætta á að leiksýningin misheppnist. Forneskjan forðast þetta með

því „að fá sér nýtt andlit eina ferðina enn til að halda andlitinu og áréttaði að þetta væri

súkkulaðisjoppa.“183 Hún stendur við samninginn sem hún og samfélagið hafa gert.

Persónur leikritsins Eldhestur á ís eru HÚN, HIN og GLERBÚI. Sjálf Elísabetar

gæti verið klofið í þær allar. Eitt sjálfið, GLERBÚI, spyr hin tvö hversu mörg þau

séu.184 Elísabet leitar að sjálfi með skrifunum og vill vera heil eins og HÚN segir í

leikritinu. „HÚN : Ég skynja ástina, sem er óþrjótandi afl, tilað skapa og fyllast af

heilsteyptum tilfinningum. Ég vil vera alveg. HEIL. Ég vil vera allskonar,

180 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Vængjahurðin. 2003:36 181 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. The Secret-Face. 2004:30 182 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Hringavitleysusaga. 2003:9 183 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Hringavitleysusaga. 2003:33 184 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Eldhestur á ís. 1990:24

Page 41: BA-ritgerð · 3 Formáli Þegar kom að því að velja ritgerðarefni stóð ég á gati og leitaði í örvæntingu minni til vina minna, til kennara og leitaði að blaði sem

39

allskonar…“185 Konur skrifa kven-sjálfsverund (e. Female subjectivity) inn í texta og

leiðir það af sér ákveðna gerð sjálfsævisögulegrar ljóðalistar. Þær reyna að staðfesta sig

fyrir sjálfum sér sem konur og skáld.186

Elísabet hefur bæði sagt sig vera með brotna sjálfsmynd og pöddusjálfsmynd bak

sinnar eigin.187 Hún ávarpar þessa pöddusjálfsmynd í Eldhestur á Ís þar sem HIN segir

við HANA „HIN : Reyndu að trua þessu. Þu vilt bara trua einhverju. Þu ert padda.

Hrædd lítil padda.“188 „HIN : Þu brotnar undan ofbeldi. Eða herðist. Ofbeldi er goð

aðferð. Ef fólk þarf að nota þig í hina áttina, smjaðrar það og skríður fyrir þér. Maður

fær ranga sjálfsmynd. Innst inni veistu að það er ekki rétt að breytast á þennan hátt.

(Þogn)Hræðslan og blekkingin grafa þér grof.“ 189 Elísabet lætur undan samfélaginu,

rétt eins og Ágústínus þegar hann stal perunum.

Í bók sinni, Sjáðu, sjáðu mig. Það er eina leiðin til þess að elska mig, biður

Elísabet um að vera séð. Er Elísabet að leita að sjálfi þegar hún biður um að vera séð?

Samkvæmt spegilsjálfinu speglar maður sjálf sitt í öðrum. Elísabet biður um að vera

séð, svo hún geti speglað sig í þeim sem horfir og byggt upp sjálf. Í ljóðinu Kona sem

breytti sér í konu breytir kona sér í konu því henni finnst hún ekki líta út eins og kona.

Hún kaupir gervineglur, háhælaskó, perlufestar, varalit, gerviaugnhár, andlitspúður,

bleikt mínípils og netsokkabuxur. En eftir breytinguna líður henni eins og hún sé

klæðskiptingur eða frumstæður þjóðflokkur.190 Það minnir á ljóðin Alvörukona I og II úr

Enginn dans við Ufsaklett þar sem kona, Elísabet, breytir sér fyrir mann.191 Hún breytir

sér í „alvoru konu“, stígur inn í það hlutverk, matar það og reynir með því að skilja

sjálfa sig.

4.3 Kona, manneskja og barn.

“Hun : Það er barn sem grætur inni í hofðinu a mér.

Það er manneskja innanímér sem kann að syngja, dansa og gleðjast.

185 Sama heimild 1990:17 186 Birkle, Carmen. Women’s Stories of the Looking Glass: Autobiographical reflections and self-

representations in the poetry of Sylvia Plath, Adrienne Rich and Audre Lorde. München, Wilhelm Fink

Verlag.1996:6-7 187 Kolbrún Berþórsdóttir. 2015:52

Ragnheiður Eiríksdóttir. 7.ágúst 2015. Pöddur og píkur á Framnesveginum: Myndlistasýning skáldkonu.

Dv. 188 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Eldhestur á ís. 1990:52 189 Sama heimild 1990:44 190 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Lúðrasveit Ellu Stínu. 1996:11 191 Þessi „alvoru kona“ kemur líka fram í Heilræði lásasmiðsins bls.145-147

Page 42: BA-ritgerð · 3 Formáli Þegar kom að því að velja ritgerðarefni stóð ég á gati og leitaði í örvæntingu minni til vina minna, til kennara og leitaði að blaði sem

40

Það er kona þar sem vill elska og elska og elska…“192

Sjálf Elísabetar er klofið í konu, manneskju og barn. Jelinek heldur því fram að í

skrifum kvenna sé sögurödd samhliða þeirra eigin, þótt brotakennd kunni að vera.193

Elísabet birtist í öllum verkum sínum í einhverri mynd. Konan, manneskjan og barnið

ferðast um skrif Elísabetar í leit að sjálfi til þess að samsama sig við. Aftan á

Vængjahurðinni stendur að röddin sé naív-expressív, en ég tel að sú lýsing gildi um

flestar bækur Elísabetar. Hún notar heiðarlegar og einfaldar lýsingar og teikningar og

sækir mikið efni í æsku-sjalf sitt, Ellu Stínu. „Ég kalla barnið í mér Ellu Stínu og hafði

toluvert fyrir því að finna hana a sínum tíma.“194 Ágústínus lýsir börnum ekki á mjög

jákvæðan hátt: þau orga, öfunda og eru fjarlæg Guði. Elísabet sér Ellu Stínu sem

saklaust barn en er þó einnig alltaf, eins og Ágústínus, að leita að Guði með skrifum

sínum.

Elísabet skrifar mikið um hræðslu barna við að vera yfirgefin.195 „Hun fann það

seinna að lítil börn geyma allt í sér. Allt sem verður seinna. Þess vegna er svo auðvelt að

gleðja og hryggja lítil börn. Þau trúa því aldrei að nokkur yfirgefi þau um leið og þau

ottast það mest af ollu.“196 Elísabet kom af skilnaðarheimili og hefur sagði að faðir

hennar hafi ekki haft mikinn áhuga á að sinna henni.197 Hún segir að hann hafi hafnað

henni og bræður hennar hafi fengið „miklu meiri athygli, svona eins og gengur og gerist

í þjoðfélaginu.“ Hun segir samt líka að hennar sterkasti drifkraftur sé hofnun og flest

sem hún geri sé til þess að fá höfnun.198 Ef til vill heldur hún í höfnunina til þess að

halda í föður sinn, „og ég vil ekki losna við sorgina / því þa ætti ég engan pabba / sorgin

er staðgengill pabba míns”.199

Elísabet skrifaði Ísbjörninn frá Hótel Viktoría, minningabók um föður sinn, eftir að

synir hennar hvöttu hana til þess að hugsa um allt það góða og fallega sem tengdist

honum. Það var eftir að hún sagði þeim að hún hafði ekki enn náð að gráta hann, þá

192 Sama heimild 1990:24 193 McCracken, LuAnn. „"The Synthesis of My Being": Autobiography and the Reproduction of Identity

in Virginia Woolf." Tulsa Studies in Women's Literature 9, no. 1 (1990): 59-78. doi:10.2307/464181.

1990:61 194 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Heilræði lásasmiðsins:39 195 Það birtist meðal annars í Dans í lokuðu herbergi og Rúm eru hættuleg. 196 Elísabet Jökulsdóttir Rúm eru hættuleg bls. 94 197 Kolbrún Berþórsdóttir. 30.janúar 2015:52 198 Erla Björg Gunnarsdóttir og Snæros Sindradottir. „Sterkasti drifkrafturinn er hofnun.“ Vísir.is. 10. júní

2016, sótt 16.08.2019 af https://www.visir.is/g/2016160608802 199 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Ástin ein taugahrúga. Enginn dans við Ufsaklett. 2014:46

Page 43: BA-ritgerð · 3 Formáli Þegar kom að því að velja ritgerðarefni stóð ég á gati og leitaði í örvæntingu minni til vina minna, til kennara og leitaði að blaði sem

41

voru sextán ár liðin frá dauða hans.200 Hún þurfti að fara til Grikklands til þorpsins sem

þau bjuggu í þegar hún var barn til þess að skilja að faðir hennar var dáinn.201 Í bókinni

eru senur úr lífi Elísabetar sem snúast í kringum hana, föður hennar og samband þeirra.

Samband þeirra kemur þó fyrir í öllum bókunum að einhverju leyti. Faðir hennar er í

raun hennar helsta yrkisefni og birtist í mönnunum sem hún skrifar um og innilokun

hennar. „Ég skal aldrei fyrirgefa þér að hafa daið, þu læstir mig inni og hentir

lyklinum.“ „… mér fannst pabbi minn hafa daið og með því læst mig inni.“202„Ef ég

myndi fyrirgefa honum gæti ég ekki latið hann stjorna mér afram.“203

Í Jörðin er hnöttótt segist Elísabet sjá bungu sem hún sér ekki á

sjondeildarhringnum „tilað þoknast foður mínum og valda honum ekki vonbrigðum.” Í

Fallegar hendur hreyfir pabbi hennar hendurnar „einsog hann væri að stjórna

fuglum.”204 Hann stjórnaði himinhvolfinu, fuglum og henni. Seinna áttar hún sig á því

að hun „stjornaði ferðum fugla og himintungla.“205 Og að hún þurfi ekki að vita hvort

jörðin sé knöttótt til að njóta fegurðar himinsins.206 Sjálf hennar, sem var veikt vegna

orkunnar sem fór í að bæla tilfinningar í dulvitundinni getur aftur orðið hraust, sterkt og

heilt.

Eftir akveðnum leiðum komst ég að því að þarna var a ferð Draumakonan, hluti

af mér sem ég vissi ekki af. Draumakonan treður raunveruleikanum teygðum og

toguðum inn í drauminn bara til að utma hann, hun er eins konar Kali eða er hun

sogukona sem vill segja fra? Og hvað a ég að gera við Draumakonuna, eyða

henni ef hun vill byrja með honum aftur? Eða reyna að tala við hana?207

Hún gleymdist, eða gleymdi sér, í mörg ár í töfraheimi sem stóð utan raunheimsins og

lék í töfraleikriti. Kannski tóku Draumakonan eða Ella Stína stjórnina. „Ella Stína fékk

hugmyndaheim, hugmyndafræði tofranna, ekki hlyju eða snertingu.“ Hrædd við að

fullorðnast og yfirgefa töfraheiminn fyrir raunheiminn sem hún bjó ekki til.208

200 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Ísbjörninn við Hótel Viktoría. 2006:Kápa, bakhlið. 201 Elísabet Kristín Jokulsdottir. „Hnetur hungangs sol og dauði.“Ísbjörninn við Hótel Viktoría. 2006:16 202 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Heimsóknartíminn. 2010:21 203 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Heilræði lásasmiðsins. 2007:169 204 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Ísbjörninn við Hótel Viktoría. 2006:21-28 205 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Heilræði lásasmiðsins. 2007:199 206 Elísabet Kristín Jokulsdottir. „Þott það sé refur?“ 1989:120 207 Kolbrún Berþórsdóttir. 30.janúar 2015:52 208 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Heilræði lásasmiðsins. 2007:186-187

Page 44: BA-ritgerð · 3 Formáli Þegar kom að því að velja ritgerðarefni stóð ég á gati og leitaði í örvæntingu minni til vina minna, til kennara og leitaði að blaði sem

42

Ljóð

Ég gríp dauðahaldi

í orðin

svo raunveruleikinn

renni mér ekki

úr greipum.209

Elísabet hefur skrifað um svokallaðan Töfragarð. Fullorðin manneskja er send í

ferðalag í leit að tilgangi lífsins og finnur barn í töfragarði sem er að vaxa yfir það.

Barnið er að bíða eftir að verða sótt af pabba sínum.210 Leit Elísabetar að sjálfi má sjá út

frá föðurnum sem hún leitar að og bíður eftir, föður sem hún skapar endurtekið í

skrifum sínum. Hún er föst í hlutverki Ellu Stínu, stúlkunnar sem bíður föður síns í

Töfragarðinum. Hann kemur aldrei og trén vaxa yfir barnið, Ellu Stínu. Með því að

viðurkenna dauða föður síns og að gera sér grein fyrir því að hún hafi sjálf læst sig inni

frelsar Elísabet sjálfið og verður Elísabet.

Hún biður manninn um að skila lyklinum en hann er búinn að týna honum og

Elísabet þarf að skipta um skrá.211 Hún þarf að taka ábyrgð á sínu eigin lífi og sjá um að

hún komist inn og út úr húsinu. Læsist hvorki inni né úti. Barnið, Ella Stína, biður

Elísabetu að hleypa sér úr garðinum og í hjarta sitt.212„Loksins þegar þessi kona er

komin heim til sín og er hætt að yrkja og rólegheitin sýna sig þá finnur hún dyrnar, hún

verður svo hissa en hún finnur líka lykilinn: Gefðu fra þér stunu, feginsandvarp, …og

dyrnar opnast.“213

Barnið í bókinni

Ævintýrið var tekið burt

frá barninu

og barnið þurfti að fara inn í

fullorðinsheiminn

og þá sá enginn að þetta var

barn.214

209 Eísabet Kristín Jökulsdóttir. Stjarna á himni. – Lítil sál sem aldrei komst til jarðar. 2018:28 210 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Heilræði lásasmiðsins. 2007:40 211 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Heilræði lásasmiðsins. 2007:215-216 212 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Heilræði lásasmiðsins. 2007:219 213 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Ástin ein taugahrúga. Enginn dans við Ufsaklett. 2014:87 214 Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Ástin ein taugahrúga. Enginn dans við Ufsaklett. 2014:83

Page 45: BA-ritgerð · 3 Formáli Þegar kom að því að velja ritgerðarefni stóð ég á gati og leitaði í örvæntingu minni til vina minna, til kennara og leitaði að blaði sem

43

5 Lokaorð

Hér hef ég fjallað um höfundarverk Elísabetar Kristínar Jökulsdóttur út frá kenningum

Erving Goffman um sviðsetningu sjálfsins og játningarbókmenntum Árelíusar

Ágústínusar og Jean Jacques Rousseau, fundið í því sameiginlega þræði, sett það í

samhengi við Elísabetu og sjálfsmynd kvenna. Eins og fram hefur komið skrifar

Elísabet um ást og ástleysi, jaðarsetningu, ofbeldi og geðveiki, stríð og frið,

umhverfismál, náttúruna og líf sitt. Hún skrifar um frelsi úr ofbeldissambandi,

kynferðislegt frelsi og frelsi til þess að vera hún sjálf. Hún glímir við fáránleika

tilverunnar og verk hennar búa oft yfir óhugnaði sem er falinn að baki einfaldrar, jafnvel

barnslegrar framsetningar barnasjálfs hennar, Ellu Stínu. Skrifin eru eins konar

sjálfhjálp eða þerapía þar sem Elísabet kemur frá sér efni sem hefði annars heltekið

hana.

Hægt væri að kalla sum skrif Elísabetar játningar, vegna uppsetningar þeirra og

persónulegs innihalds. Grunnur sjálfsbókmennta og ævisagna nútímans stendur á

Játningum Ágústínusar og Játningum Rousseau. Elísabet leitar að sjálfri sér með

skrifum sínum líkt og Ágústínus leitaði að Guði, vitsmunalegri svölun og andlegum

þroska. Þessi sífellda leit útskýrir af hverju yrkisefni Elísabetar geta sýnst óreiðukennd.

Elísabet dreifir sjálfi sínu í sögur sínar. Viðburðir úr lífi hennar fléttast inn í bækur

hennar og tengja þær saman en vitað er að Elísabet byggir skrif sín á samskiptum sínum

við aðra og upplifunum sínum á leiksviði lífsins. Matthías Johannessen taldi ljóðið vera

túlkunarmynd innsta eðlis mannsins og því er ekki skrítið að Elísabet noti það við

sjálfsleit sína. Elísabet skrifar í nafni sannleikans og reynir að ná fram einhverju æðra

með skrifum sínum.

Í sviðsetningu Goffmans, Játningum Ágústínusar og Rousseau og í skrifum

Elísabetar finnst ákveðin sjálfsleit og leit að samþykki samfélagsins. Goffman bendir á

þau hlutverk sem við leikum og þær kjörmyndir sem við teflum fram til þess að ná fram

þessu samþykki með öllum mögulegum leiðum, Ágústínus segir frá sinni reynslu með

sögunni af peruþjófnaðinum, Rousseau með amour-propre og Elísabet með þeim mörgu

hlutverkum sem hun matar sig í, eins og „alvoru konunni.“ Elísabet lætur undan

samfélaginu og setur upp grímur og leikur hlutverk sem hún heldur að samfélagið búist

við af henni.

Mörg verk Elísabetar fjalla um marga hluta sömu manneskjunnar eða klofning

sálarinnar. Sjálf Elísabetar er klofið og birtist í öllum verkum hennar í einhverri mynd,

Page 46: BA-ritgerð · 3 Formáli Þegar kom að því að velja ritgerðarefni stóð ég á gati og leitaði í örvæntingu minni til vina minna, til kennara og leitaði að blaði sem

44

oftast í hlutverki konu, manneskju eða barnasjálfi hennar, Ellu Stínu. Hún þróar sjálf sitt

með því að setja sig í hlutverk sögupersónanna sem hún skapar og nær þannig að sjá sig

með þeirra augum. Hún ferðast um verk sín í leit að sjálfi til þess að samsama sig við.

Elísabet veit ekki hvaða hlutverk hún á að leika, rýfur þar með samninginn sem hún og

áhorfendur hafa gert, og fyllist skömm.

Raunveruleiki og draumur takast á í skrifum Elísabetar. Raunveruleikinn er

samþykktur af samfélaginu og því flýr Elísabet í drauminn og tekur sér hlutverk í

goðsögu eða töfraheimi. Faðir Elísabetar birtist víða í bókum hennar og kennir hún

honum um að hafa læst sig inni í töfraheiminum. Hann birtist í mönnunum sem hún

skrifar um og innilokun hennar. Með því að viðurkenna dauða föður síns og að gera sér

grein fyrir því að hún hafi sjálf læst sig inni frelsar Elísabet sjálfið og verður Elísabet.

Elísabet er merkileg skáldkona sem hefur þó ekki verið fjallað mikið um. Konur

hafa fengið lítið pláss í bókmenntaheiminum og því er bókmenntasagan fátæk af

konum. Reynsla kvenna hefur oft verið talin þýðingarlítil og hefur það stuðlað að

sundruðu sjálfi og skiptri sjálfsvitund í bókmenntum þeirra. Í sjálfsævisögum þeirra býr

brotakennt, klofið sjálf þar sem konur eru sífellt að leita að sjálfi sem þær geta

samsamað sig við og sæst við. Sjálf Elísabetar er líkt og sjálf annarra skáldkvenna,

brotakennt, klofið og leitandi. Með skrifum sínum tekur Elísabet sér verðskuldað pláss í

bókmenntaheiminum og stuðlar að því að sjálf kvenna og sjálf sitt verði heilt.

Page 47: BA-ritgerð · 3 Formáli Þegar kom að því að velja ritgerðarefni stóð ég á gati og leitaði í örvæntingu minni til vina minna, til kennara og leitaði að blaði sem

45

Heimildaskrá

Ágústínus, Árelíus, Kirkjufaðir, Sigurbjörn Einarsson, Eyjólfur Kjalar Emilsson, og

Einar Sigurbjörnsson. Játningar. 2. útgáfa] Reykjavík: Hið íslenska

Bókmenntafélag. Lærdómsrit Bókmenntafélagsins. 2006.

Barthes, Roland. Mythologies. New York, The Noonday Press. 1972:110-117. Sótt

04.09.2019 af

https://monoskop.org/images/8/85/Barthes_Roland_Mythologies_EN_1972.pdf

Bergljót Soffía Kristjánsdóttir & Guðrún Steinþórsdóttir. „eða er það astin sem er að

missa harið“ : um ast, þra og sarsauka í bokinni Ástin ein taugahruga - Enginn dans

við Ufsaklett eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur. Són: Tímarit um óðfræði. 2017.

Bls.63–81.

Bevington, David. „As you like it“. Britannica. 2019. Sótt 11.06.2019 af

https://www.britannica.com/topic/As-You-Like-It

Birkle, Carmen. Women’s Stories of the Looking Glass: Autobiographical reflections

and self-representations in the poetry of Sylvia Plath, Adrienne Rich and Audre

Lorde. München, Wilhelm Fink Verlag.1996.

Bolton, Gillie. „'Every poem breaks a silence that had to be overcome': The therapeutic

power of poetry writing“, Feminist Review, nr. 62, 1999:118-133. Sótt 16.08.2019

https://search.proquest.com/docview/212095562?rfr_id=info%3Axri%2Fsid%3Apr

imo

Burns, Tom. Erving Goffman. London; Routledge. 1992.

Crossman, Ashley. „The Presenation of Self in Everyday Life“ ThoughtCo. 01.07.2019.

Sótt 02.08.2019 af https://www.thoughtco.com/the-presentation-of-self-in-

everyday-life-3026754

Delanay, James. „Rousseau, self-love, and an increasingly connected world“,

blog.oup.com, 28.06.2017 sótt 26.06.2019 af

https://blog.oup.com/2017/06/rousseau-self-love/

Dent, N. J. H., and T. O'Hagan. "Rousseau on Amour-Propre." Proceedings of the

Aristotelian Society, Supplementary Bindi 72. 1998: 57-75. Sótt 30.04.2019 af

http://www.jstor.org/stable/4107013.

Dillon, Michele. Introduction to Sociological Theory, Chichester: Wiley Blackwell.

2014

Eakin, Paul John. How our lives become stories: Making selves. BNA, Cornell

University Press. 1999.

Elínborg Ragnarsdóttir, Sólveig Einarsdóttir, and JPV útgefandi. Skáld Skrifa þér : -

Brot úr bókmenntasögu frá 1920 til nútímans. 2017.

Elísabet Kristín Jökulsdóttir.

Dans í lokuðu herbergi. Reykjavík, sjálfsútgefið. 1989

Eldhestur á ís. Reykjavík, ótilgreindur útgefandi. 1990

Rúm eru hættuleg. Reykjavík, Viti menn. 1991

Galdrabók Ellu Stínu: Hjartasögur. Reykjavík, Viti menn. 1993

Sjáðu, sjáðu mig. Það er eina leiðin til að elska mig: Sorgarljóð. Reykjavík,

Viti menn. 1995

Lúðrasveit Ellu Stínu. Reykjavík, Mál og menning. 1996

Page 48: BA-ritgerð · 3 Formáli Þegar kom að því að velja ritgerðarefni stóð ég á gati og leitaði í örvæntingu minni til vina minna, til kennara og leitaði að blaði sem

46

Laufey. Reykjavík, Mál og menning. 1999

Fótboltasögur. Reykjavík, Mál og menning. 2001

Hringavitleysusaga. Reykjavík, Viti menn. 2003

Vængjahurðin. Reykjavík, Viti menn. 2003

The Secret-Face (Blinda kindin). Reykjavík, Viti menn. 2004

Englafriður. Reykjavík, Viti menn. 2004

Síðan þessi kona varð trúuð hefur hún verið til vandræða í húsinu. Reykjavík,

Viti menn. 2005

Ísbjörninn við Hótel Viktoría. Reykjavík, Viti menn. 2006

Heilræði lásasmiðsins. Reykjavík, JPV. 2007

Bænahús Ellu Stínu. Reykjavík, Viti menn. 2009.

Heimsóknartíminn: Saga úr lokaða herberginu. Reykjavík, Viti menn. 2010

Kattahirðir í Trékyllisvík. Reykjavík, Viti menn. 2011.

Ástin ein taugahrúga - Enginn dans við Ufsaklett. Reykjavík, Viti menn. 2014

Næturvörðurinn. Reykjavík, Viti menn. 2016

Dauðinn í veiðarfæraskúrnum: frúin á neðri hæðinni leysir frá skjóðunni.

Reykjavík, JPV. 2018.

Stjarna á himni – Lítil sál sem aldrei komst til jarðar. Reykjavík, Viti menn.

2018.

Elísabet Kristín Jokulsdottir. „Betlarakerling.“ í RaTaTam. Ahhh… Ástin er að halda

jafnvægi, nei fokk, ástin er að detta. Kabarett eftir leikhópinn RaTaTam. 9.febrúar.

2018:7

Elísabet Kristín Jokulsdottir. „Einhversstaðar a bak við alheiminn er lítil tjorn“.

Facebook. Sótt 29.08.2019. af

https://www.facebook.com/photo.php?fbid=10157515427201170&set=a.16283298

6169&type=3&theater

Elísabet Kristín Jokulsdottir. „Á bak við alheiminn er lítil tjorn.“ Útvarp Elísabet.

23.08.2019 sótt 29.08.2019 af https://soundcloud.com/user-535987440-

427822127?fbclid=IwAR12CvcfJa9vtt6QMzjjC4NXh1UunVBheb1X-

8_XsCZXXU1BVn6FhJMhge8 Elísabet Kristín Jokulsdottir. „Um mig“ Elísabet Jökulsdóttir. Sótt 02.08.2019. af

http://www.elisabetjokulsdottir.is/Home/About

Elísabet Kristín Jokulsdottir. „Þott það sé refur?“ Ritstj. Berglind Gunnarsdóttir, Jóhann

Hjálmarsson og Kjartan Árnason. Ljóðaárbók 1989. Reykjavík, Almenna

bókafélagið. 1989. bls. 119-128

Erla Björg Gunnarsdóttir og Snæros Sindradottir. „Sterkasti drifkrafturinn er hofnun.“

Vísir.is. 10. júní 2016, sótt 16.08.2019 af https://www.visir.is/g/2016160608802

Estelle C. Jelinek. Women's Autobiographies: Essays in Criticism. Bloomington:

Indiana University Press, 1980.

Foucault, Michel, Björn Þorsteinsson, Garðar Baldvinsson, Sigurður Ingólfsson, and

Guðrún Nordal. „Hvað er hofundur?“ í Alsæi, vald og þekking : úrval greina gg

bókakafla. Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands. Þýðingar

Bókmenntafræðistofnunar;8. 2005. bls.69-94

Freud, Sigmund og Sigurjón Björnsson. Ritgerðir. Sálfræðirit ; 10. Reykjavík: Hið

íslenska bókmenntafélag. 2002.

Page 49: BA-ritgerð · 3 Formáli Þegar kom að því að velja ritgerðarefni stóð ég á gati og leitaði í örvæntingu minni til vina minna, til kennara og leitaði að blaði sem

47

Garðar Gíslason. Kenningar og samfélag: Félagsfræði 2. Mál og menning, Reykjavík.

2016.

Geertz, Clifford. Interpretation of Cultures. New York, Basic Books. 1973 sótt

02.09.2019 af

https://www.chairoflogicphiloscult.files.wordpress.com/2013/02/clifford-geertz-

the-interpretation-of-cultures.pdf

Goffman, Erving. Presentation of Self in Everyday Life. England, Penguin Books. 1990.

Gottskálk Þór Jensson og Hjalti Snær Ægisson, Sýnisbók heimsbókmennta. 2. útgáfa.

Reykjavík, Háskólaútgáfan. 2011

Griffin E. A. A First Look at Communication Theory. Boston: McGraw-Hill

Humanities. 2006. sótt 16.07.2019 af http://rosalia.mercubuana-yogya.ac.id/wp-

content/uploads/2016/04/ebooksclub.org__A_First_Look_at_Communication_The

ory___8th_Edition_.pdf

Guðmundur G. Hagalín. „Líf ljoðsins.“ Lesblað Morgunblaðsins. 19.maí.1963.

18.tölublað. 1963. Bls.5-6, 13. Sótt 19.08.2019 af

http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3288063

Guðmundur D. Haraldsson. „Hver var Sigmund Freud, hverjar eru kenningar hans um

mannshugann og hvert er gildi þeirra í dag? “ Vísindavefurinn, 30. desember 2011.

Sótt 31. maí 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=7599.

Gustavson, Cynthia Blomquist."In-versing your life: Using poetry as therapy", Families

in Society, vol. 81, nr. 3, 2000: bls. 328-331. Sótt 16.08.2019 af

https://search.proquest.com/docview/230158924/fulltextPDF/41BFDF512154718P

Q/1?accountid=135943

Hebdige, Dick. Subculture: The meaning of style. The Taylor & Francis e-Library.

202:101-102

Heiða María Sigurðardottir. „Hverjir eru helstu salrænu varnarhættirnir?“

Vísindavefurinn, 31. mars 2006. Sótt 06.09.2019 af

http://visindavefur.is/svar.php?id=5766

Helga Kress. Draumur um veruleika. Reykjavík, Mál og menning. 1977.

Helga Kress. Kvennabokmenntir.“ bls.152-155 í Jakob Benediktsson. Hugtök og heiti í

bókmenntafræði. Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, Reykjavík. 1983.

Hjalti Snær Ægisson. „Rousseau.” Fyrirlestur í bókmenntasögu fluttur í Háskóla

Íslands, Reykjavík, 27.03.2017.

Howells, Robin. „Reading Rousseau’s Sexuality.” Birtist í Knott S., Taylor B. (ritstj.)

Women, Gender and Enlightenment. London, Palgrave Macmillan. 2005.

Kolbrún Bergþórsdóttir. 30.janúar 2015. „Eins og landkönnuður með landakort.“ DV.

bls.52 sótt 16.08.2019 af http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=6516802

Kristín Ástgeirsdóttir. „Þingkonan Svava Jakobsdottir.“ Vera :23(2), 2004:bls.44–45.

Lejeune, Philippe. (Þýðandi Katherine Leary.) On Autobiography. Minneapolis:

University of Minnesota Press. 1989

Linn, Denise. The Secret Language of Signs: How to Interpret the Coincidences and

Symbols in Your Life. BNA, Random House Publishing Group. 1996.

Page 50: BA-ritgerð · 3 Formáli Þegar kom að því að velja ritgerðarefni stóð ég á gati og leitaði í örvæntingu minni til vina minna, til kennara og leitaði að blaði sem

48

McCracken, LuAnn. „"The Synthesis of My Being": Autobiography and the

Reproduction of Identity in Virginia Woolf." Tulsa Studies in Women's Literature

9, nr. 1. 1990: 59-78. doi:10.2307/464181.

Ragnheiður Eiríksdóttir. 7.ágúst 2015. Pöddur og píkur á Framnesveginum:

Myndlistasýning skáldkonu. DV.

Rauða Skaldahusið. „Rauða Skaldahusið: Nornaseiður//The Witching Hour“

8.mars.2019.

https://www.facebook.com/events/326861344618248/?active_tab=about

Rousseau, Jean Jacques. „The Project Gutenberg EBook of The Confessions of Jean

Jacques Rousseau.“ Gutenberg.org 13.11.2017. (Rousseau, Jean Jacques . 1903.

The Confessions of Jean Jacques Rousseau. In 12 books, Privately Printed for the

Members of the Aldus Society--London.) Sótt 30.04.2019 af

https://www.gutenberg.org/files/3913/3913-h/3913-h.htm

Scheff, Thomas. Looking glass selves: The Cooley/Goffman conjecture. (Outgefið).

2003. Sott 5.06.2019 af

http://www.humiliationstudies.org/documents/ScheffLookingGlassSelves2003.pdf

Sigurður Nordal. Fornar ástir. Ísafold prentsmiðja, Reykjavík. 1919.

Soffía Auður Birgisdóttir. Skyldan og sköpunarþráin : ágrip af bókmenntasögu íslenskra

kvenna 1879-1960. Reykjavík, útgefanda ekki getið. 1988.

Solomon, JF, Solomon, A, Joseph, NL & Norton, SD. „Impression management, myth

creation and fabrication in private social and environmental reporting: insights

from Erving Goffman' Accounting.“ Organizations and Society, Bindi. 38, nr. 3,

2013, bls.195-213. https://doi.org/10.1016/j.aos.2013.01.001

Tomas Valgeirsson. „Elísabet um fosturmissi: Þu getur ekki tekið sorgina fra neinum.“

DV. 14.desember 2018. Sótt 16.08.2019 af

https://www.dv.is/fokus/2018/12/14/elisabet-um-fosturmissi-thu-getur-ekki-tekid-

sorgina-fra-neinum/

William Shakespeare. As You like it. 1926:55-57

Wokler, Robert. Rousseau: a very short introduction. Oxford, Oxford University Press.

2001.

Woolf, Virginia. A Room of One’s Own. London, Grafton. 1977.

Žižek, Slavoj, ísl þyðing eftir Hauk Ma Helgason, með inngangi eftir Andra Fannar

Ottósson og Steinar Örn Erluson, ritstj. Björn Þorsteinsson og Ólafur Páll Jónsson.

Óraplágan. Hið íslenska Bókmenntafélag. Lærdómsrit Bókmenntafélagsins. 2007.