Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting...

87
MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn Annetta A. Ingimundardóttir Leiðbeinandi: Dr. Freydís Jóna Freysteinsdóttir September 2015

Transcript of Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting...

Page 1: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

 

MA ritgerð

Fjölskyldumeðferð

Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson

Starfendarannsókn

Annetta A. Ingimundardóttir

Leiðbeinandi: Dr. Freydís Jóna Freysteinsdóttir September 2015

 

Page 2: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn
Page 3: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

 

 

 

 

Beiting  dáleiðslu  í  parameðferð  út  frá  hugmyndafræði  Miltons  H.  Erickson  

   

Annetta  A.  Ingimundardóttir  

151060-­‐3159  

 

 

 

 

 

 

 

Lokaverkefni  til  MA-­‐gráðu  í  fjölskyldumeðferð  

Leiðbeinandi:  Dr.  Freydís  Jóna  Freysteinsdóttir  

 

 

Félagsráðgjafardeild  

Félagsvísindasvið  Háskóla  Íslands  

September,  2015  

 

Page 4: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Beiting  dáleiðslu  í  parameðferð  út  frá  hugmyndafræði  Miltons  H.  

Erickson  

Ritgerð  þessi  er  lokaverkefni  til  MA  gráðu  í  fjölskyldumeðferð  og  er  óheimilt  að  afrita  ritgerðina  á  nokkurn  hátt  nema  með  leyfi  rétthafa.    ©  Annetta  A.  Ingimundardóttir  2015    Prentun:  Háskólaprent  Reykjavík,  Ísland,  2015        

Page 5: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

3  

Útdráttur  

Víða  um  heim  hefur  áhugi  aukist  hjá  meðferðaraðilum  og  almenningi  á  dáleiðslu  í  kjölfar  

rannsókna   og   umræðna   sem   sýna   vaxandi   árangur   sem   náðst   hefur   með   klínískri  

dáleiðslu.   Dáleiðsla   hefur   nýst   vel   sem   aðferð   í   meðferð   við   lausn   á   ýmsum  

vandamálum,   bæði   sálrænum   og   sállíkamlegum.   Markmiðið   með   þessari  

starfendarannsókn   er   að   sýna   hvernig   rannsakandi   upplifir   að   beita   dáleiðslu   í  

parameðferð   út   frá   hugmyndafræði   Miltons   H.   Erickson   með   pörum   sem   eiga   í  

samskiptavanda.   Einnig   skoðaði   ransakandi   sína   eigin   upplifun   af   því   að   tileinka   sér  

dáleiðslu  sem  nýja  aðferð   í  parameðferð.  Rannsóknin  byggist  á   ígrundun  og  sjálfsrýni   í  

rannsóknargögn   út   frá   fræðiramma.   Meðal   annars   var   skoðað   hvernig   ómeðvitaður  

dáleiðandi  dans  fór  á  stað  í  samskiptum  milli  einstaklinganna  í  parasamböndunum,  dans  

sem  getur  verið  jákvæður  eða  neikvæður,  allt  eftir  í  hvaða  samhengi  dansinn  myndast.  

Þrjú  pör   tóku  þátt   í   rannsókninni  og  mætti  hvert  par   í   fimm  meðferðarviðtöl  þar   sem  

dáleiðsla  var  hluti  af  meðferðinni.  Öll  viðtölin  voru  tekin  upp  á  myndband,  auk  þess  sem  

rannsakandinn  hélt  dagbók  um  rannsóknina.  Meðferðin  reyndist  fyrst  og  fremst  snúast  

um  þrjú  meginþemu,  tengsl,  dáleiðslu  og  ábyrgð.  Í  niðurstöðum  rannsóknarinnar  er  gerð  

grein  fyrir  því  lærdómsferli  sem  rannsakandi  upplifði  við  að  tileinka  sér  dáleiðsluaðferð  

Erickson.   Niðurstöður   rannsóknarinnar   veita   rannsakandanum   og   mögulega   öðrum  

þeim   sem   kynna   sér   rannsóknina,   mikilvæga   innsýn   í   þessa   aðferð   sem   þátt   í  

parameðferð.  Einnig  kom  fram   í  eftirfylgni   í  niðurstöðum  rannsóknarinnar  að  öll  pörin  

þrjú   virtust   hafa   fengið   lausn   á   samskiptavanda   sínum   og   upplifðu   dáleiðsluna   sem  

jákvæðan  og  mikilvægan  þátt  í  meðferðinni.    

 

Lykilorð:  Milton  H.  Erickson,  dáleiðsla,  parameðferð,  sefjanir,  dáleiðandi  dans  para.    

Page 6: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

4  

Abstract  

Widely   abroad   there   has   been   increased   interest   in   hypnosis   and   studies   have   been  

conducted,  showing  increased  success  in  the  use  of  clinical  hypnosis.  The  interest  on  the  

matter  has  been  expanding  amongst  therapists  and  the  public.  Hypnosis  has  shown  to  

be   a   successful   method   as   a   solution   to   various   problems,   both   emotional   and  

psychosomatic.   The   purpose   of   this   action   research   is   to   show   how   the   researcher  

experiences   the   use   of   hypnosis   in   couples   therapy,   using   the  methods   of  Milton   H.  

Erickson  on  the  matter  of  couples  with  communication  problems.  The  researcher  also  

looked   at   her   own   experience   in   the   process   of   using   hypnosis   as   a   new  method   in  

couples  therapy.  The  research  is  based  on  meditative  perspective  and  introspection,  but  

was   conducted   in   an  academic   framework.  Among  other   things   it  was  examined  how  

unconscious  hypnotic  dance  began  between  the  couples,  dance  that  can  be  positive  or  

negative,  depending  on  in  which  context  the  dance  began.  Three  couples  participated  in  

the  study.  Each  of  the  couples  attended  five  treatment  interviews  where  hypnosis  was  

part   of   the   treatment.   The   interviews  were   all   videotaped   and   the   researcher   held   a  

diary  while  working  on  the  study.  The  therapy  came  to  be  aimed  at  three  main  themes:  

relations,   hypnosis   and   responsibility.   The   conclusion   of   the   research   exhibits   the  

learning   process   which   the   researcher   experienced,   by   implementing   the   hypnosis  

method   of   Erickson   in   the   interviews.   These   conclusions   give   the   researcher,   and  

possibly  others  who   read   this   text,  an   important   insight   into   this  method  as  a  part  of  

couples  therapy.  In  follow  up  interviews  with  the  couples,  the  results  showed  that  all  of  

the   couples   who   participated   seemed   to   acquire   a   solution   to   their   communication  

problems  and  experienced  the  hypnosis  as  a  positive  and  important  part  of  therapy.    

 

Kewords:  Milton  H.  Erickson,  hypnosis,  couples  therapy,  hypnotic  suggestions,  couples  

hypnotic  dance.    

 

Page 7: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

5  

Formáli  

Starfendarannsóknin  Beiting  dáleiðslu   í  parameðferð  út   frá  hugmyndafræði  Miltons  H.  

Erikson   er   lokaritgerð   í   30   ECT   eininga   meistaranámi   í   fjölskyldumeðferð   við  

Félagsráðgjafardeild  Háskóla  Íslands.  Ég  hef  starfað  sem  iðjuþjálfi  í  rúmlega  25  ár,  lengst  

af   í   tengslum   við   geðdeildir.   Undanfarin   ár   hefur   áhugi   minn   á   dáleiðslu   sem  

meðferðarformi  aukist  og  hef  ég  sótt  ráðstefnur  og  námskeið  hérlendis  og  erlendis  um  

dáleiðslu   og   nýtt  mér   þá   þekkingu   sem   ég   hef   öðlast   á   þessu   sviði   í   starfi  mínu.  Mér  

fannnst   því   spennandi   að   leiða   saman   áhuga  minn   á   dáleiðslu   og   fjölskyldumeðferð   í  

þessari   MA-­‐ritgerð.   Leiðbeinandi   var   doktor   Freydís   Jóna   Freysteinsdóttir   og   á   hún  

sérlegar  þakkir  skildar  fyrir  þolinmæði,  stuðning  og  uppbyggilega  leiðsögn  á  því  tímabili  

sem  rannsóknin  og  ritgerðarskrifin  stóðu  yfir.    

Pörunum  sem  tóku  þátt   í   rannsókninni  þakka  ég  sérstaklega  fyrir  samstarfið  og  

traustið   sem   þau   sýndu   mér   með   þátttöku   sinni.   Þessi   starfendarannsókn   hefði   ekki  

orðið  til  án  þeirra.  

Ég  vil  einnig  þakka  fjölskyldu  minni  og  vinum  fyrir  stuðninginn,  hvatningu  og  trú  á  

mig  í  gegnum  allt  vinnsluferlið.    

 

Page 8: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn
Page 9: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

7  

Efnisyfirlit  

Útdráttur  .....................................................................................................................  3  Abstract  ......................................................................................................................  4  Formáli  ........................................................................................................................  5  Efnisyfirlit  ....................................................................................................................  7  1   Inngangur  ...............................................................................................................  9  

1.1   Bakgrunnur  rannsakanda  og  rannsóknar  ................................................................  9  1.2   Hvað  er  dáleiðsla  ...................................................................................................  10  1.3   Markmið  rannsóknar  .............................................................................................  11  

2   Fræðileg  umfjöllun  .................................................................................................  13  

2.1   Um  dáleiðslumeðferð  ............................................................................................  13  

2.1.1  Milton  H.  Erickson  ..........................................................................................  17  2.1.2  Um  dáleiðsluaðferð  Ericksons  ........................................................................  20  2.1.3  Tungumál  Ericksons-­‐dáleiðslunnar  .................................................................  23  2.1.4  Dáleiðsluferlið  ................................................................................................  25  

2.2   Parameðferð  .........................................................................................................  26  

2.2.1  Lífsskeið  ..........................................................................................................  28  2.2.2  Dáleiðsludans  parsins  .....................................................................................  28  

2.3   Dáleiðsla  að  hætti  Ericksons  í  parameðferð  ..........................................................  30  

2.3.1  Rannsóknir  á  dáleiðslumeðferð  ......................................................................  33  

2.4   Hlutverk  þerapistans  sem  notar  aðferð  Ericksons  ................................................  34  2.5   Markmið  og  rannsóknarspurning  ..........................................................................  37  

3   Aðferð  ...................................................................................................................  39  

3.1   Framkvæmd  rannsóknar  .......................................................................................  40  

3.1.1  Mælitæki  ........................................................................................................  41  

3.2   Þátttakendur  .........................................................................................................  42  3.3   Siðferðileg  álitamál  ................................................................................................  43  3.4   Úrvinnsla  gagna  .....................................................................................................  44  

4   Niðurstöður  ...........................................................................................................  47  

4.1   Tengsl  ....................................................................................................................  47  

4.1.1  Vandamálið  ....................................................................................................  50  4.1.2  Nánd  ...............................................................................................................  52  

Page 10: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

8  

4.1.3  Mörk  ...............................................................................................................  55  

4.2   Dáleiðsla  ................................................................................................................  56  

4.2.1  Sögur  ..............................................................................................................  62  4.2.2  Sveigjanleiki  ....................................................................................................  63  4.2.3  Framtíðin  ........................................................................................................  64  

4.3   Ábyrgð  ...................................................................................................................  65  

4.3.1  Að  vera  fullorðinn  ...........................................................................................  66  4.3.2  Verkefni  ..........................................................................................................  67  

4.4   Eftirfylgd  ................................................................................................................  68  

5   Umræða  .................................................................................................................  71  

5.1   Hvað  hef  ég  lært  af  rannsókninni  ..........................................................................  76  

Heimildaskrá  ..............................................................................................................  79  Viðauki  1  ....................................................................................................................  83  Viðauki  2  ....................................................................................................................  84  Viðauki  3  ....................................................................................................................  85  

 

 

Page 11: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

9  

1 Inngangur  Víða   um   heim   hefur   áhugi   aukist   hjá   meðferðaraðilum   og   almenningi   á   dáleiðslu,   í  

kjölfar   rannsókna   sem   sýna   vaxandi   árangur   sem   náðst   hefur   við   klíníska   dáleiðslu.  

Dáleiðsla   hefur   nýst   vel   sem  aðferð   í  meðferð   við   lausn   á   ýmsum  vandamálum,   bæði  

sálrænum   og   sállíkamlegum.   Í   flestum   tilfellum   er   dáleiðsla   skilgreind   sem  

skammtímameðferð   þar   sem   lausn   fæst   á   vandamálum   við   5   til   10   meðferðartíma  

(Simpkins  og  Simpkins,  2008).    

Dáleiðsla   hefur   verið   á   áhugasviði   og   starfsvettvangi   rannsakandans   sem  hefur  

stundað   einstaklingsmeðferð   í   nokkur   ár   þar   sem   hann   hefur   meðal   annars   notað  

dáleiðslu.   Reynslan   hefur   sýnt   rannsakanda   að   eftir  meðferð   þar   sem   dáleiðslu   hefur  

verirð  beitt  hafa  bjargráð  einstaklingsins  við  lausnir  á  verkefnum  daglegs  lífs  aukist.  Auk  

þess   hafa   orðið   minni   árekstrar   í   samskiptum   við   aðra   fjölskyldumeðlimi   að   sögn  

dáþega.    

Mikilvægi   þessarar   rannsóknar   er   tvíþætt.   Í   fyrsta   lagi   er   mikilvægt   fyrir   mig,  

rannsakandann,  að  ná  að  setja  mig  vel  inn  í  þá  meðferð  sem  er  til  umfjöllunar  og  sjá  og  

meta  hvernig  mér  hefur  tekist  að  beita  henni.   Í  öðru   lagi  tel  ég  að  þessi  rannsókn  hafi  

samfélagslegt  og  hagnýtt   gildi,   fjölskyldan  er  hornsteinn   samfélagsins  og  mikilvægt   að  

meta  þau  verkfæri  sem  tiltæk  eru  til  að   leita   lausna  á  vandamálum  í  parasamböndum.  

Með  því  að  rýna  í  hvernig  til  tókst  hjá  mér  að  beita  dáleiðslu  getur  skapast  grunnur  sem  

aðrir  fagaðilar  geta  nýtt  sér  þegar  þeir  taka  afstöðu  til  þessarar  meðferðaraðferðar.    

1.1 Bakgrunnur  rannsakanda  og  rannsóknar  

Ég,  rannsakandinn,  hef  starfað  með  fólki  með  geðræn  vandamál  á  bráðamótökudeild   í  

Kaupmannahöfn  og  á  Geðsviði  Landspítala  sem  iðjuþjálfi  í  samtals  25  ár.  Á  árunum  1992  

til  1993  lærði  ég  dáleiðslu  hjá  Jakobi  V.  Jónassyni  geðlækni  á  námskeiði  sem  hann  hélt  

fyrir   starfsfólk   Landspítala.   Í   starfi   mínu   gáfust   fá   tækifæri   til   að   nota   dáleiðslu   í  

meðferðarvinnu.  Faglegt  mat  mitt  og  viðhorf  á  vinnustað  voru  að  skjólstæðingshópurinn  

sem   sótti   sér  meðferð   í   geðrænni   iðjuþjálfun   væri   of   veikur   til   að   hægt   væri   að   nýta  

þetta  úrræði  sem  eina  af  meðferðarleiðunum.  En  dáleiðslan  átti  hug  minn  allan  og  því  

sótti  ég  námskeið  hjá  Michael  D.  Yapko  sálfræðingi  og  fjölskyldumeðferðarþerapista  árið  

2002   sem   haldið   var   á   vegum   Dáleiðslufélags   Íslands.   Á   dáleiðsluráðstefnu   á   vegum  

Page 12: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

10  

Milton   H.   Erickson   Foundation   sem   ég   sótti   í   Phoenix   árið   2007   skildi   ég   enn   betur  

mikilvægi  þess  að  fjölskyldan  væri  einnig  í  meðferð  þegar  einstaklingur  sem  veikst  hefur  

á  geði  fengi  viðeigandi  meðferð  og  sumir  af  fyrirlesurum  virtust  hafa  færni  í  að  dáleiða  

heilu  fjölskyldurnar.  Á  árunum  2011  til  2013  lærði  ég  fjölskyldumeðferð  sem  kennd  var  á  

vegum  Endurmenntunar  HÍ  og  Félagsráðgjafadeildar  Háskóla  Íslands.  Þegar  kom  að  vali  

á  meistararitgerð   langaði  mig   að   geta   sameinað   þá   þekkingu   sem   ég   hafði   öðlast   við  

nám  í  fjölskyldumeðferð  og  þá  þekkingu  sem  ég  hafði  þá  þegar  á  dáleiðslu.  Til  að  skerpa  

á  færni  minni  í  dáleiðslufræðum  sótti  ég  enn  eitt  námskeiðið  hjá  Michael  D.  Yapko  sem  

haldið  var  á  Íslandi  í  samstarfi  Endurmenntunar  HÍ  og  Dáleiðslufélags  Íslands  árið  2013.  

Rannsóknarefnið   fór   að   þróast   í   þá   átt   að   ég   vildi   ná   að   samtvinna   parameðferð   og  

dáleiðslu.   Á   fundi   með   leiðbeinanda   mínum,   Dr.   Freydísi   Jónu   Freysteinsdóttur,   var  

ákveðið   að   sú   rannsóknaraðferð   sem   hentaði   mér   best   í   þessari   rannsókn   væri  

starfendarannsókn  (e.  action  research)  þar  sem  ég  myndi  skoða  aðferðir  og  nálgun  mína  

í  parameðferð  út  frá  hugmyndafræði  Miltons  H.  Erickson.    

1.2 Hvað  er  dáleiðsla  

Dáleiðsla   er   skilgreind   sem   ástand   sem   dáþegi   (sá   dáleiddi)   upplifir   í   samskiptum   við  

dáleiðarann.  Þessi  samskipti  eru  samsett  þannig  að  þau  höfða  til  sálfélagslegs  samhengis  

og   eru   bein   eða   óbein   blanda   af   einum   eða   öllum   upplifunum   hjá   þeim   sem   er  

dáleiddur.   Þessar   upplifanir   geta   verið   breyting   á   1)   skynjun,   2)   athygli   og   vitund,   3)  

breyting  á  upplifun  innri  styrkleika,  4)  upplifun  af  aðgreiningu.  Dáþegi  bregst  við  því  sem  

gefið  er   í   skyn  af  dáleiðara   (Hörður  Þorgilsson,  1993;   Zeig,  2014).   Í   dáleiðsluástandinu  

geta   viðbrögð   dáþega   verið   upplifun   af   líkamlegum   og   skynjunarlegum   breytingum.  

Aðrir  geta  einnig  séð  þessi  viðbrögð  dáþegans  sem  eru  eftirfarandi:  1)  hægar  og  stífar  

líkamshreyfingar,  2)  vöðvaslökun,  3)  bókstaflegur  skilningur  á  mæltu  máli,  4)  minnisleysi  

(e.   amnesia),   5)   tilfinningaleysi   (e.   anesthesia)   í   útlimum,   6)   táramyndun,   7)   lækkaður  

blóðþrýstingur   og   breyting   á   tíðni   öndunar,   8)   óraunverulegur   skilningur   á   tíma   eða  

tímabrenglun  (e.  time  distortion)  (Yapko,  2012).  Innan  dáleiðslunnar  eru  notuð  ákveðin  

orð   og   hugtök   um   líffræðilegar   og   sálfræðilegar   breytingar   hjá   dáþega.   Gert   verður  

jafnóðum   grein   fyrir   þeim   þar   sem   þau   koma   fyrir   í   textanum.   Dáleiðsluinnleiðing   (e.  

hypnotic  induction)  er  gerð  af  dáleiðara  þegar  ferlið  í  dáleiðslunni  hefst.    

Page 13: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

11  

1.3 Markmið  rannsóknar  

Markmiðið   með   þessari   starfendarannsókn   var   að   ég   skoðaði   eigin   vinnubrögð   sem  

paraþerapisti   með   það   fyrir   augum   að   ná   aukinni   færni   í   að   beita   dáleiðsluaðferð  

Miltons  H.  Erickson.  Ég  hafði  af  því  áhyggjur  að  færni  mín  í  að  sjá  dáleiðsluviðbrögð  para  

í  viðtölum  væri  ekki  nægileg  og  að  ég  gæti  því  ekki  nýtt  þessi  viðbrögð  þeirra  markvist  í  

meðferðartímanum   í   formi  endurgjafar.  Ég  hafði  mikla   löngun   til   að  ná  sem  fagmaður  

góðum   tökum  á   aðferðum  Ericksons   í   parameðferð.   Í   þessari   starfendarannsókn   gafst  

mér   tækifæri   til   að   rýna   í   hvernig   ég   nota   aðferðir   Ericksons   og   jafnframt   að   skoða  

þroskaferli  mitt  sem  fagmanns  á  því  tímabili  sem  rannsóknin  stóð  yfir.  Mín  persónulegu  

gildi  og  viðhorf  byggjast  á  því  að  ég  tel  að  innra  með  fólki  búi  meiri  styrkleiki  en  það  nær  

að  nýta  dags  daglega  og  hef  ég  ávallt  haft  þá  trú  að  á  einhvern  hátt  sé  hægt  að  virkja  

þennan  styrkleika  hvers  og  eins.  Aðstæður  í  lífi  fólks  geta  verið  þannig  að  sá  styrkleiki  og  

sú   færni   sem   býr   innra   með   því   nær   ekki   að   verða   virk   þegar   leitað   er   lausna   á  

vandamálum   sem   geta   komið   í   daglegu   lífi.   Ég   taldi   þessi   persónulegu   gildi   mín   og  

afstöðu   vera   í   samræmi   við   viðhorf  Miltons  H.   Erickson   til   fólks   og   var   það  ein  helsta  

ástæðan  fyrir  því  að  ég  valdi  aðferðir  hans  sem  fræðiramma.  Rannsóknarspurningarnar  

voru:   Hver   er   upplifun   rannsakanda   af   að   nota   dáleiðslu   í   viðtölum   við   pör   í  

samskiptavanda?   Hvernig   upplifir   rannsakandi   ferlið   til   að   tileinka   sér   nýja   aðferð   í  

parameðferð?  Rannsóknaraðferðin  byggði  á  ígrundun  og  sjálfsrýni  á  rannsóknargögnum  

út  frá  fræðiramma  Miltons  H.  Erickson.  Rannsakandi  fór  af  stað  með  þá  starfskenningu  

að   virðing,   trúnaður   og   traust   á   milli   þerapista   og   skjólstæðinga   væri   lykillinn   að  

árangursríkri  meðferð.    

 

 

   

Page 14: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

12  

   

Page 15: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

13  

2 Fræðileg  umfjöllun  Í  þessum  kafla  geri  ég  grein  fyrir  sögu  og  þróun  dáleiðslumeðferðar.  Einnig  mun  ég  fjalla  

um   lífssögu  Miltons  H.  Erickson   (1901–1980)   sem  hafði  mótandi  áhrif   á  allt  hans   starf  

sem   fræðimanns   og   þerapista.   Gerð   er   grein   fyrir   kenningum   Ericksons   og   hvernig  

tungumál  dáleiðslu  og  dáleiðsluferlið  sem  grundavallast  á  aðferðum  hans  er  byggt  upp.  

Farið  er  yfir  hvernig  svokallaður  „dáleiðandi  dans  parsins“  myndast  og  hvernig  dáleiðsla  í  

anda  Ericksons  hefur  verið  notuð  í  parameðferð.  Hlutverki  þerapistans  í  dáleiðslunni  er  

einnig  gerð  skil.    

Grunnviðhorf   Ericksons   til   fólks   var   einn   af   hornsteinum   í   aðferðum   hans   í  

dáleiðslu.  Hann   leit  svo  á  að  fólk  væri   í  eðli  sínu  sveigjanlegt,  byggi  yfir   innri  styrkleika  

sem  hann  hafði  trú  á  að  hægt  væri  að  leysa  úr  læðingi  við  dáleiðslu.  Hann  leit  svo  á  að  

fólk  gæti  brugðist  við  alls  konar  hvötum  í  umhverfi  þess  á  mismunandi  hátt,  allt  eftir  því  

hvernig   lífsaðstæður  þess  hefðu  verið.  Um  markmið  meðferðar   sagði  hann:   „Ég   tel  að  

meðferð  sé  fyrst  og  fremst   leið  til  að  fá  fólk  til  að  geta   lifað  á  fullnægjandi  hátt   í  þeim  

raunveruleika   sem   lífið   býður   upp   á.   “   (Haley,   1985,   bls.   8).   Hann   hafði   þá   trú   að  

undirvitundin   (e.   unconscious   mind)   væri   geymsla   fyrir   lærdóm   og   reynslu   á   öllum  

æviskeiðum   mannsins.   Þessi   lærdómur   undirvitundarinnar   væri   til   taks   til   að   verða  

virkjaður  við  réttar  aðstæður,  í  því  umfangi  og  með  þeim  hætti  sem  manneskjan  réði  við  

hverju   sinni.   Þannig   nýttist   þessi   lærdómur   undirvitundarinnar   við   að   leysa   vandamál  

sem  eru   ríkjandi   á  því   lífskeiði   sem  manneskjan  er   stödd  á   á  hverjum   tíma,   vandamál  

sem  hafa  hindrað  manneskjuna  í  að  njóta  þeirra  lífsgæða  sem  lífið  býður  upp  á.  Seinni  

tíma   rannsóknir   hafa   sýnt   að   í   heilanum  er   að   finna  munstur   af   taugarafbylgjum   sem  

tengjast   mörgum   taugamótum.   Undirvitundin   virðist   geta   tengt   saman   flóknar  

upplýsingar   án   meðvitaðrar   hugsunar.   Meðvituð   hugsun   (e.   conscious   mind)   er   það  

vakandi   ástand   sem   hefur   með   ákvarðanir   og   mat   að   gera   í   daglegu   lífi.   Meðvituð  

hugsun   er   línulegt   ferli   og   fylgir   rökum.   Meðvituð   hugsun   ræður   eingöngu   yfir   vissu  

magni  af  upplýsingum  í  einu  (Kershaw,  1992,  Yapko,  2001).    

2.1 Um  dáleiðslumeðferð  

Í  aldir  hefur  fólk  notað  dáleiðslu,  sefjanir  á  sjálft  sig  og  aðra,  til  þess  ýmist  að  tala  sig  upp  

eða  niður.  Sefjanir   (e.  hypnotic   suggestion)  eru  skilgreindar  sem  orð  og  setningar  sem  

Page 16: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

14  

gefnar  eru  af  dáleiðanda  og  dáþegi  er   tilbúinn   til   að   samþykkja  og   fylgja  eftir  því   sem  

sagt  er  og  þannig  gera  hugmyndina  að  sinni  (Yapko,  2012).    

Dáleiðsla  á   sér   langa   sögu  þar   sem  sefjanir   voru  notaðar  við   lækningar,   allt   frá  

tímun  samfélaga  í  fornöld.  Það  er  ekki  fyrr  en  á  18.  öld  með  austurríska  lækninum  Franz  

Anton   Mesmer   (1734–1815)   sem   kaflaskil   urðu   í   notkun   dáleiðslu   í   meðferð   við  

sjúkdómum  og  hin  eiginlega  saga  dáleiðslunnar  hefst.  Mesmer  hafði  tekið  eftir  því  að  ef  

hann   notaði   snertingu   við   að   mynda   tengsl   við   sjúklinga   hafði   það   veruleg   áhrif   til  

batnaðar  á  einkenni  sjúklingsins.  Samhliða  því  þróaði  hann  aðferð  sem  miðaði  að  því  að  

fjarlægja   sjúkdómseinkennin,   hvort   sem   einkennin   voru   af   líkamlegum   eða   sálrænum  

toga,  með  því  að  drekka  vökva  sem  meðal  annars  innhélt  járn.  Hann  færði  að  því  loknu  

segla   yfir   líkama   sjúklingsins   og   taldi   að   það   hefði   áhrif   á   líkamsvessa   sem   voru   í  

ójafnvægi.   Samhliða   þessu   talaði   hann   við   sjúklingana   og   snerti   þá.   Aðferðina   kallaði  

hann   „dýrslega   segulmögnun“   (e.   animal   magnetism).   Mesmer   var   sannfærður   um  

árangur   meðferðar   sinnar   og   ferðaðist   um   Evrópu   og   kenndi   hana   mörgum.   Honum  

mætti   mikil   andúð   í   vísindaheimi   þess   tíma   og   gagnrýni   á   aðferð   hans   hlóðst   upp.  

Gagnrýnin   fól   meðal   annars   í   sér   að   ekki   voru   í   mannslíkamanum   neinir   vessar   sem  

segull  gæti  haft  áhrif  á.  Ályktað  var  að  breytingarnar  sem  urðu  hjá  sjúklingunum  stöfuðu  

af   hópsefjunum   (Pintar,   2010).   Þrátt   fyrir   þessar   niðurstöður   átti   Mesmer   og   hans  

aðferðir   sem   kölluðust   „mesmerismi“   sína   fylgjendur,   bæði   í   Englandi   og  

Bandaríkjunum,  og  héldu  þessir  fylgjendur  áfram  að  þróa  aðferðir  hans.  Á  19.  öld  kom  

kaþólskur   prestur   að   nafni   Jose-­‐Custodio   de   Faria  með  mikilvæga   gagnrýni   á   aðferðir  

Mesmers.  Hann  sagði  að  það  sem  gerðist  hjá  fólki  sem  aðferðir  Mesmers  væru  notaðar  

á   væri   algjörlega   sálrænt,   og   byggðist   á   vilja,   væntingum   og   trú   móttakandans   á  

breytingar.  Virkni  meðferðarinnar  byggðist  fyrst  og  fremst  á  því  hversu  móttækilegt  fólk  

væri   fyrir   sálrænum   áhrifum   en   ekki   neinum   segulmögnuðum   líkamsvessum   eða  

áhrifamætti   þess   sem   stýrði  meðferðinni.   Hann   var   einn   af   þeim   fyrstu   sem   tók   eftir  

hlutverki  sefjanna  í  meðferð  sjúklinga.  Hann  hafði  tekið  eftir  því  að  beinar  sefjanir  höfðu  

áhrif   á   fólk,   hvort   sem   það   var   í   leiðslu   (e.   trance)   eða   ekki   (Pintar,   2010).   Leiðsla   er  

skilgreind  sem  náttúrulegt  ástand.  Þegar  fólk  er  í  leiðslu  er  það  með  fulla  stjórn  á  sér,  er  

opnara   fyrir   innri   jafnt   sem   ytri   skynjunum   en   venjulega,   en   er   minna   upptekið   af  

meðvituðum  hugsunum  og  daglegum  viðfangsefnum.  Fólk  í  þessu  ástandi  á  auðveldara  

með  að  læra  að  fara  nýjar  leiðir  og  er  opnara  fyrir  breytingum  (Rosen,  1982).    

Page 17: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

15  

Árið  1843  nefndi  skoskur  skurðlæknir,  James  Braid  að  nafni,  aðferðina  dáleiðslu  

(e.   hypnosis)   sem   leiddi   til   leiðsluástands   og   er   sá   orðaforði   sem   hann   innleiddi   í  

dáleiðslu  enn  í  notkun  (Pintar,  2010).  Braid  hafnaði  algjörlega  kenningum  Mesmers  um  

hina  dýrslegu  segulmögnun.  Hann  lagði  áherslu  á  að  hið  sálræna  ástand  sem  myndaðist  í  

dáleiðsluinnleiðingunni   væri  mikilvægt   og   að   dáleiðslan   væri   ferli   þar   sem  möguleikar  

mynduðust   til   að   vinna   gegn   einkennum   líkamlegra   kvilla.   Hann   skilgreindi   einnig  

mismunandi  stig  dáleiðslunnar  sem  hann  hafði  tekið  eftir  að  skjólstæðingar  sínir  færu  í.  

Stigin   sem   hann   skilgeindi   eru   1)   deyfð   (e.   torpor),   2)   djástjarfi   (e.   catalepsy)   og   3)  

deyfing   (e.   anesthenia).  Hæfileikar  hins  dáleidda   frekar  en   færni  dáleiðarans   væri  það  

sem  skipti  sköpum  um  árangur  dáleiðslunnar.  Miklar  umræður  voru  á  þessum  tíma  um  

eðli  dáleiðslunnar,  hvort  að  dáleiðslan  væri  af  andlegum  toga  eða  væri  ímynduð  virkni.  Á  

þessum   tíma   var   dáleiðsla   mest   notuð   í   skurðaðgerðum   en   þetta   var   fyrir   tilkomu  

deyfilyfja  og  svæfingar  (Pintar,  2010).    

Í   upphafi   20.   aldar   voru   tveir   franskir   skólar   á  öndverðum  meiði  um  kenningar  

dáleiðslunnar.  Annar  skólinn  var  Salpetriére  þar  sem  Jean-­‐Martin  Charcot  (1825–1893)  

var   í   forsvari   og   taldi   hann   að   dáleiðslan   byggðist   á   að   hinn   dáleiddi   væri   í   sjúklegu  

ástandi  sem   líktist  móðursýki.  Hinn  skólinn  var  Nancy  þar  sem  aðalkennismiðurinn  var  

Hippolyte  Bernheim   (1840–1919)   sem  taldi  að  dáleiðsla  væri  ekki   tengd  móðursýki  og  

að   sefjanir   væru   ekki   sjúklegar.   Fylgjendur   Nancy-­‐skólans   trúðu   því   að   hægt   væri   að  

dáleiða  alla.  Seinna  komst  Pierre  Janet  (1859–1947),  sem  fylgdi  Salpetriére-­‐skólanum  að  

málum,  að  þeirri  niðurstöðu  að  hægt  væri  að  kalla  fram  ýmis  viðbrögð  með  sefjunum  í  

sjálfri  dáleiðslunni.  Hann  færði  sig  þó  með  tímanum  í  átt  að  kenningum  Nancy-­‐skólans  

sem   fólu   í   sér   að  hægt   væri   að   dáleiða   allar  manneskjur   sem  heilbrigðar   væru   á   geði  

(Pintar,  2010).    

Lítil   þróun   var   í   kenningum  um  dáleiðslu   fram   yfir   aldamótin   síðustu.   Sigmund  

Freud   (1856–1939)   viðhélt   því   viðhorfi   sem   var   ríkjandi   víða   að   dáleiðsla   væri   ekki   til  

sem  slík.  Hann  nýtti  sér  engu  að  síður  í  viðtalsmeðferð  sinni  ýmislegt  úr  dáleiðsluaðferð  

mesmeristanna,   svo   sem   snertingu,   tengslamyndun,   sefjanir   og   geðhreinsun   (e.  

catharsis).  Freud  kallaði  aðferðina  að  umbreyta  minningum  sem  byggðust  á  áföllum  (e.  

traumatic  experience)  geðhreinsun  þar  sem  markmiðið  var  að  áfallaminningarnar  hættu  

að   valda   skaða   í   hegðun  og   tilfinningum   viðkomandi   einstaklings   (Pintar,   2010).   Segja  

Page 18: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

16  

má   að   Freud   hafi   í   stað   beinnar   dáleiðslu   beitt   óbeinni   dáleiðslu,   án   þess   þó   að  

dáþeganum  væri  gefin  skýr  skilaboð  um  að  nú  hæfist  dáleiðslan  (Haley,  1973).    

Sviðsdáleiðsla,   þar   sem   dáleiðsla   var   skemmtun,   naut   nokkurra   vinsælda   hjá  

almenningi  frá  lokum  19.  aldar,  bæði  í  Evrópu  og  í  Bandaríkjunum,  en  það  var  ekki  fyrr  

en  á  20.  öld  sem  vísindarannsóknir  á  dáleiðslu  hófust  að  nýju.  Tveir  vísindamenn  vöktu  

mikla  athygli  á  þessum  tíma  (Pintar,  2010).  Clark  Hull   (1884–1952)  var  þekktastur   fyrir  

að   hanna  mælitæki   sem  mældi   viðbrögð   við   sefjunum.   Hann   framkvæmdi   rannsóknir  

sínar  á  dáleiðslu  í  tilraunastofum.  Hinn  var  Ernest  R.  Hilgard  (1904–2001)  sem  taldi  að  í  

dáleiðslunni   ætti   sér   stað   hugrof   eða   aðgreining   (e.   dissociation)   í   heilanum   milli  

meðvitundar  og  undirvitundar,  á   líkamsskynjun  og  hugsun.  Hann  taldi  að  þetta  ástand  

hugrofs   gæti   verið   umvafið   minnisleysi   (e.   posthypnotic/amnesia)   í   vökuástandi.  

Minnisleysi   í  dáleiðslu  geti   skjólstæðingar  upplifað  eftir   að  dáleiðslu   lýkur.  Dáþegi  geti  

þó  munað  eftir  því  sem  fram  fór  í  dáleiðslunni  ef  hann  ásetji  sér  það  (Hörður  Þorgilsson,  

1993).  Hilgard  hélt  því  einnig  fram  að  slíkt  hugrof  gerðist  reglulega  í  daglegu  lífi  fólks,  án  

þess  að  það  gerði  sér  grein  fyrir  því  að  það  væri  í  leiðsluástandi.  Nefndi  hann  sem  dæmi  

það  þegar  fólk  keyrir  beint  heim  þó  svo  að  það  hafi  meðvitað  ætlað  sér  að  koma  við   í  

verslun  á  leiðinni  heim  (Yapko,  2012).    

Hinn  áðurnefndi  geðlæknir  og  sálfræðingur  Milton  H.  Erickson  var  einn  þekktasti  

og   virtasti   fræðimaður   á   sviði   dáleiðslunnar   á   20.   öld.   Hann   þróaði   nálgun   í   dáleiðslu  

sem  um   leið   var   skapandi  og   sveigjanleg.   Þessi   nálgun  Ericksons   var  umdeild   en  hafði  

áhrif  á  óteljandi  fræðimenn  og  gerir  það  enn  í  dag.  Við  hann  eru  kenndar  kenningar  um  

óbeina  dáleiðslu,  þó  svo  að  hann  hafi  einnig  nýtt  sér  aðferðir  hefðbundinnar  dáleiðslu.  

Hefðbundin  dáleiðsla  einkennist  af  að  gefnar  eru  beinar  sefjanir   (e.  direct  suggestion).  

Þá  er  beðið  um  ákveðin  og  skýr  bein  viðbrögð  frá  dáþega  eftir  að  honum  er  sagt  til  hvers  

er   ætlast   af   honum.   Í   óbeinni   dáleiðslu   eru   óbeinar   sefjanir   (e.   indirect   suggestion)  

notaðar.  Þerapistinn  segir  ekki  skýrum  orðum  hvað  dáþegi  er  beðinn  um  að  gera,  hann  

gefur   dáþega   möguleika   á   eigin   túlkun   og   viðbrögðum.   Erickson   fór   frá   því   að   nota  

tilbúin  handrit  með  sefjunum  yfir  í  að  sérsníða  hverja  dáleiðslu  í  samtalsformi  við  hvern  

skjólstæðing   þar   sem   hann   studdist   við   þær   aðstæður,   umhverfi   og   efni   sem  

skjólstæðingurinn   færði   honum   til   að   mæta   þörfum   skjólstæðingsins   sem   best.   Þessi  

aðferð   hefur   verið   kölluð   nýting   (e.   utilization)   og   er   ein   af   þekktustu   aðferðum  

Ericksons  (Yapko,  2012).    

Page 19: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

17  

Um  1960  hófst  það  sem  kallað  hefur  verið  gullaldartími  dáleiðslunnar  og  fjöldi  og  

umfang   rannsókna   jókst.   Margar   aðferðir   við   dáleiðslu   hafa   verið   rannsakaðar   og  

þróaðar  áfram  frá  þessum  tíma.  Þær  aðferðir  sem  þarna  voru  þróaðar  byggjast  hver  og  

ein  á  ákveðinni  stefnu  eða  lífssýn  (e.  philosophy  of  life)  sem  segir  til  um  eðli  samskipta  

dáleiðara  og  dáleiðsluþega  (Ólöf  Unnur  Sigurðardóttir,  2006).  Má  þar  helst  nefna  innan  

vitrænna   taugavísinda   dáleiðslunnar   Ernest   Rossi   (1933–)   sem   var   einn   af   nemum  

Ericksons.  Rossi  hefur  verið  brautriðjandi  í  skrifum  og  rannsóknum  á  tengslum  líkama  og  

hugar  í  dáleiðslu  (Yapko,  2012).    

Þar  sem  þessi   starfendarannsókn  byggist  á  aðferðum  Ericksons  er  mikilvægt  að  

beina   aðeins   sjónum   að   lífssögu   hans   sem   veitir   aukinn   skilning   á   þeirri   færni   sem  

Erickson  þróaði  með  sér  og  nýtti  í  meðferðarstarfi  sínu.    

2.1.1 Milton  H.  Erickson  

Milton  H.  Erickson  fæddist  í  óbyggðum  Silver  Canyon  í  Nevada  árið  1901  þar  sem  faðir  

hans   vann   við   námugröft   allt   þar   til   náman   var   upp   urin   og   henni   lokað.   Þá   flutti  

fjölskyldan  til  Wisconsin  þar  sem  foreldrar  hans  ráku  kúabú  og  voru  einnig  með  hænur.  Í  

heimildarmyndbandinu  Wizard   of   the   Desert   (Cimiluca   og   Vesely,   2013)   er   farið   yfir  

lífsskeið  Ericksons  og  er  stuðst  mest  við  þá  heimild  í  þessum  kafla.  Á  unga  aldri  var  ljóst  

að  Erickson  var  örðuvísi  en  aðrir,  þó  svo  að  hann  hafi  aldrei  fengið  skýrar  upplýsingar  um  

það   sjálfur.  Hann   var   litblindur  og   var   það   ástæðan   fyrir   því   að   sem   fullorðinn  maður  

gekk   hann   yfirleit   í   fjólubláum   fatnaði   sem   var   litur   sem   hann   greindi   vel   frá   öðrum  

litum.  Einnig  átti  hann  í  erfiðleikum  með  heyrn.  Hann  tók  sjálfur  eftir  því  að  skynjun  hans  

var  öðruvísi  en  annarra  í  kringum  hann.  Þegar  að  skólagöngu  kom  átti  hann  í  erfiðleikum  

með  nám  því  hann  var  haldinn  því  sem  í  dag  er  kallað  lesblinda  (e.  dyslexia).  Hann  segir  

sjálfur  hafa  komist   yfir   lesblinduna  eftir   að  kennari  hans  benti  honum  á  að  hann  gæti  

reynt   að   sjá   fyrir   sér   bókstafina   út   frá   myndum,   til   dæmis   bókstafina   h   og   n   út   frá  

formum  hests.  Hann  lýsir  þeirri  uppgötvun  eins  og  að  hann  hafi  séð  blindandi  leyftursýn  

og  öðlast   innsæi   og  þekkingu  djúpt   innra  með   sér   á   því   hvernig   bókstafirnir   röðuðust  

saman.  Sem  ungur  maður  hafði  hann  meiri  áhuga  á  að  lesa  en  stunda  bústörf.  Hann  var  

sílesandi  og  las  meira  að  segja  orðabækur  spjaldanna  á  milli  (Cimiluca  og  Vesely,  2013).    

Þegar  Erickson  var  17  ára  fékk  hann  lömunarveiki  (e.  polio)  og  var  vart  hugað  líf.  

Kallaðir  voru  til  læknar  til  að  meta  ástand  hans.  Læknarnir  skoðuðu  hann  gaumgæfilega  

Page 20: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

18  

og  fóru  fram  fyrir  herbergisdyrnar  til  að  færa  móður  hans  sjúkdómsgreininguna.  Tjáðu  

þeir  henni  að  hann  myndi  ekki  lifa  af  nóttina.  Erickson  heyrði  þetta  og  varð  mjög  reiður  

innra  með  sér  yfir  því  að  læknarnir  teldu  að  hann  væri  að  deyja  og  að  þeir  skyldu  leyfa  

sér  að  segja  móður  hans  það.  Hann  ákvað  að  sýna  þessum  læknum  að  hann  myndi  lifa.  

Næsta  morgunn  var  hann  enn  lifandi  og  gat  beðið  fjölskyldu  sína  að  færa  til  spegil  sem  

stóð  á  kommóðu  í  herberginu  þannig  að  hann  sæi  sólina  rísa  upp  á  morgnana.  Það  var  

hans   leið  til  að  sýna  læknunum  að  þeir  höfðu  rangt  fyrir  sér  og  að  hann  ætlaði  að  lifa.  

Eftir   þetta   lá   hann   í   dái   í   þrjá   daga.   Þegar   hann   kom   til   meðvitundar   aftur   var   hann  

lamaður  og  gat  með  naumindum  blikkað  augum  og   talaði  með  miklum  erfiðleikum  en  

hugurinn   var   virkur.   Hann   ákvað   að   halda   huganum   virkum   og   fylgdist   gaumgæfilega  

með  atferli  fólksins  í  kringum  sig  og  tók  eftir  hlutum  sem  aðrir  tóku  ekki  eftir.  Hann  veitti  

því   athygli   að   ekki   var   alltaf   samræmi   í   því   sem   fólk   sagði   með   orðum   og   hvernig  

líkaminn   tjáði   sig.   Hann   lærði   að   þekkja   fótatak   hvers   og   eins   fjölskyldumeðlims   og   í  

hvernig  skapi  viðkomandi  var,  allt  eftir  fótatakinu  (Cimiluca  og  Vesely,  2013).    

Svo  var  það  einn  daginn  að  fjölskyldan  kom  honum  fyrir  í  ruggustól,  reyndar  var  

hann  bundinn  við  stólinn  svo  hann  dytti  ekki  fram  fyrir  sig.  Honum  var  svo  komið  fyrir  í  

miðju  herberginu  þannig  að  hann  sæi  út  um  gluggann.  Erickson  hugsaði  um  hve  mikið  

hann  langaði  til  að  vera  nær  glugganum  til  að  sjá  betur  út,  en  gat  ekki  kallað  á  hjálp  til  að  

láta   færa   sig   nær   glugganum.   Hann   lokaði   augunum   og   fór   í   huganum   til   baka   í  

minningarnar   frá  þeim  tíma  sem  hann  var  úti  að   leika   sér  og  var  að  klifra   í   trénu   fyrir  

utan  gluggann.  Hann  dvaldi  í  þessum  minningunum  í  dágóða  stund.  Þegar  hann  opnaði  

aftur  augun  hafði  hann  færst  að  glugganum.  Hann  leit  niður  á  hendurnar  á  sér  og  sá  að  

þær   voru   rauðar   og  þrútnar.  Hann   fór   að   velta   því   fyrir   sér   hvernig   þetta   hafði   getað  

gerst.   Hann   ályktaði   að   við   það   að  muna   eða   ímynda   sér   hvernig   hann   hreyfði   sig   á  

sínum  tíma  gæti  hann  framkallað  aukið  blóðstreymi  til  útlima  og  haft  áhrif  á  minni  vöðva  

til   að   mynda   hreyfingu.   Í   hönd   fór   tími   þar   sem   hann   þjálfaði   sig   markvist   í   þessari  

aðferð  við  að  ná  líkamlegri  heilsu  aftur  (Cimiluca  og  Vesely,  2013)  .    

Erickson  notaði  hvert   tækifæri   til   að  öðlast  meiri   skilning  á  hvernig   fólk  og  dýr  

höguðu  sér.  Eftir  að  hann  fór  að  geta  gengið  við  hækjur  ákvað  hann  að  eyða  sumri  í  að  

sigla  niður  Mississipi-­‐fljótið  á  kanó.  Þar  sem  Erickson  var  alla   tíð  stoltur  bað  hann  ekki  

beinum  orðum  um  aðstoð  við  að  komast   í   land  eða  hjálp  við  að   færa  bátinn   til.  Hann  

þróaði  með  sér  aðferð  við  að  tala  við  fólk  á  óbeinan  hátt  þannig  að  fólkið  bauðst  til  að  

Page 21: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

19  

hjálpa  honum.  Eftir  þessa  sumarferð  kom  hann  til  baka  heim  án  hækjanna  (Cimiluca  og  

Vesely,  2013).    

Erickson  var  tvígiftur.  Hann  skildi  við  fyrri  eiginkonu  sína  eftir  að  námi  hans  lauk  

en  með  henni  átti  hann  þrjú  börn,  tvo  drengi  og  eina  stúlku,  .  Í  tvö  ár  var  hann  einn  með  

börnin   og   átti   í   litlum   og   erfiðum   samskiptum   við   fyrri   eiginkonu   sína.   Hann   kynntist  

eftirlifandi   eiginkonu   sinni,   Elizabeth   More,   sem   var   félagsráðgjafi   á   sama   spítala   og  

hann   vann   á.   Hún   gekk   börnum   hans   frá   fyrra   hjónabandi   í   móðurstað   og   saman  

eignuðust  þau  tvo  drengi  og  þrjár  stúlkur  (Cimiluca  og  Vesely,  2013).    

Hann   fór   í   nám   í   læknisfræði   við   háskólann   í   Wisconsin.   Þar   kynnist   hann  

aðferðum  hefðbundinnar   dáleiðslu   hjá   Clark  Hull   sem  notaði   fyrirfram   skrifuð   handrit  

við  dáleiðslu.  Erickson  var  engan  veginn  sammála  þessum  beinu  aðferðum  Dr.  Hulls  við  

dáleiðslu   og   hóf   sjálfstæðan   feril   þar   sem   hann   fór   að   þróa   áfram   óbeina   dáleiðslu.  

Vinna   Ericksons   einkenndist   af  mikilli   rannsóknarvinnu   og   löngum   vinnudögum.   Hann  

var  einn  af  brautryðjendum   í  að  meðhöndla  alla   fjölskylduna  þegar  einn  af  meðlimum  

fjölskyldunnar  veiktist.  Hann  leit  svo  á  að  allir  í  fjölskyldu  þess  sem  hafði  einkennin  væru  

ein  heild.  Meðferð  hans  einkenndist  af  kerfiskenningum  (e.  system  theory),  kenningum  

byggðum  á  djúpsálarfræði  og  samskipta-­‐  og  samtalskenningum.  Hann  lagði  áherslu  á  að  

hann   væri   að   vinna   með   fólki,   ekki   skjólstæðingum   eða   sjúklingum   (The   Milton   H.  

Erickson   Foundation,   2003).   Erickson   leit   ekki   á   vandamál   fólks   sem   sjúkdóm   heldur  

horfði  á  einkennin  sem  vandamál   fólks  kölluðu   fram,  sem  samskiptavandamál.  Haft  er  

eftir   honum:   „Þau   einkenni   sem   vandamálin   valda   eiga   rætur   sínar   að   rekja   til  

samsetninga  af  samskiptum”  (Lankton  og  Matthews,  2010,  bls.  216)  og  hann  bætti  við:  

„Einkennin   eru   tákn   eða   vísbendingar   um   vandamál   sem   fólk   er   að   kljást   við   í  

persónulegu  þroskaferli  sínu.  “  (Lankton  og  Matthews,  2010,  bls.  216).    

Starfsferli  Ericksons  má  skipta  niður  í  þrjú  tímabil  eftir  því  hvað  hann  fékkst  við:  

1)   rannsóknir,  2)  klínískar  sállækningar   (e.  psychotherapia) 3)  kennsla  og   ráðgjöf   (eftir  1974)   (Cimiluca   og   Vesely,   2013).   Fagfólk   kom   frá   öllum   heimshornum   til   að   læra   af  

honum.  Erickson  sjálfur  var  lítið  fyrir  það  gefinn  að  greina  og  skilgreina  þær  aðferðir  sem  

hann   notaði   við   klíníska   vinnu.   Engu   að   síður   skrifaði   hann   margar   bækur   og  

fræðigreinar,   oftast   þó   með   öðrum   fræðimönnum.   Margar   þessara   bóka   eru   í   formi  

viðtalsbóka.  Margir   af   þeim   fræðimönnum   sem  nutu   kennslu   og   leiðsagnar   hans   hafa  

síðar  greint  dáleiðsluaðferðir  hans.  Þessar  aðferðir  voru  meðal  annars  greindar  með  því  

Page 22: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

20  

að  rýna  í  málnotkun  hans  og  setningsuppbyggingu  og  ferli  dáleiðslunnar.  Einnig  var  rýnt  

í  viðhorf  Ericksons  til  fólks  og  þá  möguleika  sem  hann  taldi  fólk  búa  yfir  innra  með  sér.  

Þessir  fræðimenn  voru  og  eru  undir  sterkum  áhrifum  frá  honum  og  þeim  aðferðum  sem  

hann   beytti   við   dáleiðslu.  Má   þar   helst   nefna   fræðimennina   Richard   Bandler   (1950–),  

John   Grinder   (1940–),   Jeffrey   K.   Zeig   (1947–),   Jay   Haley   (1923–2007),   Cloé   Madanes  

(1945–),  Michele  Ritterman   (1946–),   Carol   J.   Kershaw,  Bill  O´Hanlon   (1952–),   Stephen  

Gilligan  (1954-­‐)  og  Michael  Yapko  (The  Milton  H.  Erickson  Foundation,  2003;  Zeig,  2014).    

Milton  E.  Erickson   lést  árið  1980.  Árið  1979  var  stofnað  The  Milton  H.  Erickson  

Foundation  í  Phoenix,  Arizona  honum  til  heiðurs.  Þessi  stofnun  hefur  helgað  sig  starfi  og  

þróun  innan  sállækninga  (e.  psychotherapy).  Ráðstefnur  eru  haldnar  reglulega  á  vegum  

stofnunarinnar  sem  sóttar  eru  af  fagfólki  víðsvegar  úr  heiminum.  Á  þessum  ráðstefnun  

er   einkum   fjallað   um   dáleiðslu,   parameðferð   (e.   couples   therapy)   og  

skammtímameðferð  (e.  brief  therapy).    

2.1.2 Um  dáleiðsluaðferð  Ericksons  

Aðferð  Ericksons  hefur  verið  kölluð  stefnumiðuð   (e.   strategic)  aðferð   í  þeirri  merkingu  

að  þerapistinn  tekur  ábyrgð  á  að  hafa  bein  áhrif  á  fólk  við  lausn  á  því  vandamáli  sem  það  

kemur   með   í   meðferðartímann   og   er   þannig   virkur   í   meðferðarferlinu.   Í  

meðferðarferlinu  er  engin  ein  ákveðin  nálgun  eða  fræðikenning  sem  meðferðarnálgunin  

grundvallast  á.  Þerapistinn  skipuleggur  og  tekur  frumkvæði  að  nálgun  sem  hentar  til  að  

leysa  það  vandamál  sem  skjólstæðingurinn  kemur  með.  Markmiðið  með  meðferðinni  er  

ávalt   að   bæta   líðan   og   lífsgæði   skjólstæðingsins.   Stefnumiðuð   hugsun   þerapistans   er  

lykillinn   í  þeirri  aðferð  og  er  sjálf  dáleiðslan  ferli  samskipta  á  milli  dáleiðara  og  dáþega  

(Haley,  1973).  Erickson  lagði  áherslu  á  að  dáleiðsla  biði  upp  á  fleiri  möguleika  fyrir  fólk  til  

að  læra  nýja  færni  sem  nýttist  við  að  leita  lausna  á  þeim  vandamálum  sem  var  að  hrjá  

það.  Fólk  fengi  tækifæri  til  að  læra  upp  á  nýtt  að  framkvæma  og  hugsa  hluti  öðruvísi  en  

það  hafði  upphaflega   lært,  þannig  að  hin  ómeðvitaða  vitneskja  geti  orðið  meðvituð  og  

hjálpað  til  við  að  meðferðin  skili  árangri  (Haley,  1973).    

Í   bókinni  My   voice   will   go   with   you   lýsir   Rosen   (1982)   nánari   sýn   Ericksons   á  

dáleiðslu   og   hvernig   undirvitundin   starfar.  Öll   reynsla   sem   fólk   hefur   viðað   að   sér   frá  

fæðingu  er  geymd   í  undirvitundinni.  Sjálf  dádýptin  á  dáleiðslunni  er  ekki  aðalatriðið  til  

að  nálgast  þessa  vitneskju.  Erickson  lagði  sífellt  minni  áheyrslu  á  dýpt  dáleiðslunnar  hjá  

Page 23: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

21  

dáþeganum  í  innleiðingu  dáðleiðslunnar  á  seinni  árum  sínum.  Talið  var  að  því  dýpri  sem  

dáleiðslan   væri,   því   árangursríkari   væri   hún   fyrir   dáþegann.   Erickson   komst   að   þeirri  

niðurstöðu   að  það  þyrfti   eingöngu   létta   leiðslu   til   þess   að   dáþegi   næði   að   virkja   innri  

styrkleika  sína  við  lausn  á  vandamáli  (Zeig,  2014).    

Í  dáleiðslu  er  fólk  opnara  fyrir  breytingum,  tilbúnara  til  að  skoða  sjálft  sig,  læra  og  

sjá  aðrar  hliðar  á  minningum  sínum.  Til  að  nálgast  minningar  er  notuð  aldursbakrás  (e.  

age  regression)  en  þá  er  athygli  dáþega  beint  aftur   í   tímann,   jafnvel  að  barnæsku  sem  

leið   til   að  ná   í   gleymda   styrkleika   sem  geta  nýst   við   lausn  á   vandamáli   (Yapko,   2012).  

Erickson   sagði   að   allar  manneskjur   hefðu   einhverja   reynslu   af   því   að   vera   í   leiðslu   (e.  

trance).   Leiðsla   væri   náttúrulegt   ástand   sem   fólk   upplifi   í   sínu   daglega   lífi   án   þess   að  

dáleiðari   setji   hana  af   stað.   Sumir  hafi   upplifað   leiðslu   við   að  dagdreyma,  biðja,   íhuga  

eða  afreka  eitthvað  og  við  að  koma  sjálfum  sér  á  óvart.  Við  slíkar  upplifanir  öðlist  fólk  oft  

innsæi  (undirvitundin  að  störfum)  í  styrkleika  sína.  Hann  hélt  því  fram  að  almennt  gerði  

fólk   sér   ekki   grein   fyrir   þessum   földu   bjargráðum   innra  með   sér   og   að   það   gæti   nýtt  

þessa  styrkleika  án  fullnar  meðvitaðrar  hugsunar  (Rosen,  1982).  Í  dáleiðslu  (e.  hypnosis),  

það   er   að   segja   þegar   dáleiðari   innleiðir   leiðsluna,   sé   beinna   aðgengi   að   jákvæðum  

styrkleikum   undirvitundinnar   og   því   séu   gefnar   óbeinar   sefjanir   sem   beinast   að   lausn  

vandamálsins  og  að  lokum  framtíðinni,  aldursframrás  (e.  age  progression)  og  öllum  þeim  

möguleikjum  sem  liggja  þar.  „Það  sem  er  ómeðvitað  þarf  ekki  að  verða  meðvitað  til  að  

fólk   geti   tileinkað   sér   nýja   færni   við   að   leysa   vandamál   sín,   “   er   haft   eftir   Erickson  

(Lankton   og   Matthews,   2010,   bls.   212).   Erickson   var   lausnarmiðaður   í   nálgun   sinni   í  

dáleiðslunni   og   lagði   áherslu   á   það   sem   fólk   gæti   gert   við   vandamál   sín   út   frá   þeim  

aðstæðum   sem   það   var   statt   í.   Stundum   var   sagt   að   hann   hafi   afsjúkdómsvætt  

vandamálið  sem  aðrir  fagmenn  kölluðu  sjúkdómseinkenni.  Erickson  var  þekktur  fyrir  að  

nýta   sér  hegðun,   skynjun  og   viðhorf   (e.   attitude)   fólks   til   að  ná  árángri   í  meðferðinni.  

Leit  hann  á  alla  hegðun  fólks  sem  jákvæð  viðbrögð  við  þeim  lífsaðstæðum  sem  það  var  

statt   í.  Hann  viðurkenndi  hegðunina  og  nýtti  hana   í   sjálfu  dáleiðsluferlinu   (Lankton  og  

Matthews,  2010).    

Erickson  þróaði  óbeinar  sefjanir  í  dáleiðslu  til  að  gefa  dáþeganum  meira  svigrúm  

til   að   tengjast   innri   styrkleika   sínum.   Óbeinar   sefjanir   gáfu   meiri   möguleika   á   að  

þerapistinn   gæti   notað   sögur,   myndlíkingar   (e.   metaphor),   þverstæður   (e.   paradox),  

margræðni,   húmor,   aðgreiningu,   sveigjanleika   (e.   permissive)   og   orðatiltæki   í  

Page 24: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

22  

dáleiðslumeðferðinni.   Við   óbeinar   sefjanir   verða   tengslin   á  milli   þess   sem   þerapistinn  

biður  um  og   svörun  dáþegans  óljósari   fyrir  báða  aðila.  Þannig   fær  dáþeginn  meira  val  

um  það  hvernig  hann  bregst  við   innihaldi  dáleiðslunnar  og  getur  gert  það  á   sinn  eigin  

hátt   (Lankton   og  Matthews,   2010;  Ólöf  Unnur   Sigurðardóttir,   2006).   Sögur   hafa   verið  

notaðar  manna  á  milli  í  margar  aldir  sem  leið  til  að  skerpa  á  menningarlegum  gildum  og  

siðferði   einstaklingsins   (Lankton   og   Matthews,   2010;   Rosen,   1982).   Erickson   notaði  

mikið  myndlíkingar  og  sögur  í  óbeinum  sefjunum  þar  sem  myndlíkingar  og  sögur  hafa  í  

sér  dýpri  skilning,  bæði  fyrir  undirvitundina  og  vitundina  (Bandler,  DeLozier  og  Grinder,  

1977).    

Sögufrásagnir  Ericksons  voru  eitt  af  aðaleinkennum  aðferðar  hans  við  dáleiðslu  

og   innihald   sagnanna   lá   oftast   aðeins   fyrir   utan  meðvitaða   hugsun   dáþegans.  Margar  

sögur  hans  hófust  á  „Ég  hafði  einu  sinni  sjúkling  .  .  .  .  “  Þannig  sýndi  hann  dáþeganum  þá  

virðingu   og   það   traust   að   fá   sjálfur   tækifæri   til   að   skapa   sér   sína   eigin   merkingu   í  

innihaldi  sögunnar.  Undirvitundin  fann  það  í  sögunni  sem  hentaði  til  að  þróa  með  sér  ný  

viðbrögð   við   því   sem   var   vandamálið   án   beinnar   skipunar   frá   þerapistanum   (Bandler,  

DeLozier  og  Grinder,  1977).    

Þegar  fólk  leitar  sér  aðstoðar  í  formi  meðferðar  þá  er  talið  að  það  upplifi  sig  vera  

fast   í   sínu  daglega   lífi   í   einhverju   ákveðnu  neikvæðu  ástandi   sem  því   hefur   ekki   sjálfu  

tekist  að  breyta  (Zeig,  2014).  Zeig  (2014)  skilgreinir  þrjár  hliðar  mannlegrar  reynslu  út  frá  

aðferðum   og   sýn   Ericksons;   tilfinningar   (e.   emotions),   skap   (e.   mood)   og   ástand   (e.  

state).  Tilfinningar  eru  skilgreindar  sem  lífræðilegar  og  má  þekkja  þær  af  andlitstjáningu  

sem  er  eins  hjá  fólki  um  allan  heim,  s.  s.  hamingja,  sorg,  viðbjóður,  undrun,  reiði  og  ótti.  

Þessar  tilfinningar  eru  hverfular  og  geta  breyst  á  skömmum  tíma.  Skap  er  hugarástand  

og   er   oftast   stöðugt   yfir   einhvern   tíma.   Fólk   upplifir   sig   vera   í   jákvæðu  eða  neikvæðu  

skapi.   Aðrar   mannlegar   upplifanir   eru   til   staðar   hjá   fólki   sem   erfitt   getur   verið   að  

skilgreina   og   má   því   kalla   þær   ástand.   Ástand   getur   verið   samsett   á   flókin   hátt   og  

samanstendur   af   eftirfarandi   atriðum:   samspil   manna   á   milli,   tilfinningar,   minningar,  

skap,  framkoma,  viðhorf  og  venjur.  Segja  má  að  ástand  sé  samsett  úr  mörgum  brotum  

en   sé   ekki   eitthvað   eitt   heildrænt   fyrirbæri.   Erfitt   getur   verið   að   skilgreina   ástand  

hlutlaust.  Ástand  er  eitthvað  sem  fólk  upplifir  sjálft  og  er  hluti  af  lífsreynslu  fólks.  Ástand  

getur   verið   ómeðvitað   hjá   fólki   og   lýsir   fólk   því   eins   og   það   sé   fast   í   einhverju  

hegðunarmynstri  sem  gerist  eins  og  af  sjálfu  sér.  Í  meðferð  er  fólk  hvatt  til  að  breyta  því  

Page 25: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

23  

ástandi  sem  það  var  fast  í  og  olli  vanlíðan.  Það  gerir  fólk  með  að  þróa  hugsun,  hegðun  og  

um   leið   tilfinningar   sínar.   Hugsun   og   hegðun   eru   talin   tilheyra   meðvitaðri   virkni,   en  

ástand  er  skynjun,  tilfinningar  og  skap  sem  heyra  til  virkni  undirvitundar.    

Í  dáleiðslu  að  hætti  Ericksons  er  unnið  að  því  að  breyta  ástandi  fólks  samkvæmt  

ósk  þess.  Aðferðin  byggist  á  virðingu,  trausti  og  trú  á  fólki.  Gengið  er  út  frá  því  að  fólk  

geti  lært  nýja  færni  og  endurskilgreint  gamlar  upplifanir  (Zeig,  2014).    

2.1.3 Tungumál  Ericksons-­‐dáleiðslunnar  

Tungumálið,   orðræðan   og   notkun   þess   er   eitt   af   lykilatriðum   Ericksons-­‐dáleiðslunnar.  

Bandler  og  Grinder  (1975)  lýsa  því  hvernig  fólk  skilur  hin  mæltu  orð  á  tvo  vegu.  Annars  

vegar  er  það  skilningur  á  yfirborðssamsetningu  orðsins  (e.  surface  strucure),  það  er  eins  

og  orðin  hljóða.  Hins   vegar   er  hin  dýpri  merking  orðsins   (e.   deep   structure),   það   sem  

liggur  á  bak  við  orðin  og/eða  það  sem   innsæi,  undirvitundin,  segir  okkur  hvernig  skilja  

megi   sem   dýpri   merkingu   orðsins.   Erickson   nýtti   sér   oft   tvíræðni   (e.   ambiguity)   í  

setningum   sínum   við   dáleiðsluinnleiðingu   og   við   það   höfðaði   hann   til   dýpri  merkingu  

orðanna   hjá   dáþega   strax   í   upphafi   dáleiðslunnar.   Orðanotkun   hans   gat   verið   þannig  

uppbyggð  að  dáþegi  gat  átt  erfitt  með  að  átta  sig  á  hvenær  setning  endaði  og  hvenær  

önnur  hófst   (Bandler  og  Grindler,  1975).   Í   innleiðingu  dáleiðslunnar  var  Erickson  vanur  

að   sá   (e.   seed),   beint   eða   óbeint,   sefjunum   sem   tengdust  markmiðum  meðferðar   og  

framtíðinni  (Zeig,  2014).    

  Flest   fólk   leitast  ómeðvitað  við  að  nota  frásagnarkerfi   í  orðræðu  sinni  sem  lýsir  

persónulegu   gildum   þeirra,   skilningi   á   heiminum   og   hvernig   það   hugsar.   Þessi  

frásagnarkerfi  samanstanda  af  orðum  sem  fela   í  sér  skynjun.  Það  er  að  segja  sjónræna  

skynjun  (e.  visual),  hreyfiskynjun  (e.  kinesthetic)  og  hljóðræna  skynjunun  (e.  auditory).  

Við   greiningu   á   málvísindalegum   aðferðum   Ericksons   við   dáleiðslu   sést   hvernig   hann  

sem  dáleiðandi   nýtti   tungumálið   við   að   aðstoða   dáþega   við   að   ná   fram  breytingum  á  

ástandi   sínu   með   því   að   nota   skynjunarorð   í   orðræðu   og   við   sefjanir.   Erickson   var  

athugull  á  hvernig  frásagnarkerfi  fólk  notaði  þegar  það  lýsti  sjálfu  sér  og  því  vandamáli  

sem  það  kom  með   til  hans  og  notaði  orð   sem  höfðuðu   til  þess   frásagnarkerfis   í   sjálfri  

dáleiðslunni.   Það   gerði   hann   til   að   höfða   enn   betur   til   dýpri   merkingu   orðanna.   Til  

dæmis  ef  dáþegi  lýsti  vandamáli  sínu  eins  og  öldu  sem  velti  sér  um  koll  (sjónræn  skynjun  

Page 26: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

24  

og   hreyfiskynjun)   notaði   hann   í   sjálfri   dáleiðslunni   orð   sem   innihalda   dýpri   merkingu  

sjónrænnar  skynjunnar  og  hreyfiskynjunar  (Bandler  og  Grinder,  1975).    

Bill   O´Hanlon   (2009;   1987)   lýsir   málnotkunaraðferðum   Ericksons   þegar   hann  

gefur  sefjanir  sem  orðræðu  þar  sem  skynjun  dáþega  er  tengd  við  þær  fullyrðingar,  óskir  

og  tillögur  sem  dáleiðari  gefur  honum.  Dáleiðarinn  notar  orð  sem  tengja  saman,  t.  d.  1)  

eins  og,   2)   en,   og,   3)   og   svo,   til   að   auka  dýpt  dáleiðsluástandsins.  Dæmi:   „.   .   .   og   svo  

þegar  þú   lokar   augunum  getur  þú   farið   í   djúpa   leiðslu.   “  Dáleiðarinn  notar   einnig  orð  

sem  vísa  í  orsakir  eins  og  1)  þegar,  2)  um  leið  og,  3)  áður  og  4)  á  eftir.  Þessi  orð  tengir  

dáleiðandi  við  það  sem  hann  sér  hjá  dáþega  og  við  það  sem  má  vænta  að  gerist  næst  í  

dáleiðslunni.  Erickson  notaði  nafnorð  á  markvissan  hátt,  til  dæmis  nafnorð  sem  vísuðu  

ekki  til  sérstakrar  persónu,  staða,  hluta  eða  tíma.  Hann  notaði  einnig  úrfellingar  á  þann  

hátt  að  hann  sleppti  að  nefna  gerandann  í  setningunni  eða  það  sem  átti  að  framkvæma.  

Þessa   sömu  aðferð  nýtti  hann  við  orð  sem   lýsa   ferli,   geranda  var   sleppt   í   setningunni.  

Stundum  notaði  hann  setningar  þar  sem  ekki  var  tilgreint  hvað  dáþegi  ætti  nákvæmlega  

að  framkvæma:  „Ég  ætla  að  biðja  þig  um  að  gera  svolítið  .  .  .  ,  “  og  sagði  svo  ekki  meira  

um   hvað   það   ætti   að   vera.   Hann   skildi   eftir   í   undirvitund   dáþega   valið   um   að  

framkvæma   eitthvað   á   annan   hátt.   Hann   var   sannfærður   um   að   undirvitund   dáþega  

væri  fullfær  um  að  velja  það  sem  kæmi  dáþega  best  miðað  við  þær  aðstæður  sem  hann  

var  staddur  í  hverju  sinni.   Í  dáleiðslunni  felldi  hann  spurningar  inn  í  sefjanir  án  þess  að  

ætlast   til   svars.  Hann   gaf   óbeinar   sefjanir,  með  því   að   segja   hvað  hann  hafði   sagt   við  

aðra  skjólstæðinga  til  að  koma  skilaboðum  á  óbeinan  hátt  til  dáþega.  Sem  dáleiðari  gaf  

hann  oft  eitthvað  í  skyn  í  stað  þess  að  segja  hlutina  beinum  orðum.  Til  dæmis:  „Ég  velti  

því   fyrir  mér  hvort  þú  sért  meðvituð  um  að  vera   í  djúpri  dáleiðslu.   “  Einnig  notaði  

hann  kurteisislegar  samskiptaskipanir  eins  og  „Getur  þú  lokað  dyrunum?“  „Eru  dyrnar  

opnar?“  „Þú  mátt  loka  dyrunum.  “  Með  þessum  setningum  gaf  hann  dáþega  val  um  að  

skilja   dýpri   merkingu   þeirra   eða   bókstaflegan   merkingu   þeirra   (O´Hanlon,   1987,   bls.  

143).    

Erickson   valdi   oftast   að   nota   óbeinar   sefjanir   í   dáleiðslu   vegna   þess   hve  

áhrifaríkar  þær  voru.  Óbeinar,  munnlegar  sefjanir  höfða  til  undirvitundar  dáþega,  það  er  

að   segja,   dýpri   merkingu   orðanna.   Við   það   verður   meðvituð   hugsun   ekki   ráðandi   í  

dáleiðsluferlinu.  Dáþegi  fékk  þannig  möguleika  á  að  bregðast  við  á  annan  hátt  en  hann  

var   vanur   og   við   það   breyttist   ástand   hans   frá   því   sem   var   áður.   Óbeinar   sefjanir  

Page 27: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

25  

Ericksons   við   innleiðingu   dáleiðslunnar   byggðust   að   miklu   leyti   á   sannleiksorðum   (e.  

truisms).   Það   eru   orð   sem   lýsa   reynslu   dáþega   af   því   sem   hann   er   að   upplifa   á   því  

augnabliki   sem   upplifunin   gerist.   Þessi   orð   staðfesta   upplifun   dáþega   og  með   því   var  

gefið   í   skyn   möguleiki   á   yfirfærðri   merkingu   eða   dýpri   merkingu   orðanna.   Dæmi:  

Fæturnir  eru  á  gólfinu.  Dýpri  merking  er:  Þú  er  örugglega  tengdur  og  öruggur  (Zeig,  

2014).  Þannig  tengdi  hann  saman  hegðun  og  ástand  í  orsakabundið  samhengi  sem  hægt  

er  að  líta  á  sem  ófyrirséða  sefjun  (Zeig,  2014).    

Erickson   notaði   ekki   eingöngu   orðin   í   sjálfri   dáleiðslunni.   Hann   notaði   einnig  

sjálfan   sig   markvist   sem   hluta   af   dáleiðsluaðferðinni,   það   er   að   segja   líkamsstöðu,  

hreyfingar,   tóntegund   og   talhraða.   Hann   aðlagaði   sig   að   og   samstillti   sig   viðbrögðum  

dáþegans   í   dáleiðslunni   með   því   að   anda   á   sama   hraða,   nota   svipaða  

setningsuppbyggingu,   tóntegund  og   talhraða  og   dáþeginn   (Bandler   og  Grinder,   1975).  

Erickson   notaði   líkamstjáningu   sína   meðvitað   sem   sefjanir   án   orða,   þó   svo   að  

skjólstæðingurinn   væri  með   lokuð   augu.   Þannig   jók   hann   áhrif   sefjanna   í   samskiptum  

sínum  við  dáþega.  Hann  átti  það  til  að  halla  sér  meira  til  hægri  og  líta  niður  þegar  hann  

talaði   við   undirvitundina   og   hallaði   sér   meira   til   vinstri   þegar   hann   talaði   við  

meðvitundina  (The  Milton  H.  Erickson  Foundation,  2003;  Zeig,  2014).    

Hugrof   eða   aðgreining   getur   birst   í   daglegu   lífi   hjá   fólki,   til   dæmis   við   að  

framkvæma   verk   án   þess   að   vera   meðvitað   um   öll   skrefin   í   framkvæmd   verksins.   Í  

dáleiðsluaðgreiningu   gefur   dáleiðari   dáþega   sefjanir   sem  hvetja   til   innri   vinnu   í   átt   að  

lausn   vandans.   Orð   sem   fela   í   sér   andstæður   eru   notuð   til   að   hvetja   til   skynjunar   á  

aðgreiningu,   til   dæmis   undirvitund-­‐vitund,   hugur-­‐líkami,   hægri   helmingur-­‐vinstri  

helmingur.  Markmiðið  með  að  nota  aðgreiningu  í  dáleiðslu  er  að  upplifunin  getur  leitt  til  

dýpri   dáleiðsluástands   og   við   það   ástand   eykst   virkni   undirvitundar   (O´Hanlon,   2009;  

Zeig,  2014).    

2.1.4 Dáleiðsluferlið  

Dáleiðsluferlið   hefst   um   leið   og   skjólstæðingur   hittir   þerapistann.   Tengsl   eru  mynduð  

sem  einkennast  af   trausti,   trúnaði  og  virðingu.  Við   tengslin  hefst   samvinna  þeirra   í   að  

vinna   að   markmiðinu,   lausn   vandamálsins.   Sjálft   dáleiðsluferlið   skiptist   niður   í  

eftirfarandi  skref  eins  og  Bill  O´Hanlon  (2009)  skýrir  út:  1)  Þerapisti  fær  upplýsingar  um  

vandamálið  og  skilgreinir  markmiðið.  2)  Hann  skoðar  hvort  að  vandamálið  verði  til  eins  

Page 28: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

26  

og  af  sjálfu  sér  (e.  automatic)  –  ef  svo  er  ekki  er  betra  að  nota  aðra  aðferð  en  dáleiðslu.  

3)   Hann   kynnir   dáleiðslu   og   skynjun   á   innri   vinnu   fyrir   skjólstæðingnum.   4)   Hann  

innleiðir  dáleiðsluna  með  sefjunum.  Hann  sáir  fyrir  breytingum  og  byggir  upp  væntingar  

til  breytinga  á  ástandinu  sem  olli  vandanum.  5)  Hann  tengir  styrkleika  sem  hafa  komið  í  

ljós   í   dáleiðsluferlinu,   jafnvel   við   aldursbakrás   dáþega,   við   þá   möguleika   sem   búa   í  

framtíðinni  og   setur  þá   í   viðeigandi   samhengi.   6)  Hann   lýkur  dáleiðslunni.   7)  Dáleiðari  

ræðir  reynsluna  af  dáleiðslunni  að  eins  miklu  leiti  og  dáþegi  óskar  eftir.    

Í   dáleiðsluferlinu   hvetur   dáleiðarinn   dáþegann   til   að   þróa   og   finna   lausn   á  

vandamálinu  með  framtíðina  í  huga.  Það  gerir  hann  með  því  að  leiða  dáleiðsluna  áfram  

(e.   pacing).   Hann   staðfestir   þá   upplifun   sem   dáþeginn   sýnir   og   segir   frá.  Með   öðrum  

orðum   þá   notar   (e.   utilization)   dáleiðarinn   skynjun   og   hegðun   dáþegans   í   sjálfu  

dáleiðsluferlinu.  Þær  upplýsingar  fær  dáleiðarinn  með  því  að  eiga  samtal  við  dáþegann  í  

öllu  dáleiðsluferlinu  (Kershaw,  1992;  Zeig,  2014).    

2.2  Parameðferð  

Parameðferð   hjá   Erickson-­‐þerapistum   byggist   á   stefnumiðaðri   nálgun   þar   sem   litið   er  

svo   á   að   vanabundið   mynstur   í   samskiptum   skapist   yfir   tíma   og   að   oftast   hafi   þetta  

mynstur  upphaflega  haft  þann  tilgang  að  vera  lausn  á  vanda  en  sé  orðið  að  vandamáli.  

Þó   svo   að   Erickson   hafi   ekki   staðsett  meðferð   sína   þannig   að   hún   væri   innan   ramma  

fjölskyldumeðferðar  þá  var  sú  hugsun  ávalt  fyrir  hendi  í  vinnu  hans  (Lankton,  2001).    

Kerfiskenningar   segja   til   um   hvernig   samskipti   innan   fjölskyldunnar   fylgja  

ákveðnum  kerfum  og  mynstrum  þar   sem  áhrif   tengsla   frá  upprunafjölskyldu  geta  haft  

mikið   að   segja   til   um   hvernig   samskipti   parsins   geta   orðið.   Þegar   tveir   einstaklingar  

verða  par  eru  samskiptin  fyrst  og  fremst  þeirra  á  milli.  Parið  myndar  eina  heild  með  skýr  

mörk   (e.   boundary)   sín   á   milli.   Um   leið   og   barn   fæðist   getur   myndast   þríhyrningur   í  

samskiptunum,  mörkin  milli  foreldra  og  barns  verða  óljós.  Það  er  að  segja  að  samskiptin  

verða   ekki   eingöngu   á   milli   parsins   þegar   erfiðleikar   koma   upp   í   sambandinu   heldur  

beinir  annað  foreldrið  tilfinningum  sínum  gagnvart  maka  að  barninu  í  stað  þess  að  beina  

þeim  að  maka  sínum  (Nichols,  2010).  Það  sama  á  við  ef  foreldrar  og  eða  tengdaforeldrar  

fara  að  segja   til  um  hvernig  parið  á  að  haga  sér   í  daglegu   lífi.  Hætta  er  þá  á   trúnaður,  

mörk  og   traust   rofni  milli   parsins   ef   annað  þeirra   leitar   til   foreldris  með   vandamál   og  

tilfinningar   sínar   og   fer   að   ræða   við   foreldri   í   staðinn   fyrir   maka   sinn.   Þríhyrnt  

Page 29: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

27  

samskiptamynstur   getur   oft   verið   grunnurinn   að   vandamáli   í   lífi   parsins   þar   sem  

bandalag   (e.   coalition)   myndast   gegn   aðilanum   sem   skilinn   er   útundan.   Flest  

samskiptakerfi   leitast   við   að   viðhalda   valdajafnvægi   (e.   homeostasis)   þar   sem   báðir  

aðilar   bera   jafna   ábyrgð  eða  deila   ábyrgðinni   á   daglegu   lífi   jafnt   á  milli   sín.   Það  er   að  

segja   báðir   aðilar   í   parasambandinu   eru   jafn  mikilvægir.   Þegar   vandamál   koma   upp   í  

samskiptum   parsins   getur  myndast   röskun   á   valdajafnvægi   í   parsambandinu   og   parið  

farið  að  rífast  eða  deila  harkalega  vegna  þess  að  annar  aðilinn  getur  ómeðvitað  óttast  að  

verða   lægra   settur   í   valdapíramídanum   og   að   hinn   verði   hærra   settur.   Þetta  

samskiptamynstur   getur   síðan   einkennst   af   hliðstæðum   (e.   analogi)   við   samskiptin   í  

upprunafjölskyldu.   Parameðferðin   samanstendur   af   nálgunum   þar   sem   þerapistinn  

tekur  meginábyrgðina  í  samvinnu  við  parið  á  að  hanna  stefnumiðaða  meðferðaráætlun  

til  að  leysa  vandamál  parsins  í  því  félagslega  samhengi  sem  það  er  statt.  Áherslan  er  lögð  

á   innbyrðis   samskipti   parsins,   það   sem   er   tjáð   með   orðum   og   það   sem   er   tjáð   með  

sjónrænum  hætti.  Þerapistinn  nýtir  hringspurningar  (e.  circular  questions)  þar  sem  hvor  

aðili  fyrir  sig  er  spurður  um  hvað  hann  haldi  að  hinn  aðilinn  sé  að  hugsa,  finna  eða  gera.  

Tilgangurinn  með  þessum  spurningum  er  að  hvetja  báða  aðila  parsins  til  að  tengja  sig  við  

hinn   aðilann   (Rivett   og   Street,   2009).   Markmið   meðferðarinnar   er   að   parið   vaxi   og  

þroskist  og   jafnvægi  viðhaldist   í   samskiptum  þess.  Fjölskylduþerapistinn  er  öðruvísi  en  

einstaklingsþerapisti  á  þann  hátt  að  hann  er  með  fleiri  en  einn  skjólstæðing  inni  hjá  sér  í  

einu,  það  er  að  segja  parið  sem  eru  tveir  einstaklingar.  Oft  er  upprunafjölskyldan  með  í  

meðferðartímanum,  þó  hún  sé   líkamlega  ekki   til   staðar,  þar   sem  áhrifa  hennar  gætir   í  

mismiklum  mæli  í  hegðun  parsins  (Madanes,  1981,  2009).    

Erickson   lagði   áherslu   á   að   það   sem   einkenndi   gott   parasamband   væri  

gagnkvæmur  skilningur  og  ánægja  hjá  hvorum  aðila  fyrir  sig,  með  það  sem  veitir  hinum  

aðilanum   í   parsambandinu  ánægju   að   framkvæma   í   daglegu   lífi.   Jafnvel   þó   að  ekki   sé  

skilningur  til  staðar  á  því  hvers  vegna  það  veiti  viðkomandi  aðila  ánægju  að  framkvæma  

þessa  athöfn.  Það  sem  veitir  öðrum  ánægju,  skapar  hinum  ánægju  við  að  sjá  hamingju  

hins.   Þegar   einstaklingur   í   parsambandi   framkvæmir   hluti   sem   veita   honum   ánægju,  

veitir   það   um   leið   maka   hans   ánægju.   Þetta   kallaði   hann   að   vera   fullorðinn   (Haley,  

1985).    

Page 30: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

28  

2.2.1 Lífsskeið  

Mikilvægustu   þarfir   fólks   breytast   í   tímans   rás.   Og   það   sama   á   við   um   þarfir  

fjölskyldunnar   og   einstaklinganna   í   parasambandinu.   Lífsskeið   fullorðinna   hafa   verið  

skilgreind   á   eftirfarandi   hátt:   1)   Flytja   að   heiman.   2)   Tilhugalífið.   3)   Fyrstu   ár  

hjónabandsins.  4)  Fæðing  barns  og  umsjón  með  ungviði.  5)  Miðskeið  hjónabandsins.  6)  

Að   sjá   á   eftir   börnum   af   heimilinu.   7)   Eftirlaunaárin   (McGoldrick   o.   fl.   ,   2011;   Haley,  

1973).   Á   hverju   lífsskeiði   geta   verið   mismunandi   vandamál   sem   koma   upp   hjá  

einstaklingunum.   Vandamál   sem   geta   átt   sér   rætur   í   því   hvort   breytilegum   þörfum  

einstaklingsins   í   samskiptum   og   tengslum   sé   mætt   miðað   við   það   lífsskeið   sem  

hann/hún   er   staddur/stödd   á.   Vandamál   í   sambandi   parsins   verða   oft   á   tíðum   þegar  

farið   er   frá   einu   lífsskeiði   yfir   á   annað.   Hvernig   einstaklingnum   hefur   tekist   að  

fullorðnast,   verða   sjálfstæður   og   setja   mörk   í   samskiptum   við   upprunafjölskylduna,  

getur  haft  áhrif  á  sjálft  parasambandið.  Þegar  par  verður  til  er  það  ekki  eingöngu  tveir  

einstaklingar   sem   tengjast   heldur   eru   tvær   stórfjölskyldur   að   tengjast.   Þar   á   meðal  

tengdaforeldrar   með   ólík   samskiptakerfi   sem   geta   haft   áhrif   á   hversdagslíf   parsins  

(Haley  1973)  .    

Fjölskyldutré   (e.   genograms)   eru   gjarnan   teiknuð   upp   af   fjölskylduþerapista  

þegar  verið  er  að  kortleggja  samskipti  og  tengsl  innan  fjölskyldunnar  (McGoldrick  o.  fl.  ,  

2008).   Æskilegt   er   að   parið   myndi   með   sér   samkomulag   um   hvernig   samskipti   við  

upprunafjölskyldurnar   verði   háttað.   Parið   þarf   að   ákveða   hvernig   þau   ætla   að   leysa  

ágreining,  og  hvernig  þau  ætli  að  deila  verkefnum,  valdi  og  ábyrgð  daglegs  lífs  á  milli  sín.  

Við   slíka   umræðu   geta   einstaklingarnir   í   parasambandinu   haldið   sjálfstæði   sínu   og  

jafnvægi  í  parasambandinu  (Haley,  1973;  Madanes,  2009).    

2.2.2 Dáleiðsludans  parsins  

Þegar  par  á  í  samskiptum,  geta  orðin  sem  þau  nota  og  framkoman  sem  þau  sýna  hvort  

öðru  skapað  einhverskonar  ómeðvitaðan  dáleiðandi  dans  þeirra  á  milli.  Það  er  að  segja  

að  athyglin  þrengist  hjá  hvoru  um  sig  og  áherslan  verður  öll  á  hinn  aðilann.  Ferlið  getur  

kveikt   á   jákvæðum   eða   neikvæðum   dansi,   allt   eftir   í   hvaða   samhengi   (e.   context)  

samskiptin   í   dansinum  myndast.   Neikvæður   dans   getur  myndast   í   ýmsu   samhengi   en  

oftast  er  grunnþema  dansins  svipað.  Kveikjan  að  dansinum  er  oftast  þegar  annar  aðilinn  

í   parasambandinu   verður   hræddur   eða   kvíðinn   og   reynir   ómeðvitað   að   mynda   innra  

Page 31: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

29  

jafnvægi  hjá  sér  með  því  að  reyna  að  stjórna  hinum  aðilanum.  Hann  fer  jafnvel  að  kenna  

hinum  um  það  sem  er  að  og  það  gefur  viðkomandi  tilfinningu  fyrir  að  hafa  stjórn  á  eigin  

líðan   og   ómeðvituðum   kvíða.   Þetta   samskiptamynstur   getur   kveikt   á   ómeðvituðum,  

sáraukafullum   minningum   og   tilfinningum   hjá   hinum   aðilanum   í   sambandinu,  

tilfinningum  sem  jafnvel  eiga  sér  rætur  í  samskiptamynstri  innan  upprunafjölskyldunnar.  

Viðkomandi   getur   upplifað   sig   tilfinningalega   særðan   þannig   að   hann   hörfar   undan   í  

samskiptunum   eða   jafnvel   lokar   á   samskipti   við   makann.   Þannig   getur   ákveðið  

leiðsluástand   (e.   trance),   sjálfsdáleiðsla,   myndast   á   milli   parsins   sem   endurtekur   sig  

næstum  af  sjálfu  sér  (Kershaw,  1992).  Samkvæmt  Calof  (2012)  notum  við  öll  „einhverja  

gerð  af  sjálfsdáleiðslu  til  að  nálgast  okkar  innri  huga.  “  (bls.  349).    

Í   þessu   leiðsluástandi   getur  minnisleysi   jafnvel   gert   vart   við   sig   í   hita   leiksins   í  

þeirri  merkingu  að  makinn  fær  á  sig  andlit  einhvers  frá  fortíðinni  án  þess  að  hinn  átti  sig  

á  því.  Óbeinum  samskiptum  í  fjölskyldum  lýsir  Madanes  (2009)  á  eftirfarandi  hátt:  

Segja  má  að  dáleiðsla  sé  tilraunakennd  (e.  experimental)  aðferð  sem  byggist  á   eðlilegum   og   hversdagslegum   hlutum   sem   eiga   sér   stað   í   samskiptum  innan  fjölskyldna.  Dáleiðarinn  leiðbeinir  dáþega  og  hluti  af  leiðbeiningunum  felur   í  sér  að  dáþeginn  er  ekki  meðvitaður  um  að  það  er  verið  að  leiðbeina  honum.  Það  sama  gerist  í  fjölskyldum  .  .  .  Móðir  segir  við  barn  sitt  að  það  sé  dapurt  í  ákveðnum  aðstæðum  án  þess  að  barnið  sé  meðvitað  um  að  móðirin  sé   að   beina   því   í   átt   að   þessari   tilfinningu   .   .   .   Munurinn   á  meðferðardáleiðslunni   og   því   sem   gerist   innan   fjölskyldunnar   er   að  dáleiðarinn   veit   hvað   hann   er   að   gera,   fjölskyldumeðlimir   vita   það   yfirleitt  ekki  (Madanes,  2009,  bls.  75–76).    

Dáleiðandi   dans   parsins   getur   hafist   á   mismunandi   atriðum   sem   hrinda   af   stað  

ómeðvituðum  leiðsluviðbrögðum.  Þessi  atriði  geta  verið  orðanotkun  sem  felur  í  sér  vald  

og/eða  sjónræn  skynjun  ,  einnig  heyrnar-­‐  og  hreyfiskynjanir.  Hin  munnlegu  skilaboð  sem  

parið  notar  í  samskiptunum  fela  í  sér  aðra  merkingu  en  orðin  tjá.  Það  er  dýpri  skilningur  

orðanna.   Parið   á   þá   til   að   festast   í   ákveðnu  mynstri   og   bregst   oftast   eins   við   þessum  

ákveðnu  aðstæðum.  Þegar  vandamál  af  þessu  tagi  í  samskiptum  pars  hefur  myndast  þá  

er  parið  að  endurtaka  í  sífellu  sömu  meðvituðu  hegðunina,  ómeðvitað,  þannig  að  innri  

styrkleikar   þeirra   ná   ekki   að   virkjast   við   að   leysa   vandamálið.   Einstaklingarnir   í  

parasambandinu  verða  ekki  fórnalamb  hvors  annars  heldur  skapa  þeir  saman  þetta  ferli,  

ómeðvitað.  Erickson  var  meðvitaður  um  gagnvirka  hegðun  parsins.  Til  dæmis  ef  annar  

aðilinn  var  meira   inn  á  við  þá   laðaði  það   fram  meiri  úthverfa  og   jafnvel  árásarhneigða  

Page 32: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

30  

hegðun  hjá  hinum  aðilanum.  Ferlið  í  dansi  parsins  er  þeim  ómeðvitað.  Hversdagsleiðsla  í  

samskiptum  parsins  er  þá  hafin  (Kershaw,  1992).    

  Sérhver  einstaklingur  skapar  sér  persónulegan  raunveruleika  út  frá  því  sem  hann  

hefur   reynslu   af   og   því   sem  hann   hefur   upplifað   á  ævi   sinni.   Í   parasambandinu   hefur  

hvor  einstaklingur  um  sig  sína  ímynd  af  því  hvernig  sambandið  á  að  vera  og  hvernig  hinn  

aðilinn  í  sambandinu  á  að  vera.  Hvor  um  sig  getur  jafnvel  framkallað  í  huga  sér  bíómynd  

af   því   hvernig   sambandið   ætti   að   ganga   fyrir   sig.   Þessar   ímyndir   geta   stafað   af   innri  

sálrænni  stöðu  (e.  intrapsychic  level),  það  er  að  segja  djúpsálfræðilegri  sjálfsmynd,  kvíða  

og   varnarviðbrögðum   hvors   aðila   í   parasambandinu.   Streita   í   daglegu   lífi,   kvíði   og  

skortur  á  valdajafnvægi  í  sambandinu  verða  áhrifavaldar  í  dáleiðandi  dans  parsins.  Þetta  

ójafnvægi  getur  birst  sem  innbyrðis  samkeppni  parsins  um  það  hvor  aðilinn  sé  betri  í  að  

leysa   verkefni   daglegs   lífs,   eða  hvort  þeirra   sé   gáfaðara  eða   reynslumeira   í   ákveðnum  

málaflokkum.   Parið   getur   upplifað   að   vandamálið   í   samskiptum   þeirra   sé   orðið  

stjórnlaust.  Nálgun  Ericksons   í   parameðferð  einkenndist   af   því   að  hann  horfði   ávallt   á  

einstaklinginn   í   parasambandinu.   Hann   horfði   á   þá   vandasömu   stöðu   sem   samband  

parsins   var   komið   í   út   frá   kenningum   í   djúpsálfræði   (e.   psychodynamics)   og  

kerfiskenningum   og   þeim   lífsaðstæðum   sem   parið   var   saman   statt   í   eða   hvor  

einstaklingur   fyrir   sig.   Hann   var   vakandi   fyrir   því   að   stundum   þurfti   að   aðstoða  

einstaklingana  í  parasambandinu  við  að  aðgreina  sig  hvor  frá  öðrum.  Stundum  þurfti  að  

sameina   einstaklingana   sem   par,   sem   einingu.   Það   byggðist   yfirleitt   allt   á   því   hvernig  

einstaklingnum   í   parasambandinu   hafði   tekist   að   vaxa   frá   upprunafjölskyldu   sinni.  

Erickson   lagði  áherslu  á  að  byggja  á  styrkleikum  einstaklinganna   í  parasambandinu  við  

lausn  á  þessum  vandamálum:  „Umbreytingar  innra  með  okkur  gerast  ekki  við  að  þurka  

út  hluta  af  okkur  sjálfum  heldur  við  að  endurskipuleggja  þá  styrkleika  sem  við  höfum  nú  

þegar.  “  (Kershaw,  1992,  bls.  xv).    

2.3 Dáleiðsla  að  hætti  Ericksons  í  parameðferð  

Þegar   par   mætir   í   meðferð   er   það   í   flestum   tilfellum   tilbúið   til   að   vinna   með   það  

meðvitaða  vandamál  sem  það  upplýsir  þerapistann  um.  Parið  er  meðvitað  um  að  það  sé  

vandamál  til  staðar  en  einstaklingarnir  í  parasambandinu  hafa  oftast  þá  skoðun  að  það  

sé  makinn   sem   þurfi   að   laga   hjá   sér   hegðunina,   tilfinningalífið   eða   hvernig   hann/hún  

hugsar.  Þessi  meðvituðu  vandamál  trufla  oft  meðferðarferlið  og  geta  jafnvel  hindrað  að  

Page 33: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

31  

breytingar   geti   átt   sér   stað   í   hversdagslegum  dáleiðandi  dansi   parsins.  Dáleiðsla   getur  

haldið   ómeðvitaðri   vitneskju   og   reynslu   frá   meðvitaðri   hugsun.   Í   dáleiðslunni   hefur  

undirvitundin   leyfi   til   að   vinna   óhindrað,   oft   án   vitneskju   vitundar   (Ferguson,   2012).  

Erickson  notaði  myndlíkingar  og  sögur  sem  óbeinar  sefjanir   í  dáleiðslumeðferð  para.  Á  

þann   hátt   taldi   hann   að   meðferðin   yrði   ánægjulegt   ferðalag,   bæði   fyrir   parið   og  

þerapistann.  Hann  taldi  ánægjuna  vera  mjög  mikilvægan  þátt  í  meðferðinni  því  að  baki  

öllum   einkennum   liggja   erfiðleikar   við   að   njóta   lífsins.   Ef   pörin   næðu   að   njóta  

dáleiðslunnar   þá   væri   verið   að   hvetja   (e.   empower)   þau   til   betri   heilsu   og   líðan   á  

óbeinan  hátt  (Gilligan,  1987;  Robles,  2001).    

Þegar   parameðferð   að   hætti   Ericksons   er   framkvæmd  á   sér   ekki   stað   formlegt  

mat   á   dáleiðandi   dansi   parsins.   Þerapistinn   greinir   gagnkvæmt   eðli   dansins   út   frá  

vandamálum   samkvæmt   kenningum   djúpsálfræðinnar   og   þeim   vandamálum   sem  

tilheyra  því   lífsskeiði   sem  parið  er   statt  á.  Hann  horfir  einnig  á   samskiptakerfi  parsins.  

Hann  kannar  einnig  hvaða  reynslu  parið  hefur  af  breytingum  í  lífi  sínu,  hvað  styrkleikar  

eru  til  staðar  og  hvaða  styrkleika  þarf  að  ná  í.  Hann  setur  upp  skipulagða  nálgun  í  formi  

beinnar   eða   óbeinnar   dáleiðslu.   Hann   heldur   meðvitaðri   athygli   í   dáleiðsluástandi  

parsins  á  meðan  hann  talar  við  undirvitundina.  Þetta  gerir  hann  með  því  að  beina  athygli  

sinni  að  því  að:    

1)   Endurskilgreina   (e.   reframe)   þær   aðstæður   sem   vandamálið   hrindir  venjulega  af  stað  eða  því  sem  dregur  úr  meðvitaðri  hugsun  um  vandamálið.    

2)  Endurskilgreina  afbakaða  skynjun  hvors  um  sig  á  hegðun  hins  á  jákvæðan  hátt.   Athygli   er   beint   að   framtíðarsýn   og   að   skilningur   þeirra   á  raunveruleikanum  sé  bættur.    

3)  Að  líta  ekki  svo  á  að  samskipti  parsins  endurspegli  vanþóknun  þess  hvort  á  öðru,  heldur  sem  vöntun  á  gagnkvæmum  skilningi  (Kershaw,  1992,  bls.  61).    

Þerapistinn  er  stöðugt  vakandi  fyrir  því  hvernig  meðferðarferlið  þróast  að  lokamarkmiði  

meðferðarinnar   sem   er   breyting   á   því   ástandi   sem   vandamálið   skapaði.   Þerapistinn  

dáleiðir  ekki  alltaf  báða  aðila  í  einu,  það  fer  allt  eftir  samhenginu  í  meðferðarferlinu.  Oft  

er   aðeins   annar   aðilinn   í   parsambandinu   dáleiddur,   það   getur   til   dæmis   verið   að  

hann/hún   hafi   reynslu   af   dáleiðslu   og   hinn   aðilinn   óski   ekki   eftir   dáleiðslu   og   velji   að  

hlusta  frekar  á  dáleiðsluna.  En  við  það  að  hlusta  fer  hinn  aðilinn  oftast  í   létta  dáleiðslu  

Page 34: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

32  

og  þannig  hefur  hann/hún  einnig  gagn  af  dáleiðslunni.  Ef  báðir  aðilar  vilja  fara  í  dáleiðslu  

samtímis   er   framkvæmd   sameiginleg   innleiðing   sem   lýtur   að   lífi   þeirra   beggja.  

Dáleiðandinn  talar  þá  við  báða  aðila  í  dáleiðslunni.  Oft  notar  dáleiðandinn  myndlíkingar  

eða   segir   sögu   sem   inniheldur   hliðstæðu   við   vandamál   parsins.   Það   er   gert   í   þeim  

tilgangi  að  virkja   innri   styrkleika  parsins  við   lausn  á  vandamálinu  og  þannig  getur  kerfi  

samskipta  breyst  hjá  parinu  (Gilligan,  1987;  Kershaw,  1992).    

Í   kennslumyndbandinu   Therapy   within   a   marital   system   (2003)   er   fylgst   með  

Erickson  dáleiða  par.  Í  myndbandinu  rýnir  Jeffrey  Zeig  í  aðferð  Ericksons  sem  hann  kallar  

ARE-­‐líkan   (e.   absorb,   ratify,   elicit).   ARE   dáleiðslulíkanið   samanstendur   af   eftirfarandi  

þáttum:   A   sem   felst   í   að   draga   athygli   (e.   absorb)   dáþegans   að   skynjun,   ímynd,  

minningum   og   hversdagslegri   reynslu   sinni   í   upphafi   leiðarinnar   að   innri   styrkleika  

dáþegans.  Dáleiðarinn  notar  ákveðna  tækni  og  stílbrögð   í  orðræðu  við  að   leiða  athygli  

dáþegans.  Dáleiðarinn  býður  upp  á  ýmsa  möguleika  sem  dáþegi  getur  valið  um.  R  sem  

er   staðfesting   (e.   ratify)   en   þá   staðfestir   dáleiðarinn   leiðsluna   sem   sá   dáleiddi   er   að  

upplifa.   Hann   lýsir   staðreyndum,   hegðunarlegum   breytingum   sem   hann   sér   hjá  

dáþeganum,   til   að   dýpka   dáleiðsluna.   Í   E   eru   löðuð   fram   (e.   elicit)   þrenns   konar  

dáleiðslufyrirbæri,   það   er   aðgreining,   viðbrögð   og   innri   styrkleikar,   sem   búa   í  

undirvitundinni.   Markmiðið   er   að   vekja   upp   lærða   innri   færni   til   að   finna   lausn   á  

vandamálinu  og  jafnvel  auka  bjargráð  í  almennu  daglegu  lífi  í  framtíðinni.    

Erickson   setti   gjarnan   inn   sefjanir   um   sveigjanleika   í   dáleiðsluna   þar   sem   lítill  

sveigjanleiki  takmarkar  hegðun  okkar  og  heldur  fólki  frá  því  að  „fara  út  fyrir  boxið“  sem  

oft  á  tíðum  er  nauðsynlegt  til  að  geta  leyst  vandamál  parsins  (Gilligan,  1987;  The  Milton  

H.  Erickson  Foundation,  2003;  Zeig,  2014  ).    

Nálgun  Ericksons   í   parameðferð  einkenndist   í   grunninn  af   sömu  aðferðum  og   í  

einstaklingsmeðferð.   Þerapistinn   myndar   tengsl   við   parið   og   fær   kynningu   á  

vandamálinu   og   þeim   aðstæðum   sem   ríkja   í   tengslum   við   vandamálið.   Hann   hefur  

samvinnu   við   parið   við   að   vinna   að   markmiðinu,   lausn   vandamálsins.   Hann   kynnir  

dáleiðslu   og   innri   vinnu   í   dáleiðsluferlinu   fyrir   parinu.   Hann   innleiðir   dáleiðsluna  með  

óbeinum   sefjunum.   Hann   sáir   fyrir   breytingum   og   byggir   upp   væntingar   til   breytinga.  

Hann  segir  sögur  sem  hafa  vísan  í  vandamálið  og  býður  upp  á  annars  konar  viðbrögð  við  

vandamálinu.   Hann   tengir   styrkleika   sem   hafa   komið   í   ljós   í   dáleiðsluferlinu   við   þá  

möguleika  sem  búa  í  framtíðinni  og  setur  þá  í  viðeigandi  samhengi.  Með  öðrum  orðum  

Page 35: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

33  

má  segja  að  þerapistinn  notar  það  vandamál  sem  parið  leitaði  til  hans  með,  til  að  koma  

jafnvægi  á  parasambandið  og  stuðla  þannig  að  persónulegum  þroska  hvors  einstaklings  í  

parasambandinu   (Kershaw,   1992;   Lankton,   2001).   Erickson   forðaðist   að   segja   fólki   að  

hætta  að  gera  það  sem  það  gerði  áður  og  var  hluti  af  birtingarmynd  vandamálsins.  Oft  

kom  hann  með  tillögur  að  því  að  breyta  einhverju  atriði  sem  tengdist  vandamálinu,  eins  

og  til  dæmis  ef  vandamálið  var  rifrildi  í  samskiptum  hjóna  stakk  Erickson  upp  á  að  hjónin  

myndu  rífast  úti  í  stað  inni,  eða  mörgum  sinnum  á  dag  eða  með  einhverra  daga  millibili.  

Þetta   gerði   hann   til   að   brjóta   upp   það   mynstur   sem   var   orðið   fast   í   samskiptum  

hjónanna  og  hluti  af  vandamálinu.  Þessi  fyrirmæli  setti  hann  fram  ýmist  í  viðtölum  eða  í  

dáleiðslu   (Haley,   1973).   Við   það   styrkist   sjálfsmynd   og   persónulegt   öryggi   hvors   aðila  

fyrir  sig  í  parasambandinu  og  jafnvægi  skapast  í  samskiptum  parsins.  Parið  hefur  fengið  

verkfæri  í  hendurnar  til  að  nota  í  framtíðinni  við  vandamál  sem  koma  upp  í  daglegu  lífi  

þeirra  (Kershaw,  1992;  Lankton,  2001).    

2.3.1 Rannsóknir  á  dáleiðslumeðferð  

Fjölmargar   rannsóknir   á   dáleiðslumeðferð   hafa   verið   gerðar   enda   saga   dáleiðslunnar  

löng.   Flestar   þessara   rannsókna   vísa   til   einstaklingsmeðferðar   við   sálrænum   og/eða  

líkamlegum   einkennum/sjúkdómum   og   hafa   allnokkrar   gagnreyndar   rannsóknir   verið  

gerðar.   Samanburðarrannsókn   var   gerð   á   dáleiðsluaðferð   Ericksons   og  

skammtímameðferð  (e.  brief  dynamic  therapy)  hjá  einstaklingum.  Ekki  var  krafist  neins  

sérstaks   vandamáls   heldur   voru   þátttakendur   beðnir   um   að   velja   sér   eitt   ákveðið  

vandamál   til   að   vinna  með.   Niðurstaðan   var   að   lausn   fannst   á   vandamálinu   í   báðum  

tilvikum,  þó  svo  að  grunnurinn  á  skilningi  vandamálsins  væri  frá  ólikum  grunni.  Þeir  sem  

fengu  dáleiðslu   fengu  aldrei   bein   skilaboð  um   lausn   á   vandamálinu  og  byggðist   það   á  

hugmyndum   Ericksons   um   að   árangur   meðferðar   er   ekki   eingöngu   háður   því   sem  

þerapistinn   gerir,   heldur   gerast   breytingar   innra   með   skjólstæðingnum   (Simpkins   og  

Simpkins,   2008).   Fáar   rannsóknir   hafa   verið   gerðar   á   klínískum   árangri   af  

dáleiðslumeðferð  para  enda  getur  verið  erfitt  að  rannsaka  klínískan  árangur  af  flóknum  

samskiptum   para   og   það   gerir   það   enn   erfiðara   þegar   einnig   þarf   að   meta   þátt  

dáleiðslunnar.  Notkun  dáleiðslu   í  parameðferð  er   frekar  nýstárleg  aðferð  og  hefur   lítið  

verið   könnuð   þegar   litið   er   til   klínískra   rannsókna.   Síðan   1970   hafa   klínískir  

meðferðaraðilar   birt   allnokkuð   af   lýsingum   af   einstökum   málum   (e.   cases)   þar   sem  

Page 36: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

34  

dáleiðsla   hefur   verið   notuð   í   parameðferð.   Dáleiðslan   hefur   verið   hluti   af  

parameðferðinni   en   í   flestum   tilfellum   hefur   ekki   verið   skilgreint   nákvæmlega   hvaða  

fræðikenningum   er   verið   að   vinna   eftir   eða   hvernig   farið   var   að   því   að   ná   tilsettu  

meðferðarmarkmiði  (Kahn,  2010).  Nokkuð  ljóst  er  að  þörf  er  á  rannsóknum  sem  styðja  

gagnsemi   dáleiðsluaðferðar   Ericksons   þegar   tekist   er   á   við   dáleiðandi   dans   para  

(Ferguson,  2012).    

Á  Íslandi  hafa  innan  Háskóla  Íslands  verið  gerðar  fjórar  rannsóknir  á  dáleiðslu.  Sú  

nýjasta  er  BS-­‐ritgerð   í   sálfræði  unnin  af  Guðrúnu  Pálínu   Jónsdóttur  og  Sólveigu  Rögnu  

Jónsdóttur   (2012).   Markmið   rannsóknarinnar   var   að   kanna   áhrif   fræðslu   og  

persónulegrar   reynslu   á   viðhorf   háskólanema   í   HÍ   til   dáleiðslu.   Niðurstaðan   sýndi   að  

fræðsla   og   reynsla   af   dáleiðslu   skapaði   jákvæðara   viðhorf   til   dáleiðslunnar.   Innan  

Félagsvísindadeildar  skrifaði  Ólöf  Unnur  Sigurðardóttir  (2006)  MSW-­‐ritgerð  sem  byggist  

á   eigindlegri   rannsókn.  Meðferðin   sem   var   veitt   og   rannsökuð   byggðist   á   kenningum  

Ericksons  og  hafði  að  markmiði  að  bæta  almenna  líðan  og  getu  til  að  ráða  við  tilfinningar  

og  daglegt  líf.  Meginniðurstaða  rannsóknarinnar  var  að  dáleiðslumeðferðin  var  gagnleg  

og  mikilvæg.  Jafnframt  að  dáleiðslumeðferð  þyrfti  að  vera  aðgengilegur  möguleiki  sem  

meðferðarúrræði.   Tvær   ritgerðir   til   meistaraprófs   í   heilbrigðisvísindum   voru   gerðar  

innan   Læknadeildar   árið  2002.  Önnur   ritgerðin   var  unnin  af   Ingibjörgu  H.   Jakobsdóttir  

(2002)  og  fjallar  um  lýsingar  kvenna  á  svefnerfiðleikum  og  áhrifum  dáleiðslumeðferðar  

og  slökunar  á  svefn  og  líðan.  Ingibjörg  notaði  eigindlega  rannsóknaraðferð.  Niðurstaðan  

var   að   allir   þátttakandur   lýstu  bættri   líðan  að   flestu   leyti.   Sálfstraust   jókst,   svefn   varð  

samfelldari  og  streitustig  mældist  lægra  eftir  dáleiðslumeðferðina.  Hin  meistararitgerðin  

var  skrifuð  af  Sigurlínu  Hilmarsdóttur  (2002).  Ritgerðin  fjallar  um  eigindlega  rannsókn  á  

lýsingum  einstaklinga  á  áfallareynslu  og  áhrifum  dáleiðslumeðferðar  við  úrvinnslu  áfalla.  

Niðurstöðurnar  sýndu  að  allir  dáþegar  höfðu  fundið  mun  á  sér,  minni  vanlíðan,  spennu  

og  ótta.    

2.4 Hlutverk  þerapistans  sem  notar  aðferð  Ericksons    

Erickson  leit  á  ferli  dáleiðslunnar  eins  og  samband  milli  tveggja  aðila.  Þerapistinn  mætir  

ávallt  fólki  með  þeirri  trú  að  fólk  geti  breyst.  Öryggi,  trú  og  væntingar  þerapistans  um  að  

parið   geti   breyst   og   að   styrkleikarnir   til   þessara   breytinga   búi   innra   með   parinu,   er  

grundvallaratriði   í   samskiptum  þerapista  og  parsins.  Það  hefur  mótandi  áhrif  á  viðhorf  

Page 37: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

35  

parsins  til  dáleiðslunnar.  Samskipti  þerapistans  við  parið  einkennist  af  hlýju,  virðingu  og  

samhygð   (e.   empathy).   Þerapistinn  myndar   tengsl   við   einstaklingana   í   parsambandinu  

án   þess   að   velja   annað   fram   yfir   hitt.   Þerapistinn   er   vakandi   fyrir   öllum   tjáðum   og  

ótjáðum  viðbrögðum  sem  parið  sýnir  og  speglar  þau  til  baka  til  þeirra,  ýmist  með  orðum  

eða  atferli   sínu.  Það  gefur  einstaklingnum  og  parinu  tilfinningu  fyrir  því  að  þerapistinn  

skilji   hann/þau.   Það   getur   jafnvel   gefið   parinu   tilfinningu   fyrir   því   að   þerapistinn   geti  

lesið   hug   þeirra   eða   að   þerapistinn   þekki   þau   mjög   vel.   Þannig   myndast   tengsl   milli  

þerapistans   og   parsins   sem   byggjast   á   öryggi.   Erickson   áleit   þessi   tengsl   mjög  

mikilvægan  þátt  í  meðferðarferlinu  áður  en  sjálf  dáleiðslan  hæfist.  Hlutverk  þerapistans  

felst  einnig  í  að  skilgreina  hið  æskilega  markmið  sem  er  lausnin  á  vandamálinu  sem  parið  

upplýsir   hann   um.   Hugmyndina   að   lausninni   leiðir   hann   stefnumiðað   áfram   í  

meðferðartímum   á   þann   hátt   að   hún   verði   sem   líklegust   til   að   skapa   árangursrík  

viðbrögð  hjá  parinu  við  lausn  á  vandamálinu.  Hann  skapar  leið  með  að  beita  beinni  eða  

óbeinni  dáleiðslu  til  að  breyta  viðhorfum,  hegðun  eða  tilfinningum  sem  búa  ómeðvitað  

innra  með  parinu  (Kershaw,  1992;  Rosen,  1982;  Zeig,  2014).    

Það  er   á   ábyrgð  þerapistans  að   skapa  andrúmsloft   í   dáleiðslu  og  aðstæður  þar  

sem  parið   getur   brugðist   við   ósjálfrátt,   án   þess   að  meðvituð   hugsun   sé   of   ríkjandi   og  

þannig  mögulega  breytt  vanamynstri  sínu.  Andrúmsloft  dáleiðslu  myndar  þerapisti  með  

viðeigandi  málnotkun  og  höfðar  til  dýpri  merkingu  orðanna.  Hann   lætur   liggja   í   loftinu  

tækifæri   til   að   geta  breytt   ríkjandi   ástandi.   Samskipti   hans   við  parið   einkennast   af   þvi  

hvernig  hann  talar  til  skiptis  við  undirvitundina  og  meðvitaða  hugsun  (Ritterman,  2005).    

Til   að   geta   skapað   öruggt   umhverfi   fyrir   parið   við   innleiðingu   dáleiðslunnar   er  

miklvægt   að   þerapistinn   skynji   sig   öruggan   í   umhverfinu   og   að   hann   geti   skilið   og  

skynjað   þann   raunveruleika   sem   parið   lýsir   fyrir   honum.   Þerapistinn   þarf   að   vera  

meðvitaður  um  mikilvægi  þess  að  vera  sjálfur  afslappaður  því  þannig  hefur  hann  opnari  

leið   að   sínum   eigin   ómeðvituðu   hugrenningartengslum   í   dáleiðsluferlinu.   Hann   beinir  

allri   athygli   sinni   að   dáþeganum   og   aðlagar   sig   að   því   ástandi   sem   dáþeginn   er   í.  

Samhliða  því  að  leiða  dáleiðsluferlið  leyfir  hann  dáþeganum  að  stýra  sinni  eigin  upplifun  

af   dáleiðslunni,   sama   hver   hún   er.   Þerapistinn   veitir   athygli   ómeðvituðu   mynstri   í  

hugsun  og  hegðun  hjá  dáþeganum  sem  oft  byggist  á  persónulegu  gildum  dáþegans  og  

því   hvernig   hann   upplifir   heiminn.   Markmið   dáleiðslunnar   er   að   víkka   út   skilning  

Page 38: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

36  

dáþegans   á   sjálfum   sér   sem  mun   nýtast   honum   við   að   skapa   sér   framtíð  með   nýjum  

möguleikum  (Gilligan,  1987;  Ritterman,  2005).    

Raddbeiting   dáleiðarans,   hvort   sem   hann   notar   beina   eða   óbeina   dáleiðslu,   er  

mikilvæg  í  dáleiðslunni  því  dáþegar  eru  yfirleitt  með  augun  lokuð  á  meðan  á  dáleiðslunni  

stendur   og   sjá   því   ekki   líkamlega   tjáningu   dáleiðarans   þó   þeir   virðist   oft   skynja   hana.  

Undirvitund  manna   er   sérlega   næm   fyrir   blæbrigðum   raddarinnar,   þó   svo  margir   séu  

ekki   meðvitaðir   um   það.   Dáleiðarinn   notar   röddina   eins   og   hljóðfæri   við   innleiðingu  

dáleiðslunnar,   hægir   jafnvel   á   talanda,   notar   þagnir   og   röddin   verður   róandi   og  

hughreystandi.   Við   það   skynjar   dáþeginn   að   nú   sé   hægt   að   leita   inn   á   við,   fara   í  

dáleiðslu.  Dáleiðandi  heldur  hrynjanda  raddarinnar   jöfnum,   jafnvel  þó  að  hávaði  berist  

að  utan.  Hann  getur  teygt  á  orðum  til  að  gefa  þeim  meira  vægi  og  brotið  upp  setningar.  

Dáleiðarinn  stillir   sig   inn  á  dáþegann  við  að   tala   í   takt  við  öndun  hans.  Stundum  á  sér  

stað  samtal  við  dáþega   í  dáleiðslunni.  Dáleiðari  er  meðvitaður  um   líkamstungumál  sitt  

þannig  að  hann  speglar  það  sem  hann  er  að  segja  með  stöðu  líkamans,  svipbrigðum  og  

augnsambandi   þegar   það   á   við   og   öllum   hreyfingum   sínum,   jafnvel   þótt   dáþeginn   sé  

með   lokuð  augu.  Þerapistinn  notar   líkama  sinn   til   að   skerpa  á  hinu   sagða  og  er  virkur  

þátttakandi   í   öllu  dáleiðsluferlinu   (Gilligan,   1987;   Yapko,  2012;   The  Milton  H.   Erickson  

Foundation,  2003).    

Erickson   gaf   gjarnan   pörum   sem   voru   í   meðferð   hjá   honum   leiðbeiningar   um  

hegðun   og   verkefni   til   að   leysa   milli   meðferðartíma   til   að   gera   meðferðina  

árangursríkari.   Þegar  pörin  unnu  þessi   verkefni   sýndi   það   vilja   þeirra   til   að   takst   á   við  

vandamálin  og  vinna  að  lausn  þeirra  (Madanes,  1981;  Ritterman,  2005).  Verkefni  á  milli  

meðferðartíma  getur  falist  í  að  parið  hlustar  á  dáleiðsluna  sem  tekin  var  upp  í  tímanum  

á  undan.  Markmiðið  með   slíku   verkefni   er   að   styrkja   þær   sefjanir   sem  voru  notaðar   í  

meðferðartímanum  (  Kahn,  2010).    

Eitt   af   því   sem  einkennir   þerapistann   sem  notar   aðferðir   Ericksons   er   að   hann  

veit  fyrirfram  ekki  hvernig  áhrif  dáleiðslunnar  muni  vera  fyrir  dáþegann.  Það  felur  í  sér  

að   þerapistinn   þarf   að   vera   sérlega   sveigjanlegur   þegar   hann   velur   leiðir   og   aðferðir  

hverju  sinni.  Ef  ein  aðferð   í  dáleiðslunni  virkar  ekki  þá  þarf  að  gera  hlutina  á  einhvern  

annan  hátt  þannig  að  það  nýtist  fólki  í  meðferðinni.  Þerapistinn  þarf  að  mæta  fólki  þar  

sem  það  er  statt  en  ekki  fólkið  að  mæta  honum.  Sveigjanleiki  þerapistans  birtist  meðal  

Page 39: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

37  

annars  í  því  að  hann  er  ekki  fyrirfram  með  ákveðið  handrit  að  dáleiðslunni.  Hann  þarf  að  

sérsníða  innihald  dáleiðslunnar  fyrir  hvern  og  einn  dáþega  (Gilligan,  1987;  Yapko,  2012).    

Erickson   leitaðist   við   að   víkka   út   sýn   fólks   á   heiminum,   eða   eins   og   Jay   Haley  

orðar  það   „Hann  einbeitti   sér   af   því   að   koma  af   stað  breytingum  og  þannig   víkka   sýn  

einstaklingsins  á  heiminn,  en  ekki  að   fræða  hann  um  misbresti  hans.  Nálgun  Ericksons  

felur  í  sér  aðgerðir  sem  hvetja  til  breytinga.  “  (Haley,  1973,  bls.  67).    

Hér   að   framan   hefur   verið   gerð   grein   fyrir   sögu   dáleiðslumeðferðar,   lífssögu   og  

dáleiðsluaðferðum   Ericksons.   Einnig   hefur   verið   gerð   grein   fyrir   parameðferð   og  

dáleiðsludansi   parsins   sem   getur   myndast   þegar   vandamál   koma   upp   í   samskiptum  

parsins.  Hlutverk  dáleiðarans  hefur  einnig  verið  skilgreint.  Á  þessum  þekkingafræðilega  

grunni  byggist  rannsóknin  mín  sem  fjallað  verður  um  í  næstu  köflum.    

2.5 Markmið  og  rannsóknarspurning  

Markmiðið   með   þessari   starfendarannsókn   var   að   rannsakandinn   skoðaði   sjálfan   sig  

sem  paraþerapista  með  það  fyrir  augum  að  ná  aukinni  færni   í  að  beita  dáleiðsluaðferð  

Miltons  H.  Erickson.  Einnig  að  skoða  færni  rannsakandans  í  beitingu  tungumáls  að  hætti  

Eriksons  í  meðferð  para.    

Við  tilurð  rannsóknarspurningar  vöknuðu  upp  ýmsar  spurningar  hjá  mér:  Hverjar  

eru  gildrurnar  sem  ég  þarf  að  varast  þegar  ég  tileinka  mér  nýjar  aðferðir?  Hvernig  tekst  

mér   til   við   að   nota   nýjar   aðferðir   í   klínísku   starfi?   Ég   hafði   áhyggjur   af   því   að  

persónulegur   stíll  minn   sem  þerapisti,   sem  hefur   verið   að   þróast   í   gegnum  þau   24   ár  

sem  ég  hef  starfað  sem  iðjuþjálfi  og  tvö  undanfarin  ár  sem  fjölskylduþerapisti,  gæti  verið  

mér  þrándur  í  götu.  Rannsóknarspurningarnar  voru:  Hver  er  upplifun  rannsakanda  af  að  

nota   dáleiðslu   í   viðtölum   við   pör   í   samskiptavanda?   Hvernig   upplifir   rannsakandi   það  

ferli   að   tileinka   sér   nýja   aðferð   í   parameðferð?   Rannsakandinn   fór   af   stað   með   þá  

starfskenningu  að   virðing  og   traust   á  milli   þerapista  og   skjólstæðinga   væri   lykillinn   að  

árangursríkri  meðferð.    

 

Page 40: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

38  

   

Page 41: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

39  

3 Aðferð  Í   starfendarannsókn   (e.   action   research)   þessari   rannsakaði   ég   upplifun   mína   við   að  

beita  dáleiðsluaðferð  Ericksons  í  parameðferð  og  hvernig  ég  upplifði  það  ferli  að  tileinka  

mér   nýja   aðferð   í   parameðferð.   Í   þessum   kafla   verður   gerð   grein   fyrir   framkvæmd  

rannsóknar,  pörunum  sem  tóku  þátt  í  rannsókninni  og  þeim  viðtalsramma  sem  notaður  

var   í   fyrsta   viðtali   við   pörin.   Fjallað   verður   um   siðferðislegt   álitamál   við   gerð  

rannsóknarinnar   og   að   lokum   gert   grein   fyrir   umfangi   gagna   og   greiningu   gagna   í  

rannsókninni.    

Almennt  miða  rannsóknir  að  því  að  kanna  það  sem  var  ekki  vitað  og  þannig  gera  

þá   vitneskju   sem   fékkst   frá   rannsókninni   að   nýrri   þekkingu.   Starfendarannsóknir  

byggjast  á  eigindlegum  rannsóknargrunni   (e.  qualitative   research).   Í  því   felst  að  öðlast  

skilning   og   þekkingu   á   því   sem   gert   er,   gegnum   þær   leiðir   sem   eru   valdar   við  

rannsóknina.   Í   starfendarannsókum   er   rannsakandinn   sjálft   rannsóknarefnið   þar   sem  

hann   leitast   við   á   ábyrgan   hátt   að   læra   af   þekkingu   sinni   og   reynslu   í   gegnum  

rannsóknarferlið.  Tilgangur  starfendarannsókna  felur  í  sér  sjálfsnám  þar  sem  spurningin  

„hvernig  bæti  ég  það  sem  ég  geri“  er  grunnhugmyndin  að  sjálfri   rannsókninni   (McNiff,  

2010).    

Hafdís   Guðjónsdóttir   (2011)   fjallar   um   að   rannsóknargögn   séu   undirstaða  

starfendarannsóknar.  Rannsóknargögnin  gefi  vísbendingar  og  svör  við  því  sem  verið  sé  

að  rannsaka.  Gögnin  séu  einnig  heimildir  um  ferlið  sem  rannsakandinn  fer  í  gegnum  sem  

fagmaður  þar  sem  hann  getur  greint  persónulega   reynslu  sína,  þekkingu  og  bakgrunn.  

Við   greiningu   gagnanna   fáist   mynd   af   því   sem   gerist   og   eru   gögnin   skoðuð   út   frá  

rannsóknarspurningum,   markmiði   rannsóknarinnar   og   þeim   fræðiramma   sem   er  

notaður   í   rannsókninni.   Rannsóknin   fólst   í   því   að   rýna   í   rannsóknargögnin   sem   voru  

upptökur  frá  viðtalsmeðferðum  og  dagbókarfærslum.  Ég  ígrundaði  hvernig  mér  tókst  til  í  

viðtölunum   við   pörin   og   hvernig   ég   þroskaðist   sem   paraþerapisti   sem   notar  

dáleiðsluaferðir  Ericksons.  Ég  var  að  tileinka  mér  nýja  meðferðarnálgun  í  klínísku  starfi  á  

eigin  vegum  og  skoðaði  hvern  viðtalstíma  til  læra  af  mistökum  mínum  og  líka  af  því  sem  

vel  tókst.    

Rannsóknaraðferðin   byggði   á   ígrundun   og   sjálfsrýni   í   rannsóknargögn   og   var  

praktísk  og  lærdómsrík  leið  til  að  rýna  í  eigin  starfshætti  og  læra  af  reynslunni  (McNiff,  

2010).    

Page 42: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

40  

3.1 Framkvæmd  rannsóknar  

Rannsóknarferlið   hófst   vorið   2013.   Veturinn   2013–2014   fór   í   að   afla   efnis   í  

fræðirammann  og  kynna  sér  aðferðir  starfendarannsókna.  Til  að  fara  í  það  ferðalag  sem  

þessi   rannsókn   reyndist   vera,   var   mikilvægt   fyrir   mig   að   kynna   mér   vel   þann  

þekkingafræðilega   grunn   sem   starfendarannsóknin   byggði   á,   það   er   kenningar   og  

aðferðir  Ericksons  við  dáleiðslu  para.  Ég  leitaði  gagna  á  netinu  hjá  Þóðarbókhlöðunni  um  

rannsóknir   á   dáleiðsluaðferðum   Ericksons   í   parameðferð.   Þar   sem   lítið   er   til   af  

vísindagreinum  sem  fjalla  um  þetta  afmarkaða  efni  leitaði  ég  aðallega  í  bækur  um  efnið.  

Nokkrar  þessara  bóka  átti  ég  og  þær  bækur  sem  á  vantaði  pantaði  ég  erlendis  frá.  Hið  

gefandi  tímabil  lesturs  hófst.  Samhliða  lestri  hófust  önnur  ferli  rannsóknarinnar.    

Tilkynning   til   Persónuverndar   um   vinnslu   persónuupplýsinga   var   send   þann   5.  

maí  2014  og  fékkst  svar  þaðan  þann  15.  maí  2014  (viðauki  1).  Að  því   loknu  var  auglýst  

eftir   viðmælendum,  pörum,   í   rannsóknina  með   auglýsingu   á   innri   vef  Háskóla   Íslands,  

UGLU  (viðauki  2).   Í  upphafi  ákvað  ég  að  fá  þrjú  pör   í  rannsóknarviðtölin  þar  sem  hvert  

par  fengi  fimm  viðtöl  þeim  að  kostnaðarlausu.  Áætlaði  ég  að  hvert  viðtal  yrði  í  60  til  90  

mínútur.   Sjálf   rannsóknarviðtölin   voru   framkvæmd  á   tímabilinu   16.   6.   2014   til   10.   11.  

2014.  Öll  viðtölin  fóru  fram  á  einkameðferðarstofu  minni  að  fengnu  upplýstu  samþykki  

paranna   (viðauki   3),   þar   sem   fram   kom   tilgangur   og   markmið   rannsóknar   og   hvað  

þátttaka   fæli   í   sér   fyrir   pörin.   Einnig   kom   fram   að   þátttaka   væri   parinu   að  

kostnaðarlausu,   að   fyllsta   trúnaðar   væri   gætt  og   að  parið   gæti   hætt  þátttöku  hvenær  

sem  var  ef  þau  óskuðu  þess.    

Eftirfarandi   rannsóknargögn   voru   notuð:   a)   stafrænar   upptökur   frá  

meðferðartímum  b)  dagbók  þar  sem  rannsakandi  skráði  eftir  hvern  viðtalstíma  hugsanir  

sínar,  tilfinningar  og  reynslu  út  frá  þekkingarammanum.  Þetta  var  gert  ásamt  því  að  rýna  

í  upptökurnar  á  milli  viðtala.    

Ég   skráði   í   dagbókarformi   sjálfsrýni   í   eigin   vinnu  út   frá   viðbrögðum  þeirra  para  

sem  ég  vann  með.  Skráningarnar  voru  ýmist   í   formi   stikkorða  og   lýsinga  á   tilfinningun  

mínum,   líðan  minni   og   upplifun   í  meðferðartímanum.   Ég   ígrundaði  m.   a.   hvernig  mér  

tókst   til   við   að   tileinka   mér   tungumál   og   aðferðir   dáleiðslunnar   út   frá   aðferðum  

Ericksons  (McNiff,  2010).    

Page 43: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

41  

3.1.1 Mælitæki  

Mælitki  mitt   í   þessari   rannsókn  voru  viðtöl  og  dáleiðsla.   Ég   skipulagði   eingöngu   fyrsta  

viðtalið  við  hvert  par  fyrirfram  til  að  vinna  sem  mest  í  anda  Ericksons.  Þannig  passaði  ég  

mig   á   því   að   vera   ekki  með   fyrirfram  útbúið  handrit   að  meðferðartímanum.   Í   upphafi  

fyrsta   viðtals   lagði   ég   fyrir   upplýst   samþykki   þeirra   til   kynningar   og   undirskriftar.   Ég  

kynnti  fyrir  þeim  að  viðtölin  væru  tekin  upp  á  stafræna  myndavél  og  hvort  að  þau  hefðu  

eitthvað  á  móti  því.  Svo  var  ekki,  pörin  sögðu  að  þau  gleymdu  því  strax  í  upphafi  hvers  

viðtals   að   verið   væri   að   taka   viðtalið   upp.   Ég   kynnti   í   upphafi   fyrir   pörunum   að  

tilgangurinn  með  upptökunum  væri  að  skoða  sjálfa  mig  með  tilliti  til  hvernig  mér  tækist  

að  tileinka  mér  aðferðir  Ericksons,  það  er  að  nota  dáleiðslu  í  parameðferð.  Einnig  fræddi  

ég  þau  um  hvað  dáleiðsla  væri  og  spurði  hvort  þau  hefðu  einhverja  reynslu  af  dáleiðslu.  

Farið  var  yfir  skipulag  viðtalanna  og  að  þrjú  fyrstu  viðtölin  væru  á  viku  fresti.  Síðan  yrði  

hálfur   mánuður   á   milli   þriðja   og   fjórða   viðtals   og   þrjár   vikur   væru   á   milli   fjórða   og  

fimmta   viðtals.   Einnig   kynnti   ég   fyrir   þeim   að   þau   fengju   verkefni   til   að   leysa   á   milli  

viðtala  til  að  vinna  að  lausn  vandamálsins  sem  þau  upplýstu  mig  um.  Ég  fékk  munnlegt  

samþykki   parsins   fyrir   að   ég  mætti   hafa   símasamband   við   þau   sex  mánuðum  eftir   að  

viðtölum   lyki   til   að   heyra   í   þeim   hvernig   gengi.   Viðtölin   tóku   lengri   tíma   en   ég   hafði  

áætlað   í   upphafi.   Þegar   kom   að   bókun   viðtala   tvö   til   fimm   gerðist   það   í   nokkrum  

tilfellum  að  pörin  gátu  ekki  mætt   í   viðtölin  vegna  anna   í  þeirra  persónulega   lífi  og  því  

lengdist  tímabilið  sem  viðtölin  stóðu  yfir.  Í  fimmta  og  síðasta  viðtalinu  var  lögð  áhersla  á  

dáleiðslu  sem  innihélt  framtíðasýn  parsins  á  samskipti  þeirra  í  milli.    

Í   fyrsta   viðtalinu   við   pörin   fékk   ég   upplýsingar   um   hvaða   vandamál   þau   vildu  

vinna  með   í   parsambandinu.   Einnig   fékk   ég   upplýsingar   um   forsögu   vandamálsins   og  

hvernig  atburðarrásin  hafi  verði  sem  leiddi  til  þess  að  þetta  vandamál,  sem  þau  vildu  nú  

vinna  bug  á,  varð  til.  Ég  lagði  fyrir  þau  spurningar  um  aldur,  atvinnu,  hvernig  þau  höfðu  

kynnst,   um   upprunafjölskyldu   þeirra   og   tengsl   þeirra   við   hana.   Ég   teiknaði  með   þeim  

fjölskyldutré  þeirra  til  að  ég  skildi  betur  tengsl  innan  stórfjölskyldu  parsins  (McGoldrick,  

o.  fl.  ,  2008).    

Í  viðtölum  tvö  til  fimm  var  unnið  stefnumiðað  að  lausn  á  vandamálum  paranna.  Í  

þessum   viðtölum   var   lítið   hægt   að   undirbúa   næsta   meðferðartíma   þar   sem   ég   vissi  

aldrei  fyrirfram  hvað  það  var  sem  parið  myndi  taka  upp  í  sjálfum  meðferðartímanum.    

Page 44: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

42  

3.2 Þátttakendur  

Níu  pör  sýndu  rannsókninni  áhuga  með  því  að  svara  auglýsingunni  á  UGLU  rafrænt.  Við  

val  mitt  lagði  ég  til  grundvallar  að  annar  aðilinn  í  parasambandinu  væri  nemi  við  Háskóla  

Íslands  og  að  það  væri  barn/börn  á  heimilinu.  Það  gerði  ég  út  frá  þeirri  þekkingu  sem  ég  

hafði  frá  fjölskyldumeðferðarnámi  mínu  um  að  ef  foreldrar  eru  ósáttir  í  parasambandinu  

þá  hefur  það  áhrif   á  vellíðan  barnsins   (Johnson,  2013)  og  því  mun  meiri   afleiðingar  af  

ósætti  við  slíkar  aðstæður  en  þegar  um  er  að  ræða  barnlaus  pör.  Þar  sem  aðeins  þrjú  af  

pörunum  voru  með  lítil  barn/börn  á  heimilinu  byrjaði  ég  á  að  hafa  samband  við  þau.  Ég  

bókaði  með  þeim  fyrsta  viðtalstímann.  Ég  lét  hin  pörin  sem  höfðu  áhuga  á  að  taka  þátt  í  

rannsókninni   vita   að   ég   væri   búin   að   velja   þátttakendur   í   rannsóknina.   Tvö   af   þeim  

pörum   óskuðu   eftir   að   fá   að   vera   á   biðlista   ef   eitthvað  myndi   breytast.   Eitt   af   þeim  

pörum   átti   uppkomin   börn   sem   voru   flutt   að   heiman.   Daginn   sem   fyrsta   parið   átti  

bókaðan  tíma  hafði  annar  aðilinn  í  parasambandinu  samband  við  mig  og  sagði  að  maki  

sinn  vildi  ekki  lengur  taka  þátt  í  rannsókninni.  Bókaði  ég  þá  fyrsta  tíma  með  parinu  sem  

var  á  biðalista  og  átti  uppkomin  börn,  en  þau  gátu  ekki  tekið  þátt  í  rannsókninni  fyrr  en  

eftir  mánuð.  Þegar  að  þeim   tíma  kom  hættu  þau  við  þátttöku   í   rannsókninni  þar   sem  

þau  höfðu  skilið.  Ég  hafði   samband  við  hitt  parið  á  biðlistanum,  sem  var  barnlaust,  og  

bókaði  með  þeim  fyrsta  viðtal.    

  Til   að   gæta   fyllsta   trúnaðar   við   þátttakendur   rannsóknarinnar   gaf   ég   pörunum  

bókstafi  frá  A  til  E.  Þar  sem  pör  A  og  D  hættu  við  þátttöku  í  rannsókninni  voru  pör  B,  C  

og  E  þau  pör   sem  tóku  þátt   í   rannsókninni.  Hér   fylgir   stutt  kynning  á  þeim.  Tekið   skal  

fram  að  rannsakandi  vissi  ekki  hver  vandamál  þeirra  voru  fyrir  fyrsta  viðtal  við  pörin.    

Par  B:  Annar  aðili  parsins  var  24  ára  háskólanemi  og  hinn  var  31  árs  verkamaður  

og   var   hann   í   veikindaleyfi   þegar   rannsóknin   fór   fram.   Parið   átti   18   mánaða   gamla  

dóttur.  Parið  hafði  verið  í  sambandi  í  rúmlega  þrjú  ár.  Vandamál  þeirra  var  að  þau  rifust  

heiftarlega,  oft  án  þess  að  ná  að  útkljá  það  mál  sem  olli  rifrildinu.  Þau  óskuðu  eftir  að  fá  

lausn  á  því  vandamáli.    

Par   C:   Annar   aðili   parsins   var   29   ára   háskólanemi   og   hinn   var   30   ára  

iðnaðarmaður.  Parið  átti  tvær  dætur,  önnur  var  fjögurra  ára  gömul  og  hin  fimm  mánaða  

gömul.   Parið   hafði   verið   saman   í   sex   ár.   Þeirra   vandamál   var   að   samskipti   við  

tengdaforeldra  leiddi  til  spennu  milli  þeirra.  Þessi  spenna  leiddi  af  sér  að  þau  urðu  ósátt  

Page 45: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

43  

hvort   við   annað   sem   leiddi   til   reiði,   rifrilda   og   líkamlegra   átaka.   Annar   aðili   parsins  

óskaði  eftir  því  að  hinn  aðilinn  setti  foreldrum  sínum  skýrari  mörk.    

Par  E:  Annar  aðili  parsins  var  40  ára  háskólanemi  og  hinn  37  ára  iðnnemi.  Parið  

var  barnlaust  en  átti  tvo  ketti.  Bæði  höfðu  verið  greind  með  geðsjúkdóm.  Þau  voru  búin  

að  vera  saman  í  sjö  ár.  Vandamál  þeirra  var  að  þau  áttu  í  tíðum  rifrildum  og  fylgdi  ósætti  

og  minni  nánd  í  kjölfar  þeirra.  Parið  óskaði  eftir  að  rífast  ekki  svona  mikið  og  að  nándin  

milli  þeirra  í  daglegu  lífi  yrði  meiri.    

Markmið  meðferðar  var  að  mestu  skilgreint  við   lok  fyrsta  viðtalstíma.   Í  upphafi  

hvers   viðtals   sem   fylgdi   á  eftir   var   farið  yfir  hvort  það  væri  eitthvað   frá   síðasta  viðtali  

sem  parið  væri  að  velta  fyrir  sér  eða  þyrfti  að  ræða  nánar.  Einnig  var  farið  yfir  hvernig  

gekk  með  að  leysa  þau  verkefni  sem  þau  fengu  í  lok  hvers  viðtals.    

3.3 Siðferðileg  álitamál  

Það  felst  mikil  persónuleg  áskorun  í  að  rannsaka  sjálfan  sig  og  að  skoða  það  sem  maður  

telur  sig  hafa  þekkingu  á.  Það  krefst  þess  að  vera  meðvitaður  um  eigin  stöðu  og  þau  gildi  

sem   leiða  mann  áfram  sem  fagmanneskju.   Í   starfendarannsókn  minni  var  ég   í   tveimur  

hlutverkum,  annars  vegar  sem  rannsakandi  og  hins  vegar  sem  þerapisti   í  parameðferð.  

Ég   sjálf   var   hluti   af   rannsókninni.   Snæfríður  Þóra   Egilsson   (2006)   leggur   áherslu   á  hve  

erfitt   það   getur   verið   fyrir   rannsakanda   að   skapa   nauðsynlega   fjarlægð   milli   þessara  

tveggja   hlutverka,   sem   rannsakandi   og   þerapisti,   og   að   fyrri   reynsla   geti   haft   áhrif   á  

niðurstöður.  Reynsla  mín  til  margra  ára  af  viðtalsmeðferð  gat  verið  hindrun  fyrir  mig  við  

að   tileinka  mér   aðferðir   Ericksons,   en   rannsóknargögnin   gætu   gefið  mér   vísbendingar  

um  hvað   ég   gæti   gert   á   annan   hátt   í   parameðferðinni   og   hjálpað   við   að   losna   undan  

ósýnilegum   höftum   reynslunnar.  Að   skoða   sjálfan   sig   getur   verið  mjög   tilfinningalega  

erfitt.  Það  að  þurfa  að  viðurkenna  og  horfast   í  augu  við  mistök  sín  og  sjá  hvað  þarf  að  

gera  betur  og  hverju  þarf  að  breyta  gefur  líka  tækifæri  til  að  læra  af  mistökum  og  prófa  

að   framkvæma   á   annan   hátt   í   næsta   skipti.   En   það   getur   einnig   verið   styrkjandi   fyrir  

faglega  þekkingu  að  sjá  það  sem  vel  hefur  verið  gert  og  nýtist  pörunum  vel.  Með  réttu  

hugarfari  og   jákvæðni  er  hægt  að  nýta  rannsóknarferlið  á   jákvæðan  hátt  og  þroska  sig  

sem  fagaðila  og  persónu  (McNiff,  2010).    

Engin   ónauðsynleg   áhætta   fylgdi   þátttöku   paranna   í   rannsókninni   en   viðtölin  

gátu  skapað  tilfinningarót  hjá  pörunum  sem  ég  aðstoðaði  þau  við  að  takast  á  við  með  

Page 46: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

44  

því  að  gefa  þeim  nægan  tíma  við  úrvinnslu  tilfinninga.  Einnig  með  því  að  vera  ekki  með  

fyrirfram   ákveðna   dagskrá   um   innihald   meðferðartímanna.   Hvar   hvert   par   var   statt  

tilfinningalega   réð   innihaldi   viðtalanna   á   leið   parsins   í   átt   að   lausn   vandamála   þeirra.  

Ávinningur   af   þátttöku  parsins   gat   verið   töluverður   þar   sem  þeim   gafst   tækifæri   á   að  

finna   lausn   á   vandamáli   sínu   í   samvinnu   við   þerapistann   þeim   að   kostnaðarlausu.   Í  

meðferðartímum  var  leitast  við  að  styrkja  einstaklingana  í  parasambandinu  við  að  finna  

lausn   vandans   sem   þau   komu  með.   Áralöng   klínísk   reynsla  mín   í   að   greina,   meta   og  

bregðast  við  viðbrögðum  fólks  í  viðtölum  kom  að  notum.  Það  var  ekki  óreyndur  þerapisti  

sem  tók  viðtölin,  þó  reynslan  geti  líka  stundum  verið  til  trafala  eins  og  nefnt  var  hér  að  

framan.   Pörunum   stóð   til   boða   að   taka   upp   dáleiðslutímana,   hljóðrita   þá,   til   að   þau  

gætu   hlustað  milli   viðtalanna   og/eða   eftir   að   rannsóknarviðtölum   lauk,   allt   eftir   hvað  

hentaði  þeim.  Ég  tel  það  hafa  verið  kost  bæði  fyrir  mig  og  pörin  að  við  þekktumst  ekki  

áður  en  rannsókn  hófst,  þannig  að  ómeðvituð  vitneskja  okkar  hvert  um  annað  var  ekki  

að  trufla  rannsóknarferlið.    

Eftir   að   rannsóknarviðtölunum   fimm   lauk   stóð   pörunum   til   boða   að   panta   sér  

viðtalstíma  hjá  rannsakanda  ef  þau  töldu  þörf  á.  Einnig  endurtók  ég  ósk  mína  um  leyfi  til  

að   hafa   símsamband   við   þau   hálfu   ári   eftir   að   viðtölum   lauk   til   að   heyra   hvernig   þau  

hefðu  það  og  hvort  að  þau  hafi  fengið  lausn  á  því  vandamáli  sem  þau  voru  að  kljást  við.    

3.4 Úrvinnsla  gagna  

Tekin  voru  viðtöl  við  þrjú  pör.  Hvert  par  mætti   í   fimm  viðtöl  og  var  hvert  viðtal  60–90  

mínútur.  Hjá  einu  parinu  mætti  annar  aðilinn  í  auka  70  mínútna  viðtal  þar  sem  einnig  fór  

fram   sjálfstyrkjandi   dáleiðsla.   Öll   viðtölin   voru   tekin   upp   á   stafræna   myndavél   með  

hljóði.   Alls   var   um   að   ræða   rúmlega   21   klukkustundir   af   upptökum.  Upptökunum   var  

eytt   þegar   búið   var   að   rýna   í   þær   og   nota   sem   rannsóknargögn.   Dagbókarfærslurnar  

voru  skráðar  í  bók  eftir  hvert  viðtal  og  voru  í  heild  sinni  yfir  fjörutíu  blaðsíður.    

Við  greiningu  gagna  er  mikilvægt  að   leita  eftir  endurteknum  þemum  sem  koma  fram   í  

gögnunum   sem   sýna   fram   á   árangur   rannsóknarinnar.   Þessi   árangur   getur   bæði   verið  

jákvæður  og  neikvæður  fyrir  rannsakanda  en  í  honum  felst  ávallt  tækifæri  til  að  læra  af  

því  sem  gert  var  (  McNiff,  2010).  Úrvinnsla  gagna  hjá  mér  hófst  strax  í  hverju  viðtali  fyrir  

sig,   það   er   að   segja  með   því   að   hlusta,  mynda   tengsl   og   taka   ábyrgð   sem  þerapisti   á  

hvernig   upphaf,  miðja   og   lok   hvers   viðtals   þróaðist.   Við   skráningu   í   dagbók   og   við   að  

Page 47: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

45  

rýna  í  viðtölin  eftir  hvert  viðtal  má  segja  að  hafi  átt  sér  stað  ákveðin  greiningavinna  út  

frá   fræðirammanum,   dáleiðsluaðferðum   Ericksons.   Einnig   lagði   ég   drög   að   næsta  

viðtalstíma  út  frá  þeim  upplýsingum  sem  ég  hafði  fengið  um  sjálfa  mig  sem  þerapista  í  

greiningarvinnunni  og  þeirri  stöðu  sem  parið  var  statt  í  hverju  sinni.  Ekki  var  alltaf  hægt  

að  fylgja  eftir  þeim  drögum  að  næsta  viðtali  sem  ég  hafði   lagt  upp  með  þar  sem  parið  

var  í  sumum  tilfellum  upptekið  að  vinna  með  aðra  hluti  sem  höfðu  komið  upp  hjá  þeim  á  

milli  viðtala.    

Stærsti   hluti   greiningarvinnunnar   fór   fram   eftir   að   öllum   gögnum   hafði   verið  

safnað.   Ég   las   aftur   yfir   dagbókarfærslur  mínar   þar   sem  ég  hafði   skráð  niður   upplifun  

mína,  hugleiðingar  og   tilfinningar  eftir  hvert   viðtal.   Ég   rýndi  einnig  aftur   í   upptökur  af  

viðtölum  við  pörin.    

Til   að   greina   nánar  meðferðarárangur   rannsóknar   hafði   ég   símasamband   við   þau   sex  

mánuðum  eftir  að  viðtölum   lauk.  Ég   fékk  upplýsingar  hjá  þeim  um  hvort  þau  töldu  að  

meðferðin  hefði  hjálpað  þeim  við   lausn  á   vandamálinu  og  hvernig  þau  hefðu  upplifað  

dáleiðsluna.    

 

Page 48: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

46  

   

Page 49: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

47  

4 Niðurstöður  Í   þessum  kafla  er  greint   frá  niðurstöðum  rannsóknarinnar.   Eins  og   fram  hefur   komið   í  

inngangi  er  markmiðið  með  þessari  starfendarannsókn  að  rannsakandi  skoðaði  upplifun  

sína  af  eigin  vinnubrögðum  sem  paraþerapisti  með  það  fyrir  augum  að  ná  aukinni  færni  í  

að  beita  dáleiðsluaðferð  Miltons  H.  Erickson  í  parameðferð.  Einnig  skoðaði  rannsakandi  

þá  upplifun  sem  fylgir  því  að  tileinka  sér  nýja  aðferð  í  parameðferð.  Þegar  ég  hafði  rýnt  

gaumgæfilega   í   viðtölin   og   dagbókarfærslur  mínar   tók   ég   eftir   að   sömu  þemun   komu  

hvað  eftir  annað  fram,  tengsl,  dáleiðsla  og  ábyrgð.  Það  virtist  vera  eins  og  þessi  þemu  

ættu  bæði  við  um  sjálfa  mig  og  pörin.  Gert  verður  grein   fyrir  þemum  og  undirþemum  

með   tilvitnunum   í   dagbókarfærslur   rannsakanda   og   í   viðtölin   við   pörin   í   eftirfylgjandi  

köflum   og   undirköflum.   Einnig   verður   gerð   grein   fyrir   þeim   vandamálum   sem   pörin  

óskuðu  eftir   að  unnið   væri  með.   Ég  mun  eingöngu   taka   fram  hvaða  para   vísað  er   til   í  

umfjöllun  um  fyrsta  viðtal  og  í  umfjöllun  um  eftirfylgd.  Ekki  verður  gerð  grein  fyrir  hvaða  

par  það  er  sem  tjáir  sig  hverju  sinni  að  öðru  leyti  og  þannig  er  frásögnum  frá  pörunum  

blandað  saman.  Það  geri  ég  til  að  gæta  fyllsta  trúnaðar  við  pörin.    

Þrírpunktar   í  beinum  tilvitnunum   í  viðtöl  og  dagbókarfærslur   tákna  að   texta  hafi  

verið   sleppt.   Þrírpunkur   innan   sviga   í   beinum   tilvitnunum   í   viðtölin   tákna   að   þar   hafi  

verið  stutt  þögn.  Tilvitnanir  í  dáleiðslur  í  viðtölunum  eru  teknar  úr  þremur  mismunandi  

dáleiðslum.  Að  lokum  verða  helstu  niðurstöður  kaflans  dregnar  saman.    

4.1 Tengsl  

Í  upphafi  fyrsta  viðtals  við  hvert  par  var  ég  meðvituð  um  mikilvægi  þess  að  mynda  góð  

tengsl   við   parið   strax   við   fyrstu   kynni.   Góð   tengsl   við   viðmælendur   byggjast   á  

gagnkvæmu   trausti   og   virðingu.   Þar   sem   traust   ríkir   er   einnig   til   staðar   nánd   í  

samskiptum   og   persónuleg   mörk   eru   virt.   Af   dagbókarfærslum   og   rýni   í   upptökur   af  

fyrsta  viðtali  við  par  B  kemur  það  skýrt  fram.  Ég  var  einnig  mjög  gagnrýnin  á  sjálfa  mig,  

bæði  á  það  sem  ég  sagði  og  hvernig  ég  kom  fram  í  viðtalinu.  Úr  dagbókarfærslu:  

Ég  tók  á  móti  þeim  með  brosi  og  bauð  þau  velkomin  með  handarbandi.  Það  fannst   mér   ganga   vel,   en   ætli   þau   hafi   séð   hve   stressuð   ég   var?   Ég   var  meðvituð  um  að  fyrstu  mínúturnar  í  samskiptum  okkar  skiptu  máli  upp  á  að  mynda  tengsl  og  traust  á  milli  okkar  ….  Ég  fann  fyrir  kvíða  við  að  spyrja  þau  nánar  út  í  rifrildið  og  mynstrið  hjá  þeim.  Röddin  mín  var  spennt  og  ég  talaði  of  hratt.  Skrýtin  þessi  spenna  sem  myndast  hjá  mér,  þó  svo  ég  hafi  margra  

Page 50: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

48  

ára   reynslu   af   viðtölum,   kannski   að  það   sé   vegna  þess   að  þetta  er  hluti   af  rannsóknarverkefni  og  mig  langar  svo  að  standa  mig  vel?  

Þegar   líða   tók   á   viðtalið   fann   ég   að   ég   yrði   að   ná   stjórn   á   sjálfri  mér   og   ná   að   skapa  

andrúmsloft  sem  þau  myndu  upplifa  sig  örugg  í.  Einnig  að  ég  þyrfti  að  hlusta  og  tengjast  

þeim.  Úr  dagbókarfærslu:  

Ég   verð   að   muna   að   anda   og   ná   ró,   hlusta   vel,   leyfa   mér   að   slaka   á   í  aðstæðunum  …  Ég  finn  að  þau  treysta  mér,  það  var  rétt  ákvörðun  hjá  mér  að  nota  hringspurningar.  Þannig  sýni  ég  þeim  virðingu  og  vonandi  virðingu  fyrir  hvort   öðru  …  Velti   því   einnig   fyrir  mér   að   læra  betur   á   að  nota  þagnir.   Ég  bauð  þeim  upp  á  dáleiðslu  sem  þau  þáðu.  Ég  finn  að  tengsl  hafa  myndast  á  milli  okkar.    

Þegar  ég  var  að  rýna  í  upptökurnur  upplifði  ég  mig  í  byrjun  viðtals  vera  of  meðvitaða,  var  

of  mikið  að  reyna  að  muna  hvað  ég  ætti  að  segja  út  frá  fræðiramma.  Ég  datt  nokkrum  

sinnum  í  að  svara  með  fræðslu  sem  er  gamalt  mynstur  hjá  mér  í  viðtölum.  Því  ákvað  ég  

að  í  næsta  viðtali  myndi  ég  leyfa  parinu  að  stýra  meira  viðtalinu  í  þeirri  merkingu  að  leita  

eftir  hvað  það  væri  sem  átti  hug  þeirra.  Parið  hafði  komið  inn  á  líkamleg  veikindi  annars  

aðilans  og  áhrif  þess  á  parasambandið.  Ég  ákvað  að  ef  þau  taki  það  ekki  upp  sjálf  muni  

ég  fylgja  því  eftir.  Ég  fann  að  parið  treysti  mér  og  tengsl  mynduðust  eftir  því  sem  leið  á  

tímann  þar  sem  umræða  um  tilfinningar  varð  einlægari.  Annar  aðili  parsins  hefur  orðið:  

„Ég  á  svo  erfitt  með  að  segja  frá  hvernig  mér  líður,  langar  svo  að  breyta  því  þannig  að  við  skiljum  hvort  annað  betur.  “  

Í  fyrsta  viðtali  við  par  C  tók  ég  eins  á  móti  þeim  og  pari  B  en  ég  hafði  ákveðið  að  stytta  

innleiðinguna  þar  sem  mér  fannst  það  of  langt  við  rýni  á  fyrsta  viðtali  við  par  B.  Langaði  

til  að  reyna  að  leyfa  hlutum  að  koma  eins  og  af  sjálfu  sér  og  sneri  mér  því  fljótlega  að  því  

hvert   vandamál   þeirra   var,   hvað   það   væri   sem   þau   vildu   fá   hjálp   við.   Um   leið   var   ég  

meðvituð  um  mikilvægi  þess  að  mynda  tengsl  við  þau.  Úr  dagbókarfærslu:  

Ég  fann  fyrir  spennu  meira  eða  minna  allt  viðtalið,  hvað  fjallaði  það  eiginlega  um?  …  Ég  var  óörugg,  náði  að  anda  og  hlusta  en  fylgdi  ekki  nægilega  vel  eftir  þessum  tilfinningum  hjá  mér  …  Annar  aðilinn  í  parasambandinu  hefur  góðan  talanda,  ég  hefði  mátt  stoppa  viðkomandi  og  gæta  þess  að  hvor  aðilinn  um  sig  fengi  jafn  mikinn  tíma  til  að  tjá  sig  …  Merkilegt  hvernig  annar  aðilinn  lokar  á   tengsl   við  mig   inn   á  milli,   kannski   spurning   um   traust?   .   .   .   Upplifði  mig  verða   svolítið   ruglaða   í   viðtalinu   því   parið   notar   mikið   alhæfingar   eins   og  

Page 51: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

49  

alltaf,   aldrei   …   Ræddi   rólega   um   það,   notaði   rödd  mína   sefjandi   þegar   ég  sagði:  „Það  merkilega  við  aldrei  er  að  aldrei  getur  aldrei  verið  aldrei.  “  Parið  hlustaði,  ég  náði  athygli  þeirra.  Það  kom  ró  yfir  parið,  þau  fóru  inná  við,  eins  og   þau   færu   í   dáleiðsluástand.   Þarna   var   um  óbeina   dáleiðslu   að   ræða   og  létta  leiðslu  …  Finn  að  ég  fæ  betri  stjórn  á  aðstæðum  í  viðtalinu  við  að  nota  röddina  mína  og  öndun,  að  leyfa  undirvitund  minni  að  vinna  með  mér,  ekki  meðvitað  að  þvinga  fram  hvað  ég  geri  eða  segi  næst  …  Tók  þá  ákvörðun  að  dáleiða  þau  ekki,   lagði  ekki  í  það  vegna  ofbeldissögu  þeirra.  Finnst  ég  þurfa  að  kynnast  þeim  betur  áður  en  ég  býð  þeim  upp  á  dáleiðslu  …  Ég  var  að  gera  aðeins  öðruvísi  en  ég  var  vön.   Inn  á  milli   var  ég   spenntari  og  heyrði  það  á  rödd  minni.  Ákvað  að  slaka  betur  á  í  næsta  viðtali  við  parið  …  Sátt  við  að  hafa  endað  tímann  á  spurningunni:  „Er  eitthvað  sem  þið  þurfið  að  segja  mér  frá  áður  en  við   ljúkum  tímanum?“  Gaf  þeim  tækifæri   til  að  segja  meira   frá.  En  parið  vildi  ekki  meina  að  svo  væri.    

Ég   fann   að   tengsl   höfðu   myndast,   sérstaklega   milli   mín   og   annars   aðilans   í  

parasambandinu.   Hjá   hinum   aðilanum   var   einsog   ákveðin   varkárni   væri   í  

tengslunum,  það  merkti  ég  á  því  hvernig  hún  byrjaði  að  vekja  athygli  á  ákveðum  

málum  en  lokaði  síðan  strax  á  þau  aftur.    

  Í  fyrsta  viðtali  við  par  E,  þar  sem  ég  stytti  enn  meira  innleiðinguna  því  mér  fannst  

í   hinum   viðtölunum   ég   hafa   eytt   of   löngum   tíma   í   að   kynna   verkefnið   og   fræða   um  

dáleiðslu,   kom   í   ljós   að   annar   aðilinn   í   parasambandinu   hafði   jákvæða   reynslu   af  

dáleiðslu  en  hinn  hafði  enga  reynslu.  Það  var  eins  og  tengslin  á  milli  okkar  mynduðust  

strax,  þau  treystu  mér  fyrir  sögu  sinni.  Úr  dagbókarfærslu:  

Upplifði   ringulreið   í   upphafi   viðtals   þegar   parið   sagði   frá   sér   og   vandamáli  sínu.   Allar   þessar   sjúkdómsgreiningar,   bæði   geðrænar   og   líkamlegar   og   lyf  sem   þau   tóku.   Mér   fannst   ég   halda   illa   fókus,   vera   að   drukkna   í  vandamálum,  á  hverju  átti  að  byrja?  Fann  fyrir  sterkri  ábyrgðartilfinningu  .  .  .  Þau  sögðu  frá  af  einlægni  öllum  sjúkdómum  sínum  og  áhrifum  sjúkdómanna  á  líf  þeirra.  Það  var  eins  og  þau  treystu  mér  …  Mér  fannst  ég  vera  að  detta  ofan   í   gömul   mynstur   í   samtalsmeðferð   frá   spítalavinnu  minni,   fræða   um  sjúkdómseinkenni.  Náði  að  minna  sjálfa  mig  á  að  ég  væri  með  parameðferð  í  gangi  og  mér  datt  í  hug  að  kannski  væri  hér  á  ferðinni  óöryggi  þeirra  sem  ég  skynjaði.   Náði   fókus   við   þessar   hugsanir   hjá  mér.   Svörin   eiga   að   koma   frá  þeim   ekki   mér!   Gott   að   ég   ákvað   innra   með   mér   að   horfa   ekki   á  sjúkdómsgreiningar   sem   vandamálið   heldur   sjá   þau   sem   manneskjur   sem  voru  staddar  á  erfiðum  stað  í  lífi  sínu  …  Bauð  þeim  upp  á  litla  öndunaræfingu  og   við   það   náðist   betri   fókus   í   viðtalinu.   Svei  mér   ef   það  mynduðust   ekki  tengsl  í  því  augnabliki.  …  Ég  upplifði  að  ég  var  farin  að  nota  meira  tungutak  dáleiðslunnar   í   sjálfu   viðtalinu,   orð   eins   og   „getur“,   „þegar“,   „kannski“   og  „eins   og“.   Er   einnig   farin   að  hafa  meiri   stjórn   á   röddinni  minni  ….  Upplifði  meiri  ró  þegar  leið  á  viðtalið.  Finn  að  ég  er  farin  að  geta  notað  þagnir  meira  

Page 52: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

50  

…   .   Undir   lok   tímans   bauð   ég   þeim   upp   á   dáleiðslu   sem   þau   þáðu.   Var   í  upphafi  dáleiðslunnar  óörugg  um  hvernig  aðilinn  sem  hafði  prufað  dáleiðslu  myndi  líka  við  aðferðina  mína.  Náði  að  hætta  að  hugsa  um  það.    

Fann  að  tengsl  höfðu  myndast  á  milli  okkar.  Ég  varð  öruggari  og  um  leið  og  ég  fann  að  

þau  voru  örugg.    

Í   fyrsta  viðtali  við  pör  B  og  C  var  ég   í  byrjun  viðtala  of  meðvituð  um  að  mynda  

tengsl  við  þau.  Um  leið  og  ég  náði  að  slaka  á  og  verða  öruggari  innra  með  mér,  fann  ég  

að   tengsl  mynduðust   á  milli   okkar.   Ég   áttaði  mig   á   því   að   tengsl   á  milli   þerapista   og  

viðmælanda   er   ferli   sem   eflist   með   góðri   kynningu,   virkri   hlustun   og   virðingu   fyrir  

skoðunum  hvors  aðila  fyrir  sig.    

4.1.1 Vandamálið  

Vandamál   paranna   í   rannsóknini   voru   tíð   rifrildi   í   samskiptum   þeirra.   Mér   fannst  

mikilvægt   að   átta   mig   á   hvað   það   var   í   samskiptum   þeirra   sem   hrinti   af   stað   sjálfu  

rifrildinu.  Hjá   pari   B   var   eins   og   þau   færu   í   sjálfsdáleiðslu   ástand   á  meðan   á   rifrildinu  

stóð.  Úr  dagbókarfærslu:  

Merkilegt  að  upplifa  hvernig  mynstrið  er  í  rifrildisdansi  þeirra,  það  er  eins  og  það  sé  valdaójafnvægi  hjá  þeim,  annar  aðilinn  vill  hafa  rétt  fyrir  sér  og  hinn  fer  í  fýlu.  Í  þessu  ástandi  öskra  þau  og  hrópa  hvort  á  annað,  fara  í  fýlu  sem  getur  varað   í  nokkrar   vikur.   Eins  og  dáleiðandi  dans   fari   í   gang  hjá  þeim  …  Það  er  eins  og  að  þetta  valdaójafnvægi  komi  einnig  fram  í  lýsingum  þeirra  á  upprunafjölskyldum,   þarf   að   fara   nánar   út   í   það   í   næstu   tímum,   mín  fjölskylda  versus  þín   fjölskylda  …  Gott  að   fá  upplýsingar  hjá  þeim  um  hvað  þau   hafa   prófað   að   gera   til   að   leysa   þetta   vandamál.   Það   gefur   mér  vísbendingar  um  hvað  annað  er  hægt  að  prufa  að  gera  á  annann  hátt  …  Ég  þarf  að  fá  þau  til  að  tala  saman  og  horfa  á  hvort  annað  …  Ég  datt   í  það  að  fræða,  gamalt  mynstur  hjá  mér.  Held  samt  að  það  hafi  verið  rétt  hjá  mér  að  fræða  parið  um  hvernig  kvíði  og  streita  geta  stjórnað  samskiptum  þeirra  og  hrint   af   stað   rifrildi.   Það  kom  þeim  verulega  á  óvart   .  …  Ég  er   ánægð  með  hvernig  mér  tókst  til  við  að  fá  þau  til  að  skoða  áhrif  rifrildis  þeirra  á  dóttur  þeirra  …  Ég   er   sátt   við   að  hafa   kennt  þeim   leið   til   að   stoppa   rifrildi,   „time  out“  aðferðina  og  að  ef  það  virkar  ekki  hjá  þeim  þá  eiga  þau  að   fara  út  og  rífast   þar.   Tala   hátt   og   öskra   þar   þannig   að   allir   heyri,   svolítið   í   anda  Ericksons  –  að  nota  rifrildið,  ekki  dæma  hegðun  þeirra  eða  banna  hana.    

Ég  var  einnig  meðvitað  að  einbeita  mér  af  mynstrunum  í  kringum  vandamál  þeirra  

og  gaf  þeim  verkefni  að  vinna  að  milli  viðtala  sem  leið  til  að  brjóta  upp  mynstrið  í  

rifrildinu  á  milli  þeirra.    

Page 53: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

51  

Hjá   pari   C   var   mynstrið   í   rifrildi   þeirra   tengt   samskiptum   við  

tengdafjölskylduna.  Úr  dagbókarfærslu:  

Parið   skilgreindi   vandamálið   sem   markaleysi   tengdaforeldra   og   rifrildi  parsins   í   kjölfar   þess.   Annar   aðilinn   í   parasambandinu   vildi   að   hinn   setti  foreldrum  sínum  mörk  og   segði  þeim   til   syndanna,   stæði  betur  með   sér  …  Þarna  kom  það  aftur,  mín  fjölskylda  versus  þín  fjölskylda,  það  verður  eflaust  endurtekið  stef  í  öllum  viðtölunum  við  þau  …  Það  þarf  að  hjálpa  þeim  við  að  hætta   að   metast   um   hvor   sé   betra   …   Mér   brá   þegar   sagt   var   frá  ofbeldisatviki  í  rifrildi,  hefði  átt  að  dvelja  betur  við  það,  spyrja  nánar  út  í  það  …  Fékk  sem  betur  fer  tækifæri  til  að  koma  aftur  inn  á  ofbeldið  í  lok  viðtals  og  náði  þannig  tengslum  við  þolandann  í  parasambandinu.  Ræddum  einnig  um  áhrif  ofbeldis  á  börnin  ….  Hvernig  fæ  ég  parið  til  að  skoða  sig  sjálft  en  leita  ekki   útskýringa   fyrir   utan   sjálft   sig,   það   er   að   segja   að   ástæða   vandamáls  þeirra  séu  eingöngu  tengdaforeldrarnir?  Að  allt  þeirra  vandmál  sé  tengdó  að  kenna.  Vilja  vinna  með  tengsl  en  um  leið  ekki  eiga  nein  samskipti  við  tengdó.    

Mér  gekk  ekki  vel  að  greina  í  mynstrið  í  rifrildinu  hjá  þeim  í  þessu  viðtali.  Hvað  það  var  

sem   hrinti   af   stað   rifrildinu,   hvaða   innri   sálrænu   hindranir   það   væru   sem   hélt   þeim  

föstum.  Mér   fannst   eins   og   ég  ætti   að   hafa   öll   svör   á   reiðum  höndum  og   þekkingu   á  

hvernig  hægt  væri  að  leysa  þetta  vandamál.  Eftir  að  hafa  rýnt  aftur  í  upptöku  á  viðtalinu  

sá  ég  að  sá  aðili   í  parasambandinu  sem  beitti   líkamlegu  ofbeldi  var   í  meðferð   í  úrræði  

sem  nefnist  Karlar  til  ábyrgðar  við  hegðun  sinni.  Hugleiðinga  úr  dagbókarfærlu:  

Ég  hafði  ekki  verið  vakandi  fyrir  því  að  hann  var  að  sækja  sér  meðferð.  Það  var  eins  og  ég  hafi  blokkað  á  þær  upplýsingar  um  tíma  í  viðtalinu.  Þó  nokkur  tími  var  liðinn  síðan  ofbeldið  átti  sér  stað  og  börnin  höfðu  verið  sofandi  inni  í  herbergi.   Hann   var   kominn   í   meðferð   vegna   hegðunnar   sinnar   hjá  meðferðaraðilum   Karlar   til   ábyrgðar   og   á   þann   hátt   tók   hann   ábyrgð   á  sjálfum   sér   og   fjölskyldu   sinni.   …   Viðkomandi   sagði   frá   því   að   þegar   hann  upplifði  sig  mát  í  samskiptum  þá  væri  eins  og  hann  dytti  út,  færi  inn  á  við  og  vissi  varla  af  því  hvað  gerðist  í  kringum  sig.  Þetta  var  mynstur  sem  hann  hafi  gripið  til  síðan  hann  var   lítill.  Kannski  hans  leið  til  að  taka  ekki  ábyrgð  á  því  sem   var   ekki   hans   ábyrgð   sem   barn?  …   Ég   teiknaði   upp   fjölskyldutré  með  þeim  og  kortlagði  tengslin  við  uprunafjölskyldur.  Nokkuð  ljóst  að  rígur  var  á  milli  þeirra  um  hvor  fjölskyldan  væri  betri  …  Ég  sá  á  upptökunum  að  ég  átti  erfitt  með  að  detta  ekki  í  smáatriði  í  dansi  parsins,  það  er  vel  skipulagða  og  fram  setta  orðræðu  annars  aðilans  og  viðbrögð  hins  aðilans  með  að  detta  út.  Fór   í   lok  viðtals  að  spyrja  um  hvort  að  viðkomandi  hefði  dottið  út  og  hvað  hafi   gert   að   verkum  að   þau   viðbrögð   komu  …  Hann   sagðist   ekki   vita   hvað  það  væri,  kannski  það  að  hann  vissi  ekki  hvað  hann  átti  að  segja.    

Page 54: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

52  

Hjá  pari  E  gekk  mér  betur  að  átta  mig  á  mynstrinu  í  vandamáli  þeirra,  rifrildinu.  Úr  

dagbókarfærslu:  

Spurði   út   í   mynstur   vandamálsins,   rifrildisins.   Tók   eftir   því   að   ég   spurði  beinna  og  ákveðnar  en  hjá  hinum  tveimur  pörunum,  var  öruggari  …  Varpaði  fram  spurningunni:  „Hvar  heldur  þú  að  þú  hafir  lært  þessi  viðbrögð?“  Svörin  við   þessari   spurning   gáfu  mér   góða   innsýn   inn   í   upprunafjölskyldurnar   og  samskiptin  þar.    

Við   rýni   í   upptökur   sá   ég   hvernig   ég   notaði   það   að   teikna   fjölskyldutré   parsins  

markvisst   í  að  kortleggja  mynstur  rifrildis  hjá  þeim,  hvaða  mynstur  það  voru  sem  

þau  höfðu  ómeðvitað  tekið  með  sér  frá  upprunafjölskyldunni.  Við  það  kom  skýrara  

í   ljós  hvernig  kvíði  annars  aðilans  náði  endurtekið  að  kveikja  á  rifrildisástandi  hjá  

þeim.    

4.1.2 Nánd  

Það  var  sameiginlegt  öllum  þremur  pörunum  að  í  fyrsta  viðtali  sátu  þau  í  sófanum  með  

töluvert  bil  á  milli  sín,  minnst  ein  manneskja  hefði  getað  setið  á  milli  þeirra.  Eftir  því  sem  

leið  á  viðtölin  fóru  pörin  að  sitja  nær  hvort  öðru,  það  virtist  eins  og  nándin  á  milli  þeirra  

ykist.  Ég  tók  einnig  eftir  því  við  að  rýna  í  upptökurnar  að  þau  fóru  að  hafa  sig  betur  til  

ýmist  eftir  annað,  þriðja  eða  fjórða  viðtal.  Pörin  voru  snyrtilegri  og  léttara  var  yfir  þeim.  

Ég  veitti  þeim   jákvæða   styrkingu  á  það   í  upphafi   tímanna.  Ég   fann  einnig   fyrir   aukinni  

tilfinningalegri   nánd   við   pörin   eða   djúpri   samkennd   þegar   nánd   milli   aðilanna   í  

parasambandinu  jókst.  Hér  á  eftir  fylgja  dagbókarfærslur  mínar  og  vísanir  í  upptökur  frá  

viðtalstímum  2.  til  4.    

Úr  dagbókarfærslu:    

Það   var   gott   að   sjá   þau   nánari,   þau   sátu   þéttara   og   það   var   bjartara   yfir  þeim.   Þau   horfðu   meira   hvort   á   annað,   brostu   hvort   til   annars.   Snertu  hendur  hvors  annars  …  Það  er  eins  og  þau  séu  að  læra  að  vera  til  staðar  fyrir  hvort  annað,  hlusta  og  spyrja  hvort  annað  …  Prófaði  nýja  nálgun  með  því  að  segja  að  nú  sé  ég  að  hugsa  upphátt:  Innri  reiði  annars  aðilans  og  tilhneyging  til  að  hafa  rétt  fyrir  sér  sé  oft  á  kostnað  tilfinninga  hins  aðilans,  það  er  eins  og  það  skapi   fjarlægð  á  milli  einstaklinga   í  parasambandi.  Á  eftir   fylgdi  góð  umræða   um   tilfinningar   og   hvernig   þau   bregðast   misjafnlega   við   þeim   án  þess  að  tjá  það  …  Þau  eru  að  reyna  að  læra  að  taka  hvort  öðru  eins  og  þau  eru,  ætli  það  sé  dáleiðslan  sem  hjálpi  þeim  að  finna  virðingu  fyrir  sjálfu  sér  

Page 55: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

53  

og   þá   um   leið   fyrir   hinum   aðilanum?   …   Ég   finn   að   ég   er   öruggari   í  viðtölunum,  ræð  betur  við  að  nota  þagnir  og  opnar  spurningar.    

Við   rýni   í   upptökur   segir   annar   aðili   pars   við   hinn   eftir   dáleiðslu,   sem   meðal   annars  

fjallaði  um  að  finna  góða  minningu  þar  sem  þeim  leið  vel  saman  og  fyndu  fyrir  hlýjum  

tilfinningum  til  hvort  annars:    

„  Mig  langar  svo  að  taka  utan  um  þig,  má  ég  það?“  

Þau  föðmuðu  hvort  annað  og  annar  aðilinn  fékk  tár  í  augun  og  sagðist  hafa  saknað  þess  

að  vera  faðmaður.  Þetta  gaf  tækifæri  til  að  ræða  meira  um  nánd,  mörk  og  virðingu  hvors  

aðila  fyrir  sig  í  sambandinu.  Úr  dagbókarfærslu:  

Ég  komst  við  yfir  fegurðinni  sem  fylgdi  því  þegar  þau  nálguðust  hvort  annað,  þau  voru  komin  svo  langt  frá  hvort  öðru.    

Hjá   einu   parinu   átti   annar   aðilinn   erfitt  með   að   sýna   hinum   nánd.   Ég   bauð   henni   að  

mæta  ein   í  viðtal  hjá  mér.  Markmiðið  var  að  styrkja  hana  og  aðstoða  við  að  finna  sína  

eigin  rödd   í  parasambandinu  þar  sem  hún  átti   til  að  upplifa  sig   í  þóknunarhlutverki  og  

stífnaði  upp  ef  hún  var  snert  af  maka  sínum.  Úr  dagbókarfærslu:  

Ég  er  sátt  við  hvernig  þessi  tími  gekk,  gaf  allan  þann  tíma  sem  þurfti.  Það  var  mikil  spenna  innra  með  henni  og  í  öllum  líkamanum  …  Bauð  upp  á  dáleiðslu  með  það  í  huga  að  fá  hana  til  að  slaka  á  og  finna  sinna  innri  styrkleika  til  að  gera   eitthvað   aðeins   öðruvísi   en   vanalega.   Bauð   upp   á   að   hljóðrita  dáleiðsluna   til   að   hún   gæti   hlustað   aftur   á   hana   seinna   sem   var   þegið   …  Margar  tilfinningar  komu  upp  hjá  henni  í  dáleiðslunni  og  mikil  innri  spenna.  Strauk  handarbakið  á  sér  stöðugt  með  þumalfingri  …  Átti  erfitt  með  að  finna  innri  ró.  Ég  fylgdi  eftir  innsæi  mínu  og  spurði  hvort  ég  mætti  snerta  á  henni  handarbakið  sem  var   í   lagi.  Strauk  það  róandi  með  þumalfingri  og  setti   inn  sefjanir   um   leið.   Ró   kom   yfir   hana   og   tengsl  mynduðust.  Mér   fannst   þessi  nánd  frá  mér  hjálpa  henni  við  að  ná  slökun  og  tengjast  sinni  innri  rödd  …  Ég  vissi  einhverstaðar  með  mér  að  hún  gæti  náð  slökun  og  tengst  undirvitund  sinni.  Ég  hef  trú  á  henni.    

Í   samtalinu   sem   við   áttum   eftir   dáleiðsluna   ræddi   hún   aftur   um   upplifun   sína   á  

fæðingu  fyrsta  barns  og  samskipti  sín  við  tengdamóður  sína  á  því  tímabili.    

Ég:  Hvernig  var  hjá  móður  þinni  þegar  hún  átti  þig?  

Page 56: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

54  

Dáþegi:   Hún   var   svo   ung   þannig   að   föðuramma  mín   tók  mig   að   sér   fyrstu  árin.  Mamma  var  aldrei  sátt  við  það.  Pabbi  var  aldrei   inni   í  myndinni  …  Við  höfum  oft  rætt  það  …  

Ég:   Getur   verið   að   þessar   aðstæður   sem   móðir   þín   upplifði   séu   svipaðar  þínum?   Getur   verið   að   þú   finnir   fyrir   djúpum   ótta,   ómeðvitað,   um   að  tengdamamma  þín  vilji  taka  dóttur  þína  frá  þér?  

Dáþegi  (starandi  augnarráð):  Ég  hef  aldrei  hugsað  það  þannig.    

Eftir  viðtalið  hafði  ég  margar  hugleiðingar.  Úr  dagbókarfærslu:    

…  mér   finnst   eins   og   tengslin  milli   mín   og   hennar   hafi   aukist.   Eins   og   við  yrðum  nánari  …  Merkilegar  þessar  hliðstæður  sem  myndast  hjá  mæðgunum.  Sumt   fer   á  milli   kynslóða,   ómeðvitað.   Það   er   ekki   skrýtið   að   hún   sé   svona  óörugg   gagnvart   tengdamóður   sinni.   Eins   og   alltaf   á   varðbergi.   Ég   held   að  hún   hafi   áttað   sig   á   því   að   hún   sé   ekki  mamma   sín,   hennar   aðstæður   eru  aðrar   og   hvernig   hún  myndar   tengsl   og   nánd   við  maka   sinn   og   sín   börn   í  framtíðinni   skiptir   máli.   Þannig   að   það   sé   á   hennar   valdi   að   rjúfa   þetta  ómeðvitaða  mynstur  í  kvenlegg.    

Eitt  af  pörunum  óskaði  einnig  eftir  að  upplifa  meiri  líkamlega  nánd  í  sambandinu,  eins  og  

hefði  verið  áður  í  sambandi  þeirra.  Eftir  því  sem  leið  á  viðtölin  fóru  þau  að  koma  meira  

við  hvort  annað,  líkamleg  snerting  varð  meiri.  Dagbókarfærsla:  

Sátt  við  leiðina  að  tala  um  mismunandi  nánd,  tilfinningalega,  í  daglega  lífinu  og  kynferðislega.  Ég  var  að  vinna  stefnumiðað   í  átt  að  aukinni  nánd  á  milli  þeirra.  Að  þau  gefi  sér  tíma  til  að  skynja  hvort  annað,  horfa  á  hvort  annað  og  finna  …  Í  dáleiðslunni  ræddi  ég  við  parið  um  að  uppgötva  aftur  það  sem  var,  en  á  annan  hátt,  dýpra  …  Þeim  leið  vel  við  að  fara  yfir  í  dáleiðslunni  hvað  það  var  sem  þau  höfðu  heillast  að  í  fari  hvors  annars.  Ég  fann  fyrir  djúpri  virðingu  fyrir   þeim   og   heiðarleika   þeirra   …   Ég   samgladdist   þeim   eftir   dáleiðsluna  þegar  annar  aðilinn   sagði   við  hinn  og  horfði   á  hann:   „Ó,  mig   langaði   til   að  knúsa  þig  meira  eða  minna  allan  tímann.  “  Og  þau  knúsuðust.    

Í   dáleiðslunni   leiddi   ég   þau   stefnumiðað   áfram   við   að   ná   í   fyrri   styrkleika   sína   sem  

tengjast   snertingu   á   þægilegan,   nærandi   og   gefandi   hátt.   Að   upplifa   þessa   nánd   hjá  

pörunum  og   að   þau   gátu   tjáð   hana   og   sýnt   í   verki   að  mér   viðstaddri   upplifði   ég   sem  

traust  og  tengsl  við  mig.    

Page 57: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

55  

4.1.3 Mörk  

 Vandamál  allra  þriggja  paranna  var  að  þau   rifust  mikið  og   í  þeim  aðstæðum  fóru  þau  

yfir  tilfinningaleg  og  persónuleg  mörk  hvors  annars,  oft  án  þess  að  átta  sig  alveg  á  því.  

Hinn  dáleiðandi  dans  hjá  þeim  var  hafinn  með  tilheyrandi  minnisleysi  á  eftir.  Ég  var  búin  

að  fá   lýsingu  á  hvernig  rifrildin  byrjuðu  hjá  þeim,  greina  það  mynstur  sem  var   í  gangi   í  

sjálfu   rifrildinu   hjá   þeim.  Mynstur   sem   pörin   voru   ómeðvituð   um   og   virtu   ekki   mörk  

hvors  annars.  Báðir  aðilar  töldu  sína  skynjun  á  atburðarrásinni  vera  þá  réttu  og  að  hinn  

aðilinn  hefði  rangt  fyrir  sér.  Ég  hafði  þá  trú  að  innra  með  þeim  fælist  styrkleiki  til  að  geta  

sett  sig  í  spor  hins  aðilans.  Úr  dagbókarfærslu:  

Velti  því  fyrir  mér  hvernig  ég  get  haldið  áfram  með  að  fá  hann  til  að  skilja  að  hann  hefur  ekki  alltaf  rétt  fyrir  sér  í  samskiptum  þeirra,  án  þess  að  gera  lítið  úr   skoðunum  hans  …  Ágætt  að  nota   söguna  um  munkana  sem  skynja  einn  atburð   á   tvennann  hátt,   held   að   þau  hafi   áttað   sig   á   þessu  …   Ég   þurfti   að  setja  honum  mörk  með  því  að  stoppa  hann  og  spyrja  hvort  hann  áttaði  sig  á  því  sem  hann  var  að  segja.  Hvað  það  væri  sem  lægi  á  milli  orðanna.  Hvernig  hann  héldi  að  hinn  aðilinn  skildi  það  sem  hann  sagði.  Góð  og  einlæg  umræða  skapaðist  milli  parsins  …  Upplifði  mig  stundum  með  of  hvassa  rödd  þegar  ég  setti   mörk.   Kannski   var   ég   bara   ákveðin.   Þarf   að   skoða   þetta   betur   á  upptökunni  …  Það  er  eins  og  ég  noti  rödd  mína  á  annann  hátt  þegar  ég  segi  sögur,  hægi  á  mér,  anda  rólega  og  held  augnsambandi  við  parið.  Sé  við  að  rýna  í  upptökuna  að  ég  slaka  á,  líka  í  líkamanum.  Kannski  get  ég  æft  mig  í  að  setja  mörk  á  þann  hátt?  Prófa  það  næst  þegar  tækifæri  gefst  …  Það  er  eins  og  það  sé  ákveðin  valdabárátta   í  gangi  á  milli  þeirra.  Annar  hefur   rétt   fyrir  sér  og  hinn  hefur  rangt  fyrir  sér.    

Ég  passaði  mig  á  að  nefna  aldrei  að  þau  ættu  að  hætta  að  rífast  heldur  bauð  pörunum  

upp   á   ýmsa  möguleika   á   því   hvar   rifrildið   gæti   átt   sér   stað.   Til   dæmis   að   breyta   um  

umhverfi  þar  sem  þau  rifust,  rífast  annan  hvorn  dag  eða  jafnvel  þriðja,  fjórða  hvern  dag.  

Ég   setti   fram  ákveðin  mörk   í   viðtölunum   til   að   stoppa  niðrandi   tal   hjá  pörunum.  Með  

einu   af   pörunum   ákvað   ég   að   fara   yfir   hvernig   þau   gátu   sett   hvort   öðru   mörk   í  

rifrildisdansi  þeirra  strax   í   lok  fyrsta  viðtals.  Það  gerði  ég  eftir  að  dáleiðslu   lauk  og  þau  

voru  búin  að  ræða  upplifun  sína  af  dáleiðslunni.  Hin  pörin  fengu  í  öðru  viðtali  fræðslu  og  

leiðsögn   í   að   stoppa   rifrildi   áður   en   það   færi   úr   böndum.   Eftir   umræður   um   að   gera  

eitthvað   öðruvísi  með   því   að   brjóta   upp   aðstæðurnar   sem   ollu   rifrildi   fann   eitt   parið  

þessa  tillögu.    

Ég  (set  fram  tillögu):  Getið  þið  farið  út  úr  íbúðinni  og  rifist  þar?    

Page 58: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

56  

Annar   aðili   parsins:   Við   förum   út   á   svalir,   þær   eru   alveg   við   eldhúsið.  Einhverja  hluta  vegna  rífumst  við  mest  í  eldhúsinu.    

Hinn   aðilinn:   Já   en   þá   glymur   um   allt   í   hverfinu,   en   það   er   kannski   ok,  svalirnar  eru  stórar  og  þægilegar.  Við  skulum  prufa  það.  Og  þau  brostu  hvort  til  annars.    

Ég   var   að   tileinka   mér   stefnumiðaða   aðferð   Ericksons   við   að   breyta   atburðarásinni   í  

birtingarmyndinni   á   vandamáli   parsins   án   þess   að   gera   lítið   úr   parinu   og   um   leið   að  

reyna   að   virkja   innri   styrkleika  þeirra   og  hvetja   þau   til   að   setja  mörk   fyrir   sjálf   sig.  Úr  

dagbókarfærslu:  

Prófaði  leiðina  að  nota  rifrildið  þau  þyrftu  ekki  að  hætta  að  rífast.  Bauð  þeim  upp  á  að  þau  myndu   jafnvel  gera  meira  af  því,  en  á  öðrum  stað  og  þannig  brjóta  upp  mynstrið  í  rifrildinu.  Kom  mér  á  óvart  að  parið  gat  hugsað  sér  að  framkvæma  það.  Var  að  nýta  mér  aðferð  Ericksons,  „more  of   the  same“  …  Það  var  eins  og  þau  væru  sátt  við  að  ég  skildi  ekki  banna  þeim  að   rífast  …  þetta  var  ágætis  viðbót  við  “time  out”  aðferðina,  nú  geta  þau  valið  …  Tókst  ágætlega   núna   að   nota   þeirra   eigin   orð,   „kýta“,   „kasta   í   hvort   annað“   og  „þrátta“,   annar   aðilinn   notar  mikið   orð   sem  byggjast   á   sjónrænni   skynjun,  hinn  notar  meira  orð  sem  fela  í  sér  skynjun  á  hreyfingu,  snertingu  …  Notaði  þessi   orð   við   að  benda  þeim  á   virðingu   fyrir   persónulegum  mörkum  hvors  annars.    

Gögnin   sýna  að  eftir  því   sem   leið  á  viðtölin  átti   ég  auðveldara  með  að   setja  pörunum  

mörk  og  hvetja  þau  til  að  finna  sín  eigin  bjargráð  innra  með  sér  með  því  setja  hvort  öðru  

mörk  og  sjálfum  sér  mörk.    

4.2 Dáleiðsla  

Í  þessum  kafla  um  dáleiðsluna  eru  undirþemu  sögur,  sveigjanleiki  og  framtíðin.    

Eingöngu  einn  einstaklingur  af  þeim  þremur  pörum  sem  tóku  þátt   í  rannsókninni  hafði  

áður  prófað  að  fara  í  dáleiðslu  og  hafði  líkaði  það  vel.  Tvö  af  pörunum  fengu  í  lok  fyrsta  

tíma  dáleiðslu  þar  sem  markmið  hennar  var  að  styrkja  einstaklingana  í  parasambandinu  

og  að  reyna  að  fá  þau  til  að  gera  hluti  öðruvísi  en  þau  voru  vön.  Áhersla  var   lögð  á  að  

finna   innri  styrkleika  sem  hægt  væri  að  nýta   í   framtíðinni.  Eitt  af  pörunum  fékk  aðeins  

eina  sameiginlega  dáleiðslu  sem  fór  fram  í  viðtali  númer  tvö,  það  var  eina  sameiginlega  

beina  dáleiðslan  sem  bauðst  þeim.  Ég  tók  þessa  ákvörðun  út  frá  upplýsingum  sem  þetta  

par  hafði  veitt  mér  um  ofbeldi  sem  hafði  átt  sér  stað  hjá  þeim.  Í  dáleiðslunni  geta  komið  

upp  minningar   sem  geta   verið   sársaukafullar  og   taldi   ég  ekki   að  það   væri  æskilegt   að  

Page 59: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

57  

aðilinn   sem   beitt   hafði   ofbeldi   fengi   mögulega   vitneskju   um   einhver   atriði   sem   hann  

gæti  misnotað  seinna  meir.  Hver  dáleiðsla  var  sérsniðin  fyrir  hvert  par,  allt  eftir  því  mati  

sem   ég   hafði   gert   á   sambandi   parsins.   Hin   tvö   pörin   fengu   dáleiðslu   í   fjögur   skipti   af  

fimm  og  hljóðritaði  annað  parið  allar  dáleiðslurnar.  Hitt  parið  hljóðritaði  eingöngu  tvær  

dáleiðslur.  Ein  af  dáleiðslunum  var  sérsniðinn  að  öðrum  aðilanum  í  parasambandinu  þar  

sem  áhersla  var  lögð  á  verkjastjórnun.  Hinum  aðilanum  var  boðið  upp  á  að  hlusta  með,  

eftir  skamma  stund  var  viðkomandi  einnig  kominn  í  dáleiðsluástand.  Öll  pörin  voru  sátt  

við  dáleiðsluna  og  upplifðu  ró  og  slökun  í  dáleiðslunni.    

Ég  fann  fyrir  að  þekking  mín  og  öryggi   í  að  dáleiða  tvær  manneskjur  í  einu  jóks  á  

rannsóknartímabilinu.   Í   byrjun   var   ég   meira   stýrandi   á   innihald   dáleiðslunnar   út   frá  

markmiði  meðferðar.  Það  er  að  segja  notaði  meira  beina  dáleiðslu.  Um  leið  og  ég  náði  

sjálf  að  slaka  á  andlega  og  líkamlega  í  dáleiðslunni  var  eins  og  orðin  streymdu  frá  mér,  

ég  var  farin  að  nýta  mér  aðferðir  óbeinnar  dáleiðslu.  Ég  náði  að  fylgja  betur  eftir  því  sem  

pörin  voru  að  upplifa   í  dáleiðslunni  á  meðan  á  dáleiðslunni  stóð.  Það  gerði  ég  með  því  

að   tala   við   þau   á  meðan   á   dáleiðslunni   stóð.   Í   fyrstu   dáleiðslum  paranna   var   ég  með  

ýtarlega  innleiðingu  á  dáleiðslunni  til  að  tryggja  að  þau  færu  í  djúpa  leiðslu.    

Og  þið  getið  komið  ykkur  vel   fyrir   (…)  það  er  engin  ein   leið   til  við  að   fara   í  dáleiðslu,  það  er  engin  rétt  eða  röng   leið  við  að  fara   í  dáleiðslu   .   .   .  það  er  alveg  öruggt  að  ef  það  er  eins  og  maður  finni  spennu  í  líkamanum  þá  getur  maður  um  leið  fundið  ró  í  líkamanum,  ekki  satt  (...)  já  þetta  er  gott,  slaka  á  …  kannski  heyrið  þið  í  mér  (…)  kannski  koma  margar  hugsanir  (…)  en  þó  svo  að  það  virðist  sem  þið  heyrið  ekki  (…)  þá  getið  þið  heyrt  á  plani  sem  liggur  djúpt  innra  með  (…)  sumir  kalla  það  undirvitund  (…)  aðrir  heilann  og  kannski  eru  önnur  hugtök  yfir  það  (…)  en  eitt  er  víst  að  þegar  undirvitundin  getur  valið  úr  (…)  þá  merkingu  orðanna  sem  nýtist  þér  við  að  efla  (…)  finna  innri  styrkleika  (…)  þá  getur  þú  upplifað  það  á  þægilegan  og  eðlilegan  hátt  …  en  eitt  er  víst  að  um  leið  og  þú  velur  að  leyfa  því  að  gerast  sem  gerist  í  leiðslu  (…)  eins  og  að   loka   augunum   (…)   og   svo   um   leið   upplifa   þægilega   þyngslatilfinningu   í  líkamanum   (…)   eða   kannski   að   líkaminn   verður   léttur   eins   og   fjöður   sem  svífur  um  og  skynjar  það  sem  gerist  í  kringum  sig  …  jafnvel  á  annan  hátt  (...)  það  er  allt  í  lagi.    

Í  dáleiðslunni  fylgdist  ég  vel  með  öndun  paranna  og  stillti  talhraða  og  minn  öndun  

eftir  bestu  getu  við  þeirra.  Þegar  leið  á  meðferðarferlið  var  ég  ekki  eins  upptekin  af  

dýpt  dáleiðslunnar  og  stytti  innleiðinguna  að  dáleiðslunni:  

Page 60: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

58  

Og  nú  getið  þið  komið  ykkur  vel  fyrir  (…)  það  er  kominn  tími  til  að  fara  inná  við  (…)  þið  þekkið  hvaða  leið  er  best  fyrir  ykkur  (…)  þetta  er  gott  (…)  þegar  augun  lokast  (…)  þá  finnið  þið  djúpa  (…)  þægilega  ró  (…)  vellíðan.    

Ég   leiddi   dáleiðsluna   áfram   við   að   draga   athyglina   að   og   setja   inn   sefjanir   um  

aldursbakrás  þar  sem  markmiðið  var  að  finna  innri  styrkleika  sem  gætu  nýst  við  lausn  á  

vandamálinu:  

Það   gæti   verið   gott   að   leiða   hugann   djúpt   inn   á   við   (…)   eins   og   að   fara   í  ferðalag  afturábak  í  tíma  (…)  tíma  minninga  þar  sem  skynjun  gerist  eins  og  af  sjálfu  sér  (…)  jafnvel  sjá  myndir  (…)  liti,  finna  lykt  …  þar  sem  er  gott  að  vera  einn  með  sjálfum  sér  og   líða  vel   (…)   finna  vellíðan  eins  og   í  öllum   frumum  líkamans  (…)  finna  djúpaa  (teigi  á  orðinu)  ró  og  vellíðan  (…)  finna  ánægju  af  jákvæðum  hugsunum  í  eigin  garð  …  já  þetta  get  ég  (…)  geta  fundið  fyrir  stolti  innra  með  sér  yfir  að  geta  leyst  mál.    

 Ég  hvatti  til  aðgreiningar  í  dáleiðslunni:  

Það   er   eins   og   að   líkaminn   sé   hér   (…)   og   um   leið   þar   (…)   hvílir   þægilega,  vellíðan  …  eins  og  hugurinn  sé  virkur  en  líkaminn  slakur  …  og  þú  finnur  að  þú  átt  auðvelt  með  að  tala  (…)  þó  líkaminn  hvíli  slakur  (…)  þægilega  slakur.    

Þegar   líða   tók   á   sjálfa   dáleiðsluna   notaði   ég   sefjanir   sem   gáfu   möguleika   á   breyttri  

hegðun  og   tilfinningum   í   framtíðinni.  Hvatti   til   að   framkvæma  hluti  á  annann  hátt  þar  

sem  innri  styrkleikar  koma  að  góðum  notum.  Ég  var  að  sá  fræjum  til  framtíðar:  

Það   er   eins   og   að   hafa   komið   sjálfum   sér   á   óvart   (…)   gert   eitthvað   aðeins  öðruvísi   en   venjulega   (…)   kannski   vissir   þú   af   þessum   falda   styrkleika   …  þægileg   tilfinning   (…)   og   hvað   felst   í   því   að   treysta   (…)   er   það   að   treysta  sjálfum  sér   (…)  og  þá  um   leið  að   læra  að   treysta  öðrum  …  setja  mörk   fyrir  sjálfan  sig  (…)  miðað  við  aldur  …  jafnvel  upplifa  sig  drekka  kaffið  með  vinstri  hendi  (…)  í  stað  hægri  eins  og  venjulega  (…)  og  þegar  það  gerist  (…)  jafnvel  meira  á  morgun  en  í  gær  (…)  og  í  næstu  viku  (…)  eða  þarnæstu  viku  og  eftir  mánuð…  og  þá  um  leið  getur  innra  öryggi  haldið  áfram  að  vaxa.    

Ég   sá   hvernig   ég   varð   öruggari   við   að   nota   tungumál,   talhraða   og   tóntegund   eftir   því  

sem  leið  á  meðferðartímabilið.  Úr  dagbókarfærslu:    

Mér  finnst  erfitt  að  dáleiða  tvo  í  einu,  gleymi  stundum  að  setja   inn  sefjanir  um   að   nú   ætli   ég   að   tala   við   annan   aðilann.   …   Finnst   ég   ekki   hafa   leitt  dáleiðsluna  nógu  vel  áfram.  Þarf  að  horfa  á  upptökuna  …  Finn  að  röddin  mín  verður   taktfastari  og   rólegri,  ég  næ  að  slaka  sjálf  betur  á.  Gengur  betur  að  

Page 61: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

59  

tala   í   takt   við   öndunina   hjá   henni  …  Dett   of  mikið   í   það   að   reyna   að   nota  ákveðin  orð.  Þarf  að  reyna  að  slaka  betur  á,  njóta  þess  að  dáleiða  …  Er  farinn  að  nota  röddina  meira,  varð  hlýleg  og  styðjandi  þegar  ég  var  að  tala  um  að  finna  innri  bjargráð  og  leyfa  þeim  að  spíra  eins  og  fræi.    

Ég  fór  að  geta  nýtt  mér  líkamshreyfingar  mínar  í  dáleiðslunni  til  að  auka  dádýptina.  

Úr  dagbókarfærslu:  

Nýtti  mér  hreyfingar  handanna  og   líkamans  til  að  gefa  dýpri  sefjanir  um  ró  og  vellíðan  .  .  .  Hvað  var  þetta  ,  eins  og  hann  ætlaði  aldrei  að  hætta  að  snúa  þumalfingrum  …  Ég  uppgötvaði  þegar  ég  skoðaði  upptökurnar  að  ég  sjálf  var  stöðugt  með   þumalfingur   á   hreyfingu.  Hann   hætti   um   leið   og   ég   hætti   að  hreyfa   þumlana.   Athyglisvert   að   upplifa   hvernig   hreyfingar   mínar   speglast  hjá   dáþega,   þó   svo   að   viðkomandi   sé  með   lokuð   augu.   Ég   upplifði   á   eigin  skinni  hvernig  speglanir  virka,  ætla  að  reyna  að  njóta  þess  betur  að  dáleiða  og  treysta  pörunum  til  að   finna  út  þá  merkingu  sem  þau  þurfa   til  að  halda  áfram  með  líf  sitt.    

Ég  fann  að  ég  náði  að  njóta  þess  að  dáleiða  pörin  og  einnig  að   leyfa  undirvitund  

minni  að  vinna  með  í  átt  að  pörin  upplifðu  sína  styrkleika.  Það  er  að  segja  að  leyfa  

orðunum  að  koma  en  ekki  meðvitað  að  ákveða  hvað  ég  ætla  að  segja  næst.  Trú  

mín  á  að   fólk  hafi   svör  við  vanda  sínum  og  hafi   innri   styrkleika   til  að   finna   lausn  

styrktist  á  meðferðartímabilinu.  Ég  varð  einnig  meðvituð  um  að  dáleiðslu  upplifun  

paranna  ætti  að  vera  ánægjuleg.  Úr  dagbókarfærslu:  

Finn  að  trú  mín  á   innri  styrkleika  fólks  styrkist  eftir  dáleiðslu,  ég  er  að   læra  ákveðna  auðmýkt  fyrir  því  hvað  fólk  er  að  upplifa  í  dáleiðslunni.  Það  er  ekki  ég  sem  stýri  upplifuninni,  ég  bý  til  möguleika  fyrir  þau  til  að  upplifa  …  Gott  að  nota  húmor,  sé  að  dáþegum  líkar  það  vel.  Dáleiðslan  verður  skemmtilegri  …  Sé  hvernig  þessi  sefjun  um  fullkomnleikann  í  ófullkomnleikanum  kveikti  á  innri  vinnu,  augun  voru  á  fleygiferð  undir  augnlokunum.  Dádýptin  var  mikil.  Minnti   mig   á   þegar   ég   var   að   setja   inn   sjálfstyrkingu   fyrir   parið   um   eigin  mörk  og  að  læra  að  hlusta,  virða  þau  og  tjá  þau.  Það  var  athyglisvert  þegar  hún  sagði  frá  því  hvernig  hún  sá  fyrir  sér  þríhyrning  um  samskipti  sem  henni  fannst  hjálpa  sér  að  hlusta  á  aðra  og  sjálfa  sig.  Og  ég  sem  minntist  aldrei  á  þríhyrning  í  dáleiðslunni.  Mannshugurinn  kemur  mér  sífellt  á  óvart  …  Ég  get  víst  ekki  stjórnað  því  sem  þau  eru  að  upplifa   í  dáleiðslunni  …  Finn  að  ég  er  farin  að  valda  betur   sjálfri  dáleiðslunni,  að   leyfa  henni  að   flæða   frá  mér   til  dáþeganna,  bregðast  við  því  hvernig  dáþega  líður  og  setja  inn  sefjanir  í  takt  við  það  …  Ég  þarf  ekki  að  vita  allt  sem  parið  er  að  hugsa,  erfitt  að  halda  aftur  af  sér  og  spyrja  ekki  í  þaula  eftir  dáleiðsluna  heldur  leyfa  þeim  að  segja  það  sem  þau  velja  að  segja  frá.    

Page 62: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

60  

Eftir   því   sem   leið   á   viðtölin   náði   ég   einnig   að   nota   aðferðir   dáleiðslunnar   án   þess   að  

segja:  „Nú  hefst  dáleiðslan“.  Við  það  að  nota  röddina  og  setningar  sem  hvöttu  til   innri  

vinnu  hjá  pörunum  gátum  við  átt   samtöl   sem  hjálpaði  þeim  að   tengjast  við  og  upplifa  

jákvæðar  minningar   og   tilfinningar.   Ég   tók   eftir   því   að   dádýptin   varð   ekki   eins  mikil   á  

þennan  hátt  og  í  sjálfri  dáleiðslunni.    

Í   einu   tilfelli   í   dáleiðsluástandi   uppliði   einn   aðili   pars   við   aldursbakrás   erfiða  

minningu  sem  unglingur.  Við  ræddum  þessa  minningu  í  sjálfri  dáleiðslunni.    

Ég:  Og  á  hvers  valdi  var  það  og  hver  ber  ábyrgð?  .  .  .  Sem  fullorðin  veit  ég  og  ég   veit   að   þú   sem   fullorðin   veist   …   að   barn   getur   ekki   tekið   ábyrgð   á  fullorðnum…  

Hvaða  skynjun  finnur  þú  fyrir  þegar  þú  skoðar  það  núúna  (teigi  á  orðinu).    

Dáþegi:  Ég  finn   létti,  ég  gerði  mitt  besta  sem  barn,  ég  var  reið  við  mömmu  hún  hlustaði  ekki  á  mig  …  

Ég:  Stundum  telja  foreldrar  sig  vera  að  gera  sitt  besta  (…)  í  þeim  aðstæðum  sem  þau  eru  stödd  (…)  hverju  sinni  (…)  og  svo  getur  þú  tekið  þessa  reynslu  sem  þú  hafðir  áður  sem   lærdóm  um  það  hvað  er  á  valdi  hvers,  ábyrgð   (…)  sem   barn   og   sem   fullorðinn   (…)   Það   getur   verið   góð   tilfinning   að   læra   að  hlusta  á  börn  og  hlusta  á  …  sjá  þegar  þau  setja  mörk  miðað  við  aldur.    

Í  upphafi  rannsóknarinnar  var  ég  ekki  viss  um  að  ég  næði  að  vera  nægilega  vakandi  fyrir  

því   að   fólk   væri   komið   í   dáleiðsluástand   og   innri   vinna   væri   hafin.   Að   ná   að   sjá  

dáleiðsluviðbrögð  þegar  minningar  voru  orðnar  virkar  hjá  dáþega.  Þetta   reyndust  vera  

óþarfa  áhyggjur.  Ég  sá  hvernig  öndun  og  vöðvar  líkamans  breyttust  hjá  dáþega,  allt  eftir  

því  hvað  er  að  gerast  innra  með  honum  og  gat  brugðist  við  því.  Úr  dagbókarfærslu:  

Er  orðin  betri   í  að  sjá  ef   fólk  er  að  burðast  með  erfiðar  minningar.  Hvernig  andlitið   breytist   hjá   þeim   þegar   þau   rifja   upp   minningarnar   og   jafnvel  öndunin   verður   hraðari.   Finn   að   ég   get   tekið   það   strax   upp   í   dáleiðslunni,  rætt  það  þegar  það  gerist  .  .  .  Það  er  svo  athyglisvert  hvað  situr  eftir  hjá  fólki  af  minningum  og  hvernig  undirvitundin  velur  akkúrat  þá  minningu  sem  hefur  hindrað  hana  í  að  setja  mörk  fyrir  sjálfa  sig  …  Ég  fann  að  ég  gat  notað  reynslu  mína  og  þekkingu  við  að  hjálpa  henni  að  takast  á  við  minningu  á   jákvæðan  hátt.  Ég  talaði  hlýlega  við  hana,  af  umhyggju  og  var  styðjandi.    

Page 63: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

61  

Hjá  öðrum  aðila   í  parsambandi  kom  minning  frá  æsku  upp  í  dáleiðslu.  Viðkomandi  átti  

erfitt  með  að  vera  ein  úti  og  gerði  því  kröfu  á  hinn  aðilann   í  parasambandinu  að  hann  

færi  með  henni  að  sinna  hinum  ýmsustu  erindum  og  var  hann  oft  ósáttur  við  það.    

Dáþegi:  Mér  líður  eins  og  ég  sé  hjálparvana.    

Ég:  Hvar  ertu  stödd?  

Dáþegi:  Á  sjúkrahúsi.    

Ég:  Hvað  ertu  gömul?  

Dáþegi:  Fjögurra  ára.  Ég  er  alein.  Mamma  og  pabbi  eru  ekki  hjá  mér.    

Það  var  erfitt  fyrir  mig  þegar  þessi  minning  kom  upp  hjá  dáþega.  Úr  dagbókarfærslu:  

Ég  átti  erfitt  með  mig  og  tilfinningar  mínar  um  minninguna  frá  sjúkrahúsinu.  Ég  skildi  hana  svo  vel,  ég  varð  stöðugt  að  hugsa  að  þetta  fjallaði  ekki  um  mig  og   mínar   minningar   frá   sjúkrahúsinu,   heldur   hana   og   að   ég   mætti   ekki  þvinga  fram  hjá  henni  ákveðna  leið  til  að  vinna  með  þetta  mál.  Þó  að  ég  hafi  unnið  með  mína  upplifun  á  ákveðinn  hátt   var  engan  veginn  víst   að   sú   leið  hentaði  henni.    

Annar   aðili   pars,   þar   sem   kvíðaviðbrögð   hafði   verið   stór   orsakaþáttur   í   rifrildisdansi  

parsins,   upplifði   jákvæða   lausn   í   aldursbakrás   í   dáleiðslunni   sem   hann   sagði   frá   eftir  

dáleiðsluna.    

Mér  leið  svo  vel  og  svo  allt  í  einu  fann  ég  tilfinningu  frá  fimm  ára  aldri,  váhh,  fyrstu   kvíðatilfinningu   mína.   Mamma   og   pabbi   voru   að   rífast,   ég   var   svo  hræddur.   Fann   að   ég   er   búinn   að   vera   að   halda   fast   í   þessa   tilfinningu   og  fann  að  ég  er  að  verða  tilbúin  til  að  sleppa  henni,  en  samt  ekki  alveg  strax  .  .  .  Ætli  þessi  innri  reiði  minnki  þá?    

Ég:  Það  getur  verið  svo  gott  að  vita  það,  djúpt  innra  með  sér  (…)  að  maður  er  ekki  eins  og  foreldrar  sínir.    

Stundum   upplifði   ég   við   að   rýna   í   upptökurnar   að   ég   kom   sjálfri   mér   á   óvart.   Úr  

dagbókarfærslu:  

Hvað  fékk  mig  til  að  nefna  að  maður  er  ekki  eins  og  foreldrar  sínir?  Ætli  það  hafi  ekki  verið  til  að  skerpa  á  aðgreiningu  hjá  þeim.  Þau  urðu  allavega  mjög  hugsi  og  svöruðu  ekki  …  Ótrúlegt  að  upplifa  hvernig  dáleiðsla  getur  hjálpað  

Page 64: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

62  

fólki   að   tengjast   sjálfu   sér   og   sínum   innri   styrkleikum   við   að   velja   hvaða  minningarbrot  koma  upp.  Eflaust  gott  dæmi  um  að  þegar  vitundin  víkur   til  hliðar   næst   bein   tenging   við   undirvitundina   …   Vekur   upp   þægilega   djúpa  tilfinningu  hjá  mér  um  trú  og  virðingu  á  parinu,  þau  eru  svo  klár.    

Ég  var  ekki  alltaf   viss  um  hvort  að   sefjanir   sem  ég   setti   inn   í  dáleiðslunni   skiluðu   sér   í  

breyttri  hegðun  og  tilfinningum  hjá  pörunum.  Það  er  hluti  af  þeirri  óvissu  sem  felst  í  því  

að  nota  aðferð  Ericksons  í  dáleiðslu.  Ég  varð  óhræddari  við  að  gefa  pörunum  frelsi  til  að  

velja  það  sem  á  við  í  þeim  aðstæðum  sem  þau  eru  stödd  í.  Það  er  jú  markmið  óbeinnar  

dáleiðslu.    

Í  síðasta  viðtalinu  með  pörunum  ræddum  við  um  dáleiðsluna  og  hvað  þau  hefðu  

upplifað  í  dáleiðslunni.    

Veit  ekki  hvort  ég   tengi  það  meðvitað  við  dáleiðsluna  þegar  ég  undanfarið  hef   komið   mér   á   óvart   …   ég   hefði   sko   getað   hugsað   mér   að   fá   meiri  dáleiðslu,  ég  slaka  svo  vel  á,   líður  svo  vel  …  ég  veit  ekki  hvað  það  er  en  við  náðum  að  stoppa  áður  en  rifrildið  kom,  kannski  dáleiðslan  …  það  kemur  svo  mikil  ró  yfir  mig  og  mér  líður  svo  vel  …  sé  fyrir  mér  myndina  sem  ég  upplifði,  sko  þegar  við  erum  að  byrja  kýta  og  þá  geri  ég  eitthvað  annað  …  oh,  ég  elska  að   fara   í   dáleiðslu   …   við   erum   svo   þakklát   fyrir   að   þú   valdir   okkur   í  rannsóknina.  Okkur  fannst  svo  gott  þegar  þú  dáleiddir  okkur.    

Pörin  í  rannsókninni  virtust  hafa  upplifað  dáleiðsluna  sem  róandi,  slakandi  og  þeim  

leið  vel  í  dáleiðsluástandinu.    

4.2.1 Sögur  

Eftir   því   sem   leið   á   viðtölin   fór   ég   að   geta   notað   sögur   til   að   höfða   til   undirvitundar  

paranna,  sögur  sem  þau  gætu  lært  af.  Ég  sagði  pörunum  sögur  bæði  í  dáleiðslunni  og  í  

sjálfum   viðtölunum.   Innihald   saganna   höfðaði   til   þess   sem   verið   var   að   vinna   með   í  

viðtalinu,  en  á  óbeinan  hátt.  Við  rýni  í  upptökur  sést  og  heyrist  hvernig  ég  nota  röddina  

með  öðrum  hætti  þegar  ég  segi  sögur,  tala  hægar,  rólegar  og  taktfastar,  halla  mér  eilítið  

fram  og  til  hægri.  Gerði  þetta  til  að  ná  betur  til  undirvitundar  móttakandans  þannig  að  

dýpri   merking   sögunnar   skiljist   á   þann   hátt   sem   undirvitund   móttakanda   velur.   Úr  

dagbókarfærslu:  

Skil  stundum  ekki  hvernig  þessar  sögur  velta  upp  úr  mér,   finn  samt  að  það  eru   svipaðar   sögur   sem   ég   er   að   segja,   allt   eftir   því   hvar   parið   er   statt   og  hvaða  sjónarhorn  við  erum  að  vinna  með  …  Finnst  eins  og  sagan  um  hvernig  

Page 65: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

63  

börn   læra   að   ganga   og   þroskast   hafi   hjálpað,   samt   athyglisvert   að   parið  mundi   ekki   eftir   henni   eftir   dáleiðsluna.  Mér   fannst   þessi   saga   henta   vel   í  samhengi   við   hve   erfitt   það   getur   verið   að   læra   nýja   færni,   gera   hluti   á  annann  hátt.    

Í  viðtölum  við  parið  sem  fékk  eingöngu  eina  sameiginlega  dáleiðslu  notaði  ég  oft  sögur  í  

viðtölunum  til  að  skerpa  á   innhaldi  þess  efnis  sem  við  vorum  að  ræða  um.  Ég  valdi  að  

segja   sögu   þegar   ég   upplifði   að   þau   skildu   ekki   alveg   hvert   ég   var   að   fara.   Úr  

dagbókarfærslu:  

Átti  í  basli  við  að  fá  annan  aðilann  til  að  átta  sig  á  að  lykillin  í  samskiptum  við  tengdó  væri  að  hálfu  leyti  hjá  henni.  Held  að  sagan  sem  ég  sagði  parinu  um  konuna  sem  ældi  hafi  á  einhvern  hátt  hitt  í  mark.  Alla  vegna  náði  hún  athygli  þeirra.  Það  var  eins  og  þau  færu  í  létta  leiðslu,  urðu  starandi  og  hugsi.    

Ég  gat  aldrei  fengið  fullvissu  um  hvaða  skilning  pörin  lögðu  í  sögurnar  og  hvaða  lærdóm  

þau   drógu   af   þeim.   Ég   varð   að   læra   að   temja  mér   að   lifa  með   þeirri   óvissu   og   leyfa  

undirvitund  þeirra  að  vinna  með  þeim  um  ókomna  framtíð.  Þarna  var  ég  í  viðtölunum  að  

leitast  við  að  beita  aðferðum  Ericksons  við  óbeina  dáleiðslu  þar  sem  eiginleg  dáleiðsla  er  

ekki  framkvæmd.    

4.2.2 Sveigjanleiki  

Verulega  reyndi  á  sveigjanleika  hjá  mér  í  viðtölunum  og  í  dáleiðslunni  –  ég  þurfti  sífellt  

að  prófa  nýjar  leiðir  og  aðferðir  til  að  komast  áfram  með  meðferðina.  Þegar  ég  prófaði  

eina  leið  og  fann  að  hún  virkaði  ekki  var  ekki  um  annað  að  ræða  en  reyna  aðra  leið  og  

jafnvel  enn  aðra  ef  hún  virkaði  ekki  heldur.  Eftir  því  sem  leið  á  viðtölin  upplifði  ég  að  ég  

varð  öruggari  og  um  leið  sveigjanlegri.  Við  rýni  í  upptökur  sá  ég  vel  hvernig  ég  breytti  um  

aðferð  á  flæðandi  hátt,  allt  eftir  því  hvar  pörin  voru  stödd.    

  Sveigjanleiki   var   einnig   hluti   af   því   sem   ég   setti   inn   sem   sefjanir   í   dáleiðslu  

paranna.  Mér  fannst  mikilvægt  að  pörin  lærðu  að  nota  sveigjanleika  til  að  festast  ekki  í  

sjálfsdáleiðandi   dansi   rifrildis,   því   mynstri   eða   ástandi   sem   hafði   skapað   vandamálið  

þeirra  og  var  ástæða  þess  að  þau  tóku  þátt  í  rannsókninni.  Einnig  vissi  ég  frá  fyrri  reynslu  

að  sveiganleiki  við  hinar  ýmsu  aðstæður  væri  mikilvægur  þegar  kvíði  er  farinn  að  stjórna  

hegðun   fólks.   Sveigjanleiki  minn   við   að   nota   nýjar   aðferðir   til   að   ná   til   paranna   jókst  

þegar   leið   á  meðferðarferlið.   Ég   var   einnig  meðvitað   að   setja   inn   sefjanir   sem  myndu  

auka  sveigjanleika  þeirra  í  samskiptum  sín  á  milli.  Úr  dagbókarfærslu:  

Page 66: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

64  

Finn  að  ég  er  orðin  öruggari  í  að  prófa  nýjar  leiðir  við  að  nálgast  þau,  umorða  meira  þegar  þau  skilja  ekki  hvert  ég  er  að  fara  …  Ég  er  sveigjanlegri  í  að  leyfa  þeim   að   velja   hvaða   leið   þau   vilja   fara,   gef   þeim   frelsi   til   að   velja   og   bæti  gjarnan  við:  „Án  þess  að  týna  sjálfum  sér“.  Sá  þegar  ég  skoðaði  upptökuna  að  ég  næ  athygli  þeirra  þegar  ég  segi  þetta  við  þau,  þau  verða  hugsi  …  Finn  líka   að   ég   er   farin   geta   hrósað   þegar   vel   er   gert   og   finn   leið   til   að   hrósa  hinum   aðilanum   í   parasambandinu   um   leið   fyrir   það   sem   vel   er   gert   …   Á  orðið  auðveldara  með  að  hjálpa  þeim  að  sjá  þegar  þau  bregðast  öðruvísi  við  en  þau  voru  vön  að  gera.  Að  spyrja  um  tilfinningar  hins  í  stað  þess  að  áætla  eða  staðhæfa  hinum  ákveðna  tilfinningu.  Því  það  olli  oft  togstreitu  hjá  þeim.  Útskýrði  fyrir  þeim  að  það  er  að  sýna  sveigjanleika,  að  gera  aðeins  öðruvísi  en  þau  voru  vön.  Þessi  útskýringin  hentaði  þeim.    

Ég  áleit  að  þessi  samtöl  mín  við  pörin  myndu  hjálpa  þeim  við  að  sýna  hvort  öðru  

og   sjálfum   sér   meiri   sveigjanleika   í   samskiptum   sín   á   milli.   En   hvernig   sá  

sveigjanleiki   myndi   nýtast   þeim   síðar   vissi   ég   ekki,   ég   var   að   sá   fræjum   til  

framtíðar.    

4.2.3 Framtíðin  

Mér  fannst  mikilvægt  í  hverri  dáleiðslu  að  koma  inn  á  framtíðina  og  þá  möguleika  sem  

fælust  í  framtíðinni  fyrir  pörin,  bæði  sem  pör  og  sem  foreldrar.  Þegar  rýnt  er  í  upptökur  

af   dáleiðslu   paranna   koma   skýrt   fram   sefjanir   sem   ég   setti   inn   í   dáleiðsluna   um   þá  

möguleika  sem  búa  í  framtíðinni.    

Og  hvert  skildi  það  leiða  ykkur  (…)  þegar  farið  er  út  fyrir  þægindarammann  (…)  að  gera  aðeins  öðruvísi   (…)  en  venjulega   (…)  og  svo   finna  tilhlökkun  og  gleði  (…)  eins  og  litla  barnið  sem  er  að  stíga  sín  fyrstu  skref  …  og  um  leið  er  hægt   að   skapa   sér   sýn   af   framtíðinni   (…)   sambandinu   ykkar   (…)   eins   og  bíómynd   (…)   jafnvel   sýn  þar  sem  eru  hversdagleg  smáatriði   (…)  um  öll  þau  hlutverk   sem   þið   eruð   í   (…)   þar   sem   er   eins   og   jafnvægi   ríki   (…)   jafn  mikilvægar  skoðanir  og  (…)  sky  n  j  a  n  i  r  (teigt  á  orðinu)  …  eins  og  birkitréin  tvö   í   fjallshlíðinni   sem  veita  hvort  öðru   skjól   (…)   stuðning   (…)  þegar  veðrið  kemur  af  fullum  þunga  (…)  eins  og  að  vera  til  staðar  fyrir  hvort  annað  …  það  getur   verið   svo  þægileg   tilfinning   að   finna   fyrir   litla   barninu   innra  með   sér  (…)   og   hlúa   að   því   (…)   eins   og   sameiginlega   barninu   ykkar   (…)   meira   á  morgun   (…)   meira   og   sterkara   eftir   eina   viku,   tvær   vikur   (…)   meira   og  sterkara  eftir  mánuði  eða  ár(…)  meira  og  sterkara  …  og  svo  finna  og  skynja  með  öllum  frumum  líkamans  (…)  hvernig  innri  styrkur  eflist  (…)  dag  frá  degi  (…)  innri  bjargráð  (…)  sem  eru  til  staðar  (…)  sem  vaxa  eins  og  birkitréð.    

Allt  viðtalsferlið  setti  ég  mér  markmið  til  framtíðar.  Eftir  að  hafa  skoðað  gaumgæfilega  

upptökur   síðasta   viðtals   og   skráð   niður   punkta   í   dagbókina   mína   ákvað   ég   hvað   ég  

Page 67: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

65  

ætlaði  að  prófa  að  gera  á  annan  hátt  í  næsta  viðtali  ef  tækifæri  gæfist.  Ég  var  að  læra  að  

tileinka   mér   aðferðir   dáleiðslunnar,   bæði   með   dáleiðslu   og   í   viðtölunum   sjálfum.   Úr  

dagbókarfærslu:  

…  Verð  að  stoppa  mig   í  að  botna  setningar  fyrir  þau.  …  þarf  að  hafa   í  huga  næst  að  slaka  sjálf  betur  á,  því  þá  er  ég   tengdari  mér.   .   .   .  Er   farin  að  vera  rólegri  og  nota  öndunina   til  að   tengja  mig  þegar  ég  verð  of  áköf   í  að   leysa  málin  fyrir  parið.  …  Gott,  mér  er  farið  að  takast  að  nota  röddina  markvist,  án  spennu,   taktfasta,   hlýlega.  …  Næst  ætla   ég   að  æfa  mig   í   að  nota  þagnir  …  Held  að  ég  sé  að  ná  valdi  á  að  nota  þagnirnar  í  viðtalinu  …  Ætla  að  reyna  að  vera  ekki  svona  stýrandi  næst  …  Finnst  eins  og  það  að  ég  taki  ekki  eins  mikla  ábyrgð  á  hvað  gerist  í  viðtölunum  það  gerir  mig  öruggari.  Finnst  eins  og  það  virki  líka  vel  á  þau.    

4.3 Ábyrgð    

Í  þessum  kafla  um  ábyrgðina  eru  undirþemu  að  verða  fullorðinn  og  verkefni.    

Í   viðtölunum  var  ég  meðvituð  um  þá  ábyrgð  sem  felst   í   að  aðstoða  pörin  við  að   leysa  

vandamál  sín.  Að  greina  vandamál  þeirra  og  leiða  stefnumiðað  meðferðina  áfram  í  átt  til  

einhvers  konar  lausnar.  Það  tók  mig  nokkur  viðtöl  að  verða  meðvituð  um  að  ábyrgðin  á  

breytingum  á   hegðun  paranna   lægi   eingöngu   að   hluta   til   hjá  mér.  Hinn   hlutinn   lá   hjá  

pörunum.  Sú  skynjun   fékk  mig   til  að  ná  að  slaka  betur  á   í  viðtalsaðstæðunum.  Ábyrgð  

mín  fólst  í  að  skapa  öruggt  umhverfi  þannig  að  pörin  gætu  unnið  að  lausn  á  vandamáli  

sínu.  Úr  dagbókarfærslu:  

Ætla  að  reyna  að  vera  ekki  svona  stýrandi  næst,  eins  og  ég  vildi  ná  hratt  fram  lausn   fyrir   þau.   …   Finn   að   ég   tók   ekki   eins   mikla   ábyrgð   á   hvað   gerist   í  viðtalinu.  Ég  leyfði  þeim  að  leiða  umræðuna  meira  áfram.  Spurði  bara  fleiri  hringspurninga   til   að  dýpka   viðhorf  þeirra.   Finn   fyrir   því   að  þessi   leið   gerir  mig  öruggari  í  viðtalinu.  Finnst  eins  og  það  virki  líka  vel  á  þau.  …  Kannski  get  ég  yfirfært  meiri  ábyrgð  til  þeirra  við  að  skilja  eftir  opnar  spurningar  og  enda  ekki  setningar  þegar  ég  er  að  hugsa  upphátt?  Ætla  reyna  það  næst.  …  Ég  er  farin  að  þola  betur  reiðina  sem  býr  innra  með  þeim,  er  að  átta  mig  á  að  það  er  ekki  mín  ábyrgð  að  afreiða  þau.  Mín  ábyrgð  felst  í  að  benda  á  leiðir  til  að  fá  stjórn  á  reiði  sinni.  Og  fræða  þau  um  hvað  reiði  er.    

Reglulega   kom   fyrir   að   rætt   var   um   ábyrgð   í   viðtölunum   við   pörin   þrjú.   Ábyrgð  

einstaklingsins   á   eigin   hegðun,   tilfinningum   og   gerðum.   Einnig   kom   upp   umræða   um  

ábyrgð   sem   foreldri   og   í   hverju   sú   ábyrgð   lægi.   Ég   spurði   þau   um   hver   væru   þeirra  

sameiginlegu   áherslur   sem   ábyrgð   þeirra   sem   foreldrar   hvíldi   á.   Þau   höfðu   aldrei   velt  

Page 68: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

66  

fyrir  sér  hver  voru  þeirra  sameiginlegu  áherslur  sem  par  og  foreldrar,  þeirra  persónulegu  

gildi.  Þau  fengu  það  sem  verkefni  að  ræða  það  heima  og  skrá  niður  þeirra  sameiginlegu  

áherslur  og   viðhorf   til   parasambandsins  og   sem   foreldrar.   Frá  upptöku  þar   sem  unnið  

var  með  að  taka  ábyrgð   í  óbeinni  dáleiðslu,  það  er  að  segja  án  þess  að  að  djúp   leiðsla  

væri  til  staðar:    

Ég:   Ef   þér   hefur   tekist   að   læra   að   deyfa   þig   tilfinningalega   í   erfiðum  aðstæðum  og  fara  inn  á  við  þegar  þú  veist  ekki  hvað  þú  átt  að  segja,  þá  getur  þú  lært  að  afdeyfa  þig  og  anda  rólega  og  tala,  tjá  hugsanir  þínar  (…)  og  hvað  felst  í  því  að  vera  fullorðinn:  Að  vera  fullorðinn  er  að  taka  ábyrgð  á  því  sem  maður  segir  og  gerir.  .  .  .  Sem  foreldri  ber  maður  ábyrgð  á  líðan  barnsins  síns  (…)   hvað   felst   í   því?   Þið   getið   rætt   það   tvö   ein   heima   hverjar   ykkar  sameiginlegu  áherslur  eru  sem  par  (…)  sem  foreldrar  (…)  það  getur  verið  þörf  og   lærdómsrík  umræða  (…)  milli  ykkar.   ...  Sá  eða  sú  sem  er  reiður  ber  einn  ábyrgð  á  reiði  sinni.  Þið  þekkið  söguna  um  alkóhólistann  sem  drekkur  af  því  að  hún  Gunna  er  svo  leiðinleg.  Hvers  ábyrgð  er  það  að  (…)    

Hann:  Verð  svo  reiður  þegar  hún  byrjar.    

Ég:   Hefur   þú   prófað   að   koma   þér   burt   úr   aðstæðunum?   Gera   eitthvað  öðruvísi   en   þú   ert   vanur?   Það   er   á   þína   ábyrgð,   ekki   hennar   hegðun.   Sú  hegðun   er   á   hennar   ábyrgð   …   Ykkar   sameiginlega   ábyrgð   er   gagnvart  börnum  ykkar,  að  skapa  umhverfi  fyrir  þau  til  að  vaxa  og  þroskast  og  læra  í.  Veita  þeim  ást  og  umhyggju.  Í  hverju  öðru  felst  ábyrgð  ykkar  sem  foreldrar?  …    

Hún,  snýr  sér  að  honum:  Þú  getur  ekki  sagt  að  ég  geri  þig  reiða,  það  er  ekki  mín  ábyrgð   (röddin   skýr,   róleg  og  ákveðin   í   fyrsta   skipti,   án  þess  að  kenna  honum  um).    

Parið  kláraði  aldrei  verkefnið  sem  það  fékk  til  að  vinna  með  milli  tímanna.  Þau  rétt  svo  

ræddu   lauslega   heima   fyrir   hver   voru   þeirra   sameiginlegu   áherslur   sem   foreldrar.  

Umræðan   um   áherslur   þeirra   sem   foreldrar   og   áherslur   í   parasambandinu   hélt   svo  

áfram  í  næsta  viðtalstíma.    

Þegar  unnið  er  með  læra  að  taka  ábyrgð  á  lífi  sínu  er  ekki  hægt  að  komast  hjá  því  

að  taka  fyrir  hvað  felst  í  því  að  vera  fullorðinn.    

4.3.1 Að  vera  fullorðinn  

Ég  rýndi  í  hvar  þau  voru  stödd  á  lífsskeiði  sínu  til  að  átta  mig  á  hver  möguleg  næstu  skref  

þeirra  voru  til  að  finna  lausn  á  vandamáli  sínu.  Úr  dagbókarfærslu:    

Page 69: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

67  

Þau  eru  að  haga  sér  eins  og  unglingar  sem  þrátta  um  hvort  þeirra  sé  betra,  klárara  –  hvernig  kem  ég  þeim  áfram?  Ræði  við  þau   í  næsta  tíma  um  hvað  þeim   finnst   vera   að   vera   fullorðinn.   Hvort   þau   þekki   einhvern   sem   er  fyrirmyndar-­‐fullorðinn   í   þeirra   augum?   Hvernig   sjá   þau   foreldra   sína   sem  fullorðna,  hvernig  voru  foreldrarnir  á  þeirra  aldri?  Þannig  get  ég  betur  tengt  þau  við  það  lífsskeið  sem  þau  eru  stödd  á.  …  Held  að  ég  reyni  að  segja  þeim  sögu   í   næstu   dáleiðslu   um  hvað   felst   í   því   að   vera   fullorðinn,   hvernig   það  getur   verið   ánægjuleg   upplifun.   …   Ræddi   við   þau   um   dýpri   merkingu  orðanna.   Hvað   heyrið   þið,   hvað   liggur   á   bak   við   orðin,   hvaða   tilfinningar  vakna?  Hvaða  aðstæður  frá  fyrri  tíð  minna  þessar  tilfinningar  á?  Finnst  alltaf  jafn  ótrúlegt  að  upplifa  þegar  þau  fóru  beint  í  minninguna  og  hann  svaraði  af  einlægni.  Að  vilja  að  hlustað  sé  á  sig  og  að  pabbi  sjái  sig.  Ég  fann  svo  til  með  honum.  Finnst  eins  og  þessi  umræða  veki  þau  til  umhugsunar.  Kannski  eru  þau  að  læra  að  spyrja  hvort  annað  meira  um  hvað  hinn  á  við?    

Í  dáleiðslu  sagði  ég  þeim  litla  sögu  frá  sjálfri  mér  þegar  ég  var  fyrst  kölluð  kona,  hvað  það  

kom  mér  á  óvart  að  ég  væri  kona  í  augum  annara  þegar  mín  tilfinning  fyrir  sjálfri  mér  var  

allt  önnur.  Síðan  ræddi  ég  við  pörin  um  hvort  þau  ættu  minningu  um  hvenær  þau  höfðu  

fyrst  fundið  fyrir  því  að  vera  orðin  fullorðin.  Í  annari  dáleiðslu  sagði  ég  söguna  um  parið  

sem   lærði  með  árunum  hvort   fyrir   sig  að  gleðjast   yfir   ánægju  hins  aðilans.  Það   fannst  

mér  saga  sem  vísar  til  þess  að  vera  fullorðinn.    

4.3.2 Verkefni  

Það  olli  mér  vonbrigðum   í  upphafi  hvað  pörin  voru  ódugleg  við  að  vinna  þau  verkefni  

sem  ég  lagði  fyrir  þau.  Í  lok  hvers  viðtals  fengu  pörin  verkefni  að  leysa  milli  viðtala.  Hvert  

verkefni   var   sérsniðið   að   hverju   pari   fyrir   sig.   Þegar   dáleiðsla   hafði   verið   notuð   var  

verkefnið  í  flestum  tilfellum  að  hlusta  á  hljóðritunina  fyrir  næsta  tíma.  Við  nánari  rýni  á  

upptökum  sá  ég  að  pörin  gerðu  oftast  eitthvað  af  verkefnunum,  en  á  sinn  hátt.  Sem  er  

jákvætt  því  þau  hafa  frelsið  til  að  velja  hvað  hentar  þeim  hverju  sinni.  Það  verkefni  sem  

pörin  með  börn  sinntu  best  var  að  rífast  ekki  fyrir  framan  börnin.  Ég  ákvað  að  gefst  ekki  

upp   á   að   gefa   pörunum   verkefni,   þó   svo   að   á   tímabili   hafi   ég   haft   sterklega   á  

tilfinningunni   að   rétt   væri   að   hætta  með   þessi   verkefni.   Eins   og   sjá  má   í   eftirfarandi  

dagbókarfærslum  eftir  annað  til  fjórða  viðtal  við  pörin:    

Þau  prufuðu   að  nota   nota   „time  out“   aðferðina  og   virða  merkið   sem  hinn  aðilinn  gefur.   Ég  hafði   gleymt  að   fara   yfir  með  þeim  að  ákveða  hve   langur  tími  á  að   líða  þar   til  þau  ræddu  um  það  málefni  sem  olli  ósamkomulaginu.  Kannski  virkaði  það  ekki  nógu  vel  þess  vegna?  .  .  .  Er  ég  að  setja  fyrir  of  þung  verkefni?  Kannski  hafa  þau  ekki  tíma  til  að  sinna  verkefninu?  Ætla  að  prófa  

Page 70: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

68  

einfaldara  verkefni  næst:  Nota  öndun  þegar  þau  finna  að  tilfinningarnar  eru  að  taka  stjórn.  Þannig  ná  þau  mögulega  stjórn  á  tilfinningum  sínum.  Benda  þeim   á   að   taka   frá   tíma   fyrir   sig   þar   sem   þau   eru   ein,   til   dæmis   fara   í  gönguferð  og   leiðast.  …  Þau  komu  glöð,   sögðust  ekki  hafa  gert  verkefni  en  spilað  tölvuleik  saman  sem  þau  höfðu  ekki  gert  í  mjög  langan  tíma.  Vel  valið  hjá  þeim  að  gera  saman  það  sem  veitti  þeim  ánægju  áður  en  þau  höfðu  ekki  gert  lengi.  …  Hún  fór  á  kaffihús,  reyndar  ein.  Þetta  var  stórt  skref  fyrir  hana  að  vera  ein  úti  og  henni  fannst  gaman  að  fylgjast  með  fólkinu.  Ég  er  ánægð  með  það  því   hún   tók   vel   eftir   því   að   fólk   er   allskonar.   Kannski   hjálpar  það  henni  með   sveigjanleika?  …  Held   að  mér   hafi   tekist   að   ræða   við   hann   um  þann  leiða  sem  hann  finnur  fyrir  vegna  þess  hve  lítið  þau  gera  af  verkefnum  sem  ég  legg  fyrir  þau.  Að  honum  finnist  þau  ekki  vera  að  standa  sig.  Ég  tók  ábyrgðina  með  honum,  nefndi  að  kannski  henti  þessi  verkefni  þeim  ekki  eða  þau  eru  of  stór.  …  Mér  finnst  alveg  frábært  að  heyra  hve  dugleg  hún  er  við  að  hlusta  á  upptökurnar  á  milli  viðtala.  Hann  segist  hlusta  sjaldnar,  jæja,  það  er  hans  ábyrgð.  …  Fannst  gott  að  heyra  einlægnina  hjá  honum  þegar  hann  sagðist  eiga  erfitt  með  þessi   verkefni.  Hann  er   samt  að   reyna,   tók   frá   tíma  fyrir  sig  þegar  hann  varð  reiður  og  fór  út  að  ganga.    

Þrátt  fyrir  að  mér  hafi  fundist  pörin  ekki  vinna  verkefnin  eins  og  lagði  þau  fyrir  þá  tel  ég  

að  það  hafi   verið   rétt  hjá  mér  að  gefast  ekki  upp  á  að   leggja   fyrir  þau  verkefni  á  milli  

viðtalstíma.  Þau  unnu  verkefnin  hvert  á  sinn  hátt  og  í  því  umfangi  sem  þau  virtust  ráða  

við.  Eitt  af  pörunum  var  iðnara  en  hin  við  að  hlusta  á  upptökur  af  dáleiðslu  milli  viðtala.  

Tel  ég  að  það  hafa  styrkt  þau  við  að  finna  styrkleika  sína.    

4.4 Eftirfylgd  

Sem  fagaðila  fannst  mér  mikilvægt  að  kanna  hvernig  pörunum  reiddi  af  eftir  að  meðferð  

lauk.  Ég  hafði  einnig  áhuga  á  að  heyra  frá  þeim  um  hvort  það  væri  eitthvað  sérstakt  sem  

hafði  breyst  í  samskiptum  þeirra  eftir  viðtölin  og  hvort  þau  á  einhvern  hátt  tengdu  það  

við  dáleiðsluna.    

Rúmlega  sex  mánuðum  eftir  að  viðtölum  við  pörin  lauk  hafði  ég  samband  við  þau  

símleiðis   eins   og   ég   hafði   fengið   leyfi   hjá   þeim   í   upphafi   til   að   gera.   Ég   hafði   fyrst  

samband  við  par  B  þar  sem  þau  voru  fyrst  til  að  ljúka  þessum  fimm  viðtölum.  Í  upphafi  

samtalsins  fékk  ég  þær  upplýsingar  að  parið  væri  skilið  og  að  það  hafi  „gerst   í  góðu“.   Í  

ljós   kom  að   parið   var   ánægt  með   viðtölin.   Ef   þau   hefðu   ekki   farið   í   þessi   viðtöl   hefði  

gamla  ástandið  haldið  áfram,  það  er  að  segja  þau  hefðu  haldið  áfram  að  rífast  og   líða  

illa.  Samskiptin  milli  þeirra  eftir  viðtölin  urðu  mjög  góð,  þau  hættu  að  rífast  og  spennan  

sem  var  á  milli  þeirra  hvarf.  Það  gaf  þeim  ráðrúm  til  að  hugsa  sinn  gang.  Þau  komust  að  

Page 71: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

69  

því   að   nándin   milli   þeirra   var   horfin   og   að   annar   aðilinn   var   ekki   hamingjusamur   í  

sambandinu.    

Annar   aðilinn   fann   að   í   dáleiðslunni   komst   hann   í   gegnum   ótta   sinn   við  

breytingar  og  þann  kvíða  sem  fylgdi  breytingunum.  Sá  aðili  fann  að  innri  styrkleiki  hans  

var  meiri  en  hann  hafði  áður  gert  sér  grein   fyrir,  hann  var  orðinn  sterkari  á  allan  hátt.  

Hann   fann   fyrir   því   að   vera   í   andlega   “betra   formi”   og   þannig   betur   ráð   við   þær  

aðstæður  sem  fylgdu  skilnaðinum.  Ég  ræddi  við  parið  um  hvernig  barn  þeirra  hefði  það  

og  hverng  parið  ynni  saman  að  því  að  deila  foreldraábyrgðinni  eftir  skilnaðinn.  Þau  voru  

meðvituð   um  mikilvægi   þess   að   skapa   barninu   sínu   öruggt   umhverfi.   Þau   ákváðu   að  

barnið  væri  viku  og  viku  í  senn  búandi  hjá  hvoru  um  sig.  Þau  voru  einnig  meðvituð  um  

það   að   ef   barnið   færi   að   vera   órólegt   eða   sýndi   á   annan   hátt   óöryggi   við   þetta  

búsetufyrirkomulag  þá  myndu  þau  breyta  því.    

Eftir   samtalið   var   ég   í   fyrstu   frekar   slegin.   Fór   yfir   ferlið   í   viðtölum  og   reyndi   að  

athuga   hvort   ég   hefði   getað   gert   hlutina   á   einhvern   annan   hátt.   Ég   komst   að   þeirri  

niðurstöðu  að  eflaust  hefði  það  verið  hægt.  Ég  átti  í  tilfinningalegri  togstreitu  um  ábyrgð  

mína  sem  þerapisti.  Eftir  því  sem  ég  ígrundaði  símtalið  betur  þá  fann  ég  að  það  var  ekki  

svo  slæmt  að  parið  hafði  skilið.  Það  hafði  ekki  verið  valdajafnvægi  í  samskiptum  þeirra.  

Annar  aðilinn  átti  erfitt  með  að  sleppa  þeirri  tilfinningu  sem  fólst  í  að  hafa  rétt  fyrir  sér  

og  vita  betur  en  hinn  aðilinn.  Við  það  að  jafnvægi  komst  á  samskiptin  kom  innri  styrkleiki  

annars  aðilans  í  ljós  sem  nýttist  honum  til  að  setja  mörk  fyrir  sjálfan  sig  og  velja  að  fara  

út  úr  sambandinu.    

Eftirfylgd  með  pari  C   var   rúmlega   sjö  mánuðum  eftir   að  viðtölum   lauk.  Erfiðlega  

gekk   að   ná   símsambandi   við   parið.   Að   lokum   tókst   það.   Aðspurð   um   hvort   þau   hafi  

haldið  áfram  í  parameðferð  eins  og  ég  ráðlagði  þeim  kom  í   ljós  að  svo  var  ekki.  Annar  

aðilinn  hafði  útskrifast  úr  meðferð  sinni  (Karlar  til  ábyrgðar)  sem  hann  taldi  hafa  verið  

mjög  gagnlega.  Að  sögn  var   samband  þeirra  allt  annað  núna,  þau  hættu  að   rífast  eins  

mikið  og  þau  höfðu  gert.  Ef  rifrildi  var  í  uppsiglingu  nota  þau  „time  out“  eða  fara  út  úr  

aðstæðunum.  Þessi   leið   virkaði   vel   fyrir   þau.   Samskipti   þeirra   við   tengdaforeldra  urðu  

betri.   Það   sem   olli   þeim   breytingum   var   að   annar   aðilinn   náði   að   slaka   á   gagnvart  

tengdaforeldrum   og   væntingum   sínum   til   hins   aðilans   í   samskiptunum   við  

tengdaforeldrana.  Sá  aðili   tók  ábyrgð  á  sjálfum  sér  og  breytti  hegðun  sinni  með  því  að  

slaka  á  og  við  það  var  eins  og  allt  breyttist.  Þau  náðu  að  læra  að  tala  saman  og  hlusta  á  

Page 72: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

70  

hvort   annað  og  vera  meira   samstíga.  Þeim   fannst  dáleiðslan  hafa  hjálpað  þeim  við  að  

læra  að  slaka  á   í  ýmsum  aðstæðum.  Þau  mundu  ekki  alveg  hvað  það  var   í  dáleiðslunni  

sem   hafði   hjálpað,   annað   en   það   að   læra   að   slaka   á   og   hve   góð   tilfinning   það   er.   Ég  

ræddi  við  þau  um  börnin  þeirra  sem  að  sögn  voru  í  góðu  jafnvægi,  komin  í  leikskóla  og  

fengu  meira  að  segja  stundum  að  fara  ein  í  pössun  til  tengdaforeldranna.    

Eftirfylgd  með  pari  E  var  6  mánuðum  eftir  að  viðtölum  lauk.  Parið  var  ánægt  með  

viðtölin,  fannst  þau  hafa  hjálpað  þeim.  Þeim  fannst  þó  að  sjálf  dáleiðslan  hefði  mátt  vera  

markvissari,   sem   byggðist   á   reynslu   sem   annar   aðilinn   hafði   haft   af   dáleiðslu   annar  

staðar  frá.  Þau  höfðu  rætt  það  sín  á  milli  að:  „það  var  eins  og  þú  hefðir  eitthvað  svona  

innsæi  á  hvernig  okkur  leið,  það  var  svo  gott,  þú  skyldir  okkur  svo  vel.  Án  þess  að  dæma  

okkur“.  Í  dag  rífast  þau  sjaldnar  og  finna  að  þau  ná  að  „steppa  út  úr  því  fyrr“,  heiftin  er  

ekki  til  staðar  lengur.  Annar  aðilinn  hafði  stungið  upp  á  því  nokkru  eftir  að  viðtölum  lauk  

hvort   að   þau   ættu   að   panta   sér   tíma   einu   sinni   í   mánuði   hjá   mér   „svona   til   að  

fyrirbyggja“,  en  þau  höfðu  ekki  framkvæmt  það  ennþá.    

Í  lok  hvers  samtals  við  pörin  ítrekaði  ég  að  þeim  væri  velkomið  að  hafa  samband  við  mig  

ef  þau  töldu  þörf  á  því.      

Page 73: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

71  

5 Umræða  Meginniðurstaða  rannsóknarinnar  er  að  rannsakandi  náði  betri  tökum  á  að  tileinka  sér  

dáleiðsluaðferðir   Ericksons   í   parameðferð.  Meðferðartengsl  milli  mín  og  paranna  voru  

góð,   traust   og   nánd   myndaðist   milli   okkar.   Traust   og   nánd   jókst   einnig   milli  

einstaklinganna  í  parasamböndunum,  fyrir  utan  parið  sem  skildi,  þar  hafði  nándin  horfið  

úr  sambandinu  smá  saman  eftir  að  meðferðinni   lauk.  Pörin  upplifðu  að  rannsakandinn  

skildi  þau,  þeim  fannst  stundum  eins  og  ég  gæti  lesið  hug  þeirra.  Öllum  pörunum  fannst  

dáleiðsla  vera  góð  aðferð,  en  voru  ekki  viss  hvort  að  það  hafi  verið  hún  sem  hjálpaði  eða  

annað   sem   fór   fram   í   viðtölunum.   Í   dáleiðslunni   upplifðu   þessir   einstaklingar  

aldursbakrás  sem  hjálpaði  til  við  að  finna  lausn  á  tilfinningalegum  hindrunum  hjá  þeim.  

Sammerkt   öllum   pörunum   var   að   í   dáleiðslu   upplifðu   þau   ró,   vellíðan   og  

slökunartilfinningu   í   líkamanum  og   innra  með   sér.   Einstaklingarnir   í   parsamböndunum  

virtust   verða   meðvitaðri   um   í   hverju   ábyrgð   þeirra   liggur   gagnvart   sjálfum   sér,  

parasambandinu  og  börnum  sínum.    

Í  þessum  kafla  er  að  finna  umræðu  um  helstu  niðurstöður  sem  rannsóknin  leiddi  

í   ljós   og   hvaða   lærdóm   megi   draga   af   þeim.   Markmiðið   með   þessarari  

starfendarannsókn  var  að  skoða  upplifun  rannsakanda  á  því  að  nota  dáleiðslu  í  viðtölum  

við  pör  í  samskiptavanda,  ásamt  því  að  skoða  upplifun  rannsakanda  af  því  að  tileinka  sér  

dáleiðsluaðferð  Ericksons  í  parameðferð.  Ef  litið  er  á  þau  þemu  sem  í  ljós  kom  að  voru  

ríkjandi  í  viðtölunum  má  sjá  að  þessi  þemu  eiga  bæði  við  mína  upplifun  í  viðtölunum  og  í  

dáleiðslunni  og  einnig  við  það  sem  pörin  voru  að  kljást  við.    

Öll  pörin  voru  þakklát  fyrir  að  hafa  verið  valin  til  að  taka  þátt  í  rannsókninni.  Þau  

þökkuðu  meðferðarferlinu  betri   líðan  í  samskiptum  sín  á  milli.  Pörin  áttu  erfitt  með  að  

átta   sig   á   hvort   það   hafi   verið   dáleiðslan   eða   annað   sem   fór   fram   í   viðtölunum   sem  

höfðu  hjálpað  þeim  við  að  leysa  vandamál  sín  sem  í  öllum  tilfellum  snerust  um  heiftarleg  

rifrildi.   Í   byrjun   viðtalanna   virtist   sem   þau   væru   föst   í   sjálfsdáleiðandi   dansi  

aðstæðnanna,  hvorugt  þeirra  vildi  gefa  eftir  og  mætast  á  miðri  leið.  Báðir  aðilar  töldu  sig  

hafa  rétt  fyrir  sér  og  því  voru  sömu  sporin  í  dansinum  endurtekin  hvað  eftir  annað.  Þessi  

hegðun   getur   átt   sér   rætur   í   sálfræðilegum   mynstrum   sem   lærðust   ómeðvitað   í  

upprunafjölskyldunni.  Hegðun  sem  er  eins  og  sjálfkrafa  aldursbakrás  við  vissar  aðstæður  

þar  sem  hinn  fullorðni  bregðst  ómeðvitað  við  eins  og  á  fyrra  lífskeiði  sínu.  Skortur  eða  of  

mikil   tengsl,   nánd   og   óskýr   mörk   innan   upprunafjölskyldu   geta   hafað   stuðlað   að  

Page 74: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

72  

ófullkomnari   sjálfsmynd   og   vöntun   á   aðgreiningu   frá   foreldrum   sínum.   Þegar  

viðkomandi   fer   í  parasamband  myndast  gjarnan  tilfinningalegur  samruni   (e.  symbiosis)  

við  hinn  aðilann  í  sambandinu.  Valdajafnvægið  í  þessum  tilfinningalega  samruna  parsins  

á   sér   rætur   í   tengslamyndun   við   foreldra.   Ég   tel   að   dáleiðslan   hafi   átt   ríkan   þátt   í   að  

aðstoða   einstaklingana   í   parasambandinu   við   uppgötva   innri   styrkleika   sína   og   þannig  

gefið   þeim   möguleika   á   jákvæðri   tilfinningalegri   aðgreiningu   frá   foreldrum   sínum.   Í  

dáleiðslunni  upplifðu  þátttakendurnir   í   rannsókninni  aldursbakrás,  minningar  sem  voru  

þeim  ómeðvitaðar,  þar  sem  samskipti  við  foreldra  höfðu  verið  þeim  erfið.  Í  dáleiðslunni  

náðu  þau  að  ræða  þessa  atburði  og  sjá  á  annan  hátt.  Þannig  fundu  þau  styrkleika  sem  

stuðluðu  að  auknu  persónulegu  sjálfstæði  sem  gerði  það  að  verkum  að  þau  gátu  betur  

aðgreint  sig  hvort  frá  öðru  sem  par  og  sett  foreldrum  sínum  skýrari  mörk  í  samskiptum.  

Þau   voru   sjálfstæðir   einstaklingar   í   parasambandi  með   skýrari  mörk   fyrir   sig   sjálf.   Við  

það  komst  betra  jafnvægi  á  í  parasambandinu.  Ég  sá  að  nándin  og  tengslin  milli  paranna  

jókst   á  meðan   á   rannsókninni   stóð.   Þeim   leið   betur   saman  og  hlustuðu  betur   á   hvort  

annað.  Pörin  fengu  tækifæri  til  að  tjá  sinn  innri  hug  sín  á  milli,  án  þess  að  vera  gagnrýnd  

fyrir  það  sem  þau  sögðu.  Þau  fengu  aðstoð  við  að  læra  að  hlusta  og  setja  mörk,  án  þess  

að  vera  gagnrýnd  á  neikvæðan  hátt.  Það  má  álykta  út  frá  niðurstöðum  rannsóknarinnar  

að  tengsl  milli  einstaklinganna  í  parasamböndunum  hafi  aukist.  Samkvæmt  því  sem  fram  

kom  í  eftirfylgdinni  sögðu  þau  að  allnokkrar  breytingar  hefðu  orðið  á  samskiptum  þeirra  

að  viðtalsmeðferðinni  lokinni.  Tvö  af  þremur  pörum  rifust  enn  en  náðu  að  vinda  ofan  af  

rifrildunum  fyrr  og   jafnvel  stoppa  þau.  Dr.  Sue  Johnson  hefur  meðal  annars  rannsakað  

tengsl  milli  para  og  hvernig  áhrif  þessara  tengsla  birtist  í  daglegum  samskiptum  parsins.  

Niðurstöður  hennar  hafa  sýnt  hvernig  nánari  og  traustari  tengsl  milli  parsins  gera  þeim  

kleift  að  að  festast  ekki  í  neikvæðum  dansi  rifrildis/ósættis.  Rannsóknir  hennar  hafa  sýnt  

að   þau   pör   sem   ná   að   stoppa   ósætti   áður   en   það   fer   úr   böndum   eru   almennt  

hamingjusamari   í   sambandinu.   Traust   og   góð   tengsl  milli   foreldra   hafa   einnig   jákvæð  

áhrif  á  börn  þeirra  og  tengslamyndun  barnanna  við  foreldrana  (Johnson,  2013).    

Pörunum  var  eingöngu  boðið  upp  á  fimm  viðtöl  sem  veitir  ekki  mikið  ráðrúm  til  

að  vinna  með  svo  djúpstæð  mynstur  sem  höfðu  mótast  hjá  þeim  í  samskiptum  við  hvort  

annað.  Mynstur  sem  áttu  sér  rætur  í  samskiptum  og  mörkum  við  upprunafjölskylduna.  Í  

flestum  tilfellum  tekur  parameðferð  tíu  til  fimmtán  viðtalstíma  og  á  það  einnig  við  þegar  

dáleiðsla  er  notuð  sem  aðferð  í  meðferðarferlinu.  Þó  eru  dæmi  um  árangurríka  meðferð  

Page 75: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

73  

sem  tekur  styttri  tíma  (Kahn,  2010;  Yapko,  2012).  Ég  taldi  að  við  það  að  nota  dáleiðsluna  

sem  nálgun  við  lausn  á  vandamálum  paranna,  myndu  innri  bjargráð,  sem  eiga  rætur  að  

rekja   til   undirvitundarinnar,   gera   þeim   kleift   að   öðlast   skilning   á   sjálfum   sér   og  

styrkleikum   sínum   á   styttri   tíma.   Samkvæmt   þeim   upplýsingum   sem   ég   fékk   í  

eftirfylgdinni  virðist  vera  að  pörin  hafi  fengið  lausn  á  samskiptavanda  sínum  og  ef  til  vill  

hefur  dáleiðslan  hjálpað  til  við  að  ná  þessum  árangri  á  þetta  stuttum  tíma.  Þegar  ég  lít  

yfir   meðferðarferlið   í   heild   sinni,   sé   ég   að   það   að   fá   greinargóða   fjölskyldusögu   hjá  

pörum  tekur  meira  en  einn  viðtalstíma,  enda  kom  í   ljós   í  að  í  hverju  viðtali  komu  fram  

enn   meiri   upplýsingar   um   upprunafjölskyldu   hvors   um   sig.   Í   viðtölunum   komu   fram  

upplýsingar   um   tengsl   parsins   við   upprunafjölskylduna   og   samskipti   innan   hennar   í  

fortíð  og  nútíð.  Ég  reyndi  að  ræða  við  þau  og  fræða  um  þesssi  ólíku  fjölskyldukerfi  sem  

þau  voru  alin  upp  í,  í  hvert  skipti  sem  þau  komu  inn  á  samskiptin  í  upprunafjölskyldunni.  

Þrátt   fyrir   það   tel   ég   engu   að   síður   að   tvö   af   pörunum   hefðu   getað   nýtt   sér   fleirri  

viðtalstíma  til  að  styrkja  sig  sem  einstaklinga  í  parasambandinu  enn  betur.    

Það  er  nokkuð  ljóst  að  fólk  upplifir  það  sem  styrkjandi  fyrir  sjálft  sig  þegar  því  er  

sýnt  traust  og  virðing.  Þegar  skoðanir  þeirra  og  val  á   leiðum  við  að  takast  á  við   lífið  er  

sýnd   virðing   í   stað   fordæmingar   og   gagnrýni,   er   höfðað   til   þeirra   heilbrigðu   styrkleika  

sem   búa   innra   með   því.   Nálganir   Ericksons   í   dáleiðslu   grundvallast   meðal   annars   á  

þessum   viðhorfum.   Í   dáleiðslunni   eru   styrkleikar   undirvitundinnar   virkjaðir.  

Undirvitundin   er   eins   og   stór   geymsla   þar   sem   ægir   saman   öllum   lærdómi   sem  

manneskjan  hefur  tileinkað  sér.   Í  undirvitundunni  er  að  finna  jákvæð,  heilbrigð  viðhorf  

til   sjálfsins   sem   bíða   eftir   að   vera   virkjuð   við   réttar   aðstæður.   Öfugt   við   meðvitaða  

hugsun  sem  felur  oft  í  sér  sýn  á  annmarkanir  og  efasemdir  um  að  eitthvað  sé  ekki  hægt  

að  gera  vegna  þess  að  það  sé  ekki  rökrétt  eða  hljómar  sérkennilega.  Meðvituð  hugsun  er  

ekki   ráðandi   í   dáleiðslunni   og   við   að   virkja   undirvitundina   getur   opnast   fyrir   annars  

konar  möguleikum  á  að  breyta  hegðun  og   tilfinningum.   Í   sjálfri  dáleiðslunni  getur   fólk  

nálgast  styrkleika  undirvitundar  og  þannig  komist  frá  fyrri  meðvitaðri  hegðun  sem  hefur  

verið  með  í  að  valda  vanlíðan.  Í  dáleiðslu  skapast  tækifæri  fyrir  fólk  til  að  uppgötva  fleiri  

möguleika  við  lausn  á  vandamáli  sínu.  Þannig  gerast  breytingarnar  innra  með  fólki  sem  

stuðla  að  auknu  heilbrigði  (Simpkins  og  Simpkins,  2008).    

    Ég  velti  því  fyrir  mér  hvort  að  meðvituð  upplifun  paranna  á  að  geta  ekki  greint  á  

milli  hvort  það  hafi  verið  dáleiðslan  eða  annað  í  viðtölunum  sem  hafði  hjálpað  þeim  við  

Page 76: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

74  

lausn  á  vandamáli  þeirra,  sé  lýsing  á  því  hvernig  undirvitundin  vinni  með  fólki.  Í  óbeinni  

dáleiðslu   er   unnið   með   myndlíkingar,   sögur,   innri   myndir,   möguleika   og   jafnvel   liti  

(tungumál   undirvitundarinnar)   en   ekki   ástæður   og   rök   fyrir   vandamálum   (tungumál  

meðvitaðrar  hugsunar).   Það  gerist  oft   að   fólk  upplifir  minnisleysi  um  það   sem  átti   sér  

stað   á  meðan   á   dáleiðslunni   stóð.   Þetta  minnisleysi   er   þó   ekki   óhjákvæmilegt.   Ef   fólk  

einsetur  sér  að  muna  sefjanir  og  reynslu  frá  dáleiðslunni  þá  getur  það  munað  upplifanir  

sínar  í  dáleiðslunni.  Við  það  að  setja  inn  sefjanir  í  dáleiðslunni  sem  hvetja  til  virkjunar  á  

innri   styrkleikum   í   framtíðinni,   heldur   undirvitundinn   áfram   að   vinna   með   fólki   um  

ókomna   framtíð   hvort   sem   það   verður   þeim  meðvitað   eða   ekki   (Yapko,   2012,   1995).  

Pörin  í  rannsókninni  virtust  ekki  muna  hvað  það  var  frá  dáleiðslunni  sem  hafði  hjálpað.  

Aðeins  einn  einstaklingur  var  meðvitaður  um  hvernig  dáleiðslan  hafði  hjálpað  henni  að  

finna  sinn  innri  styrkleika.  Styrkleika  sem  hjálpaðu  henni  í  sínu  daglegu  lífi  í  samskiptum  

við  maka  og  barn  þeirra.   Þessi   sami   aðili   var   sá   sem  hafði   samviskusamlega  hlustað  á  

hljóðritanirnar  á  dáleiðslunum  á  milli  viðtalstíma.  Ég  velti  því  fyrir  mér  hvort  að  það  hafi  

ekki  einnig  átt  þátt   í  að  hjálpa  henni  við  að  finna  sinn  innri  styrkleika.   Í  hvert  sinn  sem  

fólk  fer  í  dáleiðslu  getur  upplifunin  og  reynslan  af  dáleiðslunni  verið  mismunandi,  jafnvel  

þó  verið  sé  að  hlusta  á  hljóðritun  á  dáleiðslu  (Yapko,  2012).  Undirvitundin  velur  í  hvert  

sinn  útfrá  því  hvar  manneskjan  er  stödd  tilfinningalega  og  hvar  hún  er  stödd  á  lífskeiði  

sínu  hvaða  styrkleika  er  þörf   fyrir.   Líta  má  á  undirvitundina  sem  þann  hluta  af   sjálfinu  

sem   er   skapandi,   kærleiksríkur   og   hefur   innsæi   á   hvaða   styrkleikar   nýtast   munu  

manneskjunni  hverju  sinni  (Alman,  2001;  Yapko,  2012).    

Eitt   af   þemunum   í   rannsókninni   var   sveigjanleiki   með   tilliti   til  

meðferðartímalengdar  og  þeirra  aðferða  sem  notaðar  eru  í  sjálfum  meðferðartímanum.  

Dr.   Sigrún   Júlíusdóttir   félagsráðgjafi   segir   í   doktorsritgerð   sinni   að   fjölskylduþerapistar  

hafni   því   að   halda   sér   við   eina  meðferðarkenningu   eða   nálgun   í   starfi   sínu.   Þekkingin  

hefur   þróast   í   þá   átt   að   tengja   saman   gamlar   og   nýjar   kenningar   sem   byggjast   á  

sálgreiningu,   kerfiskenningum   og   líffræði   (Sigrún   Júlíusdóttir,   1993).   Að   geta   gripið   til  

mismunandi  aðferða  í  meðferðartíma  tel  ég  vera  mikilvægt  til  að  mæta  því  fólki  sem  er  í  

meðferð.   Bakgrunnur   og   reynsla   fólks   er   mismunandi   og   til   að   auka   innsæi   fólks   í  

hegðun,  skap  og  tilfinningar  sínar,  í  leit  að  lausn  á  þeim  vandamálum  sem  það  er  að  fást  

við,  þarf  þerapistinn  að  geta  gripið  til  ýmssa  nálganna.  Ég  upplifði  að  þekking  mín  hvað  

þetta  varðar  var  töluvert  meiri  en  ég  var  meðvituð  um.  Þegar  ég  sá  að  parið  skildi  ekki  

Page 77: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

75  

hvað  ég  átti  við  eða  hvert  ég  var  að   fara   í  viðtölunum  átti  ég  auðvelt  með  að  umorða  

eða   setja   efnið   öðruvísi   fram,   þannig   að   þau   fengu   skilning   á   því   sem   rætt   var   um.  

Færnin   í   að   nýta   sér   sveigjanleika   taldi   ég   einnig   mikilvægan   fyrir   pörin   þegar   þau  

leituðust   við   að   finna   lausn   á   vandamálum   sínum.   Í   dáleiðslunni   setti   ég   gjarnan   inn  

sefjanir  um  að  gera  hluti  á  annan  hátt  og  uppgötva  innra  með  sér  ánægju  við  að  prófa  

nýjar  leiðir  og  þannig  koma  sér  ánægjulega  á  óvart.  Einnig  bauð  ég  þeim  upp  á  að  ná  í  

jákvæðar  minningar   þar   sem  þau  hefðu   komið   sjálfum   sér   á   óvart.   Ég   tel   að   það  hafi  

hjálpað  þeim  við  að  stíga  ný  og  öðruvísi  skref  í  sambandinu.  Slíkar  sefjanir  taldi  ég  vera  

valdeflandi   (e.  empowerment)   fyrir  þau.  Par  getur  dansað   tangó  á  margan  hátt.  Til  að  

upplifa  ánægju  og  vellíðan  í  dansinum  er  ekki  nóg  að  kunna  sjálfa  tæknina  við  að  dansa  

(meðvituð  hugsun)  heldur  þarf  öryggi  að  vera  til  staðar  hjá  báðum  aðilum.  Tengslin  og  

nándin  milli   aðila   í   parsambandinu  þarf   að   flæða  á  milli   þeirra,  ómeðvitað  og  eðlilega  

(Johnson,  2013).    

Hjá  einu  parinu  voru  persónulegu  áherslur  þeirra  um  parasambandið  og  ábyrgð  

þeirra  sem  foreldrar  mjög  ólík,  tengslin  og  samskiptin  í  upprunafjölskyldum  þeirra  voru  

einnig  ólík.  Þeim  fannst  umræðan  í  viðtalstímanum  hafi  styrkt  þau  í  foreldrahlutverkinu,  

að  þeim  hafi  í  kjölfarið  tekist  að  vera  meira  samstíga.  Í  eftirfylgdinni  kom  fram  að  börn  

þeirra  hafi  fengið  meira  frelsi  til  að  umgangast  afa  sinn  og  ömmu  án  þess  að  foreldrarnir  

væru   til   staðar.   Börnin   voru   ekki   lengur   stödd   á   litlum   áralausum   báti   í   þeim  

tilfinningalega  ólgusjó  sem  var  í  samskiptum  foreldranna  og  tengdaforeldranna.    

Eitt  af  því  sem  hrinti  af  stað  neikvæðum  dáleiðandi  dansi  paranna  var  innri  kvíði  og  reiði  

hjá  öðrum  aðilanum.  Ómeðvituð  hræðsla  og  ótti   hins  aðilans   við   reiðina  gerði  það  að  

verkum  að  sá  aðili  tók  ómeðvitað  ábyrgðina  á  aðstæðunum.  Þessi  sjálfsdáleiðandi  dans  

sem  þau  sköpuðu  saman  getur  átt  rætur  sínar  að  rekja  til  upplifunar  parsins  á  jákvæðum  

og  neikvæðum  samskiptum  í  upprunafjölskyldu  hvors  um  sig  (Kershaw,  1992).  Ég  tel  að  

pörin  hafi   lært  fyrstu  skrefin   í  að  taka  ábyrgð  á  eigin   líðan  og  þar  með  talið  reiði  sinni.  

Það   að   geta   tekið   ábyrgð   á   líðan   sinni   og   hegðun   er   ferli   sem   getur   tekið   alla  ævina.  

Skref   í  átt  að  því  að  taka  ábyrgð  getur  verið  að  gefa  sér  tækifæri  til  að  tjá  hug  sinn  og  

líðan  sína  án  þess  að  þurfa  að  afsaka  eða  verja  það  sem  er  sagt.  Að  taka  ábyrgð  á  sjálfum  

sér  er  líka  að  gefa  sér  það  frelsi  að  fjarlægja  sig  úr  aðstæðum  tímabundið  þegar  þess  er  

þörf.  Með  öðrum  orðum  að  hleypa  undirvitundinni  að  á  jákvæðan  hátt.    

Page 78: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

76  

Ég   tel   að   fjölskylduþerapistar   geti   í   auknum   mæli   nýtt   sér   dáleiðsluaðferðir  

Ericksons  í  viðtölum  sínum.  Fjölskylduþerapistar  vinna  með  alla  fjölskylduna  og  stundum  

jafnvel   stórfjölskylduna.   Dáleiðsla   getur   hjálpað   fjölskyldum   við   að   draga   fram   bæði  

jákvæðar   og   neikvæðar   minningar   frá   samskiptum   innan   fjölskyldunnar.   Þessar  

minningar  geta  síðan  nýst  við  að  skapa  möguleika  á  bættum  samskiptum  í  framtíðinni.    

Sú   hugsun   kom   nokkrum   sinnum   upp   hjá  mér   á   rannsóknartímabilinu   að  mikið  

hefði  nú  verið  gott  ef  mér  hefði  tekist  að  finna  rannsókn  sem  fjallar  um  aðferð  Ericksons  

í   dáleiðslumeðferð  para  –  það  hefði   getað  veitt  mér  upplýsingar   sem  komið  hefðu  að  

góðum  notum.  Því  miður  virðist  engin  slík   rannsókn   liggja   fyrir.  Það   finnast  hins  vegar  

margar   rannsóknir   á   dáleiðslu   og   allnokkrar   fjalla   um   dáleiðslu   í   parameðferð.   Þessar  

rannsóknir   sýna  ekki   hvaða   fræðiramma  var  unnið  eftir   né  hvernig  nákvæmlega  parið  

var  dáleitt.  Í  þeim  kemur  fram  hve  erfitt  getur  verið  að  meta  á  hlutlausan  hátt  árangur  

dáleiðslunnar  og  hvað  það  var  sem  gerði  að  verkum  að  lausn  fannst  á  því  vandamáli  sem  

pörinn   voru   að   kljást   við.   Í   þessum   rannsóknum   og   lýsingum   á   einstaka   málum   eru  

niðurstöðurnar   jákvæðar   fyrir   skjólstæðinganna,   það   er   að   segja   þeir   fá   lausn   á   því  

vandamáli  sem  þeir  völdu  að  vinna  með  (Ferguson,  2012  ;  Simpkins  og  Simpkins,  2008).  

Ég   tel   að   pörin   sem   tóku   þátt   í   rannsókninni   minni   hafi   fengið   lausn   á   vandamálum  

sínum,  að  hætta  eða  draga  úr   rifrildum  sín  á  milli,  og  þannig  bætt  samskiptin  sín.  Þau  

upplifðu   ró,   slökun   og   vellíðan   í   dáleiðslunni   sem   er   sambærilegt   við   það   sem   hefur  

komið  fram  í  öðrum  rannsóknum.  Persónulegur  stíll  dáleiðarans  hefur  mikið  að  segja  og  

erfitt   er   að   gera   nákvæmlega   eins   og   einhver   annar   í   dáleiðslu   nema   verið   sé   að  

rannsaka   út   frá   fyrirfram   skrifuðu   dáleiðsluhandriti   sem   er   engan   veginn   í   anda  

dáleiðsluaðferðar   Ericksons   (Kahn,   2010).   Eftir   rannsóknina   hef   ég   velt   því   fyrir   mér  

hvort  gott  geti  verið  að  nýta  sér  stöðluð  matstæki  á  árangri  dáleiðslumeðferðar  eftir  tvo  

til  þrjá  viðtalstíma.  Þessi  matstæki  gætu  gefið  fagaðila  vísbendingu  um  hvort  meðferðin  

sé  á  réttri  leið,  að  hún  stefni  að  lausnum  á  vandanum  sem  verið  er  að  kljást  við.  Einnig  

tel   ég   mikilvægt   að   vel   sé   fylgst   með   því   að   skjólstæðingurinn   upplifi   að   á   hann   sé  

hlustað  og  þess  sé  gætt  að  hann  upplifi  virðingu  og  traust  af  hálfu  fagaðilans.    

5.1 Hvað  hef  ég  lært  af  rannsókninni  

Rannsóknarferlið  er  fyrir  mér  eins  og  löng  dáleiðsla  og  áhrif  hennar  eru  enn  að  koma  í  

ljós.   Að   læra   af   rannsóknarferlinu   er   persónulegt   ferli   sem   byggist   á   endurskoðun   og  

Page 79: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

77  

sjálfsrýni.  Af  því  leiðir  endurskoðun  á  því  sem  var  gert  og  það  veitir  frelsi  til  að  velja  að  

gera  eitthvað  aðeins  öðruvísi  næst.  Eitt  af  markmiðum  starfendarannsóknar  er  að  öðlast  

þekkingu  sem  getur  bætt  starfshætti  rannsakandans.  Við  það  myndast  ný  þekking  sem  

aðrir  geta  valið  að  nýta  sér  (McNiff,  2010).  Að  nota  upptökur  af  viðtölunum  sem  ég  tók  

reyndist  áhrifarík  leið  til  að  læra  heilmargt  um  hvernig  ég  nýtti  mér  aðferðir  Ericsons  og  

dagbókarfærslurnar   voru   síðan   ómetanlegur   stuðningur   við   upptökunar.   Eftir   fyrsta  

viðtalið  rýndi  ég  í  upptökurnar  á  mjög  svo  sjálfsgagnrýnandi  og  neikvæðan  hátt.  Við  það  

upplifði  ég  og  lærði  að  of  mikið  af  neikvæðu  grufli  er  ekki  vænlegt  til  jákvæðs  árangurs.  

Hugsunin  um  að   rýna   til   gagns  kom  endurtekið  upp   í  huga  mér.   Til   að  komast  upp  úr  

neikvæðri   sjálfsrýni   las   ég   bók   eftir   Önnu   Valdimarsdóttur   sálfræðing   sem   ber   titilinn  

Hugrækt   og   hamingja.   Í   bókinni   er   leitast   við   að   flétta   saman   vestrænni   sálfræði   og  

austrænni  visku.  Lestur  á  bókinni  á   sinn  þátt   í  að  koma  mér  upp  úr  þessum  neikvæða  

farvegi.    

Ég   upplifði   í   byrjun   rannsóknarviðtalanna   óöryggi   við   að   dáleiða   tvær  

mannseskjur  í  einu.  Ég  var  svo  meðvituð  og  metnaðarfull  um  að  standa  mig  vel  að  ég  tók  

of  mikla  ábyrgð  á   leitinni  að   lausnum  á  vandamálum  parsins.  Það  var  góður   lærdómur  

þegar  ég  uppgötvaði  að  ábyrgðin  á  lausn  vandans  lægi  ekki  eingöngu  hjá  mér.  Ég  komst  

að  því  að  í  gegnum  árin  sem  ég  hef  starfað  sem  þerapisti  hef  ég  tekið  of  mikla  ábyrgð  á  

bataferli  skjólstæðinga  minna.  Það  var  eins  og  þungu  fargi  væri  létt  af  herðum  mínum.  

Ég  upplifði  að  það  að  dáleiða  tvo  í  einu  er  hjálpleg  meðferðarnálgun  í  parameðferð.  Ég  

varð  einnig  meðvituð  um  að  stundum  getur  dáleiðsla  ekki  átt  við.  Ég  upplifði  einnig  að  

tungumál  óbeinnar  dáleiðslu,  sem  byggist  á  aðferðum  Ericksons,  nýtist  vel  í  viðtölum.  Ég  

sá  að  dádýptin  var  ekki  aðalatriði  við  að  hvetja  undirvitundina  til  að  starfa  hjá  pörunum.  

Ég  upplifði   sterkt  áhrifamátt  þess  að  ég   sem  þerapisti   væri   slök   í   dáleiðslunni  og  gæti  

óhindrað  notað  tungutak  og   líkama  minn   í  viðtölunum.  Það  var  eins  og  ég  væri   í   léttri  

leiðslu  sjálf  og  þannig  skynjaði  ég  betur  hvar  viðmælendur  mínir  voru  staddir.  Ég  upplifði  

að  það  var  eins  og  orðin  streymdu  frá  mér  í  þessu  ástandi  og  ég  átti  auðveldara  með  að  

halda  athyglinni  og  skynjun  á  dáþega.  Ég  gat  betur  brugðist  við  því   sem  dáþegi  var  að  

upplifa  og  andrúmsloftið  í  viðtalstímanum  varð  rólegra  (Gilligan,  1987).    

Mér  fannst  mikilvægt  að  geta  notað  húmor  í  viðtölunum  og  steig  nokkur  ný  skref  í  

þá  átt.  Í  eitt  skiftið  þegar  viðfangsefnið  var  að  taka  ábyrgð  á  hegðun  sinni  og  þá  um  leið  

líðan  sinni  sagði  ég  parinu  að  það  tæki  langan  tíma  að  læra  það.  Þau  yrðu  orðin  nokkuð  

Page 80: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

78  

fær  í  því  um  níutíu  og  sjö  ára  aldurinn.  Þau  áttuðu  sig  á  brandaranum  og  andrúmsloftið  

varð  léttara.    

Það   komu   tímar   þar   sem  ég   var   efins   um  hvað   væru  mínar   tilfinningar   og   hvað   væru  

tilfinningar  paranna  og  hvenær  væri  um  yfirfærslur  að  ræða.  Ég  fann  að  þegar  ég  komst  

yfir  neikvæða  sjálfsgagnrýni  og   fór  að   rýna   til   gagns  gat  ég  betur   skoðað,   ígrundað  og  

lært   af   því   sem  ég   gerði   og   sá   líka   að  það   var   fjölmargt   gott   að   gerast   í  meðferðinni.  

Jákvæð   viðbrögð   frá   pörunum   gáfu   mér   einnig   vísbendingar   um   að   meðferðin   var   á  

réttri  leið.    

Það   kom  mér   á  óvart   hve  mikilli   þekkingu  ég  hef   viðað   að  mér   í   gegnum  árin.  

Stundum   greip   ég   til   nálgunar   sem   var   ekki   í   anda   Ericksons,   eins   og   að   fræða   um  

ákveðna  hegðun  og  tilfinningar  sem  koma  í  kjölfar  hennar.  Í  byrjun  viðtala  var  ég  frekar  

ósátt  við  að  nota  þessa  aðferð  frá  hugrænni  atferlismeðferð  en  sá  svo  að  með  tímanum  

að  það  átti  vel  við  að  fræða  pörin  um  það  hvað  mögulega  var  að  gerast  innra  með  þeim  í  

vissum  aðstæðum.    

Rannsóknin  gaf  mér  tækifæri  til  að  rýna  í  eigin  starfshætti  og  læra  að  þekkja  og  

styrkja  ýmsa  persónulegu  eiginleika  sem  ég  bý  yfir.  Ég  lærði  að  dáleiða  tvær  manneskjur  

í  einu  og  upplifði  að  það  væri  í  sjálfu  sér  ekki  ólíkt  því  að  hafa  par  eða  fjölskyldu  í  viðtali  

þar   sem   taka   þarf   tillit   til   skoðanna   og   tilfinninga   allra   fjölskyldumeðlima.   Við   rýni   á  

upptökum  og  dagbókarfærslum  sá  ég  hvernig  öryggi  mit  við  að  dáleiða  tvær  manneskjur  

í   einu   óx.   Ég   lærði   að   nota   sögur   og   tungutak   dáleiðslunnar   einnig   í   viðtölum   þegar  

dáleiðsla   fór   ekki   fram,   raddbeyting   mín   varð   líka   markvissari.   Einnig   fann   ég   smám  

saman  leiðir  í  að  nota  líkama  minn  í  dáleiðslunni  á  markvissan  hátt,  þannig  að  hreyfingar  

mínar   gæfu   betur   í   skyn   slökun   sem   veitti   pörunum   betur   tækifæri   til   að   leyfa  

undirvitundinni   að   vinna   með   sér.   Öll   pörin   voru   þakklát   fyrir   að   hafa   verið   valin   í  

rannsóknina   og   fannst   meðferðarferlið   hafa   hjálpað   þeim   við   að   að   finna   lausn   á  

vandamálum  þeirra.    

Ég   vona   að   niðurstöður   rannsóknarinnar   geti   verið   öðrum   fjölskylduþerapistum  

hvatning  til  að  afla  sér  þekkingar  á  aðferðum  og  nálgunum  Ericksons  gagnvart  fólki  sem  

hefur  á  einhvern  hátt  fests  í  aðstæðum  sem  það  finnur  ekki  leið  út  úr.    

 

Page 81: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

79  

Heimildaskrá    

Alman,  Brian.  M.  (2001).  Self-­‐care:  approaches  from  self  hypnosis  for  utilizing  your  unconscious  (inner)  potentials.  Í  Brent  B  Geary  og  Jeffrey  K  .  Zeig  (ritstjórar),  The  handbook  of  Ericksonian  Psychotherapy  (bls.  522-­‐540).  Phoenix:  The  Milton  H.  Erickson  Foundation  Press.    

Anna  Valdimarsdóttir.  (2014).  Hugrækt  og  hamingja.  Vestræn  sálarfræði,  austræn  viska  og  núvitund.  Reykjavík:  Veröld.    

Bandler,  R.  og  Grinder,  J.  (1975).  Patterns  of  the  hypnotic  techniques  of  Milton  H.  Erickson,  MD  (1.  bindi).  Capitola:  Meta  Publication.    

Bandler,  R.  ,  DeLozier,  J.  og  Grinder,  J.  (1977).  Patterns  of  the  hypnotic  techniques  of  Milton  H.  Erickson,  MD  (2.  bindi).  Capitola:  Meta  Publication.    

Calof,  D.  L.  og  Simons,  R.  (2012).  The  couple  who  became  each  other.  Stories  of  healing  and  transformation  from  leading  hypnotherapist.  Lexington:  David  L.  Calof  með  Robin  Simons.    

Cimiluca,  M.  (framleiðandi)  og  Vesely,  A.  (leikstjóri).  (2013).  Wizard  of  the  desert [mynddiskur].  Kalifornía:  Noetic  Films,  Inc.    

Ferguson,  A.  PhD.  (2012).  Working  with  couples  using  hypnotherapy.  Australian  journal  of  clinical  hypnotherapy  and  hypnosis;  34  (2)  34-­‐45.  Sótt  19.  mars  2015  af  http://www.  asch.  com.  au/publications/past-­‐articles/163-­‐vol-­‐25-­‐no-­‐2-­‐working-­‐with-­‐couples-­‐using-­‐hypnotherapy  

Gilligan,  S.  G.  (1987).  Therapeutic  trances,  the  cooperation  principle  in  Ericksonian  hypnotherapy.  New  York:  Routledge,  Taylor  &  Franccis  Group.    

Guðrún  Pálína  Jónsdóttir  og  Sólveig  Ragna  Jónsdóttir.  (2012).  Áhrif  fræðslu  og  reynslu  á  viðhorf  háskólanema  til  dáleiðslu.  Óbirt  BS-­‐ritgerð:  Háskóli  Ísland.  Sótt  3.  maí  2015  af:  http://skemman.  is/stream/get/1946/12174/30611/1/Sólveig_Ragna.  ritgerð.  pdf  

Hafdís  Guðjónsdóttir.  (2011).  Rýnt  í  vinnubrögð  starfendarannsókna.  Ólíkar  leiðir  við  gagnaöflun.  Sótt  9.  ágúst  2013  af:  http:/netla.  hi.  is/meetakvika  2011/010pdf.    

Haley,  J.  (1973).  Uncommon  Therapy:  The  Psyciatric  Techniques  of  Milton  H.  Erickson,  

MD.  (3.  útgáfa).  New  York:  W.W  Norton  &Company,  Inc.  

Page 82: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

80  

Haley,  J.  (1985).  Conversations  with  Milton  H.  Erickson,  M.  D.  Volume  II,  changing  couples.  New  York:  Triangle  Press.    

Hörður  Þorgilsson.  (1993).  Dáleiðsla.  Í  Hörður  Þorgilsson  og  Jakob  Smári  (ritstjórar),  Sálfræðibókin.  (bls.  619-­‐625).  Reykjavík:  Mál  og  Menning.    

Ingibjörg  H.  Jakobsdóttir.  (2002).  Á  vaktinni.  Lýsingar  kvenna  á  svefnerfiðleikum  og  áhrifum  dáleiðslumeðferðar  og  slökunar  á  svefn  og  líðan.  Óbirt  meistararitgerð:  Háskóla  Íslands.    

Johnson,  S.  (2013).  Love  sense,  the  revolutionary  new  science  of  romantic  relationships.  New  York:  Little,  Brown  og  Company.    

Kahn,  S.  (2010).  When  two  is  better  than  one:  Hypnosis  with  couples.  Í  S.  J.  Lynn,  J.  W.  Rhue,  og  I.  Kirsch  (ritstjórar),  Handbook  of  clinical  hypnosis  (2.  útgáfa)  (bls.  439-­‐517).  Washington  DC:  American  Psychological  Association.    

Kershaw,  C.  J.  (1992).  The  Couple´s  hypnotic  dance,  creating  Ericksonian  strategies  in  marital  therapy.  New  York:  Brunner/Mazel,  Inc.    

Lankton,  C.  (2001).  Marrige  contracts  that  work.  Í  Brent  B  Geary  og  Jeffrey  K  .  Zeig  (ritstjórar),  The  handbook  of  Ericksonian  Psychotherapy  (bls.  416-­‐429).  Phoenix:  The  Milton  H.  Erickson  Foundation  Press.    

Lankton,  S.  R.  og  Matthews,  W.  J.  (2010).  An  Ericksonian  Model  of  Clinical  Hypnosis.  Í  S.  J.  Lynn,  J.  W.  Rhue  og  I.  Kirsch  (ritstjórar),  Handbook  of  clinical  hypnosis  (2.  útgáfa)  (bls.  209-­‐237).  Washington  DC:  American  Psychological  Association.    

Madanes,  C.  (1981).  Srategic  family  therapy.  San  Francisco:  Jossey-­‐Bass  Publishers.    

Madanes,  C.  (2009).  Relationship  breakthrough,  how  to  create  outstanding  relationships  in  every  area  of  your  life.  New  York:  Rodale  Inc.    

McGoldrick,  M.  ,  Gerson,  R.  og  Petry,  S.  (2008).  Genograms  assesment  and  intervention  (3.  útgáfa).  New  York:  W.  W.  Norton  &  Company.    

McGoldrick,  M.  ,  Carter,  B.  ,  Garcia-­‐Preto,  N.  (2011).  The  expanded  family  life  cycle:individual,  family  and  social  perspectives  (4.  útgáfa).  Boston:  Pearson.  

McNiff,  J.  (2010).  Action  research  for  proffessional  development.  Concise  advice  for  new  and  experienced  action  reseachers.  Dorset:  September  Books.    

Nichols,  M.  P.  (2010).  Family  therapy,  concepts  and  methods  (  9.  útgáfa).  Boston:  Pearson.    

Page 83: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

81  

O´Hanlon,  W.  H.  (1987).  Taproots,  underlying  principles  of  Milton  Erickson´s  therapy  and  hypnosis.  New  York:  W.  W.  Norton  &  Company,  Inc.    

O´Hanlon,  B.  (2009).  A  guide  to  trance  land,  a  practical  handbook  of  Ericksonian  and  solution-­‐oriented  hypnosis.  New  York:  W.  W  Norton  &Company,  Inc.    

Ólöf  Unnur  Sigurðardóttir.  (2006).  Dáleiðslumeðferð,  aðferð  til  að  bæta  geðræna  líðan.  Óbirt  meistararitgerð:  Háskóla  Íslands,  Félagsvísindadeild.    

Pintar,  J.  (2010).  Il  n´y  a  pas  d´hynotisme:  A  history  of  hypnosis  in  theory  and  practice.  Í  S.  J.  Lynn,  J.  W.  Rhue  og  I.  Kirsch  (ritstjórar),  Handbook  of  clinical  hypnosis  (  2.  útgáfa)  (bls.  19-­‐46).  Washington  DC:  American  Psychological  Association.    

Ritterman,  M.  (2005).  Using  hypnosis  in  family  therapy  (  2.  útgáfa).  Phoenix:  Zeig,  Tucker,  &Theisen,  Inc.    

Rivett,  M.  og  Street,  E.  (2009).  Family  Therapy.  100  key  points  and  techniques.  London:  Routledge.    

Robles,  T.  (2001).  Indirect  work  with  gouples.  Í  B.  B.  Geary  og  J.  K  .  Zeig  (ritstjórar),  The  handbook  of  Ericksonian  psychotherapy  (bls.  443-­‐457).  Phoenix:  The  Milton  H.  Erickson  Foundation  Press.    

Rosen,  S.  .  (1982).  My  Voice  Will  Go  With  You,  The  Teaching  Tales  Of  Milton  H.  Erickson.  New  York:  W.  W.  Norton  &  Company.    

Sigrún  Júlíusdóttir.  (1993).  Den  kapabla  familjen  i  det  islånska  samhållet.  Doktorsritgerð:  Háskólinn  í  Gautaborg.    

Sigurlína  Hilmarsdóttir.  (2002).  Hugrof.  Lýsingar  einstaklinga  á  áfallareynslu  og  áhrifum  dáleiðslumeðferðar  í  úrvinnslu  áfalls.  Óbirt  meistararitgerð:  Háskóla  Íslands.    

Simpkins,  C.  A.  ,  Simpkins,  A.  (2008,  Janúar).  An  exploratory  outcome  comparison  between  Ericksonian  approch  to  therapy  and  a  brief  dynamik  therapy.  American  Journal  of  clinical  hypnosis,  50  (3),  217-­‐232.  Sótt  25.  maí,  2015  af:  http://search. proquest. com/docview/218785858/fulltextPDF/84017497462941EEPQ/26?accountid=135775  

Snæfríður  Þóra  Egilsson.  (  2006).  Á  heimavelli,  að  rannsaka  eigin  starfsvettvang.  Í  Rannveig  Traustadóttir  (ritstjóri),  Fötlun,  hugmyndir  og  aðferðir  á  nýju  fræðasviði.  Reykjavík:  Háskólaútgáfan.    

The  Milton  H.  Erickson  Foundation  (framleiðandi)  (2003).  Advanced  techniques  of  hypnosis  &  therapy:  Therapy  within  a  marital  system.  Milton  H.  Erickson,  MD,  

Page 84: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

82  

discussion  by  Jeffrey  Zeig,  PhD  [mynddiskur]. Phoenix:  The  Milton  H.  Ericson  Foundation.    

Yapko,  M.D.  (1995).  Essentials  of  hypnosis.  Philadelphia:Brunner/Mazel.  

Yapko,  M.  D.  (2001).  Revisiting  the  question:  What  is  Ericksonian  hypnosis?  Í  B.  B.  Geary  og  J.  K.  Zeig  (ritstjórar),  The  handbook  of  Ericksonian  psychotherapy  (bls.  168-­‐186).  Phoenix:  The  Milton  H.  Erickson  Foundation  Press.    

Yapko,  M.  D.  (2012).  Trancework,  an  introduction  to  the  practice  of  clinical  hypnosis  (4.  útgáfa).  New  York:  Routledge.    

Zeig,  J.  K.  (  2014).  The  induction  of  hypnosis,  an  Ericksonian  elicational  approach.  Phoenix:  The  Milton  H.  Erickson  Foundation  Press.    

 

   

Page 85: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

83  

Viðauki  1  

 

   

Page 86: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

84  

Viðauki  2    

Viltu  taka  þátt?    

Ég   er   að   leita   af   þátttakendum/pörum   í   starfendarannsókn  mína„   Notkun   dáleiðslu   í  

parameðferð“   sem   er   meistaraverkefni   í   fjölskyldumeðferð   við   Félagsráðgjafdeild  

Háskóla  Íslands.  Ábyrgðarmaður  rannsóknar  er  Dr.  Freydís  Jóna  Freysteinsdóttir,  dósent  

við  Félagsráðgjafadeild  Háskóla  Íslands.    

Markmið  þessarar  starfendarannsóknar  (e.  action  research)  er  að  skoða  aðferðir  mínar  

sem  þerapista  með  það  fyrir  augum  að  bæta  þær  og  ná  árangri  í  að  nota  beina  og/eða  

óbeina   dáleiðslu   í  meðferð   sem   byggir   á   aðferðum  Milton   H.   Erickson  MD   í  meðferð  

para.  Rannsóknaraðferðin  byggir  á  ígrundun  og  sjálfsrýni.    

Ég   er   fjölskyldumeðferðarfræðingur   og   iðjuþjálfi.   Ég   hef   unnið   á   Landspítala  

Háskólasjúkrahúsi  í  24  ár,  aðallega  á  geðsviði.    

Ég  er  að  leita  að  pörum  sem  eiga  við  vanda  að  stríða  og  eru  tilbúin  til  að  koma  í  fimm  

viðtöl,   þeim   að   kostnaðarlausu.   Viðtölin   verða   tekin   upp   á   myndband,   þannig   að  

rannsakandi  geti  skoðað  hversu  vel  reynist  að  nota  aðferðir  og  tungutak  dáleiðslunnar  í  

meðferðartíma   í   samvinnu  við  pörin  við   lausn  á  vandamáli/vandamálum  þeirra.  Fyllsta  

trúnaðar   verður   gætt   varðandi   allar   upplýsingar.   Gögnin   verða   eingöngu   geymd   hjá  

rannsakanda  þar  til  úrvinnslu  þeirra  verður  lokið.  Þá  verður  upptökum/gögnum  eytt.    

Stefnt  er  að  því  að  taka  viðtölin  frá  júní  og  fram  í  september  2014.    

Ykkur   er   velkomið   að   hafa   samband   og   fá   frekari   upplýsingar,   í   því   felst   engin  

skuldbinding  til  þátttöku.    

Annetta  A.  Ingimundardóttir  

Gsm:  699  3806  netfang:  annetta@samlyndi.  is  

 

 

   

Page 87: Annetta A. Ingimundardóttir - Skemman 31.8. loka.pdf · MA ritgerð Fjölskyldumeðferð Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson Starfendarannsókn

85  

Viðauki  3    

 

 

Upplýst  samþykki  

Hér  er  um  að  ræða  uppýst  samþykki  fyrir  þátttöku  í  starfendarannsókninni  „  Notkun  dáleiðslu  í  

parameðferð.  “  

Ábyrgðarmaður  er  Freydís  Jóna  Freysteinsdóttir,  dósent  við  Félagsráðgjafadeild  Háskóla  Íslands,  

aðsetur;  Sæmundargata  2,  101  Reykjavík.  Netf:  fjf@hi.  is.  Sími:  525  4334.    

Starfendarannsóknin  er  unnin  af  Annettu  A.  Ingimundardóttir,  fjölskyldumeðferðaraðila  og  

iðjuþjálfa  og  er  meistaraverkefni  ,  30  ECT  einingar,  í  Fjölskyldumeðferð  við  Félagsráðgjafadeild  

Háskóla  Íslands.  Verkefnið  er  unnið  á  tímabilinu  2013  til  2014.    

Markmið  þessarar  starfendarannsóknar  er  að  skoða  aðferðir  rannsakanda  sem  þerapista  með  

það  fyrir  augum  að  bæta  sig  og  ná  fram  árangri  í  að  nota  beina  og/eða  óbeina  dáleiðslu  sem  

byggir  á  aðferðum  Milton  H.  Erickson  MD,  sem  aðferð  í  meðferð  para.  Rannsóknar  aðferðin  

byggir  á  ígrundun  og  sjálfsrýni.    

Auglýst  er  eftir  þátttakendum  á  innri  vef  (UGLU)  Félagsráðgjafadeildar  Háskóla  Íslands.  

Rannsóknin  byggir  á  5  viðtölum  við  3  pör  og  er  þeim  að  kostnaðarlausu.    

Unnið  verður  með  hljóð-­‐  og  myndbandsupptökur  í  viðtölum  þar  sem  skoðað  verður  hversu  

árangursríkar  aðferðir  rannsakanda  eru  við  að  nota  aðferðir  og  tungutak  dáleiðslunnar  í  

meðferðartíma  við  samvinnu  við  pörin  í  lausn  á  vandamáli/vandamálum  þeirra.    

Fyllsta  trúnaðar  verður  gætt  varðandi  allar  upplýsingar.  Heitið  er  nafnleynd  og  upplýsingar  

verður  ekki  hægt  að  rekja  til  þátttakenda  eftir  úrvinnslu.  Gögnin  verða  eingöngu  geymd  hjá  

rannsakanda  þar  til  að  úrvinnslu  verður  lokið.  Þá  verður  upptökum/gögnum  eytt.    

Þér  ber  engin  skylda  til  að  taka  þátt  í  þessari  rannsókn  og  geta  þátttakendur  hætt  hvenær  sem  

er  án  útskýringa  og  eftirmála.  Rannsóknin  hefur  verið  tilkynnt  til  Persónuverndar.    

Upplýst  samþykki  fyrir  þessa  rannsókn  er  í  tvíriti  og  halda  þátttakendur  eftir  undirrituðu  eintaki.    

Undirrituðum  hefur  verið  kynnt  eðli  og  umfang  þessarar  starfendarannsóknar  og  eru  samþykk  

þátttöku.    

__________Dagsetning  

Undirskrift  þátttakanda           Undirskrift  rannsakanda  

Sími:  699  3806;  Netf:annetta@samlyndi.  is