Að hefja nám við HR HAGFRÆÐI · „Það sem mér finnst heillandi við hagfræðina er að...

2
HAGFRÆÐI Að hefja nám við HR Háskólinn í Reykjavík | Menntavegi 1 | 101 Reykjavík | Sími 599 6200 | [email protected] | www.hr.is „Economics is a study about what happens around us; about firms, individuals and incentives that guide their choices. It is a tool that helps to understand the world outside the classroom. It is vibrant and always current.” Ewa Lazarczyk Carlson Lektor við viðskiptadeild „Upplýsingatæknin í dag kallar ekki lengur á að nemendur einblíni á að safna staðreyndum. Innsæi, skilningur og leikni við að beita hagrænni þekkingu og hæfni til að draga ályktanir skipta því öllu fyrir farsæld í námi og starfi.“ Axel Hall Lektor við viðskiptadeild „Það sem mér finnst heillandi við hagfræðina er að það er sama hvert viðfangsefnið er, mannleg hegðun liggur alltaf að baki. Þær aðferðir sem kenndar eru í hagfræði er hægt að nýta á svo margvíslegan hátt, allt frá ákvarðanatöku í daglegu lífi og upp í stefnumarkandi ákvarðanir fyrir hagkerfið í heild.“ Katrín Ólafsdóttir Lektor við viðskiptadeild „Hagfræðin snýst um skiptingu takmarkaðra gæða og hvernig sanngirni og réttlæti hafa áhrif á skiptingu þeirra.“ Haukur Freyr Gylfason Aðjúnkt við viðskiptadeild Sótt er um skólavist rafrænt á hr.is/umsoknir. Upplýsingar um umsóknarfrest eru uppfærðar reglulega á vef háskólans, hr.is. Inntökuskilyrði Nauðsynlegur grunnur fyrir nám í hagfræði við HR er stúdentspróf af hagfræði-, náttúrufræði- eða eðlisfræðibraut á framhaldsskólastigi (brautir sem innihalda stærðfræði 403 og 503 eða sambærilegt) með góðum árangri. Sjá nánar á vefnum: hr.is/vd/hagfraedi Skólagjöld og námslán Upplýsingar um skólagjöld má nálgast á vefnum undir hr.is/skolagjold. Upplýsingar um námslán fyrir skólagjöldum og/eða framfærslu má finna á vef Lánasjóðs íslenskra námsmanna, lin.is. Styrkir Nýnemastyrkir: Háskólinn í Reykjavík veitir nýnemastyrk þeim nemendum sem ná framúrskarandi árangri á stúdentsprófi. Styrkurinn nemur skólagjöldum á fyrstu önn námsins. Til að geta sótt um styrkinn þarf fyrst að sækja um skólavist í HR. Þeir sem eru að hefja þriggja ára BA- eða BSc-nám geta sótt um styrkinn. Nýnemastyrkurinn er veittur á haustönn og vorönn. Forsetalisti HR: Þeir nemendur sem bestum árangri ná á hverri önn eiga kost á að komast á forsetalista og fá skólagjöld næstu annar skv. námsskipulagi niðurfelld. Aðrir styrkir: Fleiri styrkir standa nemendum til boða og er hægt að fá upplýsingar um þá á vef skólans, hr.is/styrkir Nánari upplýsingar: [email protected]

Transcript of Að hefja nám við HR HAGFRÆÐI · „Það sem mér finnst heillandi við hagfræðina er að...

Page 1: Að hefja nám við HR HAGFRÆÐI · „Það sem mér finnst heillandi við hagfræðina er að það er sama hvert viðfangsefnið er, mannleg hegðun liggur alltaf að baki. Þær

HAGFRÆÐIAð hefja nám við HR

Háskólinn í Reykjavík | Menntavegi 1 | 101 Reykjavík | Sími 599 6200 | [email protected] | www.hr.is

„Economics is a study about what happens around us; about firms, individuals and incentives that guide their choices. It is a tool that helps to understand the world outside the classroom. It is vibrant and always current.”

Ewa Lazarczyk CarlsonLektor við viðskiptadeild

„Upplýsingatæknin í dag kallar ekki lengur á að nemendur einblíni á að safna staðreyndum. Innsæi, skilningur og leikni við að beita hagrænni þekkingu og hæfni til að draga ályktanir skipta því öllu fyrir farsæld í námi og starfi.“

Axel HallLektor við viðskiptadeild

„Það sem mér finnst heillandi við hagfræðina er að það er sama hvert viðfangsefnið er, mannleg hegðun liggur alltaf að baki. Þær aðferðir sem kenndar eru í hagfræði er hægt að nýta á svo margvíslegan hátt, allt frá ákvarðanatöku í daglegu lífi og upp í stefnumarkandi ákvarðanir fyrir hagkerfið í heild.“

Katrín ÓlafsdóttirLektor við viðskiptadeild

„Hagfræðin snýst um skiptingu takmarkaðra gæða og hvernig sanngirni og réttlæti hafa áhrif á skiptingu þeirra.“

Haukur Freyr GylfasonAðjúnkt við viðskiptadeild

Sótt er um skólavist rafrænt á hr.is/umsoknir. Upplýsingar um umsóknarfrest eru uppfærðar reglulega á vef háskólans, hr.is.

InntökuskilyrðiNauðsynlegur grunnur fyrir nám í hagfræði við HR er stúdentspróf af hagfræði-, náttúrufræði- eða eðlisfræðibraut á framhaldsskólastigi (brautir sem innihalda stærðfræði 403 og 503 eða sambærilegt) með góðum árangri.

Sjá nánar á vefnum: hr.is/vd/hagfraedi

Skólagjöld og námslánUpplýsingar um skólagjöld má nálgast á vefnum undir hr.is/skolagjold.

Upplýsingar um námslán fyrir skólagjöldum og/eða framfærslu má finna á vef Lánasjóðs íslenskra námsmanna, lin.is.

Styrkir Nýnemastyrkir: Háskólinn í Reykjavík veitir nýnemastyrk þeim nemendum sem ná framúrskarandi árangri á stúdentsprófi. Styrkurinn nemur skólagjöldum á fyrstu önn námsins. Til að geta sótt um styrkinn þarf fyrst að sækja um skólavist í HR. Þeir sem eru að hefja þriggja ára BA- eða BSc-nám geta sótt um styrkinn. Nýnemastyrkurinn er veittur á haustönn og vorönn.

Forsetalisti HR: Þeir nemendur sem bestum árangri ná á hverri önn eiga kost á að komast á forsetalista og fá skólagjöld næstu annar skv. námsskipulagi niðurfelld.

Aðrir styrkir: Fleiri styrkir standa nemendum til boða og er hægt að fá upplýsingar um þá á vef skólans, hr.is/styrkir

Nánari upplýsingar:[email protected]

Page 2: Að hefja nám við HR HAGFRÆÐI · „Það sem mér finnst heillandi við hagfræðina er að það er sama hvert viðfangsefnið er, mannleg hegðun liggur alltaf að baki. Þær

Grunnnám

Fræðilegt nám, hagnýt viðfangsefniÍ kennslunni er lagt upp með þau lærdómsviðmið að nemendur afli sér þekkingar á sviði hagfræði og öðlist við það innsæi og skilning á lögmálum efnahagslífsins. Markvisst er unnið að því að nemendur byggi upp þekkingu á helstu hagfræðihugtökum og að þeir öðlist leikni í að beita þeim við greiningu vandamála. Allt miðar að því að nemandinn búi við hæfni til að nýta fræðigreinina við lausn margs konar hagrænna vandamála í starfi og til frekara náms.

Hópavinna, þverfagleiki og hluti náms á enskuKennslan byggir meðal annars á samspili fræðilegra og hagnýtra verkefna. Byggt er á þeirri sterku hefð HR að þjálfa nemendur í að vinna í hópum, efla samskiptahæfni og þátttöku í þverfaglegu samstarfi. Í náminu öllu er umtalsverð tenging við viðskiptafræði sem eykur þverfagleika og fjölbreytni námsins. Til að undirbúa nemendur sem best fyrir framhaldsnám og störf í alþjóðlegu umhverfi er hluti námsins á ensku. Öll kennsla á þriðja ári er á ensku, auk nokkurra námskeiða utan þess.

Að námi loknuHagfræðingar starfa á ólíkum sviðum á breiðum vettvangi. Má þar nefna störf í fjármálageiranum við hagtengd viðfangsefni. Hagfræðingar eru líka atkvæðamiklir í störfum hjá hinu opinbera, á ólíkum stöðum í stjórnsýslunni. Þar tvinnast oft saman rannsóknir og fræðileg eða hagnýt viðfangsefni á sviði efnahagsmála. Þá láta hagfræðingar líka talsvert til sín taka við rekstur og stjórnun fyrirtækja. Nemendur geta sótt vinnusmiðjur um atvinnuleit og fengið ráðgjöf varðandi ferilskrá, kynningarbréf og viðtalstækni.

Hvað skilur að hagfræði og viðskiptafræði?Hagfræði grundvallast á því að við búum við takmarkaðar auðlindir. Viðfangsefnið verður því hvernig við skiptum þeim gæðum á milli okkar, hvað við framleiðum og hvers við neytum og efnahagslegar afleiðingar af þessum ákvörðunum. Viðskiptafræði er sú fræðigrein sem fæst við að skoða rekstur fyrirtækja, umgjörð þeirra og innviði til að tryggja efnahagslega farsæld þeirra.

HagfræðiGráða: BScLengd náms: 3 árFjöldi eininga: 180Skiptinám mögulegt: JáFjarnám mögulegt: Nei

Haustið 2016 verður í fyrsta sinn boðið upp á nám í hagfræði við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík.

Tvær námsleiðir í hagfræði eru í boði:• BSc-gráða í hagfræði og fjármálum • BSc-gráða í hagfræði og stjórnun

Námsleiðirnar byggja á sama grunni. Í hagfræði og fjármálum eru tekin þrjú námskeið á sviði fjármála en í hagfræði og stjórnun þrjú námskeið á sviði stjórnunar. Námslínurnar byggja á fyrirmyndum frá þekktum erlendum háskólum, sér í lagi á Norðurlöndunum og í Bretlandi.

• Finnst þér áhugavert að fylgjast með efnahagslífinu?• Vilt þú skilja hugsun og hegðun aðila á markaði?• Myndir þú vilja fá framúrskarandi þjálfun í beitingu aðferða hagfræði og góða innsýn í viðskiptafræði?• Langar þig að fá reynslu af því að beita kenningum og fræðum á hagnýt verkefni?

Er hagfræði fyrir þig?

• HR hefur á að skipa einvalaliði sérfræðinga á sínum fagsviðum• Námið byggir á alþjóðlegum viðmiðum• Leitast er við að tengja saman hagnýtt og fræðilegt nám• Námið er þverfaglegt og fjölbreytt og tvinnar saman hagfræði og viðskiptafræði• Námið er í sterkum tengslum við atvinnulífið

Af hverju hagfræði við HR?

Kennarar sviðsins birta fjölda vísindagreina á ári hverju í virtum erlendum vísindatímaritum og fá nemendur tækifæri til að taka þátt í rannsóknum þeirra.

Rannsóknir

„Hagfræðin er heillandi vegna þess að hún fæst við manninn í lífi og starfi. Hagfræðin snýst vissulega um það hvernig Seðlabankinn ákveður vexti og hvernig fyrirtæki keppa, en líka um það hvernig einstaklingar taka ákvarðanir um atriði á borð við húsnæðiskaup eða barneignir og hvernig hugmyndir um sanngirni og réttlæti hafa áhrif á hegðun þeirra.“

Friðrik Már BaldurssonPrófessor við viðskiptadeild

Haustönn

Haustönn

Haustönn

Vorönn

Vorönn

Vorönn

1.ár

2.ár

3.ár

• Þjóðhagfræði I

• Hagnýt stærðfræði I

• Reikningshald

• Markaðsfræði

• Aðferðafræði (3 vikna)

• Þjóðhagfræði II

• Hagrannsóknir

• Fjármál fyrirtækja

• Gerð og greining ársreikninga

• Verðmat / Mannauðsstjórnun*

• Alþjóðahagfræði

• Hagnýt leikjafræði

• Saga hagfræðikenninga og

hagrænnar hugsunar

• Hagnýtt verkefni í hagfræði

(3 vikna)

• Valnámskeið

• Rekstrarhagfræði I

• Hagnýt tölfræði I

• Hagnýt stærðfræði II

• Stjórnun

• Nýsköpun og stofnun fyrirtækja

(3 vikna)

• Rekstrarhagfræði II

• Vinnumarkaðshagfræði

• Megindlegar aðferðir í hagfræði

• Fjármál hins opinbera og

almannavalsfræði

• Eignastýring / Rekstrargreining*

• Viðskiptasiðfræði

• Fjármálamarkaðir /

Rekstrarstjórnun*

• Valnámskeið

• BSc ritgerð

* Fjármál / Stjórnun

Sjá nánari upplýsingar á hr.is/vd/hagfraedi