20070201 bradum kemur betri tid

4
____________________________________________________________ ____________ Bráðum kemur betri tíð Undanfarin ár hafa verið hagstæð lántakendum hvað varðar vaxtakjör á verðtryggðum lánum. Um árabil hefur aðgengi fólks að fjármagni vart verið betra og vaxtastig lána jafn lágt. Samhliða auknu aðgengi að lánum og betri kjörum jókst eftirspurn eftir fasteignum sem leiddi til mikilla verðhækkana og þ.a.l. stuðlaði að hærri verðbólgu. Hækkun á virði fasteigna er ein af höfuðástæðum hárrar verðbólgu undanfarin ár og mældist hún um 7% síðastliðið ár. Þetta þýðir að lántakendur verðtryggða lána greiddu almennt um 11- 12% vexti á árinu. Í kjölfar hárrar verðbólgu hafa lántakendur aðeins að hluta til notið góðs af lágu vaxtastigi; staðreynd sem hefur verið vettvangur tíðra skrifa um afnám verðtrygginga á lánum. Nú bregður hins vegar við að flestar verðbólguspár fyrir árin 2007 og 2008 gera ráð fyrir aðeins um 2-4% verðbólgu. Jafnvel eru vangaveltur um neikvæða verðbólgu sumpart þessa árs, aðallega í kjölfar boðaðra lækkunar skatta og tolla á matvælum. Lántakendur verðtryggða lána, sem verðbólgan hefur leikið grátt, geta því huggað sig við að framundan sé betri tíð. Þeir sem skulda óverðtryggt, til dæmis með yfirdrætti, koma hins vegar til með að borga afar háa raunvexti á tímabilinu, sem kemur þó væntanlega eitthvað til með að lækka samhliða spám um lækkandi stýrivexti sumarið 2007. Næstu mánuði er þó hætt við að raunvextir á slíkum

description

 

Transcript of 20070201 bradum kemur betri tid

Page 1: 20070201 bradum kemur betri tid

________________________________________________________________________

Bráðum kemur betri tíð

Undanfarin ár hafa verið hagstæð lántakendum hvað varðar vaxtakjör á verðtryggðum

lánum. Um árabil hefur aðgengi fólks að fjármagni vart verið betra og vaxtastig lána jafn

lágt. Samhliða auknu aðgengi að lánum og betri kjörum jókst eftirspurn eftir fasteignum

sem leiddi til mikilla verðhækkana og þ.a.l. stuðlaði að hærri verðbólgu. Hækkun á virði

fasteigna er ein af höfuðástæðum hárrar verðbólgu undanfarin ár og mældist hún um 7%

síðastliðið ár. Þetta þýðir að lántakendur verðtryggða lána greiddu almennt um 11-12%

vexti á árinu. Í kjölfar hárrar verðbólgu hafa lántakendur aðeins að hluta til notið góðs af

lágu vaxtastigi; staðreynd sem hefur verið vettvangur tíðra skrifa um afnám

verðtrygginga á lánum.

Nú bregður hins vegar við að flestar verðbólguspár fyrir árin 2007 og 2008 gera ráð fyrir

aðeins um 2-4% verðbólgu. Jafnvel eru vangaveltur um neikvæða verðbólgu sumpart

þessa árs, aðallega í kjölfar boðaðra lækkunar skatta og tolla á matvælum. Lántakendur

verðtryggða lána, sem verðbólgan hefur leikið grátt, geta því huggað sig við að

framundan sé betri tíð. Þeir sem skulda óverðtryggt, til dæmis með yfirdrætti, koma hins

vegar til með að borga afar háa raunvexti á tímabilinu, sem kemur þó væntanlega eitthvað

til með að lækka samhliða spám um lækkandi stýrivexti sumarið 2007. Næstu mánuði er

þó hætt við að raunvextir á slíkum lánum nemi á bilinu 15-20%, sem er jafnvel enn hærri

vaxtaprósenta en sú sem lántakendur verðtryggðra lána hafa mátt þola undanfarin misseri.

Enn er stór hópur fólks sem, af gömlum vana, hefur stóran hluta lána sinna í formi

yfirdráttar, sem er óverðtryggt lán. Auk þess eru margir einstaklingar ekki búnir að nýta

sér hið aukna aðgengi að lánum sem er fyrir hendi. Hækkun fasteignamats hefur ekki

aðeins minnkað vaxtabætur hjá mörgum heimiliseigendum eins og mikið hefur verið

fjallað um heldur hefur það einnig aukið svigrúm fólks til að taka verðtryggð lán hjá

bönkum og lífeyrissjóðum, þar sem oftast er miðað við hlutfall af fasteignamati þegar

hámark lána er metið. Nú hafa skapast aðstæður sem gera það vænlegt fyrir þann hóp að

umbreyta lánum sínum úr óverðtryggðum yfir í verðtryggð lán.

Page 2: 20070201 bradum kemur betri tid

________________________________________________________________________

Vextir á lífeyrissjóðslánum hafa hækkað aðeins undanfarið en eru þó almennt í kringum

5%. Þetta þýðir að samtals árlegur vaxtakostnaður næstu tvö árin, miðað við almennar

verðbólguspár, verður um það bil 7-9%. Næstu mánuði verður sá kostnaður hugsanlega

töluvert minni. Samanborið við óverðtryggða vexti munar miklu á vaxtakostnaði, jafnvel

allt að 10% árið 2007.

Væntur vaxtamunur næstu 12-24 mánuði er reyndar það mikill að hægt er að taka lán

með verðtryggðum vöxtum, kaupa óverðtryggð stutt skuldabréf, peningasjóði sem í boði

eru hjá fjármálastofnunum eða víxla, og eiga möguleika á töluverðum jákvæðum

vaxtamun. Ávöxtun slíkra fjárfestinga hefur undanfarið verið á bilinu 13-15% (almennt

er gert ráð fyrir að þessi ávöxtunarkrafa lækki töluvert síðari hluta þessa árs). Miðað við

þær tölur er nettó ávöxtun eftir greiðslu fjármagnstekjuskatts slíkra fjárfestinga í kringum

12-13%. Næstu mánuði verður því að öllum líkindum töluverður vaxtamunur, sem er

lántakendum verðtryggðra lána í hag.

Söngur Stuðmanna um að bráðum komi ekki betri tíð höfðar því líklega lítt til lántakenda

verðtryggðra lána næstu mánuði og jafnvel ár; og vissulega getur tíðin orðið betri.

Samkvæmt ofangreindu er hagstæðara að skulda verðtryggt en víxlar og óverðtryggð

skuldabréf eru góðir fjárfestingarkostir í núverandi vaxtaumhverfi, enda flæðir erlent fé

til Íslands í slíkar fjárfestingar.

Már Wolfgang Mixa

1. febrúar, 2007

Viðbót 11/2010

Flest allt sem fram kemur í þessari grein kom á daginn. Betra var að skulda verðtryggt frekar en óverðtryggt næstu mánuði eftir að greinin birtist og þrátt fyrir mikla verðbólgu árið eftir var enn dýrara að vera með yfirdráttarlán. Niðurstaðan að betra væri að skulda verðtryggt og eiga óverðtryggt átti því rétt á sér í ákveðinn tíma. Ólíkt næstu grein sem ég skrifaði, þar sem ég varaði við erlendum lántökum, eru ekki fjallað hér um hættuna af því að skulda. Ég meira að segja bendi á að hægt sé að kaupa víxla sem veittu í raunveruleikanum betri ávöxtun næstu mánuði, enda var þá ekki farið að misnota peningamarkaðssjóði í þeim mæli sem gerðist örstuttu síðar. Skilaboðin eru engu að síður slæm. Því tel ég að þó svo að ég hafi skrifað spár í greinum sem hafa síður gengið eftir að þetta sé versta grein á ferli mínum. mwm