Í samstarfi við Félagsráðgjafardeild HÍ, Rannsóknarstofu í ... · Hvað er...

15
Kennsluskrá 2020 - 2022 Í samstarfi við Félagsráðgjafardeild HÍ, Rannsóknarstofu í barna- og fjölskylduvernd og Fjölskyldufræðingafélag Íslands

Transcript of Í samstarfi við Félagsráðgjafardeild HÍ, Rannsóknarstofu í ... · Hvað er...

Page 1: Í samstarfi við Félagsráðgjafardeild HÍ, Rannsóknarstofu í ... · Hvað er fjölskyldumeðferð? ... allt námsgjaldið og ekki er hægt að fá það fellt niður. Hægt

Kennsluskrá 2020 - 2022

Í samstarfi við Félagsráðgjafardeild HÍ, Rannsóknarstofu í barna- og fjölskylduvernd og

Fjölskyldufræðingafélag Íslands

Page 2: Í samstarfi við Félagsráðgjafardeild HÍ, Rannsóknarstofu í ... · Hvað er fjölskyldumeðferð? ... allt námsgjaldið og ekki er hægt að fá það fellt niður. Hægt

2

Efnisyfirlit

ALMENNAR UPPLÝSINGAR UM NÁM Í FJÖLSKYLDUMEÐFERÐ Á MEISTARASTIGI ..............3

HVAÐ ER FJÖLSKYLDUMEÐFERÐ? ...................................................................................................3 MARKMIÐ NÁMSINS ........................................................................................................................4 FYRIR HVERJA? .............................................................................................................................4 HÆFNISVIÐMIÐ OG ÁVINNINGUR ......................................................................................................4 EININGAR - NÁMSVINNA ..................................................................................................................5 KENNARAR ....................................................................................................................................5 UMSJÓNARMENN NÁMSINS .............................................................................................................5 FAGRÁÐ ........................................................................................................................................5 KENNSLUTILHÖGUN .......................................................................................................................6 NÁMSKEIÐ ....................................................................................................................................6 NÁMSRÁÐGJÖF .............................................................................................................................7

1. MISSERI – HAUST 2020 .............................................................................................................8

ÞEKKINGARFRÆÐILEG ÞRÓUN FJÖLSKYLDUMEÐFERÐAR ..................................................................8 ÞJÁLFUN OG BEITING SÉRTÆKRA AÐFERÐA OG HANDLEIÐSLA ...........................................................9

2. MISSERI – VOR 2021 ............................................................................................................... 10

MEÐFERÐARNÁLGUN OG SIÐFRÆÐI ............................................................................................... 10 ÞJÁLFUN OG BEITING SÉRTÆKRA AÐFERÐA OG HANDLEIÐSLA ......................................................... 11

3. MISSERI – HAUST 2021 ........................................................................................................... 12

AÐFERÐAÞRÓUN OG MEÐFERÐARÁHERSLUR ................................................................................. 12 ÞJÁLFUN OG BEITING SÉRTÆKRA AÐFERÐA OG HANDLEIÐSLA ......................................................... 13

4. MISSERI – VOR 2022 ............................................................................................................... 14

FJÖLSKYLDUSTEFNA, RANNSÓKNIR OG ÞRÓUNARSTARF ................................................................. 14 ÞJÁLFUN OG BEITING SÉRTÆKRA AÐFERÐA OG HANDLEIÐSLA ......................................................... 15

Page 3: Í samstarfi við Félagsráðgjafardeild HÍ, Rannsóknarstofu í ... · Hvað er fjölskyldumeðferð? ... allt námsgjaldið og ekki er hægt að fá það fellt niður. Hægt

3

Almennar upplýsingar um nám í fjölskyldumeðferð á meistarastigi

Hvað er fjölskyldumeðferð?

Fjölskyldumeðferð er meðferð þar sem tekið er mið af áhrifamætti fjölskylduheildarinnar og velferð hennar höfð að leiðarljósi. Þessi skilgreining byggist á hugmyndinni um fjölskylduna sem kerfi og vitund um að vandi hvers einstaklings innan hennar hefur áhrif á fjölskyldutengsl, þ.e. að sérhver einstaklingur verður fyrir áhrifum af því sem gerist í lífi annarra í sömu fjölskyldu eða tengslaneti. Það er metið eftir aðstæðum og í samráði hvenær og hverjir taka beinan þátt í meðferðinni. Fjölskyldukenningar og meðferðarfræði hefur verið kennd í starfsréttindanámi í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands frá því að námið hófst árið1980. Þannig hefur byggst upp reynsla og grunnþekking á sviðinu. Einnig hefur ENDURMENNTUN HÍ áður staðið fyrir tveggja ára námi í samvinnu við sérfræðinga hjá meðferðarþjónustunni Tengsl. Í flestum Evrópulöndum er nám í fjölskyldumeðferð nú sérhæft nám að loknu starfsréttindanámi á sviði heilbrigðis- og félagsvísinda og hafa Evrópusamtökin EFTA (European Family Therapy Association) samþykkt gæðastaðla fyrir það nám. Þetta er í samræmi við vaxandi áherslu á fræðilega þekkingu og samræmdar færnikröfur fyrir þá sem veita meðferðarþjónustu. Frá árinu 2009 hefur sérhæft nám á MA stigi í fjölskyldumeðferð verið í boði hjá ENDURMENNTUN HÍ í samstarfi við Félagsráðgjafardeild HÍ. Umsóknarfrestur er til 15. júní 2020 Umsókn um námið má finna á www.endurmenntun.is Nánari upplýsingar veitir Hulda Mjöll Hauksdóttir verkefnastjóri í síma 525-4924, netfang: [email protected] Upplýsingar um faglegt innihald námsins veitir Helga Þórðardóttir, kennslustjóri námsins, netfang: [email protected]

Page 4: Í samstarfi við Félagsráðgjafardeild HÍ, Rannsóknarstofu í ... · Hvað er fjölskyldumeðferð? ... allt námsgjaldið og ekki er hægt að fá það fellt niður. Hægt

4

Markmið námsins

Markmið námsins er að koma til móts við þörfina fyrir sérhæfða þekkingu á sviði fjölskyldumeðferðar og að efla fjölskyldunálgun í félags- og heilbrigðisþjónustu.

Fyrir hverja?

Námið er ætlað einstaklingum sem lokið hafa háskólanámi í heilbrigðis- eða félagsvísindum og starfa á sviði fjölskylduþjónustu, fræðslu, stuðnings og meðferðar. Krafist er þriggja ára grunnmenntunar á háskólastigi (t.d. BA) á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda eða annarrar sambærilegrar menntunar. Auk þess skulu umsækjendur:

Hafa að lágmarki tveggja ára starfsreynslu á heilbrigðis- eða félagsvísindasviði.

Hafa verið í handleiðslu og/eða eigin meðferð. Ef umsækjandi hefur orðið fyrir áfalli og hefur ekki leitað sér faglegrar aðstoðar eða er að kljást við andlega- og/eða samskiptaerfiðleika er gerð krafa um að viðkomandi sæki að lágmarki sex meðferðartíma hjá sérfræðingi á fyrra ári námsins.

Vera í starfi sem lýtur að heilbrigðis- eða félagsvísindasviði meðan á námi stendur.

Hafa samþykki yfirmanns og/eða stofnunar til að stunda námið samhliða starfi og nota efnivið úr starfi.

Allir umsækjendur sem uppfylla inntökuskilyrði verða boðaðir í viðtal.

Hæfniviðmið og ávinningur

Í náminu öðlast nemendur fræðilega og hagnýta þekkingu í fjölskyldufræðum ásamt klínískri færni. Að loknu námi munu nemendur meðal annars hafa:

Þekkingu á fræðilegri þróun fjölskyldumeðferðar og kenningagrunni.

Persónulega og faglega færni til að veita fjölskyldumeðferð.

Getu til að beita faglegri þekkingu í gagnvirkri (e. reflective) greiningar- og meðferðarvinnu.

Færni til að finna lausnamynstur í samskiptakerfum.

Þekkingu á þróun íslenskra fjölskyldna og aðstæðum þeirra í dag.

Innsýn í rannsóknarniðurstöður um lýðheilsu (e. health statistics) og fjölskylduheilbrigði (e. family health).

Page 5: Í samstarfi við Félagsráðgjafardeild HÍ, Rannsóknarstofu í ... · Hvað er fjölskyldumeðferð? ... allt námsgjaldið og ekki er hægt að fá það fellt niður. Hægt

5

Einingar - námsvinna

Námið er 90 ECTS eininga diplómanám á meistarastigi. Að námi loknu er hægt að sækja um inngöngu í MA nám í fjölskyldumeðferð við Félagsráðgjafardeild HÍ, að því gefnu að viðkomandi uppfylli inntökuskilyrði deildar. Hægt er að sækja um að fá námskeið úr diplómanáminu metin til eininga í MA námi í fjölskyldumeðferð. Frekari upplýsingar um MA nám í fjölskyldumeðferð er að finna í kennsluskrá HÍ.

Kennarar

Kennarar verða bæði innlendir og erlendir háskólakennarar og starfandi fjölskyldufræðingar (fjölskylduþerapistar). Meðal kennarar eru: Anna María Jónsdóttir geðlæknir Anna Rós Jóhannesdóttir, yfirfélagsráðgjafi LSH Ben Furman, PhD (Finnlandi) Eija Liisa Rautinen, PhD (Finnlandi) Gísli Kort Kristófersson, geðhjúkrunarfræðingur og dósent í HA Ólafur Guðmundsson, barnageðlæknir BUGL Halldóra Ólafsdóttir geðlæknir Helga Þórðardóttir, MA félagsráðgjafi og fjölskylduþerapisti, kennslustjóri Herdís Finnbogadóttir sálfræðingur Hervör Alma Árnadóttir, MA félagsráðgjafi, lektor HÍ Ólafur Guðmundsson, barnageðlæknir BUGL Scott D Miller, PhD (USA) Sigríður Lára Haraldsdóttir fjölskyldufræðingur Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir Vilborg G. Guðnadóttir, geðhjúkrunarfræðingur og fjölskyldufræðingur BUGL

Umsjónarmenn námsins

Helga Þórðardóttir, faglegur umsjónarmaður, MA félagsráðgjafi og fjölskylduþerapisti. Helga rekur LAUSN fjölskyldumeðferð og ráðgjöf. Hún starfar einnig í átröskunarteymi Landspítala Háskólasjúkrahúss. Hulda Mjöll Hauksdóttir, verkefnastjóri EHÍ. Hrefna Ólafsdóttir, MSW félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur, lektor HÍ.

Fagráð

Dr. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor við Félagsráðgjafardeild HÍ. Erna Guðrún Agnarsdóttir, námstjóri EHÍ Helga Þórðardóttir, MA félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur, kennslustjóri Hulda Mjöll Hauksdóttir, verkefnastjóri EHÍ. Hrefna Ólafsdóttir, MSW félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur, lektor HÍ

Page 6: Í samstarfi við Félagsráðgjafardeild HÍ, Rannsóknarstofu í ... · Hvað er fjölskyldumeðferð? ... allt námsgjaldið og ekki er hægt að fá það fellt niður. Hægt

6

Kennslutilhögun

Námið fer fram í reglulegum námslotum og unnið með fræðileg og klínisk verkefni á milli lota. Á hverju misseri eru þrjár lotur. Hver lota er fimm dagar, frá mánudegi til föstudags og kennt frá klukkan 9:00-15:30. Kennslulotur eru í september, október, nóvember, janúar, febrúar og apríl. Nemendur verða í samfelldri hóphandleiðslu í litlum hópum meðan á náminu stendur, þar sem unnið er með efnivið úr starfi á vettvangi. Ekki verður um val milli námskeiða að ræða og allir nemendur fylgja sama skipulagi. Nemendur fá tækifæri til að æfa sig í raunverulegum viðtölum undir faglegri handleiðslu, þar sem viðtöl eru tekin upp og unnið með í handleiðsluhópum.

Námskeið

Námskeiðin eru unnin með hliðsjón af sambærilegum námsleiðum við erlenda háskóla. Námskeiðin eru eftirfarandi og verða þau kennd á fjórum misserum:

1. Þekkingarfræðileg þróun fjölskyldumeðferðar (17 e) 2. Meðferðarnálgun og siðfræði (18 e) 3. Aðferðaþróun og meðferðaráherslur (18 e) 4. Fjölskyldustefna, rannsóknir og þróunarstarf (17 e) 5. Þjálfun og beiting sértækra aðferða og handleiðsla (20 e sem dreifast yfir

námstímann):

Vettvangsþjálfun þar sem nemendur fylgjast með reyndum meðferðaraðila að lágmarki tvisvar sinnum á misseri.

Þjálfun sértækra aðferða í handleiðsluhópi.

Beiting sértækra aðferða í vinnu með einstaklinga og fjölskyldur á eigin vinnustað, efniviður í handleiðslu-hópa.

Nemasetur þar sem nemendur æfa sig í viðtölum undir faglegri handleiðslu, þar sem æfingarnar eru teknar upp og unnið með þær í handleiðsluhópum.

Page 7: Í samstarfi við Félagsráðgjafardeild HÍ, Rannsóknarstofu í ... · Hvað er fjölskyldumeðferð? ... allt námsgjaldið og ekki er hægt að fá það fellt niður. Hægt

7

Námsráðgjöf

Öllum nemendum ENDURMENNTUNAR HÍ er velkomið að nýta sér þjónustu náms- og starfsráðgjafa. Hlutverk námsráðgjafa er að veita nemendum stuðning meðan á námi stendur. Hjá námsráðgjafa er hægt að fá endurgjöf á vangaveltur sínar og upplýsingar um námsmöguleika. Námsval sem byggir á áhuga, réttum upplýsingum og skilningi getur margfaldað ávinning nemandans af námi sínu.

Þjónusta námsráðgjafa:

Ráðgjöf vegna námsvals.

Námstækninámskeið.

Fyrirlestur um próftækni, prófundirbúning og stjórnun prófkvíða.

Aðstoð við nemendur með sértæka námserfiðleika.

Ráðgjöf um tímastjórnun og skipulagningu.

Áhugasviðsgreining. Verð Heildarverð námsins er 1.890.000 kr. Greiðslufyrirkomulag

Vinsamlega athugið að eftir að nám er hafið hefur nemandi skuldbundið sig til að greiða allt námsgjaldið og ekki er hægt að fá það fellt niður. Hægt er að semja um greiðslufyrirkomulag með kortaláni til allt að 36 mánaða. Ef þess er óskað þarf að hafa samband við gjaldkera um það leyti sem inntökubréf berst. Athugið að ef greiðandi er annar en umsækjandi er mikilvægt að þær upplýsingar komi fram í umsókn. Ef engar óskir berast um breytingar á greiðanda eða greiðslufyrirkomulagi birtast greiðsluseðlar í heimabanka viðkomandi með eindaga við upphaf hvers misseris. Ganga þarf frá greiðslutilhögun áður en nám hefst. Allar nánari upplýsingar varðandi greiðslufyrirkomulag gefur Helga S. Ormsdóttir gjaldkeri í síma 525-5295 eða á netfangið: [email protected]

Lánamöguleikar Handleiðsla er innifalin í námsgjaldinu. Námið er lánshæft fyrir allt að 70% af skólagjöldum hjá LÍN, sjá: www.lin.is Styrkir Vakin er athygli á að ýmis stéttarfélög og margir vinnuveitendur veita góða styrki til náms.

Page 8: Í samstarfi við Félagsráðgjafardeild HÍ, Rannsóknarstofu í ... · Hvað er fjölskyldumeðferð? ... allt námsgjaldið og ekki er hægt að fá það fellt niður. Hægt

8

1. misseri – haust 2020

Þekkingarfræðileg þróun fjölskyldumeðferðar

17 einingar

Markmið Markmið námskeiðsins er að auka þekkingu á uppruna og þróun fjölskyldumeðferðar í gegnum tíðina og hvernig ólíkar áherslur og ólíkir menningarheimar mótuðu þróun kenninga og aðferðafræði. Námskeiðslýsing Kynnt verður saga fjölskylduhugtaksins, þekkingarfræðilegur grunnur og kenningaþróun í fjölskyldumeðferð. Skoðað verður hvernig samtíma hugmyndir um lýðræðislega nálgun og notendasamráð tengjast valdahugtakinu og kenningum hugsmíðahyggju og frásagnarnálgun. Kennsluáætlun Kennt verður í þremur lotum á haustönn sem hér segir:

Lota 1 7.-11. september 2020

Kynning hópsins, farið yfir innihald og námstilhögun, hópefli. Saga fjölskylduhugtaksins. Þróun kenninga í fjölskyldumeðferð. PFÞ, persónuleg og fagleg þróun. Röðun í handleiðsluhópa, handleiðarar hitta hópana.

Lota 2 5.-9. október 2020

Saga fjölskylduhugtaksins. Þekkingarfræðilegur grunnur og kenningaþróun í fjölskyldumeðferð. Áhersla verður meðal annars lögð á:

Tjáskiptakenningar (e. Communication theory), Virginia Satir o.fl.

Formgerðarkenningar (e. Structural family therapy), Salvador Minuchin, Bowen og Bateson, o.fl.

Kerfiskenningar (e. Systemic family therapy), MRI- hópurinn; Watzlawic, Haley og Milanoteymið – Selvini, Palazzoli o.fl.

Lausnamiðaða skammtímameðferð (e. Solution focused family therapy), Insoo Kim Berg og Steve de Shazer og Milwaukeehópurinn.

Lota 3 2.-6. nóvember 2020

Samtímahugmyndir. Lýðræðisleg samráðsnálgun. Hugsmíðahyggja. Frásagnarkenningar (e. Narrative family therapy), Michael White, David Epston, Harold Goolishian og Harlene Anderson en einnig Tom Andersson- teymið.

Page 9: Í samstarfi við Félagsráðgjafardeild HÍ, Rannsóknarstofu í ... · Hvað er fjölskyldumeðferð? ... allt námsgjaldið og ekki er hægt að fá það fellt niður. Hægt

9

Námsmat Próf.

Kennsluaðferð Fyrirlestrar, hópverkefni og æfingar.

Þjálfun og beiting sértækra aðferða og handleiðsla

5 einingar

Markmið Að þjálfa þátttakendur í meðferðarvinnu í þeim tilgangi að efla persónulegan og faglegan þroska þeirra sem fjölskylduþerapistar.

Námskeiðslýsing

a. Þjálfun sértækra aðferða Þátttakendur fá þjálfun í að beita sértækum aðferðum í vinnu með einstaklinga og fjölskyldur, ásamt þjálfun í að greina hvenær ólíkar nálganir eiga við ólíkar forsendur á hinum ýmsu meðferðar- og þjónustusviðum. Þjálfunin fer fram í handleiðsluhópum.

b. Beiting sértækra aðferða á vinnustað og handleiðsla Ætlast er til að þátttakendur tengi kenningar og meðferðarnálgun í raunverulegum aðstæðum og geri grein fyrir vinnunni í handleiðsluhópum, helst með upptökum.

c. Fagleg starfsþjálfun og leshópar

Kennsluáætlun Þátttakendur fá handleiðslu og faglega ráðgjöf við vinnu sína sem þeir gera grein fyrir í handleiðsluhópum.

Kennslugögn Greinargerðir og upptökur þátttakenda og meðferðarviðtöl þekktra fjölskylduþerapista.

Námsmat Símat á frammistöðu einstaklinga við fyrirlögn verkefna og próf.

Kennsluaðferð Handleiðsluhópar hittast fjórum sinnum, þrjá tíma í senn. Farið er yfir viðtöl, vinnugreiningar og upptökur. Áhersla er lögð á faglega og persónulega þróun.

Page 10: Í samstarfi við Félagsráðgjafardeild HÍ, Rannsóknarstofu í ... · Hvað er fjölskyldumeðferð? ... allt námsgjaldið og ekki er hægt að fá það fellt niður. Hægt

10

2. misseri – vor 2021

Meðferðarnálgun og siðfræði

18 einingar

Markmið Markmið námskeiðsins er að auka persónulega færni í meðferðarvinnu og efla þannig og þróa aukinn meðferðarstyrk þátttakenda. Námskeiðslýsing Þátttakendur vinna með upprunafjölskylduna í þeim tilgangi að auka meðvitund og þekkingu á eigin mótun, fordómum og samfélagslegum gildum. Kennsluáætlun Þátttakendur vinna með eigin reynslu, fjölskyldustöðu og skoðanir um siðferðileg álitamál. Persónuleg og fagleg tenging. Kennt verður í þremur lotum á vorönn.

Lota 1 11. - 15. janúar 2021

Lota 2 8. – 12. febrúar 2021

Lota 3 8. - 12. mars 2021

Lota 1 POTT, hver er ég sem meðferðaraðili? Mitt eigið fingrafar. Upprunafjölskyldan. Vinna með eigin fjölskyldu. Þriggja kynslóða fjölskyldutréð, Bowen. Líffræðileg tengsl og tilfinningatengsl. Ýmis fjölskylduform. Nýja fjölskyldan. Lota 2 Persónuleg aðgreining. Siðir og hefðir í fjölskyldum. Tungumál og samskipti í fjölskyldum. Leyndarmál í fjölskyldum. Trúarleg viðhorf fjölskyldna. Menningarleg aðgreining. Lota 3 Fjallað verður um þróun og aðstæður íslenskra fjölskyldna í sögulegu ljósi. Athyglinni er beint að samfélagsáhrifum, þróun nýrra fjölskyldugerða og breyttum uppeldisaðstæðum þ.m.t. skilnaður, stjúpatengsl og kynfræði. Siðfræðileg álitamál, viðhorf, virðing og fordómar. Tungumál og líkamstjáning. Þekkingargrunnurinn og framtíðarsýnin.

Page 11: Í samstarfi við Félagsráðgjafardeild HÍ, Rannsóknarstofu í ... · Hvað er fjölskyldumeðferð? ... allt námsgjaldið og ekki er hægt að fá það fellt niður. Hægt

11

Námsmat Verkefni „Mitt eigið fingrafar.” Verkefni „Upprunafjölskyldan.“ Ígrundunarverkefni. Kennsluaðferð Fyrirlestrar, verkefni og hópavinna.

Þjálfun og beiting sértækra aðferða og handleiðsla

5 einingar Markmið Að þjálfa þátttakendur í meðferðarvinnu í þeim tilgangi að efla persónulegan og faglegan þroska þeirra sem fjölskylduþerapistar. Námskeiðslýsing a. Þjálfun sértækra aðferða Þátttakendur fá þjálfun í að beita sértækum aðferðum í vinnu með einstaklinga og fjölskyldur, ásamt þjálfun í að greina hvenær ólíkar nálganir eiga við ólíkar forsendur á hinum ýmsu meðferðar- og þjónustusviðum. Þjálfunin fer fram í handleiðsluhópum. b. Beiting sértækra aðferða á vinnustað og handleiðsla Ætlast er til að þátttakendur tengi kenningar og meðferðarnálgun í raunverulegum aðstæðum og geri grein fyrir vinnunni í handleiðsluhópum, helst með upptökum. c. Fagleg starfsþjálfun og leshópar Kennsluáætlun Þátttakendur fá handleiðslu og faglega ráðgjöf við vinnu sína sem þeir gera grein fyrir í handleiðsluhópum. Kennslugögn Greinargerðir og upptökur þátttakenda og meðferðarviðtöl þekktra fjölskylduþerapista. Námsmat Símat á frammistöðu einstaklinga við fyrirlögn verkefna og próf. Kennsluaðferð Handleiðsluhópar hittast fjórum sinnum, þrjá tíma í senn. Farið er yfir viðtöl, vinnugreiningar og upptökur. Áhersla er lögð á faglega og persónulega þróun.

Page 12: Í samstarfi við Félagsráðgjafardeild HÍ, Rannsóknarstofu í ... · Hvað er fjölskyldumeðferð? ... allt námsgjaldið og ekki er hægt að fá það fellt niður. Hægt

12

3. misseri – haust 2021

Aðferðaþróun og meðferðaráherslur

18 einingar Markmið Markmið námskeiðsins er að dýpka þekkingu á aðferðaþróun í fjölskyldumeðferð. Tengja saman hugmyndafræðilega þekkingu við eigin persónu, bakgrunn, viðhorf og skoðanir. Námskeiðslýsing Fjallað verður um mismunandi líkön, hugmyndafræði þeirra og sérkenni. Áhersla er lögð á persónulega færni til að tengja ólíkar aðferðir við eiginn þekkingar- og reynslugrunn. Einnig að efla færni í gagnvirkri greiningarvinnu og færni til að koma auga á lausnamynstur eins og þau birtast í samskiptakerfum fjölskyldna. Kennsluáætlun Kennt verður í þremur kennslulotum á haustönn.

Lota 1 6.– 10. september 2021

Lota 2 11.-15. október 2021

Lota 3 8. – 12. nóvember 2021

Lota 1 Áhrif tengslaraskana á líf fólks. Meðferðaráherslur í vinnu með barnafjölskyldur. Lota 2 Geðraskanir og sjúdómsgreiningar. Lota 3 Meðferðaráherslur í vinnu með geðraskanir og geðsjúkdóma. Námsmat Próf. Einstaklingsverkefni „Persónuleg fagleg þróun.“ Kennsluaðferð Fyrirlestrar, hópverkefni og æfingar.

Page 13: Í samstarfi við Félagsráðgjafardeild HÍ, Rannsóknarstofu í ... · Hvað er fjölskyldumeðferð? ... allt námsgjaldið og ekki er hægt að fá það fellt niður. Hægt

13

Þjálfun og beiting sértækra aðferða og handleiðsla

5 einingar Markmið Að þjálfa þátttakendur í meðferðarvinnu í þeim tilgangi að efla persónulegan og faglegan þroska þeirra sem fjölskylduþerapistar. Námskeiðslýsing a. Þjálfun sértækra aðferða Þátttakendur fá þjálfun í að beita sértækum aðferðum í vinnu með einstaklinga og fjölskyldur, ásamt þjálfun í að greina hvenær ólíkar nálganir eiga við ólíkar forsendur á hinum ýmsu meðferðar- og þjónustusviðum. Þjálfunin fer fram í handleiðsluhópum. b. Beiting sértækra aðferða á vinnustað og handleiðsla Ætlast er til að þátttakendur tengi kenningar og meðferðarnálgun í raunverulegum aðstæðum og geri grein fyrir vinnunni í handleiðsluhópum, helst með upptökum. c. Fagleg starfsþjálfun og leshópar Kennsluáætlun Þátttakendur fá handleiðslu og faglega ráðgjöf við vinnu sína sem þeir gera grein fyrir í handleiðsluhópum. Kennslugögn Greinargerðir og upptökur þátttakenda og meðferðarviðtöl þekktra fjölskylduþerapista. Námsmat Símat á frammistöðu einstaklinga við fyrirlögn verkefna og próf. Kennsluaðferð Handleiðsluhópar hittast fjórum sinnum, þrjá tíma í senn. Farið er yfir viðtöl, vinnugreiningar og upptökur. Áhersla er lögð á faglega og persónulega þróun.

Page 14: Í samstarfi við Félagsráðgjafardeild HÍ, Rannsóknarstofu í ... · Hvað er fjölskyldumeðferð? ... allt námsgjaldið og ekki er hægt að fá það fellt niður. Hægt

14

4. misseri – vor 2022

Fjölskyldustefna, rannsóknir og þróunarstarf

17 einingar Markmið Að varpa ljósi á þróun og aðstæður íslenskra fjölskyldna í dag með samanburði íslenskra og erlendra rannsókna. Tengja tölfræðilegar niðurstöður um lýðheilsu (e. health statistics) við áherslur í fjölskyldumeðferð. Námskeiðslýsing Fjallað er um líðan, starfshæfni og aðstæður fjölskyldna í ljósi tölfræðilegra upplýsinga um lýðheilsu, löggjöf og þjónustu. Efnið er tengt íslenskum og erlendum fjölskyldurannsóknum. Kynntar eru leiðir til að samþætta rannsóknir og meðferðarstarf, mat og þróun aðferða og úrræða. Matslistar Scotts Millers. Lausnamiðaðar áherslur í fjölskyldumeðferð með börn, Ben Furman. Námsmat Hópverkefni og opin kynning „Seminar” 100%

Lota 1 10. - 14. janúar 2022

Lota 2 7. – 11. febrúar 2022

Lota 3 4. – 8. apríl 2022

Lota 1

Nánd, kynlíf og náin samskipti. Lota 2 „Clinical Exellence.“ Lota 3 Fjölskyldurannsóknir og klínísk reynsla. Kennsluaðferð Fyrirlestrar, hópverkefni og æfingar.

Page 15: Í samstarfi við Félagsráðgjafardeild HÍ, Rannsóknarstofu í ... · Hvað er fjölskyldumeðferð? ... allt námsgjaldið og ekki er hægt að fá það fellt niður. Hægt

15

Þjálfun og beiting sértækra aðferða og handleiðsla

5 einingar Markmið Að þjálfa þátttakendur í meðferðarvinnu í þeim tilgangi að efla persónulegan og faglegan þroska þeirra sem fjölskylduþerapistar. Námskeiðslýsing a. Þjálfun sértækra aðferða Þátttakendur fá þjálfun í að beita sértækum aðferðum í vinnu með einstaklinga og fjölskyldur, ásamt þjálfun í að greina hvenær ólíkar nálganir eiga við ólíkar forsendur á hinum ýmsu meðferðar- og þjónustusviðum. Þjálfunin fer fram í handleiðsluhópum. b. Beiting sértækra aðferða á vinnustað og handleiðsla Ætlast er til að þátttakendur tengi kenningar og meðferðarnálgun í raunverulegum aðstæðum og geri grein fyrir vinnunni í handleiðsluhópum, helst með upptökum. c. Fagleg starfsþjálfun og leshópar Kennsluáætlun Þátttakendur fá handleiðslu og faglega ráðgjöf við vinnu sína sem þeir gera grein fyrir í handleiðsluhópum. Kennslugögn Greinargerðir og upptökur þátttakenda og meðferðarviðtöl þekktra fjölskylduþerapista. Námsmat Símat á frammistöðu einstaklinga við fyrirlögn verkefna og próf. Kennsluaðferð Handleiðsluhópar hittast fjórum sinnum, þrjá tíma í senn. Farið er yfir viðtöl, vinnugreiningar og upptökur. Áhersla er lögð á faglega og persónulega þróun.