Eldborg Hjarta Hörpu · 2016-10-26 · 3 Salarleiga Grunnverð leigu: 1.250.000 kr. m.vsk. •...

10
1 Eldborg Hjarta Hörpu Útgefið mars 2015. Með fyrirvara um breytingar.

Transcript of Eldborg Hjarta Hörpu · 2016-10-26 · 3 Salarleiga Grunnverð leigu: 1.250.000 kr. m.vsk. •...

1

EldborgHjarta Hörpu

Útgefið mars 2015. Með fyrirvara um breytingar.

2

Silfurberg A

Silfurberg B

HörpuhornOpið rými

EyriOpið rými

Norðurljós

Eldborg

Þriðja hæð

Fjórða hæð

Jarðhæð

2. hæð

Eldborg 2. hæð Hörpu

Eldborg

Eldborg er stærsti salur Hörpu, staðsettur á annarri

hæð. Í salnum er sérhannaður og stillanlegur hljóm-

burður. Eldborg rúmar allt að 1655 gesti ef allir

möguleikar eru fullnýttir.

Í salnum er fyrsta flokks hljóðkerfi, mynd- og ljósa-

búnaður. Búningsherbergi listamanna eru meðal

annars á sömu hæð og Eldborgarsalurinn.

Stórt svið og hljómsveitargryfja eru í salnum. Í Hörpu-

horni, við glerhjúpinn á annarri hæð, er mögulegt að

halda tónleika eða kynningar.

3

Salarleiga

Grunnverð leigu: 1.250.000 kr. m.vsk.

• Endurtekinn viðburður samdægurs í Eldborg

reiknast með 55% álagi.

• Hægt er að leigja salinn til æfinga fyrir viðburð

með 50% afslætti eftir bókunarstöðu.

• Við salarleigu bætist kostnaður vegna vinnu

og tækjaleigu.

• Til að tryggja bókun þarf að borga

staðfestingargjald sem nemur 20% af salarleigu.

Almennar upplýsingar

• Stærð salar: 1.008 m², 42 m × 24 m (lengd × breidd)

• Lofthæð: 19 metrar

• Hallandi gólf nema á hliðarsvölum

• Fast svið í tveimur stærðum;

stærra: 274 m2, minna: 234 m2

• Föst sæti nema á hliðarsvölum

• Stillanlegur ómtími miðtíðni 1,7–3,8 sek.

• Aðstaða fyrir upptökur gegn gjaldi ef óskað er

• Aðstaða fyrir myndsýningar á tjaldi

• Tæknistjórnunarrými

• Möguleiki á hljóð- og ljósaborði í sal

• Aðgangur að þráðlausu neti

Dagur í Eldborg

Heilsdagsleiga miðast við notkun á salnum á tímabilinu milli kl 11:00 og 23:00.

Greitt er aukalega fyrir tíma utan þessa tímaramma.

Dæmigerður tónleikadagur á rafmögnuðum tónleikum gæti verið á þessa leið:

11:00 Uppsetning á hljóð-, mynd- og ljósabúnaði.

13:00 Hljómsveit kemur í hús. Línur lagðar og hljóðnemar prófaðir.

15:00 Hljóðprufur með hljómsveit.

18:00 Matarhlé.

19:30 Salur opnar.

20:00 Tónleikar.

4

Salur

2. hæð798 manns

3. hæð441 manns

5

Salur

4. hæð270 manns

5. hæð291 manns

6

• 1452 í sæti með stóru sviði, órafmagnaður viðburður.

• 1530 í sæti með litlu sviði, órafmagnaður viðburður.

• 1509 í sæti með litlu sviði og hljóð- og ljósaborði.

Sætafjöldi í Eldborg er breytilegur eftir stærð sviðs og

eftir því hvort hljóð- og ljósaborði er komið fyrir í salnum

fyrir rafmagnaða tónleika. Ef stækka þarf sviðið eru 78

sæti tekin út (bekkir 1–3). Ef hljóð- og ljósaborði er bætt

við dregst 21 sæti frá. Ef um myndupptökur úti í sal er

að ræða þá geta staðsetningar á myndavélum ennig

takmarkað sætafjölda.

Í vissum tilfellum má bæta við sætum til hliðar og fyrir

aftan svið en þó ekki þegar um rafmagnaða tónleika er

að ræða vegna drapperinga á sviði.

Eftirfarandi sæti fara undir hljóð- og ljósaborð í sal:• Bekkur 17 sæti 10–16

• Bekkur 18 sæti 10–16

• Bekkur 19 sæti 9–15

Sætafjöldi

Hljóðkerfi

Sætafjöldi á hverju verðsvæði

Verðsvæði Fjöldi sæta

Úrvalssæti

Rautt

Blátt

Grænt

Gult

114

779/857 (eftir stærð sviðs)

211

165

183

Samtals 1530 sæti

Leigu á Eldborg fylgja FOH hátalarar sem hanga úr lofti

og botnar undir sviði.

Hljóðkerfi sem fylgir salarleigu snýr út í sal (public announcement system) og samanstendur af:• 24× Meyer Mica hátölurum

• 6× Meyer 600HP hátölurum

• 4× Meyer CQ1 hátölurum

• 11× Meyer Upjunior hátölurum

Hljóðkerfið sér um að dreifa uppmögnuðu hljóði jafnt til

áhorfenda hvar sem þeir eru staðsettir. Til þess að notast

við hátalarakerfið þarf að leigja hljóðblöndunarborð sem

tengist því.

Annan búnað er hægt að leigja samkvæmt verðskrá

Hörpu. Verkefnastjórar gera tilboð um leigu á hljóðbúnaði

hverju sinni, samkvæmt óskum.

Utanaðkomandi búnaður, annar en hljóðfæri og hljóð-

færamagnarar, er ekki leyfður nema sérstaklega sé um

það samið. Starfsmenn hússins sjá alltaf um uppsetningu

tæknibúnaðar og greiða þarf sérstaklega fyrir þá vinnu

(sjá nánar undir starfsfólk).

Dæmi um uppsett hljóðkerfi*:

Hljóðborð og vinna við uppsetningu og niðurtekt er

innifalin í öllum verðdæmum en greiða þarf aukalega

fyrir yfirsetu tæknimanna á viðburði.

A. Meðalstór hljómsveit 303.180 kr. m/vsk.

• 20× hljóðnemar

• 6× sviðshátalarar

• 2× hljóðblöndunarborð

• snúrur og statív

B. Hljómsveit og gestir 421.384 kr. m/vsk.

• 48× hljóðnemar

• 10× sviðshátalarar

• 2× hljóðblöndunarborð

• snúrur og statív

C. Stórir rafmagnaðir tónleikar 565.493 kr. m/vsk.

• hljóðnemar

• 16× sviðshátalarar

• 2× hljóðblöndunarborð

• snúrur og statív

* Öll verð miðast við fyrirfram skilgreindar staðsetningar

á tækjabúnaði.

7

Hvít grunnlýsing á sviði er innifalin í leiguverði.

Ljósabúnaður innifalinn í leiguverði:• 8× ATB Warp

• 94× ETC par

Mikið úrval af ljósabúnaði er til í húsinu, þ.m.t. spotljós,

hreyfiljós og mistvél. Verkefnastjórar gera tilboð fyrir

viðburð í samræmi við óskir viðburðarhalda. Einnig

er boðið upp á ljósahönnun ef óskað er, gegn greiðslu.

Utanaðkomandi búnaður er ekki leyfður nema

sérstaklega sé um það samið.

Upptökur og myndbúnaður

Í Eldborg er aðstaða til mynd- og hljóðupptöku. Hafi

viðburðahaldari áhuga á að taka upp viðburð getur hann

samið um slíkt og/eða keypt slíka þjónustu.

Í Eldborg er aðstaða til myndsýninga á tjaldi aftan við

svið. Hafi viðburðahaldari áhuga á myndsýningum getur

hann keypt slíka þjónustu af Hörpu.

Ljósabúnaður

Dæmi um ljósapakka*:

Vinna við uppsetningu og niðurtekt er innifalin í öllum

verðdæmum en greiða þarf aukalega fyrir yfirsetu

tæknimanna á viðburði.

A. 176.949 kr. m/vsk.

• 8× Tw1

• 7× MACIII (1× grunn–truss)

B. 103.538 kr. m/vsk.

• 10× ATB Warp (Acoustic hliðarlýsing)

* Öll verð miðast við fyrirfram skilgreindar staðsetningar

á tækjabúnaði.

Miðasala

Leigutaka ber að nota eingöngu miðasölukerfi Hörpu.

Miðar eru seldir á www.harpa.is og í miðasölu Hörpu

í síma 528 5050. Miðasalan er opin kl. 9:00–18:00 alla

virka daga og kl. 10:00–18:00 um helgar, eða fram að

viðburði þegar það á við.

Fyrirkomulag miðasölu er ákveðið í samráði við Hörpu.

Óheimilt er að auglýsa dagsetningu miðasölu viðburðar

án samráðs við Hörpu. Miðasöluþóknun er 7% + vsk.

Prentgjald er tekið fyrir boðsmiða. Hámark boðsmiða

er 10% af heildarmiðafjölda.

Áður en viðburður fer í sölu þurfa húsinu að hafa borist eftirfarandi upplýsingar fyrir vefinn:

• Stuttur texti (u.þ.b. 120 orð) á íslensku og ensku.

• Myndir í fjórum stærðum:

— Mynd fyrir midi.is: 1200 × 800 pixlar (breidd × hæð)

— Borði: 1350 × 550 pixlar (breidd × hæð)

Athugið að enginn texti á að vera í borða

— Plakat: 500 × 707 pixlar (breidd × hæð)

— Upplýsingaskjár: 331 × 157 pixlar (breidd × hæð)

8

Starfsfólk og vinna

Verkefnastjóri HörpuTengiliður viðburðarhaldara við húsið. Verkefnastjóri

gerir samning, sér um þarfagreiningu og hefur

milligöngu í samskiptum við viðeigandi deildir hússins.

Sviðsstjóri Leigu á Eldborg fylgir sviðsstjóri á tónleikadegi.

ÞjónustufulltrúarEllefu inngangar eru að Eldborg. Leigu á Eldborg fylgir

þjónustufulltrúi fyrir hvern inngang.

TæknimennGreiða þarf fyrir vinnu tæknimanna á viðburðum og fyrir

uppsetningu og niðurtekt á búnaði, en umfang viðburðar

ræður mestu um fjölda vinnustunda. Gera má ráð fyrir

samtals 8 vinnustundum sem viðmið fyrir viðburð.

Viðburðahaldarar eiga þess kost að koma með sína eigin

tæknimenn, sviðsmenn, hljóð-, mynd- og ljósamenn,

með samþykki hússins. Fyrir hvern slíkan mann þarf

að greiða fyrir yfirsetu tæknimanns Hörpu.

Baksviðsaðstaða

Grænalón er baksviðsrými salanna á 2. hæð og þaðan er

innangengt í Eldborg, Norðurljós og Silfurberg. Búnings-

herbergi eru af ýmsum stærðum, allt frá tveggja manna

herbergjum upp í 10 manna herbergi.

Ekki er greitt sérstaklega fyrir búningsherbergi en

framboð þeirra ræðst af bókunarstöðu hússins og

þau þarf að bóka sérstaklega hjá verkefnastjóra.

Hægt er að veita aðgang að þráðlausu neti á flest öllum

svæðum Hörpu.

Veitingar

Starfrækt er mötuneyti fyrir starfsmenn hússins

og gesti baksviðs. Aðkeyptar veitingar aðrar en frá

veitingaaðila hússins eru ekki leyfðar og panta má

veitingar fyrir hópa sérstaklega, með milligöngu

verkefnastjóra. Mögulegt er að semja sérstaklega

um veitingar fyrir flytjendur í búningsherbergjum.

Öryggisgæsla

Í húsinu er hefðbundin öryggisgæsla. Sé þess óskað

má semja um viðbótaröryggisgæslu. Fylgi öryggisverðir

listamanni þarf verkefnastjóri að fá nafnalista þeirra.

Slíkir öryggisverðir fá gestapassa við komu í hús.

9

Auglýsingar

Sæbrautarskilti Verð m/vsk.

Stærð: 505 × 300 cm (breidd × hæð).

Prentun og uppsetning 100.000 kr.

Birting fyrstu vikuna 50.000 kr.

Vikubirting eftir fyrstu viku

Enduruppsetning

30.000 kr.

25.000 kr.

Ljósaskilti á jarðhæð

Stærð: 85,4 × 120,4 cm. Sjáanlegt ca. 83 × 118 cm (breidd × hæð).

Prentun, uppsetning og birting fyrstu vikuna 25.000 kr.

Vikubirting eftir fyrstu viku 10.000 kr.

Skjákerfi

Stærð: 1280 × 720 pixlar (breidd × hæð).

Birting fyrstu vikuna 15.000 kr.

Vikubirting eftir fyrstu viku 10.000 kr.

Skilti í bílakjallara

Stærð: 252 × 122 cm. Sjáanlegt ca: 250 × 120 cm (breidd × hæð).

Prentun, uppsetning og birting fyrsta mánuðinn 25.000 kr.

Mánaðarbirting eftir fyrsta mánuðinn 10.000 kr.

Kaupa má auglýsingar þegar pláss leyfir í skjákerfi, skilti

við Sæbraut og ljósaskilti við miðasölu eða aðalinngang til

kynningar fyrir viðburð. Skjái við Norðurljós til kynningar

á viðburðadegi. Óheimilt er að kynna viðburð í Hörpu

opinberlega fyrr en samningur um hann liggur fyrir.