Download - Kafli Heimur efnafræðinnar

Transcript
Page 1: Kafli Heimur efnafræðinnar

1. KafliHeimur efnafræðinnar

• Hugmyndir alkemista eða gullgerðarmanna fornaldar og miðalda um eðli efnanna beindist að frumefnunum fjórum það er eldi, lofti, vatni og jörð.

• Hugmyndin var sú að hægt væri að gera hvaða efni sem er með því að blanda þessum frumefnum rétt saman.

• Áhuginn beindist einkum að því að búa til gull.

Page 2: Kafli Heimur efnafræðinnar

1. KafliHeimur efnafræðinnar

• Lengi framan af áttu menn erfitt með að greina í sundur efni.

• Í lok átjándu aldar tókst Frakkanum Lavoasier að sundra vatnssameindum og sanna þar með að vatn væri efnasamband vetnis (H) og súrefnis (O).

• Lavoasier birti töflu yfir þá þekkt frumefni um 30 talsins en tók með í töfluna orkuformin ljós og varma.

Page 3: Kafli Heimur efnafræðinnar

1. KafliHeimur efnafræðinnar

• Efni skiptast í hrein efni annars vegar og efnablöndur hins vegar.

• Hreinum efnum er svo skipt í frumefni og efnasambönd.

Page 4: Kafli Heimur efnafræðinnar

1. KafliHeimur efnafræðinnar

• Frumefni táknum við með stórum bókstaf H (vetni) eða stórum staf og litlum He (helín).

• Efnaformúla efnis segir okkur samsetningu efnisins H2O (2 vetnisfrumeindir og 1 súrefnis-frumeind).

• Efnasamband er alltaf samsett úr efnum í ákveðnum hlutföllum. H2O er þá hlutfallið 2:1

• Efnaformúla ákveðins efnis er föst það er óbreytanleg s.s matarsalts er alltaf NaCl.

• Lífverur eru gerðar úr fjölda frumefna sem mynda flókin efnasambönd.

Page 5: Kafli Heimur efnafræðinnar

1. KafliHeimur efnafræðinnar

• Frumefni og efnasam-bönd geta breytt um eiginleika það gerist við hamskipti.

• Hamskipti eiga sér stað þegar efnið fær varma eða varmi er fluttur úr efninu ( hitun / kæling)

• Hamskipti geta gengið í báðar áttir.

Page 6: Kafli Heimur efnafræðinnar

1. KafliHeimur efnafræðinnar

• Hamir efnis kallast storku-hamur (s) , vökvahamur (l) og lofthamur (g).

• Hamur efnis er táknaður með bókstöfunum s,l og g.

• Efnasambandið vatn er táknað með efnaformúlunni H2O. Hamir vatns táknum við H2O(s)

H2O(l) H2O(g) Önnur aðferð til að tákna hami vatns er að nefna hamina ís vatn vatnsgufu

• H2O(s) H2O(l) þessa breyt-ingu köllum við efnajöfnu.

Page 7: Kafli Heimur efnafræðinnar

1. KafliHeimur efnafræðinnar

• Efni bráðna / sjóða við ákveðið hitastig sem nefnist bræðslu- eða suðumark.

• Hitastigið í efninu ákvarðar í hvaða ham efnið er.

• Það tíðkast að tala um ham efnis við eðlilegar aðstæður sem er stofuhiti (25°C) og segjum við að efnið sé fast (fastur hamur), fljótandi (fljótandi hamur) eða lofttegund (lofthamur) við skilgreindar aðstæður.

Page 8: Kafli Heimur efnafræðinnar
Page 9: Kafli Heimur efnafræðinnar

1. KafliHeimur efnafræðinnar

• Suðumark efnis er háð loftþrýstingi sem getur verið breytilegur frá degi til dags en einnig er hann háður hæð yfir sjávarmáli.

• Suðumark miðast því við staðalþrýsting 1013 hektopasköl.

Page 10: Kafli Heimur efnafræðinnar

1. KafliHeimur efnafræðinnar

• Efnabreytingar eru þrenns konar, hamskipti, leysingar og efnahvörf.

• Leysing er þegar sykur leysist upp í vatni sem dæmi.

• Efnahvörf valda því að ný efni myndast eins og þegar kerti brennur.