Víti í Vestmannaeyjum.indd 2 8.9.2011 13:30 · 2016. 5. 20. · „Góða nótt!“ og reyndi svo...

17

Transcript of Víti í Vestmannaeyjum.indd 2 8.9.2011 13:30 · 2016. 5. 20. · „Góða nótt!“ og reyndi svo...

Page 1: Víti í Vestmannaeyjum.indd 2 8.9.2011 13:30 · 2016. 5. 20. · „Góða nótt!“ og reyndi svo af alefli að sofna. Það gekk ekki vel. „Góða nótt,“ sagði mamma og kíkti
Page 2: Víti í Vestmannaeyjum.indd 2 8.9.2011 13:30 · 2016. 5. 20. · „Góða nótt!“ og reyndi svo af alefli að sofna. Það gekk ekki vel. „Góða nótt,“ sagði mamma og kíkti

Víti í Vestmannaeyjum.indd 2 8.9.2011 13:30

Page 3: Víti í Vestmannaeyjum.indd 2 8.9.2011 13:30 · 2016. 5. 20. · „Góða nótt!“ og reyndi svo af alefli að sofna. Það gekk ekki vel. „Góða nótt,“ sagði mamma og kíkti

Víti í Vestmannaeyjum.indd 3 8.9.2011 13:30

Page 4: Víti í Vestmannaeyjum.indd 2 8.9.2011 13:30 · 2016. 5. 20. · „Góða nótt!“ og reyndi svo af alefli að sofna. Það gekk ekki vel. „Góða nótt,“ sagði mamma og kíkti

VÍTI Í VEST-MAN-

NAEYJUM

Eftir

Gunnar Helgason

Eftir

Gunnar Helgason

Rán Flygenring myndskreytti

Víti í Vestmannaeyjum.indd 3 8.9.2011 13:30

Page 5: Víti í Vestmannaeyjum.indd 2 8.9.2011 13:30 · 2016. 5. 20. · „Góða nótt!“ og reyndi svo af alefli að sofna. Það gekk ekki vel. „Góða nótt,“ sagði mamma og kíkti

Víti í Vestmannaeyjum© Gunnar Helgason 2011Myndir og kápa: Rán FlygenringMynd af höfundi: Einar SpeightUmbrot: Einar Samúelsson / Hugsa sér!Letur í meginmáli: Meriden 11,5 / 15 pt.Prentun: Oddi, umhverfisvottuð prentsmiðja

Mál og menningReykjavík 2011

Öll réttindi áskilin.

Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem með ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis höfundar og útgefanda.

ISBN 978-9979-3-3232-9

Mál og menning er hluti af Forlaginu ehf.www.forlagid.is

Víti í Vestmannaeyjum.indd 4 8.9.2011 13:30

Page 6: Víti í Vestmannaeyjum.indd 2 8.9.2011 13:30 · 2016. 5. 20. · „Góða nótt!“ og reyndi svo af alefli að sofna. Það gekk ekki vel. „Góða nótt,“ sagði mamma og kíkti

5

Það var komið að því.Loksins! Eftir allt sem maður var búinn að leggja á sig allan

veturinn og allt vorið þá var komið að því. Ó, sjitt ... eða ... sko: Ó, rækallinn. Ég gleymi að kynna mig.Sem sagt.Komið þið sæl. Ég heiti Jón Jónsson og er oftast kall-

aður Nonni. Ég ætla að segja ykkur frá því þegar ég fór til Vestmannaeyja að keppa á peyjamótinu í fótbolta.

Við gistum í skóla á dýnum og allt í þrjár nætur og mamma og pabbi komu ekki með. Mamma kom sko á föstudeginum með stóru systur minni, henni Eyvöru. En pabbi var að fara að veiða lax.

Og hér byrjar þá sagan:Nei, bíðið aðeins ... ég gleymdi að setja svona kaflaheiti

við þennan kafla ... set það bara hér. Þessi kafli hét:

Kynningin

Ég lofa svo að hafa kaflaheitin í byrjun hvers kafla. Hér byrjar þá ...

... fótboltasagan mikla!

Eða sko ... ekki hér. Þú verður að fletta, sko.

Víti í Vestmannaeyjum.indd 5 8.9.2011 13:30

Page 7: Víti í Vestmannaeyjum.indd 2 8.9.2011 13:30 · 2016. 5. 20. · „Góða nótt!“ og reyndi svo af alefli að sofna. Það gekk ekki vel. „Góða nótt,“ sagði mamma og kíkti

9

Góða nótt

Fyrsti kafli í fyrsta hluta = 1–1

Við vorum búnir að vera að undirbúa þessa ferð allan veturinn. Við vorum búnir að æfa eins og vitleysingar og spila æfingaleiki og gera líkamsæfingar á kvöldin áður en við fórum að sofa og við vorum svo sannarlega til-búnir. Reitabolti og þríhyrningsspil, stuttar sendingar og langar. Við vorum með þetta allt á hreinu. Við vorum tilbúnir!

Við höfðum ekki undirbúið ferðina bara með því að æfa. Ó, nei! Vegna þess hvað ferðin var dýr vorum við Skúli búnir að ganga í hús og hringja í alla ættingjana til að selja þeim lakkrís og harðfisk og klósettpappír og alls-konar dót. Pabbi sagði að þetta hefði verið algjör súper-pakka-díll. Fyrst seldum við fólki lakkrísinn svo fólkið fékk niðurgang og neyddist til að kaupa klósettpappírinn líka. Hann ætti að vita það. Hann er með algjört æði fyrir lakkrís og át tvo pakka sjálfur á einu kvöldi. Hann segist enn þá vera með rispur á rassinum eftir klósettpappírinn sem ég var að selja. Hann kaupir bara EXTRA-SÚPER-MEGA-MJÚKAN pappír núna.

Og talandi um að skíta á sig. Þegar við fengum miðana frá Tobba þjálfara um hvað við ættum að selja hafði Ingó eyrnalokkur sagt:

„Ég þarf tvo miða, mamma og pabbi eru sko skyld.“Hann meinti auðvitað að þau væru skilin. Við skelli-

hlógum og Ingó fattaði ekki neitt. Tobbi leiðrétti mis-

Víti í Vestmannaeyjum.indd 9 8.9.2011 13:30

Page 8: Víti í Vestmannaeyjum.indd 2 8.9.2011 13:30 · 2016. 5. 20. · „Góða nótt!“ og reyndi svo af alefli að sofna. Það gekk ekki vel. „Góða nótt,“ sagði mamma og kíkti

10

skilninginn og Ingó hló sjálfur að ruglinu í sér. Þetta var geðveikt fyndið.

En þetta var ekki búið. Skúli bætti við:„Tobbi! Undirbúningurinn minn er í ruglinu!“„Ha, hvað meinarðu?“ spurði Tobbi.„Ja, þú sagðir að nú væri undirbúningnum lokið ... en

ég er enn þá í mínum, sjáðu ...” og Skúli lyfti upp peys-unni til að sýna að hann var í öðrum búningi undir bún-ingnum sínum. Aftur fóru allir að hlæja og Tobbi hristi hausinn. Skúli var alltaf að grínast eitthvað.

Við Skúli náðum að selja nógu mikið af dóti til að geta borgað ferðina alveg sjálfir. Skúli er besti vinur minn og var líka í liðinu með mér. Þróttur var með mörg lið. Við vorum í liði 4. Skúli átti að vera í liði 3 en bað um að fá að vera með mér í liði og það var frábært því hann er svo hrikalega góður í fótbolta. Það er eitt sem þið verðið að fá að vita um Skúla. Hann er sko Kínverji. Foreldr-ar hans ættleiddu hann frá Kína þegar hann var bara pínulítill svo hann man ekkert eftir því. En honum er stundum strítt. Eða sko, sumir reyna að stríða honum. Sérstaklega þegar þeir hafa tapað fyrir honum í fótbolta. Þannig brýst tapsárið út ... tapsærið ... tapsárnin út, segir mamma. Skúli er samt svo klár að hann svarar alltaf fyrir sig þannig að hinn sem byrjaði að stríða og uppnefna tapar alltaf. Þannig kynntumst við. Við erum saman í skóla en ekki í sama bekk og einu sinni vorum við að spila fótbolta og ég tapaði og varð eitthvað fúll og kallaði hann:

„Helvítis Kínakálið þitt, þarna!“ Vitið þið hvað hann sagði á móti? Hann sagði: „Einmitt ... og skáeygði skratti líka, er það ekki? Og

líka útlendings-aumingi! Og guli djöfull! Varstu ekki að fara að segja það? Þú mátt ekki gleyma því!“

Víti í Vestmannaeyjum.indd 10 8.9.2011 13:30

Page 9: Víti í Vestmannaeyjum.indd 2 8.9.2011 13:30 · 2016. 5. 20. · „Góða nótt!“ og reyndi svo af alefli að sofna. Það gekk ekki vel. „Góða nótt,“ sagði mamma og kíkti

11

Ég vissi ekkert hverju ég átti að svara. Stóð bara þarna og gapti. Þá hélt hann áfram:

„Pældu í því hvað ég er mikill aumingi, ha, gulur og skáeygður útlendingur, ha, og samt vann ég þig í fót-bolta. Hvað segir það um þig? Þú þarna flateygði fáviti!“

Þá sprakk ég nú bara úr hlátri. FLATEYGÐI FÁVITI!!?? Þetta hafði ég aldrei heyrt áður og fannst það svona drep- fyndið. Þá sprakk hann líka úr hlátri og við höfum verið vinir síðan.

En við vorum semsagt að fara til Vestmannaeyja. Nánar til tekið til Heimaeyjar en það er aðaleyjan í Vest-mannaeyjum – þar sem allir eiga heima. Ég var að klára að pakka dótinu mínu niður í tösku með hjálp mömmu. Síðasta sokkaparið var komið niður og dýnan stóð upp-rúlluð við hliðina á töskunni. Á morgun átti ég að hitta strákana eldsnemma úti á flugvelli. Ég elska að fljúga. Ég fór óvenju snemma í rúmið og gargaði:

„Góða nótt!“ og reyndi svo af alefli að sofna. Það gekk ekki vel.

„Góða nótt,“ sagði mamma og kíkti inn í herbergið mitt.

Mamma var viss um að það kæmi eldgos í Eyjum ein-mitt á meðan við værum að keppa. Út af eldgosinu sem var þar í gamla daga, þið vitið. Hún er nú bara áhyggju-fíkill, segir pabbi. Ég held það sé rétt hjá honum.

„Auðvitað kemur ekkert eldgos rétt á meðan við verðum þar,“ sagði ég við hana og hún brosti bara með munninum en ekki með augunum. Hún var að farast úr áhyggjum.

„Fyrst var það Eyjafjallajökull og svo voru það Gríms-vötn ... og nú allir þessir jarðskjálftar í kringum Kötlu. Þú verður að lofa mér því að fylgjast með Kötlu, Nonni minn,“ sagði mamma í tíunda sinn.

Víti í Vestmannaeyjum.indd 11 8.9.2011 13:30

Page 10: Víti í Vestmannaeyjum.indd 2 8.9.2011 13:30 · 2016. 5. 20. · „Góða nótt!“ og reyndi svo af alefli að sofna. Það gekk ekki vel. „Góða nótt,“ sagði mamma og kíkti

12

„Já, ef ég man,“ sagði ég í tíunda sinn. „Jánei, ekkert ef þú manst. Katla blasir við frá Eyjum.

Þú verður að lofa mér þessu. Er kannski ekki bara best að ég komi með þér á morgun?“ spurði hún vongóð.

„Nei!“ svaraði ég ákveðinn. „Ég vil fá að fara einn. Ég hef aldrei farið neitt einn. Svo komið þið Eyvör á hinn.“

„En ...” sagði mamma en datt greinilega ekkert nýtt í hug til að segja. Við vorum líka búin að ræða þetta milljón sinnum. Og pabbi var í mínu liði.

„Góða nótt,“ sagði hann og tók um axlirnar á mömmu. Hún andvarpaði.

Ég vonaði að það kæmi ekkert eldgos.

Víti í Vestmannaeyjum.indd 12 8.9.2011 13:30

Page 11: Víti í Vestmannaeyjum.indd 2 8.9.2011 13:30 · 2016. 5. 20. · „Góða nótt!“ og reyndi svo af alefli að sofna. Það gekk ekki vel. „Góða nótt,“ sagði mamma og kíkti

13

Eldgos!

Annar kafli í fyrsta hluta = 2–1

Ég er í Vestmannaeyjum. Það er hæg snjókoma ... sem er rugl því það er hásumar ... og enginn í fótboltaliðinu mínu er með mér. Reyndar virðist enginn vera í Heimaey en samt eru flögg allra liðanna sem keppa á mótinu enn þá á fánastöngunum og bærast rólega í golunni. Þrótt-arafáninn er ekki rauðröndóttur heldur brúnröndóttur og nú sé ég að allt er einhvern veginn brúnlitað eins og á gamalli ljósmynd.

„Er ég í bíómynd?“ hugsa ég. „Eldgamalli bíómynd?“Þá allt í einu er rosalega stór karl hjá mér sem segir: „Þú stóðst þig vel, vinur minn.“„Hva, missti ég af mótinu? Er það kannski ekki byrjað?

Hvar eru allir?“„Þú stóðst þig virkilega vel!“ er það eina sem karlinn

segir. Svo hristist allt og skelfur og mér dauðbregður og garga:

„Eldgos!!!“

Víti í Vestmannaeyjum.indd 13 8.9.2011 13:30

Page 12: Víti í Vestmannaeyjum.indd 2 8.9.2011 13:30 · 2016. 5. 20. · „Góða nótt!“ og reyndi svo af alefli að sofna. Það gekk ekki vel. „Góða nótt,“ sagði mamma og kíkti

17

3-2-1

Fyrsti kafli í öðrum hluta = 1–2

„Eldgos!!!“ gargaði ég og pabba dauðbrá alveg. Hann hafði verið að hrista mig því ég vildi ekki vakna. Þess vegna hafði allt farið að hristast í draumnum. Kannski var hann líka kallinn í draumnum? Nei, hann var ekkert líkur honum. Ég ákvað að gera sem minnst úr þessum draumi því annars hefði pabbi viljað að ég skrif-aði hann niður og myndi ræða við hann um innihald draumsins og svo myndi hann reyna að finna út hvað þessi draumur þýddi og ég veit ekki hvað. Hann var al-veg handviss um að draumar gætu þýtt eitthvað og vildi alltaf fá að vita ef okkur dreymdi eitthvað merkilegt. Ég bara nennti því ekki núna því ég var að fara út á flug-völl. Ég var að fara að mæta í flug. Kallinn var að fara að fljúga. Hann var að fara í flugferð!

Ég var svo spenntur. Úti á flugvelli hittum við pabbi alla strákana. Við félag-

arnir í liði 4 hópuðumst saman. Við vorum allir í þvílíku stuði. Ja, nema kannski Bjössi. Maður veit aldrei með Bjössa því hann er alltaf með sama svipinn. Hann er sko rosa stór og alltaf svolítið ... svona hálfglottandi, án þess þó að brosa. Pabbi hans lyktar alltaf eins og bílvél. Hann á líka bílaverkstæði. Hann er hressi pabbinn, alltaf með brandara og vill alltaf vera að kaupa gos og snúða handa öllum og svo vill hann alltaf knúsa alla rosa fast. Hann kom með okkur en ætlaði ekki að gista í skólanum.

Víti í Vestmannaeyjum.indd 17 8.9.2011 13:30

Page 13: Víti í Vestmannaeyjum.indd 2 8.9.2011 13:30 · 2016. 5. 20. · „Góða nótt!“ og reyndi svo af alefli að sofna. Það gekk ekki vel. „Góða nótt,“ sagði mamma og kíkti

18

Hvað um það. Við stóðum allir í hnapp og vorum að tala um það hvernig við ætluðum svoleiðis að vinna alla bikara sem hægt var að vinna þegar Ingó leit upp úr PSP-leiknum sem hann var að spila og sagði:

„Strákar, slakið á. Við erum sko lið 4. Það er nú aðeins líklegra að lið 3 vinni bikar en að við gerum það.”

„Hvað meinarðu?“ spurði Siggi. Hann er rosa keppnis-maður og markaskorari af guðs náð.

Þá sagði Skúli: „Heyrðu, sko, ég átti að vera í liði 3 en ég vildi það ekki. Ég vildi vera í liði 4 af því að það er miklu betra lið. Þessir þjálfarar vita greinilega ekki hvað við erum góðir, sko.”

„Nákvæmlega,“ sagði ég, „því að þó að lið 3 sé kannski betra lið á pappírunum eða með betri einstaklinga þá spila þeir ekki eins vel saman og við. Ég meina, fótbolti er hópíþrótt!”

Þarna endurtók ég það sem pabbi segir alltaf. Hann veit ekkert um fótbolta en hann er búinn að finna sér svona frasa sem hann endurtekur bara. Samt hittir hann naglann á höfuðið við og við. Ingó átti ekkert svar og lagaði bara húfuna á hausnum á sér.

„Alveg rétt hjá Nonna,“ sagði Tobbi, þjálfarinn okkar. „Það getur ekkert lið unnið fótboltaleik nema allir spili saman. Eruð þið ekki spenntir?“

„Júúú!“ svöruðum við í kór.„Hverjir byrja inná?“ spurði Davíð. Hann vill alltaf

byrja inná.„Heyrðu, eigum við ekki að ræða það bara þegar við

förum að spila leikina? Er ekki fullsnemmt að ákveða það núna, ha?“ sagði Finnur. Það er aðstoðarþjálfarinn. Hann er alveg mergjaður gaur. Hann er hjólbeinóttur. Hann er eins hjólbeinóttur og hægt er að vera. Ef hann

Víti í Vestmannaeyjum.indd 18 8.9.2011 13:30

Page 14: Víti í Vestmannaeyjum.indd 2 8.9.2011 13:30 · 2016. 5. 20. · „Góða nótt!“ og reyndi svo af alefli að sofna. Það gekk ekki vel. „Góða nótt,“ sagði mamma og kíkti

19

væri hjólbeinóttari gæti hann ekki gengið. Hann er al-veg ógeðslega góður í fótbolta. Hann æfir með 2. flokki og stundum með meistaraflokki líka. Hann spilaði með sautján ára landsliðinu einu sinni.

Svo varð hann átján ára. Nú fórum við að tala í belg og biðu um hvað við vær-

um góðir að spila saman og þetta þróaðist út í hálfgerðan töflufund þarna í flugstöðinni.

Hey, nú fæ ég frábæra hugmynd. Við erum náttúrlega níu strákar í liðinu og það getur

verið erfitt að muna svona mörg nöfn þegar maður er að lesa þessa bók. Þannig að við höfum bara töflufund. Ef þið nennið ekki að lesa allt um strákana í liðinu heldur halda bara áfram að lesa söguna, hoppið þá bara yfir þennan hluta. Það er ekkert mál. Þetta er völlurinn:

Víti í Vestmannaeyjum.indd 19 8.9.2011 13:30

Page 15: Víti í Vestmannaeyjum.indd 2 8.9.2011 13:30 · 2016. 5. 20. · „Góða nótt!“ og reyndi svo af alefli að sofna. Það gekk ekki vel. „Góða nótt,“ sagði mamma og kíkti

20

Þarna erum við níu en auðvitað erum við bara sjö inná í einu. Yfirleitt spilum við 3-2-1 kerfið ... sem þýðir að það eru þrír í vörn, tveir á miðjunni og einn frammi. Samt megum við Gunni hlaupa upp kantana og gefa fyrir og svoleiðis en þá þurfum við líka að drífa okkur til baka. Ef þið viljið fá að vita meira um strákana í liðinu þá er allt um þá í aukaefninu aftast í bókinni, á blaðsíðu 253. Ég mæli reyndar með því að þið kíkið á það. Aukaefnið er alltaf skemmtilegt!

„Farþegar á leið til Vestmannaeyja. Gjörið svo vel að ganga að hliði númer þrjú. Góða ferð.“

Það vorum við. Farþegar á leið til Vestmannaeyja. Jibb ííí!

Víti í Vestmannaeyjum.indd 20 8.9.2011 13:30

Page 16: Víti í Vestmannaeyjum.indd 2 8.9.2011 13:30 · 2016. 5. 20. · „Góða nótt!“ og reyndi svo af alefli að sofna. Það gekk ekki vel. „Góða nótt,“ sagði mamma og kíkti

21

Þetta er flugstjórinn sem talar

Annar kafli í öðrum hluta = 2–2

Ég elska að fljúga. Og það var jafnvel enn þá skemmti-legra að fara í flugvél án mömmu og pabba. Mér fannst ég bara vera orðinn fullorðinn. Eða svona næstum því. Ég elska það þegar flugvélin er komin á fullt og svo lyftist hún frá jörðinni. Það er besta augnablikið. Það er út af þessu sem ég verð alltaf að sitja við gluggann. Það er svo gaman að sjá húsin minnka og minnka og stundum fer vélin yfir húsið heima og þá er það svo pínulítið að það er óraunverulegt. En ég sá það ekki í þessari ferð því að leiðin til Eyja liggur ekki yfir húsið mitt. Þegar við vorum komnir nógu hátt fyrir flugstjórann að byrja að tala sagði hann uppáhaldssetninguna mína í öllum heiminum:

„Góðir farþegar, þetta er flugstjórinn sem talar.“ Ég elska þessa setningu. Það er út af henni og þessu

augnabliki þegar flugvélin tekst á loft að ég ætla að verða flugmaður. Auðvitað sagði flugmaðurinn eitthvað meira en ég dett alltaf út þegar hann fer að tala um flughæð og vindátt og hitastig. En einhvern daginn verður það Jón Jónsson sjálfur sem farþegarnir munu heyra í:

„Góðir farþegar, þetta er flugstjórinn – Jón Jónsson – sem talar. Við erum komin hátt á loft og það er gaman að fljúga ... blablabla ...”

Við fengum vatn að drekka. Það var alveg glatað. Ég hefði viljað fá djús eða kakó en það kostaði og ég var ekki með neinn pening. Ég get ekki beðið eftir því að

Víti í Vestmannaeyjum.indd 21 8.9.2011 13:30

Page 17: Víti í Vestmannaeyjum.indd 2 8.9.2011 13:30 · 2016. 5. 20. · „Góða nótt!“ og reyndi svo af alefli að sofna. Það gekk ekki vel. „Góða nótt,“ sagði mamma og kíkti

22

byrja að drekka kaffi því að þá fæ ég eitthvað annað en vatn í flugvélum.

Fljótlega komum við út yfir sjóinn og þegar við nálg-uðumst Vestmannaeyjar sagði flugstjórinn aftur:

„Góðir farþegar, þetta er flugstjórinn sem talar.“ Ég elska þessa setningu. Flugstjórinn bætti við að vegna þess hve veðrið var gott

ætlaði hann að taka aukahring fyrir okkur. Smá útsýnis-flug. Hann tók rosa beygju og vélin hallaði og við hróp-uðum og klöppuðum. Þetta var æðislegt. Svo benti hann okkur á svörtu flekkina á Heimaey og sagði okkur að það væri nýja hraunið. Það er auðvitað ekkert nýtt. Það kom í eldgosinu fyrir 40 árum eða eitthvað. En það var enn þá alveg svart á meðan allt annað á eyjunni var grænt. Og talandi um grænt. Við sáum fótboltavellina rosalega vel. Við gátum ekki talið þá – þeir voru svo margir. Það fór fiðringur um okkur alla og við gleymdum öllu um eitthvað eldgamalt eldgos. Svo lentum við.

Við vorum mættir til Eyja. Ævintýrið var að hefjast. Hér kæmi í ljós hverjir yrðu hetjur og hverjir yrðu

skúrkar. Mýs eða menn.

Víti í Vestmannaeyjum.indd 22 8.9.2011 13:30