Vinnuskólinn starfsáætlun 2010

8
Mosfellsbær framsækið samfélag sem ræktar vilja og virðingu Mosfellsbær er eftirsótt bæjarfélag til búsetu þar sem fjölskyldan er í fyrirrúmi. Mosfellsbær er framsækið samfélag þar sem ábyrgðarkennd ríkir gagnvart náttúru og umhverfi auk þess sem hagkvæmni í rekstri og samfélagsleg ábyrgð eru ávallt höfð að leiðarljósi. Stjórnsýsla og þjónusta Mosfellsbæjar eru skilvirk, ábyrg, vönduð og í fremstu röð á Íslandi. Mosfellsbær er eftirsóknarverður vinnustaður hæfra einstaklinga þar sem áhersla er lögð á persónulega og nútímalega þjónustu. Þverholti 2 270 Mosfellsbær Kt. 470269-5969 Sími 525 6700 Fax 525 6729 www.mos.is MOSFELLSBÆR Starfsáætlun fyrir starfsárið 2010 Dags. 2009 Vinnuskóli Mosfellsbæjar.

description

vinnuskólinn

Transcript of Vinnuskólinn starfsáætlun 2010

Page 1: Vinnuskólinn starfsáætlun 2010

Mosfellsbær

Mosfellsbær

framsækið samfélag sem ræktar vilja og

virðingu

Mosfellsbær er eftirsótt bæjarfélag til búsetu þar

sem fjölskyldan er í fyrirrúmi.

Mosfellsbær er framsækið

samfélag þar sem ábyrgðarkennd ríkir gagnvart náttúru og

umhverfi auk þess sem hagkvæmni í rekstri og

samfélagsleg ábyrgð eru ávallt höfð að leiðarljósi.

Stjórnsýsla og þjónusta

Mosfellsbæjar eru skilvirk, ábyrg, vönduð og í fremstu

röð á Íslandi.

Mosfellsbær er eftirsóknarverður

vinnustaður hæfra einstaklinga þar sem áhersla

er lögð á persónulega og nútímalega þjónustu.

Þverholti 2 270 Mosfellsbær Kt. 470269-5969

Sími 525 6700 Fax 525 6729

www.mos.is

MOSFELLSBÆR Starfsáætlun fyrir starfsárið 2010

Dags. 2009

Vinnuskóli Mosfellsbæjar.

Page 2: Vinnuskólinn starfsáætlun 2010

Mosfellsbær 1 Starfsáætlun fyrir starfsárið 2010 nóvember 2009

EFNISYFIRLIT

Efnisyfirlit ........................................................................................................................................1 Hlutverk og framtíðarsýn ...............................................................................................................2

Stefna Mosfellsbæjar 2008 ............................................................................................................................. 2 Hlutverk ........................................................................................................................................................... 2 Framtíðarsýn ................................................................................................................................................... 2 MeginStefnuáherslur mosfellsbæjar ............................................................................................................... 2 Gildi ................................................................................................................................................................. 2

Stefna Vinnuskóla mosfellsbæjar. .................................................................................................3 Verkefni ársins 2009 - markmið .....................................................................................................4

Page 3: Vinnuskólinn starfsáætlun 2010

Mosfellsbær 2 Starfsáætlun fyrir starfsárið 2010 nóvember 2009

HLUTVERK OG FRAMTÍÐARSÝN

STEFNA MOSFELLSBÆJAR 2008 Mosfellsbær vann að stefnumótun fyrir bæjarfélagið og stofnanir þess á árinu 2008. Bæjarstjórn samþykkti þessa stefnu á 488. fundi sínum 9.apríl, 2008. Í framhaldi af þessari stefnumótun er gert ráð fyrir að hrinda í framkvæmd einstökum þáttum í áherslum stefnu Mosfellsbæjar og gert ráð fyrir að stofnanir bæjarins geri sér starfsáætlun fyrir árið 2009 sem byggir á þeim grunni sem lagður var á árinu 2008. Hér fylgir stefna Mosfellsbæjar eins og hún er sett fram í hlutverki, framtíðarsýn, meginstefnuáherslum og gildum.

HLUTVERK

FRAMTÍÐARSÝN Mosfellsbær er eftirsótt bæjarfélag til búsetu þar sem fjölskyldan er í fyrirrúmi. Mosfellsbær er framsækið samfélag þar sem ábyrgðarkennd ríkir gagnvart náttúru og umhverfi auk þess sem hagkvæmni í rekstri og samfélagsleg ábyrgð eru ávallt höfð að leiðarljósi. Stjórnsýsla og þjónusta Mosfellsbæjar eru skilvirk, ábyrg, vönduð og í fremstu röð á Íslandi. Mosfellsbær er eftirsóknarverður vinnustaður hæfra einstaklinga þar sem áhersla er lögð á persónulega og nútímalega þjónustu.

MEGINSTEFNUÁHERSLUR MOSFELLSBÆJAR Meginstefnuáherslur bæjarfélagsins voru skilgreind út frá fjórum víddum:

Fjármálum og áætlunum. Viðskiptavinum. Mannauði. Innri virkni og stjórnkerfi.

GILDI Virðing. Jákvæðni. Framsækni. Umhyggja.

Mosfellsbær – framsækið samfélag sem ræktar vilja og virðingu

Page 4: Vinnuskólinn starfsáætlun 2010

Mosfellsbær 3 Starfsáætlun fyrir starfsárið 2010 nóvember 2009

STEFNA VINNUSKÓLA MOSFELLSBÆJAR.

Vinnuskóli Mosfellsbæjar starfar á sumrin og veitir unglingum á aldrinum 13-16 ára launaða vinnu. Skólinn heyrir undir Menningarsvið, en dagleg stjórn hans er í höndum tómstundafulltrúa og yfirflokksstjóra. Vinnuskólinn er í mörgum tilfellum fyrsta launaða vinnan sem unglingarnir fá og því er mikilvægt að skólinn kenni þeim rétta afstöðu til vinnunnar. Markmið skólans eru:

að veita unglingum vinnu yfir sumarið. að kenna unglingum vinnubrögð, samskipti og kurteislega framkomu. að kenna unglingunum að umgangast bæinn sinn, auka skynjun og

virðingu þeirra fyrir umhverfinu. að auka forvarnir yfir sumartímann.

Vinnuskólinn samanstendur af þremur megin þáttum, en þeir eru; vinna, fræðsla og félagsstarf. Þessir þættir eru vitaskuld samofnir því að í vinnuskólanum læra unglingarnir að vinna á meðan þau eru að vinna. Mikil aukning var í vinnuskólanum sumarið 2009 og má búast við sama fjölda eða fleirum í skólann sumarið 2010. Samkvæmt núverandi stefnu Vinnuskólans gerum við ráð fyrir því að ráða inn alla umsækjendur. Við viljum mæta þeim kröfum sem sú aukning fylgir með fjölbreyttari verkefnum og margnýtingu á þeim starfskrafti sem að allar líkur eru á að við hljótum. Meginþættir vinnuskólans munu vera þeir sömu og áður það á að vera hægt að auka afköst til muna. Mikilvægi vinnuskólans er ótvírætt. Sem fyrsti vinnustaður svo margra unglinga spilar hann stórt hlutverk í skoðun unglinga til vinnu sem og samskiptum á vinnustað. Mikilvægt er að nemendum sé kennt að virða hvort annað, yfirmenn og umhverfið sitt. Við það skapast jákvætt starfsumhverfi sem að leiðir til þess að fólki líður vel í vinnunni.

Edda R. Davíðsdóttir

Tómstundasfulltrúi

Page 5: Vinnuskólinn starfsáætlun 2010

Mosfellsbær 4 Starfsáætlun fyrir starfsárið 2010 nóvember 2009

VERKEFNI ÁRSINS 2010 - MARKMIÐ

Nauðsynlegt er að geta þess í texta hvernig stofnun hyggst meta hvernig markmiði verkefnisins er náð, að lágmarki fyrir 5 af verkefnum ársins.

Fjármál og áætlanir Markmið

Helstu verkefni og leiðir á árinu 2010 Hér á að skrá leiðir og verkefni, ekki markmið,

og huga að því að þau verði mælanleg

Traustur rekstur sem hefur skilvirkni og hagkvæmni að leiðarljósi.

Stofnanir hafa faglegt og fjárhagslegt sjálfstæði sem byggir á ábyrgri og raunhæfri áætlanagerð.

Starfsáætlanir eru mikilvægur hlekkur í stjórnun bæjarins.

Virkt eftirlit er með áætlunum og framkvæmd verkefna bæjarins.

Ráðstöfun verðmæta er ávallt með hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi.

Leitað er skapandi leiða í rekstri þar sem hagkvæmni og samfélagsleg og umhverfisleg ábyrgð er í heiðri höfð.

Skapandi og áhugaverð verkefni til þess unglingarnir læri að meta umhverfi sitt og bæjarfélag. T.d. eru 8.bekkingar að gróðusetja og fara í ratleik sem ma fer inn á þekkingu á flóru bæjarins og umhverfi.

Auka samstarf við aðrar stofnanir og íþrótta og tómstundafélög bæjarins þar sem starfskraftar vinnuskólans er samnýttir

Page 6: Vinnuskólinn starfsáætlun 2010

Mosfellsbær 5 Starfsáætlun fyrir starfsárið 2010 nóvember 2009

Viðskiptavinir

Markmið

Helstu verkefni og leiðir á árinu 2010 Hér á að skrá leiðir og verkefni, ekki markmið,

og huga að því að þau verði mælanleg

Mosfellsbær er eftirsótt bæjarfélag til búsetu þar sem fjölskyldan er í fyrirrúmi.

Framsækið skólastarf í mennta- og menningarbæ.

Vinnuskólinn er í mörgum tilfellum fyrsta launaða vinnan sem unglingarnir fá og því er mikilvægt að skólinn kenni þeim rétta afstöðu til vinnunnar.

4-5 dagar á sumri skulu nýttir til fræðslu og skemmtanna.

Unglingum séu kennd rétt vinnubrögð og líkamsbeiting af flokkstjórum sem að sjálfir hafa sótt námskeið.

Farið í kynningarferð í Sorpu þar sem að unglingarnir fá góða og ítarlega kynningu á því starfi sem að sú stofnun vinnur.

Kynningar frá fagaðilum um ráðstöfun verðmæta og verðgildi peninga.

Jafningjafræðsla frá Reykjavíkurborg fengin í heimsókn.

Afbragðs starfsskilyrði til að reka umhverfisvæna atvinnustarfsemi.

Uppbygging, nýsköpun og þróun í sátt við umhverfi og íbúa.

Unglingunum sé veitt traust og sjálfstæði í vinnu sinni með ábyrgri leiðsögn flokkstjóra og leiðbeinanda.

Leitað að ábyrgum unglingum fyrir ýmis sérverkefni svo sem vinnu á leikjanámsk, golfvöllum, gæsluvelli.

Íþróttadagur haldinn til að bæði kynna ýmsar íþróttagreinar og að hrista hópinn saman.

Samstarf við hin norrænu vinnuskipti vinarbæjarverkefnisins.

Unglingum kynnt sitt nánasta umhverfi og nauðsyn þess að viðhalda því og virða.

Sjónarmið íbúa og fyrirtækja eru virt með virku samráði og hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi.

Útivistabær sem býður upp á fjölbreytt og kraftmikið tómstunda- og íþróttastarf í fallegu umhverfi.

Page 7: Vinnuskólinn starfsáætlun 2010

Mosfellsbær 6 Starfsáætlun fyrir starfsárið 2010 nóvember 2009

Mannauður

Markmið

Helstu verkefni og leiðir á árinu 2010 Hér á að skrá leiðir og verkefni, ekki markmið,

og huga að því að þau verði mælanleg

Mosfellsbær er eftirsóttur vinnustaður sem ræktar þekkingu og færni starfsmanna.

Starfsmenn sæki námskeið í byrjun sumars og þannig auka þau þekkingu sína á hinum ýmsu sviðum. Þar má meðal annars nefna sálfræðinámskeið, skyndihjálparnámskeið og námskeið frá vinnuvernd um líkamsbeitingu.

Gert er ráð fyrir að þessi námskeið séu margnýtanleg svo að starfsmenn geti nýtt sér þessa þekkingu áfram sem og koma henni til skila til unglinganna sem að sækja vinnuskólann.

Starfsumhverfi Mosfellsbæjar leggur grunn að samkeppnishæfni bæjarfélagsins á vinnumarkaði.

Virðing og samheldni eru sköpuð í jákvæðu starfsumhverfi.

Góður starfsandi er mjög nauðsynlegur í stofnun eins og vinnsukólanum og nauðsynlegt að starfsmenn finni að skoðanir þeirra séu virtar.

Starfsmenn hittast í byrjun og lok hvers dags og fara yfir stöðu mála og ræða hvernig dagurinn hafi gengið fyrir sig.

Stuðlað er að því að flokkstjórar borði saman í hádeginu á hverjum föstudegi sem að hefur skilað sér í meiri samgangi á milli þeirra

Hittast utan vinnutíma amk 2 sinnum yfir sumarið og þá kynnast einstaklingar á öðrum forsendum.

Starfsmannastefna er sveigjanleg og fjölskylduvæn.

Örvandi starfsumhverfi þar sem metnaður hvers og eins fær notið sín.

Page 8: Vinnuskólinn starfsáætlun 2010

Mosfellsbær 7 Starfsáætlun fyrir starfsárið 2010 nóvember 2009

Innri virkni og stjórnkerfi

Markmið

Helstu verkefni og leiðir á árinu 2010 Hér á að skrá leiðir og verkefni, ekki markmið,

og huga að því að þau verði mælanleg

Stjórnsýsla Mosfellsbæjar er í fremstu röð þar sem skilvirk, ábyrg og vönduð vinnubrögð eru viðhöfð.

Persónuleg og nútímaleg þjónusta sem byggir á fagmennsku.

Lýðræðisleg og sanngjörn málsmeðferð.

Mosfellsbær er leiðandi í rafrænni stjórnsýslu, með stuttan afgreiðslutíma erinda og gott aðgengi að þjónustu.

Umsóknarferlið er allt í gengum netið, hefur verið þannig í 2 á og hefur gengið mjög vel

Vefsíða félagsmiðstöðvarinna verði einnig nýtt fyrir vinnuskólann og að þar verði hægt að nálgast allar helstu upplýsingar um starfsemi skólans.

Vinnubrögð í anda Staðardagskrár 21.

Flokkun á flöskum hefur gengið vel og því verður haldið áfram.

Pappírs og blaða endurvinnsla verði tekin upp.

Unglingum kynnt nauðsyn þess að ganga vel um umhverfið sitt með kynningum og verkefnum í samvinnu við Sorpu og bæjarfélagið.

Unglingum sé kennt hvernig skuli flokka sorp og í hvað sorpið nýtist eftir að það er endurunnið.