Viðfangsefni lögfræðinnar  · Web viewHin nýja skipan öðlast merkingu þegar tvennt er haft...

73
Efnisyfirlit. 1.0 Um vísindi 1.2 Orðið vísindi 1.3 Hvað eru vísindi 1.4 Viðhorf raunhyggjunnar til vísinda 1.5 Raunhyggjan ekki algildur mælikvarði á vísindi 1.6 Mannleg fræði 1.7 Ekki unnt að leggja eitt vísindahugtak til grundvallar 2.0 Einkenni vísindanna 2.1 Flokkun vísinda 2.2 Vísindi – þekking – fróðleikur – aðferðir 2.3 Þekking – sannindi 2.4 Hvað greinir vísindin frá annars konar þekkingu 2.5 Samþætting 2.6 Greining 2.7 Hlutlægni 2.8 Hlutlægni í aðferðum 3.0 Menningarvísindi 3.1 Gagnvirk (hermenísk) túlkunarfræði 3.2 Menningarvísindi – náttúruvísindi 4.0 Saga og merkingartilbrigði gagnvirkrar túlkunarfræði. 4.1 Upphaf 4.2 Túlkunarfræði Biblíunnar 4.3 Sögustefnan – Söguleg vitund 4.4 Gagnvirk túlkun – aðferð textafræðinnar 4.5 Söguskólinn 4.6 Gagnvirk túlkunarfræði og skilningur á máli – Friedrich Schleiermacher 4.7 Túlkunarfræði sem undirstöðuaðferð mannlegra fræða – Wilhelm Dilthey 1

Transcript of Viðfangsefni lögfræðinnar  · Web viewHin nýja skipan öðlast merkingu þegar tvennt er haft...

Page 1: Viðfangsefni lögfræðinnar  · Web viewHin nýja skipan öðlast merkingu þegar tvennt er haft í huga: annars vegar viðleitni höfðingja til að tryggja sjálfstæði sitt

Efnisyfirlit.

1.0 Um vísindi1.2 Orðið vísindi1.3 Hvað eru vísindi1.4 Viðhorf raunhyggjunnar til vísinda1.5 Raunhyggjan ekki algildur mælikvarði á vísindi1.6 Mannleg fræði1.7 Ekki unnt að leggja eitt vísindahugtak til grundvallar

2.0 Einkenni vísindanna2.1 Flokkun vísinda2.2 Vísindi – þekking – fróðleikur – aðferðir2.3 Þekking – sannindi2.4 Hvað greinir vísindin frá annars konar þekkingu2.5 Samþætting2.6 Greining2.7 Hlutlægni2.8 Hlutlægni í aðferðum

3.0 Menningarvísindi3.1 Gagnvirk (hermenísk) túlkunarfræði3.2 Menningarvísindi – náttúruvísindi

4.0 Saga og merkingartilbrigði gagnvirkrar túlkunarfræði.4.1 Upphaf4.2 Túlkunarfræði Biblíunnar4.3 Sögustefnan – Söguleg vitund4.4 Gagnvirk túlkun – aðferð textafræðinnar4.5 Söguskólinn4.6 Gagnvirk túlkunarfræði og skilningur á máli – Friedrich Schleiermacher4.7 Túlkunarfræði sem undirstöðuaðferð mannlegra fræða – Wilhelm Dilthey4.8 Túlkunarfræði sem skilningur á tilvist manna – Martin Heidegger4.9 Forskilningur og skilningssjónarhorn – Hans-Georg Gadamer4.10 Gagnvirk túlkunarfræði leiðir í ljós merkingu eða afhjúpar blekkingu

5.0 Nánar um túlkun5.1 Innlifun – merking5.2 Tvenns konar eðli túlkunarinnar5.3 Gagnvirka túlkunarferlið – hermeníski túlkunarhringurinn

1

Page 2: Viðfangsefni lögfræðinnar  · Web viewHin nýja skipan öðlast merkingu þegar tvennt er haft í huga: annars vegar viðleitni höfðingja til að tryggja sjálfstæði sitt

6.0 Um mannfélagsfræðin6.1 Rísa ekki undir þeim kröfum sem gera verður til vísinda6.2 Mannfélagsfræðin og vísindin6.3 Eru mannfélagsfræðin óháð gildismati?6.4 Gildi – viðmið

2

Page 3: Viðfangsefni lögfræðinnar  · Web viewHin nýja skipan öðlast merkingu þegar tvennt er haft í huga: annars vegar viðleitni höfðingja til að tryggja sjálfstæði sitt

1.0 Um vísindi

1.1 Viðfangsefni lögfræðinnar.

Viðfangsefni þeirrar fræðigreinar sem kölluð er lögfræði er að gera á vísindalegan eða fræðilegan hátt grein fyrir gildandi réttarreglum á tilteknum tíma. Þegar rætt er um fræði eða vísindi er áskilið að fullnægt verði ákveðnum kröfum, en til þess að ljóst sé hverjar þær eru verður að huga að merkingu þessara hugtaka.1

1.2 Orðið vísindi.

Í mörgum málum, eins og til dæmis ensku, eru notuð orð um vísindi sem beint eru dregin af latneska nafnorðinu scientia sem aftur er dregið af sagnorðinu scire að vita eða kunna. Latneska orðið er á hinn bóginn þýðing gríska orðsins episteme sem merkir þekking.2 Önnur leið er farin í þýzku og Norðurlandamálum. Þar eru orðin af innlendum uppruna þótt hugsunin að baki gerð þeirra sé hin sama. Á þýzku er notað orðið Wissenschaft dregið af sögninni wissen, að vita og á dönsku orðið videnskab af sögninni vide, vita. Sama leið er farin í öðrum Norðurlandamálum, svo sem íslenzku. Vísindi er gamalt orð í málinu sem á rót að rekja til sagnorðsins að vita sem merkir nú að kunna, þekkja og skilja. Með þessu er skýrð höfuðmerking orðsins vísindi: þekking, vitneskja. En ýtarlegri útlistun er nauðsynleg.

1.3 Hvað eru vísindi?

Ýnsar tilraunir hafa verið gerðar til að skilgreina hugtakið vísindi. Vegna þess augljósa árangurs sem orðið hafði á vettvangi náttúruvísinda eftir vísindabyltinguna á 16. öld náðu þau slíku áliti að þær aðferðir sem þar var beitt þóttu einar vísindalegar. Sérhver fræðimaður sem vildi að grein sín risi undir nafni varð að tileinka sér þær og beita þeim. Þannig var á flestum eða öllum fræðasviðum leitazt við að beita aðferðum náttúruvísindanna, einkum stjörnufræði, efnafræði og eðlisfræði. Þær greinar sem gátu ekki lotið þessum aðferðum voru einfaldlega ekki taldar til vísinda.

1.4 Viðhorf raunhyggjunnar til vísinda.

Af þessu spratt það viðhorf til vísinda sem kallað hefur verið raunspeki

1    ? Í því sem hér fer á eftir er stuðzt við ritið Vísindaheimspeki eftir Erlend Jónsson. Rv. 1985,bls. 1 o.áfr. án þess að getið hverju sinni nema sérstök ástæða sé til.

2    ? Af því er t.d. dregið enska orðið epistemology sem merki þekkingarfræði.3

Page 4: Viðfangsefni lögfræðinnar  · Web viewHin nýja skipan öðlast merkingu þegar tvennt er haft í huga: annars vegar viðleitni höfðingja til að tryggja sjálfstæði sitt

(pósitífismi)3 og var ríkjandi í Evrópu á fyrri hluta þessarar aldar. Það hefur um langan aldur átt drjúgan þátt í að móta hugmyndir manna um vísindi - allt fram um miðja þessa öld. Nauðsynlegt er því að gera sérstaka grein fyrir því. Helztu einkenni raunspekinnar eru þessi:

1. Allt sem veitir sanna þekkingu á raunveruleikanum á stoð í reynslu. Hún er eini mælikvarði á sannleiksgildi og merkingu fullyrðinga.

2. Fullyrðingar sem segja ekkert um reynslu hafa enga þekkingarfræðilega né heldur vísindalega merkingu. Fullyrðingar reistar á reynslu má sanna eða afsanna, þær má með öðrum orðum prófa. Sannreynsla er einn mikilvægasti þáttur í allri iðkun vísinda.

3. Skörp skil eru milli staðreyndadóma og gildisdóma. Staðreyndadómar lúta að því sem er, en gildisdómar að því sem ber. Dómar um gildi, eins og til dæmis hvað sé fagurt eða siðferðilega rétt, verða því ekki leiddir af staðreyndum, né heldur verða staðreyndadómar eða vísindaleg þekking reist á gildismati. Helztu formælendur þessara kenninga eru heimspekingurinn David Hume (1711-1776)4 og lögfræðingurinn og félagsfræðingurinn Max Weber (1864-1920).5

4. Enginn leið er til að öðlast þekkingu eða komast að innra eðli hlutanna. Með þekkingu er stefnt að því að skipuleggja það sem reynslan hefur fært mönnum í hendur með því að fella það undir eins konar formgerð eins og lögmál eða reglu.

5. Við skilgreiningu ber að beita aðferðaskilgreiningu, en hún svarar því undir hvaða kringumstæðum hugtök eigi við um eitthvert fyrirbæri og hvenær ekki.

6. Þá er raunhyggjan nátengd þeirri aðferð sem kennd er við aðleiðslu eða tilleiðslu sem fólgin er í því að þekkingar sé aflað með því að safna einstökum staðreyndum sem styðjast við reynslu og alhæfa síðan smám saman út frá þeim.

3 Þessu hugtaki verður að halda aðgreindu frá pósitífisma í lögfræði sem á íslenzku hefur verið kallaður vildarréttur.

4    ? Kenningum sínum lýsir Hume í ritinu Rannsókn á skilningsgáfunni, Hið íslenzka bókmenntafélag 1988 (Lærdómsrit Bókmenntafélagsins). Sjá einkum 12. kafla.

5    ? Weber gerir á aðgengilegan hátt grein fyrir kenningu sinni í fyrirlestrinum "Starf fræðimannsins". Mennt og máttur. Hið íslenzka bókmenntafélag 1973 (2. útg. 1978, 3. útg. 1996) (Lærdómsrit Bókmenntafélagsins).

4

Page 5: Viðfangsefni lögfræðinnar  · Web viewHin nýja skipan öðlast merkingu þegar tvennt er haft í huga: annars vegar viðleitni höfðingja til að tryggja sjálfstæði sitt

7. Allar skýringar eru orsakaskýringar sem felur í sér að fyrirbæri það sem skýra á er fellt undir almenn lögmál, eitt eða fleiri.

8. Skýringarmáttur vísindakenningar felst í forsagnargildi hennar, hversu hún megnar að segja fyrir um óorðna einstaka atburði. Samkvæmt þessu er öll þekking í eðli sínu bundin tækni og forsögn í eðli sínu.

9. Eins og þegar er tekið fram hafa þessar aðferðir sem lúta að lýsingu, skýringu, forsögn og prófun mótazt innan náttúruvísindanna og eiga þar bezt við, en í grundvallaratriðum má að dómi raunhyggjumanna einnig beita þeim á öðrum sviðum vísinda, svo sem í þjóðfélagsvísindum; þeir aðhyllast með öðrum orðum vísindalega einhyggju.6

Meðal þeirra sem töldu að unnt væri að beita framangreindum aðferðum á sviði þjóðfélagsfræðanna voru franski heimspekingurinn Auguste Comte sem setti þær fram í riti sínu Course de Philosophie Positive sem kom út á árunum 1830-1842 og enski heimspekingurinn John Stuart Mill sem lýsti þeim í riti sínu System of Logic, en það kom út árið 1843. Þeir héldu því fram að til væru orsakalögmál í samfélagi manna sem stýrðu háttsemi manna og skýra mætti vísindalega með áþekkum hætti og náttúrulögmálin. Um þjóðfélagsfræðin verður fjallað nánar hér á eftir.

1.5 Raunhyggjan ekki algildur mælikvarði á vísindi.

Þessum viðhorfum hefur verið hafnað sem algildum mælikvarða á það hvað séu vísindi og liggja til þessar helztar:

Náttúruvísindin eru ekki vélræn. Með tilleiðslu verður ekki ályktað að til séu algerlega ósveigjanleg orsakalögmál; miklu fremur það sem kalla má tölfræðileg líkindi á reglufestu.

Í öðru lagi eru gildar vísindalegar ástæður til að ætla að sérhverjum atburði fylgi óvissuþáttur þar sem tilviljun ráði. Það sem gerist í efnisheiminum verður samkvæmt þessu ekki skýrt með vísan til óhagganlegra lögmála sem styðjast megi við til að segja fyrir um óorðna atburði. Í nútíma eðlisfræði hefur því fyrir löngu verið hafnað að löggengi ráði innan efnisheimsins.

Í þriðja lagi er ekki alltaf unnt að sannreyna vísindakenningar. Vísindaheimspekingurinn Karl Popper hefur í samræmi við þetta lagt áherzlu á

6    ? Sjá nánar Erlend Jónsson: Vísindaheimspeki, bls. 110-11, Sören Kjörup: Forskning og samfund, bls. 93 o.áfr.

5

Page 6: Viðfangsefni lögfræðinnar  · Web viewHin nýja skipan öðlast merkingu þegar tvennt er haft í huga: annars vegar viðleitni höfðingja til að tryggja sjálfstæði sitt

afsönnun (falsification). Kenning Poppers er í stuttu máli sú að vísindalegar kenningar verði aldrei sannaðar. Þekkingarferlið felist í því útiloka þær tilgátur sem afsanni þær. Auðvelt sé að skýra hvernig tiltekinn atburður komi heim og saman við þá kenningu sem við á, en hins vegar er aldrei hægt að sérgreina undir hvaða kringumstæðum kenningunni yrði hafnað - með öðrum orðum, hvað þurfi til að horfið yrði frá kenningunni. Í sjálfu sér sé ekki erfitt að styðja hvaða kenningu sem er við reynslu. Vísindi fela það ekki í sér að sýna fram á að niðurstöður eigi sér stoð í veruleikanum, enda geta menn aldrei staðfest sannindi vísindalegs lögmáls, heldur einungis prófað þau með því að slá föstu hvað þurfi að gerast til þess að staðfest verði að kenningin sé röng. Kenning er vísindaleg ef leggja má hana undir slíka vefengingu. Fullyrðingin: Allir hrafnar eru svartir er orðuð þannig að hana má hrekja og hún er röng af því að hvítir hrafnar hafa fundizt, ella væri hún rétt. Fullyrðingin: annað hvort hvessir eða hvessir ekki er orðuð þannig að hún getur staðizt hvernig svo sem veðrið er. Fullyrðingin er því óvísindaleg. Þann áskilnað verður þó að gera að athugun og tilraun kann að vera vandasöm og því hætta á mistökum. Því verður að gera þá kröfu að við prófun sé vandlega gætt aðferða sem viðurkenndar eru7. Niðurstaða í vísindum er samkvæmt þessu með fyrirvara - nánast til bráðabirgða og háð því að vera hrakin. Max Weber lýsir þessu þannig:

Sérhver “sannur” árangur í vísindum vekur nýjar spurningar og kallar á nýtt starf, sem hann víkur fyrir og verður úreltur. Það verða allir að sætta sig við, sem vilja þjóna vísindunum. Starf fræðimanns getur raunar veitt “fullnægju” á sama hátt og listaverk eða verið gagnlegt við kennslu fræðimannsefna, og að því leyti kann það að hafa varanlegt gildi. En hitt vil eg ítreka, að fræðimennska okkar allra sem slík á ekki aðeins fyrir sér að víkja fyrir öðru, heldur er það beinlínis tilgangur hennar. Við getum ekkert unnið nema í þeirri von, að aðrir komist lengra en við. Og þessar framfarir eiga sér ekkert lokamark.8

Hitt er ljóst að því fleiri tilraunir sem fræðileg niðurstaða stenzt þeim mun meiri vigt hefur hún og því varanlegri verður þekkingin.

Í fjórða lagi er ljóst að náttúruvísindin eru ekki laus við gildismat. Það er vissulega háð gildismati hvaða svið eru tekin til rannsóknar, hvaða staðreyndir

7 ? Þessa kenningu setur Popper fram í ritinu Logik der Forschung (1934), í enskri þýðingu The Logic of Scientific Discovery (1959) og hann síðan þróaði frekar, meðal annars í ritinu Conjectures and Refutation (1963). Sjá einnig The Open Society and its Enemies (1945), sbr. 5. útg., endurskoðaða (1973) II, bls. 363.

8 ? Max Weber: Mennt og máttur, bls 85-86.

6

Page 7: Viðfangsefni lögfræðinnar  · Web viewHin nýja skipan öðlast merkingu þegar tvennt er haft í huga: annars vegar viðleitni höfðingja til að tryggja sjálfstæði sitt

eru álitnar þess virði að þeim sé gaumur gefinn. Vísindamenn koma sér upp tækni og tækjabúnaði samkvæmt ríkjandi hefð vísindasamfélagsins sem einatt hefur skipulegan stuðning og lýtur stýringu stjórnenda þjóðfélagsins. Í þessu viðfangi má minna á endurtekna hvatningu þess að Háskólinn hafi tengsl við og þjóni "atvinnulífinu". Hér ræður gildismat ferðinni, sennilega efnahagslegt. Ekki fer milli mála að erfitt kann að vera að brjótast út úr þessum farvegi. Þá eru ýmis dæmi um að vísindasamfélagið hafi hafnað nýjum kenningum og jafnvel haldið fast við úreltar kenningar löngu eftir að þær hafa verið vefengdar með gildum rökum.9

Hugmyndir manna um náttúruvísindin eru ekki hinar sömu og á dögum Auguste Comte og John Stuart Mill þannig að viðhorf þeirra verða ekki fyrirvaralaust lögð til grundvallar þegar þeir reyndu að setja fram lögmál þjóðfélagsins. En eigi að síður má fella félagsvísindin að lýsingu raunhyggjumanna á náttúruvísindunum með þeim takmörkunum sem lýst hefur verið og frekari fyrirvörum og viðbótum sem brátt verður vikið að. Hitt er álitamál hversu langt verður gengið.10

1.6 Mannleg fræði.

Viðhorf raunhyggjumanna til skilgreiningar á því hvað séu vísindi eru ekki einhlít og hafa sætt gagnrýni eins og fyrr hefur verið rakið. Snemma á 19. öld birtust hugmyndir þar sem leitazt var við að rýmka vísindahugtakið með því að greina á milli ólíkra tegunda vísinda, þar á meðal milli raunvísinda eða náttúruvísinda annars vegar og hins vegar milli þeirra vísinda sem sérstaklega fjölluðu um mennina; hafa þau gengið undir ýmsum heitum: hugvísindi, mannvísindi, mannleg fræði, menningarvísindi, húmanísk fræði, humaniora o.fl. Samkvæmt viðhorfum af þessu tagi var heimurinn tvískiptur. Annars vegar var svið efnisheimsins og náttúrunnar; hins vegar svið vitundarinnar. Þau voru talin gerólík og aðferðir að sama skapi frábrugðnar.

Tilraunir til að skilja á milli þessara tvenns konar sviða má rekja til fræðimannanna Johans Gustavs Droysen (1808-1884) og Wilhelms Dilthey (1833-1911). Sökumþess hversu viðfangsefnin væru ólík yrði að laga aðferðirnar að hvoru viðfangsefninu um sig. Heimur náttúrunnar væri eðlisólíkur heimi vitundarinnar sem mótaðist af því sem menn upplifðu. Þessa upplifan hefðu menn öldum saman, meðal annars tjáð í bókmenntum, listum, siðgæðisreglum og lögum og skilið eftir arfleifð sem kennd er við menningu. Í

9 ? Sjá t.d. Þorstein Vilhjálmsson: Heimsmynd á hverfanda hveli II, bls. 93 o. áfr.

10   ? Lloyd's Introduction to Jurisprudence. Fifth Edition. London, Stevens & Sons 1985, bls. 7-9.

7

Page 8: Viðfangsefni lögfræðinnar  · Web viewHin nýja skipan öðlast merkingu þegar tvennt er haft í huga: annars vegar viðleitni höfðingja til að tryggja sjálfstæði sitt

rás tímans birtist þessi arfleifð í tiltölulega fastmörkuðum formgerðum (strúktúrum) sem móta menningarheim og allt umhverfi manna. Til marks um þessar formgerðir eru ýmis lykilhugtök sem einkenna menningarheim hverrar kynslóðar. Í heimi forfeðra okkar var sæmd og hefnd meðal slíkra hugtaka. Núlifandi kynslóðir þekkja mörg grundvallarhugtök sem lýsa kostum manna eins og drengskapur, heiðarleiki, orðheldni, vinfesti, trygglyndi og eru einatt viðfangsefni heimspekinga, rithöfunda, skálda og fræðimanna á ýmsum sviðum og mönnum eru innrætt frá blautu barnsbeini. Þessi innræting hefst jafnskjótt og barn lærir að tala og henni er fylgt eftir með uppeldinu. Þannig tileinka sér kynslóðirnar smám saman menningararfinn með innlifun og innrætingu og hann verður hluti af tilvist manna.

Skörp skil eru milli hins ytra heims eða náttúrunna og vitundarlífs manna. Náttúran er í eðli sínu mannsandanum framandi, en vitundarlífið á hinn bóginn samofið mönnum. Vitundarlífið er staðreynd af því að menn vita af sér og geta miðlað reynslu sinni og upplifan. En það sem miðlað er - afurðir mannsandans, ef svo má að orði komast - verður að vera þannig að menn geti tileinkað sér það. Þegar aldir skilja kann það að vefjast fyrir mönnum og þá reynir á túlkun. Hún hefur hinar margvíslegu formgerðir hvers menningarheims að viðfangsefni. Þegar skilningur vaknar má hann samlíkjast endurfundi eftir langan aðskilnað. Kjarni málsins er sá að mennirnir skynja og skilja menningarheim sinn eins og þeir upplifa hann í eigin vitund. Þetta er sá veruleiki sem næstur stendur hverjum manni og veitir þá vitneskju sem trúverðug er því að vitund sína þekkir hver maður beint og milliliðalaust. Þetta merkir þó ekki aðskynjun manna sé óbrigðul og óskeikul - hún er einungis um það hvernig menn upplifa heiminn og þar hafa menn beina, örugga og aðgengilega vissu. Kjarni fræðanna er því að greina fyrirbæri vitundarlífsins, huga að tengslum þeirra og samhengi og gera sér ljóst hvaða form þau taka á sig.

Þetta verður ekki gert með skýringu á grundvelli einhverra lögmála, heldur með innlifun í þann hugarheim sem verið er að kanna sem síðan leiðir til skilnings. Með því að setja þessi fyrirbæri í samhengi hvert við annað öðlast þau merkingu. Samhengið fæst ekki meðþví að setja fram rökleg tengsl, reist á tilteknum forsendum, nánar tiltekið með því að lýsa orsakasamhengi sem birtist í almennum lögmálum eins og gert er í náttúruvísindum. Í þess stað er leitazt við að sýna fram á hvernig tilteknar formgerðir (strúktúrar) mótast í sögulegu ferli. Jafnframt er leitazt við að gera grein fyrir sögulegu samhengi þeirra, nánar tiltekið hvernig ein formgerðin tekur við af annarri og tengist henni í tíma án þess þó að orsakasamhengi sé til að dreifa. Hún er þannig sett í samhengi við það sem á undan er gengið, þannig að fyrri reynsla er notuð til að meta það sem gerist í hverri andrá, þannig að það öðlist merkingu.

8

Page 9: Viðfangsefni lögfræðinnar  · Web viewHin nýja skipan öðlast merkingu þegar tvennt er haft í huga: annars vegar viðleitni höfðingja til að tryggja sjálfstæði sitt

Ef skýra á fall íslenzka þjóðveldisins er erfitt að benda á tilteknar orsakir. Öllu vænlegra sýnist vera að skýra ástæðurnar fyrir því með skírskotun til þess hugmyndaheims sem menn lifðu í á 13. öld og þá sérstaklega að íslenzka þjóðveldið var ekki fullvalda ríki í nútíma skilningi, enda þau hugtök ekki til á þessum tíma. Tengsl manna voru einstaklingsbundin, jafnt höfðingja og fylgismanna þeirra sem konungs og þegna. Viðleitnin var því ekki að halda uppi sjálfstæðu ríki, heldur tryggja einstaklingsfrelsi.

Stjórnskipan Íslands eftir upphaf konungsvalds mótast af því að konungi er afsalað goðorðum og sýslumenn konungs taka við hlutverki goðanna eins og það var orðið um miðja 13. þegar goðorðin voru orðin ríki. Hin nýja skipan öðlast merkingu þegar tvennt er haft í huga: annars vegar viðleitni höfðingja til að tryggja sjálfstæði sitt og sú nauðsyn að binda enda á ófrið Sturlungaaldar sem bezt má marka af því hversu oft er skírskotað til friðarins í Gamla sáttmála 1262-64.11

Hér er ekki stuðzt við neitt orsakasamhengi eða lögmál, heldur innlifun í hugmyndaheim þeirra sem hlut áttu að máli í því skyni að öðlazt skilning á háttsemi þeirra. Ef það tekst fær fall þjóðveldisins og hin nýja stjórnskipan merkingu.

Nú má gera þá athugasemd að fræði sem lúta að upplifun einstaklinga í eigin vitundarlífi geti tæplega haft almennt gildi, fræðikenningu verði að setja fram með almennum hugtökum. Vandinn er þá þessi: 1) Hversu lengi og oft þarf að lýsa einstökum atburðum þangað til unnt er að alhæfa og setja fram fullyrðingu sem hefur almennt gildi? 2) Hvaða viðmið á að hafa?

Þar rís vandi sem ekki hefur tekizt að leysa svo að viðhlítandi sé og þar verður mat könnuðarins að ráða. Tilleiðsluaðferðin - sú aðferð að safna einstökum tilfellum og leita samkenna þeirra - skiptir ekki neinu höfuðmáli, heldur hitt að leiða í ljós trúverðuga merkingu í sögulegu samhengi. Er hér komið að hermenískri túlkunarfræði sem nánar verður fjallað um síðar.

Árið 1894 reyndi þýzki heimspekingurinn Wilhelm Windelband (1848-1915) að skýra vandann með þeirri kenningu að mörg svið mætti kanna með því að skoða málin frá tvenns konar ólíkum sjónarmiðum, þannig að beitt væri tvenns konar ólíkum aðferðum. Annars vegar mætti leita eftir almennum lögmálum að

11 ? Sigurður Líndal: Utanríkisstefna Íslendinga á 13.öld og aðdragandi sáttmálans 1262-1264. Úlfljótur 17 (1964), bls. 5-36.

9

Page 10: Viðfangsefni lögfræðinnar  · Web viewHin nýja skipan öðlast merkingu þegar tvennt er haft í huga: annars vegar viðleitni höfðingja til að tryggja sjálfstæði sitt

baki hinna skynjanlegu fyrirbæra sem unnt væri að alhæfa íþví skyni að skýra það sem fengizt væri við. Þessi aðferð ætti einkum við þau vísindi sem fást við það sem gerist í tíma og rúmi og tekur mælingu; koma náttúruvísindin þar einkum til greina. Þau vísindi sem þessi aðferð á einkum við kallaði Windelband nómoþetísk, eða lögmálsleitandi vísindi.

Hins vegar kynnu menn að vilja kanna sérkenni tiltekins fyrirbæris og þau vísindi þar sem þessi aðferð ætti einkum við kallaði Windelband ídíografísk, eða einsdæmisvísindi. Þannig yrði að nálgast upplifan manna, vitundar- og sálar- og félagslíf. Það sem þar gerðist væri einstakt því að hver maður væri sér-stakur og hver atburður í lífi hans án fullkominna hliðstæðna. Heimspekingurinn Heinrich Rickert (1863-1936) kaus í þessu samhengi að nota orðin algildisvísindi um hin fyrrnefndu, en sérgildisvísindi um hin síðarnefndu án þess þó að gera ráð fyrir algerum andstæðum.

Vandinn við að afmarka hinn þekkingarfræðilega þátt felst í því að komast að niðurstöðu um mótun almennra hugtaka sem lýsa hinu einstaklingsbundna á sviði sögulegra menningarvísinda. En um það verður ekki fjallað frekar hér.12

1.7 Ekki unnt að leggja eitt vísindahugtak til grundvallar. - Fjölhyggja - einhyggja.

Niðurstaðan verður hér sú að ekki sé unnt að leggja eitt vísindahugtak til grundvallar þegar meta skal hvort tiltekin aðferð teljist vísindaleg eða ekki. Í stað vísindalegrar einhyggju hafa ýmsir tekið að aðhyllast vísindalega fjölhyggju sem felur í sér að sérhver vísinda- og fræðigrein lúti eigin aðferðum og eigin hugtakanotkun. Hverja fræðigrein beri því að meta út frá eigin forsendum. Vænlegast virðis þó að reyna að fara bil beggja og reyna að velja dæmi um rannsóknaraðferðir á veruleikanum sem almenn samstaða er um að kalla vísindalegar og kanna hvað það er við aðferðirnar sem valdi því að þær verðskuldi slíkt nafn. Hins vegar verður engin tilraun gerð til að skilgreina hugtakið.

Með þetta að leiðarljósi má segja að það einkenni allar vísindalegar aðferðir að þróast frá hinu einfalda til hins sem margbrotnara er. Leiðin liggur frá þeim vísindagreinum sem allir eru sammála um að verðskuldi það nafn, nánar tiltekið stjörnufræði, efnafræði og eðlisfræði til líffræði, sálfræði og samfélagsfræða, þar á meðal hagfræði, sagnfræði og félagsfræði svo að dæmi

12 ? Arnór Hannibalsson: Heimspeki félagsvísinda 1985, bls.103-116. Finn Collin (ritstj.): Humanistisk videnskabsteorie, 2.opl. 1995, bls.50-53. S. Kjörup: Forskning og samfund, 5.opl. 1991, bls.159.

10

Page 11: Viðfangsefni lögfræðinnar  · Web viewHin nýja skipan öðlast merkingu þegar tvennt er haft í huga: annars vegar viðleitni höfðingja til að tryggja sjálfstæði sitt

séu nefnd.13

Hér verður reynt að lýsa því sem telja má að öll vísindi eigi sameiginlegt, en síðan víkja að sérstöðu einstakra greina og þá sérstaklega því sem aflar mannlegum fræðum og þjóðfélagsfræðum sérstöðu gagnvart vísindahugtaki raunhyggjunnar umfram það sem þegar hefur verið gert. Áður en lengra er haldið er þó rétt að gera nokkra grein fyrir flokkun vísinda.

2.0 Einkenni vísindanna.

2.1 Flokkun vísinda.

Þegar hefur verið gerð grein fyrir ýmsum sjónarmiðum um flokkun vísinda: einhyggju og fjölhyggju, flokkun eftir viðfangsefnum og aðferðum. Hér verður nánar hugað að flokkun vísinda eftir því hver viðfangsefnin eru og hvaða svið tilverunnar væru tekin til meðferðar.

Fjölmargar kenningar hafa verið settar fram um það hvernig réttast sé að flokka vísindi. Algengast er að skipta vísindum í tvo meginflokka: raunvísindi og hugvísindi. Merkir orðið raunvísindi þá oftast vísindi sem reist eru á athugun fyrirbæra í náttúrunni og tilraunum með þau, en taka ekki sérstakt mið af manninum. Þá fylgir það fast iðkun raunvísinda að beita aðferðum stærðfræðinnar; er hún þá einnig talin til raunvísinda. Hugvísindi eru þá þau vísindi sem einkum hafa manninn að viðfangsefni.

Þessi skipting er þó á ýmsan hátt villandi. Ef til raunvísinda eiga að teljast þau vísindi sem reist eru á reynslu þá ættu greinar eins og sagnfræði, mannfélagsfræði hverskonar, svo sem lögfræði, hagfræði, félagsfræði, sálfræði og málfræði að teljast raunvísindi. Stærðfræði teldist hins vegar ekki með þar sem hún er ekki reist á reynslu, a.m.k. ekki í sama skilningi og aðrar raungreinar. Sama ætti við um rökfræði.

Önnur flokkun kemur einnig til greina, sem sé sú að gera greinarmun á náttúruvísindum (Naturwissenschaften) svo sem eðlisfræði, efnafræði, jarðfræði, grasafræði, dýrafræði, hugvísindum (Geisteswissenschaften) svo sem stærðfræði og rökfræði og menningarvísindum (Kulturwissenschaften), svo sem heimspeki, fagurfræði, bókmenntafræði, sagnfræði, lögfræði, hagfræði, stjórnmálafræði, félagsfræði og guðfræði. Þannig taldi Wilhelm Dilthey réttast að flokka vísindin. Því fer þó fjarri að skörp skil verði dregin milli hinna þriggja meginflokka.13 ? Finn Collin: Videnskabsfilosofi 1990, bls. 2 o. áfr.

11

Page 12: Viðfangsefni lögfræðinnar  · Web viewHin nýja skipan öðlast merkingu þegar tvennt er haft í huga: annars vegar viðleitni höfðingja til að tryggja sjálfstæði sitt

Þá má skipta vísindum eftir því hvort viðfangsefnið er áþreifanlegir og þá "raunverulegir" hlutir eins og er um flestar greinar náttúruvísinda eða hvort vísindin fjalla um hugtök og tengsl þeirra við sértæk (abstrakt) fyrirbæri eins og stærðfræði og rökfræði. Fyrri flokkinn mætti kalla hlutstæð vísindi (Realwissenschaften), en hinn síðari sértæk eða formleg vísindi (Formalwissenschaften). Við þessa flokkun er það að athuga að í henni er tæplega gert ráð fyrir menningarvísindum.

Loks má flokka vísindin eftir viðfangsefnum og þá í aðalatriðum þannig: Reynsluvísindi annars vegar, en hins vegar vísindi sem ekki eru reist á reynslu. Með orðinu reynsluvísindi er skírskotað til vísinda sem glíma við staðreyndir sem sóttar eru í reynslu manna. Reynsluvísindi má síðan greina í tvo meginflokka: náttúruvísindi og menningarvísindi. Náttúruvísindi falla augljóslega í þennan flokk og margar þeirra greina sem venja er að telja til "hugvísinda". Þannig er sagnfræði augljóslega reist á reynslu á þeim sviðum sem um er fjallað hverju sinni, hagfræðin við margvíslega reynslu manna við öflun lífsgæða og af fjármálasamskiptum, málfræði við athugun á gerð tungumála og reynslu sem bundin er við notkun þeirra, lögfræðin við þá reynslu sem menn hafa öðlazt í innbyrðis samskiptum og af beitingu reglna í þeim og þannig mætti lengi telja. Vísindi sem eru ekki reist á reynslu eru á hinn bóginn stærðfræði og rökfræði.

Hér verður látið staðar numið við flokkun fræðanna, en ekki orkar tvímælis í hvaða flokka lögfræðin fellur. Ef vísindum er skipt í raunvísindi og hugvísindi, telst lögfræðin til hugvísinda; ef miðað er við þrískiptingu í náttúruvísindi, hugvísindi og menningarvísindi telst lögfræðin til menningarvísinda; ef vísindum er skipt í hlutstæð vísindi og sértæk vísindi fellur lögfræðin undir fyrrnefnt hugtak þótt það hæfi ekki tiltakanlega vel; ef miðað er við að vísindin skiptist í reynsluvísindi og vísindi sem ekki eru reist á reynslu ber að skipa lögfræðinni í fyrrnefndan flokk. Hvernig sem menn vilja flokka vísindin er ljóst að lögfræðin telst til þeirra vísinda sem hafa mannlegan félagsskap að höfuðviðfangsefni og telst því til mannfélagsfræða í víðtækustu merkingu þess orðs. Um þau verður rætt í sérstökum kafla, en að því loknu um lögfræðina. Eigi að síður hefur hún mikla sérstöðu innan þeirra sem brátt verður vikið að. Til er einn flokkur vísinda sem fellur ekki fullkomlega að því sem þegar hefur verið rætt, en það seu svokölluð normatíf vísindi eða regluvísind. Þau teæjast hvorki til formvísinda eða reynsluvísinda, þar sem þau svara ekki hvernig veruleikunn sé, heldur hvernig hann eigi að vera. Í þennan flokk getur lögfræðin fallið ásamt guðfræði og siðfræði. Um mannfélagsfræðin verður nánar rætt í sérstökum kafla og að því loknu um lögfræðina. En áður skal fjallað um vísindin í nokkru víðara samhengi en gert hefur verið.

12

Page 13: Viðfangsefni lögfræðinnar  · Web viewHin nýja skipan öðlast merkingu þegar tvennt er haft í huga: annars vegar viðleitni höfðingja til að tryggja sjálfstæði sitt

2.2 Vísindi - þekking - fróðleikur - aðferðir.

Þegar rætt er um vísindi er í fyrsta lagi skírskotað til þeirrar höfuðmerkingar sem þegar er lýst: þess sem vitað er, eða með öðrum orðum þekkingar og fróðleiks. Með því er átt við safn hugmynda sem rökstuddar eru á ákveðinn viðurkenndan hátt og vísindamenn á hverjum tíma telja sannar eða að minnsta kosti mjög sennilegar.

Í öðru lagi er átt við aðferð sem nota má til öflunar þekkingar, m.ö.o. kunnáttu eða færni. Er þá sérstaklega höfð í huga aðferð sem lýsa má með orðum eða miðla má öðrum á einhvern hátt. Vísindi eru þá samkvæmt þessu safn aðferða sem, vísindamenn á hverjum tíma telja vænlegar til árangurs við öflun þekkingar.

Ekki verður öllum aðferðum lýst með orðum eða miðlað með öðrum hætti. Söngvari sem syngur ákaflega vel og nýtur almennrar viðurkenningar getur vafalaust kennt öðrum sitthvað í íþrótt sinni, en fyrir honum getur vafizt að lýsa nákvæmlega hvernig hann fari að því að syngja jafn vel og hann gerir. Hér ráða miklu meðfæddir hæfileikar, innsæi og sköpunargáfa, sem ekki er alltaf auðvelt að lýsa nákvæmlega. Listinni er þess vegna iðulega líkt við leyndardóm.

Þótt vísindin séu samkvæmt framansögðu safn fróðleiks og aðferða sem almennt verður miðlað öðrum má ekki gleyma því að vísindamaður sem talinn verður snjall þarf einnig á að halda innsæi, ímyndunarafli og sköpunargáfu. Slíkum eiginleikum hafa þeir verið ríkulega gæddir sem rutt hafa nýjar brautir í vísindum og fræðum - að ekki sé minnzt á þá sem straumhvörfum hafa valdið. Þannig eru ýmis tengsl milli vísinda og lista þótt annað skilji.14

Hér má spyrja hvaða aðferðir séu vænlegar til að fá hugmyndir að vísindakenningum. Við slíkri spurningu er ekkert einhlítt svar því að ekki verður bent á neina sérstaka aðferð til að kveikja snjalla hugmynd. Nýjar hugmyndir fá menn helzt ef þeir stunda fræði sín af ástríðu, enda séu þeir gæddir ímyndunarafli og sköpunargáfu. Stundum fæðast hugmyndir af innblæstri þannig að þeim lýstur niður í vitund vísindamannsins, en í annan tíma fyrir hreina tilviljun. Oft er vitnað til þess að Ísak Newton hafi fengið hugmyndina um þyngdarlögmálið við það að sjá epli falla úr tré þótt ofsagt sé að það hafi fallið í höfuð honum. Ýmsar fleiri frásagnir eru um það í vísindasögunni hvernig tilviljanir hafi ráðið því að menn settu fram réttar kenningar. Vísindin ráða með öðrum orðum ekki yfir sérstakri aðferð til að

14   ? Max Weber: Mennt og máttur 1973, bls. 81 o. áfr.13

Page 14: Viðfangsefni lögfræðinnar  · Web viewHin nýja skipan öðlast merkingu þegar tvennt er haft í huga: annars vegar viðleitni höfðingja til að tryggja sjálfstæði sitt

laða fram nýjar kenningar.15

Á hinn bóginn einkennir það bitastæðar vísindalegar kenningar að þær má rökstyðja kerfisbundið þegar þær hafa verið settar fram. Þegar rætt er um vísindalegar aðferðir er átt við það hvernig réttilega er staðið að því að meta og rökstyðja tilgátur eða kenningar sem varpað er fram, en ekki aðferðir til að fá hugmyndir að slíkum tilgátum eða kenningum.16

Um vísindi er einnig notað orðið fræði eins og raunar gert hefur verið í þessum texta. Er þar enginn munur á merkingu, en hins vegar ofurlítill blæbrigðamunur, þannig að áherzlan hvílir fremur á reynsluvísindum og þá sérstaklega náttúruvísindum þegar orðið vísindi er notað. Ennfremur sýnist orðið vísindi lýsa eindregnari og markvísari viðleitni til þekkingaröflunar en orðið fræði og þá oftast sem aðalþætti í námi eða atvinnu iðkandans. Orðið fræði hafi á hinn bóginn almennari skírskotun - nái meðal annars til áhugamennsku um skipulagða þekkingaröflun og úrvinnslu. En hvað sem þessu líður eru orðin í meginatriðum sömu merkingar þannig að þau má nota jöfnum höndum, enda verður það gert hér.

2.3 Þekking - sannindi.

Því hefur nú verið slegið föstu að vísindin séu safn fróðleiks og þekkingar, en ekki er unnt að telja hvers konar fróðleik eða þekkingu til vísinda eða fræða og þá er spurningin þessi: Hvað er það sem greinir vísindi frá annarri tegund fróðleiks og þekkingar? Áður en því verður svarað verður að huga að því við hvað sé átt með orðinu þekking í almennum skilningi.

Í fyrsta lagi ber að greina þekkingu frá sannindum. Ýmislegt getur verið satt þótt ekki sé vitað að það sé satt eða án þess að vera þekking. Þekking er því sannindi sem menn hafa tileinkað sér. Í öðru lagi verða menn að trúa þessum sannindum svo að unnt sé að segja að menn viti og menn verða að hafa góða og gilda ástæðu til að trúa því sem menn hafa fyrir satt. Þetta síðastnefnda er mikilvægt því að menn hafa aðeins góða og gilda ástæðu til að trúa því sem menn hafa fyrir satt að þeir séu gagnrýnir á skoðanir, hugmyndir og kenningar sem tengjast því sem menn vilja telja til sanninda og þá ekki sízt gildi þeirra röksemda sem fram eru færðar til stuðnings skoðunum eða staðhæfingum.17

15 ? Sama rit, bls. 82.Weber nefnir þar nokkur dæmi um hvernig menn fé hugmyndir.

16 ? Collin: Videnskabsfilosofi, bls. 35.

17 ? Erlendur Jónsson: Vísindaheimspeki, bls. 4.

14

Page 15: Viðfangsefni lögfræðinnar  · Web viewHin nýja skipan öðlast merkingu þegar tvennt er haft í huga: annars vegar viðleitni höfðingja til að tryggja sjálfstæði sitt

2.4 Hvað greinir vísindi frá annars konar þekkingu?

Og þá liggur fyrir að huga að því hvað greinir vísindalega þekkingu frá annars konar þekkingu og þá sérstaklega hversdagslegri vitneskju.18

Fyrst skal það ítrekað sem áður er sagt um gagnrýnisviðhorf vísindanna. Þótt engrar þekkingar verði aflað öðru vísi en með gagnrýni er ljóst að sérstaka áherzlu verður að leggja á þennan þátt: að engin hugsun verðskuldar að vera kennd við vísindi nema hún sé gagnrýnin á gildi allra skoðana, hugmynda og kenninga og ekki sízt á gildi röksemda - að spurt sé án afláts: hvers vegna? En þetta felur í sér að lýst er eftir röksemdum fyrir því sem talið er til sanninda. Hér er sá munur á að hversdagsleg þekking er að mestu takmörkuð við álit eða skoðun, oftast án skipulegrar eftirgrennslunar; fræðileg þekking á hinn bóginn er jafnan studd við ýtarlega könnun. Ástæðan fyrir því að hversdagsleg þekking nær svo skammt er sú að hún tekur einkanlega til nærtækra og hagnýtra viðfangsefna sem bundin eru við daglega önn og athöfn. Menn kunna skil á tilteknu viðfangsefni hér og öðru þar án þess að sjá þá þekkingu í samhengi. Í vísindum er gerð ríkari krafa til samhengis og samkvæmni. Í samræmi við þetta er hversdagsleg vitneskja sett fram í búningi daglegs máls sem einatt skortir nákvæmni, en fræðin krefjast nákvæmni og hnitmiðunar. Af þeim sökum skilur iðulega á fagmál sem einkennist oftast af nákvæmum skilgreiningum þeirra orða sem aðallega skipta máli. Vísindaleg þekking verður þannig nákvæmari en hversdagslegur fróðleikur.19 Af þessu leiðir að sá sem tileinkar sér fræðilega þekkingu skerpir jafnframt skilning sinn á takmörkunum hennar, hversu langt hún nái og hversu henni megi treysta. En þrátt fyrir þetta sér sá lengra sem tileinkað hefur sér vísindalega þekkingu en hinn sem einungis ræður yfir hversdagslegri þekkingu og hann kemur auga á það sem hinum er hulið.

Í öðru lagi einkennir það vísindalega þekkingu að hennar er aflað með skipulegum hætti. Sá sem ætlar að afla vísindalegrar þekkingar gerir það skipulega og markvisst. Hann fylgir ákveðnum reglum sem eru breytilegar eftir því hver fræðigreinin er. Sameiginlegt þeim öllum er söfnun gagna, athugun á þeim, tilraunir og samanburður. Í mannlegum fræðum er þó tilrauninni einatt þröngur stakkur skorinn, en þá gætir túlkunarinnar meira. Náttúruvísindin eru mörg hver þess eðlis að skoðun og athugun nægir, t.d. hvað mælitæki sýna, en í mannlegum fræðum verður túlkun viðfangsefnisins, og þá ekki sízt orða og

18 ? Mogens Blegvad: Samfundsvidenskab og samfundsvidenskaber, bls. 10 o.áfr. Collin: Videnskabsfilosofi, bls. 6 o.áfr.

19 ? Sjá einnig Pál Skúlason: Pælingar. Rv. 1987, 132 o. áfr.15

Page 16: Viðfangsefni lögfræðinnar  · Web viewHin nýja skipan öðlast merkingu þegar tvennt er haft í huga: annars vegar viðleitni höfðingja til að tryggja sjálfstæði sitt

texta oftast fyrirferðarmeiri. Megintilgangurinn er að tryggja eftir föngum að niðurstöður standist gagnrýni. Þær eru reistar á tilteknum athugunum, prófaðar með túlkun þar sem einkanlega reynir á tilraun og samanburð. Samhengislítil samsteypa fróðleiks verður ekki kennd við vísindalega þekkingu. Það fer hins vegar eftir fræðigreinum um hvaða staðreyndir er fjallað og hvernig þeim er skipað niður. Vísindaleg þekking er samkvæmt þessu miklu traustari en hversdagsleg þekking.

Í þriðja lagi verður miðla vísindalegri þekkingu kerfisbundið og skipulega, þannig að hún verði aðgengileg í þeim skilningi að hver sem á annað borð telst dómbær geti gengið úr skugga um að hún sé sönn. Öðrum kosti verður vísindaleg þekking ekki sameign manna.

Af þessu leiðir að unnt verður að vera að prófa vísindalegar niðurstöður og kenningar sem mótaðar eru á grundvelli þeirra í þeim tilgangi að ganga úr skugga um hversu sannar þær séu. Því er hins vegar ólíkt farið eftir því hver fræðigreinin er hvernig að því er staðið. Og svo verður ávallt að hafa í huga að sjaldnast verður fræðileg niðurstaða sannreynd þannig að fullkominni vissu verði náð. Hér er mikilvæg hin skipulega tilraun sem áður er minnzt á.

Þekkingu sem fullnægir framangreindum áskilnaði má kalla hlutlæga, en það merkir að hún sé óháð gildismati og hugarástandi fræðimannsins. Margt í hversdagslegri vitneskju er huglægt og afstætt í þeim skilningi að það sýnir sérstöðu eða séraðstæður upphafsmannsins - stundum þannig að segja má að reynsla hans gefi skekkta mynd af veruleikanum. Við öflun vísindalegrar þekkingar er reynt að hamla á móti þessari huglægni og rangfærslu. En hugsjóninni um hlutlægni í aðferðum er ekki auðvelt að fylgja, enda efast margir um að unnt sé að afla hlutlægrar þekkingar, en að því verður nánar vikið síðar þegar fjallað verður um hlutleysi vísindanna.

Loks er það einkenni vísindalegrar þekkingar að hana má nota til að skýra staðreyndir og samhengi þeirra og þá að jafnaði það samhengi sem löngum dylst við hversdagslega athugun. Slík viðleitni er öðru fremur leit að orsökum eða samhengi, en nauðsynlegt er að gefa hvorutveggja gaum til þess að geta skýrt fyrirbæri; orsakahugtakið hefur fylgt fræðilegri hugsun vesturlandabúa frá fyrstu tíð þótt ekki sé það einhlítt eins og tekið hefur verið fram hér áður.

2.5 Samþætting.

Eins og fyrr segir eru mikilvæg einkenni vísindalegrar viðleitni að draga saman vitneskju um raunveruleikann í eins fáar og víðtækar meginreglur og lögmál og unnt er og nota eins fá grundvallarhugtök og kostur er. Lögmál og almennar

16

Page 17: Viðfangsefni lögfræðinnar  · Web viewHin nýja skipan öðlast merkingu þegar tvennt er haft í huga: annars vegar viðleitni höfðingja til að tryggja sjálfstæði sitt

meginreglur eru mikilvæg einkenni vísindalegrar hugsunar. Þetta merkir að vísindaleg þekking er samþættari en hversdagsleg vitneskja. Til nánari áréttingar því sem þegar hefur verið tekið fram felur samþætting í sér tvennt: Annars vegar að einfalda það kerfi lögmála og frumreglna sem hver fræðigrein notar og einfalda það hugtakakerfi sem notað er þegar lögmálum og öðrum þáttum veruleikans er lýst. Fræðileg samþætting felur þá tvennt í sér og á það jafnt við lögmáls og hugtakasamþættingu; annars vegar alhæfingarþátturinn sem ræður því hversu vítt svið vísindaleg lögmál ná yfir og hversu fjölskrúðugt það er sem hugtökin fela í sér; hins vegar einfaldleikaþátturinn sem felur í sér hversu fá lögmál og frumreglur og hversu fá grundvallarhugtök vísindin geta notað þegar þeim á að beita til að skýra þá hluti sem undir falla.

Hugtök eru af ýmsum toga og skulu hér nefnd nokkur: Reynsluhugtök má kalla þau sem skynjuð verða svo sem fjall, hús, bíll. Kennihugtök vísa til eiginleika sem verða ekki skynjaðir eins og þyngdarpunktur, frumeindir, bæling (í sálfræðinni).

Þá má nefna kjörhugtök og mynsturhugtök. Þau eru bundin við ákveðnar kjör aðstæður eða mynstur og eiga sér því enga samsvörun í veruleikanum. Hin raunverulegu fyrirbæri eða hlutir geta aðeins nálgazt hugtakið, en aldrei samsvarað því til fulls. Hins vegar má hafa þau til viðmiðunar. Í hagfræðinni má hefna “hinn hagsýna mann”, homo oeconomicus, og í lögfræðinni “hinn góða og skynsama mann” bonus paterfamilias.

Hugtakasamþætting felur í sér að í stað þess að fyrirbæri sé lýst með mörgum afmörkuðum einföldum hugtökum er mótað nýtt hugtak, víðtækara sem felur í sér þá þætti sem lýst var með hinum einfaldari hugtökum. Tilgangurinn er ekki einvörðungu að létta hugsunina með því að beita hugtökum sem auðvelda yfirsýn, heldur einnig að endurspegla raunveruleikann. Einfalt hugtakakerfi er til marks um að skilningur hafi náð til grunnþáttanna. Sem dæmi má nefna hugtakið samningur sem er notað um samþykkt tilboð.

Samþættingu má einnig ná með því að smætta hugtök. Það felur í sér að önnur hugtök eru sett í stað tiltekins hugtaks án þess að merkingu sé raskað þannig að sameiginlegar rætur komi í ljós. Þegar þetta hefur verið gert er ekki lengur þörf á yfirhugtakinu.Hugtakið lögræði má smætta í hugtökin rétthæfi og gerhæfi.

Þekkingu sem þannig er fengin má hagnýta til að segja fyrir um líklega framvindu mála. Hér eru einstakar fræðigreinar misvel í stakk búnar og fer það meðal annars eftir því hvert viðfangsefnið er, t.d. hvort það er á sviði náttúruvísinda eða mannfélagsfræða. En öll iðkun vísinda miðar að því að fullnægja megi þessu skilyrði. Hversdagsleg þekking nær skammt; vísindaleg

17

Page 18: Viðfangsefni lögfræðinnar  · Web viewHin nýja skipan öðlast merkingu þegar tvennt er haft í huga: annars vegar viðleitni höfðingja til að tryggja sjálfstæði sitt

þekking nær lengra.

2.6 Greining.

Samþætting í vísindum og smættun er reist á greiningu (analýsu). Með greiningu er viðfangsefninu sundrað þannig frumþættir birtast og í ljós kemur aðþeir eru tiltölulega fáir og lúta einföldum lögmálum. Ólíkt yfirbragð hlutanna stafar af niðurskipan frumþáttanna. Kostir við smættunina eru þeir að lýsa má veruleikanum meðtiltölulega einföldu hugtakakerfi og skýra það sem gerist með einföld lögmál að leiðarljósi. Með því að skoða þessa frumþætti má oft samþætta hluti, hugtök og lögmál sem eru ólík að yfirbragði. Greining sem leiðir til smættunar getur verið þannig að áþreifanlegum hlut sé skipt í smáparta, eins og til dæmis þegar vatn er klofið í vetni og súrefni. Þetta má kalla hlutgreiningu. Einnig má greina hugtök og önnur óáþreifanleg fyrirbæri og þá má tala um huggreiningu. Einungis slíkri greiningu verður við komið í mannlegum fræðum, þar á meðal samfélagsfræðum. Nauðsynlegt er að hafa í huga að greining sú sem hér hefur verið lýst á ekki alls staðar við. Ýmsum spurninguna um tilveruna hefur verið varpað fram og þær orðaðar áður en vísindi komu til sögunnar sem hvorki verður svarað með smættun eða samþættingu. Sú aðferð getur því ekki verið algild í vísindum. Það ræðst af því sem um er spurt hvort henni verður beitt eða ekki.20

2.7 Hlutlægni.

Áður hefur verið minnzt á hlutlægni í vísindastarfsemi og er þá átt við að beitt sé aðferðum sem lúta að ýtrustu fræðilegum kröfum. Þetta eru þeir eiginleikar sem hafðir eru í huga þegar rætt er um hlutlægni í vísindum. Er þá sérstaklega miðað við raungreinar eins og efnafræði, eðlisfræði og stjörnufræði. Innan þessara greina er áskilið strangt mat á kenningu gagnvart veruleika með kerfisbundinni rannsókn og skoðun. Til endanlegrar viðmiðunar er ekkert annað en athugun og tilraun. Hinu verður þó ekki neitað að hugtakið hlutlægni liggur ekki jafnaugljóst fyrir og fljótt á litið mætti ætla í hefðbundnu viðhorfi til vísinda. Til eru þeir sem hafna því að vísindastarfsemi geti stjórnazt af hlutlægni og raunsæi eins og stuttlega var vikið að hér að framan.

Orðið hlutlægni vísar til hlutarins eða andlagsins sem þekkingin á að skila hreinni vitneskju um án nokkurrar afbökunar eða afvegaleiðslu. Sannindi geta birzt í búningi verufræðilegrar eða sérgreindrar hlutlægni, en sannindi fela almennt í sér samsvörun hlutar og huga. Verufræðileg hlutlægni er sérstaks eðlis, með því að þar er samsvörun milli hlutarins eins og hann er þegar allar eigindir hafa verið afmáðar sem eiga rót að rekja til tengsla hans við þann sem 20 ? Collin: Videnskabsfilosofi, bls.9-34.

18

Page 19: Viðfangsefni lögfræðinnar  · Web viewHin nýja skipan öðlast merkingu þegar tvennt er haft í huga: annars vegar viðleitni höfðingja til að tryggja sjálfstæði sitt

skoðar eða rannsakar - könnuðinn.

Á þennan hátt má segja að eðlisfræðin miðli hlutlægri vitneskju um veruleikann. Nú verður að gefa því gaum að þessi stranga krafa um að fjarlægja allt sem huglægt getur talizt er óháð því sem kallað er sannleikur. Það er til dæmis satt að fjarlægðin geri fjöllin blá, en bláminn er hvorki hlutlægur eiginleiki fjallanna né andrúmsloftsins, heldur birtist hann mönnum fyrir tilstilli skynjunar þeirra. Fyrir tilverknað náttúruvísindanna hafa orðið sífellt meiri skil milli hins hreina veruleika og þess veruleika sem menn skynja. Hér nægir að benda á afstæðiskenningu Einsteins.

Ljóst er að þetta hugtak - verufræðileg hlutlægni - sem merkir að veruleikinn sé leiddur í ljós eins og hann er, óháður skynjun manna og hugsunarhætti verður ekki notað til að lýsa einkennum vísinda almennt. Það verður, svo að dæmi sé nefnt, alls ekki notað í þeim fræðum sem hafa mannlífið sjálft að viðfangsefni, tilfinningar þess, hugsanir, athafnir og veruleikaskynjun - þetta síðastnefnda ekki í hlutlægum vísindalegum skilningi, heldur hvernig menn upplifa hann í daglegu lífi sínu.

Í þeim fræðum sem hafa mennina og félagsskap þeirra að viðfangsefni verður ekki stuðzt við hugtakakerfi þar sem áherzla er lögð á að hafna veruleikanum eins og hann birtist mönnum, enda er það þá útilokað sem einmitt á að rannsaka. Hér á það ekki við að gera sambærilegar kröfur um hlutlægni og lýst hefur verið.

Þess vegna er heppilegt að nota tvö hlutlægnishugtök - annað strangara sem beita má á sviði náttúruvísinda, hitt vægara sem nota má á vettvangi mannlegra fræða, þar á meðal samfélagsfræðanna.21

2.8 Hlutlægni í aðferðum.

Þegar hefur verið tekið fram að hlutlægni í strangasta skilningi orðsins merkir að þess sé freistað að kanna kjarna hvers viðfangsefnis - nánar tiltekið hlutina eins og þeir eru í sjálfu sér. Nú er ljóst að ekkert mannlegt auga hefur litið hlutina í því ljósi; það sem fyrir augu ber eru hlutirnir eins og þeir birtast mönnum. Því verður að komast að hina sanna eftir krókaleiðum, nánar tiltekið aðferð sem afhjúpar innsta eðli hlutanna. Aðferð sem fullnægir þessum kröfum má kalla hlutlæga í afleiddri merkingu. Er þá komið að hugtaki þar sem áherzlan er á aðferðina - hina hlutlægu aðferð - sem er þá annars eðlis en hin verufræðilega hlutlægni.

21 ? Sama rit, bls. 52-55.19

Page 20: Viðfangsefni lögfræðinnar  · Web viewHin nýja skipan öðlast merkingu þegar tvennt er haft í huga: annars vegar viðleitni höfðingja til að tryggja sjálfstæði sitt

Nánar tiltekið felur hlutlæg aðferð í sér að sennilegasta skýringin er lögð til grundvallar ályktun og henni verður að beita á viðfangsefni sem verða ekki skoðuð. Þá er miðað við það sem einkennir góða skýringu. Hún leiðbeinir um val á kenningu sem traustust er innan tiltekinnar greinar, en hvort hún er hlutlægt sönn ræðst af því hvort notaðir séu réttir mælikvarðar til að velja hina beztu skýringu. Þar má hafa eftirfarandi atriði að leiðarljósi:

1. Velja ber þá nýja kenningu sem skýrir mörg atriði umfram þá sem sem skýrir fá. Mat á kenningunni ræðst af því hvort hún skýri öll atriði sem hin fyrri gerði og þau að auki sem hún skýrði ekki. Sú kenning sem skýrir mörg atriði svarar fleiri spurningum og segir því meira. Auk þess á kenningin að vera sönn í hlutlægum skilningi. Ávallt má setja fram kenningar af ýmsu tagi sem skýra takmarkaðan fjölda staðreynda og því ekki ástæða til að bera traust til þeirrar hverrar um sig. En því fleiri staðreyndir sem eru skýrðar og tilgátur færri til að skýra þær allar því ósennilegra er að skýringartilgátan sé einungis tilviljun.

2. Ef tvær kenningar skýra jafnmörg atriði ber að taka þá kenningu sem ryður nýjum athugunum braut fram yfir hina sem einungis skýrir þau atriði sem þegar eru þekkt.

3. Einfalda kenningu ber að taka fram yfir flókna. Ef veröldin væri í raun einföld hefði flókin kenning óþarfa þætti sem er ekki auðvelt að afhjúpa með tilraunum sem getur sýnt svo að ekki verði um villzt hvort kenningin tekur á of fáum atriðum. Ef hins vegar er valin einfaldasta kenningin, sem er samrýmanleg staðreyndum fæst sönn mynd hvort heldur veruleikinn er flókinn eða einfaldur. Ef veruleikinn er hins vegar flókinn verður kenningin hrakin, en síðan er fram haldið með flóknari kenningar þar til jafnvægi er komið milli kenningar og veruleika. Þetta merkir að byrja skal með einfalda kenningu, en síðan fikra sig áfram þar til skýring er fengin sem samsvarar veruleikanum. Ef saman eru tengdar kenningar um einfaldleika og flestar hugsanlegar staðreyndir, þá er fræðilegri samþættingu náð.22

3.0 Menningarvísindi.

3.1 Gagnvirk (hermenísk) túlkunarfræði.

Í sérstökum kafla hér að framan var vikið að ólíkum viðhorfum til vísinda eftir því hvort menn fylgdu vísindalegri einhyggju eða fjölhyggju. Sérstök grein var gerð fyrir nokkrum hugmyndum um sérstöðu mannlegra fræða. Verður nú sá þráður tekinn upp að nýju og nánar fjallað um hin mannlegu fræði sem hér á 22 ? Sama rit, bls. 55-58.

20

Page 21: Viðfangsefni lögfræðinnar  · Web viewHin nýja skipan öðlast merkingu þegar tvennt er haft í huga: annars vegar viðleitni höfðingja til að tryggja sjálfstæði sitt

eftir verða kölluð menningarvísindi. Í stað þess að leita orsakasamhengis og lögmála eins og gert er í náttúruvísindunum liggur áherzlan á innlifun, túlkun, skilning og merkingu. Af því leiðir að menningarvísindin eru allt annars eðlis en náttúruvísindin og þar með er vísindalegri einhyggju hafnað. Með þessu er ekki sagt að fullur aðskilnaður sé gerður. Hvarvetna er áskilið að beitt sé hlutlægum aðferðum og leitazt er við að leiða í ljós almenn sannindi. Sú sérstaka túlkunaraðferð sem þar er beitt hefur verið kennd við hermeník. Hún er eins konar yfir-vísindi, eða þau vísindi sem búa að baki mannlegum fræðum, hvort sem þau lúta að einstaklingnum sjálfum eða félagsskap hans.

Orðið hermeník er dregið af gríska orðinu “hermeneuen” sem merkir að túlka og “hermeneia”, túlkun. Bæði eru orðin dregin af nafni gríska guðsins Hermesar sem var sendiboði guðanna, flutti mönnum boð þeirra og túlkaði þau, auk þess sem hann fann upp tungumálið.23 Hermeníkin er það viðhorf til mannlegra fræða að þau miði að því að túlka það sem hefur merkingu. Í samræmi við þetta er aðferðum hermenískrar túlkunarfræði beitt við að ákvarða nákvæma merkingu orða, setninga og lengri texta og að koma þeirri tjáningu á framfæri sem látin er í ljós með táknum.

3.2 Menningarvísindi – náttúruvísindi.

Viðfangsefni menningarvísinda þar sem hermenískum túlkunaraðferðum er beitt eru á ýmsan hátt frábrugðin þeim viðfangsefnum sem náttúruvísindin fást við og það ræður aðferðum. Á sviði náttúruvísinda er leitað skýringa á því sem gerist í náttúrunni, nánar tiltekið á atburðum sem hafa enga merkingu. Menningarvísindin glíma á hinn bóginn við það sem menn aðhafast og með iðkun þeirra er leitazt við að öðlast skilning á athöfnum manna og því sem þær skila. Viðleitni náttúruvísindamannsins er að skýra það sem fyrir ber og hefur enga merkingu. Með menningarvísindum er þess freistað að túlka það sem fyrir ber og hefur merkingu. Í náttúruvísindum er fengizt við hluti sem lúta orsakaferli, en í menningarvísindum er fengizt við menn sem hugsandi, vilja gæddar verur, athafnir þeirra og það sem eftir þá liggur í menningarverðmætum. Þetta verður ekki skýrt sem orsakaferli, heldur verður að túlka það, öðlast á því skilning og gæða það merkingu.

Hér er augljós munur því að það sem gerist í ríki náttúrunnar hefur enga merkingu; skriðuföll, snjóflóð og eldgos merkja ekki neitt, né heldur lækur sem skoppar niður fjallshlíð. Þetta haggast ekki þótt menn fyrrum hafi viljað ljá tilteknum náttúrufyrirbærum eða atburðum merkingu, svo sem að þau flyttu skilaboð æðri máttarvalda svo sem fjölmargar goðsagnir bera vætti um. Í þessu 23 Um þessa upprunaskýringu eru ekki allir sammála, sjá Politikens bog om moderne videnskabsteori, bls. 88.

21

Page 22: Viðfangsefni lögfræðinnar  · Web viewHin nýja skipan öðlast merkingu þegar tvennt er haft í huga: annars vegar viðleitni höfðingja til að tryggja sjálfstæði sitt

samhengi er athyglisverð frásögn Kristni sögu af því þegar heiðnir menn og kristnir deildu um hinn forna og nýja átrúnað og höfðu sagt sig úr lögum hver við annan. Síðan hljóðar frásögnin svo:

Þá kom maður hlaupandi og sagði, að jarðeldur var upp kominn í Ölfusi og mundi hann hlaupa á bæ Þórodds goða.

Þá tóku heiðnir menn til orðs: “Eigi er undur í, að goðin reiðist tölum slíkum.”

Þá mælti Snorri goði: “Um hvað reiddust goðin, þá er hér brann hraunið, er nú stöndum vér á?”24

Hér gerir Snorri goði sér ljóst að nátturuviðburðir hafa enga merkingu andstætt því sem hinir heiðnu halda fram.

Allt sem hefur merkingu er bundið við persónur sem geta tjáð sig og unnt er að skilja. Menn tjá sig með orðum eða athöfnum sem sýna hvað þeir ætla og eru til marks um álit, tilfinningu eða vilja. Sá sem skilur tjáninguna skilur manninn. Afrakstur þessarar iðju birtist í textum, listaverkum, stofnunum, mannvirkjum - í stuttu máli því sem einu nafni nefnist menningararfur og þá í víðtækustu merkingu þess orðs. Allur skilningur manna markast af þeim arfi sem fyrir er, jafnframt því sem hver kynslóð mótar hann að einhverju leyti að nýju.

Eins og fyrr hefur verið tekið fram er gagnvirknin vísindaleg aðferð eða viðmið sem beita má við mannleg fræði, þar á meðal samfélagsfræðin. Nánar tiltekið:

Í fyrsta lagi þær fræðigreinar sem hafa manneskjuna sem hugsandi veru, gædda vilja og athafnaþrá að viðfangsefni. Hér má nefna sálfræði og félagslega mannfræði.

Í öðru lagi þær greinar sem hafa það að viðfangsefni sem eftir menn liggur, texta, list, tækni, eða með öðrum orðum það sem kallað er menningararfleifð. Hér má nefna menningarsögu í víðtækustu merkingu þess orðs.

Í þriðja lagi þær greinar sem hafa þróunarferli athafna manna að viðfangsefni, hvernig einn atburður leiðir af öðrum og mótar það sem á eftir kemur. Hér má meðal annars nefna sagnfræði.

Loks má beita viðmiðum gagnvirkrar túlkunarfræði við margar greinar mannfélagsfræða, þar sem viðbrögð hóps fela í sér tjáningu um hugsun, 24 ? Kristni saga 11.kap.

22

Page 23: Viðfangsefni lögfræðinnar  · Web viewHin nýja skipan öðlast merkingu þegar tvennt er haft í huga: annars vegar viðleitni höfðingja til að tryggja sjálfstæði sitt

tilfinningar og vilja.25

4.0 Saga og merkingartilbrigði gagnvirkrar túlkunarfræði.

4.1 Upphaf.

Gagnvirk túlkunarfræði á sér allnokkra sögu og þau svið sem hún tekur yfir hafa verið skilgreind að minnsta kosti á sex vegu. Upphafið má rekja til þess að nauðsynlegt var að túlka texta sem talinn var birta óbrigðulan sannleika, en var ekki alls kostar ljós vegna aldurs, framandi umhverfis eða tungu. Þegar þannig stóð á greindi menn á um merkingu eða hún var mönnum með öllu hulin. Þetta átti sérstaklega við texta sem lutu að trúarboðskap eða löggjöf og voru raunar iðulega hinir sömu eða að minnsta kosti nátengdir. Innan allra trúarbragða þar sem treyst er á helgirit hafa verið þróaðar reglur um túlkun.26 Langmikilvægust talið að finna merkingu Biblíunnar sem á miðöldum var talin var fjórþætt: bókstafleg merking (litteralis), líkinga- eða táknsöguleg (allegorica), siðferðileg (moralis), og loks sú er lýtur að endalokum veraldar (anagogea).27 Hér var túlkunarfræðin bundin við tungumálið; hún var málspekileg ef svo má að orði komast.

4.2 Túlkunarfræði Biblíunnar.

Innan hins kristna menningarheims var túlkunarfræðin (hermeníkin) aðallega bundin við skýringu á Biblíunni - og raunar einnig lagatexta. Orðið birtist fyrst um miðja 17. öld. Tvennt olli mestu um breytingar, mótmælendasiður og endurreisnin eða renessansinn. Hér voru mörkuð skil milli málspekilegrar túlkunar sem bundin var við textann og sögulegrar túlkunar þar sem gaumur var gefinn sögulegum uppruna hans. Mótmælendasiður ýtti mjög undir túlkunarfræðina þar sem klerkar höfðu nú ekki lengur þann bakhjarl í kennivaldi kirkjunnar sem þeir höfðu haft og urðu nú að treysta á sjálfa sig. Því varð mikil þörf á handbókum um útleggingu ritningarinnar og þær urðu margar til.28

Lúter lagði mikla áherzlu á að menn sneru sér beint að ritningunni og þeim 25 ? Arnór Hannibalsson: Heimspeki félagsvísinda, bls. 106. Josef Bleicher: Contemporary Hermeneutics 1980, bls. 11 o. áfr. Collin (ritstj.): Humanistisk videnskabsteori, bls. 129 o. áfr. Páll Skúlason: Nokkur hugtök og úrlausnarefni í túlkunarfræði. Mál og túlkun 1981, bls. 175 o. áfr. 26

? Bleicher: Contemporary Hermeneutics, bls.11.27 ? Dæmi um slíkar skýringar má finna í Íslenzkri homilíubók 1993.28

? Richard E. Palmer: Hermeneutics 1969, bls. 34-38. 23

Page 24: Viðfangsefni lögfræðinnar  · Web viewHin nýja skipan öðlast merkingu þegar tvennt er haft í huga: annars vegar viðleitni höfðingja til að tryggja sjálfstæði sitt

boðskap sem hún flytti. Ritskýring hans markaðist ekki af sögulegri fjarlægð textans, heldur af því að leita réttrar merkingar texta sem flytti óbrigðul sannindi. Túlkun hans var því í reynd málspekileg í anda miðalda, en hefðarvaldi við túlkun Biblíunnar var hafnað og í þess stað skírskotað til samvizku manna.29 Þetta átti allt eftir að breytast eins og brátt verður vikið að.

Með endurreisninni á 16. og 17. öld og vísindabyltingunni sem sérstaklega var bundin við þróun náttúruvísindanna fékk túlkunarfræðin nýtt vægi, enda varð mönnum ljóst að aðferðir náttúruvísindanna stoðuðu lítt þegar túlka átti mannanna verk. Ítalski sagnfræðingurinn og heimspekingurinn Giambattista Vico (1668-1740) braut hér blað í hugmyndasögunni með greiningu sinni á þeim mun sem hlýtur að vera á náttúruvísindum og mannlegum fræðum, en hugmyndum hans var lítill gaumur gefinn fyrr en löngu síðar.30 Með þessu varð til vísir að sögulegri vitund sem felur í sér að mennirnir skapa söguna, en engin frumspekileg öfl, að sögulegir atburðir gerast einu sinni og verða ekki endurteknir, að hvorttveggja, samhengi og rof verður í þróun sögunnar og þekkingar verður einungis aflað með málspeki og heimildarýni. Þessi viðhorf urðu síðan mikilvæg í upplýsingunni og sögustefnunni sem fylgdi.31

4.3 Sögustefnan – Söguleg vitund.

Hér er tilefni til að fara nokkrum orðum um sögustefnuna, en hana má rekja til þýzka guðfræðingsins og heimspekingsins Johans Gottfrieds Herders (1744-1804). Með þeirri stefnu hefst það sem kalla má ný söguleg vitund þar sem sérstakur gaumur var gefinn öllum sögulegum breytingum og hverju einu sem sögulegt má kalla. Sagan verður umgjörð sem afmarkar heimspekilega hugsun og verður jafnframt frumforsenda allrar fræðimennsku. Með þessu viðhorfi varð sagnfræðin áhrifamest allra greina mannlegra fræða og þær voru það sem kalla má "söguvæddar"32. Þetta birtist meðal annars í þeirri grein réttarheimspekinnar sem kölluð hefur verið sögustefnan og er annars staðar lýst. Það sem einkennir sögustefnuna er að sjónum er beint að hinu einstaka og einstaklingsbundna við söguleg fyrirbæri, jafnt einstaklingnum sem einstökum þáttum sögunnar og samfélagi manna í heild. Af þessu leiddi að menn gerðu sér ljóst sérhvert tímabil hefur sín sérkenni og túlka verður atburði í samræmi við þær forsendur sem lágu fyrir á þeim tíma þegar atburðir gerðust, nánar tiltekið í samræmi við upprunalegan skilning. Í annan stað var sérstök áherzla lögð á breytingar og hræringar í sögunni í stað óbreytanlegs veruleika sem

29 ? Gunnar Skirbekk og Nils Gilje: Heimspekisaga, bls. 280. H.C. Wind: Filosofisk hermeneutik, bls. 25-26.30 ? Gunnar Skirbekk og Nils Gilje: Heimspekisaga, bls. 286-92.31 ? H.C. Wind: Filosofisk hermeneutik, bls. 80 o. áfr., 85 o. áfr., sbr. bls. 181.32 ? Skirbekk og Gilje: Heimspekisaga, bls. 459-460.

24

Page 25: Viðfangsefni lögfræðinnar  · Web viewHin nýja skipan öðlast merkingu þegar tvennt er haft í huga: annars vegar viðleitni höfðingja til að tryggja sjálfstæði sitt

hafði fylgt upplýsingunni. Þessi áherzla á einstaklingshugsun og breytingu og hreyfingu í sögunni hefur verið talin bylting í hugsun vesturlandamanna. Það var andstætt því sem kennt var í upplýsingunni, t.d áherzlu á eilífa og algilda skynsemi samkvæmt kenningu Immanúels Kants, á eðlisréttinn eða náttúruréttinn og hið ævarandi og óbreytanlega eðli mannsins. Þannig má segja að viss afstæðishyggja hafi fylgt sögustefnunni og hefur hún sætt gagnrýni af þeim sökum, einkum á þessari öld.

Að mati Herders áttu náttúrlegar aðstæður þátt í að móta þjóðareðlið, en þær hugmydir hafði hann þegið frá Montesquieu og urðu þær mikilvægur þáttur í sögustefnunni. Eins og fyrr segir er hvert tímaskeið einstakt og það ríkir ákveðinn tíðarandi auk þess sem hver þjóð er mótuð af ákveðnum viðhorfum til lífsins sem kalla má þjóðaranda eða þjóðareinkenni. Allir mælikvarðar eru því afstæðir eftir stað og stund. Skilningur manna á framandi menningu verður ekki fólginn í öðru en innlifun í söguleg fyrirbæri. Menningarlegt umburðarlyndi er einkenni á kenningu Herders. Allar þjóðir eru sérstæðar og jafngildar og þessu viðhorfi fylgir fjölhyggja um menningu og þjóðir.

Þessi áherzla á tíðaranda og þjóðaranda fer í bága við þær hugmyndir að sagan hafi tiltekna merkingu eða stefni að ákveðnu markmiði þannig að í augum þeirra sem aðhyllast slíkar skoðanir hafa hugtök eins og tíðarandi eða þjóðarandi enga merkingu. Hugtök eins og þróun eða framfarir eru fjarri því að vera algild. Þjóðir og menningarskeið eiga sér upphaf, framþróun, hnignun og endalok. Samkvæmt kenningu Herders eru öll söguleg fyrirbæri háð tíðar- og þjóðaranda og hann ákvarðar sjálfsskilning manna og sýn á beröldina. Áherzlan liggur á að skilja fyrirbæri, en með því er ekki sagt að menn viðurkenni þau.33

4.4 Gagnvirk túlkun – aðferð textafræðinnar.

Á 18.öld ruddi sér til rúms skynsemisstefna sem þáttur í upplýsingunni. Áður höfðu menn með fornmenntastefnunni (húmanismanum) sem er sá þáttur endurreisnarinnar, sem sem laut sérstaklega að bókmenntum og mannlegum fræðum, tekið að gefa gaum hinum fornu ritum Grikkja og Rómverja. Þegar hér var komið var farið að beita sögulegri gagnrýni á texta Biblíunnar eins og annarra fornra rita með textafræði og málfræði að vopni. Öllu fyrra mati var hafnað, meðal annars fornir textar vefengdir, og skynsemin látin ráða, þannig að Biblían höfðaði til upplýsts og skynsams manns. Menn tóku að gera sér ljóst að langt bil var milli texta fortíðar og nútíðar sem hlaut að hafa áhrif á túlkunina. Viðleitnin var að leiða í ljós hin djúpu siðferðilegu sannindi sem lægju hulin að baki textanum, enda væru orðin háð sögulegum forsendum. 33 ? Sama rit, bls. 462-463.

25

Page 26: Viðfangsefni lögfræðinnar  · Web viewHin nýja skipan öðlast merkingu þegar tvennt er haft í huga: annars vegar viðleitni höfðingja til að tryggja sjálfstæði sitt

Þegar allt kom til alls var talið heppilegt að túlka texta Biblíunnar í sögulegu samhengi og með þessu varð gagnvirk túlkunarfræði Biblíunnar í meginatriðum hin sama og og sú túlkunarfræði sem notuð var við útleggingu veraldlegra texta, nánar tiltekið hinna klassísku rita Grikkja og Rómverja. Spratt af þessu almenn textafræði.34 Og hér mörkuðu kenningar þýzka heimspekingsins og guðfræðingsins Friedrich Schleiermachers (1768-1834) þáttaskil. En áður en vikið er að honum skal hér gerð stuttlega grein fyrir söguskólanum.

4.5 Söguskólinn.

Eins og fyrr var rakið, sbr. kafla 4.3 var Herder helzti kenningarsmiður sögustefnunnar, en af henni spratt söguskólinn sem hafði mótandi áhrif á þróun hugvísinda, einkum sagnfræði, guðfræði og lögfræði, sérstaklega réttarheimspeki. Gengur sú grein lögfræðinnar undir heitinu sögustefna, en hana átti Carl Friedrich von Savigny (1779-1861) mestan þátt í að móta. Um hana er sérstakur kafli og vísast til hans. Formælendur söguskólans vru þeir helztir Leopold von Ranke sagnfræðingur (1795-1886) og Johan Gustaf Droysen (1808-1884) sagnfræðingur og heimspekingur sem áður hefur verið nefndur.

Söguskólamenn höfnuðu hinu fyrirframgefna sögukerfi Hegels með því að það væri reist á óraunsæi og þar væri ekki gaumur gefinn að reynslunni. Í stað söguspeki Hegels beindu menn athygli sinni að túlkunarfræði Schleiermachers.

Tvennt er mikilvægast við söguskólann. Annars vegar sú áherzla sem lögð er á texta þá sem sagnfræðingur vegur og metur sem heimildir um fortíðina; hins vegar það að sagan sé almenn saga mannkyns sem reyndar tengist hinu fyrrnefnda á þann hátt að þekking á sögulegum textum sem heimildum vekur spurningu um einingu og samhengi í rás sögunnar og þannig skiptir saga alls mannkyns máli.

Þótt litið sé á söguna sem almenna sögu mannkyns felur það ekki í sér að einhver kerfis- eða löggengishugsun sé lögð til grundvallar, heldur er þá tekið mið af elztu og einföldustu reglu túlkunarfræðinnar: tengslum hlutar og heildar, t.d. texta í heild og einstakra hluta hans, en hvorttveggja stendur í innbyrðis þráttartengslum (díalektískum tengslum). En þó að texti sé heild verður það ekki sagt um söguna – hún er ferli sem er ekki lokið. Ef því er hafnað að skoða heildina má ætla að það bitni á skilningnum, hvort heldur á texta eða atburði. Sagnfræðingur getur ekki gengið að verki án allra forsendna; án heimspekilegra viðmiða verður sagan ekki annað en samhengislaus upptalning. 34 ? Richard E. Palmer: Hermeneutics, bls. 38-40.

26

Page 27: Viðfangsefni lögfræðinnar  · Web viewHin nýja skipan öðlast merkingu þegar tvennt er haft í huga: annars vegar viðleitni höfðingja til að tryggja sjálfstæði sitt

Söguskólanum fylgir togstreita milli hinna almennu viðmiða og þess sem reynslan hefur leitt í ljós. Með því að sagnfræðin á að teljast til reynsluvísinda verður að hafna kerfi Hegels, en á hinn bóginn verður að móta söguspeki eða söguviðhorf, nánar tiltekið túlkunarfræði sem sagnfræðirannsóknir geta stuðzt við.

Ranke setti fram það markmið að leitast ætti við að skilja fortíðina með því að endurskapa hana "eins og hún hefði orðið í reynd" (wie es eigentlich gewesen ist). Þetta er að sönnu mikilvægt, en frá sjónarmiði túlkunarfræðinnar verður ekki litið framhjá því að með þessum orðum er gert ráð fyrir hlutlægni sem naumast fær staðizt. Samkvæmt kenningum Rankes á sagnfræðingurinn að leitast við að lifa sig inn í fortíðina og túlka hana á eign forsendum hennar, en ekki með hugmyndir og viðhorf samtíma síns að leiðarljósi; hann á að losa sig við allar fyrirfram gefnar skoðanir um fortíðina. Aðferðafræði söguskólans er miðuð við fræðimann sem getur kannað hvaða tímaskeið sögunnar sem er óbundinn og óháður takmörkum sem samtími hans og saga setur.

Hér stendur söguskólinn nærri hlutlægnishugsjón náttúruvísindanna, þó með hugtakið "skilningur" – Verstehen – að leiðarljósi. Með þessu tengist söguskólinn hugvísindasögu Diltheys og tilvistarheimspeki Heideggers sem brátt verður vikið að.

Í ljósi almennrar sögu mannkyns er það ekki viðleitni söguskólans til hlutlægni sem vekur áhuga, heldur sú hugmynd að endurgera söguna sem er þá forsenda fyrir skilningi á henni. Endurgerðin fer fram í huga og hugmyndum og að sjálfsögðu má færa þessa hugsun og hugmynda-endurgerð í ritað mál. Þetta hefur verið stundað í meira en öld og spurningin er þá hvort þetta sé aðferðin til að fást við sögulega fortíð. Þessu hafnaði Hegel og taldi slíka endurgerð ekki svara neinu. Hegel setur annað markmið sem einkenna má sem samþætting eða miðlun.

Þá erum við komin að upphafinu: frá því sem kalla má reynslutúlkun til aðferðatúlkunar. Túlkun reist á reynslu gengur að skilningnum vísum, en ekki hvað þurfi til að öðlast skilning á sögulegum texta. Skilningur birtist í sérhverri tjáningu, sérhverri athöfn, Menn geti ekki verið til öðru vísi en að skilja, eigi að síður sé þeim um megn að skyggnast handan skilningsins; þess verður einungis spurt hvert sé upphaflegt hreyfiafl hans og hvað móti hann síðan. Í túlkun þar sem einungis er stuðzt við aðferðir er gengið að þeim tengslum við söguna vísum sem menn eru þegar í því að hin sögulega fortíð hefur þegar sett mark sitt á okkur áður en við uppgötvum hana sem viðfangsefni aðferðafræðilegra tilrauna til endurupplifunar.35

35 ? Wind: Filosofisk Hermeneutik, bls 31-34.27

Page 28: Viðfangsefni lögfræðinnar  · Web viewHin nýja skipan öðlast merkingu þegar tvennt er haft í huga: annars vegar viðleitni höfðingja til að tryggja sjálfstæði sitt

4.6 Gagnvirk túlkunarfræði og skilningur á máli.

Þegar rómantíkin ruddi sér til rúms varð mönnum ljósara en áður að menning og hugsunarháttur er breytilegur eftir framvindu sögunnar og þetta gerði Schleichermacher sér ljóst og braut blað í sögu gagnvirkrar túlkunarfræði36 Í kenningu Schleiermachers verður túlkunarfræðin annars vegar algild heimspekikenning og hins vegar tæknileg málspeki, list skilningsins. Þegar hér var komið höfðu menn horfið frá trú á óbrigðula texta og efuðust um að túlkunarhefðin flytti skýr skilaboð, en höfðu í anda upplýsingarinnar sett traust sitt á gagnrýna, kreddulausa skynsemi. Á þessu tvennu taldi Schleiermacher

36 ? Fjölnismaðurinn víðförli, Tómas Sæmundsson (1807-1841) sótti fyrirlestra Schleiermachers við Háskólann í Berlín og lýsir þeim svo: "Schleiermacher hafði blöð en brúkaði þau næsta sjaldan; var raust hans lág en laglig og sérlega yfirbevísandiog hjarlanlig." Síðar segir hann nánar frá honum, meðal annars á þessa leið: "En enginn hefir á nýrri tímum áunnið sér þar stórt nafn sem Schleiermacher, kennari við háskólann og kennimaður við Þrenningarkirkjuna í Berlín. Í hönum sýndist allt sameinað sem gæti gjört einn guðfræðing stóran, fyrst djúpsær þekking undirbúningsvísindanna, málfræði, sagnafræði og heimspeki hvörs vegna hann útlagði heimspekingsins Platons verk á sitt móðurmál betur en nokkur hafði áður gjört. Þar næst hafði hann sérstakan skilningsskarpleik og djúpsærri, kristiligan anda og málsnilli. hefur hann eftirlátið mörg verk í heimspeki og öllum greinum guðfræðinnar […] og rannsakað hina kristiligu trúarlærdóma alls staðar með allrar sinnar aldar og eigin heimspekisauga og byggt trúna á nýjum grundvelli, hinni náttúrligu tilfinnan hvörs eins um að hann sé áfastur við eitthvað hærra og guðdómligt. Þykir honum þar í helzt ábótavant, að dómi fjöldans hinna lærðu, að hann ekki aðskilur nógu strangliga veröldina og Guð og er hneigður til náðarvaldslærdómsins áþekkt Calvin. […]" Um kynni sín af Schleiermacher segir Tómas: "Hélt hann er eg var í Berlín, 3 fyrirlestra 16 tíma á viku hvörri yfir siðferðis heimspekina, útlistan nokkurra Páls bréfa og lífssögu Jesú , - og prédikaði þó líka á sunnudögum. Þókti mér það eina að honum á kennslustólnum, að mér fannst skilningurinn rétt sem bera allar hinar gáfurnar ofurliða og beina hönum alls staðar hvar hann vildi, og hann því oftar fara utan hjá hinum algenga veginum en þörf var, svo ekki væri trútt um að stundum keimaði af spidsfindighed. […]. Ég girntist mjög að sjá Schleiermacher, því eg hafði margt heyrt og lesið af hönum. Veittist mér það og 3 dögum eftir það eg kom til Berlín á blómstranna hátíð. Leiddi þá dr. Lewezow mig fyrir hann sem Íslending er óskaði að heyra hans kenningar. Schleiermacher sagði það velkomið með mikilli blíðu og heyrði mig um hvörnig mér gengi við þýzkuna og fl. Ég hefði áður enga ímyndan gjört mér um útlit hans og einasta séð hans andlitsmynd, en hvað brá mér ekki í brún er mér er sýndur hann, ekki hærri en svo sem mér í hönd, svo að í hvört sinn verður að hlaða undir hann er hann prédikar, og allur vanskapaður með hnúð út úr bakinu, andlitið þó falligt og viðfelliligt, höfuðið hvítt af hærum. Má eg játa, að eg hef ekki nálgazt neinum manni með stærri lotningu en hönum, er mér kom í hug hin stóra sál sem bjó í þessum lítilfjörliga líkama." Tómas Sæmundsson: Ferðabók Tómasar Sæmundssonar . Jakob Benediktsson bjó undir prentun. Hið íslenzka bókmenntafélag. Reykjavík 1947. Félagsprentsmiðjan hf.. bls.103, 142-144. Hafa verður í huga að bókin er einungis til í uppkasti höfundar, en hann lézt árið 1841 tæplega 34 ára gamall.

28

Page 29: Viðfangsefni lögfræðinnar  · Web viewHin nýja skipan öðlast merkingu þegar tvennt er haft í huga: annars vegar viðleitni höfðingja til að tryggja sjálfstæði sitt

raunar ekki mikinn mun með því að í hvorugu tilfellinu væri varpað fram spurningum um sjálft eðli skilningsins. Túlkunarhefðina töldu menn hafa ákveðna merkingu og því væri treyst á hana og gagnrýni upplýsingarinnar beindist að öllu nema skynseminni sjálfri. Schleiermacher taldi fjarri fara að henni væri treystandi, þannig að viðfangsefni túlkunarfræðinnar ætti að takmarkast við að koma í veg fyrir misskilning, ef hún ætti að vera algild. Schleiermacher lagði áherzlu á að ár og aldir mörkuðu allajafna skil milli skrásetningar texta og túlkandans. Þessi tímaskil ollu því að söguleg hefð yrði framandi og hún gæti ekki orðið sameiginleg undirstaða til gagnkvæms skilnings manna á meðal. Þess vegna yrði að leita annað, nánar tiltekið í sálarlíf manna, í eigin reynslu og upplifun hvers manns. Samkvæmt þessu yrði túlkunin þá innlifun og endurgerð sem merkir þá nánar tiltekið að menn lifi sig inn í reynsluheim annars manns. Merkingarsvið sem mótað væri af eigin sögu nægði ekki.

Þessi viðhorf mótuðust í hughyggju og rómantík 19. aldar. Í því samhengi er nauðsynlegt að gefa gaum annars vegar einstaklingshugsuninni og hins vegar samsömunarhugsuninni. Í einstaklingshugsuninni hvílir öll áherzlan á sérkenni og sérstöðu hvers manns og túlkandinn dregur hana fram; ekki með því að lýsa ytri háttsemi hans, heldur með innlifun í hugarheim mannsins. Til þess að slíkt sé unnt verður að gera ráð fyrir tilteknum sam-mannlegum eiginleikum sem tryggir að endurgerðin sé ekki tilbúningur, heldur raunsönn.37

Með því að gera þannig túlkunina að ”vísindum” eða “list” skilningsins og binda hana ekki einvörðungu við túlkun Biblíunnar eða annarra mikilsverðra texta, þar á meðal bókmennta og laga. Með því að rýmka hugtakið þannig að gagnvirk túlkunarfræði lýsti forsendum og aðferðum hvers konar túlkunar á máli manna, jafnt mæltu sem rituðu var túlkunarfræðin ekki bundin við ákveðnar fræðigreinar. Og nú var ekki eingöngu litið á textana sjálfa, heldur höfunda þeirra, hugarfar, vilja og ætlan. Hann leit á skilning sem skapandi endurgerð texta þannig að hugmyndir höfundarins yrðu tengdar því menningarlega umhverfi sem höfundurinn lifði og hrærðist í. Tengslin milli hins einstaka og heildarinnar verða þannig meginatriði í túlkunarfræði rómantísku stefnunnar. Hér vísaði hin gagnvirka túlkunarfræði veginn til rannsóknar á skilningi manna almennt - og þar var í reynd farin sú leið sem barn fer til að öðlast skilning á nýju orði. Þannig nálgaðist hermenísk túlkunarfræði almenna heimspeki.38

37 H.C. Wind:: Filosofisk hermeneutik, bls. 26-30.38

? Sama rit, bls. 40, 91-97. Ástráður Eysteinsson: Tvímæli 1997, bls.76. Bleicher: Contemporary Hermeneutics, bls. 14-16. Collin (ritstj.) Humanistisk Videnskabsteori, bls. 113. Páll Skúlason: Nokkur hugtök og úrlausarefni í túlkunarfræði, bls. 176.

29

Page 30: Viðfangsefni lögfræðinnar  · Web viewHin nýja skipan öðlast merkingu þegar tvennt er haft í huga: annars vegar viðleitni höfðingja til að tryggja sjálfstæði sitt

4.7 Túlkunarfræði sem undirstöðuaðferð mannlegra fræða – Wilhelm Dilthey.

Eins og þegar hefur verið tekið fram var túlkunarfræðin í meðförum Schleiermachers bundin málspekinni með sálfræðilegri innlifunartúlkun, en síðar var hún tengd sögunni og sögulegum rannsóknum. Í þennan farveg hafði helzti kenningarsmiður sögulega skólans Wilhelm Dilthey beint túlkunarfræðinni og innan skólans varð það ráðandi stefna að tengja túlkunarfræðina við söguna. Annars var afstaða náttúruvísindanna til hugvísindanna mikilvægasta viðfangsefni Diltheys. Hann greinir skarplega milli þeirrar þekkingar sem hefur náttúruna að viðfangsefni og þeirrar sem lýtur að sögunni. Náttúran og sagan eru tvö svið þar sem tvenns konar þekkingarform á við. Við öðlumst þekkingu á náttúrunni með því að beita greiningu og orsakaskýringu, en þekkingu á sögunni með skilningi sem menn öðlast með sálfræðilegri innlifun. Hugvísindin þarfnast eigin þekkingarfræði sem er annars eðlis og ólík þekkingarfræði náttúruvísindanna og það er túlkunarfræðin, eins og Dilthey skilur hana, sem á að móta þekkingarfræði hugvísindanna. Túlkunarfræðin sem þekkingarfræði hugvísindanna er ekki algild túlkunarfræði, hún er aðferð við útleggingu, bundin við hugvísindin. Og hér er tvennt til marks:

Í fyrsta lagi sú hugsun Diltheys sem þegar hefur verið fjallað um að vísindum sé skipt í tvennt, annars vegar í náttúruvísindi og hins vegar í hugvísindi sem hvor um sig fæst við ólík þekkingarsvið og beitir ólíkum aðferðum.

Í öðru lagi tengsl hlutar og heildar. Þegar fengizt er við túlkun texta má leggja hann í heild til grundvallar, en þetta verður ekki gert þegar fengizt er við sögu. Textann verður að skilja í samhengi við aðra texta og baksvið þeirra. Svipað er að segja um sögulega viðburði; Þá verður að skilja í samhengi við forsendur og afleiðingar. En hér er sá munur á að sagan myndar enga heild, hún er óendanleg í þeim skilningi að við fáum aldrei að vita hvenær áhrifum einstakra atburða eða atburðarásar lýkur endanlega. Í þessum skilningi lýkur sögunni aldrei. En þennan vanda hafa menn reynt að leysa með því að loka sögunni, ef svo má að orði komast, þannig að hún eigi sér upphaf og endalok. Á þeim grundvelli megi setja fram algildar kenningar um sögu mannkyns sem einkennast af löggengi og markhyggju og það megi síðan hafa til viðmiðunar um túlkun. Hér má sem dæmi nefna kenningar Ágústíns kirkjuföður, Georgs Friedrichs Hegels og Karls Marx.39 Slíkar hugmyndir getur Dilthey ekki stuðzt

39 Í riti sínu Ríki guðs (De Civitate Dei) sem er eitt áhrifamesta rit sem samið hefur verið um söguspeki, sögutúlkun og stjórnmálaheimspeki setur Ágústínus fram kenningar sínar um löggengi sögunnar og markhyggju. Sagan einkennist af baráttu tveggja ríkja, ríki guðs

30

Page 31: Viðfangsefni lögfræðinnar  · Web viewHin nýja skipan öðlast merkingu þegar tvennt er haft í huga: annars vegar viðleitni höfðingja til að tryggja sjálfstæði sitt

við og liggja til þess tvær ástæður. Hin fyrri er að slík túlkunarsöguspeki endar að hans dómi í frumspeki, en vísindaleg aðferð við rannsóknir á sögunni samrýmist ekki frumspeki og hin síðari að með þessu fjarlægðust hugvísindin um of náttúruvísindin með öguðum aðferðum þar sem allri frumspeki er hafnað.

Af þessu leiðir að söguleg túlkunarfræði Diltheys er ekki á neinn hátt algild undirstaða allra vísinda. Sú túlkunarfræði sem tekur mið af sögunni er einungis vísindaheimspekileg og aðferðafræðileg túlkunarfræði. Dilthey leggur samkvæmt þessu áherzlu á að aðferðum náttúruvísindanna til þekkingaröflunar verður ekki umsvifalaust beitt við þau fræði sem fást við söguna. Þess vegna verður að móta aðferð sem er nothæf til að afla þekkingar á sviði þessara fræða. Þótt ekki takist að ná jafntraustum aðferðum og á sviði náttúruvísinda má fara allnærri og þá ekki sízt þegar höfð er í huga sérstaða þessara fræða. Á sviði þekkingarfræði hugvísinda hefur framlag Diltheys verið forsenda þess að Martin Heidegger og Hans-Georg Gadamer settu saman hina algildu

og ríki djöfulsins. Með syndafallinu efldist ríki djöfulsins, en þáttaskil urðu við fæðingu Krists og stofnun kirkjunnar. Átökin halda þó áfram og um sinn nær ríki hins illa yfirhöndinni, en að lokum sigrar kirkjan þegar mannkyni verður stefnt fyrir dóm guðs. Sagan er hjálpræðissaga mannkyns úr viðjum hins illa. Sagnfræðingurinn Giambattista Vico þróaði söguspeki sína á grundvelli söguspeki Ágústíns, en lagði áherzlu á hringferli sögunnar. Sjá nánar Inga Sigurðsson: Sagnfræði og söguspeki. Mál og túlkun (1981), bls. 42-43.og Þórhall Vilmundarson: Um sagnfræði (1969), bls. 22-23.

Sjálfur lýsti Hegel söguspeki sinni á þá leið að hún væri ekki annað en framþróun vitundar manna um frelsi. Heimsandinn, sem er ekki annað en skynsemin sem hefur losnað úr viðjum náttúrunnar til andlegs frelsis manna innan vébanda ríkisins. Framþróun er bundin við andstæður sem eigast við og kallast sú aðferð díalektík eða þráttarhyggja Tiltekin skoðun – þesa eða framsetning – kallar á antíþesu, eða gagnsetningu en síðan sameinast þær í æðri einingu synþesu – samsetningu. Sögunni skiptir Hegel í tímabil eftir því sem heimsandinn, eða hin frjálsa skynsemi kemst til vitundar um frelsið og það gerist endanlega í hinum kristna germanska heimi og fullkomnast í prússneska ríkinu, sjá nánar Þórhall Vilmundarson: Um sagnfræði (1969), bls.30-31 og 38-39.

Karl Marx studdist mjög við hugmyndir Hegels, en hafnaði kenningu hans um heimsandann, en beindi í þess stað athugunum sínum að hinum skynjanlega efnislega heimi. Söguspeki Marx mótast af hugtökunum framleiðsluöfl og framleiðsluhættir eða framleiðslutengsl. Hið fyrrnefnda merkir framleiðslutækin og hráefnið, en hið síðarnefnda afstöðu þeirra sem taka þátt í framleiðslunni.Ný framleiðsluöfl kollvarpa framleiðslutengslunum og því skipulagi sem við þau eru bundin, en sú þróun verður með átökum stétta. Sagan mótast af þessari efnalegu löghyggju sem einkennist af þessum átökum og gætir hér áhrifa frá Hegel. Kallast þessi söguskoðun díalektísk efnishyggja. Sagan fellur síðan í ákveðin tímabil með vaxandi átökum, unz öreigar ná undirtökunum – alræði öreiganna – en af sprettur hið stéttlausa þjóðfélag. Sjá nánar Inga Sigurðsson: Sagnfræði og söguspeki, bls. 44-46. Þórhall Vilmundarson: Um sagnfræði, bls. 30-32. Sjá einnig Sögu Kommúnistaflokks Ráðstjórnarríkjanna (1944), bls. 182-228.

31

Page 32: Viðfangsefni lögfræðinnar  · Web viewHin nýja skipan öðlast merkingu þegar tvennt er haft í huga: annars vegar viðleitni höfðingja til að tryggja sjálfstæði sitt

túlkunarfræði. Þetta á ekki sízt við greiningu Diltheys á hugtakinu skilningur (Verstehen) sem er grundvallarhugtak í síðari þróun túlkunarfræðinnar. Þetta hugtak – Verstehen – tengir saman söguskólann, sögulega greiningu Diltheys á hugvísindum og tilvistarheimspeki Heideggers. En algild er túlkunarfræði Diltheys ekki eins og fyrr hefur verið tekið fram.

Samkvæmt því sem nú hefur verið rakið er niðurstaða Diltheys sú að söguleg þekking sé þekking á einstökum atburði og slíkur atburður verði aldrei keyrður undir lögmál eins og atburðurinn væri þáttur í löggengi sögunnar. Í stað lögmála er söguspekin fólgin í innsæi og skilningi á því að hönnuðir sögunnar eru sjálfir þátttakendur og þar með hluti hennar. Sá sem hyggst afla sér þekkingar á náttúrunni stendur utan við viðfangsefnið og óháður því og sögu þess sem síðan tryggir að menn öðlist reynslu óháða allri þátttöku í því sem gerist. Þannig er aðstaðan ekki á vettvangi þeirra hugvísinda sem hafa söguna að leiðarljósi. Þar er ekki hægt að gera ráð fyrir persónu utan viðfangsefnisins, enda geta einungis lifandi persónur skilið sögulega atburði. Samkvæmt þessu nálgast menn söguna á allt annan hátt en náttúruvísindin, með sögulegri vitund sem svo er kölluð. Hún lýkur upp fyrir mönnum að það samfélag með regluverki sínu og stofnunum sem við mönnum blasir er ekkert sjálfgefið, heldur afurð hugsana manna og háttsemi, andlegs sköpunarmáttar manna. Og söguna er léttara að skilja en náttúruna því að sagan er mannanna verk en ekki náttúran eins og Vico benti á. Hér kemur við sögu hugtakið Leben – innlifun – sem Georg Friedrich Hegel samsamaði því sem kallað er tíðarandi, en Dilthey tengir söguvitundinni sem áður er lýst. Hugtakið lýsir forsendu þess að menn nái tökum á sögunni, en þá verða menn að láta af öllum fyrirframgefnum skoðunum, lifa sig inn í fortíðina, endurupplifa hana og endurgera. Með þessu tengir Dilthey sögulega vitund við túlkunarfræði Schleiermachers og hefð sögustefnunnar.40

Wilhelm Dilthey sá að túlkunarfræðin gat verið undirstöðugrein allra hugvísinda. Til þess að geta túlkað það sem mannfólkið hefði tjáð í helgum textum, lögum og bókmenntum yrði að skoða texta af þessu tagi í ljósi sögunnar. Sú aðferð væri í grundvallaratriðum önnur en beitt væri í náttúruvísindum þar sem unnt væri að mæla og vega og síðan orða lögmál á þeim grundvelli. Sögulegan skilning öðluðust menn með persónulegri vitneskju um það hvað það væri að vera manneskja. Í gagnvirkum túlkunarfræðum sem sérstaklega beinast að túlkun texta – viðfangsefni sem er í eðli sínu sögulegt – taldi Dilthey sig finna aðferðir, ekki eingöngu til að túlka texta, heldur til að leggja grunn að öllum fræðum sem fást við 40 ? Wind: Filosofisk hermeneutik, bls. 14-15, 18, 29, 55 o. áfr. 83 o. áfr.. Skirbekk og Gilje: Heimspekisaga, bls. 468 o. áfr.

32

Page 33: Viðfangsefni lögfræðinnar  · Web viewHin nýja skipan öðlast merkingu þegar tvennt er haft í huga: annars vegar viðleitni höfðingja til að tryggja sjálfstæði sitt

menningarfyrirbæri í því skyni að létta mönnum skilning á eigin lífi og tilveru. Þetta tjáningarferli birtist ekki einvörðungu í textum, heldur hvers konar sýnilegum táknum og merkjum sem mannfólkið skilur eftir sig. Þetta yrði að túlka í sögulegu samhengi til þess að öðlast þekkingu á því sem að baki býr og þar með skilning (Verstehen). Þessi tákn tækju yfir vítt svið allt frá hjali barna til frægustu bókmenntaverka og tímamóta-fræðikenninga. Þau birtist í verkum úr steini og litum, í tónum, hreyfingu, orðum, textum, athöfnum, samfélagsskipan og allt þarfnast túlkunar og skilnings, svo að það öðlist merkingu.41

Ef kenningar Diltheys eru dregnar saman í stuttu máli verður niðurstaðan þessi:

Hugvísindin fást við það sem er einstakt og sérstætt; það sem verður ekki endurtekið. Þekkingarleitin staðnæmist ekki við það eitt að útskýra fyrirbærin á grundvelli almennra lögmála.

Í hugvísindum skiptir verulegu máli að setja fyrirbærin sem verið er að kanna í samhengi, skoða heildina í samhengi við hið einstaka og hið einstaka í samhengi við heildina. Þessi tengsl eru iðulega flókin, meðal annars að ákvarða hvað sé heild. Öll þekkingarleit er hringferli, sbr. túlkunarhringinn.

Hugvísindin verða að stuðla að skilningi á manninum hvorttveggja sem hugveru og hlutveru. Maðurinn er hlutvera í þeim skilningi að hann er mótaður af aðstæðum sínum í þjóðfélaginu, uppruna sínum og fleiru. Hann er hugvera í þeim skilningi að hann mótar sjálfur eigin tilveru og stýrir athöfnum sínum.

Dilthey leggur áherzlu á afstæði sögulegra fræða þar sem allt er háð stað og stund, þannig að ekki séu nein rök fyrir algildum verðmætum og siðaboðum. Greining á sögulegu samhengi verðmæta og siðaboða hefur leyst af hólmi trúarlega og frumspekilega réttlætingu. Og þarna sér Dilthey þversögn milli kröfu allrar fræðimennsku um algildi og hins vegar þess sem söguleg vitund leiðir í ljós um afstæði allra slíkra tilrauna.42

4.8 Túlkunarfræði sem skilningur á tilvist manna. – Martin Heidegger.

Eins og þegar hefur verið rakið var túlkunarfræðin upphaflega tengd málspeki og textafræði, síðan sögunni, eins og þegar hefur verið lýst. Vegna sögulegra

41

? Collin (ritstj.): Humanistisk videnskabsteori, bls. 112. Palmer: Hermeneutics, bls.41. Páll Skúlason: Nokkur hugtök og úrlausnarefin í túlkunarfræði, bls.176.

42 ? Skirbekk og Gilje; Heimspekisaga,bls. 471-472.33

Page 34: Viðfangsefni lögfræðinnar  · Web viewHin nýja skipan öðlast merkingu þegar tvennt er haft í huga: annars vegar viðleitni höfðingja til að tryggja sjálfstæði sitt

viðhorfa innan hugvísinda varð túlkunarfræðin að lyktum heimspeki allra slíkra fræða. En hún er þó ekki algild heimspeki eins og birtist í hinni kristnu söguskoðun, söguspeki Hegels og Marx, heldur bundin við aðferðafræði og þannig einn þáttur heimspekinnar, nánar tiltekið vísindaheimspeki.

Í túlkunarfræði sinni gengur Martin Heidegger lengra en Dilthey og þar er tvennt sem verður að gefa gaum, en hvorttveggja lýtur að því hvort túlkunarfræðin sé algild heimspeki.

Hið fyrra lýtur að því að við öðlumst aldrei neinn heildarskilning á því hvert sagan stefnir. Við vitum það eitt að mennirnir lifa í sögulegu ferli sem sér ekki fyrir endann á, en á sér jafnframt eigin sögu sem lýkur með dauðanum og á sér þannig endalok. Þangað nær engin reynsla manna, þannig að dauðinn er hvorttveggja í senn óviss og viss. Dauðinn setur þannig óafmáanlegt mark á tilvist manna og með þá staðreynd í huga má gera ráð fyrir afmarkaðri heild í skilningi túlkunarfræðinnar sem hafa má til viðmiðunar þegar einstakir þættir eru skoðaðir. Þetta merkir að ræða má um algildi án þess að bíða endaloka hinnar almennu sögu mannkyns. Í reynd merkir þetta að einungis er unnt að fjalla um söguna öðruvísi en frá sjónarmiði og skilningi hvers manns þar sem hann hefur sjálfan sig til viðmiðunar. Þetta á einnig við hina almennu sögu mannkyns og það má segja að almenn heimspekilegt viðhorf búi að baki með því að nálgast málið með þessum hætti.

Hið síðara atriði sem ber á milli þeirra Diltheys og Heideggers eru þau skil sem Dilthey gerir milli þekkingar á náttúrunnar og þeirra vísinda sem um hana fjalla og þekkingar á sögulegum fyrirbærum sem móta hugvísindin, eða hin mannlegu fræði, en aðferðir eru þar gerólíkar. En með framlagi sínu til þekkingarfræði mannlegra fræða hefur Dilthey vísað Heidegger og Gadamer veginn til að móta algilda túlkunarfræði. Þetta á ekki sízt við greiningu Diltheys á hugtakinu "skilningur" – Verstehen – sem ræður úrslitum á síðari stigum túlkunarfræðinnar.43

Heidegger heldur fram sjónarmiði algildrar túlkunarfræði með því að vekja athygli á að allri fræðilegri og vísindalegri þekkingu verði að skipa skör neðar en þeim skilningi sem menn öðlast og styðjast við í daglegri önn og iðju sinni. Hér gætir áhrifa frá heimspeki Edmund Husserls og fyrirbærafræði hans sem kalla má eins konar yfirvísindi (vísindi vísindanna). Ávallt verður að hafa í huga að hver vísindagrein nær einungis yfir afmarkað svið, en forsenda allrar vísindaþekkingar er sú vitneskja sem við öflum okkur í forvísindalegum reynsluheimi okkar og hér ríður á að hafa í huga að sérhver hlutur í heiminum fær merkingu í því samhengi sem hann er í og af samhenginu má ráða hverjar 43 Ath. hér Martin Heidegger: Sein und Zeit, gr. 15 og 33.

34

Page 35: Viðfangsefni lögfræðinnar  · Web viewHin nýja skipan öðlast merkingu þegar tvennt er haft í huga: annars vegar viðleitni höfðingja til að tryggja sjálfstæði sitt

nytjar megi af honum hafa, en þær ljá honum síðan merkingu. Til hvers eru verkfæri eins og hamar , skófla eða penni, bíll eða flugvél? Hamarinn stendur í samhengi við efniviðinn sem smíða á úr og þannig fær hann merkingu; eða með öðrum orðum hlutur fær merkingu áður en hann er veginn mældur og efnagreindur. Þessi nytjavirkni varðar alla hluti í heimi hér, hvort heldur í náttúrunni og sögunni. Áherzlan og matið fer eftir því hvert sjónarhornið er. Hlutlaus rannsókn gerir fyrirbærið að náttúrlegum hlut, en daglegar nytjar gera hann að daglegu og sögulegu fyrirbæri að svo miklu leyti sem það gengur inn í sögulegt umhverfi mannsins.

Hið sögulega er þannig í reynd algilt í túlkunarfræðinni með því að sagan er ekki afmarkaður þáttur í tilveru manna, heldur grundvöllur allrar tilveru mannsins. Veröldin sjálf er sögulegt fyrirbæri.

Eins og fyrr sagði er tvennt sem ræður úrslitum um heimspekilega túlkunarfræði. Í fyrsta lagi er það saga hvers manna eða veraldarsaga einstaklingsins og skynjun hans á lífinu í heild. Í öðru lagi það að leggja til grundvallar lýsingu fyrirbærafræðinnar á hlutum sem nytjahlutum. En þá verður að leggja áherzlu á þetta: Heidegger sér merkingu hlutar í nytjum hans og þær tengja hlutina saman, t.d. hamarinn við efniviðinn, pennann við blaðið, bílinn við götuna og flugvélina við loftið svo að dæmi séu tekin. En hver er merkingin með lífi mannsins? Mennirnir lifa í þeim tilgangi að lifa. Þeir lifa ekki eingöngu í andartakinu – nú-inu – heldur einnig fyrir það sem framtíðin ber í skauti sér; líf manna er bundið við tímann og söguna; menn lifa í tímans rás án nokkurs æðra markmiðs. Á þennan hátt verður tíminn og sagan hið algilda í tilveru eða verund mannanna.

Í þessari sögulegu vídd liggja rætur túlkunarhringsins sem svo er kallaður, sem mótar jafnt tilveru manna sem þekkingu. Þetta gerist vegna þess að hvorttveggja, háttsemi manna og þekkingaröflun ákvarðast af gagnvirkni sem líkja má við hringferli, en það á aftur rætur að rekja til þess að menn geta ekki greint sem skyldi milli vitsmunaverunnar og hlutarins sem er verið að skoða eða rannsaka. Einnig verður að hafa í huga að vitsmunaveran er einnig tilfinningavera. Fyrstu viðbrögð hennar við umhverfinu eru ef til vill ótti eða önnur áþekk geðhrif. Þau má kalla forvísindalegan skilning á umheiminum sem hefur ekki mótazt af hlutleysi, heldur tilfinningum. Þannig eru tilfinningar manna virkar í allri þekkingarleit, en af því verður þó ekki ályktað að þekkingin sé alfarið huglæg; væntingar setja vissulega með nokkrum hætti mark á hana, en við þær er þó alls ekki látið staðar numið. Nánari skoðun og rannsókn kann að leiða í ljós að fyrstu viðbrögð hafi verið röng. Hlutur sem í fyrstu virtist hættulegur reynist alls ekki vera svo við nánari hlutlausa skoðun.

35

Page 36: Viðfangsefni lögfræðinnar  · Web viewHin nýja skipan öðlast merkingu þegar tvennt er haft í huga: annars vegar viðleitni höfðingja til að tryggja sjálfstæði sitt

Túlkunarhringurinn verður þannig til á grundvelli ákveðins skilnings á því hvað það merkir að vera til. Merkingin ræðst nokkuð af tengslum við umhverfið og því sem þar er að finna. Eins og fyrr er tekið fram þekkja menn þá hluti sem fyrir augu ber, tæki og tól, af nytjum og samhengi og þessi þekking verður til áður en hlutir eru grandskoðaðir, vegnir og metnir.

Hringferlið liggur frá mönnum til hluta og síðan aftur til manna; þannig er það á tvo vegu. Frá því að Kant setti fram kenningar sínar hefur mönnum verið ljóst að fyrsta ferlið er frá manninum til hlutarins. Ef á hinn bóginn er ekki bætt við öðru ferli eins og gert er í þekkingarfræði gagntúlkunarfræðinnar verður ferlið ekki annað en aðferð sem miðar að öflun hlutlægrar þekkingar einnar þar sem hinum huglæga þætti er sleppt sem er þó skilyrði allrar þekkingar.

Með þessu er því ekki haldið fram að hin hlutlæga eða hlutgerða vísindalega þekking sem almennt er þekkt í raunvísindum rísi ekki undir nafni, heldur einungis að hún nái yfir takmarkað svið. Það er hins vegar hlutverk túlkunarheimspekinnar að sýna fram á að öll þekking sé reist á túlkun og þannig sé einn grundvöllur allrar þekkingar. Þetta er mjög mikilvægt að ljóst sé þegar fengizt er við þekkingarfræði hugvísindanna, eða mannlegra fræða.

Með þetta í huga þóttist Dilthey skynja að hugvísindin gætu stefnt að hlutlægni sem í engu stæði að baki hlutlægni náttúruvísindanna. Í reynd merkti þetta að hugvísindin væru í vörn gegn náttúruvísindunum, en Heidegger snýr vörn í sókn: Hlutlægnin er ekki sjálfgefin grundvöllur, heldur hin huglægu skilyrði allrar þekkingar sem birtast með skýrum hætti þegar því er gaumur gefinn hvernig menn lifa og hrærast í sögunni og hún mótar líf þeirra. Þetta setur mark á hugsun manna og þekkingu, þannig að allt sem þeir hugsa er bundið þessum huglægu skilyrðum þekkingarinnar.

Mörg álitaefni rísa þegar túlkaðir eru fornir textar, til dæmis úr Íslendingasögunum. Hér má sem dæmi nefna eftirfarandi texta úr Njáls sögu þar sem lýst er Njálsbrennu:

Flosi mælti: "Útgöngu vil eg þér bjóða, því að þú brennur ómaklegur inni." Njáll mælti: "Eigi vil eg út ganga, því að eg er maður gamall og lítt til búinn að hefna sona minna, en eg vil eigi lifa við skömm."44

Hefnd þekkja nútímamenn úr eigin reynsluheimi, en ekki þá siðferðisskoðun sem liggur að baki orðum Njáls, enda hefur kristin kirkja innrætt mönnum öldum saman að hefnd sé syndsamleg.

44 ? Brennu-Njáls saga 129. kap, bls. 330.36

Page 37: Viðfangsefni lögfræðinnar  · Web viewHin nýja skipan öðlast merkingu þegar tvennt er haft í huga: annars vegar viðleitni höfðingja til að tryggja sjálfstæði sitt

Það sem hér er á ferðinni er kallað forskilningur , nánar tiltekið skilyrði alls skilnings sem sýnir að skynsemin ein, rúin öllum tilfinningum og lífsviðhorfum, verður ekki höfð að leiðarljósi.

Það sem hér hefur verið rakið er bakgrunnur gagnvirkrar túlkunar í heimspeki Gadamers. Á hinn bóginn er heimspeki Heideggers ekki eiginleg gagntúlkunarheimspeki, heldur hefur hún að geyma verufræðilegan og þekkingarfræðilegan grundvöll hennar og rennir stoðum undir þá kenningu að gagntúlkunarfræðin sé algild undirstaða allra vísinda. Þetta er viðhorf Gadamers og hann þróar frekar í tengslum við fjölmarga þætti menningarinnar, list, sögu, tungu o. s. frv.45

Niðurstaðan er þá þessi: Samkvæmt kenningu Heideggers er gagnvirk túlkunarfræði hvorki bundin við túlkun texta né heldur við aðferðafræði hugvísinda. Tilvist manna er háð því hvernig menn skilja og túlka sig sjálfa og þá veröld sem þeir lifa í. Í samræmi við þetta er markmið Heideggers með greiningu sinni að benda á túlkun og skilning sem meginviðleitni manna til að lifa, móta og tjá tilveru sína. Mennirnir lifa ekki af sjálfu sér, heldur fyrir eigið frumkvæði og framtakssemi. Þeir verða því með opnum hug að hyggja á ráð sem ákvarðar tilvist þeirra. Jafnframt eru mennirnir settir í ákveðna aðstöðu sem þeir verða að bregðast við. Þetta ræður úrslitum um tilvist þeirra. Og þá verða þeir að gera sér grein fyrir henni og það krefst ákveðins forskilnings sem tekur til hvors tveggja, skilnings á aðstæðunum og skilnings á réttum viðbrögðum við því sem væntanlegt er til að þeir geti tryggt tilveru sína framvegis. Þetta má heita forskilningur því að hér er túlkað með ákveðna fyrirætlan að leiðarljósi sem felur í sér að reynt er að móta aðstæður og til þess þurfa menn að vera forspáir ef svo má að orði komast. Túlkun á tengslum við tilfinningar, skilning og orðræðu við ákveðnar aðstæður er bundin við hugtök sem skýra það samband við veruleikann og heiminn sem myndast fyrir tilstilli mannlegrar tilveru. Tilvist man na felst í því að túlka og skilja þá sjálfa og heiminn.46

4.9 Forskilningur og skilningssjónarhorn – Hans-Georg Gadamer.

Gadamer hafnar því eins og Husserl og Heidegger að líta á textann einvörðungu sem vitnisburð um líf þess sem setti hann saman. Því er þó engan veginn neitað að hafa megi texta til marks um sálarlíf, persónulega hagi og sögulegar aðstæður, en hann felur meira í sér. Með texta er látið í veðri vaka að hann flytji sannindi og skilningur á texta birtist skýrast í viðbrögðum við þeim

45 ? Wind: Filosofisk hermeneutik, bls. 15-24.46 ? Collin (ritstj.): Humanistisk videnskabsteori, bls. 118-19. Palmer: Hermeneutics, bls. 41-42, sbr. 124 o. áfr..

37

Page 38: Viðfangsefni lögfræðinnar  · Web viewHin nýja skipan öðlast merkingu þegar tvennt er haft í huga: annars vegar viðleitni höfðingja til að tryggja sjálfstæði sitt

sannindum sem þar eru boðuð. Venjulega skiljum við það og samþykkjum sem við okkur er sagt, enda má segja að í samþykki birtist skilningurinn í upphaflegri mynd og það merkir að þess megi vænta að þar séu flutt sannindi, enda gerum við ráð fyrir í öllum daglegum samskiptum að menn segi satt. Þetta merkir að menn verða að vera virkir í því að taka afstöðu til þess sem felst í textanum við túlkun hans.

Þegar þetta eðlilega samþykki bregzt rís túlkunarvandinn og þetta gerist ef orða falla sem eru fjarri veruleikanum. Viðmælandi manns segir: "Það er vor í lofti" á hrollköldum dagi í svartasta skammdeginum. Þá er úrræðið að komast bakvið textann og huga að ásigkomulagi þess sem talar. Er hann að gera að gamni sínu, eða er hann ekki með réttu ráði. En þetta eru þó ekki fyrstu viðbrögðin. Við reynum að setja okkur inn í merkingu þess sem sagt er, enda gerum við ráð fyrir að sá sem talar vilji segja satt. Sannindi texta lýsa sér í því að hann myndi einingu, þannig að engin mótsögn sé milli einstaks hluta þeirrar heildar sem textinn myndar.

Hér er gert ráð fyrir fullkomnum texta og sú ráðagerð er hluti forskilningsins, en hann er forsenda þess að unntsé að skilja texta. Með forskilninginn að leiðarljósi grisjar túlkandinn textann, þannig að hann skilur frá þá leshætti sem valda mótsögnum og merkingarleysi. Með forskilningnum er að mati Gadamers fyrirfram gert ráð fyrir að textinn sé fullkominn og þar með hefur nýtt hugtak yfir gagnvirka túlkunarhringinn verið mótað. Forverar Gadamers töldu túlkunarhringinn bundinn við það sem túlka ætti, svo sem textann, líf höfundar eða starf og svo afstöðu hlutar og heildar í textanum, t.d. tengsl milli einstakra ummæla í textanum sem skilja yrði með hliðsjón af heildinni, jafnframt því sem þau vörpuðu ljósi á heildina. Samkvæmt hinum nýja skilningi Gadamers á túlkunarhringnum nær hann út fyrir viðfangsefni það sem túlka á. Upphaf hans er í forskilningnum sem er utan textans eða hverseina sem túlka á. Þannig er forskilningur túlkandans orðinn hluti túlkunarhringsins því að hann má ákvarða sem gagnkvæm skilyrt tengsl milli þess sem textinn segir og þeirrar heildarmerkingar sem túlkandinn leggur til grundvallar. Til þess yfirleitt að geta skilið texta verða menn með stoð í forskilningi sínum að draga upp heildarmerkingu og hafa hana að leiðarljósi þegar síðan er rýnt í textann.47

Forsenda þess að skilja annan mann, athafnir hans og afakstur þeirra er samkvæmt þessu að átta sig á því hvernig hann skilur sjálfan sig, líf sitt og umhverfi. Hver maður hefur ákveðinn skilning á því sem bærist hið innra með honum, hvað skiptir máli, hvað hann vill og hverra kosta hann á völ, auk þess

47 ? Vor tids filosofi. Red. Paul Lübcke, bls. 165 o. áfr. Þar eru ýtarlegar tilvísanir í höfuðrit Gadamers Wahrheit und Methode.

38

Page 39: Viðfangsefni lögfræðinnar  · Web viewHin nýja skipan öðlast merkingu þegar tvennt er haft í huga: annars vegar viðleitni höfðingja til að tryggja sjálfstæði sitt

sem hann hefur ákveðinn skilning á því umhverfi sem hann lifir í. Þetta er nánar tiltekið forskilningurinn eða skilningssjónarhornið og þessu sjónarhorni verður maður að deila með þeim sem hann á skipti við til þess að skilja hann. Sama á við texta sem maður lætur eftir sig. Hann ber vætti um skilning höfundar á sjálfum sér og veröldinni. Til þess að skilja textann verður sá er við tekur að leggja til grundvallar eigin skilning eða viðhorf til veraldarinnar og þeirra gilda sem þar eru viðurkennd og þess mannfólks sem þar lifir og hrærist. Viðtakandinn – lesandinn – getur einungis skilið textann að skilningur hans og höfundar skarist.

Þetta skilningssjónarhorn sem sá hefur í farteskinu þegar hann gengur til móts við viðmælanda sinn eða höfund þess texta sem hann tileinkar sér hefur hann ekki mótað með vitund eða vilja, þannig að hann geti gert sér fulla grein fyrir því. Þetta eru viðhorf sem hann hefur smám saman tileinkað sér með því einu að lifa lífinu án þess að setja sér neitt sérstakt markmið. Í samræmi við þetta ber hver maður einhver boð og það sem frá honum kenur, texti eða annað áþekkt, er til vættis um það. Túlkandinn hefur á sama hátt helgað sér sömu viðhorf og þeim verður hann að deila með höfundinum til þess að geta tileinkað sér það sem höfundurinn lætur frá sér fara. Þessi sameiginlegi og að nokkru leyti ómeðvitaði bakgrunnur er nauðsynlegur til skilnings.

Sá sem á samskipti við annan verður að skilja það tungumál bæði merkingu orðanna og gerð málsins, en kjarninn hlýtur þó ávallt að vera þau boð, eða sé boðskapur sem fluttur er. Ef ummælin lúta að veröldinni sýnir efni þeirra eða boðskapur ákveðinn skilning á henni, ef orðin fela í sér ákall (áskorun eða hvatningu) sýnir efni þess ákveðinn skilning á gildum, ef orðin lúta að tilfinningum lýsa þau tilteknum skilningi á hinum innra manni og persónuleika þeirra sem þau mælir. Í stuttu máli: Það að skilja texta merkir samkvæmt framansögðu að fella hann að eigin skilningssjónarhorni, að beita honum á eigið líf, að tileinka sér hann þannig að sá skilningur sem þar birtist á lífinu og tilverunni verði að eigin skilningi.48

4.7 Gagnvirk túlkunarfræði leiðir í ljós merkingu eða afhjúpar blekkingu.

Samkvæmt skoðun franska heimspekingsins Paul Ricoeur merkir gagnvirk túlkun fræðilegar reglur sem stýra útleggingu texta eða syrpu tákna sem skoða má sem texta. – Sálkönnun, og þá einkum sá þáttur sem lýtur að útleggingu drauma er greinilega eitt form gagnvirkrar túlkunar. Þar má finna öll einkenni þeirrar túlkunarfræði: draumurinn er textinn sem hlaðinn er táknrænum líkingum og sálgreinandinn notar túlkunarkerfið til skýringar og með því er 48 ? Collin (ritstj.): Humanistisk videnskabsteori, bls. 119-122. Palmer: Hermeneutics, bls. 42-43, sbr. 162 o. áfr.

39

Page 40: Viðfangsefni lögfræðinnar  · Web viewHin nýja skipan öðlast merkingu þegar tvennt er haft í huga: annars vegar viðleitni höfðingja til að tryggja sjálfstæði sitt

dregið upp á yfirborðið hin dulda merking. Sú merking er lesin úr því sem við fyrstu sýn virðist augljóst. Það sem túlka á kann að vera texti, tákn í draumi, goðsögn, tákn samfélags eða bókmennta.

Tákn kunna að vera ótvíræð eða tvíræð. Sem dæmi um hin fyrrnefndu má nefna tákn formrökfræðinnar, en hin síðari eru margvíslegrar merkingar og þau verður að túlka.

Við fyrstu sýn kann merking að liggja í augum uppi, en önnur dýpri að leynast undir. Með túlkunarfræðinni er sú merking leidd í ljós. Af þessu leiðir að valt er að treysta því sem birtist á yfirborðinu sem augljós sannindi. Freud hefur komið því til leiðar að rústa goðsagna- og blekkingaheim mannfólksins. Hann hefur jafnvel gengið svo langt að færa fyrir því rök að trúarbrögðin séu í reynd ekki annað en barnaleg blekking. Þannig má beita túlkunarfræðinni til að brjóta niður.

Af þessu dregur Ricoeur þær ályktanir að túlkunarfræðin greinist í tvo meginfarvegi. ¨annars vegar uppbyggingu og endurheimt. Er þetta aðferð þýzka guðfræðingsins Rudolf Bultmanns (1884-1976). Með niðurbroti er táknið eða textinn eyðilagður þar sem hann afskræmi veruleikann. Með þessari aðferð er reynt að eyðileggja grímuna og blekkinguna í hvíldarlausri viðleitni til að svipta brott dulhyggjunni. Þrjá menn velur Ricoeur sem svipt hafi brott dulhyggjunni: Karl Marx (1818-1883), Friedrich Nietszche (1844-1900) og Sigmund Freud (1856-1939). Allir hafi þeir lagt til atlögu við það sem þeir álitu vera yfirborðs-veruleika og mótað aðferðir til að rústa þennan veruleika. Allir hafi þeir andæft trúarbrögðunum og í augum þeirra allra mótaðist sönn hugsun af grun og vafa. Þeir grófun undan einlægri trú manna á veruleikann, á eigin trú og hvatir. Allir voru þeir formælendur nýrra viðhorfa og nýrra aðferða til að túlka þann veruleika sem blasi við sjónum manna. Þetta var nýr áfangi túlkunarfræðinnar.

Niðurstaðan verður þá samkvæmt þessu að engin ein, algild regla sé til um útleggingu eða ritskýringu, heldur einungis ósamþýðanlegar kenningar um túlkun – annað tveggja að hún sé gluggi að hinum eina sanna veruleika eða eða tæki til að svipta brott blekkingu.49

5.0 Nánar um túlkun.

5.1 Innlifun – merking.

Af framansögðu má sjá að sú túlkunarfræði sem kennd er við guðinn Hermes 49 ? Palmer: Hermeneutics, bls. 43-45.

40

Page 41: Viðfangsefni lögfræðinnar  · Web viewHin nýja skipan öðlast merkingu þegar tvennt er haft í huga: annars vegar viðleitni höfðingja til að tryggja sjálfstæði sitt

er margvíslegrar merkingar. Grunnhugmyndin virðist vera sú að samhengi hlutanna eða ferlisins beri ekki eingöngu að skýra í ljósi lögmála, heldur með innlifun, nánar tiltekið með því að setja sig inn í samhengi þess sem menn hafa upplifað og gefa gaum merkingu þess. Áf því leiðir að eitt viðfangsefni öðlast merkingu við það að vera sett í samhengi við annað, ekki orsakasamhengi, heldur það samhengi sem afhjúpar merkingu þess. Þannig verður innlifunin forsenda skilningsins að mati Schleiermachers. Forsenda innlifunarinnar er að höfundur og lesandi eigi hlutdeild í sameiginlegri reynslu óháðri tilteknum einstaklingum.

Dilthey og þeir sem síðar komu leggja minna upp úr innlifun, heldur því að hvaðeina sem í ljós er látið manna á meðal með orðum eða athöfnum berist með samskiptatáknum sem séu hlutgerð og óbundin þeim mönnum sem hlut eiga að máli. Veruleiki vitundarinnar sé hinn raunsanni veruleiki og hann sé með nokkrum hætti hlutgerður í mynd tákna eða formgerða sem notuð sé í samskiptum manna. Til þess að skilja þennan veruleika verða menn að setja einstaka þætti vitundarveruleikans í samheing; ekki orsakasamhengi, heldur það sögulega samhengi sem gefur merkingu. Þetta gerist við það að menn hagnýta fyrri reynslu til þess að leggja mat á það sem gerist á hverju andartaki, enda er veruleikinn hér bundinn við hið einstaka. Alhæfingar eru af þessum sökum vandkvæðum bundnar, enda verður könnuður að leggja mat á og ákvarða viðmiðin sjálfur. Áherzlan hvílir ekki á alhæfingum, heldur á samhenginu við sögulegar og menningarlegar aðstæður. Hér er staðið að verki með áþekkum hætti og við útleggingu texta sem í fyrstu sýnist illskiljanlegur. Þótt merking einstakra orða valdi engum vafa kann samhengið að vera óljóst. Við yfirlegu kann að vera unnt að raða orðum saman þar til merking skýrist, unz nýr texti liggur fyrir í stað þess sem nú hefur verið útlagður.50

5.2. Tvenns konar eðli túlkunarinnar.

Það viðhorf að túlkun felist í að höndla merkingu orða hefur þokað innlifunarkenningunni til hliðar, en með henni má sýna fram á að greina verður milli tvenns konar merkingar.

Annars vegar er sú merking sem gerandinn leggur í það sem hann aðhefst á þeim tíma sem hann er að verki – hvernig hann upplifir það sem hann gerir. Hins vegar er sú merking sem bundin er við það sem almennt er viðtekið eða það samhengi sem athöfn eða gerningur birtist í.

Þegar menn vilja öðlast skilning á hinni raunverulegu eða virku merkingu, tilfinningu eða vilja sem knýr fram athöfnina, nánar tiltekið viðhorfi gerandans, 50 ? Arnór Hanníbalsson: Heimspeki félagsvísinda, bls 108-113.

41

Page 42: Viðfangsefni lögfræðinnar  · Web viewHin nýja skipan öðlast merkingu þegar tvennt er haft í huga: annars vegar viðleitni höfðingja til að tryggja sjálfstæði sitt

túlkun hans á aðstæðum og takmarki og á hinn veginn samhenginu, hinu félagslega, hinni nafnlausu óhagganlegu undirstöðu hennar.

Á sama hátt verður maður í tengslum við orðræðu manns eða texta sem frá honum kemur að greina á milli hugsunar hans og á hinn bóginn ákveðinnar merkingar einstakra orða hans og texta. Ef þessi greinarmunur er ekki gerður liggur fyrir svokölluð ætlunar- eða ásetningsvilla sem felst í því að mrking texta sé bundin við ætlun höfundar.

5.3 Gagnvirka túlkunarferlið – hermeníski túlkunarhringurinn.

Eins og tekið var fram hér áður má rekja hermeníska túlkunarfræði til útleggingar á Biblíunni. Þar b irtist guðs orð opinberað mönnum. Trúin var forsenda þess að menn fengju skilið textana, en til þess að trúa þurfti að skilja ritningarnar. Þessum tengslum skilnings og trúar hefur verið líkt við hringferli sem nefnt hefur verið túlkunarhrigurinn.

En túlkunarferlið á sér annars konar venzl í tengslum hluta og heildar þegar skýra á texta. Til skilnings á heildinni er óhjákvæmilegt að skilja einstaka hluta, en til þess að skilja einstaka hluta er nauðsynlegt að skilja heildina.

Hér eru tengslin ótvíræð: Trúin er forsenda skilnings og skilningur forsenda trúarinnar; á sama hátt er skilningur á heildinni (textanum öllum) forsenda skilnings á einstökum þáttum, en skilningur á einstökum þáttum forsenda skilnings á heildinni (öllum textanum).

Þriðja stig túlkunarferlisins er á þá leið að undanfari allrar túlkunar sé það sem Gadamer hefur kallað forskilning.51 Sá sem ætlar að skilja texta eða orðræðu verður samkvæmt þessu að leggja í huga sér drög að skilningi og ganga að því vísu að textinn eða orðræðan myndi eina heild. Hann varpar fram í huga sér tilgátu um merkingu textans í heild. Sú tilgáta felur í sér margvíslegar væntingar eða hugboð um merkingu textans. Þetta er það sem kalla má forskilningur. Honum má líkja við trúna og skýringuna við skilninginn. Forskilningurinn mótast síðan af erfðum manna og umhverfi, meðal annars því gildismati sem mönnum er innrætt frá blautu barnsbeini. Við nánari skoðun textans kann svo að fara að þessi upphaflega hugmynd eða hugboð eigi ekki við rök að styðjast. Þrátt fyrir þetta er staðallinn eða viðmiðið um einingu textans eigi að síður mikilvægt við túlkun á einstökum hlutum textans, öðrum kosti væri ógerlegt að vita hvort torræðni eigi rót að rekja til ósamkvæmni í

51 ? Páll Skúlason: Nokkur hugtök og úrlausnarefni í túlkunarfræði. Mál og túlkun. Safn ritgerða um mannleg fræði […]. Hið íslenzka bókmenntafélag. Reykjavík 1981, bls. 195-196.

42

Page 43: Viðfangsefni lögfræðinnar  · Web viewHin nýja skipan öðlast merkingu þegar tvennt er haft í huga: annars vegar viðleitni höfðingja til að tryggja sjálfstæði sitt

textanum eða ólíks skilnings. Gagnvirk túlkun (hermenísk túlkun) beinist að því að ná merkingu út úr einstökum hlutum textans og fella hann í eins samfellda heild. Sannfæring um samhengi í textanum er nauðsynleg þótt verið sé að fást við mótsagnir innan ráðgerðrar eða ætlaðrar merkingar. Þessi ráðagerð er nauðsynleg, jafnvel þótt túlkunin leggi textann í rúst ef svo má að orði komast.

Þegar túlka á einstaka hluta textans með heildarmerkingu hans að leiðarljósi rís sá vandi að óljóst kann að vera hvernig hinir einstöku hlutir þannig túlkaðir geti leitt til endurskoðunar á heildarmerkingunni og rutt brautina fyrir nýjar tilgátur um merkingu textans í heild. Með þessu er beitt afleiðslu, þannig að varpað er fram tilgátu um hvað felist í textanum og hann síðan prófaður með það að leiðarljósi hvernig ályktanir sem dregnar eru af honum koma heim og saman við einstaka þætti. – Og á hinn bóginn: Ef merking heildarinnar er dregin upp á grundvelli túlkunar á því hvernig einstakir hlutar samrýmast hver öðrum vaknar sú spurning hvernig skilningur á heildarmerkingu textans geti orðið til að breyta skilningi á einstökum þáttum textans. Og þá vaknar sú spurning hvort gagnvirka túlkunarferlið sé ekki einfaldlega vítahringur með því að skilningur á einstökum þáttum textans styrkir grun um merkingu textans í heild og skilningur á heildarmerkingunni styrkir grun um merkingu einstakra þátta.

Ef túlkun texta skilar engu um vitræna niðurstöðu má fara að dæmi Schleiermachers og Diltheys að leita út fyrir textann og gefa gaum lífi og lífsviðhorfi höfunda og skoða texta í því ljósi. En þetta leysir ekki vandann því að túlka verður umhverfi og sálarlíf höfundar, viðbrögð hans og viðhorf bæði því sem lýtur að einstökum þáttum og í heild með forskilninginn að leiðarljósi. En viðmiðið verður ávallt vænting eða eða fyrirfram mótuð hugmynd um rökræna heild, sannindi, eða í fáum orðum fullkomnun. Ef menn lenda í ógöngum með textann, bendir það til þess að einhver brestur sé í túlkuninni eða eitthvað sé athugavert við textann. Ef menn á hinn bóginn hafna því að gera ráð fyrir að textinn sé fullkominn eins og að framan er lýst þá fæst ekki niðurstaða um það hvort torræðni textans stafar af göllum sem hann er haldinn eða því að mönnum tekst ekki að túlka hann þannig að skiljanlegt sé. Þá verður viðfangsefnið að leiðrétta forskilninginn.

Á þessum vanda er ekki að sjá neina endanlega lausn. Útgönguleiðin virðist vera einhvers konar gagnvirkni þannig að menn hvarfla fram og aftur milli þess skilningssjónarhorns sem menn hafa þegar þeir leitast við að tileinka sér textann og heildarmerkingu hans. Sá sem mætir textanum með tiltekið skilningssjónarhorn að leiðarljósi mótast síðan smám saman af heildarmerkingunni sem aftur hefur áhrif á forskilninginn þannig að merking

43

Page 44: Viðfangsefni lögfræðinnar  · Web viewHin nýja skipan öðlast merkingu þegar tvennt er haft í huga: annars vegar viðleitni höfðingja til að tryggja sjálfstæði sitt

textans lýkst betur upp fyrir mönnum en áður.

Sú leið virðist einnig vænleg að menn hafi spurningar til textans að leiðarljósi og þau svör sem textinn veitir og við það þróast forskilningurinn þar til sjónarhornin renna saman. Með slíkum samruna skilningssjónarhornanna verður túlkunin trúverðug. Það merkir þó ekki að túlkandinn samsinni öllu sem í texta stendur.52

Þegar þetta er haft í huga má segja að tvímælis kunni að orka að tala um hringferli, nær lagi sé að ræða um gagnvirka túlkun.53

52 ? Georgia Wranke: Gadamer. Hermeneutics, Tradition and Reason. Polity Press [1994], bls. 83-87. Collin (ritstj.): Humanistisk videnskabsteori, bls. 114-117; 121-122.53 ? Páll Skúlason: Nokkur hugtök og úrlausnarefni í túlkunarfræði, bls. 196.

44