TWITTER OG HOOTSUITE - Nýsköpunarmiðstöð...

26
TWITTER OG HOOTSUITE Twitter & Hootsuite Guide forskot.nmi.is www.nmi.is

Transcript of TWITTER OG HOOTSUITE - Nýsköpunarmiðstöð...

Page 1: TWITTER OG HOOTSUITE - Nýsköpunarmiðstöð Íslandsforskot.nmi.is/documents/10/Twitter_og_Hootsuite.pdf · eða hvaða umræðuefni sem er yfir samfélagsmiðla umhverfi vefsins

TWITTER OG HOOTSUITE

Twitter & Hootsuite Guide

forskot.nmi.is www.nmi.is

Page 2: TWITTER OG HOOTSUITE - Nýsköpunarmiðstöð Íslandsforskot.nmi.is/documents/10/Twitter_og_Hootsuite.pdf · eða hvaða umræðuefni sem er yfir samfélagsmiðla umhverfi vefsins

TwitterogHootsuite forskot.nmi.is

2–TwitterogHootsuite STAFRÆNT FORSKOT

EFNISYFIRLIT

1 Twitter

2 Twitter-auglýsingar

3 Samþætting Twitter við aðra miðla

4 Umsjón og stjórn samfélagsmiðla

5 Samfélagshlustun með Twitter og Hootsuite

6 Greiningar og skýrslur í Hootsuite

7 Góðir viðskiptahættir

Page 3: TWITTER OG HOOTSUITE - Nýsköpunarmiðstöð Íslandsforskot.nmi.is/documents/10/Twitter_og_Hootsuite.pdf · eða hvaða umræðuefni sem er yfir samfélagsmiðla umhverfi vefsins

TwitterogHootsuite forskot.nmi.is

3–TwitterogHootsuite STAFRÆNT FORSKOT

HLUTI 1

TWITTER HVAR PASSAR FYRIR YKKUR AÐ NOTA TWITTER? Twitter er einn besti miðillinn til að ná til bæði fyrirtækjamarkaðarins (B2B) og neytendamarkaðarins (B2C) svo þið ættuð alltaf að geta fundið leið til að vera sýnileg þar réttum áhorfendum fyrir fyrirtækið ykkar.

Twitter er góð uppspretta upplýsinga og þekkingar sem gerir ykkur kleift að byggja öfluga áætlun um efni til að deila þar, með notkun eigin færslna og að endur-tísta efni frá öðrum.

Twitter er hraður rauntíma samfélagsmiðill og er í raun frábær vettvangur til að taka þátt í samtölum og samskiptum. Miðillinn býður margskonar snertifleti við viðskiptavini, efnið og önnur vörumerki sem getur um leið aukið sýnileika ykkar.

Sýnileiki á Twitter getur verið góð leið til að byggja upp sambönd sem gera áhorfendur að talsmönnum vörumerkis eða fyrirtækja.

Ef þið eruð að hugsa um að nota Twitter sem vettvang fyrir ykkar fyrirtæki, hafið þá í huga tímann sem þarf að gefa sér til að viðhalda og fylgjast með. Meðal líftími tísts er innan við 20 mínútur sem þýðir að ef þið ætlið að byggja virkan hóp áhorfenda í gegnum Twitter þurfið þið að skuldbinda töluvert mikinn tíma og vinnu til að ná árangri. Til er fjöldinn allur af tækjum og tólum sem hjálpa ykkur að halda utan um samfélagsmiðla og aðstoða ykkur við að nýta þá sem best og draga úr þörfinni að eyða mörgum klukkutímum í Twitter.

HVENÆR ÆTTUÐ ÞIÐ NOTA TWITTER? Þau fyrirtæki sem náð hafa mestum árangri á Twitter tísta að lágmarki einu sinni á dag, yfirleitt oftar. Tístin sem fyrirtækin senda frá sér eru misjöfn eftir eðli starfseminnar. Til dæmis eru mörg fyrirtæki í verslun sem tísta um vöruframboðið en þeir sem eru á fyrirtækjamarkaði eru frekar að senda frá sér umhugsunarverða pósta eða spyrja áhorfendur sínar.

Page 4: TWITTER OG HOOTSUITE - Nýsköpunarmiðstöð Íslandsforskot.nmi.is/documents/10/Twitter_og_Hootsuite.pdf · eða hvaða umræðuefni sem er yfir samfélagsmiðla umhverfi vefsins

TwitterogHootsuite forskot.nmi.is

4–TwitterogHootsuite STAFRÆNT FORSKOT

Heilt yfir eru bloggin (tístin) fjölbreytt t.d. vörutengd tíst, fyrirtækjaupplýsingar, spurningar, og svör við umtali er það sem flest tístin frá fyrirtækjum á Twitter fjalla um.

TWITTER OG EFNISMARKAÐSSETNING Twitter getur verið öflugur hluti af efnismarkaðsstefnunni og gerir ykkur kleift að magna skilaboðin ykkar og endurspegla sérstöðu fyrirtækisins. Þessu er náð fram með því að miðla efni af síðum fyrirtækisins, vel tímasettar uppfærslur og innsýn í viðkomandi atvinnugrein sem og efni frá þriðja aðila.

Þetta hjálpar við að keyra upp vörumerkjavitund, höfða til nýrra viðskiptavina og eykur endurkomur núverandi viðskiptavina. Þessir viðskiptavinir fá tækifæri til að eiga í samskiptum við vörumerkið ykkar á netinu og verða þannig talsmenn/fulltrúar vörumerkisins.

EFNISSTEFNA FYRIR TWITTER Efnið sem þið miðlið í gegnum Twitter tekur mið af heildarstefnu fyrirtækisins en gæti verið blanda af:

• Blogg póstum ykkar

• Blogg póstum annarra

• Fréttaefni

• Lifandi tíst

• Fréttir af fyrirtækinu

• Endurtíst

• Spurningar

NÝTT EFNI EÐA NOTAÐ? (E. CREATION & CURATION MIX) Að meðaltali skiptist efnið sem fyrirtæki eru að miðla í dag í um það bil 65% nýtt og 35% samsett frá öðrum – insights.newscred.com.

Nýtt efni er samhljóma herferðum ykkar og gefur ykkur tækifæri til að draga fram rödd og sérstöðu vörumerkisins.

Efni sem er samsett frá öðrum gefur nýja efninu meiri dýpt og styður við markmið markaðssetningarinnar með því að veita innsýn frá öðrum í sömu atvinnugrein, veitir

Page 5: TWITTER OG HOOTSUITE - Nýsköpunarmiðstöð Íslandsforskot.nmi.is/documents/10/Twitter_og_Hootsuite.pdf · eða hvaða umræðuefni sem er yfir samfélagsmiðla umhverfi vefsins

TwitterogHootsuite forskot.nmi.is

5–TwitterogHootsuite STAFRÆNT FORSKOT

viðskiptavinum ítarlegri upplýsingar og staðfestir ykkar skilaboð.

Hafið í huga að efnið sem þið búið til ætti að samræmast við þemað í markaðsstefnu ykkar og ætti efnið sem þið nýtið frá öðrum að veita enn meiri dýpt og ýta undir ykkar eigið efni og skilaboð.

#VÖRUMERKT MYLLUMERKI (#BRANDED HASHTAGS)

Vörumerkt myllumerki sem er einstakt og tilheyrir ykkar fyrirtæki, eða núverandi herferð, leyfir ykkur og öðrum sem eru í samskiptum við ykkur að greina og flokka efnið í ákveðin umræðuefni.

Hér eru nokkrar ábendingar:

• Veljið einstakt #

• Tengt efninu

• Í takt við vörumerkið

• Hafið fyrsta staf hvers orðs stórann

• Sniðugt og/eða fyndið

• Dæmi um vörumerkt myllumerki er #ShareACoke hér að neðan: (Nafnamerktu kókflöskurnar)

Page 6: TWITTER OG HOOTSUITE - Nýsköpunarmiðstöð Íslandsforskot.nmi.is/documents/10/Twitter_og_Hootsuite.pdf · eða hvaða umræðuefni sem er yfir samfélagsmiðla umhverfi vefsins

TwitterogHootsuite forskot.nmi.is

6–TwitterogHootsuite STAFRÆNT FORSKOT

VERKFÆRI FYRIR TWITTER

FOLLOWERWONK Með því að nýta forritið Followerwonk getið þið grafið dýpra í Twitter greiningum: Hverjir eru áhorfendurnir ykkar? Hvar eru þeir staðsettir? Hvenær tísta þeir? Forritið hjálpar ykkur að finna og tengja við nýja áhrifavalda (e. influencers) innan ykkar sérhæfingar (e. niche), að bera saman samfélagsgraf ykkar við önnur á sjónrænan hátt og að deila skýrslum auðveldlega.

TWEETREACH Forritið TweetReach fylgist með tístum í rauntíma og býður upp á ítarlega greiningu á útbreiðslu, gengi og viðbrögðum. Tíst um efni sem tengjast ykkur eru í stöðugri greiningu og eru niðurstöðurnar birtar í vel

Page 7: TWITTER OG HOOTSUITE - Nýsköpunarmiðstöð Íslandsforskot.nmi.is/documents/10/Twitter_og_Hootsuite.pdf · eða hvaða umræðuefni sem er yfir samfélagsmiðla umhverfi vefsins

TwitterogHootsuite forskot.nmi.is

7–TwitterogHootsuite STAFRÆNT FORSKOT

uppsettum gröfum og auðskiljanlegum skýrslum. Forritið fylgist einnig með Twitter gögnunum ykkar og finnur nýja strauma og bætir sjálfkrafa upplýsingum inn á mælaborðið ykkar. TweetReach forritið getur fylgst með öllum myllumerkjum, leitarorðum og umræðuefnum sem eru ykkurr mikilvæg og lært um áhorfendahópa Twitter reiknings með því að greina virknina. Einnig er hægt að mæla virkni efnis ykkar og hvaða tíst, myllumerki og vefslóðir eru að enduróma mest á Twitter.

SOCIAL MENTION Forritið Social Mention er leitar- og greiningarvettvangur sem safnar saman efni frá notendum víðsvegar um internetið og dregur saman í eitt yfirlit.

Það gerir ykkur kleift að rekja og mæla, á auðveldan máta, hvað fólk er að segja um ykkur, fyrirtækið ykkar, nýja vöru eða hvaða umræðuefni sem er yfir samfélagsmiðla umhverfi vefsins í rauntíma. Social Mention fylgist beint með 100+ eiginleikum samfélagsmiðla í rauntíma. Forritið býður upp á „a point in time“ leit og greiningar á samfélagsmiðlum, daglegar tilkynningar og skil á milli forrit (e. API)

API*. Social Mention API* gerir forriturum kleift að tala við Social Mention vefsíðuna á kerfisbundinn hátt. API veitir einn straum af rauntíma leitargögnum, samantekið af fjölmörgum eiginleikum samfélagsmiðla. Það er hannað til að gera fólki kleift að nálgast og samþætta samfélagsmiðlagögn inn í önnur forrit.

Page 8: TWITTER OG HOOTSUITE - Nýsköpunarmiðstöð Íslandsforskot.nmi.is/documents/10/Twitter_og_Hootsuite.pdf · eða hvaða umræðuefni sem er yfir samfélagsmiðla umhverfi vefsins

TwitterogHootsuite forskot.nmi.is

8–TwitterogHootsuite STAFRÆNT FORSKOT

HLUTI 2

TWITTER AUGLÝSINGAR KOSTUÐ TÍST Til að búa til auglýsingu fyrir Twitter þarf fyrst að velja markmið herferðarinnar. Þessi markmið velta á því hvaða árangri er verið að reyna að ná og hvaða „hvatningu til aðgerða“ er gert ráð fyrir að áhorfandinn framkvæmi.

MARKMIÐ MEÐ KOSTUÐUM TÍSTUM: Virkni (e. engagement) tísta – Þetta markmið er valið ef stefnt er að aukinni virkni á Twitter til að koma til móts við áhorfendahóp sem þið viljið geta bætt samskiptin við.

Smellir og aðgerðir á vefsíðu – Þetta markmið er kannski valið ef það er partur af stefnunni að auka umferð á tiltekna lendingarsíðu til að fá Twitter fylgjendur ykkar til að skrá sig fyrir fréttabréfi, kaupa vörur o.fl.

App innsetningar eða endur-virkni – Þetta markmið er valið ef markmiðið er að fjölga notendum á appi og niðurhal á appi.

Áhorf á myndbönd – Þetta er valið ef þið viljið miðla myndbandi til fylgjenda ykkar.

Fylgjendur – Ef stefnan er að stækka áhorfendahópinn á Twitter

Tilvísanir gegnum Twitter – Ef það er stefna fyrirtækisins að hvetja fylgjendur til að gefa upp netföng sín í tengslum við sérstök tilboð

Page 9: TWITTER OG HOOTSUITE - Nýsköpunarmiðstöð Íslandsforskot.nmi.is/documents/10/Twitter_og_Hootsuite.pdf · eða hvaða umræðuefni sem er yfir samfélagsmiðla umhverfi vefsins

TwitterogHootsuite forskot.nmi.is

9–TwitterogHootsuite STAFRÆNT FORSKOT

Dæmi um markmið herferða:

AÐ STILLA UPP HERFERÐ Fyrstu skref við að stilla upp herferð er að gefa herferðinni nafn og setja tímaramma.

Föst upphafsstillingin er að herferðina byrji strax og haldi óslitið áfram til loka. Þetta þýðir að herferðin keyrir þar til hún er stöðvuð handvirkt eða fjármagn þrýtur.

Hægt er að stilla tímaramma og keyra herferðina innan hans sem er gagnlegt ef herferðin á að vera í gangi á sama tíma og útsala, tímabundið tilboð, ráðstefna, viðburður eða árstíð eins og haust eða vetur. Til hægt sé að stilla tímaramma þarf að tilgreina lén (ekki lendingarsíðuna) og velja flokk.

Síðasti valmöguleikinn á þessari síðu er að virkja rakningu fyrir auglýsinguna með því að nota vefsíðumerkið af Twitter.

Page 10: TWITTER OG HOOTSUITE - Nýsköpunarmiðstöð Íslandsforskot.nmi.is/documents/10/Twitter_og_Hootsuite.pdf · eða hvaða umræðuefni sem er yfir samfélagsmiðla umhverfi vefsins

TwitterogHootsuite forskot.nmi.is

10–TwitterogHootsuite STAFRÆNT FORSKOT

Að stilla upp herferð, dæmi:

AÐ VELJA ÁHORFENDUR Næsta skref er að velja þá áhorfendur sem eiga að sjá auglýsinguna.

Hægt er skilgreina lönd eða landsvæði og þær stillingar er hægt að finna þegar ný herferð er útbúin eða gamalli herferð er breytt. Það er hægt að höfða sérstaklega til ákveðinnar staðsetningar eða sýna auglýsinguna á öllum mögulegum staðsetningum.

Stillingar herferða eru sjálfkrafa að þær höfði til beggja kynja en það er hægt að takmarka við tiltekið kyn sé þess óskað. Ályktanir um kyn eru dregnar af upplýsingum sem notendur Twitter gefa uppi m.a. nafninu sem gefið er upp í prófílnum þeirra.

Hægt er að höfða til notenda með leitarorðum, það gerir ykkur kleift að ná til Twitter notenda byggt á ákveðnum leitarorðum sem þeir nota við leit, úr nýlegum tístum þeirra og tístum sem notandinn hefur brugðist við. Þar sem hægt er að ná til þess fólks sem skilaboðin ykkar eru líkleg til að höfða mest til, mun þessi aðferð gefa tækifæri á að auka virkni og sölutækifæri.

Page 11: TWITTER OG HOOTSUITE - Nýsköpunarmiðstöð Íslandsforskot.nmi.is/documents/10/Twitter_og_Hootsuite.pdf · eða hvaða umræðuefni sem er yfir samfélagsmiðla umhverfi vefsins

TwitterogHootsuite forskot.nmi.is

11–TwitterogHootsuite STAFRÆNT FORSKOT

Viðbótar eiginleikar sem leyfa enn frekari flokkun áhorfenda eru meðal annarra:

• Leitarorð

• Fylgjendur

• Áhugamál

• Sérsniðnir áhorfendur

• Sjónvarps miðun

• Hegðun

• Viðburða miðun

FJÁRHAGSRAMMI Það eru tvennt sem þarf að huga að fyrir hverja herferð: Heildarfjármagn og daglegt hámark. Þetta þarf til að hafa hemil á fjármálunum.

HEILDARFJÁRMAGN Þetta er valkvæður möguleiki. Það er hægt að ákveða hámarks upphæð fyrir herferðina með því að tilgreina heildarfjárhagsramma. Upphæðin sem hér er sett er heildarupphæðin fyrir þessa tilteknu herferð. Ef þið notið þennan möguleika stoppar herferðin þegar fjárhæðinni hefur verið eytt.

DAGLEGT HÁMARK Stillið daglegt hámark miðað við markmiðin. Twitter mun sjálfkrafa hætta að birta auglýsingarnar þegar upphæðinni hefur verið eytt. Aldrei verður rukkað meira en upphæðin sem tilgreind er hér. Daglega hámarkið endurstillist svo sjálfkrafa dag hvern á miðnætti.

Fyrir neðan daglega hámarkið getið þið valið einn af tveim möguleikum um hvernig daglegu fjárhæðinni er eytt –

STÖÐLUÐ AFHENDING Daglegu upphæðinni er eytt jafnt yfir allan daginn.

HRÖÐUÐ AFHENDING Daglegu upphæðinni er eytt eins hratt og auðið er.

Jöfn dreifing stöðluðu afhendingarinnar reynir að dreifa herferðinni yfir daginn á sama tíma og upphæðinni í

Page 12: TWITTER OG HOOTSUITE - Nýsköpunarmiðstöð Íslandsforskot.nmi.is/documents/10/Twitter_og_Hootsuite.pdf · eða hvaða umræðuefni sem er yfir samfélagsmiðla umhverfi vefsins

TwitterogHootsuite forskot.nmi.is

12–TwitterogHootsuite STAFRÆNT FORSKOT

daglega hámarkinu er allri eytt. Þessi afhending er sú sem er sjálfkrafa valin og er algengust meðal auglýsenda.

Hröðuð afhending á við þegar verið er að keyra kostuð tíst sem eru viðkvæm gagnvart tíma til dæmis á meðan á beinni útsendingu stendur, ráðstefnu, sjónvarpsþættir, íþróttaviðburður o.fl.

Dæmi um fjárhagsáætlun:

AÐ BÆTA INNIHALDINU VIÐ Það þarf að byggja upp skapandi efni, þar með töldum myndum, tenglum og texta sem saman mynda auglýsingu.

Þegar efni og myndum hefur verið safnað saman er hægt að hlaða því upp og forskoða hvernig auglýsingin mun líta út á mismunandi stöðum á netinu.

Til að grípa athygli áhorfendanna er mjög nauðsynlegt að velja rétt myndefni. Myndin sem valin er verður að vera í takt við heildarskilaboðin sem verið er að senda út sem og fylgja heildarstefnunni. Ef auglýsingunni er ætlað að auka vörumerkjavitund ætti vörumerkið að vera áberandi á myndinni sem er valin. Ef auglýsingin á hins vegar að auka virkni og samtal um ákveðið umfjöllunarefni þá getur verið að myndin sé meira tengd því efni.

Texti tístsins sem fylgir myndinni þarf líka að vera ákveðinn á þessu stigi. Það er ekki síður mikilvægt að textinn passi við heildarmarkmið herferðarinnar og allt það skapandi efni sem til stendur að nota.

Page 13: TWITTER OG HOOTSUITE - Nýsköpunarmiðstöð Íslandsforskot.nmi.is/documents/10/Twitter_og_Hootsuite.pdf · eða hvaða umræðuefni sem er yfir samfélagsmiðla umhverfi vefsins

TwitterogHootsuite forskot.nmi.is

13–TwitterogHootsuite STAFRÆNT FORSKOT

AÐ FYLGJAST MEÐ VIRKNI (E. TRACKING) Að fylgjast með virkninni gerir þér kleift að mæla arðsemi fjárfestingarinnar með því að rekja aðgerðir notenda í kjölfar þess að þeir sjá auglýsinguna á Twitter. Á Twitter er hægt að rekja virkni umfram síðasta smell á hlekk með því að taka með allar tegundir aðgerða í kjölfar auglýsinga (eins og smelli á hlekki, endurtíst, eða að líka við) og birtingar.

Til að skilja betur arðsemi fjárfestingar í kostuðum tístum, þar með talið heildartekjur (eða heildarverðmæti árangurs) sem herferðin skapaði, og heildarfjölda þess sem keypt var, er hægt að flytja heildarverðmæti viðskipta af vefsíðunni yfir í Twitter Ads analytics greiningarforritið. Fylgist með virkni á vefsíðunni ykkar til að greina, bera saman og fínstilla þær herferðir sem kalla á beina svörun (e. Direct response).

Ef þið hafið keyrt herferðir sem kalla á beina svörun á öðrum vettvangi, kannist þið eflaust við undirstöðuatriðin í því hvernig Twitter fylgist með virkni fyrir vefsíður. Til að byrja að mæla aðgerðir þarf að bæta smá bút af Twitter kóða við síðuna sem svarar til aðgerðanna (e. corresponds to the conversion event). Hér kallast þessi kóðabútur vefsíðumerki. Önnur forrit kalla vefsíðumerkið pixil (e. pixel) eða „tracking script“.

Twitter Ads forritið fylgist með virkni á einstakan hátt að því leiti að þið getið fylgst með virkni frá notendum sem skoðuðu kostaða tístið ykkar á farsíma eða spjaldtölvu og sem koma síðar í heimsókn á vefsíðuna ykkar úr borðtölvu. Þetta veitir dýpri innsýn en fyrr um áhrif snjalltækjaauglýsinga á Twitter .

Page 14: TWITTER OG HOOTSUITE - Nýsköpunarmiðstöð Íslandsforskot.nmi.is/documents/10/Twitter_og_Hootsuite.pdf · eða hvaða umræðuefni sem er yfir samfélagsmiðla umhverfi vefsins

TwitterogHootsuite forskot.nmi.is

14–TwitterogHootsuite STAFRÆNT FORSKOT

HLUTI 3

SAMÞÆTTING TWITTER VIÐ VEFSÍÐUNA TIL AÐ MAGNA EFNI (E. AMPLIFY) Samfélags viðbætur (e. social plugins) eru „líka við“ hnappurinn, endurtíst, fylgja og önnur verkfæri sem gera ykkur kleift að miðla reynslu ykkar af Twitter með fylgjendum ykkar og öðrum á Twitter.

SAMFÉLAGS VIÐBÆTUR Deila /Tíst hnappurinn: Gerir notendum kleift að deila vefsíðu /grein á Twitter með hlekk og sýnishorni

Fylgja-hnappurinn: Gerir notendum kleift að smella á hnapp á vefsíðunni ykkar til að gerast fylgjandi að Twitter reikningi ykkar

Endurtísta-hnappurinn: Smellið á endurtísta til að miðla tísti annarra til fylgjenda ykkar

Smellið til að tísta: Gerir ykkur kleift að miðla hluta af grein sem tíst, með hlekk í greinina

Athugasemdakassi: Leyfir opinberar athugasemdir á aðrar vefsíður með því að nota Facebook aðgang

Með því að sýna samfélagsmiðlana ykkar á heimasíðunni gerið þið þeim sem heimsækja síðuna kleift að komast beint inn á samfélagsmiðlana ykkar þar sem þeir geta valið að fylgja ykkur gegnum þá miðla sem notendurnir eru sjálfir með aðgang að.

Með því að gera blogg ykkar og efni af öðrum síðum þannig að það sé auðvelt fyrir notendur að endurmiðla því í gegnum sína uppáhaldsmiðla, margfaldar það sýnileika efnisins og dreifir því til breiðari áhorfendahóps sem gætu verið framtíðarviðskiptavinir.

TÓL (E. WIDGETS) Twitter Widgets leyfa okkur að fella inn í efni og hnappa frá Twitter á aðra staði, oftast vefsíðuna okkar.

Page 15: TWITTER OG HOOTSUITE - Nýsköpunarmiðstöð Íslandsforskot.nmi.is/documents/10/Twitter_og_Hootsuite.pdf · eða hvaða umræðuefni sem er yfir samfélagsmiðla umhverfi vefsins

TwitterogHootsuite forskot.nmi.is

15–TwitterogHootsuite STAFRÆNT FORSKOT

HLUTI 4

UMSJÓNARKERFI FYRIR SAMFÉLAGSMIÐLA

Til er fjöldinn allur af verkfærum sem auðvelda umsjón með samfélagsmiðlum.

UMSJÓNARKERFI Við höfum valið Hootsuite sem dæmi til að sýna hvað þessi verkfæri geta gert. Það er undir ykkur komið sem fyrirtæki að ákveða hvaða verkfæri hentar ykkur best. Hvert verkfæri hefur sína kosti og galla. Sum eru á samkeppnishæfu verði meðan önnur bjóða auka virkni. Hvaða lausn verður fyrir valinu fyrir fyrirtækið ykkar mun líklega ráðast afblöndu af verði og virkni. Hægt er að skoða samanburð á þessum lausnum á þessari vefsíðu, þetta er gott að skoða og hafa í huga til að taka upplýsta kaupákvörðun: http://social-media-management.softwareinsider.com/compare/1-22-95/Hootsuite-vs-TweetDeck-vs-Buffer

VERKFÆRI TIL AÐ HAFA UMSJÓN MEÐ NOTKUN SAMFÉLAGSMIÐLA LEYFA NOTENDUM AÐ:

• Fylgjast með samfélagsmiðlum sínum á einu mælaborði

• Spara tíma og fyrirhöfn

• Svara hratt athugasemdum sem koma inn

• Fela meðlimum teymisins verkefni

• Birta efni samtímis á mörgum stöðum

• Fylgjast með stefnum og straumum

Page 16: TWITTER OG HOOTSUITE - Nýsköpunarmiðstöð Íslandsforskot.nmi.is/documents/10/Twitter_og_Hootsuite.pdf · eða hvaða umræðuefni sem er yfir samfélagsmiðla umhverfi vefsins

TwitterogHootsuite forskot.nmi.is

16–TwitterogHootsuite STAFRÆNT FORSKOT

HOOTSUITE-YFIRSÝN Mörg forrit, meðal annarra: Twitter, Facebook, Youtube, LinkedIn, Ointerest, Instagram og fleiri.

Eitt mælaborð - Þýðir að notendur geta haft aðgang að tilteknum upplýsingum mjög hratt, án þess að þurfa að leita eða skipta milli forrita.

Markviss miðlun- (e. focused streams) þýðir að áhorfendur geta haft aðgang að tilteknum upplýsingum sem þá vantar á mjög skjótan máta án þess að þurfa að leita eða flakka á milli mismunandi skjáa. Eins hjálpar þetta ykkur við að birta og skipuleggja færslur fram í tímann svo þið getið einbeitt ykkur að öðrum hlutum á meðan. Að skipuleggja birtingar fram í tímann Sjálfvirk áætlun (e. auto schedule) er líka mjög áhrifarík leið til að passa að tístin ykkar birtist á hagstæðasta tíma fyrir þinn áhorfenda hóp.

Aukabúnaður - Viðbótar virkni og sérsnið eru fáanleg í gegnum ýmsa Hootsuite aukabúnaði (e. extensions).

Samkvæmni - Það að fylgjast með öllum rásum/forritum (e. channels) í gegnum eitt mælaborð, gerir ykkur kleift að bregðast hratt við skilaboðum sem berast og svara spurningum og stökkva á nýja strauma og stefnur jafnóðum og þau verða til sem gefur ykkur samkvæmni heilt yfir samfélagsmiðlun ykkar.

Tímasparnaður - Að geta áætlað og undirbúið allar efnisbirtingar ykkar fyrir vikuna í einu sparar tíma, þegar áætlunin er tilbúin mun Hootsuite sjá um að birta það fyrir ykkur.

Afköst/hagkvæmni - Frá áætlun til eftirfylgni, þið sparið tíma og aðföng/auðlindir með því að nota Hootsuite á skilvirkan hátt.

Greiningar - Hootsuite býður margskonar ítarlegar greiningar og skýrslur m.a. ítarlegar upplýsingar um smella.

Page 17: TWITTER OG HOOTSUITE - Nýsköpunarmiðstöð Íslandsforskot.nmi.is/documents/10/Twitter_og_Hootsuite.pdf · eða hvaða umræðuefni sem er yfir samfélagsmiðla umhverfi vefsins

TwitterogHootsuite forskot.nmi.is

17–TwitterogHootsuite STAFRÆNT FORSKOT

Innsýn - Það að fylgjast með leitarorðum, myllumerkjum og samkeppnisaðilum veitir ykkur dýpri innsýn inn í nákvæmlega hver umræðan er á netinu hverju sinni á auðskiljanlegan og sérsniðinn máta.

Öryggi - Stýrið samfélagsmiðlum ykkar á öruggan, hagkvæman og traustan hátt – á sama tíma og þið uppfyllið allar reglur og kröfur sem þarf – með hinu kröftuga og sveigjanlega vinnuferli og öryggi Hootsuite forritsins.

HOOTSUTE-MÆLABORÐIÐ Hootsuite mælaboðið gerir ykkur kleift að búa til marga mismunandi flipa (mismunandi sýnir), og innan hvers flipa eru margir veitur (e. streams). Veiturnar sýna línu (e. feed) upplýsinga frá einhverju netkerfi sem þið hafið tengst. Veiturnar þurfa ekki allar að vera frá sama netkerfinu, sem dæmi þá getið þið sýnt umtal frá tveim mismunandi Twitter reikningum á sitthvorri veitunni, hlið við hlið, ásamt tímalínunni af Facebook reikningi ykkar.

DÆMI UM HOOTSUITE MÆLABORÐ

UPPÁSTUNGUR UM EFNI Í birtingar hluta Hootsuite er að finna aðgerðina „tillögur“, sem sýnir tillögur að efni, þar er efni sem er tilbúið til birtingar og hlekkur sem vísar í utanaðkomandi grein.

„Tillögur“ býr sjálfkrafa til skilaboð til birtingar með því að greina sögu efnisins sem hefur verið birt og vinsæl umræðuefni, „tillögur“ stingur upp á efni fyrir heila vikur

Page 18: TWITTER OG HOOTSUITE - Nýsköpunarmiðstöð Íslandsforskot.nmi.is/documents/10/Twitter_og_Hootsuite.pdf · eða hvaða umræðuefni sem er yfir samfélagsmiðla umhverfi vefsins

TwitterogHootsuite forskot.nmi.is

18–TwitterogHootsuite STAFRÆNT FORSKOT

sem inniheldur viðeigandi efnisatriði og er tilbúið til að fara í AutoSchedule – sjálfvirku birtingaráætlunina.

AutoSchedule velur bestu birtingartímana byggt á hámarksþátttöku tímabilunum, því efni sem þegar er í birtingaráætlun og ykkar sértæku stillingum.

ÁÆLTUN EFNIS Áætlun efnis gerir ykkur sem fyrirtækjaeigendum kleift að áætla og birta efni á samfélagsmiðlum ykkar þegar þið eruð ekki á kafi í bókhaldi eða öðrum þáttum rekstrarins.

Dæmigerður notanda skipuleggur birtingu efnis eina til tvær vikur fram í tímann sem veitir þeim hugarró og þá vitund að samfélagsmiðlar þeirra eru virkir meðan þau einbeita sér að öðrum hliðum rekstrarins.

Page 19: TWITTER OG HOOTSUITE - Nýsköpunarmiðstöð Íslandsforskot.nmi.is/documents/10/Twitter_og_Hootsuite.pdf · eða hvaða umræðuefni sem er yfir samfélagsmiðla umhverfi vefsins

TwitterogHootsuite forskot.nmi.is

19–TwitterogHootsuite STAFRÆNT FORSKOT

HLUTI 5

SAMFÉLAGSHLUSTUN MEÐ TWITTER OG HOOTSUITE ÍTARLEG LEIT TWITTER Ítarleg leit Twitter er mjög öflug og stundum vannýtt tól í Twitter. Ásamt því að leita eftir myllumerkjum, leitarorðum og frösum, er hægt að útiloka orð frá leitarniðurstöðum, merkja niðurstöður frá tilteknum svæðum og reikningum (e. accounts), stilla dagsetningar eða tímabil og meira að segja velja að fá eingöngu niðurstöður sem eru með jákvæðum tón, neikvæðum tón eða sem innihalda spurningu.

FYLGIST MEÐ SAMKEPPNINNI OG MARKMIÐUM (E. TARGETS) Þið getið fengið ýmsar vísbendingar varðandi ykkar eigin rekstur með því að fylgjast með samkeppninni Þið getið gert meira af því sem er að virka og minna af því sem virkar síður samhliða því að hafa puttann á púlsinum þegar kemur að ykkar atvinnugrein. Allt þetta býr ykkur betur undir það hvernig þið markaðssetjið fyrirtækið ykkar með því að læra af mistökum annarra og því hvað teljast góðir viðskiptahættir samhliða því að þekkja nýjustu strauma og stefnur.

Viðskiptavinir: Það gæti borgað sig að fylgja völdum viðskiptavinum og fylgjast með virkni þeirra og hverju þeir eru að deila á Twitter Þetta gerir ykkur betur kleift að fylgjast með straumum og stefnum eða tækifærum til að taka þátt í umræðu er snýr að ykkur. Til öryggis ættuð þið að merkja slík söfn upplýsinga sem „leynileg“ (e. private) til að passa að upplýsingarnar skili sér ekki í hendur samkeppnisaðila. „Private“ stillingin birtist þegar þið búið til listann einnig er hægt að fara aftur inn í stillingar fyrir listann og breyta því síðar.

Samkeppnisaðilar: Fylgist með aðilum innan atvinnugreinarinnar sem svipar til ykkar starfsemi. Skoðið hvernig efni þeir deila á samfélagsmiðlum, fáið innblástur frá vinsælustu póstunum þeirra og gerið sjálf minna af því

Page 20: TWITTER OG HOOTSUITE - Nýsköpunarmiðstöð Íslandsforskot.nmi.is/documents/10/Twitter_og_Hootsuite.pdf · eða hvaða umræðuefni sem er yfir samfélagsmiðla umhverfi vefsins

TwitterogHootsuite forskot.nmi.is

20–TwitterogHootsuite STAFRÆNT FORSKOT

sem gengur illa hjá þeim og nær ekki virkni áhorfenda þeirra.

Þetta er annar listi sem þið ættuð merkja „private“ í stillingunum.

Sérfræðingar atvinnugeirans: Svipað og með samkeppnisaðilana, eru sérfræðingar atvinnugeirans þeir sem vinna innan geirans og eru á Twitter, ekki bara þeir sem þið eigið í beinni samkeppni við. Þetta eru aðilar sem hafa deilt efni sem áhorfendahópurinn ykkar hefur áhuga á.

LISTAR Í TWITTER Hægt er að flokka Twitter notendur í hópa og skoða efni og birtingar frá hópnum í heild sinni, án truflana frá ykkar eigin Twitter aðgangi.

FYLGIST MEÐ LEITARORÐUM OG #MYLLUMERKJUM Í Hootsuite er hægt að stilla upplýsingastraumum upp þannig að efnið þar sé byggt á myllumerkjum eða leitarorðum sem þið ákveðið.

Þetta er góð leið til að fylgjast með myllumerkjum tengdum atvinnugreininni ykkar sem samkeppnisaðilar, viðskiptavinir, samstarfsaðilar o.fl. nota, þannig getið þið fylgst með nýjustu fréttum og straumum og stefnum innan geirans.

FYLGIST MEÐ UMTALI UM TILTEKINN REIKNING (E. ACCOUNT) Dæmið hér fyrir neðan sýnir upplýsingastraum frá Hootsuite sem hefur verið stillt upp til að sýna öll tíst sem innihalda @bgateway.

Notið þetta til að fylgjast með umtali um:

• Samkeppnisaðila

• Jafningja/samstarfsaðila

• Aðra viðeigandi reikninga

Page 21: TWITTER OG HOOTSUITE - Nýsköpunarmiðstöð Íslandsforskot.nmi.is/documents/10/Twitter_og_Hootsuite.pdf · eða hvaða umræðuefni sem er yfir samfélagsmiðla umhverfi vefsins

TwitterogHootsuite forskot.nmi.is

21–TwitterogHootsuite STAFRÆNT FORSKOT

Page 22: TWITTER OG HOOTSUITE - Nýsköpunarmiðstöð Íslandsforskot.nmi.is/documents/10/Twitter_og_Hootsuite.pdf · eða hvaða umræðuefni sem er yfir samfélagsmiðla umhverfi vefsins

TwitterogHootsuite forskot.nmi.is

22–TwitterogHootsuite STAFRÆNT FORSKOT

NOKKUR ÖNNUR VERKFÆRI Social Mention – Social Mention tólið fylgist með meira en hundrað samfélagsmiðlum. Þetta er frítt tól sem greinir upplýsingar á ítarlegan hátt og mælir áhrif með fjórum flokkum: Styrkur, tilfinning, ástríða og hlutdeild. Það sýnir einnig helstu leitarorð, myllumerki og síður.

Klout – Klout er líklegast eitt umdeildasta tólið sem fylgist með samfélagsmiðlum. Þeir sem eru ósáttir við tólið halda því fram að einkunnakerfi þess sé mjög ónákvæmt og að það sé ómögulegt að reyna að eiga samskipti við tólið (það býður upp á að mæla samskipti).

Sumum finnst þó tólið gagnlegt, það mælir áhrif í gegnum þátttöku á Twitter. Það er góð leið til að hafa auga á því hvað fólki finnst um vörumerki ykkar og til að sjá hvað hefur mest áhrif á það. Með því að nota Klout stigakerfið getið þið aðlagað færslurnar ykkar að áhugasviðum lykiláhorfendahóps ykkar og aukið þannig virkni hlutfall (e. engagement rate) ykkar.

TweetReach – TweetReach tólið er mjög gott vöktunarkerfi fyrir fyrirtæki ykkar ef þið hafið áhuga á að kanna hversu langt tístið ykkar ferðast. TweetReach mælir raunveruleg áhrif og afleiðingar umræðunnar á samfélagsmiðlum. Þetta er góð leið til að kanna hverjir áhrifamestu fylgjendur ykkar eru og til að leiða ykkur skilyrðislaust að því fólki sem þið ættuð að reyna að ná til þegar markmiðið er að miðla og kynna efni á netinu.

SimplyMeasured – SimplyMeasured tólið gerir ykkur kleift að greina kostaða, eigin og áunna virkni. Það þarf að borga fyrir aðalsvítuna en það er þó hægt að nota tólið til að útbúa ókeypis einstakar skýrslur fyrir Instagram, Twitter, Facebook, Vine og Google+. Skýrslurnar veita innsýn inn í t.d. Facebook efni, greiningu á síðum samkeppnisaðila og aðdáendasíður, lykilmælingar um þjónustu við viðskiptavini á Twitter, Instagram virkni, greiningu á efni og stefnum og straumum og margt fleira.

Hashtagify – Hashtagify tólið gerir ykkur kleift að koma augu á vinsæl umræðuefni og myllumerki víðsvegar að í heiminum.

Page 23: TWITTER OG HOOTSUITE - Nýsköpunarmiðstöð Íslandsforskot.nmi.is/documents/10/Twitter_og_Hootsuite.pdf · eða hvaða umræðuefni sem er yfir samfélagsmiðla umhverfi vefsins

TwitterogHootsuite forskot.nmi.is

23–TwitterogHootsuite STAFRÆNT FORSKOT

STEFNA UM SAMFÉLAGSHLUSTUN (E. SOCIAL LISTENING) Þegar þið eruð búin að meta þau tól sem í boði eru til samfélagshlustunar og ákveða hvaða áherslur þið viljið leggja á í þeim málum, getið þið mótað ykkur stefnu um samfélagshlustun. Það eru atriði sem þið viljið eflaust fylgjast alltaf með og önnur atriði bara stundum. Til dæmis mynduð þið fylgjast með ykkar vörumerktu myllumerkjum alltaf en fylgjast með árstíðabundnum herferðum þegar þær eru í gangi. Einnig gæti verið að þið vilduð fylgjast með sumum samkeppnisaðilum alltaf en öðrum bara stundum.

Page 24: TWITTER OG HOOTSUITE - Nýsköpunarmiðstöð Íslandsforskot.nmi.is/documents/10/Twitter_og_Hootsuite.pdf · eða hvaða umræðuefni sem er yfir samfélagsmiðla umhverfi vefsins

TwitterogHootsuite forskot.nmi.is

24–TwitterogHootsuite STAFRÆNT FORSKOT

HLUTI 6

GREININGAR OG SKÝRSLUR HOOTSUITE HOOTSUITE GREININGAR (E. HOOTSUITE ANALYTICS) Yfirlitsgreiningar innan Hootsuite birtast á litlu mælaborð sem fylgist með algengustu greiningunum, meðal þeirra:

• Færslurr

• Fylgjendur

• Virkni

• Ow.ly umferð (póstar birtir innan úr Hootsutie)

Dæmi um Hootsuite mælaborð:

Mælaborðið og skýrslurnar sýna ykkur breytingar sem eiga sér stað á þeim mælikvörðum sem sýndir eru yfir það tímabil sem valið er.

Fyrir neðan mælaborðið eru skýrslur fyrir sömu fjóra mælikvarðana. Línuritin veita taktískari yfirsýn sem sýnir ykkur samskiptin við reikning ykkar dag frá degi. Línuritin eru gagnvirk. Þið getið sveimað yfir línum, stöplum og tindum innan línuritsins og séð tölfræði þess dags. Fyrir neðan „viðbrögð eftir afstöðu“ línuritið (e. Reactions by Sentiment), er listi yfir nýlega pósta sem þú getur flokkað eftir tegund samskipta (eins og endurtíst, svör, tilvitnun, líkað við o.s.frv.). Þetta gerir ykkur kleift að sjá hvaða efni hefur skilað mestri virkni (e. engagement).

Page 25: TWITTER OG HOOTSUITE - Nýsköpunarmiðstöð Íslandsforskot.nmi.is/documents/10/Twitter_og_Hootsuite.pdf · eða hvaða umræðuefni sem er yfir samfélagsmiðla umhverfi vefsins

TwitterogHootsuite forskot.nmi.is

25–TwitterogHootsuite STAFRÆNT FORSKOT

HLUTI 7

GÓÐIR VIÐSKIPTAHÆTTIR ALMENN LEIÐSÖGN:

• Tíst eru álitin almanningseign svo þið skuluð passa að ljóstra ekki upp neinum trúnaðarupplýsingum

• Ekki brjóta á höfundarrétti annarra

• Ef þið hafið starfsfólk í vinnu skulið þið setja reglur um samfélagsmiðla

• Passið að þið uppfyllið öll lagaleg skilyrði er varða auglýsingar og markaðssetningu

• Ekki vera með ærumeiðandi fullyrðingar

• Passið að allt efni frá þriðja aðila sé skoðað út frá gæðum, vægi og áreiðanleika

• Notið örugg og ólík lykilorð fyrir Twitter og Hootsuite aðganginn ykkar og passið að eingöngu nauðsynlegir aðilar hafi hafi aðgang að þeim

• Fylgið lögum og reglum þess lands sem þið starfið í

Page 26: TWITTER OG HOOTSUITE - Nýsköpunarmiðstöð Íslandsforskot.nmi.is/documents/10/Twitter_og_Hootsuite.pdf · eða hvaða umræðuefni sem er yfir samfélagsmiðla umhverfi vefsins

TwitterogHootsuite forskot.nmi.is

26–TwitterogHootsuite STAFRÆNT FORSKOT

ÍSLENSK LÖG OG REGLUR Flestar netverslanir geyma upplýsingar um viðskiptavini eins og nöfn, heimilisföng og í sumum tilfellum fjárhagsupplýsingar eins og kreditkortanúmer. Þetta þýðir að þið verðið að passa vel að fara að lögum og reglum hvað þessar upplýsingar varðar. Þau lög og reglur sem helst gilda um netverslun eru skráð hér fyrir neðan. Athugið að þessi listi er ekki tæmandi.

Lög um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu – lög nr. 30/2002 https://www.althingi.is/lagas/141b/2002030.html

Virðisaukaskattur – Lög um virðisaukaskatt nr. 50/1988 https://www.althingi.is/lagas/nuna/1988050.html

Lög um persónuvernd nr. 77/2000 https://www.althingi.is/lagas/nuna/2000077.html

Upplýsingar um ný lög um persónuvernd sem taka gildi í maí 2018 og sjá má nánar um hér: https://www.personuvernd.is/ny-personuverndarloggjof-2018/