Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni: 3 Innlendar tónbækur fyrir...

62
Háskóli Íslands Hugvísindasvið Hagnýt menningarmiðlun Trilla á vefmiðum Uppfærsla á www.siton.is, vefsíðu lítils hagsmunafélags í skapandi greinum Lokaverkefni til MA-prófs í hagnýtri menningarmiðlun Gylfi Garðarsson Kt.: 160156-5899 Leiðbeinandi: Sigurjón Ólafsson September 2017

Transcript of Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni: 3 Innlendar tónbækur fyrir...

Page 1: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

Háskóli Íslands

Hugvísindasvið

Hagnýt menningarmiðlun

Trilla á vefmiðum

Uppfærsla á www.siton.is, vefsíðu lítils

hagsmunafélags í skapandi greinum

Lokaverkefni til MA-prófs í hagnýtri menningarmiðlun

Gylfi Garðarsson

Kt.: 160156-5899

Leiðbeinandi: Sigurjón Ólafsson

September 2017

Page 2: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

2 Trilla á vefmiðum

ÞAKKIR

Ég vil þakka leiðbeinanda mínum, Sigurjóni Ólafssyni, fyrir hans góðu leiðsögn með

verkefnið. Einnig færi ég Ármanni H. Gunnarssyni bestu þakkir fyrir alla hans

ósérhlífnu leiðsögn í aðdraganda verkefnisins og Sumarliða Ísleifssyni fyrir gott

utanumhald á lokaverkefnisferli Hagnýtrar menningarmiðlunar.

Síðast en ekki síst þakka ég mínu dásamlega fjölskyldufólki fyrir ómældan áhuga og

hvatningu.

Page 3: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

3 Trilla á vefmiðum

ÁGRIP

Greinargerð þessi er lokaverkefni mitt í Hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla

Íslands. Hún greinir frá undirbúningi að bættu vefsetri fyrir hagsmunafélag í skapandi

greinum að nafni Samband íslenskra tónbókaútgefenda (SÍTÓN).

Verkefnið tekur fyrir þarfagreiningu og kröfulýsingu verksins ásamt viðeigandi

undirþáttum. Farið er yfir helstu atriði vefmiðlunarfræðanna og leitast við að vísa í þau

þegar það á við í verkefninu.

Lagt var upp með þá tilgátu að vefkynning og vefsala á afurðum fjárlítilla aðila í

skapandi greinum sé mun happadrýgri með vefsíðu hagsmunafélags þeirra en með

vefsíðu hvers meðlims fyrir sig. Samtímis var athugað hvort lokað samskiptasvæði

félagsmanna á vefsíðu félagsins væri mögulegt og æskilegt. Niðurstaða verkefnisins

sýnir að vörukynning á vefsíðu félagsins er bæði gerleg og álitleg. Og sú var einnig

niðurstaðan varðandi lokað samskiptasvæði félagsmanna á vefsíðunni. Hins vegar sýnir

niðurstaðan að þótt netverslun með vörurnar sé gerleg þá er hún ekki æskileg fyrir

hagsmunafélag og jafnvel hættuleg fyrir svo lítið félag sem hér um ræðir.

Markmið verkefnisins er að það geti nýst að hluta eða í heild sem leiðarlýsing eða

gátlisti fyrir aðra litla hagsmunaaðila í skapandi greinum.

Heiti verkefnisins, Trilla á vefmiðum, er tvíhliða myndlíking. Það skírskotar annars

vegar til einyrkjans sem rær á nærmið vefsins á trillu sinni. Um leið gefur heitið í skyn

að þessi tiltekni einyrki sé fiskimaður tónlistarinnar (tónatrilla). Hvoru tveggja á við um

vefsíðu hagsmunafélagsins SÍTÓN og ekki síður um þær vefsíður sem félagsmennirnir

gera út hver um sig.

Page 4: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

4 Trilla á vefmiðum

EFNISYFIRLIT

Þakkir ........................................................................................................................ 2

Ágrip.......................................................................................................................... 3

Efnisyfirlit ................................................................................................................. 4

Myndaskrá ................................................................................................................. 5

Inngangur .................................................................................................................. 6

1. Bakgrunnur verkefnisins ....................................................................................... 7

Söguágrip nótnamiðlunar á Vesturlöndum ........................................................... 7

Margt smátt – Vandi nótnaútgáfu á Íslandi ........................................................... 8

2. Tilgangur vefsíðunnar og vefmiðlunarfræðin ..................................................... 12

Flokkun og val þjónustusviða – Aðalskipulag .................................................... 12

Flokkun þjónustusviða samkvæmt Selcuk Cebi .................................................. 13

Fjögur þjónustusvið vefsíðunnar siton.is ............................................................ 15

Vefmiðlunarfræði hagnýtrar menningarmiðlunar ............................................... 17

Notandinn í fyrirrúmi – Hefðir, skimun, kjörnun, greiningar og fleira ............... 18

Tryggð við hefðir ............................................................................................ 19

Skimun ............................................................................................................ 20

Kjarni máls og beinar leiðir ............................................................................. 20

Með greiningu skal vef byggja ........................................................................ 22

3. Undirbúningur ..................................................................................................... 24

Greiningaraðferðir ............................................................................................... 24

Vefmælingar ........................................................................................................ 24

Flokkunaræfing ................................................................................................... 26

Samnburðarmat ................................................................................................... 26

Félag íslenskra bókaútgefenda (FÍBÚT) ......................................................... 27

Musikforlæggerne Danmark ........................................................................... 28

Forlagið útgáfa ................................................................................................ 29

Salka – Útgáfuhúsið Verðandi. ....................................................................... 30

Kröfulýsing .......................................................................................................... 31

Markmið eiganda vefsíðunnar ......................................................................... 31

Markhópar ....................................................................................................... 32

Efni og virkni .................................................................................................. 34

Leiðarkerfi og forsíða ...................................................................................... 36

Page 5: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

5 Trilla á vefmiðum

Skissur af efstu skjámynd – Hugmyndir um lokaútlit ......................................... 38

Kannanir og viðtöl ............................................................................................... 41

Vefkönnun hjá skráðum notendum www.songbok.is ..................................... 41

Spurningakönnun hjá viðskiptavinum Tónastöðvarinnar ............................... 44

Viðtal við vefstjóra Forlagsins ........................................................................ 44

Kostnaður ............................................................................................................ 45

4. Framkvæmd ......................................................................................................... 47

Lén, vefumsjónarkerfi og þema/viðmótssnið ...................................................... 47

Viðbætur og hjálpartól ........................................................................................ 48

Greiningarvinna ................................................................................................... 49

Prófunarvefur settur upp ...................................................................................... 49

Efnisöflun inn á prófunarvef ............................................................................... 50

Kostnaðarathugun ................................................................................................ 50

5. Framhaldið .......................................................................................................... 51

6. Lokaorð ............................................................................................................... 54

Heimildaskrá ........................................................................................................... 56

Viðauki – Könnun um tónbækur á Netinu .............................................................. 57

Tölvupóstar til markhóps .................................................................................... 57

Könnunarspurningar ............................................................................................ 58

MYNDASKRÁ

Mynd 1 Skipurit þjónustusviða vefsíðna skv. Selcuk Cebi ..................................... 14

Mynd 2. Einbeitingarsvæði augnhreyfinga á vefsíðu með myndefni ..................... 20

Mynd 3 Langi hálsinn og halinn skv. G.McGovern ................................................ 21

Mynd 4 Forsíða núverandi vefs ............................................................................... 25

Mynd 5 Upplýsingar um útgefanda ......................................................................... 35

Mynd 6 Vara X: Grunnvörulýsing ......................................................................... 36

Mynd 7 Vara X: Tengiupplýsingar ......................................................................... 36

Mynd 8 Líklegt upplýsinga- og afgreiðsluferli í netverslun ................................... 52

Page 6: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

6 Trilla á vefmiðum

INNGANGUR

Í þessari greinargerð birtist fræðilegi hluti lokaverkefnis míns um vefmiðlun í hagnýtri

menningarmiðlun frá Háskóla Íslands. Verklegi hlutinn felst í vefsíðuuppfærslu sem

styðst við þær niðurstöður sem hér verður lýst.

Í greinargerðinni verður farið yfir bakgrunn, undirbúning og framkvæmd á

uppfærslu vefsíðu lítils hagsmunafélags í skapandi greinum. Félagið heitir Samband

íslenskra tónbókaútgefenda (SÍTÓN) og vefsíðan er siton.is.

Viðfangsefni verkefnisins er ekki valið af handahófi því ég hef sjálfur starfað við

tónbókaútgáfu frá 1986 og var hvatamaður að stofnun SÍTÓN árið 2012.

Sem upphafsmaður og formaður SÍTÓN frá stofnun hef ég eðlilega velt mikið fyrir

mér hvernig Netið getur nýst í þágu félagsmanna. Vefsíðan siton.is var sett upp á fyrstu

vikum félagsins til að miðla tilvist þess og fréttum sem varða félagið ásamt því að gera

grein fyrir útgefendum í félaginu. Vefsíðan hefur ekki sinnt annarri þjónustu og verður

að telja hana fremur staðan upplýsingamiðil (e. static medium) fyrir félagið. Samkvæmt

flokkun sem rædd er síðar í greinargerðinni mun núverandi þjónusta vefsíðunnar

flokkast sem sú einfaldasta (lágmarks kynning) af fjórum mögulegum þjónustusviðum

slíks vefs.

Frá upphafi hefur stefna félagsins verið að bæta inn á vefsíðuna kynningum um

útgefið efni félagsmanna og jafnvel netsölu þess. Að auki verður í verkefninu skoðað

hvernig innri vefur gæti þjónað félagsmönnum og hvort umfang við uppsetningu og

rekstur innri vefs sé innan skynsemismarka fyrir svo lítið félag.

Page 7: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

7 Trilla á vefmiðum

1. BAKGRUNNUR VERKEFNISINS

Vefsíðan sem þetta vefmiðlunarverkefni fjallar um er www.siton.is. Þar er vettvangur

hagsmunafélagsins Samband íslenskra tónbókaútgefenda (SÍTÓN) til að kynna sig og

hið afmarkaða fag innan skapandi greina sem félagið nefnir tónbókaútgáfu. Til að fá

innsýn í bakgrunn og inntak verkefnisins er eðlilegt að líta á örstutt yfirlit yfir sögu

vestrænnar og innlendrar nótnamiðlunar og íhuga tilgang og markmið með vefsíðunni.

Söguágrip nótnamiðlunar á Vesturlöndum

Miðlun ritaðrar tónlistar á Vesturlöndum, þ.e. nótnarita og nátengdra prentgripa, á rætur

að rekja til útbreiðslu tíðarsöngs kirkjunnar á miðöldum1. Þótt vísbendingar um

tónatákn megi greina í munum frá grískri fornmenningu og síðar þá er það fyrst á

miðöldum að sú þróun hefst sem leiddi til nútíma nótnaritunar. Á dögum Mozarts má

segja að nótnaritunarkerfið hafi náð fullum þroska. Á einu sviði sat nótnamiðlun þó enn

föst í gömlu handverki með þeim afleiðingum að ávinningur af prentbyltingu

Gutenbergs og síðar offsetprentunar nýttist nótnamiðlun aðeins að hluta. Sjálf

nótnasetningin, það að grafa hverja blaðsíðu í pjáturplötu, varð nefnilega ekki

betrumbætt fyrr en undir lok 20. aldar. Hafði nótnagrafið þá verið notað svo til óbreytt

í um 500 ár. En loksins, eftir fimm alda bið, komu fram tvær tækninýjungar á árunum

eftir 1970 sem stökkbreyttu faginu, þ.e. ljósritunarvélin og tölvan. Bæði tækin

auðvelduðu framleiðsluferlið til muna en einnig miðlunina. Engu að síður reyndust þau

á endanum mikið skaðræði fyrir tekjugrunn útgefenda og höfunda. Framan af var

ljósritunarvélin í sviðsljósinu og nýttist aðallega til að auðvelda undirbúning fyrir

prentun. En eftir því sem möguleikar tölva til myndrænnar vinnslu urðu betri fór að

bera á tilraunum til að nýta tölvutækni fyrir alla verkþætti nótnaritunar. Stökkbreyting

varð með tilkomu svonefndrar „skrifborðsútgáfu“ (e. desktop publishing) um 1985. Á

innan við áratug hafði gamla nótnagrafinu verið bylt úr sessi. Um 1995 var sú bylting

afstaðin.

Sem stafrænar myndir lá beint við að hinar nýju afurðir nótnasetningar hentuðu

fullkomlega nýju afsprengi tölvutækninnar, Netinu. Sömuleiðis lá beint við að

útgefendur og aðrir hagsmunaaðilar myndu nýta þá öflugu möguleika til fjölmiðlunar

nótna sem vefmiðlun býður upp á. Svo mikið er víst að hin nýja tækni reyndist hinn

1 Saga nótnaritunar í suttu ágripi: https://notendur.hi.is/gyg9/notnaritun-sagan-i-stuttu-agripi.pdf

Page 8: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

8 Trilla á vefmiðum

mesti happafengur almennum notendum nótnarita, t.d. tónlistarskólum. En því miður

fyrir höfunda og útgefendur þá gróf þessi þróun verulega undan sölu nótnarita eins og

fyrr er getið. Sú öfugþróun hófst með tilkomu ljósritunarvéla eftir 1970. Upp frá því

stigmagnaðist ólögleg afritun og varð svo að segja stjórnlaus þegar óheft netmiðlun

nótna var komin á fullan skrið eftir síðustu aldamót. Um 2010 höfðu réttindahópar

útgefenda og höfunda ekki enn fundið leiðir til að girða fyrir ólöglega dreifingu eða

skapa arðbæra vefmiðlun á nótnaefni sínu. Útlitið var slæmt og leiddi af sér mikla

samþjöppun nótnaútgefenda á Vesturlöndum, líklega meiri samþjöppun en sést hafði í

almennri prentútgáfu.

Eftir 2010 hafa helstu hagsmunaaðilar í vaxandi mæli fetað sig inn á braut

vefmiðlunar með því hugarfari að mæta notendum nótnarita á forsendum hinnar nýju

miðlunartækni. Kynning, samsetning og verðlagning vefmiðlaðra nótna fellur nú betur

að kröfum um meiri fjölbreytni og upplýsingar, persónumiðaðra vöruúrval og

hagstæðari miðlun. Leiðin að þessu markmiði hefur tekið merkilega langan tíma en

forleggjurum til varnar má segja að eftir aldarlanga kyrrstöðu var líklega ógerlegt að

fylgja þeim hraða sem stökkbreyting tölvutækninnar kastaði í fang þeirra.

Margt smátt – Vandi nótnaútgáfu á Íslandi

Fram til ársins 2012 höfðu nótnaútgefendur á Íslandi ekki stofnað til sérstaks

hagsmunafélags um sitt svið. Hin nýja tækni nótnasetningar hafði þó haft mjög

greinileg áhrif hér á landi eins og sést á miklum vexti í útgáfu nótnarita á áratugnum

1985 til 1995 skv. skrám Landsbókasafns Íslands2 (Gylfi Garðarsson, 2015). Með

örfáum undantekningum hafði nótnaútgáfa í landinu verið borin uppi af

einstaklingsframtaki án formlegs bakstuðnings svo nokkru nemi. Er svo reyndar enn að

miklu leyti. Auk einstaklingsútgefenda gáfu almenn bókaforlög út eitt og eitt nótnarit á

stangli, líklega fyrir sakir vensla eða vinskapar í flestum tilfellum. Álíka sögu má segja

um nótnaútgáfu Námsgagnastofnunnar3. Innan kirkjunnar var sálmasöngsbókin sem

dómorganistar útbjuggu 1935 endurprentuð óbreytt fram undir aldamót en fátæklegt

viðbótarkver fékkst naumlega útgefið 1976. Eftir 1995 sneri kirkjan hins vegar við

blaðinu og hefur síðan verið eina stönduga stofnun landsins sem stutt hefur nótnaútgáfu

myndarlega í gegnum forlag sitt, Skálholtsútgáfuna. Árin 1961-1966 stóð

2 Nótnarit í Gegni: https://notendur.hi.is/gyg9/notnarit-i-gegni-_almenn-kynning_2.pdf 3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014: https://notendur.hi.is/gyg9/2015/03/innl-

tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

Page 9: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

9 Trilla á vefmiðum

Menningarsjóður (ríkisins) að ritröðinni Musica Islandica sem var nótnaútgáfa á

verkum valinna íslenskra tónskálda. 1968 tók Íslensk tónverkamiðstöð við því kefli og

hefur síðan þá haldið utan um nótur íslenskra tónskálda í félaginu. Aðallega hefur

félagið staðið að skráningu og erlendri kynningu verkanna en ekki formlegri útgáfu

þeirra þótt nokkur dæmi séu um það. Félagið hefur frá upphafi notið árlegs framlags úr

ríkissjóði, sem hefur staðið undir húsnæði og lágmarks starfsemi. Örfá dæmi eru um

starfsemi sérstakra nótnaútgáfa fyrir 1980 en af örlögum þeirra má ráða að þau hafi

ýmist skort burði eða meðbyr til langlífis (Drangeyjarútgáfan, Hljóðfærahús

Reykjavíkur, Landsútgáfan).

Eins og þessi frásögn ber með sér var orðið ærið tilefni til að íslenskir

nótnaútgefendur fylktu liði um hagsmuni sína um síðustu aldamót. Af nógum

verkefnum var að taka, til dæmis samhæfingu í útgáfumálum. Er þá ekki síst átt við þá

möguleika sem vefmiðlun býður upp á.

Almenn bókaforlög á Íslandi hafa átt erfitt með að fóta sig þegar vefmiðlun er annars

vegar og hafa sum þó prófað ýmsar leiðir í þeim efnum. Með það í huga þarf ekki að

koma á óvart að hin fáu og smáu nótnaforlög landsins hafa litla sem enga tilburði sýnt

til eiginlegrar vefmiðlunar. Til þess hefur skort ýmsar forsendur, fyrst og fremst

fjárhagslegar. Óhætt er að fullyrða að þessi staða standi innlendri nótnamiðlun fyrir

þrifum og takmarki mjög flæði innlends nótnaefnis til notenda. Til að bregðast við þessu

er hægt að feta ýmsar leiðir. Eins og sagan kennir þá er sú augljósasta yfirleitt að

sameina kraftana og með það að markmiði var í maí 2012 loksins stofnað

hagsmunafélag útgefenda prentaðra tónbóka á Íslandi. Félagið hlaut nafnið Samband

íslenskra tónbókaútgefenda, skammstafað SÍTÓN. Aðild að systursamtökum á

Norðurlöndum og alþjóðlega fékkst um leið og eftir því var leitað vorið 2013.

Mikilvægasti byrjunarávinningur félagsins var viðurkenning gerðardóms á rétti SÍTÓN,

f.h. innlendra nótnaútgefenda, til þóknunar vegna ljósritunar nótnaefnis í skólum

landsins. Eitt af mörgum öðrum verkefnum hins unga félags er að bregðast við

umbyltingu á miðlun prentaðs efnis með stafrænum aðferðum tölva, skanna og Netsins.

Fáeinir útgefendur hafa sett upp sína eigin vefsíðu til að kynna útgáfuefnið. Þrjár af

þessum vefsíðum bjóða upp á bein kaup á vefnum (netverslun) en hinar eingöngu

vörukynningu. Hönnun og viðmót eru með afar ólíku sniði eins og eftirfarandi skjáskot

sýna. Tvær virkustu vefsíðurnar tilheyra Skálholtsútgáfunni og Gítarskólanum og eru

báðar með netsölu. En eins og sést þá eru þær mjög ólíkar, enda með afar ólíka

markhópa.

Page 10: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

10 Trilla á vefmiðum

Skálholtsútgáfan er útgáfufélag þjóðkirkjunnar sem hefur m.a. það hlutverk að styðja

við tónlistarstarf í kirkjum

og söfnuðum landsins

með útgáfu vandaðs

tónbókaefnis. Útgáfan

notar hið íslenska Zolon

netverslunarkerfi frá io

ehf til að kynna og selja

sínar vörur.

Gítarskólinn er rekinn af Eyþóri Þorlákssyni gítarleikara og syni hans Sveini til að

miðla eigin gítartónsmíðum, kennsluefni og útsetningum, aðallega út fyrir Ísland.

Vefsíðan hefur íslenskt, enskt og spánskt viðmót og mest af efninu er gjaldfrjálst. Af

þeim ástæðum fær hún

mikið innlit erlendis frá og

eru mörg dæmi um notkun

efnisins á Youtube

myndskeiðum í Evrópu,

báðum Ameríkuálfunum

og Asíu.

Söngbók.is er vefmiðlun Nótuútgáfunnar sem höfundur þessa verkefnis rekur.

Vefsíðan er fyrst og

fremst ætluð til

vörukynningar en með

því að nota sama

netverslunarkerfi og

Skálholtsútgáfan (Zolon)

þá geta notendur keypt

bækurnar á vefnum ef

þeir vilja.

Page 11: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

11 Trilla á vefmiðum

Fjórir eftirfarandi útgefendur í SÍTÓN nota vefsíðu til vörukynningar án söluvirkni

og eru skjáskot af vefsíðum þeirra fyrir neðan listann:

• Opus Music Theory (opusmusic.is og garmur.is/opus)

• Ísalög (isalog.info)

• Nótnaútgáfa BÞV (pianonam.is)

• Nótnaútgáfa Þ.M.G (gitarleikur.is)

Með því verkefni sem hér birtist er kastljósinu beint að vefsíðu hagsmunfélags

ofantalinna og fleiri útgefenda, siton.is, og skoðað hvaða áskorunum sem fyrr eru rakin

sé hægt að mæta í fyrirhugaðri uppfærslu vefsíðunnar.

Page 12: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

12 Trilla á vefmiðum

2. TILGANGUR VEFSÍÐUNNAR OG VEFMIÐLUNARFRÆÐIN

Til að sjá hvaða vefmiðlunarfræði koma við sögu í þessu verkefni fannst mér

nauðsynlegt að íhuga vel hvaða tilgangi vefsíðan siton.is ætti að þjóna. Má segja að í

því felist að vefsíðunni sé mörkuð ákveðin stefna og grunnur að kröfulýsingu. Þó að

verkefnið sé á því sviði menningarmiðlunar sem kallast vefmiðlun þá mun vefsíðan sem

verkefnið fjallar um ekki standa fyrir birtingu á sjálfu innihaldi þeirra menningarafurða

sem vefsíðan snýst um. Það er ekki tilgangur vefsíðunnar að birta höfundaréttarvarið

efni nema e.t.v. sýnidæmi sem ekki þarf leyfi til að birta.

Fyrirfram er ætlað megin hlutverk vefsíðunnar að miðla upplýsingum á tilteknu

sviði innan skapandi greina, þ.e. tónbóka. Nánar tiltekið væri tilgangur siton.is

samkvæmt þessu verkefni að:

1. Kynna fagsvið SÍTÓN, félagsmenn og störf þeirra

2. Auðvelda samskipti um innri málefni félagsins

3. Kynna afurðir félagsmanna (vörurnar)

4. Efla viðskipti (eigin eða annarra) með afurðirnar

Hér reynir á ýmis fræði vefmiðlunar og verður nú fjallað um þau helstu.

Flokkun og val þjónustusviða – Aðalskipulag

Þegar skilgreining á hlutverki og tilgangi vefsíðu liggur fyrir er hægt að átta sig á hvaða

þjónustusvið þarf að setja upp á henni. Þetta eru grunnsvið vefsvæðisins sem likja má

við aðalskipulag sveitarfélaga. Vegna mikilvægis síns þótti mér til vinnandi að athuga

hvort finna mætti á Netinu fræðilega umfjöllun um flokkun þjónustusviða vefsíðna.

Leitin fór fram með því að nota leitarorðastrengi sem höfðu orðin „website design“ í

aðalhlutverki. Var leitað bæði á almenna hluta Google leitarvélarinnar en einnig á

Google Scholar til að skoða rannsóknagreinar. Markmiðið var að finna heimildir sem

skilgreina vel þjónustusviðin sem fyrirhuguð eru á vefsíðunni þannig að forgangsröðun

verkefna við uppsetningu siton.is gæti verið skipulegri en ella og í skynsamlegu

kostnaðar- og tímasamhengi. Niðurstaðan var að horfa til flokkunar sem birt er í

rannsókn Selcuk Cebi frá 2013, Determining importance degrees of website design

parameters based on interactions and types of websites (Cebi, 2013).

Page 13: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

13 Trilla á vefmiðum

Til hliðsjónar hafði ég listann að ofan um fjórskiptan tilgang vefsíðunnar sem er um

leið forgangsflokkun. Áður en lengra er haldið er við hæfi að líta aðeins betur á hvern

lið í listanum.

Í fyrsta lagi á vefsíðan að miðla upplýsingum um útgefendur tónbóka innan

hagsmunafélagsins SÍTÓN og fagið sem slíkt. Þessu hlutverki sinnir vefsíðan að

einhverju leyti nú þegar en gæti gert því mun betri skil.

Næst í forgangsröðinni er að athuga hvort tilefni sé til að bjóða upp á afmarkaðan

aðgang að vefsíðunni eða innri vef fyrir félagsmenn. Við skoðun á vefsvæðum ýmissa

hagsmunafélaga á Netinu sést að flest þeirra hafa þennan þjónustuþátt sem hluta af

viðkomandi vefsíðum. Eins og vænta má er tilgangur þeirra oftast samskipti um

viðkvæmar upplýsingar svo sem taxta, samninga, styrki, fundargerðir og önnur

hagsmunamál sem ekki eiga heima á opnum vettvangi.

Í þriðja lagi þarf að skoða hvort miðlun vöruupplýsinga um afurðir útgefendanna

sé möguleg á vefsíðunni og skoða hvernig framsetning á slíkri kynningu sé best fyrir

komið.

Nátengt vörukynningu eru bein viðskipti með afurðirnar eða netverslun. Þar þarf

hins vegar að hafa hugfast að bæði uppsetning og rekstur slíks þjónustusviðs er margfalt

umfangsmeiri en upplýsingamiðlun um starfsemi og vörur. Þessi liður er þar af leiðandi

hafður í fjórða sæti forgangsflokkunar þjónustusviða vefsíðunnar enda vel mögulegt að

netverslun á afurðunum sé betur fyrir komið á annarra vegum. Engu að síður er óhætt

að ganga út frá að þótt netverslun með afurðir félagsmanna fari ekki fram á vefsvæði

félagsins þá sé æskilegt að félagið hafi undir höndum nýtanlega skilgreingu um

framsetningu slíks þjónustusviðs, skilgreiningu sem henti í tilfelli tónbóka.

Flokkun þjónustusviða samkvæmt Selcuk Cebi

Í rannsókn Selcuk Cebi 2013 er meðal annars litið til möguleika og aðferða til að flokka

vefsíður og þjónustur þeirra eftir eðli og hlutverki. Rannsóknin er viðbót við rannsókn

hans frá árinu á undan, A quality evaluation model for the design quality of online

shopping websites. Eins og heiti greinanna gefa til kynna var Cebi að rannsaka hvernig

nota má greiningu á viðmótshegðun notenda til að gera þjónustur vefsíðna skilvirkari.

Leiðir hann m.a. fram reikniformúlur (algrím) til að flýta fyrir og auðvelda svörun

vefsíðna. En það var annað í skrifum Cebi sem vakti athygli mína í tengslum við

vangaveltur um skilgreiningu þjónustusviða á vefsíðum.

Page 14: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

14 Trilla á vefmiðum

Eitt af verkefnum í rannsókn Cebi 2013 var að skoða hvernig flokkun þjónustusviða

vefsíðna er skilgreind í fjórum eldri rannsóknum aðskilinna fræðimanna á árunum

2003-2011. Í skýrslu sinni leggur Cebi sjálfur til sína eigin flokkun með hliðsjón af

rannsóknum hans og annarra. Eftir að hafa kynnt mér þær flokkunarskilgreiningar sem

Cebi skoðaði og borið þær saman við hans eigin útfærslu þótti mér niðurstaða hans

rökrétt og ákvað að hafa hliðsjón af hans flokkun að svo miklu leyti sem það getur átt

við í þessu verkefni.

Skv. niðurstöðum Cebi skipta eldri rannsóknirnar þjónustuliðum vefsíðna í 4-6

flokka án undirflokka. Ekki er ástæða til að ígrunda þær niðurstöður hér en þær má

finna í grein Cebi (2013) til frekari glöggvunar. Niðurstöðu hans sjálfs skal hins vegar

getið nánar. Þar leggur hann til skilgreiningu á 2-3 megin þjónustusviðum vefsíðna og

7 undirflokkum þeirra. Megin sviðin skilgreinir hann eftir tveimur aðal hlutverkum en

ef vefurinn inniheldur bæði hlutverkin skilgreinir hann það sem þriðja sviðið, þ.e.

blöndu hinna beggja. Tvö aðal hlutverkin eru viðskipti (e. commercial) og þjónusta (e.

service). Hið þriðja á svo við þegar bæði aðal hlutverkin koma saman (e. mixed type).

Viðskipta-hlutverkinu fylgja svo 3 undirflokkar og þjónustuhlutverkinu fylgja 4

undirflokkar. Blandaði flokkurinn getur síðan innihaldið alla 7 undirflokka viðskipta og

þjónustu.

Flokkun Cebi eftir hlutverki vefsíðna er lýst með eftirfarandi skipuriti í greininni.

Minnt er á að undir „Mixed Type“ heyra allir undirflokkar „Commercial“ og „Service“

yfirflokkanna þó skipuritið sýni það ekki.

Mynd 1 Skipurit þjónustusviða vefsíðna skv. Selcuk Cebi

Með rómverskum tölum verður flokkun Cebi svohljóðandi:

I. Commercial Type

Page 15: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

15 Trilla á vefmiðum

i. B2B (business to business. T.d. heildsala eða ráðgjöf)

ii. B2C (business to customer. Smásala, t.d. Amazon eða Hópkaup.is)

iii. C2C (customer to customer. Notendasala, t.d. Bland.is)

II. Service Type

i. Self Service (sjálfsafgreiðsluvefir, t.d. Skattur.is eða heimabankar)

ii. Information (upplýsingavefir, t.d. frétta- eða fræðsluvefir)

iii. Entertainment (afþreyingarvefir, t.d. leikjavefir eins og Eve online)

iv. Communication (samskiptavefir, t.d. Facebook)

III. Mixed Type

I. Commercial (með undirflokkum I: i-iii)

II. Service (með undirflokkum II: i-iv)

Þótt rannsóknir Selcuk Cebi fjalli að mestu um atriði eins og algrím fyrir

notendahegðun, þá er niðurstaða hans varðandi flokkun þjónustusviða vefsíðna það eina

úr grein hans 2013 sem kemur við sögu í þessu verkefni. Til viðbótar er viðeigandi að

geta þess að mikilvægur hluti í grein hans er tilgreining eldri rannsókna sem hann hafði

til skoðunar. Þetta skiptir máli þegar haft er í huga hve vefmiðlunfræði er ungt

fræðasvið og vandaðar rannsóknir á sviðinu fáar og afskekktar. Hugsanlega eru

aðgengileg gögn um slíkar rannsóknir algengari en hér er ályktað en víst er að í grein

Cebi má finna haldgott yfirlit yfir fræðilegar rannsóknir um vefmál fram til 2012. Af

heimildaskrá greinarinnar má einnig sjá hve ung þessi fræði eru því rannsóknirnar eru

hlutfallslega fáar og ná stutt aftur í tímann. Getið er rannsókna aftur til 1995 og þeim

fer greinilega fjölgandi þegar nær dregur nútímanum. Má ætla að það gefi fyrirheit um

mikla aukningu í rannsóknum á komandi árum.

Fjögur þjónustusvið vefsíðunnar siton.is

Eins og fyrr er getið hafði ég fyrirfram flokkað mögulega þjónustuliði siton.is í fjögur

svið þar sem þeim er forgangsraðað með tilliti til undirbúnings, uppsetningar og

reksturs á viðeigandi þjónustuliðum vefsíðunnar. Nr. 1 er metið það hlutverk sem er

hlutfallslega mikilvægast en útheimtir minnstu fyrirhöfnina að koma upp og halda við.

Nr. 4 er það hlutverk sem krefst mestrar fyrirhafnar að koma á fót og halda við.

Séu þjónustusviðin fjögur flokkuð skv. skilgreiningu Cebi myndi vefsíðan falla

undir yfirflokkinn „Mixed Type“ (III) ef hún hefði með höndum bæði

upplýsingamiðlun og viðskipti, þ.e. „Information“ (upplýsingamiðlun) og „B2C“

Page 16: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

16 Trilla á vefmiðum

(netverslun). Sé hlutverki innri vefs bætt við þjónustu síðunnar kæmi flokkurinn „Self

service“ til sögunnar. Ef viðskiptaliðurinn er tekin úr listanum verður vefsíðan

eingöngu Service-Type (II).

Að teknu tilliti til flokkunar Cebi gæti upphaflegi listinn fyrir forgangsflokkun nú

fengið eftirfarandi skilgreiningu þar sem rómverskar tölur vísa í flokkun hans:

1. Ytri vefur A: (II-ii) Kynning á faginu, meðlimum félagsins og störfum þeirra

2. Innri vefur: (II-i) Lokað samskiptasvæði meðlima félagsins

3. Ytri vefur B: (II-ii) Kynning á útgefnu efni meðlima (vörum og þjónustu)

4. Ytri vefur C: (I-i+ii) Sala á vörum og þjónustu, smásala og e.t.v. heildsala

Flokkunarskilgreining Cebi breytir í sjálfu sér ekki upphaflega listanum. Það sem

flokkunarniðurstaða hans gerir hins vegar er að renna fræðilegum stoðum undir

upphaflegu flokkunina á þjónustusviðum siton.is með röklegu samhengi sem er

gagnlegt til að forgangsflokka vefuppsetningar. Samlíkingin í upphafi kaflans við

aðalskipulagsvinnu sveitarfélaga felst í að þar, líkt og með flokkun þjónustusviða

vefsíðna, eru hlutverk aðskilinna landsvæða fyrirfram ákveðin til að forgangsflokka í

senn óhjákvæmilega, æskilega og mögulega nýtingu þeirra þótt ekki verði allir

nýtingarmöguleikar raungerðir strax. Líkt og með aðalskipulag gerir ofangreind

forgangsflokkun kleift að skipuleggja langtímahlutverk vefsvæðis og verkefnastýra

uppsetningu þjónustusviðanna í rökréttri kostnaðar- og tímaröð á hverjum tíma.

Áður en skilið er við vangaveltur um fræðilega flokkun þjónustusviða vefsíðna er

vert að geta þess að þegar leitað er að fræðilegri umfjöllun um ofangreind 4 svið kemur

fljótt í ljós að mjög mikill munur er á framboði af efni til að styðjast við, frá einu sviði

til annars.

Undir þau svið sem að ofan eru listuð nr. 1 og 3 má fella þá þjónustuþætti sem eru

lang algengastir á Netinu svo sem spjallþræði og upplýsingavefi af öllum gerðum og

stærðum. Á það jafnt við um vefmiðlun á vegum einstaklinga, félagasamtaka, fyrirtækja

eða stofnana – frá einkabloggi og einföldum smávefsíðum til Já.is og Facebook. Fagleg

umfjöllun um þessi svið er nokkuð víðtæk og af miklu að taka.

Innri vefir, liður nr. 2 í ofangreindum lista, virðast hafa notið lítillar fræðilegrar

athygli lengi vel. Talsverða breytingu á því má hins vegar greina á undanförnum árum

og er nú hægt að finna ýmislegt bitastætt í þeim efnum, t.d. í útgefnu efni sem tilgreint

var í vefmiðlunarnámskeiðum H.Í. 2016, HMM228F og RÚT801F.

Page 17: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

17 Trilla á vefmiðum

Liður nr. 4 í ofangreindum lista tekur til hvers konar þjónustu á vefsíðu með

greiðslumiðlun. Fræðileg umfjöllun um þetta svið virðist lítið skarast við umfjöllun um

hin þrjú og þarf greinilega að leita á önnur mið til að nálgast gagnlega umfjöllun

sérstaklega um þetta svið. Skýringar á þessu eru væntanlega ýmsar en ætla má að

umfjöllun um það svið fari að mestu fram innan markaðs- og viðskiptafræða auk

raungreina vegna tæknihlutans (verkfræði, stærðfræði, forritun osfrv.).

Vefmiðlunarfræði hagnýtrar menningarmiðlunar

Í ofangreindri umfjöllun um flokkun þjónustusviða var minnst á framboð af fræðilegri

umfjöllun um vefmiðlun, t.d. ritrýndar rannsóknir og bækur. Var þá m.a. átt við

umfjöllun sem kafar vel undir efstu lög notendaviðmótsins. Hér mætti nefna Handbook

of human factors in web design (Vu og Proctor, 2011) og Unified Theory of Acceptance

and Use of Technology (UTAUT) (Al-Qeisi, Dennis, Alamanos og Jayawardhena,

2014). Í báðum bókunum er tekin fyrir mannleg hegðun gagnvart vefviðmóti og reynt

að varpa ljósi á helstu áhrifaþætti hegðunarinnar. Bókanna er víða getið og virðast þær

hafa leitt af sér lífleg umsvif á fræðasviði vefmiðlunar. Fræðileg umfjöllun um

tæknilegar og viðskiptalegar undirstoðir vefsvæða væri sömu leiðis áhugaverð ef því

væri að skipta.

Frá sjónarhóli hagnýtrar menningarmiðlunar er hins vegar yfirleitt ekki ástæða til að

kafa mjög djúpt í veffræðin þótt áhugaverð séu. Í hagnýtri menningarmiðlun felst sú

sérþekking að geta valið álitlegustu miðlunarleiðina fyrir efnivið menningar hverju

sinni en kalla til sérfræðinga þegar laga þarf „vélina“ og „farartækið“. Á heimasíðu

HMM4 segir að námið sé „fyrir þá sem vilja leggja fyrir sig störf í menningargeiranum“.

Sannarlega þarf menningarmiðlari að þekkja umfjöllunarsvið vefmiðlunar þokkalega.

Mikilvægara fyrir hann er þó að vita nokkurn vegin hvaða sérþekkingu reynir á og

hverja þarf að kalla til ef þörf krefur. Með hliðsjón af því er mikið af umfjöllunarefni

að finna, prentað og á Netinu, sem byggir jöfnum höndum á formlegum og óformlegum

rannsóknum sem og reynsluheimi þeirra sem taka þátt í umræðunni. Til þeirra fræða

leitar hagnýt vefmiðlun yfirleitt að svörum og verður nú litið nánar á þau helstu.

4 Hagnýt menningarmiðlun við Háskóla Íslands: http://menningarmidlun.hi.is/um-namid/

Page 18: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

18 Trilla á vefmiðum

Notandinn í fyrirrúmi – Hefðir, skimun, kjörnun, greiningar og fleira

Tilgangur flestra ef ekki allra vefsíðna er miðlun upplýsinga og gagna á milli fólks.

Stundum gagnvirkt. Í orðræðu um vefmál er manneskjan sem situr við skjáinn og nýtir

þjónustu á Netinu nefnd „notandi“. Óhætt er að fullyrða að áherslan á að skilja

notandann hafi vaxið í takt við aukinn skilning um að það er hann, notandinn, sem öll

fyrirhöfnin snýst um. Mikilvægast þykir að ná góðu sambandi við notandann og

auðvelda honum sem mest samskiptin á vefsíðum. Eftir því sem vefmiðlun hefur þróast

hafa margs konar aðferðir komið fram til að gera miðlunina og notendaupplifunina

skilvirkari. Snúast þær aðallega um að greina hegðun og hugsanir notenda svo sem

líkamsbeitingu, feril um vefsvæði og viðhorf. Hreyfingar augna eru rannsakaðar,

smelliferlar eru raktir, notendaprófanir fara fram leynt og ljóst og könnuð eru viðhorf

og afstaða frá minnstu til stærstu atriða. Í mannlegri hegðun vefnotenda má fyrirfram

ganga að mörgu vísu. En alls ekki öllu. Það þarf að rýna og skoða til að sjá hvort

hugmyndir okkar um mikilvæg hegðunaratriði notenda standist eða ekki. Hefðir og

vanahegðun á Netinu eru stundum aðrar en við höfum talið og það getur verið dýrkeypt

að fylgjast ekki með. Þar koma sérfræðingar og ráðgjafar til sögunnar.

Enginn skortur er á alþjóðlegum sérfræðingum á sviðið vefmiðlunar. Á meðal þeirra

eru fáeinir sem hafa komið við sögu hagnýtrar vefmiðlunar um langt skeið. Hér heima

er Sigurjón Ólafsson einn þeirra sem hefur lagt mikið af mörkum, ekki síst með bók

sinni Bókin um vefinn: Sjálfshjálparkver fyrir metnaðarfulla vefstjóra (Sigurjón

Ólafsson, 2015). Eins og vænta má af fyrstu bók sinnar tegundar á íslensku þá leggur

Bókin um vefinn áherslu á skilvirk og hagnýt grundvallaratriði fyrir vefstjóra. Sem

samþjappað fræðslurit eða kver er eðlilegt að þar vanti ýmislegt á dýpt og breidd. En

um leið sýnir það trúnað höfundar við kenningar í bókinni um að láta það mikilvægasta

ganga fyrir. Skiljanlega verður yfirgripsmikið fræðiefni í veffræðum seint útgefið í

íslenskri bók. Óhjákvæmilegt verður að nálgast það áfram á ensku eða öðrum

tungumálum. Í bók Sigurjóns eru sumir viðurkenndustu ráðgjafar í vefumræðu á ensku

kynntir og kjarninn í ráðgjöf þeirra. Þar koma m.a. við sögu Gerry McGovern, Jakob

Nielsen, James Robertson, Paul Boag og Steve Krug. Til einföldunar má draga helstu

atriði í máli þeirra saman í einfaldar viðmiðunarreglur.

• Hefðir ber að virða.

• Efni þarf að forgangsraða eftir mikilvægi fyrir notendur og vera auðskimað.

• Efni sem er lítið eða ekkert skoðað má oftast fjarlægja (oft >70% efnis).

Page 19: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

19 Trilla á vefmiðum

• Hegðun notenda þarf að sígreina til að geta bætt þjónustu vefsins.

• Allt að ofan, ásamt öðru, gildir einnig um innri vefi.

Tryggð við hefðir

Spakmælið segir að erfitt sé að kenna gömlum hundi að sitja. Það þarf því ekki að koma

á óvart að vanahegðun er útbreidd á internetinu eins og annars staðar. Í upphafi Netsins

var fyrirmyndin að vefhönnun sótt til umbrotshefða lesefnis á Vesturlöndum, aðallega

dagblaða. Ætlunin var að auðvelda fólki að tileinka sér hinn nýja miðil án þess að ögra

vanahegðuninni um of. Gilti það í báðar áttir. Hönnunin var gamalkunnug bæði fyrir

þann sem miðlaði og notandann. Hún byggði á fínstilltri hefð sem hafði þróast í

dagblaðaútgáfu um langt skeið. Hugtök eins og forsíða, haus, áhersluborði (e: banner),

textasvæði (e: body), hliðardálkar og fótur koma úr fagmáli dagblaða og bóka. Bæði

hönnunin sjálf og fagorð voru yfirfærð á vefmiðilinn. „Above the fold“ (ísl: yfir brotinu)

er ein skilgreining af þessum toga. Með því er átt við efri hluta forsíðu dagblaðs sem

hefur verið brotið saman um miðju. Sú skilgreining var hiklaust heimfærð upp á efstu

skjámynd á vefforsíðu. Þar þurfa mikilvægustu skilaboð vefsvæðisins að birtast rétt eins

og gert er á efri helmingi dagblaðsforsíðu. Efni með minna fréttagildi hafnar þá neðar

á síðunni þar sem notandinn finnur það með því að fletta undir brotið, þ.e. skruna niður

fyrir fyrstu skjámynd hverrar síðu (Vu og Proctor, 2011)5.

Á fyrstu árum Netsins sýndi sig að þar, eins og í blaðaútgáfu, myndu ýmsar hefðir

taka sér bólfestu. Menn sáu að vefhönnunaratriði sem reyndust vel urðu að hefð burtséð

frá uppruna eða nýmæli. Þótt tilraunagleði og hömlulítið athafnafrelsi hafi einkennt

upphafstíma Netsins þá staðfestu jafnt stórar sem smáar rannsóknir með tímanum að

notendur vilja halda í það sem virkar best. Tryggðin við sumar hefðir á vefsvæðum er

stundum svo mikil að jafnvel lítil frávik fæla notendur í stórum hópum frá viðkomandi

vefsíðu. Mörg dæmi eru um undirskriftarsöfnun og vefmótmæli gegn breytingum á

vinsælum vefsíðum. Það er því ekki að ástæðulausu að þeir sem gerst hafa fylgst með

þróun vefhönnunar leggja þunga áherslu á virðingu fyrir hefðum á Netinu. Í bók sinni

Don‘t make me think mælir Steve Krug með að halda fast í þá hefð að hafa L-in þrjú,

Logo-Leiðarkerfi-Leit, efst á vefsíðum og upplýsingar um eiganda vefsins neðst á

síðunni (Krug, 2014). Á milli efstu og neðstu hluta vefsíðunnar er svo svæðið þar sem

eigandi vefsvæðisins kemur textaefni sínu á framfæri. Og þar verður fyrir enn ein hefðin

5 Handbook of human factors in Web design: 158

Page 20: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

20 Trilla á vefmiðum

sem byggir á vestrænni ritmenningu, því að skrifa og lesa textalínu frá vinstri til hægri,

ofan frá og niður. Við nánari athugun kemur hins vegar í ljós að flestir notendur lesa

yfirleitt ekki texta vefsíðna frá orði til orðs.

Skimun

Jakob Nielsen gerði einhverjar þekktustu rannsóknir í vefmiðlunarfræðum 1997, 2006

og 2013. Niðurstöðurnar sýndu hvernig augu flestra notenda fara um vefsíður með

texta, á hvaða svæðum þau dvelja lengst og minnst. Um leið sýndu niðurstöðurnar

greinilegan mun á skimun og lestri eftir áhugagildi vefsíðuefnis fyrir notandann

(Nielsen, 1997, 2006, 2013). Notendur skima sem sagt textaefni fremur en að lesa það.

Þeir veita skjásvæðinu efst og til vinstri mesta athygli en athyglin minnkar eftir því sem

neðar dregur á skjánum og til hægri. Litgreining augnhreyfinganna framkallar mynstur

sem minnir á bókstafinn F. Í rannsókninni 2013 sýndi Nielsen fram á að vel útfærð

vefhönnun getur þó leitt til meiri lesturs og víðar um skjásíðuna.

Sé vefsíða hins vegar byggð á myndefni þá hverfur F-mynstrið að mestu þegar

notendur vafra og leita á slíkum vefsíðum samkvæmt rannsókn S. Shrestha o.fl. 2007

(Shrestha og fl., 2007).

Mynd 2. Einbeitingarsvæði augnhreyfinga á vefsíðu með myndefni

Kjarni máls og beinar leiðir

Orðatiltækið um að skilja kjarnann frá hisminu á vel við í vefmiðlun. Vefsvæði hafa

mikla tilhneigingu til að bólgna út af gögnum, stundum þannig að upp safnast

Page 21: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

21 Trilla á vefmiðum

óstjórnlegt gagnamagn. Í flestum tilfellum hafa gögnin ratað þangað í góðri trú um

mikilvægi og ágæti þeirra frá sjónarhóli einhvers hjá vefeigandanum. Frá sjónarhóli

notenda gildir hins vegar allt öðru máli eins og Gerry McGovern sýnir fram á í bók

sinni The stranger's long neck how to deliver what your customers really want online

(McGovern, 2010). Í bókinni kynnir hann niðurstöður samanburðarrannsókna á

leitartíðni valinna leitarorða (e. search terms) og efnismagni vefsíðna sem leitin skilar.

Til að skýra mál sitt notar hann myndlíkinguna af risaeðlu með háan, lóðréttan háls og

langan láréttan hala.

Mynd 3 Langi hálsinn og halinn skv. G.McGovern

Það sýndi sig í rannsóknum McGovern að yfir 60% af efni vefsíðna fá minna en 20%

af leitum notenda (eftirspurn) en 35% efnis fær um 55% eftirspurnarinnar. Aðeins 5%

af efni vefsíðnanna fékk heil 25% af leitareftirspurn eða fimmfalt miðað við

efnishlutfallið (25/5). Sambærilegt hlutfall þess 60% efnis sem fékk undir 20% af

leitum var aðeins einn þriðji (20/60). Niðurstaða McGovern sýnir þannig að svo lítið

sem 5% af efni vefsvæðis geti verið 15 sinnum eftirsóttara eða mikilvægara en heil 60%

af sama vefsvæði. Á þessu sést að vefstjóri verður að hafa strangan aga á hvað er birt á

vefsvæði sem hann ber ábyrgð á. Kjarninn er mikilvægastur og hismið verður oft að

víkja. Í einstökum tilfellum mælir McGorvern með förgun á 75-80% af efni á vefsvæði.

Ekki óskylt málefni er skýrleiki í leiðarkerfi vefsvæða. Gerry McGovern segir að

leiðarkerfi vefsvæðis eigi að vera jafn skýrt og leiðarlýsing um samgöngumannvirki

eins og flugstöð. Steve Krug tekur í sama streng og kallar bók sína því til áréttingar

Don‘t make me think. Sigurjón Ólafsson orðar það svo að vefsvæði verði að gefa til

kynna hver lykilverkefni þess séu um leið og maður lítur á það. Vefsíðan verður að

aðstoða við að leysa slík verkefni fljótt og vel6.

6 Bókin um vefinn, bls. 83

Page 22: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

22 Trilla á vefmiðum

Með greiningu skal vef byggja

Í einni af merkilegri fréttaröðum undanfarið ár kemur fram að atferlisfræðin (e.

behavioural sciences) hafa nú gert sérfræðingum mögulegt að greina félagslegar

skoðanir einstaklinga mun nákvæmar en nánasta fjölskylda eða vinir þeirra geta gert.

Það sem meira er; nú vita menn hvernig er hægt að nota þessi fræði til að hafa leiðandi

áhrif á lykilhópa þar sem greiningin á við. Niðurstaðan byggir á tengingu viðamikilla

atferlisrannsókna við „Like“-hegðun á Facebook samfélagsvefnum. Samkvæmt

fréttunum þá nægir að hafa 4-10 „Like“ smelli einstaklings til að geta séð hvernig þarf

að matreiða skilaboð þannig að honum muni undantekningarlaust líka við þau. Í

umfjöllun New York Times 19.-20. nóvember 20167 segir að þetta hafi fyrirtækið

Cambridge Analytica sannreynt bæði í Brexit kosningunni og forsetakosningum BNA

á því ári. Fyrirtækið aðstoðaði í kosningaherferðunum sem studdu Brexit í Englandi og

Trump-framboðið í BNA. Telja sumir að aðferðin hafi jafnvel riðið baggamuninn í sigri

þeirra framboða sem fyrirtækið vann fyrir.

Að stjórnmálum slepptum þá undirstrika þessar fréttir það sem vefráðgjafar hafa

löngum haldið fram, að greining á notendahegðun hvers vefsvæðis sé forsenda til að

gera vefinn skilvirkari. Sigurjón Ólafsson leggur í bók sinni mikla áherslu á reglulega

athugun á notendahegðun. Þar segir að vilji maður reyna að koma til móts við óskir

notenda sé mikilvægast að nota hjálpartól eins og Google Analytics og Google Search

Console8 ásamt notendaprófunum.9 Ekki þurfi meira en 3-4 tíma á mánuði í slíkar

athuganir. Helstu atriði til að fylgjast með í Google tólunum eru að mati Sigurjóns:

• Fjöldi einstakra (e. unique) notenda og hvaðan þeir koma.

• Endurkomuhlutfall fyrri notenda samanborið við nýja notendur.

• Ferill um og viðverutími á einstökum hlutum vefsvæðisins. Ath. vel brottfall.

• Hlutfallið á milli þriggja helstu tækja notenda, tölvu, spjaldtölvu og síma.

• Hvar notendur koma inn á vefsvæðið og hvar þeir fara út (e. entry-exit).

• Hvort algengustu leitarorð notenda séu einnig algeng á vefsvæðinu.

• Hvort marktækur árangursmunur komi fram við A/B prófun.

• Viðbragðshraði vefsvæðisins.

Af öðrum greiningaraðferðum sem koma fram í Bókinni um vefinn má nefna að:

7 Sjá: https://www.nytimes.com/2016/11/20/opinion/the-secret-agenda-of-a-facebook-quiz.html 8 Sama og Google Webmaster Tools í Bókinni um vefinn, bls. 116 9 Bókin um vefinn, bls. 45, 116, 175

Page 23: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

23 Trilla á vefmiðum

• Árangursmæla t.d. áskrift, sölu eða annað (bls. 40)

• Búa til persónur og notendasögur (bls. 42)

• Gera flokkunaræfingar, ef tími og aðstæður leyfa (bls. 42)

• Bera saman skyldar vefsíður við sína og nýta það besta (bls. 47)

• Gera einfaldar netkannanir (bls. 48)

• Gera einföld notendapróf (bls. 107)

• Taka viðtöl við notendur og hagsmunaaðila vefsins (bls. 109-112)

• Gera notendaendurgjöf mögulega í viðmótinu (bls. 113)

Page 24: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

24 Trilla á vefmiðum

3. UNDIRBÚNINGUR

Til að undirbúa sem best sjálfa uppfærslu siton.is hefur þurft að huga að ýmsum

undirliggjandi þáttum. Grunnatriði var að fara yfir aðstæður í fag- og markaðsbakgrunni

eiganda vefsins til að fá hugmynd um hvaða hlutverkum vefsíðan gæti mögulega þurft

að sinna. Um þetta var fjallað í kaflanum Bakgrunnur verkefnisins. Að því loknu var

hugað að tilgangi vefsíðunnar og hvaða vefmiðlunarfræði kæmu mögulega við sögu.

Með hliðsjón af bakgrunnskaflanum voru fjögur hugsanleg þjónustusvið tilgreind sem

valmöguleikar í stefnumörkun vefsíðunnar. Sérstaklega var hugað að forgangsflokkun

og vali á þjónustusviðum sem eins konar aðalskipulags siton.is. Frá þessu segir í

kaflanum Tilgangur vefsíðunnar og vefmiðlunarfræðin. Verður nú lýst öðrum

undirbúningsþáttum vefuppfærslunnar.

Greiningaraðferðir

Í 2. kafla Bókarinnar um vefinn er sérstaklega fjallað um undirbúning vefverkefna.

Farið er yfir aðskildar aðferðir til að greina stöðu vefs sem á að uppfæra, hvernig megi

finna hvað sé gott og hvað þarfnist úrbóta. Við lok kaflans er svo birt afar gagnleg,

leiðbeinandi tafla10 til að meta vægi og forgangslíkindi hverrar greiningaraðferðar. Í því

verkefni sem hér er til umræðu eiga sumar aðferðirnar vel við og aðrar síður.

Vefmælingar

Ein af mikilvægustu greiningaraðferðunum er vefmælingar. Vefsíðan siton.is var sett

upp með minnstu mögulegu fyrirhöfn og kostnaði í maí 2012. Eigandinn var nýstofnað

hagsmunafélag hvers meðlimafjöldi yrði fyrirsjáanlega að hámarki 20-25 félagsmenn

og fæstir með getu til að greiða há félagsgjöld. Ákveðið var að nýta næstódýrustu

þjónustu Wordpress.com ($3 á mánuði) fyrir vefkerfi og hýsingu vefsins. Vefsíðan

skyldi birta lágmarksupplýsingar um félagið ásamt umfjöllun (e. posts) um fag- og

hagsmunamál félagsins á blogg-hluta vefsins. Lágmarksupplýsingarnar voru settar sem

undirsíður í leiðarkerfinu (Um SÍTÓN | Stjórn | Meðlimalisti | Lög félagsins) en blogg-

hlutinn hægra megin við það með heitinu Fréttir og fleira. Að lokum var virknin Hafðu

samband sett lengst til hægri í leiðarkerfið.

10 Bókin um vefinn, bls. 48-49

Page 25: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

25 Trilla á vefmiðum

Blogg innlegg hafa verið fá enda eru allir félagsmenn uppteknir í krefjandi störfum.

Öll innleggin nema það fyrsta eru frá formanni félagsins. Innleggin eru blanda af

fréttum og fagumfjöllun, alls 17 innlegg. Þau skiptast þannig á milli ára: 2012 (2), 2013

(5), 2014 (3), 2015 (3), 2016 (2), 2017 jan.-ág. (2).

Eitt af því sem vinnan við þetta verkefni hefur leitt í ljós eru ókostir þess að nota

Wordpress.COM frekar en Wordpress.ORG. Þar af er einn ókosturinn hindrun á að nýta

greiningartólið Google Analytics (GA) nema í dýrustu áskrift að WP.com. Á móti býður

fyrirtækið upp á eigið greiningartól sem vantar hins vegar margt úr GA.

Eins og þessi frásögn gefur til kynna þá er grundvöllur til vefmælinga á siton.is

fremur veikur. Vefsíðan er einföld, með engan mannauð til útbreiðslu, fá blogg-innlegg

og höfðar til mjög þröngs markhóps. En „hafa skal það sem hendi er næst“ og ekki

hunsa þá tölfræði sem WP.com greiningartólið hefur þó fram að færa.

Samkvæmt tólinu voru innlit á vefsíður og

blogg pósta 2.936 talsins frá maí 2012. Af þeim

teljast 474 til forsíðunnar sem er föst (e. static)

og inniheldur lista yfir félagsmenn, sumir með

innsettum tenglum á vefsíður þeirra. Annað og

þriðja mesta innlitið var á tvö blogg um tilgang

nótna sem ritmáls, samanlagt 335 innlit. Þetta

var í janúar 2014 þegar greinarnar birtust og þeim var miðlað á Facebook, sem hefur

líklega aukið fjölda innlita verulega. Næstu fjórir hlutar vefsins í fjölda innlita eru

leiðarkerfissíðurnar Um SÍTÓN (145), Meðlimir (124), Lög félagsins (113), Hafðu

samband (112) og Stjórn (91). Restin af innlitum, 80 og færri, skiptast á milli blogg-

innleggja í Fréttir og fleira.

Kerfið hefur aðeins greint leitarhugtök í 16 tilfellum þar af þrjú hugtök samtals 10

sinnum (nótur – sítón – hlustun og greining). Í 275 tilfellum hefur kerfið ekki getað

greint leitarhugtak. Sennilega hefði GA getað greint þau flest.

Smellir eru frá upphafi samtals 1.305 talsins. Af þeim voru 633 eða 49% á tvo

útgefendur á forsíðunni; Opus Music Theory (25%) og Gítarskólann (24%). Næst í

röðinni eru ýmis PDF skjöl í blogg-greinum (11%) og útgefandinn Höfum gaman

(10%). Aðrir vefhlutar fengu 5% eða minna af heildarsmellum.

Tilvísanir inn á siton.is eru samtals 1.537 frá upphafi. Af þeim má rekja 809 (52%)

til hlekkja sem eru birtir á vefsíðum eigenda Gítarskólans (eythorsson.com og

Mynd 4 Forsíða núverandi vefs

Page 26: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

26 Trilla á vefmiðum

classicalguitarschool.net) en þær síður eru mikið heimsóttar frá BNA og Evrópu að

sögn eigandans.

Greiningartól WP.com getur sýnt fjölda innlita frá hverju landi en ekki eftir hvaða

leiðum eða annað. Engu að síður er forvitnilegt að sjá nokkuð háar tölur frá sumum

löndum. Heildartalan er 4.859 og eru það oftast innlend innlit en samt fara þau ekki yfir

50% af heildinni. Næst á eftir koma Brasilía (11%) og BNA (6%) og á eftir þeim Ítalía,

Spánn og Þýskaland með samtals 8% innlita. Nokkuð ljóst virðist að þessi umferð stafar

af tilvísunum Gítarskólans sem getið er að ofan. Einhver innlit má líklega rekja til

systursamtaka á Norðurlöndum þar sem Danmörk á oftast í hlut (2%).

Gestafjöldi (e. unique visitors) er sagður vera 2.622 á öllu tímabilinu en nánari

upplýsingar um gestina eru ekki i boði.

Flokkunaræfing

Þessi greiningaraðferð var ekki notuð í verkefninu af ýmsum ástæðum. Þar munar mest

um einfalt skipulag vefsíðunnar með undir 10 grunnsíðum sem hafa það hlutverk að

þjónusta um 20 félagsmenn og þá sem þeim tengjast. Þetta einfalda upplag er kjarninn

í siton.is og þess vegna er harla lítið að flokka og fáir sem koma við sögu sem

hagsmunaaðilar eða notendur. Ef vörukynning á útgefnu efni bætist í vefinn kallar það

hins vegar á flokkunaræfingu sérstaklega fyrir þá þjónustu þar sem gera má ráð fyrir

ólíkum skoðunum félagsmanna og notenda um framsetninguna. Í því tilfelli þarf

birtingarmynd einstakra upplýsingaþátta eins og tegundar, magns og forgangs í

vefviðmótinu að falla að óskum hins almenna notanda fremur en útgefenda í SÍTÓN. Í

spurningakönnun verkefnisins gáfu svörin greinilega til kynna, eins og vænta mátti, að

almennir notendur hafa mestan áhuga á vöruupplýsingum en síst á félagsmálum

útgefenda. Vegna kostnaðar og umfangs þarf ákvörðun um að bæta vörukynningu á

vefsíðuna að bíða umfjöllunar félagsmanna í haust. Þegar sú ákvörðun liggur fyrir er

hugmyndin að greina þennan þjónustuþátt sérstaklega, m.a. með flokkunaræfingu.

Þangað til verður stuðst við þá framsetningu sem kerfið eða þemað í prófunarvef

verkefnisins, sitonprufa.website, býður upp á.

Samnburðarmat

Í bók sinni The user experience team of one lýsir Leah Buley ýmsum aðferðum til að

skilja vefhegðun notenda betur (Buley, 2013). Ein þeirra er að bera saman nokkrar

Page 27: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

27 Trilla á vefmiðum

vefsíður með álíka hlutverk og vefsíðan sem verið er að vinna með.11 Í

smanburðarmatinu eru fyrirfram ákveðnir þættir metnir og reifaðir. Verður nú litið með

þessari aðferð á fjórar vefsíður sem siton.is getur miðað við og fjallað um. Þær eru

• Félag íslenskra bókaútgefenda (fibut.is)

• Dönsk systursamtök SÍTÓN (musikforlaeggerne.dk)

• Forlagið, útgáfa (forlagid.is/forlagid-utgafa)

• Salka, útgáfa og netverslun (salka.is)

Þættir sem teknir verða fyrir eru:

• Meginefni

• Hönnun

• Hlutverk

• Leit

• Styrkleikar

• Veikleikar

Félag íslenskra bókaútgefenda (FÍBÚT)

Vefsíða FÍBÚT hefur áberandi

yfirbragð blogg-vefs með frétta- og

upplýsingamiðlun af árlegum

viðburðum á vegum félagsins.

Fréttayfirlit þekur ¾ af skjámyndinni á

forsíðu en lógó, leitarreitur og 9 liða

leiðarkerfi birtast lóðrétt í vinstri hlið.

Enginn fótur er neðst á vefnum. Efsti liður leiðarkerfisins (a), og um leið forsíðan, er

„Fréttir“ og síðan koma 4 liðir helgaðir árlegum viðburðum (b,c,d,e), sumir með

gagnasöfn aftur í tímann. Þar fyrir neðan eru tveir liðir sem innihalda undirsíður með

upplýsingum, f) annars vegar um fagumhverfið og g) hins vegar um félagið. Næstsíðasti

liðurinn í leiðarkerfinu (h) er gátt fyrir meðlimi félagsins á innri vef. Síðasti liðurinn (i)

er með 2 enskar undirsíður, önnur með félagaskrá og hin með samningsform á ensku.

Efni vefsins og virkni virðist hafa tvo markhópa í forgrunni, þ.e. fréttamiðla og meðlimi

félagsins, en erlendum gestum eru boðnar lágmarksupplýsingar á ensku. Almennir

bókanotendur hafa lítið að sækja á vefinn og er greinilega reiknað með að útgáfurnar

sinni þeim markhópi sjálfar með eigin vefmiðlun. Leitarvirknin er góð og þjónar

11 Buley 2013 : 140

Page 28: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

28 Trilla á vefmiðum

tilgangi vefsins vel, þ.e. að finna hratt upplýsingar fyrir fréttamiðla og félagsmenn. Aðal

styrkleiki vefsins er hve trúr hann er sínu einfalda hlutverki og auðnotaður til þeirra

verka. Helstu veikleikar eru úreltar fag- og félagsupplýsingar, óþarflega textamiðað

birtingarform og fáar fréttir, allt merki um vanrækslu á vefsíðunni. Hnappar fyrir Tweet

og Like endurgjöf við hverja frétt virðast skila litlu m.v. teljara þeirra. Með orðafækkun

og smærri myndum mætti fá yfirlit yfir mun fleiri fréttir á hverri skjámynd. Ekkert

samspil er með Facebook síðu félagsins og undirstrikar það aftur litla virðingu fyrir

vefsíðunni.

Musikforlæggerne Danmark

Þetta er vefur systurfélags

SÍTÓN í Danmörku. Aðal liðir

leiðarkerfisins eru í 6 kössum

til hægri frá lógóinu. Tveir

fyrstu snúast um upplýsingar

sem varða félagsmenn, a)

Foreningen, b) Medlemmer.

Undir þeim eru m.a. fréttaveita

og gátt á innri vef fyrir

félagsmenn. Þrír næstu liðir eru um c) árleg fagverðlaun (Carl Prisen), d) styrktarsjóð

(Kulturelle midler) og e) árlegan fagviðburð (Spil Dansk). Aftasti liður leiðarkerfisins

(f) snýst um kynningu á höfundarétti. Á forsíðunni er FB hnappur sem opnar FB síðu

félagsins þar sem fréttainnlegg eru nokkuð tíðari en á vefsíðunni. Einnig er Youtube

hnappur sem opnar tiltekið myndskeið á YT. Fótur vefsíðunnar er þrískiptur í a)

leiðarstef vefsíðunnar, b) samskiptaupplýsingar og c) 5 nýjustu fréttirnar sem

textahlekkir. Undir leiðarkerfinu þekur myndaslæða með 5 kynningum um 2/3 svæðis

forsíðunnar og er því mjög áberandi. Undir slæðunni eru svo 2 reitir og undir þeim 3

reitir, allir 5 með stuttum texta við áberandi fyrirsögn. Hönnun vefsins skilar mjög

skimanlegri forsíðu, myndrænni og með stuttum textastrengjum. Á forsíðu er ekki

leitarreitur, sem er undarlegt, líklega yfirsjón fremur en ásetningur. Hins vegar er

leitarreitur á flestum undirsíðum sem skilar niðurstöðum aðgreindum í blogg-færslur

og undirsíður. Aðal markhópur vefsins virðist fyrst og fremst vera meðlimir félagsins

samkvæmt efni og virkni vefsins. Engar ráðstafanir eru sjáanlegar fyrir erlenda gesti,

sem er undarlegt. Almennir tónbókanotendur hafa lítið að sækja á vefinn og er

Page 29: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

29 Trilla á vefmiðum

greinilega reiknað með að útgáfurnar sinni þeim markhópi sjálfar. Aðal styrkleiki

vefsins er skýrt leiðarkerfi og skimanleiki. Sem dæmi þá eru meðlimaupplýsingar hvers

félagsmanns aðeins í einni línu en aukaupplýsingar birtast ef smellt er á línuna.

Forlagið útgáfa

Forlagið sinnir fleiri

hlutverkum en almennt

tíðkast um útgáfur og reynir

að koma því helsta að á

vefsíðu sinni. Vefsíðan

heldur fast í hefðirnar með

áberandi haus-borða þvert

yfir efstu skjámyndir um

allan vefinn. Yfir borðanum er topp-vallisti sem er aðgengilegur á öllum undirsíðum.

Þar er hugað að a) erlendum útgáfum með áhuga á efni Forlagsins, b)

samskiptaupplýsingum, c) upplýsingasíðum fyrir ýmsa kúnnhópa og verðandi höfunda,

d) gátt á innri vef (Mitt svæði) og e) körfu netverslunarinnar. Undir haus-borðanum er

aðal leiðarkerfið í 5 liðum auk leitarreits. Fjórir fyrstu liðirnir eru a) bókakynning, b)

höfundakynning, c) fréttaveita og d) kynning á forlaginu. Aftasti liður leiðarkerfisins

(e) er hlekkur í netverslun Forlagsins.

Undir aðal leiðarkerfinu eru þrjú lárétt myndagallerí af bókakápum með 6 fastar bækur

hver lína. Í fyrstu línunni eru valdar bækur en næstu tvær sýna nýjustu bækurnar. Undir

þessu koma svo 4 nýjustu fréttirnar með mynd og 5-6 textalínur. Hægra megin við

fréttirnar er vel útfærður FB dálkur sem opnar ólíka vefglugga eftir því hvar smellt er,

oftast FB síðu Forlagsins. Spyrja má af hverju ekki sé hafður lítill FB hnappur á fyrstu

skjámynd forsíðu í þessum tilgangi? Fótur vefsíðunnar hentar ekki þeim sem er á

útgáfuvefnum því þar eru allar upplýsingar miðaðar við netverslunina eða

bókaverslunina á Fiskislóð en ekki útgáfuna. Fara þarf í aðal leiðarkerfið og liðinn „Um

útgáfuna / Hver erum við?“ til að finna heimilisfang og afgreiðslutíma útgáfunnar.

Hönnun vefsins skilar mjög skimanlegri forsíðu, myndrænni og með stuttum

textastrengjum. Eitt og annað mætti gera betur svo sem að gera fréttasíðuna skimanlegri

með einnar línu yfirliti í hægri hlið í stað FB reits sem þarf ekki meira en lítinn hnapp.

Leitarvirknin er gamalkunnug, án stuttniðurstöðu eða orðatillögu en leitarniðurstöður

eru hins vegar þægilega flokkaðar með aðgreiningu í bækur, höfunda og blogg-færslur.

Page 30: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

30 Trilla á vefmiðum

Vegna fjölbreytilegs hlutverks síns eru markhópar vefsíðunnar nokkrir en hönnun

vefsins miðast þó greinilega mest við almenna bókanotendur. Áberandi bókakynningar

eru á forsíðu, í fyrsta lið leiðarkerfis sem og netverslunartengli í 5 lið þess. Þessu til

viðbótar eru sér þjónustusíður fyrir kennara, nemendur og fyrirtæki í undirsíðum.

Höfundar eru eðlilega mikilvægur markhópur síðunnar en þess sér aðeins stað í öðrum

lið leiðarkerfisins þar sem auðvelt er að finna upplýsingar um alla höfunda útgáfunnar,

þ.e. ljósmynd, ævi, fagferil og verk. Erlendir hagsmunaaðilar fá síðan smá hjálp vefsins

með 2 atriði. Það eru „Foreign rights“ í topp-vali og „About Forlagid“ í undirsíðu um

útgáfuna. Aðal styrkleiki vefsins er skýrt leiðarkerfi og skimanleiki, sérstaklega á

forsíðu en einnig á t.d. höfundarsíðu og algengum spurningum (e. FAQ).

Salka – Útgáfuhúsið Verðandi.

Vefsíða Sölku leggur megin

áherslu á einfalda og

fljótlega þjónustu við

almenna bókanotendur.

Vefurinn er fyrst og fremst

netverslun með bækur

útgáfunnar. Annað, t.d.

ábending til höfunda, er haft

á undirsíðunni „Um Sölku“

og er það fljótlesið/skimað. Haus vefsins fylgir hefðum með lógói í miðjum borða en

póstlistaskráningu, leit, hnappa á samskiptamiðla og körfu netverslunar sitt hvoru

megin við lógóið. Þar undir er aðal leiðarkerfið með 5 liði. Það eru a) forsíðuhlekkur,

b) bækurnar, c) fréttir, d) um Sölku og e) innskráningargátt notenda. Allir nema einn

eru til að þjónusta bókanotendur þannig að þeir kaupi það sem þeim líst vel á á vefnum.

Efri helmingur forsíðunnar er lagður undir 3 línur af myndagalleríum af bókarkápum

með hlekki í vörukynningu og pöntunarhnappi bókanna. Þar undir, í tveimur dálkum til

vinstri, eru 2-3 nýjustu fréttapistlar útgáfunnar en til hægri er þriðji dálkurinn þar sem

streymast nýjustu FB færslur. Leitarvirknin er afar snögg og birtir vallilista með

stuttniðurstöðum en þó ekki orðatillögu. Ekki er reiknað með neinum erlendum gestum

á vefsíðunni.

Page 31: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

31 Trilla á vefmiðum

Kröfulýsing

Kröfulýsingu vefverkefnis má líkja við handrit að bók eða tónverki sem kemur til

uppsetningar og umbrots. Allir útgefendur læra fljótt að lélegt handrit leiðir alltaf til

meiri vinnukostnaðar á umbrotsstiginu. Þessu er álíka farið varðandi vefverkefni og í

Bókinni um vefinn er kröfulýsing sögð með því mikilvægasta í undirbúningi

vefverkefna12. Hér á eftir greinir frá helstu kröfulýsingaratriðum fyrir uppfærslu

siton.is.

Markmið eiganda vefsíðunnar

Vefsíðan siton.is er eign hagsmunfélags tónbókaútgefenda á Íslandi, SÍTÓN. Félagið

setti upp einfalda útgáfu strax við stofnun í maí 2012 en til lengri tíma hefur verið horft

til vefuppbyggingar sem getur eflt félagið og meðlimi þess, faglega og fjárhagslega.

Upphaflegur tilgangur siton.is var að kynna félagið, verkefni þess, fagið og

útgefendur í félaginu. Með tímanum hafa orðið ljósari kostir þess að hafa innri vef á

vefsíðunni þar sem trúnaðargögn og innanfélagssamskipti gætu átt sér vettvang. Innri

vefi er almennt að finna á vefsíðum stærri hagsmunafélaga, væntanlega í breytilegum

tilgangi frá einu félagi til annars. Við fyrstu sýn kann að virðast sem lítið hagsmunafélag

hafi litla möguleika á innri vef en með hjálp Wordpress viðbóta eru ýmsar viðráðanlegar

lausnir í boði sem henta félagasamtökum. Nánar segir frá því í Viðbætur og hjálpartól

í 4. kafla verkefnisins.

Frá upphafi hefur einnig verið rætt innan félagsins um möguleikann á því að bæta á

vefsíðuna kynningum um útgefið efni félagsmanna og jafnvel athuga möguleika á

netverslun með efnið. Í því lokaverkefni sem hér liggur fyrir voru slíkir möguleikar

athugaðir og kom í ljós að viðráðanlegt sé að tengja vörukynningareiningu við

aðalvefinn. Netverslun er hins vegar hvorki raunhæfur né fýsilegur möguleiki í gegnum

siton.is. Ástæðurnar eru margar en þær veigamestu eru annars vegar lögin um

neytendakaup og samningsgerð og hins vegar of flókin kerfis- og hagsmunaumgjörð.

Með þetta í huga eru markmið SÍTÓN í vefuppfærslunni að:

• Gera kynningu á félaginu, meðlimum og faginu betri og sýnilegri

• Setja upp innri vef sem getur þjónað félagsstarfinu

• Setja upp vörukynningarvef og tengja við siton.is

12 Bókin um vefinn, bls. 39

Page 32: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

32 Trilla á vefmiðum

Markhópar

Vefsíða SÍTÓN getur varðað aðskilda markhópa. Með tilliti til fjárráða félagsins er hins

vegar óhjákvæmilegt að meta gildi hvers þeirra til að notagildi síðunnar verði sem mest.

Um tilgang vefsíðunnar hefur komið fram að í sinni einföldustu mynd eigi hún að veita

upplýsingar um félagið, hverjir eru meðlimir, hver verkefni félagsins eru, um hvað fagið

snýst og hagsmunamál félagsmanna. Út frá því er eðlilegt að álykta að fyrsti markhópur

síðunnar séu félagsmennirnir sjálfir. Þeir eiga að geta fundið á síðunni upplýsingar og

gögn sem sameinar og eflir þá í sínu fagumhverfi.

Næst á eftir félagsmönnum þarf vefsíðan að höfða til mikilvægustu viðskiptavina

þeirra, kennara, nemenda og skóla í tónlistarfræðslu. Tónastöðin hefur um langt skeið

verið eina verslun landsins sem sinnir íslenskum tónbókamarkaði af alúð. Þar á bæ

stjórnar Gautur G. Gunnlaugsson málefnum tónbóka. Í starfi sínu er Gautur í einstakri

stöðu til að fylgjast með þróun málaflokksins í landinu og leggja mat á ýmsar stærðir. Í

viðtölum við Gaut (Gautur G. Gunnlugsson, 2017) taldi hann að rekja mætti yfir 90%

af tónbókaviðskiptum í landinu til tónlistarfræðslu, formlegrar eða óformlegrar. Til

marks um sterk hagsmunatengsl þessa markhóps við félagsmenn SÍTÓN má líta á

niðurstöður úr könnun sem SÍTÓN gerði hjá kennurum tónlistarskóla í janúar 2017. Af

þremur fjölmennustu námsgreinunum voru bækur frá útgefendum innan félagsins í

öllum efstu 4 sætum yfir mest notuðu kennslubækur fyrir píanó og söng og í 2. og 3.

sæti fyrir gítar. Að hreinum kennslubókum slepptum þá telur Gautur næst mestu

eftirspurnina vera eftir safnritum sem eru mikið notuð meðfram kennsluefninu. Um 1/3

af útgefnu efni meðlima SÍTÓN er kennsluefni fyrir grunnnám í tónlist og um 1/3 safnrit

sem miðast við grunn- og miðnámsgetu. Reynsla bæði Tónastöðvarinnar og útgefenda

sýnir að lítill markaður er fyrir tónbækur með hálistrænt efni eða kennsluefni sem krefst

færni umfram grunnnám. Í óbirtri könnun sem Sigrún Grendal og Árni Sigurbjarnarson

gerðu á vegum Félags tónlistarkennara árið 2009 reyndust um 86% af um 5000

nemendum tónlistarskóla vera í grunnnámi. Af þessu má ráða að lang mikilvægasti

markhópur SÍTÓN vefsíðunnar á eftir sjálfum félagsmönnum séu tónlistarkennarar,

tónlistarnemendur og skólar með tónlistarfræðslu, sérstaklega á grunnnámsstigi.

Þótt almennir tónlistariðkendur og áhugafólk tengist tónlistarfræðslunni oftast á

einn eða annan hátt þá sækist þessi hópur mest eftir vinsælli tónlist á þægilegu og

hagstæðu formi fremur en beinu kennsluefni. Þetta sýnir reynsla Tónastöðvarinnar að

sögn Gauts og það er einnig reynsla útgefenda í SÍTÓN. Alþjóðlega er þessari þörf að

mestu svarað með hvers konar safnritum, sbr. að ofan, oftast byggðum á sönglögum.

Page 33: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

33 Trilla á vefmiðum

Sama á við á Íslandi. Í rannsókn minni árið 2014 á umfangi skylduskráðra nótnarita í

landskerfi bókasafna, Gegni, (Gylfi Garðarsson, 2015) kom í ljós að slík safnrit voru

yfir 70% af skráðum titlum nótnarita í kerfinu. Samanlagður eintakafjöldi þeirra í

bókasöfnum reyndist tæplega 4800 stk. eða yfir 91% af tiltækum nótnaritum safnanna.

Enn fremur kom í ljós að safnritin voru tiltæk í 145 af 170 almennra bókasafna og

grunnskólasafna eða í um 85% safnanna. Þar sem innkaup bókasafna miðast við

eftirspurn undirstrika þessar tölur hve mikilvægur markhópur almennir

tónlistariðkendur og áhugafólk er fyrir tónbókaútgefendur. Þennan markhóp mætti í

vissum tilfellum meta til jafns við tónlistarkennara og nemendur þótt hér sé hann hafður

skör neðar.

Sem fyrr sagði er Tónastöðin eina verslun landsins sem sinnir tónbókamarkaðnum

að einhverju marki. En þótt aðrir söluaðilar á Íslandi séu jafn áhugalausir um tónbækur

og raun ber vitni þá er mikilvægt fyrir útgefendur í SÍTÓN að upplýsingar um útgefanda

og helst einnig útgefin verk séu aðgengileg á Netinu í þeim tilfellum þegar söluaðila

vantar þær. Söluaðilar fá til dæmis fyrirspurnir um tónbækur frá skólum og erlendum

viðskiptavinum og skiptir þá miklu fyrir útgefendur að söluaðilinn viti fyrirfram hvar

lágmarks upplýsingar sé að finna um útgefandann og viðeigandi tónbækur.

Lágmarksupplýsingar um útgefandann væru t.a.m. nafn, samskiptamöguleikar,

útgáfusvið o.þ.h. Enn betra væri að góðar vöruupplýsingar fengjust einnig á vefsíðunni

eða með aðstoð hennar. Söluaðilar eru þannig markhópur sem skiptir nokkru máli

varðandi vefsíðu SÍTÓN og þeim mun meira sem vöruupplýsingar á vefsíðunni eru

ítarlegri.

Sem hagsmunafélag þarf SÍTÓN stundum að ná athygli almennings eða fréttamiðla.

Í þeim efnum er vefmiðillinn einstaklega gagnlegur og auðveldlega má sjá fyrir sér að

frétt eða fróðleikur hljóti litla eða enga athygli ef efnið er ekki birt og vistað á siton.is.

Frá þessu sjónarhorni er skynsamlegt að líta á almenning og fréttamiðla sem sérstakan

markhóp fyrir vefsíðuna, næst á eftir söluaðilum.

Síðast en ekki síst þarf að huga að hlutverki SÍTÓN í alþjóðlegu samhengi. Þegar

tónbókaútgefandi á Íslandi sækir um leyfi fyrir erlendu verki í t.d. safnriti þá skiptir

máli að hann geti sýnt fram á aðild að SÍTÓN sem er meðlimur í alþjóðasamtökum

tónlistarútgefenda, ICMP13. Með því að vísa í meðlimaskrá siton.is þar sem nafn hans

er tilgreint undirstrikar það trúverðugleika hans sem ábyrgs tónbókútgefanda. Sé

13 International Confederation of Music Publishers: https://www.icmp-ciem.org/

Page 34: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

34 Trilla á vefmiðum

hlutverkunum snúið við og erlendur aðili þarf að komast í samband við íslenskan

tónbókaútgefanda, t.d. vegna leyfismála, þá er líklegast að systurfélögin og

alþjóðasamtökin beini honum á siton.is. Á vefsíðum erlendra systurfélaga og

fjölþjóðasamtaka er algengt að birta hlekk í vefsíður hvers annars. Hlekkur í siton.is er

t.d. á vefsíðu danska systurfélagsins14 og vefsíðu ICMP. Í því sambandi þarf að huga

að heppilegu viðmóti eða lendingarsíðu og er gott dæmi um einfalt en skilvirkt viðmót

af þessu tagi á vefsíðu finnska systurfélagsins, Suomen Musiikkikustantajat15. Í

einhverjum tilfellum geta fréttir af hagsmunamálum íslenskra tónbókaútgefenda haft

gildi út fyrir landið og jafnvel styrkt hagsmunastöðuna hér heima. Í þeim tilfellum væri

eðlilegt að nýta siton.is sem miðil.

Samkvæmt ofansögðu gætu mögulegir markhópar og þjónusta vefsíðunnar fyrir þá

forgangsraðast með eftirfarandi hætti:

1. Félagsmenn (fagfréttir, hagsmunamál, innanfélagsupplýsingar og samskipti)

2. Kennarar, nemar og skólar (fag- og þjónustuupplýsingar, hagsmunasamskipti)

3. Iðkendur og áhugafólk (fag-, þjónustu- og vöruupplýsingar)

4. Söluaðilar (vöru- og þjónustuupplýsingar)

5. Almenningur og fréttamiðlar (fróðleikur, fréttir, hagsmuna- og framfaramál)

6. Erlendir aðilar (fagupplýsingar og hagsmunasamskipti)

Efni og virkni

Það er eðli blogg-síðna að safna í sarpinn og oft má segja að fleiri og innihaldsríkari

innlegg séu af hinu góða. Öðru máli gegnir um undirsíður vefsvæða og efnismagn þeirra

því þar þarf, skv. kenningu Gerry McGovern um langa hálsa og hala (bls. 21 hér að

ofan), að stunda stöðuga endurskoðun og niðurskurð. Umfang efnis á undirsíðum

siton.is hefur verið í algjöru lágmarki og þarfnast ekki niðurskurðar heldur meiri

uppbyggingar og útfærslu í takt við vannýtta möguleika vefmiðlunar. Í

samanburðarskoðunum sýndi sig að núverandi aðalleiðarkerfi er í ágætu samræmi við

sambærilegar vefsíður hagsmunasamtaka þótt um mun einfaldari vef sé að ræða hjá

siton.is.

Veftréð mun því halda grunnskipulagi sínu að mestu en fáeinar viðbótarútfærslur

verða tengdar inn í það. Leitast verður við að hafa útfærslurnar í einingum (e. modular)

14 MPA Denmark: http://musikforlaeggerne.dk/dmff-internationalt/ 15 MPA Finnland: http://www.musiikkikustantajat.fi/en

Page 35: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

35 Trilla á vefmiðum

til að auðvelda

viðhald og jafnvel

aftengingu eininga ef

þarf. Efnisaukning

grunnsvæðisins felst

aðallega í að einföld

ferilskrá eða saga

hvers útgefanda

verður tengd honum á

undirsíðunni Meðlimir.16

Með færslu hýsingar lénsins frá WP.com er fyrirhugað að nýta hið opna fjöllausna-

umhverfi WP.org til að opna nýja þjónustumöguleika eins og rætt var um á bls. 13-16.

Í forgangi er að setja upp innri vef eða „Mínar síður“ fyrir innanfélagsmál svo sem

miðlun trúnaðar- og viðskiptagagna. Þar eiga félagsmenn að geta skráð sig inn á lokað

svæði til að sækja viðeigandi gögn. Hugmyndin er að byrja á einföldustu atriðum eins

og miðlun fundargerða og öðrum einföldum aðgerðum

á meðan athugað er hvaða útfærsla hentar. Ekki er

reiknað með mikilli efnisvinnu við þetta en þeim mun

meiri tíma í að velja og aðlaga hentuga viðbót (e.

plugin). Með tilliti til fyrirhugaðrar vörukynningar verður einnig athugað hvort

innskráningin geti ekki um leið verið skráningargátt fyrir vöruupplýsingar frá

félagsmönnum. Þegar uppsetning á viðbót fyrir innri vef er lokið hefst vinna við

innsetningu efnis sem ætlunin er að vinna eftir hendinni.

Lang umfangsmesti þjónustuliðurinn af þeim sem viðraðir eru á bls. 13-16 varðar

kynningu á útgefnu efni félagsmanna SÍTÓN. Heildarfjöldi titla er yfir 200 en nægilegt

væri að hafa kynningar um 50 þeirra tilbúnar áður en þjónustan færi í loftið. Engu að

síður er talsverð efnisvinna við hvern titil, textaskrif, myndvinnsla og kerfistengingar á

milli Wordpress eininga. Í sumum tilfellum gæti sýnishorn af hljóðupptöku eða

myndskeiði átt vel við. Þessi efnisvinna getur hafist þegar tvö fyrstu forgangs-

þjónustusvið vefsíðunnar eru tilbúin (Ytri kynning A og Innri vefur, sjá bls. 16). Á

prófunarvef verkefnisins eru nokkur dæmi um innihald og útlit bókarkynninga.17

16 Dæmi: https://siton.is/um-siton/medlimir/notnautgafa-bjorgvin/ 17 Prófunarvefur verkefnisins er: http://sitonprufa.website/

Mynd 5 Upplýsingar um útgefanda

Page 36: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

36 Trilla á vefmiðum

(!: margir kerfisliðir á prófunarvefnum hafa ekki verið íslenskaðir ennþá)

Mikil áhersla verður á að hafa leitarvirkni aðgengilega á öllum vefnum. Tengingar

við Facebook verða sömuleiðis auðséðar og opið verður fyrir athugasemdir notenda á

blogg-hlutanum.

Leiðarkerfi og forsíða

Aðalflokkar leiðarkerfisins

• Forsíða: Föst síða (e. static) með kynningu á verkum og umfjöllun skv. WP þema

• Um félagið: Upphaf og markmið, Meðlimir, Stjórn, Félagslög, Hafa samband

• Málefnin: Yfirlit, Allar færslur

• Útgefið efni (bætt inn eftirá): Efnisflokkar (yfirlitssíða), Efnisflokkar 1-10

• Hægri hliðardálkur: Síðustu færslur, Málaflokkar, Málasafn, Skoðun gesta

Aðalval + Hliðardálkur (sitonprufa.website)

Mynd 7 Vara X: Grunnvörulýsing Mynd 6 Vara X: Tengiupplýsingar

www.siton.is↓

Forsíða Um félagið Málefnin Útgefið efni Hægri hliðardálkur(Föst síða með

kynningum á verkum

og málefnum)

↓ ↓ ↓ ↓

Upphaf og markmið Yfirlit Efnisflokkar (yfirlitssíða) Síðustu færslur

Meðlimir Allar færslur Efnisflokkur 1 Málaflokkar

Stjórn ... Málasafn

Félagslög ... Skoðun gesta

Hafa samband Efnisflokkur 10

Page 37: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

37 Trilla á vefmiðum

Forsíðan – umbrot á prófunarvef (sitonprufa.website)

i (Mínar síður) (Leit) ?(Toppval)

MIÐSVÆÐI-EFRA: Kynning á verkum

MIÐSVÆÐI-NEÐRA: Umræða um fag og hag (síðustu 4 blogg-færslur)

FÓTUR: Staðalupplýsingar (um okkur osfrv.)

(Aðalval)Haus: Lógó + bakgrunnsmynd

Page 38: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

38 Trilla á vefmiðum

Skissur af efstu skjámynd – Hugmyndir um lokaútlit

Tilgangur vefsíðunnar skv. 2. kafla (bls. 16) er að miðla bæði fagumræðu og

upplýsingum um útgefið efni félagsmanna SÍTÓN. Til að endurspegla þetta er

hugmyndin að forsíðan beini kastljósi á nýjustu blogg-færslur (Málefni) og á

slembivaldar bækur. Annað hvort til skiptis eða á tvískiptum skjá eins og sést á skjáskoti

úr prófunarvefnum á bls. 37. Liðir í leiðarkerfinu eru aðeins 4 ásamt leitarreit.

Meðlimagátt gæti verið efst til vinstri eða í fellivallista undir „Um okkur“.

A.1 - Forsíða í tölvuskjá

Hér er dæmi um

forsíðu þar sem allt

svæðið undir

leiðarkerfinu er

notað til að kynna

eina bók. Einnig

mætti hafa fleiri

bækur í galleríi

sbr. skjáskotið á

bls. 37 að ofan.

B.1 - Vöruflokkasíða – Útgefið efni (efnisflokkar e. hljóðfærum)

Ef smellt er á

„Útgefið efni“ þá

birtist yfirlit yfir

efnisflokka bóka

eftir hljóðfærum.

Sjá einnig B.2 á

næstu blaðsíðu

(skjáskot af

prófunarvef).

Page 39: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

39 Trilla á vefmiðum

B.2 - Vöruflokkasíða (skjáskot af efnisflokkum á prófunarvef)

C - Vörulisti-1 (vörur undir vöruflokkasíðu)

Ef smellt er á

efnisflokk birtist

listi með þumal-

myndum yfir bækur

í þeim flokki.

Röðunarmöguleikar

gætu verið útgáfuár,

stafrófsröð o.fl.

Page 40: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

40 Trilla á vefmiðum

D - Vara-1 (Bók-1 vörulýsing)

Ef smellt er á bók í

listanum birtist

mynd af bókarkáp-

unni til vinstri en til

hægri verða allar

upplýsingar um

bókina. Mögulega

verða hlekkir á

netverslanir t.d.

Pennans og fl. (sjá

einnig Mynd 6 á

bls. 36).

A.2 - Forsíða í snjallsíma B.3 - Vöruflokkasíða í snjallsíma

Ef vefsíðan er skoðuð með

snjallsíma á viðmótið að

aðlagast sjálfkrafa (e.

responsive) með álíka

hætti og hér er sýnt.

Page 41: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

41 Trilla á vefmiðum

Kannanir og viðtöl

Gerð var tvíþætt könnun fyrir verkefnið undir fyrirsögninni „Könnun um tónbækur á

Netinu“. Annars vegar var send út vefkönnun í gegnum þjónustuna Surveygizmo á

netföng skráðra notenda vefsíðunnar Söngbók.is og hins vegar var viðskiptavinum í

versluninni Tónastöðinni boðið að svara sömu könnun skriflega.

Að auki var tekið viðtal við vefstjóra Forlagsins til að varpa ljósi á bakgrunn og

önnur atriði við nýlega uppfærslu á vefsvæði útgáfunnar og netverslun. Punktur úr

viðtali við eiganda vefsíðunnar salka.is frá haustinu 2016 kemur einnig við sögu.

Vefkönnun hjá skráðum notendum www.songbok.is

Til að fá tilfinningu fyrir hugmyndum notenda tónbóka varðandi netaðgang að slíku

efni þá varð fyrir valinu að leita svara hjá 60 skráðum notendum á vefsíðu

Nótuútgáfunnar, songbok.is. Notuð var vefkönnunarþjónustan Surveygizmo.com og fór

könnunin fram dagana 24. júlí til 4. ágúst 2017. Um 20 gild svör bárust. Ætla má að

sumarleyfi hafi leitt til lægra svarhlutfalls en ella. En þótt svarhlutfallið gefi ekki tilefni

til sterkra ályktana þá er ástæðulaust að skoða ekki ýmsar nothæfar vísbendingar sem

könnunin gefur.

Kynjahlutfall svarenda og landshlutadreifing eru í þokkalegu jafnvægi miðað við

hve fáir svara en aldursdreifing sýnir hins vegar að fáir svarenda eru undir 40 ára aldri.

Tónlistarþekkingu sína álíta flestir svarendur á bilinu frá áhugaiðkun til

miðnámsgetu:

22%

33%

45%

Landshlutadreifing svarenda

Suðurland og SuðurnesAðrir landshlutarHöfuðborgarsvæðið

22%

78%

Aldursdreifing svarenda

Undir 40 ára Yfir 40 ára

5%

39%56%

Kynjahlutfall svarenda

Ósvarað KVK KK

Engin eða mjög lítil

Lítil - T.d. sem aðstandandi tónlistariðkanda

Nokkur - Sem tónlistariðkandi í áhugamennsku

Nokkur - Hef stundað grunnnám í tónlist

Þó nokkur - Samsvarandi miðnámi í tónlist

Mikil - Samsvarandi framhaldsnámi í tónlist

Mjög mikil vegna sérnáms og/eða atvinnumennsku í tónlist

Hlutfall svarenda eftir tónlistarþekkingu

Page 42: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

42 Trilla á vefmiðum

Það tæki sem hópurinn notar helst til netferða vegna tónbóka er hefðbundin tölva

en ætla má að hlutfall snjallsíma væri hærra ef fleiri í hópnum væru undir fertugu.

Áhugi á að nýta Netið vegna tónbóka er í góðu meðallagi.

Við spurningunni um hve æskilegt

sé að hafa tilgreinda þjónustuliði á vef

siton.is telur enginn að þeir séu óþarfir.

Hins vegar þykir svarendum æskilegra

að á síðunni finnist upplýsingar um

bækurnar en upplýsingar um félagið og

meðlimina.

Af næsta svari má

ráða að reynsla af

söluaðila og vöruverð

skipti minna máli en

þægindi,

vöruupplýsingar og

möguleiki á niðurhali

bóka og bókhluta.

10% 20% 70%

Hvernig tæki notarðu helst ef þú ferð á Netið vegna

tónbóka?

Snjallsíma Spjaldtölvu Borðtölvu/fartölvu

5% 75% 20%

Hvað giskarðu á að þú notir Netið mikið til að fræðast um

eða sækja prentsett efni með tónlist eða um tónlist?

Ekkert Nokkuð Mikið

Uppl. umfélagið

Uppl. umútgefendur

Uppl. umbækurnar

Netsala bóka

Hve æskilegt telur þú að eftirfarandi þjónustuliðir séu á vefsíðu hagsmunafélags

eins og SÍTÓN?

Óþarft Nokkuð æskilegt Mjög æskilegt

Verð Þægindi Þjónusta Innihalds-upplýsingar

Reynsla afsöluaðila

Möguleiki ániðurhali

Niðurhalbókhluta

Hve mikil áhrif hafa eftirfarandi atriði á hvort þú myndir kaupa prentsett tónlistarefni á Netinu?

Engin Nokkur Mikil

Page 43: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

43 Trilla á vefmiðum

Efnið sem svarhópurinn sækist mest eftir er greinilega söngtextar og nótur. Ekki er

ósennilegt að yngri svarendur sæki meira í grip og TAB en hér kemur fram.

Til að fá einhverja hugmynd um kostnaðarskynjun notenda í netverslun var annars

vegar spurt hvað þætti eðlilegt gjald fyrir niðurhal á prentútgáfu lags eða einni blaðsíðu

og hins vegar hvað burðargjald á

heimsendu kennsluhefti mætti kosta.

Eins og gröfin sýna þá má niðurhal á

einni blaðsíðu eða einu lagi ekki fara

yfir 500 kr. að flestra áliti. Skoðun

svarenda á burðargjaldi er ekki eins

afdráttarlaus eða til helminga undir

600 kr. og undir 900 kr. Í fáeinum

svörum voru nefndar upphæðir á milli 100 kr. og 1500 kr.

Í lokin var spurt um viðhorf til mikilvægis íslenskra tónbóka og kannana um málefni

þeirra og reyndust þau afar jákvæð samkvæmt svörunum.

Annað

500-800 kr

200-500 kr

Fylgni við verðhugmynd á 1 bls. niðurhali

Annað

300-600 kr

600-900 kr

Fylgni við verðhugmynd á burðargjöldum

Ekkert af ofangreindu

Annað

TAB

Grip

Kennsluefni

Bókstafshljómar

Nótur

Textar

Hvað af eftirfarandi tónlistarefni er mikilvægt fyrir tónlistariðkun þína (eða náins aðstandanda)?

Hefðirðu áhuga á að taka þátt í fleiri könnunum um

málefni tónbóka?

Ertu fylgjandi því að málefni íslenskra tónbóka séu

könnuð nánar?

Eru íslenskar tónbækur mikilvægar fyrir þína

tónlistariðkun

Eru íslenskar tónbækur mikilvægar fyrir íslenskatónlistarmenningu

Viðhorf til mikilvægis íslenskra tónbóka og kannana um málefni þeirra

Já Nei Veit ekki

Page 44: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

44 Trilla á vefmiðum

Spurningakönnun hjá viðskiptavinum Tónastöðvarinnar

Til að fá sjónarhorn annars konar notenda voru spurningarnar í vefkönnuninni prentaðar

út og viðskiptavinum hljóðfæraverslunarinnar Tónastöðvarinnar boðið að svara þeim

þann 25. júlí 2017. Tóku tólf manns boðinu. Nokkur munur er á svörum þessa hóps og

hins sem svaraði vefkönnuninni í sumum spurningum en lítill í öðrum. Megin munurinn

er eftirfarandi:

• Konur voru hlutfallslega færri svarenda í búðinni en í vefkönnuninni.

• Hlutfallslega mun fleiri svarenda í búðinni voru undir 40 ára en í vefkönnuninni.

• Landshlutadreifing búðargesta var allt önnur en í vefkönnuninni eða ¾ frá

höfuðborgarsvæðinu.

• Varðandi tækjanotkun reyndust spjaldtölvur vera áberandi hærra hlutfall en í

vefkönnuninni sem stafar líklega af ólíkum aldri svarhópanna.

• Tónlistarefni sem flestir búðargestirnir lögðu áherslu á var hljómaleiðbeiningar

(grip+bókstafshljómar) og nótur en síst söngtextar sem voru efst í vefkönnuninni.

Önnur svör voru meira eða minna eins og svörin í vefkönnuninni.

Viðtal við vefstjóra Forlagsins

Forlagið ehf stendur fyrir umsvifamestu bókaútgáfu á Íslandi í gegnum nokkur

útgáfunöfn (JPV, M&M, Vaka-Helgafell, Iðunn o.fl.). Árlega hfa komið út um 150 ný

verk á vegum fyrirtækisins. Vefkynning og netverslun hafa langa sögu hjá Forlaginu

og á síðasta ári (2016) fékk allt vefviðmót fyrirtækisins mikla uppfærslu. Í því ferli

þurfti væntanlega að íhuga vel ýmis atriði sem eru til skoðunar í þessu lokaverkefni og

því þótti mér forvitnilegt að fá sjónarmið vefstjóra fyrirtækisins á nokkrum þeirra.

Vefstjóri Forlagsins, Kristrún Hauksdóttir, hafði verið viðloðandi vefmál fyrirtækisins

í yfir 8 ár þegar viðtalið fór fram. Ræddum við aðallega um netverslunina. Í mjög

samandregnu máli kom fram að netverslun Forlagsins hvílir á bandarísku

kerfisgrunnunum Wordpress (WP) og WooCommerce. Við þá eru tengd sérsniðið þema

og aðrar lausnir sem verktakar á Íslandi smíða og halda við. Kemur Dóttir vefhönnun

ehf þar mikið við sögu. Meðal annars láta þessar lausnir vefinn nýta gagnagrunna

bókhalds og lagers Forlagsins til að draga úr óþarfa innslætti og villum. Dæmi um

samkeyrslugögn eru ISBN númer, verð, höfundarnöfn og fleira. Aðspurð sagði Kristrún

að söluvefsgrunnar eins og Shopify, sem forlagið Salka valdi framyfir WP, hafi ekki

komið til álita í uppfærslunni vegna góðrar reynslu Forlagsins af samþættingu WP

Page 45: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

45 Trilla á vefmiðum

sérlausna við innanhúskerfi sín. Í viðbót við innanhúskerfin er vefkerfið tengt

utanaðkomandi þjónustum eins og greiðslugátt og Rafbókalagernum. Kostnaður við

WP þemað felst í vinnukostnaði innlendu verktakanna án reglulegrar leigu eins og

tíðkast um svokölluð „Premium“ þemu. Bókhaldslega má segja að netverslun

Forlagsins felist í gjaldfrjálsum rekstri á erlendum kerfisgrunnum (Wordpress +

WooCommerce) en eign- eða gjaldfærðum innlendum sérlausnum sem nýta grunnana.

Kostnaður

Ríkisstofnanir með sprenglærðu fagfólki reynast sjaldnast færar um að áætla með

sæmilegri nákvæmni útgjöld vegna opinberra framkvæmda. Það er því ekki á vísann að

róa um útgjaldaáætlanir við stofnun og rekstur vefsíðu á „amatör“-stigi. Til að kanna

mögulegt kostnaðarbil ákvað ég að leita í Google leitarvélinni að „cost of website“.

Þaðan tók ég saman lista með 5 nýlegum niðurstöðum sem eiga við um Bandaríkin en

ættu að gefa einhverja tilfinningu fyrir málinu. Flestar greinarnar miðuðu við aðlagaða

vefsíðu með allt að 50 undirsíðum og innifalið:

• Vefumsjónarkerfi

• Aðlögun / hönnun viðmótsins

• Uppsetningu viðmótsins (þemans)

• Hýsingu

• Lén

Það sem er ekki reiknað með í tölunum er m.a.:

• Frumuppsetning léns (án hönnunar eða samningu efnis)

• Að læra á notkun vefsmíðaverkfæris (t.d. í Wordpress)

• Að læra hönnun og umbrot vefs

• Samning efnis / innihalds

• Bilanagreining og reglulegt viðhald

Lægsti mögulegi kostnaður skv. greinunum er $65 fyrir lén og ársleigu á hýsingu.

Þá er reiknað með ókeypis vefumsjónarkerfi eins og Wix og að eigandinn annist öll

verkefni sjálfur. Á móti kemur fram í greinunum að útboð stærri vekefna t.d. stórrar

netverslunar með mikla umferð geta orðið allt að $100þ. og yfir. Hvorugt tilfellið telja

greinarhöfundar hins vegar raunhæfa áætlun fyrir fyrstu vefsíðu lítils rekstrarðila.

Lægstu tölur þeirra um raunhæf útgjöld eru á bilinu $300-1500. Þær hæstu eru á bilinu

Page 46: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

46 Trilla á vefmiðum

$1600-10.000. Meðaltalskostnaður allra fimm er á bilinu $640-3.920. Skv. gengi

dollars 1.sept. 2017 væri það um 68.000-420.000 kr. Sumir greinarhöfunda tiltóku að

erlendir vefhönnuðir væru oftast ódýrari en þeir bandarísku. Hvort það eigi við um

íslenskt verðlag verður ekki fullyrt en munurinn er varla mikill. Lausleg athugun gefur

eftirfarandi kostnaðaráætlun:

ISNIC

• Íslenskt lén: 6.000 kr. árgjald

Wordpress.org (m.v. gengi $ 1. sept. 2017)

• Vefumsjónarkerfi WP: 0 kr.

• Þema: 8.000 kr. árgjald (plug-in fyrir aðal útlit)

• WooCommerce: 0 kr.

• Innskráningarviðbót: 8.000 kr. árgjald (plug-in fyrir innri vef)

1984 ehf

• Hýsing vefs m. SSL18: 12.000 kr. árgjald (m.v. 3 ár fyrirfram)

Uppsetning

• Vefhönnun: 230.000 kr. eingreiðsla Á þremur fyrstu árunum yrði útlagður kostnaður skv. þessum tölum um 332.000 kr.

og árlegur meðalkostnaður skv. því um 110.000 kr. Ekki er reiknað með efnisvinnu

umfram það lágmark sem vefhönnuður þarf til að setja upp snið fyrir einingar í þemanu.

Varlega má áætla að öflun og skráning upplýsinga um meðlimi geti tekið á bilinu 5-10

klst. Umfang vöruskráningar verður hins vegar margfalt tímafrekara. Miðað við 1-2 klst

pr. vöru þá væri það 50-100 klst. vinna fyrir þær 50 bækur sem áætlað er að birta í fyrstu

umferð. Eftir er að athuga hvort mögulegt sé að opna meðlimum leið til að skrá sínar

bækur sjálfir á innri vefnum.

18 Secure Sockets Layer: dulkóðað samskiptalag á milli vefsíðu og notanda

Page 47: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

47 Trilla á vefmiðum

4. FRAMKVÆMD

Margþættar aðgerðir hefur þurft til að undirbúa uppfærsluna sem verkefnið fjallar um.

Í undanfarandi kafla er undirbúningi margra þeirra lýst sem liðum í þarfagreiningu

verkefnisins. Í þessum kafla verður lýst hvernig staðið var að aðgerðunum með hliðsjón

af sjálfum einingum vefsíðunnar fremur en greiningu á skyldum við hagsmunaaðila og

notendur.

Lén, vefumsjónarkerfi og þema/viðmótssnið

Lénið siton.is hefur verið í eigu SÍTÓN síðan 2012 og því þurfti ekki að velta vöngum

yfir því í þessu verkefni. Til fróðleiks má þó segja frá því að nafn félagsins réðist að

nokkru af því að þetta lén var laust á sínum tíma. Upprunalega var ætlunin að nota orðið

„Félag“ í byrjun nafnsins en lénið „fiton.is“ var frátekið. Þar sem „siton.is“ var á lausu

þá var ákveðið að nota „Samband“ í byrjun nafnsins.

Vefur siton.is hefur verið í Wordpress vefumsjónarkerfinu síðan hann var settur upp

2012. Þegar ég byrjaði á þessu lokaverkefni hugleiddi ég þann möguleika að nota

netverslunarkerfi eins og Shopify sem vefkerfi síðunnar. Það tengdist m.a. þeirri

hugmynd að hafa netverslun á vefsíðunni. En fljótlega kom í ljós að vandamál

núverandi umsjónarkerfis fólst í lokuðu umhverfi WP.Com og að það mætti leysa með

því einfaldlega að færa hýsinguna annað og sækja Wordpress kerfið til WP.Org. Við

það opnast víðtækir möguleikar á þemum og viðbótum með mjög hóflegum tilkostnaði.

Niðurstaðan er því að nota áfram Wordpress umsjónarkerfið.

Nokkuð viðtekið virðist að nota orðið „þema“ yfir enska heitið „theme“ í WP

umhverfinu. Einnig hef ég séð orðið „sniðmát“ notað. Sjálfum þykir mér fyrirbærinu

best lýst með hugtakinu „viðmótssnið“ en það er önnur saga. Í þessu verkefni ákvað ég

að nota bara „þema“ sem flestir þekkja nú þegar. Við athugun á heppilegu þema gáði

ég sérstaklega að því hvort einhver þeirra þættu ganga vel með netverslunarviðbótinni

WooCommerce (WC). Það var til að sjá hvernig virkni og viðmót það gæfi af sér. WC

er lang útbreiddasta netverslunarviðbótin fyrir Wordpress umhverfið þannig að slíkt val

gæti reynst heppilegt til að auðvelda yfirfærslu gagna yfir í netverslun síðar meir. Eftir

lestur fjölda umsagna ákvað ég að nota þemað Virtue,19 ókeypis gerðina, frá

framleiðandanum Kadence Themes. Í greiddu útgáfunni ($ 45-75 á ári) er mikið af

19 Kadence Themes: http://docs.kadencethemes.com/virtue-free/

Page 48: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

48 Trilla á vefmiðum

útfærslumöguleikum bætt í þemað sem auðvelda mjög að móta það. Því var þó sleppt í

þessu verkefni þar sem um prófunarvef er að ræða. Eins og myndir nr. 6 og 7 á bls. 33

sýna þá eru fjölbreyttir birtingarmöguleikar vöruupplýsinga í gjaldfrjálsa þemanu. Á

móti þá eru óæskileg einkenni um netverslun of áberandi. Mögulega er auðvelt að

fjarlægja þessi einkenni eða finna hentugra þema en það bíður frekari skoðunar.

Viðbætur og hjálpartól

Til að setja upp meðlimasvæði eða innri vef á siton.is leitaði ég fyrst á Google og í

framhaldi af því á Worldpress.org. Í ljós kom að það er til sægur af viðbótum til að

halda utan um meðlimaskrár í Wordpress umhverfinu. En virkni þeirra og gæði eru allt

annað en einsleit. Við lestur á umsögnum og samanburð á uppgefinni virkni sást þó að

þau snúast flest um aðgangsstýringu á bloggfærslum (e. posts) en ekki gögnum eða

síðum. Það varð til þess að ég prófaði leitarorð um öryggi gagna og þá kom í ljós

viðbótin Advanced Access Manager,20 sem mér virðist sú líklegasta til að leysa málið.

Ekki hefur unnist tími til að prófa lausnina en umsagnir tuga notenda benda til að þetta

sé tólið sem geti gert innri vefinn að veruleika. Þar sem prófunin fer fram eftir

verkefnaskilin er þó ekki hægt að útiloka að hlutverk innri vefs verði leyst með öðrum

hætti þegar til kastana kemur.

Forsenda þess að geta sett upp vörukynningu á vefsíðunni með þemanu sem var valið

er að netverslunarviðbótin WooCommerce sé til staðar. Þemað sækir sinn vörustrúktúr

þaðan. Það var því einboðið að sækja WC viðbótina og virkja hana. Sem var ágætt því

ég var spenntur að fá tækifæri til að snerta aðeins á því fræga tóli. Afritun þess og

innsetning gekk hratt og snurðulaust og hefur það sinnt sinni bakvinnslu fyrir Virtue

þemað á prófunarvefnum áfallalaust frá byrjun. Það verður spennandi að vinna meira

með möguleika WooCommerce á þessari vefsíðu eða annarri.

Facebook síða SÍTÓN var stofnuð um leið og vefsíðan, 30. maí 2012, og tenging í

hana var sett efst í hægri hliðarsvæði vefsíðunnar. Tengingin mun halda sér eftir

uppfærsluna þótt hún sé ekki komin á prófunarvefinn ennþá. Ekki er ætlunin að nota

aðra samfélagsmiðla á vegum félagsins.

20 AAM: https://wordpress.org/plugins/advanced-access-manager/#reviews

Page 49: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

49 Trilla á vefmiðum

Greiningarvinna

Í kaflanum um undirbúning hér á undan er farið ítarlega yfir greiningarvinnuna og hér

stikla ég á því helsta.

Framanaf notaði ég talsverðan tíma í vangaveltur um akademískar fræðigreinar á

sviði vefmiðlunar. Lagði ég full mikið út af þessu atriði. En það skilaði þó frásögn af

rannsóknum hins tyrkneska Selcuk Cebi og hvernig nota má tillögu hans um samræmda

flokkun þjónustusviða vefsíðna í þessu verkefni. Frá því er greint ítarlega í 2. kafla.

Frá fyrstu stigum verkefnisins hef ég reglulega verið að bera saman vefsíður sem eru

hliðstæðar eða skyldar siton.is. Skoðað leiðarkerfi og helstu þjónustuliði til að athuga

hvort vefsíða SÍTÓN sé ekki á réttum nótum hvað það varðar.

Varðandi mælingar þá rýndi ég í tölfræði greiningartólsins í Wordpress.com og átti

von á fremur fábrotnum upplýsingum en fékk hins vegar nokkuð meira en ég bjóst við.

Til að nálgast notendasjónarmið vegna hugsanlegrar vörukynningar á vefsíðunni

gerði ég notendakönnun. Fór töluverð fyrirhöfn og tími í undirbúning, framkvæmd og

úrvinnslu hennar. Könnunin var gerð bæði á notendum vefsíðunnar Söngbók.is og

gestum í versluninni Tónastöðin.

Til að fá raunhæfa mynd af mögulegum kerfiseiningum að baki vörukynningu og

netverslun á vefsíðum tók ég viðtal við vefstjóra vefsíðunnar forlagið.is og gerði grein

fyrir því ásamt broti úr viðtali við eiganda útgáfu- og netsöluvefsins salka.is.

Í undirbúningi vefverkefna þarf að skilgreina markmið vefeigandans og hverjir

helstu markhópar vefsíðunnar eru. Hvað það varðar studdist ég við eitt og annað sem

kemur fram í 3. kafla. Í niðurstöðunni má eflaust greina mínar eigin hugmyndir og

væntingar um uppfærslu vefsíðunnar en vonandi sést á verkefninu að öðru leyti að það

er ekki út í bláinn.

Prófunarvefur settur upp

Til að geta prófað vefumsjónarkerfi Wordpress ásamt þemum og viðbótum eins og

WooCommerce var nauðsynlegt að finna einfalda og ódýra leið sem myndi ekki raska

vefsíðunni siton.is. Sem fyrr kom

Google leitarvélin til bjargar með

fjölda af niðurstöðum við

spurningum eins og „free website

hosting“ og „free domain name“.

Page 50: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

50 Trilla á vefmiðum

Niðurstöðurnar þurfti svo að rýna vel en á endanum valdi ég lénið sitonprufa.website

ásamt hýsingu hjá Namecheap.com fyrir um 1100 krónur í eitt ár. Að því fengnu hófst

uppsetning prófunarvefsins og prófun á því helsta sem skipti máli fyrir þetta verkefni.

Efnisöflun inn á prófunarvef

Uppistaðan í efni prófunarvefsins var sótt frá núverandi vefsíðu með útflutningstóli

Wordpress (export). Það voru síður leiðarkerfisins, myndefni og blogg-færslur. Dæmin

um ný atriði sem fyrirhugað er að bæta inn með uppfærslunni voru síðan nýskráð á

prófunarvefnum. Þar var um að ræða myndir og lýsingar á 17 bókum (products) sem

má nú finna undir „Útgefið efni“ lengst til hægri í leiðarkerfi prófunarvefsins. Þrátt fyrir

fyrirhöfnina var lærdómsríkt fyrir mig að ná tökum á samspili kerfiseininganna og sjá

hvaða möguleikar búa í þeim. Nokkur dæmi um undirsíður með nánari upplýsingum

um meðlimi vann ég hins vegar inn á núverandi vefsíðu eftir að útflutningnum sem

segir frá að ofan var lokið. Með því móti fylgja þær síður með upphaflega efninu þegar

uppfærslan verður keyrð inn á nýja vefinn.

Kostnaðarathugun

Framkvæmdinni á leit að kostnaðarmati út frá greinum sem Google leitarvélin fann er

það vel lýst í lok 3. kafla að best er að vísa í þá frásögn freker en að endurtaka hana hér.

Í lokin á þeirri frásögn er sundurliðuð niðurstaða af lauslegri kostnaðarathugun sem ég

gerði á nokkrum vefsíðum á Netinu og er rétt að grein aðeins frá þeirri vinnu. Það

reyndist nokkuð auðvelt að finna verðupplýsingar helstu þjónustuaðila með þemu og

viðbætur fyrir vefumsjónarkerfið Wordpress og netverslunarkerfið WooCommerce. Á

Íslandi liggja slíkar upplýsingar einnig á lausu. Árgjald á léni kemur fram á forsíðu

ISNIC21 og árgjald hýsingar á slóðinni Vörur/Verðlisti hjá 1984 ehf.22 Varðandi

verðupplýsingar fyrir vefhönnun þá leitaði ég til Veftorgs.is þar sem Garðar Garðarsson

áætlaði út frá þeim upplýsingum sem ég gaf upp hvað uppfærsluverkefnið myndi líklega

kosta.

21 ISNIC forsíða: https://www.isnic.is/is/ 22 Verðlisti 1984 ehf: https://www.1984.is/product/pricelist/

Page 51: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

51 Trilla á vefmiðum

5. FRAMHALDIÐ

Þegar þetta meistaraverkefni er komið í hillur H.Í. hefst sjálf uppfærsluvinnan á siton.is.

Eins og komið hefur fram er ætlunin að halda vefsíðunni áfram í Wordpress (WP)

vefumhverfinu. Hins vegar verður lénið fært úr hýsingu hjá WP.com og mun

uppfærslan hefjast á því að flytja lénið þaðan, mögulega á íslenskan þjónustuaðila eins

og 1984 ehf. Um leið þarf að skipta út núverandi viðmóti eða þema með því sem best

hefur virkað á prufuléninu (sitonprufa.website). Núverandi leiðarkerfi með undirsíðum

og blogg-hluta flytjast óbreytt yfir þannig að það verður í sjálfu sér einföld og fljótleg

aðgerð. Fjarvera vefsíðunnar (e. downtime) ætti að vera í lágmarki við flutninginn, varla

meiri en 1-2 dagar, sem væri í góðu lagi. Þýða þarf viðmót hins nýja þema á íslensku

sem getur verið fljótlegt eða seinlegt eftir gæðum þemans sem verður fyrir valinu.

Sjaldnast næst að klára öll nauðsynleg þýðingartilvik strax eftir uppsetningu en ætla má

að því ljúki meðfram annarri uppfærsluvinnu á fyrstu dögunum eftir flutning.

Þegar vefsíðan er aftur komin á Netið eftir flutninginn verður hafist handa við að

bæta inn nýjum undirsíðum með kynningum á meðlimum félagsins ásamt því að snyrta

og laga viðmótið eins og þurfa þykir. Þegar því er lokið verður fyrsta þjónustusvið

vefsins tilbúið samanber lið nr. 1 á bls. 16 (Ytri vefur A).

Næsti verkliður verður að velja viðbót fyrir innri vef, þ.e. lokaðan aðgang

félagsmanna eða „Mínar síður“. Það er þjónustusvið nr. 2 á bls. 16 (Innri vefur). Ýmsar

útgáfur eru til fyrir WP vefi og verða þær sem sýnast álitlegastar skoðaðar og prófaðar

á prufuléninu til að auðvelda valið. Ég geri ráð fyrir að mesti tíminn í þessum verklið

fari í þær prófanir. Þegar sú viðbót sem verður fyrir valinu er komin upp á siton.is verður

notkunarmöguleikunum leyft að koma í ljós með tímanum frekar en að ráðast í miklar

byrjunaraðgerðir eftir uppsetninguna. Þegar frá líður er gert ráð fyrir virkjun álitlegra

möguleika innri vefsins í skömmtum eða eftir því sem hentar í hverju tilviki.

Þriðji verkliðurinn snýr að vörukynningunni og mun hann krefjast mestrar

fyrirhafnar og tíma. Þetta er þjónustusvið nr. 3 á bls. 16 (Ytri vefur B). Á

prófunarvefnum notaði ég þemað Virtue og netverslunarviðbótina WooCommerce til að

sjá hvernig virkni og viðmót það gæfi af sér. Þessi samsetning ber hins vegar full mikil

einkenni verslunarvefs sem notendur á siton.is gætu misskilið sem netverslun og

orsakað neikvæð viðbrögð þegar þeir sjá að það er ekki tilfellið. Vörukaup verða að

óbreyttu ekki í boði á þessari vefsíðu af ástæðum sem tilgreindar eru hér neðar. Eftir er

að kanna hvort til sé heppilegt þema með vörukynningarumgjörð sem ekki verður

Page 52: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

52 Trilla á vefmiðum

misskilin fyrir netverslun en uppfyllir að öðru leyti nauðsynlega þætti eins og

gagnatöflu sem auðvelt er að yfirfæra í netverslun. Dæmigerð einkenni netverslunar

eins og karfa og pöntunarviðmót væru þá ekki til staðar. Í því tilfelli væri samt ekki

útilokað að hafa pöntunarhlekk yfir á aðskilda söluvefi eins og forlagid.is, penninn.is,

boksala.is og fleiri slíka.

Þjónustusviðið í lið nr. 4 á bls. 16 er netverslun (Ytri vefur C). Ég hætti við áform

um að virkja þennan lið og er rétt að útskýra aðeins hvers vegna. Upphaflega taldi ég

það vera raunhæfan möguleika að setja upp netverslun á siton.is. En í greiningarvinnu

verkefnisins kom fljótt í ljós hve óraunhæft það er í raun. Læt ég nægja að benda á tvö

afgerandi atriði. Það fyrra varðar ábyrgð söluaðila skv. neytenda- og samningslögum.

Nokkuð ljóst er að örlítið hagsmunfélag, án starfsmanns, hefur engar forsendur til að

bregðst við hugsanlegum kröfum vegna vanefnda á fyrrgreindum lögum. Gildir einu

hvort tilefnið væri lítið eða ekkert, möguleikinn einn og sér nægir til að félagið verður

að forðast slíkar aðstæður. Hitt atriðið snýst um umfang og flækjustig við

greiðslumiðlun og vöruafgreiðslu í netverslun. Mynd 8 Líklegt upplýsinga- og

afgreiðsluferli í netverslun er gróf skýringarmynd af helstu ferlum upplýsinga og

Mynd 8 Líklegt upplýsinga- og afgreiðsluferli í netverslun

Page 53: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

53 Trilla á vefmiðum

vöruafgreiðslu sem þurfa að vera fyrir hendi til að fullnusta pöntun í netverslun. Fylltir

örvaroddar tákna ferla til kaupanda en tómir tákna ferla frá honum. Og eins og fyrr segir

þá er skýringarmyndin alls ekki tæmandi. Ef einhverjum þykir þessi mynd flókin þá

bendi ég á að í hana vantar m.a. alla ferla fyrir greiðslumiðlun. En þrátt fyrir þessa

niðurstöðu varðandi möguleika á netverslun þá hefur verkefnið kallað fram haldgóðar

upplýsingar sem geta nýst í leit að öðrum leiðum til markaðssetningar á Netinu. Nægir

þar að nefna möguleika á yfirfærslu gagna úr vörukynningarhluta vefsíðunnar í

netverslanir annarra aðila.

Page 54: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

54 Trilla á vefmiðum

6. LOKAORÐ

Í þessu lokaverkefni hef ég leitast við að draga fram mikilvæg atriði sem geta verið litlu

hagsmunafélagi í skapandi greinum leiðarlýsing fyrir vefvist á sínum hagsmunamálum,

einfaldri eða metnaðarfullri. Verkefnið tekur fyrir undirliggjandi krafta á sviði sem ég

hef atast í með hléum um langt árabil. Sem höfundur, útgefandi og áhugamaður um

nýtingu Netsins hef ég kynnst alls konar aðferðum til að nýta Netið í þágu míns starfs-

og áhugasviðs, tónlistar og útgáfu tónbóka. En eins og á flestum sviðum þá lærist fljótt

að í þessum efnum er ekki sopið kálið þótt í ausuna sé komið. Að baki vel heppnaðri

vefmiðlun liggur í flestum tilfellum gríðarleg vinna þótt auðvitað séu dæmi um hið

gagnstæða. Er það þá yfirleitt fyrir tilviljun, heppni eða jafnvel vinnuframlag annarra.

Heiti verkefnisins vísar í hugarheim sjávarútvegs og samsvörun við trilluútgerð. Það

er ekki tilviljun. Ég er uppalinn í sjávarplássi, fæddur inn í fjölskyldu með 200 ára

útgerðarsögu og hef um 10 ára reynslu af störfum í sjávarútvegi. Í dag gera flestir sér

grein fyrir að veraldarvefurinn getur verið gjöful auðlind þegar vitað er hvaða afli fæst

á hverju miði og með hvaða veiðarfærum. En til að sækja aflann þarf fyrst að útvega

bátinn, búa hann veiðarfærum og finna út hvaða mið gefa hvaða fisk. Það verkefni sem

hér var unnið sneri aðallega að því að gera trilluna sjófæra með lágmarks

veiðarfærakosti. Ekki var fjallað um hvernig gjöfulustu mið eru fundin né með hvaða

veiðarfærum. Í þeim efnum vísast til markaðsfræða og samspils þeirra með öðrum

fræðum til að streyma upplýsingum, vöru og fjármunum í réttar hendur og fullnægja

lögmætum réttindum allra hlutaðeigandi um leið.

Þótt beinast hafi legið við að ráðast í uppfærslu vefsíðunnar sem um ræðir, siton.is,

án þess að fara í gegnum þau heilabrot sem þetta lokaverkefni kallar á þá hefur

fyrirhöfnin borgað sig með miklum ávinningi fyrir hina eiginlegu uppfærslu. Verkefnið

krafðist mun umfangsmeiri forgreiningar en fyrirhugað hafði verið og með öðru hefur

það skilað afar mikilvægum gögnum og upplýsingum sem munu gera uppfærsluna

talsvert skilvirkari. Fyrir var vefsíðan siton.is raunveruleg og virk vefsíða með hlutverk

og sögu þó stutt væri. Og þörf var á að uppfæra hana hvort sem var. Það er því óhætt

að segja að ávinningurinn af verkefninu verði margþættur. Í fyrsta lagi hefur verkefnið

skilað faglegri undirbúningi en ella fyrir hina eiginlegu vefuppfærslu. Í öðru lagi skilar

það meistaraverkefni við H.Í. Og í þriðja lagi verður það vonandi til hjálpar fyrir

einhverja með svipuð markmið í sinni vefmiðlun og tónbókaútgefendur í SÍTÓN.

Page 55: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

55 Trilla á vefmiðum

Umfram allt þá vona ég að verkefnið leiði til öflugri vefmiðils hagsmunafélags

tónbókaútgefenda og færi meðlimum þess fjárhagslegan og faglegan ávinning sem ekki

hefði verið mögulegt með öðrum hætti. Mínir ágætu félagar í SÍTÓN hafa ásamt öðrum

lagt á sig ómælda fyrirhöfn til að glæða íslenska menningu meira og betra tónlistarlífi.

Þeirra framlags er ekki getið í fyrirsögnum fjölmiðla þótt tugþúsundir landsmanna hafi

notið krafta þeirra í tónlistaruppeldi og tónlistarafþreyingu. Tónlistin er takmarkalaus

gleðigjafi og fæst okkar geta ímyndað sér tilveruna án hennar. En þegar öllu er á botninn

hvolft þá er allt það verðmætasta í íslenskri tónlistarmenningu háð þeirri umgjörð sem

tónlistarlífinu er búin. Góð umgjörð gefur af sér verðmætari og fyllri tónlistarmenningu

og þar er vönduð vefmiðlun einn af lykilþáttunum í dag.

Page 56: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

56 Trilla á vefmiðum

HEIMILDASKRÁ

Al-Qeisi, K., Dennis, C., Alamanos, E. og Jayawardhena, C. (2014). Website design quality and usage behavior: Unified Theory of Acceptance and Use of Technology. Journal of Business Research, 67(11), 2282-2290. doi:http://dx.doi.org/10.1016/j.jbusres.2014.06.016

Buley, L. (2013). The user experience team of one : a research and design survival

guide. Rosenfeld Media, Brooklyn, New York. Cebi, S. (2013). Determining importance degrees of website design parameters based

on interactions and types of websites. Decision Support Systems, 54(2), 1030-1043. doi:http://dx.doi.org/10.1016/j.dss.2012.10.036

Gylfi Garðarsson. (2015). Nótnarit í Gegni : Greinagerð til almennrar kynningar á úttekt

fyrir Samband íslenskra tónbókaútgefenda um skylduskráð nótnarit í landskerfi bókasafna. Sótt 15. ágúst 2017 af https://notendur.hi.is/gyg9/notnarit-i-gegni-_almenn-kynning_2.pdf

Gautur G. Gunnlaugsson. (2017). Viðtöl höfundar við Gaut G. Gunnlaugsson,

deildarstjóra í Tónastöðinni, um innlendan nótnamarkað, tekin vorið 2017. Krug, S. (2014). Don't make me think, revisited: A common sense approach to Web

usability (3. útgáfa). New Riders, Berkeley. McGovern, G. (2010). The stranger's long neck how to deliver what your customers

really want online (pp. 218 p.). London: A & C Black,. Nielsen, J. (1997). How Users Read on the Web. Nielsen Norman Group. Sótt 5. ágúst

2017 af https://www.nngroup.com/articles/how-users-read-on-the-web/ Nielsen, J. (2006). F-Shaped Pattern For Reading Web Content. Nielsen Norman

Group. Sótt 5. ágúst 2017 af https://www.nngroup.com/articles/f-shaped-pattern-reading-web-content/

Nielsen, J. (2013). Website Reading: It (Sometimes) Does Happen. Nielsen Norman

Group. Sótt 5. ágúst 2017 af https://www.nngroup.com/articles/website-reading/

Sigurjón Ólafsson. (2015). Bókin um vefinn: sjálfshjálparkver fyrir metnaðarfulla

vefstjóra. Iðnú, Reykajvík. Shrestha, S. og fl., o. (2007). Eye Gaze Patterns while Searching vs. Browsing a

Website. Software usabillity research laboratory (SURL). Sótt 5. ágúst 2017 af http://usabilitynews.org/eye-gaze-patterns-while-searching-vs-browsing-a-website/

Vu, K.-P. L. og Proctor, R. W. (2011). Handbook of human factors in Web design (2.

útgáfa). CRC Press, Boca Raton.

Page 57: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

57 Trilla á vefmiðum

VIÐAUKI – KÖNNUN UM TÓNBÆKUR Á NETINU

Gerð var tvíþætt könnun fyrir verkefnið undir fyrirsögninni „Könnun um tónbækur á

Netinu“. Annars vegar var send út í gegnum þjónustuna Surveygizmo vefkönnun á 68

netföng skráðra notenda vefsíðunnar Söngbók.is og hins vegar var viðskiptavinum í

versluninni Tónastöðinni boðið að svara sömu könnun á blaði.

Tölvupóstar til markhóps

Fyrsta útsending, 24. júlí 2017:

(erindi/subject): Könnun um tónbækur á Netinu

Kæri viðtakandi Þú ert ein(n) af skráðum notendum hjá vefversluninni www.songbok.is sem er í umsjá

minni. Með þessum pósti leita ég eftir þátttöku þinni í könnun sem ég er að gera fyrir Samband

íslenskra tónbókaútgefenda (SÍTÓN) um tónbækur á Netinu. Könnunin er jafnframt hluti af meistaraverkefni í menningarmiðlun við H.Í. Könnunin opnast með því að smella á gula hnappinn hér fyrir neðan. Svartími er áætlaður 3-5 mínútur og svörin eru ekki persónugreinanleg ef nafn þitt eða

netfang koma ekki fram í opnum svarreitum. Könnuninni lýkur föstudaginn 4. ágúst 2017. Ef þú vilt koma ábendingum á framfæri þá er hægt að skrá þær í síðasta lið könnunarinnar

eða senda mér þær beint á netfangið [email protected] Með fyrirfram þökk Gylfi Garðarsson

Áminning var send á öll netföngin 3 dögum eftir fyrstu útsendingu:

Könnun um tónbækur á Netinu (áminning)

Góðan daginn Ég vil minna á boð um þátttöku í könnun minni og SÍTÓN um tónbækur á Netinu.

Boðið var sent þér þann 24. júlí Hafirðu áhuga á að taka þátt í könnuninni en átt eftir að svara geturðu smellt á gula hnappinn hér fyrir neðan til að opna hana.

Svartími er áætlaður 3-5 mínútur og svörin eru ekki persónugreinanleg ef nafn þitt eða netfang koma ekki fram í opnum svarreitum. Könnuninni lýkur föstudaginn 4. ágúst 2017.

Page 58: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

58 Trilla á vefmiðum

Ef þú hefur þegar svarað könnuninni eða vilt ekki taka þátt þarftu ekki að bregðast á neinn hátt við þessum pósti né við lokaáminningu sem verður send í næstu viku.

Með sumarkveðju Gylfi Garðarsson

[könnunarhnappur)

Lokaáminning var send á öll netföngin 3 dögum fyrir lokadag:

Könnun um tónbækur á Netinu lýkur 4. ágúst (lokaáminning)

Góðan daginn [Sami texti og í áminningu]

Með sumarkveðju Gylfi Garðarsson

[könnunarhnappur)

Könnunarspurningar

Hugsun okkar með TÓNBÓK

Tónbækur á Netinu

(Á Netinu er mikið til af prentsettu tónlistarefni eins og textum, hljómum, TAB, nótum o.fl.. Þar er einnig gnótt upplýsinga um útgefnar tónbækur. Sumt er hægt að fá til sín með niðurhali eða heimsendingu)

1) Hvað giskarðu á að þú notir Netið mikið til að fræðast um eða sækja

prentsett efni með tónlist eða um tónlist?

Page 59: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

59 Trilla á vefmiðum

* (0 = ekkert, 4 = mikið)

0_______1_______2_______3_______4_______

2) Hvernig tæki notarðu helst ef þú ferð á internetið vegna tónbóka? *

( ) Borðtölvu / fartölvu ( ) Spjaldtölvu ( ) Snjallsíma

Vefsíða SÍTÓN

(Vefsíða Sambands íslenskra tónbókaútgefenda er www.siton.is)

3) Hve æskilegt telur þú að eftirfarandi þjónustuliðir séu á vefsíðu

hagsmunafélags eins og SÍTÓN?

(0 = óþarft, 2 = mjög æskilegt)

Upplýsingar um félagið ................................................. 0______1______2______ Upplýsingar um útgefendurna ....................................... 0______1______2______ Upplýsingar um bækurnar ............................................ 0______1______2______ Netsala á bókunum ....................................................... 0______1______2______

Búðin eða netið

(Ef þig vantaði prentsett lag eða texta, hluta úr tónbók eða alla bókina og þetta fengist allt í netverslun)

4) Hve mikil áhrif hafa eftirfarandi atriði á hvort þú myndir kaupa prentsett

tónlistarefni á Netinu? *

(0 = engin áhrif, 2 = mikil áhrif) Verð ..................................................................................0______1______2______ Þægindi .............................................................................0______1______2______ Þjónusta ............................................................................0______1______2______ Upplýsingar um innihald ..................................................0______1______2______ Reynsla af söluaðila .........................................................0______1______2______ Stafrænt niðurhal ..............................................................0______1______2______ Að geta fengið hluta úr bók ..............................................0______1______2______

Page 60: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

60 Trilla á vefmiðum

Annað? (má sleppa):

Þínar tónbækur (Ef þú eða náinn aðstandandi þinn iðkar tónlist)

5) Hvað af eftirfarandi tónlistarefni er mikilvægt fyrir tónlistariðkun þína (eða

nánins aðstandanda)?

* (Merktu við einn eða fleiri svarmöguleika)

[ ] (a) Nótur fyrir viðkomandi tónlistariðkun

[ ] (b) Kennsluefni fyrir tónlistariðkunina

[ ] (c) Söngtextar

[ ] (d) TAB

[ ] (e) Hljóma-bókstafir (C-F-G7 o.s.frv.)

[ ] (f) Hljóma-grip fyrir gítar eða hljómborð

[ ] Annað - Hvað?: _________________________________________________

[ ] Ekkert af ofangreindu

Verð – Niðurhal á afmörkuðu tónlistarefni

(Á Netinu er oft hægt að kaupa afmarkað tónlistarefni, t.d. eitt sönglag eða tilteknar blaðsíður)

6) Hvað finnst þér eðlilegt að borga fyrir niðurhal á prentútgáfu lags eða einni

blaðsíðu af tónlistarefni? *

(Merktu við einn svarmöguleika)

( ) 200-500 kr.

( ) 500-800 kr.

( ) Verðhugmynd þín: _________________________________________________

Verð – Póstkostnaður

(Ef þú pantar prentað eintak af bók og færð hana heimsenda með pósti)

7) Hvað finnst þér eðlilegt að borga í póstkostnað fyrir heimsendingu á tónbók

eins og t.d. kennsluhefti fyrir hljóðfæri? *

(Merktu við einn svarmöguleika)

( ) 300-600 kr ( ) 600-900 kr ( ) Verðhugmynd þín:: _________________________________________________

Page 61: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

61 Trilla á vefmiðum

Bakgrunnur þátttökuhóps

(Spurningar 8-11 eru eingöngu notaðar til að gera tölfræðigreiningu svaranna skýrari. Svörin verða

ekki persónugreind)

(Merktu við einn svarmöguleika í hverri spurningu)

8) Kyn? *

( ) KVK ( ) KK ( ) Vil ekki svara því

9) Aldursbil? *

( ) Undir 40 ára ( ) Yfir 40 ára ( ) Vil ekki svara því

10) Landshluti sem þú býrð í? *

( ) Höfuðborgarsvæðið ( ) Suðurland eða Suðurnes ( ) Annar landshluti en að ofan

11) Þekking þín á tónlist? *

( ) Engin eða mjög lítil ( ) Lítil - T.d. sem aðstandandi tónlistariðkanda ( ) Nokkur - Sem tónlistariðkandi í áhugamennsku ( ) Nokkur - Hef stundað grunnnám í tónlist ( ) Þó nokkur - Samsvarandi miðnámi í tónlist ( ) Mikil - Samsvarandi framhaldsnámi í tónlist ( ) Mjög mikil, vegna sérnáms og/eða atvinnumennsku í tónlist ( ) Veit ekki

Tónbækur á íslensku eða ekki

(Útgáfa íslenskra tónbóka hefur almennt ekki staðið undir sér og sumir spyrja hvort það sé yfirleitt

þörf fyrir tónbækur á íslensku. Hvað finnst þér?)

12. Telur þú mikilvægt fyrir tónlistarmenningu Íslands að gefnar séu út

tónbækur á íslensku?

(t.d. söngtextar, söngnótur, spilaleiðbeiningar, tónfræði o.s.frv.) *

Page 62: Trilla á vefmiðum á... · 2018. 10. 15. · 2 Nótnarit í Gegni:  3 Innlendar tónbækur fyrir skóla og kirkjur 1935-2014:  tonbaekur-fyrir-skola-og-kirkju-1935-2014.pdf

62 Trilla á vefmiðum

( ) Já ( ) Nei ( ) Veit ekki

13. Er mikilvægt fyrir þína eigin tónlistariðkun að gefnar séu út tónbækur á

íslensku?

(t.d. söngtextar, söngnótur, spilaleiðbeiningar, tónfræði o.s.frv.) *

( ) Já ( ) Nei ( ) Veit ekki

Ábendingar eða athugasemdir

14) Ef þú hefur ábendingar til okkar eða athugasemdir þá er velkomið að

skrifa þær hér.

(Má sleppa ef vill)

Síðast en ekki síst

(Áður en við þökkum fyrir okkur væri gagnlegt að fá skoðun þína á tveimur atriðum)

15) Ertu fylgjandi því að málefni íslenskra tónbóka séu könnuð nánar?

( ) Já ( ) Nei ( ) Hef ekki skoðun á því

16) Hefðirðu áhuga á að taka þátt í fleiri könnunum um málefni tónbóka?

( ) Já (netfang:)

( ) Nei

Könnun lokið