Stykkishólms-Pósturinn 7. mars 2013

4
Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík. Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Netfang: [email protected] SÉRRIT - 9. tbl. 20. árg. 7. mars 2013 Menningarstarf á Vesturlandi S.l. föstudag voru veittir annarsvegar verkefnastyrkir og hinsvegar stofn- og rekstrarstyrkir Menningarráðs Vesturlands í Stykkishólmskirkju. Upphæð stofn- og rekstrarstyrkja nam kr. 9.200.000 og verkefnastyrkir voru samtals að upphæð kr. 24.860.000. Í Stykkishólm komu stofn- og rekstrarstyrkir til eftirfarandi: Eldfjallasafnið kr. 800.000, Norska húsið kr. 800.000 og Leir 7 kr. 600.000 samtals kr. 2.200.000. Verkefnastyrkir í verkefni í Stykkishólmi og víðar hlutu: Hjördís Pálsdóttir 80.000 kr. Sýning á Vegamótum, m.a. draugasögur af Kerlingaskarði. Aftanskin, félag eldri borgara 80.000 kr. Kórstjórnun og undirleikur. Júlíana- hátíð sögu og bóka í Stykkishólmi 300.000 kr. Á hátíðinni verður lögð áhersla á konur af Vesturlandi skáld, rithöfunda og sögupersónur. Vatnasafnið í Stykkishólmi 300.000 kr. Tónleikar með tónlistarfólki af svæðinu og öðrum þekktum tónlistarmönnum. Stórsveit Snæfellsness 400.000 kr. Skipuð af ungu fólki á Snæfellsnesi, stefnt er að tónleikum með nostalgíu ívafi. Norska húsið Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla 400.000 kr. Græna byltingin. Samstarf við Náttúrustofu og fræðsludeild Listasafns Reykjavíkur. TónVest, Samstarf tónlistarskóla á Vesturlandi 500.000 kr. Bestu nemendur fá að spila saman og keppa um þátttöku á tónleikum í Hörpu. Eldfjallasafnið Stykkishólmi 500.000 kr. App fyrir snjallsíma, miðlar fróðleik um Eldfjallasafnið og Snæfellsnes. Listvinafélag Stykkishólmskirkju 700.000 kr. Tónleikar, myndlistarsýningar. Leiðsögn um listina og arkitektúr Stykkishólmskirkju. Samtals 3.260.000 am/ Ljósmynd: Eyþór Benediktsson Syngjandi konur á Vesturlandi Tónleikar verða í Stykkishólmskirkju kl. 20 fimmtudaginn 7. mars 2013. Fjöldi kvenna úr Stykkishólmi er meðal þátttakenda. Einsöngvari Kristjana Stefánsdóttir ásamt hljómsveit og stjórnandi er Szuzsanna Budai. Fjölbreytt efnisskrá. Bryggja á ferðalagi í Stykkishólmshöfn Agnar Jónasson í vaktþjónustunni Vökustaur hér í Stykkishólmi var í sinni venjubundnu eftirlitsferð aðfararnótt mánudags þegar hann sá hvar partur af olíubryggjunni var losnaður frá, en við voru festir tveir bátar, Jón bóndi og hin nýja Bíldsey. Olíubryggjan tengist Stykkisbryggju og hafði sá partur þar sem olíudælan er á orðið eftir. Agnar kallaði lögregluna strax til og var gripið til þess að sigla bát hinu megin frá og flytja Bíldsey. Áhafnarmeðlimir á Bíldsey mættu á staðinn sem og björgunarsveitin Berserkir. Meðfylgjandi mynd er tekin í hádeginu á mánudag þegar Jón bóndi var enn við bryggjuna en á þriðjudag var búið að losa hann frá og virtist bryggjustubburinn ætla að vera kyrr á þessum stað. Farið verður í viðgerð á bryggjunni þegar veður lægir. Bíldsey hefur legið m.a. við þessa bryggju í vetur enda hefur veður verið óvenjugott. Það má þó telja líklegt að báturinn sé fullstór fyrir þessa bryggju a.m.k. þegar veður eru válynd! am

description

Bæjarblað Hólmara frá 1994.

Transcript of Stykkishólms-Pósturinn 7. mars 2013

Page 1: Stykkishólms-Pósturinn 7. mars 2013

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Netfang: [email protected]

SÉRRIT - 9. tbl. 20. árg. 7. mars 2013

Menningarstarf á Vesturlandi

S.l. föstudag voru veittir annarsvegar verkefnastyrkir og hinsvegar stofn- og rekstrarstyrkir Menningarráðs Vesturlands í Stykkishólmskirkju. Upphæð stofn- og rekstrarstyrkja nam kr. 9.200.000 og verkefnastyrkir voru samtals að upphæð kr. 24.860.000. Í Stykkishólm komu stofn- og rekstrarstyrkir til eftirfarandi: Eldfjallasafnið kr. 800.000, Norska húsið kr. 800.000 og Leir 7 kr. 600.000 samtals kr. 2.200.000. Verkefnastyrkir í verkefni í Stykkishólmi og víðar hlutu: • Hjördís Pálsdóttir 80.000 kr. Sýning á Vegamótum, m.a.

draugasögur af Kerlingaskarði. • Aftanskin, félag eldri borgara 80.000 kr. Kórstjórnun og

undirleikur.• Júlíana- hátíð sögu og bóka í Stykkishólmi 300.000 kr. Á

hátíðinni verður lögð áhersla á konur af Vesturlandi skáld, rithöfunda og sögupersónur.

• Vatnasafnið í Stykkishólmi 300.000 kr. Tónleikar með tónlistarfólki af svæðinu og öðrum þekktum tónlistarmönnum.

• Stórsveit Snæfellsness 400.000 kr. Skipuð af ungu fólki á Snæfellsnesi, stefnt er að tónleikum með nostalgíu ívafi.

• Norska húsið Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla 400.000 kr. Græna byltingin. Samstarf við Náttúrustofu og fræðsludeild Listasafns Reykjavíkur.

• TónVest, Samstarf tónlistarskóla á Vesturlandi 500.000 kr. Bestu nemendur fá að spila saman og keppa um þátttöku á tónleikum í Hörpu.

• Eldfjallasafnið Stykkishólmi 500.000 kr. App fyrir snjallsíma, miðlar fróðleik um Eldfjallasafnið og Snæfellsnes.

• Listvinafélag Stykkishólmskirkju 700.000 kr. Tónleikar, myndlistarsýningar. Leiðsögn um listina og arkitektúr Stykkishólmskirkju.

Samtals 3.260.000 am/ Ljósmynd: Eyþór Benediktsson

Syngjandi konur á VesturlandiTónleikar verða í Stykkishólmskirkju kl. 20 fimmtudaginn 7.

mars 2013. Fjöldi kvenna úr Stykkishólmi er meðal þátttakenda. Einsöngvari Kristjana Stefánsdóttir ásamt hljómsveit og

stjórnandi er Szuzsanna Budai. Fjölbreytt efnisskrá.

Bryggja á ferðalagi í Stykkishólmshöfn

Agnar Jónasson í vaktþjónustunni Vökustaur hér í Stykkishólmi var í sinni venjubundnu eftirlitsferð aðfararnótt mánudags þegar hann sá hvar partur af olíubryggjunni var losnaður frá, en við voru festir tveir bátar, Jón bóndi og hin nýja Bíldsey. Olíubryggjan tengist Stykkisbryggju og hafði sá partur þar sem olíudælan er á orðið eftir. Agnar kallaði lögregluna strax til og var gripið til þess að sigla bát hinu megin frá og flytja Bíldsey. Áhafnarmeðlimir á Bíldsey mættu á staðinn sem og björgunarsveitin Berserkir. Meðfylgjandi mynd er tekin í hádeginu á mánudag þegar Jón bóndi var enn við bryggjuna en á þriðjudag var búið að losa hann frá og virtist bryggjustubburinn ætla að vera kyrr á þessum stað. Farið verður í viðgerð á bryggjunni þegar veður lægir.Bíldsey hefur legið m.a. við þessa bryggju í vetur enda hefur veður verið óvenjugott. Það má þó telja líklegt að báturinn sé fullstór fyrir þessa bryggju a.m.k. þegar veður eru válynd! am

Page 2: Stykkishólms-Pósturinn 7. mars 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 9. tbl. 20. árgangur 7. mars 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 2 [email protected]

Enn um Rannsóknarnefnd SjóslysaUndirritaður vill með þessum skrifum vekja athygli á opnu bréfi Gunnlaugs Árnasonar í síðasta tölublaði Stykkishólms-Póstsins frá 28. febrúar s.l. og taka undir orð hans. Vissulega má álíta að „of seint sé í rassinn gripið“ þó svo að ég vilji trúa að enn sé hægt að vinda ofan af þessari vitleysu, t.d. með því að fresta gildistöku nýsamþykktra laga.Hugmyndir um að sameina nefndir sem hafa með höndum rannsóknir slysa er ekki ný af nálinni. Hún kom fyrst fram í ráðherratíð Kristjáns Möllers og var tilefnið sagt vera sparnaður í ríkisreksrtinum. Sem sagt í þágu hagræðingar. Strax þá gekk mjög illa að fá fram haldbær rök fyrir þessari hugmynd, heldur einungis þetta sama viðkvæði, í þágu hagræðingar.Tilurð þess að rannsóknarnefnd sjóslysa (Rns.is) var flutt hingað voru nýsamþykkt lög nr. 68 frá 20. maí árið 2000. Nefndin hafði starfað um langa hríð, en því miður notið sáralítils trausts þeirra sem þar komu helst að svo sem sjómanna og útvegsmanna. Það má nærri segja að það hafi verið martröð hvers sjómanns að þurfa að koma fyrir sjórétt þar sem þáverandi forsvarsmaður nefndarinnar var mættur. Slíkar fyrirtökur líktust frekar rannsóknarréttum til forna en því að grafast fyrir um ástæður slysa eins og hugmyndin var í upphafi. Mál voru því komin í það horf, að nefndin sem slík var rúin öllu trausti og samvinna hennar og hagsmunaaðila í algjöru lágmarki.Sturla Böðvarsson, þáverandi samgönguráðherra lagði því fram frumvarp að nýjum lögum fyrir nefndina, sem samþykkt voru eins og fyrr segir og ákveðið var að endurnýja forstöðu nefndarinnar og flytja hana til Stykkishólms. Núverandi forstöðumaður Jón Arelíus Ingólfsson sem tók við starfinu um þetta leiti sá um að flytja starfstöðina til Stykkishólms og hófst handa við að byggja upp starfið og nútímavæða starfshætti. Guðmundur Lárusson var ráðinn eftir að nefndin flutti hingað og þeir með bakstuðningi sjálfrar nefndarinnar hafa lyft grettistaki við að hefja starfið til vegs og virðingar og í dag er samstarfið við sjómenn og aðra hagsmunaaðila eins og best er á kosið.En nú er hugmyndin að splundra þessu að nýju í „þágu hagræðingar“. Faglega starfið er látið lönd og leið og ákveðið að hafa allt aðra skipan á rannsóknarstarfinu án þess að taka neitt tillit til aðvaranna álitaaðila. Auk þess hefur verið reiknað út af fjársýslu Alþingis að kostnaður við heildarstarfsemi sameinaðara nefnda muni verða 6 milljónum kr. hærra á ári en nú er. Hver er þá tilgangurinn?Undirrituðum segir svo hugur um að þarna sé á ferðinni eitthvert sérstakt áhugamál embættismanna í ráðuneytinu sem hafa haft þann starfa undanfarið að sameina sem allra mest, því það sé svo hagstætt fyrir ríkið. Engu máli skipti þó sýnt hafi verið fram á að margar sameiningar í opinbera kerfinu skili minna en engu. Bara að fara eftir boðorðinu „sameina“.Undirritaður tekur undir allt sem Gunnlaugur Árnason tiltekur um mikilvægi þess að halda störfunum á staðnum, en vill í þessari grein varpa aðeins meira ljósi á aðrar staðreyndir málsins. Það er eins og Gunnlaugur segir mjög alvarlegt að missa störf burtu, sérstaklega þegar á engan hátt er hægt að færa nein skynsamleg rök fyrir þeim breytingum. Ég tek undir áskorun Gunnlaugs til bæjaryfirvalda að sýna nú djörfung og hug.

Pétur Ágústsson.

JúlíanaNú er fyrsta hátíð sögu og bóka um garð gengin i Stykkishólmi. Hátíðin tókst í alla staði vel og var aðsókn að viðburðum mjög góð. Við viljum þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn og gestum og gangandi fyrir komuna. Hafið mikla þökk fyrir, þetta er ómetanlegt. F.h. undirbúningsnefndar Júlíönu

Þórunn Sigþórsdóttir

RyanAmorosoHvað ertu gamall? 27 ára.Hvaðan ertu? Burnsville Minnesota. Afhverju komstu aftur til Stykkishólms? Það voru margar ástæður, ástand mitt var þannig að ég þurfti að spila og ég þurfti að fara á einhvern stað sem mér líkaði við og þar sem ég gat spilað. Tímbilið mitt í Snæfelli var mitt uppáhaldstímabil, fólkinu líkar við mig og mér líkar að vera hér svo allir græða á því.Svo þér líður vel hér? Algerlega, fólkið, vatnið og Svalinn, þetta er bara frábær staður.Hverning líkar þér að búa með Jay Threatt? Það er alveg frábært, við eldum saman, við horfum á sjónvarp, tölum saman, þú veist bestu vinir, við njótum bara tímans sem við fáum til að slaka á.Spilarðu einhverja tölvuleiki? Já, ég spila Call of Duty: Black ops2.Heldurðu að þú sért betri en Jay? Í Black ops? algörlega, en ef þú ert að meina í körfu, þá get ég ekki svarað af því að við spilum allt aðrar stöður. Jay er mjög góður leikmaður og ég myndi vilja hafa hann sem leikstjórnanda minn hvert sem ég fer.Hver var talan þín þegar þú varst í háskóla? 43.Af hverju ertu með ítalskan ríksborgararétt? Af því að á Ítalíu má bara hafa tvo Ameríkana í hverju liði svo til að spila þar þurfti ég að fá ítalskan ríkisborgararétt.

JayThreattHvað ertu gamall? 23 ára.Hvaðan ertu? Richmond Virgina.Af hverju komstu til Íslands, af hverju ekki eitthvert annað? Mér líkar vel við Ísland.Hvernig er að búa með Ryan? Umm…. Það er fínt en stundum þarf ég að tuska hann til.Segðu okkur aðeins frá sjálfum þér? Áhugamál mín eru körfubolti, stelpur, körfubolti, stelpur. Það er eiginlega það eina.Spilarðu einhverja tölvuleiki? Já, NBA 2k, Call of Duty og fleiri.Ertu betri en Ryan í tölvuleikjum? Í NBA 2k en ekki Call of Duty.Hvað finnst þér um íslensku deildina í körfubolti?Mér finnst þetta góð deild til að byrja í, hún hefur kennt mér margt.Hver var talan þín þegar þú varst í háskóla? 4, en væri til í að fá hana aftur. 7.bekkur GSS

Ryan Amoroso - Jay Threatt

Þú hefur frest til 10. mars.Minni á íbúakönnunina vegna umhverfis-vottunar Snæfellsness á https://www.surveymonkey.com/s/umhverfisvottun. Hana er líka að finna á www.nesvottun.is! Hvet sem flesta til þess að nýta þetta tækifæri til þess að koma skoðun sinni á framfæri og hafa áhrif á umhverfisstefnu sveitarfélaganna á Snæfellsnesi.

Theódóra Matthíasdóttir, umhverfisfulltrúi Snæfellsness ([email protected])

Ertu nokkuð að gleyma þér?!

Einbýlishús m. bílskúr til leigu í Ólafsvík. Sanngjörn leiga. Upplýsingar í síma 6620735.

Smáauglýsingar

Page 3: Stykkishólms-Pósturinn 7. mars 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 9. tbl. 20. árgangur 7. mars 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 3 [email protected]

Frúarstíg 1 - Stykkishólmi - Sími 436-1600

Opið virka daga 12:00 - 13:30 & 18:00 - 20:00Helgar: 18:00 - 20:00Boltinn í beinni!

Fylgist með á Facebook

Opið fimmtudag, föstudag og laugardag frá kl. 18

Borðapantanir í [email protected] & 4381119www.narfeyrarstofa.is

Ferjan BaldurFrá Stykkishólmi sun-fös 15:00

Frá Brjánslæk sun-fös 18:00

Vinsamlegast athugið, sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútum fyrir brottför.

www.saeferdir.is

Narfeyrarstofa

Næturvörður óskast

Hótel Stykkishólmur óskar eftir næturverði, unnið er í

viku og frí í viku.

Upplýsingar um veitir

María í síma 430 2100

Viðtalstími L-lista

Bæjarfulltrúar L-lista verða með viðtalstíma í Ráðhúsinu

þriðjudaginn 12. mars, frá kl. 18:30-19:30.

Bæjarfulltrúar L-lista

Traðarland 1, Snæfellsbæ ásamt sumarhúsi og öllum hlunnindum til sölu. Upplýsingar í síma 6620735.

VETURINN ER EKKI BÚINN!Minnum á 25-40% afslátt afbarnaúlpum og barnagöllum.Verið velkominHeimahornið

Fjölskylduguðsþjónusta verður sunnudaginn 10. mars kl. 14.00.

Guðsþjónustan verður með þátttöku nemenda í tónlistarskólanum, stúlknakórs og fermingarbarna.

Guðsþjónustan er með léttu yfirbragði, söngur og gleði!

BiblíuleshópurViltu fræðast um biblíuna?

Biblíuleshópur kemur saman í Stykkishólmskirkjufimmtudaginn 14. mars kl. 20.00

Page 4: Stykkishólms-Pósturinn 7. mars 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 9. tbl. 20. árgangur 7. mars 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 4 [email protected]

Nafn: Kaffihópurinn á BensóStarf: Ýmis störfSvar: Nei, við erum samt ekki alveg búnir að ákveða það. Ætli við förum ekki bara á Bensó og Snæfellsleiki. En hann Bjössi ætlar á skíði í Afríku á vegum Rauða krossins, haha.

Nafn: Thelma ÓlafsdóttirStarf: Nemandi í Grunnskólanum í StykkishólmiSvar: Ég veit það ekki. En ég held að við förum á skíði eða upp í sumarbústað.

Nafn: Hólmgeir S. ÞórsteinssonStarf: TónlistarkennariSvar: Já, ég reikna með því. Líklegast fer ég norður í land.

Nafn: Dominika KulinskaStarf: Starfsmaður í bakaríinuSvar: Nei, við ætlum að spara pening til að fara út í sumar.

Nafn: Særún Ósk ArnarsdóttirStarf: Nemandi í Grunnskólanum í StykkishólmiSvar: Nei, ég ætla að vera heima með Björgu og borða 1 kg. af páskaeggi.

8.bekkur GSS

Spurning vikunnar: Ferð þú í ferðalag um páskana?

?Júlíönuhátið

Á fundi í haust á vegum Eflingar til- kynnti Gréta Sigurð-ardóttir mjög ákveðið að hún hyggðist halda bókamessu í vetur. Við höfum nú fengið að njóta þess síðustu daga á hátíð sögu og bóka sem kennd er við Júlíönu Jónsdóttur. Gréta, Sigríður Erla, Dagbjört og Þórunn og þeir aðrir sem stóðu að þessari hátíð eiga þakkir skildar fyrir vel undirbúna og vel gerða hátíð. Dagskráin var fjölbreytt og skemmtileg. Það er ekki sjálfgefið að setja saman svo mikla dagskrá sem raun bar vitni og þar að auki hafa frítt á alla viðburði.Það er lofsvert þegar einstaklingar og hópar taka sig saman og drífa sjálfir í verk eins og Júlíönuhátíðina án forgöngu eða afskipta hins opinbera. Þessi hátíð er komin til að vera ef marka má undirtektir og ef þetta einstaklingsframtak fær þá umgjörð frá sveitarfélaginu og öðrum sem þörf er á.Enn og aftur til hamingju stelpurÞað var einstaklega vel til fundið , við setningu hátíðarinnar, að heiðra Ingveldi Sigurðardóttur (Stellu) fyrir hennar menningarframlag í áratugi. Stella er vel að því komin.

Gretar D. Pálsson

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundarAtkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga til Alþingis þann 27. apríl 2013 er hafin. Hún fer fram á skrifstofu sýslumanns, Borgarbraut 2 í Stykkishólmi, alla virka daga til kjördags, kl. 10.00 til 15.00.

Eftir 8. apríl 2013 verður einnig hægt að greiða atkvæði á virkum dögum áeftirtöldum stöðum:

skrifstofu sýslumanns, Hrannarstíg 2 í Grundarfjarðarbæ,á miðvikudögum og fimmtudögum, kl. 17.00 til 19.00

skrifstofu sýslumanns, Bankastræti 1a í Snæfellsbæ, á þriðjudögum kl. 10.00 til 14.00 og fimmtudögum kl. 09.00 til 12.00

skrifstofu hreppsstjóra, Þverá í Eyja- og Miklaholtshreppi, á fimmtudögum kl. 12.00 til 13.00

Hægt er að kjósa á öðrum tíma samkvæmt nánara samkomulagi við viðkomandikjörstjóra.

Kjósendum er bent á að hafa persónuskilríki meðferðis á kjörstað.

Stykkishólmi, 5. mars 2013 Sýslumaður Snæfellinga

Fasteigna- og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali.Sími 438-1199Netfang: [email protected] Heimasíða: fasteignsnae.is