Stúdentablaðið 2012-13

32
STúDENTABLAðIð Tölublað 1 Árgangur 89

description

1. tölublað ársins

Transcript of Stúdentablaðið 2012-13

Page 1: Stúdentablaðið 2012-13

stúd

enta

blað

iðtölu

blað

1Ár

gang

ur 8

9

Page 2: Stúdentablaðið 2012-13

2

Orkusalan 422 1000 [email protected] www.orkusalan.is Fylgdu okkur á Twitter Finndu okkur á Facebook

Um 30.000 viðskiptavinir láta Orkusöluna sjá um að halda uppi stuðinu hjá sér. Það er einfalt að slást í hópinn, með einu símtali í 422 1000 eða heimsókn á studentarad.is.

Við bjóðumstúdentavelkomna ístuðið hjá okkur

Page 3: Stúdentablaðið 2012-13

3ef

nisy

firl

it

höfundar texta

Kæru samnemendur,

Eins ljúft og það var að sleikja sumarsólina án þess

að hafa áhyggjur af skilaverkefnum og prófum er

ekki hægt að neita notalegheitunum sem fylgja því

að að vera komin aftur í skólann.

Að sjá morgunsúra nemendur súpa í sig

meðvitund úr einnota kaffibollum, fylgjast með

khakibuxnaklæddum laganemum skunda inn og út

úr Lögbergi og upplifa spennuna sem fylgir því að

sjá matseðil vikunnar birtast á Uglunni - allir þessir

litlu hlutir hlýja manni um hjartaræturnar og leiða

í ljós að lífið gæti fjandakornið verið talsvert verra.

Haustönnin fór kröftuglega af stað, nýnemadögum

var rumpað af með glæsibrag, Októberfest kom og

fór og einhverjir forsjálir snillingar eru öllum að

óvörum búnir að raða upp próftöflunum okkar fyrir

jólin.

Á sama tíma sátu nokkrir duglegir blaðamenn

og unnu hörðum höndum að efni fyrir fyrsta

Stúdentablað ársins. Umfjöllunarefnin eru af

fjölbreyttum toga, allt frá persónulegum trúbadorum

að ítölskum hryllingsmyndaleikstjórum. Allt hefur

verið myndað í bak og fyrir af ljósmyndurum sem

jafnframt eru nemendur við skólann og blaðið er

þannig samstarfsverkefni stórs hóps sem saman

myndar ristjórn blaðsins.

Ég vona að ykkur líki afraksturinn.

Guðrún Sóley Gestsdóttir

Ritstjóri

Allar ábendingar og hugmyndir að skemmtilegu efni

í blaðið eru vel þegnar og mega gjarnan berast á

netfangið [email protected]

tstj

óra

pist

ill

instagram / twitter / Rúnar Jón Hermannsson

teiknimyndasaga / Védís Huldudóttir

Valdimar Guðmundsson / Berglind Gréta Kristjánsdóttir

dúnn / Helga Hjartardóttir

„allir í röð á airwaves“ / Ólafur Bjarki Bogason

ertu skarpari en háskólanemi? hlé, hugrekki eða hugvísindasvið? / Guðrún Sóley Gestsdóttir

að verða foreldri / Brynja Rut Vilhjálmsdóttir /

Þriggjaþjalasmiðurinn einar lövdahl / Jónína Herdís Ólafsdóttir

jazz í norrænahúsinu / Arnar Vilhjálmur Arnarsson

Ojba rasta / Helga Hjartardóttir

Graduale nobili / Ásdís Arna Björnsdóttir

Ásgeir trausti / Vilhjálmur Pétursson

lífið á görðunum / Ásdís Arna Björnsdóttir

baunin í eigu stúdenta? / Þorkell Einarsson

ryan eric johnson / Andri Guðmundsson

súpersystur / Lára Halla Sigurðardóttir

Októberfest / Stefán Jóhann Sigurðsson

lúxusvandamál? / Jórunn Pála Jónasdóttir

,,barnapössun í prófatíð?“ / Erla Karlsdóttir

Grundvallarkosningar / Viktor Orri Valgarðsson

Obama eða romney? forsetakosningar í bandaríkjunum 2012 / Hugrún Björnsdóttr rithöfundur: jodi picoult / Stefanía Bergsdóttir

nashyrningarnir ráðast inn í norðurpólinn / Matteo Tarsi

styrkir úr Greiningarsjóði / Sara Sigurðardóttir helka / Erla Þórdís Traustadóttir

brosmildir heimamenn og íslenskunámskeið í bónus / Kamilla Gylfadóttir 150.000 krónu inneign í bóksölunni / Guðrún Sóley Gestsdóttir

Vasaflekar (packrafting) / Sigurgeir Ólafsson

thrill, blood, horror / Matteo Tarsi

“eat, pray, love, eat some more”/ Alice Demurtas

english summary

040406070708101011121213141617171820

22222224

2425252628

29

29303031

Stúdentablaðið - 1. tbl. 89. árgangurÚtgefandi: Stúdentaráð Háskóla ÍslandsRitstjóri: Guðrún Sóley GestsdóttirGrafísk hönnun: Arnar Freyr Guðmundsson

Prófarkalestur: Anna Margrét Björnsdóttir og Kristín Birna KristjánsdóttirEnsk samantekt: Magnús Björgvin Guðmundsson og Kristín Hulda Bjarnadóttir

Ljósmyndarar: Halla Þórlaug Óskarsdóttir, Daníel Perez Eðvarðsson, Erla Gísladóttir (www.erlagisla.com), Natsha Nandabhiwat, Jessi Kingan, Ásthildur Erlingsdóttir og Guðjón Geir Jónsson.

Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf.Upplag: 4.000 eintök

Véd

ís H

uld

udó

ttir

Ásd

ís A

rna

Bjö

rnsd

ótti

r

Noz

omi

Kol

ke

Ali

ce D

emu

rtas

An

dri

Gu

ðmu

nds

son

Arn

ar V

ilh

jálm

ur

Arn

arss

on

Erl

a Þó

rdís

Tra

ust

adót

tir

Hu

grú

n B

jörn

sdót

tir

Kri

sta

Ale

xan

ders

dótt

ir

Ber

glin

d G

réta

Kri

stjá

nsd

ótti

r

Þork

ell

Prop

Ein

arss

onJó

nín

a H

erd

ís Ó

lafs

ttir

nar

Jón

Her

man

nss

onK

amil

la G

ylfa

ttir

Hel

ga H

jart

ardó

ttir

Mat

teo

Tar

si

Óla

fur

Bja

rki

Bog

ason

Sigu

rgei

r Ó

lafs

son

Lára

Hal

la S

igu

rðar

dótt

ir S

tefa

nía

Ber

gsd

ótt

ir

Page 4: Stúdentablaðið 2012-13

4H

öfun

dur:

nar

n H

erm

ann

sso

n Langflestir Íslendingar hafa verið fastir á

Facebook síðastliðin ár. Nú er enginn maður

með mönnum nema hafa aðgang að Twitter og

Instagram. Stúdentablaðið ákvað að kynna sér

þessi forrit og hvað þau hafa upp á að bjóða.

Instagram: Flestir sem eiga snjallsíma

eða eru einfaldlega tengdir við umheiminn á

einhvern hátt hafa heyrt um Instagram forritið.

Það gerir okkur kleift að deila ljósmyndum

á fljótlegan og skemmtilegan máta, síðan

er hægt að gera athugasemdir og like-að við

myndir hjá öðrum. Rúsínan í pylsuendanum

er svo að hægt er að breyta myndunum,

nota mismunandi síur og bæta við ýmsum

,,effectum.” Þetta getur breytt algjörum

áhugamönnum í atvinnuljósmyndara...

næstum því.

Twitter: Til að útskýra Twitter í stuttu máli þá

er um að ræða rafræna samskiptaleið á nýju

formi þar sem hægt að fylgja fólki og hafa

sjálfur fylgjendur. Notkunin felst í því að skrifa

stuttar stöðuuppfærslur um það sem liggur

manni á hjarta og fylgjast um leið með allri

umræðu sem vekur áhuga manns. Vefurinn er

mjög einfaldur í notkun og allt sem notendur

skrifa er á opnum vettvangi. Í raun skiptir

ekki máli hvert áhugamálið er, mjög líklega er

einhver að spjalla um það á Twitter. Umræður

eru yfirleitt merktar með ´#´. Þannig er íslensk

fótboltaumræða til að mynda merkt ´#fotbolti´.

Þessi forrit hafa notið mikilla vinsælda

hjá heimsfrægu fólki og þeim finnst ekki

leiðinlegt að tjá skoðanir sínar eða taka myndir

af sínu daglega lífi, t.d. fylgjast rúmlega 28

milljónir manns með Justin Bieber á Twitter,

þannig það skiptir ekki máli um hvað

hann skrifa – hann myndi ná til jafn mikils

fólksfjölda og því sem nemur íbúafjölda

Malasíu.

Forritin snúast því að mörgu leyti um

sama hlutinn - að sýna hvað þú ert að gera og

sjá hvað aðrir eru að gera. Það er heldur ekkert

leiðinlegt að deila mynd og fá fullt af like-um

á hana. Helsti gallinn við þessi forrit er að þau

eru gríðarlega ávanabindandi, en kosturinn

er að þau eru hrikalega skemmtileg og tengja

mann við umheiminn svo maður missi alveg

örugglega ekki af neinu í lífi vinanna eða fræga

fólksins.

Nú er um að gera að víkka sjóndeildarhringinn

enn frekar og skrá sig á Twitter og Instagram,

ekki seinna en í dag!

Áhugaverðir einstaklingar til að fylgja á Twitter:Barack Obama

(@BarackObama).

Bandaríkjaforsetinn er

nútímamaður með puttann

á púlsinum og lætur sig ekki

vanta á Twitter.

Kim Kardashian

(@KimKardashian). Dugleg að

taka myndir af sér... fáklæddri.

Gunnar í Krossinum (samt

ekki lengur) (@gunnar_thorst).

Guð er góður, Gunnar er betri.

Charlie Sheen (@

CharlieSheen). Orð eru óþörf.

Of Monsters And Men

(@monstersandmen). Fínt að

vita hvar stolt Íslands eru stödd

í heiminum.

Shaquille O‘neal (@The_real_

Shaq). Risavaxinn fyrrverandi

körfuboltamaður sem lætur

allt flakka.

Ben Stiller (@RedHourBen).

Ekki má gleyma Íslands-

vininum sem hefur verið

duglegur undanfarið að

taka myndir á Íslandi, bæði

ljósmyndir og kvikmyndir.

inst

agra

m

/ tw

itter

Höf

undu

r: V

édís

Hu

ldu

ttir

teik

nim

ynda

saga

Page 5: Stúdentablaðið 2012-13

5

BETRA VERÐ FYRIR STÚDENTA

HJÁ N1

Einn af ótal kostum N1 kortsins

Meira í leiðinni

Sæktu um N1 kort á n1.is í dag og fáðu betra verð.Hópanúmer stúdenta er 505.

3 kr. afsláttur + 2 N1 punktar af hverjum eldsneytislítra.12% afsláttur + 3% í formi N1 punktaaf hjólbörðum, hjólbarða- og smurþjónustu og mörgu fleiru.1 punktur = 1 krónaN1 punktur er jafngildurgjaldmiðill og króna,í öllum viðskiptum við N1.

AFSLÁTTURFYRIR STÚDENTA HJÁ N1!

Page 6: Stúdentablaðið 2012-13

6,,Æ

tli Þ

etta

séu

ekk

i ba

ra G

óð

Gen

” Hvað er þú að fást við þessa dagana?

Ég var að klára nýjan geisladisk

með hljómsveitinni Valdimar sem kemur

út um miðjan október og ég er gríðarlega

spenntur fyrir því. Hann mun heita Um

stund og er nú þegar eitt lag komið í spilun á

útvarpsstöðvunum sem heitir Sýn. Síðan er ég

í forfallakennslu í Heiðarskóla í Keflavík auk

þess að vera að syngja hér og þar.

Fyrsti geisladiskurinn ykkar Undraland

seldist mjög vel og náði miklum

vinsældum, bjuggust þið við svona

góðum viðtökum?

Nei í rauninni ekki, við vonuðumst

kannski til að ná einu lagi í útvarpið en meira

var alls ekki planað. Þetta var meira bara vinir

að gera góða tónlist saman.

Var það alltaf draumurinn að verða

tónlistarmaður eða sástu þig í

einhverju öðru hlutverki?

Ætli það hafi ekki alltaf blundað í

manni sá draumur að verða tónlistamaður

hvort sem það yrði sem básúnuleikari eða

söngvari. Tónlistin er það sem hefur alltaf verið

auðveldast fyrir mig.

Verðurðu aldrei stressaður?

Ég er eiginlega alveg hættur að verða

stressaður. Það er aðallega ef ég er að spila á

óvenju stórum tónleikum þar sem er mikill

fjöldi af fólki að maður finni fyrir stressi.

Annars hefur stressið minnkað alveg heilmikið

og það er undantekning ef ég finn fyrir því.

Nú ertu orðin þekkt persóna á Íslandi,

hefur það breytt miklu fyrir þig?

Það að verða þekktur hefur fyrst og

fremst búið til atvinnu fyrir mig og aukið

eftirspurnina í það sem ég er að gera. Síðan

hefur skemmtanalífið breyst, maður er mikið

stoppaður úti á götu sem er svolítið spes. Allt

í einu er fólk sem ég þekki ekki neitt farið

að tala við mig og segja að maður hafi haft

einhver áhrif á það. Þetta getur stundum verið

smá truflun en oftast er þetta bara gaman. Ég

kann alltaf að meta það að fólki líki það sem

ég er að gera.

Þó þú sért best þekktur sem

söngvarinn í hljómsveitinni

Valdimar áttu þér margra ára reynslu

sem tónlistarmaður, hver er sá

bakgrunnur?

Ég lærði á básúnu í Tónlistarskóla

Reykjanesbæjar og Jazz básúnuleik í FÍH.

Síðan fór ég í Listaháskólann og er með BA

gráðu þaðan í tónsmíðum. Þetta er mjög fínn

bakgrunnur og víkkar sjóndeildarhringinn hjá

manni. Þessi bakgrunnur hefur líka nýst mér

helling í því sem ég er að fást við núna. Mér

finnst mjög mikilvægt að maður reyni að vera

frumlegur og þessi reynsla sem ég hef bæði frá

Listaháskólanum og úr básúnunáminu hefur

veitt mér þekkinguna til þess að reyna að vera

pínu frumlegur í tónlist og gera eitthvað að

mínu.

Eins og oft hefur komið fram ertu úr

Keflavík og ert þar í hópi fjölmargra

þekktra tónlistarmanna. Hvers

vegna heldur þú að svona margir

tónlistarmenn komi af Suðurnesjum?

Á sínum tíma var suðupunkturinn í

Keflavík, Kanaútvarpið var til dæmis þar og

Keflvíkingar urðu fyrir miklum áhrifum þaðan.

Hljómsveitir eins og Hljómar og Trúbrot urðu

fyrir áhrifum þaðan og síðan fetuðu síðari

kynslóðirnar í fótspor þeirra. Ætli þetta séu

ekki bara góð gen, ég er til dæmis skyldur

einum af söngvurunum í Hljómum og fleiri

sem ég þekki sem eru að spila eru eitthvað

tengdir þeim sem voru tónlistarmenn í gamla

daga. En auðvitað getur þetta líka bara verið

tilviljun. Síðan er líka einstaklega góður

tónlistarskóli á Suðurnesjum og mikið af

góðu fólki sem vinnur þar. Halli og Karen,

stjórnendur skólans, eiga mikið hrós skilið.

Hefurðu ekkert hugsað um að

gefa út sólóplötu?

Nei ekkert endilega, allavega

ekkert strax. Það yrði þá líka undir öðrum

formerkjum heldur en þegar ég er að taka að

mér að syngja í veislum þar sem ég syng það

sem fólk biður mig um. Ég myndi vilja vera

að syngja mín eigin lög. Það er samt aldrei að

vita að ég fari út í sólóferil í framtíðinni. Síðan

eru líka mjög margir sem halda að Valdimar

sé ekki hljómsveit heldur sólóverkefni út af

nafninu. Það er líka algengur misskilningur

þegar ég er að koma fram með öðrum að

fólk telji það vera hljómsveitina Valdimar. Ég

syng til dæmis lög fyrir Helga Júlíus á nýja

disknum hans og það halda margir að það sé

hljómsveitin Valdimar. Þannig þetta er allt

mikill hrærigrautur með nafnið Valdimar.

Gjarnan er talað um að erfitt sé að

framfleyta sér eingöngu á því að vera

listamaður, er það raunin?

Ég myndi allavega ekki segja að ég sé

ríkur og sumir mánuðir eru erfiðari en aðrir.

Upp á síðkastið hefur þetta reyndar verið mjög

fínt hjá mér og það var alveg nóg að gera í

sumar. Þetta snýst bara um það að maður sé

að gera góða hluti til þess að vera eftirsóttur

og ef þér tekst það þá ættirðu að vera í góðum

málum og nærð alveg að lifa á tónlistinni. Mér

tekst það allavega núna. Það bætir líka upp

peningaleysið að ég er að gera hluti sem ég hef

gaman að.

Hvar sérðu þig eftir 10 ár?

Mig langar auðvitað að gera góða hluti

og góða tónlist áfram og ef maður kæmist

eitthvað út að spila þá væri það frábært. Maður

verður bara að vera samkvæmur sjálfum sér,

ekki gera hlutina fyrir aðra heldur fyrir sjálfan

sig. Ég sé mig allavega í tónlist áfram og vona

að ég verði ekki búinn að missa ástríðuna fyrir

tónlistinni.

Við

tal:

Ber

glin

d G

réta

Kri

stjá

nsd

ótt

ir

Ljós

myn

dari

: Dan

íel

Per

ez E

ðva

rðss

on

flestir þekkja Valdimar Guðmundsson og hljómsveit hans Valdimar. Valdimar er 27 ára keflvíkingur og hefur verið viðloðandi tónlist frá unga aldri. ég settist niður með söngvaranum og fékk að spyrja hann nokkurra spurninga um tónlistina og lífið sem tónlistarmaður.

Page 7: Stúdentablaðið 2012-13

7

„all

ir í

röð

Á ai

rwaV

es“

dúnn

Dansararnir Berglind Pétursdóttir og Ásrún

Magnúsdóttir hafa starfað saman í árabil

og skipa þær í dag danstvíeykið Litlar og

Nettar. Þeim stöllum er margt til listanna

lagt en nýverið settu þær upp verkið DÚNN í

Tjarnarbíói þar sem þær tóku til umfjöllunar

tilvist mannsins og sólarinnar. Stúlkurnar

sáu bæði um handrit, leikstjórn og flutning

og var þetta fyrsta verkið sem þær fluttu sem

tvíeykið Litlar og Nettar. Til liðs við sig fengu

þær sjónlistamanninn Ásu Dýradóttur, sem sá

um sviðsmynd sýningarinnar, Áka Ásgeirsson

sem sá um tónlistina og ljósamaður var Jóhann

B. Pálmason. Saman sköpuðu þau hið mikla

sjónarspil sem einkenndi Tjarnarbíó nýliðinn

septembermánuð.

Verk af þessu tagi eru heldur ný af

nálinni hér á landi og kveða stelpurnar

að svolítið erfitt hafi reynst að fá fólk á

sýninguna. ,,Fólk er eitthvað feimið við að

sjá sjónlistaverk, ég veit ekki hvað það er. En

fólkið sem kemur er frábært!“ segir Ásrún. Á

bakvið sýninguna liggur hinsvegar heilmikil

vinna en hugmyndavinnuna fyrir verkið segja

þær hafa hafist fyrir um ári síðan.

Umfjöllunarefnið var, eins og áður

segir, tilvist mannsins og sólarinnar og segja

stúlkurnar hugmyndina hafa komið til af

pælingum um flokkun mannsins. ,,Fyrst vorum

við að pæla í hvaða flokk maður er settur í

um leið og maður fæðist og einnig í hvernig

aðstæður maður fæðist inn í og hvað það þýðir

að fæðast inn í þær aðstæður. Þannig fórum

við að pæla í tilvistarstefnunni. Út frá því

fórum við svo að spá í hvað væri sterkara afl

en maðurinn og þá fundum við sólina – þannig

fléttaðist þetta allt saman,“ segir Ásrún. Til að

sækja svo frekari innblástur leituðu stúlkurnar

í bæði bókmenntir í anda tilvistarstefnunnar

og leikrit. ,,Það var áhugavert að lesa leikritin

– þá gátum við ímyndað okkur hvernig við

vildum setja þetta upp og sáum fyrir okkur

einhverja mynd. Maður hugsar kannski meira

í mynd þegar maður les svona leikrit,“ segir

Berglind.

Tjarnarbíó varð svo fyrir valinu

sem sýningarstaður og til að skapa rétt

andrúmsloft ákváðu stúlkurnar að gjörbreyta

sýningaraðstöðinni, þ.e. snúa salnum í raun

við og setja áhorfendur á sjálft sviðið. ,,Okkur

fannst [Tjarnarbíó] eitthvað svo ótrúlega

stórt og mikið, þannig að stemningin varð

aðeins of þvinguð. Þá benti Ása á að hægt

væri að gera þetta,“ segir Berglind. Hvað

varðar önnur tæknileg atriði eru stúlkurnar

samstarfsmönnum sínum afar þakklátar. ,,Við

vorum náttúrulega með algjöra snillinga að

vinna með okkur,“ segir Berglind og Ásrún

tekur undir.

Stúlkurnar útskrifuðust báðar með BA-

próf í samtímadansi frá Listaháskóla Íslands í

fyrravor og hafa verið sjálfstætt starfandi síðan.

Aðspurðar hvernig það sé að vera sjálfsætt

starfandi dansari á Íslandi segja þær það ganga

mun betur en flestir virðast halda. ,,Það er ekki

jafnhræðilegt og það hljómar,“ segir Ásrún

brosandi en bætir síðan við ,,það er harka, en

ég held að það sé miklu meiri harka að vera

Broadway-dansari í New York eða eitthvað, til

dæmis,“ og tekur Berglind undir það. ,,Það eru

einhver veginn frekar fáir í þessu og það ríkir

frekar góð stemning,“ segir Berglind. Þær segja

sjálfstæðu dansarana vera duglega við að styðja

við bakið á hver öðrum t.d. með því að mæta

á sýningar hver hjá öðrum og þannig hafi

myndast þessi góða stemning á meðal þeirra.

Stúlkurnar tvær eru búnar að fylgjast að

í dansinum í bráðum áratug eða allt frá því þær

kynntust fyrst í Listdansskólanum árið 2004.

,,Já, þetta eru að verða tíu ár,“ segir Berglind.

,,Við verðum eiginlega að halda upp á það,

halda svona ,anniversary‘-sýningu,“ segir Ásrún

kímin. ,,Í Þjóðleikhúsinu á stóra sviðinu, þrír

mæta,“ segja þær og hlæja.

Tvíeykið Litar og Nettar er þó tiltölulega

nýstofnað en áður störfuðu þær stúlkur ásamt

dönsurunum Rósu Ómarsdóttur og Védísi

Kjartansdóttur í danshópnum Hnoð. Sá hópur

hefur hinsvegar verið óvirkur um tíma vegna

námsdvalar Rósu og Védísar erlendis en

stúlkurnar kveða þó að verk sé í vinnslu hjá

hópnum og um leið og þær fjórar komi saman

á ný fari það verkefni af stað.

Aftur á móti eru engin verkefni í farvegi

hjá Litlum og Nettum eins og er en eftir þessa

sýningatörn hafa stúlkurnar ákveðið að taka

sér stutt frí. ,,Svo erum við í einhverjum

mismunandi verkefnum – ekki saman reyndar

– allvega út árið. Þá kannski hittumst við á ný,“

segir Berglind. ,,Eflaust,“ bætir Ásrún við að

lokum. Við

tal:

Hel

ga H

jart

ardó

ttir

Ljó

smyn

dari

: Dan

íel P

erez

Eðv

arðs

son

Septembermánuður er senn á enda og haustið

er gengið í garð. Við blasir óendanlegur

veturinn, tími myrkurs, kulda og kvefs. Það

er aftur á móti eitt sem vermir hug okkar

tónelskandi stúdenta á slíkum stundum -

tilhugsunin um að tónlistarhátíðin Iceland

Airwaves sé á næsta leiti.

Stemningin sem myndast yfir

hátíðardagana er einstök og allir þeir sem

hafa sótt hátíðina, eða jafnvel bara rölt um

í miðbænum á meðan henni stendur, hafa

upplifað hvernig tónlist ómar frá hverju

götuhorni og borg óttans iðar af lífi, þrátt

fyrir kulda og skammdegisþunglyndi borgara

hennar. Jafnvel þó að maður sé ekki með miða

á hátíðina sjálfa þá eru tugir Off-venue (Utan

hátíðar-) tónleikar í boði og þar er oft hægt

að heyra í hljómsveitum sem troða einnig

upp á hátíðinni. Þar að auki einnig hægt að

heyra í nýjum og upprennandi íslenskum

hljómsveitum sem eru ennþá skrefi frá því að

spila á hátíðinni sjálfri.

Hátíðin halar inn gjaldeyri af öllum

þeim túristum sem sækja hátíðina heim og

virkar eins og einhverskonar uppskeruhátíð

íslensks tónlistarlífs. Nærtækasta dæmið eru

hjartaknúsararnir í Of Monsters And Men

en það var einmitt skömmu eftir Airwaves í

fyrra sem þau lönduðu stórum samning við

alþjóðlega útgáfufyrirtækið Universal. Eftir það

fóru hjólin að snúast fyrir alvöru á þeim bæ,

rétt eins og alþjóð hefur fylgst agndofa með.

Hátíðin hefur farið sívaxandi frá því

að hún hóf göngu sína árið 1999. En þá var

eini tónleikastaðurinn gamalt flugskýli á

Reykjavíkurflugvelli. Í ár er hátíðin haldin á

átta mismunandi stöðum og hefur augljóslega

vaxið gífurlega frá því að hún hóf göngu sína. Á

síðastliðnum árum hefur gestafjöldi og umsvif

hátíðarinnar aukist svo ört að upp hafa komið

ný vandamál í tengslum við skipulagningu

hátíðarinnar sem illa hefur tekist hefur að

ráða fram úr. Verðskulduð athygli hennar

erlendis hefur valdið því að Íslendingar eru

ekki lengur fjölmennasta þjóðin á hátíðinni.

Þar af leiðandi hefur myndast svartur

markaður þar sem Íslendingar, sem virðast

alltaf ætla að „redda“ hlutunum á síðustu

stundu, kaupa miða á hlægilegu verði. Annað

vandamál sem hefur háð hátíðum síðustu ára

eru biðraðir en það eru tvö meginatriði sem

valda þeim. Eins og áður var nefnt er fjöldi

hátíðargesta orðin svo gífurlegur að erfitt er

fyrir skipuleggendur hátíðarinnar að máta

tónleikastaði að hljómsveitum þannig að allir

gestir sem vilja sjá tiltekna hljómsveit komist

að. Að auki veldur mannmergðin sem myndast

þegar hátíðargestir streyma niður í bæ eftir

að hafa drukkið í sig hlýju í fyrirpartíum því

að á ákveðnum tímapunktum eru biðraðirnar

nánast endalausar. Kannski ekki endalausar,

en oft á tíðum þurfa tónleikagestir að bíða úti

í frostinu í biðröðum lengur en þeir eyða í að

horfa á sjálfa tónleikana. Blaðamaður heyrði í

fyrrum gestum hátíðarinnar og fékk að heyra

þeirra sögur og hugmyndir um biðraðirnar

alræmdu:

„Eitt árið þá var sameiginlegt kvöld hjá

vinaböndunum Retro Stefson og FM Belfast

á NASA. Mikil eftirvænting var fyrir þessum

tónleikum en þegar líða tók á kvöldið varð

alveg brjálað veður. Það stoppaði aftur á

móti ekki tónleikargesti og tæpum tveimur

tímum áður en tónleikarnir áttu að hefjast

náði biðröðin fyrir utan Nasa út fyrir horn

byggingarinnar. Á þeim tímapunkti var

skollinn á blindbylur og dyraverðir áttu í

fullu fangi með önuga biðraðargesti; sem

reyndu hvað þeir gátu að troða sér inn. Nasa

var löngu komið yfir þann fjölda sem þeir

höfðu leyfi fyrir og dyraverðirnir brugðu á það

ráð að loka staðnum í staðinn fyrir að missa

algjörlega stjórn á röðinni. En á sama tíma

og þeir lokuðu dyrunum og hættu að hleypa

fólki inn gátu þeir ekki hleypt fólki út svo það

myndaðist einhvernskonar flóttabúðastemning

innandyra. Tónleikargestir fyrir innan kunnu

ekki að meta þetta stönnt hjá dyraverðunum

og mikil mótmæli brutust út.” – nemi við HR

Finnst fínt að bíða

„Ég orðinn fullsaddur á þessu

biðraðavæli í öllum, það er bara ekki alls ekki

alslæmt. Svo lengi sem að maður sé vel búinn,

í góðri úlpu, með tvo, þrjá bjóra og birgðir af

sígarettum þá er maður góður og getur tekið

því rólega, rabbað við útlendinga um hvað

þeir séu búnir að sjá og boðið þeim í eftirpartí,

ef þeir eru nógu nettir. Afhverju haldiði að

stóru klúbbarnir í Berlín séu alltaf með a.m.k.

klukkutíma langar raðir? Það er til að byggja

upp stemningu í fólki áður en það fer inn.“ –

fyrrverandi Berlínarbúi

Margir gætu nú séð leik í hendi sér,

sparað 16.500 og sleppt að kaupa miða á

hátíðina. Í staðinn geta þeir farið frítt á Off-

venue tónleika og eytt miðaverðinu í bjór.

Blaðamanni finnst hátíðin og öllu sem henni

tengist hins vegar svo órjúfanlegur partur af

haustinu að hann hefur keypt miða á hátíðina

(ekki á svörtum markaði) þrátt fyrir að eiga

möguleika á því að tæpum sautján þúsund

krónum í biðraðir (eins og síðast).

Höf

undu

r: Ó

lafu

r B

jark

i B

oga

son

Page 8: Stúdentablaðið 2012-13

8

FÍT

ON

/ S

ÍA

Farðu skynsamlegameð þitt Fé!

Fékort er nýtt fyrirframgreitt greiðslukort, sem sameinar bestu kosti þess að nota reiðufé og kredit-kort. Nýja MasterCard Fékort auðveldar þér að taka fjármálin fastari tökum og færir þér um leið ærleg afsláttarkjör hjá fjölda áhugaverðra fyrirtækja.

Það er óþarfi að vera kindarlegur. Sæktu um Fékort á www.kreditkort.is.

Ég er í stjórnmálafræði!

Flóabardagi

Afríku

1998 !

Úkraínu

uhhh….Barn náttúrunnar ?

12 – vona að ég hefi þetta rétt!

Mel B

2008

Tel kost að vita þetta ekki :-)

Loftþrýstingur

Ragnheiður Jónsdóttir

Þetta var ekki kennt´i 101 stjórnmálafræði :-)

Í stjórnmálafræði eru víddirnar óteljandi :)

Frakklandi

Melavöllurinn

Suður-Ameríku (rangt)

Ida

Michalangelo

Enga

- Steingrímur J. Sigfússon

ertu skarpari en hÁskólanemi? Stúdentablaðið heldur áfram að etja saman kennurum og nemendum með það að markmiði að skera úr

um hvort kennarar beri í öllum tilfellum nemendur vitsmunalegu ofurliði. Í þetta skiptið eigast við tveir

metnaðarfullir stjórnmálafræðiáhugamenn.

01. Hver er eina reikistjarnan sem snýst

öfugan hring í kringum sólina?

02. Hver var mannskæðasta orrusta

íslandssögunnar?

03. Um hvaða heimsálfu söng hljómsveitin

Toto á níunda áratugnum? 

04. Hvaða ár opuðu Hvalfjarðargöngin? 

05. Í hvaða landi er Kænugarður?

06. Hvað hét fyrsta skáldsaga

Halldórs Laxness?

07. Hvað eru margar stjörnur í fána

Evrópusambandsins.

08. Hvaða Kryddpía var nefnd

«tengdadóttir Íslands» á tíunda

áratugnum?

09. Hvaða ár handsamaði bandaríski

herinn Saddam Hussein?

10. Hvað hét fyrsta breiðskífa

stúlknasveitarinnar Nylon?

11. Hvað er mælt með barómeter?

12. Hvaða biskupsfrú prýðir

5 þúsund króna seðilinn?

13. Hver er eina prímtalan sem

ekki er oddatala?

14. Hvað eru víddirnar margar samkvæmt

Alberti Einstein?

15. Hvort búa fleiri í Frakklandi

eða í Bretlandi?

16. Hvaða íþróttaleikvangur stóð þar sem

nú er Þjóðarbókhlaðan?

17. Í hvaða heimsálfu eru Barbados-eyjar?

18. Hvað heitir systir Emils í kattholti?

19. Hver málaði hvolfþakið í

Péturskirkjunni?

20. Hvað hefur Fagott marga strengi?

21. Hvaða núverandi ráðherra starfaði

áður sem íþróttafréttamaður? 

Venus

Tyrkjaránið

Afríku

1995

Úkraínu

Börn Náttúrunar

14

Mel B

2005 

Mistök

Loftþrýstingur

RagnhildurJónasdóttir

2

Þrjár, NEI fjórar

Frakklandi

Jötunheimar, nei pass

N-Ameríku, nei S-Ameríku, nei N-Ameríku

Lotta eða eitthvað 

Michaelangelo

Þrjá

Steingrímur 

bald

ur Þ

órha

llsso

n,

próf

esso

r við

st

jórn

mál

afræ

ðide

ild

eina

r Val

ur s

verri

sson

, fo

rmað

ur p

oliti

ka

14 ré

tt

11 ré

tt +

1 gr

ínst

ig =

12 ré

tt

Page 9: Stúdentablaðið 2012-13

9

FÍT

ON

/ S

ÍA

Farðu skynsamlegameð þitt Fé!

Fékort er nýtt fyrirframgreitt greiðslukort, sem sameinar bestu kosti þess að nota reiðufé og kredit-kort. Nýja MasterCard Fékort auðveldar þér að taka fjármálin fastari tökum og færir þér um leið ærleg afsláttarkjör hjá fjölda áhugaverðra fyrirtækja.

Það er óþarfi að vera kindarlegur. Sæktu um Fékort á www.kreditkort.is.

ertu skarpari en hÁskólanemi?

Page 10: Stúdentablaðið 2012-13

10

Við

tal:

Gu

ðrú

n S

óle

y G

ests

ttir

Ljós

myn

dari

: Þó

rlau

g Ó

skar

sdó

ttir

hlé, huGrekki eða huGVísindasVið?,,Við erum nánast öll fjölskyldufólk, og mörg okkar

eru að gera róttæka breytingu á sínu lífi með því að

fara í nám.” segir Sólveig Sif Hreiðarsdóttir, meðlimur

Grimmhildar sem er nýstofnað nemendafélag innan

Háskóla Íslands. Félagið er hugsað sem vettvangur

svokallaðra H-stúdenta, (e. mature students) en til

þeirra heyra þeir hefja nám á ný eftir hlé eða hafa

kosið að skipta um starfsvettvang og leita sér því

nýrrar menntunar. ,,Tilgangur félagsins er að skapa

félagsmönnum vettvang þar sem þeir geta sinnt

sameiginlegum hagsmunamálum, áhugamálum og

fræðastarfi,” bætir Sólveig við.

,,Aðrir nemendur sem falla einnig undir

skilgreininguna H-nemendur eru til dæmis þeir sem

bera fjölskylduábyrgð eða sjá sjálfum sér farborða,” segir

Sólveig en á meðal Grimmhildinga er til að mynda fólk

sem hyggst skipta um starfsvettvang eða er einfaldlega á

höttunum eftir nýrri þekkingu.

,,Þessi hópur hefur farið ört vaxandi á

undanförnum árum og því var ráðist í stofnun formlegs

nemendafélags. Bókstafurinn H í nafni félagsins getur

táknað ýmislegt til dæmis: hlé, hugrekki, Hugvísindasvið,

eða hvað það sem viðkomandi félagsmaður kýs sér.

Við leggjum áherslu á að félagsaðild stendur öllum

nemendum Háskóla Íslands til boða,» segir Sólveig.

Bíó, myndlistarsýningar og fyrirlestrar

Aðspurð hversu margir félagsmenn séu segir

hún hóp þeirra fara ört vaxandi. ,,Enn er ekki ljóst

hvað félagsmenn eru margir í heildina en að meðaltali

bætast 1-2 við daglega,” segir Sólveig. ,,Við erum flest af

hugvísindasviði en að sjálfsögðu eru allir velkomnir,”

bætir hún við.

Grimmhildur stendur fyrir viðburðum af

öðrum toga en flest önnur nemendafélög sem starfa

við Háskólann. ,,Við leitumst við að skipuleggja

og sækja fyrirlestra tengda náminu okkar og fleiri

bókmenntatengda viðburði. Þannig er planið að fara

í bíó, á myndlistarsýningar og fyrirlestra um það sem

okkur þykja áhugaverð efni,» segir Sólveig Sif.

Eins og áður segir eru hafa margir

Grimmhildinganna gert breytingu á lífi sínu með

því að hefja háksólanám seinna en gengur og gerist.

Ein þeirra er Sigrún Valdimarsdóttir, sem ákvað að skrá

sig loks í námi tengdu hennar helsta áhugamáli. ,,Ég

er lyfjafræðingur að mennt og starfaði sem slíkur um

árabil. Mér fannst hins vegar alltaf hálfleiðinlegt að

gegna því starfi og þykir mun skemmtilegra að vera í

hugvísindadeildinni. Þar tíni ég eplin af trjánum þar og

fer í þá kúrsa sem mér finnast skemmtilegir. Mér finnst

ég miklu víðsýnni eftir að ég byrjaði í þessu námi, segir

Sigrún.

Látum gamlan draum rætast

Talverður munur getur verið á högum og

áherslum nemenda sem annars vegar eru nýskriðnir

úr menntaskóla og hins vegar þeirra sem skrá sig

í háskólanám árum og jafnvel áratugum síðar á

lífsleiðinni. ,,Forsendurnar eru gjarnan aðrar en þegar

maður velur sér nám í kringum tvítugsaldurinn, segir

Anna Sigríður Guðfinnsdóttir. ,,Þá er maður að finna sér

praktískt nám sem maður getur starfað við í framtíðinni

og tryggt sér þannig afkomu byggða á náminu. Hjá

okkur er lífsafkoman ekki endilega undir þessu námi

komin,heldur erum við gjarnan að láta gamlan draum

rætast með því að fara loks í það nám sem við höfum

langmestan áhuga á,» segir Anna Sigríður.

Hin 23 ára gamla Dísa Sigurðardóttir er yngri en

margir Grimmhildinganna en finnur sig betur innan

félagslífsins þar en annars staðar. ,

,Ég rek eigið heimili, borga af minni eigin íbúð

og sé um mig sjálf. Ég tók mér hlé á milli mennta-og

háskóla og vann í nokkur ár. Síðan skráði ég mig í

bókmenntafræði og mín forgangsröðun er önnur en

margra annarra háskólanema - ég legg ekki áherslu á að

skemmta mér um helgar heldur frekar að sækja viðburði

sem tengjast náminu mínu» segir Dísa.

Á dagskrá Grimmhildar í vetur er líflegt félagsstarf

þar sem menningarviðburðir munu skipa stóran sess.

Félagið mun efna til funda og fyrirlestra um ýmis málefni

tengd námi eða áhugamálum félagsmanna, en eins og

áður segir er félagið opið öllum innrituðum nemendum

við Háskóla Íslands. Áhugasamir eru hvattir til að kynna

sér starfsemi félagsins betur á vefsíðu þess: http://

nemendafelog.hi.is/grimmhildur eða einfaldlega senda

stjórn félagsins línu á netfangið [email protected].

Félagið er einnig á facebook undir nafninu Grimmhildur,

félag H-nemenda á Hugvísindasviði við HÍ

að Verða fOreldri

Í nokkur ár hefur námskeið staðið verðandi og

nýbökuðum foreldrum til boða á Íslandi, en slík

námskeið eru reglulega haldin frítt fyrir nema á

háskólastigi hér á landi. Rannsóknastofnun í barna og

fjölskylduvernd og Reykjanesbæ hafði ásamt ÓB ráðgjöf

frumkvæði að því að flytja inn forvarnanámskeið frá

Bandaríkjunum árið 2007 sem notið hefur mikilla

vinsælda. Námskeiði sem nefnist „Barnið komið heim“

var í upphafi hannað og skipulagt af hjónunum Dr. John

Gottman og Dr. Julie Schwartz-Gottman, en þau eru

þekkt fyrir vísindarannsóknir sínar og meðferðarstarf

fyrir hjón, parsambönd og fjölskyldu. Fullt tilefni er

fyrir fræðslu á þessu sviði, þar sem flestar rannsóknir

benda til þess að fyrstu þrjú æviár barns minnki gæði

parsambandsins. Á námskeiðinu er lögð áhersla á að

styrkja foreldra til að takast á við breytingar sem verða

í parsambandinu með tilkomu barns inn á heimilið.

Helst þarf að auka og viðhalda gæðum sambands með

því að skapa sameiginlegan skilning foreldranna á því

foreldra- og uppeldishlutverki sem er framundan. Í þessu

sambandi er farið yfir þrjú meginmarkmið; 1) Að styrkja

parsambandið; 2) Auðvelda og hvetja feður jafnt sem

mæður til þátttöku í foreldrahlutverkinu; 3) Mikilvægi

samskipta foreldra við barn sitt.

Námskeið er sett saman af fyrirlestrum,

myndböndum auk þess semþátttakendur eru æfa sig

í ákveðnum samskiptum í paraverkefnum semeru

sérhönnuð til að ná áður nefndum markmiðum

Velferðarsvið hefur gert úttekt á ánægju

þátttakenda af námskeiðinu, en niðurstaða úttektarinnar

leiddi í ljós meðaleinkunnina 4,39 á skalanum 1-6.

Þá voru þátttakendur bæði ánægð með námsefnið og

kennara námskeiðs. Eins og fyrr segir eru reglulega

haldin frí námskeið fyrir háskólanema, en stefnt er að

því að halda næsta námskeið fljótlega og verður það

auglýst innan háskólasamfélagsins.

Nokkrir stjórnarmeðlimir Grimmhildar á Þjóðarbókhlöðunni. Frá vinstri:: Sigrún Valdimarsdóttir,

Ragnar Bergmann, Anna Sigríður Guðfinnsdóttir, Júlía Margrét Sveinsdóttir, Sigurbjörg K. Schiöth,

Guðríður Óskarsdóttir, Sólveig Sif Hreiðarsdóttir, Þórunn Þórsdóttir, Dísa Sigurðardóttir, Ásdís Hafrún

Benediktsdóttir og Cecilia Moritz Þórisdóttir.

Höf

undu

r: B

ryn

ja R

ut

Vil

hjá

lmsd

ótt

ir

Page 11: Stúdentablaðið 2012-13

11

Einar Lövdahl sendi frá sér hið hugljúfa lag ,,Tímar án ráða” þann

2. september. Það leið ekki á löngu þar til lagið var komið í spilun í

útvarpi og aðeins þremur vikum eftir útgáfu hafði það klifið í 25. sæti á

vinsældarlista Rásar 2. Þetta er ljómandi byrjun á tónlistarferli Einars en

Stúdentablaðið vildi endilega kynnast þessum unga manni aðeins betur.

Einar er 21 árs Reykvíkingur og hefur alltaf haft brennandi áhuga

á tónlist. Þrátt fyrir að hafa stundað lítið af hefðbundnu tónlistarnámi

hefur hann alltaf verið músíkalskur og var snemma farinn að semja

texta og einstaka lagstef. Í 9. bekk byrjaði hann í hljómsveit og flutti

skömmu síðar sitt fyrsta lag í hljómsveitakeppni í skólanum. ,,Að spila

á gítar uppi á sviði fyrir framan annað fólk í fyrsta skipti var mest

taugatrekkjandi augnablik lífs míns, án gríns. Ég var ekki alveg jafn

kúl á því þá og kvöldið áður þegar ég hafði stillt mér upp fyrir framan

spegilinn með rafmagnsgítarinn í hönd til að sjá hvernig ég tæki mig út í

hljómsveitarbúningnum. Það fór ekki betur en svo að þegar ég ætlaði að

fara að fikta í hárinu á mér losnaði gítarinn úr gítarólinni og dúndraðist í

baðherbergisgólfið þannig að hluti gítarsins brotnaði,” segir Einar.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að Einar tók þessi fyrstu

skref en hann hefur grúskað í hljómsveitum alla tíð síðan. Í sumar

hóf hann upptökur á sinni fyrstu plötu. Einar vinnur hana með vinum

sínum Halldóri Eldjárn, sem er meðlimur í hljómsveitinni Sykuri og

Agli Jóns. ,,Ég á þessum gæjum ansi margt að þakka, en til dæmis fara

upptökurnar fram inni í herberginu hjá Halldóri. Markmiðið er að platan

komi út á vormánuðum nýs árs, vonandi ekki seinna en í apríl, þótt

ekkert sé alveg niðurneglt,” segir Einar.

Aðspurður um innblástur getur hann ekki bent á einhvern

ákveðinn áhrifavald í tónsmíðunum en áhrifin koma líklega víða

að. ,,Textasmíðarnar eru kannski aðeins augljósara dæmi. Ég lít að

minnsta kosti mikið upp til íslenskra textahöfunda á borð við Megas

og Braga Valdimar Skúlason, svo einhverjir séu nefndir. Innblástur fyrir

textagerðina fæ ég úr öllum áttum,” segir Einar, en textagerðin virðist

svo sannarlega liggja vel fyrir honum. Auk þess að semja vandaða og

fallega söngtexta hefur Einar starfað sem blaðamaður fyrir Monitor

undanfarið eitt og hálft ár. ,,Ég púsla því saman við skólann, sem getur

reyndar verið þokkalegur hausverkur. Ég hef alltaf haft gaman af því að

skrifa og held að ég muni alltaf koma til með að skrifa. Hvort ég stefni

á að stússast í blaðamennsku þegar fram líða stundir verður hins vegar

að koma í ljós,” segir Einar. Hann hefur þó mikinn áhuga á að starfa

sem blaðamaður áfram samhliða námi í viðskiptafræði við Háskóla

Íslands. Einar segist vera sérstaklega spenntur fyrir skapandi hliðum

viðskiptafræðinnar eins og nýsköpunar- og frumkvöðlastarfsemi.

Fótbolti og fyrirtækjarekstur

En hvert er markmiðið, utan tónlistar, blaðamennsku og

viðskiptafræði, hvað langar þig að verða þegar þú ert orðinn stór?

,,Það er nánast hlægilega stutt síðan að ég svaraði þessari spurningu

með svarinu: Atvinnumaður í fótbolta. Um stund átti leiklist hug minn

allan en það breyttist og í dag er ég óvissari en ég hef oft áður verið,”

segir Einar. Hann segist vel geta hugsað sér að vera þúsundþjalasmiður

og fást við það sem hann hefur áhuga á hverju sinni en einhverskonar

sameining á skrifum, tónlist og fyrirtækjarekstri kitlar mest.

,,Þúsundþjalasmiður er samt eiginlega of stórt orð fyrir þetta. Segjum

bara að ég vilji verða þriggjaþjalasmiður” segir Einar.

Það er allavega ljóst að Einar tekur hiklaust skrefin í átt að

draumum sínum hverju sinni en hann virðist vera óhræddur við að taka

sér hvað sem eráfyrir hendur. Á meðan aðdáendur bíða spenntir eftir

fleiri lögum og væntanlegri plötu hans má fylgjast með Einari og tónlist

hans á facebook síðunni hans: facebook.com/lovdahlmusic.

ÞriG

Gja

Þjal

a-sm

iður

inn

eina

r lö

Vdah

l

Við

tal:

Jóní

na H

erdí

s Ó

lafs

dótt

ir

Ljó

smyn

dari

: Dan

íel P

erez

Eðv

arðs

son

Page 12: Stúdentablaðið 2012-13

12

Ojba rastaOjba Rasta hafa fært ferskan blæ inn í íslenskt

tónlistarlíf og nú er loks hægt að njóta þeirra gleðjandi

tóna heimafyrir þar sem frumburður sveitarinnar, hin

samnefnda plata Ojba Rasta, kom út á dögunum.

Hljómsveitin var stofnuð árið 2009 og hefur

hægt og bítandi þróast í núverandi mynd, sem í dag

skartar hvorki meira né minna en ellefu meðlimum.

Tónlistarstefnu sveitarinnar er ekki svo auðgert að

skilgreina en á gogoyoko-síðu hennar er henni lýst sem

eins konar samblöndun af dub/reggae og brassi. Í viðbót

bætast við áhrif úr íslenskri þjóðlagahefð, sem lýsir

sér einna helst í íslensku textasmíðinni og af þessari

samsetningu verður alveg hreint einstök útkoma.

Þessi fyrsta plata sveitarinnar veldur svo sannarlega

engum vonbrigðum. Ojba Rasta tekst hér að yfirfæra þá

einstöku stemningu sem myndast hjá þeim á tónleikum

á upptökuform og sýna það og sanna að þau eru engu

síðri í stúdíói en á sviði. Það er einhver góður fílingur

sem myndast um leið og fyrsta lagið, ,,Gjafir jarðar“,

fer í gang og helst hann óneitanlega í gegnum öll átta

lög plötunnar. Hér er því komið áhrifamikið meðal við

komandi skammdegisþunglyndi og sligandi vetri og ætti

enginn að láta þessa plötu framhjá sér fara.

Grein: Helga Hjartardóttir

jazz í nOrrÆnahúsinu

Fim

mtu

dagu

r 25

. ok

t. k

l. 20

:30tríó agnars

más magnús-sonarAgnar - píanó

Nicolas Moreaux – Kontrabassi

Scott McLemore - Trommur

Fim

mtu

dagu

r 1.

nóv

. kl.

20:3

0björn thoroddsen sóló gítar- tónleikar

Jazz- og tónlistarunnendur hafa nú heldur betur

tilefni til að kætast því nú í október hefst sannkölluð

Jazzveisla í Norrænahúsinu. Um er að ræða frábært

úrval tónlistarmanna og hljómsveita sem munu troða

upp á haustdagskrá Múlans. Það liggur ekki nokkur

vafi á að þar ætti að vera eitthvað fyrir alla áhugasama.

Tónaflóðið geysist af stað 17. október næstkomandi og er

stjórn Múlans nú önnum kafin við að leggja lokahönd á

dagskrá vetrarins.

Við tókum viðtal við Ólaf Jónsson til að kynna okkur

betur málin, en Ólafur er meðal fremstu saxófónleikara

landsins um þessar mundir og kennir m.a. í FÍH þegar

hann er ekki sjálfur að iðka tónlist. Ólafur hefur verið formaður

stjórnar Tónleikaráðs Jazzklúbbs Múlans frá því að hún var

fyrst haldin árið 2005, en áætlað er að klúbburinn hafi

staðið fyrir rúmlega 400 tónleikum síðan þá.

Áður en lengra er haldið eru þó mörg ykkar eflaust

farin að velta fyrir ykkur hver þessi Múli sé eiginlega.

„Múlinn er samstarfsverkefni Jazzdeildar Félags Íslenskra

Hljómlistarmanna (FÍH) og Jazzvakningar. Markmið hans

er að halda úti öflugri og metnaðarfullri tónleikadagskrá

í Reykjavík með öllum helstu jazzleikurum þjóðarinnar

ásamt erlendum gestum.  Klúbburinn heitir í höfuðið á

Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og

verndari Múlans.“

Geturu sagt mér aðeins frá dagskrá Jazzklúbb

Múlans, hversu oft hefur

hún verið haldin og hvar byrjaði þetta

allt saman ?

„Múlinn hóf starfsemi sína í febrúar 1997 og er

hann því að klára sitt 15. starfsár. Fyrsta staðsetning

klúbbsins var á Jómfrúnni í Lækjargötu og hefur hann

haft aðseturvíða í Reykjavík, t.d. Sólon, DÓMÓ, Kaffi

Reykjavík, Hótel Borg, Hlaðvarpanum, Cafe Cultura,

Þjóðleikhúskjallaranum og nú í Norræna húsinu.“

En hversu lengi mun dagskráin

standa yfir ?

„Klúbburinn er starfræktur þannig að settar

eru saman að meðaltali 2-3 dagskrár á ári, vorönn og

haustönn, með 8-12 vikulegum tónleikum í hvert skipti

ásamt 6-8 tónleikum á Jazzhátíð í samstarfi við Jazzhátíð

Reykjavíkur í lok ágúst.“

Kostar inn á hana? Ef svo er, er þá selt inn á

hverja tónleika fyrir sig eða seljið þið passa inn

á alla hátíðina?

„Jú, það er aðgangseyrir inn á hverja tónleika, 1.500

kr. Svo höfum við öðru hvoru í gegnum tíðina selt passa á

alla dagskránna og hefur það gefist nokkuð vel.“

Hvaða hljómsveitir eru staðfestar núna og hvaða

hljómsveitir hafa troðið upp á þessari hátíð

áður svo dæmi séu tækin ?

„Það sem er staðfest núna er m.a. Ragnheiður

Gröndal ásamt hljómsveit og Agnar Már Magnússon

píanóleikari ásamt tríói sínu og erlendum gesti. Það hafa

allir jazzleikarar landsins komið fram í gegnum tíðina;

Tómas R., Björn Thoroddsen, Sigurður Flosason, Raggi

Bjarna, Jón Páll Bjarnason, Kristjana Stefáns, ADHD og

Pálmi Gunnarsson svo einhverjir séu nefndir.“

Getur hver sem er spilað á hátíðinni ?

„Já, það geta allir sótt um að spila í dagskrá Múlans.

Stjórn Múlans fer yfir umsóknirnar og raðar saman í

dagskrá. Umsóknarferli haustannar er einmitt í gangi

núna.“

  

Ólafur segist sjálfur varla geta beðið eftir að dagskráin

hefjist og hefur fulla trú á að allt eigi eftir að ganga

einstaklega vel. Svo endilega, ef þú hefur tíma og áhuga

á Jazz eða langar að gefa því tækifæri þá gefst varla betra

tækifæri en nú, líkt og George Gershwin sagði; „Life is a

lot like Jazz, it›s better when you improvise.“

Við

tal:

Arn

ar V

ilh

jálm

ur

Arn

arss

on

Ljós

myn

dari

: Jes

si K

inga

n

Page 13: Stúdentablaðið 2012-13

13

Graduale nObili

Við

tal:

Ásd

ís A

rna

Bjö

rnsd

ótt

ir

Ljós

myn

dari

: Dan

íel

Per

ez E

ðva

rðss

on

Einn fagran eftirmiðdag í september gerði ég mér

ferð í Langholtskirkju. Þar tók á móti mér fallegur söngur

stúlknakórsins Graduale Nobili, kannski betur þekktur

sem kór Bjarkar Guðmundsdóttur í meistaraverki hennar

Biophiliu. Kórinn skipa 24 stúlkur og aldursbilið er breitt

en allar eru þær þó undir þrítugu.

Ég náði tali af nokkrum stelpnanna, þeim Auði

Albertsdóttur, Ásdísi Evu Ólafsdóttur, Bergljótu Rafnar

Karlsdóttur, Gígju Gylfadóttur og Guðrúnu Matthildi

Sigurbergsdóttur. Stelpurnar sögðu mér frá kórnum og

ævintýrum þeirra.

Slátur á æfingum

Kórinn æfir annan hvern sunnudag í

safnaðarheimili Langholtskirkju og er stemningin létt

og skemmtileg. Margar stelpnanna hafa tekið þátt í

kórstarfinu frá blautu barnsbeini en allar eiga þær það

sameiginlegt að hafa verið í barna- og unglingakór

kirkjunnar. Sú skemmtilega hefð hefur myndast að

kórstjórinn, Jón Stefánsson, býður stelpunum upp á soðið

slátur á æfingum. Jón segir þó að þessi siður hafi ekki

komið til vegna góðs, heldur væru stelpurnar stundum

þreyttar og svangar á sunnudagseftirmiðdögum og að þá

væri best að bjóða upp á næringarríkan íslenskan mat.

Krefjandi orgelhjakk

Samstarfið við Björk segja stelpurnar hafa

orðið til þegar Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarstjóri

Sinfóníuhljómsveitar Íslands, hafi bent henni á kórinn.

Björk vantaði kór fyrir raddsetningar á nýju plötuna sína

Biophilia. Vinnan hófst haustið 2010 og við tóku erfiðar

æfingar með allskonar grófum tónlistarupptökum og

orgelhjakki eins og þær orðuðu það. Stelpurnar segja að

æfingarnar hafi verið mjög krefjandi og að líklegast væri

þetta verkefni það erfiðasta sem kórinn hefur unnið að.

Þrátt fyrir erfiðar æfingar lögðu stelpurnar áherslu á að

verkefnið hefði verið mjög skemmtilegt. Þeim líkar vel

við Björk og finnst tónlistin hennar alveg frábær. Hún

vissi vel hvað hún vildi og mætti nánast á hverja einustu

æfingu, líka þegar hún átti afmæli.

Óvænt ævintýri

Í byrjun bjuggust stelpurnar ekki við því að fara

með Björk í tónleikaferðalag heldur vatt verkefnið upp á

sig og endaði með þessu skemmtilega ævintýri þar sem

þær sungu um allan heim fyrir tugi þúsunda áhorfenda.

Tónleikaferðalagið segja þær ekki hafa verið hefðbundið

heldur meira eins og tarnir með hléum, þar sem

stoppað var í einni borg og nokkrir tónleikar haldnir.

Rokkstjörnufílinginn fengu þær þó í sumar þegar túrað

var um Evrópu í rútu. Stemningin í rútunni var mjög góð

samkvæmt stelpunum og helst hefðu þær viljað vera þar

öllum stundum. Björk hefur gefið út mikið af tónlist og

mátti því búast við að eitthvað af gömlu lögunum hennar

yrðu flutt á tónleikunum. Stelpurnar segja að ekki hafi

verið búið að æfa þessi lög sérstaklega og stundum lærðu

þær lögin samdægurs þegar átti að flytja þau á tónleikum

um kvöldið.

Syngjandi dansflokkur

Á tónleikunum var kórinn málaður í framan

og klæddist bláum og bronslituðum búningum.

Sviðsframkoma þeirra fólst ekki einungis í því að syngja

heldur einnig í að dansa og djöflast á sviðinu. Stundum

dönsuðu þær einfaldlega meira en að syngja og fólk

spurði því oft hvort þær væru dansararnir hennar

Bjarkar. Stelpurnar segja að í svona djöflagangi megi gera

ráð fyrir því að svitna mikið og því hafi verið komin ansi

áhugaverð lykt af búningunum í lok ferðarinnar.

Grátandi aðdáendur og skordýraárás

Stelpurnar eru sammála um að það hafi komið

þeim á óvart hvað Björk var gríðarlega stórt nafn í Suður-

Ameríku. Þar talar fólk litla ensku en kann samt alla

textana. Einnig kom þeim á óvart hversu mikil virðing

var borin fyrir tónlistinni, fólk nánast sussaði hvert á

annað þegar byrjað var að spila lögin og grét og söng

af mikilli ástríðu. Aðdáendur héngu fyrir utan hótelin í

von um að bera stórstjörnuna Björk augum en stundum

var hún ekki einu sinni á því hóteli.

Kórinn lenti í ýmsu á meðan á tónleikunum stóð hvort

sem það var að flækjast í snúrum og detta eða vera

ofsóttar af skordýrum. Stelpurnar halda því fram að það

sé gríðarlega vont að stíga berfættur á snúrurnar og því

hafi þær verið mikil áskorun. Með viðbjóði segja þær mér

sögu frá einum tónleikum í Argentínu þar sem ógeðslegt

kvikindi var á bakinu á einni þeirra. Skordýrið leit út eins

og einhvers konar krabbakönguló sem flaug í þokkabót. Í

þessum aðstæðum segja þær að erfitt hafi verið að halda

ró sinni og hemja sig um að hlaupa ekki um eins og

skríkjandi smástelpur þegar dýrið tók á flug.

Hróarskelda

Á ferð sinni um Evrópu kom kórinn fram

á mörgum tónlistarhátíðum og var ein þeirra

Hróarskelduhátíðin. Hátíðin er komin á ákveðinn

stall hjá okkur Íslendingum og margir vilja meina að

hún sé algjörlega ómissandi. Stelpurnar voru þó ekki

að kippa sér mikið upp við það að hafa komið fram á

hátíðinni. Þær segja að á þessum tímapunkti hafi þær

verið búnar að koma fram ansi oft og reynsla komin á

hópinn. Þeim fannst þó skemmtilegt og skrýtið að vita

til þess að úti í áhorfendaskaranum væru fjölskylda og

vinir. Á Hróarskeldu fékk hópurinn tækifæri til að vera

áhorfendur og þær gátu séð önnur atriði, sem stelpurnar

segja að hafi verið frábært og mikil spenna hafi myndast

fyrir því að koma fram.

Í lokin spurði ég stelpurnar hvernig framhaldið yrði.

Þær sögðu það liggja í lausu lofti og að frekara samstarf

við Björk ætti eftir að koma í ljós. Nú væri kórinn við

hefðbundnar æfingar eins og áður og að samstarfið við

Björk hafi vissulega vakið athygli á þeim sem kór.

Page 14: Stúdentablaðið 2012-13

14

ÁsGeir trausti

Page 15: Stúdentablaðið 2012-13

15Ásgeir Trausti Einarsson er fæddur í Hrísey 1. júlí árið

1992. Hann er því tiltölulega nýorðinn tvítugur. Í byrjun

árs höfðu sennilega fæstir heyrt um hann, en í dag er

hann á allra vörum. Þrátt fyrir ungan aldur býr Ásgeir

Trausti yfir sérstökum og þroskuðum hljóm sem virðist

leggjast vel í fólk, en honum hefur verið líkt við erlenda

tónlistarmenn eins og Bon Iver og Jeff Buckley. Flestir

heyrðu röddina hans líklega fyrst eftir að hann flutti

lagið Sumargestur í Hljómskálanum á RÚV í vor. Í kjölfar

þess gaf hann út lagið Leyndarmál, sem fékk vægast sagt

góðar móttökur. Ásgeir Trausti var að gefa út plötuna

Dýrð í dauðaþögn, sem er þegar þetta er skrifað uppseld

hjá útgefanda.

Ég hitti Ásgeir Trausta á Háskólatorgi.

Hann hefur þægilega nærveru en um leið virðist hann

afskaplega hógvær og hlédrægur. Við settumst niður

á kaffistofunni í Árnagarði og ræddum um tónlistina,

athyglina sem henni fylgir og hvernig þetta allt saman

atvikaðist.

„Eitthvað nýtt“

Ég er búinn að taka upp demó alveg frá því að ég

man eftir mér. Ég var búinn að safna frá vorinu 2011

til vors 2012. Mér fannst ég vera að gera eitthvað nýtt,

aðeins að breyta um stefnu. Demóin voru í raun bara

fyrir vini að hlusta á og mér fannst bara gaman að gera

demó fyrir mig. En ég sýndi Guðmundi Hólmari, sem

kenndi mér á klassískan gítar og kenndi mér í raun

allt sem ég kann, upptökurnar og hann sagði mér að

ég yrði að fara lengra með þetta. Þá talaði ég við Kidda

í Hjálmum og spurði hvort ég mætti koma með demó

til hans. Daginn eftir að ég lét hann hafa upptökurnar

var hann búinn að hlusta og hringdi strax og vildi prófa

þetta. Við tókum þá upp Sumargest og hann stakk upp

á því að við settum íslenskan texta við það. Textinn sem

ég var með fyrir var í raun bara bull sem hljómaði eins

og enska. Ég hringdi í pabba og hann samdi íslenskan

texta við þetta strax og næsta dag var ég búinn að syngja

hann inn á þetta. Eftir það vildi Kiddi prófa þetta í

Hljómskálanum og svo fór bara allt í gang.

Umfjöllunin varð svo mikil í kringum

Hljómskálann og svo fylgdum við því strax eftir með

Leyndarmál. Þessi tvö lög virkuðu á fólk, eitthvað nýtt

sem fólk hafði ekki heyrt áður. Það var ekkert ákveðið

fyrirfram, við vorum bara að leika okkur í stúdíói. Þegar

ég heyrði Sumargest í útvarpinu fannst mér það bara

vera sigur. Það var meira en nóg. Svo var það komið

í spilun og ennþá meiri spilun. Síðan héldu allir að

Leyndarmál yrði aldrei neitt. Fólki fannst skrýtið að ég

ætlaði að hafa það á plötunni, en síðan var því ótrúlega

vel tekið. Það kom mér rosalega mikið á óvart.

„Það er ógeðslega þægilegt að vinna

með pabba“

Þegar lögin eru samin þá tökum við grunninn

upp í stúdíóinu fyrst, síðan syng ég rétta laglínu með

atkvæðunum eins og ég vil hafa þau. Svo læt ég pabba

fá það og hann semur textann við. Það er ógeðslega

þægilegt að vinna með pabba. Hann er svo fljótur að

semja góða texta. Maður heyrir mikið af illa sömdum

íslenskum textum. Íslenskir textar sem maður heyrir

núna eru oft eins og enskir textar, það er svo auðvelt að

gera þá, en það er ekki hægt að gera svoleiðis á íslensku.

Hann er náttúrulega rosalega fær. Hann er sjötíu og

tveggja ára og búinn að vera í þessum íslenskufræðum

mjög lengi og verið skólastjóri alveg frá því hann var

ungur. Hann gerði ljóðabók á níunda áratugnum og lét

prenta fullt af eintökum, en svo leist honum ekkert á það

og setti allt saman bara undir rúm. Það er búið að nota

mörg af þeim ljóðum sem texta við lög hjá Hjálmum. En

það eru bara þeir nánustu sem eiga þessa bók.

„Öll tónlist líkist einhverri annarri tónlist“

Mér finnst bara allt í góðu að fólk líki mér við Bon

Iver eða Jeff Buckley. Þetta er bara tónlist og öll tónlist

líkist einhverri annarri tónlist. Ef fólk vill velta sér upp

úr því hverju þetta líkist þá er það bara gott mál. Ég

hlusta mikið á þessa tónlistarmenn, þannig að þetta er

eðlilegt. Ég sest ekki niður og sem Bon Iver lag, en ef

maður hlustar mikið á einhvern tónlistarmann þá að

sjálfsögðu verður maður fyrir áhrifum. Ég er rosalega

hrifinn af Bon Iver og þaðan koma örugglega mikil áhrif.

„Ég held mig bara fyrir aftan og fer síðan heim“

Ég myndi segja að ég væri frá Húnaþingi Vestra.

Ég hef átt heima þar mestan hluta ævi minnar, þó ég

hafi búið víða og flutti í bæinn fyrir fjórum árum þegar

ég var að byrja í framhaldsskóla. Fyrst þegar maður kom

í bæinn var maður voðalega háður því að vera heima í

sveitinni. Manni fannst svo mikið um að vera í bænum,

allt svo þröngt og mikið af fólki. Maður var háður þessu

litla samfélagi þar sem allir þekktu alla. En með árunum

hefur maður vanist og nú finnst mér að ég sé orðinn

háður því að vera í bænum. Hér er allt sem maður þarf

nálægt manni.

Ég gæti alveg trúað því að búsetan úti á landi

hafi mótað mig sem tónlistarmann. Það er náttúrulega

svo mikil einangrun. Maður hefur kannski verið mest að

semja af því það er lítið að gera, maður er alltaf að spila

og semja bara einn. Að því leyti tel ég að landsbyggðin

hafi haft áhrif, en hún mótaði ekki stílinn.

Ég finn ekki mikið fyrir athyglinni. Ég fer

eiginlega aldrei niður í bæ, það væri kannski helst þar

ef það væri eitthvað. Eftir gigg þá held ég mig bara fyrir

aftan og fer síðan heim. Ég horfi vanalega bara á jörðina

og tek ekkert eftir því ef fólk veitir mér athygli. Ég fann

aðeins fyrir því fyrir norðan núna í vikunni, en ég er að

kenna tónlist í grunnskólanum, krakkarnir voru spenntir

auðvitað, aðallega af því að maður er í heimasveitinni.

Ég kann betur við mig inni í herbergi að

semja tónlist en að vera uppi á sviði á tónleikum. Það

er frekar nýtt fyrir mig að syngja fyrir framan fólk.

Útgáfutónleikarnir gengu reyndar vel. Á Akureyri var allt

bandið í raun að koma saman í fyrsta skipti. Þar gekk

þetta alveg, menn voru að prófa sig áfram og svona, því

þetta var ekki það mikið æft. Á Hvammstanga varð þetta

svo öruggara, svo á Faktorý aðeins öruggara og svo voru

síðustu tónleikarnir á Faktorý bestir. Þannig að þetta

var svona vaxandi. Það verða væntanlega fleiri tónleikar

á næstunni, reyndar ekki með öllu bandinu, það er svo

stórt apparat. Við erum oft tveir með kassagítara, en það

eru bara einhver fimm lög af plötunni sem við getum

tekið, þannig að það er miklu skemmtilegra að spila með

öllu bandinu.

„Þetta bara vatt upp á sig“

Ég veit ekki hvað er næst. Ég veit ekkert. Þetta

gerðist bara. Allt í einu vorum við byrjaðir að taka

upp plötu. Svo voru bara lög komin í spilun og maður

byrjaður að spila eitthvað á tónleikum. Þetta bara vatt

upp á sig án þess að ég vissi neitt hvert þetta væri að fara.

Af því að ég hafði aldrei spáð í því að gera neitt við þetta

fyrr en Kiddi hringdi í mig og spurði hvort við ættum

ekki bara að prófa þetta. Þá var ég ekkert að spá í að

gera neitt svona næsta árið, ég var bara að fara að gera

eitthvað allt annað. Þannig að ég í rauninni veit ekkert

meira núna. Við erum komnir með plötu og búnir að

skipuleggja nokkra tónleika. Svo höldum við ábyggilega

áfram að taka að eitthvað upp og leyfa þessu að gerast.

Ekkert planað, það er langbest, þá verður maður ekki

fyrir vonbrigðum.

Við

tal:

Vil

hjá

lmu

r P

étu

rsso

n

Ljós

myn

dari

: Erl

a G

ísla

ttir

Page 16: Stúdentablaðið 2012-13

16

lífi

ð Á

rðun

um

Ein

fald

asta

sal

at í

hei

mi

1 gúrka1/2 rauðlaukur1 paprikaDala Feta í kryddolíuSesamfræ

Aðferð:Skerið grænmetið niður og blandið því saman í skál. Hellið fetaostinum og olíunni yfir eftir smekk. Snögg ristið sesamfræin á pönnu, mikilvægt er að fylgjast vel með fræjunum svo þau brenni ekki við. Fæjunum er svo stráð yfir salatið þegar það er komið á disk.

Á stúdentagörðunum við Eggertsgötu hafa þau Rakel

Óskarsdóttir og Kristinn Ingi Austmar komið sér vel fyrir.

Blaðamaður og ljósmyndari Stúdentablaðsins kíktu í

heimsókn til þessa flotta pars þar sem heimilið var myndað

í bak og fyrir og boðið var upp á máltíð að hætti stúdenta.

Rakel og Krisinn Ingi stunda bæði nám við Háskóla

Íslands, hún í hjúkrunarfræði og hann í kennaranum með

áherslu á tónmennt. Þau fluttu inn á garðana haustið 2010

og líkar vel. Heimilið er stílhreint og greinilegt að þau hjú

eru miklar smekkmanneskjur.

Ó

dýr

i ef

tirr

éttu

r st

úd

ents

ins

2 Marssúkkulaðistykki2 dl rjómiÍs að eigin valiÁvextir t.d. bláber

Aðferð:Brytjið súkkulaðið í bita og setjið í pott. Hellið rjómanum yfir og bræðið varlega saman við vægan hita. Setjið 1-2 ískúlur í skál, hellið sósunni yfir og setjið ávexti yfir.G

rill

aðar

kjú

kli

nga

bri

ngu

r fy

llta

r m

eð f

etao

sti

4 kjúklingabringur1 krukka Dala Feta í kryddolíuKrydd, t.d. Best á Kjúllann

Aðferð:Skornir eru vasar á kjúklingabringurnar og þeir fylltir með fetaostinum. Ágætt getur verið að loka fyrir með tannstönglum. Kryddið bringurnar eftir smekk. Grillið bringurnar við mikinn hita í smá stund og snúið þeim við nokkrum sinnum.

O

fnb

akað

ir k

artö

flu

ten

inga

r

6 meðalstórar kartöflur1 sæt kartaflaOlía af FetaostinumSalt og pipar

Aðferð:Hitið ofninn að 200°C. Kartöflurnar eru afhýddar, skornar í teninga og settar í eldfastmót. Olíunni er hellt yfir kartöflurnar, salt og pipar notað eftir smekk og hrært í. Mótið er sett inn í ofn í 25-30 mín. Ágætt er að hræra í kartöflunum reglulega svo þær brenni ekki við

Höf

undu

r: Á

sdís

Arn

a B

jörn

sdó

ttir

Ljós

myn

dari

: Hal

la Þ

órl

aug

Ósk

arsd

ótt

ir

Page 17: Stúdentablaðið 2012-13

17

Heildarsamtök háskólamenntaðra

á vinnumarkaði bhm.is

baunin í eiGu stúdenta?Rekstrarfyrirkomulag mötuneytisins í Stakkahlíð, sem hingað

til hefur starfað undir heitinu Baunin, er um þessar mundir í

endurskoðun. Flest stefnir í að Félagsstofnun stúdenta taki við

rekstrinum.

Stúdentar sem lagt hafa stund á nám í húsnæði

gamla Kennaraháskólans, í Stakkahlíð, hafa eflaust

verslað við matsöluna Baunina. Á boðstólnum er heitur

matur í hádeginu, samlokur, kaffi, sælgæti og ýmislegt

fleira, og hefur svo verið um árabil. Það sem aðgreinir

Baunina þó frá flestum öðrum kaffistofum Háskólans er

að rekstur hennar er í umsjá einkaaðila. Veitingasala í

öðrum byggingum HÍ er hins vegar á vegum Félagsstof-

nunar stúdenta (FS), bæði Kaffistofur stúdenta og Háma,

en FS er sjálfseignastofnun í eigu stúdenta.

Frá því að Kennaraháskóli Íslands sameinaðist HÍ

árið 2008 hefur sú umræða verið meðal mötuneytisgesta

að FS ætti að stíga inn í og taka við rekstrinum. Umræða

um kaffistofur á háskólasvæðinu er þó alls ekki ný af

nálinni en árið 2010 mótmælti Stúdentaráð til að mynda

fyrirkomulagi og verðlagi kaffistofu Þjóðarbókhlöðunnar.

Voru þau mótmæli einmitt kveikjan að baráttu ráðsins

um endurskoðun mála í Stakkahlíð. Undanfarin misseri

hafa hjólin svo snúist.

Ef marka má þjónustukönnun sem Stúdentaráð

framkvæmdi í ágústmánuði síðastliðnum eru stúden-

tar einkar hlynntir breytingum. Af könnuninni mátti

skilja að stúdentar hafi ýmislegt út á að setja en verðlag

matsölunnar bar þó helst á góma. Í ljós kom í eindreginn

vilji þess efnis að FS kæmi í stað Baunarinnar.

Að sögn Jóns Atla Hermannssonar, varaformanns

Stúdentaráðs, er málið í ofanálag jafnréttismál. Mikilvægt

sé að stúdentar við HÍ geti gengið að sambærilegri matsö-

lu óháð því hvar þeir þurfa að mæta til kennslustunda.

Augljóst sé að Baunin bjóði ekki upp á sambærilega

þjónustu og tíðkast hjá FS, og þess vegna sé mikilvægt að

leita lausna.

Björg Gísladóttir, rekstrarstjóri Menntavísindasviðs,

sagði í samtali við Stúdentablaðið að hún skildi afstöðu

stúdenta vel. Í málum sem þessum sé mikilvægt að líta til

hagsmuna allra aðila og ennfremur beri að nálgast það af

yfirvegun.

Endurskoðun á mötuneytinu er hluti af samein-

ingarferli KHÍ og HÍ, en ferlið er vandmeðfarið mál.

Viðræður um mötuneytið fóru af stað fyrir um tveimur

árum og nú á næstu vikum verður smiðshöggið rekið í

málefnið. Samningur Baunarinnar við háskólann rennur

út í mars á næsta ári en samkvæmt Björgu eru hverfandi

líkur á því að nýr þjónustuaðilli taki við. Eins og mál

standa í dag stefnir í að Baunin reki mötuneytið til loka

þessa skólaárs og að nýr þjónustuaðili hefji rekstur fyrir

byrjun þess næsta.

Aðspurð þykir Björgu líklegast að Félagsstofnun

stúdenta yrði fengin í stað Baunarinnar og að þjónustan

yrði sambærileg þeirri sem stúdentum býðst í Hámu á

Háskólatorgi.

Þegar Stúdentablaðið heyrði hljóðið í Jóni Þór

Friðgeirssyni, eiganda Baunarinnar, sagði hann að rek-

straraðstæður hafi breyst eftir að skólarnir sameinuðust.

Erfitt væri að standa í samkeppni við risafyrirtæki á

borð við Félagsstofnun Stúdenta og ómögulegt væri fyrir

Baunina að halda verðlagi jafn lágu og hjá Kaffistofum

Stúdenta. Hefur Jón Þór rekið matsöluna í níu ár og það í

góðu samstarfi við forsvarsmenn háskólans. Að hans sögn

mun hann skilja sáttur við Stakkahlíðina og með góðar

minningar um samstarfið í farteskinu.

Þegar leitað var til Félagsstofnunar stúdenta

varðandi málið kom fram að umræður við stjórnendur

í Stakkahlíð hefðu átt sér stað þó enn hafi ekki borist

formleg ósk um að FS taki við rekstrinum. Ef til þess

kemur mun FS leggja sig fram við að bjóða stúdentum í

Stakkahlíð jafn góða þjónustu á sömu kjörum og býðst í

Hámu og á Kaffistofum stúdenta.

Ef allt gengur að óskum geta nemendur Stak-

kahlíðar því búist við því að við byrjun næsta skólaárs

eigi þeir jafn auðvelt með að versla sér kaffi og matvöru

og aðrir nemendur í öðrum byggingum háskólans.

Ryan Eric Johnson er meistaranemi við Háskóla Íslands

í íslenskum bókmenntum. Ryan kemur frá Winnipeg í

Kanada og á ættir sínar að rekja til aðfluttra Íslendinga

sem settust að í Manitoba í Kanada, eða Nýja Íslands, í lok

19. og byrjun 20. aldar.

Áhugi Ryans á Íslandi og íslenskri menningu hefur

alltaf verið samofinn fjölskyldu hans en á heimili hans

í Kanada var töluð örlítil íslenska í bland við móðurmál

hans, enskuna. „Pabbi minn og mamma mín slettu

gjarnan á íslensku og sögðu hluti eins og ,,hættu þessu”

og ,,viltu kaffi”, en þetta kallast kitchen language á

ensku,“ segir Ryan.

Árið 2007 fór hann til Íslands í samstarfi við

Snorrasjóð en það eru samtök sem hjálpa fólki á

meginlandi Ameríku að finna uppruna sinn og ættingja

á Íslandi. Í þeirri ferð hélt Ryan til Egilsstaða og hitti

skyldmenni sín þar og hélt síðan ferðinni til Borgarness.

Á Borgarnesi kviknaði áhugi Ryans á íslenskri menningu

fyrir alvöru þegar hann fór á landnámssetrið og sá

sýningu um Egils sögu. Ryan hélt síðan aftur til Kanada

og lauk námi í íslenskri menningu og bókmenntum frá

háskólanum í Manitoba og fékk síðan styrk til að læra

íslensku sem annað mál við Háskóla Íslands. Ryan hefur

nú lokið því námi og leggur núna stund á meistaranám

í íslenskum bókmenntum sem er að hans sögn krefjandi

en skemmtilegt.

Ryan hefur mikinn áhuga á íslendingasögunum og

fornaldasögum Norðurlanda ásamt íslenskri menningu

og samtímabókmenntum. Egils saga er þó alltaf í

uppáhaldi hjá honum og BA ritgerð hans í íslensku sem

annað mál fjallaði einmitt um hana. Í þeirri ritgerð ber

hann Egils sögu saman við sjónvarpsþættina Breaking

Bad og finnur svipuð persónuleikaeinkenni hjá Walter

White og Agli Skallagrímssyni.ryan

er

ic

jOhn

sOn

Höf

undu

r: A

nd

ri G

mu

nd

sso

n

Ljós

myn

dari

: Nat

sha

Nan

dab

hiw

at

Höf

undu

r: Þ

ork

ell

Ein

arss

on

Page 18: Stúdentablaðið 2012-13

18

Guðrún Gróa og Helga Margrét Þorsteinsdætur eru

sannarlega öflugar. Þessar brosmildu og hressu systur

hafa gert garðinn frægan á öllum helstu íþróttavöllum

landsins og ber árangur þeirra í skólanum einnig þess

merki að hér er um dugnarforka að ræða. Þrátt fyrir að

keppnir þeirra á milli endi oft með stöku pústrum eru

þær góðar vinkonur og njóta þess að eyða frístundum

sínum saman við matreiðslu og blaðalestur.

Sveitalífið kenndi þeim iðjusemi

Systurnar ólust upp á bænum Reykjum 2 í

Hrútafirði. Þær eru sammála um það hafi verið gott að

alast upp í sveitasælunni. „Þátttakan í bústörfunum

mótaði mann“, segir Helga, „maður þurfti að hjálpa til“.

„Mér fannst þó oft eins og verkin myndu aldrei klárast,

enda er ég kannski latari týpan“ bætir hún við og brosir.

Systkinin fengu þó vissulega tíma til þess að leika sér og

segir Guðrún að foreldrar hafi alltaf verið nálægt, bæði

í leik og starfi og hafi systkinin ólíkt mörgum börnum

í dag verið alin upp af foreldum sínum að öllu leyti og

hafi ekki verið á leikskóla. Aðspurðar segja þær að öll

vinnan á bænum hafi kennt þeim iðjusemi og þær hafi

fljótlega áttað sig á því að leti kæmi aðeins niður á þeim

og fjölskyldu þeirra. Í sveitinni snýst þetta um að vinna

fyrir sjálfan sig, ekki auðmann úti í bæ.

Þetta snýst ekki bara um gullið

Helga Margrét æfir frjálsar íþróttir og Guðrún Gróa

hefur nýlega skipt aftur yfir í körfuboltann eftir að hafa

stundað kraftlyftingar í rúmt ár. „Ég fór inn í þetta með

látum og fannst ég þurfa að prófa lyftingarnar vegna þess

að ég er sterk og átti möguleika á því að ná lagt í þessu“

segir Guðrún, „þetta var bara ekki nógu gaman, ég kann

betur við mig í körfuboltanum“. Helga líkir þessu við það

að vera þeim hæfileika gæddur að vera góður í stærðfræði

en þola ekki að reikna. Þegar það er ekki ánægja í því

sem maður er að gera, þá kemst maður bara ákveðið

langt og stoppar þar. Guðrún tekur undir, „Ég fann að

ég var búin að keyra mig áfram á röngu hugarfari allt of

lengi en ég hef áttað mig á því að ég er bara að þessu fyrir

sjálfa mig“.

Auglýsa eftir útgáfufyrirtæki

Systurnar stunda báðar nám við Háskóla Íslands.

Guðrún Gróa leggur stund á íslensku með þjóðfræði sem

aukagrein og Helga Margrét hóf nám í næringarfræði í

haust. Helga segist vilja fara með út í næringarsálfræði

síðar meir og vinna með íþróttafólki. Hún telur að

næringin verði tengdari lyfjafræðinni í framtíðinni

og lækningarmáttur matar sé meiri en fólki geri sér

grein fyrir. „Ég tel að það sé til dæmis mikil þörf á

næringarfræðingum á heilsugæslustöðvunum“, bætir

Helga við, „það þarf að koma í veg fyrir þessar öfgar sem

eru í gangi í báðar áttir í matarræði fólks í dag“.

Guðrún valdi íslenskuna vegna þess að það

er opið fag og hentar vel með íþróttunum. Hún hefur

gaman að skrifa, skoða íslenska menningu og er að sögn

systur sinnar meistarakokkur. Systurnar eru samrýmdar

og eiga sér drauma um samstarfsverkefni í framtíðinni.

„Okkur dreymir um að vinna saman að útgáfu“ segir

Helga. Þær sjá fyrir sér nettímarit eða bækur tengt heilsu

og matarræði, ef til vill með áherslu á íþróttafólk. „Við

auglýsum hér með eftir útgáfufyrirtæki“ bætir Helga við

og hlær.

Mikilvægt að það sé valkostur

að drekka ekki

Hvorug systirin drekkur áfengi. „Það sást aldrei

vín heima. Maður var alinn upp við það að það væri ekki

þarna, án þess að foreldrar okkar segðu okkur að við

mættum ekki drekka“ segir Guðrún. Systurnar segjast

ekki hafa orðið fyrir fordómum eða gagnrýni vegna

þessarar ákvörðunar sinnar. Helga segist telja að það

sé vegna þess að hún hafi íþróttirnar til þess að skýla

sér á bak við. Þegar maður stundi íþróttir og nám af

fullum krafti er heldur ekki alltaf mikill tími fyrir önnur

áhugamál og þá verði skemmtanalífið ef til vill útundan.

„Ég er þó ekki boðberi þess að drekka ekki, fólk verður

að taka eigin ákvörðun“ bætir Helga við.

Guðrúnu finnst mikilvægt að það sé valkostur

að drekka ekki, án þess að þurfa að sækja sérstaklega

atburði sem eru vímuefnalausir. „Mér finnst að það eigi

ekki að vera normið að drekka, sérstaklega á þann hátt

eins og margir Íslendingar drekka í dag“ segir Guðrún

og bætir við að maður eigi ekki að nota drykkjuna sem

afsökun fyrir einhverju sem maður gerir vegna þess

að maður er ekki með fullu viti. Hún segist vilja bera

út boðskap lífsstíls þar sem maður þarf ekki að drekka

áfengi til þess að passa inn í.

Áskoranir í daglegu lífi

Helga Margrét býr með kærastanum sínum og

fengu þau sér nýlega kött. „Þetta gengur frekar illa“

segir Helga og hlær, „við Guðrún skiljum ekki svona

dýratilfinningar“. Í sveitinni bíða þær og sjá hvað setur ef

kötturinn fær niðurgang og dýrin eiga ekki heima uppi

í rúmi eða sófa hjá mannfólkinu. „Kötturinn fer í sína

þriðju læknisskoðun í dag síðan við fengum hann“ bætir

Helga við og þær systurnar hlæja dátt. Þær taka þó fram

að þær átti sig á að fólk skilji ekki þetta sjónarmið, þær

hafa bara vanist öðru í sveitinni.

Eftir grunnskólann fluttu systurnar til

Reykjavíkur og hófu nám við Menntaskólann við

Hamrahlíð. Systurnar eru miklar mömmustelpur og segja

aðskilnaðinn við foreldrana hafi verið mikil áskorun.

„Þegar ég heyrði í mömmu í símanum fór ég nánast á

gráta“ segir Guðrún. Hún segir sambandið við foreldra

sína hafi þroskast mikið eftir að hún flutti í bæinn og

þegar hún hitti þau í dag reyni hún að nýta tímann til

hins ítrasta. Helga segir að það hafi líka verið erfitt að

rata til að byrja með. Guðrún tekur undir og rifjar upp

eftirminnanlega ferð upp í Grafarvog. „Ég ætlaði að hitta

vinkonu mína og spila körfubolta. Ætlunin var að taka

strætó en ég endaði á því að ganga lengri leið en ég hefði

farið, hefði ég tekið strætó sömu leið“.

Nú stendur Meistaramánuðurinn yfir og keppast

margir Íslendingar við að vera besta útgáfan af sjálfum

sér með því að standa við ákveðin markmið. Helga stefnir

meðal annars að því að hjóla í skólann allan mánuðinn.

Markmið Guðrúnar er af öðrum toga. „Ég ætla alltaf

að svara í símann“ segir Guðrún og brosir, „ég á dálítið

erfitt með að svara í símann þegar ég veit ekki hver á

númerið“. Helga hlær með systur sinni og segir hana

líklega hafa misst af mörgum tækifærum í lífinu vegna

þessarar hræðslu.

„Við sláumst reglulega!“

Þegar systurnar eru inntar eftir því hver bæri sigur

af hólmi ef þær færu í slag segjast þær slást reglulega.

Þær spili oft körfubolta og þá endi það jafnan með

slagsmálum. Þær eru sammála um að Helga myndi líklega

hafa yfirhöndina framan af en Guðrún Gróa myndi

sennilega aldrei gefast upp. Helga notar leynivopnið

sitt óspart og bítur hiklaust í upphandlegginn á systur

sinni ef þess þarf. Guðrún hlær og segir: „Ég var harður

húsbóndi og átti það til að tuska hana til. Þegar sauð upp

úr þá þaut Helga upp á klósett, læsti á eftir sér og ég stóð

og barði á hurðina“.

Þetta snýst allt um gleðina – lífið er núna!

Margur íþróttamaðurinn hefur látið sig dreyma

um að komast alla leið á Ólympíuleikana og heyra

þjóðsönginn með gullið um hálsinn. Helga Margrét vann

ötullega að því að komast á Ólympíuleikana í sumar

en náði því miður ekki lágmarkinu í tæka tíð. Guðrún

Gróa segist hafa séð glufu í kraftlyftingunum, mögulegt

tækifæri til þess að komast á leikana. Hún hafi haldið að

leikarnir og stórmótin væru það sem allt snerist um en

það hafi verið misskilningur.

„Þetta eru hlutir sem mega ekki verða að

þráhyggju og snúast upp í andhverfu sína. Þetta snýst

allt um gleðina“ segir Helga alvarleg og bætir við að

það sé mikilvægt að vera duglegur að stoppa og spyrja

sjálfan sig hver sé tilgangurinn í því sem maður gerir. Að

hennar mati er tilgangurinn sá að vera glaður og hress

og gera það besta úr því sem maður hefur hverju sinni.

Árangurinn er frábær og bónus á gleðina. „Þú þarft ekki

að komast á Ólympíuleikana til þess að vera glaður, þú

getur líka náð markmiðum þínum hérna heima“ bætir

Guðrún við.

„Meðalmaðurinn hafnar sjálfum sér mörg

þúsund sinnum á dag“ segir Helga, „þetta er orka sem

maður gæti verið að nota í eitthvað annað“. Lífið er núna,

allt sem þú þarft til þess að lifa hamingjusamur er til

staðar núna. Ekki bíða eftir því að lífið hefjist þegar þú

ert búinn með háskólanám. Njóttu hverrar blaðsíðu,

vertu þar sem þú ert hverju sinni.

súpersystur Höf

undu

r: L

ára

Hal

la S

igu

rðar

ttir

Ljós

myn

dari

: Hal

la Þ

órl

aug

Ósk

arsd

ótt

ir

Page 19: Stúdentablaðið 2012-13

Þátttaka í Happdrætti Háskólans borgar sig

– fyrir þig!Yfir 2O háskólabyggingar hafa verið reistar eða keyptar fyrir happdrættisfé.Stór hluti af tækjabúnaði skólans er einnig fjármagnaður af happdrættinu.

Háskólatorg, Gimli og Tröð – 2OO7

Setberg – 1937

Aðalbygging – 194O

Íþróttahús – 1948

Háskólabíó – 1961/199O

Aragata 9 – 1963

Árnagarður – 1969

VR-I – 1975

VR-II – 1975

Læknagarður – 1983–1988

VR-III – 1987–1992

Hagar – 1991

Eirberg – 1956

Askja – 2OO3

Hús Raunvísinda-stofnunar – 1966

Lögberg – 1972

Aragata 14 – 1973

Oddi – 1985/199O

Sóltún 1 – 1987

Tæknigarður – 1988

Nýi Garður – 1996

Neshagi 16 – 1966

Tryggðu þér miða á www.hhi.is, í síma 8OO 6611 eða hjá næsta umboðsmanni.

PIPA

R\TB

WA

• S

ÍA •

120

180

Page 20: Stúdentablaðið 2012-13

20

Okt

óbe

rfes

t Fyrir þá sem furða sig á þessum gullfallegu

myndum og þessu áhugaverða myndefni,

furðið ei meir! Hér ber að líta myndir af

nýafstaðinni tónlistarweislu (w til áherslu)

sem við þekkjum flest sem Októberfest.

Hátíðin stóð yfir dagana 13.-16.

september og var hart barist um miðana

að vanda. Auðunn Blöndal var með

miða, ef það er ekki ávísun á skothelda

skemmtun þá veit ég ekki hvað til þarf.

Fremstu tónlistarmenn landsins

mættu til að skemmta háskólanemum og

Auðunni. Fimmtudagurinn var sannkölluð

gourmet tónlistarweisla (þið þekkið nú w-ið

og tilgang þess) fyrir eyru og augu, jafnvel

fleiri skilningarvit fyrir útsjónarsama.

Moses Hightower, Ásgeir Trausti, Tilbury,

Prins Polo, Kiriyama Family og Valdimar,

hvað meira viljið þið? Sögur herma að

fólk hafi gengið heim að dagskrá lokinni

brosandi ýmist við tilvonandi rekkjunauti

eða eigin spegilmynd í Reykjarvíkurtjörn.

Sumir vilja meina að föstudagur

Októberfests sé sá slakasti á ári hverju.

Ef þetta á að heita slakt þá er brýn þörf á

endurskilgreiningu orðsins. Drykkjukeppni,

búningakeppni og mottukeppni. Þetta kvöld

voru mótaðir meistarar, sigurvegarar sem

skráðu sig á spjöld sögunnar, skítt með 15

sekúndna frægð. Enginn orðaði betur en

þúsundþjalasmiðurinn Will Smith, “ég er

legend” Sama gildir um umrædda sigurvegara

þessa minnisstæða föstudagskvölds.

Þórunn Antonía schvísaði (þýskt

lyklaborð, entschuldigung) tjaldið upp um

þó nokkur schvísuprik með einstaklega

seiðandi danspoppi, Frikki Dór tryllti lýðinn

eins og hann einn er fær um og Blaz Roca var

foreldrum sínum til sóma að vanda. Drengirnir

í Úlfur Úlfur slaufuðu kvöldinu svo með

fágætri reisn (tvíræð merking) og þokka.

Laugardagurinn var svo hápunktur

stuðsins. Jón Jónsson raular sig inn í hjarta

hvers sem á vegi hans verður, það er bara

þannig, ef einhver heldur öðru fram er sá

hinn sami með gestastæla og þarf að læra

að stilla sig. Krakkarnir í Sykur náðu öllum

á sitt band með æsandi tónlist, á tímabili

myndaðist sveitarinnar Stefson. næsta sumar!

Þ haldið nmmingar og sjarma klm er srf.

ograph with l receive the following prizes:

relation óþægilega einbeitt

múgæsing, þau gætu vafalaust stofnað

sértrúarsöfnuð með lítilli fyrirhöfn. Meistarar

sviðsframkomu, stemmingar og sjarma

kláruðu svo kvöldið, hér er auðvitað átt

við Retro Stefson. Ég legg til að liðsmenn

sveitarinnar haldi námskeið í sviðsframkomu

fyrir atvinnulausa. Ímyndið ykkur gæðin í

götulistafólki miðbæjarins næsta sumar!

Í heildina séð var Októberfest

ótrúleg skemmtun fyrir líkama og sál (lifur

undanskilin). Skipuleggjendur, sjálfboðaliðar

og aðrir sem að þessu stóðu eiga mikinn

heiður skilinn. Ég vil sérstaklega þakka

barþjónunum, fágætar fínhreyfingar

og hröð handtök. Til fyrirmyndar.

Takk fyrir mig.

Page 21: Stúdentablaðið 2012-13

21

Höf

undu

r: S

tefá

n J

óh

ann

Sig

urð

sso

n

Ljós

myn

dari

: Dan

íel

Per

ez E

ðva

rðss

on

Page 22: Stúdentablaðið 2012-13

22

Grund- Vallar- kOsninGarÁrið 1874 afhenti forveri hæstvirts forseta vors,

Kristján IX Danakonungur, okkur Íslendingum

stjórnarskrá í afmælisgjöf.

Sú stjórnarskrá hafði rætur í stjórnarskrám

fyrri alda en var fyrst og fremst arfur einveldisins í

Danmörku með örlitlum, áorðnum breytingum við

afnám þess. Þá var bætt við greininni „Konungur

lætur ráðherra framkvæma vald sitt“ í stað þess að

breyta ákvæðum um vald hans, til þess að særa

ekki stolt konungsfjölskyldunnar.

Með heimastjórn 1904 og fullveldi 1920

var afmælisgjöfinni síðan breytt til að auka völd

þingsins gagnvart konungi og koma á fót íslenskum

ráðherraembættum og Hæstarétti Íslands. Loks var

konungssambandið afnumið og lýðveldi stofnað

árið 1944, þegar embætti forseta var komið á í stað

konungs.

Þessar breytingar á stjórnarskránni voru

að mestu gerðar í góðri sátt þings og þjóðar,

enda sneru þær að framgangi sjálfstæðisbaráttu

sem mikill samhugur var um í landinu. Það var

einmitt sú ástæða sem gefin var fyrir því að fresta

heildrænni endurskoðun hennar; talið var að

stofnun lýðveldis þyrfti að byggja á ríkri samstöðu

sem raskast gæti ef taka ætti aðrar breytingar til

skoðunar. Þess vegna var aðeins kosið um sjálfstæði

landsins við þá breytingu en þjóðinni lofað nýrri

stjórnarskrá á næstu misserum

Það loforð hefur hins vegar aldrei verið efnt.

Næstu áratugi voru einungis gerðar

breytingar á kjördæmaskipan og kosningarétti í

stjórnarskránni og væru þær ætíð afar pólitískar og

umdeildar, enda þingstyrkur flokkanna í húfi. Aðrar

breytingar voru ekki gerðar fyrr en á síðasta áratug

20. aldar þegar deildir Alþingis voru sameinaðar,

dómsvald aðskilið frá framkvæmdavaldinu í héraði

og mannréttindakaflinn uppfærður til samræmis

við Mannréttindasáttmála Evrópu.

Þar stöndum við í dag. Þrátt fyrir

fjöldamargar þingnefndir og loforð fulltrúa

þjóðarinnar hefur hin unga þjóð ekki enn fengið

að semja sína eigin stjórnarskrá og kasta arfi

einveldisins af herðum sér.

Í stað samfélagssáttmála sitjum við því

uppi með ævafornan bútasaum. Bútasaum

sem er markaður af tillitssemi við danskan

einvald, íslenskum sjálfsstæðisstjórnmálum og

kjördæmapoti flokksvalda 20. aldarinnar.Táknmynd

um vangetu þingsins til að standa við loforð sín

gagnvart þjóðinni.

Stjórnarskrá þjóðar í lýðræðisríki gegnir

því hlutverki að vera sáttmáli um grundvöll laga,

stjórnmála og samfélags. Hún á að draga valdmörk,

hlutverk og ábyrgð valdhafa, tryggja réttindi

borgaranna og endurspegla grunngildi samfélagsins

til leiðbeiningar stjórnvöldum.

Núgildandi stjórnarskrá er ekkert af þessu.

Íslenska þjóðin hefur varla komið nálægt

henni og hún er í litlu sem engu samræmi við

samfélagslegan veruleika okkar og gildi. Hún

virðist lýsa forsetaræði og minnist ekki á þingræði,

stjórnmálaflokka eða ríkisstjórn; talar lítið sem

ekkert um dómstóla eða sveitarfélög og byggir á

fornu fulltrúaræði frekar en frjálslyndu lýðræði

nútímasamfélags.

Þar sem stjórnarskráin byggir á dönsku

einveldi 19. aldar hefur íslensk stjórnarhefð þróast

nær óháð henni, með tilheyrandi togstreitu og

óvissu um hlutverk og ábyrgð einstakra valdhafa.

Þetta ósamræmi dregur alvarlega úr þeirri borgara

borgaralegu vernd sem stjórnarskrár eiga að veita.

Ef stjórnarskrá lýsir valdmörkum

yfirvalda ekki á skýran hátt geta lögspekingar og

stjórnarherrar mótað þau mörk eftir eigin geðþótta

hverju sinni - þetta höfum við séð. Ef stjórnskipun,

hlutverk og ábyrgð stjórnsýslunnar eru ekki skýr

og í samræmi við raunveruleikann hafa borgararnir

í engin hús að venda þegar fulltrúarnir bregðast

trausti þeirra - það höfum við líka séð. Ef þjóðin

skilur ekki sína eigin stjórnarskrá er honum ófært

að leita réttar síns og veita valdhöfum aðhald á

grundvelli hennar - þetta er orðið lýðum ljóst.

Auk þess vantar í núverandi stjórnarskrá

ýmislegt það sem kröfur hafa verið uppi um;

gegnsæi og upplýsingaskyldu stjórnvalda,

aukið þátttökulýðræði, víðtækari og skýrari

mannréttindi, sjálfstæði þingsins gagnvart

stjórnsýslunni og samráð meirihlutans við

minnihluta.

Um þessa hluti þarf þjóðin sjálf að eiga

í samræðu og samráði; stjórnarskráin er ekki

sáttmáli þings heldur þjóðar. Hún er grundvöllur

laga, stjórnmála og samfélags okkar allra.

Um slíkan grundvöll verða alltaf skiptar

skoðanir - en á þeim skoðunum verður að skiptast.

Til að skapa þann samfélagssáttmála sem þjóðin

hefur verið svikin um í sjö áratugi og eyða

óvissunni sem legið hefur samfélagi okkar til

grundvallar.

20. október verður kosið um tillögur

stjórnlagaráðs að nýjum grundvelli. Á sama

tíma verður kosið um nokkur mikilvæg

álitaefni; persónukjör, þjóðkirkju, auðlindir,

þjóðaratkvæðagreiðslur og vægi atkvæða.

20. október gefst þjóðinni tækifæri að koma

vilja sínum um grundvöll samfélagsins á framfæri

við fulltrúa sína; vilja sem þeim verður ekki stætt

á að hunsa.

Okkur hefur verið boðið til samræðu um

samfélagssáttmála okkar allra - það er samræða sem

við verðum að taka þátt í.

stúd

enta

póli

tíku

sar

spja

lla

lúxus- VandamÁl?Félagi minn í lögfræðinni  ferðaðist nýlega til

Afríku og dvaldi þar um dágott skeið. Þar varð

hann vitni að bágborgnum lífskilyrðum þriðja

heimsins og samfélagsramma sem á ekki margt

sameiginlegt með þeim íslenska. Þegar hann sneri

aftur til Íslands voru margir sem spurðu hann

hvort íslenskar fréttir t.d. um kreppuna væru ekki

léttvægar og óþarfa væl á meðað við alvöru lífsins

í Afríku. Þessu fólki svaraði hann neitandi og benti

þeim á að þessar fréttir væru mikilvægur hlekkur

í að viðhalda lífsgæðum okkar hér á Íslandi. Ef

þær væru ekki til staðar gætum við átt í hættu á

lífsgæðaskerðingu hér á Íslandi.

Svar hans fannst mér eftirtektarvert og mikil

speki. Mér varð í kjölfarið hugsað til Stúdentaráðs

og hagsmunabaráttu stúdenta. Slagirnir þar gætu

fyrir einhverjum virst smávægilegir og óþarfir,

sumir gætu spurt sig: „hvernig nennir þetta lið að

væla yfir því hvort strætókortið kosti 20 þúsund

eða 40 þúsund?“.  Aðrir gætu efast um mikilvægi

þess að berjast fyrir málefnum eins og lægri leigu

á Stúdentagörðunum og enn aðrir furðað sig á því

hverju það breyti að ekki sé borgað með öllum

nemendum Háskólans.

Staðreyndin er sú að í ofangreindum

málefnum eru fólgnir miklir hagsmunir

fyrir stúdenta. Aðhaldið sem Stúdentaráð og

stúdentahreyfingar eins og Vaka og Röskva veita

Háskólanum og stjórnvöldum er mikilvægt, ekki

einungis til þess að bæta hag stúdenta heldur líka

til að viðhalda honum. Lífsgæði íslenskra stúdenta

árið 2012 verða að teljast ágæt  á heildina litið,

sér í lagi ef horft er yfir farin veg eða borið saman

við stöðuna í öðrum löndum. Það þýðir samt ekki

að við getum blandað okkur í kokteil, sett upp

sólbrillurnar og farið í frí. Ef við sofnum á verðinum

getur á örskotsstundu dögg dregið fyrir sólu og

lúxusvandamálin stökkbreyst í risavandamál.

,,barna- pössun í prófatíð?“Í vetur er ýmislegt á döfinni hjá Fjölskyldunefnd SHÍ. Nefndin endurvekur um þessar mundir starfsemi Foreldrafélags SHÍ. Foreldrafélagið getur orðið vettvangur fyrir nemendur í HÍ sem eiga börn, til að mynda samstöðu og vinskap sín á milli, sem og að gæta hagsmuna hópsins undir handleiðslu Fjölskyldunefndar. Boðað verður á stofnfund félagsins um miðjan októbermánuð þar sem

ætlunin er að félagsfólk kjósi í stjórn, ræði hugmyndir um hlutverk félagsins í vetur, hugmyndir um gjald í félagið og taki saman hverjir eru hagsumir foreldra í námi í HÍ. Fjölskyldunefnd kannar um þessar mundir möguleika á að bjóða upp á barnapössun á laugardögum í prófatíð, möguleika á afþreyingu fyrir börn sem koma með foreldrum sínum í heimsókn í skólann auk þess sem nefndin skoðar aðstöðu í byggingum til þess að skipta um bleyjur á börnum. Eitt helsta hagsmunamál foreldra í námi í HÍ er að öll sveitarfélög á landinu veiti jafnháan afslátt af gjöldum leikskóla Félagsstofnunar stúdenta (FS), en eins og staðan er núna fer eftir því í hvaða sveitarfélagi nemendur eru með lögheimili sitt skráð, hversu mikinn afslátt nemendur fá af leikskólagjöldum. Sem dæmi fær foreldri sem er í námi og er með lögheimili sitt skráð á Seltjarnarnesi sama afslátt af leikskólagjöldum hvort sem það er með barnið sitt á leikskóla í Seltjarnarnesbæ eða á

leikskóla FS í Reykjavík. Hins vegar fær foreldri sem er í námi og er með lögheimili sitt skráð í Hafnarfirði engan afslátt af leikskólagjöldum ef barn þess er á leikskóla FS í Reykjavík. Fjölskyldunefnd telur rétt að afsláttur af leikskólagjöldum utan þess sveitarfélags sem lögheimili er skráð í ætti að vera jafnhár óháð því hvar á landinu foreldrar eru með skráð lögheimili. Í apríl á þessu ári bauð Fjölskyldunefnd, FS og Landsbankinn börnum nemenda í HÍ upp á fría leiksýningu á Háskólatorgi. Fjöldi fólks lagði leið sína í skólann og var það hinn hæfileikaríki Bernd Ogrodnik sem flutti verkið um Pétur og úlfinn í formi brúðuleiks. Fjölskyldunefnd hvetur áhugasama um starfið til að hafa samband hjá [email protected] eða [email protected] fyrir upplýsingar um Foreldrafélagið.

Höf

undu

r: J

óru

nn

Pál

a Jó

nas

ttir

, fo

rmað

ur V

öku

Höf

undu

r: E

rla

Kar

lsd

ótt

ir, f

orm

aður

fjöl

skyl

dune

fnda

r SH

ÍH

öfun

dur:

Vik

tor

Orr

i V

alga

rðss

on

Page 23: Stúdentablaðið 2012-13

23ww

w.fs.is

Þjónusta fyrir stúdenta við Háskóla Íslands

BÓKSALA STÚDENTAAllar námsbækurnar og miklu meira á www.boksala.is

KAFFISTOFUR STÚDENTAKaffistofur stúdenta eru í Árnagarði, Eirbergi, Háskólabíói, Læknagarði, Odda og Öskju. Fjölbreytt og gott úrval á lágmarksverði.

HÁMAHáma er veitingastaður, kaffihús og bar staðsett í hjarta háskólasamfélagsins á Háskólatorgi.

LEIKSKÓLAR STÚDENTASólgarður og Leikgarður eru fyrir sex mánaða til tveggja ára og Mánagarður fyrir tveggja til sex ára börn. Nánari upplýsingar á heimasíðu FS.

STÚDENTAGARÐARUmsóknum þarf að skila með rafrænum hætti á umsóknarformi sem finna má á síðunni www.studentagardar.is

STÚDENTAMIÐLUNAtvinnu-, húsnæðis- og námsbókamiðlun á

www.studentamidlun.is

Háskólatorgi, 3. hæð Sæmundargötu 4 Sími 570 0700 [email protected] www.fs.is

Höf

undu

r: J

óru

nn

Pál

a Jó

nas

ttir

, fo

rmað

ur V

öku

Höf

undu

r: E

rla

Kar

lsd

ótt

ir, f

orm

aður

fjöl

skyl

dune

fnda

r SH

ÍH

öfun

dur:

Vik

tor

Orr

i V

alga

rðss

on

Page 24: Stúdentablaðið 2012-13

24

Núna þegar laufin eru byrjuð að falla af

trjánum og hitastigið fer lækkandi þá

verða stundir okkar innandyra fleiri, og

hvernig betri leið til að eyða þeim en

undir teppi með góða bók.

Það eru margir góðir höfundar, hér-

lendis og úti í hinum stóra heimi, sem

henta sérstaklega vel fyrir fróðleiksfúsa

námsmenn, án þess þó að falla undir

skilgreininguna ,,skólabækur“. Einn af mí-

num uppáhaldshöfundum er Jodi Picoult,

en hún tekur gjarnan fyrir siðferðisdeilur

í bókum sínum, sem eru ávalt skrifaðar

frá sjónarhornum flestra persóna bókarin-

nar til skiptis. Það sem gerir Picoult og

bækur hennar einstakar er það að þú færð

ekki einungis skemmtun og fróðleik um

hin ýmsu mál sem hún tekur fyrir, heldur

ferðu ósjálfrátt að hugsa, ,,Hvað myndi ég

gera í þessum aðstæðum?“

19 mínútur (Nineteen Minutes)

19 mínútur er heillandi og átakanleg saga

af dreng sem á yfirborðinu lifir ósköp

venjulegu lífi, þar til einn daginn er hann

mætir með afskornar byssur í skólann og

hefur skothríð.

Margar bækur hafa verið skrifaðar um

svipuð atvik, en það sem setur þessa á

sérstakan stall er að við fáum að sjá inn í

huga drengins sjálfs, og hvers vegna hann

kaus að fara þessa leið.

Á ég að gæta systur minnar (My Sister‘s

Keeper)

Ég hef sjaldan verið jafn pirruð og þegar

ég horfði á samnefnda bíómynd sem

gerð var eftir þessari bók, þegar þau tóku

þennan stórkostlega, einstaka endi og

hentu honum í ruslið og skelltu klassísku

Hollywood-aðferðinni á í lokin.

Yndisleg bók um unga stúlku sem var

einungis fædd, til þess að systir hennar

sem þjáist af hvítblæði, gæti haldið lífi

með beinmergsígræðslum og fleiri átakan-

legum aðgerðum af hendi litlu systur sin-

nar. Þar til einn daginn segir yngri systirin

stopp, og allt fjölskyldulífið umturnast.

Reglur Hússins (House Rules)

Þessi bók er nýlega komin út í íslenskri

þýðingu. Hér segir Picoult frá dreng sem

þjáist af Asperger-heilkenni, og dag einn

er sakaður um morð. Saga sem einblínir

á fjölskyldutengsl og hversu langt þú ert

tilbúin að ganga fyrir barn þitt, þegar

allt bendir til þess að hann sé sekur um

hræðilegan glæp.

Brothætt (Handle With Care)

Saga sem lýsir vel þeim erfiðleikum

sem felast í því að eiga fatlað barn, og

sérstaklega fjárhagslegum erfiðleikum.

Þegar móðir ungrar stúlku með alvarlegan

beinagalla fær tækifæri á því að gefa dót-

tur sinni fjárhagslegt öryggi það sem eftir

er með því að lögsækja fæðingarlækninn

sinn þarf hún að standa frammi fyrir

þeirri ákvörðun hvort að það sé þess virði

að fórna áralöngum vinskap við lækninn

og hvort að hún geti haldið því fram fyrir

rétti, og heiminum öllum, að hún vildi

óska þess að barnið sitt hefði aldrei fæðst,

ef að það er það sem þarf til þess að veita

dóttir sinni það allra besta.

rith

öfu

ndur

: jO

di p

icO

ult

Höf

undu

r: S

tefa

nía

Ber

gsd

ótt

ir

Höf

undu

r: H

ugr

ún

Bjö

rnsd

ótt

r

Obama eða rOmney? fOrsetakOsninGar í bandaríkjunum 2012

Tekið skal fram að fleiri en

bara Obama og Romney bjóða

sig fram til forseta í ár. Gary

Earl Johnson býður sig fram

fyrir flokk að nafni Libertarian

Party og Jill Stein býður sig

fram fyrir Green Party. Tveggja

flokka kerfi Bandaríkjanna

tryggir hins vegar yfirburði

Demókrataflokksins og Repúb-

likanaflokksins. Frambjóðen-

dur annarra flokka eiga því

lítinn sem engan möguleika

á sigri.

Bar

ack

Oba

ma

er 4

4. f

orse

ti

Ban

darí

kja

nn

a.

Mit

t R

omn

ey v

ar á

ður

rík

isst

jóri

Mas

sach

use

tts.

Á kortinu sést hversu margir kjörmenn eru í hverju fylki. Í fylkjunum sem eru blá að lit er Obama talinn vera

með öryggt fylgi kjörmanna. Í fylkjunum sem eru rauð að lit er Romney talinn vera með öryggt fylgi. Guli liturinn

merkir lítinn mun á frambjóðendunum tveimur og því munu þeir einbeita sér að því að vinna sér inn fylgi í þessum

fylkjum. Heimild: Graphic News ©

Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fara

fram þann 6. nóvember næstkomandi og kos-

ningabaráttan því í fullum gangi. Í Bandaríkju-

num er svokallað tveggja flokka kerfi en það

þýðir að aðeins tveir stjórnmálaflokkar eru

stærstir og valdamestir í landinu. Þessir tveir

flokkar eru Demókrataflokkurinn og Repúb-

likanaflokkurinn. Að þessu sinni munu kjósen-

dur velja á milli Barack Obama, sitjandi forseta

og frambjóðanda Demókrataflokksins og Mitt

Romney, fyrrverandi ríkisstjóra Massachusetts

og frambjóðanda Repúblikanaflokksins.

Demókratar eru almennt taldir frjálslyndari

en repúblikanar. Þeir eru til að mynda

fylgjandi hjónaböndum samkynhneigðra og

fóstureyðingum. Einnig eru þeir hlynntir

auknum afskiptum ríkisins af ýmsum málef-

num. Repúblikanar á hinn bóginn halda fast í

hefðbundin íhaldsöm gildi og vilja takmarka

afskipti ríkisins.

Flókið kosningakerfi

Í Bandaríkjunum ríkir forsetaræði sem

þýðir að forsetinn er valdamestur en ekki

þingið. Forsetakosningar í Bandaríkjunum eru

óbeinar kosningar, en það þýðir að á kjördag

kjósa kjósendur í raun kjörmenn, sem koma

saman og kjósa forseta. Kjörmennirnir eru

538 talsins og frambjóðandi þarf að fá 270

kjörmenn, þ.e.a.s. meirihluta kjörmanna, til að

sigra. Sá frambjóðandi sem hlýtur flest atkvæði

í hverju fylki fær alla kjörmenn viðkomandi

fylkis.

Í langflestum tilfellum hafa kjörmenn kosið

sinn frambjóðanda til forseta en það hefur

komið fyrir að kjörmenn hafi kosið annan en

sinn frambjóðanda til forseta. Það heyrir þó til

undantekninga.

Bandaríska kosningakerfið hefur verið gag-

nrýnt fyrir að vera óþarflega flókið og ýmsar

breytingar hafa verið gerðar á því í gegnum

tíðina.

Efnahagsmál í brennidepli

Efnahagsmál, atvinnuleysi, skattar og

skuldavandi eru ein stærstu vandamál sem

Bandaríkin standa frammi fyrir um þessar

mundir. Frambjóðendurnir hafa því einbeitt

sér að þessum málum í kosningabaráttu sinni.

Repúblikanar hafa gagnrýnt aðgerðir Obama

í efnahagsmálum fyrir að skila ekki nægi-

legum árangri. Obama hefur hinsvegar fulla

trú á sínum aðgerðum og segir að það muni

líða nokkur ár áður en þær skila raunver-

ulegum árangri. Hann vill forðast að hækka

skatta hjá miðstéttinni en gæti hugsað sér að

grípa til skattahækkana á hátekjufólk, sem

repúblikanar eru harðlega á móti. Obama er

einnig hlynntur auknum afskiptum ríkisins

og reglugerðum um markaðinn. Romney vill

hinsvegar minnka afskipti ríkisins og afnema

reglur og höft af markaðinum.

Íslendingar vilja Obama

WIN/Alþjóðlegu Gallupsamtökin

framkvæmdu alþjóðlega könnun þar sem

viðmælendur voru spurðir hvaða forsetafram-

bjóðanda þeir myndu kjósa ef þeir fengju að

kjósa í forsetakosningunum í Bandaríkjunum.

Könnunin var lögð fyrir 26.000 manns í 32

löndum. Capacent Gallup sá um framkvæmd

könnunarinnar hér á landi.

Í ljós kom að Barack Obama nýtur stuðnings

81% þeirra sem tóku afstöðu í könnuninni en

Mitt Romney aðeins 19%. Mestur er stuðnin-

gurinn við Obama hér á landi en 98% þeirra

sem taka afstöðu myndu kjósa hann. Meirihluti

Íslendinga völdu „hæfni til að gegna starfi

forseta Bandaríkjanna“ sem ástæðu fyrir vali

sínu. Ísrael er eina landið þar sem meirihluti

aðspurðra myndi kjósa Romney, eða 65%. Meiri-

hluti Ísraela gáfu „stefna gagnvart heimalandi“

sem skýringu á vali sín

Heimildir:Capacent Gallup. http://www.capacent.is/frettir-og-frodleikur/thjodarpulsinn/thjodarpulsinn/2012/09/17/Forsetakosningar-i-Bandarikju-num/CNN Politics. http://edition.cnn.com/election/2012/campaign-issues.html#environmentandglobalwarming,,Lokatörn kosningabaráttunnar”, Fréttablaðið, 8.september 2012 http://www.visir.is/lokatorn-kosningabarattunnar/article/2012709089971,,Nær allir Íslendingar taka Obama fram yfir Romney”, Fréttablaðið, 14.september 2012http://www.visir.is/naer-allir-islendingar-taka-obama-fram-yfir-romney/article/2012709149959United States Presidential Election 2012. http://en.wikipedia.org/wiki/United_States_presidential_election,_2012Vísindavefurinn. http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=1120www.whitehouse.gov

Page 25: Stúdentablaðið 2012-13

25

Greiningarsjóður Stúdentaráðs Háskóla Íslands er afar

mikilvægur sjóður. Honum er ætlað að veita þeim nemen-

dum sem þurfa á greiningu að halda vegna sértækra

námsörðugleika eða athyglisbrests með eða án ofvirkni

(ADHD), styrk upp í kostnað greiningarinnar. Til að eiga

kost á að nýta sér þau námsúrræði sem háskólinn hefur

upp á að bjóða þá þurfa nemendur að skila inn greiningu

frá sérfræðingi til Náms- og starfsráðgjafar, en slíkar

greiningar geta verið afar kostnaðarsamar.

Greiningarsjóður SHÍ var settur á laggirnar

árið 2007 og hefur síðan þá létt á fjárhagsbyrgði nemenda

sem þurfa á slíkum greiningum að halda. Í stjórn sjóðsins

sitja formaður Stúdentaráðs, Sara Sigurðardóttir, for-

maður Jafnréttisnefndar SHÍ, Stefánn Jóhann Sigurðsson

og deildarstjóri Náms- og starfsráðgjafar, María Dóra

Björnsdóttir. Stjórn sjóðsins úthlutar úr sjóðnum einu

sinni á hvoru misseri, fyrir 1. nóvember á haustin og

fyrir 1. apríl á vorin. Samkvæmt reglum sjóðsins hefur

sjóðsstjórn einungis heimild til að úthluta 75% af heil-

darupphæð sjóðsins hverju sinni en sjóðurinn hefur verið

misvel fjármagnaður á milli ára. Í byrjun skólaárs bárust

þau gleðitíðindi að Samfélagssjóður Landsvirkjunnar

hefur ákveðið að styrkja sjóðinn og er Landsvirkjun þá

orðin helsti styrktaraðili sjóðsins fyrir skólaárið 2012-

2013. Rausnarlegt framtak þeirra mun án efa efla sjóðinn

umtalsvert og gera sjóðsstjórn kleift að koma vel til móts

við umsækjendur. Stúdentaráð HÍ, Jafnréttisnefnd SHÍ og

NSHÍ eru afar þakklát og færa Landsvirkjun bestu þakkir

fyrir.

Fyrsta úthlutun vetrarins mun fara fram fyrir

1. nóvember eins og stendur í lögum og verður síðasti

dagur til að skila inn umsókn 22. október. Styrkþegi

skal skila inn afriti af niðurstöðu greiningar um sértæka

námsörðugleika eða athyglisbrests/ofvirkni (ADHD),

upplýsingum um hver framkvæmdi hana ásamt afriti

af reikningi vegna greiningarinnar. Umsókn þar að in-

nihalda stutta greinargerð um umsækjenda ásamt helstu

tengiliða upplýsingum. Upplýsingar um úthlutunina

verða sendar út í tölvupósti, þeim gerðar góð skil á hei-

masíðu Stúdentaráðs (www.studentarad.is) og á Facebook

síðu ráðsins.

styrkir úr GreininGar-sjóði

Höf

undu

r: S

ara

Sigu

rðar

ttir

, for

mað

ur S

nas- hyrninGarnir rÁðast inn í nOrður- pólinnÞann 9. nóvember verða Nashyrningarnir eftir Ionesco

frumsýnt á sviði Norðurpólsins undir leikstjórn Árna

Kristjánssonar. Stúdentablaðið tók viðtal við hann til

að gefa Stúdentaleikhúsinu tækifæri til þess að kynna

leikritið fyrir öllum nemendum og bjóða þeim velkomnir

í leikhúsið á Seltjarnarnesi.

Árni, geturðu sagt okkur nokkuð um

starfsferilinn þinn á sviði leiklistar?

Ég útskrifaðist frá Listarháskóla Íslands árið 2008,

þar var ég í námi sem heitir Fræði og framkvæmd sem er

opið leiklistarnám; það kennir manni að vinna með

hugmyndir og koma þeim til skila. Ég útskrifaðist frá

þessu námi með mikinn áhuga á að vinna sem leikstjóri

með nýja texta aðallega og hef eiginlega mest gert það.

Ég leikstýrði verki sem heitir Ástverk ehf. árið 2008 með

Iðnaðarmannaleikhúsið. Frá Ástverki hef ég leikstýrt í

London einni sýningu sem heitir Killing the dream og er

eftir Nick Bain og svo töluvert í menntaskólum, bæði í

Kvennaskólanum og Fjölbreytaskóla Suðurlands og svo

lék ég með minn eigin einleik árið 2010. Í fyrra leikstýrði

ég síðan barnaleikriti Kallinn sem gat kitlað sjálfan sig og

útvarpsleikriti Ímyndaðar afstæðiskenningar eftir Ævar

Þór Benediktsson. Flest leikrit sem ég hef leikstýrt eru

frumsamin eða leikrit sem ég hef samið með leikhóp

þannig að takast á við Nashyrningana er að mörgu leyti

ný áskorn fyrir mig, einnig vegna þess að það er texti

sem ég hef lært að þekkja vel síðan ég byrjaði að leika á

menntaskólaárum. Áskorunin fólst mest í því að vinna

með Nashyrningana með þeirri tækni sem ég hef áunnið

mér sem leikstjóri.

Af hverju völduð þið Nashyrningana?

Mér fannst pólitísk virkni leikritsins mjög

spennandi og mig hefur alltaf langað að taka á því

með atvinnuleikurum. Það var í spilunum árið áður

en Stúdentaleikhúsið talaði við mig, en þótti alltaf of

ópraktískt. Síðan ég talaði við Stúdó kom ég með þessa

hugmynd og við vorum strax sammála. Þau voru að

leita að leikriti sem hægt var að vinna með á skapandi

hátt og það hentaði mínum vinnuaðferðum mjöf vel.

Þrátt fyrir pólitíska virkni Nashyrninganna er þetta leikrit

engu að síður kómedía, sem heillaði mig ekki minna.

Aðalpersónan, Berenger, er ótrúlega óheppinn og fyndinn.

Hann er næstum því einsog franski trúðurinn Pierrot.

Margt sem gerist í leikritinu getur maður séð í einhverri

Chaplin-kvikmynd eða í grínverki. Þetta voru helstu

ástæðurnar fyrir valinu.

Hvernig telur þú að þetta leikrit eigi ennþá við?

Það sem höfundurinn Ionesco segist gagnrýna

með Nashyrningunum er ekki eitt afl sem tekur yfir eða

eitt ástand, heldur þessa tilhneigingu mannsins að fylgja

fjöldanum. Þessi tilhneiging á alltaf við og kannski enn

frekar núna. Við erum sífellt að taka afstöðu til alls, ekki

ígrundaðar afstöður heldur leggja mat á allt mögulegt

-- like eða ekki like -- og þú þarf að velja ólýsanlega margt

í þínu hversdagslega lífi á hverjum einasta degi. Það að

fylgja fjöldanum er næstum því óhjákvæmilegt á okkur

dögum. Þetta leikrit mun þá alltaf eiga við á meðan við

erum að berjast fyrir sjálfstæði og hvetja til sjálfstæðrar

hugsunar.

Í þriggja vikna námskeiðinu Stúdentaleikhússins

mættu 47 manns. Hvernig hefuðu valið sautján

leikara út úr þessum stóra hóp?

Það kom mér á óvart með þetta námskeið hvað

hópurinn var jafn. Það var næstum því ómögulegt að velja!

En það tókst nú samt að lokum og nú þar sem æfingar eru

hafnar og leikarar byrjaðir að kynnast verkinu er komin

góður andi og svaka stemning í loftinu. Eitt af því sem ég

vissi að yrði erfitt frá byrjun var hlutverkaskipan verksins

þar sem rosaleg þyngd hvílir á tveimur aðalhlutverkum,

ásamt náttúrulega kynjahlutfallinu, það er mikið af

karlhlutverkum í verkinu og kvenhlutverkin bjóða

ekki upp á mjög mikið. Þannig að eitt af því fyrsta sem

ég gerði var að lesa verkið aftur og leita leiða til þess

að gera þetta að meiri hópsýningu, að þetta yrði saga

fólksins frekar en einhvers eins einstaklings og fann

þannig marga möguleika. Ákvörðun var tekin um að

virkja minnihlutverkin, gera meira úr þeim og gera síðan

aðalhlutverkið að kvenhlutverki og ég held að það sé

róttæk breyting. Ég var spenntur frá byrjun að sjá hvort

þetta væri mögulegt og markmið námskeiðsins var líka

að finna út hvað ég var með í höndunum. Það sem gerist

þegar maður breytir Berenger yfir í Berglindi er að allt

kynjahlutfallið í leikritinu jafnast út. Ætlunin var engu að

síður sú að gefa leikbókmenntunum tækifæri til að sýna

kvenpersónu í aðalhlutverkinu og t.d. að sjá karlmaður

segja að hann skammist sín fyrir að vera í kringum

hana. Flókna persónan fær að vera kona og í rauninni

valkvíði Berengers, sem er að einhverju leyti líka valkvíði

höfundarins, á svo ótrúlega vel við nútímakonur vegna

þess að allur þrýstingurinn snýst um hvernig þú átt að

vera, hvað þú mátt hugsa og hvernig þú átt að koma fram.

Höf

undu

r: M

atte

o T

arsi

Ljós

myn

dari

: Dan

íel

Per

ez E

ðva

rðss

on

Höf

undu

r: S

tefa

nía

Ber

gsd

ótt

ir

Page 26: Stúdentablaðið 2012-13

26

Heimildir:Capacent Gallup. http://www.capacent.is/frettir-og-frodleikur/thjodarpulsinn/thjodarpulsinn/2012/09/17/Forsetakosningar-i-Bandarikjunum/CNN Politics. http://edition.cnn.com/election/2012/campaign-issues.html#environmentandglobalwarming,,Lokatörn kosningabaráttunnar”, Fréttablaðið, 8.september 2012 http://www.visir.is/lokatorn-kosningabarattunnar/article/2012709089971,,Nær allir Íslendingar taka Obama fram yfir Romney”, Fréttablaðið, 14.september 2012http://www.visir.is/naer-allir-islendingar-taka-obama-fram-yfir-romney/article/2012709149959United States Presidential Election 2012. http://en.wikipedia.org/wiki/United_States_presidential_election,_2012Vísindavefurinn. http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=1120www.whitehouse.gov

helk

a

,,Ekkert fjör án áskorana”

Hekla er 1.491 m hár eldhryggur og eitt virkasta

og þekktasta eldfjall Íslands, gjarnan kölluð Drottning

íslenskra eldfjalla. Fjallið, sem er í Rangárvallasýslu, sést

víða að og er auðþekkjanlegt – eins og bátur á hvolfi með

breiðar axlir og háan toppgíg. Hekla gaus síðast í febrúar

árið 2000. Þá var spáð fyrir um eldgosið 15 mínútum

áður en það hófst. Hekla er fremur ungt eldfjall og er

meginhluti þess, þ.e. allt háfjallið, talið vera yngri en

7.000 ára. Fjallið stendur á fremur þykkri jarðskorpu

þar sem Suðurlandsbrotabeltið og Suðurlandsgosbeltið

mætast. Þarna er því mikil virkni í jarðskorpunni,

spenna er hlaðinn í brotbeltinu en undir gosbeltinu

liggja kvikuhólf og kvikuþrær. Fjallið sker sig frá öðrum

íslenskum eldfjöllum að því leyti að kvikuhólf hennar

er mun dýpra en í öðrum fjöllum landsins, eða um 11

km dýpi í jarðskorpunni. Mikil hjátrú hefur verið tengd

fjallinu í gegnum aldirnar. Töldu menn lengst af að Hekla

væri inngangur að helvíti eða jafnvel helvíti sjálft. Nát-

túrufræðingarnir Bjarni Pálsson og Eggert Ólafsson vildu

afsanna þetta og voru fyrstir manna til að ganga á fjallið

árið 1750.

Hekla hefur gosið á 10 ára fresti frá 1970 og gæti

því gosið hvenær sem er, eða hvað? Nú eru liðin

12 ár frá síðasta gosi.

Þessi spenna og óvissa réðu ríkjum þegar 70 manna

hópur Fjallasnigilsins lagði leið sína á Heklu 23. septem-

ber síðastliðinn. Gaman var að sjá mikinn fjölda skip-

tinema, enda oft erfitt að blanda geði í framandi landi,

sérstaklega þegar hætta er á eldgosi. Mig grunaði ekki að

það yrði svona svakaleg aðsókn í þessa ferð og þurfti því

að loka fyrir skráninguna í snarhasti þegar búið var að

fylla eina 62 manna rútu. Hugrakkur hópur safnaðist því

saman og lét ekki vind og úrkomu stoppa sig í göngunni.

Mikilvægt er að vanda leiðsögn, velja rétta leið

og passa upp á alla, það hjálpaði því mikið að

hafa farið á toppinn helgina áður.

Æsispenntur hópurinn hittist á bílastæðinu við

Öskju klukkan 08.30. Á leiðinni hrópaði ég bjartsýn í

hljóðnemann að við myndum fá gott veður, því það var

að birta yfir, en eins og allir vita þá eru náttúruöflin á

Íslandi sjálfstæðari en kettir. Það byrjaði fljótlega að

rigna á okkur, svo stytti upp, svo byrjaði aftur að rigna

og svo tók að blása á okkur í ofanálag. Sólin var alltaf að

stríða okkur á bak við skýin. Þokan læddist svo að okkur

og rigningin breyttist í stingandi snjókomu. Þrátt fyrir

allt þetta voru allir kátir á fjallinu! Þegar ofar var komið

vorum við komin í meiri snjó, og meiri þoka var farin

að læðast að okkur, skyggnið var að versna og vindurinn

orðinn allmikill. Þótt stutt væri í toppinn, um 300 metrar,

tókum við þá skynsamlega ákvörðun að snúa við, enda

er náttúran ekki til að leika sér að! Ekkert skyggni var á

toppnum, svo útsýnið var ekki mikið fyrr en á niðurleið.

Við bjuggum því til okkar eigin fjallstopp og lofuðum

Heklu að við kæmum aftur í betra veðri fljótlega, eða

þegar hún væri búin að ljúka sér af.

Fjórir hugrakkir herramenn skelltu sér aftur á

Heklu þriðjudaginn 26. september eftir að hafa séð af-

bragðs veðurspá, og hér eru þeir kátir á tindi fjallsins. Það

er ekki að ástæðulausu sem fólk vill fara á Heklu í góðu

veðri, það er nefnilega mjög sjaldgæft að fá gott skyggni

og svo er eitt fallegasta útsýnið frá toppi fjallsins, 6 jöklar

og Landmannalaugar.

Það æðislega við þessa ferð var hvað hún

heppnaðist vel þrátt fyrir erfitt veður, enda er ekkert fjör

án áskorana. Þessi samheldni hópur á svo sannarlega

góðar minningar frá þessu ævintýri.

Viðtal við Sigurð Jón Björgvinsson

Ég heiti Sigurður Jón Björgvinsson og er á öðru

ári í Jarðfræði við Háskóla Íslands. Ég kom með á

sunnudaginn í vonda veðrinu. Dreif mig svo aftur í

geggjuðu veðri á þriðjudaginn, og náði uppá topp.

Hvað drífur fólk áfram í ævintýri af þessu tagi?

Ævintýraþráin, sigra markmiðin, og já skoða nýja

hluti, upplifa eitthvað nýtt. Það er varla til betri hreyfing

fyrir líkamann en svona göngur.

Hvernig var upplifunin af Heklu í svona dún-

durveðri?

Þetta var rosalegt! Þetta var bara einstakt. Eiginlega

ekki hægt að lýsa því með orðum. Sjálfur hef ég aldrei

farið svona hátt. Fyrir mér var þetta alveg nýtt, sjá bara

nánast allt Ísland á einum og sama tíma. Já við sáum bara

allt, basicly! Það var svo heiðskírt!

Í hverju finnst þér töfrar við fjallgöngur vera

fólgnir, af hverju er svona merkilegt að fara

uppá fjall?

Ég geri þetta persónulega af því að mér finnst

hreyfingin góð, ég á erfitt með að drífa mig af stað í

ræktina og finnst þetta skemmtilegra. Svo er það nát-

túrulega að ná markmiðum, toppa sig og svona, ná

toppnum, svona: no matter what, sko. Ennþá sætara að

ná toppnum ef það er vitlaust veður og svona. Bara já, að

sigra, ná markmiðunum, challengja sjálfan sig. Fara út

fyrir þægindahringinn. Svo er ég að læra jarðfræði, hef

áhuga á jarðfræðinni, skoða mig í kring, af hverju eru

fjöllin svona en ekki svona?

Hefurðu gengið mikið á fjöll?

Fór á Kverkfjöll með pabba þegar ég var smápolli.

Í stígvélum og eitthvað, við snérum við. En þetta er það

hæsta sem ég hef farið á. Þetta er toppurinn, o far.

Viðtal við Bastian Schneider

Viðtal við Bastian Schneider sem er 26 ára skipti-

nemi í jarðfræði við Háskóla Íslands.

Hvernig líkar þér við Ísland?

Mér líkar við Ísland, ég elska Ísland. Ég gerði mér

engar vonir áður en að ég kom hingað. Fíla að vera úti og

upplifa náttúruna og jarðfræðina. Ég fíla líka Reykjavík,

er frá svipað stórri borg í Þýskalandi, en Reykjavik er

miklu þéttari, allt á einum stað þrátt fyrir smæð bor-

garinnar. Verðið á áfenginu er það eina neikvæða við

Ísland.

Þú hefur ferðast til og búið í 34 mismunandi

löndum, hvað er svona sérstakt við Island?

Það er bara eitthvað alveg einstakt við Ísland. Það

er ennþá í boði að upplifa ævintýri, gera eitthvað sem

ekki margir hafa gert áður. Svo mörg auð svæði, náttúran

og tunglið.

Hvernig fannst þér að ganga á Heklu? Við hverju

bjóstu og hvernig stóðust væntingarnar?

Við hverju bjóst ég? Í rauninni var þetta algjörlega

ný reynsla fyrir mig. Snjóstormurinn var rosalegur, hef

upplifað svona áður en ekki svona mikinn. Ég elskaði

það, maður finnur að maður er bara lítil manneskja í

náttúruöflunum, leikfang í náttúrunni. Svolítið smeykur

af því að Hekla gat farið að gjósa. Frekar heimskulegt að

fara að ganga þarna. En ég elska að gera heimskulega

hluti! Skiptir ekki öllu máli þegar uppi var staðið. Var

bara töff reynsla, ný reynsla, þótt ég telji mig vera

reyndur maður.

Þér fannst þetta ekkert óþægilegt í svo slæmu

veðri?

Nei, ekki mér, af því að ég var vel búinn. Sumir

voru verr klæddir en ég en það var enginn að kvarta,

fólk hafði ekki efni á því af því að þú varst ítrekað búin

að segja fólki hvernig best væri að vera klætt á fjöllum.

Fólk er líka mismunandi vant kulda, fjall í svipaðri hæð í

Evrópu er hlýrri en fjöllin á Íslandi svo fólk gerir sér ekki

alveg grein fyrir kuldanum á Íslandi.

Höf

undu

r: E

rla

Þó

rdís

Tra

ust

adó

ttir

Ljós

myn

dari

: Nat

sha

Nan

dab

hiw

at

Page 27: Stúdentablaðið 2012-13

Komdu skipulagi á námiðSnjalltækið getur reynst dýrmætt hjálpartæki í námi. Þú getur meðal annars haldið utan um glósurnar þínar, heimanámið, leitað heimilda og reiknað flóknustu föll. Möguleikarnir eru endalausir.

Þín ánægja er okkar markmið

Heimildir:Capacent Gallup. http://www.capacent.is/frettir-og-frodleikur/thjodarpulsinn/thjodarpulsinn/2012/09/17/Forsetakosningar-i-Bandarikjunum/CNN Politics. http://edition.cnn.com/election/2012/campaign-issues.html#environmentandglobalwarming,,Lokatörn kosningabaráttunnar”, Fréttablaðið, 8.september 2012 http://www.visir.is/lokatorn-kosningabarattunnar/article/2012709089971,,Nær allir Íslendingar taka Obama fram yfir Romney”, Fréttablaðið, 14.september 2012http://www.visir.is/naer-allir-islendingar-taka-obama-fram-yfir-romney/article/2012709149959United States Presidential Election 2012. http://en.wikipedia.org/wiki/United_States_presidential_election,_2012Vísindavefurinn. http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=1120www.whitehouse.gov

Page 28: Stúdentablaðið 2012-13

28

brOsmildir heimamenn OG íslenskunÁmskeið í bónusÍ kring um 300 skiptinemar stunda nám við Háskóla

Íslands þessa önn. Ég settist niður með nokkrum þeirra

og spjallaði um daginn og veginn en mestmegnis samt

um hvernig það er að vera skiptinemi á Íslandi.

Afhverju völduð þið Ísland?

C: Mér fannst það mjög spennandi og öðruvísi.

Svo er það ekki á hverjum degi sem maður hefur

tækifæri til að fara til Íslands.

B: Þar sem námið mitt tengist Íslandi þá lá þetta beint

fyrir.

K: Ég bjó í Ástralíu í eitt ár og vildi prófa að fara norður

til tilbreytingar.

Vegna ófullnægjandi kínversku kunnáttu er 胡广 spurður

hvort hann sé stundum kallaður eitthvað annað? Já, ég er

kallaður Jackie, Jackie Chan.

J: Ég þekkti engann sem hafði komið til Íslands og fannst

það því mjög spennandi.

Vissuð þið eitthvað um landið áður

en þið komuð hingað?

C: Nei í rauninni ekki. Bara þetta klassíska,

Geysir og eldföll.

B: Já alveg helling, einn kennarinn minn í Frakklandi bjó

hér og hún sagði mér mikið af hræðilegum hlutum. Hún

flúði Ísland fyrir tvemur árum. Hún sagði þetta skelfilegt

land, allir þunglyndir og alltaf fullir. Þannig ég kom

hingað til að komast að því sjálfur.

J: Ég er sko ekki sammála. Mér finnst Íslendingar ekki

vera þunglyndir, allavega ekki úti á götum en kannski er

fólk það bara heima hjá sér.

K: Ég vissi bara að skyr kemur frá Íslandi, það er nýjasta

heilsuæðið í Danmörku, annars var það ekki svo mikið

sem ég vissi.

J: Ég vissi að Ísland er í Norður Evrópu og þar býr ríkasta

fólkið. Svo eftir að ég sótti um fór ég að skoða tölfræði

um landið og lesa íslenskar skáldsögur.

Hvað kom mest á óvart við komuna?

C: Hvað landslagið er magnað. Ég fór til Vestfjarða

og var alveg dolfallinn yfir síbreytilegu landslaginu.

Ótrúlegt.

B: Fólkið, allir eru svo glaðir og brosmildir.

Mjög ólíkt París. Fólk er ekki svona hamingjusamt í París.

K: Ég er sammála. Fjöllin skipta litum á hverjum degi,

þetta er stórfurðulegt.

J: Ég tók sérstaklega eftir ógnótt af fossum,

og enginn einn er eins, Ísland er eins og fossasafn

(museum of waterfalls)!

Þannig þið voruð hissa á því hvað

fólk virðist hamingjusamt?

C: Ég mundi ekki endilega segja það, heldur er fólk

bara mjög afslappað.

J: Já það er rétta orðið! Afslappað.

K: Bara ef þú lítur á einhvern þá brosir fólk til baka og

það gerist aldrei í Danmörku.

B: Þú getur í rauninni bara heilsað ókunnugum úti á götu

og fólk mun stoppa og byrja að tala við þig.

J: Kannski bara vegna þess við virðumst ráðvillt.

K: Svo er Reykjavík líka svo þægileg stærð á borg. Það er

rosalega góð tilfinning að labba niður götuna og rekast á

fólk sem þú þekkir, svo heimilislegt.

Hafið þið í hyggju að læra

einhverja íslensku?

J: Já. Ég get núna lesið allar merkingarnar í Bónus,

og mig langar að læra meira. Mér finnst það mjög

mikilvægt til þess að kynnast nýjum menningarheimi.

K: Ég myndi alveg vilja læra eitthvað en ég hef hreinlega

ekki tíma, það er svo mikil heimavinna hjá mér.

J og B: Er það samt ekki auðvelt fyrir þig, þar sem þú ert

frá Danmörku?

K: Maður myndi halda það, en það er virkilega erfitt. Svo

vilja íslendingar líka helst bara tala við mig á dönsku.

Talið berst að skiptinemum sem ætla ekki að

læra tungumálið í landinu þar sem þeir búa. Er

það samt ekki skiljanlegt að nemendur sem eru

hér einungis tímabundið, vilji ekki eyða öllum

sínum tíma í að læra mál sem þeir hafa svo lítið

að gera við í framtíðinni? ‘

B: Mér finnst mjög áhugavert að læra tungumál

eins og íslensku, það er mjög kröftugt mál með mikla

bókmenntasögu. Að læra nýtt tungumál er hluti af því að

vera frá heiminum en ekki bara frá þínu heimalandi. Mér

finnst að fólk ætti að leggja það á sig að læra málið.

Hvað finnst ykkur um skemmtanalífið

í Reykjavík?

C: Ég kann virkilega vel að meta það. Það

er allt öðruvísi en í Þýskalandi, þar sem er meiri

klúbbastemning. Ég fíla það að hér séu mestmegnis bara

barir, því þá er líka hægt að tala saman.

B: Ég myndi líkja því við skemmtanalífið í Bodrum á

Tyrklandi. Ein gata með fullt af stöðum, allir eins og með

sömu tónlistinni. Mér finnst það frekar leiðigjarnt.

J: Í Kína er í rauninni ekkert skemmtanalíf í þessum stíl,

á kvöldin spilum við tölvuleiki eða syngjum í karokí.

C: Hvernig kynnist maður þá stelpum?

J: Það er erfitt. Það eru einmitt of margir piparsveinar í

Kína, það er virkilegt vandamál.

Í framhaldi af þessu skapaðist mikil og skemmtileg

umræða um skemmtanalíf og stefnumótamenningu í

Kína, en það er aftur á móti efni í annan pistil.

Nafn: Carsten LamberthAldur: 22 áraLand: Þýskaland Nám: LögfræðiHeimaskóli: University of Muenster

Nafn: Kathrine Gyrup AndersonAldur: 22Land: Danmörk Nám: Evrópsk fræðiHeimaskóli: Copenhagen business school

Nafn: Benjamin DesvaloisAldur: 24Land: Frakklandi Nám: Skandinavísk tungumál og saga Heimaskóli: Sorbonne, París

Nafn: 胡广 (Jackie Chan)Aldur: 20Land: Kína Nám: EfnafræðiHeimaskóli: Nanjing University

Höf

undu

r: K

amil

la G

ylfa

ttir

Ljós

myn

dari

: Nat

sha

Nan

dab

hiw

at

Page 29: Stúdentablaðið 2012-13

29

Ljós

myn

dari

: Gu

ðjó

n G

eir

Jón

sso

nH

öfun

dur:

Sig

urg

eir

Óla

fsso

nle

sið

Vatnið skvettist framan í mig. Það er kalt. Ég ætti ekki að vera hissa, þetta er nú jökulá. Framundan eru flúðir. Ég halla mér fram í bátnum til að gera hann stöðugri, nú þýðir ekki að missa einbeitinguna. Ég hossast upp og niður og kastast til. Þetta er bara létt. Stórar vatnsgusur ganga yfir bátinn. Allt í góðu, ég er í þurrbúningi – hugsa ég, og strýk það mesta úr andlitinu.

Fyrir aftan mig heyri ég einhvern öskra. Ég lít við, það er Roman, reynsluboltinn í hópnum. Vatnsniðurinn gleypir orðin en ég heyri að honum er mikið niðri fyrir. Mjög mikið. Hann er farinn að róa eins og brjálæðingur á móti straumnum í 45°stefnu að landi. Og hinir samferðamenn mínir líka. Hvaða andskotans stress er þetta hugsa ég og sný mér aftur við. Þá sé ég það. Stór trjábolur hefur fallið yfir ána. Ef straumurinn ber mig þangað gætu greinarnar sprengt bátinn og straumurinn troðið mér undir tréð þaðan sem ég ætti líklega ekki aftukvæmt. Ekki annað að gera en að taka til ára sinna.

Báturinn er svo léttur að ég má hafa mig allan við til að hann snúist ekki bara í hringi

þegar ég toga mig á móti straumnum. Að endingu hef ég mig þó að landi og við ákveðum að taka enga sénsa og bera bátana smá spöl eftir bakkanum áður en við gefum okkur á vald náttúruaflanna á ný.

Í Alaska, og víðar um heiminn, riður sér nú til rúms nýtt sport sem hefur blásið sokkana af útivistarfólki og ævintýragörpum hvarvetna.

Íþróttin er kölluð packrafting upp á engilsaxneskuna en vasafleki er nýyrði í þjálfun.

Í stuttu máli er um að ræða mjög létta, samanbrjótanlega eins manns raftingbáta.

Þeir eru hannaðir með það að markmiði að vera mjög léttir og komast vel fyrir í farangri. Báturinn sjálfur, með björgunarvesti, árum, hjálmi, blautbúningi, öryggislínu og öllu öðru tilheyrandi vegur í allra mesta lagi 7 kg og skilur eftir nóg pláss í venjulegum útivistarbakpoka fyrir mat, vatn, tjald og flest annað sem þú þarft fyrir tryllitúr sem bragð er af.

Hugmyndin er að þú getir auðveldlega tekið bátinn með þér hvert á land sem er. Í upphafi voru þeir smíðaðir fyrir útivistarfólk sem vildi leggja að

baki langar vegalengdir í óbyggðunum en vantaði auðvelda leið til að komast yfir ár og fljót sem í vegi þeirra urðu. Í seinni tíð hefur íþróttin áunnið sér stall sem eiginlegt sport af fólki sem vill sameina fjallgöngu eða jafnvel fjallahjólreiðar við raftingferðir og sigra árnar í stað þess að fara yfir á hinn bakkann.

Ég skora á alla meðalhrausta Íslendinga að reima nú á sig gönguskóna og sjá með eigin augum alla þessa ósnertu náttúru sem Icelandair er alltaf að tala um.

Það þarf ekki alltaf að leita langt. Okkar farsældar frón er mörgum kostum

gætt sem gæti gert það að paradís vasaflekanna. Enginn skortur er hér á köldum ám til að sulla í og það er meira að segja hægt að komast að þeim án þess að eiga á hættu að rekast á björn eða byssuóðan Ameríkana.

Bættu á listann, helgi á vasafleka er eitthvað sem þú þarft að gera áður en þú deyrð.

Vasaflekar (packraftinG)

150.000 krónu inneigní bóksölunni 

Í byrjun desember veitir Félagsstofnun stúdenta 10 stúdentum við Háskóla Íslands

styrki til að vinna að lokaverkefnum. Síðustu ár hafa styrkirnir komið duglegum

nemendum vel í kostnaðarsömum skólabókakaupum en hver styrkur er í formi

150 þúsund króna inneignar í Bóksölu stúdenta.

Fimm styrkir verða veittir stúdentum í grunnnámi, einum á hverju fræðasviði,

og fimm styrkir stúdentum í meistaranámi óháð fræðasviði.

 

Skilyrði sem umsækjendur þurfa að uppfylla eru:

• Þeir sem sækja um styrk fyrir BS, BA eða B.Ed.

verkefni skulu hafa lokið a.m.k. 2/3 af náminu.

• Þeir sem sækja um styrk fyrir meistaraverkefni skulu

hafa lokið a.m.k. helmingi af náminu.

• Umsækjendur skulu vera skráðir til útskriftar í

febrúar, júní eða október árið 2013.

 

Markmið styrkjanna er:

• Að efla möguleika stúdenta á öllum fræðasviðum á að

vinna að umfangsmiklum rannsóknarverkefnum.

• Að styðja framúrskarandi nemendur við lokaverkef-

navinnu.

• Að auðvelda stúdentum aðgang að fræðibókum á

sérsviði þeirra.

Frágangur umsóknar:

 1.      Umsókn, hámarki þrjár blaðsíður

samtals.

• Fremst í umsókn skal koma fram: Nafn nemanda, nafn leiðbeinanda, deild og

svið þaðan sem nemandi útskrifast og heiti lokaverkefnis.

• Markmiðslýsing, aðferðafræði, rannsókna- og tímaáætlun.

• Upplýsingar um aðra styrki eða laun vegna verkefnis.

2.      Fylgirit:

• Staðfesting frá nemendaskrá HÍ um að umsækjandi sér skráður til útskriftar árið

2013.

• Námsferilsyfirlit frá nemendaskrá

• Meðmæli frá leiðbeinanda þar sem fram kemur: 1.Nafn nemanda.

2. Upplýsingar um að nemandinn stefni á útskrift innan árs

samkvæmt skráningu nemenda-skrár. 3. Skal leiðbeinandi einnig gera grein fyrir

hæfni nemandans til að leysa verkefnið. Leiðbeinandi sendir umsögn rafrænt

beint til FS á netfangið [email protected].

 

Page 30: Stúdentablaðið 2012-13

3030

“eat, pray, lOVe, eat sOme mOre”

There is something magic and fascinating in trav-

elling. I‘m talking about the desire to see people and

places, to know, to observe things in every detail, and

then put every memory inside that old-fashioned bag we

always carry around, the one that‘s called „Experience“.

We all have a cultural background that influences in-

voluntarily our view of the world. Therefore, even if we

leave with good intentions and spirits, we always end up

feeling weirdly aware of the gap between cultures, often

even pointing out the differences in a haughty way. We

know our country has no rivals in particular fields, so we

start celebrating and defending it with an uncommon

pride and patriotism. „Are you seriously calling this thing

„pizza“?“, or „Baseball is not a real sport!“, or even „How

do people dress up here?“, and so forth, sometimes go-

ing over the limits imposed by common sense and good

manners.

If you are not affected by this syndrome I envy you,

but I admit sincerely that, being a true Italian, I often

rolled my eyes at dinner, wondering whether this was

Iceland or the moon and why Icelanders eat grjónagrau-

tur. I must say it‘s still a mystery to me.

Have you ever seen an Italian panicking? Pale face, like a

vampire, wide-eyed, with heavy stutter, absent minded:

typical symptoms of who has just witnessed the martyr-

dom of pasta Barilla, offended by an inexperienced cook

who dared pour oil in the boiling water and then forgot

to put some salt. If the pasta is with ketchup, then I

strongly suggest you to migrate like birds, as soon as pos-

sible. The most atheist of the atheist‘s community would

invoke God in front of a pizza with pineapple: „ Father

forgive them, for they do not know what they are doing“.

Although Italian people sound pretty arrogant when

they talk about food, they should not be misunderstood.

This love for food is not merely greed or gluttony: there

is something more, hidden behind it, something that

has grown for centuries, since the Roman Empire. The

ancient warriors used to adore eating and feasting so

much that when they felt that their bellies were full,

then they walked toward long hallways called „vomitoria“

and there they threw up their dinner and began to eat

again straight away. Don‘t expect to see a scene like this

if you are walking past a restaurant in Rome, though:

Italian people have now developed the idea that this old

practices were not only dangerous for the body, but they

were also disrespectful and a waste of food.

Eating is not merely a matter of biting, chewing

and swallowing: it‘s also a matter of preparing that food,

smelling the perfumes that come from the dishes in front

of you, and enjoying the strong tastes and flavours, slow-

ly, quietly, over and over. It‘s also a matter of feasting,

staying in group, enjoying a glass of fine wine, celebrat-

ing the family. Il dolce far niente, the pleasure of doing

nothing, should reach its climax when we break fast:

our limbs should finally relax in front of our favourite

food, we would enjoy every bite of it, tasting it, feeling

its juiciness on our tongue, remembering old memories

we thought lost. The respect we should feel toward food

is endless. That‘s why Italian people get often crazy over

a poorly done meal: not with arrogance, nor pride, but

simply with strong respect. As a matter of fact, we could

never be so presumptuous to state that we are the only

nation able to cook on this planet. Have you ever tasted

Thai, or Indian food, for example? A specific dish has its

own story, it belongs to a tradition, it expresses memo-

ries and, above all, it binds a nation. Therefore even if

you don’t find it particularly tasty or if you don’t enjoy

it, it does not necessarily mean it‘s not good. You need to

know what stands behind that food and what it means

for those people who cooked it. I reckon every nation has

some peculiar dish that most people, even within that

same nation, find absolutely disgusting or unbearable to

eat.

For instance, „Casu marzu“ is a Sardinian cheese with a

very strong taste that should be eaten with bread. Never-

theless, if you don’t like to see your food moving in the

plate, I recommend you to avoid it: casu marzu is in fact

maggot cheese.

„Skata“ is not better: it‘s an Icelandic dish which can be

translated to English as „skate“. This fish is left in a closed

place to ferment for a month or so, a bit like the famous

rotten shark, which has nevertheless a longer fermenta-

tion period. Skata is usually eaten in Icelandic families

around Þórláksmessa, in the 23rd of December, and it‘s

the worst Christmas gift someone can get. It feels like

you‘re sniffing pure ammonia and it tastes even worse: if

you dont keep your nose closed while you‘re eating, you

won‘t be able to swallow more than one bite.

How could I leave out the celebrated „Hákarl“,

the putrid shark, or „Hrútspungar“, ram‘s testicles, or

even „Svið“, the boiled sheep head! These dishes are

only a small example of particular food that is not often

eaten and it‘s largely found repulsive, but that has an

important role in national identity: everyone of them

has a story behind, and each one ties together people on

special occasions, so that everybody truly feels as a small

part of that community. Nevertheless, we must not think

that food is exclusive: it is instead one of the most effec-

tive ways to interact and understand a different society.

The foreigner who wants to really live the experience

must not feel as a tourist, but as a man among men of

the same community, and try everything that that coun-

try offers, beginning with the food. We must focus on

finding similarities instead of differences, experiencing

international integration and truly “tasting” tradition,

history and friendship once again around a dinner table,

sipping a drink and enjoying some food.

The Italian horror film director Dario Argento will be

special guest at the Reykjavík Film Festival this year.

He will be awarded for his career achievements, and a

selection of his movies will be shown during RIFF. Dario

Argento, who is often considered the most important

film director in his genre, started his career in the late

sixties as screenwriter in well-known movies such as

Once upon a time in the West by Sergio Leone. Into the 70s,

Argento released his first venture into the horror genre,

The Bird with the Cristal Plumage (1970).

It was then followed by other two movies, The

Cat o’Nine Tales (1971) and Four Flies on Grey Velvet, the

three of them being his first triptych. Dario Argento’s

masterpieces include the two horror classics Deep Red

(1975) and Suspiria (1977). Deep Red is widely considered

to be his best. Deep Red’s influence on other directors,

namely John Carpenter, made Argento a household

name. On the other hand, Suspiria is a colourful, violent

and surrealistic psycho-thriller. It is the first of a second

triptych, the trilogy of the Three Mothers, whose second

chapter, Inferno, was released in 1980. The last of the

series, The Mother of Tears, didn’t make its debut until

twenty-seven years later, in 2007.

If we may begin to categorize Dario Argento’s

style, it is clear that his works aren’t limited to horror,

but may in fact be called thrillers. The plot development

is more in the style of a psycho-thriller rather than a

traditional horror film. Making use of many chilling

special-effects, as well as a steady cam, early Dario

Argento movies mark a crossroads in Italian directing

technique.

In his career Dario Argento has directed more

than twenty movies in his particular horror-thriller

style. A style which has its roots in, and could be seen

as a continuation of, the directing tradition of Alfred

Hitchcock. Therefore it is possible to connect the genre

to a literary tradition as well, so-called noir or giallo in

Italian, due to the colour of the bookcovers in early

editions.

At RIFF a special selection of Dario Argento’s

movies will be shown: Dracula 3D (2012), Inferno (1980)

and Suspiria (1977) with the following timetable (www.

riff.is):

Ital

ian

film

dir

ecto

r sp

ecia

l gu

est a

t Rey

kjav

ík F

ilm F

esti

val

thri

ll,

blO

Od,

hO

rrO

r

Höfundur: Matteo Tarsi

Höfundur: Alice Demurtas

Dracula 3D Háskólabíó 28.9. 22:00; 3.10 17:30; 5.10 22:00

Inferno Bíó Paradís 29.9 21:30; 1.10 22:00; 4.10 22:30

Suspiria Bíó Paradís 28.9 22:30; 30.9 22:00; 4.10 18:00

Page 31: Stúdentablaðið 2012-13

3131enGlish summaryRhinoceros invades the North Pole

On the 9th of November Rhinoceros by Ionesco, directed

by Árni Kristjánsson, will premier at norðurpóllinn

(e. the north pole, a theatre). The student paper

interviewed him to afford the student theatre group the

oppurtunity to present the play to students and invite

them to the theatre at seltjarnarnes.

Árni, can you tell us something about your

background in theatre?

I graduated from the Iceland academy of the arts

in 2008 where I studied theory and practice which is

an open theatre course. It teaches you to work with

ideas and put them forth effectively. When I graduated

I was very interested in working as a director staging

new works, and I’ve mostly done that. I directed a play

called Ástverk ehf. in 2008 with iðnaðarmannaleikhúsið

(e. the trademen’s theatre company). I also directed a

show in London called Killing the Dream by Nick Bain.

I’ve done shows for junior colleges in Iceland such

as Kvennaskólinn and Fjölbrautarskóli Suðurlands (a

junior college in the south of Iceland). Then I did a one

man show by myself in 2010. Last year I directed a play

called Maðurinn sem gat kitlað sjálfan sig (e. The Man who

Could Tickle Himself) and a radio play called ímyndaðar

afstæðiskenningar (e. Imaginary Theories of Relativity) by

Ævar Þór Benediktsson. Most of the plays I’ve done are

original works or plays that I’ve made with a theatre

company so Rhinoceros is a new challenge for me. Also

becaus it’s a play I’ve known since my theatre days in

junior college. The challenge was mostly to utilize the

techniques I’ve learned working as a director.

Why did you choose Rhinoceros?

I thought the political aspects of the play were

very exciting and I’ve always wanted to work on that

with professional actors. It had been discussed before

the student theatre group contacted me but it was

deemed to be impractical. Once I brought the idea up

everyone was in agreement. They were looking for a

play you could really work with creatively. That suited

my methods really well. Despite the political aspects of

the play it’s also a comedy, which fascinated me as well.

The main character, Berenger, is incredibly unlucky and

funny. He’s alsmost like the french clown Pierrot. A lot of

the scenes in the play could be from a Chaplin moive or

a farce. These were the main reasons we chose the play.

An interview with Valdimar Guðmundsson

Valdimar Guðmundsson and his band Valdimar are

well known in Iceland. Valdimar is 27 years old, from

Keflavík and he’s been around music from an early age.

I sat down with him and got to ask him questions about

his music and his life as a musician.

What are you working on these days?

I just finished a new album with my band

Valdimar, which will be released in mid-october. I’m

really excited about it. The album is called Um Stund (e.

For a Moment), there’s alread one radio single out there

now called sýn (e. vision). I’m also a substitue teacher at

a school in Keflavík, and I sing all over the place too.

Your first album Undraland (e. wonderland)

sold really well and was very popular. Did you

expect that kind of reception?

Not really, we hoped to get maybe one single

on the radio but that was it. It was just about friends

playing music together.

Has it always been your dream to become a

musician or did you want to do something

else?

I guess it was always kind of a dormant dream of

mine to become a musician. The music has always come

easy to me.

Don’t you ever get nervous?

Not anymore. If I play an abnormally large show

where there’s a lot of people I get a little stressed.

Otherwise I don’t really get stressed out at anymore, it’s

really an exception if I do.

Now that you’re famous in Iceland has life

changed for you at all?

The exposure has mostly created job

oppurtunities for me and increased the demand for

whatever it is that I’m working on. Going out at night

has changed, I get stopeed out on the street. All of a

sudden peopole I don’t know come up to me and tell

me I’ve influenced them somehow, it can be a bit of a

distraction but most of the time it’s just fun. I always

appreciate the fact that people like what I’m doing.

Even though you’re best known as the singer

in Valdimar, you have years of experience

in the field of music. What’s your musical

background?

I learned to play the trombone in music school

and jazz trombone at FÍH ( the Icelandic musicians

union). Then I entered the Iceland academy of the arts

and got my B.A. in music composition and theory. It’s a

foundation that widens ones perspective. I also benefit

from my background in what I’m doing now. I think it’s

important that you be original within your creativity

and my experience at the Icelandic Art Institute

and from learning the trombone has given me the

knowledge to try to be a little bit original in my music.

Have you considered recording a solo album?

No not really, at least not yet. That would be very

different from performing at parties where I take

requests for songs. I’d like to sing my own songs. You

never know though, I might very well pursue a solo

career in the future. There are, however, a lot of people

who mistake the band Valdimar for a solo project,

because of the name. It is a common misunderstanding

that when I’m doing a show with other musicians that

that’s Valdimar, the band. For example, I worked on

some songs with Helgi Júlíus and people thought that

was the band. There’s a lot confusion regarding the

name Valdimar.

There’s this idea that it’s difficult to make a

living as an artist, is that the case?

Well, I wouldn’t say that I’m rich and some

months are more difficult than others. Recently I’ve

been doing very well and I had plenty of gigs this

summer. It’s really about making a good product and

and being sought after. If you can pull that off you

should be fine and able to live off your music. At the

very least, that’s what I’m doing now. The fact that I’m

doing what I love also makes up for the lack of money.

Where do you see yourself in 10 years?

I’d like to keep on making good music and if I’d be

able to tour outside of Iceland, that would be great. But

you just have to be consistent ant do things by your own

head, not for other people. I see myself making music

and I hope I’ll retain the passion I have for it.

Ásgeir Trausti

Ásgeir Trausti Einarsson, a recently turned twenty-

year-old Icelandic singer and musician, has quickly risen

to become the most talked about newcomers in Icelandic

music. He’s even been compared to stars like Bon Iver

and Jeff Buckley, which doesn’t bother him since he likes

both artists and finds that Bon Iver does effect his music.

Ásgeir just released his album ‘Wonder in Dead Silence’,

which was already sold out as this issue went to press. I

sat down with him and asked him all about his music,

the attention that followed and how it all went down.

Ásgeir Trausti grew up in Hrísey, a small island up

north with a population of under 200, so when he moved

to Reykjavík four years ago he found himself missing

home, but in the capital everything you need is right

around the corner so he has adjusted over time. “I believe

that having lived in the country did in some way shape

me as an artist – there’s not a lot to do so boredom often

led to playing and composing…”

“Something New”

“I’ve been recording demos ever since I remember

but at the time they were for me and my friends only. I

brought them to Guðmundur Hólmar, my classical guitar

teacher who taught me everything I know. He convinced

me to take things to the next level so I brought the

demos to Kiddi, the guitarist of Hjálmar. The following

day he called me right away and said he wanted to

collaborate. That’s when we recorded ‘Summer Guest’

and I had my father write Icelandic lyrics to it because

my lyrics at the time were only gibberish. When I heard

it on the radio for the first time I felt like I’d won and

we immediately followed with the song ‘Secret’. No one

though it would become as popular as it did and people

were even surprised that I was going to include it on the

album but I was pleasantly surprised when it got very

good reviews.“

“It’s very convenient working with my father”

“In the making of a song we record the base first,

then I sing the melody like I want it. I then go to my father

and he quickly writes Icelandic lyrics to the melody, but

good Icelandic lyrics are a rare find in Icelandic music

these days since English has had a big impact on the

Icelandic music industry. Good Icelandic lyrics are not

easy to write but my father has been a poet for a long

time so he is capable of producing lyrics of high quality. “

Page 32: Stúdentablaðið 2012-13

32

NS

SO

N &

LE

’MA

CK

S

jl.i

s

SÍA

landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn

Það munar miklu að vera í Námunni

Kynntu þér fleiri fríðindi, kjör og þjónustu á naman.is, í næsta útibúi eða í síma 410 4000.

2 fyrir 1 í bíó Aukakrónur Aukin þjónusta og betri kjör

Námufélagar fá tvo miða í bíó á verði eins, mánudaga til fi mmtudaga, með því að greiða með Námukorti. Gildir á sýningar í Laugarásbíói, Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói.

Fríðindasöfnun fyrir viðskiptavini Landsbankans þar sem Aukakrónum er safnað með notkun kreditkorts. Fyrir krónurnar er síðan hægt að versla hjá yfi r 300 fyrirtækjum.

Í Námunni færðu hagstæð kjör og vandaða ráðgjöf um � ármál. Þú færð betri yfi rsýn á � ármálin með upp-lýsingum um námslán og styrki og svo spennandi tilboð í Netklúbbnum.

Náman er vildarþjónusta fyrir alla námsmenn, 16 ára og eldri. Lögð er áhersla

á þjónustu sem sniðin er að þörfum hvers og eins, betri kjör og fjölbreytt fríðindi.