STEFNA REYKJAVÍKURBORGAR Í ÞJÓNUSTU VIÐ FATLAÐ ......Einnig var Felix Högnason formaður...

16
Lagt fyrir velferðarráð 20. mars 2014 Lagt fram að nýju 3. apríl 2014 STEFNA REYKJAVÍKURBORGAR Í ÞJÓNUSTU VIÐ FATLAÐ FÓLK Á HEIMILUM SÍNUM

Transcript of STEFNA REYKJAVÍKURBORGAR Í ÞJÓNUSTU VIÐ FATLAÐ ......Einnig var Felix Högnason formaður...

Page 1: STEFNA REYKJAVÍKURBORGAR Í ÞJÓNUSTU VIÐ FATLAÐ ......Einnig var Felix Högnason formaður sérfræðiteymis um ráðgjöf til að draga úr nauðung í þjónustu við fatlað

Lagt fyr ir velferðarráð 20. mars 2014

Lagt fram að nýju 3. apríl 2014

STEFNA REYKJAVÍKURBORGAR Í

ÞJÓNUSTU VIÐ FATLAÐ FÓLK Á HEIMILUM SÍNUM

Page 2: STEFNA REYKJAVÍKURBORGAR Í ÞJÓNUSTU VIÐ FATLAÐ ......Einnig var Felix Högnason formaður sérfræðiteymis um ráðgjöf til að draga úr nauðung í þjónustu við fatlað

1

MARS 2014

INNGANGUR

Samkvæmt erindisbréfi dagsettu 4. mars 20131 var starfshópi um stefnumótun í þróun

þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum falið að móta stefnu um þróun þjónustu við fatlað

fólk á heimilum sínum til næstu 10 ára.

Starfshópinn skipuðu:

Björk Vilhelmsdóttir, formaður hópsins

Páll Hjaltason, varaborgarfulltrúi

Þorleifur Gunnlaugsson, fulltrúi velferðarráðs

Áslaug Friðriksdóttir, fulltrúi velferðarráðs

Sigríður Sigurjónsdóttir, fulltrúi frá Einhverfusamtökunum

Gerður Árnadóttir, fulltrúi frá Þroskahjálp

Aileen Soffia Svensdóttir, fulltrúi frá Þroskahjálp

Eva Bjarnadóttir, fulltrúi frá Geðhjálp

Björk Agnarsdóttir, fulltrúi frá Geðhjálp

Hulda Dóra Styrmisdóttir, skrifstofustjóri á Velferðarsviði

Guðný Anna Arnþórsdóttir, fulltrúi mannauðsþjónustu Velferðarsviðs

Þóroddur Þórarinsson, forstöðumaður á Velferðarsviði

Ásta Kristín Benediktsdóttir, forstöðumaður á Velferðarsviði

Sigþrúður Katrín Eyjólfsdóttir, sérfræðingur á Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis

Katrín Þórdís Jacobsen, verkefnastjóri á skrifstofu Velferðarsviðs og verkefnastjóri hópsins.

Á starfstíma hópsins urðu eftirfarandi breytingar á hópnum:

Eva Bjarnadóttir hætti og í hennar stað kom Linda Dögg Hólm, ráðgjafi Geðhjálpar.

Gerður Árnadóttir hætti og í hennar stað komu Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður

Þroskahjálpar og María Hreiðarsdóttir, fulltrúi Þroskahjálpar.

Hulda Dóra Styrmisdóttir hætti og í hennar stað kom Berglind Magnúsdóttir,

skrifstofustjóri á Velferðarsviði.

Verkefni starfshópsins voru að setja fram stefnu til 10 ára um þjónustu við fatlað fólk á

heimilum sínum sem feli m.a. í sér tillögur um:

Heildstæða og samþætta þjónustu á heimilum fatlaðs fólks, hvort sem um ræðir

sjálfstæða búsetu eða sértæka.

Stöðu og áhrif íbúa, s.s. jafnrétti, valdeflingu, notendasamráð og hjálp til sjálfshjálpar.

Faglega þekkingu og gæðastarf starfsmanna.

Önnur verkefni sem skipta máli, s.s. meðferð einkafjármuna og nauðung og þvingun.

1 Erindisbréf starfshóps, dags. 4. mars 2013

Page 3: STEFNA REYKJAVÍKURBORGAR Í ÞJÓNUSTU VIÐ FATLAÐ ......Einnig var Felix Högnason formaður sérfræðiteymis um ráðgjöf til að draga úr nauðung í þjónustu við fatlað

2

Starfshópurinn fundaði 8 sinnum frá mars 2013 og fram í janúar 2014. Samhliða unnu

fulltrúar úr hópnum að tveimur verkefnum, annars vegar að skilgreina gæðastarf/faglegt

starf á heimilum fatlaðs fólks (viðauki 1) og hins vegar að gera verklag vegna nauðungar og

þvingunar (viðauki 2). Hópurinn fékk Helgu Jónu Benediktsdóttur, forstöðumann

lögfræðiskrifstofu Velferðarsviðs til ráðgjafar um túlkun reglugerðar nr. 1054/2010, en um

túlkun hennar var ágreiningur sem hafði það af verkum að starf hópsins dróst á langinn.

Einnig var Felix Högnason formaður sérfræðiteymis um ráðgjöf til að draga úr nauðung í

þjónustu við fatlað fólk, fenginn til ráðgjafar vegna verklags vegna nauðungar og þvingunar.

Page 4: STEFNA REYKJAVÍKURBORGAR Í ÞJÓNUSTU VIÐ FATLAÐ ......Einnig var Felix Högnason formaður sérfræðiteymis um ráðgjöf til að draga úr nauðung í þjónustu við fatlað

3

STEFNA REYKJAVÍKURBORGAR Í

ÞJÓNUSTU VIÐ FATLAÐ FÓLK Á HEIMILUM SÍNUM

LEIÐARLJÓS REYKJAVÍKURBORGAR Í ÞJÓNUSTU VIÐ FATLAÐ FÓLK

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks2 er leiðarljós Reykjavíkurborgar í þjónustu við fatlað fólk. Í því felst: Viðurkenning á sjálfstæðu lífi á eigin forsendum.

Jöfn tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu.

Réttur til aðstoðar við að lifa innihaldsríku lífi.

Viðurkenning á fjölbreytileika mannlífsins og mannréttindi allra.

FRAMTÍÐARSÝN REYKJAVÍKURBORGAR Í ÞJÓNUSTU VIÐ FATLAÐ FÓLK

Margbreytilegum þörfum borgarbúa verði mætt með sveigjanlegri og einstaklingsmiðaðri þjónustu sem veitt er af ábyrgð, virðingu og fagmennsku.

Aðgengi að þjónustu verði tryggt í nærumhverfi borgarbúa

Jafnræði í þjónustu verði tryggt.

Víðtækt samráð verði haft við notendur, hagsmunasamtök, starfsfólk og háskólasamfélagið um þróun þjónustunnar.

Borgarbúar sem þurfa aðstoð í daglegu lífi hafi val um hvernig aðstoðinni við þá er háttað. Unnið verði að þróun notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar.

2 http://www.innanrikisraduneyti.is/media/frettir-2013/CRPD-islensk-thyding---lokaskjal.pdf

Page 5: STEFNA REYKJAVÍKURBORGAR Í ÞJÓNUSTU VIÐ FATLAÐ ......Einnig var Felix Högnason formaður sérfræðiteymis um ráðgjöf til að draga úr nauðung í þjónustu við fatlað

4

INNGANGUR

Með stefnu þessari markar Reykjavíkurborg leiðina 2013 – 2023 í þjónustu við fatlað fólk á

heimilum sínum í Reykjavík. Hún byggir á framtíðarsýn Reykjavíkurborgar í þjónustu við

fatlað fólk sem samþykkt var í borgarstjórn 18. janúar 2011. Stefnu þessari mun á gildistíma

hennar fylgja aðgerðaráætlun sem ætlað er að færa þjónustu Reykjavíkurborgar nær

framtíðarsýninni ár hvert. Unnið verður í samræmi við þau lög og reglugerðir sem gilda um

þjónustu borgarinnar og í samræmi við áherslur og áætlanir borgarinnar hverju sinni.

19. gr. Samnings Sameinuðu þjóðanna fjallar um rétt fatlaðs fólks til að lifa sjálfstæðu lífi og

án aðgreiningar í samfélaginu. Aðildarríkin viðurkenna jafnan rétt alls fatlaðs fólks til að lifa í

samfélaginu og með sömu valkosti og aðrir og skulu gera árangursríkar og viðeigandi

ráðstafanir til þess greiða fyrir þessum rétti fatlaðs fólks og til fullrar þátttöku þess í

samfélaginu án aðgreiningar, meðal annars með því að tryggja að:

fatlað fólk hafi tækifæri til þess að velja sér búsetustað, hvar og með hverjum það býr, til

jafns við aðra, og að því sé ekki gert að búa þar sem tiltekið búsetuform ríkir

fatlað fólk hafi aðgang að margskonar félagsþjónustu, s.s. aðstoð inni á heimili, í

búsetuúrræðum og öðrum stuðningi til samfélagsþátttöku, meðal annars persónulegan

stuðning sem nauðsynlegur er til að geta lifað í samfélaginu án aðgreiningar og til að

koma í veg fyrir einangrun þeirra og aðskilnað frá samfélaginu

þjónusta á vegum samfélagsins og aðstaða fyrir almenning standi fötluðu fólki til boða til

jafns við aðra og mæti þörfum þeirra

Page 6: STEFNA REYKJAVÍKURBORGAR Í ÞJÓNUSTU VIÐ FATLAÐ ......Einnig var Felix Högnason formaður sérfræðiteymis um ráðgjöf til að draga úr nauðung í þjónustu við fatlað

5

MARKMIÐ

Markmið stefnu þessarar er að fatlað fólk fái þjónustu skv. reglugerð nr. 1054/2010 um

þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu í samræmi við þarfir sínar og óskir. Þjónustan skal vera

einstaklingsmiðuð, heildstæð og sveigjanleg. Henni er ætlað styðja við sjálfstætt og

innihaldsríkt líf fatlaðs fólks, á heimili og í tómstundum.

STUÐNINGUR TIL SJÁLFSTÆÐS LÍFS Á EIGIN HEIMILI

Aðstoð og þjónusta á heimili einstaklings skal vera á hans forsendum og byggð á óskum hans

og ákvörðunum, eins og frekast er unnt. Þjónustan skal mæta þörfum sem til eru komnar

vegna fötlunar og miða að því að einstaklingurinn geti lifað sjálfstæðu og innihaldsríku lífi og

tekið þátt í samfélaginu.

HÚSNÆÐI

Fatlað fólk skal hafa val um húsnæði til jafns við aðra. Nægjanlegt framboð skal vera að

sértæku húsnæði fyrir fatlað fólk sem Reykjavíkurborg ber ábyrgð á. Mæta þarf þörfum

fatlaðs fólks varðandi leiguhúsnæði af hálfu borgarinnar, þeim sem á þurfa að halda og velja

slíkt húsnæði. Reykjavíkurborg ber ábyrgð á uppbyggingu húsnæðis sem mætir sértækum

þörfum fólks vegna fötlunar þeirra.

Sérstaklega verður metið hvort kostur sé að borgin bjóði upp á húsnæði sem ætlað er til

skemmri tíma fyrir ungt, fatlað fólk sem er í námi eða að flytja í fyrsta sinn úr foreldrahúsum.

ÞJÓNUSTA OG AÐSTOÐ

Fatlað fólk skal hafa val um það hvernig þjónusta sem það þarfnast er veitt. Þjónustuleiðir

skulu vera fjölbreyttar og óháðar húsnæði þar sem fatlað fólk býr, eins og kostur er.

Þjónusta og aðstoð skal byggð á hugmyndafræði um sjálfstætt líf. Áhersla er lögð á virðingu

fyrir ólíkum einstaklingum og þörfum, sjálfræði og valdeflingu þeirra til að taka þátt í

samfélaginu á eigin forsendum, taka ákvarðanir og bera ábyrgð í eigin lífi. Umgjörð þjónustu

Page 7: STEFNA REYKJAVÍKURBORGAR Í ÞJÓNUSTU VIÐ FATLAÐ ......Einnig var Felix Högnason formaður sérfræðiteymis um ráðgjöf til að draga úr nauðung í þjónustu við fatlað

6

og aðstoðar miðar að því að tryggja rétt einstaklingsins til frelsis, athafna og upplifunar á

eigin heimili og í tómstundum.

Áhersla er lögð á gagnkvæma virðingu og skilning í samskiptum notenda, aðstandenda og

starfsfólks á heimilum og stuðning við innihaldsrík og uppbyggileg samskipti við fjölskyldu og

vini.

Sérstaklega verður mætt þörfum aldraðs fatlaðs fólks.

GÆÐI OG SAMRÁÐ

Árlega meta einstaklingur og starfsfólk formlega gæði þjónustunnar sem hann nýtur á heimili

sínu og ræða saman um hvernig henni verður best fyrir komið. Í framhaldi af þjónustumati

skal taka ákvarðanir varðandi breytingar á stuðningi og þjónustu ef þörf krefur (sjá viðauka

1).

STARFSFÓLK

Starfsfólk sem veitir þjónustu samkvæmt stefnu þessari hefur ávallt í huga að það starfar inni

á heimilum einstaklinga. Menntun, þjálfun og reynsla starfsmanna sem veita þjónustu inni á

heimilum einstaklinga taki mið af hugmyndafræði um sjálfstætt líf og sé í samræmi við

þjónustuþarfir fatlaðs fólks og óskir þeirra. Sérstaklega er hugað að skilningi varðandi

réttindagæslu, virkri umræðu, valdeflingu og fræðslu um hvernig forðast megi beitingu

nauðungar. (sjá viðauka 2, verklag um þvingun og valdbeitingu).

Viðhorf, þekking, reynsla og ánægja starfsfólks hefur áhrif á gæði þeirrar þjónustu sem veitt

er. Leitast skal við að notendur þjónustu komi að ráðningu starfsfólks, þar sem því verður við

komið. Í viðauka 1 við þessa stefnu er nánar fjallað um gæðastarf og faglegt starf á heimilum

fatlaðs fólks.

Page 8: STEFNA REYKJAVÍKURBORGAR Í ÞJÓNUSTU VIÐ FATLAÐ ......Einnig var Felix Högnason formaður sérfræðiteymis um ráðgjöf til að draga úr nauðung í þjónustu við fatlað

7

ÞRÓUN ÞJÓNUSTU OG SAMRÁÐ

Lögð er áhersla á að þróa þjónustu í borginni í samráði við notendur og hagsmunasamtök

þeirra í samræmi við tillögur um samráð við notendur, hagsmunasamtök og aðra

hlutaðeigandi aðila í málefnum fatlaðs fólks (sjá viðauka 3). Leitað verður ólíkra leiða og

lausna í samvinnu við notendur með mismunandi þarfir meðal annars með

þróunarverkefnum. Af hálfu borgarinnar er unnið samkvæmt samþykktum hennar um

samráð.

Page 9: STEFNA REYKJAVÍKURBORGAR Í ÞJÓNUSTU VIÐ FATLAÐ ......Einnig var Felix Högnason formaður sérfræðiteymis um ráðgjöf til að draga úr nauðung í þjónustu við fatlað

8

VIÐAUKI I

GÆÐASTARF/FAGLEGT ST ARF Á HEIMILUM FATLAÐS FÓLKS

Skilgreining

Gæðastarf/faglegt starf er hvert það starf sem:

er grundvallað á faglegri þekkingu

styðst við skilgreinda vinnuferla og eftirfylgd þeirra

er einstaklingsmiðað og byggt á sveigjanlegri þarfagreiningu

er framkvæmt í samráði við notendur og mætir þörfum þeirra

byggir á gildandi lögum og reglugerðum

Hvernig er tryggt að unnið sé gæðastarf í þjónustu við fatlað fólk á heimilum þeirra?

Fjöldi starfsmanna í þjónustu sé skilgreindur/ákvarðaður út frá metinni

þjónustuþörf.

Störf og hæfniskröfur eru skilgreind út frá eðli þjónustu (almennir starfsmenn,

félagsliðar, hjúkrunarfræðingar, þroskaþjálfar o.s.frv.).

Ráðning starfsmanna sé framkvæmd í samræmi við skilgreinda ferla og í takti

við hugmyndafræði mannauðsfræðanna. Ráðningar skulu gerðar í samráði við

notendur eins og við verður komið.

Starfsmenn fái starfsmannasamtal með næsta yfirmanni a.m.k. einu sinni á

ári, og þar séu sett fram markmið um eflingu starfsmanns í starfi og sí – og

endurmenntunarþörf hans.

Sí – og endurmenntun starfsmanna sé tryggð með fjölbreyttu framboði á

námskeiðum og sveigjanleiki sé til að nýta framboð námskeiða.

Fram fari mat á starfinu árlega í samráði við notendur.

Page 10: STEFNA REYKJAVÍKURBORGAR Í ÞJÓNUSTU VIÐ FATLAÐ ......Einnig var Felix Högnason formaður sérfræðiteymis um ráðgjöf til að draga úr nauðung í þjónustu við fatlað

9

Hvernig er gæðastarf metið?

Árangur í þjónustunni er mældur út frá

Líðan og áliti notenda

Áliti stjórnenda og starfsmanna

Gæðaviðmiðum í þjónustunni einu sinni á ári

Starfsánægja starfsmanna mæld í viðhorfskönnun annað hvert ár

Gagnsemi fræðslunámskeiða metin reglulega

Grundvöllur gæðastarfs í þjónustu við fatlað fólk á heimilum þess

Hugmyndafræði og viðhorf sem byggist á:

Hugmyndafræði um sjálfstætt líf

Framtíðarsýn Reykjavíkurborgar

Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Þingsályktun um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins

2014

Fagleg þekking starfsmanna varðandi mannlega breytni, líkamlega,

andlega og félagslega færni, samskipti, viðhorf til mismunandi

þjónustuhópa, þætti í fötlunarþjónustu, framkvæmd þjónustunnar og

umönnun

Faglegt mat á þjónustuþörf, verkferlar, vinnulýsingar og skýrir rammar

Þjónusta árangursmetin samkvæmt gæðastöðlum

Sí – og endurmenntunartækifæri starfsmanna og möguleiki á

framgangi í starfi

Sveigjanleiki á starfsstöðum til að sinna símenntun

Page 11: STEFNA REYKJAVÍKURBORGAR Í ÞJÓNUSTU VIÐ FATLAÐ ......Einnig var Felix Högnason formaður sérfræðiteymis um ráðgjöf til að draga úr nauðung í þjónustu við fatlað

10

VIÐAUKI 2

VERKLAG VEGNA NAUÐUNGAR OG ÞVINGUNAR

Ábyrgð forstöðumanna:

Forstöðumenn á heimilum fatlaðs fólks bera ábyrgð á fræðslu til starfsfólks um þvingun og

valdbeitingu. Farið skal yfir vinnubrögð á starfsmannafundi og unnið að breytingum, sé þess

þörf. Forstöðumaður ber ábyrgð á því í samvinnu við annað starfsfólk að allt verklag miði að

því að lágmarka þvingun og valdbeitingu á heimilum fatlaðs fólks. Í þeim tilvikum sem slíkt

reynist erfitt ber forstöðumanni að sækja um ráðgjöf til sérfræðiteymis á vegum

Velferðarráðuneytisins og er það gert rafrænt á vef ráðuneytisins. Slík ráðgjöf getur leitt til

nýrra vinnubragða eða þess að sækja verður um undanþágu frá lögunum. Forstöðumaður

ber ábyrgð á að öll tilvik séu skráð og send ráðuneytinu. Um skráningu og tilkynningar gilda

þær reglur að senda verður skráð tilvik innan 30 daga, hafi undanþága verið veitt, en innan

viku sé ekki um undanþágu að ræða. Einnig skal senda tilkynningar til þjónustumiðstöðvar í

viðkomandi hverfi þar sem þær eru vistaðar í málaskrá.

Skráning – hvert tilvik

Tilkynningar – innan 30 daga ef undanþága hefur verið veitt, innan 7 daga sé ekki um

undanþágu að ræða.

Umsókn um ráðgjöf

o Nýtt verklag

o Umsókn um undanþágu frá banni í samvinnu við sérfræðiteymið

Fræðsla

Umræður

leiðir

Page 12: STEFNA REYKJAVÍKURBORGAR Í ÞJÓNUSTU VIÐ FATLAÐ ......Einnig var Felix Högnason formaður sérfræðiteymis um ráðgjöf til að draga úr nauðung í þjónustu við fatlað

11

Ábyrgð þjónustumiðstöðva:

Þjónustumiðstöðvar bera ábyrgð á því að hver einstaklingur hafi málstjóra. Málstjóri ber

ábyrgð á því að allt sé skráð í málaskrá, s.s. umsóknir og tilkynningar. Á

þjónustumiðstöðvum skal haldið utan tölfræðina í hverfinu þe. varðandi umsóknir og

tilkynningar. Einnig skal veitt fræðsla og handleiðsla til starfsfólks á heimilum fatlaðs fólks.

Málstjóri, skráir í málaskrá

o Umsóknir

o Tilkynningar

Fræðsla

Ráðgjöf og handleiðsla vegna umsókna

Skráning og utanumhald – tölfræði í hverfinu

Ábyrgð skrifstofu ráðgjafarþjónustu

Skrifstofa ráðgjafarþjónustu velferðarmála ber ábyrgð á innleiðingu verklagsreglna

Reykjavíkurborgar. Einnig að standa fyrir miðlægri fræðslu um málefnið. Skrifstofan ber

ábyrgð á eftirliti með málaflokknum og að halda utan um tölfræðina á borgarvísu.

Innleiðing

Fræðsla

Eftirlit

Samskipti við ráðuneyti

Tölfræði á þjónustusvæðinu

Page 13: STEFNA REYKJAVÍKURBORGAR Í ÞJÓNUSTU VIÐ FATLAÐ ......Einnig var Felix Högnason formaður sérfræðiteymis um ráðgjöf til að draga úr nauðung í þjónustu við fatlað

12

VIÐAUKI 3

TILLÖGUR UM SAMRÁÐ VIÐ NOTENDUR, HAGSMUNASAMTÖK OG AÐRA HLUTAÐEIGANDI AÐILA Í MÁLEFNUM FATLAÐS FÓLKS

Reykjavik 6.júní 2013

Minnisblað

Tillögur um samráð við notendur, hagsmunasamtök og aðra hlutaðeigandi aðila í

málefnum fatlaðs fólks

Forsaga Borgarstjórn samþykkti framtíðarsýn í þjónustu við fatlað fólk í Reykjavík í byrjun árs 2011, en þar er lögð áhersla á víðtækt samráð við notendur, hagsmunasamtök, starfsfólk og háskólasamfélagið um þróun þjónustunnar. Velferðarráð hefur ennfremur lagt mikla áherslu á þróun í notendasamráði samanber starfsáætlun fyrir árið 2013. Markmiðið með slíku samráði er að þjónustan mæti sem best þörfum notenda og að fjármagnið nýtist á markvissan hátt. Í skýrslu starfshóp á vegum Velferðarsviðs um notendasamráð frá árinu 2010 eru megin niðurstöðurnar þær að notendasamráð verði að efla í þjónustuhverfunum t.d. með því að skipa samráðshópa notenda og starfsfólks í hverju hverfi fyrir sig með það að markmiði að efla og þróa þjónustuna. Á fundi stýrihóps um málefni fatlaðs fólks 28. nóvember sl. var ákveðið að taka til sérstakrar umfjöllunar samráð í málaflokknum, notendasamráð, samráð við hagsmunasamtök og réttindagæslumenn með það að markmiði að formgera það frekar og minnisblaðið sett sem umræðugrundvöllur.

Samráð Hugtakið samráð í þessu samhengi felur í sér að skapa vettvang samræðna við notendur þjónustunnar, hagsmunasamtök og aðra viðkomandi aðila. Samræðan getur átt við þegar um stefnumótun, skipulagningu þjónustu og upplýsingamiðlun er að ræða. Samráð byggist alltaf á gagnkvæmum samskiptum, þar sem fólk hlustar á hvert annað á jafnræðisgrundvelli og af virðingu. Samráð nær til einstaklinga, þjónustustuaðila og pólitísk kjörinna fulltrúa. Það tryggir lýðræði og stuðlar að betri gæðum í þjónustunni. Þeir sem vita hvar skóinn kreppir fá tækifæri til að miðla af reynslu sinni og hafa áhrif. Samráð felur þó ekki í sér sameiginlega ákvarðanatöku né sameiginlega ábyrgð, enda bera kjörnir fulltrúar og embættismenn ábyrgð á stefnumótun og framkvæmd þjónustunnar og því að farið sé að lögum og reglum hverju sinni.

Page 14: STEFNA REYKJAVÍKURBORGAR Í ÞJÓNUSTU VIÐ FATLAÐ ......Einnig var Felix Högnason formaður sérfræðiteymis um ráðgjöf til að draga úr nauðung í þjónustu við fatlað

13

Heikkilä og Julkunen (2003) hafa skipt notendasamráði upp í þrjú stig :

1. þátttaka felur í sér upplýsingagjöf notandans til þjónustuveitenda og felur því í sér takmarkaða þátttöku.

2. hlutdeild - hlutverk notandans verður viðameira og felur alltaf í sér einhver áhrif á mótun þjónustu.

3. valdgjöf felur í sér að fagaðilar gefa frá sér vald og stjórnun og notendur reka þjónustu sjálfir. Valdgjöf er enn sjaldséð en vegur hennar fer vaxandi og má þar til dæmis nefna notendastýrða persónulega aðstoð (NPA).

Samráð á hlutdeildarstigi, sbr. tölulið 2 hér að framan, sem felur alltaf í sér að notandi geti haft áhrif á mótun þjónustunnar er algengasta form samráðs og það form sem þjónustu-svæði Reykjavíkurborgar og Seltjarnanessbæjar leggur megináherslu á. Samráð getur farið fram með ýmsu móti s.s. í einstaklingsviðtölum, í rýnihópum, í samráðshópum, á opnum fundum, með umsögnum og í samvinnu við háskólasamfélagið.

Einstaklingsviðtöl: Á síðari árum hefur sífellt verið lögð meiri áhersla á notendasamráð í félagslegri þjónustu en þar eru persónuleg samskipti sérfræðings og notanda í forgrunni. Þetta er mikilvægur vettvangur samráðs og með slíkri nálgun er þörfum notandans mætt á hans forsendum. Í samræmi við framkvæmdaáætlun í málaflokki fatlaðs fólks 2012-1014 á fatlað fólk að hafa óhindraðan aðgang að aðgengilegum upplýsingum um réttindi sín og þá þjónustu sem í boði er. Réttindin skulu kynnt notendum og séð til að þeir fái viðeigandi aðstoð með samskiptaaðferðum sem henta hverjum og einum. Til dæmis með punktaletri, táknmáli, heyranlegum boðum, auðskildum texta og öðrum tjáskiptaleiðum sem henta hverju sinni. Aðkoma persónulegra talsmanna getur einnig verið nauðsynleg og valdeflandi fyrir notandann í viðtali. Fræða þarf starfsfólk um nálgun í anda notendasamráð þegar leggja á áherslu á valdeflingu notenda. Rýnihópar eru góð leið til þess að fá fram mikið af upplýsingum á skömmum tíma og annars konar innsýn í skoðanir fólks en fást með einstaklingsviðtölum eða spurningakönnunum. Rýnihópar byggja oft á umræðum 6-10 einstaklinga í hóp um ákveðið málefni. Þessir hópar henta sérstaklega vel í verkefnum þar sem áherslan er á huglægum atriðum eins og t.d. mati á þjónustu. Mikilvægt er að gæta að því að kalla fulltrúa allra hópa fatlaðs fólks til þegar gera á breytingar eða nýjungar í þjónustu og hafa í huga að þeir sem eru nota ákveðna þjónustu geta best sagt til um hvað má betur fara. Í samráðshópum er hægt að skapa umræðugrundvöll um þau málefni sem eru á döfinni hverju sinni. Í slíkum samráðshópum geta átt sæti fulltrúar úr hópi notenda, réttindagæslumanna, hagsmunasamtaka ásamt fagfólki. Samráðshópar geta fundað reglulega eða í stuttan tíma í senn allt háð viðfangsefninu hverju sinni. Sérstakir undirhópar gætu einnig starfað í tengslum við samráðshópa þar sem einstaklingar sem eru notendur þjónustunnar frá mismunandi þjónustusvæðum koma reglulega saman og ræða bæði það sem vel er gert og það sem betur mætti fara, með því að bera saman þjónustuna sem í boði er á hverjum stað. Hlutverk þátttakanda eiga að vera skýr, fundir hæfilega langir og með hléum. Mál skulu sett þannig fram að allir skilji innihaldið og góður fyrirvari þarf að vera í öllu ferlinu, þannig að allir hafi ráðrúm til undirbúa sig fyrir hvert skerf.

Page 15: STEFNA REYKJAVÍKURBORGAR Í ÞJÓNUSTU VIÐ FATLAÐ ......Einnig var Felix Högnason formaður sérfræðiteymis um ráðgjöf til að draga úr nauðung í þjónustu við fatlað

14

Fá mál ættu að vera á dagskrá á fundum, þannig að allir hafi jafna möguleika á að setja sig inn í þau. Hóparnir geta verið ráðgefandi og komið ábendingum til skila til samráðshóps eða með formlegum umsögnum. Formlegar umsagnir eru einnig samráð. Að fá umsögn um nýtt verklag, reglur eða stefnumótun sem er í vinnslu gefur tækifæri til samráðs. Þá gefst viðkomandi aðilum tækifæri til þess að koma athugasemdum og/eða ábendingum formlega á framfæri. Þetta form býður þó ekki upp á gagnkvæm samskipti nema að mjög takmörkuðu leyti. Samráðshópur um þau málefni sem eru á döfinni í málaflokki fatlaðs fólks hverju sinni. Í honum eigi sæti fulltrúar úr hópi notenda, réttindagæslumanna, hagsmunasamtaka,kjörinna fulltrúa auk stjórnenda og sérfræðinga Velferðarsviðs og Mannréttindaskrifstofu borgarinnar. Hópnum er ætlað að vera vettvangur samræðna um skipulagningu þjónustu og stefnumótun. Hópurinn getur kallað til aðra embættismenn og sérfræðinga úr borgarkerfinu eftir þörfum, til þess að tryggja upplýsingamiðlun þeim málum sem eru til umfjöllunar hverju sinni. Gert er ráð fyrir að samráðshópurinn komi saman að lágmarki ársfjórðungslega. Opnir fundir - Hægt væri að halda fundi t.d. með yfirskriftinni þar sem rætt er um afmörkuð efni. T.d. „Hvað vilja Reykvíkingar og Seltirningar í málefnum fatlaðs fólks“ Kalla mætti til nokkra frummælendur til að af fjalla um afmörkuð efni t.d. stefnu þjónustusvæðisins almennt, í atvinnumálum, í húsnæðismálum, ferðaþjónustu fatlaðs fólks o.fl. Í framhaldinu væru almennar umræður/hópavinna. Fatlað fólk og aðstandendur væru hvatt til þátttöku á slíkum viðburðum og gætt yrði að því að gera fundarefnið aðgengilegt fyrir alla hópa fatlaðs fólks með notkun táknmáls, bættra og óhefðbundinna samskipta og samskiptaleiða, -aðferða og -forms eins og ætíð skla gera þegar opinber samskipti fara fram. Samráð við háskólasamfélagið er ekki síður mikilvægt, en þáttur rannsókna vegur þungt þegar ákvarðanir eru teknar um stefnu, þróun og framkvæmd þjónustunnar. Á þjónustusvæðinu skal leggja áherslu á að beita bestu aðferðum sem völ er á hverju sinni og nota sannreynda þekkingu við þróun þjónustunnar. Gæðamat á þjónustunni, hvort sem það er framkvæmt af sérfræðingum á þjónustusvæðinu eða í samstarfi við félagsráðgjafardeild eða fötlunarfræði í félags-og mannvísindadeild Háskóla Íslands er mikilvægur þáttur í allri stefnumótun.

Tillögur að útfærslu um samráð Til þess að tryggja að samráð verði haft með skipulögðum hætti á öllum stigum þjónustunnar er mikilvægt að útfæra það nánar. Lögð er áhersla á að það samráð sé reglulegt og tekið sé mið af sjónarmiðum notenda á öllum stigum. Að auki skal vera samráð vegna stefnumótunar og þróunar í málaflokknum. Samráð við notendur þjónustunnar fari fram á þjónustumiðstöðvum, þar sem fagfólk/starfsmenn þeirra eru í nánum tengslum við notendur auk þess að vera í hlutverki þjónustuveitanda. Slíkt samráð getur verið með mismunandi hætti, bæði á einstaklingsgrunni sem og við hópa.

Samráð við notendur á einstaklingsgrunni á sér m.a. stað með gerð þjónustusamninga og einstaklingsáætlana þar sem lögð er áhersla á valdeflingu.

Page 16: STEFNA REYKJAVÍKURBORGAR Í ÞJÓNUSTU VIÐ FATLAÐ ......Einnig var Felix Högnason formaður sérfræðiteymis um ráðgjöf til að draga úr nauðung í þjónustu við fatlað

15

Samráð með skilgreindum notendaráðshópum sem fer reglubundið fram í hverfum. Þannig gefst notendum tækifæri til að hafa áhrif á og taka þátt í skipulagi á þjónustu í nærumhverfi sínu. Þetta er hægt að gera með því að leggja fram drög að breytingum í samræmi við þarfir á hverjum stað.

Í tilraunaverkefninu um notendastýrða persónulega aðstoð stýra þáttakendur þjónustunni alfarið sjálfir. Reynsla þeirra og þekking er mikilvæg fyrir frekari útfærslu og þróun á þessu þjónustuformi . Einnig er framkvæmdin gott dæmi um valdgjöf, þar sem fagaðilar gefa frá sér vald og stjórnun og notendur reka þjónustuna sjálfir.

Samráð við réttindagæslumenn í samræmi við lög og reglugerðir varðandi veitingu þjónustu til einstaklinga fari fram þjónustumiðstöðvum. Öllum fyrirspurnum og ábendingum varðandi framkvæmd þjónustunnar skal beina til framkvæmdastjóra hlutaðeigandi þjónustumiðstöðvar. Samráð við hagsmunasamtök, réttindagæslumenn og notendur með rýnihópaaðferð vegna eftirfylgdar á stefnumótun og þróun á þjónustu fer fram á skrifstofu velferðamála. Þannig gefst tækifæri til þess að fá umræðu um þróun þjónustu og verkefna, verklag og skipulag sem verið er að vinna eftir. Öllum fyrirspurnum og ábendingum varðandi skipulag þjónustunnar og verklagsreglur skal vísað til skrifstofu velferðarmála. Samráð við hagsmunasamtök og réttindagæslumenn vegna stefnumótunar og eftirlits með að stefnumótun sé framfylgt fer fram með verkefnastjórum og stjórnendum sviðsins ásamt kjörnum fulltrúum þegar við á. Samráðshópur um þau málefni sem eru á döfinni í málaflokki fatlaðs fólks hverju sinni. Í honum eigi sæti fulltrúar úr hópi notenda, réttindagæslumanna, hagsmunasamtaka,kjörinna fulltrúa auk stjórnenda og sérfræðinga Velferðarsviðs og Mannréttindaskrifstofu borgarinnar. Hópnum er ætlað að vera vettvangur samræðna um skipulagningu þjónustu og stefnumótun. Hópurinn getur kallað til aðra embættismenn og sérfræðinga úr borgarkerfinu eftir þörfum, til þess að tryggja upplýsingamiðlun þeim málum sem eru til umfjöllunar hverju sinni. Gert er ráð fyrir að samráðshópurinn komi saman að lágmarki ársfjórðungslega. Heimildir

Heikkila, M. og Julkunen, I. (2003) Obstacles to an increased user involvement in social services. Ritgerð pöntuð fyrir skýrslu Evrópusambandsins um hlutdeild notenda í einstaklingamiðaðri félagslegri þjónustu 2004.