Starfsáætlun 2008-2009brakarborg.is/images/stories/file/starfsaatlun 08-09.pdf · Hvað það er...

15
Starfsáætlun 2008-2009 Ábyrgðarmaður: Helga Ingvadóttir

Transcript of Starfsáætlun 2008-2009brakarborg.is/images/stories/file/starfsaatlun 08-09.pdf · Hvað það er...

Starfsáætlun 2008-2009

Ábyrgðarmaður: Helga Ingvadóttir

Efnisyfirlit

1. Mat á leikskólastarfi.............................................................................................. 2

1.1 Innra mat ........................................................................................................... 2 1.1.1 Niðurstöður á innra mati ........................................................................... 2

1.2 Ytra mat............................................................................................................. 3 1.2.1 Niðurstöður á ytra mati............................................................................ 3

2. Markmið Brákarborgar 2008-2009 .................................................................... 4

2.1 Þróunarverkefnið samfélagið í einingakubbunum......................................... 4 2.2. Önnur markmið leikskólans............................................................................ 7 2.3 Dagskipulag Brákarborgar.............................................................................. 8 2.4 Foreldrasamstarf ...........................................................................................10

3. Kennarahópurinn.................................................................................................... 11

3.1 Dagatal kennara Brákarborgar......................................................................12

2

1. Mat á leikskólastarfi

Hér á eftir má sjá hvernig mat á starfi leikskólans fór fram á sl. skólaári.

1.1 Innra mat

• Umræður á starfsmannafundum og deildarfundum.

• Starfsviðtal sem allir fá við leikskólastjóra einu sinni á ári og eftir

þörfum.

• Skóladagatal og dagskipulag.

• Fundir og úrvinnsla úr námsferð til New York.

• Samtalsrammi lagður fyrir kennara á deildarfundum, með eftirfarandi

spurningum.

1. Hvernig hefur þér tekist að gefa börnum tækifæri á að læra á eigin

forsendum?

2. Hvaða merkingu leggur þú í að vera þátttakandi í leik með

börnunum? Og í hvaða formi hjálpar þú?

3. Hvaða leiðir eru farnar til að stuðla að frumkvæði?

4. Ræðið hlutverk ykkar sem fyrirmynd, hvað er mikilvæg fyrirmynd?

1.1.1 Niðurstöður á innra mati

• Skóladagatalið verður að mestu leiti svipað. Þær nýjungar sem teknar

voru inn á sl. ári eins og. ömmu og afa dagur, þóttu takast einstaklega

vel og ákveðið að halda þeim inni. Opin vika fyrir foreldra var of nálægt

jólum og verður hún seinna á næsta ári. Opna húsið sem verið hefur á

laugardögum verður framvegis með íþróttahátíð sem haldin er að vori.

Þetta fyrirkomulag skilaði 100% mætingu og starfsmenn og foreldrar

ánægðir.

3

• Helstu niðurstöður eftir námsferð leikskólans til New York voru þær

að lögð verður enn meiri áhersla á frjálsa leikinn. Dagskipulagið var

endurskoðað og hópatímar teknir út nema einu sinni í viku þar sem

hvert barn fer í hópavinnu með einingakubbana. Það helsta sem kom

fram í samtali kennara á deildum um hlutverk kennarans var að

börnunum gefst kostur á því að læra á eigin forsendum innan okkar

skipulags með efniviðnum, opnum spurningum frá kennaranum og í

frjálsa leiknum. Þátttaka kennara fer aðallega þannig fram að

kennarinn er nálægur, aðstoðar þau börn sem þurfa á því að halda og

finnur til efnivið við hæfi hvers og eins. Til að stuðla að frumkvæði

barnanna eru notaðar opnar spurningar, hvatning og hrós. Einnig að

börnin finni lausnirnar sjálf í leik sínum með opið leikefni. Sem

fyrirmynd telja kennararnir að sá sem kemur fram við aðra af hlýju,

umhyggjusemi, virðingu og áhuga sé góð fyrirmynd. Einnig er mikilvægt

að viðhorf okkar séu jákvæð og að vera til staðar fyrir börnin.

1.2 Ytra mat

Viðhorfskönnun sem flestir starfsmenn Reykjavíkurborgar tóku þátt í.

1.2.1 Niðurstöður á ytra mati

• Leikskólinn kom mjög vel út í viðhorfskönnuninni. Flestir liðir voru yfir

meðallagi miðað við aðra leikskóla og borgina í heild. Það sem við þurfum

hins vegar að bæta og ekki kom nógu vel út er vinnuaðstaða

starfsmanna. Einnig þarf að auka símenntun og skerpa á því hvað

símenntun er..

4

2. Markmið Brákarborgar 2008-2009

Vorið 2008 fengum við styrk til þess að fara út í þróunarverkefni sem stefnt

hefur verið að í rúmt ár fyrsta úthlutun þar er í september 2008.

2.1 Þróunarverkefnið samfélagið í einingakubbunum

Tilgangur verkefnisins er að dýpka enn frekar starf okkar með

einingakubbana hvað varðar hlutverk og kennsluhætti kennara og

námsmöguleika barna og sýna fram á hvernig þeir geta nýst sem námsefni í

samfélagsfræði fyrir leikskólabörn.

Markmið verkefnisins er að athuga hvaða áhrif það hefur á einingakubbastarf

í leikskólanum Brákarborg, að dýpka hugmyndafræði þá sem kennd er við

John Dewey og Caroline Pratt, með því að innleiða samfélagsfræði í leik og

nám barnanna með einingakubba sem hannaðir voru af Pratt. Í verkefninu

verður skoðað hvernig samfélagið sem börnin lifa í, birtist í leik með

einingakubbana. Hvað það er sem kemur fram í leiknum sem verður með vísun í

þá samfélagslegu þætti sem þau upplifa í vettvangsferðum, í umræðum með

kennara og barnahóp og með spurningum kennara. Á hvaða hátt kemur

samfélagsleg tenging fram í tungumáli barnanna og hvað er það sem þau læra

um samfélagið með þessari innleiðingu. Í verkefninu munu kennarar beita

lýðræðislegum kennsluháttum og virkja börnin til þátttöku og ákvörðunartöku

í námi sínu. Markmið verkefnisins er tvískipt og snýr annars vegar að

hlutverki og kennsluháttum kennara og hins vegar að námi barna.

Kennararnir:

• Dýpka þekkingu sína á hugmyndafræðinni á bak við einingakubbana með

því að auka markvisst tengsl barnanna við samfélagið.

• Efla sig í að spyrja börnin opinna spurninga.

5

• Þjálfa sig í að efna til umræðna með börnunum í tengslum við

vettvangsferðir og rannsóknir um samfélagið sem leitað verður til í

auknum mæli.

• Tileinka sér lýðræðislega kennsluhætti í anda Johns Dewey með því að

virkja börnin til þátttöku og ákvörðunartöku.

Börnin:

• Nota samfélagið í auknum mæli sem kveikju í námi barnanna með

öflugri tengingu á milli vettvangsferða, leik með einingakubba,

umræðum og spurningum kennara.

• Fá tækifæri til að vinna úr reynslu sinni og rannsóknum á skapandi hátt

og setja upplifun sína í það form sem þau sjálf kjósa að gera. Bæði

hvað varðar samskiptin við kennarana og barnahópinn, sem tungumálið

gerir þeim kleift í leik með einingakubbana, sem og kubbabyggingarnar.

6

Leiðir í vinnu með þróunarverkefni

1. hluti. Haust 2008.

Við munum byrja á því að hafa markvissar kubbastundir á hverri deild með

hverjum hóp, hópstjóra og verkefnastjóra með sama hætti og gert hefur

verið. Unnið verður með börnunum í einingakubbunum og farið í

vettvangsferðir út í samfélagið. Kennarar leggja kapp á að tengja

vettvangsferðir við leik barnanna í kubbunum og skapa ríkulegt námsumhverfi

sem hefur að geyma gott úrval af viðbótarefniviði til sköpunar sem leiðir til

lausnaleitar hjá börnunum. Þeim verður gefinn kostur á lengdum leiktíma.

Einnig fá börnin að láta byggingar standa yfir tvo leiktíma til að byrja með og

smátt og smátt verður sá tími lengdur með tilliti til þarfa barnanna þ.e.

tímabil sem gæti náð yfir allt að vikutíma.

Samhliða því verður undirbúningur fyrir kennara leikskólans í formi, lesturs,

umræðna, fræðslu og fyrirlestra til eflingar fagmennsku innan leikskólans.

Ákveðnar hugmyndir og óskir hafa komið upp um hvert skal leita í því

sambandi. Einnig verða notaðar skráningar til endurmats og umræðna um

kennsluhætti kennaranna. Kennarar byrja strax á skráningum og ætlunin er

að nota bæði skriflega og myndræna skráningu auk hljóðupptöku.

2. hluti. Vor 2009.

Farið verður markvisst í vettvangsferðir og unnið úr þeim m.a. í

einingakubbum, myndlist, tónlist og námsgreinar þannig samþættar. Þar að

auki munum við gera alla þætti skráninga markvissari og jafnframt hefst

úrvinnsla gagna. Stefnt er að því að endurmeta veturinn og setja okkur

markmið fyrir áframhaldið bæði hvað varðar innra starfið utanaðkomandi

fræðslu fyrir starfsmannahópinn.

7

2.2. Önnur markmið leikskólans

• Nám barnanna fer fram í gegnum svokallað verkefnaval þar sem

áhugasvið þeirra ræður ferðinni.

• Fjölbreyttara opið leikefni verður lagt inn.

• Unnið markvisst með öll námsviðin.

• Ákveðin hlutverk á hverjum degi sem börnin taka þátt í að vinna.

• Öðruvísi dagar verða reglulega á fimmtudögum.

Leiðir

• Verkefnavalið fer þannig fram að kennarinn tekur til leikefni og börnin

eru svo á því svæði sem áhugi þeirra segir til um. Þetta getur verið

bæði úti og inni. Öll börn út einu sinni á dag.

• Aukið verður úrvalið af leikefni fyrir börnin í verkefnavalinu og má þar

nefna, smíðar, fjölbreyttari leir, sand, ljósaborð og myndvarpa.

• Tónlist er á hverjum degi og nú í fyrsta skipti í langan tíma erum við

með gítarleikara til að spila undir við söng barnanna. Myndlist er í boði

á hverjum degi með mismunandi fjölbreyttum efniviði. Hvert barn fer í

skipulagða hreyfistund einu sinni í viku og auk þess verður mikil áhersla

lögð á hreyfingu í útiveru og gönguferðum. Mikið verður unnið með

menningu og samfélag í tengslum við þróunarverkefnið ásamt öllum

öðrum námssviðum. Við gerum börnin meðvituð um umhverfið sitt, að

þau taki eftir fjölbreytileika náttúrunnar og beri virðingu fyrir henni

með gönguferðum, útiveru og umræðum. Málrækt er rauður þráður í

gegnum allt starfið í leikskólanum. Þau börn sem þurfa á sérstakri

aðstoð að halda fá hana markvisst í hverri viku.

8

• Börnin sjá um ákveðin hlutverk á hverjum degi í Brákarborg. Þessi

hlutverk verða svo smá saman flóknari eftir aldri þeirra og þroska. Þau

hlutverk sem að elstu börnin sinna eru:

1. Aðstoða litlu börnin í ávaxtatíma og að klæða þau út.

2. Sópa gólfin.

3. Skola fernur og fara með í endurvinnslutunnu.

4. Leggja á borð.

5. Sjá um að fataklefi sé snyrtilegur.

6. Raða bókum.

7. Passa að ekki leki vatn úr krönunum á snyrtingum.

• Sameiginlegir söngfundir eru alltaf í leikskólanum á fimmtudögum og

einnig eru ýmsar aðrar uppákomur reglulega yfir veturinn.

2.3 Dagskipulag Brákarborgar

7:30-08:20 Leikskólinn opnar róleg stund

8:20-08:50 Morgunverður

9:00-11:30 Frjáls leikur úti og inni

11:30-12:00 Tiltekt og samvera

12:00-12:30 Hádegisverður

12:30-13:00 Hvíld

13:00-14:30 Frjáls leikur úti og inni

14:30-15:00 Tiltekt og samvera

15:00-15:30 Kaffitími

15:30-17:00 Frjáls leikur og tiltekt

17:00 Leikskólinn lokar

Hver deild útfærir sitt dagskipulag nánar.

9

Samsetning barnahópsins veturinn 2008-2009.

Barnahópurinn, aldurssamsetning, fjöldi og kyn

0

1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

2003 2004 2005 2006

Drengir

Stúlkur

10

2.4 Foreldrasamstarf

Mjög gott samstarf hefur verið við foreldra í Brákarborg. Því verður haldið

áfram og einhverju bætt við.

Markmið

• Þróunarverkefni kynnt vel fyrir foreldrum.

• Leikefnið sýnilegt.

• Vinna með einstaklingsnámskrá fyrir hvert barn í samráði við foreldra.

• Gera skráningar úr starfi barnanna sýnilegri fyrir foreldra.

• Gera heimasíðuna að öflugri upplýsingamiðli.

• Halda áfram uppákomum með þátttöku foreldra.

Leiðir

• Kynna þróunarverkefni á foreldrafundi og setja reglulega upplýsingar

inn á heimasíðu til að þeir geti fylgst betur með.

• Bjóða foreldrum að byggja úr einingakubbunum á foreldrafundi.

• Einstaklingsnámskrá unnin með foreldrum í foreldraviðtölum að hausti.

• Hafa myndrænar skráningar úr starfinu sýnilegar á hverri deild.

• Auka fréttir inni á heimasíðunni. Upplýsingar frá hverri deild verði

markvissari.

• Þeim uppákomum sem hafa verið undanfarin ár verður haldið áfram og

vægi opinnar viku aukið.

• Stofna foreldraráð að hausti

11

3. Kennarahópurinn

Á meðfylgjandi töflu má sjá hvernig starfsfólk Brákarborgar skiptist niður

eftir starfsheitum.

Starfsfólk Brákarborgar haustið 2008

0

1

2

3

4

5

6

Leikskólakennari

Grunnskólakennari

Leikskólakennaranemi

Þroskaþjálfanemi

Leiðbeinandi 2

Starfsmaður

Matsveinn

Starfsfólk Brákarborgar haustið

2008

Markmið

• Áframhaldandi samstarf við hina Bugðuleikskólana.

• Umræðufundir þar sem fræðilegt lesefni er lagt til grundvallar.

• Að kennarar tileinki sér skráningu í starfinu.

• Bæta vinnuaðstöðu kennara sem kom ekki nógu vel út í

starfsmannakönnun.

• Gera góðan starfsanda í Brákarborg enn betri.

Leiðir

• Námskeiðsdagur með hinum Bugðuskólunum þar sem kennarar hafa

tækifæri til að velja sér smiðjur og sitja sameiginlegt námskeið.

Sameiginlegur starfsmannafundur með fræðslu, kennaraskiptum,

handleiðslu á milli skóla og fl.

• Deildarfundir þar sem skráningar á þróunarverkefni verða skoðaðar

og metnar.

12

• Starfsmannafundir verða að hluta til notaðir til að ræða um það

fræðilega efni sem lagt verður fyrir vegna þróunarverkefnis.

• Allir starfsmenn fái námskeið í skráningu.

• Ýta á framkvæmdir við viðbyggingu við leikskólann sem áður hefur

verið farið fram á, til að kennarar fái vinnu- og viðtalsherbergi.

• Hafa gleðina í fyrirrúmi í starfi okkar með börnunum og vera áfram

með uppákomur fyrir kennarana utan vinnutíma.

3.1 Dagatal kennara Brákarborgar

September

• 8. september starfsdagur í Brákarborg

Fyrirlestur um aga -Sigrún Kristjánsdóttir

Fyrirlestur um opinn efnivið -Elva Önundardóttir

Hópavinna - endurskoðað námskrá

Deildarfundir

• 10. september stjórnendafundur hjá Bugðu

Undirbúningur fyrir námskeiðsdag hjá Bugðuleikskólum

• 20-21. september óvissuferð

• 23. september foreldrafundur – kynning á starfsáætlun 2008-2009

og kynning á þróunarverkefni. Aðalfundur foreldrafélagsins og kynning

á deildum.

13

Október

• 7. október starfsmannafundur

Seinni hluti um aga- Sigrún Kristjánsdóttir

Þróunarverkefni- umræður

• 24. október námskeiðsdagur með Bugðu

Fyrirlestur um skráningu fyrir hádegi.

Eftirfarandi smiðjur eftir hádegi.

Einingakubbar

Stærðfræði

Skapandi starf

Útikennsla

Tónlist og hreyfing

Hagstæð innkaup

Málstofa um sérkennslu

Nóvember

• 4. nóvember starfsmannafundur

Upplýsingafundur

Þróunarverkefni

• 28. nóvember jólagleði starfsfólks

Janúar

• 9. janúar starfsdagur í Brákarborg

Starfsmannahandbók f.h.

Þróunarverkefni e.h.

• 13. janúar starfsmannafundur með Bugðu

Fyrirlestur- óákveðið

14

Febrúar

• 3. febrúar starfsmannafundur

Upplýsingafundur

Þróunarverkefni

Mars

• 3. mars starfsmannafundur

Upplýsingafundur

Þróunarverkefni

Apríl

• 7. apríl starfsmannafundur

Upplýsingafundur

Þróunarverkefni

Maí

• 5. maí starfsmannafundur

Upplýsingafundur

Þróunarverkefni

• 18. maí starfsdagur

Endurmat með Bugðuleikskólum f.h.

Endurmat fyrir Brákarborg e.h.

Deildarfundir eru þriðju hverju viku á hverri deild og fundir vegna

þróunarverkefnis þriðju hverja viku.