Sjá nánar um einstakar námsgreinar:  · 2012-04-12 · HR er öll til fyrirmyndar og veitir...

12

Transcript of Sjá nánar um einstakar námsgreinar:  · 2012-04-12 · HR er öll til fyrirmyndar og veitir...

Page 1: Sjá nánar um einstakar námsgreinar:  · 2012-04-12 · HR er öll til fyrirmyndar og veitir náminu þá umgjörð sem því hæfir. Ég mæli hiklaust með MPMnáminu í HR fyrir

Sjá nánar um einstakar námsgreinar: http://www.ru.is/mpm

Page 2: Sjá nánar um einstakar námsgreinar:  · 2012-04-12 · HR er öll til fyrirmyndar og veitir náminu þá umgjörð sem því hæfir. Ég mæli hiklaust með MPMnáminu í HR fyrir

MPM í HáskólanuM í Reykjavík

Heiðraði lesandi! Hér eru nokkrar skemmtilegar staðreyndir um MPM-námið sem okkur langar að deila með þér. MPM-námið er í senn ungt og þroskað. Fyrstu nemendur voru teknir í MPM-nám á Íslandi árið 2005 en á þeim árum sem liðið hafa hefur námið náð tryggri fótfestu og það hefur fengið góða kynningu. Bestu fulltrúar okkar eru því allir þeir sem útskrifast hafa með MPM gráðu og nýta færni sína í leik og starfi á Íslandi og erlendis.

MPM-námið er í senn almennt og sértækt. Það fjallar um verkefnastjórnun og nýtist því öllum sem vilja styrkja sig á því sviði; efla skipulagshæfileika sína og hæfileika til að leiða hópa til góðra verka. Þessi sérhæfing MPM-námsins er þó í eðli sínu almenn því verkefnastjórnun er notuð í fjöldamörgum fyrirtækjum og stofnunum, á Íslandi og erlendis, og notkun hennar fer vaxandi.

MPM-nám er í senn erfitt og skemmtilegt. Það er erfitt að fást við ný hugtök og nýjar aðferðir og það getur tekið dálítið á að setjast á skólabekk að nýju eftir að hafa þjónað atvinnulífinu í reglubundnu starfi um nokkurra ára skeið. En það er líka frábær reynsla að kynnast nýju fólki og efla færni sína í hagnýtum aðferðum og samskiptum um leið og maður kynnist nýju fólki, eignast nýja vini, stofnar til nýrra kynna og opnar nýja möguleika til persónulegrar þróunar í leik og starfi.

MPM-námið er í senn fræðilegt og hagnýtt. Áhersla er lögð á að gefa nemendum traustan fræðilegan grunn og þeim gefst kostur á að taka þátt í þróun og útbreiðslu fagsviðsins. En námið er ekki síður hagnýtt því frá fyrsta degi læra nemendur okkar aðferðir sem þeir geta umsvifalaust nýtt sér í atvinnulífinu eða í félagsstarfi.

MPM-námið er kennt við Háskólann í Reykjavík við frábærar aðstæður og kennarar koma frá Íslandi, Bandaríkjunum, Danmörku, Þýskalandi, Sviss, Bretlandi og víðar. Vonandi vekur MPM námið áhuga þinn. Ef þú vilt fræðast frekar skaltu skoða vefsíðuna og hafa samband við aðstandendur námsins.Bestu kveðjur,

Helgi Þór Ingason og Haukur Ingi Jónasson

Page 3: Sjá nánar um einstakar námsgreinar:  · 2012-04-12 · HR er öll til fyrirmyndar og veitir náminu þá umgjörð sem því hæfir. Ég mæli hiklaust með MPMnáminu í HR fyrir

Sjá nánar um einstakar námsgreinar: http://www.ru.is/mpm

MPM nám er 90 eCTs eininga háskólanám á meistarastigi sem miðar að því að auka þekkingu, færni og hagnýtingu á sviði verkefnastjórnunar. Fagleg verkefnastjórnun er aðferðafræði sem síaukin eftirspurn er eftir á öllum sviðum athafnalífs, samfélags og í samstarfi þjóða. aðferðin hefur náð mikilli útbreiðslu í öllum atvinnugreinum víða um heim og hefur nýst vel í margháttuðu þróunarstarfi. verkefnastjórnun er lifandi fræðigrein sem hefur þróast ört síðustu ár og mun halda áfram að þróast í framtíðinni. í anda evrópska Bologna-ferlisins þá eru markmiðin með MPM námi að nemendur:

• auki þekkingu sína innan fræðigreinar eða starfsgreinar• öðlist leikni við að beita aðferðum og verklagi fræðigreinar eða starfgreinar• öðlist hæfni til að hagnýta þekkingu og leikni í starfi eða frekara námi

náminu lýkur með ritgerð sem ætlað er að vera raunveru-legt framlag til þróunar þekkingar á fagsviðum námsins,  en útskrifuðum nemendum er ætlað að viðhalda og efla þekkingu á verkefnastjórnun og skapa nýja þekkingu á fræðunum í störfum sínum og mögulega á ritrýndum vettvangi. námið er hannað sem háskólanám samhliða vinnu og tekur það tvö ár.

Umsóknarferliumsækjendur fylla út rafræna umsókn á heimasíðu skólans www.ru.is/mpm

Hægt er að skila inn fylgigögnum í umsóknarkerfinu eftir því sem við á. Meðmælendabréf mega vera á íslensku og ensku en eiga að berast til deildarfulltrúa námsins í innsigluðu umslagi.

• yfirlit yfir náms- og starfsferil (Cv) ásamt ljósmynd• staðfest afrit af prófskírteinum• Tvö meðmælendabréf frá einstaklingum sem geta metið hæfni umsækjanda til að takast á við námið• allir umsækjendur eru boðaðir í viðtal áður en umsókn er svarað

skólagjöldupplýsingar um skólagjöld er að finna á heimasíðu námsins: www.ru.is/mpm/skipulag.

lín veitir námslán fyrir hluta skólagjalda. nánari upplýsingar er að finna á vef lín: http://www.lin.is/. samkvæmt reglum lánasjóðs íslenskra námsmanna (lín) veitir lín námslán til framhaldsnáms við viðurkennda skóla eða menntastofnanir sem veita æðri menntun er leiðir til prófgráðu á háskólastigi. MPM nám er nám á háskólastigi við Háskólann í Reykjavík og er lánshæft.

MeisTaRanáM í veRkeFnasTjóRnun – 90 eCTs

Page 4: Sjá nánar um einstakar námsgreinar:  · 2012-04-12 · HR er öll til fyrirmyndar og veitir náminu þá umgjörð sem því hæfir. Ég mæli hiklaust með MPMnáminu í HR fyrir

í MPM náminu er lögð áhersla á tileinkun námsefnis og virka þátttöku nemenda í tímum. Mikið er lagt upp úr hópvinnu þar sem unnið er með viðfangsefni sem tengjast atvinnulífi og verklegar æfingar.

unnið er með fjölbreytt raunveruleg viðfangsefni, tilfelli (case), þjálfunarhópa, samræðuhópa og margvíslegum aðferðum er beitt til að meta ástundun og árangur. nemendur fá tækifæri til að tengja viðfangsefni við starfsumhverfi sitt þar sem unnið er með þekkt dæmi úr rekstri fyrirtækja og stofnana. auk hópa- og verkefnavinnu er hefðbundið fyrirlestrahald mikilvægur hluti kennslunnar. áhersla er lögð á að fyrirlestrar í MPM námi séu lifandi og skemmtilegir.

FyRiRkoMulag náMs

eitt námskeið er kennt í einu sem ýmist lýkur með verkefnum eða lokaprófi. námsmat er með fjölbreyttum hætti t.d. einstaklingsskýrslur, skýrslur og verkefni sem unnin eru í hópum, kynningar og fyrirlestrar, félagamat, munnleg og skrifleg próf.

kennt er aðra hvora viku:

Föstudaga kl. 8:30 – 16:30 laugardaga kl. 8:30 – 16:30

að auki er kennt á fimmtudögum kl. 16:35 – 20:30 einu sinni í mánuði.

Page 5: Sjá nánar um einstakar námsgreinar:  · 2012-04-12 · HR er öll til fyrirmyndar og veitir náminu þá umgjörð sem því hæfir. Ég mæli hiklaust með MPMnáminu í HR fyrir

Sjá nánar um einstakar námsgreinar: http://www.ru.is/mpm

fyrra námsár:

I. MISSERI —  22 ECTS EInIngaR  II. MISSERI — 22 ECTS EInIngaR

stefnumótun og sóknaráætlun6 eCTs einingar

upplýsingar og upplýsingatækni í verkefnum6 eCTs einingar

verkefnastjórnun: Fræðilegur grunnur og áætlanagerð10 eCTs einingar

Raunhæft verkefni: undirbúningur, framkvæmd og lúkning6 eCTs einingar

verkefnaleiðtoginn i: sjálfskilningur, þroski og þróun 6 eCTs einingar

verkefnaleiðtoginn ii: siðfræði verkefnastjórnunar 4 eCTs einingar

samningar, deilur og innkaup í verkefnum6 eCTs einingar

á fyrra námsári ljúka nemendur D vottun iPMa og taka þátt í opinni ráðstefnu.

seinna námsár:

III. MISSERI – 24 ECTS EInIngaR IV. MISSERI – 22 ECTS EInIngaR

verkefnadrifnar skipulagsheildir og gæðastjórnun6 eCTs einingar

Háþróuð verkefnastjórnun4  eCTs einingar

verkefnateymi og aflfræði hópa 6 eCTs einingar

lokaverkefni6 eCTs einingar

stjórnun, ráðgjöf og þróun skipulagsheilda 6 eCTs einingar

valnámskeið innan eða utan MPMnáms 6 eCTs einingar

arðsemi og fjármögnun verkefna 6 eCTs einingar

valnámskeið innan eða utan MPMnáms samkvæmt samkomulagi. 6 eCTs einingar

á öðru námsári geta nemendur sem uppfylla kröfur um reynslu og þekkingu undirgengist C eða B vottun iPMa.

Page 6: Sjá nánar um einstakar námsgreinar:  · 2012-04-12 · HR er öll til fyrirmyndar og veitir náminu þá umgjörð sem því hæfir. Ég mæli hiklaust með MPMnáminu í HR fyrir

uMsagniR kennaRa

Páll jensson„verkefnastjórnun er stjórnunaraðferð sem er meira og meira notuð bæði í einkageiranum og í opinberum rekstri. MPM námið hefur gengið frábærlega vel og fengið einstaklega góðar undirtektir bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum á íslandi, eins og aðsókn frá upphafi sýnir. Ég er einn af kennurunum og fyrir mig hefur það alltaf verið sönn ánægja að hitta fyrrverandi nemendur því umsagnir þeirra hafa alltaf verið jákvæðar. líklega er þetta ánægjulegasta athugasemdin: „MPM námið hefur algerlega breytt bæði einkalífi mínu og starfsferli, í báðum tilvikum til hins miklu betra.““

morten fangel, Ph.d.„it is important in project driven organizations to have employees with an in depth and nuanced understanding of project management. To manage a project is not just about following a standard procedure. a situational approach to handling the challenges when managing a project is essential for the success. The master programme enables you to develop such competencies.“

Birgitta gregor„From my perspective, the MPM courses form a good and substantial program. it combines theoretical information with practical, job-related and hands-on approaches. it provides excellent opportunities to draw from one’s own professional experiences, learn from each other, and gain new perspectives which help improve projects and project management in students’ out-of-campus work environments. The combination of all relevant aspects required by iPMa and of socio-psychological aspects makes it a highly recommendable investment in one’s own professional development.“

BoB dignen„The MPM programme has a technical and human compass which provides a truly holistic perspective and will engage students on all levels whatever their experience. it is a superbly practical education for those looking to develop their project management competence.“

Page 7: Sjá nánar um einstakar námsgreinar:  · 2012-04-12 · HR er öll til fyrirmyndar og veitir náminu þá umgjörð sem því hæfir. Ég mæli hiklaust með MPMnáminu í HR fyrir

Sjá nánar um einstakar námsgreinar: http://www.ru.is/mpm

kennaRaR í MPM

í MPM náminu er lagður metnaður í að hafa afbragðs kennara í boði hverju sinni og er lögð áhersla á að þeir séu leiðandi fræðimenn á sínu sviði. í rúmlega helmingi námskeiða MPM námsins koma erlendir sérfræðingar að kennslunni og eru allir leiðbeinendur virkir í atvinnulífinu hér á landi og erlendis. kennarar og leiðbeinendur í MPM náminu eru þekktir fyrir framúrskarandi kennslu og mikla reynslu.

fabian Berg, maRáðgjafi hjá HlP Hirzel leder & PartnerFrankfurt, Þýskaland

steve flinders, ma Meðeigandi hjá york associatesyork, england

Benedikt árnasonHagfræðingur og MBa

Páll jensson, PhdPrófessor, sviðsstjóri fjármála- og rekstrarsviðs í HR

Bob dignen, maForstjóri york associatesyork, england

hans thamhain, PhdPrófessor við Bentley universityMassachusetts, Bandaríkin

Birgitta gregorRáðgjafi hjá HlP Hirzel leder & PartnerFrankfurt, Þýskaland

runólfur s. steinþórsson, PhdPrófessor við viðskipta- og hagfræði-deild við Háskóla íslands

tryggvi sigurbjarnarson, dipl.ing.Ráðgjafarverkfræðingur

darren dalcher, PhdPrófessor stofnandi og forstjóri nCPMlondon, england

morten fangel, PhdFramkvæmdastjóri Fangel Consultingkaupmannahöfn, Danmörk

helgi Þór ingason, Phd Forstöðumaður MPM í HR og ráðgjafi hjá nordica ráðgjöf ehf

haukur ingi jónasson, Phd Forstöðumaður MPM í HR og ráðgjafi hjá nordica ráðgjöf ehf

florence kennedy Framkvæmdastjóri negotiate ltdedinborg, skotland

steven eppinger, Phd Prófessor við MiTBoston, Bandaríkin

haraldur flosi tryggvason, m.jur, mBalMB lögmenn Bankastræti

hrefna s. Briem, mscForstöðumaður Bsc. náms við HR

magnús Þór jónsson, PhdPrófessor í vélaverkfræði við Hí

markus a. Zoller, Phd Meðeigandi hjá Transforcesviss

Þröstur guðmundsson, PhdFramkvæmdastjóri Þekkingar-kjarna HRv-engineering

ásbjörg kristinsdóttir, mBaDoktorsnemi við MiT

aðalheiður sigurðardóttir, Bsc, mPmverkefnastjóri hjá Össur

mark morgan kennari við stanford university og framkvæmdastjóri stratex advisors, inc.san Francisco, Bandaríkin

margrét PálsdóttirMálfræðingur og kennari

sæunn kjartansdóttir, mscsálgreinir

ethne swartz, Ph.dPrófessor við silberman College of Business at Fairleigh Dickinson university, new jersey, Bandaríkin

ellen gunnarsdóttir, Phdsagnfræðingur

Page 8: Sjá nánar um einstakar námsgreinar:  · 2012-04-12 · HR er öll til fyrirmyndar og veitir náminu þá umgjörð sem því hæfir. Ég mæli hiklaust með MPMnáminu í HR fyrir

uMsagniR neMenDa

„MPM meistaranámið er afskaplega skemmtilegt og grípandi nám. Ég heillaðist ekki bara af fræðilegri nálgun námsins, heldur einnig af þeirri miklu vinnu sem farið er í hvað varðar mann sjálfan sem persónu. Ég hef sjaldan kynnst jafn frábæru fólki og er með mér í náminu og forréttindi að fá að læra í þessu góða umhverfi sem hér er í HR. Heimsklassa kennarar sjá til þess að námsefnið skili sér og aðgangur að þeim er mjög góður. Ég hlakka til að nota þau tæki út í atvinnulífinu sem nú eru komin í verkfærakassann minn. að lokum vil ég þakka starfsmönnum skólans fyrir hversu vel var tekið á móti okkur MPM nemum í haust. Þið eigið hrós skilið.“

yngvi rafn yngvason, mPm í tækni-og verkfræðideild

„MPMnám í Háskólanum í Reykjavík er einstakt. Þar er listilega fléttað saman því sem máli skiptir í stjórnun verkefna af öllum stærðum og gerðum. Farið er vandlega í verkfræðilega þætti verkefnastjórnunar en ekki síður tekið á þeim mannlegu og siðfræðilegu málum sem verkefnastjóri þarf að geta tekist á við. eins er ítarlega farið í stjórnunarfræði í verkefnastjórnarvinnu. nemendahópurinn er einkar fjölbreyttur og kemur úr ólíkum starfsgreinum sem gefur náminu enn meira gildi. námið er bæði praktískt, ögrandi og þroskandi. aðstaðan í HR er öll til fyrirmyndar og veitir náminu þá umgjörð sem því hæfir. Ég mæli hiklaust með MPMnáminu í HR fyrir alla þá sem hafa áhuga á verkefnastjórnun – í hvaða grein atvinnulífsins sem er.“

elva dögg melsteð, mPm í tækni- og verkfræðideild

„MPM nám við HR hefur fyllilega staðist væntingar mínar til þessa og gott betur. Ég valdi MPM því námið er vel skipulagt og sniðið til að auka skilning, dýpka fræðilega þekkingu og efla færni bæði á tæknilegum sviðum en ekki síður í mannlegum og siðfræðilegum þáttum verkefnastjórnunar. nemendahópurinn samanstendur af reynslumiklum einstaklingum með ólíkan bakgrunn og sá félagsskapur gefur náminu mikið gildi. ekki spillir svo fyrir að umhverfið er glæsilegt og aðstaða fyrir nemendur til fyrirmyndar.“

jóhanna sigurjónsdóttir, mPm í tækni-og verkfræðideild

Page 9: Sjá nánar um einstakar námsgreinar:  · 2012-04-12 · HR er öll til fyrirmyndar og veitir náminu þá umgjörð sem því hæfir. Ég mæli hiklaust með MPMnáminu í HR fyrir
Page 10: Sjá nánar um einstakar námsgreinar:  · 2012-04-12 · HR er öll til fyrirmyndar og veitir náminu þá umgjörð sem því hæfir. Ég mæli hiklaust með MPMnáminu í HR fyrir

MPM FÉlagið

MPM félagið er fagfélag þeirra sem hafa lokið meistaranámi í verkefnastjórnun.

Félagið var stofnað þann 29. febrúar 2008. stofnfélagar voru nemendur sem útskrifuðust 2007 og 2008 úr MPM, meistaranámi í verkefnastjórnun við verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla íslands. í dag eru félagsmenn 129 talsins og stækkar hópurinn með hverju ári. Tilgangur og hlutverk félagsins er að stuðla að faglegum, félagslegum og efnahagslegum ávinningi þeirra sem útskrifast hafa með MPM eða sambærilega prófgráðu og að styðja við áframhaldandi þróun og framgöngu slíks náms á íslandi. tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að:

• standa vörð um sameiginlega hagsmuni félagsmanna• efla og viðhalda tengslaneti félagsmanna • stuðla að fræðslu og upplýsingamiðlun til félagsmanna• vera til ráðgjafar um þróun MPM náms og annars sambærilegs náms á íslandi• viðhalda tengslum milli félagsins og skóla

Félagið leggur áherslu á að stuðla að fræðslu og halda viðburði fyrir félagsmenn. lagt er upp með að vera með viðburði jafnt og þétt frá ágúst fram í maí á hverju starfsári. í fræðsluerindum er farið yfir nýjungar og aðferðir og þær kynntar fyrir félagsmönnum. Fyrirtæki

heimsótt sem þykja áhugaverð og eru að gera spennandi hluti á sviði verkefnastjórnunar. einnig er farið í heimsóknir í fyrirtæki þar sem útskrifaðir MPM félagar starfa og fræðst er um þeirra störf. í fræðslustarfinu er einnig horft til þess hvernig félagsmenn geta útvíkkað tengslanetið sitt og hitt aðra MPM félaga.. Félagið heldur einnig opin erindi fyrir alla áhugasama um aðferðir og málefni á sviði verkefnastjórnunar. Þá hefur félagið haldið ráðstefnu í samstarfi við verkefnastjórnunarfélag íslands og stefnir jafnframt á að halda ráðstefnur með reglulegu millibili. MPM félagið leggur áherslu á að viðhalda tengslum milli félagsins og skóla og hefur á hverju ári farið og kynnt sig fyrir MPM nemum. Félagið á gott samstarf við skipuleggjendur MPM námsins á íslandi og er félagsmönnum og nemendum innan handar varðandi upplýsingagjöf og ráðgjöf. Heimasíða félagsins er www.mpmfelag.is og þar er að finna upplýsingar um fræðsludagskrá, samþykktir félagsins, félagatal og fleira. Tölvupóstfang félagsins er [email protected].

Page 11: Sjá nánar um einstakar námsgreinar:  · 2012-04-12 · HR er öll til fyrirmyndar og veitir náminu þá umgjörð sem því hæfir. Ég mæli hiklaust með MPMnáminu í HR fyrir

Sjá nánar um einstakar námsgreinar: http://www.ru.is/mpm

Page 12: Sjá nánar um einstakar námsgreinar:  · 2012-04-12 · HR er öll til fyrirmyndar og veitir náminu þá umgjörð sem því hæfir. Ég mæli hiklaust með MPMnáminu í HR fyrir

Háskólinn í Reykjavík | Menntavegi 1 | 101 Reykjavík | Ísland | Sími 599 6200 | [email protected] | www.hr.is

nánari upplýsingar er að finna á heimasíðuHáskólans í Reykjavík www.ru.is/mpm eða sendu okkur tölvupóst á [email protected].

auður hrefna guðmundsdóttir deildarfulltrú[email protected] / [email protected]ími: 599 6368

haukur ingi jónasson forstöðumað[email protected]

helgi Þór ingasonforstöðumað[email protected]