Seltjarnarnes 40 ára - Afmælisrit

52
1 40 SELTJARNARNESBÆR 40 ÁRA Sterkt samfélag á tímamótum Hvað segja bæjarbúar? Nálægðin við náttúruna Menningin blómstrar STIKLUR ÚR SÖGUNNI Forsetinn lítur um öxl

description

Útgefandi blaðsins er menningar- og samskiptasvið Seltjarnarnesbæjar. Ritstjóri er Soffía Karlsdóttir, en ritnefnd skipa þau Bogi Ágústsson, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Karl Pétur Jónsson, Katrín Pálsdóttir, Kristín Arnþórsdóttir, María Björk Óskarsdóttir, Ólafur Egilsson og Sólveig Pálsdóttir. Aðal ljósmyndari blaðsins er Hari. Blaðið er unnið í samvinnu við Athygli en hönnun og umbrot er í höndum Elsu Nielsen, sem einnig hannaði ævintýralega útfærslu af einu helsta kennileiti bæjarins, Gróttu, sem prýðir forsíðu blaðsins.

Transcript of Seltjarnarnes 40 ára - Afmælisrit

Page 1: Seltjarnarnes 40 ára - Afmælisrit

1

40

SELTJARNARNESBÆR40 ÁRA

Sterkt samfélag á tímamótumHvað segja bæjarbúar?

Nálægðin við náttúruna

Menninginblómstrar

STIKLUR ÚR SÖGUNNI

Forsetinn lítur um öxl

Page 2: Seltjarnarnes 40 ára - Afmælisrit

Seltjarnarnesbær 40 ára2

Seltjarnarnesbær 40 áraJúní 2014

Útgefandi: Seltjarnarnesbær, menningar- og samskiptasviðRitstjóri: Soffía Karlsdóttir Ritnefnd: Bogi Ágústsson, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Karl Pétur Jónsson, Katrín Pálsdóttir, Kristín Arnþórsdóttir, María Björk Óskarsdóttir, Ólafur Egilsson, Sólveig Pálsdóttir Ráðgjöf og textavinnsla: Athygli ehf.Ljósmyndir: Hari, Seltjarnarnesbær, Þór Whitehead, Pétur H. Ármannsson o.fl.Hönnun og umbrot: Elsa Nielsen Prentun: Oddi

Forsíðumynd er eftir Elsu Nielsen

Page 3: Seltjarnarnes 40 ára - Afmælisrit

3

Meðal efnis

Afmælisávarp frá bæjarstjóra 4

Á Seltjarnarnesinu hljómar sinfónía náttúrunnar 6

Viljum vera sjálfstætt samfélag 10

Við getum verið stolt af skólanum okkar 14

Nálægðin við náttúruna 16

Seltjarnarnesið með augum listamannsins 20

Nýtt miðbæjarskipulag og bættar sjóvarnir 22

Blómlegt menningarstarf 24

Unnið að verndun minja í Gróttu 26

Hægt að framleiða raforku úr jarðhitavatninu 27

Gróðurinn tók strax við sér 28

Þríhyrningsformið er ráðandi í kirkjunni 30

Söfnin í Nesi 31

Bæjarlistamenn Seltjarnarness 32

Ég hef verið í þessari stöðu sjálfur 33

Ein af meginstoðum samfélagsins 34

Sundlaugin eitt af djásnum Seltjarnarness 36

Seltjarnarnes í hers höndum 1940-1945 38

Brú milli kynslóðanna 41

Seltjarnarnesið og byggingararfurinn 42

Litið til stjarnanna af Nesinu 45

Um fjórðungur allra íbúa er skráður í Gróttu 46

Draumurinn er að stækka golfvöllinn 48

Heilsuhofið á Nesinu 50

Fyrsta flokks ungmenni! 51

10Tímalína

14

34 38

6

5-37 31

Page 4: Seltjarnarnes 40 ára - Afmælisrit

Seltjarnarnesbær 40 ára4

Bærinn okkar á afmæli og stendur á spennandi tímamótum. Þegar litið er yfir fjörutíu ára sögu Seltjarnarnesbæjar í myndum og máli sést hversu ógnarhröð uppbygging hefur orðið í okkar litla bæjarfélagi sem nú telur ríflega 4.500 íbúa.

Ég hef búið lengst af ævi minnar á Nesinu og fylgst með sveitarfélaginu vaxa og dafna. Seltjarnarnesið er sá staður sem skiptir mig mestu máli og ég veit að ég deili þessari tilfinningu með mörgum af samferðarmönnum mínum innan bæjarfélagsins. Það merki ég af samtölum við þá og ekki síður úr árlegri þjónustukönnun sem gerð er í öllum bæjarfélögum landsins en þar skipar Seltjarnarnesbær sér ávallt í efstu raðir hvað varðar ánægju með búsetu og aðra þjónustu. Sú endurgjöf bæjarbúa undirstrikar jákvætt viðhorf þeirra og er mér og samstarfsfólki mínu hvatning til að standa vörð um þau lífsgæði sem við höfum allt í kringum okkur. Það hefur jafnan verið lögð áhersla á gæði menntunar og velferð ungmenna á Nesinu og getum

við öll verið afar stolt yfir því að með öflugu forvarnarstarfi heyrir vímuefna-vandi sögunni til meðal ungs fólks á Seltjarnarnesi.

Þegar litið er yfir farinn veg sést að menntunarmál eru Seltirningum hugleikin og hafa alltaf verið. Mikill sómi er að nemendum grunnskólans sem sýna ár eftir ár frábæra frammistöðu í prófum og að þeim líður vel í náminu. Þá má nefna hina öflugu hreyfingu meðal eldri borgara sem setur svip sinn á bæinn og tekur virkan þátt í samfélaginu.

Seltjarnarnesbær á sér langa sögu og merkilega. Hér átti landlæknir aðsetur, eins og alkunna er, biskup landsins sat um hríð að Lambastöðum og eigendur stærsta þilskips Íslendinga fyrr á tíð voru Seltirningar. Vísir að frjóu menningarlífi hófst í lok nítjándu aldar og nú blómstrar það sem aldrei fyrr. Seltjarnarnesið er útivistarperla höfuðborgarsvæðisins og er það metnaðarmál að sem flestir fái notið hennar á sínum forsendum.

Afmælisávarpfrá bæjarstjóra

40

Page 5: Seltjarnarnes 40 ára - Afmælisrit

5

Seltjarnarnesbær hlaut á dögunum viðurkenningu sem Stofnun ársins 2014 og var einnig valin fyrirmyndarstofnun ársins 2014 hjá Starfsmanna-félagi Reykjavíkurborgar, sem Seltjarnarnes á hlutdeild að. Það var góð afmælisgjöf og í mínum huga eru það forréttindi að fá að starfa með ykkur bæjarbúum að uppbyggingu í slíkum bæ sem Seltjarnarnes er. Á fjörutíu ára kaupstaðarafmælinu er því óhætt að segja að framtíðin sé björt og ég þakka Seltirningum fyrir það traust sem þeir bera til sveitarfélagsins.

Kæru bæjarbúar. Innilega til hamingju með afmælið!

Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri

TÍMALÍNA

Um 1200Fljótlega eftir landnám reis bær í Nesi við Seltjörn og er hans fyrst getið í heimildum um 1200 en þá var risin þar kirkja og jörðin komin í tölu stórbýla.

1581Seltjerningasamþykkt var gerð 15. nóvember 1581 og fjallaði um tillag húsmanna og hjáleigumanna til hreppsþarfa.

1786Seltjarnarneshreppur hinn forni náði yfir allt Nesið, sem liggur á milli Kollafjarðar og Skerjafjarðar og allt til fjalla. Árið 1786 var jörðin Reykjavík tekin undan hreppnum.

SeltjarnarneshreppurStiklur fyrir tímabilið 1200-1974

Page 6: Seltjarnarnes 40 ára - Afmælisrit

Seltjarnarnesbær 40 ára6

Á Seltjarnarnesinu hljómar sinfónía náttúrunnar

Rætt við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands og fyrrum íbúa á Seltjarnarnesi

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, bjó á Barðaströnd á Seltjarnarnesi um tæplega þriggja áratuga skeið ásamt eiginkonu sinni, Guðrúnu Katrínu Þorbergs-dóttur. Þar ólust upp dætur þeirra, Dalla og Tinna. Ólafur Ragnar segir það góðan vitnisburð um bæjarfélagið, nú á afmælisárinu, að sú kynslóð sem óx úr grasi, um það leyti sem Seltjarnarnes varð bæjarfélag fyrir 40 árum, kjósi að gera Seltjarnarnes að vettvangi uppeldis sinna barna.

Á fornum slóðum: „Ég velti stundum fyrir mér hvað það er sem veldur því að Seltjarnarnes hefur haldið sinni

sérstöðu og sjálfstæði. Ég held að ein ástæðan sé hinar gömlu rætur sem hafa haldist með ákveðnum hætti þótt

nýtt fólk hafi flust í bæjarfélagið.“

Page 7: Seltjarnarnes 40 ára - Afmælisrit

7

„Ég varði mestum hluta æskunnar á Ísafirði og Þingeyri. Ég var í mörg ár hjá afa mínum og ömmu á Þingeyri því móðir mín var berklaveik. Svo rætur mínar eru á landsbyggðinni. Ég var áfram fyrir vestan á sumrin sem unglingur. En síðan fluttum við til Reykjavíkur og bjuggum á Óðinsgötu og á Hagamel. Þegar við fluttum í blokkina á Hagamel, við hliðina á Melabúðinni,

var braggahverfið Camp Knox þar hjá. Svo kom eyða í byggðinni og við tóku öskuhaugarnir. Það var því ekki mikil byggð á þessu svæði. Seltjarnarnesið í þá daga var í raun og veru sveit fremur en byggð, tengd Reykjavík,“ segir Ólafur Ragnar.

Fokhelt raðhús til söluUm það leyti sem Ólafur Ragnar var að ljúka háskólanámi var móðir hans nýlega látin en faðir hans, Grímur Kristgeirsson, var enn á lífi. Þeir feðgar voru að svipast um eftir framtíðar-húsnæði og Ólafur Ragnar frétti þá af raðhúsinu við Barðaströnd sem var til sölu. „Ég er upprunninn vestan af fjörðum og þar leikurhafið og náttúran stórt hlutverk í lífi fólksins. Ég heillaðist því af umhverfinu, nálægðinni við sjóinn og þeirri opnu náttúru sem var svipmót Seltjarnarnessins þegar við komum þangað. Það varð því úr að við keyptum þetta fokhelda hús. Þá var ekki enn búið að byggja öll húsin í þessari raðhúsalengju. Við fluttum svo þangað inn í kringum 1970. Þetta hús varð síðan heimili okkar Guðrúnar Katrínar og þarna ólum við upp dætur okkar, Döllu og Tinnu.“

Ólafur Ragnar segir það merkilegt að þrátt fyrir nálægðina við miðbæ höfuðborgarinnar hafi Seltjarnarnesið enn þá á sér blæ þorps í sveit. „Íbúarnir voru margir kenndir við gömlu bæina og gömlu húsin og bjuggu þar á fjölskyldu-leifð sinni. Krían gerði sig heimakomna og fyrstu sumrin voru ekki nema 200-300 metrar frá raðhúsinu okkar í kríuvarpið. Það var engin

götulýsing meðfram ströndinni, sem var til ánægjuauka á veturna, því fyrir vikið sáust norðurljósin betur en ella. Flestar götur voru moldargötur og þarna voru stór, opin svæði

leikvöllur barnanna sem gengu frjáls um holtog hæðir.

Það var merkilegt að fylgjast síðan með byggðarlaginu vaxa. Þarna alast dætur okkar upp og á þeim tíma var Seltjarnarnesið eiginlega líkara þorpunum og byggðunum fyrir vestan, sem ég þekkti frá æskuárunum, heldur en Reykjavík. Kannski var það eitt af því sem gerði að verkum að ég heillaðist af þessu umhverfi

og mannlífi. Í raun er Seltjarnarnes mun nær miðbæ Reykjavíkur en flest hverfi borgarinnar. Engu að síður hefur staðurinn haldið sínum sérstaka blæ og andrúmslofti, samskiptum, sam-heldni fólksins og þeim stíl sem þessi samstaða og samspil við náttúruna hefur haft í för með sér. Ég velti stundum fyrir mér hvað það er sem veldur því að Seltjarnarnes hefur haldið sinni sérstöðu og sjálfstæði. Ég held að ein ástæðan sé hinar gömlu rætur sem hafa haldist með ákveðnum hætti þótt nýtt fólk hafi flust í bæjar-félagið. Ég held líka að sú staðreynd að ungu kynslóðirnar á Seltjarnarnesi, sem kynntust fyrst í leikskólunum, fylgdust að í gegnum Mýrarhúsa- og Valhúsaskóla og í gegnum íþróttirnar. Skólarnir og íþróttastarfið tvinnuðu því samfélagið

saman. Sú flétta tengdist síðan þessum gömlu, sögulegu rótum sem eldra samfélagið hafði byggt upp. Þess vegna hefur samheldni og vinátta, sem til dæmis dætur mínar stofnuðu til sex eða sjö ára gamlar, haldist alveg fram til þessa dags. Þannig hefur uppbygging skólanna og íþróttastarfsins haldið utan um samfélagið.

Allt að 5000 manns komu að heimili Ólafs Ragnars og Guðrúnar Katrínar á Barðaströndinni til að fagna

með þeim að loknu forsetakjöri 1996.

Það var þorpsbragur á Seltjarnarnesinu þegar dætur Ólafs Ragnars og Guðrúnar Katrínar, þær Dalla og Tinna, voru að alast þar upp.

Page 8: Seltjarnarnes 40 ára - Afmælisrit

Seltjarnarnesbær 40 ára8

Verðandi forseti á hlaupumÓlafur Ragnar segir það merkilegt að verða vitni að því hve margir þeirra sem ólust upp á Seltjarnarnesinu vilji festa þar rætur með sínar fjölskyldur og heimili. „Í þremur húsum í rað-húsalengjunni neðst á Barðaströndinni, þar sem við bjuggum, búa nú afkomendur þeirra sem þar áttu heima þegar við vorum að ala Döllu og Tinnu upp. Þetta myndi ekki gerast nema vegna þess að taugarnar til staðarins eru svo sterkar.“

Ólafur Ragnar segir að menn finni betur fyrir nábýli við náttúruna á Seltjarnarnesi en annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. „Þó ég hafi notið náttúrunnar á Álftanesi þá vantar hér brimið, þessa hvítfryssandi norðanátt sem þeytir sjávar-seltunni á húsveggina. Stundum gátum við skrifað í seltuna sem settist á húsveggina á Barðaströndinni. Það er þessi ögrandi návist við voldugt úthafið sem Seltjarnarnes hefur.“Ólafur Ragnar hefur ávallt haft mikla ánægju af útivist og líkamsrækt. Þegar hann flutti á Seltjarnarnesið þótti það tíðindum sæta að sjá þar mann á kraftgöngu eða hlaupum. „Mér vitanlega voru það bara tveir menn sem stunduðu þetta. Ég gerði þetta snemma á morgnana. Það fór eftir veðráttu hvert ég fór en flesta daga hljóp ég út með sjónum og út

að Gróttu. Ég notaði steina við hákarlaskúrinn, sem þar stendur enn þá, sem lóð. Þetta var mitt World Class. En í mikilli norðanátt hljóp ég yfir Valhúsahæðina og yfir á suðurhluta Nessins. Kirkjan var lengi í byggingu og þar leitaði ég oft skjóls fyrir norðanáttinni til að gera æfingar. Ljósastaurarnir nýttust mér líka við teygjuæfing-ar. Þetta þótti náttúrulega allt mjög undarlegt á þessum árum. Hinn maðurinn, sem þetta stundaði, hljóp um eftirmiðdaginn. Sá var Jónas Kristjánsson ritstjóri. Lengi vel man ég að við

vorum bara tveir að þessu en svo fór það smám

saman að breytast. Þetta voru mikil forréttindi því ég hafði nánast allt Seltjarnarnesið út af fyrir mig sem æfingastöð.

Stundum lagði ég leið mína í sundlaugina eftir að hún var byggð, að lokinni kennslu í Háskóla-num. Og það var þá sama uppi á teningnum – ég hafði laugina alveg út af fyrir mig. Seltirn-ingar, sem höfðu vanist því að fara í Vesturbæ-jarlaugina, voru fastheldnir á þá laug og því mjög fámennt alla jafnan í Seltjarnarneslauginni fyrsta árið eftir að hún opnaði. Einhvern tíma sagði ég Sigurgeiri Sigurðssyni bæjarstjóra að það hefði verið elskulegt af honum að láta reisa þessa einkasundlaug fyrir mig.“

Fyrir utan sundlaugina hafði verið komið upp

æfingatækjum úr tré. Þessi tæki notaði Ólafur Ragnar gjarnan í lokin á kraftgöngu eða hlaupum um Nesið. „Ég man að eitt sinn í febrúar 1996 var ég þarna snemma morguns í myrkrinu að gera æfingar. Þá kemur til mín Jóhannes heitinn Jónsson, kaupmaður í Bónus, sem þá var nágranni minn á Barðaströndinni. Hann gekk til mín og sagði: „Það eru allir karlarnir í heita pottinum á þeirri skoðun að þú eigir að bjóða þig fram til forseta.“ Þetta sýnir dálítið í hnotskurn mannlífið á Seltjarnarnesi og návígið sem var í byggðarlaginu,“ segir Ólafur Ragnar.

Hann segir að þessi iðja hafi gefið sér mikinn kraft inn í daginn. Það féll ekki dagur úr, sama hvernig viðraði. „Að hefja hvern dag með þessum hætti er ekki einungis gott fyrir líkamann heldur fékk líka hugurinn og sálin endurnæringu á hverjum degi. Ég fylgdist betur með árstíðunum, breytingum í náttúrunni, birtu og umhverfinu. Hver einasti Seltirningur á kost á því að upplifa sinfóníu náttúrunnar með svo nánum hætti.“

Ólafur Ragnar segir að á afmælisári Seltjarnar-nesbæjar sé margt að gleðjast yfir. Það sé ánægjuefni hvernig íþrótta- og skólastarfið hafi vaxið. Og sérstakt gleðiefni sé sá vitnisburður sem felst í áhuga þeirrar kynslóðar, sem var að vaxa úr grasi um það leyti sem Seltjarnarnes varð bæjarfélag fyrir 40 árum, að gera Seltjarnar-nes nú að vettvangi uppeldis sinna barna.

Mannlíf sem nærist á náttúrunni„Barnabörn mín ganga ein og óstudd í skólann sinn eins og Dalla og Tinna gerðu þegar þær voru ungar. Það eru auðvitað mikil lífsgæði fólgin í því að fjölskyldan búi í öruggu umhverfi en geti um leið notið náttúrunnar, gengið út í Gróttu, skoðað kríuvarpið á sumrin og upplifað vetrarhörkuna þegar hvessir að norðan. Bestu meðmælin á afmælisárinu, að mínum dómi, eru að geta rakið sögu þeirra sem voru að alast upp á Seltjarnarnesi á þeim tíma þegar bæjarfélagið var að fá sín réttindi, og hafa síðan kosið að ala sín börn upp við sama umhverfi, ganga í sömu skólana og njótu sömu náttúrunnar.“

Ólafur Ragnar segir að auðvitað hafi gengið á ýmsu í bæjarmálunum á Seltjarnarnesi eins og annars staðar. Ein stærsta glíman hafi verið um hve langt eigi að ganga á náttúruna með íbúðabyggð.

Guðrún Katrín Þorbergsdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson í opinberri heimsókn á Seltjarnarnesi árið 1998.

Page 9: Seltjarnarnes 40 ára - Afmælisrit

9

„Þegar við Guðrún Katrín fluttum á Barða-ströndina var Valhúsahæðin og landið þar í kring nánast óbyggt svæði. Það er umhugsunarefni hvers vegna borgaryfirvöld, til dæmis í New York og London, verja stórum landskikum undir garða í miðju borganna. Einmitt þar væri lóðaverðmæti mest ef leyft væri að byggja. En ástæðan er sennilega sú að menn gera sér grein fyrir því að stórborg og bæjarfélag er ekki bara götur og hús heldur líka samspil við náttúruna og umhverfið og það mannlíf sem nærist á því. Það hefur líka góð áhrif á sálina að hafa greiðan aðgang að náttúrunni. Það hefur löngum verið málflutningur

minn og var baráttumál Guðrúnar Katrínar þegar hún var í bæjarstjórn að menn yrðu að horfa til langs tíma þegar verið væri að ákveða byggingar-svæði. Menn yrðu að gera sér grein fyrir því að með því að leyfa stöðugt meira byggingarmagn væri verið að skerða þátt náttúrunnar í sál sveitar-félagsins. Það er dýrmætt nesti til framtíðar að náttúran sé tengd daglegri reynslu og uppeldi barnanna. Það hefur brunnið við að árangur sveitarstjórna sé mældur í byggingarmagni á kjörtímabilinu. En það er ekki góður mælikvarði,“ segir Ólafur Ragnar að lokum.

1797Kirkja Seltirninga í Nesi lögð niður þetta ár. Hún fauk síðan af grunni í Básendaveðrinu 1799. Eftir það áttu þeir kirkjusókn til Reykjavíkur.

1875Fyrsta hreppsnefnd Seltjarnarneshrepps valin á hreppaskilaþingi í júní þetta ár. Var Kristinn Magnússon, bóndi í Engey, valinn fyrsti oddvitinn. Mýrarhúsaskóli tekur til starfa 30. september.

1883Nokkrir bændur í Reykjavík og á Seltjarnarnesi tóku sig saman um að koma upp ljóskeri á Valhúsinu til leiðbeiningar sjófarendum. Ljóskerið var sett upp árið 1883 og kostuðu bændurnir það fyrstu tvö árin.

1897Fyrri Gróttuvitinn reistur þetta ár.

Ég kýs að búa á Seltjarnarnesi af því að hér er lítið en öflugt samfélag, allir léttir, ljúfir og kátir og eiginlega alltaf sól og logn!

Anna Lilja Björnsdóttir

Ég kýs að búa á Seltjarnarnesi af því að þar er gott að búa í öruggu og góðu umhverfi og það er stutt á KR-völlinn.

Stefán Eiríksson

Page 10: Seltjarnarnes 40 ára - Afmælisrit

Seltjarnarnesbær 40 ára10

Viljum vera sjálfstætt samfélag í nánu sambýli manns og náttúruRætt við Sigurgeir Sigurðsson, fyrrverandi bæjarstjóra Seltjarnarness

Sigurgeir Sigurðsson, fyrrverandi bæjarstjóri Seltjarnarness, er tengdur Seltjarnarnesi órjúfanlegum böndum. Hann sat í sveitarstjórn í 40 ár og þar af var hann tæp 38 ár bæjarstjóri og sveitarstjóri. Þessi langi ferill er einsdæmi á Íslandi og þótt víðar væri leitað því á fjögurra ára fresti tók hann þátt í frjálsum sveitarstjórnarkosningum þar sem málefni og listar voru lagðir fram. Sveitungar hans veittu honum jafnan brautar-gengi, sem sýnir að hann naut mikils trausts og virðingar í bænum. Sigurgeir situr nú á friðarstóli. Eiginkona hans, Sigríður Gyða Sigurðardóttir myndlistarkona, lést árið 2002. Sigurgeir nýtur nú efri áranna í samvistum við börn sín þrjú, átta barnabörn og tvö barnabarnabörn.

Page 11: Seltjarnarnes 40 ára - Afmælisrit

11

Sigurgeir fæddist á Sauðárkróki árið 1934 og verður því áttræður á þessu ári. Hann er sonur Ingibjargar Eiríksdóttur, sem var fædd í Blönduhlíð og Sigurðar P. Jónssonar sem var fæddur á Sauðárkróki. Þau störfuðu við verslun og Sigurður starfaði einnig hjá Sparisjóðnum og við sjómennsku. Bróðir Sigurgeirs heitir Eiríkur og er búsettur á Sauðárkróki. Eftir tvö ár í Gagnfræðaskólanum á Sauðárkróki hóf Sigurgeir nám í Verzlunarskóla Íslands og var þar í tvo vetur. Hann fór síðan á síld, eins og margir ungir menn á þessum árum og í framhaldinu starfaði hann um skeið á Keflavíkurflugvelli.

Útidyrahurðin úr mótatimbriFerill Sigurgeirs í sveitarstjórn hófst árið 1962. Þá starfaði Sigurgeir við bílasölu hjá Kr. Kristjánssyni á Suðurlandsbraut 2. „Um þetta leyti sem ég starfa við bílasölu er bíla-innflutningur gefinn frjáls. Áður fór mestur tíminn í að þefa uppi leyfi hjá hinum og þessum. Menn fengu leyfi ef þeir gátu sýnt fram á að þeir hefðu tekjur í erlendri mynt. Þetta voru áþreifanleg höft, ólíkt þeim gjaldeyrishöftum sem við búum við í dag,“ segir Sigurgeir.

Um tíma leigði Sigurgeir íbúð í Laugarneshverfi og sat þá í hverfisstjórn þar svo segja má að snemma hafi áhugi hans beinst að pólitík og félagsmálum. Sigurgeir var með þeim fyrstu sem byggðu hús á Miðbraut á Seltjarnarnesi þar sem hann býr enn.

„Þar sem við sitjum hér núna í stofunni voru sandhrúgur því við fluttum bara inn í hinn enda hússins. Þetta tíðkaðist á þessum árum. Við byrjuðum að grafa grunn að húsinu í febrúar 1964 og fluttum inn í lok ágúst sama ár.

Fyrsta útidyrahurðin var úr mótatimbri og engar innihurðir komnar.“ Sigurgeir segir að það

hafi verið spennandi tímar þegar hann flutti á Seltjarnarnesið sem þá var hreinræktuð sveit.

„Við fluttum fyrst í sveitarfélagið 1957 þegar við keyptum fokheldan kjallara á Skólabraut. Ég dundaði mér við að innrétta hann næstu tvö árin og pússaði alla veggi sjálfur. Svo fluttum við á Miðbrautina sjö árum síðar,“ segir Sigurgeir og minnist þess að á þessum árum bjuggu um 1.000 manns í bænum. Einn malbikaður spotti var á Seltjarnarnesi í þessa daga, við Vegamót. Annars var einungis um moldargötur að fara.

Ferillinn hefstSigurgeir var kjörinn í hreppsnefnd strax árið 1962. Það ár bauð Sjálfstæðisflokkurinn í fyrsta sinn fram flokkslista á Seltjarnarnesi. „Við náðum meirihluta þá og við höfum ekki sleppt taki af honum síðan. En þetta kostaði töluverða vinnu og við lögðum mikið á okkur. Ég gekk í hús og kynnti mig og návígið var mikið á þessum árum. En ég þekkti það svo sem frá árunum á Sauðárkróki. Fyrstu tíu árin var ég sveitarstjóri og í framhaldi af því bæjarstjóri og allan þennan tíma höfðu Seltirningar greiðan aðgang að mér. Það margborgaði sig því ef fólk hefur tækifæri til þess að hella úr skálum reiði sinnar er yfirleitt hægt að leysa vandamálin á staðnum.“

Velgengni í bæjarmálunum þakkar Sigurgeir þessu góða aðgengi en einnig þeirri stefnu Sjálfstæðisflokksins að reyna að skilja sem mest af sjálfsaflatekjum íbúanna eftir hjá þeim sjálfum. „Við töldum alltaf að íbúarnir væru sjálfir færastir um að skipuleggja sína eigin eyðslu. Vitaskuld þurftum við að taka frá fyrir opinberum þörfum eins og uppbyggingu og rekstri skóla og gatnakerfis, svo dæmi séu tekin.“

Uppbygging innviðannaÞað kom í hlut Sigurgeirs sem bæjarstjóra að vera í forsvari fyrir uppbyggingu innviðanna á Seltjarnarnesi. „Árið 1965 höfðum við fengið ábendingu frá Orkustofnun um að á Seltjarnarnesi fyndist ekki vottur af heitu vatni. En við vorum þrjóskir og boruðum nokkrar prufuholur. Niðurstaðan var sú að hér væri vissulega heitt vatn að finna og við hættum ekki fyrr en við höfðum komið okkur upp okkar eigin hitaveitu. Það hefur verið okkar happadráttur hingað til. Hitaveitan er stofnsett 1974 og er því á svipuðum aldri og bæjarfélagið.“

Hann segir að margir áfangar hafi áunnist frá því Seltjarnarnes varð bæjarfélag en sennilega standi stofnun hitaveitunnar upp úr. „Hitaveitan stendur fjárhagslega vel að vígi. Hvorki hún né bærinn hafa tekið erlend lán og veitan var byggð upp fyrir eigið fé bæjarins. Seltjarnarnesbær á því fyrirtækið skuldlaust.“

Sigurgeir segir að allan þennan tíma hafi Seltjarnarnesbær haldið sínum svip þrátt fyrir nálægðina við Reykjavík. „Við viljum vera sjálfstætt samfélag þar sem fólk finnur að það býr í þéttu sambýli og þekkir sína nágranna. Það er þessi smærri bæjarstemning sem við viljum

Sigurgeir segir að margir áfangar hafi náðst í uppbyggingu bæjarfélagsins. Stofnun hitaveitunnar standi þó upp úr.

Page 12: Seltjarnarnes 40 ára - Afmælisrit

Seltjarnarnesbær 40 ára12

gjarnan halda. Hér unir fólk sér vel. Útsvör og fasteignagjöld hafa verið með lægsta móti. Hér er ekki bið eftir leikskóla og íbúarnir eru ánægðir með þjónustu bæjarfélagsins.“

Mjög hagkvæm rekstrareiningSigurgeir segir að átakamálin á sínum ferli hafi verið þau sömu og víðast hvar annars staðar í öðrum bæjarfélögum, þ.e.a.s. skipulagsmálin. Allir hafi, sem betur fer, skoðun á sínu næsta umhverfi. „Við þurftum oft að ræða þessi mál í þaula. Þar er ekki undanskilin þessi litla byggð hér utan í Valhúsahæðinni. Þarna voru byggð um 20 hús og fyrir lóðasöluna þar gátum við byggt íþróttahúsið.“

Hann minnir á að þegar fyrsta aðalskipulag fyrir Seltjarnarnes var gert árið 1964 hafi verið gert ráð fyrir 5.000 íbúum. „Það er nákvæmlega það sem við stefnum að í dag. Núna búa á Seltjarnarnesi tæplega 4.500 manns. Fyrirhugað er að byggja 90-120 íbúðir og það passar nákvæmlega upp í þennan heildarfjölda. Þar er um að ræða um Hrólfskálamelinn, þar sem eru í byggingu liðlega 60 íbúðir. Síðan stendur til að byggja á Iðunnarreitnum svokallaða og einnig á vestursvæðinu, þar sem áhaldahúsið gamla og bílaverkstæðin eru núna. Þar er ráðgert að byggja um 150 íbúðir og þar með verður

þessu marki náð. Öll okkar uppbygging, skólar, leikskólar, hitaveita, hefur miðað við þennan íbúafjölda og bær af þessari stærð er einkar hagkvæm rekstrareining,“ segir Sigurgeir.

Fyrst og fremst þjónustubærSigurgeir segir að Seltjarnarnes sé fyrst og fremst þjónustubær. Oftar hafi verið skortur á vinnuafli en störfum á höfuðborgarsvæðinu. Seltirningar hafi sótt vinnu út fyrir sveitarfélagið en notið þess að búa á Nesinu með öllum þeim kostum sem því fylgir. „Það eru vissulega nokkur fyrirtæki á Seltjarnarnesi og opinber þjónusta en við verðum aldrei sjálfbær í atvinnumálum. Mörg fyrirtæki utan Seltjarnarness eru í eigu Seltirninga og atvinnuástandið hefur verið gott í höfuðborginni. Við höfum því ekki fundið fyrir verulegu atvinnuleysi síðan á miðjum áttunda áratugnum þegar mest voru um 200 manns atvinnulausir.“

Sigurgeir starfaði einnig um langt árabil að sveitarstjórnarmálum á landsvísu. Hann sat í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 1978 til 1990, þar af sem formaður þrjú síðustu árin. Hann var sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf að sveitarstjórnarmálum þann 17. júní 2000. „Seltarnarnes er fyrst og fremst þjónustubær,“

segir Sigurgeir í samtali.

Kosningar þá og núBæjarstjórnarkosningar Fjöldi bæjarfulltrúa kosnir Á kjörskrá Atkvæði greidd Fjöldi lista í kjöri Úrslit kosninga

Fyrsta sinn Sjö 1.370 1.236 eða 90,2% Þrír B-listi Framsóknarflokksins fékk

26. maí 1974 einn mann kjörinn, D-listi Sjálf-

stæðisflokksins fimm menn kjörna

og F-listi vinstri manna fékk einn

mann kjörinn.

Fjörutíu árum síðar Sjö 3.361 2.307 eða 68,64% Fjórir B-listi Framsóknar og óháðra fékk

31. maí 2014 engan mann kjörinn, D-listi Sjálf-

stæðisflokks fékk fjóra menn kjörna,

N-listi Neslistans fékk einn mann

kjörinn og S-listi Samfylkingar fékk

tvo menn kjörna.

Bæjarstjórnarkosningar 40 ára

Page 13: Seltjarnarnes 40 ára - Afmælisrit

13

1905Símalína mun hafa verið lögð fram á Seltjarnarnes þetta ár.

1912Á árunum í kringum 1912 hófst skólahald í Viðey, lengi framan af í lánshúsnæði frá Milljónafélaginu.

1928Þetta ár var nýtt skólahús tekið í notkun í Viðey og var þar rekinn skóli sem útibú frá Mýrarhúsaskóla fram yfir 1940.

1932Eftir að hreppsnefnd samþykkti að fá rafmagn í Mýrarhúsaskóla mun rafmagn hafa komið í skólann þetta ár.

1936Vatnslögn lögð í Mýrarhúsaskóla þetta haust og voru þá m.a. sett upp vatnssalerni. Voru þá útikamrarnir við vesturgaflinn aflagðir.

Fróðleiksmolar um NesiðFlatarmál Seltjarnarness miðað við stórstraumsfjöru er um 2,9 km2. Mesta breidd Nessins er um 1 km en mjóst er það um 500 m.

Þrjár tjarnir prýða Nesið: Bakkatjörn, Búðatjörn og Tjörn í Dal.

Kveikt var á fyrsta vitanum í Gróttu þann 1. september 1897.

Grótta var lýst friðland árið 1974.Innan bæjarmarka Seltjarnarness hafa verið skráðar 140 tegundir plantna sem er um 32% íslensku flórunnar.Valhúsahæð, Seltjarnarnesfjörur og Suðurnes hafa verið á Náttúruminjaskrá síðan 1981.

Á Valhúsahæð er fyrsta hringsjá Ferðafélags Íslands frá árinu 1938.Árið 2013 komu 178.242 gestir í Sundlaug Seltjarnarness.Sérstakt jarðhitasvæði er kennt við Seltjarnarnes, en talið er að þrjú heitavatnskerfi séu undir Nesinu.

Árið 2013 voru 53.383 eintök bóka skráð í Bókasafni Seltjarnarness.1. janúar sl. voru íbúar Seltjarnarness 4.381 talsins.

Grótta er fyrst nefnd í fógetareikningum frá árunum 1547-52. Hún breyttist í eyju í Básendaflóðinu 1799.

Page 14: Seltjarnarnes 40 ára - Afmælisrit

Seltjarnarnesbær 40 ára14

40 ára afmæli í haustValhúsaskóli hóf starfsemi sína árið 1974 og fagnar því 40 ára afmæli í haust. Undirbúningurað byggingunni hófst með því að Ólafur H. Óskarsson, forstöðumaður framhaldsdeildar Lindargötuskóla, var ráðinn árið 1971 sem ráðgjafi skólanefndar Seltjarnarness. Hann vann náið með arkitekt skólans, Vilhjálmi Hjálmarssyni. Ólafur ferðaðist víða til að kynna sér hönnun skólabygginga, bæði hérlendis og erlendis. Karl Bergmann Guðmundsson,þáverandi oddviti hreppsins, tók fyrstu skóflu-stungu að húsinu árið 1973. Ólafur starfaði síðan sem skólastjóri Valhúsaskóla frá 1974 til 1998 er Sigfús Grétarsson tók við þeim starfa allt til þess tíma er skólinn var sameinaður Mýrar-húsaskóla í Grunnskóla Seltjarnarness árið 2004. Nú starfa skólarnir undir einni yfirstjórn

og handleiðslu Guðlaugar Sturlaugsdóttur skólastjóra. Aðstoðarskólastjórar eru Ólína Thoroddsen, sem starfar við Mýrarhúsaskóla og Helga Kristín Gunnarsdóttir, sem starfar við Valhúsaskóla. Ólína er nú starfandi skóla-stjóri Grunnskóla Seltjarnarness í námsleyfi Guðlaugar. 1.-6. bekkur er í Mýrarhúsaskóla og unglingastigið er í Valhúsaskóla.

Turninn, þar sem er að finna stjörnukíki Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, setur áberandi svip á Valhúsaskóla. Á efri hæð skólans er náttúrugripasafnið og þar eru líka skrifstofur aðstoðarskólastjóra. Þar hittum við Helgu Kristínu og Ólínu að máli. Báðar fluttust þær barnungar á Nesið. Þær gengu í Mýrar-húsaskóla og hafa búið á Seltjarnarnesi öll sín uppvaxtarár. Veturinn 1980 /1981 störfuðu þær

sem kennarar á Seltjarnarnesi. Þær eru gamlir nemendur Mýrarhúsaskóla og bera því skiljan-lega sterkar taugar til skólans og staðarins.

Framsýnir skólamennVið stofnun Valhúsaskóla 1974 var Ólafur Óskarsson ráðinn skólastjóri og gegndi hann því starfi til ársins 1998. Við starfi hans tók Sigfús Grétarsson og gegndi hann því fram til sameiningar skólanna tveggja í Grunnskóla Seltjarnarness árið 2004. Í framhaldi af því var Sigfús ráðinn skólastjóri Grunnskóla Seltjarnar-ness og gegndi hann þeirri stöðu fram til ársins 2008 þegar Guðlaug tók við.

Páll Guðmundsson var lengi skólastjóri Mýrar-húsaskóla, eða allt frá árinu 1959 til 1995. Regína Höskuldsdóttir tók við af honum og var

Vidðgetum verid ákaflegastolt af skólanum okkar

- -

Einn af stærstu vinnustöðunum á Seltjarnarnesi er Grunnskóli Seltjarnarness. Við grunnskólann starfa um 55 kennarar og heildar starfsmannafjöldi er 93. Valhúsa- og Mýrarhúsaskóli voru sameinaðir árið 2004 en saga Mýrarhúsaskóla nær allt aftur til ársins 1875 og er hann einn elsti skóli landsins. Mýrarhúsaskóli var fyrstu sjö árin til húsa í litlu timburhúsi sem stóð í hlaðinu á Mýrarhúsum. Forystumaður að stofnun skólans var Ólafur Guðmundsson, útvegsbóndi í Mýrarhúsum. Hann, eins og fleiri útvegsbændur á Nesinu, höfðu stundað sjósókn frá Suðurnesjum og kynnst skólahaldi þar um slóðir og þá sérstaklega á Vatnsleysuströnd. Það má því ætla að áhugi hans á skólamálum hafi vaknað þar. Það er þó ekki fyrr en 1878 sem Mýrarhúsaskóli hlýtur viðurkenningu sem skóli, rekinn fyrir almannafé.

Valhúsaskóli hóf starfsemi árið 1974 og verður því 40 ára í haust.

Rætt við aðstoðarskólastjórana Ólínu Thoroddsen í Mýrarhúsaskóla og Helgu Kristínu Gunnarsdóttur í Valhúsaskóla

Valhúsaskóli 40 ára

Page 15: Seltjarnarnes 40 ára - Afmælisrit

15

skólastjóri fram til sameiningar skólanna 2004. Páll var um margt merkilegur skólamaður. Hann stóð meðal annars fyrir því að Mýrarhúsaskóli varð fyrstur skóla á Íslandi til þess að verða einsetinn. Páll beitti sér einnig fyrir því, fyrstur skólastjóra á Íslandi, að hefja kennslu fyrir sex ára gömul börn. Þá kom Páll, ásamt eiginkonu sinni, á stærstu skemmtun skólans á hverju ári, 1. desember skemmtuninni. Þá býður efsti ár-gangurinn foreldrum sínum á dansleik og setur upp leikrit.

Fjölgar á ný í skólanum Ólína segir að í Grunnskóla Seltjarnarness séu nú 497 nemendur og hafi þeim fækkað umtalsvert á undangengnum árum. „Þegar við fluttum 7. bekkinn yfir í Valhúsaskóla voru um 500 nemendur einungis í Mýrarhúsaskóla. Frá árinu 2008 fækkaði nemendum en þó hefur þeim fjölgað lítillega upp á síðkastið,“ segir Ólína. Þær stöllur nefna það sem skýringu að ekki sé mikið val fyrir barnafjölskyldur hvað húsnæði snertir. „Það varð mikil fjölgun upp úr níunda áratugnum þegar fjölbýlishúsin við Austurströnd voru byggð. Þangað fluttu inn barnafjölskyldur.

En þróunin hefur síðan orðið sú að eldri kyn-slóðirnar á Seltjarnarnesi hafa í talsverðum mæli sóst eftir því að flytjast inn í þessar íbúðir og þess vegna hefur ekki orðið sú endurnýjun sem margir hefðu búist við,“ segir Ólína. Nokkur fjölgun nemenda varð einnig þegar Tjarnarmýrin byggðist upp en þó ekki jafn mikil og vænta hefði mátt. Skýringin á því er m.a. sú að mörg þeirra barna sem þar áttu heima sóttu nám í Grandaskóla, sem er nær heimilum þeirra en Grunnskóli Seltjarnarness.

Ólína bendir á að um miðjan tíunda áratuginn hefðu verið fjórir bekkir í hverjum árgangi. Fyrir fimm árum var þróunin orðin sú að einungis tveir bekkir voru í hverjum árgangi. Núna er staðan þó þannig að þrír bekkir eru í nokkrum árgöngum. Vegna fækkunarinnar varð að grípa til uppsagna,jafnt kennara sem annars starfsfólks við grunn-skólann, sem Ólína og Helga Kristín segja að hafi verið sársaukafullar.

Barnvænt skólasvæðiÓlína segir að skólasvæðið sé ákaflega barn-vænt. Þar eru báðir skólarnir, tónlistarskólinn,

íþróttahúsið, sundlaugin og heilsugæslan.Gönguleiðir eru öruggar og umhverfið eins og best gerist til skólahalds.

Öflugt unglingastarf er á vegum félagsmið-stöðvarinnar Selsins sem er í góðu samstarfi við grunnskólann. Þar ræður ríkjum með myndar-brag, Margrét Sigurðardóttir. Einnig er mikið samstarf við tónlistarskólann og nemendur fá að fara úr tímum í grunnskólanum til þess að sækja tónlistarkennslu. Þetta stuðlar að meiri samfellu í skóladeginum. Samstarfið við Íþróttafélagið Gróttu er einnig til fyrirmyndar. Æfingar hjá nemendum hefjast þegar skóla lýkur og allir þessir aðilar koma að töflugerð fyrir skólaárið.

„Við getum líka verið ákaflega stolt af skólanum okkar. Bæjaryfirvöld hafa gert vel við hann og starfsfólkið er metnaðarfullt og vill stöðugt gera betur. Grunnskóli Seltjarnarness hefur komið vel út úr samræmdu prófunum í samanburði við aðra skóla. Einnig stendur bæjarfélagið myndar-lega að baki sérkennslunni sem er mjög góð í Grunnskóla Seltjarnarness. Við höfum tekið þátt í þróunarverkefnum og öflug símenntun hefur verið í boði fyrir kennara,“ segir Helga Kristín.

Ólína Thoroddsen og Helga Kristín Gunnarsdóttir gengu báðar í Mýrarhúsaskóla og hafa búið á Seltjarnarnesi frá barnæsku.

Page 16: Seltjarnarnes 40 ára - Afmælisrit

Seltjarnarnesbær 40 ára16

Stefán Bergmann líffræðingur

Nálægðinvið náttúrunaSérstaða Seltjarnarness er landslagið

og fjölbreytileikinn í lífríkinu

Page 17: Seltjarnarnes 40 ára - Afmælisrit

17

Sagan minnir á sig og náttúran breiðir úr sér í sinni fegurstu mynd þegar litið er út um borðstofugluggann heima hjá Stefáni Bergmann líffræðingi og eiginkonu hans, Helgu Hrönn Þórhallsdóttur lækni á Hamarsgötu 2 í Lambastaðahverfi. Í suðri má sjá Löngusker, þar sem eru fengsæl rauðmagamið og hvíldarsetur sela. Gert var út á þau, m.a. frá Ægisíðu á smábátum en sú útgerð hefur nú lagst af. Í fjöruborðinu, fáeina metra frá húsinu, eru leifar af Melshúsabryggju eystri, bryggju Kveldúlfs sem Thor Jensen lét gera í fyrri heimsstyrjöld.

Sagan við hvert fótsporStefán kenndi lengi vel við Menntaskólann í Reykjavík og var dósent í líffræði og umhverfis-mennt við Kennaraháskólann, nú Mennta-vísindasvið Háskóla Íslands. Hann býr yfir mikilli þekkingu á náttúrufari og sögulegum minjum á Seltjarnarnesi þar sem hann hefur búið frá árinu 1972. Stefán er borinn og barnfæddur í Keflavík og segir umhverfið í Lambastaðahverfinu minna talsvert á æskuslóðirnar.

Stefán segir að sérstaða Seltjarnarness sé landslagið og fjölbreytileiki í lífríki, bæði í sjávar- og fuglalífi. Seltirningar hafi sýnt þessu skilning. Árið 1974 var Grótta t.a.m. friðlýst.

Til eru merkar fundargerðir frá þessum tíma frá samráðsfundum Náttúruverndarráðs og bæjar-stjórnar. Seinna komu til fleiri friðlýsingar, s.s. vesturhluti Valhúsahæðar og Bakkatjörn í kjölfar rannsókna á lífríkinu þar. Í Bakkatjörn er meiri lífræn framleiðsla en í nokkru öðru stöðuvatni á Íslandi. Þar er líka hornsílastofn sem enginn hafði áttað sig á að væri þar. Þá eru næstum allar fjörur á Seltjarnarnesi á náttúruminjaskrá. Þetta lýsi vel viðhorfi og væntumþykju Seltirn-inga til umhverfisins og náttúrunnar.

„Maður er mjög nálægt náttúrunni á Seltjarnar-nesi og sagan er hér við hvert fótspor. Við erum hérna í túnfætinum á Lambastöðum sem var um skeið biskupssetur og eitt af gömlu höfuð-bólunum með sitt útræði og aðra starfsemi.

Vestursvæðið, í kringum Nesstofu, er þrungið sögu. Þar virðist hafa verið samfelld byggð allt frá landsnámsöld. Allt er þetta geymt í lands-laginu.“

Vettvangur kennslu í náttúrufræðum

Seltjarnarnes er þekkt fyrir mjög fjölbreytt fuglalíf. Stefán segir að það byggi á sjónum, ferskvatninu og hvíldar- og varpsvæðunum á landi. Þangfjörurnar eru miklar matarkistur og með ströndinni er mikið um æðarfugl og margar tegundir vaðfugla. Krían hefur ávallt sett mikinn svip á Seltjarnarnesið en Stefán segir að hún hafi nú mun minna svæði en áður. Sögur eru af kríuvarpi á Ströndunum á norðanverðu Seltjarnarnesi, við Bollagarða og í mestallri

Valhúsahæðinni. Í kringum 1950 áttu hús-byggjendur á Skólabraut til að mynda í nokkrum útistöðum við kríur við vinnu sína. Rannsóknir Jóhanns Óla Hilmarssonar til margra ára sýna að varpsvæðin eru missterk eftir tímabilum. Komist minkur í Gróttu verður hrun í varpi sem tekur allmörg ár að jafna. Um tíma var upp-gangur varps við Snoppu. Í dag er þróttmesta og mikilvægasta varpsvæðið við Daltjörn í Suðurnesi.

Stefán segir að vegna alls þessa sé Seltjarnar-nesið kjörinn vettvangur fyrir kennslu í náttúru-fræðum og sögu. Sjálfur fari hann gjarnan með nemendur í vettvangsferðir út á Nes og það geri aðrir háskólakennarar einnig. Hann segir að mun fleiri leggi leið sína út á vestursvæði

Seltjarnarness við Gróttu nú en áður til þess að njóta náttúrunnar og sögunnar. Það sé að sjálfsögðu ánægjulegt en um leið þurfi að vera skipulag og aðstaða til að taka á móti fólkinu. Þá komi jafnvel hópferðabílar með erlenda ferðamenn að Bakkatjörn þar sem fuglalífið vekur mikla athygli. Þarna þurfi að vera aðstaða fyrir ferðamenn sem dreifi álagi, leiðbeini og hlífi landinu.

Seltjarnarnes er hvergi breiðara en um 1000 metrar og um leið er það landminnsta sveitar-félag landsins. Seltirningar búa við þær sérstöku aðstæður að hafið umlykur bæjarfélagið á þrjá vegu. Talsvert landbrot hefur verið í gegnum tíðina og landið mótast mikið af þess völdum. Á Seltjarnarnesi eru þó enn ferskvatnstjarnir,

Stefán Bergmann líffræðingur segir að sérstaða náttúru Seltjarnarness sé landslagið og fjölbreytileiki lífríkisins.

Page 18: Seltjarnarnes 40 ára - Afmælisrit

Seltjarnarnesbær 40 ára18

áhugaverð gróðurlendi og einhverjar grósku-mestu fjörur Íslands.

Megum ekki raska heildarmyndinni„Allt myndar þetta saman eina heild með mikilli fæðu fyrir fugla og allgott skjól. En stóru ein-kennin eru nálægðin við hafið. Fuglarnir þurfa sitt svigrúm, gróður og ferskvatn. Það þarf að taka tillit til þessa samspils lífvera og umhverfis.Öðruvísi þrífast þær ekki. Um þetta þarf að vera góð samræða sem byggist á yfirsýn og þekkingu. En fuglalífið er ekki eina náttúruundrið á Seltjarnarnesi. Þegar við skynjum hvernig landslagið hér hefur mótast í átökum hafs, lands og vinda, er upplifunin hvað sterkust. Við megum

ekki missa sjónar af þessu en það gerum við ef við heimilum einhverjar þær aðgerðir sem raska heildarmyndinni. Fróðlegt er að velta fyrir sér hvað heillar hugann við Gróttu og alla þá sem munda myndavélar sínar þar,“ segir Stefán. Þar vísar hann m.a. til hugmynda um landfyllingar og önnur skipulagsmál. Upp úr 1960 hafi t.a.m. verið uppi hugmyndir um að reisa byggð lang-leiðina út að Gróttu og byggja veg þvert yfir Nestúnin. Það hafi, sem betur fer, verið horfið frá þeim hugmyndum.

Hann bendir á að byggingarland á Seltjarnarnesi sé því sem næst uppurið en möguleikar eru á endurhönnun í skipulagi sem geta leitt til fram-

kvæmda á því sviði. En það liggi ekki fyrir aðrar hugmyndir um stærri íbúðabyggð á Seltjarnar-nesi nema að norðanverðu við Bygggarða, þar sem iðnaðarsvæðið er núna. „Við getum að sjálf-sögðu reynt að hindra landbrotið sjálft með sjó-vörnum, en hugmyndir um að vinna land eru ekki beinlínis fýsilegar. Það virðist sem hugmyndir um landfyllingar séu almennt á undanhaldi samfara vitund um hvað er í vændum með hækkandi sjávarborði vegna hlýnunar. Sennilega verða þessar breytingar í náttúrunni stórt viðfangsefni hér á Seltjarnarnesi á næstu 10 til 20 árum. Þessi umræða er þó ekki hafin ennþá fyrir alvöru og hún komst ekki á dagskrá þegar síðasta aðalskipulag var unnið árið 2006.“

ValhúsahæðHæsti punktur Valhúsahæðar er 33 metrum yfir sjávarmáli. Hún er mun stærri en augað greinir því byggt hefur verið í hlíðum hennar á alla vegu. Friðað svæði er þó í vesturhluta Valhúsahæðar. Þar er að finna jarðmyndanir og upprunalegan gróður ásamt votlendisblettum.

SnoppaMargir leggja leið sína í Snoppu, gegnt Gróttu. Eiðið er helsta kennslusvæði kríunnar þegar hún kennir ungunum fyrstu flugtökin. Og þar er æðarfuglinn á miklu kjörsvæði.

Fjaran út af SelbrautVið endann á Selbraut er fallegt fjörusvæði. Þar er malarfjara og þangfjörur beggja vegna. Þar má skoða leifar af vestari Mýrarhúsabryggju. Undirstöður hennar koma upp á fjöru. Þá er hægt að ganga inn í bryggjuundirstöðuna. Þar eru allháir veggir sem eru þaktir sjávargróðri. Þetta er hrein undraveröld.

BakkavíkÍ Bakkavík er merkilegt fyrirbæri sem er fjörumór. Hann bendir til þess að Bakkavík hafi ekki alltaf verið opin fyrir hafi heldur hafi þar verið ferskvatnstjörn. Það er einnig fjörumór í Seltjörn sem talinn er hafa myndast fyrir mörg þúsund árum í fersku vatni þegar Seltjörn var einnig ferskvatns-tjörn. Mórinn í Seltjörn hefur ekki verið nýttur en það var hann í Bakkavík senni-lega vel fram á síðustu öld. Þar mótar enn fyrir mógröfunum.

Nokkrir af eftirlætisstöðum Stefáns á Seltjarnarnesi

Page 19: Seltjarnarnes 40 ára - Afmælisrit

19

LjóskastarahúsiðLjóskastarahúsið í Suðurnesi gefur sérstaka upplifun og sýn á sjófuglana.

GróttaMiklir möguleikar eru til fuglaskoðunar í Gróttu. Þar er skarfurinn áberandi. Í apríl má fylgjast með svartfugli sem kemur af hafi á varpsvæði í Akurey og Lundey á Kollafirði. Þar eru einnig gamlir sjóvarnargarðar. Vitað er að vermenn hlóðu þá í landlegum.

BygggarðarNálægt borholunni við Bygggarða

hafa fundist fornminjar. Þar eru leifar af fornum útgerðarhúsum og hugsanlega

hinum forna bygggarði, sem varið hefur akra á landnámsöld. Ráðagerðisvörin

sem þarna er, er mikil perla.

Fjörurnar Í fjörunum, ekki síst að norðanverðu,

gefur að líta ýmsar jarðmyndanir. Þar má greina hraunlög sem vekja upp vangaveltur um hvernig Seltjarnarnesið

hafi orðið til; jökulberg sem jöklar hafa rutt fram segir mikla sögu.

Útsýnisstaðir„Þegar spurt er um útsýnisstaði kemur

margt til greina, en toppur Valhúsahæðar, þak nýja safnhússins í Nesi og Gróttaeru í miklu uppáhaldi; einnig sér vítt af

hæsta punkti Suðurness við Svörtubakka og reyndar er útsýni af ströndinni

við Skerjafjörð og að norðanverðu við Kollafjörð heillandi víðsýnt.“

Ég kýs að búa á Seltjarnarnesi af því þar eru aðeins þörf fyrir götuljós á einum gatnamótum.

Svana Helen Björnsdóttir

Page 20: Seltjarnarnes 40 ára - Afmælisrit

Seltjarnarnesbær 40 ára20

Seltjarnarnesið með augum listamannsinsSeltirningurinn Elsa Nielsen hélt eftirtektarverða sýningu í Eiðisskeri á Eiðistorgi á Hönnunarmars síðustu dagana í marsmánuði. Elsa sýndi þar níu myndir af sínum uppáhalds náttúruperlum á Nesinu eftir að hafa farið um þær höndum með myndvinnsluforritum og skapandi hugmyndaflæði.

Page 21: Seltjarnarnes 40 ára - Afmælisrit

21

Óhætt er að segja að Seltjarnarnesið tekur algjörum stakkaskiptum í myndum Elsu. Hún brýtur rækilega upp sitt nánasta umhverfi og ljær þekktustu kennileitum Seltjarnarnesbæjar ævintýralegan ljóma með nýrri og frumlegri nálgun. Verk Elsu eru unnin með stafrænni tækni þar sem mörgum ljósmyndum er skeytt saman í eina heild svo mörk hins raunverulega og óraunverulega mást út í meðförum listamannsins. Myndirnar voru prentaðar á striga og seldust upp á innan við einni klukkustund.

Seltjarnarnesið með augum listamannsins

Page 22: Seltjarnarnes 40 ára - Afmælisrit

Seltjarnarnesbær 40 ára22

Nýtt miðbæjarskipulagog bættar sjóvarnir

Búið var að ljúka deiliskipulagi og staðfesta fyrir Lambastaðahverfi, íbúðabyggð í Bygggörðum sem er hluti vestursvæðis, Vesturhverfi (Val-húsabraut, Vallarbraut, Miðbraut og Melabraut norðan Hæðarbrautar) og Bakkahverfi (Hrólfs-skálavör auk Valhúsabrautar, Vallarbrautar, Miðbrautar og Melabrautar sunnan Hæðar-brautar). Þá hefur deiliskipulag verið staðfest fyrir stofnanahverfi bæjarins við Suðurströnd. Þar eru íbúðir aldraðra og félagsstarf, skólarnir, íþróttamiðstöðin, félagsheimilið og fjölbýlishúsin við Hrólfsskálamel.

Miðbær og grænn trefill„Þessu til viðbótar á eftir að vinna deiliskipulag fyrir tvö svæði, þ.e.a.s. miðbæinn og síðan „græna trefilinn“ svokallaða, sem er strand-lengjan að norðaustanverðu, Valhúsahæðin, svokölluð Plútó brekka, Bakkagarður og hafnarsvæðið að sunnanverðu. Þetta eru þau verkefni sem verður hleypt af stokkunum á næstunni,“ segir Þórður.

Þrír skipulagsráðgjafar munu vinna hugmyndir um nýtt miðbæjarskipulag. Skipulagsnefnd mun fjalla um hugmyndir, síðan verður valin góð

hugmynd og hönnuði væntanlega falið að vinna deiliskipulag. Innan deiliskipulags fyrir Vestur-svæðið fellur nú Bygggarðasvæðið eins og áður sagði þar sem áður var „iðnaðarsvæðið“ svo-kallaða sem fáum hefur þótt mikið augnayndi. Samkvæmt aðalskipulagi frá 2006 og nýlega staðfestu deiliskipulagi Bygggarða, sem ekki verður breytt nú, á að rísa þar byggð fyrir allt að 150 íbúðir. Arion banki á tvo hektara af þessu svæði en einn hektari er í eigu Seltjarnarnes-bæjar en húsnæðið á svæðinu er allt í eigu annarra en bæjarins. Um er því að ræða sam-starfsverkefni eigenda fasteigna og landeigenda, banka og Seltjarnarnesbæjar. Þórður segir að þetta mál þurfi vandaðan undirbúning. Fyrir dyrum er einnig endurskoðun á aðalskipulagi Seltjarnarness sem kemur inn á mannlíf og náttúrufar í landi bæjarins.„Það sem við beinum helst sjónum að er strandlengjan, sem er öll manngerð. Hún er samtals 10 km löng og að mestu grjótvarin en þar er samt víða þörf fyrir endurbætur,“ segir Þórður.

Heitt vatn og landfyllingarSeltirningar hafa getað reitt sig á heitt vatn frá Hitaveitunni allt frá árinu 1971. Samfélagið hefur

stækkað á þessum tíma og á köldum vetrum er afkastageta borholanna fjögurra í það naumasta til að anna þörfum bæjarbúa. „Það blasir við að það gæti þurft að bora nýja vinnsluholu. Ef marka má rannsóknir jarðfræðinga gæti þurft að bora hana 100-150 metra úti í sjó. Það kallar á landfyllingar og þar með þarf að huga að nýju aðalskipulagi. Við þurfum að vera undir þetta búin tiltölulega fljótt af því að ljóst er að kaldir vetur geta komið hvenær sem er. Landfylling yrði út í sjó frá ströndinni vestan Bygggarða. Við Seltirningar erum því að safna grjóti. Grjótið vantar okkur líka til að endurbæta sjó-varnargarða. Þeir elstu eru frá 1990 eða jafnvel eldri og eru farnir að láta á sjá. Ströndin getur víða verið í uppnámi í næsta stórbrimi,“ segir Þórður. Svæðið í kringum Gróttu er ofarlega á forgangslistanum af því að aldan er farin að naga þar mjög eiðið út í eyjuna. Þar þarf að endurnýja grjótvarnir. Bærinn þarf líka að eiga efni til framkvæmda svo sem í hljóðmanir, fyllingar og til sjóvarna innan seilingar í stað þess að þurfa að flytja það um langan veg með ærnum tilkostnaði. Nýverið er byrjað að safna stórgrýti í fjöruna vestan Bygggarða sem gæti orðið uppfyllingarsvæði vegna borholu, sem

Þórður Búason, skipulags- og byggingafulltrúi Seltjarnarnesbæjar, segir margt framundan í skipulags- og byggingamálum í bænum. Nýlega var deiliskipulags-tillaga fyrir Kolbeinsstaðamýri samþykkt í bæjarstjórn og auglýst til kynningar. Nú er unnið að deiliskipulagi fyrir fjögur svæði, þ.e., Bollagarða/Hofgarða, Strandahverfi, Melshúsatún og svo Vestursvæðið sem áður hafði verið skipulagt.Það er núna tekið upp að nýju ásamt allri byggð austur að Lindarbraut.

Þórður Búason, skipulags- og byggingafulltrúi Seltjarnarnesbæjar, segir mikilvægt að verja Seltjarnarnes fyrir ágangi sjávar.

Page 23: Seltjarnarnes 40 ára - Afmælisrit

23

áður sagði. Að sögn Þórðar hverfur þessi grjót-haugur jafnt og þétt í tengslum við framkvæmdir í bænum að endurnýjun sjóvarna, ef svo vel vill til að ekki þurfi landfyllingu til vinnsluborunar vegna hitaveitu.

Sjóvarnir mikilvægarÞað svæði sem er í mestri hættu gagnvart stór-brimi er ströndin sunnan- og vestanvert á Seltjar-narnesi og þar sem byggðin er nálægt hafinu. Að sögn Þórðar verður meðal annars fjallað um þetta í nýju aðalskipulagi.

Seltjörnin opnaðist fyrir hafi í Básendaflóðinu 1799. Þórður segir að hugleitt hafi verið að setja grjót í brimvarnir á skerin frá Suðurnesi að Gróttu sem urðu eftir þegar Básendaflóðið braut landið inn í Seltjörn. Slík vörn bryti úthafsölduna en þyrfti ekki að loka tjörnina af. Þar með ynnist hugsanlega ýmislegt; ágangur sjávar á eiðið út í Gróttu minnkaði og sjóvörn yrði óþörf á fjörunni við Bakkatjörn sem yrði þannig vænlegri fyrir fugla og mannlíf. Á umhverfisþingi, sem nýlega var haldið á Seltjarnarnesi, kom meðal annars fram hugmynd um að endurvinna land út frá Suðurnesi, sem jafnvel gæti nýst fyrir stækkun

golfvallarins. En fleiri hugmyndir um lífið við Seltjörn komu fram eins og til dæmis ylströnd eða aðstaða sem styddi við auðugt mannlíf. Efst í huga margra er þó lífríki náttúrunnar við Seltjörnina, strandlengjuna og á Vestursvæðum Seltjarnarness.

Afréttur á SandskeiðiAð lokum er nauðsynlegt að minnast á afrétt Seltjarnarneshrepps hins forna. Árið 1939 samþykkti hreppsnefnd á Seltjarnarnesi að heimila aðstöðu Svifflugfélagsins á Sandskeiði og þar hefur félagið starfað síðan. Nýlega var óskað eftir ákveðinni endurnýjun á aðstöðu svifflugmanna á Sandskeiði og bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar tók því erindi vel og staðfesti þá fyrri samþykkt hreppsins. En önnur sveitar-félög, sem eiga uppruna í Seltjarnarneshreppi hinum forna, telja sig einnig vera „erfingja“ og vilja fjalla um málið. Afstaða Seltirninga er óbreytt. Á Sandskeiðinu og nágrenni hefur Seltjarnarnesbær „erft“ landsvæði sem bæjar-búar vilja varðveita og axla ábyrgð á þeim verkefnum sem því fylgja.

1937Þrátt fyrir lélega vegi á Framnesinu hófust strætisvagnaferðir þangað þetta ár.

1939Oddviti Seltjarnarneshrepps á árunum 1948-54, Erlendur Einarsson múrarameistari, byggði sér hús í Lambastaðahverfi þetta ár. Í kjallara þess voru fyrstu eiginlegu skrifstofur hreppsfélagsins. Síðar varð þetta hús Tjarnarstígur 7-9.

1940Strax eftir hernám Breta, 10. maí 1940, voru reistir braggar á Valhúsahæð, við Hæðarenda, hjá Bollagörðum, í Suðurnesi, Fossvogi og við Sandskeið. Á Valhúsahæð voru settar upp loftvarnabyssur og fallbyssur til þess að verja innsiglinguna til Reykjavíkur.

1941Vatnsveitufélag Seltirninga stofnað 5. janúar þetta ár. Beitti það sér fyrir lagningu vatnsveitu sem hreppurinn tók yfir árið 1952.

Page 24: Seltjarnarnes 40 ára - Afmælisrit

Seltjarnarnesbær 40 ára24

Saga menningarmála á Seltjarnarnesi nær aftur til nítjándu aldar og má rekja til stofnunar Framfarafélags Seltirninga í desember 1883. Hlutverk þess var að vekja áhuga félagsmanna til framfara með því að gefa þeim kost á að láta hugsanir sínar í ljós, bæði í ræðu og riti og auka þannig menntun, þekkingu og félagsstarf hreppsbúa. Tveimur árum síðar var Lestrarfélag stofnað innan Framfararfélagsins sem er eigin-legur undanfari Bókasafns Seltjarnarness. Í dag hefur margt breyst frá því að fyrstu lög félagsins voru samþykkt en þar var m.a. farið fram á að félagsmenn skyldu lána eigin bækur og einnig var skipuð nefnd sem fékk lánaðar bækur í Landsbókasafninu í því skyni að lána öðrum félagsmönnum. Þetta fyrirkomulag entist ekki lengi því skaðabæturnar sem Landsbókasafnið krafðist fyrir skemmdar bækur sligaði fjárhaginn fljótlega.

Almenningsbókasafn 1895Fyrstu heimildir um bókakaup Lestrarfélagsins ná aftur til ársins 1887 þegar sú tillaga var felld að kaupa Egils sögu Skallagrímssonar. Ástæðan var sú að fundarmenn álitu að hún væri „flestum kunn“. Til að byrja með var Lestrar-félagið einungis ætlað félagsmönnum en 1895 var samþykkt að veita öðrum hreppsbúum aðgang að safninu og verður safnið þar með almenningsbókasafn.

Þegar Mýrarhúsaskóli tók til starfa árið 1906 fékk Lestrarfélagið þar inni með bókasafn sitt. Safnið var veglegt á almennan mælikvarða en í heimildum frá 1919 er hermt að það sé „eitt hið mesta hér á landi í sinni röð“ og að í safninu

séu „flestar góðar bækur, sem til eru á íslenzkri tungu“. Því var svo bætt við að þar séu einnig „ósköpin öll af andlegu léttmeti eftir einlæga útlenda blaðrara og bullara“ og „sorphöfunda“ eins og Cylvanus Cobb og Charles Garvice.

Þegar Framfarafélagi Seltirninga var slitið árið 1943 gekk bókasafn félagsins til Seltjarnarnes-hrepps. Það hafði þá að geyma um 2.500 bindi bóka. Árið 1983 flutti Bókasafnið úr Mýrar-húsaskóla í húsnæðið sem nú hýsir Tónlistar-skóla Seltjarnarness, fyrir ofan Heilsugæslu-stöðina. Þegar húsnæði á annarri hæð verslunarmiðstöðvarinnar á Eiðistorgi losnaði árið 2003 var afráðið að bókasafnið skyldi flutt þangað.

Á þeim 127 árum sem Bókasafn Seltjarnarness hefur starfað hefur því vaxið fiskur um hrygg og starfsemin tekið breytingum í takt við almenna tækniþróun og væntingar og kröfur nútímasam-félags. Nú er eintakafjöldi í Bókasafni Seltjarnar-ness um 35.000, lánþegar á hverju ári um 2.000 og heildarútlán titla um 63.500 talsins. Til gamans má geta þess sambærilegar tölur um eitthundrað árum áður herma að bókaeintök Framfarafélagsins hafi verið um 1.900, lánþegar eða notendur safnsins um 40 talsins og að lánuð hefðu verið út 923 bindi á ári.

Virk menningarstarfsemiÍ dag starfa við Bókasafn Seltjarnares átta starfsmenn og þar fer fram mjög virk menningar-starfsemi allan ársins hring. Bókasafnið rækir skyldu sína sem menningar-, mennta- og upp-lýsingastofnun Seltjarnarness og er þannig

Blómlegt menningarstarfSeltirningar láta vel af menningarstarfi bæjarins ef marka má árlega þjónustukönnun sem Capacent gerir meðal sveitarfélaga, en þar trónir Seltjarnarnes á toppnum, ár eftir ár.

Page 25: Seltjarnarnes 40 ára - Afmælisrit

25

1944Sjúkrasamlag stofnað á Seltjarnarnesi.

1948Kópavogur klýfur sig í heilu lagi frá Seltjarnarnesi þetta ár og hinn nýi Seltjarnarneshreppur verður til. Um 500 manns búa í hreppnum.

1957Í fyrsta sinn ráðinn sveitarstjóri og tilkynnt um ráðningu Björns Þorlákssonar lögfræðings í stöðuna. Jón G. Tómasson gegndi starfinu á árunum 1960-1963 og Bjarni Beinteinsson 1963-1965.

1961Í ársbyrjun er ákveðið að ráða stúlku til starfa á skrifstofum hreppsins og var Guðrún Einarsdóttir ráðin úr hópi 5 umsækjenda. Á þessu ári veitir hrepps-nefnd í fyrsta sinn leyfi til smásöluverslunar að kvöldi til. Kaupmaðurinn á Vegamótum hreppti hnossið.

1960Um vorið er Kjartan Einarsson á Bakka ráðinn fyrsti verkstjóri bæjarins. Síðar á árinu keypti hreppurinn vörubifreið og fékk til þess sænskt lán. Í október hófst kennsla í glænýju húsnæði sem reist hafði verið yfir Mýrarhúsaskóla.

megin vettvangur fyrir menningarlíf bæjarbúa. Auk úrvals af innlendum og erlendum bókum, blöðum og tímaritum fyrir alla aldurshópa er þar boðið upp á lán á hljóðbókum, leiknum myndum og heimildarmyndum á DVD og VHS og nýja og eldri íslenska tónlist. Mikið er lagt upp úr góðu aðgengi og opnu rými í bókasafninu. Nú er þar sérhönnuð aðstaða fyrir börn til lesturs og leiks, kaffi- og tímaritadeild og til stendur að koma þar upp unglingadeild á þessu ári. Reglu-legir menningarviðburðir fara fram á safninu, m.a. listsýningar, bókmenntafundir, tónleikar, fyrirlestrar og handverks- og hönnunarnámskeið. Jafnframt er boðið upp á fjölbreytt barna- og unglingastarf. Nýlega hlaut Bókasafn Seltjarnar-ness jafnréttisverðlaun fyrir átak sem beindist að lestrarvakningu meðal drengja í efstu bekkjum grunnskólans.

Auk virkrar starfsemi bókasafnsins heyrir allt menningarlíf bæjarins undir menningarsvið, en það er jafnan samofið starfsemi stofnana, samtaka og einstaklinga í bænum.

Menningarnefnd Seltjarnarness úthlutar styrkjum til menningarstarfs en auk þess stendur hún fyrir kaupum á listaverkum og velur árlega bæjarlista-mann Seltjarnarness.

Ég kýs að búa á Seltjarnarnesi því að Seltjarnarnes er mið-svæðis á höfuðborgarsvæðinu, t.d. stutt að fara í Hörpu. Ég bý í góðu húsi þar sem býr gott sambýlisfólk og þar er ágætt starfsfólk og prýðilegt félagsstarf.

Benedikt Antonsson

Page 26: Seltjarnarnes 40 ára - Afmælisrit

Seltjarnarnesbær 40 ára26

Unnið að verndun minja í GróttuGrótta er einn fegursti staðurinn á öllu Seltjarnarnesi. Þar er að finna minjar um sjósókn frá fyrri tíð og fuglalífið þar er rómað. Ágangur sjávar er hins vegar áhyggjuefni því stöðugt kvarnast úr sjóvarnargörðum sem verja eyjuna og eiðið.

Rótarýklúbbur Seltjarnarness:

Verbúðin gerð uppRótarýklúbbur Seltjarnarness, sem var stofnaður 20. mars 1971, hefur látið örlög og ásýnd Gróttu sig miklu máli skipta. Þar hefur verið unnið sjálfboðaliðastarf af Rótarýmönnum sem er til fyrirmyndar og varðar varðveislu mannvirkja fyrri tíma. Guðmundur Ásgeirsson er formaður Gróttunefndar Rótarýklúbbs Seltjarnarness. Við ræddum við hann um endurgerð á gömlu bryggjunni í Gróttu, sem líklegt er að hafi verið gerð á þriðja áratug síðustu aldar fyrir fyrsta vitavörðinn í Gróttu, Þorvarð Einarsson, sem var með útgerð og réri frá Gróttu.

„Við í Rótarýklúbbnum fengum verbúð vita-varðanna að gjöf og gáfum henni nafnið Alberts-búð. Jón Albert, sem búðin er kennd við, var Þorvarðarson, sonur fyrsta vitavarðarins í Gróttu. Hann tók við vitavörslu 1931 þegar faðir hans Þorvarður féll frá. Jón Albert drukknaði í júní 1970 og fannst trilla hans mannlaus á reki. Verbúðin hafði drabbast niður allt þar til við tókum við henni árið 1979 og hófum endurbætur á húsinu. Við settum á það nýja klæðningu og þak. Nokkrum árum seinna lengdum við húsið í norðaustur og nú er þar skemmtileg fundar-aðstaða fyrir Rótarýklúbbinn,“ segir Guðmundur.

Endurbygging bryggjunnarHann segir að endurbygging bryggjunnar hafi um margra ára skeið verið ofarlega í huga þeirra Rótarýfélaga. „Það kom annaðhvort til greina að endurbyggja hana eða fjarlægja leifarnar sem voru ekkert sérstakt augnayndi þarna í fjörunni,“ segir Guðmundur.

Veturinn 2012 var hafist handa um að rífa trébryggju í Örfirisey og gerði Guðmundur sér ferð þangað til að skoða efniviðinn. „Verktakinn féllst á að leyfa okkur Rótarýmönnum að velja efnivið í endurbyggingu bryggjunnar í Gróttu. Var því komið fyrir á geymslusvæði Seltjarnar-nesbæjar. Þá var orðið of seint að hefja fram-kvæmdir því eyjunni er lokað frá 1. maí til 15. júlí ár hvert til verndar varpinu.“

Vorið 2013 var byrjað á því að hreinsa frá stein-bryggjunni og hún hlaðin upp en hún er 20 metra löng. Þegar lokið var við að laga hleðsluna var bryggjudekkið vírbundið og steypt. Sveinn Vilberg Garðarsson, starfsmaður Seltjarnarnes-bæjar, fór að mestu fyrir bryggjusmíðinni. Ætlun-in var að ljúka smíði bryggjunnar vorið 2013 áður en eyjunni yrði lokað en það hafðist þó ekki. Veturinn 2014 hófst svo smíði trébryggjunnar,

sem er 30 metra löng og tengir saman stein-bryggjuna og land, og lauk þeirri vinnu í maí 2014. Ekki hefur verið ákveðið hvernig bryggjan verður notuð en lægi er þarna ágætt á flóði í skaplegu veðri.

Guðmundur segir það mjög áríðandi að Seltjarn-arnesbær hefji uppbyggingu á grjótvarnar-garðinum til að hlífa eyjunni og styrkja eiðið. Bærinn hafi verið svo forsjáll að safna grjóti og af því sé nóg til í næsta nágrenni við Gróttu.

Í Seltirningabók, eftir Heimi Þorleifsson, segir um Gróttu:

„Glöggt má sjá af elstu kortum af Seltjarnarnesi að Grótta var ekki eyja heldur breiður nyrsti hluti nessins ... Vegna landsigs á síðari öldum hafði sjór brotið land við Gróttu og árið 1788 segja danskir mælingamenn að fimm álnir séu milli flóðafara á nyðri grandanum og hafa því náttúruhamfarir á borð við Básendaflóðið (1799) átt hægt um vik að eyða landinu við Gróttu á þann hátt að hér eftir varð hún eyja í hafi, að vísu landtengd með granda sem stendur upp úr á fjöru.“

Guðmundur Ásgeirsson, formaður Gróttu-nefndar Rótarýklúbbs Seltjarnarness, við endurbyggða bryggjuna í Gróttu.

Page 27: Seltjarnarnes 40 ára - Afmælisrit

27

Hrefna Kristmannsdóttir, sérfræðingur í jarðhitafræðum: „Þegar vatnið er svo heitt er hægt að framleiða úr því rafmagn með

svokallaðri tvívökvatækni. Rafmagns-framleiðsla yrði þó aldrei umfangsmikil.“

Viljum geta aukið vinnsluna„Mín ráðgjöf felst helst í því að taka saman þau áhrif sem vinnsla á heitu vatni hefur á jarðhitakerfið. Þetta eru náttúruleg svæði sem bregðast misjafnlega við vinnslu. Þegar byrjað er að dæla lækkar vatnsborðið og sé gengið of hratt á forðann verður þessi lækkun viðvarandi. En með sjálfbærri vinnslu, eins og er á Seltjarnarnesi, hefur vatnsborðið haldist óbreytt allt frá árinu 1995,“ segir Hrefna.

Hún segir að ekki sé skortur á heitu vatni á Seltjarnarnesi. En vegna fyrirhugaðrar aukningar byggðar í bænum vill Hitaveitan sýna fyrirhyggju með rannsóknum á fleiri vinnslukostum. „Með stærri byggð þarf að auka vinnsluna. Við búum við það sérstæða vandamál á Seltjarnarnesi að á veturna verður vatnið, sem við sendum út á kerfið, allt of heitt. Vatnið sem dælt er upp er yfir 100 gráðu heitt og bakrennslisvatnið er um 35 gráður. Viðbrögð okkar eru þau að blanda bakrennslisvatni við jarðhitavatnið til að kæla það niður. Kjörhitastigið er um 70-75 gráður inn á ofnakerfin en heitt neysluvatn má samkvæmt Evrópureglum ekki vera yfir 60 gráðum.“ Þar sem nánast allir notendur hafa varmaskipta á bæði neysluvatni og ofnakerfum er hægt að bregðast við þessu.

Það bakrennslisvatn, sem ekki er blandað í jarðhitavatnið, er hægt að dæla ofan í ónýttar holur til að auka þrýsting á jarðhita-svæðinu. Hrefna segir að á Seltjarnarnesi sé jarðhitavatn að finna í djúpum vatnsæðum sem er á bilinu 120 til 140 gráða heitt.

Þrískipt jarðhitalög á NesinuJarðhitalögin eru þrískipt á Seltjarnarnesi að sögn Hrefnu. Grynnstu æðarnar gefa af sér vatn sem er frá 55-80 gráðu heitt, á um 1.000-1.500 metra dýpi er 100-110 stiga heitt vatn og á enn meira dýpi er vatnið yfir 120 gráðu heitt. Heitasta vatn sem hefur fundist á Seltjarnarnesi er á 2.500 metra dýpi, um 140 gráðu heitt. Fimm vinnsluborholur eru á Seltjarnarnesi og þar af eru fjórar nýttar. Þær eru á bilinu 2.100 til 2.700 metra djúpar. Auk þess hafa verið boraðar níu grynnri rannsóknarborholur og líklega verða boraðar ein eða tvær til viðbótar á næstunni.

„Þegar vatnið er svo heitt er hægt að framleiða úr því rafmagn með svokallaðri tvívökvatækni. Rafmagnsframleiðsla yrði þó aldrei umfangsmikil en þó hugsanlega allt upp í eitt megavatt. Með rafmagnsframleiðslu yrði kæling á jarðhitavatninu, sem væri mjög heppilegt fyrir hitaveitukerfið. En þá yrði að vísu ekki hægt að blanda bakrennslisvatninu út í jarðhitavatnið í jafn miklum mæli en þess í stað yrði hægt að dæla því niður í jarðhitasvæðið. Við erum einmitt að velta þessu fyrir okkur þessa dagana, þ.e.a.s. hvernig við náum að hámarka nýtinguna þannig að jarðhitakerfið gefi okkur sem mestan arð án þess að ganga of mikið á auðlindina,“ segir Hrefna.

Hægt væri að framleiða raforku úr jarðhitavatninu

- segir Hrefna Kristmannsdóttir, sérfræðingur í jarðhitafræðum

og ráðgjafi hjá Hitaveitu Seltjarnarness

Ekki er útilokað að rafmagnsframleiðsla hefjist á Seltjarnarnesi úr heitu vatni úr borholum Hitaveitu Seltjarnarness. Ef af þessu verður yrði tilgangurinn tvíþættur; annars vegar að kæla niður það jarðhitavatn sem fer inn á kerfið og hins vegar til þess að sinna hluta af raforkuþörfinni. Hrefna Kristmannsdóttir, sérfræðingur í jarðhitafræðum, hefur frá árinu 1983 verið ráðgjafi Hitaveitu Seltjarnarness. Hún var fyrsti prófessorinn í jarðhitafræðum og starfaði við Háskólann á Akureyri. Hún býr ásamt eiginmanni sínum á Látraströnd á Seltjarnarnesi.

Page 28: Seltjarnarnes 40 ára - Afmælisrit

Seltjarnarnesbær 40 ára28

Afar sterkt samfélag„Seltjarnarnes er lítið samfélag þegar mið er tekið af nálægðinni við höfuðborgina. Fyrst hafði ég á tilfinningunni að Seltjarnarnes væri í raun einungis eins og eitt af úthverfum Reykja-víkur,“ segir Steinunn, sem sjálf er fædd og uppalin á Akranesi. „Þegar ég svo kom hingað gerði ég mér grein fyrir því að hér er mjög sterkt samfélag með ríkri vináttu og vinskap á milli íbúanna,“ segir Steinunn. Hún segir að hún hafi strax mætt mikill velvild og áhuga hjá Sigurgeiri bæjarstjóra sem beitti sér fyrir ráðningu hennar. Hann eigi því talsverðan heiður af fegrun bæjarins sem orðið hefur á þessum árum.

Steinunn nam skrúðgarðyrkju við Land-búnaðarháskóla Íslands. Eftir útskrift vann hún m.a. sjúkrahúslóðina á Akranesi og réði sig skömmu síðar til Seltjarnarnesbæjar. „Mörgum kollegum mínum fannst það fyndið að ég skyldi ráða mig sem garðyrkjumann á Seltjarnarnesi. Þeir höfðu ekki trú á því að hér

væri hægt að rækta mikið. Hér er vindasamt og talsverð selta en það hefur sýnt sig að það er vel hægt að koma upp ríkulegum gróðri á Seltjarnarnesi.“

Hlúa þarf vel að gróðrinumÞegar Steinunn hóf störf árið 1992 hafði lítil stefnumörkun verið sett fram í þessum málum. Það höfðu komið garðyrkjumenn að einstökum verkþáttum en mörg svæði voru algjörlega ófrágengin. Á þessum tíma var m.a. hafist handa við að móta svæðið í Bakkavör og ganga frá svæðunum við Valhúsabraut, Kirkjubraut, Suðurströnd, Norðurströnd og viðar. Á þessum árum var umgengni í fjörunni og á opnum svæðum ekki jafngóð og hún er í dag.

„Við fórum því strax í það að móta þessi opnusvæði og tyrfa þau. Á Seltjarnarnesi eru nánast öll svæði hönnuð af landslagsarkitek-tum, það er að segja opin svæði og leiksvæði. Þegar við fórum að gróðursetja tókum við þá

ákvörðun að hlúa vel að gróðrinum strax frá upphafi. Beð voru vel undirbúin með hús-dýraáburði og gróðurmold áður en gróðursett var í þau. Grenitrén, sem eru í brekkunni við bæjarskrifstofurnar á Austurströnd, voru t.a.m. gróðursett árið 1994. Þau voru þá einungis einn metri á hæð. Þau voru sett í góðan jarðveg og klædd í striga á veturna til að verja þau fyrir næðingi. Núna eru þessi grenitré á milli 7-8 metrar á hæð. Steinunn segir að þetta sýni að vel sé hægt að koma upp gróðri á Seltjarnarnesi en þá þurfi að velja vel teg-undirnar. Á Valhúsahæð sé núna komið töluvert af sjálfssáðum gróðri og þar verði í framtíðinni gróðurþekja þar sem áður sást vart stingandi strá. Eftir því sem meiri gróður er því meiri verður ræktin og auk þess hjálpi það til að nú sé hlýrra í veðri en áður var.

Áhugamaður um grjóthleðslurSteinunn er mikill áhugamaður um grjót-hleðslur og hafði talsvert unnið við það áður en hún réði sig til starfa á Seltjarnarnesinu.

Gróðurinn tók strax við sér

Steinunn Árnadóttir hefur nýlega látið af störfum sem garðyrkjustjóri Seltjarnarnes-bæjar eftir um 22 ára feril. Það hefur talsvert vatn runnið til sjávar frá því hún hóf þar störf og bærinn blómgast á þeim tíma. Persónulegir hagir hennar ráða því að hún lætur nú af störfum og kveðst hún kveðja starfið og vinnufélagana með eftirsjá. Hún segir að þetta hafi verið góður vinnustaður og skemmtilegt að starfa á Seltjarnarnesi.

Grenitrén í brekkunni við bæjarskrifstofurnar á Austurströnd voru ekki stór þegar þau voru gróðursett árið 1994.

Steinunn Árnadóttir, fyrsti garðyrkjustjóri bæjarins, lítur um farinn veg

Page 29: Seltjarnarnes 40 ára - Afmælisrit

29

Með hennar fyrstu verkum var að endurhlaða sjóvarnarvegginn neðanvert við Eiðistorg. Vegginn hlóð hún ásamt starfsmönnum áhaldahússins og einnig vegginn við dælu-stöðina, norðanvert við Lindarbraut. Þá stóð hún fyrir því að hlaðinn yrði veggur við íþrótta-völlinn og annar veggur við Valhúsaskóla var endurhlaðinn. Hleðslurnar, sem marka mót bæjarins, voru einnig gerðar undir hennar handleiðslu. „Ég hef alltaf haft gaman að grjóti þótt gróðurinn veiti mér líka mikla gleði,“ segir Steinunn.

Steinunn hefur alla sína tíð séð um rekstur vinnuskólans á Seltjarnarnesi og rekið hann sem garðyrkjudeild bæjarins. Mjög margt af því sem hefur verið gert í garðyrkjamálum bæjarins hefur verið unnið af unglingum. Hún segir að unglingarnir á Seltjarnarnesi séu vinnusamir. „Þegar unga fólkið hér á Nesinu hefur eignast fjölskyldu og börn er gaman fyrir það að geta bent á hlutina og sagt sínum börnum að þau hafi átt þátt í að

vinna að þessum verkefnum.“ Steinunn segir að á sumrin fari fram almennt viðhald, sláttur á grænum svæðum og hirðing á beðum. Sett eru niður sumarblóm og trjágróður. Þetta er allt meira eða minna unnið af unglingum bæ-jarins ásamt starfsmönnum áhaldahússins.

Almennur áhugi á garðyrkju„Ræktuð svæði hafa stækkað umtalsvert á þessum 20 árum. Þess var gætt í upphafi að velja salt- og vindþolnar plöntur. Það er heldur ekki hægt að rækta hvað sem er á Seltjarnar-nesi. Birki á t.d. erfitt uppdráttar á berangri en tegundir eins og sitkagreni, ýmsar víði-tegundir, sýrenur, margir toppar og gullregn, þrífast vel á Nesinu. Hluti af störfum garð-yrkjustjórans hefur verið miðlun þekkingar og upplýsinga til íbúanna. „Ég hef töluvert gert af því að fara heim til fólks og veita því ráðgjöf. Þannig hef ég getað miðlað upplýsingum um hvað þrífist best í görðunum og hvernig best er að standa að verki. Þegar húseigendurnir sjá árangurinn eykst áhuginn oft. Seltirningar

hafa margir mikla ánægju af garðyrkju og hér eru líka mjög víða fallegir garðar. Íbúarnir eru meðvitaðir um umhverfi sitt og margir hafa nýtt sér ráðgjafarþjónustuna. Þetta er hægt að gera í smærri samfélögum en ég sé ekki fyrir mér að þetta væri hægt í stærri sveitar-félögum.

Að lokum vil ég þakka bæjarbúum gott sam-starf og óska Seltirningum gleðilegs garðyrkju-sumars,“ segir Steinunn Árnadóttir, fyrrverandi garðyrkjustjóri Seltjarnarness.

Gróðurinn tók strax við sér

Steinunn Árnadóttir við gróskumikinn gróðurinn á Austurströnd sem hefur vaxið

og dafnað á 20 árum eins og sjá má!

Page 30: Seltjarnarnes 40 ára - Afmælisrit

Seltjarnarnesbær 40 ára30

„Hér er haldin messa kl. 11:00 hvern sunnu-dag, allt árið. Frá september og fram í maí er hér sunnudagaskóli, fermingarfræðsla er á veturna og æskulýðssstarf á sunnudags-kvöldum. Eldriborgarastarf fer fram tvisvar í mánuði í kirkjunni og hér koma saman karlar 67 ára og eldri tvisvar í viku yfir veturinn. Kórinn hér er mjög öflugur og æfir reglulega,“ segir séra Bjarni.

Mikið afmælisárSystkinin í Pálshúsum gáfu lóðina sem kirkjanstendur á. Skóflustunga að grunninum var tekin í ágúst 1981. Þremur árum seinna hófst starfsemi í kjallara kirkjunnar en hún var síðan vígð 1989. „Við erum á miklu afmælisári. Árið 2014 er 25 ára vígsluafmæli kirkjunnar, 40 ára afmæli safnaðarins verður í nóvember, orgelið er 15 ára, kammerkórinn er 20 ára og Seltjarnarnesbær er 40 ára.“

Séra Bjarni minnist þess sem sögulegs atburður þegar kirkjan í Nesi fauk í Básenda-flóðinu 1799. Þegar þetta gerðist hafði kirkjan reyndar verið afvígð. „Geir biskup góði Vídalín varð biskup í Skálholti árið 1797 en sat þó

aldrei í staðinn. Þegar hann var valinn sem Skálholtsbiskup árið 1796 var hann prestur Reykvíkinga. Hann bjó áfram á Lambastöðum næstu 11 árin, fyrst sem Skálholtsbiskup og síðan frá 1801 sem biskup Íslands. Hann bjó á Lambastöðum til ársins 1807 er hann flutti í hús Skúla fógeta í Aðalstræti. Þar bjó hann til dauðadags árið 1823.“

Þegar Dómkirkjan var tekin í notkun voru aflagðar tvær kirkjur, kirkjan í Nesi á Seltjarn-arnesi og kirkjan í Laugarnesi. Kirkjan í Nesi var engu að síður notuð áfram í ákveðinn tíma af lyfjafræðingnum í Nesi til að þurrka lækningajurtir. Þegar kirkjan fauk í Básenda-veðrinu árið 1799 lenti hluti af brakinu nákvæmlega hér á þessum bletti á Valhúsa-hæð. Þetta mikið löngu síðar er kirkjan reist hér á þeim stað þar sem hluti braksins hafnaði,“ segir séra Bjarni.

Þríhyrningar ráðandi formHönnuðir kirkjunnar eru feðgarnir Hörður Bjarnason og Hörður Harðarson. „Þegar kirkjubyggingin er skoðuð utan frá minnir hún á tvö þríhyrningslaga fjöll sem sjást vel frá Valhúsahæðinni, annars vegar Snæfellsjökul og hins vegar Keili. Þegar horft er upp í loft kirkjunnar blasa hvarvetna við þríhyrningar. Þríhyrningurinn er tákn fyrir föður, son og heilagan anda. Arkitektarnir höfðu það einnig í huga að form kirkjunnar minnti á biðjandi hendur. Það er heilmikil hugsun á bak við teikningu kirkjunnar og þríhyrningsformið er mjög ráðandi inni í henni,“ segir séra Bjarni.Seltjarnarnes varð sérstakur söfnuður 1974 en fram til 1996 var Seltjarnarnesi þjónað af prestum Neskirkju. Það ár var séra Solveig Lára Guðmundsdóttir ráðinn fyrsti sóknar-presturinn í Seltjarnarneskirkju. Við kirkjuna hafa því einungis þrír sóknarprestar starfað.

Á Seltjarnarnesi er ekki kirkjugarður. „Góð og gegn hjón hér á Seltjarnarnesi gáfu kirkjunni 5 milljónir króna fyrir nokkrum árum gegn því að kannað yrði hvort hægt væri að hafa kirkju-garð í bænum. Stofnanir bæjarins eru nú að kanna málið og þá er líklegasta staðsetningin nærri Nesstofu. Það vilja áreiðanlega margir, sem eru fæddir hér og uppaldir eða hafa búið hér lengi, hvíla á Seltjarnarnesi. Það er mjög sterk bæjarvitund á meðal bæjarbúa og þeir eru mjög stoltir af bænum sínum.“

er ráðandi í kirkjunniÞríhyrningsformið

Rætt við Bjarna Þór Bjarnason, sóknarprest í Seltjarnarnes-kirkju en hann er þriðji sóknarprestur kirkjunnar frá upphafi

„Seltirningar eru duglegir að koma í kirkju og það eru að meðaltali um 100 manns í messum yfir veturinn,“ segir séra Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur í Seltjarnarneskirkju. Hann segir Seltjarn-arnes gott samfélag þar sem stutt er í náttúruna og kirkjan sé falleg. Séra Bjarni var áður sóknarprestur í Grafarvogskirkju en hafði árið 2011 vistaskipti í eitt ár við séra Sigurð Grétar Helgason, sem þá var prestur í Seltjarnarneskirkju. Skömmu síðar sagði séra Sigurður upp starfi sínu. Bjarni sótti um og var valinn sóknarprestur árið 2012.

Kirkjan í byggingu, 1980-1989.

Söfnuðurkirkjunnar

40 ára

Kirkjubyggingin25 ára

Page 31: Seltjarnarnes 40 ára - Afmælisrit

31

1964Á þessu ári er lagt fram heildstæð tillaga að aðal-skipulagi Seltjarnarness sem Ólafur Ásgeirsson hjá Skipulagi ríkisins vann.

1965Í ársbyrjun varð að ráði, að Sigurgeir Sigurðsson, sem kosinn var í hreppsnefnd vorið 1962 f.h. Sjálfstæðisflokksins, tæki við starfi sveitarstjóra.

1966Auður Sigurðardóttir mætir á fund hreppsnefndar sem varamaður fyrir H-listann – fyrsta konan sem þátt tók í störfum nefndarinnar.

1968Slysavarnadeildin Bjarni Pálsson stofnuð 14. mars þetta ár að frumkvæði Lárusar Salómonssonar lögregluþjóns. Björgunarsveit kom í kjölfarið og hlaut hún nafnið Albert eftir vitaverðinum í Gróttu.

1967Íþróttafélagið Grótta stofnað 24. apríl þetta ár. Fyrsti formaður var Garðar Ólafsson úrsmiður. Stofnfélagar voru rúmlega 100 talsins.

Nesstofa við SeltjörnNesstofa var byggð á árunum 1761-1767 sem embættisbústaður landlæknis. Húsið er hlaðið úr tilhöggnu grjóti eftir teikningu danska hirðarkitektsins Jacob Fortling. Þar hófst opinber lyfsala árið 1772 og þar starfaði einnig ljósmóðir. Nesstofa hefur verið hluti af húsakosti Þjóðminjasafns Íslands frá árinu 1979. Endurbótum á þessu merka húsi lauk árið 2009 og hefur í húsinu upp frá því verið sýningarhald með hléum. Sumarið 2014 verður þar opið daglega frá kl. 13-17.

Safnhúsbygging í NesiÁ svæðinu er einnig að finna byggingu sem til stóð að hýsti safn lækningaáhalda en þau áform urðu ekki að veruleika. Byggingin, sem er verðlaunatillaga Yrki arkitekta, fellur vel að umhverfinu en henni hefur ekki verið fundið hlutverk í dag. Einstakt útsýni er af þaki hússins, þar sem horfa má til allra átta og lesa í fjallahringinn.

Urtagarður til heilsubótarÁ safnasvæðinu er einnig að finna Urtagarðinn í Nesi sem var opnaður árið 2010 í minningu þriggja manna sem tengdu saman ræktun og heilsubót í lífi og starfi, þeirra Bjarna Pálssonar (1719-1779), fyrsta landlæknis Íslendinga, Björns Jónssonar (1738-1798), fyrsta lyfsala landsins og Hans Georg Schierbeck (1847-1911), landlæknis og fyrsta formanns Garðyrkjufélags Íslands. Urtagarðurinn er samvinnuverkefni Seltjarn-arnesbæjar, Garðyrkjufélags Íslands, Landlæknisembættisins, Læknafélags Íslands, Lyfjafræðingafélags Íslands, Lyfafræðisafnsins og Lækningaminjasafns Íslands. Garðurinn er rekinn sem hluti af starfsemi safnanna í Nesi.

Á safnasvæði Seltirninga við Nesstofu við Seltjörn er margt fróðlegt að finna og sagan við hvert fótmál, einkum í kringum Nesstofu sem er eitt elsta stein-hús Íslands. Þar hefur sögu lækninga á Íslandi verið haldið á lofti og ekki síður þeirra jurta sem löngum hafa komið við sögu læknisfræðinnar.

Söfnin í Nesi

Page 32: Seltjarnarnes 40 ára - Afmælisrit

Seltjarnarnesbær 40 ára32

Bæjarlistamenn Seltjarnarness

Menning og listir dafna í Seltjarnarnesbæ og leggur bæjarfélagið mikið upp úr að rækta þá listamenn sem þar búa og starfa. Einn liður í því er val á bæjarlistamanni Seltjarnarness í janúar ár hvert. Þau skilyrði fylgja nafnbótinni og starfsstyrknum að listamennirnir hafi framfæri af list sinni að einhverju eða öllu leyti og einnig þurfa þeir að hafa búið á Seltjarnarnesi um tveggja ára skeið. Frá því farið var að tilnefna bæjarlistamenn árið 1996 hafa 18 einstaklingar hlotið þann heiður.

Átján einstaklingar hafa hlotið nafnbótina Bæjarlistamaður Seltjarnarness

Menningarnefnd bæjarins auglýsir eftir umsóknum eða óskar eftir rök-studdum ábendingum um bæjarlistamann, en er þó ekki bundin af þeim ábendingum. Þess er vænst af bæjarlistamanni að hann bjóði Seltirningum að njóta listar sinnar a.m.k. einu sinni á því ári sem hann ber nafnbótina, bænum að kostnaðarlausu.

Fyrsti bæjarlistamaður Seltjarnarness var sellóleikarinn góðkunni Gunnar Kvaran og hlaut hann nafnbótina árið 1996. Síðastur til að hljóta hana var hins vegar trompetleikarinn snjalli Ari Bragi Kárason, sem hlaut hana í janúar 2014 og hefur þegar látið að sér kveða sem handhafi nafnbótarinnar.

Í hinum litríka flokki bæjarlistamanna Seltjarnarness eru sjö tónlistarmenn sem eru auk Gunnars og Ara þau Ásbjörn Morthens (Bubbi), söngvari og lagahöfundur 2002, Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari 2005, Jóhann Helga-son, söngvari og lagahöfundur 2007, Freyja Gunnlaugsdóttir klarínettu-leikari 2010 og Birna Hallgrímsdóttir píanóleikari 2011.

Fjórir leikarar hafa hlotið nafnbótina, þau Margrét Helga Jóhannsdóttir 2004, Sigríður Þorvaldsdóttir 2006, Ragnheiður Steindórsdóttir 2009 og Jóhann G. Jóhannsson 2012.

Myndlistarmennirnir sem borið hafa titilinn eru sex talsins. Þeir eru Herdís Tómasdóttir 1997, Ragna Ingimundardóttir 1998, Guðrún Einarsdóttir 1999, Rúna Gísladóttir 2000, Messíana Tómasdóttir 2001 og Kristín Gunnlaugsdóttir 2008.

Einn hönnuður hefur verið bæjarlistamaður Seltjarnarness en það er Sigríður Heimisdóttir iðnhönnuður sem hlaut tilnefninguna 2013.

Þetta er sterkur hópur listamanna sem margir hverjir teljast til merkustu listamanna þjóðarinnar. Slíkur auður í litlu bæjarfélagi sem Seltjarnarnes er hlýtur að teljast afar eftirsóknarverður og stuðlar hann að menningarlegra samfélagi.

Page 33: Seltjarnarnes 40 ára - Afmælisrit

33

Ræturnar á NesinuJon er fæddur á Seltjarnarnesi 29. ágúst 1967. Hann gekk bæði í Mýrarhúsaskóla og Valhúsa-skóla. Hann er önnum kafinn maður en við náðum í hann á heimili hans í Boston í Banda-ríkjunum. „Það var mjög gott að búa á Seltjarnar-nesi. Ég bjó hjá ömmu og afa á Valhúsabraut. Þaðan var stutt í skólann og á leiksvæðin.

Um tíma bjó mamma líka í Bollagörðum. Þetta var rólegt og friðsælt samfélag en auðvitað svo sem stutt til Reykjavíkur. Ég spilaði fótbolta með Gróttu fyrstu árin mín á Seltjarnarnesi en svo fór ég sífellt meira utan eftir skóla,“ segir Jon. Hann tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík og í kjölfar þess flutti hann af Seltjarn-arnesi til Noregs, þar sem hann hefur verið búsettur lengst af.

Stutt í náttúruna„Þar sem ég er fæddur og alinn upp á Seltjarn-arnesi hef ég sterka tengingu við staðinn. Þarna á ég marga vini þótt ég hafi að nokkru leyti misst tengingu við þá eftir að ég flutti út,“ segir Jon. Hann segir það enga tilviljun að frumkvöðlasetrinu hafi verið valinn staður á Eiðistorgi. Þarna sé stutt í náttúruna og auðvelt að sækja sér kraft og innblástur til hennar.

„Tilgangurinn með frumkvöðlasetrinu er ein-faldur; að hjálpa frumkvöðlafyrirtækjum, sérstak-lega fyrirtækjum í þeim geira sem ég kannast best við, sem er tölvugeirinn. Ég leit þannig á að þetta væri góð staðsetning og mér finnst gaman að geta haft frumkvöðlasetrið á Seltjarnarnesi. Mér finnst margt styðja við þessa staðsetningu.Það er mikilvægt að hafa fallega náttúru í kringumsig og setrið er vel staðsett hvað varðar alla þjónustu.“

Jon býr nú í Boston og er að setja upp annað frumkvöðlasetur þar í borg. Eins og á Seltjarnar-nesi er þetta nýja setur ekki inni í Boston heldur rétt utan borgarinnar. Hugsunin er sú að íslensku frumkvöðlafyrirtækin, sem hafa áhuga á því að reyna að komast inn á bandarískan markað, geti nýtt sér aðstöðuna úti. Unnið er að því að koma aðstöðunni upp í gömlu húsi sem byggt var árið 1880 og var áður hótel.

Norðanáttin vekur!En hvað er það sem gefur Joni kraft í þetta verkefni og örlæti í garð íslenskra frumkvöðla? „Ég hef verið í þessari stöðu sjálfur, það er ekki flóknara en það. Það er þörf fyrir þetta og aðstaðan á Eiðistorgi er góð. Vonandi tekst einhverjum þessara fyrirtækja að dafna og verða stór.“

Jón segir að á Íslandi sé mikið af hugmynda-ríku ungu fólki með góðar hugmyndir. „En það sem einkennir íslenska frumkvöðla er þraut-seigjan. Það auðvitað til fullt af kláru fólki alls staðar en til viðbótar við hana búa Íslendingar yfir þessari miklu þrautseigju. Þetta er kannski norðanáttin, sem gjarnan blæs á Seltjarnar-nesinu og víðar. Hún sér alla vega til þess að maður vaknar!“

Færst hefur mikið líf í verslunar- og þjónustumiðstöðina á Eiðistorgi með tilkomu frumkvöðlasetursins sem opnað var síðastliðið sumar. Að baki frumkvöðlasetrinu stendur Jon von Tetzchner, fjárfestir og stofnandi Opera Software. Jón hefur hlúð sérstaklega að íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum og fjárfest í sumum þeirra. Í frumkvöðlasetrinu á Eiðistorgi eru um 18 fyrirtæki í 25 skrifstofum í tæplega 800 fermetra rými. Húsnæðið er á annarri hæð verslunarmiðstöðvarinnar.

Ég hef sjálfur verið í þessari stöðu

Hugmynd Jon von Tetzchner, fjárfestir í Innovation House á Eiðistorgi.

Rætt við Jon von Tetzchner fjárfesti í frumkvöðlasetrinu Innovation House á Eiðistorgi en hann hefur hlúð sérstaklega að íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum

Ég kýs að búa á Seltjarnarnesi af því að hér eru lífsgæðin í hámarki!

Jóhann G. Jóhannsson

Page 34: Seltjarnarnes 40 ára - Afmælisrit

Seltjarnarnesbær 40 ára34

Gaman í vinnunniÓhætt er að segja að leikskólarnir á Seltjarnar-nesi séu ein af meginstoðunum í samfélaginu. Þeir stuðla að grunnmenntun og samskiptafærni yngstu þegnanna og undirbúa þá fyrir frekari skólagöngu. Margir Seltirningar eiga góðar minningar frá Sólbrekku og Mánabrekku og þekkja hana Soffíu Guðmundsdóttur leikskóla-stjóra af góðu einu.

Soffía hefur alið allan sinn aldur á Seltjarnarnesi. Hún hefur verið starfandi við leikskólana í um 30 ár og sér enga ástæðu til þess að skipta um starfsvettvang meðan það er svona gaman í vinnunni. Soffía gekk í Fósturskóla Íslands og var leikskólakennaranemi á Sóbrekku. Í fram-haldinu réði hún sig í vinnu sem leikskólakennari þar, en staldraði reyndar aðeins við í um hálft ár. Þá lá leiðin til Englands þar sem eiginmaður Soffíu var í námi. Þremur árum seinna var hún farin að vinna hálfan daginn á Sólbrekku.

Á þessum árum voru Sólbrekka og Mána-brekka tveir aðskildir leikskólar. Sólbrekka var stofnuð árið 1981 og var þá þriggja deilda leikskóli. Árið 1985 var skólinn endurbyggður og stækkaður upp í fimm leikskóladeildir. Mána-brekka er byggð 1996 og þar eru fjórar deildir. Áður hafði Seltjarnarnesbær rekið leikskólann Fögrubrekku á Lambastaðabraut og var það fyrsti leikskólinn á Seltjarnarnesi.

Ný deild í SeltjarnarneskirkjuSú stefna hefur lengi verið við lýði á Seltjarnar-nesi að öll börn fengju leikskólapláss á árinu sem þau yrðu tveggja ára. Við þetta hefur ávallt verið staðið og núna hefur verið stofnuð ein deild til viðbótar í kjallara Seltjarnarneskirkju þar sem eins og hálfs árs börn eru tekin inn í leikskólann.

Soffía segir að viðhorf foreldra til leikskólans hafi breyst mikið. Nú líti flestir á leikskólavistina sem hluta af þroskaferli og námsuppeldi barna

sinna. Leikskólakennurum þykir samt flestum nóg um hve langur dagur margra barnanna er í leikskólanum. Sum þeirra eru þar allt að níu klukkustundir á dag en flestum fullorðnum þykir átta klukkustunda vinnudagur yfrið nóg.

Sólbrekka og Mánabrekka voru sameinaðir í Leikskóla Seltjarnarness árið 2010. Síðastliðið haust var deildin fyrir yngstu börnin opnuð í Seltjarnarneskirkju. Soffía segir að fækkun hafi orðið í hópi leikskólabarna árin 2010 og 2011 og var þá ákveðið að taka inn yngri börn. Húsnæðið í Seltjarnarneskirkju hentar einkar vel til þessara nota. Útisvæðið þar er þó með minnsta móti og er því ekið með börnin á Mánabrekku þar sem útileiksvæðið er til fyrirmyndar.

Umhverfismennt og SMT-skólafærniLeikskóli Seltjarnarness flaggar Grænfánanum sem er merki þess að unnið sé að umhverfis-starfi í skólanum. Mánabrekka var frumkvöðull

Það var ekki alveg laust við að greina mætti dálitla skelfingu í bland við tilhlökkun og spenning í andlitum barnanna í sameiginlega leikrýminu á Mánabrekku. Maxímús Músíkmús var kominn að skemmta áhorfendum en hann er stundum dálítið fyrirferðamikill og allra minnstu börnin skilja ekki alveg fyrirganginn. Þau voru hins vegar tilbúin fyrir tilbreytingu af þessu tagi inn í daglegt starfið á leikskólanum.

Ein af meginstoðum samfélagsins

Leikskólar Seltjarnarness:

Soffía Guðmundsdóttir leikskólastjóri segir enga

ástæðu til að skipta um starfsvettvang meðan það er

svona gaman í vinnunni.

Page 35: Seltjarnarnes 40 ára - Afmælisrit

35

í umhverfismennt meðal leikskóla hér á landi.„Það starfa allir samkvæmt lögmálum um-hverfismenntar í leikskólanum. Dæmi um þetta eru grænar fötur fyrir ávaxtahýði og matjurtagarður þar sem við ræktum grænmetið okkar. Börnin eru núna að sá í litlar skyrdósir úti í gluggum leikskólans. Þarna fer fram forræktun fyrir það sem er sett niður í matjurtagarðinn. Við notum endurvinnanlegt efni í allt föndur og flokkum allan úrgang sem kemur frá leikskólan-um, jafnt úr eldhúsi, kaffistofu og leikskóla-rýminu,“ segir Soffía. Hún segir að hluti af um-hverfismenntinni sé einnig að fara út í náttúruna og njóta hennar.

Einn af áhersluþáttunum í Leikskóla Seltjarnar-ness er svokölluð SMT-skólafærni. Hún byggir á ákveðnum, einföldum reglum í almennum samskiptum og felur í sér samræmd viðbrögð við hegðun. Ein reglan er sú að leikskólabörnin skuli hafa hendur og fætur hjá sér, sem felur í sér að þau eru þá ekki að pota í sessunauta og

trufla í samverustundum eða í matmálstímum. Börnunum er hrósað fyrir það sem vel er gert og þeim umbunað með broskarlamerkjum. Soffía segir að SMT-skólafærni sé einstaklega gott verkfæri sem hafi skilað góðum árangri í leikskólastarfinu.

1970Í júní þetta ár var samþykkt tillaga um að skipa þriggja manna fegrunar- og náttúruverndarráð, sem skyldi veita árleg verðlaun fyrir fegursta skrúðgarðinn og stuðla að varðveislu náttúru-verðmæta. Um haustið er efnt til samkeppni um merki Seltjarnarness. Hreppsnefnd ákvað að velja til notkunar merki Ernu Ragnarsdóttur sem hlaut 2. verðlaun. Dómnefnd taldi tillögu Gísla B. Björnsso-nar og Sigurþórs Jakobssonar besta.

1971Myndlistarklúbbur Seltjarnarness stofnaður í janúar að frumkvæði Sigríður Gyðu Sigurðardóttir. Félagsheimili hreppsins var formlega tekið í notkun 20. mars þetta ár. Um haustið var Leikfélag Seltjarnarness stofnað og setti það upp í Félags-heimilinu Sköllóttu söngkonuna eftir Ionescu og Jóðlíf eftir Odd Björnsson.

1970Í júní þetta ár var samþykkt tillaga um að skipa þriggja manna fegrunar- og náttúruverndarráð, sem skyldi veita árleg verðlaun fyrir fegursta skrúðgarðinn og stuðla að varðveislu náttúru-verðmæta. Um haustið er efnt til samkeppni um merki Seltjarnarness. Hreppsnefnd ákvað að velja til notkunar merki Ernu Ragnarsdóttur sem hlaut 2. verðlaun. Dómnefnd taldi tillögu Gísla B. Björnssonar og Sigurþórs Jakobssonar besta.

1968Í apríl er Kvenfélagið Seltjörn stofnað og íþróttahús fyrir Mýrarhúsaskóla tekið í notkun.

Svipmyndir úr leikskólastarfinu.

Page 36: Seltjarnarnes 40 ára - Afmælisrit

Seltjarnarnesbær 40 ára36

Vítamínsprauta á íþróttastarfiðSundlaugin var opnuð árið 1984. Um það leyti var ungur maður, Haukur Geirmundsson, að útskrifast sem íþróttakennari. Hann sótti um og var ráðinn íþrótta- og sundkennari hjá bænum og frá 1997 hefur hann verið sviðsstjóri íþrótta- og tómstundamála og forstöðumaður íþrótta-mannvirkja bæjarins. Haukur segir að algjör bylting hafi orðið í bænum með tilkomu sund-laugarinnar.

Fyrsta íþróttahúsið á Nesinu var byggt árið 1967 og það þjónaði Seltirningum og öðrum alveg fram til ársins 1988. Það ár var nýja íþróttahúsið vígt sem bætti handknattleiksaðstöðuna og 1999 var svo fimleikasalurinn byggður ásamt nýju anddyri og félags- og skrifstofuaðstöðu Gróttu. Þessar breytingar virkuðu eins og vítamínsprauta á

Eitt af djásnunum á Seltjarnarnesi er íþróttaaðstaðan og sundlaugin, sem heillar marga með sínu heilnæma vatni, sem margir telja að sé allra meina bót. Þegar blaðamann bar að garði var verið að hreinsa sundlaugina, sem gera þarf með reglulegum hætti því í efnasamsetningu heita vatnsins eru margvísleg sölt og steinefni sem setjast á flísarnar og dekkja þær. Þessi efni eru talin heilsusamleg fólki og finna margir, sem þjást af húðkvillum, mikinn mun á sér með því að fara reglulega í laugina.

eitt af djásnum SeltjarnarnessSundlauginRætt við Hauk Geirmundsson, sviðsstjóra íþrótta- og tómstundamála hjá Seltjarnarnesbæ

Tölv

uger

ð m

ynd:

Els

a N

iesl

en

Sundlaugin 30 ára

Page 37: Seltjarnarnes 40 ára - Afmælisrit

37

íþróttastarfið og jók þátttöku barna og unglinga til muna. „Við erum ekki hætt því framundan er stækkun íþróttahúss sem felur í sér fleiri búnings-klefa, lyftingaaðstöðu, bætta félags- og starfs-mannaaðstöðu og stærri fimleikaaðstöðu svo eitthvað sé nefnt. Íþróttahúsið er löngu sprungið og það er hlutverk bæjarins að bregðast við því sem fyrst eins og gert hefur verið í gegnum tíðina. Seltjarnarnesbær hefur verið í fararbrod-di í forvarnastarfi og þar er íþróttaaðstaðan í lykilhlutverki og hana verðum við að hafa í lagi,“ segir Haukur, sem hefur verið búsettur á Seltjar-narnesi síðan 1980. Kona hans er Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir sem er innfæddur Seltirningur og saman eiga þau fimm börn sem öll hafa að sjálfsögðu alist upp í íþróttahúsinu. Tvö eru flutt að heiman og þrjú eru enn heima.

Seltjarnarnesbær í gegnum ÍTS (íþrótta- og tómstundaráð Seltjarnarness) styður mjög vel við íþrótta- og tómstundastarf bæjarins og nýlega var gefin út íþrótta- og tómstundastefna sem felur í sér stefnumarkandi aðgerðir í íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsustarfi. Í stefnunni felst þróun faglegra þátta, aukin fjölbreytni og að koma til móts við alla á einhvern hátt.

Haukur er starfsmaður ÍTS og milliliður bæjarins og Íþróttafélagsins Gróttu. Hjá Gróttu er unnið mikið og öflugt sjálfboðaliðastarf sem þjónustar bæinn í þremur deildum; handknattleiks-, knatt-

spyrnu- og fimleikadeildum. En fjórða deildin er að ryðja sér til rúms með heimsmeistara innan-borðs, en það er kraftlyftingadeildin sem er orðin áberandi meðal annarra kraftlyftingafélaga.

Sívaxandi aðsókn„Við fáum fólk mjög víða að í sundlaugina. Ég hefði viljað sjá fleiri Seltirninga sækja laugina og sér í lagi eldra fólkið. Það er of útbreidd skoðun meðal eldri borgara að það geti ekki nýtt sér laugina vegna þess að það hafi gleymt sundtökunum. Þau gera sér oft ekki grein fyrir því að í sundlauginni er hægt að koma og slaka á í heitu pottunum og eiga samskipti við annað fólk.“ Hann bendir á að mjög fjölgi í þessum aldurshópi og um að gera að fólk nýti sér þá kosti sem sundlaugin býður upp á.

Aðsóknin í sundlaugina hefur verið góð. Um það bil 200.000 manns sækja laugina á hverju ári. Sundlauginni var lokað í maí 2005 og hún opnuð aftur í maí 2006 eftir gagngerar endur-bætur sem tókust afar vel og skapaði strax aukna aðsókn. Árið 2008, þegar World Class opnaði líkamsræktarstöðina, jókst aðsóknin enn meira. Tekjur sundlaugarinnar hafa því stöðugt verið að aukast á undanförnum árum. Þegar Haukur hóf störf sem íþróttafulltrúi stefndi hann að því að við sundlaugina ætti að reisa heilsuræktarstöð enda samsetning sem passar mjög vel saman og mikil ánægja er með.

Haukur segir að sérstaða Seltjarnarnesbæjar sé sú að hafa íþrótta- og tómstundaaðstöðu og skóla á einum bletti og mikið öryggi fyrir foreldra að vita af börnum þeirra í öruggu umhverfi allan daginn. „Þetta er hjarta bæjarins,“ segir Haukur.

1974-2014 SELTJARNARNESBÆR 40 ÁRA

40

1974Hinn 8. júní 1973 var samþykkt einróma að óska eftir kaupstaðarréttindum hreppnum til handa. Lög þess efnis voru samþykkt á Alþingi í mars 1974 og þau undirrituð 9. apríl sem telst stofndagur kaupstaðarins. Íbúar voru þá 2.500 talsins.

Haukur Geirmundsson, sviðsstjóri íþrótta- og tómstundamála hjá Seltjarnarnesbæ: „Frábært að hafa íþrótta-, skóla- og tómstundaaðstöðu á einum stað.“

Heimild: Seltirningabók eftir Heimi Þorleifsson.

1972Þetta ár er Hitaveita Seltjarnarness formlega tekin í notkun. Á árunum 1965-70 hafði verið borað eftir heitu vatni og farið niður á um 2.000 m dýpi. Framkvæmdir við lagninu dreifikerfis hitaveitu hófust 1971.

Page 38: Seltjarnarnes 40 ára - Afmælisrit

Seltjarnarnesbær 40 ára38

Varnir á láði og legi.

Tíu dögum eftir hernám Íslands í maí1940 rogaðist ungur drengur, Eyjólfur Jónsson (síðar kunnur sundkappi) um Nesið með handvagn og bauð fisk til kaups. Hann skrifaði í dagbók sína: „Þrír herflokkar eru komnir á Seltjarnarnes. Er 1 hjá Hrólfsskála. Annar í Suður-Nesi og þriðji á Mýrarhúsatúni. Eru strandvarnabyssur [þ.e. vélbyssur] á þessum stöðum.“ Þarna varð Eyjólfur vitni að því, hvernig breski herinn kom sér fyrir á strandlengjunni í grennd við Reykjavík til að verja höfuðstaðinn fyrir innrás Þjóðverja. Um sumarið var einu undirfylki (company) fótgönguliða, um hundrað manns, falið að verja Nesið með aðalbækistöðvar á Valhúshæð. Liðsauki úr skosk-kanadísku vélbyssuherfylki sat í sandpokavígjum við ströndina og klæddist pilsum og blés í sekkjapípur á hátíðisdögum. Í Mýrarhúsaskóla voru liðsforingjar, en hermenn lágu annars við í tjöldum, uns braggahverfi risu á Valhúsahæð svo og við Sæból á Nesvegi, þar sem kanadískir og síðar breskir vélbyssuliðar bjuggu.

Fram á haust 1940 hvíldi skuggi innrásarótta yfir landinu. Menn bjuggust við því að þýskur

innrásarfloti kynni að birtast á Faxaflóa á hverristundu og þá hlaut Seltjarnarnes að verða í fremstu víglínu. Bretar reyndu því að efla áðurnefndar varnir sínar með því að koma upp tveimur stórum strandvarnafallbyssum á Val-húsahæð í júlí. Miðunarstöð þeirra úr steypu og höggnu grjóti lafir enn uppi á 21. öld. Tveir öflugir ljóskastarar stórskotaliðsins fyrir neðan Valhúsahæð voru einkum notaðir til að lýsa upp skip á siglingu inn á Reykjavíkurhöfn. Síðar var komið upp þriðja ljóskastaranum í skýli í Suður-nesi, sem einnig hefur varðveist.

Strandvarnabyssurnar tvær á Valhúsahæð (hlaupvídd sex þumlungar, 15 cm) voru, ásamt tveimur sams konar byssum við Hvalfjörð, stærstu fallbyssur Breta á Íslandi og drógu um 12 kílómetra. Þeim var einkum ætlað verja inn-siglinguna til Reykjavíkur fyrir þýskum innrásar- eða árásarskipum og skjóta á þýskt herlið, sem tækist að ganga á land. Gallinn var sá, að byssurnar voru mun skammdrægari en fallbyssur á stærstu herskipum Þjóðverja. Ef Hitler hefði hrundið í framkvæmd innrásaráformi sínu 1940, hefðu þessi skip eflaust byrjað á því að sprengja strandvarnavirkið á Valhúsahæð í tætlur, áður en þau brunuðu inn á Sundin.

Stjórnendur strandvarnafallbyssanna voru í nábýli við eftirlitsstöð, sem fylgdist með allri skipaumferð til Reykjavíkur, Hvalfjarðar, Hafnar-fjarðar og Akraness með hjálp lítils varðskips, sem oftast lá út af Gróttu. Aðkomuskip fengu fyrirmæli frá varðskipinu um að hafa uppi tiltekna veifu eða ljós. Til að verjast kafbátum og treysta eftirlit með skipaumferð, lagði breski flotinn segulstreng á hafsbotninn á milli Gróttu og Akraness. Hjá Bollagörðum var varðstöð, sem fylgdist með ótryggum strengnum í tengslum við siglingaeftir-litsstöðina á Valhúsahæð. Við strenginn voru jafnan til taks fjórir vopnaðir gæslutogarar, sem áttu að ráðast gegn óvinakafbátum og árásar-skipum. Aðrar aðalhafnir landsins voru víggirtar með álíka hætti auk tundurduflagirðinga.

Um 200 menn úr strandvarnastórskotaliðs-stórfylki (Coast Artillery Regiment) annaðist um fallbyssurnar á Valhúsahæð og bjó um sig í u.þ.b. 70 bröggum í aðalherskálahverfinu, Grotta-kampi vestan Mýrarhúsaskóla. Stjórn liðsins var jafnframt yfirstjórn alls strandvarna-stórskotaliðsins við hafnir landsins. Sjóliðarnir, sem vöktu yfir segulstrengnum, bjuggu í eigin

Seltjarnarnes í hers höndum 1940-1945Væru Seltirningar spurðir um mikilvægustu þætti í sögu Nessins, nefndu flestir þeirra líklega líflegan útveg á 19. öld og þróun fyrirmyndar bæjarfélags á 20. öld. Trúlega minntust fáir á það að Seltjarnarnes ætti sinn sess í sögu síðari heimsstyrjaldar sem eitt aðalvíghreiður bandamanna.

Þór Whitehead:

Page 39: Seltjarnarnes 40 ára - Afmælisrit

39

kampi við Bollagarða, Grotta Point. Árið 1941 styrktu Bretar strandvarnir á Nesinu með því að koma fyrir tveimur smærri fallbyssum og ljóskösturum í Engey.

Öðru hverju voru hengdar upp tilkynningar um æfingar hjá stórskotaliðinu á Valhúsahæð og þær auglýstar í blöðum og útvarpi. Gluggum skyldi haldið opnum í húsum, ella gætu rúður tvístrast af loftþrýstingi. Þegar skothríð hófst út á flóann, drundi í Esjunni og skepnur fældust í sveitakyrrðinni, sem alla jafna ríkti á Nesinu. Verra var þó, þegar fallbysskúlur þutu yfir íslenskum skipum eða skullu niður í sjóinn framan við stefnin, vegna þess að skipstjórar töldust sigla í óleyfi inn á höfnina. Mildi var að ekki skyldi hljótast manntjón af þeirri hríð.

LoftvarnirÞó að fallbyssurnar á Valhúsahæð væru ekki til stórræða, var erfitt fyrir herstjóra í London að sjá á eftir þeim til Íslands. Innrás Þjóðverja í England virtist enn líklegri en landganga þeirra hér og mikill skortur á varnarvopnum. Enn sár-ara þótti að senda loftvarnafallbyssur til Íslands, á meðan þýski flugherinn lét sprengjum rigna á London og aðrar lítt varðar borgir Bretlands.

Tvær af átta nýjum og öflugum 3,7 þumlunga loftvarnabyssum, sem hingað voru sendar á þessum tíma, voru settar upp á Melhúsatúni á Seltjarnarnesi suðaustanverðu. Þarna hvíldu þær, á meðan úr því var skorið, hvort Hitler gæti náð yfirráðum í lofti yfir Bretlandi og þannig sent innrásarflota yfir Ermarsund.

Árið eftir, 1941, tók þýski flugherinn að stunda njósnaflug yfir Íslandi og upp frá því áttu byssur-nar tvær eftir að skjóta að þýskum flugvélum líkt og sams konar byssur á Álftanesi, handan Skerjafjarðar. Piltum á Nesinu þótti aldeilis til-komumikið að sjá yfirmanninn veifa montpriki sínu og æpa: ,,Fire!“ Skothríðinni fylgdi gríðar-legur hávaði og fyrirgangur, enda ruddu byss-urnar úr sér 10-25 kúlum á mínútu allt upp í 12 km hæð. Stundum fylgdu dökkir sprengju-hnoðrar fast á eftir þýsku flugvélunum, þó að aldrei tækist skyttunum að granda þeim. Loftvarnaliðið bjó í Boulogne-kampi á horni Nes-vegar og núverandi Suðurstrandar, en alls voru braggahverfin á Nesinu 6-7 talsins í stríðslok.

Haustið 1941 tóku Seltirningar eftir því að upp væri risið furðutæki á Valhúsahæð vestanverðri: Grind með áfestum og hreyfanlegum skermi.

Þetta var ratsjá breska flughersins, sem einkum átti að vara við ferðum þýskra flugvéla. Alls voru nú þrjár slíkar ratsjárstöðvar á sunnanverðu landinu með miðstöð á Reykjavíkurflugvelli, þar sem breskar Hurricane orrustuflugvélar og bandarískar Tomahawk P-40 orrustuflugvélar voru þá til reiðu gegn þýskum flugvélum. Rösk-lega fjörutíu breskir flugliðar voru í ratsjárstöðinni á Valhúsahæð. Það er til marks um hernaðar-mikilvægi Nessins, að nú var þar að finna menn úr öllum aðalgreinum breska heraflans. Ratsjár-stöðvarnar styrktu stórlega loftvarnir landsins ásamt með orrustuflugvélunum, sem fjölgaði brátt.

Þjóðverjar fundu fyrir því,14. ágúst 1942, en þá skutu bandarískar orrustuflugvélar niður fyrstu þýsku könnunarvélina út af Gróttu. Þetta var Focke-Wulf 200 Condor fjögurra hreyfla sprengjuflugvél af stærstu gerð, sem steyptist niður alelda og sprakk yfir sjávarmáli með sex manna áhöfn innanborðs. Grótta komst þannig á spjöld styrjaldarsögunnar, því að þetta var fyrsta þýska flugvélin, sem bandaríski flugherinn grandaði í Evrópu á stríðsárunum.

Byssur þruma í víghreiðrinu á Valhúsahæð á Seltjarnarnesi, svo að undir tekur í Esjunni. Ofar standa tvær 90 mm bandarískar loftvarnar-fallbyssur tengdar miðunarratsjá í forgrunni, en þessi öflugu vopn mátti einnig nota til strandvarna.

Þessar öflugu 3,7 þumlunga loftvarnarbyssur (tvær af átta) hvíldu í sveitakyrrð við Melshús á

suðaustanverðu Seltjarnarnesi á meðan sprengjum ringdi yfir Bretland í ágúst 1940.

Page 40: Seltjarnarnes 40 ára - Afmælisrit

Seltjarnarnesbær 40 ára40

Suðurnes í baráttunni gegn kafbátaógninniÞetta sama ár tóku Bretar óvænt að ryðja veg út í Suðurnes, sem þá var eyðilegur staður á valdi kríunnar. Brátt spruttu upp nokkrir braggar og mikil loftnet þar á nesinu. Þarna hafði breski flotinn valið sér stað fyrir langdræga og háleynilega miðunarstöð, sem einkum fylgdist með loftskeytasendingum þýskra kafbáta. Með því var reynt að ná miðunum af kafbátum til að forða skipalestum frá fyrirsáti þeirra og hjálpa herskipum og flugvélum við að tortíma þeim. Sjóliðarnir í stöðinni sendu skeyti frá kafbátunum áfram til dulmálsráðningarstöðvarinnar frægu í Bletchley Park norðvestur af London. Þessar fjarskiptanjósnir (dulnefni Ultra) áttu ómetan-legan þátt í sigri Bandamanna í styrjöldinni, ekki síst í orrustunni um Atlantshaf.

Kanarnir komaVorið 1942 hvarf meginhluti breska landhersins frá Íslandi og Bandaríkjaher tók hér við hlutverki hans, þar á meðal við landvörnum og loftvörnum á Seltjarnarnesi. Breski flotinn og flugherinn sátu hins vegar áfram í landinu og hernaðarstarf-semin á Nesinu hélst að mestu í sömu skorðum, þar til líða tók að stríðslokum. Vígbúnaður á Valhúsahæð óx í tíð Bandaríkjahers, sem kom þar upp öflugum loftvarnabyssum með sérstakri ratsjá í stað bresku byssanna á Melshúsatúninu.

Heimildarmönnum kemur saman um að sam-býli fólksins á Nesinu við hermennina hafi verið ótrúlega gott. Ekki þarf þó að fjölyrða um, að erlend herseta er engin sæla, jafnvel þótt fólk líti á hermennina sem vini og verndara en ekki óvini. Því er það afmælisósk mín til Seltjarnar- nesbæjar að aldrei verði öryggi landsins svo mikil hætta búin að aftur þurfi her að setjast á Nesið fagra, eins og gerðist á ógnartíð Adolfs Hitlers.

Helstu heimildirFriðþór Eydal: Vígdrekar og vopnagnýr. Hvalfjörður og hlutur Íslands í orrustunni um Atlantshaf (Rvík 1997).

Sami höf.: Fremsta víglína. Átök og hernaðarumsvif á Austurlandi í heimsstyrjöldinni síðari (Rvík 1999).

Þór Whitehead: Bretarnir koma. Ísland í síðari heimsstyrjöld (Rvík 1999).

Sami höf.: Ísland í hers höndum. Myndir úr stríði 1940-1945 (Rvík 2002).

Höfundur þakkar Friðþór Eydal innilega fyrir hjálp við setja saman þessa grein, svo og Agnari Einarssyni,

Gottfreð Árnasyni, Kristni Einarssyni, Svölu Sigurðardóttur og Örlygi Háldánarsyni fyrir lýsingar á Seltjarnar-

nesi á stríðsárunum.

Níu ára gamall Seltirningur, Helgi Hallvarðsson (sem stýrði síðar varðskipum í þorskastríðum við Breta) hermir eftir varðmanni, sem líktist vélmenni og gætti

tjaldbreiðu á strönd Seltjarnarness og liðsforingjabústaðar að Sæbóli við Nesveg. Ljósmyndarinn fékk Helga til leiks þegar hann sá hann standa vörð með tappabyssu

sína við „herstöð“ Nesdrengja gegnt Sæbóli í ágúst 1940.

Erna Kristinsdóttir Kolbeins

Ég kýs að búa á Seltjarnarnesi af því að hér er nálægð við náttúruna. Stutt í þjónustu svo sem sundlaug, heilsugæslu, íþróttahús og verslun. Sem eldri borgari tel ég vel séð fyrir þörfum okkar félags- og þjónustulega. Samvera með unga fólkinu er uppbyggjandi og skemmtileg.

Page 41: Seltjarnarnes 40 ára - Afmælisrit

41

Brú millikynslóðannaLíflegt starf eldri borgara á Seltjarnarnesi hefur vakið athygli langt út fyrir bæjarfélagið

Líflegt starf eldri borgara á Seltjarnarnesi hefur vakið athygli langt út fyrir bæjarfélagið enda er hlutfall eldri borgara sem taka þátt í starfinu hátt. Kristín Hannesardóttir heldur utan um félagsstarf aldraðra og segir hún samstarf og samvinnu milli kynslóða einstaklega gefandi og skemmtilegan þátt í starfinu. Kristín hefur starfað við málaflokkinn frá árinu 2011 en starfs-titill hennar er forstöðumaður félags- og tómstundastarfs eldri bæjarbúa á Seltjarnarnesi.

Á Seltjarnarnesi eru ríflega 500 manns sem eru í þessum aldursflokki en Kristín segir að líklega nýti um 100 manns sér þá félags- og tómstunda-þjónustu sem bærinn býður upp á. „Þátttakan er yfirleitt góð. Við höldum úti námskeiðum í gler- og leirlist, listasmiðju og bókbandi ásamt almennri handavinnu. Við förum í göngur og jóga og svo syngjum við saman alla föstudaga. Hátt í 30 manns spila að jafnaði bingó og félagsvist og 50-60 manns mæta þegar við höfum haldið samveru- og skemmtikvöld og farið í ferðalög,“ segir Kristín.

Starfsemin er dreifð um bæinn en eldri borgarar hafa aðgang að grunn-skólunum, íþróttahúsinu og í sundlauginni er vatnsleikfimi fjórum sinnum í viku. Mjög gott samstarf er einnig með kirkjunni og félagsstarfinu. „Mikið starf er með Ungmennaráði og Selinu. Einu sinni í mánuði eru samveru-kvöld meðal eldri bæjarbúa og þeirra yngri. Það er alveg dásamlegt hvernig það hefur þróast. Við byrjuðum á þessu fyrir tveimur árum sem rekja má til þess þegar bærinn tekur þá ákvörðun að bjóða öllu ungu fólki vinnu á sumrin. Við fengum að njóta starfskrafta þeirra yfir sumarið því unga fólkið leysir mig í raun af í sumarfríi og tekur að sér starfið með eldri borgurunum. Síðan þróaðist þetta upp í sameiginlega kvöldstund einu sinni í mánuði í félagsaðstöðu unga fólksins. Þetta hefur verið virkilega ánægju-legt,“ segir Kristín.

Kristín er nýlega farin í sumarfrí og unga fólkið hefur tekið við hennar starfsskyldum á meðan. Hún segir að þetta þyki mjög eftirtektarvert og til eftirbreytni. Hún segir að yngri kynslóðin á Seltjarnarnesi, alveg frá grunnskóla upp í framhaldsskóla, sé byggð upp af reglusömum og heiðvirðum einstaklingum sem eru tilbúnir að deila sínu lífsviðhorfi og gleði með eldri bæjarbúum. Þá nýtur unga fólkið þess líka að heyra frá lífshlaupi, sögum og skoðunum þeirra eldri.

Kristín Hannesardóttir segir samstarf og samvinnu milli kynslóðanna vera gefandi og skemmtilegan þátt í starfinu.

Page 42: Seltjarnarnes 40 ára - Afmælisrit

Seltjarnarnesbær 40 ára42

Fá mannanna verk móta líf okkar í meira mæli en byggingar og mannvirki. En húsin eru líka ein leið til þess að nálgast söguna. Þau eru áþreifanleg tímavídd í okkar nánasta umhverfi. Það á við um Seltjarnarnes líkt og aðra staði hér á landi að byggingarsagan er stutt í alþjóðlegum samanburði. Hús sem byggð voru á nesinu fyrr á öldum voru úr forgengilegu efni, timbri og torfi, og ummerki um þau eru löngu horfin.

Á seinni hluta 18. aldar risu hér á landi átta byggingar úr hlöðnum steini. Elst þeirra er Viðeyjarstofa, reist 1752–55. Frumkvæði að byggingu hennar átti Skúli Magnússon, landfógeti, faðir Reykjavíkur

og einn helsti fulltrúi upplýsingastefnunnar hér á landi. Með framtaki sínu vildi Skúli kenna löndum sínum að reisa varanlegar byggingar „úr landsins eigin efni“. Viðeyjarstofu má með réttu kalla fyrstu bygginguna hér á landi í anda hinnar klassísku hefðar í byggingarlist. Í kjölfar hennar risu sjö steinhús: dómkirkja á Hólum, kirkja í Viðey, Landakirkja í Vestmannaeyjum, embættisbústaður og kirkja á Bessastöðum á Álftanesi, tugthús í Reykjavík og embættisbústaður landlæknis á Nesi við Seltjörn. Viðey og Reykjavík voru á þessum tíma hluti af Seltjarnarneshreppi hinum forna og því má segja að fjögur af hinum átta elstu steinhúsum landsins hafi risið í lögsögu Seltjarnarness.

Seltjarnarnesið og byggingararfurinn

Pétur H. Ármannsson:

NesstofaNesstofa var byggð í landi jarðarinnar Ness við Seltjörn á árunum 1761 til 1767 eftir teikningum Jacobs Fortling hirðhúsameistara. Á jarðhæð var apótek og húsakynni landlæknis en í risi voru íbúðarherbergi og yfir því var hanabjálkaloft. Bjarni Pálsson, fyrsti landlæknirinn, settist að í Nesi með fjölskyldu sína árið 1763 og bjó þar til dauðadags. Frá árinu 1772 skiptu landlæknir og apótekari með sér ábúðarréttindum í Nesi og var þá húsinu skipt í tvo hluta eftir endilöngu. Búið var í austurhluta Nesstofu til ársins 1997 en í vesturhelmingnum var innréttað lækningaminjasafn á níunda áratugnum. Árið 2009 lauk umfangsmiklum endurbótum á húsinu sem fóru fram á vegum Þjóðminjasafns Íslands og Húsafriðunarnefndar undir stjórn Þorsteins Gunnars-sonar arkitekts. Sérstök áhersla var lögð á að endurgera húsið í upphaflegri mynd og gera upprunalega byggingarhluta þess sýnilega.

RáðagerðiÁ 19. öld var farið að reisa timburhús víða í byggðum landsins. Í fyrstu voru

húsin lágreist með tjörguðum veggjum og þaki. Á seinni hluta aldarinnar urðu þau reisulegri, í klassískum hlutföllum og með klassísku skreyti. Hús með þessu sniði

urðu áberandi eftir 1875. Mjög gott dæmi frá þessu tímabili er húsið Ráðagerði vestast á Seltjarnarnesi, sem Þórður Jónsson hafsögumaður lét reisa einhvern

tímann á árabilinu 1880–90.

Page 43: Seltjarnarnes 40 ára - Afmælisrit

43

GróttaÁrið 1897 hófst átak á vegum stjórnvalda í vitamálum við Faxaflóa og í kjölfarið risu

nýir vitar á Garðskaga, í Gróttu og í Reykjavík. Áður höfðu fimm útvegsbændur á Seltjarnarnesi komið upp ljóskeri við Valhús og kostuðu þeir sjálfir uppsetningu þess og

rekstur fyrst í stað. Þá hafði verið hlaðin varða í Gróttu 1865, sæfarendum til leið-beiningar. Hluti grjótsins í vörðuna var notað í vegghleðslu Gróttuvita eldri, sem tekinn

var í notkun 1897. Gamli Gróttuviti var ferstrendur turn, neðri hlutinn hlaðinn úr steini en sá efri úr steinsteypu. Núverandi Gróttuviti var byggður árið 1947 eftir uppdráttum Axels Sveinssonar verkfræðings og Einars Stefánssonar húsateiknara. Vitavörður í Gróttu bjó í eigin húsi og stundaði landbúnað auk vitavörslu. Núverandi íbúðarhús var byggt 1904.

Vitastofnun lét reisa fjós og hlöðu árið 1927. Þar er nú fræðasetur.

MýrarhúsaskóliSetning laga um almenna fræðsluskyldu árið 1907 markaði tímamót í menntunar-málum þjóðarinnar. Með þeim var börnum tryggð fjögurra ára ókeypis skólaganga. Margir þéttbýlisstaðir reistu sín fyrstu skólahús á fyrstu árum 20. aldar. Skólahús tóku einnig að rísa í dreifbýli, þar sem efni voru góð. Mýrarhúsaskóli var fullbyggður haustið 1906. Þar var skólahald til ársins 1960 en auk þess var húsið notað til helgihalds og dansleikja. Í risi var íbúð skólahaldara, fundarsalur og bókaherbergi lestrarfélags. Skólahúsið stendur hátt og setur enn mikinn svip á umhverfi sitt. Um höfund þess er ekki vitað. Það hefur haldið upprunalegu útliti sínu og hefur mikið menningargildi fyrir byggðalagið.

Útihús við Nesstofu, nú Lyfjafræðisafn Tilkoma steinsteypu hafði víðtæk áhrif á íslenska húsagerð í upphafi 20. aldar. Í fyrsta sinn var fundin aðferð til að reisa varanlegar byggingar úr innlendum efnum, sem í senn var auðveld og hagkvæm. Elsta steinsteypuhús í Reykjavík er frá 1897, Barónsfjósið svokallaða við mót Barónsstígs og Hverfisgötu, byggt sama ár og gamli Gróttuvitinn. Á Seltjarnarnesi má finna athyglisverð dæmi um steinsteypuhús frá fyrstu áratugum 20. aldar. Má þar nefna útihús við Nesstofu, sem nú hýsir Lyfjafræðisafn, býlið Bollagarða sem reist var 1924 og Vegamót við Nesveg, sem Einar Einarsson kaupmaður lét byggja árið 1930 eftir uppdráttum Sigurlinna Péturssonar.

ÚtsalirUm líkt leyti og steinsteypan hélt innreið sína hófu fyrstu fagmenntuðu arkitektarnir

og verkfræðingarnir að starfa hér á landi. Frumherjar í stétt arkitekta voru þeir Rögnvaldur Á. Ólafsson og Guðjón Samúelsson. Ekki er vitað til að þeir hafi teiknað

hús á Seltjarnarnesi. Þar er hins vegar að finna mjög gott dæmi eftir þann þriðja í röð merkra arkitekta á 20. öld, Sigurð Guðmundsson. Sigurður kom til landsins 1925 og

stofnaði fyrstu einkareknu arkitektastofuna. Fram undir 1930 voru verk Sigurðar undir áhrifum af öguðum nýklassískum stíl sem var vinsæll á Norðurlöndunum milli 1915–30.

Í þeim anda teiknaði hann húsið Útsali (nú Nesvegur 101) árið 1927 fyrir Ólaf Jónsson lækni sem átti það þó aðeins í nokkur ár.

Page 44: Seltjarnarnes 40 ára - Afmælisrit

Seltjarnarnesbær 40 ára44

Raðhús við Látraströnd 2–14 Árið 1967 teiknaði arkitektinn Björn Ólafs raðhúsalengju með sjö íbúðum neðst í

túni Mýrarhúss, nú Látraströnd 2–14. Húsakeðjan rís upp til norðurs og myndar eins konar vegg á móti opnu hafinu. Framhliðin snýr að sjónum og einkennist af líflegu

formspili veggflata og gluggaopa. Athygli vekja lítil forskýli til skjólmyndunar framan við innganga. Húsin stallast innbyrðis og með því fá allar íbúðirnar glugga í

kvöldsólarátt. Íbúðirnar eru á þremur pöllum. Stofur og eldhús eru á efsta palli með útsýni til norðurs yfir sjóinn. Svefnherbergi eru á miðpalli í beinum tengslum við

sólríkan suðurgarð með skjólveggjum.

Nýbygging Lækningaminjasafns við Nesstofu Árið 1997 efndi menntamálaráðuneytið til opinnar hönnunarsamkeppni um

safnhús fyrir lækningaminjar á reit norðan Nesstofu, í samvinnu við Læknafélag Íslands, Seltjarnarnesbæ og Þjóðminjasafnið. Fyrstu verðlaun hlaut tillaga Ásdísar H.

Ágústsdóttur og Sólveigar Berg Björnsdóttur hjá Yrki arkitektum. Í tillögu sinni sóttu arkitektarnir innblástur í náttúru svæðsins og sérkenni Nesstofu. Húsið er lagt í landið

með tilliti til þess að trufla ekki ásýnd gamla landlæknisbústaðarins á bæjarhólnum. Á þaki nýbyggingarinnar er útisvæði þaðan sem vegfarendur og safngestir geta notið

útsýnis yfir vestursvæðið, Bakkatjörn og Gróttu. Safnhúsið er ófullgert að innan og ríkir óvissa um framtíðarnýtingu þess eftir að Seltjarnarnesbær sagði sig frá samningi um

byggingu og rekstur Lækningaminjasafns árið 2012.

Listamannahús við sjóinn – Kjarval og Jón Leifs Árið 1965 var ákveðið að reisa íbúð og vinnustofu fyrir Jóhannes S. Kjarval á sjávarlóð úr Lambastaðatúni (nú Sæbraut 1). Kjarval átti að búa í þessum heiðurs-bústað til æviloka en eftir það var ætlunin að ráðstafa því til annarra listamanna. Þorvaldur S. Þorvaldsson arkitekt teiknaði húsið ásamt Herði Bjarnasyni húsameistara ríkisins. Húsið stóð autt í nokkur ár eftir að byggingu þess lauk. Kjarval mun ekki hafa haft áhuga á að flytjast þangað, enda orðinn aldraður og heilsuveill. Árið 1967 gerði Hannes Kr. Davíðsson arkitekt tillögu að húsi við Tjarnarstíg (nr. 16) fyrir tónskáldið Jón Leifs. Það átti að standa á súlum efst í fjörunni. Húsið var hugsað einlyft með bogabregnu þaki og svölum umhverfis allan hringinn. Af byggingu þess varð aldrei, þar sem Jón Leifs lést í júlí 1968.

SeltjarnarneskirkjaSóknarkirkja var í Nesi við Seltjörn fram til ársins 1797, er sóknin var lögð til Dómkirkjunnar sem þá var nýrisin í Reykjavík. Stuttu síðar fauk kirkjan í Nesi í Básendaveðrinu svokallaða 1799. Árið 1940 gekk í gildi ný skipan kirkjumála í Reykjavík sem fólst í stofnun þriggja nýrra prestakalla. Til Nesprestakalls heyrði byggðin sunnan Hringbrautar og vestan Reykjanesbrautar, auk Seltjarnarness, Kópavogs og Engeyjar. Árið 1957 var Neskirkja við Hagatorg vígð. Árið 1974 varð Seltjarnarnes sérstök sókn og 1982 hófst bygging nýrrar sóknarkirkju við Kirkjubraut á Valhúsahæð eftir verðlaunauppdrætti feðganna Harðar Björnssonar tæknifræðings og Harðar Harðarsonar arkitekts. Seltjarnarneskirkja var vígð 19. febrúar 1989.

Page 45: Seltjarnarnes 40 ára - Afmælisrit

45

Litið til stjarnanna af NesinuStjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness var stofnað 1976 í kringum stærsta

stjörnusjónauka landsins í Valhúsaskóla. Félagið er elsta og fjölmennasta félag

áhugamanna um stjörnuskoðun og stjörnufræði hér á landi. Félagsmenn í

Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness eru rúmlega 300 talsins með aðsetur í

Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Uppi á þaki skólans er stærsti stjörnusjónauki

landsins og er spegill hans 46 cm í þvermál.

Afar gott samstarf við bæinnSævar Helgi Bragason er formaður Stjörnu-skoðunarfélags Seltjarnarness. Hann segir að hvatamenn að stofnun félagsins hafi verið Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur, sem var fyrsti formaður félagsins og Sigfús Thorarensen húsasmíðameistari sem byggði Valhúsaskóla.

„Sigfús gerði ráð fyrir aðstöðu til stjörnu-skoðunar í turni skólans og upp frá því var ákveðið að stofna félagið sem Þorsteinn Sæmundsson og ýmsir aðrir háskólamenn stóðu að baki. Keyptur var 14 tommu Celeston sjón-auki og settur upp í turninum og hvolfþak sett yfir hann. Flugleiðir fluttu hvolfþakið til landsins félaginu að kostnaðarlausu. Svona gekk stofnun félagsins fyrir sig í stórum dráttum,“ segir Sævar Helgi.

Félagið er öllum opið og þótt fjölmargir Sel-tirningar séu félagar eru einnig margir utan bæjarfélagsins þar virkir í starfinu. Hann segir að það sé gott til þess að vita að bæjarfélagið sé stolt af Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness. „Við höfum enda átt mjög gott samstarf við Sel-tjarnarnesbæ og Valhúsaskóla alla tíð. Við höfum til að mynda ekki þurft að greiða húsa-leigu fyrir aðstöðuna sem hefur verið mikill styrkur fyrir félagið. Án þess hefði þessi starf-semi vart verið gerleg. Við kunnum bænum bestu þakkir fyrir og skólayfirvöldum.“

Ljósmengun er vandamálÞrátt fyrir gott samstarf við Seltjarnarnesbæ hefur annað verið starfseminni til trafala í bænum og það er ljósmengunin. „Nú er því miður svo komið að það er ekki lengur hægt að stunda stjörnuskoðun frá Valhúsaskóla.

Þá gengur ekki að vera með stærsta sjón-auka landsins þar. Við höfum því ákveðið að taka hann niður og ætlum að flytja hann tíma-bundið í nýtt stjörnuskoðunarhús sem hefur verið reist við Hótel Rangá, eða allt þar til við höfum fundið lausn á okkar aðstöðumálum. Við rennum hýru auga til Þingvalla og samstarfs við Ólaf Örn Haraldsson þjóðgarðsvörð. En það þýðir þó ekki að turninn í Valhúsaskóla verði ekki áfram í notkun því við eigum marga aðra sjón-auka og þar munum við setja upp næststærsta sjónauka félagsins. Starfsemin verður því af fullum krafti á Seltjarnarnesi þar sem við verðum áfram með námskeiðahald og stjörnuskoðun,“ segir Sævar Helgi.

Ég kýs að búa á Seltjarnarnesi af því það er stutt í alla þjónustu og einnig í óspillta náttúruperlu við Gróttu.

Unnur Ingibjörg Jónsdóttir

Ég kýs að búa á Seltjarnarnesi af því að hér liggja rætur mínar.

Jón Snæbjörnsson

Page 46: Seltjarnarnes 40 ára - Afmælisrit

Seltjarnarnesbær 40 ára46

„Það þekkist ekki meðal barna á Seltjarnarnesi né heldur í unglingadeildum skólans að börn reyki eða neyti áfengis. Ekkert 15 ára barn í Valhúsaskóla reykir eða neytir áfengis, sam-kvæmt niðurstöðum rannsókna Rannsóknar og greiningar. Þarna skiptir starfsemi Íþróttafélags-ins Gróttu talsverðu máli,“ segir Haraldur Eyvinds Þrastarson, formaður Gróttu.

Góður árangur á landsvísuÞótt Grótta sé ekki stórt íþróttafélag á lands-vísu státar það af góðum árangri. Nefna máað í yngri flokkunum í handbolta eru 34 börní yngri landsliðum Íslands. Fjórir Gróttumenneru í landsliðinu í kraftlyftingum og er skemmst að minnast þess þegar Fanney Hauksdóttir úr Gróttu varð heimsmeistari unglinga í bekkpressu á Heimsmeistaramótinu í Danmörku. Þar setti

hún raunar einnig Íslandsmet í greininni. Þá eru þrír Gróttumenn í fimleikalandsliðinu og 10-15 félagsmenn Gróttu eru í landsliðunum í fótbolta. „Það er gríðarlegur efniviður á Nesinu. Og vegna þess að vel er haldið utan um starfseminu erum við að fá upp mjög sterka einstaklinga,“ segir Haraldur.

Haraldur segir að bærinn hafi hlúð einstak-lega vel að starfsemi Gróttu ekki síður en starfi

Íþróttafélagið Grótta hefur alið margan afreksmanninn og stutt við bakið á æskulýðsstarfi í bænum allt frá stofnun félagsins 1967. Félagið hefur ásamt bæjarfélaginu sinnt forvarnarvinnu og uppeldisstarfi í bænum. 95% allra barna á Seltjarnarnesi taka þátt í skipulögðu íþróttastarfi hjá Íþróttafélaginu Gróttu. Það er einstakt á landsvísu að svo hátt hlutfall taki þátt í starfi eins íþróttafélags.

Um fjórðungur allra íbúa er skráður iðkandi í GróttuRætt við Harald Eyvinds Þrastarson, formann Gróttu sem segir að gríðarlegan efnivið íþróttafólks sé að finna á Nesinu

Nýkrýndur heimsmeistari unglinga í bekkpressu: Fanney Hauksdóttir, einn fjölmargra afreksmanna í Gróttu.

Haraldur Eyvinds Þrastarson, formaður Gróttu er stoltur af sínu félagi og segir að 95% barna á Nesinu taki þátt í starfinu.

Page 47: Seltjarnarnes 40 ára - Afmælisrit

47

grunnskólans, tónlistarskólans og öllu unglinga-starfi. „Svo er öll starfsemin á sama blettinum sem er stór kostur. Grótta varð fyrst allra íþrótta-félaga á landinu til að taka upp samstarf við bæjarfélagið um að yngstu börnin fari beint úr skóla í íþróttastarfið.

Kennarar yngstu barnanna eða þeir sem annast tómstundastarfið, fylgja börnunum beint í íþrótta-húsið og sækja þau aftur í lok tíma. Börnin fá því samfelldan vinnudag sem lýkur á sama tíma og vinnudegi foreldranna,“ segir Haraldur.

Íþróttastarfið hjá Gróttu hefst á fullu um kl. 14 á daginn og stendur fram til kl. 23 á kvöldin. Boðið er upp á handbolta, fimleika og knatt-spyrnu fyrir alla aldursflokka. Kraftlyfingadeildin er ein sú öflugasta á landinu og státar af Íslands-meistara- og bikarmeistarartitlum síðustu tveggja ára. Þar á Grótta iðkendur í landsliðum. Einnig er stundað öldungablak undir merkjum Gróttu.

Miðað við byggingaráform á Seltjarnarnesi mááætla að íbúum fjölgi um nálægt 1.000 mannssem er um 25% aukning frá núverandi íbúa-fjölda. Af þeim 4.400 íbúum sem eru skráðir á Seltjarnarnesi er skráður iðkendafjöldi hjá Gróttu um 1.100, eða um 25% allra bæjarbúa. „Þetta er fyrir utan alla þá foreldra sem gefa sinn tíma til þess að starfa í stjórnum. Hjá Gróttu eru einungis tveir starfsmenn á launum þegar frá eru taldir þjálfarar. Allir aðrir gefa sinn tíma í störf fyrir félagið af einskærum áhuga og velvild,“ segir Haraldur.

Heilbrigð börn út í lífið„Okkar markmið er ekki endilega að verða meistarar í öllum flokkum heldur miklu fremur að skila heilbrigðum og hraustum börnum út í lífið. Börnum með góða sjálfsmynd og heil-brigðan líkama og sem eru tilbúin að takast á við þau verkefni sem bíða þeirra þegar þau eldast,“ segir Haraldur.

Starfsemi íþróttafélags eins og Gróttu kallar á talsverða fjármuni. Haraldur segir að í því tilliti hafi Seltjarnarnesbær verið ómetanlegur bakhjarl allt frá stofnun félagsins. Það dyljist engum að Grótta er jafn mikilvæg bænum og bærinn íþróttafélaginu. „Langmesti hluti okkar rekstrarfjár kemur frá bænum í formi húsa-leigustyrkja og beins rekstrarstyrks. Við væntum mikils af áframhaldandi stuðningi bæjarins á næstu árum, ekki síst í ljósi nýsamþykktrar íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsmálastefnu bæjarins. Við fáum tekjur af lottóinu og einnig erum við með öfluga styrktaraðila og fjölda annarra velunnara. Æfingagjöldin eru líka stór tekjulind,“ segir Haraldur.

Grótta var stofnuð sem knattspyrnufélag árið 1967. Stofnandi félagsins var Garðar Guðmundsson og var hann allt í öllu í starfseminni. Auk þess að vera gjaldkeri, ritari og formaður félagsins, þjálfaði hann strákana af Seltjarnarnesinu, rúmlega 120 talsins, á grasflötinni við hús sitt. Framan af átti Grótta erfitt uppdráttar vegna aðstöðuleysis og nábýlisins við KR. Hvorki var til knattspyrnuvöllur né íþróttahús á upphafsárunum. Smám saman óx félagið og mönnum varð ljóst að Grótta væri íþróttafélag með framtíð fyrir sér. Árið 1969 var Gróttu deildaskipt þegar handknattleiksdeildin var stofnuð.

Keppnistímabilið 1986-1987 vann Grótta sig upp í 1. deild í handbolta karla undir leiðsögn Guðmundar Magnússonar þjálfara. Við liðinu tók Árni Indriðason og Grótta náði sínum besta árangri frá upphafi þegar það hafnaði í 5. sæti á Íslandsmótinu.

1989 var nýtt íþróttahús tekið í notkun á Seltjarnarnesi og um leið urðu tímamót í íslenskri fimleikaþjálfun því í húsinu var fimleikagryfja, sú fyrsta á landinu.

Þau straumhvörf urðu í sögu Gróttu árið 1997 að handknattleiksdeildin sameinaðist handknattleiksdeild KR. Sumarið 2005 slitnaði upp úr samstarfinu og síðan hefur Grótta leikið undir eigin merkjum í hand-bolta. Lið Gróttu hefur þrisvar komist í bikarúrslit kvenna, þ.e.a.s. árin 2000, 2002 og 2005.

1999 voru gerðar endurbætur á íþróttahúsinu og þá tekinn í notkun sérstakur fimleikasalur sem bætti aðstöðu fimleikaiðkenda til muna.

Stutt ágrip af sögu Gróttu

Nýkrýndur heimsmeistari unglinga í bekkpressu: Fanney Hauksdóttir, einn fjölmargra afreksmanna í Gróttu.

Page 48: Seltjarnarnes 40 ára - Afmælisrit

Seltjarnarnesbær 40 ára48

Innan um hesta og fiskitrönurÍ upphafi var golfvallarstæðið á suðvestur-hluta Suðurnessins. Túnin höfðu verið nýtt af hestamönnum. Vestast á Suðurnesi voru öskuhaugar Seltjarnarness. Þar sem nú er önnur braut var æfingaskýli lögreglunar sem þá stundaði skotæfingar þar. Á núverandi æfingasvæði voru fiskverkunartrönur og hest-hús voru við Daltjörn. Í samþykktum klúbbsins var ákvæði um að félagsmenn gætu ekki orðið fleiri en 100. Á tímabili voru 99 karlmenn í klúbbnum og ein kona, eiginkona Péturs. 1969 bættist Nesklúbburinn við heiti golfklúbbsins og um leið varð hann aðili að ÍSÍ. Nú heitir hann því Golfklúbbur Ness – Nesklúbburinn.

Haukur Óskarsson er framkvæmdastjóri golfklúbbsins. Hann segir að völlurinn og klúbburinn sjálfur hafi tekið miklum breytingum

í gegnum tíðina. 1993 var hann stækkaður í austur, út fyrir Bakkatjörn. Önnur breyting er sú að nú er einnig mikið barna- og unglingastarf hjá klúbbnum þótt færri komist að en vilja. Í klúbb-num eru 670 félagsmenn en á biðlista eru 650 manns. Um 52% félagsmanna eru búsettir á Seltjarnarnesi en 65% þeirra sem eru á biðlista. Þar af eru um 50 börn og unglingar af Nesinu. „Þess vegna er dálítið þversögn í því að byggja upp mikið barna- og unglingastarf. En viðreynum eins og við getum og barna- og ung-lingastarfið hefur tekið miklum stakkaskiptum undanfarin átta ár,“ segir Haukur.

Fuglar og kylfingar í sátt

Haukur segir að til allrar hamingju sé klúbb-urinn skuldlaus og stefnt sé að því að svo verði áfram. „Við höfum stigið varlega til jarðar og aldrei framkvæmt neitt án þess að eiga fyrir því.

En það virðist erfiðara með hverju árinu að sækja styrki til atvinnulífsins en rekstur klúbbsins gengur ekki upp eingöngu á félagsgjöldum og móta- og æfingagjöldum.“

Golfvöllurinn þykir ekki stór í samanburði við aðra golfvelli. Heildarlengd hans er um 5.300 metrar, þ.e.a.s. allar 18 holurnar. Hann er þröngur og margar hættur á hverri braut. „Þetta gerir völlinn dálítið erfiðan og svo á það líka til að vera vindasamt hérna. Návígið við fuglalífið er mikið og við leggjum mikið upp úr því að vernda fuglana. Við afmörkum svæðið sem kylfingar mega fara inn á þegar krían kemur á vorin til að varpa. Við merkjum sömuleiðis svæðið þar sem tjaldar og endur verpa og verjum það með þeim hætti fyrir ágangi.

Golfklúbbur Ness fagnaði 50 ára afmæli sínu 4. apríl síðastliðinn. Hann er fimmti elsti golfklúbbur landsins. Aðaldriffjaðrirnar í stofnun hans voru félagarnir Pétur Björnsson og Ragnar Jón Jónsson. Á þessum tíma var Golfklúbbur Reykjavíkur í Öskjuhlíðinni og var að flytja austur í Grafarholt. Það var hugdetta Ragnars að fá lánuð túnin á Suðurnesi til golfiðkunar. Naut klúbburinn þess að Björn Ólafsson, faðir Péturs og Ágúst Fjeldsted, tengdafaðir Ragnars, voru meðal hluthafa í Nesi sem átti túnin.

Golfklúbbur Ness

Nesklúbburinn 50 ára

Haukur Óskarsson framkvæmdastjóri Golfklúbbs Ness – Nesklúbbsins segir brýnt að auka við

völlinn og gefa fleirum kost á að æfa og spila.Draumurinn er að stækka golfvöllinn

Það er draumur margra kylfinga Nesklúbbsins að völlurinn verði stækkaður.

Page 49: Seltjarnarnes 40 ára - Afmælisrit

49

Fuglarnir hafa tekið kylfinga fullkomlega í sátt og sambúðin gengur vel. Það er mun meira fuglalíf hérna en annars staðar á Seltjarnarnesi sem gefur vellinum sína töfra og sérstöðu,“ segir Haukur.

Haukur segir að mikill fjöldi ferðalanga leggi leið sína út á Suðurnes að vetrarlagi til þess að fylgjast með norðurljósunum. Yfir sumarið er sömuleiðis mikil umferð ferðamanna á hjólum út að Suðurnesi og hafa margir nýtt sér veitinga-söluna í golfskálanum sem er opin öllum á sumrin.

Þurfa aukið landsvæðiNokkrir viðburðir eru í sumar til þess að minnast hálfrar aldar afmælis golfklúbbsins, m.a. afmælis-

mót í júní og sýning á þeim breytingum sem hafa orðið á golfskálanum og vellinum í gegnum tíðina. Golfklúbburinn gefur út afmælisrit í haust þar sem áhersluþættirnir eru helstu viðburðirnir í starfsemi golfklúbbsins í gegnum árin. Viðtöl verða við þá sem hafa skipulagt þessa viðburði eða átt hugmynd að þeim. Í ágúst verður Einvígið á Nesinu haldið í 18. sinn, en jafnan er sýnt frá því í sjónvarpi. Mótið er ávallt til stuðnings góðu málefni. Mörg hundruð áhorfendur koma og fylgjast með mótinu en tíu af bestu kylfingum landsins er boðið að taka þátt.

Það er draumur margra kylfinga að aðstaða þeirra verði stækkuð og hefur golfklúbburinn sóst eftir auknu landssvæði til þess. Með því væri hægt að fækka um helming ef ekki meira

á biðlistanum og bæta um leið rekstrareininguna þannig að hún stæði betur undir sér. Haukur segir að golfklúbburinn hafi lengi sóst eftir aðstöðu við Bygggarða nærri Nesstofu. Það væri hugsað sem æfingavöllur þar sem byrjendur gætu spilað. „En svo hafa verið hug-myndir uppi um landfyllingu fyrir norðanverðu eiðinu og að endurheimta það land þar sem Seltjörn var áður. Það er nánast ekkert dýpi þarna og klöpp á botninum,“ segir Haukur. Hann segir að þetta myndi gerbreyta aðstöðunni og hleypa auknum þrótti í barna- og unglingastarfið.

Ég kýs að búa á Seltjarnarnesi af því að hér er allt, sem ég þarf í næsta nágrenni: kirkjan, heilsugæslan, sundlaugin og Hagkaup.

Kristín Claessen

Ég kýs að búa á Seltjarnarnesi af því að þar er friðsælt og fallegt og gott að vaxa úr grasi – vakta fugla, hlaupa með ströndu, synda með selum, gleyma sér í Gróttu.

Bergljót Friðriksdóttir

Ég kýs að búa á Seltjarnarnesi af því þar þar er mannlífið gott, og útsýnið flott og í görðunum svartþröstur syngur.

Þórir Hallgrímsson

Page 50: Seltjarnarnes 40 ára - Afmælisrit

Seltjarnarnesbær 40 ára50

Hvernig verður Seltjarnarnes eftir 40 ár?

Vangaveltur unga fólksins á Nesinu

Flottur, ríkur og tæknilegur bær – með mikið af svona tækjum og dóti. iPhone 21 í boði fyrir alla grunnskólanema. Það verða mjög margar blokkir þarna rétt hjá Gróttu þar sem iðnaðarhverfið er núna. Valhúsahæð verður örugglega með húsum – sem okkur finnst ekki gott. Margir heitir pottar við strendurnar eins og þessi sem er nú þegar til. Golfvöllurinn verður örugglega stærri. Við verðum stærri bær og neðanjarðargöng líklega komin yfir í Álftanes. Göngin munu heita Selgöng og á leiðinni verður hægt að stoppa og fá sér McDonalds og skoða seli í gegnum gler. Kannski verður Nesið bara komið í kaf og við verðum neðansjávarbær?

Þriðja kynslóð SeltirningaÞær systur eru fæddar á Seltjarnarnesi og langafi þeirra og langamma, Guðmundur Pétursson og Elísabet Stefánsdóttir, voru bændur á Hrólfs-skála fram á 20. öldina. Guðmundur var fæddur á Seltjarnarnesi en Elísabet í Borgarnesi. Móðir systranna er einnig Seltirningur og faðir Ísfirðingur en um nokkurra ára skeið bjuggu þau í Hafnarfirði þar sem Guðrún og Jóhanna ólust upp. En þær tóku reglulega strætó vestur á Nes til heimsækja afa sinn og ömmu, Stefán Guðmundsson og Guðrúnu Kristjánsdóttur sem einnig byggðu og bjuggu í Skála á Seltjarnarnesi. Þær systur eru því Seltirningar af þriðju kynslóð og þekkja hvern krók og kima á Nesinu. „Ég er fædd 1963 og ég rétt man eftir langömmu með síðustu hænunum sínum. Hérna var sveitin okkar. Það voru þá þrjú hús hér í vörinni. Við fórum reglulega í sjósund niðri við Hrólfsskálavör og lékum okkur í heysátunum,“ segir Guðrún.

Foreldrar þeirra fluttu aftur til Seltjarnarness og Jóhanna gekk í Valhúsa-skóla en Guðrún lauk menntaskólanámi í Flensborgarskólanum. „Við erum eins upprunalegir Seltirningar og hugsast getur,“ segir Jóhanna.

Heilsuparadís höfuðborgarsvæðisinsÞær segja að svæðið umhverfis Systrasamlagið sé eins og umferðar-miðstöð Seltjarnarnesbæjar. Guðrún er líka þeirrar skoðunar að tími hverfiskaffihúsa sé runninn upp. Með auknum fjölda ferðamanna í mið-bænum vilji fólk geta sest niður á kaffihúsi í sínu hverfi. Þær vilja skilgreina verslunina sem heilsuhof. Í Systrasamlaginu eru seldar ýmsar heilsuvörur; vítamín, te og lífrænt ræktaðar vörur en einnig vara sem tengist andlegri heilsuiðkun eins og jógavörur.

Þær systur hafa reyndar hugmyndir um að gera Seltjarnarnesið að heilsu-paradís höfuðborgarsvæðisins. „Hér er allt sem til þarf. Stutt í gullfallega náttúru. Himininn og birtan eru dásamleg hérna þegar hlaupið er úti á sumar- og vetrarkvöldum,“ segir Guðrún.

Systrasamlagið setur sinn svip á bæjarbraginn á Seltjarnarnesi. Þar bjóða systurnar Guðrún og Jóhanna Kristjánsdætur upp á gómsætt heilsufæði af ýmsu tagi. Á þennan blett á Nesinu leggja mörg hundruð manns leið sína á hverjum degi; þeir sem eiga erindi í sundlaugina, íþróttamiðstöðina, félagsheimilið, heilsugæslustöðina eða tónlistarskólann. Margir staldra við hjá systrunum og fá sér hressingu.

Heilsuhofið á Nesinu

Karla Aníta, Anna Linda og Katrín Helga, 12 ára.

Systurnar Guðrún og Jóhanna Kristjánsdætur eru fæddar á Seltjarnarnesi

og eru af 3. kynslóð Seltirninga.

Page 51: Seltjarnarnes 40 ára - Afmælisrit

51

Hvernig verður Seltjarnarnes eftir 40 ár?

Fyrsta flokks ungmenni!

Svipmyndir úr þróttmiklu barna- og unglingastarfi á Seltjarnarnesi. Seltjarnarnesbær hefur lengi verið í

fararbroddi í öllu forvarnarstarfi og lagt áherslu á að skapa ungu fólki góða aðstöðu til leikja og skapandi

tómstunda innan bæjarfélagsins.

Page 52: Seltjarnarnes 40 ára - Afmælisrit

Seltjarnarnesbær 40 ára52

40www.seltjarnarnes.is