Séð og heyrt 8. tbl 2016

48
KAFFIVÉLAR FRÆGA FÓLKSINS Lögreglustjórahjónin Sigríður Björk og séra Skúli: Nútímahjón! BLÖFFAÐUR MEÐ BRJÓSTAHALDARA Baltasar brillerar: Fórnarlamb töframanns! FENGU SÉR LEYNITATTÚ Gerður í Flónni snýr aftur: BÚSTÝRA Á KORPÚLFSSTÖÐUM 9 7 7 1 0 2 5 9 5 6 0 0 9 HOLLYWOOD-FÍLINGUR Á HILTON VIÐ SUÐURLANDSBRAUT Nr. 8 3. mars. 2016 Verð 1.495 kr. Engilbert Jensen 75 ára: AFMÆLISVEISLA Á FÓTSNYRTISTOFU Sjáið myndirnar!

description

 

Transcript of Séð og heyrt 8. tbl 2016

Page 1: Séð og heyrt 8. tbl 2016

KAFFIVÉLAR FRÆGA FÓLKSINS

Lögreglustjórahjónin

Sigríður Björk og séra Skúli:

Nútímahjón!

bLöFFAðuR MEð bRJÓSTAHALDARA

Baltasar brillerar:

Fórnarlamb töframanns!

FENGu SÉR LEYNITATTÚ

Gerður í Flónni snýr aftur:

bÚSTÝRA Á KORPÚLFSSTöðuM

977

1025

9560

09

HOLLYWOOD-FÍLINGuR Á HILTON VIð SuðuRLANDSbRAuT

Nr. 8 3. mars. 2016 Verð 1.495 kr.

Engilbert Jensen 75 ára:

AFMÆLISVEISLA Á FÓTSNYRTISTOFu

Sjáið myndirnar!

Page 2: Séð og heyrt 8. tbl 2016

FRAKKAR ÓÐIR Í ÓFÆRÐBaltasar Kormákur hélt veglega veislu til að fagna því að tökum á kvikmyndinni Eiðinum væri lokið, ásamt því hversu vel hefði gengið með Ófærð. Atli Geir Grétarsson hannaði leikmyndina fyrir Ófærð og hann var virkilega sáttur með veisluna hans Balta en eins og með alla þá sem komu að Ófærð var það velgengni þáttanna sem gladdi mest.

Leikmyndahönnuðurinn Atli Geir Grétarsson (52) skemmti sér hjá Balta:

Fögnuður „Það var alveg ofboðslega fín stemning hjá okkur. Það voru allir mjög

sáttir með þetta partí. Við kláruðum síðasta tökudag af Eiðinum og við fögnuðum því, ásamt velgengni Ófærðar. Þessu var slegið saman í svona Ófærðar/Eiðs-partí. Þetta er að hluta til sama fólkið sem vinnur að þessu þannig að það hentaði vel,“ segir Atli Geir Grétarsson, leikmyndahönnuður Baltasars.

Veisla Baltasar var virkilega tilkomumikil en það var þó eitt skemmtiatriði sem stóð upp úr en Jón Arnór töframaður, sem lék Magga litla í Ófærð, hélt töfrasýningu.

„Já, hann Jón Arnór skemmti fólkinu. Hann opnaði dagskrána með glæsilegri töfrasýningu og svo hélt Balti mikla ræðu. Ég fór nú fljótlega upp úr því. Það kom fullt af liði þarna frá Eddunni líka. Það voru leigubílar í röðum fyrir utan og allt fólk sem var að koma beint af Eddunni, þetta var því mjög vinsælt sem er bara gaman.“

Framar björtustu vonumÓfærðar-þættirnir nutu gríðarlegra vinsælda hér á landi og Atli segir að þeir sem stóðu fyrir þáttunum hafi ekki gert ráð fyrir svona ofboðslega miklum áhuga.

„Nei, þetta fór fram úr öllum

ÞVÍLÍKT TEYMI: Kristján Franklín, Sigurjón

Kjartansson, Jóhann Sigurðarson, Pálmi Gestsson

og Atli Geir stilltu sér upp fyrir „svakakallamynd“, eins

og Atli orðaði það.

GRÍN: Þrátt fyrir ungan aldur er Jón Arnór

virkilega fyndinn og orðheppinn en hann kom engum öðrum en Baltasar Kormáki

í fremur óþægilega stöðu en Balti átti að einbeita sér að einum sérstökum hlut

sem Jón myndi svo draga upp úr tunnu. Jón dró upp rauðan brjóstahaldara við

mikinn fögnuð veislugesta.

GLÆSILEG: Baltasar Kormákur og Lilja Pálmadóttir ljómuðu af gleði og voru ánægð með veisluna.

Page 3: Séð og heyrt 8. tbl 2016

vonum, við bjuggumst ekki við því að þetta yrði svona gríðarlega vinsælt. Þetta var alveg svakalega mikið áhorf og langflestir sem tóku virkilega vel í þættina,“ segir Atli en Ófærð hefur einnig verið að gera það gott erlendis.

„Ófærð er að gera betri hluti erlendis en við bjuggumst við. Bretarnir eru ánægðir með þessa þætti og þá er Frakkar alveg óðir í Ófærð. Þeir elska þessa þætti.

Ég veit nú ekki alveg hvað er næst á dagskrá hjá RVK Studios-liðinu. Við eigum okkur sjálf þannig að við getum í raun gert það sem við viljum, það er alltaf eitthvað á teikniborðinu.“

KRAKKARNIR: Krakkarnir í Ófærð, þau Marta Quental, Júlía Guðrún, Elva María Birgisdóttir og Jón Arnór fengu að sjálfsögðu að mæta í partíið.

HRESS: Ólafur Egilsson, Esther Talía Casey og Guðrún Sesselja Arnardóttir skemmtu sér konunglega.

TVÆR GÓÐAR: Marta Quental og Grace

Achieng slógu í gegn sem mansalssysturnar í Ófærð.

SÆT SAMAN: Baltasar Breki og Anna Kein eru glæsilegt par.

TÓNLISTARPAR: Rapparinn Arnar Freyr og söngkonan Salka Sól eru eitt flottasta par landsins.

FJÖGUR FLOTT: Það var mikið stuð á þeim Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra, leikaranum Góa Karlssyni, Ingibjörgu Ýri Óskarsdóttur og söngvaranum Bjarna Lárusi Hall.

TÖFRAMAÐUR: Jón Arnór, sem lék Magga litla í

Ófærð, er virkilega fær töframaður og hann sýndi töfrabrögð sín við

mikinn fögnuð viðstaddra.

STJÖRNUHJÓN: Ragna Fossberg fékk heiðursverðlaun Eddunnar þetta árið og var ekki fyrr búin að veita þeim viðtöku en hún var mætt í partí hjá Balta, ásamt eiginmanni sínum, Birni Emilssyni upptökustjóra.

SKEMMTU SÉR: Samstarfsfélagarnir Elín

Hrefna Ólafsdóttir og Lúðvík Bergvinsson, hjá Bonafide

lögmönnum, mættu til Balta og höfðu gaman af.

BALTI OG BÖRNIN: Baltasar Kormákur var

hæstánægður með leikarana sína ungu, Júlíu Guðrúnu og

Jón Arnór, enda stóðu þau sig frábærlega vel í Ófærð.

Page 4: Séð og heyrt 8. tbl 2016

Til hamingju! „Hann er svo hress og skemmtilegur og fer alveg á flug í sögum frá liðinni popptíð. Við köllum

hann aldrei annað en herra Jensen,“ segir Erna María Eiríksdóttir snyrtifræðingur sem tekur alltaf á móti Engilbert þegar hann mætir. „Þetta er svona blanda af fótsnyrtingu, kaffidrykkju og sögustund þegar hann kemur. Reglulega kósí.“

Sjálfur tekur Engilbert undir þetta en hann lék við hvern sinn fingur þegar hann kom færandi hendi á snyrtistofuna á afmælisdaginn, með köku, brauð, paté og konfekt.

Heilablóðfall„Þetta eru stelpur sem ég held mikið upp á,“ segir Engilbert sem finnur engan mun á sér þó orðinn sé 75 ára. „Ég er bara góður, nema hvað ég fékk spýju í gegnum hausinn í september og læknirinn sagði að það hefði verið vægt heilablóðfall og það var svo sem ekkert meira gert í því. Ég var að ganga heima, úr svefnherberginu inn í eldhús, þegar mér sortnaði allt í einu fyrir augum, allt varð svart og ég man hvað ég hitnaði rosalega yfir vinstra eyranu. Þetta var mjög skrýtið

en ég náði mér alveg og hef ekki fundið fyrir þessu síðan, nema hvað það urðu einhverjar sjóntruflanir þarna fyrst á eftir.“

Engilbert lét þetta áfall ekki aftra sér frá því að halda heimsóknum sínum á snyrtistofuna áfram, Ernu Maríu og samstarfskonum hennar til ánægju:

Afmælissöngur„Hann er svo góður við okkur og aldrei gleymi ég því þegar hann kom mér að óvörum í afmælisveislu minni og söng tvö lög fyrir mig og gestina með aðstoð Gunnars Þórðarsonar. Við áttum ekki til eitt einasta orð.“

-Og hvað söng hann?„Bláu augun þín og Er ég kem heim í

Búðardal. Það var alveg dásamlegt,“ segir Erna María og verður hálfklökk við tilhugsunina.

Engilbert Jensen er landsþekktur fluguhnýtingamaður og eftirsóttur sem slíkur en sönginn hefur hann alveg lagt á hilluna:

„Það eru aðrir farnir að syngja en fluguhnýtingunum held ég áfram. Þær halda hausnum í lagi,“ segir afmælisbarnið alsælt með aldurinn og lífið.

Stórsöngvarinn Engilbert Jensen (75) hélt upp á daginn:

LÖGHLÝÐINN: Engilbert borgar í stöðumæla þótt hann eigi afmæli.

MÆTTUR: Engilbert Jensen

mætir í Borgartúnið með veisluföngin.

FRÉTTASKOT sími: 515 5683BIRTÍNGUR útgáfufélag Lyngási 17, 210 Garðabær, s. 515 5500 ÚTGEFANdI: Hreinn Loftsson FRAmKvæmdASTJóRI: Karl Steinar Óskarsson FJáRmáLASTJóRI: Matthías Björnsson dREIFINGARSTJóRI: Halldór Rúnarsson RITSTJóRI: Eiríkur Jónsson, [email protected] BLAðAmENN: Ásta hrafnhildur Garðarsdóttir, [email protected] Garðar B Sigurjónsson [email protected] og Loftur Atli Eiríksson [email protected] AUGLýSINGAR: Ólafur Valur Ólafsson, Þórdís Una Gunnarsdóttir, Ásthildur Sigurgeirsdóttir, Davíð þór Gíslason, Laufar Ómarsson, Hjörtur Sveinsson og Jónatan Atli Sveinsson netf.: [email protected] UmBROT: Linda Guðlaugsdóttir, Elísabet Eir Eyjólfsdóttir, Carína Guðmundsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir og Ásgerður Margrét Þorsteinsdóttir. myNdvINNSLA: Guðný Þórarinsdóttir

Tilkynna þarf uppsögn á áskrift fyrir 15. hvers mánaðar og tekur hún þá gildi í lok þess mánaðar. Áskrifandi verður að tilkynna breytingar á heimilisfangi til Birtíngs á tölvupóstfangið [email protected]. Sé það ekki gert ábyrgist Birtíngur ekki að tímarit skili sér á rétt heimilisfang.Allur réttur áskilinn varðandi efni (texta og myndir). Öll notkun efnis, t.d. beinar tilvitnanir og endursagnir, er óheimil án skriflegs leyfis útgefanda. Sjá nánar um réttarvernd og gjaldskrá útgefanda á birtingur.is

Prentun: Oddi umhverfisvottuð prentsmiðja ISSN 1025-9562141 776

UMHVERFISMERKI

PRENTGRIPUR

Prentun: Oddi umhverfisvottuð prentsmiðja

Svo skemmtilega vildi til að Óskarsverðlaunahátíðina í Hollywood og Edduverðlaunahátíðina í Reykjavík bar upp á sama dag og sátu íslenskir og bandarískir sjónvarpsáhorfendur sem límdir við skjáinn til að fylgjast með stjörnunum ganga upp rauða dregilinn.

Það jafnast fátt á við að sjá fræga fólkið gleðjast hvert með öðru. Í sínu fínasta pússi, með síbros á vör, freyðandi drykki milli fingra og nautatungur á pinna.

Óskar og Edda vekja alltaf upp sterkar tilfinningar ár hvert og nú var það fjarvera svartra á tilnefningalistanum ytra og áberandi skortur á Ófærð á þeim íslenska sem olli titringi. Virtist allt ætla í bál og brand en var afstýrt. Veislan hefur forgang.

Íslenska Eddan gefur bandaríska Óskari lítið eftir þegar kemur að verðlaunaafhendingum. Á báðum stöðum eru flott verk í boði, snjallir leikarar, stórkostleg tónlist, frábær förðun og lekkerar leikmyndir svo fátt eitt sé nefnt. Íslendingar eru allt í einu orðnir jafningjar útlendinga í kvikmyndagerð, eftirsóttir til starfa víða um heim, skila sínu með sóma og snúa stoltir heim þar sem þjóðin bíður og gleðst með.

Í minningunni eru þeir aðeins þrír Íslendingarnir sem tilnefndir hafa verið til Óskarsins; Firðrik Þór, Jóhann G. og svo Björk í svanakjólnum fræga. Útlendingar hafa nú verið tilnefndir til Eddunnar og eiga þeir örugglega eftir að verða fleiri.

Óskar og Edda eru skemmtileg tvenna sem lýsir upp skammdegið við ysta haf í koldimmum febrúar, líkt og átökin og spennan í hringleikahúsum Rómverja til forna þegar skylmingaþrælar öttu kappi við grenjandi ljón og alþýðan fagnaði sem ein á sérútbúnum áhorfendapöllum sem heita flatskjáir í dag.

Óskar og Edda gera lífið skemmtilegra eins og Séð og Heyrt í hverri viku og allan sólarhringinn á Netinu.

Eiríkur Jónsson

ÓSKAR OG EDDA

STÓRAFMÆLI Á SNYRTISTOFU

Söngvarinn ástsæli, Engilbert Jensen, hélt upp á 75 ára afmæli sitt hjá vinkonum sínum á snyrtistofunni Verði þinn vilji í Borgartúni, enda hefur hann mætt þar í fótsnyrtingu um áratugaskeið.

HLJÓMAR:

Engilbert með félögum sínum í

Hljómum hér áður fyrr.

Page 5: Séð og heyrt 8. tbl 2016

Hamingja Jóhanna Margrét Gísladóttir er í erilsömu starfi

sem dagskrárstjóri hjá 365 miðlum og æfir Crossfit af kappi þrátt fyrir að vera kasólétt.

„Meðgangan hefur gengið vel, ég hef alveg

verið laus við ógleði en ég er þreyttari en áður, ég finn það vel. Ég var alveg

orkulaus fyrstu mánuðina, það þarf mikla orku til að búa til barn,“

segir Jóhanna Margrét sem á von

á sínu fyrsta barni í byrjun júní.Eldri og reyndari konur

eru oftar en ekki tilbúnar til að deila reynslu sinni til yngri kvenna sem eru að ganga með í fyrsta sinn, hvort sem óskað er eftir því eða ekki.

„Mamma er dugleg að banna mér sitt lítið af hverju; hún er til dæmis gallhörð á því að ís úr vél sé bráðóhollur fyrir ófrískar konur en ég hef nú alveg komið við í Ísbúð Vesturbæjar og fengið mér ís og ekki orðið meint af. Svo voru miklar pælingar um kyn barnsins, pendúl sveiflað og ég skoðuð í bak og fyrir. Þær höfðu nú rangt fyrir sér, þetta er sprækur drengur og það er von á honum í júní.“

Sú ímynd að ófrískar konur hafi óseðjandi löngun í furðulegan mat á meðgöngu er lífsseig og sagðar tröllasögur af konum sem borða jalapeno með rjóma og sultu og annað eftir því.

„Ég hef ekki enn sent eiginmanninn eftir einhverju furðulegu um miðjar nætur. Súkkulaðið hefur samt vikið fyrir snakki og frönskum kartöflum.“

Það er samt engin hætta á að snakkið hafi mikil áhrif á þyngd Jóhönnu því að hún æfir Crossfit af miklum krafti. „Það eru alltaf nokkrar ófrískar á æfingu. Æfingarnar eru aðlagaðar að getu og þetta er í samráði við lækna. Það eru margar sem æfa fram á síðasta dag og finnst það hafa hjálpað í fæðingunni. Ég er önnur í vinhópnum til að verða ólétt, við vinkona mín erum að vonast til þess að ná því að vera saman í fæðingarorlofi að hluta til,“ segir Jóhanna sem situr ekki við prjónana: „Tengdamamma er byrjuð að prjóna, þetta er fyrsta barnabarnið hennar og allir orðnir spenntir.

Jóhanna Margrét Gísladóttir (27), dagskrárstjóri 365 miðla:

ÓFRÍSK Í CROSSFIT

KÓSÍ: Engilbert í fótaaðgerðar-stólnum með Ernu Maríu og Þóreyju.

NÝGIFT: Jóhanna Margrét og Ólafur Sigurgeirsson

gengu í hjónaband þann 18. ágúst í fyrra, brúðkaupsdagurinn var

bjartur og fagur.

LÍTILL GAUR Á LEIÐINNI: Jóhanna og eiginmaður hennar eiga von á sínu fyrsta barni í byrjun júní.

Þau mistök urðu við vinnslu fréttar um Sigrúnu Björk Ólafsdóttur að það gleymdist

að taka fram að Linda Blissett væri

einnig hönnuður kjólanna. Einnig gleymdist að taka fram að myndirnar eru teknar af James Alexander Leon. Beðist er velvirðingar á þessu.

LEIÐRÉTT

SÖGUSTUND:Erna María og samstarfskona hennar, Þórey Gyða, hlusta á Engilbert segja sögur eftir vel heppnaða fótsnyrtingu.

KAKAN: Afmælistertan var

glæsileg.

SÆT SAMAN:

Engilbert og Erna María eru góðir

vinir.

Page 6: Séð og heyrt 8. tbl 2016

Vísindi og list „Védís styður mig vel en við höfum verið saman í rúm fimm ár,“

segir Ævar Þór sem skaut öðrum sjónvarpsmönnum ref fyrir rass með því að fá tvær Eddur fyrir þættina um Ævar vísindamann sem sýndir eru á RÚV. „Verðlaunin komu mér skemmtilega á óvart og þetta var frábært kvöld. Það var heiður út af fyrir sig að vera tilnefndur og margir mjög flottir þættir sem voru tilnefndir með mér.“

Ævar Þór er ekki bara leikari heldur líka rithöfundur og notar Ævar vísindamann til að fá börn til að lesa meira. „Ég hef staðið fyrir lestrarátaki á landsvísu sem var að ljúka,“ segir hann. „Fimm krakkar sem tóku þátt í átakinu verða valdir úr og gerðir að persónum í bók eftir mig sem kemur út í apríl og heitir Árás vélmennakennaranna. Ég gerði þetta líka í fyrra með bókinni Risaeðlur í Reykjavík og þá voru fimm krakkar líka með. Þá voru lesnar 60.000 bækur þannig að ég ákvað að endurtaka leikinn og er mjög spenntur að sjá hvernig þátttakan verður í ár.“

Lokaþátturinn í þessari seríu með Ævari vísindamanni verður sýndur í næstu viku en ekki hefur verið tekin ákvörðun um framhaldið. „Gærkvöldið er náttúrlega hvatning til að halda áfram og maður lítur ekki fram hjá því,“ segir Ævar himinlifandi með

viðurkenninguna.

Ástin skein af Ævari Þór Benediktssyni leikara og Védísi Kjartansdóttur (27) dansara á Eddunni. Þau hafa verið saman í fimm ár og Védís styður Ævar með ráðum og dáð.

MEÐ EDDUR Í STERÍÓ

Ævar Þór Benediktsson (31) kom, sá og sigraði á Edduhátíðinni:

SIGURVEGARI:Ævar Þór Benediktsson var bæði verðlaunaður fyrir besta lífsstílsþáttinn og besta barna- og unglingaefnið. Hann þakkaði kærustunni sinni, Védísi Kjartansdóttur, sérstaklega þolinmæðina.

NÁTTÚRUTALENTGussi Jónsson er sannkallað náttúrutalent og gerði Fúsa

ódauðlegan í samnefndri kvikmynd sem hlaut fjölda tilnefninga en

verðlaunin skiluðu sér ekki í hús.

HINDURVITNI:Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Hrafntinna Karlsdóttir, Andri Ómarsson framleiðandi og eiginkona hans, Snædís Bergmann, vonuðust til að skemmtiþátturinn Hindurvitni ynni til verðlauna en fóru tómhent heim.

Page 7: Séð og heyrt 8. tbl 2016

MEÐ EDDUR Í STERÍÓ

Ævar Þór Benediktsson (31) kom, sá og sigraði á Edduhátíðinni:

Framhald á næstu opnu

LISTALJÓSKURHögni Egilsson tónlistarmaður og Snæfríður

Ingvarsdóttir leikkona eru eitt heitasta parið

í listaheiminum.

YFIR STRIKIÐ:Hraðfréttateymið Benni, Hrannar og Steiney voru áberandi á Eddunni en mörgum þótti Hrannar fara yfir strikið þegar hann kveikti sér í sígarettu á sviðinu.

BÁÐAR Í LEÐRI:Mæðgurnar Þórey Sigþórs dótt ir og Hera Hilm ars dótt ir mættu báðar í svörtum leðurjökkum á hátíðina.

HOLLYWOOD STYLE:Atli og Anna Örvarsson eru nýflutt heim frá Los Angeles og voru með Hollywood-lúkkið á hreinu.

FLOTT RÓS:Kristinn Hrafnsson fréttamaður mætti með rósina sína, Gígju Skúladóttur hjúkrunarnema.

KONAN Á BAK VIÐ MANNINNKatrín Rut Bessadóttir er konan á bak við Helga Seljan, sjónvarpsmann ársins, og hann þakkaði henni sérstaklega fyrir að standa alltaf með sér

VIRTUR OG VINSÆLL:Baldvin Z nýtur mikillar virðingar og vinsælda sem leikstjóri og var í hátíðarskapi með Heiðu Sigrúnu Pálsdóttur

Page 8: Séð og heyrt 8. tbl 2016

www.sedogheyrt.isLíka á netinu allan sólarhringinn

SÉÐ OG HEYRT SEfuR aLdREi

Framhald af síðustu opnu

TÖFF OG KÚL:Lilja Pálma og Baltasar Kormákur voru töff og kúl á Eddunni.

Í FÍNU FORMI:Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, og Guðrún Zoega voru í fínu formi.

VESTFJARÐAVÍKINGAR:Víkingur Kristjánsson og Kolbrún Elma Schmidt komu frá Vestfjörðum í bæinn til að fara á Edduna en Víkingur var tilnefndur fyrir leik sinn í kvikmyndinni Bakk.

Í SÍNU FÍNASTA PÚSSI:

Hjónin Gísli Einarsson og Guðrún Hulda Pálmadóttir voru í sínu

fínasta pússi en Landinn hlaut ekki verðlaun að þessu sinni.

HÁTÍÐLEGAR:Fjölmiðlastjarnan fyrrverandi Ólöf Rún Skúladóttir og Elva Ósk leikkona voru hátíðlegar í tilefni kvöldsins.

VIRK:Hilmar Oddsson leikstjóri og Gullý Jakobsdóttir eru virkir þáttakendur í menningar- og samvkæmislífinu.

Page 9: Séð og heyrt 8. tbl 2016

www.sedogheyrt.isLíka á netinu allan sólarhringinn

SÉÐ OG HEYRT SEfuR aLdREi

JARMANDI STUÐ:Sigurður Sigurjónsson var í jarmandi stuði ásamt Lísu C. Harðardóttur, eiginkonu sinni.

BRAUT-RYÐJENDUR:

Leiklistarhjónin Arnar Jónsson og Þórhildur Þorleifsdóttir eru miklir

listamenn og brautryðjendur en Arnar var tilnefndur fyrir aukahluverk í

sjónvarpsseríunni Rétti.

SKEMMTU SÉR:Mæðginin Þóra Ólafsdóttir og Máni Magnússon skemmtu sér vel á verðlaunaafhendingunni ásamt Karlottu Karlsdóttur.

GLÆSILEG:Þórhallur Gunnarsson er að gera það gott hjá Saga film og þau Brynja Norquist flugfreyja eru alltaf jafnglæsileg.

BROSMILD:Hjónin Bogi Ágústsson og Jónína María Kristjánsdóttir brostu sínu blíðasta.

Framhald á næstu síðu

Page 10: Séð og heyrt 8. tbl 2016

LÉTT:Grínistahjónin Ari Eldjárn og Linda Guðrún Karlsdóttir voru í léttum fíling á Hilton.

SKÁL:Ari Kristinsson

kvikmyndagerðarmaður og Margrét María Pálsdóttir skáluðu

fyrir íslenskri kvikmyndagerð.

RÁÐHERRAHJÓNMálefni kvikmynda falla undir

Ragnhildi Elínu Árnadóttur iðnaðarráðherra sem gaf auknum stuðningi við greinina undir fótin.

Hún mætti í gleðina ásamt Guðjóni Inga Guðjónssyni,

eiginmanni sínum.

KOMBAKK:Sigmundur Ernir Rúnarsson var með öflugt „kombakk“ í sjónvarpi á árinu og er alltaf flottur í tauinu líkt og Elín Sveinsdóttir sem var í skemmtilegum silkiþrykktum kjól í anda Andy Warhol.

ENDURKOMASteinunn Ólína Þorsteinsdóttir var með meiriháttar endurkomu í leiklistina eftir 10 ára hlé og var valin leikkona ársins. Stefán Karl var eðlilega stoltur af spúsu sinni.

Framhald af síðustu opnu

LÉTU SIG EKKI VANTA:Kvikmyndaframleiðandinn Þórir Snær Sigurjónsson, eigandi ZikZak, og Elsa María Jakobsdóttir létu sig ekki vanta.

Page 11: Séð og heyrt 8. tbl 2016

LindexIS-210x297-Vikan-Sedogheyrt.indd 5 2016-02-08 17:13

Page 12: Séð og heyrt 8. tbl 2016

Það eru ekki bara sveittir vöðvastæltir karlar með glóðarauga sem boxa. Box er líka fyrir konur. Í Hnefaleikamiðstöðinni er hópur kvenna sem æfir fitnessbox og hreinlega elskar það.

Búmm „Þetta er geggjað, er bæði brennsla og styrktarþjálfun. Það felst

heilmikil sjálfsstyrking í þessu, mér finnst ég sterkari að innan. Það er ekkert sem ógnar mér lengur,“ segir Guðbjörg Elísa sem hefur stundað fitnessbox með hléum í þrjú ár.

Allir ættu að geta ráðið við fitnessboxið, æfingarnar eru ekki mjög tæknilegar, eins og í keppnisboxi, og miða að því að efla styrk og þol.

„Við erum ekki í þessu til að lemja fólk úti á götu, þetta er íþrótt og fyrst og fremst frábær þjálfun. Ég finn mikinn mun á sjálfstraustinu eftir að ég fór að æfa fitnessbox. Ég veit hvað ég get líkamlega en mér finnst ekki síður mikilvægt hvað ég hef styrkt andlegu hliðina. Ég mæli heilshugar með því að konur æfi fitnessbox og ég myndi senda dætur mínar í boxið ef þær hefðu aldur til,“ segir Guðbjörg Elísa og undir það tekur stalla hennar Aldís Mjöll Helgadóttir. „Ég var í fótbolta í mörg ár og hef því grunnstyrk. Mér finnst þetta hrikalega skemmtilegt og hvet bara alla til að koma og prófa.“

Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir (31) og Aldís Mjöll Helgadóttir (25) boxa:

EKKI BARA FYRIR ROCKY:

Þær taka vel á því stelpurnar og láta ekkert stöðva sig.

Guðbjörg Elísa og Aldís Mjöll kunna að boxa.

HRAÐI, STYRKUR OG SPENNA:

Þessar stelpur eru sko kraftmiklar og öruggar með sig.

ÞJÁLFARINN:Vilhjálmur Hernandez er eigandi og þjálfari í

Hnefaleikamiðstöðinni „Þessir tímar eru vinsælir hjá konum, við byrjum alla tíma á því að sippa en það er virkilega góð æfing til að bæta snerpu og þol. Í fitnessboxinu vinnum við með eigin

þyngd það er frábær leið til að byggja upp þol og kraft.“

BAMM, BAMM: Hér er lamið af öllum mætti.

VINSÆLIR TÍMAR: Fitnessboxið nýtur mikilla vinsælda hjá konum en þær leyfa körlunum að kíkja í tíma og lofa að fara vel með þá.

NÚ SKAL TEKIÐ Á ÞVÍ: Boxið styrkir ekki bara vöðvana heldur bætir það líka sjálfstraustið.

BRJÁLAÐAR Í BOX

Page 13: Séð og heyrt 8. tbl 2016

Smiðjuvegi 2, Kópavogi (við hliðina á Bónus) - Sími 544 2121 - www.rumgott.is

50% afsláttur af aukahlutum með öllum fermingarrúmum

Rúm, verð frá 74.669 kr.

Fermingartilboð

Page 14: Séð og heyrt 8. tbl 2016

KAFFIVÉLAR FRÆGRAKAFFIVÉLAR FRÆGRAÞað er fátt betra en að byrja morgnana á því að skella í sig einum rjúkandi heitum kaffibolla. Uppáhellingurinn er farinn að heyra sögunni til og glæsilegar kaffivélar orðnar eitt af lykilatriðum heimilisins.

Á EKKI KAFFIVÉL

Ég man ekkert hvað hún heitir en hún malar kaffi fyrir mig og gerir það vel. Baldur vill hins vegar pressukaffi, hann vill ekki fá úr vélinni. Það er í fínu lagi mín vegna, ég fékk þessa vél í afmælisgjöf og finnst frábært kaffið úr henni, ég held mig fast við vélina. Uppáhaldskaffið mitt er Kvöldroði frá Kaffitári, það er æðislega gott.

Ég veit ekki alveg hvað hún heitir. Þetta er einhver stálvél frá Kaffifélaginu sem ég fékk í brúðkaupsgjöf fyrir einhverjum 12 árum síðan. Það er einhver blanda frá Kaffifélaginu sem er rosalega góð. Ég læt bara Einar í Kaffifélaginu velja þetta fyrir mig. Super Giada frá Isomac.

Ég á bara ekki kaffivél en ég á hins vegar kaffihús. Ég fæ mér nú ekki marga bolla á dag en mæti á morgnana á Kaffihús Vesturbæjar og fæ þar mitt dýrindis Cortado-kaffi sem bestu kaffiþjónar landsins hella upp á fyrir mig.

GÓÐUR: Gísli Marteinn

er ekkert að flækja hlutina þegar kemur að kaffi. Hann ákvað bara að kaupa sér

kaffihús.

Gísli Marteinn Baldursson (44):

VIÐGERÐ: Kaffivél Karls er í viðgerð og því þarf hann að leita annað þessa stundina til að fá sinn skammt af kaffi.

VINSÆLT: Nespresso-kaffivélarnar eru vinsælar og Björn Bragi er ánægður með sína.

ÍTALSKT

Felix Bergsson (49):

Karl Pétur Jónsson (46):

Björn Bragi Arnarson (31):

Steinunn Ólína (46):

KVÖLDROÐI Í UPPÁHALDI

KAFFIVÉLIN Í VIÐGERÐ

Ég er með svona Nespresso-kaffivél. Þetta er fín vél en ég fíla aðallega bara gott kaffi. Ég vil hafa kaffið mitt eins svart og það getur orðið, það er svo sem engin pressa hvaða tegund það er en lykilatriði er að sá sem hellir upp á kaffið kunni það.

Ég er nýbúin að henda kaffivélinni minni þannig að núna nota ég bara svona gamla ítalska espressókönnu sem er skrúfuð saman. Hún er alveg æðislega góð og býr til mjög gott kaffi.

EINFALT: Steinunn Ólína

vill hafa það einfalt þegar kemur að

kaffinu.

GOTT KAFFI:

Felix er ánægður með kaffivélina

sína.

VILL FÁ ÞAÐ SVART

Page 15: Séð og heyrt 8. tbl 2016

Nurofen Apelsin Íbúprófen mixtúra fyrir börn á aldrinum 6 mánaða til 12 ára

Nurofen Apelsin 40 mg/ml mixtúra, dreifa. Inniheldur Íbúprófen. Til skammtímameðferðar gegn vægum til miðlungi alvarlegum verkjum eða hita. Skammtar og lyfjagjöf: Til inntöku. Dagsskammtur af Nurofen er 20-30 mg/kg líkamsþyngdar tekin inn í 3-4 aðskildum skömmtum á u.þ.b. 6 til 8 klst. fresti. Mælt er með því að sjúklingar sem eru viðkvæmir í maga taki Nurofen með mat. Ekki ráðlagt fyrir börn yngri en 6 mánaða eða undir 8 kg. Aðeins til skammtímanotkunar. Leita skal til læknis ef einkenni versna. Ef lyfið er notað án lyfseðils og einkenni barnsins eru viðvarandi í meira en 3 daga skal leita til læknis. Lágmarka má aukaverkanir með því að nota lægsta virka skammt í eins stuttan tíma og hægt er til að meðhöndla einkenni. Ekki má taka lyfið ef þú: Hefur ofnæmi fyrir íbúprófeni, bólgueyðandi gigtarlyfjum, hveiti eða einhverju innihaldsefnanna, sögu um berkjukrampa, astma, nefslímubólgu eða ofsakláða í tengslum við inntöku acetýlsalicýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja, sögu um blæðingar eða rof í meltingarvegi í tengslum við fyrri meðferð með bólgueyðandi gigtarlyfjum, virk sár, eða sögu um endurtekin sár/blæðingar í maga, virka blæðingu í heila eða annars staðar, alvarlega lifrarbilun, alvarlega nýrnabilun, alvarlega hjartabilun, storkuvandamál, óútskýrðar truflanir á blóðmyndun svo sem blóðflagnafæð, ert á síðasta þriðjungi meðgöngu, tekur önnur bólgueyðandi gigtarlyf eða meira en 75 mg af acetýlsalicýlsýru daglega, ert með hlaupabólu, hefur nýlega gengist undir stóra skurðaðgerð, hefur ofþornað. Gæta skal sérstakrar varúðar og ræða við lækni eða lyfjafræðing ef þú ert með, hefur einhvern tíman fengið eða átt hættu á að fá: Bandvefssjúkdóm, þarmasjúkdóm, hjarta og/eða æðasjúkdóm, skerta nýrnastarfsemi, lifrarsjúkdóm, óþol fyrir sykrum eða ef þú tekur önnur lyf. Regluleg notkun verkjalyfja getur leitt til varanlegra truflana á nýrnastarfsemi. Andþyngsli geta komið fyrir ef barnið hefur astma, langvinnt nefrennsli, sepa í nefi eða ofnæmissjúkdóma. Örsjaldan hefur verið greint frá alvarlegum viðbrögðum í húð í tengslum við notkun bólgueyðandi gigtarlyfja. Hætta skal notkun Nurofen Apelsin strax við fyrstu merki um útbrot á húð, sár á slímhúðum eða önnur einkenni ofnæmisviðbragða. Lyf svo sem Nurofen Apelsin geta tengst aukinni hættu á hjartaáfalli eða heilaslagi. Ekki nota meira en ráðlagðan skammt og ekki lengur en ráðlagt er. Ef blæðing eða sár koma fram í meltingarvegi ætti að hætta meðferð strax. Hættan á blæðingum, sáramyndun eða rofi í meltingarvegi eykst við notkun stærri skammta af bólgueyðandi gigtarlyfjum, hjá sjúklingum með sögu um sár í meltingarvegi, einkum ef þeim hafa fylgt blæðingar eða rof og hjá öldruðum. Lyfið getur dulið einkenni sýkinga og hita. Sjúklingar með sögu um aukaverkanir í meltingarfærum, sérstaklega aldraðir, ættu að hafa samband við lækni án tafar og greina frá öllum óvenjulegum einkennum frá meltingarvegi. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Reckitt Benckiser Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.

• Hitalækkandi• Verkjastillandi• Bólgueyðandi

Fæst án lyfseðils í apótekum

Sýnt hefur verið fram á að Nurofen apelsin slær á hitann eftir aðeins 15 mínútur og áhrifanna gætir í allt að 8 klukkustundir

Nurofen A4-2015 copy.pdf 1 31/08/15 12:06

Page 16: Séð og heyrt 8. tbl 2016

Uppselt var og vísa þurfti fólki frá á tónleikum Spottana í Norræna húsinu þar sem sveitin flutti lög og texta eftir Cornelis Vreeswijk.

Mikið skáld ,,Þetta gekk alveg frábærlega, alla vega var gamli útgefandi

Vreeswijk ánægður en hann kom gagngert hingað til lands til að vera viðstaddur,” segir Eggert Jóhannsson feldskeri á Skólavörðustíg sem er gítarleikari Spottana og syngur með.

Corrnelis heitinn Vreeswijk þótti á sinni tíð eitt mesta söngvaskáld á Norðurlöndum og þótti merkilegt því hann var hollenskur. Sjálfur kom hann hingað til lands á meðan hann lifði og hélt tónleika og er

sú heimsókn mörgum Íslendingum enn í fersku minni.

,,Wreeswijk las eina bók daglega og fór létt með. Þetta var alger snillingur og sjálfur var ég svo heppinn að hitta hann einu sinni á bar í Malmö í Svíþjóð sem hét Bulls Eye en þá var ég ungur maður og ekki enn farinn að kynna mér verk hans,” segir Eggert feldskeri sem er ástríðufullur gítarleikari í tómstundum en telur þó sjálfur að hann sé og verði alltaf betri feldskeri en gítarleikari.

Eggert feldskeri (62) og Spottarnir í Norræna húsinu:

FJÖLSKYLDA:Eggert feldskeri, Anna Gunnlaug, dóttir hans,

Harper kærasti hennar og svo listakonan Helga Björnsson

sem lagði París að fótum sér hér áður fyrr.

GÓÐIR GESTIR:Sænsku sendiherrahjónin

á Íslandi ásamt gamla útgefanda Wreesvijk,

Silas Backström.

ANNA:Anna Einarsdóttir,

lengst af kennd við Mál og menningu, er fastagestur í Norræna húsinu og þá oftar

en ekki í fylgd með bestu vinkonu sinni, Vigdísi

Finnbogaddóttur, fyrrum forseta.

STJÖRNU-KOKKAR:

Matreiðslumeistarinn Siggi Hall heilsaði

upp á vertinn í Norræna húsinu, sjónvarpskokkinn

vinsæla, Svein Kjartansson, áður en hann gekk í salinn til að hlýða á tónlistina.

SÖNGVA-SKÁLIÐ:

Cornelis Vreeswijk á

sér aðdáendur víða um heim;

Hollendingurinn sem var eitt mesta skáld Norðurlanda.

PALESTÍNU-HJÓNIN: Sveinn Rúnar Hauksson læknir og eiginkona hans, Björk Vilhelmsdóttir, létu sig ekki vanta enda gamlir aðdáendur Vreeswijk.

HITTI WREESWIJK Á BULLS EYE Í MALMÖ

Page 17: Séð og heyrt 8. tbl 2016
Page 18: Séð og heyrt 8. tbl 2016

INNILEG: Halldór B. Runólfsson, forstöðumaður Listasafns Íslands, og Margrét Áskelsdóttir.

HÖFÐINGJAR: Sveinn Einarsson, fyrrum þjóðleikhússtjóri, heilsar listamanninum með virktum.

SAFNARINN: Skafti Jónsson í utanríkisráðuneytinu

og eiginmaður Kristínar Þorsteinsdóttur, yfirritstjóra 365 miðla, er öflugur

listaverkasafnari og fagurkeri fram í fingurgóma.

Gaman „Opnunin var óvenjufjölmenn og skemmtileg á fallegum degi,“ segir

myndlistarmaðurinn Guðjón Ketilsson sem var hrókur alls fagnaðar í Hverfisgalleríinu á Hverfisgötu þar sem hnn sýndi nýjustu verk sínn en Guðjón á marga aðdáendur og orðspor

hans hefur flogið víða.Meðal gesta var Halldór B.

Runólfsson, forstöðumaður Listasafns Íslands, sem er í aðdáendahópi Guðjóns og hann knúsaði Margréti Áskelsdóttur innilega að sér á meðan aðrir gestir dreyptu á veigum og ræddu lífið og listina.

Allir með tattú Skjótur frami Sigríðar Bjarkar innan lögreglunnar í Reykjavík kom mörgum á óvart. Lögreglan hefur

lengi verið einn karlmannlegasti vinnustaður landsins ásamt slökkviliðinu en konum hefur reyndar fjölgað innan þessarra stofnanna undanfarin ár. Enginn átti þó von á að kona kæmist til æðstu metorða innan lögreglunnar um sinn því hingað til hafa þær verið í lægra settum störfum innan stofnunarinnar. Sigríður Björk er hörkutöffari og þó að hún hafi mætt miklu mótlæti hjá undirmönnum sínum, bæði körlum og konum, lætur hún ekki deigan síga og fer óhrædd sínar leiðir í leik og starfi. Hún er reyndar þekkt fyrir hlédrægni þegar henni finnst umræðan óþægileg og færðist undan að svara Séð og Heyrt þegar blaðið forvitnaðist um húðflúr sem hún er með á bakinu. Lengi vel voru húðflúr tengd undirheimunum og þau eru enn notuð til einkenningar á meðal glæpamanna.

Sigríður Björk er frjálslynd nútímakona

og fór hún ásamt eiginmanni sínum, Skúla Sigurði Ólafssyni presti, á tattústofuna Reykjavík Ink fyrir skemmstu og fengu þau sér bæði húðflúr. Tattúið sem Sigríður er með er textaáletrun niður eftir hyggjarsúlunni en frekari upplýsingar um það var Sigríður Björk ekki tilbúin að gefa.

Séra Skúli Sigurður vill heldur ekki upplýsa hvað áletrunin segir á leynitattúum lögreglustjórahjónanna. „Ég er ekki til umræðu um það. Þetta er nú bara svona hlutur sem maður gerir fyrir sjálfan sig,“ segir hann.

Lögreglustjórahjónin Sigríður Björk og séra Skúli Sigurður Ólafsson (47) eru nútímalegri en marga grunar. Þau hika ekki við að fara eigin leiðir og laumuðu sér inn á tattústofuna Reykjavík Ink til að láta setja á sig húðflúr.

MEÐ LEYNITATTÚ Á HÁLSINUM

HALLDÓR KNÚSAÐI MARGRÉTI

Myndlistarmaðurinn Guðjón Ketilsson (59) á góðum degi:

Sigríður Björk Guðjónsdóttir (46), lögreglustjóri í Reykjavík, er ekki öll þar sem hún er séð:

SPEKINGAR: Gunnar Árnason og Helgi

Þorgils Friðjónsson dreyptu á öli og létu hugann reika

í sameiningu.

NÚTÍMAHJÓN: Sigríður Björk og séra Skúli fara eigin leiðir.

Page 19: Séð og heyrt 8. tbl 2016
Page 20: Séð og heyrt 8. tbl 2016

HORFÐU Á SKÍTHÆL Í HÖRPU

Gissur Páll Gissurarson (39) og Kristján Jóhannsson (67) skemmtu sér vel:

Framhald á næstu opnu

Flagari á fjölunum „Þetta var meiriháttar kvöld og við vinahjónin skemmtum

okkur virkilega vel,“ segir Gissur Páll sem sá Don Giovanni í Hörpu ásamt lærimeistara sínum Kristjáni Jóhannssyni og eiginkonum þeirra. „Ég hef bæði séð verkið áður og sungið í því sjálfur og mér fannst þessi uppfærsla góð að mörgu leyti. Sviðið var einfalt og breyttist aldrei og það gaf tónlistinni góðan meðbyr.“

Frumsýningargestir fögnuðu vel í sýningarlok á óperunni Don Giovanni eftir Mozart sem Íslenska óperan setur upp í Hörpu. Sagan segir frá miklum kvennaflagara sem skeytir ekki um neinn nema sjálfan sig og þarf að greiða fyrir það með lífi sínu.

STÓRTENÓRASTUÐ:Stórtenórarnir Kristján Jóhannsson og Gissur Páll Gissurarson

voru í þrumustuði með eiginkonum sínum, þeim Sigurjónu Sverrisdóttur og Sigrúnu Daníelsdóttur Flóvenz.

FJÖLSKYLDUSKEMMTUN:Hjónin Ólöf Hulda Breiðfjörð og Gunnar

Guðbjörsson mættu á óperuna með syni sína, þá Jökul Sindra og Ragnar Núma, og tóku Jón

Trausta Sæmundsson tali.

TÖFF TRÍÓ:Robert C. Barber, sendiherra

Bandaríkjanna, var í fínu formi með þeim Fríðu Björk Ingvadóttur,

rektor Listaháskóla Íslands, og Hans Jóhannssyni fiðlusmið.

ALÆTUR Á TÓNLIST:

Tónlistarparið Guðmundur Pétursson og Ragnhildur

Gröndal eru alætur á tónlist og skelltu sér í Hörpu.

Page 21: Séð og heyrt 8. tbl 2016
Page 22: Séð og heyrt 8. tbl 2016

Framhald af síðustu opnu

Gissuri er ekki svaravant þegar hann er spurður hvernig hann fíli persónu Don Giovannis. „Hann er algjör skíthæll og ég fíla hann mjög vel. Oddur Jónsson barinton, vinur minn, fór þannig með hlutverkið að hann hitti beint í mark. Þessi karakter er þannig að þegar hann fer til helvítis eiga allir að vera sáttir. Hann er bara andskotans skíthæll. Það tókst mjög vel hjá honum og það voru allir kátir þegar hann rúllaði í holuna djúpu.“

Gissur segir að líkt og í flestum óperum sé söguþráðurinn frekar þunnur en undir niðri séu dýpri pælingar um höfuðsyndirnar. „Don Giovanni er svo klikkaður að hann býður í raun örlögunum í kvöldmat. Þau mæta og hann er allur,“ segir Gissur.

TILHLÖKKUN:Bjarni Daníelsson, fyrrum óperustjóri, og Valgerður Gunnarsdóttir Schram, eiginkona hans, voru full tilhlökkunar fyrir sýninguna.

SAMKVÆMISLJÓN:Rússneski sendiherran, Anton Vasiliev, tekur virkan þátt í samkvæmislífinu og lét þennan menningarviðburð ekki fram hjá sér fara.

FYLGJAST MEÐ:Sigurður Björnsson læknir og Rakel Valdimarsdóttir fylgjast vel með menningunni.

MEÐ BETRI HELMINGINN:

Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri mætti með betri helminginn

sinn, Gígju Tryggvadóttur, í Hörpu.

LÉTT Í LUND:Líkamsræktarfrömuðurinn

Valdimar Örnólfsson og Kristín Jónasdóttir voru létt í lund í

óperunni.

SPRÆK FEÐGIN:Ási í Gramminu var sprækur

með dóttur sína á Don Giovanni

Page 23: Séð og heyrt 8. tbl 2016

*sjampó + hárnæring vs sjampó án hárnæringar

Page 24: Séð og heyrt 8. tbl 2016

Listakonan Vala Ola (54) gerir það gott í Bandaríkjunum:

LISTAVERKIN ERU BÖRNIN MÍN

Raunsæ og rómantísk „Ég fór ein út í mína fyrstu ferð til Bandaríkjanna árið 1994

og pakkaði sem minnstu í bakpoka og ætlaði bara að haga seglum eftir vindi í sumarfríinu mínu. Ég hafði heyrt að Santa Fe væri listamannabær þannig að þangað lá leiðin,“ segir Vala. „Það helltist yfir mig mjög sterk tilfinning og það var

hreinlega ást við fyrstu sýn þegar ég kom í Santa Fe. Það er til máltæki sem segir: „Santa Fe either embraces you or spits you out.“ Þetta má þýða sem svo að annað hvort umvefur Santa Fe mann örmum sínum eða spýtir manni í burt. Santa Fe tók mér opnum örmum og það varð úr að ég bjó þar fyrstu átta árin sem ég bjó í Bandaríkjunum. Ég einbeitti

Fáir þekkja verk Völu Óla á Íslandi. Hún á hins vegar mikilli velgengni að fagna í Bandaríkjunum og heldur reglulega sýningar í galleríum. Skúlptúra hennar er að finna í mörgum borgum vestra en hún leitast við að finna svör sálarinnar í verkum sínum

STÓRBROTIN STYTTA:

Hér er Vala við verk sitt Lost Tribes en það er átta feta há

bronsstytta sem stendur í miðbæ Avon í Colorado.

LIFANDI VERK:Völu finnst skemmtilegast að vinna með lifandi módel og hér er hún með nýjan

skúlptúr í vinnslu en fyrirmyndin er fyrrum leikmaður í ameríska fótboltanum.

Page 25: Séð og heyrt 8. tbl 2016

Í STÚDÍÓINU:Hér er Vala að störfum í

stúdíóinu sínu í Arizona við hlið leirsins af styttunni Ulele sem

var steypt í brons og reist í Tampa í Flórída.

mér að portrettum sem ég málaði í klassískum stíl með olíu á striga. Ég stúderaði hörundsliti út í ystu æsar, svo sem mismunandi upskriftir frægra portrettmálara. Sjálf nota ég 24 lita pallettu en eftir að ég sneri mér að bronsskúlptúrum árið 2002 flutti ég til Arizona.“

Leitar að svörum sálarinnarVala er barnlaus og frjáls og segir listaverkin vera börnin sín. „Við erum fimm systkinin, þannig að fjölskyldan er stór og mér finnst gott að koma heim og hitta hana reglulega á sumrin.“

Vala hefur ekki sýnt höggmyndirnar sínar á Íslandi enn sem komið er.

„Stytturnar sem ég hef skapað eru í borgum víðsvegar um Bandaríkin. Það breytist vonandi og mér þætti gaman að skapa verk fyrir heimahagana.“ 

Vala segir verk sín byggja á aldagamalli þekkingu sem staðist hefur tímans tönn. „Ég er ekki að eltast við það nýjasta sem svo verður verk gærdagsins,“ segir hún. „Sálin sem lifir innra hefur svör sem ég leitast við að finna. Tilfinningar, lífsorka, mannssálin,

þetta eru allt viðfangsefni sem vekja áhuga minn. Til að skapa verkin nota ég handbrögð og tækni gömlu meistaranna. Allir skúlptúrarnir mínir eru steyptir í brons en fyrst vinn ég þá í leir. Síðan er búið til mót og verkið steypt en ég læt steypa flest þeirra í Utah og Arizona.“

Eilífðin í núinuHvernig verk finnst þér skemmtilegast að gera?

„Öll verkin mín byggjast á mannslíkamanum. Anatomia er mér mikilvæg og ég hef mest

gaman af að vinna með módel fyrir framan mig. Þegar anatomian er rökrétt kviknar lífsneisti í verkinu.“

Vala þarf ekki að leita langt eftir áhrifavöldum en pabbi hennar var læknir.

„Áhugi hans á mannssálinni hafði mikil áhrif á mig,“ segir hún. „Hann var geðlæknir og sem barn fór ég stundum með honum á Klepp þar sem ég heyrði og sá margt skringilegt.“

Gömlu meistararnir eru lærimeistarar Völu í listinni og nefnir hún þá Bernini og Carpeaux í skúlptúr og Rubens og Rembrandt í

Framhald á næstu opnu

FLOTTUR FRÁGANGUR:Vala leggur mikið upp úr frágangi verka sinna og hér er bronsstyttan Ulele í Tampa, Flórída, með vatn og eld í kring. Söguna á bak við Ulele má lesa á vefsíðu Völu, www.valaola.com.

LÁNSÖM:Lánið leikur við Völu og margir

viðskiptavina hennar eru

vellauðugir. Hér er hún á leiðinni í einkaþotu með einum þeirra til

að vera viðstödd afhjúpun á styttu

sem hún gerði fyrir háskóla í

Iowa fyrr í vetur.

Page 26: Séð og heyrt 8. tbl 2016

www.sedogheyrt.isLíka á netinu allan sólarhringinn

SÉÐ OG HEYRT SEfuR aLdREi

málverkinu. „Hreyfing og myndbygging í verkum barokktímabilsins heillar mig. Ég tek stundum andköf þegar ég sé verk í listasöfnum. Það er eins og staður og stund hverfi á vit eilífðarinnar. Það er eilífðin sem ég er að sækjast eftir. Núið er eilífðin.“

Lifir á listinniFrá því Vala flutti vestur um haf hefur hún eingöngu lifað á listinni. „Gæfan hefur verið mér hliðholl og bandarískt þjóðfélag býður upp á mörg góð tækifæri fyrir listamenn,“ segir hún. „Það fylgir því mikið frelsi að búa hér því þjóðfélagið er svo fjölbreytt. Það er engin einn stíll í gangi sem maður þarf að passa inn í.“ Vala heldur líka fimm daga námskeið einu sinni á ári í

Scottdale í Arizona. „Það er skemmtileg tilbreyting og hollt að rifja upp latnesku nöfnin á beinum og vöðvum líkamans,“ segir hún.

Fram undan eru fleiri sýningar á verkum Völu í Bandaríkjunum.“ Ég skapa verk sem eru seld í galleríum í Colorado og Santa Fe. Í apríl verð ég við afhjúpun brjóstmyndar fyrir Columbia College í Missouri. Fyrr í vetur flaug ég í einkaþotu með kúnna mínum til að vera við afhjúpun átta feta portettbronsstyttu sem ég gerði fyrir háskóla í Iowa. Ég stefni svo heim í sumar. Eins og veðrið er nú yndislegt hér á veturna þá er nú betra að kæla sig niður á Íslandi þegar hér er sem heitast á sumrin.“

Fleiri verk eftir Völu Ola má sjá á heimasíðunni hennar www.valaola.com.

Framhald af síðustu opnu

ÓTRÚLEG NÁKVÆMNINákvæmni og vandvirkni Völu er einstök eins og sjá má af þessari nærmynd af Ulele.

STEYPIR Í BRONS:Vala lætur steypa verk sín í brons í Utah og Arizona og hér er Jay Berwanger, fyrsti handhafi Heissman-verðlaunanna.

GOTT VERK:Vala var fengin til að gera

þennan skúlptúr af Jay Berwanger en hann var

einn þekktasti leikmaður í ameríska fótboltanum á

sínum tíma.

Page 27: Séð og heyrt 8. tbl 2016

Reykjavíkur Apótek býður upp á allar

tegundir lyfja. Mikið og

fjölbreytt úrval af heilsulyfjum,

bað- og ilmvörum, gjafavörum

auk ýmissa annarra góðra kosta.

Reykjavíkur Apótek er

sjálfstætt starfandi apótek sem

leggur áherslu á persónulega

þjónustu og hagstætt verð.

Apótekið þittí gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2

Afgreiðslutími:9-18:30 virka daga

10-16:00 laugardaga

Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur

Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | [email protected]

Page 28: Séð og heyrt 8. tbl 2016

Landsliðsmaðurinn í körfubolta Ragnar Nathanaelsson bjargaði lífi vinar síns, Atla Rafns, fyrir þrettán árum síðan. Atli féll í Varmá en Ragnar, þá aðeins tólf ára, var snar í snúningum og bjargaði honum.

Hetja „Ég rakst einmitt á þetta blað sjálfur hjá ömmu minni um daginn

og þá fór þetta að rifjast upp fyrir mér. Ég man nú varla hvað ég hugsaði þegar þetta gerðist, ég var bara ungur og vitlaus en hef örugglega bara pælt í því hvernig ég ætti að bjarga Atla,“ segir Ragnar.

Atli og Ragnar voru góðir vinir á sínum tíma en eru það ekki lengur.

„Atli flutti úr Hveragerði og þá slitnaði upp úr sambandinu hjá okkur, það var ekki alvarlegra en það,“ segir Ragnar en hann hefur alltaf verið mjög stór og sterkur

og það eflaust hjálpað til við björgunina. „Já, ég hef alltaf verið mjög stór og það hefur klárlega hjálpað eitthvað til,“ segir Ragnar en í dag gnæfir hann yfir flesta, enda 218 sentímetrar á hæð.

„Ég man nú ekki eftir því að hafa bjargað einhverjum öðrum, allavega úr svona alvarlegum aðstæðum, þetta var allavega mjög alvarlegt í minningunni.“

Ragnar fékk hetjutékka upp á fimmtán þúsund krónur frá Séð og Heyrt fyrir þrekverkið á sínum og man vel í hvað hann eyddi peningunum.

„Ég keypti mér Playstation 2-tölvu fyrir tékkann, ég man

mjög vel eftir því. Ég missti mig alveg úr gleði yfir þessum tékka og eyddi mörgum tímum í að spila Playstation.“

Ætlar í atvinnumennsku afturRagnar spilar körfubolta með Þór Þorlákshöfn í Dominos-deild karla ásamt því að vera landsliðsmaður í körfubolta. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Ragnar fengið smjörþefinn af atvinnumennsku og ætlar sér aftur út.

„Það er alltaf stefnan að komast aftur út í atvinnumennskuna en núna klárar maður bara tímabilið með Þór og svo reyni ég að tryggja mér sæti í landsliðinu í sumar en stefnan er alltaf að komast út.

Ég byrjaði frekar seint í körfubolta, 15 eða 16 ára. Það kom nýr þjálfari í Hveragerði og hann dró mig eiginlega á æfingu. Ég sé ekki eftir því núna.“

FYRIR 13 ÁRUM

KEYPTI PLAYSTATION FYRIR HETJUTÉKKANN

STÓR: Ragnar er 218 sentímetrar á hæð og einn besti körfuboltaleikmaður landsins. Mynd/Baldur Beck.

Ragnar Nathanaelsson (24) bjargaði vini sínum fyrir 13 árum:

Page 29: Séð og heyrt 8. tbl 2016

VERÐ AÐEINS:

29.900,-

www.arc-tic.iswww.arc-tic.is

Page 30: Séð og heyrt 8. tbl 2016

STJÖRNUSPEKI!Fína og fræga fólkið er vel meðvitað um stjörnustöðu sína. Hér eru nokkur gullkorn um frægð frá frægum.

„Ég elska það að vera frægur, það er næstum eins og að

vera hvítur!“ – Chris Rock

„Þú ert ekki frægur fyrr en mamma mín veit hver þú ert.“

– Jay Leno

„Það eru ekki margir ókostir við það að vera ríkur, fyrir utan það að borga skatta og skyldmenni að biðja um pening. Frægð aftur á móti, það er 24 tíma starf.“

– Bill Murray

„Ég hefði breytt eftirnafninu mínu ef ég hefði stefnt á það að verða heimsfrægur.“ – Zach Galifianakis

„Þú veist að þú ert frægur þegar það eru sögusagnir um að þú

sért hommi.“ – Jared Leto

„Ef þú þarft að útskýra fyrir einhverjum af hverju þú ert

frægur þá ertu tæknilega séð ekkert frægur.“ – David Spade

Page 31: Séð og heyrt 8. tbl 2016

Laugavegur - Kringlan - kunigund.is

Vandaðar brúðargjafirBrúðhjón sem stofna brúðargjafalista hjá Kúnígúnd

fá 15% kaupauka frá versluninniSetjið saman ykkar eigin brúðargjafalista á kunigund.is

15%kaupauki til brúðhjóna

Page 32: Séð og heyrt 8. tbl 2016

bíó

FATLAÐIR í KVIKMYNDUMHvort sem það er andleg eða líkamleg fötlun er gríðarlega erfitt fyrir heilbrigðan mann að leika fatlaðan einstakling. Þessir leikarar eru þó engir aukvisar og tókst að leika sín hlutverk upp á tíu. Hér eru nokkrir

af eftirminnilegustu fötluðu einstaklingum í kvikmyndum.

Lennie Small (Of Mice And Men)Lennie Small, leikinn af John Malkovich, er það sem margir myndu kalla „blíði risinn“. Hann er vaxinn eins og skógarbjörn og hefur styrk á við skógarbjörn. Lennie vill öllum vel en hann hefur andlegan þroska á við fimm ára barn og skilur til dæmis ekki hluti eins og dauða. Hann á það til að koma sér í vandræði en skilur ekki hvað komi honum í vandræði og hvað ekki. Síðasta senan í myndinni fær hörðustu menn til að grenja eins og smábörn. Ótrúlegur styrkur og barnaleg hugsun hans gerir hann hættulegan og því þarf hann á vini sínum George Milton að halda til að hann komi sér ekki í vandræði. Það kemur þó að því að Lennie lendir í vandræðum sem eru ófyrirgefanleg og ekki einu sinni George getur bjargað honum úr þeirri klípu. Ef þú hefur ekki séð myndina, horfðu á hana og vertu með kassa af grenjupappír við hliðina á þér.

Philippe (The Intouchables)Philippe er vellauðugur Frakki sem er lamaður frá háls og niður og þarfnast aðhlynningar allan sólarhringinn. Hann ræður Driss, vandræðagemsa, sem aðstoðarmann sinn en Driss er þó ekki klár í hlutverkið í fyrstu. Philippe er fremur þurr náungi. Mikill áhugamaður um list en þunglyndur vegna fötlunar sinnar. Driss er algjör andstæða Philippe, hann skilur ekki abstrakt list, skellir upp úr þegar hann sér tré syngja í óperunni og er eins langt frá því að vera ríkur og hægt er. Hann er harður af sér og með eindæmum lífsglaður. Þegar Driss og Philippe kynnast betur fer Phillipe að sjá gleðina í því sem fylgir því að vera til. Driss fær bros til að myndast aftur hjá Philippe og hjálpar honum meðal annars að finna ástina á ný. Myndin er byggð á sönnum atburðum sem gerir hana enn stórfenglegri.

Raymon Babbitt (Rain Man)Dustin Hoffman færir okkur hér eina albestu frammistöðu sem sést hefur á hvíta tjaldinu. Charlie Babbitt, leikinn af Tom Cruise, fréttir að faðir hans sé látinn og hafi ákveðið að auðævi sín skuli fara til geðsjúkrahúss. Charlie fer á sjúkrahúsið og kemst að því að hann á einhverfan bróður, Raymond Babbitt, sem er sjúklingur á sjúkrahúsinu. Raymond er haldinn geðsjúkri þráhyggju þegar kemur að rútínu sinni og á erfitt með mannleg samskipti. Hann man allt sem hann sér og er meðal annars gæddur þeim hæfileikum að geta talið tannstöngla á methraða og einnig telur hann spil í blackjack. Raymond er yfirleitt með mikið jafnaðargeð en allt getur farið fjandans til ef til dæmis pönnukökurnar hans koma á borðið á undan sírópinu, kvöldmaturinn er eftir klukkan fjögur á daginn og hann VERÐUR að sofa við glugga. Dustin Hoffman fékk Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í myndinni og margir eru á því að aldrei hafi andlega fatlaður einstaklingur verið leikinn jafn vel.

Arnie Grape (What´s Eating Gilbert Grape)Gilbert Grape (Johnny Depp) þarf að sjá um yngri bróður sinni, Arnie Grape (Leonardo DiCaprio), en Arnie er mjög þroskaskertur. Móðir þeirra bræðra gafst upp á lífinu eftir að eiginmaður hennar hengdi sig og getur ekki séð um syni sína vegna offitu og þunglyndis. Gilbert er verndari Arnie og passar upp á hann en Arnie á það til að klifra upp á vatnsturninn í bænum og koma sér í vandræði. Móðir þeirra bræðra er aðhlátursefni í bænum vegna offitu sinnar og þegar Arnie neitar að láta baða sig í eitt skiptið, snappar Gilbert og lemur bróður sinn sundur og saman. Með óbragð í munninum vegna þess sem hann hefur gert ákveður Gilbert að stökkva út í bíl og keyra burt. Hann kemur þó til baka að lokum og biðst fyrirgefningar á því sem hann hafði gert. Eftir átján ára afmælisveislu Arnie fer móðir þeirra í hjónaherbergið, í fyrsta sinn síðan maður hennar lést, og þar finnur Arnie hana þar sem hún liggur dáin upp í rúmi og við tekur atriði sem þarfnast tissjús. Leonardo var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni en hann var einungis nítján ára gamall. Eins og flestir geta getið sér til um vann Leo ekki Óskarinn og margir voru ósáttir við það, enda var Leo frábær í hlutverkinu.

Forrest Gump (Forrest Gump)Forrest Gump er af mörgum talin ein besta mynd sem gerð hefur verið. Tom Hanks leikur Forrest Gump sem er með greindarvísitölu upp á sjötíu en nær þrátt fyrir það að skara fram úr á hinum ýmsu sviðum. Gump nær að komast yfir fötlun sína sem barn og getur hlaupið á leifturhraða sem meðal annars veldur því að hann er valinn í skólalið sitt í amerískum fótbolta. Eftir háskóla fer Gump í Víetnamstríðið og gríðarlegur styrkur hans bjargar meðal annars flestum úr hans herdeild. Gump stofnar rækjufyrirtæki til heiðurs vini sínum sem lést í stríðinu en á þessari vegferð hugsar hann alltaf um ástina sína, Jenny. Gump lendir í hinum ýmsu ævintýrum, eins og til dæmis að vera skotinn í rasskinnina, sigra kínverska meistara í borðtennis, „múna“ forseta Bandaríkjanna og að lokum ná þau Jenny saman. Tom Hanks fékk Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í myndinni en myndin í heild sinni vann til sex Óskarsverðlauna.

Page 33: Séð og heyrt 8. tbl 2016
Page 34: Séð og heyrt 8. tbl 2016

skoðar heiminn

Beatrice (27) og Eugine (25) eru konunglegar systur:

ENN ÓGIFTARSysturnar Beatrice og Eugine hafa verið í sviðsljósinu frá fæðingu en foreldrar þeirra eru Andrew Bretaprins

og fyrrum eiginkona hans, Sarah Ferguson.

Royal Hvorug þeirra systra er trúlofuð, þrátt fyrir að báðar hafi átt kærasta í

fjölmörg ár. Haft var eftir Beatrice að í hvert sinn sem hún ætlaði sér að tilkynna um trúlofun sína þá stæli Kate Middelton senunni og tilkynnti að hún ætti von á barni.

Sú saga gengur fjöllum hærra að mjög stirt sé á milli þeirra systra og Kate Middelton hertogaynju. Þær telja að hún og Pippa systir hennar fái of mikla athygli og að þær standi í skugga hennar.

Það vakti gífurlega athygli að þær systur voru ekki valdar til að vera skírnarvottar þegar Charlotte prinsessa, yngri dóttir Kate og Vilhjálms, var skírð. Það þótti staðfesta að ósætti væri á milli kvennanna. www.sedogheyrt.is

Líka á netinu allan sólarhringinnSÉÐ OG HEYRT SEfuR aLdREiMEÐ MÖMMU:

Móðir þeirra, Sarah Ferguson, hristi duglega upp í konungsfjölskyldunni þegar hún ákvað að skilja við föður stúlknanna, Andrew prins. Þrátt fyrir það þá hafa þau verið samrýnd í uppeldi dætranna.

SAMRÝNDAR SYSTUR:

Systurnar fæddust með tveggja ára millibili og sjást

gjarnan saman. Þær eru líkar foreldrum sínum en hvor

með sínum hætti.

Page 35: Séð og heyrt 8. tbl 2016

www.sedogheyrt.isLíka á netinu allan sólarhringinn

SÉÐ OG HEYRT SEfuR aLdREi

Það er ekki alltaf kátt í höllinni. Mikið vesen og vandræðagangur er við spænsku hirðina þessa dagana. Spænska prinsessan Infata Christina, systir Felipe konungs, hefur verið ákærð fyrir fjármálamisferli ásamt eiginmanni sínum.

Vesen Systir Spánarkonungs sat í vitnastúku í undirrétti á Mallorca nú fyrir skemmstu þar sem að hún svarar fyrir ákærur um brot á skattalögum og umfangsmikið

fjármálamisferli. Eiginmaður prinsessunar Iñaki Urdangarin, fyrrum fyrirliði spænska landsliðisins í handbolta, er gefið að sök að vera höfuðpaurinn í þessu umfangsmikla fjársvikamáli. Málið þykir flókið og umfangsmikið og er þeim hjónum og 17 öðrum einstaklingum gefið að sök að hafa komi undan fleiri miljónum evra.

Þegar Felipe, konungur Spánar, tók við embættinu af föður sínum, Juan Carlos, í júní 2014 þá lagði hann strax áherslu á gagnsæi í stjórnarháttum. Hann sýndi enga tilburði til að vernda systur sína sérstakleg undan þeim ásökunum sem á hana voru bornar og gekk svo langt að svipta hana tiltlinum sem hún bar, en hún var greifynja af Palma. Ekki sér fyrir endanum á málaferlunum en hafa skal í huga að engin er sök fyrr en sönnuð.

SYSTIR SPÁNARKONUNGS Í VONDUM MÁLUM

Infanta Christina (50) er lánlaus:

EINU SINNI VAR:

Mikil gleði ríkti á Spáni þegar prinsessan gekk að eiga handboltahetjuna. Nú er réttað yfir Infanta

Christina og Inaki, eiginmanni hennar,

vegna gruns um fjármálamisferli.

EKKI LENGUR KONUNGLEG: Felipe konungur svipti systur sína greifynjutitlinum sem hún bar. Skömm fjölskyldunnar vegna málsins er mikil.

ÚTI ER ÆVINTÝRI: Álagið sem fylgir

réttarhöldunum hefur tekið toll af prinsessunni sem ber við minnisleysi um

fjölmörg atriði er lúta að ákærunni.

EKKI TRÚLOFUÐ ENN: Beatrice og Dave Clark hafa verið kærustupar frá árinu 2007 en hafa enn ekki tilkynnt um trúlofun sína. Sögusagnir voru um að þau hefðu trúlofað sig á síðasta ári en það hefur ekki fengist staðfest.

ER Í FJARSAMBANDI: Eugine starfar í uppboðshúsi í New York en kærastinn hennar, Jack Brooksbank, rekur skemmtistað á Englandi. Þau hafa verið saman síðan 2010 en þrátt fyrir það hefur ekki verið dreginn hringur á fingur svo vitað sé.

Page 36: Séð og heyrt 8. tbl 2016

Hámarksbróðirinn og útvarpsmaðurinn Ívar Guðmundsson er einn allra vinsælasti

útvarpsmaður landsins og hressir Íslendinga við með rödd sinni. Hann opnar

myndaalbúmið fyrir okkur.

unGur Ívar

lEiftur liðins tÍmaFJÖLSKYLDAN:Held að þetta sé tekið í fertugsafmæli mömmu árið 1973.

FLOTTIR BÍLAR:

Þetta er tekið á Eiðhúsum á

Snæfellsnesi og þarna fjær er Jóhannes afi

að kíkja niður á tún og mamma líka.

FERMDUR: Þetta er fermingin mín í mars 1980. Þarna fékk ég mín fyrstu alvöruskíði. Tekið heima í Unufelli.

MASSAÐUR: Þetta er tekið á Kúbu, sennilega 1996. Fengum alveg svakalega blíðu í þessa sex daga sem við vorum.

MÖMMUKNÚS: Þetta er ég og mamma og er myndin tekin í verðlaunagarðinum hjá Óla og Dóru frænku í Kópavoginum. Er þarna rúmlega eins árs.

PARTÍ: Þarna erum við á leið á Sálarball á Akureyri sumarið 1996 að mig minnir.

TÖFFARI: Þetta er bekkjarmynd úr Fellaskóla og hef ég sennilega verið 13 eða 14 ára.

Page 37: Séð og heyrt 8. tbl 2016

SYKURLAUST STREPSILS með jarðarberjabragði

Við eymslum og ertingu í hálsi!

Strepsils Jordbær Sukkerfri munnsogstö�ur. Inniheldur: 2,4-tvíklóróbensýlalkóhól 1,2 mg, amýlmetakresól 0,6 mg. Ábendingar: Eymsli og erting í hálsi. Skammtar og ly�agjöf: Fullorðnir og börn 6 ára og eldri: 1 munnsogsta�a er látin leysast hægt upp í munni á 2-3 klst. fresti. Börn á aldrinum 6-11 ára: Ly�ð skal gefa undir eftirliti fullorðins aðila. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna. Varnaðarorð og varúðarreglur: Ekki nota stærri skammt en ráðlagður er. Sjúklingurinn skal leita læknis ef hann er í vafa eða ef einkenni lagast ekki eða versna innan nokkurra daga. Ly�ð inniheldur ísómalt og maltitól sem geta haft væg hægðalosandi áhrif. Sjúklingar með arfgengt frúktósaóþol, sem er mjög sjaldgæft, skulu ekki taka ly�ð. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsley�sha�: Reckitt Benckiser Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.

- nú sykurlaust og með jarðarberjabragði

Strepsils-jardaber-A4 copy.pdf 1 12/02/16 15:17

Page 38: Séð og heyrt 8. tbl 2016

stjörnukrossgáta

Page 39: Séð og heyrt 8. tbl 2016

Svona ræður þú þrautirnarÁ þess ari síðu eru 9x9 SUDOKU-þraut ir með tölu stöf um. Not aðu töl urn ar 1-9. Sami tölu staf ur inn má að eins koma fyr ir einu sinni í hverj um kassa, hverri röð og hverj um dálki. Sudoku

heyrt og hlegið

Einu sinni var kapteinn nokkur um borð í skipi sínu. Dag einn sér hann risastórt sjóræningjaskip sigla að þeim úr fjarska. Áhöfnin lítur á kapteininn skjálfandi af hræðslu en hann ber höfuðið hátt og hrópar: „Sækið rauðu skyrtuna mína!“ Ósk hans verður að veruleika, áhöfnin stefnir í átt að sjóræningjaskipinu og sigrar mikilfenglegan bardaga í kjölfarið. Næsta dag sér kapteinninn tvö sjóræningjaskip koma að þeim úr fjarska. Enn og aftur skjálfa allir um borð nema kapteinninn, sem ber áfram höfuðið hátt og sýnir engin viðbrögð. Hann gargar enn og aftur: ,,Sækið rauðu skyrtuna mína!“ Ósk hans verður aftur að veruleika og endar áhöfnin með því að vinna enn einn bardagann. Um kvöldið situr kapteinninn ásamt áhöfn sinni skálandi og fagnandi þessum stórmerkilega sigri. Loksins ákveður einn meðlimur skipsins að spyrja það sem allir um borð höfðu hugsað: ,,Fyrirgefðu, kapteinn, en hvers vegna þarftu þessa rauðu skyrtu áður en við berjumst allir?“ Kapteinninn glottir og svarar: ,,Nú, það er til að þið sjáið ekki blóðið úr mér í miðjum bardaga og haldið áfram að berjast og vera hugrakkir.“ Áhöfnin kinkar kolli og þykist skilja hvað hann hafi átt við. Þriðja daginn sjást allt í einu heil tíu sjóræningjaskip koma siglandi að þeim. Áhöfninni bregður sem aldrei fyrr og horfir beinustu leið til kapteinsins. Þá kallar hann: ,,Sækið brúnu buxurnar mínar!“

Kona nokkur var að steikja egg handa sínum heittelskaða eiginmanni. Allt í einu ryðst bóndinn inn í eldhúsið og byrjar að hrópa á

hana. „Varlega, varlega! Settu meira smjör! Guð hjálpi mér! Þú ert að steikja of mörg egg í einu. OF MÖRG! Snúðu þeim! SNÚÐU ÞEIM NÚNA!

Við þurfum meira smjör. Guð minn góður! VIÐ ÞURFUM MEIRA SMJÖR! Eggin munu festast! Ég sagði VARLEGA! Þú hlustar aldrei á mig þegar þú eldar! ALDREI! Snúðu þeim! Drífðu þig! Ertu geggjuð! Ertu búin að tapa glórunni? Ekki gleyma að salta eggin. Þú gleymir alltaf að salta! Nota salt. NOTA SALT! S A L T!“ Konan horfði á hann og sagði: „Hvað er eiginlega að þér? Heldur þú virkilega að ég kunni ekki að steikja tvö egg?“ Eiginmaðurinn svaraði rólega: „Jú, jú. Mig langaði bara að leyfa þér að finna hvernig mér líður þegar ég er með þig í bílnum.“

Í matarveislunni hvíslar mamman að syni sínum: „Hvers vegna lagðir þú engin hnífapör við diskinn hjá Jóa frænda?“ Sonurinn segir upphátt: „Ja, sko. Ég hélt að Jói þyrfti engin hnífapör. Þú sagðir að hann borðaði eins og svín!“

Einu sinni var kúreki sem kom inn í bæ í Villta vestrinu og batt hestinn sinn við staur og labbaði inn á krá. Á

kránni drakk hann nokkra bjóra og eftir það fór hann út. Þegar hann kom út sá hann að hesturinn hans var horfinn. Hann sagði því upphátt við sjálfan sig: „Ef hesturinn minn verður ekki þarna þegar ég kem aftur út eftir fimm mínútur, verð ég að NEYÐAST til að gera það sama og ég gerði í Texas!“ Fimm mínútum seinna var hann búinn að drekka 2-3 bjóra og þegar hann kom út, sá hann tvo ræningja koma labbandi með hestinn og þeir sögðu: „Fyrst þú varst svona harður þarna áðan ætlum við að skila hestinum! Hvað gerðirðu eiginlega í Texas?“ Kúrekinn svaraði: „Ah.... heyrðu ... ég labbaði heim!“

Vel klæddur lögfræðingur fór inn á bar og pantaði Martini og sá að við hliðina á honum sat róni sem muldraði og glápti á eitthvað í hendinni á sér. Lögfræðingurinn hallaði sér að honum og heyrði að róninn sagði: „Þetta lítur út eins og plast.“ Síðan rúllaði hann því á milli fingranna á sér og sagði: „En þetta er eins og gúmmí viðkomu.“ Lögfræðingurinn spurði forvitinn: „Hvað ertu með þarna, manni.“ Róninn sagði: „Ég hef ekki hugmynd en það lítur út eins og plast en er eins og gúmmí viðkomu.“ „Má ég sjá,“ sagði lögfræðingurinn og róninn lét hann fá þetta. Lögfræðingurinn rúllaði því milli fingranna á sér og skoðaði þetta gaumgæfilega. „Já, þetta lítur út eins og plast en er eins og gúmmí viðkomu en ég veit ekki hvað þetta er, hvar fékkstu þetta eiginlega?“„Bara úr nefinu á mér,“ sagði róninn.

Maður hafði búið í nokkuð mörg ár í sama húsinu þegar ljóska flutti inn í næsta hús. Hann sá hana fara og kíkja í póstkassann en í honum var ekkert og hún varð pirruð. Svo fór hún aftur og kíkti í póstkassann en þar var ekkert og þá varð hún enn þá pirraðri. Síðan kom hún út í þriðja skiptið. Þá fannst manninum þetta vera orðið svolítið skrítið svo hann fór og spurði hana hvað væri að. Þá svaraði hún: „Fjandans tölvan er alltaf að segja: You’ve got mail!“

Page 40: Séð og heyrt 8. tbl 2016

Ég ákvað að skella mér niðrí bæ á miðvikudaginn ásamt vinum mínum. Við skelltum okkur á Enska barinn og pöntuðum okkur einn bjór. Það var ekkert sérstakt í gangi, enda miðvikudagur, og því var planið aldrei annað en að fá sér í mesta lagi þrjá bjóra og spjalla saman. Það endaði ekki þannig.

Einhvern veginn enduðum við óvart allir á flöskuborði. Hvað er flöskuborð? Jú það er þegar þú kaupir þér líter af vodka, oftast Smirnoff sem kostar 7.499 krónur í ríkinu, nokkra Red Bull eða eitthvert gos og borgar litlar fjörutíu þúsund krónur fyrir. Þetta hljómar geðveikislega, ég veit allt um það. Það kemur kannski spánskt fyrir sjónir margra þegar ég skrifa að við höfum óvart endað á flöskuborði en það er samt satt, þetta var alveg óvart.Þannig er mál með vexti að þar sem við sitjum saman, spjöllum og sötrum einn kaldann, ákveður danskur hermaður að setjast hjá okkur. Hann er vel í glasi en nær þó að æla því út úr sér að hann sé Dani og í fríi frá hernum þessa stundina. Það næsta sem ég veit er að barþjónninn kemur með flösku af Smirnoff-vodka, klaka, glös og gos á borðið okkar. Við spyrjum strax hver hefði pantað öll þessi ósköp á miðvikudegi en svarið lá í augum uppi.

Þessi danski hermaður hafði ákveðið með sjálfum sér að það væri eflaust góð hugmynd að spreða fjörutíu þúsund krónum í fimm íslenska stráka sem hann hafði aldrei séð áður. Við spurðum manninn af hverju hann hafi keypt fyrir okkur flöskuna en aldrei fengum við almennilegt svar. Hann muldraði eitthvað á dönsku og sneri sér svo að öðru. Það síðasta sem við heyrðum frá þessum manni var; „Dansk, flask, godt, tak,“ og svo gekk hann út.

Nú voru góð ráð dýr. Saman sátum við fimm, með heilan líter af vodka og klukkan korter gengin í eitt. Það lokaði sem sagt eftir 45 mínútur og það var í raun bara eitt í stöðunni. Við þurftum að drekka þennan vodka.Þegar einhver réttir þér flösku og gengur í burtu er ekkert annað í boði en að drekka. Mig minnir þó að þessi hugsun sé nefnd eitthvað ákveðið, kemur ekki upp í hugann akkúrat núna. Saman sátum við þá í hring og sulluðum þessari flösku í okkur. Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef farið á fyllerí á miðvikudegi, það er ef miðvikudagurinn er ekki frídagur, en eflaust ekki í síðasta skipti. Það mun þó ekki koma fyrir aftur á næstunni að ég skelli mér á flöskuborð og mæti í vinnuna daginn eftir. Fimmtudagar eru oftast frábærir en þessi var erfiður.

Í Ófærð var talað um að helvítis Færeyingurinn hafi verið hættulegur en sá átti ekki roð í minn danska kauða. Daninn kom fimm ungum og gröðum karlmönnum í erfiða stöðu. Eigum við að taka sénsinn á að klára þessa flösku, skoða hvað bærinn hefur upp á að bjóða á þessu miðvikudagskvöldi og eiga erfiðan fimmtudag fyrir höndum eða ekki. Svarið var einfalt ...

Garðar B. SiGurjónSSon

móment

DAnSK, FLASK, GODt, tAK

HeImSmeIStARAmót Í JóJó Í HÖRPU

Jójó „Fyrir nákvæmlega ári síðan, á Evrópumeistaramótinu í Póllandi, spjallaði ég við Ástrala um það

hvort það væri ekki sniðugt að halda heimsmeistaramótið á þessu ári á Íslandi. Við komum þessu í gang og Ísland verður önnur Evrópuþjóðin til að halda heimsmeistaramótið en þetta flakkar á milli heimsálfa,“ segir Óskar.

„Það var kosið af alþjóðlega jójósambandinu að halda þetta hér á landi og valið stóð á milli okkar og Póllands. Það er algjörlega frábært að við höfum verið valin.“

Hundruðir mætaHeimsmeistaramótið í jójó er stórt mót og því þarft að finna húsnæði við hæfi. Óskar segist ekki hafa þurft að hugsa sig tvisvar um þegar hann ákvað húsnæði.

„Við töluðum strax við forráðamenn Hörpu og spurðum hvort við gætum haldið mótið þar og þeir tóku vel í það. Við erum með Silfurberg í Hörpu í þrjá daga. Þetta er stórt mót og mun standa yfir í þrjá daga. Við búumst við 500 keppendum erlendis frá og þetta verða því um 800 manns í heildina, það er, þegar þú tekur fjölskyldu og vini erlendu keppendanna með í reikninginn.“

Að halda heimsmeistaramót er stór ákvörðun og það getur verið dýrt. Óskar er þó bjartsýnn á að fá góðan stuðning.

„Ég veit ekki alveg kostnaðinn á þessu öllu en þetta er ágætispakki ef svo má að orði komast. Við erum bara að vinna í því að fá styrktaraðila núna og það gengur vel.“

Jójómótin eru stórkostleg skemmtun en hluti af heildareinkunn keppenda er einmitt framkoma og skemmtanagildi.

óskar Sigurhansson er forfallinn áhugamaður um jójó og fer hvergi nema að vera með jójó meðferðis. Hann ætlar sér svo sannarlega að koma Íslandi á kortið í jójóheiminum því á þessu ári verður heimsmeistaramótið í jójó haldið í Hörpu.

Óskar Sigurhansson (24) ætlar sér stóra hluti:

GÓÐIR: Palli jójó og Óskar halda uppi heiðri

jójómenningarinnar á Íslandi.

Page 41: Séð og heyrt 8. tbl 2016

„Þú framkvæmir þína rútínu eftir ákveðnu lagi sem dómararnir hafa valið og sýnir þínar listir við það lag. Þegar það er komið í úrslit þá þarftu að sýna listir þínar í þrjár mínútur og þá máttu velja þitt eigið lag; 30% af einkunninni er framkoma og skemmtanagildi keppenda þannig að þú þarft að láta jójóið þitt „dansa“ í takt við tónlistina og búa til ákveðna sýningu sem passar við lagið. Restin af einkunninni miðast við trixin sem þú framkvæmir.

Jójó er vinsæltJójómenning á Íslandi er ekki áberandi vinsæl en Óskar segir þetta þó verða vinsælla með hverju árinu og ætlar að hjálpa til við að koma jójó á kortið hér á landi.

„Við ætlum að koma 15-20 þúsund jójóum í hendurnar á fólki í sumar. Við stefnum að því að flakka um allt landið, fara í skóla og reyna að fá fólk til að stunda sportið. Þetta verður nokkurs konar jójóherferð hjá okkur.“

Alltaf með jójóÓskar kynntist jójóinu snemma en hann og Páll Valdimar, Palli jójó, halda jójómenningunni á lofti hér á landi.

„Ég byrjaði bara á þessu sjálfur sem krakki, bara eitthvað að leika mér. Pabbi hans Palla bauð honum að fara á heimsmeistaramótið þegar hann var fimmtán ára og síðan keppti ég með Palla á Evrópumeistaramótinu árið 2012. Eftir það var ég algjörlega húkt á þessu og er alltaf með jójó á mér.“

Páll og Óskar munu taka þátt í Evrópumeistaramótinu í jójó í Prag á þessu ári og þar ætlar Páll sér stóra hluti.

„Palli stefnir að því að vinna Evrópumeistaramótið. Ég ætla að taka þátt líka en ég næ honum seint, hann er algjörlega á heimsvísu í þessum jójóbransa. Hann getur orðið sá besti.“

Kvikk þjónustan sérhæfir sig í pústþjónustu fyrir flestar gerðir bifreiða.Um er að ræða viðgerðir og smíði auk þess sem við flytjum inn pústkerfi á góðu verði.

Einnig sinnum við öðrum þáttum bifreiðaviðgerða s.s. bremsuviðgerðum, undirvagnaviðgerðum, stýrisgangi og fjöðrunarbúnaði.

Við leggjum metnað okkar í vandaða þjónustu á góðu verði svo hagkvæmt verði að leita til okkar

Við eigum fyrirliggjandi pústkerfi í flestar tegundir bifreiða!

DUGLEGUR: Óskar hefur verið duglegur að koma jójóinu á kortið hér á landi og með því að halda heimsmeistaramótið hér á landi er toppnum náð.

FÆR: Páll Vilhelm er einn færasti

jójómaður í heimi.

TVEIR GÓÐIR: Með jójó að vopni ætla Páll og Óskar að ná langt.

ÓTRÚLEGA FLOTT: Listirnar sem Páll getur gert með jójó eru ótrúlegar og greinilegt að þrotlausar æfingar búa að baki.

HRESSIR: Palli og Óskar eru hressir gaurar sem

negla jójó í gæsina á meðan hún gefst.

Page 42: Séð og heyrt 8. tbl 2016

a

Sedogheyrt.is

VINSÆLUSTU FRÉTTIR VIKUNNARVefsíðan sedogheyrt.is heldur þér upplýstum um allt það skemmtilegasta sem er í gangi í mannlífinu á hverjum tíma. Hér eru vinsælustu fréttir síðustu viku.

ÁGÚSTA EVA SKILIN„Það eru allir sáttir og við gerum þetta í bróðerni. Það er fyrir öllu. Það er ekkert vesen eða læti og við erum bestu vinir og munum alltaf verða,“ segir stjörnuleikkonan Ágústa Eva sem þessa dagana situr í dómnefndinni í sjónvarpsþættinum Ísland Got Talent.1

234

5

6

7

8

9

10 VELKOMIN HEIM!Það kom eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, tilkynnti að hún ætlaði að hætta í stjórnmálum og snúa sér að öðru. Því var tekið fagnandi heima hjá henni.

KENDALL JENNER Í BÍLSLYSI – MYNDIRRaunveruleikastjarnan og fyrirsætan Kendall Jenner lenti í frekar skrítnu bílslysi í gær í Mílanó.

„ÞETTA ER BÚINN AÐ VERA ERFIÐUR TÍMI“Þjóðinni var brugðið þegar fréttir bárust að Jón Stefánsson organisti og tónlistarstjóri í Langholtskirkju lenti í alvarlegu bílslysi 12. nóvember í Hrútafirði eftir að hafa misst meðvitund undir stýri.

PAMELA ANDERSON NAKIN Í MYNDATÖKU – MYNDIRGlamúrgellan Pamela Anderson skellti sér í myndatöku fyrir nýjasta blað Paper, Girls Girls Girls. Pamela er þekkt fyrir fagurt ljóst hár sitt en hún var með svarta hárkollu á höfðinu ásamt því sem hún klæddist nokkrum mismunandi pörum af skóm en engu öðru.

GÓÐIR NÁGRANNARSvo skemmtilega vill til að ritstjórarnir Davíð Odsson á Morgunblaðinu og Gunnar Smári Egilsson á Fréttatímanum eru orðnir nágrannar í Fáfnisnesi í Skerjafirði.

JÓN ÁSGEIR MEÐ NÝJA KLIPPINGUHjónin Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir, eigendur 365 miðla, mættu á árshátíð fyrirtækis síns og léku við hvern sinn fingur. Athygli vakti að Jón Ásgeir er kominn með nýja klippingu en heiðurinn af henni á stjörnuhárgreiðslumeistarinn Svavar Örn.

ALLTAF AÐ VERÐA ÁSTFANGINN„Ég er eiginlega ástfanginn daglega en það er svolítið út og suður og ekki nógu markvisst,“ segir kvikmyndaleikstjórinn Óskar Jónasson sem var að frumsýna myndina Fyrir framan annað fólk.

RÍKAR Á BAK VIÐ TJÖLDINÞað vill oft verða hlutskipti sterkefnaðra kvenna að standa í skugganum af eiginmönnum sínum. Það er helst ef hjónin skilja eða eiginmaðurinn lætur lífið að þær stíga fram í sviðsljósið.

EYÞÓR ARNALDS KAUPIR HÚS SVEINS ANDRAAthafnamaðurinn Eyþór Arnalds er með öðrum kaupandi að glæsihöllinni á Öldugötu 18 í Reykjavík sem kennd er við lögfræðinginn Svein Andra Sveinsson sem bjó þar með fjölskyldu sinni áður en hann og þáverandi eiginkona hans skildu.

Page 43: Séð og heyrt 8. tbl 2016

Nýtt útlit á vefnum -

Spar

aðu

með áskrift -

Nýtt útlit á vefnum

- S

par

aðu með áskrift -

Nýtt útlit á vefnum

- S

par

aðu með áskrift - Nýtt útlit á vefnum - S

parað

u m

eð áskrift -

birtingur.isBESTU ÁSKRIFTARTILBOÐ OKKAR FINNUR ÞÚ Á:

Komdu í áskrift

NÝTT LÍF

HÚS OG HÍBÝLI

GESTGJAFINN

VIKAN

SÉÐ OG HEYRT

JÚLÍA

SAGAN ÖLL

340 HÚ

S OG

HÍBÝLI 1. tBL. 2016

n r . 3 4 0 • 1 . t B L . • 2 0 1 6 • V E r ð 2 1 9 5 K r .

6 falleg heimili

Trendin 2016 – hvað er heiTasT?

snillingurinn Ólafur arnalds á lifandi heimili

innanhússarkiTekT í vesTurbænum

skarTar liTum

44 ljós og lampar

mynd efTir Odee fylgir!

verð 2.195 kr. 5 690691 050009 02. tbl. 2016

þín b

esta v

inko

na

, ný

tt líf

Tískarómantík

í vetur

verð 1.995 kr. 5 690691 050009 7. tbl. 2015

7 . tbl. 38. á

rg

. 2015

hva

ð m

eð b

lessuð

rn

in?

steinunn birna

nýr óperustjóri rak ísbíl til að eiga

fyrir náminu

einfaldaðu líf þitt

anna tara talsmaður

endaþarmsmaka á íslandi

Tískahvaða föt

eru bestí fríið?

hörkukvendið opnar sig um æskuna, erfiðleikana í skóla

og það sem gengur á í fitness-heiminum blaaa...

glútenfríar uppskriftir - hönnun - menning - tískasnyrtivörur stjarnanna - þrefaldaðu vinnufærnina

opnar heimilið upp á gátt

fáðu loksins

launa-hækkun

natalie portman

í viðtali: hamingjan sést

í andlitinu

ekki láta farsímann

trufla þig!

tinnaalavis

anna hulda

02 . tb

l. 36. ár

g. 20

16

crossfit- og lyftingakonan, doktorsneminn og kennarinn

lætur karlaveldið ekki stoppa sig

var með dótturina á brjósti í fimm ár

SúrdeigSbrauð

Fiskisúpur

NýStálegur þorramatur

Indverskt Chutney

ÓmÓtstæðIlegIr kjúklIngapottréttIr

sous vide Fyrir alla

ÓmÓtstæðIlegIr kjúklIngapottréttIr

Chutney

sous vide Fyrir allaNýStálegur þorramatur

IndverskIrréttIr

569

0691

1600

05

2. tbl. 2016, verð 2.195 kr.m.vsk.

www.gestgjafinn.is matur og vín

Gestgjafinn 2. tbl. 2016

Súpur, brauð og pottréttir

ww

w.gestgjafinn.is

Bygg

girnilegar rjómaBollur

– íslenskt ofurkorn

súrdeIgsbrauð

fjórar flottarfiSkiSúpur

Nr. 5 11. feb. 2016 Verð 1.495 kr.

Stóra kokteilfjölskyldan:

Allt ömmu að þakka!

VEL HRIST SAMAN977

1025

9560

09

Stórstjarnan Lay Low og

Agnes Erna eignuðust barn:

TÖFF TATTÚ FRÆGA FÓLKSINS

FALDI ÓLÉTTUNA ALLA MEÐGÖNGUNA

Smellpassar!

KATRÍN MÁTAR SIG VIÐ FORSETANN

Jóhannes sprellfjörugur með nýja hjartað:

5. tbl. 78. árg. 11. febrúar 2016 1595 kr.

5 690691 200008

Birna rún Eiríksdóttir sló í gEgn í rétti

Var barnshafandi þótt læknar teldu annað

kiknuðu næstum undan álagi En völdu að halda samBandinu áfram

Jóhann G. ÁsGrímsson „ótjáðar tilfinningar hafa áhrif á hvort mEnn Efna loforð“

KanileplaKaKasúKKulaði-blÁberJamúffurGranateplaKaKa

AlvörugAllAbuxur komnAr Aftur

lucy duff-gordon var fyrsti tískumógúllinn

ÁrAmótAheit elsu nielsen urðu Að dAgAtAli

hvaða sKilaboð senda eðalsteinar?

9 SÖGULEG BORÐSPIL Kotra, Trivial Pursuit, Matador, skák ...

FRUMSKÓGARBÓKIN Sögur frá Indlandi hlutu Nóbelsverðlaun

SPURNINGAR OG SVÖRl Hvenær hættu konungbornir

að bera kórónur?l Hver fann bakteríurnar?l Heitir Blátönn, Bluetooth,

eftir norrænum konungi?

Leiðtogar Þriðja ríkisins dæmdir í Nürnberg 1946

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

á allan bílinnLöður er meðRain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

Við erum á fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

Við erum á sextán stöðum - www.lodur.is - 5680000

NR 2/2016 1.895 kr.

sagan öllJOHN WESLEY HARDIN

VERSTI MORÐINGI VESTURSINS

HORFIN STÓRVELDI

MAYARÍKIÐStríðsfangar færðir

guðunum að fórn

NASISTARNIR DREGNIR FYRIR DÓMARA

CHLOË GRACE MORETZ • ALEX ROE • LITTLE MIX • NINA DOBREV

• DEMI LOVATO • NICK ROBINSON • JUSTIN BIEBER

Próf: Hvernig tilfinningavera ert þú?

Elskaðu sjálfa þig

Svona eru strákar

ShawnMendes

Júlía hitti

Plaköt:

Justin

Demi

Alex

Bella

Gregg

Plaköt:

Bollakökur fullar af ást

9 771670 840005

ISSN 1670 -8407

2. tb

l. 8.

árg

. 201

6 V

erð

1.79

5 kr.

Ástin

569

0691

1600

05

matur og vín

Gestgjafinn 3. tbl. 2016

Ferm

ingar og afmæ

li

w

ww

.gestgjafinn.is

brúskettubar nýtt í veisluna

3. tbl. 2016, verð 2.195 kr.m.vsk.

www.gestgjafinn.is

veisluterturhelgarpastakalt borðbökur

fermingar og afmæli

VIKAN 3

7. tbl. 78. árg. 25. febrúar 2016 1595 kr.

SnædíS og TeiTur eru meiri háttar í Moulin rouge

KrIstíN Ýr á erfItt með Að treystA heIlbrIgðIsKerfINu

„Koma hefði mátt í veg fyrir mikla erfiðleika“upplIfðI sIg móðursjúKA í bAráttuNNI fyrIr dóttur síNA

bAKAður brIe-ostur með hlynsírópi og pekanhnetum

súKKulAðIbombAspæNsKur sAltfIsKur

ÁrShÁTíðarförðunin

Kjólarnir hans Valentinos

Íris halldórsdóttir eltI drAumINN um Að

VerðA teIKNArI

5 690691 200008

tÍu heitustu áfANgAstAðIrNIr Að mAtI loNely plANet

Allt ömmu að þakka!

Nr. 7 25. feb. 2016 Verð 1.495 kr.

Skírnarveisla hjá Geir Ólafs:

Debba spáir í Euro-stílinn:

DRUNGI, BAROKK OG HIPPÍ

HAFÐI HENDUR Í HÁRI JÓNS ÁSGEIRS

Stjörnurnar skinu skært

á árshátíð 365:

977

1025

9560

09 KONUR MEÐ KRULLUR

VILL EIGNAST FLEIRI BÖRN

Þórður Örn kátur á bakkanum:

DANSANDI SUNDLAUGARVÖRÐUR

ALLTAF AÐ VERÐA ÁSTFANGINN

Kvikmyndaleikstjórinn Óskar Jónasson:

Ný klipping!

Sjáið dressin!

Fílið gleðina!

Page 44: Séð og heyrt 8. tbl 2016

Hún kemur veröldinni á hreyfingu og stundum þarf hún bara rétt að gára vatnið til að hlutirnir verði að veruleika. Gerður Pálmadóttir, gjarnan kennd við verslunina Flónna sem hún rak á níunda áratugunum í Kvosinni í Reykjavík. Gerður hefur verið búsett í Hollandi í rúmlega 25 ár en er nú komin að mestu leyti aftur heim.

Lifandi ,,Ég er titluð bústýra á Korpúlfsstöðum, þetta er eldheitt ástarævintýri sem

hefur staðið lengi. Korpúlfsstaðir eiga stað í hjarta svo margra og saga húsins er stórmerkileg,” segir Gerður Pálmadóttir sem er að leggja af stað í skemmtileg verkefni á Korpúlfsstöðum.

Korpúlfsstaðir eru með algjöra sérstöðu og á sér enga hliðstæðu. Þar iðar allt af lífi, listamenn eru þar með vinnustofur og gallerí. En ýmis önnur fjölbreytt starfsemi á sér stað í þesu merkilega húsi og margt er

á döfinni.,,Ég er hér til að láta drauma

rætast. Það er margt í bígerð, hugmyndin er að opna húsið meira og nýta allt það pláss sem hér er fyrir alla. Staðsetningin er hentug, það er þétt íbúabyggð allt um kring og einfalt að komast hingað. Húsið býður upp á óendanlega möguleika, hér væri hægt að hafa stórar veislur og markaði og margt, margt fleira. Við sem erum hér erum að rétt að hefja okkur til flugs, og ég var sett í bústýruhlutverkið. Ég vil láta hlutina gerast, er ekki

mikið fyrir kyrrstöðu. Hér verður frjósemisbrunnur hugmynda.”

Alltaf gaman í Flónni,,Þetta var skemmtilegur tími, það var alltaf í gaman í vinnunni. Ég var með frábært starfsfólk og án þess hefði þetta ekki gengið svo vel,” segir Gerður um tímann í Flónni. Verslunin naut fádæma vinsælda og markaði spor í tískuuppeldi þjóðarinnar.

,,Ég lagði mikla áherslu á að vera með gæðaefni, ég hitti mann um daginn sem á enn jakkaföt frá okkur. ,,Efnið er svo gott að ég get sofið í buxunum”, sagði hann og mér þótti vænt um að heyra það.”

Í Flónni var hægt að finna nýjan fatnað í bland við notaðan enda vísar nafnið á verslunni í flóamarkað.

,,Við saumuðum ef eitthvað vantaði, kannski vantaði buxur

BÚSTÝRA Á KORPÚLFSSTÖÐUM

Athafnakonan Gerður Pálmadóttir (68) snýr aftur og lætur verkin tala:

BÚSTÝRAN Á KORPÚLFSSTÖÐUM:Gerður Pálmadóttir rak verslunina Flónna við miklar vinsældir á níunda áratugnum en nú er hún komin með lyklavöldin að Korpúlfsstöðum, og er titluð bústýra.

HLAÐIÐ MÖGULEIKUM:

Á Korpúlfsstöðum eru óendanlegir möguleikar, enda

húsið stórt og glæsilegt.

Page 45: Séð og heyrt 8. tbl 2016

þá saumuðum við buxur. Ég nota enn kápu sem ég saumaði fyrir þrjátíu árum og hún er enn í fullu fjöri. Ég keypti inn héðan og þaðan en verslaði líka við farandssölumann sem kom til landsins að selja efni. Hann var með þau bestu herrafataefni sem ég hef komist í. Hugmyndin með versluninni var sú að selja blöndu af notuðu og nýju. Það sem einkenndi okkar hönnun voru þægindi og góð snið. Fólki verður líða vel í fötunum sínum.”

Það er heil kynslóð sem verslaði hjá Gerði í Flónni, hún mótaði stíl margra og hafði heilmikil áhrif á tískuna á Íslandi. Hermannaklossar og jakkaföt voru ómissandi í fataskápnum.

,,Ég byrjaði með verslunina á Lækjartorgi var þar með borð og stóð í öllum veðrum. Ég var oft að frjósa úr kulda og sérstaklega á fótunum en vinur minn kom eitt sinn með

hermannaklossa og lánaði mér, þeir voru svo stórir að komst í þá í skónum mínum og eftir það fór ég að selja hermannaklossa sem urðu feykivinsælir.”

Í Flónni var verslað bæði með notað og nýtt, á þeim tíma voru ekki margar verslanir af því tagi en slíkar verslanir eru vinsælar í dag.

,Ég fylgist með því sem er að gerast hér, þær í Gyllta kettinum og Spútník eru að gera góða hluti.

Holland-Ísland-Holland-ÍslandGerður hefur verið að mestu búsett í Amsterdam frá árinu 1989, en hún og dóttir hennar ráku meðal annars verslun á Schiphol-flugvelli í fimmtán ár. Gerður er ekki alkomin til Íslands en er meira hér en áður.

,,Ísland togar, hér er lífið mitt,

fortíðin og framtíðin. Áður fór ég frá Hollandi til Íslands

en nú er það á hinn veginn. Börnin mín eru bæði hér og barnabörnin. Ég nýt þess að vera með barnabörnunum og er alltaf eitthvað að bralla með þeim.”

Gerður er drífandi og orkumikil, hún kemur hlutunum á hreyfingu og er ekki mikið fyrir kyrrstöðu.

,,Hver dagur er jafnnýr fyrir mér og öðrum, við fáum öll sama tækifæri til að láta til okkar taka og svo er spurningin hvað maður gerir úr honum. Ég kem hlutunum af stað, og því engin tilviljun að ég var sett í bústýruhlutverkið hér,” segir Gerður sem er með margt á prjónunum sem spennandi verður að fylgjast með í framtíðinni.

EKKI LENGUR FJÓS:Þar sem áður stóðu kýr á bás eru nú vinnustofur listamanna sem hafa aðstöðu til listsköpunnar.

SPENANNDI TÆKIFÆRI: ,,Ég vil að hér verði lifandi frjósemisbrunnur hugmynda.”

ÍSLAND ER LANDIÐ:

Gerður er svo gott sem komin aftur til Íslands, en hún hefur verið búsett í Hollandi í

rúm 25 ár. Hún ferðast enn á milli landanna tveggja en dvelur meira

hér og nýtur tilverunnar með barnabörnunum.

HEIMILIÐ Í VINNUNNI:

Þessi forláta eldhússkápur er í einkaeigu Gerðar og allt sem í honum er. Hann setur

heimilislegan brag á eldhúsið sem er samkomustaður

listamannana sem eru með vinnuaðstöðu í húsinu.

Page 46: Séð og heyrt 8. tbl 2016

SOS spurt og svarað

Hámarksbróðirinn og líkamsræktarfrömuðurinn Arnar Grant hefur komið víða við og ávallt lagt mikla áherslu á hraust og heilbrigt líferni. Hann svarar spurningum vikunnar.

DONALD TRUMP ER ...? Appelsínugulur.

HVAÐA TEGUND AF TANNKREMI NOTARÐU? Colgate.

SÍÐASTA KVÖLDMÁLTÍÐIN? Nautalund og humar.

BRENNDUR EÐA GRAFINN? Grafinn.

OPAL EÐA TÓPAS? Opal.

HVAÐ FÆRÐU ÞÉR Á PYLSUNA? Ég myndi borða hana bera.

FACEBOOK EÐA TWITTER? Facebook.

HVAR LÆTURÐU KLIPPA ÞIG? Hjá Baldri Bpro.

BORÐARÐU SVIÐ? Já, tungan er best.

HVAÐ GERIRÐU MILLI 5 OG 7 Á DAGINN? Elda mat fyrir fjölskylduna.

HVAÐ ERTU MEÐ Í VINSTRI VASANUM? Klink.

BJÓR EÐA HVÍTVÍN? Vatnið er bara best.

HVERNIG VAR FYRSTI KOSSINN? Skrúfusleikur við hund þegar ég var 4 ára.

HVER VÆRI TITILL ÆVISÖGU ÞINNAR? Arnar Grant – maðurinn með lausnirnar.

HVER ER DRAUMABÍLLINN? BMW 750li.

KJÖT EÐA FISKUR? Fiskur.

GIST Í FANGAKLEFA? Nei.

DRAUMAFORSETI? Ívar Guðmunds.

STURTA EÐA BAÐ? Sturta.

REYKIRÐU? Nei.

Í HVERJU FINNST ÞÉR BEST AÐ SOFA? Allsber.

HVER ER BESTA ÁKVÖRÐUN SEM ÞÚ HEFUR TEKIÐ? Að hafa byrjað ungur að stunda líkamsrækt. HVAÐA SÖGU SEGJA FORELDRAR ÞÍNIR ENDURTEKIÐ AF ÞÉR? Þegar ég datt af hestbaki ofan í á og einu áhyggjurnar sem ég hafði voru af úrinu mínu sem blotnaði. Ég var 9 ára gamall.

HVAÐA BÓK EÐA KVIKMYND FÉKK ÞIG SÍÐAST TIL AÐ TÁRAST? Room.

ERTU MEÐ EINHVERJA FÓBÍU? Já, fyrir leiðinlegu fólki sem er merkilegt með sig.

HVAÐ ER NEYÐARLEGASTA ATVIK SEM ÞÚ HEFUR LENT Í? Labba óvart inn á konu sem sat á klósetti.

KLUKKAN HVAÐ FERÐU Á FÆTUR? Kl. 05.10.

ICELANDAIR EÐA WOW? Icelandair.

LEIGIRÐU EÐA ÁTTU? Ég á.

KÓK EÐA PEPSÍ? Kók.

ÍSRAEL EÐA PALESTÍNA? Bahamas.

DAGBLAÐ EÐA NET Á MORGNANA? Netið.

HVER ER FYRSTA ENDURMINNING ÞÍN? Þegar ég klippti stallaklippingu á heimilishundinn þegar ég var 4 ára.

FÓR Í SKRÚFUSLEIK VIÐ HUND

Page 47: Séð og heyrt 8. tbl 2016

HÖLDUM UMHVERFINU

HREINUe i n n b í l l í e i n u

L Ö Ð U R

LÖÐUR EHF FISKISLÓÐ 29 101 REYKJAVÍK 568 0000 WWW.LODUR.IS

NÚ Á 17 STÖÐUM

REYKJAVÍKKÓPAVOGI

HAFNARFIRÐIMOSFELLSBÆ

AKUREYRIKEFLAVÍK

Page 48: Séð og heyrt 8. tbl 2016

Koffein Apofri - 100% hreinar koffíntöflur

VANTAR

ÞIG

ORKU?

• Á morgnana

• Í vinnuna

• Í skólann og prófalesturinn

• Fyrir æfinguna

ÞÆGILEG ORKA

ÞEGAR ÞÚ ÞARFT

Á HENNI AÐ HALDA

ÁN ALLRA AUKAEFNA

Fæst í næsta apóteki ásamt Hagkaupum, Fjarðarkaupum,10-11 og Iceland