Þróttur Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja · Leiðbeint er um samskipti við pirraða...

29
Þróttur – Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja Námskrá September 2011 Fræðslusetrið Starfsmennt

Transcript of Þróttur Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja · Leiðbeint er um samskipti við pirraða...

Page 1: Þróttur Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja · Leiðbeint er um samskipti við pirraða og reiða skjólstæðinga. Fjallað er um hvað þjónusta er og mikilvægi hennar

Þróttur – Nám fyrir starfsfólk

íþróttamannvirkja

Námskrá September 2011

Fræðslusetrið Starfsmennt

Page 2: Þróttur Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja · Leiðbeint er um samskipti við pirraða og reiða skjólstæðinga. Fjallað er um hvað þjónusta er og mikilvægi hennar

Þróttur – Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja 2011

2

Efnisyfirlit

Markmið ........................................................................................................................................................ 3

Námslýsing .................................................................................................................................................... 3

Fyrir hverja .................................................................................................................................................... 3

Tillögur að námsleið ...................................................................................................................................... 4

Yfirlit yfir námsþætti ..................................................................................................................................... 4

Samskipti og sjálfsefling ................................................................................................................................ 6

Sjálfsstyrking og starfsánægja ................................................................................................................... 6

Að efla liðsheild og hópavinnu .................................................................................................................. 7

Ég og bærinn - ímyndarnámskeið ............................................................................................................. 8

Þjónustustjórnun....................................................................................................................................... 9

Að eiga við erfiða gesti ............................................................................................................................ 11

Einelti á vinnustað ................................................................................................................................... 12

Fjölmenning og siðir ................................................................................................................................ 13

Samskipti við skóla ...................................................................................................................................... 14

Samskipti við skóla - Hvar liggja mörkin? ................................................................................................ 14

Agastjórnun- frávik, greiningar og sérþarfir ............................................................................................ 15

Samskipti við ólíka hópa – börn, unglinga, aldraða og fatlaða ............................................................... 16

Einelti í skólum ........................................................................................................................................ 17

Starfið og starfsumhverfið .......................................................................................................................... 18

Vinnuumhverfi – Starfsleiði og áhrif vaktavinnu .................................................................................... 18

Ábyrgð og sérstaða starfsins ................................................................................................................... 19

Tímastjórnun og forgangsröðun ............................................................................................................. 20

Viðburðastjórnun – Námskeið fyrir stjórnendur..................................................................................... 21

Öryggi og áföll – Viðbrögð við áföllum á vinnustað ................................................................................ 22

Frístundir og afþreying ............................................................................................................................ 23

Önnur námskeið .......................................................................................................................................... 24

Hreinsitækni – snyrtilegt umhverfi og ræsting – meðhöndlun efna ....................................................... 24

Tölvur og tölvuvinnsla ............................................................................................................................. 25

Sjálfsvörn – Grunnatriði í líkamlegri sjálfsvörn ....................................................................................... 26

Tungumál – Enska fyrir atvinnulífið, talmál ............................................................................................ 27

Veðurfræði – örnámskeið ....................................................................................................................... 28

Page 3: Þróttur Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja · Leiðbeint er um samskipti við pirraða og reiða skjólstæðinga. Fjallað er um hvað þjónusta er og mikilvægi hennar

Þróttur – Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja 2011

3

Markmið

Markmið námsleiðarinnar er að efla starfsfólk íþróttamannvirkja í starfi, auka faglega þekkingu þess og

þekkingu á verkferlum ásamt því að mæta auknum kröfum sem gerðar eru til þessa hóps, hvað varðar

móttöku ólíkra hópa viðskiptavina.

Með aukinni fagþekkingu er vonast til að draga úr starfsmannaveltu, efla vinnubrag og starfsánægju og

gefa starfsmönnum færi á að þróa starfshæfni sína og þjónustu enn frekar.

Námið á einnig að gefa innsýn í vaxandi möguleika afþreyingariðnaðarins og mikilvægi frístunda í lífi

borgaranna og ræða hvernig efla megi þá þjónustu enn frekar til almannaheilla.

Námslýsing

Kjölur –stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu hafði frumkvæði að gerð þessara námskrár í

samstarfi við stjórnendur Akureyrarbæjar árið 2010 og fékk Fræðslusetrið Starfsmennt til að halda utan

um námshönnunina. Það haust var fundað með stjórnendum allra íþróttamannvirkja á Akureyri,

sundlauga, íþróttahúsa, og skíðasvæðis, auk fulltrúa frá bæjarskrifstofum þar sem rætt var um þörf

námsleiðar fyrir starfsfólk til að auka fagþekkingu þeirra og efla í starfi. Síðar það ár voru settir upp tveir

rýnihópafundir með þátttöku starfsfólks víðsvegar af landinu s.s. sex starfsmönnum íþróttamannvirkja

Akureyrarbæjar, og fimm fulltrúum íþróttamannvirkja á Sauðárkróki, Ólafsfirði, Dalvík, Borgarnesi og

Siglufirði. Einnig var leitað eftir samstarfi við stéttarfélag og stjórnendur á höfuðborgarsvæðinu.

Fyrir hverja

Námsleiðin er hönnuð fyrir og í samstarfi við starfsfólk og stjórnendur sem starfa í sundlaugum og í

íþróttamannvirkum og getur einnig hentað öðrum starfsmönnum bæjarfélaga á sviði stjórnunar og

frístundamála.

Page 4: Þróttur Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja · Leiðbeint er um samskipti við pirraða og reiða skjólstæðinga. Fjallað er um hvað þjónusta er og mikilvægi hennar

Þróttur – Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja 2011

4

Tillögur að námsleið

Niðurstöður funda með rýnihópi voru notaðar til að vinna hugmynd að heildstæðri starfstengdri

námsleið sem tekur bæði á hagnýtum og fræðilegum þáttum varðandi vinnuna, verklagi, og þáttum er

varða persónulega færni starfsmanna. Um er að ræða 150 kst.nám sem skiptist í 24 sjálfstæð námskeið.

Yfirlit yfir námsþætti

Fjöldi kst.

Samskipti og sjálfstyrking

Sjálfsstyrking og starfsánægja 8

Að efla liðsheild og hópavinnu 4

Ég og bærinn - ímyndarnámskeið 4

Að eiga við erfiða gesti 8

Þjónustustjórnun 6

Að takast á við breytingar 4

Einelti á vinnustað 4

Fjölmenning og siðir 4

Samskipti við skóla

Samskipti við skóla - Hvar liggja mörkin? 8

Agastjórnun- frávik, greiningar og sérþarfir 8

Samskipti við ólíka hópa – börn, unglinga, aldraða og fatlaða 8

Einelti í skólum 4

Starfið og starfsumhverfið

Vinnuumhverfi – Starfsleiði og áhrif vaktavinnu 8

Ábyrgð og sérstaða starfsins 6

Tímastjórnun og forgangsröðun 4

Viðburðastjórnun – Námskeið fyrir stjórnendur 4

Öryggi og áföll – Viðbrögð við áföllum á vinnustað 4

Frístundir og afþreying 6

Önnur námskeið

Veðurfræði – örnámskeið 4

Page 5: Þróttur Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja · Leiðbeint er um samskipti við pirraða og reiða skjólstæðinga. Fjallað er um hvað þjónusta er og mikilvægi hennar

Þróttur – Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja 2011

5

Tungumál – Enska fyrir atvinnulífið, talmál 12

Hreinsitækni – snyrtilegt umhverfi og ræsting – meðhöndlun efna 6

Tölvur og tölvuvinnsla 26

Sjálfsvörn – Grunnatriði í líkamlegri sjálfsvörn 4

154

Page 6: Þróttur Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja · Leiðbeint er um samskipti við pirraða og reiða skjólstæðinga. Fjallað er um hvað þjónusta er og mikilvægi hennar

Þróttur – Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja 2011

6

Samskipti og sjálfsefling

Sjálfsstyrking og starfsánægja

8 kst.

Markmið

Að þátttakendur öðlist aukið sjálfstraust.

Að þátttakendur geri sér betur grein fyrir hvað þeir vilja og hvernig þeir nái þeim markmiðum.

Að auka starfsánægju starfsfólks og starfsanda á vinnustað.

Að gera þátttakendur meðvitaða um ábyrgð einstaklings á eigin líðan og áhrifum á vinnubrag.

Námslýsing

Á námskeiðinu verður lögð áhersla á að auka sjálfstraust og sjálfsöryggi þátttakenda. Farið verður yfir

ýmsar aðferðir til að ná þessum markmiðum og fjallað um tengsl jákvæðrar sjálfsmyndar, góðra

samskipta, tilfinninga og hegðunar. Sjálfsmynd hefur mikil áhrif á starfsánægju fólks sem er meðal

mikilvægustu þátta hvers vinnustaðar en góður andi á vinnustað eykur framlegð og vellíðan

starfsmanna. Þá verða aðrir þættir sem hafa áhrif á starfsánægju skoðaðir, s.s. endurgjöf, hrós og

hvatningu.

Samhliða þessu verður fjallað um persónulega markmiðssetningu, sjálfsskoðun og gildi hvers og eins.

Fyrirkomulag

Nemendur taka virkan þátt í tímum og vinna verkefni sem miða að því að öðlast færni í að stjórna eigin

lífi og setja sér markmið í lífi og starfi.

Umsjón (tillaga)

Vinnusálfræðingur, mannauðsráðgjafi, þjálfari.

Page 7: Þróttur Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja · Leiðbeint er um samskipti við pirraða og reiða skjólstæðinga. Fjallað er um hvað þjónusta er og mikilvægi hennar

Þróttur – Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja 2011

7

Að efla liðsheild og hópavinnu

4 kst.

Markmið

Að átta sig á mikilvægi hópastarfs og virkni allra þátttakenda.

Að greina það hlutverk í hópastarfi sem er hverjum þátttakanda tamast.

Að styrkja liðsheildina.

Námslýsing

Betur sjá augu en auga og þess vegna getur hópastarf verið frjórra og árangursríkara en framlag eins

manns. Innan þverfaglegra teyma birtast ýmis sjónarmið, þannig hefur hópastarf alla burði til að draga

fram ólíkar hliðar viðfangsefna. Til að vinna með jafningjum beri ríkan ávöxt þarf kunnátta að vera til

staðar um eðli hópastarfs. Kunna þarf aðferðir til að virkja alla til þátttöku, efla samheldni, samstöðu og

liðsanda. Jafnframt sem gjarnan reynir á málamiðlun milli fólks með ólíkar skoðanir. Á þessu námskeiði

er fjallað um hópasamsetningu, hópahlutverk og hvernig auka megi samstarf. Fjallað er um mismunandi

vinnupersónuleika og hvernig þeir starfa saman. Á námskeiðinu er áhersla á að styrkja liðsheildina og

fjallað er um samspil liðsheildar og hópavinnu. Unnin eru fjölbreytt verkefni sem reyna á virka þátttöku

og um leið greina þátttakendur eigið hlutverk í hópi.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og hópastarf.

Umsjón (tillaga)

Aðili frá Þekkingarmiðlun.

Page 8: Þróttur Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja · Leiðbeint er um samskipti við pirraða og reiða skjólstæðinga. Fjallað er um hvað þjónusta er og mikilvægi hennar

Þróttur – Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja 2011

8

Ég og bærinn - ímyndarnámskeið

4 kst.

Markmið

Að þátttakendur fá yfirsýn yfir starfsemi síns bæjarfélags

Að þátttakendur átti sig betur á hlutverki síns vinnustaðar í heildarneti bæjarins

Að auka jákvæðni starfsmanna í garð bæjarfélagsins (?)

Námslýsing

Það að starfsmaður upplifi sig, starf sitt og vinnustað sem hluta af einhverri stærri heild getur aukið mjög

starfsánægju hans og vellíðan. Á námskeiðinu verður fjallað um starfsemi bæjarins, bæinn sem

þjónustueiningu og hvar íþróttamannvirki tengjast inn í þá heild. Rætt verður um mikilvægi þess að allir

starfsmenn bæjarins séu meðvitaðir um hlutverk sitt og áhrif á ímynd bæjarins, bæði inn og út á við.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræður og verkefni.

Umsjón (tillaga)

Starfsmaður Akureyrarbæjar, vinnusálfræðingur

Page 9: Þróttur Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja · Leiðbeint er um samskipti við pirraða og reiða skjólstæðinga. Fjallað er um hvað þjónusta er og mikilvægi hennar

Þróttur – Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja 2011

9

Þjónustustjórnun

6 kst.

Markmið

Að bæta þjónustu stofnunar.

Að þátttakendur verði meðvitaðri um mikilvægi góðrar þjónustu.

Að þátttakendur verði meðvitaðir um hvað ber að varast í samskiptum við viðskiptavini.

Að þátttakendur geti brugðist við reiðum/pirruðum viðskiptavinum á sem bestan hátt.

Námslýsing

Fjölmörg atriði eru tekin fyrir þar sem sýnt er hvernig hægt er að gera góða þjónustu betri, jafnvel

framúrskarandi og hvað ber að varast. Fjallað er um fimm grunnþætti þjónustu sem stuðst er við til að

meta gæði þjónustu. Leiðbeint er hvernig skal veita góða þjónustu í síma og í tölvupósti. Kennt er skref

fyrir skref hvernig gott er að bregðast við þannig að pirraðir og reiðir skjólstæðingar verði ánægðir á ný.

Þátttakendur horfa m.a. á myndbönd þar sem fjallað er um góða og slæma þjónustu á skemmtilegan

hátt. Sýnt er á myndrænan hátt hvernig gera má góða þjónustu betri, jafnvel framúrskarandi og hvað

ber að varast. Leiðbeint er um samskipti við pirraða og reiða skjólstæðinga. Fjallað er um hvað þjónusta

er og mikilvægi hennar fyrir ánægju starfsmanna og skjólstæðinga.

Fyrirkomulag

Fyrirlestrar, umræður og verklegar æfingar.

Umsjón (tillaga)

Einhver á staðnum?

Page 10: Þróttur Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja · Leiðbeint er um samskipti við pirraða og reiða skjólstæðinga. Fjallað er um hvað þjónusta er og mikilvægi hennar

Þróttur – Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja 2011

10

Að takast á við breytingar

4 kst

Markmið námskeiðs

Aukin þekking á eðli breytinga

Að auka innsýn í viðbrögð fólks við breytingum

Aukin þekking á hindrunum við innleiðingu breytinga

Aukin persónuleg hæfni í að takast á við breytingar.

Námslýsing

Þjóðfélag og atvinnulíf nútímans einkennist af aukinni óvissu um framtíðina og stöðugum breytingum.

Þær hafa í för með sér að starfsmenn mæta kröfum um endalausa aðlögun. Rétt viðhorf og viðbrögð,

hugsun og hegðun geta haft úrslitaáhrif á hvernig til tekst í breytingum.

Breytingar eiga sér stað samkvæmt ákveðnu ferli og snúast að stórum hluta um hegðun fólks. Drifkraftar,

þeir kraftar sem virka hvetjandi til breytinga, eru m.a. aukin krafa um góða þjónustu, upplýsingatæknin

og breytingar á samfélagsgerðinni. Hamlandi kraftar, þeir kraftar sem letja breytingar, eru m.a. ótti við

mistök, stöðu- eða vinamissi og hræðsla við hið óþekkta. Við veltum fyrir okkur spurningum eins og

hvers vegna á að breyta, hverju á að breyta, hverjar verða afleiðingarnar, hvað verður um mig og mína

stöðu? Vinnustaðurinn getur einnig staðið í vegi fyrir breytingar, m.a. vegna ósveigjanlegs skipulags,

vinnustaðarmenningar og gamalla venja og hefða.

Á námskeiðinu er farið í lykilatriði við innleiðingu breytinga og algeng viðbrögð fólks við breytingum.

Farið er í forsendur breytinga og tengsl þeirra við stefnu, skipulag, starfsfólk, tæki, stjórnun og

vinnustaðarmenningu. Rætt er um afstöðu einstaklinga til breytinga og atriði sem skýra andstöðu.

Þátttakendur velta fyrir sér breytingum í eigin vinnuumhverfi ásamt afleiðingum. Fjallað er um hvaða

þættir liggja til grundvallar mismunandi vilja til breytinga.

Fyrirkomulag

Fyrirlestrar, umræður og verklegar æfingar.

Umsjón (tillaga)

Ingrid Kuhlman, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun ehf.

Page 11: Þróttur Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja · Leiðbeint er um samskipti við pirraða og reiða skjólstæðinga. Fjallað er um hvað þjónusta er og mikilvægi hennar

Þróttur – Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja 2011

11

Að eiga við erfiða gesti

8 kst.

Markmið

Að auka hæfni starfsmanna til að taka á erfiðum viðskiptavinum og samskiptum.

Að auka skilning á erfiðum samskiptum og leiðum til að bæta þau.

Að auka sjálfsöryggi starfsmanna til að mæta erfiðum málum og finna þeim farveg.

Að benda á leiðir til að auka vellíðan á vinnustað og ánægju í starfi.

Námslýsing

Á námskeiðinu er farið í leiðir til að takast á við erfiða viðskiptavini, kvartanir og ágreining. Fjallað er um

helstu ástæður þess að viðskiptavinir eru erfiðir og hvernig best er að bregðast við reiði og tilfinningahita

viðskiptavina. Ólíkar tegundir erfiðra viðskiptavina eru aðgreindar með tilliti til þess hvaða viðbrögð

henta best hverjum aðstæðum, t.d. að meðhöndla ber æst fólk á annan hátt en ákveðna einstaklinga.

Einnig verða þjálfuð viðbrögð við erfiðum samskiptum og bent á leiðir til að stýra ágreiningi, leita lausna

og verjast ágengni á faglegan hátt.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, æfingar og hópavinna þar sem nemendur taka virkan þátt.

Umsjón (tillaga)

Eyþór Eðvarðsson / Ingrid Kuhlman eða aðrir reyndir sálfræðingar.

Page 12: Þróttur Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja · Leiðbeint er um samskipti við pirraða og reiða skjólstæðinga. Fjallað er um hvað þjónusta er og mikilvægi hennar

Þróttur – Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja 2011

12

Einelti á vinnustað

4 kst.

Markmið

Að skilgreina einelti.

Að efla umræðu og vitund um birtingamyndir eineltis á vinnustað.

Að skapa umræðu um hvaða leiðir eru færar til að takast á við einelti á vinnustað.

Að auka skilning á afleiðingum eineltis, bæði fyrir einstaklinginn og hópinn.

Að þekkja hvað flokka má til kynferðislegrar áreitni á vinnustað.

Námslýsing

Á námskeiðinu er lögð áhersla á að efla umræðu og vitund starfsfólk um einelti og kynferðislega áreitni á

vinnustað og birtingamyndir þess. Einelti og kynferðislegt áreiti verður skilgreint og fjallað um hlutverk

þolanda, geranda og mögulegar afleiðingar eineltis. Einnig verður farið yfir hvað þarf af gera á vinnustað

ef einelti á sér stað og rætt um leiðir og lausnir.

Fyrirkomulag Fyrirlestrar, umræður, dæmi og virkni þátttakenda.

Umsjón (tillaga)

Vinnusálfræðingur eða sérfræðingur í mannauðsmálum stofnunar, bæjarfélags, ríkis.

Page 13: Þróttur Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja · Leiðbeint er um samskipti við pirraða og reiða skjólstæðinga. Fjallað er um hvað þjónusta er og mikilvægi hennar

Þróttur – Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja 2011

13

Fjölmenning og siðir 4 kst.

Markmið

Að auka meðvitund þátttakenda um fjölmenningarlegt samfélag.

Að fá þátttakendur til að setja sig í spor nýbúa og útlendinga.

Að auka skilning þátttakenda á ólíkum menningarheimum. Námslýsing Á námskeiðinu er fjallað um fjölmenningarleg samfélög og hvað einkennir þau. Rætt er um stöðu nýbúa og hvernig það er að setjast að á nýjum stað. Sérstök áhersla er lögð á hvernig börn og unglingar upplifa slíka flutninga. Markmið námskeiðsins er að skapa umræðu hjá starfsmönnum og reyna að auka skilning á ólíkum siðum, venjum og hegðun mismunandi hópa með það fyrir augum að tryggja öryggi gesta. Sérstök áhersla verður á hvernig fordómar og menningarmismunur getur birst í íþróttamannvirkjum, s.s. sturtum og sundlaugum. Meðal spurninga sem reynt er að svara eru: Hvað eru fordómar? Hvernig þekki ég fordóma hjá sjálfum mér og öðrum? Hvernig á að takast á við fordóma og eyða þeim? Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræður og hópavinna.

Umsjón (tillaga)

Sérfræðingur frá Alþjóðastofu á Akureyri (efni til hjá Akureyrarbæ)

Page 14: Þróttur Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja · Leiðbeint er um samskipti við pirraða og reiða skjólstæðinga. Fjallað er um hvað þjónusta er og mikilvægi hennar

Þróttur – Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja 2011

14

Samskipti við skóla

Samskipti við skóla - Hvar liggja mörkin?

8 kst.

Markmið

Að starfsmenn átti sig betur á hlutverki sínu gagnvart skólabörnum.

Að starfsmenn verði meðvitaðri um mikilvægi trúnaðar.

Að skýra betur hvar mörkin milli ábyrgðar kennara/skóla og starfsfólks íþróttamannvirkja liggja.

Að starfsmenn þekki helstu lög sem varða börn og ungmenni.

Að bæta tengsl starfsfólks skóla og íþróttamannvirkja.

Námslýsing

Á námskeiðinu mun starfsmenn skóla og íþróttamannvirkja hittast og fara saman yfir samskipti og

starfsskyldur.

Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig samstarfi starfsmanna skóla og íþróttamannvirkja er háttað.

Hvar liggja mörkin hvað varðar ábyrgð og „afskiptasemi“, öryggismál og hver er farvegur

upplýsingamiðlunar milli þessara aðila. Hvert er hlutverk kennara/stuðningsfulltrúa/skólaliða utan skóla

og hvert er hlutverk starfsmanns íþróttamannvirkis í samskiptum við nemendur.

Farið verður yfir lagalega þætti og ýmis álitamál hvað varðar samskipti við skóla, kennara, börn og

foreldra og rætt um ábyrgð starfsmanna íþróttamannvirkja. Megin markmiðið er að skerpa á þeim línum

sem eru í þessu samstarfi svo allir hlutaðeigandi átti sig betur á sínu hlutverki og sinni þannig

starfsskyldum sínum um leið og gætt er að öryggi og góðri líðan nemenda.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræður og dæmi.

Umsjón (tillaga)

X

Page 15: Þróttur Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja · Leiðbeint er um samskipti við pirraða og reiða skjólstæðinga. Fjallað er um hvað þjónusta er og mikilvægi hennar

Þróttur – Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja 2011

15

Agastjórnun- frávik, greiningar og sérþarfir

8 kst.

Markmið

Að þátttakendur öðlist grunn þekkingu á agastjórnun.

Að þátttakendur þekki helstu greiningar grunnskólabarna og einkenni þeirra.

Að þátttakendur læri hvernig berst er að bregðast við hegðun barna með ólíkar greiningar.

Að draga úr fordómum þátttakenda gagnvart börnum með sérþarfir.

Námslýsing Flest íþróttamannvirki taka á móti nemendum í leikfimi og sundkennslu. Á námskeiðinu verður fjallað

um jákvæða agastjórnun og leiðir til að skapa hvetjandi námsumhverfi fyrir nemendur á grunnskólaaldri.

Gefið verður yfirlit yfir raunprófaðar aðferðir til að fyrirbyggja og draga úr erfiðri hegðun samhliða því að

festa jákvæða hegðun og líðan í sessi. Fjallað verður um lausnamiðað viðhorf, góðan liðsanda, skipulag,

væntingar, samskipti og fjölbreyttar leiðir til að hvetja nemendur til að sýna viðeigandi hegðun.

Þá verður farið yfir helstu frávik og greiningar, hvað einkennir þau börn og leiðir til að eiga sem

jákvæðust og skilvirkust samskipti við þau. Meðal efnisatriða í frávikum og greiningum er: ADHD, offita,

flogaveiki, sykursýki, stómi, tourette og einhverfa.

Fyrirkomulag Fyrirlestur, umræður og verkefni

Umsjón (tillaga)

X

Page 16: Þróttur Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja · Leiðbeint er um samskipti við pirraða og reiða skjólstæðinga. Fjallað er um hvað þjónusta er og mikilvægi hennar

Þróttur – Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja 2011

16

Samskipti við ólíka hópa – börn, unglinga, aldraða og fatlaða

8 kst.

Markmið

Að þátttakendur öðlist færni í samskiptum við ólíka hópa viðskiptavina og helstu þjónustuþarfa.

Að þátttakendur þekki til helstu þroskakenninga í uppeldi barna og ungmenna.

Að þátttakendur þekki algenga hegðun og sérúrlausnarefni sem fatlaðir og aldraðir þurfa á að

halda í og við íþróttamannvirki.

Að þátttakendur verði meðvitaðir um ólíkar leiðir sem henta í samskiptum við ólíka hópa

Námslýsing

Á námskeiðinu verður fjallað um ólíkar áherslur í samskiptum við þá ólíku hópa sem sækja

íþróttamannvirki. T.d. er starfsmaður í ólíku hlutverki gagnvart sex ára barni sem kemur í leikfimi en 68

ára gömlum manni sem kemur í sund. Lögð er áhersla á að starfsmenn geri sér grein fyrir þessum muni

og farið verður yfir þætti sem einkenna hvern þessara hópa og hvaða nálgun er viðeigandi, og líklegust til

árangurs, hverju sinni.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræður og verkefni.

Umsjón (tillaga)

X

Page 17: Þróttur Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja · Leiðbeint er um samskipti við pirraða og reiða skjólstæðinga. Fjallað er um hvað þjónusta er og mikilvægi hennar

Þróttur – Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja 2011

17

Einelti í skólum

4 kst.

Markmið

Að skilgreina einelti.

Að efla umræðu og vitund um birtingamyndir eineltis meðal barna.

Að skapa umræðu um hvaða leiðir eru færar til að takast á við einelti.

Að auka skilning á afleiðingum eineltis, bæði fyrir einstaklinginn og hópinn.

Námslýsing

Á námskeiðinu verður fjallað um einelti í skólum, einkenni þess og birtingarmyndir. Farið verður yfir

viðbrögð starfsmanna þegar einelti á sér stað og rætt um leiðir til og lausnir til úrbóta. Einelti verður

skilgreint og rætt um muninn á einelti og stríðni. Rætt verður um hlutverk gerenda, þolenda og

mögulegar afleiðingar eineltis.

Sérstaklega verður fjallað um einelti í skólum og innan hópa yngri gerenda og aðgerðaáætlun skóla

kynnt, ef hún er til staðar. Þá verður sérstaklega fjallað um íþróttahús sem áhættusvæði fyrir einelti og

ágreining og samskipti við skóla ef þess verður vart.

Fyrirkomulag Fyrirlestrar, umræður, dæmi og virkni þátttakenda.

Umsjón (tillaga)

Sálfræðingur eða félagsráðgjafi (Vanda Sigurgeirsdóttir – Sauðárkrókur).

Page 18: Þróttur Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja · Leiðbeint er um samskipti við pirraða og reiða skjólstæðinga. Fjallað er um hvað þjónusta er og mikilvægi hennar

Þróttur – Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja 2011

18

Starfið og starfsumhverfið

Vinnuumhverfi – Starfsleiði og áhrif vaktavinnu 8 kst.

Markmið

Að fyrirbyggja streitu og kulnun í starfi.

Að starfsmenn verði meðvitaðir um áhrif vaktavinnu á líf og heilsu.

Að starfsmenn þekki áhættuþætti og einkenni streitu og kulnunar hjá einstaklingi og á

vinnustað.

Að starfsmenn hugi að persónulegum forvörnum tengdum hugarfari, hegðun og lífsstíl til þess að

stuðla að vellíðan í einkalífi og starfi.

Að starfsmenn verði virkir í að koma með tillögur að úrbótum í starfsumhverfinu.

Námslýsing Fjallað verður um áhættuþætti, þróun, einkenni og afleiðingar streitu og starfsþrots bæði fyrir

starfsmann og starfsumhverfi. Einnig verður bent á nauðsyn forvarna og fyrirhyggju einstaklinga hvað

varðar hugarfar, hegðun og lífsstíl til að greina streitu í tíma og geta brugðist við. Þátttakendur fá þjálfun

í að greina hvað það er á vinnustað sem stuðlar að kulnun og hvað það er í eigin fari sem ýtir undir

einkennin. Skoðaðar verða lausnir varðandi viðhorf, hugsun og hegðun sem þátttakendur geta nýtt sér til

þess að fyrirbyggja streitu og auka vellíðan og velgengni í einkalífi og starfi. Einnig verður fjallað um

mikilvægi þess að leita eftir félagslegum stuðningi og veita hann og nauðsyn þess að temja sér

heilbrigðan lífsstíl. Þá verða þátttakendur hvattir til að koma með tillögur að úrbótum á starfsumhverfi.

Fyrirkomulag Fyrirlestur, umræður og verkefni.

Umsjón (tillaga)

Vinnusálfræðingur, mannauðsráðgjafi.

Page 19: Þróttur Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja · Leiðbeint er um samskipti við pirraða og reiða skjólstæðinga. Fjallað er um hvað þjónusta er og mikilvægi hennar

Þróttur – Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja 2011

19

Ábyrgð og sérstaða starfsins

6 kst.

Markmið

Að þátttakendur átti sig á mikilvægi trúnaðar og inntaki siðareglna á vinnustað.

Að þátttakendur geti greint hvaða atriði falla undir trúnað og hver ekki.

Að þátttakendur geri sér grein fyrir sérstöðu starfs síns og þekki helstu starfskyldur.

Að þátttakendur læri aðferðir til að þróa starfssvið sitt enn frekar og efla starfshæfni.

Námslýsing

Á þessu námskeiði er fjallað um ábyrgð og sérstöðu starfa starfsfólks í íþróttamannvirkjum. Rætt er um

helstu starfsskyldur og þær settar í samhengi við faglega þróun og siðferðileg viðmið. Einnig er rætt um

mörk þjónustunnar og umgengnisreglur á starfsstöðvunum. Þá er fjallað um mikilvægi trúnaðar, hvaða

upplýsingar falla þar undir og af hverju, og mikilvægi þess að virða trúnað. Sérstaða sundlauga og

íþróttamannvirkja sem vinnustaða er tekin fyrir, þar sem samskipti fara oft fram í búningsklefum þar sem

fólk er fáklætt og jafnvel nakið. Undir þeim kringumstæðum er fólk óvarið og viðkvæmara en ella. Í lokin

verður rætt um framtíðarþróun starfsins, nýjar áherslur og hvernig mæta megi nýjum þörfum í þjónustu

við viðskiptavini og svæði.

Fyrirkomulag

Fyrirlestrar, dæmi og æfingar með þátttakendum.

Umsjón (tillaga)

Siðfræðingur eða vinnusálfræðingur.

Page 20: Þróttur Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja · Leiðbeint er um samskipti við pirraða og reiða skjólstæðinga. Fjallað er um hvað þjónusta er og mikilvægi hennar

Þróttur – Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja 2011

20

Tímastjórnun og forgangsröðun

4 kst.

Markmið

Að þátttakendur fái innsýn í mikilvægi markmiðasetningar.

Að þátttakendur geti betur skipulagt eigin vinnu.

Að þátttakendur geti betur forgangsraðað verkefnum.

Að bæta árangur og afköst.

Að minnka streitu og álag starfsmanna.

Að fækka krísum á vinnustað.

Námslýsing Flestir kvarta undan tímaleysi, við virðumst aldrei hafa nógan tíma til að gera allt sem við ætlum okkur

og ljúka við það sem skiptir okkur mestu máli. Við tökum endalaust að okkur verkefni og förum svo heim

í lok vinnudags með þá tilfinningu að við höfum ekki náð að gera neitt. Við látum stjórnast af áreitum í

kringum okkur og erum allan daginn í viðbragðsstöðu í stað þess að einblína á það sem skiptir

raunverulega máli.

Á námskeiðinu fá þátttakendur innsýn í hvernig þeir verja tíma sínum í dag og læra að forgangsraða

verkefnum. Farið er í mikilvægi þess að skapa tíma fyrir mikilvægustu verkefnin með góðri skipulagningu

og takast á við truflanir af ýmsum toga, eins og símtöl og tölvupóstinn. Tekin eru fyrir atriði eins og

algengir tímaþjófar, frestun, skipulagning og áætlanagerð, fundir og fundarstjórn, að segja nei, jákvætt

hugarfar og sjálfsstjórn.

Fyrirkomulag Fyrirlestur, umræður og verklegar æfingar

Umsjón (tillaga)

Þekkingarmiðlun

Page 21: Þróttur Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja · Leiðbeint er um samskipti við pirraða og reiða skjólstæðinga. Fjallað er um hvað þjónusta er og mikilvægi hennar

Þróttur – Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja 2011

21

Viðburðastjórnun – Námskeið fyrir stjórnendur

4 kst.

Markmið

Að þátttakendur verði færari í að skipuleggja og stýra viðburðum.

Að þátttakendur verði færari í að gera samantektir og meta framkvæmdir.

Að þátttakendur verði færari í að gera grein fyrir framkvæmd funda og viðburða.

Að þátttakendur verði öruggari í uppsetningu, stillingu og samsetningu ýmissa tækja fyrir fundi

og viðburði.

Námslýsing

Fjallað verður um helstu þætti sem hafa ber í huga við undirbúning funda, tilgang fundarins, dagskrá

fundarins, fundarritun og eftirvinnslu. Farið verður í fundarboðun, uppsetningar á fundargerðum og þá

þætti sem fram þurfa að koma í fundargerð. Rætt verður um fundarreglur og mikilvægi þess að bæði

fundarstjóri og fundargestir þekki og virði þær. Einnig verður farið í atriði sem auka skilvirkni funda og

mikilvægi fundargerða.

Lögð er áhersla á hagnýtar aðferðir verkefnastjórnunar sem þarf í huga við skipulagningu á atburðum og

fundum. Fjallað er um mismunandi fundar- og ráðstefnuform og leiðir til að ná tilætluðum árangri.

Farið verður í notkun skjávarpa og helstu miðla sem stuðst er við á fundum. Hvernig skal stilla og tengja

tæki sem þurfa að vera til staðar fyrir fundi og viðburði. Fjallað verður um hvernig skal haga uppröðun og

skipulagi stærri og smærri fund í fundarými þ.e. móttaka, sætaskipun á fundum, uppröðun í rými og á

fylgishlutum.

Fyrirkomulag

Fyrirlestrar, umræður og verkefni

Umsjón (tillaga)

X

Page 22: Þróttur Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja · Leiðbeint er um samskipti við pirraða og reiða skjólstæðinga. Fjallað er um hvað þjónusta er og mikilvægi hennar

Þróttur – Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja 2011

22

Öryggi og áföll – Viðbrögð við áföllum á vinnustað

4 kst.

Markmið

Að þátttakendur átti sig á mikilvægi skipulagðra vinnubragða.

Að þátttakendur þekki mismunandi andleg og líkamleg einkenni sem geta birst í kjölfar alvarlegra atburða.

Að þátttakendur viti til hvaða bjargráða hægt er að grípa til í kjölfar áfalla til að fyrirbyggja áfallastreitu.

Að þátttakendur þekki til áfallahjálpar og mikilvægi hennar til að fyrirbyggja áfallastreitu.

Að þátttakendur átti sig á mikilvægi félagslegs stuðnings vinnufélaga til að draga úr mögulegum neikvæðum áhrifum áfalla.

Námslýsing

Á námskeiðinu verður fjallað um viðbrögð við áföllum og þátttakendur fræddir um mögulegar afleiðingar

alvarlegra áfalla. Rætt verður um ólík viðbrögð einstaklinga og hvernig draga má úr áfallastreitu, meðal

annars með áfallahjálp. Farið verður yfir þrjú stig bataferlisins, þ.e. losun/tæmingu, úrvinnslu (afneitun

og endurupplifun) og bata. Eftir námskeiðið eiga þátttakendur að vera betur í stakk búnir til að takast á

við hverskonar áföll og afleiðingar þeirra.

Fyrirkomulag

Fyrirlestrar, umræður og æfingar.

Umsjón (tillaga)

X

Page 23: Þróttur Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja · Leiðbeint er um samskipti við pirraða og reiða skjólstæðinga. Fjallað er um hvað þjónusta er og mikilvægi hennar

Þróttur – Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja 2011

23

Frístundir og afþreying 6 kst.

Markmið

Að þátttakendur fái yfirsýn yfir frístunda- og afþreyingariðnaðinn á Íslandi og vaxandi mikilvægi

þeirrar þjónustu.

Að þátttakendur upplifi starf sitt sem hluta af þeirri heild sem frístunda- og afþreyingariðnaðinn

er.

Að þátttakendur verði meðvitaðir um aðrar hliðar starfs síns sem tengjast t.d.

ferðamannaiðnaði, upplýsingamiðlun, viðburðastjórnun og samskiptafræðum.

Námslýsing

Frístundir og afþreying er sístækkandi iðnaður hér á landi og á námskeiðinu verður fjallað um hann á

almennan hátt. Markmiðið er að gefa starfsmönnum innsýn inní þennan heim og hver þróunin er. Fjallað

um helstu flokka frístunda og afþreyingar hér á landi, áherslur og nýjungar og hvernig ör þróun í þessum

geira hefur áhrif á störf starfsmanna á sundstöðum og íþróttamannvirkjum. Einnig er fjallað um

árstíðarbundin verkefni starfanna og þróun þeirra.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður.

Umsjón (tillaga)

Sérfræðingur í atvinnulífsfræði, frístundafræðum eða hjá sveitarfélögum.

Page 24: Þróttur Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja · Leiðbeint er um samskipti við pirraða og reiða skjólstæðinga. Fjallað er um hvað þjónusta er og mikilvægi hennar

Þróttur – Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja 2011

24

Önnur námskeið

Hreinsitækni – snyrtilegt umhverfi og ræsting – meðhöndlun efna 6 kst.

Markmið

Að þátttakendur geri sér grein fyrir mikilvægi hreinlætis í starfi sínu

Að þátttakendur læri að meðhöndla efni á réttan hátt.

Að takmarka slysahættu og tryggja hámarksvirkni og nýtingu efna.

Að þátttakendur verði meðvitaðir um umhverfisvernd og „græn vinnubrögð“.

Námslýsing

Á námskeiðinu verður fjallað um mikilvægi hreinlætis og réttrar meðhöndlunar efna. Farið verður yfir

hvernig best er að bera sig að til þess að tryggja öryggi og árangur. Meðal efnisatriða er: blöndun efna,

meðhöndlun klórs, Umsjón (tillaga) niðurfalla, þrif á flötum og plönum, eiturefni og áhrif á líkama og

heilsu. Þá verður fjallað um áhrif efnanna umhverfið og „græn vinnubrögð“. Einnig verður rætt um ýmis

efni sem ofnæmisvalda. Þá mun sérstök áhersa verða á að lesa úr hverskonar merkingum á umbúðum

efna.

Námskeiðið verður aðlagað að hverri stofnun fyrir sig, sérstaklega hvað varðar meðhöndlun efna.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræður og verkleg kennsla.

Umsjón (tillaga)

Sérfræðingar hjá sveitarfélögum/stofnunum.

Page 25: Þróttur Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja · Leiðbeint er um samskipti við pirraða og reiða skjólstæðinga. Fjallað er um hvað þjónusta er og mikilvægi hennar

Þróttur – Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja 2011

25

Tölvur og tölvuvinnsla

Markmið

Að auka almenna tölvuleikni þátttakenda

Að þátttakendur verði öruggari í tölvuvinnslu og færir um að leysa einföld verkefni

Námslýsing

Á flestum vinnustöðum þarf starfsfólk að hafa grunnþekkingu á tölvuvinnslu. Hér er farið yfir grunnatriði

í algengum forritum, s.s. ritvinnslu, töflureikni og internetvöfrum. Ásamt því að auka þekkingu og færni

starfsmanna í ákveðnum forritum er markmiðið að þátttakendur verði óhræddir við að nýta tölvur og

tæki í vinnunni, s.s. skráningarkerfi.

Tölvur og tölvunotkun eru netnámskeið þar sem byrjendum og lengra komnum er kennt á tölvur og ýmis

hagnýt forrit. Námskeiðin hafa hlotið frábærar viðtökur. Öll kennsla fer fram í fjarnámi, með aðferðum

sem allir ráða við, undir öruggri leiðsögn og með stuðningi kennara.

Hægt er að velja milli eftirfarandi námskeiða

Fjöldi kst. Hefst

Grunnnámskeið 26 kst. 20. sept.

Outlook 26 kst. 20. sept.

Excel-framhald 26 kst. 11. okt.

Power-Point 26 kst. 11. okt.

Myndvinnsla og myndavélar 26 kst. 1. nóv.

Publisher 26 kst. 1. nóv.

Fjarsjóður Google 26 kst. 1. nóv.

Word-framhald 26 kst. 22. nóv.

Hugarkort 26 kst. 22. nóv.

Fyrirkomulag

Fjarnám, myndbönd og kennslubækur.

Umsjón (tillaga)

X

Page 26: Þróttur Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja · Leiðbeint er um samskipti við pirraða og reiða skjólstæðinga. Fjallað er um hvað þjónusta er og mikilvægi hennar

Þróttur – Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja 2011

26

Sjálfsvörn – Grunnatriði í líkamlegri sjálfsvörn

4 kst.

Markmið

Að þátttakendur læri grunnatriði í líkamlegri sjálfsvörn.

Að þátttakendur verði færir um að verja sig líkamlega, skyldi sú staða kom upp.

Að þátttakendur verði öruggari með sig í erfiðum aðstæðum sem geta komið upp þar sem gæti

þurft að koma til líkamlegra átaka.

Að starfsmenn verðir öruggari þegar og ef þeir þurfa að vera einir á vakt.

Námslýsing Starfsfólk íþróttamannvirkja getur þurft að takast á við viðskiptavini í mismunandi ástandi, jafnvel undir

áhrifum vímuefna. Þær aðstæður geta komið upp að mikilvægt sé fyrir starfsmenn að geta varið bæði sig

og aðra viðskiptavini. Á námskeiðinu er farið yfir grunnatriði í sjálfsvörn og hvernig best sé að bregðast

við yfirvofandi hættu. Megináhersla námskeiðsins er þó að koma í veg fyrir að beita þurfi ofbeldi og

ræða leiðir til að róa árásargjarna einstaklinga.

Fyrirkomulag Verkleg kennsla og æfingar.

Umsjón (tillaga)

X

Page 27: Þróttur Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja · Leiðbeint er um samskipti við pirraða og reiða skjólstæðinga. Fjallað er um hvað þjónusta er og mikilvægi hennar

Þróttur – Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja 2011

27

Tungumál – Enska fyrir atvinnulífið, talmál

12 kst.

Markmið

Að þátttakendur verði öruggari að tjá sig á ensku.

Að þátttakendur byggi upp orðaforða sem nýtist þeim í starfi.

Að þátttakendur skilji helstu hugtök á ensku er tengjast starfssviði þeirra.

Að þátttakendur geti svarað fyrirspurnum í starfi á ensku, bæði munnlega og skriflega.

Námslýsing

Á námskeiðinu er lögð áhersla á starfstengda ensku, þ.e. þann orðaforða sem tengist afþreyingu,

frístundum og öðru sem tengist starfinu. Áhersla er lögð á þjálfun talmáls, með samtölum og vinnu í

litlum hópum. Farið er í grunnatriði málfræði og stafsetningar. Kennslustundirnar eru skemmtilegar og

líflegar þar sem markmiðið er að gera fólk óhrætt og fært um að tjá sig við viðskiptavini.

Fyrirkomulag

Þátttakendur fá orðalista og texta sem tengjast starfinu. Ýmsar tal- og „spjall“æfingar verða unnar með

kennara.

Boðið verður upp á getuskipt námskeið, fyrir byrjendur og lengra komna.

.

Umsjón (tillaga)

X

Page 28: Þróttur Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja · Leiðbeint er um samskipti við pirraða og reiða skjólstæðinga. Fjallað er um hvað þjónusta er og mikilvægi hennar

Þróttur – Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja 2011

28

Veðurfræði – örnámskeið

4 kst.

Markmið

Að þátttakendur þekki helstu hugtök veðurfræði og viti hvað þau þýða.

Að þátttakendur geti lesið út úr veðurkortum.

Að þátttakendur geti búið til sína eigin spá útfrá veðurkortum.

Námslýsing

Það getur oft komið sér vel fyrir starfsmenn íþróttamannvirkja, ekki síst skíðasvæða og sundstaða, að

fylgjast með veðrinu. Á þessu námskeiði verður farið yfir helstu hugtök veðurfræði og hvernig lesið er úr

veðurkortum og spám.

Fyrirkomulag

Fyrirlestrar og verkefni.

Umsjón (tillaga)

X

Page 29: Þróttur Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja · Leiðbeint er um samskipti við pirraða og reiða skjólstæðinga. Fjallað er um hvað þjónusta er og mikilvægi hennar

Þróttur – Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja 2011

29