ÁRSSKÝRSLA 2012Sveiflur á gengi íslensku krónunnar og sveiflur á álverði hafa haft mikil...

156
FINANCIAL STATEMENTS 2012 ÁRSSKÝRSLA 2012

Transcript of ÁRSSKÝRSLA 2012Sveiflur á gengi íslensku krónunnar og sveiflur á álverði hafa haft mikil...

  • ÁR

    SSKÝR

    SLA 2

    01

    2

    finAnciAL StAtementS 2012

    ÁRSSKÝRSLA 2012

    HS O

    RK

    A H

    f

    Brekkustíg 36 | 260 Reykjanesbæ

    Sími: 422 5200 | [email protected]

    www.hsorka.is

  • EFNISYFIRLITÁvarp stjórnarformanns . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3HS Orka hf . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5Stjórn og skipulag . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6Starfsmannafélag . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 8Heimsóknir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9Fréttaveitan . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9Orkuver . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10Grunnvatns- og jarðhitadeild . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 15Skjalastjórnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 18Innkaupa- og birgðadeild . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 19Starfsmannahald . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 20Gæðamál . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 21Öryggis, heilbrigðis- og umhverfismál . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 22Upplýsingasvið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 23Viðhaldsdeild . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 24Fjármál . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 24Raforkukaup og raforkusala . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 25Skýrsla og yfirlýsing stjórnar og framkvæmdastjórnar . . . . . . . . . . . . . 28Áritun óháðs endurskoðanda . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 30Rekstrarreikningur og yfirlit um heildarafkomu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 31Efnahagsreikningur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 32Eiginfjáryfirlit . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 33Sjóðstreymisyfirlit . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 34Skýringar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 36Viðauki:

    CONTENTSAddress of the Chairman of the Board . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 81HS Orka hf . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 83Boards of directors, ownership, management . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 84Power plant . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 86Groundwater and geothermal division . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 89Visitors to HS Orka´s facilities . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 92Financial matters . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 93Record Management . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 94Information Technology (IT) . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 95Frettaveitan Newsletter . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 95Power purchases and sales . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 96Endorsement by the Board of Directors and Management . . . . . . . . . 100Independent Auditors‘ Report . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 102Statement of Comprehensive Income . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 103Statement of Financial Position . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 104Statement of Changes in Equity . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 105Statement of Cash Flows . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 106Notes to the Financial Statements . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 108

    1

    H S O R K A H F

  • 2

    Á R S S K Ý R S L A 2 0 1 2

  • Nýliðið ár var fyrsta heila starfsár félagsins í eigu

    núverandi hluthafa, eftir nokkurra ára sögu töluverðra

    breytinga á eignarhaldi HS Orku . Eftir að Jarðvarmi slhf,

    samlagshlutafélag í eigu 14 lífeyrissjóða, jók hlut sinn

    í HS Orku snemma árs 2012 með nýtingu kaupréttar á

    nýju hlutafé, á Jarðvarmi 33,4% hlut í HS Orku og Alterra

    Power Corporation á 66,6% hlut í gegnum dótturfélag sitt,

    Magma Energy Sweden A .B .

    Samstarf hluthafanna um rekstur HS Orku hefur verið

    sérstaklega gott og ánægjulegt . Báðir hluthafar hafa sýnt

    mikið traust og ábyrgð í rekstri félagsins og fjárhagsstaða

    þess batnaði verulega eftir áðurnefnda aukningu hlutafjár .

    Má því segja að erfiðleikar þeir sem á okkur dundu í

    kjölfar efnahagshruns og stórfellds gengisfalls íslensku

    krónunnar séu nú að baki .

    Óhætt er að segja að HS Orka skeri sig nokkuð úr

    varðandi stöðu íslenskra orkufyrirtækja, sakir eignarhalds .

    Hluthafar félagsins hafa nú í tvígang á örfáum árum styrkt

    stöðu félagsins með aukningu hlutafjár, svo um munar,

    og þar með fjárfest frekar í félaginu . Þetta hefur styrkt

    félagið verulega og gerir því mögulegt að sækja í ný og

    áhugaverð verkefni .

    Framgangur nýrra verkefna félagsins er háður mörgum

    utanaðkomandi þáttum . Aðgerðir stjórnvalda vega þar

    þungt . Vert er að fagna afgreiðslu Alþingis á Rammaáætlun

    um vernd og nýtingu náttúrusvæða nú nýlega, þó vissulega

    megi gera veigamiklar athugasemdir við niðurstöðuna .

    HS Orka hefur á sinni könnu í dag nokkur verulega

    áhugaverð verkefni í nýtingarflokki Rammaáætlunar, til

    frekari orkuvinnslu og atvinnusköpunar .

    Annar veigamikill þáttur er áhugi fjárfesta til

    uppbyggingar starfsemi á Íslandi . Meðal annars vegna

    gjaldeyrishafta hafa erlendir fjárfestar sýnt takmarkaðan

    áhuga og framgangur verkefna er hægur . Almennt

    efnahagsástand í heiminum vegur einnig þungt . Þar má

    meðal annars nefna að álverð er og hefur verið nokkuð

    lágt og má vænta þess að svo verði eitthvað áfram . HS

    Orka og Norðurál vinna engu að síður enn að samningi

    um orkusölu til álvers sem Norðurál áformar að reisa í

    Helguvík .

    Sveiflur á gengi íslensku krónunnar og sveiflur á

    álverði hafa haft mikil áhrif á rekstrarafkomu félagsins,

    eins og sjá má t .a .m . á uppgjöri ársins 2012 . Breytingar á

    þessum þáttum leiða gjarnan til þess að afkoma félagsins

    ÁVARP STJÓRNARFORMANNS

    3

    H S O R K A H F

  • sveiflast verulega, ýmist til hins verra eða betra . Til þess

    ber að líta að hin raunverulega rekstrarafkoma félagsins

    er jafnan nokkuð góð og stöðug og ber starfsmönnum

    og stjórnendum félagsins gott vitni um faglegan og

    skynsamlegan rekstur og auðlindanýtingu .

    Ég vil nota þetta tækifæri og þakka starfsmönnum,

    stjórnendum og stjórnarmönnum HS Orku fyrir þeirra

    mikla og óeigingjarna starf sem unnið hefur verið í þágu

    félagsins, oft við aðstæður sem fela í sér miklar áskoranir .

    Jarðvarmaauðlindir þær sem HS Orka nýtir í dag eru í

    eigu ríkis og sveitarfélaga . HS Orka á í dag í viðræðum við

    bæði ríki og sveitarfélög um frekari auðlindanýtingu . Þess

    er að vænta að fljótlega verði gengið frá nýjum samningum

    um framtíðaraðgang HS Orku að jarðvarmaauðlindum .

    Sanngjarnt er að orkuvinnslan greiði hæfilegt afgjald af

    orkuvinnslu til eigendanna og þar með samfélagsins .

    HS Orka hefur um langa hríð lagt áherslu á fjölnýtingu

    jarðvarmaauðlindarinnar . Glögg merki þess má sjá í

    auðlindagarðinum í Svartsengi, með starfsemi orkuvers

    og jafnframt starfsemi Bláa Lónsins, Carbon Recycling

    International og ORF Líftækni . Á Reykjanesi er hliðstæða

    í orkuveri okkar ásamt starfsemi fiskþurrkunarverksmiðja

    og nýjasta áfanganum í þessari fjölnýtingarþróun

    verður náð er Stolt Sea Farm tekur í notkun fyrsta

    áfangann í nýrri fiskeldisstöð sinni á Reykjanesi, sem

    nýtir hrakvarma orkuversins . Það er tilhlökkunarefni að

    fjölnýtingarverkefnum sem þessum fjölgi, bæði í Svartsengi

    og á Reykjanesi og á öðrum framtíðarvinnslusvæðum HS

    Orku .

    HS Orka mun áfram leita frekari tækifæra til orkuvinnslu

    eftir því sem samfélagið og atvinnuvegir þarfnast, en

    framgangur nýrra verkefna er ekki síst háður eftirspurn

    eftir orku . Í slíkum verkefnum felast gríðarleg tækifæri til

    atvinnusköpunar og þróunar innan fyrirtækisins og utan .

    Það er hlutverk starfsmanna, stjórnenda og hluthafa HS

    Orku að grípa tækifærin og tryggja sem mestan ávinning

    í víðu samhengi; fyrir starfsmenn, fyrir félagið, fyrir

    viðskiptavini og fyrir samfélagið .

    Það er von mín að þau verkefni sem HS Orka vinnur

    að geti hjálpað samfélaginu á leið úr þeim erfiðleikum

    sem fylgt hafa efnahagsörðugleikum þjóðarinnar, tryggt

    fleirum góð störf, viðunandi afkomu, fjárhag og lífsgæði .

    Gleymum ekki hinni samfélagslegu ábyrgð sem á okkur

    hvílir, sem störfum fyrir jafn mikilvægt fyrirtæki og

    HS Orka er samfélaginu . Ef litið er til þeirrar sérstöðu

    sem íslenskur orkuiðnaður hefur í samfélaginu er okkar

    hlutverk ekki síst að skapa almenningi lífsgæði .

    Ásgeir Margeirssonstjórnarformaður

    4

    Á R S S K Ý R S L A 2 0 1 2

  • HS ORKA HF

    Framleiðslan gekk vel á árinu 2012 og varð

    rafmagnsframleiðslan 3% umfram áætlun eða 1 .194 GWh .

    Þessar stöðugu og jákvæðu framleiðslutölur sýna styrk

    jarðhitakerfanna, gæði búnaðarins og færni starfsmanna .

    Framleiðslan 2012 minnkaði um 5,2% frá árinu áður en það

    var aðallega vegna þess að á síðari hluta ársins 2011 rann út

    35 MW samningur en 35 MW jafngilda um 20% af uppsettu

    afli HS Orku . Þrátt fyrir að þessi samningur rynni út lækkuðu

    tekjur aðeins um 7,4% . EBITA hækkaði á árinu 2012 um 6,7%

    frá árinu áður aðallega vegna minni stjórnunarkostnaðar

    tengdum gerðardómsmálum við Norðurál .

    Í febrúar 2011 var undirritaður samningur við Íslenska

    kísilfélagið um sölu á 30 MW frá miðju ári 2013 til ársloka

    2016 til fyrirhugaðrar verksmiðju í Helguvík . HS Orka telur nú

    að verkefnið muni ekki verða að veruleika í þeirri mynd sem

    að var stefnt og því komi ekki til orkusölu samkvæmt þessum

    samningi . HS Orka náði ágætum árangri í sölumálum á seinni

    hluta árs 2012 og mun því áfram selja megin hluta þessarar

    orku til annarra aðila samkvæmt skammtímasamningum .

    Félagið vinnur enn að áformum um uppbyggingu

    virkjana sem mögulega gætu nýst til að svara eftirspurn frá

    álveri í Helguvík eða annarri starfsemi sem byggir á mikilli

    raforkunotkun . Keypt hefur verið 50 MW hverfilsamstæða frá

    Japan, sömu gerðar og þær tvær sem fyrir eru . Þá hefur verið

    gengið frá útboðsgögnum vegna byggingarframkvæmda .

    Fyrirtækið gerir ráð fyrir að geta ráðist í rannsóknarboranir

    í Eldvörpum og í Krýsuvík þegar gengið hefur verið frá

    breytingum á aðal- og deiliskipulagi fyrir svæðin í samvinnu

    við viðkomandi sveitarfélög og hinsvegar frá samningum um

    nýtingarrétt í Krýsuvík .

    Í febrúar 2012 staðfesti annar hluthafinn í HS Orku,

    Jarðvarmi slhf, áhuga sinn á auknum hlut í HS Orku og frekari

    uppbyggingu fyrirtækisins með kaupum á 878 .205 .943 nýjum

    hlutum sem bætti sjóðstöðu HS Orku um 4,7 milljarða króna .

    Þessi kaup voru í samræmi við áður umsamin kauprétt og

    eru þessir fjármunir ætlaðar til stækkunar Reykjanesvirkjunar .

    Fjárfestingar á árinu 2012 voru svipaðar og árið áður og

    námu alls 774 m .kr . á móti 819 m .kr . 2011 . Fjárfestingar til

    undirbúnings stækkunar Reykjanesvirkjunar og til tryggingar

    á núverandi rekstri námu 425 m .kr . og í Svartsengi voru

    fjárfestingar vegna förgunar affallsvatns fyrir 215 m .kr .

    Gerðardómsmál við Norðurál Grundartanga vegna

    skerðingar á kaupum umsamins rafmagns hélt áfram á árinu .

    Vitnaleiðslur voru í málinu í fyrstu viku febrúar í Madríd á

    Spáni og er niðurstöðu vænst fyrir mitt ár .

    Á árinu fór fram fyrsta stór upptekt á vél 2 á Reykjanesi

    eftir 6 ára rekstur . Kom hún í kjölfar samskonar upptektar

    á vél 1 á árinu 2011 og er nú ljóst að treysta má þessum

    vélbúnaði til langrar framtíðar .

    HS Orka horfir til áframhaldandi öflugrar framleiðslu

    og rekstrarafkomu á árinu 2013 sem opni dyr fyrir frekari

    uppbyggingu með stækkun Reykjanesvirkjunar og öðrum

    verkefnum .

    5

    H S O R K A H F

  • Aðalfundur HS Orku hf var haldinn 15 . mars 2012 á

    aðalskrifstofu fyrirtækisins á Brekkustíg 36 í Reykjanesbæ .

    Fráfarandi stjórn var öll endurkjörin . Að loknum aðalfundi

    var haldinn stjórnarfundur þar sem stjórnin skipti með sér

    verkum og var hún þá þannig skipuð:

    Formaður:

    Ásgeir Margeirsson, Magma Energy Sweden A .B .

    Varaformaður:

    Ross Beaty, Magma Energy Sweden A .B .

    Ritari:

    Gylfi Árnason, Jarðvarmi slhf

    Meðstjórnendur:

    Anna Skúladóttir, Jarðvarmi slhf

    John Carson, Magma Energy Sweden A .B .

    Varamenn í stjórn:

    Bruce Ripley, Magma Energy Sweden A .B .

    Helgi Jóhannesson, Jarðvarmi slhf .

    Þann 29 . febrúar 2012 nýtti Jarðvarmi slhf rétt sinn til að

    auka hlutafjáreign sína og keypti nýútgefin hlutabréf að

    nafnvirði 878 .205 .943 og kaupverðið um 4,7 milljarðar

    króna .

    Að loknum þeim viðskiptum var hlutafjáreign í HS Orku hf

    þá þannig 29 . febrúar 2012 og einnig þann 31 . desember

    2012:

    Hlutir Hlutfall

    Magma Energy Sweden A .B . 5 .222 .188 .911 66,6%

    Jarðvarmi slhf 2 .618 .935 .580 33,4%

    Samtals 7.841.124.491 100,000%

    STJÓRN OG SKIPULAG

    Eftirtaldir veita fyrirtækinu forstöðu:

    Forstjóri: Júlíus Jónsson

    Aðstoðarforstjóri: Albert Albertsson

    6

    Á R S S K Ý R S L A 2 0 1 2

  • Ásgeir Margeirsson

    Ross Beaty Gylfi Árnason

    John CarsonAnna Skúladóttir

    Júlíus Jónssonforstjóri

    Albert Albertssonaðstoðarforstjóri

    7

    H S O R K A H F

  • STARFSMANNAFÉLAG

    Aðalfundur starfmannafélags HS var haldinn þann

    27 . apríl 2012 og var Sigrún Guðmundsdóttir endurkjörinn

    formaður félagsins .

    Sigurður Baldur Magnússon kom nýr inn í stjórnina

    en úr stjórn fóru Þorgrímur Hálfdánarson, Margrét

    Guðleifsdóttir og Sigmar Örn Sigþórsson . Aðrir í stjórn eru

    Heiðar Sverrisson, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Kristján

    Ástþór Baldursson . Varamenn í stjórn eru Þórhildur Eva

    Jónsdóttir og Guðrún Jóhanna Axelsdóttir .

    Á árinu voru haldnar nokkar skemmtanir á vegum

    félagsins eins og venjan er .

    Árshátíð SFHS var haldin þann 3 . mars að Hótel

    Selfossi . Þátttaka var mjög góð og veislustjórinn Gísli

    Einarsson fór á kostum og skemmtiatriðin slógu í gegn .

    Sumarið var boðið velkomið í júní á Garðskaga með

    fjölskylduhátíð í blíðskaparveðri . Farið var meðal annars í

    ratleik og grillaðar pylsur . Hoppukastalinn var vinsæll og

    sem og andlitsmálningin . Garðskaginn er afar hentugur

    staður fyrir hátíð af þessu tagi .

    Félagsmenn voru duglegir að nota bústaðinn okkar

    í Húsafelli í sumar . Keyptur var nýr heitur pottur í

    bústaðinn, grill, sturtuklefi, gardínur og dýnur í rúmin

    og ýmislegt lagað og snurfusað í húsinu . Bústaðurinn er

    í góðu standi núna . Félagsmenn hafa verið duglegir við

    að benda á það sem þarf að laga eða það sem vantar

    eða skemmist, því er kippt í lag hið snarasta . Umgengni

    í bústaðnum hefur verið til fyrirmyndar og viljum við

    þakka fyrir það . Þetta er okkar sameign og við þurfum öll

    að ganga vel um . Vetrarleigan á bústaðnum mætti vera

    meiri en stjórnin telur að hátt bensínverð dragi úr því að

    félagsmenn nýti sér bústaðinn um helgar á veturna .

    Sumarferð starfsmanna var síðan þann 15 . september

    og ferðinni haldið austur í Skaftafellssýslu . Skráning

    var vonum framar og var forstjóri og stjórn félagsins

    himinlifandi yfir því hve margir ætluðu sér að mæta eða

    131 . Þegar nær dró að brottfarardegi í september þá

    afboðuðu margir sig og svo fór að 1/3 skráðra í ferðina

    afboðuðu sig . En ferðin var mjög vel heppnuð og veðrið

    lék við okkur . Ferðinni var fyrst heitið að Skógum eftir

    að allir höfðu verið sóttir á sínum stöðum . Þar fengu

    ferðalangarnir súpu og brauð og skoðuðu safnið . Síðan var

    lagt í hann upp í Hólaskjól í Skaftártungu þar sem fyrirhuguð

    Búlandsvirkjun mun vonandi rísa . Þar hlustuðum við á

    Friðrik Friðriksson og Ásbjörn Blöndal tala um staðinn og

    virkjunarframkvæmdir . Þá var haldið að Hótel Laka þar

    sem boðið var uppá glæsilegt kvöldverðarhlaðborð og

    alvöru sveitastemmningu í skemmu með harmonikkuspili .

    Um hádegi næsta dag voru Dverghamrar og Kirkjugólfið

    skoðað . Síðan komið við í Vík . Það voru sáttir og þeyttir

    ferðalangar sem sváfu í rútunni á leiðinni heim . Þakka

    ykkur innilega fyrir frábæra ferð .

    Þann 4 . nóvember var leikhúsferð með börn og

    barnabörn nokkurra starfsmanna HS . Fórum við að sjá

    leikritið Dýrin í Hálsaskógi .

    Jólahlaðboðið var síðan 1 . desember á Restaurant

    Reykjavík . Þetta var í fyrsta skiptið sem félagið heldur

    jólahlaðborðið utan Reykjanesbæjar og þátttaka var mjög

    góð . Það var heldur þröngt um okkur en þröngt mega

    sáttir sitja .

    Framundan er spennandi ár og hlakkar stjórn félagsins

    til að takast á við það . Félagsmenn eru viljugir að taka þátt

    og það er uppskrift á góða ferð eða skemmtun . Að lokum

    vill stjórnin þakka ykkur öllum fyrir að hafa tekið þátt í

    starfinu á árinu og það er alls ekki búið, meira í vændum .

    8

    Á R S S K Ý R S L A 2 0 1 2

  • HEIMSÓKNIR

    Á hverju ári koma gestir alls staðar að úr heiminum

    í heimsókn í orkuver fyrirtækisins sem og á sýninguna

    Orkuverið jörð i Reykjanesvirkjun . Samkvæmt upplýsingum

    frá Íslandsstofu spyrja flestir erlendir gestir um jarðvarma .

    Gestir okkar fá fræðslu um jarðvarmann og af

    hverju það er mögulegt að vinna jarðvarma á Íslandi,

    auðlindagarðshugsunin er kynnt og auðvitað fá gestir

    okkar í flestum tilfellum að sjá inn í orkuverin .

    Í gegnum sýninguna Orkuverið jörð sem er í

    Reykjanesvirkjun hefur gestum verið að fjölga . Sýningin

    fjallar um sólkerfið og mismunandi orkugjafa sem virkjaðir

    eru um allan heim .

    Á árinu 2013 hvetur fyrirtækið fólk til að koma í

    heimsókn og kynna sér starfsemina . Fyrirtækið mun

    áfram vera með öryggiskröfur fyrir sína gesti . Hópar sem

    fara inn í orkuverin skulu ekki vera stærri en 30 manns,

    allir klæðast sýnileikavesti og öryggishjálmi .

    Eitt blað kom út á árinu 2012, tölublað 230 og aðeins

    á netformi . Fyrsta blað Fréttaveitunnar kom út í desember

    1987 . Blaðið hefur síðan komið reglulega og óreglulega út

    en markmiðið er að gefa út 4 blöð á ári . Blaðið er því að

    hefja sitt 26 . starfsár nú árið 2013 .

    Fréttaveitan hefur alla tíð þjónað þeim tilgangi að vera

    upplýsingamiðill fyrirtækisins og starfsmanna þess . Ekki

    eru áform um annað en að halda áfram netútgáfu enda

    er það mat stjórnenda fyrirtækjanna að um nauðsynlegan

    upplýsingamiðil sé að ræða .

    Breytt umhverfi síðustu ára í rekstri fyrirtækjanna er

    þess valdandi að ekki er hægt að segja frá öllu jafnóðum .

    Margir þættir, eins og t .d . uppgjör, rekstraráætlanir og

    fleira þarf að tilkynna til Kauphallar og eftirlitsaðila áður

    en fyrirtækin mega veita upplýsingar til annarra aðila .

    Blaðið er alltaf aðgengilegt á heimasíðum fyrir-

    tækjanna og öll blöð sem hafa verið gefin út má finna á

    netformi í gagnagrunni fyrirtækisins, www .hver .is .

    FRÉTTAVEITAN

    9

    H S O R K A H F

  • Rekstur framleiðsludeildar gekk vel á árinu og voru

    óvæntar uppákomur fáar en hér að neðan má sjá kafla um

    rekstur og viðhald . Rekstur jarðhitakerfa var með svipuðum

    hætti og áður, lítilsháttar aukning var á heildarupptekt í

    Svartsengi (3,2%) en dróst saman á Reykjanesi (17,2%) .

    Framleiðsla á hitaveituvatni var nánast sú sama og

    árið áður (aukning 2,8%) . Raforkuframleiðsla minnkaði

    nokkuð milli ára á Reykjanesi, (3,95%) vegna breytinga

    á sölusamningum . Framleiðslan var svipuð milli ára í

    Svartsengi . Í heild er raforku framleiðslan um 10,5%

    minni 2012 en 2008 .

    FRAMLEIÐSLA HITAVEITUVATNSHeitavatnsframleiðsla í Svartsengi árið 2012 var

    svipuð og árið 2011 . Í töflunni hér fyrir neðan er yfirlit yfir

    framleiðslu hitaveituvatns .

    Þess má geta að uppsett framleiðsluafköst eru 465 l/s

    þannig að náðst hafa 103% afköst orkuvera í kuldakastinu

    10 . janúar . Engar marktækar breytingar hafa komið fram

    á efnasamsetningu upphitaða vatnsins (hitaveituvatns)

    sem HS Veitur dreifa um Suðurnes frá orkuverum í

    Svartsengi .

    Kaldavatnsframleiðsla HS Orku til HS Veitna var

    samtals 6 .437 .703m3 .

    JARÐHITAVINNSLA Í SVARTSENGI 2012 Vinnsla úr jarðhitasvæðinu í Svartsengi var um 422

    kg/s að meðaltali eða alls um 13,31 milljón tonn .

    Niðurdæling affallsvatns í djúpholur SVAH-17 og 24

    var um 7,132 milljón tonn sem eru um 226 kg/sek að

    meðaltali yfir árið . Nettó upptekt á árinu var því um 6,182

    milljón tonn eða um 196 kg/sek .

    Á myndum 1 og 2 má sjá hvernig þrýstingur og hiti

    í jarðhitakerfinu í Svartsengi hefur þróast á síðustu 30

    árum .

    Hiti á 900 m dýpi í Svartsengi og 1 .100 m dýpi í

    Eldvörpum er sýndur á mynd 2 . Eins og sjá má af hitanum

    í SV-12 hefur hitinn lítið breyst frá árinu 2007 og er á

    bilinu 233-234°C .

    JARÐHITAVINNSLA Á REYKJANESI REYH010 Vinnsluhola var tekin úr notkun þann

    6 .desember vegna lítils rennslis og lágs holutopps-

    þrýstings . Í staðin var REYH025 tengd inn á safnæð

    REYH010 og tekin i notkun þann 9 . desember .

    ORKUVER

    40

    42

    44

    46

    48

    50

    52

    54

    56

    58

    60

    62

    64

    66

    68

    70

    1980 1984 1988 1992 1996 2000 2004 2008 2012

    Þrý

    stin

    gur

    (bar

    −g)

    Tími (ár)

    SV−08 SV−09 SV−11 SV−12 EV−02

    Mynd 1: Þrýstingur á 900 m dýpi í fjórum holum í

    Svartsengi og í holu EV-2 í Eldvörpum.

    Meðal- Orku

    rennsli innihald Meðalafl

    Tonn l/s GWh MW

    Framleitt hitaveituvatn 2012 11 .702 .452 370 646,4 73,6 Allt árið 2012

    Hámarks mánaðarframleiðsla 1 .168 .798 436 67,5 90,7 Janúar 2012

    Hámarks vikuframleiðsla sala 258 .497 427 14,9 88,9 Vika 4

    Hámarks sólarhringsframleiðsla 38 .016 440 2,25 94,0 27 . janúar 2012

    Hámarks klst . framleiðsla l/s 1 .724 479 0,103 103,0 kl . 19:00 - 20:00, 10 . janúar 2012

    Hámarks klst . framleiðsla MW 1 .724 479 0,103 103,0 kl . 19:00 - 20:00, 10 . janúar 2012

    FRAMLEIÐSLA HITAVEITUVATNS

    10

    Á R S S K Ý R S L A 2 0 1 2

  • Heildarvinnsla á Reykjanesi á árinu 2012 var um 15,64

    milljón tonn, sem samsvarar árs meðalvinnslu um 495

    kg/s .

    Á árinu 2012 var niðurdæling í jarðhitageyminn á

    Reykjanesi að jafnaði um 45 kg/s eða um 1,42 milljón

    tonn . Nettó upptekt á árinu 2012 er því um 14,22 milljón

    tonn .

    Á mynd 4 má sjá að þróun hita í borholum á Reykjanesi .

    Þær vinnsluholur sem mældar voru á árinu 2012, RN-12,

    RN-15, RN-19 og RN-24, sýna allar örlitla lækkun hita .

    Þessi hitastigslækkun verður könnuð nánar á árinu 2013 .

    REKSTUR oG VIÐHALd VIRKJANAÍ upphafi árs var skipulögð stór upptekt á REY Vél

    2 (50MW) í Reykjanesvirkjun sem fór fram 4 . júní til

    5 . júlí . Þá hafði vélin verið í fullum rekstri í 6 ár með

    fulla framleiðslugetu fyrir utan síðustu mánuði fyrir

    upptekt . Upptektin fól í sér að opna vélina, hreinsa

    hverfilhjólið ásamt hverfilblöðum, kælivatnshlið eimsvala

    og annan búnað sem þurfti skoðun og viðhald . Á sama

    tíma var gufuveitu- ásamt skiljustöðvarbúnaði yfirfarinn

    og endurbættur . Árangur af upptektinni var góður og vélin

    skilaði sömu afköstum og um nýja vél væri að ræða .

    Upptektin var unninn af starfsmönnum HS Orku með

    aðstoð Framtaks ehf verktakafyrirtækis .

    REY Vél 1 (50MW) í Reykjanesvirkjun var tekin úr

    rekstri 12 . - 18 . ágúst vegna árlegrar vélaskoðunar og

    minniháttar hreinsunar og viðhalds í gufuveitu .

    200

    205

    210

    215

    220

    225

    230

    235

    240

    245

    250

    255

    260

    265

    270

    275

    280

    1980 1984 1988 1992 1996 2000 2004 2008 2012

    Hit

    i (°C

    )

    Tími (ár)

    SV−08 SV−09 SV−11 SV−12 EV−02

    Mynd 2: Hitastig á 900 m dýpi í borholum í Svartsengi

    og 1100 m dýpi í Eldvörpum (EV-02).

    RN−11 RN−12 RN−13 RN−13B RN−14 RN−14B RN−15 RN−16 RN−17 RN−17B RN−18 RN−19 RN−20 RN−21 RN−22 RN−23 RN−24 RN−25 RN−26 RN−29 RN−30

    80

    85

    90

    95

    100

    105

    110

    115

    120

    125

    1999 2001 2003 2005 2007 2009 2011 2013

    Þrý

    stin

    gur

    (bar

    −g)

    Tími (ár)

    Mynd 3: Þrýstingur á 1.500 m undir sjávarmáli í holum

    á Reykjanesi, 2002–2012.

    11

    H S O R K A H F

  • Reykjanes Þús. kr.

    Stækkun o .fl . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 391 .228

    Vél 4 (30 MW) . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 33 .700 424 .928

    Svartsengi

    Förgun affallsvatns / niðurdæling . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 215 .092 215 .092

    Rannsóknir

    Orkurannsóknir Eldvörp . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9 .646

    Orkurannsóknir Krýsuvík . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 13 .625

    Orkurannsóknir Trölladyngju . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 396 23 .667

    Orkuver samtals 663.686

    Aðrar fjárfestingar

    Upplýsingakerfi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 13 .366

    Búnaður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5 .572

    Kaup á landi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 18 .339

    Bifreiðar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 29 .848 67 .125

    Hlutafé

    Suðurorka ehf . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 43 .638

    Fjárfestingar samtals 774.449

    Á árinu voru fjárfestingar nánast sömu og árið áður og námu fjárfestingar í orkuverum og öðrum fastafjármunum 664 m .kr .

    (755 m .kr . árið áður) og alls 774 m .kr . í varanlegum rekstrarfjármunum (819 m .kr . árið áður) og voru helstu fjárfestingaliðir

    þessir:

    FJÁRFESTINGAR 2012

    SVA Vél 3 (6MW) var tekin úr rekstri 3 . - 21 . september

    vegna árlegar upptektar sem fól í sér hreinsun á

    hverfilhjóli og hverfilblöðum . Á þessum tíma var gufuveita

    og skiljuðstöð tekin úr rekstri í 20 klst . vegna hreinsunar

    og skoðunar ásamt minniháttar endurbótum .

    Engin útleysing (óskipulegt ótiltæki) frá framleiðslu

    var skráð á árinu .

    SVA Vél 11 (30MW) var tekin úr rekstri 20 . - 26 .

    maí vegna árlegar vélaskoðunar, ásamt viðhalds

    í hjálpakerfum þ .m .t . gufuveitu . Haldið var áfram að

    endurnýja útveggjaklæðningu kæliturns ásamt skoðun

    og smá lagfæringum . Nú hafa þrjár útveggjahliðar verið

    endurnýjaðar með betra og þolnara efni .

    SVA Vél 12 (30MW) var tekin úr rekstri 26 . - 31 . ágúst

    vegna árlegrar vélaskoðunar, ásamt viðhaldi og skoðunum

    á hjálparkerfum .

    SVA Ormatstöðin (vélar 4 til 10): Vélar 7 og 9 voru

    ekki í rekstri vegna bilunar í loftkældum eimsvölum . Á

    seinni hluta ársins stöðvaðist vél 10 af sömu ástæðum .

    Aldur er farin að segja til sín með loftkælda eimsvala

    sem standa utanhúss og hafa búið við erfitt og tærandi

    umhverfi . Unnið er að úrlausn . Aðrar Ormatvélar skiluðu

    góðri framleiðslu á árinu .

    Þann 11 .-13 . júní fór fram prófanir af hálfu Landsnets

    á liðaverndarbúnaði flutningslína SVA-REY-RAU . Þessi

    aðgerð hafði töluverð áhrif á framleiðslu virkjana en hana

    12

    Á R S S K Ý R S L A 2 0 1 2

  • var að sama skapi nauðsynlegt að framkvæma, til að

    tryggja öryggisgæði flutningskerfis LN frá virkjunum .

    ÖNNUR STUTT SAMANTEKT:• Varmarásir orkuvers 5 voru yfirfarnar á árinu með

    útskiptingu á íhlutum sem voru komnir til ára sinna .

    • Í Dælustöð Fitjum voru endurnýjaðir háspennurofar

    ásamt sterkstraumsbúnaði dælukerfa .

    • Hafin var endurnýjun á vélbúnaði í SCADA kerfi

    orkuversins .

    • Endurbætur á niðurdælingarkerfi innan orkuversins,

    felur í sér aukinn möguleika á söfnun jarðsjávar til

    djúpniðurdælingar .

    • Rafskoðanir fóru fram í SVA og REY virkjunum

    samkvæmt öryggisstjórnunarkerfi HS Orku, 500

    endurbætur hafa verið unnar eftir skoðun .

    • SVAN103 Grunnniðurdælingarhola tengd sem vara-

    neyðarlosun .

    150

    160

    170

    180

    190

    200

    210

    220

    230

    240

    250

    260

    270

    280

    290

    300

    310

    1999 2001 2003 2005 2007 2009 2011 2013

    Hit

    i (°C

    )

    Tími (ár)

    RN−11 RN−12 RN−13 RN−13B RN−14 RN−14B RN−15 RN−16 RN−17 RN−17B RN−18 RN−19 RN−20 RN−21 RN−22 RN−23 RN−24 RN−25 RN−26 RN−29 RN−30

    Mynd 4: Hiti á raundýpi 1.500m undir sjávarmáli í

    holum á Reykjanesi.

    13

    H S O R K A H F

  • 2012 % 2011 % %

    GWh af heild GWh af heild breyting

    Fuji vél (6 MW) . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 37,968 2,93% 45,126 3,40% -15,86%

    Ormat vélar (7 x 1,2 MW) . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 34,257 2,64% 43,326 3,26% -20,93%

    Fuji 1999 (30,0 MW ) . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 242,564 18,73% 234,657 17,68% 3,37%

    Fuji 2007 (30,0 MW ) . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 191,744 14,80% 184,420 13,89% 3,97%

    Svartsengi samtals 506,534 39,11% 507,528 38,24% -0,20%

    Reykjanesvirkjun (2 x 50 MW) . . . . . . . . . . . . . . . . 788,570 60,88% 819,707 61,75% -3,80%

    788,570 60,88% 819,707 61,75% -3,80%

    Önnur framleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 0,155 0,01% 0,136 0,01% 13,69%

    1 .295,259 100,00% 1 .327,372 100,00% -2,42%

    Múlavirkjun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 13,023 12,943 0,62%

    Fjarðarárvirkjanir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 53,309 69,650 -23,46%

    66,332 82,593 -19,69%

    RAFoRKUFRAMLEIÐSLAN 2012 VAR ÞESSI:

    SVARTSENGI

    Breyting

    2012 2011 %

    HSH- 7 . . . . . . . . . . . . . . 1,687 1,750 -3,60%

    HSH- 8 . . . . . . . . . . . . . . 1,185 1,140 3,95%

    HSH- 9 . . . . . . . . . . . . . . 1,333 1,310 1,76%

    HSH-10 . . . . . . . . . . . . . . 0,696 0,696 0,00%

    HSH-11 . . . . . . . . . . . . . . 1,614 2,150 -24,93%

    HSH-14 . . . . . . . . . . . . . . 0,129 0,080 61,25%

    HSH-16 . . . . . . . . . . . . . . 0,632 0,557 13,46%

    HSH-18 . . . . . . . . . . . . . . 1,329 0,980 35,61%

    HSH-19 . . . . . . . . . . . . . . 1,139 0,850 34,00%

    HSH-20 . . . . . . . . . . . . . . 0,696 0,627 11,00%

    HSH-21 . . . . . . . . . . . . . . 1,899 1,440 31,88%

    HSH-22 . . . . . . . . . . . . . . 0,391 0,340 15,00%

    HSH-23 . . . . . . . . . . . . . . 0,582 0,975 -40,31%

    13,312 12,895 3,23%

    HSH-5/6/12/17;

    niðurdæling . . . . . . . . . . ( 7,132 ) ( 5,360 ) 33,06%

    Heildarvinnsla úr svæðinu 6,180 7,535 -17,98%

    Vinnsla úr borholum var eftirfarandi (millj . tonn):

    REYKJANES

    Breyting

    2012 2011 %

    RN-10 . . . . . . . . . . . . . . . 0,822 2,325 -64,64%

    RN-11 . . . . . . . . . . . . . . . 2,554 1,974 29,36%

    RN-12 . . . . . . . . . . . . . . . 1,584 2,876 -44,93%

    RN-13 . . . . . . . . . . . . . . . 1,296 0,766 69,23%

    RN-14 . . . . . . . . . . . . . . . 0,932 0,737 26,40%

    RN-15 . . . . . . . . . . . . . . . 0,489 0,233 109,99%

    RN-18 . . . . . . . . . . . . . . . 0,894 0,454 96,87%

    RN-19 . . . . . . . . . . . . . . . 0,494 0,971 -49,10%

    RN-20 . . . . . . . . . . . . . . . 0,000 0,000

    RN-21 . . . . . . . . . . . . . . . 0,635 1,799 -64,71%

    RN-22 . . . . . . . . . . . . . . . 0,000 0,194 -100,00%

    RN-23 . . . . . . . . . . . . . . . 1,215 1,346 -9,73%

    RN-24 . . . . . . . . . . . . . . . 1,042 1,799 -42,08%

    RN-25 . . . . . . . . . . . . . . . 0,068 0,000

    RN-26 . . . . . . . . . . . . . . . 1,774 0,722 145,77%

    RN-27 . . . . . . . . . . . . . . . 1,200 0,961 24,92%

    RN-28 . . . . . . . . . . . . . . . 0,641 0,555 15,47%

    15,640 17,712 -11,70%

    Niðurdæling . . . . . . . . . . ( 1,417 ) ( 2,469 ) -42,60%

    Heildarvinnsla úr svæðinu 14,223 15,244 -6,70%

    Vinnsla úr borholum var eftirfarandi (millj . tonn):

    14

    Á R S S K Ý R S L A 2 0 1 2

  • Starfshópur fyrir grunnvatn og jarðhita (GOJ) heldur

    utan um rannsóknar- og þróunarstarfssemi, kemur að

    undirbúningi nývirkjana og að rekstri jarðhitasvæðanna

    sem HS Orka hefur til umráða . Vinna á árinu dreifðist

    á fjölmörg verkefni, en undirbúningur fyrirspurna um

    umhverfismatsskyldu rannsóknaborana í Eldvörpum og

    lagningu pípu fyrir affall Svartsengis til sjávar tóku

    drjúgan tíma .

    Fyrir stækkun Reykjanesvirkjunar var haldið áfram við

    meta kosti og galla fyrir val á vél 4 . Fulltrúar HS Orku

    fóru til Nýja-Sjálands og skoðuðu þar nokkrar virkjanir .

    Eftir ferðina var ljóst að tvívökvavél myndi ekki henta .

    Eins þótti gufuþvottur fyrir suðu vél ekki kostur, en sýring

    til meðhöndlunar pækils í vinnsluferlinu verði til frekari

    skoðunar . Síðar á árinu var svo samið við verkfræðistofu

    um að hanna tilraunaskiljur fyrir tvísuðu pækilsins á

    Reykjanesi .

    Kæling sást í eftirlitsmælingum nokkurra holna svo

    dregið var úr niðurdælingu í holu RN-20B til öryggis . Hola

    RN-30 var blástursprófuð og ollu niðurstöður vonbrigðum .

    Endurskoðuð var borholuáætlun og ákveðið að bora

    tvær borholur ásamt að rannsaka eldri vinnsluholu með

    því að taka leiðara upp úr henni og gera ýmsar tilraunir til

    að endurheimta gæfni holunnar . Borunin var sett í útboð

    sem Jarðboranir hrepptu og var byrjað að bora holu

    RN-31 í ætlað gufusvæði í desember .

    Áfram var unnið að líkangerð fyrir sprungusveiminn á

    Reykjanesskaga sem innifelur jarðhitasvæðin á Reykjanesi,

    í Eldvörpum og Svartsengi með áherslu á Reykjanes .

    Fjölgað var mælingum á djúpviðnámi (MT) og 3D-túlkun

    GRUNNVATNS- OG JARÐHITADEILD

    15

    H S O R K A H F

  • þeirra bætt . Samningar voru gerðir um að setja upp

    smáskjálftamælanet (ÍSOR) og GPS faststöðvar til að

    fylgjast með landhreyfingum . Auk þessa má nefna aðkomu

    að tengingu safnæðar frá holu RN-25, byggingu nýs

    gasstromps, yfirferð arðsemisútreikninga fyrir samninga

    við Norðurál og samninga um auðlindagjald við Ríkið .

    Í Svartsengi var náið fylgst með í gufupúðanum,

    en álag var mikið á hann á árinu vegna viðhalds véla á

    Reykjanesi og í Svartsengi . Unnið var við förgun affalls

    og fékkst framkvæmdaleyfi fyrir fyrri áfanga sjávarlagnar

    að niðurdælingarsvæðinu við SV-holur 17 og 24 í byrjun

    árs . Farið var í útboð á pípuefni og verktöku og hófst

    vinna við lagningu pípunnar í júní . Jafnframt var send

    inn matsfyrirspurn fyrir seinni áfanga sjávarlagnar sem

    er ætlað að fara um nýtt iðnaðarsvæði Grindvíkinga og

    síðan með útrás utarlega í Arfadalsvík . Undir lok ársins

    úrskurðaði Skipulagsstofnun að sá áfangi þyrfti ekki

    að fara í umhverfismat, en úrskurðurinn hefur verið

    kærður og er til meðferðar hjá úrskurðarnefnd umhverfis-

    og auðlindamála . Reynt var að viðhalda náttúrulegu

    niðurrennsli um botn Bláa lónsins með því að fleyga í

    hann á 15 stöðum . Með þeirri aðgerð og förgunarholum

    hélst vatnshæð lónsins innan leyfilegra marka . Þá var

    reynt að meta með efnaútreikningum hví förgun á sýrðu

    affalli sem reynd var á síðastliðnu ári gekk ekki og

    stíflaði förgunarholur . Reikningarnir bentu til að ekki

    væri hætta á útfellingu anhýdríts og kísilútfelling ætti að

    vera lítil og hægvirk . Reikningarnir skýrðu því ekki stíflun

    förgunarholnanna .

    Breyting Samtals

    Svartsengi Eining 2012 2011 2012 - 2011 1976 - 2012

    Seld raforka út á net . . . . . . . . . . . . . . . . GWh 464,97 466,12 -0,25% 6 .433,81

    Eigin notkun raforku . . . . . . . . . . . . . . . . GWh 41,57 41,42 0,37% 683,87

    Samtals GWh 506,54 507,53 -0,20% 7 .117,68

    Reykjanes

    Seld raforka út á net . . . . . . . . . . . . . . . . GWh 760,66 791,66 -3,92% 3 .960,12

    Eigin notkun raforku . . . . . . . . . . . . . . . . GWh 27,91 28,05 -0,49% 135,51

    Samtals GWh 788,57 819,71 -3,80% 4 .095,63

    Vatnsframleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Tonn 11 .702 .452 11 .383 .717 2,80% 274 .952 .777

    Vatnsframleiðsla (orka) . . . . . . . . . . . . . . . GWh 646,40 625,30 3,37% 18 .038,51

    Svartsengi:

    Upptekt úr jarðhitasvæði . . . . . . . . . . . . . Þús . tonn 13,312 12,895 3,23% 319,154

    Niðurdæling í jarðhitasvæði . . . . . . . . . . . Þús . tonn -7,132 -5,360 33,06% -37,834

    Þús . tonn 6,180 7,535 -17,98% 281,320

    Reykjanes:

    Upptekt úr jarðhitasvæði . . . . . . . . . . . . . Þús . tonn 15,640 17,712 -11,70% 176,228

    Niðurdæling í jarðhitasvæði . . . . . . . . . . . Þús . tonn -1,417 -2,469 -42,61% -6,737

    Þús . tonn 14,223 15,243 -6,69% 169,491

    ORKUVER SVARTSENGI & REYKJANES - FRAMLEIÐSLA 1976 - 2012

    16

    Á R S S K Ý R S L A 2 0 1 2

  • Nýtt aðalskipulag fyrir Grindavíkurbæ var samþykkt

    fyrri hluta árs sem gerði ráð fyrir nýjum borteigum við

    Svartsengi og orkuvinnslu við Eldvörp . Matsfyrirspurn var

    gerð fyrir borun rannsóknarholna við Eldvörp í samvinnu

    við Grindavíkurbæ, en Skipulagsstofnun úrskurðaði að

    boranirnar þyrftu að fara í umhverfismat . Í nóvember var

    svo auglýst matsáætlun fyrir allt að fimm rannsóknarholur

    við Eldvörp .

    Viðræður við Hafnarfjarðarbæ varðandi orkuvinnslu

    í Krýsuvík þokuðust áfram þó niðurstaða næðist ekki

    á árinu . Unnið var í jarðfræðikortlagningu og lokið við

    3D-túlkun viðnámsmælinga (MT) . Þá var gerð áætlun um

    að loka holu KR-9 varanlega .

    Haldið var utan um eftirlitsmælingar í borholum,

    efnasýnatöku á jarðhitavökvanum, eftirlitsathuganir á

    yfirborði og breytingum á yfirborðsvirkni . Byrjað var

    á undirbúningi fyrir innleiðingu ISO-9000 vottunar .

    Gerðar voru athugasemdir við Stjórnunaráætlun

    Reykjanesfólkvangs og við nokkrar þingsályktunartillögur

    í samstarfi við Samorku .

    HS Orka tekur þátt í ýmsum rannsóknar- og

    þróunarverkum . Tvö verkefni sem fá styrki frá GEORG um

    mishraða skjálftabylgna í Krýsuvík og samband eðlisþátta

    s .s . viðnáms og landsigs við vinnslu á Reykjanesi áttu að

    klárast á árinu, en lokaskýrslur tefjast fram á árið 2013 .

    Áfram er þátttaka í GEISER verkefni um skjálfta sem

    verða vegna breytinga af völdum mannvirkja og í Iceland

    Geothermal sem er fyrirtækjadrifinn samstarfsvettvangur

    hins íslenska jarðvarmaklasa . Framlengd var þátttaka í

    djúpborunarverkinu (IDDP) og færðist umsýsla þess til HS

    Orku . Þá er verið að setja á fót verkefni um rannsóknir

    á djúp hluta jarðhitakerfa (DRG) í samstarfi við GEORG

    og jafnvel erlendar rannsóknastofnanir . HS Orka verður

    þátttakandi í Jarðvangi (GeoPark) á Reykjanesskaga

    ásamt sveitarfélögum og fleirum . Að síðustu má nefna

    þátttöku í alþjóðlegum rannsóknarhóp um styrkumsókn í

    FP-7 áætlun EB, þar sem Reykjanes er skilgreint sem eitt

    af rannsóknarsvæðum hópsins .

    17

    H S O R K A H F

  • Framtíðarsýn HS Orku hf er að öll skjöl fyrirtækisins

    verði aðgengileg á rafrænum formi á miðlægum

    upplýsingakerfum . Með innleiðingu skjalastjórnunar styrkir

    fyrirtækið innra starf og stoðir gæða- og öryggismála

    hjá fyrirtækinu . Meginmarkmið skjalastjórnunar eru

    að einfalda aðgengi að gögnum sem sparar tíma fyrir

    starfsmenn og uppfyllir ýmis lagaleg skilyrði sem félaginu

    ber að uppfylla . Skjalastjórnun tryggir jafnframt öryggi

    gagna og þar með rekstrarsamfellu fyrirtækisins .

    Undirbúningur að innleiðingu skjalastjórnunar hófst

    snemma árs 2008 . Unnið hefur verið samkvæmt alþjóðlega

    skjalastjórnunarstaðalinum ISO 15489 og ISO 9001 um

    gæðastjórnun .

    Vorið 2011 festi fyrirtækið kaup á skjalastjórnunarkerfi

    frá íslenska fyrirtækinu OneSystems . Öll gögn úr

    skjalavörsluhluta Axapta voru flutt yfir í One í janúar

    2012 . One Systems samanstendur af nokkrum

    kerfishlutum . Málakerfið (OneCrm) var tekið í notkun

    árið 2011 . Stýrihópur HS innleiddi þrjá kerfishluta til

    viðbótar árið 2012; innri verkefnavef (OneWorkSpace),

    landupplýsingakerfi (OneLand) og samningakerfi

    (OneContract) . Nú stendur yfir skoðun á ytri verkefnavef

    þar sem markmið fyrirtækisins er að öll rekstargögn verði

    miðlæg og vistuð hjá fyrirtækinu sjálfu . Sú leið tryggir

    öryggi og endurheimt gagna .

    Innleiðing á gæðastjórnunarstaðlinum ISO9001 er nú

    hafin en miklar kröfur eru gerðar til skjalastjórnunar í slíkri

    vottun . Öll grunnskjöl skjalastjórnunar, þ .e . stefnuskjöl og

    leiðbeiningar, verða brátt tiltæk í Rekstarhandbók HS Orku .

    Þar með hefur grunnurinn að góðri skjalastjórnun verið

    lagður til framtíðar .

    Innleiðing skjalastjórnunar er sameiginlegt verkefni

    allra starfsmanna . Það kostar átak og aga að breyta

    vinnubrögðum en það tekst með jákvæðu hugarfari .

    SKJALASTJÓRNUN

    18

    Á R S S K Ý R S L A 2 0 1 2

  • INNKAUPA- OG BIRGÐADEILD

    Umfang erlendra innkaupa jókst nokkuð milli ára

    en umfang innkaupa í heild og starfsemi innkaupa- og

    birgðadeildar ámóta og á árinu 2011 .

    Útboð á árinu voru tíu sem er aukning frá fyrra ári .

    Verkútboð voru sex, síðari áfangi endurnýjunar glugga á

    skrifstofuhúsi fyrirtækisins í Reykjanesbæ, lóðaviðhald,

    gerð borteiga og borverk á Reykjanesi og smíði

    tilraunaskilju fyrir Reykjanesvirkjun og lagning 1 . áfanga

    niðurdælingar- og affallsæðar við Svartsengi . Leitað

    var eftir tilboðum í einangruð stálrör fyrir affallsæðina

    og í tvær kaldavatnsdælur fyrir orkuverið í Svartsengi .

    Á árinu var unnið að endurskoðun á öllum tryggingum

    fyrirtækisins í samvinnu við ráðgjafa og á haustmánuðum

    var óskað eftir tilboðum í tryggingavernd miðað við

    nokkrar mismunandi forsendur . Tilboð voru opnuð í

    desember en úrvinnslu var ekki lokið um áramót .

    Birgðageymslur eru þær sömu og áður, þ .e . í Svartsengi

    og á Reykjanesi auk leiguhúsnæðis á Ásbrú . Í Svartsengi

    er einn birgðavörður í fullu starfi . Birgðaverðir eru hvorki

    staðsettir á Reykjanesi né á Ásbrú en birgðaverðir á lager

    HS Veitna í Reykjanesbæ sjá að mestu um geymslurnar á

    Reykjanesi og Ásbrú auk birgðavarðarins í Svartsengi og

    aðstoða hann eftir þörfum og leysa af í fríum .

    Virði birgða HS Orku í upphafi árs 2012 var um 385

    m .kr . en í árslok um 433 m .kr . sem er um 12% aukning

    og skýrist að mestu af innkaupum á varahlutum og á efni

    fyrir borholur og niðurdælingalögn sem verður notað að

    einhverju eða öllu leyti á árinu 2013 . Birgðatalningar voru

    gerðar reglulega eins og undanfarin ár og í árslok var

    hafin vinna við að fara skipulega í gegnum ýmsar óskráðar

    vörur og skrá þær og farga þeim sem dæmdar eru úreltar .

    INNKAUp Innlend

    Erlend innkaup innkaup Birgðageymslur

    Fjöldi Fob-verð Aðfl .gjöld Flutn .kostn . Tryggingar Samtals Fjöldi Fjöldi Afgreiðslur

    Ár pantana m .kr . m .kr . m .kr . m .kr . m .kr . pantana afgreiðslna pr . mán .

    2009 . . . . . . . . 25 142,4 7,7 7,1 0,5 157,7 200 1 .446 121

    2010 . . . . . . . . 26 2 .579,7 1,5 47,0 7,8 2 .636,0 250 1 .498 125

    2011 . . . . . . . . 14 65,3 1,9 4,1 0,3 71,6 385 2 .049 171

    2012 . . . . . . . . 30 85,8 3,1 6,1 0,3 95,3 264 1 .550 129

    19

    H S O R K A H F

  • Að venju þegar litið er yfir nýliðið ár þá eru alltaf

    smávægilegar breytingar á starfsmannahaldi . Eins og

    oft hefur komið fram þjónusta starfsmenn HS Orku hf

    HS Veitur hf og er frekari skipting sýnd í meðfylgjandi

    töflu . Þrír fastráðnir starfsmenn létu af störfum og voru

    tveir þeirra sem hættu vegna aldurs .

    Á þjónustusviði dreifingar lét af störfum í viðhaldsdeild,

    í lok apríl, vegna aldurs Eðvald Bóasson, verkstjóri og tók

    Ingólfur Ingibergsson við verkstjórastöðunni . Nýr smiður

    var ráðinn í deildina á vormánuðum, Kristján Hannesson .

    Í vatnsdeild í Vestmannaeyjum lét af störfum, í lok maí,

    vegna aldurs Ölver Hauksson .

    Á skrifstofu lét af störfum í júní Agnar Már Olsen,

    forstöðumaður fjármála- og þjónustusviðs . Í hans stað var

    ráðinn Reynir Jóhannsson .

    Fjöldi fastra starfa HS Orku eru 134 í 132,1

    stöðugildum . Fjöldi þeirra starfsmanna sem starfaði að

    öllu eða einhverju leyti fyrir HS Veitur hf voru í lok ársins

    98 í 96,1 stöðugildum á fjórum starfsstöðum .

    Eins og fyrr voru nokkrir lausráðnir starfsmenn vegna

    framkvæmda og við afleysingar og fengu, að meðtöldum

    stjórnarmönnum, alls 161 manns greidd laun á árinu .

    STARFSMANNAHALD

    2012 2011

    Fj. starfsmanna Stöðugildi Fj. starfsmanna Stöðugildi

    Yfirstjórn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2 2,0 3 3,0

    Sala og markaðsmál . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2 2,0 2 2,0

    Orkuver, stjórnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4 4,0 2 2,0

    Orkuver, viðhald og eftirlit . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 25 25,0 27 27,0

    Þróunarsvið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1 1,0 1 1,0

    Tæknisvið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5 39,0 5,0 39,0 5 40,0 5,0 40,0

    Þjónustusvið dreifingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 60 60,0 65 64,1

    Skrifstofa sameiginleg . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 35 95,0 33,1 93,1 31 96,0 29,3 93

    Samtals 134,0 132,1 136,0 133,5

    Suðurnes - Njarðvík . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 67 66,8 68 67,1

    Suðurnes - Svartsengi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 29 29,0 29 29,0

    Hafnarfjörður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 20 19,5 20 19,5

    Vestmannaeyjar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 14 12,8 15 13,8

    Selfoss . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4 134,0 4,0 132,1 4 136,0 4,0 133,5

    134,0 132,1 136,0 133,5

    STARFSMENN

    20

    Á R S S K Ý R S L A 2 0 1 2

  • GÆÐAMÁL

    Allt síðastliðið ár einkenndist af mikilli vinnu við

    innleiðingu ISO 9001 . Þeir þættir sem unnið hefur verið

    að er skjalastjórnun, mannauður, stefnur og ferlagreining .

    Skjalastjórnun er gríðar stór hluti af innleiðingu

    ISO gæðakerfis og var unnið að þarfagreiningu á nýrri

    Rekstrarhandbók, uppsetning kerfis og skjala, villuleit,

    innsetningu, yfirferð og umbreytingar á þeim gæðaskjölum

    sem nú þegar eru til o .þ .h . Þar sem One kerfið er

    notað til skjalastjórnunar var tekin ákvörðun um að setja

    Rekstrarhandbókina upp í One eða One Quality eins og

    það er nefnt .

    Kröfur tengdar mannauði fela meðal annars í sér skýr

    hlutverk innan stjórnskipulagsins og hefur verið unnið að

    hlutverkalýsingum ásamt gátlistum og leiðbeiningum er

    tengjast mannauð . Nú þegar eru nokkrir gátlistar komnir

    í gagnið .

    Unnið var að endurskoðun gæða-, umhverfis- og

    öryggisstefnu ásamt starfsmannastefnu og verður hún

    kynnt formlega fljótlega .

    Síðasta haust fóru hópar af stað þar sem ferlar voru

    greindir . Nokkrir hópar voru starfandi í orkuverum ásamt

    vinnu með tæknisviði, skjalastjóra og öryggisstjóra .

    Helstu þátttakendur í verkefninu, ásamt ISO

    innleiðingar hóp, hafa verið upplýsingasvið og skjalastjóri

    vegna aðgengis og meðhöndlunar gagna, stjórnendur

    vegna hlutverkalýsinga og stefnu og starfsmenn orkuvera

    og tæknisviðs vegna ferlagreininga ásamt öryggisstjóra .

    Innleiðing ISO er stórt verkefni sem snertir marga

    fleti reksturs og marga starfsmenn og því er er þátttaka

    starfsmanna mikilvæg og að þeir sjái ávinninginn af

    vinnunni . Það hefur reynst auðvelt að fá starfsmenn

    til þátttöku og hafa þeir skilað mikilvægri vinnu við

    ferlagreiningar og fá þeir mikið þakklæti fyrir . Næg

    verkefni eru framundan en einnig er horft til innleiðingar

    á 18001 og 14001 .

    21

    H S O R K A H F

  • FJÖLDI SLYSA OG ATVIKA

    0

    1

    2

    3

    4

    5

    6

    7

    Tegund 2Tegund 1 Tegund 3

    Mynd 1: Fjöldi slysa og atvika fyrir starfsfólk HS Orku

    árið 2012

    SLYS, ATVIK OG ÖNNUR TILVIK EFTIR SVÆÐUM

    Tegund 2Tegund 1 Tegund 3

    0

    1

    2

    3

    4

    5

    6

    7

    Verk

    taka

    r REY

    Verk

    taka

    r SVA

    HS O

    rka R

    EY

    HS O

    rka S

    VA

    Mynd 2: Heildarfjöldi slysa og atvika eftir svæðum

    árið 2012, bæði starfsmenn HS Orku og verktakar sem

    vinna á svæðinu.

    ÖRYGGIS-, HEILBRIGÐIS- OG UMHVERFISMÁLUnnið var að margvíslegum öryggis- heilbrigðis-

    og umhverfismálum (ÖHU-málum) á síðasta starfsári .

    Öryggishandbók og handbók um fatnað og öryggisbúnað

    eru tilbúnar til kynningar og endurskoðun er lokið . Vinnu

    við gerð áhættumats var framhaldið, grunn áhættumat

    starfa hefur verið unnið fyrir orkuverin í Svartsengi og

    Reykjanesvirkjun . Lögð er áhersla á að áhættumeta öll

    störf sem unnin eru bæði af starfsmönnum og verktökum

    sem vinna að nýframkvæmdum eða að viðhaldsverkefnum .

    Vinnu við gerð áhættumats vegna starfa á skrifstofu og

    birgðageymslum mun væntanlega ljúka á 1 . fjórðungi

    næsta árs .

    Aukin áhersla hefur verið lögð á gagnaöflun vegna

    losunar H₂S frá orkuverunum. Keyptir hafa verið mælar

    bæði til umhverfisvöktunar og einnig persónumælar

    sem starfsmenn bera viku í senn . Bæði umhverfis- og

    persónumælar skrá H₂S gildi í andrúmslofti. Haldin eru skrá

    yfir gögnin og eru starfsmenn upplýstir um niðurstöður

    mælinga . Tilgangur persónumælinga er að auka öryggi

    starfsmanna, bæta starfsumhverfi með því að kortleggja

    hvar og í hvaða magni H₂S er að finna á virkjunarsvæðum.

    Vinna vegna innleiðingar ISO 9001 staðla í öryggis- og

    heilbrigðismálum hjá HS Orku er í fullum gangi .

    Öryggisnefnd hélt 6 bókaða fundi á árinu auk smærri

    funda um ÖHU-mál .

    SLYSASKRÁNINGHaldin er skrá yfir slys og atvik (nærri slys) sem verða

    hjá HS Orku hf . Slys og atvikum er skipt upp í þrjá flokka

    eftir alvarleika og fjarveru frá vinnustað .

    Tegund 1= Atvik/slys án fjarveru

    Tegund 2= Slys með 1-7 daga fjarveru

    Tegund 3= Alvarlegt slys með fleiri en 7 daga fjarveru

    Samtals voru 6 atvik /slys skráð þar sem starfsmenn

    HS Orku tilkynnt um atvik/slys .

    Þar af var; eitt atvik án tapaðra daga, fjögur atvik sem

    flokkast sem nærri slys án tapaðra daga og eitt flokkað

    sem fjarveruslys með með samtals 19 daga fjarveru frá

    vinnu .

    Fylgst er með slysatíðni verktaka sem vinna á vegum

    HS Orku hf en verktökum er skylt að tilkynna slys til

    viðeigandi aðila . Fjögur atvik/slys urðu hjá verktökum á

    vegum HS Orku hf á árinu, þar af var eitt fjarveruslys með

    samtals 68 daga fjarveru . Tvö nærri slys voru tilkynnt og

    eitt atvik var tilkynnt þar sem starfsmaður verktaka varð

    fyrir tímabundnum heyrnarskaða .

    Tíðni vinnutengdra fjarveruslysa hjá starfsmönnum HS

    Orku h/f, borin saman við alþjóðlega staðla, þar sem miðað

    er við 100 ársverk eða 200 .000 unnar vinnustundir, er því

    eftirfarandi:

    22

    Á R S S K Ý R S L A 2 0 1 2

  • HS

    OR

    KA

    HF

    1 atvik = 19 tapaðir dagar

    Unnar stundir hjá HS Orku hf um 135 .000 stundir

    Slysatíðni: 1 slys x 200 .000 stundir

    135 .000 stundir

    Tíðni vinnutengdra fjarveruslysa hjá HS Orku hf fyrir

    árið 2012 er því 1,48 . Samtals hafa liðið 195 dagar frá

    síðasta fjarveruslysi starfsmanna HS Orku hf .

    UMHVERFISMÁLÁ árinu var unnið að umhverfisstjórnunarkerfi HS Orku .

    Vinna miðar af því að fá umhverfisstjórnunarkerfið vottað

    á næstu árum . Fyrirtækið vaktar umhverfisþætti sem geta

    orðið fyrir áhrifum af starfsemi fyrirtækisins . Fylgst er

    með yfirborðsvirkni jarðhitasvæðanna, efnasamsetningu

    á djúpkerfi, ferskvatni og affalli og útstreymi óþéttanlegra

    jarðhitagasa .

    Í október 2012 hóf HS Orka vöktun á loftgæðum með

    tilliti til styrks brennisteinsvetnis (H2S) . Fylgst er með styrk

    H2S í andrúmslofti í nyrsta hluta Grindavíkur með síritandi

    lofgæðamæli . Niðurstöður mælinga fyrir fyrsta rekstrarár

    mælisins munu liggja fyrir við árslok 2013 .

    Markmið HS Orku er að umgangast viðkvæma náttúru

    Reykjanesskagans af virðingu og ábyrgð . Umhverfismál

    eru í stöðugri endurskoðun og unnið er í nánu samstarfi

    við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja .

    UPPLÝSINGASVIÐ

    Upplýsingasvið HS Orku hefur umsjón með

    tölvuhugbúnaður, tölvuvélbúnaður og símabúnaður

    fyrirtækisins auk iðntölvustýringar og þess háttar

    tækjabúnað . Á árinu 2013 mun upplýsingasvið HS Orku

    vinna að undirbúningi á uppfærslu á orkureikningahluta

    Dynamics Ax hugbúnaðarkerfisins .

    Starfsmenn Upplýsingasviðs eru staðsettir á

    Brekkustíg .

    23

    H S O R K A H F

  • VIÐHALDSDEILD

    Eins og áður eru starfsmenn viðhaldsdeildar þrír,

    viðhaldsstjóri og tveir trésmiðir . Á vormánuðum lét Eðvald

    Bóasson viðhaldsstjóri af störfum og við starfi hans tók

    Ingólfur Ingibergsson sem starfað hefur á deildinni um

    árabil . Samtímis var ráðinn nýr starfsmaður, Kristján

    Hannesson trésmiður . Starfsmenn deildarinnar sinna

    viðhaldsverkefnum bæði fyrir HS Orku og HS Veitur og

    voru verkefni fjölbreytt eins og undanfarin ár .

    Helstu verkefni fyrir HS Orku voru endurnýjun

    gangbrautar á bunustokk við Orkuver 2 í Svartsengi,

    endurnýjun utanhússklæðninga á tveimur kaldavatns-

    dælustöðvum og margskonar viðhaldsvinna í Eldborg

    og starfsmannahúsi í Svartsengi, orkuversbyggingum í

    Svartsengi og á Reykjanesi og skrifstofu- og verkstæðis-

    byggingum í Reykjanesbæ .

    Þau verkefni sem starfsmenn deildarinnar anna ekki

    eru ýmist boðin út eða unnin af iðnaðarmönnum skv .

    samningsbundnum töxtum . Verkstjóri viðhaldsdeildar

    hefur umsjón með og annast samskipti við slíka verktaka/

    iðnaðarmenn og hefur eftirlit með vinnu þeirra .

    Hér hefur verið stiklað á stóru varðandi þau verk sem

    starfsmenn viðhaldsdeildar hafa unnið að á árinu enda

    erfitt að gefa tæmandi yfirlit og enginn skortur var á

    verkefnum enda ætíð lögð mikil áhersla á að húseignir

    fyrirtækisins séu í sem bestu ástandi .

    Hagnaður varð á rekstri félagsins að upphæð 600 m .kr .

    en árið áður varð tap að upphæð 937 m .kr . eða breyting

    um 1 .537 m .kr . Bætt afkoma skapast að stærstum hluta

    af breytingu á framtíðarvirði raforkusölusamninga sem

    leiddi til 200 m .kr . taps 2012 samanborið við 1,465 m .kr .

    tap 2011 .

    Heildartekjur HS Orku hf námu 6 .880 m .kr . en árið

    áður voru þær 7 .431 m .kr . eða 7,4% lækkun milli ára .

    Megin ástæðan er sú að 35 MW samningur við Norðurál

    Grundartangi rann út 1 . október 2011 og vegna erfiðra

    markaðsaðstæðna gaf sala þeirri minni tekjur en á móti

    kemur að ekki þarf að greiða fyrir flutningskostnað þessara

    megawatta .

    Framleiðslu og sölukostnaður nam 4 .592 m .kr . á móti

    4 .972 m .kr . árið áður eða tæplega 10% lækkun og vegur

    lækkun flutningskostnaðar þar þungt . Vergur hagnaður

    var 2 .289 m .kr . 2012 samanborið við 2 .459 m .kr 2011

    eða lækkun um 170 m .kr ., aðallega vegan ofangreindra

    ástæðna .

    Önnur rekstrargjöld námu 433 m .kr . en árið áður voru

    þau 757 m .kr . eða lækkun um 324 m .kr . aðallega vegna

    minni kostnaður við gerðardómsmál vegna Norðuráls .

    EBITDA hækkaði um 6 .7% í 2,857 m .kr . (2,678 m .kr .

    2011) vegna lækkunar rekstrargjalda sem þó að hluta fóru

    til að mæta lækkun tekna .

    Greiddar voru afborganir að upphæð 2 .149 m .kr . en

    þær voru 2 .061 m .kr . árið áður .

    Í áætlun fyrir 2013 er gert ráð fyrir nokkurri hækkun

    bæði tekna og gjalda og að hagnaður verði um 1 milljarður

    króna vegna nýrra sölusamninga sem gert er ráð fyrir

    að leiði til aukinnar framleiðslu, hækkunar tekna og

    rekstrargjalda . EBITDA er áætluð verða svipuð og 2012 og

    afborganir áætlaðar verða 2 .360 m .kr .

    FJÁRMÁL

    24

    Á R S S K Ý R S L A 2 0 1 2

  • Samkeppni á íslenskum raforkumarkaði hefur

    farið harðnandi síðustu ár . Offramboð hefur verið

    á markaðnum sem komið hefur m .a . fram í lækkun

    heildsöluverðs Landsvirkjunar á skammtímasamningum

    og í útboði Landsnets á orku fyrir töp í flutningskerfinu .

    Um síðustu áramót tók gildi uppsögn Landsvirkjunar á

    sölu ótryggðrar orku en við það færðust þau viðskipti

    alfarið til sölufyrirtækjanna með einni undantekningu að

    rafkynntar hitaveitur eins og í Vestmannaeyjum munu

    áfram fá hagstætt raforkuverð . Nokkur hreyfing hefur

    verið á almennum raforkumarkaði sem rekja má til

    framangreinds ástands . HS Orka hefur á þessum erfiðu

    tímum þurft að finna markað fyrir 35 MW sem fóru til

    Norðuráls á Grundartanga þar til Orkuveita Reykjavíkur

    tók yfir hluta þess samnings . Mikil vinna hefur farið í að

    finna markað fyrir þessa raforku og hefur HS Orka aukið

    raforkusölu sína á almennum markaði um tæp 22% frá

    fyrra ári meðan tekjur hafa aukist nokkru minna þrátt fyrir

    hækkun gjaldskrár um mitt ár . Mikil aukning var einnig

    á sölu HS Orku inn á heildsölumarkað en verð á þeim

    markaði hafa verið afar lág .

    HS Orku kaupir raforku frá Landsvirkjun, Múlavirkjun

    og Fjarðará fyrir almennan markað og námu þessi

    kaup um 190 GWst á árinu . Þessi kaup hafa dregist

    nokkuð saman milli ára og vegur þar þyngst að 7 ára

    orkusamningur HS Orku við Landsvirkjun rann út um

    síðustu áramót . Þessi orka er að mestu notuð til að mæta

    árstíða- og dægursveiflum á almennum markaði en eigin

    framleiðsla HS Orku uppfyllir að mestu grunn orkuþörf

    fyrirtækisins . Þessu til viðbótar voru keyptar um 5 GWst af

    Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur sem fór að mestu í

    gerða stóriðjusamninga vegna viðgerða í eigin orkuverum .

    Raforkuframleiðsla frá Svartsengi inn á flutnings- og

    dreifikerfi stóð nánast í stað milli ára meðan framleiðsla

    Reykjanesvirkjunar dróst saman um 3,8% eða um 21

    GWst . Ástæða þessa samdráttar má að mestu rekja

    til minni raforkusölu til Norðuráls á Grundartanga en

    fyrirtækið ákvað upp á sitt einsdæmi að draga úr kaupum

    til að koma inn orku sem fyrirtækið hafði keypt af OR

    vegna fyrirhugaðs álvers í Helguvík . Heildar samdráttur í

    orkuframleiðslu HS Orku og tengdra virkjana nam um 48

    GWst eða svipað magn og Norðurál skerti sín orkukaup

    um . Vél 2 í Reykjanesvirkjun var tekin í allsherjar upptekt á

    árinu, en vél 1 fór í samskonar skoðun ári áður . Er þar með

    lokið fyrstu stóru upptektum á vélum virkjunarinnar og má

    segja að þær hafi gengið vel og sýna að jarðhitavökvinn

    fari vel í vélarnar og ættu þær að geta keyrt næstu 5-6

    árin án stórra upptekta .

    RAFORKUKAUP OG RAFORKUSALA

    25

    H S O R K A H F

  • 26

    Á R S S K Ý R S L A 2 0 1 2

  • ÁRSREIKNINGUR

    2012

    27

    H S O R K A H F

  • Ársreikningur HS Orku hf . (félagið) vegna ársins 2012 er

    gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS)

    eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu að

    viðbættum íslenskum kröfum um upplýsingagjöf .

    Samkvæmt rekstrarreikningi og yfirliti um

    heildarafkomu námu rekstrartekjur félagsins árið 2012

    6 .881 millj . kr . (2011: 7 .431 millj . kr .) og hagnaður ársins

    2012 nam 600 millj . kr . (2011: 937 millj . kr . heildartap) .

    Heildarafkoma ársins var 5 .509 millj . kr . (2011: 936 millj .

    kr . heildartap) . Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir

    félagins 49 .826 millj . kr . í árslok 2012 (2011: 39 .904 millj .

    kr .) . Eigið fé nam 26 .605 millj . kr . í lok árs 2012 (2011:

    16 .397 millj . kr .) eða 53,4% af heildarfjármagni (2011:

    41,1%) .

    Íslenskur hluthafi í félaginu, Jarðvarmi slhf ., tilkynnti

    Magma Energy Sweden AB þann 10 febrúar 2012 um þá

    ákvörðun sína að nýta sér heimild til að auka hlut sinn í HS

    Orku úr 25,0% í 33,4% í samræmis við samkomulag milli

    Jarðvarma og Magma Energy Sweden AB . Jarðvarmi slhf .

    greiddi í lok febrúar 2012 4,7 milljarða kr . fyrir hina nýju

    hluti og hækkaði eigið fé HS Orku hf . um sömu fjárhæð .

    Nafnverð hluta hækkaði um 878 millj . kr . og nam 7,8

    milljörðum kr .

    Virkjanir félagsins voru endurmetnar til gangvirðis

    þann 31 . desember 2012 með því að reikna núvirði

    áætlaðs sjóðsflæðis af rekstrarfjármunum . Endurmatið

    er framkvæmt með reglubundnum hætti og var

    þetta endurmat hluti af reglulegu endurmatsferli . Við

    núvirðisútreikninga er notuð vaxtaprósenta sem samsvarar

    vegnu meðaltali fjármagnskostnaðar félagsins (WACC),

    þ .e . kostnaði við eigið fé og vaxtaberandi lán að teknu

    tilliti til tekjuskattsáhrifa . Sjóðsflæði var metið með því

    að nota 20 ára spátímabili og vænt framtíðarvirði reiknað

    fyrir síðari tímabil . Endurmatið hafði áhrif til hækkunar á

    gangvirði orkuveranna tveggja um 6,1 milljarð kr .

    Hluthafar voru tveir í lok árs, engin breyting varð á

    fjölda hluthafa á árinu . Í árslok 2012 átti Magma Energy

    Sweden A .B . 66,6% af útistandandi hlutum í HS Orku hf .

    og Jarðvarmi slhf . 33,4% .

    Stjórn félagsins leggur til að arður að fjárhæð 150 millj .

    kr . (ISK 0,1913 á hlut) verði greiddur til hluthafa á árinu

    2013, en vísar til ársreikningsins um frekari ráðstöfun

    hagnaðar og aðrar breytingar á eigin fé félagsins á árinu .

    Stjórn félagins hélt 12 fundi og endurskoðunarnefnd 4

    fundi á árinu 2012 .

    SKÝRSLA OG YFIRLÝSING STJÓRNAR OG FRAMKVÆMDASTJÓRNAR

    28

    Á R S S K Ý R S L A 2 0 1 2

  • Reykjanesbæ, 27. febrúar 2013.

    STjóRn:

    Ásgeir Margeirsson, formaður

    júlíus jónsson, forstjóri

    Anna Skúladóttir Ross Beaty

    Albert Albertsson, aðstoðarforstjóri

    john Carson Gylfi Árnason

    YFIRLýSING UM STJóRNARHæTTIStjórn HS Orku hf . leggur áherslu á að viðhalda

    góðum stjórnarháttum . Það er álit stjórnar að ástundun

    góðra stjórnarhátta sé nauðsynleg tilveru félagsins

    og gæti hagsmuna hluthafa, starfsmanna og annarra

    hagsmunaaðila og muni til langs tíma litið skapa viðunandi

    hagnað af fjárfestingu hluthafa . Grundvöllur góðra

    stjórnarhátta byggir á 66 . gr . c í lögum nr . 3/2006, um

    ársreikninga, með síðari breytingum . Yfirlýsing þessi

    nær yfir fjárhagsárið sem lauk þann 31 . desember 2012 .

    Stjórn félagsins hefur útbúið stjórnarháttayfirlýsingu í

    samræmi við leiðbeiningar um stjórnarhætti sem lýst er í

    stjórnarháttayfirlýsingu í viðauka við ársreikninginn .

    Það er mat stjórnar að HS Orka hf starfi í samræmi við

    leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja .

    YFIRLýSING STJóRNAR oG FRAMKVæMdASTJóRNAR

    Samkvæmt bestu vitneskju stjórnar og framkvæmda-

    stjórnar er ársreikningur félagsins í samræmi við

    alþjóðlega reikningsskilastaðla eins og þeir hafa verið

    staðfestir af Evrópusambandinu og er það álit stjórnar

    og framkvæmdastjórnar að ársreikningurinn gefi glögga

    mynd af eignum, skuldum og fjárhagsstöðu félagsins

    31 . desember 2012 og rekstrarafkomu þess og breytingu

    á handbæru fé á árinu 2012 .

    Jafnframt er það álit stjórnar og framkvæmdastjórnar

    að ársreikningurinn og skýrsla stjórnar geymi glöggt yfirlit

    um þróun og árangur í rekstri félagsins, stöðu þess og lýsi

    helstu áhættuþáttum og óvissu sem félagið býr við .

    Stjórn og stjórnendur HS Orku hf hafa í dag rætt

    ársreikning félagsins fyrir árið 2012 og staðfest hann

    með undirritun sinni . Stjórn og stjórnendur munu leggja

    ársreikninginn fram til samþykktar á aðalfundi félagsins

    þann 25 . mars 2013 .

    29

    H S O R K A H F

  • Reykjanesbæ, 27. febrúar 2013.

    KPMG hf

    Til stjórnar og hluthafa í HS Orku hf

    Við höfum endurskoðað meðfylgjandi ársreikning

    HS Orku hf . fyrir árið 2011 . Ársreikningurinn hefur

    að geyma skýrslu stjórnar, rekstrarreikning og yfirlit

    um heildarafkomu, efnahagsreikning, eiginfjáryfirlit,

    sjóðstreymisyfirlit, upplýsingar um helstu reiknings-

    skilaaðferðir og aðrar skýringar .

    ÁBYRGÐ STJóRNENdA Á ÁRSREIKNINGNUM

    Stjórnendur eru ábyrgir fyrir gerð og glöggri

    framsetningu ársreikningsins í samræmi við alþjóðlega

    reikningsskilastaðla, eins og þeir hafa verið staðfestir af

    Evrópusambandinu . Stjórnendur eru einnig ábyrgir fyrir

    því innra eftirliti sem þeir telja nauðsynlegt til að gera

    þeim kleift að setja fram ársreikning sem er án verulegra

    annmarka, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka .

    ÁBYRGÐ ENdURSKoÐENdAÁbyrgð okkar felst í því áliti sem við látum í ljós

    á ársreikningnum á grundvelli endurskoðunarinnar .

    Endurskoðað var í samræmi við alþjóðlega

    endurskoðunarstaðla . Samkvæmt þeim ber okkur að

    fara eftir settum siðareglum og skipuleggja og haga

    endurskoðuninni þannig að nægjanleg vissa fáist um hvort

    ársreikningurinn sé án verulegra annmarka .

    Endurskoðun felur í sér aðgerðir til staðfestingar á

    fjárhæðum og öðrum upplýsingum í ársreikningnum .

    Val endurskoðunaraðgerða byggist á faglegu mati

    endurskoðandans, þar með talið á þeirri hættu að

    verulegir annmarkar séu á ársreikningnum, hvort sem

    er vegna sviksemi eða mistaka . Við áhættumatið er

    tekið tillit til þess innra eftirlits sem varðar gerð og

    glögga framsetningu ársreiknings, til þess að skipuleggja

    viðeigandi endurskoðunaraðgerðir, en ekki til þess að

    gefa álit á virkni innra eftirlits félagsins . Endurskoðun

    felur einnig í sér mat á því hvort reikningsskilaaðferðir og

    matsaðferðir sem stjórnendur nota við gerð ársreikningsins

    séu viðeigandi sem og mat á framsetningu hans í heild .

    Við teljum að við endurskoðunina höfum við aflað

    nægilegra og viðeigandi gagna til að byggja álit okkar á .

    ÁLITÞað er álit okkar að ársreikningurinn gefi glögga mynd

    af afkomu félagsins á árinu 2012, fjárhagsstöðu þess

    31 . desember 2012 og breytingu á handbæru fé á árinu

    2012, í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla eins

    og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu .

    YFIRLýSING STJóRNAR VIÐ ÁRSREIKNINGINN

    Í samræmi við ákvæði 5 . tl . 1 . mgr . 106 gr . laga nr .

    3/2006 um ársreikninga staðfestum við samkvæmt okkar

    bestu vitund að í skýrslu stjórnar sem fylgir ársreikningi

    þessum eru veittar þær upplýsingar sem þar ber að veita

    í samræmi við lög um ársreikninga og koma ekki fram í

    skýringum .

    ÁRITUN ÓHÁÐS ENDURSKOÐANDA

    Sæmundur Valdimarsson Margrét G. Flóvenz

    30

    Á R S S K Ý R S L A 2 0 1 2

  • Skýr . 2012 2011

    Rekstrartekjur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5 6 .880 .577 7 .431 .384

    Framleiðslukostnaður og kostnaðarverð sölu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7 ( 4 .592 .056 ) ( 4 .972 .335 )

    Vergur hagnaður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2 .288 .521 2 .459 .049

    Annar rekstrarkostnaður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 8 ( 433 .179 ) ( 756 .946 )

    Rekstrarhagnaður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1 .855 .342 1 .702 .103

    Fjármunatekjur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 326 .655 195 .961

    Fjármagnsgjöld . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . ( 1 .424 .188 ) ( 1 .594 .689 )

    Gangvirðisbreytingar afleiðusamninga . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . ( 20 .018 ) 41 .136

    Gangvirðisbreytingar innbyggðra afleiða í raforkusölusamningum . . . . . . . . . . . . ( 200 .736 ) ( 1 .465 .215 )

    Hreinn fjármagnskostnaður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 11 ( 1 .318 .287 ) ( 2 .822 .807 )

    Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 16 170 .274 ( 39 .213 )

    Hagnaður (tap) fyrir tekjuskatt . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 707 .329 ( 1 .159 .917 )

    Tekjuskattur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12 ( 107 .411 ) 223 .163

    Hagnaður (tap) ársins . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 599 .918 ( 936 .754 )

    AÐRAR TEKJUR oG GJÖLd FæRÐAR Á EIGIÐ FéEndurmat rekstrarfjármuna . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 13 6 .090 .242 0

    Tekjuskattur af endurmati . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . ( 1 .218 .048 ) 0

    Þýðingarmunur hlutdeildarfélags . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 36 .923 907

    Aðrar tekjur og gjöld færðar á eigið fé, eftir tekjuskatt . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4 .909 .117 907

    Heildarhagnaður (-tap) ársins . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5 .509 .035 ( 935 .847 )

    hAGNAÐUR (TAp) á hLUTGrunnhagnaður (tap) og þynntur hagnaður (tap) á hlut . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 26 0,08 ( 0,13 )

    Skýringar á blaðsíðum 36 til 73 eru óaðskiljanlegur hluti ársreikningsins . Fjárhæðir eru í þúsundum króna .

    REKSTRARREIKNINGUR OG YFIRLIT UM HEILDARAFKOMU FYRIR ÁRIÐ 2012

    31

    H S O R K A H F

  • Skýr . 2012 2011

    EIGNIRRekstrarfjármunir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 13 31 .494 .192 25 .803 .349

    Rekstrarfjármunir í byggingu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 14 3 .664 .287 3 .544 .465

    Óefnislegar eignir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 15 990 .063 982 .699

    Eignarhlutir í hlutdeildarfélögum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 16 740 .937 655 .608

    Eignarhlutir í öðrum félögum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 17 27 .075 27 .075

    Skuldabréfaeign . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 18 363 .028 405 .201

    Innbyggðar afleiður í raforkusölusamningum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 19 4 .071 .213 4 .294 .623

    Skatteign . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 20 0 499 .481

    Fyrirframgreidd leiga og nýtingarréttur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 21 475 .166 454 .676

    Langtímakröfur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 22 289 .646 200 .926

    Fastafjármunir samtals 42 .115 .607 36 .868 .103

    Rekstrarvörubirgðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 414 .088 368 .386

    Skuldabréfaeign . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 18 78 .740 70 .428

    Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 22 1 .234 .576 1 .125 .599

    Innbyggðar afleiður í raforkusölusamningum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 19 189 .458 166 .784

    Skammtímaverðbréf . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 23 565 .800 0

    Handbært fé . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 24 5 .227 .728 1 .304 .713

    Veltufjármunir samtals 7 .710 .390 3 .035 .910

    Eignir samtals 49 .825 .997 39 .904 .013

    EIGIÐ FéHlutafé . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7 .841 .124 6 .962 .919

    Yfirverðsreikningur hlutafjár . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7 .038 .855 3 .218 .660

    Þýðingarmunur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 334 .465 297 .542

    Endurmatsreikningur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6 .443 .110 1 .647 .187

    Óráðstafað eigið fé . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4 .947 .149