Rauðvínssmakk með Einari Thor

1
„Heima á jólum held ég mig við frönsk vín og læt ekkert hagga mér í því. Meginreglan er sú að drekka „Borðeyrarvín“, Cabernet Sauvig- non frá Bordeaux-héraði, með ís- lenskri villibráð. Það á við lamb, rjúpu, hreindýr og jafnvel svartfugl. Með nauti, svíni, önd eða kalkúna vel ég hins vegar Búrgúndarvín. Kryddin í Cabernet eru oft þau sömu og gróðurinn sem villibráðin nærist á en áferð nauta- og svína- kjöts er hins vegar svipuð og á Pinot Noir-vínum frá Búrgúnd,“ segir Einar Thoroddsen, læknir og vínsér- fræðingur, og bætir við: „Hliðarreglan mín er svo sú að frönsk vín í axlasignum, luralegum flöskum eiga oft vel við kjöt af lura- legum dýrum. Það getur verið gagn- legt að muna fyrir þá sem þekkja lít- ið til vína. Naut og önd eru til dæm- is luraleg dýr og þá smellpassar Pinot Noir. Létthlaupandi og hnarreist dýr á borð við lömb og hreindýr kalla hins vegar á vín í hnarreistum flösk- um. Þegar menn velja svona saman mat og vín verður útkoman Silli & Valdi eða Marks & Spencer; annað getur ekki án hins verið! Svo því sé samt til haga haldið á þessi regla ekki við um til dæmis Rioja-vínin á Spáni. Þau eru í hnar- reistum flöskum en eiga betur við luralegu dýrin en þau léttu og fót- fránu.“ Lífið er of stutt fyrir léleg vín Veislumatur og „rétt vín með“ er sí- gilt umræðu- og viðfangsefni margra í aðdraganda jóla, til dæmis meðal Athyglinga sem standa að útgáfu Sóknarfæris. Við fengum Einar Thoroddsen til að ræða málið eina kvöldstund og smakka vín undir for- ystu sérfræðingsins í leiðinni. Það var ekki leiðinlegt, eiginlega eins langt frá því og hugsast getur. Einar stjórnaði innkaupum og síðan öllum tilfæringum við sjálfa prófunina á vettvangi. Hann valdi tvær flöskur frá Frakklandi og eina flösku frá hverju landanna fimm: Bandaríkjunum, Líbanon, Ítalíu, Síle og Spáni. Verðið er á bilinu 3.000 til 9.000 fyrir flöskuna, sem var í samræmi við tilefnið. Sérfræð- ingurinn segir að lífið sé einfaldlega of stutt fyrir léleg vín. Auðvelt sé að eyðileggja fyrir sér góða máltíð á há- tíðarstundu með því að horfa í sparnaðarskyni úr hófi fram í krón- urnar við innkaup í vínbúðinni. Á sama hátt sé hægt að lyfta máltíð á æðra tilverustig með góðu og viðeig- andi víni sem kosti þá jafnan meira, enda séu bestu vínin yfirleitt dýrust. Bros Miklabæjar-Sólveigar kom við sögu Sérfræðingnum tókst að opna nýlið- um í smökkun nýja veröld og sýna fram á hvernig hægt er að njóta vína líka með því að stúdera lit, þefa, velta vökvanum um í munni, spá í eftirbragð, sýru og fleira og fleira. Sumt af því sem nefnt var við að þefa og smakka hefur út af fyrir sig ekkert með vín að gera, svona í fljótu bragði að minnsta kosti, en það hlýtur samt að vera í raun fyrst þrautreyndur maður í vínfræðum segir svo. Dæmi um umsagnir um viðmið fyrir lykt eða bragð sem heyrðust upphátt: reykspólun í spyrnukeppni, uppþvottaklútur, blek, pennastokk- ur, melódíur eftir Paul McCartney, bros Miklabæjar-Sólveigar, fjósalykt, eftirbragðskúfur eins og uppsett hár á konu á bítlatímanum, vín með tign eins og kýr sem gengur yfir læk og lyftir um leið halanum. Það verður að segjast að vínin sem fengu lofsamlegustu ummælin kosta flestar krónur í vínbúðinni. Frönsku vínin stóðu uppi sem turn- arnir tveir. Spánska vínið fékk mjög góða umsögn líka og Kaliforníuvínið þótti áhugavert. Svo liggur fyrir að menn gera ágæt kaup í flösku af Síle-víninu. Dísætur leynigestur Ein eilífðarspurning á þessum árs- tíma hljóðar þannig: Hvaða vín á ég að drekka með hangikjöti á jóladag? Einar er skjótur til svars: „Ég myndi ekki fórna neinum vínum sem við prófum hér með hangikjöti. Sjálfur er ég ekki með hangikjöt á borðum um jól en ef svo væri myndi ég lík- lega drekka með því maltesín eða bjór. Vilji menn endilega vín með hangikjötinu bendi ég á Rhône-vín- in frönsku sem skársta kost.“ Góður leynigestur birtist á smakksamkomunni og hafði sannar- lega erindi. Einar hafði með sér að heiman flösku af dísætu hvítvíni frá víngerðarsvæðinu Sauternes í Bor- deauxhéraði Frakklands. Nákvæm- lega sú tegund fæst ekki í vínbúðum á Íslandi en myndi kosta þar meira en dýrasta rauðvínið sem smakkað var þarna um kvöldið. Þoka liggur yfir vínekrum og stuðlar að myglu á berjum vínviðarins. Það er lykillinn að því að gera vínið að þeim eðald- rykk sem það er! Mygluvínið þykir henta vel með til dæmis anda- eða gæsalifur og svo með mygluostum. Smakkinu lauk með því að viðstadd- ir skáru sér vænar sneiðar af blá- mygluosti úr Búðardal og drukku með sæta hvítvínið úr kjallara Ein- ars. Þessi tvenna var unaðsleg og reyndist eiginlega þannig að hér eftir verður ekki borðaður mygluostur nema upp í hugann komi Sauternes. Þarna sannaðist því fullkomlega kenningin um mat og vín, Silla & Valda og Marks & Spencer. Vínin sem við prófuðum Domaine Latour Corton Grand Cru – franskt Búrgúndarvín, 8.999 kr. Chateau Carbonnieux – franskt Bourdeauxvín, 8.785 kr. Marimar Estate Pinot Noir Kaliforníuvín, 6.249 kr. Chateau Musar – úr Bekadalnum í Líbanon, 5.199 kr. Pesquera Crianza – frá Spáni, 3.880 kr. Padrone di Casa Brunello di Montalcino – frá Ítalíu, 3.498 kr. Montes Alpha Cabernet Sauvignon –frá Síle, 2.999 kr. Chateau Haut-Bergeron, Sauternes (sætt hvítt vín, franskur leynigestur) Hnarreistar eða luralegar vínflöskur – bragðað á eðalvínum með Einari Thoroddsen 8 | SÓKNARFÆRI

description

 

Transcript of Rauðvínssmakk með Einari Thor

Page 1: Rauðvínssmakk með Einari Thor

„Heima á jólum held ég mig við frönsk vín og læt ekkert hagga mér í því. Meginreglan er sú að drekka „Borðeyrarvín“, Cabernet Sauvig-non frá Bordeaux-héraði, með ís-lenskri villibráð. Það á við lamb, rjúpu, hreindýr og jafnvel svartfugl. Með nauti, svíni, önd eða kalkúna vel ég hins vegar Búrgúndarvín. Kryddin í Cabernet eru oft þau sömu og gróðurinn sem villibráðin nærist á en áferð nauta- og svína-kjöts er hins vegar svipuð og á Pinot Noir-vínum frá Búrgúnd,“ segir Einar Thoroddsen, læknir og vínsér-fræðingur, og bætir við:

„Hliðarreglan mín er svo sú að frönsk vín í axlasignum, luralegum flöskum eiga oft vel við kjöt af lura-legum dýrum. Það getur verið gagn-legt að muna fyrir þá sem þekkja lít-ið til vína. Naut og önd eru til dæm-is luraleg dýr og þá smellpassar Pinot Noir. Létthlaupandi og hnarreist dýr á borð við lömb og hreindýr kalla hins vegar á vín í hnarreistum flösk-um. Þegar menn velja svona saman mat og vín verður útkoman Silli & Valdi eða Marks & Spencer; annað getur ekki án hins verið!

Svo því sé samt til haga haldið á þessi regla ekki við um til dæmis Rioja-vínin á Spáni. Þau eru í hnar-reistum flöskum en eiga betur við luralegu dýrin en þau léttu og fót-fránu.“

Lífið er of stutt fyrir léleg vínVeislumatur og „rétt vín með“ er sí-gilt umræðu- og viðfangsefni margra í aðdraganda jóla, til dæmis meðal Athyglinga sem standa að útgáfu Sóknarfæris. Við fengum Einar Thoroddsen til að ræða málið eina kvöldstund og smakka vín undir for-ystu sérfræðingsins í leiðinni. Það var ekki leiðinlegt, eiginlega eins langt frá því og hugsast getur.

Einar stjórnaði innkaupum og síðan öllum tilfæringum við sjálfa prófunina á vettvangi. Hann valdi tvær flöskur frá Frakklandi og eina flösku frá hverju landanna fimm: Bandaríkjunum, Líbanon, Ítalíu, Síle og Spáni. Verðið er á bilinu 3.000 til 9.000 fyrir flöskuna, sem var í samræmi við tilefnið. Sérfræð-ingurinn segir að lífið sé einfaldlega of stutt fyrir léleg vín. Auðvelt sé að eyðileggja fyrir sér góða máltíð á há-tíðarstundu með því að horfa í sparnaðarskyni úr hófi fram í krón-urnar við innkaup í vínbúðinni. Á sama hátt sé hægt að lyfta máltíð á æðra tilverustig með góðu og viðeig-andi víni sem kosti þá jafnan meira, enda séu bestu vínin yfirleitt dýrust.

Bros Miklabæjar-Sólveigar kom við sögu

Sérfræðingnum tókst að opna nýlið-um í smökkun nýja veröld og sýna fram á hvernig hægt er að njóta vína líka með því að stúdera lit, þefa, velta vökvanum um í munni, spá í eftirbragð, sýru og fleira og fleira. Sumt af því sem nefnt var við að þefa og smakka hefur út af fyrir sig ekkert með vín að gera, svona í fljótu bragði að minnsta kosti, en það hlýtur samt að vera í raun fyrst þrautreyndur maður í vínfræðum segir svo.

Dæmi um umsagnir um viðmið fyrir lykt eða bragð sem heyrðust upphátt: reykspólun í spyrnukeppni, uppþvottaklútur, blek, pennastokk-ur, melódíur eftir Paul McCartney, bros Miklabæjar-Sólveigar, fjósalykt, eftirbragðskúfur eins og uppsett hár á konu á bítlatímanum, vín með tign eins og kýr sem gengur yfir læk og lyftir um leið halanum.

Það verður að segjast að vínin sem fengu lofsamlegustu ummælin kosta flestar krónur í vínbúðinni.

Frönsku vínin stóðu uppi sem turn-arnir tveir. Spánska vínið fékk mjög góða umsögn líka og Kaliforníuvínið þótti áhugavert. Svo liggur fyrir að menn gera ágæt kaup í flösku af Síle-víninu.

Dísætur leynigesturEin eilífðarspurning á þessum árs-tíma hljóðar þannig: Hvaða vín á ég að drekka með hangikjöti á jóladag? Einar er skjótur til svars: „Ég myndi ekki fórna neinum vínum sem við prófum hér með hangikjöti. Sjálfur er ég ekki með hangikjöt á borðum um jól en ef svo væri myndi ég lík-lega drekka með því maltesín eða bjór.

Vilji menn endilega vín með hangikjötinu bendi ég á Rhône-vín-in frönsku sem skársta kost.“

Góður leynigestur birtist á smakksamkomunni og hafði sannar-lega erindi. Einar hafði með sér að heiman flösku af dísætu hvítvíni frá víngerðarsvæðinu Sauternes í Bor-deauxhéraði Frakklands. Nákvæm-lega sú tegund fæst ekki í vínbúðum á Íslandi en myndi kosta þar meira en dýrasta rauðvínið sem smakkað var þarna um kvöldið. Þoka liggur yfir vínekrum og stuðlar að myglu á berjum vínviðarins. Það er lykillinn að því að gera vínið að þeim eðald-rykk sem það er! Mygluvínið þykir henta vel með til dæmis anda- eða

gæsalifur og svo með mygluostum. Smakkinu lauk með því að viðstadd-ir skáru sér vænar sneiðar af blá-mygluosti úr Búðardal og drukku með sæta hvítvínið úr kjallara Ein-ars. Þessi tvenna var unaðsleg og reyndist eiginlega þannig að hér eftir verður ekki borðaður mygluostur nema upp í hugann komi Sauternes. Þarna sannaðist því fullkomlega kenningin um mat og vín, Silla & Valda og Marks & Spencer.

Vínin sem við prófuðumDomaine Latour Corton Grand Cru

– franskt Búrgúndarvín, 8.999 kr.

Chateau Carbonnieux – franskt Bourdeauxvín, 8.785 kr.

Marimar Estate Pinot Noir Kaliforníuvín, 6.249 kr.

Chateau Musar – úr Bekadalnum í Líbanon, 5.199 kr.

Pesquera Crianza – frá Spáni, 3.880 kr.

Padrone di Casa Brunello di Montalcino

– frá Ítalíu, 3.498 kr.

Montes Alpha Cabernet Sauvignon –frá Síle, 2.999 kr.

Chateau Haut-Bergeron, Sauternes (sætt hvítt vín, franskur leynigestur)

Hnarreistar eða luralegar vínflöskur– bragðað á eðalvínum með Einari Thoroddsen

8 | SÓKNARFÆRI