QRV á amatörböndum erlendis?

21
QRV á amatörböndum erlendis? Jónas Bjarnason, TF2JB Erindi flutt í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes 7. apríl 2011 1

description

QRV á amatörböndum erlendis?. Jónas Bjarnason, TF2JB Erindi flutt í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes 7. apríl 2011. Í aðalatriðum skiptist erindið í 3 hluta: Heimildir íslenskra leyfishafa til starfrækslu í öðrum löndum Evrópu, þ.e. svokölluðum CEPT löndum. - PowerPoint PPT Presentation

Transcript of QRV á amatörböndum erlendis?

Page 1: QRV á amatörböndum erlendis?

1

QRV á amatörböndum erlendis?

Jónas Bjarnason, TF2JBErindi flutt í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes 7. apríl 2011

Page 2: QRV á amatörböndum erlendis?

2

Erindið skiptist í þrjá hluta...

Í aðalatriðum skiptist erindið í 3 hluta: Heimildir íslenskra leyfishafa til

starfrækslu í öðrum löndum Evrópu, þ.e. svokölluðum CEPT löndum.

Staðan í löndum utan Evrópu, sem hafa tileinkað sér CEPT tilmælin hvað varðar leyfisveitingar til radíóamatöra.

Og staðan, hvað varðar leyfisveitingar í öðrum löndum.

Page 3: QRV á amatörböndum erlendis?

3

Hvers vegna nú QRV erlendis?

Flestir kannast við “drauminn” að gaman væri að fara í loftið erlendis og prófa skilyrðin...

Hin síðari ár hefur það orðið einfaldara og auðveldara.

Bæði hvað varðar búnað og reglugerðir, einkum þó hvað varðar reglugerðir...

Helstu hvatar: Auknar tekjur, aukinn frítími, aukið framboð á ódýru flugi og ferjusiglingum, auk þess sem nútímakonan er skilningsríkari...

Page 4: QRV á amatörböndum erlendis?

4

Hvaða reglugerðarbreytingar?

Það sem auðveldar mörgum að gera drauminn að veruleika, eru svokölluð CEPT tilmæli sem komu til 1985 (og uppfærslur 1992 og 2003)

Um er að ræða þrenn tilmæli: T/R 61-01, T/R 61-02 og ECC/REC (05)06

Sérhvert aðildarland CEPT þarf að staðfesta tilmælin (og uppfærslur þeirra) til að þær öðlist gildi

Póst- og fjarskiptastofnun tók tilmælin upp í reglugerð nr. 298/2002 (og áfram í reglugerð nr. 348/2004)

Page 5: QRV á amatörböndum erlendis?

5

Tilmæli T/R 61-01?

Tilmæli T/R 61-01 færðu okkur svokallað “CEPT leyfisbréf” (okkar G-leyfisbréf eru CEPT leyfisbréf). Það er hugsað til að auðvelda þeim sem vilja stunda fjarskipti í tíðnisviðum radíóamatöra í aðildarlöndum CEPT í styttri heimsóknum, að komast í loftið.

Fyrirkomulagið hefur þann meginkost, að ekki þarf að að afla sérstakra tímabund-inna heimilda frá stjórnvaldi í gestalandi.

Page 6: QRV á amatörböndum erlendis?

6

Tilmæli T/R 61-02?

Tilmæli T/R 61-02 færðu okkur samræmdar kröfur til amatörréttinda (Harmonized Amateur Radio Examination Certificate, HAREC).

Tilmælin gera m.a. handhöfum HAREC leyfisbréfa (okkar leyfisbréf eru HAREC leyfisbréf) kleift, að fá útgefið leyfisbréf með sérstöku kallmerki í gestalandi, þegar dvöl er umfram þrjá mánuði. Leyfisbréf af því tagi gildir að jafnaði í eitt ár.

Page 7: QRV á amatörböndum erlendis?

7

Tilmæli ECC/RCC/(05)-06

Tilmæli ECC/RCC/(05)-06 færðu okkur svokallað “CEPT nýliðaleyfi” radíóamatöra (CEPT Novice Radio Amateur License).

(Okkar N-leyfisbréf jafngilda CEPT NRAL ).Tilmælin byggja á sömu grunnforsendum og

tilmæli T/R 61-01 (sem varða G-leyfishafa).Þau gera íslenskum N-leyfishöfum kleift að

stunda fjarskipti í tíðnisviðum radíóamatöra í styttri heimsóknum, þ.e. í allt að þrjá mánuði.

Án þess að þurfa að afla sérstakra tíma-bundinna heimilda frá stjórnvaldi í gestalandi.

Page 8: QRV á amatörböndum erlendis?

8

CEPT leyfin gilda í 50 Evrópulöndum

Íslensk G-leyfisbréf hafa stöðu CEPT leyfisbréfs í alls 50 CEPT löndum.

Íslensk N-leyfisbréf hafa stöðu CEPT nýliðaleyfisbréfs í alls 17 CEPT löndum.

Skýring: Í þessari upptalningu eru talin með lönd sem stjórnsýslulega falla undir önnur þjóðlönd, líkt og t.d. Færeyjar og eru talin upp í tilmælum T/R 61-01 (og uppfærðum útgáfum þess skjals)

Page 9: QRV á amatörböndum erlendis?

9

Munur á N og G leyfishöfum?

Ástæða þess að munur er á fjölda landa eftir leyfisflokkum er m.a. að tilmælin um “CEPT nýliðaleyfi” eru ný, eða frá 2009.

Þá eru sum lönd með fyrirkomulag sem erfitt er að samræma. Bretland er t.d. Með þrjá leyfisflokka, þ.e. Foundation license (10W), Intermediate license (50W) og Advanced license (400W).

Loks koma til aðrar ástæður.

Page 10: QRV á amatörböndum erlendis?

10

Lönd sem nota CEPT fyrirkomulagið utan Evrópu og önnur lönd?

Lönd utan Evrópu sem hafa tileinkað sér svokölluð CEPT tilmæli er varða leyfis-veitingar til radíóamatöra, eru:

Bandaríkin, Kanada, Ísrael, Ástralía, Nýja Sjáland, Perú, Suður-Afríka og Hollensku Antilleseyjar.

Önnur lönd: Senda þarf erindi með a.m.k. 6 mánaða fyrirvara með beiðni [ásamt tilheyrandi gögnum] um heimild til að fá að nota amatörböndin.

Page 11: QRV á amatörböndum erlendis?

11

Spurningar 1&2 og svör...

(1) Reglur um starfsemi radíóamatöra eru mismunandi eftir löndum. Hvernig kemur það inn í myndina?

Svar: Íslenskur leyfishafi hagar sér í einu og öllu eftir reglugerð gestalandsins. G leyfishafi getur þannig t.d. notað mest 750W í Þýskalandi en 1,5kW í Bandaríkjunum.

(2) Hvar er viðkomandi reglugerð að finna?Svar: Yfirleitt á heimasíðu viðkomandi landsfélags

radíóamatöra, eða á heimasíðu viðkomandi Póst- og fjarskiptayfirvalda.

Page 12: QRV á amatörböndum erlendis?

12

Spurningar 3&4 og svör...

(3) Í hve langan tíma gilda CEPT leyfin?Svar: Í 1 til 3 mánuði, fer eftir löndum.(4) Getur íslenskur leyfishafi farið í loftið

frá stöð leyfishafa í gestalandinu?Svar: Já, ef hann heimilar það. Þá notar

íslenskur leyfishafi sitt kallmerki, t.d. LX/TF2JB eða LX6/TF2JBN. Samsvarandi heimild er í 9. gr. ísl. reglugerðarinnar: Radíóáhugamönnum með erlend réttindi sem uppfylla ákvæði þessarar málsgreinar er einnig heimilt að starfrækja búnað íslenskra radíóáhugamanna innan marka leyfis síns.

Page 13: QRV á amatörböndum erlendis?

13

Spurningar 5&6 og svör...

(5) Hvaða kallmerki eru notuð?Svar: Leiðbeiningar fylgja tilmælum T/R

61-01 og ECC/REC(05)06. Það getur verið mismunandi eftir því hvort það er N eða G leyfishafa (sjá t.d. svar við spurningu 4).

(6) Hvaða gögn þarf að hafa handbær?Svar: Vegabréf og leyfisbréf. Gott er að

taka [nokkur] ljósrit af þessum gögnum (báðum hliðum). Ath. að endurnýja eldri leyfisbréf sem eru án CEPT áritunar.

Page 14: QRV á amatörböndum erlendis?

14

Spurningar 7&8 og svör...

(7) Hvernig má ég nota CEPT leyfið í gestalandinu?

Svar: Starfrækja má eigin búnað eða annarra líkt og væri heima á Íslandi, þ.e. sem heimastöð, bílstöð, burðarstöð osfrv.

(8) Hvað ef dvalið er lengur en 3 mánuði?Svar: Þá er hægt að fá úthlutað sérstöku

kallmerki, t.d. F1ABC. Þau gilda jafnan til 1 árs (en eru endurnýjanleg). Þá þarf yfirleitt að greiða leyfisbréfsgjald.

Page 15: QRV á amatörböndum erlendis?

15

Spurning 9 og svör...

(9) Hvað með starfrækslu klúbbstöðva?Svar: Almenna reglan er, að notuð skuli

persónuleg kallmerki í gestalandi. Ástæða þessa er, að í jafngildistöflu í viðauka II við tilmæli T/R 61-01 er gengið út frá persónulegum kallmerkjum. Þessi regla er þó ekki án undantekninga, sbr. Þjóðverja, sem heimila CEPT leyfishöfum aðgang að tilgreindum fjölda klúbbstöðva í landinu.

Page 16: QRV á amatörböndum erlendis?

16

Nokkur minnisatriði (CEPT lönd)...

Nokkur minnisatriði:Athuga vel að mismunandi réttindi eru í

sumum löndum fyrir N og G leyfishafa.Gæta vel að tíðni- og aflheimildum.Afar mikilvægt er að nota rétt kallmerki.Hafa leyfisbréf (eða ljósrit) handbært.Ef menn eru í vafa, spyrja!Sýna háttvísa framkomu.

Page 17: QRV á amatörböndum erlendis?

17

Starfræksla í “ekki” CEPT löndum...

Þegar kemur að því að starfrækja stöð á amatörböndum í landi sem ekki nota CEPT fyrirkomulagið, að því gefnu, að leyfisbréf hafi fengist útgefið af stjórnvöldum, er mikilvægt að gæta vel leyfisbréfs og annarra “pappíra” sem heimild fylgja. Gott er að þiggja ráð leyfishafa sem býr í viðkomandi landi, ef því er til að dreifa.

Page 18: QRV á amatörböndum erlendis?

18

Page 19: QRV á amatörböndum erlendis?

19

Page 21: QRV á amatörböndum erlendis?

21

Innkaupsverð og þyngd...

Yaesu FT-857D kostar frá USD 750Jetstream JTPS31MB 30A frá USD 85Mini-Buddipole ferðaloftnet, frá €190LDG IT-100 aðlögunarrás, frá USD 170(Ca. 150 þús. ísl. kr. í innkaupi)

Stöð: 2,1 kgAflgjafi: 1,4 kgLoftnet: 0,9 kgAðlögunarrás: 0,7 kgCa. 5 kg alls