Osteogenesis imperfecta

15
Osteogenesis imperfecta Katrín Þórarinsdóttir læknanemi

description

Osteogenesis imperfecta. Katrín Þórarinsdóttir læknanemi. Osteogenesis imperfecta. Osteogenesis imperfecta (OI) er erfðasjúkdómur, sem einkennist af minnkuðum beinmassa og stökkum beinum. Oftast er um að ræða autosomal ríkjandi erfðir. Tíðni sjúkdómsins er talin vera ~1/20.000. - PowerPoint PPT Presentation

Transcript of Osteogenesis imperfecta

Page 1: Osteogenesis imperfecta

Osteogenesis imperfecta

Katrín Þórarinsdóttir læknanemi

Page 2: Osteogenesis imperfecta

Osteogenesis imperfecta

• Osteogenesis imperfecta (OI) er erfðasjúkdómur, sem einkennist af minnkuðum beinmassa og stökkum beinum. Oftast er um að ræða autosomal ríkjandi erfðir. Tíðni sjúkdómsins er talin vera ~1/20.000.

• Greining getur verið erfið þegar fjölskyldusaga er ekki þekkt og um er að ræða mildan sjúkdóm.

• En OI getur einnig verið lífshættulegur og allt þar á milli.

Page 3: Osteogenesis imperfecta

Pathogenesis• Tropokollagen er gert úr tveimur pro-a-1(I)

keðjum og einni pro-a-2(I) keðju. Flestar stökkbreytingarnar í OI eru í genum fyrir þessar tvær keðjur. Kollagen týpa I er fjölliða af tropokollagenum.

• Meira en 200 stökkbreytingar geta valdið OI. Stökkbreytingarnar eru oftast á glycine, sem er mikilvægt fyrir stöðugleika kollagens. Best er að stop-kódon myndist því þá er tropokollageninu eytt.

• Hægt er að skima fyrir stökkbreytingum í genunum tveimur fyrir kollagen týpu I og þannig fundið um 90% af þeim sem hafa sjúkdóminn. Notað til að staðfesta greiningu en neikvætt svar útilokar ekki OI.

• Týpa I kollagen er mikilvægt byggingarprótein fyrir bein, sinar, liðbönd, húð og scleru.

Page 4: Osteogenesis imperfecta

Osteogenesis imperfecta• Oftast skipt klínískt í 4 tegundir:

Týpa I> Týpa IV > Týpa III > Týpa IIeðlileg lifun styttri lifun banvæn

– Týpa I: Aukin brotatíðni, normal hæð eða lágvaxnir einstaklingar, lítil bæklun. Vertebral brot leiða oft til scoliosu.Bláar sclerur og heyrnarskerðing (58% í einni studiu). Sjúkdómar í aortuloku.

– Týpa II: Banvæn á perinatal tímabili vegna blæðinga í CNS eða öndunarbilunar (rifbeinsbrot eða pulm. hypoplasia). Getur verið autosomal víkjandi.

– Týpa III: Mjög lágvaxnir einstaklingar með afmyndun beina vegna margra brota. Þríhyrningslaga andlit. Stundum bláar sclerur. Tannmyndun ófullkomin. Geta verið gallaðar hjartalokur.Getur verið autosomal víkjandi.

– Týpa IV: Eðlilegar sclerur, mild til meðalaflögun beina, mismunandi hæð.

Page 5: Osteogenesis imperfecta

Einkenni• Óvenjulega mörg beinbrot eða

atýpísk brot• Hæð• Scoliosa – getur verið alvarleg• Afmynduð basilar höfuðkúpa• Bláar sclerur - dökkar sclerur geta

verið eðlilegar hjá nýburum.• Óeðlilegar tennur – sést oftast á

barnatönnum frekar en á fullorðinstönnum. Geta verið mjög litlar, gegnsæjar, litaðar.

• Heyrnartap/leysi – oftast ekki fyrr en eftir tvítugt sem kemur fram.

• Liðamót laus.• Þunn húð.• Hjarta - Aortic regurgitation, floppy

mitral valves, mitral incompetence, fragility of large blood vessels.

Page 6: Osteogenesis imperfecta

Ýmislegt hefur verið reynt

• Hormón (calcitonin, cortisone, estrogen, androgen, týroxín)

• Vítamín (A,C,D)• Steinefni ýmis t.d. kalsíum og flúoríð

• Annað ekki jafnæskilegt:– Arsenik, geislun, þynnt HCl og extract úr

kálfabeinum.

Page 7: Osteogenesis imperfecta

Meðferð

• Samanstendur af sjúkraþjálfun, skurðaðgerðum og lyfjum.

• Eftirlit: – Heyrnarmælingar– DEXA til að fylgjast með beinþéttni– Spirometria– EKG og ómun af hjarta (sérstakl. týpa III)

Page 8: Osteogenesis imperfecta

Bein hjá normal og OI einstaklingum

Einnig meiri bone remodeling í OI (~70%) miðað við börn á sama aldri

Page 9: Osteogenesis imperfecta

Brot• Meðhöndlun brota

– Reynt að mobilisera sem fyrst til að tapa ekki beinmassa vegna hreyfingarleysis

• Til að leiðrétta eða koma í veg fyrir brot á löngum beinum þá þarf jafnvel að setja tein intramedullert.

Page 10: Osteogenesis imperfecta

Lyfjameðferð

• Lyfjameðferð er að þróast – Bisfosfonöt eru talsvert notuð. Þau koma í veg fyrir upptöku

beina með því að trufla kólesteról myndun í osteoklöstum, sem leiðir til hömlunar á starfsemi þeirra.

• Fyrst byrjað með pamidronate. Devogelaer og félagar sögðu frá ´87 góðum árangri í meðferð 12 ára einstaklings. Ýmsir hafa fylgt í kjölfarið.

• Vitneskja um þessa meðferð kemur úr observational trials hjá sjúklingum með moderate eða severe OI.

• Lítið vitað um per os meðferð með bisfosfanötum.

Page 11: Osteogenesis imperfecta
Page 12: Osteogenesis imperfecta

Ókostir• Mörg börn fá inflúensu lík einkenni við fyrstu gjöf pamidronate.

Getur verið erfitt fyrir börn, sem eiga erfitt með öndun fyrir.• Sum börn þyngjast mikið.• Uveitis hefur sést.• Bisfosfonöt eru lengi í beinum. Ekki vitað hvort þau geti losnað

úr beinum móður og haft áhrif á fóstur í móðurkviði• Bisfosfonöt minnka remodelling beina - geta í stórum

skömmtum haft slæm áhrif á lögun beina. Einnig geta leifar af brjóski í vaxtarlínum orðið eftir inni í trabecular beini en það er brothættara en bein. Þá geta einnig viðgerðir á microskemmdum beins og brotum minnkað

Langtímaáhrif ekki þekkt.• Langvöxtur

– Vitað er að langvöxtur beina í músum bælist við gjöf bisfosfonata.– Ekki komið fram hjá börnum → frekar aukið vöxt.

• Ekki í raun vitað hvort að bisphosphonöt komi í veg fyrir aflögun langra beina eða scoliosu.

Page 13: Osteogenesis imperfecta

KostirBörn• Eftir að iv lyfjameðferð er hafin

verða beinverkir minni innan fárra vikna.

• Aukning á cortex langra beina? A.m.k. sást aukning á cortex metacarpal beina.

• Sást aukning á cortex iliac beina. Einnig jók það fjölda trabeculae.

• Sumir hafa séð minni brotatíðni

Fullorðnir• Aukning á þéttni steinefna í

beinum.• Minni brotatíðni.

Fyrir meðferð Eftir meðferð

Page 14: Osteogenesis imperfecta

Cortex aukning

Page 15: Osteogenesis imperfecta

Takk fyrir