Örkin - skólablað FMOS

28
Örkin 1. tbl Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ 1. útg 5. desember 2013. Haustönn 1947 2010 Skólablað FMOS Brúarland SKÓLASTARFIÐ FRÉTTIR VIÐTÖL VIÐ KENNARA NÝR SKÓLI Í HEIMABYGGÐ GREINAR EFTIR NEMENDUR OG KENNARA

description

Örkin - Fyrsta skólablað FMOS

Transcript of Örkin - skólablað FMOS

Page 1: Örkin - skólablað FMOS

Örkin1. tbl Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ 1. útg 5. desember 2013. Haustönn

1947 2010

Skólablað FMOSBrúarland

SkólaStarfiðfréttir

Viðtöl Við kennaranýr Skóli í heimabyggð

greinar eftir nemendur og kennara

Page 2: Örkin - skólablað FMOS

Það má með sönnu segja að við nemendur í Brúarlandi höfum verið mjög lánsöm að fá að upplifa það að vera nemendur í þessu gamla húsi. Sjálfur hef ég stundað nám hérna áður, en það var á bernskuárunum þegar ég lagði stund á alls konar glamur og garg. Hérna áður fyrr var Brúarland nefnilega tónlistarskóli og margt annað í gegnum tíðina. Húsið var fullbyggt árið 1930 og margt hefur gengið á innan þessara veggja síðan.

Í minningunni man ég að inngangurinn er ekki sá sem við þekkjum í dag en gengið var inn í húsið við stigann þar sem salernin eru á annarri hæð. Fyrst var Brúarland heimili fyrir fjölskyldu ásamt því að vera skóli á sama tíma, það finnst mér magnað. Erfitt er að ímynda sér í dag að kennarar og nemendur einfaldlega ættu heima í Brúarlandi. Ég er ekki viss hvort ég myndi höndla það vel að sofa í stofu 1A eftir skóladaginn, kannski við hliðina á kennara.

En Brúarland var ekki einungis nýtt sem skólahús. Brúarlandið

hefur verið nýtt vel í alls konar starfsemi, t.d póstafgreiðslu, símstöð, þinghús, samkomustaður fyrir böll og félagsheimili svo eitthvað sé nefnt.

Það er skemmtilegt að segja frá því að Brúarland var hernumið af bandamönnum þegar seinni heimstyrjöldin var í fullu fjöri og gátu þeir þá nýtt húsið vel því að símstöðin var þar.

Ég er mjög sáttur við skólagöngu mína hér og ég tel mig heppinn að hafa ratað inn í Framhaldsskólann í Mosfellsbæ og fá að vera þáttakandi á tímabilinu í Brúarlandi. Hér hefur skólastarfið verið framsækið, skemmtilegt og spennandi. Ég er kennurum og starfsmönnum afar þakklátur fyrir þeirra starf. Ég hvet alla sveitunga að sækja sitt nám í nýjum skóla í heimabyggð.

Næsta vor mun ég útskrifast en áður en ég kom í skólann þá hafði almennt ekki mikla trú á minni skólagöngu eða skóla g öngum yfir höfuð. Ég get sagt með

miklu stolti og þakklæti að kennslan hér hefur verið alveg frábær. Hugmyndafræði og heimspeki skólans hefur opnað huga minn fyrir nýjum tækifærum og hugsjónum. Þörfum hvers og eins er mæ tt með umburðarlyndi, velvilja og auðmýkt. Við eigum hér fyrirmyndarskóla.

Ég vona af einlægni að nýja byggingin verði með eins stórt hjarta og Brúarlandið og að Framhalds skólinn í Mosfellsbæ haldi áfram að mennta gott fólk og haldi áfram að byggja námið á sömu forsendum og fram til þessa hefur verið gert.

Bjarni Þór Kristjánsson-Ritstjóri

Ritstjórapistill: Á Brúarlandi byggð er höll

ÖrkiN - SKólablað FMOS

Á Brúarlandi byggð er höll,

barnaskóli fríður.

Það ætti að flytja hann upp á fjöll,

svo allur sjái hann lýður.(höf. ók.)

ÖrkiN - SKólablað FMOS ÖrkiN - SKólablað FMOS 2

Við bjóðumgóða þjónustu

islandsbanki.is | Sími 440 4000

Alltaf að læra

#Alltafaðlæra

20% afsláttur í bíó og meira popp og gos

Fartölvutilboð frá Nýherja

50% afsláttur í sund

Stúdentakortið og Íslandsbanka Appið er allt sem þarf

Námsmenn fá góða þjónustu hjá Íslandsbanka og fullt af frábærum tilboðum með stúdentakortinu. Ef þú skráir þig líka í Vildarklúbb Íslandsbanka opnast enn fleiri möguleikar og þú safnar punktum sem hægt er að breyta í t.d. peninga eða VildarpunktaIcelandair.

Brot af því besta fyrir námsmenn

Kynntu þér þjónustu og tilboð til námsmanna á islandsbanki.is

Page 3: Örkin - skólablað FMOS

Ritstjórapistill: Á Brúarlandi byggð er höll

ÖrkiN - SKólablað FMOS

ÖrkiN - SKólablað FMOS ÖrkiN - SKólablað FMOS

Við bjóðumgóða þjónustu

islandsbanki.is | Sími 440 4000

Alltaf að læra

#Alltafaðlæra

20% afsláttur í bíó og meira popp og gos

Fartölvutilboð frá Nýherja

50% afsláttur í sund

Stúdentakortið og Íslandsbanka Appið er allt sem þarf

Námsmenn fá góða þjónustu hjá Íslandsbanka og fullt af frábærum tilboðum með stúdentakortinu. Ef þú skráir þig líka í Vildarklúbb Íslandsbanka opnast enn fleiri möguleikar og þú safnar punktum sem hægt er að breyta í t.d. peninga eða VildarpunktaIcelandair.

Brot af því besta fyrir námsmenn

Kynntu þér þjónustu og tilboð til námsmanna á islandsbanki.is

15% afsláttur af allri þjónustu Sprey fyrir nemendur í FMOS

Page 4: Örkin - skólablað FMOS

ÖrkiN - SKólablað FMOS

Busun í FMOS 2013

Getur þú fundið Kristján í blaðinu ? - Öðlingurinn er vel falinn en vegleg verðlaun eru í boði fyrir þann sem sendir póst um staðsetningu Kristjáns á öðrum stað í blaðinu Senda skal á netfangið : [email protected]

Busunin þetta árið var ekki í ver-ri kantinum. Busarnir tóku virkan þátt í því sem sett var fyrir þau og var þessi dagur skemmti legur. Krakkarnir tóku rútu upp að Hafravatni og þar byrjuðu þau á því að drekka mysu og búa til dans við lagið Glaðasti hundur í heimi eftir Friðrik Dór.

Nemendur gengu hringinn í kringum vatnið og gerðu alls kyns þrautir eins og að vaða yfir á, drekka ógeðisdrykki og búa til lag um FMOS. D agurinn endaði á því að nemendur fengu pylsur og gos og svo um kvöldið var Busaball Borgó þar sem nemendur FMOS mættu og skemmtu sér vel.

Kátir busar á fallegum degi

Yrsa Björt var kát með þetta allt saman

Farið var með okkur busana í rútu og haldið var af stað að Hafravatni. Þar var okkur raðað í fjóra hópa. Við komuna að Hafravatni þurfum við að gera ýmislegt ógeðfellt eins og að taka skot af mysu, búa til dans við lagið Glaðasti hundur í heimi og svo sýna dansinn. En busunin var ekki einungis viðurstyggileg. Þegar sá partur var búinn fórum við alls konar skemmtilegar þrautir eða eins konar busakeppni. Sumir skelltu sér hálfir út í vatnið þegar enginn sá til en þegar við komum svo loksins í mark voru grillaðar pylsur sem að biðu okkar og ískalt gos. Sumir skelltu sér út í vatnið með pylsu í vinstri og kókdós í hægri. Allir fóru sáttir heim með bros á vör :)

Yrsa Björt (busi)

Busy busi

ÖrkiN - SKólablað FMOS4

Page 5: Örkin - skólablað FMOS

ÖrkiN - SKólablað FMOS

4

Af hverju FMOS?

Valli: Þegar ég fór í kennaranámið þá var verið að bylta kennsluaðferðum í stærðfræði, meiri pælingar frekar en heilalausar æfingar og FMOS var eini staðurinn sem mér var tekið fagnandi með það.

Hvað ertu með margar gráður?

Valli: Ég er með tvær háskóla-gráður. Háskólagráðu í líffræði og Mastersgráðu í kennsluafræði stærðfræðinnar svo er ég einnig smiður.

Hvort finnst þér betra að búa við margar gráður eða hafa margar háskólagráður ?

Valli: Mig finnst klárlega betra að ,,lay low” á Costa de Sol með einn svellkaldan (epladjús)

Af hverju ertu stundum með skegg og stundum ekki?

Valli: Ég tel að tími skeggleysis vera liðinn og skeggleysi hafi verið tískubóla.

Hvað er svona heillandi við stærðfræði?

Valli: eeehhh, stærðfræðin er svo ótrúlega margslungin og hún leynist ótrúlega víða, ég meina þú labbar inn í CCP og spyrð hvort þeir vinna við stærðfræði og þeir segja: NEI! En það er kjaftæði! Stærðfræði er sannleikurinn og fallegt tungumál.

En óheillandi?

Valli: Það er reikningurinn, hann getur verið pirrandi.

Hvað er ferningsrótin af 38234,4 í 2 veldi?

Valli: Svarið liggur í spurningunni.

Hvað er það skemmtilegasta við Kristján kollega?

Valli: Hann er svo frjósamur, maður talar við hann og maður liggur í kasti. Hann er ekki nema

‘86 módel og hann er yndislegt eintak. Hann er

mun menntaðri í stærðfræði en ég en ég er samt með meiri reynslu í kennslu.

Hver ákveður hvenær á að safna skeggi? Þú eða Kristján?

Valli: Kristján var á undan mér! Allir stærðfræðingar eru með skegg, þetta er basic!

Fær maður einingu fyrir að vera með skegg í háskólanum?

Valli: Nei en maður fær mikla virðingu.

Hver er flottasta skyrtan hans Kristjáns kollega?

Valli: Það er ein sem er svolitíð sæt

... ein skyrta með litlum köflum, blá og hvít.

Hvort er mikilvægara, algebra eða línuleg algebra?

Valli: Ef þú kannt ekki algebru þá kanntu ekki línulaga algebru, þetta er basic!

Er ekki kominn tími á að þú finnir einhvern annan leik en Varúlf til að spila í stærðfræði?

Valli: Sko, þegar við erum komin í erfiðari áfanga þá hættum við

að spila Varúlf en það er alltaf einhver hávær rödd sem að heimtar það!

Spilum við Varúlf út af þú ert með svona mikið skegg?

Valli: Eða safna ég skeggi út af við erum alltaf að spila Varúlf?

Ert þú Varúlfurinn?

Valli: Ég hef alltaf litið á sjálfan mig sem villt ljón en núna lít ég á sjálfan mig sem tamdan varúlf.

Viðtalið: Valgarð Már Jakobsson a.k.a Valli kennari

H v e r e r Va l l i ?Valgarð, betur þekktur sem Valli er ekki einungis mikill höfðingi og stærðfræðikennari heldur er hann líka fjölskyldumaður. Gáfur hans og speki meta margir.Valli er einn af þremur keppendum Mosfellsbæjar í spurningaþættinum Útsvar sem sýndur er á RÚV á föstudagskvöldum.

,,Ég hef alltaf litið á sjálfan mig sem villt ljón en núna lít ég á sjálfan mig sem tamdan varúlf”

,,Mér finnst klárlega betra að ,,lay low” á Costa de Sol með einn svellkaldan (epladjús)”

Valli er brosmildur og kátur kennari

Valli við kennslu!

ÖrkiN - SKólablað FMOS5

Page 6: Örkin - skólablað FMOS

5

Í kvikmynda og tölvuleikjafræði hjá Arnari var spilað borðspil kallað „Dungeons and Dragons” Eyþór Ingi Steingrímsson stjórnaði og fór spilið mjög vel fram. Nemendur voru voða ánægðir að geta prófað það.

Spilið felur í sér að hver spilari stjórnar sinni eigin persónu sem hefur sitt starf í baráttu við ill og góð öfl. Samvinna þarf að vera til staðar til að spilið gangi upp. Það er alltaf einn ,,Dungeon master” sem stjórnar spilurum á ferð þeirra um heiminn. Spilarar taka síðan ákvarðanir um hvað þeir gera og kasta síðan teningum til að sjá hvort þeim hafi tekist ákveðnar aðgerðir. Eitt ævintýri getur staðið í nokkrar vikur, mánuði eða jafnvel heilt ár, þannig að gott er að hafa með kók, popp eða eitthvað góðgæti til að halda manni við efnið.

Á verkefnadögunum verður síðan spilað kerfi sem heitir GURPS (Generic Universal Roleplaying System). En það er líka hlutverkaleikur.

Nemendur spila hlutverkaleik við góðar undirtektir.

Alfreð Andri veifar töfrasprotanum

Viðar lifði sig vel inn í hlutverkiðAndra leist ekkert á stöðuna

Eyþór Ingi stjórnaði spilinu fagmannlega

ÖrkiN - SKólablað FMOS

ÖrkiN - SKólablað FMOS

ÖrkiN - SKólablað FMOS6

Page 7: Örkin - skólablað FMOS

Það eru spennandi tímar framundan hjá Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ (FMOS). Skólinn flytur í nýtt og glæsilegt hús á næstu vikum og við það mun öll aðstaða til náms og kennslu breytast mjög mikið. Skólinn fer úr því að hafa um 700 m2 til umráða í það að hafa um 4000 m2.

Ein af stóru breytingu-num er að í nýju húsnæði verða mjög vel búnar raungreinastofur sem gjörbreytir allri aðstöðu til verklegrar kennslu í líffræði, jarðfræði, efnafræði og eðlisfræði. Einnig opnast margir möguleikar í listgreinakennslunni með sérútbúnum kennslurýmum og búnaði.

Frá því að skólinn hóf starfsemi 2009 hafa verið notaðar verkefnamiðaðar kennsluaðferðir og leiðsagnarmat þar sem kjarninn er að nemendur og kennarar vinna saman að því að ná árangri. Mikil áhersla er lögð á að nemendur séu virkir í náminu og skóladagurinn er notaður til að vinna að verkefnum. Til þess að styðja við

þessar aðferðir er mikilvægt að skapa þá stemningu í kennslurýmunum sem ýtir undir námsferlið og flæði vinnunnar. Með nýjum kennslurýmum verður loksins hægt að láta þetta rætast

að fullu. Kennslurýmin eru blanda af opnum og lokuðum rýmum sem bjóða upp á mismunandi útfærslur í kennslu og verkefnavinnu.

Nemendur munu sjá mikla breytingu til batnaðar á allri aðstöðu, þeir fá nóg pláss til að sitja og spjalla utan kennslustunda í skemmtilegum sófahornum og þeir geta líka fengið læsta skápa til að geyma eigur sínar. Þá er ónefnt mötuneytið þar sem hollur og góður matur verður á boðstólum, bæði heitur matur og salatbar í hádeginu

og hvers kyns brauð, mjólkurmatur og ávextir.

FMOS heldur áfram nú sem áður að taka á móti breiðum hópi nemenda og leggur áherslu á að allir nemendur fái nám við hæfi. Nemendur ráða námshraða sínum sjálfir og fá aðstoð við að skipuleggja námið frá kennurum og náms- og starfsráðgjöfum. Boðið er uppá nokkrar námsbrautir sem ýmist er hægt að ljúka á 1-2 árum eða halda áfram og ljúka

stúdentsprófi. Algengast er að nemendur ljúki stúdentsprófi á þremur og hálfu ári, en sumir ljúka því eftir þrjú ár og aðrir á lengri tíma.

Guðbjörg Aðalbergsdóttir, skólameistari

Guðrún Guðjónsdóttir, aðstoðarskólameistari

Nýir tímar framundan - Stækkandi skóli í nýju húsnæði

Knattspyrnuakademíuna aftur!

Nú með stækkun skólans á næstu önn og þar að leiðandi fleiri nemendum þá ætti að vera auðveldara að ná í nemendur sem vilja vera í knattspyrnuakademíun ni sem var hér áður fyrr. Undirrituðum finnst af persónulegri reynslu þetta hafi haft mjög góð áhrif á mætingu og þar að leiðandi námsárangur, við vitum ekki hversu marga morgna undir-ritaðir íhuguðu að skrópa en tilhugsunin að kíkja í bolta í góðum félagsskap undir leiðsögn núve randi landsliðsþjálfara kvennalandsliðsins, Freys Alexanderssonar, náði alltaf yfirhöndinni. Það myndaðist einstakt andrúmsloft á milli þeirra sem

stunduðu akademíuna saman og eru flestir ef ekki allir miklir vinir síðan þá. Eftir að akademían hætti höfum við strákarnir sem voru í henni oft talað um hvað við söknum hennar og við viljum að komandi nemendur fái að njóta þessara forréttinda sem við fengum að njóta í upphafi þessa skóla. Þetta var ekki aðeins skemmtilegt he ldur fræðandi og bætti okkur sem íþró ttamenn og nemendur. Eina sem að við viljum að skólastjórn geri er að skoða þennan möguleika því að aðstæðan er til staðar og það er synd að við getum ekki nýtt okkur hana og ennþá meiri synd að sjá boltana loftlausa og ón otaða. Vonandi með stækkun skólans þá eykst fjöldi nemenda sem hafa áhuga og metnað fyrir því að mæta í knattspyrnuakademíuna.

Grétar & Hörður, nemendur

ÖrkiN - SKólablað FMOS

ÖrkiN - SKólablað FMOS

ÖrkiN - SKólablað FMOS7

Page 8: Örkin - skólablað FMOS

Háfleygi listmálarinnLísa fer á málverkarsýningu í fyrsta skipti og er að skoða málverkin. Fyrsta málverkið sem hún sér er svartur bakg runnur með gulum slettum hér og þar. Það næsta er dökkgrátt með fjólubláum slettum hér og þar. Hún gengur að málaranum og segir: “Ég skil ekki málverkin þín!” “Listaverkin mín koma innan frá,” útskýrir málarinn háfleygur. “Hefurðu prófað magasýrutöflur?”

Slysalaus hjónJón var í bíltúr með konu sinni og tengdamömmu. Löggan stoppar þau og segir: „Þið eruð 10 þúsundasti bílinn sem keyrir slysalaust yfir þessa brú og þess vegna vill löggan gefa ykkur 10,000 kr“. Þá segir Jón: „Jibbí, þá á ég loksins fyrir bílprófinu“. Kona Jóns fattar að hann hefur talað af sér og segir þá: „Iss, ekki hlusta á hann. Hann er fullur“. Strax á eftir segir tengdamamma Jóns: „Ég vissi nú svo sem að við kæmumst ekki langt á stolnum bíl“.

Örkin 8

HA HA HA HA

ÖrkiN - SKólablað FMOS 8

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

– 1

3-3

27

9

APPIÐ SEMEINFALDARMÁLINMeð Arion appinu tekur þústöðuna með einum smelli og borgar reikningana, hvar og hvenær sem er.

Þú færð appið á arionbanki.is

Skannaðu QR kóðannog sæktu appið fríttí símann þinn

Page 9: Örkin - skólablað FMOS

Örkin

ÖrkiN - SKólablað FMOS

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

– 1

3-3

27

9

APPIÐ SEMEINFALDARMÁLINMeð Arion appinu tekur þústöðuna með einum smelli og borgar reikningana, hvar og hvenær sem er.

Þú færð appið á arionbanki.is

Skannaðu QR kóðannog sæktu appið fríttí símann þinn

Page 10: Örkin - skólablað FMOS

Steingeitin (22. desember - 20. janúar)

Árstími Steingeitarinnar markar ákveðin kaflaskil sem verða í náttúrunni um vetrarsólstöður. Þá er nóttin lengst og dagurinn stystur á árinu. Upp frá því fer birta vaxandi. Steingeitin er því frumkvæð og er merki byrjunar og vaxandi jákvæðrar uppbyggingar.

Vatnsberinn(21. janúar - 19. febrúar)

Árstími Vatnsberans er miðja vetrarins. Dagarnir lengjast en enn er langt í vorið og sumarið. Ákveðin biðstaða ríkir í náttúrunni. Segja má að froststillur vetrarins, þeir dagar í janúar og febrúar þegar veður er kalt en algert logn ríkir og sjá má langt og víða, lýsi eðli Vatnsberans. Hann er iðulega svalur, heiðríkur og yfirvegaður eins og lygn og fallegur vetrardagur.

Fiskurinn(19. febrúar - 20. mars)

Árstími Fisksins er í lok vetrar, þegar veður er umhleypingasamt. Þetta endurspeglast í eðli Fisksins, í margbrotinni og misjafnri skapgerð. Tími Fisksins er biðtími. Vorið er að nálgast og með því fyrirheit sumarsins en enn ríkir þó vetur. Á þessum tíma er

litið um öxl yfir liðinn vetur. Jafnframt er horft fram á við og það undirbúið eða hugleitt sem gera skal á komandi vor - og sumarmánuðum. Þetta birtist í því að Fiskurinn hefur hæfileika til að hafa yfirsýn yfir mál og hugleiða þau í stærra samhengi.

Hrúturinn (20. mars til 20. apríl)

Hrúturinn er vormerki. Á vorin fer birta vaxandi og veður batnandi. Mesti athafnatími ársins er fyrir höndum. Eðli Hrútsins endurspeglar þetta og birtist meðal annars í þörf fyrir athafnasemi og innri vissu um að lífið bjóði uppá ótal tækifæri. Hrúturinn er fyrir vikið drífandi og fljótur að framkvæma ætlunarverk sín. Að sama skapi er honum illa við alla bið. Hann vill gera það strax sem hann fær áhuga á.

Nautið (20. apríl til 21. maí)

Nautin eru fædd að vori, þegar daginn er tekið að lengja og náttúran að vakna til lífsins. Vorið er frjósamur og gjöfull tími vinnu og undirbúnings fyrir sumarið en jafnframt tími til að njóta vaxandi veðurblíðu og grænkandi náttúru. Þetta endurspeglast í upplagi Nautsins, sem sambland af vinnugleði og leti, eða því að skapa og njóta. Hið dæmigerða Naut er því duglegur nautnamaður.

Tvíburinn (21. maí - 20. júní)

Tvíburinn er síðasta vormerkið og líkt og með Hrútinn og Nautið má sjá ákveðin voreinkenni í fari hans. Júní er tími heimsókna og ferðalaga, því ófærð og kyrrstaða vetrarins er að baki. Á tíma Tvíburans er sumarið handan við hornið og góðviðri ríkjandi. Léttleiki, heiðríkja og bjartsýni eru einkennandi, en jafnframt því hreyfanleiki og félagslyndi.

Krabbinn (21.júní-22.júlí)

Krabbinn er varkár og íhaldssamur tilfinningamaður. Hann fæðist í byrjun sumars og því ríkt í eðli hans að hlúa að nýgræðingi, rækta, hjálpa og ala upp. Aðhlynning er því lykilorð fyrir Krabbann. Þessi eiginleiki getur birst á margvíslegan hátt eftir aðstæðum. Krabbinn í viðskiptalífinu tekur að sér yngri skjólstæðinga og hjálpar þeim áfram og leikstjórinn í Krabbanum velur ungt fólk í lykilhlutverk.

Örkin

Stjörnuspá vikunnar - Hvað segir stjörnuspáin um þínar áætlanir ?

9 ÖrkiN - SKólablað FMOS

ÖrkiN - SKólablað FMOS

10

Page 11: Örkin - skólablað FMOS

Ljónið (23. júlí - 23. ágúst)

Tími Ljónsins er hásumarið, heitasti tími ársins. Á þessum árstíma skrýðist náttúran sínu fegursta, gróður blómstrar og litadýrð er mikil. Þessa dýrð má sjá í fari Ljónsins, sem oft hefur skrautlega og stóra sál og sterka þörf fyrir að tjá sig.

Meyjan (23.ágúst-23.september)

Árstími Meyjunnar er í lok sumars. Þá hefur gróðurinn náð blóma og ávextir jarðarinnar þroska. Meyjan er því fædd á frjósömum uppskerutíma, tíma athafnasemi, vinnu og undirbúnings fyrir komandi haust og vetur.

Vogin (23.september- 22.októm-ber)

Árstími Vogarinnar er haustið, þegar litir eru sterkir í náttúrunni og sumarið og uppskeruvinnan er að baki. Veður eru enn ágæt og því góður tími til að sinna félagslífi. Fyrsti mánuður haustsins er rómantískur og það fólk sem fæðist í Vogarmerkinu þykir ljúft, listrænt og félagslynt.

Sporðdrekinn (23.októmber-21.nóvember)

Árstími Sporðdrekans er mitt haustið. Á þessum tíma styttist dagurinn óðfluga og skammdegis-myrkrið eykst. Gróðri hnignar, lauf eru fallin af trjám, frost sest í jörð og

veður versnar. Fyrir Sporðdrekann er þessi tími mótandi og setur mark sitt á sálina. Hann er því heldur dulur og lifir töluvert í eigin heimi.

Bogmaðurinn (22.nóvember-21.desember)

Hinn dæmigerði Bogmaður er athafnamaður sem þarf hreyfingu, líf og fjölbreytni. Honum er illa við vanastörf og verkefni sem ekki eru ögrandi. Hann fær leið á því sem hann kann og veldur of auðveldlega. Að sama skapi á hann erfitt með að sitja lengi kyrr á sama staðnum. Hann þarf svigrúm og frelsi. Allt það sem þrengir sjóndeildarhring hans, festir hann niður og hindrar hreyfingu orkar þvingandi á hann.

Súsanna Katarína Guðmundsdóttir, nemi

Örkin

Stjörnuspá vikunnar - Hvað segir stjörnuspáin um þínar áætlanir ?

10 ÖrkiN - SKólablað FMOS

ÖrkiN - SKólablað FMOS

11

Page 12: Örkin - skólablað FMOS

Í FMOS er hægt að taka yoga áfanga í vali. Listformið ,,Yoga" fer sífellt vaxandi hér á landi

og gott er að nefna hér nokkrar gerðir af yoga sem eru mest iðkaðar hér á landi og víðar.

Margar líkamsræktarstöðvar bjóða upp á yoga á hverjum einasta degi. Á morgnana, kvöldin og um eftirmiðdaginn kemur fólk á öllum aldri til þess að slaka á og næra hugann í iðkun á friði, umhverfið í kring og betri samskipti við sjálfið. Hugleiðsla og

yoga helst í hendur en yoga er meira líkamlegar æfingar samhliða hugleiðslu. Hér verður farið yfir

nokkrar gerðir af yoga.

Kundalini

Ekki vera hissa ef þú ert að veifa höndum upp í loftið í frábærri skemmtun og gleði í Kundalini. Þessi æfing er gerð til að vekja upp Kundalini orkuna sem geymd er í kjarna mænunar á meðan æfingin virkjar ,,Chakra" líkamans eða orkustöðvar líkamans ásamt því hreinsar þessi gerð yoga líkamann og hugann.

Power Yoga

Margir segja að Power yoga sé vestræn túlkun af Ashtanga. Það er stundum farið fram í hituðu herbergi og einblínir á öndun sem bensín fyrir æfinguna. Þessi æfing getur verið krefjandi fyrir byrjendur, en á hinn bóginn gott jafnvægi fyrir þægilegri form af yoga, þegar þér byrjar að finnast það vera þægilegt með allskonar stellingum.

Vinyasa/Flæði

Komið af Ashtanga yoga, þú mátt buast við taktmiklu flæði oft blandað með tónlist sem tengir saman hvert augnablik með sameinuðum andardrætti. Tímanir geta verið í formi hugleiðslu eða einblínt á nátturulegar hreyfingar líkamans, nánast eins og að dansa í gegnum stellingarnar. Frábær breyting frá Hatha ef þú ert að leita að meira krefjandi æfingum

Yin

Sumir trúa því að Yin yoga sé elsta form af Hatha Yoga fyrst að það er tilvalin aðferð af líkamlegu ástandi fyrir langvarandi hugleiðslu. Ekki láta leikmunina eða blíðu hreyfinarnar trufla þig því að Yin er ekki form af endurnærandi yoga. Löngu æfingar krefjast þess að þú einbeitir þér að því að sleppa öllu átaki vöðva.

Yoga - fyrir fólk á öllum aldri..

ÖrkiN - SKólablað FMOS

Page 13: Örkin - skólablað FMOS

Þróunarverkefni í FMOS

Árið 2013 fengu tvö þróunarverkefni styrk úr Sprotasjóði Mennta- og menningarmálaráðuneytisins en sjóðnum er ætlað að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi.

Marta Guðrún Daníelsdóttir og Vibeke Svala Kristinsdóttir fengu styrk til að þróa umsjónarkerfi sem býður upp á aukinn stuðning og kallast erkiumsjón.

Sverrir Árnason íslenskukennari fékk styrk til að vinna með lykilhæfni og námsmat út frá nýju aðalnámskránni (2011).

Erkiumsjón - styðjandi námsumhverfi

Markmið verkefnisins er að þróa umsjónarkerfi sem veitir ákveðnum hópi nemenda stuðning til að ná betri árangri í námi. Stuðningurinn felst í vikulegum fundum kennara með umsjónarnemanda sínum þar sem nemandi fær tækifæri til að ræða stöðu sína í náminu, verkefni framundan og annað sem tengist náminu beint og óbeint. Þannig fylgist kennari náið með námsframvindu nemandans og getur veitt stuðning fyrr en ella. Með þessu er reynt að búa til námsumhverfi þar sem nemendur upplifa umhyggju og traust af skólans hendi.

Verkefnið miðast fyrst og fremst við nemendur sem eru 18 ára og eldri og ekki hafa haldið sama námshraða

og jafningjar. Nemendur sem boðið hefur verið að taka þátt í verkefninu eiga það sameiginlegt að hafa sýnt hæfni til árangurs í námi á fyrri önnum en sá árangur hefur ekki verið samfelldur

Þróunarstarfið í vetur felst í að bjóða hópi nemenda þessa auknu þjónustu, meta hvaða hópi nemenda þessi þjónusta nýtist best og taka saman árangur starfsins í heild.

Marta Guðrún Daníelsdóttir og Vibeke Svala Kristinsdóttir

Lykilhæfni og námsmat.

Markmið verkefnisins er að vinna með lykilhæfni og námsmat út frá nýju aðal-námskránni og nær vinna við verkefnið frá janúar 2013 fram til júní 2014.

Lykilhæfnin byggir á grunnþáttum menntunar en grunnþættirnir eru læsi, sjálfbærni, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, heilbrigði og velferð og sköpun. Unnið er út frá lykilhæfninni þar sem hún er nánari útfærsla á grunnþáttunum og snýr beint að sjálfu námsefninu.

Ásamt því að búa til verkefni út frá lykilhæfninni er námsmat þróað með hliðsjón af þeim

hæfniviðmiðum sem snúa að íslenskunni og koma einnig fram í nýju aðalnámskránni.

Í þessu verkefni er mest unnið með sköpun, lýðræði og mannréttindi og jafnrétti. Einnig hefur verið þróað stórt verkefni út frá lykilhæfninni námshæfni en það gerir einkum út á sjálfstæði nemanda í skipulagningu sem og vinnubrögðum.

Á stórri ráðstefnu á vegum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands nú í haust, Menntakviku, kynnti ég verkefni sem ég hafði fyrr á önninni lagt fyrir nemendur og nær vinna

við það yfir tvær vikur. Þar er unnið með lykilhæfnina jafnrétti. Í því verkefni er unnið með valin ljóð og textabrot eftir íslenska höfunda frá upphafi 20. aldar en um leið er unnið með hugtakið í viðtækari skilningi.

Fékk kynningin mjög góðar undirtektir ráðstefnugesta, einkum vegna þess að í vinnu við verkefnið er stigið út fyrir hinn bókmenntalega ramma í þeim tilgangi að auka skilning nemenda á mikilvægi jafnréttis í samfélagi okkar tíma.

Voru undirtektir ráðstefnugesta í samræmi

við upplifun mína á viðtökum nemenda í vinnu við verkefnið en í lok þess bað ég nemendur að skila inn greinargerð um upplifun þeirra við það. Var það eindóma álit að það hafi verið bæði áhugavert og um leið lærdómsríkt.

Sverrir Árnason

ÖrkiN - SKólablað FMOS13

Page 14: Örkin - skólablað FMOS

Spænsku- kennslan í FMOSEftir Daníel Örn Hei-misson og Viðar Mána Gunnarsson, nemendur í spænsku.

Í FMOS er spænska kennd sem þriðja tungumál. Áfangarnir eru þrír og það er skylda fyrir alla þá sem ætla sér að útskrifast með stúdentspróf að taka þá áfanga. Fyrsti áfanginn er SPÆ1A05, hann fer í grunnatriði tungumálsins, allt frá því að telja og að mynda einföld

samtöl, hann er mjög mikilvægur fyrir komandi áfanga. Annar áfanginn heitir SPÆ1B05, hann fjallar um spænska menningu og ferðalög. Þriðji og síðasti áfanginn heitir SPÆ1C05, hann

fjallar um rómönsku Ameríku, samskipti,

menningu og bókmenntir. Málfræðin stigmagnast með hverjum áfanga og orðaforði nemenda ætti að vera vel slípaður í lok náms. Af hverju er spænska kennd sem þriðja tungumál frekar en þýska eða franska? Ástæður þess

eru borðliggjandi miðað við þróun tungumálsins og vinsældir víðsvegar um heiminn. Spænska er þriðja útbreiddasta tungumál í heiminum á eftir mandarínsku og ensku. Rúmlega 420 milljónir manns hafa spænsku sem móðurmál í yfir 20 löndum, t.d. í flestum löndum Suður-Ameríku og auðvitað á Spáni og víðar. Áhugi á tungumálinu má sjá víðs vegar um heiminn. Spænska er töluð víða í Norður-Ameríku vegna fjölda landsmanna sem eiga rætur sínar að rekja til spænskumælandi landa. Spænska er vinsælasta lærða annað tungumál

í heiminum, það er vegna þess að spænsk menning hefur verið rísandi í bæði túrisma og efnahagslífi. Frá byrjun 20. aldar hefur áhrifamikið fólk risið upp frá spænskumælandi

löndum og gefið mikið frá sér til listsköpunar, þar má nefna fólk eins og mexíkanska listmálarann Fridu Kahlo og kólombíska rithöfundinn og Nóbelsverðlau-nahafann Gabriel Garcia Mar-

quez.

Tekið 11.11.2013: http://es.wikipedia.org/wiki/Idioma_espa%C3%B1ol

Örkin

Þú getur líkt námi við forleik að kynlífiÞað skiptir ekki máli hvort þú ert gáfaður eða ekki og þú hefur örugglega heyrt um að greindarvísitalan segir þér hversu gáfuð/gáfaður þú ert. En það er ekki alveg satt. Sálfræðingurinn Daniel Goleman segir að greindarvísitalan hafi einungis með 20% af árangrinum þínum að gera og restin séu tilfinningar. Ef þú ert samviskusöm/samur nemandi þá áttu eftir að ná því sem að þig langar til þess að ná og þú átt eftir að geta unnið við það sem þig langar til þess að vinna við í framtíðinni, allt út af samvisku og tilfinningum en ekki greind,

ef að þú ert ánægð/ur í náminu að þá verðurðu samviskusamari í leiðinni og hefur þar með aðeins betri forleik. Þú veist lang best af öllum hvað þú vilt og þú átt að fara eftir því, því að annars þá verður þú ekki hamingjusöm/samur.

Það eru lang flestir sem vilja verða ríkir þegar þeir verða fullorðnir og vilja bara vinna við það sem gerir fólk ríkt. Kannski ferð þú bara eftir því sem foreldrar þínir sögðu við þig um að þú verðir að mennta þig til þess að fá góða vinnu og eiga nóg af peningum en hvar er hamingjan? Hamingjan er týnd, þú lifir í draumaheimi foreldra þinna en ekki þínum. Þú týnir hamingjunni af því þú ert ekki ánægð/ur með það sem þú ert að læra. Líkt og ef þú hatar tölvur en foreldrar þínir þrýsta á þig til þess

að læra tölvuforritun, þá ertu ekki tilfinningalega ánægð/ur og þar með er forleikurinn slæmur. Já ég ætla líkja náminu við kynlíf!!

Það er alveg sama hversu lítið þú færð borgað og hversu rík/ur eða fátæk/ur þú ert, svo lengi sem að þú ert tilfinningalega ánægð/ur og með hamingjuna meðferðis gerðu það sem þig langar til þess að gera og öðlastu um leið hamingju en ekki peninga. Peningar eru ekki allt! Kynlíf getur verið gott og slæmt og ef við líkjum náminu við kynlíf þá er námið gott ef við erum ánægð og ef forleikurinn er góður og við uppskerum það sem að við viljum þá er fullnægingin komin í hús. Þú átt að njóta þess að læra líkt og það

að þú nýtur þess að stunda kynlíf. Kynlífslíkingin er gott dæmi um þetta. Hún nýtist þér bæði í nútíð og framtíð, þú átt að njóta þess að læra og lesa (sem er forleikur í kynlífi) og þegar þú finnur lausnina og getur sleppt takinu að þá er fullnægingin komin.

Hættu að hlusta á aðra og hlustaðu á sjálfan þig!

Rannveig Dögg Haraldsdóttir, nemandi í sálfræði við FMOS.

Örkin 13

,,Þú átt að njóta þess að læra líkt og það að þú nýtur þess að stunda kynlíf ”

ÖrkiN - SKólablað FMOS

ÖrkiN - SKólablað FMOS 14

Page 15: Örkin - skólablað FMOS

í heiminum, það er vegna þess að spænsk menning hefur verið rísandi í bæði túrisma og efnahagslífi. Frá byrjun 20. aldar hefur áhrifamikið fólk risið upp frá spænskumælandi

löndum og gefið mikið frá sér til listsköpunar, þar má nefna fólk eins og mexíkanska listmálarann Fridu Kahlo og kólombíska rithöfundinn og Nóbelsverðlau-nahafann Gabriel Garcia Mar-

quez.

Tekið 11.11.2013: http://es.wikipedia.org/wiki/Idioma_espa%C3%B1ol

Örkin

Örkin

,,Þú átt að njóta þess að læra líkt og það að þú nýtur þess að stunda kynlíf ”

It was just another day at school for Trevor. Trevor sat next to his friend Frank like he always did. They had to go to mathematics with Mrs. McCunningham and they did not like math at all. They usually just spent their time on the abacus and telling each other stories about the haunted mansion up on the hill. Frank bragged a lot about a key he had found and told Trevor it was a key to the haunted mansion. After school Trevor and Frank decided to walk up to the haunted mansion up on the hill. They had to walk through a field of sunflowers, which they had to cross to get to the house. As soon as they stepped in front of the door a sudden thunder came from the sky. They were terrified as all of the stories they had told each other popped into their minds, and at the same time the second

thunder came at them. Frank took out the key and put it in the keyhole, the boys took a deep breath and opened the door. When they walked in they could not believe their eyes, they were amazed by what they saw. The floor was made of lava and fire came out from the sink instead of water. There were some tiles made of dices that they had to walk on and at the end of the tiles there was a door. When

they got to the door they opened it up and closed it even faster. There was some-thing there that they had not expected. When opening the door again they took a good look of what they saw. It was the earth and they even saw their own country...

Short story three paragraphs. Con-tinuationSecond half)

Trevor was so amazed that he fainted so Frank slapped him so he would wake up. Frank took out his door. Trevor quickly reacted and shut the door before they were drawn into the emptiness of space.

Although they were both completely terrified they decided to venture further into the house exploring what secrets it held. The door they opened was located in a long hallway, there were many other doors. The next door was locked; Frank drew out the key and shoved it in the keyhole. He slowly turned around, swallow-ing his fear. What the boys saw on the other side was a tribe of Indians. The Indians appeared to be celebrating a successful hunt. One of the young Indians who was

sitting by a tent noticed the boys in the door and started shouting. The boys were frozen from fear.

One of the older Indians grabbed the boys and drew them into the group, Frank dropped the abacus, the young Indian picked it up and started shaking it as if it was an instrument. The boys were confused; the Indians were not harming them but instead invited them to celebrate. After the celebration they were going to go back through the door. They took in the great sights before heading back to the door: there was an amazing vibrant rainbow which covered the background of the scenery. The boys reached the location where the door once stood. It was gone! Frank fell to his knees, remembering the great buildings and skyscrapers that he once knew. Not knowing if he would ever see them again.

Toss of the diceFor this project, the class was supposed to finish a story from 9 dices that had all kinds of items on them. The items on the dice had to be mentioned at least once in the three last paragraphs of the story. People were working in groups of two, maximum 4 people per group. The items on the dice were: a person sleeping, a telephone, an abacus, a rainbow, an apartment building, a magnet, a hand, an Indian tent and a keyhole. Members of the group had to write the ending to a story and include the object from the dices. The group before had written the beginning of the story, and our group was supposed to finish the story, in three paragraphs.

First half of the story: Sara Lissý Chontosh, Theodór Hran-nar Guðmundsson og Tómas B. Bachmann Brynjarsson, ENS2A05-2

Second half of the story: Birta Lind Atladóttir, Brynjólfur Helgi T. Björnsson og Sól Maríudóttir, ENS2A05-1

Selection Committee: students in ENS3B05-1

Editors: Alexander Jósep Hood, Arnar Franz Baldvinsson, Arnþór Víðir Vilmundarson og Eysteinn Sölvi Guðmunds-son, students in ENS2A05, groups 1 and 2

First half)

ÖrkiN - SKólablað FMOS

ÖrkiN - SKólablað FMOS 15

Page 16: Örkin - skólablað FMOS

Örkin

Undanfarin þrjú ár höfum við íslenskukennarar í FMOS staðið fyrir ljóða- og smásagnasamkeppni í tengslum við Dag íslenskrar tungu. Við byrjum á því að velja þema fyrir keppnina og kynnum það svo fyrir nemendum. Ramminn er yfirleitt í kringum 300 orð fyrir hverja sögu og að ljóðið komist fyrir á einu blaði. Í fyrra var þemað ljóðið „Ferðalok“ eftir Jónas Hallgrímsson en það ljóð gengur út á einlæga og óspillta ást tveggja ungra einstaklinga sem ekki fá að njótast vegna þess að faðir stúlkunnar telur þau of ung til að trúlofast. Fengum við margar dramatískar sögur og áhrifarík ljóð í keppnina en túlkun nemenda var afar fjölbreytt og um leið áhugaverð.

Í ár vildum við hafa þemað eitthvað andstætt því sem var í fyrra og fórum því að velta fyrir okkur glæpum og hrollvekjum. Einnig fannst okkur tilvalið að tengja þemað við skólabygginguna okkar, Brúarland, þar sem þetta er síðasta önnin okkar í þessu gamla og hlýlega húsi. En þar sem þemað var „Glæpurinn að Brúarlandi ...“ voru eins og gefur að skilja ekki beint „hlýlegar“ sögur eða ljóð sem við fengum frá nemendum enda var það ekki tilgangurinn.

Okkur bárust margar mismunandi útgáfur að misalvarlegum glæpum sem framdir voru í húsinu. Meðal annars kom í ljós að það er kjallari í húsinu og þar gerðust margir óhugnanlegir hlutir. Í einni sögunni lágu göng yfir í Álafosskvosina og þar týndist telpa sem aldrei fannst aftur. Hið draugalegt andrúmsloftið í göngunum var þannig að það var viðbúið að fleiri gætu týnst þar en þessi telpa. Uppi á háalofti á einnig að hafa gerst alvarlegur glæpur þar sem einn kennarinn mun hafa myrt nokkra samkennara sína - meðal annars afhausað einn þeirra! Þá segir í einni sögunni af tveimur skólafélögum sem héngu mikið saman í skólanum en ekkert utan hans en síðan kemur í ljós að raunveruleg tilvist annars þeirra reynist mjög á reiki. Í annarri sögu segir síðan af undarlegri sláturgerð í húsinu og það með leyfi sjálfs skólameistara! Segjum við ekki meira af því hér.

15

Eins og sjá má þá eru engin takmörk fyrir hugmyndaflugi nemenda og þið getið rétt ímyndað ykkur hvað það hefur verið skemmtilegt fyrir okkur íslenskukennarana að lesa það sem nemendur sendu inn.

Sá háttur hefur verið hafður á að fá gestadómara til liðs við okkur til að velja bestu verkin. Við íslenskukennararnir erum þá búnir að velja um átta sögur og svipað af ljóðum í úrtak og fáum gestadómarana til að velja hvaða sögur og ljóð lenda í þremur efstu sætunum. Að þessu sinni völdum við sjálf bestu ljóðin en fengum Bergljótu S. Kristjánsdóttur, prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands til þess að velja bestu sögurnar. Bergljót hefurþað meðal annars á samviskunni að hafa kennt bæði Guðbjörgu skólameistara og Sverri íslenskukennari á árum áður.

Veitt voru bókarverðlaun fyrir þrjár bestu sögurnar og þrjú bestu ljóðin. Ragnhildur Ioana Guðmundsdóttir fékk fyrstu verðlaun fyrir ljóðið sitt „ Fjöldamorð“, í öðru sæti var Daníel Alvin Haraldsson með ljóðið „Barn í móðurkviði“ og í þriðja sæti var Rúnar Sindri Þorsteinsson með ljóðið „Brúarland“. Í fyrsta sæti fyrir sögur var Viðar Máni Gunnarsson með sögu sína „Týndi félaginn“, í öðru sæti var Steinunn Svavarsdóttir með söguna „Blóðug slóð“ og í þriðja sæti var Kristín Björg Þorsteinsdóttir með söguna „Hvað í fjandanum er Brúarland?“

Áður en úrslit voru tilkynnt gengu þessir sex nemendur í tveimur hópum um stofur skólans og lásu upp verk sín í fylgd íslenskukennara og gestadómara. Skapaðist við það góð stemning í skólanum sem síðan náði hámarki á sal þegar úrslit voru tilkynnt og verðlaun veitt.

Sverrir Árnason, íslenskukennari

Dagur íslenskrar tungu - Glæpurinn að Brúarlandi

„Uppi á háalofti á einnig að hafa gerst alvarlegur glæpur þar sem einn kennarinn mun hafa myrt nokkra samkennara sína - meðal annars afhausað einn þeirra!”

ÖrkiN - SKólablað FMOS

ÖrkiN - SKólablað FMOS 16

Ekki bárust mörg ljóð að þessu sinni enda er kannski hægara að semja sögu en ljóð þegar glæpir eru annars vegar. Þó bárust nokkur áhugaverð og góð ljóð. Eitt ljóðið segir frá fjöldamorði í skólanum og um leið djúpum söknuði og hryggð, í öðru ljóði segir frá manni sem reikaði milli heima og viss ekki hvort hann var að vaka eða dreyma og í þriðja ljóðinu segir frá líki sem búið var að týna en leit út eins og sprungin appelsína!

„Í ár vildum við hafa þema eitthvað andstætt því sem var í fyrra og fórum því að velta fyrir okkur glæpum og

hrollvekjum“

Page 17: Örkin - skólablað FMOS

Örkin

til nánari upprifjunar:

* ímeil = tölvupóstur

* seiva = vista

* dánlóda = hlaða niður, hlaða upp

* línkur = hlekkur

* rístarta = endurræsa

* blokka/blokkera og peista = velja og sleppahh

útaf deigi ýslenskrar túngu!

okkur ýslenskukjenurum, er einsog þiðvitið, mjög ant um mál far, stavsettníngu og alt þaðer við kjemur málinu okkar ilhíra! við viljum því benda ikkur nemendum og samkjenurum á að dagur ýslensskrar túngu er í vændum, hann verður þann 16 Nóv næst komandi. þá verður mikil hátíð, í vændum en sá dagur er fæðíngar dagur jónasar Hallgrímsonar! við ætlum framað því að hæta að nota ímeil en notum þessístað orðið tölvupóstur, við ætlum einníg að hætta að nota orð einsog línkur, seifa, dánlóda, enn noda þessístað orðin hlekkur, vista og hlaða niður, ogsvo

ætlum við ekki að noda orð einsog rístarta en þessístað orðið endurræsa og svo er orðið fídbak stránglega bannað fram að 16 Nóv en við notum þessístað orðið endurgjöf – bara firir hann jónas okkar!

ýslensk túnga leingilifi, minníng jónasar leingi lifi!

firir hönd málfarsnemdar FM-os,

Zverir ýslenzkukjenari

pjé ess: ef við kjenarar erum góðar firirmindir þá verða nemendur okkar góðar eftirmindir!

ÖrkiN - SKólablað FMOS

ÖrkiN - SKólablað FMOS 17

Page 18: Örkin - skólablað FMOS

Öfug-mælaævintýri.Einu sinni var kerling sem var eitthvað svo öfug. Strákurinn hennar botnaði ekkert í henni. Hann furðaði sig á endalausri lyginni í henni og trúði henni ekki þegar hún fullyrti að nú væru páskarnir komnir. Honum þótti það undarlegt þar sem dimmt var allan daginn og jólatréð stóð í stofunni. Undir trénu var fullt af páskaeggjum. Hin öfuga móðir hans tilkynnti honum að brátt færi hann á eftirlaun og þyrfti að fara að taka þátt í starfi aldraðra. Honum fannst það skjóta skökku við þar sem hann var ekki einu sinni fermdur. Þegar móðir hans hófst handa við að elda hátíðarmatinn reyndi hún að kveikja upp í útigrillinu með snjó. Hún

meiddi sig á ryðguðu grillinu og bað hann um að sækja salt til að núa því í sárið. Hin öfuga móðir uppgötvaði að það hafði gleymst að kaupa Þpáskasteikina og sendi hún því aldraða son sinn með grjót niður á bryggju og sagði honum að veiða með honum fisk.

Drengurinn var afar hlýðin og staulaðist á fúnum fótunum niður á höfn. Í gegnum glákuna sá hann grilla í kindur sem gengu á sjónum. Hann hugsaði sér gott til glóðarinnar enda er frekar við hæfi að fá sér páskalamb á jólunum en fisk. Hann sá árabát og skellti sér ofan í hann. Þar voru tvær árar en hin öfuga móðir hans hafði kennt honum að best væri að róa með einni ár í ofsaveðri. Hann réri af miklum móð svo undirtók í

stirðum beinum hans. Þegar hann hafði handsamað kindina með veiðigrjótinu dreif hann sig heim. Hin öfuga móðir hans slátraði kindinni, skellti henni í pott, pissaði í pottinn og stráði ösku yfir. Meðan hin páskalega jólasteik kraumaði í pottinum drifu þau sig til kirkju.

Innst í kirkjunni var naut. Ég held að það hafi verið vort skuldunaut. Þegar hinn aldni drengur skakklappaðist heim á leið með móður sinni heyrðu þau fagran fiskasöng berast ofan af heiðinni, fannst þeim þá hátíðin gengin í garð.

Sandra Dögg Ómarsdóttir

Í einu verkefni í íslensku eru nemendur meðal annars að vinna me ð öfugmælavísur á skapandi hátt. Koma út úr því oftast skemmtileg verkefni.

Sandra Dögg Ómarsdóttir skilaði til dæmis þessu verkefni eftir að hafa lesið nokkrar öfugmælavísur í kennslubókinni Bók af bók:

Orð dagsins er rétt!

Rétt undir lok september hafði ég spurnir af því að menn hafi verið í réttum rétt við rætur höfuðborgarsvæðisins í gær, rétt innan markanna, ef rétt skal fara með.

Ekki eru allir með á hreinu hvað rétt er en ef sem réttast á að fara með er algengara að tala um réttir í fleirtölu, menn fara í réttir, en svo reka menn í rétt sem er annað orð yfir stekk, sem ég held að sé rétt hjá mér. Þetta er svona kindamál, rétt kindamál, tel ég. Lömbin fara sér. Úr þeim eru gerðir réttir, frábærir réttir ef þeir eru rétt eldaðir.

Að fá góðan rétt rétt eftir að hafa verið að reka í réttir rétt við jaðar

höfuðborgarsvæðisins er það eina rétta en ég er nú bara rétt mátulega viss um að ég hefði lyst á lambalæri eftir slíka smölun. En ég hef aldrei farið í réttir, ef mig minnir rétt, svo ég er rétt varla dómbær á það. Sumir þurfa að rétta sig af eftir réttir, þeir voru þá skakkir kvöldið áður! Ekki rétt!

Var einhver með fimm rétta í lottóinu um helgina? Ég rétt gleymdi að kaupa miða, það var búið að loka þegar ég kom, rétt aðeins of seinn!

Sverrir Árnason, íslenskukennari

1. sæti (ljóðaflokkur)

Ragnhildur Ioana Guðmundsdóttir

Séð hef ég páska setta um jólsveinbarn fætt í elli,myrkur bjart, en svarta sól,sund á hörðum velli.

Í eld er best að ausa snjó,eykst hans logi við þetta;gott er að hafa gler í skóþá gengið er í kletta.

Gott er að láta salt í sárog seila fisk með grjóti,best er að róa einni árí ofsaveðri á móti.

Dæmi um öfugmælavísur, kenndar við Bjarna Jónsson skálda (u.þ.b. 1560-1640):

ÖrkiN - SKólablað FMOS

ÖrkiN - SKólablað FMOS18

Page 19: Örkin - skólablað FMOS

Mikilvæg ráð fyrir einhleypar konurHér er fimm mikilvæg ráð fyrir einhleypar konur.1. Mikilvægt er að finna mann sem er bæði í fullri vinnu og húslegur.2. Mikilvægt er að finna mann sem kemur þér til að hlæja.3. Mikilvægt er að finna mann sem hægt er að treysta og lýgur ekki að þér.4 Mikilvægt er að finna mann sem elskar þig og dekrar við þig.5. Mikilvægt er að þessir fjórir menn þekkist ekki?

Hvenær fékkstu það síðast?Manninum leið ekki vel og fór til læknis. “Ég held að þú fáir of lítið af kynlífi,” sagði læknirinn. “Hvenær fékkstu það síðast?” “Ég man það ekki,” sagði maðurinn og hringir til að spyrja konuna. … “Hæ þetta er ég, hvenær gerðum við það síðast?” Það var þögn langa stund, og svo kom mjög gætilega: … “Við hvern tala ég?”

Búktalarinn og HafnfirðingurinnBúktalari nokkur sat með lítinn brúðukarl í fanginu á veitingastað einum í Kópavogi og skemmti viðstöddum með hafnarfjarðar bröndurum. Er hann hafði sagt nokkra slíka steig stór og illilegur maður og sagði:”Mér líkar ekki þetta grín þitt um okkur Hafnfirðingana.” ”Fyrirgefðu,”svaraði búktalarinn hissa,”en þetta eru nú bara…” ”Ég er ekki að tala við þig,”greip Hafnfirðingurinn fram í ,”heldur þennan litla náunga sem þú ert með í fanginu”.

DauðasyndirnarÍ Írak er bannað að sofa hjá utan hjónabands, þar er bannað að borða svínakjöt og bannað að drekka áfengi….. Það er dauðasynd….Á Íslandi heitir þetta „þorrablót”….

Sudoku

Getur þú skrifað tölurnar 1-21 í hringina og fengið sömu summuna í beinu línunum ? Bannað er að nota sömu töluna tvisvar

ÖrkiN - SKólablað FMOS

ÖrkiN - SKólablað FMOS19

Page 20: Örkin - skólablað FMOS

Örkin

Það hefur verið alveg sérstök ánægja að fá að vinna við þróun áfanga í kynjafræði hér í FMOS. Á síðustu árum hefur verið vitundarvakning um jafnréttisfræðslu í skólum og nú er komið inn í aðalnámskrá að nemendur hafa rétt á fræðslu um jafnréttismál. Það var svo sérstaklega ánægjulegt þegar FMOS fékk Jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar 2013 því það sýnir okkur að tekið er eftir því góða starfi sem fram fer í FMOS.

Nemendur í FMOS hafa sýnt kynjafræði mikinn áhuga og hefur þessi valáfangi verið kenndur núna tvær annir í röð sem er nokkuð mikið afrek í 250 manna skóla. Það kom mér skemmtilega á óvart hversu fjölbreyttur hópur nemenda velur kynjafræði. Kynjafræði byggir mikið á umræðum og greiningu á samtímaheimildum. Viðfangsefni okkar

eru fjölmörg en við skoðum birtingu karlmennsku og kvenleika í samfélaginu, femínisma og jafnréttisbaráttu, félagsmótun, kynjun í fjölmiðlum, kyn-bundið ofbeldi t.d heimilisofbeldi og sýruárásir, klám og klámvæðingu, vændi og mansal, vinnumarkað og kynbundin launa-mun, stjórnvöld og valdbeitingu ásamt því að nemendur vinna með eigið áhugasvið.

Ég vil þakka öllum nemendunum í kynjafræði því saman erum við alltaf að læra eitthvað nýtt og þroskast í umræðum með fjölbreyttum hópi fólks. Ég vil einnig þakka hinu frábæra samstarfsfólki mínu sem hefur stutt mig í þróun áfangans.

Vibeke Svala Kristinsdóttir, kennari í kynjafræði

Kynjafræði í FMOS – upplifun kennara:

Kynjafræði

Við lifum á plánetu jörð þar sem Guð hefur skapað kvenkyns og karlkyns verur, bæði plöntur og dýr. Ein af þessum tegundum eru ,,Homo sapiens” en það eru VIÐ, mannfólkið. Margar mismunandi gerðir af mannfólki eru til í þessum heimi og fjölskyldur koma í alls konar stærðum og gerðum og jú, kynum! Nánast allir menn mótast af samfélaginu með skrifuðum og óskrifuðum reglum.

Erum við ekki öll eins? Á unglingsaldri fannst mér sjálfsagt hvernig samfélagið var því að jú, ég hafði litlu um það ráðið hverjir móta heiminn eins og hann er í dag og hver er ég til að mótmæla því hverjir hafa mótað þennan heim þegar ég hafði svo litla vitneskju um hvað sé raunverulega rétt og rangt. Eina kyn-jafræðslan sem ég fékk í grunnskóla var sú hvernig börn eru gerð og hvernig píka og typpi lítur út. Eftiráhyggja finnst mér það fullsnemmt að hafa fengið þessa ákveðnu fræðslu. Kannski hafði það verið full-

snemmt að fá að vita um jafnréttisbaráttu rauðsokkana eða launamun á grunnskóla aldri, en á þeim aldri sem ég er í dag á það að vera sjálfsagður hlutur fyrir hvern og einn.

Kynjafræði er stórkostlega víð og breið fræðigrein sem hefur aukið vitund mína á því sem er að gerast í heiminum. Við sjáum það vel hér á Íslandi, á hverjum degi eru fréttagreinar á netinu um feminista, kynbundið ofbeldi, jafnrétti, klám-kyn-slóðina. Hvað þýðir þetta allt saman? Er í eðli okkar mannfólksins að beita ofbeldi hvort sem það er andlegt að líkamlegt eða er hægt að koma í veg fyrir raunverulega ranga hluti sem eiga sér stað bakvið luktar dyr?

Á Íslandi erum við í sérstöðu hvað varðar jafnrétti kynjanna og sjálfur er ég gífurlega þakklátur fyrir að alast upp í slíku samfélagi. Með því að kynna sér kynjafræði með opnum hug og gagnrýni á

samfélagið er hægt að breyta því sem rangt er í krafti fjöldans en hver á einn þarf að bera ábyrgð á að fræða sig og bera kennsl á ranglæti og misrétti við þær aðstæður og atburði sem eru að gerast útum heim allan, því hvet ég alla samnemendur mína til að skrá sig í kynjafræðiáfanga við FMOS.

Bjarni Þór Kristjánsson, nemandi í kynjafræði.

Upplifun nemanda:

Örkin ÖrkiN - SKólablað FMOS

ÖrkiN - SKólablað FMOS 20

Page 21: Örkin - skólablað FMOS

Örkin

samfélagið er hægt að breyta því sem rangt er í krafti fjöldans en hver á einn þarf að bera ábyrgð á að fræða sig og bera kennsl á ranglæti og misrétti við þær aðstæður og atburði sem eru að gerast útum heim allan, því hvet ég alla samnemendur mína til að skrá sig í kynjafræðiáfanga við FMOS.

Bjarni Þór Kristjánsson, nemandi í kynjafræði.

Örkin

Marta Guðrún Daníelsdóttir er einn af þeim frábæru kennurum sem starfa við FMOS. Hún tekur flesta daga strætó frá Seltjarnarnesi í vinnuna og á vorin er hún dugleg við að taka hjólið með sér í strætó og hjólar heim. Marta er með BS próf í efnafræði frá HÍ, kennsluréttindi frá HÍ, MS próf í umhverfisverkfræði frá University of Washington og MS próf í vistfræði og auðlindastýringu frá University of Washington. Áður kenndi hún BS nemendum við University of Washington stærðfræði .

Viðtalið: Marta Guðrún Daníelsdóttir

Nú hefur umhverfið sérstaklega verið mikið í umræðunni hér á landi og víðar en hvað er umh-verfisfræði?

Námsgreinin umhverfisfræði er mjög víðfeðm. Það kemur einmitt mjög skýrt fram í inngangsáfanganum í FMOS hversu þverfagleg þessi náms-grein þar sem við tökum m.a. fyrir gróðurhúsaáhrif, hugtakið sjálfbæra þróun og það hversu misjafnlega auðlindum jarðar er skipt eftir heimshlutum.  Marta kemur einnig inn á það að FMOS sé í sérstöðu í umhverfisfræðslu og að enginn annar framhaldsskóli á landinu hefur umhverfisfræði sem skyldufag á öllum námsbrautum.

Hver er stefna bæjaryfir-valda gagnvart skólanum og umhverfisfræðslu?

Mosfellsbær hefur sett fram mjög metnaðarfulla Staðardagskrá 21, en í Staðardagskrá 21 kemur fram hverjar áherslur bæjaryfirvalda eru varðandi sjálfbæra þróun á næstu árum. Mosfellsbær er auk þess heilsueflandi samfélag en lýðheilsa og umhverfismál eru óneitanlega tengdir málaflokkar. Ég bý ekki sjálf í Mosfellsbæ en mín tilfinning er að hér sé verið að gera góða hluti í umhverfismálum. Bærinn kemur ekki beint að umhverfisfræðslu

í skólanum en nemendur sem alast upp í bæjarfélagi þar sem áhersla er á umhverfismál bera hugmyndir sínar og upplifun inn í skólann og að sama skapi smitast þær hugmyndir og umræðan sem fer fram um umhverfismál í skólanum vonandi út í daglegt líf nemenda.  Hvernig taka nemendur í umhverfisfræðslu?

Nemendur hafa almennt verið jákvæðir. Í skylduáfanganum hef ég lagt áherslu á fjölbreytt verkefni þar sem nemendum gefst kostur á að velja sér viðfangsefni sem þeir hafa mestan áhuga á. Nemendur fá þannig að kafa ofan í eitthvað sem þeir hafa áhuga á og það skilar sér oft í mjög vel unnum verkefnum.  

Marta hefur verið kennari við FMOS frá upphafi og er það ein af ástæðum fyrir því að hún tók við starfinu þótt hún byggi á Seltjarnarnesi ásamt því að umhverfi og auðlindir eru aðal áherslur skólans og henni finnst algjör forréttindi að vinna með ungu, skapandi og skemmtilega fólki Hvernig eru þessir áfangar sem eru i boði?

Í inngangsáfanganum eru ýmsar hliðar umhverfismála skoðaðar eins og fram kom hér áðan. Allir nemendur skólans taka þann

áfanga. Við höfum að auki boðið uppá tvo framhaldsáfanga. Í öðrum þeirra er áhersla á auðlindir Íslands og hvernig nýting þeirra tengist sjálfbærri þróun og sjálfbærum lifnaðar-háttum.

Í hinum framhaldsáfanganum unnu nemendur mikið með töluleg gögn tengd umhverfismálum og samtvinnuðu þannig kunnáttu sína í stærðfræði og umhverfisfræði. 

Heldurðu að nemendur taki reynslu sína úr umhverfisfræði til þess að bæta sitt umhverfi?

Það er auðvitað misjafnt en ég hef þá trú að nemendur verði almennt meðvitaðri um umhverfismál eftir að hafa tekið áfangana. Þetta getur birst í d aglegu lífi, t.d. með meiri flokkun á sorpi, en það sem er kannski ekki síður mikilvægt er að nemendur verði betur í stakk búnir að taka þátt í umræðum um umhverfismál og geti tekið upplýstar ákvarðanir, t.d. varðandi það hvernig þeir ferðast á milli staða og þegar þeir velja vörur í verslun.

ÖrkiN - SKólablað FMOS

ÖrkiN - SKólablað FMOS 21

Page 22: Örkin - skólablað FMOS

Gjörbreytt aðstaða fyrir nemendur á náttúruvísinda-braut.

Nám í náttúru-vísindagreinum í FMOS er mjög verkefnamiðað þar sem lögð er áhersla á að nemendur séu þátttakendur í náminu frekar en viðtakendur. Aðstaðan í nýju húsnæði FMOS hentar fullkomlega fyrir þessa nálgun þar sem raungreinastofurnar eru tvískiptar með hefðbundinni kennslustofu og verklegri aðstöðu í sama rýminu. Þannig mun henta vel að flétta verk-legum æfingum og athugunum margs

konar inn í námið. Í raungreinak-lasa skólans verða tvö kennslurými með þessari uppbyggingu; eðlis- og efnafræðistofa annars vegar og jarð- og líffræðistofa hins vegar. Enn fremur verður tækjabúnaður í þessum stofum til fyrirmyndar.

Dæmi um þau fjöl-breyttu verkefni sem aðstaða og tækjakostur gefa kost á að vinna eru gróðurrækt, smádýraskoðanir, DNA-greiningar, tölvulíkön um stofnfrumu-rannsóknir, klónun, varmafræðimælingar, rannsókn á litróf ljóssins og mælingar á sveifluhreyfingum og þyngdarkrafti jarðar.

Í líffræði verða notaðar tölvutengdar smásjár og víðsjár til að skiptast á skoðunum og safna gögnum. Verkleg kennsla fer bæði fram í gegnum tölvulíkön og hefðbundnari verklegar æfingar og þetta tvennt gjarnan látið kallast á. Nemendur geta líka haft fullkomið tölvulíkan á iPad við hlið sér meðan þeir kryfja líffæri.

Tækjakostur skólans gerir okkur líka kleift að fara með rannsóknarstofuna út úr húsi. Skólinn hefur keypt nokkra fjölnota mæla sem mæla 20 mismunandi atriði, þ.a.m. GPS hnit þannig að hægt er að skoða mælingar í gegnum Google Maps. Mælingarnar má færa

þráðlaust í iPad eða tölvur til að vinna frekar úr gögnunum hvort sem það er úti í náttúrunni eða inni á tilraunastofu. Þessi tæki má nota við eðlisfræði, efnafræði, líffræði og umhverfis-rannsóknir.

Af ofangreindu má sjá að aðstaðan fyrir nemendur til að stunda nám á náttúruvísindabraut mun gjörbreytast og er mikil tilhlökkun meðal kennara og nemenda skólans að fá aðgang að þessari fyrsta flokks aðstöðu.

Marta Guðrún Daníelsdóttir, Valgarð Már Valgarðsson og Þröstur Hrafnkelsson, kennarar á náttúru-vísindabraut við FMOS

Örkin ÖrkiN - SKólablað FMOS 22

ÖrkiN - SKólablað FMOS

Page 23: Örkin - skólablað FMOS

LeikhúsferðMiðvikudaginn 13. nóv. fór tæplega sjötíu manna hópur frá FMOS í Borgarleikhúsið að sjá leikritið Jeppi á Fjalli, þar af fimm kennarar. Er þetta einkar skemmtilegt uppbrot á skólastarfinu og var greinilega mikil stemning meðal nemenda þetta kvöld. Var fyrir okkur kennarana skemmtilegt að hitta og sjá nemendur á öðrum vettvangi en við erum alla jafna vön, ekki síður að spjalla við þá í hléinu og ræða við þá um upplifun þeirra á verkinu. Mörg hver hafa farið afar sjaldan í leikhús og kveikja þessar leikhúsferðir okkar áhuga mar-gra að gera meira af þessu.

Eins og svo oft þá sýnist sitt hverjum um leikritið.

Nemendur voru almennt ánægðir með frammistöðu Ingvars E. Sigurðssonar, hann getur bara varla klikkað. Ilmur stendur alltaf fyrir sínu en óhætt er að segja að flestum ef ekki öllum fannst hljómsveitin standa sig vel og þá slógu bæði hjúkkurnar og lögfræðingarnir í gegn, en þeir voru leiknir af sömu leikurunum. Jón Karl Ein-arsson var einn þeirra nemenda sem fóru að sjá leikritið og hér kemur leikdómur hans:

Sverrir Árnason, kennari

Það verður strax að viðurkennast að leikritið Jeppi á fjalli í leikstjórn Benedikts Erlingssonar kom heldur betur skemmtilega á óvart og sýndi það að Benedikt er vel að þeim verlaunum kominn er hann hefur verið að sópa til sín víða um heim. Verkið var skemmtileg tilbreyting frá því sem ég tel vera hefðbundin íslensk leikverk. Mér þótti einstaklega skemmtilegt hvernig leikmyndin var lítil og frumlega uppsett með tómar glerflöskur sem fylltu allt aukalegt pláss til að undirstrika það að aðalpersónan Jeppi hafi verið drykkjumaður. Einnig þótti mér það stórkostlegt hvernig það var notast við hamstrahjól á svo marga vegu og þar af leiðandi nýtt það litla pláss sem hafðist alveg

gríðarlega vel. Hamstrahjólið var eitt augnablikið notað sem rúm, því næst til þess að tákna göngu langa vegalengd og þar á eftir sem dyragætt.

Meistari Megas á hrós skilið eins og allir aðrir fyrir sinn þátt í tónlist verksins en mér þótti það eiga eins-taklega vel við verkið og fannst mér stórkostlegt hvernig furðugóður söngur Ingvars E. Sigurðssonar endurspeglaði hefðbundna flutninga Megasar. Og á þeim nótum að fjallað sé um tónlistina í leikverkinu þá verður að minnast á það að að mínu mati var hljómsveitin og lifandi tónlistarflutningurinn, undirstaða leikverksins. Hljómsveitin var ekki einungis að spila á hljóðfærin og syngja bakraddir heldur léku þau auk þess minni

hlutverk í leikritinu. Samfara því að hver tónlistarmaður var með æfð lög til að spila og línur til að segja, þá virtist hvert og eitt þeirra kunna á öll hljóðfærin sem spilað var á. Eitt augnablikið var ein manneskjan að spila á trommurnar, mínútu síðar var sama manneskja komin á gítar eða píanó. Hæfileikar hljómsveitarinnar voru ótæmandi og þar á meðal að vera söngur Ingvars ásamt því að hann virtist kunna með ágætis móti að spila á harmonikku. Að mínu mati var tónlistin og allt það mikla í kringum hana það sem ég hafði mestan áhuga á.

Ég verð þó að viðurkenna að mér þótti heldur miður hvernig leikararnir áttu það til að nýta áhorfendur og tvinna þá hálfpartinn inn í leikinn og þar af leiðandi að

brjóta þann fjórða vegg sem leiklist talar um. Með því að brjóta fjórða vegginn og tala beint til áhorfenda reyndist mér það erfitt að sökkva eins mikið í verkið og maður hefði annars átt til að gera. Mínus í kladdann fyrir Benedikt þar.En til að bæta fyrir þennan litla mínus er svo óteljandi margt sem bætir fyrir það.

Ég viðurkenni það að ég gekk inn á þessa leiksýningu með það að hugarfari að íslensk leiklist er ekki með besta móti og að ég myndi nú sennilegast ekki hafa gríðarlega gaman af. Það gleður mig þó mikið að ég hafi haft rangt fyrir mér vegna þess að það er lítið út að þetta verk að setja. Stór-gott og mæli hiklaust með því.

Jón Karl Einarsson, nemandi.

Stórleikurinn á litla sviðinu

Örkin ÖrkiN - SKólablað FMOS

ÖrkiN - SKólablað FMOS23

Page 24: Örkin - skólablað FMOS

Í inngangsáfanganum í umhverfisfræði vinna nemendur meðal annars með hugtakið sjálfbæra þróun. Lokaverkefnið í þeirri verkefnavinnu var að útbúa spil þar sem spurningar og happa- og óhappareitir áttu að tengjast sjálfbærri þróun og öðrum umhverfismálum.

Nemendur byrjuðu á að kynna sér ýmsar hliðar sjálfbærrar þróunar. Því næst skrifuðu þeir spurningar, happa- og óhappaspjöld og spilareglur. Að lokum að voru spilaborðin útbúin.

Dæmi um afraksturinn ...

Happareitir: Þú ákvaðst að kolefnisjafna bílinn þinn. Kastaðu aftur. Þú valdir „fair trade“ vöru fram yfir aðra og stuðlaðir þannig að heiðarlegum viðskiptum. Farðu 3 reiti áfram.

Óhappareitir: Þú hentir batteríi í ruslið. Farðu þrjá reiti afturábak. Þú keyrðir í stað þess að ganga stutta vega-lengd og bíður eina umferð.

Og svo var spilað ...

Spilið um sjálfbæra þróun...

Örkin

Örkin

Örkin ÖrkiN - SKólablað FMOS

ÖrkiN - SKólablað FMOS 24

Page 25: Örkin - skólablað FMOS

Örkin

Örkin

Í Framhaldskólanum í Mosfellsbæ er mikil fjölbreytni bæði meðal nemenda og kennara. Í þessu viðtali var gerður samanburður milli elsta nemanda skólans og þess yngsta. Elsti nemandinn heitir Sólrún og er 56 ára gömul og sá yngsti heitir Yrsa Björt og verður 16 ára 18. desember.

Yrsa BjörtAf hverju valdir þú Fmos?Ég valdi FMOS til að efla félagaslífið. Ég var í Lágafellsskóla og námsráðgjafinn sagði mér að kíkja á FMOS

Ertu Mosfellingur?Já.

Hvað er það besta við námið/skólann?Það besta við námið er að ég kemst ekki upp með neitt kjaftæði!

Áttu kærasta/eiginmann/börn?Ég á kærasta en ég punga ekki út börnum sisvona.

Djammaru um helgar?Já ég sigta um helgar baby.

Hvað eru uppáhalds staðirnir þínir i bænum?Ég man aldrei hvað staðirnir heita en oftast fer ég í partý bara!

Uppáhalds kennari ?Björk enskukennari.

Hefuru farið i annað nám/námskeið?Ég er í söngnámi, vinir mínir segja að ég verði næsta Aretha Franklin.

Í hvaða búðum verslar þú föt?Ég versla aðallega föt í útlöndum, Jemen og Suður-Afríku.

Hvað er besta bíómynd allra tíma?2 Guns .

Hvaða lag?Eye of the tiger og nýja lagið með Magga mix

Spilarðu kasettur, cd eða ipod?iPod! Hvað eru kasettur?

Spilarðu tölvuleiki/ hvaða leiki?Pabbi tók af mér Playstation 3 tölvuna en ég spilaði COD.

Fiskur eða kjöt?Kjöt.

Pizza eða burger?Pizza.

Stundar þú íþróttir?Ég æfi handbolta með Aftureldingu.

Ertu öflug á facebook/snapchat/instagram?Ég reyni að vera virk á öllum þessum nýjungum tæknisamfélagsins en ef ég myndi velja þá er Facebook uppáhalds

Bjór eða sterkt?Sterkt.

Sólrún

Bjór eða sterkt?Hvorugt, bæði viðbjóður!

Ertu öflug á facebook/snapchat/instagram?Ég á það til að snappa en oftast nota ég fésbókina.

Stundar þú íþróttir?Ég tek kraftgöngur á kvöldin eftir að svólgra niður einum Herbalife shake!

Pizza eða burger?Pizza.

Fiskur eða kjöt?Fish.Spilarðu tölvuleiki/ hvaða leiki?Ég prófa alltaf leikina hjá syni mínum. Seinast prófaði ég GTA 5!

Spilarðu kasettur, cd eða ipod?Ég hef spilað þetta allt!

Hvað er uppáhalds lagið þitt?Fátt er svo með öllu illt með Guðrúnu Gunnars.

Hvað er besta bíómynd allra tíma?Sound of Music.

Í hvaða búðum verslar þú föt?Ég versla í heimabyggð, oftast í Basic

Uppáhalds kennari?Erfitt að segja, allir kennarar skólans eru frábærir.

Hvað eru uppáhalds staðirnir þínir i bænum?Bæjarins bestu.

Djammarðu um helgar?Nei, eiginlega ekki.

Áttu kærasta/eiginmann/börn?Ég á sex kvikindi en ég er á lausu!

Hvað er það besta við námið/skólann?Nándin, samkenndin, það eru allir vinir og við erum að vinna að sömu markmiðum.

Ertu Mosfellingur?Hér hef ég búið í 10 ár svo ég tel mig vera Mosfelling.

Af hverju valdir þú Fmos?Strákurinn minn stundaði nám hérna þannig að ég ákvað að slá til, enda er skólinn í heimabyggð ásamt því að það eru engin stór lokapróf.

Örkin

Yngsti vs. elsti

ÖrkiN - SKólablað FMOS

ÖrkiN - SKólablað FMOS 25

Page 26: Örkin - skólablað FMOS

ÖrkiN - SKólablað FMOS

ÖrkiN - SKólablað FMOS

Kennarar FMOS eru almennt metnaðargjarnir. Til að bjóða upp á úrvalskennslu þykir okkur nauðsynlegt að fylgjast vel með nýjungum í skólastarfi, með ýmiskonar lengri og styttri námskeiðum. Við látum okkur ekki duga að kynna okkur það sem er í boði hér á landi heldur förum einnig yfir lönd og höf í leit að þekkingu og visku. Kennarasamband Íslands styrkir kennara til slíkra ferða.

Fyrsti áfangastaður okkar var Boston en þangað fórum við vorið 2011. Nánar tiltekið daginn sólarhring eftir að gos hófst í Grímsvötnum þannig að flugleiðin okkar vestur um haf var frekar óhefðbundin. Í Boston fórum við í Edward M. Kennedy Academy for Health Careers. Eins og nafnið gefur til kynna sérhæfir skólinn sig í undirbúningi fyrir nám í heilbrigðistengdum greinum en hann var stofnaður til að gefa nemendum úr lægri stigum borgarinnar tækifæri til að feta þá braut. Til að tryggja fjölbreyttan bakgrunn nýnema styðst skólinn við lottó–drátt en ekki námsferil eins flestir aðrir og því eiga ungmenni möguleika á að komast í skólann þrátt fyrir slakan námsferil á fyrri skólastigum.

Í Boston fórum við einnig á mjög áhugaverðan fyrirlestur um nám á 21. öld en það var Charles Fadel, prófessor í menntavísindum við Harvard, sem kynnti okkur rannsóknir sínar sem koma fram í bókinni 21st Century Skills – Learning for life in our times. Með 21. aldar hæfni er átt við þá hæfni sem líklegt er að starfsfólk framtíðarinnar komi til með að þurfa að búa yfir. Í stuttu máli ganga þær út á náms- og frumkvöðlahæfni, þ.e. að læra að skapa í samstarfi við aðra. Jafnframt upplýsinga-og tæknilæsi, lífsleikni og fleira.

Upplýsingatæknisýningin BETT er haldin árlega í London og starfsfólk FMOS sótti hana árið 2012 enda var þá tímabært að huga að því hvaða búnaður kæmi sér best í nýju skólahúsnæði. Margar nýjungar bar fyrir augu eins og vænta mátti og kennarar fengu góða innsýn í hvað er í boði þegar kemur að tæknimálum. Líklega stendur upp úr tæki sem raunvísindakennarar festu kaup á og nefndu Almæli þar sem það mælir ólík fyrirbæri með aðeins einu tæki þar sem áður hefur þurft fleiri.

Í haust lá leið okkar til Helsinki en Finnar hafa vakið athygli fyrir góða frammistöðu í PISA könnunum undanfarið. Við heimsóttum Kasavuori skólann sem er fyrsti skólinn til að starfa eftir hugmyndafræði sem kallast því skemmtilega nafni Draumaskólar en þá er nú að finna víða um Finnland sem og í Singapúr. Draumaskólar leggja áherslu á að undirbúa nemendur vel fyrir lífið, að þeir hafi réttu verkfærin til að öðlast gott líf. Þar sem tæknin er ríkur þáttur í lífi ungmenna í dag er lögð mikil áhersla á upplýsingatækni.

Við heimsóttum síðan Omnia verkmenntaskólann sem hefur tíu þúsund nemendur svo starfið einken nist af mikilli fjölbreytni og margvíslegum námsleiðum. Þar fengum við margar hugmyndir að því hvernig við viljum sjá nýja skólann okkar þróast.Skólinn tók nýlega í notkun glæsilega byggingu og er hún greinilega hugsuð með það í huga að virkja sköpunargleði nemenda. Öflugt nýsköpunar-og frumkvöðlastarf fer fram í Omnia og eru afurðir og verk nemenda til sölu, til dæmis eru þar veitingastaður og snyrtistofa.

Í báðum skólunum sem við heimsóttum í Finnlandi mátti sjá að hugsað er fyrir því að vel fari um nemendur, í því skyni má nefna að nemendur áttu þess kost að sitja í ólíkum stólum eða púðum í hverri stofu. Reynsla Finna af skólamálum getur komið kennurum og stjórnendum menntamála á Íslandi til góða ef við leggjum okkur fram við að draga lærdóm af henni. Skólarnir eru nú dreifstýrðari en áður, kennarastarfið þykir eftirsóknarvert og hlutfall nemenda í iðn-og verkgreinum er hátt í 50 prósent.

Við höldum áfram að læra heima og að heiman með því markmiði að gera góðan skóla enn betri.

Hlín Rafnsdóttir, félagsfræðikennari

Vits er þörf þeim er víða ratar

Hópur af starfsmönnum sem heimsótti Finnland

26

Aftari röð: Elín Eiríksdóttir, Guðbjörg Aðalbergsdóttir, Guðrún Guðjónsdóttir, Jóna Svandís Þorvaldsdóttir, Svanhildur Guðmundsdóttir, Valgarð Már Valgarðsson, Halla Svanhvít Heimisdóttir, Inga Þóra Ingadóttir, Ívar Rafn Jónsson, Rafn Hermannsson, Halla Valgerður Haraldsdóttir, Jóhanna Jakobsdóttir og Hlín Rafnsdóttir.Fremri röð: Mike, kennari í Omnia, Kristján Einarsson, Björk Ingadóttir, Kolbrún Ósk Jónsdóttir, Svanhildur Svavarsdóttir, Vibeke Svala Kristinsdóttir, Marta Guðrún Daníelsdóttir, Birgir Jónsson, Þröstur Hrafnkelsson.

Page 27: Örkin - skólablað FMOS

ÖrkiN - SKólablað FMOS

ÖrkiN - SKólablað FMOS 27

Ritsjórn blaðs:

Bjarni Þór Kristjánsson - Ritstjóri/hönnun og nemandi

Frábær skólabragur í FMOSÍ FMOS hafa frá upphafi verið haldnir húsfundir þar sem allir nemendur og starfsmenn eru boðaðir til að ræða saman ýmislegt sem tengist skólastarfinu. Síðasti húsfundur var haldinn í byrjun nóvember og þar var umræðuefnið skólabragurinn í FMOS. Nemendur voru beðnir um að lýsa andanum eða skólabragnum og hvernig hægt væri að taka hann með í nýtt húsnæði. Niðurstöður voru mjög ánægjulegar fyrir nemendur og starfsmenn FMOS.

Sem dæmi má nefna að nemendum finnst andinn eða skólabragurinn í FMOS „jákvæður, sveigjanlegur, skemmtilegur, einstakur, æðislegur“ og samkvæmt nemendum ríkir „réttlæti, hamingja, vinátta, vinnusemi, hugmyndaauðgi, metnaður, heiðarleiki og gagnkvæm virðing“ í skólanum. Þeir segja líka að FMOS sé skóli þar sem „allir fá tækifæri, allir séu jafnir og gott samstarf sé á milli nemenda og kennara.“

Húsfundurinn var eitt af verkefnum sjálfsmatshóps skólans á haustönn, en hópurinn vinnur ýmis verkefni tengd gæðum í skólastarfi.

Hinrik Ragnar Helgason - blaðamaður og nemandi

Gestur Þór Guðmundsson - blaðamaður og nemandi

Ragnhildur Ioana Guðmundsdóttir - blaðamaður og nemandi

Súsanna Katarína Guðmundsdóttir - blaðamaður og nemandi

Fanney Rún Ágústsdóttir - blaðamaður og nemandi

Kristín Björg Þorsteins-dóttir - blaðamaður og nemandi

Sverrir Ármason-Kennari Erlingur Örn Árnason

-blaðamaður og nemandi

Page 28: Örkin - skólablað FMOS