Netnotkun barna og unglinga og áhrif hennar á ...

30
Netnotkun barna og unglinga og áhrif hennar á sálfélagslega heilsu Erla Berglind Tryggvadóttir og Lilja Björg Sigurjónsdóttir Ritgerð til BS prófs (12 einingar)

Transcript of Netnotkun barna og unglinga og áhrif hennar á ...

Page 1: Netnotkun barna og unglinga og áhrif hennar á ...

Netnotkun barna og unglinga og áhrif hennar á sálfélagslega heilsu

Erla Berglind Tryggvadóttir og Lilja Björg Sigurjónsdóttir

Ritgerð til BS prófs (12 einingar)

Page 2: Netnotkun barna og unglinga og áhrif hennar á ...

Netnotkun barna og unglinga og áhrif hennar á sálfélagslega heilsu

Erla Berglind Tryggvadóttir og Lilja Björg Sigurjónsdóttir

Ritgerð til BS prófs í hjúkrunarfræði

Leiðbeinandi: Páll Biering

Hjúkrunarfræðideild

Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands

Júní 2018

Page 3: Netnotkun barna og unglinga og áhrif hennar á ...

Internet use of children and adolescents and its influence on psychosocial health

Erla Berglind Tryggvadóttir og Lilja Björg Sigurjónsdóttir

Thesis for the degree of Bachelor of Science

Supervisor: Páll Biering

Faculty of Nursing

School of Health Sciences

June 2018

Page 4: Netnotkun barna og unglinga og áhrif hennar á ...

6

Ritgerð þessi er til BS prófs í hjúkrunarfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á

nokkurn hátt nema með leyfi rétthafa.

© Erla Berglind Tryggvadóttir og Lilja Björg Sigurjónsdóttir, 2018

Prentun: Samskipti

Reykjavík, Ísland, 2018

Page 5: Netnotkun barna og unglinga og áhrif hennar á ...

7

Ágrip

Hröð þróun hefur orðið í notkun snjalltækja og með tilkomu alls kyns forrita eins og Facebook,

Instagram og Snapchat sem hægt er að setja inn á snjallsíma, er aðgengi barna og unglinga að

samfélagsmiðlum mjög auðvelt. Talið er að meirihluti ungmenna noti internetið í dag og að þar fari

fram mikil samskipti á meðal unglinga. Fíkn í samfélagsmiðla er frekar nýtt en vaxandi vandamál og

einnig er einelti í raunheimi að færa sig meira yfir í neteinelti. Tilgangur samantektarinnar er að fjalla

um netnotkun barna og unglinga og þau áhrif sem hún hefur á sálfélagslegu heilsu þeirra.

Skoðaðar voru rannsóknir og greinar um netnotkun barna og unglinga, áhrif hennar á sálfélagslega

heilsu, netfíkn, neteinelti og ýmis konar úrræði fyrir foreldra, einstaklinga með netfíkn og þolendur

neteineltis. Niðurstöðurnar sýndu að börn og unglingar sem eiga foreldra sem fylgjast með netnotkun

barna sinna og setja þeim mörk eru í minni hættu á að þróa með sér netfíkn. Einnig eru foreldrar

fyrirmyndir barna varðandi netnotkun og endurspeglast hegðun foreldranna oft í hegðun barna þeirra.

Mikilvægt er að fræðsla um netnotkun barna og unglinga eigi sér stað innan skólanna, bæði fyrir

börnin sjálf og fyrir foreldra þeirra. Einnig ættu foreldrar að samræma sig á hvaða tímum og í hversu

langan tíma börn þeirra megi eyða á netinu daglega og er til dæmis góð leið til þess að stofna hóp inn

á Facebook til að samræma aðgerðir í þeim efnum.

Page 6: Netnotkun barna og unglinga og áhrif hennar á ...

8

Abstract

A rapid development has occurred in the potential use of smartphones for example with popular apps

such as Facebook, Instagram and Snapchat which can be installed on smartphones, provide easy

access to social media for children and adolescents. It is estimated that majority of adolescents use

the internet nowadays and that many of them communicate through the internet. Social media

addiction is a new and increasing problem and cyberbullying has also become more common than

bullying in real life. This literature review explores the internet use of children and adolescents and the

effect it has on their psychosocial health.

Researches and articles about internet use of children and adolescents were examined and its

effect on psychosocial health, internet addiction and cyberbullying, together with solutions for parents.

The results showed that children and adolscents that have parents who observe their childrens

internet use and set them clear boundaries are in decreased risk of developing internet addiction.

Furthermore, parents are role-models for their children in terms of internet use and parents behavior

reflect their childrens behavior.

It is important that education about internet use among children and adolescents takes place in the

school system, both for the children and their parents. Parents should also coordinate about how

much time their children can spend online daily and a good way to do that is to found a Facebook

group to coordinate actions.

Page 7: Netnotkun barna og unglinga og áhrif hennar á ...

9

Þakkir

Við viljum þakka leiðbeinanda okkar, Páli Biering dósent, fyrir gott samstarf og leiðsögn við gerð þessa

lokaverkefnis. Einnig viljum við þakka fjölskyldum okkar og þá sérstaklega mökum fyrir ómetanlegan

stuðning.

Page 8: Netnotkun barna og unglinga og áhrif hennar á ...

10

Efnisyfirlit

Ágrip ........................................................................................................................................................ 7Abstract ................................................................................................................................................... 8Þakkir....................................................................................................................................................... 9Efnisyfirlit ............................................................................................................................................... 101 Inngangur .......................................................................................................................................... 11

1.1Skilgreiningar ............................................................................................................................ 121.1.1 Sálfélagsleg heilsa .......................................................................................................... 121.1.2 Samfélagsmiðlar ............................................................................................................. 121.1.3 Neteinelti ......................................................................................................................... 121.1.4 Munurinn á einelti í raunheimi og neteinelti .................................................................... 131.1.5 Netfíkn ............................................................................................................................ 13

2 Aðferðir ............................................................................................................................................. 143 Fræðileg samantekt .......................................................................................................................... 15

3.1Útbreiðsla netnotkunar og þróun á henni í gegnum árin ........................................................... 153.1.1 Útbreiðsla ....................................................................................................................... 153.1.2 Þróun netnotkunar .......................................................................................................... 153.1.3 Netnotkun barna og unglinga ......................................................................................... 163.1.4 Kynjamunur á notkun samfélagsmiðla ............................................................................ 17

3.2Vitneskja foreldra ...................................................................................................................... 173.3Afleiðingar af netnotkuninni ...................................................................................................... 18

3.3.1 Áhrif internetsins á sálfélagslega heilsu barna og unglinga ........................................... 183.3.2 Áhrif svefnleysis á sálfélagslega heilsu .......................................................................... 193.3.3 Netfíkn ............................................................................................................................ 203.3.4 Hverjir eru í áhættu á að þróa með sér netfíkn? ............................................................. 203.3.5 Fíkn í samfélagsmiðla ..................................................................................................... 213.3.6 Neteinelti ......................................................................................................................... 21

3.4Úrræði ....................................................................................................................................... 233.4.1 Úrræði vegna netfíknar ................................................................................................... 233.4.2 Úrræði vegna neteineltis ................................................................................................. 233.4.3 Úrræði sem foreldrar geta beitt ....................................................................................... 24

4 Umræða ............................................................................................................................................ 254.1Afleiðingar og áhættuþættir ...................................................................................................... 254.2Úrræði ....................................................................................................................................... 25

Ályktanir ................................................................................................................................................. 27Heimildaskrá .......................................................................................................................................... 28Fylgiskjöl ................................................................................................................................................ 31 Fylgiskjal I ......................................................................................................................................... 31 Fylgiskjal II ........................................................................................................................................ 32

Page 9: Netnotkun barna og unglinga og áhrif hennar á ...

11

1 Inngangur Undanfarinn áratug hafa orðið gríðarlegar breytingar á samskiptum fólks (Pantic, 2014). Það er óljóst

hvort þessi mikla breyting hafi haft áhrif á sálfélagslega heilsu fólks en fjölmargar rannsóknir styðja

þann grun að notkun netmiðla eins og Facebook ýti undir þunglyndi (Pantic, 2014). Einstaklingar geta

einnig mistúlkað þessi rafrænu samskipti sem eru oft eins flókin og persónuleg samskipti. Þetta getur

leitt til kvíða og þunglyndis sem getur aftur leitt til aukinnar einangrunar (Seabrook, Kern og Rickard,

2016). Aðrar rannsóknir hafa þó sýnt að notkun þess geti aukið sjálfstraust (Pantic, 2014). Þar sem

notkun netsins er alltaf að aukast er mjög mikilvægt að rannsaka áhrif þess á sálfélagslega heilsu,

bæði til góðs og ills (Seabrook o.fl., 2016).

Netnotkun hefur aukist mikið undanfarin ár (Durkee, o.fl., 2012) ásamt snjallsímaeign sem fer ört

vaxandi (Terras og Ramsay, 2016). Notendur Facebook eru nærri tveir milljarðar manna en þeim fer

ört fjölgandi og eru notendur Snapchat um 200 milljónir manns (Kuss og Griffiths, 2017). Í

Bandaríkjunum nota 87% ungmenna netið, þar af fer 51% á það daglega (Richards, Caldwell og Go,

2015). Rannsókn Heimilis og skóla – Landssamtökum foreldra (2013) sýndi að 66% unglinga í 9. bekk

fóru á netið daglega eða nær daglega í hverri viku en 74% unglinga í 10. bekk. Samfélagsmiðlar eins

og Facebook og Snapchat eru mjög vinsælir í dag en þar er hægt að hafa samskipti sín á milli og nota

unglingar þetta samskiptaform mikið (Williams og Godfrey, 2011; Rafla, Carson og DeJong, 2014).

Rannsókn Chang o.fl. (2015) leiddi í ljós að meðal áhættuþátta þess að ánetjast netinu er að vera

drengur (61,4%) frekar en stúlka (38,6%), að foreldrar séu mikið á netinu sjálfir og lítið sé um eftirlit

með netnotkun unglingana. Rannsókn Lam (2015) leiddi enn fremur í ljós að áhættuþættir þess að

ánetjast netinu eru ef foreldrar séu þunglyndir og ekki sé gott samband á milli foreldra og barna þeirra.

Með aukinni tækni er aðgengi að netinu auðveld fyrir börn og unglinga (Hjördís Sigursteinsdóttir, Eva

Halapi og Kjartan Ólafsson, 2014) en 66% unglinga í 10. bekk eiga snjallsíma og 26% barna í 4. bekk

(SAFT, 2013). Að eyða of miklum tíma á samfélagsmiðlum getur leitt til netfíknar sem lýsir sér þannig

að einstaklingum líður illa ef þeir eru ekki nettengdir (Kuss og Griffiths, 2017). Ungir einstaklingar sem

eru mikið á netinu geta einnig þróað með sér þunglyndi og kvíða (Richards o.fl., 2015). Sýnt hefur

verið fram á sterk tengsl á milli þess að ánetjast áfengi, reykingum og ólöglegum vímuefnum og þess

að ánetjast netinu (Rücker, Akre, Berchtold og Suris, 2015). Neteinelti hefur aukist með aukinni notkun

netsins (SAFT, 2017). Neteinelti getur átt sér stað í gegnum alla þá tækni sem til er í dag svo sem

síma, SMS og samfélagsmiðla (SAFT, 2017). Talið er að neteinelti geti verið algengara en í raunheimi

og að þolendur séu yfirleitt gerendur líka (Páll Biering og Guðbergur K. Jónsson, 2016). Stúlkur á

unglingsaldri eru í meiri hættu gagnvart því að verða fyrir neteinelti (25%) heldur en drengir á

unglingsaldri (16%) (Williams og Godfrey, 2011). Neteinelti getur haft mjög alvarlegar afleiðingar í för

með sér, svo sem sjálfsvíg (Williams og Godfrey, 2011).

Rannsóknir sýna tengsl á milli þess að foreldrar setji börnum sínum mörk varðandi netnotkun, séu

vel að sér í tæknimálum, fylgist vel með netnotkun barna sinna og séu góðar fyrirmyndir á netinu og

þess að börn þeirra eyði minni tíma á því (Rafla o.fl., 2014). Þá sýna rannsóknir að þeir unglingar sem

finna fyrir minni afskiptum foreldra á netnotkun sinni séu líklegri til að þróa með sér netfíkn (Ólína

Page 10: Netnotkun barna og unglinga og áhrif hennar á ...

12

Freysteinsdóttir, Halldór S. Guðmundsson og Kjartan Ólafsson, 2015). Mikilvægt er því að styðja við

foreldra og hjálpa þeim að finna úrræði til að hafa stjórn á netnotkun barna sinna (Rafla o.fl., 2014).

Markmið verkefnisins er að kanna tengsl á milli netnotkunar barna og unglinga og áhrif hennar á

sálfélagslega heilsu. Rannsóknarspurningin sem sett er fram er því svohljóðandi: Hver eru áhrif

netnotkunar barna og unglinga á sálfélagslega heilsu?

1.1 Skilgreiningar Hér fyrir neðan er listi yfir þær skilgreiningar sem eru notaðar í ritgerðinni.

1.1.1 Sálfélagsleg heilsa Sálfélagsleg heilsa er ástand geðheilbrigðis sem tengist hamingju, ánægju, afrekum, bjartsýni og von.

Þessi hugtök er erfitt að skilgreina auk þess sem skilgreining þeirra breytist þegar þau eru sett í

samhengi við ákveðna manneskju og lífsskilyrði hennar. Sálfélagsleg heilsa felur í sér fjöldann allan af

viðmiðum, þó enginn nái öllum viðmiðum fullkomlega geta flestir nálgast helstu viðmiðin (Stuart,

2013). WHO skilgreinir sálfélagslega heilsu sem stig vellíðunar þar sem hver einstaklingur skilur

möguleika sína, getur tekist á við streitu daglegs lífs, getur verið á vinnumarkaði og er fær um að

leggja sitt af mörkum til samfélagsins (WHO, 2014). Fíkniefna- og geðheilsunefnd Bandaríkjanna

(SAMHSA) leggur áherslu á eftirfarandi atriði varðandi geðheilsu: Geðheilbrigði er nauðsynlegur hluti

allrar heilsu, þar sem lögð er áhersla á annars vegar forvarnir og hins vegar áhrifaríka meðferð fyrir þá

sem glíma við geðræn vandamál og/eða fíkniefnaneyslu (Stuart, 2013).

Ef geðheilbrigðið bregst eiga sér stað geðraskanir sem valda einstaklingnum mikilli þjáningu,

skerðir starfsgetu hans og lífsgæði. Geðraskanir valda miklu álagi á sjúklingana, fjölskyldur þeirra,

samfélagið og heilbrigðiskerfið. Auk þess er verulega aukin hætta á ótímabæru andláti hjá fólki með

geðraskanir (Stuart, 2013). WHO skilgreinir geðraskanir sem raskanir sem samanstanda af

fjölmörgum vandamálum með mismunandi einkennum. Þær eru yfirleitt greindar út frá nokkrum þáttum

einkenna svo sem erfiðum hugsunum, tilfinningum, hegðun eða samskiptum við annað fólk. Má þar

nefna geðræn vandamál eins og þunglyndi og kvíða og sjúkdóma tengdum vímuefnamisnotkun. Flesta

af þessum sjúkdómum er hægt að meðhöndla með góðum árangri (WHO, e.d.).

1.1.2 Samfélagsmiðlar Samfélagsmiðlar er vettvangur á netinu sem gerir fólki kleift að búa til aðgang, deila persónulegum

upplýsingum og vera í samskiptum við annað fólk. Það er orðinn vinsæll vettvangur til að taka þátt í

félagslegum samskiptum (Ryan, Allen, Gray og McInerney, 2017).

1.1.3 Neteinelti Þórhildur Líndal skilgreinir neteinelti á eftirfarandi hátt:

Einelti er endurtekin ámælisverð háttsemi af hálfu eins eða fleiri saman, það er

hegðun, athöfn eða athafnaleysi, sem er til þess fallin að meiða, niðurlægja, gera lítið

úr, móðga, særa, mismuna, ógna og valda vanlíðan hjá þeim sem hún beinist að.

Þetta á meðal annars við um skilaboð eða aðrar upplýsingar sem miðlað er í síma eða

Page 11: Netnotkun barna og unglinga og áhrif hennar á ...

13

með rafrænum hætti. Hér er þó almennt ekki átt við samskipti eða skoðanaskipti milli

jafningja (Þórhildur Líndal, 2011, bls.38).

1.1.4 Munurinn á einelti í raunheimi og neteinelti Einelti sem verður í raunheimi og neteinelti eru að mörgu leyti svipuð en þó eru ákveðnir þættir sem

eru frábrugðnir neteineltinu sem geta gert eineltið mun erfiðara viðfangs og geta haft enn verri

afleiðingar í för með sér. Má þar nefna að gerandinn gengur oft enn lengra í andlegu og félagslegu

ofbeldi þar sem hann sér ekki framan í þolandann. Einnig er það þannig að það sem fer á netið verður

þar alla tíð sem getur valdið því að eineltið haldi áfram og jafnvel aukist þegar efninu sem veldur

eineltinu er dreift á marga aðila (Páll Biering og Guðberg K. Jónsson, 2016).

1.1.5 Netfíkn Netfíkn er lýst sem stjórnlausri netnotkun. Einstaklingurinn hefur þá enga stjórn á netnotkun sinni sem

á endanum veldur honum sálfélagslegum og félagslegum erfiðleikum og erfiðleikum tengdum námi og

vinnu (Cao og Su, 2006).

Í lýsingum unglinga kemur fram að ef foreldrar setja óskýr mörk þá virðast unglingarnir vera í meiri

vanda og fram koma ýmis einkenni netfíknar, meðal annars stjórnleysi í netnotkun, svefnleysi,

einangrun, verri frammistaða í skóla og vandi í samskiptum við foreldra (Ólína o.fl., 2015).

Page 12: Netnotkun barna og unglinga og áhrif hennar á ...

14

2 Aðferðir Heimilda var aflað í gagnagrunnunum Pubmed, Google Scholar, Web of Science og Scopus. Helstu

leitarorðin voru: Sálfélagsleg heilsa (e. mental health, psychosocial health), netnotkun (e. internet

use), internet (e. internet), unglingar (e. adolescents), börn (e. children), drengir (e. boys), stúlkur

(e. girls), foreldrar (e. parents), tölva (e. computer), samskiptasíða (e. instant messaging), snjallsími

(e. smart phone, mobile phone), samfélagsmiðill (e. social network, social media), samskipti

(e. communication), neteinelti (e. cyberbullying) og netfíkn (e. internet addiction, internet abuse).

Lögð var áhersla á að finna nýlegar heimildir en heimildirnar eru allar frá árunum 2005-2018.

Page 13: Netnotkun barna og unglinga og áhrif hennar á ...

15

3 Fræðileg samantekt

3.1 Útbreiðsla netnotkunar og þróun á henni í gegnum árin

3.1.1 Útbreiðsla Internetið er orðið mikilvægur staður til að vera á þó að enn hittist unglingar í verslunarmiðstöðvum og

fleiri stöðum og það að vera sýnilegur á netinu er orðinn mikilvægur þáttur í félagsmynd barna (Rafla

o.fl., 2014). Facebook er stærsti samfélagsmiðillinn en aðrir miðlar eins og Snapchat eru líka vinsælir

(Rafla o.fl., 2014). Í könnun SAFT frá 2013 kom fram að meirihluti barna og unglinga skoða

samskiptasíður daglega. Tveir þriðju (66,7%) íslenskra barna sögðust nota netið nokkrum sinnum á

dag og 8,4% þeirra nota netið í meira en fjórar klukkustundir á dag (SAFT, 2013).

Að senda smáskilaboð hefur notið mikilla vinsælda á meðal unglinga en þróun þeirra hefur verið

hröð í kjölfar mikillar notkunar á snjallsímum. Þau bjóða upp á samtöl í rauntíma, deilingu á myndum

og myndskeiðum en einnig eru þau notuð til að tjá tilfinningar (Piwek og Joinson, 2016). Árið 2014

voru send yfir 50 milljarða smáskilaboða daglega (Piwek og Joinson, 2016). Árið 2016 var Facebook

vinsælasta samfélagssíðan með 1712 milljónir virka notendur en notendafjöldi eykst um 17–20%

árlega (Kuss og Griffiths, 2017). Undanfarin ár hafa nýir samfélagsmiðlar komið fram sem eru mjög

vinsælir, sérstaklega á meðal yngri notenda. Instagram kom fram árið 2010 þar sem hægt er að deila

myndum og myndböndum. Snapchat kom fram á sjónarsviðið árið 2011 og var vinsælasti

samskiptamiðillinn árið 2016 hjá fólki á aldrinum þrettán til tuttugu og fjögurra ára en 72% þeirra

notuðu hann (Kuss og Griffiths, 2017).

Snapchat var með 200 milljónir notenda árið 2016 (Kuss og Griffiths, 2017). Vinsældir þess hafa

verið miklar en notkun forritsins jókst úr 20 milljónum sendra myndskeiða árið 2012 í 200 milljónir árið

2013 og í 350 milljónir seinna sama ár (Charteris, Gregory og Masters, 2014). Það var markaðssett

fyrir unglinga yfir þrettán ára en strax var tekið fram að notendur skyldu vera passasamir um hvaða

myndir þeir senda þar sem auðvelt sé að taka skjáskot þrátt fyrir að þær eigi að hverfa eftir nokkrar

sekúndur (Charteris o.fl., 2014). Það er einmitt það sem greinir Snapchat frá öðrum samfélagsmiðlum,

myndirnar og myndskeiðin hverfa eftir nokkrar sekúndur og sjást ekki aftur (Kuss og Griffiths, 2017).

Að auki er hægt að skrifa texta sem birtist með myndinni og hafa samskipti í gegnum forritið (Piwek og

Joinson, 2016). Forritið er ekki einungis notað í þeim tilgangi að deila myndum og myndskeiðum

heldur er það líka orðin vinsæl leið til að finna ástina. Forritið hefur sínar skuggahliðar og býður upp á

misnotkun en margir taka skjáskot af myndinni sem tekin var og geyma í eigin síma og brjóta þar með

trúnað þess sem á myndina (Charteris, Gregory, Masters og Kennedy, 2016).

3.1.2 Þróun netnotkunar Netnotkun hefur aukist gríðarlega undanfarin ár en um tveir milljarðar manna nota netið, meirihlutinn

ungt fólk og unglingar (Durkee, o.fl., 2012). Upphaflega voru tölvur hugsaðar fyrir fullorðna en

staðreyndin er sú að börn og unglingar hafa tekið þessari hröðu þróun fagnandi og frá upphafi hafa

unglingar verið í meirihluta þeirra sem nota samskiptasíður eins og Facebook (Shapiro og Margolin,

2014). Snjallsímar eru taldir vera sjálfsagðir hlutir í dag og eru taldir mikilvægir fyrir vinnu, menntun og

Page 14: Netnotkun barna og unglinga og áhrif hennar á ...

16

í samskiptum fólks ásamt mörgu öðru. Heimilið er einnig uppspretta tækninnar, þar eru yfirleitt til tæki

eins og spjaldtölvur, tölvur og snjallsímar og því verða börn mjög ung fyrir áhrifum hennar (Terras og

Ramsay, 2016).

3.1.3 Netnotkun barna og unglinga Rannsóknir í Evrópu hafa sýnt að 80% unglinga á aldrinum fimmtán til sextán ára verja að meðaltali

tveimur tímum daglega eða nánast daglega á netinu (Livingstone, Haddon, Görzig og Kjartan

Ólafsson, 2011). Hjá Livingstone, Staksrud og Kjartani (2011) kom fram að 77% evrópskra unglinga á

aldrinum þrettán til sextán ára höfðu sinn eigin aðgang að samskiptasíðum á netinu og notuðu þessar

samskiptasíður til að eiga í samskiptum við aðra unglinga og fullorðna. Rannsókn Richards o.fl. (2015)

leiddi í ljós að í Bandaríkjunum er talið að 87% unglinga séu notendur netsins og að 51% noti það

daglega en rannsókn Willams og Godfrey (2011) leiddi í ljós að 93% unglinga í Bandaríkjunum noti

netið til þess að hafa samskipti við vini sína og því eru niðurstöður þessara tveggja rannsókna

sambærilegar. Auk þess eru vinsældir samfélagsmiðla alltaf að aukast og hafa 55% unglinga

forsíðumynd af sér á síðum eins og Facebook og Myspace. Í rannsókn Rafla o.fl. (2014) kom fram að í

Bandaríkjunum fari 95% unglinga daglega á netið sem er mikil aukning eða úr 73% frá árinu 2000. Sú

notkun fer mestmegnis fram á heimilinu (57%) og þá helst í svefnherbergi unglinganna. Ljóst er að

rannsóknum ber ekki saman um hversu margir unglingar noti netið daglega.

Snjallsímaeign barna fer ört vaxandi og í Bretlandi er einn af hverjum þremur eigendum snjallsíma

undir átján ára og 11% þriggja til fjögurra ára barna er á netinu (Terras og Ramsay, 2016). Árið 2009

áttu 66% unglinga farsíma og var notkun samfélagsmiðla svo sem Facebook helst í gegnum þá (Rafla

o.fl., 2014). Bandarískir unglingar eiga að meðaltali 300 vini á Facebook og eru 40% þeirra ekki með

lokaðan aðgang (Rafla o.fl., 2014). Í maí 2010 áttu 75% barna á aldrinum tólf til sautján ára farsíma í

Bandaríkjunum (Williams og Godfrey, 2011).

Samkvæmt könnun SAFT (Samfélag, fjölskylda og tækni) eiga 96% barna og unglinga á Íslandi

annað hvort farsíma eða snjallsíma og er það aukning frá könnun sem var gerð árið 2009 en þar var

hlutfallið 88%. Þar kom fram að því eldri sem börnin eru þeim mun meiri líkur eru á að þau eigi

snjallsíma í stað farsíma en í 10. bekk eiga 66% barna snjallsíma á móti 26% barna í 4. bekk. Einnig

nota 39% snjallsímann til þess að fara á samfélagsmiðla eins og Facebook og Instagram (SAFT,

2013).

Niðurstöður rannsóknar Heimilis og skóla – Landssamtaka foreldra (2013) sýna að 95% unglinga í

9. og 10. bekk í grunnskóla verja tveimur tímum á netinu á virkum dögum og þremur tímum um helgar

og á frídögum. Tveir þriðju (66%) þátttakenda í 9. bekk voru daglega eða næstum daglega á netinu í

hverri viku en 74% þátttakenda í 10. bekk. Hærra hlutfall þátttakenda í 10. bekk en 9. bekk varði

tveimur tímum eða meira á netinu á virkum dögum og um helgar. Fram kom hjá þátttakendunum að

það væri ýmislegt jákvætt við netnotkun og að foreldrar eða „fullorðnir“ einstaklingar gerðu sér ekki

alveg grein fyrir því hversu mikið netið gæti nýst þeim, það væri ekki bara tímaeyðsla. Þátttakendurnir

skýrðu frá því að það væri mjög auðvelt að eignast vini á netinu og nokkrir sögðu frá því að þeir ættu

erfitt með að eiga samskipti við jafnaldra í hinu daglega lífi en það væri allt annað mál á netinu þó að

sumir tækju bein samskipti fram yfir samskipti á netinu (Heimili og skóli – Landssamtök foreldra, 2013).

Page 15: Netnotkun barna og unglinga og áhrif hennar á ...

17

3.1.4 Kynjamunur á notkun samfélagsmiðla Kynin virðast nota netið í mismunandi tilgangi. Konur nota samfélagsmiðla meira til að hafa samskipti

og til að eyða tímanum á meðan karlar nota netið meira til að leita upplýsinga og til að finna sig á

meðal þeirra sem deila sömu áhugamálum og þeir (Kuss og Griffiths, 2011). Í rannsókn Hjördísar o.fl.

(2014) kom fram að drengir eyði að meðaltali tveimur og hálfri klukkustund á netinu á meðan stúlkur

eyða tveimur klukkustundum.

Bezinović, Roviš, Rončević og Bilajac (2015) gerðu rannsókn í 22 skólum á fjórtán til nítján ára

unglingum (N = 1539) til að skoða tengsl netnotkunar og geðheilbrigðis á meðal unglinga. Niðurstöður

rannsóknarinnar leiddu í ljós að drengir höfðu meiri tilhneigingu til að nota óleyfilegt efni og greina

ranglega frá því hverjir þeir væru á netinu á meðan stúlkur voru mun líklegri til þess að nota netið til

heimanáms. Drengir sýndu meiri árásargirni en stúlkur á meðan stúlkur tjáðu sig mun meira um

heilsufarsleg vandamál og einkenni þunglyndis. Stúlkur voru mun líklegri til þess að þróa gott og traust

vinasamband á netinu (Bezinović o.fl., 2015). Áhættuhegðun á netinu endurspeglar áhættuhegðun í

daglegu lífi eins og árásargirni og misnotkun áfengis (Bezinović o.fl., 2015). Þessi rannsókn sýndi að

erfið hegðun á netinu, svo sem að villa á sér heimildir til að vekja athygli á sér, var meira áberandi hjá

drengjum (Bezinović o.fl., 2015).

Unglingsstúlkur eru mun líklegri til að verða þolendur neteineltis, eða 25% stúlkna á móti 16%

drengja. Þær eru einnig líklegri til að segja fullorðnum einstaklingi frá neteineltinu, eða 21% stúlkna á

móti 18% drengja og neteineltið sem þær verða fyrir er einnig frábrugðið því sem drengir verða fyrir.

Stúlkur hafa tilhneigingu til að breiða út sögusagnir í neteinelti á meðan drengir deila frekar myndum af

öðrum einstaklingum sem geta haft skaðleg áhrif á þá einstaklinga sem myndirnar eru af (Williams og

Godfrey, 2011).

3.2 Vitneskja foreldra Tölvu- og netnotkun barna og unglinga hér á landi þykir mikil (Embætti landlæknis, 2009). SAFT gerir

reglulega kannanir á netnotkun barna og unglinga og hversu vel foreldrar eru meðvitaðir um hana

(SAFT, 2013). Samkvæmt könnun SAFT sem gerð var árið 2013 var töluverður munur á svörum barna

og unglinga annars vegar og svörum foreldra hins vegar. Töluvert ósamræmi var til dæmis á svörum

þeirra um hversu vel foreldrarnir töldu sig fylgjast með netnotkun barna sinna. Tæplega helmingur

(47%) foreldra sögðust fylgjast vel með netnotkun barnanna en 16,2% barna og unglinga sögðu

foreldrana fylgjast vel með netnotkun sinni. Sama átti við þegar spurt var hvort foreldrarnir sætu hjá

börnunum og fylgdust með hvað þau væru að gera. Rúmlega þrír fjórðu (76%) foreldra sögðust

fylgjast með hvaða vinum börnin bættu við á vinalista á móti 52% barnanna. Um helmingur (53%)

foreldra sögðust fylgjast með tölvupóstum og smáskilaboðum barnanna en 23% barnanna sögðu að

foreldrarnir fylgdust með þessum þáttum hjá sér. Flestir foreldranna vita til hvers börnin þeirra nota

netið en ástæða er til að hvetja foreldra til að fylgjast betur með netnotkun þeirra (SAFT, 2013). Gott er

að hafa í huga að unglingar finna sér einnig leiðir framhjá eftirliti foreldra með því að búa til fleiri en eitt

notendanafn (Rafla o.fl., 2014).

Foreldrum finnst þeir oft vera hjálparvana gagnvart tölvu- og netnotkun barna sinna en með því að

vera góðar fyrirmyndir á netinu auka þeir líkur á því að börn þeirra sýni örugga netnotkun (Rafla o.fl.,

Page 16: Netnotkun barna og unglinga og áhrif hennar á ...

18

2014). Eins kemur fram að börn sem fá skammtaðan tíma á netinu eyða minni tíma þar (Rafla o.fl.,

2014). Með því að fylgjast með og taka þátt í virkni barnanna á netinu, ræða heiðarlega við þau um

kosti og galla netnotkunar og setja heilbrigð mörk þá geta foreldrar fundið leið til að deila jákvæðum

hliðum tækninnar og forðast neikvæðar hliðar. Með því að tryggja tíma án netsins og að „slökkva“ á

því kenna þau líka barninu persónuleg samskipti í stað samskipta í gegnum netið. Því þurfa foreldrar

að vera vel að sér í tækni og notkun á netinu til að geta leiðbeint börnum sínum frá unga aldri (Rafla

o.fl., 2014).

3.3 Afleiðingar af netnotkuninni

3.3.1 Áhrif internetsins á sálfélagslega heilsu barna og unglinga Sumir sérfræðingar hafa áhyggjur af áhrifum stafrænu tækninnar á sálfélagslegan þroska og að hún

leiði af sér hegðunarvanda á unglingsárum og minni félagslega færni (Rafla o.fl., 2014). Rannsóknir

hafa sýnt að reynslan af því að vera þolandi neteineltis tengist alls kyns tilfinninga- og

hegðunarvandamálum sem eru einkennandi fyrir einelti í raunheimi. Rannsóknir hafa enn fremur sýnt

fram á bein tengsl á milli þess að verða þolandi neteineltis og eineltis í raunheimi og að sálræn áhrif

eineltis geti leitt af sér einmanaleika, hjálparleysi, þunglyndi og kvíða (Bezinović o.fl., 2015). Einnig er

hægt að tengja einmanaleika, flótta frá raunveruleikanum og leiða við netnotkun unglinga (Hjördís o.fl.,

2014).

Fyrstu rannsóknir (sem komu út árið 1998) á sambandi netnotkunar og félagslegra samskipta á

milli fólks sýndu að aukin netnotkun leiddi af sér minni samskipti við fjölskyldumeðlimi (Pantic, 2014).

Athyglisvert við þetta er að á þessum árum voru þeir netmiðlar sem við notum í dag ekki til, til dæmis

var Facebook stofnað árið 2004 (Pantic, 2014). Með aukinni netnotkun barna og unglinga hefur tíminn

sem þau eyða með fjölskyldu sinni minnkað og þar með félagsleg tengsl (Pantic, 2014).

Niðurstöður Pantic (2014) benda til jákvæðs sambands milli þunglyndiseinkenna og netnotkunar en

neikvæðs sambands á milli þunglyndiseinkenna og sjónvarpsáhorfs. Skýring á tengslum þunglyndis

og netnotkunar er að samskipti í gegnum netið hleypa oft af stað misskilningi eða að maður öðlist

neikvæðar hugmyndir um líkamsmynd sína, menntunarstig, gáfur og hvers virði maður er í gegnum

vinalistann á Facebook (Pantic, 2014). En svo kemur líka fram að þeir sem eiga samskipti í gegnum

netið við fjölskyldu og góða vini sýni minni þunglyndiseinkenni en aðrir (Pantic, 2014).

Fólk á almennt í miklum samskiptum á netinu og hagnast sumir á því á meðan aðrir tapa á því.

Fólk sem á vini og er í persónulegum tengslum við vinina verða frekar einmana við að nota netið til að

eiga samskipti meðan að þeir sem eiga ekki vini og eru þar með í minni persónulegum samskiptum við

aðra líður betur með þessi samskipti. Það getur þó leitt til þunglyndis og félagsfælni hjá báðum hópum

að eiga mikil samskipti í gegnum netið í stað beinna persónulegra samskipta (Bezinović o.fl., 2015).

Notkun netsins er ein vinsælasta tómstundaiðja barna og unglinga í vestrænum ríkjum og hafa

fjölskyldur upplifað erfiðleika vegna netnotkunar og hafa því í vaxandi mæli leitað eftir aðstoð frá

heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu og lögreglu vegna vanda af völdum hennar (Hjördís o.fl., 2014).

Að nota netið til að afla sér fræðilegrar þekkingar er árangursrík netnotkun og er einnig tengd

jákvæðum tilfinningum og betri sálfélagslegri heilsu (Bezinović o.fl., 2015). Þeir sem hafa góða

Page 17: Netnotkun barna og unglinga og áhrif hennar á ...

19

sjálfsstjórn og sjálfsmynd á netinu geta aukið sjálfstraust sitt með því að stýra notkun sinni á því og

þróa skilning sinn á notkun samfélagsmiðla. Rétt netnotkun unglinga getur stuðlað að jákvæðri þróun

sjálfsmyndar, félagstengsla og ýtt undir vitrænan þroska eins og sköpunargáfu (Rafla o.fl., 2014).

Niðurstöður Bezinović o.fl. (2015) benda til þess að samskiptatækni geti haft jákvæð áhrif því það

gerir þeim sem beita henni kleift að hafa hraðari og auðveldari samskipti og aukna tengslamyndun.

Það auðveldar þeim að eignast vini og að ljúka við heimanám. Slík notkun á netinu örvar félagslegan

þroska unglinganna og getur verið sérstaklega gagnlegt fyrir þá sem eiga erfitt með að eignast vini í

raunheiminum. Rannsókn Ólínu Freysteinsdóttur, Halldórs S. Guðmundssonar og Kjartans Ólafssonar

(2015) leiddi í ljós að sumir unglinganna nota netið á þann hátt að það kemur niður á lífsgæðum

þeirra. Þeir fengu ekki nægan svefn og einnig kom netnotkun niður á námi og heilbrigðum lífsstíl.

3.3.2 Áhrif svefnleysis á sálfélagslega heilsu Svefn er mikilvægur fyrir börn og unglinga meðal annars vegna þess að góður svefn eykur námsgetu

þeirra og vinnsluminni. Ónægur svefn, rofinn svefn og að fara seint að sofa hefur áhrif á hegðun þeirra

og heilastarfssemi (Dewald, Meijer, Oort, Kerkhof og Bögels, 2010). Notkun á farsímum virðist hafa

neikvæð áhrif á unglinga þar sem hún bitnar á svefni þeirra og er þetta vaxandi vandamál á meðal

þeirra (Hardell, 2018).

Beebe o.fl. (2008) gerðu tilraun á svefni og hegðunarbreytingum unglinga á aldrinum 13,9 til 16,8

ára þar sem annar hópurinn var látinn liggja uppi í rúmi í 6,5 klukkustundir án þess endilega að vera

sofandi og hinn hópurinn var látinn liggja uppi í rúmi í 10 klukkustundir. Niðurstöðurnar úr rannsókninni

sýndu tengsl milli ófullnægjandi svefns og hegðunarvandamála. Viðtöl sem tekin voru við unglingana

eftir rannsóknina leiddu í ljós að þeir sem lágu styttra í rúminu áttu almennt erfiðara með að vakna en

voru fljótari að sofna, jafnframt var nýting á svefni betri og svefninn var samfelldari. Foreldrar og

þátttakendur sögðu að unglingarnir væru töluvert minna eftirtektarsamir eftir vikuna þegar þeir lágu

uppi í rúmi í styttri tíma en vikuna þegar þeir lágu í lengri tíma. Dagsyfja og skortur á athygli virtist vera

í samræmi við skort á svefni á öllum aldri. Foreldrarnir og unglingarnir töluðu um að þeir væru hægari í

gang vikuna þegar þeir lágu uppi í rúmi í styttri tíma í samanburði við vikuna sem þeir lágu uppi í rúmi í

lengri tíma. Þeir sem lágu í rúminu í styttri tíma sýndu jafnframt merki um erfiðleika við að sýna

stillingu, aukinn pirring og mótþróa.

Á unglingsárum fer fram mikill þroski í framheila sem er talinn vera mjög viðkvæmur fyrir svefnleysi

(Beebe, o.fl.). Þrátt fyrir að þurfa að vakna snemma í skóla sofna unglingar í þróuðum löndum að

meðaltali seinna en eldri og yngri einstaklingar í sömu löndum. Svefntími unglinga er um 1,5 til 3

klukkustundum styttri á skóladögum heldur en um helgar og í skólafríum (Beebe, o.fl., 2008). Meðal

einkenna sem fylgja litlum svefni unglinga eru syfja, lægri einkunnir, skapgerðarbrestir og

áhættuhegðun (Beebe, o.fl., 2008).

Heilbrigðisstéttir hafa áhyggjur af áhrifum netnotkunar á sálfélagslega heilsu og þá sérstaklega

svefn, þyngd, líkamsrækt og virkni í skóla (Rafla o.fl., 2014). Lífstíll margra unglinga einkennist af of

litlum svefni (Beebe, o.fl., 2008) og unglingar sem nota netið óhóflega eru líklegri til að vera með

svefntruflanir (Rafla o.fl., 2014; Li, Lau, Mo, Su, Qin og Gross, 2017).

Page 18: Netnotkun barna og unglinga og áhrif hennar á ...

20

3.3.3 Netfíkn Tæknin er orðin þannig í dag að hægt er að komast á netið nánast hvar sem er og hvenær sem er

(Hjördís o.fl., 2014). Þó netfíkn sé ekki flokkuð sem röskun þá hefur hún í vaxandi mæli verið

skilgreind sem hegðunarvandamál, sérstaklega á meðal unglinga (Lam, 2015). Eitt áherslusvið

rannsókna á netnotkun unglinga varðar svokallaða netfíkn, það er áráttuhegðun sem hefur neikvæð

líkamleg og félagsleg áhrif. Dæmi um slík áhrif er skortur á svefni og erfiðleikar í samskiptum (Hjördís

o.fl., 2014).

Í rannsókn Hjördísar o.fl. (2014) sem var hluti af evrópskri rannsókn kom fram að íslenskir

unglingar telja sig hafa stjórn á netnotkun sinni þó þau telji að hún sé orðin óhóflega mikil. Mjög lítill

hluti unglinganna (1%) var með einkenni netfíknar og 7% þeirra voru skilgreind í áhættuhópi vegna

netfíknar.

Rannsókn Hjördísar o.fl. (2014) sýndi að 36% þátttakenda höfðu sleppt því að gera aðra hluti

vegna þess tíma sem þau eyddu á netinu og rúmlega helmingur hafði reynt að minnka netnotkun sína

á þessum tíma. Ekki kom fram munur eftir kyni og búsetu en hins vegar kom fram að þátttakendur í

10. bekk höfðu frekar sleppt því að gera aðra hluti vegna netnotkunar (40%) en þátttakendur í 9. bekk

(31%). Stúlkur höfðu í meiri mæli en drengir reynt að minnka netnotkun sína eða 61% á móti 41%.

Einnig höfðu þátttakendur á höfuðborgarsvæðinu í meira mæli en þátttakendur á landsbyggðinni

takmarkað netnotkun sína. Í eigindlega hluta rannsóknarinnar töluðu sumir þátttakendur um að þeir

hefðu ekki alltaf stjórn á netnotkun sinni á meðan aðrir töldu sig hafa fullkomna stjórn á henni. Sumir

þátttakendur nefndu að þeir hittu vini sína sjaldnar í eigin persónu eftir að þeir fóru að nota netið og

sumir viðmælenda höfðu fjarlægst vini sína verulega. Þeir unglingar sem lýsa óskýrum mörkum

foreldra virðast eiga í meiri erfiðleikum og í lýsingum þeirra komu fram alvarlegri einkenni netfíknar.

Unglingar tengja mikla netnotkun við persónulegan vanda eins og einelti, einmanaleika og vinaleysi.

Niðurstöður þessarar rannsóknar staðfesta mikilvægi fjölskyldunnar þegar kemur að netfíkn unglinga

(Ólína o.fl., 2015).

3.3.4 Hverjir eru í áhættu á að þróa með sér netfíkn? Rannsóknir sýna að of mikil viðvera á samfélagsmiðlum getur leitt til einkenna sem líkjast því að vera

háður fíkniefnum. Þessum einkennum hefur verið lýst sem skapgerðarbrestum, að draga sig í hlé og

hegðunarbreytingum (Kuss og Griffiths, 2017). Einstaklingarnir sækja í meira mæli í að vera tengdir

samfélagsmiðlum og líður illa þegar þeir geta ekki eytt tíma á netinu. Þetta leiðir til

hegðunarvandamála (Kuss og Griffiths, 2017). Spurningin er hvers vegna fólk verður háð

samfélagsmiðlum. Er það út af tækninni eða er það út af því sem tæknin leyfir þeim að gera? Ástæðan

gæti verið samskiptin, Facebook-vinirnir og þessi góða tilfinning sem kemur þegar einhver sýnir manni

áhuga á netinu (Kuss og Griffiths, 2017).

Rannsókn Chang o.fl. (2015) sýndi að nokkrir þættir ráða því hvort unglingar verði háðir

samfélagsmiðlum, meðal annars kyn, tengsl við foreldra, mikil netnotkun á meðal foreldra á

samfélagsmiðlum, að foreldrar fylgist ekki með netnotkun unglinganna og óheftur aðgangur

unglinganna að samfélagsmiðlum.

Page 19: Netnotkun barna og unglinga og áhrif hennar á ...

21

Samkvæmt Lee, Han, Kim og Renshaw (2013) komu fram tengsl á milli þess að vera háður

fíkniefnum og verða háður netnotkun. Rannsókn Rücker o.fl. (2015) styður þessa kenningu en

niðurstöður hennar sýna tengsl á milli þess að vera háður fíkniefnum, reykingum, alkahóli og svo

netfíkn. Í þeirri rannsókn voru spurningar lagðar fyrir nemendur um hvort þeir eyddu lengri tíma á

netinu en þeir ætluðu sér og hvort þeir hefðu neytt ólöglegra vímuefna eða áfengis síðastliðna 30

daga. Einnig voru þau spurð hvort þau notuðu tóbak. Tengsl voru á milli þess að verða háður

fíkniefnum ungur að aldri og að verða háður netinu en stúlkur eru í meiri áhættu á netfíkn sem ber ekki

saman við niðurstöður rannsóknar Chang o.fl. (2015) sem sýndi að drengir eru í meiri áhættu.

3.3.5 Fíkn í samfélagsmiðla Fíknin í samfélagsmiðla lýsir sér þannig að sumir verða „krónískir“ notendur samfélagsmiðla og

vanrækja annað á meðan eins og til dæmis vini sína fyrir utan netheiminn (Pantic, 2014). Fíknin lýsir

sér eins og fíkn í eiturlyf, áfengi eða reykingar og einkennin eru svipuð. Spurningin er hvort þetta eigi

að flokkast sem geðrænt vandamál og vera meðhöndlað sem slíkt (Pantic, 2014). Ásókn einstaklinga í

samfélagsmiðla getur verið tilkomin vegna þess að fólk sé hrætt um að vera að missa af einhverju.

Þetta kallast FOMO eða „fear of missing out“ (Kuss og Griffiths, 2017). Fram hafa komið getgátur um

að þeir sem kunna betur við rafræn samskipti í stað persónulegra samskipta séu líklegri til að ánetjast

samfélagssíðum (Kuss og Griffiths, 2011).

3.3.6 Neteinelti Neteinelti hefur færst í aukana samfara auknu aðgengi að netinu (SAFT, 2017; Cassidy, Faucher og

Jackson, 2013). Þeir sem eru gerendur neteineltis geta skýlt sér á bak við nafnleynd og getur reynst

erfitt að uppræta eineltið (SAFT, 2017). Oftast er það þó þannig að þolandinn þekkir gerandann í

málinu (Englander, Donnerstein, Kowalski, Lin og Parti, 2017; Mishna, Khoury-Kassabri, Gadalla og

Daciuk, 2012). Neteinelti á sér stað í gegnum síma, vefsíður, tölvupóst, SMS og samskiptasíður.

Eineltið er algengast á þeim síðum sem vinsælastar eru á hverjum tíma og má þar nefna Facebook,

YouTube, Tumblr, Twitter og Formspring (SAFT, 2017). Nemendur geta notað tæknina til að halda

áfram hegðun sem hófst í skólanum, eða öfugt, að halda áfram með atvik á skólalóðinni sem hófust á

netinu (Mishna o.fl., 2012). Algengasti áhættuþáttur fyrir því að verða þolandi neteineltis er fyrri saga

um einelti í raunheimi. Aðrir áhættuþættir eru að vera á netinu í þrjár klukkustundir eða lengur

daglega, notkun spjallforrita, sambandserfiðleikar, ofvirkni og athyglisbrestur, hegðunarvandamál,

vandamál tengd skólanum og áhættuhegðun á netinu svo sem að setja inn persónulegar upplýsingar

um sig, nota vefmyndavél og að áreita aðra á netinu (Bottino, Bottino, Regina, Correia og Ribeiro,

2015). Það þarf að uppfylla þrjú skilyrði til að verknaðurinn geti kallast neteinelti en þau eru að árásin

sé gerð vísvitandi, eigi sér stað endurtekið og valdi sálarkvölum (Bottino o.fl., 2015).

Talið er að um 20–40% unglinga verði fyrir neteinelti að minnsta kosti einu sinni á unglingsaldri og

er fjöldi þeirra sem verður fyrir neteineltinu alltaf að aukast (Bottino o.fl., 2015). Rannsókn Páls

Bierings og Guðbergs K. Jónssonar (2016) var gerð til þess að sjá hvort tengsl væru á milli neteineltis

og sálfélagslegrar heilsu einstaklinga ásamt því að auka skilning á netnotkun og nethegðun tíu til

sextán ára íslenskra skólabarna. Rannsóknin byggði á gögnum úr könnun sem SAFT gerði árið 2013

á 964 skólabörnum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að 10,4% einstaklinga hafði orðið fyrir

Page 20: Netnotkun barna og unglinga og áhrif hennar á ...

22

neteinelti. Rannsóknir sýna einnig að neteinelti er jafnvel meira en einelti í raunheimi og eru gerendur

oftast einnig þolendur eineltisins. Auk þess er neteineltið alvarlegra. Í rannsókn Mishna o.fl. (2012)

sem náði til barna á aldrinum ellefu til sextán ára sögðust yfir 50% nemenda vera þolendur, gerendur

eða hvort tveggja. Nær einn fjórði (23,8%) sagðist vera þolandi neteineltis, minna en 8% sagðist vera

gerandi og 25,7% sagðist vera bæði þolandi og gerandi síðustu þrjá mánuði. Neteinelti byrjar allt frá

tíu ára aldri, getur haldið áfram fram á unglingsárin og gerist sjaldan á skólatíma þar sem strangari

reglur um tölvu- og símanotkun gilda yfirleitt í því umhverfi (Williams og Godfrey, 2011). Því eldra sem

barnið er þeim mun líklegra er að það leggi aðra í einelti á netinu (Mishna o.fl., 2012).

Rannsókn Patchin og Hinduja (2010) sem framkvæmd var í skólum í einu stærsta skólaumdæmi

Bandaríkjanna sýnir að skólabörn sem upplifa einelti á netinu hafi mun minna sjálfsálit en önnur

skólabörn. Bæði líkamleg og sálfélagsleg vandamál geta verið afleiðing neteineltis sem aftur getur haft

áhrif á frammistöðu unglinga í skóla og í öðrum þýðingarmiklum atburðum í lífi þeirra (Williams og

Godfrey, 2011). Í rannsókn Páls Bierings og Guðbergs K. Jónssonar (2016) kom fram að þeir sem

höfðu orðið fyrir neteinelti voru almennt óánægðari með líf sitt og eyddu meiri tíma á netinu í

samanburði við þá sem ekki höfðu orðið fyrir neteinelti. Nemendur sem verða fyrir neteinelti segjast

vera leiðir, kvíðnir, hræddir og að þeir geti ekki einbeitt sér í skólanum. Þeir tala líka stundum um

félagslega örðugleika, um að nota fikniefni og áfengi og að þeir séu með átröskun. Þolendurnir eru

líklegri til að vera fjarverandi frá skóla, látnir sitja eftir, vera vikið úr skóla og taka vopn með sér í

skólann (Mishna o.fl., 2012). Neteinelti hefur valdið mörgum þolendum miklum skaða, í verstu tilfellum

sjálfsvígum (Williams og Godfrey, 2011).

Rannsóknir hafa sýnt að stúlkur sem verða fyrir neteinelti glíma við verri sálfélagslega heilsu síðar

á ævinni. Neteinelti getur ýtt undir sjálfsvígshugsanir hjá viðkvæmum stúlkum, einkum vegna

aukningar á þunglyndi (Rafla o.fl., 2014). Þegar einstaklingar verða fyrir neteinelti getur það haft í för

með sér alvarleg áhrif á sálfélagslega heilsu þeirra og þá sérstaklega ef það á sér oft stað og er

alvarlegt (Páll Biering og Guðberg K. Jónsson, 2016).

Einnig má sjá tengsl á milli þess hversu alvarlegt neteineltið er og vinaleitar. Þeir sem voru

þolendur neteineltis reyndu mun oftar að finna sér nýja vini á netinu og því oftar sem þeir urðu fyrir

eineltinu þeim mun oftar reyndu þeir að finna sér nýja vini. Þolendur neteineltis senda einnig frekar

vinabeiðnir á einstaklinga sem þeir hafa aldrei hitt og eru mun líklegri til að hitta einstaklinga sem þeir

kynnast á netinu. Það má flokka það sem áhættuhegðun að hitta einstakling sem maður hefur kynnst

á netinu og þeir sem eru þolendur neteineltis eru einnig líklegri til að stunda aðra áhættuhegðun þar.

Til dæmis, eru meiri líkur á að þeir sendi persónulegar upplýsingar um sig, svo sem fullt nafn og

heimilisfang, til einstaklings sem þau þekkja ekki nema í gegnum netið. Þolendur neteineltis eru einnig

í mun meiri hættu á að verða fyrir kynferðislegri áreitni í margs konar mynd á netinu og er samband á

milli alvarleika eineltisins og þrýstings til dæmis á að senda myndir af sér nöktum eða í kynferðislegum

stellingum (Páll Biering og Guðberg K. Jónsson, 2016).

Page 21: Netnotkun barna og unglinga og áhrif hennar á ...

23

3.4 Úrræði

3.4.1 Úrræði vegna netfíknar Netfíkn er fyrirbæri sem enn er ekki vitað mikið um. Áður var talið að til þess að sigrast á netfíkn væri

eina ráðið að slökkva alfarið á tölvunni og hætta að nota netið. Það er þó til önnur leið sem er meðferð

ekki ósvipuð meðferð við átröskunarsjúkdómum. Þær meðferðir sem hægt er að beita er að skammta

sér tíma á netinu, forðast forrit sem eru ávanabindandi, finna sér eitthvað annað að gera eins og að

hitta vini, setja sér markmið eða hafa minnismiða, til dæmis um að hitta fjölskyldu í stað þess að vera á

netinu. Oft er nóg að byrja á litlum inngripum eins og að reyna að hafa sjálfur stjórn með ofangreindum

ráðum en ef það dugar ekki gæti verið þörf á frekari inngripum eins og stuðningshópum eða

fjölskyldumeðferð (Chou, Condron og Belland, 2005). Mögulegt er að beita sálfræðimeðferð, oftast

hugrænni atferlismeðferð, hún fer þá yfirleitt fram samhliða öðrum úrræðum eins og lyfjagjöf (Sharma

og Palinchamy, 2018). Hægt er að leita sér hjálpar á netinu við netfíkn, fá ráðgjöf, lesa

sjálfshjálparbækur og vera í stuðningshóp á netinu, einnig er boðið upp á samtalstíma í gegnum

Skype forritið. Foreldrar geta einnig fengið ráðgjöf í gegnum Skype. Send eru skilaboð með nafni og

netfangi og greint frá því hvert vandamálið er og svo er haft samband til baka (Netaddiction, 2018).

Vefsíðan netaddiction.com var stofnuð og er rekin af sálfræðingi með mikla reynslu af netfíkn og er

viðurkennd alþjóðlega sem slík. Hann hefur birt fjölda greina og bækur um netfíkn og úrræði við henni

(Netaddiction, 2018). Víða hafa verið opnaðar dagdeildir fyrir einstaklinga sem eru með netfíkn, meðal

annars í Bandaríkjunum, Kína og á Indlandi en nákvæmt mat á þessum úrræðum hefur ekki farið fram.

Í Kóreu eru spítalar og sérstakar ráðgjafastofur fyrir einstaklinga með netfíkn og þar er til dæmis boðið

upp á fimm vikna meðferð við netfíkn sem felur í sér stuðningshópa, listmeðferð og lyfjameðferð. Í

Kína eru yfir 300 meðferðarstofnanir við netfíkn og meðal þess sem þar er gert til að hjálpa

einstaklingum með netfíkn eru íþróttir, dans, lestur, karókí og einnig er stuðst við tólf spora kerfi AA

samtakanna ásamt fjölskyldumeðferð (Sharma og Palinchamy, 2018).

3.4.2 Úrræði vegna neteineltis Mikilvægt er að segja einhverjum sem maður treystir frá því ef maður verður fyrir neteinelti svo sem

kennara eða foreldri. Einnig er hægt að tilkynna neteinelti á netinu og eru þá samskiptamiðlarnir með

tilkynningarform þar sem hægt er að finna eyðublað sem hægt er að fylla út og skila inn rafrænt.

Tenglar sem segja hvar megi finna þessi eyðublöð eru á heimasíðu SAFT (SAFT, 2017).

Á heimsíðu Barnaheilla eru hnappar sem hægt er að smella á til þess að tilkynna um ýmislegt sem

varðar heill barna, til dæmis ef neteinelti á sér stað. Eru þessi úrræði í samstarfi við Ríkislögreglustjóra

(Barnaheill, e.d.). Einnig er hægt að hringja í Hjálparsíma Rauða Kross Íslands og ræða það sem

manni liggur á hjarta. Fullur trúnaður er hjá Hjálparsímanum og getur það hjálpað að tala við

hlutlausan aðila um sín mál (SAFT, 2017).

Ef neteineltið er undir nafnleynd þá er hægt að komast að því hvar tölvan er staðsett sem var notuð

til að senda skilaboðin og er það gert með því að rekja IP-tölu tölvunnar. Tölvupóstar, vefsíður og

önnur forrit skrá IP-tölu tölvunnar hjá sér í hvert einasta skipti sem skilaboð eru send. Þó er eingöngu

hægt að fá þessar upplýsingar ef um dómsmál er að ræða (SAFT, 2017).

Page 22: Netnotkun barna og unglinga og áhrif hennar á ...

24

3.4.3 Úrræði sem foreldrar geta beitt Rannsókn Hjördísar o.fl. (2014) sýnir að sumar fjölskyldur eiga í erfiðleikum vegna netnotkunar

unglinga. Jafnvel þó foreldrum finnist þeir hjálparvana varðandi tölvu- og netnotkun barna sinna þá

sýna rannsóknir að unglingar taka sér hegðun foreldra sinna á netinu til fyrirmyndar. Einnig sýna þær

að þeir unglingar sem eiga foreldra sem skammta þeim tíma á netinu eyða minni tíma þar, en 60%

foreldra settu sjaldan eða aldrei mörk um hversu lengi unglingarnir máttu vera á netinu. Rannsóknir

sýna að afskipti foreldra af netnotkun barnanna á samskiptasíðum hefur áhrif á svefn, virkni í skóla og

ofbeldishneigð. Því er mikilvægt að hjálpa foreldrum að hafa yfirsýn á netnotkun barna sinna. Með því

að fylgjast með og taka þátt í virkni barnanna á netinu, ræða heiðarlega við þau um kosti og galla

netnotkunar og setja heilbrigð mörk þá geta foreldrar fundið leið til að deila jákvæðum hliðum

tækninnar. Að tryggja tíma án netsins og að „slökkva“ á því eykur líka persónuleg samskipti. Tæknin er

ekki „réttur neins“ heldur forréttindi sem maður ætti að vinna sér inn með viðeigandi hegðun og þessi

forréttindi ætti að vera hægt að taka í burtu. Að kenna börnum um hætturnar á netinu, neteinelti og að

vara þau við að deila upplýsingum um sig til ókunnugra ætti að byrja snemma og minna þarf þau

reglulega á þessa þætti (Rafla o.fl., 2014).

Niðurstöður rannsóknar Hjördísar o.fl. (2014) sem gerð var á meðal barna í 9. og 10. bekk á

landinu leiddu í ljós að brýnt sé að foreldrar setji börnum sínum mörk varðandi netnotkun til að sporna

við hættu á netfíkn. Foreldrar virðast ekki setja börnunum nógu miklar skorður hvað þetta varðar og

hafa í raun litla hugmynd um hversu miklum tíma börnin eyða á netinu eða hvað þau eru að gera þar.

Lin, Lin, og Wu (2009) leiddu í ljós að ef foreldrar taka virkan þátt í lífi barna sinna og ef ungmennin

eru í tómstundum þá eru þau ólíklegri til að þróa með sér netfíkn. Einnig eru þau ungmenni sem eiga

foreldra sem eru virkir þátttakendur í lífi þeirra ólíklegri til að eyða of miklum tíma á samfélagsmiðlum.

Enn fremur hafa rannsóknir sýnt að það að setja upp forrit til að hafa stjórn á því hvað börnin geta

gert á netinu, eins og að setja inn myndir eða annað efni sem þykir ekki æskilegt, sé hjálplegt til að

hafa stjórn á virkni barnanna á netinu. Aldurinn tíu til fimmtán ára hefur verið talinn sá áhættusamasti í

sambandi við netnotkun en á þeim árum taka börn og unglingar út mikinn þroska og öðlast smám

saman sjálfstæði. Rannsóknir hafa sýnt að foreldrar takmarka frekar netnotkun barna sinna ef þeir

telja að það sé þeim skaðlegt að því leyti að því yngri sem börnin eru þeim mun líklegra er að foreldrar

takmarki netnotkun barna sinna þar til þeir telja þau hafa þroskann til að stjórna þessu sjálf. Foreldrar

þurfa líka að viðhalda þekkingu sinni á netinu og hvað sé hægt að gera til að fylgjast með hvað börnin

gera þar (Sook, 2012 ). Mjög margir netmiðlar bjóða upp á nýlegar upplýsingar um vinsælar síður og

nýjungar í tæknimálum til að hægt sé að fylgjast með tækninýjungum (Rafla o.fl., 2014).

Page 23: Netnotkun barna og unglinga og áhrif hennar á ...

25

4 Umræða Notkun netsins hefur aukist gífurlega undanfarin ár og er hún mest hjá börnum og unglingum (Durkee,

o.fl., 2012). Fíkn í samfélagsmiðla er frekar nýlegt fyrirbæri sem hefur ekki verið mikið rannsakað enn

sem komið er (Pantic, 2014). Það er ljóst að undanfarin tíu ár hefur netnotkun valdið breytingum á því

hvernig samskipti fólks eru. Enn er þó óljóst hvaða áhrif hún getur haft á líðan fólks (Pantic, 2014). Sá

fjöldi sem til er af samfélagssíðum er áhyggjuefni þegar tekið er tillit til þess hversu miklum tíma fólk

eyðir á netinu (Kuss og Griffiths, 2011). SAFT var stofnað árið 2007 með það í huga að vekja athygli á

jákvæðri og öruggri tölvu- og netnotkun á meðal barna og unglinga á Íslandi. SAFT er bæði forvarnar-

og rannsóknarverkefni sem er hluti af aðgerðaráætlun Evrópusambandsins um örugga netnotkun sem

er styrkt af framkvæmdarstjórn ESB. Það er einnig hlutverk SAFT að ýta undir jákvæðu hliðar netsins

og reyna að koma í veg fyrir þær neikvæðu (Páll Biering og Guðberg K. Jónsson, 2016).

4.1 Afleiðingar og áhættuþættir Rannsóknir hafa sýnt að unglingar sem eyða miklum tíma á netinu hafa tilhneigingu til að þróa með

sér þunglyndi og kvíða auk annarra kvilla (Richards o.fl., 2015). Netfíkn getur valdið þunglyndi,

einangrun og veruleikafirringu (Umboðsmaður barna, e.d.). Þó skal tekið fram að frekari rannsókna er

þörf til að ganga úr skugga um hvort þetta sé raunveruleg orsök þessarar líðanar eða hvort orsökin

geti verið önnur (Richards o.fl., 2015). Neteinelti hefur aukist vegna aukinnar notkunar netsins en

einnig á það sér stað í gegnum síma. Auk þess geta gerendurnir villt á sér heimildir, því getur verið

erfitt að eiga við þessa gerð eineltis (SAFT, 2017). Unglingar á netinu sýna meiri áhættuhegðun heldur

en aðrir aldurshópar en þessi hegðun getur ýtt undir neteinelti sem getur endað mjög sorglega eins og

með sjálfsvígum (Richards o.fl., 2015). Fjölmargar rannsóknir sýna neikvæð tengsl á milli neteineltis

og hvernig unglingurinn lítur á sjálfan sig. Mikilvægt er að grípa inn í og vera meðvitaður vegna þess

að þegar börnin komast á unglingsaldur fer þetta að hafa verulega mikil áhrif á sjálfsálit þeirra (Patchin

og Hinduja, 2010), en einungis 21% stúlkna og 18% drengja sem verða fyrir neteinelti segja frá því

(Williams og Godfrey, 2011). Á unglingsárum fer unglingurinn að móta sjálfsmynd sína og hafa

umhverfisáhrif mikið um það að segja um hvernig hann mun líta á sjálfan sig (Patchin og Hinduja,

2010). Almennt leiðir slæm sjálfsmynd og að kjósa frekar rafræn samskipti heldur en persónuleg

samskipti til of mikillar netnotkunar (Kuss og Griffiths, 2017). Rannsóknir hafa sýnt að börn bregðist

misjafnlega við neteinelti og getur ákveðinn hópur sýnt af sér ofbeldishegðun sem meðal annars lýsir

sér í að vera gerandi í neteinelti (Páll Biering og Guðberg K. Jónsson, 2016). Fram hafa komið

getgátur um að þeir sem kunna betur við rafræn samskipti í stað persónulegra samskipta séu líklegri til

að ánetjast samfélagssíðum, þó er þörf á rannsóknum til að styðja þetta (Kuss og Griffiths, 2011).

4.2 Úrræði Börn og unglingar eru gríðarlega vel að sér í tæknimálum og standa oft foreldrum sínum framar í þeim

efnum. Margir foreldrar upplifa sig vanmáttuga gagnvart þessari þróun en þeir þurfa að vera samstíga

börnum sínum í tæknimálum nútímans. Börn og unglingar taka sér oft hegðun foreldranna á netinu til

fyrirmyndar og því er mikilvægt að foreldrar setji börnum sínum gott fordæmi með góðri hegðun á

Page 24: Netnotkun barna og unglinga og áhrif hennar á ...

26

samfélagsmiðlum. Einnig er árangursríkt að takmarka þann tíma sem börn og unglingar eyða á netinu.

Foreldrar þurfa að leiðbeina börnum sínum á netinu og vera meðvituð um hvað þau eru að gera þar.

Gott er að hafa í huga að börnin finna sér oft leiðir framhjá reglum heimilisins um netnotkun með því

að vera með fleiri en einn aðgang að samfélagsmiðlum (Rafla o.fl., 2014). Það er til lítils að meta

vanda ef ekki er leitað lausna og með vinnu sem byggist á fjölskyldufræðum bjóðast gagnreyndar leiðir

til að hjálpa fjölskyldum í verkefnum sem þær standa frammi fyrir. Þá er ekki leitað að sökudólgi heldur

unnið út frá þeirri stöðu sem fjölskyldan er í og unnið með styrkleika hennar og veikleika (Ólína o.fl.,

2015). Sýnt hefur verið fram á mikilvægi fjölskyldunnar þegar kemur að netfíkn unglinga. Þeir

unglingar sem lýsa óskýrum mörkum foreldra virðast í meiri vanda og í lýsingum þeirra koma fram

ýmis einkenni netfíknar, meðal annars stjórnleysi í netnotkun, svefnleysi, einangrun, verri frammistaða

í skóla og vandi í samskiptum við foreldra. Því er nauðsynlegt að styrkja tengsl foreldra og barna

þegar tekið er á vanda eins og netfíkn (Ólína o.fl., 2015). Jafnframt bendir margt til þess að unglingar

sem glíma við vanda vegna netfíknar þurfi á því að halda að foreldrar setji þeim skýr mörk og virðast

unglingarnir sætta sig við þau mörk sem foreldrar þeirra setja þeim (Hjördís o.fl., 2014). Barna- og

unglingageðdeild (BUGL) er með úrræði fyrir börn og unglinga sem þurfa aðstoð vegna netfíknar

sinnar (Umboðsmaður barna, e.d.).

Page 25: Netnotkun barna og unglinga og áhrif hennar á ...

27

Ályktanir

Niðurstöður þessarar fræðilegu samantektar eru þær að netnotkun hafi bæði jákvæð og neikvæð áhrif

á sálfélagslega heilsu barna og unglinga. Að vera á samfélagsmiðlum getur haft jákvæð áhrif á

sjálfstraust en það eflist þegar einstaklingarnir fá jákvæð viðbrögð á samfélagsmiðlum. Einnig virðist

það vera að þeir sem eiga fáa vini geti grætt á því að vera í rafrænum samskiptum, það er að þeir sem

eru ekki í miklum persónulegum samskiptum líði betur með þetta samskiptaform. Netnotkun hefur líka

sínar neikvæðu hliðar svo sem áhrif á sálfélagslegan þroska sem getur leitt til hegðunarvandamála og

minni félagslegri færni á unglingsárum. Einmanaleika, leiða og flótta frá raunveruleikanum má tengja

við netnotkun unglinga.

Netfíkn er nýlegt fyrirbæri sem þarfnast frekari rannsókna og ekki er mikið um úrræði hér á landi.

Einelti í raunheimi fer minnkandi og í staðinn eykst neteinelti. Neteinelti getur valdið miklum andlegum

þjáningum hjá þolendunum. Í verstu tilfellum getur það valdið sjálfsvígum. Foreldrar skipta miklu máli

þegar kemur að netnotkun barna þeirra. Þeir eru fyrirmyndir þeirra á netinu og ættu að hafa eftirlit með

því sem börnin eru að gera þar. Gott er að setja heilbrigð mörk, tryggja tíma án netsins og fræða þau

um hættur netsins. Það að þau taki virkan þátt í lífi barna sinna minnkar líkur á netfíkn.

Höfundum ritgerðarinnar finnst mikilvægt að öflugt forvarnarstarf eigi sér stað með fræðslu í skólum

landsins. Bæði gætu skólahjúkrunarfræðingar haldið viðkomandi fræðslu en einnig mætti fá

utanaðkomandi aðila til að sjá um fræðsluna. Ætti þessi fræðsla að byrja snemma þar sem árið 2013

áttu 66% unglinga í 10. bekk snjallsíma og 26% barna í 4. bekk (SAFT, 2013) og má áætla að þessi

tala hafi hækkað undanfarin ár. Skólar leika stórt hlutverk í lífi barna og þar sem kennsluefni er orðið

sífellt meira á stafrænu formi er nauðsynlegt að undirstrika mikilvægi skólakerfisins sem áhrifavald á

hegðun barna og unglinga og fyrirbyggja áhættuhegðun á meðal ungs fólks (Bezinović o.fl., 2015).

Einnig finnst okkur mikilvægt að samstarf skóla og foreldra eigi sér stað um hversu miklum tíma börn

og unglingar fái að eyða á netinu og að foreldrar samræmi sig varðandi á hvaða tímum dags og

hversu lengi börn þeirra fái að vera þar. Til dæmis geta foreldrar stofnað Facebook hóp til að

samræma sig í slíkum málum.

Langtímarannsóknir vantar um áhrif netnotkunar, netfíknar og neteineltis. Má þar nefna að við

vitum af þessum vanda en við vitum ekki hvernig við eigum að bregðast við honum. Á Íslandi vantar

fleiri úrræði fyrir þá sem eru með netfíkn svo sem stuðningshópa og fjölskyldumeðferð. Gott væri ef

aðstoð væri aðgengileg á netinu sjálfu. Einnig vantar rannsóknir á því hvað sé hæfileg netnotkun á

dag miðað við aldur áður en netnotkunin geti eða fari að hafa slæm áhrif og kynna það með fræðslu í

skólum fyrir börnin, unglingana og foreldrana. Okkur þykir góð hugmynd að útbúa segul á ísskáp með

leiðbeiningum um heilbrigða netnotkun barna og unglinga og senda á heimili þeirra. Þannig er það

bæði sjónrænt fyrir börnin og foreldana og stöðug áminning.

Page 26: Netnotkun barna og unglinga og áhrif hennar á ...

28

Heimildaskrá

Barnaheill (e.d.). Ábendingahnappur. Sótt 16. febrúar 2018 af https://www.barnaheill.is/is/moya/formbuilder/index/index/abendingalina

Beebe, D. W., Fallone, G., Godiwala, N., Flanigan, M., Martin, D., Schaffner, L. o.fl. (2008). Feasibility and behavioral effects of an at-home multi-night sleep restriction protocol for adolescents. Journal of Child Psychology and Psychiatry, 49(9), 915–923.

Bezinović, P., Roviš, D., Rončević, N. og Bilajac, L. (2015). Patterns of internet use and mental health of high school students in Istria County, Croatia: cross-sectional study. Croatian Medical Journal, 56(3), 297–305.

Bottino, S. M., Bottino, C. M., Regina, C. G., Correia, A. V. og Ribeiro, W. S. (2015). Cyberbullying and adolescent mental health: Systematic review. Cad. Saúde Pública, 31(3), 463–475.

Cao, F. og Su, L. (2006). Internet addiction among Chinese adolescents: prevalence and psychological features. Child: care, health and development , 33(3), 275-281. doi:10.1111/j.1365–2214.2006.00715.x

Cassidy, W., Faucher, C. og Jackson, M. (2013). Cyberbullying among youth: A comprehensive review of current international research and its implications and application to policy and practice. School Psychology International, 34(6), 575–612. doi: 10.1177/0143034313479697

Chang, F.-C., Chiu, C.-H., Miao, N.-F., Chen, P.-H., Lee, C.-M., Chiang, J.-T. o.fl. (2015). The relationship between parental mediation and Internet addiction among adolescents, and the association with cyberbullying and depression. Comprehensive Psychiatry, 57, 21–28.

Charteris, J., Gregory, S. og Masters, Y. (2014). Snapchat 'selfies': The case of disappearing data. Rhetoric and Reality: Critical perspectives on educational technology. Proceedings ascilite Dunedin, (bls. 389–393). Dunedin, NZ.

Charteris, J., Gregory, S., Masters, Y., Maple, M. og Kennedy, A. (2016). Snapchat at school – 'Now you see it…': Networked affect – cyber bullying, harassment and sexting. 33rd International Conference of Innovation, Practice and Research in the Use of Educational Technologies in Tertiary Education (bls. 1–6). Research Gate.

Chou, C., Condron, L. og Belland, J. C. (2005). A Review of the Research on Internet Addiction. Educational Psychology Review, 17(4), 363–388. doi:10.1007/s10648-005-8138-1

Dewald, J. F., Meijer, A. M., Oort, F. J., Kerkhof, G. A. og Bögels, S. M. (2010). The influence of sleep quality, sleep duration and sleepiness on school performance in children and adolescents: A meta-analytic review. Sleepmedicine, 14(3), 179–189. doi:https://doi.org/10.1016/j.smrv.2009.10.004

Durkee, T., Kaess, M., Carli, V., Parzer, P., Wasserman, C., Floderus, B. o.fl. (2012). Prevalence of pathological internet use amongadolescents in Europe: demographic and social factors. Addiction, 107(12), 2210–2220.

Embætti landlæknis (2009). Til hvers nota börnin netið? - Niðurstöður könnunar SAFT. Sótt 16. febrúar 2018 af https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item17002/Til-hvers-nota-bornin-netid----Nidurstodur-konnunar-SAFT

Englander, E., Donnerstein, E., Kowalski, R., Lin, C. A. og Parti, K. (2017). Defining Cyberbullying. Pediatrics, 140(2), 148–153. Sótt af http://pediatrics.aappublications.org/content/140/Supplement_2/S148.long

Hardell, L. (2018). Effects of Mobile Phones on Children’s and Adolescents’Health: A Commentary. Child Development, 89(1), 137–140. Sótt af https://onlinelibrary.wiley.com/doi/epdf/10.1111/cdev.12831

Page 27: Netnotkun barna og unglinga og áhrif hennar á ...

29

Heimili og skóli - Landssamtök foreldra (2013). Heimili og skóli. Sótt 16. febrúar 2018 af http://www.heimiliogskoli.is/wp-content/uploads/2016/08/Kynning_foreldradagur_net.pdf

Hjördís Sigursteinsdóttir, Eva Halapi og Kjartan Ólafsson (2014). „Ég nota alla lausa tíma sem ég hef.“ Netnotkun íslenskra ungmenna og mörk sem foreldrar setja þeim um netnotkun. Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun, 1–19.

Kuss, D. J. og Griffiths, M. D. (2011). Online Social Networking and Addiction—A Review of the Psychological Literature. International Journal of Enviromental Research and Public Health, 8(9), 3528–3552.

Kuss, D. J. og Griffiths, M. D. (2017). Social Networking Sites and Addiction: Ten Lessons Learned. International Journal of Enviromental Research and Public Health, 14(3), 1–17.

Lam, L. T. (2015). Parental mental health and Internet Addiction in adolescents. Addictive Behaviors, 42, 20–23.

Lee, Y. S., Han, D. H., Kim, S. M. og Renshaw, P. F. (2013). Substance abuse precedes internet addiction. Addictive Behaviors, 38(4), 2022–2025.

Li, J.-B., Lau, J., Mo, P., Su, X.-F., Tang, J., Qin, Z.-G. og Gross, D. L. (2017). Insomnia partially mediated the association between problematic Internet use and depression among secondary school students in China. Journal of Behavioral Addictions, 6(4), 554–563. doi:10.1556/2006.6.2017.085

Lin, S.-L., Lin, C.-H. og Wu, C.-P. (2009). THE EFFECTS OF PARENTAL MONITORING AND LEISURE BOREDOM ON ADOLESCENTS' INTERNET ADDICTION. Adolescence, Roslyn Heights, 44(176), 993–1004. Sótt af https://search.proquest.com/publicationissue/465444DFC9264A1DPQ/$B/1/Adolescence/02009Y12Y01$23Winter+2009$3b++Vol.+44+$28176$29/$N?accountid=49582

Livingstone, S., Haddon, L., Görzig, A. og Kjartan Ólafsson (2011). Risks and safety on the internet: the perspective of European children: full findings and policy implications from the EU Kids Online survey of 9-16 year olds and their parents in 25 countries. London: The London School of Economics and Political Science. Sótt af http://eprints.lse.ac.uk/33731/1/Risks%20and%20safety%20on%20the%20internet%28lsero%29.pdf

Livingstone, S., Kjartan Ólafsson og Staksrud, E. (2011). Social Networking, Age and Privacy. Sótt af http://www.lse.ac.uk/media@lse/research/EUKidsOnline/EU%20Kids%20II%20(2009-11)/EUKidsOnlineIIReports/ShortSNS.pdf

Mishna, F., Khoury-Kassabri, M., Gadalla, T. og Daciuk, J. (2012). Risk factors for involvement in cyber bullying: Victims, bullies and bully–victims. Children and Youth Services Review, 34(1), 63–70.

Netaddiction (2018). Netaddiction: The center for internet addiction. Sótt af http://netaddiction.com/

Ólína Freysteinsdóttir, Halldór S. Guðmundsson og Kjartan Ólafsson (2015). „Bara fimm mínútur í viðbót“: Unglingar, netnotkun og samskipti við foreldra. Uppeldi og menntun, 24(1), 53–72.

Pantic, I. (2014). Online Social Networking and Mental Health. Cyberpsychology, Behavior and Social Networking, 17(10), 652–657.

Patchin, J. W. og Hinduja, S. (2010). Cyberbullying and Self-Esteem. Journal of School Health, 614–621.

Páll Biering og Guðberg K. Jónsson (2016). Einelti á veraldarvefnum: Umfang og áhrif á sálfélagslega líðan barna og unglinga. Í Guðrún Kristjánsdóttir, Sigrún Aðalbjarnardóttir og Sóley S. Bender (ritstjórar) , Ungt fólk: Tekist á við tilveruna (bls. 129–148). Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag.

Page 28: Netnotkun barna og unglinga og áhrif hennar á ...

30

Piwek, L. og Joinson, A. (2016). “What do they snapchat about?” Patterns of use in time-limited instant messaging service. Computers in Human Behavior, 54, 357–367.

Rafla, M., Carson, N. J. og DeJong, S. M. (2014). Adolescents and the Internet: What Mental Health Clinicians Need to Know. Current Psychiatry Reports, 16(472), 2–10.

Richards, D., Caldwell, P. H. og Go, H. (2015). Impact of social media on the health of children and young people. Journal of Paediatrics and Child Health, 51(12), 1152–1157.

Rücker, J., Akre, C., Berchtold, A. og Suris, J.-C. (2015). Problematic Internet use is associated with substance use in young adolescents. Acta Paediatrica, 104, 504–507.

Ryan, T., Allen, K. A., Gray, D. L. og McInerney, D. M. (2017). How Social Are Social Media? A Review of Online Social Behaviour and Connectedness. Journal of Relationships Research, 1-8. doi:10.1017/jrr.2017.13

SAFT (2013). Fréttatilkynning - Meirihluti barna í 4. –10.bekk með snjallsíma. Reykjavík, 105, Ísland.

SAFT (2013). Meirihluti íslenskra barna og unglinga skoðar samskiptasíður daglega. Sótt 22. júní 2017 af https://www.saft.is/2013/10/29/meirihluti-islenskra-barna-og-unglinga-skodar-samskiptasidur-daglega/

SAFT (2013). Töluverður munur á svörum barna og foreldra. Sótt 22. júní 2017 af http://saft.is/2013/12/03/toluverdur-munur-a-svorum-barna-og-foreldra

SAFT (2017). Neteinelti. Sótt 12. febrúar 2018 af http://saft.is/born-og-unglingar/neteinelti/

Seabrook, E. M., Kern, M. L. og Rickard, N. S. (2016). Social Networking Sites, Depression, and Anxiety: A Systematic Review. Journal of Medical Internet Research Mental Health, 3(4), 1–19.

Shapiro, L. A. og Margolin, G. (2014). Growing Up Wired: Social Networking Sites and Adolescent Psychosocial Development. Clinical Child and Family Psychology Review, 17(1), 1–25.

Sharma, M. K. og Palanichamy, T. S. (2018). Psychosocial interventions for technological addictions. Indian Journal of Psychiatry, 60(4), 541–545. doi:10.4103/psychiatry.IndianJPsychiatry_40_18

Sook, J. L. (2012). Parental restrictive mediation of children’s internet use: Effective for what and for whom? New Media and Society, 4(15), 466–481. Sótt af http://journals.sagepub.com/doi/pdf/10.1177/1461444812452412

Stuart, G. W. (2013). Principles and Practice of Psychiatric Nursing, (10.útgáfa).

Terras, M. M. og Ramsay, J. (2016). Family Digital Literacy Practices and Children’s Mobile Phone Use. Frontiers in Psychology, 7(1957), 1–11.

Umboðsmaður barna (e.d.). Netnotkun. Sótt 16. febrúar 2018 af https://www.barn.is/malaflokkar/netnotkun/

Williams, S. G. og Godfrey, A. J. (2011). What is Cyberbullying & How Can Psychiatric-Mental Health Nurses Recognize It? Journal of Psychosocial Nursing and Mental Health Services, 49(10), 36–41.

World Health Organization (2014). WHO | Mental Health: A State of Well-being. Sótt 16. febrúar 2018 af http://www.who.int/features/factfiles/mental_health/en/

World Health Organization (e.d.). WHO | Mental Disorders. Sótt 16. febrúar 2018 af http://www.who.int/mental_health/management/en/

Þórhildur Líndal (ritstjóri) (2011). Ábyrgð og aðgerðir: Niðurstöður þverfræðilegrar rannsóknar á einelti meðal barna á Íslandi. Reykjavík: Rannsóknarstofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni.

Page 29: Netnotkun barna og unglinga og áhrif hennar á ...

31

Fylgiskjöl

Fylgiskjal I Á heimasíðu SAFT eru gefin út fimm netorð sem eru til leiðbeiningar fyrir ungt fólk til að tileinka sér

örugga og heilbrigða netnotkun. Með því að tileinka sér þessi netorð eru þau í leiðinni að tileinka sér

betri netmenningu (SAFT, 2017).

Netorðin 5

1. „Allt sem þú gerir á netinu endurspeglar hver þú ert.“

2. „Komdu fram við aðra eins og þú vilt láta koma fram við þig.“

3. „Ekki taka þátt í neinu sem þú veist ekki hvað er.“

4. „Mundu að efni sem þú setur á netið er opið öllum, alltaf.“

5. „Þú berð ábyrgð á því sem þú segir og gerir á netinu.“

(SAFT, 2017).

Page 30: Netnotkun barna og unglinga og áhrif hennar á ...

32

Fylgiskjal II Á heimasíðu SAFT eru ráðleggingar um hvað sé til ráða ef maður verður fyrir aðkasti á netinu. Þar er

talað um að það sé mjög mikilvægt að svara ekki skilaboðunum sem manni eru send, heldur að sýna

einhverjum þau sem maður treystir.

Þar er einnig talað um fjögur atriði sem gott sé að muna verði maður fyrir netieinelti, en þau eru:

1. „Ekki kenna sjálfum þér um

• Það er ekki þín sök ef einhver er að leggja þig í einelti á netinu. Haltu áfram að vera þú

sjálfur og ekki skammast þín fyrir það hver þú ert. Það er sá sem leggur í einelti sem á

við einhver vandamál að stríða, ekki þú.“

2. „Settu þig í spor þess sem leggur í einelti

• Sá sem leggur í einelti er einstaklingur sem er yfirleitt óhamingjusamur aðili sem vill

stjórna tilfinningum þínum svo þér líði jafn illa og honum. Ekki gefa honum ánægjuna af

því.“

3. „Fáðu hjálp

• Talaðu við einhvern fullorðinn, hvort sem það er foreldri, kennari eða annar aðili sem

þú treystir og sýndu þeim dæmi um áreitnina.“

4. „Eyddu tíma í að gera hluti sem veita þér ánægju

• Því meiri tíma sem þú eyðir í að gera hluti eins og íþróttir eða önnur áhugamál sem

veita þér ánægju í lífinu, mun neteinelti hafa minni áhrif á þig.“

(SAFT, 2017)