Miðvikudagur+23.+maí+2012 Fundarstjórihth43/3_ar/rannsoknarverkefni/23... · 2012. 5. 21. ·...

21
Miðvikudagur 23. maí 2012 Fundarstjóri 08:00 Helga Þráinsdóttir Tengsl BMP markgenanna Id1 og MSX2 í miðlagssérhæfingu stofnfrumna úr fósturvísum manna. 08:20 Grunnrannsóknir Albert Sigurðsson Greining krosstengja í erfðaefni með tvívíðum þáttháðum rafdrætti. Pétur Henry Petersen 08:40 Hildur Margrét Ægisdóttir Áhrif Cystatin C mýlildis á THPP1 monocyta. 09:00 Kristján Godsk Rögnvaldsson Viðbrögð lungnaþekjufruma í rækt við togálagi sem líkir eftir öndunarvélameðferð. 09:20 10 mínútna hlé 09:30 Gunnar Andrésson Tengsl æðanýmundunar við þekjuvefsPbandvefsumbreytingu í þríneikvæðum brjóstaæxlum. 09:50 Krabbamein Úlfur Thoroddsen Sjálfsát í brjóstaP og briskrabbameinsæxlum. Magnús Karl Magnússon 10:10 Karen Eva Halldórsdóttir Áhrif kúrkúmíns til aukningar á næmi krabbameinsfrumna í rækt fyrir frumudeyðandi lyfjum. 10:30 Sigurrós Jónsdóttir Áhrif resveratról á lyfjanæmi illkynja stjarnfrumuæxlisfrumna. 10:50 30 mínútna hlé 11:20 HeilaP og taugakerfi Anna Stefánsdóttir Flogabreytingar í heilariti: Rannsókn á öllum heilaritum með flogabreytingar á Íslandi árin 2003P2004. Finnbogi R. Þormóðsson 11:40 Fjóla Dögg Sigurðardóttir Effects of sleep deprivation on learning and memory. 12:00 10 mínútna hlé 12:10 Smitsjúkdómar Elías Sæbjörn Eyþórsson Hagfræðilegt mat á nálaskiptiþjónustu sem forvörn gegn útbreiðslu HIV meðal sprautufíkla á Íslandi. Bryndís Sigurðardóttir 12:30 Heiður Mist Dagsdóttir Heilabólga af völdum herpes simplex veiru týpu 1 á Íslandi á árunum 1987P2011. 12:50 Matarhlé 1 klukkustund 13:50 Guðrún Arna Ásgeirsdóttir Trampólínslys. 14:10 Bráðaþjónusta Harpa Pálsdóttir Greining og afdrif sjúklinga með bráða kviðverki þar sem grunur er um eða staðfest botnlangabólga. Hilmar Kjartansson 14:30 og bland í poka Margrét Hlín Snorradóttir Upplifun sjúklinga á viðmóti heilbrigðisstarfsfólks á Hjartagátt. 14:50 Anna Andrea Kjeld Framrás langvinns nýrnasjúkdóms meðal einstaklinga í Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar. 14:50 20 mínútna pása 15:10 Einar Hjörleifsson Næmi greiningarprófa og afdrif sjúklinga í bráðri blóðstorkusótt á LSH. 15:30 Gjörgæsla og Þórir Einarsson Long Bráðar nýrnabilanir á Íslandi 1993P2011, faraldsfræði og afdrif sjúklinga. 15:50 bæklunarskurðaðgerðir Hildur Baldursdóttir Árangur meðferðar á broti fimmta miðhandarbeins á LSH. 16:10 Kristófer Arnar Magnússon Afdrif og horfur sjúklinga með mjaðmarbrot. 16:30 Dagskrárlok

Transcript of Miðvikudagur+23.+maí+2012 Fundarstjórihth43/3_ar/rannsoknarverkefni/23... · 2012. 5. 21. ·...

Page 1: Miðvikudagur+23.+maí+2012 Fundarstjórihth43/3_ar/rannsoknarverkefni/23... · 2012. 5. 21. · Miðvikudagur+23.+maí+2012 Fundarstjóri 08:00 Helga&Þráinsdóttir Tengsl&BMP&markgenanna&Id1&og&MSX2&í&miðlagssérhæfingu&stofnfrumna&úr&fósturvísum&manna.

Miðvikudagur+23.+maí+2012 Fundarstjóri

08:00 Helga&Þráinsdóttir Tengsl&BMP&markgenanna&Id1&og&MSX2&í&miðlagssérhæfingu&stofnfrumna&úr&fósturvísum&manna.

08:20 Grunnrannsóknir Albert&Sigurðsson Greining&krosstengja&í&erfðaefni&með&tvívíðum&þáttháðum&rafdrætti. Pétur&Henry&Petersen

08:40 Hildur&Margrét&Ægisdóttir Áhrif&Cystatin&C&mýlildis&á&THPP1&monocyta.

09:00 Kristján&Godsk&Rögnvaldsson Viðbrögð&lungnaþekjufruma&í&rækt&við&togálagi&sem&líkir&eftir&öndunarvélameðferð.

09:20 10&mínútna&hlé

09:30 Gunnar&Andrésson Tengsl&æðanýmundunar&við&þekjuvefsPbandvefsumbreytingu&í&þríneikvæðum&brjóstaæxlum.

09:50 Krabbamein Úlfur&Thoroddsen Sjálfsát&í&brjóstaP&og&briskrabbameinsæxlum. Magnús&Karl&Magnússon

10:10 Karen&Eva&Halldórsdóttir Áhrif&kúrkúmíns&til&aukningar&á&næmi&krabbameinsfrumna&í&rækt&fyrir&frumudeyðandi&lyfjum.

10:30 Sigurrós&Jónsdóttir Áhrif&resveratról&á&lyfjanæmi&illkynja&stjarnfrumuæxlisfrumna.

10:50 30&mínútna&hlé

11:20 HeilaP&og&taugakerfi Anna&Stefánsdóttir Flogabreytingar&í&heilariti:&Rannsókn&á&öllum&heilaritum&með&flogabreytingar&á&Íslandi&árin&2003P2004. Finnbogi&R.&Þormóðsson

11:40 Fjóla&Dögg&Sigurðardóttir Effects&of&sleep&deprivation&on&learning&and&memory.

12:00 10&mínútna&hlé

12:10 Smitsjúkdómar Elías&Sæbjörn&Eyþórsson Hagfræðilegt&mat&á&nálaskiptiþjónustu&sem&forvörn&gegn&útbreiðslu&HIV&meðal&sprautufíkla&á&Íslandi. Bryndís&Sigurðardóttir

12:30 Heiður&Mist&Dagsdóttir Heilabólga&af&völdum&herpes&simplex&veiru&týpu&1&á&Íslandi&á&árunum&1987P2011.

12:50 Matarhlé1&klukkustund

13:50 Guðrún&Arna&Ásgeirsdóttir Trampólínslys.

14:10 Bráðaþjónusta Harpa&Pálsdóttir Greining&og&afdrif&sjúklinga&með&bráða&kviðverki&þar&sem&grunur&er&um&eða&staðfest&botnlangabólga. Hilmar&Kjartansson

14:30 og&bland&í&poka Margrét&Hlín&Snorradóttir Upplifun&sjúklinga&á&viðmóti&heilbrigðisstarfsfólks&á&Hjartagátt.

14:50 Anna&Andrea&Kjeld Framrás&langvinns&nýrnasjúkdóms&meðal&einstaklinga&í&Reykjavíkurrannsókn&Hjartaverndar.

14:50 20&mínútna&pása

15:10 Einar&Hjörleifsson Næmi&greiningarprófa&og&afdrif&sjúklinga&í&bráðri&blóðstorkusótt&á&LSH.

15:30 Gjörgæsla&og& Þórir&Einarsson&Long Bráðar&nýrnabilanir&á&Íslandi&1993P2011,&faraldsfræði&og&afdrif&sjúklinga.

15:50 bæklunarskurðaðgerðir Hildur&Baldursdóttir Árangur&meðferðar&á&broti&fimmta&miðhandarbeins&á&LSH.

16:10 Kristófer&Arnar&Magnússon Afdrif&og&horfur&sjúklinga&með&mjaðmarbrot.

16:30 Dagskrárlok

Page 2: Miðvikudagur+23.+maí+2012 Fundarstjórihth43/3_ar/rannsoknarverkefni/23... · 2012. 5. 21. · Miðvikudagur+23.+maí+2012 Fundarstjóri 08:00 Helga&Þráinsdóttir Tengsl&BMP&markgenanna&Id1&og&MSX2&í&miðlagssérhæfingu&stofnfrumna&úr&fósturvísum&manna.

Tengsl BMP markgenanna Id1 og MSX2 í miðlagssérhæfingu stofnfrumna úr fósturvísum manna

Helga Þráinsdóttir, læknanemi1 Guðrún Valdimarsdóttir, líffræðingur2 1Læknadeild Háskóla Íslands 2Lífefna og sameindalíffræðistofa læknadeildar Háskóla Íslands

Inngangur Stofnfrumur úr fósturvísum manna (hES frumur) eru fjölhæfar og geta orðið að öllum frumutegundum líkamans. Einn vaxtarþáttanna sem stýra sérhæfingu þeirra er BMP sem er nauðsynlegur fyrir myndun miðlags (mesoderm) í fósturvísinum. Fyrri rannsóknir hópsins hafa sýnt að BMP eykur tjáningu á umritunarþættinum MSX2 og einnig á Id1 próteininu sem hindrar bindingu bHLH umritunarþátta við DNA. Þessi rannsókn miðar að því að athuga hvort tengsl séu milli Id1 og MSX2 með tilliti til tíma örvunar, staðsetningar og flókamyndunar.

Efniviður og aðferðir hES frumur voru ræktaðar og síðan örvaðar með BMP4 í mislangan tíma. Frumurnar voru einnig sýktar með adenoveirum sem tjáðu sívirkan BMP viðtaka. Tjáning Id1 og MSX2 á RNA stigi var athuguð með PCR og tjáning próteinanna skoðuð með western blotti. Til þess að athuga hvort próteinin tengdust saman í flóka var gerð ónæmisfelling (immunoprecipitation) með mótefni gegn Id1 og í kjölfarið gert western blot með mótefni gegn MSX2. Staðsetning próteinanna í frumuþyrpingunum var skoðuð í confocal smásjá eftir mótefnalitun.

Niðurstöður RNA tjáning Id1 og MSX2 var aukin eftir örvun með BMP4 í einn og tvo sólarhringa en minnkaði eftir þrjá sólarhringa. RNA tjáning miðlagspróteinsins Brachyury var þá líka til staðar. Próteintjáning Id1 var aukin á sama tíma og einnig próteintjáning MSX2, þó hún hafi verið daufari. Þegar Id1 var einangrað úr BMP4 örvaðri frumulausn með ónæmisfellingu fylgdi MSX2 ekki með í flóka. Þetta sást á Western blotti þar sem engin MSX2 bönd komu fram. Sömu niðurstöður fengust þrátt fyrir yfirtjáningu Id1 fyrir tilstilli adenoveirusýkingar. Þegar hES frumur voru sýktar með annarri adenoveiru til að fá þær til að tjá sívirkan BMP viðtaka og sýnin skoðuð í confocal smásjá sást aukin tjáning á bæði Id1 og MSX2 sem voru tjáð á sama stað í þyrpingunum. Smásjársýnin voru einnig lituð fyrir Oct4 sem einkennir ósérhæfðar frumur og var tjáningin þá í miðjum frumuþyrpingunum öfugt við MSX2 (og þar með Id1) sem var frekar á jöðrunum, einmitt þar sem sérhæfingin hefst.

Ályktanir Tjáning á Id1 og MSX2 er aukin fyrir tilstilli sama vaxtarþáttarins, BMP4, og er tjáning próteinanna tveggja í hámarki eftir jafn langan örvunartíma. Þau virðast hins vegar ekki mynda tensl sín á milli í flóka, þrátt fyrir að vera tjáð á sama stað í frumuþyrpingunum, og hafa því trúlega ekki samlegðar- eða hindrunaráhrif hvert á annað í miðlagssérhæfingu. Við BMP4 örvun virðast hES frumur þróast úr ósérhæfðum frumum yfir í miðlagsfrumur.

Page 3: Miðvikudagur+23.+maí+2012 Fundarstjórihth43/3_ar/rannsoknarverkefni/23... · 2012. 5. 21. · Miðvikudagur+23.+maí+2012 Fundarstjóri 08:00 Helga&Þráinsdóttir Tengsl&BMP&markgenanna&Id1&og&MSX2&í&miðlagssérhæfingu&stofnfrumna&úr&fósturvísum&manna.

GREINING DNA SKEMMDA AF VÖLDUM KRABBAMEINSLYFJA, REYKINGA OG

MUNNHOLSSÝKINGA MEÐ TVÍVÍÐUM RAFDRÆTTI.

Albert Sigurðsson1, Bjarki Guðmundsson1, Jón Jóhannes Jónsson1,2

1Lífefna- og sameindalíffræðistofa læknadeildar HÍ, 2Erfða- og sameindalæknisfræðideild

Landspítala

Inngangur: Munnvatn er aðgengilegur líkamsvessi og hentar vel til sýnatöku. Ástand erfðaefnis

í munnvatni gæti haft klíníska þýðingu sem merki um sjúkdóma í munnholi og mögulega

endurpeglað almennt líkamsástand. Tvívíður þáttháður rafdráttur (2D-SDE) er tækni til að greina

margvíslegar skemmdir í flóknum kjarnsýrusýnum, m.a. einþátta brot í erfðaefni. Markmið

rannsóknarinnar var að skilgreina getu 2D-SDE til að greina DNA skemmdir í munnvatni og

blóðsýnum. Umhverfisþættir sem gætu haft áhrif á ástand erfðaefnis í munnvatni, m.a. reykingar

og munntóbak, voru einnig skoðaðir.

Efniviður og aðferðir: Um frumrannsókn var að ræða og munnvatnssýnum var safnað frá

þremur mismunandi hópum. Í fyrsta lagi var um að ræða heilbrigðan viðmiðunarhóp. Sami hópur

var einnig látinn reykja eina sígarettu og neyta eins skammts af munntóbaki. Í öðru lagi var um

að ræða einstaklinga með tannholdsbólgu eða annan munnholssjúkdóm. Í þriðja lagi var

munnvatnssýnum ásamt blóðsýnum safnað úr krabbameinssjúklingum í meðferð með

krosstengilyfjum. Erfðaefni var einangrað úr fyrrnefndum lífsýnum og greint með 2D-SDE. Að

lokum voru niðurstöður úr 2D-SDE bornar saman við heilbrigðisupplýsingar.

Niðurstöður: Hægt var að nota tvívíðan þáttháðan rafdrátt til að greina DNA skemmdir í

lífsýnunum. Með tækninni greindist lítill sem enginn munur á munnvatnssýnum sem voru undir

utanaðkomandi áhrifum, reykingum eða munntóbaki, í samanburði við heilbrigð munnvatnssýni.

Úr hópi munnholssjúkdóma greindust verulegar tvíþátta skemmdir í einstaklingi með Sjögren's

heilkenni. Í öllum munnvatnssýnunum benti 2D-SDE mynstrið til þess að einþátta brot í DNA (e.

nicking) hefðu verið til staðar. Fjöldi þessara einþátta brota var mismikill en verulega aukinn í

munnvatni miðað við blóðsýni. Greining sýna úr krabbameinssjúklingum hefur ekki enn farið

fram en niðurstöður úr henni eru væntanlegar eftir að kynning er haldin.

Ályktun: Fyrstu rannsóknir á byggingareiginleikum og ástandi DNA í munnvatni með 2D-SDE

benda til þess að aðferðin geti hugsanlega gefið upplýsingar um skemmdir á DNA í munnvatni

vegna sjúkdóma.

Page 4: Miðvikudagur+23.+maí+2012 Fundarstjórihth43/3_ar/rannsoknarverkefni/23... · 2012. 5. 21. · Miðvikudagur+23.+maí+2012 Fundarstjóri 08:00 Helga&Þráinsdóttir Tengsl&BMP&markgenanna&Id1&og&MSX2&í&miðlagssérhæfingu&stofnfrumna&úr&fósturvísum&manna.

Ágrip ÁHRIF CYSTATIN C MÝLILDIS Á THP-1 ÁTFRUMUR Hildur Margrét Ægisdóttir1, Pétur Henry Petersen1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Lífvísindasetur Háskóla Íslands, Reykjavík

Inngangur: Cerebral amyloid angiopathy (CAA) er sjúkdómsástand sem einkennist af

uppsöfnun torleystra próteina, mýlildis, innan heilaæða. Undir þann flokk sjúkdóma fellur

arfgeng íslensk heilablæðing en meinvaldur hennar er stökkbreytt prótein, cystatin C, sem

myndar mýlildi. Átfrumur í heilanum eyða mýlildi og vinna þannig gegn uppsöfnun þess.

Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif cystatin C mýlildis á THP-1 átfrumur, mennska

frumulínu. Könnuð var upptaka þess auk virkjunar stýrðs frumudauða og sjálfsáts; ferils

frumunnar sem snýr að eyðingu uppsafnaðra próteina.

Efniviður og aðferðir: Einangrað mýlildi úr heilaæðum látinna sjúklinga með arfgenga

íslenska heilablæðingu var leyst upp í vatni fyrir notkun. Fylgst var með örlögum mýlildisins

með tilliti til upptöku þess og eyðingu af THP-1 frumum. Oftast voru frumurnar sérhæfðar

með PMA yfir í virkjaðar átfrumur. Í nokkrum tilvikum var mýlildið flúrmerkt svo auðveldara

væri fylgjast með upptöku þess. Einnig var rannsakað, með mótefnalitunum, hvort frumurnar

tjáðu meira af próteinum sem tengd eru sjálfsáti og hvort aukning væri í stýrðum frumudauða.

Niðurstöður: Eftir að frumunum var komið fyrir á flúrljómandi mýlildi voru teknar myndir

daglega. Þær sýndu að ef frumurnar höfðu verið sérhæfðar með PMA festu þær sig frekar á

mýlildið og tóku það upp. Eftir viku var hægt að sjá að hluta mýlildisins hafði verið eytt.

Enga breytingu var að sjá á mýlildi án frumna. Til samanburðar var frumum komið fyrir á

flúrljómandi albúmíni (BSA). Það var einnig tekið frekar upp ef þær voru sérhæfðar fyrst.

Niðurstöður mótefnalitunar bentu til að prótein tengd sjálfsáti væru tjáð í auknum mæli í

frumum meðhöndluðum með cystatin C mýlildi. [Niðurstöður mótefnalitunar fyrir stýrðum

frumudauða eru ókomnar en væntanlegar 20. maí].

Ályktanir: THP-1 átfrumur taka upp og virðast eyða uppleystu cystatin C mýlildi, líklega í

gegnum sjálfsát. Uppsöfnun cystatin C mýlildis er líklega sjúkdómsvaldur arfgengrar

íslenskrar heilablæðingar. Rannsóknir á áhrifum þess á frumur og eyðingu þess gætu gagnast

til að hægja á eða koma í veg fyrir sjúkdóminn og mikilvægt gæti reynst að skilgreina hvaða

ferlar koma þar að.

Page 5: Miðvikudagur+23.+maí+2012 Fundarstjórihth43/3_ar/rannsoknarverkefni/23... · 2012. 5. 21. · Miðvikudagur+23.+maí+2012 Fundarstjóri 08:00 Helga&Þráinsdóttir Tengsl&BMP&markgenanna&Id1&og&MSX2&í&miðlagssérhæfingu&stofnfrumna&úr&fósturvísum&manna.

Viðbrögð lungnaþekjufruma í rækt við togálagi sem líkir eftir öndunarvélarmeðferð Kristján Godsk Rögnvaldsson1, Þórarinn Guðjónsson2,4, Ari Jón Arason4, Magnús Karl Magnússon1,3,4, Sigurbergur Kárason1,5

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Rannsóknastofa í blóðmeinafræði Landspítala Háskólasjúkrahúss, 3Rannsóknastofa í lyfja og eiturefnafræðum Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, 4Rannsóknastofa í stofnfrumufræðum Lífvísindasetri Læknagarðs, 5Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala Háskólasjúkrahúss

Tilgangur Öndunarvélarmeðferð með yfirþrýstingi veldur álagi á þekjuvef lungna og getur leitt til vefjaskemmda. Skemmdirnar geta orsakað viðvarandi bólguviðbragð og bólgumiðlar og örverur átt greiða leið í blóðrásina og í kjölfarið valdið fjöllíffærabilun. Markmið verkefnisins var að setja upp og þróa líkan til að framkalla áhrif öndunarvélarmeðferðar á lungnaþekjufrumur og rannsaka afleiðingar slíkrar meðferðar fyrir frumurnar.

Efniviður og aðferðir Rannsökuð voru viðbrögð tveggja lungnaþekjufrumulína við togálagi, A549 (lungnablöðrufrumur) og VA10 (berkjufrumur). Notast var við Flexcell frumutogara til að framkalla síendurteknar 2 sekúnda lotur af togi og hvíld eftir kassalaga munstri í 12 klst. Til viðmiðunar voru frumur staðsettar í sama hitaskáp í 12 klst án togs. Svipgerðarbreytingar á frumum voru kannaðar með flúrljómandi mótefnalitun og Western litun á þekktum kennimörkum frumanna og borið saman við viðmið. Bólgusvörun var könnuð með því að mæla seytun IL-8 og LL-37 (bakteríudrepandi peptíð).

Niðurstöður Svipgerðarbreytingar sáust í tjáningu stoðgrindarpróteina A549 og VA10 eftir tog með aukinni myndun stressþráða f-aktíns örþráða en keratin 14 hélt að mestu óbreyttu tjáningarmynstri. Mótefnalitun á kennimörkum togálags gaf vísbendingar um að fleiri A549 frumur  tjáðu  EGF  viðtaka  og  β-4 integrin eftir tog. Sömuleiðis virtist VA10 tjá EGF viðtaka og β-4 integrin í meira mæli. Mat á bólgusvörun með Western litun fyrir LL-37 eftir tog sýndi minnkun á seytun hjá A549 en óbreytta seytun hjá VA10 frumum. A549 og VA10 seyta IL-8 bólgumiðlinum í mælanlegu magni og seytun virðist aukast við tog.

Ályktanir Meginviðfangsefni verkefnisins var að setja upp og staðla aðferðafræði við togálagstilraunir á lungnaþekjufrumum þar sem þetta er í fyrsta sinn sem Flexcell tæknin er notuð hér á landi. A549 hefur áður verið notuð sem líkan fyrir öndunarvélaálag in vitro og tókst að framkalla þekkt viðbrögð hennar við togálagi. Við sýndum að VA10 sýnir einnig slík viðbrögð. Frekari rannsókna er þörf en þegar hafa komið fram áhugaverðir þættir varðandi mun milli frumulínanna í tjáningu kennimarka togálags og seytun bólgumiðla. Slík þekking gæti leitt til aukins skilnings á og þróun varna gegn áverkum á lungnavef af völdum öndunarvélarmeðferðar.

Page 6: Miðvikudagur+23.+maí+2012 Fundarstjórihth43/3_ar/rannsoknarverkefni/23... · 2012. 5. 21. · Miðvikudagur+23.+maí+2012 Fundarstjóri 08:00 Helga&Þráinsdóttir Tengsl&BMP&markgenanna&Id1&og&MSX2&í&miðlagssérhæfingu&stofnfrumna&úr&fósturvísum&manna.

Tengsl'æðaþéttleika'við'Bandvefsumbreyting'þekjuvefs'í'þríneikvæðum'brjóstakrabbameinum'með'stofnfrumu'einkenni'

Gunnar'Andrésson,'Magnús'Karl'Magnússon,'Þórarinn'Guðjónsson,'Bjarni'Agnar'Agnarsson,'Sævar'Ingþórsson:'Læknadeild'Háskóli'Íslands;'Stem'Cell'Research'Unit''

Inngangur:'

Bandvefsumbreyting'þekjuvefs'(epithelial'to'mesenchymal'transition'S'EMT)'er'ferli'þar'sem'þekjufrumur'tapa'tjáninguna'á'einkennispróteinum'þekju'og'fara'að'tjá'einkennisprótein'bandvef.'EMT'er'talið'gegna'mikilvægu'hlutverki'í'meinvarpamyndun'þekjuvefsæxla.'Nýlega'hefur'verið'sýnt'fram'á'að'æðaþelsfrumur'geti'örvað'EMT'með'því'að'seyta'vaxtarþáttum.'því'er'hugsanlegt'að'æðar'í'æxlum'hvetji'til'EMT.'Einnig'hefur'verið'sýnt'fram'á'að's.k.'þríneikvæð'brjóstakrabbamein'(ÞNBK)'hafa'meiri'tilhneigingu'til'að'undirgangast'EMT'en'þessi'æxli'eru'einnig'æðarík.'

' Efniviður'og'aðferðir:'

Í'þessari'rannsókn'höfum'við'kannað'tengsl'æðaþéttleika'í'ÞNBK'við'tjáningu'einkennispróteina'EMT.'Einnig'höfum'við'kannað'svipgerðarsveigjanleika'í'bróstaþekjulínunni'D492'sem'er'með'stofnfrumueiginleika,'til'að'skilja'betur'þau'ferli'sem'stýra'EMT'umbreytingu.''

' Tuttugu'ÞNBK'sýni'voru'rannsökuð'með'tilliti'til'æðaþéttleika'með'litunum'fyrir'æðaþelseinkennispróteinu'CD31'og'könnuðum'tengsl'við'táningu'á'þekjvefsS'og'bandvefspróteinunum'ES'og'NScadherin'og'S100A.'Einnig'ransökuðum'við'in'vitro'EMT'með'því'að'nota'stofnfrumulínuna'D492'og'við'höfðum'sérstakan'áhuga'á'að'kanna'áhrif'EGFR'bindlanna'EGF'og'amphiregulin.'D492'frumulínan'var'skipt'í'þrjár'undirlínur,'í'2D'rækt'í'einn'og'hálfan'mánuð,'eftir'því'hvort'þær'fengu'EGF,'amphiregulin'eða'hvorugan'þáttinn'en'siðan'fegnu'þær'allar'EGF'í'3D'geli.''

' Niðurstöður'

' Tjáning'EScadherin'og'S100'var'mest'þar'sem'æðaþéttleikinn'var'litill'en'ekkert'marktækt'samband'fannst'á'milli'NScadherin'og'æðaþéttleika.'D492'frumur'sem'fengu'æti'með'EGF'lifðu'frekar'af'næringarskort'og'mynduðu'fleiri'EMT'þyrpingar'í'3D'geli'miðað'við'D492'frumunar'á'amphiregulin'ætinu,'en'þær'mynduðu'frekar'greinóttar'þryrpingar'í'3D'geli.'

' Ályktanir'

' Æðaþéttleikinn'var'mestur'á'mótum'bandvefs'og'æxlisins,'það'er'sá'hluti'krabbameina'sem'er'ífarandi,'frumnar'á'þessu'svæði'virðast'vera'með'ákveðin'einkenni'EMT'(tapa'EScadherin)'en'skortir'önnur'(NScadherin).'Amphiregulin'hvetur'myndun'á'forverufrumur'sem'mynda'greinótta'strúktúra'í'3D'geli'en'EGF'örvar'myndun'á'forverufrumur'EMT.'

Page 7: Miðvikudagur+23.+maí+2012 Fundarstjórihth43/3_ar/rannsoknarverkefni/23... · 2012. 5. 21. · Miðvikudagur+23.+maí+2012 Fundarstjóri 08:00 Helga&Þráinsdóttir Tengsl&BMP&markgenanna&Id1&og&MSX2&í&miðlagssérhæfingu&stofnfrumna&úr&fósturvísum&manna.

Sjálfsát í bris- og brjóstakrabbameini Úlfur Thoroddsen. Leiðbeinendur: Helga M. Ögmundsdóttir, Jón G. Jónasson & Már Egilsson Læknadeild Háskóla Íslands og Rannsóknastofa í meinafræði.

Inngangur: Sjálfsát er hluti af eðlilegri starfsemi frumu. Hún nýtir sjálfsát aðallega til að

endurvinna prótein og frumulíffæri en við streituástand nýtur hún sér það til að lifa af

aðstæðurnar þangað til eðlilegt umhverfi næst aftur. Skotur á Sjálfsáti getur valdið aukinni

tilhneigingu til krabbameinsmyndinar en á hinn bóginn getur sjálfsát hjálpað

krabbameinsfrumum að lifa af meðferð.

Markið: Að kanna sjálfsát og ræsingu þess í brjósta- og briskrabbameini.

Framkvæmd: Fengin voru 14 bris- og 15 brjóstakrabbameinasýni frá Rannsóknastofu í

meinafræði. Þau voru mótefnalituð fyrir p62 (tengist myndun sjálfsátsbóla), AMPKínasa

(nemur orkuástand frumunnar) og LC3 (binst sjálfsátsbólum). Öll sýnun voru skoðuð í

ljóssmásjá af H.M.Ö, J.G.J og Ú.T. Ákveðið var að meta litastyrk frá + til +++ á AMPK og

p62 en fyrir LC3 var metið hversu stórt hlutfall fruma í sýninu höfðu depla sem merkja

sjálfsátsbólur. Lokamat var samhljóða ákvörðun.

Niðurstöður: Öll sýnin sýndu sterka (++/+++) litun fyrir p62 og var litunin einnig ósértæk.

Af brjóstakrabbameinasýnunum höfðu 57% sterka tjáningu á AMPK en 50% í

briskrabbameinasýnunum. Eitthvað var um misleita litun í sýnum, stundum óregluleg,

stundum sterkari í útjaðri vefjasýnisins. Í brjóstakrabbameinasýnunum sáust LC3-jákvæðir

deplar í >30% fruma í 40% en 50% í briskrabbameinasýnunum. Í mörgum sýnum sást sterk

AMPK tjáning og há LC3 tíðni á sama stað. Algengast var að tjáning á AMPK og LC3

fyldgist að, þannig að AMPk litun var dauf og LC3 litun lítil í 10 af 28 tilvikum, og mikil

tjáning af AMP kinasa og sterk litun fyrir LC3 sást í 9 tilvikum. Aðeins voru 3 sýni með

mikla tjáningu á LC3 en daufa AMP kinasa litun. Aftur á móti sýndu 6 sýni sterka AMP

kinasa litun en höfðu fáa LC3 depla. Mat með Fisher's exakt prófi á sambandi AMP kinasa og

LC3 gaf p gildið 0,07.

Ályktanir: Mjög sterk litun gegn p62 í öllum sýnum er ósértæk. Dauft AMPK og lágt LC3

hlutfall sést í þriðjungi tilfella og gefur til kynna nægt orkuástand frumanna og því ekki þörf á

sjálfsáti. Sterkt AMPK og hátt LC3 hlutfall sést einnig í þriðjungi tilfella og gefur til kynna

mikinn orkuskort í frumunum og því mikið sjálfsát í gangi. Sjálfsát virtist sjaldan ræsast eftir

öðrum leiðum en vegna orkuskorts (3 tilvik) en í fimmtungi tilvika sáust ekki merki um mikið

sjálfsát þrátt fyrir orkuskort, sem bendir til þess að krabbameinsfrumur geti farið framhjá

skilaboðum um orkuskort.

Page 8: Miðvikudagur+23.+maí+2012 Fundarstjórihth43/3_ar/rannsoknarverkefni/23... · 2012. 5. 21. · Miðvikudagur+23.+maí+2012 Fundarstjóri 08:00 Helga&Þráinsdóttir Tengsl&BMP&markgenanna&Id1&og&MSX2&í&miðlagssérhæfingu&stofnfrumna&úr&fósturvísum&manna.

Áhrif kúrkúmíns til aukningar á næmi krabbameinsfrumna fyrir frumudeyðandi lyfjum

Lokaverkefni til BS-gráðu í læknisfræði Karen Eva Halldórsdóttir

Inngangur Gerð verður grein fyrir rannsóknarvinnu á áhrifum plöntuefnisins kúrkúmíns til

aukningar á næmi krabbameinsfrumna í rækt fyrir frumudeyðandi lyfjum. Kúrkúmín sem

náttúruefni hefur ýmsa einstaka eiginleika sem nýst geta við meðferð ýmissa sjúkdóma, þar á

meðal við krabbameini. Það hefur reynst auka frumudrepandi áhrif krabbameinslyfja og þá

aðallega með því að framkalla sjálfstýrðan frumudauða í fjöllyfjaónæmum

krabbameinsfrumum. Markmið tilraunar var að athuga áhrif kúrkúmíns á æxlisfrumur í rækt

með eða án frumudeyðandi krabbameinslyfja á valdar frumulínur og frumur úr sjúklingum.

Gerð verður grein fyrir ýmsum eiginleikum kúrkúmíns og rannsóknarvinnu þar sem meðal

annars var kannað hvort kúrkúmín auki frumudeyðandi áhrif krabbameinslyfja.

Efniviður og aðferðir Notast var við tvær andrógen óháðar frumulínur úr

blöðruhálskirtilsæxli, DU-145 og PC-3. Kúrkúmín var fengið frá Sigma og hefðbundin

krabbameinslyf ásamt vökvasýni úr langt gengnu eggjastokkakrabbameini fengið frá

Landspítala háskólasjúkrahúsi. Frumum var sáð á flata 96 holu bakka og baðaðar með

mismunandi styrkjum kúrkúmíns með eða án mismunandi styrkja krabbameinslyfja.

Lífvænleiki frumna var mældur eftir þrjá daga hjá frumulínum en sex daga hjá frumum úr

sjúklingum með lúsiferín-lúsiferasa efnahvarfi í ljósmæli en þannig má finna nákvæmt ATP

innihald frumna á tilteknum tímapunkti.

Niðurstöður Greinilegt er að kúrkúmín til viðbótar krabbameinslyfjum dragi úr frumulifun

gagnvart frumulínum og oftast gagnvart krabbameinsfrumum frá sjúklingi. Niðurstöðurnar

staðfesta því niðurstöður fyrri rannsókna og sýna jafnframt fram á áhrif kúrkúmíns til

aukningar lyfjanæmis eggjastokka krabbameinsfrumna sjúklings í rækt fyrir frumudeyðandi

lyfjum. Ekki er öllum mælingum að fullu lokið og því liggur endanleg niðurstaða ekki fyrir.

Umræða og ályktanir Talið er að krabbameinsfrumur komist fram hjá varnakerfi líkamans

með því að hafa áhrif á margvíslegar boðleiðir sem gera þeim kleyft að lifa af. Erfitt er að

finna lyf sem hefur áhrif á fjölbreytt boðferli og er á sama tíma lyfjafræðilega öruggt. Engu

náttúrulegu efni hefur verið lýst sem hefur áhrif á jafnmargar boðleiðir og kúrkúmín gerir.

Fjöllyfjaónæmar krabbameinsfrumur eru vandamál í almennri lyfjameðferð og því eiginleikar

kúrkúmíns til aukningar á lyfjanæmi krabbameinsfrumna í rækt áhugaverðir til frekari

skoðunar.

Page 9: Miðvikudagur+23.+maí+2012 Fundarstjórihth43/3_ar/rannsoknarverkefni/23... · 2012. 5. 21. · Miðvikudagur+23.+maí+2012 Fundarstjóri 08:00 Helga&Þráinsdóttir Tengsl&BMP&markgenanna&Id1&og&MSX2&í&miðlagssérhæfingu&stofnfrumna&úr&fósturvísum&manna.

ÁHRIF RESVERATRÓL Á LYFJANÆMI ILLKYNJA STJARNFRUMUÆXLISFRUMNA Sigurrós Jónsdóttir1, Ingvar Hákon Ólafsson2, Finnbogi Rútur Þormóðsson1,3, Helgi Sigurðsson 1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Landspítali Háskólasjúkrahús, 3ValaMed ehf.

Inngangur: Stóraukinn áhugi er fyrir náttúruefnum úr jurtum til lækninga og tengist það

meðal annars meðferðum við krabbameini. Eitt þessara efna er resveratról sem skipar sess í

fornri lækingasögu Asíu. Fjölmargar in vitro, in vivo og ex vivo rannsóknir hafa verið gerðar

á virkni resveratróls varðandi efnaskipti og sjúkdóma. Hinsvegar hefur hlutverk resveratróls

við að auka lyfjanæmi illkynja stjarnfrumuæxla (GBM) lítið verið rannsakað. GBM teljast til

illvígustu æxla er hrjá menn. Aukin tjáning þeirra á YKL-40 hefur verið sett í samhengi við

þróun æxlis og verri horfur sjúklings. Nýleg rannsókn sýndi að resveratról dregur úr YKL-40

tjáningu U87 glioblastoma frumulínu. Markmið þessarar rannsóknar var að meðhöndla U87

frumulínu með resveratról og meta síðan YKL-40 tjáningu hennar og næmi fyrir

hefðbundnum krabbameinslyfjum. Þá var í fyrsta sinn reynt að snúa áhrifunum af

resveratróli við með því að baða frumurnar í YKL-40. Rannsóknin var endurtekin á GBM

frumum frá sjúklingum.

Efniviður og aðferðir: Frumur frá sjúklingum voru einangraðar úr GBM heilaæxli frá

Landspítala. Þær, ásamt U-87 frumulínu, voru ræktaðar og síðan var 20.000 frumum sáð í

hvern brunn á 96 holu ræktunarbökkum. Þá voru frumurnar baðaðar með raðþynningum af

resveratróli og hefðbundnum krabbameinslyfjum. Eftir 24, 48 og 72 klst í rækt var

frumulifun metin með ATP-Lúsiferasa, prestoBlue™ og Crystal violet prófum. Viðmið voru

fullt frumudráp og full frumulifun. YKL-40 tjáning var metin með ELISA aðferð.

Niðurstöður: Resveratról sýndi tíma- og styrkháð frumudráp hjá U87 frumulínu. Þá jók

resveratról næmi U87 frumulínu fyrir hefðbundnu krabbameinslyfjunum Temozolomide og

Cisplatin. Hjá GBM sjúklingafrumum sýndi resveratról styrkháð frumudráp auk þess sem

það jók næmi fyrir Temozolomide. Niðurstöður úr mælingum tengdum YKL-40 eru enn í

vinnslu. Leitast er við að staðfesta bælingu resveratról á YKL-40 tjáningu U87 frumulínu og

að sýna fram á að YKL-40 geti snúið við áhrifum resveratróls.

Ályktanir: Resveratról er talið grípa inn í boðefnaferla frumna og draga úr

krabbameinssvipgerð þeirra sem m.a. endurspeglast í YKL-40 tjáningu. Í kjölfarið verður

aukning á lyfjanæmi GBM frumna. Í þessari rannsókn tókst að staðfesta lyfjanæmisaukandi

áhrif resveratróls auk tíma- og styrkháðs frumudráps á U87 frumulínu og GBM

sjúklingafrumum. Þá teljum við okkur hafa sýnt fram á nýtt samband á milli resveratróls og

YKL-40 sem styður þá tilgátu að YKL-40 sé hugsanlegt skotmark í baráttunni við GBM.

Page 10: Miðvikudagur+23.+maí+2012 Fundarstjórihth43/3_ar/rannsoknarverkefni/23... · 2012. 5. 21. · Miðvikudagur+23.+maí+2012 Fundarstjóri 08:00 Helga&Þráinsdóttir Tengsl&BMP&markgenanna&Id1&og&MSX2&í&miðlagssérhæfingu&stofnfrumna&úr&fósturvísum&manna.

Flogabreytingar í heilariti: Rannsókn á öllum heilaritum með flogabreytingar á Íslandi

árin 2003-2004 Anna Stefánsdóttir

Inngangur. Heilaritið gegnir mikilvægu hlutverki í greiningu á flogaveiki. Óeðlileg mynstur í

heilariti skiptast í non-epileptiform breytingar, svo sem óeðlilega hægbylgjuvirkni, og

epileptiform breytingar eða flogabreytingar. Flogabreytingar eru skyndilegar breytingar sem

skera sig frá bakgrunninum og tengjast í flestum tilfellum flogum. Helstu gerðir

flogabreytinga eru spikes, sharp waves og spike-and-wave complexar. Þær eru ýmist

útbreiddar eða staðbundnar í heilaritinu. Tilgangur rannsóknar var að fara yfir heilarit sem

greinst hafa með flogabreytingar, skoða tengsl breytinganna við flogasögu og aldur og meta

misræmi milli ólíkra lesara heilarita. Efniviður og aðferðir. Skoðuð voru öll heilarit sem tekin voru á árunum 2003-2004 og

greinst höfðu með flogabreytingar eða líklegar flogabreytingar. Flogabreytingarnar voru

flokkaðar eftir gerð og staðsetningu og aðrir þættir ritsins metnir samkvæmt ákveðnum staðli.

Skoðuð voru tengsl flogabreytinga við flogasögu. Metið var misræmi milli niðurstaðna við

fyrsta úrlestur og við endurskoðun rita. Niðurstöður. Skoðuð voru 260 heilarit hjá 207 sjúklingum. Flogabreytingar voru staðfestar í

180 ritum, og voru staðbundnar breytingar í temporal blöðum þeirra algengastar. 195 höfðu

sögu um flog, 68,2% þeirra fengu sitt fyrsta flog fyrir tvítugt og orsök floga var þekkt í 40%

tilfella. Algengasta gerð floga voru generaliseruð flog. Staðbundnar flogabreytingar tengdust

frekar staðbundnum flogum meðan útbreiddar flogabreytingar tengdust frekar útbreiddum

flogum. Hjá 0-19 ára sjúklingum voru útbreiddar flogabreytingar algengastar en temporal

flogabreytingar voru algengastar hjá eldri sjúklingum. Í riti 36 sjúklinga (17,4%) sáust

staðbundnar hægbylgjubreytingar, þá helst hjá sjúklingum sem fengu flog vegna

staðbundinnar fyrirferðar í heila. Nokkurt misræmi var á milli mismunandi lesaraa heilarita og

um helmingur þátttakenda (49,8%) hafði ekki farið aftur í heilarit að loknu

rannsóknartímabili, þ.e. eftir 2004. Ályktanir. Rannsóknin er fyrsta rannsókn sem gerð hefur verið á mynstri flogabreytinga í

heilaritum heillrar þjóðar. Talsvert misræmi er á niðurstöðum mismunandi lesara heilarita og

því mætti endurtaka oftar rannsóknir sé vafamál hvort um flogabreytingar sé að ræða.

Page 11: Miðvikudagur+23.+maí+2012 Fundarstjórihth43/3_ar/rannsoknarverkefni/23... · 2012. 5. 21. · Miðvikudagur+23.+maí+2012 Fundarstjóri 08:00 Helga&Þráinsdóttir Tengsl&BMP&markgenanna&Id1&og&MSX2&í&miðlagssérhæfingu&stofnfrumna&úr&fósturvísum&manna.

Fjóla&Dögg&Sigurðardóttir&

Effects of sleep deprivation on learning and memory

Introduction: Sleep is a behavioral state exhibited by nearly all species and widely

considered to be instrumental in cognitive function. Yet, the function of sleep remains

obscure. The aim of this study is to measure how sleep deprivation affects learning

and memory in zebrafish (Danio rerio) but zebrafish has in recent years been shown

to be an excellent animal model for behavioral neuroscience.

Material and methods: 16 Fish of wild type (AB) were exposed to a conditioned

avoidance task in which they were trained to avoid a mild electric stimulus associated

with either red or green colored and equally large halves of the conditioning chamber

(26x10x10 cm). The fish were then dichotomized in groups recorded in sleep-

conductive environment with lights-off from 22:00 to 8:00 (naive group) or in wake-

conductive environment with no lights-off period (light group). The morning after

naive and light groups were re-introduced into the conditioning chamber for a

retention test. After the experiment fish were killed and brain tissue collected for

further analysis.

Results: There was no significant difference in swim velocity during the night

between the naïve and light groups (t=-0.94, df=13, p>0.05). Furthermore there was

no significant difference between the groups in time spent in non-stimulus part of the

condition chamber during post-training phase (t= 0,77, df=14 og p>0,05) nor during

post-sleep phase (t=-0,46, df=14, p>0,05).

Full dataset has not been collected but will be ready by May 20th,.

Discussion: First, these preliminary data suggests that there is no significant

difference in movement overnight between the naive and light groups. However a

clear trend was seen indicating that fish in light group were more active during the

night than fish in naïve group. Second, the data show that there is likely memory

retention overnight but high variance requires larger groups to confirm that, however,

as there is no indication for the effect of group (sleep or wake) on memory retention.

It can thus be speculated that due to lack of power more fish should be added to the

dataset for more reliable statistical results.

Page 12: Miðvikudagur+23.+maí+2012 Fundarstjórihth43/3_ar/rannsoknarverkefni/23... · 2012. 5. 21. · Miðvikudagur+23.+maí+2012 Fundarstjóri 08:00 Helga&Þráinsdóttir Tengsl&BMP&markgenanna&Id1&og&MSX2&í&miðlagssérhæfingu&stofnfrumna&úr&fósturvísum&manna.

Elías&Sæbjörn&Eyþórsson&&

Hagfræðilegt,mat,á,nálaskiptiþjónustu,sem,forvörn,gegn,útbreiðslu,HIV,meðal,

sprautufíkla,á,Íslandi.

Inngangur: Frá árinu 2007 hefur fjöldi HIV smita aukist meðal sprautufíkla á Íslandi og

síðastliðin tvö ár hafa þeir verið tæplega helmingur allra nýgreindra. Markmið

rannsóknarinnar var að meta hvort nálaskiptiþjónusta væri kostnaðarhagkvæm sem

forvörn gegn útbreiðslu HIV meðal sprautufíkla á Íslandi.

Efniviður og aðferðir: Kostnaðarnytjagreining var gerð út frá samfélagslegu sjónarhorni.

Verðlagsár greiningarinnar er 2011 og við núvirðingu var miðað við 3%

afvöxtunarstuðul. Borið var saman tíu ára tímabil (2011 - 2020) með og án

nálaskiptiþjónustu. Kostnaðarnytjahlutfallið var reiknað út frá kostnaði á hvert

lífsgæðavegið lífár. Næmisgreining var gerð á öllum helstu forsendum.

Niðurstöður: Kostnaður samfélagsins vegna HIV smita meðal sprautufíkla á tímabilinu

2011 - 2020 var metinn vera 880.887.225 kr án nálaskiptiþjónustu en 905.359.432 kr með

nálaskiptiþjónustu. Umfram kostnaður vegna nálaskiptiþjónustu var því 24.472.207 kr.

Með nálaskiptiþjónustu var hægt að koma í veg fyrir 4,53 HIV smit og bjarga 7,39

lífsgæðavegnum lífárum á tímabilinu. Kostnaður vegna hvers aukalegs lífsgæðavegins

lífárs var 3.313.572 kr.

Ályktanir: Samkvæmt viðmiði Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar er aðgerð

kostnaðarhagkvæm ef hún skilar einu lífsgæðavegnu lífári undir þrefaldri vergri

landsframleiðslu á einstakling. Árið 2011 var þreföld verg landsframleiðsla á Íslandi

15.329.757 kr. Næmisgreining á helstu forsendum skilaði kostnaði innan þessara marka.

Niðurstöður rannsóknarinnar benda því til þess að nálaskiptiþjónusta sé

kostnaðarhagkvæm forvörn gegn útbreiðslu HIV meðal sprautufíkla á Íslandi.

&

Page 13: Miðvikudagur+23.+maí+2012 Fundarstjórihth43/3_ar/rannsoknarverkefni/23... · 2012. 5. 21. · Miðvikudagur+23.+maí+2012 Fundarstjóri 08:00 Helga&Þráinsdóttir Tengsl&BMP&markgenanna&Id1&og&MSX2&í&miðlagssérhæfingu&stofnfrumna&úr&fósturvísum&manna.

Ágrip Heilabólga af völdum herpes simplex veiru týpu 1 á Íslandi á árunum

1987-2011 Heiður Mist Dagsdóttir1, Sigurður Guðmundsson1,2, Bryndís Sigurðardóttir2, Magnús

Gottfreðsson2, Már Kristjánsson2, Arthur Löve1,3, Guðrún Erna Baldvinsdóttir3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Smitsjúkdómadeild Landspítala, 3Veirufræðideild Landspítala

Inngangur: Heilabólga af völdum herpes simplex veiru týpu 1 (HSV-1) er alvarlegur sjúkdómur og án meðferðar er dánartíðnin allt að 70%. Árlegt nýgengi sjúkdómsins er talið vera 2-4 tilfelli á hverja milljón íbúa á ári. Á 9. og 10. áratug seinustu aldar var sýnt fram á bættar horfur með acyclovir-lyfjagjöf og fljótlegri og nákvæmari greiningu með kjarnsýrumögnun (PCR). Samt sem áður er dánartíðnin 15-20% með viðeigandi meðferð og fylgikvillar miklir hjá þeim sem lifa af. Sjúkdómurinn hefur aldrei verið skoðaður m.t.t. faraldsfræði á Íslandi og er markmið rannsóknarinnar að taka saman öll tilfelli sjúkdómsins á Íslandi frá því að unnt varð að greina hann sem slíkan og greina helstu einkenni, teikn, dánartíðni og fylgikvilla.

Efniviður og aðferðir: Tilfellum grunsamlegum fyrir herpes simplex heilabólgu var safnað út frá útskriftargreiningum og PCR niðurstöðum úr mænuvökva og sjúkraskrár þeirra skoðaðar. Sjúklingar voru flokkaðir með staðfesta eða mögulega greiningu út frá fyrirfram skilgreindum forsendum sem byggðust m.a. á veirugreiningu, niðurstöðum rannsókna og myndgreininga og klínískum einkennum. Mænuvökvar þriggja sjúklinga með mögulega greiningu sem veiktust fyrir tíma PCR voru fundnir á Rannsóknarstofu í veirufræði og PCR framkvæmt á þeim. Tveir mænuvökvar af þeim reyndust jákvæðir fyrir HSV-1.

Niðurstöður: Alls fundust 30 tilfelli, 29 staðfest og 1 mögulegt, sem fengið höfðu sjúkdóminn á árunum 1987-2011. Árlegt nýgengi á þessu tímabili er 4.3 tilfelli á hverja milljón íbúa. Karlar voru 16 (53%) og konur 14 (47%). Sjúklingar voru á aldrinum 1-85 ára og var miðgildi aldurs 50.5 ár. Helstu einkenni voru hiti (97%), höfuðverkur (53%), meðvitundarskerðing (80% með <13 stig á Glasgow coma skalanum), krampar (57%) og vitræn skerðing (80%). 23 sjúklingar (77%) greindust með breytingar í heila við myndgreiningu, 16 með segulómun og 7 með tölvusneiðmynd. Allir sjúklingarnir fengu acyclovir í æð og var meðallengd lyfjagjafar 19.7 dagar. Fjórir sjúklingar (13%) létust innan árs frá upphafi veikindanna og 21 sjúklingur af 28 voru metnir með minni en 70% færni samkvæmt kvarða Karnofskys.

Ályktun: Nýgengi heilabólgu af völdum HSV-1 mælist hærra á Íslandi samanborið við nýlega rannsókn sem gerð var í Svíþjóð. Athygli vekur hve stór hluti sjúklinga (75%) fékk alvarlega fylgikvilla og ljóst er að þrátt fyrir miklar framfarir í greiningu og meðferð á herpes simplex heilabólgu undanfarin 30 ár er þetta enn alvarlegur sjúkdómur sem vert er að rannsaka nánar.

Page 14: Miðvikudagur+23.+maí+2012 Fundarstjórihth43/3_ar/rannsoknarverkefni/23... · 2012. 5. 21. · Miðvikudagur+23.+maí+2012 Fundarstjóri 08:00 Helga&Þráinsdóttir Tengsl&BMP&markgenanna&Id1&og&MSX2&í&miðlagssérhæfingu&stofnfrumna&úr&fósturvísum&manna.

Ágrip

TRAMPÓLÍNSLYS Guðrún Arna Ásgeirsdóttir1, Brynjólfur Mogensen1,2. 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Bráðadeild Fossvogi Landspítali, Reykjavík.

Inngangur: Vinsældir trampólína í einkaeigu hafa aukist mikið undanfarin ár. Komum á Bráðadeild vegna trampolin-áverka fjölgaði mikið á sama tíma. Markmið rannsóknarinnar var að afla upplýsinga um slys sem mátti rekja til notkunar trampólína á höfuðborgarsvæðinu á 10 ára tímabili með fræðslu- og forvarnargildi upplýsinganna í huga. Aðferðir: Í þessari afturskyggnu, lýsandi rannsókn, voru tilfelli fundin með leit að fjaðursegli í NOMESCO orsakaskráningunni á Bráðadeild LSH á árunum 2001-2011. Upplýsingar um áverka og meðferð fengust úr Sjúkraskrár kerfi Landspítala. Niðurstöður: Komur vegna trampólínslysa voru 558 frá okt 2001 til nóv 2011. Við útreikninga voru notuð 546 tilfelli. Skráning slysa var oft ábótavant með tillit til fjölda sem var að leika sér í einu á trampólíninu og hvar sjúklingur lenti þegar hann hlaut áverkann. Þá var ekki vitað um ástand trampólína. Einungis þrjú slys voru skráð frá 2001-2004. Það voru að meðaltali 77 slys á ári frá 2005-2011. Árið 2005 voru skráð 130 slys og hefur skráningum fækkað árin á eftir. Slysin áttu sér langflest stað frá april til september (n=507, 93%) með hámark slysatíðni í maí (n=168, 31%). Slysatíðni var nokkuð jöfn yfir vikuna. Stelpur voru 313 (57%) og strákar 233 (43%). Meðalaldur var 10,8 ár (bil 1-54). Flestir slasaðra voru 5-15 ára, 84% (n=461). Áverkar voru oftast tognanir (n=262, 48%) og brot (n=182, 33%). Neðri útlimur varð oftast fyrir áverka (n=250, 46%). Fimm algengustu áverkarnir voru tognun við ökkla og fót (n=121, 22%), brot á framhandlegg (n=67, 12%), brot á fótlegg, ökkli meðtalinn (n=46, 8%), tognun í hálsi (n=31, 6%) og tognun í hné (n=25, 5%). Alls fóru 24 sjúklingar í aðgerð, einn vegna liðhlaups hálsliðar. Alvarleiki áverka samkvæmt ISS áverkaskori var í 65% (n=359) tilvika lítill, 34% (n=185) meðal og 1% tilvika mikill (n=9). Ályktun: Trampólínslys eru algeng á vorin og sumrin hjá börnum og unglingum. Tognanir og brot eru algengustu áverkarnir. Alvarleiki áverka er í langflestum tilvikum ekki mikill. Til að fækka slysum skulu ekki fleiri en einn hoppa í einu og forðast skal flóknar byltur eins og heljarstökk. Börn skulu vera undir eftirliti fullorðinna og mjög ung börn skulu ekki vera á trampólíni. Varnarmottur yfir gormum og öryggisnet eru nauðsynleg og verður að endurnýja við slit. Bæta mætti skráningu trampólínslysa svo hægt verði að skoða faraldsfræði þeirra af meiri nákvæmni í framtíðinni.

Page 15: Miðvikudagur+23.+maí+2012 Fundarstjórihth43/3_ar/rannsoknarverkefni/23... · 2012. 5. 21. · Miðvikudagur+23.+maí+2012 Fundarstjóri 08:00 Helga&Þráinsdóttir Tengsl&BMP&markgenanna&Id1&og&MSX2&í&miðlagssérhæfingu&stofnfrumna&úr&fósturvísum&manna.

Greining og afdrif sjúklinga með bráða kviðverki þar sem grunur er um eða staðfest botnlangabólga

Harpa Pálsdóttir1, Páll Helgi Möller1,2, Bjarki Ívarsson3, Helena Árnadóttir2, Pétur H. Hannesson1,3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Skurðlækningadeild Landspítala, 3Myndgreiningardeild Landspítala

Inngangur: Botnlangabólga er ein algengasta ástæða bráðra kviðarholsaðgerða en hún hefur lengst af verið greind klínískt. Hlutur TS í greiningaferlinu hefur farið vaxandi á undanförnum árum. Markmið rannsóknarinnar var að skoða feril sjúklinga með botnlangabólgu eða grun um hana á LSH og að útskrift með sérstaka áherslu á þátt myndgreiningarannsókna í greiningu hans.

Efniviður og aðferðir: Gerð var afturskyggn rannsókn á þeim sem höfðu fengið greininguna botnlangabólga á LSH á tímabilinu 1. október 2010 til 31. mars 2011. Skráð var aldur, kyn, ábendingar og niðurstöður myndgreininga sem gerðar voru til greiningar botnlangabólgu og tímalengd frá komu á bráðamóttöku til aðgerðar.

Niðurstöður: Greininguna botnlangabólga fengu 194 einstaklingar, þar af 58 (30%) börn. Af myndgreiningarrannsóknum fóru flestir í tölvusneiðmynd (TS) í greiningarferlinu (n=52; 27%), en aðrar rannsóknir voru ómun (n=9), kviðaryfirlit (n=8) og segulómun (n=1). Í aðgerð fóru 171 einstaklingar. Reyndust 155 þeirra hafa botnlangabólgu en af þeim fóru 36 í TS. Af þeim 16 sem fengu aðra lokagreiningu fór einn í TS. Af þeim 23 sem ekki fóru í aðgerð reyndust 15 hafa botnlangabólgu samkvæmt TS. Átta fengu aðra lokagreiningu en tveir þeirra höfðu farið í TS. Samkvæmt TS reyndust níu vera með rofinn botnlanga eða abscess og voru tveir þeirra teknir til bráðrar botnlangatöku. Eftir innlögn fengu 170 einstaklingar greininguna botnlangabólga en af þeim voru 15 (9%) ekki settir í bráða aðgerð, 13 þeirra höfðu farið áður í TS. Af þeim sem fóru í TS og voru með botnlangabólgu (n=49) var ákveðið að gera ekki bráða aðgerð í 13 (27%) tilfellum vegna gruns um rofinn botnlanga, en rofnir botnlangar voru í 16% allra aðgerða. Fjöldi óbólginna botnlanga samkvæmt vefjasvari var 9,4%. Meðaltímalengd frá komu á bráðamóttöku til aðgerðar var 10 klst (bil: 0,33–51). Miðgildi legudaga var 1 dagur (bil: 0-13).

Umræður: Hlutfall TS í greiningarferlinu á botnlangabólgu er 27% á LSH sem er lágt miðað við sambærilegar erlendar rannsóknir. Hlutfall eðlilegra botnlanga þeirra sem teknir voru til aðgerðar var 9,4%, sem er í lægra lagi miðað við erlendar rannsóknir. Notkun TS var algeng meðal þeirra sjúklinga sem reyndust vera með rofinn botnlanga eða abscess og virðist notuð til að meta sjúklinga með alvarlegri veikindi.

Page 16: Miðvikudagur+23.+maí+2012 Fundarstjórihth43/3_ar/rannsoknarverkefni/23... · 2012. 5. 21. · Miðvikudagur+23.+maí+2012 Fundarstjóri 08:00 Helga&Þráinsdóttir Tengsl&BMP&markgenanna&Id1&og&MSX2&í&miðlagssérhæfingu&stofnfrumna&úr&fósturvísum&manna.

Upplifun sjúklinga af viðmóti heilbrigðisstarfsfólks við heimsókn

á Hjartagátt Landspítala

Nemandi: Margrét Hlín Snorradóttir

Leiðbeinendur: Davíð Ottó Arnar, Ólafur Skúli Indriðason og Runólfur Pálsson.

Inngangur: Samkvæmt lögum eiga sjúklingar rétt á bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu.

Heilbrigðisþjónusta á Íslandi er talin í fremstu röð þrátt fyrir niðurskurð undanfarin ár.

Reynsla sjúklinga af samskiptum við heilbrigðiskerfið hefur þó ekki mikið verið rannsökuð.

Markmið þessa verkefnis var að kanna upplifun sjúklinga af þjónustu á Hjartagátt

Landspítala.

Efniviður og Aðferðir: Sendur var spurningalisti til einstaklinga sem komu á bráðamóttöku

Hjartagáttar Landspítala frá 1. janúar til 29. febrúar 2012. Spurningalistinn var byggður á

Patient Satisfaction Questionnaire- III (PSQ-III). Í hverri spurningu var sett fram fullyrðing

og gátu þátttakendur merkt við númerin 1-5 eftir hversu sammála eða ósammála þeir voru.

Við greiningu gagna var einkunnaskalanum breytt í 0-100. Spurningunum er raðað í

eftirfarandi flokka: 1. Almenn ánægja; 2. Tækni; 3. Mannleg samskipti; 4. Upplýsingaflæði;

og 5. Tími með lækni. Við bættum einnig við nokkrum spurningum sem lúta að Hjartagáttinni

sérstaklega sem og íslensku heilbrigðiskerfi.

Niðurstöður: Spurningalistinn var sendur 499 einstaklingum og hafa 262 (53%) svarað.

Miðgildi aldurs (spönn) þeirra sem svöruðu var 63 (19-95) ár og 123 (47%) voru konur.

Heimsóknin á Hjartagátt leiddi til innlagnar á sjúkrahúsið í tilviki 77 einstaklinga (29%).

Fimmtíu og fimm (11%) áttu fleiri en eina komu á bráðamóttöku Hjartagáttar á

rannsóknartímanum. Meðaleinkunn allra spurningaflokka var í kringum 70. Svör við

einstökum spurningum sýndu að 22% einstaklinga fannst eftirfylgd vegna vandamála sinna

ekki vel skipulögð, 20% voru ósammála því að aðgengi að heilbrigðisþjónustu væri gott og

28% einstaklinga fannst þeir ekki hafa fengið fullnægjandi skýringar á einkennum sínum. Þeir

sem lögðust inn í kjölfar heimsóknarinnar fannst frekar að bein fjárútlát vegna komu og

rannsókna hefðu verið hófleg en þeir sem voru útskrifaðir (P=0,001).

Ályktanir: Almennt virðast skjólstæðingar Hjartagáttar sáttir við þjónustuna sem þar er veitt.

Svör við einstökum spurningum gefa þó til kynna að bæta megi þjónustu á sumum sviðum,

einkum hvað varðar eftirfylgd og upplýsingagjöf.

Page 17: Miðvikudagur+23.+maí+2012 Fundarstjórihth43/3_ar/rannsoknarverkefni/23... · 2012. 5. 21. · Miðvikudagur+23.+maí+2012 Fundarstjóri 08:00 Helga&Þráinsdóttir Tengsl&BMP&markgenanna&Id1&og&MSX2&í&miðlagssérhæfingu&stofnfrumna&úr&fósturvísum&manna.

FRAMRÁS LANGVINNS NÝRNASJÚKDÓMS MEÐAL EINSTAKLINGA Í REYKJAVÍKURRANNSÓKN HJARTAVERNDAR. Anna Andrea Kjeld1, Ólafur Skúli Indriðason2, Runólfur Pálsson1,2 og Thor Aspelund 3. 1Læknadeild HÍ, 2Nýrnalækningar, lyflækningasvið I, Landspítala Hringbraut, 3Hjartavernd, Reykjavík, Ísland. Inngangur: Langvinnur nýrnasjúkdómur (LNS), skilgreindur sem merki um skemmdir í nýrum eða gaukulsíunarhraði (GSH) undir 60 ml/mín./1,73 m2 í að minnsta kosti 3 mánuði, getur leitt til lokastigsnýrnabilunar og eykur jafnframt áhættu á hjarta og æðasjúkdómum. Langtímahorfur sjúklinga hafa þó ekki verið vel rannsakaðar. Markmið rannsóknarinnar var að kanna breytingar á nýrnastarfsemi meðal einstaklinga sem greinst hafa með LNS í samanburði við þá sem ekki hafa LNS. Efni og aðferðir: Fyrir alla þátttakendur í Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar 1967-1996 var leitað að niðurstöðum mælinga kreatíníns í sermi (SKr) og próteins í þvagi við heimsókn í Hjartavernd og á rannsóknarstofu Landspítala frá 11. febrúar 1994 til 20. mars 2011. Gaukulsíunarhraði var reiknaður með MDRD-jöfnu og hallatala hans fyrir tímabil metin, þ.e. hallatala = ml/mín./1,73 m2 á 10 árum. Aðhvarfsgreining var notuð til að meta tengsl áhættuþátta við versnun nýrnastarfsemi. Kyn voru aðskilin við greininguna og var notast við gögn þeirra sem voru yngri en 75 ára. Niðurstöður: Af 18900 þátttakendum voru 18600 undir 75 ára aldri, þar af voru fyrirliggjandi bæði SKr og prótein í þvagi í tilviki 17750 manns og 13038 manns áttu tvær eða fleiri SKr-mælingar. Alls voru 5418 karlar með GSH ≥60 án próteinmigu og var meðalhallatalan -4,8 (95% öryggismörk -5,0; -4,6). Karlar með GSH ≥60 og próteinmigu voru 133 og reyndist hallatalan -9,4 (-11,4;-7,3). Meðal 238 karla með GSH <60 án próteinmigu var hallatalan -0,9 (-2,5;0,7), en hjá 29 körlum með GSH <60 og próteinmigu reyndist hallatalan -9,3 (-17,5;-1,0). Tap á nýrnastarfsemi var hraðara hjá körlum með hækkað kólesteról (p=0,006), háþrýsting (p<0,0001) og þeirra sem reyktu (p=0,004). Hallatala 6347 kvenna með GSH ≥60 án próteinmigu reyndist -3,7 (-3,9;-3,6) en 48 konur með GSH ≥60 og próteinmigu voru með hallatöluna -8,1 (-11,4;-4,8). Meðal 806 kvenna með GSH <60 án próteinmigu var hallatalan -0,4 (-1,2;0,3) en hjá 19 konum með GSH <60 og próteinmigu var hallatalan -7,6 (-14,2;-1,1). Nýrnastarfsemi versnaði hraðar hjá konum með háþrýsting (p<0,0001) og þeim sem reyktu (p=0,01). Ályktanir: Hnignun GSH er hraðari hjá körlum en konum. Sé próteinmiga til staðar er versnun nýrnastarfsemi hraðari. Reykbindindi og góð meðferð við háþrýstingi og hækkuðu kólesteróli gætu mögulega dregið úr framrás langvinns nýrnasjúkdóms. !

Page 18: Miðvikudagur+23.+maí+2012 Fundarstjórihth43/3_ar/rannsoknarverkefni/23... · 2012. 5. 21. · Miðvikudagur+23.+maí+2012 Fundarstjóri 08:00 Helga&Þráinsdóttir Tengsl&BMP&markgenanna&Id1&og&MSX2&í&miðlagssérhæfingu&stofnfrumna&úr&fósturvísum&manna.

Næmni greiningarprófa í Disseminated Intravascular Coagulation

Einar Hjörleifsson1, Martin Ingi Sigurðsson2, Páll Torfi Önundarson3, Brynja Guðmundsdóttir3 Gísli Heimir Sigurðsson1,2

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2 Svæfinga- og gjörgæsludeild LSH,3 Blóðmeinafræðideild LSH.

Inngangur: Disseminated Intravascular Coagulation(DIC) er sjúkdómsástand sem fylgir sjúkdómum sem valda kerfisbundinni virkjun á blóðstorku. Við slíka virkjun myndast blóðtappar í smáum æðum sem valda skertu blóðflæði og súrefnisskorti í vef. Við það verður aukin notkun á storkuþáttum með blæðingum. Klínísk birtingarmynd DIC er því tvíþætt, annars vegar myndun blóðtappa með súrefnisskorti í vef og líffærabilun og hins vegar aukin blæðingarhneigð. Þó svo sýnt hafi verið fram á minnkun magns prótein C, antiplasmin og antithrombin í blóði sjúklinga með DIC hefur ekki verið sýnt fram á forspárgildi þeirra til að meta hvort sjúklingar sem eiga á hættu að fá DIC muni þróa með sér DIC. Tilgangur þessarar rannsóknar er að skoða forspárgildi prótein C, antiplasmin og antithrombin og skoða samband þeirra við dánartíðni og versnandi sjúkdómsástand. Efni og aðferðir: Fram til ársins 2009 var antiplasmin nær eingöngu mælt í svokölluðum DIC panel sem notaður var til að greina hvort einstaklingur var með DIC. Teknar voru saman allar blóðprufur sem framkvæmdar höfðu verið á antiplasmin á árunum 2004-2008 og þær stigaðar eftir ISTH stigunarkerfi fyrir DIC. Þeim var síðan raðað upp eftir dögum frá þeim degi sem ISTH stigun var náð og teiknaðar tímaseríur með meðaltali hverrar blóðprufu fyrir sig. Fyrir þá sjúklinga sem ekki greindust með DIC samkvæmt ISTH stigunarkefinu var blóðprufum raðað upp eftir því hvenær hæsta ISTH stigi var náð. Teiknaðar voru ROC kúrfur til að meta næmni og sértækni blóðprufanna. Auk þess voru 114 sjúklingar sem höfðu fengið antiplasmin mælingu en voru ekki með DIC samkvæmt ISTH stigun valdir í samanburðar hóp til frekari greiningar. Sjúkraskrár þeirra auk þeirra sem greindust með DIC voru skoðaðar og lesin út dánartíðni, lengd sjúkrahúslegu, APACHE II stigun, RIFLE stigun, hvort sjúklingar fengu ARDS. Niðurstöður: Af þeim 114 einstaklingum sem greindust með DIC samkvæmt ISTH stigun voru 111 með undirliggjandi sjúkdóm sem tengdist DIC. Prótein C og antithrombin gildi þeirra sjúklinga sem fengu DIC voru marktækt lægri 6 dögum áður en sjúklingur fékk DIC en þeirra sjúklinga sem fengu ekki DIC. Antiplasmin var marktækt lægra 4 dögum áður en sjúklingar fengu DIC. Prótein C sýndi mesta næmi og sértækni til greiningar á DIC, bæði við greiningu DIC og einnig fyrir greiningu. Prótein C hafði einnig bestu tengingu við APACHE II og RIFLE.

Page 19: Miðvikudagur+23.+maí+2012 Fundarstjórihth43/3_ar/rannsoknarverkefni/23... · 2012. 5. 21. · Miðvikudagur+23.+maí+2012 Fundarstjóri 08:00 Helga&Þráinsdóttir Tengsl&BMP&markgenanna&Id1&og&MSX2&í&miðlagssérhæfingu&stofnfrumna&úr&fósturvísum&manna.

Bráður&nýrnaskaði&á&Íslandi&199332011,&faraldsfræði,&áhættuþættir&og&afdrif&sjúklinga&

Þórir Einarsson Long1, Martin Ingi Sigurðsson2, Ólafur Skúli Indriðason3, Kristinn Sigvaldason3 Gísli Heimir Sigurðsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2 Svæfinga og gjörgæsludeild LSH,3 Blóðmeinafræðideild LSH.

Inngangur:!Bráður!nýrnaskaði!(BNS)!er!algengt!vandamál!sem!útheimtir!oft!kostnaðarsama!erfiða!meðferð!og!hefur!háa!dánartíðni.!Tilgangur!þessarar!rannsóknar!var!að!kanna!faraldsfræði,!áhættuþætti!og!afdrif!sjúklinga!sem!fengu!BNS!á!rannsóknartímabilinu.!Efniviður&og&Aðferðir:!Allar!kreatínínmælingar!sem!gerðar!hafa!verið!á!Landspítalanum!(LSH)!frá!maí!1993!til!ársloka!2011!voru!fengnar!úr!rafrænu!kerfi!LSH.!Skrifað!var!forrit!sem!mat!alla!einstaklinga!sem!mældir!höfðu!verið!með!tilliti!til!BNS!skv.!RIFLE!skilmerkjum,!miðað!við!grunngildi!kreatinins!6!mánuðum!fyrir!BNS.!Forritið!flokkaði!þá!í!risk!(R),!injury!(I)!og!failure!(F)!hópa!eftir!alvarleika!skaðans.!Skoðaðar!voru!allar!sjúkdómsgreiningar!sjúklinga!með!BNS.!Sjúkraskrár!þeirra!sjúklinga!sem!fengu!failure!á!árunum!2008V2011!voru!skoðaðar!og!skráðar!upplýsingar!um!faraldsfræði,!áhættuþætti,!blóðskilunarmeðferð!og!horfur.!Niðurstöður:&Alls!fengu!12.561!BNS!á!tímabilinu.!Þar!af!6846!(54,5%)!R,!2940!(23,4%)!I!og!2775!(22,1%)!F.!Tíðni!BNS!jókst!á!tímabilinu.!Fleiri!konur!fengu!R!og!I!en!fleiri!karlar!F!(p< 0,001).!Meðalaldur!sjúklinganna!var!69,2!(±16,7)!ár.!Alls!voru!21,3%!sjúklinganna!með!háþrýsting,!9,5%!með!sykursýki,!11,5%!með!langvinna!lungnateppu,!31,2%!með!blóðþurrðarsjúkdóm!í!hjarta!og!6,4%!með!langvinnan!nýrnasjúkdóm.!!Tíðni!allra!sjúkdómana!jókst!með!vaxandi!alvarleika!nýrnaskaða!(p< 0,001).!Níu!mánuðum!eftir!BNS!var!hlutfall!kreatínínmælinga!hjá!90,4%!R,!75,8%!I!og!68,8%!F!hóps!komið!undir!1,5!x!grunngildi.!Alls!fengu!759!BNS!á!F!stigi!2008V2011.!Áhættuþættir!BNS!í!legunni!voru!skurðaðgerð!(21.6%),!lost!(23,4%),!sýklasótt!(14,3%),!blóðþrýstingsfall!tengt!hjartaVog!æðakerfi!(32,0%),!blæðingar!(10,4%),!öndunarbilun!(27,1%)!og!lyf!(75,5%).!Alls!lögðust!88,5%!F!sjúklinganna!inn,!miðgildi!(spönn)!legu!var!15!dagar!(1V371).!Á!gjörgæslu!lögðust!31,7%!(meðallega!11,4!dagar).!Alls!fengu!11,0%!blóðskilunarmeðferð!og!0,7%!í!meira!en!90!daga.!Eins!árs!lifun!sjúklinganna!var!51,8%.!Ályktun:!Tilfellum!af!BNS!fer!fjölgandi!hér!á!landi.!Sjúklingar!sem!fá!failure!skv.!RIFLE!hafa!háa!tíðni!áhættuþátta!fyrir!BNS.!Spítalalega!þessara!sjúklinga!er!löng,!stór!hluti!leggst!inn!á!gjörgæslu!og!eins!árs!lifun!þeirra!er!léleg.!!

Page 20: Miðvikudagur+23.+maí+2012 Fundarstjórihth43/3_ar/rannsoknarverkefni/23... · 2012. 5. 21. · Miðvikudagur+23.+maí+2012 Fundarstjóri 08:00 Helga&Þráinsdóttir Tengsl&BMP&markgenanna&Id1&og&MSX2&í&miðlagssérhæfingu&stofnfrumna&úr&fósturvísum&manna.

Ágrip

Árangur meðferðar á broti fimmta miðhandarbeins á LSH

Hildur Baldursdóttir1, Auður Sigbergsdóttir,2, Hildur Einarsdóttir2, Jóhann Róbertsson3

Brynjólfur Mogensen1,4

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Myndgreining Landspítala Fossvogi, 3Bæklunarskurðlækningadeild Landspítala, 4Bráðadeild Landspítala Fossvogi

Inngangur: Algengustu beinbrot manna eru handarbrot. Brot á miðhandarbeinum eru 30-50%

af handarbrotum og af þeim eru brot á fimmta miðhandarbeini algengust. Meðhöndlun

brotanna ræðst af staðsetningu brotsins, stöðugleika og skekkju. Ef brotlega við komu á

bráðamóttöku er ekki ásættanleg er venja að rétta brotið í viðunandi stöðu í deyfingu og

meðhöndla brotið eftir réttingu í gipsi í um 3 vikur en stundum er þörf á skurðaðgerð.

Rannsóknum ber ekki saman hver sé besta meðferðin á broti á 5. miðhandarbeini.

Markmið rannsóknar var að skoða árangur meðferðar á brotum á fimmta miðhandarbeini á

Landspítala, með tilliti til skekkju fyrir og eftir réttingu og í loka eftirliti.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn og nær til allra sem komu á bráðamóttöku

Landspítala vegna miðhandarbrota frá 1. janúar 2009 til 31. desember 2010. Upplýsingar

fengust úr sjúkraskrárkerfi Landspítala.

Niðurstöður: Alls komu 477 á bráðamóttöku Landspítalans með miðhandarbrot á tímabilinu.

Þar af voru 304 með brot á fimmta miðhandarbeini. Langstærsti hlutinn af þeim er ungt fólk,

aðallega ungir karlmenn. 68 % voru á aldrinum 10-35 ára.

Af þeim sem mættu í endurkomur voru 31 með brot í basis á fimmta miðhandarbeininu, 5

með brot í caput beinsins, 58 með skaftbrot og 69 með subcapitulert brot. Gerðar voru

hornamælingar á röntgenmyndum brota í caput, skafti og supcapitular brotum. Þessi brot voru

í heildina 134 og af þeim voru alls 129 brot mælanleg. Brotin voru mæld fyrir réttingu, eftir

réttingu og við hverja endurkomu. Meðalskekkja við komu var 25° ± 18° en í loka eftirliti var

meðalskekkjan 22° ± 17°. Nokkur brotanna þurfti að rétta með skurðaðgerð.

Ályktun: Fyrstu niðurstöður benda til þess að ekki sé mikill ávinningur af réttingu brota á

fimmta miðhandarbeini, en þó þarf að taka tillit til þess að aukinn árangur næst með

réttingunni eftir því sem upphafleg skekkja er meiri og þá aukið tilefni til réttingar.

Page 21: Miðvikudagur+23.+maí+2012 Fundarstjórihth43/3_ar/rannsoknarverkefni/23... · 2012. 5. 21. · Miðvikudagur+23.+maí+2012 Fundarstjóri 08:00 Helga&Þráinsdóttir Tengsl&BMP&markgenanna&Id1&og&MSX2&í&miðlagssérhæfingu&stofnfrumna&úr&fósturvísum&manna.

Afdrif og horfur sjúklinga með mjaðmarbrot Kristófer Arnar Magnússon1, Gísli H Sigurðsson1,2, Jóhanna M Sigurjónsdóttir2, Yngvi F Ólafsson3, Brynjólfur Mogensen1,4, Sigurbergur Kárason1,2

1. Læknadeild Háskóla Íslands, 2. Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, 3. Bæklunardeild Landspítala, 4. Bráðamóttökudeild Landspítala

Inngangur: Mjaðmarbrot eru algeng meðal aldraðra. Algengi þessara brota eykst með aldri, verða oftar meðal kvenna og alvarlegir fylgikvillar eru tíðir. Dánartíðni í þessum sjúklingahópi er há og rannsóknir sýna að dánartíðnin er tengd undirliggjandi sjúkdómum. Markmið rannsóknarinnar var að afla upplýsinga um þennan sjúklingahóp og kanna afdrif hans og horfur.

Efni og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á sjúklingum, 60 ára og eldri, sem mjaðmarbrotnuðu og gengust undir aðgerð á Landspítala frá, 1. janúar 2011 - 31. mars 2011. Þeim var fylgt eftir til 30. apríl 2012. Gögnin voru fengin úr sjúkraskrám og tölvukerfum Landspítalans. Niðurstöður eru birtar sem meðaltal, staðalfrávik og bil. Tölfræðileg marktækni var könnuð með T-prófi og Chi-square prófi, miðað var við p<0,05 fyrir tölfræðilega marktækni.

Niðurstöður: Alls voru 59 einstaklingar, 60 ára og eldri, sem mjaðmarbrotnuðu á tímabilinu. Meðalaldurinn var 82 ár (±9, bil 62-104). Af þessum 59 einstaklingum voru 24 karlar (41%) (81 ár ± 9, bil 65-101) og 35 konur (59%) (83 ár ± 8, bil 64-104) og 58 (98%) voru talin hafa undirliggjandi sjúkdóm. Meðalbiðtími eftir aðgerð var 21 klst (±12, bil 3-71). Aðgerðin var framkvæmd í mænudeyfingu hjá 85% sjúklinga og fór fram utan dagvinnutíma í 80% tilvika. Meðallegutími á bæklunardeild var 10 dagar (±10, bil 1-43). 66% sjúklinga bjuggu í heimahúsi fyrir brot, 25% útskrifuðust beint heim en 51% komust heim að lokum (p=0.0001). Dánartíðni 30. apríl 2012 var 24% en 12% dóu innan eins mánaðar, 20% innan 6 mánaða og 22% innan árs frá aðgerð. Dánartíðni var marktækt hærri hjá þeim sjúklingum sem þjáðust af taugasjúkdóm við innlögn (p= 0,04), höfðu hærri ASA flokkun (p= 0,0001), höfðu einhverja fylgikvilla á bráðamóttöku (p= 0,03) eða í aðgerð (p=0,049) og lágu lengur á vöknun eftir aðgerð (p=0,04).

Ályktanir: Meðalaldur þeirra sem mjaðmarbrotna er svipaður hér á landi og erlendis en hlutfall karla er töluvert hærra hér miðað við erlendar rannsóknir. Meðalbiðtími eftir aðgerð er innan marka erlendra gæðastaðla en meðallegutími á bæklunardeild er lengri en eftir samskonar brot í Bandaríkjunum. Dánartíðni innan hópsins er sambærileg eða heldur lægri miðað við erlendar rannsóknir en mun hærri en gerist í sama aldursþýði á Íslandi. Marktækt færri bjuggu heima eftir að hafa brotnað en fyrir brot. Mjaðmarbrot hafa því alvarlegar afleiðingar fyrir einstaklinginn og eru krefjandi fyrir samfélagið.