Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti...

120
Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993 Magnús Bragi Ingólfsson Hrefna Friðriksdóttir Júní 2014

Transcript of Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti...

Page 1: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

Meistararitgerð í lögfræði

Fjárskipti milli hjóna

Meginreglan um helmingaskipti og

skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

Magnús Bragi Ingólfsson

Hrefna Friðriksdóttir

Júní 2014

Page 2: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

2

Page 3: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

3

EFNISYFIRLIT

1 Inngangur ....................................................................................................................... 6

2 Bakgrunnur ..................................................................................................................... 8

2.1 Sögulegt yfirlit ........................................................................................................ 8

2.1.1 Þróun frá húsbóndavaldi til lagasetningar á 20. öld. ......................................... 8

2.1.2 Lagasetning í sifjamálum um aldamótin 1900 .................................................. 9

2.1.3 Þróun laga um fjármál hjóna á 20. öld til gildistöku laga 31/1993 ................. 10

2.2 Hjúskaparlög nr. 31/1993 ...................................................................................... 12

2.3 Nánar um norræna samvinnu um hjúskaparlög .................................................... 13

2.3.1 Norræn samvinna um hjúskaparlög fyrr og síðar ........................................... 13

2.3.2 Sameiginleg sjónarmið í norrænni hjúskaparlöggjöf ...................................... 14

2.4 Almennt um hjúskap og fjármál hjóna .................................................................. 16

2.4.1 Hjúskapur og réttaráhrif hans á fjármál hjóna ................................................ 16

2.4.2 Tölfræði og upplýsingar um tíðni skilnaða ..................................................... 17

2.4.3 Tegundir eigna maka í hjúskap ....................................................................... 18

2.4.3.1 Almennt ..................................................................................................... 18

2.4.3.2 Hjúskapareign ........................................................................................... 19

2.4.3.3 Séreign ...................................................................................................... 19

2.4.3.4 Nánar um kaupmála .................................................................................. 20

2.4.4 Forræði eigna og takmarkanir á því ................................................................ 21

2.4.5 Ábyrgð á skuldbindingum .............................................................................. 23

3 Helmingaskipti ............................................................................................................. 27

3.1 Inngangur .............................................................................................................. 27

3.2 Fjárslit milli hjóna ................................................................................................. 27

3.2.1 Almennt .......................................................................................................... 27

3.2.2 Einkaskipti ...................................................................................................... 29

3.2.2.1 Fjárskiptasamningur .................................................................................. 29

3.2.2.2 Fjárskiptasamningi vikið til hliðar eða ógiltur .......................................... 30

3.2.3 Opinber skipti ................................................................................................. 34

3.2.3.1 Opinber skipti við lok hjúskapar ............................................................... 34

3.3 Helmingaskipti ...................................................................................................... 35

3.3.1 Meginreglan um helmingaskipti ..................................................................... 35

3.3.2 Sjónarmið að baki helmingaskiptareglunnar .................................................. 35

Page 4: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

4

3.3.3 Helmingaskiptareglan í framkvæmd ............................................................... 37

3.4 Helstu álitamál varðandi ,,hrein” helmingaskipti .................................................. 38

3.4.1 Séreign eða hjúskapareign .............................................................................. 38

3.4.1.1 Gildi kaupmála milli hjóna. ...................................................................... 39

3.4.1.2 Gildi gjafar eða arfs sem séreignar ........................................................... 40

3.4.1.3 Verðmæti sem koma í stað séreignar eða verða til fyrir séreign ............... 43

3.4.2 Tímamörk við fjárskipti .................................................................................. 45

3.4.2.1 Tímamark eigna og skulda ........................................................................ 45

3.4.2.2 Tímamark við verðmat eigna .................................................................... 47

3.5 Heimildir til að halda verðmætum utan skipta eða leiðrétta helmingaskipti ........ 50

3.5.1 Almennt .......................................................................................................... 50

3.5.2 Verðmæti sem geta fallið utan skipta skv. 102. gr. hjskl. .............................. 50

3.5.2.1 Fyrsti töluliður .......................................................................................... 51

3.5.2.2 Annar töluliður .......................................................................................... 52

3.5.2.3 Þriðji töluliður ........................................................................................... 55

3.5.2.4 Fjórði töluliður .......................................................................................... 55

3.5.2.5 Fimmti töluliður ........................................................................................ 56

3.5.3 Endurgjaldskrafa 107. gr. hjskl. ...................................................................... 56

3.5.3.1 Almennt ..................................................................................................... 56

3.5.3.2 Ákvæði 1. mgr. 107. gr. hjskl. .................................................................. 58

3.5.3.3 Ákvæði 2. mgr. 107. gr. hjskl. .................................................................. 60

4 Skáskipti 104. gr. hjskl. ................................................................................................ 62

4.1 Inngangur .............................................................................................................. 62

4.2 Almennt um skáskipti ........................................................................................... 62

4.3 Skáskipti í tíð laga nr. 60/1972 ............................................................................. 63

4.3.1 Almennt .......................................................................................................... 63

4.3.2 Hvaðan stafa eignir sem koma undir skiptin .................................................. 64

4.3.3 Bersýnilega ósanngjarnt með tilliti til aðstæðna ............................................. 67

4.3.4 Lengd hjónabands og fjárhagsleg samstaða .................................................... 68

4.3.5 Ályktanir af framkvæmd 57. gr. laga nr. 60/1957 .......................................... 72

4.4 Skáskipti 104. gr. laga nr. 31/1993 ....................................................................... 73

4.4.1 Almennt .......................................................................................................... 73

4.4.2 Munur á 104. gr. hjskl. og 57. gr. laga nr. 60/1972 ........................................ 75

Page 5: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

5

4.4.3 Krafan um bersýnilega ósanngirni .................................................................. 76

4.5 Aðeins um fjárskipti í óvígðri sambúð .................................................................. 77

4.6 Efnisatriði skáskiptareglu 104. gr. í dómaframkvæmd ......................................... 79

4.6.1 Inngangur ........................................................................................................ 79

4.6.2 Framlag við stofnun ........................................................................................ 79

4.6.3 Fjárhagur hjóna í hjúskapnum ........................................................................ 85

4.6.4 Arfur og gjafir ................................................................................................. 89

4.6.5 Lengd hjúskapar .............................................................................................. 91

4.6.6 Áhrif annarra sjónarmiða á sanngirnismatið ................................................... 96

4.6.7 Ákvæði 2. mgr. 104. gr. .................................................................................. 99

4.6.8 Ályktun af dómaframkvæmd ákvæða 104. gr. ............................................. 101

4.7 Hvernig fara fjárskipti fram eftir skáskiptareglunni ............................................ 103

4.8 Lögbundin skáskipti 111. gr. hjskl. ..................................................................... 105

4.9 Skáskipti 59. gr. norsku hjúskaparlaganna .......................................................... 107

4.9.1 Bakgrunnur 59. gr. norsku hjúskaparlaganna ............................................... 107

4.9.2 Sjónarmið að baki skáskiptareglu 59. gr. ...................................................... 107

4.9.3 Nánar um skáskiptaheimildina ...................................................................... 108

4.9.4 Niðurstaða ..................................................................................................... 110

5 Ályktanir og umræður um helmingaskipti og skáskipti ............................................. 110

5.1 Almennt ............................................................................................................... 110

5.2 Vægi helmingaskiptareglu 103. gr. í dag ............................................................ 111

5.3 Sjónarmið varðandi breytingu á 104. gr. ............................................................. 111

5.4 Er þörf á breytingu á reglum um fjárskipti? ........................................................ 113

6 Lokaorð ...................................................................................................................... 114

Page 6: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

6

1 Inngangur Fjölskyldan er grunneining samfélagsins. Kjarni fjölskyldunar má segja að felist í hjúskap, og

munu flestir einstaklingar ganga í annað eða bæði á lífsleiðinni. Þannig hafa allar lagareglur

sem varða hjúskap mikil áhrif á einstaklinga samfélagsins, og er erfitt að ímynda sér reglur

sem varða jafn persónulega hluti og samband lífsförunauta. Hugtakið hjúskapur hefur verið

notað að lögum til að lýsa ákveðnu réttarástandi síðan í Kristinrétti 1275, og hefur frá upphafi

haft víðtæk áhrif á réttarstöðu einstaklinga.1 Hjúskapur er ekki skilgreindur nákvæmlega í

hjúskaparlögum nr. 31/1993 (hér eftir hjskl.), en honum hefur verið lýst sem lífssambandi

tveggja einstaklinga sem stofnað er til með formlegum yfirlýsingum fyrir löggiltum

vígslumanni sem hann staðfestir með formlegum hætti.23 Oft er hugsað um hjúskap sem

langtímasamband tveggja maka sem nær til æviloka, en ljóst er að svo er ekki alltaf. Ýmislegt

getur komið upp og aðstæður og einstaklingar breyst með tímanum, og hefur það verið

nútímalegt sjónarmið í hjúskaparrétti að standa ekki of mikið í vegi fyrir því ef fólk vill ganga

úr sambúð eða hjúskap. Þegar svo stendur á verður yfirleitt mikið tilfinningarót sem kann að

skyggja á fjárhagslegu hlið hjúskaparins, en það er einmitt sú hlið sem löggjafinn lætur sig

varða fremur en annað.

Í dag reynir mikið á fjárskiptareglur milli hjóna. Í mörgum tilfellum tekst hjónum að leiða

skilnaðinn til lykta með fjárskiptasamningi sem þau gera sjálf eða með hjálp lögfræðinga.

Eftir sem áður er þó oft deilt um fjárskiptin, og komist aðilar ekki að samkomulagi verður

aðeins skorið úr með opinberum skiptum. Helmingaskiptareglan er meginregla sem gildir við

fjárslit milli hjóna, og mikið þarf til að vikið sé frá henni. Reglan á sér langan sess í norrænni

hjúskaparlöggjöf, og hefur verið talin leiða til fjárhagslegrar samstöðu milli hjóna á meðan

hjúskapnum stendur, sem og að tryggja fjárhagslega stöðu beggja maka við skilnaðinn.

Helmingaskiptareglan er þó ekki gallalaus, og því er heimilt að víkja frá henni og beita

svokölluðum „skáskiptum“.

Þegar samfélag breytist hratt á lagaumhverfið það til að verða úrelt ef löggjafinn heldur

ekki í við þróunina með lagabreytingum. Á Íslandi hafa reglur um fjárskipti við slit hjúskapar

ekki breyst mikið í langan tíma, en frá 1923 hefur verið við fjárskipti byggt á

helmingaskiptareglu sem sterkri meginreglu með heimild til skáskipta.

1 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 183. 2 Hrefna Friðriksdóttir: ,,Sifja- og erfðaréttur”, bls. 440. Upprunalega skilgreiningin var „lífssamband eins karls og einnar konu.“ Eftir gildistöku laga nr. 65/2010 væri skilgreiningin meira viðeigandi svona með tilliti til núgildandi 1. gr. hjúskaparlaganna. 3 Skilgreiningin er efnislega sú sama og á við um hjúskap á hinum Norðurlöndunum. Hér má sjá til samanburðar Peter Lødrup: Familieretten, bls. 42: „Ekteskapet er i rettslig forstand en forbindelse mellom en mann og en kvinne som inngås i bestemte former og som samfunnet gir sig autorisasjon og tillegger visse rettsvirkninger.“

Page 7: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

7

Í þessari ritgerð verða skoðaðar þær höfuðreglur sem gilda um fjárskipti hjóna. Þó verður

sérstök áheyrsla lögð á að skoða skáskiptareglu 104. gr. hjskl. sem frávik frá meginreglunni

um helmingaskipti. Reynt verður að svara spurningunni um hvort fjárskiptareglur í núverandi

mynd sinni séu æskilegasta staðan, eða hvort samfélagsbreytingar kalli á framsæknari túlkun

eða jafnvel breytingar á ákvæðum 103. gr. um helmingaskiptaregluna og 104. gr. um

skáskipti. Sérstaklega er athyglisvert að skoða til samanburðar þróun skáskipta í Noregi og

núgildandi 59. gr. norsku hjúskaparlaganna, en hún er einsdæmi meðal hjúskaparlaga

Norðurlandanna.

Í öðrum kafla er að finna almenna umfjöllun um skilnaði hjóna og sögulega þróun

helmingaskipta- og skáskiptareglunnar. Umfjöllun um lagalegan bakgrunn hjúskapar og

fjárskipta hjóna við skilnað er óumflýjanlegur vegna efnis ritgerðarinnar. Einnig verður þar

farið gróflega yfir reglur sem gilda almennt um fjármál hjóna og hafa áhrif á fjárskipti við

mögulegan skilnað.

Þriðji kaflinn er tileinkaður meginreglunni um helmingaskipti. Þar er í byrjun fjallað

almennt um fjárskipti milli hjóna. Þá er helmingaskiptareglunni gerð nokkuð góð skil, farið

yfir sjónarmið sem liggja að baki henni og hvernig henni er beitt. Farið verður yfir heimildir

til að víkja frá henni í afmörkuðum tilvikum og reifaðir dómar umfjölluninni til skýringar.

Í fjórða kafla er fjallað nokkuð ýtarlega um skáskiptaheimild 104. gr. hjskl. Umfjöllunin í

kaflanum verður byggð á skrifum fræðimanna og rannsókn á dómum Hæstaréttar. Sérstaklega

er vikið sjónum að þeim dómum Hæstaréttar sem hafa fallið um skáskipti og skoðuð þau

efnisatriði sem lögð eru þar til grundvallar. Þá er gert stuttlega grein fyrir skáskiptaheimild

norsku hjúskaparlaganna til samanburðar við þá íslensku.

Loks eru í fimmta kafla niðurstöður og ályktanir dregnar saman af umfjöllunninni í heild.

Þar verður velt upp sjónarmiðum og lagarökum um hvort takmarka þurfi vægi

helmingaskiptareglunnar með víðtækari skáskiptaheimild, eða hvort að núverandi staða kalli

ef til vill ekki á breytingar.

Page 8: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

8

2 Bakgrunnur

2.1 Sögulegt yfirlit

2.1.1 Þróun frá húsbóndavaldi til lagasetningar á 20. öld.

Allt frá því að maður og kona fóru að sameinast í einhverju formi hjónabands hefur skapast

þörf á að taka afstöðu til þess hvað skal gerast ef það þau óska þess að ganga úr hjónabandinu.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan að forn viðhorf giltu um hjúskap og eining hjóna varð

vart slitið nema þá helst fyrir tilætlan karlsins. Það var aðeins á færi karlsins að segja hjúskapi

sínum slitið í forngermönskum rétti. Þetta viðhorf gilti hér á landi vel framan af og sjást þess

merki í Íslendingasögum okkar.4 Þá var byggt á þeirri hugmynd að karlinn ætti allt búið og

hefði forræði yfir öllum eignum. Við skilnað hélt bóndinn þannig mestu af búinu, en konunni

var þó heimilt að taka með sér mund eða heimanfylgju eftir atvikum.5 Því má segja að í

forngermönskum rétti hafi verið byggt á séreignarsjónarmiðum við fjárskipti.

Ættin sem eining skipti miklu máli og miðuðust reglur og lög þess tíma við það. Stefnt var

að því að halda eignum innan fjölskyldunnar og fór um hjúskap og erfðir eftir veraldlegri

löggjöf en ekki kristninni.6 Áhrif kaþólskra viðhorfa á ákvæði Grágásar eru þó augljós,7 og

telja þar meðal annars þau sjónarmið að hjúskapurinn sé heilagur og að mestu órjúfanlegur. Á

12. og 13. öld giltu, að kaþólskri hefð, þau viðhorf að jafnvel hjúskaparbrot gæti aðeins veitt

rétt til skilnaðar að borði og sæng. Aðilum var þá ekki heimilt að ganga aftur í hjúskap eftir

slíkan skilnað, enda gat dauðinn einn leyst aðila undan heilögu hjónabandi.8 Í Grágás eru

þannig ekki taldar til margar lögmætar ástæður skilnaðar. Þar er til dæmis nefnd sem ástæða

að ef annað hjóna vinnur hinu „þann áverka, sem meiri sár metast.“ Þau sár sem meiri metast

samkvæmt Grágás eru mjög grófar líkamsárásir, svo sem holsár; að særa inn til mergjar, og

heilsár; að kljúfa höfuð inn að heila.9 Það þurfti því mikið til svo að skilnaður væri

heimilaður. Aðrar ástæður úr Grágás hljóma meira eins og núgildandi reglur um ógildingu, s.s

að hjúskapurinn sé ekki stofnaður þvert á lög um að skyldir aðilar megi ekki gangast í

hjónaband.10 Aðrar ástæður, s.s hórdómur eða strok annars hjóna eru ekki nefndar. Það var

því aðeins í mjög takmörkuðum tilvikum sem mögulegt var að slíta hjúskap.11

4 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 613. 5 Ármann Snævarr: Sifjaréttur I-III, bls. 397. 6 Sigurður Líndal: Réttarsöguþættir, bls. 119. 7 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 613. 8 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 614. 9 Höf. óþekktur: ,,Hefndir á Íslandi í fornöld”, bls. 174. 10 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 614. 11 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 615.

Page 9: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

9

Eftir aldamótin 1500 giltu hér ýmsar reglur um málefni hjúskapar og skilnaðar, og ekki

auðvelt að segja til um nákvæmlega hvaða reglur giltu á hverjum tíma. Farið var eftir ýmsum

tilskipunum og konungsbréfum frá Danmörku og Noregi, ásamt hjónabandsgreinum frá 1587,

og var allur gangur á því hvort þær voru birtar hér á landi eða ekki.12 Nokkrar breytingar urðu

þó á þessum tíma, bæði á skilyrðum um hjónavígslu og skilnað. Sem dæmi má nefna að

samkvæmt 2. gr. tilskipunarinnar 3. júní 1746 var skilyrði veitingu hjúskapar að annað hjóna

væri læst á bók, og hefði fengið uppfræðslu í kristnum fræðum.13 Þrátt fyrir að dönsku og

norsku lög Kristjáns V. giltu ekki á Íslandi fóru hjón að semja fjármál sín undir þær reglur. Í

þeim var mælt fyrir um eina gerð helmingaskiptareglu eigna við skilnað, en þar var einnig að

finna reglur um forræði á eignum. Að hjón semdu sig undir þessi lög heyrði til undantekninga

í fyrstu, en smám saman mun helmingaskiptareglunni hafa vaxið ásmegin hér á landi. Þannig

var hún orðin meginregla við fjárskipti hjóna þegar komið var fram að aldamótum 1800.14

Skilnaðir voru oftast í formi skilnaðar að borði og sæng sem útilokaði aðilum að giftast aftur,

og voru slík leyfi auðfengin þegar fór að líða á 18. öld.15 Um það leyti fór svo hjónum að vera

gert kleift að sækja um lögskilnað eftir 3 ára skilnað að borði og sæng, en sú regla kom að

stórum hluta til fyrir venju.16

2.1.2 Lagasetning í sifjamálum um aldamótin 1900

Í kringum aldamótin 1900 var fjárhagsleg vernd húsfreyju við skilnað eitt af þeim

sjónarmiðum sem horft var til við lagasetningu. Þó breyttist staðan lítið sem ekkert í

lagaframkvæmd. Þetta endurspeglast í lögum nr. 3/1900 um fjármál hjóna þar sem slegið var

föstum mörgum reglum sem mótað hafði fyrir, meðal annars um sameiginlegt bú

hjúskaparaðila, helmingaskipti við skilnað og fleira. Ef aðilar vildu víkja frá því var

nauðsynlegt að gera kaupmála, og semja þannig um möguleg fjárskipti.17 Bóndinn hafði

forráð eigna á meðan hjúskapurinn lifði, þótt þau forráð væru bundin takmörkunum að því er

varðar skráðar eignir konunnar. Arfur og gjafir voru séreignir hjóna, ásamt eignum sem voru

lýstar séreignir með kaupmála.18

Þessi ákvæði voru gagnrýnd fyrir það að hafa takmarkað vægi í hjúskap og að veita

konum sýndarvernd við skilnaðinn. Veruleikinn væri sá að sárasjaldgæft væri að konur ættu

12 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 616. 13 Ármann Snævarr: “Þróun íslenskra réttarreglna um hjónavígslutálma frá siðaskiptum til vorra daga”, bls. 82. 14 Ármann Snævarr: Fyrirlestrar í sifjarétti III, bls. 49. 15 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 616-617. 16 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 617. 17 Ármann Snævarr: Sifjaréttur I-III, bls. 398. 18 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 379-380.

Page 10: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

10

arf eða fengu gjafir sem voru lýstar séreignir. Þá væri það nánast óheyrt að kona væri skráður

eigandi eignar sem heyrði undir hjúskapinn heldur mun það nær alltaf hafa verið maðurinn.

Til viðbótar var það yfirleitt maðurinn sem stofnaði til skulda. Skuldheimtumönnum var svo

heimilt að fullnusta kröfum á hendur bóndanum með því að ganga að hjúskapareign

konunnar.19

Síðar komu lög nr. 39/1921 um stofnun og slit hjúskapar. Þau fjölluðu um ýmis

réttarfarsleg atriði varðandi hjónaskilnaði, og festu margar gildandi reglur um skilyrði

skilnaðar að borði og sæng og lögskilnaðar. Í þeim var þó ekki fjallað um hin eiginlegu

fjárskipti eða aðrar reglur um fjármál hjóna og skyldur þeirra á milli.

2.1.3 Þróun laga um fjármál hjóna á 20. öld til gildistöku laga 31/1993

Ljóst var að snemma á 20. öld þurfti breytinga við í lögum um fjármál hjóna. Kvennafélög á

Norðurlöndunum kröfðust réttarbóta og ljóst var að lög nr. 3/1900 tryggðu ekki mikilvæg

atriði eins og jafnan rétt kynjanna með fullnægjandi hætti.20 Settar voru á laggirnar norrænar

samvinnunefndir til að endurskoða sifjalöggjöfina árið 1909, og kom af þeirri vinnu nýtt

frumvarp um fjármálaskipan hjóna.21 Íslendingar tóku reyndar ekki þátt í

samvinnunefndunum á þeim tíma, en byggðu samt sem áður frumvörp um sifja- og barnarétt á

norrænni löggjöf. Það varð einnig raunin um þetta tilvik, og var gert íslenskt frumvarp sem

endurspeglaði áherslur og sjónarmið norrænu samvinnunefndanna.22 Frumvörpin voru að

mestu samhljóma fyrir Norðurlöndin og tóku gildi á Íslandi með lögum um réttindi og skyldur

hjóna nr. 20/1923. Sambærileg lög tóku gildi 1920 í Svíðþjóð, 1925 í Danmörku, 1927 í

Noregi og 1929 í Finnlandi.

Löggjöf norrænu þjóðanna sem kom fram á þessum tíma þótti verulega nútímaleg. Þau

losuðu hjúskaparrétt undan mörgum eldri viðmiðum og voru byggð á nútímalegum

sjónarmiðum. Þegar lögin voru sett voru þau nokkuð á undan sinni samtíð, og var það ekki

fyrr en áratugum síðar að aðrar Evrópuþjóðir byggðu sína hjúskaparlöggjöf á sambærilegum

sjónarmiðum og þeim sem voru leiðandi við setningu norrænu laganna.23

Kveikjan að lögunum er augljós, en löggjöf um hjúskaparrétt hafði ekki haldið í við

hugmyndir manna um jafnrétti kynjanna og breytta stöðu kvenna í samfélaginu. Konur höfðu

19 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 382. 20 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 381. 21 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 382. 22 Guðný Björk Eydal: ,,Íslenskur sifjaréttur og fjölskyldustefna frá fyrirvinnuskipan til jafnréttis”, bls. 145. 23 Anders Agell: Åktenskap, Samboende, Partnerskab, bls. 14.

Page 11: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

11

meiri tækifæri til að sinna vinnu utan heimilis og mennta sig,24 að ógleymdum

kosningaréttinum sem vannst hér á landi 1915.25 Mögulega munu þó mestu hafa skipt

hugmyndir um jafnan rétt konu og karls í hjúskap, og um að framlag til heimilsins væri vinna

og ætti að teljast sem verðmætasköpun. Lögin á öllum Norðurlöndunum hafa verið talin

endurspegla vel samfélagslegar breytingar sem áttu sér stað eftir aldamótin. Þar hafa verið

taldar til breytingar á hlutverki kynjanna, breytt fjölskyldumynstur og þróun í efnahagsmálum

almennings.26

Lög nr. 20/1923 voru tímamótalög á marga vegu. Þau fjölluðu nokkuð ítarlega um fjármál

hjóna. Þar var stórt skref stigið í réttindabaráttu kvenna, en lög 3/1900 voru eins og áður segir

gagnrýnd fyrir að veita konum sýndarvernd. Ráðandi sjónarmið laganna frá 1923 voru eins og

áður sagði að skapa jafnstöðu hjóna og tryggja fjárhagslegt sjálfstæði aðila hjúskaparins.

Ábyrgð beggja hjóna og forræði þeirra á sínum eignum var styrkt verulega. Ábyrgðin var

aðeins takmörkuð til verndar heimilisins í ákvæðum um takmarkanir á ráðstöfunarrétti hjóna á

eignum sem eru fjölskyldunni nauðsynlegar. Ekki var vikið frá reglum um séreignir og

hjúskapareignir og hvernig þær kæmu til fjárskipta. Reglum um kaupmála voru gerð betri skil

og þær gerðar skýrari, svo að auðveldara væri að skrá eignir sem séreignir annars maka.27

Þótt að jafnræði maka innan hjúskaparins hafi verið styrkt verulega og um leið

fjárhagslegt sjálfstæði þeirra var reynt að falla ekki frá sjónarmiðinu um fjárhagslega

samstöðu hjóna. Í þessu skyni var í lögunum kveðið á um gagnkvæma framfærsluskyldu

hjóna, og var reglan um helmingaskipti við skilnað meginreglan.28

Lög 20/1923 voru mjög framsýn og stóðust tímans tönn þrátt fyrir miklar sviptingar í

samfélagsforminu á næstu áratugum. Þegar lögin voru sett voru tiltölulega fáar konur á

vinnumarkaðinum, og hefur því verið sagt að lögin hafi verið á undan sinni samtíð.29

Samhliða þeim giltu lög nr. 39/1921, sem voru leyst af hólmi með lögum nr. 60/1972 um

stofnun og slit hjúskapar. Lögum 20/1923 var breytt lítillega yfir öldina, en féllu ekki úr gildi

fyrr en með núgildandi hjúskaparlögum. nr. 31/1993 sem sameinuðu reglur um réttindi og

skyldur hjóna og skilyrði fyrir stofnun og slitum hjúskapar í einn lagabálk.

24 Guðný Björk Eydal: ,,Íslenskur sifjaréttur og fjölskyldustefna frá fyrirvinnuskipan til jafnréttis”, bls 145. 25 Rétt er að minnast á að hann var fyrst bundinn fremur háu aldurstakmarki, 40 ára aldri. 26 Anders Agell: Nordisk äktenskapsrätt, bls. 102. 27 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 383. 28 Guðrún Erlendsdóttir: ,,Fjármál hjóna og sambúðarfólks”, bls. 119. 29 Guðný Björk Eydal: ,,Íslenskur sifjaréttur og fjölskyldustefna frá fyrirvinnuskipan til jafnréttis”, bls. 146.

Page 12: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

12

2.2 Hjúskaparlög nr. 31/1993

Hjúskaparlög nr. 31/1993 er heildstæð löggjöf sem tekur á öllum þáttum hjúskaparins,

stofnun, réttaráhrifum og lokum hans.30 Lögin voru byggð á niðurstöðum norrænnar

samvinnu um sifjalöggjöf sem hafði það að leiðarljósi að samræma eftir föngum löggjöf um

hjúskaparrétt, barna- og erfðarétt.31

Frumvarp það sem varð að íslensku hjúskaparlögunum var samið af Sifjalaganefnd.

Nefndin hafði meðal annars það hlutverk að fylgjast með nýjungum í sifjalöggjöf, endurskoða

gildandi löggjöf og taka þátt í norrænu samstarfi á þeim vettvangi.32 Ein mikilvæg breyting

var að fella tvo lagabálka og aðrar reglur í eina heildstæða löggjöf á sviði hjúskaparréttar. Það

var meðal annars skoðun sifjalaganefndar að þær reglur sem vörðuðu fjárskipti hjóna og voru

í skiptalögum ættu frekar heima í hjskl. Því eru reglur um fjárskipti milli hjóna að finna

aðallega í hjskl., en einnig er að finna nokkrar efnislega samhljóða reglur í lögum nr. 20/1991

um skipti á dánarbúum o.fl. (hér eftir skiptalög).33

Lögð var áheyrsla á þau grunnsjónarmið sem voru einkennandi fyrir norrænan

hjúskaparrétt, meðal annars að hjúskapur sé frjálst samkomulag karls og konu.34 Eitt af

þessum sjónarmiðum er að greiða fyrir stofnun og slitum hjúskapar, að fækka tálmnunum sem

gilda fyrir þessum athöfnum.35 Þó er tekið fram í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi

laganna að sifjalaganefnd hafi talið rétt að sporna við stofnun og slitum upp að vissu marki.

Reynt er að koma í veg fyrir hjúskaparslit sem ráðin eru í bráðræði með reglum um

sáttarstarfsemi, sérstaklega þegar skilnaðurinn getur komið niður á ósjálfráða börnum.36 Um

þetta gilda reglur 42. gr. hjúskaparlaganna um sáttaumleitan.

Meðal breytinga í nýju lögunum eru heillegt yfirlit yfir eignamynstrið í í VIII. kafla þess.

Reglur um samþykki maka til ráðstöfunar á eignum sem fjölskyldan notar eða innbú þess voru

bættar og hertar. Sem dæmi um slíkt má nefna 65. gr. hjskl. um að ef samþykki maka liggi

ekki til grundvallar löggerningum sem nefndir eru í ákvæðinu, séu þeir ógildanlegir þrátt fyrir

grandleysi viðsemjandans.37 Eins og áður var rakið hefur þróun sögunnar verið frá upphafi

nánast á einn veg, að auka á frjálsræði og sjálfstæði einstaklinganna til þess að ganga í

hjúskap, styrkja forræði maka yfir eignum sínum á meðan hjúskapurinn stendur og loks fækka

30 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 389. 31 Alþt. 1992-93. A-deild, bls. 2470. 32 Alþt. 1992-93. A-deild, bls. 2468. 33 Alþt. 1992-93. A-deild, bls. 2469. 34 Með breytingarlögum nr. 65/2010 var hugtakinu hjúskapur breytt úr samkomulagi karls og konu í samkomulag tveggja einstaklinga. Sjá frekari umfjöllun um lagabreytinguna að neðan. 35 Alþt. 1992-93. A-deild, bls. 2469. 36 Alþt. 1992-93. A-deild, bls. 2469. 37 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 387.

Page 13: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

13

hindrunum við því að hjón gangi úr hjúskapnum. Þessi viðhorf endurspeglast skýrt þegar

borin eru saman lög 20/1923 og núgildandi hjskl.

Það er varla hægt að fjalla um hjskl. án þess að minnast á þá mikilvægu breytingu á þeim

sem var gerð með lögum nr. 65/2010. Fram að gildistöku þeirra voru í gildi lög um staðfesta

samvist nr. 87/1996, ásamt stökum reglum úr fjölmörgum lagabálkum þar sem talað var um

slíka samvist. Kjarni breytingarlaganna frá 2010 fólst í því að breyta hjskl. á þann hátt að þar

sem hjúskapur var takmarkaður við samband karls og konu er nú fjallað um samband

einstaklinga.38 Markmiðið með setningu laganna var að búa svo um hnútana að nákvæmlega

sömu reglur giltu um hjúskap og sambúð einstaklinga af sama kyni og karls og konu, í stað

þeirrar stefnu sem áður gilti, að um slík sambúðarform giltu að mestu sambærilegar reglur. Til

marks um þetta segir í nefndaráliti meirihluta allsherjarnefndar sem fjallaði um málið að

markmiðið hafi verið að afmá mismuninn sem felst í mismunandi löggjöf.39 Mjög

sambærilegar breytingar voru gerðar á norsku hjúskaparlögunum nr. 47/1991 með lögum

53/2008 og sænsku hjúskaparlögunum nr. 230/1987 með lögum nr. 253/2009.40 Mögulega

hafa hugmyndir um sjálfstæði einstaklinga í hjúskap, fjárhagslegt og félagslegt, greitt fyrir

þeim hugmyndum sem lögfestar voru með frumvarpinu.

2.3 Nánar um norræna samvinnu um hjúskaparlög

2.3.1 Norræn samvinna um hjúskaparlög fyrr og síðar

Sagt hefur verið að hjúskaparréttur og sifjaréttur séu fyrir hefð orðin réttarsvið sem heyra

undir norrænt lagasamstarf.41 Norrænt samstarf um sifja- og hjúskaparlöggjöf á sér langa

sögu. Eins og áður hefur verið rakið giltu norrænar réttarreglur um sifjamál hér nánast frá

upphafi. Það verður þó varla kallað eiginleg norræn lögfræðileg samvinna.

Fyrsta norræna lögfræðiþingið var haldið í Kaupmannahöfn árið 1872, og voru þar meðal

annars rædd sjónarmið um fjármál fólks í hjúskap.42 Það var fyrsta þingið um slík málefni, en

það næsta var haldið árið 1875. Afrakstur þeirrar vinnu voru lög sem styrktu stöðu kvenna í

hjúskap og voru lögfest í Noregi, Svíðþjóð og Danmörku á árunum 1880-1898. Sambærileg

lög voru ekki sett hér á þeim tíma. Seinna tóku hér gildi áðurnefnd lög nr. 3/1900, sem voru

38 Hrefna Friðriksdóttir: ,,Ein hjúskaparlög fyrir alla”, bls. 249. 39 Þingskj. 1215, 137. lögþ. 2009-2010, bls. 3. 40 Hrefna Friðriksdóttir: ,,Ein hjúskaparlög fyrir alla”, bls. 252. 41 Vera Holmøy og Peter Lødrup: Ekteskapsloven, bls. 30. 42 Guðrún Erlendsdóttir: ,,Fjármál hjóna og sambúðarfólks”, bls. 119.

Page 14: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

14

að mestu unnin upp úr dönsku hjúskaparlögunum.43 Áður hefur verið fjallað um sam-norræna

samstarfið sem leiddi til setningar laga nr. 20/1923 um réttindi og skyldur hjóna á Íslandi og

er óþarfi að endurtaka það hér. Við vinnu norrænu lagabálkana sem settir voru um þetta leyti

var talið mikilvægt að afnema yfirráð karlsins yfir konunni í hjúskapnum. Talið var að besta

leiðin til að tryggja jafnrétti karla og kvenna í norrænu hjúskaparlögunum var að tryggja þeim

eignarrétt og forræði yfir eignum sínum. Eins væri mikilvægt að tryggja aðilunum frelsi frá

skuldbingum hins, þannig að ekki væri hægt að fullnusta skuldum einstaklinganna með

eignum maka þeirra.44 Íslenska löggjöfin frá 1923 endurspeglar þetta, og eru norrænu

lagabálkarnir frá þessum tíma samhjóma um þessa áheyrslupunkta.

Á sjötta áratug síðustu aldar hófst á ný norrænt samstarf á þessu sviði. Fyrstu

viðfangsefnin voru skilyrði og reglur um stofnun og slit hjúskapar, og voru minniháttar

endurbætur gerðar á löggjöf Norðurlandanna í framhaldi af því.45 Samstarfið leiddi til

setningar laga nr. 60/1972 hér á landi, sem er mjög sambærileg löggjöfinni sem tók gildi um

svipað leyti á hinum Norðurlöndunum.46 Í löggjöfinni frá þessum tíma komu nokkur ný

sjónarmið fram, meðal annars það að óvígðr sambúð varð algengari, sem og frjálslegri

sjónarmið um slit hjúskapar.47 Það var markmið samstarfsins og ætlunin að sifjalöggjöf væri

sem líkust á Norðurlöndunum, sérstaklega hvað varðar stofnun og slit hjúskapar.48 Núgildandi

reglur um stofnun hjúskapar eru mjög sambærilegar fyrir öll Norðurlöndin, en áherslumunur

er á reglum um slit hjúskapar.49

Áratugina eftir sneri samstarfið meira að reglum um réttindi og skyldur hjóna. Niðurstaða

þeirrar vinnu var meðal annars núgildandi hjúskaparlöggjöf eins og áður var komið að.

2.3.2 Sameiginleg sjónarmið í norrænni hjúskaparlöggjöf

Yfirlýst markmið norræna löggjafarsamstarfsins var að höfð væri hliðsjón af lagasetningu og

tillagna hinna Norðurlandanna þegar hjúskapar- og sifjalöggjöf væri endurskoðuð.50 Sjá má

greinileg merki þess að svipuð sjónarmið séu ríkjandi í löggjöf Norðurlandanna um fjármál

hjúskapar.

43 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 378. 44 Anders Agell: Åktenskap, Samboende, Partnerskab, bls. 15. 45 Peter Lødrup og Vera Holmøy: Ekteskapsloven, bls. 30. 46 Alþt. 1992-93. A-deild, bls. 2470. 47 Anders Agell: Åktenskap, Samboende, Partnerskab, bls. 15. 48 Alþt. 1992-93. A-deild, bls. 2471. 49 Alþt. 1992-93. A-deild, bls. 2471. 50 Peter Lødrup og Vera Holmøy: Ekteskapsloven, bls. 30.

Page 15: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

15

Það var yfirlýst stefna frá upphafi norræns samastarfs um hjúskaparlöggjöf að stefna að

algjöru jafnræði aðila.51 Þessi áhersla hefur ekki breyst og eru áhrif hennar á núgildandi

löggjöf augljós. Stefnumarkandi ákvæði í I. kafla hjskl., 2. gr. og 3. gr. veita leiðsögn um að

jafnréttissjónarmiðið skuli vera ráðandi við túlkun annarra ákvæða laganna. Það er mikilvægt

að framlög maka til heimilisins teljist jafnrétthá hvort sem um vinnu eða peninga er að ræða.

Sjálfræði og forræði makans á sinni eign er einnig höfuðatriði í norrænni

hjúskaparlöggjöf. Eins og áður hefur verið minnst á var það niðurstaða norræna

löggjafarsamstarfsins eftir aldamótin 1900 að mikilvægt væri að tryggja jafnrétti í

hjúskapnum, án þess þó að víkja frá sjónarmiðinu um samstöðu hjóna. Þetta skyldi gert annars

vegar með því að tryggja hjónunum fjárhagslegt sjálfstæði í hjúskapnum, en um leið byggja á

fjárhagslegri samstöðu hjóna á þann hátt að hafa helmingaskipti meginregluna við fjárskipti.52

Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að núgildandi hjskl. er fjallað um að byggt

sé á efnahagslegu sjálftstæði hjóna, og endurspeglast þau sjónarmið skýrt í 4. gr. laganna, sem

og reglum um forræði hjóna á eignum sínum og skuldaábyrgð þeirra. Í norrænum

hjúskaparrétti eiga hjón sínar eignir og ráðstafa þeim almennt óháð vilja makans sbr. 58. gr.

hjúskaparlaganna, og bera ábyrgð á sínum skuldbindingum sbr. 67. gr. Þá er það meginregla

að hjón geti ekki skuldbundið hvort annað, og er sú meginregla áréttuð í 68. gr. Sjónarmiðið

um jafnrétti hjónanna endurspeglast líka í reglum um forræði á fjárskiptum hjóna og eru

þessar reglur að mestu samhljóma milli Norðurlandanna.

Sjónarmiðið um efnahagslegt sjálfstæði hjóna er þó ekki algilt. Í hjúskaparlögunum er

einnig byggt á efnahagslegri, félagslegari og hagsmunalegri samstöðu hjóna.53 Þessi samstaða

hjóna ræður miklu í sifjalöggjöfinni allri. Þannig er ráðstöfunarréttur hjóna á eignum sínum

háður samþykki hins ef um bústað eða innbú fjölskyldunnar er að ræða, hvort sem eignin telst

hjúskapareign eða séreign, sbr. 62. gr. hjúskaparlaganna. Reglu um sameiginlega framfærslu á

fjölskyldunni er að finna í 2. mgr. 2. gr. hjúskaparlaganna. Þá eru í upphafskafla laganna

einnig ákvæði á þá leið að hjón annist í sameiningu uppeldi barna, skipti á milli sín verkum á

heimili og útgjöldum, og veiti hvort öðru upplýsingar um efnahag sinn. Við þetta má bæta

reglunni um helmingaskipti við fjárskipti, sem er meginreglan í norrænum hjúskaparrétti og

ýtir undir fjárhagslega samstöðu hjóna. Þó er töluverður mismunur á heimildum til frávika frá

helmingaskiptunum milli landanna, en betur verður vikið að þeim síðar.

51 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 130. 52 Anders Agell: Åktenskap, Samboende, Partnerskab bls. 14. 53 Hrefna Friðriksdóttir: ,,Sifja- og erfðaréttur”. bls. 443.

Page 16: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

16

Þá má nefna það sameiginlega sjónarmið að í hjúskaparlöggjöf Norðurlandanna er tekin

afstaða gegn framfærslu milli maka til frambúðar ef annar kemur betur úr skiptum við

skilnað. Í löndum þar sem helmingaskiptareglunnar nýtur ekki við tíðkast oft víðtækar reglur

um framfærslueyri til þess maka sem kemur verr undan fjárskiptum. Þetta á meðal annars við

um breskan og bandarískan rétt.54

Það er þó ljóst að á milli sjónarmiðanna tveggja, um fjárhagslega samstöðu hjóna

annarsvegar og um sjálfstæði þeirra hinsvegar, er töluverður núningur. Í norrænni löggjöf er

farinn ákveðin millivegur, og hafa Norðurlöndin svo hvert um sig valið ákveðin áhersluatriði.

Þó er víða bent á að jafnvægi milli þessara sjónarmiða í hjúskaparlöggjöf Norðurlandanna

henti ekki nútímanum nægilega vel, og þarfnist endurskoðunar.55

Þótt að löggjöf Norðurlandanna byggist um margt á sömu sjónarmiðunum hefur því verið

mótmælt að löggjöfin sé mjög lík.56 Þrátt fyrir það verður að viðurkenna að munurinn er ekki

jafn mikill og hann var við upphaf samnorræns lagasamstarfs, og að því leytinu til hefur

markmiðum samstarfsins verið náð.57

2.4 Almennt um hjúskap og fjármál hjóna

2.4.1 Hjúskapur og réttaráhrif hans á fjármál hjóna

Í hjskl. er lýst helstu breytingum sem verða á fjármálum einstaklinganna tveggja við

hjúskaparstofnun og hvaða reglur gilda um þau á meðan hjúskapurinn varir. Reglur sem varða

hjón eru þó að finna víða í öðrum lagabálkum, og eins hafa hjskl. áhrif á aðra lagabálka.

Áhrifin eru einna mest á sviði erfðaréttar, þá sérstaklega reglurnar um lögerfðir.58 Önnur

réttarsvið þar sem hjúskapur og sifjar skipta máli eru til dæmis refsiréttur, en verknaðarlýsing

sumra ákvæða er bundin við sifjar, skattarétt og réttarreglur um almannatryggingar.59

Það virðist vera algengur misskilningur að hjón eigi allar eignir og skuldir saman, og

skipti því engu hver sé skrifaður fyrir hverju, eða hver taki skuldbindingar sér á herðar.

Algengur misskilningur virðist til dæmis vera um heimild skuldheimtumanna til að ganga að

hjúskapareign beggja aðila. Í raun hefur skuldheimtumaður annars hjóna alla jafna aðeins

heimild til að ganga að hjúskapareignum þess sem stofnaði til skuldarinnar.60

54 Alþt. 1992-93. A-deild, bls. 2532. 55 Anne-Blanca Dahl og Sicile Tveøy: „Skjevdeling“ bls. 145. 56 Mótmælt er fullyrðingunni ,,ekteskapslovgivningen i de nordiske land ligger meget nær opp til hveranden“. 57 Peter Lødrup og Vera Holmøy: Ekteskapsloven, bls. 30. 58 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 81. 59 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 83. 60 Anders Agell: Nordisk äktenskapsrätt, bls. 106.

Page 17: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

17

Sögulega hefur ekki reynst árangursríkt að setja of miklar reglur um nána persónulega

hagi einstaklinga, og hefur það verið sjónarmið vestrænnar lagasetningar að stilla reglum í hóf

á þessu sviði. Þar sem lögum sleppir á slíkum sviðum gilda siðferðisviðhorf og

umgengnisvenjur fjölskyldumanna og má sem dæmi um slíkt nefna reglur um uppeldi barna.61

Í hjskl. eru þó að finna reglur sem skipta miklu um fjármál hjóna, og verða þær stuttlega

raktar hér.

2.4.2 Tölfræði og upplýsingar um tíðni skilnaða

Í 5. gr. hjskl. segir að hjúskap ljúki við andlát maka, vegna ógildingar hjúskapar eða vegna

lögskilnaðar. Óþarfi er að fjölyrða um ákvæðið hér, enda er það almennt og eru öll atriðin

betur útfærð seinna í lagabálkinum. Umfjöllunarefni ritgerðarinnar eru fjárskiptareglur, og

koma þær helst til skoðunar við skilnað eða andlát annars maka. Reglur um fjárskipti við

ógildingu eru með öðru móti, og líkjast þær reglur meira þeim sem eiga við um fjárskipti í

óvígðri sambúð. Umfjöllunarefni ritgerðarinnar kallar á að skoðuð sé staða hjónabands og

fjárskipta í samfélaginu, og hvort einhver þróun eigi sér stað í þeim efnum. Þegar skoða á

stöðu reglna um fjárskipti við skilnað er gott að skoða tíðni hjónabanda og skilnaða. Miðað er

hér við þróun frá setningu núgildandi hjskl. árið 1993.

Þegar skoðuð er tíðni hjónavígsla frá því að lögin tóku gildi má sjá nokkuð stöðuga

fjölgun fram til ársins 2007. Þannig voru hjónavígslur 1.241 árið 1992 og náðu hæst 1.797

árið 2007. Eftir þann tíma hefur þeim fækkað og voru við síðustu mælingar árið 2011 aðeins

1.458. Erfitt er að horfa ekki til þeirra miklu breytinga sem urðu á íslensku þjóðfélagi í

hruninu 2008 sem einn áhrifavalda þessarar lækkunnar.62

Ekki er að merkja jafn miklar sveiflur í tíðni stofnunar sambúðar á tímabilinu, en þeim

hefur farið fækkandi frá 1992, þegar þær voru um 2.676 og voru árið 2011 um 2.010. Erfitt er

að segja hvað veldur þessu, þar sem fjöldi fólks hefur stigið jafnt og þétt samhliða þessu. Ef

tíðni sambúða hefði aukist verulega eftir árið 2007 væri hægt að merkja stefnubreytingu í

vægi sambúðarformanna. Ekki virðist þó vera teljandi samsvörun milli þessara tveggja.

Næst er skoðun á tíðni skilnaða. Ef sýnt væri fram á að tíðni skilnaða per hjónaband hefði

breyst töluvert eða aukist verulega á tímabilinu væri ljóst að veita þyrfti núgildandi

fjárskiptareglum sérstaka athygli, enda væri farið að reyna á þær í meira mæli og ef til vill

með öðrum hætti en áður. Skoðun á þessu sýnir hins vegar að skilnuðum hefur fækkað á

tímabilinu, og stóð í 9,6 skilnuðum á hver 1.000 hjón árið 2011. Tíðni skilnaða var 11,6 árið

61 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 155. 62 Sjá um þetta efni t.d Hrefna Friðriksdóttir: „Hjúskapur og hrun – Ábyrgð, áhrif og afleiðingar.“

Page 18: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

18

1991 og á tímabilinu yfirleitt í kringum 10-11 fyrir hver 1.000 hjón. Af þessu má ráða að eðli

skilnaða þeirra hefur ekki breyst mikið á tímabilinu frá 1992.

Einna mestu breytinguna má sjá þegar skoðuð er staða hjúskaparins út frá öðrum

forsendum. Til dæmis má sjá af tíðni hjónabanda sem stofnað er til hjá aðilum sem eru ekki

að ganga í sitt fyrsta hjónaband að raðkvæni fer mjög fjölgandi. Árið 1992 höfðu 368 af 2.455

(14.9%) mökum sem gengu í hjónaband verið í hjúskap áður, en árið 2011 var hlutfallið 489

af 2.893 (17%). Af þessu má dæma að tilvikum þar sem aðilar ganga í sinn annan hjúskap er

að fjölga.

Einnig má sjá að aldur þeirra sem ganga í hjúskap fer hækkandi. Á sama tímabili, frá 1992

– 2011 hefur meðalaldur maka við stofnun hjúskapar hækkað um 3.4 ár. Þetta merkir að hjón

eru nokkru eldri þegar þau ganga í hjúskap og séu oftar að ganga í sitt annað hjónaband en

þegar núgildandi hjskl. voru sett. Ef við gefum okkur að einstaklingar eigi frekar eignir seinna

á ævinni, þýðir þetta að líklegra sé að einstaklingar eigi einhverjar eignir þegar þeir ganga í

hjúskap nú en við setningu laganna. 63

2.4.3 Tegundir eigna maka í hjúskap

2.4.3.1 Almennt Allar eignir maka í hjúskap eru flokkaðar í eignarflokka, séreignir eða hjúskapareignir, en

þessi skipting kemur fram í 53. gr. hjskl. Þessi flokkun eigna á sér langa sögu í norrænni

lögfræði. Það skal þó vera alveg ljóst þótt að hugtökin hafi verið til lengi, hefur inntak þeirra

og reglur um þau breyst í gegnum tíðina. Þannig þýðir séreign eða hjúskapareign í dag ekki

alveg það sama og það gerði í lögunum frá 1923 eða fyrir þann tíma.64

Eignir í hjúskap eru flokkaðar með þessum hætti til að greina á milli þeirra, enda gilda

mismunandi reglur um eignarflokkana. Flokkunin hafa ekki áhrif á önnur eignarform, t.d geta

makar átt sinn hvern eignarhluta í sameign. Eignarhluti hvors um sig í sameigninni telst svo

hjúskapareign eða séreign.65 Töluvert virðist bera á þeim misskilningi að hjúskapareign hjóna

sé sameign þeirra, en svo er ekki. Þótt að eign einstaklings sé hjúskapareign eða séreign

breytir það ekki meginreglunni um eignarhald og forræði hans á eigninni.66

63 Öll tölfræði í kaflanum er fengin af vefsetri Hagstofunnar. 64 Peter Lødrup: Familieretten, bls. 105. 65 Hrefna Friðriksdóttir: ,,Sifja- og erfðaréttur”. bls. 446. 66 Hrefna Friðriksdóttir: ,,Sifja- og erfðaréttur”. bls. 443.

Page 19: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

19

2.4.3.2 Hjúskapareign Meginreglan er sú að að eign einstaklings í hjúskap teljist hjúskapareign hans sbr. 54. gr.

hjskl. Þetta á við um eignir sem einstaklingurinn átti þegar hann gekk í hjúskapinn, eignir sem

hann eignast meðan á hjúskapnum stendur sem og eignir sem koma í stað annarra

hjúskapareigna hans.67 Einnig telst sem hjúskapareign verðmæti sem verða til fyrir tilvist

hjúskapareignar, s.s arður af verðbréfum, vextir af innláni og náttúrulegur arður, mjólk úr kýr

og svo framvegis.68 Þar sem þetta er meginreglan hefur verið talið að ef aðili heldur því fram

að eign sé annað en hjúskapareign beri hann sönnunarbyrðina fyrir því. Takist sú sönnun ekki

verður eign talin hjúskapareign en ekki séreign.69

2.4.3.3 Séreign Séreign er hin tegund eignar í hjúskap, en um hana er fjallað í 55. gr. hjskl. Séreignir fara

eftir nokkuð öðrum reglum en hjúskapareignir, en kjarni þeirra felst í muninum á meðferð á

eignum við fjárskiptin. Séreignum er haldið utan skipta skv. helmingaskiptareglu 103. gr. en

betur verður farið í reglur um séreignir í fjárskiptum síðar.

Nokkrar leiðir eru til að gera eign að séreign. Til einföldunar hafa þær verið greindar í tvo

flokka eftir því hver á frumkvæði að gjörningnum sem gerir eign að séreign. Fyrri flokkurinn

er að séreign teljist sem slík með kaupmála sem hjónin gera sín á milli, en um það er fjallað í

74.–76. gr. hjskl. Kaupmáli er formbundinn samningur þar sem unnt er að ákveða að eign

verði talin séreign annars hjóna eða beggja. Hjónum stendur þannig til boða að geta sjálf, upp

að vissu marki, ráðið hvernig þau haga fjármálum í sínu hjónabandi, og þar með fyrirfram

ráðið tilhögun fjárskipta. Þau geta valið að láta allar eignir sínar flokkast sem hjúskapareignir

með aðgerðarleysi, gert ákveðnar eignir að séreign annars eða beggja, eða jafnvel gert allar

eignir séreignir.70

Í seinni flokknum eru aðferðir þar sem ákvörðun um að eign teljist séreign er tekin af

öðrum en aðila hjúskaparins. Gefandi gjafar eða arfleiðandi getur kveðið svo á um að eign

skuli teljast séreign annars hjóna eða beggja sbr. 77. gr. hjúskparlaganna. Þá eru einnig til

ákvæði sem kveða á um að lögum samkvæmt skuli eign teljast séreign annars hjónanna, t.d.

18. gr. erfðalaga nr. 8/1962.71

67 Hrefna Friðriksdóttir: ,,Sifja- og erfðaréttur”. bls. 444. 68 Ármann Snævarr: Hjúskapur- og sambúðarréttur, bls. 408. 69 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 407. 70 Hrefna Friðriksdóttir: ,,Sifja- og erfðaréttur”. bls. 443. 71 „18.gr: Hlutur erfingja í óskiptu búi er séreign hans, ef erfingi er í hjúskap eða gengur í hjúskap. Óheimilt er að breyta þessu skipulagi með kaupmála. Eftir lát erfingjans telst eign þessi þó hjúskapareign hans, nema arfleifandi hafi kveðið öðruvísi á eða kaupmáli hjóna standi til annars. Sama er, ef skipti fara fram í lifanda lífi erfingjans.“

Page 20: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

20

2.4.3.4 Nánar um kaupmála Til frekari útskýringar á tilkomu séreigna er rétt að víkja hér aðeins að kaupmálum. Hugtakið

kaupmáli er eitthvað sem flestir kannast við og þekkja meginhlutverk hans, sem er að heimila

hjónum að semja um eignartilhögun í hjúskapnum. Oft snýr kaupmáli að því að gera eign að

séreign annars hjóna, og má þá færa eignir á milli aðila hjúskapar, hvort heldur sem er

séreignir eða hjúskapareigni. Einnig má beita kaupmála til að breyta öðrum kaupmála og gera

þannig séreign að hjúskapareign.

Í 74. gr. er fjallað um kaupmála, en þar segir að hjón og hjónaefni geti ákveðið í kaupmála

að verðmæti skuli vera séreign annars þeirra. Í ákvæðinu er einnig farið yfir nokkrar

grunnreglur um séreignir, svo sem að séreign komi ekki til skipta við skilnað. Heimild til að

tímabinda kaupmála eða skilyrða hann skv. 2. mgr. 74. gr. var nýmæli í núgildandi hjskl.

Talið var að aðstæður gætu breyst með svo mikilvægum hætti að rétt væri að heimila

niðurfellingu eða gildistöku kaupmálans að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, t.d. ef hjón

eignuðust sameiginlegan skylduerfingja. Þessi heimild verður þó túlkuð fremur þröngt, enda

er tekið fram í athugasemdum við greinina í frumvarpinu að almennt sé ekki hægt að skilyrða

kaupmála.72

Þá er í þriðju málsgrein hjónum gert kleift að kveða svo á um að séreign skuli teljast

hjúskapareign við andlát annars. Þetta mun vera gert svo að eign komi til skipta við fjárskipti

milli eftirlifandi maka og dánarbús. Í 77. gr. er svo heimild arfleiðanda eða gefanda gjafar að

mæla fyrir um að arfurinn eða gjöfin skuli teljast séreign annars hjónanna eða beggja.

Reglur um form kaupmála er svo að finna í 80. og 81. gr, og skráningu í 82.-88. gr.

Töluverðar kröfur eru gerðar til þess að formskilyrði kaupmála séu uppfyllt svo að hann teljist

gildur.73 Þá er það algjört gildisskilyrði kaupmála að hann hafi verið skráður í kaupmálabók

sýslumanns, sérstaklega ef hann á að hafa gildi gagnvart þriðja manni, sbr. 82. gr. hjskl.74

Hjón gera þó ekki aðeins kaupmála til þess að gera hjúskapareignir maka að séreign eða

öfugt. Þannig er í 1. mgr. 72. gr. hjskl. gerð krafa um gerð kaupmála þegar hjón gefa hvort

öðru gjafir. Vegna náinnar samstöðu hjóna og tilfinningalegs sambands þeirra er nauðsynlegt

að gjafir milli þeirra séu skráðar opinberlega, eins og kaupmálar eru. Þetta er sérstaklega

nauðsynlegt þegar metin er staða skuldheimtumanna gagnvart öðru hjóna. Það væri of auðvelt

fyrir hjón að „gefa“ flestar eignir sínar til hins makans ef fjárhagsleg vandræði steðja að.75 Í 2.

72 Alþt. 1992-93. A-deild, bls. 2523. 73 Sjá um þetta dómana Hrd. 27. maí 2011 (251/2011) og Hrd. 18. júní 2013 (380/2013) sem reifaðir eru hér að neðan. 74 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 578. 75 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 593.

Page 21: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

21

mgr. 72. gr. eru þó venjulegar gjafir sem eru ekki úr hófi miðað við efnahag gefanda

undanskildar kröfunni um gerð kaupmála.

2.4.4 Forræði eigna og takmarkanir á því

Heimild maka til að ráðstafa eignum sínum hefur mikil áhrif á hvernig landslag eigna og

skulda lítur út þegar kemur að fjárskiptum. Vegna þessa verður hér vikið aðeins að þeim

reglum sem gilda um forræði maka yfir eignum sínum og takmörkunum hjskl. á því forræði.

Eins og áður segir var forræði eigna fyrir aldamótin 1900 að mestu í höndum karlsins í

hjúskapnum. Jafnrétti maka var eitt höfuðsjónarmiða sem litið var til við undirbúning norrænu

hjúskaparlaganna í kringum 1923. Með þeim varð forræði beggja maka yfir eignum sínum

meginreglan, og hefur sú meginregla verið talin gilda síðan þá.76 Sjónarmiðið um forrræði

maka á eign sinni er í dag einn af hornsteinum norrænu hjúskaparlaganna, og kemur það skýrt

fram í 4. gr. hjskl.

Forræði aðila á eignum sínum takmarkast þó við það að stofna til hjúskapar á nokkra

vegu. Í 60. gr. og 61. gr. hjskl. er það gert að skilyrði ráðstöfunar ákveðinna eigna maka með

löggerningi að samþykki hins makans liggi fyrir. Þær eignir sem falla undir þessa takmörkun

forræðis eru annars vegar fasteignir, sem ætlaðar eru til bústaðar eða styttri dvalar fyrir

fjölskylduna eða notaðar við atvinnurekstur makans, og hins vegar innbú á sameiginlegu

heimili eða annað lausafé sem er ætlað til persónulegra nota fyrir makann, börn þeirra eða

sameiginlegan atvinurekstur.

Með ráðstöfun er hér átt við að afhenda, veðsetja eða leigja fasteign eða lausafé. Í

athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til núgildandi hjskl. er tekið fram að greininni sé ekki

ætlað að koma í veg fyrir að skuldheimtumenn þess hjóna sem á eignina geti gengið að henni

til fullnustu skulda. Þannig gæti eignin verið seld á nauðungaruppboði án samþykkis maka. Þá

er einnig tekið fram að ákvæðið girði ekki fyrir eignarnám á slíkri eign.77

Þessar reglur eru félagslegs eðlis og eru nokkurs konar vernd fyrir fjölskylduna. Því fylgir

mikið álag fyrir börn og fjölskyldur að þurfa að flytja, og því er eðlilegt að ákvörðunin sé

beggja hjóna en ekki bara annars. Þá hefur því verið haldið fram að eignamyndun íbúðar eða

innbús sé yfirleitt sameiginlegt átak hjóna, burtséð frá því hver er skráður fyrir eigninni.78

Í 60 gr. er fjallað um samþykki maka ef um fasteign er að ræða en í 61. gr. er fjallað um

lausafé og innbú. Svolítill munur er á heimildum til að ógilda löggerninga eftir þessum

76 Peter Lødrup: Familieretten, bls. 109. 77 Alþt. 1992-93. A-deild, bls. 2517. 78 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 421.

Page 22: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

22

ákvæðum. Sem dæmi má nefna að samningum skv. 60. gr. verður hrundið fyrir dómi hvort

sem viðsemjandi var grandlaus eða ekki, en það á ekki við um samninga skv. 61. gr.79

Í 62. gr. hjskl. segir að ákvæði um samþykki aðila á löggerningi skv. 60. og 61. gr. eigi við

hvort sem eignin er séreign eða hjúskapareign. Áður var forræði aðila yfir séreign sinni ekki

takmarkað af reglum um samþykki maka sbr. 20. og 21. gr. eldri laga nr. 20/1923.80

Í Hrd. 2004, 470 (295/2003), sem staðfesti héraðsdóm óraskaðan var deilt um hvort J hefði verið heimilt að framselja bifreið án samþykkis konu sinnar, K. Sýnt var fram á að M greiddi fyrir bifreiðina og var hún skráð á hann. K hafði notað bílinn nær eingöngu. Löggerningurinn var dæmdur ógildur og meðal annars vísað til þess að samþykkis væri þörf hvort sem um séreign eða hjúskapareign væri að ræða, og skipti skráning því engu.

Sambærilegar reglur eru um takmörkun á ráðstöfunarrétti í hjúskaparlögum hinna

Norðurlandanna. Í íslensku, norsku og dönsku hjúskaparlögunum er samþykki sem skilyrði

ráðstöfunarréttar aðeins bundið við eignir sem varða fjölskylduna, og er það sjónarmiðið um

hagsmuni fjölskyldunnar sem ráða því. Þar af leiðandi gildir reglan um fasteign sem

fjölskyldan notar, burtséð frá því hvort um hjúskapareign eða séreign er að ræða. Í sænsku og

finnsku hjúskaparlögunum er talið að í forgrunni skuli vera hagsmunir þess maka, sem á

búshlutakröfu á hitt við fjárskipti. Þar er samþykkisins krafist fyrir allar fasteignir sem teljast

hjúskapareignir, enda varðar það makann miklu hvernig eignum hins er ráðstafað. Reglan í

sænsku og finnsku hjúskaparlögunum nær hinsvegar aðeins til eigna sem kæmu til skipta við

fjárskipti, og takmarkar því ekki forræði á séreignum.81

Síðarnefnda sjónarmiðið kemur þó upp að vissu marki fram í íslensku lögunum. Í 59. gr.

hjskl. segir að hjónum sé skylt að fara vel með hjúskapareignir sínar og gæta þess að þær

skerðist ekki vegna ótilhlýðilegrar háttsemi.82 Í þessari grein felst meginregla sem bergmálar

sjónarmiðið um samstöðu hjóna, félagslega og efnahagslega, sem meðal annars kemur fram í

2. og 3. gr. hjskl.. Ef maki telur að brotið sé á honum á þennan hátt býðst honum aðallega að

krefjast fjárskipta án skilnaðar. Við þau fjárskipti gæti viðkomandi svo krafist endurgjalds,

sbr. 107. gr. hjskl., og riftunar á óhóflegri gjöf sbr. 66. gr. þeirra, ef svo ber undir.83

Þótt að heimild maka til að ráðstafa ákveðnum eignum sínum sé takmarkað með þessum

hætti er heimild hans til ráðstöfunnar annarra eigna ekki takmörkuð. Ef annar maki leggur

megnið af sínum fjármunum t.d. í hlutabréf eða aðrar fjárfestingar sem lúta engum

79 Alþt. 1992-93. A-deild, bls. 2517. 80 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 510. 81 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 422. 82 Hér skal tekið fram að ákvæðið tekur ekki til séreigna. Aðila er þannig heimilt að fara með séreign sína eins og honum sýnist. 83 Hrefna Friðriksdóttir: ,,Sifja- og erfðaréttur”. bls. 443.

Page 23: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

23

takmörkunum á meðan hitt setur sína fjármuni í fasteign fjölskyldunnar getur skapast nokkuð

ósanngjörn staða. Þá er í hjskl. ekki að finna neina takmörkun á því hvað maki má kaupa án

samþykkis eða jafnvel vitundar hins.

Þótt að takmörkun ráðstafana sem koma fram í 60. og 61. gr. hjskl. veiti vissulega nokkra

vernd er maka þó heimilt að ráðstafa eignum sínum þar sem þeim reglum sleppir. Þannig

getur það skekkt helmingaskiptin verulega ef annað hjóna gætir að sinni hjúskapareign eða

eykur við hana en hitt gerir það ekki. Með þeim hætti getur framlag annars til

heildarverðmætisins sem er skipt jafnt á milli vera mikið meira en hins. Þetta getur einnig haft

áhrif á möguleika annars hjóna til að krefjast skáskipta. Ef annað hjóna kom með mikil

verðmæti í hjúskapinn og hefur gætt vel að þeim svo að hægt sé að rekja þau til baka eykur

það verulega á líkur þess að krefjast megi skáskipta skv. 104. gr. hjskl.

2.4.5 Ábyrgð á skuldbindingum

Reglurnar um heimild hjóna til að skuldsetja maka sinn hafa mikla þýðingu þegar kemur að

fjárskiptum. Það er einungis „skír hjúskapareign“ hvors um sig sem kemur til skipta skv.

helmingaskiptareglu 103. gr. hjskl. Þegar skír hjúskapareign er fundin eru skuldir sem hvíla á

maka dregnar frá eignum hans, sbr. 100. gr. Þannig getur heimild annars maka til að

skuldbinda sig og maka sinn haft mikil áhrif á eignastöðu hans þegar skír hjúskapareign er

fundin.

Meginreglan um ábyrgð hjóna á skuldum sínum er í góðu samræmi við meginregluna um

forræði maka á eignum sínum. Með henni er gengið úr skugga um að maki geti ekki

takmarkað eignir hins eða gengið á þær með því að binda þær skuldum. Þá væri það einnig

brot á meginreglunni um forræði maka á eignum sínum ef skuldheimtumenn gætu gengið að

þeim fyrir skuldum sem eigandinn bakaði sér ekki.84 Meginreglan kemur nú fram í 67. gr.

hjskl. og segir að hvort hjóna beri ábyrgð á þeim skuldbindingum sem á því hvíla hvort sem

þær hafi stofnast fyrir hjúskapinn eða síðar. Meginreglan er svo áréttuð í 68. gr. sem gerir það

skýrt að annað hjóna geti ekki skuldbundið hitt nema það sé sérstaklega heimilað í lögum eða

með samningi hjóna.85

Í Hrd. 1995, bls. 3012 var meginreglan um skuldaábyrgð hjóna áréttuð enn frekar. M var útgefandi skuldabréfs sem var tryggt með veði í fasteign. Þessa fasteign áttu M og K í óskiptri sameign. K veitti leyfi til þess að fasteignin væri öll sett að veði skuldabréfinu. Þegar kom til fjárskipta milli þeirra hélt M því fram að skuldbindingin væri sameiginleg á milli

84 Peter Lødrup: Familieretten, bls. 139. 85 Alþt. 1992-93. A-deild, bls. 2521.

Page 24: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

24

þeirra. K hélt því aftur á móti fram að hún bæri ekki ábyrgð á skuldinni, heldur hefði hún aðeins heimilað M að leggja fasteignina að veði. Niðurstaðan var sú að M taldist ekki hafa sýnt fram á á hvaða grundvelli K bæri ábyrgð á skuldinni. Því var ekki litið svo á að M og K bæru sameiginlega ábyrgð á skuldinni. Niðurstöðu héraðsdóms var snúið í þessu tilviki.

Við þetta skal bæta að það er í raun ekkert því til fyrirstöðu að hjón gangist að

sameiginlegri skuldbingu. Þetta krefst þess þó að báðir makar hafi veitt lánara samþykki sitt

fyrir því að þau skuldi skuldina í sameiningu. Hjón gera þetta til dæmis stundum við

íbúðarkaup, og bera þá báðir makar solideríska ábyrgð á skuldbindingunni.86

Samkvæmt hefðbundnum lögskýringarreglum eru undantekningar frá meginreglum

túlkaðar með þrengjandi lögskýringu.87 Það er því ljóst að þær undantekningar frá

meginreglunni skuldaábyrgð hjóna sem koma fram í fremur matskenndum ákvæðum 69. og

70. gr. hjskl. verði túlkaðar með mjög þröngum hætti.

Í 69. gr er heimild fyrir annað hjóna til að skuldbinda bæði og í 70. gr. heimild fyrir annað

hjóna til að skuldbinda hitt. Ákvæðin eru bundin frekar þröngum skilyrðum. Bæði miðast við

að löggerningurinn sé gerður á meðan hjúskap á stendur.88 Ákvæði 69. gr. heimilar maka að

gera samninga sem eru venjulegir miðað við hagi fólksins og afkomu, eru vegna sameiginlegs

heimilishalds, vegna sérþarfa makans sem stendur að samningnum, eða vegna barna. Hér er

því um að ræða neysluvörur og heimilsbúnað, mat, eldsneyti, síma og rafmagnsreikninga, og

fleira. Það sem talið verður að flokkist sem „lúxusvörur“ myndi yfirleitt falla utan 69. gr.89 Í

tíð eldri laga taldist húsbúnaður, svo sem stærri raftæki, hjómflutningsgræjur, hrærivélar og

ísskápar ekki til heimilishaldsins. Því hefur þó verið haldið fram að neyslumynstur hafi breyst

á þann vega að slíkir munir teljist til heimilshalds í dag, ef þeir eru í látlausari kantinum, og

falla þannig undir 69. gr.90 Leigusamningar um leigu íbúðar undir fjölskylduna falla þarna

undir, sem og vistun barna á leikskóla.91 Undir þarfir barna í skilningi ákvæðisins hefur verið

felldur til dæmis kostnaður af skólabókum, tannviðgerðir, föt og leikföng.92 Persónulegar

þarfir maka innihalda föt og lækniskostnað, þar með talin tannlæknakostnað, snyrtivörur,

gleraugu og þess háttar. Hér ber að horfa til mælikvarðans um „venjulega“ samninga, sem

86 Peter Lødrup: Familieretten, bls. 139. 87 Róbert Spanó: Túlkun lagaákvæða, bls. 342. 88 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 454 og 470. 89 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 460. 90 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 461. 91 Í Alþt. 1992-93. A-deild, bls. 2521 eru áréttaðar tvær breytingar frá tíð eldri laga. Annarsvegar er tekið fram að ráðning starfsfólks til heimilisins falli ekki lengur undir ákvæðið, og að vistun barna á leikskóla sé núna svo sjálfsögð að útgjöld vegna hennar falli undir 69. gr. Samfélagið hefur breyst töluvert síðan 1923. 92 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 463.

Page 25: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

25

miðast við afkomu hverrar fjölskyldu.93 Þessi regla um sérþarfir maka var flutt úr eldra

ákvæði, þar sem talað var um sérþarfir húsfreyju.94 Konan hafði þá oftar en ekki lítið eða

ekkert ráðstöfunarfé, og var henni veitt ákveðin vernd með því að geta skuldbundið mann sinn

á þennan hátt. Vegna jafnréttissjónarmiða var ákvæðinu svo breytt í „sérþarfir maka“ og er

þannig í dag.95

Í 70. gr. er svo heimild fyrir annað hjóna að gera nauðsynlega ráðstafanir fyrir hönd maka

síns svo að þær skuldbindi hann. Þetta er háð nokkrum skilyrðum, aðallega því að maki þess

sem gerir ráðstafanirnar sé ókleift að gera ráðstafanir sjálfur vegna veikinga eða fjarveru, og

að öðrum hafi ekki verið falin sú umsýsla. Ákvæðið á margt skylt við reglur um óbeðinn

erindisrekstur, en þó er töluverður munur á.96 Til dæmis er það skilyrði að þörf vegna

framfærslu fjölskyldunnar geri ráðstafanirnar nauðsynlegar. Aðgerðirnar eru þannig ekki

framkvæmdar aðeins til verndar hagsmuna annars, heldur líka hagsmuna þess sem

framkvæmir þær. Þá er skilyrðið um „þörf“ í 70. gr. ekki jafn þröng og skilyrði óbeðins

erindreksturs.97

Í þessari umfjöllun er rétt að minnast á að engar reglur eru í hjskl. sem takmarka heimild

maka til að skuldsetja sig sjálfan. Þetta getur verið þýðingarmikið þegar litið er til þeirra

reglna sem gilda um fjárskipti samkvæmt helmingaskiptum. Segjum að makar eigi fasteign

saman að jöfnum hlutföllum, og hlutur beggja teljist hjúskapareign. Ef annað skuldar meira en

það á þegar kemur til fjárskipta, er það aðeins helmingur hins sem kemur til skiptanna. Þannig

hafa reglur um heimild maka til að skuldsetja sig mikla þýðingu fyrir fjárskipti.

Almenna reglan er sú að skuld tengd eign sem er séreign verður látin falla utan skipta með

séreigninni. Þessi regla kemur fram í 2. mgr. 101. gr., og má nefna slíkar skuldir „sérskuldir“.

Slíkar skuldir eru þannig ekki taldar með þegar eignir og skuldir hjóna eru taldar saman.98

Sama gildir þegar eignum er haldið utan skipta með vísan til 104. gr. um skáskipti. Ef eign er

haldið utan skipta á þeim grundvelli mun skuld tengd eigninni einnig haldið utan skiptanna.

Í Hrd. 1985, bls. 322 var meðal annars deilt um hvort að fasteign skyldi standa utan skiptana. Í stuttu máli var fallist á það. Þá var einnig deilt um hvort að allar skuldir sem tryggðar voru með veði skyldu standa utan skiptanna líka. K taldist hafa sýnt fram á að ákveðin veðskuld við Eftirlaunasjóð Sláturfélags Suðurlands skyldi standa utan fjárskiptanna, enda hefði til skuldarinnar verið stofnað til að fjármagna bifreiðakaup og einkaneyslu M. Fallist var á að

93 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 464. 94 Alþt. 1992-93. A-deild, bls. 2521. 95 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 465. 96 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 470. 97 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 471. 98 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 783.

Page 26: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

26

halda þeirri skuld utan skiptanna. Aðrar áhvílandi veðskuldir skyldu þó fylgja eigninni, enda giltu ekki sérstakar málsástæður um þær eins og veðskuldina við Eftirlaunasjóð Sláturfélags Suðurlands.

Aldrei hefur verið sett fram krafa um það fyrir dómi, en jafnvel mætti komast að þeirri

niðurstöðu að skáskiptum 104. gr. bæri að beita á þeim grundvelli að það væru bersýnilega

ósanngjörn málalok að láta ákveðna skuld telja við fjárskipti.

Page 27: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

27

3 Helmingaskipti

3.1 Inngangur

Meginreglan um fjárskipti hjóna að íslenskum rétti er reglan um helmingaskipti. Meginreglan

er sú að skírri hjúskapareign beggja maka skal skipta til helminga á milli þeirra. Frá reglunni í

sinni einföldustu mynd eru þó heimiluð ýmis frávik. Frávikin eru mjög ólík, en þau eiga það

öll sameiginlegt að styrkja helmingaskiptaregluna með því að leiðrétta niðurstöður hennar

sem gætu þótt ósanngjarnar og gera henni þannig kleift að takast á við fjölbreytt og ólík tilvik

með sanngjörnum hætti.

Umfjölluninni er skipt upp þannig að fyrst er fjallað um fjárskipti hjóna með almennum

hætti. Svo er vikið að helmingaskiptareglunni í sinni hreinustu mynd og þeim frávikum sem

gilda um hana sem myndu samt teljast til útfærslna á henni.

3.2 Fjárslit milli hjóna

3.2.1 Almennt

Það reynir töluvert á reglurnar um fjárslit milli hjóna í nútímasamfélagi. Þessar reglur eru þær

sem skapa mestan ágreining og átök innan hjúskaparréttarins. Reglur um slit eða upphaf

hjúskapar skipta auðvitað miklu fyrir fjölskyldumyndina og samfélagið. Það eru þó reglurnar

um fjárskipti sem bjóða upp á meiri óvissu varðandi túlkun og deilur.99

Við skilnað hjóna og andlát skal skírri hjúskapareign hvors um sig skipt á milli þeirra skv.

6. gr. hjskl.100 Það er skilyrði þess að leyfi til skilnaðar verði veitt að fyrir liggi staðfest

samkomulag milli hjóna um fjárskipti, eða að opinber skipti séu hafin vegna fjárslita. sbr. 2.

mgr. 44. gr. hjskl. Þá skulu fjárskipti fara fram eftir reglum hjskl. um skipti við andlát annars

hjóna sbr. 2. mgr. 95. gr. hjskl.

Stundum ber svo við að þegar skuldir og eignir hjóna hafa verið teknar saman er

niðurstaðan sú að engum eignum er til að skipta. Um slík tilvik segir í 95. gr. að hjón undirriti

sérstaka yfirlýsingu þar að lútandi sem er staðfest af sýslumanni eða dómara.101 Slík yfirlýsing

uppfyllir einnig skilyrði 2. mgr. 44. gr. hjskl.fyrir lögskilnaði.

99 Peter Lødrup: Familieretten, bls. 139. 100 Þá er hægt að krefjast opinberra skipta á grundvelli 91. gr. þótt hjúskapnum hafi ekki verið slitið. Reglurnar um fjárskipti milli hjóna er að finna í 13. kafla (fjárskipti milli hjóna án skilnaðar), í 14. kafla. (fjárskipti milli hjóna vegna hjúskaparslita ofl.) og loks eru ákvæði í fimmta kafla um ógildingu hjúskapar. 101 Hrefna Friðriksdóttir: ,,Sifja- og erfðaréttur”. bls. 454.

Page 28: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

28

Í Hrd. 2006, bls. 1637 (172/2006) var deilt um hvort yfirlýsing annars hjóna um eignaleysi beggja nægði sem yfirlýsing um eignaleysi í skilningi 95. gr. Í hinum kærða úrskurði héraðsdóms, sem staðfestur var með vísan til forsendna, sagði að vafalaust væri af orðalagi að yfirlýsing annars maka nægði ekki. Því voru skilyrði 2. mgr. 44. gr. ekki uppfyllt og kröfu um lögskilnað vísað frá dómi.

Í núgildandi hjskl. voru teknar upp efnislega reglur skiptaréttar um fjárskipti hjóna. Talið

var að vegna þess hve miklu hjskl. varði almenning væri rétt að þar væri aðgengilegt yfirlit

yfir fjárskipti hjóna, auk reglnanna í skiptalögum. Reglurnar í hjúskapar- og skiptalögum voru

því samræmdar, og gilda nú fjárskiptareglur hjskl. hliðstætt þeim sem er að finna í

skiptalögunum.102

Það er eitt af grunnsjónarmiðum íslensku fjárskiptareglnanna að við lok hjúskapar og

fjárslita sé sambandi aðilanna lokið. Í fumvarpi til hjskl. er tekið fram að löggjöfin sé meðal

annars byggð á því grunnsjónarmiði að hjúskapur eigi ekki að vera framfærslustofnun sem

nær út fyrir endimörk sín. Með þessu er átt við að stefnt sé að því að hafa reglur um

framfærslu annars aðilans til hins eftir hjúskapinn mjög takmarkaðar. Sjónarmiðið er líka

sýnilegt í öðrum ákvæðum hjskl., t.d er heimild til að fella úr gildi fjárskiptasamning skv. 2.

mgr. 95. gr. sett það tímamark að málið skuli höfðað innan árs frá fullnaðardómi eða útgáfu

leyfisbréfs til skilnaðar.

Í tíð eldri laga og jafnvel í dómaframkvæmd var talað um eignir hjóna, sem sagt það

eignasafn sem verður skipt á milli þeirra við fjárskipti með nánar til greindum reglum, sem

„bú“ eða „félagsbú“. Þetta gat gefið skekkta mynd af því hvað átti sér stað í raun við fjárskipti

hjóna og er sennilega ein af ástæðum þessa viðvarandi misskilnings um fjármál í hjónabandi.

Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til skiptalaga var tekið fram að það skyldi gera

meðvitaða hugtakabreytingu í þessum efnum. Falla skyldi frá því að tala um að skipta „búi“

eða „félagsbúi“ hjóna og þess í stað talað um um fjárslit milli hjóna. Að tala um „bú“ sem

þyrfti að skipta milli hjóna gæfi villandi mynd af stöðu eigna hjóna í hjúskap. Við fjárskipti

hjóna verði ekki til lögpersóna sem eigi eignir eða ber skuldir á milli hjóna eins og gerist með

þrotabú eða dánarbú.103 Sem dæmi um þennan misskilning úr dómaframkvæmd má nefna að í

kærðum úrskurði héraðsdóms sem fór fyrir Hæstarétt í máli Hrd. 2002, bls. 1718 (146/2002)

má sjá hvernig kröfugerðin er orðuð. Þar eru gerðar kröfur á hendur búinu, talað um búnað

sem tilheyrði búinu og fleira í þeim dúr. Dómari tók á hinn bóginn fram í úrskurðinum að:

102 Alþt. 1992-93. A-deild, bls. 2528-2529. 103 Lára V. Júlíusdóttir: ,,Lífeyrisréttindi við skilnað”, bls. 366. Sjá sambærilega umfjöllun í Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 757.

Page 29: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

29

„Af þessum orðum og öðrum athugasemdum við ákvæði XIV. kafla er ljóst, að eignir aðila tilheyra ekki „búi“ þrátt fyrir að yfir standi opinber skipti til fjárslita milli þeirra, en tilvitnað hugtak kemur ítrekað fram í málatilbúnaði aðila og gögnum er stafa frá skiptastjóra.“

Sambærilegar athugasemdir voru gerðar um hugtakanotkun í norsku hjúskaparlögunum.

Þar hefði tíðkast lengi að tala um „bo“ og „felleseiebo„ eða jafnvel „skiftebo“ sem þyrfti að

skipta. Vegna ofangreindra röksemda um að bú eigi ekki eignir eða skuldir né borgi skatt

sjálfstætt var talið að takmarka ætti þessa hugtakanotkun eftir föngum.104

3.2.2 Einkaskipti

3.2.2.1 Fjárskiptasamningur Ljóst er að algengasta aðferð til fjárskipta milli hjóna er með fjárskiptassamningi þar að

lútandi í einkaskiptum.105 Samkomulag um fjárskipti er endanlegt uppgjör á milli hjóna sem

tekur til allra eigna þeirra og skulda. Þegar svona samkomulag er gert eru aðilar oft í

töluverðu uppnámi, og eru tilfinningar eðlilega tengdar eignunum sem skipta skal á milli

þeirra. Það er því algengt að löglærðir umboðsmenn hjónanna veiti þeim aðstoð við

samningsgerðina.106 Þetta er tilkomið vegna þess að yfirleitt leiti aðilar eftir sem bestri

niðurstöðu, og er þá algengast að bæði hafi sinn lögmann eða lögfræðing sem getur varið

hagsmuni þeirra.107

Heimild hjóna til að skipta fjármunum sínum með samkomulagi er að finna í 95. gr. hjskl.

Þar segir að hjón geti ráðið fjárskiptum sínum vegna skilnaðar til lykta með samningi.108

Jafnframt eru í ákvæðinu formkröfur um slíkan samning, en hann skal vera skriflegur og

undirritaður af hjónunum, eða umboðsmönnum þeirra, og staðfestur fyrir sýslumanni eða

dómara. Sambærilegar formkröfur er ekki að finna í löggjöf hinna Norðurlandanna. Ármann

Snævarr segir í umfjöllun um formkröfurnar að það sé eðlilegt að gera formkröfur til svo

mikilvægs samnings.109 Áður en skilnaður er veittur verður fjárskiptasamningur sem uppfyllir

formkröfur laganna að vera til staðar, nema opinber fjárskipti séu hafin.

Hjónum eru ekki settar reglur um hvers efnis fjárskiptasamningurinn skuli vera. Þau geta

hagað málum sínum hvernig sem þeim sýnist. Þó er takmörkun á heimild hjóna til að gefa

eftir eignir við fjárskipti að finna í 110. gr. hjskl, en hún mælir fyrir um að skilyrði þess að

104 Peter Lødrup og Vera Holmøy: Ekteskapsloven, bls. 426. 105 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 759. 106 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 834. 107 Peter Lødrup: Familieretten, bls. 139. 108 Ármann tekur fram í riti sínu að þótt að í ákvæðinu sé tekið fram „vegna skilnaðar“ hljóti heimildin einnig að taka til fjárskipta hjóna vegna ógildingar hjúskapar. Ármann Snævarr: Hjúskapar og sambúðarréttur, bls. 838. 109 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 835.

Page 30: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

30

maki gefi eftir tilkall sitt til eigna sé að eigi sé ástæða til að óttast að hann geti ekki fullnægt

fjárskuldbindingum. Þá eru heldur ekki settar reglur um ferli skipta ef hjón fara þá leið að

gera sjálf samning um einkaskipti. Það er þó ljóst að það greiðir mikið úr framkvæmd

skiptanna ef gerðar eru skriflegar skrár jafn óðum um niðurstöður funda þar sem ákveðið er

hvernig ákveðnum eignum verður skipt.110 Þó skal minnast aftur á að gerð er formkrafa um

fjárskiptasamninginn sjálfan þegar hann liggur fyrir.

Eins og áður hefur verið vikið að er helmingaskiptareglan meginregla fjárskipta milli

hjóna, og hlýtur hún því í mörgum tilvikum að hafa ákveðin áhrif á efni fjárskiptasamninga.

Þetta er þó á engan hátt algilt, og er algengt að tillit sé tekið til efnahags hjóna, aldurs þeirra

og heilsufars og annarra aðstæðna.111 Þá gæti verið eðlilegt að fjárskiptasamningur tæki mið

af því ef annað foreldra mun koma til með að sjá um uppeldi barna.112

Eins og helmingaskipti eru algengur áttaviti við gerð fjárskiptasamnings koma skáskipti

samkvæmt 104. gr. líka til greina við gerð fjárskiptasamnings. Það væri til dæmis ekki

óeðlilegt ef horft væri til þess við gerð fjárskiptasamnings hvaða verðmæti maki kom með í

hjúskapinn. Þá mun það tíðkast að samkvæmt fjárskiptasamningi haldi maki gjafamunum eða

verðmætum sem hann erfði á meðan hjúskapnum stóð.113

Þótt að fjárskiptasamningi sé ætlað að vera endanlegt uppgjör milli hjóna er ekki þar með

sagt að honum geti ekki verið ætluð áhrif eftir lok hjúskaparins. Þannig er stundum vísað til

þess að leyst verði úr mögulegum ágreiningi af þar til bærum aðila, eða að annað skuli greiða

hinu lífeyri.114

3.2.2.2 Fjárskiptasamningi vikið til hliðar eða ógiltur Í 2. mgr. 95. gr. er heimild til að ógilda fjárskiptasamning ef hann var „bersýnilega

ósanngjarn“ á þeim tíma er til hans var stofnað. Hér er um að ræða sanngirnismælikvarða, þar

sem skoða þarf marga ólíka þætti samningsins, tilkomu hans og aðstöðu makanna. Við matið

er horft töluvert mikið til helmingaskiptareglunnar, og verður áhrifum hennar og annarra

fjárskiptareglna á matið gerð skil hér.

Það hefur verið talinn grunnþáttur sanngirnismats 2. mgr. 95. gr. að skoða hvort að

samningur víki frá meginreglunni um helmingaskipti. Það er ákveðin vísbending ef svo er, og

gefur það tilefni til að skoða nánar hvort að báðir aðilar hafi haft fullan vilja til þess. Það skal

þó tekið fram að það eitt og sér, að samningur víki frá helmingaskiptareglunni eða öðrum

110 Peter Lødrup: Familieretten, bls. 139. 111 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 841. 112 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 841. 113 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 843. 114 Hrefna Friðriksdóttir: ,,Sifja- og erfðaréttur”. bls. 457.

Page 31: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

31

fjárskiptareglum, þýðir ekki að hann sé ósanngjarn. Það þarf alltaf að horfa til allra þátta sem

hafa áhrif.115

Önnur atriði sem hafa áhrif á hvort samningur teljist ósanngjarn eru meginreglan um frelsi

til að semja um fjárskipti. Sjónarmiðið hefur áhrif á þann hátt að þótt að samningur víki frá

helmingaskiptareglu eða í honum halli á annan aðila skuli það eitt og sér ekki mæla með

ógildingu hans. Skoða þarf með nokkuð nákvæmum hætti hvort að báðir aðilar hafi gert sér

grein fyrir því að annað bæri skertan hlut frá borði.116 Aðstaða hjóna við samningsgerðina

hefur töluvert vægi, til dæmis hvort samningur var undirbúinn eingöngu af öðrum aðila, hvort

annað hjóna naut aðstoðar lögfræðings, og hvort hafði yfirsjón fjármála í hjúskapnum. Hér má

nefna einn dóm til dæmis um beitingu reglunnar.117

Í Hrd. 1997, bls. 2429 var deilt um hvort rétt væri að fella fjárskiptasamning úr gildi með 2. mgr. 95. gr. Í fjárskiptasamningnum komu ekki fram fjárhæðir eigna og skulda sem voru taldar í honum, og í þeirri skiptingu sem samningurinn lýsti var vikið töluvert frá helmingaskiptareglunni á kostnað K. Sýnt var fram á að K hafði verið ófær um að gæta hagsmuna sinna við samningsgerðina vegna læknisfræðilegra ástæðna, og naut hún þar að auki ekki lögfræðilegrar aðstoðar við samningsgerðina eins og M. Við skilnaðinn hafði K fengið forsjá þriggja barna hjónanna, en í forsendum samningsins var gengið út frá því að forsjá þeirra væri í höndum M. Niðurstaðan varð sú að fjárskiptasamningurinn var felldur úr gildi.

Í ákvæðinu er sanngirnismatið töluvert strangt. Það er talið mikilvægt sjónarmið í

norrænum rétti að ekki sé hróflað við fjárskiptasamningi nema sérstaklega standi á. Það skipti

aðila hjúskapar miklu máli, tilfinningalegu og efnahagslegu, að þurfa ekki að horfa mikið um

öxl eftir gerð fjárskiptasamnings. Af þessum sökum er mjög algengt að kröfu um ógildingu á

þessum grundvelli sé hafnað af norrænum dómstólum.118

Því hefur verið haldið fram að erfitt sé að dæma samning sem bersýnilega ósanngjarnan ef

hann er í samræmi við meginregluna um helmingaskipti. Í því tilviki hefði viljaafstaða

samningsaðila eða aðstöðumunur minni áhrif. 119 Þetta er byggt á þeim grundvelli að þar sem

helmingaskiptareglan sé meginreglan leiði hún oftast til sanngjarnrar niðurstöðu. En er það

svo? Í athugasemdum í frumvarpi því sem varð að hjskl. segir um 1. mgr. 104. gr. að stundum

leiði helmingaskiptareglan til ósanngjarnrar niðurstöðu. Er þá hægt að segja að samningur

verði aðeins talinn ósanngjarn í skilningi 2. mgr. 95. gr. að því gefnu að hann víki frá

helmingaskiptareglunni? Hvar standa þá hjón sem eru í þeirri aðstöðu að sennilega hefðu

115 Davíð Þór Björgvinsson: „Ógilding skilnaðarsamninga skv. 54. gr. l. 60/1972“, bls. 184. 116 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 848. 117 Hrefna Friðriksdóttir: ,,Sifja- og erfðaréttur”. bls. 460. 118 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 849. 119 Davíð Þór Björgvinsson: „Ógilding skilnaðarsamninga skv. 54. gr. l. 60/1972“, bls. 184.

Page 32: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

32

skáskipti verið heimiluð í opinberum skiptum, og gera svo fjárskiptasamning í samræmi við

helmingaskiptaregluna?

Í framkvæmd fer sanngirnismat 2. mrg. 95. gr. hjskl. yfirleitt þannig fram að fyrst er

skoðað hvort að vikið sé frá helmingaskiptareglunni í veigamiklum atriðum.120 Ef vikið er frá

reglunni eru svo fleiri þættir metnir, sem kunna að útskýra frávikið. Í eftirfarandi dómi var

gerður fjárskiptasamningur sem minnir töluvert á skáskipti 104. gr. hjskl.

Í Hrd. 13. mars 2008 (384/2007) minnti fjárskiptasamningur vegna skilnaðar verulega á séreignarfyrirkomulag eða skáskipti 104. gr. hjskl. Eftir að M og K hófu sambúð keyptu þau fasteign og þinglýstu í hlutföllum 85% á móti 15%. Í gegnum hjúskapinn héldu þau eignarhlutunum skýrum, og þegar þau skildu gerðu þau fjárskiptasamning í samræmi við ólíku hlutföllin. K reyndi seinna að fá samningnum hrundið á þeim grundvelli að hann véki í veigamiklum atriðum frá helmingaskiptareglunni. Hún bar því við að henni hefði ekki verið kunnugt um regluna við gerð samningsins. Meirihluti Hæstaréttar hafnaði kröfunni á þeim grundvelli að vanþekking K á helmingaskiptareglunni væri ekki næg ástæða til að ógilda samninginn. Í sératkvæði eins dómara var ógildingin samþykkt þar sem talið var að vanþekking K næg ástæða til þess.

Í dóminum var ekki vikið að því hvort að samningurinn gæti einn og sér verið talinn

sanngjarn þrátt fyrir að í honum væri vikið frá helmingaskiptareglum. Álitamálið sem þótti

skipta máli og var í samræmi við kröfur aðilanna var hvort að vanþekking K á

helmingaskiptareglunni nægði til að rétt væri að ógilda samninginn. Svo virðist sem að

skilyrði 104. gr. séu uppfyllt, og líkur á að heimild til skáskipta 104. gr. hefði verið veitt ef

aðilar krefðust þess í opinberum skiptum. M kom með stærri hlut í hjúskapinn og hjónabandið

varði ekki í langan tíma. Þá má deila um hvort að fjárhagsleg samstaða hafi myndast með

hjónunum, í öllu falli héldu þau eignarhlutum sínum í fasteigninni aðskildum. Þótt að

ómögulegt sé að fullyrða um það núna er ekki útilokað að öðru hjóna hefði verið heimilað að

beita skáskiptum um fjárskiptin hefði þess verið krafist í opinberum skiptum.

Því hefur verið haldið fram að horfa verði til skáskiptareglunnar þegar ójöfnuður milli

maka í fjárskiptasamningi er metinn. Ef líkur eru á að skáskipti fáist í opinberum skiptum er

hægt að segja að það hafi áhrif á ósanngirnismatið.121 Hér skal tilgreina einn dóm til viðbótar

þar sem fjárskiptasamningur minnti í verulegum atriðum á skáskipti 104. gr.

Í Hrd. 6. mars 2008 (165/2007) var deilt um gildi fjárskiptasamnings M og K sem staðfestur hafði verið fyrir sýslumanni vegna skilnaðar að borði og sæng. Seinna krafðist K þess að samningurinn yrði felldur úr gildi þar sem hann væri bersýnilega ósanngjarn. Samningurinn var á þá leið að M tæki allar eignir og skuldir hjónanna, og greiddi K út eina milljóna króna.

120 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 846. 121 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 846.

Page 33: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

33

Þegar tekið var tillit til hreinnar eignar var ljóst að samningurinn vék í verulegum atriðum frá helmingaskiptareglunni. Í úrskurði héraðsdóms er rakið sjónarmiðið um að hjónum sé í valdi samningafrelsisins heimilt að semja eins og þau vilji. Þetta sé háð þeim takmörkunum að samningurinn megi ekki vera bersýnilega ósanngjarn á þeim tíma sem til hans er stofnað. Horft var sérstaklega til yfirlýsingar sem aðilar höfðu gefið í viðurvist vitna um að ef til skipta kæmi skyldi hlutdeild þeirra í ákveðinni jörð haldið utan skipta. Ljóst var að ekki væri um kaupmála að ræða, heldur viljayfirlýsingu. Með tilliti til þessa þótti sýnt fram á fullan vilja samningsaðila til að samningurinn yrði eins og raun bar vitni, og hafnað að hann væri bersýnilega ósanngjarn, þrátt fyrir að í honum væri vikið frá helmingaskiptareglum

Í málinu var ekki farið sérstaklega yfir hvort að líkur væru á því að skáskiptum hefði verið

beitt ef málið hefði komið til opinberra skipta. Sýnt var fram á að K hafði fengið leiðsögn hjá

löglærðum fulltrúa sýslumanns um að með efni samningsins væri vikið frá

helmingaskiptareglunni í veigamiklum atriðum, en K virtist vera það ljóst við

samningsgerðina. Þá hafði K unnið í lengri tíma í fjármálageiranum, og var talin vel læs á

löggerninga sem þennan. Með tillits til alls þessa, og þess að M tók á sig töluverðar skuldir

skv. samningnum, þótti hann ekki bersýnilega ósanngjarn.

Í 2. ml. 2. mgr. 95. gr. er heimild ákvæðisins svo settur sá tímafrestur að dómsmál skuli

höfðað innan árs frá fullnaðardómi eða útgáfu leyfisbréfs til skilnaðar. Það tíðkast þó að

nokkru marki að mál séu höfðuð eftir að þessi frestur er liðinn, en þá er byggt á almennum

reglum fjármunaréttar sjálfstætt.122 Það er þó spurning hversu lengi eftir þennan frekar

skamma frest er hægt að byggja á almennum reglum fjármunaréttar og 36. gr. laga nr. 7/1936

um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Hér má bera tímafrestinn saman við

sambærilega 2. mgr. 65. gr. norsku hjúskaparlaganna, en þar er frestur til að krefjast

ógildingar takmarkaður við þrjú ár.123 Um hana hefur verið sagt að tæpt væri að byggja á

almennum reglum fjármunaréttarins við ógildingu samnings, enda væru tómlætisáhrif eftir

svo langan tíma farin að valda því að krafan um ógildingu félli niður.124 Hér má nefna dóm

Hrd. 2006, bls. 5339 (316/2006).

Í Hrd. 2006, bls. 5339 (316/2006) var krafist ógildingar samnings vegna þess að hann væri bersýnilega ósanngjarn. Vísað var til 2. mgr. 95. gr. hjskl. og 31. og 36. gr. samningalaganna, en sex ár voru liðin frá því að samningurinn var gerður. Augljóslega var tímafrestur til beitingar 2. mgr. 95. gr. löngu liðinn, og kom þá til álita hvort að 36. gr. samningalaganna tækju enn til samningsins. Tómlætið sem fólst í þeim langa tíma sem leið frá gerð samningsins þar til að K höfðaði málið var talið meðal röksemda þess að hafna ógildingunni.

122 Hrefna Friðriksdóttir: ,,Sifja- og erfðaréttur”, bls. 459. 123 2. mgr. 65. gr. norsku hjúskaparlaganna: „Søksmål etter første ledd andre og tredje punktum må være reist senest tre år etter at avtalen ble inngått.“ 124 Peter Lødrup og Vera Holmøy: Ekteskapsloven, bls. 426.

Page 34: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

34

3.2.3 Opinber skipti

3.2.3.1 Opinber skipti við lok hjúskapar Þótt að algengast sé að hjónum takist að ráða fjárslitum sjálf með samningi tekst það ekki

alltaf. Þannig geta hjón verið ósammála um ýmis atriði, og getur annað hjónanna eða bæði

krafist opinberra skipta.125 Opinber skipti eru því þrautaúrræði þegar hjónum tekst ekki að

semja um fjárskiptin og er þá yfirvaldi falið að skipta eignum á milli þeirra. Þá er einnig

algengt að hjón skipti hluta af eignum sínum á milli sín með fjárskiptasamning, en láti svo

skipta einhverjum hluta búsins með opinberum skiptum.126 Eins og áður segir skal einnig

beita reglum um opinber skipti ef fjárskiptin koma til vegna andláts maka sbr. 2. mgr. 96. gr.

Reglur um setu í óskiptu búi hafa þó þau áhrif á skipti vegna andláts maka að yfirleitt fara þau

ekki fram fyrr en eftir andlát langlífari maka.127 Þó mun vera nokkuð algengt að skipti skv. 2.

mgr. 96. gr. fari fram sem einkaskipti, ekki ósvipað því sem við á í fjárskiptum vegna

skilnaðar.

Helstu efnisreglur opinberra skipta er bæði að finna í 96.–98. gr. hjskl., og í 14. kafla

skiptalaga. Helstu heimildina um opinber skipti er að finna í 1. mgr. 96. gr. hjskl., en þar segir

að annað hjóna eða bæði geti krafist opinberra skipta milli þeirra. Krafan er háð skilyrðum 97.

gr. þar sem segir að hún skuli vera skrifleg og henni beint að héraðsdómstól. Þá verður að

telja að almennar kröfur sem koma fram í skiptalögum gildi líka, svo sem að eignir muni

nægja fyrir kostnaði skiptanna, nema trygging sé sett sbr. 4. mgr. 101. gr. skiptalaganna.

Opinber skipti fara þannig fram að héraðsdómur felur skiptastjóra yfirumsjón með

fjárskiptunum. Aðilum er skylt að greina rétt frá eignum sínum og skuldum, sem og öðrum

atriðum sem geta komið að gagni við skiptin, sbr. 89. gr. Þetta er áréttað í frumvarpinu þar

sem segir:

„Miklu varðar fyrir skiptastjóra að fá ekki aðeins upplýsingar um eignir og skuldir hjóna, heldur einnig aðrar upplýsingar um fjármál þeirra. Mikilvægt er að halda hjúskapareignum aðskildum, svo og séreignum, og að það komi fram þegar við uppskrift hvort ágreiningur sé í því efni. Sama er um sérskuldir svo og samskuldir.“

Ef ágreiningur rís um skiptin og skiptastjóra tekst ekki að leysa hann beinir skiptastjóri

ágreiningnum til úrlausnar með úrskurði fyrir héraðsdóm sbr. 112. gr. skiptalaganna.

125 Hrefna Friðriksdóttir: ,,Sifja- og erfðaréttur”, bls. 455. 126 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 759. 127 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 758.

Page 35: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

35

3.3 Helmingaskipti

3.3.1 Meginreglan um helmingaskipti

Áður hefur verið fjallað um hvernig helmingaskipti við fjárslit séu meginreglan í norrænum

rétti. Meginreglan um helmingaskipti er áréttuð í stefnumarkandi 6. gr. hjskl:

6. gr. Nú skilja hjón að borði og sæng eða skilja lögskilnaði eða annað þeirra andast. Skal skírri hjúskapareign hvors um sig þá skipt til helminga, svo sem nánar segir í lögum þessum. Hjón geta samið um fjárskipti sín vegna skilnaðar að borði og sæng og lögskilnaðar, en ella getur annað þeirra eða þau bæði krafist opinberra skipta til fjárslita milli þeirra.

Sú lagagrein sem yfirleitt er vísað til þegar helmingaskipti eru annars vegar er þó 103. gr.

hjskl.

103. gr. Hvor maki um sig eða dánarbú hans eiga tilkall til helmings úr skírri hjúskapareign hins nema annað leiði af ákvæðum laga.

Í skiptalögum má einnig finna efnisreglu sem endurspeglar helmingaskipti í 4. mgr. 109.

gr. Helmingaskiptareglan, eins og hún kemur fyrir í norrænum hjúskaparrétti, er altæk. Með

því er átt við að hún tekur bæði til verðmæta sem makar koma með í hjúskapinn, og verðmæta

sem skapast á meðan á hjúskapnum stendur.128

3.3.2 Sjónarmið að baki helmingaskiptareglunnar

Meginreglunni um helmingaskiptareglunni var fyrst og fremst ætlað að veita mökum

fjárhagslega vernd við skilnað.129 Um ákvæðið segir í athugasemdum með frumvarpinu að

hún byggist á efnahagslegri samstöðu í hjúskapnum, og að hún stuðli að jafnstöðu maka við

hjúskaparlok.130 Þetta komi oft fram þannig að ef annað hjóna er töluvert tekjuhærra en hitt,

sérstaklega ef annað er heimavinnandi, mun verðmætasköpun hjónabandsins að mestu verða

hjá því tekjuhærra. Helmingaskiptareglan er þannig mikilvæg vernd fyrir það efnaminna

þegar kemur að skilnaði.131

Það sjónarmið sem horft er til vegna gildis helmingaskiptareglunnar í dag er það

sjónarmið að í flestum tilvikum eigi aðilar ekki sérstakar eignir þegar þeir ganga í hjúskap.

Eignir sem koma til skipta eru því í flestum tilvikum eignir sem urðu til milli aðilanna í

128 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 802. 129 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 802. 130 Alþt. 1992-93. A-deild, bls. 2532 131 Alþt. 1992-93. A-deild, bls. 2532-2533.

Page 36: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

36

hjúskapnum. Því sé eðlilegt og sanngjarnt að hjón fái jafnan hluta af þeim eignum sem eru til

við lok hjúskapar. Þetta eigi sérstaklega við þegar annað hjóna hefur verið heimavinnandi.132

Í nútímasamfélagi eru bæði hjóna mjög oft útivinnandi. Auðvelt er að hugsa sér hjón þar

sem annað er nógu sterkt efnahagslega til að sjá báðum aðilum fyrir húsnæði og fæði. Hitt

hjónanna vinnur þrátt fyrir það, en laun þess fara í betri lifnað þar sem það væri óþarfi fyrir

það að leggja peninga í einhverja eignamyndun. Ef það væri svo byggt á séreignarsjónarmiði

við fjárskipti milli þeirra löngu síðar stæði tekjulægri makinn sennilega eftir eignalaus,

einfaldlega vegna þess að það var ekki þörf fyrir framlag hans til framtíðareigna svo sem bíls

eða fasteignar.

Því hefur verið haldið fram að jafnvel þótt að aðstæður séu ekki jafn ýktar og í dæminu

hér að framan, t.d. ef annað leggur einfaldlega meira en hitt til eignamyndunnar vegna hærri

tekna, leiðir helmingaskiptareglan að nokkuð sanngjarnri niðurstöðu. Þegar fjárhagur maka er

mjög samofinn er erfitt eða ómögulegt að rekja kaup, tekjur og framlög aftur í tímann við

fjárskipti. Helmingaskiptareglan takmarkar nauðsyn þess að makar fylgist nákvæmlega með

eignum sínum og eignum hins með því að skipta einfaldlega hreinum eignum hjúskaparins á

milli þeirra.133

Í athugasemdum við greinina í frumvarpi eru einnig dregin fram sjónarmið um hversu

erfitt það væri eftir langan hjúskap að greina í sundur fasteignir og lausafé eftir framlagi

aðilanna. Loks hefur verið á það bent að hún sé einföld í sniðum og tiltölulega fyrirsjáanlegt

fyrir maka að gera sér grein fyrir fjárskiptum við skilnað.134 Til samanburðar má benda á

hversu mikil óvissa getur verið þegar fjárskipti í óvígðri sambúð eiga sér stað, þar sem

meginreglan er að aðilar taki aftur það sem þeir komu með í sambúðina og eignuðust á meðan

henni stóð.

Þrátt fyrir að reglan um helmingaskipti sé fremur einföld er aðstaðan þó sú að margir

virðast misskilja hvað felst í henni.135 Mögulega er útbreiddur misskilningur um að makar eigi

allar hjúskapareignir og skuldir saman.136 Að öllu sé steypt í einn pott, og því sem stendur

eftir skipt á milli þeirra.137 Gott dæmi um vanþekkingu hjóna á helmingaskiptareglunni má

finna í:

132 Peter Lødrup: Familieretten, bls. 139. 133 Peter Lødrup: Familieretten, bls. 139. 134 Ármann Snævarr: Sifjaréttur I-III, bls. 416. 135 Hrefna Friðriksdóttir: ,,Lagaleg staða fjölskyldunnar - sifjaréttur”, bls. 77. 136 Anders Agell: Nordisk äktenskapsrätt, bls. 106. 137 Hrefna Friðriksdóttir: ,,Sifja- og erfðaréttur”, bls. 458.

Page 37: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

37

Hrd. 13. mars 2008 (384/2007) var deilt um gildi fjárskiptasamnings, og var vankunnáttu um helmingaskiptaregluna meðal annars teflt fram sem málsástæðu með því að samningurinn væri ósanngjarn í skilningi 2. mgr. 95. gr. Samningurinn vék í veigamiklum atriðum frá helmingaskiptareglunni, og sagði K að hún hefði ekki vitað af henni sem meginreglu í slíkum skiptum. Þá hélt M, sem gerði samninginn, því fram að hann hefði verið „jafn grænn“ og K.

Þrátt fyrir allt sem hefur verið nefnt að ofan virðist hafa verið í lengri tíma umræða um

hvort að helmingaskiptareglan sé ef til vill barn síns tíma. Rúmir tveir áratugir eru nú síðan

frumvarp til núgildandi hjskl. var samið, en í því sést örla fyrir sjónarmiðum um að rétt sé að

víkja í meiri mæli frá helmingaskiptareglunni í ljósi tíðarandans. Í almennum athugasemdum

frumvarps til núgildandi hjskl. varðandi endurskoðun laga nr. 20/1923 og 60/1972 sagði

meðal annars þetta um rýmkaðar heimildir til að víkja frá hreinum helmingaskiptum:

Þróun síðustu ára felur hins vegar í sér að þörf er talin á auknum heimildum til að víkja frá helmingaskiptareglunni ef hún leiðir til ósanngjarnra málaloka, auk þess sem rök þykja standa til þess að halda ýmsum verðmætum utan skipta í rýmra mæli en hingað til hefur verið heimilt.138

Þessi sjónarmið voru mikið rædd á fundum norrænu samstarfsnefndanna um fjármál hjóna

á sjöunda og áttunda áratugnum.139 Þá var meðal annars horft til sanngirnirssjónarmiða um að

ef hjúskapur er skammvinnur skapist ekki sú fjárhagslega samstaða sem stefnt var að með

helmingaskiptareglunni.140

3.3.3 Helmingaskiptareglan í framkvæmd

Hefðbundin fjárskipti milli hjóna fara þannig fram að fyrst er öllum hjúskapareignum141 og

skuldum hvors um sig safnað saman í yfirlit (eigna og skuldatal). Oft er deilt um hver á eign

eða hver ber skuld, og þarf þá að greiða úr því. Hér er einnig átt við sameiginlegar eignir eða

skuldbindingar, og eru þá taldir með hlutir hvors um sig í þeim. Yfirleitt þarf að verðmeta

eignir til að auðveldara sé að gera sér grein fyrir verðmæti þeirra.142 Þegar staða eigna og

skulda hvors um sig er ljós eru skuldir dregnar frá eignum hvors um sig og þannig fundin

„skír hjúskapareign“ hvors maka.

138 Þingskjal 369. 1992, frumvarp til hjúskaparlaga, athugasemd við 10. gr. 139 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 803. 140 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 804. 141 Eignum sem á annað borð koma undir skiptin. Í kafla 3.2 er fjallað um hvaða eignir er mögulegt að undanskilja frá þessum útreikningi. 142 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 764.

Page 38: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

38

Stundum ber svo við að skuldir annars eða beggja aðila eru meiri en eignir. Þá er skír

hjúskapareign þess maka einfaldlega engin, en þær skuldir sem standa eftir eru ekki taldar

með við skiptin.143 Maki getur því ekki haft neikvæða skíra eign í skilningi 103. gr. Það væri

brot á meginreglunni um að hjón beri sjálf ábyrgð á sínum skuldbindingum ef skuldir annars

hjóna kæmu til frádráttar eignar hins. Ef bæði hafa gengist undir solideríska ábyrgð vegna

skuldar fer það eftir því hver skuldar samkvæmt samningnum hvoru megin skuldin verður

skráð. Ef M er lántakandi eða útgefandi skuldabréfs verður skuldin dregin af hreinni

hjúskapareign hans, þrátt fyrir að K kunni að vera ábyrgðarmaður með solideríska ábyrgð.144

Í 103. gr. segir svo að hvort hjóna eigi tilkall til helmings skírrar hjúskapareignar hins.

Þetta er kjarni helmingaskiptareglunnar, og veldur því að þótt að annað hjóna eigi litlar eða

engar eignir, á það samt tilkall til helmings úr skírri hjúskapareign hins. Ef báðir makar hafa

staðið að eignamyndun og skuldsetningu með nokkuð jöfnum hætti verður niðurstaðan þannig

mjög jöfn, en ef svo er ekki getur það verið öðru til mikils gróða og hinu til taps. Eins og áður

hefur verið komið að er helmingaskiptareglan einföld í sniðum. Því mætti halda fram að hjón

sem eru ósátt með niðurstöðu hennar hefðu getað gert sér grein fyrir mögulegri niðurstöðu

fjárskipta. Þeim hefði þá staðið til boða að velja sér annað sambúðarform, eða gera kaupmála

um að halda eignum utan fjárskipta.

3.4 Helstu álitamál varðandi ,,hrein” helmingaskipti

Þótt að helmingaskiptareglan virðist einföld við fyrstu sýn eru ýmis álitamál tengd henni sem

reynir á fyrir dómstólum.

3.4.1 Séreign eða hjúskapareign

Séreignir eru ekki taldar með þegar taldar eru saman eignir og skuldir hjóna og fundin er skír

eignarstaða við fjárskipti. Ef vafi leikur á hvort að mikil verðmæti verða talin sem séreign

maka eða hjúskapareign getur það haft mikið um niðurstöðu skiptanna að segja. Það kemur

því ekki á óvart að deilt sé um hvort að eign skuli teljast séreign eða hjúskapareign fyrir

dómstólum. Þá leiðir það einnig af 2. mgr. 101. gr. að skuldir tengdar séreignum skuli ekki

teknar með í útreikning á skírri hjúskapareign.

143 Hrefna Friðriksdóttir: ,,Sifja- og erfðaréttur”, bls. 458. 144 Peter Lødrup og Vera Holmøy: Ekteskapsloven, bls. 30.

Page 39: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

39

3.4.1.1 Gildi kaupmála milli hjóna. Áður var lýst hvernig séreignir verða til. Eignir annars eða beggja hjóna teljast séreignir ef

þær eru gerðar að slíkum með kaupmála. Eins og áður segir er það í höndum hjónanna,

gefanda gjafar eða afleiðanda að gera eign að séreign með gerð kaupmála. Þegar deilt er hvort

að eign skuli teljast séreign eða ekki snýr deilan stundum að því hvort að kaupmálinn sé

gildur. Deilan getur snúist um hvort að formreglum 12. kafla hjskl.145 sé fullnægt en ef

kaupmáli uppfyllir ekki formsreglurnar verður hann talinn ógildur. Þá skal réttarstaða miðast

við að hann hafi aldrei fengið gildi.146 Sem ágreining um hvort að kaupmáli taldist hafa

uppfyllt formskröfur hjskl. má sjá eftirfarandi dóma.

Hrd. 27. maí 2011 (251/2011) þar sem deilt var um hvort að kaupmáli uppfyllti formskilyrði um vottun. Sýnt var fram á að bæði M og K hefði staðið fullur vilji til þess að gera kaupmálann eins og hann var. Hæstaréttarlögmaður þeirra hafði þó undirritað kaupmálann nokkru áður en þau undirrituðu hann sjálf. Þetta var ekki talið fullnægja skilyrðum hjskl. fyrir gildi kaupmála. Talið var að 80. gr. væri svo skýr samkvæmt orðalagi sínu að kaupmálinn gæti ekki talist gildur.

Hér má sjá að kröfum um formlega vottun kaupmála í ákvæðum 80. gr. verður að vera

fylgt að þessu leyti. Í hinum kærða héraðsdómi var það ekki talið breyta neinu um

formkröfurnar að votturinn væri löglærður og þekkti reglurnar um kaupmála vel. Þá hafði það

ekki heldur áhrif þótt að sannað væri að báðir aðilar voru upplýstir um efni samningsins og

undirrituðu hann skömmu eftir. Dómurinn er sérstaklega athyglisverður í samanburði við

þennan næsta dóm þar sem reyndi einnig á skýrt orðalag ákvæðis um form kaupmála.

Í nýlegum Hrd. 18. júní 2013 (380/2013) var deilt um það hvort að kaupmáli uppfyllti skilyrði 1. mgr. 80. gr. þrátt fyrir að í áritun votta væri ekki tekið sérstaklega fram að um kaupmála væri að ræða. Í 1. mgr. segir: „Í vottorði þeirra [vottanna] skal koma fram að skjalið, sem vottað er, sé kaupmáli.“ Niðurstaðan varð sú að ekki væri talið að þetta væri sjálfstætt skilyrði fyrir gildi kaupmála. Hæstiréttur rakti að öllum öðrum skilyrðum hefði verið fullnægt, og að sóknaraðila hefði gert sér grein fyrir efni skjalsins.

Dómarnir eru ef til vill ekki alveg samanburðarhæfir, þar sem í þeim seinni var vísað til

lögskýringagagna niðurstöðunni til stuðnings. Í athugasemdum við 1. mgr. 80. gr. er tekið

fram að ekki sé skilyrði um að orðið kaupmáli komi fram í skjalinu, en að vottar skuli votta til

um að skjalið sé í raun kaupmáli. Þá bar skjalið yfirskriftina “kaupmáli”, þóttar vottarnir

vottuðu ekki sérstaklega til um það.

145 Fjallað var efnislega um formkröfur kaupmála í kafla 2.4.3.3. um kaupmála, og verður sú umfjöllun því ekki endurtekin hér. 146 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 585.

Page 40: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

40

Einnig hefur verið deilt um gildi kaupmála sem ganga gegn fyrri viljayfirlýsingu. Af

málinu má sjá að ógildingarreglur kaupmála verða almennt túlkaðar nokkuð þröngt, þannig að

ef ekki sé bein heimild til að telja kaupmála ógildan skuli hann teljast gildur. Sem dæmi um

slíka deilu má sjá eftirfarandi dóm:

Í Hrd. 7. apríl 2008 (157/2008) var deilt um hvort ógilda ætti kaupmála til að knýja á um efndir loforðs sem gefið hafði verið í skiptayfirlýsingu. Móðir A, B og C lést árið 1989, og hafði þá verið í hjúskap með M, föður þeirra. M fékk að sitja í óskiptu búi uns hann ákvað að ganga aftur í hjúskap, og kom þá til fjárskipta milli hans og dánarbús móður A, B og C. Í skiptayfirlýsingu sagði að ef hann gengi aftur í hjúskap myndi hann gera kaupmála sem tryggði að eignarhluti hans í ákveðinni fasteign teldist séreign hans. Með því móti væri réttur erfingja hans og K tryggður. M gerði kaupmála þess efnis áður en hann giftist að nýju árið 2000. Árið 2001 var sá kaupmáli felldur úr gildi með nýjum kaupmála, þar sem mælt var fyrir um að „almennar reglur sifja- og erfðaréttar“ ættu að gilda um fjármál hjónanna. Þegar M lést var svo deilt um hvort honum hefði verið heimilt að ógilda eldri kaupmálann með þessum hætti og ganga þannig gegn ákvæði skiptayfirlýsingarinnar. Niðurstaða dómsins var sú að loforði skiptayfirlýsingarinnar hefði verið fullnægt þar sem sá kaupmáli hafði verið gerður. Það sem kæmi á eftir væri ekki brot á loforði skiptayfirlýsingarinnar þar sem ekki væri mögulega að takmarka rétt M og nýju konu hans með þeim hætti. M hefði verið heimilt að ógilda eldri kaupmálann, enda hafði hann ekki einn úrslitavald um hvernig fjármálum væri háttað í hjúskap sínum.

Í dómi hæstaréttar var tekið sérstaklega fram að ekki væri tekin afstaða til þess hvort að

erfingjarnir gætu neytt annarra úrræða vegna vanefndarinnar. Í úrskurði héraðsdóms var rakið

hvaða formreglur giltu, að kaupmálinn væri gerður með réttum hætti og skráður í samræmi

við ákvæði hjskl. Það væri því enginn grundvöllur til að telja nýrri kaupmálann ógildan.

3.4.1.2 Gildi gjafar eða arfs sem séreignar Ef eign skal teljast séreign annars eða beggja hjóna fyrir tilstilli gefanda gjafar eða arfleiðanda

þarf einnig að gæta að ákveðnum formskröfum. Skilyrði þessa kemur fram í 77. gr. hjskl., en í

henni segir að gjafir eða arfur sem skal teljast séreign annars eða beggja hjóna verður að

uppfylla 74. gr. hjskl. Því eiga formskilyrði kaupmála hér við. Þá segir einnig í 77. gr. að

ákvarðanir um að arfur skuli teljast séreign eigi að vera í erfðaskrá, og því er einnig gerð krafa

um að slíkur gjörningur uppfylli formskilyrði erfðaskráa.

Sem dæmi um mál þar sem skilyrðum þess að gjöf eða arfur verði talin séreign var ekki

fullnægt má nefna eftirfarandi dóm:

Í Hrd. 2003, bls. 2912 (288/2003) (Verðmæta jörðin) var deilt um hvort K yrði heimilað að halda hjúskapareignum sem hún hafði fengið sem arf frá móður sinni og gjöf frá föður sínum utan skipta. Í málinu var vikið að því að ekki hefði verið gerður kaupmáli um þessar eignir, og fullnægðu þær því ekki skilyrðum þess að vera haldið utan skipta sem séreignir. Þá var

Page 41: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

41

því einnig hafnað að beita skáskiptareglu 104. gr., enda væri ekki sýnt fram á að það væri augljóslega ósanngjarnt að halda eignunum utan skiptanna.

Í dóminum var aðallega deilt um skilyrði þess að beita helmingaskiptum, en í

rökstuðningnum er einnig farið yfir þörf þess að gjafir og arfur sem á að teljast séreign annars

uppfylli formkröfur 77. gr. hjskl. Betur verður farið yfir dóminn í síðari umfjöllun um

skáskipti.

Ef erfðaskrá felur í sér dánargjöf sem skal teljast séreign verður hún að fullnægja

formreglum 40. gr. erfðalaga. Þau ákvæði gera mjög svipaðar kröfur til forms og 80. gr. hjskl.

um að erfðaskráin skuli vera skrifleg, undirrituð og vottuð. Ákvæði 40. grein heimilar reyndar

að arfleiðandi „kannist við“ undirskrift sína fyrir notario publico eða tveimur vottum, og er að

þessu leyti munur á formkröfunum.

Hrd. 1951, bls. 282: Í málinu var deilt um gildi kaupmála sem hjón gerðu þar sem gott sem allar eigur M voru gerðar að séreign K. Erfingjar M reyndu svo að fá kaupmálanum hrundið með vísan til þess að skjalið væri í raun dánargjöf en ekki kaupmáli. Vísað var til þess að öllum formreglum kaupmála hefði verið fylgt, og því teldist skjalið vera kaupmáli sem tæki þegar gildi, en ekki erfðaskrá eða gerningur sem tæki gildi við andlát M. Í þágildandi 33. gr. laga nr. 20/1923, væru engar reglur sem tryggðu erfingjum rétt gagnvart gildi kaupmála. Greinin heimilaði skuldheimtumönnum gefanda að ganga að verðmæti sem gefið var hinu hjóna með riftun gjafgernings.

Nokkuð ólíkar reglur gilda um gjafir milli hjóna og arf, og í þessu tilviki var talið skýrt að

um gjöf milli hjóna væri að ræða, en ekki erfðagjörning sem tæki gildi við andlát gefandans.

Því uppfyllti kaupmálinn skilyrði þágildandi laga um gjafir milli hjóna og var talinn gildur

með öllu.

Þótt að gjöf milli hjóna sé gefin á réttan hátt, þ.e að um hana sé gerður formlega réttur

kaupmáli, stendur þó eftir 73. gr. hjskl. Í ákvæðinu felst heimild skuldheimtumanna til að

ganga að gjöfinni eða verðmæti hennar. Þetta er þó háð þeim takmörkunum að sannist að

gefandi hafi ótvírætt verið gjaldfær þrátt fyrir gjafagerninginn er ekki hægt að ganga að

gjöfinni til fullnustu skuldar. Þá dregst allt endurgjald sem gefið var á móti gjöfinni frá því

verðmæti sem hægt er að ganga að. Ákvæðið byggir á áðurgildandi 33. gr. laga nr. 20/1923.147

Í dómaframkvæmd er gjöf einnig rift með vísan til 131. gr. laga nr. 21/1991 um

gjaldþrotaskipti, en slík krafa er til dæmis höfðuð af þrotabúi í kjölfar gjaldþrots annars

makans.

147 Alþt. 1992-93. A-deild, bls. 2523.

Page 42: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

42

Í Hrd. 2003, bls. 967 (354/2002) var deilt um hvort rifta bæri kaupmála sem gjafgerningi. M og K gerðu með sér kaupmála um að fasteign sem M og K áttu að jöfnum hlutföllum sem hjúskapareign yrði með öllu séreign K. Kaupmálinn var gerður 6 mánuðum áður en bú M var tekið til gjaldþrotaskipta. K hélt því fram fyrir dómi að hlutur M í íbúðinni sem gekk til hennar með kaupmálanum hefði verið endurgjald fyrir fé sem hún lét af hendi til hans, aðallega til atvinnurekstrar hans. Þessu hafnaði Hæstiréttur, og var því litið svo á að um gjöf hefði verið að ræða. Kaupmálanum var rift með vísan til 73. gr. hjskl. og 131. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti.

Fleiri álitamál geta vaknað þegar gjafir eða arfur eru gefnar af þriðja aðila sem séreign

annars eða beggja hjóna. Það þarf meðal annars að koma skýrt fram þegar gjöf frá þriðja

manni er gefin ef hún á að teljast séreign annars eða beggja hjóna. Stundum er reynt að halda

því fram að gjöf sem var gefin áður en ljóst var að hjúskapur myndi enda í skilnaði hefði átt

að teljast vera séreign.

Í Hrd. 2006, bls. 3002 (314/2006) (Yfirlýsing gefin eftir skiptamark) fékk K fyrirframgreiddan arf frá föður sínum, en rúmum tveimur mánuðum seinna lýsti hann því yfir að hún skyldi teljast séreign K. Yfirlýsingin um að arfurinn skyldi teljast séreign var ekki gefin í erfðaskrá, og uppfyllti því hvorki skilyrði 77. gr. um að ef arfur skuli tekjast séreign þurfi það að koma fram í erfðaskrá, né formskilyrði erfðaskráa. Þar að auki var yfirlýsingin gefin eftir skiptamark, og gat því ekki haft áhrif á hvaða eignir komu til skipta.

Í dóminum var ekki hægt að taka kröfuna til greina, aðallega vegna þess að þegar

yfirlýsingin var gefin var skiptamarkið liðið, og því endanlega búið að ákveða stöðu eigna og

skulda sem skyldu koma til skipta. Jafnvel þótt að skiptamarkið hefði ekki verið liðið hefði

ekki verið hægt að komast að þeirri niðurstöðu að arfurinn teldist vera séreign þar sem að

yfirlýsingin uppfyllti ekki formkröfur erfðaskráa. En hér mætti spyrja hvort aðstaðan hefði

verið önnur ef skiptamarkið væri ekki liðið, og ef hann hefði gefið yfirlýsinguna í erfðaskrá,

en samt tveimur mánuðum eftir að K fékk arfinn? Í eftirfarandi dómi var deilt um tilvik sem

ekki er ólíkt því sem lýst er hér. Þó var í málinu deilt um gjöf en ekki fyrirframgreiddan arf.

Í Hrd. 1998, bls. 2695 var deilt um hvort að ein ellefu hross skyldu teljast séreign M við fjárskipti milli hans og K. M fékk hrossin að gjöf frá föður sínum þann 25. ágúst 1995, og var honum þá afhent afsal þeirra. Á afsalinu var ekki tekið fram að hrossin skyldu teljast séreign M, en tæpum fimm mánuðum seinna gaf faðir M út yfirlýsingu um að hrossin skyldu teljast séreign hans. Meðal deilumála var hvort að föður M væri heimilt að skilyrða gjöfina með þessum hætti eftir að hún hafði verið gefin. Í úrskurði héraðsdóms sem staðfestur var með tilvísan til forsendna í Hæstarétti segir að skilyrðing gjafar sem séreignar annars hjóna sé kvöð og að slík kvöð verði sett á gjöf í síðasta lagi þegar gjafaloforð yrði bindandi. Þá skipti afhendingadagur ekki máli í þessum efnum. Þá var tekið fram að M hefði ekki sýnt fram á að faðir hans hefði áskilið skýrlega að þau skyldu vera séreign hans þegar gjöfin var gefin.

Page 43: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

43

Dómurinn er fordæmisgefandi um það annars vegar að gjöf verður ekki lýst sem séreign

annars hjóna eftir að hún er gefin. Meginreglan um að kvöð verði ekki bundin við gjöf eftir að

hún er gefin var áréttuð og heimfærð á tilvikið hér. Spyrja má hvort að það sama megi segja

um fyrirframgreiddan arf, að á hann verði ekki lögð kvöð eftir að hann hefur verið greiddur.

Í dóminum var einnig áréttað að það verði að koma skýrt fram þegar gjöf er gefin að hún

skuli vera séreign annars hjóna. Það er því gerð krafa um skýrleika þeirrar kröfu, enda verður

slík gjöf að uppfylla skilyrði 77. gr. hjskl.

3.4.1.3 Verðmæti sem koma í stað séreignar eða verða til fyrir séreign Um séreignir gildir svokölluð „ígildisregla“. Eins og áður hefur komið fram er hún orðuð í 75.

gr. hjskl. Hún segir að ef hægt er að sanna að eign hafi komið í stað verðmætis séreignar skuli

hún einnig teljast séreign. Hér er því gerð krafa um að hægt sé að rekja verðmætin til

séreignar. Þetta getur verið snúin sönnun og má sem dæmi um það nefna eftirfarandi dóm:

Hrd. 1958, bls. 486: Í dóminum var deilt um hvort annarsvegar bókasafn og hinsvegar fasteign gæti talist séreign konu. Deilt var um túlkun kaupmála sem gerði „innanhúsgögn“að séreign K. Ekki var talið samræmast almennri málvenju að fella bókasafn undir innanhúsgögn. Þá var ekki sýnt fram á að greitt hefði verið fyrir bækurnar með öðru en tekjum M. Bókasafnið var það því tekið til skipta sem hjúskapareign. Hins vegar lágu fyrir gögn um að fasteignin hefði verið keypt fyrir arf sem hafði verið gerður að séreign K, og taldist fasteignin því séreign hennar og kom ekki til skipta.

Dómurinn er skólabókadæmi um sönnun á því að eign hafi komið í staðinn fyrir séreign,

og hvernig fer ef sú sönnun tekst ekki. Ígildisreglan hefur ekki verið túlkuð svo þröngt að

söluverð seldrar séreignarinnar þurfi að vera handbært og að beinlínis sé greitt fyrir nýju

séreignina með því. Þannig hefur verið talið nægja að hægt sé að rekja tengsl milli kaupanna

eða að það hafi verið notað við öflun fjár vegna þeirra.

Í Hrd. 2006, bls. 4828 (547/2006) var deilt um hvort fasteignin X skyldist teljast séreign K á grundvelli ígildisreglunnar. Árið 1967 var fasteignin Y gerð séreign K. M og K byggðu svo fasteignina sem deilt var um, X, á árunum 1973-1977, og var arður af fasteigninni Y og söluandvirði hennar notað til að fjármagna framkvæmdirnar, þótt að M hafði lagt vinnu fram til móts við það. Niðurstaðan varð sú að talið var að séreignarfé B og annað framlag sem jók séreign hennar hefði orðið til þess að fasteignin taldist séreign K í heild sinni.

Í málinu taldist sýnt fram á að M hefði lagt fram vinnu við fasteignina X, og hafi þannig

aukið við séreign K. Í málinu var tekið fram að ekki var krafist endurgjalds á grundvelli 107.

gr. og því hefði ekki verið skorið úr því, en betur verður fjallað um þetta atriði í kafla um 107.

gr. Í málinu voru nokkur atriði sem höfðu áhrif á túlkun aðstæðnanna. Í fyrsta lagi var talið

Page 44: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

44

sýnt fram á að það hefði verið sameiginlegur vilji þeirra að K fengi fasteignina að séreign í

heild sinni. Í öðru lagi var M látinn en það hefur viss áhrif á kröfur og hagsmuni aðila

fjárskipta hvort þeir eru lifandi maki eða dánarbú.

Sú aðstaða getur komið upp að hjón eigi staka eign sem sameign, þar sem hluti annars

þeirra í sameigninni er séreign þess. Þá getur líka verið að sameign verði skipt í þrennt, að

annað maka eigi bæði hlut í eigninni sem séreign og sem sameign, og hitt maka hlut á móti

sem er bara hjúskapareign. Almennt verður talið að þegar svo ber undir beri einfaldlega að

skipta þeim eignarhlutum sameignarinnar sem eru hjúskapareign, og láta það sem eftir er

standa utan skiptanna skv. reglum um séreignir.148 Í eftirfarandi dómi reyndi á ígildisregluna

þar sem báðir aðilar héldu því fram að eignarhluti þeirra í sameign ætti að teljast séreign

þeirra:

Í Hrd. 19. september 2007 (460/2007) var meðal annars deilt um hvernig fasteign A sem hjónin áttu saman kæmi til skipta. Varnaraðili hélt því fram að andvirði 60% fasteignarinnar ætti að teljast sín séreign, enda hefði hann greitt fyrir fasteign A með söluandvirði fasteignar B, sem var séreign hans skv. kaupmála. Í dóminum er rakið hvernig fasteignin A var keypt áður en B var seld. Þó gat hann með fullnægjandi hætti sýnt fram á tengsl á milli greiðslu kaupverðisins og söluhagnað af seldu fasteigninni B, og var viðurkennt að sá hluti A sem greiddur var með andvirði B teldist hans séreign. Í málinu var einnig deilt um hvernig eftirstandandi hluti fasteignarinnar, sem taldist hlutur K, skyldi koma til skipta. K hélt því fram að þau 40% sem stóðu eftir ættu að vera hennar séreign. Hún hélt því fram að greitt hefði verið fyrir hlutann með andvirði eigna hennar í Þýskalandi, sem teldist vera hennar séreign á grundvelli kaupmála sem þau gerðu í Þýskalandi, sem sagði einfaldlega að um eignir þeirra færi eftir lögum Sambandslýðveldisins Þýskalands. Þýski kaupmálinn var ekki talinn geta verið sönnun fyrir séreign konunnar, enda voru ekki lögð fram viðhlítandi gögn um hvaðan nákvæmlega féð kom. Krafa K taldist þó svo vanreifuð að ekki var efni til að taka sérstaklega afstöðu til hennar, og var henni því vísað frá Hæstarétti.

Í málinu var niðurstaðan sú að sýnt taldist fram á að hlutur M í fasteigninni var séreign hans

samkvæmt kaupmála þeirra á milli, og skyldi hans hlutur því ekki koma til skipta. Hvað

varðar hlut K í fasteigninni lagði hún ekki fram viðhlítandi gögn sem sönnuðu að hlutur

hennar væri séreign. Því taldist það ekki sannað að hennar hlutur fasteignarinnar væri séreign,

og kom því sá hlutur til skipta eins og hjúskapareign. Þetta er meginreglan sem hefur verið

talin gilda um þessar aðstæður hér á landi. Ef aðeins er sýnt fram á að hluti annars í sameign

telst vera séreign, þá mun hluti hins teljast hjúskapareign, og aðeins sá hluti koma til skipta

samkvæmt helmingaskiptareglu.149

148 Peter Lødrup: Familieretten, bls. 108.

149 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 408.

Page 45: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

45

Auk ígildisreglunnar gildir sú meginregla að arður og hagnaður sem kemur til vegna

séreignar annars hjóna skal einnig teljast séreign þess. Þessi regla kemur einnig fram í 75. gr.

hjskl.

Hrd. 17. febrúar 2010 (16/2010): Deilt var um hvort að söluandvirði hlutabréfa sem voru séreign F, og arður af þeim, teldist til séreignar hans við fjárskipti. Fjármunir voru lagðir inn á fjárvörslureikning F af viðskiptamannareikningi hans hjá útgefanda hlutabréfanna. Talið var sýnt fram á að það væri væru endurgjald fyrir hlutabréfin sem félagið keypti af honum, og teldist það því til séreignar hans. Jafnframt segir í kærðum úrskurði héraðsdóms sem staðfestur var með vísan til forsendna: „Það sé ekki eingöngu sú eign, sem ákveðin hafi verið séreign, sem falli þarna undir heldur einnig tekjur og arður af séreign. Hafi sú regla verið við lýði í íslenskum rétti að minnsta kosti frá lögum nr. 3/1900.“ Niðurstaðan varð sú að umdeilt söluandvirði eignanna var talin séreign F.

Í þessum tiltölulega nýlega dómi má sjá meginregluna um að tekjur og arður af séreign

skuli einnig teljast séreign. Ef ígildisreglan á að virka hefur þó verið talið að eignum sem

teljist vera séreign þurfi að vera haldið nokkuð aðskilið hjúskapareignum. Skilyrði

ígildisreglunnar er eins og áður segir að hægt sé að rekja verðmætin sem halda á utan skipta

til upprunalegrar séreignar. Sem dæmi um tilvik þar sem þetta tókst ekki má nefna eftirfarandi

dóm:

Í Hrd. 24. febrúar 2012 (56/2012) var deilt um hvort halda bæri söluandvirðis fyrirtækisins A2 utan skipta á þeim grundvelli að það væri séreign M. Við upphaf hjúskapar var gerður kaupmáli um að 30% eignarhluti M í A ehf. skyldi vera séreign hans. Árið 2005 stofnaði M svo félagið B, sem taldist vera hjúskapareign. B keypti svo hin 70% í A af öðru félagi sem M átti, og voru svo félögin A og B sameinuð í félagið A2. M seldi svo skömmu síðar öll hlutabréf í A. Deilt var um hvort að séreignarhluti hans í A, 30%, hefði samblandast hjúskapareign hans með B með þeim hætti að A2 telist ekki lengur séreign hans. Í úrskurði héraðsdóms sem staðfestur var í Hæstarétti sagði að samblöndun séreignar og hjúskapareignar væri slík að réttur hans til séreignar væri fallinn niður.

Málið er gott dæmi um það hvernig séreign og hjúskapareignir teljast hafa blandast svo

mikið að ekki verði greindar í sundur. Fyrir Hæstarétti gerði M meðal annars kröfu um að

aðeins sá hluti söluverðsins sem var upprunulegur séreignarhluti A, 30%, yrði talinn séreign

hans. Þessari kröfu var einnig hafnað með vísan til forsendna.

3.4.2 Tímamörk við fjárskipti

3.4.2.1 Tímamark eigna og skulda Þegar eignir og skuldir hjóna eru taldar saman við fjárskipti þarf að greina eitt mikilvægt

atriði. Hér er átt við hvaða tímamark skal miða við að skiptin hefjist, hvenær tala eigna og

Page 46: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

46

skulda skuli vera „endanleg“. Eignir sem verða til eða skuldir sem makar stofna sér eftir þetta

tímamark munu þá ekki telja við fjárskiptin. Um þetta tímamark er fjallað í 101. gr. hjskl. og

104. gr. skiptalaganna, en greinarnar eru efnislega samhjóma.

Í stuttu máli er reglan þannig að miðað skal við þrjá tímapunkta eftir því sem við á. Þegar

sýslumaður tók fyrst við umsókn um leyfi til skilnaðar, þegar dómsmál var höfðað til

skilnaðar eða ógildingar hjúskapar, eða þegar héraðsdómari tók fyrst fyrir kröfu um opinber

skipti. Í ákvæðinu er svo áréttað það sem sagt var hér að ofan, að eignir sem maki hefur aflað

sér og skuldir komi ekki til skiptanna.

Í Hrd. 2006, bls. 3002 (314/2006) (Yfirlýsing gefin eftir skiptamark) gaf faðir K út þá yfirlýsingu að fyrirframgreiddur arfur skyldi teljast séreign K. Yfirlýsingin var gefin þann 26. apríl 2005. Það var nokkru eftir að K krafðist skilnaðar að borði og sæng hjá sýslumanni, en miðað var við það skiptamark í málinu. Yfirlýsing gefin þess efnis að eignir skyldu teljast sem séreign og því ekki koma til skipta var hafnað, enda skyldi miðað við stöðu eigna og skulda hjónanna á þeim tíma er skiptamarkið miðast við.

Með ákvæðum núgildandi 101. gr. hjskl. er vikið frá eldri reglu um tímamarkið sem var á

þann veg að skiptamarkið miðaðist við útgáfu leyfisbréfs til skilnaðar eða uppsögu dóms.150

Hjónum er heimilt að semja um tímamarkið, enda er tekið fram í 101. gr. að þessi tímamörk

gildi nema hjón sammælist um annað. Til dæmis mætti miða við hentugri tímasetningu, t.d

skiptalokin, í samræmi við eldri regluna, eða lok reikningsárs fyrirtækis sem kemur til

skipta.151

Í Hrd. 2005, bls. 2841 (261/2005) náðist samkomulag um að skiptamarkið ætti að miðast við eignir og skuldir eins og þær voru 31. desember 2002, en ekki 20. desember 2002 eins og niðurstaðan hefði verið skv. 101. gr. hjskl. Þýðing þessa var aðallega sú að staða lána voru reiknuð út 31. desember 2002, og var því miðað við þá dagsetningu.

Dómurinn er tekinn sem sýnidæmi um ágreiningslaust skiptamark samkvæmt

samkomulagi hjóna. Þó hefur verið í nokkrum tilfellum deilt um þetta skiptamark, enda getur

það haft mikil áhrif á stöðu eigna sem koma til skipta.

Í Hrd. 2004, bls. 3125 (323/2004) var deilt um við hvaða tímamark skyldi miða þegar ákveðið væri hvaða eignir og skuldir kæmu undir opinber skipti. Makar sammæltust ekki um tímamarkið, og því var horft til ákvæða 101. gr. hjskl. og 104. gr. skiptalaganna. Deilan snerist um það hvort hægt væri að miða við 26. september 2001, en þá leitaði K til sýslumanns eftir heimild til skilnaðar að borði og sæng án þess að fyrirtakan hafi verið formlega bókuð. Í bréfi sýslumanns sagði að K hefði komið „í þeim tilgangi að fá

150 Alþt. 1992-93. A-deild, bls. 2531. 151 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 767.

Page 47: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

47

upplýsingar um feril skilnaðarmála hjá sýslumanni vegna skilnaðar hennar og þáverandi eiginmanns hennar.“ Þetta þótti ekki geta talist sem umsókn skilnaðar í skilningi 101. gr. hjskl., og varð því að miða við 22. ágúst 2002, þegar bókuð var í hjónaskilnaðarbók sýslumanns krafa M um skilnað að borði og sæng.

Í málinu var jafnframt rakið að K væri ólöglærð og að brýn ástæða hefði verið fyrir

sýslumann að leiðbeina henni um lagalega þýðingu þess ef hún væri að leita eftir heimild til

skilnaðar að borði og sæng, þar á meðal um tímamark skipta.

Í öllum dómum um deilur um tímamark sem nefndir eru hér hefur ekki verið vikið frá því

að um skiptin gildi að öðru leyti meginreglan um helmingaskipti. Hér má þó nefna eitt mál

þar sem deilt var um kröfu á grundvelli 104. gr. um skáskipti. Greininni er aðallega ætlað að

rétta hlut maka þegar skipti leiði annars til bersýnilega ósanngjarnrar niðurstöðu. Við þetta

mat skal skv. ákvæðinu taka tillit til fjárhags hjóna, lengdar hjúskapar, eigna sem annað hjóna

kom með í hjúskapinn eða fékk sem arf eða gjöf. Henni hefur þó verið beitt þegar tímamark

skipta gerði skiptin bersýnilega ósanngjörn. Þannig getur tímamark skipta einnig haft áhrif á

matið hvort beita á 104. gr. um skáskipti eða hvort fylgja eigi meginreglunni um

helmingaskipti.

Í Hrd. 2003, bls. 2120 (170/2003) (Hamraborg) voru aðstæður þær að M og K hófu búskap 1997, og leitaði M lögskilnaðar í ágúst 2000. Í málinu kom fram að hjónin höfðu ekki búið saman síðan febrúar 1999, en í september sama ár keypti K íbúð. Talið var sannað að samvistum þeirra hafi verið lokið á þeim tíma, og að M hafi ekki lagt neitt af mörkum við kaup íbúðarinnar. Þegar eignir og skuldir voru taldar saman var miðað við tímamarkið þegar leitað var lögskilnaðar, s.s ágúst 2000, og var því íbúðin sem K keypti talin með sem hjúskapareign hennar. Deilt var um hvort að það væri bersýnilega ósanngjarnt að beita helmingaskiptareglunni um íbúðina. Talið var að svo væri, og að með vísan til 104. gr. um skáskipti skyldi íbúðin koma óskert í hlut K við skiptin.

Í málinu má sjá að aðstæður voru taldar bersýnilega ósanngjarnar þegar miðað var við

tímamarkið ágúst 2000. Ef aðilar hefðu sótt um skilnað að borði og sæng fyrr eða komið sér

saman um að miða við tímamarkið þegar þau slitu samvistum, áður en K keypti íbúðina, hefði

íbúðin ekki komið til skipta. Þá hefði sennilega ekki verið ástæða til að skoða beitingu 104.

gr. Með beitingu reglunnar var tímamark sem miðað ætti við í raun leiðrétt hvað fasteignina

varðaði.

3.4.2.2 Tímamark við verðmat eigna Þegar eignir eru teknar til skipta þarf eins og áður sagði oft að verðmeta þær til að staðreyna

raunverulegt virði þeirra. Við þetta mat er yfirleitt horft á gangverð eða raunvirði eigna, þ.e

það verð sem líklegt er að þær myndu seljast fyrir ef þær væru seldar. Það er því sjaldan að

Page 48: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

48

horft sé sérstaklega til brunabótamats eða fasteignamats, og ekki heldur er mikið horft á

skattmat eða bókfært verð.152 Þetta er mögulega gert vegna þess að aðilar gætu reynt að meta

virði eigna sinna sem lægst, svo að skír hjúskapareign þeirra verði talin lægri en hún kann í

raun að vera.

Það er einnig mikilvægt að reglur sem ráða þessu tímamarki séu skýrar þegar horft er til

þess hversu fljótt verðmæti eigna getur breyst. Verð á fasteignum getur hækkað eða lækkað á

nokkrum mánuðum, svo ekki sé minnst á verðbréf eða eignir sem verða verðlausar með

tímanum. Þetta er sérstaklega mikilvægt þegar horft er til þess hve langan tíma fjárskipti milli

hjóna geta tekið.153

Það er ákveðið álitamál hvaða reglu lögin setja hér. Í fljótu bragði mætti ætla að

tímamarkið ætti að vera hið sama og í 101. gr., og að efnisregla hennar ætti líka við um mat á

verði. Ákvæði 101. gr. er byggt á 60. gr. norsku hjúskaparlaganna. Sú regla er töluvert

afdráttarlausari hvað þetta álitamál varðar, og er alveg skýrt að hún tekur aðeins til umfangs

skiptanna, hvaða eignir og skuldir það eru sem falla undir skiptin. Þá fjallar 69. gr. norsku

hjúskaparlaganna sérstaklega um tímamark verðmatsins.154 Á þessum grundvelli hafa 101. gr.

hjskl. og 104. gr. skiptalaganna ekki verið taldar ná til tímamarks verðmatsins.155 Yfirleitt

hefur því meginreglu 20. gr. skiptalaganna verið fylgt, en hún er á þann veg að við mat á eign

til peningaverðs skuli miðað við gangverð hennar við staðgreiðslu.

Í Hrd. 1999, bls. 3062 (258/1999) kemur þessi regla fram, en í hinum kærða úrskurði sagði meðal annars að við fjárslit milli hjóna gilti meginregla 1. mgr. 20. gr. um að eign verði metin til peningaverðs miðað við gangverð hennar gegn staðgreiðslu kaupverðs.

Í málinu var deilt um hvort K ætti rétt á endurkröfu á grundvelli 107. gr. hjskl., og verður

fjallað betur um dóminn í kafla um 107. gr. Í málinu er þó að finna góða umfjöllun um

hvernig komast skal að niðurstöðu um slíkt verðmat. Í dómi hæstaréttar í málinu segir:

„Verði ekki sammæli um verðmat slíkra eigna og liggi ekki þá þegar fyrir að þeim verði komið í verð við skiptin, er ekki önnur leið tæk til að fá niðurstöðu um verðgildi, sem lögð verði til grundvallar við fjárslitin, en að afla mats eftir reglum 17-23. gr. laga nr. 20/1991, sbr. 3. mgr. 105. gr. þeirra.“

152 Ármann Snævarr: Sifjaréttur I-III, bls. 621. 153 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 769. 154 2. mgr. 69. gr. norsku hjúskaparlaganna: Når en ektefelle beholder eiendeler som han eller hun eier fullt ut, skal verdsettelsen knyttes til verdien på det tidspunktet som er nevnt i § 60. I andre tilfeller skal verdsettelsen ved offentlig skifte knyttes til verdien på utlodningstidspunktet, og ved privat skifte til verdien da det ble bestemt hvem som skal overta eiendelen. 155 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 770.

Page 49: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

49

Af þessu má draga þá ályktun að tvær leiðir séu færar. Annaðhvort sammælast aðilar um

ákveðið verðmat, eða eignirnar skulu metnar skv. 17.-23. gr. skiptalaganna. Dæmi um það

þegar tæpt þótti að sammæli hefðu orðið með hjónum um verðmat má finna í eftirfarandi

dómi:

Hrd. 1999, bls. 1384 (94/1999): Við upphaf fjárskipta M og K átti M 64 nautgripi, sem áttu alla jafna að koma undir skiptin. Tæplega tveimur árum síðar voru aðeins 28 nautgripir eftir. Deilt var meðal annars um verðmæti nautgripaeignar M, en aðilar höfðu ekki leitað eftir að láta meta nautgripina til verðs. K reiknaði út andvirði nautanna með gögnum sem hún aflaði, og þar sem M mótmælti ekki útreikningunum var talið að þau hefðu sammælst um verðmatið, og var það látið gilda.

Í eftirfarandi dómi var deilt um verðmat jarðar vegna fjárskipta vegna skilnaðar. Makar

höfðu ekki sammælst um verðmat, heldur bæði gert kröfur um verðlag á tímasetningum

byggðum á 101. gr. hjskl., en þó byggt kröfuna á tveimur þeirra kosta sem eru í boði skv. 101.

gr.:

Í Hrd. 2006, bls. 5186 (579/2006) var deilt um hvort mat á verðmæti jarðar ætti að taka mið af verðlagi hennar þegar skilnaðarmál hjónanna var fyrst tekið fyrir hjá sýslumanni, eða rúmum þremur árum seinna þegar krafa um opinber skipti var tekin fyrir. Á þessum tíma hafði verðlag jarðarinnar farið úr 111 milljónum króna í 198 milljónir. Í dóminum er tekið fram að ekki sé skylt að fara eftir þeim tímasetningum sem nefndar eru í 101. gr. hjskl. við verðmat eignar. Þar sé réttast að miða við verðlag þegar staðgreiðsla kaupverðs þess sem fær eignina úthlutaða fer fram. Niðurstaðan var á þann veg að miðað var við seinna tímamarkið í samræmi við kröfugerð K.

Í dóminum var tekið fram að það hefði verið hægt að krefjast þess að verðmæti

eignarinnar færi eftir því verðlagi sem ætti við þegar K yrði greiddur sinn hluti eignarinnar.

Ekki þyrfti að miða við þá tímasetningu þegar aðilum er lögð eign út. Þar sem þess var ekki

krafist voru þó ekki efni til þess að dæma svo.

Áður var sagt að í öllum dómunum sem varðaði tímamark skipta og verðmats væri gengið

út frá því að helmingaskiptin tækju til skiptanna og ekki væri verið að krefjast fráviks frá því.

Þó var nefndur dómurinn þar sem tímamark skiptanna var talið leiða til bersýnilega

ósanngjarnrar niðurstöðu. Ekki hefur verið gerð krafa um það fyrir Hæstarétti, en ekki er erfitt

að ímynda sér að reglur um verðmat gætu leitt til niðurstöðu sem teldist bersýnilega

ósanngjörn í skilningi 104. gr. hjskl., og að vikið yrði frá niðurstöðum helmingaskipta að því

leyti.

Page 50: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

50

3.5 Heimildir til að halda verðmætum utan skipta eða leiðrétta helmingaskipti

3.5.1 Almennt

Eins og áður hefur komið fram er það einn af kostum helmingaskiptareglunnar hversu einföld

hún er. Helmingaskiptareglan í sinni hreinustu mynd kann þó að leiða til óæskilegrar eða

ósanngjarnrar niðurstöðu. Með þetta sjónarmið í huga var sú fráviksregla sem felst í 104. gr.

frá meginreglunni um helmingaskipti víkkuð töluvert út við setningu núgildandi hjskl.

Sambærileg þróun varð á skáskiptaheimild í norsku og dönsku hjúskaparlöggjöfinni, þótt að

Norðmenn hafi gengið ívið lengra í að heimila skáskipti. Þessi þróun hefur einnig haft áhrif á

hvernig helmingaskiptareglunni er beitt.156

Nokkrar heimildir til að víkja frá einföldum helmingaskiptum eða “leiðrétta” þau eru nú í

ákvæðum hjskl. Ekki er litið svo á að um bein frávik frá helmingaskiptareglunni sé að ræða,

þótt að þessi ákvæði geti vikið frá einfaldaðri niðurstöðu þeirra. Líta má svo á að þessi

leiðréttingarákvæði séu hluti af helmingaskiptareglunni, efnisreglur sem „fínpússa“

niðurstöðu hennar.

Það má skipta þessum ákvæðum í nokkra flokka. Hér er í fyrsta lagi um að ræða

undantekningarákvæði um að ákveðnar hjúskapareignir falli utan skiptanna. Í öðru lagi eru

reglur um endurgjaldskröfur sem skekkja þá niðurstöðu sem annars hefði fengist samkvæmt

helmingaskiptunum.157 Í þessum kafla verður fjallað um þessi frávik frá meginreglunni.

3.5.2 Verðmæti sem geta fallið utan skipta skv. 102. gr. hjskl.

Kjarni 102. gr. hjskl. er sá að maki getur krafist þess að ákveðin verðmæti komi ekki til

skipta, heldur gangi til sín að óskiptu. Verðmætið þarf ekki að vera hjúskapareign þess sem

leggur fram kröfuna. Hún þarf þó að styðjast við ákveðnar aðstæður, sem eru raktar í fimm

töluliðum. Ákvæðið er ekki frávik frá helmingaskiptareglunni í þeim skilningi að

helmingaskiptareglan er enn lögð til grundvallar. Hér er um að ræða verðmæti sem koma alla

jafna ekki til skipta samkvæmt henni, enda geri aðilar kröfu um það. Það hefur áhrif á skiptin

áður en helmingaskiptareglan kemur til skoðunar, þar sem verðmæti eru látin falla utan

skiptanna.

156 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 804. 157 Lára V. Júlíusdóttir: ,,Lífeyrisréttindi við skilnað”, bls. 365.

Page 51: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

51

Ákvæðið var byggt á norskri lagaframkvæmd og var um það fjallað í norrænu

samstarfsnefndunum um hjúskaparlög. Í athugasemdum um greinina í frumvarpi til hjskl. er

hún borin saman við 2. mgr. 104. gr. hjskl., en sögð vera töluvert fyllri.158

Mikilvæga undantekningu frá reglunni er að finna í 2. mrg. 102. gr, en í lok hennar er

tekið fram að ef það þyki ósanngjarnt gagnvart hinum makanum að halda verðmætum eða

réttindum skv. 2., 3. eða 4. tölulið utan skipta sé heimilt að gera hinum að bæta það með

fjárgreiðslum.

Töluliðirnir fimm sem telja upp verðmæti sem haldið verður utan skipta eru gróflega

þessir:

3.5.2.1 Fyrsti töluliður Í fyrsta töluliðnum eru munir sem eru maka nauðsynlegir til að halda áfram vinnu, menntun,

hafa minjagildi eða var aflað aðeins til nota öðru hjónanna. Þessu er svo settur fyrirvari um að

verðgildi munanna sé ekki svo mikið að það verði talið ósanngjarnt að halda þeim utan

skiptanna. Helst reynir á þetta ákvæði þegar munur hefur bæði verðgildi og minjagildi. Til

dæmis mætti nefna verðmætt málverk eftir frægan listamann sem var málað sérstaklega fyrir

fjölskyldumeðlim. Til samanburðar má nefna að sambærilegt ákvæði A. liðar 1. mgr. 61. gr.

norsku hjúskaparlaganna. Í því ákvæði segir einfaldlega að eignir sem eru aðeins til

persónulegra nota skuli falla utan skiptanna. Þar segir einnig að fjölskyldumyndir eða

pappírar sem hafa persónulegt gildi geti fallið utan skiptanna af sömu ástæðu. Eins og áður

sagði voru ákvæði 102. gr. byggð upp af sambærilegu norsku ákvæði, og því líkur á því að

framkvæmd fyrir norskum dómstólum væri vísbending um túlkun þess hér. Með hliðsjón af

þessu mætti ætla að hlutir þyrftu ekki að vera mjög verðmætir til það væri talið ósanngjarnt að

halda þeim utan skiptanna.159 Hér má benda á norskan dóm þar sem reyndi á hvort að

ósanngjarnt væri að halda verðmætum utan skipta á þeim grundvelli að um persónulega muni

væri að ræða.

Rt. 1940, bls. 379: Í málinu var deilt um hvort rétt væri að halda 110 silfurbikurum afreksíþróttamanns með nafni hans áletruðu utan skiptanna. Í dóminum var reifað að munirnir væru einungis til minningar um íþróttaferil hans, og hefðu persónulegt gildi fyrir hann. Þetta mælti gegn því að þeir kæmu undir skiptin, og var þeim því haldið utan skiptanna.

158 Lára V. Júlíusdóttir: ,,Lífeyrisréttindi við skilnað”, bls. 366. 159 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 491.

Page 52: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

52

Sennilega hefðu bikarar afreksíþróttamanns ekki haft teljandi verðgildi í dag, þótt að á

þessum tíma gætu þeir hafa gert það. Ármann Snævarr segir í riti sínu um hjúskaparrétt að

líklega yrði þessari túlkun fylgt hér. 160

3.5.2.2 Annar töluliður Samkvæmt 57. gr. gilda reglum um hjúskapareignir um persónubundin réttindi svo fremi sem

þau séu ekki undanskilin skiptum í öðrum greinum. Í norrænni lagaframkvæmd hefur lengi

verið gengið út frá því að sum réttindi séu þess eðlis að félagsleg rök mæli gegn því að

einstaklingum sé mögulegt að framselja þau. Þetta er undantekning frá meginreglunni um

samningsfrelsi einstaklinga, sem hafa verið talin nauðsynleg út frá félagslegu sjónarmiði.161

Dæmi um þetta er meðal annars mikilvægur 2. tl. 1. mgr. 102. gr. sem heimilar maka að

halda réttindum í opinberum eða einkalífeyrissjóðum, kröfum til lífeyris eða líftryggingafjár

utan skipta. Í lögunum er ekki skilgreint nákvæmlega hvers lags lífeyrisréttindi er hér átt við.

Hjúskapalögin voru sett áður en lög nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og

starfsemi lífeyrissjóða. Þó hefur hinn svokallaði séreignarlífeyrissparnaður yfirleitt fallið

undir hugtakið „lífeyrisréttindi“ í skilningi 2. tl. 1. mgr. 102. gr. hjskl. Spurningunni um hvort

að heimilt sé að halda séreignarlífeyrissparnaði utan skipta hefur því verið svarað játandi.162

Oft geta verið miklar fjárhæðir í húfi hér og því eðlilegt að aðilar geri kröfu um að þeim

sé haldið utan skipta. Töluliðurinn er þó orðaður með almennum hætti, og gilda því sérreglur í

lögum, samþykktum lífeyrissjóða eða samningum honum framar.163

Í 2. mgr. 102. gr. er svo undantekningarákvæði frá 1. mgr. 102. gr. hjskl. Þar segir að ef

það telst ósanngjarnt fyrir annað hjóna skuli maki sem fær að halda verðmætum utan skipta

skv. 2., 3. og 4. töluliðum bæta hinu það með fégreiðslum. Nokkrum sinnum hefur reynt á 2.

mgr. 102. gr. þegar lífeyrisréttindi eru annars vegar í Hæstarétti. Í því tilviki heldur makinn

sínum lífeyrisréttindum, enda er erfitt að framselja þau, en þarf að greiða peningagreiðslur í

bætur. Þannig reynir mat dómara á því hvenær ósanngjarnt sé að halda lífeyris- eða

líftryggingaréttindum utan skipta.164

Ákvæði 2. tl. 1. mgr. 102. gr. er í sjálfu sér frávik frá meginreglunni um að persónubundin

réttindi falli undir reglur um hjúskapareign. Þar sem 2. mgr. er svo frávik frá henni er ljóst að

hún verður túlkuð með þröngum hætti.

160 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 492. 161 Thomas Eeg: Delning av ektefellers formuer, bls. 103. 162 Lára V. Júlíusdóttir: „Lífeyrisréttindi við skilnað“, bls. 369. 163 Alþt. 1992-93. A-deild, bls. 2531-2532. 164 Lára V. Júlíusdóttir: „Lífeyrisréttindi við skilnað“, bls. 368.

Page 53: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

53

Í Hrd. 2001, bls. 4779 (253/2001) krafðist K þess að fá andvirði helmings lífeyrissjóðseignar Þ í sinn hlut skv. 2. mrg. 102. gr. hjskl. Krafan var byggð á því að ósanngjarnt væri að halda réttindunum utan skipta, enda hafi K unnið að uppbyggingu inneignarinnar í lífeyrissjóðum með vinnu við heimili þeirra. Í dóminum er rekið hvernig M fékk greiðslur úr lífeyrissjóði, 91.924. kr. á mánuði, og K örorkulífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins upp á 74.000 kr. Svo segir að líta verði heildstætt á allar aðstæður við sanngirnismatið, og að sérstakar aðstæður verði að vera uppi svo að aðstæðan teljist ósanngjörn. Kröfunni um helming lífeyrissins var á þessum grundvelli hafnað.

Í málinu virðast greiðslur K frá Tryggingastofnuninni hafa ýtt undir þá niðurstöðu að

heildarstaðan væri ekki ósanngjörn þegar á alla þætti væri litið. Þá eru einnig rakin ummælin í

frumvarpinu um að staðan sé ósanngjörn í „einstaka tilvikum“, og því sé gerð krafa um

sérstakar aðstæður. Í málinu féllst þó Hæstiréttur á ummæli héraðsdóms að K hefði verið

heimavinnandi og lagt umtalsvert fram í vinnu til myndunnar lífeyriseignarinnar, en það eitt

og sér nægi ekki til.

Hrd. 2003, bls. 2120 (170/2002): Deilt var um hvort K ætti rétt á helming lífeyrisréttinda M á grundvelli 2. mgr. 102. gr. K hafði verið heimavinnandi í 15 ár á meðan M vann utan heimilisins. Í dóminum er vísað til forsendna dómsins frá 2001, um hvernig sérstakar aðstæður verða að vera fyrir hendi. Þegar dómurinn gekk var K 44 ára, og var tekið fram að hún ætti því töluverðan hluta starfsævinnar eftir. Þá voru lífeyrisréttindi M og K framreiknuð í óbreyttri mynd, en þetta leiddi til þess að M hafði einar 370 þús kr. á mánuði fyrir eftirlaun en K 95.000 kr. Með vísan til þessa var það talið ósanngjarnt að halda lífeyrisréttindunum utan skiptanna, og K dæmdar í eingreiðslu 2.500.000 kr.

Í dóminum má sjá að litið var til sambærilegra sjónarmiða og í málinu hér að ofan við

matið á því hvort hafna bæri að halda lífeyrisréttindum utan skipta. Í dóminum var tekið fram

að sérstakar aðstæður þyrftu að koma til, og verður ekki annað séð en að dómari finni þær.

Töluverður munur var á stöðunni við skiptin, enda var einnig tekið fram að leggja þyrfti mat á

allar aðstæður. Sambærileg niðurstaða varð í eftirfarandi dómi:

Hrd. 2002, bls. 3118 (445/2002): Deilt var sem áður um kröfu til helmings lífeyrisréttinda sem halda átti utan skipta sbr. 2. mrg. 102. gr. Í málinu höfðu hjónin verið gift í 40 ár, K heimavinnandi og M starfandi sem flugmaður. Lífeyrisréttindin voru töluverð, 55 milljónir króna, en K hafði ekki aflað neinna lífeyrisréttinda né starfsmenntunar á meðan hjúskapnum stóð. Talið var ósanngjarnt að halda þeim utan skipta þegar litið var til allra aðstæðna, K var 66 ára gömul og atvinnumöguleikar því mjög takmarkaðir.

Page 54: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

54

Því hefur verið haldið fram að það gæti haft áhrif hér að í síðast töldum tveimur dómum

var M flugmaður og naut því betri lífeyrisréttinda en gengur og gerist. Það var ekki tekið fram

sem málsástæða eða sérstök aðstaða, en hefur vafalaust haft áhrif.165

Í Hrd. 27. ágúst 2007 (369/2007) var deilt um hvort halda ætti lífeyrissréttindum M utan skipta skv. kröfu hans á grundvelli 2. tl. 1. mgr. 102. gr. hjskl., eða hvort K ætti rétt á helmingshlut þeirra á grundvelli 2. mgr. 102. gr. Í niðurstöðum héraðsdóms sem staðfestar voru fyrir hæstarétti með vísan til forsendna er rakið hvernig að í frumvarpinu sé tekið fram að í „einstaka tilviki kunni að vera ósanngjarnt“ að halda réttindum utan skipta. Því verði sérstakar aðstæður að vera fyrir hendi ef lífeyrisréttindi M eigi að koma undir skiptin. Þá segir dómarinn að slíkar aðstæður séu ekki uppi, og því sé ekki ósanngjarnt gagnvart K að halda lífeyrisréttindum utan skiptanna.

Í dóminum endurspeglast það að 2. mgr. 102. gr. er fráviksregla sem verður túlkuð með

þröngum hætti. Hér er sem áður gerð krafa um sérstakar aðstæður, og er það niðurstaða

dómsins að þær séu ekki fyrir hendi. Sama niðurstaða varð í eftirfarandi dómi:

Hrd. 17. september 2012 (568/2012): Í málinu var kröfu K um helming lífeyrisréttinda M á grundvelli 2. mgr. 102. gr. hafnað. M hafði starfað sem sjómaður, og því framlag K til heimilsins umtalsvert. Hún hafði þó unnið aukavinnu með heimilisstörfunum og fengið í gegnum það lífeyrisréttindi, og var aðstaða hennar metin svo að hún ætti góðan möguleika á frekari lífeyrisréttindum eftir hjúskapinn. Því var ekki talið að ósanngjarnt væri að halda lífeyrisréttindum M utan skiptanna.

Af þessum dómum má sjá mótun Hæstaréttar á því hvað telst ósanngjarnt varðandi 2. tl. 1.

mgr. 102. gr. Í byrjun voru kröfurnar um sérstakar aðstæður því töluvert strangari en í dag svo

að ósanngjarnt gæti talist að halda lífeyrisréttindum utan skipta. Við sanngirnismatið virðist í

dag litið sérstaklega til aðstöðu maka eftir skilnað og eðli starfsins sem sá sem safnaði

lífeyrisréttindunum vann.166 Þó skal það tekið fram að matið er alltaf heildstætt, og er því ekki

tæmandi talið til hvaða atriði hafa áhrif á það.

Við setningu núgildandi hjskl. þótti það vera svo vandasamt mál að skipta

lífeyrisréttindum að það væri varla gerlegt að setja lagareglur um það. Þessu hefur verið

mótmælt á þeim grundvelli að vel sé gerlegt að setja reglur um svo mikilvæg og mikil

verðmæti og lífeyrisréttindi.167

165 Lára V. Júlíusdóttir: ,,Lífeyrisréttindi við skilnað”, bls. 375. 166 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 495. 167 Lára V. Júlíusdóttir: ,,Lífeyrisréttindi við skilnað”, bls. 376.

Page 55: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

55

3.5.2.3 Þriðji töluliður Undir þriðja töluliðinn falla verðmæti eða réttindi sem ekki er hægt að afhenda eða eru

persónulegs eðlis. Reglan bætti í raun ekki neinu við gildandi rétt við setningu núgildandi

hjskl., heldur var ætluð sem lögfesting á reglum sem þegar voru taldar gilda.168 Í raun er hér

fjallað um tvær gerðir verðmæta, þau sem ekki er hægt að afhenda annars vegar, og hins vegar

þau sem eru persónulegs eðlis. Almennt orðalag ákvæðisins býður upp á fremur víða túlkun

þess, sjá þó meginreglu 57. gr. Hlutir sem falla hér undir eru til dæmis framfærsluréttindi,

persónuleg afnot eða leiguréttindi, réttur til firma og hugverkaréttindi.169

Um höfundarréttindi er mælt í höfundalögum nr. 73/1972, en samkvæmt 30 gr. þeirra eru

réttindin séreign höfundar. Hjónum er ekki heimilt að breyta því með kaupmála, enda hefur

lengi verið talið að höfundur hafi mikilvægari hagsmuni af þessum ráðum sem hann hefur yfir

höfundaverki sínu en maki hefur af því að fá eignarhlutdeild í verkinu.170

3.5.2.4 Fjórði töluliður Í fjórða töluliðnum er maka heimilt að krefjast þess að ýmsar bætur falli utan skiptanna. Hér

er um að ræða fébætur, almannatryggingabætur eða vátryggingarfé vegna líkams- og

heilsutjóns. Einnig bætur vegna þjáninga og annars ófjárhagslegs tjóns. Þessar fégreiðslur og

réttindi eru persónulegar kröfur sem er ætlað að bæta tjón eða miska einstaklingsins. Því voru

talin sterk rök með því að einstaklingar gætu tekið slík réttindi úr hjúskapnum óskipt.171

Hrd. 1970, bls. 897: Í málinu var deilt um rétt M til að halda hluta fasteigna sem hann hafði notað bótafé sitt til að kaupa. M varð fyrir slysi þar sem hann missti hendi við úlnlið, og fékk út á slysið örorkubætur sem og bætur vegna þjáninga og lýtis. Þegar dómurinn féll var í gildi 23. gr. laga nr. 20/1923, þar sem sagði að persónulegar bótakröfur maka skyldu fara eftir reglum um hjúskapareignir. Þá sagði í dómi Hæstaréttar að þar sem M hefði ekki áskilið þegar hann festi bótafé sitt í fasteignunum að það skyldi verða utan skipta. Ekki var heldur talið að bótaféð yrði nægilega vel sérgreint. Á þessum grundvelli var kröfu hans um að halda bótafénu utan skiptanna hafnað.

Á þeim tíma sem dómurinn féll var ekki sambærileg regla 4. tl. 1. mgr. 102. gr. hjskl í

gildi. Það var rakið meðal málsástæðna M að bótaábyrgð atvinnurekanda utan samninga, sem

persónuleg réttindi hans grundvölluðust á, hefði ekki þekkst þegar lög nr. 20/1923 hefðu verið

sett. Því væri rétt að reglur mynduðust í dómaframkvæmd um málið, þótt að ekki væri tekið á

því í löggjöfinni. Þessu var hafnað af dómstólum.

168 Alþt. 1992-93. A-deild, bls. 2531. 169 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 500. 170 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 501. 171 Alþt. 1992-93. A-deild, bls. 2532.

Page 56: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

56

Krafan um sérgreiningu bótakrafna er orðuð í athugasemdum með frumvarpi því sem varð

að hjskl. Þar segir að sérgreining verðmæta sé forsenda þess að hægt sé að taka þau að

óskiptu. Þessu til stuðnings er svo vísað til ofangreinds dóms Hrd. 1970, bls. 897. Þar er

einnig tekið fram að ígildisreglan gildi fullum fetum um verðmæti 4. töluliðarins.

3.5.2.5 Fimmti töluliður Í fimmta töluliðnum er fjallað um verðmæti sem aflað hefur verið vegna velferðar barna, og er

miðað við að það sé það hjóna sem barn býr hjá sem getur sett fram kröfuna. Í sambærilegri 2.

mgr. 104. gr. skiptalaganna nr. 20/1991 er heimild fyrir það hjóna sem hefur forsjá barns. Á

þeim tímapunkti sem 102. gr. kemur til álita hefur ekki alltaf verið ákveðið um endanlega

forsjá barns, og var því talið eðlilegra að miða við það hjóna sem barnið býr hjá. Þá er þessi

grein undanskilin 2. mgr. 102. gr. um fébætur ef það verði talið ósanngjarnt gagnvart öðru

hjóna að halda verðmætum utan skipta.172

3.5.3 Endurgjaldskrafa 107. gr. hjskl.

3.5.3.1 Almennt Ákvæði 107. gr. um endurgjaldskröfu maka eru í raun ekki frávik frá helmingaskiptareglu í

sama skilningi og skáskiptareglur. Hér er öllu heldur um að ræða leiðréttingarregla sem gerir

skipti samkvæmt helmingaskiptareglunni sanngjarnari en ella. Ákvæði 107. gr fela þannig í

sér ákveðið frávik frá helmingaskiptum að því leyti að vikið er frá þeirri niðurstöðu sem

annars fengist með helmingaskiptum.173 Reglan byggir á því að skiptin grundvallist á

helmingaskiptareglunni og er verndarregla sem hefur sjálfstætt gildi við hlið reglna um

skáskipti eða heimildir til að halda verðmætum utan skipta.174

Endurgjaldsreglum 107. gr. er aðallega beitt í tveimur tilfellum. Í 1. mrg. 107. gr. er

fjallað um það tilvik þegar verðmæti hafa verið tekin úr hjúskapareign sem kemur til skipta,

og notuð til að auka verðmæti eignar sem kemur ekki til skipta. Í ákvæðinu er svo bundið um

hnútana að það er ekki aðeins séreign sem hægt er að auðga með hjúskapareign, heldur í raun

öll verðmæti sem geta fallið utan skiptanna.175

Í 2. mgr. 107. gr. er svo fjallað um það tilvik þegar annað hjóna hefur rýrt hjúskapareign

eða sameign hjónanna með því að misbeita ráðum yfir hjúskapareigninni eða öðru óhæfilegu

atferli. Skilyrði beitingar 2. mgr. 107. gr. er því að hjúskapareignin hafi verið rýrð með

172 Alþt. 1992-93. A-deild, bls. 2532. 173 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 501. 174 Ármann Snævarr: Sifjaréttur I-III, bls. 395. 175 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 790.

Page 57: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

57

misbeitingu ráða eða óhæfilegu atferli. Þá er einnig sérstakt skilyrði að atferlið leiði til

verulegrar skerðingar.

Skilyrði þess að endurgjaldskröfur nái fram að ganga eru skv. 3. mgr. 107. gr. að eigur

makans sem krafan beinist að nægi fyrir skuldum sem á honum hvíla. Það er þó heimilt að

krefjast greiðslu úr séreign makans ef hjúskapareign hans hrekkur ekki til. Samkvæmt

greininni eru því kröfur skuldheimtumanna rétthærri en endurgjaldskrafa 107. gr.176 Ef annað

maka á endurgjaldskröfu á hendur hinu er því þó ekki skylt að taka þá fjárhæð úr

hjúskapareign hins. Því er einnig heimilt að taka fjárhæðina úr sinni hjúskapareign og láta

hana ekki koma til skipta. Þannig eru hagsmunir þess sem á endurgjaldskröfu tryggðir, enda

er nóg að annað eigi einhverja hjúskapareign til skipta. 177

Í Hrd. 1998, bls. 316 var deilt um rétt K til endurgreiðslu. K lagði fram endurgreiðslukröfu á grundvelli 107. gr. sem varakröfu. Fyrir skiptarétti og Hæstarétti var hafnað að taka kröfuna til greina á þeim grundvelli að ekkert fémætt hefði komið fram við skiptameðferð sem nota mætti til að greiða kröfu K við skiptin.

Í 4. mgr. er girt fyrir að makar hafi uppi endurgjaldskröfur á grundvelli 107. gr. eftir að

skiptin hafa farið fram. Segja má að reglur 107. gr. um endurgjaldskröfu spili með 66. gr.

hjskl., en kröfu samkvæmt henni má hafa uppi eftir skiptalok. Í 66. gr. er fjallað um að maki

eða erfingjar geti krafist þess að gjöf verði hrundið ef maki hefur gefið þriðja manni gjöf úr

hjúskapareign sinni sem er úr hófi miðað við efnahag hjóna. Skilyrði hér er að gjöfin sé ekki

eðlileg eða sanngjörn, og einnig að gjafþeginn sé grandsamur um þettta. Talið var að auk 107.

gr. um endurgjald væri þörf á beinni heimild sérstaklega til að rifta gjöf til þriðja aðila.178

Til samanburðar má nefna ákvæði sænsku hjúskaparlaganna um endurkröfu. Í 4 gr. 11.

kafla sænsku hjúskaparlaganna er regla sambærileg 107. gr. og 66. gr. Þar er mælt fyrir um að

maki geti krafist endurgreiðslu ef hinn makinn hefur rýrt hjúskapareign þeirra verulega með

því að auka við séreign sína á kostnað hjúskapareignar eða gefið gjafir úr henni. Sænska

reglan er bundin við þrjú ár áður en krafa um skilnað er sett fram.179 Kröfu samkvæmt 66. gr.

um riftun gjafgernings maka til þriðja aðila er einnig bundin þrjú ár frá því að gjöf var gefin,

svipað og sænska ákvæðið. Endurgjaldskrafa er 107. gr. ekki bundin við tíma, annan en að

176 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 799. 177 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 799. 178 Alþt. 1992-93. A-deild, bls. 2520. 179 4. gr. 11. kafla sænsku hjúskaparlaganna: „Har den ena maken utan den andra makens samtycke inom tre år innan talan om äktenskapsskillnad väcktes i inte obetydlig omfattning genom gåva minskat sitt giftorättsgods eller använt sitt giftorättsgods till att öka värdet av sin enskilda egendom…“

Page 58: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

58

áðurnefnt skilyrði 4. mgr. 107. gr. um að kröfu verður að hafa uppi áður en skipti hafa farið

fram.

Í Hrd. 2002, bls. 3707 (483/2002) krafðist K endurgjalds á grundvelli 107. gr. vegna 6.000.000 kr. gjafar M til þriggja barna sinna. K öðlaðist vitneskju um gjafgerninginn á seinni hluta árs 1998 um það leyti sem hann var reiddur af hendi. Í dómi Hæstaréttar er rakið hvernig frestur K til að fá ráðstöfuninni hrundið með 66. gr. væri liðinn, og því yrði krafan ekki reist á þeim grundvelli. K var þó talin geta beitt 2. mgr. 107. gr., en kröfu hennar var hafnað af annari ástæðu.

Tímamark skerðingar eða rýrnunar verðmætis eigna í 107. gr. er miðað við aðgerðir maka

sem gerast áður en skiptamark á sér stað. Dæmi um þetta má sjá í eftirfarandi dómi:

Í Hrd. 1999, bls. 1384 var krafa K um endurgjald samþykkt fyrir héraðsdómi, en fyrir Hæstarétti var krafan ekki samþykkt sem endurgjaldskrafa á grundvelli 107. gr. Hæstiréttur sagði eftirfarandi um kröfuna: „Krafa sóknaraðila um greiðslu úr hendi varnaraðila verður ekki reist á ákvæði 107. gr. hjskl. nr. 31/1993, enda gerðust atvikin, sem hún telur kröfuna leiða af, eftir að yfirvald tók fyrir umsókn um skilnað þeirra.“ Litið var svo á að K væri að krefjast viðurkenningar á rétti sínum til að fá úthlutað á kostnað M andvirði þeirra nautgripa sem hann hafði ráðstafað frá skiptamarkinu. Sú krafa var samþykkt.

Í málinu fór ráðstöfun M sem K taldi óhóflega í skilningi 2. mgr. 107. gr. fram eftir

skiptamark sem hjónin höfðu sammælst um, og var því ekki hægt að líta svo á endurkrafa

107. gr. gæti átt við. Þó getur það komið fyrir að afleiðingar athafnanna sem eiga sér stað fyrir

skiptamark koma ekki fram fyrr en eftir það.180

3.5.3.2 Ákvæði 1. mgr. 107. gr. hjskl. Ef maka væri heimilt að nota hjúskapareign sína til að auka verðgildi eignar sem kemur ekki

undir skiptin væri það augljóslega freistandi að koma fjármunum undan skiptunum með þessu

móti. Ákvæði 1. mgr. 107. gr. er ætlað að stemma stigu við þetta, og rétta hlut þess maka sem

kann að bera skertan hlut frá borði vegna slíkra ráðstafana.181

Rétt er þó að taka fram að sök eða ásetningur um að hlunnfæra maka sinn er ekki skilyrði

ákvæðisins. Þvert á móti getur verið fullkomlega eðlileg ráðstöfun sem hefur krafist þess að

fjármunir séu teknir úr hjúskapareign og þeim varið í eign sem er séreign.182 Þar má nefna

almennt viðhald fasteignar (sem er séreign) eða jafnvel niðurgreiðsla veðskulda sem hvíla á

180 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 791 181 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 795. 182 Anders Agell: Nordisk äktenskapsrätt, bls. 358.

Page 59: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

59

fasteigninni sem er fjármagnað með útborguðum launum. Í öllu falli þykir rétt að unnt sé að

taka tillit til þessara atriða þegar kemur til fjárskipta milli hjóna.183

Í Hrd. 1954, bls. 114. var meðal annars deilt um kröfu M um að hluti fasteignar, sem var séreign K samkvæmt kaupmála, yrði talin hjúskapareign.184 Þessi hluti fasteignar var viðbygging sem bætt hafði verið við fasteignina á meðan hjúskapnum stóð. Í málinu þótti sýnt fram á að viðbygging sem deilt var um hefði að stórum hluta verið greidd með fjármunum úr hjúskapareign þeirra. Þrátt fyrir það voru ekki tök á að telja fasteignina öðruvísi til en að hún væri í heild sinni séreign K. Fallist var þó á að M ætti rétt til endurkröfu á hendur K fyrir þeim fjármunum sem hefðu farið í viðbygginguna.

Í málinu var rakið að M og K hefðu með sameiginlegan hag hjónanna í huga ráðstafað fé

af „félagseign“ þeirra til viðbyggingar. Svo segir að samkvæmt því megi telja að félagsbúið

eigi kröfur á hendur K sem svarið þeim verðmætum. Ráðstöfunin getur því einfaldlega átt sér

stað af góðum ásetningi, og jafnvel með samþykki þess maka sem seinna ber kröfuna uppi.

Í Hrd. 1994, bls. 526 var meðal annars deilt um endurgjaldskröfu K á hendur M. M hafði aukið við séreign sína, landareign, bæði með bótum greiddum frá Landsvirkjun, en einnig að hluta með hjúskapareign makanna. Deilt var um að hvaða leyti K ætti rétt á endurbótum fyrir þessa aukningu M við séreign sína. Talið var að bæturnar frá Landsvirkjun væru nægilega tengdar landareigninni til að teljast séreignir, enda höfðu þær verið greiddar fyrir spjöll á henni. Því var ekki talið að K gæti átt endurkröfu fyrir bæturnar sem fóru í að auka verðgildi séreignar M. Hins vegar þótt sýnt fram á að bæturnar hefðu ekki dugað einar og sér fyrir verðmætaaukningunni. M hefði því hlotið að hafa notað af hjúskapareign sinni til að auka við verðgildið. Því bæri K skertan hlut af borði hvað þá fjárhæð varðaði. Á þeim grundvelli var talið að K ætti endurgjaldskröfu á hendur honum.

Hér má sjá að ekki er nauðsynlegt að rekja eða sérgreina þá fjármuni hjúskapareignarinnar

sem varið er til að auka virði séreignarinnar. Af dóminum má draga þá ályktun að nóg sé að

öðru maka takist ekki að sanna að einungis fjármunir úr séreign þeirra hafi verið notaðir til að

auka verðmæti eigna sem koma ekki til skipta.

Ákvæðið tekur þó ekki aðeins til þeirra tilvika þar sem maki hefur notað fjármuni úr sinni

hjúskapareign eða hjúskapareign beggja til að auka verðgildi séreignar sinnar. Þótt að það sé

ekki tekið fram berum orðum í ákvæðinu eru líkur á því að því yrði beitt um önnur tilvik þar

sem aðili ber skertan hlut frá borði við fjárskiptin.Til dæmis mætti nefna þá aðstæðu að maki

gæti tekið fjármuni úr séreign sinni og notað hana til að auka verðgildi hjúskapareignar

sinnar. Sá hluti sem stæði utan skiptanna sem séreign væri þá minnkaður, en aukið við þann

hluta sem kæmi til skipta. Þetta er eðlileg túlkun reglunnar, enda væri það ósanngjarnt

183 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 792. 184 Í dóminum er talað um félagseign og er þar átt við hjúskapareign í skilningi núgildandi hjúskaparlaga.

Page 60: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

60

gagnvart þeim maka sem hefur lagt mikið úr sinni séreign í hjúskapareign sína eða jafnvel

hins makans.185

Það er þó meira álitamál hvort að ákvæðið taki til þess tilviks að maki hafi gefið hinu

hjóna gjöf sem er séreign þess síðarnefnda. Sambærileg grein norsku hjúskaparlaganna tekur

á þessu álitamáli á þann hátt að það maka sem gaf af sinni hjúskapareign getur krafist

endurgjalds ef það leiðir til verulegrar eignaaukningar fyrir hitt. Því hefur svo verið haldið

fram að sanngirnirssjónarmið standi til þess að íslenska 1. mgr. 107. gr. gæti náð til slíks

tilviks líka með lögjöfnun.186

3.5.3.3 Ákvæði 2. mgr. 107. gr. hjskl. Ef maki skerðir hjúskapareign sína verulega með óhæfilegu athæfi, sbr. 2. mgr. 107. gr., leiðir

það til þess að skír hjúskapareign hans sem kemur til skipta verður töluvert minni. Það þýðir

auðvitað að hitt hjónanna fær ekki jafn mikið og ætla mætti við fjárskipti. Ákvæðið nær

einnig til þess þegar annað hjóna hefur skert verðgildi sameignar hjónanna. Nokkur efnisleg

skilyrði eru fyrir því að ákvæðinu verði beitt.

Þegar skilyrðið um að eignin sé rýrð með óhæfilegu atferli eða misbeitingu er skoðað má

sjá að sama skilyrði er fyrir kröfu um fjárskipti án skilnaðar sbr. 91. gr. hjskl. Miðað er við að

með óhóflegu atferli sé átt við fjárhagslega háttsemi sem brýtur í bága við meginreglu 59.

gr.187

Í Hrd. 1999, bls. 3062 (258/1999) var deilt um mögulega misbeitingu J á hjúskapareign sinni sem var hesturinn Safír, en J seldi hestinn stuttu fyrir fjárskiptin. Dómskvaddir matsmenn mátu verðgildi hestsins á þeim tíma sem hann var seldur á 7.250.000 kr., en samkvæmt kaupsamningi seldi M hestinn á 2.500.000 kr. Talið var að M hefði með þessum hætti rýrt hjúskapareign sína með misbeitingu á henni, og á grundvelli 2. mgr. 107. gr. var honum gert að endurgreiða K helming mismunar kaupverðsins og raungildis hestsins.

Í málinu reyndi M að halda því fram að K hefði samþykkt söluna, og vísaði því til stuðnings

að hún hefði vitað af henni, 6 mánuðum áður en hún óskaði opinberra skipta, en þá gerði hún

strax athugasemd við viðskiptin. Ekki er nauðsynlegt að sýna fram á ásetning eða aðra sök

þess sem rýrði hjúskapareign sína. Nóg er að sýna fram á að viðskiptin hafi rýrt

hjúskapareignina verulega.

Í Hrd. 1999, bls. 1384 (94/1999) var meðal annars deilt um hvort K gæti átt endurgjaldskröfu á hendur M vegna nautgripa sem M seldi á þeim tíma frá því að opinber skipti hófust og

185 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 797. 186 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 796. 187 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 791.

Page 61: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

61

fram að því að nauðungasala fór fram hjá M. Fyrir héraðsdómi var það rakið að þetta væri óhóflegt atferli hjá M sem hefði leitt til mikillar rýrnunar hjúskapareignar hans, en á þessum tveimur árum fækkaði nautgripum hans úr 64 niður í 28. Fyrir héraðsdómi var því endurgjaldskrafa K samþykkt. Í Hæstarétti var niðurstaðan sú að K gæti ekki átt rétt á endurgjaldskröfu samkvæmt 107. gr. þar sem atvikin sem leiddu til rýrnunarinnar hefðu átt sér stað eftir skiptamarkið.

Þrátt fyrir að endurgjaldskröfur K á grundvelli 107. gr. hafi ekki verið samþykktar í

Hæstarétti vegna þess að atvikin áttu sér stað eftir skiptamark var ekki hreyft við rökstuðningi

héraðsdóms um að atferlið hefði verið óhóflegt í skilningi 2. mgr. 107. gr.

Meðal þess sem talið hefur verið óhóflegt athæfi er fjárhættuspil og annað óöruggt

fjármálabrask.188 Þó verður að taka tillit til þess að í sumum tilfellum er atvinnurekstur háður

óvissu, og er þá meira svigrúm til að fara óvarlega með fjármuni.189 Ef maki hefur ekki uppi

viðeigandi ráðstafanir til að varðveita eign, svo sem almennt viðhald eða tryggingar getur það

leitt til að um óhóflegt atferli sé að ræða. Þá mundi óhófleg einkaneysla eða óreglulíferni sem

leiðir til verulegrar rýrnunar hjúskapareignarinnar einnig falla undir 2. mgr. 107. gr.

Samþykki maka fyrir ráðstöfunum leiddi í flestum tilfellum til þess að hann teldist hafa tapað

rétti sínum til endurgjalds skv. 107. gr. 190

Síðasta skilyrði beitingu ákvæðis 2. mgr. 107. gr. er að hjúskapareignin skerðist verulega.

Skilyrðið um að hjúskapareignin skerðist verulega er einnig í sambærilegum ákvæðum hinna

Norðurlandanna.

Í Hrd. 2002, bls. 3707 (483/2002) var deilt um kröfu K til endurgjalds á grundvelli 2. mgr. 107. gr. Í málinu hafði M ráðstafað um 6.000.000 kr. til þriggja barna sína þremur árum áður en aðila slitu samvistum. Alls komu um 42.000.000 til skiptanna. Fyrir héraðsdómi var talið að krafan ætti rétt á sér og var hún því samþykk. Fyrir Hæstarétti var hinsvegar ekki talið að gjöf M til barna sinna rýrði hjúskapareign hans verulega. Því taldist ráðstöfunin ekki uppfylla skilyrði 2. mgr. 107. gr. hjskl., og var kröfu K hafnað.

Í málinu hafði heildarhjúskapareignin rýrnað um 15% við gjafgerninginn. Ekki hefur verið

fjallað um þetta skilyrði 2. mgr. 107. gr. að neinu ráði fyrir íslenskum dómstólum, og hefur

því í skrifum fræðimanna verið horft til túlkunar norrænna dómstóla á sambærilegri reglu

hjúskaparlaga Norðurlandanna.191

188 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 799. 189 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 780. 190 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 780. 191 Í tveimur gömlum dönskum dómum, UfR. 1936, bls. 809 og Ufr. 1936, bls. 869 var deilt um svipað atriði. Í fyrri dóminum hafði 20.000 kr. hjúskapareign rýrnað um 1000 kr. (5%) og var þá hafnað að skerðingin væri veruleg. Í seinni dóminum var hinsvegar um 20% skerðingu að ræða, og þótt það veruleg skerðing sem fullnægði skilyrði ákvæðisins.

Page 62: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

62

4 Skáskipti 104. gr. laga 31/1993

4.1 Inngangur

Áður hefur verið fjallað töluvert um meginregluna um helmingaskipti og lagarök henni að

baki. Í þessum kafla verður fjallað nokkuð ýtarlega um skáskiptareglu 104. gr. hjsk, sem

fráviksreglu frá meginreglunni um helmingaskipti

Fyrst verður fjallað með almennum hætti um skáskiptaregluna, lagarök og helstu

sjónarmið að baki henni. Farið verður farið stuttlega yfir heimild til skáskipta í eldri lögum,

og dómar sem féllu í tíð hennar greindir. Þá er sjónum vikið að núgildandi skáskiptaheimild

104. gr. Farið er yfir greinina með almennum hætti og skilyrðið um bersýnilega ósanngirni

skoðað nánar. Í kaflanum er að finna greiningu á íslenskri dómaframkvæmd þar sem

skáskiptareglan hefur verið meðal deilumála. Farið er yfir einstaka efnisþætti reglunnar eins

og þeir koma fyrir í dómum Hæstaréttar, og reynt að komast að niðurstöðu um hvort beiting

reglunnar sé að þróast. Að þeirri greiningu lokinni er fjallað um nokkur sjónarmið tengd

skáskiptareglunni og ályktanir dregnar af umfjölluninni í heild.

Í 59. gr. norsku hjúskaparlaganna er að finna skáskiptareglu sem er nokkuð frábugðin

skáskiptaheimildum Norðurlandanna. Til samanburðar við þá íslensku verður henni einnig

gerð nokkur skil.

Í kaflanum verður töluvert reifað af dómum, og er umfjölluninni skipt þannig upp að

einstök efnisatriði dóma eru tekin fyrir í afmörkuðum köflum. Vegna þessar verða nokkrir

dómar reifaðir oft ef í þeim reyndi á mörg efnisatriðanna. Þeim dómum sem eru reifaðir oftar

en einusinni með tilliti til mismunandi efnisatriða verða til hægðarauka auðkenndir með nafni

auk númeri dómsins svo að auðveldara sé að glöggva sig á heildarmynd þeirra.

4.2 Almennt um skáskipti

Áður hefur verið fjallað um hvernig hjúskapareignarfyrirkomulagið sé meginreglan að

íslenskum hjúskaparrétti. Við fjárskipti gildir svo meginreglan um helmingaskipti, og hefur

gert að norrænum rétti síðan á 18. öld. Meginreglan hefur þó ekki alltaf verið talin leiða til

réttustu niðurstöðunnar, og því eru í gildi fráviksheimildir frá henni.

Heimildir til skáskipta hafa farið rýmkandi með tímanum. Eiginleg skáskipti voru fyrst

tekin upp í lögum 60/1972, og voru heimildirnar til skáskipta auknar töluvert með setningu

núgildandi hjskl. Í athugasemdum við frumvarp til hjskl. segir eftirfarandi um málefnið:

Page 63: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

63

„Þróun síðustu ára felur hins vegar í sér að þörf er talin á auknum heimildum til að víkja frá helmingaskiptareglunni ef hún leiðir til ósanngjarnra málaloka, auk þess sem rök þykja standa til þess að halda ýmsum verðmætum utan skipta í rýmra mæli en hingað til hefur verið heimilt.“

Að framan hefur verið fjallað um ýmsar heimildir til að víkja frá einstökum þáttum

helmingaskipta í sinni hreinustu mynd. Eiginleg skáskipti geta hins vegar falið í sér að vikið

er með öllu frá helmingaskiptum, eða allavega að hluta.

4.3 Skáskipti í tíð laga nr. 60/1972

4.3.1 Almennt

Samhliða meginreglunni um helmingaskipti hafa alltaf verið einhver frávik eða heimildir til

að halda eignum utan skipta. Þessi frávik hafa í gegnum tíðina verið í gegnum reglur um

séreignir, persónuleg réttindi eða endurgjaldsreglur.192 Forveri skáskiptareglu 104. gr.

núgildandi hjskl. var 57. gr. laga nr. 60/1972. Sú grein var töluvert þrengri en núgildandi 104.

gr. hjskl. og hljómaði svo:

57. gr. Nú stafa eigur bús, er skipta á vegna skilnaðar að borði og sæng, lögskilnaðar eða úrskurðar um slit á fjárfélagi, að mestu leyti frá öðru hjóna, er flutt hefur þær í bú með þeim hætti er segir í 27. gr., og er þá heimilt að kveða svo á samkvæmt kröfu þess hjóna, að búi skuli skipta samkvæmt meginreglum 27. gr. að nokkru eða öllu leyti, enda teljist helmingaskipti á þessum verðmætum bersýnilega ósanngjörn, einkum vegna þess að hjúskapur hafi staðið skamma stund og hafi ekki leitt til verulegrar fjárhagslegrar samstöðu.

Reglan var byggð á grunni dönsku skáskiptaheimildarinnar sem var lögtekin árið 1963 þar

með þágildandi 69. gr.193 Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að lögum 60/1972

segir að stundum geti verið óréttlátt að beita helmingaskiptareglunni. Þetta eigi sérstaklega

við þegar hjúskapur hafi staðið í skamma stund og hjón hafi lítið eða ekki búið saman. Þegar

svo er, og sérstaklega þegar hjón eru barnlaus þótti skorta þann félagslega og rökræna

bakgrunn sem helmingaskiptareglan styðst við. 194

Ákvæði 57. gr. laga 60/1972 var túlkað með fremur þröngum hætti, enda um fráviksreglu

að ræða. Ennfremur segir í athugasemdum með frumvarpi sem varð að lögum 60/1972 að

reglunni hafi verið ætlað að beita með þrengri hætti en sambærilegri heimild norsku laganna,

192 Alþt. 1992-93. A-deild, bls. 2533. 193 Peter Lødrup og Vera Holmøy: Ekteskapsloven, bls. 30. 194 Alþt. 1971. A-deild, bls. 362.

Page 64: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

64

og eigi fremur að horfa til danska skáskiptaákvæðisins sem var í breytingarlögum á dönsku

hjúskaparlögunum nr. 412/1963.195

Ef forsendur voru fyrir beitingu 57. gr. á annað borð var talið að skáskiptum ætti aðeins að

beita um þau verðmæti sem aðilar komu með sér í hjúskapinn eða fengu seinna að gjöf eða

arfi. Þannig félli eiginleg verðmætasköpun milli þeirra undir helmingaskipti, sem og aðrar

eignir sem ekki falla beinlínis undir ofangreinda flokka. Þannig væri ekki oft tak á því að

beita skáskiptum um allar eignir hjónanna.196

Skilyrðin fyrir beitingu 57. gr. eru talin upp í ákvæðinu sjálfu, og eru þar talin upp þrjú.

Skilyrðið um að verðmæti stafi að mestu leyti frá öðru hjóna, um að krafan um skáskipti komi

frá því hjóna sem kom með mikið meiri eignir í hjúskapinn og loks skilyrði um ósanngirni,

sérstaklega miðað við lengd hjúskaparins. Í túlkun réttarins á greininnni kom seinna fram sú

skoðun að öll skilyrði þyrftu að vera fyrir hendi til að réttlæta frávik frá helmingaskiptum.197

Þegar skoða á þróun skáskipta er best að skoða með nokkurri nákvæmni hvernig eldri

reglunni var beitt. Vikið verður hér að hverju efnisskilyrði fyrir sig og snert á

dómaframkvæmd þar sem þau koma fyrir.

4.3.2 Hvaðan stafa eignir sem koma undir skiptin

Í frumvarpinu segir eftirfarandi um fyrsta skilyrðið fyrir beitingu 57. gr.:

,,Eigur þær sem undir skipti koma þurfa að stafa „að mestu leyti frá öðru hjóna, er flutt hefur þær í bú með þeim hætti, er segir í 27. gr.“ Ef ekki er verulegur munur á þeim eignum, sem hvor um sig hefur flutt í búið, á ákvæðið ekki við. Eignir þær sem hér á að miða við, eru eigur, sem hvort um sig flytur með sér við stofnun hjúskapar, og svo verðmæti, er honum bætist að gjöf eða að arfi, meðan hjúskapur stendur, og væntanlega ennig verðmæti, sem hliðstætt stendur á um, svo sem verðmæti, er flytjast frá séreign hlutaðeiganda í hjúskapareign hans.”198

Athyglisvert er að benda á síðustu setninguna í textanum hér að ofan. Að verðmæti sem

hafi verið flutt úr séreign hlutaðeiganda í hjúskapareign hans geti verið grundvöllur til að

víkja frá helmingaskiptum og beita skáskiptum. Ákvæðið minnir óneitanlega á hvernig 107.

gr. núgildandi hjskl. um endurgjaldhefur verið túlkuð. Ákvæði 1. mgr. 107. gr. er aðallega

ætlað að vernda hlut þess sem fær minni verðmæti við skipti þegar hitt hjóna hefur notað

195 Alþt. 1971. A-deild, bls. 362. 196 Alþt. 1971. A-deild, bls. 363 197 Þessi skoðun kemur fram í nokkrum dómanna sem féllu í tíð laganna, en hér verða aðeins nefnd ummæli úr Hrd. 1991, bls. 1571 (ágreiningur um upphaf sambúðar): „Telja verður, að öllum skilyrðum 57. gr. laga nr. 60/1972 um stofnun og slit hjúskapar verði að vera fullnægt, til þess að unnt sé að krefjast skipta á félagsbúi hjóna á grundvelli hennar.“ 198 Alþt. 1971. A-deild, bls. 362.

Page 65: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

65

hjúskapareign til að drýgja séreign sína. Ákvæðið hefur þó verið túlkað á þann hátt að það

verndi einnig stöðu þess sem fær minna en annars úr skiptum ef hann hefur notað af sinni

séreign til að drýgja hjúskapareign hjónanna.199

Í Hrd. 1977, bls. 752 (Colorado) var deilt um hvort beita ætti skáskiptareglu þágildandi 57. gr. M og K höfðu verið í hjónabandi áður og eignast þá þrjú börn. Í fyrra hjónabandinu höfðu þau búið saman í Colorado. K flutti til Íslands frá Colorado með börnin til að búa með M, og bjuggu þau hjá móður hans á meðan hjúskapurinn varði, sem var frá desember 1974 til júní 1975, eina sex mánuði. M gerði kröfu um skáskipti með þeim hætti að aðilar héldu þeim eignum sem þau komu með í hjúskapinn. Sýnt var fram á að M hafði lagt til hjúskaparins um 8.3 milljónir í eignum, en K taldist gott sem eignalaus. Þá hafði M varið töluverðum fjárhæðum í að flytja K og börnin þrjú til Íslands. Þrátt fyrir þetta var hafnað að beita ætti skáskiptum um fjárskipti þetta. Með þessum rökum og tilvísan til skammvinns hjúskaps var krafa um skáskipti samþykkt af skiptarétti Reykjavíkur. Þessari niðurstöðu var snúið í Hæstarétti. Þar var það talið vega þyngra að sýnt þótti fram á að með hjónunum hefði myndast veruleg fjárhagsleg samstaða, og að þau áttu þegar þrjú börn saman. Með vísan til þessa var ekki talið bersýnilega ósanngjarnt að beita helmingaskiptum um fjárskipti á milli þeirra.

Í málinu er ljóst að M kom með verulega mikið meiri eignir í hjúskapinn. Hæstiréttur

túlkaði þó greinina með mjög þröngum hætti. Þegar dómurinn var kveðinn upp hafði greininni

aldrei verið beitt, og greinilega var ekki talið mögulegt að beita henni í fyrsta skiptið þarna.

Nokkuð annað var uppi á teningnum í eftirfarandi dómi, sem er fyrsti dómurinn þar sem beitt

var skáskiptum eftir að þágildandi 57. gr. tók gildi.

Í Hrd. 1983, bls. 1967 (Létt heimilishald) krafðist M þess að fjárskipti vegna skilnaðar hans og K skyldi fara eftir skáskiptareglu 57. gr. laga 60/1972. M var nokkuð vel efnaður þegar hjúskapur hófst, og höfðu allflestar eigur hjúskaparins komið með honum. Þá var hann í vel launuðu starfi sem vélstjóri á meðan hjúskapurinn stóð, en K var heimavinnandi.200 Með vísan til þessa og þess meðal annars að hjúskapurinn var aðeins talinn hafa enst í tæpt ár var talið að skilyrði beitingu 57. gr. væru fyrir hendi. Dæmt var svo að M skyldi taka fyrst 3/4 hluta skírrar hjúskapareignar sinnar sem hann kom með í hjúskapinn, og eftirstöðvum hjúskapareigna skyldu fara eftir meginreglunni um helmingaskipti.

Hér á eftir verður farið yfir aðrar röksemdir dómsins, en sjónarmiðið um hversu mikið

meira M flutti í hjúskapinn og að hve miklu leyti verðmætasköpunin var einhliða hafði mikil

áhrif á niðurstöðu dómsins, enda var töluvert mikill aðstöðumunur á hjónunum að þessu leyti.

199 Sjá um þetta umfjöllun hér að ofan um 1. mgr. 107. gr. hjskl. 200 Í dóminum er að finna nokkuð athyglisverð athugasemd um virði heimilsstarfa sem K lagði af hendi til hjúskaparins: „Í þvi efni er þess þó að gæta, að hjónin voru barnlaus og gagnáfrýjandi oft fjarvistum frá heimilinu vegna vinnu sinnar og heimilishald því í léttara lagi.“ Á þessum grundvelli var ályktað sem svo að verðmæti sem K lagði til með vinnu við heimilið væru af skornum skammti, og kæmu ekki til móts við tekjur M sem var útivinnandi.

Page 66: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

66

Í Hrd. 1985, bls. 322 (Íbúð að Rauðalæk) var meðal annars deilt um hvort skilyrði 57. gr. um mun á fjárframlagi hjóna til hjúskaparins, væri fullnægt. Þegar M og K hófu sambúð átti K íbúð. Áður en þau gengu í hjúskap kom voru M og K í sambúð í nokkurn tíma. Á þessum tíma var íbúð K seld og önnur við Rauðalæk keypt fyrir söluverðið. M hélt fram að ekki ætti að miða við stöðu eigna þegar hjónin hófu sambúð, heldur þegar þau gengu í hjúskap. Hann hélt því fram að hann hefði með vinnuframlagi og tekjum á sambúðartímanum og hjúskapnum lagt verulega til nýju íbúðarinnar. Vegna þessa væri ekki mikill munur á fjárhagslegu framlagi þeirra við stofnun hjúskaparins. Í úrskurði skiptaréttar sem staðfestur var af Hæstarétti með vísan til forsendna var það staðfest að miða ætti við eignastöðu við stofnun hjúskapar, en ekki þegar sambúð hófst. Þrátt fyrir það var ekki talið að M hefði sannað framlög sín til nýju fasteignarinnar, og því gengið út frá því að hún hefði að öllu leyti komið til fyrir söluverð fasteignar K. Því var mikill munur á fjárframlagi hjónanna þegar til hjúskaparins var stofnað, og því skilyrði talið fullnægt.

Í dóminum kemur fram ákveðin túlkun reglunnar, þ.e að miða skuli við stöðu eigna þegar

til hjúskaparins er stofnað, en ekki stöðu eigna þegar sambúð hefst. Fallast má á rök

skiptaréttarins með að túlka verði undantekningarreglu með þröngum hætti, og taka því orð

ákvæðisins bókstaflega. Þetta gæti þó leitt til skekktrar myndar, sérstaklega ef það hjóna sem

er efnameira gefur hinu mikil verðmæti sem gjafir á stuttum sambúðartíma, t.d bíla eða íbúðir.

Ef miðað væri svo aðeins við stöðu eigna makanna þegar stofnað væri til hjúskapar, stæðu

þau jafnt, þótt að fyrir stutta sambúðina hefði annað kannski verið mikið efnameira. Þrátt fyrir

þetta verður mikilvæg breyting á réttarstöðu fólks þegar það gengur í hjúskap, og hefur það

tímamark mikla lagalega þýðingu.

Í 1988, bls. 1432 (Fyrstu skáskiptin) var deilt um hvort skilyrði þágildandi skáskiptaheimildar 57. gr. um að annað aðila hefði komið með mikið meiri eignir í hjúskapinn en hitt væri fullnægt. Þegar hjónin gengu í hjúskap var M 72 ára, vel efnaður og í þann mund að fara á eftirlaun með umtalsverðar skuldlausar eignir. K var 50 ára og átti aðeins skuldsetta íbúð. Þar að auki voru allar eigur K gerðar að séreign hennar með kaupmála stuttu fyrir stofnun hjúskaparins. Hjúskapurinn varði í tæp tvö ár, og talið var að skilyrðinu um skammvinnan hjúskap væri fullnægt. Þá var talið bersýnilegt að skilyrðinu um að annað aðila hefði komið með meiri eignir í hjúskapinn væri fullnægt í málinu.

Fjallað var sérstaklega um hvernig eignir K hefðu verið gerðar að séreign fyrir stofnun

hjúskaparins. Þar sem aðeins hjúskapareignir koma til skipta teljast séreignir ekki með þegar

horft er til eignastöðu hjóna í upphafi hjúskapar. Dóminn mætti túlka sem svo að ef annað

hjóna á miklar eignir að séreign, en annars eigi makar jafn mikil verðmæti við stofnun

hjúskapar, væri skilyrði skáskipta um verulega mikið meiri eignir við stofnun hjúskapar ekki

fullnægt.

Page 67: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

67

4.3.3 Bersýnilega ósanngjarnt með tilliti til aðstæðna

Í athugasemdum með frumvarpi til laga nr. 60/1972 er skilyrðið um bersýnilega ósanngjörn

skipti skv. helmingaskiptareglunni aðallega tengd aldri hjúskapar. Í dómaframkvæmd virðist

þó hafa verið horft til fleiri þátta, og er í raun ekki tæmandi talið hvað verður talið til með eða

á móti skilyrðinu um bersýnilega ósanngjörn skipti skv. helmingaskiptareglunni.

Í Hrd. 1977, bls. 752 (Colorado) var deilt um hvort beita ætti skáskiptareglu 57. gr. við fjárskipti hjóna þannig að M yrði heimilað að halda fasteign utan skiptanna. M og K höfðu verið í hjúskap í nokkur ár og eignast þrjú börn áður en þau skildu árið 1970. Þau gengu svo aftur í hjúskap um mitt ár 1974, og þá flutti K til Íslands með þrjú börn þeirra og seldi þá jafnframt fasteign sem hún átti í Colorado. Þau slitu samvistum fimm mánuðum síðar, og skildu aftur í júlí 1975. Rakið var í Hæstarétti að hjúskapur hjónanna hefði staðið stutt, en þrátt fyrir það hlyti að hafa myndast með þeim fjárhagsleg samstaða. Ekki var talið að forsenda væri til þess að beita skáskiptareglu 57. gr. enda væri ekki sýnt fram á að aðstæður væru bersýnilega ósanngjarnar. Vísað var til þeirra miklu óþæginda sem K hefði lagt á sig við að flytja til Íslands með börnin, og til baka aftur eftir skilnaðinn. Þá hefði K forræði á börnunum, og M greiddi aðeins meðlag.

Í málinu voru aðstæður sérstakar eins og rakið er í dóminum, en hjónin áttu þegar þrjú

börn saman þegar þau gengu í seinna hjónabandið. Hér virðist raskið við að flytjast búferlum

þó mæla gegn því að beita skáskiptum.

Þá hefur það verið talið mæla gegn því að skipti samkvæmt helmingaskiptum teljist

bersýnilega ósanngjörn ef það veldur börnum og forsjárforeldi þeirra miklum óþægindum.

Sem dæmi um slíkt má nefna rökstuðning í eftirfarandi dómi:

Í Hrd. 1985, bls. 322 (Íbúð að Rauðalæk) var komist að þeirri niðurstöðu að rétt væri að beita skáskiptareglu 57. gr. um fjárskipti milli hjóna. Meðal annars var vísað til þess að K hafði eftir skilnaðinn börn hjónanna á framfæri, og helmingaskipti myndu meðal annars leiða til þess að selja þyrfti fasteign sem hún og börnin höfðu aðsetur í.

Þessi rök um að forsjá barnanna hafi gengið til K og sjónarmiðið um að hlífa henni og

börnunum við frekara raski eru sett fram sem almennur stuðningur við niðurstöðuna um að

helmingaskipti væru bersýnilega ósanngjörn. Önnur skilyrði svo sem skortur á fjárhagslegri

samstöðu og einhliða eignaframlag til hjúskaparins voru líka til staðar, svo að erfitt er að segja

til um sjálfstætt vægi þessa sjónarmiða. Í eftirfarandi dómi reyndi á skilyrðið um bersýnilega

ósanngirni án þess að fjallað væri sérstaklega um eignir sem voru til staðar þegar

einstaklingarnir gengu í hjúskap eða lengd hjúskaparins.

Í Hrd. 1992, bls. 1557 (32 ár) krafðist M þess að reglum um skáskipti 57. gr. þágildandi laga nr. 60/1972 yrði beitt um fjárskipti vegna skilnaðar hans og K. M vísaði til þess skilyrðis

Page 68: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

68

ákvæðisins að ósanngjarnt væri að beita helmingaskiptareglunni. Við samvistarslitin átti M gott sem engar eignir, en hafði eftir það tímamark og fram til þess að skilnaðar var krafist aukið á eignir sínar töluvert. Hann taldi að þar sem engin framlög hefðu komið frá K við þessa eignamyndun væri ósanngjarnt að taka þær undir skiptin. Þannig væri rétt að beita 57. gr. með rýmkandi lögskýringu eða lögjöfnun og leyfa honum að taka þessar eignir sem komu til eftir samvistaslitin óskiptar. Í úrskurði skiptaréttar segir að reglan sé undantekningarregla frá meginreglunni um helmingaskipti, og skuli því túlka þröngt. Því séu ekki tök á að beita rýmkandi lögskýringu eða lögjöfnun. Þegar ljóst var að ákvæði 57. gr. yrði ekki beitt með rýmkandi lögskýringu þótti ljóst að skilyrðinu um bersýnilega ósanngirni ekki fullnægt, og því óþarfi að skoða hvort að önnur skilyrði greinarinnar ættu við.

Í málinu má sjá hvernig ósanngjarnar aðstæður einar og sér gátu ekki verið grundvöllur

skáskipta í tíð eldri laga. Hinum skilyrðum greinarinnar þurfti einnig að vera fullnægt. Bent er

á í úrskurðinum að þau tilvik sem greinin taki til séu ekki tæmandi talin, og því mætti láta

greinina taka til fleiri tilvika. Sennilega þyrfti þó hinum skilyrðum hennar að vera fullnægt, að

minnsta kosti upp að einhverju marki, enda var hafði reglan verið túlkuð á þann hátt að öll

skilyrðin þyrftu að vera til staðar svo að henni yrði beitt.

4.3.4 Lengd hjónabands og fjárhagsleg samstaða

Lengd hjónabands var mjög mikilvægt atriði þegar meta átti hvort að bersýnilega ósanngjarnt

væri að skipta eignum hjóna eftir helmingaskiptareglunni með hliðsjón af fjárhagslegri

samstöðu í skilningi 57. gr. laga nr 60/1972. Danska ákvæðið sem 57. gr. laga 60/1972 var

byggt á hafði verið túlkað á þann hátt að ef hjúskapur stóð lengur en 5 ár væri varla hægt að

beita skáskiptareglum. Hér ætti þó að athuga allar aðstæður, t.d hvort að hjón hefðu slitið

samvistum löngu áður en sótt var um skilnað, eða annarra atriða.201 Rétt er hér að gera

ákveðinn greinarmun á þessum skilyrðum sem hafa að vissu marki áhrif á hvort annað. Þetta

eru skilyrðin um lengd hjúskapar og fjárhagslega samstöðu. Í dómaframkvæmd má sjá að litið

var svo á að hér væri um tvö sjálfstæð skilyrði að ræða sem bæði þyrfti að uppfylla svo að

beitt yrði skáskiptum.

Í áðurnefndum Hrd. 1977, bls. 752 (Colorado) var hafnað að beita ætti skáskiptum. Í málinu hafði hjúskapur hjónanna aðeins varað í 6 mánuði frá stofnun hjúskaparins til umsóknar um skilnað, og þá aðeins 5 mánuði í samvistum. Þrátt fyrir skamman hjúskap og að hjónin hefðu búið hjá móður M var talið að nægileg fjárhagsleg samstaða hefði skapast milli þeirra. Ásamt öðru var það talið mæla gegn beitingu skáskiptareglu 56. gr.

Í málinu má sjá að hjúskapur aðila varði mjög stuttan tíma. Þau keyptu sér ekki fasteign

saman eða gerðu aðrar ráðstafanir sem bentu til fjárhagslegrar samstöðu. Þessi rök eru

201 Alþt. 1971. A-deild, bls. 362-363.

Page 69: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

69

sérstaklega athyglisverð þegar miðað er við að hjúskapurinn varði aðeins sex mánuði, og

bjuggu hjónin hjá móður M á meðan hann varði. Aðstæður voru þó nokkuð sérstakar, þar sem

hjónin áttu þegar þrjú börn þegar þau gengu í hjúskap. Meðal annars var vikið að þessum

sérstöku aðstæðum þegar komist var að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir skammvinnan hjúskap

hefði myndast með þeim fjárhagsleg samstaða.

Í Hrd. 1979, bls. 1384 (Vesturberg) krafðist K skáskipta á grundvelli 57. gr. við fjárskipti vegna skilnaðar. Í málinu þótti sýnt fram á að aðilar hefðu hafið sambúð áramótin 1972-1973. Þau gengu í hjúskap ágúst 1974, og eignuðust barn sama ár. Krafist var leyfis til skilnaðar að borði og sæng og það veitt apríl 1977. Í úrskurði skiptaréttar sem vísað er til við staðfestingu fyrir Hæstarétti segir að aðilar hafi verið í samvistum lengur en þau voru í hjúskap, og því skuli miða við þann tíma þegar komist ætti að niðurstöðu um fjárhagslega samstöðu. Þá var rakið að þótt að K hefði komið með ívið meiri verðmæti í hjúskapinn hafi tekjur M runnið til heimilisins. Því hefði myndast með hjónunum veruleg fjárhagsleg samstaða. Á þessum grundvelli var kröfu um skáskipti hafnað.

Í málinu var við mat á fjárhagslegri samstöðu horft til þess að þrátt fyrir að löglegt

hjónaband hafi aðeins varað í ein þrjú ár, höfðu aðilar verið í samvistum í nærri 5 ár. Þá var

litið til þess að þau höfðu eignast barn á tímanum, og að M hefði lagt allar sínar vinnutekjur

til sameiginlegs heimilshalds. Þau höfðu meðal annars keypt fasteign saman. Af dóminum má

draga þá ályktun að ekki er aðeins horft á tíma formlegs hjónabands við matið á fjárhagslegri

samstöðu, heldur sé rétt að horfa á samvistartíma hjónanna í heild.

Við matið á lengd hjúskapar var þó ekki talið að hægt væri að horfa til sambúðar fyrir

hjúskap. Rétt þótti að draga þá línu svo að aðeins yrði horft til formlegs hjúskapar. Hér má

vísa til úrskurðar skiptaréttar í Hrd. 1985, bls. 322 (íbúð að Rauðalæk), þar sem þessi túlkun

kemur fram:

Í Hrd. 1985, bls. 322 (íbúð að Rauðalæk) var einnig deilt um hvort skilyrðinu um skort á fjárhagslegri samstöðu 57. gr. laga 60/1972 væri fullnægt. Rakið var hvernig M hafði ekki tekist að sanna framlög sín til eignamyndunnar eða þarfa heimilsins. Þá var sannað að K hafði staðið straum af venjulegu heimilishaldi með reikningsviðskiptum sem voru enn ekki greidd. Að þessu gefnu þótti ekki hafa myndast fjárhagsleg samstaða með hjónunum, þrátt fyrir að sambúð þeirra hefði varað alls í fimm ár. Skilyrði skáskipta um ekki fjárhagslega samstöðu taldist fullnægt að því leyti. Í úrskurði skiptaréttar er einnig rakið að í frumvarpinu segi að horft skuli til lengdar hjúskapsins. Þá segir í úrskurði skiptaréttar að rétt sé að beita þröngri lögskýringu við túlkun ákvæðisins, og þannig skuli „lengd hjúskapar“ aðeins taka til raunverulegs hjúskapar, en ekki sambúðar fyrir hjúskapinn. Því taldist hjúskapurinn aðeins hafa varað í rúm tvö ár. Þá þótti rétt að horfa einnig til þess að hjúskapur aðilanna hafði aðeins varað um tæp tvö ár.

Hjónin höfðu verið gift í tvö ár áður en þau leituðu skilnaðar, en höfðu verið í sambúð

samfellt í 3 ár áður en þau gengu í hjónaband, og eignuðust meðal annars eitt barn. Sjá má að

Page 70: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

70

lengd hjúskapar var metin sjálfstætt, og var þá miðað við að hann hefði aðeins staðið í tæp tvö

ár. Athyglisvert er að bera dóminn saman við forsendur í öðrum dómi, Hrd. 1979, bls. 1384

(Vesturberg), en í honum voru aðstæður mjög svipaðar. Þar höfðu hjónin verið gift eitt ár, og

taldist hjúskapur því skammvinnur. Við matið á fjárhagslegri samstöðu voru 4 ár í sambúð

fyrir hjúskap var talinn með, og að auki bent á að þau höfðu eignast barn saman. Þá þótti rétt,

þegar fjárhagsleg samstaða hjóna var metin, að horfa til sambúðartímans í heild.

Til skýringar má ímynda sér tvö pör, sem hefja hjúskap á sama tíma, og haga fjármálum,

barneignum og fjárfestingum nákvæmlega eins. Eini munurinn er að annað parið giftist í

byrjun sambúðar, og hitt giftist 5 árum seinna. Svo ber skilnað að garði hjá báðum hjónum

eftir 5 ár og einn mánuð. Annað parið hefur verið gift í 5 ár, en hjá hinu hefur hjúskapur

aðeins varað í einn mánuð. Niðurstaðan yrði væntanlega sú að fjárhagsleg samstaða hlyti að

hafa myndast með báðum pörunum. Skilyrðinu um skammvinnan hjúskap væri þó aðeins

fullnægt hjá seinna parinu, þar sem það hefði aðeins verið gift í einn mánuð en hitt parið í rúm

5 ár. Af þessu má draga að tímamark stofnunar hjúskapar er mjög mikilvægur þáttur við matið

á heimild til skáskipta. Reglurnar um mat þessara sjónarmiða gilda enn um núgildandi

skáskiptaheimild 104. gr. hjskl. þótt að hún sé túlkuð með nokkuð öðrum hætti eins og verður

skýrt síðar.

Í Hrd. 1983, bls. 1967 (Létt heimilishald) var meðal annars deilt um hvort fjárhagsleg samstaða hefði skapast meðal hjóna með tilliti til aldurs hjónabands þeirra. Hjúskapur hófst í ágúst 1980, en M og K höfðu hafið samvistir tveimur mánuðum áður. M var vel launaður vélstjóri, en K var ekki vinnandi þegar sambúðin hófst. Ári eftir að hjúskapur hófst hvarf K af heimili M og hóf heimilisstörf annarstaðar, að M forspurðum og gegn vilja hans. Velflestar eignir sem voru til skipta höfðu komið með M í hjúskapinn, og hann hafði töluvert meiri tekjur en K á meðan hjúskapnum stóð. Þegar litið var til alls þessa, auk þess að hjúskapurinn entist bara tæpt ár, varð ekki séð að veruleg fjárhagsleg samstaða hefði myndast með hjónunum, og að það væri bersýnilega ósanngjarnt að skipta eftir helmingaskiptareglu. Skáskipti voru því samþykkt.

Forsendur Hæstaréttar fyrir niðurstöðu dómsins eru töluvert betur rökstuddar en í þeim

tveimur dómum sem höfðu fallið um skáskipti á undan þessum. Athyglisvert er að skoða

hvernig skilyrðið um fjárhagslega samstöðu kemur fyrir. Í dóminum er skilyrðinu nánast

snúið við, eins og sanna þurfi að veruleg fjárhagsleg samstaða hafi skapast, en annars verði

gengið út frá því að hún hafi ekki verið til staðar. Í hinum dómunum er yfirleitt gengið út frá

fjárhagslegri samstöðu hjónanna, og sanna þarf sérstaklega að hún hafi ekki myndast, meðal

annars með tilliti til lengdar hjúskaparins.

Í þessum samanburði kemur fram einn þáttur samspils lengdar hjúskapar og fjárhagslegrar

samstöðu. Lýsa má því sem svo að ef langur hjúskapur í skilningi heimilda til skáskipta er

Page 71: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

71

fyrir hendi megi leiða líkur að því að fjárhagsleg samstaða hafi verið til staðar. Aðili sem

heldur því fram að svo sé ekki þarf því í raun að sanna að fjárhagslega samstaðan hafi ekki

verið fyrir hendi. Þessu er svo snúið við ef um verulega stuttan hjúskap er að ræða, eins og t.d

í Hrd. 1977, bls. 752 (Colorado) þar sem hjúskapur entist í 6 mánuði. Þá reynir verulega á

sönnun fyrir því að fjárhagsleg samstaða hafi í raun myndast þrátt fyrir skamman hjúskap.

Í Hrd. 1983, bls. 1967 (Létt heimilishald) kölluðu aðrar aðstæður málsins einnig á

skáskipti. Sennilega hefði þurft verulega fjárhagslega samstöðu til að vega á móti stuttri

sambúð, brotthvarfi K af heimili þeirra og fjárhagslegum aðstöðumun makanna.

Í Hrd. 1988, bls. 1432 (kartöfluflokkunarvélin) var meðal annars deilt um hvort veruleg fjárhagsleg samstaða hefði myndast með hjónum. Þau voru gift í rúmt eitt og hálft ár, og var því skilyrðinu um skammvinnan hjúskap í skilningi 57. gr. talið fullnægt. Við stofnun hjúskaparins hafði verið gerður kaupmáli þar sem allar eignir K voru gerðar séreignir hennar, en aðeins var innistaða á bankabók og kartöfluflokkunarvél gerðar að séreignum M. Þá var sýnt fram á að framlög K til heimilisins hefðu verið engar. Á meðan hjúskapnum stóð hafði hún aðeins leigutekjur af íbúð, og runnu þær óskiptar til sonar hennar erlendis. Þá sá M um að framfleyta þeim með mjög takmörkuðum ellilífeyri og með því að ganga á eignir sem hann átti við stofnun hjúskaparins. Með tilliti til þessa var talið að ekki hefði heldur myndast með hjónunum fjárhagsleg samstaða, og því væri því skilyrði einnig fullnægt.

Í málinu var rakið hvernig tekjur búsins samkvæmt skattayfirliti hefðu verið mjög

takmarkaðar. Þá var vísað til þess að fjárhag K var haldið mjög aðskildum frá fjárhag

hjónanna, en eignir sem hún átti við stofnun hjúskapar voru gerðar að séreign hennar með

kaupmála. Þá hafði K gott yfirlit yfir eignir M en hann hafði ekki sama aðgang að fjárhag K.

Niðurstaða málsins var sú að M var leyft að taka skíra hjúskapareign sína við fjárskiptin.

Í Hrd. 1991, bls. 1571 (ágreiningur um upphaf sambúðar) var krafist skáskipta á grundvelli 57. gr. þágildandi laga nr. 60/1972. Hjónin voru gift í tæp fjögur ár, en þau greindi á hvenær þó hófu sambúð, og munaði rúmum tveimur árum á framburði þeirra fyrir skiptarétti. Þau eignuðust barn á meðan á hjúskapnum stóð, og sýnt var fram á að þau studdu hvort annað fjárhagslega. Þannig héldu tekjur M hjónunum uppi í tæp 2 ár eftir að barnið fæddist, og K tók lán út á íbúð sem hún kom með í hjúskapinn. Með vísan til þessa var talið að fjárhagsleg samstaða hefði tekist með hjónunum. Talið var að öll skilyrði 57. gr. þyrftu að vera uppfyllt svo að henni væri beitt, og því var ekki hægt að beita henni í þessu tilviki.

Hér má sjá að hjónin höfðu verið gift í nokkurn tíma, og var ekki annað að sjá en að

veruleg fjárhagsleg samstaða hafði myndast með þeim. Þetta var niðurstaða dómsins þrátt

fyrir að K hafi flutt til Svíðþjóðar eftir að þau höfðu verið gift í tvö ár, og að hún hafi komið

með fasteign í hjúskapinn, en þegar til hans var stofnað var M eignalaus.

Page 72: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

72

4.3.5 Ályktanir af framkvæmd 57. gr. laga nr. 60/1957

Af dómaframkvæmdinni má draga þá ályktun að greinin hafi verið túlkuð með mjög þröngum

hætti, og var þá aðallega horft til orðalags hennar og útskýringar í frumvarpi. Í fyrstu tveimur

málunum var beitingu greinarinnar hafnað. Ákvæðið kom til kastanna alls í sjö málum sem

hafa verið greind hér að ofan. Í tveimur þeirra var krafa um skáskipti tekin til greina með öllu,

og í einu máli aðeins að hluta, en í öðrum málum var skáskiptum hafnað. Í tveimur þeirra

þriggja mála þar sem skáskipti voru tekin til greina var það M sem krafðist þeirra. Af öllum

málunum var það M sem krafðist skáskipta í fjórum þeirra, en í hinum þremur var það K. Hér

er dómaframkvæmd svo takmörkuð að ekki verða dregnar skýrar ályktanir um það hvort að

öðru kyninu hafi almennt gengið betur með að krefjast skáskipta.

Það var talið mikilvægt sjónarmið að ein af frumforsendum greinarinnar hafi verið til að

koma í veg fyrir að fólk giftist með skjótan gróða í huga. Sjónamiðið hafði töluverða vigt í tíð

laga nr. 60/1972 og má meðal annars finna þessi ummæli um túlkun 57. gr. þeirra laga:

Í sératkvæði í dómi Hrd. 1983, bls. 1967 (Létt heimilishald) var deilt um hvort beita ætti skáskiptareglu 57. gr. laga nr. 60/1972. Þar var meðal annars rakið hvernig öllum skilyrðum 57. gr. laganna þyrfti að vera fullnægt svo að henni yrði beitt. Þá var rakið að „undantekningarreglan í 57. gr. laga nr. 60/1972 sé fyrst og fremst sett til þess að tryggja hagsmuni fólks, sem annars yrði fyrir barðinu á þeim, sem leituðu ráðhags sér til fjárhagslegs ávinnings og þá oftast um stundarsakir“. 202

Þrátt fyrir að sjónarmiðinu hafi verið gert hátt undir höfði kom ásökun um slíkt aðeins fram í

einum dómanna, Hrd. 1988, bls. 1432 (Kartöfluflokkunarvélin), og var það í málatilbúnaði M.

Hvorki var að finna í dómi Hæstaréttar né úrskurði skiptaréttar afstöðu til þess.

Af dómunum má sjá að ákvæðið tók á sig nokkuð skarpa mynd í framkvæmd. Þannig

mótuðust reglur um að miða bæri við stöðu eigna við stofnun hjúskapar en ekki sambúðar, og

að öll skilyrði ákvæðisins þurfi að vera til staðar svo að því verði beitt. Þó má sjá að

dómstólar voru reiðubúnir til að beita ákvæðinu frekar eftir því sem leið á, og var slakað

svolítið á kröfum um fjárhagslega samstöðu eftir því sem á leið.

Þó er ljóst að greininni var beitt með þrengjandi lögskýringu, en það er í samræmi við

fyrirmæli í frumvarpinu. Þar er bæði minnst á að túlka skuli greinina með þrengri hætti en

sambærilega grein norsku laganna frá 1923, og svo er einnig áréttað að frávik frá

helmingaskiptum séu „æði takmörkuð“ 203

202 Sératkvæði í Hrd. 1983, bls. 1967 (Létt heimilishald) 203 Alþt. 1971. A-deild, bls. 363.

Page 73: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

73

4.4 Skáskipti 104. gr. laga nr. 31/1993

4.4.1 Almennt

Hina almennu fráviksheimild frá helmingaskiptum sem í dag eru kölluð skáskipti er að finna í

104. gr. hjskl. Greinin er svohljóðandi:

104. gr. Víkja má frá reglum um helmingaskipti og ákvæðum um skipti á séreign ef skipti yrðu að öðrum kosti bersýnilega ósanngjörn fyrir annað hjóna. Á þetta einkum við þegar tekið er tillit til fjárhags hjónanna og lengdar hjúskapar, svo og ef annað hjóna hefur flutt í búið verulega miklu meira en hitt við hjúskaparstofnun eða hefur síðar erft fé eða fengið það að gjöf frá öðrum en maka sínum. Frávik frá helmingaskiptum geta enn fremur átt sér stað þegar annað hjóna hefur með vinnu, framlögum til framfærslu fjölskyldunnar eða á annan hátt stuðlað verulega að aukningu á þeirri fjáreign sem falla ætti hinu hjóna í skaut eða hefur átt hlut að því að bæta fjáreign hins að öðru leyti. Fráviki frá helmingaskiptum samkvæmt þessari grein er einnig hægt að beita til hagsbóta fyrir erfingja maka ef hagir þeirra mæla sérstaklega með því, að öðrum skilyrðum fullnægðum.

Talið var réttast að binda beitingu ákvæðisins aðeins við eina frum-allsherjarforsendu,

sem er að helmingaskipti séu ósanngjörn. Tilvik eða aðstæður eru ekki tæmandi talin, og er

það tekið sérstaklega fram í athugasemdum við greinina í frumvarpinu.204 Því er ákvæðið ekki

beint bundið við ákveðin skilyrði eða forsendur. Í framkvæmd má þó segja að ákveðin viðmið

hafi þróast, en að þeim verður vikið síðar.

Við túlkun ákvæðisins er rétt að taka tillit til sjónarmiða sem eru talin upp, svo sem lengd

hjúskapar og fjárhags hjóna. Þá skipti einnig máli hvort annað hjóna hafi flutt mikið meiri

eignir með sér í hjúskapinn, eða hafi fengið þær sem arf. Þetta skuli skoða sérstaklega þegar

hjúskapur er skammvinnur og stendur stutt, en er alls ekki einskorðað við slík tilvik.205

Greinin er því orðuð með almennum og nokkuð opnum hætti, og var ætlun löggjafans að leyfa

dómstólum nokkra heimild til að marka henni betri skil.206

Sambærilegan sanngirnismælikvarða er að finna í heimild til að fella úr gildi

fjárskiptasamning milli hjóna, en í 2. mgr. 95. gr. segir að fella megi fjárskiptasamning úr

gildi að hluta eða með öllu ef hann var bersýnilega ósanngjarn þegar til hans var stofnað. Það

er eðlilegt að sambærilegt orðalag sé haft á þessum tveimur greinum, enda bæði nokkurs

konar „öryggisventlar“ á fjárskipti eftir hjskl. Með vísan til þess að flestum fjárskiptum er

lokið með fjárskiptasamningi er eðlilegt að ekki sé mikill munur á sanngirnissjónarmiðum

204 Alþt. 1992-93. A-deild, bls. 2533. 205 Alþt. 1992-93. A-deild, bls. 2533-2534. 206 Alþt. 1992-93. A-deild, bls. 2534.

Page 74: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

74

hvort sem málum er lokið á þann hátt eða með opinberum skiptum þar sem frekar reyndi á

104. gr.

Við setningu greinarinnar var nokkuð deilt um hvort rétt væri að láta gjafir eða arf falla

utan skipta samkvæmt helmingaskiptum, þrátt fyrir að þau hefðu ekki verið gerðar að

séreignum annars eða beggja. Gjafir eða arfur sem hefur verið gerður að séreign telur ekki

þegar sanngirnissjónarmið 104. gr. er metið, enda kæmi það ekki til skipta samkvæmt

helmingaskiptum. Við setningu laganna taldi löggjafinn þó réttast að ganga ekki svo langt að

láta gjafir eða arf alltaf falla utan skipta, heldur væri réttast að meta hvert tilvik með tilliti til

sanngirnissjónarmiðsins.207

Við þetta er einnig bætandi að 104. gr. er ekki aðeins fráviksregla frá reglum um

helmingaskipti, heldur er tekið fram í ákvæðinu að bæði megi víkja frá reglum um

helmingaskipti, en einnig ákvæði um séreignir. Þannig væri mögulegt að taka séreign til

skipta með vísan til 104. gr. Skilyrðið sem þessu er sett er að beiting ákvæðanna um séreign

myndi leiða til bersýnilega ósanngjarnra málaloka.

Fráviksregla 104. gr. er regla sem er ætlað að vera verndandi fyrir þann maka sem fer

halloka við skiptin. Reglum sem settar eru til verndar fólki og eru félagslegs eðlis eins og

þessi hefur yfirleitt verið beitt á þann hátt að réttindi sem þau veita séu ekki framseljanleg.

Þannig gæti maki ekki fyrirfram afsalað sér réttinum til að láta reyna á kröfu um skáskipti

eftir ákvæðinu, jafnvel þótt að verð komi fyrir. 208

Einnig hefur verið talið að nauðsynlegt sé að hafa heimild til beitingar skáskipta þegar

grunur um misferli er annars vegar. Hér er átt við það sjónarmið að ekki skuli koma til

helmingaskipta þegar stofnað er til hjúskapar með það fyrir augunum að græða á skiptum.

Þetta sjónarmið hefur verið talið vega þungt þegar skáskiptareglan er túlkuð í norrænum

rétti.209 Sjónarmiðið hafði mikla þýðingu í tíð laga nr. 60/1972, en fjallað var um það hér að

ofan.

Ljóst er að krafa um skáskipti verður að koma skýrt fram, sem og hvernig skipta á ef talið

verður viðeigandi að beita skáskiptum.

Í Hrd. 1994, bls. 2474 (Vanreifunin) krafðist K þess að reglum 104. gr. um skáskipti yrði beitt um fjárskipti sín og M. Engin skýr krafa var sett fram um tilteknar eignir eða tiltekinn skiptahátt, heldur var einungis óskað þess að dómstóll fjallaði um ágreiningsefni. Þá höfðu skuldir og eignir ekki verið metnar að verðmætum. Hæstiréttur segir í úrskurði sínum að

207 Alþt. 1992-93. A-deild, bls. 2533. 208 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 808. 209 Anders Agell: Nordisk äktenskapsrätt, bls. 358.

Page 75: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

75

kröfurnar sem K leggur fram séu óafmarkaðar og væri ekki hægt að taka þær fyrir i opinberum skiptum eins og málið er lagt fram. Úrskurðurinn var ógiltur og málinu vísað frá.

Talið hefur verið að svo að hægt sé að meta hvort að þau málalok séu bersýnilega

ósanngjörn verði að vera hægt sjá fyrir hvernig skipti færu ef helmingaskiptareglunni væri

beitt. Þá er yfirleitt einnig nauðsynlegt að leggja fram gögn sem tengjast skilyrðum eða

sjónarmiðum skáskiptanna, svo sem um lengd hjúskapar, stöðu eigna við stofnun hjúskapar

og fjármál hjónanna að öðru leyti.210

Í Hrd. 2000, bls. 1980 (192/2000) (Fyrirframgreiddur arfur) krafðist K þess að vikið yrði frá helmingaskiptareglu 103. gr. með tilvísan til 2. mgr. 104. gr. hjskl. K og M fengu lán hjá móður K, einar 8.000.000 kr., og var fénu varið til kaupa á fasteign sem taldist hjúskapareign þeirra. Skuldin var svo dregin frá arfi sem K fékk frá móður sinni, en arfinum var ætlað að vera séreign K skv. kaupmála. K taldist hafa sannað að lánsfénu hefði verið varið til kaupa á hjúskapareignum. Þrátt fyrir það var öllum öðrum upplýsingum svo ábótavant, að ekki var mögulegt að taka afstöðu til þess hvort helmingaskipti myndu leiða til bersýnilega ósanngjarnrar niðurstöðu.

Mögulega hefði K betur átt að byggja kröfu sína sem endurgjaldskröfu byggða á 107. gr,

enda er ekki jafn strangt mat á sanngirni með hliðsjón af öllum aðstæðum.

4.4.2 Munur á 104. gr. hjskl. og 57. gr. laga nr. 60/1972

Töluverður munur er á núgildandi 104. gr. um skáskipti og eldra ávæði 57. gr. Til að byrja

með var aðeins horft á eignir sem aðilar komu með í hjúskapinn þegar metið var hvort

fjárhagslegur aðstöðumunur væri á hjónum í 57. gr. laga nr. 60/1972. Í núgildandi 104. gr.

skal einnig horft til eigna sem koma til eftir stofnun hjúskaparins, en í ákvæðinu er sérstaklega

mælt fyrir um gjafir og arf.211

Lengd hjúskapar er tekið fram sem ein af ástæðum þess að helmingaskipti væru

bersýnilega ósanngjörn í 104 gr. Í 57. gr. var aðeins tekið fram að helmingaskipti gætu verið

ósanngjörn með tilliti til fjárhagslegrar samstöðu hjóna. Í athugasemdum við frumvarpið í 57.

gr. 60/1972 segir að það væri svo vísbending um að ekki hefði myndast fjárhagsleg samstaða

ef hjúskapur væri stuttur. Þarna mætti ætla að stuttur hjúskapur hefði meiri þýðingu fyrir

túlkun 104. gr. Þrátt fyrir þetta orðalag má líta svo á að skammvinnur hjúskapur hafi verið

skilyrði fyrir beitingu 57. gr. Þetta má sjá af framkvæmd ákvæðisins, en því var ekki beitt

210 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 808. 211 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 807.

Page 76: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

76

nema hjúskapur hefði verið skammvinnur, og er það jafnframt tekið fram sem sjálfstætt

skilyrði reglunnar í nokkrum dómanna.212

Vísbendingu um hversu mikið víðari túlkun 104. gr. hefur hlotið til samanburðar við 57.

gr. má skoða eftirfarandi ummæli úr athugasemdum við greinina úr frumvarpinu:

„Regla 57. gr. laga nr. 60/1972 hefur gegnt góðu og gildu hlutverki svo langt sem hún nær… Í norrænu samstarfi síðasta áratugar um endurskoðun hjúskaparlaga voru menn á einu máli um að rýmka þyrfti heimild til frávika frá helmingaskiptareglu.“213

Hér má einnig nefna eftirfarandi ummæli úr athugasemdum með frumvarpinu, þar sem

tekið er skýrt fram að greinina beri að túlka með töluvert rýmri hætti en 57.gr.

,,Ákvæði 104. gr. fela í sér til muna rýmri frávik frá helmingaskiptareglu en þær er greinir í 57. gr., en bent skal á að þetta eru heimildareglur.”214

Stærsti munurinn á greinunum er þó að í 57. gr. eru talin upp nokkrar forsendur fyrir

beitingu ákvæðisins, sem öll verða að vera til staðar. Ákvæði 104. gr. inniheldur eina

frumforsendu, að helmingaskipti séu bersýnilega ósanngjörn. Svo eru í ákvæðinu greind

nokkur tilvik eða vísbendingar um að helmingaskipti séu bersýnilega ósanngjörn. Það verður

þó ekki sagt að öll skilyrðin verði að vera uppfyllt, né að þau séu tæmandi talin í ákvæðinu

eða lögskýringagögnum. Matið á því hvort að þessi frumforsenda sé fyrir hendi verður að

vera heildrænt mat á öllum atriðum.215

Þá er einnig rétt að benda á 3. mgr. 104. gr. hjskl., en þar er heimild fyrir erfingja til að

krefjast skáskipta samkvæmt ákvæðinu, en sambærileg heimild var ekki í 57. gr. laga nr.

60/1970.

4.4.3 Krafan um bersýnilega ósanngirni

Allsherjar forsenda fyrir beitingu skáskiptaheimildar 104. gr. hjskl. er skilyrðið um

bersýnilega ósanngjörn málalok eins og áður hefur verið vikið að. Litið hefur verið svo á að

við matið beri sannanlega að hafa hliðsjón af þeim sjónarmiðum sem talin eru upp í ákvæðinu

og lögskýringatexta.216 Til að komast að réttri niðurstöðu um hvort beiting reglunnar leiði til

212 Sjá hér til dæmis ummæli í úrskurði skiptaréttar í Hrd. 1985, bls. 322 þar sem hann rekur stutta sambúð hjónanna sem sjálfstætt skilyrði. 213 Alþt. 1992-93. A-deild, bls. 2533. 214 Alþt. 1992-93. A-deild, bls. 2534. 215 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 807. 216 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 807.

Page 77: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

77

ósanngjarnra málaloka verður hinsvegar að beita heildstæðu mati allra þátta sem gætu átt við.

Ekki er nóg að benda á að einu sjónarmiði sé fullnægt, svo sem að K hafi komið með mikið

meiri verðmæti í hjúskapinn en M. Því hefur verið haldið fram að ef önnur sanngirnisrök falla

að þeirri niðurstöðu, væri þó mögulega hægt að heimila skáskipti þótt að aðeins einu

sjónarmiði væri fullnægt. Til dæmis að til viðbótar við fjárhagslegan aðstöðumun við stofnun

hjúskapar væru afkomuhorfur annars maka mjög slæmar, vegna vanheilsu eða annarra

þátta.217 Slík túlkun er í samræmi við markmið löggjafans með greininni, enda var ætlunin að

falla frá þeirri túlkun sem gilti um 57. gr. laga nr. 60/1972 hennar að í henni væru ákveðin

skilyrði sem öll þyrfti að uppfylla.218

Heimildin til helmingaskipta skv. 104. gr. hjskl. er undantekningarregla sem verður að

túlka með þrengjandi lögskýringu. Þá gefur orðalagið um „bersýnilega ósanngirni“ til kynna

að mikið þurfi til svo að ákvæðinu sé fullnægt, ójafnræði eða jafnvel óréttlæti.219 Þrátt fyrir

þetta er reglan verndarregla, og hlýtur það sjónarmið einnig að hafa áhrif á túlkun hennar.

4.5 Aðeins um fjárskipti í óvígðri sambúð

Heimild til skáskipta líkist á margan hátt fjárskiptum fólks í óvígðri sambúð. Þá skipta

reglurnar máli fyrir sanngirnismatið sem fer fram þegar metið er hvort að bersýnilega

ósanngjarnt sé að beita helmingaskiptum um fjárskipti hjóna sbr. 104. gr. hjskl. Í

umfjölluninni hér að neðan verður vikið að þessum reglum þar sem þær koma fyrir og því er

rétt að gera stutta grein fyrir þeim.

Hugtakið óvígð sambúð tekur til fólks sem býr saman sem par en hefur ekki gengið í

hjúskap. Ekki er í gildi heildstæð löggjöf um málefni þessa fólks, og því ekki mjög skýr

skilgreining á því hvernær fólk telst vera í óvígðri sambúð. Þá hafa hlutir eins og lengd

sambúðarinnar eða barneignir geta sagt nánar til um hvenær óvígða sambúðin hefjist fyrir

alvöru.220

Meginreglan um fjárskipti í óvígðri sambúð hefur mótast í dómum Hæstaréttar.

Fjárskiptin miðast alla jafna við tvennt, að makar taki það sem þeir komu með við stofnun

sambúðarinnar, og hinsvegar að þeir taki hluta verðmæta sem mynduðust í sambúðinni sem

fer eftir framlagi þeirra til hennar. Skipulagið í óvígðri sambúð er því ekki ólíkt því sem gildir

í hjúskap, aðilar eiga sínar eignir og sínar skuldir. Munurinn felst í því að í hjúskap gildir

217 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 807. 218 Alþt. 1992-93. A-deild, bls. 2533. 219 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 807. 220 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 920.

Page 78: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

78

helmingaskiptareglan og fleiri um fjárskiptin, en miðað er við séreignafyrirkomulag í óvígðri

sambúð, enda eru ekki reglur sem mæla fyrir um annað.221

Ef aðstæðan væri sú að einfaldlega væri litið á hluti sem fólkið keypti myndi það

augljóslega leiða til ósanngjarnrar niðurstöðu. Ef aðeins annað hjóna kaupir t.d mat eða aðrar

neysluvörur fyrir heimilið yrði framlag þess að engu. Þá má líka nefna aðstæðuna ef aðeins

annað hjónanna er útivinnandi. Því hefur lengi verið viðurkennt að horfa beri til

heildarframlags til sambúðarinnar þegar meta á hversu stóran hlut verðmæta sem verða til í

sambúðinni aðilar taka úr hjúskapnum.222

Framan af var á Íslandi miðað við „ráðskonulaun“. Þetta fól í sér að metin var vinna

konunnar við heimilið og henni dæmd sambærileg laun og ráðskona fengi fyrir sömu vinnu

sem bætur.223 Eftir því sem leið á fóru dómstólar að miða við að aðilar öðlist eignarhluta í

eignum sambúðarinnar með framlögum sínum, og eftir það eigi makar sambúðarinnar eignina

að sameign. Eignarhlutföllin og aðferðir við að reikna þau hafa svo þróast í gegnum tíðina, en

sú þróun verður ekki rakin nákvæmlega hér.

Fjárskipti í óvígðri sambúð í dag snúa því aðallega að því að skipta þeim verðmætum sem

mynduðust á hjúskapartímanum eftir þeim eignarhlutföllum sem leggja ber til grundvallar

með hliðsjón af framlögum makanna.224 Sérstaklega getur verið erfitt að meta þetta þar sem

ekki öll framlög til heimilisins verða auðveldlega metin til fjár. Ýmis mikilvæg fordæmi hafa

verið sett með dómum Hæstaréttar. Nauðsynlegt er að rifja nokkrar meginreglur sem hafa

mótast, án þess að dómar verði reifaðir eða greindir í þaula. Í Hrd. 1982, bls. 1141 var fyrst

gengið út frá því að aðilar ættu fasteign og bíl að helmingshlutföllum í sameign, enda var sýnt

fram á að bæði hefðu verið með góðar tekjur á sambúðartímanum og þær runnið í sambúðina.

Í Hrd. 1989, bls. 754 hafði fasteign verið þinglýst sem sameign með jöfnum hlutföllum. Eftir

að framlög voru metin reyndust hlutföllin þannig að K átti 62% og M 38%, og var þetta lagt

til grundvallar við fjárskiptin. Af þessu má ráða að ekki er alltaf miðað við þinglýst hlutföll ef

sannað er að raunveruleg framlög séu önnur. Í Hrd. 2001, bls. 2841 (301/2001) átti M 36%

hluta af fasteign. Við slitin var miðað við að M hefði aukið eignarhlut sinn með framlögum

upp í 81.26%. Af þessu má sjá að eignarhlutdeild getur vaxið og dvínað eftir því sem líður á

sambúðina.

Einn þeirra hluta sem skipta verulega miklu máli við matið á skilyrði 104. gr. um

bersýnilega ósanngirni er hvort að annað maka hafi komið með verulega mikið meiri

221 Guðrún Erlendsdóttir: ,,Fjármál hjóna og sambúðarfólks”, bls. 136. 222 Guðrún Erlendsdóttir: ,,Fjármál hjóna og sambúðarfólks”, bls. 136. 223 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 920. 224 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 920.

Page 79: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

79

verðmæti í hjúskapinn. Reglurnar um fjárskipti í óvígðri sambúð skipta því máli vegna þess

að yfirleitt er nokkurra ára sambúð fyrirrennari hjúskapar. Þegar meta á eignir við upphaf

hjúskapar er því í raun miðað við hvernig fjárskipti í óvígðri sambúð myndu líta út ef til þeirra

kæmi á þeim tímapunkti sem gengið er í hjúskapinn.

4.6 Efnisatriði skáskiptareglu 104. gr. í dómaframkvæmd

4.6.1 Inngangur

Í framkvæmd hafa mótast nokkuð skýrar línur um þau ýmsu sjónarmið og efnisatriði sem

horfa skal til við mat á ósanngirni. Eitt af markmiðum ritgerðarinnar er að skoða hvernig þessi

sjónarmið hafi þróast með tímanum. Kaflinn er settur þannig upp að tekin verða fyrir einstök

sjónarmið, og farið yfir hvernig þau hafa komið fram í dómum Hæstaréttar. Til að fá sem

nákvæmasta niðurstöðu verða vel flestir dómar sem fallið hafa um skáskipti skoðaðir, og tekin

niður hvernig sjónarmiðin komu fyrir í þeim.

4.6.2 Framlag við stofnun

Í 1. mgr. 104. gr. segir berum orðum að „ef annað hjóna hefur flutt í búið verulega mikið

meira en hitt við hjúskaparstofnun“ sé það sterk vísbending um að helmingaskipti séu

bersýnilega ósanngjörn. Hér er átt við sambærilegt mat og átti við um 57. gr. áðurgildandi

hjúskaparlaga. Við matið á þessu skal því bera saman skíra hjúskapareign225 beggja aðila við

stofnun hjúskaparins. Munur á eignum verður að vera töluverður svo að skilyrðinu sé

fullnægt, sbr. orðalagið um „verulega mikið meira en hitt“.226

Í fyrsta dóminum þar sem heimiluð voru skáskipti eftir gildistöku núgildandi hjskl. var

fjallað nokkuð ýtarlega um framlag beggja aðila við stofnun og efnisreglur því tengdar.

Í Hrd. 2002, bls. 1729 (200/2002) (Slysabætur) var deilt um hvort skipti skv. helmingaskiptareglunni væru bersýnilega ósanngjörn, eða hvort rétt væri að heimila skáskipti skv. 104. gr. K krafðist þess að halda utan skipta framlagi sínu til hjúskaparins, en stuttu áður en til hans var stofnað höfðu þau keypt fasteign. Megnið af kaupverði íbúðarinnar, 7 milljónir, hafði K komið með þegar sambúð hófst eða fengið greitt sem slysabætur. Íbúðinni hafði verið þinglýst sem sameign þeirra að helmingum. Þinglýst eignarhald þetta þótti víkja fyrir sönnuðum raunverulegum framlögum, þar sem K hafði lagt megnið af kaupverðinu fram stuttu áður. Með tilliti til þessa, var talið að beita ætti skáskiptareglu 104. gr. og halda þessu framlagi K, 7 milljónum af söluverði nýrri íbúðarinnar, utan skipta. Hjúskapurinn taldist einnig skammvinnur í skilningi 104. gr. hjskl.

225 Augljóslega yrðu skuldir dregnar frá eignum þegar skoðað er hvort annað hjóna hafi komið með verulega mikið meira í hjúskapinn. 226 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 809.

Page 80: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

80

Í dóminum var farið yfir algengt vandamál þegar metin eru verðmæti sem eru til staðar við

stofnun hjúskapar. Yfirleitt líður nokkur tími frá stofnun hjúskapar til hjúskaparslita, nokkur

ár, og algengt er að aðila greini á um raunvirði eigna sem voru þá til staðar. Í þessu máli þótti

þó nægilega vel skýrð staða eigna og skulda við stofnun hjúskaparins.

Áður var vikið að fjárskiptareglum í óvígðri sambúð og þeim meginreglum sem gilda þar.

Þegar meta á framlag við stofnun hjúskapar eftir sambúð hafa þessar reglur nokkuð gildi. Af

dómum Hæstaréttar má sjá að fram fer lauslegt mat á því hver eignastaðan er eftir sambúðina

við tímamarkið þegar hjúskapurinn er stofnaður. Þetta mat fer fram með mjög svipuðum hætti

og þegar meta á eignahlutfall við fjárskipti eftir óvígða sambúð. Þannig verður talið að maki

geti með framlögum á sambúðartímanum eignast hlutdeild í eign sem hinn makinn var

skráður fyrir við stofnun hjúskapar.

Annað deilumál í dóminum var hvort að horfa ætti til sannaðra fjárhagslegra framlaga eða

hvort veita ætti þinglýstum eignarheimildum meira vægi. Hér var miðað við meginregluna

sem á einnig við í óvígðri sambúð um að ef sannað er að raunveruleg fjárframlög séu önnur

en þinglýstir eignarhlutar skal miða við það fyrrnefnda. Hér hafði 7 milljónum K verið varið í

nýju íbúðina áður en hjónin giftust og þótti rétt að líta frekar til þess framlags heldur en

þinglýstrar helmingaeignar M í íbúðinni. Aðstaðan var því metin svo að K hefði komið með

stærsta hluta fasteignarinnar í hjúskapinn.

Eins og áður segir verður að vera verulega mikill munur á eignum hjónanna við upphaf

hjúskapar svo á sjónarmiðið teljist eiga við fjárhagslegu stöðuna. Deilt var um hvort þessu

skilyrði væri fullnægt í eftirfarandi dómi:

Í Hrd. 2002, bls. 2583 (324/2002) (Lélegt heilsufar) var deilt um hvort beita ætti skáskiptum 104. gr. og halda utan skipta ákveðnum verðmætum. Sýnt þótti fram á að M hafði við stofnun hjúskapar átt heldur meiri eignir en K, en munurinn þar á var þó ekki verulegur í skilningi ákvæðisins. K hafði átt eina verkamannaíbúð sem var seld á 1.000.000 kr., á meðan M átti 97% hlut í félaginu X, og rúmar 3.000.000 í hreinni eign í annarri íbúð. Þá höfðu þau keypt í sameiningu fasteign áður en þau gengu í hjúskap. Þetta þótti ekki nægilega mikill munur á aðstöðu við stofnun hjúskapar svo að beita mætti 104. gr. hjskl. Aðstæður að öðru leyti þóttu ekki heldur styðja skáskipti, t.d stóð hjúskapurinn í sex ár. Þá var litið svo á að þrátt fyrir að M hefði verið með meiri tekjur en K hefði K lagt verulega til hjúskaparins með því að sjá um heimili og börn þeirra þrátt fyrir að glíma við 75% örorku.

Þótt að M hafi verið eignameiri en K var tekið fram að bæði hefðu átt eignir og skuldir við

stofnun hjúskaparins. Það þarf því töluverðan eignamun við upphaf hjúskaps svo að

sjónarmiðinu sé fullnægt.

Page 81: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

81

Í Hrd. 2005, bls. 514 (41/2005) (Skáskipti og endurgjald) krafðist M skáskipta að því leyti að honum yrði heimilað að taka fasteign að óskiptu. Þá krafðist hann einnig þess að K greiddi sér leigu fyrir þann tíma sem hún hafði dvalið í fasteigninni eftir að samvistum var slitið. Kröfuna byggði hann fyrst og fremst á því að mikill eignamunur hafði verið á milli aðilanna við stofnun hjúskapar, en hjúskapurinn hafði staðið í þrjú ár. M átti við upphaf sambúðar fasteign með fremur lágum skuldum, en K var með öllu eignalaus. Á meðan þau voru í óvígðri sambúð var sú fasteign seld fyrir 11.7 milljónir og önnur keypt fyrir söluverðið. Í úrskurði héraðsdóms var talið réttast að miða við að fasteignin sem þau áttu við upphaf hjúskapar hefði að mestu leyti verið eign M. Var því sjónarmiðið um verulegan eignamun talið eiga við. Þrátt fyrir það var skáskiptum hafnað með vísan til lengdar hjúskaps, fjárhagslegrar samstöðu hjónanna og fleira.

Í úrskurði héraðsdóms segir berum orðum að engin önnur sjónarmið eða rök styðji þá

niðurstöðu að beita eigi skáskiptum, og því var ekki talið að bersýnilega væri ósanngjant að

beita helmingaskiptareglu um fjárskiptin. Málið er ef til vill fordæmisgefandi fyrir þær sakir

að aðstöðumunur við stofnun hjúskapar getur tæpast staðið eitt og sér sem grundvöllur

skáskipta. Fleiri rök þurfa að koma til svo að talið verði ósanngjarnt að beita

helmingaskiptareglunni.

Í Hrd. 2006, bls. 2125 (202/2006) (8 ára hjúskapur) var meðal annars deilt um hvort M teldist hafa flutt verulega mikið meiri verðmæti í hjúskap við stofnun hans. M hélt því fram að hann hefði staðið nánast einn að því að fjármagna íbúðarhúsnæði A, en M átti eignina þegar hann kynntist K, sem flutti svo inn til hans. Ári fyrir stofnun hjúskaparins var svo eign A seld og B keypt fyrir söluverðið. M hélt því fram að hann hefði einn staðið að afborgunum og framkvæmdum við A. Þar sem B hefði verið keypt fyrir söluverð A hefði hann þannig komið einn með eignina B í hjúskapinn. K taldist sanna að hún hafði haft svipaðar tekjur og M á sambúðartímanum, og hefði með því og heimilishaldi lagt svipað mikið til þeirrar eignar, og þar af leiðandi til kaupanna á B. Skáskiptum var hafnað með vísan til þessa og lengdar hjúskapsins, en þau höfðu verið gift í 8 ár.

Af dóminum má því draga þá ályktun að þótt að annar aðili eigi meiri eignir við upphaf

sambúðar þurfi það ekki að þýða að það teljist meiri eignir við stofnun hjúskapar. Hér koma

til greina áðurnefnd sjónarmið tengd fjárskiptum um óvígða sambúð. K taldist hafa með

tekjum sínum og framlagi á sambúðartímanum hafa lagt svo mikið til eignamyndunarinnar að

hún var ekki lengur hrein eign M við stofnun hjúskaparins. Hér er í raun metið hvernig

fjárskipti hefðu farið ef þau ættu sér staða á sama tíma og hjúskapurinn var stofnaður. Í þessu

tilviki teldist K hafa, með framlögum sínum, eignast eignarhlut í fasteigninni sem M átti þegar

þau kynntust. Ef miðað er við þá stöðu eigna maka við stofnun hjúskaparins má sjá að M þótti

ekki eiga verulega mikið meiri eignir en K.

Staða eigna við upphaf hjúskapar getur þó haft mikil áhrif. Ef ekki er sýnt fram á að hitt

maka hafi lagt mikið til hjúskaparins er það vísbending um að munur á eignum þegar þau

hefja sambúð haldist í gegnum sambúðina, og sé óbreytt við stofnun hjúskapar.

Page 82: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

82

Í Hrd. 2006, bls. 2818 (273/2006) (Upprunalegt framlag) var deilt um kröfu M um að halda utan skipta hluta verðmætis fasteignar sem hann taldi sig hafa komið með í hjúskapinn. Þegar M og K kynntust átti M íbúðina A. Á tveggja ára sambúð þeirra var sú íbúð seld, og andvirði hennar, 7.6 milljónir, notaðar sem innborgun fyrir annari fasteign, B. Sýnt þótti fram á að hjónin hefðu lagt jafn mikið til fasteignarinnar B, á hjúskapartímanum, og staðið saman að sameiginlegu láni fyrir íbúðinni. Þá var talið að skilyrði væru til þess að heimila honum að halda upphaflega framlagi sínu, 7.6 milljónum, utan skiptanna. Krafan um skáskipti var því samþykkt að þessu leyti. Hjónin töldust hafa staðið jafnt með framlögum að þeirri verðmætaaukningu sem varð á hjúskapartímanum, og því var aðeins haldið upprunalegu framlagi M utan skiptanna, en ekki framlagi hans framreiknuðu með tilliti til verðmætaaukningarinnar.

Í málinu var M heimilað að halda óumdeildu framlagi sínu til hjúskaparins utan skiptanna,

þrátt fyrir að það hafi aðeins verið 7.6 milljónir, en K tók meðal annars lán fyrir

fasteignakaupunum upp á 4.5 milljónir. Fasteignin var aðaleign búsins, og var seld við skiptin

fyrir 15.8 milljónir. Deila má um hvort að skilyrðinu um „verulega mikið meira“ fjármagn

hafi verið fullnægt. Þó skal hafa í huga að sönnunarmatið er í höndum dómara, og þau

sjónarmið sem nefnd eru í ákvæðinu eru aðeins til vísbendingar. Hér má nefna að töluverður

munur er á 59. gr. norsku hjúskaparlaganna og 104. gr. íslensku hjskl. að þessu leyti. Í

ákvæðum 59. gr. norsku hjúskaparlaganna er heimild til að halda verðmætum sem aðilar

komu með í hjúskapinn utan skipta, burtséð frá verðmætum hins. Því er ekki gerð krafa um að

annað hafi komið með meira en hitt svo að skilyrðinu sé fullnægt, heldur má alla jafna halda

upphaflegum framlögum utan skiptanna, sama hver þau voru. Í málinu voru þessar 7.6

milljónir óumdeild eign M við upphaf hjúskapar, og var honum heimilað að halda þeim utan

skipta. Að þessu leyti minnir notkun 104. gr. hér fremur á norsku framkvæmdina en þá

íslensku, þar sem deila má um hvort að skilyrðinu um að M hafi komið með verulega mikið

meira í hjúskapinn hafi verið fullnægt.

Ofangreindur dómur er líka ágætt dæmi um ígildisregluna þegar verðmæti við stofnun

hjúskapar hefur verið breytt í önnur verðmæti. Þessi regla gildir fullum fetum um verulega

mikið meiri fjármuni í skilningi 104. gr.227

Í Hrd. 12. júní 2007 (304/2007) (Arfurinn) var meðal annars deilt um hvort M yrði heimilt að halda framlagi sínu við stofnun hjúskapar utan skipta. Í úrskurði héraðsdóms sem staðfestur var með vísan til forsendna kom fram að M hefði lagt fasteign til hjúskaparins, en skuldlaus eign hans í fasteigninni nam tæpum 4 milljónum. Þetta þótti ekki svo verulega mikið meiri eignir en K hafði lagt til að ósanngjarnt væri að beita helmingaskiptum, sérstaklega með tilliti til aðstæðna að öðru leyti. K hafði meðal annars fengið tæpar 5 milljónir í arf stuttu eftir stofnun hjúskaparins og lagt megnið af þeim til hjúskaparins, þar á meðal til að greiða skuldir tengdar fasteigninni.

227 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 810.

Page 83: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

83

Ljóst er að horft skal til allra þátta þegar metið er hvort að sjónarmiðinu um verulega

mikið meiri eignir er fullnægt. Í þessu máli voru aðstæður að öðru leyti á þann hátt að ekki

var ósanngjarnt að beita helmingaskiptum. Hjónin höfðu til dæmis verið í hjúskap í þrjú ár, og

taldist það ekki skammvinnur hjúskapur í skilningi 104. gr. Mögulega hefði niðurstaðan verið

önnur ef hjúskapur hefði varað skemur, sbr. eitt ár í Hrd. 2006, bls. 2818 (273/2006)

(Upprunalegt framlag).

Eitt af skilyrðum þess að fjárverðmæti séu flutt í hjúskapinn í skilningi 104. gr. hjskl. er að

eignarréttur yfir verðmætunum hafi stofnast áður en aðilar ganga í hjónaband. Í 59. gr. norsku

hjúskaparlaganna er þetta skilyrði sérstaklega áréttað. Þar segir að það þurfi að vera ótvírætt

að verðmætisins sem á að falla utan skiptanna hafi verið aflað áður en stofnað var til

hjúskapar.228 Sem dæmi um það að á þetta skilyrði reyni má nefna eftirfarandi dóm:

Í Hrd. 16. maí 2008 (253/2008) (Tímamark kaupsamnings) var deilt um heimild M til að halda fasteign utan skiptanna. M og K gengu í hjónaband í ágúst 2005, en þá átti M fasteign, en K var að mestu eignalaus. Deilt var um hvort að fasteignin skyldi koma til skipta skv. helmingaskiptareglu, eða hvort M teldist hafa komið með verulega mikið meiri verðmæti í hjúskapinn. M lagði fram kaupsamning sem var dagsettur í mars 2005, en fasteignin var ekki afhend fyrr en í október sama ár. Því var deilt um hvort M hefði sannað með nægilegum hætti að eignarréttur hefði stofnast áður en hjúskapurinn taldist stofnaður. Niðurstaðan varð sú að eignarréttur M hafði stofnast við samþykkt kaupsamningsins, og því hafði hann eignast íbúðina áður en hjúskapurinn var stofnaður. Því taldist hann hafa komið með verðmætin í hjúskapinn.

Hér má sjá að dómara er gefið frjálst sönnunarmat um það hvort eign sé komin í

hjúskapinn fyrir stofnun hans eða ekki. Í málinu kom einnig fram að skv. skattframtali K fyrir

tímabilið fyrir hjúskapinn og á meðan á honum stóð hafði hún engar tekjur. Því var talið hafið

yfir grun að M hafði komið með verulega mikið meiri fjármuni í hjúskapinn. Í þessu tilfelli

var fasteignin metin á 6.8 milljónir, en við stofnun hjúskapar átti K gott sem engar eignir.

Skilyrðinu um að mikill munur væri einnig á eignum þeirra var líka fullnægt.

Eftirfarandi dómur var fyrsti dómurinn þar sem Hæstiréttur sneri niðurstöðu héraðsdóms

við. Deilt var um framlög við stofnun hjúskapar á athyglisverðan hátt.

Í Hrd. 31. maí 2013 (300/2013) (Héraðsdómi snúið) var deilt um heimild K til að krefjast skáskipta á þann hátt að tiltekin fasteign stæði utan skiptanna. K hafði keypt fasteignina tveimur árum áður en hún og M gengu í hjúskap í maí 2007. Hún hafði tekið lán fyrir henni og var fasteignin enn fremur skuldsett. M mótmælti því ekki sérstaklega að hafa verið að mestu eignalaus. Í úrskurði héraðsdóms er farið yfir það hvort fasteignin geti talist vera verulega mikið meiri verðmæti en M kom með í hjúskapinn. Þar er farið yfir að verðmæti í þeim skilningi verði að

228 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 811

Page 84: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

84

vera skír eign aðilanna. Þá hafi ekki verið alveg ljóst hvernig staða eignar K í íbúðinni á móti áhvílandi skuldum hafi verið háttað. Því væri sjónarmiðinu um greinilega meiri eignir ekki fullnægt. Með hliðsjón af því að héraðsdómur taldi fjárhagslega samstöðu hafa myndast með þeim, og að hjúskapurinn hafi staðið í nærri fjögur ár, þótti héraðsdómara ekki bersýnilega ósanngjarnt að skipta eigninni eftir helmingaskiptum 103. gr. Hæstiréttur taldi hins vegar sannað að eignir K hefðu verið verulega mikið meiri en M við stofnun hjúskaparins. Fasteignin var metin á 15 milljónir árið 2005, og töldust þá 5 milljónir hrein eign K í henni. Árið 2012 var fasteignin metin á 18.5 milljónir og sögð í góðu standi. Með vísan til þessa taldi Hæstiréttur skilyrðinu fullnægt.

Í málinu var rekið sérstaklega að þótt að krafan um skáskipti yrði í þessu tilviki ekki studd

sérstaklega við skammvinnan hjúskap væri töluverður munur á þeim eignum sem aðilar komu

með í hjúskapinn. Töluverður munur er á túlkun héraðsdóms og Hæstaréttar í þessu tilfelli.

Héraðsdómur hafnar röksemdunum á þeim grundvelli að ekki sé nægilega vel sannað að eign

K hafi verið mikil, þótt að eftir gögnum málsins megi leiða að því líkur að hún hafi verið

nokkur. Þá tekur Hæstiréttur fram að „...verður fyrst að líta til þess að sóknaraðili átti

áðurnefnda íbúð við stofnun hjúskapar aðilanna þótt meirihluti kaupverðsins hafi verið

fenginn að láni sem hvílir enn með veði í íbúðinni eins og að framan var lýst.“ Þótt að það

verði ekki lesið berum orðum úr úrskurðinum virðist sem sjónarmiðið hafi verið uppfyllt þrátt

fyrir að meirihluti kaupverðsins hafi enn verið í skuld.

Í Hrd. 20. september 2013 (550/2013) (Raðhúsaíbúðin) krafðist K þess að halda fasteign utan skipta á grundvelli 104. gr. hjskl. Kröfuna rökstuddi hún aðallega með því að þegar hún og M hófu sambúð átti hún raðhúsaíbúð sem hreina eign, en M var að mestu eignalaus. Eftir tveggja ára sambúð stofnuðu þau til hjúskapar, og taldist hún því koma með íbúðina í hjúskapinn. Á tæplega 5 ára hjónabandi keyptu þau sér fasteign, og var söluverð raðhúsaíbúðarinnar, 21 milljón, sett upp í hana. Til viðbótar tók K lán upp á 8 milljónir, en M tók lán fyrir öllum sínum hluta kaupverðsins. Þau verðmæti sem K kom með í hjúskapinn töldust vera þriðjungur verðmætis fasteignarinnar þegar hún var keypt. Hafnað var að beita skáskiptum um íbúðina.

Í úrskurði héraðsdóms sem staðfest var af Hæstarétti segir að krafan verði ekki studd við

önnur sjónarmið, svo sem að hjúskapur hafi verið skammvinnur eða að fjárhagsleg samstaða

hafi ekki myndast með hjónunum. Þótt að það sé ekki tekið fram berum orðum verður

athugasemdin skilin svo að sjónarmiðið um verulega mikið meiri eignir við stofnun hjúskapar

hafi verið uppfyllt, en ekki önnur sjónarmið 104. gr.

Fasteignin tvöfaldaðist í verðmæti á hjúskapartímanum, og var þetta einnig talið mæla

gegn kröfu K um skáskipti. Í úrskurðinu segir að vegna þess að M hafi varið jafn miklum

fjármunum í útgjöld tengd fasteigninni og hjúskapnum almennt sé ósanngjarnt að hann fái

ekki að njóta góðs af verðmætaaukninguni.

Page 85: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

85

Hrd. 28. janúar 2014 (6/2014) (Búseta erlendis): Í málinu hélt M því fram að bersýnilega væri ósanngjarnt að beita helmingaskiptum um fjárskipti milli hennar og M. Kröfuna studdi M meðal annars með þeim forsendum að hann hefði flutt verulega mikið meiri fjármuni í hjúskapinn í skilningi 104. gr. hjskl. Í úrskurði héraðsdóms sem staðfestur var af Hæstarétti er rakið hver hrein eignastaða hvors um sig hafi verið við upphaf hjúskapar. M átti fasteign, og taldist eiga hreina eign 18.3 milljónir í henni. K átti litla íbúð og bíl, alls að verðmæti 8.9 milljón. M átti því rétt rúmlega tvöfalda skíra eign K við stofnun hjúskaparins. Þetta þótti ekki verulega mikið meiri fjármunir í skilningi 104. gr., og var því hafnað að sjónarmiðinu væri fullnægt. Hafnað var að beita skáskiptum.

Í úrskurðinum er ekki vísað sérstaklega til þess að það hafi verið helmingsmunur á

hjúskapareign M og K. Þegar skír eign þeirra er dregin saman, og tölurnar sem miðað var við

liggja fyrir segir að aðeins muni 10 milljónum króna á skírri eign þeirra við stofnun hjúskapar.

Ekki kemur ljóst fram hvort að 10 milljónir geti aldrei talist nægir fjármunir að mati

héraðsdómara, og því verður að ganga út frá því að 10 milljónir hafi ekki verið nægir

fjármunir til að fullnægja sjónarmiðinu um verulegan mun fjármuna við stofnun hjúskapar í

þessu tilviki.

4.6.3 Fjárhagur hjóna í hjúskapnum

Með fjárhag hjóna er átt við nokkur sjónarmið sem skipta töluverðu máli við matið á því hvort

bersýnilega ósanngjarnt sé að beita helmingaskiptum. Í 1. mgr. 104. gr. segir að við matið á

bersýnilegu ósanngirni skuli meðal annars taka tillit til fjárhags hjóna. Þetta sjónarmið hefur

komið fram á nokkra vegu í dómum Hæstaréttar.

Það fyrsta sem ber að nefna er sjónarmiðið um fjárhagslega samstöðu hjóna. Þetta skipti

höfuðmáli fyrir túlkun áðurgildandi 57. gr. laga nr. 60/1972. Ef sýnt var fram á að fjárhagsleg

samstaða hafði myndast með hjónum, með tilliti til lengdar hjúskapasins, var ekki mögulegt

að beita þágildandi 57. gr. Fjárhagsleg samstaða er ekki nefnd berum orðum í núgildandi 104.

gr, en eins og áður er nefnt er tekið fram að hliðsjón beri að hafa af fjárhag hjónanna.

Sjónarmiðið um fjárhagslega samstöðu hefur svo verið talið vera einn þáttur fjárhags hjóna. Í

dag skiptir það sjónarmið miklu máli, eins og sjá má í eftirfarandi dómi:

Í Hrd. 2003, bls. 2912 (288/2003) (Verðmæta jörðin) þótti sýnt fram á að fullkomin fjárhagsleg samstaða hefði myndast með hjónum frá byrjun á 30 ára löngu hjónabandi þeirra. Með tilvísan meðal annars til þessa þótti ekki bersýnilega ósanngjarnt að arfur og gjöf í formi jarðareignar sem K vildi halda utan skiptanna yrði tekin til helmingaskipta.

Í öðru lagi geta tekjur aðilanna skipt máli við matið, en þær geta spilað inn í matið á

nokkra vegu. Til dæmis getur þótt bersýnilega ósanngjarnt að beita helmingaskiptum ef annað

Page 86: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

86

maka hefur haft mikið meiri tekjur en hitt á hjúskapartímanum. Þá hefur það einnig þótt vísa

til skorts á fjárhagslegri samstöðu ef aðeins annað hjóna hefur tekjur. Hér skal þó taka fram að

ekki er nægilegt að sýnt sé fram á að annað hafi verið tekjuhærra en hitt. Við matið spilar

heimilshald og uppeldi barna stórt hlutverk, sem og önnur framlög til verðmætasköpunnar,

svo sem viðhald eða vinna við heimili.

Í Hrd. 2002, bls. 2583 (324/2002) (Lélegt heilsufar) var sýnt fram á að hjónin hefðu haft verulega fjárhagslega samstöðu á hjúskapar og sambúðartímanum. Þau höfðu verið í sambúð í 7 ár áður en þau giftu sig, og eignast tvö börn. Á þessum tíma þótti víst að M hafði verið með meiri tekjur en K, sem var 75% öryrki, en þó hafði K lagt fram mikla vinnu við heimili þeirra. Þegar þetta var metið saman þóttu ekki tök á því að beita skáskiptareglu 104. gr. um fjárskipti þeirra

Í málinu má sjá hvernig vinna við heimili getur talið til tekjuöflunnar í skilningi

ákvæðisins. Í þessu máli hafði K litlar sem engar sjálfstæðar tekjur, á meðan M var

útivinnandi með góð laun. K hafði þó lagt mikla vinnu til við uppeldi barna þeirra, og var

vinna þeirra lögð að jöfnu. Það þótti því ekki teljandi aðstöðumunur á þeim fjárhagslega í

hjúskapnum. Sem annað dæmi um þetta má nefna orðalag í kærðum úrskurði sem staðfestur

var með tilvísan til forsendna.

Í Hrd. 2005, bls. 514 (41/2005) (Skáskipti og endurgjald) segir í úrskurði héraðsdóms eftirfarandi um sjónarmiðið um fjárhag hjónanna í hjúskapnum: „Þá má telja að tekjuöflun aðila sé sambærileg, en vinnu varnaraðila á heimili um rúmlega árs skeið verður hér að leggja að jöfnu við launavinnu sóknaraðila.“ Í málinu var hafnað að beita skáskiptum, en flest sjónarmið sem horfa ber til við matið um bersýnilega ósanngirni þóttu falla að þeirri niðurstöðu.

Það er sérstakt álitamál þegar deilt er um framlög til hjúskaparins á meðan á honum

stendur. Þetta er yfirleitt erfitt að sanna, sérstalega ef aðilar héldu ekki fjárhag sínum

aðskildum. Sönnun verður mjög erfið, og oft komast aðilar að mjög mismunandi niðurstöðum

þegar þeir reikna framlag hvors annars til hjúskaparins.

Í Hrd. 2006, bls. 2125 (202/2006) (8 ára hjúskapur) var meðal annars deilt um það hversu mikið K hefði lagt af hendi við að fjármagna íbúðarkaup í 6 ára sambúð hjónanna áður en til hjúskapar var stofnað. K greiddi ein afborganir af lánum og öðru slíku í tveggja ára sambúð þeirra áður en aðilar gengu í hjúskap, en eftir það greiddi M helming gjalda tengdum íbúðinni þangað til í lok árs 2010. M komst að þeirri niðurstöðu að K hefði lagt fram rétt rúma milljón á meðan hann hefði lagt til 12 milljónir. K komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að bein framlög sín til heimilisins hefðu verið jafn mikil ef ekki meiri en M, og því hefði hún einnig fjármagnað kaupin. K hafði haldið heimili þeirra og haft nokkrar tekjur, og var því ekki teljandi munur á framlagi þeirra til hjúskapsins. Skáskiptum var hafnað.

Page 87: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

87

Í málinu átti ekkert þeirra sjónarmiða sem talin eru upp í 104. gr. við og því skilyrðinu um

bersýnilega ósanngirni fjarri því fullnægt. M hafði átt meiri eignir við upphaf sambúðarinnar,

sem hófst 6 árum áður en stofnað var til hjúskapar. Talið var að vegna jafns framlags og

mögulega meira framlags K til sambúðarinnar væri það ekki nóg til að teljast verulega mikið

meiri eignir við stofnun hjúskapar.

Framlag til heimils og hjúskapar getur verið mjög mikilvægur þegar deilt er sérstaklega

um hvort annað maka hafi stuðlað að verðmætaaukningu. Eins og fjallað hefur verið um hér

að ofan getur það einnig skipt miklu máli þegar fjárhagsleg samstaða hjóna er skoðuð.

Töluvert ýtarlega umfjöllun um sjónarmiðið um fjármál hjóna í hjúskapnum er að finna í

eftirfarandi dómi þar sem úrskurði héraðsdómara var snúið við.

Í Hrd. 31. maí 2013 (300/2013) (Héraðsdómi snúið) var deilt um kröfu K um að halda fasteign sem hún hafði keypt fyrir stofnun hjúskaparins utan skiptanna. Meðal deilumála var hvort að M hefði á hjúskapartímanum, frá maí 2007 til apríl 2011, stuðlað að verðmætaaukningu fasteignarinnar með fjárframlögum, og öðlast með þeim hætti eignarhlut í henni. Með sama hætti var deilt um hvort fjárhagsleg samstaða hefði myndast með hjónunum. Eftir að hjúskapur hófst og fram til ársloka 2010 greiddi M helming allra gjalda tengdum fasteigninni. Sýnt þótti fram á að K hafði á hjúskapartímanum lagt fram einar 2.6 milljónir til hjúskaparins. Þá lagði M ekki fram skjöl um sín framlög, en samkvæmt útreikningum K var gert ráð fyrir að á hjúskapartímanum væru það í kringum 460.000 kr. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að fjárframlög M hefðu verið meiri en þau sem K reiknaði út, þar sem hann hafði sjálfur greitt fyrir mat sinn og klæðnað. Með tilliti til þess að M greiddi helming húsnæðisafborgana, og með tilliti til lengdar sambúðarinnar, rúmra þriggja ára, komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að fjárhagslega samstaða hefði myndast með hjónunum á hjúskapartímanum. Með tilliti allra aðstæðna var því hafnað að beita skáskiptum í héraði. Hæstiréttur koms að annarri niðurstöðu. Umreiknað yfir tímabilið varð ekki séð að M hefði lagt af hendi meira en að meðaltali 63.000 kr. til heimilisins. Þetta töldust ekki veruleg fjárframlög þegar það var borið saman við tekjur K sem runnu allar til heimilisins. Þá hafði K haldið heimilinu gangandi eftir að M flutti út, með forræði á dóttur þeirra og annari dóttur úr fyrra hjónabandi. Einnig var horft til þess að aðilar höfðu fremur aðskilinn fjárhag, t.d. keypti M mat og föt fyrir sig sjálfur. Með hliðsjón af öllu þessu þótti hann ekki hafa eignast rétt á hluta fasteignarinnar með fjárframlögum, né hefði myndast með hjónunum fjárhagsleg samstaða. Með vísan til þessa taldi Hæstiréttur bersýnilega ósanngjarnt að láta fasteignina koma undir skiptin.

Af dómi Hæstaréttar má sjá að fjárframlög til heimilisins geta skipt miklu máli við

sanngirnismat 104. gr. hjskl. Málið er í raun það fyrsta þar sem mismunandi fjárframlög til

hjúskaparins eru látin skipta höfuðmáli. Munurinn þótti hér svo mikill að þrátt fyrir að aðilar

hefðu verið í hjúskap í tæp fjögur ár, og sambúð í rúmlega þrjú ár hefði ekki myndast með

þeim fjárhagsleg samstaða.

Þá er stundum deilt um tekjumun maka í hjúskap á þeim grundvelli að skv. 2. mgr. hafi

annað hjóna með vinnu eða öðrum framlögum stuðlað að verulegri eignaaukningu sem falla

Page 88: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

88

ætti hinu í skaut samkvæmt helmingaskiptareglunni. Fjallað verður sérstaklega um 2. mgr.

104. gr. í öðrum kafla, en þó ber í samhengi umfjöllunarefnisins hér að nefna eftirfarandi

dóm:

Í Hrd. 28. janúar 2014 (6/2014) (Búseta erlendis) var staðfestur úrskurður héraðsdóms um kröfu M um að skáskiptum yrði beitt um nánar tiltekin verðmæti. Meðal annars var krafan rökstudd með þeim hætti að K hefði verið í launalausu leyfi í fjögur ár af 5 ára hjúskap þeirra. Því hefði ekki myndast með þeim fjárhagsleg samstaða, en einnig hefði hún ekki tekið þátt í töluverðri verðmætaaukningu hjúskapareigna þeirra sem varð á hjúskapartímanum. Í úrskurði héraðsdóms sem staðfestur var með vísan til forsendna fyrir Hæstarétti segir að ástæða þessa launalausa leyfis sé sú að hjónin hafi þurft að flytja erlendis í fjögur ár vegna starfa M. Vegna þessa hafi K ekki geta sinnt starfi sínu. Hún hafi þó séð um heimili þeirra allan hjúskapartímann, og með því skapað grundvöll þess að M gat unnið og aukið verðmæti eigna þeirra með tekjum sínum. Því þótti ekki bersýnilega ósanngjarnt að skipta eignum búsins með helmingaskiptareglunni hvað þetta varðar.

Í málinu var tekjumunur einstaklinganna ekki talinn leiða til minni fjárhagslegrar

samstöðu. Þetta var meðal annars rökstutt með því að K hefði tekið lán fyrir endurbótum á

fasteign þeirra á Íslandi og fleiru. Vinna hennar við heimilið þótti einnig sýna fram á verulega

fjárhagslega samstöðu.

Í úrskurði héraðsdómara er einnig rakin röksemd sem vert er að minnast á í umjöllun um

hvort eðlilegt sé að það teljist ósanngjarnt fyrir annan maka hjúskapar ef það hefur verulega

mikið meiri tekjur en hitt. Hér er um að ræða sjónarmið 103. gr. laganna um helmingaskipti,

og eitt af hlutverkum hennar:

„Í athugasemdum með 103. gr. í frumvarpi sem varð að lögum nr. 31/1993 segir m.a. að helmingaskiptareglan hafi það markmið að veita hvorum maka um sig hlutdeild í eignum hins og stuðla þannig að jafnstöðu þeirra við hjúskaparlok. [...] Þá segir að reglan taki m.a. tillit til þess að hjón hafi mismikil tök á að afla sér tekna og eigna. Einkum verði staða heimavinnandi maka oft lakari en hins, auk þess sem tekjur hjóna geti verið næsta misháar. Helmingaskiptareglunni sé ætlað að draga úr þessum mismun í reynd.“229

Þetta er sjónarmið sem hlýtur að spila inn í matið á fjárhag hjóna, og hefur gert það án

þess að sérstaklega sé á það minnst í úrskurðum héraðsdóms og Hæstaréttar. Það getur varla

talist bersýnilega ósanngjarnt að beita helmingaskiptum þegar aðstæður eru þannig að

helmingaskiptareglunni sé beinlínis ætlað að vera beitt um þau. Þannig hafa niðurstöður

dómstóla verið á þá vegu að leggja til jafns vinnu við heimili, og sérstaklega ef starf hins

makans gerði það erfitt fyrir maka að vera útivinnandi.

229 Hrd. 28. janúar 2014 (6/2014) (Búseta erlendis), úrskurður héraðsdómara, 2. mgr. IV kafla.

Page 89: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

89

4.6.4 Arfur og gjafir

Í 104. gr. hjskl. er sett fram sú allsherjarforsenda skáskipta að helmingaskiptaregla 103. gr.

hjskl. sé bersýnilega ósanngjörn fyrir annað hjóna. Í öðrum málslið hennar kemur fram

vísiregla sem horfa ber til við matið á þessari ósanngirni, og þar segir meðal annars að

hliðsjón skuli hafa af gjöfum eða arfi sem annað hjóna hefur fengið. Þetta sjónarmið var ekki

talið hafa áhrif í tíð eldri skáskiptaheimildar 57. gr. laga nr. 60/1972. Þegar hjskl. voru lögfest

var ekki talið nægilegt að heimilt væri að halda utan skipta fjármunum sem aðilar komu með í

hjúskapinn, heldur væri eðlilegt að eignir sem koma til eftir stofnun hans ættu líka að geta

verið undanþegnar helmingaskiptum. Því var ákveðið að víkka út heimildina að þessu leyti. 230

Þegar fjallað er um gjafir í skilningi ákvæðisins er ekki átt við gjafir milli hjóna, heldur

gjafir frá þriðja aðila. Þetta er tekið skýrt fram í ákvæðinu, enda gilda aðrar reglur um gjafir

milli hjóna og heimildir til að halda þeim utan skipta eða rifta gjafgerningnum. Þá er hér átt

við gjafir eða arf sem koma til eftir stofnun hjúskaparins.231 Gjafir og arfur fyrir það tímamark

hefði ekki sérstöðu aðra en þá sem verðmæti sem aðilar koma með í hjúskapinn.232

Þótt að það sé ef til vill aðeins vangavelta sem er lögtæknilegs eðlis mætti benda á, að

ekki er gert skilyrði um verulega gjöf eða arf í ákvæðinu. Þetta verður hins vegar að vera

verulegur munur á fjármunum sem aðilarnir flytja með sér í hjúskapinn. Þannig gæti smærri

gjöf eða arfur verið grundvöllur skáskipta að því leyti, á meðan sambærileg fjárhæð fullnægði

ekki skilyrðinu um verulega mikið meiri fjármuni.

Tímamark arfsins eða gjafarinnar gæti skipti máli, sérstaklega ef, þrátt fyrir stóra gjöf eða

arf fyrir hjúskaparstofnun, væru aðilar jafn vel settir þegar til hjúskaparins er stofnað. Það má

búa til sýnidæmi þar sem K er eignalaus þegar hún kynnist M, sem á þá miklar eignir. Stuttu

fyrir stofnun hjúskaparins fær K mjög stóran arf, sem gerir hana jafn vel setta fjárhagslega og

M fyrir stofnun hjúskaparins. Í þessu tilviki væri ekki aðstöðumunur á þeim, og því engu

sjónarmiða ákvæðis 104. gr. fullnægt. Ef arfurinn kæmi til eftir stofnun hjúskaparins horfir

öðruvísi við, og þá gæti K reynt að halda arfinum utan skipta.

Nokkrir dómar hafa fallið þar sem deilt eru um hvort halda megi arf eða gjöf utan skipta,

þrátt fyrir að það hafi ekki verið gerð séreign annars makanna.

230 Alþt. 1992-93. A-deild, bls. 2533. 231 Í Hrd. 1979, bls. 1384 var t.d krafist skáskipta vegna íbúðar sem hafði komið í staðinn fyrir verðmæti sem K fékk sem arf fyrir hjúskapinn. Dómurinn féll fyrir tíð núgildandi 104. gr. svo að ekki var fjallað um muninn á verðmætum sem eru verulega mikið meiri en þau sem hitt hjóna kemur með í hjúskap og gjöfum og arfi sem aðilar fá eftir stofnun hjúskaparins. 232 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 812.

Page 90: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

90

Í Hrd. 2003, bls. 2912 (288/2003) (Verðmæta jörðin) krafðist K þess að halda jarðareign utan skiptanna, sem hún hafði fengið sem arf og gjöf frá föður sínum. Í rökstuðningi sínum hélt K því fram að regla 104. gr. væri mikið opnari en áðurgildandi 57. gr., sérstaklega að því leyti að nóg væri að einhverju þeirra sjónarmiða sem nefnd væru í ákvæðinu væri uppfyllt. Hjónin höfðu verið gift í rúm 30 ár, og hafði K fengið verðmætin einum 7 árum áður. Með hliðsjón af öllum aðstæðum, lélegri heilsu beggja og tengslum beggja við jörðina sem deilt var um þótti ekki bersýnilega ósanngjarnt að láta verðmætin falla undir helmingaskipti. Þessu til stuðnings var vísað til langs hjúskaps þeirra og skírrar fjárhagslegrar samstöðu hjónanna.

Af dóminum má ráða að horfa verður til allra aðstæðna, sérstaklega þegar metið er hvort

sanngjarnt sé að halda gjöfum eða arfi utan skipta. Slík verðmæti hafa oft þá sérstöðu að

gefandi eða arfleiðandi gæti haft skoðun á því hvort verðmætin hafi verið ætluð báðum eða

aðeins öðru, jafnvel þótt að þau hafi ekki verið gerð að séreign. Þessi viljaafstaða hefur verið

talin hafa áhrif á sanngirnismatið.233 Í málinu hér að ofan var það meðal annars rakið að

eignirnar hefðu ekki verið gerðar að séreign, né bundnar neinum öðrum kvöðum, og hefðu

þær runnið beint inn í fjárhag heimilisins. Í forsendum hins kærða úrskurðar segir þetta um

álitamálið:

,,Ekki var gerður kaupmáli milli aðila og ekkert gefur til kynna að öðru leyti að ætlað hafi verið fyrir 7 árum eða síðar að halda þessum eignum utan fjárfélags þeirra sem hjóna fyrr en kom til skilnaðar að frumkvæði sóknaraðila.”

Þannig hafi ekki verið sýnt fram á að faðir K, sem var gefandi og arfleiðandi, hefði viljað

sérstaklega að eignirnar kæmu ekki til fjárskipta. Fordæmið sem draga má af dómnum er því

að viljaafstaða arfleiðanda getur skipt máli við sanngirnismatið.

Í Hrd. 12. júní 2007 (304/2007) (Arfurinn) var deilt um heimild M til að halda fasteign utan skipta á grundvelli 104. gr. Sannað þótti að hann hafði séð um fjármögnun íbúðarinnar, bæði með söluverð annarrar íbúðar og atvinnutekna. Stuttu eftir stofnun hjúskaparins fékk K þó umtalsverða fjárhæð í arf, tæpar 5 milljónir. Þessum fjármunum var varið í greiðslu skulda og uppihalds heimilisins, en M missti vinnuna sína á svipuðum tíma. Hjúskapurinn varði í þrjú ár, og á þeim tíma taldist K hafa lagt svo mikið af hendi til fasteignarinnar og hjúskaparins að ekki var talið ósanngjarnt að beita helmingaskiptum um fjárskiptin.

Hér má sjá óvenjulegt hlutskipti arfs eða gjafar við sanngirnismat 104. gr. Í málinu var

þess ekki krafist að arfinum yrði haldið utan skipta, heldur mætti segja að hann kæmi til móts

við fjárhagslegan aðstöðumun við stofnun hjúskapar við matið á bersýnilegri ósanngirni.

Þótt að aðilar fái gjafir eða arf er það ekki nóg til að ósanngjarnt geti verið að beita

helmingaskiptum. Af framkvæmd dómstóla má greina að meðal atriða sem horfa ber til sé

233 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 811.

Page 91: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

91

hvort að arfur eða gjöf sé nægilega verðmæt svo að sjónarmiðinu sé fullnægt. Þetta má sjá í

eftirfarandi dómi Hæstaréttar:

Hrd. 28. janúar 2014 (6/2014) (Búseta erlendis) var meðal annars deilt um heimild M til að halda verðmætum utan skiptanna á grundvelli þess að hann hefði fengið arf á meðan hjúskapnum stóð. Arfurinn tæmdist M rúmu ári eftir að þau gegnu í hjúskap. Eftir að erfðaskattur hafði verið greiddur voru það 4.8 milljónir sem tæmdust M. Í úrskurði héraðsdómara sem staðfestur var með vísan til forsendna sagði að ekki væri hægt að líta svo á að arfurinn nógu verðmætur til að hægt væri að horfa svo á að hann gerði framlög M til hjúskapsins verulega mikið meiri en K. Af þeim sökum var kröfunni um skáskipti hafnað, enda væri ekki bersýnilega ósanngjarnt að arfurinn kæmi til skipta.

Hér vekur athygli að svo virðist sem að arfur sem tæmist aðila sé bundinn ákveðnu

skilyrði. Hann þurfi að bæta svo miklu við að verulegur munur verði á fjárhag hjónanna. Hér

er væntanlega lagt að jöfnu skilyrðið um muninn á eignum aðila við stofnun hjúskapar. Arfur

hafði ekki fengið slíka umfjöllun í dómaframkvæmd áður. Samkvæmt ákvæðinu og

dómaframkvæmd fram til þessa var aðeins skilyrðið um bersýnlega ósanngirni sem þyrfti að

uppfylla. Þannig yrði arfi haldið utan skipta ef bersýnilega væri ósanngjarnt að skipta honum

til helminga. Til að mynda gætu aðstæður verið þær að maka leysist 1 milljón í arf eftir að

sambúð hjóna lýkur en áður en krafist er skilnaðar.

Í málinu var einnig krafist skáskipta á grundvelli 2. mgr. 104. gr. en í ákvæðinu segir að

víkja megi frá skáskiptum ef annað hjóna hefur aukið verulega á fjáreign sem kæmi til

helmingaskipta. Þetta geti gert með vinnu, framfærslu til fjölskyldunnar eða á annan hátt.

Mögulega er dómari að bregðast við því ef grundvöllur þess að halda arfinum utan skipta hafi

verið að með honum hafi verið aukið verulega á fjáreignina með öðrum hætti, s.s með því að

fá arf.

4.6.5 Lengd hjúskapar

Áður hefur verið lýst hvernig taka átti mikið tillit til lengdar hjúskapar þegar metið var hvort

að skilyrði 57. gr. um fjárhagslega samtöðu væri metið. Í núgildandi 104. gr. er kveðið á um

að horfa skuli sérstaklega til lengdar hjúskapar þegar metið er hvort að skipti yrðu bersýnilega

ósanngjörn fyrir annað hjóna. Í athugasemdum við frumvarpið til núgildandi hjskl. segir um

lengd hjúskapar að hér sé átt við svipuð tilvik og var í skáskiptaheimild 57. gr. Hér skal því

leggja það til grundvallar að sjónarmiðið um að hjúskapur geti ekki talist skammvinnur ef

hann hefur varað lengur en 5 ár eigi við,234 og að dómar sem féllu í tíð 57. gr. geti haft

234 Alþt. 1971. A-deild, bls. 362-363.

Page 92: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

92

töluvert fordæmisgildi. Í umfjölluninni hér að ofan var einnig komist að þeirri niðurstöðu að

við mat á lengd hjúskapar skal miða við upphaf hans þegar til hjúskapar var stofnað, burtséð

frá lengd sambúðar sem makar voru í fyrir hjúskapinn.

Þó skal taka fram að ákvæði 1. mgr. 104. gr. skal ekki túlka sem svo að því verði aldrei

beitt ef hjúskapur hefur varað lengur en í 5 ár, eins og var raunin með 57. gr. laga 60/1972.

Það var sameiginlegur ásetningur norræna löggjafarsamstarfsins að leggja ekki þann skilning í

ákvæðið að það útilokaði skáskipti eftir hjúskap sem varaði lengur en í 5 ár.235

Fyrstu tvö mál sem rekin voru fyrir Hæstarétti á grundvelli 104. gr. voru bæði svo

vanreifuð að ekki þótti mögulegt að taka afstöðu til þess hvort að bersýnilega væri

ósanngjarnt að beita helmingaskiptum.236 Þá vantaði í báðum málum meðal annars

upplýsingar um lengd hjúskapar. Eftirfarandi dómur er því fyrsti dómur Hæstaréttar þar sem

tekin var afstaða til lengdar hjúskapar við matið á ósanngirni.

Í Hrd. 2002, bls. 1729 (200/2002) (Slysabætur) var deilt um hvort heimila ætti K að taka að óskiptu framlag sitt til hjúskaparins við stofnun hans. Fallist var á þá kröfu í forsendum úrskurðar héraðsdóms, sem staðfestur var fyrir Hæstarétti, og vísaði meðal annars til þess að hjúskapurinn hefði verið skammvinnur í skilningi 104. gr. hjskl. Hjúskapurinn hafði staðið í rúmt eitt ár, frá janúar 1999 til apríl 2000.

Skammvinnur hjúskapur var hér talinn hafa mikil áhrif, sérstaklega þegar skoðaður var

munurinn á verðmætum sem aðilar komu með sér í hjúskapinn. Hér varði hjúskapurinn aðeins

eitt ár, og er það vel innan marka þeirrar túlkunar sem lögð hefur verið í 104. gr. Meira reyndi

á mörkin í eftirfarandi dómi:

Í Hrd. 2002, bls. 2583 (324/2002) (Lélegt heilsufar) krafðist M skáskipta á grundvelli 104. gr. hjskl. Hjónin höfðu verið gift í 6 ár þegar leitað var skilnaðar, og verið í sambúð í 7 ár fyrir hjúskapinn. Þá höfðu þau eignst tvö börn á sambúðartímanum. Með vísan til þessa langa tíma var ekki hægt að komast að þeirri niðurstöðu að helmingaskipti væru bersýnilega ósanngjörn þegar tillit væri tekið til hans.

Í þessu máli var nánast ekki uppfyllt neitt það sjónarmiða sem horfa skal til þegar lagt er

mat á hvort ósanngjarnt væri að beita helmingaskiptum. Þá vó lengd hjúskaparins og

fjárhagsleg samstaða sem hlaut að hafa myndast á þeim langa tíma sem sambúðin varði þó

mjög þungt, enda tekur héraðsdómari fram að kröfunni um skáskipti sé sérstaklega hafnað á

þeim grundvelli. Sambærilega umfjöllun hlaut varakrafa um skáskipti í eftirfarandi dómi:

235 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 815. 236 Hér er átt við Hrd. 2000, bls. 1980 (192/2000) (Fyrirframgreiddur arfur) og Hrd. 1994, bls. 2474 (Vanreifunin), sem eru reifaðir framar.

Page 93: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

93

Í Hrd. 2006, bls. 3002 (314/2006) (Yfirlýsing gefin eftir skiptamark) var fjallað stuttlega um varakröfu aðila um skáskipti á grundvelli 104. gr. Í úrskurði héraðsdóms sem staðfestur var fyrir Hæstarétti sagði þetta: „Hjúskapur aðila stóð í nærri 13 ár. Liggur ekki annað fyrir en að á þeim tíma hafi myndast með þeim fjárhagsleg samstaða. Að öllu virtu verður ekki talið að uppfyllt séu skilyrði 1. mgr. 104. gr. laga nr. 31/1991 til að víkja frá reglum um helminga-skipti.“

Í málinu var látið staðar numið við sanngirnismatið þegar ljóst var að aðstæður voru fjarri

því að uppfylla sjónarmiðiðið um lengd hjúskapar eða fjárhagslega samstöðu. Í úrskurði

héraðsdóms var deilt um margt annað en kröfuna um skáskipti 104. gr., sem var varakrafa í

málinu.

Í Hrd. 2003, bls. 2120 (170/2003) (Hamraborg) hafði hjúskapurinn varað í þrjú ár. Deilt var um hvort rétt væri að samvistum hefði lokið í ársbyrjun 1999, ári áður en sótt var formlega um skilnað. M hélt því fram að K hefði búið hjá sér áfram, nánast alveg þar til sótt var um lögskilnað. K hélt því fram að hún hefði farið til Asíu í 6 mánaða ferðalag, og ekki flutt aftur inn til M að ferðinni lokinni. Vitni báru til um báðar frásagnir, og þótti hlið K vekja meira traust. Því var gengið út frá því að samvistum hefði verið slitið síðasta árið áður en sótt var um skilnað. Þetta skipti töluverðu máli, því í málinu var deilt um eign sem kom til eftir að samvistum lauk. K var heimilað að halda eigninni utan skipta með hliðsjón af skáskiptareglu 104. gr.

Þótt að ekki væri deilt um hvernær hjúskapur hefði hafist og hvenær sótt hefði verið um

skilnað, var deilt um hversu lengi samvistir stóðu. Hér skal þó ekki rugla saman lengd

hjúskapar og sambúðar. Í málinu var ekki verið að deila um sjálfstæða sjónarmiðið um lengd

hjúskapar, heldur snerist deilan að áhrifum raunverulegrar sambúðar á matið á fjárhagslegri

samstöðu. Við mat lengdar hjúskaparhjúskapar er horft til þeirra efnisreglna sem komu meðal

annars fram í Hrd. 1985, bls. 322 sem féll í tíð 57. gr. laga nr. 60/1972. Í þeim dómi var

komist að þeirri niðurstöðu að þar sem 57. gr. væri þröng undantekningarregla ætti að túlka

hana orðanna samkvæmt, og því horfa aðeins til formlegs hjúskapar, en ekki sambúðar.

Núgildandi 104. gr. er almennari og opnari en 57. gr, og hefur ekki sömu ströngu

skilyrðin, heldur frekar sjónarmið við raunverulegt sanngirnismat. Skammvinnur hjúskapur

sem sjálfstætt sjónarmið er því ekki skilyrði sem verður uppfylla, heldur er horft með

heildstæðu mati á öll sjónarmið.

Í Hrd. 2005, bls. 514 (41/2005) (Skáskipti og endurgjald) var ekki fjallað ýtarlega um lengd hjúskapar eða annað því tengt. Komið var stuttlega inn á að hjónin hefðu verið gift í þrjú ár og eignast eitt barn á hjúskapartímanum. Þá hefðu þau verið í sambúð í tvö ár áður en þau gengu í hjónaband. Sjónarmiðið um lengd hjúskapar þótti falla í þá átt að hafna bæri skáskiptum.

Page 94: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

94

Eins og kemur fram hér að framar var í tíð 57. gr. miðað við danska dómaframkvæmd, þar

á meðal að hjúskapur sem varir lengur en 5 ár geti varla talist skammvinnur í skilningi

ákvæðisins. Af þessum dómi má ráða að þriggja ára hjúskapur muni yfirleitt ekki teljast

skammvinnur hjúskapur.

Í Hrd. 2006, bls. 2818 (273/2006) (Upprunalegt framlag) taldist hjúskapur vera skammvinnur þar sem hjónin höfðu aðeins verið gift í eitt ár. Þetta þótti skammvinnur hjúskapur í skilningi 104. gr. hjskl. og þar að auki taldist M hafa komið með verulega mikið meiri eignir í hjúskapinn. Honum var heimilað að taka að óskiptu 7.6 milljónir, sem voru óumdeildar eignir hans umfram eignir K í upphafi hjúskaps.

Í málinu höfðu M og K verið í sambúð í 2 ár fyrir stofnun hjúskapar. Hér má aftur sjá

beitingu viðmiðsins um að miða beri við upphaf hjúskapar en ekki lengd sambúðar í heild

þegar lagt er mat á lengd hjúskapar. Með vísan til þessa var hjúskapurinn mjög skammvinnur,

aðeins eitt ár. Hér þótti engin spurning um að sjónarmiðinu um skammvinnan hjúskap væri

fullnægt.

Í Hrd. 12. júní 2007 (304/2007) (Arfurinn) var deilt um heimild M til að halda fasteign utan skipta á grundvelli 104. gr. Aðilar höfðu verið í hjúskap í tæp þrjú ár, þótt að samvistaslit hefði orðið af og til á þeim tíma. Deilt var um tímalengd hjúskaparins, en lagt var til grundvallar að hann hefði varið í þrjú ár. Í úrskurði héraðsdóms sagði að þrjú ár ekki geti talist skammvinnur hjúskapur í skilningi 104. gr, og því ætti það sjónarmið ekki við. Hafnað var skáskiptum.

Niðurstaðan hér er í samræmi við eldri dóm Hrd. 2005, bls. 514 (41/2005) (Skáskipti og

endurgjald), en í honum var einnig komist að þeirri niðurstöðu að þriggja ára langur

hjúskapur uppfyllti ekki sjónarmiðið um skammvinnan hjúskap. Hér má leiða líkum að því að

regla sé að myndast um þessa túlkun, að þriggja ára hjúskapur eða lengri geti ekki talist

skammvinnur.

Í Hrd. 16. maí 2008 (253/2008) (Tímamark kaupsamnings) krafðist M þess að haldið yrði tiltekinni fasteign utan skiptanna, meðal annars með vísan til þess að hjúskapurinn hefði verið skammvinnur. Frá því að hjúskapurinn var stofnaður og þar til að sótt var um skilnað að borði og sæng leið rúmt ár, en talið var sannað að sambúð hefði aðeins staðið nokkra mánuði af árinu. Því var skilyrðinu um mjög skamman hjúskap fullnægt.

Sannað þótti með þessu að fjárhagsleg samstaða hefði ekki getað myndast á tímabilinu,

enda voru hjónin aðeins í sambúð í nokkra mánuði. Lengd hjúskaparins var þó metin frá

stofndegi til umsóknar um skilnað, sem var rúmt ár. Hjúskapurinn taldist því einnig

Page 95: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

95

skammvinnur í skilningi 104. gr. hjskl. Því væri bersýnilega ósanngjarnt að beita

helmingaskiptum, sérstaklega þar sem M var töluvert mikið efnameiri en K.

Sjónarmið þau sem talin eru upp í 104. gr. þurfa ekki öll að vera uppfyllt svo að skilyrðinu

um bersýnilega ósanngirni helmingaskipta sé fullnægt. Eins og áður hefur verið sagt ber að

hafa hliðsjón af lengd hjúskapar, og það sjónarmið hefur verið talið vega mjög þungt í matinu.

Skipti geta þó verið bersýnilega ósanngjörn þrátt fyrir að hjúskapur hafi ekki verið

skammvinnur, eins og kemur fram í eftirfarandi dómi:

Í Hrd. 31. maí 2013 (300/2013) (Héraðsdómi snúið) var deilt um heimild K til að halda fasteign utan skipta. Hjónin höfðu verið gift í tæp 4 ár þegar sótt var um skilnað að borði og sæng. Af þeim tíma var talið sannað að þau höfðu aðeins haft samvistir í rúmlega þrjú ár. Í héraði var ekki talið að neitt sjónarmiða þeirra sem horfa bæri til við matið á ósanngirni væri uppfyllt. Þar að auki hefði hjúskapur aðila varað svo lengi að ekki væru tök á að heimila skáskipti varðandi fasteignina. Hæstiréttur sneri niðurstöðu héraðsdóms við, og taldi bæði að verulegur munur hefði verið á eignastöðu aðilanna við upphaf hjúskapar, og að ekki hefði tekist með þeim fjárhagsleg samstaða. Hæstiréttur var þó sammála héraðsdómi um það að hjúskapurinn gæti ekki talist skammvinnur í neinum skilningi. Þrátt fyrir það þótti bersýnilega ósanngjarnt að beita helmingaskiptum um fasteignina.

Hér er dregin nokkuð skýr lína um það að þriggja ára hjúskapur geti aldrei talist

skammvinnur. Í dómi Hæstaréttar sagði einnig að „þótt krafa sóknaraðila verði ekki

sérstaklega studd við það að hjúskapurinn hafi staðið stutt eru uppfyllt önnur skilyrði 1. og 2.

mgr. 104. gr. hjúskaparlaga.“ Þetta er sambærilegt við Hrd. 12. júní 2007 (304/2007)

(Arfurinn) þar sem því var slegið föstu að þrjú ár gætu ekki talið skammvinnur hjúskapur.

Dómurinn er enn sem stendur eini dómur Hæstaréttar þar sem skáskipti voru heimiluð þrátt

fyrir að hjúskapur hefði ekki verið „skammvinnur“ í skilningi 104. gr.

Í Hrd. 20 september 2013 (550/2013) (Raðhúsaíbúðin) var meðal annars deilt um hvort halda ætti fasteign utan fjárskipta milli hjóna. Hjónin gengu í hjúskap þann 17. desember 2004. Sannað þótti að þau hefðu slitið samvistum 22. ágúst 2009. Hjúskapurinn var því talinn hafa varið að lágmarki í tæp 5 ár. Ekki þótti sýnt fram á annað en að veruleg fjárhagsleg samstaða hefði myndast á þessum tíma. Með vísan til þesa var beitingu skáskipta hafnað.

Ljóst var að hjúskapurinn hafði varað nokkuð lengi í samhengi 104. gr. hjskl. Aðilar

reyndu ekki með teljandi hætti að sýna fram á annað en að fjárhagsleg samstaða hefði

myndast með þeim. Aðal deilumálið hér var hvort að heimila ætti K að halda fjármunum sem

hún kom með í hjúskapinn utan skiptanna, en hún hafði átt 21 milljón við upphaf hjúskapar.

Page 96: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

96

Í Hrd. 28. janúar 2014 (6/2014) (Búseta erlendis) var meðal annars deilt um hvort bersýnilega væri ósanngjarnt að beita helmingaskiptareglunni um fjárskipti hjóna vegna skilnaðar. Því var ekki sérstaklega haldið fram í málinu að kröfuna væri hægt að rökstyðja með tilvísun til skammvinns hjúskapar. Sannað var að hjúskapur hafði varað í ein 5 ár og verulega fjárhagsleg samstaða myndast með hjónunum á tímanum. Meðal annars var vísað til þessa þegar skáskiptum 104. gr. var hafnað.

Í málinu reyndi M að sýna fram á að flestum öðrum sjónarmiðum sem koma yfirleitt til

skoðunar við sanngirnismatið væri fullnægt, þrátt fyrir að sjónarmiðinu um tímalengd

hjúskapar væri ekki fullnægt. Í kröfugerð hans var talið að ef önnur atriði mæltu með

skáskiptum stæði lengd hjúskapar ekki í vegi fyrir beitingu þeirra sbr. Hrd. 20. september

2013 (550/2013) (Raðhúsaíbúðin) sem er reifaður hér að ofan.

Af íslenskri dómaframkvæmd má draga þá ályktun að mikið þurfi til svo að heimilt sé að

krefjast skáskipta ef hjúskapur stendur lengur en 3 ár. Raunar hefur það aðeins einu sinni gerst

að skáskipti voru heimiluð við fjárskipti hjúskapar sem hafði varað lengur.237 Ef marka má

erlenda dómaframkvæmd væri þó vel mögulegt að rétt væri að heimila skáskipti eftir lengri

hjúskap, en það væri þá því háð að ekki skapaðist fjárhagsleg samstaða milli hjóna.238 Fyrir

norskum dómstólum hefur verið dæmt svo að fjárhagsleg samstaða hafi ekki myndast með

hjónum á löngum hjúskap, og því heimilað að beita skáskiptum.239

4.6.6 Áhrif annarra sjónarmiða á sanngirnismatið

Ljóst er að líta skal til allra þátta, ekki aðeins þeirra sjónarmiða sem eru talin að ofan.

Aðstæður aðrar en þessar, svo sem heilsufarsástæður eða atvinnumöguleikar spila hér inn líka.

Þá hefur forræði barna einnig talið vega þungt, eins og sjá má af dómaframkvæmdinni.240

Þá skal einnig hafa í huga að horft er til aðstæðna beggja maka við sanngirnismatið. Skipti

þurfa ekki aðeins að vera bersýnilega ósanngjörn fyrir það maka sem var eignameira eða

þénaði meira. Allt eins getur það talið gegn bersýnilegri ósanngirni ef hitt væri mjög illa statt

eftir skiptin.

Í Hrd. 2003, bls. 2912 (288/2003) (Verðmæta jörðin) var deilt um hvort bersýnilega væri ósanngjarnt gagnvart K að beita helmingaskiptum við skipti, þar á meðal um jarðeign sem kauptilboð lá fyrir upp á 340 milljónir króna. Óumdeildar eignir var gamall bíll og þriggja herbergja íbúð, fremur óveruleg verðmæti við hlið jarðeignarinnar. Í úrskurði héraðsdóms er

237 Í Hrd. 31. maí 2013(300/2013) (Héraðsdómi snúið) var miðað við að hjón höfðu verið gift og í sambúð í tæp fjögur ár. 238 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 815. 239 Í Rt. 1991, bls. 447 var talið að ekki hefði myndast fjárhagsleg samstaða með hjónum á 32 ára hjúskap. Heimilað var að beita skáskiptum. 240 Sjá hér til dæmis umfjöllun um Hrd. 2002, bls. 2583 (324/2002) (Lélegt heilsufar)

Page 97: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

97

farið yfir ýmsar röksemdir við matið. M var metinn með 75% örorku, og hafði því takmarkaða atvinnumöguleika. Þá hafði jarðeignin verið lengi í fjölskyldu K og hún alist þar upp. Aftur á móti höfðu M og K byggt saman fasteign á jörðinni, og búið þar allan sinn hjúskap, 31 ár. Þegar allt var talið saman var ekki talið að bersýnilega væri ósanngjarnt að beita helmingaskiptum um eignina.

Í málinu var það talið sem röksemd gegn beitingu skáskiptareglunnar að M væri öryrki, og

eins að hann hefði búið á jörðinni allan hjúskapinn eins og K. Vegna þessa taldist hann einnig

hafa sterk tengsl við jörðina, þrátt fyrir að hún hefði verið í fjölskyldu K við stofnun

hjúskaparins. Því er ljóst að horft verður til atriða sem þessa við sanngirnismatið.

Alla jafna er tiltekið hversu mörg börn aðilar eignuðust á sambúðartímanum eða eiga

annars saman. Án þess að það sé tekið berum orðum fram hefur þetta vafalaust áhrif. Í tíð laga

nr. 57. var það gjarnarn tekið fram að aðilar hefðu eignast börn, og þótti það renna stoðum

undir fjárhagslega samstöðu þeirra. Þetta er meðal annars talið til í Hrd. 1979, bls. 1384.

Sjónarmiðið á eflaust enn við, þótt að dómurinn frá 1979 hafi kannski takmarkað

fordæmisgildi í sjálfu sér í dag. Þó má nefna eftirfarandi dóm frá 2002:

Í Hrd. 2002, bls. 2583 (324/2002) (Lélegt heilsufar) voru í úrskurði héraðsdóms nefnd sem röksemdir lengd hjúskapar, eignir við stofnun hjónabands, og að aðilar hefðu eignast tvö börn á hjúskapartímanum. Þetta var notað til rökstuðnings þeirri niðurstöðu að hafna fráviki frá helmingaskiptum.

Af þessu má sjá að barneignir hjóna hafa tvímælalaust áhrif í dag, þótt að erfitt sé að segja

til um nákvæmlega hversu mikil áhrif.

Af dómaframkvæmd má sjá að jafnvel sé mögulegt að beita ákvæðinu á grundvelli

annarra sjónarmiða en talin eru upp. Aðstæður geta skapast, sem löggjafinn sá ef til vill ekki

fyrir þegar ákvæðið var sett. Þannig getur verið bersýnilega ósanngjarnt að beita

helmingaskiptum um fjármuni, jafnvel þótt að ekki sé höfð sérstök hliðsjón af lengd hjúskapar

eða fjármunum við stofnun hjúskaparins.

Í Hrd. 2003, bls. 2130 (170/2003) (Hamraborg) var deilt um hvort heimila ætti K að halda fasteign utan skipta með hliðsjón af skáskiptareglu 1. mgr. 104. gr. Þau gengu í hjónaband 1997, og sótt var um skilnað um mitt árið 2000. Hjúskapurinn hafði því staðið í þrjú ár. Sýnt þótti fram á að samvistarslit hefðu orðið 1999, og þau ekki búið saman síðasta ár hjónabandsins. Á þessum tíma keypti K íbúð í Kópavogi, og þótti sannað að M hefði ekki lagt neina fjármuni til þeirra kaupa, eða yfirleitt haft tekjur á þessum tíma. Með hliðsjón af þessu þótti bersýnilega ósanngjarnt skv. 1. mgr. 104. gr. hjskl. að láta íbúðina koma undir fjárskiptin, og þótti stuttur hjúskapur þeirra styðja þessa niðurstöðu

Page 98: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

98

Dómurinn er merkilegur fyrir margar sakir. Í honum var 1. mgr. 104. gr hjskl. beitt með

nokkuð nýjum hætti. Dómar sem fallið höfðu um skáskipti fram að þessu höfðu yfirleitt snúist

meira um hvort hjúskapur væri stuttur og hvort annað hjóna hefði verulega mikið meiri eignir

en hitt. Hér eru þær aðstæður sem skapast og teljast ósanngjarnar nær því að vera

ósanngjarnar vegna tímamarks sem fjárskipti miðast við. Ef miðað hefði verið við tímamarkið

þegar þau slitu samvistum hefði vandamálið ekki komið upp. Dómurinn sýnir ef til vill hversu

opin greinin er sem almennur öryggisventill gegn ósanngjarnri beitingu

helmingaskiptareglunnar.

Þennan dóm má einnig bera saman við áðurnefndan dóm Hrd. 1992, bls. 1557 (32 ár),

sem féll í tíð skáskiptaheimildar 57. gr. laga nr. 60/1972.

Í Hrd. 1992, bls. 1557 (32 ár), voru aðstæður um margt sambærilegar Hrd. 2003, bls. 2130 (170/2003) (Hamraborg). Hjónin höfðu verið í hjónabandi í 32 ár. Síðustu fjögur árin voru þau ekki í sambúð, og deilt var um heimild til að halda eignamyndun sem hafði orðið á þeim utan skiptanna. Ekki var talið að hægt væri að horfa fram hjá skilyrði 57. gr. um skammvinnan hjúskap með lögjöfnun eða rýmkandi lögskýringu.

Aftur má sjá af þessu hvernig 57. gr. var þröng undantekningarregla sem setti skilyrði

fyrir beitingu. Til samanburðar er 104. gr. almennar og opnari grein sem er ætlað að taka á

ýmsum aðstæðum sem kunna að koma upp í framkvæmd.

Þá var í nýlegum dómi Hæstaréttar skírskotað til sjónarmiðs sem hafði áhrif á

sanngirnismat 104. gr. og hefur ekki oft verið notað til rökstuðnings úrskurða.

Í Hrd. 28. janúar 2014 (6/2014) (Búseta erlendis) höfðu M og K verið gift í rúm 5 ár þegar sótt var um skilnað að borði og sæng. Megnið af hjúskapnum höfðu hjónin búið erlendis vegna vinnu M, og gat K ekki stundað sína atvinnu erlendis. M krafðist skáskipta um nánar tilgreindar eignir. Í stuttu máli var kröfunni hafnað, og meðal forsendna þeirrar niðurstöðu segir eftirfarandi í úrskurði héraðsdóms: „Með hliðsjón af öllu framangreindu og með sérstakri skírskotun til þeirrar röskunar, sem varð á högum varnaraðila við búferlaflutning málsaðila til [...] og búsetu þar í tæp fimm ár, þykja ekki skilyrði til að víkja frá reglum um helmingaskipti, enda verður ekki litið svo á að skiptin yrðu að öðrum kosti bersýnilega ósanngjörn. Ber því við fjárslit málsaðila að beita helmingaskiptareglu 103. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993.“

Í málinu virðist því meðal annars horft til þess sjónarmiðs að hjúskapurinn hafi valdið K

óþægindum, vegna flutninga og búsetu erlendis. Hér virðist vera horft til nýstárlegs

sjónarmiðs. Deila má um hvort eðlilegt sé að horfa til slíkra sjónarmiða við sanngirnismatið. Í

málinu var hafnað þeim rökum að M hefði flutt meiri tekjur í hjúskapinn þar sem K gat ekki

starfað erlendis. Því var meðal annars hafnað á þeim grundvelli að hún hefði ekki getað

Page 99: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

99

starfað erlendis, og þar að auki hefði hún lagt fram vinnu til heimilisins. Að mati höfundar er

þetta fullkomlega rétt niðurstaða um sjónarmiðið um tekjumun aðilanna. Álitamálið rís þegar

það er talið annað sjálfstætt sjónarmið að K hafi verið valdið óþægindum með flutningum og

búsetu erlendis. Hjón taka slíkar ákvarðanir í sameiningu og fólk flytur venjulega oft um

ævina. Í einhverjum tilfellum mun það vera vegna atvinnu eða annarra hagsmuna annars

hjónanna. Það er tæpt að halda því fram að það eitt og sér sé sjónarmið sem horfa beri til við

sanngirnismat 104. gr. Þetta er þó ekki í fyrsta skiptið sem það hefur verið talið að líta beri

sérstaklega til óhagræðis af flutningum, en dæmi um slíkt má sjá í Hrd. 1977, bls. 752

(Colorado) sem er reifaður hér að ofan.

4.6.7 Ákvæði 2. mgr. 104. gr.

Í 2. mgr. 104. gr. er að finna sérstakt sjónarmið sem horfa ber til við matið á því hvort beita

eigi skáskiptum. Ákvæðið mælir fyrir um að ef annað hjóna hefur með vinnu, framlögum til

framfærslu fjölskyldu, eða á annan hátt stuðlað verulega að aukningu fjáreignar sem ætti að

falla hinu í skaut megi beita skáskiptum til að rétta niðurstöðuna. Í athugasemdum við

frumvarp það sem varð að hjskl. segir þetta um ákvæðið:

„Hér er m.a. höfð í huga vinna maka á heimili og þann grundvöll sem með því fæst til þess að hinn makinn geti aflað sér tekna og eigna. Hlut þess maka ber einnig að virða þegar til útlagningar verðmæta kemur.“

Hér er greinilega verið að vísa til þess sjónarmiðs að aðilar geti með framlagi sínu,

fjárhaglsega eða með vinnu við heimilið, eignast hluta af eignum í sameign með hinu

makanna.241

Sérstakt tillit skal taka til heimavinnandi maka og stöðu hans. Með ákvæðinu er sú staða

vernduð, sérstaklega þar sem sá sem er útvinnandi getur aukið við eignir sem koma ekki til

skipta, s.s. séreign eða önnur persónuleg réttindi sem halda mætti utan skipta. Þá getur maki

aðstoðað hitt við slíka eignamyndun með öðrum hætti en með því að vera heimavinnandi, en

aðstæður þær sem ákvæðið tekur til eru ekki tæmandi taldar.

Að þessu sögðu verður ekki annað séð en að ákvæðið verndi stöðu maka við aðstæður sem

njóta þegar verndar. Ef aðili hefur náð að auka við eign sem kemur ekki undir skipti skv. 102.

gr. hjskl., svo sem lífeyrisréttinda eða annarra slíkra réttinda er í gildi 2. mgr. 102. gr. Eins og

áður hefur verið fjallað um er 2. mgr. 102. gr. öryggisventill þar sem meta ber hvort að

241 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 813.

Page 100: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

100

ósanngjarnt sé gagnvart öðru maka að halda verðmætum utan skipta, og getur það þá krafist

bóta fyrir það.

Ef maki hefur með þeim hætti sem mælt er fyrir um í ákvæðinu aukið við fjármuni sem

teljast séreign hins þarf að skoða samanburð við 107. gr. hjskl. Einnig hefur verið fjallað um

hana hér að ofan. Í henni er víðtæk heimild til þess að krefjast endurgjalds ef hluti

hjúskapareignar eða séreignar maka hefur verið varið í að auka við verðgildi eignar sem

kemur ekki til skipta. Það kemur þó fyrir að málsaðilar reisi kröfu um slíkt á skáskiptaheimild

2. mgr. 104. gr. Um slíkt tilvik má nefna eftirfarandi dóm:

Hrd. 2000, bls. 1980 (192/2000) (Fyrirframgreiddur arfur). Í dóminum var krafist skáskipta á grundvelli þess að K hafði fengið fyrirframgreiddan hluta arfs sem átti að vera séreign hennar. Fyrirframgreiddi arfurinn hljóðaði upp á 8.000.000 kr. og var varið í sameiginlegan fjárhag hjónanna. K krafðist þess að tekið yrði tillit til þessa, og að 8.000.000 af hjúskapareign þeirra myndi standa utan skiptanna með vísan til 104. gr.

Í málinu var skáskiptum hafnað einfaldlega því að málið þótti vanreifað.242 Ekki var

mögulegt að taka afstöðu til þess hvort að helmingaskipti teldust bersýnilega ósanngjörn þar

sem ekki var hægt að gera sér glögga mynd á því hvernig helmingaskiptin kæmu út. Í þessu

máli hefði K einnig geta krafist endurgreiðslu eftir 107. gr. Reyndar hefði ekki verið um

hefðbundna beitingu 107. gr. að ræða, en talið hefur verið að henni megi einnig beita um

tilvik þar sem aðili hefur aukið verðgildi hjúskapareignar sem kemur til skipta með séreign

sinni.243

Þegar þetta er skoðað virðist sem svo að yfirleitt sé hægt að beita öðrum ákvæðum í stað

2. mgr. 104. gr. Ákvæðið er þó opið og mögulegt að aðstæður komi upp sem áðurnefnd

ákvæði taka ekki til. 2. mgr. 104 gr. hefur mjög takmarkað verið beitt fyrir dómstólum.

Tvisvar hefur þurft að taka afstöðu til ákvæðisins fyrir Hæstarétti, og verða þau tilvik rakin

hér:

Í Hrd. 31. maí 2013 (300/2013) (Héraðsdómi snúið) sem reifaður er hér að ofan var krafist að beitt yrði skáskiptum með vísan til þess að skilyrðum 1. og 2. mgr. 104. gr. væri fullnægt. Í öllum tilvikum er vísað til sjónarmiða 1. og 2. mgr., en aldrei sjónarmiðum 2. mgr. sérstaklega. Þá er ekki í dóminum né kröfum aðila fjallað að neinu marki um skilyrði 2. mgr. 104. gr. Dómurinn gefur því mjög takmarkaða innsýn í beitingu 2. mgr. 104. gr., og hefði í öllum tilvikum verið mögulegt að fjalla aðeins um sjónarmið 1. mgr. 104. gr.

Í Hrd. 28. janúar 2014 (6/2014) (Búseta Erlendis) var tekin afstaða til þess hvort að M hefði stuðlað verulega að aukningu á þeirri fjáreign sem ætti að falla hinu í skaut í skilningi 2. mgr.

242 Sjá ýtarlegri umfjöllun um vanreifun málsins að ofan. 243 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 797.

Page 101: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

101

104. gr. Í kröfugerð M fyrir héraðsdómi var það tekið fram að hann hefði stuðlað að verulegri aukningu með því að vera með mjög miklar tekjur fyrir starf sitt, á meðan K hefði verið launalaus megnið af hjúskapartímanum. Í niðurstöðukafla úrskurðarins vísar héraðsdómari til ummæla í frumvarpinu. Þar komi fram að taka skuli tillit til þess að maki vinni á heimili hjónanna og skapi hinu þannig grundvöll til að afla tekna. Með vísan til þessa var kröfunni um skáskipti skv. 2. mgr. 104. gr. hjskl. hafnað.

4.6.8 Ályktun af dómaframkvæmd ákvæða 104. gr.

Áður hefur verið lýst hvernig 104. gr. var ætlað að vera töluvert opnari og almennari

skáskiptaheimild en áðurgildandi 57. gr. laga nr. 60/1972. Þá segir í athugasemdum við

frumvarp sem varð að núgildandi hjskl. að stefnt hafi verið með 104. gr. að víðtækari heimild

til skáskipta, enda krefjist nútíma samfélag víðtækari heimilda til fráviks frá

helmingaskiptareglunni en áður var. Það má þó deila um hvort að þessu takmarki hafi verið

náð. Af skoðun dóma Hæstaréttar um skáskipti er ekki að merkja mikla breytingu á

niðurstöðum dóma þar sem krafist var skáskipta. Þrátt fyrir yfirlýstan vilja löggjafans til þess,

fjölgaði málum þar sem heimilað var að beita skáskiptum ekki við setningu 104. gr. Þvert á

móti fækkaði tilvikum þar sem heimilað var að beita skáskiptum í samanburði við gildistíma

laga 60/1972.244 Þessu má auðvitað finna margar ástæður og verður ekki fjölyrt um það hér,

en það er þó ákveðin vísbending um stöðu skáskiptaheimildar 104. gr.

Vissulega má segja að greininni sé beitt með töluvert öðrum hætti en 57. gr. laga nr.

60/1972. Talið var að í þeirri 57. gr. fælust ákveðin skilyrði sem öll þyrfti að uppfylla svo að

mögulegt væri að beita skáskiptum. Ákvæðinu var svo beitt þannig, að þrátt fyrir að aðstæður

yrðu taldar í dag vera bersýnilega ósanngjarnar var ekki talið mögulegt að beita skáskiptum ef

einhverju skilyrðanna var ekki fullnægt.245 Í dómaframkvæmd héraðsdóms og Hæstaréttar er

augljóst að núgildandi 104. gr. felur ekki í sér skilyrði sem þarf að uppfylla, heldur aðeins

eina allsherjarforsendu. Það er forsendan um bersýnilega ósanngirni. Af dómunum má þó

álykta sem svo, að ákveðin sjónarmið leiki alltaf hlutverk við matið á bersýnilegri ósanngirni.

Sum þessara sjónarmiða eru talin upp í ákvæðinu sjálfu eða lögskýringargögnum, en önnur

hafa komið fram í framkvæmd þar sem sérstakar aðstæður skapast.246

244 Krafa um helmingaskipti var samþykkt í 5 af 16 málum sem höfðuð hafa verið fyrir Hæstarétti þar sem skáskipta er krafist sem aðalkröfu. Í einu öðru máli var krafist skáskipta sem varakröfu, og var því einnig hafnað. Þetta má bera saman við þau mál sem féllu í tíð laga nr. 60/1972, þar sem heimilað var að beita skáskiptum í 3 af þeim 7 málum sem höfðuð voru fyrir Hæstarétti. 245 Hér er átt við Hrd. 1985, bls. 322, þar sem hafnað var að halda eignamyndun sem hafði orðið til eftir að hjón slitu samvistum utan skipta á þeim grundvelli að hjúskapurinn hefði staðið of lengi. sjá sbr. Hrd. 2003, bls. 2120 (170/2003) (Hamraborg) 246 Sjá td. Hrd. 2003, bls. 2120 (170/2003) (Hamraborg)

Page 102: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

102

Við greiningu dóma Hæstaréttar verður þó að segjast að rökstuðningur niðurstaða 104. gr.

hjskl. og 57. gr. 60/1972 er síður en svo gjörólíkur. Skilyrðið um bersýnilega ósanngirni

virðist vera sterklega tengt ákveðnum sjónarmiðum sem nánast verði að vera uppfyllt. Þetta

líkist mjög mikið skilyrðunum sem 57. gr. var bundin við. Þótt að ekki hafi reynt á það til hins

ýtrasta virðist til að mynda nánast ómögulegt að víkja frá sjónarmiðinu um skammvinnan

hjúskap. Þótt að lengd hjúskapar sé ætlað að vera aðeins eitt margra sjónarmiða sem skoða

þarf við sanngirnismatið líkist það frekar skilyrði þess að um bersýnilegrar ósanngirni sé að

ræða. Matið á lengd hjúskapar er keimlíkt matinu á skilyrði þess að hjúskapur væri

skammvinnur í tíð 57. gr. laga nr. 60/1971. Þótt að viðmiðið um 5 árin sem átti við um þá

grein eigi ekki að gilda um 104. gr. hefur í raun aldrei verið farið út fyrir það í framkvæmd.

Þvert á móti má draga þá ályktun að hjúskapur geti ekki talist skammvinnur ef hann hefur

varað í þrjú ár eða lengur. Því má nánast segja að hugtakið skammvinnur hjúskapur hafi verið

þrengt í framkvæmd.

Hér er því ekki haldið fram að öll sjónarmið bersýnilegrar ósanngirni verði alltaf að vera

uppfyllt, til er dæmi þar sem viðurkennt var að hjúskapur hefði ekki verið skammvinnur en

samt heimilað að beita skáskiptum. Hér er aðeins bent á að töluvert mikið virðist þurfa svo að

mögulegt sé að hunsa það ef eitt af veigameiri sjónarmiðunum er ekki fullnægt, og jafnvel þá

má ekki muna miklu.247

Ákvæði 104. gr. er opið, almennt orðað og býður upp á töluverða túlkun. Aðstæður geta

verið fjölbreyttar og af dómaframkvæmd má sjá hvernig ýmis atriði eru talin spila inn í matið,

og eru þau atriði hvergi tæmandi talin. Miðað við þetta verður að segjast að búast mætti við að

það reyndi meira á hana fyrir dómstólum. Það er hlutverk dómstóla að móta réttinn, og þetta á

sérstaklega við um matskenndar reglur. Í athugasemdum við frumvarpið sem varð að hjskl.

segir á nokkrum stöðum að höfundar frumvarpsins ætli dómstólum það hlutverk að móta

reglurnar og þróa þær með framkvæmdinni. Dómstólar geta hins vegar ekki tekið afstöðu

nema til þeirra krafna sem settar eru fram fyrir dómstólum. Kröfur í fjárskiptamálum virðast

einfaldlega sjaldan byggðar á 104. gr. hjskl. heldur virðist reyna meira á efnisreglur innan

helmingaskiptareglunnar, svo sem reglur um séreignir, endurgjaldskröfur og eignir sem má

láta standa utan helmingaskipta.

247 Hrd. 31. maí 2013(300/2013) (Héraðsdómi snúið) er eini dómurinn þar sem viðurkennt var að beita ætti skáskiptum þrátt fyrir að hjúskapur teldist ekki skammvinnur. Miðað var við að hjúskapurinn hefði varað í rúm þrjú ár, þar sem samvistir slitnuðu nokkuð áður en sótt var um skilnað. Það verður að segjast að þriggja ára hjúskapur er ekki svo langur að þetta verði talið mikið frávik frá sjónarmiðinu um lengd hjúskapar. Sjá til dæmis umfjöllun um 5 ára viðmið 57. gr. laga 60/1972. Samanber einnig 32 ára hjúskap í norskum dómi, Rt. 1991, bls. 447.

Page 103: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

103

Af framangreindu má ráða að töluvert má deila um hvort að markmiði löggjafans hafi

verið náð með setningu 104. gr. hjskl. Í öllu falli virðist þörf á framsæknari túlkun reglunnar

fyrir Hæstarétti ef hún að verða víðtækari. Ef reglan fengi enn opnari túlkun reyndi líka

sennilega meira á hana, t.d. ef aðeins einu grunnsjónarmiði og almennum sanngirnisrökum

þyrfti að vera fullnægt svo að henni mætti beita.

4.7 Hvernig fara fjárskipti fram eftir skáskiptareglunni

Nokkuð skýrt er hvernig skipti fara fram þegar beita á meginreglunni um helmingaskipti.

Bæði er leiðbeiningar að finna í meginheimildinni sjálfri, 103. gr., en henni til fyllingar eru

ýmsar aðrar greinar eins og rakið er hér að framan. Því sama er þó ekki farið um hvernig beita

skal skáskiptum 104. gr. Skiptaúrræði hennar eru ekki nánar tiltekin og verða ekki sérgreind,

heldur er lagt í hendur dómara að ákveða með hvaða hætti skuli víkja frá meginreglunni um

helmingaskipti.248

Nokkrar leiðir virðast vera til að beita skáskiptum. Í greininni er ekki afmarkað

nákvæmlega hvernig skáskiptin skulu fara fram, en yfirleitt mun tekið nokkuð mark á kröfum

aðila hjúskaparins. Hér verður farið yfir þá dóma Hæstaréttar þar sem beitt var skáskiptum og

skoðað hvernig skiptin fóru fram.

Algengast virðist vera að krafist sé að ákveðin nánar tilgreind eign eða eignum sé haldið

utan skipta. Þegar fallist er á skáskipti í þeim tilvikum er beitt helmingaskiptareglunni og

þeim reglum sem fylgja henni um aðrar eignir hjúskaparins.

Í Hrd. 2003, bls. 2120 (170/2003) (Hamraborg) krafðist K þess að tiltekinni fasteign yrði haldið utan skipta með vísan til 104. gr. hjskl. Fasteignina hafði hún keypt eftir að hjónin slitu samvistum, og þótti sannað að M hefði ekki lagt nein framlög í eignina. Fallist var á að bersýnilega væri ósanngjarnt að taka fasteignina til helmingaskipta milli þeirra.

Í málinu var fasteigninni haldið utan skiptanna, en helmingaskiptareglan látin gilda að

öðru leyti. Niðurstaðan var mjög sambærileg í 2006, bls. 2818 (273/2006) (Upprunalegt

framlag) en þar var krafa um að utan skipta kæmi hlutdeild aðila í fasteign. Hluturinn var

metinn vera 7.687.722 króna virði, og skyldu önnur verðmæti koma til skipta skv.

meginreglunni um helmingaskipti. Nýlegast dómurinn þar sem öðru aðila var heimilt að halda

fasteign utan skipta er Hrd. 31. maí 2013 (300/2013) (Héraðsdómi snúið):

Í Hrd. 31. maí 2013 (300/2013) (Héraðsdómi snúið) var þess krafist að við skiptin fengi K að óskiptu tiltekna fasteign sem hún hafði keypt fyrir stofnun hjúskaparins. Niðurstöðu

248 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls. 819.

Page 104: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

104

héraðsdóms var snúið við með dómi Hæstaréttar, og var K heimilt að beita skáskiptum á þann hátt sem hún krafðist. Við fjárskiptin kom fasteignin því óskipt í hlut K.

Í tíð ákvæðis 57. gr. laga nr. 60/1972 var sett fordæmi um hvernig skuli fara með

verðmætaaukningu eignar sem halda á utan skipta með skáskiptum. Þessi regla kom fram í

Hrd. 1985, bls. 322, en þar var talið að heimila ætti maka að halda eign utan skipta. Deilt var

um hvort að rétt væri að sú verðmætaaukning sem hafði orðið á hjúskapartímanum skyldi

einnig vera utan skiptanna, eða hvort hinu makanu ætti að veita hlut af henni. Niðurstaðan

varð sú sem að ofan segir, og hefur sú meginregla verið talin gilda áfram, nema eitthvað komi

til.

Í Hrd. 2002, bls. 1729 (200/2002) (Slysabætur) hafði íbúð sem aðilar keyptu fyrir hjúskapinn aukist verulega í verði á stuttum tíma. Þegar íbúðin var keypt var það aðallega gert fyrir framlag K til hennar. Á sambúðartímanum hafði M þó séð að mestu um afborganir af íbúðinni, enda var hann með töluvert hærri tekjur en K. Á þessum grundvelli þótti ekki sanngjarnt að ánafna K alla verðmætaaukningu íbúðarinnar. Vísað var til máls Hrd. 1985, bls. 322, en í því var sett það fordæmi að verðmætaaukning við fasteign sem kæmi utan skipta ætti einnig að falla utan skiptanna. Vegna framlags M í þessu máli þótti fordæmið þó ekki eiga við. K var heimilt að halda utan skiptanna upphaflegu framlagi sínu, framreiknuðum með tilliti til almennra vaxta.

Hér virðist dómari ekki ætla að víkja með öllu frá því fordæmi sem sett var í Hrd. 1985,

bls. 322, um hvernig skal skipta verðmætum sem bætast við eign sem halda á utan skipta.

Málsatvik voru önnur þar, þar sem eigandi fasteignarinnar hafði staðið að mestu eitt að

verðmætaaukningunni með afborgunum og fjármögnun framkvæmda. Fordæmið var

einfaldlega ekki talið eiga við í þessu tilviki. M hafði staðið með K við framfærslu

heimilisins, og hafði hann með því eignast tilkall til hluta verðmætaaukningarinnar.

Ekki er alltaf krafist þess að ákveðin eign teljist vera utan skiptanna, heldur má einnig taka

tillit til sérgreindrar eignar á annan hátt. Til hliðsjónar þessa má nefna eftirfarandi dóm:

Í Hrd. 29. apríl 2008 (191/2008) (Fjárskipti nr. 2) var deilt um hvort vikið yrði frá reglum um helmingaskipti við fjárskipti hjóna á grundvelli 111. gr. hjskl. sbr. 1. mgr. 104. gr. Hjónin höfðu gert með sér fyrri fjárskiptasamning og K greitt M í framhaldi af honum 5.6 milljónir til fá sér útlagða íbúð. K krafðist þess að helmingaskiptum yrði ekki beitt um skiptin, heldur yrði miðað við þá greiðslu sem hún hafði innt af hendi í fyrri fjárskiptasamningnum. Í dómi Hæstaréttar var kveðið á um að K fengi að fá sér útlagða fasteign og bifreið gegn 13.751.423 krónum, sem var framreiknaður afgangur þeirrar fjárhæðar sem K átti eftir að greiða M skv. fyrri fjárskiptasamning þeirra.

Page 105: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

105

Krafan í málinu var í raun á þann hátt að tekið væri tillit til þess að K hefði þegar greitt M

ákveðna fjárhæð við útlagningu eignanna. Þó mætti segja að sérgreinda eignin sem aðili

krafðist að kæmi utan skipta væri þessar 5.6 milljónir sem K hafði þegar greitt M.

4.8 Lögbundin skáskipti 111. gr. hjskl.

Hér að ofan er fjallað um skilyrðið um bersýnilega ósanngirni sem kemur fram í 104. gr. sem

er skilyrði fyrir beitingu hennar. Ákvæði 111. gr. kveður á um að í ákveðnum tilvikum skuli

beita skáskiptum 104. gr. Ákvæðið er svohljóðandi:

111. gr. Nú takast samvistir hjóna að nýju eftir að skilnaður að borði og sæng, er leitt hefur til fjárskipta, er fenginn. Eiga þá ákvæði 1. mgr. 104. gr. við um eigur sem komið hafa í hlut maka við skiptin og hann hefur flutt að nýju í hjúskapinn komi til fjárskipta síðar milli hjónanna eða annars þeirra og erfingja hins.

Hér er um skýringarákvæði að ræða. Í 35. gr. hjskl. segir að réttaráhrif skilnaðar að borði

og sæng falli niður ef aðilar taki upp sambúð eftir að skilnaður er veittur. Þetta þýðir að í raun

er ekki lagatóm í þessum aðstæðum. Ef hjón sækja aftur um eftir að réttaráhrif skilnaðar að

borði og sæng eru fallin niður í skilningi 35. gr. skilnað færi ferlið í raun aftur af stað frá

byrjun. Sama ætti við ef hjón ganga aftur í hjúskap eftir að lögskilnaður er veittur. Þá færi

fram sjálfstætt mat á því hvort beita ætti helmingaskiptareglu eða skáskiptum 104. gr.

Í athugasemdum við frumvarp til hjskl. segir að ákvæðið sé til skýringar þess hvað gerist

ef hjón taka upp samvistir eftir að fjárskipti hafa farið fram eftir skilnað að borði og sæng.

Verðmætin sem hjón fengu úthlutað til sín falla undir 2. málslið 1. mgr. 104. gr. og skulu því

talin á meðal þeirra. Í frumvarpinu er þó tekið skýrt fram að ekki sé verið að víkja frá

skilyrðinu um bersýnilega ósanngirni.249 Lagaákvæðið hefur því takmarkað sjálfstætt gildi, og

er frekar ætlað að árétta heimildina til að beita skáskiptum í þessum aðstæðum. Vísað er þó til

greinarinnar fyrir dómstólum og hefur tvisvar verið krafist skáskipta á grundvelli hennar.

Í Hrd. 2006, bls. 2115 (216/2006) (Fyrra fjárfélag) var krafist skáskipta á grundvelli 111. gr. hjskl. Hjónin fengu leyfi til skilnaðar að borði og sæng í apríl 2003, og gerðu þá fjárskiptasamning. Tveimur mánuðum síðar hófu þau samvistir að nýju, og féllu við það réttaráhrif 35. gr. úr gildi. Tveimur og hálfu ári síðar sóttu þau aftur um skilnað að borði og sæng, og krafðist M þess að fjármunir sem hjónin höfðu átt að fá skv. fjárskiptasamningnum síðan 2003 ætti við. Þar að auki krafðist hann þess að aðilar tækju sínar eignir og skuldir sem komu til eftir fjárskiptasamninginn 2003. Horft var til sanngirnismatsins í 104. gr. og ljóst var að aðilar höfðu tekið upp fyrra fjárfélag þegar þau tóku aftur upp sambúð. Skilyrðinu þótti ekki fullnægt og var kröfu um skáskipti hafnað.

249 Alþt. 1992-93, A-deild, bls. 2536.

Page 106: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

106

Í dóminum var sett mikilvægt skilyrði við túlkun 111. gr. hjskl. Þannig segir í dómi

Hæstaréttar að ákvæði 111. gr. hjskl. skuli túlka á þann hátt að sanngirnismælikvarði 1. málsl.

1. mgr. 104. gr. sé skilyrði fyrir beitingu skáskipta samkvæmt henni. Þá falli réttaráhrif

skilnaðar að borði og sæng niður skv. 35. gr. eins og segir að ofan. Þrátt fyrir þetta verður

ekki sagt að lengd hjúskapar í skilningi 104. gr. nái frá upprunalegri stofnun og fram að

umdeildu fjárskiptunum. Þegar tímalengd hjúskapar er ákvörðuð í þessum tilvikum verður

þannig miðað við að hjúskapur stofnist aftur þegar hjón taka upp samvistir í skilningi 35. gr.

hjskl. Í þessu tilviki voru óumdeild tvö og hálft ár frá því að M og K tóku aftur upp samvistir

og þar til leitað var aftur eftir skilnaði að borði og sæng. Þannig var sanngirnismat 104. gr.

framkvæmd á þeim grundvelli, að þau hefðu verið í 2 og hálft ár í hjúskap. Ekki var talið að

nein sjónarmið mæltu með því að skáskiptum yrði beitt. Ekki var tekin skýr afstaða til þess

hvort að 2 og hálft ár væri skammvinnur hjúskapur í skilningi 104. gr. en ganga má út frá því

að svo hafi verið þar sem engu sjónarmiða 104. gr. var fullnægt samkvæmt úrskurði

héraðsdóms. Hjónin voru talin hafa tekið upp fyrra fjárfélag óbreytt, og því hefði myndast

með þeim fjárhagsleg samstaða frá upphafi.

Til er annar dómur Hæstaréttar þar sem fallist var á að beita skáskiptum með vísan til 111.

gr. sbr. 104. gr. hjskl.

Í Hrd. 29. apríl 2008 (191/2008) (Fjárskipti nr. 2) var deilt um heimild til að beita skáskiptareglu 104. gr. á grundvelli 111. gr. M og K voru búin að vera í hjúskap í tæpan áratug þegar þau leituðu skilnaðar að borði og sæng í maí 2003. Þau gerðu fjárskiptasamning, þar sem íbúðarfasteign þeirra skyldi ganga til K gegn því að hún keypti hlut M út, 9.3 milljónir króna. Fjárskiptin komu að mestu til framkvæmdar, K tók lán fyrir 5.6 milljónum og lagði það beint inn á M, sem setti verðmætin í skuldir fyrirtækis síns. Sýnt var fram á að fjárfélag myndaðist ekki aftur með þeim þrátt fyrir að þau tækju upp sambúð að nýju vorið 2004. Haust 2005 sótti svo K aftur um skilnað að borði og sæng. Talið var að bersýnilega væri ósanngjarnt að taka íbúðarfasteignina sem taldist nú hjúskapareign K til skipta skv. helmingaskiptareglu.

Í dóminum á sjá hvernig sanngirnismatið sem fer fram þegar 111. gr. er beitt er það sama

og þegar 104. gr. er beitt í öðrum aðstæðum. Í úrskurði héraðsdóms er fjallað um að í fyrsta

lagi sé óumdeilt að greiðslan upp á rúmar 5 milljónir hafi verið veitt af hendi. Í öðru lagi stóð

K ein að framfærslu heimilisins, reikningum og afborgunum skulda. Þá var hjúskapurinn

talinn hafa verið „skammvinnur“ í skilningi 104. gr., enda aðeins ár frá því að sambúðir

hófust aftur þangað til leitað var skilnaðar að borði og sæng í seinna skiptið.

Greinin er nauðsynleg þrátt fyrir að hún sé aðeins til að árétta gildandi réttarstöðu. Ef

greinin væri ekki til staðar væri hætt við að maki sem unir ekki við fjárskiptin sækist eftir því

að taka upp sambúðina aftur, og reyna svo að krefja fram hagstæðari skipti.

Page 107: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

107

4.9 Skáskipti 59. gr. norsku hjúskaparlaganna

4.9.1 Bakgrunnur 59. gr. norsku hjúskaparlaganna

Norðmenn hafa lengi verið fremur framsæknir þegar kemur að því að heimila frávik frá

helmingaskiptareglum. Til dæmis voru þeir einir norrænu þjóðanna til að lögfesta árið 1927,

með fyrstu hjúskaparlögunum sem norrænt samstarf var um, heimild til að víkja frá

meginreglunni um helmingaskipti þegar sanngirnisrök þættu mæla með því.250 Af öllum þeim

breytingum sem áttu sér stað með setningu núgildandi hjúskaparlaga Norðmanna er

skáskiptaregla 59. gr. þeirra sennilega sú mikilvægasta þegar horft er á fjárskipti.251

Forveri núgildandi 59. gr. um skáskipti var 39. gr. laganna frá 1918. Ákvæði 39. gr. þeirra

laga kvað á um að við fjárskipti milli hjóna gætu hjónin krafist þess að verðmæti sem þau

komu með í hjúskapinn eða fengu seinna fyrir gjöf, arf eða hafa komið úr séreign þeirra. Sú

regla var talin „skekkja“ (n. blev skjevt) skiptin samkvæmt helmingaskiptareglunni, og er

talið að þaðan komið nafnið „skáskipti“.252

4.9.2 Sjónarmið að baki skáskiptareglu 59. gr.

Við undirbúning laganna ríkti einhugur um að nauðsynlegt væri að minnka vægi

helmingaskipta í nýju lögunum. Deilur um núgildandi skáskipti norsku hjúskaparlaganna

sneru fremur að því hvernig ætti að takmarka gildi helmingaskiptareglunnar, og hvernig ætti

að greina á milli verðmæta í hjúskap eftir því hvernig þau koma til.253

Leiðandi sjónarmið að baki norsku skáskiptareglunnar er það að það sé ekki sanngjarnt að

eignir sem maki kemur með í hjúskapinn eða erfir eða fær að gjöf komi til helmingaskipta.

Hér sé um að ræða eignir sem eru ekki komnar til vegna samstöðu hjónanna eða sameiginlegs

átaks þeirra, heldur séu þetta utanaðkomandi verðmæti. Þess vegna sé eðlilegt að þau standi

fyrir utan fjárskiptin.254

Við samningu laganna gerðu menn sér grein fyrir því að með því að heimila svo víðtækt

frávik frá helmingaskiptum væri verið að hverfa frá grunnhugmynd helmingaskiptareglunnar.

Eitt af höfuðsjónarmiðum norrænu hjúskaparlaganna væri að auka á fjárhagslega samstöðu

hjóna með helmingaskiptareglunni. Því væri auðvelt að hugsa sem svo að draga væri verið úr

fjárhagslegri samstöðu hjóna með því að takmarka helmingaskiptaregluna með þessum hætti.

250 Alþt. 1971. A-deild, bls. 362-363. 251 Peter Lødrup og Vera Holmøy: Ekteskapsloven, bls. 361. 252 Peter Lødrup: Familieretten, bls. 221. 253 Vera Holmøy og Peter Lødrup: Ekteskapsloven, bls. 362. 254 Peter Lødrup og Vera Holmøy: Ekteskapsloven, bls. 362.

Page 108: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

108

Þessu sjónarmiði var svarað með því að setja kröfu um skáskipti ákveðin skilyrði. Þannig er

þess krafist að hægt sé að rekja eignir „greinilega“ (n. klart) til þeirra eigna sem ákvæðið

tekur. Þetta þrengir gildissvið skáskiptareglunnar umtalsvert og setur henni skýrari og

afmarkaðri ramma.255

4.9.3 Nánar um skáskiptaheimildina

Í núgildandi norsku hjúskaparlögunum nr. 47/1991 er heimild til skáskipta að finna í 59. gr. Í

stuttu máli felur reglan í sér heimild maka til að krefjast þess að ákveðnum hluta

heildarverðmæta eigna sé haldið utan skiptauppgjörs.256 Greinin er svohljóðandi:

59. Skjevdeling. Verdien av formue som klart kan føres tilbake til midler som en ektefelle hadde da ekteskapet ble inngått eller senere har ervervet ved arv, eller ved gave fra andre enn ektefellen, kan kreves holdt utenfor delingen. Vil retten til å utta midler etter første ledd føre til et åpenbart urimelig resultat, kan den helt eller delvis falle bort. Ved vurderingen skal det særlig legges vekt på ekteskapets varighet og ektefellenes innsats for familien. Dersom sterke grunner taler for det, kan en ektefelle gis rett til å holde utenfor delingen hele eller deler av verdien av felleseie som ikke omfattes av første ledd. Er samlivet gjenopptatt etter separasjon, og deling har funnet sted, skal formue som ektefellene har fra det tidligere oppgjøret, likestilles med midler som nevnt i første og andre ledd dersom ektefellenes midler på ny skal deles.

Í ákvæðinu felst lögbundin skylda til þess að beita skáskiptum ef annað maka gerir kröfu

um það. Þetta gerir það að verkum að takmarka meginregluna um helmingaskipti í raun við

þau verðmæti sem aflað er á meðan hjúskapnum með öðru móti en með gjöfum eða arf. Talið

er að um þessar eignir gildi meginreglan um að þeim beri að skáskipta, og eru þessar tvær

meginreglur, skáskipti 59. gr. og helmingaskipti 58. gr. í raun sjálfstæðar hvort frá annari.

Í 1. mgr. 59. gr. norsku hjúskaparlaganna eru taldar upp þær eignir sem verður haldið utan

helmingaskipta ef greininni verður beitt. Það er því skoðun á þessum verðmætum sem getur

verið grundvöllur skáskiptanna. Verðmætum þeim sem eru talin upp í 1. mgr. 59. gr. norsku

hjslk. hefur stundum verið skipt upp í tvo flokka. Þau verðmæti sem geta verið grundvöllur

skáskipta hafa stundum verið kölluð „upprunaleg verðmæti“ (n. opprinnelige midler). Þau

verðmæti sem koma svo fyrir andvirði upprunalegra verðmæta falla einnig undir greinina, svo

lengi sem þau verða rakin til baka til þeirra. Þessum verðmætum hefur svo verið skipt upp í

tvo flokka, annars vegar „stofnunarfjármunir“ (n. inngangsverdien) sem felur í sér þá fjármuni

sem eru til staðar þegar stofnað er til hjúskaparins. Hinn flokkinn má kalla „eftirá verðmæti“

255 Peter Lødrup og Vera Holmøy: Ekteskapsloven, bls. 361. 256 Thomas Eeg: „Skjevdelning“ bls. 82.

Page 109: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

109

(n. daverdien) en undir þennan flokk fellur arfur sem leysist til maka á meðan hjúskap stendur

eða hann fær að gjöf frá öðru en hinu maka.257

Gildissvið 1. mgr. 59. gr. norsku hjúskaparlaganna er svo takmarkað með tveimur

skilyrðum sem er að finna í greininni. Fyrsta skilyrðið er að verðmætin verður að vera hægt

að rekja „greinilega“ (n. klart) til baka. Um þetta skilyrði er tölvuvert rúm til túlkunar. Ef

eignir sem eru taldar upp í 1. mgr. eru óskiptar og hafa haldist heilar í gegnum hjúskapinn er

fremur auðvelt að halda þeim utan skipta. Þá þykir heldur ekki sérstakt vandamál að sýna

fram á hvaða eignir voru til staðar þegar aðilar gengu í hjúskapinn.258 Við það má horfa til

dæmis á skattskýrslur frá þeim tíma. Ef aðilar hafa ekki talið rétt fram til skatts má þó segja

að sönnunarbyrði um það sé þeim frekar þung. Þá geta bankayfirlit sem ná aftur í tímann

einnig gefa ákveðna mynd af eignarstöðu á þeim tímapunkti sem aðilar gengu í hjúskap.259

Hvað arf eða gjafir varðar er mikilvægt álitamál sem oft er deilt um hvort að verðgildi

eignarinnar hafi breyst á hjúskapartímanum. Þótt að ekki sé tekið skýrt á þessu álitamál er víst

að verðbreytingar á eignum skv. 1. mgr. koma eigandanum til taps eða gróða. Ef eignin

minnkar í verði á aðilinn því ekki rétt til að krefjast upprunalegs verðgildis hennar, og eins

verður verðaukningu haldið utan skipta eftir 59. gr.260

Í annarri málsgrein er heimildin til að halda eignum utan skipta skv. 1. mgr. takmörkuð

enn frekar. Þar kemur fram að ef niðurstaða skáskipta eftir 1. mgr. leiðir til „bersýnilega

ósanngjarnrar“ (n. åpenbart urimelig) niðurstöðu skal hafna skáskiptum að hluta eða með öllu.

Í ákvæðinu er svo lögð áheyrsla á hvaða sjónarmið skal horfa til við matið á bersýnilegri

ósanngirni skv. ákvæðinu, og mun það vera lengd hjúskaparins og framlag maka til

fjölskyldunnar.261 Þessi sjónarmið eru þó aðeins þau sem taka skal sérstakt tillit til, og er því

ekki tæmandi talið hvað getur haft þýðingu við sanngirnismatið sem felst í ákvæðinu.262Það er

ljóst bæði af orðalagi ákvæðisins og lögskýringargögnum að 2. mgr. 59. gr. er

undantekningarregla sem ber að beita með þrengjandi lögskýringu.263 Þetta minnir

óneitanlega á núgildandi 104. gr. og sanngirnismatinu sem fer þar fram. Því má segja að

skilyrðinu um bersýnilega ósanngirni sé snúið við í norsku greininni. Eftir

skáskiptaheimildum á Íslandi má því beita skáskiptum ef það er bersýnilega ósanngjarnt að

257 Thomas Eeg: „Skjevdelning“, bls. 83. 258 Peter Lødrup: Familieretten, bls. 223. 259 Peter Lødrup: Familieretten, bls. 224. 260 Peter Lødrup: Familieretten, bls. 224. 261 Úr 2. mgr. 59. gr. norsku hjúskaparlaganna: „Ved vurderingen skal det særlig legges vekt på ekteskapets varighet og ektefellenes innsats for familien.“ 262 Peter Lødrup og Vera Holmøy: Ekteskapsloven, bls. 375. 263 Peter Lødrup og Vera Holmøy: Ekteskapsloven, bls. 374.

Page 110: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

110

beita helmingaskiptum. Norska aðferðin er hins vegar sú að beita á helmingaskiptum um

ákveðnar eignir ef það er bersýnilega ósanngjarnt að halda þeim utan skipta.

Í þriðju málsgrein er svo sérstök heimild til að halda eignum sem falla ekki undir 1. mgr.

59. gr. utan skiptanna. Talið er að með meginreglunni um skáskipti 1. mgr. 59. gr. sé áréttuð

enn frekar sú meginregla að um aðrar eignir en þær sem greindar eru í 1. mgr. gildi

helmingaskiptareglan.264 Ákvæði 3. mgr. 59. gr. er því verulega þröngt undantekningarákvæði

frá meginreglunni um að þessum eignum beri að skipta eftir helmingaskiptareglunni. Skilyrði

þessa er að „sterk rök mæli með því“ (n. sterke grunner taler for det) og er ákveðið heildstætt

mat sem fer fram hér. 265

Fjórða málsgrein 59. gr. norsku hjúskaparlaganna er að flestu leyti mjög sambærileg

núgildandi 111. gr. íslensku hjskl. Ef hjón höfðu þegar lokið fjárskiptum vegna fyrri skilnaðar

að borði og sæng en svo hafið sambúð á ný skal hverfa frá hefðbundnum helmingaskiptum og

miða við þau fjárskipti sem höfðu þegar farið fram á milli þeirra.

4.9.4 Niðurstaða

Norska skáskiptaheimildin í 59. gr. virðist á heildina fremur fáguð lausn á álitamálinu um

hvernig skuli leysa úr þeim aðstæðum þegar helmingaskipti geta virkað ósanngjörn. Reglan

léttir byrðinni af mökum eða þriðja aðila um að gera þær eignir sem koma fram í 1. mgr., að

séreignum ef þær eiga að standa utan skiptanna. Þó eru hjón á engan hátt svipt forræði sínu á

fjármálum hjúskaparins. Þau geta vafið saman eignum sínum svo að verðmæti verði ekki

rakin til baka til stofnunar hjúskaparins, og þá væri erfitt að byggja skáskipti á 59. gr. Þá gætu

þau einnig gert kaupmála og séð til þess að séreignaskipulag yrði lagt til grundvallar við

fjárskiptin umfram þær eignir sem taldar eru upp í 1. mgr. 59. gr. norsku hjúskaparlaganna.

5 Ályktanir og umræður um helmingaskipti og skáskipti

5.1 Almennt

Með reglum um fjárskipti hjóna í núgildandi hjskl. er spunninn nokkuð þéttur vefur þar sem

ákvæðin vinna saman. Meginreglan um helmingaskipti vegur þungt í íslensku réttarkerfi og

ekki er að sjá mikla breytingu á beitingu hennar frá setningu laganna árið 1992. Hér er

264 Peter Lødrup: Familieretten, bls. 223. 265 Peter Lødrup og Vera Holmøy: Ekteskapsloven, bls. 376.

Page 111: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

111

markmiðið að draga saman umfjöllunina og komast að niðurstöðu um hvort að staða mála um

fjárskipti milli hjóna kalli á breytingu.

5.2 Vægi helmingaskiptareglu 103. gr. í dag

Þegar sjónarmið að baki norsku skáskiptareglunni eru skoðuð er erfitt að rifja ekki upp rök

sem helmingaskiptareglan er að stórum hluta byggð á í dag. Þetta eru rökin sem eru á þá leið

að þar sem hjón standi saman að verðmætasköpun sé sanngjarnt að verðmætunum verði skipt

á milli þeirra. Helmingaskiptareglan tryggir að þetta sé svo burtséð frá því hvort makanna var

með meiri tekjur eða var heimavinnandi. Reglan var sem áður segir studd nánar við það að oft

sé tekjumunur á milli maka sem rétt sé að leiðrétta, og að yfirleitt eigi aðilar ekki miklar

eignir þegar þeir ganga í hjúskap.

Hinsvegar má deila mikið um hvort að þetta sjónarmið eigi enn við í dag. Í umfjöllun hér

að ofan var lögð fram tölfræði sem sýnir hæga breytingu á tíðni raðkvænis og einnig ákveðna

hækkun á meðalaldri fólks við stofnun hjúskapar. Þessi þróun er til staðar og því væri rétt að

bregðast við henni áður en hún fer að valda vandamálum með þeim hætti að undirstöðurök

helmingaskiptareglunnar hætti að eiga við.

Ljóst er þó að þróunin á meðalaldri hjóna og tíðni raðkvænis er ekki svo mikil að hægt sé

að segja að allur grundvöllur helmingaskiptareglunnar sem meginreglu sé á bak og burt. Það

er þó erfitt að andmæla þeim rökum sem skáskiptaregla sambærileg þeirri sem Norðmenn

hafa. Þegar ljóst er að samfélagsleg þróun hjúskapar virðist stefna í þessa átt sýnist eðlilegra

og sanngjarnara að aðeins þau verðmæti sem verða til í hjúskapnum með fjárhagslegri

samstöðu hjónanna komi til skipta. Þá má einnig nefna 2. mgr. 59. gr. norsku

hjúskaparlaganna sem er einskonar öryggisventill gegn því að skáskiptaheimildin leiði til

ósanngjarnrar niðurstöðu. Við þetta mat má til dæmis nefna að horfa skal til hags beggja

maka. Þannig er komið í veg fyrir að annað hjóna endi allslaust ef það væri talið bersýnilega

ósanngjarnt gagnvart því.266

5.3 Sjónarmið varðandi breytingu á 104. gr.

Eitt þeirra úrræða sem standa löggjafanum til boða ef álitið væri að um verulegt vandamál sé

að ræða með þeirri beitingu 104. gr. sem nú tíðkast væri einhvers konar lagabreyting. Ein

hugmynd væri að taka upp sambærilega skáskiptaheimild og er nú í norsku

hjúskaparlögunum.

266 Peter Lødrup og Vera Holmøy: Ekteskapsloven, bls. 375

Page 112: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

112

Því má halda fram að opin skáskiptaheimild eins og er í gildi í Noregi geti skapað ákveðna

réttaróvissu. Þannig geti það haft þau áhrif að erfitt sé fyrir aðila að gera sér grein fyrir

mögulegri niðurstöðu fjárskipta. Um norsku skáskiptaheimildina hefur verið ritað að hún

skapi óvissum um réttarstöðu aðila hjúskapar. Henni fylgi margir óvissuþættir sem þurfi að

leysa úr, sérstaklega varðandi túlkun hennar.267 Þessu mætti andmæla með þeim rökum að

skilningur almennings á helmingaskiptareglunni og öll frávikum frá henni séu ef til vill

takmörkuð hvort eð er.268 Á þeim grundvelli séu rök helmingaskiptareglunnar um að vera

einföld og auðskiljanleg kannski ekki eins haldbær og ella.

Eins og að ofan er rakið byggist núgildandi kerfi á því að ef fólk gangi í hjúskap gangist

það undir ákveðið réttarástand sem fylgir hjúskapnum. Það þýði meðal annars að um fjárskipti

þeirra gildi helmingaskiptareglan. Líta má svo á að í þessu felist ákveðið skuldbindingagildi,

enda eru flestir meðvitaðir um helmingaskipti við fjárskipti hjóna að einhverju marki. Ef fólk

vill ekki gangast undir það réttarsamband sé því í boði að vera í óvígðri sambúð. Töluverður

munur er þó á réttarstöðu þeirra í óvígðri sambúð og hjónabandi fyrir utan mismunandi reglur

um fjárskipti. Ef aðilar vilja ganga í hjúskap en ekki gangast undir helmingaskiptaregluna, er

þeim frjálst að gera um eignir sínar kaupmála. Svo að þetta gangi upp er þess krafist að

almenningur sé mjög meðvitaður um réttarstöðu sína sem hjón, reglur um fjárskipti í hjúskap

og óvígðri sambúð, þýðingu kaupmála o.s.fr.

Í öðru lagi er þess krafist að báðir aðilar geri kaupmála, enda er það ekki einhliða

löggerningur. Hér er vísað til þess að ef annað vill gera eign að séreign með kaupmála, t.d. um

verðmætt fjölskyldumálverk eða landareign, þarf samþykki hins til. Auðséð er hvernig slíkar

ráðstafanir og þörf þeirra getur reynt á hjónaband. Þá er það ekki heldur mjög skemmtilegt

fyrir arfleiðanda og gefanda að þurfa að binda verðmætin kvöð.

Með skáskiptareglu sambærilegri og þeirri norsku er á vissan hátt ábyrgðinni létt af

mökum, gefendum og arfleiðendum að þessu leyti. Það eru ekki gerðar jafn miklar kröfur til

ráðstafana um fjármál sín ef þau vilja ekki að eignir sínar falli undir helmingaskipti.

Meginreglan er enn helmingaskipti, en við fjárskipti hefðu makar þess kost að krefjast þess að

vikið yrði frá þeim um ákveðin verðmæti. Þetta hefur verið raunin í Noregi þar sem opin

heimild til skáskipta hefur verið við lýði í lengri tíma. Töluvert minni krafa er þar á hjón að

gera kaupmála ef þau vilja halda ákveðnum eignum utan mögulegra skipta.269

267 Thomas Eeg: „Skjevdelning“, bls. 83. 268 Hrefna Friðriksdóttir: „Hjúskapur og hrun“, bls. 92. 269 Anders Agell: Nordisk äktenskapsrätt, bls. 409.

Page 113: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

113

5.4 Er þörf á breytingu á reglum um fjárskipti?

Dómaframkvæmd þar sem reynir á skáskipti hefur ekki verið mjög mikil síðan að lögin frá

1992 voru sett. Meira hefur reynt á hinar ýmsu heimildir til að krefjast þess að halda eignum

utan skipta eins og fjallað var um í kafla 3.5 hér að ofan. Þá virðist deila um fjárskipti lang

oftast snúa að reglum sem eru hluti af helmingaskiptareglunni. Á meðan dómaframkvæmd er

eins takmörkuð og hún er verður erfitt fyrir dómstóla að beita framsækinni túlkun um

skáskiptaheimildina án þess að víkja frá fordæmum fyrri dóma.

Þrátt fyrir ummæli í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi því sam varð að núgildandi

hjskl. virðist 104. gr. ekki hafa opnað fyrir skáskipti með neinu verulegu móti þegar hún er

borin saman við heimildina sem var í lögum nr. 60/1972. Áður var rakið hvernig samþykktum

kröfum til skáskipta hefur í raun fækkað hlutfallslega eftir að 104. gr. tók gildi. Sá fyrirvari

verður þó að vera á að dómaframkvæmdin er ekki meiri en hún er. Ef úrtakið væri þeim mun

stærra væri niðurstaðan meira afgerandi. Þrátt fyrir það verður ekki sagt að heimildin til að

beita skáskiptum hafi opnast eins mikið og ætlunin virðist hafa verið samkvæmt

athugasemdum í frumvarpinu.

Frá því að hjskl. voru sett má eins og áður segir merkja hæga breytingu nokkrum

efnisþáttum hjúskapar í samfélagslegu samhengi. Bæði varðandi hlutverk hans andstætt

öðrum sambúðarformum eins og óvígðri sambúð, en einnig varðandi stöðu þeirra sem ganga í

hjúskap, aldur og reynslu af fyrra hjónabandi. Þó má varpa fram þeirri spurningu hvort að

þróunin sé svo hröð eða mikil að núverandi ástand sé óviðunandi? Að stórum hluta halda

sjónarmiðin að baki helmingaskiptareglunni enn velli. Því verður ekki sagt um hana að hún sé

ósanngjörn eða leiði oft til óæskilegrar niðurstöðu í þeirri mynd sem hún er núna.

Fráviksreglurnar dýpka hana enn frekar og styrkja hana með því að bregðast við ýmsum

aðstæðum sem kunna að koma upp við beitingu hennar. Skáskiptaregla 104. gr. hefur tekið á

sig nokkuð skýra mynd, og hafa þau sjónarmið sem hafa mest vægi við beitingu hennar komið

skýrt fram í dómaframkvæmdinni. Allt í allt verður ekki séð að núverandi ástand sé mikið

vandamál, þótt að vissulega sé kerfið ekki svo einfalt að það verði auðveldlega útskýrt fyrir

ólöglærðum. Niðurstaðan veltur því á ásetningi löggjafans. Ef ætlun löggjafans er að víkka

skáskiptaregluna verulega út og heimila þannig frekari frávik frá helmingaskiptum er þörf á

breytingu, hvort heldur sem það er að taka upp ákvæði sambærilegu 59. gr. norsku

hjúskaparlaganna eða breyttri túlkun 104. gr.

Page 114: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

114

6 Lokaorð Í þessari ritgerð hefur nokkru ljósi verið varpað á þær reglur sem gilda um fjárskipti milli

hjóna. Ljóst er að samfélagið sem heild hefur tekið örum breytingum á síðustu áratugum, og

var markmið ritgerðarinnar að skoða hvort að staða reglnanna um helmingaskipti og skáskipti

við fjárskipti hjóna væru enn í takt við tíðarandann.

Í öðrum kafla var gerð grein fyrir upphafi reglna um skilnað hjóna og fjárskipti. Þar er

rakið hvernig fyrstu hugmyndirnar um helmingaskipti komu fram með því sjónarmiði að

vernda þyrfti hlut konunnar við skiptin, enda hafði verið byggt á því að karlinn sæti í óskiptu

búi fyrir þann tíma. Upp úr þessu sjónarmiði komu fram um og eftir aldamótin hugmyndir um

að tryggja jafnrétti karla og kvenna í hjúskapnum. Með því kom fram sjónarmiðið um að

tryggja bæri fjárhagslega samstöðu hjóna, og var helmingaskiptareglan talin stuðla að henni.

Vikið var að sögu hjúskaparlaga á 21. öldinni og þeim sjónarmiðum sem voru ríkjandi á sviði

hjúskaparlaga og eru enn gerð skil. Þá var einnig farið yfir það norræna samstarf sem hefur átt

sér stað um hjúskaparlöggjöf.

Einnig var að finna stutt yfirlit um helstu reglur sem gilda um fjármál hjóna. Farið var yfir

þýðingu flokkunarinnar í hjúskapareignir og séreignir. Þá var reglum sem gilda á meðan á

hjúskap stendur og hafa áhrif á landslag skulda og eigna við fjárskipti gerð nokkur skil.

Í þriðja kafla var vikið almennt að fjárskiptum milli hjóna og meginreglunni um

helmingaskipti. Farið var yfir helmingaskiptaregluna, sjónarmið hennar og framkvæmd. Þá

voru rakin nokkur dæmi um ágreining sem getur risið um hana. Vikið var að þeim reglum

sem heimila að eignum sé haldið utan skipta án þess að vikið sé frá helmingaskiptum sem

slíkum.

Í fjórða kafla er svo fjallað ýtarlega um heimild 104. gr. til skáskipta, forsögu ákvæðisins

og forvera þess. Skilyrðinu um bersýnilega ósanngirni voru gerð nokkur skil og farið var

ýtarlega yfir þau sjónarmið sem litið hefur verið til við túlkun ákvæðisins. Í þessu skyni voru

dómar Hæstaréttar sem fallið hafa um ákvæði 104. gr. á tímabilinu frá því að reglan tók gildi

og til dagsins í dag greindir.

Sýnt var fram á að með setningu núgildandi 104. gr. hefði verið ásetningur til að víkja frá

þröngri túlkun áðurgildandi skáskiptaheimildar 57. gr. laga nr. 60/1972 og rýmka heimild til

skáskipta. Dregin var sú ályktun af dómaframkvæmdinni að ekki væri að sjá að tilætlan

löggjafans með 104. gr. hefði tekist að þessu leyti. Greinin er þó túlkuð með öðrum hætti og

er að því leytinu sveigjanlegri og betri sem öryggisventill gegn aðstæðum sem eru mjög

ósanngjarnar. Þá var farið var yfir hvernig reglunni hefur verið beitt, það er hvernig skáskipti

Page 115: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

115

hafa efnislega farið fram. Þá var skáskiptaákvæði 59. gr. norsku hjúskaparlaganna gerð

nokkur skil til samanburðar. Ákvæðið er töluvert frábrugðið því sem tíðkast hér og á hinum

Norðurlöndunum, en horft hefur verið til þess þegar ræddar eru breytingar á

skáskiptaheimildinni.

Loks var í fimmta kafla metið núverandi samband helmingaskiptareglunnar og heimildar

til skáskipta, og dregin niðurstaða af þeirri umfjöllun. Þær niðurstöður sem dregnar voru af

umfjölluninni í heild eru þær að núgildandi réttarástand sé ekki óviðunandi í sjálfu sér. Þrátt

fyrir það er breytinga þörf ef löggjafinn ætlar sér að rýmka heimildir til skáskipta. Að lokum

dags fer því nauðsynin til breytinga eftir því hver tilætlan löggjafans er. Hvort að

helmingaskiptareglan eigi að vera sterk meginregla og heimild til skáskipta sé skorin nokkuð

þröngur stakkur sem undantekningarregla, eins og staðan er í dag, eða hvort að ásetningur sé

til þess að rýmka heimild til skáskipta.

     

Page 116: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

116

Heimildaskrá

Alþingistíðindi

Anders Agell: Åktenskap – samboende - partnerskab. Þriðja útgáfa. Uppsala 2004.

Anders Agell: Nordisk äktenskapsrätt - En jämförande studie av dansk, finsk, isländsk, norsk och svensk rätt med diskussion av reformbehov och harmoniseringmöjligheter. Oslo 2003.

Anne-Blanca Dahl og Sicilie Tveøy: “Skjevdelning”. Tidsskrift for familierett, arverett og barneverndrettslige spørgsmal. 2. hefti 2006, bls. 144-152.

Ármann Snævarr: Fyrirlestrar í Sifjarétti III. Reykjavík 1972.

Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur. Reykjavík 2008.

Ármann Snævarr: Sifjaréttur I-III. Reykjavík 1988.

Ármann Snævarr: ,,Þróun íslenskra réttarreglna um hjónavígslutálma frá siðaskiptum til vorra daga”. Tímarit Lögfræðinga, 2. hefti 1955, bls. 65-86.

Davíð Þór Björgvinsson: „Ógilding skilnaðarsamninga skv. 54.gr. l. 60/1972“. Úlfljótur, 2. hefti 1989, bls. 177-189.

Guðný Björk Eydal: ,,Íslenskur sifjaréttur og fjölskyldustefna frá fyrirvinnuskipan til jafnréttis”. Heiðursrit Ármann Snævarr. Ritstj. Þórhildur Líndal. Reykjavík 2010, bls. 143-165.

Guðrún Erlendsdóttir: ,,Fjármál hjóna og sambúðarfólks”. Tímarit Lögfræðinga, 3. hefti 1981, bls. 118-147.

Gunnar Karlsson, Kristján Sveinsson, Mörður Árnason: Grágás. Lagasafn íslenska þjóðveldisins. Reykjavík 2001.

Hagstofa Íslands, www.hagstofa.is. (Síðast skoðað 24. apríl 2014).

Hrefna Friðriksdóttir: “Lagaleg staða fjölskyldunnar – sifjaréttur”. Fjölskyldan: Uppspretta lífsgilda. Ritstj. Ingibjörg Broddadóttir. Reykjavík 1994.

Hrefna Friðriksdóttir: “Hjúskapur og hrun – Ábyrgð, áhrif og afleiðingar”. Rannsóknir í félagsvísindum XI. Ritstj. Helgi Áss Grétarsson. Reykjavík 2010.

Hrefna Friðriksdóttir: ,,Ein hjúskaparlög fyrir alla”. Heiðursrit Ármann Snævarr. Ritstj. Þórhildur Líndal. Reykjavík 2010, bls. 233-259.

Hrefna Friðriksdóttir: ,,Sifja og erfðaréttur”. Um Lög og rétt. Helstu greinar íslenskrar lögfræði. Ritstj. Róbert R. Spanó. 2. útgáfa, Reykjavík 2009

Höf. ógreindur: “Hefndir á Íslandi í fornöld”. Fjallkonan, nr. 44, 1907, bls. 173-174.

Lára V. Júlíusdóttir: ,,Lífeyrisréttindi við skilnað”, Heiðursrit Ármann Snævarr. Ritstj. Þórhildur Líndal. Reykjavík 2010, bls. 365 – 377.

Page 117: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

117

Peter Lødrup: Familieretten. Önnur útgáfa. Oslo 1994.

Peter Lødrup og Vera Holmøy: Ekteskapsloven – og enkelte andre lover med kommentarer. Oslo 1994.

Róbert Spanó: Túlkun lagaákvæða. Reykjavík 2007.

Sigurður Líndal: Réttarsöguþættir, Reykjavík 2007.

Thomas Eeg: Delning av ektefellers formuer vef separasjon og skilmisse - ved separasjon og skilmisse. Bergen 2006.

Thomas Eeg: "Skjevdeling - avkastning, verdistigning og gjeld" Tidsskrift for familierett, arverett og barnevernrettslige spørsmål. 2. tbl. 2007. bls. 82-118.

Page 118: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

118

Dómaskrá

Dómar Hæstaréttar:

Hrd. 1951, bls. 282.

Hrd. 1954, bls. 114.

Hrd. 1958, bls. 486.

Hrd. 1970, bls. 897.

Hrd. 1977, bls. 752.

Hrd. 1979, bls. 1384.

Hrd. 1982, bls. 1141.

Hrd. 1983, bls. 1967.

Hrd. 1985, bls. 322.

Hrd. 1988, bls. 1432.

Hrd. 1989, bls. 754.

Hrd. 1991, bls. 1571.

Hrd. 1992, bls. 1557.

Hrd. 1994, bls. 526.

Hrd. 1994, bls. 2474.

Hrd. 1995, bls. 3012.

Hrd. 1997, bls. 2429.

Hrd. 1998, bls. 316.

Hrd. 1998, bls. 2695.

Hrd. 1999, bls. 1384 (94/1999)

Hrd. 1999, bls. 3062 (258/1999)

Hrd. 2000, bls. 1980 (192/2000)

Hrd. 2001, bls. 2841 (301/2001)

Hrd. 2001, bls. 4779 (253/2001)

Hrd. 2002, bls. 1548 (170/2002)

Page 119: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

119

Hrd. 2002, bls. 1718 (146/2002)

Hrd. 2002, bls. 1729 (200/2002)

Hrd. 2002, bls. 2583 (324/2002)

Hrd. 2002, bls. 3118 (445/2002)

Hrd. 2002, bls. 3707 (483/2002)

Hrd. 2003, bls. 964 (354/2002)

Hrd. 2003, bls. 2120 (170/2003)

Hrd. 2003, bls. 2912 (288/2003)

Hrd. 2004, bls. 470 (295/2003)

Hrd. 2004, bls. 3125 (323/2004)

Hrd. 2005, bls. 514 (41/2005)

Hrd. 2005, bls. 2841 (261/2005)

Hrd. 2006, bls. 1637 (172/2006)

Hrd. 2006, bls. 2115 (216/2006)

Hrd. 2006, bls. 2125 (202/2006)

Hrd. 2006, bls. 2818 (273/2006)

Hrd. 2006, bls. 3002 (314/2006)

Hrd. 2006, bls. 4828 (547/2006)

Hrd. 2006, bls. 5186 (579/2006)

Hrd. 2006, bls. 5339 (316/2006)

Hrd. 12. júní 2007 (304/2007)

Hrd. 27. ágúst 2007 (369/2007)

Hrd. 19. september 2007 (460/2007)

Hrd. 7. apríl 2008 (157/2008)

Hrd. 29. apríl 2008 (191/2008)

Hrd. 6. mars 2008 (165/2007)

Hrd. 13. mars 2008 (384/2007)

Page 120: Meistararitgerð í lögfræði - Heim | Skemman · Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993

120

Hrd. 16. maí 2008 (253/2008)

Hrd. 17. febrúar 2010 (16/2010)

Hrd. 27. maí 2011 (251/2011)

Hrd. 24. febrúar 2012 (56/2012)

Hrd. 17. september 2012 (568/2012)

Hrd. 31. maí 2013 (300/2013)

Hrd. 18. júní 2013 (380/2013)

Hrd. 20. september 2013 (550/2013)

Hrd. 28. janúar 2014 (6/2014)

Danskir dómar:

UfR. 1936, bls. 809.

Ufr. 1936, bls. 869.

Norskir dómar:

Rt. 1991, bls. 447.

Rt. 1940, bls. 379.