Lér konungur - leikskrá

36
KONUNGUR

description

Lér konungur - leikskrá á flettiformi

Transcript of Lér konungur - leikskrá

Page 1: Lér konungur - leikskrá

KONUNGUR

Page 2: Lér konungur - leikskrá
Page 3: Lér konungur - leikskrá

LÉR KONUNGUReftir William ShakeSpeare

í þýðingu þórarinS eldjárnS

Leikstjórn Benedict andreWS Leikmynd Börkur jónSSon

Búningar helga i. StefánSdóttirtónList hildur ingveldardóttir guðnadóttir

HLjóðmynd B.j. nilSenLýsing halldór örn óSkarSSon

dramatúrg mattheW WhittetaðstoðarLeikstjórn friðrik friðrikSSon

Sýningarstjóri: Þórunn GeirsdóttirAðstoðarmaður sýningarstjóra: María Dís Cilia

Hvíslari: Sindri BirgissonLeikmunir, yfirumsjón: Trygve Jónas Eliassen

Leikgervi og hárkollugerð, yfirumsjón: Ingibjörg G. Huldarsdóttir Hárgreiðsla, yfirumsjón: Guðrún Erla Sigurbjarnadóttir og Þóra G. Benediktsdóttir

Búningar, yfirumsjón: Berglind Einarsdóttir Hljóðstjórn: Ísleifur Birgisson

Stóra sviðið, yfirumsjón: Einar Hermann Einarsson og Þórey Selma SverrisdóttirLeikmyndarsmíði og málun: Sviðsmyndir

Þjóðleikhúsið 2010-2011, 62. leikár, 12. viðfangsefni Frumsýning á Stóra sviðinu 26. desember 2010

Page 4: Lér konungur - leikskrá
Page 5: Lér konungur - leikskrá

PERSÓNUR OG LEIKENDUR

LÉR konungur Bretlands ARNAR JÓNSSON

GÓNERÍL elsta dóttir Lés MARGRÉt VILhJáLMSDÓttIR

REGAN miðdóttir Lés VIGDÍS hREfNA PáLSDÓttIR

KORDELÍA yngsta dóttir Lés áLfRúN hELGA ÖRNÓLfSDÓttIR

hertoginn af ALBAN eiginmaður Gónerílar ÓLAfUR DARRI ÓLAfSSON

hertoginn af KORNVALL eiginmaður Reganar BALDUR tRAUStI hREINSSON

Jarlinn af GLOStRI EGGERt ÞORLEIfSSON

JátGEIR eldri sonur Glosturs ATLI RAFn SIGuRðARSon

JátMUNDUR óskilgetinn sonur Glosturs STEFán HALLuR STEFánSSon

Jarlinn af KENt PáLMI GESTSSon

fÍfL Lés ÓLAFÍA HRönn JÓnSDÓTTIR

ÓSVALDUR þjónn Gónerílar ÓLAFuR EGILL EGILSSon

fRAKKAKÓNGUR, ÞJÓNN, SENDIBOÐI HAnnES ÓLI áGúSTSSon

hertoginn af BúRGUND, RIDDARI, hÖfUÐSMAÐUR HILMIR JEnSSon

Leikhópurinn fer með ýmis önnur hlutverk.

hljóðfæraleikur: hildur Ingveldardóttir Guðnadóttir / Sólrún Sumarliðadóttir

Page 6: Lér konungur - leikskrá
Page 7: Lér konungur - leikskrá

BeNedict ANdRews

Benedict andrews (f. 1972) hefur leikstýrt fjölda sýninga í ýmsum virtum leikhúsum, bæði í heimalandi sínu ástralíu og í evrópu. hann hefur meðal annars leikstýrt mörgum sýningu m hjá hinu rómaða leikhúsi Schaubühne í Berlín. hann hlaut nýlega tvenn helstu leiklistarverðlaun ástralíu fyrir sýningu byggða á leikritum Shakespeares um rósa stríðin hjá Sydney theatre company. Benedict andrew s er þekktur fyrir framúr skarandi vinnu með leik­urum og einstaklega áhrifamiklar túlkanir á jafnt nýjum sem klassískum verkum.

rósastríðin eða The War of the Roses, leikgerð Benedicts Andrews byggð á átta leikritum Shakespeares, sem hann leikstýrði hjá Sydney Theatre Company, og var sýnd á leiklistarhátíðunum í Sydney og Perth árið 2009 hlaut sex Helpmann Awards, meðal annars fyrir besta leikrit og bestu leikstjórn, og fimm Sydney Theatre Awards, meðal annars sem besta sýning ársins og fyrir bestu leikstjórn ársins. Sýningin skartaði meðal annars hinni heimsþekktu leikkonu Cate Blanchett í aðalhlutverki. Meðal annarra sýninga sem Benedict Andrews hefur leikstýrt hjá Sydney Theatre Company eru the city eftir Martin Crimp (2009), the Season at Sarsaparilla eftir Patrick White (2007), júlíus Sesar eftir William Shakespeare (2005), far away eftir Caryl Churchill (2004), endatafl eftir Samuel Beckett (2003), lífið er draumur eftir Calderon de la Barca (2002), herra kolpert eftir David Gieselman n (2002), old masters eftir Beatrix Christian (2001), þrjár systur eftir Anton Tsjekho v (2001), eldfés eftir Marius von Mayenburg (2001), attempts on her life eftir Martin Crimp (2000) og la dispute eftir Pierre Marivaux (2000).

Sýningar Benedicts Andrews hjá Schaubühne am Lehniner Platz í Berlín eru hjálp eftir Edward Bond (2010), Sporvagninn girnd eftir Tennessee Williams (2009), der hund, die nacht und das messer eftir Marius von Mayenburg (2008), drunk enough to say i love you? eftir Caryl Churchill (2007), Stoning mary eftir Debbie Tucker Green (2007), Sá ljóti eftir Marius von Mayenburg (2007), Svartur fugl eftir David Harrower (2005) og hreinsun eftir Söruh Kane (2004).

Page 8: Lér konungur - leikskrá

Hjá Belvoir Street Theatre í Sydney hefur Benedict Andrews leikstýrt líku líkt eftir William Shakespeare (2010), hver er hræddur við virginíu Woolf? eftir Edward Albee (2007), Stólunum eftir Eugene Ionesco (2005), draumi á jóns­messunótt eftir William Shakespeare (2004) og túskildingsóperunni eftir Bertolt Brecht og Kurt Weill (2003).

Benedict Andrews vann sýninguna moving target í samvinnu við Marius von Mayenburg (2008) og eldorado eftir sama höfund (2006), fyrir Malthouse Theatre í Melbourne. Hann leikstýrði the eternity man eftir Dorothy Porter og Jonathan Mills (2003) hjá Almeida óperunni í London.

Í Adelaide leikstýrði Benedict Andrews meðal annars ur/faust eftir J.W. Goethe (1999), draumleik eftir August Strindberg (1999), komdu nær eftir Patrick Marbe r (1998), mojo eftir Jez Butterworth (1998), í einsemd bómullarakranna eftir Bernard Marie Koltés (1997) og Wounds to the face eftir Howard Barker (1996).

Benedict Andrews lærði leikstjórn við Flinders university Drama Centre í fæðingar bæ sínum Adelaide í ástralíu.

Sýningar Benedicts Andrews hafa verið sýndar á leiklistarhátíðum víða um heim og hafa unnið til fjölda leiklistarverðlauna. Til viðbótar við verðlaunin fyrir Rósastríðin má nefna að uppsetning hans á The Season at Sarsaparilla hlaut Melbourne Green Room Award sem sýning ársins og fyrir bestu leikstjórn, og uppsetning hans á La Dispute hlaut Helpmann Award fyrir bestu leikstjórn. nú í desember var sýning hans á Líku líkt hjá Belvoir Street Theatre í Sydney tilnefnd til sjö Sydney Theatre Awards, meðal annars fyrir bestu leikstjórn og sem besta sýning ársins.

Sýning Benedicts Andrews á return of ulysses eftir Monteverdi verður frumsýnd hjá Young Vic í London í mars í samstarfi við English national opera. Belvoir Street Theatre í Sydney frumsýnir sýningu hans á mávinum eftir Anton Tsjekhov í júní og árið 2012 leikstýrir hann Brúðkaupi fígarós eftir Mozart hjá opera Australia.

nánari upplýsingar um feril Benedicts Andrews, ljósmyndir úr sýningum hans o.fl. er að finna á heimasíðunni benedictandrews.com.

Page 9: Lér konungur - leikskrá
Page 10: Lér konungur - leikskrá
Page 11: Lér konungur - leikskrá
Page 12: Lér konungur - leikskrá
Page 13: Lér konungur - leikskrá

hverS vegna freiStaði það þín að Setja upp lé konung á íSlandi, núna?

Það koma saman ýmsar ástæður. Lér konungur er leikrit sem ég hef lengi verið mjög heillaður af og mér fannst það eiga sérstakt erindi hér núna. Lér konungur fjallar um mikil áföll, sem ríða yfir hvert á eftir öðru. Íslenskt samfélag hefur sannarlega orðið fyrir alvarlegu áfalli og maður verður sterklega var við þá tilfinn ingu hjá mörgum Íslendingum að þjóðin sem heild hafi gengið af vitinu, glatað jafnvæginu og ekki áttað sig á því sem var að gerast. Slíku áfalli fylgir óhjákvæmilega sorg yfir miklum missi. Þau gildi sem voru ríkjandi virðast hafa glatast, öryggið og vissan hverfa. Slíkur missir kallar á þá spurningu hvernig nýtt samfélag eigi að vera.

En burt séð frá því skiptir líka miklu að Þjóðleikhúsið hefur í leikarhópi sínum framúrskarandi leikara í aðalhlutverkið.

Þetta leikrit er í ákveðnum skilningi eins og ferðalag í átt að hyldýpi, í átt að endimörkum mannlegrar reynslu og mannlegra tilfinninga. Það flytur okkur að landamærunum þar sem hið rökræna og órökræna mætast, þar sem hið mannlega og hið dýrslega renna saman. Í leikritinu fylgjumst við með því hvernig flest það sem við þörfnumst, og getum yfirleitt gengið út frá sem vísu, glatast. Þetta er leikrit um missi, um það að missa allt. og hvað getur sprottið af slíkri reynslu.

öll þau viðfangsefni sem skáldið tekst á við í verkinu, rúmast með einum eða öðrum hætti í titilpersón-unni, og það er eitt af því sem gerir verkið svona magnað.

Lér konungur er fimmta Shakespearesýning Benedicts Andrews, en hann hefur áður sett upp Líku líkt (2010) og Draum á Jónsmessunótt (2004) hjá Belvoir Street Theatre í Sydney og Júlíus Sesar (2005) og Rósastríðin (2009) hjá Sydne y Theatre Company. Síðastnefnda sýningin er átta tíma leikgerð leikstjórans bygg ð á átta verkum eftir Shakespeare, Ríkarði öðrum, Hinrik fjórða I, Hinrik fjórða II, Hinrik fimmta, Hinrik sjötta I, Hinrik sjötta II, Hinrik sjötta III og Ríkarði þriðja. Fyrir Rósastríðin hlaut Benedict Andrews helstu leiklistarverðlaun Ástralí u, Helpmann Awards og Sydney Theatre Awards sem besti leikstjóri ársins, auk þess sem sýningin hlaut Sydney Theatre Awards sem besta sýning ársins. Það má því segja að þessi eftirsótti leik-stjóri, sem jafnframt hefur sett á svið ófá ný verk samtímaleikskálda sem og ýmis af meistaraverkum 20. aldarinna r, sé þaulkunnugur heimi Shakespeares.

LeiKhúsið GetUR AfhjúpAð LeiKhúsBReLLURNAR í sAmfÉLAGiNUViðtal við Benedict Andrews

Page 14: Lér konungur - leikskrá

verkið krefSt þar með afar mikilS af leikaranum Sem fer með hlutverk léS.

Já, og það er ekki sjálfgefið að finna leikara í hlutverkið. Til að mynda sá ég ekki fyrir mér að geta sett verkið upp í ástralíu á næstunni, þeir leikarar sem ég myndi vilja fá til að leika Lé eru ýmist nýlega búnir að túlka hann eða eru ekki komnir á réttan aldur til þess.

lér konungur er afar margSlungið verk. geturðu útliStað Stuttlega Sýn þína á það í þeSSari uppfærSlu?

Lé konungur er eitt magnaðasta verk vestrænnar leikritunar og snilld þess liggur í því hvernig hin ólíku lög þess koma saman, hvernig verkið gerist á ólíkum plönum í senn. Það má segja að verkið fjalli um hrun á þremur plönum. Eitt lag verksins er hið pólitíska drama, annað er fjölskyldudramað og hið þriðja er annars konar drama sem mætti nefna „draumleik“.

Í gegnum hið pólitíska drama í verkinu fylgjumst við með falli þjóðhöfðingjans og algjöru hruni sam fél-ag s in s í heild. Þjóðhöfðinginn, Lér konungur, glatar valdi sínu og samfélagið leysist upp í borgarastríði og óreiðu.

Þjóðhöfðinginn í verkinu er jafnframt fjölskyldufaðir og í samskiptum hans við dætur sínar þrjár felst átakanlegt fjölskyldudrama. Verkið sýnir okkur ást og erfiðleika innan fjölskyldu og spyr spurninga um það hversu langt ást innan fjölskyldu getur náð. og jafnframt hvað verður til þess að fjölskylda sundr-as t. Fjölskyldudramað vísar til veruleika sem við getum öll tengt við á einhvern hátt, við sem feður, dætur o.s.frv.

Þriðja lagið í verkinu er eins konar „draumleikur“. Með því á ég við að það er hægt að skoða þetta leikrit sem einskonar hugsýn eða draum, líkt og það gerist í huga Lés konungs, og allar persónurnar séu hluti af huga hans. Í draumi getur okkur fundist við vera að skynja eitthvað mjög djúpt, en um leið líður draumurinn áfram fyrir augum okkar á mjög mótsagnakenndan og skrýtinn hátt. Lér konungur sver sig þannig í ætt við ritúalísk leikrit.

þegar fjallað er um þig Sem leikStjóra er gjarnan talað um vald þitt á perSónuleikStjórn og hæfni þína til að fá mikið út úr leikurunum. jafnframt er oft minnSt á Sterka, myndræna Sýn í uppfærSlum þínum. geturðu gefið okkur örlitla innSýn í vinnuaðferðir þínar við uppfærSlur Sýninga þinna.

Hið sjónræna er aldrei meginatriðið fyrir mér. Ég hef ekki áhuga á því sem við getum kallað skraut í leikhúsi. Ég er ekki að reyna að búa til fallegar myndir á sviðinu.

Með ákveðinni einföldun má skipta leikmyndum sýninga minna á undanförnum árum í tvennt; annars vegar stílhreinar leikmyndir á nöktu sviði, hins vegar er ég að vinna með ákveðinn realisma, notkun vídeóvéla o.s.frv.

Page 15: Lér konungur - leikskrá

Ég hef áhuga á virkni leikmyndarinnar, hvernig leikmyndin getur getið af sér leikinn, og öfugt, hvernig leikurinn getur getið af sér leikmyndina. Þessi virkni er auðsýnileg í Lé konungi; rigningin hefur áhrif á leikarana, leikararnir sprengja blöðrurnar o.s.frv. Markmiðið er alltaf að koma einhverri hreyfingu af stað, hvort sem leikmyndin er raunsæisleg eða stílfærð.

Ég hef sérstakan áhuga á því hvað gerist í leikhúsinu þegar maður strípar allt, skefur burt lögin hvert á fætur öðru til að nálgast grundvallarþætti verksins. Í Lé konungi erum við að vinna með mjög nakið svið, en hið nakta svið kallar á afhjúpun af því tagi sem ég hef áhuga á.

Ég vil vinna með leikmuni og leikmynd sem mest alveg frá upphafi æfingatímans. Einbeiting allra í leikhópnum skiptir mig mjög miklu máli. Ég vil geta treyst því að leikararnir noti alla sína orku, allan tímann. Ég vil að leikararnir séu algerlega á staðnum, og gefi mikið af sér. Mér finnst spennandi ef leikararnir koma með djarfar og skemmtilega ögrandi uppástungur.

Aðdráttarafl leikhússins felst meðal annars í því að þar getum við komist svo nálægt leikaranum, komist inn í kvikuna á honum. En það gerist því aðeins að leikarinn sé tilbúinn til að leggja niður varnir sínar, sýna ákveðið hugrekki og um leið nálgast leikaravinnuna af ákveðnum galsa.

Við förum í leikhús meðal annars til að upplifa ýmislegt sem við getum ekki upplifað í okkar venjulega lífi, eins og til dæmis brjálæði eða glæpi, án þess að vera lokuð inni á geðveikrahæli eða í fangelsi. Til þess að leikhúsið geti veitt okkur sterka upplifun af því tagi, þarf leikurinn að vera hlaðinn orku.

í Sýningum þínum getur áhorfandinn lifað Sig inn í Sýninguna og gleymt Sér, en um leið er hann minntur á að hann er í leikhúSi.

Hvort sem ég er að vinna í raunsæislegum stíl eða stílfærslu, þá finnst mér skipta máli að áhorfandinn sjái og finni fyrir þeim tækjum og aðferðum sem verið er að nota á sviðinu. Með þessu móti getur leikhúsið minnt okkur á að í lífinu sjálfu, líkt og á leiksviðinu, eru stöðugt ákveðin gangvirki að verki. Samfélagið er samansett úr allskyns gangvirkjum, og það er verið að stjórna upplifunum okkar og skynj un um og því hvernig hlutirnir í samfélaginu virka á okkur, hvort sem við erum meðvituð um það eða ekki. Með því að sýna gangvirkin á sviðinu getur leikhúsið vakið til umhugsunar um leikhúsvæð-ingu þess samfélags sem við búum í og gagnrýnt leikhúsbrellurnar sem þar eru notaðar.

Shakespeare talaði um að veröldin væri leiksvið, og við værum öll leikarar á þessu sviði. Í verkum sínum er hann gjarnan að rannsaka hið leikræna í lífinu um leið og hann notar leikhúsið til að rannsaka lífið sjálft. Við getum skoðað þá hugmynd að lífið sé leikhús á rómantískan hátt, og það getur bæði verið gagnlegt og hrífandi, til að mynda þegar hún endurspeglast í leikjum barna. En við getum líka nálgast þessa hugmynd af ákveðnu vægðarleysi, skoðað samfélagið sem leikhús, og reynt að greina þau gangvirki sem þar eru að verki, og átta okkur á brellunum sem þar er beitt. Með því móti getum við hugsanlega öðlast nýja sýn á hluti sem við höfum gengið út frá að séu með ákveðnum hætti, en virka kannski á allt annan hátt en við hugðum.

Page 16: Lér konungur - leikskrá
Page 17: Lér konungur - leikskrá
Page 18: Lér konungur - leikskrá

það er oft talað um viSku ShakeSpeareS. getum við lært af harmleikjum einS og lé konungi?

Harmleikurinn byggist á því að á ákveðnum stað í verkinu er eitthvað sagt eða gert sem hefur svo afdrifaríkar afleiðingar, að allt sem gerist eftir það á sér rætur í þessum orðum eða atburði. Eftir að Lér tekur þá ákvörðun að leika ástarjátningaleikinn við dætur sínar og Kordelía neitar að taka þátt, - svarar Lé með orðinu „ekkert“ -, þá hefst ákveðin atburðarás, og það sem á eftir kemur er afleiðing þess sem þá fór úrskeiðis. Kent reynir að stöðva þessa atburðarás, en þegar atburðarás harmleiksins er einu sinni farin af stað, verður hún ekki stöðvuð.

Við erum yfirleitt blind á svona keðjur atvika í okkar eigin lífi. Harmleikurinn hinsvegar sýnir okkur orsakirnar og afleiðingarnar, gerendurna og fórnarlömbin, og áhrif tímans á það sem gerist.

Page 19: Lér konungur - leikskrá

Lér konungur lýsir samfélagi sem fer á hvolf, og þeir sem uppi standa í lok verksins hljóta að spyrja sig að því hvað hörmungarnar hafi kennt þeim, og hvernig skapa skuli nýtt samfélag. Játgeir lifir hörm-ungar verksins af og undir lok þess er það hlutverk hans að taka við ríkinu, og endurreisa það. Játgeir er maður sem hefur farið út á ystu nöf, hann hefur séð og upplifað skelfilega hluti, misst föður sinn á hörmulegan hátt. Meðal lokalína hans eru þessar:

Hörmungartímum við hljótum að gera skil, hug okkar segjum, í stað þess sem ætlast er til.

Það sem hann segir, eftir allar þessar hörmungar, er nokkuð sem við ættum líklega að hugsa um af alvöru. Hann talar um mikilvægi þess að segja það sem býr í huga okkar, ekki það sem við eigum að segja, ekki það sem ætlast er til af okkur.

náttúruöflin leika Stórt hlutverk í lé konungi, líkt og í lífi okkar íSlendinga.

Við sjáum í verkinu mann og náttúru mætast og hvernig náttúran afhjúpar manninn, gerir hann ber-skjaldaðan.

Ég minnist þess að þegar ég kom fyrst til Reykjavíkur, fyrir nokkrum árum, þá fór ég upp í Hallgríms-kirkjuturn. Mér fannst það hrífandi hvernig hægt var að sjá endimörk borgarinnar til allra átta, og upp-lifa að rétt handan við jaðar borgarinnar tók náttúran við og að öfl hennar geta verið svo vægðarlaus að ef maður yrði ofurseldur þeim eina nótt við vissar kringumstæður gæti maður dáið.

Í Lé konungi er að finna tilvísanir til heiðinna hugmynda um náttúruöflin og skírskotanir til heiðinna guða, þótt þar séu jafnframt kristnar hugmyndir. Maður hefur á tilfinningunni að í íslensku samfélagi sé hin forna, heiðna nánd við náttúruna, og hina heiðnu guði, ekki alveg horfin, það er eins og hún búi undir yfirborðinu. Samfélag ykkar er í senn harðgert og viðkvæmt. Spurningin um hvað getur gerst hér ef mennirnir missa stjórn á aðstæðum er knýjandi. Samfélagið er brothætt, umlukið harkalegri náttúru, staðsett á eyju í miðju Atlantshafi. Í Lé konungi er siðmenningin umlukin náttúruöflum, sem geta rifið hana í sundur. Auk þess sem Lér glatar valdinu, ástinni og fjölskyldunni, glatar hann öllu því sem hinn siðmenntaði maður telur sig þarfnast, úti í óveðrinu er hann án húsaskjóls, fatnaðar, matar, allra þæginda og skjóls. og að endingu glatar hann vitinu.

þú hefur Starfað mikið í einu virtaSta leikhúSi heimS um þeSSar mundir, SchauBühne leikhúSinu í þýSkalandi.

á ferli mínum hafa bestu hlutirnir yfirleitt komið til vegna vináttu við aðra listamenn. Ég hef aldrei fylg t öðru en eigin áhuga og löngunum í vali mínu á viðfangsefnum. Vinna mín hjá Schaubühne á rætur sínar í áhuga mínum á leikritun Mariusar von Mayenburg og vináttu okkar. Hann er mikilvægur hluti Schaubühne leikhússins sem dramatúrg og eitt af meginleikskáldum þess. Ég leikstýrði leikriti hans Eldfési á sínum tíma í ástralíu, hann kom þangað og sá sýningar eftir mig, og við bundumst

Page 20: Lér konungur - leikskrá

vináttu böndum. Schaubühne hefur mikinn áhuga á að vinna með erlen-dum leikstjórum, og hefur meðal annars fengið leikstjóra á borð við Ivo van Hove, Katie Mitchell, Luk Perceval og James McDonal d til samstarfs, og nú síðast Egil Heiðar héðan frá Íslandi. Þeir leita að leikstjórum sem tilheyra öðrum menningarheimum, öðrum leikhús samfélögum.

Mér var boðið að stjórna leiklestri við Schaubühne árið 2002, og í kjölfarið var mér boðið að vinna meira hjá þeim. Við Marius fórum að spá í á hvaða verki væri sniðugt að byrja. Við höfðum báðir mikinn áhuga á verkum Söruh Kane og það varð úr að ég setti upp Hreinsun eftir hana. Það var á vissan hátt mjög erfitt, en um leið mjög gefandi, að vinna í þýsku leikhúsi, en þá talaði ég svo til enga þýsku, og þurfti að vinna með túlki, eins og ég hef raunar gert þar síðan þá. Mér fannst ég vera mjög berskjaldaður að vera ekki að vinna á mínu eigin tungumáli, en þessar erfiðu aðstæður kennd u mér margt sem ég hefði örugglega ekki uppgötvað með leik-urunum mínum í ástralíu.

og nú ertu að Setja upp Sýningu Sem leikin er á íSlenSku.

Að sumu leyti hefur þetta reynst auðveldara en ég hélt, því að leikararnir tala góða ensku, við getum átt bein samskipti, deilt húmor. Ég hef lært svolitla íslensku, og fór í gegnum handritið með orðabók og þýðand-anum, Þórarni Eldjárn. Það er sitthvað merkilegt sem gerist þegar maður er að vinna á tungumáli sem er ekki manns eigið. Mér finnst ég stundum svolítið hjálparvana, því að ef ég væri að vinna á ensku myndi ég hamra á ákveðnu m hlutum, þetta er svolítið einsog að glata einu af skilningar-vitunum. Í gegnum notkun leikarans á tungumálinu skynjar leikstjórinn hvort eitthvað er satt eða ekki og þegar tungumálið er manni framandi missir maður eitt af mikilvægustu verkfærum sínum sem leikstjóri. En svo finnur maður sér aðra leið til að skynja hvað er satt og hvað ekki, maður þarf að nýta hin skilningarvitin betur eða á nýjan hátt. Svipað og í leik ritinu sjálfu, Lé konungi, þar sem ný sýn hlýst af því að verða blindur! Þegar maður hefur ekki tungumálið verður maður að leita eftir öðrum leiðum að sannleika leikhússins. önnur skilningarvit verða skarpari, og það finnst mér mjög áhugavert.

Viðtal: Melkorka Tekla Ólafsdóttir

Page 21: Lér konungur - leikskrá
Page 22: Lér konungur - leikskrá

LÉR KONUNGUR á ísLANdi Þjóðleikhúsið fékk Þórarin Eldjárn til að þýða Lé konung fyrir sýningu leikhússins nú. Þýðing hans kom út á bók hjá Vöku-Helgafelli/Forlaginu nú í haust. Þórarinn hlaut tilnefningu til Íslensku þýðinga-verðlaunanna fyrir þýðingu sína á Lé konungi í desember 2010.

áður höfðu Steingrímur Thorsteinsson og Helgi Hálfdanar son þýtt Lé konung. Þegar verkið var sýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 2000 yfirfór Hrafnhildur Hagalín þýðingu Steingríms og færði í nútímalegri búning. Lér konungur var fluttur í Ríkisútvarpinu árið 1970 í leikstjórn Benedikts árnasonar og þýðingu Helga Hálfdanar sonar. Þorsteinn ö. Stephensen fór með titilhlutverkið.

Leikritið var fyrst sett á svið á Íslandi í Þjóðleikhúsinu árið 1977 í leikstjórn Hovhannessar I. Pilikian og þýðingu Helga Hálfdanarsonar. Leikmyndarhöfundur var Ralph Koltai. Með hlutverk Lés konungs fór Rúrik Haraldsson.

Leikfélag Reykjavíkur sýndi Lé konung árið 2000 í leikstjórn Guðjóns Pedersens og þýðingu Steingríms Thorsteinssonar og Hrafnhildar Hagalín. Leikmynd gerði Gretar Reynisson. Pétur Einarsson fór með hlutverk Lés konungs.

Page 23: Lér konungur - leikskrá
Page 24: Lér konungur - leikskrá
Page 25: Lér konungur - leikskrá

ARNAR jóNssON hefur leikið fjölmörg burðarhlutverk við Þjóðleikhúsið og víðar á nærri fimm áratuga leikferli sínum, en hann útskrifaðist úr Leiklistarskóla Þjóðleikhússins árið 1964.

Meðal nýjustu verkefna Arnars við Þjóðleikhúsið eru lögmaður Eydalín í íslandsklukkunni, Milla í utan gátta, Simic í engisprettum og Malvólíó í þrettándakvöldi.

Af öðrum minnisstæðum hlutverkum hans hér má nefna Leslie Williams í gísl, Fadinard í ítalska stráhattinum, Leonidik í fyrirheitinu, Jóa í Syni skóarans og dóttur bakarans, Pavel Rjúmín í Sumargestum, James Tyrone yngri í dagleiðinni löngu inn í nótt, Platonof í villi­hunangi, Bjarna í í smásjá, Jóhann í yermu, Pétur í Bílaverkstæði Badda, Pétur Gaut eldri í pétri gaut, Gallimard í m. Butterfly, Frank í ríta gengur menntaveginn, skemmti stjórann og biskupinn í 13. krossferðinni, Harry Hyman í glerbrotum, Sigurbjörn í tröllakirkju, Lazar Wolf í fiðlaranum á þakinu og Vershínín undirofursta í þremur systrum. Arnar fór með tit-ilhlutverkið í abel Snorko býr einn, hlutverk Þeseifs konungs í fedru, lék Þórð í niðurkotinu í Bjarti og Bjart í ástu Sóllilju í Sjálfstæðu fólki, Arkadí Tsjædse, stigamanninn Íraklí og fleiri hlutverk í krítarhringnum í kákasus, Kreon konung í antígónu, Frank odie í vilja emmu, Helge í veislunni og Jóa hross í söngleiknum með fullri reisn. Arnar fagnaði fjörutíu ára leikafmæli sínu hér með titilhlutverkinu í jóni gabríel Borkmann. Hann fór með hlutverk Jóns biskups Arasonar í öxinni og jörðinni, lék Tupolski í koddamanninum og ýmis hlutverk í virkjuninni. Meðal hlutverka Arnars utan Þjóðleikhússins má nefna Fandó í fandó og lis hjá Grímu, Arlekín ó í tveggja þjóni og Artúr í tangó hjá Leikfélagi Reykjavíkur og titilhlutverkið í galdra ­lofti í Leiksmiðjunni. Arnar lék Don Juan í Steingestinum, Makka hníf í túskildings ­óperunni, Henry Higgins í my fair lady og Al í undir berum himni hjá Leikfélagi Akureyrar. Hann lék titilhlutverkið í kaj munk í Kirkjuleikhúsinu. Arnar var einn af stofnendum Alþýðu-leikhússins og lék þar meðal annars hlutverk Þorleifs Kortssonar í Skolla leik og titilhlut-verkið í don kíkóta. Auk þess lék hann einleikinn Sveinsstykki eftir Þorvald Þorsteinsson í Loftkastalanum, en verkið var sérstaklega skrifað fyrir Arnar. Arnar hefur ennfremur leikið í mörgum kvikmyndum, meðal annars burðarhlutverk í útlag­anum, atómstöðinni, á hjara veraldar, maríu og dansinum. Hann hefur einnig farið með fjölmörg hlutverk í útvarpi og sjónvarpi. Arnar var tilnefndur til Grímuverðlaunanna fyrir leik sinn í Veislunni árið 2003. Hann hlaut Stefaníustjakann fyrir störf sín að leiklist árið 1971.

Page 26: Lér konungur - leikskrá
Page 27: Lér konungur - leikskrá
Page 28: Lér konungur - leikskrá

steypiReGN á stóRA sviðiNU Það má með sanni segja að aldrei hefur rignt af jafn miklum krafti á Stóra sviði Þjóðleik hússins og nú. Óveðrið sem leikmyndarhöfundur og leikstjóri vildu láta geisa á sviðinu krafðist nýrrar tækni og úrræðasemi, og samhæfingar ólíkra aðila. Við báðum Hákon örn Hákonarson, tæknistjóra Þjóðleikhússins, að segja okkur frá rigningunni. “Það streyma 300 lítrar á mínútu af vatni úr loftinu á Stóra sviðið, þegar mest lætur. Óveðrið geisar í um 30 mínútur, þannig að alls renna nærri 9 tonn af vatni yfir sviðið. undir gólfinu er dúkur sem beinir vatninu í sex safnkassa, og þaðan er vatninu dælt út úr húsinu.En svo öllu sé til haga haldið, þá komu ýmsir aðilar að þessu verkefni. Egill ásgrímsson hjá Sprinkler pípulögnum vann með okkur í að finna réttu sprinklerana. Elfar Bjarnason hjá Brimi skaffaði okkur húsnæði til að gera tilraunir með sprink lerana. Grétar Leifsson, framkvæmda-stjóri hjá fyrirtækinu Ísleifi Jónssyni, ráðlagði okkur með uppsetningu og val á búnaði. Kristján o. Sæbjörns-son, verkfræðingur hjá Lagnatækni, hjálpaði okkur að „finna“ vatnið, þ.e.a.s. finna hvar við gætum tengt inn á kerfið í húsinu. Gunnlaugur Sveinn Ólafsson verkstjóri, Björgvin Sævar Ragnarsson og Helgi Svavarsson hjá SoS Pípulögnum tóku að sér alla verklega framkvæmd. Seglagerðin sauð saman 200 fm dúk til að þétta gólfið. Kristján Bjarnason hjá umbúðamiðlun útvegaði okkur 700 lítra fiskikör til að fanga vatnið og Ólafur ársælsson hjá ásafli útvegaði okkur nettar en kröftugar dælur til að koma vatninu út.Svo var bara skrúfað frá!”

Page 29: Lér konungur - leikskrá
Page 30: Lér konungur - leikskrá
Page 31: Lér konungur - leikskrá
Page 32: Lér konungur - leikskrá

álfrún helga örnólfsdóttir útskrifaðist frá Webber douglas leiklistarskólanum í London 2003 og hefur leikið fjölmörg hlutverk á sviði og í kvikmyndum, meðal annars í oliver og Bakkynjum í Þjóðleikhúsinu, gretti og segðu mér allt hjá Lr, Litlu hryllings­búðinni og maríubjöllunni hjá La og dísu ljósálfi í austurbæ. Hún er einn af stofnendum leikhópsins Ég og vinir mínir sem sýndu

Húmanímal og munu sýna Verði þér að góðu í kassanum í vor.

atli rafn Sigurðarson útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1997. Hann hefur leikið fjölda hlutverka hjá Þjóðleikhúsinu, Vesturporti, leikhópum og í kvikmyndum. Hann leikstýrði Brák hjá Landnámssetrinu og Frida... viva la vida í Þjóðleikhúsinu. Hann hlaut edduverðlaunin fyrir leik sinn í mýrinni og var tilnefndur til grímunna r fyrir grjótharða, Leg, Halldór í Hollywood og eilífa

óhamingju. Hann leikur í gerplu og allir synir mínir í vetur.

Benny nilsen er upptöku­ og hljóðlistamaður sem hefur starfað við tilraunatónlist í tvo áratugi og sent frá sér yfir tuttugu geisladiska. Hann hefur komið víða fram á tónleikum og tekið þátt í innsetn­ingum og unnið við leikhús, heimildamyndir og útvarp. meðal listamanna sem hann hefur starfað með eru Chris Watson, Christian Fennesz, stilluppsteypa, Hildur guðnadóttir, Z’ev, Finnbogi Péturs­

son, ingólfur arnarsson, semiconductor, Brandon La Belle og Philip jeck.

Baldur trausti hreinsson hefur leikið í fjölmörgum sýningum hjá Þjóðleikhúsinu, Lr, leikhópum og í kvikmyndum. meðal nýjustu verkefna hans hér eru oliver, Frida… viva la vida, kardemommu­bærinn, sumarljós, macbeth, Vígaguðinn og konan áður. Baldur lék meðal annars í Bláa herberginu og djöflunum í Borgarleikhúsinu. Hann hefur farið með aðalhlutverk í kvikmyndunum dansinum og

Villiljósi. Baldur leikur hér í sögustund og allir synir mínir í vetur.

Börkur jónsson nam eldsmíði og iðnhönnun, lauk skúlptúrdeild mHÍ og ma námi úr fjöltæknideild Listaháskólans í Helsinki. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga og samsýninga á Íslandi og á meginlandinu. Börkur hefur gert leikmyndir við fjölda leiksýninga hjá Vesturporti, Þjóðleikhúsinu, Lr og víðar. Hann hlaut grímuna fyrir Fjölskylduna, Hamskiptin, Fagnað og Woyzeck, og var til­

nefndur fyrir Hænuungana, rústað, kommúnuna, Brim og Héra Hérason.

eggert þorleifsson hefur leikið í fjölda sýninga hjá Þjóðleikhúsinu, Lr og leikhópum, og í fjölmörgum sjónvarpsmyndum, kvikmyndum og skemmtiþáttum. Hér hefur hann leikið í Þrettándu krossferðinni, engisprettum, Þrettándakvöldi, sumarljósi, Utan gátta, Brennu­vörgunum, oliver og Hænuungunum, og leikur í Heddu gabler í vetur. eggert hlaut grímuverðlaunin fyrir leik sinn í Belgíska kongó

og var tilnefndur fyrir Hænuungana, Utan gátta og Chicago.

friðrik friðriksson útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands 1998 og hefur leikið fjölda hlutverka á sviði og í sjónvarpi, meðal annar s hjá Lr og í Þjóðleikhúsinu. Hann leikstýrði Húmanimal hjá leik­hópnum Ég og vinir mínir og sögustund í Þjóðleikhúsinu. Hann var til nefndur til grímunnar fyrir leik sinn í Legi og sumarljósi og leikstjórn á Húmanímal. Hann leikstýrir sögustund og Verði þér að

góðu í Þjóðleikhúsinu í vetur, og leikur í Hænuungunum.

halldór örn óskarsson nam ljósahönnun við the Bristol old Vic theatre school í Bretlandi og hefur hannað lýsingu fyrir á fimmta tug sýninga, meðal annars fyrir Leikfélag Íslands, La og Lr. Hann lýsti Hænuungana, Íslandsklukkuna, Utan gátta, Þrettándakvöld og Brennuvargana í Þjóðleikhúsinu. Hann hlaut grímuverðlaunin fyrir ófögru veröld og Utan gátta, og var tilnefndur til sömu verðlauna

fyrir jesus Christ superstar, Héra Hérason og Íslandsklukkuna.

hannes óli ágústsson útskrifaðist með B.F.a. gráðu frá leikarabraut leiklistardeildar LHÍ vorið 2009. Hann hefur meðal annars leikið með Áhugaleikhúsi atvinnumanna, í rándýr á artFart, shake me hjá Hreyfiþróunarsamsteypunni, munaðarlaus í norræna húsinu, 2 fátækir pólskumælandi rúmenar hjá Fátæka leikhúsinu, Bubba kóngi hjá Vér morðingjar, í Bjarnfreðarson og sjónvarpsþáttum.

Hann leikur í allir synir mínir og Bjart með köflum hér í vetur.

helga i. Stefánsdóttir hefur starfað við leikhús og kvikmyndir sem leikmynda­ og/eða búningahöfundur frá því að hún útskrifaðist frá leikmyndadeild L’accademia di Belle arti í róm 1989. meðal nýlegra verkefna hennar hér eru gerpla, Ívanov, Þrettándakvöld og Pétur gautur. Hún hefur starfað við fjölda kvikmynda, nú síðast djúpið og mömmu gógó. Hún hlaut edduverðlaunin fyrir Brúðgumann og

hefur fengið sex tilnefningar til grímuverðlaunanna.

hildur ingveldardóttir guðnadóttir lauk Ba gráðu frá LHÍ 2005 í tónsmíðum og nýmiðlum, og var gestanemandi við Universität der kunste í Berlín. Hún hefur samið tónlist við leikrit, dansverk og kvik­myndir. Hildur hefur komið að útgáfu rúmlega þrjátíu hljómplatna ýmist sem tónskáld, hljóðfæraleikari eða útsetjari. síðasta sólóplata hennar Without sinking hlaut kraums verðlaunin 2009. Hildur hefur

komið fram víðs vegar um evrópu, asíu, Ástralíu og ameríku.

hilmir jensson útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2010. Hann var hér aðstoðarmaður leikstjóra í Finnska hestinum í haust og mun fara með aðalhlutverk í Bjart með köflum á stóra sviðinu í vor.

Page 33: Lér konungur - leikskrá

margrét vilhjálmsdóttir útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands 1994 og hefur leikið í fjölda sýninga hjá Þjóðleikhúsinu, Lr og leikhópum, og í kvikmyndum. margrét leikstýrði eigin verkum, gyðjunni í vélinni í varðskipinu óðni, orbis terræ­ora í Þjóðmenningarhúsinu og Hnykli í norðurpólnum. Hún hlaut edduverðlaunin fyrir leik sinn í mávahlátri og stefaníustjakann 1997. Hún var tilnefnd til grím­

unnar fyrir leik sinn í Ívanov, dínamíti og eldhúsi eftir máli.

matthew Whittet hefur starfað sem leikari og leikskáld við fjölda leiksýninga, kvikmynda og sjónvarpsverkefna í heimalandi sínu Ástralíu, meðal annars hjá Company B, sydney theatre Company og malthouse theatre. Hann hefur skrifað fimm leikrit, 12, Warren, silver, Fugitive og Harbinger, meðal annars fyrir Windmill theatre og Brink Productions í adelaide. Hann hlaut Parsons Playwright award

2010, sem Belvoir st theatre í sydney veitir.

ólafía hrönn jónsdóttir útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands 1987. Hún hefur farið með fjölda hlutverka hjá Þjóðleikhúsinu, alþýðuleikhúsinu, Lr og í kvikmyndum. Hún hlaut grímuverðlaunin fyrir leik sinn í Pétri gaut, og var tilnefnd fyrir Utan gátta, Ívanov, sólarferð, stórfengleg og Þetta er allt að koma. Hún hlaut eddu­verðlaunin fyrir leik sinn í kvikmyndinni Brúðgumanum. nú í vetur

leikur hún í gerplu, Finnska hestinum og Bjart með köflum.

ólafur darri ólafsson útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1998 og hefur leikið fjölda hlutverka hjá Þjóðleikhúsinu, Lr, Vesturporti og leikhópum, í sjónvarpi og kvikmyndum, nú síðast í kóngavegi og roklandi. meðal verkefna hans hér eru gerpla, Íslandsklukkan og Ívanov. Hann hlaut grímuna fyrir rómeó og júlíu, kvetch og Ívanov, og var tilnefndur fyrir Pétur gaut og steinar í

djúpinu. Í vetur leikur hann í gerplu og Íslandsklukkunni.

ólafur egill egilsson útskrifaðist frá leiklistardeild LHÍ 2002 og hefur starfað við fjölda sýninga hjá Lr, La, Þjóðleikhúsinu og Vesturporti. Hann gerði leikgerð að Fólkinu í kjallaranum hjá Lr, var meðhöfundur að leikgerð gerplu og kvikmyndanna Brúðguminn, Brim og sumarlandið. Hann hlaut grímuna fyrir leik sinn í óliver og svartri mjólk, og var tilnefndur fyrir Brim og Fagnað. Hann leikur í

vetur í Íslandsklukkunni, gerplu, Leitinni að jólunum og Bjart með köflum.

pálmi gestsson lauk námi frá Leiklistarskóla Íslands 1982. Hann hefu r leikið fjölda hlutverka hjá Þjóðleikhúsinu, Lr, í kvikmyndum og sjónvarpi, meðal annars með spaugstofunni. meðal nýjustu verkefna hans eru engisprettur og Hart í bak í Þjóðleikhúsinu, svartu r fugl í Hafnarfjarðarleikhúsinu og Brottnámið úr kvenna­búrinu í Íslensku óperunni. Pálmi var tilnefndur til grímunnar fyrir

leik sinn í Hænuungunum. Hann leikur í Hænuungunum og Bjart með köflum í vetur.

Stefán hallur Stefánsson útskrifaðist frá leiklistardeild LHÍ 2006. Hann hefur starfað með Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, Vestur­porti, Vér morðingjum, sokkabandinu, art í Bandaríkjunum og Cdn orleans í Frakklandi. Hann hefur leikið í kvikmyndum og sjónvarpi, meðal annars í Pressu, jóhannesi, desember, roklandi og djúpinu. Hann er stundakennari við leiklistardeild LHÍ. Í vetur leikur hann hér

í gerplu, Íslandsklukkunni og Heddu gabler.

vigdís hrefna pálsdóttir útskrifaðist frá leiklistardeild LHÍ 2002 og lauk mastersprófi frá royal scottish academy of music and drama í glasgow. meðal nýlegra verkefna hennar í Þjóðleikhúsinu eru Hænu ungarnir, oliver, sædýrasafnið, sumarljós og macbeth. Hún lék einnig meðal annars í Litlu hryllingsbúðinni hjá La og í grettis­sögu og Höllu og kára í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Verkefni hennar

hér í vetur eru Hænuungarnir og allir synir mínir.

þórarinn eldjárn hefur sent frá sér fjölda frumsaminna verka, ljóðabækur, smásagnasöfn, skáldsögur og leikrit, og auk þess þýtt bókmenntaverk fyrir fullorðna og börn úr norðurlandamálum og ensku. Þórarinn hefur samið nokkur leikrit, ýmist einn eða í félagi við aðra, þýtt leikrit og samið og þýtt söngtexta fyrir leiksýningar. Þórarinn hlaut tilnefningu til íslensku þýðingaverðlaunanna fyrir

þýðingu sína á Lé konungi, en hún kom út á bók nú í haust.

Sýningin tekur um þrjá tíma, eitt hlé.

Sérstakar þakkir: Ragnheiður Steindórsdóttir.

Ritstjórn leikskrár: Melkorka Tekla Ólafsdóttir. útlit: Ragnhildur Ragnarsdóttir. Ljósmyndir: Eddi. umsjón: Sigurlaug Þorsteinsdóttir. Prentun: oddi. útgefandi: Þjóðleikhúsið. Myndir í leikskrá eru teknar á æfingu og eru því ekki heimild um endanlegt útlit sýningarinnar.

Miðasölusími: 551 1200. netfang miðasölu: [email protected] netfang Þjóðleikhússins: [email protected]íða Þjóðleikhússins: www.leikhusid.is

BakHjarL ÞjóðLeikHússins

Page 34: Lér konungur - leikskrá

Shakespeare á meðal vor

Höfundurinn, Jan Kott, barðist í pólska hernum gegn innrás Þjóðverja í síðari heimsstyrjöld. Í leikritum Shakespeares fann hann magnaðar hliðstæður og lýsingar á alræðisríkjum síns tíma. Í bókinni eru leikrit Shakespeares, m.a. Hamlet, Óþelló og Lér konungur rannsökuð og greind af krafti og sköpunargleði. Þetta stórmerkilega rit birtist í þýðingu eins mikilvirkasta þýðanda okkar, Helga Hálfdanarsonar, sem þýddi öll leikrit Shakespeares. Þessi þýðing hans, sem unnin er af mikilli kostgæfni og snilli, sýnir hversu gjörkunnugur hann var heimi leikskáldsins. Guðni Elísson ritar fróðlegan inngang að verkinu. Bókin fæst á tilboðsverði í hléi í leikhúsinu.

Shakespeare á meðal vor

Höfundurinn, Jan Kott, barðist í pólska hernum gegn innrás Þjóðverja í síðari heimsstyrjöld. Í leikritum Shakespeares fann hann magnaðar hliðstæður og lýsingar á alræðisríkjum síns tíma. Í bókinni eru leikrit Shakespeares, m.a. Lér konungurrit birtist í þýðingu eins mikilvirkasta þýðanda okkar, Helga Hálfdanarsonar, sem þýddi öll leikrit Shakespeares. Þessi þýðing hans, sem unnin er af mikilli kostgæfni og snilli, sýnir hversu gjörkunnugur hann var heimi leikskáldsins. Guðni Elísson ritar fróðlegan inngang að verkinu. Bókin fæst á tilboðsverði í hléi í leikhúsinu.

Í sýningunni leikur hildur Ingveldardóttir Guðnadóttir á Dórófón#5, hljóðfæri sem er hið eina sinnar tegundar í heiminum og er hannað af halldóri úlfarssyni.

hljóðfærið er rafmagnað en byggist í meginatriðum á sellói, er með sellóstrengi og sellóháls þótt hljómkassinn hafi hljómeiginleika líkari gítar. hljóðnemi er

tengdur hverjum streng hljóðfærisins, sem gefur hljóðfæraleikaranum færi á að magna hljóm hvers einstaks strengs. hátalari aftan á hljóðfærinu skapar enduróm

úr uppmögnuðu hljóði strengjanna, þannig berst hljóð strengjanna aftur inn í hljóðfærið og svo koll af kolli í ómþýðri drunu sem hljóðfæraleikarinn stjórnar.

hljóðfærið sem hildur notar er fimmti Dórófónninn af sex sem smíðaðir hafa verið.

hildur hefur komið fram á tónleikum víða um heim þar sem hún spilar meðal annars á Dórófón#5. Næsti Dórófónn er að miklu leyti byggður á hugmyndum frá

hildi og honum verða gerð skil á sýningunni hljóð heimum í Listasafni Íslands í vor.

Page 35: Lér konungur - leikskrá

Stórbrotið verk

Ný þýðing Þórarins Eldjárns á meistaraverki Williams Shakespeares, Lé konungi

verkverk

Ný þýðing Þórarins Eldjárns Ný þýðing Þórarins Eldjárns Ný þýðing Þórarins Eldjárns Ný þýðing Þórarins Eldjárns Ný þýðing Þórarins Eldjárns Ný þýðing Þórarins Eldjárns Ný þýðing Þórarins Eldjárns Ný þýðing Þórarins Eldjárns á meistaraverki Williams á meistaraverki Williams á meistaraverki Williams

Lé konungiLé konungiLé konungiLé konungi

NÝkilja

Page 36: Lér konungur - leikskrá