Leikhúsportið · 2019. 6. 18. · Papageno einnig þann eiginleika að geta horft á eftir og elt...

17
Leikhúsportið

Transcript of Leikhúsportið · 2019. 6. 18. · Papageno einnig þann eiginleika að geta horft á eftir og elt...

Page 1: Leikhúsportið · 2019. 6. 18. · Papageno einnig þann eiginleika að geta horft á eftir og elt gangandi veg farendur. Auk þess fá áhorfendur tækifæri til þess — líklega

Leikhúsportið

Page 2: Leikhúsportið · 2019. 6. 18. · Papageno einnig þann eiginleika að geta horft á eftir og elt gangandi veg farendur. Auk þess fá áhorfendur tækifæri til þess — líklega

2

Leikhúsportið

HönnunargreiningVerkefni til útskriftar

Helena Rut Sveinsdóttir

KennariAnna Dröfn Ágústsdóttir

Grafísk HönnunListaháskóli Íslands

2019

Page 3: Leikhúsportið · 2019. 6. 18. · Papageno einnig þann eiginleika að geta horft á eftir og elt gangandi veg farendur. Auk þess fá áhorfendur tækifæri til þess — líklega

5

1. Sögur

Kæri lesandi — lof mér að segja þér sögu. Söguna af því þegar ég hannaði útskriftarverkefnið mitt úr grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands. Ég hef nefnilega ávallt verið einstaklega heilluð af sögum, hvernig þær eru sagðar og hvernig við bregðumst við þeim. Því sjáðu til, sögur má segja á óteljandi máta. Hvort sem þeim er miðlað munnlega frá manni til manns, þær skrifaðar í bók, teknar upp á segulband, kvikmyndaðar eða settar á svið sem leikrit.

Sem barn sagði mamma mér sögur á hverju einasta kvöldi. Mínar mestu gersemar voru kasettur og geisladiskar með upplesnum skáldsögum og leik ritum. Ég lærði mínar uppáhalds kvikmyndir utan að og get farið með handrit nokkra þeirra enn þann dag í dag. Frásögnin er eitthvað sem ég hef alla tíð laðast að og er eitt af því sem mér finnst hvað mest spennandi við grafíska hönnun. Það hvernig við miðlum skilaboðum — segjum sögu — með sjónrænum hætti.

Mynd 1 Kvikmyndin Pétur Pan er ein þeirra kvikmynda sem ég kann enn utan að.

Á myndinni má sjá mína fyrstu ást, leikaran Jeremy Sumpter.

Page 4: Leikhúsportið · 2019. 6. 18. · Papageno einnig þann eiginleika að geta horft á eftir og elt gangandi veg farendur. Auk þess fá áhorfendur tækifæri til þess — líklega

6 7

Ertu sammála? Ég er ekki hissa. Hin blómlega leikhúsmenningu á Íslandi er fullkomið dæmi um það hve margir hér á landi eru á þeirri skoðun, en hér starfa fjölmörg leikhús sem setja upp fjölda sýninga á ári hverju þrátt fyrir að íbúar landsins séu ekki svo margir miðað við mörg önnur lönd. Nei, við köllum okkur ekki söguþjóð af ástæðulausu. En vissir þú, kæri lesandi, að á árinu 2018 voru keyptir 118.000 leikhúsmiðar í Þjóðleikhúsinu 1 — sem jafngildir fjölda 34% af íbúafjölda landsins? 2 Vissir þú að hjá Borgarleik­húsinu voru 35.000 miðar keyptir á frumsamda íslenska barnasöngleikinn Bláa hnöttinn 3 og yfir 100.000 miðar voru keyptir á Elly 4, sem einnig er frumsaminn íslenskur söngleikur? 5 Og já — amma mín fór líka tvisvar.

Söngleikurinn Elly hefur verið sýndur oftar en 200 sinnum á stóra sviðinu, en fjöldi sýningagesta slóg öll met löngu áður en sýningum lauk. Merkilegt nokk þá mætti segja að tölur þessar undirstriki einmitt það hve gaman okkur finnst að láta segja okkur sögur. Tölurnar gefa okkur líka betri mynd af því til hve margra má ná til með sýningum þessum og hönnun á kynningarefni þeirra, því það mætti vel gera ráð fyrir því að hver einasti leikhúsgestur hafi komist í snertingu við kynningarefni þessara sýninga hvort sem um er að ræða auglýsingu í dagblaðinu, vefborða, veggspjald eða jafnvel sýningarskrá eða aðgangsmiða þegar í leikhúsið sjálft er komið. Sjálfsagt er fjöldi þeirra enn fleiri.

1 „Metaðsókn í Þjóðleikhúsið,“ Þjóðleikhúsið, 9. janúar 2019, sótt af www.leikhusid.is/dagbok/ faersla/metadsokn­i­thjodleikhusid.2 „Landsmönnum fjölgaði um 1.730 á fyrsta ársfjórðungi ársins,“ Hagstofa Íslands, 6. maí 2019, sótt af www.hagstofa.is/utgafur/frettasafn/mannfjoldi/mannfjoldinn­a­1­arsfjordungi­2019/.3 „Blái hnötturinn kveður í dag,“ Borgarleikhúsið, 11. febrúar 2018, sótt af www.borgarleikhus.is/starfsemi/frettir/frettasafn/blai­hnotturinn­kvedur­i­dag.4 „Hundrað þúsundasti gesturinn á Elly,“ Borgarleikhúsið, 29. apríl 2019, sótt af www.borgarleikhus.is/starfsemi/frettir/frettasafn/hundrad­thusundasti­gesturinn­a­elly.5 Elly, Borgarleikhúsið, e.d., sótt af www.borgarleikhus.is/syningar/elly.

Mynd 2 Unaðslegt augnablik frá söngleiknum Elly.

Page 5: Leikhúsportið · 2019. 6. 18. · Papageno einnig þann eiginleika að geta horft á eftir og elt gangandi veg farendur. Auk þess fá áhorfendur tækifæri til þess — líklega

8 9

2. Upphaf og uppruni

Fljótlega á fyrstu skrefum verkefnisins ákvað ég að ég að vinna með leikverk. Nánar tiltekið með leikfélag og kynningarefni fyrir nokkur leikverka þeirra. Við þá tilhugsun vöknuðu ótal spurningar. Því ef ég — sem grafískur hönnuður — fæ að hanna einu samskiptin sem eiga sér stað á milli leiksýningarinnar við tilvonandi áhorfendahóps síns áður en að í leikhúsið sjálft er komið, hvernig ætti ég að nálgast það? Hvaða möguleikar eru opnir? Hvernig er þetta venjulega gert? Má taka mið af því hvernig er verið að hanna þetta núna, eða er svigrúm til bætinga?

Ég var svo heppin að fá að eyða stórum hluta af minni barnæsku og ungling­sárum í kringum áhugamannaleikhúsbransann og kviknaði þar ást mín á þessari sprelllifandi sögustund. Ég fékk að prófa allt frá því að leika, syngja og dansa upp á sviði til þess að því að semja íslenska söngtexta. Frá því að spila á hljóðfæri í hljómsveitinni til þess að sauma glitrandi búninga. Ég komst að því að þegar að saga er sögð á leikhússviðinu, er hluti af því sem við heillumst af upplifunin og stemmningin sem skapast.

Mynd 3 Hér má sjá 12 ára mig, að syngja úr mér hjartað á sýningu Sönglistar

í Borgarleikhúsinu og litlu systur mína dansa fallega við lagið á bakvið.

Ég held einmitt að það sem sé svo ótrúlega heillandi, sé það að þar mætast á sviðinu svo ólíkar tegundir listforma — sem fjöldi tónlistarmanna, búninga­hönnuða, leikara, sviðsmyndahönnuða, dansara, handritshöfunda, söngvara, hljóðmanna, smiða, ljósamanna, tónskálda vinna að í sameiningu. Þau sameinast öll um það eitt að miðla sögu og boðskap verksins til áhorfenda.

Langaði mig því að vinna verkefni þetta út frá því sama markmiði— að miðla sögu og boðskap leikverks— og nýta þannig grafíska hönnun til þess að styrkja þá alhliða upplifun sem leikhúsgestir fá að kynnast. Út frá því sjónarhorni varð til rannsókarspurning verkefnisins, sem hljómar svona:

Hvernig má — með tilliti til þeirra tæknilega möguleika

sem við búum yfir — miðla lifandi upplifun leikhúsanna

á sem besta hátt með það að markmiði að draga fram

viðfangsefni leiksýninga?

Page 6: Leikhúsportið · 2019. 6. 18. · Papageno einnig þann eiginleika að geta horft á eftir og elt gangandi veg farendur. Auk þess fá áhorfendur tækifæri til þess — líklega

10 11

3. Nálgun

Með það markmið í huga og byggt á minni persónulegu ást á áhugamanna­leikhúsum virtist vera kjörið tækifæri að vinna verkefnið með leikhúshóp af þeim toga. Ég bjó því til ímyndaðan leikhóp og nefndi hann Leikhúsportið.

Því næst leitaði ég uppi hin fullkomnu leikverk til þess að vinna með. Ég ákvað að fyrir valinu skyldu verða verk af ólíkum toga sem hugsuð væru fyrir ólíka markhópa, svo hægt væri að sannreyna hversu sveiganlega nálgunin virkar. Því valdi ég hinn stórfyndna söngleik Litlu Hryllingsbúðina, hið tragíska leikrit Hamskipti og ævintýralegu óperuna Töfraflautuna.

Mynd 4 Opna úr skissubók — hugarkort fyrir Hryllingsbúðina og Töfraflautuna.

1 „Metaðsókn í Þjóðleikhúsið,“ Þjóðleikhúsið, 9. janúar 2019, sótt af www.leikhusid.is/dagbok/

faersla/metadsokn­i­thjodleikhusid.

Mynd 5 Opna úr skissubók — skissur af leikhúspósterum.

Sem hönnuður er ég „alhliðari“ (e. generalist) og finnst fátt meira spennandi en að prófa eitthvað nýtt og framandi. Því heillaðist ég strax af þeim mögu­leikum sem ég sá fram á í kringum leikhúspósterið sjálft, þar sem þróun póstersins er á ákveðnum tímamótum með nýtilkominni tækni. Staðan er nefnilega sú, að fyrir utan stærstu leikhús landsins eru póster­kassarnir orðnir rafrænir og auk þess verða öll póster­box í strætóskýlum Reykjavíkur orðin rafræn fyrir lok næsta árs.6 Nær ómögulegt er að ímynda sér hversu langt möguleikarnir ná fyrir hönnun slíkra verka með þessari nýtilkomnu umgjörð og ég vona, kæri lesandi, að þú sért jafn spenntur og ég. Því hugsaðu þér — nú er í fyrsta sinn í mannkynnsögunni ekki einungis mögulegt heldur raunverulega framkvæmanlegt að taka svið inn í hönnun verkanna sem hingað til hefur ekki verið mögulegt, svo sem hreyfingu, hljóð og gagnvirkni.

Ertu með gæsahúð? Gott — ég líka.

—6 „Frábær samningur fyrir borgina,“ Morgunblaðið, 11.júlí 2018, sótt af www.mbl.is/frettir/innlent/2018/07/11/frabaersamningur_fyrir_borgina/

Page 7: Leikhúsportið · 2019. 6. 18. · Papageno einnig þann eiginleika að geta horft á eftir og elt gangandi veg farendur. Auk þess fá áhorfendur tækifæri til þess — líklega

12 13

Mynd 6 Hin frábæra Youtube síða The Coding Train.

Þar með hófst sá hluti verkefnisins sem ég sé nú að reyndist mér hvað mest krefjandi þegar ég lít til baka. Það að finna út úr því hvernig og hvað ég ætlaði að gera. Það ferli hófst með ítarlegri tilraunarstarfsemi og fylgdi því mikið áhorf á kennslumyndbönd á Youtube. Því kæri lesandi ég get sagt þér það: ég hef aldrei horft á jafn mörg myndbönd af nokkurri tegund á Youtube og ég hef horft á undanfarna mánuði. Og ég komst að því að þar eru til kennslumyndbönd sem geta komið manni af stað með nánast hvað sem er.

Eftir fjölda tilrauna komst ég loks að hugmynd sem ég var ekki einungis hrifin af, heldur sem virkaði líka. Atriði sem ég hef lært að er einstaklega mikilvægt. Sú hugmynd gengur út á virkni sem starfar í gegnum sérhannað forrit og notar bæði hreyfi­ og hljóðskynjun.

Þegar hingað var komið í sögu setti ég saman 100 orða kynningartexta með aðstoð frá Önnu Dröfn leiðbeinenda mínum, er hljómar svona:

Að fara í leikhús er alhliða upplifun þar sem ótal listgreinar

mætast á sviðinu, hvort sem umgjörðin er stór eða lítil.

Í kynningarefni Leikhúsportsins er unnið inn í söguþráð

verksins og forvitni áhorfandans strax vakin. Í anda leik­

félagsins er unnið með leikgleði og í krafti nýrrar tækni

fær leikhúspósterið nýjan búning.

Ég komst auk þess að þeirri niðurstöðu — eftir ótal tilraunir — að út frá sjón­rænu sjónarmiði skyldi ég nálgast hvert þeirra frá mismunandi útliti sem aðlaga mætti að stemningu hvers verks fyrir sig.

Page 8: Leikhúsportið · 2019. 6. 18. · Papageno einnig þann eiginleika að geta horft á eftir og elt gangandi veg farendur. Auk þess fá áhorfendur tækifæri til þess — líklega

14 15

4. Framkvæmd

Því vann ég Litlu Hryllingsbúðina út frá því markmiði að ná til ungs fólks á aldrinum u.þ.b. 16 til 28 ára og langaði mig í þessu tilfelli að draga fram sem raunverulegustu mynd af sýningunni sjálfri. Því ákvað ég að vinna með ljósmyndir sem varð til þess að ég framleiddi físísk eintök af öllum helstu grafísku elementunum. Þ.e. ég setti saman leikmyndina, gerði mannætu­plöntuna Auði II í pappamassa, handmálaði lógó blómabúðarinnar og myndaði svo fyrir pósterið sjálft.

Merkið langaði mig að nálgast með húmor í huga, þar sem hefðbundin útgáfa merkisins er sett í blóðugri týpógrafíu — en í minni útgáfu var ég einmitt að vinna með andstæðar sjónrænar tilvísanir, með krúttlegri og vingjarnlegri týpógrafíu sem skapar spennu á móti merkingu orðanna. Plöntuna vildi ég hafa grimmilega en á sama tíma forvitnilega. Hljóðskynjara notaði ég svo til þess að gefa tilvonandi áhorfendum möguleikan á því að tala við Auði II sjálfa, en hún bregst við hljóði og getur haldið uppi frumstæðum samræðum. Auk þess gerir hreyfiskynjarinn Auði II kleift að horfa á eftir gangandi vegfarendum þar sem hún eltir alla hreyfingu.

Mynd 7 Opna úr skissubók — hraðskissa og litaprufur fyrir Litlu Hryllingsbúðina.

Mynd 8 Opna úr skissubók — skissur af virkni og fyrstu myndirnar af mannætuplöntunni.

Mynd 9 Opna úr skissubók — skissur og stemningsmyndir fyrir merki Litlu Hryllingsbúðarinnar.

Page 9: Leikhúsportið · 2019. 6. 18. · Papageno einnig þann eiginleika að geta horft á eftir og elt gangandi veg farendur. Auk þess fá áhorfendur tækifæri til þess — líklega

16 17

Mynd 10 Lokaútkomu póstersins fyrir Litlu Hryllingsbúðina. Mynd 11 Djúpar samræður á milli ungs drengs og mannætuplöntu.

Page 10: Leikhúsportið · 2019. 6. 18. · Papageno einnig þann eiginleika að geta horft á eftir og elt gangandi veg farendur. Auk þess fá áhorfendur tækifæri til þess — líklega

18 19

Mynd 12 Opna úr skissubók — skissur af Papageno.

Mynd 13 Opna úr skissubók — skissur af Papageno og myndbyggingu pósters.

Mynd 14 Opna úr skissubók — skissur og prufur fyrir leturval.

Hina ævintýralegu óperu, Töfraflautuna, hafði ég hins vegar hugsað fyrir börn á aldrinum 3 til 12 ára. Nálgaðist ég hönnun þess með stafrænum mynd­lýsingum (e. computer illustration) og stafrænni hreyfigrafík (e. computer animation) en á plakatinu valdi ég að sýna eina af aðalpersónum óperunnar, Papageno, kátan og vingjarnlegan. Myndheiminn hannaði ég út frá því að skapa stemmningu sem væri töfrandi og með gagnvirkni póstersins gaf ég Papageno einnig þann eiginleika að geta horft á eftir og elt gangandi veg­farendur. Auk þess fá áhorfendur tækifæri til þess — líklega fyrsta sinn — að svara mökunarkalli Papagenos sjálfs. Vitnar sú gagnvirkni í eitt frægasta lag verksins, dúet Papageno og Papagenu.

Page 11: Leikhúsportið · 2019. 6. 18. · Papageno einnig þann eiginleika að geta horft á eftir og elt gangandi veg farendur. Auk þess fá áhorfendur tækifæri til þess — líklega

20 21

Mynd 15 Lokaútkomu póstersins fyrir Töfraflautuna. Mynd 16 og 17 Hreyfiskynjari prófaður.

Page 12: Leikhúsportið · 2019. 6. 18. · Papageno einnig þann eiginleika að geta horft á eftir og elt gangandi veg farendur. Auk þess fá áhorfendur tækifæri til þess — líklega

22 23

Þriðja verkið, Hamskipti, hafði ég aftur á móti hugsað fyrir fullorðna. Leik­verkið sjálft er byggt á frægri sögu Franz Kafka sem segir frá því hvernig heimurinn í kringum aðalpersónu verksins, Gregor, bregst við er hann hættir að passa lengur inn meðal annarra. Ég upplifi söguna sjálfa afar einmannalega, þar sem sagan segir frá því hvernig Gregor hættir að geta átt samskipti við aðra í kringum sig er hann tekur á sig form eins konar pöddu eða ófreskju. Þann einmannaleika langaði mig að undirstrika með gagnvirkni póstersins og gátu tilvonandi áhorfendur séð umbreytingu Gregors eftir því sem þeir gengu framhjá. Auk þess bregst hann við hljóði, en á óbeinan hátt — þar sem hann getur ekki átt samskipti við umheiminn í kringum sig. Myndheiminn hannaði ég með handklipptum skuggamyndum sem ég hreyfði með „stop­motion“ hreyfigrafík. Titli verksins er skipt í tvennt í takt við heimana tvo sem skarast á pósterinu.

Mynd 18 Opna úr skissubók — skissa af virkni póstersins.

Mynd 19 Opna úr skissubók — skissur af Gregor.

Mynd 20 Opna úr skissubók — skissur af titiltýpógrafíu og Gregor.

Page 13: Leikhúsportið · 2019. 6. 18. · Papageno einnig þann eiginleika að geta horft á eftir og elt gangandi veg farendur. Auk þess fá áhorfendur tækifæri til þess — líklega

24 25

Mynd 21 Lokaútkomu póstersins fyrir Hamskipti. Mynd 22 Hreyfiskynjari prófaður.

Page 14: Leikhúsportið · 2019. 6. 18. · Papageno einnig þann eiginleika að geta horft á eftir og elt gangandi veg farendur. Auk þess fá áhorfendur tækifæri til þess — líklega

26 27

5. Niðurstaða

Pósterin þrjú setti ég að lokum upp á 75 tommu skjá á Kjarvalsstöðum sem ég tengdi við hljóð­ og hreyfiskynjara. Fékk ég þar tækifæri til þess að sjá hvernig fólk myndi bregðast við þessu nýja formi póstersins, en niðurstöðurnar komu mér skemmtilegar á óvart.

Stór hluti þeirra sem gengu hjá verkinu virtust ekki einungis átta sig á því að pósterið væri að bregðast við þeim, heldur létu einnig reyna á það hvað fleira væri hægt að gera. Ekki nóg með að það gerði það að verkum að fólk uppgötvaði virkni póstersins í gegnum hljóðskynjarana á eigin spítur heldur undirstrikar það einnig, kæri lesandi, að hægt sé að taka þessa hugmyndafræði enn þá lengra.

Þó svo verkefni þessu sé nú lokið af vegum skólans tel ég verkefnið sjálft einungis vera rétt að byrja. Ég sé fram á spennandi möguleika í framhaldinu og tel næsta skref vera að finna raunverulegan leikhóp til þess að vinna með og að fá með mér í lið fleiri hönnuði og teymisfélaga. Út frá persónulegu sjónarmiði hef ég í gegnum ferlið einnig kynnst sjálfri mér betur sem hönnuð og lært að þekkja betur bæði mína veikleika og syrkleika. Ég hef lært ótal marga nýja hluti sjálf en einnig fengið aðstoð og góð ráð frá fjölmörgu starfandi fagfólki. Þá að sjálfsögðu frá kennurum mínum og leiðbeinendum, en einnig frá starf­andi grafískum hönnuðum, forriturum, hreyfigrafíkurum (e. animatiors), fræði mönnum, ljósmyndurum, tónlistarmönnum, myndhöfundum og hljóðmönnum sem ég þakka kærlega fyrir alla sína aðstoð.

Mynd 23 Mínir uppáhalds sýningargestir að ræða málin við Auði II.

Mynd 24 Verkið í sýningarrýminu, í Vestur sal á Kjarvalsstöðum.

Page 15: Leikhúsportið · 2019. 6. 18. · Papageno einnig þann eiginleika að geta horft á eftir og elt gangandi veg farendur. Auk þess fá áhorfendur tækifæri til þess — líklega
Page 16: Leikhúsportið · 2019. 6. 18. · Papageno einnig þann eiginleika að geta horft á eftir og elt gangandi veg farendur. Auk þess fá áhorfendur tækifæri til þess — líklega

30 31

Sérstakar Þakkir

Anna Dröfn ÁgústsdóttirAtli Þór Árnason

Ármann AgnarssonBirna Geirfinnsdóttir

Gunnar Bjarki BjörnssonHildur Lára Sveinsdóttir

Hörður LárussonLeifur Wilberg Orrason

Lóa AuðunsdóttirSamuel Thornton ReesSamúel Þór SmárasonSigurður Guðjónsson

Sveinn ÓlafssonYoutube

Heimildaskrá

„Metaðsókn í Þjóðleikhúsið.“ Þjóðleikhúsið. 9. janúar 2019. Sótt af www.leikhusid.is/dagbok/faersla/metadsokn­i­thjodleikhusid.

„Landsmönnum fjölgaði um 1.730 á fyrsta ársfjórðungi ársins.“ Hagstofa Íslands. 6. maí 2019. Sótt af www.hagstofa.is/utgafur/frettasafn/mannfjoldi/mannfjoldinn­a­1­arsfjordungi­2019/.

„Blái hnötturinn kveður í dag.“ Borgarleikhúsið. 11. febrúar 2018. Sótt af www.borgarleikhus.is/starfsemi/frettir/frettasafn/blai­hnotturinn­kvedur­i­dag.

„Hundrað þúsundasti gesturinn á Elly.“ Borgarleikhúsið. 29. apríl 2019. Sótt afwww.borgarleikhus.is/starfsemi/frettir/frettasafn/hundrad­thusundasti­gesturinn­a­elly.

„Elly,“ Borgarleikhúsið, e.d., sótt af www.borgarleikhus.is/syningar/elly.

Myndaskrá

Mynd 1 var sótt af www.cdn.cinematerial.com/p/500x/hrudyg9x/peter­pan­german­dvd­cover.jpg

Mynd 2 var sótt af www.borgarleikhus.is/syningar/elly

Myndir 11, 12, 15, 16, 17, 21, 22 og 24 voru teknar af Leifi Wilberg Orrasyni.

Mynd 23 var tekin af Júlíu Brekkan.

Myndir 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 13, 14, 18 og 19 eru fengnar frá einkasafni höfunar.

Page 17: Leikhúsportið · 2019. 6. 18. · Papageno einnig þann eiginleika að geta horft á eftir og elt gangandi veg farendur. Auk þess fá áhorfendur tækifæri til þess — líklega

32