Lalli og fagra Klara

28
Lalli og fagra klara nina vestlund carlos canel

description

Samstarfshópur á vegum sænsku psoriasissamtakanna vann að fyrstu útgáfu þessarar barnabókar sem sænsku samtökin gáfu út 1982. Í samstarfshópnum voru: Kjell Andersson, Gösta Backerstroem, Thom Fjellberg og Stieg Svensson. Myndirnar gerði Carlos Canel. Árið 2000 var barnabókin þýdd á norsku og framleidd af PSO-ung í Noregi. Bókin er gefin út á íslensku af Samtökum psoriasis- og exemsjúklinga -SPOEX. Bókin er þýdd af Helgu Guðmundsdóttur.

Transcript of Lalli og fagra Klara

Page 1: Lalli og fagra Klara

Lalli og fagra klara

nina vestlundcarlos canel

Page 2: Lalli og fagra Klara

Lalli Óli Svenni Lísa

Page 3: Lalli og fagra Klara

- 3 -

Lalli og fagra klara

nina vestlundcarlos canel

Page 4: Lalli og fagra Klara

- 4 -

Þetta hafði verið skemmtilegur dagur. Lalli var ánægður þarsem hann gekk með Óla, Svenna og Lísu. Þau höfðu unniðfótboltaleikinn. Þau höfðu reyndar svindlað pínulítið en þaðhafði enginn tekið eftir því.

Page 5: Lalli og fagra Klara

- 5 -

Leiðin heim lá fram hjá húsi Ragga og Rúnars. Þeir voru al-gjör hrekkjusvín og voru vanir að hrekkja litla krakka. Lalli,Óli, Svenni og Lísa læddust nær húsinu. Þeim fannst þauvera miklu kjarkaðri eftir að hafa unnið fótboltaleikinn.

Page 6: Lalli og fagra Klara

- 6 -

Allt í einu opnuðust dyrnar og Raggi og Rúnar komu út.Krakkarnir hentu sér niður. Hugsið ykkur ef þau hefðu sést!Raggi og Rúnar hjóluðu fram hjá þeim í aðeins nokkurrametra fjarlægð.

Page 7: Lalli og fagra Klara

- 7 -

Þau litu varlega í kringum sig en sáu engan. Allt í einu átt-uðu þau sig á að röddin kom ofan úr trénu.

Allt í einu heyrðist hátt, hvellt blísturshljóð sem skar í eyruná Lalla.- Hjálp, þeir eru búnir að finna okkur! hugsaði hann hrædd-ur. Hann lá grafkyrr og vissi ekki hvað hann ætti að gera.Ekki bærðist hár á höfði. Hinir krakkarnir lágu líka graf-kyrrir og grúfðu sig ofan í grasið. Þá heyrðist sagt rétt hjá: - Komið þið, komið þið, ég bít ekki.

Page 8: Lalli og fagra Klara

- 8 -

Óli sá eitthvað rautt í laufþykkninu uppií trénu.- Sjáið þið? hvíslaði hann og benti á stór-an fugl með rauðum fjöðrum. Þetta varpáfagaukur sem hafði flautað á þau.Hann var einstaklega fallegur og mikilreisn yfir honum. Þau stóðu og störðu ápáfagaukinn.- Hann hlýtur að hafa flúið að heiman,sagði Óli, sem vissi að páfagaukar komafrá Suður-Ameríku og þeir eiga heima íbúrum hér á Íslandi.

- Kettir og stórir fuglar eru þeim hættu-legir. Við verðum að ná páfagauknum,annars getur hann ekki lifað af.

- Góðan daginn, góðan daginn. Gott erblessað veðrið, gott er blessað veðrið!sagði páfagaukurinn.

- Ég er að hugsa um hvernig við eigumeiginlega að ná honum, sagði Lalli ogklóraði sér á hnjánum.

- Hættu að klóra þér, sagði Svenni. Þvímeira sem þú klórar þér, þeim munmeira klæjar þig.

Einmitt þá gerðist það.

Page 9: Lalli og fagra Klara
Page 10: Lalli og fagra Klara

- 10 -

Raggi og Rúnar komu æðandi meðhræðilegum ópum og óhljóðum. Þeirhentu sér yfir Lalla og Svenna. Þettavoru hörkuslagsmál. Óli og Lísa hjálp-uðu strákunum eins og þau gátu. Allt íeinu heyrðist skerandi blísturshljóð. Ragga og Rúnari brá voðalega.- Komum okkur í burtu, hvæsti Raggiað Rúnari.

Þeir hurfu alveg jafn snöggt og þeirhöfðu birst.

Page 11: Lalli og fagra Klara

- 11 -

- Er´ða nú aumingjar, Er´ða núaumingjar, heyrðist ofan úr trénu.

- Þakka þér kærlega fyrir, páfa-gaukur, sagði Svenni. - Flott aðgeta blístrað svona svaka hátt.- Hvað heitirðu, páfagaukur?spurði Lísa.- Fagra Klara. Fagra Klara,skrækti fuglinn.

- Nú veit ég, sagði Lalli. Ég ætla að klifra upp í tréð og reyna aðplata páfagaukinn til mín. Þá sesthann kannski á öxlina á mér og égget klifrað niður með hann. Lallivar eiginlega aldrei hræddur viðneitt.

- Fagra Klara, .... skrækti fuglinn.

- Fagra Klara ... hermdi Lalli eftirhonum.

Page 12: Lalli og fagra Klara

Lalli klifraði nú upp tréð eins var-lega og hann gat. Fagra Klara satgrafkyrr og starði á hann. Húnvirtist ekkert hrædd við hann.

- Komdu til mín fallegi páfa-gaukur, sagði hann blíðlega.- Góðan dag, góðan dag ...

Meira heyrði Lalli ekki því greininsem hann stóð á brotnaði í tvennt.Lalli datt aftur fyrir sig með brakiog brestum og Fagra Klara flaugskrækjandi í burtu.Lalla svimaði heilmikið. Krakk-arnir komu hlaupandi til hans.Lalli sá að það blæddi svakalega úr öðru hnénu.

- 12 -

Page 13: Lalli og fagra Klara
Page 14: Lalli og fagra Klara

- 14 -

Page 15: Lalli og fagra Klara

- 15 -

Lalli er með sjúkdóm sem heitir psoriasis. Þeir sem eru meðpsoriasis fá rauð útbrot, sem verða stundum að hvítum skell-um eins og hrúður, á hnén og olnbogana og stundum á fleiristaði á líkamanum.

Útbrotin geta verið dálítið ljót en það er bara á meðan mað-ur er að venjast þeim og áður en maður veit hvað þetta er.Krakkarnir voru eiginlega hættir að taka eftir útbrotunum áLalla. Þau vissu líka að þetta var ekki smitandi. En þetta varekkert auðvelt fyrir hann. Stundum klæjaði hann alvegóskaplega og þá gleymdi hann sér og fór að klóra sér. Oftklóraði hann sér svo mikið að það byrjaði að blæða. Óli,Svenni og Lísa voru vön að segja honum að hætta að klórasér því þau vissu að honum versnaði bara ef hann klóraðihrúðrið af.

Lalla batnaði alltaf ef hann gat verið úti í sólinni og farið ísund. Þess vegna fóru krakkarnir oft saman í sund, þegarveðrið var gott. Þau höfðu öll jafn mikla ánægju af því ogurðu fljótt synd. Þess vegna fengu þau að fara ein með Lallaí sund.

Lalli var vanur því að blæddi úr honum. Hann beið bara þartil hætti að blæða. Það þýddi nefnilega ekkert fyrir hann aðsetja plástur á sárin, útbrotin urðu þá bara enn verri.

Fagra Klara hafði flogið í burtu. Enginn hafði tekið eftir þvíhvert hún fór þegar Lalli hrundi niður úr trénu. Nú stóðuþau þarna hálf ráðvillt og vissu ekki hvað þau ættu að gera.Þau byrjuðu að ganga heim á leið.

Page 16: Lalli og fagra Klara

- 16 -

Þegar þau nálguðust hverfisbúðina heyrðu þau einhvern segja:- Ship-ohoy - alltaf gaman.Eitthvað könnuðust þau við þetta, þetta gat ekki verið nein önnur enFagra Klara.Og alveg rétt, þarna sat hún uppi í tré fyrir utan búðina.- Ship-ohoy, endurtók hún.

Krakkarnir gengu að trénu. Í sama mund kom gömul kona út úr búð-inni. Þegar hún gekk fram hjá krökkunum sagði Fagra Klara.- Komdu þér í burtu. Komdu þér í burtu!

Konan starði á krakkana og hvæsti:- Komið þið ykkur sjálfum í burtu, óþokkarnir ykkar.

Lalli, Óli, Svenni og Lísa horfðu undrandi hvert á annað.Þau höfðu ekki gert henni neitt.

Lalli kíkti á hnéð á sér. Það var sem betur fer hætt að blæða. Það var fínt!En hann hafði fengið mjög ljótt sár.

Þau byrjuðu að velta fyrir sér hvernig þau gætu náð páfagauknum.Óli sagði: - Ef við hefðum bara stóran háf, þá gætum við náð honum.- Pabbi á stóran háf, sagði Lísa. Hann notar hann þegar hann fer aðveiða. Ég get náð í hann.

Page 17: Lalli og fagra Klara

- 17 -

Hinir krakkarnir settust undir tréð og biðu. Lalli sat þungt hugsi ogklóraði sér í hnénu. Enginn tók eftir kettinum sem læddist nær þeim.Þetta var stór köttur. Eyrun á honum voru öll upptætt og það vantaðistórar flygsur í feldinn á honum. Hann hafði greinilega lent í ótalslagsmálum. Kötturinn læddist að trénu þar sem Fagra Klara sat.

Page 18: Lalli og fagra Klara

- 18 -

Það var Lísa sem fyrst tók eftir kettinum. Þá hafði honum tekist aðkomast þó nokkuð upp eftir trénu. Hann hafði greinilega ætlað sér aðná í reglulega veislumáltíð í kvöldmat.Lísa skrækti upp yfir sig og stökk að kettinum með háfinn á lofti.Kötturinn stökk í burtu og Lísa hljóp á harðaspretti á eftir honum.Fagra Klara flögraði í hina áttina.

Strákarnir spruttu á fætur. Nú var um að gera að missa ekki sjónar affuglinum. Þeir hlupu á eftir honum og voru hvað eftir annað nærribúnir að missa sjónar á honum. Þeir stukku áfram án þess að horfaniður fyrir sig og voru nærri dottnir hvað eftir annað. Allt í einu flaughann inn um opinn glugga á einhverju húsi, sem þeir höfðu ekki veitteftirtekt fyrr en nú, að var eldhúsglugginn heima hjá Lalla. ÞegarLalli sá það, hrópaði hann til mömmu sinnar:- Lokaðu glugganum! Við verðum að ná páfagauknum! Mamma Lalla skildi hvorki upp né niður í látunum í þeim, en Lallihljóp inn og náði að loka glugganum áður en Fagra Klara flaug út aftur.

Page 19: Lalli og fagra Klara

- 19 -

Krakkarnir reyndu hvert í kapp við annað að útskýra hvað hafði gerst.Þá heyrðist allt í einu hátt blístur. Allir snarþögnuðu.- Helltu á könnuna, sagði Fagra Klara.- Jahá, sagði mamma Lalla, og hver á svo að drekka það, má ég spyrja? - Fagra Klara, Fagra Klara, sagði páfagaukurinn og allir skellihlógu.

- Hvað er að sjá þig, Lalli, sagði mamma hans. Við verðum að gera eitt-hvað við hnéð á þér. En fyrst skulum við hringja í Kára, því þetta er páfa-gaukurinn hans sem þið hafið fundið.

Kári hrópaði upp yfir sig af gleði þegar þau hringdu í hann. Hann ætlaðiað koma strax.

Lalli sat á stól og klóraði sér í handlegginn.Fagra Klara sagði: - Hættu að klóra, hættu að klóra.Krakkarnir göptu af undrun. Rosalega var hún fljót að læra.

Page 20: Lalli og fagra Klara

- 20 -

Mamma Lalla náði í krukku með áburði og setti á borðið.Fagra Klara flaug niður og settist á borðið. Hún trítlaði aðkrukkunni og stakk gogginum ofan í. Henni líkaði greinilegaekki áburðurinn því hún nuddaði gogginn með annarri löpp-inni og hristi á sér hausinn. Að lokum tókst henni að þurrkasér á dúknum. Hún horfði illilega á krukkuna og settist svo áborðbrúnina og lagaði á sér fjaðrirnar.

Lalla fannst gott að láta bera á sig áburð. Þá klæjaði hannekki eins mikið og húðin varð mjúk og ekki eins hörð ogþurr og annars.

Page 21: Lalli og fagra Klara

- 21 -

Fagra Klara varð glöð þegar Kári kom að sækja hana. Húnhoppaði upp á öxlina á honum og beit hann glaðlega í eyrað.Kári gaf henni nokkrar hnetur og festi hólk með keðju á fót-inn á henni. Hinn endann á keðjunni festi hann um úlnliðinná sér.

Page 22: Lalli og fagra Klara

- 22 -

Page 23: Lalli og fagra Klara

- 23 -

Við kaffiborðið sagði Kári:- Fagra Klara hlýtur að hafa strokið þegar ég varað ryksuga. Svaladyrnar stóðu opnar, svo það varminnsta mál fyrir hana að fljúga út. Að hugsa sérað þetta skuli aldrei hafa komið fyrir áður. Ég ernefnilega með psoriasis og húðflygsurnar af mérhrynja út um allt, svo ég verð alltaf að vera að ryk-suga. Ég er langverstur á bakinu og fótunum. Éger ekki eins slæmur og Lalli á handleggjunum.Þetta er svo misjafnt hjá fólki, fer eftir hverjum ogeinum.

Kári sagði þeim að páfagaukar eins og FagraKlara lifðu í Amazon, sem er stórt frumskógar-svæði við Amazon-ána í Suður-Ameríku. Þeir eigaheima í sama trénu næstum alla ævi. Fljúga bara ístuttar ferðir frá trénu til að ná sér í mat. Páfa-gaukar geta orðið mjög gamlir. Fagra Klara hlýturað vera að minnsta kosti 60 ára gömul. Hann sagð-ist hafa keypt hana af sjómanni í Lissabon fyrir 30árum síðan.

Page 24: Lalli og fagra Klara

- 24 -

Þegar allir voru farnir lét Lalli renna í baðkarið. Hann settifullt af salti út í. Það er nefnilega mjög gott fyrir psoriasis-útbrotin. Hann lét vatnið renna yfir baðkarskantinn og út ágólf. Það var skemmtilegt að busla í vatninu en dálítið erfittað þurrka allt upp eftir sig á eftir. Það var hins vegar velþess virði.

Page 25: Lalli og fagra Klara

Mamma Lalla bar aftur áburð á útbrotin á honum eftir bað-ið og nuddaði honum vel inn í húðina. Að því loknu fór Lallií rúmið og sofnaði undir eins. Hann dreymdi að hann værisjómaður á gamalli seglskútu og að hann væri með stóranpáfagauk á öxlinni.

- 25 -

Page 26: Lalli og fagra Klara

- 26 -

Psoriasis er húðsjúkdómur

Það sem gerist er að vissarhúðfrumur byrja að fjölga sérallt of hratt. Nýju húðfrum-urnar mynda skán eða hreisturofan á rauðri húðinni.

Það er ekki vitað af hverjuþetta stafar en vissar aðstæðurgeta orðið til þess að sjúkdóm-urinn blossar upp hjá þeimsem eru móttækilegir fyrirhonum. Psoriasis er arfgenguren er alls ekki smitandi.

Það er ekki til nein lækning viðsjúkdómnum. Það er hins veg-ar oft hægt að halda honum ískefjum, t.d. með því að haldahúðinni alltaf mjúkri og rakrimeð því að bera á sig raka-krem. Einnig eru böð í sjó/salt-vatni og sólböð mjög góð fyrirpsoriasissjúklinga.

Það getur verið mjög erfitt aðhafa psoriasis. Því fylgir mikillkláði og hjá sumum, sem erumjög slæmir, myndast skán eðahreistur á húðinni sem spring-ur og þá fer að blæða úr út-brotunum. Margir eru mjögfeimnir við að láta aðra sjá út-brotin.

Ef þið hittið krakka sem erumeð psoriasis eða exem þáþurfið þið bara að venjast því,og muna að þetta er ekki smitandi.

Við vonum að þú hafir lærteitthvað um psoriasis, semreyndar er algengur sjúkdóm-ur þó hann sé ekki alltaf sýni-legur.

Kær kveðja frá

SPOEX - samtökum psoriasisog exemsjúklinga

Page 27: Lalli og fagra Klara

Samstarfshópur á vegum sænsku psoriasissamtakanna vann aðfyrstu útgáfu þessarar barnabókar sem sænsku samtökin gáfuút 1982. Í samstarfshópnum voru: Kjell Andersson, GöstaBackerstroem, Thom Fjellberg og Stieg Svensson.Myndirnar gerði Carlos Canel.

Árið 2000 var barnabókin þýdd á norsku og framleidd af PSO-ung í Noregi.

Bókin er gefin út á íslensku af Samtökum psoriasis- og exem-sjúklinga -SPOEX.

Bókin er þýdd af Helgu Guðmundsdóttur.

Page 28: Lalli og fagra Klara

Samtök psoriasis- og exemsjúklingaBolholti 6

105 ReykjavíkSími 588-9666Fax 588-9622

Netfang: [email protected]íða: www. psoriasis.is