Kynning 9. og 10. bekkur - brekkuskoli.is 9. og 10. bekkur.pdf · Kennslufyrirkomulag:...

23
Brekkuskóli 9. og 10. bekkur Kjörsviðsgreinar og samvalsgreinar Skólaárið 2009 - 2010

Transcript of Kynning 9. og 10. bekkur - brekkuskoli.is 9. og 10. bekkur.pdf · Kennslufyrirkomulag:...

Page 1: Kynning 9. og 10. bekkur - brekkuskoli.is 9. og 10. bekkur.pdf · Kennslufyrirkomulag: Myndasýningar ásamt frásögnum kennara af lífi og starfi í Mósambík, myndbönd, vettvangsferðir

Brekkuskóli

9. og 10. bekkur

Kjörsviðsgreinar og samvalsgreinar

Skólaárið 2009 - 2010

Page 2: Kynning 9. og 10. bekkur - brekkuskoli.is 9. og 10. bekkur.pdf · Kennslufyrirkomulag: Myndasýningar ásamt frásögnum kennara af lífi og starfi í Mósambík, myndbönd, vettvangsferðir

Efnisyfirlit

Um kjörsviðsgreinar innan Brekkuskóla og samvalsgreinar grunnskóla Akureyrarbæjar

skólaárið 2009-2010 ......................................................................................................... 1

Kjörsviðsgreinar innan Brekkuskóla í 9. og 10. bekk:.......................................................... 2

Afríka 2010........................................................................................................................................... 2

Bakstur – ítalskt – súpur ...................................................................................................................... 2

Efnafræði ............................................................................................................................................. 3

Enskar Bókmenntir............................................................................................................................... 3

Erfðafræði – 10. bekkur ....................................................................................................................... 3

Fatahönnun – saumar.......................................................................................................................... 4

Fótbolti................................................................................................................................................. 4

Handbolti – körfubolti.......................................................................................................................... 4

Heimanámsaðstoð............................................................................................................................... 4

Heimilismatur/heimilishald - Útsaumur .............................................................................................. 4

Hreysti.................................................................................................................................................. 5

Íþróttir.................................................................................................................................................. 5

Listverk................................................................................................................................................. 5

Líffærafræði – 9. og 10. bekkur ........................................................................................................... 6

Myndmennt ......................................................................................................................................... 6

Prjón – Pappírsgerð/trölladeig............................................................................................................. 6

Skúlptúr................................................................................................................................................ 7

Spænska I ............................................................................................................................................. 8

Spænska II ............................................................................................................................................ 8

Stafræn ljósmyndum og vefumsjón..................................................................................................... 8

Stjörnufræði......................................................................................................................................... 9

Tónlist og tölvur ................................................................................................................................... 9

Ullarþæfing - bakstur ......................................................................................................................... 10

Yndislestur, framsögn og tjáning ....................................................................................................... 10

Page 3: Kynning 9. og 10. bekkur - brekkuskoli.is 9. og 10. bekkur.pdf · Kennslufyrirkomulag: Myndasýningar ásamt frásögnum kennara af lífi og starfi í Mósambík, myndbönd, vettvangsferðir

Sameiginlegar valgreinar grunnskóla Akureyrar – samval ............................................... 11

Danska: Kvikmyndir- stuttmyndir - tónlist ......................................................................................... 11

Fatahönnun og endurnýting .............................................................................................................. 11

Fjármálin mín ..................................................................................................................................... 12

Fjölmiðlun .......................................................................................................................................... 12

Frjálsar íþróttir ................................................................................................................................... 13

Förðun og tíska .................................................................................................................................. 13

Handboltaskóli ................................................................................................................................... 14

Hreyfing og nýr lífsstíll ....................................................................................................................... 14

Knattspyrnuskóli Þórs ........................................................................................................................ 14

Kór fyrir 8., 9. og 10. bekk.................................................................................................................. 15

Landafræði og saga............................................................................................................................ 15

Líkamsrækt Átak ................................................................................................................................ 15

Líkamsrækt - Bjarg ............................................................................................................................. 16

Matur úr héraði og siðir..................................................................................................................... 16

Mósaík – bútasaumur - leir................................................................................................................ 16

Spænska............................................................................................................................................. 17

Stjörnufræði....................................................................................................................................... 18

Stórhljómsveit - fyrir 8., 9. og 10. bekk.............................................................................................. 18

Tónlist og tölvur ................................................................................................................................. 18

Tölvur í dagsins önn ........................................................................................................................... 19

Útivist og hreyfing.............................................................................................................................. 19

Ullarþæfing ........................................................................................................................................ 20

Vetraríþróttir...................................................................................................................................... 20

Page 4: Kynning 9. og 10. bekkur - brekkuskoli.is 9. og 10. bekkur.pdf · Kennslufyrirkomulag: Myndasýningar ásamt frásögnum kennara af lífi og starfi í Mósambík, myndbönd, vettvangsferðir

1

Um kjörsviðsgreinar innan Brekkuskóla og samvalsgreinar

grunnskóla Akureyrarbæjar skólaárið 2009-2010

Námsgreinar í 8., 9. og 10. bekk skiptast í kjarna sem er 29 kennslustundir á viku og

valgreinar eru 8 kennslustundir á viku. Kjarnann verða allir nemendur að taka og eru

námshópar bundnir við bekkjardeildir. Kjörsviðsgreinar eru flestar sameiginlegar fyrir 8. - 10.

bekk en samval fyrir 9. og 10. bekk. Hver grein samsvarar 2 kennslustundum á viku yfir

veturinn.

Skólaárið 2009-2010 geta nemendur valið úr 47 greinum sem gerð verður grein fyrir hér í

þessum bæklingi. Fyrirvari er gerður um að greinar geta fallið niður vegna ónægrar þátttöku.

Metið val:

Auk þess eiga nemendur kost á að fá metið nám við sérskóla, félags- eða íþróttastörf. Einfalt

metið val samsvarar tómstundastarfi frá 1 klst. til allt að 4 klst. á viku. Tvöfalt metið val

samsvarar tómstundastarfi frá 5 klst. á viku. Einnig geta nemendur fengið fjarnám við ýmsa

framhaldsskóla metið. Til þess að geta lagt stund á fjarnám í framhaldsskóla þurfa nemendur

að hafa lokið grunnskólanámi í viðkomandi fagi með fullnægjandi árangri. Tveggja eininga

áfangi í framhaldsskóla (102) í fjarkennslu samsvarar einni valgrein.

Ábyrgð á metnu vali:

Til staðfestingar þátttöku í metnu vali þarf að skila staðfestingu þjálfara/kennara/

umsjónaraðila á ástundun með eyðublaði sem skólinn leggur til. Nemendur og foreldrar

þurfa að bera fulla ábyrgð á þessum skilum til að starfið fáist metið. Athugið að starfsemi

utan skóla má að hámarki meta sem 4 vikustundir af þeim 37 sem nemandi skal skila í

grunnskóla. Foreldrar bera allan kostnað af námi sem óskað er eftir með þessum hætti.

Um mögulegar breytingar á kjörsviðsgreinum:

Ef svigrúm er í hópum og aðrar aðstæður eru fyrir hendi geta nemendur mögulega

endurskoðað val sitt fyrstu tvær vikur skólaársins. Eftir það er ekki hægt að breyta milli

greina. Þá þarf nemandi að vera búinn að ákveða í upphafi annar hvort hann notar metið

val sem valgrein. Ekki er hægt að taka metið val inn eftir að tvær fyrstu vikur annarinnar

eru liðnar.

Mikilvægt er að foreldrar/forráðamenn hafi hönd í bagga með vali barna sinna. Nemendur

eru að skrá sig í greinar sem standa allan veturinn og því þurfa nemendur virkilega að vanda

valið, velja þær greinar sem þeir hafa mestan áhuga á og telja að komi þeim best til

framtíðar, t.d. með hliðsjón af kröfum framhaldsskóla.

Nemendum og foreldrum/forráðamönnum er velkomið að ráðfæra sig við Steinunni Hörpu

náms- og starfsráðgjafa ([email protected]) eða Sigríði Kristínu, deildarstjóra

([email protected]) ef spurningar vakna. Sími skólans er 462 2525.

Valblöðum skal skila útfylltum til ritara skólans í síðasta lagi

mánudaginn 4. maí 2009.

Page 5: Kynning 9. og 10. bekkur - brekkuskoli.is 9. og 10. bekkur.pdf · Kennslufyrirkomulag: Myndasýningar ásamt frásögnum kennara af lífi og starfi í Mósambík, myndbönd, vettvangsferðir

2

Kjörsviðsgreinar innan Brekkuskóla í 9. og 10. bekk:

Afríka 2010

Markmið áfangans er að fræðast um menningu og lifnaðarhætti fólks í Afríku í dag.

Nemendur kynna sér lífsmáta fólks í löndum Afríku, viðurværi, siði, tónlist, menntun,

atvinnu, ferðamáta og sögu. Einnig verður fjallað um þróunarsamvinnu, nýlendustefnuna og

stöðu landa Afríku í alþjóðasamfélaginu. Nemendur taka þátt í þróunarstarfi, kynna málefni

Afríku og verða í tengslum við nemendur í Mósambík með bréfaskriftum.

Kennslufyrirkomulag: Myndasýningar ásamt frásögnum kennara af lífi og starfi í Mósambík,

myndbönd, vettvangsferðir á stofnanir sem vinna þróunarstarf, blaðagreinar, ljósrit og

verkefnavinna þar sem nemendur afla sér upplýsinga af neti, úr bókum eða með viðtölum.

Námsmat: Nemendur vinna ýmis verkefni á vetrinum sem metin eru til einkunna. Áfanginn

er próflaus.

Kennari: Margrét Þóra Einarsdóttir

Bakstur – ítalskt – súpur

Markmið: Að auka þekkingu og leikni í heimilisstörfum, efla sjálfstæði, samstarfsvilja og

samábyrgð. Kenna undirstöðuatriði næringar- og matvælafræði. Leggja áherslu á góðar

umgengnisvenjur og borðsiði. Að vekja athygli nemenda á mikilvægi hreinlætis almennt.

Farið verður yfir mismunandi bakstursaðferðir s.s. þeytt, hrært og hnoðað deig. Unnið með

mismunandi lyftiefni, ólífræn og lífræn. Gerðar verða tertur, formkökur, smábrauð og

matarbrauð.

Áhersla er lögð á ítalska matargerð, matarsögu og matarmenningu Ítalíu. Gerðir verða ýmsir

ítalskir réttir og ítölsk brauð. Farið verður yfir mismunandi aðferðir við súpugerð. Gerðar

verða t.d. tærar súpur, maukaðar og uppbakaðar súpur.

Nemendur í valhópum taka að sér bakstur og/eða matargerð vegna tilfallandi skemmtana í

tengslum við fjáraflanir nemenda.

Námsefni: Matreiðslubækur, mikið af fræðsluefni um ítalskan mat og matarmenningu tekið

af netinu og úr ýmsum bókum, fræðslumyndbönd. Nýtt námsefni: Matur og menning.

Kennsluaðferðir: Einstaklingskennsla, hópkennsla og samvinnukennsla, fer eftir verkefnum

hverju sinni.

Námsmat: Símat, byggt á vinnubrögðum, ástundun, áhuga, frumkvæði og virkni nemandans í

tímum. Einnig er stuðst við sjálfsmat og jafningjamat.

Kennari: Anna Guðný Sigurgeirsdóttir

Page 6: Kynning 9. og 10. bekkur - brekkuskoli.is 9. og 10. bekkur.pdf · Kennslufyrirkomulag: Myndasýningar ásamt frásögnum kennara af lífi og starfi í Mósambík, myndbönd, vettvangsferðir

3

Efnafræði

Markmið: Að nemendur kynnist vinnubrögðum og tækjum sem notuð eru við

efnafræðitilraunir, tileinki sér samvinnu og samstarf sem þarf í hópstarfi, þjálfist í

vísindalegum vinnubrögðum og hugsun, kynnist lögmálum og skilji hvernig þau virka í

náttúrunni, tileinki sér orðaforða og kenningar, samþætti við aðrar greinar, t.d. stærðfræði,

íslensku og líffræði.

Námsefni: Efnafræði, bæklingar Umhverfisráðuneytisins um ósonlag og gróðurhúsaáhrif.

Myndbönd útgefin af Námsgagnastofnun.

Kennsluaðferðir: Farið er yfir texta í bóklegum tímum, verkefni unnin og tilraunir gerðar.

Námsmat: Próf eru í lok hvorrar annar og inn á milli eftir því sem þurfa þykir, vinnubók er

metin.

Heimanám: Nemendur þurfa að setjast niður fyrir hvern tíma, líta yfir námsefni næsta dags

og tengja við það sem áður var numið.

Kennari: Björn Sverrisson

Enskar Bókmenntir

Markmið: Að bæta við þá þekkingu sem fyrir er til þess að gera nemendur sem best búna

undir frekara nám í ensku auk yndislestrar.

Námsefni og kennsluaðferðir: Lesnar enskar skáldsögur, smásögur og ljóð, sem sýnishorn úr

verkum helstu höfunda sem á ensku rita. Bæði verður um að ræða bækur sem kennari velur

og frjálslestrarbækur.Áhersla er lögð á gott málfar og aukinn skilning.

Heimavinna verður fyrst og fremst lestur texta fyrir tíma.

Námsmat: Byggist á fjölbreyttum verkefnum, ástundun og áhuga nemenda.

Kennari: Svanhildur Sæmundsdóttir

Erfðafræði – 10. bekkur

Markmið: Að nemendur þekki hugtök erfðafræðinnar s.s. erfðaefni, litningar, gen o.fl., þekki

hugtakið þróun og aðalatriðin í þróunarkenningu Darwins.

Námsefni: Erfðir og þróun.

Kennsluaðferðir: Einstaklingsvinna, hópvinna, tilraunir.

Námsmat: Kaflapróf, vinnubók, lokapróf. Símat verður í gangi allan veturinn á þáttum eins

og áhuga, sjálfstæði, heimanámi, vinnusemi og fl.

Heimavinna: Nemendur eiga að lesa heima fyrir flesta tíma og vinna verkefni endrum og

eins.

Kennari: Hanna Dóra Markúsdóttir

Page 7: Kynning 9. og 10. bekkur - brekkuskoli.is 9. og 10. bekkur.pdf · Kennslufyrirkomulag: Myndasýningar ásamt frásögnum kennara af lífi og starfi í Mósambík, myndbönd, vettvangsferðir

4

Fatahönnun – saumar

Kennsluefni og aðferðir: Nemendur læra að hanna og teikna tískuteikningar, taka mál, sníða

og sauma sér föt. Farið verður á söfn og þematengd verkeni unnin.

Námsmat: Tekið verður bæði skriflegt og verklegt próf á vorönn. Vægi prófs er 30% og

verkefna 70%.

Kennari: Ágústa Karlsdóttir

Fótbolti

Nemendur æfa knattspyrnu undir stjórn íþróttakennara.

Námsmat byggist á ástundun og frammistöðu.

Handbolti – körfubolti

Nemendur æfa handknattleik og körfuknattleik undir stjórn íþróttakennara.

Námsmat byggist á ástundun og frammistöðu.

Heimanámsaðstoð

Markmiðið er að nemendur geti fengið aðstoð við námið á sínum forsendum.

Námsmat: Ástundun, áhugi og frammistaða í kennslustundum

Kennarar: Sigríður Pálmadóttir og Sævar Árnason

Heimilismatur/heimilishald - Útsaumur

Heimilismatur/heimilishald-(1/2 vetur á móti útsaumi).

Markmið: Að auka þekkingu og leikni í heimilisstörfum, efla sjálfstæði, samstarfsvilja og

samábyrgð. Kenna undirstöðuatriði næringar- og matvælafræði. Leggja áherslu á góðar

umgengnisvenjur og borðsiði. Að vekja athygli nemenda á miklivægi hreinlætis almennt.

Lögð er áhersla á að æfa mismunandi matreiðslu- og bakstursaðferðir. Gerðir verða einfaldir

og fljótlegir réttir. Áhersla verður lögð á „gamla góða“ heimilismatinn og baksturinn, bæði

sætt og ósætt. Ýmsu fræðilegu efni sem tengist matargerð og heimilishaldi er fléttað inn í

verklegu tímana.

Nemendur í valhópum taka að sér bakstur og/eða matargerð vegna tilfallandi skemmtana í

tengslum við fjáraflanir nemenda.

Page 8: Kynning 9. og 10. bekkur - brekkuskoli.is 9. og 10. bekkur.pdf · Kennslufyrirkomulag: Myndasýningar ásamt frásögnum kennara af lífi og starfi í Mósambík, myndbönd, vettvangsferðir

5

Námsefni: Matreiðslubækur, fjölbreytt efni af netinu og úr ýmsum bókum. Vinnubókarblöð.

Myndbönd/dvd. Nýtt námsefni: Matur og menning.

Kennsluaðferðir: Einstaklingskennsla, hópkennsla og samvinnukennsla, fer eftir verkefnum

hverju sinni.

Námsmat: Símat, byggt á vinnubrögðum, ástundun, áhuga, frumkvæði og virkni nemandans í

tímum. Einnig er stuðst við sjálfsmat og jafningjamat.

Kennari: Anna Guðný Sigurgeirsdóttir

Útsaumur -(1/2 vetur á móti heimilismat/heimilishaldi).

Kenndar verða ýmsar sporgerðir, bæði til skreytinga á fötum og öðrum hlutum.

Nemendur saumi einn stóran púða þar sem allar sporgerðirnar eru nýttar og saumi síðan út í

ýmsa aðra hluti s.s. föt, púða, dúk eða annað.-heimavinna.

Kennslugögn: ýmis blöð og bækur og námsefni af netinu.

Námsmat: Símat.

Kennari: Ágústa Karlsdóttir

Hreysti

Markmiðið með greininni er að bæta líkamlega hreysti nemenda með þol-, þrek- og

liðleikaæfingum. Notuð er stöðvaþjálfun, skólahreysti (svipaðar æfingar), teygjuhringir o.fl.

Námsmat byggist á mætingum.

Íþróttir

Markmiðið er að gefa nemendum kost á aukinni hreyfingu og kynningu á sem flestum

íþróttagreinum. Um er að ræða aukatíma í íþróttum.

Námsmat byggist á ástundun og frammistöðu.

Listverk

Valgreininni er skipt upp í þrjár til fjórar lotur sem eru:

1) Trémálun og föndur, 2) Málmsmíði, 3) Leðurvinna, 4) Dúkrista

Námsmat: Símat kennara. Metin er undirbúningur, verkleikni, hugmyndaflug, ástundun,

áhugi, hegðun, mætingar, umgengni og frágangur.

Kennarai: Joris Rademaker

Page 9: Kynning 9. og 10. bekkur - brekkuskoli.is 9. og 10. bekkur.pdf · Kennslufyrirkomulag: Myndasýningar ásamt frásögnum kennara af lífi og starfi í Mósambík, myndbönd, vettvangsferðir

6

Líffærafræði – 9. og 10. bekkur

Markmið: Nemendur læri um mannslíkamann, einkum gerð og starfsemi líffærakerfanna og

samspil þeirra.

Kennsluaðferðir:Verkefnavinna, efni á glærum og myndböndum verður kynnt og einnig fá

nemendur að kryfja innyfli úr dýrum.

Námsmat: Próf 70%, vinnubók 20%, vinnusemi í tímum og heima 10%.

Kennari: Hanna Dóra Markúsdóttir

Myndmennt

Markmið: Að þjálfa og þroska huga og hendur nemenda til að tjá eigin hugmyndir,

tilfinningar, þekkingu og reynslu í margskonar efnivið. Að geta fylgt hugmynd til endanlegs

verks. Þekkja fjölbreytni (mynd-) listar.

Námsefni: Listabækur, t.d. Listasaga Fjölva, Listasafn Íslands 1884 - 1994, Líf og list, t.d.

Picasso, Monet, van Gogh, Manet.

Kennsluaðferðir: Að geta nýtt sér í eigin myndsköpun grunnþætti myndlistar, s.s. útfærslu

línunnar, skrautskrift, myndbyggingu, áferð, grafik, málun, rými, fjarvídd, lita- og formfræði

myndbyggingar, rými, fjarvídd, málun, skrautskrift, andlitsteiknun, fígúrur. Nemendur þurfa

að eiga litla skissubók sem þeir teikna í heima. Helstu viðfangsefni eru að teikna eftir

fyrirmynd, munsturgerð, túlkun tilfinninga, formfræði, óhlutbundnar myndir,

pennateikningar, skrautskrift, litafræði, málun, o.fl. Farið verður í vettvangsferðir á

listsýningar og ýmis skemmtileg verkefni unnin.

Námsmat: Símat eftir hvert verkefni. Tekið verður mið af einbeitingu, tækni og

hugmyndaflugi og sjálfstæði í vinnubrögðum, engin próf.

Kennari: Joris Rademaker

Prjón – Pappírsgerð/trölladeig

Prjón -(1/2 vetur á móti pappírsgerð/trölladeig).

Nemendur læra að prjóna nokkrar mismunandi prufur ásamt vettlingum eða sokkum( á

fimm prjóna. )

Síðan er frjálst verkefni í samráði við kennara. –Heimavinna

Kennslugögn: Ýmis blöð og bækur og námsefni af netinu.

Námsmat: Símat.

Kennari: Ágústa Karlsdóttir

Page 10: Kynning 9. og 10. bekkur - brekkuskoli.is 9. og 10. bekkur.pdf · Kennslufyrirkomulag: Myndasýningar ásamt frásögnum kennara af lífi og starfi í Mósambík, myndbönd, vettvangsferðir

7

Pappírsgerð – trölladeig -(1/2 vetur á móti prjóni).

Markmið: Að þroska og þjálfa huga og hönd og efla áhuga nemenda fyrir nytsömu og

þroskandi tómstundastarfi. Kenna nemendum vandvirkni, nýtni og góða umgengni, kenna

nemendum að meta eigin handverk og skapa nothæfa hluti sér til gagns og gamans.

Verkefni: Endurvinna pappír, unnið verður með pappírinn s.s. kort, myndir öskjur o.fl.

Búa til tröllladeig með mismunandi aðferðum og vinna úr því ýmsa skrautmuni.

Ýmist málað eða lakkað.

Kennsluaðferðir: Sýnikennsla, munnlegar útskýringar og fyrirmæli. Lögð er áhersla á að

nemendur skapi sín eigin verk.

Námsmat: Símat. Undirbúningur verksins, verkleikni, áhugi, hugmyndaflug, ástundun,

viðhorf, umgengni og frágangur, hegðun, mætingar og síðast en ekki síst endanlegur

árangur.

Kennari: Anna Guðný Sigurgeirsdóttir

Skúlptúr

Skúlptúr er listform sem unnið er í þrívídd.

Markmið: Á námskeiðinu vinnum við með þrívíð form á mismunandi hátt og í allskonar efni.

Verkefnin eru:

1) Búa til kartonmódel af húsi í þrívíðu formi.

2) Búa til dýr úr leir, setja á það glerung og brenna það.

3) Höggva í tré. Indíána súlu.

4) Andlitsmynd í þrívíðu formi úr leir.

5) Lágmynd—gipsmynd.

6) Búa til skúlptúr úr rusli -(gamalt dót/tæki).

7) Hænsnanet og pappamassi, valfrjálst form.

Námsmat: Símat kennara. Metin er undirbúningur, verkleikni, hugmyndaflug, ástundun,

áhugi, hegðun, mætingar, umgengni og frágangur.

Kennari: Joris Rademaker

Page 11: Kynning 9. og 10. bekkur - brekkuskoli.is 9. og 10. bekkur.pdf · Kennslufyrirkomulag: Myndasýningar ásamt frásögnum kennara af lífi og starfi í Mósambík, myndbönd, vettvangsferðir

8

Spænska I

Markmið:

-að þjálfa nemendur í að lesa texta á spænsku sér til skilnings

-að nemendur læri grunnatriði í spænskri málfræði

-að nemendur fái grunnorðaforða

-að nemendur hlusti á spænskt mál og æfi framburð.

Kennsluaðferðir: Innlögn á töflu, lestur bóka, myndbönd, tölvuforrit, munnlegar og skriflegar

æfingar.

Námsmat: Virkni nemenda, verkefni og próf.

Kennari: Margrét Þóra Einarsdóttir

Spænska II

Undanfari: Einungis þeir sem hafa lokið spænsku I eða hafa einhvern grunn í spænsku geta

skráð sig í áfangann.

Markmið: Að nemendur þjálfist í að lesa texta á spænsku sér til skilnings og læri grunnatriði í

spænskri málfræði. Að nemendur æfist í að mynda setningar og tjá sig á spænsku. Að

nemendur hlusti á spænskt mál og æfi framburð.

Kennsluaðferðir: Innlögn á töflu, myndbönd, munnlegar og skriflegar æfingar og umræða.

Námsmat: Virkni nemenda, verkefni og próf.

Kennari: Margrét Þóra Einarsdóttir

Stafræn ljósmyndum og vefumsjón

Markmið: Farið er í grundvallaratriði ljósmyndunar með stafrænni myndavél, meðferð og

frágangi mynda. Nemendur hafa einnig umsjón með vefsíðum þriggja elstu árganga skólans

og læra um heppilegt viðmót og aðgengi að upplýsingum.Við lok námskeiðs á nemandinn að

hafa öðlast góða þekkingu á vinnslu ljósmynda og grunnatriðum ljósmyndunar með

stafrænni myndavél. Um grunnatriði ljósmyndunar má nefna lýsingu og afmörkun

myndefnis, stafrænar myndavélar, stillingar og notkun, og síðast en ekki síst flutningur

mynda yfir í tölvu og möguleikar á úrvinnslu og birtingu þeirra þar. Nemandinn á einnig að

hafa kynnst því hvernig það er að hafa umsjón með vefsíðu og hvað heppilegt er að fari inn á

slíka síðu og hvað ekki.

Námsgögn: Tilfallandi efni frá kennara og myndefni sem nemendur taka sjálfir.

Kennslutilhögun: Fyrirlestrar, vettvangsferðir, verklegir og bóklegir tímar

Page 12: Kynning 9. og 10. bekkur - brekkuskoli.is 9. og 10. bekkur.pdf · Kennslufyrirkomulag: Myndasýningar ásamt frásögnum kennara af lífi og starfi í Mósambík, myndbönd, vettvangsferðir

9

Námsmat: Ástundun, áhugi og frammistaða í kennslustundum og vettvangsferðum.

Nemendasafnmappa með verkefnum metin. Uppsetning á ljósmyndaverkefnum á vefsíðu og

kynning.

Kennari: Sigríður Margrét Hlöðversdóttir. Gestakennari með einstökum verkefnum Bergþóra

Þórhallsdóttir.

Stjörnufræði

Markmið: Í jarðvísindum er leitast við að láta nemendur öðlast skilning og yfirsýn yfir

alheiminn sem samstætt kerfi. Að nemendur geri sér grein fyrir mismunandi kenningum um

upphaf alheimsins, þróun hans og endalokum. Einnig eiga þeir að kynnast sögu og

einkennum jarðar.

Námsefni: Sól, tungl og stjörnur og fræðsluefni á myndböndum.

Kennsluaðferðir: Farið yfir texta og verkefni unnin í kennslustundum, umræður, horft á

myndbönd.

Námsmat: Próf í lok hvers kafla (80%) og vinnubók (20%) metin.

Tónlist og tölvur

Tölvur þjóna ríkum tilgangi í allri hljóðupptökutækni í dag. Undantekningalaust eru tölvur

notaðar í upptökum á allskyns tónlist og tónsköpun.

Markmið: Að nemendur kynnist því hvernig unnið er með miditækni; midi er merkið sem

hljómborðið sendir til tölvunnar, tölvan les tóninn, lengd hans og hversu sterkt eða veikt

stutt var á hljómborðið. Hljómborðskunnáttu er ekki krafist, því það er svo dásamlegt við

þetta allt saman að til að semja tónlist þarf maður í raun ekki að kunna á hlóðfæri; maður

þarf að kunna á eyru sín og hjarta . Einnig verður stiklað inn í heim hlóðupptökunnar;

upptökur á söng og hlóðfæraleik. Hver og einn nemandi semur sín tónverk, í hvaða stíl sem

hann óskar; tekknó, rokk, popp, o.s.fr.v. 15 nemendur eru í hóp og vinnur hver nemandi á

sér tölvu.

Námsmat byggist á ástundun og frammistöðu ásamt því að verkefni verða metin.

Kennari: Heimir Ingimarsson

Page 13: Kynning 9. og 10. bekkur - brekkuskoli.is 9. og 10. bekkur.pdf · Kennslufyrirkomulag: Myndasýningar ásamt frásögnum kennara af lífi og starfi í Mósambík, myndbönd, vettvangsferðir

10

Ullarþæfing - bakstur

Ullarþæfing -(1/2 vetur á móti bakstri).

Markmið: Nemendur læri um ull og ullarvinnslu.

Kenndar verða mismunandi aðferðir við að þæfa ull, bæði nytjahluti og skrautmuni.

Kennslugögn: Ýmis blöð og bækur og námsefni af netinu.

Mat: Símat.

Kennari: Ágústa Karlsdóttir

Bakstur -(1/2 vetur móti ullarþæfingu).

Markmið: Að auka þekkingu og leikni í heimilisstörfum, efla sjálfstæði, samstarfsvilja og

samábyrgð. Kenna undirstöðuatriði næringar- og matvælafræði. Leggja áherslu á góðar

umgengnisvenjur og borðsiði. Að vekja athygli nemenda á mikilvægi hreinlætis almennt.

Lögð er áhersla á bakstur og mismunandi bakstursaðferðir s.s. þeytt, hrært og hnoðað deig.

Unnið er með mismunandi lyftiefni, lífræn og ólífræn.

Gerðar verða tertur, formkökur, brauðréttir, smábrauð og matarbrauð.

Nemendur í valhópum taka að sér bakstur og/eða matargerð vegna tilfallandi skemmtana í

tengslum við fjáraflanir nemenda.

Námsefni: Matreiðslubækur, fjölbreytt efni af netinu og úr ýmsum bókum. Vinnubókarblöð.

Myndbönd/dvd. Nýtt námsefni: Matur og menning.

Kennsluaðferðir: Einstaklingskennsla, hópkennsla og samvinnukennsla, fer eftir verkefnum

hverju sinni.

Námsmat: Símat byggt á vinnubrögðum, ástundun, áhuga, frumkvæði og virkni nemandans í

tímum. Einnig er stuðst við sjálfsmat og jafningjamat.

Kennari: Anna Guðný Sigurgeirsdóttir

Yndislestur, framsögn og tjáning

Áfangi fyrir þá sem hafa gaman af að lesa og grúska í bókum. Nemendur lesa skáldsögur að

eigin vali en einnig velur hópurinn sameiginlega bækur til að lesa saman og ræða. Unnin

verða verkefni og kynningar í tengslum við bækur og rithöfunda, bæði einstaklings- og

hópverkefni. Framsögn og tjáning þjálfuð og farið í atriði eins og líkamsstöðu og

raddbeitingu.

Markmið: Að auka lestraráhuga og lestraránægju, auka orðaforða, lesskilning og málþroska,

að þjálfa nemendur í að lesa á gagnrýninn hátt, mynda sér skoðanir á því sem þeir lesa og

taka þátt í umræðum um bókmenntir. Að nemendur öðlist öryggi í að koma fram fyrir

framan hóp og tala og tjá skoðanir sínar.

Kennari: Sigríður Pálmadóttir

Page 14: Kynning 9. og 10. bekkur - brekkuskoli.is 9. og 10. bekkur.pdf · Kennslufyrirkomulag: Myndasýningar ásamt frásögnum kennara af lífi og starfi í Mósambík, myndbönd, vettvangsferðir

11

Sameiginlegar valgreinar grunnskóla Akureyrar – samval

Hér er um að ræða greinar sem grunnskólar Akureyrar sameinast um að bjóða upp á þar sem

ekki er nægilegur fjöldi í hverjum skóla fyrir sig til að halda úti svo mörgum greinum. Dag- og

tímasetning kemur fram við hverja grein.

Danska: Kvikmyndir- stuttmyndir - tónlist

Aðaláherslur: Nemendur kynnast dönskum kvikmyndum og stuttmyndum. Jafnframt verður

unnið með danska „unglingatónlist”. Lögð er áhersla á að nemendur geti tjáð sig um efnið jafnt

munnlega sem skriflega.

Kennsluhættir: Horft verður á danskar kvik- og stuttmyndir og verkefni unnin úr þeim. Verkefnin

eru ýmist einstaklings- eða hópverkefni og eiga að auka færni nemenda í ritun jafnt sem töluðu

máli. Jafnframt verður hlustað á danska „unglingatónlist” og unnin verkefni úr henni.

Námsefni: Danskar kvikmyndir, stuttmyndir og tónlist. Verkefni úr smiðju kennara.

Heimanám: Nemendur vinna verkefni tengd þeim viðfangsefnum sem unnið er með hverju sinni.

Námsmat: Verkefni nemenda metin sem og vinnusemi í kennslustundum.

Kennari: Kristín List Malmberg.

Kennt verður í Síðuskóla á miðvikudögum frá kl. 13.40 – 15.00.

Fatahönnun og endurnýting

Skilyrði fyrir þátttöku er að nemendur hafi tileinkað sér grunnþekkingu á saumavél.

Markmið:

Að nemandi

− geti unnið sjálfstætt að eigin textílverki og beiti áunninni þekkingu í hekli, prjóni, útsaumi, vélsaumi o.fl.

− sýni frumkvæði að verkefnum og verkefnavali

− geti beitt helstu áhöldum, verkfærum og tækjum sem notuð eru við textílvinnu

− skipuleggi eigið vinnuferli, geri skriflega vinnuáætlun og lauslega uppdrætti / skissur að verkefni

− sjái möguleika í að útfæra eigin hugmyndir í verk og gera nýja hluti úr gömlum

Námsgögn:

− Farið verður í Rauða krossinn eða Hjálpræðisherinn og keypt föt sem á að breyta.

− Nemendur komi með föt til að breyta eða nýta á annan hátt.

Page 15: Kynning 9. og 10. bekkur - brekkuskoli.is 9. og 10. bekkur.pdf · Kennslufyrirkomulag: Myndasýningar ásamt frásögnum kennara af lífi og starfi í Mósambík, myndbönd, vettvangsferðir

12

− Skissubók.

Kennslufyrirkomulag: Kennsla fer fram einu sinni í viku 2x40 mín allt skólaárið. Heimanám felst í

hugmyndavinnu og skissuteikningum. Ef nemendur kjósa að nota ekki það efni sem skólinn býður

upp á er þeim frjálst að koma sjálfir með efni/fatnað.

Námsmat: Verkefnin eru metin þegar þeim er lokið og við matið er tekið tillit til áhuga, færni og

vinnusemi nemenda. Símat.

Kennari: Hafdís Einarsdóttir.

Kennt verður í Lundarskóla á þriðjudögum frá kl. 13.40 – 15.00.

Fjármálin mín

Markmiðið með valgreininni er að nemendur öðlist þekkingu og skilning á því að halda utan um

eigin fjármál og þeirri fjárhagslegu ábyrgð sem hvílir á okkur í daglegu lífi. Farið verður yfir

heimilsrekstur, s.s. innkaup, rekstur bifreiða og önnur útgjöld sem heimili standa frammi fyrir.

Lögð verður áhersla á að nemendur læri að leita sér þekkingar í því fjármálaumhverfi sem við

búum við á Íslandi á hverjum tíma. M.a. verður farið yfir möguleika heimabankans og þá

þjónustu sem bankar og aðrar fjármálastofnanir veita.

Námið byggir á fyrirlestrum, heimsóknum, vettvangsferðum í fyrirtæki og verkefnum sem unnin

eru í kennslustundum.

Námsmat: Nemendur safna verkefnum í möppur sem unnin eru í kennslustundum sem þeir skila

í lok hvorrar annar. Einstaka sinnum fá nemendur verkefni með sér heim sem þeir vinna með í

næsta tíma. Eftir vettvangsheimsókn á vinnustaði skila nemendur verkefni um vinnustaðinn og

upplifun þeirra á staðnum. Þá er unnið með sjálfsmat og jafningjamat.

Kennari: Hafþór Einarsson.

Kennt verður í Oddeyrarskóla á miðvikudögum kl. 13:40 -15:00.

Fjölmiðlun

Áfangalýsing:

Inngangur og kynning á helstu formum nútímafjölmiðlunar; dagblöð, tímarit, ljósvakamiðlar og

fjölmiðlun innan netheima.

Stuttmyndagerð; unnið er með kvikmyndaformið og frásögn með myndum. Handritsvinna er afar

mikilvægur þáttur sem verður farið í fyrstu vikurnar, síðan tekur við upptaka, klipping og

eftirvinnsla.

Fréttabæklingur; nemendur sjá um útgáfu fréttabæklings. Læra að taka viðtöl, byggja upp texta

og fréttaöflun. Einnig er fræðsla um uppsetningu slíks bæklings.

Siðfræði; þar sem farið verður yfir siðareglur blaðamanna, tekin verða fyrir dómsmál þessu tengt

og farið yfir þau.

Page 16: Kynning 9. og 10. bekkur - brekkuskoli.is 9. og 10. bekkur.pdf · Kennslufyrirkomulag: Myndasýningar ásamt frásögnum kennara af lífi og starfi í Mósambík, myndbönd, vettvangsferðir

13

Markmiðið:

− að nemendur kynnist fjölmiðlum út frá helstu kenningum um fjölmiðla.

− að nemendur fái skýra mynd af hlutverki fjölmiðla og kynnist fjölmiðlum í íslensku

samfélagi.

− að nemendur læri að skrifa ritaðar fréttir, setja þær rétt upp og fái innsýn í gerð

fréttabæklings.

− að nemendur fái innsýn í stuttmyndagerð, læri að gera handrit, læri grunnatriði á

upptökuvél og síðan eftirvinnslu við gerð stuttmyndar.

− að nemendur fái innsýn í siðareglur blaðamanna

Námsmat: Verkefnavinna, ástundum og virkni.

Kennslubækur/kennslugögn: Petersen, Lars og Pettersen, Ake. 2000. Fjölmiðlafræði. (2. útgáfa)

Þýtt af Adolf Petersen. Reykjavík: Mál og menning.

Ítarefni: Efni frá kennara; ljósrit, tímarit, sjónvarpsefni, útvarpsefni, kvikmyndir.

Kennari: Hlynur Birgisson.

Kennt verður að hluta í Rósenborg og að hluta í Brekkuskóla á þriðjudögum kl. 13:40-15:00.

Frjálsar íþróttir

Kenndar verða ýmsar greinar frjálsra íþrótta.

− Hlaup; spretthlaup, grindahlaup, langhlaup og boðhlaup.

− Stökk; langstökk, hástökk, þrístökk og stangarstökk.

− Kastgreinar; kúluvarp, kringlukast og spjótkast.

Tilgangurinn er að vekja áhuga á fjölbreytni frjálsra íþrótta, sem og að nýta góða aðstöðu í

Boganum og á nýjum frjálsíþróttavelli á Þórssvæðinu.

Námsmat: Áhugi, ástundun, frumkvæði og virkni í tímum

Kennari: Unnar Vilhjálmsson íþróttakennari.

Kennt verður í Boganum á þriðjudögum kl: 13.40-15.00.

Förðun og tíska

Nemendur þurfa ekki að hafa neina þekkingu í greininni, heldur áhuga á förðun og tísku, því að

byrjað verður alveg frá grunni. Förðun, farið er í gegnum meðhöndlun á vörum og áhöldum og

umhirðu á húðinni. Farið verður svo í grunn atriði í sambandi við förðun og mismunandi aðferðir

sem að hægt er að nota. Fjallað verður um hvernig tíska og förðun fléttast saman, þróun frá

mismunandi tímabilum og til dagsins í dag. Skoðaðar verða bækur um tímabilaförðun,

tískutímarit og sýningar Nemendur vinna tveir og tveir saman og gera vinnubók með mismunandi

verkefnum

Page 17: Kynning 9. og 10. bekkur - brekkuskoli.is 9. og 10. bekkur.pdf · Kennslufyrirkomulag: Myndasýningar ásamt frásögnum kennara af lífi og starfi í Mósambík, myndbönd, vettvangsferðir

14

Námsmat: Vinnumappa, sjálfstæð vinnubrögð og áhugi.

Kennari: Soffía Hafþórsdóttir

Kennt verður í Strandgötu 19. (Áður Gallerý Grúska) þriðjudaga kl. 13:40 – 15:00 og miðvikudaga

kl.13:40 – 15:00.

Handboltaskóli

Boðið er upp á kennslu og þjálfun sem byggir á handboltaæfingum og fræðslu um handbolta.

Námsmat: Tekið er mið af áhugasemi, einbeitingu og árangri.

Kennari: Jóhannes Bjarnason

Kennt verður á miðvikudögum kl. 13:40-15:00 í KA-húsinu.

Hreyfing og nýr lífsstíll

Þetta valfag er fyrir þá sem ekki stunda reglulega hreyfingu en vilja breyta um lífsstíl.

Markmið:

− Kynna og kenna fjölbreyttar aðferðir til að stunda hreyfingu.

− Að líkamsrækt og heilbrigður lífsstíll verði hluti af daglegu lífi. Kennt verður jafnt úti sem inni.

Kennslufyrirkomulag: Farið verður meðal annars í gönguferðir, hjólaferðir, hlaup, sund og á

líkamsræktarstöðvar. Hluti námsins verður bóklegur þar sem farið verður í mataræði og heilbrigt

líferni. Gert er ráð fyrir einstaklingsmiðuðum áætlunum þar sem hver og einn getur unnið á

sínum hraða og getu. Heimanám felst í að fara eftir ákveðnum lífsstílstengdum markmiðum.

Námsmat: Virkni, áhugi og mæting.

Kennarar: Birgitta Guðjónsdóttir og Jóhanna Einarsdóttir.

Kennt verður á þriðjudögum í Lundarskóla og umhverfi hans kl. 13:40-15:00.

Knattspyrnuskóli Þórs

Knattspyrnuskóli Þórs er fyrst og fremst ætlaður nemendum sem æfa knattspyrnu í 3. flokkum

Þórs - drengja og stúlkna. Það er skilyrt af hálfu Þórs að nemendur sæki allar æfingar, á skólatíma

og utan. Auk hefðbundinna æfinga eiga nemendur að sækja 3-4 fyrirlestra um

mataræði/næringarfræði, fíkniefni/tóbak/áfengi, leikfræði o.fl. og eru þeir haldnir í Hamri um

helgar. Fyrirlesarar eru ýmsir.

Nemendur borga æfingagjöld eins og aðrir í Þór en fá frían æfingagalla. Nemendur geta fengið 4

vikustundir metnar fyrir þátttöku í Knattspyrnuskólanum, þ.e.a.s. 2 fyrir valgreinina og 2 fyrir

þátttöku í æfingum félagsins.

Námsmat: Tekið er mið af áhugasemi, einbeitingu og árangri.

Page 18: Kynning 9. og 10. bekkur - brekkuskoli.is 9. og 10. bekkur.pdf · Kennslufyrirkomulag: Myndasýningar ásamt frásögnum kennara af lífi og starfi í Mósambík, myndbönd, vettvangsferðir

15

Kennt verður í Boganum á miðvikudögum 13:40-15:00 og aðrar æfingar eru á hefðbundnum

æfingatímum. Ekki er útilokað að æfing verði fyrir skólatíma að morgni.

Kór fyrir 8., 9. og 10. bekk.

Metnaðarfullur kór sem tekur fyrir verkefni bæði fyrir jól og vor sem endar með tónleikum í bæði

skiptin, einnig er hugmynd að fá einhverja stjörnu til að syngja með á tónleikunum. Ef einhver

nemandi sýnir framúrskarandi hæfileika að þá fær sá hinn sami að syngja einsöng með kórnum ef

nemandinn kærir sig um það. Söngleikir eru alltaf vinsælir og getur kórinn tekið þátt í

uppfærslum eða kórinn æfir upp söngleik. Það er margt hægt að gera, en verkefni munu að hluta

mótast af samsetningu og getu hópsins. Þetta er valfag fyrir nemendur en nemandinn verður að

koma í áheyrnarprufu áður en hann er tekinn inn í kórinn. Þannig skapast e.t.v. meiri áhugi að

koma í kórinn, bæði fyrir stráka og stelpur.

Kennari: Heimir Ingimarsson.

Kennt verður í Brekkuskóla á þriðjudögum kl. 13:40-15:00

Landafræði og saga

Markmið: Að nemendur öðlist þekkingu á þeim breytingum sem urðu á heimsmynd 20.aldar,

nemendur skilji landfræðileg hugtök og kunni að lesa úr gögnum.

Námsefni: History of the 20th Century, ásamt ýmsum ljósritum um almenna landafræði og sögu,

auk þess sem internetið verður notað að einhverju leiti.

Kennslufyrirkomulag: Auk þess að nota fyrrgreind námsgögn, velja nemendur sér viðfangsefni,

m.a. afla þeir sér upplýsinga um einstök ríki eða svæði. Þeir sækja upplýsingar í bækur, tölvur,

kort og önnur gögn. Hópverkefni af ýmsu tagi eru unnin. Yfirleitt eiga nemendur að lesa heima

og/eða leysa verkefni fyrir kennslustundir.

Námsmat: Símat fer fram í kennslustundum. Verkefni í tímum og heima. Á hvorri önn er unnin

ein ritgerð sem metin er til einkunnar.

Kennari: Þorvaldur Gröndal.

Kennt verður í Brekkuskóla á miðvikudögum kl. 13:40-15:00.

Líkamsrækt Átak

Fjölbreyttar æfingar undir leiðsögn grunnskólakennara með langa og víðtæka reynslu af

líkamsræktarþjálfun.

Markmið námskeiðsins er að kynna líkams- og heilsurækt fyrir nemendum og leyfa þeim að prófa

þær fjölbreyttu leiðir og aðferðir sem eru í boði á heilsuræktarstöðvunum. Einnið að þjálfa þol og

þrek þátttakanda og undirstrika mikilvægi þess að hreyfing sé hluti að heilsusamlegum lífsstíl.

Page 19: Kynning 9. og 10. bekkur - brekkuskoli.is 9. og 10. bekkur.pdf · Kennslufyrirkomulag: Myndasýningar ásamt frásögnum kennara af lífi og starfi í Mósambík, myndbönd, vettvangsferðir

16

Boðið verður uppá fjölbreytta tíma í þolfimisal t.d. Body pump, spinning og palla. Nemendum

verður kennt á tækin í tækjasalnum og þeir fá æfingaáætlanir og læra að setja sér markmið.

Kennari: Björk Pálmadóttir

Kennt verður á þriðjudögum kl. 14:00-15:00 og 15:00-16:00 í húsnæði Átaks, Strandgötu, mæting

13:50 eða 14:50

Líkamsrækt - Bjarg

Þetta valfag er fyrir þá sem vilja læra um hvernig maður ber sig að og æfir á líkamsræktarastöð.

Markmið:

− Kynna og kenna fjölbreyttar aðferðir til að stunda hreyfingu á líkamsræktarstöð.

− Að líkamsrækt og heilbrigður lífsstíll verði hluti af daglegu lífi.

Kennslufyrirkomulag: Kennt á tæki í líkamsræktarsal. Einnig verður farið í fjölbreytta hópþjálfun,

þ.e. spinning, BodyPump, Gravity, palla, þrektíma, slökun og teygjur.

Námsmat: Virkni, áhugi og mæting.

Kennari: Birgitta Guðjónsdóttir. Kennt verður á miðvikudögum á Bjargi og jafnvel víðar.

Matur úr héraði og siðir

Markmiðið með þessari valgrein er að nemendum í 9. og 10. bekk í grunnskólum Akureyrar:

− gefist kostur á að þekkja það helsta hráefni sem framleitt er í héraði.

− skilji mikilvægi þess að versla/nota hráefni frá héraði og hverju það skilar í samfélagið.

− læri helstu atriði um borðsiði og hvernig maður ber sig að í boðum.

Kennarar: Friðrik og Arnrún eigendur FRIÐRIKS V, auk þess sem þau njóta aðstoðar frá starfsfólki

sínu.

Kennt verður hálfan vetur, á þriðjudögum frá kl.13.40 til 16.00 í Kaupvangsstræti 6, á FRIÐRIK V,

auk þess sem farið verður í vettvangsferðir til framleiðanda í héraðinu.

Vettvangsferðir geta breyst með stuttum fyrirvara, með tilliti til framleiðanda og aðstæðna hjá

þeim.

Mósaík – bútasaumur - leir

Hér eru sett saman þrjú námskeið sem öll byggja á verklegum þáttum. Hvert um sig mun standa í

u.þ.b. 10 vikur, 2 kennslustundir í senn.

a) Mósaík Unnið verður með 3mm litað gler, spegla og etv eitthvað annað efni sem til fellur.

Verkin verða frekar stór, ca. 30x60 cm – 50x60 cm. Veggmyndir, speglar, borðplötur,

blómavasar (á vasana notum við málað eggjaskurn) ofl.

Page 20: Kynning 9. og 10. bekkur - brekkuskoli.is 9. og 10. bekkur.pdf · Kennslufyrirkomulag: Myndasýningar ásamt frásögnum kennara af lífi og starfi í Mósambík, myndbönd, vettvangsferðir

17

Þegar verkin eru búin eru settar veggfestingar aftan á eða annað sem þarf.

Námsmat: Færni, vinnubrögð, vinnusemi, frumkvæði, umgengni og frágangur.

b) Bútasaumur Kennd verða grunnreglur og vinnulag í bútasaumi með áherslu á nákvæmni í

vinnubrögðum. Nemendur sníða, sauma og ganga frá litlu stykki og geta þannig haldið áfram eftir

því sem tími vinnst til. Farið verður yfir val og meðferð efnis og litaval. Þá verður kennt að lesa úr

uppskriftum svo nemandinn geti unnið sjálfstætt. Nauðsynlegt er að nemendur séu færir um að

þræða og stilla saumavélar eftir fyrirmælum og geti unnið nokkuð sjálfstætt. Markmið

námskeiðsins er að hver og einn geti nýtt sér þekkinguna til áframhaldandi saumaskapar.

Námsmat: Afrakstur námskeiðsins, áhugi, sjálfstæði í vinnubrögðum, nákvæmni í saumaskap og

hegðun í tímum

c) Leirmótun Helstu áhersluatriði: Nemendur vinna leirmuni að eigin vali, í samráði við kennara,

sem fela í sér hugmyndavinnu, verklega útfærslu og myndræna framsetningu í formi og lit.

Kynntar verða mismunandi aðferðir við leirmótun, hönnun hluta, áferð, munsturgerð og litaval

og unnið með þær hugmyndir í verkefnavinnunni eftir því sem tími vinnst til. Unnið verður með

jarðleir og reynt eftir aðstæðum að bjóða upp á fjölbreytta útfærslumöguleika eftir áhuga

nemenda hverju sinni. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð og skapandi úrlausnir verkefna.

Nemendur tileinki sér góða umgengni um efni og áhöld.

Helsta námsefni: Ýmsar bækur og vefsíður um leirmótun og hönnun hluta, Saga listarinnar og

samantekt um listamenn.

Helstu Kennsluaðferðir: fyrirlestur við upphaf kennslu, einstaklingsleiðsögn.

Námsmat: Byggist á símati þar sem virkni, frumkvæði, úrvinnsla hugmynda og vinnubrögð er

notað sem grundvöllur fyrir lokaumsögn. Auk þess er byggt á sjálfsmati nemenda og einstök

verkefni metin í samræmi við markmið.

Kennarar:

Kennt verður í Glerárskóla á þriðjudögum kl.13.40 -15:00

Spænska

Helstu áhersluatriði: Tungumálið er kynnt og nemendum verður kennt að bjarga sér á spænsku

meðal annars með því að æfa einföld samtöl. Farið verður í grunnmálfræði eins og beygingar

sagna í nútíð, kyn og tala nafnorða og lýsingarorða, orðaröð í setningu o. fl. Áhersla verður lögð á

orðaforða og munnlegar æfingar. Námsefni er valið efni frá kennara.

Námsmat: Vinna nemenda heima og í kennslustundum metin, kannanir gerðar reglulega og próf í

lok annar.

Kennari: Kári Jóhannesson.

Kennt verður í Glerárskóla á þriðjudögum kl. 13:40-15:00.

Page 21: Kynning 9. og 10. bekkur - brekkuskoli.is 9. og 10. bekkur.pdf · Kennslufyrirkomulag: Myndasýningar ásamt frásögnum kennara af lífi og starfi í Mósambík, myndbönd, vettvangsferðir

18

Stjörnufræði

Markmið: Að nemendur öðlist þekkingu á helstu kenningum um tilurð alheimsins,

stjörnumerkjunum og þróun stjarna og vetrarbrauta. Einnig verður fjallað um sólkerfið okkar,

jörðina og tunglið.

Námsefni: Sól, tungl og stjörnur. Auk þess efni af veraldarvefnum og kennslumyndbönd.

Kennsluaðferðir: Kaflar úr bókinni eru lesnir, ræddir og stundum glósað upp úr þeim. Farið í

verkefni eftir hvern kafla auk þess sem nemendur vinna verkefni tengd heimildavinnu.

Nemendur vinna áðurnefnd heimildaverkefni um valið efni og stefnt er að því að fara í

stjörnuskoðun.

Námsmat: Kennari metur vinnu nemenda jafnóðum. Kannanir eru lagðar fyrir reglulega og

heimavinna og vinnusemi í kennslustundum metin.

Kennari: Sigrún Sigurðardóttir.

Kennt verður í Síðuskóla á miðvikudögum. kl. 13:40

Stórhljómsveit - fyrir 8., 9. og 10. bekk

Nemendur velja sér hljóðfæri, læra á það og læra að spila saman í hljómsveit.

Dæmi um hljóðfæri sem hægt væri að velja sér:

• Söngur

• Gítar

• Bassi

• Trommur

• Slagverk

• Píanó

• Trompet

• Básúna

• Saxafónn

• Þverflauta

• Fiðla

• Selló

- og bara öll hljóðfæri sem þeim dettur í hug og svo framarlega að þau séu til í Tónlistarskólanum

eða í Brekkuskóla.

Nánar verður farið út í uppruna hljóðfæranna og allskonar afbrigði af hljóðfærunum skoðuð.

Nemendur kynnast hljóðfærinu alveg frá grunni.

Þessi stórhljómsveit gæti svo tekið þátt í hinum ýmsu atburðum sem eru á dagskrá í grunnskólum

bæjarins, og jafnvel ef vel gengur farið út á við og spilað fyrir Akureyringa.

Kennari: Heimir Ingimarsson

Kennt verður á mánudögum kl. 14:40-16:00 í Brekkuskóla.

Tónlist og tölvur

Tölvur þjóna ríkum tilgangi í allri hljóðupptökutækni í dag. Undantekningarlaust eru tölvur

notaðar í upptökum á allskyns tónlist og tónsköpun.

Markmið: Að nemendur kynnist því hvernig unnið er með miditækni; midi er merkið sem

hljómborðið sendir til tölvunnar, tölvan les tóninn, lengd hans og hversu sterkt eða veikt

stutt var á hljómborðið. Hljómborðskunnáttu er ekki krafist, því það er svo dásamlegt við

Page 22: Kynning 9. og 10. bekkur - brekkuskoli.is 9. og 10. bekkur.pdf · Kennslufyrirkomulag: Myndasýningar ásamt frásögnum kennara af lífi og starfi í Mósambík, myndbönd, vettvangsferðir

19

þetta allt saman að til að semja tónlist þarf maður í raun ekki að kunna á hljóðfæri; maður

þarf að kunna á eyru sín og hjarta. Einnig verður stiklað inn í heim hljóðupptökunnar;

upptökur á söng og hljóðfæraleik. Hver og einn nemandi semur sín tónverk, í hvaða stíl

sem hann óskar; tekknó, rokk, popp, o.s.frv. 15 nemendur eru í hóp og vinnur hver

nemandi á sér tölvu.

Námsmat byggist á ástundun og frammistöðu ásamt því að verkefni verða metin.

Kennari: Heimir Ingimarsson

Kennt verður í Brekkuskóla á miðvikudögum kl. 13:40-15:00

Tölvur í dagsins önn

Markmið:

-að nemendur viti úr hvaða hlutum tölva er samsett

-að nemendur geti sett upp tölvu

-að nemendur geti sinnt almennu viðhaldi

-að nemendur æfist í fingrasetningu og auki hraða sinn í innslætti

-að nemendur verði betur undirbúnir fyrir framhaldsskóla

-að nemendur kynnist því að skrifa fréttir og taka viðtöl

Farið verður í fjölmiðlun, ljósmyndun, Word, Excel, Ritfinn og fleira sem nýst gæti nemendum í

námi og starfi.

Námsmat: Ástundun, áhugi og frammistaða í kennslustundum.

Kennslan fer fram í Lundarskóla.

Kennari: Atli Brynjólfsson, kennt verður í Lundarskóla á miðvikudögum, kl. 13:40-15:00

Athugið !!! Nauðsynlegt er að nemendur geti komið með stafræna myndavél að heiman.

Útivist og hreyfing

Markmið:

• Að nemendur læri grunnatriði útivistar s.s. mikilvægi þess að klæða sig rétt, neyta hollrar fæðu og undirbúa sig vel eins og að fylgjast með veðri og færð.

• Að nemendur læri að þekkja nokkrar gönguleiðir í nágrenni bæjarins.

• Að nemendur læri að þekkja nokkrar hjólaleiðir í nágrenni bæjarins.

• Að nemendur læri grunnatriði skyndihjálpar.

Aðaláherslan verður á útivistina að hausti. Farið verður í þrjár gönguferðir í nágrenni bæjarins.

Gengið verður upp í Fálkafell – Gamli – Kjarnaskógur, Vaðlaheiði og Hlíðarfjall. Gert er ráð fyrir

því að nemendur komi sér sjálfir á upphafspunkt þar sem gönguferðir hefjast og séu sóttir að

lokinni gönguferð. Mikilvægt er að nemendur hafi aðgang að góðum skjólfatnaði og séu vel

búnir til fótanna. Farið verður í gönguferðirnar á virkum dögum. Gönguferðirnar munu taka frá 4-

6 klst.

Page 23: Kynning 9. og 10. bekkur - brekkuskoli.is 9. og 10. bekkur.pdf · Kennslufyrirkomulag: Myndasýningar ásamt frásögnum kennara af lífi og starfi í Mósambík, myndbönd, vettvangsferðir

20

Farið verður eina ferð í fjallið á skíði/bretti og ein ferð á skautasvellið.

Námsmat: Ekki er próf úr útivistarhlutanum en nemendur þurfa að mæta í allar gönguferðirnar.

Í skyndihjálparhlutanum verður m.a. farið í rétt viðbrögð við aðkomu að slysum, endurlífgun,

blóðmissi, beinbrotum, höfuðáverkum og bráðasjúkdómum.

Farið verður í vettvangsferð á slökkvistöðina.

Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar, verkleg kennsla og leikir tengdir skyndihjálpinni.

Teknar verða þrjár kannanir yfir tímabilið og verkleg könnun í endurlífgun. Lokaeinkunin 7 gefur

nemendum rétt á að sækja um skírteini til Rauða Krossins sem metið er til einnar einingar í

framhaldsskólum.

Fræðsla verður um Björgunarsveitina Súlur og húsnæði hennar verður skoðað.

Þar sem ekki er unnt að koma ýmsum þáttum valgreinarinnar fyrir innan tveggja kennslustunda á

viku, verður hún kennd í lotum inn á milli sbr. Gönguferðir, vettvangsferðir og viðamiklir þættir

innan skyndihjálparinnar eins og endurlífgun. Mun því valgreininni ljúka töluvert fyrir vorið.

Valgreinin hefur aðsetur í Síðuskóla

Kennari: Anna Sigrún Rafnsdóttir

Kennt verður á miðvikudögum kl. 13.40-15.00 en stundum í lengri lotum þannig að henni lýkur

fyrr að vori.

Ullarþæfing

Nemendur byrja á að fá fræðslu um ullina og ullarþæfingu og læra nokkrar aðferðir við að þæfa

ull. Þeir gera ýmsa nýtilega hluti s.s. myndir, dúka, töskur, trefla, sjöl og annan fatnað.

Þegar nem eru orðnir nokkuð sjálfstæðir fá þeir að velja hvað þeir gera, innan vissra marka.

Efni. Kemba, skrautgarn, þæfingarnálar, perlur, pallíettur, silkisiffon o.fl.

Kennt verður í Giljaskóla á miðvikudögum kl. 13.40 – 15.00

Vetraríþróttir

Skautar: Farið verður í grunnatriði skautaíþrótta, hokkí og krullu. Framvinda kennslunnar fer eftir

samsetningu hópsins. Búnaður fyrir nemendur er á staðnum.

Námsmat: Mætingar, frammistaða, framfarir og áhugi.

Kennsla fer fram í skautahöllinni á þriðjudögum frá 13:50-15:10 og er kennt á haustönn.

Skíði: Farið verður í grunnatriði skíðaíþrótta. s.s. svigskíði, gönguskíði og bretti. Námið skiptist í

bóklega og verklega tíma. Framvinda kennslunnar fer eftir samsetningu hópsins. Búnaður fyrir

nemendur er á staðnum.

Námsmat: mætingar, frammistaða, framfarir og áhugi.

Kennslan fer fram í Hlíðafjalli á þriðjudögum 13:40-16:20 í 8 vikna lotu á vorönn.