Kiwanisfréttir 2012 - Desember

28
Kiwanis Umdæmið Ísland -Færeyjar Desember 2012 Hjálpum börnum heimsins www.kiwanis.is 12.12.2012 Vígsludagur Kiwanisklúbbsins Dyngju Gleðileg jól Gleðilig Jól

description

Kiwanisfréttir er vettvangur til að koma á framfæri fréttum um starfsemi Kiwanisklúbba s.o. fréttum frá Kiwanisumdæmi Ísland-Færeyjar.

Transcript of Kiwanisfréttir 2012 - Desember

Page 1: Kiwanisfréttir 2012 - Desember

Kiwanis Umdæmið Ísland -Færeyjar

Desember 2012

Hjálpum börnum heimsins www.kiwanis.is

12.12.2012Vígsludagur

Kiwanisklúbbsins Dyngju

Gleðileg jól Gleðilig Jól

Page 2: Kiwanisfréttir 2012 - Desember

2

KIWANISFRÉTTIR 40. árg. • 1. tbl. • Desember 2012Útgefandi: Kiwanisumdæmið Ísland FæreyjarÁbyrgðarmaður: Hjördís Harðardóttir umdæmisstjóriRitstjóri: Óskar Guðjónsson Umbrot: Óskar Guðjónsson Forsíðumynd: Frá Vígsluhátíð DyngjuPrentun: Prentmet

Í ÞESSU BLAÐIDesember 2012

Umdæmisstjórapistill........................................... 3Elska og allsleysi Hugvekja Gunnþórs Ingasonar............................................... 4Ritstjóraspjall ........................................................ 5Kiwanisklúbburinn Ós í 25 ár............................. 6Frá vígslu Dyngju.................................................. 7Eyjamenn virkir að vanda.................................... 8Framtíðarsýn kiwanis.is ...................................... 9Fá félagarnir ekki Kiwanisfréttir? 9Umgjörð Jörfa......................................................... 10Af hreinskilni mælt!!!............................................ 12Úr Føroyaøki.......................................................... 13Tórshavn á tímamótum........................................ 14Í minningu fallins félaga...................................... 15Kiwanisklúbburinn Elliði 40 ára......................... 16Nú Elliðiaveislu gjöra skal................................... 17Styrktarsjóður......................................................... 18Af aðventustússi Eldeyjar.................................... 19Frá K-dagsnefnd.................................................... 20Miðstöð foreldra og barna................................... 21Það er gaman í Hraunborg !!!.............................. 22Af græðlingsvexti á Grensásvegi........................ 23Tryggingarsjóður Kiwanisfélaga........................ 24Svipmyndir frá umdæmisþing ........................... 25Frá Ferðanefnd....................................................... 25Svæðafréttir............................................................ 26

Page 3: Kiwanisfréttir 2012 - Desember

Umdæmisstjórapistill

Hjördís Harðardóttir umdæmisstjóri 2012-2013

Efling - Sýnileiki - Jákvæðni - Framsækni

Ágætu Kiwanisfélagar Nú eru liðnir rúmlega tveir mánuðir frá því að ég tók við sem umdæmisstjóri og get ég ekki annað sagt en að þetta sé búinn að vera skemmtilegur tími. Ég hef komið víða við á þessum tíma m.a. skipt um stjórn, heim-sótt klúbba, farið í afmæli og á svæðisráðsfundi. Mér hefur alls staðar verið mjög vel tekið og það er greinilegt að meðal Kiwanis-félaga er mikil vinátta og það eru forréttindi að tilheyra þessum félagsskap. Skýrslur frá klúbbunum sýna hvað starfið er gríðarlega öflugt og það er gaman í Kiwanis. Mig langar að þakka ykkur kæru félagar fyrir þetta góða starf sem þið leggið á ykkur fyrir Kiwanis-hreyfinguna, þið sýnið það svo sannarlega að þið hafið það sem þarf, Kiwanishjartað. Á þinginu í Reykjanesbæ kynnti ég nýtt fyrirkomulag útbreiðslu – og fjölgunarnefndar sem snýst um það að fá áhuga-sama félaga úr öllum klúbbum til að vinna saman að eflingu hreyf-ingarinnar. Formaður nefndar- innar sendi nýlega út bréf til forseta allra klúbba og bað um nöfn á tveimur félögum sem væru tilbúnir að vinna með fjölgunarteyminu, vona ég að forsetar bregðist fljótt við þessu bréfi. Kvennanefndin mun starfa eins og áður en hefur nú stækkað og fengið konur úr öllum kvenna- klúbbunum í nefdina. Undanfarin ár hefur starf nefndarinnar verið mjög kraftmikið og hefur vinna þeirra skilað góðum árangri og þær hafa sýnt að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Við þurfum að efla hreyfing-una og til þess þurfum við fleiri félaga og nýja klúbba svo hægt sé að halda áfram þessu frábæra starfi sem klúbbarnir eru að vinna

að um ókomna tíð. Með nýjum félögum koma nýjar hugmyndir og nýjir kraftar. Við þurfum að kynna betur hvað Kiwanis stendur fyrir og hvað við höfum upp á að bjóða, vera sýnilegri. Það er gaman að segja frá því að græðlingsklúbburinn Dyngja var formlega vígður þann 12.12.12. Með tilkomu Dyngju eru nú klúbb-arnir í umdæminu orðnir 37 og tilheyrir klúbburinn Freyjusvæði. Ný fyrirmyndaviðmið voru kynnt á haustdögum, hvet ég klúbba til að kynna sér viðmiðin sem eru að finna á kiwanis.is. Ör- litlar breytingar hafa verið gerðar og ættu nú allir klúbb-ar að eiga sömu möguleika á að verða fyrirmyndarklúbbur. Félagar geta orðin fyrirmyndar félagi og svæðisstjórar getur orðið fyrirmyndar svæðisstjóri. Nýtt fréttabréf, Raffréttir litu dagsins ljós fyrir skömmu og vona ég að Kiwanisfélagar hafi verið ánægðir með þessa nýjung. Hvet ég klúbba til þess að nýta sér Raf-fréttir og senda inn fréttir og myndir. Ætlunin er að Rafréttir komi út 4-6 sinnum á ári og eru viðbót við Kiwanisféttir. Í upphafi starfsárs fengum við bréf frá KI þar sem okkur var tilkynnt að við værum ekki leng-ur fullgilt umdæmi þar sem við

værum ekki með 1000 félaga. Við sendum út bréf og mótmæltum og báðum um frest í a.m.k tvö ár. Við fengum frestinn en bara fram að 1. október. Á þinginu í sept-ember var borin upp tillaga sem var samþykkt af þingfulltrúum og var hún send til heimsstjórnar KI. Þar var þess krafist að þegar KI tæki svona afdrifaríka ákvörðun um stöðu umdæmisins. þá ætti að taka tillit til legu umdæmisins, íbúafjölda og að við höfum verið sjálfstætt umdæmi yfir 40 ár og með Kiwanisstarf í næstum 50 ár. Í nóvemberlok sendi ég út fyrir-spurn til heimsforseta, Tom DeJulio og óskaði eftir því að okkur yrði svarað því að samþykktin hafði verið til umræðu á heimsstjórnar-fundi í byrjun október. Jákvætt svar barst strax frá heimsfor-seta þar sem hann sagði að þessi ákvörðun heimsstjórnar KI um að færa umdæmið niður um flokk og vera umdæmi í aðlögun, hafi verið ruglingsleg, valdið óánægju og ekki skilað því sem til var ætlast. Þetta átti að nota til að þrýsta á umdæmið til þessa að fjölga en ekki hafa þessi neikvæðu áhrif sem það gerði. Á fundi heimsstjórnar sem haldinn verður í janúar verður þetta rætt og þar mun heims-forseti Tom Dejulio hvetja stjórnina til þess að breyta reglugerðinni og Umdæmið Ísland – Færeyjar verði aftur fullgilt umdæmi. Þetta eru frábærar fréttir fyrir okkur. Að lokum óska ég öllum Kiwan-isfélögum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og vona ég að nýtt ár verði ykkur gæfuríkt. Mig langar líka að þakka ykkur fyrir liðnar samverustundir og vona að ég fái tækifæri til að hitta sem flesta á komandi ári.

Með Kiwaniskveðju

Hjördís Harðardóttir Umdæmisstjóri

3

Page 4: Kiwanisfréttir 2012 - Desember

4

Hugljúf frásögn jóla um engla-söng í næturmyrkri og fjárhirða, sem heyra hann og fá vitnesku um þýðingu barnsfæðingarinnar í Betlehem forðum daga, vitnar um það hve miklu varðar að fá greint himinljós og æðri lífsvíddir þótt jarðnesk augu sjái þær ekki og stillt vitund og veru inn á bylgju-lengd þeirra. Farsæld nýfædds barns er mjög undir því komin, að skynjun á þeim víddum sé glædd með því fyrir trú, svo að himin-birtan varpi ljósi sínu sem best inn á vegferð þess. ,,Ef ég gæti breytt öllum heiminum myndi ég kannski byrja á börnunum, gefa þeim sól og sumaryl. Þau lifa í heimi sem þau bjuggu ekki til. Ég hélt ég gæti ekkert leyst, en nú hef ég sjálfur breyst.” Þetta segir lista-maðurinn velþekkti Páll Óskar í hugljúfum og innihaldsríkum söng, sem hann tileinkar Unicef, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Síðar í söngnum spyr hann; ,,Hvernig get ég svo breytt þessum heimi hér? Held ég verði að byrja á sjálfum mér. Hvað get ég gert fyrir þau? Þau sem lifa í sárustu fátækt og nauð. Ég hélt að ég gæti ekkert leyst, en nú hef ég sjálfur breyst.” Í hverju skyldi sú breyting felast? Kviknun innri ljóss og skynjunar, svarar trúin, sem glæða samkenndina með þjáðum bræðrum og systrum nær og fjær. Breytingin verður þó fyrst umskapandi, þegar hún sýnir sig í viðhorfum og verkum til lið-sinnis og líknar. Þar vegur þungt kjörkuð og fórnfús umhyggja

fyrir börnum og ungviði, sem svipt eru heilbrigðum þroska- og vaxtarskilyrðum vegna umkomu- og bjargarleysis. Á hungurlendum og í stríðs-átökum verða börn jafnan harðast úti. Þar sem mannhelgi og lífs-virðingu er ýtt til hliðar fá skefja-laus illvirki þrifist. Starfsfólk Barnahjálparinnar þekkir þær aðstæður vel, því að það leitast við að lýsa upp slíka eymd, bjarga og bæta líðan þjáðra og hrakinna barna víðs vegar í veröldinni. Barnahjálpin er rekin nær ein-vörðungu af frjálsum fjárfram-lögum, sem styður trúverðugleika hennar og traust. Því varðar miklu að styrkja hana með því m.a. að gerast ,,heimsforeldrar” og veita börnum sem hún hlynnir að liðsinni og styrk. Einkar ánægjulegt var hve vel tókst til við að efla Barna-hjálpina á degi ,,Rauða nefsins” hér á landi á aðventunni og hve margir listamenn gáfu framlag sitt í sjónvarpsþættinum sem deg-inum fylgdi. Trúðsnefið kann að virðast afkáralegt og á skjön við alvöru baráttumálsins. En það vitnar um lífsgleði og gáska, sem eru eðlileg börnum líði þeim vel. Það hvetur til þess, að þeim séu hvarvetna skapaðar aðstæður til að geta glaðst og fagnað, brosað dátt og hlegið fremur en hryggst og þjást. Nefið minnir á hlutverk trúðs-ins, er rýfur niður aðgreiningar-múra og blekkingarvefi, svik og lygar með einlægni og hreinskilni sinni. Trúðurinn er þannig full-trúi þeirra, sem eru gagnrýnir á viðtekinn ,,sannleika” með því að afhjúpa hann og draga t.d. fram undirrót hörmunga og stríðs-átaka, þegar friðarhjal og lýðræð- isást eru nýtt til að fela raunver-ulegar forsendur sem að baki búa. Dægurtónlistarmennirnir Bono og Bob Geldof hafa að vissu leyti verið í slíku trúðshlutverki, svo sem fram kom í nýlegum sjón-

varpsþætti. Trúin í Jesú nafni er enda leiðarljós þeirra. Þeir hafa oft mætt mikilli tortryggni og andstöðu, þegar þeir hafa vakið athygli á sárustu fátækt í Afríku og barist fyrir niðurfellingu skulda Afríkuríkja. Þær hafa mjög aukist vegna lamandi vaxtarkjara, en oft var stofnað til þeirra til vopnakaupa, er gerðu engum gagn nema þeim, sem á þeim græddu. Árangur er augljós af viðleitni tónlistarmannanna enda þótt máttvana virðist andspænis ofur-efli skuldakrafna og annars vanda álfunnar. Eins ber þrotlaust starf Barnahjálparinnar góðan ávöxt í bættum kjörum og líðan barna heimsins. Árlegt aflafé Barna- hjálparinnar er þó vart það hálfa sem ein Stealth herflugvél mun kosta, er telst mikið ,,þarfaþing”, því að hún sést ekki á radar- skermum og fær því betur en ella unnið sín verk. Ótti og illska fara saman, en erindi jóla boðar himneskan fögnuð, sem hvetur til óttaleysis, samkenndar og sáttar og vinnur raunhæft að friði, hafnar vopna-styrk og ofbeldi en reiðir sig fremur á virka Guðstrú, fórnfýs-ina og kærleikskraftinn, sem best gagnast lífinu. Með virkum stuðningi sínum við Barnahjálp Sameinuðu þjóð-anna sýnir og sannar Kiwanis- hreyfingin, að hún miðar í kristn-um anda að bættu mannlífi og einbeitir sér að hag barna. Hún sameinar nú krafta sína til að styðja verkefni Barnahjálpar-innar við að útrýma stífkrampa í veröldinni. Mikill árangur hefur þegar náðst í þeirri baráttu. Hreyfingin gætir þess samt líka að líta sér nær á hverjum stað og verða börnum þar að gagni sem búa við skerðingu og skort, svo sem Kiwanishreyfingin hér á landi hefur margoft sýnt og sann-að. Vel fer saman að huga (frh á s.5)

Elska og allsleysi Hugvekja Gunnþórs Þ Ingasonar

Page 5: Kiwanisfréttir 2012 - Desember

5

(frh af s.4) bæði að þeim sem nær eru og líknar þarfnast og einnig þeim sem eru fjær. Með því gefst víð-sýni, og skynjun og næmi glæðast fyrir samhengi lífsins, líka grunni þess og kjarna, sem er vera Guðs og knýjandi elska hans. Frásögn jóla er hugþekk fyrir það, að hún minnir á þá elsku og snertir dýpstu sálarstrengi. Þeir

strengir eiga að bera hljóm af henni, vekja gleði og glæða frið. Sá veruleiki virðist oft fjarri í amstri og átökum daganna. En jötusveinninn allslausi, sem jafn-framt er hinn krossfesti maður, býðst upprisinn til að vera með í för í andans krafti sínum til að lýsa leiðum líka í dimmasta myrkrinu og glæða næmi og skynjun fyrir dýrmæti hvers

barns, englasöng og æðri lífs-víddum. Guð blessi Kiwanis og gefi Kiwanismönnum og fjölskyldum þeirra og svo landsmönn-um öllum gleðileg jól og ljós og leiðsögn sína veginn fram á komanda ári.

Gunnþór Þ. Ingason, forseti Hraunborgar

Kæru Kiwanisfélagar Þá er enn eitt Kiwanisárið í garð gengið. Frábært og skemmti-legt mdæmisþing og stjórnar-skipti klúbbana eru að baki og framundan er helsti uppskeru- og annatími vegna fjáraflana margra klúbba. Flóran í fjáröflunum er jafn fjölbreytt og klúbbarnir eru margir, en sala á jólatrjám, flug-eldum og sætindum er jafna fyrir-ferðarmikil. Jafnframt er þetta tími styrktarverkefna og ánægju-legt að heyra af veglegum styrkj-um klúbbana í þágu þeirra sem minna mega sín. Og síðast en ekki

síst er þetta tími þegar Kiwanis-fjölskyldan kemur sama gerir sér glaðan dag í mat og drykk, á sam-verustund í góðum félagsskap. Svona eru Kiwanisjól! Undirritaður situr nú í ritstjór-astóli okkar ágæta málgagns, sem hefur verið óaðskiljanlegur hluti af starfinu í hartnær 40 ár. Mætir félagar hafa ritstýrt blaðinu og enn fleiri stungið niður penna á síðum þess. Hér birtist Kiwanis-sagan í máli og myndum, ár frá ári. Ég á mér þann draum að in-nan tíðar verði Kiwanis- og Nordenfréttir aðgengilegar í rafrænu formi. Veglegur bauta-steinn verka forvera minna og annarra skrásetjara sögu okkar. Á undanförnum árum hafa konur verið í stórsókn innan umdæmisins og fjölgað um nærri helming. Nýjasta afrekið af þeim vettvangi er vígsla Kiw-

anisklúbbsins Dyngju þann 12.12. 2012. Mikill metnaður var lagður í uppbyggingu klúbbsins, en hann starfaði lengi sem græðlings -klúbbur Sólborgar. Nú hefur heimadraganum verið hleypt, en ég efastst ekki um að vegarnestið að heiman mun reynast drjúgt og klúbburin láta að sér kveða. Til hamingju Dyngjurog megi ykkur vegna vel. Nú stendur uppá Sögusvæði að láta til sín taka!!! Ég vil að endingu nota tæki-færið og þakka öllum þeim sem ég leitaði til með efnisinnlegg, já- kvæð viðbrögð, en afraksturinn birtis á næstu síðum. Án efnis ek-kert blað! Lesendum Kiwanisfrétta óska ég friðsamrar og gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári. Jólakveðja,Óskar

Ritstjóraspjall

Umdæmisstjórn 2012-13

færir Kiwanisfélögum og fjölskyldum þeirra

nær og fjær bestu óskir

um gleðileg jól og farsælt komandi ár

Page 6: Kiwanisfréttir 2012 - Desember

inn árlega fjármunum til góðra málefna í sýslunni. Í fyrirrúmi er ávallt kjörorðið “Börnin fyrst og fremst” Þótt langt sé í næstu klúbba hefur okkur tekist að lifa nokkuð bærilegu lífi, stjórnarmenn hitta aðra félaga einu sinni til tvisvar á ári. Ós gerðist móðurklúbbur Viðejar, sem stofnaður var í Reykjavík og voru allmargir brott-fluttir Hornfirðingar í honum. Árið 2011 var 41. umdæmis-þing íslenska umdæmisins haldið á Hornafirði og heppnaðist það vel í alla staði. Ósfélagar fengu miklar þakkir fyrir, en mestar þakkir átti þó skilið undirbún-ingsnefnd þingsins sem vann að verkefninu í hartnær eitt ár. Sagt er að að halda umdæmisþing geti gert útaf við klúbb, en Ósmenn fundu ekki fyrir neinu slíku. Þeir halda bara

áfram veginn. Í 25 ára sögu klúbbsins er ekki hægt að láta líða hjá að minnast á einstaka hæfileika klúbbfélaga eins og til dæmis í fótbolta á útihátíðum klúbbsins og einstaka ferðagleði þeirra í þágu Kiwanishreyfingarinnar, alla vega á árum áður. Þá hafa Ós-félagar verið þekktir fyrir snyrtilegan klæðaburð eins og dæmin sanna, t.d þegar allir mættu í smóking í Vest-mannaeyjum. Nú eru 23 félagar í klúbbnum og flestir vel virkir. Allmargir eru starfandi sem sjómenn og hefur

Þann 10. nóvember sl. fagnaði Kiwanisklúbburinn Ós 25 ára af- mæli sínu. Af því tilefni var hald- inn svæðisráðsfundur og afmæl-ishátíð á Hótel Höfn. Þar var margt góðra gesta og voru klúbbnum færðar góðar gjafir. Jón Ó. Vilhjálmsson forseti Búr- fells gaf mynd af Selfosskirkju, Magnús Þorvaldsson, forseti Mosfells gaf fagran gulldisk, og umdæmisstjóri Hjördís Harðardóttir afhenti Ós skjöld. Þá afhenti Þórarinn F. Gylfason forseti Ölvers fuglastyttu. Á af-mælishátíðinni fóru einnig fram stjórnarskipti og voru tveir nýir félagar teknir í Ós, þeir Andrés Einarsson og Sigurður Guðnason. Á tímamótum sem þessum er vel við hæfi að líta um öxl og rifja upp aðdraganda að stofnun klúbbsins og sögu hans. Árið 1975 var 5. umdæmisþing haldið áHöfn í Hornafirði og í framhald-inu reynt að stofna Kiwanisklúbb, en það gekk ekki eftir. Tildrög þess að Kiwnaisklúbb-urinn Ós var stofnaður á Horna-

firði voru þau að umdæmisstjórn íslenska umdæmisins auglýsti kynningarfund um Kiwanishreyf-inguna á Hótel Höfn, í Eystra-horni 1987. Á fundinn komu frá umdæminu þeir Steindór Hjör-leifsson, sem nú er látinn, og Stefán R Jónsson. Þar voru líka Helgi Geir, Steinar Guðmunds og Ludvig Gunnarsson. Hvöttu þeir Steindór og Stefán þá félaga til þess að reyna að stofna klúbb hér á Höfn. Skemmst er frá því að segja að þeir félagar náðu saman 30 manna hópi og það varð úr að klúbburinn var stofnaður stuttu síðar. Stofndagur klúbbsins er 12. sept.1987 og hlaut hann nafnið Ós, en það nafn hlaut flest atkvæði í kosningu um nafn á klúbbinn. Merki Óss hannaði Hinrik Bjarna-son málari eða Bassi eins og flestir þekktu hann. Fyrsti forseti Óss var Helgi Geir Sigurgeirsson. Fundir voru haldnir á Hóte Höfn og mikil gróska var í starfsemi klúbbsins. Árið 1988 eða ári eftir stofnunina var umdæmisstjónarfund-ur haldinn hér á Höfn og var umdæmisstjórn mjög ánægð hvernig til hafði tekist með stofnun og starfsemi Óss. Félagafjöldi í gegnum árin hefur verið að meðaltali um 20 en mest orðið um 30. Fjöldi manns hafa verið félagar. Sumir hafa staldrað stutt við en aðrir hafa verið með til fjölda ára. Í klúbbnum eru tveir stofnfélagar eftir, en aðrir stofnfélagar hafa flestir flutt búferlum, og sumir þeirra starfa enn með hreyfing- unni á svæðum sem þeir búa á. Ós hefur átt fjóra svæðisstjóra í Sögusvæði en þeir eru; Helgi Geir Sigurgeirsson 1991-92, Haukur Sveinbjörnsson 1997- 98, Geir Þorsteinsson 2002-03 og Stefán Brandur Jónsson 2008-09. Starfsemi Óss hefur ávallt verið kraftmikil. Helstu fjáraflanir eru eign og rekstur auglýsingaskiltis hér í bæ, páskaeggjabingó og jólatrjáasala og veitir klúbbur-

Kiwanisklúbburinn Ós í 25 ár

Geir forseti Óss

Vígsluforseti Helgi Geir, Heimir Þór Gíslason kennari, Halldóra skóla-hjúkrunarkona og Haukur Svein-björnsson vígslugjaldkeri við afhend-ingu fyrstu gjafar Óss til sam-félagsins, heyrnarmælingartæki til afnota fyrir grunnskólabörn

6

Eystrahorn 10.09.1987

Page 7: Kiwanisfréttir 2012 - Desember

7

það auðvitað áhrif á mætingu á fundi, en eins og dæmin sanna þá hefur það ekki haft áhrif á getu klúbbsins til góðra verka. Hér hefur í örfáum orðum verið farið í örfáum yfir starfsemi Kiwanisklúbbsins Óss. Vonandi verður starfsemin áfram gefandi og skemmtileg. Geir Þorsteinsson, forseti Sigurður E. Sigurðsson ritari

Frá vígslu Dyngju 12.12.12

Til hamingju Dyngjur og velkomnar í Kiwanisfjölskylduna Megi gæfa og gott gengi fylgja klúbbnum

Vígslustjórn Dyngju Guðrún vígsluforseti næld

Page 8: Kiwanisfréttir 2012 - Desember

Starf Kwanisklúbbsins Helga-fells frá því í vor hefur verið með hefðbundnu sniði. Alls hafa verið haldnir sjö klúbbfundir frá því að síðustu svæðisskýrslu var skilað í hús. Meðalmæting félaga hefur verið rúmlega 50 á fundum. Stjórn klúbbsins fundar reglulega og heldur utan um starfið. Aðalfundur Helgafells var haldinn 26. apríl og bar hæst kynning á þeirri stjórn sem nú situr. Sinawikkonur héldu árleg-an vorfagnað í byrjun maí þar sem boðið var upp á allt sem Elvis Prestley þótti best að borða. Eðli málsins samkvæmt var því nóg að borða og glatt á hjalla fram á rauða nótt. Helgafellsfélagar taka ávallt þátt í hreinsunardegi á Heima-ey og hafa að sjálfsögðu það hlutverk að halda Helgafelli hreinu og fallegu. Fóru nokkrir félagar og kláruðu verkið á vor- dögum. Að því loknu eða 19. maí voru hjálmar afhentir yngstu nemenum grunnskólans. Eykyndilskonur voru sem fyrr

með reiðhjólaþrautir fyrir börnin, Lögreglan skoðaði reiðhjól barn-anna og síðan buðu Helgafells- menn upp á grillaðar pylsur og gos til hressingar. Helgafellsfél-agar öttu kappi við félaga í Akóges og Oddfellow í árlegu golfmóti um miðjan maí, en riðu ekki feitum hesti frá þeirri viðureign. Það skiptir þó ekki öllu máli því markmiðið er að koma saman og eiga góðan dag. Í lok maí lögðu Helgafellsfél-agar hönd á plóg við uppbygg-ingu útivistarsvæðis við smábáta-höfnina sem fengið hefur nafnið Vigtartorg. Vestmannaeyjabær í samstarfi við RÚV stóð að þessu verkefni þar sem kraftur íbúa var virkjaður til að fegra umhverfið á ódýran máta og efla samstöðu bæjarbúa. Helgafellsfélagar héldu merki Kiwanis á lofti og tóku að sér að mála gömlu Fiskiðjuna og Vigtarhúsið í góðu veðri. Í júní hélt starfið áfram þó hefð-bundið fundahald lægi niðri. Sundmót Helgafells var haldið þann 6. júní, en þar taka þátt sundiðkendur sem allir eru ungir að árum. Gefur Helgafell verðlaun í mótið. Áður en félag-ar tóku sér frí frá störfum þetta sumarið var fjölskyldudagur Helgafells svo í júní og tókst vel. Fyrsti fundur vetrarins var þann 7. september. Starfsárið markast þó af stjórnarskiptafundi í byrjun október, þar sem haldin er vegleg árshátíð með mökum og góðum gestum. Fengum við

Eyjamenn virkir að vandameðal annars að njóta samvista við nokkra félaga úr Mosfelli auk fráfarandi umdæmisstjóra sem hefur verið duglegur að heimsækja klúbbinn. Í millitíðinni heiðruðu Ragnar Örn Pétursson umdæmisstjóri, Alan Penn heims-forseti, Paul Inge Paulsen Evrópu-forseti, Ralph Castelan umdæmis-stjóri Norden og Andrés K. Hjaltason f.v. umdæmisstjóri Helgafellsfélaga með heimsókn ásamt eiginkonum sínum. Mót-tökunefnd klúbbsins tók vel á móti þeim og fengu þeir ágætis sýn á starf klúbbsins og sögu Vestmannaeyja. Framundan er svo stærsta fjáröflun klúbbsins þar sem sala á sælgætisöskjum fer fram hér í Vestmannaeyjum. Félagar koma saman í lok nóvember ásamt börnum og fylgifiskum og pakka góðgætinu á sífellt skemri tíma, þó salan hafi verið svipuð síðustu árin. Margir félagar halda síðan í heiðri einkunnarorðum Kiwanis og leyfa börnunum einnig að taka þátt í sölu askjanna þegar félag-ar ganga hús úr húsi til að selja afurðina. Taka Vestmannaeyingar þessu vel og flestir sem kaupa eina öskju og margir enn fleiri, allir með bros á vör. Þátttaka Kiwanisfélaga í jólahaldi Eyja-manna er þó ekki lokið þarna því það er til siðs að skreyta dvalar-heimili aldraðra fyrir jólin auk þess að mæta þangað og á Heil-brigðisstofnunina á aðfangadag og taka lagið fyrir dvalargesti. Einnig gleðja félagar börnin með jólatrésskemmtun milli jóla og nýárs. Eins og sjá má er mikið um að vera í Helgafelli en auk þessa er öflugt tómstundastarf í kjallara félagsheimilisins en þar koma menn saman og fylgast með íþróttum á risaskjá auk þess sem snókerborðin eru nýtt flest alla daga, bæði í gamni og alvöru.

Hafsteinn GunnarssonForseti Helgafells

Einbeittir krakkar við sælgætispökkun 8

Hafsteinn forseti

Page 9: Kiwanisfréttir 2012 - Desember

Ritstjóri setti sig í samband við formann Netnefdnar umdæmisins til margar ára, Tómas Sveinsson Helgafelli, og bað hann um að spá aðeins í framtíðina í netheimum og hverju við megum vænta fái hann

einhverju um ráðið! Að tala um framtíð og þróun í þessum geira getur verið nokkuð strembið þar sem erftitt getur verið að spá í þessi mál í núinu, og breytingar og þróun örar, en maður hefur nokkurar hugmyndir og óskir sem maður myndi vilja sjá þróast í netheimum. Vafrarar og umsýlsukerfi eru í stöðgri þróun og í framtíðinni verður vonandi öruggara að geyma efni á vefnum, svo sem myndir, skjöl, fundagerðir og m.fl. og von-andi verður hægt að auka öryggi svo gögn og efni tapist ekki við bilanir og önnur óhöpp. Nú þegar er hægt að búa til kerfi til að halda utan um fundagerðir í umsýlsukerfinu sem vert væri að skoða og nýta þegar fram líða stundir. Ég sé fyrir mér í framtíðinni auðveldari samskipti í gegnum netið og þá bæði á póstlistum, myndrænt og spjallþráðum ýmiskonar ásamt öðrum samskiptasíðum. Þetta gæti t.d sparað umdæminu stórfé svo ég nefni nú félagatalið eða hvítu bókina sem dæmi, en það fer að koma að því að telja hana óþarfa og þá sérstaklega í framtíðinni, þar sem t.d félagatal umdæmisinns er komið í gagnagrunn á vefinn, lögin eru á heimsíðunni og allt það efni sem er í þessari bók okkar og myndi þetta spara stórfé. Þegar ég tala um myndræn samskipti þá ég ég við að á heimasíðunni væri þráður sem væri í eins formi og Skype, þegar þú talar við félaga þinn þá er hann á skjánum hjá þér, þetta er skemmtilegt samskiptakerfi sem flestir þekkja sem hafa prufað Skype, GoTo Meeting, iChat o.fl myndræna samskiptahugbúnaði. Í sambandi við spjallið þá virðist Internetið geta verið hin full-komni vettfangur til lýðræðislegra samskipta, og umræðuvefir eiga að virka sem hvatning til Kiwanisfélaga til að taka þáttí umræðum, og tel ég ástæðuna að á netinu eru ekki þær hindranir sem koma í veg fyrir að fólk láti til sín taka á fundum og þingum og á ég þá við að rísa upp og fara í pontu, en það er ekki öllum gefið. Auk þess tel ég aðí framtíðinni muni Internetið bjóða upp á fleiri mismunandi umræðuform og koma þannig á móts við þarfir flestra ekki bara þá sem yngri eru. Tómas Sveinsson, Helgafelli

Tommi eins og við þekkjum hann best, svalur og græjurnar

ekki langt undan

9

Fá félagarnir ekki Kiwanisfréttir?Um nokkurra ára skeið hefur félagatal Kiwanisumdæmisins Ísland-Færeyjar verið vistað í gagnagrunni sem er aðgengilegur á vef um-dæmisins, http://felagatal.kiwanis.is. Þar hafa fulltrúar klúbba getað viðhaldið upplýsingum um félaga síns klúbbs, bætt við nýjum félögum og fellt út þá félaga sem hafa gengið úr klúbbnum. Aðgangi að grunn-inum er stýrt þannig að gefa þarf upp notandanafn og lykilorð sem tengt er tilteknum klúbbi. Mjög misjafnt er hversu duglegir klúbbar eru að viðhalda þessum upplýsingum sjálfir, en frá umdæmisstjórn hafa undanfarin misseri komið skýr skilaboð um það að klúbbunum er ætlað að sinna þessu verkefni. Mikilvægi þess að halda upplýsingum um félaga réttum er marg-þætt. Fyrst má telja að ýmis gjöld, t.d. gjöld til Kiwanis International, miða við fjölda félaga í upphafi starfsárs. Hægt er að fá leiðréttingu á reikningum vegna þessara gjalda en það er augljóslega aukin, og oft óþarfa, vinna fyrir stjórnir klúbba, embættismenn umdæmsins og starfsfólk KI.

Allar upplýsingar um félaga í Hvítu bókinni eru teknar beint úr gagnagrunninum. Kiwanisfréttir eru sendar á heimilisföng sem skráð eru í gagnagrunninn og fleira mætti telja til sem mælir með því að því viðhald upplýsinga um félaga í gagnagrunninum sé á hendi klúbbanna sjálfra. Ég hvet forseta klúbba sem ekki hafa nýtt aðgang að félagatalinu til að hafa samband. Einnig þá sem hafa aðgang og hafa athuga-semdir eða hugmyndir um eitthvað sem betur mætti fara. Athugasemdum verður vel tekið!

Konráð Konráðsson gagnagrunns tengiliður

Framtíðarsýn kiwanis.is

Page 10: Kiwanisfréttir 2012 - Desember

Það hefur ætíð verið megin markmið Jörfa að innra starfið í klúbbnum sé í góðu lagi, þann-ig að félagarnir finni sig og séu virkir í starfi klúbbsins. Til að „Kiwanishjartað“ slái þarf innra starfið að vera í lagi. Til að ná þessu fram hefur klúbburinn haldið í hefðir og formfestu og reynt að hafa umgjörðina um starfið í lagi. Með umgjörð á ég við þætti eins og vinnureglur, stefnumótun og lög. Á síðasta starfsári var unnið nokkuð í þessum þáttum, vinnu-reglurnar okkar, sem hlotið hafa verðskuldaða athygli, eru sífellt í endurskoðun og nýjar reglur verða til. Laganefnd vinnur úr ábendingum og leggur fyrir félagsfund. Vinnureglurnar eru í raun eins konar reglugerð um framkvæmd laganna, en þær eru líka verkfæri til að auðvelda vinnuna, þarna er skráð verkferli, þannig að ekki þurfi að vera að finna upp hjólið á hverju ári. Stefnumótun til fimm ára rann sitt skeið á árinu og ný stefnu-

mótun hefur nú hlotið samþykki Með svona vinnu fara menn í naflaskoðun, skoða styrkleika sinn og veikleika, reyna að átta sig á hvar þeir eru staddir og hvert beri að stefna. Þótt hefðir og formfesta séu í heiðri hafðar, erum við samt óhræddir við að skoða nýjungar og laga okkur að samtímanum, bæði í tækni og tíðaranda. Stefnumótun er lifandi verk, sem sífellt þarf að vera í gagnrýnni skoðun. Eitt af því sem líka til-heyrir umgjörðinni er merki, eða logo klúbbsins. Það er auðkenni klúbbsins og það bera menn stolt-ir. Á árinu var farið í að einfalda merkið og stílfæra og nú hefur stjórnin samþykkt nýtt merki, sem kynnt var á síðasta stjórnar-skiptafundi. Lög voru með því fyrsta sem íslendingum þótti þesss vert að setja á bókfell á móðurmáli sínu. Um það bera vitni tvær traustar heimildir frá 12. öld, Íslendinga-bók og Fyrsta málfræðiritgerðin. Í Lögréttuþætti Grágásar segir:

„það er og að það skulu lög vera á landi hér sem á skrám standa“. Á haustdögum 2011 var verið að endurskoða vinnureglur Jörfa og þá kom upp spurningin um hvar lög klúbbsinss væru. Við eftirgrennslan kom í ljós að enginn kannaðist við slíkt, ætíð hefði verið unnið eftir „Hvítu bókinni“, en þar var að finna Lög Kiwanissklúbba. Ljóst var að við það væri ekki hægt að búa. Lög væru hornsteinn hvers félags-skapar. Ákveðið var að ráðast í að að skrá á bókfell það er við gætum kallað „Lög Jörfa“. Til aðstoðar laganefnd var ráðinn Sigursteinn Hjartarson, upphafs-maður verksins. Sá hann um að halda utan um verkið, en í laganefndinni voru þeir Valur Helgason formaður, Baldur Árnason og Haraldur Finns-son. Þetta reyndist meira verk en áætlað var, og hélt hópurinn marga vinnufundi, áður en menn voru sáttir við útkomuna. Markmiðið var að öll meginatriði í „Hvítu bókinni“ væru tilfærð,

Umgjörð Jörfa

10

Umdæmisstjóri og svæðisstjóri Freyju á stjórnarskiptafundi Jörfa

Page 11: Kiwanisfréttir 2012 - Desember

jafnframt sem það væri lagað að starfi og þörfum Jörfa. Í ljós kom að oft mátti sleppa setningum, þar sem oft var fjallað um sömu atriði. Að endingu stóðum við uppi með þetta efni á fjórum A4 síðum. Voru þessi lög samþykkt á félagsfundi Jörfa 23.apríl 2012, og eru aðgengileg á heimasíðu klúbbsins. Það var fróðlegt starf að pæla í gegn um þetta frá orði til orðs, og stundum læddist að manni sá grunur að þetta hefði verið þýtt með „Google translate“. Þegar við fórum að skoða klúbba-lög þau sem eru á heimasíðu Kiwanis International, svo-kölluð „Club bylaws“, læddist að okkur sá grunur að þeir hefðu frétt af framtaki okkar, því í ljós kom að verið er að endursskoða lögin, sem verið hafa óbreytt í áraraðir. Munum við fylgjast með því, og þegar breytingar verða samþykktar á þeim og staðfærðar af íslenska umdæminu, munu lög Jörfa taka mið af þeim breytingum. Í nýút-kominni „Hvítbók“ er ekki að finna kaflann um klúbbalög. Í Lögréttuþætti Grágásar segir ennfremur: „En ef skrár skilur á, og skal það hafa er stendur á skrám þeim er biskup-ar eiga“. Það varð því að ráði að afhenda umdæmisstjóra, Hjördísi Harðardóttur, eintak af lögum klúbbsins, verlagsreglum og stefnumótun, þegar hún var gestur Jörfa á stjórnarskiptafundi 29.september s.l. og sá um að skipta um stjórn hjá okkur. Baldur ÁrnasonFéhirðir Jörfa

11

„Jörfi–Fræ til framtíðar“

Yfirlit yfir vinnureglur Jörfa

1. Fyrirmyndarfélagi Jörfa 2. Viðurkenning til félaga í Jörfa 3. Afmælis og heiðursgjafir Jörfa 4. Embættismerki fyrir stjórnarskipti 5. Stjórn og nefndir Jörfa 6. Stjórnarkjör og stjórnarskipti 7. Siðameistari 8. Geymsla gjafa og gagna 9. Íslenska fánanum flaggað með öðrum 10. Reglur um notkun forsetakeðju. 11. Afmælisár Jörfa. 12. Umdæmisþing 13. Andlát félaga eða maka félaga. 14. Félagsgjöld. 15. Leyfi frá fundasókn.

Vinnuregla nr. 9 Íslenska fánanum flaggað með öðrum fánum. 1.gr. Sé íslenska fánanum flaggað með öðrum þjóðfánum skal sá íslenski vera lengst til vinstri, séð frá áhorfanda eða þegar komið er að fánastað, en öðrum þjóðfánum raðað til hægri frá honum í staf- rófsröð íslenskra heita hlutaðeigandi ríkja. 2.gr. Ekki skal raða merkjum eða fánum sveitarfélaga, félaga eða fyrirtækja inn á milli þjóðfána. Slíkir fánar skulu hafðir í röðum eða þyrpingum aðskildum frá þjóðfánum. 3.gr. Óheimilt er að félagasamtök og fyrirtæki, sem eru að fagna einhverjum viðburðum, flaggi þjóðfánanum okkar með eigin fána. Íslenski fáninn skal vera sér og einn á stöng. 4.gr. Hafa verður sérstaka fánaborg fyrir þjóðfánann og síðan sér fyrir aðra fána. Oft eru notaðar fánaborgir þar sem 3-7 fánastangir eru á sömu festingu og er þá óheimilt að hafa félaga-, fyrirtækja og sveitarfélagafána á þeim stöngum með þjóðfánanum.

Vinnuregla nr. 13 Andlát félaga eða maka félaga. 1.gr. Við andlát félaga eða maka félaga skal forseti klúbbsins sjá um að eftirlifandi maki fái samúðarkveðju með viðeigandi hætti. 2.gr. Félögum skal tilkynnt um andlátið og stjórn sjái um, í sam- ráði ið fjölskyldu, að fáni klúbbsins með sorgarslæðum sé settur upp við útförina. 3.gr Á næsta félagsfundi skal hins látna minnst. 4.gr. Allir félagar í Jörfa eru aðilar að Tryggingarsjóði Kiwanis. Skal stjórn sjá til þess að viðeigandi tilkynning berist Tryggingar- sjóðnum tafarlaust. (Innsk ritstjóra - sjá nánar á heimasíðu Jörfa)

Page 12: Kiwanisfréttir 2012 - Desember

Heitt er á meg um at skriva eina grein um mínar persónligu royndir av fyrsta árinum sum egið øki, og hvat eg haldi eitt egið øki hevur og kann gera í framtíð-ini. Tá tað stóð mær í boðið at ger-ast fyrsti økisstjóri í Føroya-økinum so umhugsaði eg hetta gjølla, áðrenn eg tók av hesi áheit- an. Tað ið hevði stórsta týdning fyri meg var at byrjanin bleiv góð, greið og so stílfull sum einaferð gjørligt. Eg visti ikki um eg var tann rætta, men eg visti at um eg átók mær hetta so vildi eg gera alt eg kundi, fyri at hetta skuldi eydnast. Tíverri fekk eg onga upplæring í hvat arbeiði sum økisstjóri inni- ber. Stóð púra á berum, hevði sjálv bert luttikið á einum økis-fundi og tað var tá eg sjálv bleiv innsett sum forseti í Kiwanis Rósuni. Økissfundurin bleiv tá hildin í Føroyum, samstundis sum okkara stýrisskifti var. Mítt fyrsta mál bleiv tí at leita mær upplýsingar, og tað varð gjørt á netinum. Eg var á heima-síðum hjá Íslandi, Norra og onkrun ensktskrivandi eisini. Tá eg hevði funnið lógirnar fram, so hevði eg trupult at skilja tær. Eg spurdi meg fyri ymsastaðni, um lógirnar vóru á føroyskum, men svarið eg fekk var at bert brot úr

klubbalógunum vóru umsettar, men eingin visti hvar hesar vóru at finna. Setti meg tískil at um-seta, hetta var bert ætla til egið brúk, men tá onkur frætti um tað, vildu tey hava avrit av teimum. Mítt fyrsta arbeiði var stýris-skifti, hevði sjálv luttikið á fleiri stýrisskiftum og visti tí hvussu hetta gekk fyri seg, men hevði altíð havt eina kenslu av at hava staðið og játtað nakað, sum eg ikki visti hvat var. Tískil valdi eg at brúka nógva tíð uppá at fyrireika meg væl, og setti meg at umseta rituali fyri innsetanina, soleiðis at øll vistu hvat tað var tey játtaðu at gera. Haldi sjálv at hetta eydnaðist heilt væl. Tað skuldu verða 3 økisfundir meðan eg sat. Royndi so væl eg kundi at greiða klubbunum frá at hetta var fundur fyri øll Kiwanisfólk. Tók mál upp, sum eg helt hava týdning fyri okkara klubbar, t.d. MNT-verkætlanina og hækkan av felagatali. Til tveir økisfundir høvdu vit vitjan úr Íslandi og tað skuldi eisini fyri-reikast. Eg havi lagt stóran dent á at breiða teir upplýsingar eg havi fingið út til allar felagar, hetta tí mín fatan er at ein og hvør upp-lýsing er umráðandi fyri ein og hvønn felaga. Eg skuldi møta til 3 umdøm-isfundir í Íslandi, tíverri bar tað soleiðis á at mær hepnaðist bert at møta til ein. Tann fyrsta hevði eg keypt ferðaseðil til, men ódn herjaði í Føroyum, so eg slapp ikki avstað. Ferðaseðilin bleiv tí

12

broyttur til tann næsta fundin, sum eg so var til. Tann seinasti var tá umdømistingið var, men hesin var hildin áðrenn flúgvarin úr Føroyum var lendur. Hetta var sum sagt eitt royndar-ár. Mínar royndir vísa, at tað er týðiligt at vit føroyingar ikki eru vanir at fara til økisfund. Hóast áherðsla bleiv løgd á at fundirnir vóru fyri allar felagar, so var upp-møtingin misjøvn hjá klubb-unum. Onkur klubbi var væl umboðaður, meðan hjá øðrum var einamest nevndin umboða. Løgið og sera sigandi er tað at áðrenn vit fingu okkara egna øki, hevur mær vitandi, bert ein økis-fundur verið hildin í Føroyum.Hetta, serliga tá hugsa verður um at Kiwanis hevur verið í Føroyum í meir enn 30 ár og at vit hava hoyrt til ein økisbólk saman við øðrum klubbum. Føroyingar hava ikki havt møguleika, ájavnt teir íslendsku klubbarnir, at møta til økisfundir, hetta orsaka av fíggj-arligum ávum. Tessvegna hava forsetar bert sent sína frágreiðing til Ísland og ongin víðari frágreið-ing ella aðrar viðkomandi upplýs-ingar eru komnir til felagaðar í klubbunum. At vit hava fingið okkara egna øki, er avgjørt ein gongd leið. Teir fyrimunir ið eg síggi, er at hetta kemur at styrkja nógv um samar-beiði hjá klubbunum í Føroyum. Tað at vit koma saman og hoyra um arbeiði hjá hvørjum øðrum, tað at vit fáa upplýsing-ar frá okkara umboðsmanni í umdøminum, kann bara verða

Rósur í jólaskapi

Elin Joensen, fyrsti svæðis-stjóri nýs Færeyjasvæðis

Af hreinskilni mælt!!!

Page 13: Kiwanisfréttir 2012 - Desember

13

styrkjandi. Á hendan hátt kunnu vit uppbyggja nógv felagsmál. Tað hevur alstóran týdning at økisstjórin tekur samanum tey mál í koma fram, fær upplýst og viðgjørt tey, bæði herheima og til umdømisfundir. Eitt fyribrigdið eg fleiri ferðir havi rent meg í hetta árið, er at tá eg havi tikið eitt hvørt upp, kanska serliga innan reglar og lógir, so hava klubbarnir ikki verði vitandi um hetta og vísir hetta mær eisini at samskifti mill-um Føroyar og umdømið ikki hava verið nøktandi. Ein forðing fyri samarbeiðnum sigst verða tann málsligi trupul-leikin, hetta hevur umdømið nú tikið til eftirtektar og er tað at fegnast um. Serliga gleðiligt var at verða til seinasta umdømi- sting, har hugsa var um okkum føroyingar, og alt ið sagt var av talarastólinum bleiv umsett og

varpa út til okkara oyrasniglar. Hetta er eitt úrslit av tí batnandi samskiftinum og at føroyingar nú verða hoyrdir. Eitt er, at vit við egnum øki kunnu uppbyggja eitt sterkari samarbeiði her heima, men annað er at samarbeiði við Ísland eisini skal betrast. Ein sannroynd er, at vit ikki altíð hava følt okkum javnsett við teir íslendsku klubbarnar. Um hetta er orsaka av landfrøðiligu fjarstøðuni ella málsligu støðuni, er ilt at siga, men her er enn langt á mál. Vit, bæði føroyingar og íslendingar skulu gera okkum púra greitt at vit ikki bara eru eitt viðhang hjá umdøminum, men eru síðu- stillaði øllum hinum í umdøm-inum, við somu rættindum og skyldum sum øll hini. Tey mál ið umdømið arbeiðir við, skulu eisini taka atlit til klubbarnar í Føroyum. Tær viðurkenningar ið

latnar verða, skulu hava reglar sum føroyingar eisini kunnu lut-taka í. Føroyingar gjalda nú eisini í stuðulsgrunnin og skulu tískil eisini verða umfataði av útlutaða stuðlinum. Nevndir skulu eisini mannast við føroyingum. Við egnum økið er fyrsta skotið latið. Hetta er bert byrjanin, nakað er longu batna, men enn væntar nógv, sum við góðum samarbeiði kann gerast veruligt. Eg fari at takka fyri tað góða samarbeiði ið verið hevur hetta árið. Takk til allar felagaðar í Føroyaøkinum og til umdømis-stjórnina. Summi kallað meg optimist, men eg bæði vænti og vóni at einaferð í framtíðini,ella um ikki so langa tíð, so verður tað ein føroysk rødd sum myndar umdømisstjóran í Íslendska-Føroyska umdøminum. Elin Joensen

Veturin kom við kulda og kava, vit eru komin gott á veg í nýggja Kiwanis árinum, tað nærkast jólum. Hvussu hevur tað gingið hjá Kiwanis í Føroya økinum, hesa farnu tíðina nakrir fundir vóru eftir áðrenn stjór-narskiftið. Stjórnarskiftið varð fyriskipað av Kiwanis Tórshavn í hølununum hjá Kiwanis, tað var ein tygnarløta og gott borðhald við góðum mati, áðrenn fólk fóru heim vóru fleiri saman ein túr í býnum. Fundir hava verið regluliga í øllum klubbum. Kiwanis Rós-urnar hava skipað fyri jóla-

borðhaldi fyri eldruborgarum í Havn, Rósurnar hava hildið sítt jólaborðhald, tær hava eisini skip-að fyri einum felagstíðindafundi fyri allar Kiwanisklubbarnar, fyri at seta eitt sindur av ljósi á hjál-par/stuðulsarbeiðið hjá Kiwanis til tiltakið - Í menniskjum góður tokki – ið verður stuðlað av øllum klubbunum. Kiwanis Tórshavn, sum høv-uðseljari av jólatrøum í Tórshavn er nógv av tíðini brúkt til at fyri-reika søluna av jólatrøum . Kiw-anis Eysturoy, nógv av tíðini er brúkt til at fyriskipa jólatræssøl-una, eisini er jólaborðhaldið ein

Úr Føroyaøki fastur táttur. Fráfarandi økisstjórin helt skeið fyri embætismonnum í umsiting av Kiwanis. Hetta var eitt sera væl eydna skeið við góðari uppmøting frá øllum klubbum. Frammi í tíðini er okkurt spennandi, ein felagstúrur til Eysturríki hevur verið upp á tal. Heimasíða fyri Føroya økið har allir klubbarnir fáa innivist. Vónin um at fáa fleiri limir er eitt aðalmál. Eg vil ynskja øllum Kiwanis fólki í umdøminum, eini gleðilig jól og eitt av Harranum signað nýggjár.Vinarliga við Kiwanis kvøðu

Petur Olivar í Hoyvík, økisstjóri Føroya

Page 14: Kiwanisfréttir 2012 - Desember

Seinnapartin i 70 árunum høvdu føroyskir frímerkjasavn-arar „filatilistar“- verið á fram-sýning i Reykjavik. Har vóru teir komnir at hitta íslendskar Kiwan-ismenn. Hetta hevði við sær,-at íslendskir Kiwanismenn komu til Föroyar fyri at fáa stovnað Kiw-anisklubbar her á landi. Fundur varð hildin á Hotel Føroyum á Kongabrúnni. Har vóru góðir menn innbodnir, og fundurin gekk av tí allarbesta. Hetta var seinnapartin ein leygardag. Avrátt varð at mötast aftur seinnapartin sunnudagin eftir, men nú vísti tað seg at íslending-arnir vóru bodnir við í onkran av ølklubbunum i býnum, og tí vóru teir ikki so væl fyri ella útbornir hendan sunnudagin seinnapart.Hetta hevði við sær, at fleiri av føroyingunum meldaðu pass- Teir vildu ikki vera limir i Kiw-anis og tí fóru íslendingarnir av landinum sum av torvheiðum. Men teir góvust kortini ikki so á hondum. Brøv og áheitanir komu so av og á og endin varð at teir komu aftur um várið 1981 og tá sá Kiwanisklubbin Tórs-havn dagsins ljós. Hetta var 30. april 1981 Tey fyrstu árini vóru bert uml. 10 limir i KIWANIS Tórshavn (KT) og útskiftingin

var rættiliga stór. Menn sóu ikki møguleikarnar at vera fyri he-sum felagsskapinum og meldaðu skjótt pass. Men tíbetur var tað allartíðina ein hørð kjarna eftir, ið trúði á möguleikarnar við Kiwan-isvirksemi i Føroyum. So við og við vaks limatalið til 15-17 mans. Tað var líkasum, at rættilig gongd nú kom á klubban, tá vit fóru upp um 15 mans. Tað treyt ongantíð við góðum hugskotum, men trupuleikin var tann, at hesi mongu hugskot kravdu nógv arbeiði, men góvu mangan lítlar inntøkur. Ja, tað vóru tey verkev-ni, ið KT fór undir, ið góvu bein-leiðis undirskot. KT skipaði fyri flöskuinnsavning kring landi alt. Hetta hevði eina sera góða sosiala ávirkan á limirnar. So gott sum allir limirnir vóru við í hesum tiltaki umframt ein heilur hópur av børnum, ið hugnaðu sær ófört. Tey kapaðust um at finna

góð mið, har serliga nógvar fløskur vóru. I fleiri ár høvdu vit seyða uppboðsølu uttanfyri Ebenezer. Seyðin keyptu vit úr Hvalvík. Tað gekst væl tey fyrstu árini, men so minkaði áhugin, helst tí at eingin var tøkur at fletta. Hetta endaði við, at Kiwanismenn máttu ganga hús úr húsi i Havn og fletta fyri fólk. Tí varð givist við seyðaupp-boðssølu. Eitt tiltak var at velta eplir. Hetta varð gjørt i Kollafirði i nøkur ár, men undirtøkan millum limirnar var ikki tann stóra. Eplaveltingin var eitt gott sosialt tiltak, sum tíverri mest kom at liggja á nøkrum fáum monnum. Kiwanis skipaði fyri marknaðardøgum i Vágsbotni i nøkur ár, men hetta gav lítið í kassan, men eitt øðiligt knoss.Langt um leingi funnu vit fram til jólatræsøluna og lutaseðlasøluna av einum føroyskt smíðaðum 4-5 mannafari. Hesi tiltøk hava givið sera góða inntöku ár um ár. Hesi tiltøk eru lutfalsliga rímuliga løtt at hava. Klubbin hevur fingið nógv PR vegna okkara beinasemi við jólatræssøluni og við søluni av tí føroyskt smíðaða bátinum. Hetta er eisini við til at halda lív í tí aldargamla handverkinum, sum føroyskt bátasmíð nú ein-aferð er. Í mong Harrans ár hevur KT skipað fyri at öll börn i Föroy-um í 1. flokki hava fingið ein súkluhjálm. Hetta hjálmavirksemi hevur eisini verið við til at økt um umdømi okkara millum fólk. KT hevur goldið fyri ungdómar

14

Tórshavn á tímamótum

Ræða Torkil Skála á 30 ára afmæli Kiwanisklúbbsin Tórshavn

Úr 50ára sameiginlegu afmælishófi Tórshavn og Rósan

Mynd frá at klubbarnir í Føroya økinum handaðu jólahjálp 12.12.12 til - “ì menniskjum góður tokki“ -

DKK 75.000,00 ella íslendskar 1.650.000,00 ISK.Rósurnar 30.000,00 DKK, Tórshavn 25.000,00 DKK

Eysturoy 20.000,00 DKK

Page 15: Kiwanisfréttir 2012 - Desember

15

við skúlaskipinum Georg Stage. Hesir fingu eina nýggja byrjan og komu burtur úr rúseiturmisbrúki og/ella kriminaliteti. KT hevur stuðlað börnum, ið hava mist forsyrgjarnar av van-lukku ella av sjúku. KT hevur stuðlað heimum, har sjúka hevur rakt barnaríkar familjur svárt – eisini figgjarliga. KT hevur eisini verið við at loysa stórar heilsuligar trupu-leikar úti i heiminum t.d.við at stuðla jodtiltakið hjá Kiwanis International úti i 3. heiminum

KT er nú so væl fyri fíggiarlig at vit eiga ½ Kiwanishúsið saman við Rósunum. Summarhúsið á Skarðsoyruni, neystið úti í Bakka og Kiwanis Hjálpargrunnin.Her má sannast, at væl hevur vignast hjá okkum, síðan stovnanina t. 30. 04.1981. Eingin vælgerðarfelagsskapur her á landi , ið arbeiðir nøkulunda sum okkara, hevur kunnað stuðlað so mong ymisk tiltøk so munagott sum KT, og tað so langt frá. Sannast má, at tað vignast munandi betri at samstarva

i einum felagsskapi enn sum einstaklingar. Lítið hevði sæst eftir okkum, um vit høvdu starv-ast sum einstaklingar hesi farnu 30 árini. Og so er tað eisini tann sosiala samveran, ið als ikki kann gerast upp i krónum. Limirnir brýna hvør annan, og vit læra at síggja ymisk mál frá ymiskum sjónarhornum Torkil Skála Forseti Tórshavn 210-11

Í minningu fallins félaga Hörður Elinór Mar eftirlitsverkstjóri, f. 30. nóv. 1950, varð bráðkvaddur þann 22. okt. 2012. Útför Harðar fór fram frá Bústaðakirkju þann 2. nóv. sl. Félagar í Kiwanisklúbbnum Elliða vilja minnast hans í nokkrum orðum og þakka honum fyrir vel unnin störf í þágu klúbbsins og Kiwanishreyfingarinar. Hörður gekk í Kiwanisklúbbinn Elliða 24 okt. 1987 og starfaði í hartnær 25 ár innan Kiwanis. Hann var mjög virkur og virtur þátttakandi á mörgum sviðum félaglífsins, þar á meðal innan Kiwanisumdæmisins. Hörður tók að sér ýmis embættisstörf, bæði innan Elliða og í umdæminu meðan starfskrafta hans naut við. Voru hans síðustu embættisverk,sem nýkjörins svæðisstjóra Freyjusvæðis að setja nýjar öflugar stjórnir í embætti.

Hugur hans stefndi ávallt fram á við, að efla og bæta hreyfinguna og hvetja menn til dáða. Embættisstörf sem Hörður gegndi innan Kiwanisklúbbsins Elliða og umdæmisins voru:

Kiwanisklúbburinn Elliði:1996-1997: Meðstjórnandi, 1997-1998: Ritari, 1998-1999: Kjörforseti, 1999-2000 : Forseti, 2001-2002 : Féhirðir

Umdæmið Ísland Færeyjar: 2011-2012: Kjörsvæðistjóri Freyjusvæðis, 2012-2013: Svæðistjóri Freyjusvæðis.

Hörður var mikil félagsvera, sannur í öllu og trúr sinni sannfæringu, ekki síst hreinskilinn, eftirtekt-arsamur, og ekki síst réttsinnaður, þoldi illa ranglæti, var fals ekki til í hans orðabók. Það var Herði mjög hjartfólgið að sjá hreyfinguna eflast og dafna. Þáttaka Harðar í klúbbstarfsemi Elliða, hafði jákvæð og uppbyggjandi áhrif á innra starf klúbbsins og var hann ætíð fljótur til að benda á og fá leiðrétt það sem betur mætti fara í klúbbstarfseminni. Hann tók virkan þátt í öllu sem klúbburinn tók sér fyrir hendur, meðal annars fjáröflunarverkefni klúbbsins, þátt-taka í styrkveitingum, tímataka og verðlaunaafhendingar á íþróttamóti Aspar, skemmtanir og sumar-ferðum Elliða. Það er mikil missir fyrir Elliða að sjá á bak góðum dreng og félaga, þökkum við Herði vel fyrir þann tíma sem starfskrafta hans naut við.F.h. Kiwanisklúbbsins Elliða Björn Pétursson

Page 16: Kiwanisfréttir 2012 - Desember

Kiwanisklúbburinn Elliði var formlega stofnaður 23. okt. 1972 af Kiwainsklúbbnum Heklu og okkar tengiliðir voru Eyjólfur Sigurðsson og Ásgeir B. Guð-laugsson sem leiðbeindu okkur við stofnun Elliða ásamt Erni Egilssyni félaga í Heklu. Var nefnd þessi kölluð „byggingar-nefnd“. Allt byrjaði þetta með því að út voru send fundarboð og var notast við kjörskrá úr nýafstöðn-um prestkosningum í hverfinu. Kynningarfundur var haldinn í Glæsibæ þar sem klúbbstofnun Elliða var kynnt og mættu þar allmargir til að kynna sér störf Kiwanis og árangurinn var sá að 38 voru tilbúnir til að láta Kiw-anisklúbbinn Elliða verða að veruleika og fyrsti forseti Elliða var kjörinn Örn Egilsson. Þrátt fyrir að þessir ungu menn, þar sem meðalaldurinn var 27 ár, væru fúsir til að koma að stofnun klúbbsins, urðu þessir ungu menn að sjá sér og sínum farborða og margir stóðu í húsbyggingum, en þrátt fyriri það tóku þeir fullan þátt í starfi Elliða sem var keyrður af fullum krafti af ofvirkum for-seta, en við höfðum allir gaman af þessu. Á þessum árum funduðum við í Glæsibæ og þá voru fundar-slit ekki kl. 22 eins og nú, heldur kl. 23–23:30 og kvartaði enginn því það var svo gaman. Mestur fjöldi Elliðafélaga var 1973, 48 félagar, en í dag eru þeir 25. Meðalfjöldi Elliðafélaga sl. 40 ár er 31 félagi. Elliðafélagar hafa tekið virkan þátt í yfirstjórn Ísl. Kiwanisum-dæmisins, þar höfum við átt 6 umdæmisstjóra og 7 svæðisstjóra.Elliði hefur verið í þremur svæð-

um, Eddusvæði frá 1972, Þórs-svæði frá 1978 og Freyjusvæði frá 2011. Elliði hefur staðið að stofnun þriggja Kiwanisklúbba: Jörfa í Árbæ 15. apríl1975, Vífils í Selja-hverfi 23. nóvember 1981, og Höfða í Grafarvogi 17. apríl 1990. Elliði var afkastamikill og öflugur klúbbur sem hellti sér út í fjáraflanir af fullum krafti. Meðal þeirra sem nutu góðs af styrktar-verkefnum Elliða voru: Skemmtanir fyrir aldraða á Hrafnistu í Hafnarfirði, sem við sáum um í rúm 20 ár, Barnaspítali Hringsins, Félag krabbameins-sjúkra barna, Íþróttafélagið Ösp, sem er íþróttafélag fatlaðra, þeim höfum við gefið bikara og verðlaunapeninga, Bjarkarás og Lyngás, Barna og unglingadeild Landsspítala o.fl. Aðal fjáröflunarverkefni okk- ar voru m.a. Veggteppasala, jólatrésala – jólasælgætissokkar – dekkjaskipti að Grensásvegi 8 – hlutavelta – hjálmar handa sex ára börnum í grunnskóla í Breiðholti. Núna sér Kiwanis-hreyfingin um þetta verkefni, en Elliði sér um dreifingu á þeim. Undanfarin ár höfum við verið með Villibráðarkvöld, sem hefur verið stærsta og eina fjáröflun Elliða og skilað okkur góðum hagnaði. Eiginkonur Elliðafélaga hafa tekið virkan þátt í starfi klúbbsins og stutt okkur á ýmsa vegu og við höfum farið með þeim og börnum okkar þegar við vorum ungir í sumarferðir, nú förum við bara á hótel. Við höldum konukvöld, jólafundi og héldum við árshátíð sem seinna var breytt í þorrablót og sáu þá eiginkonur okkar um allan matarundirbúning og Elliðafélagar sáu um heimatilbúin skemmtiatriði. Við vorum með Elliðakórinn sem skemmti víða m.a. á skemmtunum á Hrafnistu í Hafnarfirði. Einnig hafa margir Elliðafélagar farið á Evrópuþing, Heimsþing og aðrar skemmtiferð-

ir erlendis. Ekki má gleyma Lúsifer þar sem f.v. forseti tekur Elliðafélaga á teppið oft við mikla kátínu félaganna. Fundarform Elliða hefur hald-ist óbreytt frá byrjun sem er mjög ánægjulegt og maður sér muninn er við heimsækjum aðra klúbba. Einnig er fjöður í okkar hatti hinir mjög svo uppátækjusömu Siðameistarar sem sekta okkur ef við brjótum normið. Öll okkar aðstaða breyttist til mikilla muna er við festum kaup á húsnæði að Grensásvegi 8 þann 25. febrúar 1997 og keypt voru tæki til dekkjaskiptinga og félag-arnir létu umfelga fyrir sig og sínar fjölskyldur í fjáröflunar- skyni fyrir styrktarsjóð. Ekki dugði minna en að vígja húsið tvisvar, fyrri vígsluhátíðin var haldinn 27. september 1997 er við festum kaup á húsinu og svo eftir að því var breytt til fundarhalda, en þá var opnunarhátíð 20. janúar 2001 og við höfum haldið nánast alla okkar fundi að Grensásvegi frá 2001. Í dag eru eftirtaldir tveir stofn-félagar í Elliða: Sigmundur Smári Stefánsson og Sæmundur H. Sæmundsson. Við óskum Kiwanisklúbbnum Elliða allra heilla á fertugsaf-mælinu, megi guð og gæfa fylgja okkur inní komandi framtíð. Og gleymum ekki kjörorði Kiwanis, „Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra“. Grétar Hannesson Stofnfélagi Elliða (nú látinn)

Kiwanisklúbburinn Elliði 40 ára

Stofnfélagarnir Sigmundur og Sæmundur

Örn forseti á hátíðarstundu

16

Page 17: Kiwanisfréttir 2012 - Desember

Kiwanisklúbburinn Elliði varð 40 ára 23. okt. sl. og hélt upp á afmælið laugardaginn 27. okt. Veislan hófst í Félagsheimili Elliða að Grensásvegi með mót-töku gesta milli 12-14 og var þar boðið upp á veitingar bæði í mat og drykk. Veislustjóri var Sæmun-dur H. Sæmundsson fyrrv. um-dæmisstjóri. Mæting félga, maka þeirra og gesta var mjög góð eða um 70 manns sem mættu í þessa móttöku. Þarna voru fluttar marg-ar ræður og klúbbnum færðar gjafir og kveðjur frá Kiwanis-hreyfingunni. Heiðursgestir voru Hjördís Harðardóttir umdæmisstjóri og hennar eiginmaður Sigurpáll Bergsson sem heiðruðu okkur með nærveru sinni. Einnig kom fyrrv. umdæmisstjóri og heim-stjórnarmaður Óskar Guðjónsson ásamt mörgum góðum gestum frá öðrum klúbbum. Í þessari veislu afhenti Elliði nokkra styrki í tilefni af afmæl-inu og hlutu eftirtaldir styrkina: BUGL Barna- og unglingageð-deild Landspítalans Háskóla-sjúkrahús, Blái naglinn, Jón Margeir Sverrisson, afreksmaður í sundi og Rebekka Jaferian, afreks-kona í sundi. Þessir styrkir voru samtals að upphæð kr. 3.150.000.- og vonum við í Elliða að þessir

fjármunir hafi komið að góðum notum fyrir styrkþega. Að móttökunni lokinni í húsi Elliða við Grensásveginn beið rúta eftir Elliðafélögum, mökum þeirra og gestum sem komu með okkur í framhaldsveislu sem haldin var að Hótel Heklu austur á Skeiðum og vorum við komin á hótelið um kl. 16, þar sem allt var til reiðu enda afmælisnefndin búin að ganga vel frá öllu þannig að allt gekk snurðulaust við að tékka félaga og gesti inn á hótelið.Áttum við frjálsa og afslappandi stund fram til kl.18:30 en þá hófst móttaka með fordrykk, áður en haldið var í sjálfa afmælisveisl-una. Nú var skipt um veislustjóra og tók Finnbogi G. Kristjánsson fyrrv. umdæmisstjóri við stjórn-inni og stýrði kvöldinu með mikilli prýði til loka. Um tónlist bæði dinnertónlist, skemmti-atriði og tónlist fyrir dansi sá hinn frábæri Bjössi Greifi sem hélt uppi dúndrandi stemningu allt kvöldið. Elliða félagar buði öllum ekkjum látinna Elliðafélaga bæði í mótökuna og í veisluna um kvöldið og var það okkur sérstök ánægja að þær gátu allar komið og samglaðst með okkur á þessum tímamótum. Margir Ell-iðafélagar fengu viðurkenningar skjöl og merki til staðfestingar á

langri veru sinni í Kiwanis 25-30-35 og 40 ára merki, einnig var konum þeirra gefnar barmnælur. Ekkjum látinna félaga voru einnig afhentar barmnælur. Í Elliða eru tveir félagar sem verið hafa frá upphafi (Stofnfélagar) og voru þeir sérstakega heiðraðir með 40 ára merki og klúbburinn færði þeim að gjöf Gullstjörnuna fyrir vel unnin störf fyrir Elliða og Kiwanishreyfinguna. Þessir félagar eru Sigmundur Smári Stefánsson fyrrv. forseti Elliða og Sæmundur H. Sæmundsson fyrrv. forseti Elliða og fyrrv. um-dæmisstjóri. Um hádegi á sunnudag hélt hópurinn aftur til Reykjavíkur og komum við þangað um kl. 13. Það er von okkar, sem að þessari veislu stóðum, að allir hafi skemmt sér vel og dagurinn og kvöldið verði minnisstætt. Þessi veisla og dagurinn allur tókst mjög vel og viljum við í afmælisnefnd Elliða þakka öllum Elliðafélögum og gestum sem komu og tóku þátt í þessum hátíðisdegi með okkur kærlega fyrir samveruna. Sæmundur H. Sæmundsson fyrrverandi umdæmisstjóri

Nú Elliðiaveislu gjöra skal

Umdæmið óskar Elliðafjölskyldunni til hamingju með afmælið

17

Page 18: Kiwanisfréttir 2012 - Desember

STYRKTARSJÓÐUR Styrkveitingar á umdæmisþingi

1. Blái naglinn, verkefni sem hefur það að mark-miðið að fjármagna kaup á nýjum línuhraðli fyrir Landspítalann. Tækið verður notað til lækninga krabbameinssjúklinga. Spítalinn á nú tvö tæki sem eru komin til ára sinna og þarfnast endurnýjunar. Nýtt tæki er talið kosta um 450 milljónir. Styrktar-sjóðurinn styrkti verkefnið um 500 þúsund krónur.

2. Á allra vörum, frábært framtaka 3 kvenna sem nú eru að safna í 4. sinn til ýmissa málefna. Nú var verið að safna til að geta opnað stuðningsmiðstöð fyrir börn með alvarlega, sjaldgæfa sjúkdóma og fjölskyldur þeirra. Styrktarsjóðurinn styrkti þetta verkefni einnig um 500 þúsund krónur. Samtals söfnuðust um 100 milljónir og það er nú þegar búið að opna miðstöðina. Sú jákvæða þróun hefur orðið að langveik börn dvelja nú ekki mánuðum og árum saman á sjúkrahúsum eins og áður þekktist heldur búa heima hjá fjölskyldum sínum. Engu að síður þurfa þau umönn allan sólarhringinn sem er mjög sérhæfð og flókin og er nú aðallega í höndum for-eldra þeirra. Miðstöðin aðstoðar við þessa þætti.

3. Brunavörnum Suðurnesja var afhentur búnaður í sjúkrabíl. Þessi búnaður gerir kleyft fyrir lækna á sjúkrahúsinu að fylgjast með lífsmörkum sjúkling sem verið er að keyra í sjúkrabíl á sjúkrahús. Þannig geta læknar gefið sjúkrflutningarmönnum upplýs-ingar um hvað þeir eigi að gera til í ljósi ástands sjúklings. Eykur þetta öryggi til mikilla muna. Tækið kostnaði um 200 þúsund krónur.

Sameiginlega getum við klárað verkið Nú eru að verða liðin 2 ár frá því að Kiwanis-hreyfingin á heimsvísu hóf að safna peningum til að útrýma stífkrampa. Og það gengur nokkuð vel, löndum þar sem þessi vá er til staðar fækkar jafnt og þétt. Fyrir ári síðan voru löndin 36 en eru orðin 30 núna og jafnt og þétt erum við að bjarga börn-um og mæðrum þeirra frá dauða. Samtals er búið að safna um 20 milljónum dollara af þeim 110 sem áætlað er að safna til og með árinu 2015. (Sjá kort varðandi stöðu verkefnisins í heiminum.) Kiwanisfólk á Íslandi hefur ekki látið sitt eftir lig-gja. Núna erum við búin að greiða út eða lofa um 12 milljónum króna. Og það eru að koma inn pening-ar þessa daganna, margir klúbbar að kaupa gull- og silfurstjörnur og aðrar vörur á lagernum. Þá er það örugglega einstakt að allir klúbbar í einu umdæmi hafi greitt úr styrktarsjóðum sínum vegna verkefni-sins. Og sumir hafa verið að kaupa Zellerog Hixon orður. Þá er mikill áhugi fyrir því að greiða inn á verkefnið 2.000 krónur vegna hvers félaga og margir klúbbar haft samband við undir-ritaðan til að gang frá því máli. Með þátttöku allra og góðri sölu á stjörnum Styrktarsjóðsins verðum við örugglega farin að nálgast 15 milljónir í lok ársins 2013. Þá má ekki gleyma þætti Ísgolfsins í söfnuninni, en þaðan hafa komið um 2.4 milljónir og munar um það. Við þökkum þeim sem tók þátt í þeirri söfnun. Stjórn Styrktarsjóðs skorar á alla klúbba að taka þátt áfram í verkefninu og greiða í upphafi næsta árs styrkt vegna stífkrampaverkefnisins. Gleðilega hátíð, þökkum samstarfið á árinu sem er að líða, með von um árangursríkt komandi ár.Björn Ágúst Sigurjónsson formaður stjórnar

Búið er að útrýma stífkrampa í 28 löndum frá 2000 og til oktober 2012 Útrýmt fyrir 2000

Útrýmt eftir 2000 Hefur ekki verið útrýmt

18

Page 19: Kiwanisfréttir 2012 - Desember

19

Sunnudaginn 9.des.sl. hittust Eldeyjarfélagar og pökkuðu í pakkningar sem þeir kalla Jólaglaðning 2012. Pakkað var í 1.141 pakkningar. Að verkinu kom stór hópur félaga úr Eldey ásamt nokkrum eigin-konum sem unnu kvöldlangt saman að þessu skemmtilega og gefandi verkefni. Bæði Mæðrastyrksnefnd Kópavogs og Digraneskirkja höfðu óskað eftir að fá þessa jólaglaðningspakka fyrir skjólstæðinga sína. Farið var í að afhenda til Mæðrastyrksnefnd á þriðjudagin 11.des bæði jólaglaðn-ing og veglegan peningastyrk frá Eldey samtals að verðmæti kr. 998,000. Forseti Eldeyjar Ingólfur Arnar Steindórsson sá um afhendinguna ásamt nokkrum félögum frá Eldey, en Sigurfljóð Skúladóttir formaður Mæðrastyrksnefndar Kópavogs veitti styrkjunum móttöku. Seinna þennan sama dag fór nokkur hópur Eldeyjarfélaga að heimsækja Sr. Gunnar Sigurjónsson, sóknarprest við Digraneskirkju. Þar afhenti forseti Eldeyjar Jólaglaðning að verðmæti kr. 58,500. Á afmælishausti sínu hefur Eldey líka styrkt Fjölsmiðjuna, gefið Leikskólanum Efstahjalla Ipad sem hjálpartæki við sérkennslu barna með málörðugleika, styrkt Íþróttafélag fatlaðar og marga fleira. Hæðst á árinu ber þó Isgolf 2012, sem lagði grunninn að veglegum styrkjum margar klúbba til að bæta aðbúnað á vistheimilum fatlaðra víðs vegar um landið og styrkjum til “Stöðvum Stífkrampa”, verkefnis KI og Unicef. Í ljósi frábærs árangurs IsGolfs2012 tók klúbburinn þá ákvörðun að gerast “Fyrirmyndarklúbbur” í verkefninu og hefur heitið því að leggja til þess sem svarar 5 milj kr meðan á því stendur eða fram til 2012. Um leið og Eldeyjarfélagar senda Kiwanisfólki nær og fjær sinar bestu jóla og nýjarásóskir þökkum við hinum fjölmörgu hjálp- og fórnnfúsu Kiwanishöndum sem komu að Isgolfsverkefninu á einn eða annan hátt. Kiwaniskveðja Forseti Eldeyjar Ingólfur Arnar Sigurjónsson

Aðventustúss Eldeyjar

Samstilltur hópur í upphafi ÍsGolfsferðar

Forseti Eldeyjar og formaður Mæðrastyrksnefndar Kópavogs

Pökkun og afhending Jólaglaðninsg 2012

Page 20: Kiwanisfréttir 2012 - Desember

20

Á umdæmisþingi í Reykjnesbæ var gerð grein fyrir stöðu K-dagssöfnunar og við drög að uppgjöri eftir áramót var staðan á reikningi eftir afheningu styrkja 10. október 2011 var staðan rúmlega kr. 1.728.000 en ákveðið hafið verið að skilja eina milljón eftir til næstu K-dagsnefndar og var samþykkt að að skipta kr. 700.000 jafnt á milli BUGLs og Miðstöð foreldra og barna og var ákveðið að afhenda viðbótarstyrkina 10. október. Samkoma var í Gamlabíó 10.október í tilefni alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins og á samkomunni hélt formaður K-dagsnefndar tölu og kallað til fulltrúa BUGLs og Miðstövar foreldra og barna og fékk forseta Íslands hr. Ólaf Ragnar Grímsson sem jafnframt er verndari K-dags og Hjördísi Harðardóttur umdæmis-stjóra til þess að afhenda styrkþegum innrömmuð gjafabréf og fékk hvor styrkþegi kr. 350.000 sem geriir að hvor styrkþegi hefur fengið samtals kr. 8.850.000 auk Lautarinnar á Akureyri. kr. 5.500.000. Í lok sam-komunnar flutti Hr. Ólafur Ragnar Grímsson ræðu þar sem hann fór fögrum orðum um Kiwanishreyfing-una og það fórnfúsa starf sem Kiwanis hefur unnið fyrir geðverndarmál á Íslandi. Í umsögn frá BUGL um Vestfjarabrúna 2011-13. Vestfjörðum Samvinnuverkefni BUGL og sérfræði-þjónustu á Vestfjörðum segir m.a. Styrkt af Kiwanishreyfingunni. Framkvæmd er þegar komin á fullt og haldin hafa verið fræðslufundir og leiðbeiningar og þjálfunarnámskeið með fagfólki frá BUGL og sé-rfræðiþjónustu á Vestfjörðum. Þökk sé Kiwanishreyfingunni fyrir öflugan styrk sem gerði vekefnið að veruleika. Fulltrúar K-dagsnefndar og fulltrúar umdæmisstjórna mættu á samkomu hjá Miðstöð foreldra og barna sem voru að taka í notkun nýtt húsnæði í Síðumúla í Rvík. Í þeirra umsögn segir: Við höldum áfram á sömu braut. Tilvísunum til miðstöðvarinnar hefur fjölgað jafnt og þétt. Við höfum flutt okkur í nýtt hús-næði í húsi SÍBS í Síðumúla sem gjörbreytir öllur fyrir okkur og okkar skjólstðinum. Jafnframt eigum við í viðræðum við Velferðarráðuneytið um hvernig megi finna starfseminni stað innan kerfisins í framtíðinni. Það má því segja að framtíðin sé björt, þó að verkefnin séu oft strembin, en við værum ekki komnar svona langt nema fyrir stuðning Kiwanis samtakanna. Fyrir það þökkum við enn og aftur. (Sjá einnig næstu síðu.) K-dagsnefnd 2011 hefur lokið starfi og óskar Kiwanisfélögum og fjölskyldum þeirra svo og landsmön-num öllum gleðilegra jóla og farsældar á næasta ári með kærri þökk fyrir frábæran stuðning.

Frá K-dagsnefnd

Frá afhendingu viðbótarstyrkja í Gamlabíó á Alþjóða geðheilbrigðisdeginum 10. október

Page 21: Kiwanisfréttir 2012 - Desember

Kiwanishreyfingin styrkir Miðstöð foreldra og barna Það eru ekki ný sannindi að foreldrar gegna lykilhlutverki við umönnun barna sinna. Á undanförnum árum hafa rannsóknir í taugavísindum sýnt að umönnun barna á fyrstu æviárunum hefur áhrif á andlegt og líkamlegt heilsufar þeirra fram á fullorðinsár. Það er því mikilvægt að koma til móts við foreldra sem eiga erfitt með að sinna börnum sínum á viðeigandi hátt en hæfni foreldra veltur að verulegu leyti á líðan þeirra og heilsu, aðstæðum og reynslu. Dæmi um foreldra og börn í vanda eru til dæmis þegar foreldrar glíma við geðheilsuvanda eða fíkn, voru sjálfir vanræktir eða misnotaðir sem börn, eru óþroskaðir eða njóta lítils stuðnings fjölskyldu. Það er margt sem mælir með að foreldrum og ungum börnum í vanda sé veitt meðferð sem allra fyrst svo koma megi tengslum þeirra á réttan kjöl. Í fyrsta lagi styður slík meðferð við öryggi og þroska barnan-na. Við það eykst félagsleg færni þeirra sem gerir þau hæfari til að mynda heilbrigð sambönd síðar á líf-sleiðinni og takast á við álag og áföll. Í öðru lagi stuðlar hún að bættri heilsu foreldranna, sjálfsmynd þeirra og líðan. Í þriðja lagi dregur úr þörf fyrir kostnaðarsöm úrræði síðar meir í mennta- og velferðarkerfinu. Þegar við undirritaðar stofnuðum Miðstöð foreldra og barna höfðum við allar starfað lengi í heil-brigðiskerfinu. Okkur fannst vanta tilfinnanlega meðferðarúrræði fyrir foreldra sem standa höllum fæti og leituðum við fyrirmynda í nágrannalöndunum þar sem við sóttum fræðslu og þjálfun. Það var á brattann að sækja með að fjármagna starfsemina því að um þetta leyti hrundi efnahagskerfið á Íslandi. Því fór mikill tími og orka í að kynna verkefnið og sækja um styrki, með misjöfnum árangri. Það varð okkur til gæfu að árið 2011 tóku Kiwanis samtökin þá djörfu ákvörðun að styðja við okkar litla og óþekkta fyrirtæki með ágóða af sölu K-lykilsins. Í stuttu máli gjörbreytti styrkurinn stöðu okkar. Með styrk að upphæð kr. 8.850.000 var öruggum stoðum rennt undir Miðstöð foreldra og barna. Loks gátum við lagt tímafrekar kynningar og styrkumsóknir til hliðar og einbeitt okkur í staðinn að því sem alltaf hafði verið markmiðið: að veita foreldrum og ungbörnum sérhæfða meðferð. Síðan þá hefur okkur vaxið fiskur um hrygg, við höfum nýlega komið okkur vel fyrir í húsnæði SÍBS í Síðumúla 6 þar sem við hittum að jafnaði 15 - 20 fjölskyldur á viku. Án stuðnings Kiwanis samtakanna værum við ekki í þessum sporum. Í kjölfar styrks Kiwanis veitti velferðarráðuneytið okkur starfsstyrk til tveggja ára og bindum við miklar vonir við að framhald verði á. Með því móti viljum við tryggja að meðferð fyrir foreldra og ung börn í tengslavanda verði sjálfsagður hluti af okkar ágætu velferðarþjónustu.

Anna María Jónsdóttir geðlæknirHelga Hinriksdóttir geðhjúkrunarfræðingur og ljósmóðirStefanía Arnardóttir hjúkrunarfræðingurSæunn Kjartansdóttir sálgreinir

21

Hvatakonur að stofnun Miðstöðvar foreldra og barna

Page 22: Kiwanisfréttir 2012 - Desember

Við félagar í Hraunborg höf-um unnið að fjölþættum Kiwan-isverkefnum og einnig lagt rækt við gott félagslíf í klúbbnum. Í marsmánuði fórum við ásamt mökum í frábæra ferð um Suður-land og gistum á Hótel Heklu. Farið var þaðan í óvissu-ferð í boði klúbbsins með rútu undir greinargóðri og líflegri leiðsögn bílstjórans, Jakobs Narfa Hjaltasonar, og haldið í fyrstu í Skálholt. Gunnþór kjörforseti flutti þar skemmtilega fræðslu um staðinn. Síðan var farið að Laugarvatni og í flottan sumar-bústað hjónanna Friðbjörns Björnssonar, Hraunborgarfélaga og Valgerðar Sigurðardóttur í Úthlíð. Þar var boðið uppá léttar veitingar. Þaðan var haldið til baka á hótelið þar sem snæddur var lystugur kvöldverður og síðan haldin fjörleg og ,,hljóm- og söngglöð” kvöldvaka. Síðar tóku við góð og mikilvæg verkefni. Afhending Kiwanis-hjálma til 6 ára barna í samstarfi við Eimskip var þar fyrst á dag-skrá. Unnið var að henni í sam-starfi við klúbbana, Sólborg og Eldborg. Afhendingin fór fram við Kiwanishúsið að Helluhrauni 22 og boðið upp á pylsur, Svala og sælgæti. Lögreglan kom á vettvang, sjúkraflutnings- og slökkviliðsmenn með sína bíla og vöktu mikla gleði okkar ungu gesta. Afhentir voru 400 hjálmar. Dansleikur fatlaðra fylgdi

skömmu síðar, í samstarfi við Eldey, Setberg, Eldborg, Hraun-borg og Sólborg, í safnaðarheim-ili Vídalínskirkju í Garðabæ, en dansleikurinn er fastur starfsliður og árlegt verkefni. Dansleikinn

22

Heiðursgestir á Villibráð ásamt forseta Hraunborgar

Það er gaman í Hraunborg !!!

...........“glæsilegt forréttarhlaðborð og

villisveppasúpu og síðan villibráðarsteikur....”

sóttu fatlaðir einstaklingar bæði þeir sem búa á sambýlum og í heimahúsum. Þeir skemmtu sér afar vel við dans og söng. Regína Ósk og hljómsveit hennar hélt uppi dúndur stuði, og það fór ekki framhjá neinum að Regína Ósk náði vel til okkar góðu gesta. Hún fékk gesti úr sal til þess að koma upp á svið og syngja með sér við mikinn fögnuð. Regínu Ósk var fagnað mjög af þakk- látum aðdáendum. Boðið var upp á veitingar og flutning gesta til og frá dansleiknum. ,,Hóp-bílar” sáu um akstur þeirra sem voru í hjólastólum. Dansleikinn sóttu liðlega 100 manns ásamt 30 starfsmönnum frá sambýlum fatlaðra og allir skemmtu sér frábærlega vel. Það var glaður hópur sem fór heim eftir góða og velheppnaða skemmtun. Aðalfundur Hraunborgar var haldinn í maímánuði og mökum boðið að sækja hann og í fylg-jandi grillveislu til að þakka þeim fyrir dýrmætan stuðning og

hvatningu til nýtilegra klúbb-starfa. Starfið hófst á nýju starfsári með miklum krafti undir stjórn Gunnþórs Ingasonar forseta og hans liði og bar hæst undirbún-ingur árlegrar Villibráðarhátíðar klúbbsins, sem er aðalfjáröflun hans. Hátíðin fór fram laugar-daginn 3. nóv. í Sjónarhóli, veislusal í Kaplakirka. Gunnþór forseti setti hátíðina og bauð gesti velkomna og afhenti Gísla Einarssyni sjónvarpsstjörnu veislustjórnina. Hann stóð sig frábærlega vel. Heiðursgestur var Lúðvík Geirsson, alþingis-maður og fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði. Einnig voru gestir klúbbsins; Hjördís Harðardóttir, umdæmisstjóri, Sigurpáll maður hennar og Konráð Konráðsson svæðisstjóri Ægissvæðis. Hátíðina sóttu liðlega 210 gestir. Boðið var upp á glæsilegt forréttarhlaðborð og villsveppasúpu og síðan villi-bráðarsteikur. Veisluréttirnir voru frá meistrakokknum Jónanni Grétari Sigvaldasyni og hjálpar-kokkum hans. Gissur Guðmunds-son sá um málverkauppboð á hátíðinni og fjöldi góðra happa-drættisvinninga voru dregnir út. Það voru ánægðir gestir sem kvöddu eftir góðan Villibráðar-dag. Við Hraunborgarfélagar erum mjög þakklátir fyrir allanþann stuðning, sem ánægðir hátíðargestir veittu okkar til þjónustustarfa okkar. Þeir gáfu til kynna að þeir stefndu að því að koma aftur til okkar að ári. Búið er að tryggja veislusalinn í Kapla-krika og kokkinn fyrir Villibráð-arhátíðina á árinu nýja. Við Hraunborgarfélagar send-um Kiwanisfélögum og fjölskyld-um þeirra svo og landsmönnum öllum óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári með þökk fyrir árið sem er að líða. Gylfi Ingvarsson fyrrv. umdæmisstjóri

Page 23: Kiwanisfréttir 2012 - Desember

23

Af græðlingsvexti á Grensásvegi Árið 2009 var Kvennanefnd undkmisins sett á laggirnar. Markmiðið að fjölga konum í hreyfingunni, bæði með stofnun nýrra klúbba og ekki síður að efla þá klúbba sem fyrir voru. Frá því að nefndin hóf störf hefur konum í umdæminu fjölgað svo um munar. Hjördís Harðardóttir Sólborgar-félagi og núverandi umdæmis-stjóri, var löngum forsprakki nefndarinnar og hafa verk hennar í Kvennanefnd og á umdæmis-

vettangi verið hreyfingunni sem og okkur í Sólborg ómetanleg. Boðað var til kynningarfund-ar um stofnun kvennaklúbbs í Reykjavík i Kiwanishúsinu Engjateig í nóveber 2010. Fyrst í stað voru ekki margar konur sem mættu en smátt og smátt fjölgaði þeim. Þegar leið að vori 2011 var orðið ljóst að það næðist að stofna kvennaklúbb í Reykjavík og af tilvonandi félögum, var Sólborg

valin sem móðurklúbbur hins væntanlega nýja klúbbs sem fljótlega var nefndur Dyngja. Félagarnir voru teknir inn í Sólborg og störfuðu sem græðlingsklúbbur frá Sólborg og hafa þær ávallt starfað sem sjálfstæður klúbbur með sína stjórn en undir verndarvæng Sólborgarkvenna Fyrst í stað hélt kvennanefnd utan um Dyngju. Síðan skipaði þáverandi forseti Sólborgar tengiliði við klúbbinn. Frá upphafi hafa þær konur sem tekið hafa það að sér alltaf mætt á fundi hjá þeim, stutt við þær

Gulur dagur í Elliðakoti

ásamt því að vera með Kiwanis-fræðslu á öllum fundum, svo sem um nefndarstörf og fundarsköp. Ávallt hefur verið reynt að hafa fræðsluna stutta, hnitmiðaða og á léttum nótum Einnig hafa þær fengið til Björn Ágúst formann Styrtarsjósðs til sin með fræðslu um málefni sjóðsins og heimsstjórnarmaðurinn Óskar Guðjónson kom á fund þeirra og ræddi Kiwanis í alþjóðlegu sam-hengi. Klúbburinn hefur verið bæði

með félagsmálafundi og almenna fundi og fengið til sín marga góða fyrirlesara úr ýmsum áttum. Sólborgarkonur eru sannfærðar um að með því að vinna þetta á þenna hátt verða nýjir græðlings-klúbbar öflugri og betur í stakk búnir til að takast á við starfið þegar kemur að því að klúbbur verði sjálfstæður. Kiwanisklúbburinn Dyngja mun ná þeim merka áfanga að verða sjálf-stæður klúbbur þann 12.12. 2012. Þá verður klippt á nafalstrenginn en við í Sólborg munum að sjálfsögðu halda

áfram að halda í hendina á þeim, en horfum stolar og glaðar á barnið okkar vaxa og dafna.

Dröfn Sveinsdóttir blaðafulltrúi Sólborgar

Page 24: Kiwanisfréttir 2012 - Desember

Þar sem margir Kiwanis-félagar eru nýliðar í hreyfingunni og hafa látið í ljós áhuga að vita hvernig Tryggingarsjóður Kiwan-isfélaga er starfræktur er rétt að segja frá tilurð, tilgangi og starf-semi hans. Tryggingarsjóðurinn var stofn-aður 1984 með þátttöku félaga úr flestum klúbbum í umdæminu og var fyrsti aðalfundur sjóðsins haldinn í tengslum við Um-dæmisþing Kiwanishreyfingar-innar sem haldið var í Reykjavík það ár. Samþykkt var skipu-lagsskrá fyrir sjóðinn og kosin 3 manna stjórn sem skyldi sjá um rekstur hans milli aðalfunda. Best er vitna í nokkrar greinar í skipulagsskránni til að skýra starfsemi hans. Þar segir m.a. Sjóðurinn er stofnaður með frjálsri þátttöku félaga í Kiwanis-umdæminu Íslandi / Færeyjum. Tilgangur sjóðsins er að greiða minningar-framlag vegna andláts þátt-

takenda í sjóðnum. Öllum félögum í starfandi Kiwanis-klúbbum á Íslandi og Færeyjum er heimil þátttaka í sjóðnum, þó ekki eldri en 67 ára við inngöngu í sjóðinn eða með þeim tak-mörkunum sem ákveðnar eru á aðalfundi. Þeir sem skulda meira en innheimtur eins starfsárs skulu strikaðir út af félagaskrá ef innheimtuaðgerðir bera ekki árangur og þeim hafi verið gerð skriflega grein fyrir ástæðunni. Stofngjald er kr 1.960 fyrir hvern nýjan þátttakanda. Tryggingargjald er kr.980. við fráfall hvers þátttakanda í sjóðn-um og starfsáriinu 2012-2013 er innheimt fyrir 10 fráföllum eða kr. 9.800 þannig að 500.000 kr. líftrygging kostar kr: 9.800 á ári. Stofngjöld og tryggingargjöld taka breytingum í samræmi við breytingar á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar. Sjóðfélagar í hverjum klúbbi kjósa sér umsjónarmann sem kemur fram sem fulltrúi þeirra á ársfundi sjóðsins. Hann safnar undirskriftum á þátttökulista, inn-heimtir stofngjöld og öll önn-ur framlög og sendir greiðslur til sjóðsins. Aðalfund sjóðsins skal halda í tengslum við umdæmisþing Kiwanishreyfingarinnar. Þá skal kjósa þriggja manna stjórn, leggja fram endurskoðaða reikninga og

ákveða reglur um framkvæmd milli aðalfunda. Stjórn sjóðsins hefur á hendi umsjón sjóðsins, allt reiknings-hald og framkvæmd greiðslna (bóta), sem ætíð fari fram í samráði við við umsjónarmann sjóðsins. Sjóðurinn hefur nú verið starfræktur í tuttugu og átta ár og greitt bætur vegna fráfalls 179 félaga. Félagar í Tryggingarsjóðn-um í dag eru 700. Félagar eru hvattir til að vera í sambandi við sína umsjónarmenn til að tryggja að félagatalið sé ætíð rétt svo og eru umsjónarmenn beðnir að sjá til þess að breyt-ingar á félagaskrá komist strax til skila. Á aðalfundi sjóðsins sem haldinn var 14. september s.l. í tengslum við 42. Umdæmisþing Kiwanis á Íslandi og Færeyjum var ný stjórn kosin en hana skipa nú þeir Andrés Hjaltason, Kiw-anisklúbbnum Keili, formaður, Arnór Pálsson, Kiwanisklúbbnum Eldey, gjaldkeri og Þröstur Jóns-son, Kiwanisklúbbnum Kötlu, ritari. Vinsamlegast hafið samband við einhvern af stjórn-armönnum ef óskað er eftir frekari upplýsingum um þennan ágæta samtryggingarsjóð okkar Kiwanismanna. Óskum öllum nær og fjær gleðilegra jóla og farsæls

komandi árs.

Arnór L. Pálsson fv. umdæmisstjóri.

24

Tryggingarsjóður Kiwanisfélaga

Arnór L. Pálsson Stjórnarmaður

Tryggingarsjóðs

Page 25: Kiwanisfréttir 2012 - Desember

25

Svipmyndir frá umdæmisþingi

Umdæmisstjóri í ræðustól Heimsforseti ávarpaði fulltrúa Glæsileg þingumgjörð

Sigurður R Pétursson sagði frá stofnun Hörpu

Eftirvæntingarfullur umdæmisstjóri bíður vígslu

Frá Ferðanefnd Kiwanis Eins og fram hefur komið er Evrópuþingið á næsta ári í Berlín. Af því tilefni hefur umdæmisstjóri farið þess á leit við undirritaðan að taka að sér að annast undirbúning og skipulag á ferð íslenskra fulltrú þangað. Eins og hefð er fyrir verður að auki boðið upp á ferðalag að þingi loknu og ræðst það af undirtektum hvort það verður framkvæmanlegt. Búið er að panta flugsæti hjá Icelandair fyrir 40 manns auk 10, sem einungis sitja þingið. Flogið er á Frankfurt 29. maí. Þeir sem bara sitja þingið eru bókaðir heim 2. júní en hinir 7. júní. Verðið er kr. 53.050,- og hægt að nýta sér allt að 30.000 vildarpunkta (kr. 20.000,-). Vitað er um 3 aðila sem fara eingöngu á þingið og 10 eru komnir á lista í ferðina á eftir. Þegar þetta er skrifað er, auk flugsins, búið að festa hótelgist-ingu í Berlín á Hotel Amano. Verð fyrir hverja nótt er kr. 13.900,- á mann í hjónaherbergi og tvöfalt það fyrir einstaklingsgistingu. Dagskrá þingsins er hefðbundin með “vinafagnaði” á föstudeginum 31. maí, eftir þingsetningu. Að þingi loknu 1. júní, er síðan “Galadinner”

um kvöldið. Hvort tveggja er utan kostnaðarliða ferðanefndar en það kostar 65 evrur á vinagleðina og 70 evrur á Galann. Ákveðið var að fara út þann 29. maí svo umdæmisfulltrúar okkar gætu setið fundi þann 30. Það gefur hinum svigrúm til að skoða Berlín einn auka dag, en af nógu er að taka þar. Að þingi loknu er meiningin að halda til vínræktarhéraða Þýskalands suður af Frankfurt. Þar er margt spennandi að sjá og upplifa. Tilboð í þann hluta ferðarinnar eru ekki komin í hús en vonast er til að uppúr áramótum verði það komið á hreint. Vinsamlegast hafið samband, ef þið hafið áhuga, í síma 8969829 eða netfangið [email protected]. Ferðanefndar,Guðmundur R. Þorvaldsson

Eyjólfur Sigurðsson flutti áhrifamikla ræðu um stærðarmál umdæma

Page 26: Kiwanisfréttir 2012 - Desember

Stórnarskipti fóru fram á tímabilinu 2. okt. hjá Emblum til 28. okt., en þá var skipt um stjórn hjá Grími. Stjórnarskiptin voru skemmtileg reynsla og lærdómsríkt að heimsækja klúbba á okkar stóra svæði og sjá hverning starfið er breytilegt á mismunandi svæðum svo og kyn-nast fleirum félögum. Svæðisráðstefna var haldin þann 24. nóv. viku seinna en áætlað var en henni varð að fresta vegna veðurs og færðar. Ráðstefnan var hald-in með öðru sniði en áður þar sem ekki voru lesnar skýrslur forseta heldur var búið að senda mér þær og ég áframsendi á forseta og ritara klúbbanna svo að félagar gætu kynnt sér skýrslurnar í tíma og tekið þátt í umræðum um skýrslur sem voru eftir sem áður á dagskrá. Þetta stytti tímann sem fór í skýrslur um meir en helming svo að tími gafst til að gera aðra tilraun þar sem þáttakendum var skipt í 3 hópa sem ræddu 3 málefni sem voru félagafjölgun, fjáröflun og samskipti klúbba og umdæmisstjórnar. Síðan flutti einn úr hverjum hóp niðurstöðu hópsins um málefnið. Mér fannst vel til takast og góðar umræður og finar hugmyndir komu fram og eftir því sem ég hef heyrt er almenn ánægja með fundinn og stefni eg á að hafa fundi svæðisins á þessum nótum áfram. Starfið sem svæðisstjori hefur tekið meiri tíma en ég gerði ráð fyrir í byrjun, en hefur verið mjög áhugavert, enda skemmtilegt að fylgjast með starfinu á svæðinu þar sem svo margir öflugir klúbbar eru. Ég vil leggja áherslu á að fá þátttöku hjá sem flestum félögum í starfi svæðisins þar sem ég tel það vera forsendu á fjölbreyttu og gefandi starfi.

Starf mitt sem svæðistjóri hófst með stjórnarskiptum hjá Búrfelli og Ölveri, sem fram fór á sameiginlegum fundi klúbbanna á Hótel Heklu á Skeiðum 22. sept. Stjórnarskipti þessi tókust með ágætum og fóru allir glaðir heim að loknu frábæru kvöldi. Næstu stjórnar- skipti voru 27. sept. Var þá skipt um stjórnir í Mosfelli og Eldfelli. Fóru þau fram í Hlégarði í Mosfellsbæ með ágætum. Var þá komið að stjórnarskiptum í stærsta klúbbi Evrópu Hel-gafelli á árshátíð klúbbsins 6. okt. Tókust þau með miklum glæsibrag með stórgóðri aðstoð aðstoðarmanna minna eins og áður, þeim Pétri Baldvinssyni, umdæmisritara Herði Baldvinssyni og svæðis- ritara mínum og myndasmið Sigurði Skarphéðinssyni, sem hefur reynst mér ómetanlegur í mínu starfi sem svæðisstjóri. Síðustu stjórnarskiptin fóru síðan fram hjá Ós á Hornafirði á 25 ára afmæli klúbbsins 10. nóv. Sama dag var haldinn svæðisráðs-fundur í Sögusvæði. Tókst hann með ágætum. Var hann málefna- legur og komið inn á ýmis mál varðandi Kiwanishreyfinguna. Þar á meðal var rætt um fjarfundaform þar sem langt er á milli klúbba eins og í Sögusvæði. Var gerður góður rómur að þeirri hugmynd. Um-dæmisstjóri Hjördís Harðardóttir var á fundinum og sagði umdæmið samþykkt þessu fundaformi, en það mætti þó ekki koma alfarið í stað hefðbundins fundahalds. Framtíðaráformin hjá mér eru að heimsækja alla klúbba svæðisins á nýja árinu. Ég er þeirrar skoðunar að starf svæðistjóra sé m.a. að heyra sjónarmið klúbbanna og koma þeim á framfæri við umdæmisstjórnina. Samstarfið við klúbba svæðisins hefur verið gott sem af er og verður án efa jafn ánægjulegt á nýja árinu.

26

Úr Sögusvæði

Úr Óðinssvæði Gunnsteinn Björnsson svæðisstjóri Óðinssvæðis

Forsetateymi Ölvers

Reffilegur svæðisstjóri

Svæðisstjóri hlustar af athygli

Pétur Jökull svæðisstjóri Sögusvæðis

Svæðisráð fundar á Húsavík 2012

Page 27: Kiwanisfréttir 2012 - Desember

Starfsárið í Ægissvæði fer vel af stað. Skýrsluskil eru til fyrir-myndar, starf klúbbanna öflugt og samstarf embættismanna gott. Í sumar voru 40 ár liðin frá stofnun Kiwanisklúbbsins Hofs í Garði og af því tilefni buðu starfandi félagar klúbbsins til afmælis-veislu 27. okt. Þar var vel mætt; fulltrúar umdæmis, svæðis, klúbba, sveitarfélags, styrkþega o.fl. nutu góðra veitinga sem fram voru bornar af kvenfélaginu Gefn. Við þetta tækifæri var Kiwanishúsinu í Garði gefið nafnið Baldvinshof til heiðurs Baldvini Njálssyni, látnum félaga, sem var aðalhvatamaður að kaupum á húsnæðinu á sínum tíma. Svæðisstjóri þáði boð Hraunborgar á árlegan villibráðardag sem haldinn var að þessu sinni í Kaplakrika. Á viðburðinn var uppselt, öll 24 listaverkin sem boðin voru upp seldust og happdrættismiðar líka. Það var sérlega skemmtilegt að taka þátt í vel skipulögðu fjáröflunar-verkefni sem greinilega er orðið fast í sessi. Svæðisráðsfundur í Hafnarfirði 17. nóv. í umsjón Eldborgar var vel sóttur. Eftir afgreiðslu skýrslna ræddi Björn Ágúst, formaður Styrkt-arsjóðs umdæmisins, málefni sjóðsins og stífkrampaverkefnið. Óskar Guðjónsson sagði frá heildarendurskoðun klúbbalaga, sem kynnt voru á umdæmisstjórnarfundi og svaraði spurningum. Þá kynnti formaður ferðanefndar umdæmisins, Guðmundur Þorvaldsson, ferð á Evrópuþing næsta sumar. Í desember er jafnan mikið að gera við fjáraflanir hjá Kiwanis-félögum í Ægissvæði. Sala á sælgæti, blómum, jólatrjám og skötu-veislur má nefna sem dæmi. Vonandi ganga þessi verkefni vel og efla styrktarsjóði klúbbanna til góðra verka.

27

Góðir Kiwanisfélagar það verður ekki stór skýrsla frá Freyjusvæði að þessu sinni. Ég tók óvænt aftur við starfi svæðisstjóra 17. nóv. eftir skyndilegt fráfall Harðar Mar. Hörður hafði lokið öllum stjórnarskiptum og öðrum þeim embættisverkum sem þarf í byrjun starfsárs. Eitt var þó eftir sem féll í minn hlutað tak aþátt í vígslu Dyngjunnar. Mikil hátíð var í Kiwanishúsinu Hafnarfirði bíð ég þær velkomnar og óska þeim velfarn-aðar í starfi og leik. Eru þá klúbbar Freyjusvæðis 11 talsins. Að endingu vil ég óska öllu Kiwanisfólki og fjölskyldum þeirra svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Kiwanis HJARTAÐ er allt sem þarf.

Konráð Konráðsson svæðisstjóri ÆgissvæðiÚr Ægissvæði

Úr Freyjusvæði

Það eru stórir Kiwanishjálmaárgangarnir í Hörðuvallaskóla í Kópavogi

Snjólfur Fanndal Kötlu svæðisstjóri öðru sinni

Isgolf í Austfjarðaþoku

Stoltur Hraunborgarforseti

Snjólfur Fanndalsvæðisstjóri Freyjusvæðis

Page 28: Kiwanisfréttir 2012 - Desember

28

Kiwanis og Unicef saman gegn stífkrampaVerum með og breytum heiminum enn á ný!!!