Jol 26 11 2014

64
JÓLABLAÐ 2014 Suomi PRKL! Design Laugavegi 27 (bakhús) www.suomi.is, 519 6688 Múmín dótadagatal 6.900,- VIÐAL HELGA KRISTÍN AUÐUNSDÓTTIR LÖGFRÆÐINGUR ER MIKIÐ JÓLABARN Jólaundirbúningurinn hefst á haustin BLS. 16 Elskar þennan árstíma Pamela de Sensei elskar aðventuna á Íslandi BLS. 2 Jólapeysan á jólakortið Elsa Alexandra saumaði jóla- peysur á sig og kærastann BLS. 28 Heims- borgara- jól Guðrún Helga hefur haldið jól í Venezúela, Brasilíu og Danmörku BLS. 38 Á heimili Auðar Bertu Einarsdóttur er jólaundirbúningurinn löngu hafinn því móðir hennar, Helga Kristín Auðunsdóttir, byrjar að syngja jólalögin í ágúst, pantaði miða á jólatónleika í septem- ber, tók jólabækur á bókasafninu í október og er löngu byrjuð á jólabakstrinum. Að auki á pabbinn á heimilinu afmæli á aðfangadag.

description

Jólablað Fréttatímans 2014

Transcript of Jol 26 11 2014

Page 1: Jol 26 11 2014

J ó l a b l a ð 2 0 1 4

Fylgstu með á facebook - Lindex Iceland

Suomi PRKL! DesignLaugavegi 27 (bakhús)www.suomi.is, 519 6688

Múmín

dótadagatal

6.900,-

Viðal Helga Kristín auðunsdóttir lögfræðingur er miKið Jólabarn

Jólaundirbúningurinn hefst á haustin

bls. 16

Elskar þennan árstímaPamela de Sensei elskar aðventuna á Íslandi

bls. 2

Jólapeysan á jólakortiðElsa Alexandra saumaði jóla-peysur á sig og kærastann

bls. 28

Heims­borgara­ jólGuðrún Helga hefur haldið jól í Venezúela, Brasilíu og Danmörku

bls. 38

Á heimili Auðar Bertu Einarsdóttur er jólaundirbúningurinn löngu hafinn því móðir hennar, Helga Kristín Auðunsdóttir, byrjar að syngja jólalögin í ágúst, pantaði miða á jólatónleika í septem-ber, tók jólabækur á bókasafninu í október og er löngu byrjuð á jólabakstrinum. Að auki á pabbinn á heimilinu afmæli á aðfangadag.

Page 2: Jol 26 11 2014

2

3

Jólablað 2

Eþíópía: Margar fjölskyldur fagna jólunum 7. janúar í Eþíópíu, og þar kalla flestir jólin Genna eða Ganna í höfuðið á boltaíþrótt sem svipar til hokkís sem er leikin eftirmiðdags þennan dag.

Holland: Börnin setja skóinn í gluggann að kvöldi Sankti Nikulásar dags, 6. desember. Sankti Nick kemur og fyllir skóinn um miðja nótt með gjöfum eins og súkkulaði, sælgæti og leikföngum.

Ítalía: Börnin skrifa foreldrum sínum bréf þar sem þau lofa að haga sér vel og biðjast velvirðingar á allri óþekkt á árinu, auk þess sem börnin segja foreldrum sínum hversu heitt þau elska þá. Bréfunum er komið fyrir undir matardisk pabbans á jóladagskvöld og hann les þau upphátt að máltíð lokinni.

Mexíkó: Dagur hinna heilögu saklausu er 28. desember í Mexíkó og er haldið upp á daginn á svipaðan hátt og 1. apríl þar sem börn og foreldar taka þátt í saklausri stríðni. Þeim sem tekst að gabba einhvern gefur þeim sem var gabbaður sælgæti.

Svíþjóð: Lúsíudagurinn er 13. desember og markar upphaf jólahátíðarinnar. Ein stúlka frá hverju heimili klæðir sig upp sem Lúsía, heilagur verndari ljóssins, í hvítan kjól og með kórónu úr laufum á höfðinu með kertum á og vekur alla með bakka af morgunmat.

Kórea: Fjölskyldan fagnar 1. janúar með því að búa til Duk Gook sem er hrísgrjóna-kökusúpa. Samkvæmt hefðinni eldast þeir sem borða fulla skál af súpunni á nýársdag um eitt ár.

LágmúlaLaugavegiNýbýlavegi

SmáralindSmáratorgiBorgarnesi

GrundarfirðiStykkishólmiBúðardal

PatreksfirðiÍsafirðiBlönduósi

HvammstangaSkagaströndSauðárkróki

HúsavíkÞórshöfnEgilsstöðum

SeyðisfirðiNeskaupstaðEskifirði

ReyðarfirðiHöfnLaugarási

SelfossiGrindavíkKeflavík

Mundu eftir jólahandbók LyfjuGleðilegar gjafir í alla pakkaLyfja hefur að bjóða gjafavöru í úrvali fyrir alla fjölskylduna.

Hjá okkur færðu fallegar gjafir sem koma sér ávallt vel.

Hver sem árstíðin er þá höfum við alltaf sama takmark:

Við stefnum að vellíðan.

- Lifi› heil

www.lyfja.is

Mundu eftir jólahandbók Lyfju

Jólahefðir víða um heim

Elsa Alexandra Serrenho er líklega eitt mesta jólabarn landsins, og þótt víðar væri leitað. Hún tók sig til fyrir nokkrum árum og saumaði jólapeysur á sig og kærastann, auk þess sem hún byrjar að horfa á jólamyndir snemma í nóvember. Hún heldur þó fast í ýmsar jólahefðir og byrjar ekki að skreyta heima hjá sér fyrr en í lok nóvember og jólatréð sjálft má alls ekki skreyta fyrr en á Þorláksmessu.

Breyttist úr Trölla í jólaálf

E lsa hefur hins vegar ekki allt-af verið svona mikið jólabarn. „Ég hef alltaf haft gaman af

jólunum en þegar ég var ungling-ur fannst mér oft vera frekar mik-ill óþarfi sem fylgdi jólunum og ég var meira að segja kölluð „Grinch“. Það var ekki fyrr en eftir tvítugt sem ég varð svona mikið jólabarn. Ég kynntist kærastanum mínum fyrir sjö árum og þá er eins og eitt-

hvað hafi gerst. Það mætti eigin-lega segja að ég hafi breyst úr „The Grinch“ í „Elf“,“ segir Elsa og vísar þannig í tvær af sínum uppáhalds jólamyndum, en þær eru nokkrar. „Í dag finnst mér líka gaman að upp-lifa jólin í gegnum dóttur mína. Hún er reyndar bara eins og hálfs árs en ég fór með hana í jólalandið í Blóma-val um daginn og hún féll alveg fyrir jólalandinu. Hún er rosa glysgjörn

eins og ég,“ segir Elsa og hlær. Óformlegur jólaundirbúningur

hefst strax yfir sumartímann en þá byrjar Elsa að kaupa jólagjafirnar. „Ég skreyti hins vegar ekki heima hjá mér fyrr en í lok nóvember, eftir afmælið mitt. Ég hef einnig stífar reglur varðandi jólatréð, en það má ekki skreyta það fyrr en á Þorláks-messu. Ég er mikið jólabarn en ég held einnig fast í hefðir.“

Jóladagatal Elsu - Ein jólamynd á dag: Síðasta vikan fyrir jól lítur svona út:

17.des Four Christmases

18. des Christmas with the Kranks

19. des How the Grinch stole Christmas (2000)

20. des Elf

21. des Santa Clause

22. des Home Alone 2

23. des Christmas Vacation

1

4

1. Jólakort 2010: Fyrsta jólakortamyndin. Elsa saumaði peysurnar sjálf.

2. Jólakort 2011: Metnaðurinn í jólakortamynd-unum hefur farið vaxandi með árunum.

3. Jólakort 2012: Elsa og Daði fóru til New York rétt fyrir jólin árið 2012 og tóku jólapeysurnar að sjálfsögðu með.

4. Jólakort 2013: Fyrsta jólakortamyndin eftir að dóttirin, Kara Lilja, kom í heiminn.

Jóladagatal í formi jólamyndaElsa telur niður dagana til jóla á heldur óhefðbundinn hátt, en hún horfir á jólamyndir til að stytta biðina eftir jólunum. „Ég byrjaði á þessu fyrir nokkrum árum þegar ég hélt úti bloggsíðu, en þar var ég oft að gera alls konar lista. Mér finnst mjög gaman að horfa á alls konar jólamyndir í nóvember og desember og þannig varð þessi listi til.“ Niður-talningin hefst þann 4. nóvember ár hvert, en þá eru 50 dagar til jóla og því er um að ræða 50 jólamyndir. Á toppnum trónir uppáhalds jóla-myndin: Christmas Vacation.

Jólapeysuæðið má rekja til ElsuFyrir fjórum árum fékk Elsa mjög skemmtilega hugmynd sem er nú orðin að ómissandi jólahefð. „Ég var að horfa á jólamyndina „Deck the halls, en þar er fjölskylda sem tekur svona hallærislega jólapeysumynd og setur á jólakort. Þar fékk ég hug-myndina en á þessum tíma var ekki mikið um jólapeysur hérna heima. Ég keypti því bara venjulegar rauð-ar peysur og fór svo í föndurbúð og bað um hallærislegasta efnið sem til væri og móðgaði örugglega af-greiðslukonurnar all svakalega. Ég dundaði mér svo bara heima við að sauma peysurnar. Ég náði svo að plata kærastann minn út í þetta með mér og núna er þetta orðin órjúfanleg hefð og dóttirin tekur að sjálfsögðu þátt.“ Jólakortamyndin í ár verður sú fimmta í röðinni og ljóst er að fjöl-skyldan mun skapa sér ógleymanleg-ar og skemmtilegar minningar með þessum hætti.

Undirbúningur jólanna nær há-punkti á Þorláksmessu. Elsa segir að jólin séu komin fyrir henni þegar búið er að skreyta jólatréið og hún situr ein og pakkar inn jólagjöfunum. „Þá hellist yfir mig róandi tilfinning og það er bara eitthvað alveg töfrandi við þetta kvöld.“

Erla María Markúsdóttir

[email protected]

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. Útgef-andi: Morgundagur ehf. Ritstjóri: Jónas Haraldsson

[email protected]. Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson [email protected]. Framkvæmda-stjóri: Teitur Jónasson [email protected]. Um-sjón efnis: Kristín Eva Þórhallsdóttir og Erla María Markúsdóttir.

Page 3: Jol 26 11 2014

www.postur.is

PAKKINN ÞINN

Komdu jólapökkunum til okkar og við komum þeim í réttar hendur hratt og örugglega.

er í traustum höndum

HV

ÍTA

SIÐ

/ S

ÍA –

14

–2

49

8

Page 4: Jol 26 11 2014

Jólablað 4

Með gjafabréfi á gjofsemgefur.is geturðu styrkt bágstadda fjölskyldu um til dæmis geit, hænu, brunn, matjurtagarð, menntun eða aðrar nauðsynjar. Gefðu skemmtilegar gjafir til verkefna heima og erlendis.

GEFÐU GJÖF SEM GEFUR

www.gjofsemgefur.is

GEFÐUGEIT

PIP

AR

\TB

WA

• SÍA

• 102985

M argir halda í þá hefð að setj-ast að borðum á slaginu sex á aðfangadagskvöld

til að borða jólamatinn. Þegar Salka var sjö ára gömul var klukkan hins-vegar orðin fimmtán mínútur í sex þegar pabbi hennar var rétt búinn að stinga jólasteikinni í ofninn. „Við erum ekki snemma í því í þessari fjöl-skyldu,“ segir Salka brosandi. „Sem-sagt, pabbi var rétt búin að stinga matnum inn þegar eldavélin brann yfir. Þetta var gömul Rafha-eldavél sem var búin að vera með vafasama takta í nokkurn tíma en valdi svo þessa stórkostlegu tímasetningu til að deyja drottni sínum.” segir Salka. Og þá hófst fjörið. Góð ráð voru dýr og brugðu foreldar Sölku á það ráð að leita til nágrannana.

„Til allrar hamingju voru ná-grannar okkar, sem bjuggu tveimur hæðum neðar, aðeins tímanlegri í eldamennskunni en við og þau voru sest að borðum þegar pabbi bankaði upp á. Hann bað þau náðarsamleg-ast um leyfi til að fá klára matseld-ina í hjá þeim.“ Leyfið fékkst og þá hófust hlaupin. „Þau buðu hann vel-kominn með svuntuna og steikina og þau mamma hlupu sveitt upp og niður stigana næsta klukkutímann

á meðan skipulögðu nágrannarnir borðuðu eftirréttinn, opnuðu gjaf-irnar og svo gott sem kláruðu að-

fangadagskvöld áður en við náðum að stinga upp í okkur einum bita,“ rifjar Salka upp.

„Í minningunni var þetta ótrúlega skemmtilegt og spennandi aðfanga-dagskvöld sem er reglulega rifjað

upp, en ég held að þetta hafi mögu-lega reynt dálítið á taugar foreldra minna.”

Salka Guðmundsóttir rifjar upp þegar foreldar hennar þurftu að hlaupa á milli hæða. tilll að elda jólamatinn.

Á aðfangadagskvöld má ekkert fara úrskeiðis því það getur reynst þrautinni þyngra að redda málunum á síðustu stundu, eins og Salka Guð-mundsdóttir leikskáld rifjar upp.

Eldavélin dó á jólunum

Rómantískt jólaskrautGamlir skautar leynast í geymslum og þeir fást oft í Góða hirðinum fyrir lítið. Ákveðinn sjarmi og rómantík fylgir gömlum skautum og það er gaman að geta hengt þá upp til skrauts í stað þess að láta þá liggja í kassa. Með því að setja í þá litaðar reimar, eða jafnvel spreyja þá með glimmer verða þeir jóla-legir. Það er hægt að hengja þá á útidyrahurðina, stinga í þá greini, eða hengja upp með stórum borða. Gömul tréskíði og gamlir trésleðar geta einnig nýst sem fallegt jóla-skraut, sérstaklega utandyra þeg-ar það snjóar.

Súkkulaði – Kakósmjörið í súkkulaðinu inniheldur efni sem kallast þeóbrómín og er ekki ósvipað koffíni. Ef hundurinn borðar of mikið af því getur hann orðið mjög veikur og það dregið hann til dauða. Dekkra súkkulaði er verra fyrir hunda en mjólkursúkkulaði því það inni-heldur meira af þeóbrómíni.

Laukar – Allir laukar fara illa í hunda. Þeir innihalda efni sem hefur áhrif á rauðu blóðkornin í hundum sem fær þau til að springa og valda blóðskorti.

Avókadó – Inniheldur persín sem framkallar uppköst og niðurgang hjá hundum. Reyndar hefur það ekki áhrif á alla

hunda og sérfræðingar deila um hversu hættulegt það er. En best er að forðast það í stað þess að taka áhættuna.

Vínber og rúsínur – Enginn veit fyrir víst hvað það er sem veldur, en þessir litlu ávextir geta valdið stórum vandamálum hjá hundum, til dæmis uppköstum, niðurgangi, magaverkjum

og ofþornun.

Kúamjólk og ís – Flestir hundar eru með mjólkuróþol og geta þar af leiðandi ekki melt mjólkursykurinn. Rétt eins og hjá mönnum sem eru með

mjólkuróþol veldur hún uppköstum, niðurgangi og

magaverkjum.

Hættulegt góðgætiÞað sem má ekki gefa hundum.

H eimil ishundurinn er hluti af fjölskyldunni og vilja margir gefa honum

smakk af jólamatnum. Hafið þó í

huga að hundar eru ekki menn og það er ýmis matur sem þeir þola alls ekki. Hér er listi yfir mat sem ætti aldrei að gefa hundum.

Page 5: Jol 26 11 2014
Page 6: Jol 26 11 2014

Jólablað 6

RagnheiðuRlaugardaginn 27. desembersunnudaginn 28. desember

miðasala á harpa.is og í síma 528-5050

kæRkomin jólagjöf!

sýning áRsins 2014

Jólaskreytingar

A ðventan gengur senn í garð og telja margir að þá megi jólaundirbúningurinn form-

lega hefjast. Aðventukransar hafa verið órjúfanlegur hluti aðvent-unnar hér á landi síðan um miðja síðustu öld en hafa vissulega breyst í takt við tímann og tíðarandann. Fréttatíminn fór á stúfana og kann-aði hvað muni einkenna aðventukr-ansana í ár.

Lifandi efniviður vinsæll í jóla-skreytingarÞegar kemur að stefnum og straumum í jólaskreytingum í ár eru lifandi efni mest áberandi. Nanna Viðarsdóttir hjá Breiðholts-blómum er þeirrar skoðunar að lifandi ferskt efni, svo sem greni, könglar og mosi verði áberandi í ár. Aðspurð um hvernig aðventukr-ansa við munum helst sjá í ár segir Nanna: „Ég hugsa kransa svolítið þannig að þeir eigi að vera nýir og ferskir, þess vegna viljum við nota grenið og fá þetta lifandi inn til okkar.“ Þegar kemur að litavali segir Nanna að náttúrulegir litir séu orðnir vinsælastir.

Náttúran nýtt í skreytingar

Helga Marta Helgadóttir, eigandi Árbæjarblóma, segir aðventukrans-ana vissulega vera breytilega frá ári til árs en náttúrulegt þema sé að koma mjög sterkt inn í ár. „Mér finnst fólk vera að fara mjög mikið út í náttúrulega kransa, könglakr-ansar eru til dæmis mjög vinsælir núna, en rauði og hvíti liturinn er alltaf mjög sterkur líka. Koparlit-urinn er aðeins að koma inn en er kannski meira áberandi erlendis en hér.“ Svo virðist sem fólk sæki einn-ig mikið í náttúruna þegar kemur að hefðbundnari jólaskreytingum.

„Lifandi greni og blandað greni er mjög vinsælt ár eftir ár með náttúru-legum skreytingum, svo sem eplum og könglum.“

Nútímalegar og einfaldar skreytingar „Þegar kemur að aðventukransa-gerð eru hvítt og silfur yfirleitt vin-sælustu litirnir, þeir passa eiginlega alls staðar inn,“ segir Áslaug Hlíf Servo Jónsdóttir hjá Reykjavíkur-blómum. „Gamaldags jólalúkk hef-ur einnig verið að koma aftur, sér-staklega þessi retro og vintage stíll, en rauði og græni liturinn eru mjög

vinsælir þar. Fjólublái liturinn hefur einnig verið vinsæll, og ekki bara í jólaskreytingum heldur í öðru líka, til dæmis brúðkaupum.“

Aðspurð hvort mikið sé verið að kaupa tilbúna kransa segir Áslaug að mikið hafi breyst á síðastliðnum tíu árum eða svo. „Hér áður fyrr var fólk meira að koma og kaupa kransa. Í dag er fólk frekar að gera kransana sjálft. Það er orðið auð-veldara og jafnvel ódýrara. Útfærsl-urnar eru orðnar fjölbreyttari, við sjáum til dæmis alls konar útfærslur á aðventukrönsum á bökkum sem getur verið mjög skemmtilegt.“ Það er þó enn hægt að nálgast tilbúna kransa. „Auðvitað útbúum við enn fullbúna kransa, en það er þá yfir-leitt eftir sérstakri pöntun,“ segir Áslaug.

Það er því ljóst að hægt er að fara hinar ýmsu leiðir við gerð aðven-tukransa og því er um að gera að láta ímyndunaraflið ráða för. Nátt-úrulegur efniviður og náttúrulegir litir virðast hins vegar ætla að ráða förinni á aðventunni í ár.

Erla María Markúsdóttir

[email protected]

Hvað mun einkenna aðventukransa í ár?

Nanna hjá Beriðholtsblómum segir lifandi efnivið vinsælan í ár.

Árbæjarblóm. Rauð kerti eru ávallt klassísk þegar kemur að aðventukrönsum

Náttúran ræður ríkjum í kransagerðinni hjá Breiðholtsblómum.

Óhefðbundinn en stílhreinn krans eftir Helgu í Árbæjarblómum.

Fullbúinn krans gerður af Áslaugu hjá Reykjavíkurblómum.

Krans í ljósakrónustíl frá Breiðholts-blómum.

Page 7: Jol 26 11 2014

119.800,- afmælistilboðsverð

á Y stól 12 19119.800,-

122121afmælistilboðsverðá Y stól

15% afsláttur af öllum

ljósum til áramóta

Yfir 6.000 vörur á vefverslun epal – www.epal.is · Harpa · Skeifan 6 · 5687733

Page 8: Jol 26 11 2014

Jólablað 8

Þ að er áhugavert að sjá hvern-ig aðrar þjóðir halda jólin og hvernig siðir og venjur eru

ólíkar eftir löndum,“ segir Sigríður og jafnframt að henni þykir spenn-andi að vera á nýjum stað um jól. Hún segir börnin sín þrjú hafa aðlagast því vel að vera ekki alltaf á sama stað um jólin en þau séu fastheldin á ís-lenskar hefðir. Jólasveinninn gleym-ir heldur ekki íslenskum börnum sem búa í útlöndum og þau fá í skó-inn hvar sem þau hafa verið búsett. Þeim yngsta finnst reyndar skrítið að bekkjarsystkini hans fái ekki líka í skóinn.“ Hún segir tvennt vera ómiss-andi á jólunum. „Íslenskt hangikjöt og Nóa konfekt. Við erum búin að útvega okkur þetta tvennt, svo bíðum við bara róleg eftir jólunum.”

Sífellt færri jólakortÁ Íslandi segir hún að jólahaldið sé í afar föstum skorðum en í Singapore verði jólin með öðru sniði.

„Í ár ætlum við út að borða á Þor-láksmessu og upplifa jólastemning-una í bænum. Við borðum svo heima á aðfangadag en förum í jólaboð til ís-lenskra vinahjóna okkar á jóladag. Á milli jóla- og nýárs munum við síðan fljúga til Hong Kong, þar sem við ætl-um að eyða áramótunum.“

Sigríður segist hafa lært að vera ekki á síðustu stundu með allt. „Þegar ég bjó í Heidelberg í Þýska-landi fyrir um tuttugu árum fór ég á jólamarkað í fyrsta sinn og fannst það mikil stemning. Í Danmörku komst ég að því að á aðventunni borða Danir mikið af eplaskífum sem þeir dýfa í sultu og flórsykur og renna síðan niður með jólaglögg. Í Sviss var gaman að fara á jólamark-aði þar sem Svisslendingarnir seldu fallegt handverk og heimatilbúna matvöru á borð við pylsur og osta. Í Singapúr er mjög fjölþjóðlegt samfé-lag og þótt margir borgarbúar haldi ekki jól er borgin fallega skreytt og mikil eftirvænting í loftinu. Helsti ókosturinn við að halda jólin ekki á sama stað er að við fáum sífellt færri jólakort því vinir og ættingjar eiga í fullu fangi með að fylgjast með hvar við búum hverju sinni.“

Hamflett á aðfangadagskvöldÞað má sannarlega segja að Sig-ríður Inga hafi víðfeðma reynslu af ólíku jólhaldi og segir hún frá því

þegar hún keypti jólatré í fyrsta inn sjálf á ævinni. „Ég fór á jólamarkað-inn í Heidelberg og valdi lítið og fal-legt tré, skellti því síðan á böggla-berann á hjólinu mínu og hjólaði með það heim. Vinkona mín kom frá Íslandi í heimsókn og ég man hvað við vorum hissa á að allt var opið á aðfangadag. Við fórum á kaffihús um miðjan dag og keyptum síðustu jólagjöfina seinnipartinn.“

En það er ekki bara í útlöndum sem hlutirnir hafa komið henni í opna skjöldu.

„Einu sinni var ég að vinna til klukkan fjögur á aðfangadag. Að vinnudegi loknum áttum við hjóna-leysin eftir að koma nokkrum jóla-pökkum á réttan stað og keyra síð-an í Þorlákshöfn til móður minnar. Við vorum orðin mjög sein og þeg-ar klukkan sló sex vorum við stödd uppi á miðri Hellisheiði. Þegar við komum heim til mömmu átti eftir að hamfletta rjúpurnar og var það síðan gert í svo miklum hamagangi að eldhúsið var allt út í blóðslettum. Um níuleytið var loksins hægt að

borða jólamatinn en það sem stend-ur upp úr er hvað systkini mín, sem þá voru litlir krakkar, voru stillt og biðu bara róleg eftir jólunum.“

Kuldann vantarSigríður og fjölskylda hennar eru ekki einu Íslendingar í Singapúr og hafa íslenskar vinkonur hennar þar í borg nú þegar komið saman til að baka smákökur.

„Hver og ein kom með deig og svo skiptum við kökunum á milli okkar svo hver fjölskylda fengi að bragða á nýrri tegund. Í byrjun desember setjum við upp jólaskraut en í ár ætl-um við að skreyta jólatréð snemma fyrst við förum til Hong Kong um áramótin. Svo þarf ég að finna út hvar hægt er að kaupa jólaöndina og allt sem þarf í jólamatinn. Það er dálítið erfitt að koma sér í reglu-legt jólaskap hér í Singapúr því hér er bara ein árstíð; sumar. Okkur finnst vanta kuldann og snjóinn. Mér finnst líka skrítið að undirbúa jólin á stuttbuxum og hlýrabol í steikjandi hita,“ segir Sigríður Inga

Mikið er skreytt í Singapúr fyrir jólin. Engin naumhyggja þar á ferð.

Undirbýr jólin á stuttbuxumSigríður Inga Sigurðardóttir blaðamaður hefur búið víða um heim og haldið jól á Íslandi, í Danmörku, Sviss og Þýskalandi. Að þessu sinni heldur hún jólin í Singapúr þar sem hún býr ásamt fjölskyldu sinni en áramótunum mun hún fagna í Hong Kong.

Sigríður ásamt eiginmanni sínum, Jóni Áka Leifssyni, í Singapúr.

Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is

Verslunin Belladonna

Flott jólaföt, fyrir flottar konur

Stærðir 38-58

Skyndihjálpartaska Rauða krossins gæti reynst dýrmætasta jólagjöfin í ár. Hún gæti bjargað mannslífi þegar á reynir. Í henni eru allir nauðsynjahlutir, verði slys eða skyndileg veikindi.

Skyndihjálpartaskan kostar 7.900 krónur.

Pantaðu tösku á skyndihjalp.is, eða í síma 570 4000.

Dýrmætastajólag jöfinSkyndihjálpartaska Rauða krossins gæti reynst dýrmætasta jólagjöfin í ár. Hún gæti bjargað mannslífi þegar á reynir. Í henni eru allir nauðsynjahlutir, verði slys eða skyndileg veikindi.

Skyndihjálpartaskan kostar 7.900 krónur.

Pantaðu tösku á skyndihjalp.is, eða í síma 570 4000.

jólag jöfin

Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin

Það hefur sýnt sig að á erfiðum tímum stenduríslenska þjóðin saman og sýnir stuðning,

hver og einn eftir bestu getu.

Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 Einnig er opið fyrir síma á skrifstofutímas. 551 4349, netfang: [email protected]

Verdon gjafakassi – fyrir herraJólatilboð: 6.350 kr.

Andvirði: 7.570 kr.

Lyktareyðir 70 g – 2.810 kr. Sturtusápa 250 ml – 2.380 kr. Rakstursgel 150 ml – 2.380 kr.

Best of Provence gjafakassi

Jólatilboð: 8.990 kr.

Andvirði: 12.220 kr.

Ilmpoki 35 g – 1.160 kr. Fótakrem 75 ml – 2.640 kr. Shea Butter varasalvi 4,5 g – 1.280

kr. Sturtuolía 250 ml – 2.850 kr. Handkrem 150 ml – 3.630 kr. lmsápa 100 g – 660 kr.

Page 9: Jol 26 11 2014

Samsung Galaxy TAB S er fyrsta spjaldtölvan sem kemur meðSuper AMOLED skjá sem gefur meiri litadýpt og hraðari svörun.

Þú sérð muninn. Þú finnur muninn.

Þynnri, léttari og enn betri skjár

UPPLIFÐU MUNINN

Page 10: Jol 26 11 2014

Jólablað

10

1 Gjafir Á gjafalistann fer listi allra þeirra sem þú kaupir gjafir fyrir.

Best er að ákveða heildarupphæðina sem á að fara í gjafainnkaup og skrifa svo fyrir aftan hvert og eitt nafn á list-anum hversu há upphæð fer í hverja gjöf. Þannig kemurðu í veg að þú eyðir of miklu. Næst skrifarðu fyrir aftan hugmyndir að gjöfum fyrir hvern og einn. Að lokum skrifarðu á dagatalið hvaða daga þú ætlar að nota til að kaupa þessar gjafir.

2 Matur Skrifaðu niður matseðilinn fyrir jólin og allt sem

þarf að kaupa inn í matinn. Áætlaðu heildarkostnað og skrifaðu hann á listann. Skiptu listanum í það sem þú getur keypt strax og geymist vel, t.d. grænar baunir, jólaöl, hangikjöt, hveiti, sælgæti og annað í þeim dúr. Næst skrifarðu það sem þarf að bíða með fram á síðasta dag, t.d. ferskt kjöt, rjóma o.s.frv. Ákveddu hvenær þú ætlar að vera búin/n að kaupa inn og skrifaðu það á dagatalið þitt.

3 Skreytingar Ekki bíða með að fara í geymsluna og ná í

jólaskrautið. Það þarf alltaf að tékka á jólaseríunum og sjá hvort þarf að bæta við einhverju skrauti. Það er aldrei of snemmt að byrja að skreyta. Ágætt er að opna einn skrautkassa í einu og skreyta eitthvað á hverjum degi. Skrifaðu lista yfir það sem þarf að kaupa, t.d. perur, nýja seríu, kerti, aðventukrans, jólatré o.fl. Ákveddu hvaða dag þú ætlar að kaupa þetta og skráðu á dagatalið.

4 Jólakortin Taktu ákvörðun um hvernig kort þú ætlar að senda.

Gerðu næst lista yfir allt sem þarf að kaupa eða finna til fyrir kortin. Ef um prentuð kort eða ljósmyndir er að ræða þarf að setja þau í prentun í nóvember. Ákveddu dag, ekki seinna en 4. desember til að skrifa kortin og ganga frá þeim í til póstsendingar. Settu vinnu við jólakort á dagatalið þitt.

5 Þrif Hvort sem þú ætlar að sjá um þrifin sjálf/sjálfur eða fá

einhvern til að þrífa þá þarf að ákveða hvenær þrifin eiga sér stað. Gerðu lista yfir allt sem þarf að gera og skrifaðu fyrir aftan hver ber ábyrgð á hverju. Allir í fjölskyldunni geta borið ábyrgð á þrifunum, hvort sem það er að fara með poka í Sorpu, eða taka til í skápnum í anddyrinu og fleira í þeim dúr. Ef þú færð einhvern til að þrífa fyrir þig, skaltu bóka það í tæka tíð. Skráðu alla þrifadaga á dagatalið.

6 Fatnaður Ef til stendur að kaupa ný föt fyrir jólin, þarf að

gera lista yfir allt sem þarf að kaupa. Skráðu upphæðina sem til stendur að nota í fatakaupin fyrir aftan hverja flík á listanum. Skráðu á dagatalið hvenær á að kaupa hvern hlut. Ekki má gleyma að fara með föt í hreinsun og ágætt að gera það strax. Settu á dagatalið hvenær fötin eiga að fara í hreinsun.

7 Fylgdu dagatalinu Þegar búið er að skrifa alla þessa lista og

skrá hvert verk á dagatalið er bara eitt eftir, fylgja dagatalinu eftir og vinna verkin á þeim degi sem hefur verið ákveðinn. Ef þú byrjar strax þá á þetta ekki að vera of mikið verk og hægt að skipuleggja allt þannig að öllum verkum sé nánast lokið um miðjan desember og þá er hægt að setja tónleika, bakstur, rölt í miðbæinn, eða spilakvöld með vinum á dagatalið.

Byrjaðu núnaJ ólin, jólin, jólin koma brátt og

listinn yfir allt það sem þarf að gera getur verið langur.

Algengustu mistökin sem fólk ger-ir í jólaundirbúningnum er að telja

sig hafa nægan tíma. Þar sem sjálf jólahátíðin er í lok desembermánaðar fá margir það á tilfinninguna að það hafi allan mánuðinn til undirbúnings, en það er heil vika eftir af mánuðinum

þegar aðfangadagur gengur í garð. Hér er listi yfir allt það sem hægt er að gera til að ná að klára allt í tæka tíð og hafa tíma til að hitta vini í bænum yfir góðum kakóbolla eða jólabjór.

Settu saman lista yfir allt það sem þarf að gera og geymdu hann á góðum stað í tölvunni, símanum eða í skýinu þannig að þú getir stuðst við hann aftur á næsta ári. Skiptu listanum í sex flokka, gjafir, matur, skreytingar, jólakort, þrif, fatnaður. Svo þarftu að hafa dagatal við höndina þegar þú byrjar að gera listana.

Byrjaðu strax í dag

Guðlaugur A MagnússonSkólavörðustíg 10 • Reykjavík • www.gam.is • sími 5625222

Við hönnun skeiðarinnar sóttum við innblástur í okkar gömlu hefðir enda ber hún emeleringu eins og fyrstu skeiðarnar okkar.

Hin eina sanna jólaskeið okkar íslendinga í 68 ár

Jólaskeiðin 2014

Guðlaugur A Magnússon www.gam.is • sími 5625222

Við hönnun skeiðarinnar sóttum við innblástur í okkar gömlu

ber hún emeleringu eins og fyrstu

Hin eina sanna jólaskeið okkar íslendinga í 68 ár

Jólaskeiðin 2014

Page 11: Jol 26 11 2014

Veglegir verðlaunagripir frá Bosch fyrir jólin.Styline smátækin frá Bosch búa y�ir frábærri tækni og einstaklega fallegri hönnun, enda hafa þau fengið toppeinkunn frá mörgum virtustu neytendasamtökum á Norðurlöndum ásamt virtum hönnunarverðlaunum á borð við „reddot“ og „If design award“. Bosch er þýskt vörumerki með áratuga reynslu og eru Bosch heimilistækin þau mest seldu í Evrópu.

Opið virka daga frá kl. 11 - 18 og á laugardögum frá kl. 11 - 16.

Auk þess gilda þessir afgreiðslutímar í desember:Sunnud. 21. des. kl. 11 - 16.Miðvikud. 24. des. kl. 10 - 12.

HÆSTA EINKUNN Apr

íl 20

13

Safapressa

Jólaverð: 18.900 kr.

Pressar bæði ávexti og grænmeti. Öflugur mótor. 700 W. Stórt áfyllingarrör fyrir heila ávexti. Safakanna skilur froðuna frá. Auðveld í þrifum. Hlaut hæstu einkunn hjá Wise Guide og Magasin.

Fullt verð: 22.900 kr.

MES 20A0

Handþeytari

Jólaverð: 9.900 kr.

450 W. Fimm hraðastillingar og ein púlsstilling. Þægilegt handfang með mjúku gripi. Einstaklega

hljóðlátur handþeytari.

Fullt verð: 11.900 kr.

MFQ 4020

Brauðrist

Jólaverð: 13.900 kr.

Einstaklega falleg brauðrist sem sómir sér vel í hverju eldhúsi. 860 W. Nýtt hitald sem tryggir jafna ristun. Rafeindastýrð hitastilling. Tekur tvær venjulegar

brauðsneiðar. Brauð lyftist vel upp úr brauðristinni með „Hi-lift“. Þíðingaraðgerð. Minnisaðgerð. Öryggi: Gætir þess að brauð festist ekki. Losanleg mylsnuskúffa.

Hefur hlotið virtu hönnunarverðlaunin reddot og IF design award.

Fullt verð: 17.900 kr.

TAT 8611

Hraðsuðukanna

Jólaverð: 13.900 kr.

Traust kanna sem tekur 1,5 lítra af vatni. Mögulegt að velja hita. Heldur heitu í allt að 30 mínútur. Einungis er hægt að setja könnuna í gang þegar lok er niðri. Botn úr ryðfríu stáli. Hús úr hitaþolnu efni. Slekkur sjálfkrafa á sér þegar kannan hefur náð völdum hita.

Fullt verð: 17.900 kr.

TWK 8611

Matvinnsluvél

Jólaverð: 21.900 kr.

800 W mótor. Hrærir, þeytir, brytjar, raspar, tætir og sker. 2,3 lítra

skál. Fylgihlutir: 1,25 lítra blandari, fjölnota hnífur,

þeytari, hnoðari úr plasti, rifjárn og

sítrónupressa.

Fullt verð: 27.900 kr.

MCM 4100

Hrærivél

Jólaverð: 43.900 kr.

Falleg og þýðgeng. 700 W mótor. Fjórar hraðastill-ingar og ein púlsstilling. Skál úr ryðfríu stáli, tekur 3,9 lítra. Blandari og grænmetiskvörn. Auðveld í þrifum. Ánægja eða endurgreiðsla: Ef vélin stenst ekki væntingar þínar geturðu skilað henni innan 60 daga og fengið hana endurgreidda.

Fullt verð: 56.900 kr.

MUM 52120

Page 12: Jol 26 11 2014

Jólablað 12

Öðruvísi jólaskraut

Jólaskraut þarf ekki bara að einkennast af rauð-um jólakúlum og ljósaseríum. Hér eru nokkur

dæmi um skemmtilega öðruvísi jólaskraut.

HRÍMFerm living2.490 kr.

HRÍMFerm living2.990 kr.

HRÍMLouise Roe kopar demantur2.490 kr.

HRÍMFerm Living2.190 kr.

HRÍMFerm LivingMinni: 1.490 kr. Stærri: 1.990

HRÍMFerm Living1.990 kr.

BlómavalBambar499 kr.

BlómavalHreindýr439 kr.

BlómavalMörgæs999 kr.

BlómavalUgla á skíðum699 kr.

KúnígúndVilleroy & Boch1.990 kr.

við elskum skó

VELKOMIN Í SMÁRALIND

23.990 kr.Dömuskór

st. 36-41

24.990 kr.Dömuskór

st. 36-41

23.990 kr.Dömuskór

st. 36-41

23.990 kr.Dömuskór

st. 36-41

11.990 kr.Barnaskór st. 22-30

13.990 kr.Barnaskór st. 31-38

13.990 kr.Barnaskór st. 31-38

12.990 kr.Barnaskór st. 31-37

13.990 kr.Barnaskór st. 24-35

13.990 kr.Barnaskór st. 24-35

Sendum út á land þér að kostnaðarlausu

Page 13: Jol 26 11 2014
Page 14: Jol 26 11 2014

14

U ndanfarin ár höfum við haldið jólin á rammíslensk-an hátt með frænda okk-

ar, fjölskyldu hans og vinum sem bjuggu við hliðina á okkur hér í Minneapolis. Við höfum stundum fengið fjölskylduna frá Íslandi til okkar á jólunum sem er auðvitað alltaf svaka stuð. Þetta árið verða því miður allir heima á Íslandi, nema við, þannig að við verðum bara að halda sýndarjól með fjöl-skyldunni í gegnum Skype,“ segir Björgvin Franz Gíslason sem dval-ið hefur ásamt eiginkonu sinni og börnum í Minneapolis í Bandaríkj-unum frá árinu 2011.

„Það hafði alltaf verið draumur okkar Berglindar, konunnar minn-ar, að flytja til Bandaríkjanna og hana langaði að venda kvæði sínu í kross hvað starfsferil varðar, þar sem hún starfaði sem kennari á Ís-landi. Núna er hún hinsvegar nýút-skrifuð með meistaragráðu í fjöl-skyldu- og hjónabandsráðgjöf frá St.Mary´s University og vinnur með unglingum og fjölskyldum þeirra sem eiga við ýmis vandamál að etja,“ segir Björgvin Franz sem sjálfur notaði tækifærið og skellti sér í nám sem hann segir vera gríð-arlega gefandi. „Fram að því var ég heimavinnandi húsfaðir með börn-in í rúmt ár sem er ein dýrmætasta reynsla sem ég hef fengið.“

Björgvin og fjölskylda blanda saman íslenskum og amerískum jólahefðum svo úr verður mikil jólahátíð. Undirbúningur hefst snemma í desember þegar fjöl-skyldan setur upp útiseríur og upp-blásna snjókallinn sem þau erfðu frá pabba Björgvins þegar hann flutti frá Kaliforníu.

Íslenskir jólasveinar gefa í skóinn

„Við spilum aðallega íslenska jóla-tónlist og svo förum yfirleitt með krökkunum í svona jólaskóg, rétt fyrir utan Minneapolis og höggvum niður alvöru jólatré. Að því loknu drekkum við kakó og borðum grill-aða sykurpúða með ameríska jóla-sveininum við lítinn varðeld. En að sjálfsögðu leggja svo íslensku jólasveinarnir leið sína hingað til okkar þrettán dögum fyrir jól og

gefa krökkunum í skóinn. Og til að toppa allt koma sumir þeirra á sér-stakt jólabarnaball, eins og það kall-ast hér úti, sem Icelandic American Association of Minnesota heldur. Flestir gestirnir eru afkomendur Íslendinga og tala bara ensku, þar með taldir íslensku jólasveinarnir. Það getur verið mjög fyndið, sér-staklega ef þeir eru með þykkan ís-lenskan hreim.”

Verndað umhverfiAmerísk og íslensk jól eru að mörgu

Edda Björgvinsdóttir og Ágústa frænka baka saman piparkökur.

Jólasveinar með amerískan hreimLeikarinn Björgvin Franz Gíslason býr í Minneapolis og heldur þar rammíslensk jól.

Kertasníkir ásamt Auðbjörgu, Gísla frænda, Berglindi og Björgvini Franz.

Íslensku börnin í Minneapolis með Kertasníki.

Opnunartími: Virka daga kl. 11-18 Laugard. kl. 10-16Laugavegi 178 l S. 555 1516 l Kíktu á síðuna okkar Laugavegi 178 l S. 555 1516 l Kíktu á síðuna okkar

"Kryddaðu fataskápinn”

Glæsilegí fatnaði frá

Peysa á 13.900 kr.2 litir

Túnika á 13.900 kr.3 litir

Leggingsbuxur á 13.900 kr.Einn litur

Skartgripur með táknræna merkingu, seldur til styrktar blindum og sjónskertum á Íslandi.

Íslenskt handverk. Fæst um land allt.

Skartgripur með táknræna merkingu, seldur til

Þríkrossinn

Stuðningur til sjálfstæðis

Hraunbær 123 | s. 550 9800 | skatar.is

Gæðajólatré - sem endist ár eftir ár!Þessi jólatré eru í hæsta gæðaflokki auk

þess að vera mjög falleg og líkjast þannig raunverulegum trjám. Einföld samsetning.

Fæst einnig í HagkaupiSmáralind, Skeifunni og Garðabæ.

• Ekkert barr að ryksuga• Ekki ofnæmisvaldandi• 12 stærðir (60-500 cm)• Íslenskar leiðbeiningar

• Eldtraust• Engin vökvun• 10 ára ábyrgð• Stálfótur fylgir

Opnunartímar:Virkir dagar kl. 09-18Laugardagar kl. 11-18Sunnudagar kl. 12-18

Falleg jólatré

Handprjónasamband ÍslandsSkólavörðustíg 19 s. 552-1890 www.handknit.is

Barnaskokkar,uppskriftir, lopi

og prjónar.

Page 15: Jol 26 11 2014

Jólablað15

leyti svipuð, segir Björgvin, þá sér-staklega hvað varðar skreytingar og annað í þeim dúr. Hinsvegar kom honum það á óvart hversu fáa frídaga fólk fær í kringum jólahá-tíðina. „Það er til að mynda engin Þorláksmessa eða annar í jólum þannig að frídagarnir spanna aðal-lega jóladag og nýársdag og svo er bara allt búið. Námsmenn fá oftast meira frí en það er held ég um það bil eina undantekningin.”

En hvað er það besta við jólin í Minneapolis? „Það er þetta verndaða umhverfi, ef svo má að orði komast, sem við erum í. Þá meina ég að það eru eng-in aðkallandi verkefni hvað varðar vinnu og þessháttar sem dynja á manni heldur fær maður allan þann tíma til að slaka á með fjölskyldu og vinum. Mestu máli skiptir á jól-unum að njóta þess að vera til. Það er oft sú krafa í kringum jólin að vera í svaka stuði en líka að slaka á, sem getur verið pínu ruglandi. Þar sem ég á það til að vera dálítið ör þá held ég að það sé gott fyrir mig að muna að jólin eru tími til að tengj-ast sínum nánustu og slaka á. Og auðvit-að vera góð hvert við annað. Hana, nú er ég hættur að vera svona væminn,“ segir Björgvin Franz.

Það getur reynt á að vera fjarri heimahögunum um jólin og það er alltaf eitthvað sem fólk saknar. „Fyrir utan fjölskyldu og vini sökn-um við kannski krúttlegu íbúðar-innar okkar og svo auðvitað jóla-þorpsins í Hafnarfirði með litlu sölubásunum og rjómalagaða kakó-inu sem er algjörlega ómissandi.“

Sáttir bræður. Mæðginin á góðri stund. Jól í Minneapolis

Björgvin Franz rembist við að saga niður jólatré.

Ekki gefa bara eitthvað, gefðu frekar hvað sem er.

Með gjafakorti Landsbankans er ekkert mál að velja

réttu jólagjöfina. Þú ákveður upphæðina og sá sem

þiggur velur gjöfina. Þú færð gjafakortið í næsta útibúi.

NS

SO

N &

LE

’MA

CK

S

• j

l.is

SÍA

landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn

Page 16: Jol 26 11 2014

Jólablað 16

Tösku og hanskabúðin Skólavörðustíg 7 101 Reykjavík S. 551 5814 www.th.is

Góðar hugmyndir af jólagjöfum

Herrahanskar 6.500 kr

Dömuhanskar 7.500 kr

Herrabelti 7.800 kr

Herrataska 17.500 kr

Dömubakpoki 19.500 kr

Helgartaska 33.500 kr17.500 kr

F yrir mér eru jólin sérstakur tími sem ég vil eyða með þeim sem mér þykir vænt

um og þannig reyni ég að upplifa töfrana sem þessi tími getur kallað fram,“ segir Pamela De Sensei sem hefur verið búsett á Íslandi í tólf ár. Hún hefur svo sannarlega sett sitt mark á íslenskt tónlistarlíf, sér-staklega með tónleikaröðinni Töfra-hurðin þar sem hún kynnir börn fyrir sígildri tónlist.

„Ég elska þennan árstíma og alveg frá því ég kom hingað fyrst hefur andrúmsloftið og stemningin sem hér skapast með jólaljósunum, skreytingunum og öðru tilheyrandi heillað mig.“ Pamela leggur mikið upp úr því að halda jólin hátíðleg í faðmi fjölskyldunnar, hvort sem hún er stödd hér eða á Ítalíu.

Dekurdagur í Bláa lóninu„Á Ítalíu eru jólin mikil fjölskylduhá-tíð, stórfjölskyldan hittist og borðar saman brjálæðislegar máltíðir sem geta tekið fjóra til sex tíma, það eru jólin fyrir mér. Ég elska að skreyta og jafnvel kötturinn minn, Mozart-ina, fær smá skraut. Mér finnst líka gaman að elda sérstaka rétti á jólun-um, eitthvað sem ég þekki frá Ítalíu, og halda þannig í tengslin.“

Pamela kann svo sannarlega að njóta jólanna og aðventunnar og lætur smá dekur eftir sér og það er eitt og annað sem hún telur vera

ómissandi í jólahaldinu. „Það sem ég tel vera ómissandi er dagur í Bláa lóninu sem ég veiti sjálfri mér, að skreyta jólatréð, hlusta á jóladisk með Díönu Krall sem er uppáhalds djasssöngkonan mín, borða panet-tone og fara í jólamessu.“

Hvernig eru jólin á Íslandi fyrir Pamelu í samanburði við jólin á Ít-alíu?

„Á Íslandi er snýst allt um skreyt-ingar, jólaljós og fjölskylduna en á Ítalíu er áherslan meiri á matinn og fjölskylduna en minna hugað að skreytingum. En þessar miklu skreytingar á Íslandi gera það að verkum að andrúmsloftið verður svolítið töfrandi, sér í lagi þegar snjóar, og ég vona svo sannarlega að það snjói í ár.“

Húsið fullt af skrautiPamela hefur jólaundirbúning-inn á því að skreyta heimilið og koma því í jólabúning. „Ég elska að kaupa eitthvað nýtt um hver jól, annaðhvort til að skreyta úti eða inni, sem er ekkert sérlega vin-sælt hjá eiginmanni mínum Stein-grími Þórhallssyni, sem telur að við komust ekki lengur fyrir sjálf inni í húsi fyrir öllu jólaskrautinu. Hann er auðvitað í miklu jólaskapi, eða þannig,“ segir Pamela og hlær um leið og hún bendir á að jólin séu afar annasamur tími hjá honum þar sem hann er organisti. „Ég reyni

Pamela De Sensei, flautuleikari og flautukennari, er mikið jólabarn og á hún sérstaklega erfitt með að hemja sig þegar kemur að jólagjöfunum og forvitnin fer með hana.

bara að vera í jólaskapi fyrir tíu manns.“

Það kemur ekki á óvart að Pa-mela er hrifin af jólagjöfum og hún segir gjafirnar vera það besta við jólin, bæði að kaupa gjafir og sér-staklega að opna sínar eigin. „Ég er mjög hrifin af því að opna gjafir 25. desember, um morguninn, eins og gert er á Ítalíu. Einnig vil ég þá geta borðað panettone í morgunmat. Ég fæ svo gjafir 24. desember, eins og á Íslandi – og 25. desember. Ég elska jólin.“

Alveg frá því hún var barn hefur Pamela verið spennt að vita hvað leynist í pökkunum og hún segist stundum vera að fara yfir um af spenningi og verði bar að vita hvað er í þeim.

Óbærileg bið eftir pökkunum„Á Ítalíu opnum við pakkana 25. desember um morguninn og ég man eitt sinn þegar ég var átta ára gömul hafði ég stillt vekjaraklukk-una á klukkan þrjú um nóttina. Ég vaknaði þá og byrjaði strax að fikta í pökkunum mínum til að sjá hvað var í þeim, en lokaði þeim síðan gætilega aftur og setti á sinn stað undir trénu. Þegar foreldrar mín-ir tóku eftir því um morguninn að ég var ekki alveg jafn æst í pakk-ana og ég ætti að vera áttuðu þau sig á að ég hafði svindlað. Árið eftir komu þau mér því talsvert á óvart. Þá stillti ég aftur vekjaraklukkuna á klukkan þrjú um nóttina en þegar

ég kom fram í stofu voru mamma og pabbi sofandi á sófanum, bundin við spotta strengdan á gjafirnar og á spottanum var lítil bjalla. Ég trúði ekki mínum eigin augum að þau hefðu náð að snúa á mig. Ég beitti ýmsum aðferðum við að reyna að opna pakkana en það reyndist ómögulegt án þess að þau tækju eftir því. Eftir nokkra stund sofn-aði ég á gólfinu fyrir framan tréð. Morguninn eftir vaknaði ég við það að foreldrar mínir stóðu yfir mér hlæjandi sem var svo sem í lagi, því þessi jól fékk ég í gjöf mína fyrstu flautu og í dag starfa ég sem flautu-leikari og flautukennari.”

Panettone með ísVið báðum Pamelu að deila með okkur einni jólauppskrift.

„Auðvitað sting ég upp á sætinda-uppskrift,“ segir Pamela.

Panettone með ís er mjög einfalt og fljótlegt að útbúa og er punktur-inn yfir i-ið að góðri máltíð lokinni.

Maður nær sér í panettone, nokk-uð sem fæst hér á Íslandi núorðið um jólin, og tekur nægilega mikið úr skorpunni. Það sem þú tekur úr seturðu í skál, blandar með ís (hvaða ís sem er). Í þetta setur maður hneturkurl og súkkulaðibita. Þessa blöndu alla seturðu aftur í pa-nettone, þar sem úr var tekið og set-ur í frysti. Þetta tekurðu aftur út 10 mínútum áður en á að borða, skerð í sneiðar og borðar með heitu bráðnu súkkulaði. Algjört nammi.

Foreldrarnir settu viðvörunarbjöllu á pakkana

Ég reyni bara að vera í jólaskapi fyrir tíu manns.

xxxx

xxxx

Page 17: Jol 26 11 2014

Jólagjafabréfið er ferðalag í hlýjan faðm og dekur og er fullkomin gjöf fyrir ferðaglaða ættingja og vini á öllum aldri. Hvern viltu knúsa núna? Eftir áramót? Í vor? Jólagjöfina í ár er einungis hægt að kaupa og bóka á flugfelag.is

Fullorðinsbréf: 19.100 kr.* Barnabréf: 10.850 kr.**

STYTTRI FERÐALÖG, LENGRI FAÐMLÖG UM JÓLIN

* Flug fram og til baka og flugvallarskattar. ** Fyrir börn á aldrinum 2-11 ára.

JÓLAGJAFABRÉF FLUGFÉLAGS ÍSLANDS

Jólag jafaflug er hægt að bóka frá 29. des. 2014 til 28. feb. 2015 fyrir ferðatímabilið: 6. jan. til 31. maí 2015. Takmarkað sætaframboð. Frá 1. júní til 1. des. 2015 gildir jólapakkinn sem inneign upp í önnur farg jöld. Nánar um skilmála á flugfelag.is

Page 18: Jol 26 11 2014

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra

R E Y K J AV Í K | A K U R E Y R I

DraumahöllinENN STÆRRI OG ÆVINTÝRALEGRI

by nord Salt&Pepper

S&P snakkturn 9.990 KR.

BODUM Chambord sett 8 bolla kanna + Thermo ferðamál

JÓLATILBOÐ 11.990 KR.

BODUM Columbia kaffikanna 8 bolla 17.990 KR.

BY NORD púði 60x60 cm 21.990 KR.

GOODWILL jólakanna í gjafaöskju, margar gerðir JÓLATILBOÐ 3.490 KR.

VIDIVI Emozioni vasi 5.990 KR.

GOODWILL kakó/kaffibolli í gjafaöskju JÓLATILBOÐ 4.990 KR.

IITTALA KASTEHELMI skálar 3.990 STK.

ALESSI upptakari 12.990 KR.

VIDIVI Doge sett, skál og vasi JÓLATILBOÐ 7.990 KR.

VIDIVI Concerto sett, kanna + 6 glös 41cl. JÓLATILBOÐ 5.990 KR. BROSTE lukt 9.990 KR.

MIKIÐ ÚRVAL AF FALLEGUM TRÉBRETTUM

IVV Special kökudiskur á fæti, með gylllingu 26 cm. 9.990 KR.

IITTALA Aalto 3.490 KR. JÓLATILBOÐ

NIELSEN koparljós 18 cm 13.990 KR.

IITTALA Taika diskur 22 cm 4.990 KR.

H Ú S G AG N A H Ö L L I N • B í l d s h ö f ð a 2 0 • R e y k j a v í k • O P I Ð V i r k a d a g a 1 0 - 1 8 , l a u g a r d . 1 1 - 1 7 o g s u n n u d . 1 3 - 1 7 O G D a l s b r a u t 1 • A k u r e y r i O P I Ð V i r k a d a g a k l 1 0 – 1 8 o g l a u g a r d a g a 1 1 - 1 6 E I T T S Í M A N Ú M E R 5 5 8 1 1 0 0

BY NORD púði 60x40 19.990 KR.

IT’S ABOUT ROMI Prague ljós 24 cm. 29.990 KR.

HUBSCH tréfugl 3.990 kr.BROSTE jólakerti

22,5 cm 2,990 kr. – 18 cm 1,990 kr.

Mikið úrval af flottum vestum og poncho-um frá Natures Collection

ESTER & ERIK kertin sem loga lengur

COPENHAGEN CANDLE COMPANY ilmkerti 3.990 KR POUL PAVA sett, fat og diskur

JÓLATILBOÐ 6.990 KR.VV kertastjaki 30 cm. JÓLATILBOÐ 9.990 KR.

VIDIVI skálasett 2 hjörtu JÓLATILBOÐ 4.490 KR.

ALESSI skál 34.990 KR.

POUL PAVA vasi 23 cm. 3.990 KR.

VIDIVI Stella stjörnuskálasett JÓLATILBOÐ 4.990 KR.

VIDIVI Amaryllis vasi

45cm. 9.990 KR.

Fullt af fallegum luktum

Allt á hátíðarborðið

FULL BÚÐ AF NÝRRI OG SPENNANDI SMÁVÖRU

Page 19: Jol 26 11 2014

R E Y K J AV Í K | A K U R E Y R I

DraumahöllinENN STÆRRI OG ÆVINTÝRALEGRI

Draumahöllinby nord Salt&Pepper

S&P snakkturn 9.990 KR.

BODUM Chambord sett 8 bolla kanna + Thermo ferðamál

JÓLATILBOÐ 11.990 KR.

BODUM Columbia kaffikanna 8 bolla 17.990 KR.

BY NORD púði 60x60 cm 21.990 KR.

GOODWILL jólakanna í gjafaöskju, margar gerðir JÓLATILBOÐ 3.490 KR.

VIDIVI Emozioni vasi 5.990 KR.

GOODWILL kakó/kaffibolli í gjafaöskju JÓLATILBOÐ 4.990 KR.

IITTALA KASTEHELMI skálar 3.990 STK.

ALESSI upptakari 12.990 KR.

VIDIVI Doge sett, skál og vasi JÓLATILBOÐ 7.990 KR.

VIDIVI Concerto sett, kanna + 6 glös 41cl. JÓLATILBOÐ 5.990 KR. BROSTE lukt 9.990 KR.

MIKIÐ ÚRVAL AF FALLEGUM TRÉBRETTUM

IVV Special kökudiskur á fæti, með gylllingu 26 cm. 9.990 KR.

IITTALA Aalto 3.490 KR. JÓLATILBOÐ

NIELSEN koparljós 18 cm 13.990 KR.

IITTALA Taika diskur 22 cm 4.990 KR.

H Ú S G AG N A H Ö L L I N • B í l d s h ö f ð a 2 0 • R e y k j a v í k • O P I Ð V i r k a d a g a 1 0 - 1 8 , l a u g a r d . 1 1 - 1 7 o g s u n n u d . 1 3 - 1 7 O G D a l s b r a u t 1 • A k u r e y r i O P I Ð V i r k a d a g a k l 1 0 – 1 8 o g l a u g a r d a g a 1 1 - 1 6 E I T T S Í M A N Ú M E R 5 5 8 1 1 0 0

BY NORD púði 60x40 19.990 KR.

IT’S ABOUT ROMI Prague ljós 24 cm. 29.990 KR.

HUBSCH tréfugl 3.990 kr.BROSTE jólakerti

22,5 cm 2,990 kr. – 18 cm 1,990 kr.

Mikið úrval af flottum vestum og poncho-um frá Natures Collection

ESTER & ERIK kertin sem loga lengur

COPENHAGEN CANDLE COMPANY ilmkerti 3.990 KR POUL PAVA sett, fat og diskur

JÓLATILBOÐ 6.990 KR.VV kertastjaki 30 cm. JÓLATILBOÐ 9.990 KR.

VIDIVI skálasett 2 hjörtu JÓLATILBOÐ 4.490 KR.

ALESSI skál 34.990 KR.

POUL PAVA vasi 23 cm. 3.990 KR.

VIDIVI Stella stjörnuskálasett JÓLATILBOÐ 4.990 KR.

VIDIVI Amaryllis vasi

45cm. 9.990 KR.

Fullt af fallegum luktum

Allt á hátíðarborðið

FULL BÚÐ AF NÝRRI OG SPENNANDI SMÁVÖRU

Page 20: Jol 26 11 2014

N óvember og desembermán-uðir fara í að framleiða vörur og prjóna nýjar peys-

ur fyrir tískuvikuna í Kaupmanna-höfn sem er í lok janúar,“ segir Halla sem segist áður fyrr hafa tekið sér góðan tíma í að undirbúa jólin. „Ég bakaði, lagaði til, bjó til allar jólagjafir, föndraði jólakort og jóla-skraut. Nú sleppi alveg að baka og laga til, en á það til að búa til jóla-gjafir og föndra jólakort. Mér finnst það svo skemmtilegt að búa til kort og þegar ég skrifa inn í kortið gef ég mér smá tíma til að hugsa um þá sem fá kortin.

Margt er líkt með íslenskri og danskri jólahefð en talsvert meira er þó lagt upp úr aðventunni í Dan-mörku segir Halla. „Kaupmanna-höfn skartar sínu fegursta frá miðjum nóvember og fram yfir ára-mót. Jólastemningin hér er mikil og bærinn er fagurlega skreyttur með hvítum ljósum, en lítið um litrík og blikkandi jólaljós. Stemningin er alveg frábær og nú eftir nokkra ára dvöl hérna höfum við komið á okkar eigin hefðum.

Til dæmis tilheyrir að koma sam-an með nokkrum íslenskum vin-konum og búa til jólakonfekt. Það er líka alveg ómissandi að fara á Hvids vinstue og fá sér jólaglögg og fara í Tivolí og fá sér kakó og eplaskífur.”

Halla og fjölskyldan hennar halda þó í nokkrar íslenskar jólahefðir. „Við borðum fisk á Þorláksmessu og foreldrar mínir hafa sent okkur saltfisk sem er nú orðinn hluti af jólhefðinni. Á aðfangadag eldum við önd, eins og flestir Danir, með heimalöguðu rauðkáli og sykruðum kartöflum og lyktin sem kemur þeg-ar ég bý til rauðkálið gefur merki um að jólin séu alveg að koma. Á jóladag borðum við íslenskt hangi-kjöt og hátíðarskinku, því danski tengdasonurinn hefur ekki fallið fyrir hangikjötinu. Aftur á móti finnst mér hangikjötið ómissandi og allir þessi smáu hlutir sem gera þennan tíma skemmtilegan eins og samveran með vinum og fjölskyldu. Mest hlakka ég þó til að fá drenginn minn hingað út yfir jól og áramót. Hann ákvað að fara í menntaskóla á Íslandi og býr hjá frænku sinni og hennar fjölskyldu.“

Halla situr aldrei auðum hönd-um, enda segist hún vera hand-prjónari fyrst og fremst. Hún fram-leiðir meðal annars kraga sem fást í Kraum og í tveimur verslunum í Danmörku. Auk þess prjónar hún húfur með endurskini sem hentar vel á norðurslóðum. Húfurnar eru eigin hönnun en hún tekur líka sér-pantanir og prjónar ýmsar myndir og mynstur í húfurnar eftir pöntun.

En um þessar mundir er það undir-búningsvinnan fyrir tískuvikuna sem tekur mest af hennar tíma.

„Ég starfa með dönskum hönn-uði, Anne Sofie Madsen, og það tek-ur óratíma að hanna nýja peysu. En það eru ótal tilraunir sem liggja að baki endanlegri útkomu enda vinn ég allt í höndunum. Ég vildi að ég gæti framleitt meira.“

Hægt er að fylgjast með Höllu og verkefnum hennar á hallabens.blogspot.com.

Jólablað 20

Trefill sem Halla hannaði.

1. umferð: Prjónið 1 lykkju slétt, *slá upp á og prjóna 2 lykkjur slétt saman*. Endurtakið *-* út umferðina.

2. umferð: *Prjónið 2 slétt saman og slá upp á*. Endurtakið *-* þar til 1 lykkja er eftir á prjón-unum, prjóna 1 lykkju slétt. Endurtakið umferð 2 þar til prjónalesið mælist u.þ.b. 2 metrar. Fella laust af.

Kögur: Hver þráður er u.þ.b. 40 cm langur. Leggið þráðinn tvöfaldan frá miðju, þannig að það myndast lykkja. Dragið í lykkjuna í gegnum kantinn á treflinum, ef til vill með hjálp frá heklunál og dragið þráðinn í gegnum lykkjuna og herðið. Klippið kögrið þannig að það verði jafnt.

15 13 11 9 7 5 3 1

1

3

slétt á réttu og röngu slá upp á prjóna 2 lykkujur slétt saman

Heimaprjónuð jólagjöfUppskrift að trefli frá Höllu Ben.

Garn: 200 gr Bulky LopiStærð: ca 30cm x 2mPrjónar nr. 20

Trefillinn er prjónaður fram og til baka.

Fitja upp 15 lykkjur á prjóna nr 20 með Bulky Lopa.

Hlakka mest til að fá soninn heimHalla Benediktsdóttir prjónahönnuður hefur búið ásamt fjölskyldu sinni í Danmörku síðastliðin fimm ár þar sem hún starfar sem sjálfstæður hönnuður og íslenskukennari íslenskra barna sem eru búsett í Kaupmannahöfn og Hróarskeldu. Hún er alltaf með eitthvað á prjónum en síðustu mánuðir ársins eru mjög annasamir hjá Höllu og því hefur jólaundirbúningurinn ekki verið eins mikill og áður.

Jólhald í Danmörku og á Íslandi er með svipuðu sniði segir Halla Benediktsdóttir.

20 daga ævintýraferðir á ári Geitarinnar 20155.-24. júní og 13. ágúst - 1. sept.

með

KÍNA KLÚBBI UNN ARFar ið verð ur til BEIJING, XIAN, GUILIN, YANGSHUO,

SHANGHAI, SUZHOU og TONGLI.Siglt verð ur á LÍ FLJÓTINU

og gengið á KÍNAM ÚRNUM.

Heild ar verð á mann: Kr. 660 þús und

Kína stund

Kína klúbb ur Unn ar Njáls götu 33, 101 Reykja víksími: 551 2596, far sími: 868 2726Vef síða: www.sim net.is/kin aklubb ur Net fang: kin aklubb ur@sim net.is

Hóp ar og ein stak ling ar geta pant að „Kína stund“, á Njáls göt unni, með mynd a-sýn ingu, sýn ingu á Tai-Chi og kín versk um list mun um, ásamt veit ing um.

Kínaklúbburinn sérhannar einnig ferðir fyrir hverja sem er

Allt inni falið, þ.e. full dagskrá skv. ferða skrá, gist ing í tví býli á 4-5 stjörnu hót el um (einb. + 98 þ.), fullt fæði með máltíðardrykkj um, skatt ar og gjöld, stað ar leið sögu menn og far ar stjórn Unn ar Guð jóns dótt ur, en þetta verð a 36. og 37. hóp ferð in sem hún skipu legg ur og leið ir um Kína.

Til Kína með konu sem kann sitt Kína

Allt fyrir jólaprjónið

laugavegi 59101 reykjavík

551 82 [email protected]

www.storkurinn.is

Page 21: Jol 26 11 2014
Page 22: Jol 26 11 2014

Jólablað 22

Hægt að panta á www.rit.isBækurnar fást í bókaverslunum og garðvöruverslunum.

Belgjurtabókin kemur út í byrjun desember. Fossheiði 1 – 800 SelfossSími 578-4800

Tvær grænarí jólapakkann

www.sveinbjorg.is

Sölustaðir ogvefverslun áGefðu íslenska

hönnun í jólagjöf

Hleypa yl í kroppinnPiparkökur eru órjúfanleg-ur hluti af jólahaldi. Ilmandi og sterk kryddblandan sem er uppistaðan í pipar-kökum rífur í bragðlaukana og hleypir yl í kroppinn á köldum jóladegi. Hefðinni samkvæmt eru pipar-kökur þunnar og fagurlega útskornar og skreyttar, eða þær eru nýttar sem einingar í piparkökuhús. Margt fleira er þó hægt að moða úr piparkökudegi og hér eru nokkrar uppskriftir þar sem piparkökurnar fá smá upplyftingu með súkkulaði, pekanhnetum, karamellu og ís.

Einföld pipar-kökuuppskrift

Piparkökusamloka með ís1x einfalt piparkökudeig (sjá uppskrift)Rjómaís að eigin vali

Hnoðaðu piparkökudeig og kældu í ísskáp í eina klukkustund eða þar til það er orðið stíft.

Flettu út deigið með kökukefli og skerðu út piparkökur. Settu smjörpappír á ofn-plötu og raðaðu kökunum ofan á.

Bakaðu í 160°C heitum ofni í 10 til 12 mínútur. Taktu kökurnar út og leyfðu þeim að kólna vel. Skreyttu þær að vild. Settu þær í kæli eða frysti í a.m.k. eina klukkustund.

Taktu kökurnar úr frysti og smyrðu þær með rjómaís og settu aðra köku ofan á svo úr verði samloka. Best er að borða þær strax, eða geyma þær í frysti í frystipoka.

Piparkökur með súkkulaðibitum1x einfalt piparkökudeig (sjá uppskrift)100 g dökkt súkkulaði, saxað

Hitaðu ofninn í 160°C og fylgdu einfaldri uppskrift að piparkökukdegi. Í lokin blandarðu súkkulaðibitunum varlega saman við deigið. Notaðu matskeið til að búa til 24 litlar kúlur úr deiginu og settu á ofnplötu, klæddri bökunarpappír. Þrýstu létt á kúlurnar til að fletja þær aðeins út og bakaðu í 10 til 12 mínútur. Leyfðu þeim að kólna aðeins á plötunni áður en þeim er komið fyrir á kæligrind til að kólna alveg.

Piparköku karamellubitar

Piparkökusamloka Piparkökusamloka Piparkökusamloka

ísskáp í eina klukkustund eða þar til það ísskáp í eina klukkustund eða þar til það Piparkökur með Piparkökur með Piparkökur með Piparkökur með Piparkökur með Piparkökur með Piparkökur með Piparkökur með Piparkökur með Piparkökur með Piparkökur með Piparkökur með Piparkökur með Piparkökur með Piparkökur með Piparkökur með Piparkökur með

frystipoka. frystipoka. frystipoka. frystipoka. frystipoka. frystipoka. frystipoka. til að kólna alveg. til að kólna alveg. til að kólna alveg. til að kólna alveg. til að kólna alveg. til að kólna alveg. til að kólna alveg. til að kólna alveg. til að kólna alveg. til að kólna alveg.

Piparköku karamellubitarPiparköku karamellubitarPiparköku karamellubitarPiparköku karamellubitarPiparköku karamellubitarPiparköku karamellubitarPiparköku karamellubitarPiparköku karamellubitarPiparköku karamellubitarPiparköku karamellubitarPiparköku karamellubitarPiparköku karamellubitarPiparköku karamellubitarPiparköku karamellubitarPiparköku karamellubitarPiparköku karamellubitarPiparköku karamellubitarPiparköku karamellubitarPiparköku karamellubitarPiparköku karamellubitarPiparköku karamellubitarPiparköku karamellubitarPiparköku karamellubitarPiparköku karamellubitarPiparköku karamellubitarPiparköku karamellubitarPiparköku karamellubitarPiparköku karamellubitar

Piparkökusamloka Piparkökusamloka Piparkökusamloka Piparkökusamloka Piparkökusamloka Piparkökusamloka Piparkökusamloka Piparkökusamloka Piparkökusamloka Piparkökusamloka Piparkökusamloka Piparkökusamloka Piparkökusamloka Piparkökusamloka Piparkökusamloka Piparkökusamloka Piparkökusamloka Piparkökusamloka Piparkökusamloka Piparkökusamloka Piparkökusamloka Piparkökusamloka

1x einfalt piparkökudeig (sjá uppskrift)1 1/2 bolli (375 ml) síróp300 g ósaltað smjör, skorið í bita2 bollar (440g) strásykur (fínn)2 tsk vanilludropar

Útbúð deig samkvæmt einfaldri piparkökuupp-skrift og skiptu deiginu í tvennt og kældu í 30 mínútur í kæli. Flettu báða hluta af deiginu út með kökukefli á milli tveggja blaða af bökunar-pappír, þar til deigið er 5mm þykkt. Settu í kæli í 30 mínútur eða þar til deigið er stíft.

Hitaðu ofninn í 160°C. Notaðu hníf eða fer-köntuð piparkökumót og skerðu deigið í 28 jafna bita. Bakaðu á ofnplötu á bökunarpappír í 8 til 10 mínútur, eða þar til þær eru fallega ljósbrúnar á litinn. Kældu kökurnar örlítið og færðu þær svo yfir á kæligrind.

Karamellan er búin til með því að setja sírópið, smjörið, sykurinn og van-illudropana í meðalstóran pott og hitað á meðal-háum hita. Hrærðu vel í þar til allt hefur blandast vel saman. Leyfðu suðunni að koma upp og

eldaðu blönduna í 12 til 14 mínútur, án þess að hræra, eða þar til hitinn hefur náð 140°C á sykur-hitamæli. Taktu pottinn af heitri hellunni og láttu hann stand í 3 mínútur. Dýfðu piparkökubitunum hálfum ofan í kara-melluna, og haltu þeim aðeins yfir pottinn svo að umfram karamellan dropi niður. Settu kökurnar á kæligrind með bökunar-pappír í 20 mínútur eða þar til karamellan hefur stífnað.

125 g ósaltað smjör, lint1/2 bolli (90 g) púðursykur2/3 bolli (230 g) síróp2 1/2 bolli (375g) hveiti, sigtað1 tsk matarsódi2 tsk engifer1/2 tsk kanill1/2 tsk negull1/2 tsk hvítur piparSettu smjörið og sykurinn í hrærivélar-skál og hrærðu í 6 til 8 mínútur, eða þar til blandan er ljós og létt. Bættu sírópinu við ásamt hveiti, matarsóda og kryddi og hnoðaðu þar til deigið er mjúkt og slétt.

Page 23: Jol 26 11 2014

AÐVENTUHÁTÍÐ Á AUSTURVELLI SUNNUDAGINN 30. NÓV. KL. 15.30

15.30 Lúðrasveit Reykjavíkur blæs til aðventuhátíðar.16.00 Helgi Björnsson og Sigríður Thorlacius flytja jólatónlist ásamt hljómsveit.

16.10 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veitir viðtöku 63. Óslóartrénu sem Norðmenn færa Íslendingum. Ljósin tendrar hin níu ára norsk–íslenska Lilja Rán Gunnarsdóttir.

16.15 Helgi Björnsson og Sigríður Thorlacius flytja jólalög.16.20 Flutt verður kvæði um Giljagaur eftir Bubba Morthens.

16.30 Helgi Björnsson og Sigríður Thorlacius flytja enn fleiri jólalög.16.35 Jólasveinarnir Stúfur, Gluggagægir og Giljagaur hafa stolist til byggða.

Þeim þykir ekkert skemmtilegra en að syng ja jólalög með kátum krökkum!

Kynnir er hin ástsæla Gerður G. Bjarklind. Dagskráin verður túlkuð á táknmáli.Órói Óslóartrésins frá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra

er í ár hannaður af Lindu Björg Árnadóttur.Heitt kakó og kaffi verma kalda kroppa.

Gleðilega hátíð!

Desemberí Reykjavík

Page 24: Jol 26 11 2014

Jólablað 24

Berglind Hreiðarsdóttir hefur frá því hún man eftir sér haft mikinn áhuga á bakstri og kökuskreytingum. Áhugann segir hún óútskýr-anlegan, hún hafi einfaldlega alltaf haft þetta í sér. Hún heldur úti blogginu Gotterí og Gersemar þar sem er að finna fjöldann allan af girnilegum uppskriftum tengdum bakstri og kökuskreytingum.

Fljótlegt og bragðgott

jólagotterí

É g hef alltaf verið að baka og skreyta kökur. Ég stofnaði bloggið upphaflega með það

í huga að auglýsa námskeiðin mín en svo varð þetta hefðbundið upp-skriftablogg líka,“ segir Berglind Hreiðarsdóttir, en hún býður upp á ýmis konar og skreytinganámskeið. Það var hins vegar ekki ætlunin að hella sér út í kennslu á kökusk-reytingum. „Það var alltaf verið að skora á mig að vera með námskeið og ég ákvað að láta undan þrýstingi, svo er þetta bara svo gaman að ég hef haldið áfram með þau. Ég bjó í Bandaríkjunum um tíma og fór þar á mörg námskeið. Á námskeiðunum mínum blanda ég saman því sem ég lærði þar ásamt öðru sem ég er sjálf-menntuð í.“

Tímaleysi háir okkur í jólabakstr-inum. Jólabakstur og jólasmákökur eru órjúfanlegur hluti af jólaundir-búningnum, en tímaleysi gerir það líklega að verkum að framleiðslan er ekki eins og lagt var með í upp-hafi hjá mörgum og er Berglind þar engin undantekning. „Að sjálf-sögðu væri frábært að eiga allan tímann í heiminum til að dunda sér,

fletta uppskriftabókum og baka og skreyta dásemdir fyrir fjölskyldu sína og vini,“ segir Berglind. Hún hefur þó tekið saman þrjár upp-skriftir sem eru fljótlegar en jafn-framt mjög bragðgóðar. „Þrátt fyrir tímaleysi eiga allir að geta útbúið þessar uppskriftir. Ég er búin að vera að prófa mig áfram með Dumle karamellur, þær eru svo ótrúlega góðar og passa vel inn í jólabakst-urinn.“

Skreytir piparkökur með dætrunum Berglind segist ekki eiga neina uppáhalds jólauppskrift. „Mér finnst gaman að hafa fjölbreytileika. Ég baka að vísu alltaf piparkökur og skreyti með dætrum mínum en mér finnst gaman að prófa alls konar uppskriftir. Ég baka bara það sem ég hef tíma til að baka hverju sinni og vona að einn daginn eigi ég eftir að prófa lagkökuna, konfektið og fleira skemmtilegt sem er á óska-listanum.“

Unnið í samstarfi við

Innnes

Kaka3 vel þroskaðir bananar120 gr brætt smjör150 gr Dansukker púðursykur1 egg1 tsk vanilludropar1 tsk matarsódi½ tsk salt120 gr hveiti80 gr bökunarkakó150 gr súkkulaðidropar (gróft saxað suðusúkkulaði)

Karamellubráð20 stk dökkar Dumle karamellur (um 1,5 poki)3 msk rjómiHitið ofninn 175 gráður.Spreyið matarolíuspreyi í formkökuform og leggið til hliðar.Stappið bananana og setjið í hrærivélar-skálina.Bætið bræddu smjöri, eggi, púðursykri og vanilludropum saman við.Blandið þurrefnunum saman og blandið varlega saman við.Hellið að lokum súkkulaðidropunum í

blönduna og blandið saman við með sleif.Setjið í formið og bakið í um 40-50 mín-útur (fer eftir breidd formsins, minna og breiðara = lengri tími, grennra og lengra = styttri tími)Útbúið karamellubráðina á meðan kakan kólnar.Bræðið karamellur og rjóma saman yfir meðalhita þar til karamellurnar eru uppleystar. Takið af hellunni og leyfið að kólna um stund.Dreifið þykkri karamellubráðinni yfir kökuna og berið fram. Þessi kaka er guð-dómleg volg með ískaldri mjólk.

Rocky Road konfekt

Súkkulaði-bananakaka með karamellubráð

200 gr 70% Tom’s Ekstra súkkulaði150 gr suðusúkkulaði90 gr Ültje salthnetur60 gr Ültje pistasíur180 gr ljósar Dumle karamellur60 gr sykurpúðarSkerið karamellurnar í 4 hluta, fyrst eftir

endilöngu og svo þvert.Klippið sykurpúðana í 4 hluta.Vigtið hneturnar og athugið að pistasí-urnar eiga að vera 60 gr þegar búið er að taka þær úr skelinni.Bræðið súkkulaðið í örbylgjuofni eða yfir vatnsbaði og hellið öllum hráefnunum

saman við.Hrærið vel saman og hellið því næst í um 20x20cm kökuform sem búið er að klæða með bökunarpappír.Frystið í um 10 mínútur og skerið svo í bita.

Karamellusósa – til-valin með jólaísnum

Aðferð:Bræðið saman við vægan hita þar til slétt og fellt.

Kælið stutta stund (5 mín) og setjið síðan ríkulega af sósu yfir ísinn.

1½ poki dökkar Dumle karamellur1 dl rjómi

Berglind Hreiðarsdóttir

Page 25: Jol 26 11 2014

Líftími DANÆG eggjahvítanna er 28 dagar í kæli eftir opnun

Page 26: Jol 26 11 2014

OPIÐ mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00 / fimmtudaga 09:00 - 18:30 föstudaga 09:00 - 19:00 / laugardaga 10:00 - 16:00 / lokað sunnudaga. www.fjardarkaup.is

Hreindýr liggjandi 3 gerðir verð áður 945 kr./stk.

Hreindýr standandi 3 gerðir verð áður 1.596 kr./stk.

UglUskraUt verð 557 kr.

glerkúpUll m/disk 17 cmverð 1.998 kr.

snjókarl led 9 cmverð 998 kr.

Fylgstu með okkur á Facebook

á meðan birgðir endast

jólaland með ljósUm 11 x 14 cmverð 1.995 kr./stk.

1. grænmetisHnífUrverð 2.377 kr. Nú 1.998 kr.

2. santokU HnífUrverð 3.998 kr. Nú 3.398 kr.

3. alHliða HnífUrverð 3.998 kr. Nú 3.398 kr.

4. grænmetisHnífUrverð 3.998 kr. Nú 3.398 kr.

6. kjötHnífUrverð 3.998 kr. Nú 3.398 kr.

5. BraUðHnífUrverð 3.998 kr. Nú 3.398 kr.

7. kokkaHnífUrverð 3.998 kr. Nú 3.398 kr.

- Tilvalið gjafakort

frozen HettUpeysaverð 2.898 kr.

frozen langerma BolUrverð frá 2.398 kr./stk.

svört lUkt úr málmi H 147 cmverð 4.998 kr.

túlipanarverð xxx kr.

tvinni polýester 1000mmargir litirverð 594 kr./stk.

kamBgarn flott í jólaslaUfUrnarverð 436 kr./stk.

mini alpakkaverð 1.072 kr./stk.

jaipUr fino 100% silki 50gverð 2.995 kr./stk.

kartopU garnið í frozenUppskriftirnar má finna á garn.isverð 833 kr./stk.

snjókarl led, 3 litirverð 1.998 kr.

FACEBOOK LOGO ICON for Adobe Illustrator

laUfgreinar glimmer, silfUr eða Hvíttverð áður 1.298 kr./pk.

Berjagreinar glimmer, silfUr eða Hvíttverð áður 998 kr./pk.

steikarHnífapör 6 pörverð áður 2.998 kr.

jólaBollar 2 í pkverð 2.898 kr.

jóladiskUr m/snjókarliverð 2.998 kr.

servéttUr með snjókarliverð 498 kr.

526kr./stk.

1.074kr./stk.

738kr./stk.

7.898kr.

852kr./stk.

834kr./stk.

1.995kr./stk.

1.998kr.

2.898kr.

1.498kr.

2.998kr.

498kr.

4.998kr.

2.898kr.

1.398kr./stk.

skilti “Be Happy”verð 1.798 kr.skilti “Be Happy”verð 1.798 kr.

ólaland með ljósUm 11 x 14 cm

1.995

1

2 3

45

67

2.598kr.

1.163kr./pk.

piparkökUformsettverð 1.498 kr.

2.398kr.

892kr./pk.

Blóm glimmerverð áður 596 kr./stk.

glimmer köngUllverð áður 1.198 kr./stk.

stórt jólatré úr viðverð áður 8.998 kr.

kúla m/BlúndUverð áður 838 kr./stk.

Hjarta m/BlúndUverð áður 966 kr./stk.

kúla glimmerverð áður 596 kr./stk. Nú 526 kr./stk.

servéttUr 33 cmverð 498 kr.

servéttUr 25 cmverð 448 kr.

skraUtkerti með jólasveinUmverð 1.278 kr.

1.278kr. 498

kr.

448kr.

kUBBakerti 12 cmverð 483 kr.

kUBBakerti 8 cmverð 178 kr.

483kr.

178kr.

kúlUkerti gUll- eða silfUrlitaðverð 758 kr./stk.úl

758kr./stk.

Page 27: Jol 26 11 2014

OPIÐ mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00 / fimmtudaga 09:00 - 18:30 föstudaga 09:00 - 19:00 / laugardaga 10:00 - 16:00 / lokað sunnudaga. www.fjardarkaup.is

Hreindýr liggjandi 3 gerðir verð áður 945 kr./stk.

Hreindýr standandi 3 gerðir verð áður 1.596 kr./stk.

UglUskraUt verð 557 kr.

glerkúpUll m/disk 17 cmverð 1.998 kr.

snjókarl led 9 cmverð 998 kr.

Fylgstu með okkur á Facebook

á meðan birgðir endastá meðan birgðir endast

jólaland með ljósUm 11 x 14 cmverð 1.995 kr./stk.

1. grænmetisHnífUrverð 2.377 kr. Nú 1.998 kr.

2. santokU HnífUrverð 3.998 kr. Nú 3.398 kr.

3. alHliða HnífUrverð 3.998 kr. Nú 3.398 kr.

4. grænmetisHnífUrverð 3.998 kr. Nú 3.398 kr.

6. kjötHnífUrverð 3.998 kr. Nú 3.398 kr.

5. BraUðHnífUrverð 3.998 kr. Nú 3.398 kr.

7. kokkaHnífUrverð 3.998 kr. Nú 3.398 kr.

- Tilvalið gjafakort

frozen HettUpeysaverð 2.898 kr.

frozen langerma BolUrverð frá 2.398 kr./stk.

svört lUkt úr málmi H 147 cmverð 4.998 kr.

túlipanarverð xxx kr.

tvinni polýester 1000mmargir litirverð 594 kr./stk.

kamBgarn flott í jólaslaUfUrnarverð 436 kr./stk.

mini alpakkaverð 1.072 kr./stk.

jaipUr fino 100% silki 50gverð 2.995 kr./stk.

kartopU garnið í frozenUppskriftirnar má finna á garn.isverð 833 kr./stk.

snjókarl led, 3 litirverð 1.998 kr.

FACEBOOK LOGO ICON for Adobe Illustrator

laUfgreinar glimmer, silfUr eða Hvíttverð áður 1.298 kr./pk.

Berjagreinar glimmer, silfUr eða Hvíttverð áður 998 kr./pk.

steikarHnífapör 6 pörverð áður 2.998 kr.

jólaBollar 2 í pkverð 2.898 kr.

jóladiskUr m/snjókarliverð 2.998 kr.

servéttUr með snjókarliverð 498 kr.

526kr./stk.

1.074kr./stk.

738kr./stk.

7.898kr.

852kr./stk.

834kr./stk.

1.995kr./stk.

1.998kr.

2.898kr.

1.498kr.

2.998kr.

498kr.

4.998kr.

2.898kr.

1.398kr./stk.

skilti “Be Happy”verð 1.798 kr.

1

2 3

45

67

2.598kr.

1.163kr./pk.

piparkökUformsettverð 1.498 kr.

2.398kr.

892kr./pk.

Blóm glimmerverð áður 596 kr./stk.

glimmer köngUllverð áður 1.198 kr./stk.

stórt jólatré úr viðverð áður 8.998 kr.

kúla m/BlúndUverð áður 838 kr./stk.

Hjarta m/BlúndUverð áður 966 kr./stk.

kúla glimmerverð áður 596 kr./stk. Nú 526 kr./stk.

servéttUr 33 cmverð 498 kr.

servéttUr 25 cmverð 448 kr.

skraUtkerti með jólasveinUmverð 1.278 kr.

1.278kr. 498

kr.

448kr.

njókarl led, 3 litir

1.998

kUBBakerti 12 cmverð 483 kr.

kUBBakerti 8 cmverð 178 kr.

483kr.

178kr.

kúlUkerti gUll- eða silfUrlitaðverð 758 kr./stk.

758kr./stk.

Page 28: Jol 26 11 2014

Jólablað 28

G uðrún Helga Árnadóttir er nemi í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst en hefur varið jólunum í fjölmörgum löndum þar sem hún hefur verið búsett í gegnum árin og tekið fjölda jólahefða

með sér heim. Hún er mikið jólabarn og leggur mikið upp úr því að nostra við heimilið í aðdraganda jólanna. Hún segist alltaf hafa verið mikið jólabarn. „Ég varð þó sérstaklega mikið jólabarn eftir að hafa búið í Danmörku og svo í Suður-Ameríku,“ segir Guðrún Helga. „Í Danmörku er allt svo mikið „hygge“ og svo vann ég líka í jóla-tívolí þegar ég var yngri. Í Suður-Ameríku eru hins vegar miklu meiri öfgar. Þar hreyf-ast jólatrén og tala jafnvel við mann,“ segir hún og hlær.

Góðgerðajól í BrasilíuÞegar Guðrún Helga bjó í Brasilíu starfaði hún með góðgerða-samtökum að aðstoð við munaðarlaus börn í landinu. „Félagið sá meðal annars um rekstur tveggja heimila fyrir munaðarlaus börn sem samtals voru 150 talsins. Fjáröflun fól það meðal ann-ars í sér að við héldum skandinavískan jólabasar í heila viku þar sem við fluttum inn skandinavískar merkjavörur og seldum en ágóðinn rann beint til reksturs barnaheimilanna,“ segir hún.

Guðrún Helga segir að jólaskemmtun barnaheimilanna hafi verið ógleymanleg. „Félagar í samtökunum höfðu keypt jólagjafir fyrir öll börnin. Jólaskemmtunin var haldin á yndislegum „sumardegi“ með stóru skreyttu jólatré, þar sem öll börnin 150 talsins sátu í prúðbúin í kring og steinþögðu á meðan jólasveinninn las upp nafn hvers og eins þeirra. Hvert barn fyrir sig tók á móti gjöfinni sinni og fór með hana út í garð, opnaði hana þar og lék sér, brosandi út að eyrum. Þetta var með því magnaðasta sem ég upplifði þarna að horfa upp á öll þessi börn, hljóð og prúð njóta og una sátt við sitt, það var ekki eitt einasta barn sem fór að rífast eða varð leitt yfir því að fá ekki eins og næsta barn, en skælbrosandi og sátt að leika sér í garðinum,“ segir hún.

Jól í tvo mánuði í VenesúelaGuðrún Helga bjó um hríð í Venesúela þar sem jólatré standa uppi frá nóvem-ber og fram í febrúar. „Jólin byrja mjög snemma í Venesúela. Það er búið að jólaskreyta allt vel fyrir þakkargjörð-arhátíðina sem er í lok nóvember og þá sérstaklega setja upp ljós út um allt. Það er mikil gleði og litadýrð og miklar öfgar í skreytingum okkar mælikvarða. Jólatréð er gjarnan komið upp og skreytt seinnipartinn í nóvember og margir láta það standa fram í febrúar, sama gildir um aðrar ljósaskreytingar. Fólki finnst þetta hjálpa sér að komast yfir dimmasta tíma ársins – þá dimmir klukkutíma fyrr en á bjartasta tíma ársins – hitinn er þó venjulega á milli 25-30 stig, heiðskírt og sól,“ segir hún.

Jólaundirbúningurinn hennar þar einkennist einnig af hjálparstarfi þar sem hún vann með syst-ursamtökum samtakanna í Brasilíu. „Við sinntum meðal annars þremur heimilum fyrir munaðar-laus börn, söfnuðum peningum til að byggja sjúkraheimili fyrir brennd börn sem er mjög stórt vandamál í Caracas, og studdum drengja-heimili fyrir eldri drengi,“ segir Guðrún Helga.

Dönsku jólin notalegust Guðrún Helga bjó í mörg ár í Danmörku og kann vel að meta danskar jólahefðir. „Þar eru mikil kósíheit um jól og sterkar hefðir. Það var föst hefð í tengdafjölskyldu minni að hittast hálf fjögur í kaffi og fara svo í kirkju. Borðhaldið á aðfangadagskvöld stóð yfir í margar klukku-stundir því Danir gefa sér meiri tíma í að njóta matarins en Íslendingar,“ segir Guðrún Helga. „Jóladagur í Dan-

Jól í Brasilíu, Venesúela og

DanmörkuGuðrún Helga Árnadóttir hefur haldið jól víðs vegar um heim.

Jólaundirbúningurinn í Venesúela og Brasilíu einkenndist mest af hjálparstarfi. Dönsku jólahefðirnar eru hennar uppáhalds.

Laugavegi 86 101 Reykjavík S. 511 2004 www.dunog�dur.is

Jólatilboðið byrjað

Gefðu hlýju í jólagjöf

Page 29: Jol 26 11 2014

Jólablað29

Íslensk gjöf fyrir sælkera

Falleg gjafakarfa með úrvali af bragðgóðum íslenskum ostum er tilvalin jólagjöf handa

starfsfólki og viðskiptavinum.

EN

NE

MM

/ S

IA •

NM

6510

9

Körfurnar eru afhentar í sellófani með fallegri slaufu. Einnig bjóðum við fallega ostakassa til að senda til viðskiptavina og starfsfólks innanlands.

Pantaðu ostakörfu á www.ms.is. Einfalt, fljótlegt og þægilegt.

www.ms.is

„Í Danmörku er allt svo mikið „hygge“ og svo vann ég líka í jóla-tívolí þegar ég var yngri. Í Suður-Ameríku eru hins vegar miklu meiri öfgar. Þar hreyfast jólatrén og tala jafnvel við mann,“ segir Guðrún Helga Árnadóttir. Ljósmynd/Hari

mörku er mitt uppáhald. Þá vakn-ar maður snemma og borðar góðan

morgunmat, fer svo í langa göngu í skóginum með stórfjölskyldunni. Svo er danskur jólafrokost eins og hann gerist bestur. Þegar allir eru búnir að borða les svo einhver úr fjölskyldunni eina af sögum H.C. Andersen,“ segir Guðrún Helga, sem gefur hér upp-skriftir að öllum uppáhaldsjólarétt-unum sínum víðs vegar úr heim-inum.

Erla María Markúsdóttir

[email protected]

Jólaönd1 önd (u.þ.b. 2,6 kg) 250 gr steinlausar sveskjur300 gr kastaníur (fást trúlega bara niður-soðnar á Íslandi)250 gr skarlottulaukurTímian1 msk hveitiU.þ.b. ½ dl plómuedikÍ steikarpönnuna fer blanda af rótar-grænmeti (til dæmis gulrætur, rófur, sætar kartöflur), laukur, kraftur, vatn og rauðvín.

Heimagert heitt rauðkál800 gr fíntskorið rauðkál6 einiberAndafita2 dl rauðvín2 harðar perur1 msk hunangSmá af sveskjunum frá öndinni

1) Ef kastaníurnar eru ferskar þarf að skera kross í þær og steikja þær á þurri pönnu þar til þær byrja að opnast og kastanían sjálf byrjar að brúnast, eða í u.þ.b. 15 mínútur.

2) Kryddið öndina að innan og utan með salti og pipar og fyllið með sveskjum, kastaníum, skallottulauk og timian. Gerið steikarpönnuna klára með rótar-grænmetinu og því sem þangað á að fara, einnig er gott að nota innyflin til að fá bragðið með í kraftinn. Öndin er lögð á rist fyrir ofan ofnskúffuna með brjósthliðina niður og steikt í 1 klst við 160°C. Snúið öndinni og steikið áfram í 1 ½ tíma á sama hita. Ausið vökvanum úr ofnskúffunni reglulega yfir öndina. Látið öndina jafna sig í 45 mínútur. Fitan úr ofnskúffunni er notuð til að steikja rauðkálið í og krafturinn notaður í sósuna.

3) Merjið einiberin og kryddið rauðkálið með þeim ásamt salti og pipar. Rauðkál-ið er síðan brúnað í andafitunni. Gott er að nota djúpa pönnu með loki. Hunangi er bætt út í og látið malla við vægan hita í lokaðri pönnunni. Eftir u.þ.b. 25 mínútur er lokið tekið af og rauðvíni bætt í og vínandinn látinn sjóða úr. Kryddað eftir smekk með salti og pipar. 4) Fyllingin er fjarlægð úr öndinni og kastaníurnar og u.þ.b. 1/3 af sveskj-unum eru hakkaðar gróflega og settar út í rauðkálið. Perurnar eru skornar í teninga og settar út í. Restin af sveskjunum og skallottulaukurinn fara í pott og er brúnað vel saman, hrærið hveitinu út í. Plómuedikinu er bætt út í og vökvinn nánast látinn gufa

upp, kraftinum úr steikarpönn-unni er bætt út í, sósan er soðin þar til hún nær passlegri þykkt. Bragðbætt með plómuediki, salti og pipar. 5) Gljái sem notaður er útí

sósuna og rauðkálið en einnig til að pensla öndina með áður en hún

er hituð upp aftur:

Danskur jólamatur300 gr hrásykur3 dl rauðvínsedik3 dl vatnÞetta er soðið niður þar til þetta verður að þunnri karamellu. Með þessu eru svo born-ar fram sykurbrún-aðar kartöflur og gjarnan strengja-baunir vafðar í beikon (bakaðar í u.þ.b. 20 mín)

Ris a la mande með appelsínusósu (fyrir 4-6)

Grauturinn: 1 l mjólk 125 g hrísgrjón (long grain) Korn úr einni vanillustöng 2-3 tsk sykur c.a. 50-75 g möndlur, í flísum 2 ½ - 3 ½ dl þeyttur rjómi.Hita mjólkina að suðu í þykkbotna potti, setja hrísgrjónin út í ásamt vanillukornum og hita undir loki við vægan hita í 45 mín-útur. Passa að brenni ekki við. Strá sykrinum

yfir og hræra í af og til meðan kólnar. Þetta má gera daginn áður. Þeyta rjómann og hræra út í ásamt möndlum.

Sósan: 4-5 dl ferskpressaður appelsínusafi Safi af ½ sítrónu 1 dl sykur Ein appelsína í sneiðum, með berkiHita í potti þar til appelsínubörkurinn verður glær. Veiða börkinn upp úr og láta sjóða þar til sósan hefur minnkað um 1/3. Kæla.Gott að drekka viðeigandi eftirréttarvín með sem passar með appelsínusósunni og rjómanum.

Framhald á næstu opnu

Page 30: Jol 26 11 2014

Jólablað 30

Fákafeni 11 - 533 1320 - [email protected] - www.hudfegrun.is

Laserlyfting / Gelísprautun / Dermapen / Húðslípun / Litabreytingar í húð / Háræðaslit og rósroðiÖr og húðslit / Háreyðing / Tattooeyðing / Sveppaeyðing / Cellulite vafningar / Vatnsnudd

Hallacas „jólapakkar“ frá VenesúelaHallacas er búið til úr degi af maísmjöli sem fyllt er með tvenns konar fyllingu sem svo er vafið inn í bananalauf. Hallacas eru bornar fram með skinkubrauði, svokölluðu Pan de jamon, og salati hrísgrjóna- og bauna-salati. Gott er að byrja á fyllingunni.

Fylling 11,5 kg fínt saxað nautakjöt (í raun eins og gúllas sem væri búið að tæta í litla búta „tjásur“)½ kg af svínakjöti meðhöndlað á sama hátt og nautakjötið.

1 dós af kapers1 dós blandað súrsað grænmeti, (mætti notast við súrar gúrkur og blandað grænmeti úr dós sem fengi að liggja í súrleginum)1 bolli rúsínur1 bolli af grænum ólífum2 púrrulaukar skornir fínt2 búnt graslaukar1 heill hvítlaukur (öll rifin) 1 rauð og 1 græn paprika1 búnt steinselja1 búnt kóríander2 stórir laukar2-3 saxaðir tómatar2-3 bollar kjúklingakrafturFínt saxað chili eftir smekk Salt, kjötkraftur svartur pipar og sykur eftir smekkSætt rauðvín (má sleppa) Ólífuolía

Ef nota á vínið í blönduna er gott að láta kjötið standa hrátt í vín- og kryddleginum til næsta dags áður en það er eldað. Kjötið er skorið mjög smátt og kryddað. Allt annað þarf að saxað smátt. Grænmetið steikt léttilega í ólífu-olíunni og kjötinu bætt út í ásamt kryddi. Vínið og kjötkrafturinn (uppleystur í vatni) myndar sósuna í þessum rétti.

Deigið:2 kg maísmjöl („pre-cooked corn flour“ )8-10 bollar kjúklinga- eða kjöt-kraftur1-2 bollar bragðlaus olía1 bolli „annatto“ fræ (rauð á litinn) Salt

Fylling 2:2 bollar græn og rauð paprika skorin í þunnar sneiðar 2 bollar laukur skorinn í þunnar sneiðar1 krukka steinalausar grænar ólífur2 bollar rúsínurSteinselju búnt skorið gróflega2 bollar afhýddar möndlur3-4 bollar kjúklingabaunirBananablöð til að pakka inn í (væri hægt að nota bökunarpappír)Sláturgarn til að vefja um bögglana

Fyrst er fylling 1 búin til, síðan er gott að gera deigið. Hitið olíuna og brennið „annatto“ fræin þar

matur frá venesúela

Jólabollakökur með piparmintu- og sykurpúðakremi12 bollakökur:

3,5 dl hveiti3 dl sykur4 msk kakó1 tsk matarsódi½ tsk lyftiduft½ tsk salt6 msk repjuolía (canola olía)1 bolli heitt súkkulaði (t.d. swiss miss), kælt.1 tsk vanilla extrakt2 egg1 dl súkkulaðidropar

Aðferð: Hitið ofninn í 175°C. Blandið þurrefnunum saman í stóra skál. Bætið við olíu, heitu kakói, vanillu og eggjum og hrærið vel saman. Að lokum er súkkul-aðidropunum bætt við. Setjið muffinsform á ofnplötu og fyllið 2/3 af þeim með deigi. Bakið í miðjum ofni í 18-20 mínútur. Látið kökurnar kólna áður en kremið er sett á. Krem:355 ml tub Jet-Puffed marshmal-low fluff (fæst t.d. í Hagkaup)2,5 dl olía (t.d. kókosolía)6 dl púðursykur1 tsk vanillusykur4 tsk heitt vatn1/2 tsk saltNokkrir piparmyntudropar

Aðferð: Blandið saman salti og heitu vatni. Látið bíða þar til saltið leysist upp. Blandið saman syk-urpúðakreminu, olíu, púðursykri og vanillusykri í aðra skál. Þegar vatnsblandan hefur kólnað má sameina blöndurnar. Piparmyntu-dropum er svo bætt við. Tilvalið er að skreyta bollakökurnar með jólastöfum eða bismark brjóstsykri til að fullkomna jólastemninguna.

Page 31: Jol 26 11 2014

Jólablað31

www.a4.is / sími 580 0000 / [email protected] / A4 Skeifunni 17 / A4 Smáralind / A4 Reykjavíkurvegi 62, Hafnarfirði / A4 Dalsbraut 1, Akureyri / A4 Miðvangi 13, Egilsstöðum / A4 Austurvegi 65, Selfossi

Á jólapakkannÞú færð líka pappírinn, merkimiðana og pakkaskrautið hjá okkur

Gefðu góðan ferðafélagaSamsonite ferðatöskur

Gefðu gleðistundirSkemmtilegt úrval af leikföngum

Gefðu traustan skólafélagaExplore skólatöskur

Gefðu afþreyingu Púsluspil af öllum stærðum

Gefðu spennu og kátínu Borðspil fyrir alla aldurshópa

Og ef þú ert jólasveinnÞá erum við skóbúðin. Verð frá 49 kr.

Gefðu góðan gripUmbra gjafavara

Gefðu fjör og fróðleikJólabækurnar

Allt í og á jólapakkann

30%AFSLÁTTUR

Jólagjafir

til olían er orðin vel rauð á litinn af fræjunum. Blandið saman rúmlega helmingnum af olíunni og helmingnum af kjötkraftinum ásamt tveimur bollum af vatni við fyrra kílóið af maísmjölinu. Bætið salti við og bætið til skiptis hveiti og restinni af olíunni og kraftinum þar til allt er hnoðað vel saman og auðvelt að forma í flatar kökur (svipað og flatkökur) Skiptið deiginu upp í jafn stórar kúlur og leggið þær undir rakt viskastykki á meðan verið er að vinna með allt hráefnið. Ef notuð eru bananablöð þarf at sjá til þess að þau séu ekki of þurr því þá brotna þau, best að halda þeim rökum.

Deigið er flatt út í álíka stærð og tortilla, fyllingu 1 komið fyrir í miðjunni og ofan á hana smá af öllu úr fyllingu 2, brotið saman í umslag, brjótið bananablaðið eða smjörpappírinn utan um og bindið fyrir með sláturgarninu, nánast eins og verið væri að pakka inn jólapakka.Það gilda sömu lögmál og í sláturgerðinni, fyrstu bögglarnir eru soðnir strax í saltvatni í um það bil klukkutíma og bragðað á þeim.

Pan de jamon: Skinkubrauð með ólífum og rúsínumDeig:11/2 bolli vatn5 teskeiðar ger1 tsk sykurVatnið er hitað (37°), ger og sykur sett útí til að koma gerjunarferlinu af stað. 2 kg hveiti250 gr brætt smjör1 l volg mjólk1 tsk salt1 tsk sykurBlandið þurrefnum saman og bætið svo hinu varlega út í og hnoðið vel saman, látið hefast í u.þ.b 30 mín, hnoðið deigið upp aftur og látið hefast í um það bil eina klst. í olíuborinni skál.

Fylling:1 - 1 ½ kg skinka í sneiðum½ kg beikon í sneiðum250 gr smjör½ kg ólífur½ kg rúsínur1 egg til að pensla brauðin með. Gott er að skipta deiginu upp í fjórar bollur. Fletja hverja bollu fyrir sig í ferning (eins og verið væri að búa til kanilsnúða) og smyrjið með smjöri. Leggið skinku og beikon á deigið nema u.þ.b. 1-2 cm á hvorum enda til að hægt sé að loka rúllunni eins og brauði. Dreifið ólífum og rúsínum á deigið og rúllið upp, gott að smyrja endana með eggi og þrýsta saman svo fyllingin leki ekki út, brauðrúllurnar eru smurðar með eggi.Bakað í 45 mínútur við 175°C

Hrísgrjónasalat með baunablöndu:2 dósir niðursoðið blandað grænmetiU.þ.b. 500 gr mayonaise, hrært vel og má gjarnan bæta smá þeyttum eða sýrðum rjóma út íSoðnum hrísgrjónum blandað saman viðKryddað eftir smekk

Pan de jamon: Skinkubrauð með ólífum og rúsínum

Page 32: Jol 26 11 2014

Þessi hágæða og vel hannaða kaffivél svarar öllum kröfum

kaffigæðinga.

AEG hefur aldrei brugðist aðdáendum sínum þegar kemur að kaffivélum. Fjölbreytt úrval af

klassískum kaffivélum.

AEG FAVOLA PLUS kaffivélin er hönnuð frá grunni í samstarfi við LAVAZZA á Ítalíu. Vélin notar hylki með sérvöldu kaffi frá LAVAZZA - Cappuchino, Cafe Latte, Expresso og Americano.

Lítil nett og pottþétt kaffivél nútímamannsins.

Nytjalist í hæsta

gæðaflokki.

Vinsæl gjafavara sem hittir alltaf í mark.

Sjón er sögu ríkari.

Tilvaldar gjafavörur Sjón er sögu ríkari.Verið velkomin

fyrir heimilin í landinu

ormsson.isLágmúla 8 · sími 530 2800

Alveg einstakur blandari.Blandar beint í glasið

- sparar þrif.

Smoothie TwisterBlandarinn sem þú tekur með þér

Fullkomin þvottur fyrir minnstu mögulegu orkunotkun

AEG uppþvottavél 45500-WO Hvít / HT911 543 048

Uppþvottavél - HvítGerð : Topplaus gerð undir borðplötu:

H:818-898, B:596, D:590

Jólagjafir

LágmúLa 8 · sími 530 2800 · ormsson.is

Heimilið Fyrirtækin

Sófar

Dúkar

Föt

Teppi

Gluggatjöld

Rúmföt

Fataverslanir

Leikhús

Veitingastaðir

Fatahreinsanir

Hótel

Kjólaleigur

OPIÐ VIRKA DAGA KL. 10 -18 / LAUGARDAGA KL. 11 -15

- fyrir heimilin í landinu

VÖRU-

GJÖ

LDAF

NUMIN

UE32/40/48H5005 LED SJÓNVARP · 100 Hz. Full HD 1920x1080p · Mega skerpa · Afspilun USB: kvikmyndir, ljósmyndir, tónlist · Sjónvarpsmóttakari: Digital DVB-T2

32” 87.920 áður 109.900

40” 111.920 áður 139.900

48” 151.920 áður 189.900

UE48H6675 LED SJÓNVARP · 600 Hz. · Full HD 1920x1080p 3D · SMART TV · Gervihnatta móttakari · Micro Dimming · Gervihnatta móttakari

48” 229.920 Verð áður 287.400

UE32/40/55/65H6475 LED sjónvarp · 400 CMR (rið)3D · smart TV með þráðlausu neti.

32“ 119.920 áður 149.900

40“ 151.920 áður 189.900

55“ 279.920 áður 349.900

65“ 519.920 áður 649.900

UE46/55/65H8005 LED SJÓNVARP · 1000 Hz. · Full HD 1920x1080p SMART TV · CURVED

46” 399.920 áður 499.900

55” 495.920 áður 619.900

65” 719.920 áður 899.900

Soundbar310W og þráðlaus tenging við símaeða tölvu. Til í svörtu og silfur.

HWH550

111.920 áður 139.900

HWH751 310W og þráðlaus tenging við síma eða tölvu.

151.920 áður 189.900

HWH7501 310W og þráðlaus tenging við síma eða tölvu.

151.920 áður 189.900

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

LágmúLa 8 · sími 530 2800 · ormsson.isOPið ViRkA DAGA kL. 10-18 · LAUGARDAGA kL. 11-15

síÐUmúLa 9 · sími 530 2900 · ormsson.isOPið ViRkA DAGA kL. 10-18 · LAUGARDAGA kL. 12-16

FYRiR HEiMiLiN Í LANDiNUorMSSon HEFur aFnuMIÐ VÖRUGJÖLD Í ÖLLuM VErSLunuM SÍnuM FYrSTIr aLLraVegna niðurfellingar vörugjalds hafa öll helstu heimilistækin lækkað í verði um 17% og sjónvörp, hljómtæki og annað um 20%.

Við höfum náð samningum við okkar helstu birgja, sem gerir okkur mögulegt að afnema þessi gjöld nú þegar. Fólk þarf því ekki að bíða eftir nýju ári til að gera hagstæð innkaup fyrir heimilið, heldur getur þú nú komið í verslanir ORMSSON um allt land og fengið umtalsvert meira fyrir peninginn en áður.

EKKI EFTIR NEINU AÐ BÍÐA

0% vextir0% vextirVaxtalausarraðgreiðslur í tólf mánuði*

Page 33: Jol 26 11 2014

Þessi hágæða og vel hannaða kaffivél svarar öllum kröfum

kaffigæðinga.

AEG hefur aldrei brugðist aðdáendum sínum þegar kemur að kaffivélum. Fjölbreytt úrval af

klassískum kaffivélum.

AEG FAVOLA PLUS kaffivélin er hönnuð frá grunni í samstarfi við LAVAZZA á Ítalíu. Vélin notar hylki með sérvöldu kaffi frá LAVAZZA - Cappuchino, Cafe Latte, Expresso og Americano.

Lítil nett og pottþétt kaffivél nútímamannsins.

Nytjalist í hæsta

gæðaflokki.

Vinsæl gjafavara sem hittir alltaf í mark.

Sjón er sögu ríkari.

Tilvaldar gjafavörur Sjón er sögu ríkari.Verið velkomin

fyrir heimilin í landinu

ormsson.isLágmúla 8 · sími 530 2800

Alveg einstakur blandari.Blandar beint í glasið

- sparar þrif.

Smoothie TwisterBlandarinn sem þú tekur með þér

Fullkomin þvottur fyrir minnstu mögulegu orkunotkun

AEG uppþvottavél 45500-WO Hvít / HT911 543 048

Uppþvottavél - HvítGerð : Topplaus gerð undir borðplötu:

H:818-898, B:596, D:590

Jólagjafir

LágmúLa 8 · sími 530 2800 · ormsson.is

Heimilið Fyrirtækin

Sófar

Dúkar

Föt

Teppi

Gluggatjöld

Rúmföt

Fataverslanir

Leikhús

Veitingastaðir

Fatahreinsanir

Hótel

Kjólaleigur

OPIÐ VIRKA DAGA KL. 10 -18 / LAUGARDAGA KL. 11 -15

- fyrir heimilin í landinu

VÖRU-

GJÖ

LDAF

NUMIN

UE32/40/48H5005 LED SJÓNVARP · 100 Hz. Full HD 1920x1080p · Mega skerpa · Afspilun USB: kvikmyndir, ljósmyndir, tónlist · Sjónvarpsmóttakari: Digital DVB-T2

32” 87.920 áður 109.900

40” 111.920 áður 139.900

48” 151.920 áður 189.900

UE48H6675 LED SJÓNVARP · 600 Hz. · Full HD 1920x1080p 3D · SMART TV · Gervihnatta móttakari · Micro Dimming · Gervihnatta móttakari

48” 229.920 Verð áður 287.400

UE32/40/55/65H6475 LED sjónvarp · 400 CMR (rið)3D · smart TV með þráðlausu neti.

32“ 119.920 áður 149.900

40“ 151.920 áður 189.900

55“ 279.920 áður 349.900

65“ 519.920 áður 649.900

UE46/55/65H8005 LED SJÓNVARP · 1000 Hz. · Full HD 1920x1080p SMART TV · CURVED

46” 399.920 áður 499.900

55” 495.920 áður 619.900

65” 719.920 áður 899.900

Soundbar310W og þráðlaus tenging við símaeða tölvu. Til í svörtu og silfur.

HWH550

111.920 áður 139.900

HWH751 310W og þráðlaus tenging við síma eða tölvu.

151.920 áður 189.900

HWH7501 310W og þráðlaus tenging við síma eða tölvu.

151.920 áður 189.900

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

LágmúLa 8 · sími 530 2800 · ormsson.isOPið ViRkA DAGA kL. 10-18 · LAUGARDAGA kL. 11-15

síÐUmúLa 9 · sími 530 2900 · ormsson.isOPið ViRkA DAGA kL. 10-18 · LAUGARDAGA kL. 12-16

FYRiR HEiMiLiN Í LANDiNUorMSSon HEFur aFnuMIÐ VÖRUGJÖLD Í ÖLLuM VErSLunuM SÍnuM FYrSTIr aLLraVegna niðurfellingar vörugjalds hafa öll helstu heimilistækin lækkað í verði um 17% og sjónvörp, hljómtæki og annað um 20%.

Við höfum náð samningum við okkar helstu birgja, sem gerir okkur mögulegt að afnema þessi gjöld nú þegar. Fólk þarf því ekki að bíða eftir nýju ári til að gera hagstæð innkaup fyrir heimilið, heldur getur þú nú komið í verslanir ORMSSON um allt land og fengið umtalsvert meira fyrir peninginn en áður.

EKKI EFTIR NEINU AÐ BÍÐA

0% vextir0% vextirVaxtalausarraðgreiðslur í tólf mánuði*

Page 34: Jol 26 11 2014

34

1/2 bolli mjúkar döðlur, niðurskornar

1/2 tsk matarsódi1/3 bolli sjóðandi heitt vatn50 g ósaltað smjör, skorið

í bita1/2 tsk vanilludropar1/2 bolli púðursykur1 tsk rifinn appelsínubörkur2 egg2/3 bolli hveiti, sigtað1/4 bolli möndlumjöl1 1 1/2 msk síróp1/4 pistasíuflögur150 ml eggjahvítur (u.þ.b. úr

4 eggjum) 1 bolli strásykur1 tsk hvítt edik1 tsk maizena-mjölflórsykur, til skreytingarHitaðu ofninn í 160°C. Smurðu 24 sm hringlaga mót með lausum botni og settu til hliðar. Settu döðlurnar, matarsódann, og vatn saman í skál og leyfðu að standa í 10 til 15 mínútur. Notaðu töfra-sprota (eða matvinnsluvél) til að mauka allt saman og settu til hliðar.

Settu smjör, vanillu-dropa, sykur og appelsínu-börk í hrærivélarskál og hrærðu í 10 til 12 mínútur. Notaðu sleikju til að ná blöndunni vel af hlið skálar-inar og bættu einu eggi við í einu út í, og hrærðu vel á milli. Bættu hveiti, döðlaumauki, möndlumjöli, sírópi og pistasíum út í og hrærðu allt vel saman. Helltu deiginu í kökumótið, sléttu vel úr því og bakaðu í ofninum í 30 til 35 mínútur eða þar til deigið er þurrt þegar prjóni er stungið í það. Ekki taka kökuna úr mótinu og settu hana til hliðar.

Hækkaðu hitann á ofninum í 180°C. Settu eggjahvíturnar í hreina hrærivélarskál og hrærðu á hæsta hraða þar til stífir

Marengskaka Með döðluM

Hvítir tindarKlístruð og krydduð.

Góð ráðNákvæmni skiptir öllu máli þegar marengs er búinn til. Mældu eggjahvíturnar nákvæmlega, samkvæmt upp-skrift, og mundu að ekki eru öll egg jöfn að stærð.

Notaðu fersk egg sem eru við stofuhita. Það mun hjálpa eggjunum að ná loftkenndri áferð þegar þau eru þeytt.

Þegar blandan er þykk og glansandi ætti sykurinn að vera alveg leystur upp. Prófaðu að nudda blöndunni aðeins á milli fingurgómanna, ef hún er kornótt þá skaltu þeyta aðeins lengur.

Klístruð döðlukaka með marengs

Það má vel ímynda sér hvíta maregn-stoppana sem snæviþakta fjallstinda. Tilvalið á köldum jóladegi.

ískrans með karamellukúlum

- Tilbúinn á hátíðarborðið -

hvítir toppar myndast. Bættu sykrinum varlega saman við, einni matskeið í einu og hrærðu í 30 sekúndur á milli. Þegar allur sykurinn er komin út í bættu þá edikinu við og maizena-mjölinu og hrærðu í 2 mínútur eða þar til allt hefur blandast vel saman.

Smurðu marengsinum var-lega ofan á kökuna og settu inn í ofn í 15 til 20 mínútur eða þar til marengsinn er ljósgulbrúnn og þurr. Láttu kökuna standa við stofuhita í 15 mínútur áður en þú losar hana varlega úr mótinu. Leyfðu kökunni að kólna alveg áður en þú setur hana í kæli í 2 klukkustundir. Hristu flórsykur með sigti yfir kökuna áður en þú berð hana fram.

Skoðið laxdal.is/kjolar • facebook.com/bernhard laxdal

JÓLAGJÖFIN HENNARDRAUMAKÁPAN• GLÆSIKJÓLAR • SPARIDRESSS

Loðkragar • peysur • hanskar gjafakort • gjafainnpökkun

DRAUMAKÁPAN

gjafakort

Gómgleðjandi Gjafaöskjur

- sérsniðnar eða staðlaðar að hætti hússins

Gómgleðjandi Gómgleðjandi Gjafaöskjur

- sérsniðnar eða staðlaðar að hætti hússins

Gómgleðjandi Gjafaöskjur

- sérsniðnar eða staðlaðar að hætti hússins

Grandagarður 35 · 101 Rvk · 551 8400 · www.burid.is

Gefðu upplifun. Gjafabréf í ostaskóla Búrsins er tilvalinn

í skóin.

OstajólHillur svigna undan gómgleðjandi ostum

og girnilegum kræsingum.

Page 35: Jol 26 11 2014

Jólablað35

S káldsagan Söngur Súlu kom fyrst

út í fyrra og hefur nú einnig verið gefin út á hljóð-bók. Sagan segir frá þeim Helga og Hafdísi Lilju, ungu fólki af landsbyggð-inni sem flytur til Reykjavíkur í leit að ævintýrinu. Sagan gerist á árunum 1944-1960, en á þessum tíma flykkjast fjölskyldur til höfuðborgarinnar þar sem næga atvinnu er að fá og peningar flæða inn í landið, en að sama skapi fæst fátt fyrir þá vegna vöruskorts og skorts á húsnæði. Fólk býr sér heimili á ólíklegustu stöðum, meðal annars í gluggalausum geymslum og bröggum sem Bretar skildu eftir sig. Helgi og Hafdís setjast að í hálfum bragga og hefja búskap. Þau upplifa miklar raunir sem skapa þeim hörmuleg örlög, en lífið heldur áfram og í sögunni er fylgst með einu barna þeirra, Súlu. Hún flækist milli heimila og lendir í ýmsum hremmingum en kynnist einnig nýrri millistétt sem er að myndast í hinni ungu Reykjavíkur-borg.

Dramatísk örlaga-saga„Söngur Súlu er fyrst og fremst þroskasaga barns sem stendur uppi munaðarlaust og þarf að takast á við lífið á mismunandi fósturheimilum. Um leið er þetta drama-tísk örlagasaga þar sem bæði er að finna sorg og gleði,“ segir Hrafnhildur. Aðspurð af hverju hún valdi

þennan tíma sem sögusvið bókar-innar segir Hrafnhildur svo vera því hún muni vel eftir þessum tíma. „Ég styðst að einhverjum hluta við upplifanir úr mínu eigin lífi, ég var tekin í fóstur sem barn og var gríð-arlega heppin með heimili. En þetta er ekki mín saga, sem rithöfundur er mitt hlutverk að skálda.“

Framhald væntanlegtHrafnhildur sér sjálf um útgáfu bókarinnar í gegnum Krass bókaút-gáfu sem hún stofnaði á sínum tíma til að gefa út þroskandi afþreyingar-efni fyrir krakka ásamt krossgátu-blaðinu Hrafnaspark. „Það er mikil vinna að standa að eigin útgáfu. Ég fékk óháðan aðila til að lesa yfir bókina, því þetta er gríðarlega

mikil lesning. Ég bæði margskrif-aði og marglas bókina og þurfti að taka margar sögur út,“ segir Hrafnhildur. Framhald af Söng Súlu er því væntanlegt á næsta ári. Þar er Súlu fylgt eftir þegar hún er orðin 16 ára. „Þá flétta ég líf hennar saman við sögur sem standa á bak við ýmsar persónur í Söng Súlu, sögur sem ekki koma fram í þess-ari fyrstu bók.“

Samverustund á ÞorláksmessuHrafnhildur hefur í nægu að snúast á aðventunni. Hún sér sjálf um að dreifa bókinni sem og Hrafnaspark-inu og er því mikið á ferðinni. Á Þorláksmessu getur hún loks tekið því rólega og átt samverustund með fjölskyldunni. „Ég hef eina fasta venju við jólaundirbúninginn. Þar sem ég á fjögur uppkomin börn er erfitt að ná þeim öllum saman um jólin. Við höfum myndað þá hefð að hittast öll í hádeginu heima hjá mér á Þorláksmessu. Húsið fyllist þá af börnum og barnabörnum og við skiptumst á gjöfum. Aðfangadegi eyði ég svo í rólegheitunum ásamt hundinum mínum við kertaljós og hlusta á messu. Þannig hvíli ég mig eftir jólaösina,“ segir Hrafnhildur.

Unnið í samstarfi við

Krass

Hrafnhildur Valgarðsdóttir er þekktust fyrir störf sín sem þrauta- og krossgátusmiður, en hún hefur einnig gefið út nokkrar barna- og unglingabækur í gegnum tíðina. Hún rekur sína eigin útgáfu, Krass, og hefur nú gefið út sína fyrstu skáldsögu fyrir fullorðna: Söngur Súlu.

Söngur Súlu: Þroskasaga úr braggabyggðinni í Reykjavík

Page 36: Jol 26 11 2014

36

É g er jólabarn. Svo mikið jólabarn að ég veld öllum, sem eru eldri en 10 ára og hætt-ir að trúa á jólasveininn, velgju og krónískum útbrotum. Jólin mín byrja 1. septem-ber ár hvert. Fjögurra mánaða aðventa, það dugir ekkert minna. Svala Björgvins

sest að í geislaspilaranum (já, ég brúka ennþá hljómflutningstækin sem ég fékk í ferm-ingargjöf) og syngur með sinni sykursætu stelpurödd um hversu mikið hún hlakkar til. Hlakkar alltaf svo til. Stundum stend ég syngjandi í hárburstann fyrir framan spegilinn og þykist vera Svala. Gjörningur sem ég hef framkvæmt síðan í æsku, fyrir utan árið sem mamma gerði alla jólageisladiskana mína upptæka af því „enginn sem gengur á öllum spilar jólalög í september.“ Djöfull hlakkaði ég nú til að verða sjálfráða. Svona fyrst að

við erum að ræða um tilhlökkun á annað borð. Geta drukkið jólaöl eins og vatn, keypt minn eigin makkintoss-dunk, borðað jólakökudeig án þess að baka það, skreyta meira en Clark Griswold og horfa á jólamyndir á brókinni.

Eða svona sá ég það fyrir mér. Að minnsta kosti árið sem mamma faldi jóladiskana og pabbi þverneitaði að setja upp seríur fyrr en í fyrsta lagi um miðjan desember. Svo

mátti aldrei opna bölvaðan makkintoss-dunkinn fyrr en á aðfangadagskvöld og jóla-ölið var bara með jólamatnum. Mamma vaktaði kökudeigið eins og fálki þegar ég var í grennd og klassísku jólabíómyndirnar áttu hver sinn dag í kringum bæði jólaundirbún-

inginn og hátíðarhöldin sjálf. Ég ætlaði svo sannarlega að hafa hlutina allt öðruvísi. Draumóranir og þvættingurinn sem það nú var.

Jólalagaspilun og hvers kyns skreytingar eru starfsemi sem hef ég stundað óáreitt frá 1. september ár hvert síðan ég flutti að heiman. Að öðru leyti á jólahald hjá mömmu og pabba í mér hvert bein. Að verða þrítug konan (stelpan). Það er fátt sem á stærri stað í hjarta mínu en heimablandaða jólaölið hans pabba með rjúpunni

á aðfangsdagskvöld. Eða allar sjötíu sortirnar af jólakökum sem mamma galdrar fram úr erminni á korteri. Ah, þegar makkintoss-dunkurinn er loksins vígður og við

systkinin stökkvum á hann eins og hungraðir hrægammar – öll á fullorðinsaldri nota bene. Og öll ennþá heima á jólunum. Ég sé bara jólin ekki öðruvísi fyrir mér en heima hjá mér á Eskifirði – heima hjá mér já, þar sem ég hef samt ekki búið í að verða 10 ár. Þetta er hið undarlegasta mál. Nú er ég frekar sjálfstæð kona (!) á öllum sviðum tilveru minnar. En á jólunum,nei – þá rétt slaga ég upp í að vera svona sjö ára. Vil bara vera lítil stelpa heima hjá mömmu og pabba af því það koma hvergi annarsstaðar jól, ég get svo guðsvarið fyrir það.

Áður en ég óska ykkur gleðilegra jóla, ljóss, friðar og tímabundinnar blindu á eigið magamál ætla ég að gefa ykkur uppskrift að dásamlega jólalegu poppkorni. Poppkorni já. Ég sagði það. Þess má njóta með Christmas Vacation á Þorláksmessu, af því að það er einungis leyfilegt að horfa á hana þá.

1/2 poki Stjörnupopp

100 grömm hvítt súkkulaði

8 stykki LU kanilkexkökur

Dreifið úr poppinu á bakka eða í eldfast mót. Brjótið kexkökurnar í litla bita og blandið þeim saman við poppið. Bræðið súkkulaðið og slettið því vel og vandlega yfir poppkexblönduna. Hrærið vel og vandlega. Geymið í ísskáp í 30 mínútur. Njótið.

Fleiri misundarlegar en stórgóðar uppskriftir finnið þið í bókinni minni, Nenni ekki að elda, sem kemur út 27. nóvember næstkomandi ( já, þetta er auglýsing – nei, ég skamm-ast mín ekki).

Gleðileg jól!

Litla jólabarn

Guðrún VeigaGuðmundsdóttirritstjorn@

frettatiminn.is

Ævintýraleg aðventa hjá AFF Concept

AFF Concept Langholtsvegur 112B,104 Reykjavík Sími 7772281 www.a�.is

Opið alla virka daga frá kl. 14-18 og laugardaga frá kl.13-16

WWW.LEIKHUSID.IS

Gjafakort Þjóðleikhússins á sérstöku hátíðartilboði til jóla.

Gefðu góðar stundir.

Page 37: Jol 26 11 2014

2.890 kr

Frá 16.900 kr

Frá 16.900 kr

J Ó L A G J Ö F I N Þ Í N F Æ S T Í H R Í M

FALLEG HÖNNUN Í ELDHÚSIÐ

4 stk í pakka 9.900 kr

Frá 9.900 kr

Frá 19.900 kr

19.900 kr

KANNTU AÐ META GÓÐA HÖNNUN?

Verslaðu heima í sófanum!

www.hrim.isLAUGAVEGI 25 - S: 553-3003 LAUGAVEGI 32 - S: 553-2002

3.290 kr

8990 kr

Frá 7.900 kr

NÝTT !! POPUP PARIS KERTI!Í 1/50 KERTI ER DEMANTUR

Skemmtileg gjöf 4.990 kr

Frá 4.900 kr

Frá 5.190 kr

Frá 4.990 kr

Frá 1.990 kr

Frá 3.690 kr

12.990 kr

Page 38: Jol 26 11 2014

Jólablað 38

J ólagleði Helgu Kristínar lýsir sér ef til vill best með þeim hætti að jólin áttu sinn þátt við val á mannsefni, en eigin-maður hennar, fréttamaðurinn Einar Þorsteinsson, á ein-

mitt afmæli á aðfangadag. Saman eiga þau tvær dætur sem munu að öllum líkindum smitast af jólagleði móðurinnar. Aðspurð hvort hægt sé að finna einhverja haldgóða ástæðu fyrir þessum mikla jólaáhuga segir Helga Kristín: „Þetta tengist örugglega því að ég er algjört átvagl. Hátíð þar sem það er í lagi að baka alla daga og borða ógrynni af súkkulaði á því einkar vel við mig. Með árunum hef ég svo haft ennþá meira gaman af því að vera þessi óþolandi manneskja sem byrjar jólaundirbúninginn þegar fer að hausta.“

Brætt súkkulaði í öll málFyrir nokkrum árum fjárfesti Helga Kristín í potti sem er sér-staklega hannaður til að bræða súkkulaði. Eiginmanninum fannst þetta fyrirbæri heldur mikill óþarfi og upp frá þessu hefur jólaundirbúningurinn því snúist að miklu leyti um það að nýta bræðslupottinn til hins ítrasta. „Ég bræði örugglega því sem nem-ur ársframleiðslu Nóa Siríus á súkkulaði fyrir hver jól til að sýna fram á að þetta sé fjárfestingarinnar virði,“ segir Helga Kristín og hlær. Hún hefur þó sleppt því að nota mót til að búa til eigið konfekt sem fylgdu með pottinum, þar sem hún sér engan tilgang með því að troða marsipani inn í súkkulaði. Því meira súkkulaði, því betra.

Risavaxið jólatréSíðastliðin ár hefur fjölskyldan haft þann sið að höggva sitt eigið jólatré og hefur það farið sístækkandi milli ára. „Eitt árið komst

Sækið Jólaandann til OKKAR

Heimsækið miðborgina.

þar sem slær.Laugavegi 8 · 101 ReykjavíkS. 552 2412

Jólaundirbúningurinn er löngu hafinn hjá lögfræðingnum, en fyrst og fremst jólabarninu, Helgu Kristínu Auðunsdóttur. Samkvæmt venju hóf hún að syngja jólalögin í ágúst, pantaði miða á jólatónleika í september, tók jólabækur á bókasafninu í október og hefur nú hafist handa við jólabaksturinn.

Aðventan er skemmtilegasti hluti jólahátíðarinnar

jólatréð ekki í bílinn svo ég hringdi í systur mína sem kom á litlum sendi-ferðabíl. Þetta tré kallaði á okkur og við einfaldlega urðum að koma því heim. En þegar heim var komið þurfti svo að saga neðan af því þar sem það náði upp í loft og rúmlega það.“ Ætlunarverkið tókst að lokum og jólatréð fékk að njóta sín í allri sinni dýrð, að undanskildum neðsta hluta trésins sem þurfti að mæta sínum jólaörlögum.

Forðast jólastressiðHelga Kristín reynir að forðast jóla-stressið eins og heitan eldinn, til dæmis með því að kaupa jólagjafirnar yfir árið. „Mér finnst leiðinlegt að eiga eftir að kaupa jólagjafirnar í desember. Ég vil heldur vera að „aðventast“, baka og borða. Aðventan er skemmtilegasti hluti jólahátíðarinnar,“ segir Helga Kristín sem veit fátt skemmtilegra en að skreyta piparkökur langt fram á nótt, fara á tónleika, skreyta jólatréð og tala um hvað maður ætlar að gera um jólin. Að ógleymdu öllu súkkulaðinu sem hægt er bræða.

Afmælisveisla á aðfangadags-morgunJólaundirbúningurinn nær hápunkti

að morgni aðfangadags, en þá bjóða jólabarnið Helga Kristín og afmælis-barnið Einar allri stórfjölskyldunni í jóla- og afmælismorgunmat. „Fólk skiptist á kortum og gjöfum og við bjóðum upp á ýmsar kræsingar. Þetta er hefð sem er orðin stærsti hlutinn af jólaspenningnum og aðfangadagsmorguninn er því í raun orðinn umfangsmeiri en kvöldið sjálft.“

Finnskar jólastjörnur í MiamiÖnnur jólahefð myndaðist alveg óvart þegar Helga Kristín og Einar bjuggu ásamt dóttur sinni í Miami fyrir nokkr-um árum. „Okkar bestu vinir úti í Miami voru Finnar og þau gáfu okkur uppskrift að jólastjörnum sem eru búnar til úr smjördeigi sem maður brýtur svo saman með sérstökum hætti og setur sultu inn í.“ Árið sem þau eyddu jólunum á Miami bakaði Helga Kristín jólastjörnur sem fjölskyldan borðaði svo í kvöldmat eftir að hafa skreytt jólatréð. „Þetta andartak varð svo alveg óvart að jólahefð þegar við bjuggum til þessar jólastjörnur þriðja árið í röð. Þá kom í ljós að þetta var eitt-hvað sem dóttur okkar fannst alveg ómissandi hluti af jólunum. Það sem byrjaði sem leti og afsökun til að sleppa

Það sem byrjaði sem leti og afsökun til að sleppa því að elda kvöldmat breyttist í ómissandi jólahefð.

Framhald á næstu opnu

Helga Kristín Auðunsdóttir lögfræðingur forðast jólastress en nýtur aðventunnar til hins ítrasta með fjölskyldunni. Dóttir hennar, Auður Berta Einarsdóttir hefur smitast af jólagleði móður sinnar. Ljósmynd/Hari

www.weber.is

Tilvalið í jólapakka grillarans

Page 39: Jol 26 11 2014

svífðu inn í jólahátíðinahrífandi gjafir fyrir allahrífandi gjafir fyrir alla

Kringlan 4-12 | s. 577-7040 • loccitane.comL’Occitane en Provence - Ísland

sturtusápusettverð: 3.400 kr.

sturtusápa 75 ml - 950 kr.sturtuolía 75 ml - 1.160 kr.

almond gjafakassijólatilboð: 7.490 kr.

andvirði: 9.860 kr.handkrem 30 ml - 1.250 kr.

líkamskrem 100 ml - 5.100 kr.* sturtuolía 250 ml - 2.850 kr. skrúbbsápa 50 g - 660 kr.

verbena gjafakassijólatilboð: 6.350 kr.

andvirði: 8.030 kr.ilmsápa 100 g - 660 kr. ilmpoki 35 g - 1.160 kr.

sturtusápa 250 ml - 2.380 kr. húðmjólk 250 ml - 3.830 kr.

cherry blossom gjafakassijólatilboð: 8.990 kr.

andvirði: 12.280 kr.húðmjólk 75 ml - 1.390 kr. handkrem 30 ml - 1.250 kr. sturtusápa 250 ml - 2.380 kr.

eau de toilette 75 ml - 7.260 kr.

*Ekk

i sel

t í

laus

asöl

u.

Page 40: Jol 26 11 2014

Þetta tengist örugglega því að ég er algjört átvagl. Hátíð þar sem það er í lagi að baka alla daga og borða ógrynni af súkkulaði á því einkar vel við mig.

Jólablað 40

w

Stjórnandi Sigurbjörg Hvanndal Magnúsdóttir

Píanóleikari Helgi Már Hannesson

,,Ég man þau jólin...”

Jólatónleikar

Í Seltjarnarneskirkju Fimmtudaginn 11. desember

kl. 20:00

Miðaverð, 3.000 krónur

Einsöngvari Valgerður Guðnadóttir

w

Stjórnandi Sigurbjörg Hvanndal Magnúsdóttir

Píanóleikari Helgi Már Hannesson

,,Ég man þau jólin...”

Jólatónleikar

Í Seltjarnarneskirkju Fimmtudaginn 11. desember

kl. 20:00

Miðaverð, 3.000 krónur

Einsöngvari Valgerður Guðnadóttir

w

Stjórnandi Sigurbjörg Hvanndal Magnúsdóttir

Píanóleikari Helgi Már Hannesson

,,Ég man þau jólin...”

Jólatónleikar

Í Seltjarnarneskirkju Fimmtudaginn 11. desember

kl. 20:00

Miðaverð, 3.000 krónur

Einsöngvari Valgerður Guðnadóttir

w

Stjórnandi Sigurbjörg Hvanndal Magnúsdóttir

Píanóleikari Helgi Már Hannesson

,,Ég man þau jólin...”

Jólatónleikar

Í Seltjarnarneskirkju Fimmtudaginn 11. desember

kl. 20:00

Miðaverð, 3.000 krónur

Einsöngvari Valgerður Guðnadóttir

w

Stjórnandi Sigurbjörg Hvanndal Magnúsdóttir

Píanóleikari Helgi Már Hannesson

,,Ég man þau jólin...”

Jólatónleikar

Í Seltjarnarneskirkju Fimmtudaginn 11. desember

kl. 20:00

Miðaverð, 3.000 krónur

Einsöngvari Valgerður Guðnadóttir

Hunangshjörtu

því að elda kvöldmat breytt-ist í ómissandi jólahefð.“Fjölskyldan bjó í tvö ár í Miami en kaus að eyða jólun-um heima á Íslandi í seinna skiptið. „Sú ímynd sem ég hafði af jólum í Bandaríkj-unum byggir að mestu leyti á bandarískum jólamyndum og því átti ég von á mögn-uðum jólaundirbúningi þegar við eyddum jólunum í Miami þar sem ég var í námi. En svo komst ég að því að það sem gerir jólahátíðina er myrkrið, kuldinn og fjöl-skyldan. Jólaandinn í Banda-

ríkjunum náði eiginlega ekki út fyrir verslanirnar. En það var gaman að prófa að upplifa jólin annars staðar. Það er alveg ótrúlegt hvað rigning, pálmatré og strand-arferð á aðfangadag geta samt sem áður verið jólaleg,“ segir Helga Kristín sem hlakkar til að eyða jólunum hér heima með fjölskyldunni í kulda og myrkri, umvafin jólaseríum, smákökum og bræddu súkkulaði.

Erla María Markúsdóttir

[email protected]

Jólasúkkulaði 400 gr. suðusúkkulaði400. gr. hvítt súkkulaðiBismark brjóstsykur 150g.

Aðferð:

Bræðið suðusúkku-laðið yfir vatnsbaði. Hellið á smjörpappír og látið kólna.

Takið hamar eða kökukefli og merjið brjóstsykurinn í pok-anum í litla bita. Takið næst brjóstsykurinn og sigtið í skál.

Bræðið næst hvíta súkkul-aðið yfir vatnsbaði og setjið fínmalaða brjóstsykurinn út í hvíta súkkulaðið.

Hellið yfir storknaða suðusúkkulaðið. Látið bíða í skamma stund. Takið síðan minni brotin af brjóstsykrinum og

dreifið yfir hvíta súkkulaðið. Látið kólna og borðið upp til agna.

Úr uppskriftinni fást 20 lítil eða 12 stór hjörtu500 gr hunang (t.d. danskt hunang)500 g hveiti10 g pottaska (fæst t.d í Heimilis-

iðnaðarfélaginu)Smá vatn10 gr hjartarsalt2 eggjarauður (má bæta við 1-2 ef

deig er of þurrt)1 tsk kanill½ tsk negull½ tsk allrahanda1 msk appelsínubörkur (má sleppa)

Aðferð:

Hitið hunangið og blandið saman við hveitið. Látið blönduna bíða við stofuhita í lokuðu íláti í einn dag.

Blandið næst saman pottöskunni við smá vatn þannig að úr verði þykk blanda. Hellið þessu yfir blönduna og hrærið vel saman. Blandan verður mjög seig og því er gott að nota krókinn á hrærivélinni.

Bætið hjartarsaltinu og eggjarauðunum út í deigið. Ef blandan er of seig eða stíf bætið þá einni eggjarauðu til viðbótar. Það á að vera hægt að fletja deigið út með góðu móti. Bætið þarnæst við kryddinu og appelsínuberkinum.

Fletjið næst út deigið en gott er að notast við silíkonmottu. Deigið á að vera 4-5 mm þykkt.

Notið hjartalaga mót til að skera hjörtun út og leggið þau síðan á smjörpappír. Hjörtun munu stækka mikið og því er gott að hafa gott pláss á milli þeirra.

Bakið í 10 mínútur við 170 gráður.

Látið hjörtun kólna vel og setjið síðan í box. Penslið með súkkulaði daginn eftir og skreytið með fallegri glansmynd.

Finnskar jólastjörnur Fletjið út smjördeig (gott að kaupa tilbúið). Skerið síðan í litla ferninga 8x8 cm. Deigið á

að vera um 5 mm þykkt. Takið hvern ferning og leggið á smjörpappír. Skerið síðan hvern ferning frá horni hálfa

leið inn að miðju hans. Setjið eina skeið af plómusultu eða apríkósu-

sultu í miðju ferningsins. Brjótið síðan eitt horn af hverri hlið innað

miðju. Semsagt: Brjóta eitt horn að miðju, sleppa næsta. Penslið með eggi.

Bakið við 180 gráður í tíu mínútur. Stráið flórsykri yfir og borðið heitt.

Opið alla helgina

kolaportid.is

kl.11-17

Page 41: Jol 26 11 2014

Komin til byggða

Page 42: Jol 26 11 2014

Jólablað 42

Stella í jólabúningi

Aalborg Jule Akvavit 201447%70 cl 8.999Þetta er þrítugasta og þriðja árið sem Álaborgar Ákavíti sendir frá sér jólaútgáfu af þeirra vinsæla ákavíti. Það er litlaust, kúmen­kryddað og áfengisríkt með sín 47% en samt mjúkt og heitt með stingandi eftirbragði. Flott ákavíti sem er jafn ómissandi í danska “julefrukostinn” eins og Tuborg jólabjórinn.

Belgíski ljúflingsbjórinn Stella Artois var upp-haflega bruggaður í Leuven árið 1926, þá sem jólabjór og átti aðeins að vera í dreifingu yfir hátíðarnar. Stella þýðir stjarna á latínu og er um vísan í jólastjörnuna að ræða. Artois er svo eftir-nafnið á bruggmeistaranum Sebastian Artois sem frægur var á 18. öld og átti um tíma sama brugghús og Stellan er brugguð í. Vinsældir Stellurnar urðu þó strax slíkar að fallið var frá því að dreifa honum einungis um jól þannig að bjórunnendur hafa fengið að njóta hans allan ársins hring síðan. Til að minnast þessarar teng-ingar við jólin fæst þessi undirgerjaði lagerbjór nú í sérstakri 750 ml viðhafnarúgáfu á flösku sem hönnuð er með hliðsjón af hinni klassísku Stella Artois flösku.

Stella Artois í viðhafnarútgáfu5%75 cl. 819 kr.Þó sumir telji að það sé bragðmunur á þessari viðhafnarútgáfu og hinni venjulegu Stellu þá er það frekar stemningin en bragðið því um nákvæmlega sama bjór er að ræða. Stellan stendur alltaf fyrir sínu. Frábærlega léttur og skemmtilegur Belgi, beiskjulítill en þó með ákveðið og þétt bragð og nægjanlega humlaður til þess að rísa upp yfir flatari lagerbræður sína.

Portvín og piparkökurHægt er að njóta portvíns allt árið um kring, auðvitað, en það er eitthvað sérstaklega jólalegt við sætt portvín og fátt sem slær út portara og pipar-kökur á jólalegu síðkveldi.

Þ rúgur portvíns eru ræktaðar í hæðum Duoro-dalsins austan við hafnarborgina Portó norðarlega

í Portúgal en það er einmitt frá þess-ari ágætu borg sem vínið dregur nafn sitt. Portvín er í raun rauðvín þar sem vínanda er bætt út í vínsafann. Þá hættir sykurinn að gerjast og þrúgurnar halda eftir náttúrulegum sætleika sínum sem gerir vínið bæði alkóhólríkt eða styrkt og náttúrulega sætt. Ekki er óalgengt að portvín séu í kringum 20% að styrk-leika.

Flokka má portvín í nokkrar tegund-ir. Hægt er að fá hvítt portvín, jafnvel rósaportvín en fyrst og fremst skiptast þau í tvennt: Ruby og Tawny. Í grunninn eru það sömu vínin en munurinn liggur í því að Ruby fær að eldast í flöskunni á meðan Tawny fær að dúlla sér í langan, oft heillangan, tíma í trétunnu.

Vegna þess hve Ruby fer fljótt á flösku er yfirleitt um að ræða ávaxtarík vín sem virka dálítið eins og sæt rauðvín. Til að flækja málin enn frekar er Ruby flokkað í þrjá undirflokka, þar sem sjálft „Ruby“ er al-gengast og jafnframt ódýr-ast og er blanda af mörg-um árgöngum en svo er það „Late bottle vintage“ (LBV) sem er af ákveðnum árgangi en ekki endilega mjög góðum en geta verið góð kaup, og að lokum „Vin-

tage“ sem er fínasta tegundin og er að-eins framleitt þegar aðstæður hafa verið eins og best gerist.

Ruby-stíllinn er ágætis eftirréttarvín, sérstaklega með ávaxtakökum og öðr-um ávaxtaríkum eftirréttum en þessi stíll passar líka sætunnar vegna ágæt-lega með fituríkum föstum ostum.

Í Tawny-stílnum fær vínið, eins og áður sagði, að eldast og taka sig á tunn-um – með tímanum verða þau brúnleit. Tawny hefur líka sína undirflokka sem byggjast á aldri vínsins; 10 ára, 20 ára, 30 ára og jafnvel 40 ára. Þó er ekki átt við að vínin séu nákvæmlega svo gömul heldur er verið að vísa til þess að meðal-aldur vínsins sem blandað er saman er nálægt því. 10-20 ára Tawny-vín eru oft góð kaup. Að lokum er svo hægt að fá alvöru árgangsvín sem heitir þá „Col-heita“ og þá er ekki talað um aldur víns-ins á flöskunni heldur árganginn.

Tawny eru fínleg og góð bæði sem for-drykkur og eftirréttarvín. Þau eru góð með kröftugum ostum eins og gráðosti

og blámygluosti. Líka henta þau með súkkulaði og þess konar eft-irréttum og eru al-gerlega ómissandi með rjúkandi heit-um piparkökum beint úr ofninum. Ekta jólastemning.

Jólasnafsarnir 2014B rennivínið okkar er ekta

snafs, eiginlega er það hreinasta ákavít i og

ætti að flokkast sem slíkt. Í Danmörku eru snafsar ómiss-andi hluti af jólastemningunni í „julefrukost“ enda eru Dan-irnir miklir ákavítismeistarar.

Íslendingar eru ekki komnir alveg jafn langt en við fikrum okkur alltaf nær og nær. Í ár, eins og undanfarin ár, er kom-in á markað hátíðarútgáfa af Brennivíni sem heitir hreinlega Brennivín Jólin 2014. Síðan er Álaborgar jólaákavíti frá frænd-

um vorum í Danmörku alger-lega ómissandi fyrir jólastemn-inguna hjá mörgum. Snafsar henta vel með jólahlaðborðinu, sérstaklega síldinni og svo er gott að skola í burtu skötu-bragðinu með einum snafs ef sá gállinn er á mönnum.

Brennivín Jólin 201440%70 cl 8.490 kr.Þetta er hátíðarútgáfa hins klassíska íslenska Brennivíns frá Ölgerðinni. Það er fölgult á lit og, eins og Brenni­vínið, með miklu kúmenbragði. Reyktara en venjulegt brennivín með nægan hita til að ylja kroppnum í frosthörkum desembermánaðar. Fínasti snafs.

Page 43: Jol 26 11 2014

Og nú einnig

Rúdolf smáborgariTveir gómsætir Rúdolf smáborgarar

með eplasalati til hliðar.

Rúdolf er ómótstæðilegur hreindýraborgari,blandaður apríkósum og gráðaosti. Borinn fram með sultuðu kanilrauðkáli og eplasalati til hliðar.

Rúdolf er engum líkur og hringir inn jólin á Hamborgarafabrikkunni.

J Ó L A B O R G A R I N NRÚDOLF

www.fabrikkan.is borðapantanir: 575 7575

*Rúdolf er á boðstólum fram að jólum eða meðan birgðir endast

Page 44: Jol 26 11 2014

Þetta lífrænt ræktaða Tempr-anillo-vín

kemur verulega á óvart. Milt, auð-drukkið og bragðgott er það með berjakeim og örlítilli sveit. Tannínin eru þarna en þau taka ekki völdin. Þetta er ekta létt rauðvín til að drekka með tómatpasta og öðrum léttari réttum sem hugsanlega annars hentuðu þyngra hvítvíni.

Mureda hvítt er einfalt og ljúffengt auðdrukkið hvítvín. Ferskt og ávaxtaríkt með peru og sítrus. Langt og ljúft eftirbragð. Hentar bráðvel með léttum réttum, sér-staklega ef það er smá smjör eða rjómi með í spilinu eins og í pastaréttum eða risotto. Líka með fiski.

Þetta er léttur og ferskur Sauvignon Blanc frá Spáni. Vínið er þurrt og sýruríkt og sver sig vel

í ætt léttari Sauvignon-vína. Ávaxtaríkt með áberandi greip og smá ferskju tónum. Passar vel með öllum léttari mat, salati og einföldum grænmetisréttum og virkar vel sem fordrykkur. Það væri líka áhugavert að prófa það með sýruríkum geitaosti eða álíka ferskum osti.

Mureda rautt er

eins og hið hvíta auðdrukkið, létt og ljúffengt. Berjabragðið er ráðandi og uppbyggingin góð. Tannínin eru þarna en frekar létt og viðráðanleg. Eins og það hvíta í þessum flokki er léttari matur bestur með þessu vín eins og tómatpasta og léttara kjöt eins og kjúlli og svín.

Mureda-menn eru

öflugir víngerð-ar-menn og hér er á ferð-inni afar áhuga-

vert freyðivín gert með kampavínsaðferðinni. Það er töluverður hnetukeimur í bragðinu auk sítrus- og eplatóna. Þetta er öðruvísi freyðivín sem er virkilega spennandi að prófa með mat. Til að mynda með fiskmeti og skelfiski eða jafnvel sætum eftirrétti.

Jólablað 44

Máravín frá Spáni

S pánverjar er miklir snillingar í vínrækt. Mureda er tiltölulega ungur vínframleiðandi og er staðsettur í La Mancha-héraðinu á mið-

Spáni þar sem mörg frábær vín eru framleidd. Saga Muredasvæðisins sem vínframleiðslusvæði er þó mun lengri en núverandi vínframleiðsla Mureda merkisins gefur til kynna og nær allt aftur til tíma Máranna á Spáni. Nafnið þýðir lika einmitt Márar og hefur fylgt svæðinu þó Márunum hafi verið úthýst þaðan árið 1502. Mureda einbeitir sér að umhverfisvænum rekstri og sérhæfir sig í lífrænt ræktuðum vínuum. Vínekrurnar eru á 1200 hektara svæði í 700 til 1200 metra hæð og jarðvegurinn er kalk- og næringarríkur sem gerir hann einkar góðan til ræktunar hefðbundinna spænskra þrúga eins og Tempranillo og Garnacha og gefur vinsæl-um þrúgum eins og Merlot, Sauvignon Blanc og Chardonnay sérstakan karakter. Lítið rignir þegar þrúgurnar eru að ná fullum þroska sem eykur á gæði og stöðugleika vínsins. Úrval lífrænt ræktaðra vína frá Mureda er breitt og í Vínbúðunum er hægt að fá þrjár tegundir af hvítvíni, þrjár tegundir af rauðvíni og eina tegund af afar áhugaverðu freyði-víni sem gert er með hinni hefðbundnu kampavíns-aðferð og gefur öðrum vínum í þeim flokki ekkert eftir, hvort heldur í gæðum eða verði. Reyndar er það einkennandi fyrir Muredavínin hvað þau eru á hagstæðu verði.

Nokkrar þumalputtareglur sem gott er að hafa í huga varðandi vín og hátíðarmat

Nokkrar þumalputtareglur

um hátíðarvínÞumalputtareglan um hátíðarmatinn

Þumalputtareglan varðandi umhellingu vína

Þumalputtareglan um röðun vínan Það er í góðu lagi að hafa nokkrar tegundir vína með sömu máltíðinni og smakka hvað fer best með hverjum rétti.

n Notið fersk hvítvín (t.d. Sauvignon Blanc og Pinot Grigio) á undan þykkum og rjómakenndum vínum (t.d. Chardonnay).

n Notið vín úr Pinot Noir og Merlot á undan rauðvínum úr Cabernet Sauvignon og Malbec þrúgum.

n Röðin og hvað passar með hverju kemur með æfingunni og smekk hvers og eins.

n Munið að hver einstaklingur er sérfræðingur í eigin bragðlaukum.

n Með hangikjötinu og hamborgarhryggnum er gott að hafa berjarík og bragðmikil vín, og þá henta vín úr Merlot þrúgunni einstaklega vel en líka hvítvín eins og vín úr Gewurt-straminerþrúgunni. Gott er að það örli á eik í vínunum, þar sem eikin brýtur saltið niður.

n Fituríkur matur, feitar og kremaðar sósur, kalla á alkahólrík vín, t.d. eru Malbec vín frá Argentínu vín sem smellpassa með þannig mat.

n Meðlætið með jólamatnum t.d. sykur-brúnaðar kartöflur og sultur kalla eftir vínum sem eru með sætu ívafi þar sem bragðið er langt og gott. Dæmi um slíkt eru vín úr Shiraz þrúgunni.

n Sósan er oft fullkomnuð á lokasprettinum og þá getur verið gott að smakka á víninu með sósunni. Bragðlaukarnir geta kalla eftir meiri sætu eða kryddi þegar vínið er smakkað með og þá er einfalt að bregðast við því.

n Vín sem eru yngri en 3 ára er gott að sprengja upp með því að umhella þeim í karöflu eða vatns-könnu.

n Vínin verða mýkri við umhellinguna því það loftar um þau og sýran. fellur niður

n Geymið vín á dimmum stað við 10-14° hita.

n Flest vín eru ekki endilega ætluð til geymslu í mörg ár, gott er að kanna upp-

lýsingar á flöskunni.

n Aldrei að geyma vín í eldhúsinu því þar eru of miklar hitabreytingar sem geta skemmt vínið.

Þumalputtareglan um geymslu vína

Mureda TempranilloGerð: Rauðvín

Uppruni: Spánn, 2013

Styrkleiki: 14,5%

Þrúga: Tempranillo

Verð í Vínbúðunum: Kr. 1.899

Mureda HvíttGerð: Hvítvín

Uppruni: Spánn, 2013

Styrkleiki: 12%

Verð í Vínbúðunum: Kr. 1.599

Mureda Sauvignon BlancGerð: Hvítvín

Uppruni: Spánn, 2013

Styrkleiki: 12,5%

Þrúga: Sauvignon Blanc

Verð í Vínbúðunum: Kr. 1.749

Mureda RauttGerð: Rauðvín

Uppruni: Spánn, 2013

Styrkleiki: 13%

Verð í Vínbúðunum: Kr. 1.649

Mureda Reserva Gran Cuvee Brut NatureGerð: Freyðivín

Uppruni: Spánn, 2009

Styrkleiki: 12%

Verð í Vínbúðunum: Kr. 1.949

Page 45: Jol 26 11 2014

Jólablað45

Flottum kassavínum fjölgar í VínbúðunumÞað er bráðsniðugt að birgja sig upp af kassavíni fyrir jólin enda snjallar umbúðir þegar gesti ber að garði eða þegar á að neyta lítils í einu. Vínið helst ferskt í langan tíma í loft-tæmdum umbúðum og þegar jólaundirbúningur stendur sem hæst og í nægu er að snúast getur verið gott að stelast í eitt glas endrum og sinnum. Það er líka upplagt að nota kassavín í jólaglöggið. Þá er auðvelt að prófa sig áfram með magnið og lítil hætta á að vínið klárist. Þessi kassavín eru ný í ÁTVR og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Zafrica Cape White

Giacondi Cabernet Sauv Castelnouvo Hvítt

Angiolo Piccini Zafrica Game Reserve

Piccanti Bianco

Santa Helena Chardonnay Santa Helena Merlot

Castelnouvo

3.litr Suður Afríka 5.299 kr

Ljóssítrónugult. Létt fylling, ósætt, mild sýra. Ljós ávöxtur.

3.litr Ítalía 5.770 kr

Kirsuberjarautt. Létt meðalfylling, ósætt,

fersk sýra, miðlungs­tannín. Kirsuber, plómur, laukfkrydd, jörð.Passar með nautakjöti, svínakjöti sem og ostum

3.litr venetoitalía 5.599 kr

Ljóssítrónugult. Létt fylling, ósætt, fersk sýra. Ljós ávöxtur, epli.Gott vín í fordrykk og grænmetisréttum.

2.Litr Toskana Ítalia (lífrænt­ræktað) 4.499 kr

Kirsuberjarautt. Létt meðalfylling, ósætt,

fersk sýra, miðl­ungstannín. Rauð ber, laufkrydd.Gott með alifugla kjöti, svínakjöti, pasta réttum og sem smáréttum

3.litr Suður Afríka 5.499 kr

Ljóskirsuberjarautt. Létt fylling, smásætt,

fersk sýra, miðl­ungstannín. Rauður og dökkur ávöxtur.Vín sem henta vel með svínakjöti, alifuglakjöti og pastaréttum

3.Litr Toskana Ítalía5.799 Kr

Ljósgullið. Létt fylling, þurrt, mild sýra. Léttur ljós ávöxtur.Fott vín sem passar sem t.d. fordrykkur , fisk­réttum og grænmetis­réttum

3.litr Chile 5.799 kr

Ljóssítrónugult. Létt meðalfylling, ósætt, mild sýra. Ljós ávöxtur, eplakjarni.

3.litr Chile 5.799 kr

Rúbínrautt. Létt meðal­fylling, ósætt, mild sýra, miðlungstannín. Skógar­ber, jörð.

3.litr Veneto Ítalía 5.599 kr

Ljóskirsuberjarautt. Létt fylling, ósætt,

mild sýra, mild tannín. Mildur rauður ávöxtur.Hentar vel með alifugla og svínakjöti, pastaréttum sem og grænmetisréttum

Page 46: Jol 26 11 2014

46

Freistandi súkkulaðibitakökur12 stk

125 g smjör1 bolli púðursykur¾ bolli sykur3 msk Cadbury kakó1 tsk vanillusykur100 g hvítt Toblerone súkkulaði100 g valhnetur2 tsk lyftiduft1 bolli hveiti1 egg

Hitið ofninn í 160°C. Hrærið smjör, púðursykur og sykur saman þar til létt og dúnkennt. Blandið svo vanillusykri og eggi saman við. Þá er hveiti, lyftidufti og Cadbury kakói hrært saman við ásamt hvíta súkkulaðinu og valhnetunum. Notið matskeiðar við að setja 12 kúlurá bökunarpappír og bakið í miðjum ofni í 10-15 mínútur.

GERIR GÆFUMUNINN!

Fimmtudagur 4. des. 201419.30 Aðventutónleikar Sinfóníunnar Sinfóníuhljómsveit Íslands Harpa

20.00 Jólin til þín frá Vocal Project ásamt Páli Óskari

Vocal Project ásamt Páli Óskari Harpa

20.30 Jólatónleikar Gissurar Páls og Árna Heiðars

Gissur Páll og Árni Heiðar Safnahúsið Hverfisgötu (Gamla Landsbókasafnið)

21.00 Jólatónleikar Borgardætra Borgardætur Café Rosenberg

Föstudagur 5. des. 201420.30 Jólatónleikar Stefáns Hilmarssonar Stefán Hilmarsson og gestir Salurinn í Kópavogi

Laugardagur 6. des. 201417.00 Jólatónleikar með Mótettukórnum Mótettukór Hallgrímskirkju Hallgrímskirkja

20.00 Á hátíðlegum nótum - Jólatónleikar Siggu Beinteins

Sigga Beinteins Harpa

Sunnudagur 7. des. 201417.00 Jólatónleikar með Sætabrauðsdrengj-

unumGarðar Thór Cortes, Gissur Páll Gissurarson, Bergþór Pálsson og Viðar Gunnarsson ásamt Halldóri Smárasyni, útsetjara og píanóleikara

Menningarhúsið Berg, Dalvík

17.00 Jólatónleikar Kammersveitar Reykja-víkur

Kammersveit Reykjavíkur Harpa

20.00 Jólatónleikar Kristjáns Jóhannssonar Kristján Jóhannsson Harpa

20.30 Jólatónleikar Páls Óskars og Moniku Páll Óskar og Monika Háteigskirkja

Miðvikudagur 10. des. 201412.15 „Nú minnir svo ótal margt á jólin“ Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) og Anna

Guðný GuðmundsdóttirSalurinn í Kópavogi

Föstudagur 12. des. 201417.00 Jólatónleikar Baggalúts Baggalútur Háskólabíó

21.00 Norðurljósin jólatónleikar Magni Ásgeirsson, Helga Möller, Óskar Pétursson og Birgitta Haukdal.

Menningarhúsið Hof, Akureyri

Laugardagur 13. des. 201414.00 Jólatónleikar Sinfóníunnar Sinfóníuhljómsveit Íslands Harpa

16.00 Jólagestir Björgvins 2014 Björgvin Halldórsson og gestir Laugardalshöll

17.00 Norðurljósin jólatónleikar Magni Ásgeirsson, Helga Möller, Óskar Pétursson og Birgitta Haukdal.

Menningarhúsið Hof, Akureyri

17.00 Jólatónleikar Fóstbræðra Karlakórinn Fóstbræður Harpa

17.00 Aðventutónleikar Karlakórs Reykja-víkur

Karlakór Reykjavíkur Hallgrímskirkja

21.00 Jólatónleikar KK & Ellenar KK og Ellen Kristjánsdóttir Salurinn í Kópavogi

22.00 Jól með Brother Grass og gestum Brother Grass og gestir Café Rosenberg

Sunnudagur 14. des. 201420.00 Jólatónleikar Graduale Nobili Graduale Nobili Langholtskirkja

Miðvikudagur 17. des. 201418.00 Hátíðartónleikar Sigríðar Thorlacius

og Sigurðar GuðmundssonarSigríður Thorlacius og Sigurður Guð-mundsson

Harpa

Föstudagur 19. des. 201422.00 3 Raddir og Beatur – Jólatónleikar 3 Raddir & Beatur Café Rosenberg

Laugardagur 20. des. 201416.00 Frá ljósanna hásal Garðar Thór Cortes, Margrét Eir &

Benedikt GylfasonGrafarholtskirkja

17.00 Gleði og friðarjól Pálmi Gunnarsson og Ragnheiður Gröndal

Harpa

Þriðjudagur 23. des. 201421.00 Árstíðir í Fríkirkjunni Árstíðir Fríkirkjan í Reykjavík

22.00 Þorláksmessutónleikar Bubba Mort-hens

Bubbi Morthens Harpa

Jólatónleikar fyrir alla á aðventunniUrmull af jólatónleikum verða haldnir í ár sem endranær og því úr nægu að velja fyrir tónlistarunn-endur sem vilja komast í jólaskap. Hér er listi yfir helstu jólatónleikana sem fram fara á aðventunni.

Page 47: Jol 26 11 2014

Hátúni 6a • 105 Reykjavík • Sími 552 4420 • www.fonix.is

HEIMILISTÆKJADAGAR Í

20% afsláttur

Page 48: Jol 26 11 2014

48

Spil

Kerti

Kort

Myndabækur með skemmtilegum minningum

Kort

Spil

Dagatöl

Diskamottur

Myndabækur með

Persónuleg jólagjöf á oddi.is

Myndabækur með skemmtilegum Myndabækur með

Farðu inn á www.oddi.is og búðu til persónulega vöru með þínum myndum.

Kerti

3 bollar hveiti (má vera spelt, eða 2 bollar hveiti og 1 af hveitikími)

3 bollar gróft haframjöl1-2 bollar sykur (fer eftir

smekk)3 tsk kanill2 1/2 tsk natron1 tsk lyftiduft2 tsk kakó1 tsk engifer1 tsk negull3 bollar mjólk

Öllu hrært saman og hellt í form. Bakað við 180°C gráður í 1 klst.

Brauðið er betra ef það er ekki borðað strax, heldur látið kólna.

Kryddað ostapopp1/4 bolli (60 ml) ólífuolía1/3 bolli (75 g) poppmaís1 tsk kóríanderkrydd1 tsk paprikukrydd, helst reykt paprika1/2 tsk cayenne pipar1 msk sítrónubörkur, rifinnsjávarsalt og malaður svartur pipar1 bolli (80g) rifinn parmesan ostur

Hitaðu 2 msk af olíunni í stórum potti yfir meðalháum hita. Bættu poppmaískorninu út í lokaðu pott-inum. Hristu pottinn vel í 3 til 4 mín-útur eða þar til poppið er tilbúið. Taktu pottinn af hellunni og bættu afganginum af olíunni við, papr-ikukryddinu, cayenne piparnum, rifna sítrónuberkinum og saltaðu og pipraðu. Settu lokið á pottinn og hristu vel. Helltu poppinu í skál og stráðu parmesan ostinum yfir.

Möndlu- og hunangspopp2 msk matarolía1/3 bolli (75 g) poppmaís1 1/2 bolli (240 g) saltaðar eða reyktar möndlur, saxaðar gróflega30 g ósaltað smjör, skorið í bita¼ bolli (90g) hunang¼ bolli (55g) strásykur? bolli (80ml) malt edik¼ tsk matarsódisjávarsalt og malaður svartur pipar

Hitaðu 2 msk af olíunni í stórum potti yfir meðalháum hita. Bættu poppmaískorninu út í lokaðu pott-

inum. Hristu pottinn vel í 3 til 4 mín-útur eða þar til poppið er tilbúið. Helltu poppinu í stóra skál og bættu möndlunum við og settu til hliðar.

Settu smjörið, hunangið, sykurinn og edkið í lítinn pott yfir meðaháum hita og hrærðu þar til smjörið er bráðið. Láttu suðuna koma upp og eldaðu í 5 til 6 mínútur eða þar til blandan er ljósbrún og þykk.

Taktu af hitanum og hrærðu matarsódanum saman við. Helltu hungansblöndunni hratt og örugg-lega yfir poppkornið og blandaðu vel. Kryddaðu með salti og svörtum pipar og notaðu stóra skeið til að skófla poppinu yfir á bakka með bökunarpappír. Leyfðu þessu að kólna áður en þú berð það fram.

Chilli og límónupopp með steiktum lauk¼ bolli (60ml) matarolía? bolli (75g) poppmaís½ tsk chilli flögur2 msk rifinn límónubörkur½ (20g) steiktur laukursjávarsalt og malaður svartur pipar

Hitaðu olíuna í stórum potti yfir meðalháum hita. Bættu poppmaí-skorninu út í og lokaðu pottinum. Hristu pottinn vel í 3 til 4 mínútur eða þar til poppið er tilbúið. Taktu af hitanum og helltu í stóra skál. Bættu við chilli flögunum, rifna límónuberkinum, steikta lauknum, salti og piparnum. Hristu allt vel saman.

• HRÁTT• LÍFRÆNT• HANDGERT• VEGAN• MJÓLKURLAUST

• SOJALAUST• GLÚTEINLAUST• ENGIN AUKAEFNI• ENGIN ROTVARNAREFNI

Fæst í öllum heilsuverslunum og lífrænudeild stórmarkaðanna

Einfalt og fljótlegt kryddbrauðHentar vel á jólahlaðborðið eða með afgöngum. Gott með smjöri.

Jólapopp

Poppið poppað uppPoppkorn er víða vinsælt snarl á jólunum. Hér eru uppskriftir að krydduðu poppi sem gott er að maula yfir spennandi bókalestri eða jólamyndunum í sjónvarpinu.

Page 49: Jol 26 11 2014

Hani krummi, hundur, svínSnagi, kr. 11.900

SkafkortÞú skefur af þeim löndum sem þú hefur heimsótt. Stærð: 82 X 58 cm) Kr. 3.290

skólavörðustíg 12 • sími 578 6090 • www. minja.is • facebook: minja

Cool shootersKlakaform til að steypaklakastaup. Kr. 1.790

HitamælirFroskurinn er festur á gler og aðra slétta

fleti, utan- og innandyra. Kr. 1.400

LinsukrúsKaffikrús sem lítur út eins og linsa

Kr. 2.190Söngelska eggi›Spilar tónlist og tryggir að þú fáir eggið

þitt soðið eins og þú vilt hafa það - Kr. 5.500,-

Kisa me›hringast‡ri

Stöndug kisa geymirhringana fyrir þig

Kr. 1.690

Karoto gulrótaryddarTil skreytinga - Kr. 1.690

CLIP ON LEDÖflugt lesljós til að festa á gleraugu. Kr. 1.390

Kanínakr. 1.890

Næturljósmargar gerðir

Heico hundurKr. 10.700

KanínaKr. 7.990 (Margir litir)

(Vín)andi flöskunnar svífur í reipinu.Kr. 3.900

SkartgripatréSkartgripatré Kr. 3.690

Pú›a kettlingurEftir hinn þekkta hönnuð Ross Menuez, fjöldi

dýrapúða (sjá minja.is), kr. 3.500

Stóra tímahjóli›3 litir, svart, brons og hvítt.

kr. 19.900

Pönduklukkame› pendúl

Einnig til kafbátur,þyrla, róbót og fleiri dýr

(sjá minja.is) kr. 7.490

UrbanearsHágæða heyrnatól sem hlotið hafa viðurkenningar

fyrir hljómburð og hönnun.Tvær gerðir og ótal litir. Verð frá kr. 9.700

Lasso flöskustandur

Page 50: Jol 26 11 2014

Jólablað 50

Dekraðu við þig með dásamlegum vörum frá Treets eða gefðu þeim sem þú elskar vellíðan sem fer vel með kroppinn.

Treets gjafaöskjur; sturtusápur, baðsölt og krem sem derkra við þig, fríska og endurnæra húðina.

Treets hörfræ hitapokar sem mýkja vöðva og auka blóð�æði.

Treets gelhanskar fyirir húðina, ilmkerti fyrir andrúmsloftið og �ölmargt �eira sem fer vel með þig og þína.

Treets - fyrir þig og þína!

FRÁBÆRAR JÓLAGJAFIR!

og �ölma

Treets vörurnar fást hjá Ly�u,Apótekinu, Heilsuhúsinu, Lyfsalanum, Ly�averi,Apóteki Garðabæjar, Apóteki Hafnar�arðar og Ly�avali Mjódd.

Söluaðili: Innland ehf

Sími 412 2500 - [email protected] - www.murbudin.is

Gott í eldhúsið

Kletthálsi Reykjavík

Reykjanesbæ

Töfrasproti – Blandari

1.890,-

Kaffivél með Thermo hitakönnu 10-12 bolla, 900w

2.490,-

Gott í eldhúsiðDjús/ávaxtablandari með glerkönnu 40w 1,3l.

3.990,-

Blandari og matvinnsluvél

4.990,-

GÆÐA VARA

Andabringur með grænpiparbættri appelsínusósu fyrir 4800 g andabringur, u.þ.b. 3 bringursalt og nýmalaður pipar2 msk. olía

Skerið tíglamunstur ofan í haminn á andabringunum og nuddið þær með salti og pipar. Steikið bringurnar upp úr olíu á vel heitri pönnu í 3 mín-útur á fituhliðinni, snúið þeim við og steikið í 2 mínútur til viðbótar. Setjið bringurnar í ofnskúffu og bakið við 180°C í 4 mínútur Takið þá bringurnar út, látið standa í 4 mínútur og haldið heitum á meðan. Endurtakið þetta þar til bringurnar eru búnar að vera í ofninum í samtals 12 mínútur.

Berið bringurnar fram með sósunni og til dæmis kartöflumús og græn-meti, skreytið með appelsínubátum.

Grænpiparbætt appelsínusósa1 dl vatn4 msk. sykur1 dl hvítvín3 msk. hvítvínsedik1 msk. grænn pipar 2 dl appelsínusafi 2 msk. appelsínuþykkni, má sleppa2 msk. appelsínubörkur í strimlum, ysta lagið4 dl andasoð eða vatn og andakraftursósujafnari50 g kalt smjör í teningumsalt og nýmalaður pipar

Notið sömu pönnu og bringurnar voru steiktar á en hellið fitunni af fyrst. Sjóðið vatn og sykur á pönnunni þar til fremur dökk karamella hefur myndast. Bætið þá hvítvíni, hvítvíns-ediki og grænum pipar á pönnuna og sjóðið niður í síróp. Blandið appels-ínusafa, -þykkni og -berki saman við og sjóðið niður um helming. Hellið andasoði út í og þykkið með sósu-jafnara. Takið pönnuna af hellunni og hrærið smjör vel saman við, eftir það má sósan ekki sjóða.

Úr nýútkominni bók Úlfars Finn-björnssonar, Stóra alifuglabókin.

Andabringur með grænpiparbættri

appelsínusósu

Önd í appelsínusósu er klassískur réttur. Hér myndi ekki skemma fyrir að bæta eins og 1 msk. af 70% súkkulaði út í sósuna í lokin. Gott er að láta appelsínu-bátana liggja í appelsínulíkjör í um það bil 2 klukkustundir áður en þeir eru bornir fram.

Page 51: Jol 26 11 2014

Verslun: Laugavegur 45 / Sími: 519 66 99 / Vefverslun: www.myconceptstore.is

Fallegar Jólagjafir

Plötuspilari 39.900,-

Rains Töskur frá 12.900,-

Glerbox frá 4.900

Púði 60x60 19.900,-

Marshall Headphone 24.900,-

Rúmföt 14.900,-

Loðkragar frá 10.900,-

Teppi 14.900,-

Úrval af bókum

Viðarúr frá 25.900,-

Rains Regnkápur frá 15.500,-

Marshall hátalari 99.900,-

Mikið úrval af skartgripum

Úrval af hnöttum Lesgleraugu 7.500,-

Fallegir loftbelgir

Page 52: Jol 26 11 2014

Jólablað 52

U ppskriftirnar á vefnum eru fjölbreyttar og þar má finna uppskriftir að hamborgar-

hrygg, waldorfsalati, sörum og grunnuppskrift að vanilluís sem eru afar vinsælar fyrir jólin á flestum heimilum,“ segir Erna Erlendsdóttir, verkefnastjóri hjá MS. Á síðunni er vel passað upp á fjölbreytileikann í uppskriftaúrvalinu auk þess sem stöðugt er verið að bæta nýjum upp-skriftum í safnið. „Í nóvember og desember eru smáköku- og köku-uppskriftir mjög mikið sóttar og á vefnum er einnig fjöldi fljótlegra og hollra uppskrifta sem henta vel í að-draganda jólanna,“ segir Erna.

Matarbloggarar gera það gottMatarbloggarar gengu til liðs við MS fyrir tveimur árum og settu strax mjög skemmtilegan svip á síðuna. „Í upphafi voru fjórir matgæðingar að skrifa hjá okkur en við áttum hins vegar aldrei von á að matarbloggið

yrði svona rosalega vinsælt og kom það okkur skemmtilega á óvart og hvatti okkur bara til að gera enn bet-ur og bæta við mannskapinn,“ segir Erna. Í dag eru níu bloggarar sem setja inn færslur í hverjum mánuði. Erna segir að flestir þeirra séu dug-legir að nýta sér tíðarandann hverju sinni og tengja margir þeirrra færsl-unar sínar nú við jólahátíðina sem er að ganga í garð.

Hægt að velja sinn uppáhalds-bloggara„Við hvetjum alla til að fylgjast með og til gamans má geta að hægt er að velja að fylgjast með sínum uppá-halds bloggara með því að smella á hnapp á síðunni og fá þannig alltaf tölvupóst þegar viðkomandi setur inn nýja færslu,“ bendir Erna á. Með-al bloggara sem setja inn efni á síð-una eru Thelma Þorbergsdóttir sem er snillingur í kökuuppskriftum, að sögn Ernu, Theódóra J. Sigurðar-dóttir sem gaf nýlega út bókina Mat-argatið, uppskriftabók fyrir yngri kynslóðina, Kári Sævarsson mat-gæðingur og Halla Bára Gestdóttir og Gunnar Sverrisson sem blogga meðal annars um ítalska matargerð.

Unnið í samstarfi við

MS

Fjölbreytt úrval jólauppskrifta

Á uppskriftavef MS, www.gottimatinn.is er að

finna fjölmargar uppskriftir fyrir flest tilefni og nú þegar

jólin nálgast hefur fjöldinn allur af uppskriftum fyrir jól

og áramót bæst við. MS hefur einnig fengið til liðs við sig

ýmsa matarbloggara sem setja einnig svip sinn á síðuna með skemmtilegum bloggum um

mat og matargerð.

Notaðu bráðið kertavax til að festa kanilstangir utan á kerti. Það er vel hægt að mála stangirnar áður en þær eru festar á kertið, en málningin þarf að þola hita og eld. Þegar búið er að festa

stangirnar á kertið þarf að binda utan um þær með borða svo þær detti ekki af. Komdu kertinu fyrir á kerta-disk með nokkrum könglum og þá er komið fallegt og ein-falt jólaskraut. Kanilstangir á borði, eða með kertaskreyt-ingum eða jafnvel í aðventu-krönsum, eru ansi fallegar. Kanilstangir fást víða og eru ódýrar. Þær er líka hægt að festa á snæri ásamt slaufum

og könglum og þá er komið falleg lengja sem hægt er að hengja upp eða vefja um jóltréð. Eða einfaldlega vefja slaufu utan um nokkrar stangir og hengja á grein.

Kanilstangir

Einfalt og fallegt

Löng hefð er fyrir því að bera fram soðið rauðkál með jólamatnum og þá oftast með hangikjötinu en það á einnig vel við með hreindýrakjöti eða fuglakjöti. Hér er uppskrift að hefðbundu rauðkáli með appelsínu.

Rauðkál er hægt að sjóða allt að tveimur dögum áður og geyma í kæli, eða frysta í allt að mánuð. Til að hita það upp er örlitlu vatni bætt saman við.

Ómissandi með jólamatnumHráefni:1 stórt rauðkáls-

höfuð (um 1 kg)25 g smjör2 rauðlaukar, fínt

hakkaðirSafi og rifinn börkur

af 1 appelsínu1 kanilstöng150 ml púrtvín 150 ml vatn1 msk rauðvínsedikFerskt dill Kryddað rauðkál með appelsínu

Aðferð:1. Takið ystu laufin af

kálinu, skerið það í fjóra hluta og skerið burt kjarnann. Notið beittan hníf eða mat-vinnsluvél til að skera kálið í þunnar ræmur (gætið þess að hafa þær þó ekki of litlar).

2. Bræðið smjörið á pönnu og steikið á

vægum hita þar til þeir eru orðnir mjúkir, um það bil í 5 mín-útur. Bætið rifnum appelsínuberki út á pönnuna ásamt kanilstöng og eldið í mínútu til viðbótar.

3. Bættu rauðkálinu út í og helltu púrtvíni yfir ásamt rauðvínsediki, appelsínusafa og 150

ml af vatni. Hitið að suðu.

4. Dragið úr hitanum og setjið lok á pottinn og látið malla í 45 mín-útur – 1 klukkustund, eða þar til rauðkálið er orðið mjúkt.

5. Blandið örlitlu fersku dilli saman við áður en það er borið fram. (Má sleppa).

Page 53: Jol 26 11 2014

*Fjórir vinna ferð fyrir 2 fullorðna og 2 börn.Merktu kassakvittunina og sendu hana til Nóa Síríus, Hesthálsi 2-4, 110 Reykjavík eða taktu mynd af kvittuninni og sendu á [email protected].

KAUPTU 1KG ÖSKJU OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ

FERÐ FYRIR 4*

DREGIÐ ALLA SUNNUDAGA Á AÐVENTUNNI

Sjálfbærni og samfélagsábyrgðNóa konfekt er QPP framleitt. QPP (Quality Partner Program) gerir kakóræktendum kleift að rækta og framleiða kakóið á sjálfbæran og ábyrgan hátt. QPP ferlið tryggir fræðslu til kakóbænda varðandi ræktunaraðferðir sem og aðbúnað starfsfólks sem gerir þeim kleift að auka framleiðni sína á ábyrgan hátt. Auk þess kemur QPP að fræðslumálum, heilsugæslu og aðgengi að hreinu vatni í kakóræktarsamfélögum og stuðlar þannig að betri lífsskilyrðum þeirra sem þar búa.

30. nóvember:ORLANDOFERÐ FYRIR 4

7. desember:ORLANDOFERÐ FYRIR 4

14. desember:ORLANDOFERÐ FYRIR 4

21. desember:ORLANDOFERÐ FYRIR 4

G ÖSKJU GÆTIR UNNIÐ

RÐ FYRIR 4*4*4ÁRNASYNIR

Page 54: Jol 26 11 2014

Jólablað 54

Bestu jólamyndir allra tímaÞað er fátt notalegra um jól og aðventu en að skella sér upp í sófa með smákökur og konfekt. Breiða yfir sig teppi og skella einni klassískri jóla-mynd í tækið. Hér eru 10 ómissandi jólamyndir.

Home Alone 1990Mynd sem er alltaf skemmti-leg, sama á hvaða aldri maður er.

National Lampoon´s Christmas Vacation1989Ein allra besta jólamynd allra tíma. Það er smá Clark Griswold í okkur öllum.

Nightmare Before

Christmas1993

Tim Burton í essinu sínu. Falleg og skrýtin

um leið.

Elf2003Stórskemmtileg mynd með Will Ferrell. Það hafa allir gaman af þessari mynd.

Trading Places

1983Eddie Murphy og Dan Akroyd á há-

tindi ferilsins. Frá-bær skemmtun.

Love Actually

2003Bresk jóla-, ástar-

fjölskyldumynd. Heitt súkkulaði er

nauðsynlegt við höndina.

The Muppet Christmas Carol1992Þetta eru Prúðuleikar-arnir. Það þarf ekkert að útskýra það neitt frekar.

Scrooged1988Þetta klassíska jólaævintýri í frá-bærri útgáfu. Bill Murray er snillingur.

Die Hard 1 & 2

1988 & 1990„Yippee-ki-yay,

motherfucker“ er eina blótsyrðið

sem er viðeigandi á jólum.

Bad Santa 2003Jólamynd fyrir þá sem vilja ískaldan og svartan húmor á að-ventunni.

Allt fyrir jólinSuðurlandsbraut 50

108 Reykjavík 544 83 00

bláu húsunum við Faxafen

blóma~ og lífstílsbúð

Finndu okkur á Facebook

Page 55: Jol 26 11 2014

0%VEXTIRALLAR VÖRURVAXTALAUST Í 12 MÁNUÐI

Til jóla fást allar

vörur með vaxtalausum

raðgreiðslum með 3.5%

lántökugjaldi og 390kr

greiðslugjaldi af hverjum

gjalddaga

ENGINVÖRUGJÖLD

20%

AF ÖLLUM VÖRUM SEM ÁÐUR VORU MEÐ VÖRUGJÖ

LD

AFSLÁTTUR AF ÖLLUM HÁTÖLURUM, HEYRNARTÓLUM, SKJÁVÖRPUM

OG FLEIRI VÖRUM

VIÐ

FELLUM NIÐUR ÖLL VÖRUGJÖLD2020

Í ÚRVALI FRÁ39.900

SNJALLÚR

Í ÚRVALI FRÁ23.900

SNJALLÚRÚRÚRÚRÚRÚR

Í ÚRVALI FRÁ

27.900SNJALLÚRÚRÚRÚRÚRÚR

SNJALLÚRMest selda snjallúr í heimi er nú loksins

fáanlegt á Íslandi. Pebble úrið er með

baklýstum LED 1.26” e-paper skjá,

BT 4.0 og allt að 7 daga rafhlöðu :)

19.900

SNJALLSNJALLSNJALLSNJALLSNJALLSNJALLSNJALLSNJALLSNJALLSNJALLSNJALLSNJALLSNJALLÚRÚRÚRÚRÚRÚRÚRÚRÚRÚRÚRÚRSNJALLSNJALLSNJALLSNJALLSNJALLSNJALLSNJALLSNJALLSNJALLSNJALLSNJALLSNJALLÚRÚRÚRÚR

Birt með fyrirvara um

breytingar, innsláttarvillur og myndabrengl

Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900

Virka daga10:00 - 18:30Laugardaga

11:00 - 16:00

OPNUNARTÍMAR

HITUM UPP FYRIR JÓLINENGIN VÖRUGJÖLD OG EKKERT VESEN BARA JÓLASTUÐ:)

7.992VERÐ ÁÐUR 9.990

Ótrúlegt 2.1 kerfi frá SonicGear, stílhrein og glæsileg hönnun, frábær hljómur og þéttur bassi.

9.520VERÐ ÁÐUR 11.900

Glæsilegur og vandaður myndarammi með USB tengi og kortalesara ásamt fjarstýringu á jólaverði.

7” MYNDARAMMI

KLUKKA

DAGATAL

OG MYND-

SÝNING

Öflug lokuð leikjaheyrnartól frá Tt eSports sérstak-lega hönnuð fyrir hámarks afköst í leikjaspilun.

7.992VERÐ ÁÐUR 9.990

Öflug lokuð leikjaheyrnartól frá Tt eSports sérstakÖflug lokuð leikjaheyrnartól frá Tt eSports sérstakÖflug lokuð leikjaheyrnartól frá Tt eSports sérstak

5LITIR

SHOCK

AFSLÁTTUR AF ÖLLUM HEYRNARTÓLUM

ENGINVÖRUGJÖLD

20%

TIL ÁRAMÓTA - MEÐAN BIRGÐIR EN

DAST

VIÐ

FELLU

M NIÐUR ÖLL VÖRUGJÖLD

AFSLÁTTUR AF ÖLLUM MYNDARÖMMUM

ENGINVÖRUGJÖLD

20%

TIL ÁRAMÓTA - MEÐAN BIRGÐIR ENDAST

VIÐ

FELLU

M NIÐUR ÖLL VÖRUGJÖLD

ENZO 400

AFSLÁTTUR AF ÖLLUM HÁTÖLURUM

ENGINVÖRUGJÖLD

20%

TIL ÁRAMÓTA - MEÐAN BIRGÐIR EN

DAST

VIÐ

FELLU

M NIÐUR ÖLL VÖRUGJÖLD

Page 56: Jol 26 11 2014

56

J ólaundirbúningurinn er að sjálfsögðu löngu hafin hjá jólasveinunum og segir

Stúfur að hann gangi ljómandi vel. „Stundum er gott að hafa snjólétt og góðviðrasamt haust því þá gengur undirbúningurinn hraðar fyrir sig. Þá á maður fleiri frídaga,“ segir Stúfur og brosir sínu við-kunnalega brosi um leið og hann lítur til himins. „Ég spái góðu jólaveðri. Það er mjög mismunandi hvað fólki finnst vera gott jóla-veður svo þetta er mjög örugg og áreiðanleg veðurspá hjá mér.“

Víkur þá talinu að jólapökkum og hvort mjúkir eða harðir pakkar séu betri. „Já. Miklu betri. Ég er reyndar frekar gefinn fyrir mjúka pakka því það er erfiðara að meiða sig á þeim. Svo eru stundum dásamlegir nýir vettlingar í þeim eða góður koddi til að sofa á. Hörðu pakkarnir eru dálítið hættu-legri en oft mjög spennandi,“ segir Stúfur sem hlýtur að hlakka til jólanna. „Alveg ofboðslega mikið. Það er svo gaman á jólunum. Nóg að maula og þá má borða gotterí án þess að nokkur skipti sér af því. Svo er svo mikið sungið og dansað og það er eiginlega uppáhaldið mitt. Ég elska jólaböll. Og jóla-glögg. Ég er mjög jólaglöggur.“

Ertu hrifinn af piparkökum? „Já, ef það er bara lítill pipar í

þeim. Einu sinni fékk ég ofpipr-aðar piparkökur og ég hnerraði í mánuð. Það var ekkert sérlega gaman. Ég svaf mjög lítið þann mánuð. Bjúgnakræki fannst það mjög fyndið. Mér finnst mikið mál-aðar piparkökur ægilega góðar,“ segir Stúfur sem fékkst til að veita lesendum nokkur góð jólaráð að lokum.

G iljagaur prýðir óróa Styrkt-arfélags lamaðra og fatl-aðra í ár. Óróinn er hann-

aður af Lindu Björg Árnadóttur og orti Bubbi Morthens skemmtilegt ljóð um Giljagaur sem fylgir með í fallegri öskju. Tilgangurinn með gerð og sölu jólaóróanna er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna og rennur allur ágóði af sölu þeirra til Æfingastöðvar Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra sem sinnir umfangsmestu sjúkra- og iðjuþjálfun barna á landinu.

Linda Björg Árnadóttir er fata-

og textílhönnuður og lærði textíl-hönnun í Myndlista- og handíða-skóla Íslands og útskrifaðist sem fatahönnuður frá Studio Bergot. Hún er einnig lektor við Listahá-skóla Íslands og listrænn stjór-nandi Scintilla sem var stofnað árið 2009 og starfar Linda sem listrænn stjórnandi fyrirtækisins. Í hönnun sinni hefur Linda lagt ríka áherslu á grafík, munstur og áferðir, auk þess sem viðfangsefni og hugmyndir eru innblásin úr náttúru Íslands.

Jólaóróinn sameinar íslenska hönnun og ritsnilld ásamt mikils-verðu málefni. Giljagaur er níundi óróinn í seríunni og verður von-andi ómissandi þeim sem hafa safnað þessum vörum og gert það þannig að hefð að leggja þessu mikilvæga málefni lið fyrir hver jól. Óróar Styrktarfélagsins hafa undanfarin ár að prýtt Óslóartréð, jólatré Reykvíkinga og verið eina skrautið á trénu utan jólaljósanna og á því er engin undantekning í ár.

Jólaóróinn verður fáanlegur 5.-19. desember og eru söluaðilarnir

þessir: Casa, Epal, Hafnarborg, Húsgagnahöllin, Kokka, Kraum, Listasafn Reykjavíkur, Litla jóla-búðin, Líf og list, Módern, Scin-tilla, Þjóðminjasafnið, Blómaval um allt land, Blóma- og gjafa-búðin Sauðárkróki, Norska húsið Stykkishólmi, Póley Vestmanna-eyjum og Valrós Akureyri. Nánari upplýsingar má nálgast á vefnum jolaoroinn.is

Jólaglöggur StúfurNú fer að styttast í að jólasveinarnir komi til byggða. Við náðum sambandi við einn þeirra, Stúf, sem gaf sér tíma til að spjalla aðeins við okkur og gefa lesendum nokkur góð jólaráð.

Hér koma sjö ráð frá stúfi1. aldrei setja pipar í

piparkökur.

2. aldrei setja pipar í piparkökur.

3. aldrei setja pipar í piparkökur.

4. tennur úr sviðum eru flottar í fínt jóla-skraut. Ef þú finnur

ekki sviðahaus má alltaf nota fölsku tennurnar hans afa þíns. Bara muna að bursta þær fyrst svo þær glansi.

5. Kökur eru líka gott skraut. Þá er hægt að borða og skreyta samtímis.

6. Til að laga til fyrir jólin er upplagt að fá sér stóran poka og setja allt dót sem er fyrir ykkur í hann. Svo er gott að fela pokann bak við hús. Svo gleymið þið honum. Í vor verður svo óvænt ánægja

að finna hann aftur – svolítið eins og óvæntur pakki.

7. Stundum er erfitt að vera þægur. Og stundum heldur maður að maður sé að vera þægur en þá er mamma ekki sammála. Þá er gott

að fara í eldhúsið og baka fullt af pipar-kökum, mála þær og færa svo mömmu í rúmið. (Já og aldrei aldrei nota þekjuliti á piparkökur því þá verður mamma aftur reið)

Giljagaur prýðir jólaóróann í ár

Page 57: Jol 26 11 2014

VERÐ ...14.995

VERÐ .....9.995

VERÐ ...24.995

VERÐ .....9.995

VERÐ .....9.995

VERÐ .....6.995

VERÐ .....6.995

HRÆRIVÉL + BÖKUNARSETT

Settið inniheldur 5 vönduð og viðloðunarfrí KitchenAid

bökunarform.

Settið inniheldur 5 vönduð og viðloðunarfrí KitchenAid

bökunarform.

HRÆRIVÉL HRÆRIVÉL

HVÍT

LITUÐFjöldi lita

FULLT VERÐ ....104.980( Hrærivél 84.990 + bökunarsett 19.990 )

TILBOÐSVERÐ ...84.990

FULLT VERÐ ... 107.980( Hrærivél 87.990 + bökunarsett 19.990 )

TILBOÐSVERÐ .. 87.990

Hágæða hnífalína frá KAI í Japan. KAI hefur framleitt hnífa í yfir 100 ár. Pure Komachi 2 hnífarnir eru með litaðri „non-stick“ húð.

PURE KOMACHI 2

VERÐ FRÁ 2.995 TIL 4.499

VERÐ ÁÐUR ... 36.900 TILBOÐ ......... 29.900

FRANCIS FRANCIS X7 ESPRESSO KAFFIVÉL

20%

KAUPAUKIFYLGIR

DELONGHI MÍNÚTUGRILL

ÞESSI GAMLA GÓÐA

ÍSLENSKA PÖNNNUKÖKU

PANNAN

TRISTARVÖFFLUJÁRN

EKTA BELGÍSKAR

VERÐ ÁÐUR ....9.995 JÓLATILBOÐ ...5.995

VERÐ ÁÐUR ...10.995 JÓLATILBOÐ ....7.995

VERÐ ÁÐUR .....2.495 JÓLATILBOÐ ....1.995

FISSLER PARIS POTTASETT

Fissler gæði

Sú vinsælasta

EINNIG FYRIR FYLLTA HAMBORGARA

HAMBORGARAPRESSA

EXIDO BLANDARI

700W

ÖFLUGUR MYLUR KLAKA

BABYLISS HÁRBLÁSARI

2000W

PHILIPS TÖFRASPROTI

550W

GRUNWERG HNÍFAPARASETT

SCHOU GRÆNMETISSKERI

8 BOLLA KRÓM

VERÐ.....9.995

VERÐ.....6.995

8 BOLLA KRÓM

PRESSUKANNA

HÖFUM OPNAÐ NÝJA GJAFAVÖRUDEILD

VERÐ ...19.995

KENWOOD

VERÐ ...14.995

Ekta pizzaá örfáum mínútum!

ARIETE PIZZAOFNMAT

VINNSLUVÉL

SPIROMAT

JÓLABÚÐIN ÞÍNJÓLABÚÐIN ÞÍN ÞÍNJÓLABÚÐINJÓLABÚÐIN

KRINGLUNNI • SÍMI 568 9400 • BYGGTOGBUID.IS

GUFUSLÉTTIRALGJÖR SNILLD

ALDREI VERIÐ LÉTTARAAÐ SLÉTTA ÚR

FLÍKUM

VERÐ ÁÐUR ... 9.995 JÓLATILBOÐ .. 7.995

VERÐ ÁÐUR ....9.995 JÓLATILBOÐ ...7.995

Page 58: Jol 26 11 2014

Ilmur af jólum

Kryddin frá okkur eru ómissandi

í eldhúsið hjá ykkur

Jólablað 58

SöluStaðir: Hagkaup og apótek lyfju

Björn Blöndal, borgar-fulltrúi Bjartrar fram-tíðar og bassaleikari HamÉg er jólasveinn – Alli Rúts. „Þetta er klassík. Lagið reyndar ekkert sér-staklega gott en flutningur til háborinnar fyrirmynd-ar. Ein mín fyrsta vinna var hjá Alla, ég svaraði í símann á bílasölunni hans 11 ára gamall og reyndi að selja köllum bíla. Það gekk svona upp og ofan. Hann á stað í hjarta mínu eftir það.“ A Winter Romance – Dean Martin. „Kannski ekki beint jólalag, en jólalegt er það. Keypti safndisk á geisladiska-markaði fyrir mörgum árum. Merry Christmas with Dean Martin. Það er ekki ofsögum sagt að jólin verða gleðilegri með honum Dino, blessuðum. Þetta er fyrsta lagið á disk-inum, algjörlega ómiss-andi til að keyra inn jólin. Setjum alltaf í spilarann 1. des.“ Ave Maria eftir Charles Gounod – Nana Mouskouri. „Alltaf hress-andi að hlusta á góða Ave Maríu. Þessi er sett á fóninn þegar við setjumst að borðum á aðfangadags-kvöld. Þannig hefur það verið frá því fyrir 1980. Þá byrja jólin.

Hildur Eir Bolladóttir, sóknarprestur í Akur-eyrarkirkju„Uppáhaldsjólalögin mín eru sálmurinn Sjá himins opnast hlið, svo er það Christmas song með Nat King Cole og auðvitað Heims um ból. Ekki síst þegar maður fær að syngja það sjálfur með fullum sal eða kirkju af fólki.“

Jónas Sigurðsson tónlistarmaður „Það er náttúrulega Jóla-hjól með Sniglabandinu, sem ber höfuð og herðar yfir önnur. Þá kemur upp í hugann Aðfangadagskvöld með Þú og Ég og svo koma áramótin inn í pakkann með „Nú árið er liðið“. Það

Uppáhalds jólalögin

Blanda af hátíðleika og húmorÖrlög margra jólalaga eru að annaðhvort eru þau elskuð eða

hötuð. Flestir eiga þó sín uppáhalds jólalög sem tengjast þeim á einhvern persónulegan hátt. Margir tengja jólalögin við barnæsk-

una og einnig við sín fullorðinsár og þá með meiri hátíðleika en áður. Jólin væru þó ekki þau sömu ef ekki væri fyrir jólatónlistina,

alveg sama hvort það er Jólahjól eða Heims um ból.

Page 59: Jol 26 11 2014

Blanda af hátíðleika og húmorer alveg fastur punktur hjá okkur mömmu að hlusta á það með tár á hvarmi.

Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari í Skálmöld„Fyrst ætla ég að nefna hið stórkostlega lag Jólafeita-bolla með Morðingjunum. Öppbít og meistaralegt, sæmilega kaldhæðið og kristallar auðvitað allt sem þessi frábæra hljómsveit stendur fyrir. Segir sann-leikann og kemur manni í jólaskap.

Númer tvö er klisja, Fairytale of New York með The Pogues. Ég kynntist þessu lagi hinum megin frá, búinn að hlusta á þessa írsku meistara í ofboðslega mörg ár og þetta var bara eitt af þessum lögum. Ég held að meirihluti mannkyns átti sig alls ekki á því hversu ljótur textinn er, en það er nú einmitt hluti af því sem gerir þetta svona skemmtilegt og frábært.

Besta jólalag í heimi er af plötunni Ég held glaður jól, sem var gefin út 1985 en þar syngur Kristinn Sigmunds-son með Mótettukórnum. Þetta er besta jólaplata allra tíma og hápunkturinn er Engill fór í fátækt hús. Þetta er reyndar algert halelúja-lag sem ég læt oftast fara í allar taugarnar á mér. En þetta er bara svo gott stöff, hátíðlegt og fallegt, meistaraleg tón-smíð, fallega gerður texti og lagið sem gerir jólin fyrir mig. Ég ætla að fá Kristin sjálfan til að syngja þetta fyrir mig þegar ég verð fertugur eða gifti mig eða eitthvað.“

Katrín Júlíusdóttir, þing-kona Samfylkingarinnar „Have your self a merry little christmas með Frank Sinatra. Mér finnst það lag vera aðventan og aðventan vera þetta lag. Little Drum-mer Boy með Johnny Cash. Cash er kóngurinn, líka á jólunum. Ef ég nenni með Helga Björns. Þegar ég byrja að spila þetta þá veit fólk að ég er komin í jólaskap.“

Page 60: Jol 26 11 2014

Jólablað 60

Mörgæsirnar frá Madagascar (Penguins of Madagascar) Splunkuný teiknimynd frá Dreamworks þar sem mörgæsirnar úr Madagascar myndunum fá að vera í aðalhlut-verki. Skipper, Kowalski, Rico og Herman eru í njósnasamtökum Norðanvindanna og reyna að stöðva áform hins illræmda Octaviusar. Full-komin skemmtun fyrir börn á öllum aldri.Frumsýnd 28. nóvember.

Exodus: Gods and Kings. Stórmynd úr smiðju Ridley Scott um Móses, sem Christian Bale leikur. Myndin fjallar um leiðtogann Móses og uppreisn hans gegn egypska faraóanum Ramesi. Frumsýnd 12. desember.

Big Hero 6. Teiknimynd sem byggist á sam-nefndri sögu frá Marvel. Myndin fjallar um drenginn Hiro Hamada og uppblásna plastkarl-inn Baymax, sem er vinur hans. Myndin kemur úr smiðju Walt Disney og er beðið með mikilli eftirvæntingu. Frumsýnd 12. desember.

Night at the Museum: Secret of the Tomb. Þriðja myndin í þessari frábæru seríu. Kvikmynd sem öll fjölskyldan ætti að hafa gaman af. Ben Stiller, Owen Wilson og Robin Williams, en myndin var ein sú síðasta sem hann lék í.Frumsýnd 19. desember

Tómar glekrukkur sem safnast saman inn í eldhússkápum eru nýtilegar í jóla-skraut. Það er hægt að skreyta þær og

breyta í kertavasa. Eða líma tré eða jólasvein undir lokið, fylla krukkuna af vatni, sykri, glimmeri og vatni og líma lokið

á og þá er komin jóla-kúla. Það er líka hægt að safna krukkunum saman, bora gat fyrir ljósum á lokin og festa þær á ljósaseríu.

Jóla herða tréFyrir skraut og jólakortinVírherðatré koma oft heim með jólafötunum eftir að búið er að fara með þau í hreinsun. Herðatréð er hægt að nýta í skemmtilegt jólaskraut. Slaufa er einfald-lega bundin um herðatréð og skraut hengt á herðatréð með spottum og borðum. Fallegt er að hafa allt í sama lit. Einnig er hægt að beita sömu aðferð við að festa um jólakortin með því að gata þau með gatara í hornið og hengja svo upp með borða á herðatré.

Jólamyndirnar í árJólum fylgja alltaf stórar frumsýn-ingar á nýjum kvikmyndum, rétt eins og í leikhúsunum. Hver man ekki að hafa farið á myndir eins og Die Hard, A View To A Kill og Raiders of the Lost Ark á jólum. Alger-lega ómissandi milli jóla og nýárs að skella sér í bíó. Það eru margar áhugaverðar og spennandi myndir sem verða frum-sýndar um þessi jól, og hér eru þær stærstu.

Horrible Bosses 2. Félagarnir Nick, Dale og Kurt stofna sitt eigið fyrirtæki. Þessari framhalds-mynd er ætlað að fylgja eftir miklum vinsældum fyrri myndarinnar sem sló óvænt í gegn þegar hún var frumsýnd fyrir þremur árum. Frumsýnd 26. desember

The Hobbit: The Battle of Five Ar-mies. Síðasta myndin um Bilbo sem allir elska. Föruneytið hefur endurheimt heimkynni sín en hefur óafvitandi leyst úr læðingi eina mestu

ógn Miðgarðs. Mikil eftirvænting er eftir þessari lokamynd þríleiksins og það verður eflaust talað um hana sem jólamynd ársins. Frumsýnd 26. desember.

Heimagert skraut

Krukkur í ljósaseríur

Page 61: Jol 26 11 2014

Far- og spjaldtölva Dell Inspiron 7347 Verð: 179.990 kr.

FartölvutaskaBogart 13VVerð: 8.990 kr.

HátalariMarshall StanmoreVerð: 89.990 kr.

MyndspilariXtreamer WonderVerð: 24.990 kr.

HeyrnartólMarshall Major - þrír litir Verð: 19.990 kr.

FerðahátalariX-mini WE Bluetooth Verð: 7.990 kr.

FartölvaDell Inspiron 3531Verð: 54.990 kr.

FartölvubakpokiDell Tek - tvær stærðir Verð frá: 9.990 kr.

Fartölvuumslag PC Skin Brown - þrjár stærðirVerð frá: 1.490 kr.

Hörðustu pakkarnir fást hjá Advania

Guðrúnartúni 10, Reykjavík

Mánudaga til föstudaga frá 8 til 17 Tryggvabraut 10, Akureyri

Mánudaga til föstudaga frá 8 til 17

advania.is/jol

Kíktu til okkar í kaffi – við tökum vel á móti þér í verslunum okkar

PC Skin Brown - þrjár stærðirVerð frá: 1.490 kr.

Fartölvuumslag PC Skin Brown Verð frá:

Ferðahátalari - margir litir Jabra Solemate BluetoothVerð: 29.990 kr.

Heyrnartól - þrír litir Jabra Revo StereoVerð: 29.990 kr.

FartölvubakpokiFartölvubakpokiFartölvubakpokiFartölvubakpokiFartölvubakpokiFartölvubakpokiFartölvubakpokiDell Tek - tvær stærðir Dell Tek - tvær stærðir Dell Tek - tvær stærðir Dell Tek - tvær stærðir Dell Tek - tvær stærðir Dell Tek - tvær stærðir Dell Tek - tvær stærðir Verð frá: 9.990 kr.Verð frá: 9.990 kr.Verð frá: 9.990 kr.Verð frá: 9.990 kr.Verð frá: 9.990 kr.Verð frá: 9.990 kr.

HeyrnartólHeyrnartólHeyrnartólHeyrnartólHeyrnartólHeyrnartólHeyrnartólMarshall Major - þrír litir Marshall Major - þrír litir Marshall Major - þrír litir Marshall Major - þrír litir Marshall Major - þrír litir Marshall Major - þrír litir Marshall Major - þrír litir Marshall Major - þrír litir Verð: 19.990 kr.Verð: 19.990 kr.Verð: 19.990 kr.Verð: 19.990 kr.Verð: 19.990 kr.Verð: 19.990 kr.Verð: 19.990 kr.Verð: 19.990 kr.Verð: 19.990 kr.Verð: 19.990 kr.

Marshall StanmoreVerð: 89.990 kr.Verð: 89.990 kr.Verð: 89.990 kr.Verð: 89.990 kr.Verð: 89.990 kr.Verð: 89.990 kr.

FartölvaFartölvaFartölvaFartölvaFartölvaFartölvaFartölvaDell Inspiron 3531Dell Inspiron 3531Dell Inspiron 3531Dell Inspiron 3531Dell Inspiron 3531Dell Inspiron 3531Dell Inspiron 3531Dell Inspiron 3531Dell Inspiron 3531Dell Inspiron 3531Dell Inspiron 3531Dell Inspiron 3531VVVVVVerð: erð: erð: erð: erð: erð: Verð: VVerð: VVerð: VVerð: VVerð: VVerð: V

Page 62: Jol 26 11 2014

Jólablað 62

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur gefið út Kærleikskúluna frá árinu 2003 og eru kúlurnar því orðn-ar tólf talsins. Mandarína, eftir myndlistarmaðurinn Davíð Örn Hall-dórsson, er Kær-leikskúla ársins 2014. Kúlan fæst í takmörkuðu magni og er hver og ein kúla hand-máluð af lista-manninum. Það er í fyrst skipti sem sú leið er farin við hönnun Kærleikskúlunnar.

Davíð Örn hefur getið sér gott orð að undanförnu og vann til að mynda hin eftirsóttu Carnegie verðlaun í fyrra. Hann útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Ís-lands árið 2002 og hefur vakið at-hygli fyrir málverk sem einkennast af kraftmikilli notkun lita og spenn-andi samruna forma og frásagnar-kennds fantasíuheims.

Tilgangur með sölu kúlunnar er að auðga líf fatlaðra barna og ung-menna. Allur ágóðinn af sölu Kær-leikskúlunnar rennur til starfsemi Reykjadals en þar dvelja fötluð börn

og ungmenni í sumarbúð-um og um helgar yfir vetr-

artímann og er dvölin bæði börnunum og fjölskyldum

þeirra afar mikilvæg. Í Reykjadal er mikið lagt upp úr því að börnin njóti dvalarinnar til hins ítrasta, upplifi ævintýri og skemmti sér í hópi jafn-aldra.

Kærleikskúlan verður til sölu dagana 5.-19. desember í verslunun-um Casa, Epal, Kokku, Kraum, Líf og list, Módern, Hafnarborg, Hús-gagnahöllinni, Þjóðminjasafninu, verslunum Blómavals um allt land, Blóma og gjafabúðinni Sauðárkróki, Póley Vestmannaeyjum og Valrós Akureyri. Nánari upplýsingar má nálgast á vefnum kaerleikskulan.is

EyeSlices® augnpúðar

Ferskari augu á 5 mínútum

Púðana má nota í 10 skipti

facebook.com/Eyeslices/IcelandUpplýsingar um sölustaði:

EyeSlices® augnayndi er tilvalin jólagjöf

Klínískar rannsóknir sýna að eyeSlices®

vinnur m.a. á þrota, baugum, fínum línum og ummerkjum þreytu í kringum augun. Öflug suður-afrísk jurt, Aloe Ferox, er uppistaðan í virkum efnum augnpúðanna sem eru ofnæmisprófaðir.

ferskleiki og fegurð án fyrirhafnar

Davíð Örn Halldórsson hannar Kærleikskúluna í ár

Allir hljóta að þekkja týpuna sem annað hvort langar ekki í neitt í jólagjöf eða segist einfaldlega ekki þurfa neitt. Þá er tilvalið að dunda sér í eldhúsinu og útbúa einhverja af þessum eftir-töldum gómsætu heimagerðu jólagjöfum.

Gómsætar heimagerðar jólagjafir

Sölt karamellusósaSetjið hálfan bolla af sykri og 2 matskeiðar af vatni í lítinn pott og hitið á miðlungsháum hita. Þegar byrjar að sjóða í pottinum lækkið þá hitann örlítið. Látið sjóða þar til sykurinn er orðinn fallega gylltur á litinn, tekur um það bil 5-8 mínútur. Takið pottinn af hitanum og hrærið tveimur matskeiðum af smjöri og tveimur mat-skeiðum af rjóma saman við. Látið karamellusós-una kólna í pottinum. Gaman er að setja sósuna í fallega glerkrukku og skreyta með borða.

Kókos og möndlu trufflurSetjið saman í skál 3/4 bolla af möndlusmjöri, hálfan bolla af sykri, hálfan bolla af kókosmjöli, þrjár matskeiðar kakó duft og hálfa teskeið af vanillusykri. Hnoðið vel saman. Myndið litlar kúlur og veltið upp úr kókosmjöli. Kælið.

Mjúk karamella með hnetusmjöriBræðið saman í potti 250 gr af smjöri, einn bolla af hnetusmjöri. Takið blönduna af hellunni og bætið við einni teskeið af vanillusykri og 450 gr af sykri. Bræðið saman við vægan hita. Setjið blönduna á smjörpappír í nokkuð djúpu bökunar-formi. Dreifið söxuðum salthnetum yfir blönduna og látið storkna. Skerið niður í marga bita.

Glitrandi engiferSkolið 500 gr af niðursneiddu engifer og látið malla í potti þar til það verður mjúkt, ca. 45 mínútur. Þerrið engiferið og látið til hliðar. Látið svo malla saman á stórri pönnu 1/4 bolla af matarolíu eða smjöri og einn og hálfan bolla af sykri. Hrærið vel í 15-20 mínútur eða þangað til allur vökvi er farinn. Bætið svo engiferinu saman við og blandið vel saman. Kælið.

Mjúk súkkulaði karamella: Bræðið saman í potti 125 gr af smjöri, fjóra bolla af sykurp-úðum, 1 bolla af rjóma, 2 bolla af sykri og örlítið af salti. Þegar allt hefur blandast vel saman skaltu bæta við þremur bollum af súkkulaðidropum. Dreifið blöndunni á smjörpappír í nokkuð djúpu bökunarformi og látið storkna. Skerið niður í marga bita.

Page 63: Jol 26 11 2014

t

ht.is

ÚRVALIÐ ER HJÁ OKKUR

UMBOÐSMENN UM LAND ALLT

Öllum Senseo vélum fylgja 2 Senseo glös og 2 pakkar

af kaffi!

VERÐ

FRÁBÆRT VERÐ

17.995

VERÐ

FRÁBÆRT VERÐ

11.995

VERÐ

FRÁBÆRT VERÐ

5.495

Nikon School námskeið fylgir.

Nikon D3200KIT1855VRStafræn SLR myndavél með 24,2 milljón punkta upplausn.

JÓLATILBOÐ

FULLT VERÐ 109.995

84.995

JÓLATILBOÐ

FULLT VERÐ 37.995

29.995

NÝR HEIMUR MEÐ ANDROID

4K - ULTRA HD LED

Philips HX6711Sonicare tannbursti með hleðslu. Stillingar fyrir 2ja mín. hreinsun með 30 sek. hvítun.

HealthyWhite

með Android

FYRIR HVÍTARI TENNUR

Philips AE2800Vandað útvarp með stöðvaminnum og klukku.

Princess 173000Flottur fondú pottur tilvalinn fyrir súkkulaði eða ostafondú. 6 pinnar fylgja.

Princess 221203600w töfrasproti með hraðastillingum og túrbó. Ryðfríir stálhnífar og þægilegt handgrip. Auðvelt að þrífa. Þeytari, hakkari, skál og geymslustandur fylgir.

SJÁLFVIRK GÓLFMOPPA

iRobot Braavia 380 Sjálfvirk hljóðlát skúringarmoppa, bæði fyrir blautt og þurrt – algjör snilld

Elna ELNA220EX Saumavél með 15 sporgerðir. Sporatafla að framan. Stilliskífa fyrir spor. Nál stillanleg frá miðju. Spóluvinda og tvinnahnífur. 4 gerðir saumfóta. Overlock. Ábreiða og íslenskur leiðarvísir fylgir.

JÓLATILBOÐ

FULLT VERÐ 89.995

69.995

1000W CHEF HRÆRIVÉLHITAÞOLINN GLERBLANDARI

OG HAKKAVÉL FYLGJA

Kenwood CH550400w Mini matvinnsluvél með 2 hraðastillingum. 500ml ílát. Hnífar úr ryðfríu stáli. Má setja í uppþvottavél.

ÞRÁÐLAUS BLUETOOTH HEYRNARTÓL Í ÚRVALI

VERÐ

FRÁBÆRT VERÐ

14.995

Philips BT2500WFlottur þráðlaus bluetooth ferðahátalari. Innbyggður hljóðnemi og því hægt að svara símtölum í gegnum hátalarann.

PHILIPS SJÓNVÖRP

MEÐ ANDROID OG AMBILIGHT

Í ÚRVALI

VERÐ

FRÁBÆRT VERÐ

9.995

Princess 112380245w þurrkari fyrir mat. Þurrkar á 8-12 tímum. Hægt að stilla hita frá 35°-70°.

VERÐ

FRÁBÆRT VERÐ

9.995VERÐ

FRÁBÆRT VERÐ

9.995

HREINSNILLD!

Nýjir litir að lenda!

ÚTVARP MEÐ LANGBYLGJU

JÓLATILBOÐ

FULLT VERÐ 54.995

49.995

Kenwood KMC570

TASKA, 16GB KORT OG WIFI ADAPTER FYLGJA!

HAFNARGÖTU 90 REYKJANESBÆ S: 414 1740 • EYRARVEGI 21 SELFOSSI S: 480 3700 • GARÐARSBRAUT 18A HÚSAVÍK S: 464 1600 • GLERÁRGÖTU 30 AKUREYRI S: 460 3380 • KAUPVANGI 6 EGILSSTÖÐUM S: 414 1735 • ÞJÓÐBRAUT 1 AKRANESI S: 431-3333 • SUÐURLANDSBRAUT 26 REYKJAVÍK S: 569 1500

Page 64: Jol 26 11 2014

Kl. 19:40 Karlakórinn Þrestir

Kl. 19:55 Björgvin Halldórsson

Kl. 20:00 Flugeldasýning

Kl. 20:15 Björgvin Halldórsson og Þrestir

Kl. 20:20 20 metra afmæliskaka

Léttar veitingar í öllum verslunum

Kl. 21:00 Margrét Eir og Páll Rósinkranz

Kl. 22:00 Flensborgarkórinn

Byggðasafn Hafnarfjarðar í samstarfi við Ljósmyndastofu Kristjáns

opna ljósmyndasýninguna Tíminn líður.

í verslunum Fjarðar til kl. 24:00 á morgun fimmtudag!

& 20% afsláttur

Flugeldasýning kl.20:00í samvinnu við Björgunarsveit Hafnarfjarðar!

Dagskrá:

20 áraafmæli

Miðnæturopnun

Margrét Eir og Páll Rósinkranz

Björgvin Halldórsson

Bæjarhátíð á morgun fimmmtudag 27. nóv.

og afmælisafsláttur til kl. 17 á sunnudag