Jóhannes 2008 í Hafnarfirði - frimurarareglan.is · að Gunnlaugur Claessen YAR setti...

24
Jóhannes 2008 í Hafnarfirði Dröfn 25 ára Gimli í hálfa öld Freysteinn Gunnarsson Gleym-mér-ei 2. tölublað, 4. árgangur. Nóvember 2008

Transcript of Jóhannes 2008 í Hafnarfirði - frimurarareglan.is · að Gunnlaugur Claessen YAR setti...

Jóhannes 2008í Hafnarfirði

Dröfn 25 áraGimli í hálfa öld

Freysteinn GunnarssonGleym-mér-ei

2. tölublað, 4. árgangur. Nóvember 2008

FRÍMÚRARINN 3

ÚtgefandiFrímúrarareglan á Íslandi

Skúlagötu 53-55,Pósthólf 5151, 125 Reykjavík

RitstjóriSteinar J. Lúðvíksson (X),

[email protected]

RitstjórnGunnlaugur Claessen YAR (ábm.)

Guðbrandur Magnússon (IX)[email protected]

Jónas Gestsson (X)[email protected]

Páll Júlíusson (IX)[email protected]

Steingrímur S. Ólafsson (IX)[email protected]

AuglýsingarPáll Júlíusson (IX)

[email protected]

PrófarkalesturBragi Bergmann (VI)

[email protected]

NetfangGreinar sendist [email protected]

merktar: Frímúrarinn

Prentun:Prentmet Suðurlands, Selfossi

Efni greina í blaðinu eru skoðanir höfunda og þurfaekki að vera í samræmi við

skoðanir Reglunnar.Höfundar efnis framselja

birtingarrétt efnisins til útgefanda.Ritstjórn áskilur sér rétt tilað ritstýra aðsendu efni.

ForsíðumyndLjósatröð, frímúrarahúsið í Hafnarfirði

(Ljósmynd: Bragi J. Ingibergsson)

,,Markmið Reglunnarer að göfga og bæta

mannlífið.Reglan vill efla góðvild

og drengskapmeð öllum mönnumog auka bróðurþelþeirra á meðal.“

Síðastliðið vor komút 6. tölublað Frí-múrarans, en útgáfablaðsins hófst 2005.Ritstjórnarpistilskrifaði fráfarandioddviti Fræðaráðs ogYAR, br. Einar Ein-arsson. Tímamótinurðu til þess að hannleit um öxl eftir aðhafa verið ábyrgðar-maður og í ritstjórnblaðsins frá upphafi.Hann greindi einnigfrá breytingum á rit-stjórninni, sem framtil þess hafði veriðóbreytt frá byrjun.

Br. Einar má vera vel sáttur viðþað hvernig ritstjóra og ritnefndhefur tekist til enda hefur blaðiðeflst jafnt og þétt. Í upphafi renndumenn blint í sjóinn með það hverniggengi að afla efnis og hvaða viðtök-ur blaðið fengi. Hvort tveggja hefurgengið framar vonum. Framboð áefni er það mikið að ekki er einfaltað halda blaðinu innan þess ramma,sem því var settur í upphafi, og ekkiþarf að kvarta yfir viðtökum bræðr-anna. Þá skiptir einnig máli að blað-ið hefur stuðlað að því að bræður,sem vegna aldurs eða veikinda hafaekki tök á að mæta á fundi, halditengslum við Regluna. Hinu samagegnir um bræður, sem ekki hafaséð sér fært af öðrum ástæðum aðsækja fundi um tíma.

Efni blaðsins hefur verið fjöl-breytt og svo hlýtur að verðaáfram. Gott blað getur enn batnaðog áherslur í efnisvali hljóta að veraviðfangsefni, sem sætir sífellt end-urskoðun. Ef breytingar eiga aðverða fer best á því að þær geristsmám saman, nánast án þess að eft-ir verði tekið. Ég hef stundum sakn-að þess að sjá þar ekki meira efnitengt sögu Reglunnar, hvort heldurer hér á landi eða í öðrum löndum.Ekki hefur farið mikið fyrir slíku effrá eru taldar greinar um br. Wolf-

gang. Áhugavert efniaf þessum toga skort-ir þó ekki. Reglur frí-múrara í Danmörku,Noregi og Svíþjóðhalda hver um sig útiblaði, sem ber samaheiti og okkar blað.Að vissu leyti eru þauí annarri stöðu, þarsem sums staðar erugefin út eins konarlandshlutablöð stúknaauk Frímúrarans, enslík blöð eru vett-vangur fyrir það semmætti kalla ,,nær-fréttir“. Slík skipting

efnis á milli Frímúrarans og staðar-blaða þykir koma vel út. Blaðaút-gáfa hér er styttra komin, hvað semverður, en á meðan hlýtur hverskonar efni tengt Reglunni að eigaaðgang að okkar blaði. Við eigumsamstarf við ritstjórnir hinna blað-anna og þannig hafa nýlega fengistgagnkvæmar heimildir til að þýðaog skipast á greinum og öðru efni,þar með töldum myndum. Sitthvaðmá sjá í öðrum blöðum, sem örugg-lega hefur almenna skírskotun tilbræðra hér og án vafa munum viðnýta þessa heimild fyrr en síðar.Það munu bræður á Norðurlöndumeinnig gera varðandi efni sem hérer birt og hafa þegar fengið auga-stað á greinum, sem þeim þykjaáhugaverðar.

Þessi orð má ekki skilja svo aðætlunin sé að þenja blaðið út ogsprengja þann ramma sem því hefurverið settur. Þvert á móti. Ef meiraefni verður sótt inn á þau svið, semað framan var getið, hlýtur áherslaá eitthvað annað að minnka og ekkier sjálfgefið hvað það ætti að vera.Efni með breiðari skírskotun hlýturað ganga framar í sífelldri endur-skoðun á efnisvali, að minnsta kostisvo lengi sem meira framboð er áefni en rúm er fyrir með góðu móti.

Gunnlaugur Claessen

Litið fram á veg og ögn til baka

Gunnlaugur Claessen.

4 FRÍMÚRARINN

Ráðstefnan „Jóhannes 2008“ varhaldin í Frímúrarahúsinu í Hafnar-firði 26. okt. sl. Ráðstefnan var sam-eiginlegt verkefni FræðslunefndarFrímúrarareglunnar og St. Jóh.stúknanna Hamars, Akurs, Sindra,Röðuls, Njarðar og fræðslustúknannaHlés og Borgar.

Svipaðar ráðstefnur voru haldnar íReykjavík 2005 og á Akureyri 2006.

Ráðstefna var tvískipt, fyrri hlut-inn var sameiginlegur en síðari hlut-inn var stigbundinn.

Sameiginlegi hlutinn hófst með þvíað Gunnlaugur Claessen YAR settiráðstefnuna, því næst flutti SMR

Valur Valsson ávarp. Þá fluttu þeirMár Sveinbjörnsson, Karl Alfreðssonog Halldór Vilhjálmsson erindi. Aðþeim loknum fóru fram almennar um-ræður og var þeim stjórnað af ÓlafiHauki Johnson.

Í kaffihléi flutti Karl Kristensengamanmál.

Að loknu kaffihléi skiptust bræðursvo í þrjá hópa í stigbundna hlutafundarins, þar fluttu erindi JóhannesHarry Einarsson, Stefán Skjaldar-son, sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson,Kári J. Húnfjörð, sr. KristjánBjörnsson og Pálmar Ólason. Íhverjum hóp fóru fram umræður sem

stýrt var af þeim Erni Grétarssyni,Jóhanni Ó. Ársælssyni og RóbertiJörgensyni.

Ráðstefnustjóri var Jónas Gests-son.

Um 180 bræður sóttu „Jóhannes2008“ þar sem þeir kynntu sér hinólíku málefni, hugmyndir og túlkanirá margvíslegu frímúraraefni.

Öll erindi sem flutt voru verðaprentuð og afhent á bókasafn Regl-unnar.

Þakka ber þeim bræðrum semfluttu erindi svo og Hamars- ogNjarðarbræðrum fyrir góðar mót-tökur.

Jóhannes 2008 íHafnarfirði

Frá setningu Jóhannesar 2008. Eins og sjá má var ráðstefnan vel sótt.

6 FRÍMÚRARINN

Svipmyndir frá Jóhannesi 2008 ...

FRÍMÚRARINN 7

Þann 20. september sl. var haldinnhátíðarfundur í FræðslustúkunniDröfn í tilefni af 25 ára afmæli stúk-unnar. Auk hátíðarfundar bræðrannaog bróðurmáltíðar var sérstök dag-skrá fyrir systurnar þar sem boðiðvar upp á skoðunarferð um söfn ogstofnanir bæjarins og málsverð aðskoðunarferð lokinni.

Hátíðarfundurinn var vel sóttur ogmættu margir góðir gestir. Hátíðar-ræðuna flutti br. sr. Bragi J. Ingi-bergsson, en hann var um tíma ræðu-maður Drafnar er hann þjónaði viðSiglufjarðarkirkju.

Í hátíðarræðu sinni rakt sr. Bragiaðdraganda að stofnun frímúrara-starfs í Siglufirði, en þar kom m.a.eftirfarandi fram:

Það ríkti mikil eftirvænting og til-hlökkun meðal bræðranna þann 19.nóvember árið 1983, á þeim stóradegi er fræðslustúka skyldi stofnuðog vígð hér í bænum. Bræðrafélagiðátti jafnframt 10 ára afmæli við þaðtækifæri en frímúrarastarf í Siglu-firði hófst með formlegum hætti þann6. október árið 1973 með stofnunBræðrafélags Frímúrara. Og nú ervið fögnum 35 ára formlegu frímúr-arastarfi hér og 25 ára afmæli Drafn-ar getum við jafnframt minnst þessað nú eru 10 ár liðin frá því að þessifallegi stúkusalur var vígður og tek-inn í notkun.

Upphaf frímúrarastarfs hér íSiglufirði má rekja til þess að fáeinirSiglfirðingar voru vígðir frímúrara-bræður í Rún á Akureyri og var sátrúlega fyrstur þeirra sem oft síðanhefur verið nefndur faðir frímúrara-starfs í Siglufirði, bróðir Þ. RagnarJónasson, en hann var fyrsti formað-ur bræðrafélagsins og einnig fyrstiStjórnandi bróðir Drafnar. Í upphafisóttu þeir bræður alla fundi sína inn áAkureyri og þurftu þeir því ekki ein-göngu að leggja sig fram á frímúrara-brautinni til að sækja fundi heldureinnig á hinum veraldlegu ferðalög-um. Þá voru samgöngur fyrst ogfremst sjóleiðis og flutti flóabáturinnDrangur bræðurna til mikilvægrastarfa á Akureyri og gátu ferðirnarstundum tekið marga daga.

Allt frá þeim ferðum hafa Drafnar-

bræður farið til móðurstúkunnarRúnar á Akureyri til stigveitinga ogþó að landleiðin hafi verið farin lengstaf þá hafa þær ferðir oft verið mjögerfiðar og stundum ævintýri líkastar.

Stofnfélagar bræðrafélagsins voru13 og þegar fræðslustúkan var vígðvoru bræðurnir 21 talsins. Þá þegar,við vígslu Drafnar, voru bræðurnirbúnir að koma sér upp sínum eiginsal hér á neðri hæð þessa húss, en áð-ur hafði bræðrafélagið fundað aðHótel Hvanneyri, í Borgarkaffi og íhúsnæði KEA.

Að Grundargötu 11 hafði bræðr-afélagið keypt neðri hæðina sem áðurhýsti fatahreinsun og hófst í kjölfariðmikil vinna við að innrétta húsnæðiðað þörfum frímúrarastarfsins semhefja átti við stofnun fræðslustúk-unnar. Bræðurnir lögðust allir á eittog saman tókst þeim að skapa góðaaðstöðu þar sem plássið var nýtt tilhins ýtrasta og eins og best var ákosið.

Dröfn keypti allt húsið árið 1995og hófust þá strax miklar fram-kvæmdir innan dyra. Uppbyggingintók ekki langan tíma og þegar hugsaðer til þeirra ára og síðan til þessarar

glæsilegu umgjarðar frímúrarastarfs-ins hér í Siglufirði nú, þá er ekkihægt annað en að minnast á þannbróður sem átt hefur hvað stærstanhlut að máli í því uppbyggingarstarfi:Bróður Ólaf Matthíasson, formannhúsnefndar, sem var vakinn og sofinnyfir framkvæmdum og leiddi störfallra þeirra bræðra sem að verkikomu og lögðu sitt af mörkum.

Í tilefni afmælisins voru stúkunnifærðar góðar gjafir og óskir. Meðalannars færði sr. Bragi J. Ingibergs-son stúkunni frumteikningar af merkiDrafnar sem hann hannaði. Þá færðuDrafnarbræður Ágústi BjörnssyniGlitnisbróður smá gjöf sem virðing-arvott fyrir tryggð hans við Dröfn.Ágúst er fæddur og uppalinn í Siglu-firði og hefur heimsótt Dröfn a.m.k.tvisvar á hverju starfsári, haust ogvor mörg undanfarin ár.

Fræðslustúkan Dröfn býr nú viðmjög góðan húsakost og góðar að-stæður til að rækja frímúrarastarf íSiglufirði. Virkir bræður eru yfirþrjátíu talsins og hefur fjölgað nokk-uð á síðustu árum.

Sigurður Hlöðvesson

Fræðslustúkan Dröfn á Siglufirði 25 ára

Frá bróðurmáltíð hátíðarfundarins.

Á síðastliðnum starfsvetri fögnuðu Gimlibræður 50 áraafmæli stúkunnar. Ákveðið var að halda veglega upp á af-mælið og var það gert með margvíslegum hætti og settiþað því sterkan svip á fjölbreytt starf stúkunnar síðastlið-inn vetur.

St. Jóh.st. Gimli var stofnuð þann 2. nóvember árið1957. Þann dag héldu 37 stofnfélagar Gimli stofnfund ogstúkan var vígð. Þetta var fimmta stúka Frímúraraegl-unnar á Íslandi og sú þriðja í Reykjavík. Stofnfélagarnirvoru flestir ungir að árum og lögðu þeir grunninn að starfistúkunnar. Br. Sveinn Víkingur, sem síðar varð stólmeist-ari stúkunnar, orti stúkunni vígsluljóð. Er fyrsta erindiðþannig:

Vor andi er himinsins eilífa gjöf, excelsior – hærra – er takmarkið setta, og mannanna vegferð frá vöggu að gröf,vera skal leit að því sanna og rétta.

Þetta ljóð gaf tóninn og hefur starf stúkunnar Gimliverið öflugt og kraftmikið frá þeim tíma.

Hápunktur afmælisársins var hátíðarfundur afmælis-daginn 2. nóvember í hátíðarsal Reglunnar að viðstöddufjölmenni. SMR, Valur Valsson, heiðraði stúkuna meðnærveru sinni og var þetta fyrsta koma hans til stúkunn-ar eftir að hann varð SMR. Setti það skemmtilegan og eft-irminnilegan svip á fundinn. Hátíðina sóttu einnig bræðurúr æðstu stjórn reglunnar og fjölmargir gestir. Frímúr-arakórinn flutti nokkur lög undir stjórn br. Jóns KristinsCortes.

Á fundinum bárust stúkunni veglegar gjafir frá öðrumstúkum. Br. Kristján Þórðarson og br. Halldór Guðbjarn-arson fluttu stúkunni kveðjur frá öðrum stúkum. Gimli-bræður eru þakklátir fyrir hlýjan hug annarra bræðra ígarð stúkunnar. En Gimlibræður ákváðu einnig að gefagjafir, líkt og á fyrri stórafmælum stúkunnar. Færðu þeirstúkunni og Reglunni endurnýjun á stólum í stúkusalnum.Endurnýjunin var fólgin í að setja nýtt áklæði á bekki og

Gimli fagnar hálfraraldar afmæli

Meðal þeirra sem tóku þátt í afmælishátíðinni þann 2. nóvember voru, auk núverandi stólmeistara, fimm bræðursem hafa gegnt því embætti. Hér eru þeir ásamt Vali Valssyni, Stórmeistara Reglunnar. Frá vinstri: Jón ArndalStefánsson, Jón Rafn Guðmundsson, Ragnar Önundarson, Valur Valsson, Önundur Ásgeirsson, Bruno Hjaltestedog Bergur Jónsson.

FRÍMÚRARINN 9

stóla ásamt því að yfirfara þá, sprauta og lagfæra. Bekk-irnir eru aðeins eldri en stúkan og hafa Gimlibræður not-að þá frá stofnun stúkunnar. Þeir voru byrjaðir að láta ásjá eftir mikla notkun og ekki eins þægilegir til setu ogáður. Það er von gefenda að bekkirnir og stólarnir þjónibræðrunum um langa framtíð og að þeir megi vekja hjáþeim hlýjar endurminningar um afmælisárið.

Fyrrum Stm. Gimli, Ragnar Önundarson, lét hefja rit-un sögu Gimli og sá br. Þórhallur Birgir Jósepsson um rit-stjórn verksins. Var bókin „St. Jóhannesarstúkan Gimli50 ára“ síðan gefin út á afmælisdaginn. Bókin var færð öll-um bræðrum sem sóttu afmælisfundinn. Margvíslegt efnier í bókinni. Í henni er fjallað ítarlega og skemmtilega umstofnun stúkunnar. Fróðlegt er lesa þá frásögn með tillititil þeirra þjóðfélagsbreytinga sem hafa orðið á þessumskamma tíma. Fjallað er um hið margvíslega og fjöl-breytta starf stúkunnar í gegnum árin, bæði innan og ut-an veggja Regluheimilisins. Bókin er ríkulega skreyttmyndum af bræðrum, systrum og starfinu. Hún er góðheimild um starf stúkunnar og ljóst að gaman verður aðfletta upp í henni um langa framtíð.

Stúkan hefur haldið svokallað „heldribræðrakaffi“ fyrirbræður í stúkunni 67 ára og eldri. HeldribræðrakaffiGimli í nóvember var með hátíðlegra móti í tilefni 50 áraafmælisins. Reyndar vildi svo skemmtilega til að þettavar fimmtugasta heldribræðrakaffið frá upphafi. Nýja

bókin var kynnt og færð þeim eldri bræðrum, sem ekkihöfðu áður fengið hana. Bræðurnir nutu svo veitinga ogsamvista hver við annan. Ýmislegt var rifjað upp og sönn-uðu bræðurnir að maður er manns gaman.

Afmælisárinu lauk með því að Gimlibræður fóru ásamtsystrum að loknu starfsári til London. Bræðraböndinvoru efld, tengslin við systurnar aukin og lokum afmælis-árs fagnað. Veðrið sýndi allar sínar bestu hliðar á dvalar-tímanum, sól og sumarhiti allan tímann. Farið var íáhugaverða skoðunarferð í hinar glæsilegu höfuðstöðvarFrímúrareglunnar í Englandi. Margir skemmtu sér í leik-húsum borgarinnar og sameiginleg hátíðarveisla var hald-in með heimatilbúnum skemmtiatriðum. Bræður og syst-ur voru dugleg að nýta sér það sem stórborgin hefur uppá að bjóða. Í lok ferðar var farið í skoðunarferð um hinngamla og fagra bæ Windsor.

Gimlibræður hafa eignast á afmælisárinu margar góðarminningar sem munu lifa með þeim um langa tíð. Gimlisýndi að starfið er áfram í blóma, hjá þeim fjögur hundruðbræðrum sem nú eru í stúkunni, og þeir hlakka til áfram-haldandi öflugs starfs á næstu árum og sanna það semstendur í Gimliljóðinu eftir br. Svein Víking:

Hér er framtíðarstarftengt við fortíðararf.

Úr myndasafni Reglunnar

Ferðalag Eddubræðra þegar Rún var stofnuð í ágúst 1932. Standandi frá vinstri: H. S.Hanson, Carl Olsen,Oddur C. Thorarensen, Arent Claessen, Svanbjörn Frímannsson, Jóhann Á. Jóhannesson, Lárus Arnórsson,Sveinn Þórðarson, Sveinn Sigurðsson, Bjarni Bjarnason, Ingimundur Árnason, Helgi H. Bergs. ÓlafurÁgústsson, Tómas Björnsson, Ólafur Lárusson, Snorri Guðmundsson, Karl Ásgeirsson, Jakob Frímannsson ogGuðjón Bernharðsson. Sitjandi fyrir framan: Matthías Þórðarson, Vilhjálmur Þór, Þórður Edilonsson ogSigurður Stefánsson.

FRÍMÚRARINN 10

Það voru þeir bræður EyjólfurHaraldsson, Tómas Guðnason ogÓlafur Magnússon, sem sáu um alltskipulag og undirbúning fyrir ferðina.Öll þeirra vinna var með miklumágætum og hvergi vantaði neitt upp áundirbúninginn. Skömmu áður en far-ið var í ferðina var leitað til Njarðar-bræðra sem höfðu farið á þessar sömuslóðir árið 2005. Boðað var til kynn-ingarfundar þar sem þeir Njarðar-bræður, Steingrímur B. Gunnarsson,Egill Þórðarson og Árni Reynisson,fluttu mjög skemmtileg og afar fróð-leg erindi og kynningu um RosslynChapel og fleiri frímúrísk atriði semfróðlegt var að heyra og sjá en þeirbuðu einnig upp á frábæra myndasýn-ingu. Allir sem komu á kynningunarómuðu mjög þann fróðleik sem þeirNjarðarbræður höfðu fram að færa ogí lokin fengu allir vel unna möppu umRosslyn og Kilwinning og ýmsansögulegan frímúrarafróðleik.

Það var 100 manna hópur að með-töldum fararstjóranum KjartaniTrausta Sigurðssyni frá Úrvali Útsýnsem lagði af stað til Edinborgarfimmtudaginn 28. febrúar kl. 07.45 ení Edinborg beið annar fararstjóri,Ingibjörg Geirsdóttir.

Ferðin gekk mjög vel og allur und-irbúningur Ingibjargar við að taka ámóti hópnum var snilldin ein og áðuren varði voru allir búnir að bóka siginn á hið ágæta Thistle-hótel sem er íhjarta Edinborgar. Að vísu þurftusumir aðeins að bíða eftir herbergjun-um þar sem við mættum nokkuðsnemma til að bóka inn.

Eftir smá göngutúr eða eftirmið-dagsblund var ekki til setunnar boðiðþar sem bræðurnir voru boðnir á II°fund hjá Royal Scots Rifles og syst-urnar höfðu pantað sér miða á söng-leikinn Hallo Dolly sem sýndur er íFestival Theatre.

Fundurinn var haldinn í húsakynn-um stúkunnar, Elgin House, húsnæðisem stendur við Easter Road númer6 í Edinborg. Það er orðið nokkuð lúiðenda búið að halda þar fundi í nokkraáratugi.

Skoska kerfið er talsvert frábrugð-ið sænska kerfinu sem við förum eftir.Aðeins einn maður var tekinn upp áfundinum og var allt yfirbragð fund-arins hið besta og fannst okkur Ham-arsbræðrum mikið til koma hversuvel embættismenn kunnu textannsinn og aðrar embættisathafnir. Bróð-urmáltíðin var með skoskum hætti,ekkert bruðl. En góða skapið, hlýjanog velvildin skein út úr hverju andlitiog Skotarnir létu sig ekki muna umað standa upp og syngja fyrir okkurbæði einsöng og kórsöng. Einnig vargaman að heyra frá einum skoskabróðurnum lýsingu frá Hafnarfirði ognágrenni, þar sló hann á létta strengiog sagðist þess fullviss að einn bróðir-

inn, sem var mjög lágvaxinn og allt aðþví dvergslegur, væri trúlega frændiálfanna í Hafnarfjarðarhrauninu. Afþessu innskoti var mikið hlegið og sáhló mest sem á var bent – dæmigerð-ur Skoti sem ekki tekur sjálfan sig ofhátíðlega. Til að sýna Skotunum söng-hæfileika okkar stökk Grétar Örvars-son að píanóinu og lét okkur bræð-urna syngja með hárri raust lagiðRíðum, ríðum rekum yfir sandinn svoundirtók í stúkuhúsinu en í lokinsungum við með mikilli fágun þjóð-sönginn og tókst þetta alveg prýði-lega hjá okkur.

Már Sveinbjörnsson hélt góðaræðu, þakkaði fyrir frábærar mót-tökur og síðan skiptust stólmeistarar

Heimsókn í Rosslyn kapellunaFerð Hamarsbræðra og systra til Edinborgar dagana 28. febrúar til 2. mars 2008

Um 100 manna hópur Hamarsbræðra og systra fór í Skotlandsferðina. Héreru nokkur þeirra í skoðunarferð á frímúraraslóðum.

FRÍMÚRARINN 11

á gjöfum. Þegar fundi lauk um mið-nættið voru flestir komnir í þanngírinn að fara að leggja sig enda lang-ur dagur liðinn og mikið fram undannæstu daga.

Föstudagurinn heilsaði okkur flott-ur og fínn enda allir í góðu formi eftirværan svefn. Nú var ferðinni heitið tilhinnar frægu kapellu, Rosslyn Chap-el. Það er aðeins 30-40 mín. akstur tilkapellunnar og ferðin gekk eins og ísögu. Og þegar komið var á áfanga-stað urðu allir snortnir af þessarisögufrægu byggingu sem svo mjögkemur við sögu frímúrara. Í kapell-unni var mjög góð leiðsögn og skýr-ingar á hinum ýmsu styttum og tákn-um. Allt sem fyrir augu og eyru barvar mjög spennandi og merkilegt entrúlega er saga lærlingssúlunnar þaðsem best festist í minni. En sagan er ífáum orðum á þessa leið:

Þegar arkitekt kapellunnar hafðiafhent múrarameistaranum fyrir-myndina af undurfagurri súlunni, semátti að höggva út, beið meistarinnmeð að byrja á verkinu því hann taldisig þurfa að sjá hina upprunalegufyrirmynd.

Hann ferðaðist því til Rómar eðaeinhverrar annarrar erlendrar borgarþar sem hún átti að vera. Meðanmeistarinn var erlendis dreymdi einnlærlinga hans útlit súlunnar sem hannsagði arkitektinum frá. Vegna þess aðsmíði kapellunnar hafði tafist sam-þykkti arkitektinn að lærlingurinnmætti spreyta sig á að ljúka súlunnieins og hann hafði dreymt fyrir um.

Þegar meistarinn kom til baka sáhann súluna fullkláraða. Í stað þess aðgleðjast yfir því fagra handbragðisem hún bar vitni um þrútnaði hannút af bræði og heimtaði að fá að vitahver hefði unnið verkið. Þegar honumhafði verið bent á lærlinginn sló hanní reiði sinni með hamri sínum í höfuðlærlingsins sem féll þegar dauður nið-ur.

Meistarinn var að sjálfsögðudæmdur fyrir manndráp og hengdurskömmu síðar. En móðir lærlingsinssyrgði hann og grét lengi.

Í vesturenda kapellunnar eru höf-uð lærlingsins, meistarans og móður-innar höggvin í stein. Það vekur at-hygli að meistarinn hefur þurft aðstara á lærlingssúluna síðastliðin 522ár, dágóð hegning það!

Á leið til rútunnar komu flestir við

í minjagripaversluninni og keyptu séreitthvað til minja um þessa merkileguheimsókn í Rosslyn-kapelluna.

Í bakaleiðinni var frímúrarahúsiðog frímúrarasafnið í Edinborg skoðað.Núverandi frímúrarahús var byggt1911-1912 en áður hafði reglan verið íhúsi sem var byggt 1855 og hafði ver-ið teiknað af þekktum arkitekt og frí-múrara, Mr. David Bryce. Í frímúr-arasafninu var mjög margt gamallamuna og málverka. Frímúrarar íSkotlandi eru mjög hrifnir af ljóð-skáldinu Robert Burns sem uppi varfrá 1759-1796 og lést aðeins 37 ára.Burns var frímúrari og orti marga frí-múríska texta. Nokkur málverk afBurns prýddu veggi safnsins.

Dagurinn endaði síðan með sam-eiginlegri máltíð í glæsilegum sal áhótelinu þar sem skoskir listamennspiluðu, sungu og dönsuðu.

Laugardagurinn var frjáls daguren með ýmsum möguleikum. Boðiðvar upp á skoðunarferð um borgina,ferð til Kilwinning eða bara að röltaog kíkja á mannlífið. Undirritaðurvaldi Kilwinning og koma hér að neð-an nokkrar línur frá þeirri ferð.

Samkvæmt ferðaáætlun var áætlaðað 14 til 15 manns myndu ætla til Kil-winning en einhverjir heltust úr lest-inni því hópurinn varð aðeins sjöbræður og ein systir. Á stað var fariðog allir í flottu formi og frábæru skapienda rúmgott í 30 manna rútu á leið ínokkurs konar pílagrímsferð.

Undirbúningur ferðanefndarinnarskilaði sér enn og aftur því þegar viðkomum til Kilwinning til að heim-sækja stúku númer 0, The MotherLodge of Scotland, Stórstúku Skot-lands, var allt undir „control“. Stór-meistarinn, Robert Mc Crea, var ástaðnum með embættismönnumsínum og tóku þeir fagnandi á mótiokkur, sýndu okkur stúkuhúsið ogsafn ýmissa góðra muna frá ýmsumerlendum stúkum, þar á meðal frá Ís-landi. En mest var þó tilhlökkunin aðfá tækifæri til að skoða rústir Kil-winning-klaustursins þar sem sagansegir að frímúrarastarf í Skotlandihafi byrjað. Bygging klaustursinshófst árið 1140 og það var Davíð 1.Skotakonungur sem lagði hornstein-inn. Franskir munkar frá Tyrone íFrakklandi komu til að annast bygg-inguna og höfðu þeir leiðarbréf frápáfa og máttu kalla sig frímúrara.

Allt til ársins 1736 þegar StórstúkaSkotlands, The Grand Lodge of Scot-land, var stofnuð var starfandi stúka íklaustrinu undir nafninu The RoallOrder of Scotland með tveimur stig-um, frímúrarastigi og riddarastigi. Aðganga um þessar gömlu rústir og tóft-arbrot var stórkostlega mögnuð upp-lifun sem aldrei mun gleymast. Búiðer að merkja og skrifa lýsingar á hin-um ýmsu herbergjum og vistarverumsvo auðvelt var að sjá fyrir sér hvern-ig hagað hefur til í klaustrinu þar semstúkan hefur haft aðsetur. Það var fá-mennur en ánægður hópur sem komtil Edinborgar kl. 17.00 reynslunniríkari með ógleymanlegar minningarfrá klausturtóftunum í Kilwinning,háu uppistandandi veggjunum meðgluggum sem ekki voru í miðju, til aðundirstrika að allt sem við mennirnirgerum er ekki fullkomið. Já, enn ogaftur urðum við vitni þess hvað frí-múrarafræðin eru einstök.

Sunnudagur, komið að heimferð.Lagt var af stað stundvíslega kl.

10.30 til að keyra um skosku hálöndiná leið út á flugvöll. Fyrsta stoppið varvið Stirling-kastalann, glæsilegabyggingu frá miðöldum, einn falleg-asta kastala í Skotlandi. Ekki vannsttími til annars en ganga í kring ogtaka myndir því við áttum pantaðanhádegisverð í Aberfoyle og tíminnvar að renna frá okkur. Hádegisverð-urinn í Aberfoyle var afbragðs góð-urog heyrði ég á tal meistarakokk-anna Tómasar Guðnasonar og JónsPálssonar að þetta hefði sko veriðflott steik og sósan sérlega vel löguðog þessir menn hafa mikið vit á mat.

En rúsínan í pylsuenda þessa dagsvar vínsmökkun á þjóðardrykk Skota,viskíi. Ekið var til Glengoyne-verk-smiðjunnar sem bruggar eitt bestaviskí í heimi, síðan var smakkað,kjamsað og skoðað.

Heimferðin gekk síðan alveg einsog í sögu og allir lentu heima glaðir ogkátir eftir stórkostlega og vel heppn-aða Edinborgarferð sem allir áttuþátt í að láta heppnast svo einstak-lega vel. Það má síðan ekki gleymaþætti fararstjóranna, þeirra KjartansTrausta og Ingibjargar Geirsdóttur,þau voru bæði alveg stórkostleg ogunnu frábært starf. Þökk sé þeim.

J. Ólafur Ársælsson

12 FRÍMÚRARINN

Tveir norskir frímúrara-bræður sem búsettir eru íFrakklandi hafa skrifaðFrímúraranum bréf þarsem þeir óska eftir að kom-ast í kynni við norræna frí-múrara sem eru búsettireða dvelja á því svæði íFrakklandi þar sem þeirbúa. Svæðið heitir Langu-egedoc – Rousillon en þaðmun vera í Suður-Frakk-landi. Bréf Norðmannannaer svohljóðandi:

Norskir frímúrar íLanguedoc óska eftir aðkomast í samband við aðrafrímúrara á svæðinu. Ósk-um við eftir sambandi viðnorska, sænska, danska ogíslenska frímúrara. Við höf-um í hyggju að efna til

óformlegra funda eða sam-koma í anda frímúrara ogviljum gjarnan að konurokkar séu með bæði á sam-komunni og hugsanlegummálsverði. Við áformum aðhalda slíka samkomu annanhvern mánuð á Langudoc-svæðinu.

Ef einhverjir íslenskirfrímúrarar búa á þessusvæði og gætu hugsað sérað taka þátt í slíkri bræðra-samkomu biðjum við við-komandi að hafa sambandvið Olav Eide Knutsen, X,sími 0468831194, netfang:[email protected]ða Hartmut Frings, IX,sími 0467263736, netfang:[email protected]

Frímúrarar í Frakklandifyrirhuga samkomur

FRÍMÚRARINN 13

Margir frímúr-arar þekkja sög-una um hvernigbræður í Evrópu átímum síðariheimsstyrjaldarþekktu hverjir

aðra með því að bera merki blómsinsgleym-mér-ei í barminum og má enn ídag sjá frímúrara með slík merki.Fyrir þá sem ekki þekkja til má rekjasöguna hér í stuttu máli.

Snemma árs 1934, skömmu eftir aðAdolf Hitler komst til valda í Þýska-landi, varð ljóst að Frímúrarareglanvar í hættu. Það sama ár ákvaðLandsstúkan „Grandesloge zurSonne“ í Bayreuth að dreifa meðalbræðranna barmmerki í formi gleym-mér-ei og gátu bræðurnir þannigskipt út hinum hefðbundnu frímúr-aramerkjum og borið þetta í staðinnog þannig borið kennsl á aðra bræðurán þess að koma upp um að þeir værumeðlimir í Reglunni. Reglubræðurfóru í felur, stúkur voru lagðar niðurog barmmerkið varð táknmynd stoltsfrímúrarabræðra í Þýskalandi ograunar í allri hinni herteknu Evrópu.Svo langt gekk þetta að jafnvel í út-rýmingarbúðum nasista og fjöldafangabúða notuðu frímúrarar barm-merkið til að sýna með stolti að leitinað ljósinu héldi áfram þótt myrkurgrúfði yfir Evrópu.

Þetta er falleg saga – en því miðurer hún ekki sönn, þó í henni leynistsannleikskorn. Þetta er lífseig þjóð-saga sem gengið hefur meðal bræðraum víða veröld svo áratugum skiptir.En hver er þá sannleikurinn umbarmmerkið gleym-mér-ei sem fjöldibræðra ber með stolti?

Fyrst skal frá því segja að vissu-lega er það rétt að Hitler var meinillavið frímúrara og raunar er það svo aðeinræðisherrar hafa ætíð lagt fæð áRegluna enda vita þeir fátt verra enfélagsskap sem hvetur til opinnarumræðu, frjálsrar hugsunar ogmannræktar og lýtur ekki þeirravaldi. Hitler lagði reyndar strax árið1934 blátt bann við því að meðlimir ínasistaflokknum væru frímúrarar oghvatti menn fyrst til úrsagnar en síð-ar sama ár hljóp enn meir harka í

málið. 28. október 1934 gaf WilhelmFrick innanríkisráðherra út tilskipunþar sem tilkynnt var að frímúrar-astúkur væru „óvinir“ ríkisins oggera mætti eigur þeirra upptækar.17. ágúst 1935 leysti Frick svo þýskufrímúrararegluna upp og lagði hald áallar eigur hennar. Þetta gerðu nas-istar svo í þeim löndum sem þeir her-námu og ætíð var beitt mikilli hörkugegn frímúrurum og mikið kapp lagtá að haldleggja skjöl, muni og gögnReglunnar í hverju landi fyrir sig.

En hvernig tengist þetta barm-merkinu gleym-mér-ei og frímúr-urum? Til að komast að því verðumvið að hverfa enn aftar í tíma, tilþriðja áratugs síðustu aldar og bæj-arsins Selb. Þar var verksmiðja semframleiddi barmmerki og átti hún íágætum viðskiptum við fjölda fyrir-tækja og félagasamtaka. Áðurnefnd„Grandesloge zur Sonne“ hafði reglu-lega pantað barmmerki frá verk-smiðjunni og gaf bræðrum árlega aðgjöf. Árið 1926 var barmmerkiðgleym-mér-ei tákn áminningar um aðgleyma ekki sínum minnsta bróður.

Bræður á svæðinu í kringum Brimar-höfn, sem og bræður gestir, fengu all-ir að gjöf þetta barmmerki til minn-ingar um komu á fund í Landsstúk-una. Tæpum áratug síðar, eða um1934, hófu nasistar viðamikið átak umallt land; Winterhilfswerk, þar semsafnað var fé undir mismunandi for-merkjum en féð rann beint og óbeinttil hernaðaruppbyggingar. Þeir semgefið höfðu í slíka söfnun fengu barm-merki til merkis um það, barmmerkisem var í formi gleym-mér-ei og varþað framleitt í áðurnefndri verk-smiðju í bænum Selb. Margir frímúr-arar áttu slíkt merki í fórum sínumog gátu nú notað það og ekki síst áttiLandsstúkan zur Sonne vænar birgð-ir sem nú var hægt að dreifa tilbræðra sem þannig komust hjá því aðgefa í söfnunina. Eins og gefur aðskilja létu nasistar áðurnefnda verk-smiðju framleiða mikið magn af þessumerkjum, mun meira en fór í dreif-ingu þegar upp var staðið.

Árið 1947, þegar þýska frímúrara-reglan var endurreist, reyndu þýskirfrímúrarar að heimsækja erlendarstúkur eftir föngum til að safna fé ogkoma á tengslum að nýju við aðrabræður. Einn þeirra var TheodorVogel, Stm. Zum Weissen Gold amKornberg í bænum Selb. Hann vildiógjarnan fara á fundi í erlendumstúkum án þess að hafa einhverjagjöf meðferðis og af hverju var nógtil í bænum Selb á þessum árum? Jú,barmmerkinu gleym-mér-ei. Hanndreifði því þessum merkjum á fund-um og smám saman varð til þjóðsagasem enn í dag lifir góðu lífi.

En þó sagan sjálf sé ekki sönnmegum við ekki gleyma því að merk-ið sjálft ber í sér djúpa og góða merk-ingu sem á ætíð vel við; gleymumekki meðbræðrum okkar og þeimsem minna mega sín.

Steingrímur Sævarr Ólafsson

Helstu heimildir: Gögn Helfararsafnsins í Washington D.C., Bandaríkj-unum. (http://www.ushmm.org/)Die Freimaurar-Logen Deutschlands und derenGrosslogen 1737-1972, Ernst G. GeppertDas Vergissmeinnicht, David G. Boyd. The Philalet-hes 1987.Ýmsar greinar.

Gleym-mér-ei og frímúrarar

Áróðursveggspjald nasista fyrirvetrarhjálpina en þeir sem gáfu íhana fengu gleym-mér-ei barmmerkií staðinn.

14 FRÍMÚRARINN

Allir frímúrarar kannast viðsöngbók Reglunnar enda oft tilhennar gripið. Í bókinni er aðfinna marga vel orta og fallegatexta sem fjalla bæði um hug-sjónir frímúrara og nálgun þeirravið viðfangsefni sitt, enda hafaverið góð skáld í Reglunni allt fráþví að hún tók til starfa. Enginneinn höfundur á fleiri texta ísöngbókinni en Freysteinn heit-inn Gunnarsson guðfræðingur ogfyrrverandi skólastjóri Kennara-skóla Íslands. Freysteinn var allatíð mjög áhugasamur frímúrariog störf Reglunnar munu hafafallið einkar vel að lífsmáta hansog hugsjónum.

Afkastamikill höfundur

Þótt ævistarf FreysteinsGunnarssonar væri fyrst ogfremst skólastjórn og kennslavoru ritstörf hans gífurlega um-fangsmikil og af mörgum toga.Bæði var um að ræða fræðilegrit, einkum á sviði kennslufræðiog málfræði, barnabækur og ljóð.Auk þess vann Freysteinn alla tíð mikið að þýðingum ogmá þar sérstaklega nefna að hann þýddi bækur JónsSveinssonar, Nonnabækurnar. Þær bækur nutu lengi gíf-urlega mikilla vinsælda meðal ungmenna á Íslandi og erekkert vafamál að einstaklega vönduð vinna Freysteinsvið þýðingarnar hafði mótandi áhrif á málfar og málvitundfjölda fólks.

Freysteinn var Árnesingur að uppruna, fæddur árið1892. Hann ólst upp hjá fósturforeldrum sínum að Hróars-holti í Flóa en þau reyndust honum sem bestu foreldrarog styrktu hann til náms í Kennaraskólanum en þaðanlauk Freysteinn námi árið 1913 með eina hæstu einkunnsem gefin hafði verið við skólann. Hann las svo 5. og 6.bekk Menntaskólans í Reykjavík utanskóla, lauk því námiá einum vetri og varð stúdent árið 1915. Hann hóf síðannám í Háskóla Íslands og lauk þaðan guðfræðiprófi árið1919. Allan tímann sem Freysteinn var þar við námstundaði hann kennslu og önnur störf og vann þannig fyr-ir sér. Að háskólanáminu loknu hélt hann til Skandinavíuog Þýskalands þar sem hann dvaldist um skeið til þess aðkynna sér kennslu og kennslufræði og þó einkum hinasvokölluðu lýðháskóla. Að auki stundaði hann nám í Upp-salaháskóla í Svíþjóð í nokkra mánuði.

Árið 1921 varð Freysteinnkennari við Kennaraskóla Ís-lands í Reykjavík og 1929 varhann skipaður skólastjóri skólansog gegndi þeirri stöðu uns hannlét af störfum fyrir aldurs sakirárið 1962. Þótti Freysteinn fram-úrskarandi skólamaður og stjórn-andi.

Þegar á unga aldri fórFreysteinn að yrkja vísur ogljóð. Var það honum leikandi létt.Munu tækifærisvísur vera þaðelsta sem varðveist hefur afkveðskap hans en einkenniþeirra og raunar alls kveðskapsFreysteins er mikil hugsun ogvandvirkni. Raunar mun Frey-steinn ekki hafa látið mikið áskáldhæfileikum sínum bera enféllst þó á það árið 1935 eftirmikla hvatningu vina sinna aðgefa út ljóðabók sem bar hið yfir-lætislausa nafn „Kvæði I“. Árið1943 kom út hans önnur ljóðabók„Kvæði II“ og þriðja ljóðabókin,„Kvæði III“ var fullbúin af hanshendi er hann lést árið 1976. Árið

1987 kom síðan út ljóðasafn Freysteins sem nær eingönguvar selt til áskrifenda.

Alkunn ljóð

Nokkur ljóða Freysteins eru textar við sönglög ognáðu strax miklum vinsældum og munu ugglaust lifa meðþjóðinni meðan lagið er tekið. Þar má t.d. nefna ljóð hansvið söng úr Töfraflautu Mozarts: „Hann Tumi fer á fæt-ur,“ en það ljóð hafa íslensk börn lært í frumbernsku ogfylgja mun kynslóðunum. Af öðrum vel þekktum söng-lagatextum eftir Freystein má og nefna „Áfram veginn ívagninum ek ég“, „Vér göngum svo léttir í lundu“, „Heimyfir hæð og sund“, „Syngdu, meðan sólin skín“, „Þegar sólvermir jörð“, og sálminn fallega „Lífsins herra“.

Í skáldskap sínum þótti Freysteini þó takast best upp íþeim vísum og ljóðum þar sem hann fjallaði um mannleg-ar tilfinningar en þar kom hann oft ráðleggingum sínum áframfæri með svo meitluðum orðum að ekki er hægt aðkalla þau annað en speki. Sem dæmi um slíkt má nefnavísu sem varð víðfræg og var meira að segja prentuð aft-an á eldspýtustokka sem til voru á hverju heimili á Ís-landi:

Freysteinn GunnarssonHöfundur fjölmargra frímúraraljóða

Freysteinn Gunnarsson

FRÍMÚRARINN 15

Alla þá sem eymdir þjáer yndi að huggaog lýsa þeim sem ljósið þrá en lifa í skugga.

Í öðru ljóði Freysteins sem hiklaust er hægt að kallaljóðaperlu fjallar hann um lífið og tilveruna – hina stöðuguleit mannsins að hamingjunni, hvernig mönnum er hættvið að misstíga sig og átta sig ekki á því að það smáa get-ur líka verið verðmæti þegar upp er staðið.

Ég fann það um síðir, að gæfan er gler,svo grátlega brothætt hún reyndist mér,því æskan er léttstíg og leikur sérað ljómandi gullinu fríða.En glerið er brothætt, og grjótið er víða.

Mér gersemin dýra var gefin í hönd,í gáskanum héldu mér engin bönd;ég lék mér á æskunnar ljómandi strönd,sá leikur varð gullinu að meini.Ég braut það í ógáti á örlagasteini.

Nú skil ég það fyrst, hvað ég skemmti mér við,en skemmt hef ég dýrasta leikfangið.Nú sit ég í rökkrinu og rísla mér viðað raða brotunum saman.Ég særi mig á þeim. En samt er það gaman.

Í mörgum ljóðum Freysteins kemur fram einlæg sam-úð hans með þeim sem minna mega sín, máttur umhyggj-unnar og hversu vináttan vegur þungt í mannlegu samfé-lagi. Sem dæmi um slíkt má nefna eftirfarandi erindi:

Hvert vinarorð,sem vermir hug,þá vakir böl og stríð,hvert góðs manns orð,sem gleður hugmun geymast alla tíð.

Vann Frímúrarareglunni mikið starf

Freysteinn Gunnarsson gekk í Frímúrararegluna á Ís-landi fljótlega eftir að hún var stofnuð og sýndi henni mik-inn skilning, áhuga og ræktarsemi. Í reglustarfinu varhann þó ekki áberandi maður – slíkt var heldur ekki hansháttur og hann mun hafa beðist undan því að taka að sérembætti þegar til hans var leitað um slíkt. Hins vegar varhann alltaf boðinn og búinn að liðsinna og vann Reglunnimikið starf. Þannig mun hann hafa lagt gjörva hönd á plógvið þýðingu ýmissa gagna. Vitað er að Freysteinn þýddim.a. fræðabálka St.:Jóh.: stúkunnar og siðabækur St.:Andrésarstúknanna, auk þess sem hann mun hafa lesið yf-ir þýðingu á grundvallarlögum Reglunnar og gefið þargóð ráð og ábendingar. Að auki flutti Freysteinn nokkrumsinnum fræðsluerindi í St.: Jóh.:Eddu og munu einhverþeirra vera til í bókasafni Reglunnar.

Það sem tengir nafn Freysteins Gunnarssonar þó fyrstog fremst við Frímúrararegluna eru ljóð hans í Söngbók-

inni. Sum þeirra orti hann og laumaði á litlum miðum aðbræðrum á fundum – önnur samdi hann að beiðni bræðr-anna og þá einkum vegna hátíðlegra tækifæra í sögu ogstarfi Reglunnar. Sem dæmi um slíkt má nefna ljóð eðaljóðabálk er Freysteinn færði St.: Jóh.: Eddu á tíu ára af-mæli stúkunnar árið 1929 og ljóðið „Rún“ sem var frum-flutt og sungið er St.: Jóh.: Rún var stofnsett. Góðurvinskapur var með Freysteini og tónskáldunum ÞórarniGuðnasyni og Ísólfi Pálssyni en báðir sömdu þeir lög viðfrímúraraljóð Freysteins.

Ekki mun Freysteini hafa þótt við hæfi að gera frímúr-araljóð sín heyrum kunnug. Aðeins tvö þeirra birtust íljóðabókum hans. Eru það ljóðin „Minni Íslands“ (Oft líð-ur hugur heim) sem heitir einungis „Ísland“ í ljóðabókinniog „Edda“ sem heitir sama nafni í ljóðabókinni en þar erþví þó aðeins breytt.

Eftirminnilegur kennari

Sá sem þetta ritar naut kennslu Freysteins Gunnars-sonar síðasta árið sem hann var skólastjóri Kennaraskól-ans. Þá voru miklar breytingar framundan. Skólinn var aðflytja úr gamla húsinu við Laufásveg þar sem hann hafðiverið frá árinu 1908 í glæsihús við Stakkahlíð og framund-an var einnig sú breyting að færa kennaramenntunina áháskólastig. Freysteinn kenndi íslensku einn tíma í viku –á laugardagsmorgnum. Hann tók Þrymskviðu fyrir og varallan veturinn að fara yfir hana, efnisgreina – orðgreinaog skýra. Hann var þá orðinn roskinn maður en hafði yfirsér ógleymanlegt fas og mikinn virðuleika. Lá lágt rómuren allir hlustuðu af athygli og vildu ekki missa af neinusem hann hafði fram að færa. Mér er það einstaklegaminnisstætt að einhverju sinni lét ég einhver orð falla umtiltekið atvik í Þrymskviðu. Nokkrum dögum síðar var égboðaður inn á skrifstofu til Freysteins. Það – að vera kall-aður til skólastjóra boðar venjulega ekki gott og mér varðþað fyrst fyrir að renna í huganum yfir það hvort veriðgæti að ég hefði gert eitthvað af mér. Þegar ég kom tilFreysteins heilsaði hann mér með handabandi, benti mérá að setjast, settist sjálfur og horfði á mig yfir gleraugun.Þagði nokkra stund, en rifjaði það síðan upp sem ég hafðihaft um Þrymskviðu að segja: „Þetta er skynsamlegályktun hjá þér,“ sagði hann svo. Þagði aftur góða stundog bætti við. „En hún fær ekki staðist.“ Síðan gaf hannsér góðan tíma til þess að útskýra og afsanna villukenn-ingu mína. Kvaddi með handabandi og hélt áfram að sinnasínum störfum. Þarna upplifði ég það sem séra ÁrelíusNíelsson sagði frá í ritinu „Kennaraskóli Íslands“, en þarsagði hann m.a. um Freystein og samskipti hans við nem-endur:

„Og þegar bjöllunni hefur verið hringt, horft út umgluggann og staldrað við, heyrist gengið hljóðlega til dyraog opnað með virðuleika af lágvöxnum manni með hrímaðhár, grá, glettnisleg augu, sem heilsar gestinum hlýrri,smárri hendi og brosi, sem minnir á lítinn, góðan dreng,bjart og feimnislegt í senn. Þau eru mörg stóru börnin,sem þannig hafa heilsað sem gestir og kvatt sem börnhans þennan nærgætna, vitra húsföður, og reynslan hefurávallt sannað, hve gott var að hlíta ráðum hans.“

Steinar J. Lúðvíksson

16 FRÍMÚRARINN

Sigurður Grétarsson – Edda – IX17. 5. 1956 ❑ 2. 12. 1986 † 4. 11. 2007

Guðmundur Jónsson – Mímir – III10. 5. 1920 ❑ 8. 11. 1954 † 5. 11. 2007

Gústav A. Guðmundsson – Rún – X15. 9. 1937 ❑ 27. 3. 1972 † 12. 11. 2007

Sigurður K. Árnason – Mímir – VIII7. 2. 1925 ❑ 5. 3. 1979 † 18. 11. 2007

Lárus Gunnólfsson – Edda – IX9. 10. 1937 ❑ 31. 3. 1981 † 8. 12. 2007

Árni Friðrik Scheving – Glitnir – VIII8. 6. 1938 ❑ 9. 2. 1994 † 22. 12. 2007

Þorlákur Guðmundsson – Edda – VII9. 12. 1921 ❑ 3. 2. 1987 † 30. 12. 2007

Hilmar Kristjánsson – Mælifell – III16. 5. 1948 ❑ 10. 11. 2003 † 1. 1. 2008

Úlfur Ragnarsson – Gimli – X29. 9. 1923 ❑ 18. 1. 1965 † 10. 1. 2008

Sigmundur Sigurgeirsson – Mímir – IX9. 1. 1926 ❑ 2. 10. 1978 † 15. 1. 2008

Jóhann T. Egilsson – Fjölnir – X29. 8. 1926 ❑ 31. 3. 1954 † 9. 2. 2008

Nicolai Gissur Bjarnas. – Sindri – VIII30. 9. 1948 ❑ 13. 4. 1993 † 20. 2. 2008

Bragi Guðmundsson – Hamar – X6. 12. 1932 ❑ 19. 4. 1966 † 20. 2. 2008

Páll Þorsteinsson – Edda – IX28. 3. 1920 ❑ 5. 12. 1967 † 24. 2. 2008

Bolli Þ. Gústavsson – Rún – X17. 11. 1935 ❑ 8. 10. 1975 † 27. 3. 2008

Sveinn Hjálmarsson – Rún – IX10. 3. 1948 ❑ 19. 1. 1994 – 30. 3. 2008

Gunnar R. Sveinbjörnss. – Sindri – IX24. 11. 1933 ❑ 8. 11. 1979 † 3. 4. 2008

Úlrik Ólason – Njörður – VI4. 6. 1952 ❑ 8. 4. 1997 † 9. 4. 2008

Aðalsteinn Jónsson – Edda – III30. 1. 1922 ❑ 14. 12. 1965 † 30. 4. 2008

Jón Bjarni Þórðarson – Edda – X19. 2. 1932 ❑ 20. 11. 1979 † 25. 6. 2008

Eiríkur Ísaksson – Gimli – III24. 6. 1931 ❑ 23. 10. 1978 † 18. 5. 2008

Gissur Símonarson – Edda – X16. 9. 1920 ❑ 17. 4. 1956 † 21. 6. 2008

Gunnar Bjarnason – Akur – X17. 9. 1927 ❑ 2. 2. 1965 † 26. 6. 2008

Ragnar Kjartansson – Mímir – VII4. 3. 1942 ❑ 12. 12. 1973 † 12. 7. 2008

Óskar Kristinn Júlíusson – Edda – X20. 2. 1919 ❑ 22. 11. 1966 † 18. 7. 2008

Lárus Arnar Kristinsson – Sindri – VII14. 8. 1937 ❑ 24. 10. 1998 † 28. 7. 2008

Símon Sveinn Sigurjónsson – Edda – X4. 8. 1930 ❑ 13. 2. 1968 † 30. 7. 2008

Jón Gauti Jónsson – Mímir – IV29. 12. 1945 ❑ 28. 9. 1981. † 4. 8. 2008

Páll H. Pálsson – Edda – X24. 11. 1920 ❑ 17. 1. 1961 † 6. 8. 2008

Sigurður Kj. Brynjólfss. – Glitnir – IX5. 11. 1942 ❑ 15. 3. 1978 † 2. 9. 2008

Skjöldur Stefánsson – Akur – X11. 7. 1935 ❑ 4. 12. 1978 † 3. 9. 2008

Sævar Halldórsson – Fjölnir – X25. 6. 1934 ❑ 11. 11. 1975 † 18. 9. 2008

Ásgeir Sverrisson – Gimli – X9. 6. 1928 ❑ 13. 11. 1972 † 27. 9. 2008

Steinþór S. Steinþórsson – Njála – IX9. 7. 1939 ❑ 17. 3. 1980 † 16. 10. 2008

Ingi Jónsson – Mímir – X16. 12. 1921 ❑ 17. 11. 1958 † 27. 10. 2008

Bræður horfnir til Austursins Eilífa

In memoriam

Ljósmynd/Einar Falur

FRÍMÚRARINN 17

Frímúrarakórinn - athugasemd frá Gunnlaugi SnævarrFrímúraranum hefur borist eftirfarandi athugasemd frá br. Gunnlaugi

Snævarr:Í síðasta tölublaði Frímúrarans er getið um 15 ára afmæli Frímúrara-

kórsins. Þar er mér eignaður meiri heiður en mér ber með því að ég ersagður vera aðalhvatamaður að stofnun kósins ásamt Jóni Stefánssyni.

Ég man það glöggt að kórinn var búinn að starfa í einn vetur þegar égvarð formaður hans. Ég starfaði því ekki fyrsta árið. Ég tel mig muna þaðrétt að þeir tvíburabræður Magnús og Sæmundur Pálssynir, GuðmundurÓskarsson og fleiri hafi hrundið þessu starfi af stað með Jóni Stefánssynisem hafi bent þeim á að fá mig til þess að taka kórinn að mér. Ég heldreyndar að ég hafi komið nokkru skikki á starfsemina með dyggri leiðsögnog hjálp Indriða Pálssonar þáverandi SMR en hann á meiri heiður skiliðen ég. Ég man það vel á fundi okkar Indriða þegar ég fékk hann til að þvívar komið til leiðar að kórinn kæmi ekki fram opinberlega nema þá og þvíaðeins að SMR óskaði þess. Það var löngun eldhuganna sem að stofnunkórsins stóðu að syngja sem mest og víðast en ég var efins um að kórinnværi það góður að vel færi á því, a.m.k. fyrstu árin. Hins vegar fór ég meðkórinn til Akureyrar, Kaupmannahafnar og Ísraels þar sem við sungum álokuðum samkomum.

Sumardaginn fyrsta, 24. apríl sl.,fjölmenntu bræður sem áhuga hafa ávélfákum í bræðrastofuna við Borg-artún í Reykjavík. Tilefnið var undir-búningur að stofnun vélhjólaklúbbsfrímúrara. Það kom sannarlega í ljósað innan okkar raða eru ótrúlegamargir vélhjólakappar og sýndu þeirþað í verki með því að fjölmenna,auðvitað vel útbúnir á þennan fyrstafund. Skipuð var bráðabirgðastjórnsem nú hefur það verkefni að vinna

áfram að málinu, skrá stofnfélaga ogundirbúa dagskrá fyrir sumarið. Eft-ir fundinn héldu hátt í 50 bræður ihópreið um götur höfuðborgarinnarundir forystu Eiríks Hreins Helga-sonar.

Þeir bræður sem áhuga hafa ogvilja láta skrá sig sem stofnfélagavinsamlega hafið samband við SigurðInga Einarsson, netfang:

[email protected]ða í síma 863 2500.

Vélhjólaklúbbur FrímúraraHinn árlegi fundur YAR og rit-

stjóra Frímúrarablaðanna á Norður-löndunum var haldinn í Tromsö í lokmaí og byrjun júní 2008. Á síðastaári var bryddað upp á þeirri nýjungað halda þennan árlega fund utan höf-uðborgar, en þá var hann á Akureyri.Gestgjafarnir í ár, Norðmenn, ákváðuað endurtaka leikinn og héldu fund-inn í Tromsö svo hægt yrði að bjóðafundarmönnum á H&V St. Jóh. St.Stella Polaris sem fagnaði 89 ára af-mæli sínu.

Meðal þess sem til umræðu var aðþessu sinni, var meðhöndlun gagna ítengslum við netið. Mikið af frímúr-ísku efni hefur undanfarin misseriverið sett á persónulegar heimasíðurá Norðurlöndunum, jafnvel gráðu-bækur og spurningabækur og hefurútbreiðsla þessa efnis verið mönnumáhyggjuefni. Mest virðist sett á netiðí „góðri trú“ af bræðrum sem ekkihafa verið upplýstir um rétta notkunþessa viðkvæma efnis.

Þá var rætt um þær breytingarsem orðið hafa í því skyni að kynnaRegluna fyrir almenningi, en Norð-menn tilkynntu að þeir hefðu ákveðiðað skipa sérstakan blaðafulltrúa, líktog Danir hafa haft. Ennfremur varskýrt frá því að Norðmenn hafa aukiðallt kynningarstarf sitt og opnaðRegluhúsið á nokkurs konar Menn-ingarnótt þeirra í Osló, við góðarundirtekir.

Ljóst er að mikil gróska er í frí-múrarastarfi á Norðurlöndunum ogfundir sem þessir styrkja samstarfmilli landanna og endurspeglaðist þaðvel á þessum fundi nyrst í Noregi.

NorrænirYAR ogritstjórarfunda íTromsö

18 FRÍMÚRARINN

Það var svo sannarlega ekkiþrautalaust að koma hinu árlegaLandsmóti Frímúrara á koppinnþetta árið. Eins og flestum sem þátttóku í mótinu er ljóst urðum við fyrirþví að Golfsamband Íslands skipu-lagði sveitakeppni í golfi á fyrirframákveðnum keppnisdegi Landsmótsinssem fara átti fram á Akranesi þettaárið. Sú ákvörðun ásamt mótsdegihafði legið fyrir frá fyrra ári eftirsamkomulag við stjórnendur GL.Var þetta okkur stjórnarmönnumFGF algjörlega óafvitandi og á síð-ustu stundu.

Nú voru góð ráð dýr því ekki varmikill tími til stefnu og eftir eftir-grennslan var úr litlu að moða hvaðvarðar úrval valla á þessum tímasumars. Það var því kærkomin fréttþegar Jón B. Stefánsson, varaformað-ur FGF, setti sig í samband við bræð-ur okkar í Röðli á Selfossi og kannaðiáhuga þeirra á að koma að Lands-mótshaldinu. Ekki var mikill tími tilstefnu þar sem komið var langt framí júlí þegar þarna var komið við sögu.Það fór síðan á þann veg að við fund-uðum á föstudegi með Röðulsöðlingn-um Guðmundi Eiríkssyni. Að þvíbúnu settum við saman dagskrámótsins um helgina á eftir, því næstvar samið um veitingar og hagstæðagistingu á Hótel Selfossi ogundirbúningur að gerð verðlauna-gripa hófst. Fjórtán dögum síðarvoru vel á annað hundrað keppendurmættir til leiks á Strandarvelli áHellu á áttunda Landsmót Frímúr-ara.

Kvöldið fyrir mótsdag buðu Röð-ulsmenn undir forystu Guðmundartil móttöku í ný húsakynni sín og far-ið var í kynnisferð undir leiðsögnbygginganefndar og hönnuða hússinsum bygginguna. Húsið er eins og þeirvita sem þangað hafa komið hreint útsagt glæsilegt í alla staði og mikillstórhugur sem þar hefur verið mönn-um leiðarljós við byggingu hússins.Röðulsmenn buðu síðan upp á léttarveitingar eftir mótssetningu og við-stöddum gafst tækifæri til að leggjaeitthvað af mörkum í byggingasjóð.

Á keppnisdaginn var síðan blásið

til keppni. Ræst var út á öllum teig-um samtímis klukkan 9 um morgun-inn og var keppt í 5 flokkum aðvanda. Blíðskaparveður var áStrandarvelli þennan dag þrátt fyrirörlítinn blástur sem gaf mönnumroða í kinn en hlýtt var hins vegar oggott. Það voru sælir kylfingar semhéldu heim í skálann að loknum golf-hringnum og fóru yfir afrek dagsins.Að loknum frábærum keppnisdegivar haldið inn á Selfoss þar sem tímigafst til að fara í sturtu og klæðastáður en þríréttaður kvöldverður varsnæddur á veitingastaðnum River-side á Hótel Selfossi. Var það málmanna að um fyrirmyndarmatseldhafi verið að ræða og get ég staðfest

það. Á meðan eftirrétturinn varsnæddur fór fram verðlaunaafhend-ing. Sigurvegarar á landsmótinu aðþessu sinni voru:

Í A-flokki karla: Ellert Þór Magna-son.

Í B-flokki karla: Jón Björgvin Stef-ánsson.

Í kvennaflokki: Erla Adolfsdóttir.Í flokki niðja Frímúrarabræðra:

Jón Grétar Erlingsson.Bræður í Akri á Akranesi unnu

Stúkukeppnina þetta árið. Alls tóku100 kylfingar þátt í mótinu; 61 bróðir,32 systur og 7 niðjar.

Það sem eftir lifði kvölds fór í ýms-ar skeggræður og þykir okkur semmjög vel hafi til tekist þrátt fyrir aðgefið hafi á bátinn rétt fyrir mót ogútlitið ekki verið gott. Úr rættist aðlokum á farsælan hátt, vonandi öllumtil heilla.

Fyrir hönd stjórnar Frímanns vilég þakka þeim Röðulsbræðrum semkomu að mótshaldinu og að sjálf-sögðu óeigingjarnri mótsnefndLandsmótsins undir dyggri stjórnGylfa Sigurðssonar mótsstjóra. Sjá-umst að ári á Akranesi ef Guð lofar!

Jóhann Gunnar Stefánsson,formaður FGF

Landsmót Frímúrara 2008

Sigurvegarar í kvennaflokki: Svandís Rögnvaldsdóttir, Erla Adolfsdóttir ogMargrét Teitsdóttir.

FRÍMÚRARINN 19

Á vorhátíð Frímúrarareglunnar2006, sem var sú fyrsta sinnar teg-undar innan okkar regluumdæmis,var veitt fé til UNICEF til styrktaráætlun um útrýmingu á mænustótt íAfríku. Ári áður samþykktu heil-brigðisráðherrar átta Afríkuríkjaáætlun um mikla bólusetningarher-ferð gegn mænusótt með það aðmarkmiði að útrýma sjúkdómnumfyrir lok ársins 2006. Enn er baristvið mænusótt víða í þróunarlöndun-um, einkum í Afríku, og vísindamennvinna stöðugt að rannsóknum á þvíhverjar orsakir sjúkdómsins eru ogafleiðingar. Hér á Íslandi hefur þessisjúkdómur ekki greinst á síðari tím-um, en nokkrir faraldrar gengu yfirlandið á síðustu öld og á þeirri nítj-ándu, eftir því sem eldri heimildirherma. Það var ekki fyrr en kringumárið 1950, þegar vísindamenn höfðuþróað bóluefni, að bólusetning hófstmeð skipulögðum hætti í hinum vest-ræna heimi. Síðast gekk faraldur hérá landi árin 1955-1956, en alls voru þá833 skráðir með mænusótt sam-kvæmt heilbrigðisskýrslum. Þar aflömuðust 133 en tveir dóu í kjölfarlömunar á öndunarfærum. Konursem lömuðust voru nokkru fleiri enkarlar og flestir sem lömuðust voru áaldursbilinu 20-40 ára.

Mænusótt, eða lömunarveiki, staf-ar af veiru sem getur borist í mennmeð saurmengun, fæðu og vökva oghugsanlega einnig með úðasmiti, seg-ir á vef landlæknisembættisins. Ígrein eftir dr. Magréti Guðnadótturprófessor, sem ég las fyrir nokkrumárum, kom fram að veikin kæmi upp„þegar þrifnaður eykst í þjóðfélagi.“Hér er átt við að þegar við hættumað sjúga upp í nefið og förum að þvookkur eftir salernisnotkun, verðumvið ónæm fyrir veirunni.

Einkennin geta verið væg, eneinnig alvarleg vegna lömunar semgetur leitt til dauða. Engin lyf munuvera til sem lækna mænusótt en meðbólusetningu hefur náðst mikill ár-angur og nánast tekist að útrýmasjúkdómnum í heiminum.

Alþjóða heilbrigðisstofnunin,WHO, hefur sett sér þau markmið aðmænusótt verði útrýmt á næstu ár-um.

Samkvæmt áætluninni átti aðbólusetja börn í alls 25 löndum en nú,ári síðar, er ljóst að ekki hefur tekistað útrýma þessum vágesti. Flest til-felli mænusóttar í Afríku hafa komiðupp á svæði frá Nígeríu til Súdans.Tilfellum í heiminum hefur verið aðfjölga, þau voru alls 784 árið 2004,voru 1.170 árið 2005 og tölur þessaárs benda til að þeim hafi enn fjölgað.Fjölgunina mátti m.a. rekja til þessað yfirvöld í Nígeríu lögðu bann viðþví í nærri ár að bólusetja börn viðmænusótt. Banninu var loks afléttfyrir rúmu ári og síðan þá hafahundruð milljóna afrískra barna veriðbólusett.

Styrkir á Íslandi

Á liðnu ári ákváðu íslensk stjórn-völd ásamt einkaaðilum að styrkjaverkefnið Bólusetning gegn mænu-sótt í Nígeríu um 375 þúsund dollara,eða um 26 milljónir króna. Á síðustuárum hefur nánast tekist að útrýmasjúkdómnum og er litið á þetta verk-efni sem einn af síðustu áföngunum íþví. UNICEF hefur tekið þátt í al-heimsátaki gegn mænusótt og hefur ísamvinnu við nígerísk stjórnvöld ogAlþjóða heilbrigðisstofnunina unniðað verkefni sem miðar að útrýmingumænusóttar en því lýkur á næsta ári.

Vel gekk að fá íslenska einkaaðilatil samstarfs en styrktaraðilar verk-

efnins eru Hreinn Loftsson lögmað-ur, Lýsi hf., Frímúrarareglan á Ís-landi, Eimskip, Samherji, Klofningur,Íslenska umboðssalan, Salka-fisk-miðlun, Norlandia, Ice-group og fé-lagsbúið Miðhrauni.

Samanlagt framlag ofangreindraaðila nemur um 275 þúsund dollurum.Íslenska ríkið til 100 þúsund dollaratil viðbótar og mun samanlögð upp-hæðin nægja til að bólusetja 300 þús-und börn.

Rotary-hreyfingin á heimsvísuhefur einnig lagt sitt af mörkum íbaráttunni gegn lömunarveiki,mænusótt og fleiri sjúkdómum meðbólusetningu. Hreyfingin hefur unniðað verkefninu í yfir 20 ár og á þeimtíma safnað alls 600 milljónum dollaratil verkefnisins, alls um 42 milljörðumkróna.

Með mati á ofangreindum upplýs-ingum getum við vel hugsað okkurhverju þjóðin hefur áorkað. Þarnahefur íslenska þjóðin hugsanlegabjargað fleiri börnum frá þessumvágesti en munu fæðast á Íslandinæstu 50 til 70 árin. Þetta er sérstak-lega ánægjulegt fyrir mig sem félagaí Reglunni, og líklegast eina núlifandibróður sem ber einkenni skaða aflömunarveiki. Mér hlýnaði því umhjartaræturnar þegar ég varð vitniað þessari úthlutun og vil þakkaÆðstaráði Reglunnar fyrir framtakþess og fordæmi.

Ég vil vekja athygli bræðra áþessu framtaki sem ætti að vera okk-ur til íhugunar um hve miklu við get-um áorkað, bæði einir sér og ásamtöðrum ef við gefum því gaum.

Hörður Barðdal

Baráttunni gegn mænu-sótt hvergi nærri lokiðFrímúrarareglan leggur UNICEF lið við útrýmingu mænusóttar í Afríku

20 FRÍMÚRARINN

EFNALAUGIN BJÖRG

FRÍMÚRARINN 21

Muniðminningarkortbræðranefndar

Hægt er að pantakort á heimasíðu

Frímúrarareglunnarwww.frmr.is

VIÐBRÖGÐ VIÐ ÁFÖLLUMOG MÓTLÆTIFundur í Regluheimilinu í Reykjavíksunnudaginn 16. nóvember kl. 16:00

Frummælendur:Halldór Kolbeinsson, geðlæknirJóhann Loftsson, sálfræðingurSr. Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur

Fundarstjóri: Kristján Þórðarson, varaoddviti Fræðaráðs.

Við hvetjum bræður til að mæta og bjóða systrunum með.

Með bróðurlegri kveðju,

Frímúrarareglan á Íslandi

22 FRÍMÚRARINN

Frá Minjasafni Reglunnar

Á Minjasafninu er töluvert úrval affrímúraraglösum frá ýmsum tímum. Enþau glös sem við tengjum einna mest viðRegluna eru glös sem kölluð eru á ensku„firing glasses“ einnig nefnd „shot glass-es“.

Þessi glös hafa fylgd frímúrurum íaldaraðir og eru sérstök að því leytinu tilað þau eru ekki há eða mjög sver enmittismjó og með sérlega þykkum ogkröftugum fæti. Að auki eru þau venju-lega fagurlega skreytt með táknmynd-um. Ef glasinu er skellt á borðplötu

heyrist kröftugur smellur líkt og skothvellur. Þessi gerð afglösum á ætt sína að rekja til franskra og enskra frímúr-arastúkna og var notuð við bróðurmáltíðirnar. Að drekka skálupp á franskan máta nefnist „fue“ eða fýri, eldur. Að skála varþví táknræn athöfn, glasið var því byssan og vínið púðrið. Aðfylla glasið var hleðslan, að drekka innihaldið var skotið ogskella glasinu á borðið var hvellurinn og það var til að undir-strika að byssan var tæmd. Í þýskum stúkum er þessi tákn-ræna athöfn útfærð enn betur með handahreyfingum.

Elsta tilvitnun um frímúrara sem fundist hefur hér á landier frá byrjun 19. aldar.Þess er getið í gömlumréttarskjölum frá 1810, aðmaður nokkur var ákærðurfyrir að hafa barið konusína í höfuðið með frímúr-araglasi.

Í gamla daga voru glösin stundum brotin þegar bú-ið var að drekka úr þeim hátíðlega skál, til þess aðvanhelga þau ekki. Seinna þótti nægja að slá þeimfast í borðið. Til er frásögn af Óskari konungi II frá1882 þar sem hann sótti fund St. Jóh.st. Leoparden íOsló. Hann flutti ávarp við bróðurmáltíðina þar semhann lofaði því að Norðmenn eignuðust sína eiginsjálfstæðu Reglu. Til að standa við loforðið brauthann fótinn af glasi sínu, gamlar frásagnir segja að efloforð er gefið með skál og glasið er brotið er ekkihægt að svíkja loforðið.

Frímúraraglas br. Magnúsar Sigurðssonarbankastjóra. Hann gekk í Z.&F. 1909 og vareinn af stofnendum St. Jóh.st. Eddu.Glasið er frá 1920.

Frímúraraglas frá St.And.st. Cubus CausaVera í Kaupmanna-höfn. Þetta glas ermeira í ætt við staup enþó með verklegumbotni.

Jón Þór HannessonMinjavörður

Bróðurleg skál ...