Jarðfræði 2A – skilgreiningar · 2007. 4. 15. · Jarðfræði 2A – skilgreiningar •...

12
Jarðfræði 2A – skilgreiningar Marbakki (marine terrace) o Er sandur og möl sem sest fyrir úti við strendur þar sem dýpi er orðið nokkuð og frekar þungur sjór. Þessi sandur og möl komu með útsoginu frá ströndinni og setjast fyrir í skálögóttan marbakka þar sem bylgjuhreyfingunum hættir að gæta. Urðarrani (medial moraine) o Myndast þegar jöklar úr tveimur dölum mætast eða þegar jökull klofnar í tvennt og kemur saman aftur. En þá eru það jaðarurðirnar sem sameinast og mynda urðarranann. Aurkeila (alluvial cone) o Kemur fram þegar ár eða lækir koma fram úr gili niður á sléttlendi. Þá hleður áin upp efnið sem hún ber með sér við gilkjaftinn, sem myndar eins konar keilu. Við uppbyggingu, ferðast áin um alla keiluna þegar hún rennur niður hana (fram og til baka) Berghlaup (Rock slide) o Þegar heilar fjallshlíðar losna skyndilega frá berggrunninum, skríða eða hlaupa fram og mynda óreglulegar hólaþyrpingar framan við brotsárið, allt niður á láglendi við fjallsræturnar. Hólarnir afmarkast venjulega af talsvert háum jöðrum

Transcript of Jarðfræði 2A – skilgreiningar · 2007. 4. 15. · Jarðfræði 2A – skilgreiningar •...

Page 1: Jarðfræði 2A – skilgreiningar · 2007. 4. 15. · Jarðfræði 2A – skilgreiningar • Marbakki (marine terrace) o Er sandur og möl sem sest fyrir úti við strendur þar

Jarðfræði 2A – skilgreiningar • Marbakki (marine terrace)

o Er sandur og möl sem sest fyrir úti við strendur þar sem dýpi er orðið nokkuð og frekar þungur sjór. Þessi sandur og möl komu með útsoginu frá ströndinni og setjast fyrir í skálögóttan marbakka þar sem bylgjuhreyfingunum hættir að gæta.

• Urðarrani (medial moraine) o Myndast þegar jöklar úr tveimur dölum

mætast eða þegar jökull klofnar í tvennt og kemur saman aftur. En þá eru það jaðarurðirnar sem sameinast og mynda urðarranann.

• Aurkeila (alluvial cone)

o Kemur fram þegar ár eða lækir koma fram úr gili niður á sléttlendi. Þá hleður áin upp efnið sem hún ber með sér við gilkjaftinn, sem myndar eins konar keilu. Við uppbyggingu, ferðast áin um alla keiluna þegar hún rennur niður hana (fram og til baka)

• Berghlaup (Rock slide)

o Þegar heilar fjallshlíðar losna skyndilega frá berggrunninum, skríða eða hlaupa fram og mynda óreglulegar hólaþyrpingar framan við brotsárið, allt niður á láglendi við fjallsræturnar. Hólarnir afmarkast venjulega af talsvert háum jöðrum

Page 2: Jarðfræði 2A – skilgreiningar · 2007. 4. 15. · Jarðfræði 2A – skilgreiningar • Marbakki (marine terrace) o Er sandur og möl sem sest fyrir úti við strendur þar

• Bergflóð (ens. Rock avalance)

o Þegar mikið magn fasts bergs brotnar fram úr fjallshlíð, sundrast í fallinu og streymir með ógnarhraða langar vegalengdir, þvert yfir dali og jafnvel upp í gangstæðar hlíðar

• Kaldavermsl (spring)

o Lindir með jafn heitu vatni. Hitinn er yfirlega í kring um meðalhita ársins á svæðinu, og þær eru á nógu miklu dýpi, til að verða ekki fyrir áhrifum árssveiflna hitans.

• Setmyndun (deposition) o Setmyndun á sér stað þegar berg rofnar, t.d. vegna vatns eða hita frá sólu.

Þetta set flyst svo með vindi eða vatni og sest svo einhvers staðar að, t.d. við strendur hafsins eða ýmissa vatna. Setið sest til vegna t.d. minnkandi streymis, eða minnkandi burðargetu rofafla.

• Snælína (snow-line) o Snælína er mörk milli snjófyrningavæða og leysingasvæða. Hún er oft

skýrt afmörkuð á jöklum síðsumars. Hæð snælínu er háð lofthita og úrkomu. Snælínan er mjög lág á heimskautalöndunum, en mjög há, 5000 til 6000 m hæð við hvarfbaugana.

• Löss (loess) o Þykk lög af fínu foki, sem myndast í nágrenni eyðimarka. T.d. í Kína eru

mörg hundruð metra þykk lög af löss sem borist hafa með vestanvindum. • Jökulker (kettle-hole)

o Myndast þegar ísjakar grafast í set. Þegar jakinn bráðnar, myndast jökulker. Oft eru jökulkerin full af vatni, mynda tjarnir.

Page 3: Jarðfræði 2A – skilgreiningar · 2007. 4. 15. · Jarðfræði 2A – skilgreiningar • Marbakki (marine terrace) o Er sandur og möl sem sest fyrir úti við strendur þar

• Botnskrið (basal sliding) o Þegar jökull er á hreyfingu, skríður hann eftir botninum. Botnskrið

jökulsins á sér stað þegar neðsta lag hans bráðnar vegna þrýstings og núnings við yfirborðið. Við botnskriðið rispar, skrapar og plokkar hann undirlagið. Þetta skrið kemur á jökla, vegna þess að ákoma jökulsins fer fram á öðrum stað heldur en bráðnun.

• Rofmörk (base level) o Mikilvægasta hugtakið í rofaflaumfjölluninni: o Endanleg rofmörk (Ultimate base-level)

� Yfirborð sjávar á hverjum stað og tíma. Eru í raun ekki óumbreytanleg

� Frá sjó og inn til landsins fylgja rofmörk línu sem er íhvolf upp-á-við

� T.d. er sjávarborð endanleg rofmörk. • En samt er sjávarborðið breytilegt.

o Tíma- og staðbundin rofmörk (Temporary and Local base-level) � Stöðuvötn, berggangar, torgræft berg og vatnsmeiri ár. Eru

breytileg í tíma og rúmi. o Rofmörk er það sem kemur í veg fyrir að áin grafi dýpra o Sjórinn er þá rofmörk, áin grefur ekki lengra niður en að sjávarmáli, flytur

ekki efni lengra en að sjávarmáli o.fl. o Invarp rofmarka inn til landsins, táknar mörkin sem vatnið fer ekki neðar, í

landinu:

Page 4: Jarðfræði 2A – skilgreiningar · 2007. 4. 15. · Jarðfræði 2A – skilgreiningar • Marbakki (marine terrace) o Er sandur og möl sem sest fyrir úti við strendur þar

• Svörfun (abration) o Þegar t.d. jöklar nota tæki og tól eins og bergmulning til að klóra og

skrapa undirlag sitt. o Það gildir það sama um jökulís og vatn, að hann einn og sér megnar ekki

sem neinu nemur að vinna á undirlagi sínu. Jöklar vinna á undirlagi sínu með bergmoli sem dregst áfram á mörkum jökuls og undirlags. Það eru því þíðjöklar (temperated) sem sverfa undirlag sitt á meðan gaddjöklar (polar) gera það lítið sem ekki neitt.

• Áflæði (transgression)

o Innstreymi sjávar yfir landsvæði vegna landsigs eða sjávarborðshækkunar • Afflæði (regression)

o Brotthvarf grunnsævis af landi, vegna landlyftingar eða sjávarborðslækkunar.

Page 5: Jarðfræði 2A – skilgreiningar · 2007. 4. 15. · Jarðfræði 2A – skilgreiningar • Marbakki (marine terrace) o Er sandur og möl sem sest fyrir úti við strendur þar

• Dreifarsteinn (erratic) o Einnig kallað grettistak ! o Stórir steinar sem hafa flust með jökli. Þessir steinar passa gjarnan ekki

við umhverfi sitt og eru oft sorfnir og rúnaðir. • Hvalbak (roche moutonnée)

o Verður til á yfirborði jarðar, sem jökull hefur farið yfir. Þetta er berg / klöpp sem staðið hefur hærra umhverfi sínu, og er búin að lenda fyrir svörfun og plokkun jökuls, þá er svörfunin áveðurs og plokkunin hlémegin.

• Eyðimörk (desert) o Er það svæði sem úrkoma er minni en 25 cm. Eyðimerkur finnast gjarnan

á 30° beltunum og langt inn í miðjum meginlöndum, þá sérstaklega þar sem fjallskarðar mynda regnskugga við strendur.

• Sandur (sand) o Sandur er set með kornastærð frá 1/16 mm til 2 mm.

• „Arête“ (Egg) o Hvöss (þunn) fjöll sem aðskilja dali sem myndast hafa vegna jökuls. o Dæmi: Hraundrangar, en jöklarnir sem mynduðu Hörgárdal og Öxnadal

gerðu Hraundranga.

• Þelaurð (rock glacier)

o Er jökull / ís sem er þakinn urð. Þetta getur gerst ef jökull megnar ekki að flytja urðina jafn óðum frá svæðinu.

• Rúst (pals) (sleppa) • Malarás (esker)

o Myndast t.d. þegar á kemur út undan jökli, missir hún burðargetu sína á setinu sem hún flytur. En þá safnast það saman fyrir framan gatið í hauga, og myndar eins og nokkurskonar perlufesti.

Page 6: Jarðfræði 2A – skilgreiningar · 2007. 4. 15. · Jarðfræði 2A – skilgreiningar • Marbakki (marine terrace) o Er sandur og möl sem sest fyrir úti við strendur þar

• Ákomusvæði jökla (accumulation area) o Er það svæði á jöklum sem er ofan við snælínu. Það sem einkennir þetta

svæði er meiri ákoma á jökulinn en bráðnun af honum.

• Leysingasvæði jökla (ablation area)

o Er þá svæðið þar sem bráðnun er meiri en ákoma (dökkblái flöturinn á myndinni).

• Sífreri (permafrost) o Sá hluti jarðarinnar sem er sífrosinn allt árið í kring, t.d. mýrar í efrihluta

Rússlands og fleira. • Jaðarhjalli (lateral terrace)

o Er jökulborið set sem finnst við jaðra jökla. Oft þegar tveir jöklar koma saman, mynda jaðarhjallarnir þeirra urðarrana, inn á miðjum sameinaða jöklinum.

• Jökulgróp (glacial groove) o Eru jökulrákir sem eru myndaðar af kornum með meira en 1 mm í

þvermál. • Jökulrispur (glacial striae)

o Eru jökulrákir sem eru myndaðar af sandfínum og minni kornum með þvermál um 1 mm

• Jökulfágun (glacial polish) o Eru jökulrákir sem sjást ekki með berum augum og yfirborð bergsins /

grjótsins eins og gljáfægt. • Þíðjökull (warm based glacier)

o Er jökull sem er við frostmark (0°). Jöklar sem eru við frostmarkið (temperate glacier) eru virkastir allra jökla í rofi. Þeir mynda bráðið undirlag, sem tekur til sín bergbrot og rispar og skrapar undirlagið.

Page 7: Jarðfræði 2A – skilgreiningar · 2007. 4. 15. · Jarðfræði 2A – skilgreiningar • Marbakki (marine terrace) o Er sandur og möl sem sest fyrir úti við strendur þar

• Vatnaskil (water divide) o Eru skilin á milli vatnasviða áa.

Þessi skil eru oft t.d. fjallgarðar, öðru megin við þau fer allt það vatn sem kemur á svæðið að annarri ánni en ekki hinni. Hinumegin við þau er það svo öfugt.

• Frostveðrun (frost weathering) o Frostveðrun er hluti af flokknum aflveðrun. Frostveðrun verðu á grjóti /

bergi þannig að vatn kemst í porur (holur, glufur og sprungur) bergsins, frýs þar. Þegar vatn frýs, eikur það rúmmál sitt um c.a. 9% og ýtir því á bergið með miklum þrýstingi, er það þenst út í holum þess. Þetta afl nægir til að mölva bergið niður í smærri parta.

• Grunnvatnsborð (groundwater table) o Er mörk þess svæðis í jarðvegi sem er vatnsmettað og þess hlutar sem er

ómettað vatni. Sem sagt, grunnvatnsborðið skilur að grunnvatnið frá þeim hluta sem er með hárpípusog á vatninu og ómettaða hlutanum.

• Hangandi dalur (hanging valley) o Er sá dalur sem kemur inn af öðrum dal, nema það að dalbotn hans er

hærra settur en aðaldalsins. Þetta má skýra á því að það var mun minni jökull sem gróf þann dal út, heldur en dalinn sem er utan við hann.

• Flá (tundra)

o Eru svæði með sífrera í jörðu, frekar votlend og alsettar rústum. Þau geta verið gróin. Þessi svæði finnast á miðhálendi Íslands í um 500–600 m hæð

• Geislótt mynstur (radial pattern) o Er mynstur fallvatna, t.d. á eldfjöllum (eða öðrum keilulaga fjöllum).

Árnar mynda þá munstur sem er eins og geislar. • Brimþrep (wave-cut platform) og fleira

o Brimþrep er lárétti pallurinn á myndinni. Lóðrétti stallurinn er brimklif og skálögótti bakkinn kallast Marbakki. Þetta eru allt einkenni rofstrandar.

Page 8: Jarðfræði 2A – skilgreiningar · 2007. 4. 15. · Jarðfræði 2A – skilgreiningar • Marbakki (marine terrace) o Er sandur og möl sem sest fyrir úti við strendur þar

• Fjörukambur (beach ridge) o Er kambur í fjörum með stærri steinum en fyrirfinnst annarsstaðar í

fjörunni. • Rennsli (discharge)

o Er magn vatns (t.d. í fallvatni) sem flæðir fram hjá gefnum punkti á tímaeiningu (breydd x dýpt x straumhraði)

• Lokaður vatnsveitir (confined aquifer) o Er grunnvatnsgeymir sem er lokaður milli tveggja vatnsheldra laga (t.d. úr

silt). Þessi gerð veit er oft undir þrýstingi (meira en 1 atm) og er óháður árstíðabundnum sveiflum úrkomu. Þetta er oft með þeim bestu kostum fyrir vatnsöflun til manneldis.

• Bjúgvatn (oxbow lake) o Er vatn sem myndast í gömlum árfarvegi. Það kemur fram þegar á í

bugðóttum farvegi, nær að grafa sig í gegn, þannig að áin hættir að fara eina bugðuna. Þá lokar áin fyrir hana og úr verður bjúgvatn.

• Jökullón (ice-lake) o Til eru tvær gerðir jökullóna:

� Jökullón sem myndað er við sporð jökuls, og er vatnið í lóninu komið frá bráðnun jökulsins. Oft finnst jökulís á vatninu.

• T.d. Jökulsárlón � Jökullón getur einnig myndast við það að jökull lokar fyrir þverdal

og stíflar hann alveg, þannig að vatn sem rennur hann niður safnast fyrir við jökulinn. Vatn úr svona lónum hleypur oft reglulega.

• T.d. Grænalón. • Jarðsil (solifluction)

o Þegar hlíðar síga hægt niður, vegna þyngdarkrafts. Gerist einkum á vorin, þegar frost fer úr jörðu (sjá glósur)

• Staðbundin rofmörk (local base-level) o Staðbundin rofmörk eru oft tímabundin, eru til staðar í ákveðinn tíma. Góð

dæmi eru t.d. stöðuvötn og stíflur. Þau hækka oft rofmörkin. Einnig geta hörð jarðlög sem eru illrjúfanleg breytt rofmörkum.

• Rof (erosion) o Er brottflutningur bergmylsna og uppleystra efna frá veðrunarstað með

einum eða öðrum hætti. o Rof af einum stað leiðir gjarnan af sér setmyndun á öðrum stað.

• Melarendur (stone stripes) o Er náskylt melatíglum. Melarendur myndast við svipaðar aðstæður og

tíglarnir, nema bara í jarðvegi sem hallar. o Melarendur myndast þannig að frostlyfting verður á gróðurvana svæði.

Við frostlyftingu og jarðskriðið koma fram bungur þannig að stærri grjót og sandur rennur niður og safnast saman í hauga (rendur).

• Jökulgarður (moraine) o Jökulgarðar eru hryggjalaga landform sem yfirleitt eru gerð úr

jökulruðningi eða öðru því efni sem jöklar ryðja upp meðfram eða á undan sér. Til eru nokkrar gerðir: endagarðar, jaðargarðar, urðaranar og dauðísgarðar.

Page 9: Jarðfræði 2A – skilgreiningar · 2007. 4. 15. · Jarðfræði 2A – skilgreiningar • Marbakki (marine terrace) o Er sandur og möl sem sest fyrir úti við strendur þar

• Jökulalda (drumlin) o Jökulöldur myndast undir virkum jökli, þá úr bergklumpum og fleira úr

jökulbornu seti. Þegar jökullinn skríður yfir hauginn, lagar hann hauginn að skriði sínu.

• Virkt lag (active layer) o Er það setlag sem er í myndun með tilteknu rofafli.

• Holun (cavitation) o Er eina rofið sem fallvötn gera án verkfæra á borð við sand og önnur korn. o Það á sér stað í miklum vatnsþrýstingi, við mikið streymi. En þá gerist það

að við þennan gífurlega þrýsting, gefa vatnssameindirnar eftir, svo það myndast tóm í vatninu. Þá skellur það svo fast saman að það getur holað berg og fleira. Kemur aðalega fram í hamfarahlaupum etc.

• Vatnasvið (drainage area) o Vatnasvið ár er það svæði að allt það vatn sem lendir innan svæðisins

lendir í ánni. Þessi svæði eru afmörkuð vatnaskilum, sem eru yfirleitt hæðir, á borð við fjöll og fjallgarða.

• Frostfleygun (frost wedging) o Verður í sprungnu flögóttu bergi. Vatn flæðir inn í sprungurnar og er það

frýs, þenst það út og þá víkka sprungurnar. Við þetta flagnar bergið í sundur, og myndar steinflögur.

• Jökulrákir o Kemur fram við skrið jökla. Þá dregst bergbrot / korn eftir berggrunninum

með undirlagi jökulsins og rispar það. Jökulrispur eru flokkaðar eftir stærð kornanna sem rispa

� Jökulrispa (glacial striae) � Jökulgrópir (glacial grooves) � Jökulfágun (glacial polish)

• Fossberi o Er hart lag (t.d. blágrýti eða grágríti) og er efsta lag fossa. Þetta lag er mun

harðara en undirlagið, sem á það til að gefa eftir og fossinn á auðvelt með að rjúfa það burt.

Page 10: Jarðfræði 2A – skilgreiningar · 2007. 4. 15. · Jarðfræði 2A – skilgreiningar • Marbakki (marine terrace) o Er sandur og möl sem sest fyrir úti við strendur þar

• Leysingasvæði jökla (ablation area) o Er það svæði þar sem bráðnun er meiri en ákoma. Þetta svæði er fyrir

neðan snælínu, eða jafnvægislínu jökla. Skrið jökla kemur fram vegna skiptingu jökuls í ákomusvæði og leysingarsvæði.

• Jarðsil (creep) o Jarðsil er mjög hæg hreyfing jarðvegs niður á við. Það á sér stað í þeim

jarðvegi, þar sem togkrafturinn er aðeins meiri en núningsviðnámið. Þetta kemur fram sérstaklega á vorin, þegar vatnsmagn eykst í jarðveginum og gerir hann lausari, einnig það að blautur jarðvegur liggur á frosnum jarðvegi.

• Veðrun (weathering) o Veðrun er allt það niðurbrot sem verður á bergi. Veðrun skiptist í:

� Aflræn veðrun • Aflræn veðrun er til dæmis frostveðrun. En það einkennist

af því að vatn smýgur inn í pórur bergs (holur, blöðrur, sprungur etc.) og frýs þar. Við það þenst vatnið út um 9% og veldur gífurlegum þrýstingi á berginu. Þessi þrýstingur er nógur til að brjóta bergið. Einnig kemur aflræn veðrun fram við farglétti, en þá flagnar bergið. Sólsprengingar koma fram í bergi vegna hitaþenslu út af hita frá sólu.

� Efnaveðrun • Efnaveðrun einkennist meðal annars af því að vatn leysir

upp berg (t.d. marmara), eða tekur til sín steindir úr bergi. Þetta gerist oftast við þær aðstæður þar sem vatnið er smá súrt (vegna brennisteinssýru, HCl eða kolsýru). Efnaveðrun og aflræn veðrun vinna oft mjög mikið saman. Efnaveðrun kemur meira fram á svæðum þar sem er raki og hiti.

� Lífræn veðrun • Er t.d. rótarfleygun (rætur smjúga inn í sprungur í bergi og

víkka þær), einnig þegar sveppir og annað slíkt búa til væga sýru og leysa bergið upp.

Page 11: Jarðfræði 2A – skilgreiningar · 2007. 4. 15. · Jarðfræði 2A – skilgreiningar • Marbakki (marine terrace) o Er sandur og möl sem sest fyrir úti við strendur þar

• Botnskriðsset (bed load) o Hoppandi skoppandi rúllandi skríðandi o Skoppandi (ens. Saltation)

� Tilheyrir botnskriðshlutanum, þar sem það er meira við botn heldur en annars staðar. Þessi korn, geta farið upp í vatnsmassann, en koma alltaf niður á botninn aftur.

� Þau skoppa, vegna þess að það verður þrýstiléttir ofan á kornunum í botninum (svipað eins og flugvélar) og kornin lyftast upp.

o Snertandi (ens. Contact) � Stór korn, alltaf með snertingu við botn, rennur, skríður eða veltur

eftir honum.

• Holrýmd (porosity)

o Er hlutfall allra holrýma af heildarrúmmáli efnis. Sem dæmi, ef sandur er með 25% holrýmd, er einungis 750 g af sandi í hverjum 1000 g.

• Uppblástur (deflation) o Er þegar jarðvegur, upp á kornastærðina silt og leir, fýkur upp og skilur

eftir lægð í landinu. • Jökulruðningur (till)

o Jökulruðningur er jökulurð. Það sem einkennir hana er fyrst og fremst það að í henni má finna allar kornastærðir í einum hrærigraut og rennandi vatn hefur ekki haft áhrif á hana.

• Skriða (talus) o Bergbrot af öllum stærðum sem brotnað hefur úr kletti eða fjallshlíð og er

umhverfis / neðan við hlíðina.

Page 12: Jarðfræði 2A – skilgreiningar · 2007. 4. 15. · Jarðfræði 2A – skilgreiningar • Marbakki (marine terrace) o Er sandur og möl sem sest fyrir úti við strendur þar

• Svifaur (suspension load) o Er setið með kornastærð upp á silt og leir sem svífur um í fallvötnum, og

snertir yfirleitt ekki botninn. Það finnst í allstaðar í fallvötnum (sjá mynd). • Jökulís (glaciaer ice)

o Jökulís myndast úr snjókornum. Snjókornin rúnast og festast saman. Þegar þau sökkva dýpra í jökulinn fara þau að límast saman og mynda jökulís.

• Skarð (col) o Er slakki, stöðullaga skarð í fjallshrygg eða milli fjallstinda.